veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

103
Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará Erlendur Steinar Friðriksson Viðskipta og raunvísindasvið Auðlindadeild Háskólinn á Akureyri 2014

Upload: elli-steinar

Post on 28-Mar-2016

235 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

Bleikjustofnum heimsins fer fækkandi og stofnstærðir minnka. Á sama tíma eykst til muna sókn í stangveiðar. Skýrt dæmi er bleikjustofninn í Eyjafjarðará, þar sem að sókn jókst jafnt og þétt til ársins 2001 en eftir það verður algert hrun í stofninum. Hverjar sem ástæður fækkunar bleikju eru, má segja að skynsamlegt sé að bregðast við með veiðistjórn, er miðar að sjálfbærni. Markmið veiða og sleppa (V&S) sem veiðistjórnunaraðferðar er að minnka afföll vegna veiða með því að sleppa veiddum fiski aftur lifandi. Aðferðinni hefur verið beitt til margra ára með ágætis árangri í ýmsum tegundum sportfisks, m.a. laxi og urriða. Litlar heimildir var hinsvegar að finna um að V&S hafi verið notað við veiðistjórnun á bleikju og almennt virðist lítt hugað að veiðistjórnun á bleikju. Markmið þessa verkefnis var því að kanna áhrif og möguleika veiða og sleppa til veiðistjórnunar á bleikju í Eyjafjarðará. Rannsóknin var þannig framkvæmd að fiskur var fangaður og merktur, sleppt og fylgst með en

TRANSCRIPT

Page 1: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í

Eyjafjarðará

Erlendur Steinar Friðriksson

Viðskipta og raunvísindasvið

Auðlindadeild

Háskólinn á Akureyri

2014

Page 2: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14
Page 3: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á

bleikju í Eyjafjarðará

Erlendur Steinar

90 eininga ritgerð sem er hluti af

Magister Scientiarum gráðu í Auðlindafræðum

Leiðbeinendur

Kristinn Pétur Magnússon

Guðmundur Kristján Óskarsson

Viðskipta og raunvísindasvið

Auðlindadeild

Háskólinn á Akureyri

Akureyri, Maí 2014

Page 4: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará

90 eininga ritgerð sem er hluti af Magister Scientiarum gráðu í

Auðlindafræði

Höfundarréttur © 2014 Erlendur Steinar

Öll réttindi áskilin

Viðskipta og raunvísindasvið

Auðlindadeild

Háskólinn á Akureyri

Sólborg, Norðurslóð 2

600 Akureyri

Sími: 460 8000

Skráningarupplýsingar:

Erlendur Steinar Friðriksson, 2014,

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará,

meistararitgerð, Auðlindadeild, Háskólinn á Akureyri, 103 bls.

Prentun: 01

Akureyri, maí 2014

Page 5: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Útdráttur

Bleikjustofnum heimsins fer fækkandi og stofnstærðir minnka. Á sama

tíma eykst til muna sókn í stangveiðar. Skýrt dæmi er bleikjustofninn í

Eyjafjarðará, þar sem að sókn jókst jafnt og þétt til ársins 2001 en eftir það

verður algert hrun í stofninum. Hverjar sem ástæður fækkunar bleikju eru,

má segja að skynsamlegt sé að bregðast við með veiðistjórn, er miðar að

sjálfbærni. Markmið veiða og sleppa (V&S) sem veiðistjórnunaraðferðar er

að minnka afföll vegna veiða með því að sleppa veiddum fiski aftur lifandi.

Aðferðinni hefur verið beitt til margra ára með ágætis árangri í ýmsum

tegundum sportfisks, m.a. laxi og urriða. Litlar heimildir var hinsvegar að

finna um að V&S hafi verið notað við veiðistjórnun á bleikju og almennt

virðist lítt hugað að veiðistjórnun á bleikju.

Markmið þessa verkefnis var því að kanna áhrif og möguleika veiða og

sleppa til veiðistjórnunar á bleikju í Eyjafjarðará.

Rannsóknin var þannig framkvæmd að fiskur var fangaður og merktur,

sleppt og fylgst með endurheimtum. Til samanburðar er stangveiddur lax og

urriði úr nokkum öðrum ám og fiskur fangaður með neti í Eyjafjarðará.

Margir stangveiðimenn komu að merkingunum og var þess ekki krafist að

þeir beittu sérstökum varúðarráðstöfunum við V&S. Einnig var bleikja

fönguð, merkt, geymd í búri í tvo daga og afföll mæld.

Niðurstöður voru þær að lítill munur var á endurheimtum á bleikju í

Eyjafjarðará, hvort heldur hún var fönguð og merkt á stöng eða í net. Ekki

var mælanlegur munur á endurheimtum á bleikju í Eyjafjarðará eftir stærð

fisks við merkingu, tíma sumars, veiðimanni eða á milli ára. Engin afföll

mældust á bleikju fyrstu 48 stundirnar eftir föngun og merkingu.

Hæstu heimturnar í þessari rannsókn voru á laxi í Fnjóská (19%), því næst

á bleikju fangaðri í net (12%) í Eyjafjarðará og svo á bleikju fangaðri á stöng

í Eyjafjarðará (10%). Aðrar heimtur voru mun lægri eða á bilinu 3-7%.

Veiða&sleppa kemur því vel til greina sem veiðistjórnunaraðferð á

bleikju í Eyjafjarðará.

Lykilorð: Bleikja, Veiða&sleppa, Eyjafjarðará, Veiðistjórnun, Stangveiðar

Page 6: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14
Page 7: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Abstract

Arctic Charr stocks are declining worldwide, but at the same time fishing

effort by angling is increasing. A clear example is the charr population in

Eyjafjarðará, where fishing effort increased steadily until 2001, followed by,

a collapse in the stock in the next years. Whatever the reasons for reduction

of char, one can say that it is advisable to act with fisheries management

geared towards sustainability. The goal of catch and release (C&R) as fishery

management method is to reduce mortality due to fishing by releasing cought

fish, alive back to the water. The method has been applied for many years

with a decent performance in a variety of sport fish species, including salmon

and trout. Little documentation, however, was found for C&R beeing used

for the char fishery management and overall seems little consideration to the

char fishery management.

The aim of this study was to investigate the effects and potential C&R for

management of charr in Eyjafjarðará .

The study was carried out by capturing and marking of fish, wich was

then released and recaptures documented. For comparison, several other

rivers, rod caught salmon and trout, and fish captured by a net of Eyjafjarðará

were documented. Many anglers took part in the tagging and no special

precautions C&R were required. Charr was also captured, tagged, and stored

in a cage for two days and mortality calculated.

Results showed small differences in the recapture of charr in Eyjafjarðará,

whether it was captured and marked by angling or in net. There was no

measurable difference in the recapture of charr in Eyjafjarðará in terms of

fish size when cought, time of season, angler or between years. No

mortalities were detected in char first 48 hours after capture and tagging.

Recapture rates in this study were highest for salmon in Fnjóská (19% ),

followed by charr cought by netting (12 %) in Eyjafjarðará and then charr

cought on rod in Eyjafjarðará (10 %). Other recaptures were much lower , in

the range of 3-7 %.

Catch & release can be considered as a feasable fishery management

policy of char in Eyjafjarðará.

Page 8: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14
Page 9: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Tileinkað okkur sem erum með náttúruna að láni frá komandi kynslóðum.

Page 10: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14
Page 11: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Formáli

Tilurð verkefnisins er hrun bleikjustofnsins í Eyjafjarðará. Árið 2001,

eftir nokkur metveiðiár í röð, og til ársins 2007 minnkuðu veiðar um 80%. Í

janúar 2006 var boðað til fundar með stangveiðimönnum, fiskifræðingum og

landeigendum, til að ræða hugsanlegar orsakir hrunsins og viðbrögð við því.

Orsakirnar þóttu óljósar enda hafði sjóbleikjan í firðinum til þessa lítt verið

rannsökuð. Þó var ákveðið að breyta veiðistjórnun verulega og kvótasetja

bleikju og banna maðk; áður höfðu engar hömlur verið á veiðum, nema að

fjöldi veiðidaga var takmarkaður. Ákveðið var að ráðast í rannsóknir til þess

að leita orsaka hrunsins, afla víðfeðmari þekkingar um stofninn og ekki hvað

síst, meta áhrif af breyttri veiðistjórnun. Bjarni Jónsson fiskifræðingur var

fenginn til verksins og fékk hann það hlutverk að setja fram

rannsóknaráætlun og leita styrkja. Högni Harðarson fiskeldisfræðingur, ásamt

fleirum, sá um merkingar og sýnatöku í Eyjafjarðará. Í lok árs 2008, tók

Erlendur Steinar sjávarútvegsfræðingur svo við rannsókninni. Hann breytti

um áherslur og framkvæmd, m.a. með því að fanga fisk ekki með neti heldur

leggja áherslu á fluguveiðar og kanna fyrst og fremst áhrif veiða og sleppa á

bleikju.

Page 12: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14
Page 13: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

xi

Efnisyfirlit

Myndir ........................................................................................................ xiii

Töflur ............................................................................................................ xv

Þakkir ........................................................................................................ xvii

1 Inngangur ................................................................................................. 1

2 Fræðilegt yfirlit ........................................................................................ 5

2.1 Bleikja .............................................................................................. 5

Heimkynni, útbreiðsla og staða ....................................................... 6

2.2 Lífsferill sjóbleikju ........................................................................ 13

Vetursetugöngur ............................................................................ 13

Sjóganga ........................................................................................ 13

Ferskvatnsgöngur ........................................................................... 14

Hrygning ........................................................................................ 15

Aldursgreining bleikju ................................................................... 15

2.3 Merkingar og endurheimtur ........................................................... 16

Fyrri rannsóknir ............................................................................. 16

Stofnstærð og afföll ....................................................................... 18

2.4 Fiskveiðar og veiðistjórnun ........................................................... 20

Veiða og sleppa .............................................................................. 22

Stangveiðar á Íslandi ...................................................................... 26

2.5 Eyjafjörður og Eyjafjarðará ........................................................... 28

Veiði og veiðistjórnun í Eyjafjarðará ............................................. 31

3 Aðferðarfræði og efniviður.................................................................... 35

Merkingar og skráning ................................................................... 38

Veiðar, merkingar og endurheimtur ............................................... 39

Endurheimtur ................................................................................. 40

Útreikningur og gagnavinnsla ........................................................ 41

Page 14: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

xii

4 Niðurstöður ............................................................................................ 43

Merkjatap, afföll og ýmsar athugsemdir vegna merkinga ........... 43

4.1 Bleikja í Eyjafjarðará .................................................................... 44

Endurveiðihlutfall bleikju í Eyjafjarðará ...................................... 46

Afföll og stofnstærð ...................................................................... 49

Vöxtur...... ..................................................................................... 51

4.2 Umfang merkinga og veiðitölur .................................................... 52

4.3 Endurheimtur allra tegunda og svæða ........................................... 55

4.4 Far ................................................................................................. 56

5 Umræður og ályktanir .......................................................................... 57

5.1 Framlag til þekkingar .................................................................... 60

5.2 Takmarkanir rannsóknar, tillögur að úrbótum og næstu skref ...... 61

Heimildir ..................................................................................................... 63

Viðauki ........................................................................................................ 77

Page 15: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

xiii

Myndir

Mynd 1. Fjöldi stangveiddra bleikja í ám á Íslandi og í Noregi (Guðni

Guðbergsson, 2013a; Statistics Norway, 2013) .......................... 1

Mynd 2. Fjöldi stangveiddra bleikja í völdum ám í Eyjafirði (Guðni

Guðbergsson, 2013a) .................................................................. 2

Mynd 3. Nýveiddar bleikjur (mynd: Erlendur Steinar) ................................... 5

Mynd 4. Ættkvísl laxfiska byggt á (Guðni Guðbergsson & Þórólfur

Antonsson, 1996; Johnston, 2002) .............................................. 6

Mynd 5. Útbreiðsla bleikju (Jørgensen & Johnsen, 2013) .............................. 7

Mynd 6. Helstu veiðisvæði bleikju á Íslandi. Byggt á (Guðni

Guðbergsson, 2013a) ................................................................ 12

Mynd 7. Kvarnir bleikju ................................................................................ 15

Mynd 8. Meðalrennsli í Eyjafjarðará (Sigurjón Rist, 1990) .......................... 28

Mynd 9. Langsnið af Eyjafjarðará frá upptökum að ósi og hliðarám frá

ófiskgengum fossi að ármótum við Eyjafjarðará, ásamt

svæðaskiptingu. (Bjarni Jónsson & Eik Elfarsdóttir, 2008) ..... 29

Mynd 10. Stangveiddar bleikjur og urriðar í völdum ám í Eyjafirði

(Guðni Guðbergsson, 2013a) .................................................... 31

Mynd 11. Veiðiskipting eftir svæðum í Eyjafjarðará (veiðibækur

Eyjafjarðarár) ............................................................................ 32

Mynd 12. Rannsóknarsvæðið ........................................................................ 35

Mynd 13. Merki og byssa ............................................................................. 38

Mynd 14. Algengar flugur í silungsveiði ...................................................... 39

Mynd 15. ES með merkta bleikju í Fljótaá ................................................... 40

Mynd 16. Samanburður á lengdardreifingu merktrar og veiddrar

(ómerktrar) bleikju í Eyjafjarðará ............................................. 45

Mynd 17. Lengdaraukning endurheimtrar bleikju í Eyjafjarðará .................. 51

Mynd 18. Eyjafjarðará veiðikort stangveiða (Veiðifélag Eyjafjarðarár,

2012) ......................................................................................... 82

Mynd 19. Auglýsing um merkingar og endurheimtur á bleikju í

Eyjafirði .................................................................................... 83

Page 16: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14
Page 17: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

xv

Töflur

Tafla 1. Stofnar bleikju í heiminum og staða þeirra (Maitland, 1995) ............ 8

Tafla 2. Nytjar bleikju á heimsvísu (Maitland, 1995) (miðað við 0,5 kg

meðaltalsþyngd) .......................................................................... 9

Tafla 3. Flokkar verndunar á bleikju í löndum heims (Maitland, 1995) ....... 10

Tafla 4. Veiðitölur (Guðni Guðbergsson, 2013a) og kvóti á helstu

veiðisvæðum bleikju á Íslandi .................................................. 11

Tafla 5. Samantekt á merkingum árin 2008-2013. Bleikja, urriði og

lax - öll veiðisvæði.................................................................... 36

Tafla 6. Fjöldi merkinga eftir mánuðum og árum. Bleikja, urriði og lax

- öll veiðisvæði ......................................................................... 37

Tafla 7. Merkingar á stangveiddri bleikju í Eyjafjarðará eftir árum og

mánuðum .................................................................................. 44

Tafla 8. Bleikjuveiði í Eyjafjarðará eftir árum og mánuðum ........................ 44

Tafla 9. Hlutfall merktrar bleikju af veiddri í Eyjafjarðará eftir

mánuðum og árum .................................................................... 45

Tafla 10. Endurveiðihlutfall eftir veiðiaðferð - bleikja í Eyjafjarðará ......... 46

Tafla 11. Endurheimtur á bleikju eftir lengd við merkingu með

fluguveiði .................................................................................. 46

Tafla 12. Endurheimtur á bleikju eftir lengd við merkingu með

nótaveiði ................................................................................... 47

Tafla 13. Bleikja Eyjafjarðará – endurheimtur eftir merkingarmánuði ......... 47

Tafla 14. Endurheimtur á bleikju í Eyjafjarðará eftir merkingarmanni ......... 48

Tafla 15. Endurheimtur og merkingarár, bleikja - Eyjafjarðará .................... 49

Tafla 16. Heildar afföll og lifun reiknuð frá endurheimtum ......................... 49

Tafla 17. Afföll og lifun reiknuð frá endurheimtum ..................................... 50

Tafla 18. Stofnstærð í Eyjafjarðará reiknuð með Petersen-aðferð ................ 50

Tafla 19. Samantekt á merkingum árin 2008-2013. Bleikja - öll

veiðisvæði ................................................................................. 52

Tafla 20. Veiðitölur á bleikju 2008-2013 ...................................................... 52

Tafla 21. Samantekt á merkingum árin 2008-2013. Urriði - öll

veiðisvæði ................................................................................. 53

Page 18: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

xvi

Tafla 22. Veiðitölur á urriða 2008-2013 (Samtala þau ár sem merkt var

á viðkomandi svæði) ................................................................ 53

Tafla 23. Samantekt á merkingum árin 2008-2013. Lax - öll

veiðisvæði ................................................................................ 54

Tafla 24. Veiðitölur á laxi 2008-2013 (Samtala þau ár sem merkt var á

viðkomandi svæði) ................................................................... 54

Tafla 25. Merkingar og endurheimtur eftir tegund og svæði ....................... 55

Tafla 26. Endurheimtustaður miðað við merkingarstað, bleikja-

Eyjafjarðará .............................................................................. 56

Tafla 27. Fjöldi merkinga eftir mánuðum og árum. Bleikja - öll

veiðisvæði. ............................................................................... 77

Tafla 28. Meðallengd (cm) merktrar bleikju eftir mánuðum og árum.

Öll veiðisvæði .......................................................................... 77

Tafla 29. Samantekt á endurheimtum árin 2008-2013. Bleikja, urriði

og lax - öll veiðisvæði .............................................................. 78

Tafla 30. Fjöldi endurheimta á ári eftir merkingarmánuði. Bleikja,

urriði og lax - öll veiðisvæði .................................................... 78

Tafla 31. Fjöldi endurheimta hvers árs eftir merkingarári. Bleikja,

urriði og lax - öll veiðisvæði .................................................... 79

Tafla 32. Fjöldi endurheimta eftir merkingarmánuði, allar tegundir - öll

veiðisvæði ................................................................................ 79

Tafla 33. Fjöldi endurheimta í hverjum mánuði eftir merkingarmánuði,

allar tegundir - öll veiðisvæði .................................................. 80

Tafla 34. Endurheimtur eftir merkingarlengd .............................................. 80

Tafla 35. Fjöldi merkinga og endurheimta eftir merkingarsvæði, allar

tegundir - öll veiðisvæði .......................................................... 81

Page 19: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

xvii

Þakkir

Fjölskyldu minni þakka ég umburðarlyndi og stuðning. Það er ekki

sjálfgefið að hleypa gömlum körlum í nám.

Leiðbeinendur fá mínar mínar bestu þakkir fyrir þeirra mikilvæga framlag

og hvatningu á réttum augnablikum.

Aðstoðarfólk við merkingar og skilvísir endurheimtuaðilar merkja fá

sérstakar þakkir.

Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár fær þakkir fyrir einstaklega gott samstarf.

Bjarni Jónsson, Ingi Rúnar, Guðni Guðbergs, Tumi Tómason, Inga

Margrét, Soffía Guðrún, Einar Jónsson, Ása Guðmundar, Högni Harðar,

Kristinn Pétur og Guðmundur Kristján – kærar þakkir.

Page 20: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14
Page 21: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

1

1 Inngangur

Bleikja (Salvelinus alpinus) er einn útbreiddasti ferskvatnsfiskur heims

og sá norðlægasti (Klemetsen, 2010). Nyrst er hún víða eini

ferskvatnsfiskurinn en þegar sunnar dregur í samkeppni við aðrar tegundir.

Ýmsar vísbendingar eru um að stofnum bleikju í heiminum fari fækkandi og

einstakar stofnstærðir fari minnkandi (Adams, Bean, Fraser, & Maitland,

2007; Klemetsen, 2010; Maitland, Winfield, McCarthy, & Igoe, 2007).

Sjóbleikjustofnar eru algengir í Noregi, Íslandi, Grænlandi og Kanada og eiga

þeir undir högg að sækja a.m.k.í Noregi og á Íslandi (sjá Mynd 1).

Mynd 1. Fjöldi stangveiddra bleikja í ám á Íslandi og í Noregi (Guðni

Guðbergsson, 2013a; Statistics Norway, 2013)

Veiðitölur úr sjóbleikjuveiði hafa verið á niðurleið í Noregi frá árinu 2003

og á Íslandi frá árinu 2001. Sem hlutfall af meðaltali áranna 1995-2012, var

veiði ársins 2012 í Noregi 48% (Statistics Norway, 2013) og á Íslandi 60%

(Guðni Guðbergsson, 2013a).

Á Íslandi er hrun sjóbleikjustofnsins í Eyjafjarðará áberandi. Áin var áður

ein eftirsóttasta og aflahæsta sjóbleikjuá landsins, en þar veiddust sum árin í

0

5.000

10.000

15.000

20.000

25.000

30.000

19

95

19

96

19

97

19

98

19

99

20

00

20

01

20

02

20

03

20

04

20

05

20

06

20

07

20

08

20

09

20

10

20

11

20

12

Fjöldi fiska Stangveiddar bleikjur í ám í Noregi og Íslandi

Noregur

Ísland

Sjógengnar í Noregi en á Íslandi í þeim viðmiðunarám

Veiðimálastofnunar sem eiga ós að sjó

Page 22: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

2

kringum 3.000 bleikjur. Síðustu árin hefur veiðin í ánni hrunið og veiddust

aðeins rúmlega 500 bleikjur árið 2012 (Mynd 2) eða um 26% af meðaltali

áranna 1995-2112. Á sama tíma hefur bleikjuveiði í öðrum ám í firðinum

haldið sér að mestu. Í Eyjafjarðará var brugðist við minnkandi veiði með

kvótasetningu, þannig að afli var takmarkaður og agn var takmarkað við

flugu á efri svæðum en flugu og spún á neðri svæðum, fjöldi stangardaga var

hinsvegar óbreyttur (Kristinn Kristinsson, 2012).

Mynd 2. Fjöldi stangveiddra bleikja í völdum ám í Eyjafirði (Guðni

Guðbergsson, 2013a)

Nokkrar aðferðir eru mögulegar til veiðistjórnunar, sú sem lengst gengur í

verndun væri að banna alla veiði. Það gæti vissulega verið fýsilegur kostur

þegar hrun stofns á sér stað. Stangveiðar eru hinsvegar vinsæl afþreying og

vaxandi á heimsvísu (Ditton, Holland, & Anderson, 2002; Hjalager, 2010;

Muoneke & Childress, 1994b; Zwirn, Pinsky, & Rahr, 2005) og er bleikja þar

ekki undanskilin (Jón Benedikt Gíslason, 2010; Sigurbergur Steinsson, 2010)

og því hvorutveggja mikilvægar sem ferðamannaiðnaður og ekki síður sem

búsetutengd lífsgæði. Því má segja að spurn sé eftir veiðistjórnunaraðferð

þar sem saman fara óbreyttar eða auknar veiðar en minni afföll.

