the ion - lions á Íslandi · virk almannatengsl félagsauðurinn fræðsla á þingi sjötta...

16
Maí / júní 2004 We Serve L ion THE ÍSLENSK ÚTGÁFA Blað nr. 224 Sauðárkrókur - Tindastóll í baksýn Skemmtilegt og gefandi Lionsár Unglingabúðirnar í sumar Kynning frambjóðenda Fjölbreytt starf klúbba Virk almannatengsl Félagsauðurinn Fræðsla á þingi Sjötta hanagal Dagskrá þings

Upload: others

Post on 26-Sep-2020

2 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: THE ion - Lions á Íslandi · Virk almannatengsl Félagsauðurinn Fræðsla á þingi Sjötta hanagal Dagskrá þings. 2 Lionsblaði

Maí / júní 2004

We ServeLLiioonnTH

E

ÍSLENSK ÚTGÁFA

Blað nr. 224

Sauðárkrókur - Tindastóll í baksýn

Skemmtilegt og gefandi Lionsár

Unglingabúðirnar í sumar

Kynning frambjóðenda

Fjölbreytt starf klúbba

Virk almannatengsl

Félagsauðurinn

Fræðsla á þingi

Sjötta hanagal

Dagskrá þings

Page 2: THE ion - Lions á Íslandi · Virk almannatengsl Félagsauðurinn Fræðsla á þingi Sjötta hanagal Dagskrá þings. 2 Lionsblaði

2 Lionsblaðið

Maí / júní 2004 Blað nr. 224THE LION IN ICELANDICFJÖLUMDÆMI 109Multiple District 109 Iceland

Opinbert málgagn Lions Clubs International, gefið út íumboði alþjóðastjórnar Lions á tuttugu tungumálum:dönsku, ensku, farsi, finnsku, flæmsku, frönsku, grísku,hollensku, íslensku, ítölsku, japönsku, kínversku,kóresku, norsku, portúgölsku, spænsku, sænsku, tælen-sku, tyrknesku og þýsku. Þrjátíu Lionsblöð eru gefin út íheiminum.

Útgefandi THE LION á íslensku: FJÖLUMDÆMI 109Tímaritið the Lion kemur út sex sinnum á ári.

Skrifstofa Lionsumdæmisins, Sóltúni 20, 105 Reykjavík eropin frá kl. 12.00 til 15.00Sími 561 3122Fax: 561 5122e-mail / netfang: [email protected]

Ritstjóri:Ólafur BriemGrundarlandi 22, 108 Reykjavík, Sími: 561 3122, netfang: [email protected]

Setning, umbrot, prentun:Prentsmiðjan Gutenberg hf.Síðumúla 16, 108 Reykjavík

FJÖLUMDÆMISRÁÐ FJÖLUMDÆMIS 109Starfsárið 2003-2004Hörður Sigurjónsson, fjölumdæmisstjóri Þórunn Gestsdóttir, umdæmisstjóri 109 A Einar Þórðarson, umdæmisstjóri 109 B Árni Stefán Guðnason, fjölumdæmisgjaldkeri Örn Gunnarsson, fjölumdæmisritari og netstjóri Kristinn Hannesson, unglingaskiptastjóri og unglingamálastjóri Þór Steinarsson, alþjóðasamskiptastjóri Hrund Hjaltadóttir, fræðslustjóri Pálmi Hannesson, útbreiðslustjóri Jón Guðmundsson , félagastjóri Kristján Helgason, aðst. félagastjóriVigfús Halldórsson, kynningarstjóri Jón Gröndal, ritstjóri Lions Magnús Steingrímsson,minja og skjalavörður

Ólafur Briem: siðameistari Jón Bjarni Þorsteinsson, SightFirst stjóriAuður Jóhannesdóttir, Lions Quest stjóri Kristján Kristjánsson, Rauðufjaðrarstjóri: 2003-2004Jón Eyjólfur Jónsson, menningarstjóri Halldór Kristjánsson, þingstjóri Anna K. Gunnlaugsdóttir: umhverfisverndarstjóri Halldóra J. Ingibergsdóttir, LCIF stjóriDaníel G. Björnsson, verkefnisstjóri LCIFMargrét Jónsdóttir, félaganefndarstjóriBjörn Guðmundsson, frv. alþjóðastjórnarmaðurGeir Hauksson, varaumdæmisstjóri 109AStefán Skarphéðinsson, varaumdæmisstjóri 109B

Framkvæmdastjórn LionshreyfingarinnarPresident, DR. TAE-SUP “TS” LEE, Room 507, ChoksonHyundai Bldg. 80, Chokson-dong, Chongro-ku, Seoul 110-756, Republic of Korea; Immediate Past President, KAY K.FUKUSHIMA, P.O. Box 22607, Sacramento, California95822, USA; First Vice President, CLEMENT F. KUSIAK,6302 Homewood Road, Linthicum, Maryland 21090-2108,USA; Second Vice President, ASHOK MEHTA, Avanti Apts.,Sion East, Mumbai 400 022, India

Alþjóðastjórnarmenn:LUCIE ARMSTRONG, Hamilton, New Zealand; DELMAR“DEL” BROWN, Iowa City, Iowa, USA; GARY L. BROWN,Urbana, Ohio, USA; LOWELL BONDS, Hoover, Alabama,USA; VARA PRASAD CHIGURUPATI, Vijayawada, India;JULES COTÉ, Shelburne, Vermont, USA; HANS ULRICHDÄTWYLER, Schattdorf, Switzerland; NELSON DIEZ PER-EZ, Barrio Sanjonia, Paraguay; JACQUES GARELLO,Marseilles, France; K.M. GOYAL, New Delhi, India; ASOKAde. Z. GUNASEKERA, Nugegoda, Sri Lanka; RANDY HEIT-MANN, Cambridge, Nebraska, USA; DR. RYOJI KAMEI, Kis-hiwada City, Japan; ERKKI J.J. LAINE, Espoo, Finland;WHADY LACERDA, Cuiaba, Brazil; E. ROBERT “BOB”LASTINGER, Wesley Chapel, Florida, USA; CHING-LI LEE,Kaohsiung, Taiwan; HOWARD LEE, Farnham, Surrey, Eng-land; SHI-WOK LEE, Yongin-city, Republic of Korea; MEL-VIN M. NAKAMURA, Honolulu, Hawaii, USA; SCOTT NEELY,South Charleston, West Virginia, USA; DR. GEN OKUBO,Nagasaki, Japan; WILLIAM R. “W.R.” O’RILEY, Maryville,Missouri, USA; JOHN E. RABIDEAU, Churchville, New York,USA; DAVID ROBERTS, Sun City, Arizona, USA; RODOLP-HE ROBINEL, Cayenne, French Guiana; WILLIAM ANDREWROLLINS, Portland, Oregon, USA; BRUCE SCHWARTZ,Bismarck, North Dakota, USA; JAMES SHERRY, Sackville,Nova Scotia, Canada; DR. WING-KUN TAM, Wanchai,China Hong Kong; GARY TSCHACHE, Bozeman, Montana,USA; WALTER R. “BUD” WAHL, Streator, Illinois, USA;EBERHARD J. WIRFS, Kelkheim, Germany.

Eitt það sem mér hefur alltaf fundistmerkilegast við vorið er það hvað allirverða óskaplega duglegir. Það þarf aðþvo gluggana, því þegar sól hækkar álofti sést svo vel hvað þeir eru skítugir.Ekki nóg með það, heldur kemur í ljósað það væri víst líka best að mála yfirskellurnar sem földu sig í vetur. Svoeru annars konar vorverk, ekki ein-ungis mannanna heldur einnig fugl-anna.

Þannig tók ég eftir því einn morgun-inn að þröstur var búinn að velja sérstað fyrir hreiður í furu í augnhæð réttfyrir utan opnanlegan glugga hjá okk-ur hér á bæ. Ekki heppilegasti staður-inn, en það var ekki kastað til höndun-um við vorverkin þar. Þrestir kastaekki til hendi við vorverkin yfirleitt ogþrösturinn þessi var engin undantekn-ing. Enhvern veginn held ég að uppá-halds fuglar umdæmisstjóra vorra,haninn og uglan, hafi ekki þá lipurð tilað bera í vorverkunum sem þessiþröstur. Þarna flaug hann brott en varóðar kominn aftur og aftur með bygg-ingarefnið og framkvæmdin gekk vel.Að því kom, samt, að hann gerði hlé áverkinu til að skoða hvernig verkinumiðaði, umhverfið og vel í kring umsig.

Það er víðar sem kominn er tímivorverka. Það er kominn tími til til-tekta, hreinsa til eftir veturinn, gróður-setja og klippa tré sem áður voru settniður sem hluti af einu vorverkinu íþeirri von að þau mundu dafna ogdöfnuðu svo vel að það verður aðhalda vextinum niðri með klippum.Það er með ólíkindum hversu fjöl-breytt vorverkin geta verið að ég talinú ekki um þegar litið er til starfsLionsklúbba.

Hér á landi hefur skapast hefð fyrirþví að félagarnir taki sér frí frá klúbb-starfinu yfir sumartímann. Fjölum-dæmisþing er vendjulega haldið í apr-íl eða maí og með örfáum undantekn-ingum er það þá sem klúbbarnir fellaniður fundi fram á haust. En eins ogfagnaðarfundir eru miklir að hausti, þáer það eitt af vorverkunum að ekki séslegið hendi til viðskilnaðarins að vori,þegar tími viðurkenninga fyrir velunnið Lionsstarf fer í hönd og hugaþarf að stjórnarskiptum og skýrslu-gerðum sem Alþjóðasamband Lions-klúbba leggur áherslu á að sé í föstumog ákveðnum skorðum.

Það er annað sem einnig er hlutivorverka og það er að setja sér mark-mið en til þess að þau séru raunhæf ernauðsynlegt að staldra við, eins ogþrösturinn sem var upphaf þessapistils. Við yfirgáfum hann þar semhann staldraði við til að meta aðstæð-ur. Það var þá sem við horfðumst íaugu og ræddumst við, ég og þröstur-inn. Ég benti honum á að fura í augn-hæð fyrir utan opnanlegan gluggaværi ekki heppilegasti staðurinn fyrirhreiður og þegar ég benti honum á aðheimiliskettirnir, Júlía og Ófilía gætuhugsanlega valdið honum einhverjuónæði, þá hallaði hann undir flatt ogsagðist mundi hugsa málið um leið oghann flaug. Er skemmst frá því aðsegja að við höfum ekki sést síðanenda hann sjálfsagt kominn á fullt viðað byggja sér hreiður á öðrum ogheppilegri stað.

Honum fylgja sömu óskir ritstjóransog hann sendir lesendum sínum umgleðilegt sumar á grunni skemmti-legra vorverka..

Ritstjórapistill

Vorverkin

Dagatal LIONS til 30.06.2004Dagsetning Atburður Staður

26.05.2004 Lkl. Björk, Sauðárkróki, 10 ára Sauðárkrókur

28.05.2004 Fjölumdæmis- og umdþmisþing á Sauðárkr. Sauðárkrókur

29.05.2004 Lionsball á Sauðárkróki Sauðárkrókur

Svo sem gert er ráð fyrir í sam-þykktum alþjóða Lionshreyfingar-innar þá hefur alþjóðforseti til-kynnt að 87. alþjóðaþingið verðihaldið í Detroit, Mitchigan, U.S.A.og Windsor, Ontario, Canada frámánudegi 5. júlí til föstudags 9. júlí.

Á þinginu verður minnst stofn-unar Windsor Lions Club 1920 ogþar með fyrsta klúbbsins semstofnaður var utan Bandaríkjanna.Á þinginu verður forusta hreyfing-arinnar starfsárið 2004-2005 kosinauk þess sem kosið verður umlagabreytingar. Nýr alþjóðaforseti

verður settur í embætti, gestafyrir-lesurum hefur verið boðið að flytjaerindi á þinginu auk þess sem skól-ar og námsstefnur verða til fræðsluþátttakenda.

Blaðinu er ekki kunnugt um aðaðrir sæki alþjóðaþing héðan afFróni en Þórunn Gestsdóttir, Lkl.Eir, Geir Hauksson Lkl. Hafnar-fjarðar og kona hans Jórunn Jör-undsdóttir, og Stefán Skarphéðins-son Lkl. Borgarness og kona hansIngibjörg Ingimarsdóttir, þá í emb-ættum fjölumdæmisstjóra og um-dæmisstjóra.

Tilkynning umalþjóðaþing

Detroit, MI/Windsor, Ontario, Kanada 5.-9. júlí 2004Hong Kong, Kína 27. júní 2005New Orleans, LA, Bandaríkjunum 3.-7. júlí 2006Chicago, IL, Bandaríkjunum 2.-6. júlí 2007Bangkok, Thailand 23.-27. júní 2008Minneapolis, MN, Bandaríkjunum 6.-10. júlí 2009Sydney, Ástralíu 28.-Juní 2010

Næstu alþjóðaþing verða haldin sem hér segir:

„Skilnaðarstund merkisfugla í lok starfsárs“

Ugla Hani

Page 3: THE ion - Lions á Íslandi · Virk almannatengsl Félagsauðurinn Fræðsla á þingi Sjötta hanagal Dagskrá þings. 2 Lionsblaði

3Lionsblaðið

Nú fer senn að líða að lokumhjá mér sem fjölumdæmisstjóriykkar

Það er margs skemmtilegs aðminnast þegar litið er til baka enstarfið byrjaði fljótlega eftir síð-asta þing í Hafnarfirði sem tókstmjög vel og ástæða til að þakkaHafnarfjarðarklúbbunum sér-staklega fyrir það.

LandssöfnuninÞað sem ber hæst á þessu starfsári

mínu er landsöfnunin Rauð fjöðursem haldin var til styrktar langveik-um börnum og tókst vel. Það sýnirsig samt að við getum ekki lagt það áfélaga okkar að vera með landssöfn-un oftar en fjórða hvert ár og æski-legt að þessar safnanir séu í sam-vinnu við sjónvarpið. Slíka sam-vinnu þarf að panta með nokkurraára fyrirvara því þeir vilja ekki takaþátt í nema einni sjónvarpsöfnum áári og mörg líknarfélög vilja haldasvipaðar safnanir og við.

Að vinna milljónVinnan okkar við viltu vinna millj-

ón þættina á Stöð 2 kom sér vel fyr-ir þessa söfnun og borgaði mest allankosnað okkar við auglýsingar. Vil égþakka fjölmörgum félögum, fyrir-tækjum, stofnunum og velunnurumfyrir þátttökuna í söfnuninni. Það ervon okkar að þetta söfnunarféiðhjálpi þeim félögum og stofnunumsem eru að vinna með langveikumbörnum.

