snidmata4_ritverritver.hi.is/sites/ritver.hi.is/files/b-snidmata4_ritver2017-0…  · web...

24
Sniðmát í A4 (Titill ritgerðar) Undirtitill (ef við á) Nafn höfundar Lokaverkefni til BA-prófs / B.Ed.-prófs / BS-prófs

Upload: tranthu

Post on 25-Feb-2018

219 views

Category:

Documents


1 download

TRANSCRIPT

Page 1: SnidmatA4_Ritverritver.hi.is/sites/ritver.hi.is/files/b-snidmata4_ritver2017-0…  · Web viewRitgerð þessi er xx eininga lokaverkefni til XX x-prófs í xxxxxxxxxxxxxxxfræði

Sniðmát í A4 (Titill ritgerðar)Undirtitill (ef við á)

Nafn höfundar

Lokaverkefni til BA-prófs / B.Ed.-prófs / BS-prófs

Kennaradeild / Uppeldis- og menntunarfræðideild / xxxdeild(notið einungis það sem á við)

Page 2: SnidmatA4_Ritverritver.hi.is/sites/ritver.hi.is/files/b-snidmata4_ritver2017-0…  · Web viewRitgerð þessi er xx eininga lokaverkefni til XX x-prófs í xxxxxxxxxxxxxxxfræði

Sniðmát í A4 (Titill ritgerðar)

Undirtitill (ef við á)

Nafn höfundar

Lokaverkefni til XXx-prófs í xxxxxxxxxxfræði

Leiðbeinandi: Nafn kennara

XxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxdeildMenntavísindasvið Háskóla Íslands

Mánuður Ár

Page 3: SnidmatA4_Ritverritver.hi.is/sites/ritver.hi.is/files/b-snidmata4_ritver2017-0…  · Web viewRitgerð þessi er xx eininga lokaverkefni til XX x-prófs í xxxxxxxxxxxxxxxfræði
Page 4: SnidmatA4_Ritverritver.hi.is/sites/ritver.hi.is/files/b-snidmata4_ritver2017-0…  · Web viewRitgerð þessi er xx eininga lokaverkefni til XX x-prófs í xxxxxxxxxxxxxxxfræði

Titill ritgerðar

Ritgerð þessi er xx eininga lokaverkefni til XXx-prófs í xxxxxxxxxxxxxxxfræði við xxxxxdeild, Menntavísindasviði Háskóla Íslands

© Nafn höfundar Ártal Óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi höfundar.

Prentun (ef við á): Prentsmiðja xxxStaður

Page 5: SnidmatA4_Ritverritver.hi.is/sites/ritver.hi.is/files/b-snidmata4_ritver2017-0…  · Web viewRitgerð þessi er xx eininga lokaverkefni til XX x-prófs í xxxxxxxxxxxxxxxfræði

Ágrip (útdráttur)

Öllum bakkalárritgerðum fylgir ágrip á íslensku. Ágripið er stundum kallað ‚útdráttur‘, en hér er það ekki gert. Ágripið geymir efni verkefnisins í hnotskurn, kjarnann úr öllum köflum verkefnisins, það mikilvægasta, allt sem máli skiptir, stutt og laggott, og þar með öll lykilhugtök verksins.

Ágripið birtist með titli ritgerðarinnar í Skemmu eða öðrum gagnagrunnum sem varðveita verkefnið, og orðin í ágripinu finnast við leit á vefnum á sama hátt og titillinn. Á grundvelli ágrips tekur lesandi ákvörðun um hvort ritgerðin er þess virði að lesa hana. Því skiptir miklu að það sé nákvæmt og vel samið.

Hefðbundið ágrip er skrifað í einu lagi án greinaskila en samt er gert ráð fyrir að það sé í fimm liðum:

1. Bakgrunnur verkefnis, fræðilegt eða faglegt samhengi við fyrri þekkingu eða aðstæður á sviðinu.

2. Rökstuddur tilgangur verkefnisins eða rökstudd rannsóknarspurning.

3. Aðferð við rannsókn, öflun upplýsinga eða gerð efnis (ef um gerð kennsluefnis er að ræða)

4. Mikilvægustu niðurstöður í tölum eða samkvæmt athugunum, settar fram eins nákvæmt og ótvírætt og unnt er í stuttu máli.