Talsverðar rannsóknir hafa farið fram á áhrifum veiða&sleppa

aðferðarinnar, mest þó í laxi, urriða og regnbogasilungi (Arlinghaus et al.,

2007; Meka, 2004; Meka & McCormick, 2005; Muoneke & Childress,

1994b; Whoriskey, Prusov, & Crabbe, 2000; Wilde, 2002). Ber þeim

0

500

1.000

1.500

2.000

2.500

3.000

3.500

4.000

19

90

19

91

19

92

19

93

19

94

19

95

19

96

19

97

19

98

19

99

20

00

20

01

20

02

20

03

20

04

20

05

20

06

20

07

20

08

20

09

20

10

20

11

20

12

Fjöldi fiska Stangveiddar bleikjur í völdum ám í Eyjafirði

Eyjafjarðará

Svarfaðardalsá

Hörgá

Fnjóská

Page 23: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

3

almennt saman um að ávinningur af veiða&sleppa sé umtalsverður, þ.e. að

dauði vegna veiða minnki mikið, þó mismikið eftir aðstæðum, aðferðum og

fisktegundum. Sambærilegar rannsóknir á bleikju virðast lítt hafa verið

stundaðar, a.m.k. hefur heimildaleit þar um ekki borið árangur. Full ástæða

væri því til að kanna áhrif veiða og sleppa fyrirkomulagsins á bleikju.

Bleikja hefur þó verið rannsökuð all mikið síðustu 30 árin, bæði villt

bleikja með tilliti til lífsferla, atferlis og útbreiðslu (Adams et al., 2007;

Baroudy & Elliott, 1994b; Elliott & Elliott, 2010; Eloranta, Knudsen, &

Amaundsen, 2013; Klemetsen et al., 2003; Klemetsen, Knudsen, Staldvik, &

Amundsen, 2003; Maitland, 1995; Nordeng & Bratland, 2006; Pollock &

Pine, 2007; RIKARDSEN et al., 2007; Sigurður Guðjónsson, 1987;

Siikavuopio, Knudsen, Winger, & Kristoffersen, 2009; Skúlason, Snorrason,

& Jónsson, 1999; Skúli Skúlason, Þórólfur Antonsson, Guðni Guðbergsson,

Hilmar J. Malmquist, & Sigurður S. Snorrason, 1992a; Tumi Tómasson,

1987) en einnig hefur hún verið rannsökuð talsvert í tengslum við eldi

(Hólaskóli, 2011; Johnston, 2002).

Merkingar á fiski geta gefið mikilvægar upplýsingar um far, afföll og

stofnstærð. Merkingar á bleikju á Íslandi hafa farið fram í nokkrum

rannsóknum (Ingi Rúnar Jónsson & Sigurður Már Einarsson, 2008; Jóhannes

Sturlaugsson, Ingi Rúnar Jónsson, & Tumi Tómasson, 1997; Jóhannes

Sturlaugsson, 2001; Sigurður Guðjónsson, 1987; Þór Guðjónsson, 1991) og

er endurveiðihlutfall allt að 30%. Í þeim rannsóknum var fiskur fangaður í

net eða gildrur en endurheimtist ýmist í stangveiði, netaveiði eða gildrur.

Rannsókninni sem er lýst i þessari ritgerð er ætlað að varpa ljósi á

framkvæmd og notagildi veiði&sleppa aðferðarinnar og meta möguleikann á

að nota hana í veiðistjórnun á bleikju.

Rannsóknarspurning þessa verkefnis verður því:

Er veiða og sleppa raunhæf aðferð til veiðistjórnunar á sjóbleikju í

Eyjafjarðará?

Undirspurningar eru:

1. Hver eru afföllin?

2. Hvert er endurveiðihlutfallið?

3. Er munur á endurheimtum eftir veiðiaðferð, veiðimanni, lengd fisks

eða tíma sumars?

Aðeins verða kannaðar fluguveiðar.

Page 24: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

4

Page 25: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

5

2 Fræðilegt yfirlit

2.1 Bleikja

Silungur er íslenskt samheiti yfir urriða og bleikju. Það veldur því að ekki

gera allir greinarmun á þessum tveimur tegundum, sem þó eru svo ólíkar.

Þetta er sennilega gömul arfleifð, byggð á þeirri flokkunarfræði að um sé að

ræða fisk sem getur dvalið í fersku vatni allan ársins hring. Í gömlum

heimildum er enda fjallað um silung og ekki gerður greinarmunur á urriða og

bleikju (Árni Magnússon & Páll Vídalín, 1943; Eggert Ólafsson & Bjarni

Pálsson, 1975; Stewart, 2011). Víða erlendis er þessu líkt farið. Þannig er

trout stundum notað í enskumælandi löndum sem samheiti yfir bleikju,

urriða, regnboga og jafnvel fleiri tegundir. Sumir Inúítar kalla bleika fiska

qaluit, aðrir kalla ferskvatnsfiska ivitaruk en ekaluk ef þeir eru í sjó. Þó hefur

bleikjan sitt nafn, og jafnvel fleiri en eitt, í mörgum tungumálum. Á latínu

heiti hún Salvelinus alpinus sem er þá fræðilega heitið. Á ensku er

algengasta nafnið Arctic charr, en hún er einnig þekkt sem, Arctic char,

Alpine char, sea trout, European char og Arctic salmon. Á norsku heitir hún

røye og á sænsku röding.

Mynd 3. Nýveiddar bleikjur (mynd: Erlendur Steinar)

Page 26: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

6

Bleikja er af ættkvísl laxfiska, Salmonidae og af þeirri ættkvísl má, auk

bleikju, finna á Íslandi urriða (Salmo trutta) og lax (Salmo salar).

Regnbogasilungur (Oncorhynchus gairdneri) hefur sloppið úr eldi og er

sumstaðar að finna, og hnúðlax (Oncorhynchus gorbucha) veiðist oft sem

flækingur (Guðni Guðbergsson & Þórólfur Antonsson, 1996). Fiskur af

þessari ætt á það sameiginlegt að vera með baklægan veiðiugga, hrygna í

ferskvatni en geta farið í fæðugöngur í saltvatn.

Mynd 4. Ættkvísl laxfiska byggt á (Guðni Guðbergsson & Þórólfur

Antonsson, 1996; Johnston, 2002)

Heimkynni, útbreiðsla og staða

Bleikja er kuldakær tegund sem er að finna á norðlægum breiddargráðum við

Kyrrahaf og Atlantshaf (Mynd 5). Nyrstu heimkynni eru á Ellesmere eyju á

82°N og syðst dvelur hún í Pírennafjöllunum á 42°N. Algengust er hún á

túndrunni, norðan við 10°C jafnhitalínu júlímánaðar eða Norðurheimskauts-

bauginn, eftir því hvor línan er sunnar (Adams et al., 2007). Í Mið-Evrópu er

hana helst að finna í djúpum köldum fjallavötnum. Fjölbreytileiki og

aðlögunarhæfni bleikju er mjög mikil og ef búsvæði er nægjanlega fjölbreytt

geta myndast stofnar sem eru ólíkir, bæði í útliti og lifnaðarháttum (Skúlason

et al., 1999; Skúli Skúlason et al., 1992a; Skúli Skúlason, Þórólfur

Antonsson, Guðni Guðbergsson, Hilmar J. Malmquist, & Sigurður S.

Snorrason, 1992b; Þór Guðjónsson, 1991). Bleikja getur haldið sig alla tíð í

Page 27: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

7

ferskvatni og er hún þá kölluð vatnableikja. Aðrir stofnar fara í fæðugöngur

til sjávar og taka þar út megnið af vexti sínum. Þá er talað um sjóbleikju og

að fiskurinn hafi “anadromous” lífsferil. Oft eru báðir lífsferlarnir í gangi á

sama vatnasvæðinu, og er þá ýmist um tvo eða fleiri stofna að ræða eða að

fiskur innan sama stofnsins velur sér far eftir hentugleikum hverju sinni

(Heasman & Black, 1998; Þór Guðjónsson, 1991).

Mynd 5. Útbreiðsla bleikju (Jørgensen & Johnsen, 2013)

Sennilega er bleikjan fyrsti fiskurinn sem nemur land á Íslandi eftir ísöld

(Arnþór Garðarsson & Árni Einarsson, 1991; Pétur M. Jónasson & Páll

Hersteinsson, 2002). Síðan þá hefur hún komið sér fyrir, eða verið komið

fyrir, í ám og vötnum um land allt. Staðbundin er hún algengust í vötnum inn

til landsins, en sjógengin í ám á Norðurlandi, Vestfjörðum og Austfjörðum

(Mynd 6) (Guðni Guðbergsson & Þórólfur Antonsson, 1996).

Blátt sýnir útbreiðslu staðbundinnar bleikju.

Rautt sýnir útbreiðslu sjóbleikju.

Brotna línan er 10°C

jafnhitalína í júlí

Page 28: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

8

Um 50.000 stofnar er taldir vera af bleikju í heiminum, flestir í

stöðuvötnum lokuðum frá sjó og er talið að þeim hafi fækkað nokkuð á

tuttugustu öldinni (Maitland, 1995). Um 30.000 stofnar eru í Skandinavíu

en aðeins um 1.000 á Íslandi (Tafla 1), (Maitland, 1995). Sjógöngustofnar

eru um 1.300, aðallega á nyrðri hluta útbreiðslusvæðisins; Grænlandi, Íslandi,

Svalbarða, Kanada og í Noregi (CAFF (Conservation of Arctic Flora and

Fauna), 2001) en allt suður til 49°N í N-Ameríku.

Tafla 1. Stofnar bleikju í heiminum og staða þeirra (Maitland, 1995)

Land Vötn með

náttúrulegum

bleikjustofnun

Vötn með

náttúrulegum og

aðfluttum

bleikjustofnun

Vötn með

aðfluttum

bleikjustofnun

Vötn með

þróuðum

bleikjustofnun

Fjöldi

stofna

sjóbleikju

Vötn þar

sem bleikja

er horfin

Austurríki 15 13 150 15 0 2

Kanada 3.449 5 18 422 423 0

Færeyjar 1 0 4 0 0 0

Finnland 100 3 7 3 1 8

Frakkland 2 2 135 0 0 29

Þýskaland 14 12 51 0 0 0

Bretlandseyjar 191 0 10 2 0 9

Grænland 1.001 0 0 501 500 0

Ísland 1.000 50 100 50 200 0

Írland 31 0 1 0 0 25

Ítalía 30 3 2 0 0 5

Noregur 30.000 49 400 50 140 228

Rússland 1.000 0 10 100 250 0

Svíþjóð 13.000 350 118 101 0 75

Sviss 12 12 10 2 0 0

BNA 461 0 66 101 20 6

Samtals 50.307 499 1.082 1.347 1.534 387

Hæst 30.000 350 400 501 500 228

Hlutfall Ísland 2% 10% 9% 4% 13% 0%

Page 29: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

9

Í flestum þeim löndum þar sem bleikju er að finna, er hún eða hefur verið

algengur nytjafiskur (CAFF (Conservation of Arctic Flora and Fauna), 2001;

Colombi & Brooks, 2012; Karl Gunnarsson, Gunnar Jónsson, & Ólafur

Karvel Pálsson, 1998; Maitland et al., 2007). Á árunum fyrir 2005 veiddust

tæplega fjórar milljónir bleikja árlega á stöng – þar af þrjár milljónir í Noregi

og Sviss (Tafla 2). Hafa ber í huga að þetta eru um 10 ára gamlar tölur og

veiðitölur geta breyst mikið á skömmum tíma. Til samanburðar var

heildarbleikjuveiðin (net og stöng) á Íslandi árið 2012, ríflega 43 þús.

bleikjur. Heildarveiðin (net og stöng) í Mývatni einu og sér árið 1925, tæpar

100 þús. bleikjur en tíu árum síðar aðeins 30 þús. (Arnþór Garðarsson & Árni

Einarsson, 1991; Guðni Guðbergsson, 2013b).

Tafla 2. Nytjar bleikju á heimsvísu (Maitland, 1995) (miðað við 0,5 kg meðaltalsþyngd)

Land Stangveidd

bleikja

(fjöldi/ár)

Atvinnuveiðar

á bleikju

(fjöldi/ár)

Veiðar á bleikju

til eigin nota

(fjöldi/ár)

Samtals veiddar

bleikjur

(fjöldi/ár)

Bleikju

eldi

(tonn/ár)

Austurríki 30.000 70.000 0 100.000 0

Kanada 21.300 418.000 1.380.000 1.819.300 75

Færeyjar 550 0 0 550 0

Finnland 30.850 12.000 26.000 68.850 30

Frakkland 220.000 28.000 0 248.000 0

Þýskaland 1.000 14.000 0 15.000 50

Bretlandseyjar 10.500 0 0 10.500 2

Grænland 100.000 2.000.000 200.000 2.300.000 100

Ísland 50.000 100.000 0 150.000 500

Írland 300 0 0 300 0

Ítalía 10.000 40.000 0 50.000 0

Noregur 2.500.000 10.000 20.000 2.530.000 300

Rússland 10.000 60.000 60.000 130.000 0

Svíþjóð 183.000 2.580.000 158.000 2.921.000 150

Sviss 500.000 62.000 0 562.000 0

BNA 4.000 0 2.000 6.000 1

Samtals 3.671.500 5.394.000 1.846.000 10.911.500 1.208

Hlutf. af heild 34% 49% 17% 100%

Page 30: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

10

Helstu ástæður þverrandi bleikjustofna er taldar loftslagshlýnun, ofveiði,

mannvirkjagerð eða samkeppni við aðfluttar tegundir (Adams et al., 2007;

Elliott & Elliott, 2010; Maitland, 1995; Maitland et al., 2007). Í mörgum

löndum er brugðist við, með veiðistjórnun annarsvegar, og náttúrvernd

hinsvegar. Á Íslandi virðist slíku ekki vera til að dreifa. Í „Hvítbók um

löggjöf til verndar náttúru Íslands“ er t.d. varla minnst á bleikju (Nefnd um

endurskoðun náttúruverndarlaga, 2011). Nokkrar reglugerðir sem takmarka

staðbundið veiðar á göngusilungi í sjó eru í gildi (Fiskistofa, 2013). Að öðru

leyti hefur veiðistjórnun á bleikju á Íslandi almennt ekki verið beitt, þótt slíkt

sé mögulegt samkvæmt lögum (Alþingi, 2006). Hins vegar hefur

veiðistjórnun verið virk í laxi og er vaxandi í urriða. Sömu sögu er reyndar

að segja víða í heiminum og virðast menn hafa litið á bleikju sem óþrjótandi

auðlind. Flestar þær þjóðir þar sem bleikju er að finna hafa hana undir hatti

einhverskonar fiskveiðilöggjafar (Maitland et al., 2007).

Tafla 3. Flokkar verndunar á bleikju í löndum heims (Maitland, 1995)

Land Fiskveiði-

löggjöf

Náttúru-

löggjöf

Náttúru-

vernd

Virk

verndun

Aðrar

ráðstafanir

Samtals

Austurríki Já Já Já 3

Kanada Já Já Já Já Já 5

Færeyjar Já Já Já 3

Finnland Já Já Já Já 4

Frakkland Já Já Já 3

Þýskaland Já Já 2

Bretlandseyjar Já Já Já 3

Grænland Já Já Já 3

Ísland Já 1

Írland 0

Ítalía Já Já Já Já 4

Noregur Já Já 2

Rússland Já 1

Svíþjóð Já Já Já 3

Sviss Já Já 2

BNA Já Já Já Já 4

Samtals 15 6 6 12 4 43

Page 31: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

11

Af 35 helstu veiðisvæðum bleikju á Íslandi eru aðeins 5 með aflakvóta (Tafla

4). Á öðrum svæðum er sóknarstýring, þ.e. fjöldi veiðidaga er takmarkaður.

Þegar meðalveiði áranna 2009-2011 er borin saman við meðalveiði áranna

1991-2011 má sjá að veiðin fer dalandi á tuttugu og tveimur vatnasvæðum en

á aðeins tveimur fer hún upp á við.

Tafla 4. Veiðitölur (Guðni Guðbergsson, 2013a) og kvóti á helstu

veiðisvæðum bleikju á Íslandi

Vatnasvæði Meðalveiði

(1991-2011)

Meðalveiði

(2009-2011) 2011 2012 Kvóti / dag

Hvítá í Borgarfirði 243 147 22 24 Nei

Miðá og Tunguá 453 133 152 277 Nei

Haukadalsá efri 445 195 151 163 Nei

Staðarhólsá og Hvolsá 694 246 124 81 Nei

Selá í Steingrímsfirði 213 75 96 Nei

Hrútafjarðará og Síká 267 111 119 114 Nei

Miðfjarðará 186 164 71 100 Nei

Víðidalsá og Fitjá 1.890 1.243 1.016 1.106 Nei

Vatnsdalsá 1.525 1.335 1.319 1.254 Nei

Hrollleifsdalsá 307 243 203 266 Nei

Flókadalsá 1.184 1.047 1.223 965 Nei

Fljótaá 1.675 1.575 1.978 1.942 Nei

Svarfaðardalsá 616 741 341 643 Nei

Hörgá 1.102 862 739 769 Nei

Eyjafjarðará 2.059 664 593 458 2

Fnjóská 524 514 484 626 Nei

Skjálfandafljót 333 284 234 153 Nei

Litlaá 189 182 268 248 0

Ormarsá 95 104 239 211 Nei

Vesturdalsá 605 318 173 563 Nei

Hofsá og Sunnudalsá 308 303 130 407 Nei

Gilsá og Selfljót 350 201 130 159 Nei

Breiðdalsá 464 212 94 79 Nei

Sog 414 133 150 154 Nei

Arnarvatnsheiði Nei

Skagaheiði Nei

Brunná 625 570 0

Ólafsfjarðará 830 590 20

Héðinsfjarðará 604 7

Veiðivötn 7.461 6.541 Nei

Gufudalsá 722 *(2008) Nei

Brúará 905 831 Nei

Hlíðarvatn 1.567 725 Nei

Norðfjarðará 749 1.140 Nei

Page 32: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

12

Þó bleikja sé algeng í ám á Vestfjörðum og Austfjörðum, eru ár þar

flestar mjög stuttar (Sigurjón Rist, 1990); stofnstærð sennilega lítil og

veiðiskráning jafnvel stopul. Þessar ár hafa því ekki ratað inn í

viðmiðunarhóp Veiðimálastofnunar og því er þær ekki að sjá á Mynd 6.

Mynd 6. Helstu veiðisvæði bleikju á Íslandi. Byggt á (Guðni

Guðbergsson, 2013a)

Page 33: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

13

2.2 Lífsferill sjóbleikju

Helsta einkenni sjóbleikju er far eða göngur af einu búsvæði til annars,

þar sem markmiðið er sennilega að hámarka afkomumöguleika á hverjum

tíma. Far má skilgreina í nokkra flokka og geta einn eða fleiri átt við um

sama fiskinn.

Vetursetugöngur

Vetursetugöngur felast í fari fisks af hrygningarsvæði eða beitarsvæði á

svæði sem hentar til vetursetu. (Ásgeir Valdimar Hlinason, 2010; Iðunn

Hauksdóttir, 2011; Ingi Rúnar Jónsson & Sigurður Már Einarsson, 2008).

Þau svæði eru oftast djúp og lygn og þar ríkir nokkur stöðugleiki yfir

vetrartímann (Jóhannes Sturlaugsson, 2001). Stundum gengur bleikjan niður

af hrygningarsvæðinu síðla vetrar eða snemma vors og dvelur þar á neðri

svæðum, í sjávarlónum, stöðuvötnum eða á ósasvæðum, jafnvel undir ís,

fram að sjógöngu (Ásgeir Valdimar Hlinason, 2010; Iðunn Hauksdóttir,

2011; Ingi Rúnar Jónsson & Sigurður Már Einarsson, 2008; Þór Guðjónsson,

1991). Göngur bleikju á vatnasvæði Hvítár (Ingi Rúnar Jónsson & Sigurður

Már Einarsson, 2008), og úr Víðidalsá í Hópið (Jóhannes, Ingi Rúnar, &

Tumi, 1997) og eru ágæt dæmi um slíkt far.

Sjóganga

Sjóganga eru ætisgöngur á beitarsvæði en þá gengur bleikjan til sjávar eða

á ósasvæði vegna fæðuöflunar þar sem hún getur tvöfaldað þyngd sína á

skömmum tíma (Jørgensen & Johnsen, 2013). Í aðdraganda sjógöngu fer

bleikjan í sjógöngubúning, ekki ósvipað laxinum, þótt ummerki séu heldur

ógreinilegri. Hún getur gengið til sjávar á tímabilinu apríl – júlí (Ingi Rúnar

Jónsson & Sigurður Már Einarsson, 2008; Tumi Tómasson, 1985). Smár

fiskur og seiði halda sig oft í ísöltu vatni en stærri bleikja getur gengið beint í

fulla seltu og gildir að seltuþol eykst í hlutfalli við stærð (Baroudy & Elliott,

1994a; Elliott & Elliott, 2010; Heasman & Black, 1998; Jensen & Rikardsen,

2012). Bleikjan getur gengið 2-3 sinnum til sjávar áður en kynþroska er náð.

Í sjó gengur bleikjan jafnan með ströndum og virðist ekki fara langt frá

heimaánni, dæmi eru þó um að sjóganga getur verið allt að 50 km frá ósi

Page 34: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

14

uppeldisárinnar (Sigurður Guðjónsson, 1987). Bleikjan getur dvalið í sjó í

fullri seltu í 6-8 vikur en heldur þá aftur upp í ferskvatn (Klemetsen et al.,

2003; Nordeng & Bratland, 2006). Stjórnkerfi fisksins gegn seltustyrk virka

ekki við lágt hitastig (Heasman & Black, 1998) og gengur því bleikja jafnan í

ferskvatn á haustin. En þó eru einhver dæmi um að seiði og geldfiskur hafi

vetursetu í ísöltum sjávarlónum þar sem sjór er hlýr yfir vetrartíma (4-6 °C)

(Jensen & Rikardsen, 2012) en hugsanlega fylgir hún þar þó sjávarföllum og

heldur til í ferskvatnshlutanum. Göngur bleikju geta verið mjög flóknar og

eru mörkin milli sjógöngustofna og staðbundinna ekki alltaf alveg skýr.

Hluti fisks í vatnakerfi getur farið í fæðugöngur til ísaltra ósasvæða eða

sjávarlóna en annar hluti gengið í fulla seltu (Ingi Rúnar Jónsson & Þórólfur

Antonsson, 2005). Fæða bleikju í sjó er líklega mest krabbadýr ýmiskonar,

s.s. marflær, smáfiskur s.s. sandsíli og jafnvel burstaormar (Jóhannes

Sturlaugsson, 2012; Karl Gunnarsson et al., 1998).

Ferskvatnsgöngur

Ferskvatnsgöngur eru göngur úr sjó eða ísöltum svæðum í ferskvatn,

oftast til hrygningar, en einnig getur verið um geldfisk að ræða. Kynþroska

bleikjan gengur að jafnaði fyrst í árnar um miðbik júlímánaðar (frá lokum

júní og frammí ágúst), fyrst þær stærstu og svo koll af kolli. Geldbleikjan

sem er nokkru smærri, kemur síðust, jafnvel seint í september. Merkingar

benda til að kynþroska bleikjur gangi undantekningalítið í heimaána til

hrygningar (Ingi Rúnar Jónsson & Sigurður Már Einarsson, 2008; Jóhannes

et al., 1997; Sigurður Guðjónsson, 1987) en geldbleikja á til að hafa vetursetu

í öðrum vatnakerfum. Bleikjan getur farið langar leiðir til hrygningar. Gott

dæmi um það er að áður en gönguleið bleikjunnar í Blöndu var rofin með

Blöndu-virkjun gekk bleikjan til hrygningar í Seyðisá um 100 km frá sjó og í

500 m hæð yfir sjávarmáli (Sigurður Guðjónsson, 1987). Fæða bleikju í

ferskvatni getur verið dýrasvif, lirfur, púpur, bobbar, skötuormar, hornsíli og

seiði (Arnþór Garðarsson & Árni Einarsson, 1991; Pétur M. Jónasson & Páll

Hersteinsson, 2002).

