virknimat og stuðningsáætlanir tæki til árangurs · ...það sem mér fannst erfiðast var að...

23
Virknimat og stuðningsáætlanir tæki til árangurs Dr. Anna-Lind Pétursdóttir Sálfræðingur og dósent við Menntavísindasvið HÍ

Upload: others

Post on 25-Sep-2020

5 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Virknimat og stuðningsáætlanir tæki til árangurs · ...það sem mér fannst erfiðast var að takast á við kerfið... Fyrsta árið hans í skóla, þá fékk ég eiginlega

Virknimat og stuðningsáætlanir tæki til árangurs

Dr. Anna-Lind Pétursdóttir

Sálfræðingur og dósent við Menntavísindasvið HÍ

Page 2: Virknimat og stuðningsáætlanir tæki til árangurs · ...það sem mér fannst erfiðast var að takast á við kerfið... Fyrsta árið hans í skóla, þá fékk ég eiginlega

Hegðunarerfiðleikar

• Hegðunarerfiðleika gætir hjá um 10-12% skólabarna og eru eitt helsta áhyggjuefni kennara

– Ingvar Sigurgeirsson og Ingibjörg Kaldalóns, 2006

• Horfur eru slæmar

– t.d. Bradley, Doolittle, & Bartolotta, 2008

• Vinnubrögð geta skipt sköpum - en “kunnáttu- og

úrræðaleysi gagnvart nemendum með alvarlegar raskanir brennur mjög á starfsfólkinu”

– Ingvar Sigurgeirsson og Ingibjörg Kaldalóns, 2006, bls. 4

Page 3: Virknimat og stuðningsáætlanir tæki til árangurs · ...það sem mér fannst erfiðast var að takast á við kerfið... Fyrsta árið hans í skóla, þá fékk ég eiginlega

Upplifun foreldra á úrræðaleysinu

• “

...það sem mér fannst erfiðast var að takast á við kerfið... Fyrsta árið hans í skóla, þá fékk ég eiginlega bara þessa beiðni að hann ætti að fara bara í annan skóla frá þáverandi skólastjóra.”

• “

Alveg frá upphafi ...voru kvartanir og neikvæð skilaboð algengust frá skólanum.”

• “

Maður var bara orðin langþreyttur á þessu eilífa veseni og bara farin að trúa því sjálfur að drengurinn væri bara vesen.

“ “

(Sesselja Árnadóttir, 2011)

Page 4: Virknimat og stuðningsáætlanir tæki til árangurs · ...það sem mér fannst erfiðast var að takast á við kerfið... Fyrsta árið hans í skóla, þá fékk ég eiginlega

• “

... ég var farinn að trúa að ég gæti alls ekki hegðað mér. Það trúðu því heldur engir aðrir. Mér var stundum kennt um hluti sem illa fóru úti í frímínútum sem ég gerði ekkert, stundum meira að segja eitthvað sem skeði þegar ég var veikur.” (nemandi með langvarandi hegðunarerfiðleika)

• “... ég varð mjög, mjög oft reiður þegar t.d. fólk var

að kenna mér um hlutina sem ég gerði ekki ... þá varð ég yfirleitt mjög reiður og... stjórnaði ekki neitt hvað ég gerði þá.” (nemandi með ADHD)

(Sesselja Árnadóttir, 2011)

Úrræðaleysið bitnar á börnunum

Page 5: Virknimat og stuðningsáætlanir tæki til árangurs · ...það sem mér fannst erfiðast var að takast á við kerfið... Fyrsta árið hans í skóla, þá fékk ég eiginlega

Gagnreyndar aðferðir til að draga úr hegðunarerfiðleikum

• Einstaklingsmiðuð stuðningsáætlun byggð á virknimati (functional behavioral assessment)

– Hagnýt atferlisgreining

– Íhlutun er árangursríkari ef hún er byggð á virknimati

• Áratuga rannsóknir hafa sýnt jákvæð áhrif

– t.d. á hegðun og námsárangur (t.d. Kern o.fl., 1994; Lane o.fl.

