travel survey 2007–2008 - hagstofan.s3.amazonaws.com · travelled both locally and abroad 20 18 5...

20
Ferðavenjurannsókn 2007–2008 Travel survey 2007–2008 Frá maí 2007 til apríl 2008 fóru landsmenn á aldrinum 16–74 ára í rúmlega 1,2 milljónir ferða innanlands og tæplega 400 þúsund ferðir erlendis. Gistinætur landsmanna á ferðalögum erlendis eru þó svipaðar og gistinætur á ferðalögum innanlands þar sem meðaldvalarlengd í hverri ferð innanlands var um 3 nætur en hver ferð erlendis að jafnaði 9 nætur. Algengasti áfangastaður ferða innanlands var á Suðurlandi og Vesturlandi og oftast var gist í sumar- eða orlofshúsi eða heima hjá vinum og ættingjum. Spánn, Bretland og Danmörk voru algengustu áfangastaðir á ferðum erlendis og í flestum tilvikum var gist á hóteli eða gistiheimili. Tilgangur ferða innanlands var yfirleitt til skemmtunar eða í 86% tilvika. Á ferðalögum erlendis voru 72% ferða skemmti- ferðir og 26% viðskiptaferðir. Einstaklingar af tekjuhærri heimilum ferðuðust meira og almennt séð ferðuðust konur oftar en karlar þó svo að þeir hafi ferðast meira vegna viðskipta. Í heftinu er yfirlit yfir helstu niðurstöður. Ýtarlegri niðurstöður má finna í töflum á vef Hagstofu Íslands undir efnisliðnum Ferðamál. Inngangur Ferðavenjurannsóknir hafa verið framkvæmdar reglulega frá árinu 1995 í ríkjum Evrópusambandsins og á Evrópska efnahagssvæðinu. Hagstofa Íslands gerði nú í annað skipti rannsókn á ferðavenjum landsmanna (einstaklinga á aldrinum 16–74 ára með búsetu á Íslandi). Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, hefur samræmt aðferðafræði við gerð þessara rannsókna sem er veigamikil úttekt á ferðavenjum íbúa í hverju landi. Rannsóknirnar eru mikilvægar til stefnumótunar hjá þeim aðilum og stofnunum sem að ferðaþjónustu koma. Niðurstöðurnar eru einnig mikilvæg heimild við gerð hliðarreikninga fyrir ferðaþjónustu (e. Tourism Satellite Accounts ). Rannsóknin fór fram í þremur áföngum frá september 2007 til maí 2008 þar sem spurt var um ferðalög síðustu mánuði áður en rannsóknin var lögð fyrir. Niðurstöður eru birtar eftir ársþriðjungum eða miðað við ár á tímabilinu maí 2007 til apríl 2008. Viðmiðunartímabilin í rannsókninni voru maí til ágúst 2007, september til desember 2007 og frá janúar til apríl 2008. Árið 1996–1997 var gerð rannsókn á ferðavenjum Íslendinga á vegum Hagstofu Íslands. Rannsóknin var endurtekin nú fyrir árið 2007–2008 og eru helstu niðurstöður birtar í þessu hefti, en ýtarlegra talnaefni er að finna á vef Hagstofu Íslands undir efnisliðnum Ferðamál. Samantekt Samræmdar rannsóknir á ferðavenjum í Evrópuríkjum frá 1995 Viðmiðunartímabil maí 2007 til apríl 2008 Fyrri rannsókn frá 1996 2009:2 • 25. nóvember 2009

Upload: tranhuong

Post on 08-Mar-2019

215 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Travel survey 2007–2008 - hagstofan.s3.amazonaws.com · Travelled both locally and abroad 20 18 5 Ferðuðust hvorki innanlands nér erlendis Travelled neither locally nor abroad

Ferðavenjurannsókn 2007–2008Travel survey 2007–2008

Frá maí 2007 til apríl 2008 fóru landsmenn á aldrinum 16–74 ára í rúmlega 1,2 milljónir ferða innanlands og tæplega 400 þúsund ferðir erlendis. Gistinætur landsmanna á ferðalögum erlendis eru þó svipaðar og gistinætur á ferðalögum innanlands þar sem meðaldvalarlengd í hverri ferð innanlands var um 3 nætur en hver ferð erlendis að jafnaði 9 nætur.

Algengasti áfangastaður ferða innanlands var á Suðurlandi og Vesturlandi og oftast var gist í sumar- eða orlofshúsi eða heima hjá vinum og ættingjum. Spánn, Bretland og Danmörk voru algengustu áfangastaðir á ferðum erlendis og í flestum tilvikum var gist á hóteli eða gistiheimili. Tilgangur ferða innanlands var yfirleitt til skemmtunar eða í 86% tilvika. Á ferðalögum erlendis voru 72% ferða skemmti-ferðir og 26% viðskiptaferðir. Einstaklingar af tekjuhærri heimilum ferðuð ust meira og almennt séð ferðuðust konur oftar en karlar þó svo að þeir hafi ferðast meira vegna viðskipta.

Í heftinu er yfirlit yfir helstu niðurstöður. Ýtarlegri niðurstöður má finna í töflum á vef Hagstofu Íslands undir efnisliðnum Ferðamál.

