sóknarfæri í sjávarútvegi

64
Sóknarfæri Frumkvæði og fagmennska í íslenskum sjávarútvegi September 2012 Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra: Fóðrum ekki makríl ókeypis á kostnað okkar fiskistofna

Upload: athygli

Post on 15-Feb-2016

294 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

útgáfa um sjávarútvegsmálefni

TRANSCRIPT

Page 1: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SóknarfæriFrumkvæði og fagmennska í íslenskum sjávarútvegi

September 2012

Steingrímur J. Sigfússon,atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra:

Fóðrum ekki makríl ókeypisá kostnað okkar fiskistofna

Page 2: Sóknarfæri í sjávarútvegi

2 | SÓKNARFÆRI

Textagerð: Geir Guðsteinsson, Gunnar E. Kvaran,

Jóhann Ólafur Halldórsson (ábm.),

Margrét Þóra Þórsdóttir,

Rögnvaldur Már Helgason,

Sigurður Sverrisson, Svava Jónsdóttir.

Umsjón og umbrot: Athygli ehf.

Augl‡singar: Augljós miðlun ehf.

Prent un: Landsprent ehf.

Dreift me› Morg un bla› inu fimmtudaginn 27. september 2012

SóknarfæriFrumkvæði og fagmennska í íslenskum sjávarútvegi

Sóknarfæri er sem fyrr í sjávarútvegiEnn á ný gefur Athygli út veglegt Sóknarfæri um sjávarútvegstengd málefni. Útgáfa þessi hefur verið reglubundin allt frá því margum-rætt fjármálahrun dundi yfir Íslendinga. Sú svartnættisumræða sem þá upphófst í samfé-laginu skyggði verulega á margt það jákvæða sem þrátt fyrir allt var að gerast í nýsköpun og atvinnulífinu yfirleitt. Athygli ákvað að spyrna við fótum í öldurótinu og jákvæð viðbrögð auglýsenda um samstarf í þessum blöðum eru til marks um þá miklu þörf að halda á lofti hugmyndaauðginni og kraftinum sem er í at-vinnulífinu. Og það á ekki síst við um sjávar-útveginn.

Í blaðinu er að þessu sinni m.a. rætt við Steingrím J. Sigfússon, atvinnuvega- og ný-sköpunarráðherra, þar sem komið er inn á þá deilu sem nú er uppi við Evrópusambandið og Norðmenn vegna makrílveiða. Varla er hægt að verjast því að hugurinn leiti aftur til land-

helgisdeilnanna á sínum tíma þegar fylgst er með þessu máli. Réttur Íslendinga til veiða í lögsögunni hlýtur að vera óumdeildur en það hefur jafnvel þurft að beita hörðu til að fá menn til að viðurkenna hann. Og eins og ráð-herrann bendir á er í hæsta máta illskiljanlegt ef Evrópusambandið og Noregur ætlast til þess að Íslendingar hafi sífellt stækkandi makríl-göngur í fullu fæði allt upp á grynningar án þess að hafa rétt til veiða úr stofninum. Ábyrgðin í þessu máli hlýtur að vera allra aðila, þ.e. að ná niðurstöðu annars vegar um skipt-ingu í veiðum úr makrílstofninum og hins vegar að fá skýrari mynd á stærð stofnsins. Þegar skyndilega er svo komið að makrílgöng-ur slæðast jafnvel inn á dýpstu firði um allt land þarf ekki sérfræðing til að sjá að eitthvað hefur breyst í magni og göngum þessarar verð-mætu fisktegundar.

Því betur eru teikn á lofti um að fjárfesting-

ar færist í aukana í sjávarútvegi á nýjan leik. Þær eru nauðsynlegar ef við viljum halda okk-ur í fremstu röð sjávarútvegsþjóða. Við þurf-um á endurnýjun að halda í skipastólnum, sí-fellt þarf að aðlagast kröfum á markaðnum um gæði sjávarafurða og þannig mætti áfram telja. Eins og endurspeglast víða í þessu blaði hafa þjónustufyrirtæki í greininni þurft að leita sér verkefna erlendis á samdráttartímum í fjárfest-ingum hér heima. Og hefur mörgum hverjum orðið vel ágengt. Nú þykir ekki tiltökumál að íslensk fyrirtæki selji búnað jafnvel alla leið til Japans. Það hefði þótt saga til næsta bæjar á ár-um áður. En svona er heimsmyndin breytt og á vissan hátt hefur tæknin gert fjarlægðirnar minni. Það hefur sjávarútvegurinn nýtt sér.

Jóhann Ólafur Halldórsson, ritstjóri skrifar.

Á hafsbotni leynist fjársjóður og fjöl-skrúðugt lífríki. Margt ætilegt er þar að finna en sjaldgæft er að fólk bein-línis tíni upp það sem það sér í botninum og leggi sér til munns. Þessi upplifun er kjarninn í undir-búningsverkefninu „Frá köfun til maga“ (e. Gourmet Diving) sem Matís hefur unnið að í sumar í sam-starfi við Náttúrustofu Vestfjarða, Núp ehf., Dive.is, Alan Deverell og síðast en ekki síst Sveinbjörn Hjálm-arsson kafara.

„Hugmyndin er sú að fara með ferðamenn í köfunarferðir á Vest-fjörðum og leyfa þeim að tína upp skeljar og fleira sem hægt er að borða. Þeir myndu síðan fá matinn eldaðan af kokki frá Hótel Núpi, annaðhvort í fjöruborðinu þegar þeir koma upp úr sjóum eða þá á hótelinu. Maturinn yrði eldaður fyr-ir framan þá svo þeir fá að fylgjast með öllu ferlinu,“ segir Sveinbjörn og bætir við að á sumum stöðum sé eitthvað af flatfiski sem gott er að fanga með höndunum. Því geti ferðamennirnir hæglega orðið sér úti um stórar og góðar máltíðir.

Landslagið mjög breytilegtSveinbjörn kafaði og snorklaði á nokkrum stöðum á Vestfjörðum ásamt Bjarka Sigurjónssyni sem var sumarnemi á vegum Matís. Mark-miðin voru þau að finna ætar teg-undir, skoða staðhætti ofan og neð-an sjávar og leggja gróft mat á það hversu mikið mætti tína á hverjum stað fyrir sig. „Þessir staðir eru aldrei eins, þó það séu kannski ekki nema hundrað metrar á milli þeirra, lands-lagið er svo breytilegt. Á nánast hverjum stað var eitthvað áhugavert að skoða betur, bæði fyrir augað og svo auðvitað bragðlaukana. Við fundum mikið af öðuskel, kúfskel og ígulkerum. Þá var einnig töluvert af hörpudiski, kræklingi, smyrslingi sem er skeljategund, trjónukrabba, einbúakrabba og beitukóngi, svo eitthvað sé nefnt. Ferðamennirnir myndu fá leiðbeiningar áður en farið

er ofan í sjóinn um hvað megi tína og hvað ekki, auk þess sem ég myndi leiða þá áfram og benda þeim á hvað og hvar megi tína,“ segir Sveinbjörn.

Hugmynd sem varð til fyrir vestan

Ólafur Ögmundarson hjá Matís seg-ir að hugmyndin sé mjög góð og þess vegna hafi fyrirtækið ákveðið að taka þátt í undirbúningsverkefninu sem gæti síðar meir leitt af sér stofn-un fyrirtækis sem tæki að sér að fara með ferðamenn í köfunarferðir. „Í þessu tilviki kom umsóknin inn á borðið til mín og ég ákvað að sækja um styrk til þess að ráðast í verk-efnið. Hlutverk okkar hefur að mestu snúið að verkefnastjórnun og framkvæmdum á rannsóknum. Bjarki vann að þessu fyrir okkar hönd og var undir handleiðslu minni og Kristjönu Einarsdóttur frá Náttúrustofu Vestfjarða,“ segir Ólaf-ur.

„Hugmyndin byggir á meistara-ritgerð Alan Deverell. Hann var nemi í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Því má segja að hugmyndin hafi orðið til á svæðinu og við fórum svo lengra með hana. Lokatakmarkið er svo það að Sveinbjörn geti nýtt sér loka-skýrsluna til þess að setja af stað fyr-irtæki sem selur svona köfunarferðir á Vestfjörðum,“ segir Ólafur að lok-um.

matis.is

Margt ætilegt er að finna á hafsbotninum.

Hægt er að komast að flatfiskum og geta ferðamenn þannig „tínt“ þá sér til matar.

Kafað eftir kvöldmatnum

Page 3: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 3

Page 4: Sóknarfæri í sjávarútvegi

Kannski verða flestir ósáttirSteingrímur segir lausa enda í niður-stöðu trúnaðarmannahópsins.Vinn-an framundan snúist um að hnýta þá og finna fleti á einstökum mál-um, samanber t.d. magn í potta, kvótaþing og fleira.

„Ég skil óþreyjuna úti í greininni mjög vel. Þetta er búin að vera löng og skrikkjótt vegferð en að sama skapi er mikilvægt að gefast ekki upp. Þá væru menn litlu betur settir. Ég tel enn að það sé grundvöllur til að ljúka þessu máli á farsælan hátt.

Það verður erfitt og ekki allir sáttir. Kannski um það bil allir jafn ósáttir þegar upp verður staðið. Grundvöll-urinn er hins vegar þarna að mínu mati og hreint ekki jafn langt í land eins og margir halda. Ef menn sætt-ast á tiltekna hluti og útfærslur. Við erum að tala um einhvers konar af-notarétt og leyfi til að nýta auð-lindina gegn gjaldi í tiltekinn tíma, við erum að tala um tala um hið al-menna kerfi sjávarútegsins með hlið-arráðstöfunum í sérstökum potti. Þá eru þetta fyrst og fremst spurningar

um útfærslur sem vissulega eru við-kvæmar þar sem miklir hagsmunir eru undir. En að mínu mati er grundvöllurinn að 80-90% til staðar nú þegar. Og talandi um óvissu þá hlýtur líka að vera umhugsunarefni manna í greininni og annars staðar hvort ekki sé talsvert á sig leggjandi til að setja þetta fiskveiðistjórnarmál niður. Það er auðvitað hægt að halda stríðinu áfram en þá vita menn líka hvað það þýðir. Mesta óvissan væri

Sjá næstu opnu.

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, er einbeittur í því markmiði að ljúka breytingum á fiskveiðistjórninni á komandi þingi:

Samkomulagsgrundvöllurer skammt undan

4 | SÓKNARFÆRI

Mynd: LalliSig

„Það stendur ekkert annað til en að frumvarp um stjórn fiskveiða komi aftur fram nú í haust. Þetta er mál á lista ríkisstjórnarinnar og markmiðið er að ljúka því á þingi í vetur. Næst er að fara yfir niðurstöður trúnaðarmanna-hópsins sem hafði málið til umfjöllunar frá því þingi lauk í vor og við gefum okkur tíma til þess nú í haust. Í kjölfarið mun málið síðan verða lagt fram á ný,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, um næstu skref í breytingum á fiskveiðistjórninni sem núverandi ríkisstjórn boðaði í samstarfssáttmála sínum í upphafi kjörtímabilsins. Steingrímur segist hafa skilning á því að mörgum þyki of mikils óróa hafa gætt í kringum sjávarútvegsmálin í langan tíma en leiðin á lygnari sjó muni ekki felast í því að skilja við málin nú. Miklu fremur að klára málið eins og lagt hafi verið upp með. Steingrímur ræðir í viðtali við Sóknarfæri um fiskveiði-stjórnarmálið, makríl og nýskipan sjávarútvegsins í stjórnsýslunni.

Page 5: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 5

Við bjóðum fyrirtækjum sérþekkingu

islandsbanki.is | Sími 440 4000

Við bjóðumgóða þjónustu

Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó að við þekkjum kannski ekki viðfangsefnin í þínu starfi jafn vel og þú, þá vitum við hvað starfið gengur út á.

Starfsfólk Íslandsbanka býr yfir áratugareynslu í þjónustu við sjávarútveginn og hjá bankanum starfar stór hópur fólks með sérþekkingu á greininni. Þannig getum við ávallt tryggt fyrirtækjum í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar þá bankaþjónustu sem hún þarfnast.

Þekking sprettur af áhuga.

Hallgrímur Magnús Sigurjónsson hefur yfir 30 ára reynslu af sjávarútvegi og fjármögnun sjávarútvegs.

Magnús er útibússtjóri hjá Íslandsbanka.

Page 6: Sóknarfæri í sjávarútvegi

6 | SÓKNARFÆRI

Nú einnig til Japans

ATW togvindustjórnun,aðalvindur og 16 aðrar vindur

Miðhellu 4 • 221 Hafnarfirði • sími: 414 8080 • www.naust.is

sú að komast ekki að niðurstöðu í málinu. Það yrði mesta óvissan í sjávarútveginum inn í framtíðina og væri mikill ábyrgðarhlutur að skoða ekki algerlega í botn hvort við gæt-um ekki farið að koma inn til lend-ingar í málinu.“

Harkaleg og ómálefnaleg viðbrögð í Noregi

Eitt helsta hitamálið í sjávarútvegin-um um þessar mundir eru deilur við Evrópusambandið og Norðmenn um makrílveiðar. Steingrímur segir ekkert ánægjuefni að standa í deilum við sjávarútvegsbyggðir í Skotlandi og á Írlandi, þaðan sem heyrst hafa nokkuð hávær köll í garð Íslendinga. „Við skiljum að hver verður að hugsa um sitt en auðvitað ætlast maður til að þeir sem fara fyrir málaflokkunum, ráðherrar og yfir-menn í sjávarútvegsmálum, horfi heildstætt á hlutina. Ef eitthvað er þá hafa mér þótt viðbrögð í Noregi harkalegri og á köflum ómálefnalegri en maður hefði vonast til. En við höfum áður tekið snerrur við Norð-menn og þekkjum vel að þeir geta verið býsna harðdrægir þegar kemur að þeirra hagsmunum í sjávarútvegi og norðurslóðamálum.

Makríllinn er auðvitað mikilvæg-ur í Noregi og verðmætasta fiskiteg-undin í ESB þannig að ekki þarf að koma á óvart þó tekist sé á. En ég verð að viðurkenna að mér finnst Norðmenn stífir og ósveigjanlegir gagnvart þeim veruleika sem við Ís-lendingar stöndum frammi fyrir, sem og réttmætum strandríkjahags-munum sem við sannanlega eigum. Það er mikið rætt um breytingar í loftslagi, breytingar í lífríki því sam-fara og sérstaklega rætt um noður-slóðirnar í því sambandi. En síðan þegar við fáum augljóst dæmi um örar breytingar í lífríkinu, sem eru göngur makrílsins hingað inn á landgrunnið þá hrekkur allt til baka. Þá eru menn skyndilega ekki til-búnir til að horfast í augu við breyt-ingarnar og takast á við breyttar að-stæður,“ segir Steingrímur og bendir á að gamlar aflatölur fyrri ára geti aldrei orðið grundvöllur að veiði-skiptingu milli þjóða. Þegar svo sé komið að makríll gangi langt vestur fyrir Ísland gefi auga leið að út frá bæði skynsemi og arðbærni veiða sé eðlilegast að Íslendingar nýti stofn-inn en ekki að fiskiskip komi langt sunnan úr Evrópu til að sækja fisk-inn.

„Annað mikilvægt atriði er að við getum þurft að horfast í augu við að makríll sækir hér upp á grunnslóð og hann tekur æti frá veiðistofnum okkar og getur þannig neytt okkur til að draga saman seglin í veiðum úr þeim stofnum. Varla halda vinir

okkar í Noregi og Evrópusamband-inu að við getum haft makrílinn fyr-ir þá í ókeypis fæði hér við strend-urnar án nokkurra áhrifa? Að við tökum að okkur að fóðra stofninn fyrir aðrar þjóðir – á kostnað okkar eigin fiskistofna? Það sjá auðvitað allir að svona getur þetta ekki geng-ið,“ segir Steingrímur og undirstrik-ar þann vilja Íslendinga að fá Evr-ópusambandið og Norðmenn með í þá vinnu að endurmeta stærð mak-rílstofnsins. „Okkur hefur hins vegar

ekki tekist að fá neitt í þá veru inn í texta í þessari vinnu. Þar við situr.“

Sjávarútvegi vel borgið í nýju ráðuneyti

Með nýju ráðuneyti atvinnu- og ný-sköpunarmála hvarf eiginlegt sjávar-útvegsráðuneyti af sjónarsviðinu en skrifstofa þess málaflokks verður hins vegar stærsta einingin í nýja ráðuneytinu. Steingrímur segir óþarft að óttast um hag og skipan sjávarútvegsmála í þessari nýskipan í

æðstu yfirstjórn málaflokksins í landinu. Þvert á móti.

„Með þessu er orðið til mjög stórt og öflugt ráðuneyti, mikið bol-magn til að fást við sameiginleg al-menn starfsskilyrði greinarinnar, sinna nýsköpunar- og stefnumótun fyrir greinina og almennt verður að mínu mati öflugri dagleg stjórnun í málefnum hennar. Að mínu mati skapast þróunartækifæri fyrir grein-ina, hér verða starfsmenn í senn sem sinna almennum starfsskilyrðum í

greininni sem og nýsköpun, þróun og framtíðarsýn. Þetta er auðveldara að gera í 80 manna ráðuneyti en litlum einingum áður. Ég tel líka að í því felist mikil tækifæri að sjávarút-vegurinn verði hér við hlið annarra atvinnugreina en ekki í þeim hólfum sem einkenndu fyrra skipulag. Í stuttu máli lít ég svo á að breyting-arnar muni verði til þess að styrkja greinina, miklu fremur en draga úr áherslum á hana innan stjórnkerfis-ins,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.

Fiskiskip í Vestmannaeyjahöfn.

Mynd: LalliSig

„Við höfum áður tekið snerrur við Norðmenn og þekkjum vel að þeir geta verið býsna harðdrægir þegar kemur að þeirra hagsmunum í sjávarútvegi og norðurslóðamálum," segir Steingrímur um makríldeiluna.

Page 7: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 7

AFGREIÐUM SJÓFRYSTA BEITU SAMDÆGURSVoot beita hefur áreiðanlega og persónulega þjónustu í forgrunni sem viðskiptavinir okkar kunna vel að meta. Við flytjum inn mest af saury, smokkfisk og makríl sem eru þær beitutegundir sem hafa reynst einna best á íslenskum fiskimiðum. Við erum einnig endursöluaðilar fyrir pokabeitu.

Okkar markmið er að bjóða gæðabeitu og skilvirka þjónustu fyrir íslenskar línuútgerðir. Við afgreiðum sjófrysta beitu samdægurs og sendum pöntunina hvert á land sem er. Erummeð afgreiðslustaði á fjórum stöðum hringinn í kringum landið. Vinsamlegast hafðu samband við söluskrifstofu - við tökum vel á móti þér.

Grindvík

Djúpivogur

HúsavíkÞingeyri

Afgreiðslustaðir

VOOT BEITA aðalskrifstofa Miðgarði 3 • 240 GrindavíkSími 581 2222 • Fax 5812223Gsm: 841 1222 • [email protected]

Page 8: Sóknarfæri í sjávarútvegi

8 | SÓKNARFÆRI

Rafmagns- og loft rótorar Fyrir spjald- og kúluloka

Hjallabrekka 1 • 200 Kópavogur • Símar: 564 3000 – 564 0030Fax: 564 0030 • www.loft.is • [email protected]

Friðrik J. Arngrímsson, fram-kvæmdastjóri LÍÚ, segir viðbrögð Evrópusambandsins og einstakra þingmanna Evrópuþingsins í mak-ríldeilu sambandsins og Noregs ann-ars vegar og Íslendinga og Færeyinga hins vegar koma á óvart. Mikið

ójafnvægi sé í viðbrögðunum og beinlínis farið fram með grófar rang-færslur.

„Málflutningurinn er hreint ekki yfirvegaður og einkennist af röngum staðhæfingum, eins og til dæmis því að veiðar okkar séu ólögmætar. Það

eru þær auðvitað ekki, ekkert frekar en veiðar Evrópusambandsins sjálfs. Síðan hafa einstakir þingmenn á Evrópuþinginu gengið svo langt að gera tillögur um viðskiptabann með sjávarafurðir almennt. Slíkt gengi gegn samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og samningi Alþjóða viðskiptastofnunarinnar – WTO. Evrópusambandið getur samkvæmt EES samningnum bannað landanir á makríl úr íslenskum fiskiskipum. Allt umfram það væri brot á fyrr-greindum samningum. Ég vek líka athygli á því að það tók yfir 10 ár að fá Evrópusambandið og Noreg til að viðurkenna strandríkisrétt Íslands. Það gerðist ekki fyrr en árið 2010 og þá höfðum við tvö ár í röð veitt meira en hundrað þúsund tonn af makríl í íslensku fiskveiðilögsög-unni. Okkur var haldið frá samn-ingaborðinu og þar með brotið gegn hafréttarsáttmála og úthafsveiði-samningi Sameinuðu þjóðanna. Vægast sagt er sérstakt að upplifa þetta, en á sama hátt kemur ekki á óvart að lausn makrílmálsins taki tíma. Það stafar af því hversu hratt breytingarnar hafa orðið á göngum makrílsins inn í okkar lögsögu. Makríll hefur lengi verið hér í lög-sögunni, þess vegna frá örófi alda. Breytingarnar á fáum árum eru á hinn bóginn svo hraðar og magnið í lögsögu okkar svo miklu meira en áður, að það sem við hefðum getað sætt okkur við sem hlutdeild Íslands fyrir fimm árum er langt frá því sem

við getum sætt okkur við núna. Lausnin er þess vegna aðeins ein – það er að menn setjist yfir þetta á yf-irvegaðan hátt, viðurkenni breyttar aðstæður og vinni sig út frá því að niðurstöðu,“ segir Friðrik.

Stærri stofn en talið hefur verið

Framkvæmdastjóri LÍU leggur þunga áherslu á vísindalegar rann-sóknir á makrílstofninum, göngum hans, áhrifum hans á vistkerfið og sér í lagi stofnstærð. Þetta sé eitt brýnasta verkefni íslenskra vísinda-manna um þessar mundir.

„Við vitum að í Skotlandi, á Ír-landi og jafnvel í Noregi voru afla-upplýsingar gróflega falsaðar sem hefur skekkt mat vísindamanna á stofnstærð makrílsins. Ég er sann-færður um að makrílstofninn er um-talsvert stærri en talið hefur verið. Það leiðir beint af því að uppgefnar tölur um aflamagn, sem vísinda-menn byggja á, sýndu aðeins hluta þess afla sem veiddur var. Þegar svo háttar til fæst of lágt stofnmat. Ís-lenskir vísindamenn þurfa að taka frumkvæðið í því að finna raunveru-lega stofnstærð makrílsins að teknu tilliti til þessa. Sameiginlegir rann-sóknaleiðangrar Íslands, Færeyja og Noregs, þar sem stofninn er mældur með svokallaðri trollaðferð, eru einnig mikilvægir. Því miður hefur Evrópusambandið ekki viljað taka þátt í þeim.“

Höfum sterk rök með okkurFriðrik segir veiðarnar hafa gengið vel í sumar, líkt og undanfarin ár. Makríllinn hafi verið kominn vestur fyrir landið mjög snemma í ár en hins vegar hafi mörg skip farið seinna til veiða en á síðasta ári. „Það skýrist af ástandi makrílsins en hann verður verðmeiri þegar líður á árið. Almennt var þetta góð vertíð og þrátt fyrir að verð hafi verið lægra en í fyrra þá skilar makríllinn miklum verðmætum í þjóðarbúið,“ segir Friðrik og hvetur stjórnvöld til að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hafi verið af hálfu Íslend-inga í þessu máli.

„Við byggjum á rökum, höfum sýnt fram á það með veiðum og rannsóknum hversu mikill makríll er hér í lögsögunni og þeim staðreynd-um eigum við að halda áfram á lofti. Mælingin í ár sýndi um 1,5 milljón tonna af makríl í lögsögu okkar. Makríllinn étur ógrynnin öll á með-an hann hefur viðdvöl hér með til-heyrandi áhrifum á lífríkið. Evrópu-sambandið og Noregur hafa ekki tekið tillit til réttmætra krafna okkar og tekið sér yfir 90% af ráðlögðum heildarafla. Þannig ætla þeir okkur, Færeyingum og Rússum innan við 10%. Það verður að breytast til að unnt sé að ná samningum.“

liu.is

„Evrópusambandið og Noregur hafa ekki tekið tillit til réttmætra krafna okkar og tekið sér yfir 90% af ráðlögðum heildarafla. Þannig ætla þeir okkur, Færeyingum og Rússum innan við 10%. Það verður að breytast til að unnt sé að ná samningum,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. Mynd: LalliSig.

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir mörgum rangfærslum haldið á lofti erlendis um rétt Íslendinga til makrílveiða:

Stærð makrílstofnsins verður að endurmeta

Page 9: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 9

Persónuleg og traust þjónusta um allan heim.Hjá Samskipum fer saman sóknarhugur nýrrar kynslóðar og áratuga reynsla. Við bjóðum upp á heildarlausnir á sviði flutninga og leggjum stolt okkar í að uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina. Samhentur hópur starfsliðs tryggir skjóta og örugga þjónustu. Þinn farmur er í öruggum höndum.

www.samskip.isSaman náum við árangri

Page 10: Sóknarfæri í sjávarútvegi

10 | SÓKNARFÆRI

Á aðeins fimm mánuðum tókst ís-lensku fyrirtækjunum Skaganum og Kælismiðjunni Frosti að setja upp fullbúna verksmiðju fyrir vinnslu uppsjávarfisks á Tvøroyri á Suðurey í Færeyjum. Sennilega eru þess eng-in önnur dæmi í heiminum að sam-bærileg vinnslulína komist í gagnið á svo skömmum tíma. Ingólfur Árna-son, framkvæmdastjóri Skagans, er sannfærður um að þetta sé „heims-met“ svo notuð sé hans eigin orð.

Mikill pólitískur þrýstingur var á Varðin í Færeyjum um að verk-smiðjan yrði tilbúin í tæka tíð. Út-hlutun makrílkvóta miðaðist við að verksmiðjan væri komin í gang í byrjun júlí. Þegar mest var voru um 200 manns að störfum við uppsetn-inguna, jafnt íslenskir sem færeyskir starfsmenn margra verktaka, en of-urkapp var lagt á að allt yrði tilbúið fyrir upphaf makrílvertíðarinnar í sumar. Frá Kælismiðjunni Frosti voru flest 35 starfsmenn á svæðinu en um 30 frá Skaganum. Öll áform gengu eftir og „íslenska leiðin“ sem Varðin Pelagic í Færeyjum valdi gerði það að verkum að vinnsla hófst á Tvøroyri aðeins fimm mánuðum eftir að samningar um uppsetningu verksmiðjunnar voru formlega und-irritaðir þann 1. mars sl.

Gríðarmikil áskorunGunnar Larsen, framkvæmdastjóri Kælismiðjunnar Frosts, segir verk-efnið hafa verið gríðarmikla áskor-un. „Vegna skamms tíma frá undir-ritun samnings til verkloka var verið að afhenda stóra íhluti í kerfið alveg fram að verklokum. Þetta krafðist mikillar skipulagningar og útsjónar-semi við hönnun, flutninga og upp-setningu kerfisins.“ Til marks um umfang verkefnisins nefnir hann, að lagðir hafi verið 2,5 kílómetrar af stálrörum og að verkið hafi kallað á um 2.400 suður. „Við notuðum 130 rúmmetra af röraeinangrun en til samanburðar má nefna að það er eins og einangrun fyrir 10 meðal-stóra frystitogara.“

Gunnar segir að mikið af lögn-um, ventlastöðvum og fleiru hafi verið forsmíðað á staðnum og bún-aðurinn síðan tengdur þegar hann barst. Húsið sem vinnslan er í var

ýmist endurnýjað eða byggt nýtt á verktímanum. „Það þurfti því náið samstarf margra aðila á verktíman-um til að fá hlutina til að ganga upp. Fyrstu vikurnar eftir gangsetningu fóru í fínstillingar á tækjum og bún-

aði, en segja má að kerfið hafi geng-ið vel frá fyrsta degi og eru menn nú þegar að nálgast hámarksafköst.“

Stoltur af verkinuIngólfur er stoltur af verkinu og seg-

ir menn vel geta barið sér á brjóst. „Þetta var ákaflega íslenskt verkefni í alla staði og því mátti ekkert út af bera svo tímaramminn riðlaðist ekki. Við náum að prufukeyra verk-smiðjuna strax í annarri viku júlí en áskorunin var að sjálfsögðu fyrst og fremst sú að koma kerfinu upp og í vinnsluhæft ástand fyrir makrílver-tíðina og það tókst.“ Ingólfur segir að eins og gengur í svona stórum og flóknum verkum komu upp hnökrar en með samstilltu átaki allra sem að verkinu komu var leyst úr þeim.

