upphaf fiskimjölsiðnaðar á austurlandi · félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda...

21
Upphaf fiskimjölsiðnaðar á Austurlandi Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda – vorráðstefna 5.-6. apríl 2018 Smári Geirsson

Upload: others

Post on 14-Jul-2020

7 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Upphaf fiskimjölsiðnaðar á Austurlandi · Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda –vorráðstefna 5.-6. apríl 2018 Smári Geirsson. Upphafið - upprifjun

Upphaf fiskimjölsiðnaðar á Austurlandi

Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda – vorráðstefna 5.-6. apríl 2018

Smári Geirsson

Page 2: Upphaf fiskimjölsiðnaðar á Austurlandi · Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda –vorráðstefna 5.-6. apríl 2018 Smári Geirsson. Upphafið - upprifjun

Upphafið - upprifjun

• Nú á tímum er yfirleitt rætt um fiskimjölsiðnað og lýsisiðnað í sömu andrá. Staðreyndin er samt sú að lýsisiðnaður er mun eldri en mjöliðnaðurinn

• Heimildir eru til um framleiðslu á lýsi til útflutnings á 17. öld (hvalalýsi)

• Á 19. öld er farið að framleiða hákarlalýsi og lýsi úr fisklifur

• Fyrst framleitt mjöl úr sjávarfangi á hvalstöðvum. Fyrsta gúanóverksmiðjan í hvalstöð árið 1892 á Sólbakka í Önundarfirði. Framleitt bæði beinamjöl og kjötmjöl (mjöltegundunum blandað saman, 2/3 kjötmjöl og 1/3 beinamjöl, selt sem gúanó til skepnufóðurs og áburðar)

• Fyrstu fiskimjölsverksmiðjurnar voru síldarverksmiðjur sem risu á Norðurlandi árið 1911

• Fiskimjölsiðnaður á Austurlandi hófst alllöngu síðar

Page 3: Upphaf fiskimjölsiðnaðar á Austurlandi · Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda –vorráðstefna 5.-6. apríl 2018 Smári Geirsson. Upphafið - upprifjun

Upphaf saltfiskverkunar

• Almennt var farið að verka saltfisk á Austfjörðum 1874. Þá jókst mjög áherslan á útgerð og afli jókst. Undir lok 19. aldar var einskonar Klondyke-tímabil eystra – mikil fiskgengd og uppgangur. Þorp tóku að myndast við sjávarsíðuna

• Vélbátaútgerð hófst 1904 á Austfjörðum. Vélbátum fjölgaði hratt og með tilkomu þeirra jókst fiskafli enn frekar og saltfiskverkunin blómstraði

• Nýtingin á fiskinum sem kom á land var alls ekki góð. Saltfiskurinn var unnin og lifrin var stundum nýtt en öllu öðru var hent í sjóinn eða í nærliggjandi fjöru. Í fjörurnar fóru fiskhausarnir, sundmagarnir, öll innyfli og dálkurinn. Ekkert af þessu var nýtt

• Sumir bentu á að nota mætti fiskslóg og fiskúrgang sem áburð. Slíkur áburður myndi henta vel þegar rækta skyldi upp ný tún. Fiskúrgangur var hins vegar einungis nýttur sem áburður í undantekningartilvikum eystra

Page 4: Upphaf fiskimjölsiðnaðar á Austurlandi · Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda –vorráðstefna 5.-6. apríl 2018 Smári Geirsson. Upphafið - upprifjun
Page 5: Upphaf fiskimjölsiðnaðar á Austurlandi · Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda –vorráðstefna 5.-6. apríl 2018 Smári Geirsson. Upphafið - upprifjun

Lýsing Bjarna Sæmundssonar 1898

• Bjarni Sæmundsson fiskifræðingur fór um Austfirði árið 1898 og lýsti þá slæmri nýtingu fiskafla þar með svofelldum orðum:

• „Það er sorglegt að sjá, hve mikið fer aftur í sjóinn af aflanum, bæði þorskhöfuð og önnur fiskhöfuð, lifur, sundmagar, innvols og hryggir, öllu er varpað í stórum dyngjum í sjóinn í lendingunni og þar smá-rotnar það eða er etið upp af sjódýrum og fuglum, og verður þannig að engum notum.“

Page 6: Upphaf fiskimjölsiðnaðar á Austurlandi · Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda –vorráðstefna 5.-6. apríl 2018 Smári Geirsson. Upphafið - upprifjun

