spennandi go ngu og menningarferð · norður spánn spennandi go ngu- og menningarferð...

4
1 Ferðaskrifstofan Íslandsvinir Sumarferðir 2013 Norður Spánn Spennandi gongu- og menningarferð Fararstjóri: Hildur Sif Hreinsdóttir Dagsetning: 26. mars - 1. apríl 2013 Spánn í huga margra er sól, sjór, ein stór strönd og afslöppun. En Spánn hefur mjög fjölbreytt landslag og menningu og það er mikill munur á þessu tvennu á milli landshluta. Norðurhluti Spánar er kallaður græni Spánn (España verde) enda eru það iðagrænar fjallshlíðar, hæðir og hólar sem einkennir þennan landshluta. Landslagið er mjög ólíkt því sem íslendingar þekkja frá Spáni. Hér eru ekki langar gular strendur, heldur fallegar víkur og klettóttir vogar. Útsýnið er stórbrotið, fjöllin tignarleg og eitthvað óvænt ber fyrir augu á hverjum degi. Hellar, skógar, ár og lækir, friðsæl lítil þorp og vinalegt fólk. Þetta er ferð fyrir alla, óháð gönguformi. Það verða nokkrar gönguferðir, þó ekki erfiðar en fólk þarf að geta gengið í 1-3 tíma um mishæðótt landslag. Gönguferðirnar eru á sumum stöðum nauðsynlegar til að komast að fallegum stöðum. Einnig munum við skoða hinn fræga helli Altamira, þorpið Guernica – sem þýskar Luftwaffe orustuvélar lögðu í rúst í Spænska borgarastríðinu, við munum prófa týpískan mat og drykk frá svæðinu, fara um þjóðgarða, fiskiþorp, skoða fallegar kirkjur, miðaldabæ og hinn stórbrotna fjallgarð Picos de Europa. Það verður eitthvað óvænt og skemmtilegt að sjá á hverjum degi. Lágmarks fjöldi 12 manns. Við munum ferðast um í þægilegri rútu á milli staða og gista á 3* hótelum. Innifalið í þessari ferð er fræðslukvöld þar sem farið verður yfir sögu og menningu svæðisins. Með þessa fræðslu í farteskinu verður upplifunin af svæðinu svo miklu betri.

Upload: others

Post on 25-Sep-2020

3 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Spennandi go ngu og menningarferð · Norður Spánn Spennandi go ngu- og menningarferð Fararstjóri: Hildur Sif Hreinsdóttir Dagsetning: 26. mars - 1. apríl 2013 Spánn í huga

1 Ferðaskrifstofan Íslandsvinir – Sumarferðir 2013

Norður Spánn Spennandi go ngu- og menningarferð

Fararstjóri: Hildur Sif Hreinsdóttir

Dagsetning: 26. mars - 1. apríl 2013

Spánn í huga margra er sól, sjór, ein stór strönd og afslöppun. En Spánn hefur mjög fjölbreytt landslag og menningu og

það er mikill munur á þessu tvennu á milli landshluta. Norðurhluti Spánar er kallaður græni Spánn (España verde) enda

eru það iðagrænar fjallshlíðar, hæðir og hólar sem einkennir þennan landshluta.

Landslagið er mjög ólíkt því sem íslendingar þekkja frá Spáni. Hér eru ekki langar gular strendur, heldur fallegar víkur og

klettóttir vogar. Útsýnið er stórbrotið, fjöllin tignarleg og eitthvað óvænt ber fyrir augu á hverjum degi. Hellar, skógar, ár

og lækir, friðsæl lítil þorp og vinalegt fólk.

Þetta er ferð fyrir alla, óháð gönguformi. Það verða nokkrar gönguferðir, þó ekki erfiðar en fólk þarf að geta gengið í 1-3

tíma um mishæðótt landslag. Gönguferðirnar eru á sumum stöðum nauðsynlegar til að komast að fallegum stöðum.

