sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

48
Sóknarfæri Frumkvæði og fagmennska í íslensku atvinnulífi Mars 2011

Upload: athygli

Post on 03-Mar-2016

248 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Frumkvæði og fagmennska í íslensku atvinnulífi

TRANSCRIPT

Page 1: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

SóknarfæriFrumkvæði og fagmennska í íslensku atvinnulífi

Mars 2011

Page 2: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

2 | SÓKNARFÆRI

Textagerð: Svava Jónsdóttir, Ragnheiður

Davíðsdóttir, Jóhann Ólafur Halldórsson,

Árni Þórður Jónsson, Atli Rúnar Halldórsson,

Gunnar Kvaran, Bryndís Nielsen og Valþór

Hlöðversson (ábm.)

Forsíðumynd: Lárus Karl Ingason.

Umsjón og umbrot: Athygli ehf.

Augl‡singar: Augljós miðlun ehf.

Prent un: Landsprent ehf.

Dreift me› Morg un bla› inu fimmtudaginn 24. mars 2011

Íslendingum er gríðarlega mikilvægt að ná góðum samningum í yfirstandandi viðræðum við ESB. Undir því getur framtíð okkar sem sjálfstæðrar þjóðar verið komin. Okkur á að vera kappsmál að fá inngöngu í hópinn sem við erum hluti af og eigum mest samskipti við. Við erum Evrópuþjóð, sækjum menntun okk-ar til meginlandsins og eigum þangað lang-mesta verslun og viðskipti.

Andstæðingar inngöngu í ESB klifa á því að ef við samþykkjum aðild sé sjálfstæði okkar ógnað eða því kastað fyrir róða. Þessi rök halda ekki vatni. Eða telja menn að gamalgrónar Evrópuþjóðir hafi fórnað yfirráðum yfir auð-lindum sínum þegar þær gengu í bandalagið? Hvers vegna ættum við að gera það? Þjóðin lætur ekki blekkjast af slíkum áróðri heldur mun hún vega og meta kosti og galla við þann samning sem fyrir okkur verður lagður. Einn meginávinningurinn verður fólginn í því að

við getum losnað við íslensku krónuna og fengið gjaldmiðil sem veigur er í.

Staðreyndin er sú að krónan okkar hefur rýrnað um ríflega 2000% miðað við þá dönsku frá árinu 1922. Svo gríðarlegt gengis-fall hefur skert lífskjör okkar allra, kynslóð fram af kynslóð. Þessi veika og óstöðuga króna hefur leitt til þess að íslenskar fjölskyldur þurfa að greiða margfalt hærri vexti af húsnæðislán-um sínum en gilda á evrusvæðinu. Að auki búa þær við hina séríslensku verðtryggingu sem leiðir af sér að eignamyndun í húsnæði verður lítil sem engin þrátt fyrir afborganir í áratugi. Þetta getur ekki talist eðlilegt og sann-gjarnt – ekki þegar betri kostir eru í boði.

Efnahagsleg endurreisn Íslands gengur hægt. Um það verður ekki deilt. Fjárfesting í atvinnulífinu er allt of lítil og erfiðlega gengur að vinna bug á atvinnuleysinu. Dýrkeypt er-lend lán til stuðnings krónunni og skaðleg

gjaldeyrishöft draga úr ríkinu máttinn. Við þessar aðstæður greiða allir atkvæði með fótun-um sem geta; íslensku þekkingarfyrirtækin, sem starfa á alþjóðlegum mörkuðum flýja landið, stærstu útgerðarfyrirtæki Íslendinga gera upp í evrum, útlendir bankar lána okkur ekki peninga nema á ofurvöxtum og erlendir fjárfestar forðast Ísland eins og heitan eldinn.

Upptaka alvöru gjaldmiðils eins og evru myndi hafa gríðarlega jákvæð áhrif á lífskjör fjölskyldnanna í landinu og efla atvinnulíf til sjávar og sveita. Því miður er slík breyting ekki alveg á næsta leiti en þess heldur skiptir máli að gera allt sem við getum til að ná góðum samningi gagnvart ESB og nýta síðan til fulls það tækifæri sem alvöru myntbreyting felur í sér.

Valþór Hlöðverssonframkvæmdastjóri Athygli ehf.

Við erum Evrópuþjóð

Valþór Hlöðversson framkvæmdastjóri.

Reynir Sýrusson húsgagnahönnuður rekur vinnustofu og verslun þar sem vara hans er seld auk þess sem tölu-vert er um sérhönnun. Hann stefnir á að koma hönnun sinni á framfæri erlendis.

Reynir Sýrusson húsgagnahönn-uður hefur á síðustu árum rekið ört vaxandi fyrirtæki þar sem hann ein-beitir sér að hönnun og framleiðslu á húsgögnum, innréttingum, ljósum og fleiru hvort sem er fyrir heimili eða vinnustaði.

„Þetta hefur gengið ótrúlega vel og verið hæg og góð uppbygging. Þetta er þó ekki auðvelt og maður þarf virkilega að hafa fyrir hlutun-um.“

Stærstu verkefnin tengjast Guð-ríðarkirkju og menningarhúsinu Hofi á Akureyri.

Reynir hannaði alla lausamuni inn í Guðríðarkirkju svo sem stóla, predikunarstólinn, skírnarfontinn, gráturnar, altarið, moldunarkassann og skófluna. „Ég sigraði í fyrra í hönnunarkeppni fyrir menningar-húsið Hof á Akureyri og fékk að hanna alla lausamuni í húsið eins og það leggur sig.“

Næst á dagskrá er að bæta við gjafavöru. Má þar nefna vínrekka, tímaritastand, klukkur, kertastjaka og skálar.

Þegar Reynir er beðinn um að lýsa hönnun sinni segir hann: „Þetta eru frekar stílhrein form sem ég vinn með og það eru margar stefnur í mínum húsgögnum. Ég fæ hug-myndir og veð áfram. Mér finnst gaman að ögra og koma á óvart. Ögrunin felst í að hanna hlut þar sem eitthvað stenst ekki en virkar.“

Stefnt á erlendan markaðReynir leggur áherslu á að varan, sem hann hannar, sé framleidd hér á landi og er hann í samvinnu við 15 verksmiðjur. „Nokkrar verksmiðjur

koma að framleiðslu á einum hlut. Það er mikilvægt að fólk velji íslenskt því þetta er gríðarlega atvinnuskap-andi.“

Íslenskur markaður er lítill og segir Reynir að þegar hönnuður vill fara út í framleiðslu þurfi fyrst að byggja upp framleiðslugrunn. Hann bendir meðal annars á að mikill tími

og kostnaður fari í að búa til prótó-týpur af hlutunum.

„Það er mikilvægt fyrir hönnuði þegar þeir eru að fara af stað að vera með hnitmiðaðan hlut. Fólk þarf að vilja kaupa hlutinn og það þarf að vera með einfalda hluti sem eru framleiðsluvænir og söluvænlegir.“

Reynir stefnir á að koma hönnun

sinni á markað erlendis og segir að hvað það varðar sé hann á byrjunar-reit eins og þegar hann setti fyrirtæk-ið á stofn hér á landi á sínum tíma. „Ég geri þetta rólega því ég hendi ekki miklum peningum í þetta. Ég er kominn með tengil í Svíþjóð sem er að koma vörunum mínum á fram-færi. Ég fylgi því síðan eftir með því

að mæta á húsgagnasýningar erlend-is. Það skiptir máli að varan sé sýni-leg og heppni skiptir líka máli. Þetta tekur eflaust tíma. Það er spennandi að geta selt húsgögn til útlanda og ég tala nú ekki um ef hægt væri að framleiða þau á Íslandi.“

www.syrusson.is

Reynir Sýrusson. „Nokkrar verksmiðjur koma að framleiðslu á einum hlut. Það er mikilvægt að fólk velji íslenskt því þetta er gríðarlega at-vinnuskapandi.

Rúbik sófar og Wing borð. Myndin er tekin í menningarhúsinu Hofi Ak-ureyri.

Stóllinn Reykjavík og borðið Sproti sem var sérhannað fyrir Matís höfuð-stöðvar. Fæturnir á borðinu vaxa í gegnum borðplötuna og ef vel er gáð sést í eitt laufblað.

Reynir Sýrusson húsgagnahönnuður

Mér finnst gaman að ögra

SóknarfæriFrumkvæði og fagmennska í íslensku atvinnulífi

Page 3: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 3

mannvit.com

Page 4: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

4 | SÓKNARFÆRI

„Hlutverk Hönnunarsafns Íslands er að halda utan um mikilvægan þátt í menningarsögu okkar,“ segir Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður safnsins. „Hönnunarsafnið var stofnað til að varðveita, sýna og miðla íslenskri hönnunarsögu og íslensku hand-verki að einhverju leyti.“

Það var árið 1992 sem félagið Form Ísland setti saman umræðu-hóp um íslenskt hönnunarsafn en í þeim hópi voru fulltrúar hönnuða, menntamálaráðuneytisins, Listasafns Íslands, Þjóðminjasafns Íslands og Reykjavíkurborgar. Hönnunarsafn Íslands var stofnað nokkrum árum síðar sem deild í Þjóðminjasafni Ís-lands en síðustu ár hefur safnið verið rekið sem stofnun á vegum Garða-bæjar með sérstökum samningi við ríkið og er það til húsa við Garða-torg.

Hönnunarsafn Íslands hefur í gegnum tíðina haldið fjölbreyttar sýningar og hafa verið opnaðar þrjár til fjórar sýningar á ári; á þeim er lögð áhersla á að sýna muni í eigu safnsins eða þá að haldnar eru sér-sýningar á verkum hönnuða, hönn-unargreina eða ákveðinna tímabila.

Nefna má sýningu á hönnun iðn-hönnuðarins Sigríðar Heimisdóttur, sýningar á silfursmíði, leir- og gler-list og á húsgögnum og í bígerð eru sýningar sem munu varpa enn frek-ara ljósi á það stóra söfnunarsvið sem safnið hefur.

Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður safnsins, nefnir sérstaklega „hráefnis-sýningar“ og bendir á sýningu sem var haldin í fyrra þar sem fiskroðið var í aðalhlutverki. „Við tengdum hönnunina við sjálft hráefnið. Hönnun og iðnaður helst í hendur. Roð er sútað á Íslandi og er selt á leðurmarkaði um allan heim og margir hönnuðir nota það. Á sýn-ingunni var framúrskarandi íslensk hönnun; fatnaður, skartgripir og húsgögn en einnig vörur frá Christi-an Dior, John Galliano, Karl Lager-feld, Nike svo einhver nöfn þessara heimsþekktu hönnuða og fyrirtækja séu nefnd sem hafa notað íslenskt fiskleður í vörur sínar. Núna erum við að hefja undirbúning á annarri slíkri sýningu, á ákveðnu hráefni og hönnun sem verður opnuð á næsta ári.“

Nú standa yfir tvær sýningar. Annars vegar er yfirlitssýning á hús-

gögnum Gunnars Magnússonar húsgagnahönnuðar og hins vegar sýning á fatnaði og ýmsum fylgi-hlutum sem Hrafnhildur Arnardótt-ir myndlistarmaður, handhafi nor-rænu textílverðlaunanna, hefur gert fyrir hönnuði, listamenn og stílista um árabil.

„Hvað varðar sýninguna á hús-gögnum Gunnars þá er um að ræða fyrstu stóru sýninguna þar sem horft

er á ævistarf ákveðins hönnuðar. Þar er varpað ljósi á iðnað sem var ríkjandi og blómstraði um árabil og uppsetning sýningarinnar endur-speglar þann metnað sem við höfum til að miðla og mennta þjóðina í þessari sögu og sýna okkar frábæru hönnuði. Verk þeirra eru oftar en ekki lítt þekkt meðal almennings eða í skólakerfinu. Sýningin á verk-um Hrafnhildar varpar hins vegar

ljósi á skörun hinna skapandi greina en Hrafnhildur hefur með verkum sínum, sem eru unnin úr hári, skap-að sér mikla sérstöðu í alþjóðlegri lista- og hönnunarsögu.“

Vill stuðla að rannsóknum„Safnið hefur það stóra hlutverk að miðla ákveðinni sögu með því að varðveita gripi sem tengjast og eru hluti af íslenskri hönnunarsögu. Í

eigu safnsins er líka dálítið af erlend-um gripum, sérstaklega frá hinum Norðurlöndunum.“

Harpa segir að Hönnunarsafn Ís-lands eigi um 1200 gripi en hún seg-ir að það vanti upp á að safnið eigi heildstæða mynd af íslenskri hönn-unarsögu. „Við þurfum að fara í átak til að safna til dæmis prentgrip-um. Grafísk hönnun felur í sér þætti eins og auglýsinga- og umbúða-hönnun en einnig hönnun plötu-umslaga, bókakápa, veggspjalda og áfram mætti telja. Við erum hrædd um að þetta lendi í glatkistunni. Ég vil vekja athygli á að fólk hafi sam-band við safnið áður en það hendir kössum fullum af bæklingum og fleiru sem gæti reynst dýrmætt fyrir okkur. Við erum náttúrlega að rann-saka þessa sögu. Í rauninni má segja að rannsóknir á íslenskri hönnunar-sögu séu litlar enn sem komið er. Þetta eru örfáir einstaklingar sem eru að leggja grunn með rannsókn-um sínum á ákveðnum þáttum svo sem á grafíska hönnun, húsgögn, hí-býlahætti og byggingarlist og ég vona að við eignumst fleiri fræði-menn á þessu sviði á næstu árum því næg eru verkefnin. Safnið vill stuðla að rannsóknum og við erum komin í samband við aðrar menntastofnan-ir með það að markmiði að eiga samvinnu sem gagnast öllum.“

www.honnunarsafn.is

Harpa Þórsdóttir. „Safnið hefur það stóra hlutverk að miðla ákveðinni sögu með því að varð-veita gripi sem tengjast og eru hluti af íslenskri hönnunarsögu.“

Hönnunasafn Íslands í Garðabæ.

Yfirlitsmynd frá sýningunni „Úr hafi til hönnunar.“

Mynd úr anddyri safnsins.

Hönnunarsafn Íslands:

Íslensk hönnunarsaga

Kraum er staðsett í elstahúsi Reykjavíkur

Aðalstræti 10p. 517 7797

kraum.is

Kraum of the cropVerslun tileinkuð því besta í íslenskri hönnun

OPNUNARTÍMARSept. 2010 - Maí 2011 Mán. - Fös. 9:00 - 18:00 Lau. - Sun. 12:00 - 17:00

Page 5: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 5

Page 6: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

6 | SÓKNARFÆRI

„Áætlað er að 30-40% teknanna verði eftir í landinu vegna raforku-kaupa, innkaupa af ýmsu tagi, launagreiðslna og vegna skatta og tekna sem fara til hins opinbera,“ segir Erna Indriðadóttir, fram-kvæmdastjóri samfélags- og upplýs-ingamála Alcoa Fjarðaáls, en í fyrra flutti fyrirtækið út ál fyrir rúmlega 90 milljarða króna.

Um 340-350.000 tonn af áli eru framleidd árlega í álveri Alcoa á Reyðarfirði. Að sögn Ernu Indriða-dóttur, framkvæmdastjóra samfé-lags- og upplýsingamála Alcoa hér á landi, flutti fyrirtækið út ál fyrir rúmlega 90 milljarða íslenskra króna á síðasta ári. „Áætlað er að 30-40% teknanna verði eftir í landinu vegna raforkukaupa, innkaupa af ýmsu tagi, launagreiðslna og vegna skatta og tekna sem fara til hins opinbera.“

Um 800 manns vinna á álvers-svæðinu, ýmist fyrir Fjarðaál eða verktaka sem starfa fyrir álverið.

„Nokkrar tegundir afurða eru framleiddar í álverinu, meðal annars álvírar sem eru verðmætasta afurðin okkar. Öll framleiðslan er flutt til Evrópu og seld þar á markaði.“

Erna segir að alltaf sé horft til þess hvað hægt sé að gera til að bæta reksturinn og tileinka sér nýjungar. Þá hafi Alcoa mikinn hug á að nýta sér frekari viðskiptatækifæri hér á landi ef þau gefast. Það hafi verið uppi hugmyndir um að reisa álver á Norðurlandi en það eigi eftir að koma í ljós hvað úr þeirri hugmynd verði. „Það er ljóst að framkvæmdir þar myndu skapa þúsundir starfa á byggingartíma og reynslan að austan sýnir að álver eins og Fjarðaál skap-ar, mjög varlega áætlað, um eitt þús-und framtíðarstörf í næsta nágrenni sínu.“

Um 346.000 tonn„Hugmyndin að stóriðju í Reyðar-firði er um 30 ára gömul. Það var búið að vinna mikið að því að reyna að efla atvinnulíf á þessu svæði enda var fólksflótti hér mikill og ýmis áform höfðu verið uppi um stóriðju eða orkufrekan iðnað á Austurlandi.

Hjólin fóru að snúast fyrir alvöru í kringum árið 2000 þegar Norsk Hydro var með áform um að reisa bæði álver og rafskautaverksmiðju í Reyðarfirði. Norðmenn bökkuðu út úr og þá kom Alcoa inn í myndina, leist vel á verkefnið og ákvað að reisa þarna 346.000 tonna álver.“

Alcoa efndi til samkeppni um hönnun verksmiðjunnar en sigur-vegarar voru TBL arkitektar á Ís-landi sem unnu að hönnuninni í samstarfi við Bechtel í Kanada og arkitekta á þeirra vegum. „Það er frekar óvenjulegt að fá arkitekta til að koma með þessum hætti að hönnun svona verksmiðju enda ber byggingin þess merki. Vel var hugs-að um form og liti sem koma víða skemmtilega út í byggingunum.“

Grunnflötur álversins er um 90.000 fermetrar og 336 ker eru í álverinu.

UmhverfismálinErna segir að hvað umhverfismál varðar hafi álverið á Reyðarfirði allt-af verið innan þeirra marka sem því eru sett í starfsleyfi. „Það má segja að áliðnaður á Íslandi hafi almennt staðið sig mjög vel í umhverfismál-um. Álverið hjá okkur hefur verið að losa um 540.000 tonn af koltvísýr-ingi á ári en losun hans frá áliðnaði á Íslandi er með því minnsta sem ger-

ist í heiminum ef reiknað er með út-blæstri á hvert framleitt tonn. Nátt-úrustofa Austurlands sér um um-hverfisvöktun álversins en það er stöðugt fylgst með loftgæðum og áhrifum þess á umhverfið.

Við höfum lagt áherslu á að ekk-ert vatn frá iðnaðarferlum fari í sjó-inn og það er í samræmi við þá stefnu íslenskra stjórnvalda að draga úr mengun í sjó. Við höfum líka þá stefnu að endurvinna meira og minna allan úrgang frá verksmiðj-unni. Kerbrot og rafskautaleifar fara til dæmis í endurvinnslu í útlönd-um. Kerbrotin okkar verða notuð sem hráefni í sementsiðnaði í Bret-landi. Stefnan er líka að ekkert fari til urðunar frá álverinu. Okkur hef-ur nánast tekist að ná því markmiði, en einungis 0,4% af úrgangi fóru til urðunar í fyrra. Við flokkum sorp og notum rafbíla inni í álverinu og leggjum áherslu á að draga eins og kostur er úr þeim umhverfisáhrifum sem álverið hefur.“

www.alcoa.is

Erna Indriðadóttir. „Álverið hjá okkur hefur verið að losa um 540.000 tonn af koltvísýringi á ári en losun hans frá áliðnaði á Íslandi er með því minnsta sem gerist í heiminum ef reiknað er með útblæstri á hvert framleitt tonn.“

Um 800 manns vinna á álverssvæðinu, ýmist fyrir Fjarðaál eða verktaka sem starfa fyrir álverið.

Alcoa

Hugað að umhverfismálum

Grunnflötur álversins er um 90.000 fermetrar og 336 ker eru í álverinu.

Um 340-350.000 tonn af áli eru framleidd árlega í álveri Alcoa á Reyðarfirði.

Page 7: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 7

www.penninn.is

Þægindi, mýkt og góð hönnunStóllinn Magni varð fyrir valinu í ráðstefnusali Hörpunnar. Hann sameinar mýkt, ávöl form, þægindi, léttleika og mikla stöflunarmöguleika. Magni er verðugur fulltrúi þeirra gæða sem hús gagna deild Pennans leggur áherslu á með fjölbreyttu framboði af húsgögnum fyrir skrif stofur, stofnanir og fyrirtæki.

Magni er staflastóll sem nýtist alls staðar þar sem margir koma saman. Hægt er að stafla stólunum á vagn sem er fáanlegur með þeim. Magni er einstaklega þægilegur og sérstaklega léttur og fallegur.

Stólarnir eru samtengjanlegir á hliðum svo að hægt er að mynda beinar raðir/bekki. Grind Magna er mjög sterk og áklæðið sérlega endingargott. Stóllinn er með 5 ára ábyrgð.

Hönnuður: Valdimar Harðarson, arkitekt.

Page 8: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

8 | SÓKNARFÆRI

Í versluninni Kraum við Aðalstræti 10 eru til vörur eftir rúmlega 200 ís-lenska hönnuði. Verslunin verður stækkuð á næstunni og vöruúrval aukið. Hluti hennar verður í elsta húsinu í Reykjavík, sem er einnig við Aðalstræti 10, og því mun versl-unin nú yfirtaka „Fógetastofurnar“ og ná fram að götunni.

Verslunin Kraum var opnuð fyrir fjórum árum. Markmið verslunar-innar er að selja eingöngu íslenska hönnunarvöru og velja úr það besta sem gefst á hverjum tíma. Þar fást vörur eftir rúmlega 200 íslenska hönnuði.

„Við stofnuðum í upphafi val-nefnd sem var samsett af arkitekti, innanhússhönnuði og verslunar-manni til þess að móta línu verslun-arinnar sem við höfum svo fylgt eft-ir. Við höfum haft það að leiðarljósi í vöruvali. Það skiptir okkur miklu máli hvernig verslunin lítur út og hvernig varan er kynnt; að vöruúr-valið myndi heild,“ segir Halla Bogadóttir framkvæmdastjóri.

Hún segir að margir erlendir ferðamenn komi í verslunina og að hún sé í rauninni notuð sem safn. „Fólk er mjög undrandi á fjölbreyti-leika, gæðum og stíl vörunnar; því finnst íslensk hönnun bera með sér ferskleika og nýjungar.

Upphaflegt markmið var að að-gangur almennings að hönnunar-vöru yrði auðveldari; ég fann fyrir því þegar ég var með skartgripaversl-un að útlendingar spurðu hvar þeir finndu íslenska hönnun. Það er eft-irsóknarvert að koma með gesti sína hingað og fólk er hreykið af því að sýna íslenska hönnunarvöru.“

Um íslenska hönnun almennt segir Halla: „Efnisnotkun er frum-leg. Það er farið að huga að endur-nýtingu; sumir hönnuðir eru upp-teknir af að leita nýrra leiða, jafnvel með gamalt form og mynstur. Ís-lensk hönnun er ennþá mjög fersk og leitandi.“

Í elsta húsinuVerslunin verður stækkuð á næst-unni og er búið að taka á leigu fremsta hluta elsta húss Reykjavíkur við Aðalstræti 10, sem er í rauninni áfast núverandi húsnæði verslunar-innar. Minjavernd, sem á húsið, er að smíða innréttingar í gömlum stíl, í anda þeirra innréttinga sem í hús-inu voru í upphafi 20. aldar.

„Við ætlum að endurlífga kram-búðarstemninguna og aðgreina Kraum frá öðrum ferðamannaversl-unum með því að bjóða upp á mat-artengdar vörur og vörur úr íslenskri náttúru.“

Vörur - svo sem hunang, sulta og kex - ásamt til dæmis kökubökkum og kaffikrúsum; náttúrlega allt eftir íslenska hönnuði. Í minni stofunni, sem kölluð er „suðurstofan“, er áætl-að að verði meðal annars snyrtivörur unnar úr íslenskri náttúru, sápur, handklæði og hönnunarvörur sem passa með slíkri vöru.

„Lykillinn að velgengni Kraums er sú þörf að búa til eitthvað nýtt og núna er það mjög spennandi að hluti verslunarinnar verður í þessu gamla húsnæði.“

Kraum hefur í tvígang staðið fyr-ir samkeppnum meðal hönnuða um að koma með ódýrari vöru og segir Halla að nú verði enn frekar unnið að þessu markmiði með því að leita til sérstakra hönnuða og óska eftir hugmyndum þeirra að matartengd-um vörum. „Kraum er ungt fyrir-tæki og við erum að þreifa okkur áfram í því hvað best er að gera á

hverjum tíma. Það kreppir að og þess vegna leitumst við eftir að fá ódýrari vöruflokka.“

Kraum er þátttakandi í Hönnun-arMarsi þriðja árið í röð. Nú í ár verða kynntar regnkápur undir merkinu RAINDEAR sem eru hönnun fata- og textílhönnuðanna Heiðu Eiríksdóttur og Þorbjargar Valdimarsdóttur. „Það er spennandi lína regnfatnaðar og fylgihluta sem þróuð er fyrir innlendan og erlendan markað. Þá verða sýningar á hönnun Sveinbjargar Hallgrímsdóttur, Félag íslenskra gullsmiða sýnir nýja smíði ásamt sýningu á vegum Handverks og hönnunar, sem að þessu sinni sýnir nýja veggsnaga unna úr kinda-hornum. Spennandi HönnunarMars framundan.“

www.kraum.is

Markmið verslunarinnar er að selja íslenska hönnun. Halla Bogadóttir. „Lykillinn að velgengni Kraums er sú þörf að búa til eitthvað nýtt og núna er það mjög spennandi að hluti verslunarinnar verður í þessu gamla húsnæði.“

Spennandi fatnaður í regnlínunni RAINDEAR. Frumleg hönnun frá RAINDEAR.

Elsta húsið í Reykjavík stendur við Aðalstræti 10. Þar er Kraum til húsa.

Kraum

Íslensk hönnun er fersk og leitandi

Page 9: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 9

Borgartún 26 » 105 Reykjavík Hafnarstræ 102 » 600 Akureyri

Sími: 545 3200 » Fax: 545 [email protected] » www.maritech.is

Maritech hefur verið leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveginn um árabil. Lausnir Maritech spanna alla

virðiskeðjuna frá �skeldi og veiðum til sölu og drei�ngar.

WiseDynamics lausnir veita �ölbreytta möguleika á að fylgjast með og greina upplýsingar fyrir stjórnendur í rauntíma. Um er að ræða: Wise stjórnendasýn, Wise greiningartól, Wise BI teninga, Wise skýrslur, Wise farsímalausn og Wise samningaker�.

WiseFish lausnir innihalda Gæðastjórnun, Fiskeldi, Útgerð og kvóta,Vinnslu, Birgðir og vöruhús og Sölu og út�utning.

WiseDynamicsstjórnendalausnir

Nýjustu upplýsingar eru forsenda réttra ákvarðana

WiseFishsjávarútvegslausnir

Dynamics NAV í áskrift: Eigðu eða leigðu ker�ð, kynntu þér hagkvæmar lausnir Maritech.

- tryggir þér samkeppnisforskot

Sjávarútvegslausnir

Page 10: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

10 | SÓKNARFÆRI

„Hönnunarmiðstöð Íslands er lítið fyrirtæki í eigu íslenskra hönnuða sem hefur verið starfrækt í þrjú ár. Hönnuðir eru að ryðja nýjar brautir, verkefnin eru óþrjótandi en með sameiningarkrafti geta á næstu árum orðið verulegar og jákvæðar breyt-ingar í starfsumhverfi hönnuða á Ís-landi,“ segir Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmið-stöðvar Íslands.

