umhverfisskýrsla landsvirkjunnar 2010

92
UMHVERFISSKÝRSLA 2010

Upload: hugsmidjan

Post on 22-Mar-2016

226 views

Category:

Documents


5 download

DESCRIPTION

Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

TRANSCRIPT

Page 1: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

U M H V E R F I S S K Ý R S L A 2 0 1 0

Page 2: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

3

Yfirlýsing skoðunarmanns umhverfisskýrslu Landsvirkjunar

EFLA verkfræðistofa hefur rýnt umhverfisskýrslu Landsvirkjunar 2010 og staðfestir hér með að skýrslan inniheldur upplýsingar um helstu áhrifaþætti í umhverfismálum Lands virkjunar. Þessar upplýsingar eru í samræmi við niðurstöður vöktunar fyrirtækisins á lykiltölum í umhverfis málum. Einnig gerir umhverfisskýrslan grein fyrir þeim mæliniðurstöðum sem starfs leyfi fyrirtækisins kveða á um.

Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs EFLU verkfræðistofu

Page 3: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

4

YFIRLÝSING SKOÐUNARMANNS UMHVERFISSKÝRSLU LANDSVIRKJUNAR 3

ÁVARP FORSTJÓRA 9

SAMANTEKT 10

ALMENNAR UPPLÝSINGAR 12

Umhverfisstjórnun Landsvirkjunar 14

Upplýsingar um raforkuvinnslu 17

VÖKTUN UMHVERFISÞÁTTA 18

Auðlindanotkun 20

- Nýting jarðhitaforðans 20

- Nýting vatnsforðans og vatnsstýring 24

- Eldsneyti — keypt magn 26

- Röskun lands og umgengni við náttúru og lífríki 31

- Rof og setmyndun 32

- Landgræðsla, skógrækt og kolefnisbinding 32

Losun út í vatn og jarðveg frá jarðvarmavirkjunum 38

Úrgangur 40

Hávaði 46

Umhverfisóhöpp 51

LOSUN ÚT Í ANDRÚMSLOFTIÐ OG GRÓÐURHÚSAÁHRIF 52

Gróðurhúsalofttegundir og kolefnisspor 54

Gróðurhúsaáhrif jarðvarmavirkjana og losun út í andrúmsloftið 56

Gróðurhúsaáhrif uppistöðulóna vatnsaflsvirkjana 59

Gróðurhúsaáhrif vegna brennslu jarðefnaeldsneytis og losunar frá rafbúnaði 62

Gróðurhúsaáhrif vegna urðunar og brennslu úrgangs 66

Samantekt á losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi Landsvirkjunar 67

VIÐAUKI – TÖFLUR OG TÖLULEGAR UPPLÝSINGAR 72

Raforkuvinnsla 74

Nýting jarðhitaforðans 75

Eldsneyti – keypt magn 76

Landgræðsla og kolefnisbinding 77

Losun út í vatn og jarðveg frá jarðvarmavirkjunum 78

Úrgangur 80

Losun út í andrúmsloftið og gróðurhúsaáhrif 84

ÚTGEFNAR SKÝRSLUR UM UMHVERFISMÁL 2010 88

HEIMILDASKRÁ 90

EfnisyfirlitBLS

Page 4: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

5

Tafla 1 „Margar hendur vinna létt verk“ - samstarfsaðilar og verkefni sumarsins 2010. 37

Tafla 2 Yfirlit yfir helstu magntölur í „Margar hendur vinna létt verk“. 37

Tafla 3 Jafngildishljóðstig á Kröflusvæðinu árin 2008-2010. 48

Tafla 4 Mælt hljóðstig við Bjarnarflag árin 2008–2010. 50

Tafla 5 Hlýnunarstuðull og líftími í andrúmslofti þeirra gróðurhúsalofttegunda sem loftslagssamningurinn tekur til.

55

Tafla 6 Reiknuð árleg losun gróðurhúsalofttegunda frá lónum vatnsaflsvirkjana Landsvirkjunar fyrir árið 2010.

61

Viðauki - Tafla 1 Samantekt yfir raforkuvinnslu Landsvirkjunar ásamt starfsmannafjölda árið 2010. 74

Viðauki - Tafla 2 Raforkuvinnsla Landsvirkjunar og heildarraforkuvinnsla á Íslandi árin 2008-2010. 74

Viðauki - Tafla 3 Nýting jarðhitaforðans við raforkuvinnslu Landsvirkjunar árin 2008-2010. 75

Viðauki - Tafla 4 Nýting jarðhitaforðans við rannsóknarboranir Landsvirkjunar árin 2008-2010. 75

Viðauki - Tafla 5 Notkun eldsneytis í starfsemi Landsvirkjunar árið 2010. 76

Viðauki - Tafla 6 Eldsneytisnotkun árin 2008-2010 og samanburður milli ára. 76

Viðauki - Tafla 7 Dreifing tilbúins áburðar, magn [t] og fjöldi gróðursettra plantna á vegum Landsvirkjunar árin 2008–2010.

77

Viðauki - Tafla 8 Fjöldi gróðursettra plantna á vegum samvinnuverkefnisins „Margar hendur vinna létt verk“ árin 2008–2010.

77

Viðauki - Tafla 9 Magn efna í þétti- og skiljuvatni (þungmálmar, næringarefni og gös) sem dælt er í jarðveg og losuð í yfirborðsvatn.

78

Viðauki - Tafla 10 Magn þungmálma og næringarefna vegna rannsóknarborana í Kröflu og Bjarnarflagi.

79

Viðauki - Tafla 11 Magn úrgangs eftir flokkum og meðhöndlun árin 2008–2010. 80

Viðauki - Tafla 12 - Magn úrgangs frá starfsstöðvum Landsvirkjunar árið 2010 skipt eftir flokkum og meðhöndlun.

81

Viðauki - Tafla 13 Samanburður á magni spilliefna eftir flokkum á árunum 2008-2010. 82

Viðauki - Tafla 14 Magn og tegund spilliefna í starfsemi Landsvirkjunar 2010. 83

Viðauki - Tafla 15 Losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi Landsvirkjunar og samanburður milli ára.

84

Viðauki - Tafla 16 Losun lofttegunda út í andrúmsloftið og gróðurhúsaáhrif vegna starfsemi Landsvirkjunar árið 2010.

85

Viðauki - Tafla 17 Losun gróðurhúsalofttegunda á GWst, án útstreymis rannsóknarborana og samanburður milli ára.

86

Viðauki - Tafla 18 Samantekt yfir gróðurhúsaáhrif vegna orkuvinnslu vatnsafls virkjana og jarðvarma-virkjana Landsvirkjunar fyrir árið 2010, án útstreymis vegna rannsóknarborana.

87

TöfluskráBLS

Page 5: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

6

Mynd 1 Starfsemi Landsvirkjunar eins og hún er skilgreind fyrir umhverfisstjórnun fyrirtækisins. 16

Mynd 2 Lega starfsstöðva Landsvirkjunar og stærð einstakra aflstöðva. 16

Mynd 3 Raforkuvinnsla Landsvirkjunar árið 2010. 17

Mynd 4 Yfirlitsmynd af nýtingu jarðhita til raforkuvinnslu. 20

Mynd 5 Magn gufu og vatns sem nýtt var til raforkuvinnslu í jarðvarmavirkjunum Landsvirkjunarásamt djúpförgun árin 2008–2010.

22

Mynd 6 Magn gufu og vatns sem nýtt var vegna rannsóknarborana á Mývatnssvæðinu á árunum 2008-2010.

23

Mynd 7 Áætlaður miðlunarforði rekstrarárið 2010 ásamt raungildi ársins. 24

Mynd 8 Lega Jökulsár í Fljótsdal. 25

Mynd 9 Sumarrennsli Jökulsár í Fljótsdal við Hól og Hrakstrandarfoss sumarið 2010. 25

Mynd 10 Notkun eldsneytis í starfsemi Landsvirkjunar árið 2010. 27

Mynd 11 Notkun dísilolíu í starfsemi Landsvirkjunar árið 2010, skipt eftir starfsstöðvum. 27

Mynd 12 Notkun bensíns í starfsemi Landsvirkjunar árið 2010, skipt eftir starfsstöðvum. 27

Mynd 13 Notkun jarðefnaeldsneytis í starfsemi Landsvirkjunar árin 2008–2010. 29

Mynd 14 Notkun dísilolíu í starfsemi Landsvirkjunar árin 2008-2010, skipt eftir starfsstöðvum. 29

Mynd 15 Ford Focus vetnisbíll og Mitsubishi i-MiEV rafbíll. 30

Mynd 16 Rafbíllinn á Sogssvæðinu ásamt sumarstarfsmönnum svæðisins. 30

Mynd 17 Bæklingur um kröfur og tilmæli Landsvirkjunar til verktaka og þjónustuaðila er varða umhverfis- og öryggismál.

31

Mynd 18 Stærð landgræðslusvæða [ha] eftir aflstöðvasvæðum Landsvirkjunar árið 2009. 33

Mynd 19 Stærð skógræktarsvæða [ha] eftir aflstöðvasvæðum Landsvirkjunar árið 2009. 33

Mynd 20 Gróðursetning plantna í nágrenni aflstöðva og gróðursetning plantna á vegum samstarfsverkefnisins ,,Margar hendur vinna létt verk“.

34

Mynd 21 Dreifing tilbúins áburðar [t] árin 2008–2010. 34

Mynd 22 Sumarstarfsmenn Landsvirkjunar. 36

Mynd 23 Grunnvatnsflæði og sýnatökustaðir þar sem fylgst er með áhrifum frá affallsvatni frá Kröflu- og Bjarnarflagsstöð.

39

Mynd 24 Styrkur arsens í sýnum við Vogaflóa og Langavog ásamt umhverfismörkum I og II. 39

Mynd 25 Magn úrgangs frá starfsemi Landsvirkjunar árið 2010, skipt eftir úrgangsflokkum. 40

Mynd 26 Hlutfallsleg skipting úrgangs í starfsemi Landsvirkjunar árið 2010, skipt eftir úrgangstegundum.

41

Mynd 27 Magn úrgangs frá starfsemi Landsvirkjunar á árunum 2008–2010, skipt eftir úrgangsflokkum.

42

MyndaskráBLS

Page 6: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

7

Mynd 28 Magn almenns óflokkaðs úrgangs á starfsstöðvum Landsvirkjunar á árunum 2008–2010.Vegna sérstaks hreinsunarátaks hefur magn úrgangs frá Fljótsdalsstöð hækkað umtalsvert.

42

Mynd 29 Hlutfallsleg skipting helstu tegunda spilliefna sem til féllu í starfsemi Landsvirkjunar á árinu 2010.

43

Mynd 30 Úr handbók um sorpflokkun fyrir starfsemi Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68. 44

Mynd 31 Magn óflokkaðs og flokkaðs úrgangs á árunum 2008-2010 frá starfsstöð Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68 í Reykjavík. Góður árangur hefur orðið í aukinni flokkun úrgangs.

44

Mynd 32 Frá hreinsunarstarfi á fyrrum framkvæmdasvæði Kárahnjúkavirkjunar sumarið 2010. 45

Mynd 33 Yfirlitsmynd af Mývatnssvæðinu. 46

Mynd 34 Staðsetningar mælistaða við Kröflustöð. Skyggða svæðið sýnir iðnaðarsvæði Landsvirkjunar.

47

Mynd 35 Staðsetningar mælistaða í Bjarnarflagi. Iðnaðarsvæði Landsvirkjunar er skyggt. 49

Mynd 36 Hugmyndalíkan fyrir uppruna og streymi koltvísýrings frá eldvirkum háhitasvæðum. 56

Mynd 37 Útstreymi GHL vegna raforkuvinnslu Landsvirkjunar annars vegar og rannsóknarborana hins vegar árin 2008-2010.

57

Mynd 38 Útstreymi brennisteinsvetnis vegna raforkuvinnslu Landsvirkjunar annars vegar og rannsóknarborana hins vegar árin 2008–2010.

58

Mynd 39 Magn brennisteinsvetnis og koltvísýrings sem djúpfargað var á árunum 2008 – 2010. 58

Mynd 40 Helstu gerðir ferlis gróðurhúsalofttegunda á landi sem hefur farið undir vatn. 59

Mynd 41 Losun GHL frá lónum vatnsaflsvirkjana Landsvirkjunar árin 2008-2010. 60

Mynd 42 Hlutfallsleg losun GHL af völdum brennslu jarðefnaeldsneytis eftir flokkum losunar. 63

Mynd 43 Losun vegna notkunar jarðefnaeldsneytis í starfsemi Landsvirkjunar árin 2008–2010, skipt eftir flokkum losunar.

63

Mynd 44 Fjöldi flugferða starfsmanna Landsvirkjunar á árunum 2008–2010. 64

Mynd 45 Fjöldi flugferða milli Reykjavíkur og Egilsstaða annars vegar og Reykjavíkur og Akureyrar hins vegar.

65

Mynd 46 Fjöldi fjarfunda á mánuði árin 2009 og 2010. 65

Mynd 47 Losun GHL vegna förgunar almenns óflokkaðs úrgangs í starfsemi Landsvirkjunar árin 2008-2010.

66

Mynd 48 Hlutfall losunar gróðurhúsalofttegunda í starfsemi Landsvirkjunar árið 2010. 67

Mynd 49 Losun GHL í starfsemi Landsvirkjunar árin 2008-2010. 68

Mynd 50 Losun GHL frá starfsemi Landsvirkjunar 2008-2010 eftir uppsprettum losunar. 69

Mynd 51 Gróðurhúsaáhrif ólíkra orkugjafa Landsvirkjunar, vatnsafls og jarðvarma með og án kolefnisbindingar.

71

BLS

Page 7: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010
Page 8: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

Landsvirkjun er fyrirtæki í eigu þjóðarinnar. Þjóðin hefur lagt traust sitt á okkur til að nýta sumar af okkar helstu náttúruauðlindum. Við tökum þetta traust mjög alvarlega og við rekstur fyrirtækisins leggjum við ríka áherslu á heildræna sýn sem tengir saman hagkvæmni, áreiðanleika og sambýli starf­seminnar við umhverfi og samfélag.

Hlutverk Landsvirkjunar er skilgreint út frá hugtak­inu um sjálfbæra þróun; að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Það er okkar mat að tækifærin sem við stöndum frammi fyrir til verðmætasköpunar fyrir allt þjóðfélagið séu mikil.

Við trúum því að framtíðin felist í skynsamlegri nýtingu sem byggir á gegnsæju ferli og heiðarlegri og opinskárri umræðu. Óhjákvæmilegt er að virkj ana­ uppbygging valdi umhverfis raski og því er mikil ­ vægt að stíga varlega til jarðar. Í okkar huga er nátt­úr an verðmæt og því fylgir mikil ábyrgð að nýta náttúruauðlindir. Það er því okkar hlutverk að sýna fyllstu aðgát þegar unnið er með náttúruauðlindir.

Við þurfum að tryggja sjálfbærni auðlindarinnar. Tryggja að nýting viðkvæmra jarðhitasvæða skerði ekki vinnslugetu þeirra til framtíðar og lágmarka áhrif á umhverfið við hönnun og byggingu nýrra vatnsaflsvirkjana.

Okkar markmið er að vera í fararbroddi á Íslandi á sviði umhverfismála. Við leggjum þannig ríka áherslu á að þekkja umhverfisþætti starfsemi okkar og draga úr þeim eftir megni. Til að ná stöðugt betri árangri eru þýðingarmiklir umhverfisþættir vakt ­ aðir og stöðugt er unnið að endurbótum en um­hverfisskýrslan er mikilvægur liður í því starfi. Landsvirkjun er opið og gegnsætt fyrirtæki og við teljum það mikilvægt að kynna stefnu okkar í um­ hverfismálum opinberlega og gera grein fyrir árangri fyrirtækisins í um hverfismálum. Þannig stuðlum við að opinni og málefnalegri umræðu.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar

Framtíðin felst í skynsamri nýtingu náttúruauðlinda

9

á v a r p f o r s t j ó r a

Page 9: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

Heildarraforkuvinnsla Landsvirkjunar var 12.625 GWst á árinu 2010 sem er um 3% aukning frá fyrra ári. Aukning var bæði í vinnslu vatnsafls­ og jarð­varmavirkjana en hlutfallsleg skipting orkunnar er 96% vatnsorka og 4% jarðvarmaorka og er það sambærilegt við fyrri ár. Raforkuvinnsla Lands­ virkj unar nam um 74% af heildarraforkuvinnslu á Íslandi árið 2010.

Vatnsbúskapur vatnsársins 2009–2010 var mjög góð ur í heild þó rennsli í einstök um ám væri frem­ur lítið meðal annars vegna lítillar úrkomu. Engin frávik frá settum viðmiðunarmörkum um vatns­stýringu urðu á árinu, en verklag vegna tímabund­inna rennslistakmarkana var endurskoðað fyrir Þjórsársvæðið vegna viðhalds Sultartanga stíflu og tæmingar Sultartangalóns.

Árið 2010 voru notuð 6.496 þúsund tonn af gufu og 5.142 þúsund tonn af vatni til framleiðslu 515 GWst af raforku og var aukning í notkun á bæði gufu og vatni vegna aukinnar raforkuvinnslu miðað við fyrra ár. Unnið er að því að auka djúpförgun á skiljuvatni með niðurdælingu í jarðhitageyminn við Kröflu en með því móti er mögulegt að draga úr um­hverfisáhrifum vinnslunnar. Hlutfall djúpförgunar hefur aukist um tæp 9% frá síðasta ári og 57% frá árinu 2008.

NOTKUN DÍSILOLÍU DREGST SAMAN MILLI ÁRANotkun dísilolíu hefur dregist saman um 34% frá árinu 2009 og um 12% miðað við árið 2008. Í starf­semi Landsvirkjunar er jarðefnaeldsneyti notað á bifreiðar, vélar og ýmis tæki auk þess sem olía er notuð til reksturs nokkurra lítilla dísilrafstöðva (ljósavéla). Mest er notað af dísilolíu en mun minna af bensíni auk lítils magns vetnis.

Það land sem grætt hefur verið upp fyrir tilstilli Landsvirkjunar frá árinu 1968 til 2010 er um 140 km2 að flatarmáli. Binding koltvísýrings á land­

græðslu­ og skógræktarsvæðum Lands virkjunar hefur verið áætluð um 22 þúsund tonn á ári. Þar sem kolefnisbindingin er áætluð en ekki mæld gefa þessar tölur aðeins vísbendingu um umfang bind­ingarinnar. Unnið er að mælingum á raunbindingu á landgræðslusvæðum Landsvirkjunar og er áætlað að þeim verði lokið árið 2012. Þá fæst réttara mat á kolefnisbindingu fyrirtækisins.

Affallsvatn frá Kröflu­ og Bjarnaflagsstöð sem losað er í yfirborðsvatn inniheldur þungmálma og nær­ingarefni og sé styrkur efnanna of mikill getur það haft áhrif á lífríki. Rannsóknir og mælingar sýna að ekki er talin hætta á umhverfisáhrifum þar sem áhrif affallsvatnsins hverfa fljótt og styrkur meng­andi efna í vatninu er innan viðmiðunarmarka reglu gerða þegar það berst í Mývatn.

ÁHERSLA Á ENDURVINNSLU OG ENDURNÝTINGUÞað er markmið Landsvirkjunar að auka endur­vinnslu og endurnýtingu og þar með draga úr magni almenns óflokkaðs úrgangs sem fer til urðunar og brennslu. Magn almenns óflokkaðs úrgangs hef ur dregist saman miðað við fyrri ár á öllum starfs­ stöðvum Landsvirkjunar utan Fljótsdalsstöðvar en þar var sérstakt hreinsunarátak á fyrr um fram­kvæmdarsvæði Kárahnjúkavirkjunar í gangi árið 2010. Heildarmagn úrgangs og spilliefna frá starf­semi Landsvirkjunar er afar breytilegt milli ára og ræðst að miklu leyti af umfangi viðhaldsverkefna á ári hverju. Vegna hreinsunarstarfs í Fljótsdalsstöð og umfangs viðhaldsverkefna á árinu jókst heildar­magn úrgangs sem og magn spilliefna umtalsvert miðað við fyrra ár.

Hljóðstig er árlega mælt á vinnslusvæði Kröflu­ og Bjarnarflagsstöðva en svæðið er skilgreint sem iðnaðarsvæði. Samkvæmt reglugerð eru leyfileg hávaða mörk frá atvinnu starfsemi 70 dB(A) á lóðar­mörkum iðnaðarsvæðis. Innan iðnaðar svæða í Mývatns sveit og í nágrenni þeirra eru vinsælir ferða ­

Samantekt

10

u m h v e r f i s s k ý r s l a 20 1 0

Page 10: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

mannastaðir, meðal annars Námaskarð, Jarð böðin og Víti. Því leitast Landsvirkjun við að halda hljóð­stigi á þeim stöðum undir 50 dB(A), sem er jafn­gildishljóðstig hávaðamarka á íbúðarsvæðum. Árið 2010 mældist hljóðstig á þremur stöðum á við­kvæmum ferðamannasvæðum yfir 50 dB(A). Almennt hefur þó gengið ágætlega að halda hljóð ­ stigi á ferðamannasvæðum innan þeirra marka sem Land s virkjun hefur sett sér á árunum 2008­2010.

Það er markmið Landsvirkjunar að starfsemin sé án umhverfisóhappa. Árið 2010 urðu þó tvö um­hverfisóhöpp, hið fyrra var þegar hávaði frá borholu í blæstri við Leirhnjúk í Mývatnssveit fór langt um­fram leyfileg hávaðamörk og hið síðara var minni­háttar olíuleki í Fljótsdalsstöð. Brugðist var við báðum óhöppum og úrbætur gerðar.

LOSUN GRÓÐURHÚSALOFTTEGUNDA DREGST SAMAN MILLI ÁRALosun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi Lands­virkjunar er að stærstum hluta vegna útstreymis frá jarðvarmavinnslu eða um 73% af losuninni og losun frá lónum vatnsaflsvirkjana sem nemur um 25% af losuninni. Þá vegur losun vegna brennslu eld­ s neytis, flugferða og förgunar úrgangs samtals um 2% af losun fyrirtækisins.

Losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi Lands­virkjunar árið 2010 var tæp 61.300 tonn CO2­ígilda og hefur losunin dregist saman um 1% miðað við árið 2009. Sé tekið tillit til kolefnisbindingar er kolefnis­spor Landsvirkjunar fyrir árið 2010 um 39.300 tonn CO2­ígilda. Losun gróðurhúsaloft tegunda frá starf­

semi Landsvirkjunar eru um 1,2% af heildarlosun Íslands á ári og útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá jarðvarmavinnslu Lands virkjunar er um 25% af losun vegna jarðvarmavinnslu Íslands.

Talsverður munur er á losun gróðurhúsaloft tegunda frá orkugjöfum Landsvirkjunar, það er jarðvarma annars vegar og vatnsafli hins vegar. Losun gróður­húsalofttegunda á hverja framleidda GWst fyrir jarðvarmavirkjun er um 86 tonn CO2­ígildi/GWst án tillits til kolefnisbindingar fyrirtækis ins og um 84 CO2­ígildi/GWst sé tekið tillit til kolefnis­bindingar. Hafa ber í huga að álitamál er hvort líta beri á útstreymi gróðurhúsaloftteg unda frá jarðvarmavirkjunum sem losun af mannavöld­um eða náttúru legt útstreymi frá svæðinu. Losun gróðurhúsaloft tegunda á hverja framleidda GWst fyrir vatnsaflsvirkjun er aðeins um 1,4 tonn CO2­ígildi/GWst án tillits til kolefnisbindingar og um

­0,38 CO2­ígildi/GWst sé tekið tillit til kolefnisbind­ingar, það er að segja að fyrir hverja framleidda GWst með vatnsafli er hjá fyrirtækinu unnið að kolefnis­bindingu á um 0,38 tonnum af koltvísýringi. Þegar mælingum á raunbindingu á landgræðslusvæðum Landsvirkjunar verður lokið árið 2012 fæst réttara mat á kolefnisbindingu fyrirtækisins og því réttara mat á kolefnisspor Landsvirkjunar.