5. Mikilvægi niðurstaðna eða verkefnis fyrir samfélagið, og að hvaða leyti þær eru nýmæli eða viðbót við fyrri þekkingu.

Ágripið skal vera um 100 til 200 orð, eða um hálf síða. Þetta ágrip er nú þegar komið í 217 orð og því nóg komið.

3

Page 6: SnidmatA4_Ritverritver.hi.is/sites/ritver.hi.is/files/b-snidmata4_ritver2017-0…  · Web viewRitgerð þessi er xx eininga lokaverkefni til XX x-prófs í xxxxxxxxxxxxxxxfræði

Efnisyfirlit

Ágrip (útdráttur)..................................................................................................................

Myndaskrá..........................................................................................................................

Töfluskrá.............................................................................................................................

Formáli................................................................................................................................

1 Inngangur.....................................................................................................................

1.1 Stílsniðin........................................................................................................................

1.2 Prentun..........................................................................................................................

1.3 Um notkun sniðmátsins.................................................................................................

2 Myndir og töflur...........................................................................................................

2.1 Myndir...........................................................................................................................

2.2 Töflur.............................................................................................................................

2.2.1 Töflur úr Excel.........................................................................................................2.2.2 Töflur gerðar í Orði (Word) með dálkaskipun.........................................................2.2.3 Töflur gerðar í Orði (Word) með töfluskipun..........................................................

3 Lokaorð........................................................................................................................

3.1 Nokkur hagnýt ráð í lokin..............................................................................................

3.2 Hvað á að segja í lokaorðum?........................................................................................

Heimildaskrá.......................................................................................................................

Viðauki 1: Heiti viðauka.......................................................................................................

4

Page 7: SnidmatA4_Ritverritver.hi.is/sites/ritver.hi.is/files/b-snidmata4_ritver2017-0…  · Web viewRitgerð þessi er xx eininga lokaverkefni til XX x-prófs í xxxxxxxxxxxxxxxfræði

Myndaskrá

Mynd 1. Hér kemur myndatexti. Myndatexti er undir mynd....................................................

Mynd 2. Skipting vinnustunda stúdenta í fullu námi, miðað við bóklegt nám. Gert er ráð fyrir 6 kennslustundum (40 mín.) á hverja námseiningu og 10 mínútum í kaffi eða hlé með hverri kennslustund..................................................

Töfluskrá

Tafla 1. Fjöldi vinnustunda stúdenta á viku eftir lengd misseris. Taflan sýnir heildarfjölda vinnustunda í fullu námi (30 einingar), vinnu á 10 eininga námskeiði og 6 eininga námskeiði...............................................................................

Tafla 2. Hér kemur töflutexti. Töflutexti er fyrir ofan töfluna, en nánari skýringar á efni hennar, einstökum liðum eða marktækni, eru undir henni...............................

Tafla 4. Sama tafla og 1. tafla en gerð með dálkamerkjum í ritvinnslu. Möguleikar á að stjórna útliti eru ekki alveg hinir sömu.............................................

Tafla 3. Auð tafla með fjórum dálkum og þremur línum, sett inn með skipuninni Setja inn töflu..............................................................................................................

5

Page 8: SnidmatA4_Ritverritver.hi.is/sites/ritver.hi.is/files/b-snidmata4_ritver2017-0…  · Web viewRitgerð þessi er xx eininga lokaverkefni til XX x-prófs í xxxxxxxxxxxxxxxfræði

Formáli

Þessi kafli, formáli, á ekki að fjalla um efni verkefnisins, heldur kringumstæður þess. Í formála má tala um tilefni þess, þakka fyrir aðstoð eða ábendingar sem höfundur hefur fengið, eða þakka fjölskyldu og vinum fyrir umburðarlyndi meðan á samningu stóð. Óþarfi er að telja hvaðeina eða þakka fyrir lítilsháttar aðstoð eða ábendingar. Yfirleitt er ekki getið starfsmanna bókasafna né prófarkalesara sem lesa texta gegn greiðslu nema þeir veiti mjög gagnlegar ábendingar sem máli skipta fyrir inntak eða skipulag verksins.