Page 35: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

15

Hrygning

Sjóbleikja hrygnir jafnan að hausti, á bilinu ágúst til október.

Hrygningarsvæðið er oft fíngerð möl á grunnu vatni með litlum straumi,

jafnvel í lænum eða hliðarám frá aðalánni (Þór Guðjónsson, 1991). Oft velur

bleikjan svæði neðarlega í ám, á fíngerðum botni, sem lax forðast, eða

ofarlega í ánum þar sem áin er of köld fyrir lax og urriða. Bleikjan getur

einnig hrygnt í lygnum síkjum eða kílum og jafnvel á nokkuð grýttum botni

(Tumi Tómasson, 1989). Sjóbleikjustofnar geta einnig hrygnt í stöðuvötnum.

Hrygningarferilinn og þroskun hrognanna í mölinni eru viðkvæm fyrir hita –

sérstaklega á það við um fyrri hluta þroskunarferilsins (Jensen & Rikardsen,

2012). Tíminn frá hrygningu og að klaki er jafnan talinn vera 400-450

daggráður (Hólaskóli, 2011; Johnston, 2002). Það þýðir að við 2°C meðalhita

tekur það hrognin 200 daga að klekjast út.

Hrognin klekjast svo út að vori; fyrst tekur við kviðpokastig en fljótlega

fara seiðin að taka fæðu. Seiðin eru 1- 4 ár í ánum áður en að fyrstu sjógöngu

kemur. Stærð við fyrstu sjógöngu getur þá verið 6-20 cm (Tumi Tómasson,

1987).

Aldursgreining bleikju

Hreistur bleikju er smátt, árhringir ógreinilegir, stutt á milli þeirra og oft

ekki nothæft til aldursgreiningar (Barber & McFarlane, 1987; Þór

Guðjónsson, 1991).

Kvarnir eru kalksteinar í innra eyra beinfiska, nokkuð misjafnir að stærð

milli fisktegunda. Í kvörnum má

greina árhringi líkt og í trjám.

Kvarnir eru því notaðar til að

greina aldur á nokkrum

fiskitegundum meðal annars

bleikju (Ingibjörg G. Jónsdóttir,

2010).

Mynd 7. Kvarnir bleikju

Page 36: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

16

2.3 Merkingar og endurheimtur

Merkingar og endurheimtur á fiskum eru gagnlegar til að fylgjast með fari

þeirra, en geta einnig nýst til að meta stofnstærðir og afföll (Burnham,

Anderson, White, Brownie, & Pollock, 1987; King, 2007; Templeton, 2004).

Mat á stofnstærð verður áreiðanlegra, eftir því sem kerfið er lokaðra og

afmarkaðra. Vandasamt getur hinsvegar reynst að meta stofnstærðir og

flókið far bleikju í margslungnum vatnakerfum vatnsfalla sem renna í sjó.

Bæði vegna þess að stofnar geta verið margir og ekki ljóst hversu stór hluti

bleikjunnar gengur í sjó eða á ósasvæði. Þessi aðferð er því takmörkuð til

stofnstærðarmats á sjóbleikju, sem flakkar á milli ferskvatns, ósasvæða og

sjávar.

Til að fylgjast með fari má setja á fisk rafeindamerki sem hvert um sig

sendir frá sér aðgreinanlegar hljóðbylgjur sem ákveðinn móttökubúnaður

greinir (Ingi Rúnar Jónsson & Þórólfur Antonsson, 2007). Til að meta far,

stofnstærð og veiðihlutafall hefur viða verið komið fyrir sjálfvirkum

fiskteljurum sem telja og jafnvel mynda allan fisk sem fer þar í gegn

(Baumgartner et al., 2010). Einnig er hægt að meta umhverfisþætti á farleið

fisks með því að setja á fiskinn mælimerki sem sískrá seltu og hitastig

(Jóhannes Sturlaugsson et al., 1997; Rikardsen et al., 2007). Til aflesturs þarf

að endurheimta fiskinn með síritanum. Allur slíkur rafeindabúnaðar er

hinsvegar dýr og í framkvæmd nokkuð flókinn, því hefur merkja/endurheimta

verið mun algengari aðferð (Pollock & Pine, 2007).

Fyrri rannsóknir

Nokkur rannsóknarverkefni á bleikju með merkingum hafa verið

framkvæmdar hérlendis. Heimtur í þeim hafa verið all misjafnar eða frá 8-

30% og fyrirkomulag merkinga margvíslegt.

Fyrstu rannsóknirnar fóru fram í Víðidalsá á árunum 1955-1963 (Þór

Guðjónsson, 1991). Þar var fiski safnað með ádrætti að hausti og sett

númeruð merki í 104 bleikjur, 34,5-57,5 cm að lengd. Endurheimtust þær

ýmist í stangveiði eða við netaveiðar og voru heimtur 18-29%. Meirihlutinn,

78%, endurheimtist í vatnakerfinu sjálfu, í Víðidalsá eða Hópinu, en 22%

utan kerfisins, þ.e. ýmist í sjó eða nálægum vatnasvæðum. Megnið, 75%

Page 37: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

17

endurheimtist innan árs frá merkingu og var lengdaraukning 0,3-3 cm.

Lengdaraukning bleikju sem endurveiddist á öðru ári var 3-7 cm.

Á árunum 1997-2000 var aftur farið af stað með merkingar á vatnasvæði

Víðidalsár og var bleikja í Hópinu fönguð til merkinga í net og með

fyrirdrætti í Víðidalsá. Endurheimtur byggðust á hvorutveggja stangveiði og

netaveiði. Alls voru 304 bleikjur merktar með slöngumerkjum og

endurheimtur fiskanna úr þeim hópum voru á bilinu 9,4-18,8% (Jóhannes

Sturlaugsson, 2001). Í þeirri rannsókn voru auk þess 175 bleikjur merktar

með mælimerkjum, sem eru umtalsvert sýnilegri, og voru heimtur þar allt að

36%. Síðasti hluti þessarar rannsóknar var framkvæmdur árin 2004-2006

þegar hljóðsendimerki voru notuð til að afla landfræðilegra gagna yfir ferðir

bleikja árið um kring í Hópinu en mælimerki voru nýtt áfram til að safna

gögnum um gönguhegðun fiskanna og umhverfisþætti (Jóhannes

Sturlaugsson, 2012). Bleikjan virðist halda sig á dýpri hlutum Hópsins yfir

veturinn en grynnra yfir sumarið. Á ósasvæði Húnavatns fylgdi bleikjan

fallinu og var í lágri eða engri seltu á fjöru, en fóru í jafnvel fulla seltu á

háflóðinu. Jafnframt kom í ljós að ekki var öll silfruð bleikja sjógengin,

heldur gat silfruð bleikja hafa haldið sig í efri lögum Hópsins en dökkleit

bleikja hélt sig hinsvegar á meira dýpi nær botni.

Á níunda áratug síðustu aldar fóru fram umfangsmiklar rannsóknir á

fiskistofnum í Blöndu (Sigurður Guðjónsson, 1987). Þar voru á árunum

1982-1986 merktar 2.749 sjóbleikjur og endurheimtust samtals 656 fiskar eða

24%. Fiskurinn var fangaður til merkinga í fiskistiga í gildrur, þegar hann

kom úr sjó til hrygningar eða vetursetu. Hluti hans endurheimtist einnig

þannig en hluti með stangveiðum í vatnakerfi Blöndu eða nærliggjandi

vatnakerfum og enn annar hluti í sjó. Endurheimtur í sjó gáfu góðar

vísbendingar um að bleikjan heldur sig nærri landi í sjónum og að mestu í

innan við 50 km fjarlægði frá ósi. Ein bleikja endurheimtist í sjó í um 100

km fjarlægð frá ósi Blöndu.

Page 38: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

18

Stofnstærð og afföll

Stofnstærð má meta með s.k. Petersen aðferð (King, 2007; Ricker, 1975),

þá er gert ráð fyrir að hlutfall af merktum fiski (T) í stofninum (N) sé hið

sama og hlutfallið af endurheimtum fiski (R) í veiðinni (C):

Jafna 1: T/N = R/C

Og þá er stofnstærðin:

Jafna 2: N = TC/R

Staðalvillan (SE) er reiknuð svo:

Jafna 3: SE = √

Þessi aðferð gefur besta mynd ef fiskur er merktur á leið upp ána og

endurveiðar það sumarið notaðar til útreiknings. Nákvæmni Petersen

aðferðarinnar veltur á að nokkrar forsendur séu uppfylltar (Ricker, 1975).

Fyrst og fremst þurfa merktir einstaklingar að vera handahófskenndir um

stofninn og eftir merkingu, má nýliðun eða göngur ekki eiga sér stað. Því er

það svo að þessi aðferð gefur besta niðurstöðu því lokaðra og afmarkaðra

sem kerfið er, t.d. í flóum, ám eða stöðuvötnum. Því styttri tími sem líður

milli merkinga og endurveiði því minni líkur eru á afföllum eða fjölgun í

stofninum. Hins vegar getur endurtekið Petersen próf eða Petersen mat verið

heppilegt til að fylgjast með breytingum og stofnstærð í tímaröð.

Við samanburð á stofnstærðarmati á laxi í Selá í Vopnafirði með Petersen-

aðferð og gögnum úr teljara reyndist aðferðin ofmeta stofnstærðina 2,7-3,6

falt (Guðni Guðbergsson & Sigurður Már Einarsson, 2007).

Ýmsar aðrar reikniaðferðir, s.s. Brownie-aðferð (Hoenig, Barrowman,

Hearn, & Pollock, 1998; Ricker, 1975) eru mögulegar til að meta stofnstærð

út frá merki- og endurveiðigögnum, þar sem að um stöðugar merkingar yfir

langan tíma er að ræða og endurveiði að sama skapi yfir mörg tímabil. Þær

aðferðir byggja hins vegar á því að uppfyllt séu ákveðin skilyrði og eru

nokkuð flóknar í útreikningum og uppsetningu (Burnham et al., 1987;

Pollock & Pine, 2007; Ricker, 1975) og verður ekki farið nánar útí þær hér.

Page 39: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

19

Heildardánarstuðull (Z) samanstendur af fiskveiðidánarstuðli (F) og

náttúrulegum dánarstuðli (M):

Jafna 4: Z = F+M

Lifun (S), sá hluti stofnsins sem lifir á milli tímabila, er skilgreind sem fall

af dánarstuðli:

Jafna 5: S = exp(-Z)

Þá eru afföllin (a):

Jafna 6: a = 1-S

Ef gert er ráð fyrir að lifun, eða öllu heldur afföll, sé breytileg milli ára

eða árganga má reikna hana út frá merkingum og endurheimtum (Ricker,

1975):

Jafna 7: S01 = R02/R12 * T1/T0

Eða út frá endurheimtum og veiðitölum (Ricker, 1975):

Jafna 8: S01 = R02/R12 * T1/T0

Ef hinsvegar er gert ráð fyrir að lifun sé fasti, milli ára hvers árgangs eða

yfir ákveðið tímabil, má reikna hana út frá endurheimtum (King, 2007;

Ricker, 1975). Um endurheimtur á n-ára tímabili, gildir þá að

dánarstuðullinn Z er jafn hallatölu línu af ln(R0), ln (R1), ln (R2) ,... ln(Rn).

Lifunin verður þá S = exp(-Z) og afföllin a = 1-S.

Page 40: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

20

2.4 Fiskveiðar og veiðistjórnun

Fiskveiðar eru hverskonar veiðar á fiski. Þeim má skipta upp í fiskveiðar í

atvinnuskyni eða nytjaveiðar, þar sem að aflinn er seldur og hins vegar

sportveiðar sem eru veiðar á fiski í afþreyingarskyni. Sportveiðum má svo

skipta í þrjá flokka; strandveiðar sem eru veiðar á stöng úr landi á

strandsvæðum sjávar, sjóstöng sem er þá veiðar á stöng af báti í sjó, og svo

stangveiðar sem eru veiðar á fiski með stöng, oftast á ferskvatnsfiskum í ám

eða vötnum (Gilbery, 2008). Stangveiðum er skipt eftir agni í tvo flokka;

veiðar með lifandi beitu t.d. maðki eða makríl, eða veiðar með gervibeitu.

Gervibeituveiðarnar skiptast svo í spúnaveiðar og fluguveiðar.

Fluguveiðarnar má svo flokka í þrennt (Cederberg, Kreh, Oglesby, Ulnitz, &

Öste, 1992; Stefán Jón Hafstein, 2013); 1) Hefðbundnar fluguveiðar með vot-

eða straumflugu, þar sem flugunni er kastað undan straumi, undir

mismunandi horni, og hún ýmist látin reka eða dregin inn með ýmsum

hraðabreytingum. 2) Þurrfluguveiðar, þar sem veitt er andstreymis, í eða við

yfirborðið, með eftirlíkingum úr skordýraríkinu, gjarnan af fluguklaki. 3)

Púpuveiðar, þar sem veitt er andstreymis, nærri botni, með púpulaga flugum,

oft eftirlíkingum af lirfum eða púpum – t.d. vorflugnalirfum.

Afli er talinn sá fiskur sem hefur verið drepinn en veiði (sbr. veiðitölur)

er allur veiddur fiskur, hvort heldur hann er drepinn eða honum er sleppt.

Almennt er talið að auknar fiskveiðar (afli) hafi áhrif á stofnstærðir

fiskistofna (Ocean Studies Board, 1999). Áhersla í veiðistjórnun,

rannsóknum á fiskistofnum og áhrifum veiða á þá, hefur að mestu verið á

stofna þar sem að atvinnuveiðar (nytjaveiðar) eru stundaðar (Pauly et al.,

2002). Í seinni tíð hefur sókn í sportveiðar á heimsvísu vaxið gríðarlega og

er líklegt, samkvæmt varfærnu mati, að heildar sportveiðar geti numið allt að

30 milljón tonnum árlega (Arlinghaus et al., 2007; Ditton et al., 2002). Það

nálgast þriðjung af heildar fiskveiðum heimsins, hin síðustu ár (FAO,

Fisheries and Aquaculture Department, 2012). Cooke og Cowx (Cooke &

Cowx, 2004) mátu hinsvegar, árið 2003, umfang stangveiða á alheimsvísu

sem 12 % af heildar afla fisks í heiminum og að árlegur fjöldi stangveiddra

fiska gæti verið 47 milljarðar og þar af væru 17 milljarðar drepnir eða um

1/3.

Gagnvart veiðistjórnun og verndun fiskistofna eiga stangveiðar og

nytjaveiðar margt sameiginlegt. Breytingar á samsetningu stofna, í aldri og

Page 41: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

21

stærð geta átt sér stað. Það getur svo haft áhrif á þróun þeirra, á vistsvæðin,

meðafla, minnkun í heildar lífmassa, mengun og ýmislegt fleira (Cooke &

Cowx, 2006). Á ýmsum ferskvatnssvæðum og strandsvæðum hafa

stangveiðar tekið nytjaveiðar yfir (Arlinghaus, Mehner, & Cowx, 2002). Sú

þróun hefur orðið hjá mörgum tegundum sem eru eða hafa verið nytjastofnar,

að stangveiðar eru orðnar aðal ástæða veiðidauða (Coleman, Figueira,

Ueland, & Crowder, 2004; Ocean Studies Board, 1999).

Stangveiðar og nytjaveiðar eru einnig ólíkar um margt: Stangveiðar eru

aðlögun og tiltölulega afkastalítið verkfæri en togveiðar t.d. eru föngun og

afkastamikið veiðitæki, þess vegna er veiðnin ekki sambærileg. Hins vegar

eru fjöldi stangveiðimanna mikill; milljónir á alheimsvísu og því geta

uppsöfnuð áhrif þeirra verið afar mikil. (Cooke & Cowx, 2004; Cooke &

Cowx, 2006; Lewin, Arlinghaus, & Mehner, 2006). En það eru fleiri þættir

sem eru ólíkir. Nytjaveiðar þurfa að bera sig rekstrarlega og því er þeim oft

sjálfhætt þegar stofn minnkar það mikið að veiðanleikinn er orðinn of lítill til

að veiðarnar beri sig (nema þær njóti styrkja). Stangveiðimenn hafa á hinn

bóginn ekki endilega áhyggjur af því hversu mikið veiðist. Af því leiðir að

þegar stofninn minnkar og líkurnar á því að fá fisk sömuleiðis, þá heldur

stangveiðimaðurinn samt áfram. (Lewin et al., 2006). Því má segja að

sjálfsstjórn stangveiða séu ekki til staðar þ.e.a.s. stangveiðimaðurinn hættir

ekki þó að fiskistofninn minnki, þá er hætta á ofveiði og lækkuðu veiðiþoli,

hrygning og nýliðun minnkar, sjálfbærni stofnsins í húfi og líkur á hruni

aukast. Þetta getur svo aftur leitt til aukins veiðidauða þ.e.a.s. að veiðanleiki

hvers fisks fer að aukast aftur enda orðin hlutfallslega meiri sókn í hvern

einstakling. Þá eru fiskarnir orðnir færri en sama sókn og meiri líkur á að

hver einstaklingur verði drepinn. Við slíkar aðstæður er talað um öfug

þéttleikaháð áhrif (Post et al., 2002).

Veiðihlutfall í laxveiði, miðað við sambærilega sókn (þ.e. sambærilegan

fjölda veiðidaga), er gjarnan talið um 60-70% (Guðni Guðbergsson &

Þórólfur Antonsson, 2008; Ingi Rúnar Jónsson, Þórólfur Antonsson, &

Sigurður Guðjónsson, 2008) og er það að mestu óháð stærð fiskistofns eða

vatnsfalls. Ef stofninn fer minnkandi (burtséð frá orsökum) og gert er ráð

fyrir að veiðihlutfall fisks sé einnig nánast fasti, þá magnar veiðin

niðursveifluna og hugsanlega það mikið að komið er niður fyrir

sjálfbærnimörk (Post et al., 2002). Þegar svo er komið verður að setja kvóta

á afla, þ.e. takmarka dráp á fiski af völdum veiða.

Page 42: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

22

Sportveiðar eru orðnar mjög mikilvæg afþreying fyrir fólk víða um heim

og hefur víðtæk efnahagsleg áhrif, bæði svæðisbundin og á landsvísu

(Arlinghaus et al., 2002; Ditton et al., 2002; Hjalager, 2010; Tourist

Development International Ireland, 2013; Zwirn et al., 2005). Athyglin hefur

því beinst í ríkari mæli að þeim fiskistofnum þar sem sportveiðar eru

stundaðar, með það að markmiði að huga að sjálfbærni þeirra og minnka

áhrif veiðanna en án þess þó að skerða aðgengi eða tækifæri til

sportveiða. Veiðistjórnun í kringum sportveiðar er þó ekki ný af nálinni. Í

Evrópu hefur veiði verið stýrt með ýmsum hætti allt frá miðöldum

(Arlinghaus et al., 2007; Muoneke & Childress, 1994b; Wilde, 2002), en það

er í rauninni ekki fyrr en á síðustu áratugum sem V&S aðferðin fór að ryðja

sér til rúms og í framhaldinu hefur hún verið rannsökuð nokkuð ítarlega.

Upphaf veiða og sleppa má rekja aftur til miðalda í Evrópu þegar innleiddar

voru reglur fyrir stangveiðar sem voru á þá leið að aðeins mætti uppskera eða

drepa fisk af ákv. stærð (Arlinghaus et al., 2007).

Veiða og sleppa

Veiða og sleppa (e. catch and release), eru (sport)veiðar á fiski á stöng

þar sem honum er sleppt aftur lifandi og helst ósködduðum. Hér eftir verður

talað um V&S.

Mörgum þykir það þó framandi að veiðimenn borgi fyrir að fá að veiða

fisk til þess eins að sleppa honum aftur, en stangveiðimenning, líkt og önnur

menning er margbreytileg. V&S er nær okkar menningu og háttum en ætla

mætti við fyrstu sýn. Börn sem fanga fiðrildi, hunangsflugur eða köngulær

dást að, skoða og sleppa svo. Að ganga um kríuvarp á áreyrum eða á melum í

leit að ungum, elta þá uppi, fanga, rannsaka, dást að og sleppa svo er eitthvað

sem flestir kannast við. Þetta eru fyrstu kynni fólks af því að fanga og sleppa.

V&S aðferðin í stangveiði snýst stundum ekki um annað en að fanga lífveru,

dást að henni og sleppa svo. Þegar fisknum er sleppt er venjulega gert ráð

fyrir því að fiskurinn lifi það af að vera sleppt og geti jafnvel verið veiddur

aftur síðar. Þannig er það að í sumum tegundum stangveiða er V&S stundað

af veiðimönnum af fúsum og frjálsum vilja og allt að 100% af fisknum

sleppt. (Policansky, 2002).

Page 43: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

23

Hugmyndin um V&S til að takmarka afföll vegna stangveiða er alls ekki

ný af nálinni; sennilega á hún rætur sínar að rekja til miðalda í Evrópu þar

sem henni var fyrst beitt (Policansky, 2002).

Markmiðið er þá að varðveita og vernda fiskistofnana enda hefur verið

sýnt fram á að við ýmsar ólíkar aðstæður getur V&S verið til hagsbótar fyrir

hvorutveggja fiskveiðar og fiskistofna (Bartholomew & Bohnsack, 2005;

Cooke & Suski, 2005; Cooke & Schramm, 2007; Tsuboi & Morita, 2004;

Whoriskey et al., 2000). Oft kveða reglur á um að sleppa skuli fiski aftur,

ýmist öllum fiski eða eftir ákveðnum viðmiðum t.d. eftir tegundum, lengd

eða þyngd, fjölda, kyni eða tíma. Auk þess kjósa fjölmargir stangveiðimenn

að sleppa fiski af fúsum og frjálsum vilja, ýmist með sjálfbærni

fiskistofnanna í huga (Cooke & Suski, 2005) eða af því að það hentar þeim

ekki að hirða fiskinn (Policansky, 2002). Stundum er fiski sleppt því að litið

er á hann sem meðafla sem hefur lítið gildi til matar; hann er þá ekki af réttri

stærð, kyni eða tegund.

Á heimsvísu er talið að hlutfall af slepptum fiski í stangveiði sé um 60%

(Cooke & Cowx, 2006). Í Bandaríkjunum einum var áætlað árið 2000 að 11

milljón stangveiðimenn hefðu farið í 78 milljón veiðiferðir og veitt 444

milljónir fiska og þar af hafi 253 milljónum verið sleppt. Hlutfall af

fönguðum og slepptum fiski jókst frá 1981-1999 úr 34% í 59%

(Bartholomew & Bohnsack, 2005).

