frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · web viewevrópska...

65
Evrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og eyðublöð fyrir sjálfsmat Fræðsla Útgáfa 2.0

Upload: lamtuyen

Post on 18-Apr-2018

221 views

Category:

Documents


3 download

TRANSCRIPT

Page 1: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

Evrópska gæðamerkið (EQM)

Leiðbeiningar ogeyðublöð fyrir sjálfsmat

FræðslaÚtgáfa 2.0

www.europeanqualitymark.org

Page 2: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

EQM er gæðamerki sem upphaflega var þróað af samstarfsaðilum frá átta Evrópulöndum í samvinnuverkefni með styrk frá menntaáætluninni Leonardo da Vinci.

Þróun EQM og endurskoðun viðmiðanna fór fram á árunum 2014 - 2016 af fjórum þjóðum í Norður-Evrópu með stuðningi frá menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar, Nordplus voksen, tilvísun nr. NPAD-2014/10035.

Þátttakendur:

ÍslandFræðslumiðstöð atvinnulífsins Education and Training Service Centre http://www.frae.is/ Eistland Eesti Rahvaülikoolide LiitEstonian Folk High Schools Unionhttp://rahvaulikoolideliit.ee/

Litháen Lietuvos suaugusiųjų švietimo asociacijaLithuanian Association of Adult Educationhttp://www.lssa.smm.lt/

Noregur Voksenopplæringsforbundet, VOFO The Norwegian Association for Adult Learning http://www.vofo.no/

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 2

Page 3: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

Leiðbeiningar fyrir EQM

Velkomin að EQM

EQM er gæðamerki sem upphaflega var þróað í samstarfi fulltrúa frá átta Evrópulöndum. Fyrsta útgáfan var afrakstur verkefnis sem bar heitið RECALL, Recognition of Quality in Lifelong Learning, sem unnið var að á árunum 2006 - 2008 með styrk frá Leonardo da Vinci menntaáætlun Evrópusambandsins. Þessi endurskoðaða útgáfa er afurð samstarfs-verkefnisins Quality assurance within adult education, sem var unnið á árunum 2014 - 2016 með styrk frá menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar Nordplus Voksen.

Við þessa endurskoðun EQM, var sérstök hliðsjón höfð af tilmælum um viðmiðaramma um gæði í fullorðinsfræðslu sem birt var í október 2013 af sérfræðingahópi um gæði í fullorðinsfræðslu í umboði framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sjá https://www.hm.ee/sites/default/files/thematic_wg_quality_report.pdf.

EQM er merki um gæðavottun fyrir aðila alls staðar í Evrópu sem bjóða upp á nám utan hins formlega skólakerfis. Kerfið er til þess að votta gæði fræðsluaðila sem veita fræðslu utan hins formlega skólakerfis, starfsemi þeirra, þjónustu og vinnu. EQM mælir hve vel starfsmenn stofnunarinnar skilja hvers konar kerfi og rekstur eru forsendur þess að hægt sé að bjóða upp á og styðja við gæði náms í samræmi við evrópska staðla um gæði í fullorðinsfræðslu. Kerfið er hannað með það í huga að veita fræðsluaðilum aðstoð við að ná gæðakröfum sem unnið er að hvort heldur sem er í einstökum löndum eða sameiginlega í fleiri Evrópulöndum. Einnig er hægt að beita kerfinu til þess að stuðla að þróun gæða og gæðastjórnunar hjá annars konar fræðslustofnunum.

Þá er EQM einnig tæki sem fræðsluaðilar og starfsmenn þeirra geta beitt til þess að komast að því hvernig þeir geti tryggt gæði þeirrar fræðslu sem í boði er, sem og stuðningur við kennslu og nám. Kjarni ferlis EQM er sjálfsmat fræðsluaðila.

Leiðbeiningar fyrir EQM og hlutverk umsóknarinnar

Leiðbeiningar þessar eru ætlaðar sem hagnýtar upplýsingar fyrir fræðsluaðila, matsaðila og aðra áhugasama aðila. Stuðningsefni eins og orðalista og lýsingar á fyrirmyndarverkefnum má nálgast á heimasíðu EQM: www.europeanqualitymark.org. Þar er einnig að finna upplýsingar um hvernig hægt er að hafa samband við viðkomandi umsjónaraðila EQM í hverju landi.

Fyrsta skrefið fyrir þá sem hafa hug á hljóta viðurkenningu EQM felst í því að fylla út umsókn. Brýnt er að fylla út og skila inn umsókn vegna þess að hún er í rauninni fyrsta skrefið í ferlinu til þess að hljóta viðurkenningu EQM. Upplýsingarnar sem fram koma eru nýttar af viðkomandi umsjónaraðila EQM til þess að ákveða hvort fræðsluaðili uppfylli skilyrði til þess taka næstu skref í ferlinu. EQM ferlið felst í sex skrefum sem sýnd eru á mynd 1 hér fyrir neðan.

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 3

Page 4: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

Mynd 1. EQM ferlið.

Verkfæri EQM er ennfremur tæki sem fræðsluaðilar og starfsmenn þeirra geta beitt til þess að komast að því hvernig þeir tryggja gæði þeirrar fræðslu sem í boði er, sem og gæði stuðnings við kennslu og nám. Kjarni ferlis EQM er sjálfsmat fræðsluaðila.

Gæði eru á ábyrgð allra

Gæðastjórnun er ekki á færi eins einstaklings og er ekki æskilegt að framkvæmdastjóri beri ábyrgð á gæðastjórnun. Þvert á móti ætti gæðastjórnun að vera verkefni á ábyrgð allra starfsmanna stofnunarinnar. Það felur í sér að starfsfólkið sem tekur þátt í gæðamati þarf að vera fulltrúar stjórnenda, aðila sem bera ábyrgð á gæðamálum, starfsmanna í stjórnsýslu og leiðbeinenda (þar með talið sjálfboðaliða). Auðveldast er að fella vinnu við kortlagningu á gæðum og umbætur að starfsemi stofnunar ef allir takast á við verkefnið í sameiningu. Brýnt er að leiðbeinendur taki þátt í sjálfsmatsferlinu. Þannig er líklegra að allt starfsfólk öðlist

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 4

Page 5: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

hlutdeild í ferli EQM og eflingu gæða í fræðslustarfinu. Gagnkvæm hlutdeild í gæðastarfi er mikilvæg við innleiðingu raunverulegra úrbóta á starfseminni.

Mikilvæg atriði er varða sjálfsmatsferlið

Undirbúningur – Rækilegur undirbúningur er frumskilyrði árangursríks sjálfsmats. Upplýsa verður alla þá sem taka þátt í ferlinu um tækifærin og áskoranirnar sem komið geta fram við sjálfsmatið.

Aðföng – Stjórnendur verða að sjá til þess að nægur tími, sem og fjármagn og mannafli, sé tiltækur til þess að unnt sé að ráðast í umbætur, til þess að tryggja og efla gæði.