Inngangur

Ferðavenjurannsóknir hafa verið framkvæmdar reglulega frá árinu 1995 í ríkjum Evrópusambandsins og á Evrópska efnahagssvæðinu. Hagstofa Íslands gerði nú í annað skipti rannsókn á ferðavenjum landsmanna (einstaklinga á aldrinum 16–74 ára með búsetu á Íslandi). Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, hefur samræmt aðferðafræði við gerð þessara rannsókna sem er veigamikil úttekt á ferðavenjum íbúa í hverju landi. Rannsóknirnar eru mikilvægar til stefnumótunar hjá þeim aðilum og stofnunum sem að ferðaþjónustu koma. Niðurstöðurnar eru einnig mikilvæg heimild við gerð hliðarreikninga fyrir ferðaþjónustu (e. Tourism Satellite Accounts).

Rannsóknin fór fram í þremur áföngum frá september 2007 til maí 2008 þar sem spurt var um ferðalög síðustu mánuði áður en rannsóknin var lögð fyrir. Niðurstöður eru birtar eftir ársþriðjungum eða miðað við ár á tímabilinu maí 2007 til apríl 2008. Viðmiðunartímabilin í rannsókninni voru maí til ágúst 2007, september til desember 2007 og frá janúar til apríl 2008.

Árið 1996–1997 var gerð rannsókn á ferðavenjum Íslendinga á vegum Hagstofu Íslands. Rannsóknin var endurtekin nú fyrir árið 2007–2008 og eru helstu niðurstöður birtar í þessu hefti, en ýtarlegra talnaefni er að finna á vef Hagstofu Íslands undir efnisliðnum Ferðamál.

Samantekt

Samræmdar rannsóknir á ferðavenjum í Evrópuríkjum

frá 1995

Viðmiðunartímabil maí 2007 til apríl 2008

Fyrri rannsókn frá 1996

2009:2  •  25. nóvember 2009

Page 2: Travel survey 2007–2008 - hagstofan.s3.amazonaws.com · Travelled both locally and abroad 20 18 5 Ferðuðust hvorki innanlands nér erlendis Travelled neither locally nor abroad

2

Ferðalög landsmanna

Ferðalög eru skilgreind sem ferð út fyrir venjulegt hversdagsumhverfi þar sem gist er að minnsta kosti eina nótt. Með venjulegu hversdagsumhverfi er átt við svæði þar sem fólk býr, starfar og/eða gengur í skóla.

Á tímabilinu maí til ágúst 2007 fóru 85% landsmanna í ferðalag, 73% ferðuðust innan­lands og tæpur helmingur ferðaðist erlendis. Tæp 40% ferðuðust bæði innanlands og erlendis á þessu tímabili en 15% landsmanna fóru ekki í ferðalag. Í niðurstöðum frá fyrri rannsókn árið 1996 er hlutfall þeirra sem ferðast höfðu innanlands svipað og í niðurstöðum nú, eða 76%. Ferðir erlendis voru þó mun fátíðari árið 1996 þegar 28% af landsmönnum ferðuðust erlendis.

Tafla 1. Hlutfall landsmanna sem ferðuðustTable 1. Percent of inhabitants who travelled

Maí–ágúst Sept.–des. Janúar–aprílMay–August Sept.–Dec. January–April

2007–2008Ferðuðust innanlands Travelled locally 73 33 41Ferðuðust erlendis Travelled abroad 49 39 36Ferðuðust bæði innanlands og erlendis Travelled both locally and abroad 38 16 18Ferðuðust hvorki innanlands nér erlendis Travelled neither locally nor abroad 15 44 41

1996Ferðuðust innanlands Travelled locally 76 42 37Ferðuðust erlendis Travelled abroad 28 26 15Ferðuðust bæði innanlands og erlendis Travelled both locally and abroad 20 18 5Ferðuðust hvorki innanlands nér erlendis Travelled neither locally nor abroad 16 50 53

Athygli vekur að á tímabilinu september til desember 2007 ferðuðust fleiri erlendis en innanlands, en 33% landsmanna ferðuðust innanlands en 39% erlendis. Um 16% ferðuðust bæði innanlands og erlendis en 44% aðspurðra sögðust ekki hafa ferðast á tímabilinu. Í sambærilegri úttekt frá 1996 ferðuðust 42% landsmanna innanlands og 26% erlendis tímabilið september til desember 1996.

Frá janúar til apríl 2008 ferðuðust 41% innanlands en 36% erlendis. Um 18% ferðuð­ust bæði innanlands og erlendis en 41% svarenda ferðaðist ekki á tímabilinu. Á sama tímabili árið 1996 ferðuðust 37% innanlands, en hlutfall þeirra sem ferðuðust erlendis var töluvert lægra, um 15%.

Sumarið 2007 ferðuðust 73% landsmanna innan-lands og 49% ferðuðust

erlendis

Fleiri ferðuðust erlendis en innanlands september til

desember 2007

41% ferðaðist ekki á fyrsta ársþriðjungi 2008

Page 3: Travel survey 2007–2008 - hagstofan.s3.amazonaws.com · Travelled both locally and abroad 20 18 5 Ferðuðust hvorki innanlands nér erlendis Travelled neither locally nor abroad

3

Tafla 2. Fjöldi ferða og gistinætur frá maí 2007 til apríl 2008Table 2. Number of trips and overnight stays from May 2007 to April 2008

Ferðir innanlands Domestic trips Erlendis ferðir Outbound tripsFerðir Gistinætur Ferðir GistinæturTrips Overnight stays Trips Overnight stays

Alls Total 1.209.476 3.590.797 393.160 3.510.858

Kyn SexKarlar Males 602.869 1.656.196 209.208 1.783.642Konur Females 606.608 1.934.601 183.952 1.727.216