Þegar vísað er til samstillts átaks allra er ekki aðeins átt við starfs-menn Skagans og Kælismiðjunnar Frosts heldur komu mörg íslensk fyrirtæki og starfsmenn þeirra að verkinu; Þorgeir & Ellert, Straum-nes, 3X Technology, Marel, Style, SR-Vélaverkstæði, Samhentir, Vél-smiðja Ólafs R. Guðjónssonar, Blikksmiðja Guðmundar, Blikkverk, HG Verktaki, Frystitækni, Rafeyri og Blikkrás.

Ingólfur segir enn verið að fín-stílla kerfið en að reynslan gefi góð fyrirheit um framhaldið. „Í þessum fyrsta áfanga eiga afköstin að vera tæp 600 tonn á sólarhring.

Verksmiðjan framleiðir fyrir hátt í 100 milljónir króna á sólarhring

þannig að reynslan er óneitanlega góð.“ Hugmyndir eru uppi um að auka afköst verksmiðjunnar á næsta ári þannig að hún anni allt að 1.000 tonnum á sólarhring.

Umhverfisvæn lausnTæknin, sem fyrirtækin hafa þróað með íslenskum uppsjávarútgerðum á síðustu árum, byggist á pressulausri plötufrystingu í stað hefðbundinnar blástursfrystingar. Fyrirtækin kynntu þessa byltingarkenndu tækni á sjávarútvegssýningunni í Brüssel í apríl sl. þar sem hún vakti verð-skuldaða athygli. Tæknin, sem „ís-lenska leiðin“ grundvallast á, hentar öllum tegundum og vinnsluformum uppsjávarfisks. Þetta er umhverfis-væn lausn sem sparar raforku, dreg-ur úr umbúðakostnaði og nýtir hrá-efni betur. Helstu kostir eru:

Eina alsjálfvirka vinnslulínan á markaðinum

Afkastar 600-1.000 tonnum á sólarhring með 20-25 starfs-mönnum á vakt

Léttari og umhverfisvænni um-búðir, umbúðakostnaður lækk-ar um 50%

Aukið geymsluþol þar sem af-urðinni er pakkað í lokaða poka

4-5 sinnum hraðari frysting en með hefðbundinni blásturs-frystingu

0,3-0,5% minni rýrnun hráefnis við þíðingu

Raforkusparnaður er meiri en 0,1 kW h á hvert fryst kg

30% minna frystikerfi þarf til að frysta sama magn og með blást-ursfrystingu

Sparar húsrými með minna um-fangi búnaðar og færra fólki í vinnslu

Frekari landvinningarÞetta er í fyrsta skipti sem „íslenska lausnin“ er flutt út og Ingólfur segir alveg ljóst að stefnt sé á frekari land-vinninga í uppsjávarvinnslu. Hann segir Skagann í viðræðum við nokkra erlenda aðila um sambærileg vinnslukerfi og vonandi skýrist þau mál á næstu mánuðum.

Færeyska fyrirtækið Varðin Pelagic valdi „íslensku leiðina“ við hönnun nýrrar uppsjávarvinnslu:

Settu upp fullkomna verksmiðju á fimm mánuðum

– Skaginn í viðræðum við fleiri erlenda aðila um uppsetningu sambærilegrar verksmiðju

Tróndur í Götu kom með fyrsta makrílfarminn til vinnslu í nýju verksmiðjunni í Tvøroyri og að sjálfsögðu var flaggað í tilefni dagsins.

Vinnslan komin á skrið, makríllinn farinn að flæða eftir línunum á Tvøroyri.

Jónsvör 3, 190, Vogar, Iceland ,

Tel.: (+354) 424 6650 ,

Fax.: (+354) 884 2845 ,

E-mail: [email protected] ,

Website: www.beitir.is

Smíðum úr Ryððfríu stáli, plasti og áliVið höfum framleitt búnað fyrir plastbáta í 25 ár. t.d. Línuspil 3 gerðir, færaspil, línurennur, blóðgunarkör með lyftu, beitningartrekt, beituskurðarhnífa fyrir rafmagn og glussa, þvottakör, netaborð, afdragarakúlur, krabbaveiðibúnað, handrið, rennur, flapsa og fl. ásamt ýmsum sérbúnaði að óskum kaupanda.

Page 11: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 11

Fossaleyni 16 - 112 ReykjavíkSími 533 3838 - Fax 533 3839www.marport.com

Makríll og síld í belg

Makríll til vinstri á myndinni og síld að byrja að ganga inn

Hlerar og belgsjá

Hlerar og belgsjá

Page 12: Sóknarfæri í sjávarútvegi

12 | SÓKNARFÆRI

Smiðjuvegi 66 • 200 KópavogiSími 580 5800 • www.landvelar.is

Legur og leguhús

Þrátt fyrir öflugt fræðslu- og þjálfun-arstarf Slysavarnaskóla sjómanna, bættan skipakost fiskveiðiflotans og fækkun banaslysa eru vinnuslys enn mjög tíð til sjós. Útgerðir og sjó-menn hafa því margvísleg tækifæri til að efla enn frekar öryggismál sín og útrýma slysum á hafi úti að mati Sigrúnar Rögnu Ólafsdóttur, for-

stjóra VÍS. „Það hefur vissulega tek-ist að fækka banaslysum til sjós, en það þarf að gera enn betur í tíðum vinnuslysum og markmiðið hlýtur að vera að fyrirbyggja þau alveg,“ segir Sigrún. Hún bendir á að þótt erfitt sé að meta til fulls það tjón sem einstaklingar, fyrirtæki og sam-félagið allt verða fyrir vegna slysa á

hafi úti sé hægt að slá því föstu að miklir fjárhagslegir hagsmunir séu í húfi. Að ekki sé talað um þær hremmingar á sál og líkama sem einstaklingarnir þurfi oft að búa við vegna slysa.

Mælanlegur árangurÁ undanförnum árum hafa sjö út-gerðir og yfir 200 sjómenn þeirra tekið þátt í forvarnarsamstarfi VÍS og Slysavarnaskóla sjómanna með útgerðunum. Samstarfið gengur út á að innleiða nýja öryggismenningu um borð í skipin, taka upp ákveðið skipulag öryggismála og verkferla í tengslum við þau. Sigrún Ragna seg-ir útgerðirnar mislangt komnar í þessu verkefni, en hjá þeim sem best standi sjái menn áþreifanlegan ár-angur í færri óhöppum og slysum um borð. Skipstjórar og áhafnirnar segi breytt vinnulag og betri vitund gagnvart hættum um borð skila sýnilegum árangri. Oft þurfi lítið til. Stundum nægi að breyta vinnu-brögðum lítilsháttar til að fyrir-byggja slysin. Vinnubrögðum sem fólu í sér óþarfa hættu en hafi ef til vill verið litið á sem sjálfsagðan hlut hingað til.

Slysin gera boð á undan sér„Skráning næstum því óhappa og áhættumat starfa á hvað stærstan þátt í að auka öryggið um borð í skipum,“ segir Sigrún Ragna. „Þannig finna menn slysagildrurnar og geta komið í veg fyrir óhöpp með

því að laga aðstæður eða breyta vinnulagi. Það er stundum sagt að slysin geri ekki boð á undan sér en þetta er ekki alls kostar rétt. Ég held þvert á móti að slysin geri boð á undan sér. Ef menn eru meðvitaðir um hætturnar í umhverfinu er hægt að koma auga á slysagildrurnar og forðast óhöpp. Við þurfum sífellt að vera á varðbergi og endurmeta áhættuna.“ Hún segir að í samstarf-inu við útgerðirnar komi VÍS ásamt Slysavarnaskóla sjómanna með nýja sýn á viðfangsefni sem menn hafi glímt við árum saman og með því að taka upp atvikaskráningu og áhættu-mat verði til nýtt skipulag öryggis-mála.

Stuðningur stjórnenda forsenda árangurs

Sigrún Ragna segir að forsenda þess að hægt sé að innleiða árangursríka öryggismenningu innan fyrirtækja sé að æðstu stjórnendur hafi trú á verk-efninu. Þeir þurfi að sýna forystu í öryggismálum og taka virkan þátt í að innleiða bætta öryggismenningu úti á sjó. „Síðan þurfa stjórnendur að hafa úthald til að fylgja því vel eftir. Stöðug eftirfylgni með innleið-ingunni er stærsta hlutverk stjórn-endanna í þessu tilliti. Ekki er nóg að þeir hafi bara réttu sýnina heldur þurfa þeir líka að hafa styrk og út-hald til að fylgja henni eftir og láta sýnina rætast. Við sjáum árangur þar sem stjórnendur líta á öryggismálin sem gæðamál og hluta af nýrri fyrir-

tækjamenningu en ekki sem skamm-tíma átaksverkefni. Það skiptir líka miklu máli að sofna ekki á verðin-um. Þótt það komi áfallalaus tímabil er brýnt að halda vöku sinni, því ör-yggismálin eru viðvarandi viðfangs-efni sem lýkur aldrei.“

Þegar ein báran rís er önnur vís

Aðspurð hvar stærstu tækifærin í ör-yggismálum fyrirtækja liggja segir Sigrún Ragna þau felast í að allir stjórnendur útgerða innleiði bætta öryggismenningu úti á sjó. Allur flotinn þurfi einnig að vera samstíga til að ná árangri í að útrýma vinnu-slysum. „Þetta er ekki bara eitthvert hugsjónamál heldur eðlileg krafa að allir starfsmenn komi heilir heim úr vinnu sinni hvort heldur í landi eða af sjó. Við sjáum að þetta forvarnar-samstarf smitast yfir til annarra út-gerða. Sömuleiðis hefur þetta orðið til þess að í landvinnslu samstarfsfyr-irtækja okkar eru öryggisáherslur ríkari en áður. Það er ákveðin vís-bending og mælikvarði á hvaða ár-angri öflug öryggismenning úti á sjó getur skilað. Þessi nýi hugsunarhátt-ur og afstaða til öryggismála dreifir sér vonandi sem víðast um atvinnu-lífið og ekki síður inn á heimili landsmanna, því þar leynast svo sannarlega líka slysagildrur sem þarf að huga að,“ segir Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri VÍS.

vis.is

Markmiðið að útrýma slysum til sjós

„Ef menn eru meðvitaðir um hætturnar í umhverfinu er hægt að koma auga á slysagildrurnar og forðast óhöpp,“ segir Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri VÍS. Mynd:LalliSig.

Page 13: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 13

thor

risi

g.12

og3.

is 4

50.0

14

Þú ert alltaf í góðu sambandið við nýja SS4 hleranemann frá Scanmar.

SS4 gefur þér upplýsingar um marga mismunandi þætti samtímis m.a.

• Fjarlægð • Halla (pits og roll) • Dýpi • Hita

Stuttur hleðslutími, aðeins 1,5 klst.

Stillanlegur sendistyrkur – hefur áhrif á rafhlöðuendingu*

Scanmar búnaður er þekktur fyrir áreiðanleika, endingu og lága bilanatíðni sem á sér ekki hliðstæðu.

Vertu í góðu sambandi!Rafhlöðuending í allt að 700 klst.*

Scanmar ehf. • Grandagarði 1a • 101 Reykjavík • Sími: 551 3300 / 691 4005 • Fax: 551 3345 • Netfang: [email protected]

www.scanmar.no

*12 mánaða ábyrgðartími á rafhlöðu.

ábyrgð5ára*

ábyrgð5ára*

Nýr SS4 hleranemi frá Scanmar

Page 14: Sóknarfæri í sjávarútvegi

14 | SÓKNARFÆRI

Á dögunum tóku tvö fiskþurrkunar-fyrirtæki í Garði, Nesfiskur og Fisk-þurrkun Rafns Guðbergssonar, í notkun nýjan ósonbúnað frá um-hverfislausnafyrirtækinu Gaia ehf. Honum er ætlað að draga úr lyktar-mengun sem fylgir fiskþurrkun en góður árangur er af hliðstæðum búnaði sem Gaia setti upp í fisk-þurrkun GPG á Húsavík í byrjun árs. Það var fyrsta verkefni Gaia.

„Það má segja að við séum þessa dagana með þrjú verkefni í gangi; þ.e. að gangsetja kerfin tvö í Garði og víkka kerfið enn frekar út hjá GPG á Húsavík. Þessari lausn okkar hefur því verið vel tekið á markaðn-

um,“ segir Kristján Pétur Hilmars-son, sölu- og markaðsstjóri Gaia ehf. en fyrirtækinu var hleypt af stokk-unum á síðasta ári.

Lyktin minnkaði strax á fyrsta degi

„Það eru bara örfáir dagar frá því við settum kerfið í gang en við finnum mikinn mun. Þetta er að virka,“ seg-ir Bergur Þór Eggertsson, aðstoðar-framkvæmdastjóri Nesfisks í Garði, aðspurður um reynsluna af kerfinu. Hann segir lyktarmengun frá fisk-þurrkunum hafa verið viðvarandi vandamál og langþráð að ná árangri í baráttu við hana.

„Þetta hefur verið vandamál alls staðar þar sem fiskþurrkanir eru á landinu og margir hafa krafist þess að fiskþurrkanir yrðu færðar út úr þéttbýliskjörnunum. Víðast hvar hefur íbúðabyggð verið að færast nær þessum fyrirtækjum og í kjölfar-ið aukist kröfur um að færa þau eitt-hvað annað. Það er því mikið fagn-aðarefni fyrir okkur að ná árangri í því að draga úr lyktinni með þessum búnaði,“ segir Bergur Þór.

Umhverfisvænt og einfaltKerfið frá Gaia er byggt upp á súr-efnisframleiðslukerfi og ósontæki og þar af leiðandi krefst kerfið ekki annars en tengingar við vatn og raf-magn. „Kerfið byggist á því að við blöndum ósoni í loftstrauma í og frá framleiðsluferlinu. Við komum bún-aðinum fyrir á mismunandi stigum framleiðsluferlisins og vöktum síðan allt ferlið með tilheyrandi skynjur-um og stýribúnaði. Ósonið er um-hverfisvænt, sótthreinsandi og hefur engin áhrif á framleiðsluvörurnar en reynslan sýnir nú þegar hversu öfl-ugt þetta kerfi okkar er í baráttunni við lyktarmengun í fiskþurrkun, sem víða hefur verið vandamál þar sem um mikla nálægð við byggð er að ræða. Við sjáum möguleika í notkun á kerfinu víðar í sjávarútvegi og öðr-um matvælaiðnaði – í raun alls stað-ar þar sem mikil lykt fylgir starfsemi fyrirtækja. Þetta er umhverfisvæn lausn sem ekki útheimtir nein hrá-efni og þar með rekstrarkostnað,“ segir Kristján Pétur.

gaia-ehf.is

Frá vinstri: Þórður Ívarsson, þjónustustjóri Gaia ehf., Bergur Þór Eggertsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Nesfisks ehf., Kristján Pétur Hilmarsson, sölu- og markaðsstjóri Gaia ehf. og Baldvin Þór Bergþórsson, framleiðslustjóri Nesfisks við gangsetningu ósonkerfisins, sem notað er til lyktareyðingar í fiskþurrkun Nesfisks í Garðinum.

Fiskþurrkun Nesfisks ehf. í Garðinum. Til hægri á myndinni má sjá hversu nálægt iðnaðarhverfinu íbúðabyggðin er komin.

Ósonframleiðslutæki frá sænska framleiðandanum Primozone sem Gaia ehf. hefur umboð fyrir, er algjör bylting á markaðnum. Þessi tæki eru vatnskæld, viðhaldslítil og geta fram-leitt óson í mjög miklum styrk.

Fiskþurrkanir taka í notkun nýjan ósonbúnað frá Gaia:

Slegið á lyktina frá fiskþurrkunum í Garði

Við tökum á móti netum

Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar!

Sími 559 2200 www.efnamottakan.is

Efnamóttakan tekur við veiðafæraúrgangi úr næloni, þ.e: • netaafskurði • hlutum úr f lottrolli • nótaefni

Fáðu hjá okkur sérsniðna poka undir netaafskurðinn.

Page 15: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 15

Helstu kostir „íslensku leiðarinnar”

• Einaalsjálfvirkavinnslulínanámarkaðinum• Afkastar600-1.000tonnumásólarhringmeð20-25starfsmönnumá

vakt• Léttariogumhverfisvænniumbúðir,umbúðakostnaðurlækkarum50%• Aukiðgeymsluþolþarsemafurðinnierpakkaðílokaðapoka• 4-5sinnumhraðarifrystingenmeðhefðbundinniblástursfrystingu• 0,3-0,5%minnirýrnunhráefnisviðþíðingu• Raforkusparnaðurermeirien0,1kWháhvertfrystkg• 30%minnafrystikerfiþarftilaðfrystasamamagnogmeðblásturs-

frystingu• Spararhúsrýmimeðminnaumfangibúnaðarogfærrafólkiívinnslu

ÁkvörðunVarðinPelagicáTvøroyriáSuðureyíFæreyjumumvelja„íslenskuleiðina“skilaðifyrirtækinuhlutdeildíóskráðuheimsmeti.

ÁaðeinsfimmmánuðumtókstSkaganumogKælismiðjunniFrostiaðsetjaþaruppfullbúnaverksmiðjufyrirvinnsluuppsjávarfisks.

„Íslenska leiðin“

Með samstilltu átaki starfsmanna Skagans og

KælismiðjunnarFrostsogfjöldaundirverktaka

varsannkölluðuGrettistakilyftíFæreyjum.

Sá andi sem einkenndi undirbúning og

framkvæmdverkefnisinsendurspeglarþað

viðhorfmetnaðarfullrafyrirtækja,

aðekkertverkefniséóyfirstíganlegt.

Við þökkum samstarfsaðilum okkar samvinnuna.

Þetta er „íslenska leiðin.“

Völdu „íslensku leiðina“og settu heimsmet

Bakkatúni26-300Akranesi-Sími4302000-www.skaginn.is Kælismiðjan Frost ehf.|Fjölnisgata4b|603AkureyriSími4649400|www.frost.is

Page 16: Sóknarfæri í sjávarútvegi

16 | SÓKNARFÆRI

Síur í allar loftpressur Hagstætt verð

Hjallabrekka 1 • 200 Kópavogur • Símar: 564 3000 – 564 0030Fax: 564 0030 • www.loft.is • [email protected]

„Við sjáum mörg sóknarfæri í ferða-þjónustu í Eyjafirði og draumur okkar er að gera einn daginn út kaf-bát til að unnt sé að skoða lífríkið neðansjávar. Þar til sá draumur ræt-ist ætlum við að sýna fólki frábæra náttúru og sjávartengda starfsemi í Eyjafirði,“ segir Freyr Antonsson sem ásamt eiginkonu sinni Silju Pálsdóttur á og rekur fyrirtækið Arc-tic Sea Tours. Bæði eru fædd og uppalin á Dalvík og þar eru höfuð-stöðvar fyrirtækisins sem býður upp á hvalaskoðun á Eyjafirði.

Freyr segir að upphafið megi rekja til ársins 2009, þegar þau ráku bát sem rúmaði 15 farþega og buðu upp á hvalaskoðun frá Dalvík. Fyrsta árið voru farþegar um 300 talsins, en starfsemin stóð þá ein-ungis yfir í einn og hálfan mánuð. Stakkaskipti áttu sér stað 2011 en þá var keyptur stærri bátur, Draumur sem rúmar 42 farþega.

Farþegafjöldinn hefur aukist jafnt og þétt, nánast um 100% ár-lega frá fyrsta ári. „Það er þó ekki

fyrr en nú, á okkar fjórða sumri í rekstri sem allt gengur virkilega vel,“ segir Freyr.

Vildum gera ferðina að ævintýri

Hann segir að frá upphafi hafi verið ákveðið að bjóða upp á ferðir á föst-

um tímum og var róið frá bryggj-unni þó farþegar væru fáir, jafnvel einn eða tveir. „Við vildum líka gera hvalaskoðunarferðina að ævintýri fyrir okkar gesti, þannig að við stoppum í 10 til 15 mínútur og far-þegum gefst kostur á að veiða, aflinn er flakaður og svo fær fólk að smakka á fiskinum eftir ferðina. Þetta hefur mælst vel fyrir og oft vakið meiri hrifningu en sjálf hvala-skoðunin,“ segir Freyr. „Með þessu vildum við líka sýna fólki hversu gjöfull sjórinn við Ísland er og að við höfum gert vel varðandi verndun fiskistofna, en það er allur gangur á hvort fólk þekki slíkt frá sínum heimahögum. Við heyrum reglulega sögur um að fólk hafi reynt að veiða í sjó við sitt heimaland en árangur-inn oft lítill sem enginn. Hér er það oft þannig að fólk fær fisk nánast um leið og öngull er komin í sjó.“

Einstakt á heimsvísuFreyr segir að hvalaskoðun hafi gengið vel og í nánast hverri ferð sjá-ist hvalir, þannig hafi í sumar sést hvalir eða höfrungar í 98% ferðanna og talan var 99% fyrir árið 2011. Þá hafi hnúfubakur einnig sést í 94-96% ferða. „Það er einstakt á heims-vísu,“ segir Freyr og telur Eyjafjörð eitt besta hvalaskoðunarsvæði á Ís-landi og jafnvel í heiminum öllum undanfarin tvö ár. Auk áðurnefndra tegunda sjást oft og iðulega hrefnur, hnísur, steypireið, andanefjur og há-hyrningar. Hnúfubakur sé ævinlega í

fyrsta sæti enda einstakt dýr, rólegt og með kröftugan blástur og tignar-legan sporð. „Undanfarin tvö sumur höfum við af og til fengið einstak-lega gæfan hnúfubak til okkar, hann hefur dólað í kringum bátinn í allt að hálftíma, sýnt sig og skoðað okk-ur,“ segir Freyr sem náði því í sumar að snerta hnúfubak tvívegis og segir það einstaka tilfinningu. Þá hafi í fyrrasumar náðst á myndband þegar Kristmann Pálmason teygði hönd sína út fyrir borðstokkinn ofan við hnúfubak sem síðan kom upp með hausinn og snerti hönd hans. Það myndband var sett á Youtube og fékk mikið áhorf.

Tækifæri í sjávartengdri ferðaþjónustu

Freyr segir að nú séu teikn á lofti um að fyrirtækið geti stækkað við sig, m.a. bætt við báti, „en við höf-um ekki tekið ákvörðun um hversu hratt við ætlum að stækka við okkur og hvort við fáum fleiri aðila til að fjárfesta í fyrirtækinu eða halda áfram á sömu braut og byggja þetta upp sjálf,“ segir Freyr. Eigendur ætli sér stærri hluti en spurning hvort uppbygging muni taki lengri eða skemmri tíma. Þá sjái þau einnig fyrir sér fleiri tækifæri í sjávartengdri ferðaþjónustu og er unnið að því að aðgreina þá vöru og þjónustu sem í boði er. Þannig verði hvalaskoðun boðin undir merkjum Arctic Whale Watching og á döfinni sé að mark-aðssetja Arctic Sea Angling, eða

sjóstangaveiðiferðir og einnig Arctic Villages, dagsferðir um sjávarþorpin í Eyjafirði þar sem fyrirtæki sem tengjast veiðum og vinnslu sjávaraf-urða eru heimsótt. „Við erum líka með ýmislegt annað á prjónunum, hugmyndir sem við erum að vinna að og verða ef til vill að veruleika á næsta ári eða þarnæsta,“ segir Freyr.

Gott orðspor mikilvægtAð hans mati er mikilvægt að aðilar í ferðaþjónustu vinni saman og segir hann að sitt fyrirtæki sé í samstarfi við fjölmarga aðra í sama geira, meira að segja á stundum sína helstu keppinauta, „en þegar upp er staðið er það allra hagur og hefur gengið frábærlega vel,“ segir hann. Arctic Sea Tours hefur boðið fólki af skemmtiferðaskipum og á hótelum á Akureyri upp á hvalaskoðunarferðir og eru farþegar sóttir á staðinn, sem mælst hefur vel fyrir.

„Við höfum áunnið okkur gott orðspor, það er okkar leið á mark-aðnum að gera vel og heilla okkar viðskiptavini svo þeir mæli með okkur við aðra,“ segir Freyr, en við-skiptavinir fyrirtækisins hafa verið iðnir við að skrifa ummæli inn á Trip Advisor, þar sem er að finna góðar sögur frá ánægðum hvalaskoð-unarförum. „Við höfum verið á topp 10 yfir bestu afþreygingu á Ís-landi, það er virkilega gaman.“

arcticseatours.is

Freyr Antonsson leyfir farþegum að sjá upp í steinbít í einni ferðinni. Hann segir að nú séu teikn á lofti um að fyrirtækið geti stækkað við sig, m.a. bætt við báti.

Hvalaskoðun hefur gengið vel og í nánast hverri ferð sjást hvalir, í sumar sáust hvalir eða höfrungar í 98% ferðanna og 99% ferða árið 2011.

Fyrsta árið voru farþegar Arctic Sea Tours um 300 talsins en þeim hefur fjölgað jafnt og þétt, nánast um 100% árlega frá fyrsta ári.

Sífellt fleiri farþegar í hvalaskoðunarferðum Arctic Sea Tours á Dalvík:

Mörg sóknarfæri í ferða-þjónustu í Eyjafirði

- sjóstangveiði og dagsferðir um sjávarþorpin á döfinni

Page 17: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 17

Stjórn og gæslubúnaður til

MAKING MODERN LIVING POSSIBLE

Í nærri 70 ár hefur Danfoss framleitt breiða línu af stjórn- og gæslubúnaði og byggir því á mikilli reynslu í þróun og framleiðslu á iðnaðarstýringum eins og hita- og þrýstinemum, hita- og þrýsti-stillum, hita- og þrýstiliðum, spólurofum, spólulokum og fl.

notkunar á sjó og landi

Við erummeð mikið úrval

• Hitaliðum • Þrýstiliðum• Hitanemum• Þrýstinemum• Segullokum • Segullokaspólumum• Mótorrofum • Yfirálagsvörnum• Tímaliðum • Mjúkræsum• Og fl.

Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is

Page 18: Sóknarfæri í sjávarútvegi

18 | SÓKNARFÆRI

Nýsköpun hefur frá upphafi verið lykillinn að velgengni Marel, sem í dag er leiðandi á heimsmælikvarða í þróun hátæknibúnaðar og lausna fyrir fiskiðnað. Marel leggur áherslu á rannsóknir og vöruþróun og ver sem samsvarar 6% af veltu félagsins í rannsóknir og vöruþróun ár hvert.

Í fararbroddi á sínu sviði Allt frá stofnun Marel hafa rann-sóknir og þekkingaröflun þjónað lykilhlutverki í nýsköpun og vöru-þróun fyrirtækisins og framleiðslu hátæknibúnaðar. Um 15% af veltu Marel kemur frá sölu og þjónustu við fiskiðnaðinn og Marel er í dag leiðandi á sínu sviði í heiminum.

Öflugt rannsóknarteymi Hjá Marel starfar alþjóðlegur hópur vísindamanna og fagfólks sem býr yfir sérþekkingu allt frá líffræði, bú-fræði og matvælafræði yfir í fram-leiðslu-, ferla- og vélaverkfræði. Þekkingarsvið hópsins spannar virð-iskeðjuna allt frá slátrun til pökkun-ar og hefur hópurinn getið sér gott orð á alþjóðavettvangi. Velgengni Marel í vöruþróun á jafnframt rætur sínar að rekja til náins samstarfs við viðskiptavini, háskóla og rannsókn-arstofur víða um heim. Í fiskiðnaði fer stærsti hluti vöruþróunar fram með íslenskum viðskiptavinum.

Rannsóknir í þágu fiskiðnaðar

Í rannsóknarstarfi leggur Marel áherslu á mikilvægi þess að úskýra

virkni ólíkra þátta eða aðferða og samspil þeirra. Grundvallaratriði í rannsóknarstarfi er að skilja og út-

skýra „hvers vegna sumir hlutir „virka“ en aðrir ekki. Á þeim grunni verður til verðmæt þekking sem nýt-

ist við vöruþróun nýs hátæknibún-aðar og lausna fyrir fiskiðnaðinn. Dæmi um slíka þekkingaröflun eru rannsóknir á fiskbeinum og vöðva-festingum og áhrif dauðastirðnunar á stýringu kæli- og vinnsluferla.

Með rannsóknum og öflugri samvinnu við fiskiðnað er hægt að greina ný tækifæri og þróa lausnir yfir í hátæknivörur sem marka tíma-mót fyrir greinina. Hátæknibúnaður á borð við flæðilínur, sjálfvirka laxa-snyrtingu, frysta, ofurkæli fyrir bol-fisk (SuperChiller) og sjálfvirkan beinhreinsibúnað fyrir lax (Auto-matic Pinbone Removal), er ágætt dæmi. Allt eru þetta nýjungar sem hafa leitt til aukinnar verðmæta-sköpunar og framfara í vinnsluferl-um fiskiðnaðarins.