Fiskúrgangur vaxandi vandamál

• Í ört vaxandi sjávarþorpum Austfjarða jókst vandamálið hvað varðaði fiskúrganginn með tilkomu vélbáta og með auknum afla. Eftirfarandi mátti lesa í Seyðisfjarðarblaðinu Austra um ástandið í þessum efnum í Seyðisfjarðarkaupstað árið 1906:

• „Oss blöskraði oft í sumar, að sjá rastirnar af slori og þorskhausum liggja eptir endilöngu fjöruborðinu hér inn við kaupstaðinn. Fyrst og fremst gremst manni að hugsa til þess, hve mikill auður liggur þarna ónotaður, og í öðru lagi eru óhreinindi af þessu og hneyksli að sjá það liggja fast upp við götur bæjarins...“

Page 7: Upphaf fiskimjölsiðnaðar á Austurlandi · Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda –vorráðstefna 5.-6. apríl 2018 Smári Geirsson. Upphafið - upprifjun

Slorið í fjörunum til minnkunar

• Áfram blasti vandamálið sem fiskúrgangurinn skapaði við í austfirskum sjávarþorpum. Eftirfarandi mátti lesa í blaðinu Jafnaðarmanninum um slorið í fjörunum á Nesi í Norðfirði árið 1926:

• „Eitt af því, sem mest óprýði er að hjer í kauptúninu, og jafnframt lýsir megnum sóðahætti, er slorið í fjörunum. Frá því fer að fiskast á vorin og fram á haust, má heita, að fjörurnar sjeu allar ein slor, og beinahrúga. Úldnar það svo og maðkar í hitunum á sumrin. Er þess brýn þörf, að bót sje ráðin á þessu sem allra fyrst. Það er kauptúninu til stórkostlegrar minkunar, að láta það viðgangast, að slorinu sje fleygt í fjörurnar, eða flæðarmálið. Útgerðarmenn, eða þeir, sem fisk kaupa og aðgerð annast, verða að flytja slorið svo langt frá landi, að sjórinn beri það ekki upp í fjörurnar.“

Page 8: Upphaf fiskimjölsiðnaðar á Austurlandi · Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda –vorráðstefna 5.-6. apríl 2018 Smári Geirsson. Upphafið - upprifjun

Fyrstu hugmyndir um gúanóverksmiðjur

• Árið 1906 vöknuðu hugmyndir um að koma upp gúanóverksmiðju í Seyðisfjarðarkaupstað en þá voru gerðir út þaðan 10 vélbátar auk árabáta sem gerðir voru út frá verstöðvum út með firðinum. Rætt var um að með tilkomu slíkrar verksmiðju ynnist tvennt: Í fyrsta lagi myndi nýtingin á sjávaraflanum batna og í öðru lagi væri hér um mikilvægt umhverfismál að ræða. Ekki varð af því að verksmiðjan risi og áfram var fiskúrgangi fleygt í fjörur.

• Árið 1912 var hvalstöðin á Svínaskálastekk við Eskifjörð auglýst til sölu og bent á tilvalið væri að nýta hana sem fiskimjölsverksmiðju. Enginn virðist hafa sýnt því áhuga að kaupa stöðina með það í huga að nýta hana til framleiðslu á fiskimjöli.

Page 9: Upphaf fiskimjölsiðnaðar á Austurlandi · Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda –vorráðstefna 5.-6. apríl 2018 Smári Geirsson. Upphafið - upprifjun

Fyrstu hugmyndir um gúanóverksmiðjur

• Í lok árs 1913 var upplýst að enskir útgerðarmenn hefðu í hyggju að reisa gúanóverksmiðju á Seyðisfirði og vinna gúanó úr fiskúrgangi. Höfðu þeir gert samninga við útgerðarmenn á Seyðisfirði um að kaupa allan fiskúrgang af þeim og eins hugðust þeir kaupa fiskúrgang á Norðfirði. Áformað var að flytja úrganginn frá Norðfirði með skútu sem dregin væri af gufubáti. Gert var ráð fyrir að rafmagn yrði nýtt til að knýja verksmiðjuna og myndi verksmiðjan þurfa 40-50 hestöfl frá hinni nýju Fjarðarárvirkjun. Enn og aftur urðu ráðagerðir um fiskimjölsverksmiðju að engu.

Page 10: Upphaf fiskimjölsiðnaðar á Austurlandi · Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda –vorráðstefna 5.-6. apríl 2018 Smári Geirsson. Upphafið - upprifjun

Loksins, loksins

• Loksins kom að því að

fiskimjölsverksmiðja var reist á

Austfjörðum. Það gerði þýski

efnafræðingurinn dr. Carl Paul.

