valgarður gunnarsson - sögubrot

2
Valgar ð ur Gunnarsson Sögubrot 10. október - 8. nóvember 2013

Upload: kristin-arnthorsdottir

Post on 08-Mar-2016

235 views

Category:

Documents


5 download

DESCRIPTION

Myndlistarmaðurinn Valgarður Gunnarsson (1952) snýr nú aftur á sjónarsviðið eftir langt hlé. Verk Valgarðs Gunnarssonar á sýningunni í Eiðisskeri spanna tæpan áratug á ferli hans, hið elsta frá 2004 en flest eru unnin á síðastliðnum tveimur árum. Valgarður hefur þróað með sér sterkan persónulegan myndheim sem byggir annars vegar á vefnaði og hins vegar á saumum.

TRANSCRIPT

Page 1: Valgarður Gunnarsson - Sögubrot

Valgarður Gunnarsson Sögubrot

10. október - 8. nóvember 2013

Page 2: Valgarður Gunnarsson - Sögubrot

Myndlistarmaðurinn Valgarður Gunnarsson (1952) snýr nú aftur á sjónarsviðið eftir

langt hlé, en síðasta einkasýning hans var í Stúdíó Stafni veturinn 2009. Valgarður á

langan feril að baki, hefur haldið einkasýningar í stærstu söfnum landsins og tekið þátt

í samsýningum hérlendis og erlendis. Valgarður nam við Myndlista- og handíðaskóla

Íslands árin 1975 – 1979 og frá 1979 – 1981 við myndlistardeild Empire State Col-

lege, State University of New York.

Í því mikla riti Íslensk listasaga segir m.a. um Valgarð „Eftir nám í New York í lok

áttunda áratugarins kynnti Valgarður (1952) verk sín í íslensku listalífi sem hluta af

nýbylgjumálverkinu í byrjun níunda áratugarins. Strax í upphafi einkenndust verk hans

af samspili milli geómetrískra flata og eru eins konar módernískur grunnur fyrir ein-

faldað leiksvið mannsins. Verk hans hafa ávallt haldið þessum einkennum sem bera

með sér skýra fagurfræðilega sýn, fágað handbragð og hárfínt litaval.“

Sögubrot Verk Valgarðs Gunnarssonar á sýningunni í Eiðisskeri spanna tæpan áratug á ferli

hans, hið elsta frá 2004 en flest eru unnin á síðastliðnum tveimur árum. Valgarður

hefur þróað með sér sterkan persónulegan myndheim sem byggir annars vegar á

vefnaði og hins vegar á saumum. Þetta má heita aðalsmerki í myndlist hans. Grunn-

flöturinn í verkum Valgarðs er haganlega ofinn með fíngerðum penslinum í smekklega

samsettum litum á meðan bogadreginn þráðurinn liðast um flötinn og hefur þrætt sig í

gegnum undirlagið. Þó sum verka Valgarðs hafi á sér abstrakt yfirbragð er þar að

finna fígúratívt myndmál. Í fígúratívum verkum listamannsins er myndmál hans einfalt,

látlaust og beinskeytt, sprottið úr farvegi ólíkra og oft tilviljanakenndra hugmynda.

Þannig er sýningin byggð upp af fjölbreyttum hugmyndum og frásögnum án

þematískrar tengingar. Í huga Valgarðs er það handbragðið sem slíkt og beiting

pensilsins sem sker úr um listrænan varanleika verksins, en ekki viðfangsefnið sjálft.

Þannig segir listamaðurinn listaverkið lifa eins lengi og einhver nennir að horfa á það.

Valgarður Gunnarsson

Númer Heit i E fn i Gerð

1. Enn um s inn Olía á s tr iga 2012

2. Pan Olía á s tr iga 2013

3. Mæliker Olía á s tr iga 2013

4. Óskandi Olía á s tr iga 2013

5. Hárprúð Olía á s tr iga 2013

6. Þalamus I I Olía á s tr iga 2004/5

7. Hosur grænar Olía á s tr iga 2013

8. Andvaka Olía á s tr iga 2007

9. Dans? Olía á s tr iga 2013

10. Barnale ikur Olía á s tr iga 2013

11. Beinl ín is Olía á s tr iga 2013

12. Iðr i Olía á s tr iga 2011

13. Les ið Olía á s tr iga 2010

14. Sögumaður Olía á s tr iga 2013

15. Blessaður Olía á s tr iga 2013