1999; O Neill og Stephenson, 2009)

• Samtök skólasálfræðinga, sérkennslustjóra og heilbrigðisstofnanir í BNA mæla með virknimati

• Lögbundin vinnubrögð í BNA (IDEA 1997, 2004)

Page 6: Virknimat og stuðningsáætlanir tæki til árangurs · ...það sem mér fannst erfiðast var að takast á við kerfið... Fyrsta árið hans í skóla, þá fékk ég eiginlega

Virknimat (functional behavioral assessment)

• Kerfisbundin leið til að meta áhrifaþætti sem geta ýtt undir, komið af stað, styrkt eða viðhaldið óæskilegri hegðun

• Viðtöl, bein athugun og/eða prófun tilgátna (virknigreining)

Erfið hegðun

Aðdragandi

Bakgrunns-

áhrifavaldar

Afleiðingar

Tilgangur

Page 7: Virknimat og stuðningsáætlanir tæki til árangurs · ...það sem mér fannst erfiðast var að takast á við kerfið... Fyrsta árið hans í skóla, þá fékk ég eiginlega

Einstaklingsmiðuð stuðningsáætlun 1. Úrræði sem beinast að bakgrunnsáhrifavöldum

2. Fyrirbyggjandi breytingar á aðdraganda

3. Þjálfun í viðeigandi hegðun

4. Styrking viðeigandi hegðunar og slokknun erfiðrar

Erfið hegðun

Aðdragandi

Bakgrunns-

áhrifavaldar

Afleiðingar

Tilgangur

Page 8: Virknimat og stuðningsáætlanir tæki til árangurs · ...það sem mér fannst erfiðast var að takast á við kerfið... Fyrsta árið hans í skóla, þá fékk ég eiginlega

Fjölbreyttir nýtingarmöguleikar

• Stuðningsáætlanir byggðar á virknimati hægt að nýta með fólki á ýmsum aldri...

– Frá ungbörnum til aldraðra

• ...með margvíslegar raskanir...

– Þroskahömlun, geðraskanir og/eða önnur frávik

• ...og með fjölbreytta erfiðleika

– Hegðunar- og/eða tilfinningalegir erfiðleikar

• ...í ýmsum aðstæðum

– Skólum, stofnunum, heima...

Page 9: Virknimat og stuðningsáætlanir tæki til árangurs · ...það sem mér fannst erfiðast var að takast á við kerfið... Fyrsta árið hans í skóla, þá fékk ég eiginlega

9

1. Lýsing á jákvæðum eiginleikum nemanda, erfiðri hegðun og rökstuðningur fyrir einstaklingsinngripi

2. Söfnun upplýsinga með viðtölum o.fl.

3. Bein athugun í aðstæðum

4. Einstaklingsmiðuð stuðningsáætlun byggð á niðurstöðum virknimats

5. Mat á árangri inngrips

6. Áætlun um að draga úr umfangi inngrips og viðhalda árangri

Virknimat og stuðningsáætlun “Lausnamiðað ferli”

Page 10: Virknimat og stuðningsáætlanir tæki til árangurs · ...það sem mér fannst erfiðast var að takast á við kerfið... Fyrsta árið hans í skóla, þá fékk ég eiginlega

Emil

• Nemandi í 6. bekk

• Hress og skemmtilegur strákur

• Langvarandi hegðunarerfiðleikar

þrátt fyrir ýmis úrræði:

– Slök námsástundun

– Ljótt orðbragð – neikvætt viðhorf

– Truflandi hegðun Sesselja Árnadóttir vann verkefnið. Sjá nánar í grein ALP (2010): Lotta og Emil læra að haga sér vel...

Page 11: Virknimat og stuðningsáætlanir tæki til árangurs · ...það sem mér fannst erfiðast var að takast á við kerfið... Fyrsta árið hans í skóla, þá fékk ég eiginlega

Virknimat

• Niðurstöður virknimats gert með viðtölum við kennara, nemanda og foreldra:

Þættir virknimats Samantekt niðurstaðna úr virknimati

Aðdragandi Þegar Emil á að vinna verkefni sem hann á erfitt með ...