11

s a m a n t e k t

Page 11: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

12

u m h v e r f i s s k ý r s l a 20 1 0

Landsvirkjun er með vottað umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt alþjóðastaðlinum ISO 14001 frá árinu 2006 fyrir raforkuvinnslu fyrirtækisins og frá árinu 2009 fyrir fyrirtækið í heild. Fyrirtækið hefur því farið í gegnum ferli sem felur í sér stefnumótun á sviði um­hverfismála og ítarlega skoðun á hvaða umhverfisáhrif starfsemi fyrirtækisins hefur. Landsvirkjun hefur sett sér markmið um hvernig draga megi úr mikilvægum umhverfis­áhrifum starfseminnar en í ISO 14001 staðlinum eru kröfur um að markmiðum skuli náð og að sífelldar úrbætur eigi sér stað.

Árið 2006 gerðist Landsvirkjun aðili að „Global Roundtable on Climate Change“ (GROCC) sem er alþjóðlegt samstarf um loftslagsbreytingar. Með aðild sinni skuldbindur Lands­virkjun sig til að upplýsa um losun gróðurhúsalofttegunda frá eigin starfsemi. Í um­hverfisstefnu Landsvirkjunar kemur fram að fyrirtækið ætli sér að vera í fararbroddi á sviði umhverfismála. Þá er það yfirlýst stefna Landsvirkjunar að verða kolefnishlutlaust fyrirtæki.

Frá árinu 2006 hefur fyrirtækið gefið út umhverfisskýrslur þar sem ítarlega er fjallað um umhverfisstjórnunarkerfið, vöktun þýðingarmikilla umhverfisþátta og markmið fyrirtækisins í umhverfismálum. Í upphafi náðu umhverfisskýrslurnar einungis yfir raf­orkuvinnslu Landsvirkjunar en frá árinu 2008 hafa þær náð yfir starfsemi fyrirtækisins í heild. Í umhverfisskýrslu Landsvirkjunar fyrir árið 2010 er að finna tölulegar upplýs­ingar um umhverfismál fyrirtækisins og þróun mála frá árinu 2008. Fjallað er um þýð­ingarmikla umhverfisþætti sem tengjast rekstri fyrirtækisins þar með talið betri nýt­ingu auðlinda og losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) út í andrúmsloftið. Kolefnisspor Landsvirkjunar er reiknað út en kolefnisspor er mælikvarði sem notaður er til að þess að sýna áhrif athafna mannsins á loftslagbreytingar. Þær tölur sem birtar eru í skýrslunni eru unnar upp úr bókhaldsforritum Landsvirkjunar, DynamicsAX, GB (grænu bók haldi), mannauðskerfi, jarðvarmagrunninum ViewData sem er í umsjá Kemíu sf., gagnagrunni Landsnets um orkuvinnslu og samkvæmt Landnýtingargrunni og bindibókhaldi (LU­LUCF) hjá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Tölurnar eru ýmist rauntölur eða reiknaðar út frá mæligildum. Upplýsingar í þessari skýrslu eru gefnar samkvæmt bestu vitund og teljast réttar.

Skýrslan er byggð upp með þeim hætti að í fyrsta hluta hennar er að finna almenn ar upp lýsingar um starfsemi Landsvirkjunar og umhverfisstjórnunarkerfið. Í næsta hluta er fjallað um vöktun og stýringu mikilvægra umhverfisþátta í starfsemi Landsvirkjunar ann arra en þeirra sem snúa að losun út í andrúmsloftið. Í þriðja hluta skýrsl unnar er fjallað um losun gróðurhúsalofttegunda, útblástur brennisteinsvetnis frá jarðvarmavirkjun um og kolefnisspor fyrirtækisins. Að lokum er að finna í viðauka skýrslunnar töflur og ítar­legri tölulegar upplýsingar um þau atriði sem fjallað er um í fyrri hlutum hennar.

Almennar upplýsinga�u m h v e r f i s s k ý r s l a 20 1 0

Page 12: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010
Page 13: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

14

u m h v e r f i s s k ý r s l a 20 1 0

Landsvirkjun hefur markað sér stefnu í umhverfis málum. Á grundvelli stefnun­nar hafa markmið fyrirtækisins í umhverfismálum verið skilgreind. Út frá þeim skil­ greina starfssviðin mælan leg markmið fyrir starfsemi sína. Þá hefur fyrirtækið skilgreint þýðingarmikla umhverfis þætti starfseminnar sem talið er nauðsynlegt að stýra og vakta svo halda megi neikvæðum umhverfis áhrifum í lágmarki en jafnframt að auka jákvæð áhrif starfseminnar.

UMHVERFISSTEFNALandsvirkjun er í fararbroddi á sviði umhverfismála og stuðlar að sjálfbærri þróun í samfélaginu.

Landsvirkjun leggur áherslu á að þekkja umhverfisáhrif starfsemi sinnar og leitast við að draga úr þeim. Til þess að ná stöðugt betri árangri á þessu sviði eru þýðingarmiklir umhverfisþættir vaktaðir og markvisst unnið að umbótum.

Landsvirkjun tryggir að öllum lagalegum kröf um á sviði umhverfismála sé fullnægt og setur sér strangari kröfur eftir því sem við á.

Landsvirkjun leggur áherslu á að starfsfólk fyrirtækisins og aðrir sem vinna fyrir það hafi yfir að ráða hæfni og þekkingu til að framfylgja þessari stefnu fyrirtækisins.

Landsvirkjun kynnir stefnu sína í umhverfismálum opinberlega og gerir grein fyrir árangri fyrirtækis ins í umhverfismálum og stuðlar þannig að opinni og málefnalegri umræðu.

MARKMIÐMarkmið Landsvirkjunar í umhverfismálum:1. Starfsemi án umhverfisóhappa.2. Umgengni í sátt við lífríki og náttúru.3. Betri nýting auðlinda.4. Minni losun gróðurhúsalofttegunda.5. Minni úrgangur.

Umhverfisstjórnu� Landsvirkjunar

Page 14: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

15

a l m e n n a r u p p lý s i n g a r

VÖKTUN OG STÝRING UMHVERFISÞÁTTATil þess að ná fram stefnu og markmiðum Landsvirkjunar í umhverfismálum hafa þeir þætt ir sem taldir eru hafa umtalsverð áhrif á frammistöðu fyrirtækisins í umhverfis­ málum verið vaktaðir og skilgreint hefur verið verklag við stýringu þeirra. Umhverfis­ þættirnir eru sumir hverjir háðir gerð virkjunar, til dæmis tengist losun gróðurhúsa­ loft tegunda frá lónum og nýting vatnsforðans vatnsaflsvirkjunum en útstreymi á gasi, losun á þétti­ og skiljuvatni og nýting jarðhitaforðans tengjast jarðvarma ­ virkjunum. Aðrir þættir, til dæmis notkun eldsneytis og varúðarmerktra efna ásamt förgun úrgangs tengjast almenn ri starfsemi fyrirtækisins. Í þessari umhverfisskýrslu eru birtar upplýsingar um vöktun á eftirfarandi þáttum í starfsemi Landsvirkjunar á árinu 2010:

> Auðlindanotkun: Nýting jarðhitaforðans, þétti­ og skiljuvatn. Nýting vatnsforðans og vatnsstýring. Notkun jarðefnaeldsneytis. Röskun lands og umgengni við náttúru og lífríki. Landgræðsla og skógrækt.> Losun efna frá jarðvarmavirkjunum út í vatn og jarðveg: Þétti­ og skiljuvatn.> Úrgangur: Almennur úrgangur, spilliefni og endurvinnsla.> Hávaði.> Umhverfisóhöpp í starfseminni. > Losun út í andrúmsloftið og gróðurhúsaáhrif: Útstreymi gass frá jarðvarmavirkjunum. Losun frá uppistöðulónum vatnsaflsvirkjana. Losun vegna brennslu jarðefnaeldsneytis og frá rafbúnaði. Losun vegna urðunar og brennslu úrgangs.

Page 15: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

16

u m h v e r f i s s k ý r s l a 20 1 0

StarfsstöðvarLandsvirkjunar

RaforkuvinnslaAflstöðvar

Blöndustöð (OAB)

Fljótsdalsstöð (OAK)

Mývatnssvæði (OAM)

Sogssvæði (OAS)

Þjórsársvæði (OAÞ)

StarfsstöðvarReykjavík (RVK)Akureyri (AKU)

Mynd 1 — Starfsemi Landsvirkjunar eins og hún er skilgreind fyrir umhverfisstjórnun fyrirtækisins.

Mynd 2 — Lega starfsstöðva Landsvirkjunar og stærð einstakra aflstöðva.

Vatnsaflsstöðvar MW

1 Fljótsdalsstöð 690

2 Búrfellsstöð 270

3 Hrauneyjafossstöð 210

4 Blöndustöð 150

5 Sigöldustöð 150

6 Sultartangastöð 120

7 Vatnsfellsstöð 90

MW

8 Írafossstöð 48

9 Steingrímsstöð 26

10 Ljósafossstöð 15

11 Laxárstöð III 14

12 Laxárstöð II 9

13 Laxárstöð I 5

Jarðvarmastöðvar MW

14 Kröflustöð 60

15 Bjarnarflagsstöð 3

Starfsstöðvar

16 Reykjavík

17 Akureyri

Page 16: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

17

a l m e n n a r u p p lý s i n g a r

Starfsemi Landsvirkjunar skiptist í fjögur meginstarfssvið; orkusvið, þróunarsvið, fjármálasvið og markaðs­ og viðskiptaþróunarsvið auk þjónustusviðanna; starfsmanna­sviðs og upplýsingasviðs svo og skrifstofu forstjóra. Landsvirkjun Power (LVP) er dóttur ­fyrirtæki Landsvirkjunar sem vann meðal annars að almennum orkurannsókn um og undirbúningi, hönnun og byggingu nýrra virkjana. Á árinu 2010 var ákveðið að megin­hluti starfsemi LVP yrði færður yfir á nýtt svið, þróunarsvið Landsvirkjunar. Því er starfsemi LVP í þessari skýrslu tekin sem hluti af starfsemi Landsvirkjunar en sú starf­semi fellur undir starfsstöðina í Reykjavík.

Á mynd 1 má sjá starfsemi Landsvirkjunar eins og hún er skilgreind fyrir umhverfis­stjórnun fyrirtækisins. Þar er starfseminni skipt annars vegar í raforkuvinnslu sem fram fer á aflstöðvum fyrirtækisins sem staðsettar eru á fimm svæðum; Sogssvæði (OAS), Mývatnssvæði (OAM­KRA og OAM­LAX) og Þjórsársvæði (OAÞ), Blöndustöð (OAB) og Fljótsdalsstöð (OAK) og hins vegar skrifstofur fyrirtækisins í Reykjavík (RVK) og á Akureyri (AKU) en þaðan er stýrt meðal annars rannsóknum og framkvæmda­ og viðhaldsverkefnum. Legu starfsstöðva Landsvirkjunar og stærð einstakra aflstöðva má sjá af mynd 2.

Raforkuvinnsla Landsvirkjunar á árinu 2010 var 12.625 GWst sem er aukning um 3,1% frá fyrra ári. Aukning varð bæði í vinnslu vatnsafls og jarðvarma. Hlutfallsleg skipt­ing orkunnar er 96% vatnsorka og 4% jarðvarmaorka og er það sambærilegt við fyrri ár. Mynd 3 sýnir yfirlit yfir raforkuvinnslu Landsvirkjunar. Raforkuvinnsla Landsvirkjunar er um 74% af raforkuvinnslu á Íslandi. Ítarlegri tölulegar upplýsingar um raforkuvinnslu Landsvirkjunar má sjá í viðauka.

Upplýsingar um raforkuvinnsl�

Mynd 3 — Raforkuvinnsla Landsvirkjunar árið 2010.

GWst %

Blöndustöð 841 7

Fljótsdalsstöð 5.013 40

Mývatnssvæði — Kröflu- og Bjarnarflagsstöð 515 4

Mývatnssvæði - Laxárstöðvar 166 1

Sogssvæði 466 4

Þjórsársvæði 5.624 44

Page 17: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

Í þessum hluta er fjallað um vöktun og stýringu þeirra umhverfisþátta sem

skilgreindir hafa verið í starfsemi Landsvirkjunar annarra en þeirra sem snúa

að losun út í andrúmsloftið.

Vöktun umhverfisþátt�

Page 18: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010
Page 19: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

Betri nýting auðlinda og minni losun gróðurhúsalofttegunda eru meðal markmiða Lands ­ virkjunar í umhverfismálum. Til helstu auðlinda við orkuvinnslu Landsvirkjunar telst jarðhitaforðinn, vatnsforðinn og eldsneyti en einnig landgræðsla og skógrækt ásamt umgengni við lífríki og náttúru.

Við nýtingu jarðhitaforðans er vinnslunni stýrt þannig að hættu á að gengið sé á auð­lindina sé haldið í lágmarki, þannig er einnig stuðlað að sjálfbærri jarðhitavinnslu. Tilhögun við nýtingu og miðlun vatnsforðans er vel skilgreind og henni stjórnað með það að markmiði að hámarka nýtingu vatnsmiðlana án þess að hafa neikvæð áhrif á jarðveg, lífríki og samfélag. Notkun eldsneytis er skráð og markmið sett um að draga úr notkun þess. Auk þess er upplýsingum safnað um þátttöku fyrirtækisins við land­græðslu og skógrækt ásamt upplýsingum sem tengjast umgengni við lífríki og náttúru.

NÝTING JARÐHITAFORÐANS Það er markmið Landsvirkjunar að nýta jarðhitaauðlindir á sjálfbæran hátt, hámarka nýtingu jarðhitavökvans sem unninn er úr jarðhitakerfum og auka niðurdælingu.

Við nýtingu jarðhita til raforkuvinnslu á háhitasvæðum kemur upp úr borholum jarð­hitavökvi sem er blanda af gufu, vatni og gasi. Í rekstri er leitast við að nýta jarð­hitavökvann sem tekinn er upp úr jarðhitakerfinu á sem hagkvæmastan hátt og farga honum aftur í jarðhitakerfið. Einföld yfirlitsmynd af nýtingu jarðhita til raforkuvinnslu er sýnd á mynd 4. Almennt eru helstu umhverfisáhrif við nýtingu jarðhita rask vegna mannvirkja á yfir­borði, losun gass út í andrúmsloftið, losun efna út í yfirborðsvatn og breytingar á yfir­

Auðlindanotkun

Mynd 4 — Yfirlitsmynd af nýtingu jarðhita til raforkuvinnslu.

Hljóðdeyfir

Borhola

Jarðhitavökvi

„Byggðalína”132 kV háspennulína

Umframgufa

Rakaskilja

Gufuskilja

Hverfill

Kæliturn

Skiljuvatn

Eimsvali

Rafali

Vélarspennir

Gufa og gas

Þéttivatn

Niðurdæling YfirborðslosunYfirborðslosunJarðhitageymir

u m h v e r f i s s k ý r s l a 20 1 0

20

Page 20: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

borðsvirkni. Veruleg lækkun á hita grunnvatns og þrýstingi innan jarðhitasvæðis getur valdið breytingum á virkni yfirborðsjarðhita. Þá getur massataka úr jarðhitageymum valdið lítilsháttar landsigi innan nýtingarsvæðisins og aukningu á smáskjálftum í jarð­hitageyminum.

Landsvirkjun á og rekur tvær jarðvarmavirkjanir sem staðsettar eru á Mývatnssvæðinu, Kröflustöð og Bjarnarflagsstöð. Auk þess að framleiða raforku rekur Landsvirkjun varma skiptastöð fyrir hitaveitu Reykjahlíðar og leggur til heitt vatn og gufu til baðlóns við Jarðbaðshóla og iðnaðar á svæðinu. Hlutfall orkuvinnslu með jarðvarma í starfsemi Landsvirkjunar er um 4%.

Til þess að tryggja lámarks áhrif á auðlindina er fylgst með ástandi jarðhitakerfisins á Mývatnssvæðinu með reglubundnum hætti. Skráning á magni jarðhitavökva sem tekinn er upp úr jarðhitakerfinu er byggð á afkastamælingum einstakra borholna og blásturs­tíma (notkunartíma) þeirra. Borholurnar eru almennt mældar einu sinni til tvisvar á ári og oftar ef nauðsyn krefur. Árleg vinnsla úr hverri holu er reiknuð út frá þessum mæl­ingum og heildarvinnsla metin. Greint er á milli borhola sem eru í notkun og tengdar við virkjun og annarra sem heyra til rannsókna. Eftir að borholuvökvinn hefur farið í gegnum gufuskiljur er gufan nýtt til raforkuvinnslu en megninu af vatninu er þó dælt aftur niður í jarðhitageyminn. Magn þess vatns sem dælt er niður í jarðhitageyminn er áætlað út frá heildarvinnslunni á svæðinu en auk þess hefur niðurdælingin verið mæld með raunmælingu og hefur sýnt sig að áætluð gildi eru heldur lægri en mæld raungildi. Vermi borholuvökvans er að jafnaði reiknað út frá aflmælingum ásamt því að efnagrein­ingar eru gerðar á jarðhitavökvanum. Efnamælingarnar eru ein meginundirstaða rekst­urs jarðvarmavirkjana og fara ýmsar hönnunarforsendur algjörlega eftir efnainnihaldi vökvans og ber sérstaklega að nefna útfellingar­ og tæringarhættu í vinnslurásinni.

Fylgst er reglulega með ástandi hvera, leirskella og annarri yfirborðsvirkni á Mývatns­svæðinu og eru ákveðnir staðir skoðaðir og ljósmyndaðir. Árið 2009 voru 70 staðir vakt­aðir og gas úr fjórum gufuaugum rannsakað. Helstu breytingar frá árinu 2008 voru þær að á ákveðnum svæðum dregur frekar úr gufuvirkni á meðan aukning er á öðrum. Þá eru vísbendingar um gufu á nýjum stöðum (Jón Benjamínsson og Trausti Hauksson, 2010).

Jarðhitalíkön Mývatnssvæðisins eru í stöðugri endurskoðun, árið 2009 var gefin út ítar­leg skýrsla um endurskoðun á jarðhitakerfinu í Kröflu þar sem tilgangurinn var að bæta yfirsýn og auka þekkingu á kerfinu vegna hugmynda um að auka framleiðslu úr kerfinu um 150 MWe (Anette K. Mortensen o.fl., 2009).

Allar tölur um vinnslu og losun GHL frá jarðvarmavirkjunum eru vistaðar í gagnagrunn­inum ViewData. Á árinu 2010 og fram á ár 2011 var aðferðum við úrvinnslu þessara gagna breytt og samræmd aftur í tímann, meðal annars er nú fyrst greint á milli vinnslubor­hola sem tengdar eru virkjun og því hluti af raforkuvinnslunni og rannsóknarbor­hola. Allar tölur um nýtingu jarðhitaforðans í þessari skýrslu byggja á tölum úr þessum gagna grunni.

v Ö k t u n u m h v e r f i s Þ á t t a

21

Page 21: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

RaforkuvinnslaMynd 5 sýnir magn jarðhitavökvans (vatn og gufa) sem nýttur var til raforkuvinnslu og magn þess skiljuvatns sem dælt var niður í jarðhitageyminn á árunum 2008­2010. Af myndinni sést að notuð voru 6.496 þúsund tonn af gufu og 5.142 þúsund tonn af vatni til að framleiða 515 GWst árið 2010. Notkun á gufu hefur aukist miðað við fyrri ár en notkun á vatni sveiflast milli áranna 2008–2010. Helsta skýring á aukinni notkun gufu er aukin orkuvinnsla, þá hefur vermi borholna einnig áhrif á hlutfall þess vatns og gufu sem notað er en með lækkandi vermi minnkar orkuinnihald vökvans og meira vatn fell ur til.

Hingað til hefur jarðhitavatninu (skiljuvatni) verið að mestu leyti fargað á yfirborði. Árið 2002 hófust tilraunir með djúpförgun á skiljuvatni með niðurdælingu en mikil­vægt er áður en niðurdæling hefst að fullnægjandi þekkingar á jarðhitageyminum hafi verið aflað til að lágmarka hættu á að djúpförgun valdi óæskilegum áhrifum á jarðhita­geyminn. Með niðurdælingu á skiljuvatni frá jarðvarmavirkjunum er mögulegt að draga úr um hverfisáhrifum vinnslunnar á yfirborði og styðja við sjálfbæra nýtingu jarðhita­kerfisins. Með niðurdælingu er dregið úr magni mengandi efna, til dæmis þungmálma sem fara út í yfirborðsvatn. Rannsóknir á áhrifum niðurdælingar sýna hvort og þá hvernig megi draga úr áhrifum vinnslu á jarðhitakerfið hvað snertir þrýstingslækkun (niðurdrátt) og jafnvel efnasamsetningu jarðhitavökvans. Tilraunadæling á um 60 l/s á Kröflusvæðinu á árunum 2002–2008 virtist ekki hafa nein áhrif á afköst nálægra borhola.

Gufa

8000

6000

4000

2000

0

Vatn

Mynd 5 — Magn gufu og vatns sem nýtt var til raforkuvinnslu í jarðvarmavirkjunum Landsvirkjunar ásamt djúpförgun árin 2008–2010.

Djúpförgun

þúsund tonn

5.93

9

5.72

4

6.49

6

5.54

5

4.86

1

5.14

2

1.77

8

2.57

2

2.79

2

2008 2009 2010

u m h v e r f i s s k ý r s l a 20 1 0

22

Page 22: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

Frá árinu 2008 hefur verið unnið að enn frekari styrkingu dælubúnaðar til niður­ dælingar og hefur djúpförgunin aukist um 9% miðað við árið 2009 og 57% miðað við árið 2008. Landsvirkjun setti sér það markmið að auka djúpförgun um 40% milli áranna 2006 og 2010 en aukningin hefur verið rúm 90% á þessu tímabili. Á mynd 5 má sjá magn skiljuvatns sem dælt var niður í borholur á Kröflusvæðinu árin 2008­2010.

RannsóknirÁ árunum 2006–2009 var talsvert um rannsóknarboranir á Mývatnssvæðinu vegna fyrirhugaðrar aukningar í virkjun jarðvarma á svæðinu. Umfang rannsóknanna er breyti ­ legt milli ára og tengist ekki beint orkuvinnslu hvers árs. Mynd 6 sýnir magn jarð­hitavökva sem nýttur var vegna rannsóknarborana á árunum 2008–2010. Magnið hefur farið minnkandi milli ára þar sem dregið hefur verið úr rannsóknum. Ekki er um neina djúpförgun að ræða vegna rannsóknarborana. Í þessari skýrslu eru ekki teknar með rannsóknir sem farið hafa fram á vegum dótturfélags Landsvirkjunar, Þeistarreykja ehf., þá eru ekki meðtaldar rannsóknir við Hágöngur en þær voru mjög takmarkaðar á árunum 2008­2010.

