sry sex determining region of the y chromosome

7
SRY sex determining region of the Y chromosome Már Egilsson

Upload: tocho

Post on 23-Feb-2016

41 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

SRY sex determining region of the Y chromosome. Már Egilsson. Sameindalíffræðin. SRY er gen á Y litningi legkökuspendýra og pokaspendýra. Það stýrir myndun eistna og hefur því einnig verið kallað testis determining factor. - PowerPoint PPT Presentation

TRANSCRIPT

Page 1: SRY  sex determining region of the Y chromosome

SRY sex determining region of the Y chromosome

Már Egilsson

Page 2: SRY  sex determining region of the Y chromosome
Page 3: SRY  sex determining region of the Y chromosome

Sameindalíffræðin

• SRY er gen á Y litningi legkökuspendýra og pokaspendýra.

• Það stýrir myndun eistna og hefur því einnig verið kallað testis determining factor.

• Það kóðar fyrir próteini sem er HMG umritunarþáttur. Próteinið notar zink-fingursvæði til að stöðga bindingu við DNA.

• Virkjar karlsértæk svæði í erfðamengi stofnfruma í kynkirtilsvísum sem liggja í kynkambi fósturs á fjórðu viku fósturþroskunar.

• Leiðir til þess að frumurnar mynda eista.• Án áhrifa SRY verður kynkirtilsvísirinn að eggjastokki.

Page 4: SRY  sex determining region of the Y chromosome

• Frá því að próteinið uppgötvaðist árið 1990, hefur reynst erfitt að finna hver skotmörk þess eru innan erfðamengisins og hvernig það stýrir þroskun kynkirtlanna.

• Afleiðingar tjáningar próteinsins eru þó vel þekktar.

• Þeas þroskun og sérhæfing frumna eistans:– Sertoli frumurnar framleiða Müllerian

inhibiting substance sem leiðir til hrörnunar müllerian ducts.

– Leidig frumurnar framleiða andrógen sem leiðir til karlgervingar ytri kynfæra.

Page 5: SRY  sex determining region of the Y chromosome

Vangaveltur• Hafa skal í huga að SRY er ekki eina genið sem hefur áhrif á kynþroska fósturs. Annað

þróunarfræðilega eldra gen SOX-9 hefur einnig áhrif á ákvörðun kyns í mönnum og í fleiri tegundum en SRY.

• SOX-9 er til staðar í öllum hryggdýrum og er tjáning þess upreguleruð í eistum en downreguleruð í eggjastokkum.

• Rannsókn frá Sekido and Lovell-Badge sem var birt í Nature í maí 2008 greinir frá því að Sry binst mögnunarsvæði á geninu SOX-9 sem stýrir svo þroskun Sertoli fruma.

• Töluverðar vangaveltur verið uppi um það hvort og þá hvernig tjáning SRY hafi bein áhrif á kynhegðun.

• Lahr G et al birtu grein í Molecular Brain Research árið 1996 þar sem tjáningu þess var lýst í músaheilum.

• Mayer et al birtu grein í Neurogenetics árið 1998 þar sem þeir lýsa tjáningu á SRY mRNA í mannsheila.

• Dewing P et al birtu grein í Current Biology árið 2006 þar sem þeir lýstu tjáningu Sry próteinsins í dópamínergum taugungum í substantia nigra fullorðins nagdýrs.

Page 6: SRY  sex determining region of the Y chromosome

Aðrar heimildir

• Örnólfur Thorlacius. ,,Um nefdýr og pokadýr”. Náttúrufræðingurinn, 1. tölublað 2001, bls 42-54.

• Waters et al. ,,Mammalian sex - Origin and evolution of the Y chromosome and SRY”, Volume 18, Issue 3, June 2007, Pages 389-400

Page 7: SRY  sex determining region of the Y chromosome

• Takk fyrir