Hafa ber í huga að mikill breytileiki er í V&S á milli menningarsvæða,

aðstæðna, tegunda og ýmissa fleiri hluta sem þýðir það að mat á umfangi

V&S heilt yfir er erfitt. Þannig er munurinn t.d. sá að í hinum vestræna heimi

tíðkast V&S talsvert en víða í austur Evrópu og jafnvel í norður Evrópu, lítið

eða ekki stundað (0%).

Mikill munur er á umfangi V&S eftir tegundum. Því stærri sem bráðin er,

því meiri líkur eru á að henni sé sleppt (Arlinghaus et al., 2007). Það má

kannski orða sem svo að því færri og stærri sem einstaklingarnir í stofninum

eru, þeim mun verðmætari verða þeir og því verður eftirsóknarvert að veiða

hvern oftar en einu sinni. Eðli fiskistofnsins eða tegundarinnar skipti þá máli,

því V&S er síður eftirsóknarvert í hraðvöxnum tegundum, en þeim mun

mikilvægara og eftirsóknarverðara í hægvaxta tegundum, eða tegundum sem

verða mjög gamlar og þurfa mörg ár til að vaxa upp í eftirsóknarverða stærð

(Cooke & Cowx, 2004).

Page 44: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

24

V&S í sportveiði nýtur orðið mikilla vinsælda sem verndunaraðferð og

fiskveiðistjórnun fyrir nokkrar fiskitegundir. Hugmyndafræðin gerir ráð fyrir

því að afföllum fisks og ýmsum öðrum áhrifum vegna veiða, sé haldið í

lágmarki. Þrátt fyrir þessa forsendu hafa afföll og áhrif aðferðarinnar lítið

eða ekki verið könnuð hjá mörgum tegundum. Nokkrar tegundir

Norðuramerískra ferskvatnsfiska hafa hinsvegar verið rannsakaðar ágætlega:

Atlantshafslax (Salmo salar), Regnbogasilungur (Oncorhynchus mykiss), 2

Barrategundir: Striped Bass (Morone saxatilis) og Largemouth Bass

(Micropterus salmoides), Walleye (Sander vitreus). Cooke og Suski (Cooke

& Suski, 2005) rýndu niðurstöður úr 110 rannsóknum og tóku saman í

yfirlitsgrein fimm samnefnara eða viðmið, sem vert væri að viðhafa við

innleiðingu V&S á tegund þar sem áhrifin hafa ekki verið rannsökuð:

1. Lágmarka löndunartíma

2. Lágmarka loftun, eða þann tíma sem fiskur er upp úr vatni

3. Forðast veiðar þegar vatnshiti er óvenjuhár/lágur

4. Nota agnhaldslausa króka og einungis flugu eða spún

5. Halda veiðum á hrygningartíma í lágmarki

Mögulega eru þetta ágætis viðmið við V&S hjá flest öllum tegundum en

væntanlega þó með ákv. takmörkunum. Það liggur því fyrir að kanna þarf

með ítarlegum hætti hjá hverri tegund fyrir sig, hvaða þættir það eru sem hafa

áhrif á afföll, eða hafa ýmis neikvæð áhrif á fiskinn, vöxt og viðgang hans,

t.d. hrygningu eða atferli.

Lágmarka löndunartíma

Löndunartími er tíminn frá því fiskur tekur agnið og þar til honum hefur

verið landað. Þarna fer fram gríðarleg barátta fisksins fyrir lífi sínu við

stangveiðimanninn. Baráttan hefur mikil lífeðlisfræðileg áhrif og því meiri

sem tíminn er lengri sem baráttan tekur. Jafnvel þó fiskurinn drepist ekki,

geta afleiðingarnar haft áhrif á hegðun hans, viðgang, þroska, atferli,

hrygningu og jafnvel far (Thorstad, Næsje, Fiske, & Finstad, 2003). Nokkuð

algengt er hjá veiðimönnum að vilja nota léttar línur og léttar stangir, jafnvel

er hægt að tala um ákveðna tísku í þeim efnum. Þegar veiðar er stundaðar

með V&S er nauðsynlegt að tæknin og búnaðurinn sem veiðimaðurinn notar

ráði við að landa fiskinum á sem skemmstum tíma í öllum tilfellum (Thorstad

et al., 2003).

Page 45: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

25

Lágmarka loftun, eða þann tíma sem fiskur er upp úr vatni

Einu gildir hver tegundin er, umhverfisskipti eða loftun eru skaðleg fyrir

fisk. Yfirleitt á þetta sér stað þegar veiðimaðurinn er að taka krókinn eða

fluguna úr fisknum, eða er að vigta hann, mæla eða halda á og dást að eða

taka myndir. Þá er fiskurinn ekki í vatninu og því leikur það ekki um tálknin;

þau eru viðkvæm og geta orðið fyrir skemmdum auk þess sem öndun

stöðvast (Cooke & Suski, 2005). Ýmsar lífeðlisfræðilegar breytingar geta átt

sér stað t.d. getur súrefnisstyrkur í blóði fallið um 80% á örskömmum tíma,

sýru/basa jafnvægið raskast verulega því lengri sem loftunartíminn er og að

auki haft neikvæð áhrif á starfsemi hjartans til lengri og skemmri tíma

(Ferguson & Tufts, 1992). Í sömu grein kemur fram að afföll hjá

regnbogasilungi í V&S voru 12% ef hann var ekki tekinn upp úr vatninu en

jukust í 38% ef hann var hafður í loftun í 30 sekúndur og fór í 72% þegar

loftunin var aukin í 60 sekúndur.

Forðast veiðar þegar vatnshiti er óvenju hár/lágur

Súrefnisstyrkur í vatni lækkar með hækkandi hitastigi. Vatnshiti stýrir

auk þess eða hefur mikil áhrif á marga lífeðlisfræðilega ferla í fiski (Fry,

1971). Því má leiða líkum að útgildi vatnshita þ.e.a.s. mjög lágur eða hár hiti

geti verið þær aðstæður þar sem að fiskurinn er hvað viðkvæmastur og líkur á

afföllum mestar. Heilt yfir má segja að við hækkandi hita aukist líkur á

afföllum og ýmiskonar lífeðlisfræðilegum röskunum. Sýnt hefur verið fram á

(Thorstad et al., 2003) að afföll á laxi við V&S aukast umtalsvert þegar

vatnshitinn fer yfir 18°C og hjá ýmsum öðrum tegundum aukast líkur á

afföllum við hækkandi hitastig (Wilde, Muoneke, Bettoli, Nelson, &

Hysmith, 2000). Þess vegna hefur laxveiðiám á austurströnd Kanada, þar

sem V&S er viðhaft, verið lokað tímabundið fyrir stangveiði þegar hitastig

ánna er hvað hæst (Department of Fisheries and Oceans, 1998).

Nota agnhaldslausa króka og einungis flugu eða spún

Krókurinn er snertiflötur manns og fisks. Því getur búnaðurinn sem þar er

notaður haft mikil áhrif á það hversu skaðinn af völdum stangveiða er mikill

og þá afföllin líka. Agnhaldslausir krókar valda minni skaða og orsaka lægri

afföll heldur en krókar með agnhaldi (Muoneke & Childress, 1994a).

Agnhaldslausir krókar eru auðveldari í notkun þ.e.a.s. það er fljótlegra að

losa krókinn úr fiskinum og því verður tíminn sem veiðimaðurinn er að

Page 46: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

26

meðhöndla fiskinn miklu styttri (Cooke, Philipp, Dunmall, & Schreer, 2001).

Þríkrækjur valda heldur minni afföllum en einkrækjur, en munurinn er lítill

(Falk, Gillman, & Dahlke, 1974).

Tökustöðum fisks má skipa í tvennt; innri staðir eru kok, tálknbogar eða

gómur og ytri staðir eru kjaftvik, augu eða búkur. Mikill munur getur verið

veiðidauða eftir því hvort um innri eða ytri tökustaði er ræða. Í rannsókn á

vatnableikju (Salvelinus namaycush) mældist veiðidauði vegna töku á innri

stöðum vera 71% en vegna töku í kjaftviki (ytri) var veiðidauðinn 7%

(Loftus, Taylor, & Keller, 1988). Fiskur tekur yfirleitt flugu eða spún í

kjaftvik en gleypir lifandi beitu. Því festist krókurinn á lifandi beitu dýpra í

gininu og jafnvel ofan í koki og getur þar skaðað tálkn o.fl., auk þess sem

lengri tíma tekur að losa beitukróka úr skolti (Siewert & Cave, 1990). Í

rannsókn á veiðidauða á laxi eftir agni, reyndist veiðidauðinn vera 35% hjá

laxi veiddum á maðk en 4% hjá laxi veiddum á flugu (Warner & Johnson,

1978). Því er mælt með að veiðimenn í V&S noti flugu eða spún með

agnhaldslausum krókum en ekki beitu.

Halda veiðum á hrygningartíma í lágmarki

V&S hefur stressandi áhrif á fiskinn og getur streitan haft áhrif á

heilbrigði og hreysti fisks (Pankhurst & Dedualj, 1994). Það skaðar

heilbrigði laxfiska að verða fyrir skyndilegu eða stöðugu stressi og getur haft

áhrif á frjósemi (Campbell, Pottinger, & Sumpter, 1992). Hrygningartíminn

er sérstaklega viðkvæmur hluti lífsferilsins, en þá er fiskurinn að þroska og

framleiða hrogn og svil og jafnvel kominn á riðstað. Streita vegna V&S

getur þá valdið ýmsum lífeðlisfræðilegum röskunum, sem svo aftur hafa áhrif

á þroskun kynkirtla. Einnig getur V&S valdið því að fiskurinn yfirgefur

riðasvæðið til lengri eða skemmri tíma. Því má telja það eðlilega

varúðarráðstöfun að halda veiðum í lágmarki í kringum hrygningartímann.

Stangveiðar á Íslandi

Lax- og silungur hefur verið nytjaður á Íslandi frá landnámi, fyrst sem

matarkista en síðustu áratugi í auknum mæli sem stangveiðisport. Óhætt er

að flokka laxfiska sem verulega verðmæta náttúruauðlind, sem hvoru tveggja

skapar gjaldeyristekjur og styður við búsetu í dreifðum byggðum. Árið 2004

Page 47: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

27

voru bein, óbein og afleidd áhrif stangveiða á laxi og silungi á þjóðarbúið

metin á allt að 9 milljarða (Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, 2004), og aftur

árið 2009 á 15 milljarða (Sigurbergur Steinsson, 2010). Þessar upphæðir

væru 16 og 17 milljarðar reiknað á verðlagi í desember 2013 (Hagstofa

Íslands, 2013). Stærstur hluti þess er vegna laxveiði enda eru laxveiðileyfi

mun dýrari en silungsveiðileyfi og þeim fylgir hærra þjónustustig.

Náttúrulegar laxveiðiár eru að mestu fullnýttar og því vart meiri vaxtar að

vænta þar (Guðmundur Gunnarsson, 2006; Hagfræðistofnun Háskóla Íslands,

2004).

Margar silungsveiðiár eru vannýttar og hefur talsverður vöxtur verið í sölu

á silungsveiði til erlendra veiðimanna síðustu árin. Nýting í silungsveiðiám

við Eyjafjörð er að meðaltali um 40% sem þýðir að allt að 3.000 veiðidagar

eru óseldir á svæðinu ár hvert (Jón Benedikt Gíslason, 2010). Ef miðað er

við að allir þeir dagar væru seldir til veiðimanna utan svæðis, að jafnan væru

tveir um stöng, veiðimenn keyptu gistingu í eina nótt fyrir hvern veiðidag og

stór hluti þeirra nýtti sér leiðsögn, gætu tekjur numið 100-200 milljónum ár

hvert. Ónýtt sóknarfæri virðast því vera í þessum geira ferðaþjónustu og ekki

hvað síst á Eyjafjarðarsvæðinu. Árið 2006 voru efnahagsleg áhrif ónýttra

silungsveiða á landsvísu talin geta verið 5-7 milljarðar króna á ári

(Guðmundur Gunnarsson, 2006).

Erlendis er vöxtur í stangveiðiferðamennsku afar ör (Tourist

Development International Ireland, 2013) og er víða verið að endurheimta ár

eða rækta upp svæði til að mæta veiðieftirspurn (Hjalager, 2010).

Stangveiðimenn eru tilbúnir til að greiða hærri upphæðir fyrir leyfi til að

veiða heldur en sem nemur virði mögulegs afla. Því eru tekjur af

stangveiðum víða orðnar hærri en af nytjaveiðum (Zwirn et al., 2005) og

getur munurinn í einstökum tilvikum verið allt að 35-faldur (Hagfræðistofnun

Háskóla Íslands, 2004).

Samkvæmt könnun Hagfræðistofnunar frá árinu 2004 veiddu 31,5%

Íslendinga á aldrinum 18-69 ára fisk á stöng, sem er svipað hlutfall og í BNA

(Ditton et al., 2002) en talsvert lægra en í Noregi. Hækki hlutfall íslenskra

stangveiðimanna á næstu árum, auk meiri sóknar erlendis frá, mun það koma

fram í aukinni sókn í silung. En aukinni sókn getur hinsvegar fylgt hætta á

ofveiði (Pauly et al., 2002; Post et al., 2002).

Page 48: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

28

2.5 Eyjafjörður og Eyjafjarðará

Vötn má flokka í stöðuvötn eða straumvötn (Arnþór Garðarsson, 1979;

Sigurjón Rist, 1990). Straumvötn eru svo flokkuð í bergvatnsár og jökulár.

Jökulár verða til við leysingu á jökulís eða snjóbráðar á jöklum. Þær eru

jafnan (mis)skolaðar og sjaldan tærar nema að vetri til. Bergvatnsám er skipt

í lindár og dragár. Lindár eru stöðugar í rennsli og hitastigi, jafnan tærar og

nokkuð frjósamar. Dragár safna til sín vatni úr mörgum hliðarám, eru oft

með stutt aðrennsli og miklar sveiflur í hitastigi og rennsli. Hitastig

dragvatna sveiflast að mestu með lofthita en stundum eyðir snjóbráð árhrifum

lofthita. Dragár eru nokkuð óstöðug vistkerfi og ekki frjósöm. Straumvötn

við Eyjafjörð eru flest dragár og sum jökulskotin (Sigurjón Rist, 1990).

Vistfræðilega má flokka vötn eftir uppruna vatnsins eða jarðfræði og

gróðurfræði vatnasviðsins (Arnþór Garðarsson, 1979). Ár á Eyjafjarðar-

svæðinu eru á yfir 3ja milljón ára gömlu basísku og ísúru gosbergi (blágrýti),

líkt og Vestfirðir og Austfirðir. Dragár eru einkennandi fyrir slíkt svæði; lítt

frjósamar, fóðraðar af hratt rennandi yfirborðs- og regnvatni, sem illa gengur

að leysa steinefni úr gömlu og hörðu berginu (Gísli Már Gíslason & Hákon

Aðalsteinsson, 1998). Eyjafjörður er utan virka jarðeldabeltisins og jarð-

fræði svæðisins einkennist af blágrýti með jökulsorfnum dölum og dal-

verpum. Eyjafjörðurinn er umlukinn háum fjöllum Tröllaskagans í vestri. Í

suðri ná Eyjafjarðardalur og Fnjóskadalur langt inn í land upp á hásléttuna

(Skúli Skúlason, 2000). Eyfirsku árnar eru nokkuð langar, fallhæð mikil og

vatnasvið þeirra liggur um snjóþung svæði. Árnar eru líka miklar vorflóðaár

og ná flóðin fram í júlí (sjá Mynd 8).

Mynd 8. Meðalrennsli í Eyjafjarðará (Sigurjón Rist, 1990)

Page 49: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

29

Flóðin tengjast bæði snjóbráð á láglendi en ekki síður á hálendinu. Árnar

geta orðið íslausar í apríl/maí; svo getur brostið á með vorflóðum í maí/júní

og aftur flóðum í júní/júlí. Einkennandi er fyrir árnar í Eyjarfirði hversu

umfangsmikil ósasvæði þeirra eru. Flóðs og fjöru gætir t.d. í Eyjafjarðará frá

Leirubrú og allt fram að Kristnesi. Raunverulegur ós árinnar er þó

skilgreindur um 2,5 km norðað við Leirubrú, á móts við Hallandanes

(Héraðsdómur Norðurlands eystra, 1999).

Mynd 9. Langsnið af Eyjafjarðará frá upptökum að ósi og hliðarám frá

ófiskgengum fossi að ármótum við Eyjafjarðará, ásamt svæðaskiptingu.

(Bjarni Jónsson & Eik Elfarsdóttir, 2008)

Eyjafjarðará á upptök á jaðri hálendisins sunnan Eyjafjarðar og í

fjalllendinu umhverfis Eyjafjarðardal (Sigurjón Rist, 1990). Áin er dragá

með 1.300 km2

vatnasvið og rennur út Eyjafjarðardal um 70 km vegalengd að

ósi í Pollinum á Eyjafirði. Hún er fiskgeng um 60 km allt fram að

Brúsahvammi, þar fyrir framan eru liðlega 8,5 km af álitlegu búsvæði fyrir

bleikju (Bjarni Jónsson, Eik Elfarsdóttir, & Friðþjófur Árnason, 2008). Í

ánna renna margar þverár og eru þær samtals fiskgengar um 24 km.

Meðalrennsli er metið 38 m3/s við Leirubrú (Sigurjón Rist, 1990). Óshólmar

Eyjafjarðarár ásamt fjörum og flæðimýrum beggja vegna árinnar suður á

Page 50: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

30

móts við suðurodda Staðareyjar eru á Náttúruminjaskrá (Umhverfisstofnun,

2013). Fallhæð árinnar er mis mikil; umræddur Brúsahvammur er t.d í um

450 metra hæð yfir sjávarmáli og fellur hún á næstu 20 km um rúma 300

metra, þar næstu 20 km fellur hún um 100 metra en síðustu 20 km er fallið

aðeins 50 metrar (Mynd 9). Mælingar hafa sýnt að magn uppleystra efna

eykst og vatnshiti hækkar frá upptökum til ósa (Bjarni Jónsson et al., 2008).

Page 51: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

31

Veiði og veiðistjórnun í Eyjafjarðará

Eyjafjarðará var, á árunum 1990-2004, ein aflahæsta bleikjuveiðiá

landsins (Guðni Guðbergsson, 2013a) og seldust veiðileyfi upp með góðum

fyrirvara (Jón Benedikt Gíslason, 2010). 2005 hófst óútskýrt hrun á veiði í

ánni sem leiddi til þess að sókn veiðimanna í hana hríðféll. Þar sem ekki varð

sambærilegt veiðihrun í öðrum ám á Eyjafjarðarsvæðinu var talið hugsanlegt

að um ofveiði hafi verið að ræða.

Mynd 10. Stangveiddar bleikjur og urriðar í völdum ám í Eyjafirði (Guðni

Guðbergsson, 2013a)

0

500

1.000

1.500

2.000

2.500

3.000

3.500

4.000

19

90

19

91

19

92

19

93

19

94

19

95

19

96

19

97

19

98

19

99

20

00

20

01

20

02

20

03

20

04

20

05

20

06

20

07

20

08

20

09

20

10

20

11

20

12

Fjöldi fiska Stangveiddar bleikjur í völdum ám í Eyjafirði

Eyjafjarðará

Svarfaðardalsá

Hörgá

Fnjóská

0

100

200

300

400

500

600

700

19

90

19

91

19

92

19

93

19

94

19

95

19

96

19

97

19

98

19

99

20

00

20

01

20

02

20

03

20

04

20

05

20

06

20

07

20

08

20

09

20

10

20

11

20

12

Fjöldi fiska Stangveiddur urriði í völdum ám í Eyjafirði

Eyjafjarðará - Urriði

Svarfaðardalsá-Urriði

Hörgá-Urriði

Fnjóská-Urriði

Page 52: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

32

Á sama tíma og bleikjunni fækkar í Eyjafjarðará, fjölgar urriðanum

(Mynd 10) og virðist hann nú orðinn ríkjandi á neðri svæðum árinnar (Mynd

11). Kjörhiti bleikju er heldur lægri en kjörhiti urriða og gæti þetta því verið

vísbending um breyttar umhverfisaðstæður, þ.e. að hitastig hafi hækkað

(Elliott & Elliott, 2010). Áhrif hækkandi vatnshita á afkomu bleikju gætu

verið bein; þannig að við hærri hita verði afkoma hennar lakari, eða óbein;

þannig að við hærri hita fjölgi urriða (Kristinn Kristinsson, 2012) og í

samkeppni við bleikju um búsvæði og fæðu hafi urriðinn betur (Gunnarsson

& Steingrímsson, 2011).

Mynd 11. Veiðiskipting eftir svæðum í Eyjafjarðará (veiðibækur

Eyjafjarðarár)

0

50

100

150

200

250

300

Pollur 0 1 2 3 4 5

Fjöldi fiska Eyjafjarðará, skipting veiði eftir svæðum

Bleikja 2010 Bleikja 2011 Bleikja 2012

0

50

100

150

200

250

300

Pollur 0 1 2 3 4 5

Fjöldi fiska Eyjafjarðará, skipting veiði eftir svæðum

Urriði 2010 Urriði 2011 Urriði 2012

Page 53: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

33

Allt til ársins 2008 voru engar takmarkanir á afla eða agni. Veitt var á 2

stangir á 5 svæðum frá mánaðarmótum júní/júlí og til 20. september, neðsta

svæðinu var þó lokað 31. ágúst.

Árið 2008 var svo brugðist við minnkandi veiði með kvótasetningu; allri

bleikju skyldi sleppt og aðeins heimilt að veiða á flugu, en áfram heimilt að

drepa aðrar tegundir. Veiðitími á neðsta svæði var lengdur út september til

að auka sókn í sjóbirting. Veiðitími á efsta svæðinu var hinsvegar

takmarkaður við ágústmánuð enda veiðist þar eingöngu bleikja (Mynd 11).

Að auki voru allar veiðar í hliðarám Eyjafjarðará bannaðar. Var sú ráðstöfun

byggð á búsvæðamati (Bjarni Jónsson et al., 2008; Eik Elfarsdóttir &

Friðþjófur Árnason, 2002a) og rafveiðum (Bjarni Jónsson, Eik Elfarsdóttir, &

Karl Bjarnason, 2008; Eik Elfarsdóttir & Friðþjófur Árnason, 2002b; Kristinn

Kristinsson, 2012), þar sem hliðarárnar voru metnar sem sérstaklega hentugar

fyrir bleikjuseiði og það síðar staðfest með rafveiðum.

2009 voru þessar reglur rýmkaðar aðeins; spúnn leyfður á neðri þremur

svæðunum og leyft að drepa 2 bleikjur á stöng á dag, undir 50 cm.

2011 var svo tilkynnt að Pollurinn hefði verið skilgreindur sem ósasvæði

árinnar og hafin sala leyfa þar.

2012 var svæðið frá Leirubrú og að hitavatnsleiðslu skilgreint sem svæði

núll (0) og hafin sala leyfa þar.

