stefnuplagg 2016 2017 - vopnafjardarhreppur.is veljum … · höldum áfram að tala saman um...

12
Stefnuplagg 2016 – 2017 Það sem er búið og gert og eftir að gera Vinnuskjal verkefnisstjórnar, útg. 1(b) September 2017

Upload: others

Post on 08-Jul-2020

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Stefnuplagg 2016 2017 - vopnafjardarhreppur.is Veljum … · Höldum áfram að tala saman um hvernig við getum eflt Vopnafjörð, fyrir íbúa, gesti og komandi kynslóðir. Vor

Stefnuplagg 2016 – 2017 Það sem er búið og gert og eftir að gera

Vinnuskjal verkefnisstjórnar, útg. 1(b)

September 2017

Page 2: Stefnuplagg 2016 2017 - vopnafjardarhreppur.is Veljum … · Höldum áfram að tala saman um hvernig við getum eflt Vopnafjörð, fyrir íbúa, gesti og komandi kynslóðir. Vor

1

Yngri, kraftmeiri og fjölbreyttari Vopnafjörður!

Þessi þrjú orð eru leiðarljós verkefnisins

Á Vopnafirði er svo margt gott að gerast. Öflugt atvinnulíf, gott félagsstarf, fallegt umhverfi og

traust samfélag.

Verkefnið „Veljum Vopnafjörð“ er örlítil viðbót við þá gerjun sem er á Vopnafirði, eitt lítið

skref til að styðja samfélagið, svo það megi taka fagnandi á móti framtíðinni.

Í apríl 2016 komu Vopnfirðingar saman á íbúaþingi og ræddu hugmyndir sínar um eflingu

samfélags og byggðar og gáfu þá verkefninu heitið, „Veljum Vopnafjörð“. Meginstefið í

skilaboðum íbúa, má draga saman í þau þrjú orð sem eru leiðarljós verkefnisins, yngri, kraftmeiri

og fjölbreyttari Vopnafjörður. Forgangsröðun málefna á íbúaþinginu er hér í viðauka.

Verkefnisstjórn, sem hefur það hlutverk að fylgja skilaboðum þingsins eftir, er meðvituð um

að fjöregg Vopnafjarðar er í höndum samfélagsins alls. Ákvarðanir sem varða Vopnafjörð eru

teknar inni í fyrirtækjum, hjá einstaklingum, stjórnum félaga, í ráðuneytum og stofnunum og í

sveitarstjórn. Verkefnisstjórn hefur því nálgast hlutverk sitt af auðmýkt.

Í júní 2016, var haldinn íbúafundur, þar sem greint var frá skilaboðum þingsins og rætt um

framhaldið. Nokkrar hugmyndir komust strax til framkvæmda, vor og sumar 2016.

Haustið 2016 fundaði verkefnisstjórn með nemendum framhaldsdeildar, frumkvöðlum og loks

sveitarstjórn, sem skoðaði skilaboð íbúaþings í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar.

Þann 27. apríl 2017 var efnt til „lokadags“, með erindum sem tengjast yfirskrift verkefnisins og

samræðu íbúa um næstu skref. Verkefnisstjórn mun eiga vinnufund með sveitarstjórn haustið

2017, í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar og lýkur síðan störfum.

Þegar verkefninu lýkur, haustið 2017, er um 1 ½ ár liðið frá íbúaþingi sem markaði upphaf þess.

Hér fer á eftir það sem verkefnisstjórnin hefur lagt áherslu á, ásamt upplýsingum um verkefni sem

lifa munu áfram. Framhaldið er í höndum sveitarstjórnar og starfsfólks Vopnafjarðarhrepps og

fyrirtækja, félagasamtaka, frumkvöðla og hvers einasta íbúa í samfélaginu.

Flestar ljósmyndir á þessum síðum eru frá Magnúsi Má Þorvaldssyni, nema mynd á bls. 4, sem er

frá Ólafi Áka Ragnarssyni og mynd á bls. 8 sem er frá Kristjáni Þ. Halldórssyni.