Hönnunarmiðstöðin er kynning-ar- og upplýsingamiðstöð íslenskrar hönnunar hér á landi og erlendis. „Aðalatriðið er að auka skilning á mikilvægi góðrar hönnunar og arki-tektúrs fyrir þjóðfélagið, efla hönn-un og auka samkeppnishæfni og verðmætasköpun í íslensku efna-hagslífi,“ segir Halla. Þá stuðlar Hönnunarmiðstöðin að framgangi íslenskra hönnuða erlendis.

Hönnunarmiðstöðin er í eigu níu hönnunarfélaga og er rekin fyrir fé frá iðnaðarráðuneyti og mennta- og menningarmálaráðuneyti. Um er að ræða Arkitektafélag Íslands, Félag húsgagna- og innanhússarkitekta, Félag íslenskra landslagsarkitekta, Félag vöru- og iðnhönnuða, Leir-listafélag Íslands, Fatahönnunarfélag Íslands, Textílfélagið, Félag íslenskra gullsmiða og Félag íslenskra teikn-ara.

„Hlutverk okkar er að ýta undir íslenska hönnun og arkitektúr og til að þessar greinar verði stærri og veigameiri þáttur í okkar atvinnulífi. Verkefnið er gríðarlega stórt og við erum fáliðuð með lítið fé. Þetta er auðvitað langhlaup enda margra ára verkefni að reyna að breyta sýn manna á hlutverk hönnuða og þátt-töku þeirra í atvinnulífinu. Hönn-unarmiðstöð heldur úti heimasíðu, gefur út fréttabréf og sinnir kynn-ingahlutverki fyrir íslenska hönnuði og áhugafólk um hönnun. Við veit-um ráðgjöf og aðstoðum hönnuði eftir megni. Eitt af föstum verkefn-um Hönnunarmiðstöðvarinnar er að standa fyrir fyrirlestrum einu sinni í mánuði í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi í samstarfi við Listahá-skóla Íslands. Þar halda ýmsir hönn-uðir og erlendir gestir fyrirlestra á sviði hönnunar. Hönnunarmiðstöð-in hefur líka staðið fyrir ráðstefnum um hönnun og mikilvægi hönnunar. Stærsta kynningarverkefni okkar er HönnunarMarsinn, fjögurra daga hátíð hönnunar og arkitektúrs á Ís-landi sem er haldin í mars á hverju ári.“

Hönnunarstefna fyrir ÍslandHalla segir að farið hafi verið í stefnumótunarvinnu haustið 2009 og að þar séu á lista 10 aðaláherslur eða verkefni miðstöðvarinnar. Efst á þeim lista er verkefnið „mótun hönnunarstefnu fyrir Ísland.“ „Hönnun er ekki nógu sterkur þátt-ur í samfélaginu. Til þess að geta breytt því þarf hönnunin að koma sterkar inn í skólakerfið, atvinnulífið og inn í alls konar nýsköpunarverk-efni. Verkefni um mótun hönnunar-stefnu er nýfarið af stað í samstarfi við iðnaðarráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið og er það okkur mikilvægt.“

Halla segir að í stefnumótunar-vinnunni séu mörg önnur verkefni eins og fjármögnun hönnunarfyrir-tækja, markaðssetning erlendis, HönnunarMars og meistarnám í hönnun á Íslandi. „Hönnunarmið-stöð Íslands er lítið fyrirtæki í eigu íslenskra hönnuða sem hefur verið

starfrækt í þrjú ár. Hönnuðir eru að ryðja nýjar brautir, verkefnin eru óþrjótandi en með sameiningarkrafti geta á næstu árum orðið verulegar og jákvæðar breytingar í starfsum-hverfi hönnuða á Íslandi.“

Íslensk samtímahönnunHönnunarmiðstöð Íslands vinnur að kynningu íslenskrar hönnunar er-lendis í samstarfi við ýmsa aðila svo sem Íslandsstofu, ýmis ráðuneyti og fleiri aðila. Sýningin Íslensk sam-tímahönnun er hluti af því verkefni. „Á sýningunni er lögð áhersla á vöruhönnun, húsgögn og arkitektúr. Sýningin var fyrst sett upp á Kjar-valsstöðum árið 2009, í Kaup-mannahöfn í fyrra og nýlega var hún sett upp í Stokkhólmi. Sýningin hef-ur líka verið sett upp í Peking og Shanghai í tengslum við EXPO-verkefnið.“

Halla segir að hugmyndin sé að tengja íslenska hönnun við hið nor-ræna hönnunarsamfélag. „Norræn hönnun er mjög vel kynnt alþjóð-lega og það væri gott fyrir okkur að vera álitinn sjálfsagður hlutur af því samfélagi. Þess vegna höfum við ver-ið að beina athygli okkar að Norður-löndum og að komast í sterkara samband við þau. Það skapar heil-mikil verkefni og athygli að fara með svona sýningu og við fáum í kjölfar-ið margar beiðnir um þátttöku Ís-lendinga í erlendum verkefnum. Að-almarkmiðið er að kynna íslenska hönnuði erlendis og reyna að koma þeim í samband við erlenda kaup-endur, hönnuði og aðra samstarfs-aðila.“

www.honnunarmidstod.is

HönnunarMars verður haldinn 24.- 27. mars í þriðja sinn. Þetta er lang-stærsta kynningarverkefni Hönnun-armiðstöðvar á hverju ári.

Það eru hönnunarfélögin sem eiga Hönnunarmiðstöð Íslands sem hafa haft veg og vanda af dagskrá á HönnunarMarsi. Í ár er dagskráin mjög glæsileg en fyrir utan verkefni félaganna þá er fjöldi hönnuða og hönnunarteyma sem taka þátt; söfn, gallerí, verslanir og svo má lengi telja. Undanfarin tvö ár hafa verið haldnar um 100 sýningar, innsetn-ingar og uppákomur og fjöldinn verður svipaður í ár.

„Í bæði skiptin sem Hönnunar-Marsinn hefur verið haldinn höfum við náð verulegum árangri. Hátíðin er orðin vel þekkt og mikil þátttaka. Hugmyndin er að búa til hátíð hönnunar og arkitektúrs á Íslandi þar sem við sýnum gæði og fag-mennsku íslenskrar hönnunar og hversu vítt svið hún spannar. Við lítum á hana sem uppskeruhátíð fyrir hönnuði og að þeir fái tækifæri til að sýna og kynna nýja hluti. Við erum auðvitað að kynna íslenska hönnun og vekja athygli á gæðum

hennar og innihaldi,“ segir Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri.

Halla segir að í uppbyggingu HönnunarMars sé lögð áhersla á „hátíð í borg“ en viðburðir og sýn-ingar eru haldnar víða um borgina þótt flest sé í miðbænum.

„HönnunarMars er einnig mark-aðssettur erlendis og hingað kemur fjöldi erlendra blaðamanna og gesta til að taka þátt og kynna sér íslenska hönnun. Einnig eru haldnir fyrir-lestrar í Tjarnarbíó þar sem íslenskir og erlendir hönnuðir velta fyrir sér hlutverki hönnuða á tímum breyt-inga.

Ég held að HönnunarMars sé hátíð sem eigi eftir að vaxa verulega. Við sjáum möguleika á að laða að þó nokkuð af erlendum ferðamönn-um og áhugafólki um hönnun í kringum hátíðina.“

Þemað í ár er „hlutverk hönnuða á tímum breytinga.“ „Íslendingar eru að ganga í gegnum mestu breyt-ingar sem við höfum upplifað og við teljum að það séu gríðarleg og van-nýtt tækifæri á Íslandi þar sem hönnun getur haft veruleg áhrif til hins betra fyrir þróun þjóðfélagsins.“

Íslenskir hönnuðir hafa getið sér gott orð víða um heim. Hér má sjá skemmtiega útfærðan vínrekka frá Syrusson.

HönnunarMars

Hátíð hönnunar og arkitektúrs

Halla Helgadóttir. „Aðalatriðið er að auka skilning á mikilvægi góðrar hönnunar og arkitektúrs fyrir þjóðfé-lagið, efla hönnun og auka samkeppnishæfni og verðmætasköpun í íslensku efnahagslífi.

Hönnunarmiðstöð Íslands

Hönnuðir eru að ryðja nýjar brautir

Page 11: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 11

Sérlausnir

bmvalla.is

BM Vallá hefur verið í fararbroddi í framleiðslu

fyrir íslenskan byggingavörumarkað í 65 ár.

BM Vallá er þekkingar- og þjónustufyrirtæki með áratuga reynslu

Þegar velja á byggingaraðferðir og efni í mannvirki

sem standast eiga tímans tönn verður steypa oftast fyrir

valinu. Hún þolir mikið álag og tryggir traustan grunn.

Byggingarefni frá BM Vallá eru sérhönnuð fyrir íslenskar

aðstæður og búin til úr íslensku hráefni. Mikil reynsla

og sérþekking innan fyrirtækisins skipar því í fremstu

röð framleiðslufyrirtækja í byggingariðnaði á Íslandi.

BM Vallá framleiddi alla hefðbundna steypu og svarta

steypu í tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu, samtals

um 55.000 rúmmetra, og auk þess eru í byggingunni

múrefni, flotefni, hellur og sérhannaður boltagrautur

fyrir bergfestur frá fyrirtækinu.

Steypuframleiðslan hjá BM Vallá er ISO 9001 gæðavottuð.

Ekki slá af kröfum þínum, veldu gæði og endingu.

BM Vallá ehf

Bíldshöfða 7

110 Reykjavík

Sími: 412 5000

Fax: 412 5001

[email protected]

fyrir sérstakar aðstæður

PIPAR

\TBW

A • SÍA

• 110594

Page 12: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

12 | SÓKNARFÆRI

„Skapandi greinar eru í uppsveiflu. Þær eru miklu meira virði en margir gera sér grein fyrir, þær skila mikl-um tekjum í þjóðarbúið og geta skilað ennþá meiru,“ segir Sunneva Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Handverks og hönnunar.

Á meðal markmiða Handverks og hönnunar er að stuðla að eflingu handverks, hönnunar og listiðnaðar og auka gæðavitund á því sviði. Þá er markmið að auka skilning á menningarlegu, listrænu og hagnýtu gildi þessara þriggja þátta. Þjónusta, ráðgjöf og upplýsingar eru veittar til allra sem leita til skrifstofunnar.

„Þetta starf hefur skilað miklum árangri,“ segir Sunneva Hafsteins-dóttir framkvæmdastjóri. „Við telj-um að starf stofnunarinnar hafi stuðlað að auknum gæðum og fjöl-breytni.“

Handverk og hönnun stendur að sögn Sunnevu fyrir fjölbreyttum verkefnum og sýningum víða um land. Stærsta sýningin hefur þó ver-ið haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur undanfarin fimm ár og stendur hún yfir í nokkra daga. Kynningarbækl-ingi um sýninguna hefur verið dreift í um 85.000 eintökum á Reykjavík-ursvæðinu og þar í kring áður en að henni kemur. Sunneva segir sýn-inguna vera afar vel heppnaða og vekja mikla athygli.

Að hennar sögn hafa aldrei eins margir sótt um og fyrir síðustu sýn-ingu eða 120 manns. 61 listamaður var valinn til að sýna hönnun sína. „Faglegar valnefndir velja þátttak-endur og þetta gæðamat er mjög mikilvægt. Það er ný valnefnd á hverju ári og við leggjum áherslu á að þriðjungur séu nýir sýnendur. Ákveðinn hópur vinnur við hand-verk, listiðnað og hönnun í fullu starfi og sækir um ár eftir ár en við teljum endurnýjun mikilvæga og við viljum líka veita ungu fólki tæki-færi.“

Auknar gjaldeyristekjurHandverk og hönnun gefur út bæk-ur og kynningarefni um íslenskt handverk, listiðnað og hönnun á ís-lensku og ensku. Starfsmenn eru í umtalsverðu samstarfi víða um land. Samstarfsaðilar eru t.d. þróunar-félög, menningarfulltrúar og ýmsir handverkshópar. „Handverk og hönnun er þannig hálfgert þróunar-setur í handverki og listiðnaði. Okkar stóra verkefni er að búa til viðburði þar sem þessi fjölbreytti hópur getur komið verkum sínum á framfæri á landsvísu.“

Sunneva segir að samstarfið sé oftast í þá veru að starfsmenn Handverks og hönnunar fara út á land, halda fyrirlestra, setja upp sýn-ingar og kynna starfsemi sína. Sunneva bendir á að mikilvægt sé að hlúa að frumkvöðlum á öllu land-inu.

„Við bjóðum líka í ráðgjafarvið-töl en reynum að aðstoða fólk sem hefur hug á að gera handverk, list-iðnað og hönnun að atvinnu sinni. Ég held að tækifærin í því séu meiri í dag en fyrir nokkrum árum. Stefnt er að auknum ferðamannaiðnaði og við vitum að þar liggja ótal tækifæri. Áhugi ferðamanna á staðbundnum hlutum hefur aukist. Þeir sem hing-að koma hafa áhuga á stórbrotinni náttúru Íslands og menningu en við getum bætt ýmsu við þá upplifun. Við getum nýtt okkur þessi tækifæri betur en við höfum gert hingað til. Ég held að þetta geti skapað tölu-verða atvinnu. Mörg lítil fyrirtæki á þessu sviði eru eitt tannhjól í þessu

stóra kerfi sem mun vonandi skapa okkur auknar gjaldeyristekjur.“

Sunneva segir að mikill áhugi sé á hönnun, handverki og listiðnaði og að margir séu í hönnunarnámi. „Skapandi greinar eru í uppsveiflu. Þær eru miklu meira virði en margir gera sér grein fyrir, þær skila mikl-um tekjum í þjóðarbúið og geta skilað ennþá meiru.“

www.handverkoghonnun.is

Garðyrkjufélag Íslands er eitt elsta áhugamannafélag landsins, stofnað árið 1885. Alla tíð hefur markmið félagsins verið að efla og auka áhuga á garðyrkju í landinu. Hefur því ver-ið fylgt eftir með veglegri útgáfu Garðyrkjuritins sem félagar fá ár-lega. Félagið heldur úti öflugri heimasíðu www.gardurinn.is með fréttum af félagsstarfi og fróðleik um allt er lýtur að garðyrkju. Heimasíða félagsins er einnig vettvangur til skoðanaskipta meðal félagsmanna og þar geta nýir félagar skráð sig í fé-lagið.

Kostir þess að vera félagsmaður eru margvíslegir. Plöntuskiptadagur á vorin hefur verið vinsæll dagur um land allt, skipulagðar eru garðagöng-ur, garðaskoðanir, fræðslufundir og námskeið. Árlega er í boði frælisti með um 1000 tegundum sem fé-lagar hafa safnað sjálfir. Farið er í skipulagðar fræðslu- og skoðanaferð-ir bæði innanlands og utan. Innan félagsins eru starfræktir eftirtaldir klúbbar: rósaklúbbur, matjurta-klúbbur, sumarhúsaklúbbur, blóma-skreytingaklúbbur og sá allra nýjasti er ávaxtaklúbburinn. Þá eru deildir félagsins starfandi á landsbyggðinni. Félagsskírteini veitir afslátt hjá garð-plöntusölum og ýmsum öðrum fyr-irtækjum.

Garðyrkja er áhugamál sem stuðlar að hollri útiveru og er bæði skapandi og gefandi fyrir líkama og sál. Árangur ræktunar er farinn að setja svip á borg og bæ, aukin trjá-rækt gefur gott skjól fyrir aðra rækt-un sem og mannfólkið. Stöðugt bætast við nýjar tegundir runna og

fjölærra plantna sem eiga auðveldara uppdráttar í meira skjóli. Sumar þeirra koma e.t.v. til með að henta þjóðinni betur en aðrar þegar fram í sækir, vegna hlýnandi veðurfars. Mikil vakning hefur verið í alls kon-ar ræktun á landinu, ekki síst mat-jurtum og nú síðast ávöxtum. Marg-

ir vilja rækta sitt eigið grænmeti og þar sannast hið gamla máltæki að „hollur er heimafenginn baggi“. Til að styðja við matjurtaræktun hefur félagið fengið garðlönd til afnota fyrir félagsmenn á höfuðborgarsvæð-inu.

Félagsmenn Garðyrkjufélagsins

fylgjast vel með og margir vinna frá-bært brautryðjendastarf í ræktunar-tilraunum. Yngri félagsmenn læra af þeim sem eldri eru og reyndari, þannig miðlast þekkingin milli kyn-slóða. Það er því fljótt að borga sig að vera félagi.

Valborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri

Sunneva Hafsteinsdóttir. „Mörg lítil fyrirtæki á þessu sviði eru eitt tann-hjól í þessu stóra kerfi sem mun vonandi skapa okkur auknar gjaldeyris-tekjur.“

Frá sýningu Handverks og hönnunar í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Nói, askur eftir Þorberg Halldórs-son og Ara Svavarsson.

Ferhyrningur eftir George Hol-landers og Guðrúnu Steingríms-dóttur.

Flökkukindur eftir Sigríði Ástu Árnadóttur og Kristínu Sigfríði Garðarsdóttur.

Handverk og hönnun

Stuðlar að auknum gæðum og fjölbreytni

Mikil vakning hefur verið í alls konar ræktun á landinu, ekki síst matjurtum og nú síðast ávöxtum.

Velkomin í Garðyrkjufélag Íslands!

Hvernig hægt er að „græða“ á því að vera félagi!

Page 13: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 13Fíto

n/SÍA

Page 14: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

14 | SÓKNARFÆRI

„Þetta er búið að vera afar spenn-andi og krefjandi verkefni enda er Harpan flóknasta mannvirki sem hefur verið reist hér á landi. Mér segja fróðir menn að glerhjúpurinn utan um húsið eftir Ólaf Elíasson, HLA og Batteríið sé stærsta listaverk í heimi og það segir sína sögu,“ segir Sigurður R. Ragnarsson, fram-kvæmdastjóri Austurhafnarverkefnis ÍAV.

Það var í apríl 2006 sem ÍAV hóf undirbúningsframkvæmdir vegna byggingar tónlistarhúss og ráð-stefnumiðstöðvar við Reykjavíkur-höfn. Áður hafði verið samið um að ÍAV tæki þessa miklu framkvæmd að sér í alverktöku sem þýðir að fé-lagið bæri ábyrgð á hönnun og byggingu hússins að öllu leyti. „Það var þó tvennt undanskilið; annars vegar hefur verkkaupi umsjón með bandarískum hljóðráðgjöfum frá fyr-irtækinu Artec sem eiga að tryggja að öll hljóðhönnun standist ströng-ustu kröfur. Hins vegar er listamað-urinn Ólafur Elíasson ráðinn hjá verkkaupa hússins til að hanna gler-hjúpinn í samvinnu við arkitekta hússins. Það listaverk mun gefa Hörpu einstakan svip og festa húsið í sessi sem kennileiti Reykjavíkur sem borg lista og menningar,“ segir Sigurður.

Breytingar við hrun„Eftir að við höfðum tekið við lóð-inni, rifið mannvirki sem þar voru og skipt um jarðveg undir grunni hússins, hófst uppsteypa í ársbyrjun 2007. Var unnið við bygginguna sleitulaust fram á haust örlagaársins 2008 þegar smám saman hægði á framkvæmdum vegna hrunsins. Þær

stöðvuðust svo alveg í árslok 2008 en í mars 2009 að gátum við sett aftur í gang.“

Sigurður segir að verklag allt hafi breyst þegar hafist var handa á ný. Áður hafi langflestir starfsmanna verið útlendingar en í kjölfar hruns-ins hafi hlutföll snúist við og hundr-uð Íslendinga starfað við húsið síð-an. Þá var ákveðið að teygja á verk-tímanum og hafa áætlanir staðist sem gera ráð fyrir að verkkaupi fái húsið afhent 7. apríl 2011. „Að jafn-aði hafa hér starfað um 300 manns en nú á lokasprettinum erum við með um 650 manns við vinnu og húsinu verður skilað á tilsettum tíma. Fyrstu tónleikarnir verða í Hörpu 4. maí þegar Vladimir Ashkenazy hefur tónsprotann á loft.“

Alþjóðlegt verkefniHarpa er tæplega 30.000 fermetrar að stærð og hönnuð undir áhrifum af einstakri og tilkomumikilli nátt-úru Íslands, eins og segir á vefsíðu Hörpu. Þar segir og að meginhug-myndin til grundvallar byggingunni

sé að „skapa kristallað form með fjölbreyttum litum sem sóttir eru í nærliggjandi náttúru og gefur sí-breytileg hughrif.“

„Það má í raun segja að bygging þessa húss sé alþjóðlegt samvinnu-verkefni og allir sem að því koma hafa öðlast einstaka reynslu og verk-kunnáttu sem kemur okkur til góða síðar. Hundruð innlendra og er-lendra iðnaðar- og verkamanna hafa starfað hér frá upphafi, hér starfa einnig íslenskir tæknimenn, danskir arkitektar, bandarískir hljóðráðgjaf-ar, kínverskir handverksmenn, aust-urrískir sérfræðingar í leikhúsbúnaði og danskir verkfræðingar frá stærstu verkfræðistofu í Norður-Evrópu, Ramböll, svo fáeinar þjóðir séu nefndar. Raunar stóðust þeir ekki kröfur okkar og hurfu frá verkinu og

réðum við til starfa sérfræðinga frá íslensku verkfræðistofunni Mannviti í staðinn,“ segir Sigurður.

Mörg járn í eldiÞótt bygging Hörpunnar hafi und-anfarin sex ár verið meginverkefni ÍAV hefur fyrirtækið haft ýmis önn-ur járn í eldi. Þannig vann Ósafl, dótturfélag ÍAV og Marti Contrac-tors frá Sviss, að gerð Bolungarvík-urganga en um er að ræða ríflega 5 km löng jarðgöng auk byggingar veg-skála, vega og tveggja stein-steyptra brúa. Verkinu er nú lokið. Núna vinnur Ósafl að því að reisa snjóflóðvarnargarða ofan við Bol-ungarvík en áætlað er að í varnar-virkin fari um 400 þúsund rúm-metrar af fyllingarefni. Þá má einnig nefna að ÍAV annast byggingu álvers

Norðuráls í Helguvík en fram-kvæmdirnar fela í sér byggingu ker-skála, aðstöðusköpun á vinnusvæð-inu, jarðvinnu, uppsteypu, gerð for-steyptra eininga, stálvirki, klæðning-ar og ýmsan frágang.

ÍAV hf., er stærsta dótturfélag Ís-lenskra aðalverktaka ehf. en félagið starfar á almennum verktakamark-aði. ÍAV fasteignaþjónusta ehf., tók til starfa um síðustu áramót en það félag starfar á viðhaldsmarkaði fast-eigna og að verkefnum tengdum fasteignaþjónustu. Loks má nefna ÍAV námur ehf., sem tók einnig til starfa í byrjun ársins en það félag sér um rekstur á námum sem áður heyrðu undir starfssemi ÍAV.

www.iav.is

Fjölmörgum mismunandi aðferðum er beitt af starfsmönnum Matís til að fá svör við spurningum í mat-vælarannsóknum og ein þeirra er svokallað skynmat. Kolbrún Sveins-dóttir, verkefnastjóri hjá Matís, lauk nýlega doktorsnámi á sviði sjávarfangs, skynmats og neytenda-

viðhorfa. Hún í hópi fjögurra sér-fræðinga fyrirtækisins á sviði skyn-mats og neytenda.

„Skynmat er ein mikilvægasta aðferð sem til er í dag til að meta gæði matvæla og er kerfisbundið mat á lykt, bragði, útliti og áferð matvæla. Þetta er sú mæliaðferð sem kemst næst því að túlka viðhorf neytenda matvæla,“ segir Kolbrún en skynmat er einkum notað í gæðaeftirliti, vöruþróun, rannsókn-um og neytendakönnunum.

Kolbrún segir að í höfuðstöðvum Matís sé mjög fullkomin aðstaða til skynmatsrannsókna: sérstök skyn-matsherbergi með aðskildum bás-um, fullkomin lýsing og loftræsting. Einnig er góð aðstaða til að með-höndla matvæli og undirbúa sýni og nýtist þetta mjög vel til námskeiða-halds og kennslu. „Hér hjá Matís er þjálfaður skynmatshópur en skyn-matið er mikilvægur þáttur í geymsluþolsrannsóknum og vöruþróunarverkefnum innan Mat-ís, sem og þjónustu við fyrirtæki, hvort sem er í vöruþróun eða aðstoð við uppsetningu skynmats og/eða þjálfunar fyrir fyrirtæki. Þessi aðferð við rannsóknir kemur því við sögu í mörgum verkefnum innan Matís,“ segir Kolbrún.

Mikil áhersla hefur verið lögð á uppbyggingu skynmats á Matís og tengjast viðhorfs- og neytendakann-anir þeirri uppbyggingu. Hluti þeirrar uppbyggingar snýr að fram-kvæmd rafrænna neytendakannana, sem gerir bæði framkvæmdina sjálfa sem og úrvinnslu gagna mun hrað-virkari og öruggari. Einnig hefur Matís komið sér upp hópi neyt-enda/heimila sem nýttur er við neytendakannanir eða svokölluðu neytendaneti (TasteNet). TasteNet er unnið í samstarfi við sambærileg

fyrirtæki í Noregi, Hollandi og Frakklandi.

Kolbrún segir að Matís hafi aflað sér víðtækrar þekkingar og þjálfunar í framkvæmd viðhorfskannana, sem og umræðuhópavinnu með neyt-

endum og matvælaiðnaði, í inn-lendum jafnt sem erlendum rann-sóknaverkefnum, sem og ýmsum sérverkefnum fyrir íslensk fyrirtæki.

www.matis.is

Þannig fer skynmat matvæla fram hjá Matís; kerfisbundið mat er lagt á lykt, bragð, útlit og áferð. Þessi aðferð er talin komast næst því að túlka viðhorf neytenda. Myndir: ©Odd Stefán

Skynmatið mikilvægt

Sigurður R. Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá ÍAV: Allir þeir sem hafa starfað við Hörpuna hafa öðlast ein-staka reynslu og verkkunnáttu.

Stærsta listaverkið

Rætt við Sigurð R. Ragnarsson fram-kvæmdastjóra hjá ÍAV sem reisir Hörpuna

G R Æ N L A N DE I N S T Ö K Æ V I N T Ý R A F E R Ð

WWW.NORDURSIGLING.IS [email protected] SÍMI: 464 7265

Fram

leitt

í Bl

okki

nni -

ww

w.bl

okki

n.is

UPPLIFÐU UNDUR

Í 8 D A G A F E R ÐSCORESBYSUNDS

Á SKONNORTUNNI HILDI

FRÁBÆR AÐSTAÐA UM BORÐ

Page 15: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 15

Íslenskir ostar – hreinasta afbragð

HV

ÍTA

SI�

/SÍA

– 1

0-13

01

Page 16: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

16 | SÓKNARFÆRI

„Hjá okkur starfa um 80 manns að hugbúnaðargerð og þjónustu. Þar af eru 9 í Kanada, 10 manns á Akur-eyri en aðrir starfa í höfuðstöðvum Maritech í Reykjavík. Í dag erum við með um 400 viðskiptavini um allan heim og okkar fólk er mikið á faraldsfæti við innleiðingu okkar lausna og aðra þá þjónustu sem við-skiptavinir og samstarfsaðilar þurfa á að halda,“ segir Jón Heiðar Pálsson, sviðsstjóri sölusviðs Maritech.

Maritech er söluaðili Microsoft Dynamics NAV á Íslandi og er í far-arbroddi í upplýsingatækni með sér-staka áherslu á ráðgjöf, hugbúnaðar-gerð og innleiðingu hugbúnaðar ásamt öflugri og persónulegri þjón-ustu. Kerfi Maritech eru í notkun hjá mörgum af stærri fyrirtækjum landsins en fyrirtækið býður bæði staðlaðar Microsoft Dynamics NAV lausnir auk fjölda sérlausna fyrir ís-

lenskan og alþjóðlegan markað. Maritech hefur sérhæft sig í við-skiptahugbúnaði á sviði fjármála, verslunar, sérfræðiþjónustu, sveitar-félaga, sjávarútvegs og flutninga. Maritech hefur einnig þróað lausnir, byggðar á öðrum Microsoft vörum s.s Microsoft Dynamics CRM, Sha-rePoint, Microsoft SQL 2005/2008 og Reporting Services.