Sveiflur í veiði í Eyjafjarðará eru ekki nýjar af nálinni. Árið 1712 er t.d.

skrifað í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín um hlunnindi á Úlfaá,

einum af fremstu bæjum Eyjafjarðardals: „Silúngsveiði hefur áður verið í

Eyjafjarðará að nokkru gagni, en engin í margt ár“ (Árni Magnússon & Páll

Vídalín, 1943). Svipaða sögu er að segja af fleiri bæjum og nefnt að lítil sem

engin veiði hafi verið í 20 ár. Jafnframt kemur fram að á þessum tíma hafi

land mikið spillst eftir að skriður féllu úr fjöllum og ár ítrekað hlaupið. Um

40 árum síðar virðist svo veiði hafa glæðst aftur, þegar Eggert og Bjarni fara

um og safna heimildum í ferðabók sína. (Eggert Ólafsson & Bjarni Pálsson,

1975).

Um 1950 er aftur getið um aflabrest í ánni sem talinn er vegna ránveiði á

ósasvæði og netaveiði í ánni sjálfri (Haukur Snorrason, 1951). Á sama tíma

er stofnað til veiðifélags um ánna.

Page 54: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14
Page 55: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

35

3 Aðferðarfræði og efniviður

Efniviður

Rannsóknin var slembuð samanburðarrannsókn þar sem áhrif V&S á

stangveidda bleikju í Eyjafjarðará voru metin. Veiddar voru bleikjur á

flugustöng í Eyjafjarðará; merktar með einstaklingamerkjum, þeim svo sleppt

og fylgst með endurheimtum. Til frekari samanburðar var lax og urriði

einnig fangaður í Eyjafjarðará, og í nokkrum öðrum ám, lax, bleikja og urriði.

Samanburðarárnar voru: Hörgá, Svarfaðardalsá, Fnjóská, Þorvaldsdalsá,

Ólafsfjarðará í Eyjafirði, Fljótaá í Fljótum, Hofsá í Lýtingsstaðahreppi,

Brunná og Litluá í Kelduhverfi.

Mynd 12. Rannsóknarsvæðið

Page 56: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

36

Samanburðarhóparnir voru allir meðhöndlaðir eins, þ.e.fiskar fangaðir,

merktir, sleppt og fylgst með endurheimtum. Við merkingu og endurheimtur

voru skráðar upplýsingar um tegund, lengd, dagsetningu, veiðisvæði og -stað,

flugu og númer merkis. Auk þess voru eftir atvikum skráðar athugasemdir

um ástand fisks þegar honum var sleppt. Stangveiði á flugu fór fram frá

apríl til nóvember. Á veiðitímabilinu var veitt eftir því sem aðstæður og laus

leyfi gáfu tilefni til, en utan tímabilsins, eins og veður og aðrar aðstæður

leyfðu. Netaveiðin fór fram í lok október 2009. Skammtímaafföll V&S voru

mæld í október 2009; í tvígang voru 10 bleikjur, 35-55cm langar, fangaðar á

stöng á Munkaþverárbreiðu, merktar og settar í kistu og geymdar í kistunni í

tvo sólarhringa og afföll mæld.

Merkingar hófust árið 2008 í fimm ám og voru merktir 249 fiskar það

árið. Árið 2009 voru svo merktir 843 fiskar í tíu ám. Í fimm þeirra voru

merktir 10 fiskar eða færri. Lítið var um merkingar árið 2010 eða aðeins í

þremur ám og árið eftir, 2011 voru merktir 218 fiskar í fjórum ám, þar af

eingöngu urriði í tveimur. Á þessum 6 árum hafa samtals verið merktar

1.208 bleikjur, 232 urriðar og 64 laxar. Í fjórum ám; Brunná, Fjarðará í

Hvalvatnsfirði, Hörgá og Þorvaldsdalsá voru merktir færri en 10 fiskar á

tímabilinu. Þær ár verða því ekki notaðar við úrvinnslu (Tafla 5).

Tafla 5. Samantekt á merkingum árin 2008-2013. Bleikja, urriði og lax -

öll veiðisvæði

Veiðiá 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Samtals Hlutfall

Brunná 5 5 0,3%

Eyjafjarðará 201 596 48 67 6 918 61,0%

Fljótaá 3 87 90 6,0%

Fnjóská 8 10 17 109 23 167 11,1%

Hofsá 35 35 2,3%

Hvalvatnsfjörður 1 1 0,1%

Hörgá 4 4 0,3%

Laxá 26 26 1,7%

Litlaá 17 19 70 106 7,0%

Ólafsfjarðará 22 40 9 71 4,7%

Svarfaðardalsá 15 60 75 5,0%

Þorvaldsdalsá 6 6 0,4%

Samtals 249 844 74 219 48 70 1504

Page 57: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

37

Bleikja var aðalviðfangsefnið og því langmest merkt af henni. Til

viðmiðunar var þó merkt nokkuð af urriða og laxi. Allur silungur á svæðinu

hefur möguleika á sjógöngu og er náttúrulegur og sjálfbær. Lax á svæðinu

(Fljótaá og Fnjóská) er að nokkru leyti til kominn vegna sleppinga ræktaðra

sjógönguseiða af náttúrulegum stofnum ánna.

Lögð var áhersla á að ná sem mestri stærðardreifingu í merkingarfiski og

má jafnvel gera ráð fyrir að fiskurinn geti verið að koma í endurveiði yfir

alllangt tímabil, jafnvel í nokkur ár. Endurveiðiaðilar voru bæði

stangveiðimenn og rannsóknarmenn og var fiskur þá lengdarmældur. Þær

mælingar gefa upplýsingar um vöxt á ákveðnu tímabili. Lagt var að

stangveiðimönnum að sleppa aftur endurveiddum fiskum svo sá fiskur héldi

áfram að vera hluti af rannsókninni.

Flest árin hófust merkingar í apríl og lauk í október; réðist það fyrst og

fremst af aðstæðum til veiða. Frá nóvember til mars eru árnar að mestu

óveiðandi, ísi lagðar í kuldum en í hlýindum vatnsmiklar og skolaðar. Í

nóvember 2009 gerði þó góða tíð og var fiskur þá fangaður í Eyjafjarðará til

merkinga með nót. Á tveimur dögum náðist að merkja 191 fisk og 23 að auki

voru endurveiddir. Að öðru leyti fóru veiðar fram með flugustöng.

Tafla 6. Fjöldi merkinga eftir mánuðum og árum. Bleikja, urriði og lax -

öll veiðisvæði

Mánuður

merkingar 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Samtals Hlutfall

óskráð 3 9 4 1 1 18 1,2%

feb 19 69 88 5,9%

apr 46 30 4 6 86 5,8%

maí 9 3 14 26 1,7%

jún 23 1 24 1,6%

júl 12 75 20 35 9 151 10,1%

ágú 65 195 44 78 13 395 26,5%

sep 66 150 7 83 306 20,6%

okt 48 117 165 11,1%

nóv 229 229 15,4%

Samtals 249 828 74 219 48 70 1488

Merkingarmenn voru samtals 20 og þar af voru fjórir með um 70% allra

merkinga.

Page 58: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

38

Merkingar og skráning

Notuð voru slöngumerki sem á ensku eru ýmist kölluð Anchor tag, Floy

tag eða T-bar anchor tags. Merkin eru númeruð þannig að hver merktur

fiskur fær sína kennitölu. Merkjunum er skotið í fiskinn, skáhalt við

bakuggann með sérstakri merkibyssu. Merkjunum er úthlutað frá Fiskistofu,

sem heldur utanum allar fiskimerkingar á Íslandi. Öll íslensk fiskimerki hafa

upphafsstafina IS (fyrir Ísland) og svo 5-6 tölustafi.

Mynd 13. Merki og byssa

Við merkingu var fiskur lengdarmældur frá trjónu og að sporði við

sýlingu. Jafnframt var staður og stund skráð, ásamt agni og stundum

vatnshita. Á veiðitíma voru þessar upplýsingar færðar í veiðibækur en utan

veiðitíma sendu merkingarmenn upplýsingar í tölvupósti á rannsóknarstjóra.

Fiskur sem merktur er utan opnunartíma veiðisvæðis ratar því ekki í

veiðibækur. En fiskur sem er merktur á veiðitíma er hinsvegar skráður í þær.

Til að fylgjast með merkjatapi voru 20 bleikjur merktar með tveimur

merkjum og auk þess veiðiuggi klipptur á 20 merktum bleikjum.

Page 59: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

39

Veiðar, merkingar og endurheimtur

Merkingar hófust í apríl 2008 í Eyjafjarðará, og fóru fram allt frá ósum til

efstu svæða. (Ítarlega svæðaskiptingu í Eyjafjarðará má sjá á Mynd 18 í

viðauka). Þá var reynt að fanga fisk í net á efri svæðum en með

takmörkuðum árangri því bleikjan virtist gengin niður úr ánni. Í fyrstu voru

notuð hefðbundin silunganet úr næloni með 55 mm riðli. Girnið í þeim er

mjög grannt og allnokkrar líkur á að skaða

fisk sem veiðist þannig. Í ljósi áhættu og

árangurs var ákveðið að nota þessa aðferð

ekki frekar. Þess í stað var Netagerðin

fengin til að útbúa fyrirdráttarnót úr Næloni

(Polyamíð) með 35 mm riðli. Nótin var 55

metra löng, 3 metra djúp og með flotteinum

að ofan en blýteinum að neðan. Umfangið

var slíkt að fjóra þurfi að lágmarki til að

beita henni – helst sex manns. Nótin var

notuð með afar góðum árangri tvo blíða

haustdaga í nóvember 2010 í

Munkaþverárósi í Eyjafjarðará.

Mest voru þó stangveiðar notaðar til að

fanga fisk. Eingöngu var veitt á flugu.

Notaðar voru allar algengar veiðiaðferðir í

fluguveiði og í engu brugðið frá þeim

aðferðum sem hefðbundnar eru við

stangveiðar á bleikju í ánni. Merkingamenn

voru einnig hvattir til að haga sér á allan

hátt á sambærilega máta og um

“venjulegar” veiðar væri að ræða.

Agnhaldslausir krókar eru gjarnan notaðir

þar sem V&S-aðferðinni er beitt, þar sem

þeir særa fisk síður. Ákveðið var þó að

nota ekki slíka króka enda er ekki krafa um

slíkt í veiðireglum árinnar og notkun þeirra

hefur enn ekki rutt sér til rúms hérlendis. Mynd 14. Algengar flugur í

silungsveiði

Black Ghost

Bleikur nobbler

Röndin

Pheasant tail

Page 60: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

40

Endurheimtur

Treyst var á að stangveiðimenn skiluðu inn upplýsingum um merkta fiska

sem þeir veiddu. Upplýsingar um slíkt gátu þeir skráð í veiðibækur; haft

beint samband við merkingamann, haft samband við Fiskistofu eða skilað í

hreisturpoka. Mest var þó skráð í veiðibækur. Við úrvinnslu voru

veiðibækur (frumgögn) frá veiðifélögum Eyjafjarðarár og Fnjóskár skoðaðar

eftir að skráningum veiðimanna í þær lauk og upplýsingar um endurheimtur

skráðar. Rafrænar veiðibækur frá Stangveiðifélagi Akureyrar (SVAK) sem

ná yfir Hofsá, Hörgá, Svarfaðardalsá, Ólafsfjarðará og Laxár/Hraun voru

skoðaðar og endurheimtur skráðar. Upplýsingar um endurheimtur annarra

veiðisvæða voru fengnar úr veiðibókum frá umsjónaraðilum.

Mynd 15. ES með merkta bleikju í Fljótaá

Eftirfylgni var talsverð. Hringt var í nokkra aðila til að kanna hvort

endurheimtur hefðu verið einhverjar og var m.a. haft samband við nokkra

rétthafa netaleyfa. Nokkuð erfitt reyndist þó að finna út hverjir eru rétthafar,

því hvergi er til listi yfir slíkt.

Þessi 42 cm bleikja, nú með kennitöluna IS-92666, veiddist í litlu holunni ofan við eyrina í Prestlænum í Fljótaá 2.7.2009 kl.19:00, andstreymis á PhT#10. Rúmum 12 tímum síðar, var hún aftur veidd, af sama veiðimanninum með sömu tækni á sama stað.

Page 61: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

41

Verkefnið var auglýst víða. Útbúið var veggspjald/mynd (Mynd 19 á bls.

83) sem sett var upp í veiðibúðum og sent í tölvupósti á veiðimenn. Skrifað

var um þetta á veiðisíður, auk þess sem umfjöllun var um það í útvarpi,

sjónvarpi, prent- og vefmiðlum.

Útreikningur og gagnavinnsla

Öll gögn voru slegin inn í Excel, og notaður einn grunnur (eitt sheet) fyrir

bæði merkingar og heimtur. Pivot-tables var notað til að kalla fram samtölur,

lýsitölur, hlutföll og myndir.

Gögn um bleikju í Eyjafjarðará voru svo notuð til frekari útreikninga:

Framkvæmd voru tvö tölfræðipróf; P-gildi fyrir mátpróf (goodness of fit)

og p-gildi á tveggja-hlutfallaprófi (Newbold, Carlson, & Thorne, 2007).

Útreikningar á stofnstærð og afföllum eru útskýrðir í kaflanum

„Stofnstærð og afföll“ á bls. 18

Page 62: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14
Page 63: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

43

4 Niðurstöður

Niðurstöðum er skipt í 4 kafla.

Fyrsti hluti fjallar um bleikju í Eyjafjarðará, umfang merkinga,

endurheimtur, stofnstærðarmat, afföll og vöxt.

Annar hluti fjallar um umfang merkinga borið saman við aðrar ár og

tegundir.

Þriðji hluti fjallar um endurheimtur m.t.t. sömu þátta.

Fjórði hluti fjallar um far bleikju á Eyjafjarðarsvæðinu.

Merkjatap, afföll og ýmsar athugsemdir vegna merkinga

Ein bleikja var tilkynnt með sár við bakugga i kringum merki, virtist

nokkuð augljóst að sárið væri vegna merkisins. Hinsvegar barst önnur

tilkynning um svipað sár á bleikju en það var vel aftan við bakuggann svo

ekki kom til greinar að það væri vegna merkinga. Ekkert merki var í þeim

fiski.

Aðrar tilkynningar eða ábendingar um sár eða önnur áhrif merkingar

bárust ekki.

Ein bleikja endurveiddist af þeim 20 sem merktar höfðu verið með

tveimur merkjum og voru bæði merkin í henni.

Einnig endurveiddist ein bleikja af þeim 20 sem veiðiuggi hafði verið

klipptur á, og var merkið í henni. Ekki bárust neinar tilkynningar um bleikjur

með afklippta veiðiugga.

Page 64: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

44

4.1 Bleikja í Eyjafjarðará

Að jafnaði fór um helmingur bleikjumerkinga í Eyjafjarðará fram í ágúst

og september. Mestur var krafturinn í merkingum árið 2009, en auk 312

stangveiddra bleikja voru þá 184 bleikjur fangaðar í nót í nóvember og

merktar. Vanskráðar merkingar eru 12 - þótt ártal sé þekkt skortir

upplýsingar um dagsetningu í þeim tilvikum.

Tafla 7. Merkingar á stangveiddri bleikju í Eyjafjarðará eftir árum og

mánuðum

Merkingar 2008 2009 2010 2011 2012 Samtals Hlutfall

óskráð 3 7 2 12 1,9%

apr 30 27 4 1 62 9,6%

maí 8 3 9 20 3,1%

jún 8 8 1,2%

júl 12 17 10 39 6,0%

ágú 65 101 24 38 228 35,3%

sep 35 90 7 9 141 21,8%

okt 29 69 98 15,2%

nóv 38 38 5,9%

Samtals 182 357 44 62 1 646

Tafla 8 sýnir veiðitölur bleikju. Ef veiðitölur og merkingar eru bornar

saman sést að mest er veitt og merkt af bleikju í ágúst. Merkingar dreifast

hinsvegar á lengra tímabil en veiðarnar, enda merkt utan hefðbundins

veiðitíma.

Tafla 8. Bleikjuveiði í Eyjafjarðará eftir árum og mánuðum

Veiði 2008 2009 2010 2011 2012 Samtals Hlutfall

jún 1 3 2 5 11 0,4%

júl 304 229 339 162 111 1.145 36,4%

ágú 323 361 336 330 257 1.607 51,2%

sep 96 81 58 99 44 378 12,0%

Samtals 723 672 736 593 417 3.141

Page 65: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

45

Fiskur sem merktur er á veiðitíma er flokkaður sem veiði, skráður í

veiðibækur einsog önnur veiði og er því hluti af veiðitölum. Fiskur fangaður

til merkingar utan veiðitímabils er hinsvegar flokkaður sem rannsóknargögn

og ratar því ekki í veiðibækur. Því er ekki reiknað hlutfall fyrir tímabilið frá

apríl til júní, enda hefur merking þá farið fram á svæði sem er lokað fyrir

almennri veiði. Hlutfallstölur eru aðeins reiknaðar fyrir þann hluta merkinga

sem rataði í veiðibók. Þar má t.d. benda á að fjöldi merktra bleikju árið 2009

svarar til þess að tæplega þriðjungur af allri veiddri bleikju hafi verið merkt.

Tafla 9. Hlutfall merktrar bleikju af veiddri í Eyjafjarðará eftir mánuðum

og árum

Merkingar/veiði 2008 2009 2010 2011 2012 Samtals

júl 3,9% 7,4% 2,9% 0,0% 3,4%

ágú 20,1% 28,0% 7,1% 11,5% 14,2%

sep 36,5% 91,4% 12,1% 9,1% 33,1%

Samtals 15,5% 29,8% 5,6% 7,9% 12,7%

Af Mynd 16 að dæma var bleikja fönguð til merkinga áberandi smærri en

bleikja úr hefðbundinni stangveiði. P-gildi fyrir mátpróf (goodness of fit),

þ.e. hvort lengdardreifing á merktum fiski sé sú sama og á veiddum fiski, er

lægra en 0,01 (p < 0,01). Það staðfestir að lengdardreifing á merktum fiski

er ekki eins og á veiddum fiski. Rétt er að hafa þann fyrirvara á að einungis

er til lengdarupplýsingar um 1/3 af veidda fiskinum.

Mynd 16. Samanburður á lengdardreifingu merktrar og veiddrar

(ómerktrar) bleikju í Eyjafjarðará

0%5%

10%15%20%25%30%35%40%

30-34 35-39 40-44 45-49 50-54 55-59 60-64 65-69

Hlutfallsleg lengdardreifing bleikju í Eyjafjarðará árin 2008-2012 Merkt

Veidd

Page 66: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

46

Endurveiðihlutfall bleikju í Eyjafjarðará

Lítill munur er á endurveiðihlutfalli bleikju í Eyjafjarðará eftir hvort hún

var fönguð til merkinga á stöng eða í net. Hlutfallið er 9,1% á stöng en 12,0%

á bleikju fangaðri í nót.

P-gildi á tveggja hlutfallaprófi, þ.e. hvort endurveiðihlutfall fluguveiddra

fiska sé minna en netaveiddra fiska, er 0,137. Það þýðir að ekki er hægt að

segja að það sé tölfræðilegur marktækur munur á þessum tveimur aðferðum.

Tafla 10. Endurveiðihlutfall eftir veiðiaðferð - bleikja í Eyjafjarðará

Aðferð Merking Endurveitt Endurveiðihlutfall

Fluguveiði 646 59 9,1%

Net 184 22 12,0%

Óskráð 2

Samtals 830 83 10,0%

Tafla 11 sýnir endurheimtuhlutfall í Eyjafjarðarár, eftir lengd við

merkingu á bleikju með fluguveiði. Ekkert endurveiddist af bleikju sem var

undir 35 cm við merkingu. Hæst var endurveiðihlutfallið á bleikju sem var á

bilinu 45-54 cm við merkingu eða 15,7% og 17,5%. Endurheimtuhlutfallið

virðist ná hámarki í kringum 50 cm við merkingu en fara lækkandi hjá

smærri og stærri fiski. Ekki var hægt að staðfesta mun með „Goodness of

fit“-prófi.

Tafla 11. Endurheimtur á bleikju eftir lengd við merkingu með fluguveiði

Lengd (cm) Merking Endurheimt Hlutfall

Ekki þekkt 29 3 10,3%

15-34 57 0 0,0%

35-39 163 10 6,1%

40-44 235 21 8,9%

45-49 108 17 15,7%

50-54 40 7 17,5%

55+ 14 1 7,1%

Samtals 646 59 9,1%

Page 67: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

47

Tafla 12 sýnir sömu flokkun en hér úr merkingum á bleikju fangaðri í nót.

Þar eru endurheimtur á bleikju úr 35-39 cm flokknum mun hærri en hjá þeirri

fluguveiðifönguðu; að öðru leyti er dreifingin nokkuð svipuð. Ekki var hægt

að staðfesta mun með „Goodness of fit“-prófi.

Tafla 12. Endurheimtur á bleikju eftir lengd við merkingu með nótaveiði

Lengd (cm) Merking Endurheimt Hlutfall

Ekki þekkt 1 0 0,0%

15-34 9 0 0,0%

35-39 86 12 14,0%

40-44 58 5 8,6%

45-49 22 5 22,7%

50-54 5 0 0,0%

55+ 3 0 0,0%

Samtals 184 22 12,0%

Endurheimtuhlutfall var nokkuð breytilegt eftir í hvaða mánuði merking

fór fram. Áberandi hæst var hlutfallið í apríl, maí og júní eða 16,7; 15 og 25

prósent. Rétt rúm 9% í ágúst, en í ágúst voru jafnframt flestar bleikjur

merktar. Hlutfallið var rúm 11% í nóvember en þá var bleikjan veidd í nót.

Hafa ber í huga að um uppsafnaðar endurheimtur er að ræða – þ.e.

endurheimtur eru ekki endilega á sama ári og merking fer fram. Ekki var

hægt að staðfesta mun með „Goodness of fit“-prófi.

Tafla 13. Bleikja Eyjafjarðará – endurheimtur eftir merkingarmánuði

Dags. Merkt Endurheimt Hlutfall

Óþekkt 2 2 100%

apr 72 12 16,7%

maí 20 3 15,0%

jún 8 2 25,0%

júl 39 4 10,3%

ágú 228 21 9,2%

sep 141 7 5,0%

okt 98 7 7,1%

nóv 222 25 11,3%

Samtals 830 83 10,0%

Page 68: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

48

Tafla 14 sýnir endurheimtur á bleikju eftir því hver fangaði og merkti.

Nöfn merkjenda eru ekki birt hér heldur raðnúmer þeirra. Hæstar voru

heimturnar hjá M8 (20,8%) sem merkti aðallega á svæði 5 og eitthvað á

svæði 4. M4 (13,0%) merkti víðsvegar um ána. M1 (8,4%) og M2 (8,0%)

merktu langflestar bleikjur, M1 að mestu á neðsta svæðinu en M2 að mestu á

efsta svæðinu. M3 (9,3%) merkti nánast eingöngu á svæði5. M3 og M8

merktu svipaðan fjölda og á sömu svæðum og beittu sömu veiðiaðferð þ.e.

andstreymisaðferð. Aðrir - 7 veiðimenn sem hver um sig merkti færri en 25

bleikjur. Hér er eingöngu um stangaveiddar bleikjur að ræða.

Ekki var hægt að staðfesta mun með „Goodness of fit“-prófi.