Upplýsingar um nafn leiðsögukennara og vægi verkefnisins koma fram annars staðar og því þarf ekki að geta þess hér nema höfundur sjái ástæðu til að koma á framfæri sérstöku þakklæti eða fjalla um samvinnu sína við leiðsögukennara og annað aðstoðarfólk.

Fyrirsögn formála skal vera: Fyrirsögn miðjuð án tölu.

Lokaorð formála skulu vera eftirfarandi, veljið fyrri eða síðari efnisgrein:

Þetta lokaverkefni er samið af mér undirrituðum. Ég hef kynnt mér Siðareglur Háskóla Íslands (2003, 7. nóvember, http://www.hi.is/is/skolinn/sidareglur) og fylgt þeim samkvæmt bestu vitund. Ég vísa til alls efnis sem ég hef sótt til annarra eða fyrri eigin verka, hvort sem um er að ræða ábendingar, myndir, efni eða orðalag. Ég þakka öllum sem lagt hafa mér lið með einum eða öðrum hætti en ber sjálf(ur) ábyrgð á því sem missagt kann að vera. Þetta staðfesti ég með undirskrift minni.

Þetta lokaverkefni er samið af okkur undirrituðum. Við höfum kynnt okkur Siðareglur Háskóla Íslands (2003, 7. nóvember, http://www.hi.is/is/skolinn/sidareglur) og fylgt þeim samkvæmt bestu vitund. Við vísum til alls efnis sem við höfum sótt til annarra eða fyrri eigin verka, hvort sem um er að ræða ábendingar, myndir, efni eða orðalag. Við þökkum öllum sem lagt hafa okkur lið með einum eða öðrum hætti en berum sjálf(ar/ir) ábyrgð á því sem missagt kann að vera. Þetta staðfestum við með undirskrift okkar.

Reykjavík, ____.__________________ 20__

_________________________________ _________________________________

6

Page 9: SnidmatA4_Ritverritver.hi.is/sites/ritver.hi.is/files/b-snidmata4_ritver2017-0…  · Web viewRitgerð þessi er xx eininga lokaverkefni til XX x-prófs í xxxxxxxxxxxxxxxfræði

1 Inngangur

Þetta sniðmát er sérhannað fyrir þá sem eru að skrifa bakkalárritgerð (BA, BS eða B.Ed.) á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Sniðmátið getur hentað fyrir hvaða verkefni sem er sem skilað er í A4, en að sjálfsögðu eiga þá ekki við þau fyrirmæli sem sérstaklega fjalla um lokaverkefni. Markmiðið með því að vinna ritgerðir í þetta sniðmát er að auðvelda frágang skriflegra verkefna, og koma á samræmdu útliti á bakkalárritgerðir frá Menntavísindasviði.

Sniðmátið var síðast uppfært 14. mars 2014 af AMH og BS.

1.1 StílsniðinTil að nota þetta sniðmát af öryggi er ráðlegt að fara í gegnum námskeið ritvers um ritvinnslu stóra verkefna í Orði (Word 2008). Miðað er við að notendur hafi íslenskst viðmót. Sniðmátið byggist á því að nota ákveðin stílsnið sem skilgreina útlit fyrirsagna og lesmáls. Skilgreindir hafa verið tólf flýtistílar sem eiga að duga fyrir allar fyrirsagnir og þær tegundir lesmáls sem algengastar eru í verkefnum stúdenta. Flýtistílarna má finna í gluggum á heimasvæðinu (Home) á stórnborði ritvinnslunnar.

Þessi útgáfa sniðmátsins er mjög stytt útgáfa af ítarlegra sniðmáti sem nú er í smíðum. Þess vegna verður hér aðeins getið þess nauðsynlegasta um stílsniðin:

Allar fyrirsagnir skulu fá það stílsnið sem hæfir stigveldi þeirra.