Koma alþjóðaforsetaAlþjóðaforseti T.S Lee og frú komu

til landsins í upphafi starfsárs og varánægjulegt að sýna þeim hvað viðerum að gera. Þau voru mjög ánægðmeð heimsóknina og sáu sérstaka á-stæðu til að þakka hana sérstaklega áfundi á Evrópu Fórum á Kýpur.

NorðurlandasamstarfiðÞátttaka í Norðurlandasamstarfinu

hefur verið áhugaverð sem og aðkynnast af eigin raun starfi hinnaNorðurlandanna, kynnast fjölum-dæmisstjórum þeirra og skiptast áskoðunum um málefni Lions. Þaðskiptir miklu máli fyrir okkur aðNorðurlandaþjóðirnar standi samanþví þannig getum við náð okkar mál-um fram á alþjóðavettvangi Lions.

FélagsheimiliðEndurnýjun og lagfæringar á fé-

lagsheimilinu okkar í Sóltúni hefurtekið tíma í vetur

Nú er búið að mála, skipta um gól-fefni, setja upp nýtt hljóðkerfi ogkomnir eru nýir stólar og borð í hús-ið sem gerir það allt miklu huggu-legra og hefur aðsóknin í það bæði afLlionsklúbbum og öðrum aukist tilmuna. Það er von mín að okkur tak-ist að ljúka verkinu öllu á þeim tímasem eftir lifir starfsárs.

SamfundirÞað hefur verið mjög gefandi að

halda samfundi og hitta félagana útum allt land á þeim fjölmörgu stöð-um sem þeir hafa verið haldnir og fáfréttir af Lionstarfinu í þeirra heima-byggð. Á flestum stöðum er sko eng-in lognmolla í kringum Lionstarfiðheldur þvert á móti mikil gróska víðaum land. Það hefur líka verið mjöggaman að fá tækifæri til að gleðjastmeð félögunum þegar klúbbar hafaátt stórafmæli og þökkum við Rann-veig kærlega fyrir heimboðin viðþau tækifæri.

Einnig hefur verið ánægjulegt aðtaka þátt í fyrirlestrarhaldi um karlaog kvenna heilsu í Reykjavík og úti álandsbyggðinni og verða vitni aðmikilli þátttöku, vakningu og athyglisem þetta fyrirlestrarhald hefur haftá ímynd Lionshreyfingarinar á Ís-landi.

FræðslumálVið þurfum að leggja mikla á-

herslu á fræðslumál hreyfingarinnarí framtíðinni

Það hefur sýnt sig í vetur að nám-skeiðahald í margbreytilegri mynder það sem okkar félagar kunnameta og svona fræðsla nýist þeimbæði í Lionsstarfinu og í vinnunni.

Stöndum vörð um Lionsskólann og

reynum að efla hann í framtíðinni,hann er okkar kjölfesta fyrir góðu ogárangursríku starfi.

KlúbbstarfiðÞað hafa margir nýir félagar geng-

ið til liðs við okkur í ár. Við verðumað passa mjög vel upp á að þeir finnisig fljótt hjá okkur og líði vel á fund-um, þá er nokkuð víst að þeir verðameð okkur lengi, lengi. Það er vonmín að þeir ágætu formenn sem núeru að taka við sínum klúbbum setjisér það takmark að hafa klúbbfund-ina og starfið skemmtilegt og passivel uppá að hafa fjölskyldurnar meðí starfinu. Þá gengur þeim vel aðfjölga í klúbbunum og starf þeirraverður miklu skemmtilegra og ár-angusríkara en ella. Þetta mun égreyna að gera þegar ég tek við for-mennsku í mínu klúbbi, Nirði, ánæsta starfsári í annað sinn.

ÞingiðEn tíminn líður hratt og komið er

senn að næsta þingi sem haldið verð-ur að þessu sinni á Sauðárkróki þarsem fjórir klúbbar bjóða til þings aðþessu sinni, en þeir eru Lionsklúbb-ur Sauðárkróks, LionsklúbburinnBjörk, Lionsklúbbur Skagafjarðar ogLionsklúburinn Höfði á Hofsósi. Yf-irstjórn hreyfingarinnar hefur haldiðfundi með þingnefndinni sem vinn-ur ötullega að undirbúningi þingsins,sem ég veit að á eftir að vera eftim-innilegt og skemmtilegt, því Skag-firðingar kunna svo sannarlega aðskemmta sér, svo sem landsfrægt erlöngu orðið. Ég vil því hvetja allaLionsmenn til að fjölmenna í Skaga-fjörðinn um hvítasunnuhelgina ogvera með okkur á þinginu. Þó svo

þarna séu fyrst og fremst kjörnirembættismenn klúbbanna að búa sigundir að taka við embættum í sínumklúbbum þá er þingið að sjálfsögðuopið öllum Lionsfélögum.

GestagangurVið fáum góða gesti í heimsókn er-

lendis frá, en þeir eru Jim Ervinfyrrverandi alþjóðaforseti 1999-2000,alþjóðastjórnarmennirnir ErkkiLaine frá Finlandi og Howard Lee fráBretlandi ásamt mökum, FinnBangsgaard fjölumdæmisstjóri Sví-þjóðar og umdæmistjórarnir Henn-ing Bögge Danmörku og Björn HolmNoregi ásamt mökum.

LionshátíðinÉg vil endilega minna ykkur á

Lionshátíðinna í lok þings. Húnverður stórri íþóttahöll þeirra Skag-firðinga þar sem hljómsveit Geir-mundar Valtýssonar leikur fyrirdansi og þar er tilvalið að mæta ogskemmta sér með hressum Lionsfé-lögum.

ÞakkarorðÞar sem þetta er síðasta blaðið sem

kemur út á þessu starfsári vil ég notatækifærið og þakka starfsfólkinu áskrifstofunni Sigríði Kvaran og ÓlafiBriem fyrir gott samstarf . Einnig vilég þakka félögunum í fjölumdæmis-ráðinu og öllu því góða Lionsfólkisem ég hef verið í sambandi við víðs-vegar um landið þetta ár sem fjölum-dæmistjóri fyrir góð ráð og sam-vinnu. Það hefur verið mjög ánæju-legt að fá að starfa fyrir ykkur þó svoað það hafi verið mikil vinna ogkrefjandi og óskum við Rannveigykkur og fjölskyldum ykkar velfarn-aðaðar í framtíðinni.

Við þökkum sérstaklega umdæm-isstjórunum Þórunni Gestdóttur ogEinari Þórðarsyni og hans konuBergljótu Jóhannsdóttur fyrir góðasamvinnu og viðkynningu. Það hefurverið mjög gefandi að vinna meðþeim á þessu starfsár sem nú er sennað líða. Að lokum vil ég þakka eigin-konu minn Rannveigu Ingvarsdótturfyrir allan stuðninginn og hjálpina,

FramtíðaróskirAð lokum óska ég viðtakandi fjöl-

umdæmisstjóra Þórunni Gestsdótturvelfarnaðar í starfi á næsta starfsári.

Ágætu Lionsfélagar það er bjartframundan fyrir Lionshreyfinguna áÍslandi.

Hörður Sigurjónsson fjölumdæmisstjóri 2003-2004 Lionskveðja

Skemmtilegt og gefandi Lionsár

Fjölumdæmisstjórahjónin Hörður Sigurjónsson og Rannveig Ingvarsdóttir.

Page 4: THE ion - Lions á Íslandi · Virk almannatengsl Félagsauðurinn Fræðsla á þingi Sjötta hanagal Dagskrá þings. 2 Lionsblaði

4 Lionsblaðið

Miklar væntingar ogtilhlökkun í upphafistarfsárs var ágætt vega-nesti í starf umdæmis-stjóra í umdæmi 109A.Eitthvað er enn eftir ímalpokanum af nestinuog ýmislegt hefur bæst ípokann. Reynslan,sterkari vináttubönd ogný viðhorf.

Í mörg horn er að líta innan Lions-hreyfingarinnar, verkefnin eru fjöl-breytt og samskipti við mann og ann-an á fundum og mannamótum tekursinn tíma. Ferðalög og önnur sam-skipti taka einnig sinn tíma en skilagóðum minningum.

Í tuttugu ára starfi innan Lions-hreyfingarinnar hafði ég lært ýmis-legt um Lions en á einu ári sem um-dæmisstjóri hefur myndin af verk-um Lionsmanna stækkað og dýpkað.

Eftir hverja heimsókn í klúbbanavar alltaf nýr flötur eða nýr vinkill

til umhugsunar og skoðun-ar. Starfið er kraftmikið ogfjölbreytt en áhyggjur affækkun félaga skyggja all-nokkuð á jákvæðu hliðarokkar starfs.

Við Lionsfélagarnir sjálfirerum besta kynningin ástarfi hreyfingarinnar, þaðerum við og okkar verkefnisem er segullinn fyrir ný-

liðana.Við setjum okkur stundum í varn-

arstöðu innan hreyfingarinnar,klúbbafélagar afsaka sig vegna aldursfélaganna og þreytu varðandi verk-efni. Áður hef ég bent á gamlan en sí-gildan sannleika, þann að sókn erbesta vörnin. Við höfum fjölmörgverkfæri í höndum til að snúa vörn ísókn - m.a. góða félaga og góðangrunn sem sagt mannauð og félags-auð.

Við stöndum á föstum grunni fé-lagslega séð - því markmið og tilgang-

urinn er að leggja lið. Þrátt fyrir sam-félagsbreytingar er grunnur okkarstarfs innan Lionshreyfingarinnar átrausti byggður. Grunnurinn er ennað leggja lið, sá grunnur stenst tím-ans tönn og þjóðfélagsbreytingar.Þrátt fyrir aukna velmegun, auknaþekkingu og tækni er enn þörf fyrirmeðhjálpina sem félagslega þenkj-andi einstaklingar vilja sinna.

Nýlega var málþing um félagsauðhaldið í Reykjavík. Markmið mál-þingsins var að kynna hugtakið fé-lagsauð og íslenskar og erlendarrannsóknir um félagsauðinn (socialcapital).

Hugtakið félagsauður er skilgreintsem verðmæti og áhrif þeirra félags-tengsla sem einstaklingar mynda ífjölskyldum, vinahópum, vinnustöð-um og félagasamtökum.

Í skjali á heimasíðu Háskóla Ís-lands þar sem málþingið um Félags-auð á Íslandi var kynnt segir:

„Verðmæti eða auður vegna þeirra

margvíslegu jákvæðu áhrifa sem þaðgetur haft á velsæld og hagsæld ein-staklinga sem samfélaga”. Litið er áfélagsauð sem auðlind samfélagameð sama hætti og efnislegan auð ogmannauð.”

Samanburðarrannsóknir á fé-lagsauði í tíu löndum (Ísland þar ámeðal) hafa verið kynntar en rann-sóknirnar beindust m.a. að því aðleita leiða til að efla félagsauð þjóð-anna.

Þessar rannsóknir, niðurstöður ogumræður um félagsauðinn ættu aðleiða til eflingar frjálsra félagasam-taka eins og Lionshreyfingarinnar,ætti að efla okkur dáða. Félagsaðildmanna og gott starf innan þeirra fé-laga sem kosið er að starfa í, skaparánægju og stuðlar að þroska og tilverður félagsauður. Okkur hefur ver-ið tamt að tala um mannauð. Í dag erbent á að við eigum einnig að metaþann auð sem aðild okkar í samfélagigóðra félaga við lausnir verkefnaskapa - félagsauðinn. Það er í taktvið tímann að meta félagsauðinn.

Þakka móttökur í klúbbaheim-sóknum, þakka umdæmisstjórnar-mönnum í umdæmi 109A gott sam-starf á yfirstandandi starfsári.

Gleðilegt sumar. Vetur-inn er búinn að verastrembinn en lærdóms-ríkur. Í haust setti ég mérákveðin markmið til aðstefna að. Ég sá þessimarkmið einnig sem al-menn markmið hversLionsfélaga. Sumumþeirra hef ég náð en öðr-um ekki. Hvernig sem þvílíður þá hafa þau drifið mig áframí vetur. Ég náði felstum þessaramarkmiða með ykkar hjálp og vilhér með þakka ykkur fyrir sam-starfið í vetur. Markmið mín voru:

1. Að gera umdæmi 109B löglegt:Enn vantar um 50 félaga í B umdæmi.Ein jákvæð frétt: Nýr Lionsklúbbur erí burðarliðnum á Skagaströnd meðminnst 20 nýja félaga.

2. Að fá klúbba til að efla innra starf-ið og koma á nýjungum: Í mínumumræðum og skrifum hef ég lagt á-herslu á ræktun. Margir klúbbar settusér þetta markmið og miðað við þærraddir sem ég heyri þá hefur þettamarkmið gengið eftir.

3. Að styðja við verkefnið Rauð fjöð-ur: Yfirskrift söfnunarinnar var “Létt-um þeim lífið” og markmiðið að styðjavið börn í vanda. Hlutverk umdæmis-stjóra var að styðja við verkefnið og

tala fyrir því sem ég hef oggert bæði í töluðu og rituðumáli. Flestir klúbbar tókuþátt og sérstök nefnd sá umverkefnið. Vonandi er ekkilangt í lokauppgjör.

4. Að styðja við MERLvinnuhópinn: Í þessum hópieru félagafulltrúar, út-breiðslufulltrúar, félaga-nefndarfulltrúar og fræðslu-

fulltrúar auk varaumdæmisstjóranna.Út úr samstarfi MERL vinnuhópsinsvoru settar saman tillögur að stefnu-mótun MERL verkefnisins. Þarna erukomnar góðar tillögur til að vinna eft-ir næsta starfsár og afraksturinn afþessu verkefni því góður.

5. Að heimsækja Lionsklúbba: Gerð-ar hafa verið þær breytingar að um-dæmisstjórar eru ekki lengur skyldug-ir að heimsækja alla klúbba, frekar aðheimsækja klúbba sem þarf að styðjavið. Einnig var blaðinu snúið við ogklúbbar hvattir til að bjóða umdæmis-stjóra til sín. Ég fór á kúbbfundi, af-mæli, samfundi og svæðisfundi, ogtókst mér að hitta flesta klúbba. Segjamá að þetta verkefni sé það skemmti-legasta í starfi umdæmisstjóra. Mikiláhersla var lögð á að umdæmisstjórarnotuðu tímann í að efla innra starfumdæmanna, styðja við embættis-

menn og skrifstofu og tel ég að okkurhafi tekist það.

6. Að fá góða uppskeru í vor: Upp-skeran sem ég stefndi að voru 1260 á-nægðir Lionsfélagar í umdæmi 109B.Að vísu eru þeir ekki 1260 en þeir erusamt glaðir og ánægðir og endanlegtala ekki komin. Ég tel því uppsker-una mjög góða.