Tæki til að taka réttar ákvarðanir„Sérlausnir okkar fyrir þær atvinnu-greinar sem við höfum beint kast-ljósi okkar búnaðar að eru að mínu mati lykillinn að árangri Maritech. Við höfum einsett okkur að vera í fremstu röð í hugbúnaðarþróun fyrir t.d. sjávarútveg og sveitarfélög og síðan höfum við í seinni tíð fært okkur á fleiri svið atvinnulífsins. Þar er bæði um að ræða alþjóðleg stór-fyrirtæki á borð við stoðtækjafram-

leiðandann Össur, svo dæmi sé nefnt, og smáfyrirtæki með fáa starfsmenn. En grunnurinn hjá okk-ur er alltaf sá sami, þ.e. að hugbún-

aðurinn falli að þörfum notandans og sé tæki til að hafa yfirsýn og leggja grunn að réttum ákvörðunum í rekstri dag frá degi,“ segir Jón

Heiðar og undirstrikar að einn helsti styrkleiki Maritech sé að lausnir fyr-irtækisins byggist á kerfi hins öfluga og heimskunna framleiðanda, Microsoft. „Við höfum þannig mjög traust kerfi að byggja okkar þróun á. Þó svo að við þurfum að kaupa leyfi erlendis frá í okkar framleiðslu á hugbúnaði þá er það engu að síður þannig að sala Maritech hugbúnaðar út um allan heim er meiri en sem innflutningi nemur. Við sköpum því jákvæða stöðu fyrir þjóðarbúið hvað þetta varðar,“ segir Jón Heiðar en Maritech hefur fengið viðurkenn-ingar frá Microsoft fyrir árangur sinn.

Erum framarlega á heimsvísuJón Heiðar segir ekki tilviljun að Maritech nái árangri í hugbúnaðar-sölu vítt um heim. Íslendingar til-einki sér tæknilausnir og sjái þá möguleika sem hugbúnaður skapi sem stjórntæki.

„Mín reynsla er sú að við Íslend-ingar erum mjög framarlega í heim-inum þegar kemur að því að nýta okkur hugbúnað og tölvutækni í daglegum fyrirtækjarekstri og stjór-nun. Það liggur ekki hvað síst í því hve hröð útbreiðsla varð í notkun Navision hugbúnaðarins hér á landi á sínum tíma. Við höfum þróað hugbúnað á þessum grunni í um 15 ár hér á landi og höfum getið okkur gott orð um allan heim fyrir góðar lausnir á Microsoft Dynamic NAV kerfinu.“

www.maritech.is

Hin fullkomna sólstofa er staður þar sem öll fjölskyldan getur notið sólar og íslensks veðurfars alla daga ársins. Gluggar og Garðhús hafa sérhæft sig í smíði glugga, hurða, svalalokana og sólskála í 27 ár.

„Við höfum smíðað og sett upp framleiðslu okkar á þúsundum staða um land allt og einnig erlendis,“ seg-ir Valgeir Hallvarðsson fram-kvæmdastjóri. „Reynslan hefur sýnt að sólskálar, smíðaðir hjá okkur, standast áhlaup íslensks veðurs en allt sem við höfum gert frá upphafi er í fullu gildi í dag. Við hugum líka að því að nauðsynlegt er að geta opnað stóra renniglugga eða renni-hurðir innan dyra á heitum sumar-dögum.“

Sérsniðið að þörfum hvers og eins„Allt sem við gerum er sniðið að að-stæðum á hverjum stað fyrir sig eftir óskum eiganda og við leiðbeinum fólki til þess að finna bestu lausnina

hverju sinni. Eftir að hafa skoðað aðstæður á staðnum og aðstoðað við teikningar og útfærslu, eru allar ein-

ingar smíðaðar í verksmiðju okkar í Garðabænum. Að smíði lokinni eru það svo sérhæfðir starfsmenn okkar

sem annast uppsetningu á staðn-um.“ Valgeir segir fyrirtækið gera verðtilboð í smíði á einingum, upp-setningu og glerjun og bendir fólki að leita álits hjá fjölmörgum við-skiptavinum þess um land allt.

Viðhaldsfrítt og umhverfisvæntSólskálarnir eru smíðaðir úr við-haldsfríu PVC efni en hægt er að velja úr yfir 40 mismunandi litum og áferð. Hráefnið er flutt inn frá þýska fyrirtækinu Kömmerling, sem er það stærsta í heimi á þessu sviði. Það er skemmtilegt frá því að segja að allir afgangsendar og smábútar sem til falla eru sendir aftur til Þýskalands þar sem framleiðandinn endurnýtir þá og má með sanni segja að framleiðslan hér sé um-hverfisvæn.

www.solskalar.is

Að njóta sólarinnar árið um kring

Gluggar og Garðhús hf. smíða sólskála og svalaskjól, hurðir og glugga og setja upp um land allt.

80 manns hjá Maritech og hugbúnaðarlausnir seldar um allan heim:

Sérlausnirnar lykillinn að árangri Maritech

Jón Heiðar Pálsson, sviðsstjóri sölusviðs Maritech.

Maritech hefur þróað ýmsar sérlausnir, m.a. WiseFish lausnina fyrir sjávarútveg þar sem hugbúnaðurinn er aðlagaður ýmsum séráherslum í greininni.

Uppskriftir Lopi Prjónar Rennilásar Tölur

Page 17: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 17

„Handprjónasamband Íslands er samastaður fyrir þá sem prjóna til að koma vöru sinni á framfæri. Það hefur síðan leitt af sér að við höfum lagt mikla vinnu í vöruvöndun og vörugæði þannig að verið sé að bjóða góðar og vel unnar vörur.

Handprjónasamband Íslands var stofnað árið 1977 og hafði helst að markmiði að bæta hag þeirra sem höfðu drýgt tekjurnar með prjóna-skap,“ segir Bryndís Eiríksdóttir framkvæmdastjóri. „Nú er þetta mest orðið tómstundastarf hjá fólki. Í dag er markmiðið meðal annars að halda á lofti íslensku ullinni en allar vörur sem fyrirtækið hefur framleitt hafa verið prjónaðar úr íslenskri ull hér á landi. Handprjónasambandið er samastaður fyrir þá sem prjóna til að koma vöru sinni á framfæri. Það hefur síðan leitt af sér að við höfum lagt mikla vinnu í vöruvöndun og vörugæði þannig að verið sé að bjóða góðar og vel unnar vörur.“

Þel og togHandprjónasambandið er í eigu félagsmanna og eru dæmi um að sumir hafi verið með frá upphafi. Það rekur þrjár verslanir í Reykjavík; við Skólavörðustíg, Laugaveg og á Radisson Blu Hótel Sögu. „Útlend-ingar kaupa allt mögulegt en þó nokkur hluti þeirra kaupir peysur. Við reynum að koma með eitthvað nýtt á hverju ári en það er pressa frá viðskiptavinum sem koma kannski ár eftir ár en við reynum að minnsta kosti að skipta um liti eða koma með nýjar vörur. Fólk kemur aftur og aftur og vill gjarnan eignast lopa-peysur því það hefur góða reynslu af þeim.“

Íslenska ullin samanstendur af þeli og togi og Bryndís bendir á að tiltölulega þykk peysa úr slíkri ull verði miklu léttari heldur en sam-bærilega þykk peysa úr annarri ull.

Bryndís segir að eftir bankahrun-ið hafi vinsældir íslensku lopapeys-unnar aukist og að ull í sauðalitun-um hafi orðið vinsæl. „Sauðalitirnir eru allsráðandi eins og er. Ég veit ekki hvers vegna; ætli fólki finnist þeir ekki bara vera þjóðlegir og fall-egir en þetta eru tiltölulega hlutlaus-ir litir og ganga við marga aðra liti.

Margt fólk hefur gaman af því að búa til flíkur. Þetta er ekki dýrt vegna þess að lopinn hefur verið ódýr hingað til. Þetta er þægileg tómstundaiðja og það þarf ekki ann-að en svolítið af lopa, prjóna og góð-an stól til að sitja í.“

www.handknit.is

Handprjónasam-band Íslands

Vöru-vöndun og vöru-

gæðiBryndís Eiríksdóttir. „Þetta er ekki dýrt vegna þess að lopinn hefur verið ódýr hingað til. Þetta er þægileg tómstundaiðja og það þarf ekki annað en svolítið af lopa, prjóna og góðan stól til að sitja í.“

Page 18: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

18 | SÓKNARFÆRI

„Hlutverk Heimilisiðnaðarfélags Ís-lands, sem var stofnað árið 1913, er meðal annars að vernda þjóðlegan, íslenskan heimilisiðnað, auka hann og efla og vekja áhuga landsmanna á því að framleiða fallega og nytsama hluti með rætur í þjóðlegum menn-ingararfi,“ segir Solveig Theodórs-dóttir, formaður Heimilisiðnaðarfé-lags Íslands. Heimilisiðnaðarfélagið starfrækir Heimilisnaðarskóla, rekur verslun, efnir til námskeiða, fræðslu-funda og sýninga, gefur út tímarit og handbækur og er í samstarfi við heimilisiðnaðar- og listiðnaðarsam-tök víða um heim.

Fjölbreytt námskeið

Í Heimilisiðnaðarskólanum er boðið upp á fjölbreytt námskeið um t.d. saum á þjóðbúningum kvenna – upphlut eða peysuföt, þjóðbúninga karla, víravirki, svuntuvefnað, al-mennan vefnað, baldýringu, skírnar-kjóla, knipl, jurtalitun, orkeringu, harðangur, jurtalitun prjón fyrir byrjendur, prjón og hekl fyrir örv-henta. Einnig er boðið upp á nám-skeið í að læra að gera sauðskinnsskó og prjóna íleppa og svo er námskeið í skatteringu sem er gömul, íslensk útsaumsaðferð.

„Við tileinkum okkur einnig nýj-ungar og í vor bjóðum við upp á námskeið þar sem kennt verður hvernig eigi að endurhanna úr göml-um fötum. Síðastliðið sumar vorum við með barnanámskeið sem voru dagnámskeið og gerði það mikla lukku.“

SjónabókHeimilisiðnaðarfélagið gaf út ritið „Íslensk sjónabók“ sem Sólveig segir

að sé merkilegt. „Þar eru saman-komnar 10 gamlar mynsturbækur og með því fylgir geisladiskur þar

sem hægt er að skoða öll mynstrin í tölvu.“ Í bókinni eru mynstur sem voru til dæmis notuð í útsaumi og vefnaði á 17., 18. og 19. öld og eru handritin varðveitt á Þjóðminjasafni Íslands og í safni í Danmörku.

Heimilisiðnaðarfélagið gefur út fréttablað þrisvar á ári og frá árinu 1966 hefur það gefið út blaðið Hug-ur og hönd. Í því eru greinar um handverk og listiðnað og oft eru í blaðinu mynstur og vinnuteikning-ar. Sólveig segir að blaðið hafi notið mikilla vinsælda og að margir ár-gangar séu uppseldir.

„Það hefur komið í ljós eftir hrunið hversu mikilvægt það er að geta bjargað sér og prjónað og saum-að sér fatnað. Það er margfalt ódýr-ara að kaupa lopa og prjóna peysu heldur en að kaupa peysu í búð. Margar konur eru búnar að upp-götva þetta og nýta sér það mjög vel.

Það að vinna handverk hefur bæt-andi og læknandi áhrif á sál og lík-ama.“

www.heimilisidnadur.is

Rannsóknarþjónustan Sýni annast rannsóknir, ráðgjöf og fræðslu í matvælagreinum:

Vakning í grasrót matvæla-framleiðslunnar hér á landi

„Við skynjum mikla vakningu í grasrótinni í matvælaframleiðslu hér á landi. Það eru mjög margir að reyna fyrir sér í smáframleiðslu og

nægir þar til dæmis að nefna sam-tökin Beint frá býli og alla þá vakn-ingu sem er um milliliðalaus við-skipti framleiðenda og neytenda.

Nauðsynlegur þáttur í slíkum verk-efnum er að standa rétt að fram-leiðslu- og gæðamálum og þar kom-um við að málum með ráðgjöf, fræðslu og rannsóknir,“ segja mat-vælafræðingarnir Ólöf Hafsteins-dóttir og Valgerður Ásta Guð-mundsdóttir hjá Rannsóknarþjón-ustunni Sýni.

Ráðgjöf, rannsóknir og Matvælaskóli

Meginstarfssviðum Rannsóknar-þjónustunnar Sýni má skipta í þrennt. Í fyrsta lagi rannsóknarstofu sem býður upp á örveru- og efna-greiningar á matvælum og fóðri. Í öðru lagi ráðgjafarþjónustu sem beint er að vinnslu og meðhöndlun matvæla, allt frá frumframleiðslu að neytanda. Þar leggur Sýni einnig mikið upp úr betri nýtingu hráefnis, bættri vinnslutækni og umbúða-merkingum. Þriðja meginstoð fyrir-tækisins er fræðslustarf, m.a. um meðhöndlun matvæla, uppbyggingu gæðakerfa, góða starfshætti og svo framvegis. Fræðslustarf fyrirtækisins byggist bæði á námskeiðahaldi úti í fyrirtækjum og starfrækslu Matvæla-skólans hjá Sýni, sem stofnaður var á síðasta ári. Þar eru í boði fjölbreytt

námskeið um gæðamál og meðferð matvæla og hráefna, auk námskeiða um mataræði, vellíðan í vinnu, mat-reiðslunámskeið og fleira.

Undirbúningurinn mikilvægur„Ráðgjafarþjónusta okkar við mat-vælaframleiðendur er mjög fjölbreytt og eðli samkvæmt mismunandi eftir því um hvers kyns framleiðslu er að ræða. Hún getur spannað allt frá hráefnismeðhöndlun og vinnslu-tækni, gæðum og öryggi í fram-leiðsluferlinu og síðan ráðgjöf um frágang afurða, merkingar og fleira. Okkar ráðlegging til þeirra sem hafa hug á að reyna fyrir sér í nýrri fram-leiðslu er að leita til fagaðila, fara vandlega yfir ferlið áður en farið er af stað og tryggja þannig betur ör-yggi og gæði framleiðsluvara að allt sé rétt gert og samkvæmt kröfum áður en framleiðsla hefst. Það er ým-islegt spennandi að gerast í matvæla-framleiðslu og nýsköpun hér á landi en þau verkefni sem best eru und-irbúin fyrirfram eru líklegust til að komast best á legg. Að því viljum við stuðla með okkar starfi,“ segja matvælafræðingarnir hjá Sýni.

www.syni.is

Mynstur frá fyrri öldum

Solveig Theodórsdóttir. „Það er gefandi að vinna handverk og hefur góð áhrif á fólk.“

Frá barnanámskeiði félagsins sl. sumar.

Undirbúningur nýrrar framleiðslu matvæla skiptir miklu um árangur-inn, segja matvælafræðingarnir Ólöf Hafsteinsdóttir (tv) og Valgerður Ásta Guðmundsdóttir. Mynd: LalliSig

Skúlatún 2 - 105 ReykjavíkSími 590 6400 - www.idan.is

Kannaðu framboðið í námsvísi IÐUNNAR á vorönn 2011

Skráning á www.idan.is [email protected] eða í síma 590 6400

Tryggðu þitt sóknarfærimeð símenntun

» NÁMS- OG STARFSRÁÐGJÖF

» NÁMSKEIÐ FYRIR STJÓRNENDUR

» TÖLVUNÁMSKEIÐ

» TÖLVUSTUDD HÖNNUN

» HÁRSNYRTINÁMSKEIÐ

» BÍLGREINASVIÐ

» BYGGINGA- OG MANNVIRKJASVIÐ

» MATVÆLA- OG VEITINGASVIÐ

» MÁLM- OG VÉLTÆKNISVIÐ

» PRENTTÆKNISVIÐ

Page 19: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 19

Vera Þórðardóttir fatahönnuður notar meðal annars sílíkon í hönnun sína. Lady Gaga hefur klæðst flík frá henni og kjóll frá Veru er á meðal margra lítilla, svartra kjóla sem til sýnis eru í The Civic Gallery. Þar á meðal er kjóll sem Audrey Hepburn klæddist í kvikmynd-inni Breakfast at Tiffany’s.

„Ég er mikið fyrir áferðir og efni; kannski meira heldur en liti. Þegar ég var að hefja hug-myndavinnu mína að lokaverkefninu í Istituto Marangoni í London langaði mig að gera eitt-hvað öðruvísi og ákvað að prófa mig áfram með sílíkon. Ég náði að þróa tækni til að mynda sérstakan textíl og ákvað að hann skyldi spila stóran þátt í lokaverkefninu. Ég notaði líka meðal annars roð en Sjávarleður styrkti mig í því; það var æðislegt að fá svona góðan stuðning að heiman.“

Send var út fréttatilkynning um lokaverk-efni nemenda og stílisti söngkonunnar Lady Gaga hafði áhuga á flíkum Veru. Um 80 hönnuðir sendu inn flíkur og var Vera ein af fimm sem valdir voru. Það varð úr að tveimur dögum eftir útskrift klæddist Lady Gaga flík eftir Veru þegar hún kom fram með Elton John á The White Tie and Tiara Ball. „Þetta var stór stund.“

Síðan hefur Vera tekið þátt í sýningunni The Lady Gaga a Gogo í París auk þess sem hún hannaði lítinn, svartan kjól sem sýndur er um þessar mundir í The Civic Gallery en þar er reifuð saga litla, svarta kjólsins frá því Coco Chanel hannaði slíkan kjól. Á sýningunni er meðal annars kjóll sem Audrey Hepburn klæddist í kvikmyndinni Breakfast at Tiff-

any’s. Þá verður ný fatalína Veru sýnd á Reykjavík Fashion Festival um næstu mánaða-mót.

Öðruvísi og nýttVera er í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Ís-lands varðandi þróun á sílíkoninu sem notað er í flíkurnar. Hún fór nýlega með Þorsteini Inga Sigfúsyni, forstjóra Nýsköpunarmið-stöðvar, til Brussel til viðræðna við sílíkon-framleiðendur þar og hefur í framhaldi af því verið boðið í viku heimsókn í verksmiðjuna til þess að kynna sér framleiðslumöguleika og hugsanlegt samstarf.

„Það er verið að kanna hvaða möguleikar felast í framleiðslu á efninu. Það er gaman að tengja tækni og tísku og vinna með vísinda-fólki hjá Nýsköpunarmiðstöð. Þetta er þannig verkefni að það er verið að þróa efni sem er öðruvísi og nýtt sem er mjög spennandi.“

Sílikonið hefur einstaka eiginleika, meðal annars eru flíkurnar saumlausar. ,,Ég blandaði silfurþráðum og Swarovski krystöllum í efnið og fékk út textíl sem minnti mig mikið á frost-ið heima.“ Textíll Veru hefur vakið mikla at-hygli enda er um algera nýung að ræða. Sam-vinnan við Nýsköpunarmiðstöð og ótal tæki-færi heima á Íslandi voru Veru hvatning til að flytja vinnustofu sína heim og hefur hún kom-ið sér fyrir í Kartöflukofunum í Ártúnsbrekk-unni. Vera mun opna Reykjavík Fashion Festival þann 1. apríl næstkomandi.

Vera Þórðardóttir. „Þetta er þannig verkefni að það er verið að þróa efni sem er öðruvísi og nýtt sem er mjög spennandi.“

Hönnun Veru Þórðardóttur fatahönnuðar hefur vakið athygli víða um heim.

Tískan og tæknin

Page 20: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

20 | SÓKNARFÆRI

Loftorka í Borgarnesi, framleiðir for-steyptar loftaplötur í samstarfi við Kúluplötur ehf. og undir einkaleyfi frá BubbleDeck þar sem notast er við einkaleyfisverndaða aðferð til að auka haflengd loftaplatna, bæta nýt-ingu gólfflatar og lofthæðar.

Það er ekki víst að almenningur geri sér grein fyrir því að stór hluti af bílastæðageymslu tónlistar- og ráð-stefnuhússins Hörpu er steypt í Borgarnesi eða að í gólfum hennar eru um 130 þúsund plastkúlur. Loftorka í Borgarnesi er eitt þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem komið hafa að byggingu tónlistarhússins en Loftorka framleiddi meðal annars 18.700 fermetra af forsteyptum kúluplötum í bílastæðageymsluna.

Framleiðsluaðferðinni við þessar

forsteyptu einingar hefur verið lýst sem byltingarkenndri en hún felst í að plastkúlur, úr endurnýttu plasti, eru settar í steypumótin samkvæmt einkaleyfisverndaðri aðferð en með því léttast plöturnar um þriðjung án þess að burðarþolið skerðist. Fyrir vikið er hægt að sleppa burðarbitum eða hafa lengra á milli burðarbita og súlna og spara lofthæðir.

„Þetta er ákaflega snjöll dönsk hönnun og Loftorka hefur einkarétt á framleiðslu kúluplatna hér á landi, undir danska einkaleyfinu, í sam-vinnu við Kúluplötur ehf.,“ segir Bergþór Ólason, fjármálastjóri Loft-orku. Byrjað var að framleiða kúlu-plöturnar hjá Loftorku árið 2005 og hafa þær síðan verið notaðar í marg-ar byggingar hér á landi. „Auk

Hörpu má nefna að loftaplötur í Turninum og skrifstofubyggingunni á Höfðatorgi eru úr forsteyptum kúluplötum. Sama er að segja um nýbyggingu við Glæsibæ, Urðar-hvarf 6 og fleiri byggingar þar sem kúluplötur voru notaðar að hluta eða öllu leyti, eftir því sem hverri byggingu hentaði; til dæmis í Voga-skóla, Háskólatorg HÍ, Morgun-blaðshúsinu við Rauðavatn, Safnað-arheimili Kársnessóknar og Norður-turninn við Smáralind svo einhverj-ar byggingar séu nefndar. Þar sem Norðurturninum við Smáralind hef-ur ekki enn verið lokað er þar tæki-færi til að sjá hvernig kúluplöturnar virka uppkomnar og bera saman við aðrar lausnir,“ segir Bergþór.

40 % framleiðslunnar í HörpuBergþór segir að bygging tónlistar-hússins hafi á tímabili skipt verulegu máli fyrir verkefnastöðu Loftorku í Borgarnesi. Þegar framleiðsla á kúlu-plötunum stóð sem hæst lætur nærri að um 40% af framleiðslu Loftorku hafi verið fyrir Hörpu en auk lofta-platna í bílastæðageymslu forsteypti fyrirtækið einnig ýmsar aðrar eining-ar eins og hljóðdempunarfleka, ein-ingar undir áhorfendapalla, sérsmíð-aðar loftaplötur, stiga o.fl. Í tengslum við jarðvinnu voru notuð steinsteypt rör í frárennslislagnir en Loftorka er eini framleiðandi slíkra röra á Íslandi. „Síðustu einingarnar fyrir tónlistarhúsið eru tiltölulega

nýfarnar úr Borgarnesi en síðustu kúluplöturnar fyrir bílastæðahúsið voru framleiddar í júlí í fyrra,“ segir Bergþór. Verkefnastaðan hjá Loftorku er þokkaleg um þessar mundir en um 50 manns vinna hjá fyrirtækinu. „Það sem torveldar reksturinn hjá okkur, eins og öðrum í byggingar-iðnaði hér á landi, er að sjá svo skammt fram í tímann. Fyrir vikið er talsverð óvissa og erfitt að skipu-leggja starfsemina.“

Framleitt fyrir FæreyjamarkaðAuk tilfallandi íbúðaverkefna segir Bergþór Loftorku nú vera að fram-leiða einingar í 3000 fermetra stækkun dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi. Þá er fyrirtækið einnig með verkefni sem tengjast stækkun álversins í Straumsvík og nýlokið er framleiðslu og flutningi á um 1400 tonnum af forsteyptum einingum fyrir fjölbýlishús í Færeyjum. „Það er nauðsynlegt að vera með allar klær úti eins og ástandið er á bygg-ingamarkaðnum hér heima. Við byrjuðum á þessu verkefni í Færeyj-um vorið 2010 og ég útiloka ekki að þar geti orðið framhald,“ segir Berg-þór Ólason.

www.loftorka.is

www.kuluplotur.is

Unnið að því að ganga frá bílastæðahúsi Hörpu.

Kúluplötur eins og þær sem notaðar voru í Hörpu eru byltingarkennd nýjung á byggingamarkaðnum sem eykur notkunarmöguleika forsteyptra loftaplatna til muna.

130 þúsund plastkúlur í bílastæðahúsi Hörpu

Page 21: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 21

BM Vallá ehf er eitt stærsta fram-leiðslufyrirtækið í byggingariðnaði hér á landi. Þótt það sé e.t.v. þekkt-ast fyrir framleiðslu á steypu, selur það einnig hellur, garðeiningar, múr og húseiningar, auk þess sem BM Vallá flytur út vikur og vörur úr vikri. Einar Einarsson er fram-kvæmdastjóri steypudeilar fyrirtæk-isins.

Samheldinn kjarni„BM Vallá ehf. byggir á gömlum merg en hefur eins og langflest fyrir-tæki í byggingariðnaðinum gengið í gegnum hremmingar,“ segir hann. „Mikill samdráttur er í nýbygging-um en vegna fjölbreytni félagsins er staða þess nú góð. Allt sem tengist nýbyggingum hefur nánast hrunið. Sem dæmi á nefna að steypufram-leiðslan er aðeins um 20% af því sem hún var á mesta uppgangstím-anum. En aðrar framleiðslugreinar, svo sem hellur og múr, hafa staðið kreppuna betur af sér.“

Vegna samdráttarins segir Einar það hafa verið óhjákvæmilegt að fækka verulega starfsfólki og margir góðir starfsmenn hafi horfið á braut, sem sé auðvitað afar sárt fyrir alla. „Eftir stendur samheldinn kjarni og margir hafa unnið hjá BM Vallá í áratugi. Eins og í flestum byggingar-fyritækjunum þá standa eftir gömlu jaxlarnir og úrvalsstarfsfólkið,“ segir hann brosandi og bætir sposkur við að þessi kjarni haldi með BM Vallá eins og aðrir haldi með Manchester United! „Þeirra hugsjón er að byggja

fyrirtækið upp og framleiða góða vöru sem það getur verið hreykið af,“ segir Einar.

Mörg stórverkefniÞess má geta að BM Vallá fram-leiddi alla steypuna í tónlistarhúsið Hörpuna en Einar segir að þrátt fyr-ir að það hafi verið stórverkefni á ís-lenskan mælikvarða hafi BM Vallá einnig unnið mörg slík stórverkefni

á undanförnum árum og nefnir hann virkjanir eins og Vatnsfells-virkjun, álver, brýr og göng. Þá sér BM Vallá um alla steypu og eininga-framleiðslu fyrir álverið í Helguvík og hefur nýlokið við steypufram-leiðslu fyrir Héðinsfjarðargöng og Óshlíðargöng og þar áður forsteyptu einingarnar sem notaðar voru í ál-verinu á Reyðarfirði.

„Í framleiðslunni fyrir Hörpuna

voru þó ítrekað slegin framleiðslu-met og stærstu steyputarnir Íslands-sögunnar litu dagsins ljós,“ segir Einar aðspurður um umfang verk-efnisins.