Veljið teymi og leiðtoga – Ákveða þarf hver ber ábyrgð á EQM-ferlinu. Sá hinn sami verður að vera fær um að veita innblástur og hvatningu vegna þess að hlutskipti hans er að halda öllum á réttri braut. Leiðtoginn getur verið sami einstaklingur og ber ábyrgð á gæðamálum eða einnig einhver sem er valinn sérstaklega í þeim tilgangi að vinna með EQM. Leiðtoginn vinnur ásamt hópi starfsmanna en hann verður einnig að tryggja aðkomu annarra starfsmanna að því leyti sem nauðsynlegt telst. Taka verður tillit til skoðana mismunandi hópa starfsmanna. Til þess að efla gæði verða allir starfsmenn að eiga hlutdeild í breytingunum sem verða innleiddar.

Setjið raunhæf markmið – Óraunhæf markmið geta haft slæm áhrif á liðsandann og starfsfólki getur reynst erfitt að ná þeim. Skipuleggið og deilið verkefnum niður í smærri einingar til þess að unnt sé að ná markmiðunum innan tímamarka. Ekki er hægt að innleiða allar umbætur þegar í stað en með því að taka eitt skref í einu verður hægt að ná markmiðum sem í fyrstu virtust óraunhæf.

Skipuleggið – Gerið vinnuáætlun og fullvissið ykkur um að allir þekki og skilji innihald hennar. Skiptið með ykkur verkum, deilið ábyrgð og ákveðið tímasetningar ferlisins. Munið að taka tillit til ólíkra skoðana þegar safnað er upplýsingum um verklag í stofnuninni. Þróun gerir tilkall til skuldbindingar og löngunar til þess að gera betur. Þátttakendur verða að vera sannfærðir um mikilvægi vinnunnar við að efla gæði. Þess vegna er brýnt að ganga úr skugga um að allir taki virkan þátt í ferlinu.

Útskýrið – Afar mikilvægt er að samskipti séu gagnleg og að hlustað sé á alla. Koma má í veg fyrir andstöðu með opnum samræðum og árangursríku flæði upplýsinga innan stofnunarinnar.

Spyrjið – Gerið það að vana ykkar að spyrja spurninga eins og: Hvernig förum við að því? og Getum við gert betur? Það mun hvetja fólk til umhugsunar um gæði og hvernig unnt er að bæta gæði stofnunarinnar.

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 5

Page 6: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

Sjálfsmatið er undirstaða umbótastefnu gæðastjórnunar

Sjálfsmatsferlið er undirstaða umbótastefnu gæðastjórnunar EQM. Meðan á ferlinu stendur mun umsækjandi og aðrir starfsmenn stofnunarinnar þurfa að velta fyrir sér og svara spurningum um gæði stofnunarinnar og starfseminnar. Þessu þarf síðan að lýsa og þannig öðlast starfsmenn/þátttakendur raunhæfa sýn á starfsemi, ferla og verklag sem notað er innan stofnunarinnar. Að loknu sjálfsmati er hægt að hefja umbætur sem byggðar eru á niðurstöðum þess. Sjálfsmat veitir öllum, sem taka þátt í því, betri yfirsýn og aukna þekkingu um stofnunina. Með því verður starfsfólk meðvitaðra um ýmis atriði gæðastjórnunar og það fær tækifæri til þess að sameinast um verkefni og taka ábyrgð á ferlinu og þeim breytingum sem koma þarf á. Ferlið sjálft felur í sér aukin gæði í allri starfsemi stofnunarinnar.

Meginþættir sjálfsmats EQM

Sjálfsmatið er samsett úr spurningalista í fjórum hlutum. Hver hluti endurspeglar árangur á fjórum sviðum sem lúta að rekstri stofnunarinnar og framboði á fræðslu. Þessum fjórum sviðum er lýst í eftirfarandi hlutum:

Fyrsti hluti: Fræðsluaðili og stjórnun fræðslustarfsemi inniheldur viðmið sem varða fræðsluaðilann, stjórnskipulagsferli og hönnun fræðsluferlisins.

Annar hluti: Þarfir námsmanna og þróun námsframboðs inniheldur viðmið sem varða námsmenn, þ.m.t. námsumhverfi, námskeið og innihald þeirra, sem og þarfir námsmanna og markmið.

Þriðji hluti: Mat á námsárangri inniheldur viðmið sem tengjast árangri námsmanna og endurgjöf til þeirra.

Fjórði hluti: Gæðastjórnun inniheldur viðmið tengd gæðamálum, þar með talið stjórnun sjálfsmatsferlisins og viðhaldi á gæðamenningu innan stofnunarinnar.

Hvernig nota á sjálfsmatsblöðin

Fræðsluaðila ber að svara hverri spurningu í sjálfsmatinu með því að lýsa því sem gert er og hvernig það er gert. Gefa þarf allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til þess að hver sá sem les sjálfsmatseyðublöðin skilji. Greinargóðar upplýsingar auðvelda stofnuninni að öðlast yfirlit og auka gæði. Á sama tíma gera þær matsaðila auðveldara að skilja starfsemina. Síðan er sönnunum sem styðja svarið bætt við, t.d. upplýsingum um námsframboð, matsblöðum námsmanna, eða lýsingu á ferlum. Lista yfir þessi sönnunargögn á að færa á sömu blaðsíðu og svarið og skila inn ásamt útfylltu mati til matsaðila sem viðkomandi umsjónaraðili EQM hefur tilnefnt. Öll fylgiskjöl ber að merkja greinilega með númerinu á spurningunni sem þau eiga við.

Hvaða tilgangi þjóna gátreitirnir?

Þegar spurningunni um gæðaviðmið hefur verið svarað og tekinn hefur verið saman listi yfir fylgiskjöl til stuðnings útskýringunni, kemur röðin að reit sem haka á í. Í þessum hluta eyðublaðsins er röð af fullyrðingum sem eiga við um tilheyrandi gæðaviðmið og báðum megin við fullyrðingarnar eru reitir til að haka í.

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 6

Page 7: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

Reitirnir til þess að haka í veita yfirlit yfir hugsanlegar athafnir fræðsluaðila. Merkja á í EINN af reitunum vinstra megin við fullyrðingarnar. Með því leggur umsækjandi mat sitt á verklag innan stofnunarinnar samkvæmt fullyrðingunum.

Í einstaka tilfellum getur reynst erfitt að finna einn reit sem á við um kringumstæður eða verklag. Þegar svo er verður að haka við þá fullyrðingu sem kemst næst því að lýsa verklagi og nota síðan auða reitinn, merktan Útskýringar fræðsluaðila, til þess að útskýra og lýsa nánar.

Þeir sem sækja um gæðamerki EQM munu vinna með matsaðila frá EQM en það gefur tækifæri til þess að greina frá ráðstöfunum í samræðum við matsaðilann. Matsaðili EQM hakar í einn af reitunum hægra megin við fullyrðingarnar til þess að sýna niðurstöðu sína um mat á svari fræðsluaðila.