Allt venjulegt lesmál skal vera í sniðinu Meginmál (e. Body text).

Fyrsta efnisgrein eftir fyrirsögn fær stílsniðið Meginmál-fyrsta.

Önnur stílsnið skilgreina sig að mestu sjálf. Gangi ykkur vel!

1.2 PrentunVerkefnið er prentað á pappír í stærðinni A4, báðum megin á pappírinn. Til þess að gefa aukabil fyrir heftingu í kjöl hliðrast textinn á síðunum um 0,5 sm til hægri eða vinstri eftir því hvort síðan er hægra megin á opnu eða vinstra megin.

1.3 Um notkun sniðmátsinsBest er að nota þetta sniðmát þannig:

Skrifið ykkar eigin texta eða afritið hann inn í fyrstu kafla sniðmátsins og þurrkið út það lesmál sem þar er fyrir. Munið að halda gulmerkta textanum í formálanum, velja þá útgáfu sem á við verkefnið og taka litarmerkinguna af.

7

Page 10: SnidmatA4_Ritverritver.hi.is/sites/ritver.hi.is/files/b-snidmata4_ritver2017-0…  · Web viewRitgerð þessi er xx eininga lokaverkefni til XX x-prófs í xxxxxxxxxxxxxxxfræði

Þurrkið út þær leiðbeiningar sem eru í þessum inngangskafla og setjið ritgerðina ykkar í staðinn. Gangi ykkur vel!

Fyrir hönd ritversins,

Baldur Sigurðsson

8

Page 11: SnidmatA4_Ritverritver.hi.is/sites/ritver.hi.is/files/b-snidmata4_ritver2017-0…  · Web viewRitgerð þessi er xx eininga lokaverkefni til XX x-prófs í xxxxxxxxxxxxxxxfræði

2 Myndir og töflur

Hér verður fjallað um hvernig á að seta upp töflur og myndir í lesmálinu og merkja þær. Fremst í hverri ritgerð eiga að vera skrár um myndir og töflur. Yfirleitt eru gerðar tvær skrár, önnur fyrir myndir, hin fyrir töflur, sjá fremst í þessu sniðmáti. Til að myndir og töflur skili sér í skrána þarf ekki annað en merkja þær samkvæmt leiðbeiningum.

2.1 MyndirÍ fræðilegum ritsmíðum er ýmislegt kallað mynd (picture). Hér er ekki aðeins átt við ljósmyndir, teikningar eða málverk, heldur einnig hvers kyns skýringarmyndir og rit, kökurit, línurit, súlurit og flæðirit. Myndir eru tölusettar í einfaldri töluröð og vísa verður til þeirra í lesmálinu. Mikilvægt er að hver mynd sé staðsett á sömu opnu og þar sem fyrst er vísað til hennar. Skýringartexti við mynd er fyrir neðan myndina.

Mynd 1. Hér kemur myndatexti. Myndatexti er undir mynd.

Þegar skýringartexti er settur við mynd er byrjað á að ljóma myndina, farið í Tilvísanir (References), og þar í Setja inn skýringartexta (Insert caption). Þá fáum við upp valspjald með nokkrum gluggum og möguleikum. Unnt að velja um þrenns konar ‚merki‘: Mynd, töflu eða jöfnu. Við veljum Mynd. Í efsta glugga á spjaldinu birtist upphaf myndatextans með sjálfvirkri tölusetningu, Mynd 1, og við getum annað hvort haldið áfram með textann þar í glugganum eða smellt á Í lagi, og skrifað textann undir myndina. Gætið vel að því að setja punkta á réttum stöðum.

Skýringartexti myndarinnar á að vera stutt og hnitmiðuð lýsing á efni myndarinnar, segja hvað hún sýnir, sjá mynd 2.