Hann segir steinsteypuna vera byggingarefni Íslendinga og lang-flestir landa okkar vilji búa í steyptu húsi. Í öðrum löndum séu það önn-ur efni, t.d. timbur, þar sem eru miklir skógar, leir (múrsteinn) á

öðrum svæðum – allt eftir því hvaða efni eru til staðar á viðkomandi stað. „Á Íslandi höfðum við fyrir tilkomu steypunnar aðeins torf og grjót til að byggja úr. Steypan þýddi því bylt-ingu í húsagerð Íslendinga og hefur hún mun meiri þýðingu fyrir Íslend-inga en flestar aðrar þjóðir,“ segir Einar en nefndir þó að íslenska veð-urfarið sé harkalegt fyrir flest bygg-ingarefni. Þess vegna þurfa þeir sem framleiða fyrir íslenskan markað að gera sína vöru sérstaklega góða því annars skemmist hún og molnar niður á mjög stuttum tíma. Gamal-gróin framleiðslufyrirtæki eins og BM Vallá, sem ætli sér að lifa til framtíðar, leggi því mikla áherslu á vörugæðin. Reynt sé að byggja á gömlum gildum um góða vinnu góðs fólks en einnig leita nýrra leiða, svo sem að innleiða ISO 9000 vott-un, sem þeir BM Valllármenn státa af.

Botninum náðEinar segir allt benda til að botnin-um sé nú náð í íslenskum bygging-ariðnaði. Framundan á næstu árum sé töluverð uppbygging og fjárfest-ing.

„Mörg þau fyrirtæki sem hafa lif-að þessa erfiðu tíma af standa að mörgu leyti sterkari en áður, hafa skorið burt allan óþarfa og standa því eftir með harðsnúið starfsfólk. Við erum því bjartsýn á framtíðina,“ segir Einar Einarsson að lokum.

www.bmvalla.is

Einar Einarsson, framkvæmdastjóri steypudeilar BM Vallár: „Í framleiðslunni fyrir Hörpuna voru þó ítrekað slegin framleiðslumet og stærstu steyputarnir Íslandssögunnar litu dagsins ljós.“

BM Vallá:

Framsækið fyrirtæki á gömlum merg

Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300

SVEIGJA í Hörpuna!

Skrifstofuhúsgagnalínan SVEIGJA frá Axis

hlaut hæstu einkunn valnefndar er sá um

val á húsgögnum í Tónlistarhúsið Hörpu.

Í Sveigju sameinast útlit, gæði og gott verð

auk þess sem sveigjanleikinn veitir mögu-

leika á uppröðun sem öllum hentar.

Íslensk hönnun og framleiðsla í 75 ár1935-2010

Í HÖRPUNA!

Allar nánari upplýsingar í síma 535 4300

Page 22: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

22 | SÓKNARFÆRI

Gengið um sali Hörpu, hins glæsi-lega tónlistar- og ráðstefnuhúss sem tekið verður í notkun í vor

Þessa dagana er hið glæsilega tónlistar- og ráðstefnuhús okkar Ís-lendinga, Harpa, að komast á loka-stig og má fullyrða að fjölmargir bíða í óþreyju eftir þeirri aðstöðu sem þar skapast. Húsið er strax orð-ið eitt helsta kennileiti Reykjavíkur og ljóst að það mun draga að sér óskipta athygli á næstu árum og ára-tugum.

Heimsþekktir hönnuðirAðalhönnuðir Hörpu eru Teikni-stofa Hennings Larsens (HLA) í Kaupmannahöfn og íslenska arki-tektastofan Batteríið. Teiknistofa Hennings Larsens er þekkt fyrir arkitektúr og hefur hannað mörg sambærileg hús, m.a. Óperuna í Kaupmannahöfn. Batteríið arkitekt-ar hafa unnið til fjölmargra verð-launa fyrir hönnun, þar á meðal skála Alþingis við Kirkjustræti. Ólafur Eliasson hannaði glerhjúp-inn sem umlykur Hörpu í sam-vinnu við stofurnar tvær sem áður eru nefndar. Hugmyndin á bak við glerhjúpinn er með tilvísun í ýmis fyrirbæri úr náttúrunni og einstök birtuskilyrði landsins. Artec í New York eru hljóðhönnuðir Hörpu og alverktaki er ÍAV.

Hið nýja tónlistar- og ráðstefnu-

• HenningLarsenTegnestueteiknaðihúsið.

• ÓlafurElíassonlistamaðurhannaðiglerhjúpinnsemumlykurhúsið.

• ÍAVeralverktakihússins.

• Artecerhljóðhönnuðurhússins.

• HarpaverðurheimiliÍslenskuóperunnarogSinfóníuhljómsveitarÍslands.

• Aðalsalurtónlistar-ográðstefnuhússinstekur1.800mannsísæti.

• FyrstaflokksaðstaðaverðurfyrirallttónlistarlífáÍslandi.

• Mikilsveigjanleikitilaðtakaviðstórumogsmáumviðburðum.

• Möguleikiáaðhýsaráðstefnur,fundiogaðraviðburði.

• Mjögrúmgottsýningarsvæðiverðuríhúsinu.

• Búnaðurogtækniafbestugæðum.

• Unniðeraðundirbúningi300-400herbergjahótelsviðHörpu.

• Íhúsinuverðurveitingaþjónusta,veitingastaðir,kaffihúsogbarir.

• Byggingarlóðineralls6hektarar(60.000fermetrar).

• Heildarbyggingarmagner100.000m²ofanjarðarog90.000m²neðanjarðar.

• Tónlistar-ográðstefnuhúsiðverður43metraráhæðfrágötu.

• Botnplatahússinserum8.000fermetrar.

• Íbyggingunaallafaraum30.000rúmmetrarafsteypu.

• Um2.500tonnafburðarstálifaraíbyggingunaog4.000afbendistáli.

Staðreyndir um bygginguna

Harpa við höfnina

Eldborg. Hér sést yfir aðalsal Hörpu sem rúmar allt að 1.800 gesti.

Page 23: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 23hús er 28.000 m2 að stærð en við hönnun hússins var lögð áhersla á á fjölbreytileika og góða aðstöðu fyrir ýmis konar tónleika og ráðstefnur. Hægt verður að skilja að sali þannig að mismunandi starfsemi getur farið fram á sama tíma, án truflunar. Að auki verða mörg minni rými og fundarherbergi sem munu nýtast vel til funda- og ráðstefnuhalds.

Langur aðdragandiMeð því að Harpa verður tekin í notkun nú á vordögum rætist langur draumur tónlistarfólks og áhuga-manna um tónlist hér á landi. Segja má að upphaf baráttunnar fyrir byggingu af þessu tagi hafi hafist með stofnun Samtaka um tónlistar-hús árið 1983. Þá var aldarþriðjung-ur liðinn frá því Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt sína fyrstu tónleika í Austurbæjarbíói en allar götur síðan hefur sveitin þurft að láta sér nægja sali kvikmyndahúsa sem heimili og höfn, lengst af Háskólabíó.

Á árunum eftir 1990 komst verk-efnið á skrið með aðkomu íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar og smám saman þroskaðist hugmyndin um sambyggt tónlistar- og ráð-stefnuhús en sá háttur er hafður á víða um heim.

Eftir að húsinu hafði verið valinn staður þar sem Austurbugt og Ing-ólfsgarður mætast, var árið 2001 efnt til hugmyndasamkeppni um skipulag Austurhafnarinnar og í framhaldi af því undirrituðu íslenska ríkið og Reykjavíkurborg samkomu-lag um verkefnið. Fyrirtækið Aust-urhöfn-TR var stofnað til að hafa umsjón með því. Efndi það fljótlega til hugmyndasamkeppni um hönn-un fyrirhugaðrar byggingar sem og heildarskipulag fyrir svæðið um-hverfis og áætlun um að fjármagna og reka húsið ásamt nærliggjandi hóteli.

Það var svo árið 2005 sem mats-nefnd Austurhafnar-TR komst að þeirri niðurstöðu að Eignarhalds-félagið Portus væri með vænlegasta tilboðið í hönnun, byggingu og rekstur tónlistar- og ráðstefnuhúss. Var byggingafyrirtækið ÍAV ráðinn sem alverktaki og hófust fram-kvæmdir í ársbyrjun 2007. Þegar bakhjarlar Portusar lögðu upp laup-ana í kjölfar efnahagskreppunnar haustið 2008 urðu ríki og borg sam-mála um að halda áfram fram-kvæmdum við byggingu hússins og var ákveðið að Austurhöfn-TR ehf. tæki verkefnið yfir. Framkvæmdir á vegum ÍAV hafa því nær sleitulaust staðið yfir frá þeim tíma og verður Harpan formlega tekin í notkun í byrjun maí 2011.

Fjórir meginsalirTíðindamenn Sóknarfæris skoðuðu bygginguna hátt og lágt fyrir nokkru í fylgd þeirra Stefáns Hermannsson-ar, framkvæmdastjóra Austurhafnar, sem hefur haft umsjón með verk-efninu fyrir hönd verkkaupa, Rík-harðs Kristjánssonar, hönnunar-stjóra hússins, og Osbjörns Jacob-sens, arkitekts og fulltrúa HLA við bygginguna.

Það kom vel fram í máli þeirra að hér er um flókið og vandasamt verk að ræða og þótt gætt hafi verið ítr-ustu hagkvæmni við byggingu húss-ins er hvergi slegið af gæðakröfum. Harpa verður aðsetur Sinfóníu-hljómsveitar Íslands og Íslensku óperunnar og þar verður öll um-gjörð fyrir hina ýmsu tónlistarvið-burði eins og best verður á kosið. Í húsinu er hágæða hljómburður sem hentar vel fyrir alla tónlist. Salir hússins eru í ýmsum stærðum og öll aðstaða mjög vönduð.

Eldborg er stærsti salur Hörpu, á annarri hæð hússins. Stórt svið og hljómsveitargryfja eru í salnum og hægt er að nýta svalir bak við sviðið

og til hliðar. Eldborg rúmar um 1.600 gesti í sæti og 1.800 ef allir möguleikar eru fullnýttir.

Silfurberg er ráðstefnusalur sem rúmar mest 750 manns í sæti en talsvert fleiri ef viðburður er fyrir

standandi áheyrendur. Sæti eru laus og gólfið flatt en möguleiki á að hafa þau útdraganleg og hallandi að hluta við enda salarins. Hægt er að skipta salnum í tvennt með fellivegg.

Norðurljós er tónleikasalur sem

býður upp á fjölbreytta uppsetningu fyrir tónleika, ráðstefnur, veislur og aðra viðburði. Svalir eru allan hring-inn í salnum og sviðið er færanlegt. Salurinn, sem rúmar 450 manns er búinn sérhönnuðum ljósabúnaði

sem hægt er stilla í ýmsum litbrigð-um.

Kaldalón er minnsti salurinn í Hörpu en hann hentar vel fyrir allar tegundir tónlistar sem og ráðstefnur, fundi, kvikmyndasýningar og fyrir-lestra. Sæti eru föst og hallandi að sviði. Salurinn tekur allt að 195 í sæti.

Margvísleg önnur aðstaðaAuk þessara sala er margvísleg önnur aðstaða í Hörpu fyrir stærri og minni fundi og sýningar. Frá aðal-forrýminu, sem er afar svipmikið og á 1. hæð, er auðveldur aðgangur að allri starfsemi og þjónustu fyrir gesti hússins en þar munu verða upplýs-ingaborð, verslanir, kaffihús, miða-sala og smærri fundarsalir.

Í forrými hússins munu kristal-laga gluggar glerhjúpsins njóta sín einstaklega vel þar sem glerhjúpur-inn myndar eins konar kápu utan um bygginguna. Glerið endurvarpar ólíkri birtu eftir því hvernig ljósið fellur á og birtan í forrýminu verður þar að leiðandi síbreytileg.

www.harpa.is

Eldborg verður stærsti og glæsilegasti tónleikasalur landsins. Listaverk. Stálvirkið utan um Hörpu mun setja svip á bæinn.

Vaskir á vinnustað. Frá vinstri Ríkharður Kristjánsson hönnunarstjóri, Stefán Hermannsson, framkvæmdastjóri Austurhafnar og Osbjörn Jacobsen, arkitekt hjá HLA.

Ráðstefnur. Lokahönd lögð á salinn Norðurljós sem er afar hentugur fyrir tónleika, ráðstefnur og veislur. Hann rúmar 450 manns.

Page 24: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

24 | SÓKNARFÆRI

Mannvit er stærsta verkfræðistofan á Íslandi og hefur að sjálfsögðu mörg járn í eldinum hérlendis og erlendis. Fyrirtækið varð að þola samdrátt í kjölfar bankahrunsins en hjólin snúast nú hraðar og það hef-ur náð fyrri stærð að mestu, hvort heldur horft er til fjölda starfs-manna eða veltu. Mannvit er líka með nokkur umsvif erlendis og skil-greinir Mið-Evrópu og Bretland sem helstu markaðssvæði sín.

„Orkan hefur haldið okkur gangandi og fleytt okkur í gegnum samdráttarárin og eins bæði orku-frekur iðnaður og annar iðnaður. Okkur bar líka gæfa til að hafa stofnað Mannvit vel fyrir hrun með því að sameina þrjár verkfræðistof-ur, Hönnun hf., Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns hf. og Rafhönnun hf., ná jafnvægi í rekstr-inum og skapa öfluga undirstöðu til að byggja á,“ segja Sigurður St. Arnalds stjórnarformaður og Eyjólf-ur Árni Rafnsson forstjóri.

Stór hluti af starfsemi Mannvits tengist orkugeiranum, einkum nýt-ingu og framleiðslu orku með jarð-varma og vatnsafli. Orkutengda starfsemin hélt sinni siglingu í meg-inatriðum á kreppuskeiðinu. Mannvit kemur líka að margvísleg-um framkvæmdum sem teljast til innviða samfélagsins; samgöngu-mannvirkjum og byggingum á veg-um ríkis, sveitarfélaga eða einkafé-laga. Dauft hefur verið yfir þeim

hluta starfseminnar eftir hrun, enda vita allir hvernig kreppan hefur leikið ríki, sveitarfélög og fjölda einkafyrirtækja. Nánast ekkert er um nýframkvæmdir og lítið um viðhaldsverkefni.

Greinileg óvissa í sjávarútvegi„Við sjáum teikn á lofti um breyt-ingar þó hægt fari, þannig að farið verði að byggja á ný hús handa fólki og fyrirtækjum og undirbúa fram-kvæmdir í samgöngumálum og fleira. Vegagerð er ekki mannfrek sem slík en skilar samfélaginu arði til lengri tíma litið. Óhjákvæmilegt er að vekja athygli á að einstaka stjórnmálamenn tala um að nú sé lag til að bjóða út verkefni í sam-göngum og víðar vegna þess að hægt sé að fá tilboð langt undir kostnaðarverði. Þar eru menn á hál-um og þunnum ís. Engum dugar að

Orkan og iðnaðurinn fleyttu MANNVITI gegnum kreppuna

Nýbygging Háskólans í Reykjavík var tekin í gagnið í nóvember 2010. Mannvit hafði þar umsjón með allri verkfræðihönnun.

Helmingi færri útskrifast hlutfallslega hér-lendis með háskólapróf í tækni- og raunvís-indagreinumeníFinnlandi,ÞýskalandiogSví-þjóð. Stjórnendur Mannvits lýsa áhyggjumsínum af yfirvofandi skorti á til dæmis véla-verkfræðingum, iðnverkfræðingum, raf-magnsverkfræðingum og tæknifræðingum.„Íslensk iðnvæðing undanfarinna ára og ný-sköpunkallaráaðþeimfjölgisemmenntasig

í raunvísindum en svo virðist sem skorti ágrimmd eða hvatningu í umhverfi nemenda ískólakerfinuogannarsstaðar tilaðýtaþeimút í raunvísindanám,“ segja Eyjólfur Árni ogSigurðurArnalds.

„Stjórnmálamennsegjagjarnanmeðspek-ingssvip:„Viðþurfumnýsköpun“enskerasvoniður í háskólunum í hinu orðinu og vinnaþannig gegn nýsköpun og sprotastarfsemi til

lengri tíma litið. Nýsköpun á sér aldrei stað ítómarúmi heldur á vettvangi starfandi fyrir-tækja og er því meiri sem þau eru öflugri.Sprotar íatvinnulífisprettavissulegaupphérog þar en mest kveður að nýsköpun í fyrir-tækjum sem hafa efni á að setja í hana fjár-muni. Aðalatriðið er því að fjölga nemum íraunvísinda- og tækninámi en fækka þeimekki!“

Alltof fáir verk- og tæknifræðingar útskrifast

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús sem tekið verður í gagnið í maí 2011. Mannvit sá um verkfræðihönnun í samvinnu við danska verkfræðifyrirtækið Ramböll.

Page 25: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 25fá einvörðugu greiddan hluta rekstrarkostnaðar fyrirtækis síns, hvorki verktökum né öðrum. Eng-inn rekstur dafnar nema menn fái fyrir öllum kostnaði og rúmlega það. Þessi umræða er fráleit. Það er svo að kostnaður við hverja fram-kvæmd er á endanum greiddur að fullu, spurningin er bara hver gerir það.

Sjávarútvegurinn hefur staðið af sér kreppuna, líkt og orkufreki iðn-aðurinn. Og reyndar eru útflutn-ingstekjur Mannvits undanfarin ár tengdar náttúruauðlindunum sem þessar greinar byggjast á, það er að segja auðlindum sjávar og orkunni. Við veitum sjávarútvegsfyrirtækjum tækniþjónustu og vitum að hjá mörgum þeirra er uppsöfnuð þörf fyrir fjárfestingu í nýjum skipum, búnaði og mannvirkjum. Augljóst er hins vegar að menn halda að sér í höndum til fjárfestinga á meðan óvissa ríkir um örlög sjálfs fiskveiði-stjórnarkerfisins.“

„Útrás innanlands“Orkufreki iðnaðurinn á Íslandi kall-ar á mikla, sérhæfða og stöðuga þjónustu á öllum sviðum, þar á meðal verkfræðiráðgjöf. Mannvit og næststærsta verkfræðistofa lands-ins, Verkís, stofnuðu sameignarfyr-irtæki, HRV Engineering, til að sinna þessari þjónustu, beinlínis til að eiga möguleika í samkeppni við öfluga erlenda keppinauta á þessu sviði. Sigurður Arnalds kallar þetta „útrás innanlands“!

„Örfá tæknifyrirtæki í Banda-ríkjunum og Kanada eru langsterk-ust á sviði tækniþjónustu við áliðn-aðinn í heiminum og við að hanna og byggja ný álver. Fyrirtæki i ál-iðnaði á Íslandi hafa beinlínis gert í því að færa þessa þjónustu á íslensk-ar hendur. Það byrjaði markvisst hjá ÍSAL í Straumsvík, síðan Norð-uráli og loks Alcoa-Fjarðaáli.

Stærsta verkefni Mannvits hér á landi núna er við svokallaða straumhækkunarframkvæmd í ál-verinu í Straumsvík, gegnum HRV. Hefðu Mannvit og Verkís ekki snú-ið saman bökum með stofnun HRV væri þetta verkefni sjálfkrafa í höndum erlendra fyrirtækja. Okkur tókst hins vegar að ná þjónustunni inn í landið.“

Næststærsta verkefni Mannvits hérlendis er Hellisheiðarvirkjun á vegum Orkuveitu Reykjavíkur, alís-lensk framkvæmd og gríðarlega merkileg, tæknilega séð. Þar starfa Mannvit og Verkís saman en ekki í gegnum HRV.

Þriðja stærsta verkefni Mannvits um þessar mundir telst vera þjón-usta við orkufrekan iðnað, álfyrir-tækin og Járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga.

„Við ætlum að halda okkar hlut í iðnaði á Íslandi og í öðrum grein-um líka og veita fjölbreytta þjón-ustu á mörgum sviðum.“

Jarðhitaþekking skapar sérstöðuÁ þensluskeiði efnahagslífsins á Ís-landi var lítið um markaðsstarf er-lendis á vegum Mannvits, enda höfðu stjórnendur og starfsmenn í nógu að snúast hér heima. Eftir hrun var hins vegar horft markvisst til landvinninga erlendis með því að skilgreina og forgangsraða markaðs-svæðum og spýta ögn í lófana í kynningarmálum. Mannvit hefur haslað sér völl í Mið-Evrópu, fyrst og fremst í Ungverjalandi og í Þýskalandi, og er í harðri markaðs-sókn í Bretlandi.

„Við vinnum að undirbúningi nokkurra hitaveituverkefna í Mið-Evrópu og náðum reyndar þeim áfanga í byrjun árs 2011 að taka í gagnið fyrstu hitaveituna sem Mannvit hannaði og stjórnaði framkvæmdum við frá upphafi til

enda. Sú er í Ungverjalandi. Í Bret-landi erum við meðal annars í verk-efnum sem tengjast metanfram-leiðslu.

Þrátt fyrir að kröftunum sé beint að þessum hlutum Evrópu erum við á vaktinni og skyggnumst eftir álitlegum verkefnum víðar, ekki síst í Bandaríkjunum. Stjórn Obama er með á stefnuskrá að auka nýtingu jarðvarma og við höfum reyndar tekið þátt í nokkrum smærri verk-efnum með bandarískum fyrirtækj-um. Við höfum líka horft til nýt-ingar á háhita til rafmagnsfram-leiðslu í Síle og fylgjumst áfram með gangi mála þar,“ segir Eyjólfur Árni.

Græna orkan með sífellt sterkari stöðu

„Hvað höfum við fram að færa á er-lendum markaði“ spyr Sigurður Arnalds og svarar sjálfur: „Orku-verkefni, einkum tengd jarðvarma. Þar erum við í sterkri stöðu. Við getum líka boðið þjónustu við vatnsaflsvirkjanir en sá markaður er erfiðari vegna þess að svo mörg fyr-irtæki róa á sömu mið. Í þriðja lagi bjóðum við sérhæfða þjónustu við álfyrirtæki í gegnum HRV Engine-ering. Stærsta erlenda verkefnið í þeim efnum til þessa var endur-bygging álversins í Sundsvall í Sví-þjóð.“

Græn orka fær sífellt sterkari stöðu í heiminum og sú staðreynd skapar Mannviti tækifæri. Aðildar-ríki Evrópusambandsins eiga til dæmis að uppfylla svonefnd 20-20-20 markmið ESB fyrir 2020: að

draga úr losun gróðurhúsaloftteg-unda um 20%, auka hlutfall endur-nýjanlegrar orku í 20% og bæta orkunýtni um 20%.

„Þarna eru sóknarfæri sem við hyggjumst nýta og stækka um leið fyrirtækið,“ segir Eyjólfur Árni. „Al-þjóðlega efnahagskreppan hefur vissulega tafið fyrir en efnahagsbati er hafinn og rétt er fyrir Íslendinga að gera sér grein fyrir því að þeir hafa sloppið lygilega vel, þrátt fyrir allt! Ástæðan er fyrst og fremst sú að við eigum þessar gífurlega mikil-vægu auðlindir, orkuna og fiskinn í sjónum, og öflug íslensk fyrirtæki sem á þessum auðlindum byggja starfsemi sína og rekstur. Vöxtur og viðgangur Mannlífs og margra ann-arra íslenskra fyrirtækja er í raun af þessum rótum líka. Við megum ekki gleyma því að forsenda þess að á Íslandi er öflugt og gott mannlíf er að við nýtum auðlindir okkar, hvort sem er til sjávar eða sveita, til uppbyggingar í sjávarútvegi, orku-nýtingu, iðnaði, ferðaþjónustu og landbúnaði. Án útflutnings, og þar með gjaldeyristekna, væri hér fá-brotið atvinnulíf og fátæklegri menningarstarfsemi.“

www.mannvit.is

Mannviterstærstaverkfræðistofalandsinsmeðum360mannsívinnuíReykjavík og í átta öðrum starfsstöðum. Fyrirtækið er að auki með 30starfsmennídótturfélöguminnanlandsogerlendisogaðra20íerlendumfyrirtækjumsemMannvitáhlutií.

EigendurMannvitsurðuaðgrípatilþessráðsaðfækkastarfsfólkiumsemnamtíundahverjumstarfsmannihérlendis íkjölfarefnahagshruns-ins2008ogveltandróstsamanum25%.Núáfyrstafjórðungiársins2011hefurfyrirtækiðendurheimtfyrristyrksinnogbæðistarfsmannafjöldiogveltanálgaststöðunafyrirhrun.

VerkfræðistofurnarMannvitogVerkíseigasamansérhæftþekkingar-fyrirtæki,HRVEngineering,semhefursérhæftsigíþjónustuviðáliðnaðogannanorkufrekan iðnaðáalþjóðlegummarkaði.Stofnunþessafyrir-tækisvarogerforsendaþessaðfástærriverkefnifyrirt.d.áliðnaðinn.

Allserustarfandium1.300mannsáverkfræðistofumáÍslandi,þarafum500íverkefnumsemtengjastorkuogorkufrekumiðnaði.

Stærsta verkefni Mannvits á Ís-landinúumstundirerígegnumHRV Engineering við að endur-byggja,breytaogbætatækniogframleiðsluferli íálveriRioTintoAlcan í Straumsvík til að aukaþar framleiðslu um 20%. Verð-miðinn á öllu þessu fjárfesting-arverkefni er um 57 milljarðarkróna, skv. vefsíðu álversins.Þess má geta til samanburðarað heildarkostnaður við Búðar-hálsvirkjun var áætlaður 26,5milljarðar króna þegar fyrstu

verkhlutarnir voru boðnir út ífebrúar2010.Framkvæmdirnar íStraumsvíkeruþannigrisavaxn-ar og þeim fylgir mikil innspýt-ing í hagkerfið. Yfirgnæfandihluti vinnunnar er á íslenskumhöndumogætlamáaðmeiraenþriðjungur framkvæmdafjárinsverði eftir í landinu sem hreinargjaldeyristekjur. Samt er þettahálfgert leyniverkefni! Aðminnsta kosti er lítið um máliðfjallað í fjölmiðlum og á vett-vangistjórnmála.

„Leyniverkefnið“ í Straumsvík

Eyjólfur Árni Rafnsson forstjóri t.v. og Sigurður St. Arnalds, stjórnarformaður Mannvits.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lagði hornstein að hitaveitu í Szentlörinc í Ungverjalandi. Hér eru þeir Eyjólfur Árni forstjóri ásamt þarlendum fyrirmennum og starfsmönnum Mannvits að athöfn lokinni í júlí 2010.

Page 26: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

26 | SÓKNARFÆRI

Norðursigling á Húsavík mun í fyrsta sinn í ágúst í sumar bjóða upp á skútusiglingar um Scoresbysund á Grænlandi. Óhætt er að segja að Scoresbysund sé kyngimögnuð ver-öld í næsta nágrenni Íslands, norð-lægasta byggðin á austurströnd

Grænlands og jafnframt ein sú allra frumstæðasta.

„Við höfum smám saman fjölgað í bátaflota okkar og erum m.a. kom-in með tvær skútur, sem gerir okkur kleift að huga að fleiri möguleikum í ferðum. Meðal þess sem við bjóðum

í sumar verður tveggja daga ævin-týrasigling á annarri skonnortunni þar sem við siglum frá Húsavík, för-um í land í Flatey og siglum síðan til Grímseyjar. Þetta er ferð sem býður upp á stórbrotna náttúruskoðun, miðnætursól, hvalaskoðun, fugla-

skoðun og ekki síður innsýn í skútu-siglingar,“ segir Heimir Harðarson hjá Norðursiglingu.

