svar - althing · 2017. 5. 22. · 146. löggjafarþing 2016–2017. Þingskjal 807 — 255. mál....

7
146. löggjafarþing 2016–2017. Þingskjal 807 255. mál. Svar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur um notkun geðlyfja og svefnlyfja á hjúkrunarheimilum. 1. Hve marga dagskammta af svefnlyfjum, sterkum geðlyfjum, kvíðastillandi lyfjum, geð- deyfðarlyfjum og öðrum sambærilegum lyfjum keyptu hjúkrunarheimili hér á landi árlega sl. tvö ár, flokkað eftir hjúkrunarheimilum? Hve margir dvöldust á hverju þessara heimila og hver reiknast dagskammturinn á heimilismann að meðaltali? Nauðsynlegt er að gera mikla fyrirvara við orðalag spurningar um dagskammta og túlkun lyfjanotkunar út frá meðaltali á skilgreindum dagskömmtum (Defined Daily Dose (DDD)). DDD er mælieining sem einkum er notuð við lyfjatölfræði en speglar ekki endilega viðeigandi eða æskilega skömmtun tiltekins lyfs (Prescribed Daily Dose). Lyfjaskammtar fyrir einstakan sjúkling eða sjúklingahóp geta oft vikið umtalsvert frá skilgreindum dag- skömmtum (DDD) þar sem nauðsynlegt er að taka tillit til lyfjahvarfa (pharmacokinetics), lyfhrifa (pharmacodynamics) og ýmissa annara þátta, svo sem aldurs og þyngdar sjúklinga. Einnig getur erfðafræðileg fjölbreytni vegna mismunandi þjóðernis haft áhrif á lyfjahvörf og þar af leiðandi á skömmtun lyfja. DDD er hins vegar mælieining sem mælir alþjóðlega skilgreinda daglega lyfjaskömmtun óháð erfðabreytilegum áhrifum á umbrot lyfsins. Lyfjanotkun sem mæld er með DDD gefur aðeins grófa mynd af lyfjaneyslu en ekki nákvæma mynd af raunverulegri eða æskilegri notkun. DDD er mælieining sem er óháð lyfja- verði, skammtaformi og styrkleika en gerir mönnum hins vegar kleift að meta þróun lyfja- notkunar og gera samanburð á notkun milli einstakra hópa sjúklinga. Svefnlyf, sterk geðlyf, kvíðastillandi lyf og geðdeyfðarlyf eru einungis gefin samkvæmt formlegum fyrirmælum læknis. Á hjúkrunarheimilum eru það oftast öldrunarlæknar eða heimilislæknar sem veita læknisþjónustu á hjúkrunarheimilunum. Fyrirmælin byggjast á mati læknisins á því að þessi tilteknu lyf séu til bóta og muni bæta líðan viðkomandi einstaklinga. Síðan á það við þessi lyf eins og önnur lyf að fylgjast þarf með áhrifum, gagnsemi og hugsan- legum aukaverkunum á hvern og einn. Hjúkrunar- og dvalarrými eru bæði á heilbrigðisstofnunum og á sérstökum hjúkrunar- og dvalarheimilum. Hjúkrunar- og dvalarheimili eru á sérstökum rammasamingi Sjúkratrygginga Íslands en heilbrigðisstofnanir eru á föstum fjárlögum. Þær tölulegu upplýsingar sem hér koma fram byggjast á svörum frá hjúkrunar- og dvalarheimilum á rammasamningnum auk Sóltúns sem er á sérstökum samningi og Sólvangi sem er á föstum fjárlögum. Umbeðnar upplýsingar um dagskammta og kostnað vegna einstakra lyfja tvö ár aftur í tímann liggja almennt ekki fyrir hjá einstökum hjúkrunarheimilum. Nokkurn tíma og vinnu tók því að afla þeirra upplýsinga sem óskað var enda voru þær ekki aðgengilegar. Óskað var eftir upplýsingum frá hjúkrunarheimilunum og svör fengust frá 28 heimilum af 50 í landinu en þess má geta að á þessum 28 heimilum búa um 80% íbúa hjúkrunarheimila. Þær upplýs- ingar sem fengust er að finna í töflu 1, sjá nánar í fylgiskjali 1. Hvað varðar fyrirspurn um hve margir dvöldu á hverju þessara heimila sl. tvö ár má gera ráð fyrir að hjúkrunarrými séu að mestu fullnýtt en fjöldi þeirra er núna um 2670 (sjá fylgi-