Aukin framleiðniMarel á rætur sínar að rekja til rann-sóknarverkefnis innan Raunvísinda-stofnunar Háskóla Íslands þar sem þróuð var tölvuvog fyrir íslenskan fiskiðnað. Marel vogin stuðlaði að hagkvæmni í fiskvinnslu bæði til sjós og lands. Þótt vöruframboð Marel hafi aukist til muna og fyrirtækið þjónusti nú jafnframt kjöt og kjúklingaiðnað er markmiðið enn

hið sama: Að vörur fyrirtækisins auki hagkvæmni og skilvirkni í rekstri viðskiptavina.

„Við munum áfram, í samræmi við þarfir markaðarins, starfa mark-visst að vöruþróun hátæknibúnaðar og lausna er auka framleiðni innan iðnaðargreinanna og íslenskur fisk-iðnaður mun njóta góðs af þeim nýjungum,“ segir Kristján Hall-varðsson, framkvæmdastjóri vöru-þróunar Marel.

marel.is

Greining á beinauppbyggingu mismunandi fisktegunda er hluti af verkefni sem snýr að hönnun á búnaði fyrir sjálfvirka og hálfsjálfvirka beinhreinsun.

Nýjustu meðlimir rannsóknarteymis Marel: Kristín Líf Valtýsdóttir og Kristín Anna Þórarinsdóttir.

Með nýsköpun að leiðarljósi

SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA

Sjómennt – Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins – Háteigsvegi – 105 Reykjavík – sími 514 9000

Átt þú rétt á styrk?Félagsmenn Sjómenntar sem unnið hafa í að minnsta kosti sex mánuði á síðastliðnum tólf mánuðum geta sótt um styrk til félagsins:• starfstengt nám eða námskeið • tómstundastyrkir • meirapróf • kaup á hjálpartækjum vegna lestrar- eða ritörðugleika

Samtök atvinnulífsins (SA), Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Sjómannasamband Íslands (SSÍ) standa að Sjómennt.

Sjómennt – fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga

Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is

Page 19: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 19

Hafið býr yfir Hundrað Hættum

Öryggistæki sjófarenda eru frá Garmin. Sjón er sögu ríkari.Þú finnur næsta Garmin söluaðila á garmin.is

Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is

PIPA

R\TB

WA

SÍA

112

444

Page 20: Sóknarfæri í sjávarútvegi

20 | SÓKNARFÆRI

FJARÐABYGGÐ

HAFNARÞJÓNUSTAEINS OG HÚNGERIST BEST!

Hafnarsjóður Fjarðabyggðar

Löndunarþjónusta

Ísverksmiðja

Kæligeymsla

Frystigeymsla

Vélaverkstæði

Veiðarfæraþjónusta

Rafeindaþjónusta

Olíuafgreiðsla

Flutningar

Afþreying

Verslanir

Bankaþjónusta

Læknisþjónusta

Sími 470 9000 - Bréfasími 477 1771Netfang [email protected] www.fjardabyggd.is

FJARÐABYGGÐ

Eskifjörður

Reyðarfjörður

Fáskrúðsfjörður

Stöðvarfjörður

Mjóifjörður

Norðfjörður

Þegar lagst er að bryggju er ómetanlegt að eiga í vændum hafnarþjónustu sem

mætir öllum þörfum skips og áhafnar. Njótið stunda milli stríða á höfnunum í

Fjarðabyggð. Við tökum vel á móti ykkur.

ÍSL

EN

SK

A/S

IA.I

S/F

JA 4

9297

02/

10

„Jú, það er óhætt að segja að þetta sé sumarið sem makrílveiðin hefur ver-ið að gera sig hjá smábátasjómönn-um. Vissulega er aflinn misjafn hjá þeim sem fengu leyfi til makrílveiða en það eru mun fleiri en áður að fiska makrílinn. Þarna spilar saman meiri gengd af makrílnum á grunn-slóðina en ekki síður aukin reynsla í þessum veiðum. Enda sýnir sig að þeir sem hafa mestu reynsluna í makrílveiðunum hafa náð bestum árangri. Þessar veiðar eru mjög kær-komnar fyrir smábátaútgerðina,“ segir Örn Pálsson, framkvæmda-stjóri Landssambands smábátaeig-enda, en dæmi er um báta úr röðum smábátamanna sem fiskað hafa vel á annað hundrað tonn af makríl í sumar. Örn segist reikna með að heildaraflinn í sumar verði um 1200 tonn hjá smábátunum.

Besta hráefnið „Staðreyndin er sú að makríllinn af smábátunum er eftirsóttur vegna hráefnisgæðanna og því er auðvelt að selja aflann. Flestir eru bátarnir í samningum við vinnslur en hann er fyrst og fremst flakaður og frystur til útflutnings,“ segir Örn. Aðspurður segir hann veiðar smábáta á makríl hafa verið fyrir sunnan og suðvestan landið en eins og fram hefur komið í fréttum varð þó vart við göngur nokkuð víða um land í sumar. Auknar göngur gefa vísbendingar um að makríllinn sé kominn í göngumynstur á grunnslóðinni að

sumarlagi sem smábátasjómenn geti nýtt sér í auknum mæli á komandi árum.

„Já, við ætlum okkur tvímæla-laust stærri hluti í makrílveiðum á næstu árum. Veiðarnar munu núna verða 1200-1300 tonn en ég vonast til að sjá þá tölu um 3000 tonn inn-an fárra ára. Þetta eru veiðar sem henta smábátunum vel og óumdeilt að þeir skila þessu hráefni bestu að landi,“ segir Örn. Hann segir lög um strandveiðar þannig úr garði gerð að þeim sé ekki heimilt að stunda makrílveiðar meðan á strand-

veiðum stendur „en það mætti vel hugsa sér að þegar bátar hafa náð strandveiðikvóta sínum í ágúst geti þeir skipt yfir á makrílinn. Það er mjög ánægjulegt að sjá árangurinn hjá smábátunum í makrílveiðunum í sumar og hvernig menn hafa miðlað sín á milli reynslu og ráðum. Veið-arnar styrkja reksturinn hjá mörgum smábátamönnum og eru því fagnað-arefni,“ segir Örn.

smabatar.is

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS.

Smábátarnir hafa margir gert það mjög gott í sumar á makrílnum.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda:

Makríllinn kærkominn fyrir smábátana

Page 21: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 21

FLIR hitamyndavélar hafa sannað gildi sitt varðandi fyrirbyggjandi viðhald um borð í íslenskum fiskiskipum. Hitamyndavélar sýna heildstæða hitamynd af t.d. legum, kælikerfum, glussalögnum, rafkerfum, tengiskápum og töflum.Hitamyndavélar henta vel til skoðunar á einangrun lesta og tanka. Með FLIR hitamyndvélum kemur hugbúnaður til skýrslugerðar, þar sem hægt er aðgreina myndir, sjá breytingar og koma þeim t.d. inn í viðhaldsvaka.

Síðumúla 28 - 108 Reykjavík - - sími: 510 5100 - www.ismar.is

Eiríkur Dagbjartsson útgerðarstjóri segir: “ Við erum nýfarnir að nota FLIR hitamyndavélar og eru þær strax búnar að sanna sig um borð í frystitogurunum.Við höfðum um tíma verið að leita að talsverðum leka á milli klæðninga á millidekkián árangurs. Eftir að við fengum hitamyndavél var prófað að ganga með hana um dekkið.Nánast samstundis kom í ljós hitaútstreymi í suðu sem var sprungin og sáum við jafnframtþynningu á dekkinu sem skipt var um í leiðinni. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hita-myndavélar eigi eftir að koma að miklu gagni um allt skip, miðað við það sem við höfum myndavélar eigi eftir að koma að miklu gagni um allt skip, miðað við það sem við höfum séð. Þessi tækni getur flýtt verulega fyrir í leit að bilunum eða við fyrirbyggjandi viðhald og sparað þannig bæði tíma og kostnað.”

Leiðandi framleiðandi á hitamyndavélum til sjós og lands viðhald - eftirlit - öryggi

FLIR hitamyndavélar auka öryggi og veita skipstjórnarmönnum sýn í niðamyrkri. Allt umhverfi skipsins sést mjög vel óháð birtu, svo sem sjólag, baujur, bátar, land, reköld, ísrönd, lagnaðarís, straum og hitaskil. Maður í sjó sést mjög vel sem getur skipt sköpum ef óhapp verður. Guðmundur Bjarnason skipstjóri segir;”get ekki hugsað mér að vera án hitamyndavélarinnar þar sem straumskil og jafnvel pönnuköku-ís sést svo hitamyndavélarinnar þar sem straumskil og jafnvel pönnuköku-ís sést svo greinilega að siglingin verður leikur einn í kolniða myrkri þar sem íshrönglsést vel sem það gerir ekki í ratsjá. Ísrönd og stórir jakar sjást mun fyrr í hitamyndavélinni en í ratsjá, við sjáum borgarísjaka í 10 til 12 sjómílum og hitaskil frá þeim í um 20 sjómílur.” Guðmundur segir einnig “jafnvel í mikillislyddu er FLIR hitamyndavélin fljót að bræða af sér ef henni er snúið undan veðri smástund”.

Page 22: Sóknarfæri í sjávarútvegi

22 | SÓKNARFÆRI

Loftfittings Camozzi, SMC og John Guest

Hjallabrekka 1 • 200 Kópavogur • Símar: 564 3000 – 564 0030Fax: 564 0030 • www.loft.is • [email protected]

Árið 2007 var nýsköpun á lands-byggðinni ekki í brennidepli. Það fór því ekki mikið fyrir sjávarlíf-tæknisetrinu BioPol, sem var stofn-að á Skagaströnd árið 2007. Fyrir-tækið er að öllu leyti í eigu Sveitar-félagsins Skagastrandar en undirrit-aður var samstarfssamningur við Háskólinn á Akureyri á fyrstu stig-um starfseminnar. Halldór Gunnar Ólafsson var ráðinn sem fram-kvæmdastjóri. Fyrst um sinn var hann eini starfsmaður fyrirtækisins en í dag starfa þar átta manns við ýmis rannsóknarstörf sem snúa að lífríki hafsins. „Hér eru störf fyrir hámenntaða sérfræðinga, háskóla-nema og jafnframt ófaglært rann-sóknarfólk sem hefur fengið þjálfun til ákveðinna starfa. Hugmynda-fræðin á bak við starfsemi félagsins er sú að við reynum að koma auga á nýjar leiðir eða tækifæri til hagnýt-ingar á sjávarlífverum og öflum al-mennrar þekkingar á lífríki hafsins. Í framtíðinni er síðan gert ráð fyrir að út frá niðurstöðum rannsóknarverk-efna geti orðið til atvinnustarfsemi,“ segir Halldór.

Hrognkelsarannsóknir í samstarfi við veiðimenn

Eitt stærsta verkefnið sem BioPol hefur sinnt eru rannsóknir á hrogn-kelsi. Markmiðið er að afla frekari þekkingar á líffræði og hegðunar-mynstri hrognkelsa ásamt því að leita frekari leiða til nýtingar á teg-undinni. „Við höfum merkt um tíu þúsund grásleppur síðan við byrjuð-um á þessu verkefni og reynum þannig að kortleggja farleiðir þeirra. Það skilar okkur upplýsingum um hegðunarmynstur tegundarinnar þegar hún kemur til hrygningar og vísbendingum um hvort hún kemur einu sinni, tvisvar eða oftar til að hrygna. Við höfum fengið mjög góðar endurheimtur á merkjum inn-an vertíðar, ekki mikið á milli ára en höfum aldrei fengið merki eftir tvo vetur í hafi. Það gefur okkur vís-

bendingar um mikil náttúruleg af-föll eftir hrygningu og að fiskurinn sé í fæstum tilfellum að hrygna oftar en tvisvar,“ segir Halldór.

Verkefnið hefur verið unnið í samstarfi við Hafrannsóknastofnun-in, Veiðimálastofnun, Háskólann á Akureyri og Matís. Verkefnið hefur einnig að miklu leyti verið unnið í samstarfi við sjómenn og Halldór segir þá hafa verið mjög jákvæða. „Við kunnum þeim miklar þakkir fyrir þeirra hjálp og samstarf.“

Bati hörpuskeljar hægurAf öðrum rannsóknum má nefna rannsóknir á hörpuskel, beitukóngi, svifþörungi og ræktun á frumdýrum svo eitthvað sé nefnt. „Við gerðum lítilsháttar úttekt á ástandi hörpu-skeljar í samstarfi við tilraunastöð HÍ að Keldum. Árni Kristbjörnsson rannsakaði þær skeljar sem við sótt-um í Húnaflóa og það kom í ljós að batinn er fremur hægur eftir sýk-

inguna sem kom upp á sínum tíma,“ segir Halldór.

„Við erum núna að gera úttekt á ígulkerjum í Húnaflóa og Skaga-firði, það er verkefni sem hófst í sumar. Þar erum við að reyna að átta okkur á þéttleika á einstökum svæð-um, hrognagæðum og hvernig hrognafylling breytist eftir árstíðum. Svo höfum við einnig verið að rann-saka bandormssýkingu í ufsa, hvað það er sem veldur og hvort einhver svæði eru verri eða betri en önnur. Fyrstu vísbendingar gefa til kynna að fiskurinn hér fyrir norðan geti verið minna sýktur. Það á hinsvegar eftir að fara í gegnum meira af sýn-um til að geta fullyrt eitthvað um það. Þessi tegund bandorms virðist hafa verið lítið rannsökuð hér við land og því verður fróðlegt að sjá hver niðurstaðan verður.“

Þurfti sannfæringarkraftAllir starfsmenn fyrirtækisins að

undanskildum einum búa á Skaga-strönd. Skyldi ekki hafa verið erfitt að fá fólk til þess að flytjast til Skagastrandar? „Í upphafi var ég bara einn og það verður að viður-kennast að fyrst um sinn var erfitt að fá fólk hingað enda fyrirtækið ungt og að taka sýn fyrstu skref. Það þurfti sannfæringarkraft til að telja fólki trú um að verkefnið væri gott og áhugavert. Eftir fjármálahrunið hefur þetta gengið mun betur. Við höfum einnig ráðið sérfræðinga að utan þegar erfiðlega hefur gengið að fá innlent starfsfólk. Fyrirtækið er orðið þónokkuð þekkt í okkar geira núorðið svo þetta helst allt í hendur. Það er alltaf erfitt að koma nýju fyr-irtæki á fót en þetta hefur gengið vel hingað til og við höfum verið að styrkjast faglega frá ári til árs,“ segir Halldór Gunnar.

biopol.is

Halldór Gunnar Ólafsson, framkvæmdastjóri BioPol með myndarlega grásleppu.

Starfsmenn BioPol búa allir á Skagaströnd að undanskildum einum sem býr á Sauðárkróki. Fyrirtækið er í samvinnu við Háskólann á Akureyri og nemar frá skólanum hafa unnið að rannsóknum með BioPol.

Stórhuga fyrirtæki í fámennu samfélagi

Að mörgu þarf að huga við rannsóknir og störfin hjá BioPol eru stundum mjög sérhæfð. Þá þarf jafnvel að leita að starfsfólki utan landsteinanna.

Page 23: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 23

Page 24: Sóknarfæri í sjávarútvegi

24 | SÓKNARFÆRI

„Hér höfum við gott rými fyrir framleiðsluna, aðgang að góðu starfsfólki og þetta er því ekki síðra en að vera með framleiðsluna á höf-uðborgarsvæðinu,“ segir Trausti Ei-ríksson, framkvæmdastjóri fyrirtæk-isins Traust Þekking ehf. sem flutti í fyrra starfsemi sína frá Reykjavík og byggði framleiðsluhúsnæði á jörð-inni Lækjarkoti, skemmt norðan við Borgarnes. Traust á sér langa sögu í framleiðslu vélbúnaðar fyrir sjávar-útveg, bæði landvinnslufyrirtæki og skip, kjötvinnslu og fleiri iðngreinar. Fyrirtækið var stofnað árið 1979 og frá upphafi hefur vélbúnaður fyrir sjávarútveg verið snar þáttur í fram-leiðslunni. Sala á erlenda markaði stendur að baki yfir næstum 100% af veltu fyrirtækisins í dag.

Unnið náið með viðskiptavininum

„Við erum eingöngu í sérlausnum og hér er því enginn lager eða fjölda-framleiðsla. Við störfum gjarnan mjög náið með viðskiptavinum okk-ar, förum með þeim yfir það sem hugmyndin er að leysa með tækni-búnaði og útfærum síðan vélbúnað-inn í hverju og einu tilviki,“ segir Trausti og svarar því aðspurður ját-andi að líkast til sé búnað frá Traust að finna í velflestum fiskvinnslum landsins. Fyrirtækið var til að mynda í fararbroddi í innleiðingu vélbúnað-ar í saltfiskvinnslu og framleiddi t.d. sprautusöltunarvélar og svokallaða saltdreifara sem segja má að hafi leyst mannshöndina og saltskófluna af hólmi. Líkt og í saltfiskvinnslunni hefur Traust þróað og framleitt ýms-an búnað fyrir fiskþurrkanir.

„Okkar styrkur hefur alltaf legið í því að við erum ekki stórt fyrirtæki og eigum þar af leiðandi auðveldara með að sveigja framleiðsluna betur að séróskum hvers og eins viðskipta-vinar. Og að sama skapi er auðvelt fyrir okkur að þróa, breyta og betr-umbæta með hverju verkefni. Þetta kunna okkar viðskiptavinir að meta,“ segir Trausti.

Afskurðinum sprautað í flökin

Ein af nýjustu lausnum Traust er tækjabúnaður sem heitir á ensku Easy Inject eða „auðsprautun“ en þessi búnaður vinnur afskurð í flaka-vinnslu í blöndu sem síðan er sprautað í fiskflökin. „Afskurðurinn er mjög gott hráefni sem við erum með þessu móti að koma á verðmæt-ara form en áður, án þess að hafa áhrif á gæði fiskflakanna. Enda hefur sýnt sig að kaupendur flakanna eru mjög ánægðir með þessa vöru. Ein-kunn í blindsmökkun á flökum með auðsprautun hefur líka verið mjög góð. Þó við höfum ekki fundið þessa tækni upp þá er vélbúnaðurinn dæmi um hvernig við höfum útfært hana á hagkvæman hátt fyrir not-endur,“ segir Trausti.

Fimmtán starfsmenn eru nú hjá Traust í Lækjarkoti við Borgarnes og þar er unnið að öllum verkþáttum;

allt frá hugmynd, teikningum, smíði til samsetningar og frágangs vél-anna.

Trausti Eiríksson við hrognabúnað sem fyrirtæki hans smíðaði.

Skelflokkari í smíðum á gólfinu hjá Traust. Skelsjóðari tekur á sig mynd á verkstæðisgólfinu í Lækjar-koti í Borgarfirði.

Traust Þekking ehf. hefur framleitt fiskvinnsluvélar í yfir 30 ár:

Aðalsmerkið er sérlausnir fyrir viðskiptavinina

Fyrirtækin Friðrik A. Jónsson og Marás eru öflug þjónustu- og sölu-fyrirtæki sem þjóna sjávarútveginum og selja m.a. SIMRAD siglingatæki og YANMAR vélar sem reynst hafa frábærlega við íslenskar aðstæður. Fyrirtækin eru í eigu sömu aðila og sérhæfir Marás sig í vélbúnaði og Friðrik A. Jónsson í siglingatækjum. Árið 2007 keypti Marás Friðrik A. Jónsson en til gamans má geta þess að fyrirtækið er 70 ára á árinu. Með þeirri viðbót var hægt að þjónusta bæði vél og brú, allt á einum stað.

Starfsemin hefur aukist jafnt og þétt, en mikil áhersla er lögð á þjón-ustu, gæði og viðurkenndan búnað fyrir atvinnubáta, sem og aðra báta. „Hvað þjónustuna varðar þá er allt okkar starfsfólk með margra ára reynslu til sjós og lands og einnig reynum við að eiga sem flest á lager því það er slæmt fyrir útgerðarmenn

að bíða lengi eftir varahlutum. Þetta kallar að sjálfsögðu á mikið pláss og eftir að við bættum við okkur um-boði fyrir Arctic Cat vélsleða og fjór-hjól þá sprengdum við endanlega af okkur húsnæðið í Akralindinni,“ segir Guðmundur Bragason fram-kvæmdastjóri. Um miðjan ágúst fluttu fyrirtækin öll úr Kópavogin-um að Miðhrauni 13 Garðabæ í mun stærra og hentugra húsnæði.

Þar er mun betri aðstaða á rafeinda- og vélaverkstæðum, auk sýningarsal-ar og stærra lagerrýmis sem ekki veitti af því hluti af lagernum var kominn í Hafnarfjörð. „Miðhraunið í Garðabæ er mun betur í sveit sett gagnvart samgöngum en gamla stað-setningin í Kópavogi,“ segir Guð-mundur.

faj.is - maras.is

Friðrik A. Jónsson og Marás flytja í stærra húsnæði

Það er mun rýmra um fyrirtækin Friðrik A. Jónsson, Marás og Artic Sport í nýjum björtum húsakynnum að Miðhrauni 13 í Garðabæ.

Starfsmenn fyrirtækjanna þriggja fyrir framan nýju höfuðstöðvarnar en með flutningnum í Garðabæ tvöfaldast húsnæðið sem fyrirtækin hafa yfir að ráða.

traust.is

Page 25: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 25

Page 26: Sóknarfæri í sjávarútvegi

26 | SÓKNARFÆRI

„Okkar þjónusta við sjávarútveginn er mjög stór hluti verkefna Eyja-blikks,“ segir Friðrik Björgvinsson,

framkvæmdastjóri Eyjablikks í Vest-mannaeyjum, en hann tók við stjórnartaumum fyrirtækisins þann

1. september síðastliðinn. Friðrik er öllum hnútum kunnugur í sjávarút-vegi eftir áratuga sjómennsku en frá

því hann hætti á sjónum menntaði hann sig í véliðnfræði og rekstrar-fræði og hefur unnið hjá Vest-mannaeyjabæ frá árinu 2008.

„Sjávarútvegurinn er öflugur hér í Vestmannaeyjum og þarf á mikilli þjónustu að halda í viðhaldi ýmis-konar. Það má því segja að annríkis-tími okkar í skipaflotanum sé þegar hægist á í útgerðinni milli vertíða. Verkefnin eru fjölbreytt, viðhald á búnaði, almenn járnsmíði, smíði á færiböndum eða öðrum minniháttar íhlutum og búnaði. Síðan er einnig mikið um verkefni í landvinnslunni og það sama gildir um þau fyrirtæki og skipin að mikils er um vert að geta gengið að þjónustu líkt og við veitum hér á heimavelli í Eyjum,“ segir Friðrik.

Verkefni í Noregi og á Kanaríeyjum

Eyjablikk hefur ekki aðeins komið við sögu í sjávarútvegstengdum verkefnum hérlendis. Fyrirtækið hefur þannig verið með starfsmenn í viðhaldsverkefnum á Kanaríeyjum fyrir útgerð Kötlu Seafood, dóttur-fyrirtæki Samherja. Þá framleiddi Eyjablikk flokkunaraðstöðu og inn-mötunarkerfi fyrir fiskþurrkun á Træna í Noregi. Einnig hefur Eyja-blikk verið að hreinsa loftræstikerfi í stofnunum og skipum á síðustu ár-um sem er mikil lýðheilsubót af fyrir alla starfsmenn.

„Þannig er það í þessum bransa að eitt leiðir af öðru og við eigum tækifæri til frekari vaxtar bæði hér heima og erlendis. Við höfum hins vegar viljað stíga skrefin markvisst og yfirvegað enda er mest um vert að tryggja að þjónustan sé alltaf eins og best verður á kosið og verkin af hæstu gæðum,“ segir Friðrik en hjá Eyjablikki eru 14 starfsmenn í dag.

„Við höfum verið að fjölga starfs-mönnum undanfarin ár og ég reikna með að sú þróun haldi áfram. Bæði er nóg að gera í viðhaldsþjónustunni og áhugi fyrir að skoða frekari þróun og framleiðslu á búnaði,“ segir Frið-rik.

eyjablikk.is

Miklu skiptir fyrir sjávarútveginn í Vestmannaeyjum að geta sótt þjónustu á borð við þá sem Eyjablikk veitir á heimavelli, segir Friðrik Björgvinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Eyjablikk í Vestmannaeyjum:

Annatími í skipaþjónustu milli vertíða

Page 27: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 27

Íslenskt framleiðsla í 68 ár

Opið virka daga 09:00 til 18:00 / laugardaga 10:00 til 14:00

RB dýnurnar eru íslensk framleiðsla.

Framleiddar í öllum stærðum.

Gæðadýnur fyrir íslenska sjómenn.

Seljum einnig svamp-,

latex- og þrýstijöfnundýnur.

Fást í öllum stærðum.

Page 28: Sóknarfæri í sjávarútvegi

28 | SÓKNARFÆRI

Smiðjuvegi 66 • 200 KópavogiSími 580 5800 • www.landvelar.is

Sjóþolnir olíukælar og varmaskiptar

„Þjónusta við sjávarútveginn er um-talsverður þáttur í okkar starfsemi og á því sviði, líkt og mörgum öðrum, búum við yfir bæði sérþekkingu í ráðgjöf og sölu fyrsta flokks tækja-búnaðar sem og alhliða þjónustu í viðgerðum og eftirliti. Það á við hvort heldur við tölum um vélbúnað skipa, bátavélar eða tæki í land-vinnslu,“ segja þeir Bjarni Arnarson og Rúnar J. Hjartar, sölustjórar hjá Kletti við Sundahöfn í Reykjavík.

Með stofnun Kletts á grunni vélasviðs Heklu árið 2010 varð til fyrirtæki sem byggir ekki einvörð-ungu á víðtækri þekkingu starfs-manna heldur hélt áfram sölu-, vara-hluta- og viðgerðarþjónustu fyrir mörg þekktustu merkin í vélbúnaði í sjávarútvegi, jafnt sem öðrum grein-um atvinnulífsins. Þar má nefna Ca-terpillar og Scania í skipavélum og -rafstöðvum en fyrirtækið er það eina hér á landi sem hefur viður-kenningu í þjónustu á Scana-Volda gírbúnaði fyrir stór skip og sömu-leiðis er það einnig með viðurkenn-ingu í þjónustu við búnað frá ZF sem framleiðir m.a. bátagíra og bún-að fyrir stærri ökutæki. „Það má því með sanni segja að þegar kemur að vélbúnaði báta- og skipaflotans höf-um við lausnir á öllum sviðum með viðurkenndum og vönduðum bún-aði sem stenst íslenskar aðstæður og kröfur,“ segir Bjarni.

Lyftarar útfærðir fyrir erfiðustu aðstæðurnar

Í lyftaraþjónustu Kletts reynir ein-mitt á það síðastnefnda; krefjandi aðstæður fyrir búnaðinn. Rúnar stýrir lyftarasölu hjá Kletti og eru landvinnslufyrirtækin umtalsverður viðskiptavinahópur.

„Við erum núna að bjóða nýja línu í svokölluðum 48 volta raf-magnslyfturum sem eru betur hann-

aðir og útfærðir en gengur og gerist – sérstaklega til að standast rakann, hitasveiflurnar og ekki síst saltið sem víða er í fiskvinnsluhúsunum. Bæði er þá um að ræða breytingar sem framleiðendur hafa gert á lyfturun-um, svo sem með betri vatnsvörn, betri bremsubúnaði og fleiru. Því til viðbótar gerum við oft ýmsar breyt-ingar á lyfturunum fyrir viðskipta-vini þar sem aðstæður eru mjög krefjandi, t.d. að skipta um tengi, smíða hlífar og þess háttar. Allt mið-ar þetta að því að tækin standist kröfur um þrifnað í matvælavinnslu og að þau endist sem best,“ segir Rúnar. Önnur sérhæfing hjá Kletti er sala á ryðfríum léttitækjum frá ULMA sem henta vel í því kröfu-harða umhverfi sem matvæla- og fiskiðnaðurinn er.

Tækniþekking á heimsmælikvarða

„Hjá okkur starfa 28 tæknimenn og eru þeir tæpur helmingur starfsliðs Kletts. Þessi hópur býr yfir sérþekk-ingu og fer um allt land í þjónustu við vélbúnað, hvort heldur sem eru

lyftarar eða vélbúnaður skipa. Við höfum líka annast verkefni erlendis, bæði í tengslum við íslenskar útgerð-ir en einnig vegna þess hversu mik-illi þekkingu við búum yfir hér inn-an húss,“ segir Bjarni en Klettur er staðsettur í Klettagörðum við

Sundahöfn í Reykjavík og eru t.d. aðeins 100 metrar að viðlegukanti.