Einkunnarorð okkar hefur verið Ný-sköpun (Innovation) og það höfumvið haft að leiðarljósi í allan vetur.Með nýsköpun er verið að benda okk-ur á að breyta til - og koma okkur uppúr því fari sem við erum í. Koma ánýjum hugmyndum í starfi klúbb-anna og í starfi hreyfingarinnar.

Þess vegna valdi ég mér hanannsem mitt merki og “lukkudýr”. EfLionshreyfingin á að þroskast ogdafna þá megum við ekki sofna áverðinum. Haninn á einmitt að vekjaokkur frá værum blundi.

Við verðum öll að fara að taka starfokkar með meiri alvöru en við gerumí dag. Hreyfingin dafnar ekki ef viðmætum bara á klúbbfundi en leggjumekkert af mörkum. Hún dafnar heldurekki ef við hugsum ekki um nýliðunog félögum fjölgar ekki. Öll höfumvið tækifæri til þess að sýna frum-kvæði og láta eitthvað gerast. Það eraðeins spurningin um vilja.

Í síðasta Lionsblaði var tilkynnt umframboð mitt og Þórunnar Gestsdótt-ur umdæmisstjóra 109A til embættisfjölumdæmisstjóra næsta starfsár.T.S. Lee alþjóðaforseti leggur áhersluá fjölgun kvenna í hreyfingunni oghefur alþjóðastjórn Lions óskað eftirþví að hvert umdæmi skipi út-breiðslufulltrúa kvenna næsta vetur.Hann á að vera ábyrgur fyrir umsjón,fjölgun og þátttöku kvenna í um-dæminu. Hann á að hvetja konur tilað ganga til liðs við Lions.

Ég vil leggja þessu lið og vil hjálpa tilvið fjölgun kvenna í Lionshreyfing-unni hér á landi. Í dag eru konur að-eins innan við 25% af Lionsfélögumeða um 600 á móti 1800 körlum.Þarna er óplægður akur. Ég veit að efokkur tekst það þá sláum við tværflugur í einu höggi; Við gerum bæðiumdæmin lögleg og við fáum inn íhreyfinguna félaga með nýjar hug-myndir. Til þess að þetta takist þá telég best að kona sé í forsvari fyrir hreyf-ingunni næsta starfsár. Ég ætla aðdraga framboð mitt til baka og styðÞórunni Gestsdóttur heils hugar íhennar framboði til fjölumdæmis-stjóra starfsárið 2004-2005. Þúsundmílna ferðin hefst með sýn til framtíð-ar.

Takk fyrir veturinn og sjáumst áumdæmisþinginu.

Einar Þórðarson umdæmisstjóri 109B

Sjötta hanagal: Við uppskerum eins og við sáum

ÞórunnGestsdóttir.

EinarÞórðarsonn.

Þórunn Gestsdóttir umdæmisstjóri umdæmi 109A

Félagsauðurinn

Page 5: THE ion - Lions á Íslandi · Virk almannatengsl Félagsauðurinn Fræðsla á þingi Sjötta hanagal Dagskrá þings. 2 Lionsblaði

5Lionsblaðið

Fyrr á starfsárinu bað ég Lionsfé-laga um heim allan að tileinka sérskapandi aðferðir við að styrkjaLionshreyfinguna. Á ferðalögummínum og með lestri um verkefniLionsklúbba hef ég sannfærst um aðeinkunnarorð okkar 2003-2004, “Ný-breytni - Hliðið að framtíð Lions”,hefur hvatt Lionsfélaga til að gefaenn meira af sér í þágu samhjálparen þeir hafa áður gert.

Hlið hafa vissulega opnast fyrir fleirikarla og konur að ganga til liðs viðLionsklúbba og deila verkefnum og fé-lagsskap í stærstu og virkustu þjón-ustusamtökum heims. Með því aðopna hliðin hefur ungu fólki gefisttækifæri að njóta árangurs, góðs félags-anda og að gera sér grein fyrir þvíhversu gefandi sjálfboðaliðsvinnaþeirra er þeim sjálfum og samfélaginu.

Við gerum okkur grein fyrir því aðstarf á grundvelli einkunnarorða okk-ar sameinar hefð hreyfingarinnar ognýbreytni í starfi. Við vitum nú að viðgetum náð markmiðum sem áðurvoru aðeins draumar. Walt Disneysagði einu sinni „Ef þú getur látið þigdreyma um það, þá getur þú gertþað”. Við skulum vera þess minnugað við erum okkar eigin örlagavaldar

og með því að byggja á arfleifð okkarog hæfileikum sjáum við árangurinnendurspeglast í sterkari klúbbumsem auðga líf fólks í heimabyggð ogum heim allan.

Með nýbreytni fjölgar klúbbum ogfélögum. Nýbreytni má líka sjá í fjöl-breyttum þjónustuverkefnum semsvara kröfum samfélagsins, í forustu-liðinu og í góðum almannatengslumsem gerir æ fleirum kleift að kynnastLionsstarfinu.

Sem verkfræðingur hef ég trú ágildi tækninnar... og nýbreytni er einaf megin undirstöðuatriðum hennar.Ég er sannfærður um að ef samfélag-ið og Lionshreyfingin eigi að hafaframtíðarmöguleika þá verðum viðað vera sívakandi. Ég hef, samt semáður, ávallt verið minnugur spak-mælis sem hljóðar svo: „Við eigumekki að spurja hvert vísindin ogtæknin eru að leiða okkur en heldurhvernig við getum notfært okkur vís-indin og tæknina við að koma okkurþangað sem við viljum”. Það krefst ó-sérhlífni, sjálfsaga og þolgæðis semLionsfélagar um heim allan hafa í svoríkum mæli. Þið hafið sýnt nægdæmi þess í meira en átta áratugi.Haldið áfram að móta ykkar framtíð-

arsýn og virða ábyrgð ykkar við sköp-un þeirrar framtíðar.

Nýbreytni er okkar verðmætastaauðlegð. Hún gefur okkur tækifæritil að þróa aðferðir til að fjölga félög-um og hámarka áhrif þjónustuverk-efna okkar. Nýbreytni gerir árangurmögulegan um leiðog hún dýpkarrætur sögulegrar hugmyndafræði„Að leggja lið.”

Nýbreytni hvetur okkur til að notahugmyndaflugið þegar við stöndumframmi fyrir vandamálum eða á-kvörðunum um hvernig best sé aðsnúa sér að nýjum þjónustuverkefn-um. Hún krefst framtíðarsýnar þegarunnið er að fjarlægum markmiðumog hún verður að tryggja að allir fé-lagarnir séu með. Við þurfum ekkiannað en að leiða hugann að þvíhvernig upplýsingatæknin hefurbreytt lífi okkar og hvenig hún mótarfarveg Lionshreyfingarinnar. En tilþess að við getum notið ávaxtanna afþessari aðkomu, verðum við stöðugtað vera á verði og grípa hvert tæki-færi sem býðst til að leita nýrra og ó-hefðbundinna leiða og sjá hvert þærliggja. Þá munum við skilja að ný-breytni er hliðið að framtíð okkar.

Nýbreytni - Leið til þjónustu og þroska

Á starfsárinu hef églagt áherslu á að Lionsfé-lagar um heim allan notiskapandi aðferðir við aðþjálfa ábyrgð sína semforustuafl í samfélaginu.Þessu takmarki er sér-staklega ætlað að hafaþann tilgang að sýnastöðu Lions í samfélag-inu sem hefur síðan áhrifá stuðning íbúanna við klúbbana.Virk almannatengsl eru í raunnátengd einkunnarorðum starfs-ársins 2003-2004 “Nýbreytni -Hliðið að framtíð Lions”. Ástæð-an er sú að ef framtíð klúbbs á aðvera björt verður samfélagið aðvita hverju hann hefur fengið á-orkað og um næstu skref semklúbburinn hyggst taka. Það erskylda sérhvers Lionsklúbbs aðtryggja að allir skilji hvað Lionsstendur fyrir og hvað klúbbarnirgera. Sjálfskynning ber árangur.

Nýtið fjölmiðla eins og t.d. dag-blöð, sjónvarp, útvarp og tímarit.Það er nauðsynlegt fyrir fjölmiðla-fulltrúa klúbbs, og slíkan fulltrúaættu allir klúbbar að hafa, að vera íbeinu sambandi við fjölmiðlana ásvæðinu. Ef kúbburinn stendur fyriruppákomu eins og til dæmis þjón-ustuverkefni, söfnun eða viðurkenn-ingarhátíð, þá bjóðið fulltrúum fjöl-miðla að vera viðstaddir og gætiðþess að svör séu á reiðum höndumvið spurningum sem þeir kunna aðhafa. Tími þeirra er verðmætur ogþeir kunna að meta það ef klúbbfé-lagar auðvelda þeim að taka viðtal,taka ljósmyndir eða kvikmyndir tilað ná staðreyndunum eins vel ogkostur er á.

Ég hvet Lionsklúbba til nýbreytni ísamskiptum. Internetið er aðal flutn-ingstækið til að ná árangri að því erþetta varðar. Á árinu 2003 voru 100ný tímarit kynnt til sögunnar á net-inu, sami fjöldi og árið á undan.Kannið möguleikana á því að sendafréttir af starfi klúbbsins til fjölmiðlameð rafrænum hætti. Er klúbburinnþinn með heimasíðu? Það geturreynst góð leið til þess að miðla upp-lýsingum til almennings og annarraLionsklúbba um starfið. Til þess aðheimasíðan sé áhrifarík verið þáskapandi við gerð hennar vegna þessað klúbburinn þinn er í samkeppnium athygli þeirra sem heimsækjanetsíðurnar.

Á alþjóðavettvangi heldur hreyf-ingin áfram að byggja upp möguleikasína til að ná til stærri hóps áheyr-enda. Í þessu sambandi hefur Public

Relations Matching Grantstyrkurinn verið sérstak-lega áhrifaríkur. Á síðastaári var 189.000 dollurumveitt til umdæma víðsvegarum heim sem nutu góðs afþví að hafa kynnt almenn-ingi klúbbverkefni á sínumsvæðum. Styrkurinn helduráfram að þróast með fjár-framlögum sem á fyrstu sex

mánuðum þessa árs námu 100.000dollurum.

Einstök verkefni sem hafa þýðinguí alþjóðlegu samhengi gefa almenn-ingi betri möguleika á að kynnastmarkmiðum alþjóðasamtaka Lions-klúbba og þeim áhrifum sem Lions-félagar hafa á betra líf og útbreiðslujákvæðs viðhorfs. SjónverndardagurLions sýnir glöggt árangur Lionsfé-laga um heim allan að ná tökum álæknanlegri blindu. Áætlanir semtengjast þessu verkefni hafa veriðdæmi um fyrirmyndar almanna-tengsl. Á síðasta ári gerði vegg-spjaldaverkefnið, sem nú er vinsæl-ast verkefna sem stutt er af alþjóðaLionshreyfingunni, 350.000 börnumfrá 55 löndum mögulegt að tjádrauma sína um frið á listrænana

hátt. Þetta er undarverður árangur íkynningu á hugmyndafræði Lions ogum leið umræðu í fjölmiðlum.

Lionsfélagar, það er áríðandi að al-menningur viti hvað við stöndumfyrir og hvar markmið okkar tilframtíðar eru. Kynningarstarfið eróendanlegt og er á ábyrgð hvers ein-asta Lionsfélaga í heiminum. Skipu-leg almannatengsl eru einnig ómis-

sandi þáttur í félagafjölgun. Ég veitum mörg dæmi þess að kynning ástarfi klúbbs í samfélaginu hafi leitttil inntöku nýrra félaga.

Því fleiri sem þekkja starf okkar,því árangursríkari verða klúbbarnir íklúbbstarfinu. Þess vegna hvet égykkur til að kynna á verkefni ykkar íanda nýbreytni til að tryggja árangur.

Dr. Tae-Sup Lee.

Dr. Tae-Sup Lee, alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar

Opnið hliðin að virkum almannatengslum

Frá heimsókn alþjóðaforseta T.S.Lee og konu hans Haing Ja á starf-

Page 6: THE ion - Lions á Íslandi · Virk almannatengsl Félagsauðurinn Fræðsla á þingi Sjötta hanagal Dagskrá þings. 2 Lionsblaði

6 Lionsblaðið

Alþjóðaforesti, Dr. Tae-SupLee hefur vakið athygli ánýrri tegund viður-kenningar fyrir for-menn klúbba semhafa fjölgað umminnsta kosti tvo ástarfsárinu 2003-2004. Dr. Lee segirviðurkenningu þessaverðuga leið til að heiðraog þakka formönnum klúbbafyrir forustu þeirra við að styrkjaklúbb sinn og hreyfinguna í heild.

Áhersla alþjóðaforseta á inntökukvenna í Lionsklúbba hefur hrundiðaf stað skriðu og síðustu tíðindi sýnaað yfir 14.400 konur hafa gengið tilliðs við Lionshreyfinguna sem erhvatning til klúbba til frekari dáða.

Alþjóðaforseti hefur skrif-að öllum formönnum og

skýrt út fyrir þeimreglurnar um viður-kenninguna sem eruá þann veg að fyrirtvo fær formaðurviðurkenningu með

einum demant, fyrirfjóra fær formaður við-

urkenningu með tveimdemöntum, fyrir sex þrjá og

svo framvegis. Þegar 10 nýir félagarhafa bæst í klúbbinn fær formaður-inn því viðurkenningarmerki er með5 demöntum.

Alþjóðaforseti bindur miklar vonirvið þessa hvatningu sem hann hefurkynnt formönnum klúbba.

Demantshvatningalþjóðaforseta

Öll þekkjum við fyrsta mark-mið Lionsklúbba sem er:

„Að vekja og efla anda skiln-ings og trausts meðal þjóðaheims”.

Með þetta markmið að leiðar-ljósi ákvað stjórn hreyfingarinnarað hefja alþjóðleg unglingaskiptiog síðan 1961 hafa tugþúsundirunglinga um allan heim aðstoðaðokkur við að ná þessu markmiðimeð þátttöku sinni í verkefninu.

Með þátttöku í unglingabúðumLions gefst viðkomandi ómetanlegttækifæri til þess að kynnast jafnöldr-um sínum frá allt að 25 þjóðlöndum.Þeim gefst þar tækifæri til að kynn-ast menningu þeirra og lifnaðarhátt-um, skoðunum þeirra og viðhorfi tillífsins. Þar með gefst þeim tækifæritil að öðlast skilning á viðhorfumólíkra þjóðfélaga til lífsins. Þeimlærist einnig að bera virðingu fyrirog að taka tillit til ólíkra skoðana ogsjónarmiða.