Hegðun ...bregst hann við með því að blóta og nota niðurlægjandi orðbragð...

Afleiðingar (tilgangur) ...til að forðast verkefni.

Bakgrunnsáhrifavaldar Líkurnar á þessu aukast þegar hann er þreyttur og/eða svangur.

Page 12: Virknimat og stuðningsáætlanir tæki til árangurs · ...það sem mér fannst erfiðast var að takast á við kerfið... Fyrsta árið hans í skóla, þá fékk ég eiginlega

Einstaklingsmiðuð stuðningsáætlun

Þættir stuðningsáætlunar Íhlutun

Breytingar á aðdraganda Aukið val Skýr markmið í hvatningabók

Þjálfun í viðeigandi hegðun Minntur á að biðja á kurteisan hátt um önnur verkefni eða vinnubrögð þegar honum mislíkar eitthvað

Stjórnun afleiðinga

Samningsbundið hvatningarkerfi -viðgjöf í lok hverrar kennslustundar -viðtal við kennara í lok dags og viku -umbun heima í lok viku

Úrræði beind að bakgrunnsáhrifavöldum

Rætt við móður um að bæta svefn- og matarvenjur

Page 13: Virknimat og stuðningsáætlanir tæki til árangurs · ...það sem mér fannst erfiðast var að takast á við kerfið... Fyrsta árið hans í skóla, þá fékk ég eiginlega

Áhrif stuðningsáætlunar á neikvæð ummæli

0

2

4

6

8

10

12

Tíð

ni l

jótr

a o

rða

a a

thu

ga

se

mda

í 4

0 m

ín k

en

nslu

stu

nd

Athugunardagar

Grunnlína Einstaklingsmiðuð stuðningsáætlun

1 2 3 4 5 6

Page 14: Virknimat og stuðningsáætlanir tæki til árangurs · ...það sem mér fannst erfiðast var að takast á við kerfið... Fyrsta árið hans í skóla, þá fékk ég eiginlega

Áhrif íhlutana á námsástundun

0

2

4

6

8

10

12

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15

Fjö

ldi m

ark

mið

a n

áð

á v

iku

Vikur

fjöldi verkefna

áætlun

Verðlaunapassar og bekkjarhvatningarkerf i

Einstaklingsmiðuð stuðningsáætlun

Almenn kennsla

Page 15: Virknimat og stuðningsáætlanir tæki til árangurs · ...það sem mér fannst erfiðast var að takast á við kerfið... Fyrsta árið hans í skóla, þá fékk ég eiginlega

Viðtal við “Emil” þremur árum síðar:

Notar aðferðirnar ennþá á álagstímum

„Já ég verð ennþá kannski reiður og langar oft til að blóta ferlega en ég veit að það borgar sig ekki. Þá tek ég mig á, anda djúpt og hugsa hvað verði betra að gera. Oftast tekst þetta en það er samt ekkert langt síðan ég öskraði á litla bróður minn. Ég hef hugsað um það hvað lífið væri ömurlegt fyrir hann ef ég væri jafnleiðinlegur við hann alltaf eins og ég var.“

Sesselja Árnadóttir (2011)

Emil 3 árum síðar

Page 16: Virknimat og stuðningsáætlanir tæki til árangurs · ...það sem mér fannst erfiðast var að takast á við kerfið... Fyrsta árið hans í skóla, þá fékk ég eiginlega

Upplifun móður Emils

• Móðir Emils þremur árum eftir stuðningsáætlun:

• ... þetta breytti bara öllu bæði í skólanum og hér heima. .... ég hef alltaf sagt þetta bjargaði honum.

• Hann fékk allt í einu jákvætt ...„feedback“ frá skólanum sem hann hafði ALDREI fengið áður og... hans sýn á sjálfan sig, allt í einu gat verið gaman að standa sig vel. Ég held hann hafi ekkert áttað sig á því áður... honum var svo mikið létt...