Aldur Age16–24 ára years 178.163 500.422 47.795 521.03525–44 ára years 493.925 1.391.540 169.350 1.371.25845–64 ára years 426.188 1.328.970 152.681 1.302.59065–74 ára years 111.201 369.865 23.333 315.975

Áfangastaðir, gistinætur og tegund gistingar

Heildarfjöldi gistinátta ferðamanna innanlands frá maí 2007 til apríl 2008 er áætlaður tæplega 3,6 milljónir. Ferðirnar voru um 1,2 milljónir sem þýðir að hver einstaklingur á aldrinum 16–74 ára með búestu á Íslandi fór að meðaltali í um 5 ferðir og dvaldi 16 gistinætur. Ferðir landsmanna innanlands voru yfirleitt frekar stuttar en meðaldvalar­lengd í hverri ferð var 3 nætur.

Ferðavenjur landsmanna innanlands hafa aðeins breyst á þessu rúmlega 11 ára tímabili sem liðið hefur á milli rannsóknanna. Ferðum og gistinóttum á ferðalögum innan­lands hefur fjölgað umtalsvert en gistinætur í rannsókninni 1996 voru tæplega 2,4 milljónir eða að meðaltali 13 á hvern einstakling. Áfangastaðir eftir landsvæðum voru nokkuð svipaðir en tegund gistingar hefur lítillega breyst.

Algengasti áfangastaður innanlands eftir landshlutum var Suðurland. Á rann sóknar­tímabilinu voru 32% ferða landsmanna innanlands til Suðurlands. Næst algengasti áfangastaður var Vesturland en þangað lágu 17% ferða á öllum tímabilum. Ferðir til höfuðborgarsvæðisins breyttust hinsvegar mikið á milli tímabila, þannig voru 10% ferða þangað í maí til ágúst 2007 en um 24% ferða í janúar til apríl 2008.

Borið saman við rannsóknina 1996, þá hefur ferðum til Suðurlands og Vesturlands fjölgað en hlutfallslega hefur dregið úr ferðum til annarra landsvæða.

3,6 milljónir gistinátta innan-lands frá maí 2007 til apríl

2008

Suðurland algengasti áfangastaður innanlands

Page 4: Travel survey 2007–2008 - hagstofan.s3.amazonaws.com · Travelled both locally and abroad 20 18 5 Ferðuðust hvorki innanlands nér erlendis Travelled neither locally nor abroad

4

Mynd 1. Áfangastaðir innanlands eftir landsvæðumFigure 1. Destinations of domestic trips by region

0 5 10 15 20 25 30 35

Hálendi Highlands

Suðurland South

Austurland East

Norðurland eystraNortheast

Norðurland vestraNorthwest

Vest�rðir West�ords

Vesturland West

Suðurnes Southwest

HöfuðborgarsvæðiðCapital region

Maí 2007–apríl 2008 May 2007–April 2008 1996

%

Tegund gistingar innanlands breyttist nokkuð eftir tímabilum en algengast var að ferðamenn gistu í sumar­ eða orlofshúsum eða hjá vinum og ættingjum. Frá maí 2007 til apríl 2008 lágu 35% af ferðum innanlands í sumar­ eða orlofshús, í flestum tilvikum (72%) var um að ræða sumarhús í eigin eigu eða í eigu ættingja og vina og í 20% tilvika sumarhús stéttarfélaga. Ferðir þar sem gist var hjá ættingjum og vinum voru 27% af heildarferðum og í 12% ferða var gist á hóteli eða gistiheimili.

Tegund gistingar á ferðalögum innanlands hefur breyst nokkuð frá árinu 1996, ferðir þar sem gist er á hótelum og gistiheimilum eða tjaldsvæðum hafa aukist umtalsvert en ferðum þar sem gist er hjá ættingjum og vinum fækkað.

Mynd 2. Tegund gistingar í ferðum innanlandsFigure 2. Type of accommodation in domestic trips

0 5 10 15 20 25 30 35 40

Annað Other

Hjá ættingjum og vinumWith relatives and friends

Sumar- eða orlofshúsSummer or holiday houses

Tjaldsvæði1 Camping sites1

Hótel og gistiheimiliHotels and guesthouses

Maí 2007–apríl 2008 May 2007–April 2008 1996

%

1 Þ.m.t. tjaldvagnar, fellihýsi, hjólhýsi og húsbílar. Including trailers, caravans and mobile homes.

Gistinætur landsmanna erlendis voru rúmlega 3,5 milljónir en ferðirnar tæplega 400 þúsund á tímabilinu maí 2007 til apríl 2008. Gistinætur ferðamanna erlendis eru því svipaðar og gistinætur innanlands þó að ferðir innanlands séu þrefalt fleiri.

Flestir gista í sumar- eða orlofshúsum

Fleiri gistinætur erlendis en innanlands

Page 5: Travel survey 2007–2008 - hagstofan.s3.amazonaws.com · Travelled both locally and abroad 20 18 5 Ferðuðust hvorki innanlands nér erlendis Travelled neither locally nor abroad

5

Meðaldvalarlengd á ferðalögum erlendis var þannig þrefalt lengri en á ferðalögum innanlands eða tæplega 9 nætur.

Miklar breytingar hafa orðið á ferðavenjum landsmanna erlendis samanborið við rannsóknina 1996 þegar gistinætur erlendis voru rúmlega 1,5 milljónir og ferðirnar 123 þúsund.