Órjúfanlegur hluti verkefnisins erdvöl á heimilum Lionsfélaga. Meðþeirri dvöl á erlendu heimili gefstþeim ómetanlegt tækifæri til aðkynnast nánar þeirri þjóð sem sótt erheim. Þau kynnast þar af eigin raunlifnaðarháttum þeirra og daglegu lífisem venjulegur heimilismeðlimur.Það gæti verið mikil lífsreynsla þarsem aðstæður geta verið mjög frá-

brugðnar því sem þátttakandinn á aðvenjast heiman frá sér.

Íslenskir Lionsfélagar hófu þátt-töku í verkefninu 1972 og hafa síðanþá sent fjölmörg ungmenni til dvalará heimilum Lionsfélaga erlendis og tilþátttöku í alþjóðlegum unglingabúð-um. Ekki er óvarlegt að áætla að allshafi farið héðan 450 - 500 unglingar áþessum árum. Margir þeirra hafaeignast þar vini til framtíðar og værihægt að segja margar sögur af því.

En við höfum ekki bara sent ung-linga til dvalar erlendis. Við höfumtekið á móti að minnsta kosti jafnmörgum unglingum til dvalar hérlend-is og hafa margir Lionsfélagar haldiðsambandi við sína gesti í mörg ár.

Unglingabíðir á ÍslandiÉg held að það hafi verið mikið

heillaspor þegar samþykkt var aðframvegis yrðu alþjóðlegar unglinga-búðir Lionshreyfingarinnar á Íslandihaldnar af Lionsklúbbum í stað þessað kaupa þær af utanaðkomandi aðil-um. Fyrstu búðirnar með þessu fyrir-komulagi voru haldnar árið 1999 oghefur þetta gefist mjög vel. Það hefurverið mjög auðvelt að fá klúbba til aðtaka verkefnið að sér og allir sem aðþví hafa komið eru mjög ánægðir.

Það er vissulega dálitil vinna aðtaka að sér slíkt verkefni en með góðuskipulagi hefur þetta reynst klúbbun-um tiltölulega auðvelt.

Það er skemmtileg tilviljun að nú ísumar verða búðirnar haldnar á Laug-arvatni en þar voru einmitt fyrstubúðirnar haldnar. Það eru klúbbarnirá svæði 4 sem standa að búðunum.Þessir klúbbar eru Lkl. Embla, Lkl.Geysir, Lkl. Hveragerðis, Lkl, Laugar-dals, Lkl. Selfoss, Lkl. Skjaldbreiður,Lkl. Vestmannaeyja og Lkl. Þorláks-hafnar. Nefnd þessara klúbba hefur,undir forystu Guðmundar Oddgeirs-sonar Lkl. Þorlákshafnar, unnið starfsitt vel í vetur og undirbúið glæsilegadagskrá fyrir þá 15 unglinga semhingað koma.

Unglingarnir koma til landsins 9.júlí og munu í upphafi dvelja hjá gisti-fjölskyldum í 9 daga en þann 18. júlíverða búðirnar settar.

Oftar en ekki hefur það komið fyrirað klúbbar sem hugsa sér að taka aðsér unglingabúðirnar telja sig lenda ívandræðum með að finna eitthvaðfyrir unglingana að gera. Það áttieinnig við um þá klúbba sem sjá umbúðirnar nú í sumar. Reynslan hefurhins vegar alltaf sýnt að þegar farið eraf stað er erfiðara að skera niður dag-skrána til að hún verði ekki of stíf.

Skipting verkefnaKlúbbarnir hafa skipt með sér verk-

efnum meðan á dvöl unglinganna

stendur og má segja að hver klúbburá svæðinu sjá um sinn dag.

Lkl. Skjaldbreiður mun sýna þeimjarðmyndanir og náttúrufyrirbrigði íGrímsnesi og á Þingvöllum.

Lkl. Laugardals og Lkl. Geysir munsýna þeim uppsveitir Árnessýslu einsog Gullfoss, Geysir, Langjökul, Skál-holt og fleiri markverða staði.

Lkl. Vestmannaeyja mun taka ung-lingana til sín og hafa ofan af þeim íþrjá daga. Meðal annars verður fariðí einhverja úteyjuna til að fylgjastmeð lundaveiðum.

Á dagskránni hjá Lkl. Emblu ogLkl. Selfoss er til dæmis ferð í Þórs-mörk með stoppi við Seljalandsfoss. ÍÞórsmörk verða gljúfur og jöklarskoðaðir.

Lkl. Hveragerðis mun hafa ofan affyrir þeim með ýmsum uppákomumí Hveragerði og næsta nágrenni.

Á dagskránni hjá Lkl. Þorlákshafn-ar verður heimsókn í skóla, drauga-setur, gengið í hraunhelli, gróðursetn-ing, fjallganga og ýmislegt fleira.

Flest kvöldin verða notuð í búðun-um fyrir kvöldvökur og þar mun ung-lingunum gefast tækifæri til að kynnasig og heimabyggð sína.

Þrátt fyrir þessa ítarlegu dagskrágefst nægur frjáls tími í búðunumsem unglingarnir geta nýtt til aðkynnast vel hverjir öðrum.

Margir sem tekið hafa að sér búð-irnar hafa verið hræddir um að erfittyrði að útvega hentugt húsnæði fyrirgistingu og aðra aðstöðu sem á þarf aðhalda. Þetta á þó ekki að vera vanda-mál þar sem oftast er hægt að fá innií skólahúsnæði. Búðirnar núna verðatil dæmis haldnar í Grunnskólanum áLaugarvatni. Í skólanum er ágætismötuneyti góður samkomusalur ogunglingarnir sofa í flatsæng í tveimurskólastofum. Í flest öllum bæjarfélög-um landsins er til slík aðstaða.

Kristinn Hannesson, Lkl. Mosfellsbæjar, unglingaskiptastjóri.

Unglingabúðirnar í sumar

Tilbúin í Laugavegsgöngu frá Landmannalaugum.

Page 7: THE ion - Lions á Íslandi · Virk almannatengsl Félagsauðurinn Fræðsla á þingi Sjötta hanagal Dagskrá þings. 2 Lionsblaði

7Lionsblaðið

Klúbburinn okkar var stofnaðursem Lionessuklúbburinn Björk 13.nóvember 1986 og haldin stofn-skrárhátíð með miklum lúðraþytog söng 7. febrúar. 1987, en hannbreyttist ögn hljóðlegar í Lions-klúbbinn Björk 26. maí 1994, svonú eigum við 10 ára afmæli.

Okkur hefur tekist að halda tölufélaga í um 20 undanfarin ár og þykj-umst bara góðar með það í allri þeirrisamkeppni um dægrastyttingu semnú er í boði.

Fundirnir okkar eru haldnir fyrstamiðvikudag í mánuði og eru matar-fundir. Síðasti fundur á vorin breytistí óvissuferð með mörgum skemmti-legum uppákomum og er þá enginstaður í héraðinu óhultur fyrir okkur,jafnt inn til dala sem út til stranda.Einu sinni herjuðum við á Húnaþingog þangað styttist nú leiðin um Þver-árfjall og fleiri staðir verða í hættu.

Okkar hefðbundnu fjáraflanir eruplastpokasala á haustin og á vorin„hreinsum“ við KB-banka ( ekki pen-

ingana, bara rykið ). Ef okkur finnstþetta ekki nóg, þá hreingerum viðmeira, höldum hagyrðingakvöld,bingó og hnýtum kransa.

Við, þessar fórnfúsu konur í Lions,látum okkur margt varða í samfélag-inu svo sem: heilbrigðisstofnunina,endurhæfingastöðina, björgunarsveit-ina, skólana, kirkjuna, fátækar fjöl-skyldur, sambýli fatlaðra, eldri borg-ara, börn og íþróttafólk. Svo tökumvið þátt í sameiginlegum verkefnumLions, bæði hérlendis og erlendis.

Við höfum heimsótt vinnustaði ogfengið marga fyrirlesara á fundi semhafa bæði frætt okkur og kætt.

Konur á KróknumÁrið 1997 var mikið afmælisár á

Sauðárkróki, þá tókum við þátt ístóru verkefni með fjórum öðrumkvennafélögum hér, sem var sýningá lífi og störfum kvenna og nefndist„Konur á Króknum“. Þessi sýningtókst afburða vel og vakti mikla at-hygli.

Í klúbbnum eru margar hæfileika-ríkar konur í alls kyns föndri, semkenna okkur hinum. Við höfumföndrað allt frá kertahringjum upp ítertuskreytingar úr marsipani. Þettaeru mjög skemmtilegir vinnufundir.

Bjarkarkonur starfa í góðu skjóli

Anna Pála Þorsteinsdóttir, Lkl. Björk

LionsklúbburinnBJÖRK Sauðárkróki

Enginn óhultur

móðurklúbbsins sem er Lionsklúbb-ur Sauðárkróks og í góðu nágrennivið Lionsklúbbinn Höfða og Lions-klúbb Skagafjarðar og ætla að haldaFjölumdæmisþing með þeim í maí2004. Þetta verður líka árshátíð þess-ara klúbba, sem alltaf er haldin sam-eiginlega.

Við eigum okkar eigin söng og þaðmá segja að við lifum og störfum íhans anda. Lagið er eftir látinn fé-laga Áróru Sigursteinsdóttur og text-inn eftir séra Hjálmar Jónsson.

SÖNGURINN OKKARGöngum inn til fagnaðarfundar,finnum hér innan stundar,gleði tæra og tryggð.Björkin víst mun verða að liði,vinna að einingu og friðistyðja batnandi byggð.

Sameinumst systur,setjum takmarkið hátt.Eyðum andstæðum brátt,eflum samtaka mátt.

Snemma vetrar fór félagi íLionsklúbbi Sauðárkróks um all-an framhluta Skagafjarðar meðþað að markmiði að stofna nýjanLionsklúbb. Ferðalagið skilaðiþeim árangri að LionsklúbburSkagafjarðar var stofnaður 20.apríl 1987. Var þessi dagur val-inn svo Lionsmenn myndu dag-inn örugglega en þennan samadag var Hitler fæddur. Stofnhá-tíðin var svo haldin með miklummyndarbrag þann 30. maí 1987.

Stofnfélagar voru 28. Þeim fækk-aði þó fljótlega nokkuð en þeir semeftir voru störfuðu af krafti og söfn-uðu nýjum félögum. Nú er 21 félagií klúbbnum og flestir vel virkir.

Lionsklúbbur Skagafjarðar hefurfundaraðstöðu að Löngumýri oghaldnir eru tveir fundir í mánuði,fyrsta og þriðja miðvikudag. AðLöngumýri hefur klúbburinn góðaaðstöðu og hefur notið frábærs við-urgjörnings og gestrisni núverandiog fyrrverandi staðarhaldara semvert er að þakka fyrir.

Starfsemi klúbbsins er með hefð-bundnu sniði. Menn reyna að hafagaman að fundunum og annað slag-ið eru fengnir gestir á til að haldaerindi um hin ýmsu mál. Talsvertsamneyti er haft við aðra klúbba.Haldin er sameiginleg árshátíðklúbbanna í Skagafirði og einnigsameiginlegir fundir með Lions-klúbbnum Höfða þrisvar á ári. Í

Lionsklúbbur Skagafjarðar

Saltkjöt og múrbrotdesember er jólahlaðborð og þá ereiginkonum boðið og eru þessirfundir sameiginlegir með Höfða-mönnum. Einu sinni á ári er svo-kallaður saltkjötsfundur en þá eldanokkrir Lionsfélagar saltkjöt ogbaunir. Einnig eigum við vinkonurá Akureyri sem við höfum sam-skipti við endrum og eins.

Helstu fjáraflanir klúbbsins eruperu- og blómasala. Einnig höfumvið tekið að okkur húsbrot og girð-ingarvinnu sem hefur gefið okkurmikið í aðra hönd.

Klúbburinn fer í fjölskylduferð íjúní ár hvert. Þá fara klúbbfélagarmeð konur og börn, grilla og leikasér eina dagsstund. Hápunkturstarfseminnar er í byrjun ágúst enþá býður klúbburinn eldri borgur-um í dagsferð, upp á hálendið eðaum nágrannabyggðir. Hafa þessarferðir mælst mjög vel fyrir og höf-um við stundum þurft tvær rútur tilað anna eftirspurn. Þessar ferðireru ekki síður vinsælar hjá klúbbfé-lögum en eldri borgurum og með íför er kaffi og nesti sem er snætt útií guðsgrænni náttúrunni. Hafaþessar góðgjörðir aðallega veriðframreiddar af tveimur eiginkon-um, þeim Sigríði Jónsdóttur, Steins-stöðum og Rósu Guðmundsdóttur,Goðdölum. Stöndum við Lions-menn í mikilli þakkarskuld við þær.

Arnór Gunnarsson,Sigurður Sigfússon.

Enginn getur gert allt, enallir geta gert eitthvað.

Þessi orð komu upp íhuga minn þegar ég settistniður og yfir mig þyrmdisamviskan, jú ég hafði veriðbeðin um að vera umhverf-isstjóri í fjölumdæminu sl.vetur, ekki skorti áhugannen minna varð úr verki, þvínú á vordögum þegar fjölumdæmis-stjóri vor biður um skýrslur af starf-semi vetrarins fer um mighrollur,lítið sem ekkert hefur skiliðeftir sig af umhverfismála hliðinnien það er ekki þar með sagt að éghafi setið auðum höndum því eins ogþið vitið þá er alltaf hægt að finnaverkefni í Lions. En til að sitja ekkiuppi með ævarandi skömm vil égsenda ykkur Boðorðin tíu fyrir bíl-inn.

Boðorðin tíu1. Notaðu hreyfilhitara. Reynslan

sýnir að þú sparar 100 til 200 lítraaf eldsneyti á ári og lengir líftímabæði smuroliu og rafgeymis.. Ogbíllinn er alltaf hlýr og notalegurá morgnana!

2. Aktu á sem jöfnustum hraða ogsparaðu þannig bensín. Tíðarhraðabreytingar auka bens-íneyðslu.

3. Veldu greiðfærar um-ferðargötur til að draga úrstoppum.4. Stöðvaðu bílvélina ef bíll-inn er í hægagangi í meiraen eina mínútu.5. Hafðu loftþrýsting í hjól-börðum sem næst því há-marki sem framleiðandigefur upp. Það dregur úrbensíneyðslu og eykur

endingu hjólbarða.6. Forðastu að aka með tóma far-

angursgrind eða opna glugga.Aukin loftmótstaða eykur bens-íneyðslu.

7. Skipuleggðu úréttingar. Mörgstopp í einni ferð, frekar enmargar stuttar ferðir, styttir ekkiaðeins ekna vegalengd, heldur ervirkni hreinsikúta á útblásturs-rörum bíla best þegar vélin erheit.

8. Skipuleggðu samflot í bíl meðöðrum þegar hægt er að komaþví við.

9. Gakktu eða hjólaðu styttri vega-lengdir.

10. Gættu að gróðri. Gróður bindurkolefni á móti því sem bíllinn los-ar.

Að lokum vil ég óska ykkur Lions-félögum um allt land gleðilegs sum-ar.