Sesselja Árnadóttir (2011)

Page 17: Virknimat og stuðningsáætlanir tæki til árangurs · ...það sem mér fannst erfiðast var að takast á við kerfið... Fyrsta árið hans í skóla, þá fékk ég eiginlega

Samantekt áhrifa hjá 49 börnum Sjá:

Anna-Lind Pétursdóttir. (2011). Með skilning að leiðarljósi: Dregið úr langvarandi hegðunarerfiðleikum með virknimati og stuðningsáætlunum. Uppeldi og menntun, 20(2), 121-143.

Page 18: Virknimat og stuðningsáætlanir tæki til árangurs · ...það sem mér fannst erfiðast var að takast á við kerfið... Fyrsta árið hans í skóla, þá fékk ég eiginlega

Þátttakendur

• 112 háskólanemar í námskeiðinu 2009-2011

– 74 nemar í framhaldsnámi í uppeldis- og menntunarfræðum (61 með áherslu á sérkennslufræði)

– 31 nemi í náms- og kennslufræði, 7 í skyldum fögum

• 49 nemendur með langvarandi hegðunarerfiðleika

– 11 í leikskóla, 36 í grunnskóla og 2 í framhaldsskóla

– 45 piltar og 4 stúlkur, 3 til 20 ára (meðaltal: 9,5 ára)

– 13 með ADHD, 9 með námserfiðleika, 2 með ADD, 3 með röskun á einhverfurófi, 3 með kvíða eða þunglyndi

– 1 til 18 ára saga um hegðunarerfiðleika (meðaltal: 3,8 ára)

Page 19: Virknimat og stuðningsáætlanir tæki til árangurs · ...það sem mér fannst erfiðast var að takast á við kerfið... Fyrsta árið hans í skóla, þá fékk ég eiginlega

Áhrif á truflandi hegðun skólabarna

Truflandi hegðun minnkaði að meðaltali um 75%

Áhrifsstærðir: 1,2 - 2,5

Page 20: Virknimat og stuðningsáætlanir tæki til árangurs · ...það sem mér fannst erfiðast var að takast á við kerfið... Fyrsta árið hans í skóla, þá fékk ég eiginlega

Áhrif á árásarhegðun skólabarna

Árásarhegðun minnkaði að meðaltali um 88%

Áhrifsstærðir: 1,1 - 1,7

Page 21: Virknimat og stuðningsáætlanir tæki til árangurs · ...það sem mér fannst erfiðast var að takast á við kerfið... Fyrsta árið hans í skóla, þá fékk ég eiginlega

Áhrif á virka þátttöku skólabarna

Virk þátttaka jókst að meðaltali um 92%

Áhrifsstærðir: 1,4 - 2,0

Page 22: Virknimat og stuðningsáætlanir tæki til árangurs · ...það sem mér fannst erfiðast var að takast á við kerfið... Fyrsta árið hans í skóla, þá fékk ég eiginlega

Samantekt

• Einstaklingar með hegðunarerfiðleika eru á óheillabraut

• Brýn þörf er fyrir snemmtæka íhlutun en víða gætir úrræðaleysis

• Áratuga rannsóknir hafa sýnt jákvæð áhrif af einstaklingsmiðuðum stuðningsáætlunum byggðum á virknimati

• Reynslan hérlendis bendir til svipaðra áhrifa

Page 23: Virknimat og stuðningsáætlanir tæki til árangurs · ...það sem mér fannst erfiðast var að takast á við kerfið... Fyrsta árið hans í skóla, þá fékk ég eiginlega

Takk fyrir!

Spurningar?

Sjá nánar:

Anna-Lind Pétursdóttir. (2010). Lotta og Emil læra að haga sér vel: Áhrif virknimats og stuðningsáætlunar á hegðunar- og tilfinningalega erfiðleika. Ráðstefnurit Netlu – Menntakvika 2010. Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Anna-Lind Pétursdóttir. (2011). Með skilning að leiðarljósi: Dregið úr langvarandi hegðunarerfiðleikum með virknimati og stuðningsáætlunum. Uppeldi og menntun, 20(2), 121-143.