„Þessi staðsetning er mjög ákjós-anleg í skipaþjónustunni og við höf-um fengið skip hingað til okkar í bæði smærri og stærri viðhaldsverk-efni. Það sparar útgerðum mikinn

tíma og er til hagræðis að geta þann-ig lagt skipunum beinlínis upp að húsvegg hjá þjónustuaðilanum,“ bætir hann við.

klettur.is

Klettur er við Sundahöfn í Reykjavík og skipin geta þannig í orðsins fyllstu merkingu lagst að hlið fyrirtækisins þegar þau þurfa á þjónustu að halda.

Söluteymi Kletts. Frá vinstri: Bjarni Arnarson, sölustjóri Scania, Snorri Árnason, sölustjóri vinnuvéla, Rúnar J. Hjartar, sölustjóri lyftara og loftpressa og Karl Geirsson, sölustjóri CAT aflvéla.

Klettur – sala og þjónusta ehf. við Sundahöfn:

Allt frá handlyftur-um upp í stórar

skipavélar

Humarsoðið frá Höfnvekur áhuga í Danmörku

Humarsoð Kokksins frá Jóni Sölva Ólafssyni, matreiðslumanni hjá Mathúsinu ehf. á Höfn í Hornafirði er nú orðið að útflutningsvöru. Fyrstu tilraunasendingar hafa þegar farið til Danmerkur en fyrir utan þann markað er horft til þess að kynna þetta sælkerahumarsoð fyrir matgæðingum og neytendum í Bret-landi, Frakklandi og á Ítalíu.

Humarsoðið er afurð sem Jón hefur þróað í samstarfi við matar-smiðju Matís á Höfn og segir Vigús Þórarinn Ásbjörnsson, starfsmaður Matís, mjög spennandi að sjá hvern-ig útflutningsverkefnið komi til með að þróast á næstu mánuðum.

„Soðið hefur skapað sér gott orð og er eftirsótt á innanlandsmarkaði. Það var því rökrétt framhald að láta reyna á hvort möguleikar væru í út-flutningi á þessari vöru. Liður í því verkefni hefur verið að hanna nýjar umbúðir utan um afurðina sem munu einnig verða notaðar á innan-landsmarkaði nú fyrir jólin. En það verður virkilega áhugavert að sjá hvað gerist í Danmörku, sem verður fyrsti áfanginn í útflutningsverkefn-inu,“ segir Vigfús.

Claus Mayer, eigandi eins þekkt-asta veitingahúss Kaupmannahafnar, Noma, sem þekkt er fyrir áherslur sínar í norrænni matargerð valdi humarsoðið frá Höfn á vörukynn-ingu þar sem það vakti mikinn áhuga. Humarsoðið er sannarlega sælkeravara og öll markaðssetning miðast við það,“ segir Vigfús og svarar því játandi að möguleikar séu fyllilega fyrir hendi í löndum eins og

Frakklandi og Ítalíu þar sem matar-menning á sér djúpar rætur.

„Já, svo sannarlega. Það er lengri leið að fara inn á markaði eins og Frakkland og því völdum við að horfa fyrst til Danmerkur. Taka eitt skref í einu - líkt og einkennt hefur þetta verkefni hjá Jóni Sölva allt frá byrjun. Vonandi taka erlendir mark-aðir þessari gæðavöru jafn fagnandi og íslenski markaðurinn hefur gert,“ segir Vigfús.

matis.is

Jón Sölvi Ólafsson hefur slegið í gegn með Humarsoði Kokksins.

Page 29: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 29

FAKTORING BRÚAR BILIÐ

Faktoring opnar fyrir ný tækifæri í fjármögnun fyrirtækja og liðkar fyrir rekstri þeirra með betra fjárstreymi. Þjónustan gefur kost á fjármögnun í gegnum útistandandi viðskiptakröfur og brúar þannig bilið á milli lánsviðskipta og staðgreiðslu.

Útistandandi kröfur verða handbært fé

Betra flæði lausafjár

Fjármögnun í samræmi við vöxt þíns fyrirtækis

Aðstoð við innheimtu krafna

Greiðslufallstrygging

Þú færð nánari upplýsingar hjá sérfræðingum Faktoring hjá Arion banka í síma 444 7000 eða á arionbanki.is/fyrirtaeki.

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

1

2-1

94

4

Page 30: Sóknarfæri í sjávarútvegi

30 | SÓKNARFÆRI

Endurmenntunarskóli Tækniskólans býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða sem auka atvinnuréttindi þín en einnig skemmtileg tómstundanámskeið við allra hæfi.

möguleika þína?

www.tskoli.is

Skráning og nánari upplýsingarwww.tskoli.is/namskeid | [email protected] | sími 514 9602

Skipstjórn - vélstjórn• ARPAratsjárnámskeið• ECDISrafræntsjókorta-ogupplýsingakerfi• Endurnýjunskipstjórnarréttinda• GMDSSGOC• GMDSSROC• Hásetafræðsla–aðstoðarmaðuríbrú• IMDGendurnýjun• Skemmtibátanámskeiðfjarnám• Smáskipanámskeiðstaðarnám(áðurpungapróf)• Smáskipanámskeiðfjarnám(áðurpungapróf)• Smáskipavélavörður–vélgæslunámskeið• SSOogCSOöryggisnámskeið

Tómstundanámskeið• Bókband• GPSstaðsetningartækiogrötun• Húsgagnaviðgerðir• iPhone/iPadnámskeið• Leikhúslýsingfyriráhugaleikhús• Ljósmyndanámskeið• Málmsuða• Margmiðlunarnámskeið• Myndlistarnámskeið• MyndvinnslaíPhotoshop• Steinaslípun• Útskurðurítré

Ert þú að nýta

Wise sérlausnir Maritech á sviði við-skiptagreindar veita fjölbreytta möguleika á að fylgjast með og greina upplýsingar fyrir stjórnendur í rauntíma. Um er að ræða sérhann-að umhverfi fyrir úrvinnslu gagna og miðlun verðmætra upplýsinga. Maritech hefur í þróun sinni sér-staklega tekið mið af þörfum sjávar-útvegs, enda er WiseFish ein af lausnum fyrirtækisins á þessu sviði.

Wise lausnirnar vinna jafnt á raungögnum sem og OLAP tening-um með vöruhús gagna sem millilag og auðvelda ákvarðanatöku, ásamt því að veita betri yfirsýn yfir rekstur-inn.

Jón Heiðar Pálsson, sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs Maritech segir úrvinnslu gagna og skýrslugerð hafa verið helsta höfuðverk stjórnenda um árabil og kostað mikinn tíma og peninga. „Með Wise Analyzer, einni vinsælustu vöru Maritech, verður skýrslugerð leikur einn og notand-inn býr til eigin skýrslur og úttak án fyrirhafnar,“ segir Jón Heiðar.

Wise Analyzer gerir stjórnendum kleift að hanna nýjar skýrslur og gera úttak á gögnum á augabragði án þess að kalla þurfi til sérfræðinga og forritara í hvert skipti. Með Wise Analyzer gefst aðgangur að öllum töflum og reitum í WiseFish. Þann-ig getur notandinn sett upp og hannað eigin úttak, endurraðað reit-um, flokkað og afmarkað hvað hann kýs að sjá út úr kerfinu. Þegar skýrslan hefur verið skilgreind og sett upp eins og hentar er hún vistuð

og aðgangsstýringar valdar, en með því er hún orðin aðgengileg fyrir alla þá notendur sem við á.

Viðbætur fyrir WiseFish Í WiseFish er mikil þörf á greining-um s.s. fyrir kvóta, framlegð, ráð-

stöfun, löndun, nýtingu, gæði og aldursgreiningu birgða, þar sem eng-inn vinnur á sama hátt. Því er sveigj-anleiki Wise Analyzer lykillinn að rauntímaúrvinnslu gagna sem trygg-ir yfirsýn yfir reksturinn og að ákvarðanir séu teknar í rauntíma.

Þær greiningar sem eru í boði fyrir staðlaða útgáfu af Wise Analy-zer eru m.a. framleiðslugreining, kvótagreining, birgðagreining, veiði-ferðagreining, sölusaga, framlegð, gæði, löndun, launagreining og fjár-hagsgreining. Wise Analyzer er tekur

aðeins nokkrar mínútur í uppsetn-ingu og er hægt að nálgast beint af vefsíðu Maritech. Lausnin er not-endavæn og keyrir beint með stöðluðu kerfi WiseFish.

Ný útgáfa af WiseFish hefur ver-ið í þróun undandarin ár og segir Jón Heiðar að hún komi út í haust fyrir NAV 2009, hlutverkamiðaðan biðlara.

maritech.is

Starfsfólk Maritech á Akureyri í sjávarútvegslausnum, ásamt Jóni Heiðari Páls-syni, sviðsstjóra sölu- og markaðssviðs Maritech. Frá vinstri: Halldór Lind Guð-mundsson, Hafþór Ingi Heimisson, Hannes Kristjánsson, Eva Hlín Dereksdóttir og Jón Heiðar.

Tilbúnar greiningar á WiseFish gögn þar sem notandinn getur breytt aðlagað og búið til sínar eigin skýrslur, t.d. eftir birgðahreyfingum eða hráefnum, líkt og hér sést.

Maritec kynnir nýja útgáfa af Wise Analyzer greiningartóli og viðbót fyrir sjávarútveginn:

Enn betri yfirsýn með WiseFish

Page 31: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 31

Page 32: Sóknarfæri í sjávarútvegi

Loðnuvinnslan hf.Fáskrúðsfirði

Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf.

- sjálfbær nýting sjávarauðlinda

Vi›arhöf›a 6 - Reykjavík

Sjómannafélag Eyjafjarðar

32 | SÓKNARFÆRI

Við skorum á stjórnvöld að standa vörð um rétt Íslands sem strandríkis

Page 33: Sóknarfæri í sjávarútvegi

Gullberg hf.Langatanga 5

710 Seyðisfjörður

Sigurbjörn ehf.Grímsey

SÓKNARFÆRI | 33

Við skorum á stjórnvöld að standa vörð um rétt Íslands sem strandríkis

Page 34: Sóknarfæri í sjávarútvegi

34 | SÓKNARFÆRI

Allar tegundir beitu

www.isfell.is

Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets:• Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28• Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19• Ísnet Húsavík - Barðahúsi• Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi• Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1• Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • [email protected]

„PD-5 Boost bætiefnið dregur úr rekstrarkostnaði, sótið hreinsast úr vélunum, þær verða þýðgengari og þannig er lagður grunnur að því að draga úr eldsneytiseyðslu. Þegar um skip er að ræða spila margir þættir inn í eldsneytiseyðsluna en við sjáum mýmörg dæmi um t.d. vinnuvélar í landi þar sem umtalsverður eldsneyt-issparnaður hefur orðið með notkun PD-5. Ég hef í mínu fyrra starfi, sem útgerðarstjóri, oft fengið kynningu á bætiefnum fyrir eldsneyti sem ekki hafa vakið áhuga minn fyrr en nú með þessu efni. Tölurnar um aukna nýtingu eldsneytisins, aukna orku vélanna, sóthreinsun, minni mengun og fleiri þætti vöktu áhuga minn á PD-5 efninu,“ segir Haraldur E. Jónsson, sölufulltrúi hjá Kemi ehf. Efnið er þar að auki algerlega án allra kemiskra efna og því umhverfisvænt. Hann hefur í starfi sínu fyrir Kemi farið um landið síðustu mánuði og kynnt notkun PD-5 Boost sem fyrir-tækið hóf sölu á þann 3. maí á þessu ári.

Einfalt og árangursríkt„Efninu er blandað í geymslutanka eldsneytisins í hlutföllunum 1:2.000 og það byrjar strax að vinna á bakt-eríum og gróðurmyndun. Eldsneytið verður hreinna og þegar í brunahólf-ið kemur verður betri bruni og sót hreinsast út. Sprengikraftur eykst og það er hann sem gefur meiri hita til að hreinsa sót úr sprengirými vél-anna og afgasleiðum. Sú reynsla sem við höfum fengið í skipavélum, bátavélum, vinnuvélum og yfir 3.500 bifreiðum hér á landi á þessu ári staðfestir þetta. Eldsneytissparn-aður er umtalsverður en mismikill eftir aðstæðum,“ segir Haraldur. Kemi kynnti notkun PD-5 hér á landi fyrr á árinu og náði strax eyr-um útgerðarfyrirtækja, verktaka og

almennings. Ekki er að undra, mið-að við að eldsneytiskostnaður er oft og tíðum einn stærsti útgjaldaliður útgerða og verktaka. Haraldur segir að eldsneytissparnaður hafi sýnt sig í flestum tilfellum á bilinu 10-20% og munar um minna. Hann segir notkun efnisins mjög einfalda.

Vinnur með öllum gerðum jarðefnaeldsneytis

„PD-5 er ætlað til nota með bensíni, dísel eða bio-dísel og einfalt er að blanda því í réttum hlutföllum í eldsneytisgeyma. Notkun PD-5 út-heimtir því ekki neinn frekari búnað en sér til hagræðis hafa stærri skipin komið sér upp kútum með efninu til íblöndunar. Nota má efnið jafnt á heimilsbílinn sem stærstu skipavélar. „Við erum í öllum tilfellum að tala um sparnað í rekstri en augljóslega er ávinningurinn mestur hjá þeim sem nota mikið eldsneyti. Einnig vegur mjög þungt að lengja endingartíma vélanna og draga úr viðhaldskostn-aði. Að okkar mati sýnir reynslan því ótvírætt að notkun PD-5 skilar góð-um ávinningi,“ segir Haraldur.

kemi.is

Haraldur E. Jónsson, sölufulltrúi hjá Kemi ehf. með brúsa af PD-5 Boost. „Við erum í öllum tilfellum að tala um sparnað í rekstri en augljóslega er ávinningurinn mestur hjá þeim sem nota mikið eldsneyti.“ Mynd: LalliSig.

Nýju verkefni hefur verið hleypt af stokkunum með stuðningi AVS sjóðsins þar sem m.a. verður beitt segulómun til að rannsaka hvernig dreifing salts og vatns í saltfiskvöðv-um og mismunandi meðferð hefur áhrif á gæði saltfiskafurða. Að verk-efninu standa Matís og íslenskir salt-fiskframleiðendur í samstarfi við

Institut National de la Recherche Agronomique (INRA) í Clermont-Ferrand í Frakklandi. Verkefnið fékk stuðning AVS sjóðsins til eins árs.

Samkvæmt upplýsingum frá Matís má rekja vinsældir íslensks saltfisks á erlendum mörkuðum til mikillar vinnslu- og verkunarþróun-ar undanfarin ár.

„Meirihluti íslenskra saltfiskaf-urða er seldur til Spánar þar sem blautverkaður saltfiskur er vinsæll og gott verð fæst. Aðrar þarfir eru þó á Portúgals- og Brasilíumarkaði, en þar er eftirspurn eftir þurrkuðum saltfiski meiri. Þessir markaðir eru stórir og því eftirsóknarvert fyrir ís-lenska framleiðendur að auka hlut sinn á þessum mörkuðum. Til þess þarf þó að vinna að frekari ferlastýr-ingu þurrkunar og útvötnunar mið-að við þær söltunaraðferðir sem tíðkast hér á landi. Áætla má að með bestun vinnslu- og verkunarferla allt

frá hráefni til lokaafurðar megi stuðla að gæðaafurð sem hentar þessum nýja markaði fyrir íslenskar saltfiskafurðir. Þá hafa kvartanir borist reglulega um súra vansaltaða hnakka sem rekja má til misdreifing-ar salts um vöðvann,“ segir í frétt Matís en ætlunin er einmitt að skoða sérstaklega hvernig salt og vatn dreifist um saltfiskvöðvann og hver áhrif meðhöndlunar eru á loka-afurðina. Markmið verkefnisins séu að finna ástæðu þess að áðurnefndir gallar komi upp og koma þannig í veg fyrir þá með bættum verkunar-aðferðum.

Nýjung í matvæla- rannsóknum hérlendis

Stuðst verður við nýjustu tækni-framfarir innan matvælarannsókna, m.a. segulómun, auk hefðbundinna efna- og eðliseiginleikamælinga.

„Segulómun kannast flestir við sem hafa farið í rannsóknir á spítala,

en rannsóknir með tækninni innan matvælarannsókna eru tiltölulega nýjar af nálinni og hafa fram að þessu ekki verið framkvæmdar í ís-lenskum verkefnum. Í verkefninu verður segulómtæknin notuð til að veita innsýn í uppbyggingu vöðvans og dreifingu vatns og salts um hann með myndrænum hætti. Einn helsti kostur þessarar tækni er að hún hef-ur engin áhrif á sýnin og þau eru því ólöskuð eftir greiningu. Einnig verða framkvæmdar NMR mælingar, þar sem ítarlegri magnmælingar á áhrif vinnsluaðferða á hreyfanleika og dreifingu salts og vatns, innan sem utan vöðvafrumanna, verða fram-kvæmdar. Þá verður skoðað hvernig þetta jafnvægi hefur áhrif á gæði salt-fiskafurðanna og hvernig megi bæta verkunaraðferðirnar með tilliti til þessa jafnvægis milli vatns og salts í vöðvanum,“ segir í frétt Matís.

matis.is

Segulómun verður á nýjan hátt beitt til að rannsaka dreifingu salts og vatns í saltfiskvöðvunum.

Segulómun beitt á saltfiskinn

Nýtt bætiefni skilar umtals-verðum eldsneytissparnaði

Page 35: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 35

Allt fyrir kælingu og frystingu og meira til

Kæli- & frystiklefar, hurðir & öryggisbúnaður

Bitzer kæli- & frystivélar ofl.

Kælivélaolíur North Star ísvélar

Plaststrimlahurðir

Eimar & eimsvalar Ísvélar

Tilbúin kæli- & frystikerfi Mycom kæli- & frystivélar & varahlutir

Hraðopnandi iðnaðarhurðir fyrir kæli & frystiklefa ofl.

Iðnaðareiningar fyrir stærri kæli- & frystigeymslur

Kælimiðlar R507, R404, R134 ofl.

Kælitækni Rauðagerði 25 • 108 Reykjavík • Sími 440 1800 • Fax 440 1801 • [email protected]

www.kælitækni.is og/eða www.kaelitaekni.is

Okkar þekking nýtist þér ...

Page 36: Sóknarfæri í sjávarútvegi

36 | SÓKNARFÆRI

Nýverið kom á markaðinn ný útgáfa hins byltingarkennda WASSP dýpt-armælis. WASSP F series mælirinn er fáanlegur í 80kHz og 160kHz út-gáfu en þessi fjölgeisla dýptarmælir hefur sannað sig um heim allan og er hann kominn í yfir 500 skip, að sögn Guðmundar Bragasonar, sölu-stjóra Sónar ehf. Hann segir fjöl-geislamælinn þegar kominn í línu-skip, snurvoðarbáta, humarbáta og uppsjávarskip hérlendis.

„Við sjáum aukna möguleika á notkun WASSP í uppsjávarskipum enda hefur WASSP reynst mjög vel við makrílleit og -veiðar. WASSP sýnir makríl, síld og loðnu mjög vel. Það að geta séð 120° þverskurðar-mynd í rauntíma undir skipinu á WASSP mælinum gefur skipstjórn-anda færi á skjótri ákvarðanatöku. Þegar farið er yfir fiskitorfu eins og makríl sýnir WASSP nákvæmlega hvar torfan er staðsett þannig að hægt er að breyta stefnunni til að staðsetja trollið á besta stað og há-marka aflann,“ segir Guðmundur.

Ekki aðeins gefur WASSP mönn-um betri mynd af hve stórar fiski-torfur eru heldur hjálpar fjölgeisla-mælirinn einnig við að kortleggja ný veiðisvæði á miklu fljótlegri hátt en hefðbundnir mælar með einum geisla þar sem hann getur skrásett nokkur hundruð metra rönd í einni yfirferð. WASSP teiknar upp sjávar-botninn með dýpis- og botnhörku- upplýsingum í rauntíma ásamt því að geta sýnt fiskyfirlag bæði í þrí-víddar og tvívíddarbotnmynd.

Nú er einnig komin svokölluð rannsóknarútgáfa af WASSP á markaðinn með meiri nákvæmni í skráningu botnupplýsinga og kort-lagningu þeirra. WAASP S línan er með 224 geisla botnstykki í stað 112 geisla á hefðbundna WASSP F fjöl-geislamælinum en báðar gerðir sýna 120° þversniðsmynd í rauntíma undir skipinu.

„Við hjá Sónar ehf. höfum mikla trú á að WASSP verði kominn í flest

alvöru fiskiskip innan ekki margra ára. Þessi fjölgeislamælir er einfaldur í notkun og gefur skipstjórnanda miklar upplýsingar. Allar valmyndir og leiðbeiningar eru á íslensku og hægt er að tengja WASSP við Olex

og Turbo Tactic til að færa upplýs-ingar um botn og hörku inn í sigl-ingaforritin,“ segir Guðmundur að lokum.

sonar.is

„Aðsókn í skipstjórnarnám hefur aukist talsvert síðustu ár, en tak-mörk eru á því hversu mikið við get-

um stækkað að nemendafjölda. Nokkur atriði ráða þar og þá helst greiðslur miðað við nemendafjölda. Annað er aðstaða en erfitt er að vera með mjög stóra árganga vegna tækjakosts og annarrar aðstöðu. Við skólann stunda nú um 95 nemendur dagskóla og um 110 nemendur lotu-bundið dreifnám,“ segir Vilbergur Magni Óskarsson, skólastjóri Skip-stjórnarskólans.

Dreifnemum fjölgar mestMesta aukningin er í dreifnáminu og segir Vilbergur kappkostað að dreifnemendur séu jafn vel settir og dagskólanemar. „Því náum við með því að taka upp kennslustundirnar í dagskólanum og hafa þær aðgengi-legar dreifnámsnemendum í við-komandi áföngum. Enda taka þeir sömu próf og dagskólanemendurnir og verða að öðru leyti að uppfylla sömu kröfur um þekkingu. En með þessu móti höfum við komið til móts við stóran hóp fólks sem ekki hefur séð sér fært að taka sér frí frá vinnu til að setjast á skólabekk.“

Námið breytist með tækniþróuninni

Vilbergur segir að þó skólinn sé í eðli sínu íhaldssöm stofnun þá hafi orðið talsverðar breytingar á inni-haldi náms og vegi tækniframfarir þar mest. „Rafeindatæknin er nú orðin ómissandi hluti siglinganna en siglingatölvur eru með rafeindakort-um og nýta gervihnattakerfi. Þannig sést staðsetning skipsins í rauntíma. Á rafeindakortinu birtast einnig upplýsingar um nálæg skip, hvað

þau heita, stefnu þeirra og hraða, auk upplýsinga frá AIS um hvaðan þau koma og hvert þau eru að fara. Einnig er gervihnattatækni nú nýtt til að fylgjast með veðri og afla auk annarra siglingatengdra upplýsinga, sem og fyrir mikinn hluta almennra fjarskipta skipa við land.

Augljóslega erum við því að halda í við tækniframfarirnar en jafnframt að fylgja kröfum nám-skrár. Hún tekur einnig mið af al-þjóða kröfum til þessarar menntun-ar, sem breytast mun hægar en tæknin,“ segir Vilbergur.

tskoli.is

Guðmundur Bragason, sölustjóri Sónar.

Þrívíddar botnmynd með fiskyfirlagi.

Þversniðsmynd af fiskitorfu undir skipi.

Skipstjórnarskólinn.

Nýr fjölgeislamælir frá Sónar:

Meiri fiskur – minni tilkostnaður!

Skipstjórnarskólinn:

Tvö hundruð nemendur í dagskóla og dreifnámi

Vilbergur Magni Óskarsson skóla-stjóri.

HDS 10/20-4 M30-200 bör500-1000 ltr/klst

HDS 8/17-4 M30-170 bör400-800 ltr/klst

HDS 5/11 U/UX110 bör450 ltr/klst1x230 volt

GufudælurAflmiklir vinnuþjarkar

Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is

K Ä R C H E R S Ö L U M E N N

F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð

Page 37: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 37

Matís er öflugt þekkingarfyrirtæki sem sinnir fjölbreyttu rannsókna-, þjónustu- og nýsköpunarstarfi. www.matis.is

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

2-1

91

6

Að sjá verðmæti ...… þar sem aðrir sjá þau ekki er einn dýrmætasti hæfileiki

sem fólk býr yfir. Okkar hlutverk er að auðvelda þeim sem hafa þennan hæfileika að þroska og framkvæma hugmyndir sínar, samfélaginu öllu til hagsbóta.

Page 38: Sóknarfæri í sjávarútvegi

38 | SÓKNARFÆRI

Fimmtudagurinn 8. nóvember 10:00-12:00

09:00 Afhending gagna

Íslenskur sjávarútvegur •Opnun,sjávarútvegsráðherra•Yfirlityfiríslenskansjávarútveg2012ogheimsafla•Umhugsanlegáhrifbreyttraumhverfisskilyrða ánæstuáratugumáframboðaffiskifráÍslandi•Sjávarþorpið2030•Afhendingframúrstefnuverðlauna

Fimmtudagurinn 8. nóvember 13:30-15:00

Málstofa A | Eiga Íslendingar að vera með sam eiginlegt markaðsstarf?

Málstofa B | Framtíðartækifæri í fiskeldi

Fimmtudagurinn 8. nóvember 15:30-17:00

Málstofa A | Allt hráefni á land?

Málstofa B | Er framtíð í fullvinnslu á Íslandi?

Föstudagurinn 9. nóvember 09:00-10:30

Málstofa A | Heimsframboð helstu botnfisktegunda

Málstofa B | Framboð samkeppnis - tegunda upp sjávar fiska í N-Atlantshafi

Föstudagurinn 9. nóvember 11:00-12:45

Fishery management and harvesting in Iceland and the EU•TheEUCommonFisheryPolicy andproposalsforchange•Theenvironmenttooperateaseafoodcompany inIceland•Paneldiscussionwithspeakersand2otherpersons fromtheindustryinIceland

Föstudagurinn 9. nóvember 13:00

Hluthafafundur Sjávarútvegs-ráðstefnunnar ehf. | 13:00Kosningþriggjanýrrafulltrúaístjórn,skipulagSjávar­útvegsráðstefnunnar2013,o.fl.

HORFT TIL FRAMTÍÐAR

2012

Grand Hótel Reykjavík 8.– 9. nóvemberSkráning á www.sjavarutvegsradstefnan.is

Aðal styrktaraðilar Sjávarútvegsráðstefnunnar 2012

S t æ r S t i v e t t v a n g u r a l l r a S e m S t a r f a í S j á v a r ú t v e g i n u m

Agnar Erlingsson, skipaverkfræðing-ur hjá ráðgjafarfyrirtækinu Navis í Hafnarfirði, hefur starfað í kringum íslenska skipastólinn í áratugi, bæði í skipahönnun, opinberu eftirliti, rannsóknum, flokkunarfélagsstörf-um og ráðgjöf. Hann segir að skipa-smíðaiðnaðurinn í heild hafi verið í mikilli hættu hér á landi þegar harð-ast sló í bakseglin en tekist hafi í sumum tilfellum naumlega að við-halda og bjarga verkþekkingunni. Agnar segir draumsýn að stærri stál-skip verði smíðuð hérlendis frá grunni - eins og gerðist fyrir fáein-um áratugum. Í slíkum verkefnum sé ekki hægt að keppa við lönd þar sem vinnuaflið er mun ódýrara.

Agnar lærði skipaverkfræði á sín-

um tíma í Englandi og Bandaríkjun-um og starfaði síðan í skipasmíða-stöð og við rannsóknarstörf í Nor-egi, síðan hjá Matvælastofnun Sam-einuðu þjóðanna í Róm áður en hann fluttist heim til Íslands. Eftir 15 ára starfstíma erlendis tók við uppbygging á fyrirtækinu Det Norske Veritas hér á landi en við það starfaði Agnar í 25 ár en stofn-aði síðan Navis ásamt öðrum fag-menntuðum skipatækni og -verk-fræðingum. Meginverkefni hans snúast um tjónamál skipa, mat á skemmdum þegar óhöpp verða og samskipti við trygginga- og flokkun-arfélög, bæði hérlendis og erlendis. Nýlegt dæmi um verkefni af þessu tagi er þegar flutningaskip strandaði

á Grænlandi nú síðsumars en við-gerð á skemmdum skrokki þess fór fram hjá Slippnum á Akureyri og hafði Agnar eftirlit með því verki fyrir hönd erlendra trygginga.

Gjörbreyttur skipasmíðaiðnaður

Löng starfsreynsla Agnars í kringum íslenska skipastólinn gefur tilefni til að spyrja hann um þróunina í skipa-iðnaðinum sem hann segir umtals-verða.