Upload: others

Post on 22-Jul-2021

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Svar - Althing · 2017. 5. 22. · 146. löggjafarþing 2016–2017. Þingskjal 807 — 255. mál. Svar. heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur

146. löggjafarþing 2016–2017.Þingskjal 807 — 255. mál.

Svar

heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdótturum notkun geðlyfja og svefnlyfja á hjúkrunarheimilum.

1. Hve marga dagskammta af svefnlyfjum, sterkum geðlyfjum, kvíðastillandi lyfjum, geð-deyfðarlyfjum og öðrum sambærilegum lyfjum keyptu hjúkrunarheimili hér á landiárlega sl. tvö ár, flokkað eftir hjúkrunarheimilum? Hve margir dvöldust á hverjuþessara heimila og hver reiknast dagskammturinn á heimilismann að meðaltali?

Nauðsynlegt er að gera mikla fyrirvara við orðalag spurningar um dagskammta og túlkunlyfjanotkunar út frá meðaltali á skilgreindum dagskömmtum (Defined Daily Dose (DDD)).DDD er mælieining sem einkum er notuð við lyfjatölfræði en speglar ekki endilegaviðeigandi eða æskilega skömmtun tiltekins lyfs (Prescribed Daily Dose). Lyfjaskammtarfyrir einstakan sjúkling eða sjúklingahóp geta oft vikið umtalsvert frá skilgreindum dag-skömmtum (DDD) þar sem nauðsynlegt er að taka tillit til lyfjahvarfa (pharmacokinetics),lyfhrifa (pharmacodynamics) og ýmissa annara þátta, svo sem aldurs og þyngdar sjúklinga.

Einnig getur erfðafræðileg fjölbreytni vegna mismunandi þjóðernis haft áhrif á lyfjahvörfog þar af leiðandi á skömmtun lyfja. DDD er hins vegar mælieining sem mælir alþjóðlegaskilgreinda daglega lyfjaskömmtun óháð erfðabreytilegum áhrifum á umbrot lyfsins.

Lyfjanotkun sem mæld er með DDD gefur aðeins grófa mynd af lyfjaneyslu en ekkinákvæma mynd af raunverulegri eða æskilegri notkun. DDD er mælieining sem er óháð lyfja-verði, skammtaformi og styrkleika en gerir mönnum hins vegar kleift að meta þróun lyfja-notkunar og gera samanburð á notkun milli einstakra hópa sjúklinga.

Svefnlyf, sterk geðlyf, kvíðastillandi lyf og geðdeyfðarlyf eru einungis gefin samkvæmtformlegum fyrirmælum læknis. Á hjúkrunarheimilum eru það oftast öldrunarlæknar eðaheimilislæknar sem veita læknisþjónustu á hjúkrunarheimilunum. Fyrirmælin byggjast á matilæknisins á því að þessi tilteknu lyf séu til bóta og muni bæta líðan viðkomandi einstaklinga.Síðan á það við þessi lyf eins og önnur lyf að fylgjast þarf með áhrifum, gagnsemi og hugsan-legum aukaverkunum á hvern og einn.