Anna K.Gunnlaugsdóttir.

Anna K Gunnlaugsdóttir, Lkl. Fold,umhverfisstjóri MD 109

Allt og eitthvað

Page 8: THE ion - Lions á Íslandi · Virk almannatengsl Félagsauðurinn Fræðsla á þingi Sjötta hanagal Dagskrá þings. 2 Lionsblaði

8 Lionsblaðið

Fimmtudagur, 27. maí 200418:00 - 22:00 Afhending gagna. / Fjölbrautarskólinn Föstudagur, 28. maí 200408:00 - 09:00 Afhending gagna. / Fjölbrautarskólinn09:00 - 15:00 Skólar fyrir formenn, ritara, gjaldkera og svæðisstjóra /

Fjölbrautarskólinn12:00 - 13:00 Hádegisverður / Íþróttahúsið13:00 - 15:00 Makaskóli / Fjölbrautarskólinn15:15 - 17:00 Umdæmisþing 109 A og 109 B / Fjölbrautarskólinn17:15 - 18:00 Opinn fundur með umdæmisstjóra, fjölumdæmisstjóra.

og alþjóðastjórnarmönnum / Fjölbrautarskólinn20:00 - 23:00 Kynningarkvöld með léttum veitingum.

Þægilegur klæðnaður / ReiðhöllinLaugardagur 29. maí 200409:00 - 09:45 Námstefna ./ Nýbreytni Nýsköpun / Fjölbrautarskólinn10:00 - 10:30 Skrúðganga./ Frá Sundlauginni

49. fjölumdæmisþing Lionsumdæmis 109DAGSKRÁ

Kl. 10:30 - 11:30- Setningarathöfn fjölumdæmisþings- Fánahylling og þjóðsöngvar.- Ávarp formanns þingnefndar: Jón Sigurðsson - Setning þingsins: Hörður Sigurjónsson fjölumdæmisstjóri.- Ávarp sveitastjóra Skagafjarðar: Ársæll Guðmundsson- Blessun: Guðbjörg Jóhannesdóttir- Ávarp fyrrverandi alþjóðaforseta: James E Ervin PIP, fv. alþjóðaforseti Lions.- Ávarp fulltrúa Norðurlandanna Finn Bangsgaard CC 101

Kl. 11:30 - 16:30Fjölumdæmisþing framhaldið. 1. Kosning þingforseta, varaþingforseta, þingritara varaþingritara og kjörbréfanefndar2. Ávarp alþjóðastjórnarmanns Errki J J Laine.3. Ársskýrsla fjölumdæmisráðs. Hörður Sigurjónsson fjölumdæmisstjóri.4. Umræður um ársskýrslu - embættismenn sitja fyrir svörum5. Kjörbréfanefnd skilar áliti

DAGSKRÁ LIONSÞINGS Á SAUÐÁRKRÓKI 20046. Reikningar fjölumdæmisins fyrir starfsárið 2002-2003. Bráðabirgðauppgjör starf-

sársins 2003-2004. Árni Stefán Guðnason fjölumdæmisgjaldkeri 7. Fjárhagsáætlun og tillaga um árgjald fyrir starfsárið 2004-2005 8. Lagabreytingar 9. Leiðtogafræðsla. Hrund Hjaltadóttir. fræðslustjóri fjölumdæmisins. 10. a. Rauð fjöður Kristján Kristjánsson formaður framkvæmdanefndar.10. b. Skipun úthlutunarnefndar. 11. Kynning á framboðum til embættis fjölumdæmisstjóra.12.Kosning fjölumdæmisstjóra 13.Lýst kjöri fjölumdæmisstjóra 14.Ávarp nýkjörins fjölumdæmisstjóra.15.Kjör embættismanna:

a. Fjölumdæmisritari, eitt ár 2004-2005b. Fjölumdæmisgjaldkeri, eitt ár 2004-2005 c. Alþjóðasamskiptastjóri, þrjú ár 2004-2007d. Kynningarstjóri, tvö ár 2004-2006 e. Félagastjóri, tvö ár 2004-2006 f. Endurskoðendur, eitt ár 2004-2005g. Kosning formanns sjóðsstjórnar verkefnasjóðs, 2004-2007.h. Kosning fulltrúa í 5 manna stjórnarnefnd NSR 2004-2008.

16.Tilnefnding í nýtt embætti: Útbreiðslustjóri kvenna 17.Dregið í happdrætti ferðajöfnunarsjóðs.18.Viðurkenningar 19.Þinghald 2005 20.Ákvörðun um þinghald 2006 21. Önnur mál 22.Þingslit

12:30 - 13:30 Hádegisverður. / Íþóttahúsið13:30 - 16:30 Makaferð./ Fjölbrautarskólinn 13:30 - 17:00 Fjölumdæmisþing framhaldið. 19:30 - 03:00 Lionshátíð 2004 / Íþóttahúsið

Glæsilegur hátíðarkvöldverður og skemmtidagskrá. HljómsveitGeirmundar verður í hörkustuði fram á rauða nótt.

ALLIR LIONSFÉLAGAR VELKOMNIR.

S K A G A F J A R Ð A R Þ I N G L I O N S 2 0 0 4 – S K A G A F J A R Ð A R Þ I N G L I O N S 2 0 0 4 –

Nefndarskipan fyrir Lionsþingá Sauðárkróki 2004

Þingnefnd.Jón Sigurðsson formaður Lkl. Sauðárkróks maki Sigurbjörg Guðjónsdóttir.Páll Pálsson Lkl. „ „ Margrét YngvadóttirKári Valgarðsson Lkl. „ „ Hulda TómasdóttirAnna Pála Þorsteinsdóttir Lkl. Björk „ Valur IngólfssonÁrni Egilsson Lkl. Höfða „ Þórdís Sif ÞórisdóttirKristján Kristjánsson Lkl. Skagafjarðar „ Sigríður Jónsdóttir

Skemmtinefnd:Símon Skarphéðinsson form. Lkl. Sauðárkróks maki Brynja Ingimundardóttir

Húsnæðisnefnd:Bragi Haraldsson form. Lkl. Sauðárkróks maki Eygló Jónsdóttir

Upplýsingasímar:Þingnefnd.

Jón Sigurðsson form sími 892-1319

Páll Pálsson „ 894-9750

Árni Egilsson „ 894-7487

Skemmtinefnd:

Símon Skarphéðinsson form. sími 892-7013

Húsnæðisnefnd:

Bragi Haraldsson form. sími 660-0431

Page 9: THE ion - Lions á Íslandi · Virk almannatengsl Félagsauðurinn Fræðsla á þingi Sjötta hanagal Dagskrá þings. 2 Lionsblaði

9Lionsblaðið

Þórunn Gestsdóttir hefur boð-ið sig fram til embættis fjöl-

umdæmisstjóra. Þórunn er félagi í Lionsklúbbnum

Eir í Reykjavík. Hún hefur verið fé-lagi í Lionshreyfingunni í tuttugu árog gegnt ýmsum embættum í sínumklúbbi og var fyrsti formaður klúbbs-ins. Um tveggja ára skeið var húngestafélagi í Lionsklúbbi Ísafjarðar.

Þórunn var svæðisstjóri og hefurátt sæti í umdæmis- og fjölumdæm-isstjórnum var m.a.kynningarstjórifjölumdæmisins. í sex ár ritstýrði húnLionsblaðinu. Af öðrum sérverkefn-um má geta þess að hún hefur setið íþremur. Rauðu fjaðra framkvæmda-nefndum. Þórunn var kjörinnvaraumdæmisstjóri umdæmis 109A2002–2003 og umdæmisstjóri 2003-2004. Hún er ein í kjöri í embættifjölumdæmisstjóra MD 109 starfsárið2004-2005. Þórunn er fráskilin, fimmbarna móðir og á sex ömmubörn.

Geir Hauksson Lkl. Hafnar-fjarðar hefur boðið sig framtil embættis umdæmisstjóra í

umdæmi 109A.Geir er fæddur í Reykjavík 24.júní

1940,en ólst upp í Kópavogi.

Hann vann við ýmis störf bæði tilsjós og lands framan af,en hélt síðantil flugvirkjanáms í Bandaríkjunumog hefur síðan starfað sem flugvirkiog flugvélstjóri hjá Loftleiðum síðarFlugleiðum.

Geir fluttist til Hafnarfjarðar 1970og gekk í Lionsklúbb Hafnarfjarðar

10.maí 1984. Hann var gjaldkeriklúbbsins 1987–1988, formaður 1990-1991 og svæðisstjóri var Geir á svæði6 1998–1999. Auk þessara embættahefur Geir starfað í flestum nefndumklúbbsins nú síðast í stjórn þing-nefndar Hafnarfjarðarklúbbannavegna fjölumdæmisþings sem haldið

var í Hafnarfirði á síðasta ári en þarvar Geir kosinn til embættis varaum-dæmisstjóra. Klúbburinn útnefndihann Melvin Jones félaga árið 2002.

Eiginkona Geirs er Jórunn Jör-undsdóttir gjaldkeri á HrafnistuHafnarfirði. Hún er í LionsklúbbnumKaldá í Hafnarfirði. Þau eiga tværdætur og eitt barnabarn.

Stefán Skarphéðinsson Lkl.Borgarness hefur boðið sig

fram til embættis umdæmis-stjóra í umdæmi 109B.

Stefán er sýslumaður, fæddur íReykjavík 1. apríl 1945. Hann varðstúdent frá Verslunarskóla Íslands1967 og lauk embættisprófi í lögfræðifrá Háskóla Íslands. Stefán var íLionsklúbbi Patreksfjarðar 1978–1986 og í stjórn klúbbsins 1978–1979.Árið 1995 gekk Stefán til liðs viðLionsklúbb Borgarness, var svæðis-stjóri 2000–2001 og er formaðurklúbbsins nú í annað sinn. EiginkonaStefáns er Ingibjörg Ingimarsdótti,launafulltrúi hjá Borgarbyggð. Húner félagi í Lkl. Öglu. Þau eiga fjögurbörn, Þórunni Erlu, Kristínu Maríu,Ásgerði Ingu og Stefán Einar.

Kynning á frambjóðendum til embættis fjölumdæm-isstjóra og umdæmisstjóra starfsárið 2004-2005

Stefán - Þórunn - Geir.

Guðmundur Rafnar Valtýssonhefur verið boðinn fram til

embættis varaumdæmisstjóraaf klúbbi sínum, Lionsklúbbi

Laugardals.

Guðmundur er fæddur í Miðdal,Laugardal, 13.október 1937. Hannstundaði nám við Kennaraskólann íReykjavík og útskrifaðist þaðan 1959.Guðmundur var skólastjóri viðGrunnskólann á Laugavatni frá 1959til 1997 og síðan oddviti Laugardals-hrepps til 2002.

Hann gekk til liðs við LionsklúbbLaugardals við stofnun 1972 og hefurgengt flestum klúbbembættum,meðal annars verið formaður ogsvæðisstóri og verður það í annaðsinn starfsárið 2004-2005

Eiginkona Guðmundar er Ásdís B.Einarsdóttir kennari og eiga þau þrjúuppkomin börn.

Valdimar Þorvaldsson hefurverið tilnefndur frambjóð-andi til embættis varaum-dæmisstjóra 109B starfárið2004-2005 af Lionsklúbbi

Akraness.

Valdimar er búsettur á Akranesi,varð búfræðingur frá Hólum 1972 ogvélvirki frá Iðnskólanum á Akranesi1976 Eignkona Valdimars er OddnýErla Valgeirsdóttir, stuðningsfulltrúi,

nemi í kennaradeild HA. Börnin erufjögur og barnabörnin tólf.

Valdimar er nú umsjónarmaðursorpmála á Akranesi.

FélagsstörfValdimar gekk í Lionsklúbb Akra-

ness 3.nóvember 1987. Hann varmeðstjórnandi 1991-92, ritari 1998 -99, formaður 1999-2000 auk þesssem hann hefur verið formaðurnefnda og nefndarmaður í fjölmörg-um nefndum á vegum klúbbs síns.

AnnaðValdimar hefur starfað að sveitar-

stjórnarmálum og verið í fjölmörgumnefndum á vegum Akraneskaupstað-ar. Var formaður Sveinafélags málm-iðnaðarmanna á Akranesi 1993-1996og er nú formaður StarfsmannafélagsAkraness. Hann situr í stjórn BSRBog einnig í nefndum tengdum Starfs-mannafélagi Akraness og BSRB.

Kynning á frambjóðendumtil embættis varaumdæmisstjóra starfsárið 2004–2005

Guðmundur Rafnar Valtýsson. Valdimar Þorvaldsson.

– S K A G A F J A R Ð A R Þ I N G L I O N S 2 0 0 4 – S K A G A F J A R Ð A R Þ I N G L I O N S 2 0 0 4

Page 10: THE ion - Lions á Íslandi · Virk almannatengsl Félagsauðurinn Fræðsla á þingi Sjötta hanagal Dagskrá þings. 2 Lionsblaði

10 Lionsblaðið

Námskeiðin, sem eru fyrir allaLionsfélaga, eru auglýst bæði á net-inu og í Lionsblaðinu.

Heimsóknir í klúbba og ásvæðisfundi.

Allir klúbbar geta sótt um að fánámskeið eða fyrirlestur á klúbb-fundi.

Fræðslustjóri hefur nú þegar heim-sótt nokkra klúbba með mismunandifyrirlestra og hafa þeir verið byggðirað hluta til á námsefni Leiðtogaskól-

ans. Einnig hafa svæðisstjórar fengiðheimsóknir kennara á svæðisfundi.Eftirfarandi fyrirlestrar eru t.d. í boði.* Stjórnunaraðferðir - Leiðtogastílar.* Sterkur leiðtogi -Virkni og frum-

kvæði.* Árangursrík liðsheild -Virkja og

hvetja.* Samskipti-Virk hlustun* Stefnumótun-Markmiðasetning.* Fundarstjórn-Fundarsköp.* Úrlausn vandamála-Að stjórna

deilum.* Að setja saman teymi-Öflugt hóp-

starf

Leiðtogaskólinn.Lögð verður áhersla á að við getum

haldið Leiðtogskólann í Munaðarnesinæsta haust eins og undanfarin ár.Sótt verður um styrk til Lions ClubsInternational LCI einu sinni enn oghef ég góða trú á að við fáum fjárveit-ingu til verkefnisins vegna þesshversu skólinn hefur verið vel rekinnbæði námsefnislega og fjárhagslega oger það að sjálfsögðu verk skólastjóransGuðrúnar B. Yngvadóttur. Vil ég notaþetta tækifæri til að þakka henni ennog aftur fyrir vel unnin störf. Gert erráð fyrir að auglýst verði eftir um-sóknum í skólann í vor. Reynslan hef-ur kennt okkur að alltaf hafa fleiri sóttum en komast að. Miðað er við aðskólinn taki við 30 nemendum.