„Á ekki við“ svarmöguleikinnFyrsti svarmöguleikinn er „Á ekki við“. Þessi kostur er valinn ef spurningin á ekki við um þá gerð stofnunar og tegund náms sem boðið er upp á. Ef hakað er í þennan reit er afar mikilvægt að útskýra hvers vegna spurningin á ekki við. Útskýring er færð inn í reitinn undir fyrirsögninni: Útskýringar fræðsluaðila. Þar á að koma fram hvort þetta gæðaviðmið eigi í raun og veru ekki við eða hvort um eitthvað sé að ræða sem ekki er gert eða ekki er til hjá stofnuninni.

Sem dæmi má nefna að þegar spurt er hvaða aðferðir starfsfólk notar (bæði launað starfsfólk og hugsanlegir sjálfboðaliðar) getur verið freistandi að haka við kostinn „Á ekki við“ í stað þess að fara út í smáatriði við framkvæmd. „Á ekki við“ er kostur sem ætti að velja afar sjaldan.

Þegar veita á EQM gæðavottun fyrir skipulagða fræðslustarfsemi, hvort sem það er innan formlega skólakerfisins eða utan þess, þá er svarmöguleikinn „Á ekki við“ aðeins leyfður í undantekningartilvikum.

Umsækjandinn um EQM á samtal við matsaðila sem fer yfir og metur svörin út frá heilbrigðri skynsemi og á faglegum forsendum. En að því sögðu: Fræðsluaðili sem hlotið hefur vottun EQM ætti að hámarki tvisvar að hafa notað valkostinn „Á ekki við“.

Hvers vegna eru sumir reitir skyggðir?Sumir reitirnir eru skyggðir með gráum lit. Það gefur til kynna að svarið sem reitirnir eiga við um, uppfylli staðla EQM. Fræðsluaðilar sem fá EQM vottun mega ekki hafa merkt við í neinum óskyggðum reit nema með undantekningunni „Á ekki við“ undir sérstökum kringumstæðum.

Valkostirnir sem hægt er að haka við spanna allt frá „Á ekki við“ og „Engin kerfi“/„Engin ferli“ o.s.frv. til valkosta þar sem umfangsmiklum aðferðum, ítarlegri eftirfylgni og greinilega staðfestum ferlum er lýst. Fræðsluaðilar eru ólíkir og síðasti kosturinn er ekki alltaf sá besti. Hjá litlum fræðsluaðila getur verið að kerfi séu ekki fullmótuð vegna þess að það á ekki við eða vegna þess að hann hefur ekki ráð á því eða að ekki er nægilega margt starfsfólk til staðar. Þrátt fyrir að færri fundir séu haldnir og að minni pappírsvinna sé innt af hendi en nefnt er í möguleikunum, gæti öflugt gæðakerfi verið til staðar. Fyrir þá sem hafa hug á að sækja um EQM verða ferli, kerfi og aðferðir að vera þess eðlis að hægt sé að lýsa þeim með því að haka við einn af skyggðu reitunum.

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 7

Page 8: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

Komist umsækjandi að því að aðstæðum í stofnuninni verði best lýst með því að haka við óskyggðan reit, gæti það verið á sviði sem æskilegt væri að bæta. Ef sótt er um EQM verður að hrinda umbótum á því sviði í framkvæmd.

Þegar um sjálfsmat er að ræða, hvort sem það er persónulegt eða fyrir eigin stofnun, getur reynst erfitt að koma auga á það sem er til staðar. Af þeim sökum ætti alltaf að útskýra og taka óvissuatriði til umfjöllunar með matsaðila meðan á matsferli EQM stendur. Gæti verið að fyrir hendi séu ferli eða aðferðir sem ekki hafa verið festar á blað þrátt fyrir að viðkomandi starfsmenn framkvæmi samkvæmt þeim? Er hugsanlegt að til staðar sé gott gæðakerfi í flestum tilfellum og væri hægt að færa önnur svið starfseminnar upp á viðeigandi plan með lítils háttar lagfæringum?

Brýnt er að huga að öllum kerfum sem til staðar eru, til þess að tryggja gæði náms innan stofnunarinnar og að starfsfólkið vinni samkvæmt þeim í raun og veru. Jafnframt er mikilvægt að skoða hvað fólk gerir sem flokka má til óopinberra gæðaaðferða. Það að lýsingar á kerfum hafi verið færðar á blað tryggir ekki gæði og skortur á skriflegum verkferlum þarf ekki endilega að fela í sér að gæðin séu ekki tryggð. Oftast er auðveldara að ná fram miklum gæðum ef fyrir liggur skrifleg lýsing á verkferlum rétt eins og þær eru framkvæmdar. Þótt hakað sé í óskyggðan reit er ekki endilega víst að stofnunin eigi langt í land til þess að mæta viðmiðum EQM.

Hvers konar sannanir þarf fyrir EQM?

Þegar byggt er að mestu á sjálfsmatsferli er sérlega mikilvægt að sannanir, sem geta stutt og bætt við veittar útskýringar, séu látnar fylgja með. Lista yfir sannanirnar á að færa inn í reiti á matseyðublöðum EQM sem innihalda útskýringar fræðsluaðila. Öll fylgiskjöl verður að merkja greinilega með númeri þess viðmiðs sem þau tilheyra (t.d.: 1.1.2, 2.2.4). Ef skjölin eru rafræn er númerið fært inn í nafn skjalsins og ef skjalið er á prenti er númerið skrifað á fremstu blaðsíðuna. Oftast eru þetta skjöl með stuðningsefni. Allar sannanir eiga rætur að rekja til þess verklags sem unnið er eftir þegar matið fer fram. Umsækjandi lýsir aðstæðum eins og þær eru hjá samtökunum eða í stofnuninni.

Umsækjandi færir sönnur á þekkingu sína á námsmönnum sem hann kennir og náminu sem þeir taka þátt í. Hann sýnir fram á hvernig starfsfólkið styður við námsmenn og hvernig hann og stofnunin styðja við starfsfólkið.

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 8

Page 9: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

Matseyðublað EQMEvrópska gæðamerkið er veitt fræðsluaðila að uppfylltum eftirfarandi viðmiðum.

Til að fullnægja hverju viðmiði fyrir sig þarf að merkja við í skyggðan reit nema merkt sé við „Á ekki við“ með réttmætri útskýringu. Fullyrðingar við skyggðu reitina lýsa starfsemi sem uppfyllir viðmið. Fræðsluaðili hlýtur ekki vottun frá EQM ef merkt er við „Á ekki við“ á fleiri en tveimur stöðum á matseyðublaðinu.

Innleiðing á viðmiðunum byggir á skjalfestum gögnum. Lýsingu fræðsluaðila fylgja skjöl sem sýna fram á sönnun/dæmi um framkvæmd.

1. Fræðsluaðili og stjórnun fræðslustarfsemi

Lýsing á meginstjórnunarferlum og námstilboðum fræðsluaðila.

1.1. Viðmið um stjórnun og skjalastjórnun

Innra skipulag eða ferlar fyrir skráningu námsmanna, viðveru þeirra, námsárangur, matsferla og útgáfu viðurkenningarskjala og prófskírteina. Ferlar sem varða stjórnun þurfa að vera vel skilgreindir og aðgengilegir bæði námsmönnum og starfsfólki. Starfsfólk fræðsluaðila þarf að fá þjálfun í að nota skráningarkerfi og viðhalda upplýsingum þar.