Einnig munum við skoða hinn fræga helli Altamira, þorpið Guernica – sem þýskar Luftwaffe orustuvélar lögðu í rúst í

Spænska borgarastríðinu, við munum prófa týpískan mat og drykk frá svæðinu, fara um þjóðgarða, fiskiþorp, skoða

fallegar kirkjur, miðaldabæ og hinn stórbrotna fjallgarð Picos de Europa. Það verður eitthvað óvænt og skemmtilegt að

sjá á hverjum degi.

Lágmarks fjöldi 12 manns.

Við munum ferðast um í þægilegri rútu á milli staða og gista á 3* hótelum.

Innifalið í þessari ferð er fræðslukvöld þar sem farið verður yfir sögu og menningu svæðisins. Með þessa fræðslu í

farteskinu verður upplifunin af svæðinu svo miklu betri.

Page 2: Spennandi go ngu og menningarferð · Norður Spánn Spennandi go ngu- og menningarferð Fararstjóri: Hildur Sif Hreinsdóttir Dagsetning: 26. mars - 1. apríl 2013 Spánn í huga

2 Ferðaskrifstofan Íslandsvinir – Sumarferðir 2013

Ferðaáætlun:

Dagur 1 - þriðjudagur, 26. mars:

Flogið til Bilbao (í gegnum París) Flogið með Icelandair til Parísar og þaðan með Air France / Iberia til Bilbao í

Baskalandi. Áætluð lending er kl. 20:00 og þá förum við með rútu beint upp á hótel.

Hótelið í Bilbao er staðsett rétt hjá Guggenheim safninu svo að tilvalið er að fara í

smá kvöldgöngu til að skoða þá merku byggingu.

Dagur 2 - miðvikudagur, 27. mars:

Baskaland Við ferðumst um strandlengjuna í vesturhluta Baskalands. Heimsækjum Ondarroa

fiskiþorpið, þorpið Guernica – sem Picasso tileinkaði frægt samnefnt málverk, og

við göngum um Oma skóginn þar sem okkar bíður óvænt upplifun. Endum daginn í

Mundaka í Urdaibai þjóðgarðinum.

Dagur 3 - fimmtudagur, 28. mars. Skírdagur:

Strandlengjan yfir til Cantábria Við munum halda áfram að þræða strandlengjuna frá Mundaka. Skoðum gamalt

klaustur út á eyju en það er smá áreynsla að komast þangað (257 tröppur). Fáum

okkur hádegisverð á sögulegum veitingastað nálægt klaustrinu. Göngum um

fallegan þjóðgarð og endum daginn í höfuðborg Cantábria fylkisins, Santander. Þar

munum við fylgjast með skrúðgöngu í tilefni páskanna en það er mjög áhugaverður

viðburður.

Dagur 4 - föstudagur, 29. mars. Föstudagurinn langi:

Picos de Europa Við keyrum fyrst frá Santander til Comillas, lítið sjávarþorp sem er konunglegur

sumardvalarstaður. Þar eru nokkrar áhugaverðar byggingar til að skoða. Síðan

höldum við inn eftir stórbrotnu gili til að komast í fjallgarðinn Picos de Europa. Þar

munum við ganga um svæðið en einnig skoða fallega kirkju frá 10. öld. Gist verður í

þjóðgarðinum innan um tignarleg fjöllin.

Dagur 5 - laugardagur, 30. mars:

Fuente Dé – Santillana del Mar Við förum upp með kláf upp á tindana í Picos de Europa þjóðgarðinum og munum

skoða okkur um þarna uppi þar sem útsýnið er stórbrotið. Við fikrum okkur síðan til

baka eftir gilinu og stoppum næst í miðaldabænum Santillana del Mar og gistum

þar. Í Santillana hefur ekkert breyst í aldaraðir og göturnar eru enn með

upprunalegum rómverskum steinhellum. Rétt fyrir utan Santillana eru hinir frægu

Altamira hellar, þekktir

fyrir 14.000 ára gamlar hellaristur af dýralífi og veiðum. Þetta

er þó í rauninni safn sem er eftirlíking af hellunum, en þeir eru

lokaðir.