Tafla 14. Endurheimtur á bleikju í Eyjafjarðará eftir merkingarmanni

Veiðimaður Merkt Endurheimt Hlutfall

M1 202 17 8,4%

M2 113 9 8,0%

M3 54 5 9,3%

M4 46 6 13,0%

M5 35 2 5,7%

M6 34 3 8,8%

M7 33 2 6,1%

M8 53 11 20,8%

Aðrir 76 4 5,3%

Samtals 646 59 9,1%

Page 69: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

49

Afföll og stofnstærð

Afföll og stofnstærð, má reikna út frá merkingum, endurheimtum og

veiðitölum, eins og sýnt er á bls.18. Tafla 15 sýnir samantekin gögn sem þarf

í þá útreikninga.

Tafla 15. Endurheimtur og merkingarár, bleikja - Eyjafjarðará

Endurheimt árum síðar (%)

Veiði Merkt Merkingarár 0 1 2 3 4 Samtals

732 182 2008 6 (3,3) 7 (3,8) 3 (1,6) 2 (1,1) 18

672 541 2009 24 (4,4) 17 (3,1) 10 (1,8) 2 (0,3) 53

736 44 2010 2 (4,5) 2 (4,5) 4

593 62 2011 5 (8,1) 3 (4,8) 8

830 Samtals 37 (4,4) 29 (3,5) 13 (1,6) 4 (0,5) 0 83

Tafla 16 sýnir afföll eða heildardauða bleikju á milli ára. Þar eru

heildarafföll hvers merkingaárs reiknuð og svo heildarafföll allra

merkingaráranna. Afföll á milli ára virðast lægst eða 0,34 hjá hópnum sem

var merktur árið 2008 en hæst eða 0,55 hjá hópnum sem var merktur árið

2009. Meðalafföll á milli ára reiknuð fyrir alla merkingarhópana eru 0,53.

Það þýðir að 53% bleikjunnar drepst því að meðaltali á milli ára.

Tafla 16. Heildar afföll og lifun reiknuð frá endurheimtum

(a)Afföll (S) Lifun Z Ár

0,34 0,66 0,41 2008

0,55 0,45 0,80 2009

0,00 1,00 0,00 2010

0,40 0,60 0,51 2011

0,53 0,47 0,75 Samtals

Page 70: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

50

Í Tafla 17 eru afföllin svo borin saman á milli endurheimtuára – þá sést að

hæst eru afföllin frá merkingarári og til næsta árs eða 80% en fara svo

lækkandi og eru 54% á milli fyrsta og annars árs, og 31% á milli annars og

þriðja árs frá merkingu.

Tafla 17. Afföll og lifun reiknuð frá endurheimtum

Endurheimtuár 0 1 2 3 4

Afföll milli ára 0,80 0,54 0,31

Lifun á milli ára 0,20 0,46 0,69

Skammtímaafföll V&S voru mæld í október 2009; í tvígang voru 10

bleikjur, 35-55cm langar, fangaðar á stöng á Munkaþverárbreiðu, merktar og

settar í kistu og geymdar í kistunni í tvo sólarhringa. Afföll reyndust engin.

Ein af þessum bleikjum veiddist svo ári síðar.

Stofnstærð bleikju í Eyjafjarðará árið 2009, reiknuð með Petersen-aðferð

(Jafna 2 á bls. 18) út frá niðurstöðum merkinga gæti hafa verið 11-24 þúsund

fiskar. Tafla 18 sýnir niðurstöður stofnstærðarútreikninga árin 2009, 2010 og

2011. Stofnstærðin sveiflast í fasa við veiðina.

Tafla 18. Stofnstærð í Eyjafjarðará reiknuð með Petersen-aðferð

Veiðihlutfall Stofnstærð SE Veiðin Merkt Ár

723 182 2008

3,8% 17.472 6.569 672 541 2009

3,1% 23.422 5.615 736 44 2010

4,5% 13.046 9.209 593 62 2011

417 1 2012

Page 71: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

51

Vöxtur......

Af 83 bleikjum, endurheimtum úr merkingum í Eyjafjarðará, vantaði

lengdarmælingu fyrir 31, lengdaraukning á níu bleikjum var neikvæð - þ.e.

bleikjan hafði styst, sem er væntanlega mæliskekkja og þau gögn ekki notuð

frekar. Lengdaraukning á 43 bleikjum var jákvæð eða engin.

Lengdaraukning þeirra var 0-17 cm á 0-140 vikum og að meðaltali 4,2 cm á

ári.

Mynd 17. Lengdaraukning endurheimtrar bleikju í Eyjafjarðará

y = 0,0806x R² = 0,4009

0

2

4

6

8

10

12

14

16

18

0 50 100 150

cm

Vikur

Lengdaraukning endurheimtrar bleikju í Eyjafjarðará í cm/vikur

Page 72: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

52

4.2 Umfang merkinga og veiðitölur

Merktar voru samtals 1.194 bleikjur, 830 af þeim í Eyjafjarðará sem

gerir um 70% hlutfall. Einnig var merktur umtalsverður fjöldi í

samanburðaránum Fnjóská, Fljótaá, Ólafsfjarðará og Svarfaðardalsá. Flestar

voru merkingar árið 2009 og gilti það um öll veiðisvæðin nema Fnjóská og

Litluá. Í Eyjafjarðará fór um 65% merkingar á bleikju fram það ár.

Tafla 19. Samantekt á merkingum árin 2008-2013. Bleikja - öll

veiðisvæði

Veiðiá 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Samtals Hlutfall

Eyjafjarðará 182 541 44 62 1 830 69,5%

Fljótaá 3 81 84 7,0%

Fnjóská 8 8 1 78 11 106 8,9%

Hofsá 35 35 2,9%

Litlaá 5 1 18 24 2,0%

Ólafsfjarðará 22 40 9 71 5,9%

Svarfaðardalsá 12 32 44 3,7%

Samtals 227 737 54 145 13 18 1194

Umfang merkinga í Eyjafjarðarár svaraði til að 26,4% allra bleikju sem

veiddist þar á stöng hefði verið merkt. Á öðrum svæðum er hlutfallið innan

við 8,5%. Árið 2009 nam umfang merkinga á bleikju í Eyjafjarðará um 80%

af heildarveiðinni.

Tafla 20. Veiðitölur á bleikju 2008-2013

Bleikja 2008 2009 2010 2011 2012 2013

Samtals

merkingarár

Merki-

hlutfall

Eyjafjarðará 723 672 728 593 430 235 3.146 26,4%

Fljótaá 438 1.255 1.493 1.978 1.942 1.693 5,0%

Fnjóská 850 474 583 484 395 2.786 3,8%

Hofsá 425 279 62 22 17 425 8,2%

Litlaá 128 77 202 490 784 1.274 1,9%

Ólafsfjarðará 1.126 920 589 421 353 415 2.635 2,7%

Svarfaðardalsá 400 1.058 825 341 643 354 1.458 3,0%

Samtals 3.537 4.804 1.900 1.567 1.609 13.417

Page 73: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

53

Alls voru 230 urriðaðar merktir á tímabilinu, 87 þeirra í Eyjafjarðará eða

tæp 38% og flestir þeirra árið 2009. Engir urriðar voru merktir í Hofsá,

Fljótaá eða Ólafsfjarðará. Hraunsvæðinu í Laxá í Aðaldal bætist hér við, þar

voru hinsvegar engar bleikjur merktar.

Tafla 21. Samantekt á merkingum árin 2008-2013. Urriði - öll veiðisvæði

Veiðiá 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Samtals Hlutfall

Eyjafjarðará 19 55 3 5 5 87 37,8%

Fnjóská 2 2 4 1,7%

Laxá 26 26 11,3%

Litlaá 12 18 52 82 35,7%

Svarfaðardalsá 3 28 31 13,5%

Samtals 22 85 3 43 25 52 230

Hæst fer hlutfall merkinga af veiddum urriða í 34,2% í Laxá, og 19,3% í

Svarfaðardalsá, en er annarsstaðar innan við 5%. Í Eyjafjarðará er hlutfallið

allmisjafnt milli ára – fer hæst í 20% árið 2009.

Tafla 22. Veiðitölur á urriða 2008-2013 (Samtala þau ár sem merkt var á

viðkomandi svæði)

Urriði 2008 2009 2010 2011 2012 2013

Samtals

merkingarár

Merki-

hlutfall

Eyjafjarðará 90 268 426 396 617 343 1.797 4,8%

Fnjóská 63 119 201 90 195 203 256 1,6%

Laxá 76 76 34,2%

Litlaá 587 829 1.038 1.332 1.777 1.488 3.109 2,6%

Svarfaðardalsá 42 119 228 186 281 70 161 19,3%

Samtals 132 506 426 1.804 2.531 5.399

Page 74: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

54

Merktir laxar voru 64 og flestir þeirra eða 90% í Fnjóská.

Tafla 23. Samantekt á merkingum árin 2008-2013. Lax - öll veiðisvæði

Veiðiá 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Samtals Hlutfall

Eyjafjarðará 1 1 1,6%

Fljótaá 6 6 9,4%

Fnjóská 16 31 10 57 89,1%

Samtals 6 17 31 10 64

Heildarveiðin í Fnjóská á sama tíma var 2008 laxar og merkingarhlutfall

er því ekki nema 2,8%. Í Eyjafjarðará er merkingarhlutallið rúm 14% en á

bak við það er aðeins einn merktur lax.

Tafla 24. Veiðitölur á laxi 2008-2013 (Samtala þau ár sem merkt var á

viðkomandi svæði)

Laxá 2008 2009 2010 2011 2012

2013 Samtals

Merki-

hlutfall

Eyjafjarðará 2 4 1 7 14,3%

Fljótaá 84 465 284 182 84 255 465 1,3%

Fnjóská 501 417 1.054 690 264 405 2.008 2,8%

Samtals 465 1.054 690 264 2.473

Page 75: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

55

4.3 Endurheimtur allra tegunda og svæða

Endurheimtar bleikjur voru samtals 100 og þar af voru 83 þeirra í

Eyjafjarðará. Þar var endurheimtuhlutfall bleikju einnig hæst eða 10.0%.

Lægst var endurheimtuhlutfall bleikju í Fljótaá; 1,1%, en í öðrum ám var það

4,2-6,8%. Hæstu endurheimturnar voru á laxi í Fnjóská eða 19,3%.

Endurheimtur á urriða voru 0-3,8%. Í Eyjafjarðará voru endurheimtur á

urriða 1,1% en 10% á bleikju. Í Litluá voru endurheimtur á urriða 3,7% og

4,2% á bleikju.

Samantekið fyrir öll svæðin, eru endurheimtur á laxi hæstar eða 17,2%, þá

bleikja með 8,4% og lægstar eru endurheimtur á urriða; 2,2%.

Tafla 25. Merkingar og endurheimtur eftir tegund og svæði

Bleikja Lax Urriði

Veiðiá Merkt Endurh. Hlutf. Merkt Endurh. Hlutf. Merkt Endurh. Hlut.

Eyjafjarðará 830 83 10,0% 1 0 0% 87 1 1,1%

Fljótaá 84 1 1,2% 6 0 0%

Fnjóská 106 6 5,7% 57 11 19,3% 4 0 0%

Hofsá 35 2 5,7%

Laxá 26 1 3,8%

Litlaá 24 1 4,2% 82 3 3,7%

Ólafsfjarðará 71 4 5,6%

Svarfaðardalsá 44 3 6,8% 31 0 0%

Samtals 1194 100 8,4% 64 11 17,2% 230 5 2,2%

Page 76: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

56

4.4 Far

Endurheimtur fisks reyndust í öllum tilvikum vera á sama vatnasvæði og

merking. Þó með þeirri undantekningu, ef undantekningu skildi kalla, að 12

fiskar, allt bleikjur, endurheimtust á Eyjafirði, innan við Hörgárósa. 11 af

þeim höfðu verið merktar í Eyjafjarðará en ein í Fnjóská. Af þessum 12

bleikjum, endurheimtust 9 á Pollinum sjálfum. Skemmst hafði liðið einn

vetur frá merkingu en lengst höfðu liðið þrír vetur frá merkingu. 10 bleikjur

veiddust í júní, ein í maí og ein í júlí. Með einföldum hlutfallsreikningi má fá

út að veiðar á Pollinum og Inn-Eyjafirði eru a.m.k. 15,3% viðbót við veiðina

í Eyjafjarðará (11/(83-11))*100.

Endurveiddur fiskur á svæði 1 var að stórum hluta merktur þar. Allur sá

fiskur var merktur að hausti eða frá september til nóvember. 14 þeirra

endurveiddust sama haust og þeir voru merktir. Tveir fiskar voru merktir á

svæði sama veiðisumar og höfðu því fært sig neðar í ánna þegar nær dró

hausti.

Annar áberandi hópur hafði verið merktur á svæði 1 en það voru bleikjur

endurveiddar á svæði 4. Tíu þeirra endurveiddust einum til tveimur vetrum

síðar en aðeins ein sama haust.

Þriðji stóri hópurinn er 16 fiskar, merktir og endurveiddir á svæði 5. Sjö

þeirra voru endurveiddir innan tveggja vikna frá merkingu, en restin einum til

tveimur vetrum síðar.

Tafla 26. Endurheimtustaður miðað við merkingarstað, bleikja-

Eyjafjarðará

Merkt Svæði Poll. Ey0 Ey1 Ey2 Ey3 Ey4 Ey5 Samt. Hlutf.

4 Ey? 1 3 4 100%

60 Ey0 2 1 1 1 9 14 23%

244 Ey1 2 1 10 1 1 15 6,1%

184 Ey1 Nót 4 6 2 10 22 12%

53 Ey2 2 1 3 5,7%

8 Ey3 0,0%

68 Ey4 1 3 5 7,3%

209 Ey5 2 2 16 20 9,6%

830 Samt. 11 1 20 1 4 17 28 83 10,0%

Page 77: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

57

5 Umræður og ályktanir

Bleikja í Eyjafjarðará – afföll og endurheimtur

Endurheimtur á bleikju, fangaðri á stöng í Eyjafjarðará voru 9,1%. Það

þýðir að lifun til lengri tíma, á bleikju úr V&S, er a.m.k. 9,1%. Lifunin er

væntanlega talsvert hærri því veiðihlutfall bleikju virðist vera nokkuð lágt.

Þannig var það metið 28% í Vesturdalsá árin 1994-2003 (Ingi Rúnar Jónsson

et al., 2008). Veiðihlutfall á laxi hefur verið metið í tæplega 70% (Ingi Rúnar

Jónsson et al., 2008) og endurveiðihlutfall 15-25% og lifun á laxi í V&S

hefur verið metin erlendis allt að 98% (Whoriskey et al., 2000). Í sömu

rannsókn og lifun á laxi var mæld 98%, var endurveiðihlutfall á merktum laxi

um 10%. Byggt á reynslu af laxi er því óhætt að álykta að lifunin á bleikju í

V&S í Eyjafjarðará geti verið umtalsvert hærri en endurveiðihlutfallið.

Reiknuð afföll eða heildardauði á milli ára í þessari rannsókn voru 53% -

þannig að 53% bleikjunnar drepst á milli ár. Að þremur árum liðnum væru

því rúm 10% hvers árgangs á lífi ennþá. Ef hinsvegar fullum veiðiafföllum

væri bætt við, miðað við 28% veiðihlutfalli sbr. Vesturdalsá, væri aðeins 1%

af hverjum árgangi á lifi eftir 3 ár.

Lifunin úr V&S gæti verið um 32%, ef reiknað er með 28% veiðihlutfall.

Ef svo er reiknað er með 53% náttúrulegum afföllum má meta lifunina í

kringum 65%.

Endurheimtur á bleikju fangaðri í net í Eyjafjarðará (12%) voru mun lægri

en í sambærilegum merkingum á árunum 1955-1963 á bleikju í Blöndu

(Sigurður Guðjónsson, 1987) og í Víðidalsá (Þór Guðjónsson, 1991) (18-

29%). Hugsanlega er um að kenna lakari skráningu veiðimanna. Einnig ber

að hafa í huga að hluti af endurheimtunum í Blöndu og í Víðidalsá var annars

vegar í net og hins vegar í gildrur sem líklega hækkar endurveiðihlutfall.

Verið getur að afföll milli ára séu lægri í Víðidalsá því þar eru

vetursetursvöðvar bleikju í Hópinu, sem er stöðuvatn og hlífir fiski

hugsanlega betur (Jóhannes Sturlaugsson, 2001). Á árunum 1997-1998 var

aftur farið af stað með merkingar á vatnasvæði Víðidalsár. Endurheimtur

voru ýmist við stangveiðar eða með netaveiði og voru heimturnar 6,7-18,8%

(Jóhannes Sturlaugsson, 2001) Í þeirri rannsókn voru bleikjur jafnframt

Page 78: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

58

merktar með mælimerkjum, sem eru umtalsvert sýnilegri og voru heimtur þar

allt að 36%.

Vísbendingar eru um að skráningar á endurheimtum fiski í Eyjafjarðará og

jafnvel víðar í firðinum séu kerfisbundið lakari en vonir stóðu til. Þegar

gluggað var í veiðibækur kom í ljós að fjórir aflahæstu bleikjuveiðimennirnir

í Eyjafjarðará höfðu aldrei skilað inn upplýsingum um merktan fisk. Það

verður að teljast harla ólíklegt að þessir aðilar sem voru með allt að 35%

veiðinnar sum árin, hafi aldrei fengið merktan fisk, meðan aðrir sem veiddu

mun færri fiska, skiluðu upplýsingum um nokkra endurveidda merkta fiska.

Þetta var raunin ekki bara eitt veiðitímabil, heldur nokkur tímabil. Þetta

vekur upp grunsemdir um vanskráningu á endurheimtum. Vanskráning á

endurheimtum hefur þá áhrif að endurveiðihlutfall er vanmetið og stofnstærð

ofmetin.

Því má draga þá ályktun að merkingar og endurheimtur vanmeti lifun af

V&S aðferðinni og lifunin sé mun hærri en 9,1%.

Bleikja í Eyjafjarðará, endurheimtur eftir veiðiaðferð, veiðimanni,

lengd fisks eða tíma sumars

Af Mynd 16 að dæma er bleikja veidd til merkinga áberandi smærri en sú

sem almennt veiddist (ómerkt). P-gildi fyrir mátpróf (goodness of fit), á

hvort lengdardreifing á merktum fiski sé sú sama og á veiddum fiski er lægra

en 0,001 (p < 0,001). Það staðfestir að lengdardreifing á merktum fiski er

ekki eins og á veiddum fiski. Rétt er að hafa þann fyrirvara á að einungis eru

til lengdarupplýsingar um 1/3 af veidda fiskinum. Ekki er ósennilegt að

skráning batni með stærð. Þar sem einungis eru til lengdarupplýsingar um 1/3

af veidda fiskinum og ekki er ósennilegt að skráning batni með stærð, þá ber

að taka þessum niðurstöðum með fyrirvara.

Það að bleikja veidd til merkinga er smærri en sú almennt veidda kann að

skýrast af því að stór hluti veiðinnar fer fram seinni partinn i júlí og fyrri

partinn í ágúst en á þeim tíma veiðast oft stærri bleikjur en síðar á tímabilinu.

Á sama tíma er sóknin hvað mest og því minnst af veiðileyfum laust og

merkingarmenn því lítið á ferðinni. Merkingar voru því meira stundaðar síðar

á tímabilinu þegar meira var laust af leyfum og smærri bleikja tekin að ganga

í árnar. Því má segja að úrtakið endurspegli þýðið ekki fullkomlega en ráð

má bót á því, ef um frekari rannsóknir verður að ræða, með því að taka frá

daga til merkinga á vinsælasta tímanum.

Page 79: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

59

Smærri bleikjan endurheimtist verr en sú stærri – merkingin sjálf gæti því

haft meiri áhrif á smærri fisk, Norsk rannsókn (Strand, Finstad, Lamberg, &

Heggberget, 2002) á 15-25 cm stórri bleikju sýndi fram á nokkur afföll vegna

merkinga með slöngumerki. Heimtur á slöngumerktum fiski voru 10% en á

samanburðarhópi sem merktur var með litun, um 18%.

Meðallengd eftir mánuðum er í nokkru samræmi við það sem kemur fram

í kafla 2.2 um lífsferil sjóbleikju. Í apríl fara merkingar fram á ósasvæðum

og þá veiðist nokkuð stór fiskur - væntanlega kynþroska sem er að ganga til

sjávar. Í maí er einnig merkt á ósasvæðum en fiskur er þá smærri, sem aftur

rímar við fræðin um að smærri fiskurinn gangi síðar til sjávar. Frá og með

júlí fara merkingar að mestu fram ofar í ánum. Í júlí og ágúst veiðist stærsti

fiskurinn, þá er hrygningarfiskur tekinn að ganga og sá stærsti fyrst. Í

september og október fer fiskurinn svo smækkandi enda er þá meira af

geldfiski á ferðinni.

Merkingar á bleikju í Eyjafjarðará eftir mánuðum eru ekki alveg í sama

hlutfalli og veiðin. Þar ræður mestu að veiðitímabil er takmarkað við júní til

september og því stendur almenningi ekki til boða að veiða utan þess tíma

þótt veiðivon sé nokkur. Sókn er jafnan í nokkru hlutfalli við veiðivon og oft

mikil fyrr hluta veiðitímabils. Því er sókn mikil í júlí sem aftur takmarkar

aðgengi merkingarmanna að ánni á þeim tíma.

Bleikja í Eyjafjarðará í samanburði við aðrar ár og aðrar tegundir

Endurheimtar bleikjur voru samtals 100 og þar af voru 83 þeirra í

Eyjafjarðará. Þar var endurheimtuhlutfall bleikju einnig hæst eða 10,0%. Í

öðrum ám var hlutfallið mun lægra. Hafa ber í huga að mun færri bleikjur

voru merktar í samanburðaránum og vægi hvers fisks í endurheimtum afar

mikið. Þar var verkefnið ekki eins vel kynnt fyrir veiðimönnum og því gætu

heimtur hafa verið lakari af þeim sökum.

Mikill er munur á endurheimtum milli tegunda innan svæðis, t.d. á urriða

og bleikju í Eyjafjarðará og á laxi og bleikju í Fnjóská. Hugsanlegt er að

veiðihlutfall á urriða sé lægra en á bleikju, eða að náttúrleg afföll séu hærri.

Skýring á mismundandi endurheimtum tegunda, gæti að hluta verið sú að

veiðimenn eru meðvitaðri um bleikjuna og skila frekar inn upplýsingum um

hana. Hæstu endurheimturnar voru á laxi í Fnjóská eða 19,3%, sem þó eru

heldur lægri en í sambærilegum fyrri rannsóknum á Norðurlandi (Guðni

Guðbergsson & Sigurður Már Einarsson, 2007). Hugsanlega er skýringanna á

Page 80: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

60

þessu að leita í því að Fnjóská er stór og mikil á og veiðihlutfall þar gæti

verið lægra en annars staðar. Endurheimtuhlutfall bleikju í Fnjóská var mun

lægra en endurheimtuhlutfall af laxi. Það kann einfaldlega að skýrast af því

að flestir þeir sem fara til veiða í Fnjóská fara þangað til laxveiða, og vanda

því betur til skráninga á laxi heldur en bleikju. Líklegt er að skráning á laxi

sé almennt betri en á bleikju og urriða. Laxveiðileyfin eru dýrari; í laxveiði

eru menn jafnan tveir um stöng og hver fiskur veginn og metinn og

myndaður í bak og fyrir. Í bleikjuveiði eru menn hins vegar oft einir á stöng,

fá fleiri fiska og vanda síður til skráninga.