Fræðsluaðili:1.1.1 Varðveitir nákvæmar upplýsingar um námskeið og skráningar. 1.1.2 Varðveitir nákvæmar upplýsingar um viðveru námsmanna. 1.1.3 Skráir námsárangur.1.1.4 Heldur trúnaði og tryggir öryggi við meðferð persónuupplýsinga. 1.1.5 Skilgreinir hvaða ferlar gildi við námsskeiðslok og hvað þurfi til að ljúka

námskeiði á fullnægjandi hátt.

1.2 Viðmið um námsumhverfi og aðbúnað

Lýsing á námsumhverfi og aðbúnaði og tengslum við námskeiðslýsingar, þarfir námsmanna og hæfniviðmið.

Fræðsluaðili:1.2.1 Býður upp á aðstöðu við hæfi og, ef það á við, uppfyllir innlendar/íslenskar

reglur um aðbúnað/húsnæði. 1.2.2 Tryggir námsmönnum viðeigandi stuðning (fjarnám, aðgengi að aðstöðu,

tækjabúnaði eða öðru sem þarf).

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 9

Page 10: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

2. Þarfir námsmanna og þróun námsframboðs

Lýsing á ferlum til þess að 1) skilgreina þarfir námsmanna, innihald náms og hæfniviðmiða; 2) skilgreina ábyrgð starfsfólks við að tryggja að námsmenn njóti stuðnings við að ná settum hæfniviðmiðum.

2.1 Viðmið til að skilgreina þarfir og markmið námsmanna

Fræðslustarfsemi snýst um námsmenn og hæfniviðmið verða að henta þörfum þeirra. Ferli fyrir greiningu á þörfum námsmanna þarf að vera til staðar til þess að hægt sé að setja saman viðeigandi námsleið. Markmið námsmanna eru óhjákvæmileg lykilatriði í náminu og með þau að leiðarljósi vinna námsmenn að því að ná hæfniviðmiðum.

Fræðsluaðili:2.1.1 Tryggir að þarfir námsmanna og markmið hafi verið greind og um þau

sammælst áður en nám hefst.2.1.2 Tryggir að námsmenn séu upplýstir um efni námskeiðs og hæfniviðmið sem

stefnt er að.

2.2 Hæfniviðmið

Hæfniviðmið eru kynnt fyrir námsmönnum og þau setja ramma um skipulag og þróun námsins. Í hæfniviðmiðunum er því lýst hvaða þekkingu, hæfni og/eða færni er vænst að námsmenn tileinki sér í náminu. Viðmiðin eiga að vera grundvöllur fyrir reglulegu mati, mælingum um framfarir og árangur.

Fræðsluaðili:2.2.1 Leggur til skrifleg hæfniviðmið sem eru skýr, nákvæm, hæfilega mörg og í

samræmi við námskeiðið sem um ræðir. 2.2.2 Tryggir að hæfniviðmið séu endurskoðuð reglulega og löguð að þörfum

námsmanna á meðan á námi stendur. 2.2.3 Gengur frá námssamningi á milli fræðsluaðila og námsmanns/hagsmunaaðila

áður en námskeið hefst.

2.3 Viðmið um innihald námskeiðs og kennsluaðferðir

Lýsing á innihaldi og kennsluaðferðum í tengslum við hæfniviðmið.

Fræðsluaðili:2.3.1 Tryggir að hönnun náms byggi á greindum þörfum og markmiðum og gengur

úr skugga um að hæfniviðmiðum sé náð. 2.3.2 Tryggir að leiðbeinendur beiti fjölbreyttum kennsluaðferðum til þess að mæta

einstaklingsbundnum þörfum námsmanna og settum hæfniviðmiðum.

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 10

Page 11: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

2.4 Viðmið um kröfur til starfsfólks

Lýsing á reglum tengdum starfsmannahaldi og þróun starfsmanna.

Fræðsluaðili:2.4.1 Tryggir að leiðbeinendur séu hæfir á grundvelli menntunar, þjálfunar og/eða

reynslu sinnar. 2.4.2 Tryggir að leiðbeinendur hafi stuðning til að afla sér viðeigandi faglegrar

þjálfunar og endurmenntunar.

3 Mat á námsárangri

Lýsing á innri ferlum til að meta námsmenn, meta námsárangur með hliðsjón af hæfniviðmiðum, veita endurgjöf sem og beitingu námskeiðsmats til þess að þróa starfsemina.

3.1 Viðmið um árangur samkvæmt hæfniviðmiðum

Skipulögðum ferlum er beitt til þess að mæla árangur samkvæmt hæfniviðmiðum.

Fræðsluaðili:3.1.1 Tryggir að leiðbeinendur beiti fjölbreyttum aðferðum til þess að meta hvort

hæfniviðmiðum sé náð. 3.1.2 Tryggir að námsmenn séu upplýstir fyrirfram um það hvernig námsárangur

þeirra er metinn með hliðsjón af hæfniviðmiðum og hvernig þeir fá endurgjöf.3.1.3 Tryggir að námsmenn fái reglulega endurgjöf (símat) sem og endurgjöf í lok

námskeiðs um námsárangur með hliðsjón af hæfniviðmiðum.3.1.4 Lætur námsmönnum í té upplýsingar um árangur í samræmi við

hæfniviðmið í lok námsins.

4 Gæðastjórnun

Meðal viðmiða sem tengjast fræðsluaðila eru stjórnun sjálfsmatsferlisins, aðgerðir til úrbóta, breytingar á starfsemi og námsframboði sem byggð eru á endurgjöf frá námsmönnum og starfsfólki sem kemur að framkvæmd námskeiða. Mikilvægt er að gæðamenningu innan stofnunarinnar sé haldið við.

4.1 Viðmið um námskeiðsmat og gæðaeftirlit

Að nota endurgjöf til að hafa áhrif á starfsemi og/eða námsframboð

Fræðsluaðili:4.1.1 Tryggir að leiðbeinendur/fræðsluaðili fái endurgjöf frá námsmönnum að

námskeiði loknu til þess að fylgjast með og aðlaga námið og kennsluaðferðir eftir þörfum.

4.1.2 Tryggir að starfsmenn taki þátt í gæðaeftirliti og stöðugri eflingu gæða.

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 11

Page 12: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

4.2 Viðmið um gæðastjórnun

Innri reglur um stjórnskipulag stofnunar sem miða að því að tryggja að mælikvarðar séu uppfylltir og að farið sé eftir viðmiðum um gæði. Þetta á einnig við um útnefningu stjórnanda sem ber ábyrgð á gæðaferlum og tryggir að mælikvarðar séu uppfylltir.