„Já, það hafa orðið miklar breyt-ingar í skipasmíðaiðnaðinum hér á landi síðustu þrjátíu árin. Þegar ég byrjaði að starfa hérlendis skömmu fyrir 1980 var uppgangur í þessum iðnaði, ný skip smíðuð hjá Stálvík í Garðabæ og fleiri en eitt skip smíðað á ári hjá Slippstöðinni á Akureyri, allt upp í stóra togara. Þetta var því allt öðruvísi umhverfi en er núna. Í dag er eiginlega ekki nema einn aðili sem stendur undir nafni að mínu mati, þ.e. Slippurinn á Akureyri. Þar er mannskapur, getan og aðstaðan til að takast á við stærri viðhalds-verkefni. Staðreyndin er sú að Akur-eyringunum tókst öðrum fremur að komast í gegnum þrengingarnar án þess að missa of mikið út af fagþekk-ingunni og hafa náð að viðhalda að-stöðunni,“ segir Agnar en bendir jafnframt á að mörg fyrirtæki hér-lendis hafi náð að viðhalda þekkingu og getu við að sinna vélbúnaði skipa ágætlega. Auk þess að á nokkrum stöðum á landinu séu smærri slippar sem ágætlega séu í stakk búnir til að sinna smærri viðhaldsverkefnum skipa og þjóna sínum heimabyggð-um.

„Dæmi um þessi fyrirtæki er Skipasmíðastöðin í Njarðvík þar sem ég þekki vel til. Þar er þó tak-mörkun við 6-700 tonn í þyngd skipa en sú stöð er ágætlega búin til að fást við þessi minni slippverkefni. Vandinn fyrir mörg þessi fyrirtæki er að vertíðarbátastærðin hefur dálít-ið vikið á síðustu árum og kvótinn færst meira yfir á stærri skipin.“

Nýsmíðin horfin varanlegaAgnar segir að fengur hafi verið í að fá þurrkvíarnar hingað til lands en slíkar eru bæði á Akureyri og í Hafn-arfirði. Þær nýtist vel í viðhaldsverk-efnin, sem hann segir eiga að vera áhersluefni innlendu slippfyrirtækj-anna. Tómt mál sé að tala um frek-ari skrokksmíðar stálskipa hér heima. Sá tími sé liðinn.

„Það er engin skynsemi í að ætla að stálskipasmíði geti komið hingað aftur. Hún færðist til landa þar sem hægt er að vinna þessi verkefni með ódýrari hætti. Og við sjáum jafnvel að stálskipasmíðin er farin að færast frá löndunum í norðanverðri Evr-ópu til Austur-Evrópu. Pólland hef-ur þannig gefið eftir í skipasmíðun-um með hækkandi launum þar. Og sú breyting er þegar orðin í Noregi að þar eru menn mikið til hættir að smíða skrokkana en einbeita sér að því að taka þá erlendis frá og fullgera heima. Í þeim fáu nýsmíðaverkefn-um sem hafa verið hér á landi síð-ustu árin höfum við klárað smærri verkþætti bæði hér heima og erlend-is, til að mynda niðursetningu í inn-lendum vinnslubúnaði en í þeim

Skipaverkfræðingurinn Agnar Erlingsson hjá Navis:

Þörf á nýsmíðum ogbreytingum í skipastólnum

Fiskiskip í viðhaldi hjá Skipasmíðastöðinni í Njarðvík.

Page 39: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 39

þáttum erum við Íslendingar reynd-ar mjög vel samkeppnisfærir.“

Uppsöfnuð framkvæmdaþörf hjá útgerðunum

Sýnt er, að mati Agnars, að safnast hefur upp þörf á síðustu árum í bæði viðhaldi skipa og nýsmíðum. Fjár-málahrunið hafi haft sitt að segja en ekki síður stöðug óvissa um stjórn-

kerfi fiskveiða til framtíðar. Útgerð-irnar hafi ekki treyst sér til að ráðast í fjárfestingar við þessar aðstæður. En hvar telur Agnar að skóinn kreppi einna helst í skipastólnum?

„Staðreyndin er sú að þrátt fyrir háan aldur margra skipa þá hefur þeim verið vel við haldið og gerðar á þeim ýmsar breytingar. Þau geta því mörg hver dugað nokkuð lengi enn.

Mig grunar að einna helst kreppi skóinn í ísfisktogurum og stærri línuskipunum og þar þurfi bæði að smíða ný skip og búa þau eldri nú-tímalegri búnaði. Sömuleiðis mætti líka endurbæta og byggja ný skip í flota uppsjávarskipanna, fá fleiri skip búin afkastamiklum vinnslulínum,“ segir Agnar og aðspurður svarar hann því að alþjóðlegar útblástur-

skröfur reki enn sem komið er ekki fast á eftir þar sem þær sé fremur miðaðar að skipum sem eru stærri en hefðbundin fiskiskip.

„Menn eru sífellt að leita eftir meiri hagkvæmni í eldsneytis-brennslu skipa en henni má í mörg-um tilfellum ná með breytingum á vélbúnaðinum. Hins vegar eru stífari kröfur hvað varðar útskipti á kæli-

miðlum í skipum og margar útgerðir munu gera breytingar á skipum samhliða því að uppfylla þær kröfur. Mér sýnist því talsvert vera fram-undan í fjárfestingum í skipastóln-um.“

Sárvantar sérmenntað ungt fólk

Mikilvægur hluti útgerðar hér á landi er starfsemi þjónustufyrirækja á borð við Navis þar sem er að finna sérhæfða þekkingu í skipaverkfræði og skipatæknifræði. Agnar segir mikið áhyggjuefni hversu lítil endur-nýjun hafi verið og ekkert sé fyrir-sjáanlegt í þeim efnum.

„Á mínum námsárum voru margir Íslendingar að læra í þessum faggreinum í Danmörku, Þýska-landi, Bretlandi og víðar en í dag er mér vitanlega enginn í þessu sér-námi. Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál og okkur sárvantar nýjan mann-skap í þennan geira. Að vísu hefur þessi grein þróast þannig að almennt menntaðir verk- og tæknifræðingar geta komið inn í hana en það er mikil nauðsyn á að sérmennta ungt fólk í skipatækni til að við getum viðhaldið þeirri þekkingu hér heima. Þessi þróun hefur ekkert með hrun að gera heldur má miklu fremur rekja hana til þess þegar skipasmíði lagðist hér af. Þá sá ungt fólk ekki framtíð í þessari menntun en þó ný-smíðar séu aflagðar þá þurfum við á þessari fagmenntun að halda.“

navis.is

Agnar Erlingsson, skipaverkfræðingur. „Það er engin skynsemi í að ætla að stálskipasmíði geti komið hingað aftur. Hún færðist til landa þar sem hægt er að vinna þessi verkefni með ódýrari hætti.“ Mynd: LalliSig.

Klettagörðum 8-10 | 104 Reykjavík | Sími: 590-5100 | www.klettur.is

KLETTUR býður úrval af lyfturum, aflvélum, rafstöðvum, loftpressum og öðrum búnaði fyrir skip og útgerðir frá þekktum framleiðendum, auk þess að vera með framúrskarandi varahluta- og viðgerðarþjónustu.

ÞEGAR GÆÐI OG ÁREIÐANLEIKISKIPTIR MÁLIÞEGAR GÆÐI OG ÁREIÐANLEIKISKIPTIR MÁLI

Page 40: Sóknarfæri í sjávarútvegi

40 | SÓKNARFÆRI

Stöndum vörð um þá miklu uppbyggingu sem orðið hefur í íslenskum sjávarútvegi á liðnum árum og áratugum.

Nýtum tækifærin til enn frekari uppbyggingar og leyfum greininni að þróast á eigin forsendum til hagsbóta fyrir land og þjóð.

Nýtum tækifærin í sjávarútvegi!

Norðurtanga - 355 Ólafsvík - Sími 430 3700 - [email protected]

Dæmi eru um að útgerðarfyrirtæki hér á landi hafi setið uppi með um-talsvert tjón vegna innfluttra vara-hluta sem ekki reyndust upprunaleg-ir frá framleiðanda, þrátt fyrir að umbúðir væru óaðfinnanlega merkt-ar réttu framleiðslumerki og komi jafnvel frá stórum vöruhúsum í Evr-ópu.

„Því miður erum við alltaf að heyra af svona dæmum og þau verða tíðari. Einmitt af þessari ástæðu leggjum við mikla áherslu á þau skilaboð til fyrirtækjanna að þau beini sínum viðskiptum, líkt og í þessu tilfelli, til viðurkenndra sölu- og þjónustuaðila fyrir framleiðanda vörunnar. Nýjasta dæmið er frá einu af stærri verktakafyrirtækjum lands-ins en þeir fengu nýverið legur fyrir á fjórðu milljón króna sem við nán-ari skoðun reyndust eftirlíkingar og uppfylltu engan veginn þær kröfur sem menn gera til orginal varahluta. Árverkni verkstæðismanna bjargaði því sem bjargað var. Eins og þetta dæmi sannar eru einstakir vélahlutar mjög dýrir og jafnvel þótt tími sé dýrmætur þegar tæki bila þá marg-faldast sá kostnaður ef viðgerð mis-tekst vegna þess að varahlutir eru ekki fullnægjandi,“ segir Ingvar

Bjarnason, framkvæmdastjóri hjá Landvélum í Kópavogi en í um-ræddu dæmi var um að ræða legur sem áttu að vera frá framleiðandan-um SKF í Svíþjóð sem Landvélar eru með umboð fyrir. Ingvar segir framleiðandann mjög meðvitaðan um að á heimsmarkaðnum eru eftir-líkingar seldar undir merki SKF og mjög erfitt fyrir leikmenn að greina muninn. Hjá SKF eru til að mynda 6 manns í fullu starfi að skoða svona mál og oft enda þau fyrir dómstól-um. Þá er þetta vandamál ekki ein-skorðað við Asíulöndin því nýlega hætti SKF samstarfi við tvo umboðs-aðila SKF í Þýskalandi sem stund-uðu þann leik að selja eftirlíkingar á erlenda markaði, en pössuðu sig svo á að gera ekki það sama á heima-markaði.

Hreinsað, meðhöndlað og sagt vera nýtt!

„Þetta sjáum við einnig gerast í margri annarri framleiðslu og við vitum fleiri dæmi um að fyrirtæki í sjávarútvegi hafa orðið fyrir barðinu á innflutningi varahluta sem ekki eru það sem þeir eru sagðir vera. Í sumum tilfellum eru varahlutir sagð-ir nýir en eru það alls ekki. Hafa

bara verið hreinsaðir vel upp og meðhöndlaðir þannig að þeir líta út fyrir að vera nýir. Algengara er þó að hið selda er ódýr eftirlíking af „org-inal“ vöru en í óaðfinnanlegum um-búðum rétt eins og frá framleiðanda viðkomandi vörumerkis. Við höfum langa reynslu af því að þjónusta sjáv-arútveginn og aðrar greinar atvinnu-lífsins hvað vélbúnað snertir og brýnum fyrir okkar viðskiptavinum að fara varlega. Það er dýrkeypt að kaupa köttinn í sekknum,“ segir Ingvar.

landvelar.is

Ingvar Bjarnason hjá Landvélum (t.v.) og Víglundur Sverrisson, starfsmaður SKF í Danmörku, með volduga legu á milli sín.Mynd: LalliSig

Mynd úr upplýsingabæklingi SKF-leguframleiðandans sem sýnir vel við hvað er að kljást. Þessi lega er eftirlíking.

Varahlutir fyrir milljónir

króna reyndust eftirlíkingar

Page 41: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 41

Page 42: Sóknarfæri í sjávarútvegi

42 | SÓKNARFÆRI

Árið 1987 var sett á stofn fyrirtæki á Dalvík um markaðssetningu og sölu sjávarafurða en að baki því stóð hóp-ur einstaklinga á Norðurlandi, bæði útgerðarmenn og sjómenn. Segja má að stofnun Fiskmiðlunar Norður-lands hafi verið til marks um þá þró-un sem síðar varð í markaðs- og sölumálum í íslenskum sjávarútvegi, þ.e. að fleiri aðilar kæmu að þessum þáttum en einungis stór sölusamlög á borð við Sölumiðstöð hraðfrysti-húsanna, Íslenskar sjávarafurðir og

SÍF, svo þau helstu séu nefnd. Á þessu ári fagnar fyrirtækið, sem nú ber nafnið Salka-Fiskmiðlun hf., aldarfjórðungs afmæli sínu en í dag er það leiðandi og stærst hér á landi í umboðssölu þurrkaðra fiskafurða á Nígeríumarkaði. Hlutdeild Sölku-Fiskmiðlunar er þar um 40% og raunar selur fyrirtækið einnig afurðir til Nígeríu fyrir erlenda framleið-endur. Sóknarfæri heimsótti Sölku-Fiskmiðlun og ræddi við Katrínu Sigurjónsdóttur framkvæmdastjóra.

Í dag eru starfsmenn Sölku-Fisk-miðlunar fjórir og þrautreyndir á þessu sviði því starfsaldurinn er að meðaltali 13,6 ár! Katrín segir að fyrsta sala fyrirtækisins á Nígeríu-markað hafi verið árið 1989 en þá höfðu þurrkaðar afurðir verið fluttar á Ítalíumarkað í smáum stíl.

„Maður að nafni Bragi Eiríksson hafði líka byggt upp útflutning á Nígeríumarkað um nokkurt skeið hér á landi og þegar hann hætti sök-um aldurs tókum við yfir hans við-skiptasambönd og við getum sagt að með þeim og kaupunum á skreiðar-deild ÍS hafi verið lagður grunnur að því sem við erum í dag,“ segir Katrín um þá þróun sem skapaði Sölku-Fiskmiðlun svo sterka stöðu á Níg-eríumarkaði sem raun ber vitni. Hún tók við framkvæmdastjórastarf-inu árið 2004 en þá hafði Hilmar Daníelsson leitt fyrirtækið að mestu frá stofnun þess.

Bylting með inniþurrkun

Athyglisvert er að staldra við og horfa til þeirrar þróunar sem orðið hefur í fiskþurrkun hér á landi síð-ustu 20 árin. Upp úr 1990 varð inniþurrkun sterkari og þar má segja að séríslenskar aðstæður séu notaðar út í ystu æsar; auðlindin sem felst í heita vatninu. Fram til þessa hafði skreið fyrst og fremst verið þurrkuð í útihjöllum en þegar inniþurrkanir komu til varð framleiðslutíminn mun styttri, auk þess sem inniþurrk-unin er mun stöðugri framleiðsluað-ferð en að treysta á duttlungafulla ís-lenska veðráttu. Þróun á inniþurrk-un með hitaveituvatni á sér ekki fyr-irmyndir og íslenska hugvitið er því,

ásamt heita vatninu, sú undirstaða sem fiskþurrkun byggist á hérlendis í dag. Hjallaþurrkun er að vísu ekki alfarið aflögð, enda sækjast einstakir kaupendur eftir þeirri framleiðslu en nær öll framleiðslan kemur þó úr inniþurrkunum.

„Við keppum við nágrannalönd okkar á þessum mörkuðum fyrir þurrkaðar afurðir en þeir þurfa hins vegar að nota dýrari orkugjafa á borð við olíu og rafmagn til að þurrka. Þar njótum við forskots með þurrkanirnar okkar,“ segir Katrín en hér á landi eru nú um 20 þurrkanir. Þær hafa gjarnan byggst á stöðum þar sem mikið heitt vatn hefur fund-ist og hráefni hefur verið til staðar.

Afurðirnar sífellt fjölbreyttari

Katrín segir að í þurrkun séu nýttar afurðir af magrari fiski og tegundum á borð við þorsk, ýsu, ufsa, keilu og

löngu. „Vöruflokkarnir sem við er-um með hlaupa á nokkrum tugum og það er til marks um hversu hug-myndaríkir og framsæknir framleið-endur hafa verið hér á landi. Hér í eina tíð var framleiðslan nær ein-göngu þorskhausar en síðan fóru menn að prófa sig áfram og núna spannar þetta svið allt frá hausum yfir í þurrkuð tálkn, beingarða, klumbubein, þurrkaðan afskurð og svo mætti lengi telja.

Katrín segir að nú þegar skóinn kreppir á afurðamörkuðum í Evrópu horfi æ fleiri framleiðendur til auk-innar þurrkunar og sölumöguleika í Nígeríu. „Við finnum fyrir verulega auknum áhuga á að þurrka fisk og saga niður í kótelettur á Nígeríu-markað. Þar erum við að tala um all-ar áðurnefndar fisktegundir og auð-vitað segir það nokkra sögu um af-urðaverðið í Nígeríu að undanförnu þegar framleiðendur eru farnir að

Neysluvatns-, sjó- og þrýstiloftslagnir

Plast, hár brunastaðall,hentar sjávarútveginum

Hjallabrekka 1 • 200 Kópavogur • Símar: 564 3000 – 564 0030Fax: 564 0030 • www.loft.is • [email protected]

www.tskoli.is

Útvegs-rekstrarfræðiNámið er 46 einingar (92 ECTS) og unnið í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Sömu námskröfur eru gerðar og á háskólastigi en boðið er upp á sveigjanleika í skipulagningu og skilum á verkefnum.

Námið er dreifnám, þ.e. blanda af fjarnámi og staðlotum. Einn áfangi er kenndur í einu og lýkur með prófi/verkefni áður en kennsla í næsta áfanga hefst.

Skráning og nánari upplýsingar: Sími 514 9601www.tskoli.is/endurmenntunarskolinn | [email protected]

Tveggja ára nám á háskólastigi

Katrín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Sölku-Fiskmiðlunar, með þurrkaðan þorskhaus sem þykir herramannsmatur í Nígeríu.

Fyrst og fremst eru þurrkuðu afurðirnar sem Salka-Fiskmiðlun flytur til Nígeríu seldar á götumörkuðum í borgunum Aba og Lagos.

Þurrkaðar afurðir fyrir milljarða til Nígeríu

Page 43: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 43

horfa til þessa möguleika af alvöru. Þetta er þróun sem hefur verið að eiga sér stað nú allra síðustu mánuði í kjölfar þrenginga í Evrópu og aukningin í útflutningi til Nígeríu er veruleg. Og þar sem um mjög verð-mæta vöru er að ræða í fiskkótelett-unum má búast við talsverðri verð-mætaaukningu í útflutningi til Níg-eríu. Þó við eigum allt eins von á að sjá í kjölfarið á þessu einhverja sveiflu í eftirspurn og verði þá má ekki gleyma því að Nígeríumarkaður er mjög stór og margir munnar þarna sem þarf að metta. Við von-um því að þetta muni ekki hafa mikil áhrif á markaðinn og stöðug-leikann sem verið hefur í verði og eftirspurn síðustu ár,“ segir Katrín.

Veislumatur og krydd hjá Nígeríubúum

Salka-Fiskmiðlun selur þurrkaðar sjávarafurðir fyrst og fremst til suð-ur- og austurhluta Nígeríu, til borg-arinnar Aba í austri og hafnarborgar-innar Lagos. „Þarna er mjög rík hefð fyrir neyslu á skreið og allt önnur neyslumenning hvað þetta varðar en í nágrannaríkjunum, t.d. Kongó. Skreiðin er allt frá því að vera uppi-staða í aðalréttum – og gjarnan veisluréttum – yfir í það að vera not-uð sem bragðbætir í alls kyns öðrum réttum. Að hluta til er þetta því eins og nokkurs konar krydd,“ segir Katrín en miklu skiptir að varan sé rétt þurrkuð þegar komið er á leiðar-enda þar sem lofthitinn er mikill.

„Salan er nokkuð jöfn árið um kring en dregur þó úr henni í júní, júlí og ágúst þegar regntíminn geng-

ur yfir. Það skýrist einfaldlega af því að stórum hluta framleiðslunnar er dreift úr birgðahúsum inn á götu-markaði og þá er eðlilega ekki hent-ugt fyrir fólk að kaupa inn og fara með þurrkaða vöru til síns heima. Á götumörkuðunum eru vörurnar seldar í alls kyns formi, allt frá því að vera sem næst því sem þær fara héð-an yfir í það að dreifingaraðilar eru búnir að höggva hausana niður í smástykki til að selja. En heilt yfir má segja að þessar vörur séu lítið unnar frá því þær fara héðan frá Ís-landi og þar til neytandinn kaupir á götumörkuðunum,“ segir Katrín og svarar því aðspurð um hæl að mjög fátítt sé að einhver vandkvæði komi upp í þessum viðskiptum þó fjar-lægðin sé mikil á markaðssvæðið. „Það er mjög fátítt og viðskiptavinir okkar eru afar traustir. Undanfarin

ár hafa einkennst af eftirspurn um-fram framboð og við höfum því ekki þurft að leita eftir nýjum viðskipta-vinum heldur fyrst og fremst unnið með aðilum sem við þekkjum vel til. Verð hefur á þessum tíma farið hækkandi en eins og ég sagði áðan þá er meiri spurning núna hvaða áhrif verða vegna aukins framboðs á fiskikótelettum.“

Verðmætur útflutningurÓhætt er að segja að útflutningur þurrkaðra fiskafurða til Nígeríu sé vel merkjanleg stærð í útflutnings-tekjum þjóðarinnar því hann skilaði um 10 milljörðum króna á síðasta ári og magnið var þá tæp 19 þúsund tonn. Fyrstu sex mánuði þessa árs var útflutningurinn til Nígeríu 10.700 tonn að verðmæti 6,7 millj-arðar og af þeim tölum má hæglega

sjá aukninguna milli ára. Sér í lagi hvað varðar verðmætið og það skýr-ist ekki síst af auknum útflutningi á fiskikótelettunum.

„Það er líka full ástæða til að halda því til haga að hér er um að ræða framleiðslu úr hráefnum sem fyrr á árum var hent. Á þann hátt má tala um fiskþurrkunina sem af-skaplega „græna“ framleiðslu ef svo má að orði komast, útflutning sem hefur þróast mikið á síðustu 20 ár-um og í þeirri þróun höfum við hjá Sölku-Fiskmiðlun verið virkir þátt-takendur með framleiðendum hér á landi og viðskiptavinum okkar í Nígeríu. Og ég sé enga breytingu þar á næstu árin,“ segir Katrín.

norfish.is

Mikil aukning er í framleiðslu og útflutningi á svokölluðum fiskikótelettum. Gunnar Eiríksson, aðstoðarverkstjóri í fiskþurrkun Samherja á Dalvík og Katrín skoða þurrkstigið á fiskikótelettunum.

Navis ehf J Flatahrauni 5a J 220 Hafnarfirði

www.navis.is J [email protected] J sími: 544 2450

J SKIPAHÖNNUN

J RÁÐGJÖF J EFTIRLIT

Page 44: Sóknarfæri í sjávarútvegi

44 | SÓKNARFÆRI

„Ástæðan fyrir þessum breytingum er fyrst og fremst sú að það eru mikil verkefni fyrirliggjandi og sýnileg áframhaldandi eftirspurn. Fyrir nokkrum árum voru allir að kaupa nýjan búnað en núna snýst áhuginn á markaðnum um að gera við og endurbæta vélbúnaðinn fremur en kaupa nýtt. Við erum að mæta þeirri þróun,“ segir Hjalti Sigfússon, eig-andi og framkvæmdastjóri MD véla ehf. sem er sérhæft fyrirtæki á sviði túrbínusölu, varahluta- og viðgerða-þjónustu fyrir túrbínur. Fyrirtækið er þessa dagana að taka í notkun rösklega 200 fermetra verkstæðissal að Vagnhöfða 12 í Reykjavík, sem er þreföldun verkstæðisrýmis.

„Þessum breytingum fylgir að við aukum verulega við okkur í tækja-búnaði og getum nú tekið stærri vélahluti hingað inn á gólf til við-gerða. Við erum að taka í notkun fullkomnar vélar, til að mynda tvo ballanseringarbekki, rennibekk, ult-rasonik þvottabúnað og fleira,“ segir Hjalti en hann fagnar því um þessar myndir að hafa starfað í vélaviðgerð-um í hálfa öld. Fyrst í bílaviðgerðum en síðari ár í véla- og túrbínuvið-gerðum.

„Við erum umboðsaðilar hér á landi fyrir Mitsubishi dieselvélar fyr-ir skip og báta og þeir fylgjast með þessari breytingu hjá okkur. Sömu-leiðis erum við hluti af Turboned keðjunni í Hollandi og veitum í gegnum það fyrirtæki sérhæfða við-

gerða- og varahlutaþjónustu fyrir túrbínur. Þetta er mjög þekkt fyrir-tæki á heimsvísu í þjónustu við skipatúrbínur og á þeirra vegum er gerð úttekt á nýju aðstöðunni og tækjabúnaði til að tryggja að allt sé fyrsta flokks. Samstarf okkar við Turboned hefur verið mikill fengur fyrir túrbínunotendur hér á landi og skilað hagstæðara verði á túrbínu-íhlutum,“ segir Hjalti en starfsmenn

MD véla eru nú orðnir þrír og reiknar hann með meiri fjölgun.

„Mér sýnist verkefnin fyrir hendi og þó við séum bara þessa dagana að komast í fullan gang eftir breyting-arnar þá höfum við fengið mjög góð viðbrögð og fyrirspurnir um verk-efni. Enda mjög þekkt fyrirtæki á þessu sviði hér á landi,“ segir Hjalti.

mdvelar.is

Miklar breytingar eru hjá fyrirtækinu þessa dagana með þreföldun verstæðis-rýmis, nýjum tækjum og fjölgun starfsmanna.

Hjalti Sigfússon, eigandi og framkvæmdastjóri MD véla ehf. Myndir LalliSig

Þjónustufyrirtækið MD vélar:

Þreföldun verkstæðisrým-is og fjölgun starfsmanna

Humarvertíð hefur gengið vel, afla-brögð hafa verið nokkuð jöfn og stöðug frá því veiði hófst í apríl. Út-lit er fyrir að vertíðin standi eitthvað fram eftir hausti og jafnvel fram undir jól. Humarinn þykir stór og góður í ár.

Aflabrögð með besta mótiÁsgeir Gunnarsson, útgerðarstjóri hjá Skinney-Þinganesi á Höfn í Hornafirði segir að vertíðin hafi byrjað í apríl. „Við fórum einn eða tvo túra fyrir páska og síðan höfum

við verið að sleitulaust,“ segir hann. Vertíðin hafi fram til þessa almennt verið góð en fyrirtækið gerir tvö skip út á humar, Skinney SF og Þóri SF. „Aflabrögðin hafa verið með besta móti, vertíðirnar undanfarin tvö ár hafa verið mjög góðar og þessi virð-ist ekki ætla að vera síðri. Það segir okkur að stofninn er í góðu ásig-komulagi,“ segir Ásgeir. Hann segir að humarinn sé alla jafna stór og góður, stærðin raunar með besta móti núna í ár.

Vertíðin að lengjastÁsgeir segir að útlit sé fyrir að ver-tíðin í ár verði álíka löng og sú í fyrra, en hún var með allra lengstu humarvertíðum í manna minnum, stóð frá í apríl fram að jólum. „Ver-tíðin hér áður fyrr stóð yfir í um fjóra mánuði, frá miðjum maí fram í miðjan september, en undanfarin ár höfum við byrjað í apríl og verið að lengra fram á haustið,“ segir hann, en færri skip en áður hafa verið á

humri sem skýrir að vertíðin nær yfir lengri tíma. Hann segir þetta fyrirkomulag henta vinnslunni bet-ur, vinna sé stöðugri og yfir lengra tímabil. „Við höfum hráefni til vinnslu jafnt og þétt og það kemur vel út,“ segir hann.

Sala hefur gengið vel að sögn Ás-geirs, en helstu kaupendur eru á Spáni. Um 80% af heilum humri fara á þann markað. Humarhalar eru seldir til Kanada og þá nefnir Ásgeir að sala á innanlandsmarkaði hafi tekið kipp undanfarin ár. Æ fleiri landsmenn kjósi að skella humri á grillið yfir sumartímann eða hafa humar í helgarmatinn af og til.

Humarinn stærri og þyngriAnna Sigríður Hjaltadóttir, fram-leiðslustjóri hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum segir humarvertíð-ina hafa gengið ágætlega í heildina litið. „Veiðin var þokkalega góð framan af en heldur dræmari í ágúst,“ segir hún.

Þrír bátar hafa verið á humar-veiðum að jafnaði og hafa þeir verið að veiðum á hefðbundnum humar-veiðisvæðum. Anna Sigríður segir að humarinn hafi verið stærri á yfir-standandi vertíð en á þeirri síðustu og meðalþyngdin meiri.

Um það bil 50 manns starfa við vinnsluna þegar mest er, en rúmlega helmingur humarsins er seldur heill, flokkaður og frystur og fer að lang-mestu leyti inn á Spánarmarkað. Halarnir eru einnig stærðar- og gæðaflokkaðir. Öskjupakkaður humar fer til Kanada en lausfrystur humar er seldur innanlands og í litlum mæli á Evrópumarkað.