Hann reisti verksmiðjuna á

Norðfirði árið 1927 og var hún nefnd

Fóðurmjölsverksmiðja Norðfjarðar

en Gúanó í daglegu tali.

Verksmiðjustjórinn var norskur

• Fékk dr. Paul heimild til að reisa

fiskimjölsverksmiðju sem síðar

myndi hugsanlega einnig vinna olíu

úr síld

Page 11: Upphaf fiskimjölsiðnaðar á Austurlandi · Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda –vorráðstefna 5.-6. apríl 2018 Smári Geirsson. Upphafið - upprifjun

Dr. Paul

• Dr. Paul þekkti vel til á Íslandi. Hann hafði

verið fyrsti veiðistjóri hvalstöðvarinnar á

Fögrueyri í Fáskrúðsfirði sem tók til starfa

árið 1903

• Dr. Paul hafði einnig reist síldarbræðslustöð

á Siglufirði árið 1926

• Eystra var litið á tilkomu

fiskimjölsverksmiðjunnar sem mikið

framfaramál og töldu menn að með tilkomu

hennar væri stigið stórt framfaraskref á sviði

umhverfismála, að auki veitti fyrirtækið

mönnum atvinnu og bætti nýtingu á fiskafla

Page 12: Upphaf fiskimjölsiðnaðar á Austurlandi · Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda –vorráðstefna 5.-6. apríl 2018 Smári Geirsson. Upphafið - upprifjun

Hráefni frá öllum Austfjörðum

• Fóðurmjölsverksmiðja Norðfjarðar vann úr

fiskúrgangi frá öllum Austfjörðum.

Verksmiðjan lagði áherslu á að fá þurrkuð bein

til vinnslu

• Fyrirtækið keypti vélbát sem fór á milli fjarða

og safnaði saman beinum og úrgangi til

vinnslu

• Fyrir kom að báturinn væri sendur til

Norðurlands til að sækja hráefni

• Lítill vélbátur var notaður til að draga

pramma á milli bryggja á Norðfirði og var

fiskúrgangi safnað í prammann

Page 13: Upphaf fiskimjölsiðnaðar á Austurlandi · Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda –vorráðstefna 5.-6. apríl 2018 Smári Geirsson. Upphafið - upprifjun

Starfsemi Fóðurmjölsverksmiðjunnar

• Verksmiðjan var venjulega starfrækt frá 1. apríl til 1. október ár hvert

• Yfirleitt tók hún á móti um 2.600 tonnum af hráefni hvert starfsár

• Fiskimjölið var að langmestu leyti flutt út en það var einnig auglýst innanlands sem ágætt áburðar- og fóðurmjöl

Page 14: Upphaf fiskimjölsiðnaðar á Austurlandi · Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda –vorráðstefna 5.-6. apríl 2018 Smári Geirsson. Upphafið - upprifjun

Kreppan hafði sitt að segja

• Þann 15. júlí árið 1931 hætti dr. Paul rekstri Fóðurmjölsverksmiðjunnar og var ástæðan sögð „fjárhagskreppan í Þýskalandi“

• Dr. Paul hafði haft aðsetur sitt í Þýskalandi, þar fékk hann rekstrarfé og þangað hafði framleiðsla verksmiðjunnar verið seld að mestu

• Það sem eftir lifði árs 1931 upplifðu Austfirðingar á ný að fiskúrgangi var fleygt í fjörur þar sem hann úldnaði og spillti lofti íbúa sjávarþorpanna

Page 15: Upphaf fiskimjölsiðnaðar á Austurlandi · Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda –vorráðstefna 5.-6. apríl 2018 Smári Geirsson. Upphafið - upprifjun

Neskaupstaður festir kaup á verksmiðjunni

• Norðfirðingar sáu að brýnt var að hefja

vinnslu í Fóðurmjölsverksmiðjunni á

• Neskaupstaður festi kaup á

verksmiðjunni 1932 og vinnsla hófst á

ný öllum til ánægju

• Árið 1934 var bætt við búnað

verksmiðjunnar þannig að hún gat

tekið síld og karfa til vinnslu. Gat

verksmiðjan brætt 300 mál síldar á

sólarhring. Verksmiðjan var síðan

stækkuð 1938 og gat þá brætt 700 mál

Page 16: Upphaf fiskimjölsiðnaðar á Austurlandi · Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda –vorráðstefna 5.-6. apríl 2018 Smári Geirsson. Upphafið - upprifjun

Erfiðleikar – bærinn missir verksmiðjuna

• Rekstur verksmiðjunnar gekk illa en

hún tók þó á móti umtalsverðu magni

af síld sumurin 1939 og 1940 (tekið á

móti 2.828 tonnum 1939 og 6.656

tonnum árið 1940)

• Svo fór að Landsbanki Íslands yfirtók

verksmiðjuna 1940 og komst hún síðan

í eigu Síldarverksmiðja ríkisins.