Gufa

800

600

400

200

0

Vatn

Mynd 6 — Magn gufu og vatns sem nýtt var vegna rannsóknarborana á Mývatnssvæðinu á árunum 2008-2010.

þúsund tonn 2008 2009 2010

567

535

284

408

171

0,4

v Ö k t u n u m h v e r f i s Þ á t t a

23

Page 23: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

NÝTING VATNSFORÐANS OG VATNSSTÝRINGRaforkuvinnslu í vatnsaflsvirkjunum er stjórnað með rennsli vatns gegnum vélar afl­stöðva. Leitast er við að hámarka vatnsnýtingu vatnsforðans í miðlunarlónum en jafn­framt að tryggja að hvorki verði óeðlilegar sveiflur á rennsli né snöggar vatnshæðar­breytingar. Skyndilegar breytingar á lónhæð eða breytingar á rennsli áa getur haft neikvæð áhrif á lífríki, jarðveg og samfélag. Því hefur Landsvirkjun leitað leiða til að draga úr sveiflum í rennsli og minnka snöggar vatnshæðarbreytingar í samvinnu við sér fræðinga og heimamenn á viðkomandi svæði. Í verklagsreglum um fastbundnar rekstrar takmarkanir er vatnsstýring allra vatnsaflsvirkjana Landsvirkjunar skil greind. Auk þess eru settar tímabundnar takmarkanir um rennsli til dæmis vegna laxveiða og rennslis í fossum. Þá er í mati á umhverfisáhrifum vegna Kárahnjúkavirkjunar sett skilyrði um sumarrennsli í Jökulsá í Fljótsdal þegar fylling Hálslóns er tryggð. Til að uppfylla þetta skilyrði hefur Landsvirkjun sett skýrar reglur um hvernig staðið skuli að stýringu rennslis niður Jökulsá í Fljótsdal.

Á mynd 7 er sýnd spá um vatnsforðann frá 02.03.2010 og út árið 2010 ásamt því hvernig nýtingu hans var háttað. Þar má sjá miðgildi sem er áætlað meðalgildi ásamt raungildi. Í heildina var vatnsbúskapur vatnsársins 2009­2010 mjög góður en vatnafar er almennt skilgreint út frá vatnsári sem er frá 1. september til 31. ágúst.

Janúar Mars Maí Júlí September Nóvember

5000

4000

3000

2000

1000

0

Mynd 7 — Áætlaður miðlunarforði rekstrarárið 2010 ásamt raungildi ársins.

GWh

Raungildi Miðgildi Varamiðlun 30-70% 10-90% 0-100%

u m h v e r f i s s k ý r s l a 20 1 0

24

Page 24: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

Júní

300

50

100

150

200

250

0

Júlí Ágúst

Mynd 9 — Sumarrennsli Jökulsár í Fljótsdal við Hól og Hrakstrandarfoss sumarið 2010.

Mynd 8 — Lega Jökulsár í Fljótsdal.

September

m/s

Rennsli við Hól Rennsli við Hrakstrandarfoss Meðalrennsli Lágmarks- og hámarksrennsli

Hálslón

Fljótsdalsstöð

Hóll

Jöku

lsá í F

ljóts

dalKeld

Lagarfljót

Ufsarlón

Hrakstrandarfoss

Kelduárlón

Desjar

árst

ífla

Sauð

árda

lsst

ífla

Kára

hnjú

kast

ífla

v Ö k t u n u m h v e r f i s Þ á t t a

25

Page 25: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

Almennt hafa vatnsár frá 2002 verið góð og sérstaklega vatnsárið 2002/2003. Þrátt fyrir að vatnsárið 2009/2010 hafi verið gott í heildina var rennsli í einstökum ám fremur lágt. Til dæmis var rennsli Tungnaár inn í Sigöldulón lítið hluta ársins og rennsli í nóvember 2010 hefur ekki mælst minna síðan mælingar hófust þar árið 1988. Ástæðan fyrir litlu rennsli í nóvember er lág staða grunnvatns á vatnasviði Tungnaár enda er rennsli í Tungnaá að hluta lindavatn úr grunnvatni þótt hún sé einnig jökulá og dragá. Grunn vatnshæð var lág víða á Suðurlandi síðari hluta ársins vegna óvenju lítillar úrkomu og lindaár voru vatnslitlar síðari hluta ársins.

Engin frávik frá settum viðmiðunarmörkum um vatnsstýringu urðu á árinu 2010 en verklag vegna tímabundinna rennslistakmarkana var endurskoðað fyrir Þjórsársvæðið vegna viðhalds Sultartangastíflu og tæmingar Sultartangalóns. Ekkert frávik frá settum viðmiðunarmörkun var árið 2009 en tvö tilvik voru skráð árið 2008.

Í skilyrði umhverfisráðherra sem sett var í sambandi við mat á umhverfisáhrifum Kára­hnjúkavirkjunar um rennsli í Jökulsá í Fljótsdal segir að Landsvirkjun skuli nýta yfir­fallsvatn á skipulegan hátt á ferðamannatíma og leitast við að ná meðalrennsli í farveg Jökulsár í Fljótsdal og Kelduár í júlí og ágúst í góðum vatnsárum. Í lakari vatnsárum skal Landsvirkjun leggja áherslu á að hafa rennsli á ferðamannatíma í farvegi Jökulsár í Fljótsdal og síðan í Kelduá eftir því sem yfirfallsvatn dugar til.

Lokað var fyrir rennsli um Jökulsárgöng 16. júlí til 21. september og því náttúrulegt rennsli í Jökulsá í Fljótsdal á þeim tíma. Legu árinnar má sjá á mynd 8. Mynd 9 sýnir sumarrennsli Jökulsár í Fljótsdal á tveimur stöðum sumarið 2010. Ljósbláa línan sýnir rennsli um yfirfall og botnrás Ufsarlóns rétt ofan við Hrakstrandarfoss sem er efsti foss­inn í röð fossa í Fljótsdal. Rauða línan sýnir rennsli árinnar við Hól, ofan við Fljóts­dalsstöð áður en Jökulsá í Fljótsdal sameinast útfalli aflstöðvarinnar. Dökkbláa línan sýnir áætlað meðalrennsli við Hrakstrandarfoss á árunum 1950­2004. Grái flöturinn í bak grunni sýnir áætlað hámarks­ og lágmarksrennsli við Hrakstrandarfoss á árunum 1950­2004. Samkvæmt niðurstöðum sem sýndar eru á myndinni, er Jökulsá í Fljótsdal nán ast alltaf innan náttúrulegra sveiflna, það er náttúrulegt rennsli var í fossum ár innar á umræddum tíma.

ELDSNEYTI – KEYPT MAGN Það er markmið Landsvirkjunar að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og þar með að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Við brennslu jarðefnaeldsneytis losna ýmsar lofttegundir, til dæmis gróðurhúsaloft­tegundirnar koltvísýringur (CO2), metan (CH4) og glaðloft (N2O). Auk þess losnar kol­mónoxíð (CO) og svifryk sem valda neikvæðum umhverfisáhrifum.

Í starfsemi Landsvirkjunar er jarðefnaeldsneyti notað á bifreiðar, vélar og ýmis tæki auk þess sem dísilolía er notuð til reksturs nokkurra lítilla dísilrafstöðva sem meðal ann ars eru í hlutverki ljósavéla og notaðar til reksturs lokubúnaðar á hálendinu.

u m h v e r f i s s k ý r s l a 20 1 0

26

Page 26: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

Mynd 10 — Notkun eldsneytis í starfsemi Landsvirkjunar árið 2010.

92% - 235.759 l. 8% - 19.430 l.

Blöndust.(OAB)

Dísilolía Bensín

Blöndust.(OAB)

Mývatnssv.(OAM)

Mývatnssv.(OAM)

Sogssvæði(OAS)

Sogssvæði(OAS)

Þjórsársv.(OAÞ)

Þjórsársv.(OAÞ)

Starfsstöðvar(RVK) (AKU)

Starfsstöðvar(RVK) (AKU)

Fljótsdalsst.(OAK)

Fljótsdalsst.(OAK)

80.000

10.000

8.000

6.000

4.000

2.000

60.000

40.000

20.000

0

0

Mynd 11 — Notkun dísilolíu í starfsemi Landsvirkjunar árið 2010, skipt eftir starfsstöðvum.

Mynd 12 — Notkun bensíns í starfsemi Landsvirkjunar árið 2010, skipt eftir starfsstöðvum.

lítrar

lítrar

17.3

67

24.1

42

47.7

31

20.7

40

65.1

41

60.6

38

18 397

3.62

1

441

8.55

6

6.39

7

v Ö k t u n u m h v e r f i s Þ á t t a

27

Page 27: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

Haldið er utan um eldsneytisnotkunina í fjárhaldsbókhaldi fyrirtækisins en þar er magn eldsneytis skráð við innkaup. Eldsneytisnotkun er tekin saman annars vegar fyrir raf­orkuvinnsluna, það er einstök aflstöðvasvæði, og hins vegar starfsstöðvarnar í Reykjavík og á Akureyri.

Mynd 10 sýnir eldsneytisnotkun Landsvirkjunar árið 2010, þar sést að mest er notað af dísilolíu (92%) en mun minna af bensíni (8%). Auk þess voru árið 2010 notuð rúmlega 200 kg af vetni á starfsstöð Landsvirkjunar í Reykjavík. Myndir 11 og 12 sýna eldsneytis­notkun, annars vegar dísilolíu og hins vegar bensín eftir starfsstöðvum Landsvirkjunar á árinu. Á samanburði milli starfsstöðva sést að eldsneytisnotkun er mismikil og er ekki í beinu samhengi við raforkuvinnslu svæðisins. Mest er eldsneytisnotkun á Þjórsár­svæðinu (OAÞ) sem jafnframt er með mestu orkuvinnsluna en til samanburðar er Fljóts­dalsstöð (OAK) með litlu minni orkuvinnslu en mun minni eldsneytisnotkun. Þetta skýrist meðal annars af því að á Þjórsársvæðinu eru fimm aflstöðvar og víðáttumikið rekstrarsvæði en raforkuvinnslan í Fljótsdalsstöð er bundin við eina aflstöð og lagt var upp með við hönnun stöðvarinnar að lágmarka notkun eldsneytis við rekstur hennar.

Mynd 13 sýnir heildarnotkun eldsneytis í starfsemi Landsvirkjunar árin 2008 – 2010 og samanburð milli ára. Þar sést að aukning varð í eldsneytisnotkun árið 2009 miðað við árið 2008 en árið 2010 dró heldur úr notkun eldsneytis miðað við fyrri tvö ár og munar þar mest um 34% samdrátt í dísilnotkun frá fyrra ári. Nokkrar ástæður eru fyrir þess um breytileika í eldsneytisnotkun. Í fyrsta lagi hefur verið unnið markvisst á síðast­liðnum árum í að draga úr eldsneytisnotkun hjá fyrirtækinu, meðal annars hefur dregið úr ferð um starfsmanna innanlands, dregið hefur verið úr rekstri dísilvéla og við endur ­ nýjun bifreiða er hugað að eyðslu þeirra. Í öðru lagi eru aðstæður breytilegar milli ára meðal annars vegna veðurfars og viðhaldsvinnu, sem leiðir af sér mismikla eldsneytis­notkun. Umtalsverð viðhaldsvinna fór til dæmis fram á Þjórsársvæðinu á árinu 2009 en hún var ekki eins mikil árið 2010. Í þriðja lagi eru nokkrar af dísilvélum fyrirtækisins sem flestar eru staðsettar á Þjórsársvæðinu tengdar eldsneytistönkum sem í sumum tilfellum er fyllt á á nokkurra ára fresti, það árið sem fyllt er á einhvern þessara tanka, getur því magn keypts eldsneytis aukist umtalsvert. Í ljósi þessa er réttara að horfa til lengra tíma­bils en eins árs þegar losun vegna brennslu jarðefnaeldsneytis er skoðuð. Mynd 14 sýnir notkun dísilolíu árin 2008 – 2010 skipt eftir starfsstöðvum. Í viðauka má sjá ítarlegar tölulegar upplýsingar um eldsneytisnotkun Landsvirkjunar á árunum 2008 ­ 2010.

u m h v e r f i s s k ý r s l a 20 1 0

28

Page 28: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

Bensín

150.000

120.000

90.000

60.000

30.000

400.000

300.000

200.000

100.000

0

0

Dísilolía

Mynd 14 — Notkun dísilolíu í starfsemi Landsvirkjunar árin 2008 - 2010, skipt eftir starfsstöðvum.

Mynd 13 — Notkun jarðefnaeldsneytis í starfsemi Landsvirkjunar árin 2008 – 2010.

lítrar

lítrar

2008 2009 2010

2008 2009 2010

22.3

92

24.2

16

19.4

30

269.

260

356.

407

235.

759

87.3

06

130.

952

60.6

38

61.0

11

99.9

12

65.1

41

33.3

68

30.5

37

20.7

40

55.8

75

58.3

35

47.7

31

13.4

80

18.5

96

24.1

42

18.2

19

18.0

75

17.3

67

Blöndust.(OAB)

Mývatnssv.(OAM)

Sogsvæði(OAS)

Þjórsársv.(OAÞ)

Starfsstöðvar(RVK) (AKU)

Fljótsdalsst.(OAK)

v Ö k t u n u m h v e r f i s Þ á t t a

29

Page 29: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

Eitt af markmiðum Landsvirkjunar er að vera leiðandi í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa og hefur fyrirtækið því tekið þátt í ýmsum nýsköpunar- og þróunarverkefnum á því sviði. Meðal verk efna sem fyrirtækið hefur tekið þátt í er prófun raf- og vetnisbíla. Fyrirtækið hefur í nokkur ár haft vetnisbíla til afnota á starfsstöð Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68 í Reykjavík og sumar-ið 2010 fékk fyrirtækið Mitsubishi i-MiEV rafbíl til afnota um mánaðarskeið. Rafbíllinn var til próf-unar á Sogsstöðvunum og á Þjórsársvæðinu þar sem starfsmenn nýttu bílinn í daglegum verk-efnum. Tilgangur verkefnisins var meðal annars að sjá hvernig rafbílar nýtast á starfsstöðvum Landsvirkjunar og til hvaða verkefna þeir henta best auk þess að styðja við tilraunir og þróun í málaflokknum.

Bæði vetnis- og rafbílarnir hafa komið til Landsvirkjunar í samstarfi við fyrirtækið Íslenska NýOrku sem hefur verið leiðandi í rannsóknum á nýtingu vetnis sem orkugjafa hérlendis. Landsvirkjun fór árið 2010 með um 12% hlut í VistOrku sem er eignarhaldsfélag Íslenskrar NýOrku.

Vistvænir bílar

Mynd 15 — Ford Focus vetnisbíll og Mitsubishi i-MiEV rafbíll.Mynd 16 — Rafbíllinn á Sogssvæðinu ásamt sumarstarfsmönnum svæðisins

u m h v e r f i s s k ý r s l a 20 1 0

30

Page 30: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

RÖSKUN LANDS OG UMGENGNI VIÐ NÁTTÚRU OG LÍFRÍKIÖllum stærri framkvæmdum Landsvirkjunar fylgir jarðrask sem getur haft áhrif á líf­ríki og náttúru. Jarðrask verður meðal annars vegna gerðar uppistöðulóna, stíflna og veituleiða, lagningar vega og jarðstrengja, aðstöðusköpunar og vegna jarðborana. Efna­mengun hvers konar sem berst í jarðveg eða vötn getur orðið vegna leka frá olíugeymum, farartækjum og ýmsum tækjabúnaði eða vegna meðhöndlunar spilliefna og úrgangs. Landsvirkjun hefur sett sér verklagsreglur til að draga úr áhrifum starfsemi sinnar á lífríki og náttúru. Þessar verklagsreglur eiga við á öllum starfssvæðum fyrirtækisins og þar sem unnið er að rannsóknum og framkvæmdum.

Skortur á stýringu og upplýsingum til starfsmanna og verktaka um umgengni við lífríki og náttúru landsins geta valdið umhverfisáhættu. Ef eiturefni eða hættuleg efni eins og til dæmis olía eru flutt eða meðhöndluð á viðkvæmu svæði getur skapast umhverfis­áhætta. Því er umhverfisáhætta metin í öllum verkefnum Landsvirkjunar og gripið til viðeigandi aðgerða til að draga úr líkum á að slík hætta skapist.

Markmið Landsvirkjunar er að starfsmenn og aðrir þeir sem starfa á vegum fyrirtækis­ins vinni eftir ákveðnu verklagi til þess að koma í veg fyrir neikvæð áhrif á náttúru og lífríki landsins. Frávik frá þessu eru skilgreind sem umhverfisóhöpp en Landsvirkjun hefur sett sér markmið um starfsemi án umhverfisóhappa. Nánar er fjallað um þetta í kaflanum umhverfisóhöpp.

Á árinu endurskoðaði Landsvirkjun kröfur og tilmæli Landsvirkjunar til verktaka og þjónustuaðila er varða umhverfis­ og öryggismál. Markmiðið með kröfunum er að sam­hæfa vinnubrögð í umhverfis­ og öryggismálum hjá þeim aðilum sem koma að starfsemi fyrirtækisins og ná þannig meiri og betri árangri. Hægt er að nálgast upplýsingabækling (sjá mynd 17) um kröfur og tilmæli Landsvirkjunar á heimasíðu fyrirtækisins.

Mynd 17 — Bæklingur um kröfur og tilmæli Landsvirkjunar til verktaka og þjónustuaðila er varða umhverfis- og öryggismál.

31

Ný varnaðarmerki fyrir eiturefni

GHS01 – Sprengifimt. Haldið frá hita og logum. Notið hlífðargleraugu. Kynnið ykkur reglur um geymslu og förgun.

GHS02 – Eldfimt. Forðist hita og loga. Ekki reykja nálægt eldfimu efni. Haldið ílátinu vel lokuðu og geymið á höldum og vel loftræstum stað. Notið hlífðarhanska og hlífðargleraugu ef hætta er á slettum í augu.

GHS03 – Eldnærandi. Forðist hita og loga. Reykið ekki nálægt eldnærandi efnum. Geymið fjarri eldfimum efnum . Notið hlífðarhanska og hlífðargleraugu ef hætta er á slettum í augu.

GHS04 – Gas undir þrýstingi. Geymið á vel loftræstum stað sem varinn er gegn sólarljósi. Gangið úr skugga um að allar slöngur og tengihlutir séu þéttir.

GHS05 – Ætandi. Klæðist hlífðarhönskum og hlífðargleraugum. Forðist innöndun.

GHS06 – Bráð eituráhrif. Eiturefni verður að loka inni. Notið hlífðarhanska, hlífðargleraugu, sérstakan vinnufatnað og hugsan-lega öndunarbúnað.

GHS07 – Hættulegt heilsu. Öryggisráðstafanir fara eftir hættu hverju sinni. Notið hlífðarhanska og hlífðargleraugu ef hætta er á slettum í augu. Forðistinnöndunefhættaeráertinguöndunarvegs,syfjueðasvima.

GHS08 – Langvinn áhætta fyrir heilsu. Notið hlífðarhanska og hlífðargleraugu ef hætta er á slettum í augu. Forðist innöndun. Kynnið ykkur reglur um förgun innihalds og íláts.

GHS09 – Hættulegt umhverfinu. Forðist losun út í umhverfið. Tæmið ekki í frárennsli, nema til þess sé ætlast. Kynnið ykkur reglur um förgun innihalds og íláts.

30

Varnaðarmerki

Tx T Xn

C Xi E

Fx F O

N

Varnaðarmerki fyrir eiturefni sem hætt verður að nota 1. júní 2015

v Ö k t u n u m h v e r f i s Þ á t t a

31

Page 31: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

ROF OG SETMYNDUN Vatnsstýring farvega og lóna auk álags frá vindi, öldu og vatni getur valdið rofi í farvegum áa og úr bökkum lóna. Setmyndun jökuláa getur leitt til þess að eyrar myndist í lónum og við strönd þeirra. Fylgst er með breytingum á vatnsfarvegum á öllum starfssvæðum að minnsta kosti árlega samkvæmt verklagsreglu þar um. Markmið með vöktuninni er að fylgjast með og kortleggja breytingar svo hægt sé að grípa til aðgerða ef þörf krefur. Ekki þurfti að grípa til neinna slíkra aðgerða á árinu.

LANDGRæÐSLA, SKÓGRæKT OG KOLEFNISBINDINGLandsvirkjun hefur frá árinu 1968 staðið fyrir umfangsmikilli landgræðslu og skógrækt í nágrenni virkjana bæði ein og í samstarfi við ýmsa aðila eins og Skógrækt ríkisins, Landgræðslu ríkisins, skógræktarfélög og heimamenn á viðkomandi svæðum. Tilgangur landgræðslunnar var í upphafi að sjá búfé fyrir beitarlandi vegna þess lands sem fór undir lón ásamt endurheimt landgæða eftir eldgos í Heklu, en síðan jafnframt að draga úr raski á gróðurlendum, stöðva jarðvegsrof og gróðureyðingu. Á síðari árum með auk­inni meðvitund um loftslagsbreytingar hefur verið farið að horfa til landgræðslusvæða Landsvirkjunar með kolefnisbindingu í huga. Landsvirkjun hefur ekki sett sér mælanleg markmið varðandi landgræðslu en á árinu voru gerðar áætlanir um samvinnu við Land­græðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins um mælingar á kolefnisbindingu á landgræðslu­svæðum fyrirtækisins. Í framhaldi af þeirri vinnu verða mælanleg markmið skilgreind.

Landgræðsla og skógrækt á vegum Landsvirkjunar felst í uppgræðslu með áburðargjöf, sáningu grastegunda á lítt grónu landi og gróðursetningu trjáplantna. Í grænu bókhaldi er haldið saman upplýsingum um magn áburðar, frædreifingu og fjölda þeirra trjáa sem plantað er. Meðal helstu landgræðslusvæða Landsvirkjunar víðsvegar um landið má nefna Auðkúlu­ og Eyvindarstaðaheiðar við Blöndustöð, Krákárbotna við Mývatnssvæði, upp­græðslusvæði á svæði Fljótsdalsstöðvar í samvinnu við Landbótasjóð Norður Héraðs og Landbótasjóð Fljótsdalshrepps, skógrækt í nágrenni Sogsstöðva og skógrækt og upp­græðslu á Þjórsár­ og Tungnaársvæði (Hugrún Gunnarsdóttir, 2009). Af myndum 18 og 19 og má sjá stærð landgræðslu­ og skógræktarsvæða eftir aflstöðvasvæðum eins og þau voru árið 2009.

Á mynd 20 má sjá fjölda plantna sem gróðursettar hafa verið í nágrenni aflstöðva Lands­virkjunar á árunum 2008–2010 en talsverð aukning hefur verið í gróðursetningu plantna, þar munar mest um aukningu í gróðursetningu á Þjórsársvæðinu sem unnin er í sam­starfi við Skógrækt ríkisins. Á mynd 20 sést einnig fjöldi plantna sem gróðursettar hafa verið af sumarvinnuflokkum Landsvirkjunar í samstarfsverkefnum sem ganga undir nafninu „Margar hendur vinna létt verk“ árin 2008–2010. Umfang gróðursetningar­innar á vegum „Margar hendur vinna létt verk“ er breytilegt milli ára enda breytilegt í hvaða samstarfsverkefnum Landsvirkjun tekur þátt á ári hverju. Sú kolefnisbinding sem hlýst af þessum verkefnum er þó ekki hluti af grænu bókhaldi Landsvirkjunar enda verkefnin ekki unnin fyrir Landsvirkjun. Gróðursetningin gagnast þó landi og þjóð jafnt í baráttunni við loftslagsbreytingar sem og uppgræðslu landsins.

u m h v e r f i s s k ý r s l a 20 1 0

32

Page 32: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

Blöndust.(OAB)

Blöndust.(OAB)

Mývatnssv.(OAM)

Mývatnssv.(OAM)

Sogsvæði(OAS)

Sogsvæði(OAS)

Þjórsársv.(OAÞ)

Þjórsársv.(OAÞ)

Fljótsdalsst.(OAK)

Fljótsdalsst.(OAK)

5.000

150

3.000

90

4.000

120

2.000

60

1.000

30

0

0

Mynd 18 — Stærð landgræðslusvæða [ha] eftir aflstöðvasvæðum Landsvirkjunar árið 2009.