„Salan hefur verið heldur stirðari í ár á heila humrinum á Evrópu-markað. Örugglega er að hluta til efnahagsástandi þar um að kenna en einnig er humarinn stærri og þar með dýrari,“ segir Anna Sigríður og bætir við að hins vegar hafi gengið vel að selja hala.

Humarvertíðin:

Humarinn stór og góður í ár

Útgerðarstjóri Skinneyjar-Þinganess segir sölu á humarhölum hafa tekið kipp á innanlandsmarkaði. Þessi gæðavara rati æ oftar á grillið eða pönnuna hjá landsmönnum.

Page 45: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 45

„Fyrir fimm árum vorum við 9 starfsmenn hér í fyrirtækinu en er-um nú 22. Þessi vöxtur Naust Mar-ine er fyrst og síðast til kominn vegna árangurs á erlendum mörkuð-um. Það má kannski orða það þann-ig að við höfum vaxið þrátt fyrir það ástand sem verið hefur í sjávarútveg-inum hér á Íslandi síðustu árin. Ókyrrðin í kringum greinina, sem stjórnmálamenn hafa kynt undir, hefur hreint ekki hjálpað til en sem betur fer hefur okkur tekist að byggja fyrirtækið upp á annan hátt,“ segir Bjarni Þór Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Naust Marine. Fyrirtækið er þekkt í heimsfjölskyld-unni í sjávarútvegi, ef svo má segja, fyrir þróun á stjórnbúnaði fyrir raf-magnsvindur í togurum en æ fleiri útgerðaraðilar sjá kosti þess að breyta úr vökvaknúnum vindum yfir í rafmagnið.

„Rafmagnsvindur hafa marga kosti umfram vökvann, ekki síst lægri rekstrarkostnað. Þær eru mun hljóðlátari og frá umhverfislegum sjónarmiðum er ekki spurning að rafmagnsvindurnar hafa mikið for-skot,“ segir Bjarni Þór. Naust Mar-ine keppir fyrst og fremst við vökva-vindur á mörkuðum. Norskir fram-leiðendur stjórnbúnaðar fyrir vöka-vindur eru skæðir keppinautar og hafa t.d. haft mjög sterka stöðu í Bandaríkjunum. Þar er Naust Mar-ine nú að ná fótfestu.

„Við opnuðum söluskrifstofu fyr-

ir einu ári í Seattle þar sem Norð-mennirnir hafa setið nánast einir að markaðnum. Þarna eru sterk fyrir-tæki í útgerð og eftir nokkru að slægjast fyrir okkur. Og við sjáum árangur af markaðsstarfi okkar á

þessum markaði frá því við komum okkur fyrir þarna vestra,“ segir Bjarni Þór.

Tækifæri í JapanAnnar áhugaverður markaður fyrir

Naust Marine er í Japan en nýverið samdi fyrirtækið um sölu á vindu- og stjórnbúnaði í nýjan japanskan togara. „Flóðbylgjan í Japan var mikið áfall fyrir útgerðina og mikil þörf er á nýsmíði skipa og báta. Það

er mjög mikilvægt fyrir okkur að hafa náð þessari sölu, og raunar eru fleiri íslensk fyrirtæki að fá viðskipti í tengslum við sama skip. Þetta á sér um tveggja ára aðdraganda en í þessu tilfelli vorum við í viðræðum við samtök útgerðaraðila, útgerðina sjálfa og skipasmíðastöðina. Í raun eru það þessi samtök útgerðaraðila sem knýja á um að leitað sé fyrir-mynda í smíði skipsins hjá þeim sem fremst standa á Vesturlöndum. Staðreyndin er sú að í Japan er flot-inn bæði orðinn gamall og úreltur og að sama skapi er meðalaldur sjó-manna mjög hár. Þeir vilja því fara nýjar leiðir til að nútímavæða skipin og þróa sína útgerð fram á við. Í ljósi þess hversu mikil þörf er á ný-smíði skipa þarna er mjög spennandi að brjóta ísinn og ná þessari fyrstu sölu. Síðan mun tíminn leiða í ljós hversu mikið fylgir í kjölfarið,“ segir Bjarni Þór en Naust Marine mun skila búnaðinum af sér skömmu fyr-ir áramót. Umrætt skip verður síðan fullsmíðað snemma næsta vor.

naustmarine.isBjarni Þór Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Naust Marine. „Höfum fyrst og fremst vaxið vegna árangurs á erlendum mörkuðum.“

Naust Marine sækir fram með vindustjórnbúnað fyrir togara:

Söluskrifstofa í Seattle og fyrsta salan til Japan

ns

so

n &

Le

’ma

ck

s

jl.i

s

sÍa

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Landsbankinner öflugursamstarfsaðili

Það er stefna okkar að vera hreyfiafl

í íslensku samfélagi. Landsbankinn tekur

virkan þátt í uppbyggingu í sjávarútvegi og

er þar traustur bakhjarl og samstarfsaðili.

Page 46: Sóknarfæri í sjávarútvegi

46 | SÓKNARFÆRI

Lofttjakkar Ál og ryðfríir

Hjallabrekka 1 • 200 Kópavogur • Símar: 564 3000 – 564 0030Fax: 564 0030 • www.loft.is • [email protected]

Frumherji er stærsta faggilda próf-unar- og skoðunarstofa á Íslandi og markaðsleiðandi á öllum sviðum slíkrar starfsemi. Starfsemi Frum-herja á sviði ökutækjaskoðana er vel þekkt enda rekur fyrirtækið um 30 skoðunarstöðvar fyrir ökutæki um land allt. Frumherji býður einnig skoðanir, prófanir og ráðgjöf á mörgum öðrum sviðum. Það sem snýr helst að sjávarútvegi og mat-vælavinnslu eru faggildar skipaskoð-anir í umboði Siglingastofnunar Ís-lands, löggilding og prófun á vogum og rennslismælum í umboði Neyt-endastofu og að síðustu ráðgjöf um gæðaeftirlit í fiskvinnslum og öðrum matvælafyrirtækjum.

Örugg og fagleg skipaskoðunSkipaskoðunarsvið Frumherja hóf starfsemi í byrjun ársins 2004 og annast eftirtaldar skipaskoðanir um land allt:

Búnaðarskoðun Vélskoðun

Bolskoðun (tré, plast, ál og stál)

Þykktarmælingar (ál, stál og plast)

Rafmagnsskoðun Öxulskoðun Fjarskiptaskoðun Skoðun eldvarna Eftirlit með nýsmíði, breyting-

um og viðgerðum Stærðamælingar skipa Tjónaskoðanir Aðal- og milliskoðun skemmti-

bátaAð auki á skipaskoðunarsvið

Frumerja í formlegu samstarfi við erlenda aðila og skoðar skip hérlend-is í umboði þeirra.

Lykiláherslur í þjónustu Frum-herja eru fagleg vinnubrögð og stutt-ur biðtími eftir skoðunum, hvar sem er á landinu. Allir starfsmenn skipa-skoðunarsviðs Frumherja búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á skipa-skoðunum. Þeir eru menntaðir á sviði skipasmíði, vélstjórnar og

skipsstjórnar og hafa starfað um ára-tugaskeið við skipaskoðanir.

Um mikilvægi þess að öryggis-búnaður um borð virki á ögur-stundu þarf ekki að fjölyrða. Skoðun á öryggisbúnaði um borð þarf því að vera framkvæmd af traustum fag-aðila. Áratuga reynsla og yfirgrips-mikil þekking skoðunarmanna Frumherja á skipaskoðunum tryggir sjófarendum bestu mögulegu þjón-ustu á þessu sviði.

Löggildingar og prófanirPrófunarstofa Frumherja annast prófanir á mælitækjum af ýmsum gerðum, ásamt löggildingum á lög-gildingarskyldum mælitækjum s.s. vogum og sannprófanir á ósjálfvirk-um vogum. Bílavogir, s.s hafnarvog-ir, eru löggildingarskyldar árlega og er Frumherji eina prófunarstofa landsins sem býr yfir tæjabúnaði til löggildingar á þessum vogum. Aðrar vogir sem nýttar eru í viðskiptaleg-um tilgangi eru löggildingarskyldar annað hvert ár.

Prófunarstofan hefur yfir að ráða tækjabúnaði til prófana á vogum af öllum stærðum og gerðum sem not-

aðar eru hérlendis, jafnt sjálfvirkum sem ósjálfvirkum, prófbekk til próf-unar á algengustu stærðum vatns-mæla, prófbekk til prófunar á öllum gerðum rafmagnsmæla, og færanleg mæliker til prófunar á eldsneytisdæl-um fyrir bensín/diesel og aðra vökva.

Það er mikið hagsmunamál, bæði fyrir seljendur og kaupendur, að þyngd vörunnar sé rétt. Löggilding voga annað hvert ár veitir ákveðna tryggingu fyrir því að vogin vigti rétt. Það er hins vegar nauðsynlegt fyrir alla sem selja vöru eftir þyngd að framkvæma eigin prófun á vog-inni með ákveðnu millibili. Prófun-arstofa Frumherja hefur nú hafið sölu á löggildum lóðum til fyrirtækja sem vilja framkvæma prófanir á eig-in vogum. Prófunarstofan prófar einnig eldri lóð sé þess óskað.

Matvælasvið – Ráðgjöf og eftirfylgni

Þegar Matvælastofnun tók við fram-kvæmd eftirlits með sjávarútvegsfyr-irtækjum á ný urðu verulegar breyt-ingar á starfsemi matvælasviðs Frumherja. Ákveðið var að nýta

reynslu og þekkingu starfsmanna sviðsins og bjóða matvælaframleið-endum ráðgjöf og fræðslu um gæða-mál s.s. uppsetningu HACCP-kerfa, gerð gæðahandbóka og námskeið um gæðamál. Auk þess annast mat-vælasviðið úttektir á fiski og fiskaf-urðum fyrir framleiðendur, kaup-endur og seljendur sjávarafurða eins og verið hefur.

Margir matvælaframleiðendur velja þá leið að kaupa gæðahand-bækur af ráðgjafa og telja sig þannig hafa uppfyllt kröfuna um virkt innra eftirlit. Þetta er mikill misskilningur því gæðahandbókin sem slík gerir ekkert annað en lýsa gæðakefinu, sem er gagnlaust nema því sé komið í framkvæmd. Af þessum sökum ákvað Frumherji að bjóða nýja leið við ráðgjöf á þessu sviði en það er uppsetning gæðakerfis, sem fylgt er eftir með samningi um útvistun gæðastjóra. Ráðgjafi Frumherja heimsækir því fyrirtækið reglulega og fylgist með hvort allir hlutar kerf-isins séu komnir í framkvæmd og að unnið sé samkvæmt gæðahandbók-inni á öllum sviðum. Ráðgjafinn veitir fyrirtækinu einnig margvíslega aðra þjónustu, allt eftir þörfum við-skiptavinarins. Má þar nefna aðstoð við gæðamat, merkingar, nýtingarút-reikninga, aðstoð við úrbætur á at-hugasemdum eftirlitsaðila og fleira. Í lok hverrar heimsóknar skilar ráð-gjafinn sýrslu um hvað var gert í við-komandi heimsókn.

Nú þegar hefur fjöldi matvæla-framleiðanda gert sér grein fyrir að útvistunarsamningur um störf gæða-stjóra er hagkvæm og skilvirk leið til að gæðamálum fyrirtækisins komið í réttan farveg. Ávinningur framleið-andans af útvistun gæðastjóra felst m.a. í því að hann þarf ekki að fast-ráða sérhæfðan starfsmann til að sinna þessum málaflokki, en getur samt tryggt faglega umsjón með gæðakerfi fyrirtækisins. Umtalsverð-ur sparnaður hlýst einnig af því að geta fækkað heimsóknum eftirlits-manna.

frumherji.is

„Nú þegar hefur fjöldi matvælaframleiðanda gert sér grein fyrir að útvistunarsamningur um störf gæðastjóra er hagkvæm og skilvirk leið til að ná gæðamálum fyrirtækisins í réttan farveg.“

Róbert Hlöðversson.

Frumherji hf:

Fjölþætt þjónusta við sjávar-útvegsfyrirtæki um land allt

Page 47: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 47

Fyrirtækið Sandblástur og Málm-húðun sf. var stofnað á Akureyri í febrúar 1960 af bræðrunum Jó-hanni og Aðalgeiri Guðmunds-sonum. Fyrstu árin var fyrirtækið til húsa í gömlum leigubragga við Sjávargötu og þar voru helstu verk-efnin sandblástur og sprautu-zink-húðun og voru þau flest tengd sjávarútvegi og skipasmíðaiðnaði. Uppruni fyrirtækisins tengist þannig náið sjávarútveginum, og hefur þjónusta þess við greinina ávallt verið mikilvægur þáttur í starfsemi þess í rúmlega fimmtíu ár.

Árið 1965 var fyrirtækið flutt í nýtt húsnæði við Árstíg 6 á Akur-eyri þar sem það er staðsett í dag. Eftir flutningana var framleiðslu bætt við starfsemina og var smíði ljósastaura stærsti hluti hennar, en sú smíði er enn veigamikill þáttur í starfsemi fyrirtækisins. „Uppbygg-ing fyrirtækisins á Akureyri hélt síð-an áfram þegar húsnæðið var stækk-að um helming árið 1972 með byggingu kerskála þar sem heitzink-húðun fer fram, en hann var síðan stækkaður árið 1988,“ segir Helgi Gústafsson, framkvæmdastjóri fyr-irtækisins.

Innflutningur á stáli hefstÁrið 1989 hóf fyrirtækið innflutn-ing á stáli og skömmu síðar var byggt lagerhúsnæði og nýr sand-blástursklefi á lóðinni. „Lagerhús-næðið var síðan stækkað um helm-ing árið 1998 og þar fór fram heild-sala og smásala með stál og ýmsar vörur tengdar málmiðnaði.

Verslanir með rekstrarvörur á Akureyri og í Hafnarfirði

Með kaupum á íþróttaskemmunni sem stóð á aðliggjandi lóð, árið 1999, bætti fyrirtækið við verslun með ýmsar rekstrarvörur fyrir málmiðnaðinn á Akureyri. Í því húsnæði er einnig núverandi aðal-skrifstofa fyrirtækisins, auk lagers fyrir ál og ryðfrítt stál,“ segir Helgi.

Öflugt birgðahald okkar á ryð-fríu stáli er einmitt mikilvægt fyrir sjávarútveginn og aðra matvæla-framleiðslu í landinu. Verslunin á Akureyri hefur vaxið og þróast á þann veg að vera í dag einnig áhugaverður valkostur fyrir aðra iðnaðarmenn en málmiðnaðar-menn, auk þess sem samhliða er rekin öflug sérverslun fyrir hesta-menn sem nefnist Fákasport.

Helstu vörur sem nefna mætti í versluninni fyrir iðnaðarmenn eru festingarvörur (boltar, rær, snitt-teinar, skrúfur, o.fl.), ýmsar rekstr-arvörur, rafsuðurvörur, ýmis vinnu-fatnaður, verkfæri og margt fleira.

Um miðjan mars 2012 var opn-uð hliðstæð verslun í nýju húsnæði okkar að Álfhellu í Hafnarfirði.

Ferro Zink kemur til sögunnar

Árið 1991 stofnuðu eigendur fyrir-tækisins, í samvinnu við aðra aðila, heildsölufyrirtækið Ferro Zink hf. í Hafnarfirði, sem hefur frá upphafi einbeitt sér að innflutningi og sölu á stáli á höfuðborgarsvæðinu. „Fyrirtækið Damstahl hf. var síðan keypt og sameinað rekstri Ferro Zink árið 2001. Þegar Ferro Zink var að fullu komið í eigu Sandblást-urs og Málmhúðunar hf. voru fyrir-tækin sameinuð í ársbyrjun 2008 undir nafni Ferro Zink hf.“

Í dag fer starfsemi fyrirtækisins annars vegar fram í 3.500 fermetra húsnæði á 20.000 fermetra lóð að

Árstíg 6 á Akureyri og hins vegar í Hafnarfirði, í 2.500 fermetra hús-næði á 10.000 fermetra lóð að Álf-hellu 12-14. Starfsmenn fyrirtækis-ins eru í dag um 50 talsins.

ferrozink.is

Meira en 50 ára saga af þjón-ustu við sjávarútveginn

Verslunin á Akureyri.Zinkhúðun á stálbita.

VÖRUR FYRIR SJÁVARÚTVEG

HANDVERKFÆRI

BOLTAR, RÆR OG AÐRAR FESTINGARVÖRUR

SMÍÐASTÁL

Galvaniseraðar ristar og þrep í ýmsum stærðum.

Mikið úrval af vinnuvettlingum af ýmsum gerðum.

Allar gerðir af smíðastáli.

Ferro Zink hf. • www.ferrozink.is • [email protected] Árstíg 6 • 600 Akureyri • sími 460 1500 Álfhellu 12-14 • 221 Hafnarfjörður • sími 533 5700

FIBERRISTAR

HÖFUÐ- OG VASALJÓS

GÁMABRÝR STÁLRISTAR

Hleypa snjó og óhreinindum niður, ristaefni.Passa við mismunandi gáma, liður.Hámarksvernd gegn ryði, zinkhúð.

VINNUVETTLINGARRYÐFRÍTT SMÍÐASTÁL, RÖR OG FITTINGS

Margar gerðir af vasa- og höfuðljósum ásamt rafhlöðum. Mikil gæði og gottverð.

Mikið úrval handverkfæra fyrir alla iðnaðarmenn. Vönduð vara, gott verð. ®

Page 48: Sóknarfæri í sjávarútvegi

48 | SÓKNARFÆRI

Aðsókn að námi sem tengist ýmsum greinum sjávarútvegs hefur aukist mjög og virðist sem áhugi hafa glæðst til mikilla muna meðal lands-manna að sækja sér menntun á þessu sviði. Áhugi fyrir slíku námi er nokkuð sveiflukenndur, en að jafn-aði er hann mestur þegar vel gengur í sjávarúvegi líkt og um þessar mundir.

Fleiri sækjaí sjávarútvegsfræði

Hreiðar Þór Valtýsson, lektor við Auðlindadeild Háskólans á Akureyri segir að nemendum í sjávarútvegs-fræði hafi fjölgað talsvert á síðustu árum eftir mikla lægð í fjölda innrit-aðra nemenda frá árunum 2005 til 2007. Eftir það hafi nemendum hins vegar fjölgað stöðugt þannig að nú eru 65 nemendur að læra sjávar-útvegsfræði við Háskólann á Akur-eyri, 34 nemendur á 1. ári, 18 á 2. ári og 13 á síðasta ári.

„Það er erfitt að segja til um af hverju þessi fjölgun hefur orðið nú undanfarin ár. Líklega eru þar á ferðinni nokkrir samverkandi þætt-ir,“ segir Hreiðar Þór og nefnir m.a. að á árunum 2007 til 2010 hafi fengist góður styrkur frá LÍÚ og Menntamálaráðuneytinu til að kanna forsendur námsins, hvernig útskrifuðum nemendum reiddi af, hvernig þeir reyndust í starfi og hver áhuginn væri hjá ungdómnum á sjávarútvegi.

Fjölbreytt nám„Við settum einnig trukk í kynning-arstarf, sérstaklega með heimsókn-um í framhaldsskóla og það hefur eflaust skilað sínu. Það eru líka aðrir

þættir sem spila inn í. Sjávarútvegur og allar hinar fjölmörgu hliðargrein-ar hans ganga mjög vel um þessar

mundir og laða ef til vill að. Við höfum einnig orðið vör við að þegar lægð er í efnahagslífinu þá virðist fjölga í náminu hjá okkur,“ segir Hreiðar Þór.

Hann nefnir að lauflétt könnun meðal núverandi nemenda hafi einnig sýnt að útskrifaðir sjávarút-vegsfræðingar eru duglegir að kynna námið og eru allnokkrir af núver-andi nemendum í náminu vegna hvatningar frá þeim útskrifuðu.

Hreiðar Þór segir að nám í sjáv-arútvegsfræðum sé mjög fjölbreytt, en lögð er áhersla á að sjávarútvegur er í raun ferli frá því fiskur er dreg-inn úr sjó þar til afurð lendir á diski neytanda einhvers staðar úti í heimi. Greinar sem kenndar eru í sjávarút-vegsfræðum séu því allt frá því að kenna um eðli hafstraumanna, þ.e. um búsvæði fisksins yfir í markaðs-fræði. „Þetta er því sérstök blanda af raunvísindagreinum og viðskipta-fræðigreinum,“ segir hann.

Erum að ná toppnumAðsókn að Skipstjórnarskólanum sem starfræktur er innan Tækniskól-ans hefur aldrei verið meiri en nú í haust, en undanfarin ár hefur að-sókn farið mjög vaxandi. Vilbergur Magni Óskarsson skólastjóri segir að um 95 nemendur stundi nám við Skipstjórnarskólann í vetur, þ.e. í dagnámi og ívíð fleiri í dreifnámi. Skólinn geti vart tekið við fleiri en um 100 nemendur þannig að toppnum verði senn náð. Vilbergur segir að menn hafi tekið eftir því að aðsókn að náminu hafi farið að aukast strax eftir kreppu. Aðsókn að skólanum hafi alla tíð verið sveiflu-

kennd og farið eftir því hvernig ár-aði í þjóðfélaginu; þegar vel gengi í sjávarútvegi væri aðsókn meiri og minni þegar harnaði á dalnum.

Viljum auka veg og virðingu menntunar í sjávarútvegi

Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólastjóri Fisktækniskóla Íslands í Grindavík segir ljóst að aðsókn í nám sem tengist sjávarútvegsgreinum sé góð um þessar mundir, umræða um sjáv-arútvegsmál sé mikil og vel gangi í greininni. Fyrirtækin sem starfi inn-an hennar séu áhugasöm um að fá til liðs við sig menntað starfsfólk og hafi þau sýnt vilja sinn í verki með öflugum stuðningi við Fisktækni-skólann. „Okkar markmið er að auka veg og virðingu menntunar í sjávarútvegi og einnig viljum við gjarnan auka framboð á starfstengdu námi,“ segir Ólafur Jón.

Fisktækniskóli Íslands í Grinda-vík hlaut formlega viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðu-neytisins sem skóli á framhaldsskóla-stigi í júní síðastliðnum og er hann í eigu sveitarfélaga, fræðsluaðila auk stréttarfélaga og fyrirtækja í sjávarút-vegi á Suðurnesjum. Unnið hefur verið að stofnun skólans frá árinu 2007 og er hann fyrsti framhalds-skólinn í landinu sem hefur að meg-in markmiði að bjóða upp á starfs-tengt nám á á sviði sjávarútvegs á þessu skólastigi. Einnig hefur skól-inn verið öflugur á sviði endur-menntunar og eru jafnan í boði fjöl-mörg starfstengd námskeið.

Ólafur Jón segir að á vegum skól-ans sé boðið upp á nám á fisktækni-braut en það tengist veiðum, vinnslu og fiskeldi og er tveggja ára vinnu-staðatengt grunnnám. Nám með áherslu á vinnslu sjávarafla hefur ekki verið í boði á Íslandi frá því Fiskvinnsluskólinn í Hafnarfirði hætti starfsemi.

Nú stunda 7 nemendur nám á öðru ári við skólann, en áður hafa yfir 40 nemendur lokið skilgreind-um hluta þess í samstarfi við Vinnu-málastofnun. Þá hafa um sjö hundr-uð nemendur sótt stök námskeið sem Fisktækniskólinn hefur staðið fyrir og komið að síðustu tvö árin.

Ólafur Jón segir að stefnt sé að því að taka inn 12 nemendur í janú-ar næstkomandi og er þegar byrjað að innrita fyrir haustið 2013. Þá er

stefnt að dreifnámi á tveimur áföng-um á vorönn í samstarfi við fram-haldsskóla, símenntunarmiðstöðvar og fyrirtæki á fjórum stöðum á land-inu. Byggt hefur verið upp sam-starfsnet þessara aðila um verkefnið með það að markmiði að nemendur geti stundað nám í fisktækni í sinni heimabyggð og á ábyrgð heimaskóla.

„Við höfum orðið vör við mikinn áhuga á námi af þessu tagi meðal ungs fólks og það er ánægjulegt. Hér er mikið af áhugasömu fólki við nám sem mun innan tíðar skila sér út í atvinnulífið,“ segir Ólafur Jón.

Áhugi fyrir námi í netagerð að glæðast

Lárus Þór Pálmason, kennari við Fjölbrautarskóla Suðurnesja segir að nú í haust hafi nokkur viðsnúningur orðið varðandi áhuga fyrir námi í netagerð. Hann hafi ekki verið ýkja mikill undanfarin ár, en virtist vera að glæðast til muna og sem dæmi mætti nefna að aðsókn í fjarnám við skólann í farbóklegum greinum hefði þrefaldast milli ára. Fjölbraut-arskóli Suðurnesja er kjarnaskóli og innan hans er námsbraut í netagerð. Netagerð er kennd eftir meistara-kerfi og ljúka nemar verknámi á netaverkstæðum undir handleiðslu meistara.

Um þessar mundir eru þrír nem-ar í verknámi hér og þar á landinu, en um alllangt skeið var enginn í verknámi. „Það er vissulega þörf á endurnýjun í greininni, meðalaldur á verkstæðum er orðinn nokkuð hár, flestir komnir yfir fimmtugt,“ segir hann.

Lárus Þór segir að töluvert sé um að sjómenn sæki nú í netagerðarnám og eins bæti stýrimenn því einnig við sig. Hann segir að sjómenn hafi undanfarin ár verið tekjuháir miðað við aðrar stéttir og menn séu að átta sig á að störf í þjónustu við sjávarút-veg séu fýsileg. „Það er kjörið tæki-færi fyrir ungt fólk sem á annað borð ætlar að leggja fyrir sig iðnnám að læra netagerð, atvinnumöguleikar eru góðir til framtíðar litið, það er þörf á endurnýjun í greininni og það er líka mikilvægt að halda þessari þjónustu við sjávarútveginn hér heim, missa hana ekki úr landi,“ segir Lárus.

Fréttaskýring:

Vaxandi áhugi fyrir námií sjávarútvegsgreinum

AIS class-ASjálfvirk tilkynningaskylda

Viðurkenndur umboðsaðili SAAB Transpondertech

uppfyllir kröfu IMO

Skólastjóri Fisktækniskólans segir greinilegan áhuga hjá ungu fólki á sjávarútveginum og greinin geti vænst þess að sjá áhrif þessa áhuga á komandi árum þegar þetta fólk skili sér úr námi á vinnumarkaðinn.

Fisktækniskólinn í Grindavík er nú orðinn framhaldsskóli.

Áhugi á námi í netagerð hefur verið með minnsta móti undanfarin ár en sú þróun virðist vera að snúast við.

Page 49: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 49

Suðurhrauni 4 • 210 Garðabæ • Furuvellir 3 • 600 Akureyri • Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is

• Skór• Stígvél• Vettlingar• Vinnufatnaður, • Hnífar• Brýni • Bakkar• Einnota vörur o.fl.

• Kassar• Öskjur• Arkir• Pokar• Filmur

Vélreistur kassi

Handreistur kassi

-okkar vörur selja þína vöruAllar umbúðir fyrir matvælaiðnaðinn

Page 50: Sóknarfæri í sjávarútvegi

50 | SÓKNARFÆRI

Farið var í sumar í tíu daga sandsíla-leiðangur á vegum Hafrannsókna-stofnunarinnar og var markmiðið m.a. að meta breytingar í stofnstærð og afla upplýsinga um styrk árganga sandsílis. Í leiðangrinum fékkst mesta magn af seiðum í Faxaflóa sem þar hefur fengist síðan athugan-ir hófust árið 2006. Lítið fannst af eldra síli á öllum svæðum sem at-huguð voru sunnan- og vestanlands og er talið að þau sem fengust séu aðallega af 2007 árganginum. Svo virðist sem nýliðun hafi verið slök síðan þá og því vantar nú nokkra aldurshópa í stofninn. Í ljós kom að sandsílastofninn virðist enn vera í mikilli lægð þótt fjöldi seiða sem fengust í Faxaflóa séu náttúrlega góð tíðindi.

Sílastofnsniðursveiflan óútskýrð

„Það hefur mikil og neikvæð áhrif á varp sjófugla á sunnanverðu landinu að sílastofninn er í lægð,“ segir Kristján Lilliendahl, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni, sem tók þátt í leiðangrinum í sumar.