9

Flokkur

Vinstri

Efri Neðri

Hægri

Allir

Page 12: SnidmatA4_Ritverritver.hi.is/sites/ritver.hi.is/files/b-snidmata4_ritver2017-0…  · Web viewRitgerð þessi er xx eininga lokaverkefni til XX x-prófs í xxxxxxxxxxxxxxxfræði

Kennslustundir Kaffi og hlé Önnur vinna

Mynd 2. Skipting vinnustunda stúdenta í fullu námi, miðað við bóklegt nám. Gert er ráð fyrir 6 kennslustundum (40 mín.) á hverja námseiningu og 10 mínútum í kaffi eða hlé með hverri kennslustund.

Algengast er að fólk búi til töflur og myndir í Excel. Mynd 2 er kökurit sem afritað var beint úr Excel-forritinu, með aðgerðinni klippa-líma (copy-paste).

2.2 TöflurTöflur eru líka tölusettar í einfaldri röð. Heiti töflu og númer er fyrir ofan töfluna. Þar má einnig setja nánari lýsingu á því hvað taflan sýnir en athugasemdir og skýringar við einstaka liði eru fyrir neðan töfluna. Unnt er að setja inn töflur með ýmsum hætti, hér verða sýnd dæmi um þrjár gerðir af töflum, töflum úr Excel, og tvær gerðir af töflum sem unnt er að búa til í ritvinnslunni sjálfri.

2.2.1 Töflur úr Excel

Ef töflur og myndir eru færðar úr Exel þá er einfaldast að ganga frá töflunni í Excel og afrita hana. Þegar hún er límd inn í Word-skjalið er unnt að velja um að hve miklu leyti taflan á að halda sínu upprunalega sniði og að hve miklu leyti hún á að laga sig að sniði sniðmátsins. Hér er mælt með því að þið veljið þann kost að Nota viðtökustíla eða Tengja og nota viðtökustíla. Tafla 1 er sett inn með þeirri aðferð.

Þegar taflan er komin farsællega inn í skjalið þarf að snyrta hana til, stilla tölur á dálkum og meta þörf á lóðréttum og láréttum línum. Í töflu 1 hefur verið föndrað við útlit töflunnar með því að nota þá sérstöku möguleika sem gefast á aðgerðastikunni Verkfæri töflu > Hönnun / Útlit.

Áður en byrjað er að föndra við útlitið er gott að ljóma alla töfluna, taka út allar línur og velja Töflutexti í flýtistílunum. Þá fær öll taflan sama letur. Eftir það er unnt að setja inn

10

Page 13: SnidmatA4_Ritverritver.hi.is/sites/ritver.hi.is/files/b-snidmata4_ritver2017-0…  · Web viewRitgerð þessi er xx eininga lokaverkefni til XX x-prófs í xxxxxxxxxxxxxxxfræði

línur og staðsetja efnið í reitunum. Unnt er að stjórna staðsetningu efnis í hverjum reit, bæði lárétt og lóðrétt, hvort texti eða tölur eiga að vera hægra megin, vinstra megin eða í miðju, efst, neðst eða í miðju. Ekki ætti að nota fleiri línur en nauðsynlegar eru til skýrt sé að lesa úr töflunni, sjá dæmi í töflu 1.

Tafla 1. Fjöldi vinnustunda stúdenta á viku eftir lengd misseris. Taflan sýnir heildarfjölda vinnustunda í fullu námi (30 einingar), vinnu á 10 eininga námskeiði og 6 eininga námskeiði.

Á misseri Á 10e námskeiði Á 6e námskeiði

Vikur Hámark 900 st.

Lágmark 750 st.

Hámark 300 st.

Lágmark 250 st.

Hámark 180 st.

Lágmark 150 st.

3 300 250 100 83 60 50

4 225 188 75 63 45 38

5 180 150 60 50 36 30

6 150 125 50 42 30 25

7 129 107 43 36 26 21

8 113 94 38 31 23 19

Þegar taflan er merkt með skýringu þá er taflan ljómuð, farið í Tilvísanir (References) og þar í Setja inn skýringartexta (Insert caption). Á valspjaldinu sem þá kemur upp er valin Tafla.