Page 3: Stefnuplagg 2016 2017 - vopnafjardarhreppur.is Veljum … · Höldum áfram að tala saman um hvernig við getum eflt Vopnafjörð, fyrir íbúa, gesti og komandi kynslóðir. Vor

2

1. Ungir Vopnfirðingar

Eigum samtal og samstarf við ungt fólk, því þeirra er framtíðin.

Vetur 2017 – 2018

STARFSHÓPUR UNGS FÓLKS

1.1. „Kostir Vopnafjarðar í augum ungs fólks“. Koma á fót starfshópi ungs fólks sem marki sýn á kynningu á Vopnafirði gagnvart ungum nýjum íbúum, á vef Vopnafjarðarhrepps og samfélagsmiðlum. Hópurinn taki þátt í uppsetningu á veftré þegar kemur að endurskoðun vefsíðu sveitarfélagsins.

Ábyrgð: Vopnafjarðarhreppur og Austurbrú.

Sumar 2018

VINNUSKÓLI

1.2. Nýjar áherslur í vinnuskóla, þar sem m.a. verði höfð hliðsjón af starfsemi vinnuskóla nágrannasveitarfélaga, t.d. með aukinni áherslu á skapandi verkefni og frumkvæði. Hugað verði að skipulagi verkefna og vinnulags og kannaðir möguleikar á samstarfi við fyrirtæki um að auglýsa sumarstörf.

Ábyrgð: Vopnafjarðarhreppur.

Þessi skref verði lóð á vogarskálar til að börn sem vaxa úr grasi á Vopnafirði og ungt fólk, finni að þau skipta máli. Þau kynnist tækifærum í atvinnulífi á staðnum, komi að ákvarðanatöku á vettvangi sveitarfélagsins og eflist sem einstaklingar.

STIKKORÐ: Félagsmiðstöð, foreldrafélag, ungmennaráð,

grunnskóli, framhaldsdeild, vinnuskóli, ungir brottfluttir,

ungir frumkvöðlar.

Skrefin frá íbúaþingi í apríl 2016 til hausts 2017 Vinnuskóli, sumar 2016 og 2017; boðið upp á námskeið frá Sjávarútvegsskólanum.

Framhaldsskóladeild, haust 2016; fundur verkefnisstjórnar með nemendum.

Félagsmiðstöðin Drekinn, frá hausti 2016; öflugt starf og góð þátttaka.

Allir skólar, vor 2017; námskeið um lýðræðisvitund og valdeflingu.

Ungt Austurland, vor 2017; kynning á félaginu og þátttaka í ráðstefnu á þess vegum.

Stofnun ungmennaráðs, haust 2017.

Vopnafjarðarskóli, hausti 2017; erindi annars vegar um sjálfstyrkingu og hins vegar um netnotkun barna og unglinga.

Page 4: Stefnuplagg 2016 2017 - vopnafjardarhreppur.is Veljum … · Höldum áfram að tala saman um hvernig við getum eflt Vopnafjörð, fyrir íbúa, gesti og komandi kynslóðir. Vor

3

2. Atvinnumál

Styðjum við nýsköpunarhugmyndir sem þegar eru til staðar og sérstaklega

unga frumkvöðla. Með nýsköpun horfum við til framtíðar.

Vetur 2017 - 2018

FRUMKVÖÐLASETUR & NÝSKÖPUN Í STARFANDI FYRIRTÆKJUM

2.1. Kannaðir verði möguleikar á að koma upp frumkvöðlasetri / skrifstofuhóteli á Vopnafirði til að styðja og hvetja frumkvöðla. Settur verði saman starfshópur í þessu skyni.

Ábyrgð: Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Austurbrú og Vopnafjarðarhreppur.