Mynd 19 — Stærð skógræktarsvæða [ha] eftir aflstöðvasvæðum Landsvirkjunar árið 2009.

hektarar

hektarar

v Ö k t u n u m h v e r f i s Þ á t t a

33

Page 33: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

Gróðursetning plantna á vegum „Margar hendur vinna létt verk.“

Gróðursetning plantna í nágrenni aflstöðva.

Áburðardreifing, tilbúinn áburður.

150.000

500

90.000

300

120.000

400

60.000

200

30.000

100

0

0

Mynd 20 — Gróðursetning plantna í nágrenni aflstöðva og gróðursetning plantna á vegum samstarfsverkefnisins ,,Margar hendur vinna létt verk“.

Mynd 21 — Dreifing tilbúins áburðar. Magn [t] árin 2008 – 2010.

plöntur

tonn

2008 2009 2010

2008 2009 2010

u m h v e r f i s s k ý r s l a 20 1 0

34

Page 34: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

Mynd 21 sýnir magn tilbúins áburðar sem hefur verið dreift, eða dreifing kostuð af Lands­virkjun á árunum 2008 til 2010. Nokkuð misjafnt er hversu miklum áburði er dreift á ári hverju en notkun á tilbúnum áburði minnkar miðað við árið 2009 en eykst miðað við árið 2008. Auk gróðursetningar plantna og dreifingar tilbúins áburðar er garða úrgangur sem til fellur á aflstöðvunum nýttur til landgræðslu auk þess sem litlu magni fræja og búfjáráburðar er dreift á hverju ári á vegum fyrirtækisins.

Í viðauka má sjá helstu magntölur í landgræðslu og skógrækt á árunum 2008–2010 á veg um Landsvirkjunar.

Kolefnisbinding á landgræðslu- og skógræktarsvæðumSkógrækt ríkisins og Landgræðsla ríkisins eru um þessar mundir að vinna fyrstu út­tekt ir samkvæmt nýjum verkferlum til að telja fram kolefnisbindingu, sem gert er ráð fyrir að verði viðurkenndar af milliríkjanefnd (IPCC) sem fer með málefni loftslagssa­mnings Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt loftslagssamningnum er gerð krafa um að raunbinding sé metin með úttekt á 5 ára fresti. Áætlað er að úttekt á landgræðslusvæðum Landsvirkjunar samkvæmt þessum nýju verkferlum verði lokið 2012. Vegna þessa var ákveðið að fara ekki í frekara mat á kolefnisbindingu á uppgræðslusvæðum Landsvirkju­nar fyrir árið 2010 og því er stuðst við sama mat og fyrir árið 2008 og 2009 þegar binding var met in út frá stærð landgræðslusvæðis og stuðlum sem áætlaðir voru með rannsók­num, sjá lýsingu á aðferðinni í skýrslum Landsvirkjunar LV­2009/064, Umhverfisskýrsla Landsvirkjunar 2008 og LV­2009/109, Vistheimt Landsvirkjunar og umhverfislegur ávinn ingur í kjölfar virkjana. Þegar mælingar á uppgræðslusvæðum Landsvirkjunar liggja fyrir er betur hægt að gera sér grein fyrir raunverulegri kolefnisbindingu fyrir­tækisins. Land sem grætt hefur verið upp fyrir tilstilli Landsvirkjunar frá stofnun fyrirtækisins fram til ársins 2010 er um 140 km2 að flatarmáli og áætluð kolefnisbinding þess um 22.000 tonn CO2­ígilda á ári.

v Ö k t u n u m h v e r f i s Þ á t t a

35

Page 35: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

Landsvirkjun hefur um áratugi starfrækt sumarvinnuflokka ungs fólks. Hóparnir sinna viðhaldi, uppbyggingu og snyrtingu í starfsstöðvum Landsvirkjunar auk þess að vinna að ýmsum samstarfs-verkefnum víða um land. Sumarið 2010 voru um 190 ungmenni að störfum hjá Landsvirkjun.

Landsvirkjun hefur boðið fram vinnuframlag sumarvinnuflokka og flokkstjórn yfir þeim, í verkefn-inu „Margar hendur vinna létt verk“ þar sem helstu viðfangsefnin lúta að ræktun, hreinsun, við haldi og umhverfisbótum ásamt stígagerð og stikun gönguleiða. Hægt er að sækja um í „Margar hendur vinna létt verk“ á vori hverju á heimasíðu Landsvirkjunar. Fjölmörg sveitarfélög, félagasamtök og stofnanir hafa tekið þátt í þessu verkefni og hefur þessi samvinna skilað sér í auknum umhverfis-gæðum og fjölmörgum dæmum um bætta aðstöðu til útivistar og ferðamennsku.

Sumarið 2010 voru tekin fyrir fjölmörg viðfangsefni í gegnum verkefnið „Margar hendur vinna létt verk“ og má sjá yfirlit yfir samstarfsaðila og verkefnin sem fengist var við í töflu 1. Reynt hefur verið að halda utan um helstu magntölur þessara verkefna og má sjá þær í töflu 2. Þess ber þó að geta að magntölur hafa ekki fengist frá öllum samstarfsaðilum. Í töflunni kemur meðal annars fram að sumarvinnuflokkar Landsvirkjunar tóku þátt í að gróðursetja um 96.000 trjáplöntur sumarið 2010.

Margar hendur vinna létt verk

Mynd 22 — Sumarstarfsmenn Landsvirkjunar.

u m h v e r f i s s k ý r s l a 20 1 0

36

Page 36: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

Tafla 2 — Yfirlit yfir helstu magntölur í „Margar hendur vinna létt verk“.

Tafla 1 — „Margar hendur vinna létt verk“ - samstarfsaðilar og verkefni sumarsins 2010.

Verkefni Magn

Gróðursetning 96.535 plöntur

Göngustígar, lagfærðir 2.650 m

Göngustígar, nýir 365 m

Girðingar, fjarlægðar ~ 5 km

Áburður á plöntur 2000 kg

Áburður til uppgræðslu 1200 kg

Verkefni Magn

Grasfræ 100 kg

Kurl í göngustíga 2 tonn

Möl í göngustíga 80 tonn

Sláttur meðfram stígum 6 km

Sandur í gryfjur 3-4 tonn

Samstarfsaðili Viðfangsefni

Hallgerður ehf. Hrauneyjar Sláttur, umhirða og snyrting á svæðinu.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur Stígagerð og þökulagning við Þjóðveldisbæinn Stöng.

Sankti Andrésar Stúkan Hekla Borinn áburður á eldri plöntur.

Hekluskógar Trjám plantað og áburðargjöf.

Skógrækt ríkisins Unnið við niðursetningu, áburðargjöf og grisjun.

Húnavatnshreppur Hirðing lóða, málningarvinna og þrif.

Kirkjugarðar að Auðkúlu, Bergsstöðum og Bólstaðarhlíð

Kirkjugarðar hirtir.

Dropinn, Styrktarfélag sykursjúkra barna Aðstoð í sumarbúðum sykursjúkra barna.

Golfklúbburinn Ós, Blönduósi Golfvöllur sleginn og hirtur.

Ungmennafélag Bólstaðahlíðahrepps Íþróttavöllur við Húnaver var sleginn og hirtur.

Skógræktarfélag A-Húnvetninga Trjám plantað, lagfæringar á göngustígum.

Brimnesskógar í Skagafirði Trjám plantað.

Félagsheimilið Húnaver Lóð umhverfis félagsheimilið slegin og snyrt.

Veiðifélagið í Svartárdal Viðhaldsvinna.

Fljótsdalsgrund Lagfæringar á lóð og tjaldstæði, trjám plantað og göngustígagerð.

Fljótsdalshreppur Lagfæringar á göngustíg við Hengifoss.

Höttur Rekstrarfélag, Egilsstöðum Hirðing og fegrun við íþróttaaðstöðu Hattar.

Hofteigskirkjugarður Kirkjugarður sleginn og hirtur tvisvar sinnum yfir sumarið.

Valþjófsstaðakirkjugarður, Fljótsdal Kirkjugarður sleginn og hirtur.

Kirkjubæjarkirkja, Hróarstungu Málun grindverka, fegrun og snyrting göngustíga.

Umhverfisstofnun Merking gönguleiða

Umhverfisstofnun Eyðing skógarkerfils og lúpínu.

Rotaryklúbbur AkureyrarStígagerð, viðhald göngustíga og smíði göngubrúar í Botnsreiti í Eyjafirði.

Golfklúbbur Kiðjabergs Aðstoð við undirbúning og framkvæmd Íslandsmeistaramóts.

Skógræktarfélag Reykjavíkur Ýmis störf í Heiðmörk.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar Ýmis garðyrkjustörf við gróðrarstöðina.

Golfklúbbur Vatnsleysustrandar, Reykjanesi Ýmis störf hjá Golfklúbbnum.

Þjóðgarðurinn Þingvölum Göngustígagerð.

Sólheimar SESÝmis verk, til dæmis sláttur, þrif, málun grindverka, og viðhald göngustíga.

Skógræktarfélag Kópavogs: Fossá í Hvalfirði Vinna við göngustíga og grisjun.

Garðyrkjustjóri Mosfellsbæjar Fjarlæging gamalla girðinga.

Íþróttafélagið FH, Hafnarfirði Fegrun umhverfis íþróttasvæði FH í Kaplakrika.

v Ö k t u n u m h v e r f i s Þ á t t a

37

Page 37: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

Losun út í vatn og jarðveg frá jarðvarmavirkjunum

Það er markmið Landsvirkjunar að nýta auðlindir á sem bestan hátt, auka niðurdælingu og minnka losun mengandi efna út í umhverfið.

Þétti­ og skiljuvatn (affallsvatn) frá jarðvarmavirkjunum inniheldur þungmálma og nær ­ ingarefni sem að hluta til eiga uppruna sinn í borholuvökva, en hluti þeirra kemur til vegna tæringar frá vélbúnaði. Náttúrulegur styrkur þessara efna er breytilegur milli staða og er háður til dæmis eldvirkni og grunnvatnsrennsli. Sé styrkur efnanna of mikill getur það haft áhrif á lífríki.

Affallsvatn frá Kröflustöð er að hluta til losað í yfirborðsvatn og að hluta dælt aftur niður í jarðhitageyminn til að draga úr umhverfisáhrifum. Vatn sem losað er á yfirborði rennur með frárennsli í nærliggjandi læk, Dallæk (Hlíðardalslæk). Affallsvatn frá Bjarnarflagi er allt losað á yfirborði í Bjarnarflagslón og rennur þaðan niður í grunnvatnið um sprungu vestast í lóninu. Efnasamsetning jarðhitavökvans er mæld árlega í öllum borholum og á nokkrum stöðum í vinnslurásinni. Samkvæmt starfsleyfi er heimild fyrir losun affalls­vatns svo framarlega sem styrkur mengandi efna í vatninu er undir umhverfismörkum í flokki I þegar vatnið nær niður í Mývatn. Umhverfismörk eru skilgreind í reglugerð um varnir gegn mengun vatns númer 796/1999. Árlega eru gerðar mælingar af óháðum aðila til að vakta áhrif affallsvatnsins frá Kröflu­ og Bjarnarflagsstöð. Sýni eru tekin á skilgreindum mælistöðum (sjá mynd 23) og fylgst með styrk ákveðinna náttúrulegra efna á borð við arsen. Ekki er talin veruleg um­hverfisáhætta vegna losunar affalsvatns frá Kröflu­ og Bjarnarflagsstöð vegna þynn­ingaráhrifa mikils grunnvatnsflæðis á svæðinu. Rannsóknir og mælingar hafa sýnt að áhrif affallsvatns hverfa fljótt og styrkur mengandi efna í vatninu er innan viðmiðunar­marka reglugerða þegar vatnið berst í Mývatn (Halldór Ármannsson og Magnús Ólafs­son, 2011 & Halldór Ármannsson og Magnús Ólafsson, 2002). Umhverfisstofnun er árlega send skýrsla með niðurstöðum mælinga og verði frávik eða óvæntar niðurstöður skal vöktunaráætlunin endurskoðuð í samvinnu við Umhverfisstofnun.

Á mynd 24 má sjá styrk arsens í sýnum sem tekin voru á árunum 1997–2010 við Langavog og Vogaflóa (sjá mynd 23) en mælistaðirnir eru rétt við Mývatn. Af myndinni sést að styrkur arsens er vel innan umhverfismarka I á báðum stöðum öll árin.

Í samræmi við endurskoðun á úrvinnslu gagna um vinnslu og losun GHL frá starfsemi jarð­ varmavirkjana voru tölur um losun út í vatn og jarðveg einnig endurskoðaðar samanber umfjöllun í kafla um nýtingu jarðhitaforðans.

Í viðauka má sjá ítarlegar tölulegar upplýsingar um losun út í vatn og jarðveg.

u m h v e r f i s s k ý r s l a 20 1 0

38

Page 38: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

Búrfellshraun

Laxá

Sandvatn

Langivogur

0,006

0,005

0,004

0,003

0,002

0,001

0,000

-0,001

Mynd 23 — Grunnvatnsflæði og sýnatökustaðir þar sem fylgst er með áhrifum frá affallsvatni frá Kröflu- og Bjarnarflagsstöð.

Mynd 24 — Styrkur arsens í sýnum við Vogaflóa og Langavog ásamt umhverfismörkum I og II. Heimild: Halldór Ármannsson og Magnús Ólafsson, 2011.

Arsen [mg/l]

Grunnvatnsrennsli

Sýnatökustaður

Borhola

1998 2000 2002 2004 2006 2008 2010

Vogaflói Umhverfismörk I Langivogur Umhverfismörk II

v Ö k t u n u m h v e r f i s Þ á t t a

39

Page 39: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

Úrgangur

Það er markmið Landsvirkjunar að auka endurvinnslu og þar með draga úr magni al­menns óflokkaðs úrgangs sem fer til urðunar og brennslu.

MAGN OG TEGUNDIR ÚRGANGSAlmennt hefur náðst góður árangur í flokkun og endurvinnslu úrgangs í starfsemi Landsvirkjunar. Magn almenns óflokkaðs úrgangs hefur enda dregist saman á öllum starfs stöðvum Landsvirkjunar nema í Fljótdalsstöð sem stafar af sérstöku hreinsu­narátaki sem hófst þar árið 2010.

Mynd 25 sýnir magn úrgangs, skipt eftir úrgangsflokkum, frá starfsemi Landsvirkj unar árið 2010. Þar kemur fram að um 46% úrgangs fer til endurvinnslu og endurnýtingar og 14% eru spilliefni sem send eru til sérstaks förgunaraðila. Um 17% af úrgangi fell ur í flokk inn almennur óflokkaður úrgangur sem fer til urðunar eða brennslu og 23% úrgangs er svokallaður óvirkur úrgangur sem fer til urðunar á þar til skilgreindum urðunarstöðum. Óvirkur úrgangur, til dæmis jarð­ og steinefni, er ekki talinn valda neikvæðum umhverfisáhrifum. Heildarmagn úrgangs árið 2010 var rúmlega 369 tonn sem er talsverð aukning frá fyrra ári. Þar vegur þyngst úrgangstegundin jarð­ og steinefni, gler og postulín eða um 84 tonn sem að stærstum hluta má rekja til viðhalds­verkefna í Laxárstöð. Þá eru um 83 tonn af úrgangstegundinni málmar og ýmis búnaður sem að mestu leyti safnaðist í hreinsunarátaki Fljótsdalstöðvar en þar starfaði flokkur sumarstarfsmanna við hreinsun á víðáttumiklu svæði á hálendinu í nágrenni fyrrum

Mynd 25 — Magn úrgangs frá starfsemi Landsvirkjunar árið 2010, skipt eftir úrgangsflokkum.

kg %

Almennur ófl. úrgangur 62.188 17

Úrgangur til endurvinnslu og endurnýtingar

171.233 46

Óvirkur úrgangur 83.517 23

Spilliefni 52.615 14

Heild 369.553

u m h v e r f i s s k ý r s l a 20 1 0

40

Page 40: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

framkvæmdasvæðis Kárahnjúkavirkjunar. Þetta mikla magn úrgangs veldur því að gögn um úrgang fyrir Fljótsdalsstöð milli ára eru ekki samanburðarhæf. Hlutfallslega skipt­ingu eftir úrgangstegundum fyrir árið 2010 má sjá á mynd 26.

Samanburð á magni úrgangs, skipt eftir úrgangsflokkum, frá starfsemi Landsvirkjunar á árunum 2008–2010 má sjá á mynd 27. Á myndinni sést að magn úrgangsflokka frá starf­semi Landsvirkjunar er allbreytilegt milli ára og skýrist það að miklu leyti af úrgangs­myndun í viðhaldshaldsverkefnum. Sem dæmi má nefna að árið 2010, var vegna bilunar í spenni í Sultartangastöð, skilað til förgunar 34 tonnum af spennaolíu sem eykur heidar­ magn spilliefna sem fargað er um nokkur hundruð prósent milli ára. Mikið magn timburúrgangs kom til á árinu 2008 vegna endurnýjunar á þaki kæliturns Kröflu­ stöðvar. Þessar aðstæður valda því að erfitt hefur reynst að setja mælanleg markmið við að draga úr magni úrgangs í einstökum úrgangsflokkum og því leggur Landsvirkjun áherslu á að draga úr magni almenns óflokkaðs úrgangs sem fer til urðunar eða brennslu og að auka flokkun og skila til endurvinnslu og endurnýtingar. Flokkun er þó mismikil milli starfs stöðva og fer meðal annars eftir aðstæðum til móttöku og meðhöndlunar í viðkomandi sveitarfélögum. Á mynd 28 má sjá magn almenns óflokkaðs úrgangs á öllum starfs stöðvum Landsvirkjunar á árunum 2008–2010. Í viðauka má sjá ítarlegar tölulegar upp lýsingar um magn úrgangs frá starfsstöðvum Landsvirkjunar á árunum 2008–2010.

Mynd 26 — Hlutfallsleg skipting úrgangs í starfsemi Landsvirkjunar árið 2010, skipt eftir úrgangstegundum.

%

Almennur óflokkaður úrgangur til urðunar

16

Almennur óflokkaður úrgangur til brennslu 1

Lífrænn úrgangur 4

Málmar og ýmis búnaður 22

Pappír, pappi og umbúðir 3

Plast 1

Timbur 16

Jarð- og steinefni, gler og postulín 23

Spilliefni 14

Hjólbarðar < 1

Prenthylki < 1

v Ö k t u n u m h v e r f i s Þ á t t a

41

Page 41: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

Almennur ófl. úrgangur

Úrgangur til endurvinnslu og endurnýtingar

50.000

250.000

40.000

200.000

30.000

150.000

20.000

100.000

10.000

50.000

0

0

Óvirkur úrgangur

Spilliefni

Mynd 28 — Magn almenns óflokkaðs úrgangs á starfsstöðvum Landsvirkjunar á árunum 2008–2010. Vegna sérstaks hreinsunarátaks hefur magn úrgangs frá Fljótsdalsstöð hækkað umtalsvert.

Mynd 27 — Magn úrgangs frá starfsemi Landsvirkjunar á árunum 2008–2010, skipt eftir úrgangsflokkum.

kg

kg

2008 2009 2010

2008 2009 2010

802

2.70

2

31.4

70

11.1

90

5.19

0

1.89

0

1.40

1

908

920

19.3

15

4.14

0

3.50

1

14.4

70

10.1

04

7.29

0

4.13

1

4.13

1

2.97

893

.351

47.9

97

62.1

88

266.

749

96.9

17

171.

233

51.4

45

68.9

75

83.5

17

6.18

6

12.1

23

52.6

1542

.042

20.8

22

14.1

39

Blöndust.(OAB)

Mývatnssv.(OAM-LAX)

Mývatnssv.(OAM-KRA)

Sogssvæði(OAS)

Þjórsársv.(OAÞ)

Starfsstöðvar(RVK) (AKU)

Fljótsdalsst.(OAK)

u m h v e r f i s s k ý r s l a 20 1 0

42

Page 42: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

MAGN OG TEGUNDIR SPILLIEFNAMagn spilliefna sem fellur til í starfsemi Landsvirkjunar ræðst líkt og annar úrgangur í starfseminni að miklu leyti af umfangi viðhaldsverkefna á ári hverju. Á árinu 2010 féllu til um 52 tonn af spilliefnum í starfsemi Landsvirkjunar sem er mikil aukning frá fyrri árum og skýrist nær eingöngu af aukningu í olíuúrgangi. Þar munar mest um förg un 34 tonna af spennaolíu frá Sultartangastöð vegna bilunar í spenni auk aukningar í olíu úrgangi frá öðrum stöðvum en olíuúrgangur er ýmist endurnýttur eða sendur til förgun ar. Mynd 29 sýnir hlutfallslega skiptingu helstu tegunda spilliefna sem féllu til í starfsemi Landsvirkjunar á árinu. Í viðauka má sjá ítarlegar tölulegar upplýsingar um magn spilliefna frá starfsstöðvum Landsvirkjunar á árunum 2008 ­ 2010.

Mynd 29 — Hlutfallsleg skipting helstu tegunda spilliefna sem til féllu í starfsemi Landsvirkjunar á árinu 2010.

%

Olía 94

Lífræn spilliefni 1

Rafhlöður 4

Ýmis spilliefni 1

Spilliefnaumbúðir < 1

Eiturefni < 1

Ólífræn spilliefni < 1

94

1 4 1

v Ö k t u n u m h v e r f i s Þ á t t a

43

Page 43: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

Flokkun úrgangs frá starfsemi Landsvirkjunar var innleidd á árunum 2004 til 2008 en síðan þá hefur magn alls úrgangs sem fellur til í starfseminni verið skráð í grænt bókhald fyrirtækisins. Áhugavert er að skoða þann árangur sem náðst hefur í flokkun úrgangs á starfsstöðinni í Reykja-vík, hér er bæði um að ræða úrgang sem fellur til við skrifstofustarfsemi og viðhald hússins. Til að auðvelda starfsmönnum flokkunina var gefið út sérstakt leiðbeiningarit og eins komu starfs-menn Íslenska gámafélagsins í heimsókn, gengu um húsið, kynntu flokkunina nánar og svöruðu spurningum. Á mynd 31 sést að mjög góður árangur hefur náðst. Heildarmagn úrgangs hefur á tímabilinu farið úr tæplega 51 tonni árið 2008 í um 42 tonn árið 2010. Magn óflokkaðs úrgangs hefur minnkað úr um 42 tonnum árið 2008 í um 14 tonn árið 2010 eða um rúm 65%. Jafnframt hefur magn flokkaðs úrgangs rúmlega þrefaldast á tímabilinu, farið úr um 9 tonnum árið 2008 í um 28 tonn árið 2010.

