vor sidur 2006 - asatru.is · jarðarför í ljósi breyttra tíma Það er mörgum óþægilegt...

8
Þingblót 26. júní Þingblót Ásatrúarfélagsins verður haldið Þórsdag í tíundu viku sumars. Safnast verður saman við Lögberg kl. 18:00 og allsherjargoði helgar blótið kl. 18:15. Að athöfn við Lögberg lokinni verður gengið niður á vellina og þar grillum við og mötumst saman. Tjaldborg verður reist í skjóli furanna á völlunum og félagið útbýr grillaðstöðu sem fólk getur nýtt að vild. Við bendum þó á að ekki er heppilegt að koma með mjög seineldaðan mat, þar sem margir þurfa að nota aðstöðuna. Félagið býður börnum upp á pylsu og sungið verður og trallað á flötinni utan við tjöldin eftir matinn. 1 ISSN 1670-6811 23. árg. 2. tbl. 2014. Útgefandi: Ásatrúarfélagi›, Sí›umúla 15, 108 Reykjavík Ritstjóri og ábyrg›arma›ur: Íris Ellenberger — [email protected] Umbrot og prentumsjón: Egill Baldursson

Upload: dinhdang

Post on 04-Oct-2018

221 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Þingblót26. júníÞingblót Ásatrúarfélagsins verður haldið Þórsdag í tíunduviku sumars. Safnast verður saman við Lögberg kl. 18:00 ogallsherjargoði helgar blótið kl. 18:15. Að athöfn við Lögberglokinni verður gengið niður á vellina og þar grillum við ogmötumst saman.

Tjaldborg verður reist í skjóli furanna á völlunum og félagiðútbýr grillaðstöðu sem fólk getur nýtt að vild. Við bendumþó á að ekki er heppilegt að koma með mjög seineldaðanmat, þar sem margir þurfa að nota aðstöðuna. Félagið býðurbörnum upp á pylsu og sungið verður og trallað á flötinniutan við tjöldin eftir matinn.

1

ISSN

167

0-68

11

23. árg. 2. tbl. 2014. Útgefandi: Ásatrúarfélagi›, Sí›umúla 15, 108 Reykjavík

Ritstjóri og ábyrg›arma›ur: Íris Ellenberger — [email protected]

Umbrot og prentumsjón: Egill Baldursson

Vor siður 2. tbl. 2014 .qxp_Vor sidur 2006 7.6.2014 11:02 Page 1

2

Blót í ArnardalSumarblót Vors siðar verður haldið í Arnardal við árós, eld ogsjó, Þórsdag í tíundu viku sumars að fornum hætti eða fimmtu-daginn 26. júní.

Blótið hefst klukkan 18:00 en á eftir fæst blótkaffi í Heimabæ,einnig sögur og ljóð til gamans og gleði.

Allir velkomnirVestfirðingagoðorð

Sumar- og sólstöðublótí AusturlandsgoðorðiHið árlega sumar- og sólstöðublót fer fram við Skálanesbjarg í Seyðisfirðilaugardaginn 28. júní og hefst kl. 17:00.

Að lokinni athöfn bjóða Skálanesbændur gestum grillaðstöðu og er ætlasttil að hver og einn blótgestur hafi með sér það úr búi sínu sem honumþykir best til að grilla og annað meðlæti sem henta þykir.

Fært er öllum bílum að Austdalsá. Þeir sem þurfa á fari að halda þaðan eðaþurfa frekari upplýsingar um ferðatilhögun hafi samband við Baldur Páls -son 861-2164.

Allir eru velkomnir og félagar hvattir til að fjölmenna.