Tafla 2. Hér kemur töflutexti. Töflutexti er fyrir ofan töfluna, en nánari skýringar á efni hennar, einstökum liðum eða marktækni, eru undir henni.

xxxxxx

xx xx xx

1. xx xxxxxxxxxxxxxxxxxxxx xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx.

2. xx xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

3. xx xxxxxxxxxxxxxxxxxxxx xxxxxxxxxxxxxxxxx

4. xx xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

* Munur á hópi 1 og 2 er marktækur.

Tafla 2 sýnir hvaða áhrif dekktir reitir hafa á útlit töflunnar sem er að öðru leyti ofhlaðin línum.

2.2.2 Töflur gerðar í Orði (Word) með dálkaskipun

Einfaldar töflur er unnt að gera með því að nota dálkaskipanir. Þá skilgreinið þið dálkana með því að setja inn sérstök dálkamerki á kvarðann, efst í glugganum. Unnt er að velja úr þremur mismunandi dálkamerkjum eftir því hvort þið viljið láta dálkinn jafnast vinstra megin, hægra megin eða í miðju. Fjórði möguleikinn er að láta dálkana jafnast miðað við

11

Page 14: SnidmatA4_Ritverritver.hi.is/sites/ritver.hi.is/files/b-snidmata4_ritver2017-0…  · Web viewRitgerð þessi er xx eininga lokaverkefni til XX x-prófs í xxxxxxxxxxxxxxxfræði

aukastaf. Sá möguleiki er oftast notaður með tölum. Dálkamerki eru sett með því að smella með músinni á kvarðann og dregin til eftir þörfum. Merki er valið í litla reitnum vinstra megin við kvarðann með því að smella á reitinn. Útlit merkjanna skýrir sig sjálft en með því að halda músinni yfir merkinu á að birtast skýring. Merki ef fjarlægt með því að draga það af kvarðanum.

Tafla 3. Sama tafla og 1. tafla en gerð með dálkamerkjum í ritvinnslu. Möguleikar á að stjórna útliti eru ekki alveg hinir sömu.

Á misseri Á 10e námskeiði Á 6e námskeiðiHámark Lágmark Hámark Lágmark Hámark Lágmark

Vikur 900 st. 750 st. 300 st. 250 st. 180 st. 150 st.

3 300 250 100 83 60 504 225 188 75 63 45 385 180 150 60 50 36 306 150 125 50 42 30 257 129 107 43 36 26 218 113 94 38 31 23 19

2.2.3 Töflur gerðar í Orði (Word) með töfluskipun

Unnt er að búa til töflu í ritvinnslunni Orði frá grunni. Þið farið á skipanasvæðið Setja inn (Insert) og veljið töflu. Þá getið þið valið hversu marga dálka og línur þið viljið hafa. Með verkfærum töflu er alltaf unnt að bæta við dálkum og línum eða fella út. Töflur með þessum hætti hegða sér svipað og töflur sem límdar eru inn úr Excel með því að velja viðtökustíl.

Tafla 4. Auð tafla með fjórum dálkum og þremur línum, sett inn með skipuninni Setja inn töflu.

Ef tafla lendir á síðuskilum og skiptir sér milli blaðsíðna skal gera eftirfarandi:

1. Ljómið töfluna í heild.

2. Verið á Heima-svæðinu (Home) í aðgerðastikunni. Smellið á litla ferninginn í neðra horninu til hægri á Efnisgreinaspjaldinu (Paragraph).

3. Veljið Línu- og síðuskil (Line and page breaks) og hakið við Hafa með næsta (Keep with next).

Ef þetta dugir ekki má merkja líka við Halda línum saman. Ef það dugir heldur ekki er þrautaráðið að setja inn síðuskil á undan töflunni.

12

Page 15: SnidmatA4_Ritverritver.hi.is/sites/ritver.hi.is/files/b-snidmata4_ritver2017-0…  · Web viewRitgerð þessi er xx eininga lokaverkefni til XX x-prófs í xxxxxxxxxxxxxxxfræði

3 Lokaorð

3.1 Nokkur hagnýt ráð í lokinNú eruð þið með tæki til að skrifa ritgerðina ykkar og undirbúa hana til prentunar og útgáfu. Þetta sniðmát á að hjálpa ykkur til að létta vinnuna við skipulag, útlit og frágang verkefnisins. Engu að síður þarf höfundur alltaf að ganga úr skugga um að allt sé eins og það á að vera. Þið getið leitað til ritvers Menntavísindasviðs með spurningar á lokasprettinum.