Hjúkrunar- og dvalarrými eru bæði á heilbrigðisstofnunum og á sérstökum hjúkrunar- ogdvalarheimilum. Hjúkrunar- og dvalarheimili eru á sérstökum rammasamingi SjúkratryggingaÍslands en heilbrigðisstofnanir eru á föstum fjárlögum. Þær tölulegu upplýsingar sem hérkoma fram byggjast á svörum frá hjúkrunar- og dvalarheimilum á rammasamningnum aukSóltúns sem er á sérstökum samningi og Sólvangi sem er á föstum fjárlögum.

Umbeðnar upplýsingar um dagskammta og kostnað vegna einstakra lyfja tvö ár aftur ítímann liggja almennt ekki fyrir hjá einstökum hjúkrunarheimilum. Nokkurn tíma og vinnutók því að afla þeirra upplýsinga sem óskað var enda voru þær ekki aðgengilegar. Óskað vareftir upplýsingum frá hjúkrunarheimilunum og svör fengust frá 28 heimilum af 50 í landinuen þess má geta að á þessum 28 heimilum búa um 80% íbúa hjúkrunarheimila. Þær upplýs-ingar sem fengust er að finna í töflu 1, sjá nánar í fylgiskjali 1.

Hvað varðar fyrirspurn um hve margir dvöldu á hverju þessara heimila sl. tvö ár má geraráð fyrir að hjúkrunarrými séu að mestu fullnýtt en fjöldi þeirra er núna um 2670 (sjá fylgi-

Page 2: Svar - Althing · 2017. 5. 22. · 146. löggjafarþing 2016–2017. Þingskjal 807 — 255. mál. Svar. heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur

2

Hjúkrunar - og dvalarheimili

* M iðað er við fjölda leyfilegra rýma og frávik eru í flokkun lyfja

fjöldi

2015

fjöldi

2016

Geðrofsl yf

N 05A

Kví ða-

sti lla ndi lyf

N05 B

S ve fnlyf

N05C

Geðdeyfðar

ly f N0 6A

2015

Samta ls

DDD

Geðrof sly f

N0 5A

Kví ða -

sti lland i lyf

N05B

Sv efnl yf

N 05C

Geðde yfðar

lyf N0 6A

201 6

Samtals

D DD

G eðrofs

ly f N0 5A

Kv íða-

sti lla nd i

l yf N05B

Sv efnlyf

N05 C

Ge ðdey fð

arlyf

N06A

Sam tals

DDD á

íbúa

Geðrofs

ly f N0 5A

Kv íðas til l

a nd i lyf

N05B

Sv efnly f

N05 C

G eðdey fð

arlyf

N06 A

Sa mtal s

DDD á

í búa

Droplaugarstaðir, Reykjavík 82 82 2.809 2.276 16.696 14.631 36.412 2.972 2.950 18.645 20.412 44.979 0,094 0,076 0,558 0,489 1,217 0,099 0,099 0,623 0,682 1,503Eir, Reykjavík * 173 173 6.021 5.103 25.065 42.004 78.193 4.184 4.482 26.720 43.612 78.998 0,095 0,081 0,397 0,665 1,238 0,066 0,071 0,423 0,691 1,251Grund, Reykjav ík 176 9.609 11.322 39.671 43.061 103.663 0,150 0,176 0,618 0,670 1,614Hrafnista, Reykjavík 203 203 2.968 6.660 34.799 36.166 80.592 2.675 6.744 35.274 36.309 81.002 0,040 0,090 0,470 0,488 1,088 0,036 0,091 0,476 0,490 1,093Seljahlíð, Reykjav ík 20 20 654 1.989 5.487 4.062 12.192 503 2.327 4.315 3.878 11.024 0,090 0,273 0,752 0,556 1,670 0,069 0,319 0,591 0,531 1,510Skjól,Reykjavík* 107 107 2.526 2.318 10.297 22.985 38.126 4.030 2.727 11.540 25.642 43.939 0,065 0,059 0,264 0,589 0,976 0,103 0,070 0,295 0,657 1,125Skógarbær, Reykjavík 80 80 3.201 4.993 13.890 20.073 42.156 2.821 5.707 15.346 24.178 48.051 0,110 0,171 0,476 0,687 1,444 0,097 0,195 0,526 0,828 1,646Sóltún, Reykjav ík 131 132 3.950 5.320 18.446 24.445 52.161 3.593 4.535 19.231 27.090 54.449 0,083 0,111 0,386 0,511 1,091 0,075 0,094 0,399 0,562 1,130Mörk, Reykjavík 113 16.252 4.265 15.856 36.102 72.475 0,394 0,103 0,384 0,875 1,757Hrafnista,Hafnarfirði 208 208 3.693 10.520 38.046 34.496 86.755 3.413 10.502 34.095 31.338 79.348 0,049 0,139 0,501 0,454 1,143 0,045 0,138 0,449 0,413 1,045Sólvangur, Hafnarfirði 59 59 3.013 4.731 9.314 15.558 32.616 2.470 3.928 9.938 16.811 33.147 0,140 0,220 0,433 0,722 1,515 0,115 0,182 0,461 0,781 1,539Ísafold, Garðabæ 60 60 1.469 2.207 13.207 20.059 36.941 1.323 1.500 10.957 20.438 34.219 0,067 0,101 0,603 0,916 1,687 0,060 0,069 0,500 0,933 1,563Sunnuhlíð, Kópavogi 70 70 1.456 3.151 9.830 26.716 41.152 1.627 3.406 7.811 23.949 36.793 0,057 0,123 0,385 1,046 1,611 0,064 0,133 0,306 0,937 1,440Boðaþing, Kópavogi 44 44 1.050 2.246 7.574 9.424 20.293 1.649 1.632 6.244 8.358 17.883 0,065 0,140 0,472 0,587 1,264 0,103 0,102 0,389 0,520 1,113Roðasalir, Kópavogi 11 11 961 5 2.205 1.604 4.774 618 15 1.205 1.801 3.639 0,239 0,001 0,549 0,400 1,189 0,154 0,004 0,300 0,448 0,906Hamrar Mosfellsbær* 30 30 783 1.347 3.967 8.022 14.119 531 1.173 5.867 10.017 17.588 0,072 0,123 0,362 0,733 1,289 0,048 0,107 0,536 0,915 1,606Höfði, Akranesi 75 73 1.854 4.825 13.808 15.496 35.983 1.442 3.660 12.855 15.897 33.854 0,068 0,176 0,504 0,566 1,314 0,054 0,137 0,482 0,597 1,271Brákarhlíð, Borgarnesi 52 52 423 2.370 4.415 12.518 19.727 172 2.598 4.299 15.187 22.257 0,022 0,125 0,233 0,660 1,039 0,009 0,137 0,226 0,800 1,173Silfurtún, Dalabyggð 12 12 156 1.053 1.056 4.602 6.866 272 565 1.075 3.266 5.178 0,036 0,240 0,241 1,051 1,568 0,062 0,129 0,246 0,746 1,182Hjúkrunar- og dvalarrými Blönduósi 27 27 442 773 3.013 6.920 11.148 533 411 4.063 4.728 9.735 0,045 0,078 0,306 0,702 1,131 0,054 0,042 0,412 0,480 0,988Sæborg, Skagaströnd 8 8 134 351 942 709 2.136 202 192 1.263 2.930 4.587 0,046 0,120 0,323 0,243 0,732 0,069 0,066 0,433 1,003 1,571HSN Siglufirði 19 19 157 383 3.301 2.982 6.823 58 384 2.723 4.032 7.197 0,023 0,055 0,476 0,430 0,984 0,008 0,055 0,393 0,581 1,038Dalbær, Dalvík 38 38 1.903 2.170 4.887 7.396 16.356 1.624 1.985 4.808 9.106 17.522 0,137 0,156 0,352 0,533 1,179 0,117 0,143 0,347 0,657 1,263Öldrunarheimili Akureyrar 185 183 5.163 4.361 25.344 41.266 76.134 3.584 3.790 22.789 34.463 64.626 0,076 0,065 0,375 0,611 1,126 0,054 0,057 0,341 0,515 0,967Grenilundur, Grenivík 10 10 42 46 1.894 1.543 3.525 112 130 1.547 1.696 3.485 0,011 0,013 0,519 0,423 0,966 0,031 0,036 0,424 0,465 0,955Ás/Ásbyrgi, Hveragerði 121 22.160 6.867 16.895 38.128 84.050 0,502 0,155 0,383 0,863 1,903Hjallatún í Vík 13,5 13,5 322 913 2.077 2.808 6.119 325 877 1.872 3.515 6.589 0,065 0,185 0,421 0,570 1,242 0,066 0,178 0,380 0,713 1,337Klausturhólar, Kirkjubæjarklaustri 18 18 40 1.644 855 3.461 6.000 76 1.453 563 3.019 5.111 0,006 0,250 0,130 0,527 0,913 0,012 0,221 0,086 0,460 0,778