Þingið, skólarnir ognámstefna.

Á þinginu á Sauðárkróki í vor verðaað sjálfsögðu skólar fyrir verðandiembættismenn eins og venjulega.Tekist hefur, í samráði við fjölum-dæmisstjórn, að lengja tímann semþeim er ætlaður um eina kennslu-stund og er það vel.

Námstefna verður haldin í tengsl-um við þingið og mun þar verða fjall-að um ,,Nýbreytni“ en það hefur ver-ið slagorð alþjóðaforseta þetta árið.

Kennsla fyrir maka Lionsfélaga,sem staddir verða á þinginu, er líka ádagskrá.

Vonast er til að sett verði upp vegg-spjaldakynning í tengslum við þingið.Þar yrðu verkefni Lionsklúbba og fjöl-umdæmisráðs kynnt. Vil ég hvetjaalla, klúbba, svæði og fjölumdæmis-ráðsfólk til að huga að því hvort þeirgeti ekki sett upp veggspjald til kynn-ingar á verkefnum sínum okkur hin-um til fróðleiks. Að lokum vil ég svoþakka samstarfið í vetur, sjáumsthress og kát á þinginu í vor..

Undanfarin ár hefur alþjóðastjórnlagt mikið upp úr því að Lionsfélög-um standi til boða fjölbreytt fræðsla ávegum hreyfingarinnar með aðalá-herslu á leiðtogaþjálfun. Þar á bæleggja menn mikla áherslu á hversunauðsynlegt það er að allir Lionsfélag-ar séu vel upplýstir um hreyfingunaog stefnumál hennar hverju sinni.Ekki verður annað sagt en fræðslu-nefndin hafi sinnt þessum þætti eftirbestu getu og eru námskeiðin, fyrir-lestrarnir og Leiðtogaskólinn dæmium það. En Lionsfélögum stóð fleiratil boða.

Í apríl héldu Danir námskeið íKaupmannahöfn og var það styrkt afLions Leadership Institute. Þangaðfór einn af nemendum okkar úrLeiðtogaskólanum í Munaðarnesi s.l.haust Valdimar Jónsson Lkl. Tý íReykjavík. Valdimar er ungur og á-hugasamur Lionsmaður og frábærtað hann skyldi sækja þetta nám-skeið. Þegar þetta er ritað er starfsár-ið langt komið og satt að segja hefurverið mjög líflegt í fræðslumálunumí vetur og ekki er allt búið enn.Framundan er þingið okkar á Sauð-árkróki og þar verður boðið upp áýmsa fræðslu að vanda.

Námskeiðin.Fjölmörg námskeið af ýmsum toga,

bæði gamalkunnug og ný, hafa veriðá dagskrá í vetur. Nýliðanámskeið, fé-

laganefndanámskeið og siðameistara-námskeið voru haldin í Reykjavík ogút um land og nýjasta námskeiðið ífjölskyldunni er námskeið í ræðu-mennsku. Það námskeið höfum viðsett upp sem tveggja kvölda (skipta)námskeið og höfum við fengið til liðsvið okkur félaga úr Lkl. Fjörgyn semeru vanir kennarar á því sviði. Fyrstaræðunámskeiðið var haldið í Reykja-vík og síðan var farið til Akureyrar oghaldið námskeið fyrir svæði 7 og Lkl.Keilir í Vogum fékk til sín námskeið.

Hrund Hjaltadóttir, Lkl. Fold, fræðslustjóri MD-109

Áhersla lögð á fræðslumálinHvað hefur Lionsfélögum staðið til boða í vetur?

Lok starfsársins 2003-2004 nálgastnú óðum og við getum litið baka tilþess árangurs sem náðst hefur ogskoðað hvernig okkur hefur gengið aðvinna í anda einkunnarorða okkar:„Nýbreytni - Hliðið að framtíð Lions.Það hefur verið heiður fyrir mig að fátækifæri til að starfa sem alþjóðafor-seti þetta starfsár og vera fulltrúiLionsfélaga um heim allan í heim-sóknum til meira en 50 landa. Á ferð-um mínum hitti ég fjölda forustu-manna sem allir töluðu af virðinguum starf Lionsfélaga í þágu samfé-lagsins og sérstaklega mat ég það mik-ils að fá áheyrn hans heilagleika,páfans, Jóhannesar Páls II.

Þau eru mörg hliðin sem opnuðhafa verið og styrkt alþjóðasambandLionsklúbba og skapað virðingu fyrir

merki okkar um heim allan. Félagaog klúbbafjölgun var aðalmarkmiðið.Frá fyrsta júlí hafa yfir 101.000 Lions-félagar gengið til liðs við hreyfing-una og er félagafjöldinn nú1.337.985. Ég lagði sérstaka áherslu áfjölgun kvenna og ég er stoltur aðgeta sagt frá því að rúmlega 27.000konur hafa gengið til liðs við Lions-hreyfinguna á starfsárinu. Þá er þaðánægjuefni fyrir mig að geta sagt fráþví að 2.987 færri félagar hættu en ásíðasta starfsári. Nærri 500 nýirklúbbar hafa verið stofnaðir þannigað klúbbarnir eru nú orðnir 46.242.Þessu til viðbótar eru 449klúbbadeildir sem leggja lið í 58löndum. Lionsklúbbar eru nú starf-andi í 193 löndum. Þjálfun hefur ver-ið í hávegum höfð og meira en 50fjölumdæmi hafa verið styrkt til að

Dr. Tae-Sup Lee alþjóðaforseti skrifar:

Fleiri framtíðarhliðþjálfa varaumdæmisstjóra ogfræðslufulltrúa.

Starf í þágu ungs fólks hefur veriðfram haldið með þeim árangri að núeru 5.459 Leoklúbbar starfandi með136.475 félögum í 137 löndum.

LCIF hefur haldið stöðu sem einnaf virtustu alþjóðahjálparsjóðumheims. Frá stofnun sjóðsins 1972 hafahjálparbeiðnir að upphæð 340 miljón-ir dollara verið samþykktar.

Kæru félagar, þetta starfsár hefurverið ár framfara og bjartsýni að þvíer varðar leiðina framundan. Ég erstoltur að hafa starfað með ykkur ogséð hversu uppfinningasamir Lions-félagar vítt og breytt um heiminn eruvið að ná markmiðum sínum. „Ný-breytni - Hliðið að framtíð Lions“ hef-ur sannað sig og stuðlað að meiri hátt-ar árangri klúbba við að leggja lið.

Kennarar og leiðbeinandi á fjölumdæmisþingi með fræðslustjóra.Valdimar Jónsson Lkl. Tý verður með námstefnu ,,Nýbreytni-nýsköpun“Jón Gröndal Lkl. Nirði og Jóhanna Valdimarsdóttir Lkl. Kaldá með for-mannaskólann, Guðjón Jónsson Lkl. Setjarnarness og Margrét JónsdóttirLkl. Fold með gjaldkeraskólann, Þór Steinarsson Lkl. Fjörgyn ogGuðmundur H.Gunnarsson Lkl. Fjörgyn með ritaraskólann. Kennarar íMakaskólanum verða svo Hrund Hjaltadóttir og Aníta Knútsdóttir makiÞórs Steinarssonar. Á myndinni eru frá vinstri: Valdimar, Jón, Margrét,Kristinn, Hrund, Þór. Jóhanna og Guðmundur. Á myndina vantar

Page 11: THE ion - Lions á Íslandi · Virk almannatengsl Félagsauðurinn Fræðsla á þingi Sjötta hanagal Dagskrá þings. 2 Lionsblaði

11Lionsblaðið

Þá er að renna á enda4ra ára tímabil þar semég hef sinnt verkefnumalþjóðasamskiptastjórafjölumdæmisins og kom-inn tími til að líta um öxlum leið og Lionshreyf-ingunni er þakkað þaðtækifæri sem mér varveitt.

Norræna samstarfiðMeginhluti starfsins hefur verið

fólgið í að taka þátt í starfi vinnuhópsalþjóðasamskiptastjóra innan NSR(NSR-IR). Starf þess hóps hefur afmörgum verið álitið einn af horn-steinunum í norrænu samstarfi innaLions. Á þessum árum hefur NSR-IRhópurinn beitt þeirri aðferðafræðivið val á sameiginlegum verkefnumað skoða hugsanleg verkefni og násameiginlegri niðurstöðu um hvaðaverkefni væri næst í röðinni.

Í Lettlandi hef ég komið að tveim-ur verkefnum í borginni Daugvapils.Fyrra verkefnið var endurnýjun áhreinlætisaðstöðu í geðsjúkrahúsimeð 700 sjúklinga og hitt verkefniðvar endurnýjun á húsnæði fyrirgötubörn. Húsnæðið tekur um 30einstaklinga. En í raun var stærstihluti verkefnisins fólginn í því aðbreyta starfsaðferðum lögreglu- ogfélagsyfirvalda í Daugvapils í mál-efnum götubarna.

Í Litháen hef ég komið að verk-efni sem felst í endurbyggingu - end-urnýjun á þjálfunaraðstöðu fyrir ein-staklinga eftir m.a. heilablóðfall ogmænuskaða. Þessi aðstaða er íBaldzio Silas skammt frá höfuðborg-inni Vilnius. Þetta verkefni snéristekki aðeins um steypu og málninguen einnig um að breyta starfsaðferð-um við endurhæfingu í Litháen. Um15-20% af fjármögnun verkefnisinskemur frá Lionshreyfingunni en af-gangurinn frá yfirvöldum í Litháen.Drifkrafturinn á bak við verkefniðvar hugsjón danskra Lionsfélaga semnáðu samkomulagi við yfirvöld í Lit-háen um breyttar áherslur innanþessa málaflokks.

Í Eistlandi eru núna að komast áframkvæmdastig vinna við Maarjaþorpið. Þar er vonast til að verkefniðmuni leiða til breytinga í starfsað-ferðum yfirvalda í Eistlandi í málefn-um þroskaheftra. Þetta verkefni erunnið af finnskum Lionsfélögummeð dyggri aðstoð frá Svíþjóð. Lions-hreyfingin hefur þar tekið að sér aðkoma mjög stóru verkefni af stað og

er vonast til að fleiri aðilarkomi að verkefninu í fram-haldinu.

Það er ekki mikið fjár-magn sem NSR-IR hópur-inn hefur til umráða. Um 5milljónir króna á ári og þaraf greiða íslenskir Lionsfé-lagar nú um 200 þúsund.En það er ótrúlegt að sjáhvaða áhrif þessir peningar

ásamt eldmóði verkefnisstjóra hafa íviðkomandi samfélögum. NSR-IRhópurinn hefur einnig sótt um styrkitil LCIF og hafa fengist nokkrir styrk-ir hver að upphæð 75000 USD eða5,5 milljónir allt eftir eðli hvers verk-efnis.

Íslensk verkefniÉg minnist þess að fyrir nokkrum

árum fylltu félagar í Lkl Fold stórangám af margvíslegum varningi, tepp-um, rúmfötum o.fl, sem almanna-varnir hættu að nota og tæmdubirgðageymslur í Mosfellsdal. Alltvar þetta sent til Póllands og kom aðgóðum notum þar.

Þegar ég fór að fylgjast með mál-efnum í Vilnius í Litháen komst égfljótlega að því að víða er þar mikilfátækt. Eftir að hafa rætt málið viðFlemming Meyer núverandi alþjóða-samskiptastjóra Dana leitaði ég tilA.Z. Kaminskas formanns VilniusCapital Lions Club. En hann var þáeinn af ráðgjöfum ríkisstjórnar Lit-háen. Ég tjáði honum að íslenskirLionsfélagar hefðu væntanlegamöguleika á að senda notuð sjúkra-rúm, hjólastóla, göngugrindur, föto.fl. til Vilnius. Hann benti mér áVilnius Social Security Centre semannaðist margvíslega aðstoð við þásem minna mega sín í Vilnius. Eftirnokkur bréfaskriftir og heimsókn tilVilnius Social Security Centre varðniðurstaðan að íslenskir Lionsfélagarhafa sent þangað frá árslokum 2000níu gáma hlaðna af margvíslegumhjálpargögnum en þó hlutfallslegamest af sjúkrarúmum, hjólastólumog göngugrindum. En einnig mikiðaf fatnaði, rekstrarvörum fyrirsjúkrahús og nú síðast færanlegtröntgentæki frá Lkl. Patreksfjarðar.Fyrstu tveir gámarnir voru afhentiraf Lionsfélögum í Vilnius en síðanhafa sendingarnar farið beint fráokkur. Innihald gáms sem sendurvar í janúar 2004 fór til, NationalCompensation Centre, NursingHospital Vilkpede, Vilnius Uni-versity Nursing Hospital, Vilnius On-

kological Institute, Social SecurityCentre og Roma Community Centre.Þessa dreifingu annaðist VilniusSocial Security Centre.

Allt hefur þetta byggst á því aðLionsfélagar um land allt af veriðötulir í að safna saman margvísleg-um búnaði sem sjúkrahús og heilsu-gæslustöðvar hafa verið að taka úrumferð. Þessu hefur aðallega veriðsafnað saman í söfnunargám okkar íSóltúni 20. Eins hafa mörg fyrirtækim.a. Hjálpartækjamiðstöðin, Jón Ei-ríksson ehf, Austurbakki, A. Karls-son, Eirberg, NTC og 66°N lagt okk-ur lið. Án áhugasamra Lionsfélagahefði þetta verkefni aldrei orðið til.

Einn er sá klúbbur sem mikið hef-ur mætt á í þessu verkefni en það erLkl Váli. Válafélagar hafa verið iðnirvið að halda utanum söfnunargám-inn, meta ástand hjálpargagna, geravið ef það er hægt en einnig hefurverið nauðsynlegt að henda ein-hverju sem hefur verið of bágboriðtil að senda utan. Þá annast Válafé-lagar hleðslu flutningsgáma.

Við höfum aðallega notið fyrir-greiðslu Eimskips við flutning gá-manna til Vilnius en í upphafi tókuSamskip að sér að flytja einn gám tilVilnius.

Oft segja nokkur orð meira en löngræða og læt ég hér fylgja skeyti sembarst frá Angele Cepenaite aðstoðar-framkvæmdastýru VSSC í árlok2003.

Dear Thor,We aprecciate very much great

and huge work The LIONS CLUB ofIceland and you personally aredoing to help Vilnius people in need.

It’s great help for Vilnius peopleon Christmas eve.God bless you!