2.2. Verkefnið „Nýsköpun í starfandi fyrirtækjum“. Ábyrgð: Austurbrú og áhugasöm fyrirtæki.

Ótímasett / Viðvarandi

FRÆÐSLUÁÆTLANIR & UNGIR FRUMKVÖÐLAR & ÝMSAR HUGMYNDIR

2.3. Fræðsluáætlanir fyrirtækja. Ábyrgð: Austurbrú og áhugasöm fyrirtæki.

2.4. Stuðningur við unga frumkvöðla sérstaklega. Ábyrgð: Vopnafjarðarhreppur, Austurbrú og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

2.5. Stuðningur við hugmyndir um nýsköpun, t.d. hreindýraeldi, micro brugghús, aðstöðu fyrir handverkshús og útivistarratleik.

Ábyrgð: Vopnafjarðarhreppur.

Þessi skref verði lóð á vogarskálar, til að auka

fjölbreytni í atvinnulífi og áhuga ungs fólks á að nýta

tækifæri heima fyrir.

STIKKORÐ: Austurbrú, Nýsköpunarmiðstöð,

hreindýraeldi, útivistarratleikur, stuðningur við

frumkvöðla, skrifstofuhótel / frumkvöðlasetur.

Skrefin frá íbúaþingi í apríl 2016 til hausts 2017 Fundir verkefnisstjórnar með frumkvöðlum, haust 2016, um hugmyndir og mögulegan

stuðning.

Námskeið Nýsköpunarmiðstöðvar fyrir frumkvöðla, vor 2017.

Stuðningur við ýmsar hugmyndir um nýsköpun, t.d. hreindýraeldi, micro brugghús og útivistarratleik.

Page 5: Stefnuplagg 2016 2017 - vopnafjardarhreppur.is Veljum … · Höldum áfram að tala saman um hvernig við getum eflt Vopnafjörð, fyrir íbúa, gesti og komandi kynslóðir. Vor

4

3. Umhverfi og ásýnd

Munum að það er sameiginlegt verkefni Vopnfirðinga að gæta að umhverfi

og ásýnd. Skilum Vopnafirði í góðu ásigkomulagi til komandi kynslóða.

Haust 2017

GAMLA GÖTUMYNDIN

3.1. Verkefni um verndun gamallar götumyndar í miðbæ Vopnafjarðar, styrkt af Minjastofnun. Gerð deiliskipulags.

Ábyrgð: Vopnafjarðarhreppur.

Vor / haust 2018

MÁLSTOFA

3.2. Málstofa um náttúru, skógrækt og umhverfi. Ábyrgð: Austurbrú og Vopnafjarðarhreppur.

Ótímasett / Viðvarandi

SKÓGRÆKT OG STÍGAR

3.3. Stuðningur við skógræktarfélag og stígagerð. Ábyrgð: Vopnafjarðarhreppur, skógræktarfélag og frumkvöðlar.

Þessi skref verði lóð á vogarskálar, til að bæta

upplifun og lífsgæði íbúa og gesta með gróðri,

aðlaðandi ásýnd og góðri aðstöðu til útivistar. STIKKORÐ: Skógræktarfélag, Austurbrú,

götumynd miðbæjar, metnaður sveitarfélags í

umhverfismálum.

Skrefin frá íbúaþingi í apríl 2016 til hausts 2017 Stuðningur Vopnafjarðarhrepps við framtak einstaklinga í stígagerð, sumar 2016 og verður

haldið áfram.

Endurbætur á slóðum út í Fagradal og upp að Aðalbóli, sumar 2017, með styrk frá Vegagerðinni.

Skógæktarfélag endurvakið, sem m.a. vinnur að plöntun skjólsvæðis fyrir ofan bæinn.

Verkefni um verndun gamallar götumyndar í miðbæ Vopnafjarðar, styrkt af Minjastofnun.

Lokið við endurbætur á leikskólalóð haust 2017.

Page 6: Stefnuplagg 2016 2017 - vopnafjardarhreppur.is Veljum … · Höldum áfram að tala saman um hvernig við getum eflt Vopnafjörð, fyrir íbúa, gesti og komandi kynslóðir. Vor

5

4. Afþreying og menning

Sköpum og njótum afþreyingar og menningar og gerum framtíðina litríka og

skapandi.