Samtals: 1.736 2.143 45.189 71.756 270.414 379.944 767.302 88.832 90.127 337.467 508.962 1.025.388 0,071 0,113 0,427 0,600 1,211 0,114 0,115 0,432 0,651 1,311

DDD á heimilismann 2015 DDD á heimilismann 2016

Meðaltal DDD á íbúa 2015 Meðaltal DDD á íbúa 2016

Heildarfjöldi DDD 2015 Heildarfjöldi DDD 2016

skjal 1) og hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár. Í þessari tölu eru ekki hjúkrunar- og dvalar-rými á heilbrigðisstofnunum.

Fjöldi dagskammta tiltekinna lyfjaflokka á þeim heimilum sem sendu inn svör.

2. Telur ráðherra að notkun geðlyfja og svefnlyfja sé óhóflega mikil á hjúkrunarheimilumá Íslandi?

Ekki er hægt að fullyrða að notkun umræddra lyfja sé óhóflega mikli því eins og framkemur í svari við 4. lið fyrirspurnarinnar hefur notkun þeirra verið innan gæðaviðmiða RAI-gæðavísa fyrir hjúkrunarheimili.

3. Hver er ástæðan fyrir því að notkun sterkra þunglyndislyfja á hjúkrunarheimilum erveruleg í öðrum tilfellum en mælt er með í gæðavísi landlæknisembættisins frá því ífebrúar?

Gæðavísir er mælikvarði sem gefur vísbendingu um gæði og öryggi þeirrar heilbrigðis-þjónustu sem veitt er. Svokallaðir RAI-gæðavísar eru notaðir til að fylgjast með gæðum þjón-ustunnar á hjúkrunarheimilum. Stjórnendur heimilanna geta nýtt niðurstöður gæðavísannaí innra eftirliti og í umbótastarfi. Embætti landlæknis notar niðurstöðurnar í eftirliti sínu, semflokkast sem ytra eftirlit.

Það gætir misskilnings í fyrirspurninni því ekki er um notkun sterkra þunglyndislyfja aðræða. Þeir gæðavísar sem eru nýttir á hjúkrunarheimilum eru fengnir úr RAI-mati og sá RAI-gæðavísir sem vitnað er til heitir „Algengi á notkun sterkra geðlyfja í öðrum tilfellum enmælt er með“. Þessi lyf eru í sumum tilfellum gefin íbúum hjúkrunarheimila sem eru meðhegðunarvanda og/eða óróleika sem oft tengist vitrænni skerðingu, svo sem hjá fólki meðheilabilun. Í kröfulýsingu velferðarráðuneytisins fyrir hjúkrunarými frá árinu 2016 kemurfram að íbúar hjúkrunarheimila skulu fá öll nauðsynleg lyf vegna sjúkdóma sinna eðaöldrunareinkenna.