Ótrúleg veröld í ScoresbysundiHápunktur sumarsins í skútuferðum Norðursiglingar verða hins vegar þrjár vikuferðir um Scoresbysund á Grænlandi. Þær verða í boði í ágúst-mánuði, strax og lagnaðarís er bráðnaður í sundinu. Síðastliðið haust fóru starfsmenn Norðursigl-ingar á skútunni Hildi norður í Sco-resbysund en segja má að þá sé siglt beint í norður frá Húsavík - um 500 kílómetra leið yfir Grænlandssund-ið. Í framhaldi af þessari ferð var ákveðið að bjóða í sumar upp á ferð-ir um sundið og verður fyrirkomu-lagið þannig að farþegarnir fljúga frá Reykjavík norður að Scoresbysundi þar sem skonnortan Hildur bíður þeirra. Síðan er farið um borð og við tekur sigling inn sundið innan um borgarísjaka og ótrúlega náttúruver-öld. Gist er um borð í skútunni en auk starfsmanna Norðursiglingar áhafnar Hildar, skipstjóra, vélstjóra og kokks er einnig grænlenskur far-arstjóri með í för. Innifalið í pakk-anum er flug, gisting, matur og raunar þurfa gestir að hugsa um fátt annað en fatnað, myndavél og rúm-góðan minniskort í hana!

Sauðnaut og snæhérar„Byggðin í botni Scoresbysunds er sú nyrsta á austurströnd Grænlands og til marks um það er að 800 kíló-metrar eru að næstu byggð á Græn-landi. Af hernaðarlegum ástæðum var byggðinni í Scoresbysundi við-haldið á síðustu öld af Dönum en þetta er mjög frumstætt veiðimanna-samfélag, ólíkt öllu öðru sem fólk hefur séð. Eftir að við tökum fólk um borð frá flugvellinum á Con-stable Point siglum við inn sundið og alla jafna er þar algjörlega kyrrt og fallegt veður á þessum árstíma. Fyrir augu bera miklir borgarísjakar, hamraveggir, fossar, fjöll og firðir á leiðinni inn sundið, stórbrotin ver-öld og falleg. Og í ferðum okkar í land fær fólk að sjá sauðnaut, snæ-héra og fleira okkur framandi í nátt-úrunni,“ segir Heimir en í boði eru 12 farþegarými í hverri ferð. Ferðin hefst á laugardegi og næstu 5 sólar-hringana er siglt um hið mikla fjarð-arkerfi en síðustu tveimur nóttunum er varið við þorpið Ittoqqortoormiit. Þaðan eru farþegar síðan ferjaðir aft-ur á flugvöllinn á laugardegi og flog-ið heim til Íslands.

Fyrsta ferð Norðursiglingar í Sco-resbysund verður í boði þann 12. ágúst.

www.nordursigling.is

Ný starfsstöð Matís var opnuð á Flúðum nú í marsmánuði og er sú áttunda utan höfuðstöðvanna í Reykjavík. Um er að ræða svokallaða matarsmiðju en smiðjur sem þessar hefur Matís byggt upp með góðum árangri á Höfn í Hornafirði og á Eg-ilsstöðum.

Matarsmiðjan á Flúðum er í hjarta íslenskrar grænmetisfram-leiðslu og verður áhersla lögð á sam-vinnu í verkefnum á því sviði. Sveit-arfélögin í uppsveitum Árnessýslu standa að stofnun matarsmiðjunnar á Flúðum ásamt Matís en einnig koma Atvinnuþróunarfélag Suður-lands og Háskólafélag Suðurlands að verkefninu. Síðast en ekki síst er verkefninu hrint í framkvæmd með góðum vilja og stuðningi garðyrkju-bænda á svæðinu.

Líkt og í öðrum matarsmiðjum Matís er ætlunin að bjóða áhuga-sömum aðilum um vinnslu á mat-vörum heima í héraði upp á ráðgjöf og aðstöðu til að þróa vörur í mark-aðshæft form. Eins og áður segir er mikil áhersla lögð á grænmeti og korn, en um 80% af allri grænmetis-framleiðslu landsins er á Suðurlandi. Ljóst er að miklir þróunar- og ný-sköpunarmöguleikar eru í þessari framleiðslu, til dæmis hvað varðar nýtingu á afurðum sem falla til í hefðbundinni grænmetisframleiðslu og á grænmeti sem ekki selst, til að mynda í framleiðslutoppum og þeg-ar lengra kemur fram á haustið. Því er horft til þess að bjóða upp á að-stöðu í matarsmiðjunni á Flúðum til

að þróa vörur sem byggjast á geymsluaðferðum á grænmeti, svo sem frystingu, þurrkun, niðursuðu og svo framvegis. Með öðrum orð-um fullvinnslu á grænmeti.

Auk þess að vinna að ýmsum garðyrkjutengdum verkefnum mun matarsmiðjan á Flúðum aðstoða alla þá aðila sem vilja þróa framleiðslu á matvælum til beinnar sölu heima í héraði. Bæði fer saman öflug mat-vælaframleiðsla á Suðurlandi og eitt af fjölsóttustu ferðamannasvæðum landins og því horfir Matís til þess að geta stutt aðila í héraðinu til að nýta tækifæri til beinnar sölu enn frekar.

Ennfremur er ætlunin að efla námskeiðahald og starfsmenntun

meðal grænmetisframleiðenda og styrkja þannig nýliðun í greininni. Hugmyndin er um að bjóða í matar-smiðjunni upp á námskeið á há-skólastigi í vinnslu á grænmeti og höfða þannig til háskólafólks um að vinna sín lokaverkefni á Flúðum. Þá eru einnig hugmyndir um að flétta ýmsa menningartengda þætti inn í þetta fræðsluhlutverk matarsmiðj-unnar en almennt er markmiðið að tilkoma matarsmiðju Matís á Flúð-um stuðli að eflingu matarmenning-ar Suðurlands.

Starfsmaður matarsmiðjunnar á Flúðum er Vilberg Tryggvason.

www.matis.is

Flúðir

Ný matarsmiðja opnuð

Vilberg Tryggvason, starfsmaður Matarsmiðjunnar á Flúðum, í gróður-húsinu. Grænmetið mun leika stórt hlutverk í starfsemi nýju matar-smiðjunnar.

Það fer vel um gesti í skonnortunni Hildi sem að siglir við Grænlands-strndur í sumar.

Norðursigling á Húsavík býður nýjung í ferðaþjónustunni í sumar:

Skútusigling um Scoresbysund

Í síðasta tölublaði ferðatímaritsins Útiveru, sem Athygli gefur út, er sagt frá leiðangri skonnortunnar Hildar frá Húsavík til Kangertittivaq eða Scoresbysunds á Grænlandi sem mun vera lengsti fjörður í heimi. Greinina skrifar Vilborg Arna Giss-urardóttir og þar segir m.a.:

„Hópurinn hafði ekki verið lengi á siglingu þegar miklir skruðningar hófust og áhöfnin skimaði í kringum sig, full athygli, og sá þá hvar gríðar-

stórt stykki hrundi úr einum stærð-arinnar ísjaka. Nokkur tonn af ís fóru í sjóinn og flóðalda myndaðist, menn voru enn með andann á lofti þegar aðrir eins skruðningar byrjuðu, nú frá hinum endanum á jakanum og annað eins magn af ís fór í sjóinn og önnur flóðalda tók upp takt þeirrar fyrri. Þetta var mikil og sterk upplifun en náttúran var rétt að byrja að leika listir sínar þann dag-inn.“

Akkerum kastað við tilkomumikinn borgarísjaka við Grænland.

Umfjöllun í Útiveru

Page 27: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 27

„Við brugðumst við kreppunni með því að auka fjölbreytni í þjónustunni okkar og í fyrra gerðum við enn bet-ur og keyptum fyrirtækið Sökkul og bættum þar við okkur talsverðri reynslu og þekkingu,“ segir Eyjólfur Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Axis, sem hann á og rekur með bróður sínum, Gunnari. Fyrirtækið fram-leiðir eldhús- og baðinnréttingar, fataskápa, skrifstofuhúsgögn og fjöl-breytt úrval innihurða sem og kerfis-veggja. „Við teiknum líka innrétt-ingar upp fyrir fólk auk þess að smíða þær og sjá um að setja þær upp. Þjónustan skiptir miklu máli í þessum efnum og íslensk fyrirtæki hafa gjarnan margt fram yfir erlend í þeim efnum, getum til að mynda brugðist hratt við ef eitthvað hefur farið úrskeiðis í mælingum.“

Harpan innréttuðAxis hefur verið önnum kafið að undanförnu við sinn hluta í Hörp-unni. „Við framleiddum þar allar innihurðir en það var mikil og flók-in framkvæmd því á þeim voru strangar kröfur um hljóðeinangrun, brunavarnir og aðgangsstýringakerfi. Þá lökkuðum og bæsuðum við einn-ig allar veggklæðningarnar í rauða salnum og framleiddum skilrúm fyr-ir salernin,“ segir Eyjólfur.

Rósin í hnappagatinu hlýtur þó að vera sigur í útboði á skrifstofu-húsgögnum fyrir Hörpuna. „Rekstr-araðili hússins stóð fyrir útboði skrifstofuhúsgagna en það var línan

okkar, Sveigja, sem varð fyrir valinu og verður því inni í Hörpunni. Við erum svolítið montin af því að vera

valin en tugir tilboða bárust og mikil áhersla var lögð á útlit og gæði. “

Samstaðan eflir hagkerfiðAxis hefur upplifað margar kreppur en fyrirtækið var stofnað árið 1935 af afa núverandi eigenda. Eyjólfur segir fyrirtækið hafa lært mikið á langri ævi og hafi til að mynda ný-lega staðiðst þolpróf Creditinfo og verið í hópi 177 af 32.000 íslensk-um fyrirtækjum sem gerðu það.

„Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir hversu miklu það skiptir máli hvar það eyðir peningunum sínum. Ef það kaupir af innlendum framleiðenda fer 65-70% af þeim peningum aftur í umferð í hagkerfið okkar, en ef það kaupir erlent fer jafnvel 80% af peningunum beint úr

landi,“ segir Eyjólfur og hvetur fólk til að sýna samstöðu í baráttunni við þá niðursveiflu sem hefur verið á efnahagskerfinu að undanförnu. „Bara sem dæmi að þá eru 30 starfs-menn hér auk fjölda undirverktaka þannig að peningarnir fara marga hringi í kerfinu. Að auki greiðum við 650-700.000 krónur í hita og rafmagn á mánuði og 7 milljónir í fasteignagjöld. Þetta telur allt í hag-kerfinu okkar og ef við ætlum að koma því á skrið verðum við að hugsa um þessa þætti.“

www.axis.is

Eyjólfur Eyjólfsson í Axis við skrifborð úr vörulínunni Sveigju sem valin var í skrifstofur Hörpu.

Húsgögn og hurðir í Hörpu

Axis framleiður m.a. allar innihurðir í Hörpuna.

Page 28: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

28 | SÓKNARFÆRI

Vegna niðurskurðar á fjárframlögum ríkisins verður Heilsustofnun Nátt-úrulækningafélags Íslands í Hvera-gerði lokað um tveggja mánaða skeið í sumar, frá 20. júní til 20. ágúst. Á meðan verður starfrækt sumarhótel í húsakynnum stofnun-arinnar, en hefðbundinn rekstur verður tekinn upp að nýju í haust að loknu sumarleyfi.

„Við höfðum um tvennt að velja, að grípa til víðtækra uppsagna og niðurskurðar í starfseminni til fram-

búðar eða að reyna að laga okkur að þeim þrönga fjárhagsramma sem okkur var sniðinn með því að gera hlé á störfum Heilsustofnunar í tvo mánuði og freista þess að afla tekna með því að reka í staðinn sumarhót-el í húsakynnum stofnunarinnar,“ segir Ólafur Sigurðsson, fram-kvæmdastjóri Heilsustofnunar NLFÍ. Ólafur segir að auk hefð-bundinnar hótelþjónustu sé stefnt að því að bjóða upp á spa, leirmeð-ferð og nudd og aðgang að sund-

laug. Í ljósi þess að nýr hópur dval-argesta kemur til sögunnar í sumar verða gerðar einhverjar breytingar á hinum hefðbundna matseðli og meðal annars bætt inn kjöti sem alla jafna er ekki á boðstólum í veitinga-sal Heilsustofnunarinnar.

Tilraun í sumarIngi Þór Jónsson markaðsstjóri Heilsustofnunar segir þetta í fyrsta skipti í 55 ára sögu stofnunarinnar sem hlé sé gert á rekstrinum en í

staðinn fyrir að slökkva ljósin og loka í tvo mánuði ætli menn að reyna fyrir sér með heilsuferðaþjón-ustu í þennan stuttan tíma. Hann segir staðinn hafa upp á margt að bjóða ferðafólki sem vilji dvelja í fögru umhverfi í sveitasælunni í Hveragerði. „Það hefur verið stofnað sérstakt rekstrarfélag um hótelrekst-urinn og þótt þær „endurhæfingar- og forvarnarmeðferðir“ sem hér eru stundaðar verði ekki í boði í sumar höldum við samt ákveðnum sér-kennum Náttúrulækningafélagsins með því að bjóða upp á nudd, leir-böð og sund ásamt hollum og góð-um mat og aðgangi að tækjasal. Hér eru 122 herbergi af mismunandi stærðum og gerðum, allt frá einföld-um eins manns herbergjum upp í heilar íbúðir ef því er að skipta,“ seg-ir Ingi Þór. Hann segir að lögð verði áhersla á að „fólk á ferðinni“ geti komið og keypt góðan mat, nýtt gönguleiðir í nágrenninu og þjón-ustu sundlaugarsvæðisins.

Dýrmæt reynslaIngi segir að það hafi verið til skoð-unar um nokkurt skeið að hefja heilsuferðaþjónustu í tengslum við endurhæfingar- og forvarnarstarfið á Heilsustofnun NLFÍ. „Sú ákvörðun að fara út í hótelrekstur í sumar ber hins vegar að með allt öðrum hætti

en við höfðum hugsað okkur en seg-ir ekki einhvers staðar að neyðin kenni naktri konu að spinna? Þetta er hins vegar spennandi verkefni sem við munum hella okkur út í af fullum krafti. Í sumar öðlumst við dýrmæta reynslu sem gerir okkur kleift að meta hvernig rekstur sem þessi fellur að þeirri endurhæfingar-starfsemi sem hér fer fram,“ segir Ingi Þór.

Ólafur telur það mikil mistök hjá stjórnvöldum að skera niður framlög til Heilsustofnunar NLFÍ. Þangað sækja árlega um 2000 manns alls staðar af að landinu endurhæfingu og heilsueflingu og í dag eru um 700 manns á biðlista eftir því að komast í meðferð. Hann bendir á að það hafi verið reiknað út að hver króna, sem varið er í endurhæfingu, skili sér áttfalt til baka í samfélagið. Þess vegna sé óskiljanlegt að ekki sé lögð meiri áhersla á endurhæfingu og fyrirbyggjandi heilsueflingu í ís-lenska heilbrigðiskerfinu. „Ég held að það skorti talsvert á að þeir sem reka heilbrigðiskerfið átti sig á að oft er hægt að koma í veg fyrir að fólk lendi í bráðaþjónustu þar sem hver dagur kostar tugi þúsunda króna með því að nýta úrræði eins og þau sem við bjóðum upp á þar sem hver dagur kostar ríkið um 14 þúsund krónur.“

100 milljóna króna niðurskurðurÁrið 2007 var gengið frá fimm ára samningi Heilsustofnunar NLFÍ og ríkisins um kaup heilbrigðisyfirvalda á þjónustu stofnunarinnar. Sam-kvæmt framreiknuðum samningi ætti fjárveiting ríkisins til kaupa á þjónustu Heilsustofnunar í ár að vera komin í rúmar 600 milljónir króna. Ríkið hefur hins vegar ákveð-ið einhliða, þrátt fyrir undirritaðan samning, að skerða þetta framlag um rúmar 100 milljónir króna. Fyrst um 2% árið 2009, þá um 6,7% árið 2010 og loks um 10% fyrir árið 2011. Ólafur segir að framan af hafi skertum framlögum verið mætt með almennu aðhaldi í rekstrinum og launalækkunum en þegar tilkynnt var um 10% viðbót-arniðurskurð í lok síðasta árs hafi verið ljóst að grípa þyrfti til enn rót-tækari aðgerða.

„Til að endar nái saman erum við verið neydd til þess að víkja tíma-bundið til hliðar þeirri þjónustu sem við viljum veita og róa á önnur mið. Við erum ekki sátt við þetta en ætl-um að gera okkar besta til breyta þessari ógnun við starfsemina í tæki-færi til framtíðar. Hvort það tekst verður framtíðin að skera úr um,“ segir Ólafur Sigurðsson fram-kvæmdastjóri Heilsustofnunar NLFÍ, að lokum.

www.hnlfi.is

Herbergin í sumarhótelinu eru mjög mismunandi að stærð og gerð, allt frá einföldum eins manns herbergjum upp í heilar íbúðir.

Að breyta ógn í sóknarfæri

Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði breytt í sumarhótel vegna niðurskurðar á framlögum til endurhæfingarmeðferða

Ólafur Sigurðsson (t.v.) og Ingi Þór Jónsson segja rekstur sumarhótelsins spennandi verkefni sem muni skila dýrmætri reynslu um hvernig slíkur rekstur falli að þeirri endurhæfingastarfsemi sem fram fer á Heilsustofnun NLFÍ.

Page 29: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 29

Er hundurinn þinn greindur?- www.matis.is

Al 13 á Hönnunar-

MarsÞað er mikið um að vera hjá Epal um þessar mundir en auk verkefna í tengslum við hönnun og nýsköpun opnar fyrirtækið nýja verslun í Hörpunni og tekur þátt í Hönnun-arMars af miklu kappi.

„Það má segja að við tökum þátt í þremur meginverkefnum í tilefni af HönnunarMars. Í verslun okkar í Skeifunni verður Textílfélagið með uppákomu í tengslum við hátíðina. Þemað í sýningunni verður Mynst-urmergð en alls taka 17 aðilar þátt í því,“ segir Kjartan Eyjólfsson, fram-kvæmdastjóri Epal, og segir hönn-uðina bjóða upp á fjölbreytta og spennandi sýningu á textílvörum.

Áhersla á íslensk hráefni, hönnun og framleiðslu

„Síðan erum við að vinna að verk-efni í tengslum við Samál og Ný-sköpunarmiðstöð Íslands sem heitir Al 13 þar sem við tengjum íslenska hönnuði við framleiðslufyrirtæki með það fyrir augum að vinna úr áli. Þetta er í raun framhald af verkefni sem við stofnuðum til í fyrra en þá var áherslan að vinna úr íslenskum við,“ segir Kjartan en stofnandi

Epal, Eyjólfur Pálsson, hefur verið frumkvöðull í þessum verkefnum. „Frumgerðir af vörunum eru nú til-búnar og verða sýndar hér á Hönn-unarMars en vonandi munu ein-hverjar þeirra eiga sér framtíð og fara í almenna framleiðslu. Við viljum uppræta þessa neikvæðu ímynd sem margir hafa af álinu en hægt er að vinna mjög skemmtilega hluti úr því hér á landi sem og erlendis.“

HönnunarMars í vextiEpal mun einnig standa fyrir kynn-ingu á mismunandi hönnuðum sem selt hafa vöru sína í versluninni. Kjartan segir íslenska hönnun vera í miklum blóma og gaman sé að eiga þátt í framgöngu hennar. „Hönnun-arMars vex og dafnar og í ár koma til dæmis bæði erlendir blaðamenn og innkaupaaðilar til landsins. Í framhaldi af hátíðinni í fyrra fóru tveir aðilar að selja sína hluti í Dan-mörku, svo það er ljóst að það getur verið mikill ávinningur fyrir íslenska hönnuði og hönnun yfir höfuð.“

www.epal.isKjartan Eyjólfsson er önnum kafinn í tengslum við HönnunarMars og opnun nýrrar verslunar í Hörpu um þessar mundir.

Page 30: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

30 | SÓKNARFÆRI

Húsgögnin fyrir tónlistar- og ráð-stefnuhúsið Hörpu eru að meiri-hluta til hönnuð og framleidd á Ís-landi og stór hluti þeirra er keyptur hjá Pennanum, bæði borð og stólar í ráðstefnusali hússins, borð fyrir veisluþjónustu og stólar í hvíldar- og kaffirými listamanna.

„Það er engin tilviljun að okkar mati að stóllinn Magni varð fyrir valinu,“ segir Ingibjörg Ásta Hall-dórsdóttir, markaðsstjóri Pennans, um þá ákvörðun stjórnenda Hörpu á dögunum að festa kaup á tæplega þúsund eintök af stólnum fyrir ráð-stefnusali hússins.

Alíslenskur stóll„Magni, sem er bæði hannaður og framleiddur hér heima, stenst fylli-lega samanburð við það besta sem býðst á alþjóðlegum markaði. Í hon-um sameinast mýkt, ávöl form, þæg-indi, léttleiki og stöflunarmöguleik-ar,“ segir Ingibjörg Ásta. Magni nýt-ist því alls staðar þar sem margir koma saman, hann er samtengjan-

legur á hliðum með fallegu og sterku áklæði

Magni verður notaður bæði í ráð-stefnusali Hörpu og hvíldar- og kaffirými listamanna. Stóllinn var hannaður af Valdimari Harðarsyni arkitekt og er alíslenskur, enda fram-leiddur í Stáliðjunni í Kópavogi og Zenus sér um bólstrun. Það er því mikið um að vera hjá framleiðend-unum þessa dagana til að tryggja að öll 970 eintökin af Magna verði til-búin fyrir opnun Hörpu í byrjun maí.

Mikil lyftistöng fyrir okkur„Það er mikil lyftistöng fyrir okkur hjá fyrirtækjasviði Pennans að Magni skyldi vera valinn í Hörpu og í kjölfarið höfum við vissulega orðið vör við aukinn áhuga á stólnum, bæði hér heima og erlendis,“ segir Ingibjörg Ásta og bætir við að í sýn-ingarsölum Pennans í Hallarmúla 4

í Reykjavík og Hafnarstræti 91-93 á Akureyri sé hægt að skoða Magna og úrval annarra húsgagna. Starfsfólk Pennans sé boðið og búið að veita góða ráðgjöf og þjónustu varðandi heildarlausnir, hvort sem er fyrir stofnanir eða fyrirtæki.

En það er ekki bara stóllinn Magni sem Penninn útvegar í tón-listar- og ráðstefnuhúsið Hörpu. Fundar-og skrifborðsstólar sem og borð og stólar fyrir starfsmannarými voru líka sérvalin inn í húsið. Borð í ráðstefnusalina koma frá Pennanum og eru framleidd af Kusch í Þýska-landi. Húsgögn fyrir veisluþjónustu eru einnig frá Pennanum, framleidd af Midwest Folding Company í Bandaríkjunum, og jafnframt verður stóllinn Magni notaður í veisluþjón-stuna.

www.penninn.is

Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir er markaðsstjóri Pennans.

Magni er staflastóll, hannaður af Valdimar Harðarsyni arkitekt, og stenst fyllilega samanburð við það besta sem býðst á alþjóðlegum mark-aði.

Magni er sérlega léttur og þægilegur og hægt er að tengja stólana saman á hliðum til að mynda beinar raðir eða bekki. Hann er með fimm ára ábyrgð.

Engin tilviljun að Magni var valinn í ráðstefnusali Hörpu

- segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Pennans

ARG

H! 0

3.20

11

Við smíðum þínar innréttingarÍ 20 ár hefur Fagus sérhæft sig í smíði glæsilegraog fjölbreyttra innréttinga og innihurða.

Innréttingar frá Fagus eru allt í senn fallegar, hlaðnar þægindum og frábær vinnuaðstaða. Njóttu þess að vera í umhverfi sem er sérsniðið fyrir þig.

Við smíðum þínar innréttingar.

Sími: 483 3900 [email protected]

www.fagus.is

Page 31: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 31

„Við höfum alltaf lagt mesta áherslu á persónulega þjónustu og vandaða íslenska framleiðslu sem stenst tím-ans tönn. Fyrirtækið byggist á langri reynslu fagmanna sem leggja sig alla fram um að þjóna sem best við-skiptavinum sínum,“ segir Grétar Árnason, einn af þremur eigendum GÁ húsganga, Ármúla 19, Reykja-vík. Í samtali við eigendur fyrirtæk-isins, sem eru auk Grétars þeir Er-lendur Sigurðsson og Ólafur Há-konarson, kom fram að GÁ húsgögn eigi sér langa sögu en fyrirtækið var stofnsett árið 1975 sem bólstrunar-fyrirtæki en síðan var verslun opnuð árið 1980.

„Helstu verkefni okkar eru sér-smíði á húsgögnum og því er fram-leiðsla okkar alíslensk,“ segja þeir fé-lagar og nefna að þeir hafi smíðað húsgögn í fjölda veitingahúsa og stofnanir. Þeir eigi m.a. framleiðslu á húsgögnum eftir verðlaunatillögu Helgu Sigurbjarnadóttur og Kristín-ar Öldu Guðmundsdóttur sem hlaut fyrstu verðlaun í hönnunarsam-keppni um húsgögn í Hörpu.

„Við höfum einnig lagt mikla áherslu á sérsmíði sófa og stóla fyrir einstaklinga. Fólk kemur til okkar með tillögur og hugmyndir sínar sem við útfærum og smíðum. Við framleiðum t.d. sófa inn í ákveðin rými sem eru nákvæmlega eftir hug-myndum viðskiptavina okkar,“ segir Grétar og talar um að GÁ húsgögn séu að auka mikið hlutdeild sína í ýmis konar sérsmíði fyrir einstak-linga. „Margir eru haldnir þeim mis-

skilningi að það sé dýrara að láta sér-framleiða húsgögn en að kaupa staðlaða fjöldaframleiðslu. Það er ekki rétt – enda stöndumst við fylli-lega verðsamanburð með tilliti til gæða. Við notum fyrsta flokks efni í framleiðslu okkar og áklæðin okkar eru þess eðlis að hægt er að taka þau

af og þvo þau í þvottavél auk þess sem þau eru mjög slitsterk og vönd-uð.“

Grétar, Erlendur og Ólafur segj-ast leggja mest upp úr orðspori fyrir-tækisins og því sé það aðalsmerki þess að veita góða og persónulega þjónustu. „Ætli það megi ekki segja

um okkur að fólk veit hvaðan varan kemur og hver smíðar hana. Því er fullvíst að það eru ekki börn frá þró-unarlöndunum sem vinna við gerð þeirra,“ segja þeir ákveðnir og nefna dæmi um fasta viðskiptavini sem koma aftur og biðja um smíði á nýj-um sófa eða bólstrun á þeim gamla

eftir tuttugu ár. „Svo þykir okkur líka afar vænt um þegar afkomendur viðskiptavina okkar skipta við okkur vegna góðrar þjónustu sem foreldrar þeirra fengu.“

GÁ húsgögn taka einnig að sér að endurgera og bólstra gömul húsgögn og gera þau eins og ný. „Hér eru eingöngu fagmenn sem vinna við framleiðslu okkar en við eigendurnir erum allir menntaðir bólstrarar,“ segir Grétar.

Þess má geta að GÁ húsgögn hafa séð um bólstrun í mörg þekkt veitingahús og bari landsins. „Við erum mjög stoltir af þeirri vinnu en ekki síður erum við stoltir af sér-smíðinni okkar á sófum fyrir al-menning. Með því að láta sérfram-leiða sófa á heimilið fær fólk muni eftir sínu eigin höfði og hugmynd-um og telur sig því eiga svolítið í framleiðslunni. Þannig verða hús-gögnin persónulegri og meira virði í hugum eigandanna.“

Þeir félagar segjast alla tíð hafa lagt mikla rækt við fyrirtækið sitt og ekki tekið þátt í brjálsemi góðærisins með vanhugsuðum fjárfestingum. „Okkar verðmæti liggja í vandaðri framleiðslu og persónulegri þjónustu við viðskiptavini okkar. Það er okkar aðalsmerki,“ segja þeir félagar og fá sér sæti í glæsilegum hornsófa sem sannarlega er einn sinnar tegundar á landinu og þótt víða væri leitað.

www.gahusgogn.is

Vönduð vara og persónuleg þjónustaRætt við eigendur GÁ húsgagna sem bjóða upp á vandaða sérsmíði

Eigendur GÁ húsgagna, þeir Grétar Árnason, Erlendur Sigurðsson og Ólafur Hákonarson.