Í lokin er oft að mörgu að hyggja, meðal annars þessu:

Gætið þess að í heimildaskrá séu öll verk sem vísað er til í lesmálinu og engin umfram það.

Gætið þess að allir aðalkaflar byrji efst á síðu. Þetta gerist sjálfkrafa ef þið veljið rétt fyrirsagnasnið. Undirkaflar geta byrjað hvar sem er á síðu.

Gætið þess að allt lesmál, töflur og myndir sitji rétt á síðunni og blaðröndin sé jöfn.

Gætið þess að tölusettir liðir byrji alls staðar á ‚1‘. Ef tölusetning er framhald fyrri tölusetningar skuluð þið hægrismella á fyrstu töluna og velja Byrja aftur við 1 (Restart numbering).

Gætið þess að ekki séu vötn og lækir í lesmálinu. Þá þarf að skipta orðum milli lína, sjá leiðbeiningar í 3. kafla sniðmáts.

Þegar öllum breytingum við lesmálið er lokið uppfærið þið efnisyfirlit með því að hægrismella á það með músinni. Þið veljið Uppfæra reit (Update field) og á valspjaldi sem þá birtist veljið þið annað hvort að Uppfæra aðeins blaðsíðutöl (Update page numbers only) eða Uppfæra allt (Update entire table) ef uppfæra þarf einnig kaflaheiti. Sama er gert í töfluyfirliti og myndayfirliti.

Þá þarf að fara með ritgerðina í prentsmiðju (hafa samband við hana áður til að panta tíma og fá leiðbeiningar um hvernig skila á verkinu inn).

Í prentsmiðju fáið þið próförk að ritgerðinni og kápunni. Mikilvægt er að fara yfir próförk og skoða hvort allt er eins og það á að vera. Þarna gefst síðasta tækifæri til að gera leiðréttingar áður en ritgerðin er bundin inn í bók.

13

Page 16: SnidmatA4_Ritverritver.hi.is/sites/ritver.hi.is/files/b-snidmata4_ritver2017-0…  · Web viewRitgerð þessi er xx eininga lokaverkefni til XX x-prófs í xxxxxxxxxxxxxxxfræði

3.2 Hvað á að segja í lokaorðum?Margir eru í vandræðum með að skrifa lokaorð, enda eru flestir búnir að segja allt sem máli skiptir í umræðukaflanum. Þá grípur fólk gjarnan til þess ráðs að kreista eitthvað upp úr sér, til dæmis ósk um að lesandi hafi haft gagn og gaman af lestrinum.

Það er heldur seint að koma með slíka ósk hér, annað hvort hefur höfundur staðið sig í því efni eða ekki. Öðrum dettur í hug að benda á þau augljósu staðreynd að skiptar skoðanir séu um efnið og því ekki nauðsynlegt að taka mark á því sem höfundur hefur lagt til mála. Þá spyr lesandi sig hvers vegna í ósköpunum höfundur var að ómaka sig að skrifa verkefnið. Þriðja hugmyndin sem fólk fær í lokaorðum er að biðjast afsökunar á að athugunin sé ófullkomin og þess vegna ekkert unnt að alhæfa neitt á grundvelli niðurstaðna.