Samkvæmt fyrirliggjandi niðurstöðum úr RAI-matsskýrslum fyrir tímabilið 1. júní 2016 –28. febrúar 2017 er algengi á notkun sterkra geðlyfja í öðrum tilfellum en mælt er með hjáíbúum í hjúkrunarrýmum á landinu 24% sem er innan marka íslensku gæðaviðmiðana enneðri mörkin eru 13,5% og efri mörkin eru 31,1%.

Page 3: Svar - Althing · 2017. 5. 22. · 146. löggjafarþing 2016–2017. Þingskjal 807 — 255. mál. Svar. heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur

3

4. Hvaða áhrif telur ráðherra að mikil notkun umræddra lyfja hafi á íbúa og starfsfólkhjúkrunarheimila?

Árið 2010 voru sett íslensk gæðaviðmið fyrir RAI-gæðavísa sem unnin voru af hópi sér-fræðinga. Þetta eru stöðluð gæðaviðmið sem taka mið af aðstæðum á Íslandi og byggja jafn-framt á vísindalegri þekkingu (sjá fylgiskjal 2). Embætti landlæknis gerir ekki athugasemdirvið það þegar niðurstöður gæðavísa eru innan marka þessara gæðaviðmiða. Ef hins vegarniðurstöður fara yfir viðmiðunarmörk er gerð athugasemd og málið kannað nánar. Hafa þarfí huga að gæðavísar eru háðir því hversu vel er skráð og að niðurstöður gæðavísa eru ávalltvísbendingar um hvernig meðferð og umönnun er á hjúkrunarheimilum en ekki algildur sann-leikur. Því þarf ávallt að skoða hvert viðfangsefni fyrir sig og kanna hverjar ástæðurnar erufyrir því að ákveðin vísbending kemur fram.

Eins og áður segir er, samkvæmt fyrirliggjandi niðurstöðum úr RAI-matsskýrslum fyrirtímabilið 1. júní 2016 – 28. febrúar 2017, algengi á notkun sterkra geðlyfja í öðrum tilfellumen mælt er með hjá íbúum í hjúkrunarrýmum á landinu 24% sem er innan marka íslenskugæðaviðmiðana.

Hvað notkun svefnlyfja varðar snúa tveir RAI-gæðavísar að því, þ.e. gæðavísirinn„Algengi róandi lyfja og svefnlyfja“ og gæðavísirinn „ Algengi stöðugrar notkunar svefnlyfjaeða oftar en tvisvar í viku“.

Samkvæmt fyrirliggjandi niðurstöðum úr RAI-matsskýrslum fyrir tímabilið 1. júní 2016– 28. febrúar 2017 er algengi róandi lyfja og svefnlyfja hjá íbúum í hjúkrunarrýmum á land-inu 57% sem er innan marka íslensku gæðaviðmiðana þar sem neðri mörk eru 36% og efrimörk eru 62%.

Á sama tímabili er algengi stöðugrar notkunar svefnlyfja eða oftar en tvisvar í viku hjáíbúum í hjúkrunarrýmum á landinu 38% sem er innan marka íslensku gæðaviðmiðana þarsem neðri mörk eru 26% og efri mörk eru 53%.

5. Er notkunin í samræmi við gæðavísa hjúkrunarheimilanna og ef svo er, hvers vegnaer ekki samræmi milli gæðavísa þeirra og gæðavísa landlæknisembættisins?

Eins og áður hefur komið fram eru lyfin einungis gefin samkvæmt fyrirmælum lækna sembyggjast á faglegu mati þeirra en einnig er nauðsynlegt að fylgjast með áhrifum, gagnsemiog hugsanlegum aukaverkunum á hvern og einn eins og á við um öll lyf. Mikil notkun við-komandi lyfja umfram þarfir getur svo að sjálfsögðu haft neikvæð áhrif á þá sem taka þau.