Ál gefur okkur einstaka möguleika þegar kemur að hönnun mannvirkja. Sem byggingarefni býður það upp á nýjar leiðir við að nýta dagsbirtu og samspil ljóss og skugga. Segja má að í álinu sameinist notagildi og glæsileiki.

Burðarvirki úr áli koma sér vel þegar byggingar þurfa að falla vel að umhverfinu. Slík hönnun opnar jafnframt ýmsar leiðir til bættrar orkunýtingar.

Ekki má gleyma því að ál er endurvinnanlegt og hægt að byggja úr því aftur og aftur.

www.alcoa.is

Fyrir samFélagið, umhverFið og komandi kynslóðir.

ÍSL

EN

SK

A/S

IA.I

S A

LC

542

67 0

3/11Fyrir umhverFið

létt, sterkt og náttúruvænt

Page 32: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

32 | SÓKNARFÆRI

Velkomin í Garðyrkjufélag Íslands!

Skoðaðu kosti þessað vera félagi Öflug heimasíða www.gardurinn.is

Frakkastíg 9 - 101 Reykjavík - Sími 552 7721 og 896 9922 - [email protected]

Íslenska gámafélagið og dótturfélög þess, Vélamiðstöðin og Metanorka, ætla að metanvæða landið á næstu árum með því að breyta bílaflota landsmanna í metanbíla, hefja fram-leiðslu metans og opna fjöldann all-an af metanáfyllingarstöðum á höf-uðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Áfyllingarstöð verður opnuð á Suð-urnesjum á næstunni.

„Við erum frumkvöðlar í metan-breytingum á Íslandi, byrjuðum fyrir 3-4 árum og fengum þá í gegn nauð-synlegar lagabreytingar. Fyrir 1½ ári fórum við svo á fullt í þessar breyt-ingar og í mars í fyrra opnuðum við nýtt 900 m² verkstæði þar sem ég og sjö aðrir starfsmenn sinnum þessum verkefnum eingöngu,“ segir Ólafur Jónsson, verkefnisstjóri metanbreyt-inga hjá Vélamiðstöðinni í Gufunesi.

Anna ekki eftirspurnVélamiðstöðin er að breyta 4-6 bíl-um að jafnaði á viku og annar engan veginn eftirspurn. Nú þegar er allt uppbókað fram í júní og var því gripið til þess ráðs á dögunum að auglýsa eftir nýju starfsfólki til að anna eftirspurn, enda æ fleiri Íslend-ingar sem eru nú að láta breyta bens-ínbílum sínum fyrir metan til að draga úr eldsneytiskostnaði. Því fylgir jafnframt sá ávinningur að bíll-inn mengar mun minna en áður.

„Það er hægt að breyta nánast öll-um bensínbílum með beinni inn-spýtingu og koma metankútum fyrir annað hvort í farangursrýminu og/eða í stað varadekks í minni og með-alstórum bílum og líka á sjálfum pallinum í pallbílum,“ segir Ólafur. Einna mest er um að menn breyti slíkum bílum, enda rúma þeir vel tankana og breytingakostnaðurinn er fljótur að skila sér í minni bensín-eyðslu.

50% ódýrara eldsneyti„Menn finna fljótt muninn á því að aka um á eldsneyti sem er u.þ.b. helmingi ódýrara. Rúmmetrinn af metani samsvarar um 1,1 lítra af bensíni. Hann kostar nú 120 krónur en það samsvarar því að bensínlítr-inn myndi kosta um 105 krónur,“ segir Ólafur. Breyting á stórum am-erískum pallbíl borgar sig því upp á einu ári, miðað við 25-30 þúsund km akstur. Almennt má segja að svona breyting borgi sig upp á 1-1½ ári hvort sem um stærri eða minni bíl er að ræða, miðað við þennan akstur Annar ávinningur af því að skipta yfir á metan er lækkun á bif-

reiðaskattinum, sem rukkaður er tvisvar á ári, því hann fer niður í lægsta þrep sem er 5.000 krónur í hvort skipti. Þá fá eigendur bíla sem eru yngri en sex ára endurgreidd 20% af breytingakostnaðinum en þó aldrei meira en 100.000 krónur að hámarki.

„Algengur kostnaður við metan-breytinguna er 400-450.000 krónur á minni bílum og fær eigandinn þá endurgreidd 20% af þeirri upphæð. Akkurinn er svo enn meiri ef nýjum bíl er breytt áður en hann er skráður því þá eru vörugjöld upp að 1.250.000 krónum felld niður. Það

blasir því við þegar nýr bensínbíll er keyptur að það er mun hagkvæmara að láta breyta honum fyrir metan og fá bæði niðurfelld vörugjöld og geta notað ódýrara eldsneyti en að aka bara af stað á honum óbreyttum út í umferðina,“ segir Ólafur. Ekki megi heldur gleyma því að frítt sé í stæði

fyrir alla metanbíla, í Reykjavík a.m.k.

Metanstöð á Suðurnesjumá næstu vikum

Takmarkað framboð af metani hefur verið ein helsta hindrun metanvæð-ingar bílaflotans á Íslandi en þar er nú að verða breyting á. Fyrirtækið Metanorka, sem er í eigu Íslenska gámafélagsins og Keilis, opnar á næstu vikum áfyllingarstöð á Suður-nesjum og stefnir jafnframt að því að hefja metanframleiðslu á sem flest-um stöðum á landinu. Jafnframt er fyrirtækið búið að sækja um lóðir fyrir fjölmargar metanáfyllingar-stöðvar á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni.

„Við hugsum stórt og ætlum að metanvæða Ísland með því að breyta bílum, vinna og framleiða metan og reisa áfyllingarstöðvar,“ segir Ólafur og bætir við að vonir standi til að innan 2-3ja ára verði 8-10 metan-stöðvar komnar í gagnið.

Hann óttast ekki að hærri álögur setji þar strik í reikninginn. Annars vegar hafi fjármálaráðherra nýlega lýst því yfir að álögur á metan yrðu ekki hækkaðar á næstu misserum. Hins vegar sjái menn hjá Metanorku fram á að framleiðslukostnaður met-ansins hjá þeim verði það lágur í framtíðinni að það verði viðunandi að leggja á það veggjald og virðis-aukaskatt. Verðið á metani myndi samt sem áður ekki ná þeim hæðum sem bensínið er og verði í þó svo verðmunurinn yrði aðeins minni en nú er.

www.gamur.is

Ólafur Jónsson, verkefnisstjóri metanbreytinga hjá Vélamiðstöðinni,segir að einna mest sé um það að menn breyti svona amerískum pallbílum, enda rúmi þeir vel tankana eins og sjá má og breytingakostnaðurinn sé líka fljótur að skila sér með minni bensíneyðslu. Ljósm. -áþj.

Kútnum er gjarnan komið fyrir í farangursrúmi og/eða í stað varadekks í minni og meðalstórum bílum.

Það færist í vöxt að breyta leigubílum fyrir metan enda æ algengara að opinber fyrirtæki og borgin óski sérstaklega eftir því að fá slíkan leigubíl til þjónustu.

Ætlum að metan-væða Ísland!

Page 33: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 33

Dömuilmurinn EFJ Eyjafjallajökull er nýjasta framleiðsla Gyðja Collec-tion sem hefur undanfarin ár fram-leitt skó og ýmsa fylgihluti sem vak-ið hafa athygli erlendis.

„Ilmvatnið er unnið úr Eyjafjalla-jökli en notað er vatn úr jöklinum og utan á flöskunni er hraumoli úr gosinu,“ segir Sigrún Lilja Guðjóns-dóttir, framkvæmdastjóri Gyðja Collection. „Hugsunin er að konur út um allan heim geti umvafið sig orkunni úr þessu kraftmikla nátt-úruundri. Pælingin er líka að þetta sé minjagripur frá gosinu. Þetta er Eau de Parfum og það þýðir 7-14% hágæðailm sem endist lengi. Hann er framleiddur í Grasse í Suður-Frakklandi sem er oft kallað mekka ilmvatnsframleiðslunnar í heimin-um. Við kynntum ilmvatnið fyrir jólin hér á landi og fengum mjög góð viðbrögð. Það er selt víða í versl-unum, í fríhöfninni og í flugvélum Icelandair. Við erum með 100 ml glas til að byrja með en hugmyndin er svo að bjóða upp á fleiri stærðir. Við gerum síðan ráð fyrir að fram-leiða herrailm og eru ýmsar fleiri hugmyndir í gangi.“

Sigrún Lilja segir að næsta ilm-vatnsframleiðsla sé að verða tilbúin og er stefnt að því að ilmurinn verði kynntur erlendis nánar tiltekið í Evrópu og Bandaríkjunum með vor-inu.

Út um allan heimSigrún Lilja stofnaði Gyðja Collec-tion árið 2007 og hóf þá framleiðslu á skóm, töskum og fleiri fylgihlut-um. „Mér fannst vanta hágæðafylgi-hluti sem væru áberandi og í fjöl-breyttum litum. Ég heillast af öllu sem er áberandi og fannst vanta slíka hluti á markaðinn. Ég hafði verið að hanna fyrir sjálfa mig og mína nán-ustu þegar ég var yngri en fékk síðar hugmynd að fylgihlutalínu og opn-aði þá vefverslun eftir tveggja ára þróun. Ég hafði yfirbygginguna litla til að halda kostnaði í lágmarki. Við-brögðin voru góð og fyrsta línan seldist upp á þremur dögum. Ég fékk aukið sjálfstraust en tók strax þá ákvörðun að taka ekki inn mikið af utanaðkomandi fjármagni og lán-um heldur byggði fyrirtækið þannig upp að það sem kom inn fór í næstu framleiðslu.“

Sigrún Lilja segist strax hafa haft erlenda markaði í huga. Gyðja er með dreifingaraðila í Bandaríkjun-um, Bretlandi, Frakklandi og í Suð-ur-Afríku.

Í vor er von á nýrri skó- og fylgi-hlutalínu. Hópur kvikmyndastjarna á vörur frá Gyðja Collection og hafa þær sumar sést á rauða dreglinum. „Framtíðin er björt og margt spenn-andi framundan,“ segir Sigrún Lilja.

Metsöluhöfundur ytraSigrún Lilja er meðhöfundur bókar-innar The Next Big Thing sem kom út í Bandaríkjunum í mars. Þar er lögð áhersla á hvernig fólk í við-skiptum og frumkvöðlar geti nýtt sér tækifærin í núverandi efnhags-ástandi. Bókin sló í gegn því eftir aðeins rúman sólahring í sölu fengu

rithöfundar tilkynningu þess efnis að bókin væri komin í metsölu hjá amazon.com og væri á toppnum á tveimur metsölulistum; Sigrún Lilja er því komin með nafnbótina met-söluhöfundur í Bandaríkjunum. „Þetta mun án efa nýtast mér í því sem ég er að gera og hjálpa mér að skapa mér nafn sem frumkvöðull.“

www.gydja.is

Gyðja Collection

Framtíðin er björt

Sigrún Lilja Guðjónsdóttir. „Mér fannst vanta hágæðafylgihluti sem væru áberandi og í fjölbreytt-um litum. Ég heillast af öllu sem er áberandi og fannst vanta slíka hluti á markaðinn.“

FLEX skrifstofuhúsgögn

Flex skrifstofuhúsgögnin eru framúrskarandi íslensk hönnun sem uppfyllir kröfur lítilla sem stóra fyrirtækja um margvíslega möguleika í uppsetningu en ekki hvað síst létt yfirbragð og glæsilegan heildarsvip.

Hönnuðir:Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson

Á. GUÐMUNDSSON EHF. Bæjarlind 8–10 • 201 Kópavogur • Sími 510 7300 • www.ag.is

Page 34: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

34 | SÓKNARFÆRI

„Algengt er að fólk komi fyrst með lauslega hugmynd til okkar og vinni svo viðskiptaáætlun undir okkar handleiðslu, annað hvort á nám-skeiði eða á handleiðslufundum,“ segir Bjarnheiður Jóhannsdóttir, verkefnastjóri hjá Impru á Nýsköp-unarmiðstöð Íslands.

Starfsfólk Nýsköpunamiðstöðvar Íslands aðstoðar einstaklinga og fyr-irtæki við að koma viðskiptahug-myndum í framkvæmd hvort sem þær eru enn á hugmyndastigi eða lengra á veg komnar. Hvað starfandi fyrirtæki varðar er oft um að ræða sókn á nýja markaði eða þróun á nú-verandi starfsemi.

Boðið upp á handleiðslu„Við bjóðum upp á handleiðslu í starfsstöðvum okkar um allt land, annað hvort á staðnum eða í gegnum síma eða tölvupóst,“ segir Bjarnheið-ur Jóhannsdóttir verkefnastjóri. „Við leggjum áherslu á að veita upplýsing-ar um flest það sem tengist stofnun og rekstri fyrirtækja, til dæmis varð-andi form fyrirtækja, markaðsmál, styrki og fjármögnun. Einnig er um klæðskerasaumaða aðstoð að ræða eftir eðli hverrar viðskiptahugmynd-ar svo sem við skrif viðskiptaáætlana, hvaða styrkjamöguleikar eru fyrir hendi og yfirlestur umsókna.“

Bjarnheiður segir að þegar við-skiptahugmynd er komin á viðeig-andi stig sé fólki ráðlagt hvernig það geti leitað sér fjármagns- og sam-starfsaðila.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands er fyrsta gátt frumkvöðla og fyrirtækja sem eru að leita sér að upplýsingum eða aðstoð stuðningsumhverfisins. „Til dæmis þegar fyrirtæki eru kom-in með skýr áform um útflutning ráðleggjum við fólki að fara til Ís-landsstofu sem hefur það hlutverk að styðja við markaðssetningu er-lendis.“

Fer eftir eðli verkefnis„Algengt er að fólk komi fyrst með lauslega hugmynd til okkar og vinni svo viðskiptaáætlun undir okkar handleiðslu, annað hvort á nám-skeiði eða á handleiðslufundum. Sumar viðskiptahugmyndanna eiga vel heima á frumkvöðlasetrum þar sem veitt er aðstaða og aðstoð við að hrinda þeim í framkvæmd. Nýsköp-unarmiðstöð veitir einnig tækniráð-gjöf svo sem á sviði orku og efnis-tækni sem getur leitt til formlegs þróunarsamstarfs. Lögð er áhersla á

að mæta þörfum fyrirtækja á hvaða lífsskeiði sem er.“

Bjarnheiður segir að hjá Nýsköp-unarmiðstöð sé lögð áhersla á að tengja fólk við þekkingarsamfélagið og atvinnulífið. „Nýskapandi hugs-un á sér stað allsstaðar. Áhugaverðar hugmyndir kvikna ekki síður í starf-andi fyrirtækjum og hjá hinu opin-bera. Við vinnum að því að tengja saman hugmyndir, fólk og fyrir-tæki.“

www.impra.is

IÐAN fræðslusetur ehf. varð til við samruna fjögurra fræðslumiðstöðva í iðnaði og ferðaþjónustu vorið 2006. Um áramótin 2006/2007 bættist

síðan Fræðslumiðstöð bílgreina í hópinn. Eigendur IÐUNNAR eru Samtök iðnaðarins, Samiðn, MAT-VÍS, Félag bókagerðarmanna, FIT,

VM, Bílgreinasambandið og Samtök ferðaþjónustunnar. IÐAN fræðslu-setur er til húsa á tveimur stöðum; Skúlatúni 2 og Gylfaflöt 2 í Reykja-vík. Framkvæmdastjóri IÐUNNAR er Hildur Elín Vignir.

„Helsta hlutverk okkar er að bæta hæfni fyrirtækja og stafsmanna í þessum iðngreinum. Starfsemi okkar er tvíþætt; annars vegar endur-menntun fyrir starfsfólk okkar félagsmanna sem eru starfandi og einnig atvinnuleitendur og hins veg-ar að sjá um framkvæmd sveinsprófa og námssamninga, ásamt því að framkvæma raunfærnimat í þessum iðngreinum,“ segir Hildur og út-skýrir að algengt sé að margir hafi mikla reynslu og þekkingu af ákveð-inni iðngrein án þess að hafa iðn-menntun. „Með raunfærnismati fær fólk reynslu og þekkingu metna til námseininga og fer því inn í námið miðað við þá þekkingu og reynslu,“ segir hún og getur þess einnig að IÐAN bjóði upp á námsráðgjöf og áhugasviðskönnun – annað hvort hjá IÐUNNI eða inni í fyrirtækjun-um sjálfum.

Á vefsíðu IÐUNNAR má sjá fjölda námskeiða sem eru í boði og nú er komin námskrá fyrir vorönn. „Námskeið IÐUNNAR eru skemmtileg og fjölbreytt og kennar-ar okkar búa yfir mikill þekkingu og reynslu. Þar geta allir fundið eitt-hvað við sitt hæfi. Ég hvet því fólk til að hafa samband við okkur tiil að fá nánari upplýsingar. Við hvetjum alla félagsmenn sem og aðra til að huga að endurmenntun sinni og tryggja sérstöðu sína og samkeppnis-hæfni,“ segir Hildur og bætir við að allir geti notað þjónstu IÐUNNAR fræðsluseturs – bæði fyrirtæki sem eru aðilar að IÐUNNI sem og ein-staklingar.

www.idan.is

Bjarnheiður Jóhannsdóttir á „handleiðslufundi“: „Við leggjum áherslu á að veita upplýsingar um flest það sem tengist stofnun og rekstri fyrir-tækja, til dæmis varðandi form fyrirtækja, markaðsmál, styrki og fjár-mögnun.“

Endurmenntun er hluti verkefni IÐUNNAR.

Hildur Elín Vignir: „Við hvetjum alla félagsmenn sem og aðra til að huga að endurmenntun sinni.“

Nýsköpunarmiðstöð Íslands:

Við tengjum hugmyndir, fólk og fyrirtæki

Allir geta fundið námskeið við hæfi- segir Hildur Elín Vignir, framæmdastjóri

IÐUNNAR fræðsluseturs

Stakkahrauni 1 – Sími 553 8383

Íslensk framleiðsla

ATH: Höfum flutt starfsemina á Stakkahraun1í Hafnarfirði (áður Mónuhúsið)

á stílabókum og gjafaöskjum fyrir handverksfólk

Stílabækur A4 og A5 fjórir litir

Stílabækur,stórar og litlar,fjórir litir

Skrift - æfingabækur 1,2 og 3Reikningsbókin mín,stór og lítil, 10 mm rúður

Stílabækur, gormaðarí tveimur stærðum

Verkefna- ogúrklippubók, fjórir litir

Sögubókinmín, stórog lítil

Úrval af allskonar öskjum, tilvalið fyrir handverksfókið

Reikningsbækur,tvær stærðir, 7mm rúður

NÝTT48 BLS

Page 35: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 35

Starfsmenn bandaríska fyrirtækisins Artec eru hljóðhönnuðir tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Hljóð-verkfræðingar hjá Verkís hafa verið þeim til aðstoðar auk þess að koma að hljóðhönnun í ráðstefnusalnum. Nýjasta tækni var notuð við verkið.

„Mesta áherslan var lögð á hljóm-burðinn í aðalsalnum,“ segir dr. Steindór Guðmundsson, byggingar- og hljóðverkfræðingur. „Tölvulíkan var gert af salnum og prufukeyrt með breytingum þangað til menn voru ánægðir með niðurstöður sem þeir báru saman við aðra sali sem þeir hafa hannað og gert mælingar í.

Það verður unnt að breyta hljóm-burðinum í salnum þannig að end-urómur hans verði langur eða stutt-ur. Ómurinn er lengdur með því að auka rúmmálið í salnum en það er gert með því að opna stórar, stein-steyptar dyr inn í svokölluð ómrými sem eru við báðar hliðar salarins. Hins vegar má svo stytta óminn með því að láta sérstök ofin efni síga á keflum niður eftir veggjunum en þessi efni eru sérvalin til að soga í sig sem mest hljóð. Annað sett af þess-um efnum er svo í ómrýmunum þannig að það er hægt að dempa þau líka. Hljómskjöldurinn fyrir ofan sviðið er svo stillanlegur í mismun-andi hæð í tveimur hlutum sem gef-ur enn frekari möguleika á að breyta hljómnum. Salurinn á fyrst og fremst að hafa frábæran hljómburð fyrir hefðbundna sinfóníska tónlist. Með því að dempa salinn aðeins meira verður hann mjög góður fyrir óperuflutning og í sínum mest dempaða ham hentar hann vel fyrir rafmagnaða tónlist.“

Þreföld steypt þakplataSteindór segir að það hafi líka verið lögð áhersla á að engin truflandi hljóð berist inn í salinn, hvorki hljóð frá öðrum hlutum hússins, hljóð frá tæknibúnaði eins og loft-ræsingu eða hljóð að utan.

„Byggingin er í tveimur hlutum - austurhús og vesturhús. Aðalsalur-inn er í austurhúsinu sem er slitið frá hinum húshlutanum með hljóð-fúgu þannig að áhersla er lögð á að hávaði frá vesturhúsinu berist ekki yfir í austurhluta hússins. Heilmikil áhersla er lögð á hljóðeinangrun gagnvart hávaða að utan. Hávaði frá umferð kemst í gegnum glerið sem er utan á húsinu en salurinn sjálfur er steyptur þannig að hávaði frá um-ferð kemst ekki þangað inn. Menn

höfðu einna mestar áhyggjur af há-vaða frá flugvélum en húsið er stað-sett nokkurn veginn í flugstefnu norður-suðurbrautarinnar á Reykja-víkurflugvelli og flugvélar fljúga nánast beint yfir húsið. Gengið var vel frá þakinu en þrjár steyptar plöt-ur hindra að flughávaði berist inn í aðalsalinn.

Þrír aðrir salir eru í húsinu og var líka lögð áhersla á góða hljóðhönn-un og hljóðeinangrun í þeim.“

www.verkis.is Aðalsalurinn í Hörpu heitir Eldborg og rúmar allt að 1800 áheyrendur.

Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa:

Breytilegur hljómburður

Dr. Steindór Guðmundsson. „Sal-urinn á fyrst og fremst að hafa frábæran hljómburð fyrir hefð-bundna sinfóníska tónlist. Með því að dempa salinn aðeins meira verður hann mjög góður fyrir óperuflutning og í sínum mest dempaða ham hentar hann vel fyrir rafmagnaða tónlist.“

Ármúla 4 | 108 Reykjavík | 422 8000 | www.verkis.is

Öryggi og heilbrigði

Orkusparnaður

Kveiktu á erunni á réttum tíma

Viðhald

LagnakerfiHljóðvist

ÚtboðsgögnEftirlit

ÁstandsskýrslaKostnaðaráætlun

Mat á tilboðum

Gerð útboðsgagna

Yfirferð tilboðaGerð verksamninga

Reyndarteikningar

Skráningartöflur

Eignaskiptayfirlýsingar

Lýsing

Rafkerfi

Loftræsikerfi

Verkefnastjórnun

Kostnaðargát

Þarfagreiningar

Rekstrarráðgjöf

Lýsingarráðgjöf

Verkís rekur uppruna sinn allt aftur til ársins 1932

þegar fyrsti ráðgjafarverkfræðingurinn hóf

starfsemi á Íslandi. Í dag er Verkís öflugt, leiðandi

íslenskt ráðgjafar- og þekkingarfyrirtæki á

meginsviðum verkfræði og tengdra greina.

Page 36: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

36 | SÓKNARFÆRI

„Við látum okkur fátt óviðkomandi hvað varðar innréttingasmíði og sér-smíðum fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga,“ segir Hannes Gunn-arsson, einn eiganda Trésmiðjunnar Fagus í Þorlákshöfn. „Við tökum að okkur allar tegundir innréttinga-smíði, t.d. eldhús- þvottahús- og baðinnréttingar, fataskápa, bókahill-ur og hurðir, svo eitthvað sé nefnt. Þá smíðum við eftir óskum við-skiptavinarins hverju sinni og í raun er það afar fjölbreytt sem við fáumst við,“ segir Hannes en aðrir eigendur trésmiðjunnar eru þeir Guðlaugur Óskar Jónsson og Gestur Sigþórs-son. Alls starfa 14 manns hjá Fagus.

„Við smíðum mikið fyrir við-skiptavini á höfuðbogarsvæðinu og reyndar um land allt ef því er að skipta. Við vinnum í samstarfi við arkitekta og hönnuði við nýsmíði og einnig er orðið talsvert um að fólk sé að endurnýja gamalt húsnæði og láti sérsmíða inn í það – bæði ein-staklingar og fyrirtæki,“ segir Hann-es og kveðst hafa ákveðnar hug-myndir um hvernig mætti minnka atvinnuleysi iðnaðarmanna. „Stjórn-völd ættu að íhuga að endurgreiða fólki allan virðisaukaskatt af efni og vinnu vegna viðhalds húsnæðis eða allavega að stórum hluta. Þannig myndu margir iðnaðarmenn, sem eru á atvinnuleysisbótum, fá at-vinnu og um leið fengi ríkið tekju-skatt og sveitarfélögin útsvar af þeirri vinnu og ríkið slyppi við að greiða atvinnuleysisbæturnar. Þetta myndi að líkindum verða allra hag-

ur; hið opinbera skipti á virðisauka-skatti og greiðslu atvinnuleysisbóta, fjöldi fólks fengi vinnu við hæfi og margir sæju sér fært að endurnýja hýbýli sýn og húsakost en það er nokkuð sem ekki hefur verið hugað að á undaförnum árum eins og þörf hefði verið á.“

Hannes telur íslenska innrétt-ingasmíði fyllilega standast saman-burð við innflutning og vel það – enda fái fólk vandaða smíði eftir eigin höfði og oft sé erfitt að fá fjöldaframleiddar innréttingaeining-ar til þess að passa inn í það rými sem innrétta á.

Fagus gerir tilboð án skuldbind-inga í verkefnin og afhendingartím-

inn er 6-8 vikur. „Nú ætti fólk að nota tímann til að endurnýja hjá sér þar sem auðveldara er að fá iðnaðar-menn til starfa en áður. Fyrir þrem-ur árum var slegist um hvern iðnað-

armann en nú er staðan því miður önnur eins og tölur um atvinnuleysi bera með sér. Það er því allt sem mælir með því að vinda sér í endur-bætur á húsnæði,“ segir Hannes í

Trésmiðjunni Fagus og lofar góðri þjónustu og vandaðri vinnu.

www.fagus.is

Urtasmiðjan á Svalbarðsströnd var stofnuð fyrir 20 árum með að mark-miði að framleiða hreinar náttúru-legar húðvörur án allra kemísku aukaefnana sem margar snyrtivörur innihalda. Fyrirtækið framleiðir um 20 vörutegundir; krem, smyrsli, salva, húð- og nuddolíur. Margar þeirra eru orðnar mjög þekkar fyrir góða virkni.

Hráefnið undirstaðan„Hráefnið er jú grunnurinn hjá okk-ur og undirstaða vörunnar og ræður

gæðum hennar. Allt hráefni í vörum Urtasmiðjunnar er viðurkennt og vottað lífrænt af viðurkenndum vottunarfyrirtækjum. Sú vottun er mjög mikilsmetinn gæðastimpill sem tryggir gæði og hreinleika vör-unnar,“ segir Gígja Kj. Kvam, fram-kvæmdastjóri Urtasmiðjunnar.

„Jurtirnar skipa stóran sess í framleiðslunni hjá okkur því það eru þær sem ráða mestu um hvaða áhrif eða virkni varan hefur. Við söfnum þeim hér á norðausturhorni landsins þar sem þær vaxa villtar út í nátt-

úrunni. Í stað rotvarnaefnisins Para-ben, sem er mjög umdeilt vegna var-hugaverðra aukaverkana, notum við lífrænt rotvarnarefni og einnig líf-ræna þráavörn, við notum ekki para-fínolíur eða afurðir, unnar úr jarðol-íum heldur hreinar lífrænar jurtaolí-ur.“ .