Ekki var gerð tilraun til að meta stofnstærð á öðru en bleikju en í

Eyjafjarðará, til þess voru ekki nægjanleg gögn.

5.1 Framlag til þekkingar

Þekking á lífsögu og ferlum hverrar tegundar, bússvæðum og ásættanlegu

rými í tíma og rúmi eru nauðsynleg atriði í kortlagningu fiskistofna. Hingað

til hefur talverð áhersla verið lögð á slík fræði í rannsóknum á bleikju. Áhrif

veiða og ólíkra veiðistjórnaraðferða eru ekki síður mikilvæg. Það að komast

að því hvert endurveiðihlutfall og lifun bleikju er í stangveiði, hefur mikið

gildi ef nota á V&S sem aðferð til veiðistjórnar, enda markmið V&S að

lágmarka afföll vegna veiða.

Stangveiðar eða sportveiðar eru orðin mjög mikilvæg afþreying fyrir fólk

víða um heim og hafa víðtæk efnahagsleg áhrif, bæði svæðisbundin og á

landsvísu (Arlinghaus et al., 2002). Þær hafa einnig líffræðileg áhrif og geta

haft áhrif á stofnstærðir (Arlinghaus et al., 2002; Lewin et al., 2006).

Afar mikilvægt er að rannsókn fari fram á nýtingarmöguleikum,

veiðistjórnunaraðferðum og veiðiþoli svæða áður en sókn eykst (Post et al.,

2002). Niðurstöður slíkrar rannsóknar gætu varpað ljósi á mikinn samdrátt í

veiði í Eyjafjarðará upp úr 2000 og verið öðrum leiðarljós við

nýtingarskipulag veiðisvæða sinna. Mörg ár getur tekið að byggja upp

veiðistofn og þá tekur einhver ár að fá veiðimenn til að sækja svæðið aftur.

Nauðsynlegt er að átta sig á orsökum og afleiðingum þessa aflabrests til þess

að slíkt endurtaki sig ekki. Fjölmörgum spurningum þarf að svara í þessu

samhengi. Ein þeirra er hvaða áhrif veiðistjórnunaraðferðin V&S hefur á

bleikju.

Page 81: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

61

Í ljósi þess að V&S snýst um það að sleppa fiski aftur lifandi má segja að

aðferðin sætti ólík sjónarmið og sé í þeim skilningi besta mögulega

veiðistjórnunaraðferðin. Mögulegt er að auka sókn í fiskistofninn án þess að

ógna sjálfbærni hans ef veiðiafföll lækka með V&S. Vinsældir stangveiða á

bleikju aukast einnig, en stofnar hennar eiga undir högg að sækja (Adams et

al., 2007). Það virðist liggja beint við að taka upp V&S en athygli vekur

hversu lítið áhrif þess á bleikju hafa verið skoðuð.

Upplýsingar um endurveiðihlutfall í V&S fyrirkomulagi eru mjög

mikilvægar bæði fyrir þá sem stjórna veiðunum eða hafa með

veiðileyfasöluna að gera en einnig fyrir fiskifræðinga og aðra þá sem höndla

með veiðitölur. V&S hækkar veiðitölur og víða eru veiðitölur notaðar sem

mælikvarði á breytingar á stofnstærð milli tímabila. Nauðsynlegt að þekkja

endurveiðihlutfall V&S til að „leiðrétta“ veiðitölur. Þess vegna er heppilegt

að þekkja hvernig V&S breytir þessu hlutfalli. Endurveiðihlutfall, líkt og

veiðihlutfall, getur verið breytilegt á milli veiðisvæða og hugsanlega á milli

ára innan sama svæðis. Lax veiðist t.d. yfirleitt ekki oftar en einu sinni,

einstaka sinnum tvisvar og endurveiðihlutfall hans getur verið breytilegt á

milli veiðisvæða; það er t.d. aðeins 4% í ánni Alta í Noregi (Veb, 1998),

10% í ánni Panoi á Kolaskaga í Rússlandi (Whoriskey et al., 2000), um 25% í

Selá og Hofsá Vopnafirði og um 15% í Haffjarðará og Grímsá (Guðni

Guðbergsson & Sigurður Már Einarsson, 2007). Endurveiðihlutföll fyrir

bleikju liggja hinsvegar ekki á lausu. Nú er það hinsvegar þekkt í

Eyjafjarðará og virðist vera nokkuð stöðugt á milli ára eða rúm 9%.

Niðurstöðurnar geta verið ákveðin viðmið við ákvörðun á aðferð til

veiðistjórnar í öðrum bleikjuveiðiám og til leiðréttingar á veiðitölum þegar

V&S er viðhaft.

5.2 Takmarkanir rannsóknar, tillögur að

úrbótum og næstu skref

Helstu annmarkar rannsóknarinnar eru áreiðanleiki endurheimta og gæði

þeirra gagna. Talsvert munar á endurheimtuhlutfalli á milli svæða

annarsvegar og hinsvegar á milli tegunda, auk þess sem oft vantar

upplýsingar um veiðidag eða lengd fisks. Eftirfylgni var þó talsverð. Hringt

var í nokkra stangveiðimenn, trillukalla og netaveiðimenn til að kanna hvort

endurheimtur hefðu verið einhverjar. Athygli vakti að skrá yfir sjávarjarðir

Page 82: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

62

með heimild til netalagna er hvergi að finna, þrátt fyrir að í lögum um lax- og

silungsveiði sé kveðið á um að Fiskistofa skuli halda slíka skrá (Alþingi,

2006). Ekki er ólíklegt að hlutfall á endurheimtum geti m.a. ráðist af

persónulegum tengslum rannsóknaraðila við veiðimenn. Endurheimtar

bleikjur úr sjó, voru t.d. langflestar komnar frá aðilum tengdum

umsjónarmanni rannsóknarinnar. Frá og með árinu 2013 eru 4 ár í Eyjafirði

komnar í rafrænt veiðileyfasölukerfi. Hugsanlega mætti nýta slíkt kerfi til

að ná betur til veiðimanna, upplýsa þá og áminna.

Hlutfall endurveiddra merktra fiska, þ.e. merking/endurveiði má nota til

að meta stofnstærð, t.d. með s.k. Petersen-aðferð. Þegar slíkt mat er borið

saman við niðurstöður úr teljara, getur munur verið talverður.

Merking/endurveiði virtist t.d. ofmeta stofnstærð þrefalt, borið saman við

niðurstöður úr teljara, í rannsókn sem gerð var á laxi í Selá (Guðni

Guðbergsson & Sigurður Már Einarsson, 2007). Merking/endurveiði er mun

ódýrari og einfaldari aðgerð en uppsetning og rekstur á teljara. Því væri afar

gagnlegt að koma upp teljara í Eyjafjarðará, en halda jafnframt merkingum

áfram og bera niðurstöður saman yfir nokkurra ára skeið með það að

markmiði að bæta gæði útreikninga á stofnstærð með merking/endurveiði

aðferð.

Merking á bleikju með útvarpssendimerkjum væri æskileg. Ef slíkt er gert

þegar bleikjan er að ganga í ánna, mætti fylgjast með fari og afdrifum hennar,

fram yfir hrygningu og jafnvel allt að sjógöngu. Þá væri hægt er að meta

afföll og endurveiðihlutfall og bera saman við hefðbundna

merking/endurveiði. Slík aðferð var notuð til að meta síðbúinn afföll vegna

V&S og staðfesta niðurstöður úr umfangsmiklum merkingum í ánni Panoi á

Kolaskaga í Rússlandi (Whoriskey et al., 2000).

Til meta áhrif mismunandi króka, löndunartíma eða loftunartíma, væri

æskilegt að setja upp tilraun með einhverskonar kvíum. Stangveiddur fiskur,

meðhöndlaður á ólíkan hátt, væri þá settur í þær og afdrif borin saman.

Page 83: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

63

Heimildir

1. Adams, C. E., Bean, C. W., Fraser, D., & Maitland, P. S. (2007).

Conservation and management of the arctic charr: A forward view. Ecology

of Freshwater Fish, 16(1), 2-5. doi:10.1111/j.1600-0633.2006.00180.x

2. Lög um lax- og silungsveiði, Lög U.S.C. (2006).

3. Arlinghaus, R., Cooke, S. J., Lyman, J., Policansky, D., Schwab, A., Suski,

C., . . . Thorstad, E. B. (2007). Understanding the complexity of catch-

and-release in recreational fishing: An integrative synthesis of global

knowledge from historical, ethical, social, and biological perspectives.

Reviews in Fisheries Science, 15(1-2), 75-167.

doi:10.1080/10641260601149432

4. Arlinghaus, R., Mehner, T., & Cowx, I. G. (2002). Reconciling traditional

inland fisheries management and sustainability in industrialized

countries, with emphasis on europe. Fish and Fisheries, 3(4), 261-316.

doi:10.1046/j.1467-2979.2002.00102.x

5. Árni Magnússon, & Páll Vídalín. (1943). Jarðabók árna magnússonar og

páls vídalín. Kaupmannahöfn: Hið Íslenska Fræðafjelag í

Kaupmannahöfn.

6. Arnþór Garðarsson. (1979). Vistfræðileg flokkun íslenskra vatna. Týli, (9),

1-10.

7. Arnþór Garðarsson, & Árni Einarsson (Eds.). (1991). Náttúra mývatns.

Reykjavík: Hið íslenska náttúrufræðifélag.

8. Ásgeir Valdimar Hlinason. (2010). Farleiðir sjóbleikjuseiða í

lambeyrarkvísl í borgarfirði. (Unpublished BSc). Landbúnaðarháskóli

Íslands, Hvanneyri.

9. Barber, W. E., & McFarlane, G. A. (1987). Evaluation of three techniques

to age arctic char from alaskan and canadian waters. Transactions of the

American Fisheries Society, 116(6), 874-881. doi:10.1577/1548-

8659(1987)116<874:EOTTTA>2.0.CO;2

Page 84: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

64

10. Baroudy, E., & Elliott, J. M. (1994a). The critical thermal limits for

juvenile arctic charr salvelinus alpinus. Journal of Fish Biology, 45(6),

1041-1053. doi:10.1111/j.1095-8649.1994.tb01071.x

11. Baroudy, E., & Elliott, J. M. (1994b). Tolerance of parr of arctic charr,

salvelinus alpinus, to reduced dissolved oxygen concentrations. Journal

of Fish Biology, 44(4), 736-738. doi:10.1111/j.1095-

8649.1994.tb01250.x

12. Bartholomew, A., & Bohnsack, J. A. (2005). A review of catch-and-

release angling mortality with implications for no-take reserves. Reviews

in Fish Biology and Fisheries, 15(1-2), 129-154. doi:10.1007/s11160-

005-2175-1

13. Baumgartner, L. J., Bettanin, M., McPherson, J., Jones, M., Zampatti, B.,

& Beyer, K. (2010). In Murray-Darling Basin Authority.,South

Australian Research and Development Institute. (Ed.), Assessment of an

infrared fish counter (vaki riverwatcher) to quantify fish migrations in

the murray-darling basin. Narrandera, NSW, Australia.,: Industry &

Investment NSW.

14. Bjarni Jónsson, & Eik Elfarsdóttir. (2008). Möguleg efnistökusvæði á

aðalskipulagi innan vatnasvæðis eyjafjarðarár. ( No. VMST-G/08008).

Skagafjörður: Veiðimálastofnun / Norðurlandsleild.

15. Bjarni Jónsson, Eik Elfarsdóttir, & Friðþjófur Árnason. (2008). Mat á

eyjafjarðará og hliðarám með tilliti til uppeldis bleikjuseiða. ( No.

VMST/08033). Skagafjörður: Veiðimálastofnun.

16. Bjarni Jónsson, Eik Elfarsdóttir, & Karl Bjarnason. (2008). Rannsóknir á

seiðastofnum á vatnasvæði eyjafjarðarár 2007-2008 og samanburður

við eldri rannsóknir. ( No. VMST/08034). Skagafjörður:

Veiðimálastofnun.

17. Burnham, K. P., Anderson, D. R., White, G. C., Brownie, C., & Pollock,

K. H. (1987). Design and analysis methods for fish survival experiment

based an releases-recapture. Wenatchee, Washington: American

fisheries society monographs.

18. CAFF (Conservation of Arctic Flora and Fauna). (2001). Arctic flora and

fauna: Status and conservation. 2001. (). Helsingki: Edita.

Page 85: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

65

19. Campbell, P. M., Pottinger, T. G., & Sumpter, J. P. (1992). Stress reduces

the quality of gametes produced by rainbow trout. Biology of

Reproduction, 47(6), 1140-1150. doi:10.1095/biolreprod47.6.1140

20. Cederberg, G., Kreh, L., Oglesby, A., Ulnitz, S., & Öste, B. (1992). In

Cederberg G. (Ed.), Fluguveiði (Björn Jónsson Trans.). Almenna

bókafélagið hf.

21. Coleman, F. C., Figueira, W. F., Ueland, J. S., & Crowder, L. B. (2004).

The impact of united states recreational fisheries on marine fish

populations. Science, 305(5692), 1958-1960.

doi:10.1126/science.1100397

22. Colombi, B. J., & Brooks, J. F. (2012). Keystone nations indigenous

peoples and salmon across the north pacific. SAnta Fe: School for

Advanced Research Press.

23. Cooke, S. J., & Schramm, H. L. (2007). Catch-and-release science and its

application to conservation and management of recreational fisheries.

Fisheries Management and Ecology, 14(2), 73-79. doi:10.1111/j.1365-

2400.2007.00527.x

24. Cooke, S. J., & Suski, C.,D. (2005). Do we need species-specific

guidelines for catch-andrelease recreational angling to effectively

conserve diverse fishery resources? Biodiversity and Conservation, 14,

1195-1209. doi:DOI 10.1007/s10531-004-7845-0

25. Cooke, S. J., & Cowx, I. G. (2004). The role of recreational fishing in

global fish crises. Bioscience, 54(9), 857-859. doi:10.1641/0006-

3568(2004)054[0857:TRORFI]2.0.CO;2

26. Cooke, S. J., & Cowx, I. G. (2006). Contrasting recreational and

commercial fishing: Searching for common issues to promote unified

conservation of fisheries resources and aquatic environments. Biological

Conservation, 128(1), 93-108.

doi:http://dx.doi.org/10.1016/j.biocon.2005.09.019

27. Cooke, S. J., Philipp, D. P., Dunmall, K. M., & Schreer, J. F. (2001). The

influence of terminal tackle on injury, handling time, and cardiac

disturbance of rock bass. North American Journal of Fisheries

Management, 21(2), 333-342. doi:10.1577/1548-

8675(2001)021<0333:TIOTTO>2.0.CO;2

Page 86: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

66

28. Department of Fisheries and Oceans. (1998). Effects of hook-and-release

angling practises – atlantic salmon. ( No. D0-03,). Ottawa, Canada,:

Department of Fisheries and Oceans Stock Status Report 7 pp.

29. Ditton, R. B., Holland, S. M., & Anderson, D. K. (2002). Recreational

fishing as tourism. Fisheries, 27(3), 17-24. doi:10.1577/1548-

8446(2002)027<0017:RFAT>2.0.CO;2

30. Eggert Ólafsson, & Bjarni Pálsson. (1975). Ferðabók eggerts ólafssona

og bjarna pálssonar 1752-1757. Reykjavík: Örn og Örlygur hf.

31. Eik Elfarsdóttir, & Friðþjófur Árnason. (2002a). Mat á búsvæðum

bleikjuseiða í eyjafjarðará. ( No. VMST-N/0202). Reykjavík:

Veiðimálastofnun.

32. Eik Elfarsdóttir, & Friðþjófur Árnason. (2002b). Rannsóknir á

seiðastofnum og veiði í eyjafjarðará. ( No. VMST-N/0201). Hólar í

Hjaltadal: Veiðimálastofnun.

33. Elliott, J. M., & Elliott, J. A. (2010). Temperature requirements of

atlantic salmon salmo salar, brown trout salmo trutta and arctic charr

salvelinus alpinus: Predicting the effects of climate change. Journal of

Fish Biology, 77(8), 1793-1817. doi:10.1111/j.1095-8649.2010.02762.x

34. Eloranta, A. P., Knudsen, R., & Amaundsen, P. (2013). Niche segregation

of coexisting arctic charr (salvelinus alpinus) and brown trout (salmo

trutta) constrains food web coupling in subarctic lakes. Freshwater

Biology, 58(1), 207-221. doi:10.1111/fwb.12052

35. Falk, M. R., Gillman, D. V., & Dahlke, L. W. (1974). Comparison of

mortality between barbed and barbless hooked lake trout

36. FAO, Fisheries and Aquaculture Department. (2012). The state of world

fisheries and aquaculture. (). Rome: FOOD AND AGRICULTURE

ORGANIZATION OF THE UNITED NATIONS.

37. Ferguson, R. A., & Tufts, B. L. (1992). Physiological effects of brief air

exposure in exhaustively exercised rainbow trout (oncorhynchus

mykiss): Implications for "catch and release" fisheries. Canadian

Journal of Fisheries and Aquatic Sciences, 49(6), 1157-1162.

doi:10.1139/f92-129

Page 87: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

67

38. Fiskistofa. (2013). Reglugerðir um bann við veiði göngusilungs í sjó.

Retrieved 10/28, 2013, Retrieved from

http://www.fiskistofa.is/laxogsilungs/almennaruppl/logogreglugerdir/

39. Fry, F. E. J. (1971). The effect of environmental factors on the

physiology of fish. Fish physiology (pp. 1-98). USA: Academic Press.

doi:http://dx.doi.org/10.1016/S1546-5098(08)60146-6

40. Gilbery, H. (2008). Fishing. London: The penguin group.

41. Gísli Már Gíslason, & Hákon Aðalsteinsson. (1998). Árhrif landrænna

þátta á líf í straumvötnum. Náttúrufræðingurinn, 68(2), 97-112.

42. Guðmundur Gunnarsson. (2006). Silungsveiði á íslandi <br />- vannýtt

tækifæri . (). Reykjavík: Landssambandi veiðifélaga. . (Silungsveiði á

Íslandi - vannýtt tækifæri)

43. Guðni Guðbergsson. (2013a). Lax- og silungsveiðin 2012. ( No.

VMST/13039). Reykjavík: Veiðimálastofnun.

44. Guðni Guðbergsson. (2013b). Silungurinn í mývatni - yfirlit yfir

rannsóknir og veiðitölur 1986 - 2012. ( No. VMST/13019). Reykjavík:

Veiðimálastofnun.

45. Guðni Guðbergsson, & Sigurður Már Einarsson. (2007). Áhrif veiða og

sleppa á laxastofna og veiðitölur. Fræðaþing Landbúnaðarins 4, 2007,

Reykjavík,. (4)

46. Guðni Guðbergsson, & Þórólfur Antonsson (Eds.). (1996). Fiskar í ám og

vötnum Landvernd.

47. Guðni Guðbergsson, & Þórólfur Antonsson. (2008). Tengsl stofnstærðar,

sóknar og veiðihlutfalls hjá laxi í elliðaánum. Fræðaþing

Landbúnaðarins, Reykjavík. , 1(5) 242.

48. Gunnarsson, G. S., & Steingrimsson, S. Ó. (2011). Contrasting patterns of

territoriality and foraging mode in two stream-dwelling salmonids,

arctic char (salvelinus alpinus) and brown trout (salmo trutta). Canadian

Journal of Fisheries and Aquatic Sciences, 68(12), 2090-2100.

doi:10.1139/f2011-127

49. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. (2004). Lax- og silungsveiði á íslandi –

Efnahagsleg áhrif . ( No. C04:06). Reykjavík: Hagfræðistofnun

Háskóla Íslands.

Page 88: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

68

50. Hagstofa Íslands. (2013). Vísitala neysluverðs. Retrieved 06/01, 2013,

Retrieved from

http://www.hagstofa.is/Pages/711?src=/temp/Dialog/varval.asp?ma=VI

S01000%26ti=Breytingar+%E1+v%EDsit%F6lu+neysluver%F0s+fr%E

1+1988%26path=../Database/visitolur/neysluverd/%26lang=3%26units

=V%EDsit%F6lur%20og%20hlutf%F6ll

51. Haukur Snorrason. (1951, 17. október). Stofnun fiskiræklar- og

veiðifélags eyjafjarðarár undirbúin. Dagur, pp. 8.

52. Heasman, M. S., & Black, K. D. (1998). The potential of arctic charr,

salvelinus alpinus (L.), for mariculture. Aquaculture Research, 29(1),

67-76. doi:10.1046/j.1365-2109.1998.00929.x

53. Matsgerð dómskvaddra matsmanna til mats á því hvað teljist vera

umráðasvæði veiðifélags eyjafjarðarár við ósa eyjafjarðará við akureyri

gagnvart laxi og silungi, M-4/1999 (Héraðsdómur Norðurlands eystra

1999).

54. Hjalager, A. (2010). Regional innovation systems: The case of angling

tourism. Tourism Geographies, 12(2), 192-216.

doi:10.1080/14616681003725201

55. Hoenig, J. M., Barrowman, N. J., Hearn, W. S., & Pollock, K. H. (1998).

Multiyear tagging studies incorporating fishing effort data. Canadian

Journal of Fisheries and Aquatic Sciences, 55(6), 1466-1476.

doi:10.1139/f97-256

56. Hólaskóli. (2011). Eldisbóndinn - eldi bleikju. Retrieved 04/28, 20113,

Retrieved from http://holar.is/~eldisbondi/index.html

57. Iðunn Hauksdóttir. (2011). Aldur og vöxtur sjóbleikjustofns hvítár í

borgarfirði. (Unpublished BS). Landbúnaðarháskólinn Íslands,

Hvanneyri.

58. Ingi Rúnar Jónsson, & Sigurður Már Einarsson. (2008). Lambeyrarkvísl

2007. ( No. VMST/08017). Reykjavík: Veiðimálastofnun.

59. Ingi Rúnar Jónsson, & Þórólfur Antonsson. (2005). Rannsóknir á

sjóbleikju úr vesturdalsá með rafeindamerkjum, sumarið 2005.

áfangaskýrsla. ( No. VMST-R/0518). Reykjavík: Veiðimálastofnun.

Page 89: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

69

60. Ingi Rúnar Jónsson, & Þórólfur Antonsson. (2007). Far og gönguhegðun

sjóbleikju úr vesturdalsá 2006. ( No. VMST/07003). Reykjavík:

Veiðimálastofnun.

61. Ingi Rúnar Jónsson, Þórólfur Antonsson, & Sigurður Guðjónsson. (2008).

Stofnstærð lax (salmo salar) og bleikju (salvelinus alpinus) í samhengi

við veiði. Fræðaþing Landbúnaðarins 2008, Reykjavík. , 5(1) 234.

62. Ingibjörg G. Jónsdóttir. (2010). Hlutverk kvarna í fiskum og rannsóknum.

Tímarit Hins Íslenska Náttúrufræðifélags, 80(1-2), 65.