Thank you very much.Angele Cepenaite

Lionsfélagar munið málsháttinn„Margt smátt gerir eitt stórt“, ef hverklúbbur leggur til 7.500 kr þá safnast660.000 kr í Verkefnasjóðinn okkar.Vil ég því enn skora á Lionsklúbbaum land allt að athuga hvort ekkifinnist nokkrir þúsundkallar í verk-efnasjóði til að styðja við þetta verk-efni okkar.

Jafnframt vil ég þakka þeim fjöl-mörgu Lionsklúbbum og einstakaLionsfélögum sem muna eftir þessuverkefni og hafa milligöngu um aðútvega þessi hjálpargögn.

GleraugnasöfnunSíðustu tvö starfsárin höfum við

endurvakið söfnun á notuðum gler-augum sem send eru til Danmerkurog síðan þaðan til Burkina Faso í Afr-íku. Þar hafa þau komið að góðumnotum.

Samstarf innan LionsÁ þessum fjórum árum hafa starf-

að með mér sem alþjóðasamskipta-fulltrúar umdæmanna þau MagnúsS. Ríkharðsson í Lkl Ásbirni, Magn-ús Steingrímsson í Lkl Vála, ÞórólfurÁrnason Lkl Bessastaðahrepps,Sveinn Grímsson í Lkl Vála, Þórhild-ur Gunnarsdóttir, Lkl Eir og JónBjarni Þorsteinsson Lkl Mosfellsbæj-ar. Það sem gert hefur verið undan-farin ár hefur hvílt að miklu leiti áherðum þeirra og hafa þau nýtt sérsín sambönd til að leggja lið, útvegafatnað og sjúkravörur o.fl.. Vil égþakka þeim þeirra framlag.

Að lokum vil ég þakka Lionshreyf-ingunni fyrir að hafa veitt mér tæki-færi til að starfa á þessum vettvangiundanfarin 4 ár og þannig tækifæritil að kynnast fleiri hliðum á mann-legu samfélagi.

Á björtum og fögrum fyrsta sumar-degi 2004.

Þór Steinarsson, Lkl. Fjörgyn, alþjóðasamskiptastjóri

Að lokum

Þór Steinarsson

Þar sem hani ereinkennismerki Ein-ars Þórðarsonar íembætti þettastarfsár færðu félag-ar hans og dyggirstuðningsmenn í LklFjörgyn honum, ánýafstöðnum stjórn-arskiptafundi, hinneina sanna hana aðgjöf sem þakklætifyrir vel unnin störffyrir klúbbinn ogLionshreyfinguna ástarfsárinu.

Page 12: THE ion - Lions á Íslandi · Virk almannatengsl Félagsauðurinn Fræðsla á þingi Sjötta hanagal Dagskrá þings. 2 Lionsblaði

Það er vor í lofti þegar égset þessar línur á blað.

Frá því í fyrra hefur vartsú vika liðið að Lions séekki getið í fjölmiðlum,leggjandi góðum málefnumlið með gjöfum og liðveislu,menningaruppákomum oglýðheilsufundum, sem færrikomast á en vilja. Já karl-arnir hafa vaknað til um-hugsunar um heilsuna. Þar þjónaðiLions því hlutverki að vera for-sprakkar og skipuleggendur og þettahefur svo sannarlega verið velheppnað og mikill menningarauki.Við erum félagar í fjölmennri ogfrjósamri fjöldahreyfingu Lions ogsinnum öflugu líknar-forvarnar- upp-byggingar- og menningarstarfi.

Hvað er menning?Er það þroski mannlegra eigin-

leika, verkleg kunnátta, andlegt líf,

menningararfur eða er þaðumburðarlyndi, samhygð,menntun og listir?

Menning er það um-hverfi, það viðmót og sáandi sem býr með þjóð,menning er ekki eitthvaðeitt hún er þetta allt ogmeira til. Allt það semstyrkir fegurra mannlíf ermenningarauki, það sembrýtur niður ómenning.

Lionshreyfingin á Íslandi hefur núí meira en hálfa öld stuðlað að betramannlífi og reynt að gefa ungu fólkitækifæri til betri uppvaxtar, verið ís-lendingum menningarauki. Hún erórjúfanlegur þáttur íslenskrar menn-ingar og með starfi sínu byggir húnupp en rífur ekki niður. Styrkir okk-ur sem einstaklinga í að þroskamannlega eiginleika. Með vináttunaað markmiði, umburðarlyndi ogsamhygð sýnum við fordæmi semeftir er tekið. Styðjum bágstadda og

Pistill menningarstjóra, Jóns Eyjólfs Jónssonar Lkl. Nirði

Þá vor er í lofti

12 Lionsblaðið

Jón EyjólfurJónasson.

minnimáttar og hjálpum meðbræðr-um í vanda.

Í nýlegri skýrslu Norrænu ráð-herranefndarinnar „Norðurlönd áleið inn í nýtt árþúsund“ er mikil á-hersla lögð á að rækta með börnumog ungmennum samsemd og virð-ingu fyrir öðrum þjóðum. Hið nor-ræna samstarf er einstakt og dýr-mætt og byggist á gagnkvæmri virð-ingu fyrir svipuðum manngildum,en einnig ræktarsemi og þekkingu ámismunandi tungumálum og menn-ingu.

Fjöldahreyfing eins og Lions erhluti af þeim grunni sem norræntsamstarf er reist á. Samvinna hinnaýmsu klúbba hefur lyft grettistaki,en einnig samvinna og skilningurmilli þjóða. Sá menningarauki semLionshreyfingin ber inn í íslensktsamfélag er ekki síst sú samhygð ogsamsemd sem við félagar í hinumeinstöku klúbbum finnum fyrir. Þareignumst við hollvini, styrkjum vin-

áttuna á fundum og gleymum ekkiþeim sem eiga í tímabundnum erfið-leikum. Á landsvísu eignumst viðvini og samstarf milli klúbba eykursamsemd meðal þjóðarinnar og gefurokkur innsýn í líf og störf í þéttbýlijafnt sem dreifbýli. Þjappar okkursaman. Við tölum sömu tungu ogmótum með okkur sömu lífsgildi.Byggjum á sömu siðareglum.

Það er okkar menning, það erLionsmenning.

Útbreiðslumál hafa verið áminni könnu þetta starfsár. Aðstofna Lionsklúbb/deild er ekk-ert gamanmál, þó skemmtilegsé, þarf mikla vinnu og verðurekki gert nema með hjálp góðraLionsmanna/kvenna, og aðáhugi ríki á viðkomandi stað.

Nú er Rauðu fjarðrar söfnuninnilokið og allir landsmenn vita hverj-ir við erum ef þeir hafa ekki vitaðþað fyrir. Nú er að láta slag standaog kné fylgja kviði. Nú þurfa Lions-félagar að leggjast á eitt og aðstoðavið að sá fræum og hafa sambandvið fólk sem þeir þekkja á viðkom-

andi stöðum sem hér eru nefndir ená sumum þessara staða var Lions-klúbbur en öðrum ekki. Þessir staðireru:

Grundarhverfi (Þar er Lkl. Búi, envantar styrk), Hvanneyri (þar varLkl. Borgarfjarðar), Tálknarfjörður,Bíldudalur, Þingeyri, Súðavík,Drangsnes, Skagaströnd, Ólafsfjörð-ur, Kópasker og Raufarhöfn. Í

Reykjavík mætti athuga hverfis-skipta Lionsklúbba, enda ættu helstusóknarfærin að vera á því svæði.

Verið er að vinna að stofnun Lions-klúbbs á Skagaströnd í vor og von-andi gengur það dæmi upp. Þreifing-ar eru á Þingeyri.

Hér gildir orðið maður á mann,þannig er það nú bara, og með hjálpykkar þá er nú hægt að gera ýmislegt

Guðmundur Finnbogason, Lkl. Blönduóss, útbreiðslu- og kynningarfulltrúi 109B

Maður á mann

Hafið þið félagarnir heyrt þessaupphæð nefnda ? Það hef ég oft áLionsfundum og tekið undir meðræðumönnum, í huganum, að þettasé há upphæð fyrir að vera í Lions-hreyfingunni til að fá að taka þátt íþví að leggja þeim sem minna megasín í samfélaginu,.og öðrum lið.

Er þetta rétt hugsun ? Má vera, enmín hugsun breyttist þegar ég fór aðspá í kostnað við að vera í Lions-hreyfingunni í sambandi við stofnunklúbba/deilda og hvað við fáum oggetum fengið út úr Lions.

Upphæðin, kr. 7.600, er grunngjaldsem við greiðum til Lionshreyfingar-

innar og svo bæta klúbbar ofan áþessa upphæð, mismunandi krónu-tölum til að standa undir rekstriklúbbsins.

Auðvitað má deila um hugmynda-fræðina sem lýtur að kostnaðinum. Íumræðum mínum við fólk hef égbeitt þeim rökum, til samanburður,að nokkrir hlutir sem við látum eftirokkur, t.d. reykingar í hálfan mánuð,ræktin í tvo mánuði, fara út að borðaeinu sinni í mánuði, kosta okkur þaðsama. En fáum við ekkert í staðinn.Það er undir klúbbfélögunum komiðað sækja til Lionshreyfingarinnarhina ýmsu fræðslu og námskeið sem

í boði eru. Af nógu er að taka (Núer komið ræðunámskeið).

Leiðtogaskólinn hefur veriðstyrktur af alþjóðahreyfinguni,umdæmisstjórar okkar fá greiðslurtil að sækja alþjóðarþing Lions,ýmis verkefni innanlands hafa ver-ið styrkt að utan, þannig að okkargreiðslur til alþjóðarstjórnar Lionsskila sér að megninu til baka.

Í Lions njótum við mjög góðsfélagskapar allan ársins hring ogbætum okkar fjærsta og nánastaumhverfi til betri framtíðar.Þessi skrif eru mínar hugrenn-ingar, ykkur til umhugsunar.

Guðmundur Finnbogason.

að hausti komanda. Ég hvet ykkurtil að vera nú dugleg að hringja ívini eða heimsækja og fá þá til liðsvið okkur og gefið mér endilegaupp nöfn þeirra svo að hægt sé aðmynda tengingu við viðkomandistaði.

Netfang mitt er [email protected] eða sími: 8613894.

Kr. 7.600.00

Page 13: THE ion - Lions á Íslandi · Virk almannatengsl Félagsauðurinn Fræðsla á þingi Sjötta hanagal Dagskrá þings. 2 Lionsblaði

13Lionsblaðið

nyrðri) og á næsta fundi var veglegmyndasýning úr ferðinni. Í desem-ber héldum við jólafund með mök-um og eru ekkjur látinna félagaboðnar sérstaklega velkomnar áþann fund. Við áttum sameiginleg-an fund með Lkl. Æsum í janúar ogárlegt Herrakvöld var haldið í febrú-ar. Þá bjóðum við vinum og kunn-ingjum með okkur og eykst þátttakaá hverju ári. Í mars var haldið innan-klúbbs hraðskákmót og í apríl skoð-uðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonarundir leiðsögn Stefáns Thordersen,en hann kynnti fyrir okkur hvernigstaðið er að flugöryggismálum. Viðhöfum einnig fengið góða gesti áfundi til okkar sem hafa kynnt ólíkmálefni í léttu máli og myndum. Að-alheiður Héðinsdóttir, framkvæmda-stjóri Kaffitárs, upplýsti okkur umleyndardóma góðs kaffis og bauðokkur til kaffismökkunar. Árni Sig-fússon, bæjarstjóri, var heiðursgest-ur á Herrakvöldi, Erling Einarsson,svæðisstjóri, fundaði með okkur ogséra Baldur Rafn Sigurðsson kynntifyrirhugaða stækkun safnaðarheim-ilis Njarðvíkurkirkju. Þá munHjálmar Árnason, alþingismaður,verða með okkur á næst síðastafundi þessa starfsárs og hefur hannáræðanlega frá mörgu skemmtileguað segja.

FæreyjaferðSú hefð hefur skapast í klúbbnum

að halda lokafund með mökum ínýju umhverfi og er þá farið ískemmtilega helgarferð í leiðinni.Undanfarin ár hafa lokafundir m.a.verið haldnir í Stykkishólmi, áNjáluslóðum og í Borgarnesi.

Að þessu sinni höldum við til Fær-eyja. Flogið verður til Vagar á föstu-

degi, gist á Hótel Færeyjar íTórshavn og lokafundurinn haldinnkvöldið eftir. Á sunnudegi verðurheilmikil útsýnisferð með fararstjóraog flogið heim á mánudegi. Þessarferðir eru ávallt mjög skemmtilegarog ekki að efa að svo verður einnignú.

LjónfróðiFyrir fundi er ávallt gefið út frétta-

bréfið Ljónfróði og sent til klúbbfé-laga. Þar kemur fram dagskrá fund-ar o.fl. skilaboð. Á þessu ári hafa aukþess fylgt með ýmis spakmæli eðavísukorn til tilbreytingar.

Með hækkandi sól og sumarkveðj-um til allra Lionsmanna sendi égykkur spakmæli úr 10. tbl. Ljónfróðaum gildi þess að brosa.

• Það kostar ekkert, en ávinnurmikið.

• Það auðgar þá sem fá það, ánþess að svipta þá neinu semveita það.

• Það gerist í einni svipan, enminningin um það geymist oftævilangt.

• Enginn er svo ríkur að hanngeti án þess verið og enginn ersvo snauður að hann geti ekkigefið það.

• Það skapar hamingju á heimil-um, góðvilja í viðskiptum oger vináttuvottur.

• Það er þreyttum hvíld, dags-birta þeim sem dapur er, sól-skin þess sorgmædda og vörn íöllum vandræðum.

BROSTU

Með LionskveðjuBjörn H. Skúlason

form. Lkl. Njarðvíku

Lionsklúbbur Njarðvíkur sam-anstendur af ólíkum einstaklingum áöllum aldri með það að markmiði aðskemmta sjálfum sér og öðrum ogvinna um leið að ýmsum góðgerðar-málum. Yngsti félaginn er 25 ára ogsá elsti 83 og er aldursdreifing nokk-uð jöfn þar á milli. Þá er reynsla

manna innan Lionshreyfingarinnarmismikil, allt frá því að við tökuminn nýjan félaga á þessu ári um leiðog við státum okkur af nokkrumstofnfélögum, en klúbburinn varstofnaður 1958.

Við leggjum liðLionsklúbbur Njarðvíkur hefur

tekið þátt í og styrkt fjölmörg góðverkefni og einstaklinga í gegnumtíðina, bæði hérlendis og erlendis. Áþessu ári hefur megin áhersla veriðlögð á verkefni heima í héraði ogsem dæmi um styrki frá klúbbnummá nefna styrk til kaupa á lækninga-tæki, styrki til foreldrafélaga grunn-skólanna í Reykjanesbæ, styrk til

Björgunarsveitarinnar Suðurnes,styrk til Þroskahjálpar á Suðurnesj-um, styrk til einstaklinga vegna sjúk-dóms o.fl. Þá tók klúbburinn virkanþátt í Rauðu fjaðrar söfnuninni.Tvisvar í mánuði stýrum við spila-kvöldum fyrir heldri borgara í safn-aðarheimili Ytri-Njarðvíkurkirkju.