Spánn var algengasti áfangastaðurinn í ferðalögum erlendis frá maí 2007 til apríl 2008 en þá lögðu 18% þeirra sem ferðuðust erlendis leið sína þangað. Bretland var annar vinsælasti áfangastaðurinn með 15% ferðamanna og þar næst Danmörk með 14%. Spánn var algengasti áfangastaðurinn tímabilið maí til ágúst 2007 og janúar til apríl 2008 en Bandaríkin eða Kanada voru algengasti áfangastaðurinn í september til desember 2007 þegar 18% þeirra sem ferðuðust erlendis lögðu leið sína þangað.

Áfangastaðir ferðalanga erlendis hafa breyst lítillega frá 1996 þegar flestar ferðir erlendis voru til Bretlands, en Spánn, Danmörk og Bandaríkin fylgdu í kjölfarið.

Mynd 3. Áfangastaðir erlendisFigure 3. Outbound trips by destination

0 5 10 15

Önnur lönd Other countries

Bandaríkin og Kanada USA and Canada

Önnur Evrópulönd Other European countries

Holland Netherlands

Frakkland France

Ítalía Italy

Þýskaland Germany

Bretland United Kingdom

Spánn Spain

Önnur Norðurlönd Other Nordic countries

Svíþjóð Sweden

Noregur Norway

Danmörk Denmark

Maí 2007–apríl 2008 May 2007–April 2008 1996

%

Algengast var að ferðamenn bókuðu sjálfir flugið á ferðalögum erlendis og voru ferðir bókaðar í gegnum vefsíður flugfélaga í um 60–70% tilvika eftir tímabilum. Áberandi munur er á flugbókunum eftir því hvert ferðinni er heitið, en hlutfallslega mun færri ferðamenn sem fóru til Spánar eða Ítalíu bókuðu flugið sjálfir hjá flugfélagi enda var hlutfall pakkaferða1 algengast í ferðum til þessara landa. Hlutfall pakkaferða var á bilinu 25–32% ferða eftir tímabilum, og þær voru algengastar hjá ferðamönnum á aldrinum 65–74 ára janúar til apríl 2008 eða 60%.

Tilgangur ferða eftir aldri, kyni og tekjum heimilis

Ferðir á rannsóknartímabilinu voru flestar yfir sumartímann, þó voru ferðavenjur eftir tímabilum nokkuð mismunandi eftir aldri ferðamanna. Þeir sem voru á aldrin­um 25–64 ára ferðuðust að jafnaði mest yfir allt árið en þeir sem voru 65 ára og eldri fóru þó í hlutfallslega fleiri ferðir utan sumartímans og þá sérstaklega erlendis. Þeir

1 Pakkaferðir eru samsett ferðaþjónusta, skipulögð fyrirfram, sem tekur að minnsta kosti til flutn­ings og gistiaðstöðu eða annars hvors og annarrar nauðsynlegrar þjónustu við ferðamenn.

Spánn vinsælasti áfanga-staðurinn erlendis

Pakkaferðir um 30% ferða

25–64 ára ferðast mest

Page 6: Travel survey 2007–2008 - hagstofan.s3.amazonaws.com · Travelled both locally and abroad 20 18 5 Ferðuðust hvorki innanlands nér erlendis Travelled neither locally nor abroad

6

sem voru 24 ára og yngri ferðuðust álíka mikið innanlands og aðrir aldurshópar en miklu minna erlendis yfir vetrartímann.

Athygli vekur að samkvæmt rannsókninni ferðast konur meira en karlar. Þetta á bæði við um ferðir innanlands og erlendis, nema í janúar til apríl 2008 þegar fleiri karlmenn ferðuðust erlendis. Þegar tilgangur ferða er skoðaður eftir kynjum kemur í ljós að algengara er að karlar fari í viðskiptaferðir en konur.

Ferðir voru oftast farnar til skemmtunar. Eftir tímabilum voru 82–88% ferða innan­lands skemmtiferðir og 67–76% ferða erlendis. Næstum allir aðrir fóru í viðskiptaferðir sem voru algengari yfir vetrarmánuðina. Hlutfallslega fleiri ferðir karla töldust til viðskiptaferða, bæði ferðir innanlands og erlendis. Mestur munur var á ferðum erlendis á tímabilinu september til desember 2007, þar sem 39% ferða karla töldust til viðskiptaferða en 13% ferða kvenna.

Árið 1996 voru 79% ferða innanlands skemmtiferðir og 10% viðskiptaferðir, ferðir erlendis voru í 63% tilvika til skemmtunar og í 29% tilvika í viðskiptatilgangi. Þannig helst hlutfall viðskiptaferða nokkurn veginn óbreytt á milli rannsókna en skemmtiferðir hafa aukist töluvert á kostnað ferða sem flokkast undir annað en skemmti­ eða viðskiptaferðir.

Mynd 4. Megintilgangur ferða innanlands og utan, maí 2007 til apríl 2008Figure 4. Main purpose of domestic and outbound trips, May 2007 to April 2008

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

SkemmtiferðRecreational

ViðskiptaferðBusiness

AnnaðOther

Innanlands Domestic Erlendis Outbound

%

Heimilismenn á tekjuhærri heimilum ferðuðust meira, bæði innanlands og erlendis. Þegar skoðuð eru heimili þar sem mánaðartekjur voru yfir og undir 600 þúsund krónum á mánuði kemur í ljós að einstaklingar á tekjuhærri heimilunum ferðuðust umtalsvert meira. Yfir sumarmánuðina var ekki mikill munur á ferðlögum innan­lands eftir tekjuhópum en töluverður munur á öðrum árstímum og þá sérstaklega á ferðum erlendis.