„Við vitum ekki hvað veldur þessari lægð í sílinu en líklega er um fleiri en eina ástæðu að ræða. Ástandið í sumar var slakt alveg frá Ingólfshöfða í austri og vestur á Breiðafjörð með þeirri undantekn-ingu þó að við fundum mikið magn af sandsílaseiðum í Faxaflóa sem gef-ur ákveðna vísbendingu um að hrygning hafi tekist vel einhvers staðar á þessu svæði. Við vitum þó

ekki hvernig þessum seiðum kemur til með að reiða af næsta árið fyrr en með rannsóknum sem eru fyrirhug-aðar næsta sumar. Fyrstu upplýsing-ar frá fuglaathugunum benda til að varp lunda og kríu við Faxaflóa hafi misfarist en þær tegundir eru mjög háðar sandsíli við að koma upp ung-um. Svo virðist sem sandsílaseiðin hafi ekki verið aðgengileg fuglunum seinni hluta varptímans. Ekki er vit-að hvers vegna fuglarnir hættu að finna sandsílaseiði en ýmsar skýring-ar koma til greina. Hugsanlega voru seiðin orðin nægilega þroskuð til að grafa sig niður í hafsbotninn og hafi þannig sloppið undan fuglunum. Einnig kemur til greina að seiðin hafi rekið í burtu með hafstraum-

um. Að lokum má nefna þann möguleika að seiðin hafi verið étin upp af afræningjum, en þau eru í uppáhaldi sem fæða hjá sjófuglum, sjávarspendýrum og fiskum. Í því ljósi má nefna að talsvert varð vart við makríl í Faxaflóa í sumar, en hann á það til að éta sandsílaseiði.“

Lundinn að taka við sér?Kristján segir að þótt varp þeirra tegunda sjófugla sem háðastar eru sandsíli hafi í flestum tilfellum geng-ið illa á sunnanverðu landinu vegna sílaskorts séu aftur á móti nýlegar vísbendingar um að talsvert hafi komist upp af lundapysjum í Vest-mannaeyjum.

„Athuganir okkar á fæðu lunda í

lok júlí við Eyjar sýndu að fuglarnir tóku aðallega ljósátur og marflær en einnig fannst lítilræði af sandsíli og þorskfiskaseiðum. Okkur virðist því sem að í sumar hafi lundinn bjargað sér á annarri fæðu en sandsíli en það hefur honum ekki tekist undanfarin ár.“

Nýlega fór fram athugun á hvernig varpstofnar fimm algengra íslenskra sjófuglategunda breyttust á

tveim áratugum eða frá tímabilinu 1983-1986 og 2005-2008. Um er að ræða fýl, ritu, langvíu, stuttnefju og álku. Öllum fimm tegundunum fækkaði frá miðjum níunda áratugn-um. Ritu og álku fækkaði minnst, eða um 16% og 18%, fýl og langvíu um 30% en stuttnefju um 44%. „Slíka fækkun vill maður einmitt tengja minnkandi fæðuframboði.“

Súlan étur makrílKristján segir að svo virðist sem helstu tegundir sjófugla séu að spjara sig allvel á norðanverðu landinu en rannsóknir hafa sýnt að þar er loðna uppistaða í fæðu margra tegunda. Á landinu sunnanverðu hefur skort aðra fæðu en sandsíli fyrir margar tegundir sjófugla.

„Ef sandsílið nær sér ekki á strik kunna aðrar tegundir að verða meira áberandi í fæðu fugla. Afar erfitt er að spá fyrir um hvaða tegundir það gætu orðið. Þó er hugsanlegt að marflær og ljósátur verði algengari fæða og ýmsar tegundir fiska eins og til dæmis loðna, síld, kolmunni og rauða sævesla. Sú breyting hefur þegar orðið á fæðu súlu að í stað þess að éta sandsíli áður er nú mak-ríll mikilvæg fæða.“

hafro.is

Við framleiðum vélar fyrir sjávarútvegsiðnaðinn bæði fyrir land og sjóvinnslu. Útvegum einnig hausaskurðavélar frá MESA.

Traustar lausnir í yfir 30 ár.Við aukum hagræðinguog bætum arðsemi.

TRAUST OG ÞEKKING

Hafið samband við sölumenn

sími : 567 4670

[email protected] www.traust.is

Engar skýringar eru fundnar á hinni miklu niðursveiflu sílastofnsins. Mynd: Valur Bogason.

Svo virðist sem fleiri lundapysjur hafi komist upp í Vestmannaeyjum en að undanförnu. Mynd: Kristján Lillendahl.

Kristján Lilliendahl. „Ef sandsílið nær sér ekki á strik kunna aðrar tegundir að verða meira áberandi í fæðu fugla.“

Hafrannsóknastofnunin:

Sandsílastofn í lægð hefur áhrif á sjófuglastofnana

Page 51: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 51

Flestir eru sammála um mikilvægi starfsmenntunar fyrir íslenskt at-vinnulíf. Aukin hæfni og starfstengd menntun eru nauðsynlegir þættir til að auka framleiðni og bæta sam-keppnisstöðu útgerða íslenskra fiski-skipa. Útgerðirnar þarfnast vel menntaðra sjómanna sem geta mætt nýjum þörfum og breyttum kröfum. Sjómenn eru hins vegar ekki mikið að sækja sér menntun. Áslaug Maack Pétursdóttir, framkvæmda-stjóri Sjómenntar – fræðslusjóðs sjó-manna, segir ekki auðvelt að ná til þessarar starfsstéttar.

„Það er ekki nóg að framboð á námi og námsefni sé til staðar því eðli málsins samkvæmt er erfitt fyrir sjómenn að sækja sér menntun. Þeir eru langdvölum úti á sjó og netteng-ing ekki alltaf til staðar. Þegar sjó-menn eru í landi kjósa þeir frekar að njóta samvista með sínum nánustu en að sitja á skólabekk.“

„Það er ekki markmiðið að allir fari í langskólanám heldur erum við að tala um fræðslu og endurmennt-un af ýmsum toga. Ekki bara starfs-tengt nám eða námskeið heldur einnig til dæmis tungumálanám eða námskeið í að efla tölvukunnáttu. Fræðslusjóðurinn Sjómennt styrkir þátttöku í alls kyns tómstundanám-skeiðum og auðvitað væri það ánægjulegt ef sjómenn gætu tekið námskeið í því sem þeir hafa áhuga á. Ánægður einstaklingur skilar sér í

betri starfsmanni. Þetta hangir allt saman.“

Hvað vilja sjómenn?Áslaug segir afar mikilvægt að hægt sé að finna nýjar leiðir til að ná til sjómanna og nýta nýjustu tækni til þess. Þessi starfsstétt þurfi kennslu-efni með öðru sniði en gengur og gerist í skólakerfinu. Fjarnám af ýmsum toga standi til boða í mörg-um greinum en örugglega megi gera miklu betur. Nám þar sem tekið er tillit til fjarveru sjómanna megi án efa einnig auka til muna.

„Það vantar líka upplýsingar um hvað sjómennirnir sjálfir vilja, hvers konar nám eða fræðslu þeir kjósa. Við hjá Sjómennt munum því á næstu vikum fara um landið og heimsækja útgerðarfélög, verkalýðs- og sjómannafélög og símenntunar-stöðvar. Vonandi náum við líka að hitta sem flesta sjómenn. Með þessu viljum við kynna Sjómennt, sem er jú styrktarsjóður ófaglærðra sjó-manna, en einnig reyna að finna út hver þörfin er á menntun og hver vilji og áhugi sjómannanna sjálfra er. Við vitum heldur ekki hvort útgerð-irnar eru að bjóða reglulega upp á starfstengda fræðslu, hver hún er og hvernig henni er komið til skila eða hvort símenntunarstöðvarnar eru að huga að þessum málum. Við þurf-um að fá heildarmynd á þetta.“

Sjómenn eiga sinn réttÁslaug segir að lokum að félags-menn, sem unnið hafa fullt starf í að minnsta kosti sex mánuði á síð-ustu tólf mánuðum hjá útgerðum

innan LÍÚ og greitt hafa til aðildar-félags Sjómenntar á starfstímanum, eigi rétt á styrk til náms. Hún hvet-ur sjómenn til að nýta sér þennan rétt sinn og sækja um styrk fyrir

fræðslu og menntun hjá sínu stéttar-félagi.

sjomennt.is

„Við þurfum að finna nýjar leiðir til að ná til sjómanna og nýta nýjustu tækni til þess. Þessi starfsstétt þarf kennsluefni með öðru sniði en gengur og gerist í skólakerfinu. Fjarnám af ýmsum toga stendur til boða í mörgum greinum en það má örugg-lega gera miklu betur,“ segir Áslaug Maack.

Sjómennt styður fræðslu ófaglærðra sjómanna:

Ánægður sjómaður er betri starfskraftur

Lausniner hjá okkur

Frá veiðum til neytanda

www.marel.is

Nýsköpuní þágu fiskiðnaðar

Markmið okkar frá upphafi hefur verið að framleiða vörur er aukahagkvæmni og skilvirkni hjá okkar viðskiptavinum.

Með nýsköpun að leiðarljósi munum við áfram leggja áherslu á vöruþróun hátæknibúnaðar og lausna er leiða til framfara í fiskiðnaði.

Nýsköpun_marel.indd 1 19.9.2012 14:31:23

Page 52: Sóknarfæri í sjávarútvegi

Veitingastaðurinn Rub23 er rekinn í Reykjavík og á Akureyri og eru er-lendir gestir um 60%. „Útlending-arnir náttúrlega leitast við að borða íslenska fiskinn,“ segir Einar Geirs-son, matreiðslumaður og eigandi.

„Þeir vilja helst ferskan fisk – svo sem bleikju, lax, þorsk og steinbít. Svo er humarinn alltaf vinsæll og þá bjóðum við upp á sushi sem Íslend-ingarnir velja frekar en sérstaka fisk-rétti. Við erum t.d. með blandaðan sjávarréttadisk og bjóðum þá upp á fimm fisktegundir á einum diski og er vinsælt að smakka þær.

Útlendingar eru líka hrifnir af bláskelinni sem er nýleg afurð á Ís-landi en það er einungis búið að vera að rækta hana í nokkur ár.“

Einar segir að sumir erlendu gest-anna tali um fersleika íslenska fisks-ins. „Fólk er ekkert vant þessum ferska fiski. Við erum með fisk sem var kannski veiddur tveimur dögum áður en erlendis er sums staðar boð-ið upp á mun eldri fisk á veitinga-stöðum. Ég hef heyrt að sumir af er-

lendu gestunum kvarta undan því að það vanti fiskbragðið í íslenska fisk-inn en þeir eiga þá við bragð sem finnst af eldri fiski.“

rub23.is

Einar Geirsson. „Útlendingarnir náttúrlega leitast við að borða íslenska fiskinn.“

52 | SÓKNARFÆRI

Heimsókn á veitingastaði er snar þáttur í ferðalögum fólks um heiminn og það á ekki síður við um erlenda gesti hér á landi. Fjölbreytni veitingastað-anna er mikil og hugmyndaauðgi í hráefnisvali. Sóknarfæri lék forvitni á að heyra af áhuga erlendra ferðamanna á íslenska fiskinum og hvaða við-

brögð veitingamenn fá við fiskréttum hér í því landi sem við gjarnan segj-um að hafi heimsins besta fisk að bjóða! Hér má sjá svör frá þremur veit-ingamönnum um þetta efni, veitingastöðunum Humarhöfninni á Höfn, Rub23 á Akureyri og Reykjavík og Tjöruhúsinu á Ísafirði.

Rub23 á Akureyri og í Reykjavík:

Þeir vilja helst ferskan fisk

Tjöruhúsið á Ísafirði:

Fiskur af VestfjarðamiðumRagnheiður Halldórsdóttir hefur ásamt eiginmanni sínum rekið veit-ingasölu í Tjöruhúsinu í Neðsta-kaupstað á Ísafirði síðustu sumur. Húsið stendur í þyrpingu fjögurra húsa sem voru reist á 18. öld og er sjóminjasafn Byggðasafns Vestfjarða í einu þeirra.

Eingöngu er boðið upp á fiskrétti í Tjöruhúsinu og segir Ragnheiður að þau hjónin hafi fyrir rúmum 20 árum rekið veitingastaðinn Sjó-mannastofuna þar sem var boðið upp á kjöt og fisk og að um 96% er-

lendra gesta hafi eingöngu viljað fisk. „Þegar við opnuðum síðan veit-

ingasöluna í Tjöruhúsinu fyrir níu árum ákváðum við að hafa eingöngu sjávarrétti. Við bjóðum upp á fisk sem veiðist við Vestfirði svo sem kola, steinbít, makríl og hlýra og svo er skötuselur farinn að láta sjá sig.“ Þá má nefna að boðið er upp á fiski-súpu, plokkfisk og hrefnukjöt þegar það er til. Stundum eru haldnar miklar saltfiskveislur og suma daga svigna hlaðborðin undan gómsætum fiskréttum.

Ragnheiður segir að áhersla sé lögð á ferskt sjávarfang enda nýveitt þegar það fer á diska gestanna. „Ég stjórna því hvað er á matseðlinum hverju sinni en þá er boðið upp á besta fiskinn sem ég hef þá dagana.“

Vinsældir fiskréttanna eru miklar á meðal erlendra ferðamanna, sem telja um og yfir 2/3 matargesta og man Ragnheiður t.d. eftir því að ein-hver þeirra sagði að þetta væri besti matur sem hann hefði borðað!

facebook.com/Tjoruhusid

Gómsætt úr hafinu. Mynd: Julia Staples.

Ferskleiki íslenska fisksins heillar erlenda ferðamanninn

Page 53: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 53

„Við höfum sérhæft okkur í humri og það sem ég verð mest var við er hin jákvæða upplifun erlendra gesta sem borða hjá okkur,“ segir Ari Þ. Þorsteinsson, fjármála og nýsköpun-arstjóri hjá Humarhöfninni í Höfn í Hornafirði.

„Það er tvennt sem ég tek eftir sem þeim finnst vera mikil verðmæti í. Í fyrsta lagi að staðurinn er stað-settur niðri við höfnina og þá sjá gestirnir stundum humarbátinn við bryggju og svo talar fólk um að humarinn sé miklu ferskari en humar sem það kaupir í sínu heima-landi. Þá tala sumir um hvað íslenski humarinn er miklu sætari á bragðið heldur en stóri humarinn sem fólk borðar gjarnan erlendis.“

Ari segir að þegar Humarhöfn hafi verið opnuð árið 2007 hafi gestir verið um 4000 fyrsta árið en nú eru þeir um 14.500 en þess má geta að veitingastaðurinn er einungis opinn á sumrin.

„Um 90% af gestunum okkar eru erlendir ferðamenn og er langstærsti hópurinn frá Suður-Evrópu: Ítalir, Spánverjar og Frakkar en síðan koma æ fleiri frá Hollandi, Banda-ríkjnum og Asíu.“

Ari bendir á að á Íslandi sé mat-vælaframleiðsluþjóð á heimsmæli-kvarða og að gaman sé fyrir erlenda ferðamenn að koma til landsins þar sem frumframleiðslan fer fram.

„Ég held að það séu tækifæri fyrir

Íslendinga í því sem kallast matar-menningarferðalög. Við höfum að-eins verið að prófa þetta þar sem ferðamenn koma til að smakka ákveðinn mat en Ísland er kjörið í slíkt þar sem við erum mikil fisk-veiðiþjóð. Þarna geta íslenski sjávar-útvegurinn og ferðaþjónustan unnið mikið saman og ég held að fólki eigi að fara að horfa á þetta sem sameig-inlegt tækifæri.“

humarhofnin.is

Slippurinn Akureyri ehf. – Naustatanga 2 – 600 Akureyri – sími 460 2900 – fax 460 2901 – www.dng.is – [email protected]

ÍSLENSKT HUGVIT - ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA

Eigendurnir Humarhafnarinnar. Frá vinstri: María Gísladóttir, Ari Þorsteinsson, Vilhjálmur Þór Ólafsson, sonur Önnu og Ólafs, Anna Þorsteinsdóttir og Ólafur Vilhjálmsson.

Humarhöfnin á Höfn í Hornafirði:

Íslenski humarinn

þykir öðruvísi

Page 54: Sóknarfæri í sjávarútvegi

54 | SÓKNARFÆRI

„Garmin býður í dag heildarlínu í tækjum fyrir smábáta. Í henni eru t.d. allt upp í 15 tommu plotterskjá-ir og í þeim eru öflug sjókort, eftir-mynd sjókortanna frá Sjómælingum Íslands. Að auki er Garmin að nota eiginn gagnagrunn sem keyrir með kortum Sjómælinga en birtir botn-upplýsingar í þrívíðri mynd með dýptarlínum. Hólar og hæðir sjávar-botnsins sjást vel í grafískri mynd. Þetta er sérstaða sem aðeins Garmin hefur að bjóða,“ segir Ríkarður Sig-mundsson hjá Garminbúðinni en það fyrirtæki hefur sótt verulega í sig veðrið í tækjaframboði fyrir sjávarút-veginn – sér í lagi smábátaflotann. Garmin hefur lagt áherslu á grafíska birtingarmynd upplýsinga fyrir not-endur og þegar t.d. dýptarmælir frá Garmin er tengdur við plotterinn sjást lóðningar í þrívíðu myndinni af botninum.

Allt sem þarf í tækjapúltiðí stýrishúsinu

„Við bjóðum tvær gerðir dýptar-mæla og munurinn liggur í mis-munandi tíðnisviðum og púlslengd. Öflugri dýptarmælirinn var einmitt valinn nú í sumar í rannsóknarleið-angri á túnfiskmið vestur af Írlandi og það eru mikil meðmæli með hon-um,“ segir Ríkarður en í Garmin-línunni eru einnig ratsjár, vind-hraðamælar, talstöðvar og AIS tæki, sem og sjálfstýringar.

„Sjálfstýringar frá Garmin eru komnar í allmarga báta hér á landi og hafa komið gríðarlega vel út. Þær henta krókabátunum mjög vel og hafa reynst vel hvort heldur er á fullri keyrslu eða hægri ferð,“ segir Ríkarður en tækjapakkar frá Garmin fóru um borð í tvo nýja Sómabáta sem Bátasmiðjan Bláfell í Reykja-nesbæ smíðaði nýverið. „Með því að taka allan tækjapakkann í bátinn nýtir notandinn alla bestu eiginleika tækjanna, þau tengjast auðveldlega saman og hægt er að kalla fram upp-lýsingar á plotterskjánum frá mis-munandi tækjum.“

Miklu meira en útivistarbúnaður

Ríkarður segir að á sínum tíma hafi Garmin verið þekkt merki hér í landi fyrir stjórntæki í skip og báta en á síðustu árum hafi merkið verið

hvað þekktast fyrir GPS tæki í úti-vist, leiðsögutæki í bíla og æfinga-tæki. „Nú má segja að Garmin hafi styrkt stöðu sína á nýjan leik á báta-sviðinu, bæði með þessum frábæru

sjókortum og breiðri línu notenda-vænna tækja í brúna. Enda er Garm-in að fá mjög vandaðar umsagnir í blöðum fyrir sín tæki í dag. Við er-um því á fullri ferð inn í sjávarútveg-

inn á Íslandi með Garmin,“ segir Ríkarður.

garmin.is

Vagnhöfða 12 | 110 Reykjavík | Sími 567 2800 | Fax 567 2806 | [email protected] | www.mdvelar.is

Stóraukinviðgerða-þjónusta

WORLDWIDE TURBOCHARGER SERVICE AND PARTS

Á fullri ferð inn í sjávar-útveginn með Garmin

GPSmap 7215 plotter frá Garmin með snertiskjá. Hægt er að samtengja Garmintækin í gegnum plotterinn og kalla þannig fram fjölþættar upplýsingar fyrir skipstjórnandann.

Page 55: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 55

Smiðjuvegi 66 • 200 KópavogiSími 580 5800 • www.landvelar.is

Poclain þjónustaSérhæft verkstæði fyrir vökvadælur og mótora

Sala, varahlutir og viðgerðir

„Síðustu þrjú ár hafa verið þau bestu í sögu fyrirtækisins, bæði verkefnalega og afkomulega. Því þakka ég fyrst og fremst útflutningnum og þeim ár-angri sem við höfum náð með þraut-seigju á mörgum árum í markaðs-starfinu erlendis. Það hefur skilað okkur árangri og sérstaklega í Noregi. Okkar sérgrein er þróun og fram-leiðsla á línubúnaði en það er stað-reynd að Norðmenn hafa staðið okk-ur Íslendingum að baki tæknilega í línuveiðunum,“ segir Hafsteinn Ólafsson, framkvæmdastjóri og eig-andi Beitis í Vogum á Vatnsleysu-strönd. Fyrirtækið hefur frá árinu 1988 smíðað fiskvinnslutæki og ýmis konar lausnir fyrir matvælaiðnað úr ryðfríu stáli. Þekktast er það fyrir framleiðslu á beitningartrektum, línuspilum og beituskurðarhnífum fyrir 6-100 tonna báta en af mörgu öðru sem fyrirtækið hefur framleitt má nefna hrognaskiljur, þvottakör, átakskerfi, saltara og lyftukör – lausn-ir fyrir bæði skip og báta, sem og landvinnslur. Enda segir Hafsteinn engin tvö tæki eins – allt sé útfært að þörfum og séróskum viðskiptavin-anna.

„Eitt af því nýjasta í okkar lausn-um er hreinsibúnaður á línuspil sem hreinsar krókana betur en áður hefur þekkst. Önnur nýjung frá okkur er sérsniðin að norskum markaði og er kapalspil fyrir gildruveiði. Þetta eru tvö dæmi um lausnir sem við höfum fundið til að mæta tækniþörf við-skiptavinanna,“ segir Hafsteinn en um 60% framleiðslu Beitis fer nú á erlenda markaði. Þannig hefur staðan verið síðustu þrjú ár.

Tækifæri í norsku línubátunum

Eins og nafn fyrirtækisins bendir til var beitningartrektin frumraun fyrir-tækisins í þróun veiðibúnaðar og í kjölfarið fylgdu síðan línuspil og önn-ur tækni fyrir línuútgerðina ásamt mörgu öðru. Hafsteinn segir það hafa verið mikið átak að komast inn á markað í Noregi en eftir miklu sé þar að slægjast.

„Línuveiðarnar á norsku bátunum eru talsvert frábrugðnar því sem við þekkjum. Þeir nota til að mynda girnislínu almennt, sem flestir hafa gefist upp á hér heima. Á vissum svæðum við Noreg er mikið af græn-þörungi á botninum yfir sumartím-ann og þá hafa þeir fundið út leiðir til að halda línunni upp frá botninum þar sem fiskurinn heldur sig. Það hef-ur síðan sýnt sig að þessa girnislínu er hægt að draga mjög auðveldlega með

okkar spili. Þeir eru líka smám saman að átta sig á því að með okkar búnaði geta þeir verið færri á en verið samt með fleiri króka og fiskað meira sem skilar þeim einfaldlega betri afkomu. Sumir af þeim sem keyptu fyrst bún-að af okkur fyrir hátt í 10 árum eru

enn að nota hann og það segir sína sögu. Þarna er stór markaður fyrir okkur og mikil tækifæri áfram,“ segir Hafsteinn.

beitir.is

Hafsteinn Ólafsson og Þóra Bragadóttir, eigendur Beitis, við afhendingu á afsöltunarbúnaði og karalyftu í saltfiskverkun í Vitoria á Spáni.

Hafsteinn að vinna að uppsetningu á búnaði í bát í Upernavik á Grænlandi árið 2008.

Grænlenskur sjómaður prufukeyrir Beitisbúnaðinn í blíðviðri á miðunum.

Beitir í Vogum hefur þróað og framleitt veiðibúnað í 25 ár:

Síðustu þrjú ár þau bestu í sögunni

Page 56: Sóknarfæri í sjávarútvegi

56 | SÓKNARFÆRI

„Uppsjávarfrysting hefur verið bak-beinið í okkar starfsemi upp á síð-kastið og verður á komandi mánuð-um, bæði um borð í skipum og í landi. Því er ekki að neita að góð loðnuveiði í fyrravetur og tilkoma makrílveiðanna er snar þáttur í þess-ari þróun. Bæði útgerðir og land-vinnslur eru að leita eftir auknum af-köstum í sinni vinnslu,“ segir Gunn-ar Larsen, framkvæmdastjóri Kæl-

ismiðjunnar Frosts um verkefna-stöðu fyrirtækisins um þessar mund-ir.

Tækniþróunin flutt útKælismiðjan Frost lauk nýverið upp-setningu uppsjávarverksmiðju á Þvereyri á Suðurey í Færeyjum í samstarfi við Skagann. Mörg íslensk fyrirtæki komu að verkefninu en verksmiðjan tók til starfa fáeinum mánuðum eftir undirskrift samn-inga. „Þarna getum við sagt að sé á ferð útflutningur á íslenskri tækni og þróun sem orðið hefur í sjávarútvegi á Íslandi. Verksmiðjan er komin í fullan gang, þ.e. með þeirri 600 tonna afkastagetu sem lagt var upp með í upphafi. Umræðan var í upp-hafi um stækkun strax í kjölfarið í 1000 tonna afkastagetu og ég reikna fastlega með að sú ákvörðun komi fljótlega,“ segir Gunnar en nýjungin í tæknilausn Skagans eru sjálfvirkir plötufrystar og vinnslulína sem fyrir-tækið framleiðir. Frystiþátturinn

sjálfur hvílir síðan á herðum Frosts. Gunnar segir lausnina hafa vakið áhuga víðar erlendis í kjölfar kynn-ingar og verksmiðjunnar í Færeyj-um. Talsverðar líkur séu á fleiri verkefnum á borð við færeysku verk-smiðjuna „og raunar er þetta tækni-lausn sem vel má nota víðar í mat-vælavinnslu. En fyrst og fremst markaðssetjum við hana fyrir upp-sjávarvinnslu,“ segir Gunnar.

Betra hráefni með meiri kælingu

Hér heima segir Gunnar að áherslur

uppsjávarvinnslufyrirtækjanna snúist um að auka afköstin og bæta með-ferð hráefnis og afurða. „Það liggja bæði fyrir verkefni sem búið er að semja um og önnur þar sem áhugi er fyrir hendi að hefjast handa. Upp-sjávarvinnslan er orðin mjög þétt ár-ið um kring hjá verksmiðjunum, makríllinn yfir sumarið, síldin á haustin og síðan loðnan í beinu framhaldi. Makríllinn var mjög kær-komið verkefni til að brúa bilið milli vertíða,“ segir Gunnar.

Kæling leikur æ stærra hlutverk um borð í skipunum og þar kemur

Frost einnig við sögu. Sjókælikerfi eru til að mynda mjög mikilvæg á makrílveiðunum á sumrin og Gunn-ar segir einnig að talsverð þróun hafi orðið í kælingu afla um borð í bol-fisktogurum allt frá móttöku þar til aflinn er kominn í frystingu eða lest. „Allt miðar þetta að betri aflameð-ferð og ótvírætt að betri kæling hef-ur skilað þar miklum árangri,“ bætir hann við.

frost.is

Kælismiðjan Frost:

Mikil verkefni í uppsjávar-

frystingunni

Blástursfrystur makríll í uppsjávarvinnslu HB Granda á Vopnafirði. Blástursfrystirinn er hönnun og smíði frá Kælismiðj-unni Frosti.

Page 57: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 57

Sjávarútvegsráðstefnan verður haldin í þriðja sinn 8.-9. nóvember og ber heitið „Horft til framtíðar“. Eins og í fyrra er kallað eftir framúrstefnu-legum nýsköpunarhugmyndum sem veitt verða verðlaun fyrir og er lögð áhersla á að hugmyndirnar séu fram-sæknar og skapi umræðugrundvöll. Frestur til að skila inn umsóknum er til 1. október.

Þegar kemur að því að meta hug-myndirnar verður m.a. litið til frum-leika þeirra, virðisauka, sjálfbærni og ímyndar landsins eða greinarinnar út á við. Verðlaunafé er 400.000 kr. og þar að auki fá hugmyndirnar kynningu og sérstaka viðurkenningu á Sjávarútvegsráðstefnunni.

Ýta við grasrótinni„Hugmyndin að samkeppninni kom upphaflega frá stjórn Sjávarútvegs-ráðstefnunnar sem vildi ýta við gras-rótinni til að koma með hugmyndir til umræðu til að efla grósku og ný-sköpun í sjávarútvegi og tengdum greinum,“ segir Guðrún Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknarhópi í hagnýtum vöruferlum við Verk-fræði- og náttúrvísindasvið Háskóla Íslands. „Markhópurinn er allir þeir sem hafa áhuga á málefninu; ein-staklingar og frumkvöðlar eða aðilar sem vinna að rannsóknar- og ný-sköpunarverkefnum sem eru vel til þess fallin að senda inn og líka hug-myndir nemenda sem eru að vinna áhugaverð verkefni.“

Guðrún segir að skipta megi til-lögunum frá því í fyrra í nokkra áhersluþætti. „Fólk lagði áherslu á samstarf í sjávarútvegsfyrirtækjum til að auka eða efla ímynd Íslands út á við og það voru verkefni sem komu að sjálfbærni; bæði hvað varðar sjálf-bærar veiðar og sjálfbærni fram-leiðslunnar í gegnum allan ferilinn og þá sjálfbærni vörunnar sem slíkr-ar. Þá tengdust sum verkefni nýt-ingu upplýsingatækni, önnur tengd-ust nýrri tækni við veiðar og þá sér-staklega umhverfisvænar veiðar. Svo var það vöruþróun og að nýta megi takmarkaðar auðlindir og fullnýta það sem fellur til við framleiðslu í verðmætari vörur.“

Sérstakar viður-kenningar 2011

Fjórar hugmyndir fengu sérstaka viðurkenningu á Sjávarútvegsráð-stefnunni í fyrra.