Fjölmargar jurtir„Þar sem við erum að framleiða húðvörur og snyrtivörur veljum við jurtir sem virka sérstaklega vel fyrir húðina, eru græðandi, bólgueyð-andi, sviða- og kláðastillandi og sveppaeyðandi. Má þar t.d. nefna blágresi, blóðberg, gulmöðru, fjalla-grös, rauðsmára og vallhumal. Auk þessa notum við jurtir sem ekki eru taldar til okkar íslensku jurta, m.a.

morgunfrú, kamillu, hafþyrni, lofn-arblóm, rósmarín og arniku. Margar nuddstofur nota nuddolíurnar okkar á vöðvabólgur, verki og stirðleika í liðum og höfum við fengið lofsam-leg meðmæli frá nuddurum og nuddþegum. Fótameðferðastofur gefa okkur frábær ummæli fyrir góða virkni af Fótasalvanum og síðast en ekki síst hefur Græðismyrslið okkar sýnt ótrúlega virkni, flýtt fyrir að græða sár, ör, ýmis útbrot, gyllinæð og slæm brunasár.“

Vörur Urtasmiðjunnar fást í öll-um helstu heilsu og náttúruvöru-verslunum og á nokkrum ferða-mannaverslunum.

www.urtasmidjan.is

Jurtir skipa stóran sess

Hannes Gunnarsson, einn eiganda Trésmiðjunnar Fagus í Þorlákshöfn.

Nú er tími fyrir viðhald

húseigna– segir Hannes Gunnarsson

í Trésmiðjunni Fagus

Vörurnar frá Urtasmiðjunni eru þessa dagana að fá nýtt útlit, komnar í nýjar dósir og flöskur með nýjum miðum og merkingum .

Ísloft Blikk og Stálsmiðja ehf.Við sinnum allri almennri blikksmíðavinnu:

- Loftræsikerfi fyrir fyrirtæki, samkomuhús, heimili og fl.- Útloftun frá baðherbergjum og eldhúsum.- Klæðningar húsa.- Þakklæðning og þakrennur.- Almennri þjónustu loftræsikerfa.

Eigum til á lager:- Lagnar efni fyrir loftræsingar.- Loftsíur í flest öll loftræsikerfi ásamt fitusíum.- Viftur, blásara og fl.- Veðurhlífar.- Eldvarnarhurðar.- Vatnshitablásara 12, 18, 24 og 36kW.

Tökum að okkur sérsmíði t.d.- Eldhúsháfa fyrir atvinnueldhús

Bíldshöfða 12 - 110 ReykjavíkSími 587 6666www.isloft.is

Pokasíur

Fitusíur

Vatnshitablásar 12, 18, 24 og 36kW.

Page 37: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 37

Þú færð vörurnar frá Purity Herbs í Blómaval, Heilsuhúsunum, Heilsubúðinni Hafnarfirði, Maður lifandi, Fræinu í Fjarðarkaupum,

K.S. Varmahlíð, Hofi Akureyri, ýmsum ferðamannastöðum og apótekum um allt land.

VELJUM ÍSLENSKT!

Purity Herbs · Furuvellum 5 · 600 Akureyri sími 462 3028 · [email protected]

Engin Paraben

Hreinar íslenskar náttúrulegar andlitsvörurfyrir alla fjölskylduna

www.purityherbs.is

Andlitslína A4.indd 1 3/21/11 8:57 PM

Sölustaðir:Hagkaup · Krónan · Fjarðarkaup

Íslensk framleiðsla

Járnsmiðja Óðins

Hönn-un í járni

Það eru ekki sérlega algengt að kon-ur smíði úr járni en Hallgerður Kata Óðinsdóttir hefur góða reynslu af því starfi sem leiddi hana yfir í nám í arkitektúr í Listaháskóla Íslands.

„Ég vann hjá foreldrum mínum í Járnsmiðju Óðins í tæp fjögur ár, bæði með skóla og í fullri vinnu. Þá má segja að áhuginn á hönnun og arkitektúr hafi vaknað,“ segir Kata. Segja má með sanni að Járnsmiðja Óðins sé fjölskyldufyrirtæki því þar vinnur nú bróðir hennar auk for-eldranna sem stofnuðu fyrirtækið árið 1986. „Þegar ég var yngri hafði ég áhuga á hönnun en það má segja að vinnan í kringum járnið hafi ýtt undir hann. Ég vann að mestu leyti á gólfinu með strákunum sem kenndu mér á allar vélar. Nú geng ég í hvaða verk sem er og hef smíð-að allt frá handriðum og stigum niður í smæstu hluti.“

Smíðar og hannar fyrir heimilið„Eitt árið gerði ég fiðrildasnaga í jólagjöf fyrir mömmu og pabba en í kjölfarið hef ég smíðað mikið inn til mín. Mig langaði til að mynda í ar-in en þeir voru svo dýrir svo ég tók mig bara til og smíðaði einn slíkan,“ segir Kata og segir járnsmíðina góð-an undirbúning fyrir núverandi nám sitt. „Ég fór í fyrst í Tækniskól-ann í undirbúningsnám til að safna efni í möppu en ég var þegar með stúdentspróf af náttúrufræðibraut. Ég fann það strax hvað ég átti auð-velt með að sjá hluti fyrir mér þegar ég var að teikna upp hluti í þrívídd en ég hef unnið svo mikið með teikningum í járnsmiðjunni. Ég kláraði svo möppuna mína þar og sótti svo um í LHÍ síðastliðið vor og komst þar inn. Ég stefni á að nýta mér þekkingu mína í járnsmíði í arkitektúrnum en það er sérlega skemmtilegt efni að vinna með!“

www.jso.is

Hallgerður Kata Óðinsdóttir smíðar úr járni og nemur arkitektúr við LHÍ.

Page 38: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

38 | SÓKNARFÆRI

Rannsókn á hagrænum áhrifum ál-iðnaðar í Kanada sýnir að mun fleiri smá og meðalstór fyrirtæki þjónusta álframleiðendur þar í landi en reikn-að hafði verið með og mörg þessara fyrirtækja selja nú sérhæfðar vörur og þjónustu til álfyrirtækja víða um heim. Sérhæfð fyrirtæki fyrir áliðn-aðinn hafa einnig litið dagsins ljós hérlendis og leitt til enn frekari þjóðhagslegs ávinnings af greininni sem á undanförnum árum hefur orðið ein af undirstöðuatvinnu-greinum Íslands.

Helstu niðurstöður kanadísku rannsóknanna voru kynntar á morg-unverðarfundi sem Samtök álfram-leiðenda – Samál – stóðu fyrir á dögunum. Kom þar m.a. fram að 10 álver eru starfandi í Kanada, flest reist upp úr 1980 og væntu margir

arþess að í framhaldinu myndi þar byggjast upp umtalsverð þjónustu-starfsemi s.s. framleiðsla tengd bíla-iðnaði, umbúðaiðnað o.fl. Þegar þessi þróun lét á sér standa, m.a. vegna fjarlægðar frá stærri mörkuð-um, olli það vonbrigðum.

Hagræn úttekt sýnir hins vegar að uppbygging afleiddrar starfsemi af áliðnaðinum er mun betur stödd í Kanada því hátt í 5.000 smá og meðalsmá fyrirtæki eru að þjónusta álverin, mörg hver á mjög sérhæfðan hátt. Sum fyrirtækjanna halda sig eingöngu við heimamarkaðinn en önnur hafa þróað vörur sínar og þjónustu enn frekar og flytja nú einnig vörur sínar út til álvera í öðr-um löndum.

Langtímahugsun er lykilatriði„Þolinmæði og langtímahugsun er lykilatriði,“ sagði gestafyrirlesarinn Jean Matuszewski, forstjóri kanad-íska rannsóknaryfirtækisins EB Data, um reynslu Kanadamanna af uppbyggingu áliðnaðar. Hann vísaði einnig til uppbyggingar klasa eða

„iðngarðs“ í tengslum við áliðnaðinn í Kanada máli sínu til stuðnings. Sú starfsemi hefði byggst mjög hægt upp en aldarfjórðungi seinna væri hann í hópi helstu raforkukrefjandi iðngarða í heiminum.

Framkvæmdastjóri Samáls, Þor-steinn Víglundsson, fjallaði um þau stakkaskipti sem áliðnaðurinn á Ís-landi hefði farið í gegnum á undan-förnum árum og væri nú svo komið að hann væri einn af þremur grunn-atvinnuvegum þjóðarinnar.

Flytja úr til álvera í 19 löndumEins og í Kanada á sér hér stað kla-samyndun í kringum áliðnaðinn eft-ir að álverunum fjölgaði. Nefndi Þorsteinn sem dæmi Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar, sem væri sérhæft fyrirtæki í framleiðslu vélbúnaðar fyrir álver. Þar starfa 300 manns og þjónar fyrirtækið öllum álverunum þremur auk þess sem það flytur út vörur sínar til álvera í 19 löndum. Annar slíkur klasi er HRV – sam-starfsvettvangur innlendra verk-fræðistofa, í tengslum við orkuiðnað og stóriðju og einnig nefndi hann EFLU verkfræðistofu sem unnið

hefur að verkefnum fyrir tugi álvera erlendis.

Taldi Þorsteinn víst að enn frek-ari þróun í þessa veru gæti orðið á Íslandi á næstu árum. Hann vék einnig að gagnrýni sem fram hefði komið hérlendis um skort á úr-vinnslu úr áli og benti á að þar réði fjarlægð frá mörkuðum og launa-kostnaður miklu en raforkuverð væri hins vegar sjaldnast ráðandi þáttur. Hér hefðu álverin hins vegar lagt aukna áherslu á virðisaukandi vörur, s.s. boltaframleiðslu í Straumsvík og víra- og melmisframleiðslu á Reyð-arfirði, en aukins áhuga gætti nú á frekari úrvinnslu. Þrjú slík verkefni væru nú til skoðunar og m.a. unnið að gerð hagkvæmniskýrslu í sam-starfi við Fjárfestingastofu.

www.samal.is

Frummælendurnir, Þorsteinn Víglundsson og Jean Matuszewski, forstjóri kanadíska rannsóknaryfirtækisins EB Data. Myndir:-áþj

Mikill virðisauki í kringum áliðnað í Kanada

Fróðleikur um ál

Á árunum 1990-2009 minnk-aði útblástur gróðurhúsaloft-egundafrááliðnaðihérálandium 75% á hvert framleitttonn.

Árið 1900 voru framleidd 8þúsund tonn af áli í heimin-um.Árið1950voruframleidd-arumtværmilljónir tonnaenárið 2009 var heimsfram-leiðslan komin í 40 milljónirtonna af áli. Áætlað er að ár-leg frumframleiðsla áls verði60milljónirtonnaárið2030.

FundisthafakerbrotíAsíufráþví 5000 árum fyrir Krists-burð,gerðúrefnasamböndumleirsogáls.

www.samal.isUm 70 gestir sóttu fyrsta morgunverðarfund Samáls á Hótel Nordica þar sem hagræn áhrif áliðnaðar voru til umfjöllunar.

fridaskart.is

íslensk hönnun og handverk

Strandgötu 43 | Hafnar�rði

„Slétt og brugðið“

Page 39: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 39

Page 40: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

40 | SÓKNARFÆRI

„Viðtökur Norðmanna við íslenska skyrinu hafa verið ævintýralegar góðar. Við gerum ráð fyrir að þeir muni framleiða og selja 10-12 millj-ón dósir af skyri á þessu ári fyrir um 3 milljarða íslenskra króna,“ segir Jón Axel Pétursson framkvæmda-stjóri sölu- og markaðssviðs MS. Það er mjólkurfyrirtækið Q, dótturfyrir-tæki Kavli á Norðurlöndum, sem byrjaði að markaðssetja og selja skyr með framleiðsluleyfi frá MS haustið 2009. 2011 verður því annað heila árið sem þessi afurð er á markaði í Noregi. Skyrið fyrir Noregsmarkað er í dag eingöngu framleitt í Gausdal en vegna þess hve salan hefur verið mikil er afkastagetan þar sprungin. Þess vegna er fyrirtækið nú að und-irbúa uppsetningu á annarri skyr-framleiðslulínu í Jæren þar sem Q er einnig með mjólkurbú. Hann segir góðan árangur í Noregi athyglisverð-an í ljósi þess að þar er skyrdósin seld út úr búð á 15 kr. norskar sem gerir um 300 kr. íslenskar en það er að jafnaði 30-50% dýrara en vinsæl-asta norska jógúrtin á markaðnum og tvöfalt dýrara en skyrið kostar á Íslandi.

Skyrið komið til baka frá ÍslandiAð sögn Jóns Axels eru 8 mismun-

andi skyrtegundir í framleiðslu í Noregi og er skyrið markaðssett sem hollustuvara sem inniheldur enga fitu en mikið af próteinum. „Í upp-hafi var í allri kynningu sagt að nú væri skyrið komið til baka til Noregs frá Íslandi. Varan sem slík er ekki ís-lensk því hún er framleidd úr norskri mjólk en sagan og kynning-

in á vörunni hefur sterka Íslands-tengingu og það er gaman að segja frá því að ímynd Íslands er góð í Noregi þrátt fyrir það sem á undan er gengið í fjármálum þjóðarinnar,“ segir Jón Axel. Hann segir að sölu- og markaðsstarf Q mjólkurbúsins hafa verið mjög fagmannlegt og unnið af miklum eldmóð og áhuga

sem hafi skilað þessum frábæra ár-angri. Hann segir gaman að geta greint frá því að á næstu tveimur mánuðum standi vonir til þess að skrifað verði undir tvo stóra samn-inga um skyrframleiðslu erlendis, sambærilega þeim sem gerður var í Noregi. Ekki er hægt að greina frá því að svo stöddu við hvaða aðila er

verið að semja en væntanlega mun það skýrast í lok apríl þegar samn-ingar liggja fyrir.

Umtalsverðar tekjur fyrir MSAðspurður segir Jón Axel að erlenda skyrframleiðslan skipti MS miklu máli. Í fyrsta lagi skili hún fyrirtæk-inu umtalsverðum viðbótartekjum en í öðru lagi sé mjög lærdómsríkt að fá staðfestingu á því á öðrum mörkuðum en þeim íslenska hversu frábær og einstök vara skyrið sé. Hann segir gríðarlegt framboð af ferskum mjókurvörum af öllu tagi í Evrópu en enginn framleiðandi sé að bjóða vöru sem hafi sömu eigin-leika og bragðgæði og íslenska skyr-ið. „Þessar góðu viðtökur erlendis sýna vel hversu frábærir fagmenn það eru sem starfa í íslenskum mjólkuriðnaði og af því erum við hjá MS stolt. Skyrið eins og það er framleitt í dag er mjög nútímaleg vara sem hentar vel þeim kröfum sem neytendur gera.“

Víðar tollvernd en á ÍslandiJón Axel segir að vegna hárra tolla á innfluttar landbúnaðarvörur í Nor-egi hafi ekki verið hægt að flytja skyrið tilbúið frá Íslandi til Noregs. „Við erum með tollfrjálsan kvóta upp á 380 tonn á Evrópu sem við nýtum í útflutning á skyri til Finn-lands. Þar hefur salan verið að þróast á mjög jákvæðan hátt síðan við byrj-uðum síðast liðið haust og við erum nú komnir með skyrið í 800 verslan-ir þar. Við flytjum einnig út skyr til Whole Foods verslananna í Banda-ríkjunum. Talandi um tolla þá höf-um við rekið okkur á að landbúnað-urinn virðist allstaðar í heiminum rekinn með einhverskonar tolla-vernd, þannig að Ísland er ekki sér á báti hvað það varðar þó umræðan sé nú stundum þannig,“ segir Jón Axel Pétursson.

www.ms.is

VeljumÍsland

www.utivist.is

Í Hafnarfirði prjónar Fríða Jóns-dóttir úr silfri en í versluninni Fríðu skartgripahönnun má finna fjöl-breytt úrval fallegra skartgripa sem sækja innblástur í náttúru og menn-ingarsögu Íslands.

„Ég held nú áfram með prjóna-skapinn, mér finnst mjög gaman að sýna prjónið í mismunandi út-færslum“, segir Fríða sem er önnum kafin við að smíða og hanna nýja skartgripi. „Núna er ég að koma með nýja vöru í vörulínuna Slétt og brugðið og er nú að prjóna í kring-um steina, en ég hef ekki verið með steina áður í þessari línu. Þetta er fínlegt skart og hentar öllum aldri – bæði fullorðnum og þeim sem eru að fermast. Ég hef fengið góða spegl-un á línuna í búðinni og get því full-yrt að þetta höfði til mjög breiðs hóps!“ Steinarnir sem Fríða notar eru sirkóníum, ónix og rósakvartz, en hægt er að fá hálsmen, eyrna-lokka og hringa af tveimur stærðum í línunni.

„Mér finnst ofsalega gaman að

vinna út frá menningunni en þetta er í raun og veru önnur línan þar sem ég geri slíkt. Fyrst tók ég út-skurðinn fyrir með línu sem ég kalla Fjölina hennar ömmu árið 2009 og svo nú þegar ég vinn út frá prjón-inu,“ segir Fríða sem sækir einnig mikinn innblástur í náttúruna og

umhverfið. „Vitaskuld prjóna ég nú ekki í raun og veru heldur smíða en mér finnst áhugavert að gefa munstrinu nýja vídd.“

Vörur sínar selur Fríða í verslun sinni Fríðu skartgripahönnun við Strandgötu í Hafnarfirði en einnig í verslun Epal í flugstöðinni og nú

nýverið í hönnunarversluninni Kraum í Reykjavík. „Fólk þarf því ekki að koma til Hafnarfjarðar ef því finnst það of langt!“ segir Fríða glettin.

www.fridaskart.is

Prjónað í silfri

Úr vörulínunni „Slétt og brugðið.“Fríða Jónsdóttir skartgripahönn-uður.

Jón Axel Pétursson, framkvæmda-stjóri sölu-og markaðssviðs MS.

Gert er ráð fyrir að í ár verði framleiddar 10-12 milljón dósir af skyri í Noregi með framleiðsluleyfi frá MS.

Íslenska skyrið slær í gegn í Noregi

Page 41: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 41

„Með þessum nýja viðskiptavini okkar í Asíu sjáum við fram á að út-flutningur verður æ stærri hluti okk-ar framleiðslu. Og gangi öll áform um smásölu á Asíumarkaði eftir mun sá markaður einn og sér verða innan tveggja ára stærri en sem nem-ur allri okkar framleiðslu í dag,“ seg-ir Ásta Sýrusdóttir, eigandi og fram-kvæmdastjóri Purity Herbs á Akur-eyri. Á sautján árum hefur Ásta, ásamt starfsfólki sínu, byggt upp framleiðslulínu á náttúrulegum snyrtivörum sem nú telur yfir 60 vöruflokka. Óhætt er að segja að notast sé við öll þau íslensku nátt-úruefni sem nýtast í snyrtivörufram-leiðslu, ekki síst einsakar jurtir úr ís-lenskri náttúru.

Asíumarkaður opnastVörur Purity Herbs hafa hlotið verðskuldaða athygli erlendis og meðal stærstu viðskiptalanda fyrir-tækisins hingað til eru Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Finnland, en auk þess selur Purity Herbs til Frakklands, Slóveníu og víðar. Um tíma hafa verið viðræður við aðila í Kína sem eru að hasla sér völl á smá-sölumarkaði fyrir lyf í Asíu en liður í þeim áætlunum er að setja fyrst á markað vandaðar snyrtivörur þar sem náttúrulegar áherslur og hrein-leiki eru í forgrunni. Úr varð að

snyrtivörur Purity Herbs munu í gegnum þetta verkefni fara á smá-sölumarkað í Kína og fyrsta sending, og jafnframt sú stærsta sem Purity Herbs hefur afgreitt á erlendan markað, er farin utan. Þar var um að ræða vörur í barnalínu Purity Herbs en Ásta segir að væntanlega muni fleiri línur fylgja í kjölfarið.

„Við höfum alla tíð lagt mikið upp úr því að kynna framleiðslu okkar sem 100% náttúrulegar vörur

og það skiptir miklu máli á snyrti-vörumarkaði í dag þar sem mikil umræða er um skaðleg og krabba-meinsvaldandi efni í snyrtivörum sem fólk ætti að forðast. Þessi stað-reynd og að við sækjum okkar hrá-efni í kraftmiklar jurtir í íslenskri náttúru á norðurslóð voru atriði sem aðilarnir í Kína töldu áhugaverð við okkar framleiðslu. Við bindum því miklar vonir við þennan nýja mark-að í Asíu,“ segir Ásta.

Nærri þreföldun á húsnæði Eins og áður segir framleiðir Purity Herbs á sjötta tug vörutegunda og tilheyra vörurnar mismundi línum, þ.e. andlitslína, baðlína, vörur fyrir hendur og fætur, húðlína, heilsulína, vörur fyrir ástarlífið, hárlína og barnalína. Þrátt fyrir stöðugt meira umfang í framleiðslunni hefur fyrir-tækið verið í sama húsnæði við Furuvelli á Akureyri en á því verður breyting nú í vor.

„Við áformum að taka nýtt og glæsilegt húsnæði við Freyjunes í notkun í maí og við það förum við úr 170 fermetrum í um 430 fer-

metra sem gjörbreytir allri okkar að-stöðu til vöruþróunar og fram-leiðslu. Hins vegar munum við ekki breyta þeirri áherslu sem við höfum haft frá upphafi að vörur okkar eru handgerðar og vélvæðing í fram-leiðslunni mjög lítil. Við erum og höfum alltaf verið nýsköpunarfyrir-tæki sem byrjaði mjög smátt en höf-um hægt og bítandi breikkað okkar framleiðslulínu. Hér eru sífellt nýj-ungar í þróun og nýjar vörur munu bætast við áður en langt um líður,“ segir Ásta.

www.purityherbs.is

Purity Herbs á Akureyri stendur í stórræðum:

Útflutningur á Asíumarkað og nær þreföldun á húsnæði

Ásta Sýrusdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Purity Herbs á Akureyri. „Við erum og höfum alltaf verið nýsköpunarfyrirtæki sem byrjaði mjög smátt en höfum hægt og bítandi breikkað okkar framleiðslulínu.“

Andlitslína Purity Herbs.

Page 42: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

42 | SÓKNARFÆRI

RB rúm í Hafnarfirði hafa lengi að-stoðað landsmenn við að láta sér líða vel í svefni en fyrirtækið hefur fram-leitt rúm í tæplega 70 ár. Fyrirtækið hefur haft að markmiði að vera í far-arbroddi við þróun og framleiðslu springdýna hér á landi. Hróður RB rúma hefur farið víða því á dögun-um hlaut fyrirtækið alþjóðleg verð-laun, International Quality Crown Awards, í London fyrir vandaða framleiðslu og markaðssetningu.

Allt frá upphafi hafa RB rúm framleitt íslenskar springdýnur en hægt er að velja um fjórar tegundir: venjulegar, Ull-deluxe, Super-deluxe

og Grand-deluxe. Fjórir stífleikar eru í boði á allar þessar fjórar teg-undir, mjúk, medíum, stíf og extra-stíf, allt eftir óskum hvers og eins. Fyrirtækið getur breytt stífleika springdýnanna og er eina þjónustu-fyrirtækið á sínu sviði sem býður endurhönnun á springdýnum eftir áralanga notkun. RB-rúm framleiða einnig sérhannaðar sjúkradýnur.

Þúsundir viðskipavina RB rúma í gegnum tíðina geta vottað um gæði framleiðslunnar en auk rúma af öll-um stærðum og gerðum býður fyrir-tækið upp á alls kyns fylgihluti, s.s. sængurverasett úr silkidamaski og

bómull, mikið úrval af rúmteppum og púðum, kistur og náttborð eftir máli, efni og áklæði. Þá er hægt að fá lök og dýnuhlífar í öllum stærð-um.

Hægt er að nálgast sölufólk RB rúma kl. 9-18 alla virka daga og laugardaga kl. 10-14. Vilji menn afla frekari upplýsinga er velkomið að hringja í síma 555 0397 eða líta inn að Dalshrauni 8 Hafnarfirði og skoða glæsilega sýningaraðstöðu fyr-irtækisins.

www.rbrum.is

„Árið 2010 hjá okkur í Útvist var sérstakt og einkenndist af eldvirkni í næsta nágrenni við aðalathafnasvæði félagsins. Margir frestuðu ferðalög-um um nágrenni Eyjafjallajökuls og hafði það áhrif, bæði á Þórsmerkur-svæðinu og að Fjallabaki. Við látum það hins vegar ekki slá okkur út af laginu og erum meðvituð um að eitt af því sem gerir íslenska náttúru svo áhugaverða er einmitt eldvirknin og það landslag sem hún skapar,“ segir Skúli Skúlason, framkvæmdastjóri ferðafélagsins Útivistar.

Hann telur það raunar stórkost-legt að sjá þær landslagsbreytingar sem blasi við á leiðinni í Þórsmörk og ekki síður merkilegt að sjá hvern-ig skóglendið á Goðalandi, þar sem skálar Útivistar standa, hafa tekið við öskunni og nýtt sér hana til framdráttar og aukinnar grósku. „Hið frábæra gönguland í Þórsmörk og Goðalandi verður því til reiðu fyrir náttúruunnendur sumarið

2011 og sama má segja um hið vin-sæla tjaldsvæði í Básum.“

Skúli hvetur þá sem koma í Bása í sumar að gefa sér tíma til að ganga upp að gosstöðvunum á Fimm-vörðuhálsi. Þeir Magni og Móði sem þar skutu upp kollinum fyrir u.þ.b. ári síðan auki mjög á fjölbreytni landslagsins á Fimmvörðuhálsi og sé virkilega gaman að sjá svona ný um-merki eftir eldgos. Besta leiðin til að skoða þetta svæði sé auðvitað að ganga yfir Fimmvörðuháls en Úti-vist er með fjölda ferða yfir hálsinn í sumar. Í mörgum þeirra er gist í skála félagsins efst á Fimmvörðuhálsi og þannig er hægt að skipta göng-unni í tvo áfanga sem gerir ferðina þæginlegri.