Haust 2017 - 2018

LISTAMANNADVÖL

4.1. Listamannadvöl frá Vesterålen, reglulega, samkvæmt samningi. Ábyrgð: Austurbrú og Vopnafjarðarhreppur.

Sumar / haust 2018

FIÐLU- OG VIDEÓVERK & GÖNGUFERÐIR

4.2. Fiðlu- og videóverk um Vopnafjörð kynnt. Ábyrgð: Vopnafjarðarhreppur og listamenn.

4.3. Gönguferðir. Ábyrgð: Vopnafjarðarhreppur og frumkvöðull.

4.4. Menningarstefna Vopnafjarðarhrepps. Ábyrgð: Vopnafjarðarhreppur.

Ótímasett / Viðvarandi

ÚTILISTAVERK & MIKLIGARÐUR & ÚTIVISTARRATLEIKUR

4.5. Samstarf um útilistaverk á Vopnafirði. Ábyrgð: Vopnafjarðarhreppur og listamenn.

4.6. Opin kvöld í Miklagarði. Ábyrgð: Umsjónarmaður og Vopnafjarðarheppur.

4.7. Útivistarratleikurinn „Ögrun í Vopnafirði“, frekari þróun. Ábyrgð: Frumkvöðull.

Skrefin frá íbúaþingi í apríl 2016 til hausts 2017 Listamannadvöl frá Vesterålen í samstarfi við Austurbrú.

Listsýningin Löse tråden, helguð Álfkonudúknum frá Bustarfelli, sem fenginn var að láni frá Þjóðminjasafninu og sýndur á Vopnafirði, sumarið 2017. Afrakstur verkefnisins er m.a. rit um rannsóknir á dúknum.

Vikulegar gönguferðir sumar 2017, að frumkvæði einstaklinga.

Glæsilegur útivistarratleikur á Vopnaskaki sumar 2017, að frumkvæði einstaklinga.

Page 7: Stefnuplagg 2016 2017 - vopnafjardarhreppur.is Veljum … · Höldum áfram að tala saman um hvernig við getum eflt Vopnafjörð, fyrir íbúa, gesti og komandi kynslóðir. Vor

6

STIKKORÐ: Félagasamtök, sveitarfélag, Austurbrú,

Mikligarður.

Þessi skref verði lóð á þær vogarskálar að auka fjölbreytni

í menningarlífi Vopnfirðinga og bæta búsetugæði og auka

aðdráttarafl Vopnafjarðar.

5. Eldri Vopnfirðingar

Sýnum þeim sem á undan okkur komu þakklæti og virðingu í verki, því að

fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja.

Haust 2017

KYNNING Á ÞJÓNUSTU VIÐ ELDRI BORGARA

5.1. Eyðublöð um þjónustu sett inn á vef Vopnafjarðarhrepps. Ábyrgð: Vopnafjarðarhreppur og félagsmálastjóri.

5.2. Útgáfa og dreifing bæklings um þjónustu sem eldri borgurum stendur til boða. Ábyrgð: Vopnafjarðarhreppur í samstarfi við félagsmálastjóra og Sundabúð.

Ótímasett / Viðvarandi

MYNDAGRÚSK

5.3. Myndagrúsk. Æskilegt að skoða árangur af vinnunni og hvernig skuli halda henni áfram, með því að setja markmið og skilgreina áfanga og vörður á veginum. Ábyrgð: Félag eldri borgara, Austurbrú og Vopnafjarðarhreppur.

Þetta skref verði lóð á þær vogarskálar að gera

Vopnfirðingum kleift að búa heima þegar aldurinn

færist yfir og að auka enn frekar virkni þessa

aldurshóps í samfélaginu.

STIKKORÐ: Sundabúð, heilsugæsla, samstarf við

Fljótsdalshérað, félag eldri borgara.

Skrefin frá íbúaþingi í apríl 2016 til hausts 2017

Endurbætur á Sundabúð.

Grúskað í gömlum myndum, á vegum Félags eldri borgara og Austurbrúar.

Unnið að kynningarbæklingi um þjónustu fyrir eldri borgara í Vopnafjarðarhreppi.