Sorpflokkun Landsvirkjunar

Sorpflokkun Handbók fyrir starfsemi

Landsvirkjunar Háaleitisbraut 68

Mynd 30 — Úr handbók um sorpflokkun fyrir starfsemi Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68.

2008 2009 2010

50

25

0

Mynd 31 — Magn óflokkaðs og flokkaðs úrgangs á árunum 2008-2010 frá starfsstöð Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68 í Reykjavík. Góður árangur hefur náðst í aukinni flokkun úrgangs.

tonn Flokkaður úrgangur Óflokkaður úrgangur

28

14

26

21

9

42

u m h v e r f i s s k ý r s l a 20 1 0

44

Page 44: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

Á árinu 2010 tóku starfsmenn Fljótsdalsstöðvar að fullu við hreinsunarstarfi á fyrrum fram kvæmda-svæði Kárahnjúkavirkjunar. Allmikið magn úrgangs sem féll til á framkvæmdatíma hefur dreifst um nærliggjandi svæði og ærið verk er framundan við hreinsun. Sumarið 2010 starfaði flokk ur sumarstarfsmanna Fljótsdalsstöðvar við hreinsun á víðáttumiklu svæði á hálendinu. Magn þess úrgangs sem safnað var stendur fyrir stærstum hluta þess úrgangs sem myndaðist í starfsemi Fljótsdalsstöðvar á árinu, en úrgangur frá svæðinu var flokkaður eins og hægt var. Hreinsunarstarf mun halda áfram á næstu árum.

Mynd 32 — Frá hreinsunarstarfi á fyrrum framkvæmdasvæði Kárahnjúkavirkjunar sumarið 2010.

Hreinsunarstarf á fyrrum framkvæmdasvæði Kárahnjúkavirkjunar

v Ö k t u n u m h v e r f i s Þ á t t a

45

Page 45: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

Hávaði

Allt vinnslusvæði Kröflu­ og Bjarnarflagsstöðva er skilgreint sem iðnaðarsvæði. Hávaða­mörk frá atvinnustarfsemi eru 70 dB(A) á lóðarmörkum iðnaðarsvæðisins samkvæmt reglugerð. Innan iðnaðarsvæða í Mývatnssveit og í nágrenni þeirra eru vinsælir ferða­mannastaðir, þeirra á meðal Námaskarð, Jarðböðin við Mývatn og Víti. Því leitast Lands­virkjun við að halda hljóðstigi á þeim stöðum undir 50 dB(A), sem er jafngildishljóðstig hávaðamarka á íbúðarsvæðum. Þetta gildi var valið þar sem engin mörk gilda um hávaða á útivistarsvæðum.

Helstu hávaðavaldar við jarðvarmavinnslu eru vélar og búnaður aflstöðva og blástur á gufu út í andrúmsloftið við afkastamælingar á borholum. Hljóðstig fer nokkuð eftir veðri og rekstri stöðvarinnar hverju sinni, það er fjölda hola í blæstri og véla í vinnslu. Þá getur bílaumferð haft áhrif á mælingar og því getur hljóðstig verið breytilegt með tilliti til þessara atriða. Til þess að draga úr hávaða eru hljóðdeyfar á öllum borholum. Við afkastamælingar á borholum eru þær látnar blása út í andrúmsloftið í gegnum hljóðdeyfi en engu að síður getur hávaði frá þeim verið mikill. Hávaði frá blásandi borholum hef­ur áhrif á nálæga byggð og rýfur kyrrð í náttúrunni. Hljóðstig er mælt árlega frá jarð­varmavinnslu Landsvirkjunar á Mývatnssvæði á skilgreindum mælipunktum auk þess sem mælingar eru gerðar við borholur samhliða afkastamælingum. Hafa ber í huga að hér er um einstakar mælingar að ræða sem gefa vísbendingar um hljóðstig á svæðinu en útiloka ekki að hljóðstig geti verið hærra á öðrum tímum.

Mynd 33 — Yfirlitsmynd af Mývatnssvæðinu.

Víti

u m h v e r f i s s k ý r s l a 20 1 0

46

Page 46: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

KRÖFLUSTÖÐYfirlit yfir mælistaði fyrir hljóðstig við Kröflustöð má sjá á mynd 34. Skyggða svæðið á myndinni sýnir iðnaðarsvæðið. Rauðir punktar sýna mælistaði þar sem árlegar hljóðstigsmælingar fara fram og gulir punktar sýna viðbótarmælistaði vegna sérstakra aðstæðna. Á töflu 3 má sjá mælt jafngildishljóðstig á Kröflusvæðinu fyrir árin 2008– 2010. Þeir mælistaðir sem staðsettir eru á viðkvæmum ferðamannasvæðum eða utan iðnaðarsvæðisins eru auðkenndir með grænum lit í töflunni og rauðmerkt gildi eru þar sem hávaði fór yfir 50 dB(A) á slíkum svæðum. Aðrir mælistaðir eru staðsettir innan iðnaðarsvæðisins. Grámerktir eru viðmótarmælistaðir.

Þegar mælingar voru framkvæmdar árið 2008 var engin hola í blæstri. Hljóðstig mældist hærra árið 2009 en 2008 við einstaka holur en þá voru holur 22 og 37 í blæstri (mælistaðir 37 og 38 á mynd 34). Þegar mælingar fóru fram árið 2010 var hola 39 í blæstri (sjá mælistað 39 á mynd 34) og mældist hljóðstig 10 m frá henni 101 dB(A). Það hefur veruleg áhrif á hljóðstig í næsta nágrenni og veldur að öllum líkindum hærra hljóðstigi á mælistöðum þar í kring. Báðar vélar aflstöðvarinnar voru í rekstri árin 2008–2010 þegar mælingar fóru fram. Líkt og sést af töflu 3 fer enginn mælistaður yfir viðmiðunarmörk árið 2008, en tveir mælistaðir fara yfir viðmiðunarmörk árið 2009 og einn árið 2010.

Mynd 34 — Staðsetning mælistaða við Kröflustöð. Skyggða svæðið sýnir iðnaðarsvæði Landsvirkjunar.

Víti

22

18

21

37

20

19

6 739

14

16

15 38

17

9 8

1110

40

12

13

1-5

v Ö k t u n u m h v e r f i s Þ á t t a

47

Page 47: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

Tafla 3 — Jafngildishljóðstig á Kröflusvæðinu árin 2008-2010. Þeir mælistaðir sem staðsettir eru á viðkvæmum ferðamannasvæðum eða utan iðnaðarsvæðisins eru auðkenndir með grænum lit í töflunni og rauðmerkt gildi eru þar sem hávaði fór yfir 50 dB(A) á slíkum svæðum. Grámerktir eru viðbótarmælistaðir.

Mælistaður Krafla08.og 11.02 2010

LAeq[dB(A)]

31.7.2009

LAeq[dB(A)]

5.8.2008

LAeq[dB(A)]

1 Stjórnherbergi Kröflu 56 53,9 51,6

2 Austan við vél 1 89,1 89,1 88,2

3 Austan við vél 2 89,5 89,9 90,8

4 Stöðvarhús 73,4 72 73,3

5 Skemma 1A 71,5 67,6 67,2

6 „Einbýli“ við Sigurboga 79,9 50 49,7

7 Við holu 6 81,8 55,5 51,8

8 Við holu 26 62,2 50 48

9 Við holu 35 - - 30,8

13 Við holu 34 73,3 75 63,8

14 Við holu 19 61,9 68 66

15 Við holu 31 44,9 57 45,5

16 Við holu 14 48,0 52 42,9

17 Við holu 18 41,2 52 30,3

18 Við holu 1 – á SV svæði 38,6 42 31,9

19 Við bílastæði mötuneytis aflstöðvar 46,7 48 44,2

21 Við holu 21 41,7 48 42,2

37 Hola 22 - Í blæstri -

38 Hola 37 - Í blæstri -

39 Við holu 39 101 -

40* IDDP djúpborunarholan >117 - -

10 Við holu 8 á bílastæði við Saurbæ 48 50 32

11 Við holu 10 – útsýnisplan á dalbrún 73,5 64 47,8

12 Bílastæði á Vítisbarmi 39 50 30

20 Við skilti á Kröfluvegi – nærri vatnsholuhúsi 37,8 51 37

22 Bílastæði hjá Skarðsseli 35,9 44 42

* IDDP djúpborunarholan var ekki mæld á sama tíma og aðrir mælistaðir. Mælir sem kvarðaður var í 117 dB(A) sló út í 10 metra fjarlægð frá holunni.

u m h v e r f i s s k ý r s l a 20 1 0

48

Page 48: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

Á árinu 2010 var Iceland Deep Drilling Project (IDDP) djúpborunarholan (mælistaður 40 á mynd 34) við Leirhnjúk í Mývatnssveit í tilraunablæstri, holan er öflug og um margt ólík öðrum borholum á svæðinu og hávaði frá henni gríðarlegur. Hljóðstig var mælt frá holunni og reyndist vera yfir 117 dB(A) en mælir sem kvarðaður var í 117 dB(A) sló út í 10 metra fjarlægð frá holunni. Þar sem holan er staðsett nálægt vinsælu ferðamannsvæði var brugðist við og farið í aðgerðir til að draga úr hávaðanum og telst atvikið til umhverfis­ óhapps, sjá nánari umfjöllun í kaflanum um umhverfisóhöpp.

BJARNARFLAGSSTÖÐYfirlit yfir mælistaði fyrir hljóðstig við Bjarnarflagsstöð má sjá af mynd 35, skyggða svæðið á myndinni táknar iðnaðarsvæðið. Á töflu 4 má sjá mælt jafngildishljóðstig í nágrenni Bjarnarflagsstöðvar fyrir árin 2008–2010. Þeir mælistaðir sem staðsettir eru á viðkvæmum ferðamannasvæðum eða utan iðnaðarsvæðisins eru auðkenndir með grænum lit í töflunni og rauðmerkt gildi eru þar sem hávaði fór yfir 50 dB(A) á slíkum svæðum. Aðrir mælistaðir eru staðsettir innan iðnaðarsvæðisins.

Þegar mælingar voru framkvæmdar árið 2008 og 2009 var gufustöðin stopp. Árin 2008 og 2009 var hola 12 í blæstri (mælistaður 25) sem skýrir hærra hljóðstig við þá holu en árið 2010. Þegar mælt var árið 2010 var gufustöðin hins vegar í gangi og gufu hleypt út í hljóðdeyfi á holu 11 (mælistaður 24 á mynd 35). Þar fer hljóðstigið í 100 dB(A) sem er mun hærra en árin á undan.

36 35 34

26 24

3332

2728

29 23

30

31

25

Mynd 35 — Staðsetning mælistaða í Bjarnarflagi. Iðnaðarsvæði Landsvirkjunar er skyggt.

v Ö k t u n u m h v e r f i s Þ á t t a

49

Page 49: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

Einstakir mælistaðir voru almennt hærri árið 2010 en fyrri ár. Líkt og sést á töflu 4 eru tveir mælistaðir yfir viðmiðunarmörkum (rauðir) árið 2008, enginn árið 2009 og einn árið 2010. Jarðböðin í Mývatnssveit eru staðsett mjög nálægt iðnaðarsvæðinu (sjá mælistaði 30 og 31 á mynd 35) og umferð ferðamanna mikil, samkvæmt þessum mælingum hefur tekist að halda hljóðstyrk þar innan við 50 dB(A) öll árin. Þá er einn mælistaður, númer 36, í Reykjahlíð og hefur hljóðstig þar verið innan við 50 dB(A) á tímabilinu.

Ljóst er að blástur borholna hefur mikil áhrif á mælt hljóðstig á svæðinu og skýrir í flest­um tilfellum breytingar á hljóðstigi milli ára. Ágætlega hefur gengið að halda hljóðstigi á vinsælum ferðamannasvæðum innan þeirra viðmiðunarmarka, 50 dB(A), sem Lands­virkjun hefur sett sér.

Tafla 4 — Mælt hljóðstig við Bjarnarflag árin 2008–2010. Ferðamannsvæði eru auðkennd með grænum lit. Þeir mælistaðir sem staðsettir eru á viðkvæmum ferðamannasvæðum eða utan iðnaðarsvæðisins eru auðkenndir með grænum lit í töflunni og rauðmerkt gildi eru þar sem hávaði fór yfir 50 dB(A) á slíkum svæðum.

Mælistaður Bjarnarflag08. og 11.02 2010

LAeq[dB(A)]

31.7.2009

LAeq[dB(A)]

5.8.2008

LAeq[dB(A)]

24 Við holu 11 100,1 40 62,4

25 Við holu 12 77,2 90 84,7

27 Við gufustöð 84,8 48 81,8

28 Við holu 9 82,6 36 51

29 Varmaskiptastöð – töfluherbergi 77,1 66 62,5

32 Skiljustöð 1 84,1 69 61

33 Skiljustöð 2 83,0 56,7 70,8

34 Bílast. skrifstofu Grænna lausna 47,0 40

35 Á varnargarðshrygg 34,9 40 45,1

23 Útsýnisplan í Námaskarði 48,5 43 54,2

26 Upplýsingaplan – nærri gamla baðlóni 63,0 34 50,3

30 Bílastæði við móttöku baðfélags 46,7 43 48,3

31 Við nýju baðlónin 47,7 35 47,3

36 Skútahraun 6 35,5 40 38,5

u m h v e r f i s s k ý r s l a 20 1 0

50

Page 50: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

Umhverfisóhöpp

Markmið Landsvirkjunar er starfsemi án umhverfisóhappa.

Tvö umhverfisóhöpp urðu árið 2010, hið fyrra var þegar hávaði frá borholu í blæstri við Leirhnjúk í Mývatnssveit fór umfram leyfileg mörk og hið síðara var olíuleki í Fljóts­dalsstöð.

HÁVAÐI Í BORHOLUHávaði frá IDDP djúpborunarholu Landsvirkjunar við Leirhnjúk í Mývatnssveit fór yfir leyfileg mörk í maí. Um var að ræða tímabundinn tilraunablástur frá holunni en holan var alls í blæstri í tæpa þrjá mánuði á árinu. Holan er öflug og um margt ólík öðrum borholum á svæðinu. Hávaði frá holunni var mjög mikill, en hljóðstigsmælir sem kvarðaður var í 117 dB(A) sló út í 10 metra fjarlægð frá holunni. Holan er staðsett stutt frá mörkum iðnaðarsvæðisins þar sem leyfilegur hávaði samkvæmt reglugerð er 70 dB(A). Settur hafði verið upp hljóðdeyfir við holuna sambærilegur við þá hljóðdeyfa sem notast hefur verið við á Íslandi undanfarna áratugi. Hins vegar virkaði sá hljóðdeyfir ekki fyrir þessa aflmiklu holu. Þar sem svæðið er vinsæll ferðmannastaður olli þessi hávaði þó nokkurri truflun fyrir ferðamenn. Hannaður var nýr hljóðdeyfir og tókst með honum að draga úr hávaðanum. Auk þess var unnið að fyrirbyggjandi aðgerðum til að sambærilegar aðstæður kæmu ekki upp aftur.

Til þess að setja hávaðann frá holunni í samhengi við annan hávaða er hægt að líta á viðmiðunarmörk fyrir einstaka og sérstaklega hávaðasama viðburði á stöðum sem eru sérstaklega ætlaðir til tónleikahalds samkvæmt sérstakri heimild í starfsleyfi. Þar eru viðmiðunarmörk samkvæmt reglugerð fyrir jafngildishljóðstig 102 dB(A) og hæsti hljóðtoppur 140 dB(C) samkvæmt reglugerð um hávaða nr. 724/2008, þá er miðað við 120 dB(A) sem sársaukamörk fyrir manninn.

OLÍULEKI Í FLJÓTSDALSSTÖÐOlíuleki varð vegna bilunar í legu við aflvél í Fljótsdalsstöð sem varð til þess að 129 lítrar af olíu bárust út í fráveituvatn stöðvarinnar í september. Vegna mikils vatnsrennslis í gegnum stöðina var styrkur olíunnar í fráveituvatninu lágur eða 0,0025 ppm. Atvikið var tilkynnt Heilbrigðiseftirliti Austurlands (HAUST) og var það mat þeirra að ákvæði úr reglugerð um viðbrögð og tilkynningaskyldu hefðu að fullu verið uppfyllt. Umhverfis­áhrif atviksins voru talin hverfandi.

v Ö k t u n u m h v e r f i s Þ á t t a

51

Page 51: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

Í þessum hluta er fjallað um losun gróðurhúsalofttegunda, útblástur brennisteinsvetnis frá jarðvarmavirkjunum og kolefnisspor Landsvirkjunar.

Losun ú� í andrúmslofti� og gróðurhúsaáhrif

Page 52: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010
Page 53: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

54

Gróðurhúsalofttegundir og kolefnisspor

Aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda (GHL) í andrúmslofti veldur hlýnun jarðar, en aukningin er að mestu til komin vegna brennslu á kolum og olíu en líka vegna land­búnaðar og ýmiskonar landnýtingar. Ísland er aðili að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, svokölluðum loftslagssamningi sem samþykktur var árið 1992. Með samningnum skuldbinda aðildarríki, þar á meðal Ísland, sig til að grípa til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka bindingu kolefnis. Jafn­framt skuldbinda þau sig til að veita Loftslagsstofnun Sameinuðu þjóðanna upplýsingar um árlega heildarlosun og bindingu og upplýsa hana um stefnumörkun og aðgerðir til að draga úr losun í svokölluðu losunarbókhaldi sem skilað er árlega. Þær gróðurhúsaloft­tegundir sem loftslagssamningurinn tekur til og skylda er að veita upplýsingar um í losu­narbókhaldinu eru koltvísýringur (CO2), glaðloft (N2O), metan (CH4), vetnisflúorkolefni (HFC), flúorkolefni (PFC) og brennisteinshexaflúoríð (SF6). Gróðurhúsalofttegundirnar sex hafa hver um sig mismunandi áhrif á geislun í andrúmsloftinu og þar með hitastig á jörðinni. Þegar heildarlosun gróðurhúsalofttegunda er metin er hverri lofttegund gefinn tiltekinn stuðull sem miðast við þessi ólíku áhrif. Þessi stuðull kallast hlýnunarstuðull (e. Global Warming Potential) og ræðst annars vegar af hlutfallslegum samanburði á áhrifum lofttegundarinnar á geislun og hins vegar af áhrifum koltvísýrings á 100 ára tímabili (Brynhildur Davíðsdóttir o.fl., 2009). Heildarlosun GHL er því reiknuð yfir í ígildi koltvísýrings, táknað CO2­ígildi. Í töflu 5 má sjá hlýnunarstuðul og líftíma í and­rúmslofti fyrir þær gróðurhúsalofttegundir sem loftslagssamningurinn tekur á.

Við raforkuvinnslu Landsvirkjunar losnar ákveðið magn gróðurhúsalofttegunda út í and ­ rúmsloftið. Hér er bæði átt við losun vegna brennslu bifreiða og tækja á jarðefnaelds­neyti, losun vegna flugferða, losun vegna brennslu og urðunar úrgangs en einnig losun sem tengist beint raforkuvinnslunni, til dæmis losun gróðurhúsalofttegunda frá lónum og útstreymi frá jarðvarmavirkjunum. Það er markmið Landsvirkjunar að draga úr los un gróðurhúsalofttegunda. Ítarlega er fjallað um meginuppsprettur GHL í starfsemi fyrirtækisins, aðferðir við mat á losun og bindingu og mögulegar aðgerðir til að draga úr losun GHL á komandi árum, í nýlega útgefinni skýrslu Landsvirkjunar LV­2011­016, Loftslagsáhrif Landsvirkjunar — Samantekt og tillögur að aðgerðum. Þær gróðurhúsa­lofttegundir sem myndast í starfsemi Landsvirkjunar eru koltvísýringur, metan, glaðloft og brennisteinshexaflúoríð.

u m h v e r f i s s k ý r s l a 20 1 0

Page 54: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

55

Kolefnisspor er mælikvarði sem notaður er til þess að sýna áhrif athafna mannsins á loftslagsbreytingar. Í þessari skýrslu er notast við þá skilgreiningu að kolefnisspor lýsi árlegri losun gróðurhúsalofttegunda vegna starfsemi fyrirtækisins þegar dregin hef ur verið frá áætluð kolefnisbinding á vegum þess. Kolefnisspor Landsvirkjunar byggir á upp lýsingum um losun gróðurhúsalofttegunda í starfsemi Landsvirkjunar fyrir árin 2008–2010. Í alþjóðlegum samanburði þegar borið er saman kolefnisspor ólíkra orku gjafa er kolefnissporið yfirleitt reiknað út frá vistferilgreiningu (e. Life Cycle Assessment, LCA) fyrir viðkomandi orkugjafa. Samhliða útgáfu þessarar skýrslu er unnið að fyrstu vistferilsgreiningu (LCA) fyrir vatnsorkuvinnslu á Íslandi þar sem orkuvinnslan frá Fljótsdalsstöð er tekin til skoðunar, sjá nánar skýrslu Landsvirkjunar LV­2011­086, Vistferilgreining raforkuvinnslu með vatnsafli: Fljótsdalsstöð.

Tafla 5 — Hlýnunarstuðull og líftími í andrúmslofti þeirra gróðurhúsalofttegunda sem loftslagssamn-ingurinn tekur til. Heimild: Umhverfisstofnun, e.d.

Gróðurhúsalofttegundir Líftími í andrúmslofti (ár) Hlýnunarstuðull (m.v. 100 ár)

Koltvísýringur (CO2) Breytilegur 1

Glaðloft (N2O) 120 310

Metan (CH4) 12,2 (Óvissa 25%) 21

Vetnisflúorkolefni (HFC) 2 - 250 140 - 11.700

Flúorkolefni (PFC) 3.200 - 50.000 6.500 - 9.200

Brennisteinshexaflúoríð (SF6) 3.200 23.900

l o s u n ú t í a n d r ú m s l o f t i ð o g g r ó ð u r h ú s a á h r i f

Page 55: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

56

Gróðurhúsaáhrif jarðvarmavirkjana og losun út í andrúmsloftið

Háhitasvæði á Íslandi eru öll tengd virkum eldstöðvum og varmastreymi inn á svæðin kem ur úr fremur grunnstæðum kvikuinnskotum eða kvikuþróm. Kólnandi kviku­innskot losa frá sér kvikugös, sem flest eru léttari en vatn og gufa og leita því upp að yfirborðinu. Mörg þeirra hvarfast við efni í jarðhitavatninu eða bergi og falla út sem útfellingar. Kvikugösin eru að stærstum hluta koltvísýringur, oft í kringum 60­95% af massa hlutfalli gass, þá brennisteinsvetni (H2S), sem getur verið frá 1­20%, en aðrar gasteg undir eru í umtalsvert minna magni, þar á meðal er örlítið af gróðurhúsaloft­ tegundinni metan (CH4). Hugmyndalíkan fyrir uppruna og streymi koltvísýrings frá eld­virkum háhita svæðum má sjá á mynd 36. Álitamál er hvort líta beri á útstreymi GHL frá jarðvarmavirkjunum sem losun af mannavöldum eða náttúrulegt útstreymi frá svæðinu, sjá nánari umfjöllun í skýrslum Landsvirkjunar LV­2011­016, Loftslagsáhrif Landsvirkj unar — Samantekt og tillögur að aðgerðum og LV­2011­017, Útstreymi koltvísýrings frá jarðvarmavirkjunum.