Page 3: Spennandi go ngu og menningarferð · Norður Spánn Spennandi go ngu- og menningarferð Fararstjóri: Hildur Sif Hreinsdóttir Dagsetning: 26. mars - 1. apríl 2013 Spánn í huga

3 Ferðaskrifstofan Íslandsvinir – Sumarferðir 2013

Dagur 6 - Sunnudagur, 31. mars. Páskadagur:

Til baka til Bilbao Á leiðinni frá Santillana til Bilbao eru margir fallegir staðir, þess verðir að skoða

fótgangandi. Klettóttir vogar með gullnum sandströndum, lítil þorp sem kúra í

fjallshlíðum, skógar og fenjar. Við munum njóta þessa síðasta dags okkar með góðri

göngu og endum síðan í Bilbao í sameiginlegri páskamáltíð.

Dagur 7 - mánudagur, 1. apríl. Annar í páskum:

Heimferð Við leggjum af stað strax eftir morgunmat út á flugvöll. Flogið er heim sömu leið í

gegnum París og komið heim um eftirmiðdaginn.

Page 4: Spennandi go ngu og menningarferð · Norður Spánn Spennandi go ngu- og menningarferð Fararstjóri: Hildur Sif Hreinsdóttir Dagsetning: 26. mars - 1. apríl 2013 Spánn í huga

4 Ferðaskrifstofan Íslandsvinir – Sumarferðir 2013

Þjónusta & verð

Innifalið í verði

ferðar: Flug 26.03.2013: Flug Keflavík – París - Bilbao,

01.04.2013: Flug Bilbao – París - Keflavík

Nánari upplýsingar um flugfélag og flugtíma síðar.

Vinsaml. athugið að flugtímar geta breyst. Gisting Gist verður á snyrtilegum og huggulegum 3* hótelum á mismunandi stöðum

. Matur [M] Morgunmatur: Innifalið – 6 morgunverðir

[H] Hádegisverður: Einn hádegisverður innifalinn

[K] Kvöldverður: Einn kvöldverður innifalinn

Ferðir / flutningar Allur akstur og aðrir flutningar (kláfur) sem þarf til að fylla inn í áætlun ferðar.

Fararstjóri Hildur Sif Hreinsdóttir

Menningar og sögutengt fræðslukvöld með fararstjóra í febrúar.

Annað: Aðgangseyrir í Altamira hellana innifalinn.

Ekki innifalið: Drykkir með kvöldmat og hádegis- og kvöldverðir aðrir en tilgreindir eru í áætlun.

Aðgangseyrir á söfn o.þ.h. annað en Altamira hellana.

Verð: Verð á mann í tveggja manna herbergi 239.900,- staðgreitt

Verð á mann í eins manns herbergi

Greiðslur og

gjalddagar:

Staðfestingargjald:

ISK 50.000,- þarf að greiða innan 7 daga

frá pöntun.

Athugið að staðfestingar-gjald fæst ekki

endurgreitt ef til afbókunar kemur.

Lokagreiðsla:

Til að staðgreiðsluverð gildi þarf að greiða ferð að fullu

í síðasta lagi 7 vikum fyrir brottför (kredidkort) en 5

vikum fyrir ef greitt er með peningum eða debetkorti,

annars hækkar verð um 5%.

Ábendingar:

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð

og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.

Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfalla- trygging innifalin í skilmálum

greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn

eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún

er að fullu greidd.

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir er aðili að SAF (Samtök ferðaþjónustunnar, sjá www.saf.is) og því gilda almennir skilmálar

samtakanna um allar ferðir ferðaskrifstofunnar, auk þess sem viðkomandi flugfélag getur verið með sína skilmála til

viðbótar.

Frekari upplýsingar og skráning í síma 510 9500 eða sendið fyrirspurn á [email protected]

Farþegar í ferðum Íslandsvina fá sérkjör í útivistarvöruversluninni „Fjallakofinn“ Hafnarfirði og Reykjavík.