Fræðsluaðili:4.2.1 Tryggir að ákveðinn einstaklingur eða teymi hafi verið tilnefnt og falin ábyrgð á

gæðaeftirliti. 4.2.2 Tryggir að fyrir liggi samþykktir ferlar fyrir gæðamat og innleiðingu úrbóta. 4.2.3 Tryggir að fyrir liggi samþykkt gæðaviðmið sem höfð eru til hliðsjónar við

gæðamat4.2.4 Tryggir að starfsfólk sem tekur þátt í gæðamati njóti stuðnings við að skilja og

nýta gæðaferlið til að viðhalda gæðamenningu.4.2.5 Notast við ákveðið ferli til þess að fylgjast með og vakta þarfir fólks sem hefur

sýnt áhuga á námi og haft samband við fræðsluaðila. 4.2.6 Styðst við tiltekið ferli til að taka við ábendingum og kvörtunum.

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 12

Page 13: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

1.1 Viðmið um stjórnun og gæðastjórnun

1.1.1 Fræðsluaðili varðveitir nákvæmar upplýsingar um námskeið og skráningar.

Hvernig er vitað hvaða námskeið voru haldin á ákveðnum dagsetningum síðastliðin þrjú ár, hvernig var dagskráin og efni til þjálfunar í hverju námskeiði og hve margir og hverjir tóku þátt í námskeiðinu?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan.

Fræðsluaðili Lýsing á stigum. Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan). ☐☐ Ekkert kerfi. ☐☐ Á ábyrgð leiðbeinanda, án stuðnings fræðsluaðila. ☐☐ Á ábyrgð leiðbeinanda, með stuðningi fræðsluaðila. ☐☐ Á ábyrgð fræðsluaðila en falin leiðbeinanda. ☐☐ Fræðsluaðili ber fulla ábyrgð, skráning viðveru athuguð af og til.

Venjulega varðveitt um ákveðinn tíma, reglum um meðferð persónuupplýsinga fylgt.

☐ Fræðsluaðili ber fulla ábyrgð, reglulega farið yfir skráningu á viðveru. Upplýsingar varðveittar á öruggan hátt. Farið að öllu samkvæmt reglum um meðferð persónuupplýsinga.

Athugasemdir matsaðila:

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 13

Page 14: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

1.1 Viðmið um skjalastjórnun

1.1.2 Fræðsluaðili varðveitir nákvæmar upplýsingar um viðveru námsmanna.

Hvernig er viðvera skráð? Hvernig eru upplýsingarnar varðveittar?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan.

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan). ☐☐ Ekkert kerfi. ☐☐ Á ábyrgð leiðbeinanda, án stuðnings fræðsluaðila. ☐☐ Á ábyrgð leiðbeinanda, með stuðningi fræðsluaðila. ☐☐ Á ábyrgð fræðsluaðila en falin leiðbeinanda. ☐☐ Fræðsluaðili ber fulla ábyrgð á skráningu viðveru, athuguð af og

til. Varðveitt eftir reglum um meðferð persónuupplýsinga.☐

☐ Fræðsluaðili ber fulla ábyrgð, reglulega farið yfir skráningu viðveru. Upplýsingar varðveittar á öruggan hátt. Farið að öllu samkvæmt reglum um meðferð persónuupplýsinga.

Athugasemdir matsaðila:

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 14

Page 15: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

1.1 Viðmið um skjalastjórnun

1.1.3 Fræðsluaðili skráir námsárangur.

Hvernig er sýnt fram á árangur námsmanna? Hvar eru upplýsingarnar skráðar?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan.

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan). ☐☐ Ekkert kerfi. ☐☐ Upplýsingar um árangur námsmanna eru skráðar. ☐☐ Skráningar eru varðveittar. ☐☐ Skrár einstaklinga varðveittar í öruggu umhverfi í allt að fimm ár. ☐☐ Skrár einstaklinga varðveittar í öruggu umhverfi í meira en 5 ár. ☐

Athugasemdir matsaðila:

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 15

Page 16: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

1.1 Viðmið um skjalastjórnun

1.1.4 Fræðsluaðili heldur trúnað og tryggir öryggi við meðferð persónuupplýsinga.

Hvernig er öryggi við meðferð persónuupplýsinga tryggt? Er til yfirlýst stefna um að tryggja trúnað við meðferð persónuupplýsinga hjá fræðsluaðila? Ef lög/reglur um trúnað eru fyrir hendi hvernig endurspeglar stefna fræðsluaðila kröfur sem þar eru lagðar fram?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan.

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan). ☐☐ Engin yfirlýst stefna. ☐☐ Yfirlýst stefna er til og hefur verið innleidd. ☐

Athugasemdir matsaðila:

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 16

Page 17: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

1.1 Viðmið um skjalastjórnun

1.1.5 Fræðsluaðili skilgreinir hvaða ferlar gildi við námskeiðslok og hvað þurfi til að ljúka námskeiði á fullnægjandi hátt.

Hvernig lýkur umsýslu námskeiðs (hvenær er ljóst að umsýslu er hætt og námskeiðinu erlokið)?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan.

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan). ☐☐ Ekkert skilgreint ferli. ☐☐ Eftir síðustu kennslustund er námskeiðinu lokið. ☐☐ Eftir síðustu kennslustund og munnlegt mat þátttakenda er

námskeiðinu lokið.☐

☐ Eftir síðustu kennslustund og skriflegt mat þátttakenda er námskeiðinu lokið.

☐ Eftir síðustu kennslustund og skriflegt mat þátttakenda og kennara er námskeiðinu lokið.

☐ Til er skráð ferli sem lýsir lokum námsskeiðs, að meðtöldu skriflegu mati fyrir þátttakendur og/eða kennara.

Athugasemdir matsaðila:

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 17

Page 18: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

1.2 Viðmið um námsumhverfi og aðbúnað

1.2.1 Fræðsluaðili býður upp á aðstöðu við hæfi og ef það á við uppfyllir innlendar/íslenskar reglur um aðbúnað/húsnæði.

Hvernig er tryggt að kennsluumhverfið sé við hæfi? (efni og umhverfi)

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan.

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan). ☐☐ Ekki athugað sérstaklega. ☐☐ Nokkuð skortir á að aðstaða hæfi þátttakendum og/eða

viðfangsefni.☐

☐ Aðstaða hæfir þátttakendum og viðfangsefni. ☐☐ Gátlista fyrir hvert námskeið um nauðsynlega aðstöðu og efni er

fylgt eftir.☐

☐ Aðstaða fullnægjandi fyrir þátttakendur hverju sinni og hæfir viðfangsefninu.

Athugasemdir matsaðila:

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 18

Page 19: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

1.2 Viðmið um námsumhverfi og aðbúnað

1.2.2 Tryggir námsmönnum viðeigandi stuðning (fjarnám, aðgengi að aðstöðu, tækjabúnaði eða öðru sem þarf).

Hvaða aðbúnað, námsefni og aðferðir býður fræðsluaðili upp á til þess að styðja námsmenn og nám þeirra?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan.

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan). ☐

☐ Stuðningur þegar leiðbeinandi telur hann nauðsynlegan. ☐

☐ Takmarkaður aðgangur að aðstöðu, tækjabúnaði og efni við undirbúning og sjálfsnám þegar námsmaður þarf.