63. Jensen, J. L. A., & Rikardsen, A. H. (2012). Archival tags reveal that

arctic charr salvelinus alpinus and brown trout salmo trutta can use

estuarine and marine waters during winter. Journal of Fish Biology,

81(2), 735-749. doi:10.1111/j.1095-8649.2012.03343.x

64. Jóhannes Sturlaugsson. (2001). Atferlisvistfræði göngubleikju og

umbætur í veiðinýtingu slíkra fiskistofna. ( No. VMST-R/O124x).

Reykjavík: Veiðimálastofnun.

65. Jóhannes Sturlaugsson. (2012). Rannsóknir og vistkerfi hópsins. In Karl

G. Friðriksson, & Sigríður P. Friðriksdóttir (Eds.), Á vit

margbreytileikans<br />Víðidalsá og fitjá<br />Hópið og gljúfurá (pp.

237). Reykjavík: Salka.

66. Jóhannes Sturlaugsson, Ingi Rúnar Jónsson, & Tumi Tómasson. (1997).

Mælimerkingar á bleikju : Gönguhegðun bleikju í sjó og ferskvatni.. (

No. VMST-R/97023X). Reykjavík: Veiðimálastofnun.

67. Jóhannes, S., Ingi Rúnar, J., & Tumi, T. (1997). Mælimerkingar á

bleikju: <br />Gönguhegðun í sjó og ferskvatni. (Rannsóknarskýrsla

No. VMST-R/97023x). Reykjavík: Veiðimálastofnun.

68. Johnston, G. (2002). Arctic charr aquaculture. Oxford UK: Blackwell

Publishing. doi:10.1002/9780470995587.ch2

69. Jón Benedikt Gíslason. (2010). Arðsemismat á gerð fiskvegar í

bleikjuveiðiá í eyjafirði. (Unpublished Bs). Háskólinn á Akureyri,

Akureyri. doi:http://hdl.handle.net/1946/5777

70. Jørgensen, E. H., & Johnsen, H. K. (2013). Rhythmic life of the arctic

charr: Adaptations to life at the edge. Marine Genomics, (0)

doi:http://dx.doi.org/10.1016/j.margen.2013.10.005

Page 90: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

70

71. Karl Gunnarsson, Gunnar Jónsson, & Ólafur Karvel Pálsson. (1998).

Bleikja. Sjávarnytjar við ísland (pp. 148). Reykjavík: Mál og menning.

72. King, M. (2007). Fisheries biology, assessment anda management

(Second edition ed.). Oxford: Blackwell publishing.

73. Klemetsen, A. (2010). The charr problem revisited: Exceptional

phenotypic plasticity promotes ecological speciation in postglacial

lakes. Freshwater Reviews, 3, 49.

74. Klemetsen, A., Amundsen, P. -., Dempson, J. B., Jonsson, B., Jonsson,

N., O'Connell, M. F., & Mortensen, E. (2003). Atlantic salmon salmo

salar L., brown trout salmo trutta L. and arctic charr salvelinus alpinus

(L.): A review of aspects of their life histories. Ecology of Freshwater

Fish, 12(1), 1-59. doi:10.1034/j.1600-0633.2003.00010.x

75. Klemetsen, A., Knudsen, R., Staldvik, F. J., & Amundsen, P. -. (2003).

Habitat, diet and food assimilation of arctic charr under the winter ice in

two subarctic lakes. Journal of Fish Biology, 62(5), 1082-1098.

doi:10.1046/j.1095-8649.2003.00101.x

76. Kristinn Kristinsson. (2012). Rannsóknir á seiðabúskap eyjafjarðarár

haustið 2011. niðurstöður bornar saman við fyrri sambærilegar

rannsóknir. . ( No. VMST/12004). Skagafjörður: Veiðimálastofnun.

77. Lewin, W., Arlinghaus, R., & Mehner, T. (2006). Documented and

potential biological impacts of recreational fishing: Insights for

management and conservation. Reviews in Fisheries Science, 14(4),

305-367. doi:10.1080/10641260600886455

78. Loftus, A. J., Taylor, W. W., & Keller, M. (1988). Can.J.Fisb.Aquat.Sci.,

45, 1473.

79. Maitland, P. s. (1995). World status and conservation of the arctic

charr Salvelinus alpinus (L.). Nordic Journal of Freshwater Research,

71, 113-127.

80. Maitland, P. S., Winfield, I. J., McCarthy, I. D., & Igoe, F. (2007). The

status of arctic charr salvelinus alpinus in britain and ireland. Ecology of

Freshwater Fish, 16(1), 6-19. doi:10.1111/j.1600-0633.2006.00167.x

81. Meka, J. M. (2004). The influence of hook type, angler experience, and

fish size on injury rates and the duration of capture in an alaskan catch-

Page 91: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

71

and-release rainbow trout fishery. North American Journal of Fisheries

Management, 24(4), 1309-1321. doi:10.1577/M03-108.1

82. Meka, J. M., & McCormick, S. D. (2005). Physiological response of wild

rainbow trout to angling: Impact of angling duration, fish size, body

condition, and temperature. Fisheries Research, 72(2–3), 311-322.

doi:http://dx.doi.org/10.1016/j.fishres.2004.10.006

83. Muoneke, M. I., & Childress, W. M. (1994a). Reviews in Fisheries

Science, 2, 123.

84. Muoneke, M. I., & Childress, W. M. (1994b). Hooking mortality: A

review for recreational fisheries. Reviews in Fisheries Science, 2(2),

123-156. doi:10.1080/10641269409388555

85. Nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga. (2011). Hvítbók um löggjöf

til verndar náttúru íslands. (). Reykjavík: Umhverfisráðuneytið. .

(Hvítbók)

86. Newbold, P., Carlson, W., & Thorne, B. (2007). Statistics for business

and economics (6th ed.). New Jersey: Pearson.

87. Nordeng, H., & Bratland, P. (2006). Homing experiments with parr,

smolt and residents of anadromous arctic char salvelinus alpinus and

brown trout salmo trutta: Transplantation between neighbouring river

systems. Ecology of Freshwater Fish, 15(4), 488-499.

doi:10.1111/j.1600-0633.2006.00188.x

88. Ocean Studies Board (Ed.). (1999). Sustaining marine fisheries.

Washington D.C.: The National Academies Press.

89. Pankhurst, N. W., & Dedualj, M. (1994). Effects of capture and recovery

on plasma levels of cortisol, lactate and gonadal steroids in a natural

population of rainbow trout. Journal of Fish Biology, 45(6), 1013-1025.

doi:10.1111/j.1095-8649.1994.tb01069.x

90. Pauly, D., Christensen, V., Guénette, S., Pitcher, T. J., Sumaila, U. R.,

Walters, C. J., . . . Zeller, D. (2002). Towards sustainability in world

fisheries. Nature Publishing Group, 418, 689-695.

91. Pétur M. Jónasson, & Páll Hersteinsson (Eds.). (2002). Þingvallavatn,

undraheimur í mótun. Reykjavík: Mál og menning.

Page 92: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

72

92. Policansky, D. (2002). Catch-and-release recreational fishing.

Recreational fisheries (pp. 74-94) Blackwell Publishing Ltd.

doi:10.1002/9780470995402.ch6

93. Pollock, K. H., & Pine, W. E. (2007). The design and analysis of field

studies to estimate catch-and-release mortality. Fisheries Management

and Ecology, 14(2), 123-130. doi:10.1111/j.1365-2400.2007.00532.x

94. Post, J. R., Sullivan, M., Cox, S., Lester, N. P., Walters, C. J., Parkinson,

E. A., . . . Shuter, B. J. (2002). Canada's recreational fisheries: The

invisible collapse? Fisheries, 27(1), 6-17. doi:10.1577/1548-

8446(2002)027<0006:CRF>2.0.CO;2

95. Ricker, W. E. (1975). In STEVENSON J. C. (Ed.), Computation and

interpretation of biological statistics of fish populations. Ottawa:

Enviroment Canada Fisheries and marine service.

96. RIKARDSEN, A. H., DISERUD, O. H., ELLIOTT, J. M., DEMPSON, J.

B., STURLAUGSSON, J., & JENSEN, A. J. (2007). The marine

temperature and depth preferences of arctic charr (salvelinus alpinus)

and sea trout (salmo trutta), as recorded by data storage tags. Fisheries

Oceanography, 16(5), 436-447. doi:10.1111/j.1365-2419.2007.00445.x

97. Rikardsen, A. H., Diserud, O. H., Elliott, J. M., Dempson, J. B.,

Sturlaugsson, J., & Jensen, A. J. (2007). The marine temperature and

depth preferences of arctic charr (salvelinus alpinus) and sea trout

(salmo trutta), as recorded by data storage tags. Fisheries

Oceanography, 16(5), 436-447. doi:10.1111/j.1365-2419.2007.00445.x

98. Siewert, H. F., & Cave, J. B. (1990). Survival of released bluegill,

lepomis macrochirus, caught on artificial flies, worms, and spinner

lures. Journal of Freshwater Ecology, 5(4), 407-411.

doi:10.1080/02705060.1990.9665256

99. Sigurbergur Steinsson. (2010). Stangaveiðimarkaðurinn á íslandi.

(Unpublished Bs). Háskólinn á Bifröst Viðskiptadeild, Birfröst

Borgarbyggð. doi:http://hdl.handle.net/1946/6655

100. Sigurður Guðjónsson. (1987). Migration sf anadromous arctic char

(salvinus alpinus L.) in a glacier river, river blanda, north iceland. (

No. VMSTR / 87048). Reykjavík: Veiðimálastofnun.

101. Sigurjón Rist. (1990). VAtns er þörf. Reykjavík: Menningarsjóður.

Page 93: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

73

102. Siikavuopio, S. I., Knudsen, R., Winger, A. C., & Kristoffersen, R.

(2009). Is the winter period a severe bottleneck of anadromous riverine

arctic charr parr? Ecology of Freshwater Fish, 18(1), 126-131.

doi:10.1111/j.1600-0633.2008.00331.x

103. Skúlason, S., Snorrason, S. S., & Jónsson, B. (1999). Sympatric morphs,

populations and speciation in freshwater fish with emphasis on arctic

charr. In M. A.E., & M. R. (Eds.), Evolution of biological diversity (pp.

70-92). Oxford: Oxford: University Press.

104. Skúli Skúlason. (2000). Ferskvatnslíf. In Bragi Guðmundsson (Ed.), Líf í

eyjafirði (pp. 169). Akureyri: Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri.

105. Skúli Skúlason, Þórólfur Antonsson, Guðni Guðbergsson, Hilmar J.

Malmquist, & Sigurður S. Snorrason. (1992a). Variability in icelandic

arctic charr. Búvísindi, 6, 143-152.

106. Skúli Skúlason, Þórólfur Antonsson, Guðni Guðbergsson, Hilmar J.

Malmquist, & Sigurður S. Snorrason. (1992b). Variability in icelandic

arctic charr. Búvísindi, 6, 145-152.

107. Statistics Norway. (2013). Statistisk sentralbyrå - elvefiske etter laks,

sjøaure og sjørøye. Retrieved 15/05, 2013, Retrieved from

https://www.ssb.no/statistikkbanken/selecttable/hovedtabellHjem.asp?K

ortNavnWeb=elvefiske&CMSSubjectArea=jord-skog-jakt-og-

fiskeri&checked=true

108. Stefán Jón Hafstein. (2013). Fluguveiðiráð. Reykjavík: Ljósmynd-

útgáfa.

109. Stewart, R. N. (2011). Íslenskar veiðiár [Rivers of Iceland 1950] (Einar

Falur Ingólfsson Trans.). Reykjavík: Hið Íslenska Bókmenntafélag.

110. Strand, R., Finstad, B., Lamberg, A., & Heggberget, T. G. (2002). The

effect of carlin tags on survival and growth of anadromous arctic charr,

salvelinus alpinus. Environmental Biology of Fishes, 64(1-3), 275.

111. Templeton, R. G. (2004). Freshwater fisheries management. Farnham

Surrey: Fishing news book Ltd.

112. Thorstad, E. B., Næsje, T. F., Fiske, P., & Finstad, B. (2003). Effects of

hook and release on atlantic salmon in the river alta, northern norway.

Fisheries Research, 60(2–3), 293-307.

doi:http://dx.doi.org/10.1016/S0165-7836(02)00176-5

Page 94: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

74

113. Tourist Development International Ireland. (2013). Socio-economic

study of recreational anglers in ireland. (). Dún Laoghaire: Inland

Fisheries Ireland (IFI). . (Stangveiði Írland)

114. Tsuboi, J., & Morita, K. (2004). Selectivity effects on wild white-

spotted charr (salvelinus leucomaenis) during a catch and release

fishery. Fisheries Research, 69(2), 229-238.

doi:http://dx.doi.org/10.1016/j.fishres.2004.04.009

115. Tumi Tómasson. (1985). Æviferill sjóbleikju og bleikju. ( No. VMST-

N/850). Hólar í Hjaltadal: Veiðimálastofnun.

116. Tumi Tómasson. (1987). The connection between growth and size at

secual maturity in icelandic arctic char (salvelinus alpinus). ( No.

VMST-N/87013). Hólar í Hjaltadal: Veiðimálastofnun.

117. Tumi Tómasson. (1989). Líffræði bleikjunnar. ( No. VMST-N/89005).

Hólar í Hjalatadal: Veiðimálstofnun.

118. Umhverfisstofnun. (2013). Náttúruminjaskrá norðausturlands. Retrieved

04/28, 2013, Retrieved from

http://www.ust.is/einstaklingar/nattura/natturuminjaskra/nordausturland/

119. Veiðifélag Eyjafjarðarár. (2012). Eyjafjarðará, yfirlitskort vegna

stangveiða. Akureyri: Veiðifélag Eyjafjarðarár.

120. Warner, K., & Johnson, P. R. (1978). Mortality of landlocked atlantic

salmon (salmo salar) hooked on flies and worms in a river nursery area.

Transactions of the American Fisheries Society, 107(6), 772-775.

doi:10.1577/1548-8659(1978)107<772:MOLASS>2.0.CO;2

121. Whoriskey, F. G., Prusov, S., & Crabbe, S. (2000). Evaluation of the

effects of catch-and-release angling on the atlantic salmon (salmo salar)

of the ponoi river, kola peninsula, russian federation. Ecology of

Freshwater Fish, 9(1-2), 118-125. doi:10.1034/j.1600-

0633.2000.90114.x

122. Wilde, G. R. (2002). ESTIMATION OF CATCH AND RELEASE

FISHING MORTALITY AND ITS SAMPLING VARIANCE. WORLD

RECREATIONAL FISHING CONFERENCE, NORTHERN

TERRITORY, AUSTRALIA. , 3 82.

123. Wilde, G. R., Muoneke, M. I., Bettoli, P. W., Nelson, K. L., & Hysmith,

B. T. (2000). Bait and temperature effects on striped bass hooking

Page 95: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

75

mortality in freshwater. North American Journal of Fisheries

Management, 20 (3), 810-815. doi:10.1577/1548-

8675(2000)020<0810:BATEOS>2.3.CO;2

124. Zwirn, M., Pinsky, M., & Rahr, G. (2005). Angling ecotourism: Issues,

guidelines and experience from kamchatka. Journal of Ecotourism, 4(1),

16-31. doi:10.1080/14724040508668435

125. Þór Guðjónsson. (1991). Sjóbleikjumerkingar í víðidalsá. ( No. VMST-

R/91020). Reykjavík: Veiðimálstofnun.

Page 96: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14
Page 97: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

77

Viðauki

Tafla 27. Fjöldi merkinga eftir mánuðum og árum. Bleikja - öll

veiðisvæði.

Mánuður

merkingar 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Samtals Hlutfall

óskráð 3 9 2 1 15 1,3%

feb 1 18 19 1,6%

apr 30 27 4 1 62 5,2%

maí 8 3 9 20 1,7%

jún 12 12 1,0%

júl 12 67 20 5 104 8,7%

ágú 65 174 24 46 10 319 26,7%

sep 66 123 7 79 275 23,0%

okt 43 103 146 12,2%

nóv 222 222 18,6%

Samtals 227 737 54 145 13 18 1194

Tafla 28. Meðallengd (cm) merktrar bleikju eftir mánuðum og árum. Öll

veiðisvæði

Mánuður

merkingar 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Meðaltal

óskráð 57,0 57,0

feb 67,0 52,2 53,0

apr 45,3 37,7 47,8 72,0 42,5

maí 37,8 46,0 33,7 37,1

jún 36,7 36,7

júl 46,8 39,9 42,9 46,4 41,6

ágú 42,9 40,2 42,0 45,0 41,6

Page 98: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

78

sep 40,4 37,9 41,6 39,3 39,0

okt 36,7 37,4 37,2

nóv 39,9 39,9

Meðaltal 41,3 39,1 42,5 41,3 69,5 52,2 40,2

Tafla 29. Samantekt á endurheimtum árin 2008-2013. Bleikja, urriði og

lax - öll veiðisvæði

Merkt Endurveiði

Veiðiá Samtals 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Samtals Hlutfall

Eyjafjarðará 918 6 33 21 19 5 84 9,2%

Fljótaá 90 1 1 1,1%

Fnjóská 167 1 7 9 17 10,2%

Hofsá 35 2 2 5,7%

Laxá 26 1 1 3,8%

Litlaá 106 1 3 4 3,8%

Ólafsfjarðará 71 2 1 1 4 5,6%

Svarfaðardalsá 75 1 2 3 4,0%

Samtals 1488 6 37 27 26 17 3 116 7,8%

Tafla 30. Fjöldi endurheimta á ári eftir merkingarmánuði. Bleikja, urriði

og lax - öll veiðisvæði

2008 2009 2010 2011 2012 2013 Meðaltal Hlutfall

óskráð 8 9 3 1 1 22 19,0%

feb 2 2 1,7%

apr 2 2 1,7%

maí 2 1 3 2,6%

jún 2 2 1,7%

júl 1 5 3 1 3 13 11,2%

ágú 6 8 3 9 1 27 23,3%

sep 1 5 5 11 9,5%

okt 1 7 8 6,9%

nóv 26 26 22,4%

Meðaltal 21 62 7 18 5 3 116

Page 99: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

79

Tafla 31. Fjöldi endurheimta hvers árs eftir merkingarári. Bleikja, urriði

og lax - öll veiðisvæði

Merkingarár 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Samtals Hlutfall

2008 5 7 2 2 16 14,3%

2009 30 21 10 2 63 56,3%

2010 4 2 1 7 6,3%

2011 9 9 18 16,1%

2012 5 5 4,5%

2013 3 3 2,7%

Samtals 5 37 27 23 17 3 112

Hlutfall 4,5% 33,0% 24,1% 20,5% 15,2% 2,7%

Tafla 32. Fjöldi endurheimta eftir merkingarmánuði, allar tegundir - öll

veiðisvæði

Mánuður merkingar Merking Endurveitt Endurveiðihlutfall

Óskráð 18 17 94,4%

feb 88 2 2,3%

apr 86 2 2,3%

maí 26 3 11,5%

jún 24 2 8,3%

júl 157 13 8,3%

ágú 400 27 6,8%

sep 311 12 3,9%

okt 165 8 4,8%

nóv 229 26 11,4%

Samtals 1504 112 7,4%

Page 100: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

80

Tafla 33. Fjöldi endurheimta í hverjum mánuði eftir merkingarmánuði,

allar tegundir - öll veiðisvæði

Mánuður merkingar Jan feb apr maí jún júl ágú sep okt nóv Samtals

óskráð 1 1 3 1 7 2 1 1 17

feb 2 2

apr 2 2

maí 1 1 1 3

jún 1 1 2

júl 1 9 2 1 13

ágú 2 4 14 5 2 27

sep 1 1 1 4 3 2 12

okt 2 1 5 8

nóv 1 1 2 8 3 3 8 26

Samtals 1 3 2 1 2 5 33 15 1 19 112

Tafla 34. Endurheimtur eftir merkingarlengd

Allar tegundir öll svæði Bleikja Önnur svæði Bleikja Eyjafjarðará

Lengd (cm) Merking Endurveiði Hlutfall Merking Endurveiði Hlutfall Merking Endurveiði Hlutfall

15-19 5 0,0% 1 0,0% 4 0,0%

20-24 6 0,0% 1 0,0% 2 0,0%

25-29 37 1 2,7% 9 0,0% 10 0,0%

30-34 117 0,0% 39 0,0% 50 0,0%

35-39 455 23 5,1% 174 7 4,0% 249 17 6,8%

40-44 410 27 6,6% 75 3 4,0% 293 24 8,2%

45-49 177 19 10,7% 23 0,0% 130 19 14,6%

50-54 92 6 6,5% 14 0,0% 45 4 8,9%

55-59 44 3 6,8% 8 1 12,5% 11 0,0%

60-64 40 2 5,0% 2 0,0% 3 0,0%

65-69 23 0,0% 1 0,0% 2 0,0%

70-74 10 1 10,0% 1 0,0%

75-79 12 1 8,3%

80-84 5 2 40,0%

Samtals 1433 85 5,9% 347 11 3,2% 801 65 8,1%

Page 101: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

81

Tafla 35. Fjöldi merkinga og endurheimta eftir merkingarsvæði, allar

tegundir - öll veiðisvæði

Svæði Merking Endurveiði Endurveiðihlutfall

Brunná 3 5 0,0%

Brúnastaðaá 3 0,0%

Eyjafjarðará ? 3 3 100,0%

Eyjafjarðará 0 67 11 16,4%

Eyjafjarðará 1 480 37 7,7%

Eyjafjarðará 2 56 3 5,4%

Eyjafjarðará 3 23 0,0%

Eyjafjarðará 4 74 5 6,8%

Eyjafjarðará 5 212 20 9,4%

Fljótaá 1 19 0,0%

Fljótaá 2 11 0,0%

Fljótaá 3 19 1 5,3%

Fljótaá 4 38 0,0%

Fnjóská 1 90 7 7,8%

Fnjóská 2 24 1 4,2%

Fnjóská 3 17 3 17,6%

Fnjóská 4 9 1 11,1%

Fnjóská 5 14 0,0%

Fnjóská 6 12 1 8,3%

Hofsá 1 35 2 5,7%

Hvalvatnsfjörður 0 1 0,0%

Hörgá 2 4 1 25,0%

Laxá Hraun 26 1 3,8%

Litlaá 106 4 3,8%

Ólafsfjarðará 1 52 4 7,7%

Ólafsfjarðará 2 19 0,0%

Svarfaðardalsá 0 2 0,0%

Svarfaðardalsá 1 26 1 3,8%

Svarfaðardalsá 2 11 1 9,1%

Svarfaðardalsá 3 35 1 2,9%

Svarfaðardalsá 5 1 0,0%

Þorvaldsdalsá 0 6 0,0%

(blank) 4 9 225,0%

Samtals 1504 117 7,8%

Page 102: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

82

Mynd 18. Eyjafjarðará veiðikort stangveiða (Veiðifélag Eyjafjarðarár, 2012)

Page 103: Veidaogsleppa bleikja erlendursteinar 27 05 14

Veiða og sleppa sem veiðistjórnun á bleikju í Eyjafjarðará © 2014 Erlendur Steinar

83

Mynd 19. Auglýsing um merkingar og endurheimtur á bleikju í Eyjafirði