Á hjúkrunarheimilum starfar fjölbreyttur hópur fólks. Ekki liggja fyrir gögn um áhrifmikillar notkunar umræddra lyfja á starfsfólk.

6. Hverjar eru langtímaafleiðingar af notkun fyrrgreindra geðlyfja og svefnlyfja á heilsueldri borgara sem eru á fyrrgreindum heimilum?

Almennt má segja að lyf séu gefin í þeim tilgangi að bæta heilsu og líðan þeirra sem þautaka. Hins vegar fylgja aukaverkanir flestum ef ekki öllum lyfjum og því er margs að gætavið notkun þeirra. Eins og áður er bent á eru ávallt öldrunarlæknar eða aðrir læknar sem ávísaþessum lyfjum sem og öðrum eftir að hafa metið þörfina fyrir þau en taka verður fram að ímörgum tilvikum hefst notkun umræddra lyfja áður en á hjúkrunarheimili er komið.

Í kröfulýsingu velferðarráðuneytisins fyrir hjúkrunarými frá árinu 2016 kemur fram aðíbúar hjúkrunarheimila skulu fá öll nauðsynleg lyf vegna sjúkdóma sinna eða öldrunar-einkenna. Geðlyfjanotkun aldraðra skýrist m.a. af algengi geðrænna einkenna meðal eldrialdurshópa. Þótt geðlyf virki á einkenni geðsjúkdóma, svefntruflanir og hegðunarvandamálgetur notkun þeirra verið vandkvæðum bundin vegna líffræðilegra breytinga sem tengjast

Page 4: Svar - Althing · 2017. 5. 22. · 146. löggjafarþing 2016–2017. Þingskjal 807 — 255. mál. Svar. heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur

4

aldri. Aldraðir eru viðkvæmir fyrir aukaverkunum lyfja, svo sem slævandi áhrifum, truflun-um á vitrænni getu, utanstrýtueinkennum og byltum. Þær upplýsingar sem liggja fyrir umgeðlyfjanotkun aldraðra hér á landi sýna yfirleitt hlutfallslega mikla notkun samanborið viðlyfjanotkun í nágrannalöndum okkar.

7. Telur ráðherra að unnt sé að bæta líðan heimilismanna á heimilunum með öðrumhætti en með því að gefa þeim fyrrgreind lyf? Ef svo er, hvernig telur ráðherra að þaðsé hægt?

Ráðherra tekur undir það sjónarmið að hægt er að bæta líðan íbúa með margvíslegumöðrum hætti en lyfjagjöf en oft þarf þetta tvennt að fara saman. Vísað er til fyrrnefndrarkröfugerðar velferðarráðuneytisins fyrir hjúkrunarými frá 2016 en þar koma fram ýmsirþættir sem stuðlað geta að vellíðan íbúa. Samkvæmt kröfulýsingunni er meginviðfangsefnihjúkrunarheimila að veita langtímahjúkrun, aðhlynningu, umönnun og félagslegan stuðningá faglegan og ábyrgan hátt sem byggist á umhyggju og virðingu fyrir íbúum og fjölskyldumþeirra. Þá skulu íbúarnir samkvæmt kröfulýsingunni eiga kost á endurhæfingu, heilsueflandiþjálfun, virkni, félagsstarfi, sálgæslu og líknandi meðferð svo dæmi séu tekin. Allir þessirþættir geta stuðlað að betri líðan. Samkvæmt kröfulýsingunni skal gera einstaklingsmiðaðaáætlun fyrir sérhvern íbúa og framfylgja henni.

8. Telur ráðherra að úrbóta sé þörf við notkun lyfjanna á hjúkrunarheimilum og ef svoer, til hvaða ráðstafana hyggst hann grípa til að draga úr eða breyta notkuninni?