☐ Opinn aðgangur þegar námsmaður þarf. ☐

Athugasemdir matsaðila:

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 19

Page 20: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

2.1 Viðmið til að skilgreina þarfir og markmið námsmanna

2.1.1 Fræðsluaðili tryggir að þarfir námsmanna og markmið hafi verið greind og um þau sammælst áður en nám hefst.

Hvernig eru námsþarfir/námsóskir námsmanna greindar og samþykktar og hvar er samkomulagið varðveitt?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan.

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan). ☐☐ Ekkert ferli. ☐☐ Námsmenn geta valið námsstig/námskeið eftir upplýsingum og

ráðgjöf frá fræðsluaðila/kennara. ☐

☐ Leiðbeinendur meta námsmenn í upphafi náms og aðlaga námið að þörfum hópsins.

☐ Námsmenn geta valið námsstig/námskeið á grundvelli færnimats,leiðbeinandi ber ábyrgð á að stýra og aðlaga matsferlið eftir þörfum námsmanna.

☐ Námsmenn gangast undir einstaklingsbundið færnimat og skráð erá námskeið samkvæmt niðurstöðum matsins. Leiðbeinandi berábyrgð en nýtur stuðnings stjórnenda.

☐ Leiðbeinendur framkvæma einstaklingsbundið færnimat, innihaldnámskeiðs er sérstaklega aðlagað hópnum. Stjórnendur beraábyrgðina.

Athugasemdir matsaðila:

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 20

Page 21: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

2.1 Viðmið til að skilgreina þarfir og markmið námsmanna

2.1.2 Fræðsluaðili tryggir að námsmenn séu upplýstir um efni námskeiðs og hæfniviðmið sem stefnt er að.

Hvernig eru námsmenn upplýstir um efni námskeiðsins og að hvaða hæfniviðmiðum sé stefnt að?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan.

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan). ☐☐ Engin skrifleg námsmarkmið fyrirliggjandi. ☐☐ Aðeins nafn, tími og staður er fyrirliggjandi við fyrirspurn. ☐☐ Einfalt skjal með fyrirhuguðum námsmarkmiðum og aðferðum

liggur fyrir við fyrirspurn.☐

☐ Fullkomið skjal með fyrirhuguðum námsmarkmiðum liggur fyrir við fyrirspurn.

☐ Fullkomin náms-, og námskeiðsáætlun liggur fyrir við fyrirspurn. ☐

Athugasemdir matsaðila:

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 21

Page 22: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

2.2 Hæfniviðmið

2.2.1 Fræðsluaðili leggur til skrifleg hæfniviðmið sem eru skýr, nákvæm, hæfilega mörg og í samræmi við námskeiðið sem um ræðir.

Látið fylgja dæmi um fyrirhuguð hæfniviðmið fyrir eitt námskeið sem gætu hljóðað eitthvað í þessa veru: „ Að loknu námskeiðinu eiga námsmenn að vera færir um …“

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan.

Fræðsluaðili

Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan). ☐☐ Engin skrifleg hæfniviðmið. ☐☐ Skrifleg hæfniviðmið liggja fyrir. ☐☐ Skrifleg hæfniviðmið liggja fyrir. Hæfniviðmiðin eru skýr, nákvæm,

hæfilega mörg og í samræmi við námskeiðið sem um ræðir.☐

Athugasemdir matsaðila:

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 22

Page 23: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

2.2 Hæfniviðmið

2.2.2 Fræðsluaðili tryggir að hæfniviðmið séu endurskoðuð reglulega og löguð að þörfum námsmanna meðan á námi stendur.

Hvernig er tryggt að hæfnimiðmiðin séu í takt við þarfir námsmanna?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan.

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan). ☐☐ Ekki gripið til neinna aðgerða. ☐☐ Óformleg þarfagreining í formi umræðna og samkomulags á

milli leiðbeinanda og hópsins á meðan á náminu stendur. ☐

☐ Ef þörf er á að mati leiðbeinenda munu stjórnendur færa námsmenn til eða gera smávægilegar breytingar á efni námskeiðsins eftir þörfum námsmanna.

☐ Einstaklingsbundin þarfagreining með einstaklingsmiðuðu námi. ☐

Athugasemdir matsaðila:

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 23

Page 24: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

2.2 Hæfniviðmið

2.2.3 Fræðsluaðili gengur frá námssamningi á milli fræðsluaðila ognámsmanns/hagsmunaaðila áður en námskeið hefst.

Látið fylgja sýnishorn af námssamningi á milli fræðsluaðila og námsmanns/hagsmunaaðila(í þeim tilvikum þar sem utanaðkomandi aðili greiðir fyrir námskeið). Hvernig námssamningar eru gerðir við námsmenn eða hagsmunaaðila?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan.

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan). ☐☐ Enginn námssamningur gerður. ☐☐ Námið er rætt og samþykkt munnlega á milli fræðsluaðila og

námsmanns/hagsmunaaðila.☐

☐ Námið er rætt og samþykkt og skriflegur samningur gerður á milli fræðsluaðila og námsmanns/hagsmunaaðila.

Athugasemdir matsaðila:

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 24

Page 25: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

2.3 Viðmið um innihald námskeiðs og kennsluaðferðir

2.3.1 Fræðsluaðili tryggir að hönnun náms byggi á greindum þörfum og markmiðum og gengur úr skugga um að hæfniviðmiðum sé náð.

Hvernig er tryggt að efni námskeiðs byggi á greindum þörfum?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan.

Fræðsluaðili

Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan). ☐☐ Ekkert ferli til staðar. ☐☐ Þarfir námsmanna verða að falla að námskeiðinu. ☐☐ Þarfi námsmanna hafa mótandi áhrif á hönnun náms. ☐☐ Þarfir námsmanna eru felldar inn í nám. ☐

Athugasemdir matsaðila:

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 25

Page 26: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

2.3 Viðmið um innihald námskeiðs og kennsluaðferðir

2.3.2 Fræðsluaðili tryggir að leiðbeinendur beiti fjölbreyttum kennsluaðferðum til þess að mæta einstaklingsbundnum þörfum námsmanna og settum hæfniviðmiðum.

Hvernig er tryggt að leiðbeinendur beiti fjölbreyttum kennsluaðferðum sem hæfa þörfum einstakra námsmanna og áætluðum hæfniviðmiðum?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan

Fræðsluaðili

Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan). ☐☐ Ekkert ferli, leiðbeinandi er ábyrgur. ☐☐ Fræðsluaðili kynnir endurgjöf námsmanna fyrir leiðbeinanda. ☐☐ Fræðsluaðili styðst við kerfi með stuðningi og ráðgjöf fyrir kennara ef

þörf er á.☐

☐ Fræðsluaðili kynnir og ræðir endurgjöf námsmanna við leiðbeinanda. Leiðbeinendur njóta stuðnings og ráðgjafar.

Athugasemdir matsaðila:

2.4 Kröfur til starfsfólks

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 26

Page 27: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

2.4.1 Fræðsluaðili tyggir að leiðbeinendur séu hæfir á grundvelli menntunar, þjálfunar og/eða reynslu sinnar.

Hvernig er gengið úr skugga um að leiðbeinendur séu hæfir og færir um að kenna viðkomandi efni og geti beitt viðeigandi kennsluaðferðum?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan.