Gagnasöfnun og úrvinnsla

Rannsóknin var framkvæmd í þremur hlutum og náði yfir heilt ár, frá maí 2007 til apríl 2008. Viðmiðunartímabil voru maí til ágúst 2007, september til desember 2007 og janúar til apríl 2008. Fyrir hverja lotu rannsóknarinnar var tekið 1200 manna handahófskennt úrtak úr þjóðskrá, lagskipt eftir kyni og aldri. Í úrtaksramma voru einstaklingar sem við upphaf tímabils voru á aldrinum 16–74 ára með búsetu á

Konur ferðast meira

Karlar fara frekar í viðskiptaferðir

Úrtak og heimtur

Page 7: Travel survey 2007–2008 - hagstofan.s3.amazonaws.com · Travelled both locally and abroad 20 18 5 Ferðuðust hvorki innanlands nér erlendis Travelled neither locally nor abroad

7

Íslandi. Rannsóknin fór fram með spurningalista á vefsvæði Hagstofunnar og í síma. Þeir sem lentu í úrtaki fengu sent kynningarbréf með notandanafni og lykilorði að spurningalista sem vistaður var á vefsvæði Hagstofunnar. Hringt var í þá sem ekki svöruðu spurningalistanum á netinu innan tveggja vikna og þeim boðið að svara í síma. Svörun var á bilinu 76–78% eftir lotum.

Tafla 3. Úrtak og bakgrunnsbreyturTable 3. Sample and background variables

Maí–ágúst 2007 Sept.–des. 2007 Janúar–apríl 2008May–August 2007 Sept.–Dec. 2007 January–April 2008

Fjöldi Hlutfall Vigtun Fjöldi Hlutfall Vigtun Fjöldi Hlutfall VigtunNumber Percent Weig. Number Percent Weig. Number Percent Weig.

ÞýðiPopulation 223.399 • • 228.058 • • 230.053 • •ÚrtaksstærðSample size 1.200 • • 1.200 • • 1.200 • •SvörunResponse 915 76 • 934 78 • 936 78 •

Kyn SexKarlar Males 452 49 52 471 50 52 470 50 52Konur Females 463 51 48 463 50 48 466 50 48

Aldur Age16–24 ára years 165 18 18 175 19 18 157 17 1825–44 ára years 374 41 41 377 40 40 379 40 4145–65 ára years 309 34 33 299 32 33 308 33 3365–74 ára years 67 7 8 83 9 8 91 10 8

Skýringar Notes: Fjöldi einstaklinga, hlutfall af heildarfjölda svarenda og hlutfall af heildarfjölda svarenda eftir vigtun. Number of individuals, percentage of total number of respondents, percentage of respondents after weighting.

Niðurstöður rannsóknar á ferðavenjum eru settar fram þar sem við á eftir kyni, aldri og tekjum heimilis. Heimilistekjur eru heildartekjur allra heimilismanna á mánuði fyrir skatt í íslenskum krónum. Niðurstöður fyrir tekjur heimilis eru birtar fyrir sex tekjubil:

• 0–200 þúsund• 201–400 þúsund• 401–600 þúsund• 601–800 þúsund• 801–1.000 þúsund• Meira en 1 milljón

Allar niðurstöður rannsóknarinnar eru einnig settar fram á vefsíðu Hagstofu Íslands á slóðinni www.hagstofa/ferdamal.

Framsetning niðurstaðna

Page 8: Travel survey 2007–2008 - hagstofan.s3.amazonaws.com · Travelled both locally and abroad 20 18 5 Ferðuðust hvorki innanlands nér erlendis Travelled neither locally nor abroad

8

English summary

Over the period from May 2007 to April 2008, the total number of trips that were taken by residents of Iceland aged 16 to 74 amounted to 1.2 million trips within the country, and approximately 400 thousand trips overseas. However, the total number of nights spent on trips abroad was similar to the total number of nights spent on domestic trips, as the average number of nights per trip was 9 nights in the case of outbound trips and 3 nights in the case of domestic trips.

The most common destination in domestic trips was the South and the West region of Iceland, and the most common types of accommodation were ‘holiday houses’ or ‘the homes of friends and relatives’. Spain, The United Kingdom and Denmark were the most popular destinations in outbound trips, and in the vast majority of cases the accommodation was hotels or guesthouses. The majority of domestic trips were holiday and recreational, or 86% of the total. For outbound trips, roughly 72% were holiday and recreational trips, while 26% were business trips. The study shows that individuals from households with higher income were more prone to travel than others, and women generally travelled more often than men. However, men went on more business trips than women.

This issue comprises an overview of the main results of the underlying study. Further data from the research can be found on the website of Statistics Iceland.