Page 8: Stefnuplagg 2016 2017 - vopnafjardarhreppur.is Veljum … · Höldum áfram að tala saman um hvernig við getum eflt Vopnafjörð, fyrir íbúa, gesti og komandi kynslóðir. Vor

7

6. Upplýsingamál og samtal við íbúa

Höldum áfram að tala saman um hvernig við getum eflt Vopnafjörð, fyrir

íbúa, gesti og komandi kynslóðir.

Vor / Haust 2018

DREIFIBRÉF UM VELJUM VOPNAFJÖRÐ & NÝ VEFSÍÐA

6.1. Dreifibréf til íbúa um verkefnið „Veljum Vopnafjörð“, frá upphafi til enda. Ábyrgð: Vopnafjarðarhreppur.

6.2. Ný vefsíða Vopnafjarðarhrepps. Ábyrgð: Vopnafjarðarhreppur.

Ótímasett / Viðvarandi

KYNNINGARFUNDIR & HUGMYNDIR ÍBÚA & UPPLÝSINGAR F. NÝJA ÍBÚA

6.3. Reglulegir íbúafundir, s.s. kynning á fjárhagsáætlun, skipulagsmálum o.fl. Ábyrgð: Vopnafjarðarhreppur.

6.4. Taka vel á móti hugmyndum íbúa um úrbætur á umhverfi og aðstöðu, t.d. hugmynd um skilti „Reykingar bannaðar“ við íþróttavöll. Ábyrgð: Vopnafjarðarhreppur.

6.5. Upplýsingar á vef Vopnafjarðarhrepps fyrir nýja íbúa. Meðal annars undirbúið í samstarfi við ungt fólk, sbr. kaflann Ungir Vopnfirðingar hér á undan. Ábyrgð: Vopnafjarðarhreppur og starfshópur.

Þessi skref verði lóð á þær vogarskálar að Vopnfirðingar haldi áfram á þeirri braut sem mörkuð var

með íbúaþingi og verkefninu „Veljum Vopnafjörð“. Ræði saman um þau mál sem skipta samfélagið

máli og vinni saman að því að efla Vopnafjörð enn frekar.

Skrefin frá íbúaþingi í apríl 2016 til hausts 2017

Íbúaþing 15. apríl 2016.

Íbúafundur 15. júní 2016.

Málþing 27. apríl 2017; „Yngri, kraftmeiri og fjölbreyttari Vopnafjörður – hvernig komumst við þangað?

Kynningar á fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps og ýmsum verkefnum.

Page 9: Stefnuplagg 2016 2017 - vopnafjardarhreppur.is Veljum … · Höldum áfram að tala saman um hvernig við getum eflt Vopnafjörð, fyrir íbúa, gesti og komandi kynslóðir. Vor

8

Í höndum sveitarstjórnar

Ýmis viðfangsefni, sem samræmast skilaboðum íbúaþings, eru í skoðun eða

vinnslu hjá sveitarstjórn og starfsmönnum Vopnafjarðarhrepps.

7. Húsnæðismál

Stuðla að hreyfingu á húsnæðismarkaði og að ungir og aldnir geti fundið

íbúðir við sitt hæfi. Þannig verði Vopnafjörður tilbúinn fyrir framtíðina.

Vor 2018

ÍBÚÐIR Í SUNDABÚÐ

7.1. Endurbætur á íbúðum í Sundabúð. Ábyrgð: Vopnafjarðarhreppur.

Þetta skref verði lóð á þær vogarskálar að laða að ungt fólk til búsetu á Vopnafirði.

Skrefin frá íbúaþingi í apríl 2016 til hausts 2017 Stofnun starfshóps á vegum SSA, um mögulega stofnun á sameiginlegu leigufélagi

sveitarfélaga á Austurlandi og gerð húsnæðisáætlunar.