Síldarverksmiðjurnar ráku

verksmiðjuna aldrei. Þeir sendu

einungis menn austur til að negla fyrir

glugga og loka henni til frambúðar

• Enn og aftur sótti í sama gamla farið

hvað varðaði fiskúrganginn

Page 17: Upphaf fiskimjölsiðnaðar á Austurlandi · Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda –vorráðstefna 5.-6. apríl 2018 Smári Geirsson. Upphafið - upprifjun

Síldarverksmiðja reist á Seyðisfirði• Árið 1933 stofnað félag um byggingu síldarverksmiðju á Seyðisfirði. Fékk

félagið nafnið Síldarbræðslan hf. á Seyðisfirði

• Vegna kreppunnar gekk mjög illa að fá fjármagn til byggingar verksmiðjunnar, en henni var engu að síður strax fundinn staður í kaupstaðnum

• Loks fékkst fjármagn seint á árinu 1935 og var þá unnt að hefja framkvæmdir. Verksmiðjan var fyrst og fremst gerð til að vinna úr síld og karfa. Gat verksmiðjan brætt úr 700 málum síldar á sólarhring

• Nýja verksmiðjan fékk lítið hráefni 1936 en loks í júlímánuði 1937 hófust síldveiðar sunnan Langaness og þá tók síld að berast til vinnslu. Á örfáum dögum fylltist þró verksmiðjunnar sem tók 4.000 mál

Page 18: Upphaf fiskimjölsiðnaðar á Austurlandi · Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda –vorráðstefna 5.-6. apríl 2018 Smári Geirsson. Upphafið - upprifjun
Page 19: Upphaf fiskimjölsiðnaðar á Austurlandi · Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda –vorráðstefna 5.-6. apríl 2018 Smári Geirsson. Upphafið - upprifjun
Page 20: Upphaf fiskimjölsiðnaðar á Austurlandi · Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda –vorráðstefna 5.-6. apríl 2018 Smári Geirsson. Upphafið - upprifjun

Sagan á Seyðisfirði

• Síldarverksmiðjan á Seyðisfirði var endurbætt 1945 og árið 1957 voru afköst hennar aukin í 2.500-3.000 mál en þá var síld farin að veiðast úti fyrir Austfjörðum í töluverðum mæli. Þegar ráðist var í hina miklu stækkun átti Seyðisfjarðarkaupstaður orðið nánast allt hlutafé í Síldarbræðslunni hf.

• Árið 1962 samþykkti bæjarstjórn Seyðisfjarðar að selja Síldarverksmiðjum ríkisins hlutabréfin í Síldarbræðslunni hf. Eftir það var ráðist í enn frekari umbætur á verksmiðjunni og þá var hið upphaflega verksmiðjuhús jafnað við jörðu og nýtt reist

Page 21: Upphaf fiskimjölsiðnaðar á Austurlandi · Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda –vorráðstefna 5.-6. apríl 2018 Smári Geirsson. Upphafið - upprifjun

Smærri fiskimjölsverksmiðjur

• Hér hefur verið gerð grein fyrir tveimur fyrstu fiskimjölsverksmiðjunum á Austurlandi.

• Um 1950 voru reistar litlar fiskimjölsverksmiðjur víðar og voru þær tengdar hraðfrystihúsum. Þegar síldarævintýrið eystra gekk í garð fjölgaði síldarverksmiðjum, en það er önnur saga

• Bræðslumenn nútímans eiga að horfa stoltir til baka og vera minnugir þess að tilkoma fiskimjölsverksmiðjanna var gríðarlegt framfaraskref. Verksmiðjurnar stuðluðu að fullkominni nýtingu sjávarfangs og tryggðu aukna verðmætasköpun úr sjávarfangi. Þá var tilkoma verksmiðjanna eitthvert stórkostlegasta framfaraspor á sviði umhverfismála sem íbúar sjávarbyggða hafa upplifað.

TAKK FYRIR