Frá árinu 1991 hefur Orkustofnun safnað upplýsingum frá orkufyrirtækjum um streymi koltvísýrings og brennisteinsvetnis frá jarðvarmavirkjunum á Íslandi fyrir Umhverfis­ stofnun (áður Hollustuvernd ríkisins). Í ljósi þess hve styrkur kvikugasa í jarð­ hitavökva er háður hegðun viðkomandi jarðhitakerfis eru reglulegar mælingar á styrk gass í gufu mikilvægur þáttur í vinnslueftirliti. Til að mynda jókst verulega styrkur kvikugasa á Kröflusvæðinu á árum Kröfluelda, 1975­1984, en dróst síðan veru­ lega saman eftir að jarð hræringum lauk. Árlega eru gerðar sambærilegar mælingar

Mynd 36 — Hugmyndalíkan fyrir uppruna og streymi koltvísýrings frá eldvirkum háhitasvæðum.

KvikuinnskotMagma Intrusion

CO2

CO2 úr borholumCO2 through bore holesCO2 seytlar gegnum y�rborð og sprungur

CO2 seepage to surface

CO2 uppleyst í jarðhitavatniCO2 Dissolved in geothermal water

CO2 blandast grunnvatniCO2 with e�uent into groundwater

CaCO3 útfellingarkápaCaCO3 Scaling Cap

CO2 seytlar gegnum yfirborð og sprungur

CO2 blandast grunnvatni

CO2 uppleyst í jarðhitavatni

CaCO3 útfellingarkápa

Kvikuinnskot

CO2

CO2 úr borholum

u m h v e r f i s s k ý r s l a 20 1 0

Page 56: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

57

á styrk gass í gufu og vatni frá borholum og virkjunum. Þessar mælingar, ásamt ýmsum rekstrargögnum, liggja jafnframt til grundvallar útreikningum á losunarbókhaldi fyrirtækisins frá jarðvarmavirkjunum.

Á síðasta ári og í vetur var gagnasafn Landsvirkjunar frá Mývatnssvæðinu uppfært og endurreiknað, líkt og rætt hefur verið um í fyrri köflum, í þeim tilgangi að samræma upplýsingar frá Landsvirkjun og opinberum aðilum. Allar upplýsingar um útstreymi frá svæðinu koma nú frá þessu gagnasafni og þar með tölur sem gefnar eru upp af Umhverfis­stofnun vegna losunarbókhalds Íslands sem skilað er til loftslagssamningsins.

Mynd 37 sýnir útstreymi GHL vegna raforkuvinnslu með jarðvarma annars vegar og rannsóknarborana hins vegar árin 2008­2010. Á myndinni sést að útstreymi vegna rannsóknarborana hefur farið minnkandi á meðan útstreymi vegna raforkuvinnslun­nar hefur aukist í samræmi við aukna raforkuvinnslu. Á mynd 38 má sjá útstreymi brenni steinsvetnis sem ekki er gróðurhúsalofttegund en hefur önnur mengandi áhrif á bæði fólk og lífríki. Líkt og gildir um útstreymi gróðurhúsalofttegunda hefur útstreymi vegna rannsóknarborana dregist saman en útstreymi vegna raforku­ vinnslu með jarðvarma aukist. Á mynd 39 má sjá magn koltvísýrings og brennisteins­ vetnis sem djúpfargað hef ur verið á árunum 2008–2010 og hefur djúpförgunin aukist á síðustu árum líkt og sést á myndinni. Með djúpförguninni er dregið úr losun þessara gastegunda út í andrúmsloftið.

2008 2009 2010

50.000

40.000

30.000

20.000

10.000

0

Mynd 37 — Útstreymi GHL vegna raforkuvinnslu Landsvirkjunar annars vegar og rannsóknarborana hins vegar árin 2008 - 2010.

CO2 -ígildi [tonn] Rannsóknarboranir Raforkuvinnsla

4.254 3.874567

41.719 41.29244.121

l o s u n ú t í a n d r ú m s l o f t i ð o g g r ó ð u r h ú s a á h r i f

Page 57: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

58

Brennisteinsvetni

150

120

90

60

30

0

Koltvísýringur

Mynd 39 — Magn brennisteinsvetnis og koltvísýrings sem djúpfargað var á árunum 2008 – 2010.

Mynd 38 — Útstreymi brennisteinsvetnis vegna raforkuvinnslu Landsvirkjunar annars vegar og rannsóknarborana hins vegar árin 2008–2010.

tonn 2008 2009 2010

2008 2009 2010

8.000

6.000

4.000

2.000

0

tonn H2S Rannsóknarboranir Raforkuvinnsla

89

499

704

5.710

5.139

6.097

84 121

131

53 139

137

u m h v e r f i s s k ý r s l a 20 1 0

Page 58: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

59

Gróðurhúsaáhrif uppistöðulóna vatnsaflsvirkjana

Við myndun uppistöðulóna fer gróður og jarðvegur undir vatn og við niðurbrot (rotnun) lífrænna efna í gróðri og jarðvegi myndast koltvísýringur, metan og glaðloft. Helstu ferli gróðurhúsalofttegunda á landi sem hefur farið undir vatn má sjá á mynd 40. Þar til nýlega hafa rannsóknir á þessum ferlum verið takmarkaðar og verklag og aðferðafræði við mælingar lítt skilgreindar. Þetta hefur valdið því að hugmyndir manna um losun frá lónum hafa verið nokkuð óljósar. Rannsóknir gefa til kynna að losun frá lónum sé mjög breytileg og að hún sé minni á norðlægum slóðum en á hitabeltissvæðum.

Í Umhverfisskýrslum Landsvirkjunar árin 2008 og 2009 var lagt mat á losun frá lónum Fljótsdalsstöðvar út frá fyrri rannsóknum á lónum Blöndustöðvar og Þjórsársvæðisins. Á árinu 2010 var unnið úr rannsókn um á jarðvegskjörnum úr Kelduárlónstæði sem er á rekstrarsvæði Fljótsdalsstöðvar, þar sem kolefnisinnihald gróðurlenda var svipað og í samsvarandi gróðurlendum við Hálslón og nýtt mat lagt á losun frá Hálslóni. Við þetta endurmat minnkar áður áætluð losun frá lónum Fljótsdalsstöðvar úr 14.340 tonn um í 1.140 tonn og endurskoðun á losun frá öllum lónum Landsvirkjunar lækkar úr um 29.000 tonnum í um 15.500 tonn á ári, miðað við mat frá 2009. Meginástæða þessarar lækkunar er að þeir stuðlar sem notaðir voru fyrir hálfgróið land í Hálslóni byggðu á meðalstyrk kolefnis í mólendi við Blöndulón, sem var meira en tvöfalt hærri en meðal­styrkur kolefnis í samsvarandi gróðurlendi Hálslóns, og fyrir algróið land var byggt á samsvarandi gróðurlendi við Gilsárlón sem var mýrlendi með meira en 20 sinnum hærri styrk en að meðaltali í gróðurlendi Hálslóns. Væntanlega felst hluti af skýringunni á þessum mun á kolefnisinnihaldi í því að gróðurlendi við Blöndu í 450 m hæð er

Mynd 40 — Helstu ferli gróðurhúsalofttegunda á landi sem hefur farið undir vatn. Heimild: Unnið upp úr Jón Guðmundsson og Hlynur Óskarsson, (2008).

CO2 �arlægt úr andrúmslofti með ljóstillífun(nýmyndun lífræns efnis)

Möguleg N2O losun úr lóni

Möguleg metanupptaka í móa

Metanlosun úr seti með loftbólumCO2 myndað við öndun (niðurbrot lífræns efnis)og oxun CH4 og skilað til andrúmsloftsins

Oxun CH4 í vatnsbolnum yfir í CO2

Metanlosun úr lóni og seti (CH4)

Jarðvegur

Vatn

Berggrunnur

l o s u n ú t í a n d r ú m s l o f t i ð o g g r ó ð u r h ú s a á h r i f

Page 59: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

60

mun öflugra en gróðurlendi við Hálslón sem er í um 600 m hæð. Nánar er fjallað um þetta við fangsefni í skýrslu Landsvirkjunar LV­2011­016, Loftslagsáhrif Landsvirkjunar — Samantekt og tillögur að aðgerðum.

Engin losun GHL frá lónum á sér stað meðan þau eru ísilögð. Hingað til hafa upplýsingar um fjölda íslausra daga á lónum verið byggðar á meðalgildi IPCC sem eru 215 íslausir dagar á ári. Landsvirkjun hefur hafið skráningu á fjölda daga sem ís er yfir lónum Lands­virkjunar. Samkvæmt skráningu fyrir árið 2010 var fjöldi íslausra daga á Blöndulóni 161 en 168 á Gilsárlóni. Þetta eru nokkuð lægri gildi en meðalgildi IPCC og með tilliti til þessa eru líkur á að áætluð losun sé lægri en upp er gefið í töflu 6 en þar er stuðst við meðaltals­gildi IPCC 215 daga.

Mælingar á stærð lóna hafa í nokkrum tilvikum breyst frá upplýsingum í fyrri umhverfis­skýrslum. Í upphafi var flatarmál metið eftir kortum sem voru misjöfn að gæðum. Það hefur einnig tíðkast að miða yfirborðsflatarmál lóna við svonefnda yfirfallshæð, það er við hæð yfirfalls. Í flóðum stendur vatn oft einum metra eða meira ofar en yfirfallið. Nákvæmast mat á raunflatarmáli lóna fæst því af loftmyndum þegar vatn er á yfirfalli. Við slíkar aðstæður er yfirfallshæð Þórisvatns í 578,9 m og fer flatarmál vatnsins þá úr 83,4 í 85,2 km2 og er miðað við þá stærð í töflu 6. Við 626 m yfirfallshæð í Hálslóni fer flatarmál lónsins úr 57 í 62 km2. Meirihluti stækkunar Hálslóns stafar af því að sporð ur Brúarjökuls hefur hopað upp úr lónstæðinu undanfarin ár. Í töflu 6 er miðað við að flatar mál Hálslóns sé um 61 km2, eins og það var þegar mælingar á losun fóru fram. Í töflu 6 má sjá losun GHL frá lónum vatnsaflsvirkjana Landsvirkjunar fyrir árið 2010 og mynd 41 sýnir þróun frá árinu 2008. Þar sem losun frá lónum byggir á sama fjölda íslausra daga fyrir öll árin er eina breytingin á tímabilinu vegna tilkomu Hraunaveitu við Fljóts­dalsstöð á árinu 2009.

2008 2009 2010

16.000

12.000

8.000

4.000

0

Mynd 41 — Losun GHL frá lónum vatnsaflsvirkjana Landsvirkjunar árin 2008 - 2010.

CO2 -ígildi [tonn]

15.290 15.520 15.520

u m h v e r f i s s k ý r s l a 20 1 0

Page 60: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

61

Tafla 6 — Reiknuð árleg losun gróðurhúsalofttegunda frá lónum vatnsaflsvirkjana Landsvirkjunar fyrir árið 2010.

Stöð/Veita Lón/vatn

Blöndustöð 70 (8) 62 7.110 6.080 13.190

Blöndustöð Blöndulón 57 57 5.720 4.880 10.600

Blöndustöð Gilsárlón 5 5 1.390 1.200 2.590

Blöndustöð (Vötn á veituleið) (8,2) 0 0 0 0

Fljótsdalsstöð 70 (4) 66 620 520 1.140

Fljótsdalsstöð Hálslón 61 (2,6) 58,4 490 420 910

Fljótsdalsstöð Kelduárlón 7,5 (1,1) 6,4 110 90 200

Fljótsdalsstöð Ufsárlón 1,1 (0,14) 1,0 20 10 30

Fljótsdalsstöð Grjótárlón 0,1 (0,02) 0,1 <1 <1 <1

Laxárstöðvar (38) 0 0 0 0

Laxárstöðvar (Mývatn) (38) 0 0 0 0

Sogssvæði (86) 0 0 0 0

Sogsstöðvar Úlfljótsvatn (3) 0 0 0 0

Sogsstöðvar Þingvallavatn (83) 0 0 0 0

Þjórsársvæði 199 (70) 129 650 540 1.190

Þórisvatnsmiðlun Þórisvatn 85,2 (70) 15,2 50 40 90

Þórisvatnsmiðlun Sauðafellslón 4,5 4,5 20 10 30

Sigöldustöð Krókslón 14 14 70 60 130

Hrauneyjafossstöð Hrauneyjalón 9 9 20 20 40

Búrfellsstöð Bjarnalón 1 1 <10 <10 <10

Hágöngumiðlun Hágöngulón 37 37 130 110 240

Kvíslaveita Kvíslavatn 22 22 270 230 500

Kvíslaveita Dratthalavatn 2 2 40 30 70

Kvíslaveita Eyvindarlón 0,01 0,01 <1 <1 <1

Kvíslaveita Hreysislón 0,1 0,1 <1 <1 <1

Kvíslaveita Þjórsárlón 3,5 3,5 10 10 20

Vatnsfellsstöð Vatnsfellslón 0,6 0,6 0 0 0

Sultartangastöð Sultartangalón 20 20 40 30 70

Samtals 339 (82) 257 8.380 7.140 15.520

Flatarmál lóna,

notað til reikninga

[km2]

CO2 íslaust

CO2-ígildi [tonn]

CH4 íslaust

CO2-ígildi [tonn]

Gróðurhúsaáhrif

alls

CO2-ígildi [tonn]

Flatarmál lóna

[km2]

l o s u n ú t í a n d r ú m s l o f t i ð o g g r ó ð u r h ú s a á h r i f

Page 61: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

62

Gróðurhúsaáhrif vegna brennslu jarðefnaeldsneytis og losunar frá rafbúnaði

Losun GHL vegna brennslu jarðefnaeldsneytis er reiknuð út frá magni eldsneytis, því eru innkaup á öllu jarðefnaeldsneyti fyrir bifreiðar, tæki og dísilvélar skráð hjá Lands­virkjun líkt og rætt er um í kaflanum um auðlindanotkun. Losunin er síðan reiknuð út frá skráðu magni og sértækum stuðlum sem fengnir eru frá Umhverfisstofnun og eru þeir sömu og notaðir eru vegna loftslagsbókhalds Íslands sem skilað er til loftslags samnings Sameinuðu þjóðanna.

Frá og með árinu 2010 koma gögn um fjölda innlendra flugferða starfsmanna Lands­virkjunar beint frá flugfélögum. Losun GHL er síðan áætluð út frá fjölda flugferða og upp­lýsingum meðal annars frá Orkuspárnefnd og flugfélögum. Skipulagningu á skráningu fjölda flugferða vegna millilandaflugs starfsmanna Landsvirkjunar er ólokið, þó hefur verið lagt gróf mat á umfang flugferðanna og losun fyrir árin 2008–2010 áætluð 250 tonn CO2­ígildi á ári.

Losun frá rafbúnaði er vegna SF6 gass sem notað er sem einangrunarmiðill á háspennu­búnað, það er afl­ og skilrofa og á allan rof­ og tengibúnað í GIS tengivirkjum („Gas Insu­lated Switchgear”). Háspennubúnaður sem inniheldur SF6 er í aflstöðvum Landsvirkjun ar í Fljótsdalsstöð og á Þjórsársvæðinu. Losun GHL frá rafbúnaði hefur mælst einu sinni á síðustu þremur árum, árið 2009.

Mynd 42 sýnir losun GHL af völdum brennslu jarðefnaeldsneytis, þar sést að losun vegna brennslu dísilolíu vegur þyngst eða um 63%. Mynd 43 sýnir þróun losunar á árunum 2008–2010 en samdráttur hefur verið í losun í öllum flokkum losunar árið 2010 miðað við fyrri ár nema vegna erlendra flugferða enda er þar um að ræða sama áætlaða gildið fyrir öll árin. Á árinu 2010 voru notuð 202 kg af vetni til að knýja ökutæki. Við notkun vetnisknúinna ökutækja spöruðust um 2.262 kg CO2­ígildi, sé miðað við meðal losun bensínknúins smábíls.

u m h v e r f i s s k ý r s l a 20 1 0

Page 62: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

63

Brennsla dísilolíu

Brennsla bensíns

Flugferðir erlendis

Flugferðir innanlands

1.000

800

600

400

200

0

Mynd 43 — Losun vegna notkunar jarðefnaeldsneytis í starfsemi Landsvirkjunar árin 2008–2010 skipt eftir flokkum losunar.

CO2 -ígildi [tonn] 2008 2009 2010

Mynd 42 — Hlutfallsleg losun GHL af völdum brennslu jarðefnaeldsneytis eftir flokkum losunar.

63

5

32

%

Brennsla dísilolíu 63

Brennsla bensíns 5

Flugferðir 32

734

971

642

56 60 48 250

250

250

127

96 72

l o s u n ú t í a n d r ú m s l o f t i ð o g g r ó ð u r h ú s a á h r i f

Page 63: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

Talsvert hefur dregið úr fjölda innlendra flugferða á árunum 2008–2010. Á mynd 44 sést að inn-lendum flugferðum hefur fækkað úr um 2.000 ferðum1 árið 2008 í um 1.200 ferðir árið 2010 sem er samdráttur um 40%.

Flugferðir starfsmanna Landsvirkjunar innanlands eru nánast eingöngu milli Reykjavíkur og Akureyrar annars vegar og Reykjavíkur og Egilsstaða hins vegar. Ef horft er á samdrátt milli þess-ara áfangastaða sést á mynd 45 að dregið hefur meira úr ferðum milli Reykjavíkur og Egilsstaða en þó er einnig vel marktækur samdráttur í ferðum milli Reykjavíkur og Akureyrar.

Þennan samdrátt í notkun á innanlandsflugi má að hluta rekja til samdráttar í starfsemi Lands-virkjunar á Austurlandi eftir að framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun lauk en einnig auk innar notk unar fjarfundabúnaðar. Fjarfundabúnaði hefur verið komið fyrir á öllum starfsstöðvum Lands virkjunar og fer notkun hans vaxandi. Fjöldi fjarfunda árið 2009 var að meðaltali 0,67 hvern virkan dag en árið 2010 voru fundirnir orðnir 1,43.

1 ) Athugið að þegar talað er um ferð er átt við annan legginn það er að segja ef flogið er til dæmis Akureyri – Reykjavík

og til baka Reykjavík – Akureyri er um tvær ferðir að ræða.

Innlendar flugferðir starfsmanna Landsvirkjunar

64

Mynd 44 — Fjöldi flugferða starfsmanna Landsvirkjunar á árunum 2008 – 2010.

2008 2009 2010

2.000

1.500

1.000

500

0

flugferðir

u m h v e r f i s s k ý r s l a 20 1 0

Page 64: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

65

Jan

Apr

Júl

Okt

Feb

Maí

Ágú

NóvMar

Jún

Sep

Des

60

45

30

15

0

Mynd 46 — Fjöldi fjarfunda á mánuði árin 2009 og 2010.

Mynd 45 — Fjöldi flugferða milli Reykjavíkur og Egilsstaða annars vegar og Reykjavíkur og Akureyrar hins vegar.

fjarfundir

2008 2009 2010

2009 2010

Reykjavík - Egilsstaðir Reykjavík - Akureyri

1.000

750

500

250

0

flugferðir

l o s u n ú t í a n d r ú m s l o f t i ð o g g r ó ð u r h ú s a á h r i f

Page 65: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

66

Gróðurhúsaáhrif vegna urðunar og brennslu úrgangs

Helstu umhverfisáhrif vegna urðunar á úrgangi eru myndun hauggass vegna niðurbrots lífræns hluta úrgangsins og vegna mengaðs sigvatns sem getur lekið út í umhverfið og mengað grunn­ og yfirborðsvatn. Hauggasið samanstendur af metani og koltvísýringi en einnig í litlum mæli af ýmsum rokgjörnum lífrænum efnum (VOC). Metan er um 50­60% af gasinu en koltvísýringurinn um 40­45%. Samsetningarhlutfallið breytist með aldri haugsins en áhrif metans eru mikilvirkust, þar sem metan er um 21 sinnum virkari gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur.

Stuðlar fyrir mat á losun GHL vegna urðunar og brennslu úrgangs hafa verið uppfærðir frá fyrri skýrslum. Losunin er nú reiknuð með stuðlum úr gagnagrunni GaBi hugbúnaðarins sem notaður er við gerð vistferlisgreininga (LCA) og var meðal annars notaður við gerð vistferilsgreiningar Fljótsdalsstöðvar. Stuðullinn fyrir urðun byggir á dæmigerðri sam­setningu úrgangs í fimm Evrópulöndum þar sem hlutfall lífræns niðurbrjótanlegs úr­gangs er alls um 60%. Stuðullinn tekur einnig tillit til losunar vegna rekstrar urðunar­staðarins, til dæmis losunar vegna þjöppunar úrgangs og gert er ráð fyrir söfnun metans og nýtingu á því. Stuðullinn fyrir brennslu úrgangs gerir ráð fyrir að hann sé brenndur og gufan sé nýtt til rafmagnsframleiðslu og/eða í öðrum iðnaðarferlum. Sá úrgangur sem brenndur er í starfsemi Landsvirkjunar fer til Sorpsamlags Þingeyinga á Húsavík, þar er ætlunin að nýta varma til raforkuframleiðslu og upphitunar. Vegna bilunar í búnaði hefur varminn þó eingöngu verið nýttur til upphitunar síðastliðin ár.

Mynd 47 sýnir losun GHL vegna förgunar almenns óflokkaðs úrgangs í starfsemi Lands­virkjunar árin 2008–2010. Aukning er milli áranna 2009 og 2010 orsakast eingöngu af hreinsunarátaki Fljótsdalsstöðvar.

2008 2009 2010

100

75

50

25

0

Mynd 47 — Losun GHL vegna förgunar almenns óflokkaðs úrgangs í starfsemi Landsvirkjunar árin 2008 - 2010.

CO2 -ígildi [tonn]

84 53 72

u m h v e r f i s s k ý r s l a 20 1 0

Page 66: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

67

Samantekt á losun gróðurhúsa-lofttegunda frá starfsemi Lands-virkjunar

Stærstu uppsprettur losunar í starfsemi Landsvirkjunar er útstreymi frá jarðvarma­vinnslu (það er útstreymi frá jarðvarmavirkjunum og rannsóknarborunum) og losun frá lónum. Árið 2010 nam útstreymi frá jarðvarmavinnslu um 73% af losun fyrirtækisins og losun frá uppistöðulónum vatnsaflsvirkjana um 25%. Losun gróðurhúsalofttegunda vegna brennslu jarðefnaeldsneytis, flugferða, förgunar úrgangs og losunar frá rafbúnaði nam samtals um 2% af heildarlosuninni. Þessi hlutföll eru sambærileg miðað við fyrri ár. Á mynd 48 má sjá hlutfallslega skiptingu losunar GHL eftir uppsprettum losunar í starfsemi Landsvirkjunar árið 2010. Mynd 49 sýnir losun gróðurhúslofttegunda í starfsemi Landsvirkjunar á árunum 2008–2010, ásamt kolefnisbindingu og kolefnisspori fyrirtækisins. Þar sést að losun GHL í starfsemi fyrirtækisins árið 2010 var um 61.300 tonn CO2­ígilda og hefur losunin dreg­ist saman um 1% miðað við árið 2009 og um 2% miðað við árið 2008. Sé tekið tillit til kolefnisbindingar er losun Landsvirkjunar árið 2010 um 39.000 tonn CO2­ígildi og hefur dregist saman um 2% miðað við árið 2009 og um 8% sé miðað við árið 2008.