Page 9: Travel survey 2007–2008 - hagstofan.s3.amazonaws.com · Travelled both locally and abroad 20 18 5 Ferðuðust hvorki innanlands nér erlendis Travelled neither locally nor abroad

9

Tafla 4. Áfangastaðir ferða innanlands eftir landssvæðumTable 4. Destination of domestic trips by region

Maí 2007–apríl 2008 Maí–ágúst 2007 Sept.–des. 2007 Janúar–apríl 2008May 2007–April 2008 May–August 2007 Sept.–Dec. 2007 January–April 2008

Alls Total 1.281.222 719.053 244.612 317.557

Hlutfall PercentHöfuðborgarsvæðið Capital region 15 10 18 24Suðurnes Southwest 1 1 2 1Vesturland West 17 18 16 16Vestfirðir Westfjords 5 6 5 4Norðurland vestra Nortwest 6 8 5 4Norðurland eystra Northeast 13 13 11 14Austurland East 8 10 6 6Suðurland South 32 32 34 31Hálendi Highland area 2 2 3 1

Gistinætur alls Overnight stays, total 3.590.797 2.008.112 713.220 869.464

Hlutfall PercentHöfuðborgarsvæðið Capital region 14 9 15 24Suðurnes Southwest 1 1 1 1Vesturland West 16 16 14 17Vestfirðir Westfjords 8 8 11 5Norðurland vestra Nortwest 7 9 5 3Norðurland eystra Northeast 14 15 10 15Austurland East 9 11 6 7Suðurland South 30 29 36 28Hálendi Highland area 2 2 2 1

Page 10: Travel survey 2007–2008 - hagstofan.s3.amazonaws.com · Travelled both locally and abroad 20 18 5 Ferðuðust hvorki innanlands nér erlendis Travelled neither locally nor abroad

10

Tafla 5. Ferðir landsmanna1 eftir kyni, aldri og tekjum heimilisTable 5. Travels of residents1 by sex, age and household income

Hlutfall Percent Maí til águst 2007 May to August 2007Innanlands Erlendis Hvort tveggja Ferðuðust ekki

Domestic Outbound Combined Did not travel

Alls Total 73 49 38 15

Kyn SexKarlar Males 70 47 35 18Konur Females 76 52 41 12

Aldur Age16–24 ára years 68 51 38 1925–44 ára years 76 51 40 1445–64 ára years 76 51 39 1265–74 ára years 60 34 18 24

Tekjur heimilis, íslenskar krónurHousehold income in ISK0–200 þúsund thousand 53 34 19 32201–400 þúsund thousand 74 40 29 15401–600 þúsund thousand 75 49 36 13601–800 þúsund thousand 82 54 45 9801–1.000 þúsund thousand 71 63 45 11Meira en 1 milljón Over 1 million 85 69 62 8

1 Með landsmönnum er átt við einstaklinga á aldrinum 16–74 ára með búsetu á Íslandi. Residents of Iceland aged 16–74 years.

Page 11: Travel survey 2007–2008 - hagstofan.s3.amazonaws.com · Travelled both locally and abroad 20 18 5 Ferðuðust hvorki innanlands nér erlendis Travelled neither locally nor abroad

11

September til desember 2007 September to December 2007 Janúar til apríl 2008 January to April 2008Innanlands Erlendis Hvort tveggja Ferðuðust ekki Innanlands Erlendis Hvort tveggja Ferðuðust ekki

Domestic Outbound Combined Did not travel Domestic Outbound Combined Did not travel

33 39 16 44 41 36 18 41

31 37 14 46 40 38 19 4134 41 18 43 42 35 17 40

31 24 9 54 39 22 12 5238 40 19 41 43 36 18 3928 45 16 42 42 44 23 3625 39 13 48 34 37 14 43

27 22 7 58 25 19 1 5727 33 10 50 27 27 8 5433 38 17 46 46 32 16 3844 51 22 27 48 42 25 3637 52 20 29 48 63 35 2441 56 30 33 62 58 38 18

Page 12: Travel survey 2007–2008 - hagstofan.s3.amazonaws.com · Travelled both locally and abroad 20 18 5 Ferðuðust hvorki innanlands nér erlendis Travelled neither locally nor abroad

12

Tafla 6. Tegund gistingar á ferðum innanlandsTable 6. Types of accomodation in domestic trips

Maí 2007–apríl 2008 Maí–ágúst 2007 Sept.–des. 2007 Janúar–apríl 2008May 2007–April 2008 May–August 2007 Sept.–Dec. 2007 January–April 2008

Ferðir alls Trips, total 1.281.222 719.053 244.612 317.557

Hlutfall PercentHótel og gistiheimili Hotels and guesthouses 12 10 13 18Tjaldi Campings 5 8 1 0Tjaldvagn/fellihýsi Trailers 7 11 1 0Hjólhýsi Caravans 2 3 3 1Húsbíll Mobile homes 4 6 1 1Sumar­ eða orlofshús Summer or holiday houses 35 33 37 39Farfuglaheimili Youth hostels 0 0 0 0Svefnpokagisting Sleeping-bag accommodation 1 1 1 1Skáli á hálendi Highland lodges 2 3 1 2Heimagisting Private tourist accommodation 2 2 2 2Hjá ættingjum og vinum With relatives and friends 27 21 37 33Annað Other 2 2 3 3

Gistinætur alls Overnight stays, total 3.590.797 2.008.112 713.220 869.464

Hlutfall PercentHótel og gistiheimili Hotels and guesthouses 11 10 11 13Tjaldi Campings 4 7 1 0Tjaldvagn/fellihýsi Trailers 6 10 1 0Hjólhýsi Caravans 3 3 4 1Húsbíll Mobile homes 4 6 1 1Sumar­ eða orlofshús Summer or holiday houses 36 33 37 40Farfuglaheimili Youth hostels 0 1 0 0Svefnpokagisting Sleeping-bag accommodation 1 1 1 0Skáli á hálendi Highland lodges 2 2 2 2Heimagisting Private tourist accommodation 2 2 3 1Hjá ættingjum og vinum With relatives and friends 29 22 37 38Annað Other 2 2 2 3