Allir lesendur nemendaritgerða vita að verkefni fólks í námi eru ófullkomin og því ástæðulaust að taka þetta fram. Nauðsynlega fyrirvara á að setja fram í byrjun eða í aðferðafræðikaflanum. Rannsókn á litlu úrtaki snýst ekki um að búa til alhæfingar, heldur að prófa sig áfram með fræðilegar eða faglegar tilgátur og vangaveltur og draga ályktanir. Í stað þess að biðjast afsökunar og gera lítið úr eigin verki er miklu meiri þörf á að koma auga á kosti verkefnisins og mikilvægi þess, þrátt fyrir að það sé ófullkomið. Öll góð verkefni geyma einhvern sannleik, einhvern neista sem gefur því gildi og hér er síðasta tækifærið til að vekja athygli á honum. Greining gagna og gæði umræðunnar skipta mestu máli og geta haft mikla þýðingu. Það má vel draga viturlegar ályktanir af lítilli rannsókn jafnvel þótt ástæðulaust sé að alhæfa neitt út fyrir þann litla hóp sem valinn var til skoðunar. Alhæfing er ekki hið sama og ályktun.

Niðustaða þessara lokaorða er sú að í lokaorðum verði höfundur að hafa eitthvað alveg sérstakt að segja sem honum hefur ekki fundist eiga heima í umræðukaflanum. Hér getur hann líka lagt fræðimannsgervið til hliðar og hugleitt niðurstöðurnar í ljósi eigin reynslu og þekkingar á ögn persónulegri hátt en honum fannst þægilegt að gera í umræðukaflanum. Gæta þarf þess samt að missa sig ekki í þeim efnum.

14

Page 17: SnidmatA4_Ritverritver.hi.is/sites/ritver.hi.is/files/b-snidmata4_ritver2017-0…  · Web viewRitgerð þessi er xx eininga lokaverkefni til XX x-prófs í xxxxxxxxxxxxxxxfræði

Heimildaskrá

Fyrirsögn heimildaskrár er ótölusett fyrir miðju.

Heimild 1. Í heimildaskrá er stílsniðið Heimildir. Það er með hangandi fyrstu línu (um 0,7 sm), og svolitlu aukabili á undan. Sjá leiðbeiningar um frágang hjá ritveri.

Heimild 2. Þið ljómið allar heimildirnar ykkar og smellið á stílsniðið. Ef þið merkið þær allar í einu á allt skáletur að halda sér óbreytt.

Heimild 3. Heimildaskrár, sem gerðar eru sjálfvirkt, til dæmis með heimidasýslunni í Word eða með EndNote, má auðveldlega merkja með stílsniðinu meðan á vinnslu stendur og þá á það að haldast.

Heimild 4. Munið að losa skjalið við öll sjálfvirk afskipti heimildaforritsins í lokin. Þið þurfið að fara yfir skrána til að ganga úr skugga um að fylgt sé reglum APA-kerfisins (það tekst ekki alltaf með heimildaforritum) og gáta sérstaklega að öll greinarmerki séu rétt og að hvergi séu óþörf aukabil milli orða.

American Psychological Association. (2009). Publication manual of the American Psychological Association (6. útgáfa). Washington: Höfundur.

Friðrik H. Jónsson og Sigurður J. Grétarsson. (2007). Gagnfræðakver handa háskólanemum (4. útgáfa). Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Helga Birgisdóttir, Sigrún Tómasdóttir, Ingibjörg Kjartansdóttir og Baldur Sigurðsson. (2014). Leiðbeiningavefur ritvers Menntavísindasviðs. Sótt af http://skrif.hi.is/ritver/

15

Page 18: SnidmatA4_Ritverritver.hi.is/sites/ritver.hi.is/files/b-snidmata4_ritver2017-0…  · Web viewRitgerð þessi er xx eininga lokaverkefni til XX x-prófs í xxxxxxxxxxxxxxxfræði

Viðauki 1: Heiti viðauka

Í viðauka skal setja efni sem tefur framvindu lesmáls, spurningalista, próf, bréf eða önnur frumgögn og fylgiskjöl. Ef viðaukar eru fleiri en einn skulu þeir tölusettir í þeirri röð sem þeir koma fyrir í ritgerðinni. Hver síða í viðaukum er tölusett í beinu framhaldi af blaðsíðutali ritgerðar. Hver viðauki hefst á nýrri blaðsíðu með fyrirsögn, ótölusettri fyrir miðju.

Allir viðaukar eiga að birtast í efnisyfirliti með heiti.

16