Mynd 50 sýnir samantekt á losun GHL frá starfsemi Landsvirkjunar 2008­2010 eftir öll um uppsprettum losunar hjá fyrirtækinu. Af henni sést vel stærðargráða hinna ólíku losunarflokka, þar sem útstreymi frá jarðvarmavinnslu og losun frá uppistöðulónum er umtalsvert meiri en losun frá annarri starfsemi. Þar sem útstreymi GHL frá jarð­varmavinnslu er langstærsti hluti kolefnisspors Landsvirkjunar stjórnast breytingar á kolefnissporinu aðallega af breytingum í rekstri jarðavarmavirkjana og á umfangi

Mynd 48 — Hlutfall losunar gróðurhúsalofttegunda í starfsemi Landsvirkjunar árið 2010.

25

73

2

%

Uppistöðulón vatnsaflvirkjana 25

Jarðvarmavinnsla 73

Annað 2

Brennsla dísilolíu 1

Brennsla bensíns < 1

Flugferðir < 1

Úrgangur < 1

l o s u n ú t í a n d r ú m s l o f t i ð o g g r ó ð u r h ú s a á h r i f

Page 67: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

68

rannsóknarborana. Á árunum 2008–2010 hefur dregið talsvert úr rannsóknarborunum á meðan orkuvinnsla hefur aukist. Sé losun á árinu 2010 borin saman við árið 2008 er samdráttur í losun GHL vegna brennslu á dísilolíu um 12%, vegna innanlandsflugs um 43% og vegna urðunar og brennslu úrgangs um 14%. Þar sem þessi losun er hlutfallslega miklu minni en útstreymi frá jarðvarmavinnslunni hefur það lítil áhrif á kolefnis spor fyrirtækisins.

Sé losun GHL í starfsemi Landsvirkjunar 2010 reiknuð á framleiddar GWst á árinu fæst að losunin er um 4,8 tonn CO2­ígilda/GWst án tillits til kolefnisbindingar og 3,1 tonn CO2­ígilda/GWst sé tekið tillit til kolefnisbindingar, því hefur kolefnisspor Landsvirkjunar aukist um 4% miðað við árið 2009 en stendur í stað miðað við árið 2008. Þegar losun GHL er reiknuð á framleiddar GWst er ekki tekið með útstreymi vegna rannsóknar­borana því þær tengjast ekki beint orkuvinnslu viðkomandi árs. Skýrir það hækkun á kolefnisspori milli ára þegar miðað er við framleiddar GWst þar sem heldur dró úr út­streymi frá rannsóknarborunum á meðan losun vegna orkuvinnslunnar jókst.

Mynd 49 — Losun GHL í starfsemi Landsvirkjunar árin 2008-2010.

Losun GHL Kolefnisbinding Kolefnisspor LV

2008 2009 2010

80.000

60.000

40.000

20.000

0

CO2 -ígildi [tonn]

62.5

13

62.1

29

61.2

93

42.5

13

40.1

29

39.2

93

20.0

00

22.0

00

22.0

00

u m h v e r f i s s k ý r s l a 20 1 0

Page 68: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

69

100

80

60

40

20

0

Útstreymi frá jarðvarma v. og rannsóknarb.

Losun frá uppistöðul.vatnsaflsv.

Losun vegnajarðefna-

eldsneytis

Losun vegna förgunar úrgangs

Losun frá rafbúnaði

50.000

40.000

30.000

20.000

10.000

0

Mynd 50 — Losun GHL frá starfsemi Landsvirkjunar 2008-2010 eftir uppsprettum losunar.

A B

CO2 -ígildi [tonn] 2008 2009 2010

15.2

90

15.5

20

15.5

20

1.16

7

1.37

7

1.01

2

84 53 72 0 12 045.9

73

45.1

67

44.6

88

1000

800

600

400

200

0

BA

CO₂ ígildi (tonn)CO₂ ígildi (tonn)

Losun vegna brennslu bensíns

Losun vegna brennslu dísilolíu

Losun vegna flugferða

Losun frá rafbúnaði

Losun vegna förgunar úrgangs

56 60 48 377

346

322

84 53 72 0 12 0734

971

642

l o s u n ú t í a n d r ú m s l o f t i ð o g g r ó ð u r h ú s a á h r i f

Page 69: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

70

Áhugavert er að bera saman losun frá ólíkum orkugjöfum Landsvirkjunar. Raforku­vinnsla Landsvirkjunar árið 2010 var 12.625 GWst, þar af rúmlega 96% með vatnsafli og tæplega 4% með jarðvarma. Við útreikninga á gróðurhúsaáhrifum eftir tegund orku­vinnslu, það er vatnsafli og jarðvarma, er losun vegna þátta sem ekki er beint hægt að rekja til viðkomandi orkugjafa, skipt upp eftir vægi orkuvinnslunnar. Þetta á meðal ann­ars við um losun vegna flugferða og úrgangs sem og kolefnisbindingu með landgræðslu. Líkt og áður er útstreymi vegna rannsóknarborana ekki tekið með þegar losun er reiknuð miðað við framleiddar GWst. Við þennan samanburð kemur í ljós að nokk uð mikill munur er á gróðurhúsaáhrifum jarðvarmavirkjana og vatnsaflsvirkjana. Ef skoðuð er losun GHL á hverja framleidda GWst fyrir jarðvarmavirkjun sést að losunin er 86,0 tonn CO2­ígildi/GWst án tillits til kolefnisbindingar og 84,2 CO2­ígildi/GWst sé tekið tillit til kolefnisbindingar. Á móti er losun GHL á hverja framleidda GWst fyrir vatnsaflsvirkjun 1,36 tonn CO2­ígildi/GWst án tillits til kolefnisbindingar og ­0,38 CO2­ígildi/GWst sé tekið tillit til kolefnisbindingar. Það er að segja Landsvirkjun bindur um 0,38 tonn CO2­ígilda fyrir hverja framleidda GWst af vatnsorku. Ítarlegar tölulegar upp lýsingar um los un GHL í starfsemi Landsvirkjunar má finna í viðauka.

Mikilvægt er þó að hafa í huga þegar þessi samanburður er gerður að ekki er með öllu ljóst hvort að með virkjun jarðvarma sé verið að auka heildarútstreymi koltvísýrings frá jarðvarmasvæðinu eða hvort útstreymi frá jarðvarmavirkjunum sé í raun að einhverju eða jafnvel öllu leyti tilfærsla á náttúrulegu útstreymi. Horfa þarf til hvers svæðis fyrir sig þegar útstreymið er metið þar sem jarðhitasvæðin hegða sér með ólíkum hætti. Í dag er útstreymi frá öllum borholum í starfsemi Landsvirkjunar gefið upp í umhverfisskýrslu fyrirtækisins bæði þeim sem tengdar eru við virkjun og þeim sem tilheyra rannsóknum.

Varðandi losun frá lónum hafa nýlegar rannsóknir á losun GHL frá Kelduárlónstæði sem yfirfærðar voru á Hálslón lækkað áður áætlaða losun frá lóninu umtalsvert. Hafa ber einnig í huga að binding frá landgræðslusvæðum Landsvirkjunar hefur verið áætluð en raunbinding hefur ekki enn verið metin. Þá er bindingin reiknuð út frá landgræðslu­svæðum fyrirtækisins frá árinu 1968 til dagsins í dag. Þegar mælingum á raunbind­ingu á landgræðslusvæðum Landsvirkjunar verður lokið á árinu 2012 fæst réttara mat á kolefnisbindingu fyrirtækisins.

Losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuvinnslu hérlendis er lítil miðað við önnur lönd enda er langstærsti hluti vinnslunnar frá vatnsafli og jarðvarma (Brynhildur Davíðs­dóttir o.fl., 2009). Losun GHL frá starfsemi Landsvirkjunar eru um 1,2 % af heildarlosun Íslands á ári 2 sé tekið tillit til allra losunarflokka og án kolefnisbindingar. Þá er losun GHL frá jarðvarmavinnslu Landsvirkjunar um 25% af losun vegna jarðvarmavinnslu á Íslandi.

2 ) Hér er miðað við tölur úr (Birna Hallsdóttir o.fl., 2011). Það eru þær tölur sem skilað var inn til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna um losun á Íslandi, þær upplýsingar voru fyrir árið 2009.

u m h v e r f i s s k ý r s l a 20 1 0

Page 70: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

71

Vatnsafl

Vatnsafl

Jarðvarmi

2,0

100

1,5

80

1,5

60

1,0

40

0

20

-0,5

0

Mynd 51 — Gróðurhúsaáhrif ólíkra orkugjafa Landsvirkjunar, vatnsafls og jarðvarma með og án kolefnisbindingar.

Tonn CO2 -ígildi/GWst

Tonn CO2 -ígildi/GWst Gróðurhúsaáhrif án kolefnisbindingar Gróðurhúsaáhrif með kolefnisbindingu

Gróðurhúsaáhrif án kolefnisbindingar Gróðurhúsaáhrif með kolefnisbindingu

1,36

-0,3

8

85,9

9

84,2

4

1,36

-0,3

8

Sjá nánar fyrir neðan

l o s u n ú t í a n d r ú m s l o f t i ð o g g r ó ð u r h ú s a á h r i f

Page 71: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

Í þessum hluta gefur að líta töflur og ítarlegri tölulegar upplýsingar

um þau atriði sem fjallað er um í fyrri hlutum skýrslunnar.

Viðauki – Töflu� og tölulegar upplýsinga�

Page 72: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010
Page 73: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

74

Raforkuvinnsla

Töflur 1 og 2 sýna yfirlit yfir raforkuvinnslu Landsvirkjunar. Í töflu 1 er gefin upp raforkuvinnsla Lands­virkjunar án tillits til orkutapa og eigin notkunar í aflstöðvum en sá liður nemur um 90 GWst á ári. Þá sýnir tafla 1 einnig yfirlit yfir fjölda starfsmanna fyrirtækisins og tafla 2 hlutfall raforkuvinnslu Lands­virkjunar af heildarraforkuvinnslu á Íslandi árin 2008–2010.

Viðauki - Tafla 1 — Samantekt yfir raforkuvinnslu Landsvirkjunar ásamt starfsmannafjölda árið 2010.

Viðauki - Tafla 2 — Raforkuvinnsla Landsvirkjunar og heildarraforkuvinnsla á Íslandi árin 2008-2010. (Heimild: Upplýsingar fyrir landið í heild eru fengnar úr Ársskýrslum Orkustofnunar 2008-2010).

Starfsstöðvar í Reykjavík og á Akureyri

RVK og AKU - 122 - - -

Aflstöðvar

Blöndustöð OAB Vatnsafl 13 150 841 7

Fljótsdalsstöð OAK Vatnsafl 12 690 5.013 40

Mývatnssvæði - alls OAMVatnsafl og jarðvarmi

25 91 681 5

- Mývatnssvæði Kröflustöð/Bjarnarflagsstöð

OAM-KRA Jarðvarmi (17) (63) (515) (4)

- Mývatnssvæði Laxárstöðvar

OAM-LAX Vatnsafl (8) (28) (166) (1)

Sogssvæðið OAS Vatnsafl 16 89 466 4

Þjórsársvæðið OAÞ Vatnsafl 39 840 5.624 44

Landsvirkjun í heild - 2010 227 1.860 12.625 100

Landsvirkjun í heild - 2009 229 1.860 12.242 100

Landsvirkjun í heild - 2008 228 1.860 12.435 100

Fjöldi

starfsmanna*

Afl

(MW)

Raforkuvinnsla

(GWst)

Hlutfall af heildar-

raforkuvinnslu (%)Orkugjafi

Landsvirkjun Landið í heild

Auðkenni

* Miðað er við fastráðna starfsmenn í lok árs.

Töp og eigin notkun eru áætluð hlutfallslega fyrir vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir Landsvirkjunar árin 2008 og 2009.

2010 2009 2008 2010 2009 2008

Vatnsaflsvirkjanir GWst 12.110 11.772 11.954 12.592 12.279 12.427

Jarðvarmavirkjanir GWst 515 470 481 4.465 4.553 4.038

Eldsneyti GWst 0 0 0 2 3 3

Alls GWst 12.625 12.242 12.435 17.059 16.835 16.468

Vatnsaflsvirkjanir % 96 96 96 74 73 75

Jarðvarmavirkjanir % 4 4 4 26 27 25

Eldsneyti % 0 0 0 <1 <1 <1

Alls % 100 100 100 100 100 100

u m h v e r f i s s k ý r s l a 20 1 0

Page 74: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

75

Nýting í þúsundum tonna:

Gufa þús. tonn 284 535 567 -47% -50%

Vatn þús. tonn 0,4 171 408 -100% -100%

Nýting í þúsundum tonna:

Gufa þús. tonn 6.496 5.724 5.939 +13% +9%

Vatn þús. tonn 5.142 4.861 5.545 +6% -7%

Djúpförgun Þús. tonn 2.792 2.572 1.778 +9% +57%

Nýting á framleidda orkueiningu:

Gufa þús. tonn/GWst 12,6 12,2 12,3 +4% +2%

Vatn þús. tonn/GWst 10,0 10,3 11,5 -3% -13%

Djúpförgun þús. tonn/GWst 5,4 5,5 3,7 -1% +47%

Nýting jarðhitaforðans

Í töflu 3 má sjá tölulegar upplýsingar yfir nýtingu jarðhitaforðans við raforkuvinnslu Landsvirkjunar og nýting á framleidda orkueiningu á árunum 2008–2010 ásamt hlutfallslega breytingu milli ára. Í töflu 4 má sjá magn vatns og gufu vegna rannsóknarborana Landsvirkjunar árin 2008–2010 ásamt hlutfallslegri breytingu milli ára.

Viðauki - Tafla 3 — Nýting jarðhitaforðans við raforkuvinnslu Landsvirkjunar árin 2008–2010.

Viðauki - Tafla 4 — Nýting jarðhitaforðans við raforkuvinnslu Landsvirkjunar árin 2008–2010.

Breyting

m.v. 2008

Breyting

m.v. 2008

Breyting

m.v. 2009

Breyting

m.v. 2009

2008

2008

2009

2009

2010

2010

v i ð a u k i – t Ö f l u r o g t Ö l u l e g a r u p p lý s i n g a r

Page 75: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

76

Bensín lítrar 19.430 24.216 22.392 -20% -13%

Dísilolía lítrar 235.759 356.407 269.260 -34% -12%

Vetni kg 202 217 241 -7% -16%

Eldsneyti – keypt magn

Í töflu 5 má sjá notkun eldsneytis í starfsemi Landsvirkjunar árið 2010 ásamt raforkuvinnslu skipt eftir starfsstöðvum, þá sýnir tafla 6 notkun eldsneytis í starfsemi Landsvirkjunar árin 2008–2010 og saman­burð milli ára.

Viðauki - Tafla 5 — Notkun eldsneytis í starfsemi Landsvirkjunar árið 2010.

Viðauki - Tafla 6 — Eldsneytisnotkun árin 2008-2010 og samanburður milli ára.

Bensín lítrar 19.430 18 397 3.621 441 8.556 6.397

Dísilolía lítrar 235.759 17.367 24.142 47.731 20.740 65.141 60.638

Vetni kg 202 - - - - - 202

Breyting

m. v. 2008

Breyting

m. v. 2009 200820092010

Starfsstöðvar LV

í RVK og AKU

Þjórsársvæði

OAÞ

Sogssvæði

OAS

Mývatnssvæði

OAM

Raforkuvinnsla

Fljótsdalsstöð

OAK

Blöndustöð

OABLV alls 2010

u m h v e r f i s s k ý r s l a 20 1 0

Page 76: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

77

Gróðursetning plantna á vegum ,,Margar hendur vinna létt verk“

stk. 96.535 111.488 116.835

Áburðardreifing, tilbúinn áburður* tonn 455 493 361

Gróðursetning plantna í nágrenni aflstöðva

stk. 106.658 60.452 41.410

Landgræðsla og kolefnisbinding

Tafla 7 sýnir magn þess áburðar sem dreift var á vegum Landsvirkjunar ásamt fjölda plantna sem gróður­settar voru í nágrenni aflstöðva. Tafla 8 sýnir fjölda gróðursettra plantna á vegum samvinnuverkefnisins „Margar hendur vinna létt verk“.

Viðauki - Tafla 7 — Dreifing tilbúins áburðar, magn [t] og fjöldi gróðursettra plantna á vegum Landsvirkjunar árin 2008–2010.

Viðauki - Tafla 8 — Fjöldi gróðursettra plantna á vegum samvinnuverkefnisins „Margar hendur vinna létt verk“ árin 2008–2010.

2008

2008

2009

2009

2010

2010

* þar með talin áburðardreifing Landbótasjóða Norður-Héraðs og Fljótsdalshrepps.

v i ð a u k i – t Ö f l u r o g t Ö l u l e g a r u p p lý s i n g a r

Page 77: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

78

Losun út í vatn og jarðveg frá jarðvarmavirkjunum

Tafla 9 sýnir losun þétti­ og skiljuvatns frá Kröflu­ og Bjarnarflagsstöð ásamt losun þungmálma og nær­ingarefna í vatn og jarðveg. Magn þungmálma er reiknað út frá mælingum á efnastyrk í þétti­ og skilju­vatni. Taflan sýnir að hlutfall þess magns þungmálma sem dælt er niður (djúpfargað) fylgir ekki hlut­falli þess vatns sem dælt er niður. Það skýrist meðal annars af því að ákveðið magn þungmálma losnar við raforkuvinnslu til dæmis vegna tæringar vélbúnaðar. Þá sýnir taflan magn brennisteinsvetnis og koltvísýrings sem losað er í yfirborðsvatn eða djúpfargað en niðurdælingin dregur úr losun þessara gasa út í andrúmsloftið. Ekki eru skilgreind sérstök viðmið í starfsleyfi um losun þessara efna önnur en að styrkur sé undir umhverfismörkum í flokki I, samanber mynd 24. Tafla 10 sýnir magn þungmálma og næringar­efna sem losnuðu í yfirborðsvatn vegna rannsóknaraborana á Mývatnssvæðinu. Umfang rannsókna hefur minnkað á þessu árabili og í samræmi við það hefur losun þungmálma og næringarefna í yfirborðsvatn farið minnkandi en magn þessara efna er tiltölulega lítið enda er prófunartími borholanna stuttur, vermi hátt og vatnsinnihald því lítið. Losun þungmálma og næringarefna í vatn og jarðveg vegna rannsókna hef­ur verið hverfandi árin 2009 og 2010 og varla mælanleg. Engin niðurdæling er vegna rannsóknarborana.

Viðauki - Tafla 9 — Magn efna í þétti- og skiljuvatni (þungmálmar, næringarefni og gös) sem dælt er í jarðveg og losuð í yfirborðsvatn.

Losun í yfirborðsvatn Djúpförgun

2010 2009 2008 2010 2009 2008

Vatn

- Vatn úr jarðvarmavirkjunum þús. tonn 4.507 4.223 5.745 2.792 2.572 1.778

Þungmálmar

- Arsen kg 167 157 115 28 33 23

- Kopar kg 2 1 2 0 0 1

- Króm kg 3 6 2 0 0 0

- Nikkel kg 2 12 2 1 0 1

- Sink kg 15 8 8 2 2 3

Næringarefni

- Fosfór kg 11 10 29 3 3 2

Annað

Brennisteinsvetni kg 117.000 64.000 186.000 131.000 121.000 84.000

Koltvísýringur kg 225.000 212.000 328.000 137.000 139.000 53.000

u m h v e r f i s s k ý r s l a 20 1 0

Page 78: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

79

Þungmálmar

- Arsen kg 0 1 3

- Blý kg 0 0 1

- Króm kg 0 0 3

- Nikkel kg 0 0 1

- Sink kg 0 0 1

Næringarefni

- Fosfór kg 0 0 19

Viðauki - Tafla 10 — Magn þungmálma og næringarefna vegna rannsóknarborana í Kröflu og Bjarnarflagi.

20082009

Losun í yfirborðsvatn

2010

v i ð a u k i – t Ö f l u r o g t Ö l u l e g a r u p p lý s i n g a r

Page 79: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

80

Úrgangur

Í töflu 11 má sjá magn úrgangs eftir flokkum og meðhöndlun árin 2008­2010. Í töflu 12 má sjá magn úrgangs frá starfsstöðvum Landsvirkjunar árið 2010 skipt eftir úrgangs­tegundum, úrgangsflokkun og meðhöndlun. Í töflu 13 eru upplýsingar um magn og tegund spilliefna í starfssemi Landsvirkjunar árin 2008­2010 og í töflu 14 má sjá sundurliðun eftir starfsstöðvum árið 2010.

Almennur óflokkaður úrgangur: kg 62.188 47.997 93.351

til urðunar kg 59.378 41.899 80.760

til brennslu* kg 2.810 6.098 12.591

Úrgangur til endurvinnslu og endurnýtingar:

kg 171.233 96.917 266.749

Hjólbarðar kg 270 100 0

Lífrænn úrgangur kg 13.132 8.148 5.359

Málmar og ýmis búnaður kg 82.807 39.795 62.671

Pappír, pappi og umbúðir kg 12.045 7.423 7.696

Plast* kg 4.858 3.779 110

Prenthylki kg 95 100 7

Timbur* kg 58.027 37.572 190.908

Óvirkur úrgangur:** kg 83.517 68.975 51.445

Jarð- og steinefni, gler og postulín

kg 83.517 68.975 51.445

Spilliefni kg 52.615 12.123 6.186

Úrgangur alls kg 369.553 226.011 417.731

Viðauki - Tafla 11 — Magn úrgangs eftir flokkum og meðhöndlun árin 2008–2010.

200820092010

* Timbur og plast er flokkað frá og sent í brennslu á Húsavík þar sem ætlunin er að nýta varma til raforkuframleiðslu og upphitunar.

Vegna bilunar í búnaði hefur varminn eingöngu verið nýttur til upphitunar sl. ár.

** Óvirkur úrgangur fer til urðunar á tipp.

u m h v e r f i s s k ý r s l a 20 1 0

Page 80: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

81

Viðauki - Tafla 12 — Magn úrgangs frá starfsstöðvum Landsvirkjunar árið 2010 skipt eftir flokkum og meðhöndlun.

* Ti

mbu

r og

pla

st e

r fl

okka

ð fr

á og

sen

t í b

renn

slu

á H

úsav

ík þ

ar s

em æ

tlun

in e

r að

nýt

a va

rma

til r

afor

kufr

amle

iðsl

u og

upp

hitu

nar.

Veg

na b

iluna

r í b

únað

i hef

ur v

arm

inn

eing

öngu

ver

ttur

til

upph

itun

ar s

l. ár

.

** Ó

virk

ur ú

rgan

gur

fer

til u

rðun

ar á

tip

p.

Alm

ennu

r óf

lokk

aður

úr

gang

ur:

kg 6

2.18

8

2

.978

31.

470

1.8

90

9

20

3

.501

7.2

90

1

4.13

9

til u

rðun

arkg

59.

378

2.9

78

3

1.47

0

3

.501

7.2

90

1

4.13

9

til b

renn

slu*

kg 2

.810

1.8

90

9

20

Úrg

angu

r ti

l end

urv.

og

end

urný

ting

ar:

kg 1

71.2

33

3

.553

67.

435

29.

749

7.6

21

2

.800

35.

704

24.

372

Hjó

lbar

ðar

kg 2

70

1

80

9

0

Lífr

ænn

úrg

angu

rkg

13.

132

880

3

.740

8.5

12

Mál

mar

og

ýmis

naðu

rkg

82.