Í fyrsta lagi voru það ljósveiðar eða ljósvarpa en hugmyndin er að notuð sé varpa sem nemur ekki við

sjávarbotninn og að notaður sé vegg-ur úr laserljósi í staðinn fyrir net.

Þá var það hugmynd um grænt hringferli en hún felst í eldi á tveim-ur ólíkum fisktegundum þar sem vatnið frá einni tegund er nýtt fyrir aðra og síðan er vatnið notað til vökvunar og næringargjafar í gróð-urhús þar sem ræktaðir eru þörungar eða grænmeti.

Í þriðja lagi var það hugmynd

um rafbáta til veiða innan fjarða en bátarnir myndu nýta umhverfisvæna orku.

Í fjórða lagi er það hjarðeldi á þorski en hugmyndin gengur út á að koma upp fóðrunarstöðvum fyrir villtan smáþorsk á grunnslóð þar sem hjarðir af þorski yrðu fóðraðar frá vori og fram á haust.

sjavarutvegsradstefnan.is

Guðrún Ólafsdóttir. „Markhópurinn er allir þeir sem hafa áhuga á málefninu; einstaklingar og frumkvöðlar eða aðilar sem vinna að rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum sem eru vel til þess fallin að senda inn og líka hug-myndir nemenda sem eru að vinna áhugaverð verkefni.“

Verðlaun veitt á ráðstefnunni í fyrra þegar hugmynd um ljósveiðar varð hlut-skörpust.

Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2012:

Hugmyndir séu framsæknar og skapi umræðugrundvöll

Bjóðum einnig sérlausnir m.a. færibönd saltkerfi

PIPAR

\TBW

A • SÍA

• 1134

30

Málmey ehf. | Helluhraun 8 | 220 Hafnarfirði | S 555 6130 | Fax 555 6131 | [email protected]

HEILDARLAUSN FYRIR SKREIÐARFRAMLEIÐENDUR

Skreiðarpressa

Hausabrjótur

Vinnslulína (Blautrými)

Þurrkklefar

Skurðarvél (Kótelettuvél)

stálsmiðjaMÁLMEY

Page 58: Sóknarfæri í sjávarútvegi

58 | SÓKNARFÆRI

HB Grandi er stærsta sjávarútvegs-fyrirtækið á Íslandi. Reynsla og þekking í nýtingu auðlindar og framleiðslu sjávarafurða endurspegl-ast í öllu starfi HB Granda. Lögð er rík áhersla á háþróaða tækni við veiðar og vinnslu og stöðuga þróun framleiðslunnar. Fyrirtækið fram-leiðir verðmæta gæðavöru úr fersku hráefni sem aflað er úr hafinu við Ís-land. HB Grandi gerir út fimm frystitogara og þrjá ísfisktogara til bolfiskveiða. Áratugareynsla áhafn-anna og besti fáanlegi búnaður um borð skilar fiskafurðum eins og þær gerast bestar. Ísfisktogararnir landa aflanum í fiskiðjuver HB Granda í Reykjavík og á Akranesi en frystitog-ararnir vinna aflann um borð og skila honum fullunnum. Fyrirtækið

á einnig öflugan flota fjögurra skipa til veiða á uppsjávarfiski; síld, loðnu, makríl og kolmunna sem landa afl-anum að mestu í vinnslur fyrirtækis-ins á Vopnafirði en einnig á Akra-nesi. Lögð er sérstök áhersla á afurð-ir til manneldis en framleiðsla fisk-mjöls og lýsis er einnig mikilvægur þáttur í starfsemi fyrirtækisins.

Svavar Svavarsson, markaðsstjóri, segir þá verðaðlögun sem orðið hef-

ur á fiski í helstu viðskiptalöndum Íslendinga mikilvæga til að viðhalda neyslu og spurn eftir fiski. Erfiðar markaðsaðstæður á Spáni, Portúgal og Grikklandi hafa ekki haft teljandi áhrif á HB Granda þar sem félagið er ekkert í saltfiski og aðeins um 3-4% af framleiðslu fyrirtækisins sé í dag að fara inn á markaði í þessum löndum.

- Er einhver munur á sölumögu-leikum sjófrysts fisks og fisks sem unn-inn er í landi í ykkar frystihúsum eða verksmiðjum?

,,Nei, það er ekki svo. Við erum að selja allan okkar fisk hvort sem hann er unninn til sjós eða lands. Við seldum til 40 landa á síðasta ári en 10 af þeim kaupa fyrir um 80% af söluverðmætinu en hin 30 eru með restina. Flest þessara landa eru utan Evrópusambandsins en Rúss-land var á síðasta ári langstærsta markaðsland okkar og það stefnir allt í að svo verði einnig á þessu ári. Það er ekki bara síld, makríll, loðna www.gaia-ehf.is | [email protected]

Súrefnis- og ósonframleiðslubúnaðurMælitæki og eftirlitsbúnaður

Þjónustum m.a.:Fiskeldi - Fiskvinnslur - Matvælafyrirtæki

Sveitarfélög - Sundlaugar

Loftpressur Stimpil- og skrúfupressur

Hjallabrekka 1 • 200 Kópavogur • Símar: 564 3000 – 564 0030Fax: 564 0030 • www.loft.is • [email protected]

Á markaðsdeild HB Granda vinna 11 manns. Svavar Svavarsson markaðsstjóri er þriðji frá hægri. F.v.: Sonja Óskarsdóttir, Sólveig Jóhannesdóttir, Brynjólfur Eyjólfsson, Garðar Svavarsson, Jón Helgason, Smári Einarsson, Fjóla Stefánsdóttir, Davíð Davíðsson, Svavar Svavarsson, Kári Sölmundarson og Steinþór Steingrímsson. Myndir: Geir Guðsteinsson

Stöðugt er leitað nýrra markaða- segir Svavar Svavarsson, markaðsstjóri HB Granda

Grandatogarinn Ásbjörn RE gerður klár fyrir sjóferð.

Sölumál

Page 59: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 59

og loðnuhrogn heldur einnig bol-fiskafurðir eins og karfi og gulllax.

Auðvitað taka markaðirnir breyt-ingum, verð lækka, m.a. vegna kreppu í Evrópu, og þá fylgjum við því bara eftir. Á hverjum virkum degi erum við að selja frá okkur af-urðir fyrir um 1 milljón dollara svo það er gríðarlega mikilvægt að salan gangi hikstalaust og það sé stöðugt vöruflæði. Í ár hefur orðið veruleg aukning á framleiðslu loðnuhrogna. Það voru framleidd um 16.000 tonn hér á Íslandi og í Noregi, sem er verulega meira magn en markaður-inn er vanur að nota svo það hefur orðið lækkun frá þeim himinháu verðum sem voru áður að fást fyrir þessa vöru. En það er ekki vit í neinu öðru en að nýta það tækifæri sem gefst til að framleiða hágæða hrogn. Við verðum svo að fylgja óhjákvæmilegri niðursveiflu í verð-um þó við séum að framleiða loðnu-hrogn í hæsta gæðaflokki. Verð á öðrum vörum okkar hefur í flestum tilfellum hækkað í erlendri mynt undanfarin ár en verð einstakra vara hefur gefið eftir uppá síðkastið.“

Aukinn þorskkvóti skapar virðisaukningu

- Hefur þessi verðþróun leitt til þess að þið hafið verið að leita nýrra mark-aða?

,,Það er stöðugt verið að því. Við erum í dag að selja til 40 landa og með tilkomu makrílsins höfum við bætt við viðskiptasamböndum í nýj-um löndum. Tíu af okkar viðskipta-löndum eru langstærst með um 80% hlutdeild af söluverðmæti.

Það er um 200 þúsund tonna aukning i þorskkvótanum í Atlants-hafi strax á næsta ári, en 20% aukn-

ing getur leitt af sér verðlækkun en þó er ólíklegt að hún verði veruleg.“

Svavar segir að stærð fyrirtækis-ins hjálpi í markaðsmálum. Að vera með mikið magn á bak við sig og fjölbreytt úrval ívörutegundum styðji heildina og að geta ávallt af-greitt það sem beðið er um á hverj-um tíma. Það styðji líka við í sölu-málunum að vera bæði í bolfiski og uppsjávarfiski því vara selur gjarnan aðra vöru. Um 40% af tekjum félagsins koma frá uppsjávarfiski og um 60% eru botnfiskur.

Svavar telur að viðskiptavinir ís-lenskra sjávarútvegsfyrirtækja er-lendis séu almennt mjög hæfir í al-þjóða viðskiptum. Þátttaka HB Granda í sjávarútvegssýningum er-lendis, eins og á sýningunni í Brussel, er liður í því að halda góðu

sambandi við viðskiptavinina, afla nýrra, og einnig að kanna nýja markaði.

,,Það eru engar blikur á lofti um sölutregðu eða umtalsvert verðfall á einstaka vörutegundum, en mark-aðsdeildin sýnir auðvitað fyllstu ár-verkni enda mikil verðmæti sem ver-ið er að selja á hverjum einasta degi.“

Vottun afar mikilvægVottun á sjálfbærni íslensks fisks er gríðarlega mikilvæg undir merkjum Iceland Responsible Fisheries. Nú eru komnar á borð atvinnumálaráð-herra tillögur að aflareglu fyrir karfa, ufsa og ýsu sem bíða formlegrar staðfestingar. Aflaregla felur í sér staðfasta stefnu stjórnavalda á nýt-ingu þessara fisktegunda til langs

tíma. Í framhaldi munu þessar fisk-tegundir fá alþjóðlega vottun um sjálfbærni, svipað því sem hefur ver-ið í þorski undanfarin ár með mjög góðum árangri.

Vottun á sjálfbærni er afar mikil-væg. Ef fiskistofnarnir fá að vaxa og dafna verður ódýrara að sækja fisk-inn og auðveldara að selja hann því kaupendur eru stöðugt meðvitaðri og gera þær kröfur að við getum sýnt fram á að fiskurinn sem þeir kaupa sé ekki ofveiddur. Þetta er annar mikilvægur útgangspunktur og eykur stöðugleikann,“ segir Svav-ar Svavarsson.

grandi.is

Hestháls 6-8 110 Reykjavík Sími 570 9000 www.frumherji.is

Frumherji í þjónustu við sjávarútveginn

Stefán Hans StephensenGSM 860 8378, [email protected]

Axel AxelssonGSM 860 8379, [email protected]

Einar J. HilmarssonGSM 865 1490, [email protected]

Guðmundur H. KristinssonGSM 860 8377, [email protected]

Ykkar menn í skipaskoðunum

Róbert HlöðverssonGSM 897 0525, [email protected]

Hildur SigurðardóttirGSM 861 6676, [email protected]

Ráðgjöf um gæðamál, úttekt á grásleppuhrognum

og öðru sjávarfangi

PrófunarstofanSími 570 9260

[email protected]

Löggilding og prófanir á vogum og mælitækjum

Stærð HB Granda hefur mikla þýðingu í markaðssókn fyrirtækisins.Aðverameð mikið magn á bak viðsigogfjölbreyttúrval í vörutegundum styðurheildinaogauðveldar okkur að geta ávallt afgreitt þá vöru sem beðið er um á hverjum tíma.Þaðstyrkirokkur einnig að vera hvorttveggja í bolfiski oguppsjávarfiski.

HB Grandi.

Page 60: Sóknarfæri í sjávarútvegi

60 | SÓKNARFÆRI

,,Það hefur þyngst á öllum sölum frá því á miðju sumri og þarf að hafa miklu meira fyrir því að selja í dag,“ segir Ólafur Bjarni Halldórsson, framkvæmdastjóri Ísfangs hf., fyrir-tækis í útflutningi sjávarafurða á Ísa-firði.

,,Um leið og þessi kreppa fór að hafa áhrif í Evrópu þyngdist salan. Ég held að öllum beri saman um það. Við erum að selja frystan bol-fisk og rækju og ekki bara héðan frá Vestfjörðum heldur víða af landinu, m.a. frá suðvesturhorninu. Héðan að vestan höfum við verið að selja rækju, m.a. frá rækjuverksmiðjunni Kampi. Það eru hins vegar mjög miklir erfiðleikar framundan með öflun hráefnis til vinnslu hjá Kampa svo annað hvort verður að stöðva vinnslu einhverja daga í hverri viku eða hreinlega stöðva vinnslu tíma-bundið. Verksmiðjan þarf um 8-10 þúsund tonn af hráefni á ári. Salan á rækju er því eðlilega ekki vandamál þegar svona lítið framboð er af henni. Rækjuverksmiðjurnar hér-lendis eru nú 5 talsins, en voru rétt fyrir aldamót allt að 20. Nú fara verksmiðjurnar að reiða sig meira á

íslenskt hráefni og vonandi er að koma upp meiri veiði fyrir Vestur-landi og Norðurlandi. Ekki er loku fyrir það skotið að innfjarðarækjan gæti orðið búbót á Ísafjarðardjúpi, Arnarfirði og Axarfirði. Norskt og kandadískt hráefni er orðið það dýrt að lítið er orðið að hafa út úr því að vinna það.

Verðlækkun étur upp aukinn þorskkvóta

„Það hefur verið gefið út að verðið á

þorskinum hefur verið að lækka um 12% og því er fráleitt halda því fram að að þessi aukning á þorskvótanum um 20 þúsund tonn þýði auknar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbú-skapinn. Verðlækkunin gerir að verkum að við getum í besta falli vonast til að fá sömu verðmæti fyrir aukið magn af þorski og á síðasta ári. Það sem við hjá Ísfangi byggjum nú á eru fyrst og fremst langtíma-

samningar við trygga kaupendur. Við vorum sjálfir með framleiðslu-fyrirtæki en erum hættir því og er-um eingöngu að kaupa af framleið-endum þegar við höfum trygga sölu en umboðssala er eiginlega alveg hætt. Framleiðendur setja upp skila-verð og reynt er að vinna úr því.“

- Hefur þú trú að þetta ástand eigi eftir að breytast á næstu misserum?

,,Ljóst er að fiskneysla á bara eftir að aukast. Vel má vera að það þurfi frekari verðlækkanir til að koma söl-unni á skrið svo að ekki verði hér birgðasöfnun. Þetta skýrist kannski á næstunni því venjulega eru haustið og veturinn góður sölutími, ekki síst jólamánuðurinn. Síðan er fiskneysla víða mikil í Evrópu þegar páskar nálgast. Staðan er erfiðust á Spáni

sem er mikilvægt viðskiptaland en Grikkland er veigaminna markaðs-land fyrir Íslendinga og því hefur efnahagskreppan þar ekki eins mikil áhrif hér í fisksölu.

Við höfum aðeins verið að fá fyr-irspurnir frá Brasilíu á svipuðum fiski og Spánverjar hafa verið að kaupa og einhverjir hafa verið að selja fisk þangað. Það hefur alltaf verið seldur einhver saltfiskur til Brasilíu en það er nýtt að léttsaltað-ur fiskur þangað í einhverjum mæli.

Helsta viðskiptaland Ísfangs er Frakkland en Bretland er að sjálf-sögðu stærsta viðskiptalandið fyrir frystan fisk og hefur verið lengi, seg-ir Ólafur Bjarni Halldórsson.

Fiskiskip í Ísafjarðarhöfn.

Meira þarf að hafa fyrir söl-unni en áður- segir Ólafur Bjarni Halldórsson,

framkvæmdastjóri Ísfangs hf. á Ísafirði

Ólafur Bjarni Halldórsson, framkvæmdastjóri Ísfangs hf. Sölumál

Page 61: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 61

Grásleppuvertíðin hófst í byrjun mars sl. og lauk 2. ágúst sl. en um 350 bátar stunduðu veiðarnar. Verk-að var í um 12.000 tunnur sem þýð-ir að vertíðin var yfir meðallagi. Í upphafi vertíðar vildu kaupendur greiða um 1200 evrur fyrir tunnuna, eða allt að 200.000 krónur en verðið lækkaði fljótlega. Jafnvel um allt að þriðjung eða niður í liðlega 800 evr-ur. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að áætlað útflutningsverðmæti hrognanna sé um tveir milljarðar króna. Í dag sé staðan sú að hrogn fyrir um 300 milljónir séu óseld og þessi staða bitnar óneitanlega á út-gerðinni. Ástæðuna telur Örn vera að kreppan í Evrópu geri það að verkum að fyrirtækin vilji lækka kostnað með því minnka birgðir. Á næsta ári telur Hafrannsóknastofn-unin þörf á að minnka veiðarnar vegna slaks ástands á stofninum og telur Örn að þess vegna megi búast við því að framleiðendur kavíars tryggi sér þær tunnur sem eftir eru óseldar. Þrátt fyrir að um fjórðungur alls magns sé enn óseldur telur Örn að vonir standi til að þetta magn seljist fyrir næstu grásleppuvertið.

Það eru því allmargir sem enn eiga óseld hrogn en miðað við venjulegan markað.

,,Við búum ekki við venjulegt

ástand í dag,“ segir Örn Pálsson. ,,Það eru erfiðleikar á okkar mark-aðssvæði fyrir kavíarinn í Evrópu og stórmarkaðarnir bregðast við því með því að panta minna af kavíar frá Íslandi. Það var ekki umframfram-boð af grásleppuhrognum frá Ný-

fundnalandi eða Grænlandi á þessu ári. Veiðin þar var á áætlun þannig að það er ekki ástæðan. Í venjulegu árferði hefði verið auðvelt að selja þessar 12.000 tunnur. Við höfum verið að kanna möguleika á að selja

grásleppuhrogn á áður óþekktum mörkuðum en það hefur ekki tekst ennþá,“ segir Örn Pálsson.

Grásleppuhrogn fyrir 300 milljónir króna enn óseld

Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir samdráttinn í Evrópu aðal skýringuna á tregari sölu grásleppuhrogna.

Smiðjuvegi 66 • 200 KópavogiSími 580 5800 • www.landvelar.is

Drifbúnaður

Sölumál

Page 62: Sóknarfæri í sjávarútvegi

62 | SÓKNARFÆRI

Danica Seafood er útflutningsfyrir-tæki í sjávarafurðum með skrifstofur í Suðurgötu 10 í Reykjavík sem leggur mikla áherslu á að afhenda kaupendum erlendis ferskan íslensk-an fisk á sem fljótastan máta, bæði með flugi og í gámum með skipum. Á því hafa blómleg viðskipti fyrir-tækisins byggst. Markmið Danica hefur alltaf verið að útvega við-skiptavinunum sem bestu gæði á þorski, ýsu, lúðu, steinbít, skötusel, karfa og öðrum fisktegundum. Fyr-irtækið var stofnað árið 1993 af hjónunum Jan B. Thomsen og Laufeyju Jóhannsdóttur. Það hlaut viðurkenningu VR 2011 sem fyrir-myndarfyrirtæki og er vottað af Ice-land Responsible Fisheries. Í stöðugt vaxandi mæli eru kaupendur sjávar-afurða og neytendur um allan heim að leggja áherslu á að sjálfbær nýting sé höfð að leiðarljósi.

Jan B. Thomsen, framkvæmda-stjóri, segir að að sala á ferskum fiski í flugi gangi vel en það er megin-uppistaðan í útflutningi Danica. Einnig flytur fyrirtækið út frosinn fisk, en í miklu minna mæli. Þar er samkeppni í ódýrara hráefni eins og Alaska-ufsa og svo er vegna krepp-unnar í Evrópu þrýstingur á að fá

ódýrari vöru, þó því fylgi oft lakara hráefni.

,,Danica hefur fengið MSC-vott-un og það mun örugglega verða okkur hagstætt ef markaðirnar er-lendis verða enn erfiðari. Ég er samt ekki viss um að það séu framundan krítískir tímar. Við erum auðvitað að keppa við Norðmenn á mörgum mörkuðum og verður að mæta því, m.a. með því að bjóða alltaf hágæða-vöru. Á kröfum um gæði má aldrei slaka. Við erum að selja fisk nánast alla daga ársins, erum alltaf til stað-ar, viðskiptavinirnar fá alltaf það hráefni sem þeir sækjast eftir. Amer-íkumarkaður verður kannski eftir-sóknarverðari ef það verður erfiðara að selja fiskinn, auðvitað munum við skoða þann möguleika. Þessir efnahagsörðugleikar snerta mjög ferskfiskmarkaðinn og eins hafa Norðmenn verið að koma mjög

sterkir inn á Frakklandsmarkaðinn með verulega aukið magn og lækk-andi verð sem hefur gert okkur veru-lega erfitt fyrir. En okkar viðskipta-vinir geta teyst okkur vöru og að fá vöruna þegar eftir henni er leitað. Á það leggjum við áherslu.“

Auknar kröfur um ferskleikaJan segir að starfsmenn Danica muni þurfa að leggja aukna áherslu á markaðsmálin og það þýði auðvitað aukna vinnu í sölumálunum. ,,Við verðum að geta útvegað okkar við-skiptavinum það hráefni sem þeir sækjast eftir til að viðhalda trausti þeirra á okkar þjónustu. Með trausti haldast markaðir opnir og hægt

verður að fá ásættanlegt verð fyrir fiskinn. Stórmarkaðir víða á Bret-landi og í Evrópu hafa verið að gera auknar kröfur um ferskleika og gæði auk ýmissa sérkrafna og það hefur einnig haft einhver áhrif á verðin. Þessir stórmarkaðir eru með ýmsa ráðgjafa á sínum snærum til að meta gæði vörunnar og gera kröfur þar að lútandi en einnig fjármálasnillinga sem hafa það hlutverk m.a. að keyra verðin eins mikið niður og þeim er mögulegt. Viðskiptin eru að aukast við þessa stórmarkaði en auðvitað fær neytandinn þá um leið á tilfinn-inguna að hann er að kaupa hágæða-vöru frá Íslandi.“

Jan segir að markaðirnir sveiflist

upp og niður á einhverra ára fresti. Nú sé botninum líklega náð eða að hann sé alveg að nást. Síðan muni verð stíga aftur. Það sé eðli svona kreppu eins og ríki nú í Evrópu.

,,Ef kreppir meira að verðum við í auknu mæli að leita eftir öðrum mörkuðum fyrir íslenskan fisk, t.d. í Suður-Ameríku, Austur-Evrópu og Kína. Sala á heilfrystum makríl hef-ur opnað nýja markaði í Rússlandi og kannski er hægt að nýta sér það og fylgja þeirri sölu eftir á öðrum fisktegundum,“ segir Jan B. Thom-sen.

danica.is

Jan B. Thomsen, framkvæmdastjóri Danica.

Botninum í verðsveiflum

líklega náð

BYLTINGARKENNT BÆTIEFNI FYRIR ELDSNEYTI

OlíurSmurolíurGírolíurLoftkerfaolíurBílavörurHreinsivörurÖryggis- glerauguRykgrímurHjálmarHeyrnarhlífarLím og límbönd... og fleira!

Kemi • Tunguhálsi 10 , 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466

Opið: Mánudag - fimmtudags:Frá kl. 8.00 - 17.30.Föstudaga:Frá 8.00 - 17.00.

Ráða

ndi -

aug

lýsin

gast

ofa

ehf

ALLT AÐ 20%ELDSNEYTISSPARNAÐUR

YFIR 50% MINNI MENGUN

Sölumál

Page 63: Sóknarfæri í sjávarútvegi

SÓKNARFÆRI | 63

568-0100 • [email protected] • www.stolpiehf.is

Frystigámar • Sala & leiga • 20 & 40 ft.

Vantar þig frystirými ?

Seljum einnig gáma hús, geymslu gáma og sal ernis hús í ýms um stærðum og gerð um. Útvegum sérlausnir, sniðnar

að þörf um viðskiptavina okkar. Hafðu samband!

stolpi-frystig-A4-augl-1.indd 1 20.2.2012 23:03:41

Nú í loks sumars var ráðist í um-fangsmiklar endurbætur í vinnslusal Godthaab í Nöf í Vestmannaeyjum og stöðvaðist vinnsla í nokkra daga af þeim sökum. Öll tæki voru fjar-lægð úr vinnslusalnum, ný gólfefni lögð og síðan komið fyrir nýrri flæðilínu frá Marel, samvalsflokkara og pökkunarlínu en hana átti fyrir-tækið átti raunar fyrir.

Daði Pálsson, verkstjóri hjá Godthaab í Nöf, segir að með nýju línunni aukist afkastageta um a.m.k. 20%. „Við fjölguðum snyrtistæðum í línunni um fjögur frá því sem var í þeirri gömlu. Þau eru nú 24 talsins en voru 20 áður. Með nýju línunni getum við fylgst mun betur með öll-um afköstum, skoðað þau hjá hverj-um og einum starfsmannni, höfum betri yfirsýn á nýtingu, auk þess sem starfsmenn á línunni fá betri vinnu-aðstöðu og geta betur fylgst sjálfir með því sem þeir eru að gera. Þetta er því mikil framför og við sjáum strax góðan árangur þann tíma sem liðinn er síðan við tókum línuna í notkun,“ segir Daði.

Tilkoma samvalsflokkarans frá Marel segir Daði vera mikla bylt-ingu í vinnslunni. „Með þessum búnaði getum við valið saman í ná-kvæmlega þær þyngdir sem við vilj-um og í hvaða þyngdarflokka sem er. Þetta skiptir miklu máli í t.d. hnakkavinnslunni og að sjálfsögðu er mikilvægt í svona mikilli fram-leiðslu að þyngdir í pakkningum séu nákvæmar,“ segir Daði en að jafnaði 80-90 manns hjá fyrirtækinu, allt upp í 120 manns þegar mest er að gera á vertíðum. Nýverið auglýsti Godhhaab í Nöf eftir starfsfólki en á þessum tíma ár er yngra fólkið að halda í skólana en þess utan þarf að bæta við vegna nýju flæðilínunnar.

„Vinnslan hjá okkur er bæði í ferskan fisk og frystar afurðir. Mark-aðssvæði okkar eru, líkt og verið hef-ur, í Ameríku og Austur- og Vestur-Evrópu. Í ferska fiskinum framleið-um við mest fyrir Bretland og Frakkland og sú vinnsla er fyrst og fremst síðari hluta vikunnar,“ segir Daði og svarar því aðspurður að hrá-efnisöflun hafi ekki reynst vandamál en fyrirtækið er eingöngu í vinnslu en ekki útgerð.

„Við fáum afla af Þórunni Sveinsdóttur VE, frá skipum Bergs-Hugins og tilfallandi af öðrum bát-um hér í Eyjum. Síðan kaupum við alltaf eitthvað á mörkuðum, mis-mikið eftir framboði þar og verði. Okkur hefur gengið vel að tryggja okkur hráefni til vinnslunnar,“ segir Daði en hjá Godthaab í Nöf er um 60% vinnslunnar ufsi, þorskur 35% og ýsa um 5%

„Þessu til viðbótar höfum verið í makrílnum líka og sú vinnsla gekk ágætlega í sumar. Innkaupsverðið var reyndar alltof hátt í byrjun og markaðir í Rússlandi voru seinir að taka við sér. Þar af leiðandi var þetta talsvert frábrugðið því sem við sáum í fyrrasumar,“ segir Daði.

Auglýsingar:Inga Ágústsdóttir Símar 898 8022 & 515 [email protected]

Skipaskrá og sjómannaalmanak

Áraklóar 2013 er í vinnslu

Bókinni verður dreift frítt í desember

Endurbættur vinnslusalur og nýr tækjabúnaður í vinnslusal Godthaab í Nöf. Mynd: Óskar Friðriksson.

Godthaab í Nöf í Vestmannaeyjum:

Afkasta-aukning

með nýrri

flæðilínu

Page 64: Sóknarfæri í sjávarútvegi

Bæði á sjó og landi skipta forvarnir sköpum til að fyrirbyggja

slys. Samhliða sérsniðinni tryggingaþjónustu fyrir sjávarútveg

vinnur VÍS náið með íslenskum áhöfnum til að skapa

skipverjum öruggt vinnuumhverfi við krefjandi aðstæður

á hafi úti.

VÍS - þar sem tryggingar snúast um fólk.

Réttar forvarnir skipta sköpumí krefjandi vinnuumhverfi

VÍS | ÁRMÚLA 3 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 560 5000 | VIS.IS

VÍS VINNUR MEÐ ÞÉR SVO ÞÚ GETIR HAFT HUGANN VIÐ VEIÐARNAR

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

54

43

7