Á sínum tíma voru sett íslensk gæðaviðmið fyrir RAI-gæðavísa sem taka mið af aðstæðumá Íslandi og byggja jafnframt á vísindalegri þekkingu. Ýmist eru það öldrunarlæknar eðaaðrir læknar sem sinna íbúum heimilanna sem ávísa þessum lyfjum í samræmi við mat á þörf.Regluleg endurskoðun þarf ávallt að eiga sér stað til að tryggja að besta þekking á hverjumtíma endurspeglist í viðmiðunum. Ráðherra telur að alltaf megi bæta verklag og tryggja þurfireglubundna endurskoðun á gæðaviðmiðunum.

9. Hver er munurinn á ytra og innra eftirliti landlæknis með notkun fyrrgreindra lyfja?Ytra eftirlit embættis landlæknis með starfsemi hjúkrunarheimila felst í eftirliti með

gæðum þjónustu heimilanna og öryggi íbúa þeirra og þá nýtir embættið sér m.a. niðurstöðurRAI-gæðavísa til þess. Innra eftirliti hjúkrunarheimila er sinnt af rekstraraðilunum á heimil-unum sjálfum. Rekstraraðili þarf að móta stefnu starfseminnar og setja sér skýr og mælanleggæðamarkmið sem m.a. taka mið af RAI-gæðavísum sem notaðir eru á hjúkrunarheimilum.Rekstraraðili þarf að sýna fram á með innri úttektum að starfsemin sé í samræmi við kröfu-lýsingu velferðarráðuneytisins og sett gæðamarkmið. Í kjölfar úttekta skal ráðast í úrbætureins og niðurstöður gefa tilefni til.

10. Hverjar eru helstu niðurstöður innra og ytra eftirlits með notkun lyfjanna?Sjá svör við 4. lið fyrirspurnarinnar.

11. Telur ráðherra að innra og ytra eftirlit landlæknis með lyfjagjöfum aldraðra áhjúkrunarheimilum dugi til að notkun lyfja sé ekki meiri en þörf er á?

Eins og fram kemur í svörum við liðum 4 og 8 fylgist embætti landlæknis með að notkunlyfja á hjúkrunarheimilum sé innan gæðaviðmiðanna og kröfulýsinga. Meira þarf til en eftirlittil að notkun lyfja sé við hæfi og alltaf er nauðsynlegt að vera á varðbergi og fylgjast vel með

Page 5: Svar - Althing · 2017. 5. 22. · 146. löggjafarþing 2016–2017. Þingskjal 807 — 255. mál. Svar. heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur

5

lyfjanotkun einstakra íbúa á hjúkrunarheimilum og gæta þess að notkunin sé ekki meiri enþörf er á.

12. Fyrir hversu háar fjárhæðir voru keypt geðlyf og svefnlyf á hjúkrunarheimilum sl. tvöár?

Samkvæmt svörum hjúkrunar- og dvalarheimilanna voru keypt lyf í þessum flokkum fyrirum 33.876 kr. á íbúa árið 2015 og 24.318 kr. á íbúa árið 2016. Ef gengið er út frá því aðnotkun þessara lyfja sé sambærileg á öllum heimilum má gera ráð fyrir að öll hjúkrunar- ogdvalarheimili sem hafi samtals um 2.670 íbúa hafi varið um 90 mill. kr. árið 2015 og um 65milj. kr. árið 2016 til kaupa á geð- og svefnlyfjum.

Page 6: Svar - Althing · 2017. 5. 22. · 146. löggjafarþing 2016–2017. Þingskjal 807 — 255. mál. Svar. heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur

Fyl

gisk

jal I

.

Page 7: Svar - Althing · 2017. 5. 22. · 146. löggjafarþing 2016–2017. Þingskjal 807 — 255. mál. Svar. heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur

7

Fylgiskjal II.

Nánari upplýsingar um gæðaviðmið fyrir RAI-gæðavísa.Efri og neðri gæðaviðmið fyrir 20 RAI-gæðavísa.