Helsta fjáröflun okkar er árlegtjólahappdrætti. Á hverju ári seljastallir útgefnir miðar, enda virðist svovera að það sé orðin hluti af jólaund-irbúningi fjölmargra að kaupa miðaaf okkur og styrkja þar með góð mál-efni. Dregið er í happdrættinu þann23. desember fyrir opnu húsi og er á-nægjulegt að á hverju ári fjölgarþeim sem koma og eru viðstaddir út-dráttinn.

Innra starfiðAuk hefðbundinna fundarstarfa

gerum við ýmislegt til að krydda til-veruna.

Síðast liðið haust var farið í tveggjadaga jeppaferð (Fjallabaksleið

Lkl. Njarðvíkur

Lionsstarf til fyrirmyndar

Fulltrúar foreldrafélaganna og björgunarsveitarinnar taka á móti styrkjum.

Úr jeppaferð.

Gunnar Örn og Ingólfur taka á móti afmælisgjöfum frá okkur hinum.

Page 14: THE ion - Lions á Íslandi · Virk almannatengsl Félagsauðurinn Fræðsla á þingi Sjötta hanagal Dagskrá þings. 2 Lionsblaði

14 Lionsblaðið

Nú þegar starfsárinu er að ljúka ergott að líta yfir sviðið. Hvað höfumvið verið að gera? Jú eitthvað vorumvið að gera í vetur; halda okkar mán-aðarlegu fundi, fara í heimsóknir, fátil okkar góða gesti, vera með fjárafl-anir, styrkja góð málefni, ogskemmta okkur, það þarf að geralíka. Allar þessa góðu konur íklúbbnum sem vilja öllum vel, fórut.d. í leikhús, föndruðu fyrir jólin,héldu þrettándagleði og ætla í ferða-lag eftir lokafundinn.

klúbbsystur gerðar að Melvin Jonesfélögum fyrir góð og óeigingjörnstörf í þágu klúbbsins.

Það hefur verið mjög gaman oglærdómsríkt að vera í stjórn í vetur,maður hefur fengið betri yfirsýn yfirstarfið og sér þetta allt saman fráöðru sjónarhorni. Bæjarbúar fá bestuþakkir fyrir stuðninginn í vetur. Þeirmættu vel á Geirmundarballið fyrstavetrardag og keyptu súkkulaðidagtöl

fyrir jólin handa börnum sínum ogbarnabörnum. Bestu þakkir fá einnigauglýsendur fyrir auglýsingar í Öglu-blaðið, og þeir sem gáfu í söfnuninaRauðu fjöðrina. Ég hlakka til næstastarfsárs og ætla að reyna að finnaeinhverja góða vinu með mér íklúbbinn.

Rannveig Finnsdóttir ritariLkl.Öglu, Borgarnesi

Lionsklúbburinn Agla Borgarnesi.

Gaman saman í Lions

Aðalfjáröflun Lionsklúbbsins Eng-eyjar er hinn árlegi flóamarkaðursem haldinn var í byrjun október.Þar var á boðstólnum fatnaður, bæk-ur, búsáhöld og margt fleira. Þaðsem ekki seldist var sent í Kára-hnjúkavirkjun, Skálatún, Rauðakrossinn og til Lettlands í samvinnuvið Lionsklúbbinn Vála.

Að þessu sinni var ákveðið að allur

ágóði rynni til Bugls, Barna og ung-lingageð-deildarinnar við Dalbraut.Af því tilefni fengum við yfirlækniBugls, Ólaf Guðmundsson og HelguJörgensdóttur hjúkrunarfræðing áfund þar sem þau kynntu starfsemideildarinnar. Sögðust þau vera þakk-lát fyrir þann áhuga sem Engeysýndi deildinni og lögðu fram listayfir hluti sem kæmu deildinni vel.

Í haust var ákveðið að finna eitt-hvert verkefni fyrir klúbbinn. Fyrirvalinu varð hjúkrunarheimilið Skóg-arbær. Þangað var svo farið í heim-sókn í nóvember. Félaskonur buðuupp á meðlæti með kaffinu. Barna-börn eins félaga léku á blásturshljóð-færi, ungt par sýndi samkvæmis-dansa og ungur drengur lék á píanó.Síðan var fjöldasöngur. Þessi heim-

sókn tókst mjög vel og vonandi verð-ur þetta að föstum lið í starfsemiklúbbsins.

Í febrúar var haldið stórglæsilegtþorrablót. Mjög góð mæting var ogskemmtu félagar og makar þeirra sérfram eftir nóttu, með söng og glensi.Í mars fór klúbburinn svo í leikhúsog sá leikritið Fimm stelpur.com ogskemmtu allar sér konunglega.

Heiðrún Rútsdóttir og Elín Lýðsdóttir, ferða- og samskiptanefnd Lkl. Engey

Fréttabrot frá Lionsklúbbnum Engey

Það þarf nefnilega að vera gaman íLions, hlakka til að mæta á fundi,hitta félagana, borða góðan mat oghlusta á eitthvað fróðlegt.

Inntaka nýrra félaga er alltaf á-nægjuleg, en á síðasta ári gengufimm konur í klúbbinn og á þessustarfsári gekk ein kona í klúbbinn.Mikið tilhlökkunarefni er að fá gottfólk til starfa, og þurfum við að veraduglegar að bjóða konum með okkurí klúbbinn, og segja þeim hvað þaðsé gaman hjá okkur. Þá voru tvær

Inntaka nýrra félaga 2003. Fremri röð, Íris, Dóra Sigga, Áslaug , Guðrún, ogSteinunn ásamt meðmælendum sínum þeim þóru Þ, Þóru Bj, Hebu og Lilju Ósk.

Afhending baðlyftu til Dvalarheimilisins í Borgarnesi, frá vinstrí Helga, Steinunn Ásta, Þóra B, og forstöðumenn Dvalarheimilisins í Borgarnesiþær Elín og María.

Brosmildar á þorrablóti.

Flóamarkaður - Glaðst yfir góðum vörum á góðu verði.

Page 15: THE ion - Lions á Íslandi · Virk almannatengsl Félagsauðurinn Fræðsla á þingi Sjötta hanagal Dagskrá þings. 2 Lionsblaði

15Lionsblaðið

Gengin er mætkona. – Það mun hafaverið í september1985 er nokkrar kon-ur komu saman, sínúr hverri áttinni, tilþess að stofnaLionsessuklúbb og varValgerður Kristjáns-dóttir, hjúkrunarfræð-ingur ein af þeim.Valgerður var einnigmeð okkur þegar viðstofnuðum Lions-klúbbinn Engey árið1990 og allt til ársins 200l eða í 16ár. Valgerður gengdi ýmsum trún-aðarstörfum fyrir klúbbinn okkar,var m.a. annars í stjórn klúbbsins.Hún var samviskusöm, ljúf og ein-læg í framkomu og skilaði öllumþeim störfum sem henni voru falinmeð mikilli prýði. Við söknuðumhennar þegar hún yfirgaf klúbb-inn. Hún var einstaklega trausturog góður félagi.

Valgerður fæddist á Flateyri viðÖnundarfjörð og ólst þar upp viðstórbrotna og tignarlega náttúru

Vestfjarða. Hún vareins og umhverfiðsem hún ólst uppítraust, ákveðin og yfir-veguð og stóð af sér á-föll lífsins með hug-arró í sátt við sjálfa sigog aðra. Hún var frek-ar hæglát, en glaðlegog dul um sína hagi.

Valgerður eignaðisteinn son, Kristján ValJónsson, verkfræðingsem kvæntur er FjóluJónsdóttur, verkfræð-

ingi og eignuðust þau dótturþann 31.desember 2003 sem varsólargeislinn í lífi ömmu sinnar.Valgerði hlotnaðist sú ánægja aðhalda litlu stúlkunni undir skírn íbyrjun febrúar s.l. og heitir litlastúlkan Vala Rún.

Við Engeyjarkonur þökkum Val-gerði samfylgdina og sendum synihennar og tengdadóttur og öðrumástvinum einlægar samúðarkveðj-ur.

Blessuð sé minning Valgerðar K.Kristjánsdóttur.

Valgerður K.Kristjánsdóttir

Minning:

Valgerður K.Kristjánsdóttir

Fædd 4. maí 1932Dáin 15. marz 2004.

Það er orðin föst hefð hjá okkur íLkl. Mosfellsbæjar að halda morg-unverðarfund á sumardaginnfyrsta. Á þennan fund bjóðum viðmökum okkar, börnum, barnabörn-um og vinum. Undantekningar-laust hafa þessir fundir verið vin-sælir og tekist mjög vel.

Á þessum sólbjarta og fallega

degi tóku félagar og gestir aðstreyma að Hlégarði um kl. 10.00og þegar upp var staðið mættu alls112 manns á þennan glæsilegafund.

Á dagskránni var þó fleira enmorgunverður því við notuðumtækifærið og tókum inn 5 nýja fé-laga.

Kristinn Hannesson formaður Lkl. Mosfellsbæjar

Morgunverðarfundur

Á félagsfundi hjá okkur í Rán,þann 10. febrúar síðastliðinn lagðiverkefna- og líknarnefnd til að í ármyndum við styrkja Heilsugæslu-stöð Ólafsvíkur. Nefndin hafði þáþegar, haft samband við Berit hjúkr-unarfræðing og ljósmóður og leitaðráða hjá henni. Úr varð að þærlögðu til að keyptur yrði Monitor(Fósturhjartsláttarriti), því hannkæmi sér vel í allri þessari frjósemihér í bæ. Félagskonur samþykktuþetta. Meðalaldurinn í klúbbnum ernú um 39 ár, þannig að einhverjarokkar eiga örugglega eftir að njótagóðs af þessu.

Þar sem þetta tæki er mjög dýrt,sáum við fram á að við yrðum aðfara í góða fjáröflun og að þetta yrðiað öllum líkindum langtímaverk-efni hjá okkur. Því heimtaði stjórn-in á þessum sama fundi að félags-

konur kæmu með tillögur að fjár-öflun og var það gert og óhætt er aðsegja að hugmyndarflugið var mik-ið, allt frá því að gera ljósblátt daga-tal til kleinubaksturs. Stjórnin fóryfir tillögurnar og leist best á blaða-útgáfu til að minnast 10 ára afmæl-is Lionsklúbbsins Ránar sem varþann 5. apríl síðastliðinn og varsamþykkt einróma.

Strax var skipað í ritnefnd og á-kveðið að blaðið kæmi út í kringumsumardaginn fyrsta. Hafist varhanda við gagnaöflun og leitað eftirauglýsendum og styrkaraðilum.Vel var tekið á móti okkur, þar semvið bönkuðum uppá og svo vel hef-ur þetta gengið, að nú sjáum viðfram á að þetta verður ekki lang-tímaverkefni hjá okkur, tækið verð-ur pantað á næstu dögum.

Félagskonur í Lkl. Rán í Ólafsvík,

Árangursrík blaðaútgáfa

Nýir félagar talið frá vinstri: Gísli Sigurðssin, Halldór Jökull Ragnars-son, Pétur Pétursson, Björn Heimir Sigurbjörnsson, Hrafn Stefánssonog formaður klúbbsins Kristinn Hannesson.

Samfundurinn í Lionsheimilinu 1.maí var um margt nokkuð óvenjuleg-ur þótt ekki væri að sjá af dagsskrá aðsvo mundi verða svo nokkru næmi.Fjölumdæmisstjóri setti fundinn ogstjórnaði af skörungsskap. Það var á-nægjulegt hve fundurinn var vel sótt-ur og fróðlegt að heyra erindi ÁrnaÞórs Sigurðssonar forseta borgar-stjórnar um mat hans á stöðu Lions íborgarlífinu, en gert er ráð fyrir aðerindið birtist í heild sinni í næstaLionsblaði. Þá var mjög við hæfi aðÁrna Helgasyni var boðið til fundar-ins í tilefni níræðis afmælisins til aðtaka við viðurkenningu Lionshreyf-ingarinnar fyrir hans ötulaLionssstarf.

Þegar kom að ávörpum fjölum-dæmsstjóra og umdæmisstjórannatveggja gerðu þeir sem setið höfðu

samfundi áður ekki ráð fyrir að þaryrði farið út af venjulegri braut frá-sagnar um stöðu mála og hvatningar íbland. Því var það, þegar Einar Þórð-arson, fjölumdæmisstjóri 109 B fluttisinn boðskap að fundarmenn rak írogastans þegar hann, að loknu málisínu, lýsti því yfir að hann hefði á-kveðið að draga framboðs sitt til emb-ættis fjölumdæmisstjóra til baka.

Það liðu undarlegar tvær eða þrjársekúndur áður en fundarmenn átt-uðu sig á því hvað var að gerast, ogÞórunn Gestsdóttir, sem vissi ekkiannað en að hún ætti fyrir höndumkeppni við Einar um embættið vissigreinilega ekki hvaðan á sig stóðveðrið.

En fundarmenn voru fljótir að jafnasig og svo upphófust faðmlögin.

Samfundarbomban

Fjölumdæmisstjóri afhendir Árni Helgasyni, Lkl. Stykkishólms, viðurken-ningu Lionshreyfingarinnar.

Page 16: THE ion - Lions á Íslandi · Virk almannatengsl Félagsauðurinn Fræðsla á þingi Sjötta hanagal Dagskrá þings. 2 Lionsblaði

to

n/

A

F

I0

08

64

9

markmið mitt er að njóta lífsins þegar ég hætti að vinna

Gerðu milljóna starfslokasamning við sjálfan þig!Viðbótarlífeyrissparnaður Íslandsbanka er besti sparnaður sem völ er á bæði vegna mótframlags launagreiðanda og

hagstæðrar skattlagningar. Þú greiðir 4% viðbótariðgjald til lífeyrissparnaðar og færð að auki allt að 2% mótframlag

frá launagreiðanda. Þetta þýðir að fyrir hverjar 10.000 kr. sem lagðar eru fyrir bætast 5.000 kr. til viðbótar inn á

reikninginn þinn. Með Viðbótarlífeyrissparnaði Íslandsbanka standa gullnu árin undir nafni!

Íslandsbanki gaf nýverið út bókina Verðmætasta eignin þar sem fjallað er um lífeyrismál og hvernig er skynsamlegast að haga þeim. Bókin er tilvalin fyrir þá sem vilja lesa um hvernig er best að byggja upp eftirlaunasparnað og tryggja fjárhagslegt öryggi.