Baldur Pálsson, Freysgoði

Vor siður 2. tbl. 2014 .qxp_Vor sidur 2006 7.6.2014 11:02 Page 2

Jarðarför í ljósi breyttra tímaÞað er mörgum óþægilegt að hugsa um dauðann en hann snertir óneitanlega hvernog einn á einhverjum tímapunkti í lífinu. Við jarðarför er ástvinur eða fjölskyldu -meðlimur kvaddur og það markar ákveðin tímamót. Syrgjendur þurfa að vinna úrþessu áfalli og koma aftur jafnvægi á lífið og tilveruna eftir að því hefur verið raskaðvegna dauðsfalls. Jarðarförin er í mörgum samfélögum virkur hluti af sorgarferlinu,annað hvort sem ritúal fyrir samfélagið í heild eða persónumiðaður viðburður, t.d. ívestrænum samfélögum þar sem félagsleg samheldni er yfirleitt ekki sterk og dauðinnþví álitinn einkamál frekar en félagslegur atburður. Oft tengjast þessi viðbrögð viðdauðsföllum trúarbrögðum eða lífsskoðunum. Raunar halda sumir fræðimenn þvíjafnvel fram að trúarbrögð hafi upphaflega verið andsvar við dauðanum. Hér á Íslandi ríkir ákveðin hugmynd um „hefðbundna“ jarðarför. Það er að segja,fólk veit yfirleitt hvernig athöfnin fer fram í flestum tilvikum og hvaða þætti „þarf“að hafa í huga. Þessi „þekking“ mótast af persónulegri reynslu og frásögnum annarraen ekki síst almennri umræðu á mismunandi sviðum, t.d. í dægurmenningu, fréttum,kvikmyndum, skáldskap og netumræðu. Eins og kunnugt er ræður Þjóðkirkjan mikluum jarðarfarir þrátt fyrir greinilegar breytingar á íslensku samfélagi (menningarlegar,félagslegar og trúarlegar) á síðustu áratugum. Kirkjugarðar eru t.d. einu lögmætugreftrunarstaðirnir, þó með nokkrum undantekningum, og kirkjugarðsgjöldin erutekin af almennu skattfé. Þó hafa verið gerðar einhverjar málamiðlanir sem undir-strika raunar ráðandi stöðu Þjóðkirkjunnar. Örfá trúfélög hafa t.a.m. fengið úthlutaðsérstökum grafreit sem er óvígður af fulltrúa Þjóðkirkjunnar en þó staðsettur inni ásvæði kirkjugarðs. Önnur greftrunarform, eins og t.d. náttúrlegar útfarir (e. naturalburial) tíðkast ekki hér á landi. Í grein sinni „„Hefðbundin“ útför“ frá 2012 vekur Jóhanna G. Harðardóttirathygli á efnismenningunni sem umlykur dauða og útfararsiði.1 Það kostar sitt aðdeyja og þannig hefur það lengi verið þótt ólíkar ástæður liggi að baki kostnaðinum.Í dag er orðinn til heill markaður í kringum dauðann. Sérfræðingar og stofnanirsinna deyjandi og látnu fólki (t.d. útfararstofur) og trúarlegir sérfræðingar veitaþjónustu sem þeir þiggja auðvitað greiðslu fyrir. Það er boðið upp á alls kyns varn-ing, t.d. samúðarkort, blóm og blómakransa, legsteina, kerti og tilheyrandi auka-hluti auk þess sem veisluþjónustur sjá gjarna um erfidrykkjuna. Þá þarf að greiðafyrir tónlistarflutning og STEF-gjöld af honum, kistur, duftker og ýmsa aðra þjón-ustu. Enn fremur greip Þjóðkirkjan (nánar tiltekið Kirkjugarðar Reykjavíkur -prófasts dæma) til þess ráðs að innleiða svokallað kistulagningargjald sem útfara -þjónustum bar að innheimta af viðskiptavinum sínum fyrir þeirra hönd. Uppátækiðvar hins vegar dæmt ólöglegt.2

G

S su Þ sp

o

1 Jóhanna G. Harðardóttir. „Hefðbundin“ útför. Asatru.is. Sótt af http://asatru.is/hefd bundin_utfor.Greinin birtist upphaflega í Morgunblaðinu 14. september 2012.