Page 13: Travel survey 2007–2008 - hagstofan.s3.amazonaws.com · Travelled both locally and abroad 20 18 5 Ferðuðust hvorki innanlands nér erlendis Travelled neither locally nor abroad

13

Tafla 7. Áfangastaðir erlendisTable 7. Outbound trips by destination

Maí 2007–apríl 2008 Maí–ágúst 2007 Sept.–des. 2007 Janúar–apríl 2008May 2007–April 2008 May–August 2007 Sept.–Dec. 2007 January–April 2008

Ferðir alls Trips, total 393.160 152.283 122.938 117.939

Hlutfall PercentDanmörk Denmark 14 14 15 13Noregur Norway 3 3 3 4Svíþjóð Sweden 5 5 6 4Önnur Norðurlönd Other Nordic countries 2 2 1 1Þýskaland Germany 6 6 7 5Bretland United Kingdom 15 12 15 18Frakkland France 3 4 3 1Ítalía Italy 3 4 2 3Spánn Spain 18 18 15 19Holland Netherlands 2 2 1 2Önnur Evrópulönd Other European countries 0 0 0 0Bandaríkin og Kanada USA and Canada 13 16 11 12Önnur lönd Other countries 13 11 18 10

Gistinætur alls Overnight stays, total 3.510.858 1.535.559 960.328 1.014.970

Hlutfall PercentDanmörk Denmark 10 11 11 7Noregur Norway 2 2 2 2Svíþjóð Sweden 3 3 4 2Önnur Norðurlönd Other Nordic countries 1 1 1 0Þýskaland Germany 5 5 5 3Bretland United Kingdom 8 7 9 10Frakkland France 2 2 2 1Ítalía Italy 4 4 1 5Spánn Spain 24 24 20 27Holland Netherlands 2 2 2 3Önnur Evrópulönd Other European countries 15 20 11 11Bandaríkin og Kanada USA and Canada 16 14 24 13Önnur lönd Other countries 9 5 7 17

Page 14: Travel survey 2007–2008 - hagstofan.s3.amazonaws.com · Travelled both locally and abroad 20 18 5 Ferðuðust hvorki innanlands nér erlendis Travelled neither locally nor abroad

14

Tafla 8. Meðaldvalarlengd á ferðalögum innanlandsTable 8. Average length of stay in domestic trips

Hlutfall Percent Maí 2007–apríl 2008 Maí–ágúst 2007 Sept.–des. 2007 Janúar–apríl 2008May 2007–April 2008 May–August 2007 Sept.–Dec. 2007 January–April 2008

Alls Total 2,8 2,8 2,9 2,7

Landsvæði RegionsHöfuðborgarsvæðið Capital region 2,6 2,5 2,5 2,7Suðurnes Southwest 2,2 2,3 2,0 2,6Vesturland West 2,6 2,4 2,5 3,0Vestfirðir Westfjords 4,4 4,1 6,5 3,5Norðurland vestra Nortwest 2,9 3,1 2,8 2,2Norðurland eystra Northeast 3,0 3,1 2,7 2,8Austurland East 3,2 3,2 2,7 3,4Suðurland South 2,7 2,6 3,1 2,5Hálendi Highland area 2,3 2,5 2,1 2,0

Tegund gististaðar Type of accommodationHótel og gistiheimili Hotels and guesthouses 2,2 2,1 2,2 2,3Tjaldi Campings 2,3 2,3 1,8 1,5Tjaldvagn/fellihýsi Trailers 2,8 2,8 2,1 1,7Hjólhýsi Caravans 3,4 3,7 3,2 1,9Húsbíll Mobile homes 2,8 3,0 1,7 1,3Sumar­ eða orlofshús Summer or holiday houses 3,0 2,9 3,2 2,9Farfuglaheimili Youth hostels 2,8 2,7 2,0 6,0Svefnpokagisting Sleeping-bag accommodation 2,4 2,3 2,4 3,2Skáli á hálendi Highland lodges 2,4 2,6 2,0 2,1Heimagisting Private tourist accommodation 2,3 2,5 2,1 2,1Hjá ættingjum og vinum With relatives and friends 3,0 3,1 3,1 2,8Annað Other 2,3 2,0 2,3 2,8

Page 15: Travel survey 2007–2008 - hagstofan.s3.amazonaws.com · Travelled both locally and abroad 20 18 5 Ferðuðust hvorki innanlands nér erlendis Travelled neither locally nor abroad

15

Tafla 9. Meðaldvalarlengd á ferðalögum erlendisTable 9. Average length of stay in outbound trips

Hlutfall Percent Maí 2007–apríl 2008 Maí–ágúst 2007 Sept.–des. 2007 Janúar–apríl 2008May 2007–April 2008 May–August 2007 Sept.–Dec. 2007 January–April 2008

Alls Total 8,9 10,1 7,8 8,6

Danmörk Denmark 6,2 7,4 5,9 4,9Noregur Norway 5,9 7,3 6,0 4,4Svíþjóð Sweden 5,6 6,5 5,4 4,3Önnur Norðurlönd Other Nordic countries 5,8 6,7 6,4 3,1Þýskaland Germany 6,5 8,9 5,1 4,7Bretland United Kingdom 5,1 5,7 4,8 4,7Frakkland France 6,0 6,7 5,6 4,6Ítalía Italy 10,7 10,7 5,6 13,9Spánn Spain 11,9 13,0 10,4 11,8Holland Netherlands 10,5 8,9 10,3 12,2Önnur Evrópulönd Other European countries 10,0 12,3 8,2 7,6Bandaríkin og Kanada USA and Canada 11,4 12,7 10,7 10,7Önnur lönd Other countries 20,6 21,6 15,8 22,9