807

1.0

54

4

2.87

3

1

6.90

3

3

79

1

.552

18.

480

1.5

66

Papp

ír, p

appi

og

umbú

ðir

kg 1

2.04

5

7

99

5

19

1

9

8

7

3

61

1

.874

8.3

86

Plas

t*kg

4.8

58

3

.783

1.0

47

1

5

1

3

Pren

thyl

kikg

95

95

Tim

bur*

kg

58.

027

1.7

00

1

9.38

0

1

1.60

0

7

.050

887

11.

610

5.8

00

Óvi

rkur

úrg

angu

r:**

kg 8

3.51

7

1

4.17

0

1

74

6

5.77

0

1

3

3.3

90

Jarð

- og

ste

inef

ni,

gler

og

post

ulín

kg 8

3.51

7

1

4.17

0

1

74

6

5.77

0

1

3

3.3

90

Spill

iefn

ikg

52.

615

1.0

87

4

01

6

99

4

.732

2.4

37

4

3.01

3

2

46

Úrg

angu

r al

lskg

369

.553

7.6

18

1

13.4

76

3

2.51

2

7

9.04

3

8

.751

86.

007

42.

146

Star

fsst

öðva

r LV

í RV

K og

AK

U

Þjór

sárs

væði

OA

Þ

Sogs

svæ

ði

OA

S

Mýv

atns

svæ

ði

OA

M -

LA

X

Mýv

atns

svæ

ði

OA

M -

KR

A

Fljó

tsda

lsst

öð

OA

K

Blö

ndu

stöð

OA

BLV

alls

201

0

v i ð a u k i – t Ö f l u r o g t Ö l u l e g a r u p p lý s i n g a r

Page 81: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

82

Spilliefni til förgunar: kg 3.265 4.697 974

Asbest kg 0 960 0

Eiturefni kg 31 0 0

Lífræn spilliefni kg 310 1.669 232

Kolasalli kg 0 20 0

Rafhlöður kg 2.002 1.078 540

Umbúðir af spilliefnum kg 210 935 0

Ólífræn spilliefni kg 79 10 14

Ýmis spilliefni kg 633 25 188

Olíuúrgangur: kg 49.350 7.426 5.212

Olía kg 49.350 7.426 5.212

Spilliefni alls kg 52.615 12.123 6.186

Viðauki - Tafla 13 — Samanburður á magni spilliefna eftir flokkum á árunum 2008-2010.

200820092010

u m h v e r f i s s k ý r s l a 20 1 0

Page 82: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

83

Viðauki - Tafla 14 — Magn og tegund spilliefna í starfsemi Landsvirkjunar 2010.Sp

illie

fni t

il fö

rgun

ar:

kg

3.26

538

338

430

31

558

1.41

222

4

Eitu

refn

i k

g 31

031

00

00

0

Lífr

æn

spill

iefn

i k

g 31

00

6125

022

40

0

Rafh

löðu

r k

g 2.

002

370

243

226

049

974

140

Spill

iefn

aum

búði

r k

g 21

00

00

00

210

0

Ólíf

ræn

spill

iefn

i k

g 79

039

390

10

0

Ýmis

spi

llief

ni

kg

633

1310

131

284

228

84

Olíu

úrga

ngur

:

49.3

5070

417

396

4.73

11.

879

41.6

0122

Olía

k

g 49

.350

704

1739

64.

731

1.87

941

.601

22

Spill

iefn

i og

olíu

-úr

gang

ur a

lls

kg

52.6

151.

087

401

699

4.73

22.

437

43.0

1324

6

Star

fsst

öðva

r LV

í RV

K og

AK

U

Þjór

sárs

væði

OA

Þ

Sogs

svæ

ði

OA

S

Mýv

atns

svæ

ði

OA

M -

LA

X

Mýv

atns

svæ

ði

OA

M -

KR

A

Fljó

tsda

lsst

öð

OA

K

Blö

ndu

stöð

OA

BLV

alls

201

0

v i ð a u k i – t Ö f l u r o g t Ö l u l e g a r u p p lý s i n g a r

Page 83: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

84

Losun út í andrúmsloftið og gróðurhúsaáhrif

Tafla 15 sýnir losun gróðurhúsalofttegunda á árunum 2008­2010 og samanburð milli ára, þá sýnir tafla 16 losun út í andrúmsloftið og gróðurhúsaáhrif frá starfsemi Landsvirkjunar á árinu 2010, eftir uppsprett­um losunar. Tafla 17 sýnir los un gróðurhúsalofttegunda reiknaða á framleiddar GWst, án út streymis rannsóknarborana og samanburður milli ára. Útstreymi vegna rannsóknarborana er ekki tekið með vegna þess að það tengist ekki beint orkuvinnslu viðkomandi árs. Að lokum sýnir tafla 18 samantekt á gróðurhúsaáhrifum orkuvinnslu Landsvirkjunar skipt eftir vatnsafli og jarðvarma árið 2010. Taflan sýnir magn losunar í CO2­ígildum og í CO2­ígildum á framleidda GWst.

Viðauki - Tafla 15 — Losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi Landsvirkjunar og samanburður milli ára.

2010 2009 2008Breyting milli

2010 og 2009

Breyting milli

2010 og 2008

Heildaráhrif - reiknað í tonn CO2-ígildi.

Jarðvarmavirkjanir, heildarútstreymi tonn CO2 - ígildi 44.688 45.167 45.973 -1% -3%

- þar af orkuvinnsla tonn CO2 - ígildi 44.121 41.292 41.719 +7% +6%

- þar af rannsóknarboranir tonn CO2 - ígildi 567 3.874 4.254 -85% -87%

Uppistöðulón vatnsaflsvirkjana tonn CO2 - ígildi 15.520 15.520 15.290 0% +2%

Eldsneyti: Bensín á tæki og bifreiðar tonn CO2 - ígildi 48 60 56 -20% -13%

Eldsneyti: Dísilolía á tæki og bifreiðar tonn CO2 - ígildi 642 971 734 -34% -12%

Flugferðir, heildarlosun tonn CO2 - ígildi 322 346 377 -7% -15%

- þar af innanlandsflug tonn CO2 - ígildi 72 96 127 -25% -43%

- þar af millilandaflug tonn CO2 - ígildi 250 250 250 0% 0%

Úrgangur tonn CO2 - ígildi 72 53 84 +36% -14%

Losun frá rafbúnaði tonn CO2 - ígildi 0 12 0 -100% 0%

Losun gróðurhúsalofttegunda tonn CO2 - ígildi 61.293 62.129 62.513 -1% -2%

Kolefnisbinding tonn CO2 - ígildi -22.000 -22.000 -20.000 0% +10%

Kolefnisspor Landsvirkjunar tonn CO2 - ígildi 39.293 40.129 42.513 -2% -8%

u m h v e r f i s s k ý r s l a 20 1 0

Page 84: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

85

Útstreymi frá jarðvarmavirkjunum

Gufa frá jarðvarmavirkjunum1 6.496.043 tonn 4.338.655

- útstreymi koltvísýrings 43.701 43.701.000

- útstreymi metans 20 420.000

- útstreymi brennisteinsvetnis 6.097 0

Útstreymi frá rannsóknarborunum

Gufa frá rannsóknarborunum 284.349 tonn 284.349

- útstreymi koltvísýrings 567 567.000

- útstreymi metans 0 0

- útstreymi brennisteinsvetnis 89 0

Losun frá uppistöðulónum vatnsaflsvirkjana

- losun koltvísýrings 8380 8.380.000

- losun metans 340 7.140.000

Losun vegna eldsneytisnotkunar: Bensín á tæki og bifreiðar 19.430 lítrar

- losun koltvísýrings 45 44.738

- losun metans 0,004 92

- losun glaðlofts 0,012 3.614

Losun vegna eldsneytisnotkunar: Dísilolía á tæki og bifreiðar 235.759 lítrar

- losun koltvísýrings 630 629.759

- losun metans 0,016 333

- losun glaðlofts 0,040 12.278

Losun vegna flugferða starfsmanna

- innanlandsflug, losun koltvísýrings 72,3 72.274

- millilandaflug, losun koltvísýrings 250,0 250.000

Losun vegna förgunar úrgangs

- urðun 59 tonn 42.455

- brennsla 23 tonn 29.481

Losun frá rafbúnaði

- losun SF6 0 0

Losun gróðurslofttegunda alls 61.293.024

Viðauki - Tafla 16 — Losun lofttegunda út í andrúmsloftið og gróðurhúsaáhrif vegna starfsemi Landsvirkjunar árið 2010.

Magn [tonn]Gróðurhúsaáhrif

CO2-ígildi [kg]MagnUppsprettur losunar

Notkun Losun út í andrúmsloftið

1 ) Mismunur milli notkunar og magns sem losað er út í andrúmsloftið er vegna niðurdælingar.

v i ð a u k i – t Ö f l u r o g t Ö l u l e g a r u p p lý s i n g a r

Page 85: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

86

Viðauki - Tafla 17 — Losun gróðurhúsalofttegunda á GWst, án útstreymis rannsóknarborana og samanburður milli ára.

2010 2009 2008Breyting milli

2010 og 2009

Breyting milli

2010 og 2008

Áhrif miðað við orkuvinnslu – reiknað í tonn CO2-ígildi/Gwst

Jarðvarmavirkjanir, orkuvinnsla* tonn CO2 - ígildi/GWst 3,495 3,373 3,355 +4% +4%

Uppistöðulón vatnsaflsvirkjana tonn CO2 - ígildi/GWst 1,229 1,268 1,230 -3% 0%

Eldsneyti: Bensín á tæki og bifreiðar tonn CO2 - ígildi/GWst 0,004 0,005 0,004 -22% -15%

Eldsneyti: Dísilolía á tæki og bifreiðar tonn CO2 - ígildi/GWst 0,051 0,079 0,059 -36% -14%

Flugferðir, heildarlosun tonn CO2 - ígildi/GWst 0,026 0,028 0,030 -10% -16%

- þar af innanlandsflug tonn CO2 - ígildi/GWst 0,006 0,008 0,010 -27% -44%

- þar af millilandaflug tonn CO2 - ígildi/GWst 0,020 0,020 0,020 -3% -2%

Úrgangur tonn CO2 - ígildi/GWst 0,006 0,004 0,007 +32% -15%

Losun frá rafbúnaði tonn CO2 - ígildi/GWst 0,000 0,001 0,000 -100% 0%

Losun gróðurhúsalofttegunda án rannsóknarborana

tonn CO2 - ígildi/GWst 4,810 4,759 4,685 1% 3%

Kolefnisbinding tonn CO2 - ígildi/GWst -1,743 -1,797 -1,608 -3% +8%

Kolefnisspor Landsvirkjunar án rannsóknarborana

tonn CO2 - ígildi/GWst 3,067 2,961 3,077 +4% 0%

* Hér er gerð grein fyrir útstreymi frá vinnsluborholum sem tengdar eru virkjuninni og því hluti af raforkuvinnslunni en ekki útstreymi rannsóknarborhola sem

ekki tengjast raforkuvinnslu hvers árs.

u m h v e r f i s s k ý r s l a 20 1 0

Page 86: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

87

Viðauki - Tafla 18 — Samantekt yfir gróðurhúsaáhrif vegna orkuvinnslu vatnsaflsvirkjana og jarðvarmavirkjana Landsvirkjunar fyrir árið 2010, án útstreymis vegna rannsóknarborana.

Vatnsafls-

virkjun

Jarðvarma-

virkjun

Vatnsafls-

virkjun

Jarðvarma-

virkjun

Brennsla bensíns tonn CO2 - ígildi 39 10 tonn CO2 - ígildi/GWst 0,003 0,019

Brennsla dísilolíu tonn CO2 - ígildi 506 137 tonn CO2 - ígildi/GWst 0,042 0,266

Jarðvarmavirkjanir tonn CO2 - ígildi 0 44.121 tonn CO2 - ígildi/GWst - 85,672

Lón vatnsaflsvirkjana tonn CO2 - ígildi 15.520 0 tonn CO2 - ígildi/GWst 1,282 -

Flugferðir tonn CO2 - ígildi 309 13 tonn CO2 - ígildi/GWst 0,026 0,026

Úrgangur tonn CO2 - ígildi 69 3 tonn CO2 - ígildi/GWst 0,006 0,006

Losun frá rafbúnaði tonn CO2 - ígildi 0 0 tonn CO2 - ígildi/GWst - -

Gróðurhúsahrif án útstreymis rannsóknarborana

tonn CO2 - ígildi 16.442 44.284 tonn CO2 - ígildi/GWst 1,358 85,987

Kolefnisbinding tonn CO2 - ígildi -21.103 -897 tonn CO2 - ígildi/GWst -1,743 -1,743

Gróðurhúsaáhrif án útstreymis rannsóknarborana með kolefnisbindingu

tonn CO2 - ígildi -4.660 43.386 tonn CO2 - ígildi/GWst -0,3848 84,245

v i ð a u k i – t Ö f l u r o g t Ö l u l e g a r u p p lý s i n g a r

Page 87: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

88

Eftirlit með áhrifum af losun affallsvatns frá Kröflustöð og Bjarnarflagsstöð : vöktun og niðurstöður 2009

LV-2010/055

Eftirlit með laugum neðan Hálslóns 2006 og 2010 LV-2010/129

Eftirlitsmælingar í Kröflu og Bjarnarflagi 2010 LV-2010/104

Eftirlitsmælingar í Kröflu og Bjarnarflagi árin 2006-2009 LV-2010/078

Fiskrannsóknir í Sogi og þverám þess árið 2009 LV-2010/017

Fiskstofnar í vötnum á Auðkúluheiði : samanburður á ástandi innan og utan veituleiðar Blönduvirkjunar

LV-2010/126

Gasflæðimælingar um yfirborð í Námafjalli sumarið 2010 LV-2010/128

Gasflæðimælingar um yfirborð Kröflu sumarið 2010 LV-2010/113

Gróðurrannsóknir vegna hættu á áfoki frá Hálslóni LV-2010/088

Gróðurvöktun á Vesturöræfum Kringilsárrana og Fljótsdalsheiði með notkun gervitunglamynda : samanburður milli ára 2002, 2007 og 2008

LV-2010/062

Grugg og gegnsæi í Lagarfljóti fyrir og eftir gangsetningu Kárahnjúkavirkjunar LV-2010/123

Grunnvatnsrannsóknir í Norðurþingi 2007-2009 LV-2010/010

Hávellutalningar á Lagarfljóti og varpdreifing skúms á Úthéraði 2009 LV-2010/045

Kárahnjúkavirkjun : fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og í byggð á Fljótsdalshéraði sumarið 2009

LV-2010/043

Kortlagning burðarsvæða hreindýra á áhrifasvæðum Kárahnjúkavirkjunar vorið 2009 LV-2010/051

Kröflusvæði og Bjarnarflag : umhverfisvöktun 2009 LV-2010/110

Kröfluvirkjun II : allt að 150 MWe jarðhitavirkjun við Kröflu í Skútustaðahreppi : mat á umhverfisáhrifum : frummatsskýrsla

LV-2010/042

Kröfluvirkjun II : allt að 150 MWe jarðhitavirkjun við Kröflu í Skútustaðahreppi : mat á umhverfisáhrifum : matsskýrsla

LV-2010/077

Landsvirkjun's environmental report and carbon footprint 2009 [rafrænt] LV-2010/064

Mælingar á vindrofi á Hólsfjöllum LV-2010/011

Rannsóknaboranir í Gjástykki, Þingeyjarsveit : mat á umhverfisáhrifum : matsskýrsla LV-2010/002

Rennslislykill L1 í Álftafitjakvísl LV-2010/106

Útgefnar skýrslur um umhverfismál 2010

Á hverju ári eru gefnar út á vegum Landsvirkjunar fjöldi skýrslna um umhverfismál. Að neðan má sjá lista yfir skýrslur sem tengjast umhverfismálum og gefnar voru út árið 2010 af Landsvirkjun.

Ritraðarnr.Titill

Page 88: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

89

Rennslislykill L2 í Fossá við Hjálparfoss LV-2010/025

Rennslislykill L3 í Þjórsá við Dynk LV-2010/026

Rennslislykill L3.2 í Þjórsá við Dynk LV-2010/114

Rennslislykill L5 í Tungnaá við Sigöldufoss LV-2010/027

Skýrslur Landgræðslu ríkisins árin 2009 og 2010 : vegna rannsókna og framkvæmda tengdu Hálslóni LV-2010/087

Staða rofvarna við Hálslón LV-2010/049

Umhverfishópur Landsvirkjunar : skýrsla sumarvinnu 2010 LV-2010/103

Umhverfisskýrsla og kolefnisspor Landsvirkjunar 2009 LV-2010/063

Vatnamælingar vatnsárið 2007/2008 : Blöndusvæði LV-2010/009

Vatnamælingar vatnsárið 2007/2008 : Kárahnjúkasvæði LV-2010/005

Vatnamælingar vatnsárið 2007/2008 : Norð-Austurland LV-2010/008

Vatnamælingar vatnsárið 2007/2008 : Skaftársvæði LV-2010/010

Vatnamælingar vatnsárið 2007/2008 : Sogssvæði LV-2010/007

Vatnamælingar vatnsárið 2007/2008 : Þjórsársvæði LV-2010/006

Vatnamælingar vatnsárið 2008/2009 : Blöndusvæði LV-2010/032

Vatnamælingar vatnsárið 2008/2009 : Kárahnjúkasvæði LV-2010/028

Vatnamælingar vatnsárið 2008/2009 : Norð-Austurland : LV-2010/031

Vatnamælingar vatnsárið 2008/2009 : Skaftársvæði LV-2010/033

Vatnamælingar vatnsárið 2008/2009 : Sogssvæði LV-2010/030

Vatnamælingar vatnsárið 2008/2009 : Þjórsársvæði LV-2010/029

Vatnsbúskapur Landsvirkjunar 2002 - 2010 LV-2010/098

Þjórsá : fornleifarannsóknir 2009 LV-2010/003

Þjórsár - Tungnaársvæði : endurskoðun rennslislíkans LV-2010/054

Ritraðarnr.Titill

Page 89: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

90

Anette K. Mortensen, Ásgrímur Guðmundsson, Benedikt Steingrímsson, Freysteinn Sigmundsson, Guðni Axelsson, Halldór Ármannsson, Héðinn Björnsson, Kristján Ágústsson, Kristján Sæmundsson, Magnús Ólafsson, Ragna Karls dóttir, Sæunn Halldórsdóttir og Trausti Hauksson. (2009). Jarðhitakerfið í Kröflu. Samantekt rannsókna á jarðhitakerfinu og endurskoðað hugmyndalíkan. Reykjavík: Landsvirkjun. LV-2009/111.

Birna Sigrún Hallsdóttir, Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir, Jón Guðmundsson, Arnór Snorrason og Jóhann Þórsson. (2011). Emissions of greenhouse gases in Iceland from 1990 to 2009 – National Inventory Report 2011. Reykjavík: Umhverfisstofnun, UST-2011:05.

Bjarni Pálsson, Hákon Aðalsteinsson, Hildur Ríkharðsdóttir, Ragnheiður Ólafsdóttir og Sigurður Óli Guðmundsson. (2011). Loftslagsáhrif Landsvirkjunar - Samantekt og tillögur að aðgerðum. Reykjavík: Landsvirkjun. LV-2011-016.

Brynhildur Davíðsdóttir, Ágústa Loftsdóttir, Birna Hallsdóttir, Bryndís Skúladóttir, Daði Már Kristófersson, Guðbergur Rúnarsson, Hreinn Haraldsson, Pétur Reimarsson, Stefán Einarsson, Þorsteinn Ingi Sigfússon. (2009). Möguleikar til að draga úr nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Skýrsla Sérfræðinganefndar, Umhverfisráðuneytið.

Halldór Ármannsson og Magnús Ólafsson (2002). Efnarannsóknir á vatni úr holum, lindum og gjám í Búrfellshrauni og nágrenni: undirstöður vöktunar vegna affalls frá jarðhitavirkjunum, Kröflu og Námafjalli. Reykjavík: Orkustofnun. OS-2002/076.

Halldór Ármannsson og Magnús Ólafsson. (2011). Eftirlit með áhrifum af losun affallsvatns frá Kröflustöð og Bjarnarflagsstöð: vöktun og niðurstöður 2010. Reykjavík: Landsvirkjun. LV-2011/027.

Hugrún Gunnarsdóttir. (2009). Vistheimt Landsvirkjunar og umhverfislegur ávinningur í kjölfar virkjana. Reykjavík: Landsvirkjun. LV-2009/109.

Jón Benjamínsson og Trausti Hauksson. (2010). Kröflusvæði og Bjarnarflag. Umhverfisvöktun 2009. Reykjavík: Landsvirkjun. LV-2010/110.

Jón Guðmundsson og Hlynur Óskarsson. (2008). Gróðurhúsaáhrif uppistöðulóna – Rannsóknir við Gilsárlón 2003–2006. Reykjavík:Landsvirkjun, LV-2008/028.

Orkustofnun. (2009). Ársskýrsla Orkustofnunar 2008. Reykjavík: Orkustofnun.

Orkustofnun. (2010). Ársskýrsla Orkustofnunar 2009. Reykjavík: Orkustofnun.

Orkustofnun. (2011). Ársskýrsla Orkustofnunar 2010. Reykjavík: Orkustofnun.

Reglugerð um hávaða nr. 724/2008.

Reglugerð um varnir gegn mengun vatns nr. 796/1999 með síðari breytingum.

Sigurður Óli Guðmundsson og Bjarni Pálsson. (2011). Útstreymi koltvísýrings frá jarðvarmavirkjunum. Reykjavík: Landsvirkjun. LV-2011-017.

Umhverfisstofnun. (e.d.). Gróðurhúsalofttegundir. Sótt þann 1. apríl 2011 á www.ust.is/einstaklingar/loftslags-breytingar/grodurhusalofttegundir/

Verkfræðistofan EFLA. (2011). Vistferilgreining raforkuvinnslu með vatnsafli: Fljótsdalsstöð. LV-2011-086. Óútgefin.

Heimildaskrá

Page 90: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

91

Page 91: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

92

Prentun umhverfisskýrslu Landsvirkjunar er Svansvottuð.Umhverfisskýrsla Landsvirkjunar 2010 er prentuð í litlu upplagi og fer dreifing hennar að mestu fram rafrænt, í þeim tilgangi að skiljaeftir sem minnst vistspor.

Pappírinn sem notaður er í skýrsluna hefur hlotiðvottun frá norræna umhverfismerkinu Svaninum aukþess sem hann er merktur með FSC merkinu. FSCmerkið er til marks um að viðurinn sem varan er unninúr er upprunninn úr skógum þar sem nýjum trjám erplantað, í staðinn fyrir þau sem eru felld vegna framleiðslunnar.Fyrir vikið er framleiðslan sjálfbær.

Eftirfarandi tegundir pappírs eru notaðar í skýrsluna:Arctic the Volume, 130 gr.Arctic the Volume, 300 gr. í kápu.

Skýrslunúmer: LV-2011-090Hönnun: Jónsson & Le’macksPrentun: Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðjaUpplag: 100 eintökUmsjón: Sigurður Óli GuðmundssonÁbyrgðarmaður: Ragnheiður Ólafsdóttir

Skýrslur Landsvirkjunar um umhverfismál má finna á:http://www.landsvirkjun.is/umhverfismal/umhverfisstjornun

Page 92: Umhverfisskýrsla Landsvirkjunnar 2010

[email protected]ími: 515 90 00

Háaleitisbraut 68103 Reykjavíklandsvirkjun.is