2 Garðar Örn Úlfarsson (2013, 30. apríl). Þarf ekki að rukka kistulagningargjald. Visir.is. Sótt afhttp://www.visir.is/tharf-ekki-ad-rukka-kistulagningargjald/article/2013704309950

3

Vor siður 2. tbl. 2014 .qxp_Vor sidur 2006 7.6.2014 11:02 Page 3

4

Þetta er ekki tæmandi listi og það er ekki auðvelt að fá yfirsýn yfir allan kostnaðvið jarðarfarir. Það fer þó ekki á milli mála að dauðinn er orðinn hluti af almennummarkaði, eins og hver önnur iðnaðar- eða þjónustugrein, og lýtur lögmálum hans.Sem dæmi má nefna að árið 2000 kostaði venjuleg kista u.þ.b. 50 þúsund krónur. Ídag má reikna með 120 til 325 þúsund krónum, fyrir utan kodda, sæng og blæju.3

Útfararkostnaðurinn hækkaði um 48–62% milli áranna 2007 og 2013.4 Hæstukostn aðarliðirnir eru kistan, útfararþjónustan og kórinn. Eftir situr stóra spurningin: Kemur þetta sífellt hækkandi fjárhagslega álag ásyrgjendur niður á gæðum sorgarferlisins? Og að því sama má spyrja varðandi hinnþrönga ramma sem settur er „hefðbundinni“ útför. Hvaða tilgang hefur jarðarförinfyrir hvern og einn? Fyrir hvern er jarðarförin eiginlega? Þarf að fylgja „hefðbundn-um“ hugmyndum til þess að þóknast samfélaginu og taka þar með þátt í því aðviðhalda og endurmóta þessar hugmyndir? Eða megum við „þora“ að hugsa út fyrirrammann og opna fyrir þann möguleika að nýta jarðaförina sem hluta af sorgarferlinu,til þess að vinna úr sorg á virkan hátt? Að láta jarðarförina mótast af persónulegumgildum, sannfæringu og minningum og njóta eins mikils frelsis í því og hægt er?

Silke Schurack

Þessi grein er byggð á BA-ritgerð Silke við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands,Burial practice in contemporary Iceland: Tradition and conflict.

3 Auður Alfífa Ketilsdóttir (2014, 28. febrúar). Margnota líkkista helmingi ódýrari. DV.is. Sótt afhttps://www.dv.is/neytendur/2014/2/28/odyrari-utfor-D73ASN/

4 Símon Örn Reynisson (2013, 21. febrúar). Sligandi útfararkostnaður hefur stórhækkað. DV.is. Sótt afhttps://www.dv.is/neytendur/2013/2/21/sligandi-utfararkostnadur-hefur-storhaekkad/

Ljósm. Haukur Þorgeirsson

Vor siður 2. tbl. 2014 .qxp_Vor sidur 2006 7.6.2014 11:02 Page 4

5

Njarðarblót í Hveragerði6. júlí næstkomandi

Nú líður að árlegu blóti í Suðurlands goðorði. Haukur Dór Bragasonstendur fyrir blóti í lystigarðinum á Fossflöt í Hveragerði sunnu-daginn 6. júlí kl. 13:00.

Safnast verður saman fyrir framan lysti garðinn, á horni Breiða -merkur og Skóla merkur. Blótið verður helgað Nirði.

Eftir athöfn er blótsgestum boðið í kaffi á veitingastaðnum Varmá. Allir eru velkomnir, félagsmenn sem aðrir.