Page 16: Travel survey 2007–2008 - hagstofan.s3.amazonaws.com · Travelled both locally and abroad 20 18 5 Ferðuðust hvorki innanlands nér erlendis Travelled neither locally nor abroad

16

Tafla 10. Tilgangur ferða innanlands og erlendis eftir tímabilum 2007–2008Table 10. Main purpose of domestic and outbound trips

Hlutfall Maí 2007–apríl 2008 Maí–ágúst 2007Percent May 2007–April 2008 May–August 2007

Skemmtiferð Viðskiptaferð Annað Skemmtiferð Viðskiptaferð AnnaðRecreational Business Other Recreational Business Other

Innanlands Domestic 86 11 3 88 9 2

Kyn SexKarlar Males 80 16 4 87 12 2Konur Females 91 6 3 90 7 3

Aldur Age16–24 ára years 91 7 2 95 4 125–44 ára years 85 12 2 91 7 245–64 ára years 82 12 5 83 13 465–74 ára years 91 6 2 86 11 3

Erlendis Outbound 72 26 2 76 22 2

Kyn SexKarlar Males 64 34 1 71 28 1Konur Females 81 16 3 82 15 2

Aldur Age16–24 ára years 87 9 4 89 10 125–44 ára years 64 33 2 73 25 245–64 ára years 73 26 1 72 26 265–74 ára years 92 6 2 92 8 0

Page 17: Travel survey 2007–2008 - hagstofan.s3.amazonaws.com · Travelled both locally and abroad 20 18 5 Ferðuðust hvorki innanlands nér erlendis Travelled neither locally nor abroad

17

September–desember 2007 Janúar–apríl 2008September–December 2007 January–April 2008

Skemmtiferð Viðskiptaferð Annað Skemmtiferð Viðskiptaferð AnnaðRecreational Business Other Recreational Business Other

83 12 5 82 14 4

72 20 8 73 23 595 3 2 91 6 3

86 12 2 87 9 380 18 3 76 19 479 9 13 83 13 498 2 1 97 1 2

71 26 3 67 30 2

59 39 2 62 37 184 13 3 74 21 5

79 11 10 92 3 563 36 1 55 42 474 23 3 72 28 092 6 3 92 5 2

Page 18: Travel survey 2007–2008 - hagstofan.s3.amazonaws.com · Travelled both locally and abroad 20 18 5 Ferðuðust hvorki innanlands nér erlendis Travelled neither locally nor abroad

18

Tafla 11. Pakkaferðir erlendis eftir áfangastöðum, kyni og aldriTable 11. Package tours in outbound trips by destination, gender and age

Hlutfall af ferðum Maí 2007–apríl 2008 Maí–ágúst 2007 Sept.–des. 2007 Janúar–apríl 2008Percent of trips May 2007–April 2008 May–August 2007 Sept.–Dec. 2007 January–April 2008

Alls Total 28 27 25 32

Áfangastaður DestinationDanmörk Denmark 11 12 10 13Noregur Norway 5 5 6 5Svíþjóð Sweden 4 3 0 11Önnur Norðurlönd Other Nordic countries 18 21 29 0Þýskaland Germany 22 8 32 29Bretland United Kingdom 19 11 12 32Frakkland France 10 9 16 0Ítalía Italy 52 45 45 67Spánn Spain 63 57 63 71Holland Netherlands 9 8 15 8Önnur Evrópulönd Other European countries 43 52 36 33Bandaríkin og Kanada USA and Canada 11 14 12 6Önnur lönd Other countries 27 6 53 22

Kyn SexKarlar Males 28 30 23 31Konur Females 27 24 27 32

Aldur Age16–24 ára years 28 30 17 3525–44 ára years 21 24 18 2145–64 ára years 33 29 31 3865–74 ára years 43 27 40 60

Page 19: Travel survey 2007–2008 - hagstofan.s3.amazonaws.com · Travelled both locally and abroad 20 18 5 Ferðuðust hvorki innanlands nér erlendis Travelled neither locally nor abroad
Page 20: Travel survey 2007–2008 - hagstofan.s3.amazonaws.com · Travelled both locally and abroad 20 18 5 Ferðuðust hvorki innanlands nér erlendis Travelled neither locally nor abroad

Hagtíðindi Ferðamál og samgöngur Statistical Series Tourism and transport 94. árg. • 60. tbl. 2009:2 ISSN 0019-1078 ISSN 1670-4576 (prentútgáfa print edition) • ISSN 1670-4584 (rafræn útgáfa PDF) Verð kr. Price ISK 1.300 • € 11 Umsjón Supervision Hildur Kristjánsdóttir • [email protected] Árni Fannar Sigurðsson • [email protected] Sími Telephone (+354) 528 1000 © Hagstofa Íslands Statistics Iceland • Borgartúni 21a 150 Reykjavík Iceland Bréfasími Fax (+354) 528 1099 Öllum eru heimil afnot af ritinu. Vinsamlegast getið heimildar. Please quote the source. www.hagstofa.is/hagtidindi www.statice.is/series

Prentsmiðjan Oddi ehf.