„Auk ferða í nágrenni eldstöðv-anna er Útivist með fjölbreyttar ferðir að Fjallabaki líkt og fyrri ár. Gönguleiðin um Sveinstind-Skæl-inga er orðin sígild og margir hrífast þar af dýjamosanum og skemmtileg-um hraunmyndunum í Skælingum. Strútsstígur úr Hólaskógi í Hvanngil hefur líka verið að festa sig í sessi en sú leið nýtur þeirrar sérstöðu að hægt er að fara í náttúrulega laug á leiðinni. Í ár bjóðum við tvær nýjar útgáfur af Strútsstíg sem ekki hafa verið í boði áður. Annars vegar er ein útgáfa þar sem gist er tvær nætur í Strútsskála en það er gert til að

betra tóm gefist til að ganga um það skemmtilega gönguland sem um-kringir skálann. Hin útgáfan er það sem við köllum Strútsstígur með ábót en þá er haldið áfram úr Hvanngili í Dalakofann, sem er nýr skáli í flóru Útivistar. Dalakofinn er rétt norðan við Laufafell og er orð-inn glæsilegur skáli. Hann er í eigu afkomanda Rúdolfs Stolzenwald en Útivist hefur gert skálann upp og byggt við hann og hefur umsjón með honum. Skálinn er sérlega vel staðsettur við Reykjadali í næsta ná-grenni við hið rómaða háhitasvæði sem kennt er við Torfajökul. Við bjóðum líka bækistöðvaferðir í Dalakofann þar sem farið er í dags-göngur út frá skálanum og umhverf-ið skoðað náið.“

Skúli bendir að lokum á þau al-gildu sannindi að landið okkar er gríðarlega skemmtilegur vettvangur fyrir náttúruskoðun og ferðalög. „Við hjá Útivist höfum það að markmiði að bjóða upp á áhuga-verða möguleika til að njóta þess og svo hefur verið í 35 ár. Við höfum fjölda reyndra fararstjóra og góða aðstöðu og nú er um að gera að draga fram gönguskóna og skella sér með!“

www.utivist.is

RB rúm i Hafnarfirði:

Lykill að góðum svefni

Ummæli viðskiptavina„RB rúm hafa veitt mér og mínum mjög góða þjónustu og rúmin þar eru síst dýrari heldur en innfluttu heilsurúmin í hinum mý-mörgu öðru verslunum sem við könnuðum verðið hjá áður en við keyptum okkur rúm fyrir nokkrum mánuðum. Styðjum íslenskt!“

„Hef átt viðskipti við RB.bæði fyrir mig og fyrirtæki sem ég sá um. Þau viðskipti voru öll mjög ánæjuleg.“

„Ég er búinn að reka gistihús í 13 ár og keypti rúm hjá þeim í byrjun þar sem ég hafði heyrt að flest hótel á landinu væru með RB rúm. Þau hafa reynst mér vægast sagt frábærlega. Sjálfur sef ég á rúmi frá þeim og hef aldrei fundið fyrir verkjum í baki né annars staðar.“

„Frábært. Ég þarf að endurnýja mínar dýnur og fer auðvitað í RB rúm eftir þessi meðmæli. Takk fyrir þetta. Veljum íslenskt auðvi-tað.“

„Það má sannarlega taka þau til fyrirmyndar. Allt ferlið alveg frá fyrsta símtali var greinilegt að hjá þeim er mottó að gera viðskipta-vininn svo ánægðan að hann vilji koma aftur og þá hlýtur tilgang-inum með fyrirtækinu að vera náð.“

„Er komin með RB rúm í annað sinn og er alltaf jafn ánægð. Mæli eindregið með þeim. Ekki bara eru þetta góð rúm heldur einnig mun ódýrari en flest á markaðnum fyrir utan að vera íslensk fram-leiðsla!“

(Neytendahorn Dr. Gunna.)

Þúsundir viðskipavina RB rúma í gegnum tíðina geta vottað um gæði framleiðslunnar.

Viljum njóta landsinsSpjall við Skúla Skúlason, framkvæmdastjóra Útivistar

Skúli Skúlason bendir á þau algildu sannindi að landið okkar er gríðar-lega skemmtilegur vettvangur fyrir náttúruskoðun og ferðalög.

Húðvörurnar frá Urtasmiðjunni eru unnar úr heilnæmum jurtum og

vott uðu lífrænu hráefni

Nánar áurtasmidjan.is

Page 43: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 43

Fróðleikur um ál

Álverinhérálandiogorkuver-in sem framleiða rafmagniðsemþaunota, losasextilníusinnumminnaafgróðurhúsa-lofttegundum en álver ogorkuver sem brenna jarðefna-eldsneyti.

Þráttfyriraðstundumséfull-yrt að álverin beri megin-ábyrgð á útstreymi gróður-húsalofttegunda hér á landi,þ.e. valdi mestri mengun, varhlutur þeirra í heildarút-streyminu árið 2008 aðeins27%.

Heildarlosun gróðurhúsaloft-tegunda á hvert framleitt ál-tonn getur numið allt að 17tonnum, ef notast er við raf-orkufrákolaiðjuveri.Á Íslandier þetta hlutfall hins vegar1,64 tonn af CO2 á hvert ál-tonn.

www.samal.is

Það er að mörgu að hyggja þegar byggt er tónlistahús – og margir sem koma að byggingu Hörpu. Blikk-smiðjan Ísloft, Bíldshöfða 12, fékk það viðamikla verkefni að smíða allt loftræsikerfi hússins. Valdimar Valdimarsson er verkefnisstjóri hjá Blikksmiðjunni Íslofti.

„Þetta er umfangsmikið verkefni sem hófst árið 2008 og er nú senn á enda. Allt loftræstikerfið var smíðað í blikksmiðjunni sjálfri og hafa um 20 manns verið eingöngu í verk-efninu þennan tíma,“ segir Valdimar og talar um að einna vandasamast hafi verið að fara eftir kröfum um hljóðvist í húsinu – enda má loft-ræstikerfið alls ekki hafa áhrif á hljóm í tónlistarhúsi. „Þessi smíði var í raun nýjung fyrir okkur í blikk-smiðjunni enda hafa ekki verið smíðuð mörg sérhæfð tónlistarhús á Íslandi – hvað þá af þessari stærðar-gráðu. Við urðum t.d. að einangra alla stokka mjög vel með þykkri ein-angrun og gerðar voru ótal prófanir í þessu ferli þar sem margir komu við sögu, m.a. arkitektar og verkfræð-ingar. Nú er verkinu að ljúka og við erum mjög spenntir að fara á tón-leika í Hörpu og sjá og heyra hvern-ig til hefur tekist.“

En þrátt fyrir risavaxin verkefni á borð við loftræstikerfi í Hörpuna, tekur Blikksmiðjan Ísloft einnig að sér öll almenn blikksmíðaverkefni. „Við tökum að okkur verkefni er lúta að blikksmíði; smíðum t.d. loft-ræsisamstæður, innréttingar í hest-

hús, eldvarnarhurðir og alls lags verkefni í sambandi við klæðningar húsa. Þá smíðum inn í eldhúsinn-réttingar úr ryðfríu stáli og í raun er ekkert verkefni of smátt eða of stórt að við tökum það ekki,“ segir Valdi-mar að lokum.

www.isloft.is Valdimar Valdimarsson hjá Blikksmiðjunni Íslofti.

Blikksmiðjan Ísloft:

Harpa var stórt og spennandi

verkefni

-sælureitur innan seilingar!Svalaskjól

Smi›sbú› 10 | 210 Gar›abær | Sími: 554 4300 | Fax: 564 1187 | www.solskalar.is

YFIR 40 LITIR Í BOÐI!

Engir póstarInnbyggðar vatnsrennur

Frábært skjól gegn vindi og regni

A4_svalaskjol.indd 1 2/17/11 2:12 PM

Page 44: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

44 | SÓKNARFÆRI

Fjölbreytt starfsemi hjá S. Helgasyni í Kópavogi:

Íslenski steinninn nýtur vinsælda

„Að undanförnu hefur verið mikil framleiðsla hjá okkur úr íslenskum hráefnum, sérstaklega blágrýti. Þar má nefna flísar í tónlistarhúsinu Hörpu og þakskífur á hinu glæsilega húsi sem nú er risið á horni Lækjar-götu og Austurstrætis í miðbæ Reykjavíkur. Þetta eru stuðlar sem eru þversagaðir og skornir út í ákveðnum stærðum og síðan raðað á þakið. Þetta kemur mjög vel út og er fallegt þakefni,“ segir Stefán Ari Guðmundsson, framkvæmdastjóri S. Helgasonar í Kópavogi. Fyrirtæk-ið sérhæfir sig í framleiðslu úr steini og selur til að mynda gólfefni, klæðningar, borðplötur, sólbekki, legsteina og ýmsa sérvöru.

Íslenskur steinn eftirsótturStarfsemi S. Helgasonar er að Skemmuvegi 48 í Kópavogi og þar geta viðskiptavinir skoðað fram-leiðsluvörur fyrirtækisins og leitað ráða. Stefán Ari segir að almennt hafi áhugi á íslenskum hráefnum aukist síðustu árin, enda hafi þau orðið samkeppnishæfari við innflutt með gengisbreytingunum. Hann segir verðið þó ekki skýra áhugann að öllu leyti.

„Fólk hefur almennt orðið áhugasamara um að velja íslenska vöru og það á við um okkar fram-leiðslu. Auk þess að vera samkeppn-isfært í verði er íslenska grjótið fylli-lega samkeppnishæft í gæðum, til dæmis hvað varðar styrk, sveigjan-leika, veðrunarþol og þess háttar. Það er því mikill áhugi hjá hönnuð-um og byggingaraðilum á notkun þess í klæðningar húsa. Fyrir utan Hörpu og endurbygginguna í Lækj-argötu 2 höfum við komið að fleiri stórum byggingarverkefnum að undanförnu og má þar nefna stuðla-bergið sem klæðir menningarhúsið Hof á Akureyri og gefur því húsi mikinn svip,“ segir Stefán Ari en stuðlabergsklæðningin á Hofi á ræt-ur að rekja í stuðlabergsnámur við Hreppshóla í Hrunamannhreppi.

Steinn kemur víða við söguBlágrýti er algengast íslensku hráefn-anna sem S. Helgason framleiðir úr en einnig má nefna líparít, grágrýti og gabbró. Auk þess framleiðir fyrir-tækið úr margs konar innfluttum hráefnum. Hjá S. Helgasyni starfa

sérmenntaðir steinsmiðir og hafa þeir mikla reynslu af starfi með lista-mönnum og hönnuðum, jafnframt því að mæta séróskum viðskiptavina fyrirtækisins.

„Starfsmenn okkar búa yfir mik-illi þekkingu á steinsmíði, sem nýtist einkar vel við hvers konar sérsmíði. Steinsmíði kemur víða við sögu í dag, svo sem í eldhúsinnréttingum,

arinsmíði, minnisvörðum og ýmsu öðru,“ segir Stefán Ari Guðmund-son að síðustu.

www.shelgason.is

Endurbygging húsanna á horni Lækjargötu og Austurstrætis í Reykjavík hefur vakið mikla athygli, enda glæsi-leg hús. Þak hússins við Lækjargötu 2 er klætt íslensku blágrýti.

Stefán Ari Guðmundsson, fram-kvæmdastjóri S. Helgasonar í Kópavogi.

„Í kjölfar efnahagshrunsins varð mikil vakning hjá handverksfólki og hún hefur síður en svo fjarað út. Þessa dagana fáum við pantanir á öskjum frá smáfram leið endum sem eru að undirbúa sölu til ferðamanna í sumar og það er greinileg bjartsýni á komandi mánuði,“ segir Guðjón Guðjónsson, framkvæmdastjóri Spí-rals hf. og Kassabúðarinnar í Hafn-arfirði. Fyrr í þessari viku flutti fyrir-tækið sig um set í bænum og hefur komið sér fyrir í rúmgóðu húsnæði að Stakkahrauni 1.

Sérhæfðir í gormunFyrirtækið Spírall er í eigu Guðjóns Guðjónssonar og Þórarins Böðvars-sonar. Það sérhæfir sig í gormun á alls kyns efni, allt frá dagbókum og bæklingum yfir í dagatöl. Til gam-ans má geta þess að síðastliðið haust gormaði Spírall um 300 þúsund dagatöl.

„Við vinnum mikið sem undir-verktakar í gormun fyrir prentsmiðj-ur og erum eina sjálfstæða fyrirtækið sem annast þessa þjónustu hér á landi,“ segir Guðjón en auk verk-efna við gormun framleiðir Spírall stílabækur sem notaðar eru í grunn-skólum landsins.

Öskjurnar fyrir handverkiðSala á smáöskjum og fjölbreyttum umbúðum fyrir handsverk hefur stöðugt farið vaxandi hjá Spíral og segir Guðjón mjög skemmtilegt að fylgjast með hugmyndaauðgi hand-

verksfólks hér á landi. Á síðasta ári var t.d. mikið selt af öskjum fyrir minjagripi sem tengdust gosinu í Eyjafjallajökli, allt frá litlum öskjum fyrir hraunmola yfir í pakkningar með ösku úr gosinu.

„Við bjóðum upp á fjölbreyttar merkingar á öskjunum, bæði í silfur og gull en þær eigum við bæði í mörgum litum og stærðum. Til okk-ar leita bæði verslanir og önnur fyr-irtæki um umbúðir en ekki síst handverksfólkið sjálft sem kemur til okkar með sínar hugmyndir og leitar lausna fyrir sína framleiðslu. Við fáum því mjög góða innsýn í þá miklu gerjun sem er í íslensku hand-verki í dag og mér er óhætt að full-yrða að það eru margir að framleiða skemmtilegar vörur og hafa komið undir sig fótum í minjagripafram-leiðslu í kjölfar hrunsins,“ segir Guðjón en auk þess að bjóða öskjur og smærri umbúðir selja Spírall og Kassabúðin ýmsar stærðir af flutn-ingskössum og bylgjupappír frá Odda.

Eins og áður segir fluttu Spírall og Kassabúðin að Stakkahrauni 1 í Hafnarfirði og þar segir Guðjón mun rýmra um starfsemina. „Við fáum að öllu leyti betri aðstöðu, líka til að taka á móti viðskiptavinum og fara yfir það sem við getum gert fyrir þá,“ segir hann.

www.spirall.is

Spírall hf.og Kassabúðin flytja í nýtt og rúmbetra húsnæði í Hafnarfirði:

Fjölbreyttar umbúðir fyrir handverksfólkið

Guðjón Guðjónsson, framkvæmdastjóri Spírals hf.

Page 45: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 45

Klasi er þekkingarfyrirtæki á fasteignamarkaði sem sérhæfir sig í fasteignaþróun, fasteignastýringu og rekstri fasteigna. Klasi veitir einnig sérfræðiráðgjöf vegna fasteignaverkefna. Þjónusta Klasa byggir á víðtækri reynslu starfsmanna auk rannsókna og greiningu félagsins á fasteignamarkaðnum. Klasi hefur nú yfir 200.000 m2 fasteigna í stýringu og þjónustu. Um er að ræða allar gerðir fasteignaverkefna og fasteigna s.s. verslunarhúsnæði, skrifstofuhúsnæði, iðnaðarhúsnæði ásamt því að annast stýringu leigufélaga á íbúðamarkaði.

KLASI ehf. | Bíldshöfða 9 | 110 Reykjavík | Sími 578 7000 | Fax 578 7001 | [email protected] | www.klasiehf.is

Starfsmenn Klasa hafa víðtæka reynslu á sviði fasteignastýringar og rekstri fasteignafélaga. Auk þess að annast eigið fasteignasafn þá hefur Klasi í sinni umsjá ýmis þróunarverkefni og fasteignafélög í eigu annarra aðila.

Klasi býður viðskiptavinum sínum upp á faglega ráðgjöf um allt sem snýr að fasteignamálum og fjárfestingum á því sviði. Mikil þekking hefur byggst upp á innlendum fasteignamarkaði innan fyrirtækisins og síðustu misseri hefur Klasi unnið að rannsóknum á þessu sviði sem nýttar eru til grundvallar þeirri ráðgjafarþjónustu sem boðið er upp á.

Þinn ávinningur er hagur okkar beggja.

Ávinningur samstarfs

Fagmennska og þekking á markaði•

Sérhæfing og reynsla•

Traustur og óháður samstarfsaðili•

Fjárhagslegur ávinningur

Lægri stofnkostnaður•

Stærðarhagkvæmni•

Aukin skilvirkni•

Hámarksnýting fasteigna •

Sveigjanleiki

Lægri fastur kostnaður•

Þjónusta aðlöguð að þörfum viðskiptavinar•

Samstarf aðlagað að stærð •

og gerð fasteignasafns

Sérfræðiráðgjöf

Úttektir og stöðumat verkefna•

Þróun og umbreyting fasteigna og lóða•

Hagkvæmnismat fjárfestingakosta•

Markaðsrannsóknir og greiningar•

Fasteignastýring– okkar fag, þinn hagur

„Fólk er farið að þora meira, sérstak-lega ef þekktir hönnuðir vinna að verkefninu,“ segir Guðmundur Ás-geirsson, framkvæmdastjóri Á. Guð-mundssonar, og á þar við val fólks á skrifstofuhúsgögnum. Fyrirtækið hefur framleitt skrifstofu- og stofn-anahúsgögn í yfir hálfa öld og hefur fylgst náið með markaðinum á þeim tíma.

Góð hönnun í fyrirrúmi„Við höfum lagt áherslu á heildar-lausnir fyrir skrifstofur og skóla og unnið með frábærum hönnuðum. Það er afar mikilvægt að vinna með færum hönnuðum sem þekkja ís-lenska markaðinn en þar eru tísku-sveiflur eins og í öðru. Nú er til dæmis spurn eftir húsgögnum sem eru svört og hvít og mikið af litum en minna af hefðbundnum viði eins og hefur verið svo mikið af á undan-förnum árum.“

„Við höfum unnið mikið með Guðrúnu Margréti Ólafsdóttur og Oddgeir Þórðarssyni sem hanna skrifstofuhúsgögn fyrir okkur eins og hina vinsælu Flex húsgögn. Þá hefur Erla Sólveig Óskarsdóttir hannað fyrir okkur mikið af falleg-um stólum og skólahúsgögnum. Þetta er allt fagfólk sem er að gera

gríðarlega góða hluti og er með hús-gögn í framleiðslu hérlendis og er-lendis.“

Skrifborð með stillanlegri hæðGuðmundur segir rafmagnsskrifboð-in hvað vinsælust hjá sér um þessar mundir. „Við seljum mikið af skrif-borðum þar sem hægt er að stilla hæðina en þannig er bæði hægt að sitja og standa við vinnuna. Þetta er gríðarlega gott fyrir fólk sem vinnur skrifstofuvinnu, enda hollt fyrir lík-amann að standa upp og teygja að-eins úr sér. Þá seljum við einnig

handhækkanleg skrifborð en þá get-urðu lækkað eða hækkað borðið um 18 cm svo þau henta bæði stórum og smáum.“

„Við vinnum í sífellu að því að bjóða upp á breiðara vöruúrval og að bjóða alltaf eitthvað nýtt. Við höfum til að mynda verið að gera nýjar útfærslur í skrifborðum og fundarborðum,“ segir Guðmundur og bendir á mikilvægi þess að hlusta á sína viðskiptavini og fara eftir þeirra óskum.

www.ag.isSpuni, sem hannaður er af Erlu Sólveigu Óskarsdóttur, er meðal vinsæl-ustu stóla Á. Guðmundssonar.

Á. Guðmundsson í Kópavogi:

Litagleði að aukast

Fróðleikur um ál

Framleiðsla á áli hófst á Ís-landi árið 1969 þegar álver Ís-lenskaálfélagsins(Ísal)tóktilstarfa.

Árið 2009 námu tekjur af út-flutningi áls 170,6 milljörðumkrónaenþaðsvarartilumþaðbil 22% af útflutningstekjumþjóðarinnar.

Um 4.300 manns hafa fram-færisittafálframleiðsluhérálandimeðbeinumhætti.

Heimsframleiðslaáálivarum40 milljónir tonna árið 2009ogerhluturÍslandsum2,0%.

Raforkuverð til heimila hefuraðjafnaðilækkaðum30%aðraunvirðifráárinu1997.

Hátt í 700 innlend fyrirtækisinnaþjónustufyrirálveráÍs-landiídag.

Samanlögð fjárfesting vegnabyggingarálvers íHelguvíkogstraumhækkunaríStraumsvíknemur um 500 milljörðunkróna.

Í kringum 40% þeirra semstarfa í íslenskum álverumhafa háskóla-, tækni- og eðaiðnmenntun

Umþaðbil75%afölluálisemframleitt hefur verið síðan1888erennívirkrinotkun.

www.samal.is

Page 46: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

46 | SÓKNARFÆRI

Fasteignafyrirtækið Klasi, sem var stofnað 2004, sérhæfir sig í þróun, stýringu og rekstri fasteigna. Klasi er eitt fárra þróaðra fasteignafyrirtækja hér á landi sem lenti ekki í eigu kröfuhafa, annað hvort banka eða ríkisins, við hrun íslenska bankakerf-isins. Ingvi Jónasson framkvæmda-stjóri segist verða var við að við-skiptavinir Klasa kunni því vel að vera í viðskiptum við fyrirtæki sem sé ekki fasttengt einhverri ákveðinni fjármálastofnun heldur í sjálfstæðum rekstri. Í dag stýrir Klasi fasteignum sem eru samtals yfir 220 þúsund fer-metrar að stærð en þar af á félagið sjálft 23 eignir upp á 40.300 fer-metra. Félagið leggur áherslu á skrif-stofu- og verslunarhúsnæði og lang-tímasamninga við fjárhagslega sterka leigutaka. Auk reksturs og útleigu fasteigna hefur Klasi á undanförnum árum sinnt fjölmörgum þróunar- og fjárfestingarverkefnum innanlands og erlendis. Ingvi segir að innan fyr-irtækisins hafi safnast mikil þekking á öllum sviðum fasteignaþróunar og fasteignastýringu en drjúgur þáttur í

starfsemi Klasa er ráðgjöf og úttektir fyrir fyrirtæki og sveitarfélög. Frá stofnun Klasa hefur verið lögð rík áhersla á fagleg vinnubrögð og metnað til að verða leiðandi aðili á sviði fasteignaþróunar og markvisst hefur verið sóst eftir stærri og flókn-

ari verkefnum þar sem reynir á styrkleika og víðtæka reynslu félags-ins.

Tækifæri í fasteignastýringuHalldór Eyjólfsson þróunarstjóri hjá Klasa segir að vel skipulögð og rétt útfærð fasteignastýring geti skilað viðskiptavinum umtalsverðum ár-angri. Í tengslum við endurskipu-lagningu fyrirtækja skapist oft tæki-færi til að breyta nýtingu fasteigna og jafnvel til flutninga í hentugra húsnæði. Þá skipti miklu að nýta sér þjónustu fyrirtækja sem geta boðið upp á sérfræðiþekkingu á þessu sviði og geta þar með nýtt sér stærðarhag-kvæmni í rekstri fasteigna. „Það eru núna tækifæri fyrir öflug fyrirtæki sem vilja horfa til lengri tíma að endurskoða sín húsnæðismál og rekstrarform þeirra. Markaðurinn er hins vegar orðinn flóknari og þá er mikilvægt að hafa fagmenn með sér í liði,“ segir Halldór. Hann segir að vegna óvissu í atvinnulífinu hafi margir haldið að sér höndum und-anfarið og beðið átekta en hins vegar virðist sem að það sé aðeins að rofa til og að stjórnendur fyrirtækja leyfi sér nú í auknum mæli að horfa lengra fram á veginn.

„Ástandið og sviptingarnar und-anfarin misseri hafa sýnt að það get-ur verið gott fyrir rekstrarfélög að vera í leiguhúsnæði í stað þess að

vera með mikla húsnæðisfjárfestingu á sínum efnahagsreikningi. Það hef-ur örugglega bjargað mörgum að hafa þann sveigjanleika sem gott samstarfi við leigusala skapar. Það eru ýmis fyrirtæki í þeim sporum í dag að að endurskoða sín húsnæðis-mál en þá getur fasteignastýring eins og sú sem við bjóðum komið með lausnir á því sviði. Það er allt hægt í þeim efnum,“ segir Ingvi.

Þekking forsenda árangursIngvi bendir á að forsenda þess að geta hámarkað virði fasteigna til lengri tíma sé að þekkja markaðinn vel. Hins vegar segir hann opinberar upplýsingar um fasteignamarkaðinn af skornum skammti og alls ekki eins aðgengilegar og víða í ná-grannalöndunum. „Þess vegna höf-um við verið að byggja upp okkar eigin þekkingargrunn með því að fara í umfangsmiklar rannsóknir á markaðinum. Við höfum skoðað ít-arlega hvernig markaðurinn hefur verið að þróast undanfarin tíu ár og samsetningu hans með tilliti til ólíkra tegunda húsnæðis og nýtingu eftir hverfum. Hvar er til dæmis mest af lausu húsnæði, hvað er mik-ið í byggingu, hvað er mikið af til-búnum lóðum og hvernig hefur íbúaþróunin verið á þessum tíma? Við höfum orðið mjög glögga mynd af markaðnum og þeim öflum sem

hafa áhrif á hann sem við notum til að undirbyggja ráðgjöf við viðskipta-vini Klasa.“

Ingvi segir að þjónustu Klasa við ráðgjöf, úttektir og stýringu fast-eigna hafi verið vel tekið af við-skiptavinum og að sú faglega nálgun sem höfð er að leiðarljósi skili sér til viðskiptavinanna. Hann segir að fyr-ir fjárfesta, sem vilja koma inn í fast-eignageirann, sé enn meiri ástæða nú en áður til að fá fagaðila til að halda utan um eignasafnið. „Við höfum verið að sinna þörfum þeirra sem vilja fjárfesta í fasteignum en sem eru ekki tilbúnir til að vera með þessar eignir í fanginu allan daginn. Við sjáum um samskiptin við leigu-takana, önnumst rekstur eignanna frá a til ö og vinnum að því að há-marka virði eignanna. Fasteignir eru góður fjárfestingakostur þó svo tímasetning fjárfestingar og eðli skipti miklu máli. Því er mikilvægt að aðilar sem ekki eru sérfræðingar á þessu sviði getir fjárfest í þessum eignaflokki og leitað til fagaðila með umsýslu og ráðgjöf. Með þessu eiga fjárfestarnir ekki að þurfa að hafa meira fyrir þessum eignum en til dæmis verðbréfum,“ segir Ingvi Jón-asson að lokum.

www.klasiehf.is

Klasi hefur síðustu ár ráðist í ítarlega rannsóknir á fasteignamarkaði höfuðborgarsvæðisins. Á árunum 1999 til 2010 jókst magn verslunar- og skrifstofuhúsnæðis um 800 þús. fm. Nokkur stærri verkefni hafa þar afgerandi áhrif.

Litlatún í Garðabæ er dæmi um vel heppnað þróunarverkefni sem nú er komið í fullan rekstur og er í fasteignastýringu Klasa.

Ingvi Jónasson framkvæmdastjóri og Halldór Eyjólfsson, þróunarstjóri hjá Klasa, segja margvísleg tækifæri fel-ast í fasteignastýringu.

Sérfræðiþekking og stærðarhagkvæmni eru lykilatriði í fasteignastýringu

Fasteignafélagið Klasi með yfir 220 þúsund fermetra húsnæðis í stýringu

Page 47: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

SÓKNARFÆRI | 47

Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins

Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is

Heita vatnið er einhver ódýrasta orka til húshitunar sem við eigum völ áEn það er sjálfsagt að fara eins vel með hana og við getum

Í yfir 50 ár hefur Danfoss stjórnbúnaður staðið vörð um nýtingu heita vatnsins

Við bjóðum fjölþætt úrval búnaðar tilhitakerfa svo sem:

Ofnhitastilla

Gólfhitastýringar

Þrýstistilla

Hitastilla

Mótorloka

Stjórnstöðvar

Varmaskipta soðna og boltaða

Úrval tengigrinda á lager

Sérsmíðaðar tengigrindur ogstöðvar fyrir allt að 25 MW afl

Við höfum í áratugi verið leiðandi íframleiðslu stjórnbúnaðar fyrir hitakerfiog séð notendum um allan heim fyrirbúnaði og lausnum, sem gerir líf þeirraþægilegra.

Við erum eini framleiðandinn á markað-inum sem sérhæfðir sig í framleiðslustjórnbúnaðar ásamt varmaskiptum ogtengigrindum fyrir hitakerfi.

Við leggjum metnað okkar í að finnaréttu lausnirnar fyrir viðskiptavini okkarhverjar sem stærðirnar, þarfirnar eðakröfurnar kunna að vera.

MAKING MODERN LIVING POSSIBLE

Dýrmæt orkulind, en ekki ótæmandi

Page 48: Sóknarfæri í íslensku atvinnulífi

Syrusson Hönnunarhús

Air Hangover Wallpaper

Kvart handmade

REYNIR SÝRUSSON FRUMSÝNIR Á HÖNNUNARMARS:

ATH. SÝNINGIN ER HALDIN AÐ GRANDAGARÐI 16

(sama stað og 10+ sýningin)

Fös 11-23Lau 11-17Sun 13-17