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan). ☐☐ Engin vitnisburður um hæfni. ☐☐ Val á leiðbeinendum byggir á greiningu ferilskráa. ☐☐ Leiðbeinendur eru spurðir um hæfni/færni sína og ferilskrá liggur

fyrir.☐

☐ Leiðbeinendur eru spurðir um hæfni/færni sína og ferilskrá og meðmæli liggja fyrir.

☐ Leiðbeinendur eru spurðir um hæfni/færni sína og ferilskrá og meðmæli liggja fyrir. Lokaniðurstaða um val byggir á mati á tilraunaþjálfun.

Athugasemdir matsaðila:

2.4 Kröfur til starfsmanna

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 27

Page 28: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

2.4.2 2.4.2 Fræðsluaðili tryggir leiðbeinendum stuðning til að afla sér viðeigandi faglegrar þjálfunar og endurmenntunar.

Hvernig er gengið úr skugga um að leiðbeinendur fylgist með kenningum um nám og nýjungum á sínu sviði?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan.

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan). ☐☐ Ekkert ferli til staðar. ☐☐ Munnlegar upplýsingar, enginn sérstakur stuðningur. ☐☐ Upplýsingar eru veittar um viðeigandi færniþróun, enginn

sérstakur stuðningur. ☐

☐ Reglulegar upplýsingar um viðeigandi færniþróun. Fjárhagslegurog/eða hagnýtur stuðningur fyrir hendi.

☐ Sérstök áætlun innan stofnunarinnar um nám og þróun kennara ístarfi og ráðstafanir bæði hvað varðar hagnýtan og fjárhagsleganstuðning.

Athugasemdir matsaðila:

3.1 Viðmið um árangur samkvæmt hæfniviðmiðum

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 28

Page 29: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

3.1.1 Fræðsluaðili tryggir að leiðbeinendur beiti fjölbreyttum aðferðum til þess að meta hvort hæfniviðmiðum er náð.

Hvernig er tryggt að leiðbeinandi noti aðferðir við hæfi til þess að meta hvort námsmenn uppfylli hæfniviðmið?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan.

Fræðsluaðili

Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan). ☐☐ Ekkert ferli til staðar. ☐☐ Munnleg endurgjöf leiðbeinenda um ólíkar matsaðferðir. ☐☐ Þjálfun leiðbeinenda í að nota viðeigandi matsaðferðir. ☐☐ Skriflegar lýsingar á aðferðum við námsmat. ☒☐ Skriflegar lýsingar á aðferðum við námsmat og þjálfun leiðbeinenda í

að nota viðeigandi matsaðferðir. ☐

☐ Regluleg eftirlit með notkun ólíkra matsaðferða. ☐

Athugasemdir matsaðila:

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 29

Page 30: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

3.1 Viðmið um árangur samkvæmt hæfniviðmiðum

3.1.2 Fræðsluaðili tryggir að námsmenn séu upplýstir fyrirfram um hvernig námsárangur þeirra á móti hæfniviðmiðum er metinn og hvernig þeir fái endurgjöf.

Hvernig og hvenær eru námsmenn upplýstir um að fylgst verði með námsárangri þeirra og hann metinn á meðan á námskeiðinu stendur?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan.

Fræðsluaðili

Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan). ☐☐ Ekkert ferli til staðar. ☐☐ Munnlegar upplýsingar í upphafi námskeiðs. ☐☐ Skriflegar upplýsingar í upphafi námskeiðs. ☐☐ Skriflegar upplýsingar þegar sótt er um nám. ☐☐ Lýsing í námskeiðslýsingu sem hægt er að nálgast fyrirfram. ☐☐ Lýsing í námskeiðslýsingu sem hægt er að nálgast fyrirfram og fylgt er

eftir með munnlegum upplýsingum þegar sótt er um og/eða við upphaf námskeiðs.

Athugasemdir matsaðila

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 30

Page 31: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

3.1 Viðmið um árangur samkvæmt hæfniviðmiðum

3.1.3 Fræðsluaðili tryggir að námsmenn fái reglulega endurgjöf (símat) sem og endurgjöf í lok námskeiðs um námsárangur á móti hæfniviðmiðum.

Hvernig fá námsmenn endurgjöf sem auðveldar þeim að ná settum hæfniviðmiðum?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan.

Fræðsluaðili

Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan). ☐☐ Hvorki ferli né ákveðið kerfi til staðar. ☐☐ Endurgjöf veitt munnlega. ☐☐ Bæði er gefin munnleg og skrifleg endurgjöf. ☐☐ Bæði er gefin munnleg og skrifleg endurgjöf og hún er borin

saman við einstaklingsbundna námsáætlun.☐

Athugasemdir matsaðila:

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 31

Page 32: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

3.1 Viðmið um árangur samkvæmt hæfniviðmiðum

3.1.4 Fræðsluaðili lætur námsmönnum í té upplýsingar um árangur í samræmi viðhæfniviðmið í lok námsins.

Hvers konar staðfesting er notuð til að lýsa árangri námsmanna út frá hæfniviðmiðum við lok námskeiðs?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan.

Fræðsluaðili

Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan). ☐☐ Ekkert ferli til staðar. ☐☐ Staðfesting á viðveru ásamt námskeiðslýsingu samkvæmt

beiðni.☐

☐ Skírteini/vottorð. ☐☐ Skírteini/vottorð með námskeiðslýsingu. ☐☐ Skírteini/vottorð með námskeiðslýsingu og upplýsingum um

árangur námsmanns.☐

Athugasemdir matsaðila:

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 32

Page 33: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

4.1 Viðmið um námsskeiðsmat og gæðaeftirlit

4.1.1 Fræðsluaðili tryggir að leiðbeinendur/fræðsluaðili fái endurgjöf frá námsmönnum að námskeiði loknu sem er notað til þess að fylgjast með og aðlaga námið og kennsluaðferðir eftir þörfum.

Hvernig er endurgjöf um námskeiðið og kennsluaðferðir fengin frá námsmönnum og hvernig er unnið úr henni?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan.

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan). ☐☐ Ekkert kerfi til að sækja/fá endurgjöf frá námsmönnum. ☐☐ Leiðbeinandi ber ábyrgð á að fá og vinna úr endurgjöf við lok

námskeiðs. ☐

☐ Fræðsluaðili ber ábyrgð á að biðja námsmenn sem hóp að veita endurgjöf um námskeiðið á meðan á því stendur og/eða við lok þess.

☐ Fræðsluaðili ber ábyrgð á að fá endurgjöf/mat á meðan á námskeiði stendur og/eða við lok námskeiðs. Upplýsingar um mat eru stundum nýttar.

☐ Fræðsluaðili ber ábyrgð á að fá endurgjöf/mat á meðan á námskeiði stendur og/eða að því loknu, verklag er til staðar til þess að nýta endurgjöfina til þess að fylgjast með og aðlaga námskeiðið og kennsluaðferðir.

Athugasemdir matsaðila:

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 33

Page 34: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

4.1 Viðmið um námsskeiðsmat og gæðaeftirlit

4.1.2 Fræðsluaðili tryggir að starfsmenn taki þátt í gæðaeftirliti og stöðugri eflingu gæða.

Hvernig er starfsfólk þjálfað og virkjað til þess að taka þátt í umbótum á námsframboði, þjónustu og annarri starfsemi?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan.