Page 10: Stefnuplagg 2016 2017 - vopnafjardarhreppur.is Veljum … · Höldum áfram að tala saman um hvernig við getum eflt Vopnafjörð, fyrir íbúa, gesti og komandi kynslóðir. Vor

9

8. Ferðaþjónusta

Nýtum þau tækifæri sem felast í ferðaþjónustu svo Vopnafjörður verði

eftirsóknarverður áfangastaður og atvinnugreinin sterk.

Haust 2017

STEFNUMÓTUN

8.1. Stefnumótun í ferðaþjónustu til 2020, lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Ábyrgð: Vopnafjarðarhreppur.

Ótímasett / Viðvarandi

EFLING FERÐAÞJÓNUSTU

8.2. Stöðugt unnið að verkefninu „Áfangastaðurinn Austurland“ og stefnumótun, skilgreiningu, framkvæmd og fjármögnun annarra verkefna. Ábyrgð: Vopnafjarðarhreppur og Austurbrú.

Þessi skref verði lóð á vogarskálar, til að auka

fjölbreytni í atvinnulífi og styrkja búsetugæði og

ímynd Vopnafjarðar.

Skrefin frá íbúaþingi í apríl 2016 – hausts 2017 Kynning á verkefninu Áfangastaðurinn Austurland, haust 2016, þar sem Vopnafjarðarheppur

er virkur þátttakandi.

Stöðugt unnið að stefnumótun, skilgreiningu og framkvæmd og fjármögnun verkefna.

Page 11: Stefnuplagg 2016 2017 - vopnafjardarhreppur.is Veljum … · Höldum áfram að tala saman um hvernig við getum eflt Vopnafjörð, fyrir íbúa, gesti og komandi kynslóðir. Vor

10

Verkefnið Veljum Vopnafjörð - eftirfylgni

Fylgjum þessum skrefum eftir til hausts 2017.

Haust 2017 Verkefnisstjórn fór yfir stöðu og kom til vinnufundar með sveitarstjórn í tengslum við gerð

fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018. Þannig skilaði stjórn verkefnisins því áfram til sveitarstjórnar.

Þegar sveitarstjórn hefur síðan gengið frá fjárhagsáætlun verður gerð endanleg útgáfa af þessu

stefnuplaggi, væntanlega í janúar 2018 og með því og e.t.v. dreifibréfi, sbr. verkefni 7.1., lýkur

verkefninu Veljum Vopnafjörð.

Í verkefnisstjórn sitja: Sigríður Elva Konráðsdóttir og Hreiðar Geirsson fyrir Vopnafjarðarhrepp.

Ingibjörg Jakobsdóttir, fulltrúi íbúa, Signý Ormarsdóttir og Else Möller fyrir Austurbrú og Kristján Þ. Halldórsson

fyrir Byggðastofnun. Með verkefnisstjórninni starfa Ólafur Áki Ragnarsson sveitarstjóri og Sigurborg Kr.

Hannesdóttir, ráðgjafi hjá ILDI.

Page 12: Stefnuplagg 2016 2017 - vopnafjardarhreppur.is Veljum … · Höldum áfram að tala saman um hvernig við getum eflt Vopnafjörð, fyrir íbúa, gesti og komandi kynslóðir. Vor

11

Viðauki – mikilvægustu málin

Myndin sýnir hvernig málaflokkum sem ræddir voru á íbúaþingi í apríl 2016,

var forgangsraðað af þátttakendum.

0 10 20 30 40 50 60

Skipulagsmál, atvinnuhúsnæði

Sumaratvinna ungs fólks

Umhverfið

Sameining sveitarfélaga

The Extreme Challenge

Þjónusta sveitarfélagsins

Grunnskóli

Ferðaþjónusta

Leiguhúsnæði

Útlit og gróðurfar

Skattar heim

Menningarlíf og afþreying

Kaupvangur, Bustarfell, Mikligarður

Landbúnaður

Heimaþjónusta, Sundabúð og heilbr.þjón.

Útivist / sundlaug

Hreindýraeldi og ræktun á bújörð

Viðhorf til samfélagsins, upp úr sófanum

Atvinnumál

Fjölgun ungs fólks 20 - 40 ára