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan). ☐☐ Ekkert kerfi gæðaeftirlits þar sem starfsfólk er virkt. ☐☐ Aðeins eldra og þjálfað starfsfólk virkjað. ☐☐ Leiðbeinendur og stjórnendur þjálfaðir og taka virkan þátt í

sífelldri eflingu gæða. ☐

☐ Allt starfsfólk fræðsluaðila þjálfað og virkjað til þess að taka þátt í sjálfsmati og endurskoðun sífelldrar eflingar á gæðum.

☐ Allt starfsfólk fræðsluaðila þjálfað, virkjað, árangursrík þátttaka starfsfólks í sjálfsmati og endurskoðun, fullkomin skráning og eftirfylgni við innleiðingu úrbóta innan stofnunarinnar.

Athugasemdir matsaðila:

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 34

Page 35: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

4.2 Viðmið um gæðastjórnun

4.2.1 Fræðsluaðili tryggir að ákveðinn einstaklingur eða teymi hafið verið tilnefnt og falin ábyrgð á gæðaeftirliti.

Skráið nafn/nöfn einstaklinga sem ber/a ábyrgð á innri ferlum fyrir gæðaeftirlit.

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan.

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan).

☐ Enginn einstaklingur eða teymi bera ábyrgð á gæðastarfi.

☐ Einstaklingur/teymi útnefnt munnlega, upplýsingar veittar. ☐☐ Formleg skrifuð útnefning einstaklings/teymis, upplýsingar veittar. ☐

Athugasemdir matsaðila:

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 35

Page 36: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

4.2 Viðmið um gæðastjórnun

4.2.2 Fræðsluaðili tryggir að fyrir liggi samþykktir ferlar fyrir gæðamat og innleiðingu úrbóta.

Hvernig eru gæði námsframboðsins tryggð til lengri tíma? Útskýrið innri ferla, hvernig meginsvið fyrir gæðaúrbætur eru greind og hvernig ferlar/aðgerðir til umbóta eru innleidd og þeim hrint í framkvæmd.

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan.

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan). ☐☐ Ekkert innra ferli til staðar. ☐☐ Munnlegar umræður, fundir en engar skriflegar niðurstöður. ☐☐ Munnlegar umræður, fundir, skriflegar niðurstöður. ☐☐ Vísir að skjalfestri staðfestingu ferla, munnlegar umræður og

fundir, skriflegar niðurstöður. ☐

☐ Ferli liggur fyrir en engin lýsing á innleiðingu. ☐☐ Ferlið liggur fyrir, úrbótum hefur verið lýst, innleiðing og

aðgerðum hrint í framkvæmd samkvæmt því.☐

Athugasemdir matsaðila:

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 36

Page 37: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

4.2 Viðmið um gæðastjórnun

4.2.3 Fræðsluaðili tryggir að fyrir liggi samþykkt gæðaviðmið sem höfð eru til hliðsjónar við gæðamat.

Hvaða kerfi er stuðst við til þess að efla gæði námsframboðsins/starfseminnar – til dæmis EQM, ISO 9E37, samþykktir innan stofnunar, spurningar / leiðbeiningar / viðmið / gæðagátlistar (útskýrið).

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan.

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan). ☐☐ Engin innri viðmið fyrir mat á framkvæmd náms liggja fyrir. ☐☐ Innri viðmið fyrir mat á framkvæmd náms liggja fyrir. ☐☐ Ytri viðmið fyrir mat á framkvæmd náms eru notuð. ☐

Athugasemdir matsaðila:

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 37

Page 38: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

4.2 Viðmið um gæðastjórnun

4.2.4 Fræðsluaðili tryggir að starfsfólk sem tekur þátt í gæðamati njóti stuðnings við að skilja og nýta gæðaferlið til að viðhalda gæðamenningu.

Hvernig er staðið að þjálfun starfsfólks og það hvatt til að taka þátt í gæðamati?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan.

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan). ☐☐ Starfsfólk tekur ekki þátt. ☐☐ Starfsfólk er upplýst um gæðamat. ☐☐ Starfsfólk er þjálfað til þess að skilja og nota gæðaferlin. ☐☐ Árangursrík þátttaka starfsfólks í gæðamati skjalfest og að fullu

fylgt eftir með umbótum. ☐

Athugasemdir matsaðila:

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 38

Page 39: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

4.2 Viðmið um gæðastjórnun

4.2.5 Fræðsluaðili hefur ferli til þess að fylgjast með og vakta þarfir fólks sem hefur sýnt áhuga á námi og haft samband við fræðsluaðila.

Er kerfi/ferli til þess að sinna símtölum, tölvupóstum eða annars konar fyrirspurnum frá námsmönnum sem láta í ljósi áhuga (efni, tímasetningu o.s.frv.)?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan.

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan). ☐☐ Engin eftirfylgni. ☐☐ Algengar aðferðir/ferli að eigin vali sem geyma upplýsingar og

nægileg smáatriði (s.s. efni, tímasetningu) engin vöktun.☐

☐ Algengar aðferðir/ferli að eigin vali sem geyma öll atriði (s.s. efni, tímasetningu, upplýsingum um hvernig hægt er að ná í fyrirspyrjenda), engin vöktun.

☐ Fræðsluaðili notast við kerfi/ferla til þess að fylgjast með og vakta.

☐ Tekið er tillit til fyrirspurna frá hugsanlegum námsmönnum í gæðakerfi fræðsluaðila.

Athugasemdir matsaðila:

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 39

Page 40: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

4.2 Viðmið um gæðastjórnun

4.2.6 Hefur ferli til að taka við ábendingum og kvörtunum.

Hvernig sinnir fræðsluaðili kvörtunum og ábendingum?

Útskýringar fræðsluaðila:

Fylgiskjöl (stuðningsefni frá fræðsluaðila):

Merkið við viðeigandi fullyrðingu á grundvelli útskýringa hér á undan.

Fræðsluaðili Lýsing á stigum Matsaðili

☐ Á ekki við (útskýrt að ofan). ☐☐ Sinnir ekki ábendingu eða kvörtunum. ☐☐ Tilviljunarkennd meðferð hjá starfsmönnum. ☐☐ Umsýsla ábendinga og kvartana falin ákveðnum starfsmanni. ☐☐ Ábendingar og kvartanir eru skráðar og starfsmenn fjalla um þær. ☐☐ Tekið er tillit til ábendinga og kvartana í gæðakerfi fræðsluaðila. ☐

Athugasemdir matsaðila:

EQM – útgáfa 2.0 – Leiðbeiningar ásamt sjálfsmatseyðublöðum 40

Page 41: frae.kaliber.isfrae.kaliber.is/.../uploads/2017/11/...fraedsla-1.docx  · Web viewEvrópska gæðamerkið (EQM) Leiðbeiningar og. eyðublöð fyrir sjálfsmat . Fræðsla. Útgáfa

www.europeanqualitymark.org