Haukur Dór Bragason, Suðurlandsgoði

Vor siður 2. tbl. 2014 .qxp_Vor sidur 2006 7.6.2014 11:02 Page 5

6

Gestur er inn kominnFrá stofnun Ásatrúarfélagsins hefur starfsemi okkar vakið mikla athygli erlendis. Ogá fyrstu árum félagsins má segja að þessi athygli hafi verið í öfugu hlutfalli við um -svifin. Þarna hjálpaðist margt að: Ásatrúarfélagið var að vinna með arf sem varsannar lega ævaforn og þjóðlegur, blótin voru tengd tignun á náttúrunni og öflumhennar, sýnilegum og ósýnilegum og síðast en ekki síst voru forsvarsmenn félagsinshöfðingjar heim að sækja og tilbúnir að gefa gestum bæði tíma og upplýsingar. Viðþetta bættist að allsherjargoðinn, Sveinbjörn Beinteinsson, var með mest ljós -myndar legu eða fótógenísku mönnum á jarðkringlunni: myndir af honum fóru víðarum heiminn en var títt um Íslendinga og mér er tjáð að einungis Vigdís Finnboga -dóttir hafi skákað honum í sinni tíð. Fólk hefur sótt okkur heim í mismunandi tilgangi. Sumir hafa einlægt viljaðkynna sér hvernig hinn forni arfur hefur aftur orðið gjaldgengur í nútímanum. Sumirhafa viljað þiggja dulræna leiðsögn og postullega handaryfirlagningu. Sumir hafaviljað læra, aðrir fá staðfestingu á lærdómi sínum og vitrunum. Sumir hafa sýnt örlæti,aðrir þótta og yfirgang (sem yfirleitt kemur í ljós þegar heimsókninni er lokið). Ein lærdómsríkasta reynsla sem ég hef haft af slíkum gestum var heimsóknbreskra sjónvarpsmanna árið 1990. Kvikmyndagerðarmennirnir Sigurður Grímssonog Halldór Þorgeirsson voru Bretunum til halds og trausts og höfðu farið með þeimvítt og breitt, en nú vantaði eitthvert „human interest“ (lesist: skrítið og skemmti-legt) og varð það úr að sækja Sveinbjörn Beinteinsson heim að Draghálsi. Að undir -lagi Sveinbjarnar var ég fenginn með sem túlkur. Við fórum um Þingvöll þar sem viðÍslendingarnir miðluðum sögunni eftir bestu getu og þeir bresku sötruðu bjór ogsögðu frá ævintýrum sínum á Hótel Borg. Í hristingnum á Uxahryggjarleið spurðiþáttaframleiðandinn okkur út í Sveinbjörn. — Er hann líkur þessum bresku norna-kóngum (nefnd voru tvö nöfn)? Nei, sagði ég, Sveinbjörn er voða lítið fyrir sjóbiss og „tits and ass“ vinkillinn ervíðs fjarri. Oftast er fólk kappklætt við athafnir og þar eru ekki naktar þokkafullarnornir að hoppa yfir eld eða sveifla sverðum. Er það veðrið? spurði sá breski. Nei, vöntun á uppskáldaðri hefð, svaraði ég. Sá breskiþagði fram í Skorradal, hugsanlega hefur honum orðið bumbult af bjór og hristingi. — Á myndunum sem Siggi sýndi mér er hann alveg eins og ég hef ímyndað mérGandálf, sagði Bretinn vongóður þegar við keyrðum framhjá héraðslauginni, — áhann ekki fullt af helgisiðadóti (e. ritual paraphernalia), kufl og galdrastaf og þannig? Ég hugsaði mig lengi um og kom með langt svar: ævisöguritari Tolkien, HumphreyCarpenter, benti á að þessi heiðursfélagi Hins íslenska bókmenntafélags hefði sóttinnblástur að Hringadróttinssögu í íslenskar heimildir og að Gandálfur væri byggðurá hinum finnska Väinämöinen og hinum norræna Óðni. Óðinn væri guð skálda ogSveinbjörn er skáld sem hefur yfir sér einhverja Óðinsáru. Nei, Sveinbjörn er ekkimeð galdrastaf en hann er með hring og horn. Síðasta orðið kveikti glóð í augumBretans sem sá væntanlega fyrir sér John Cleese í hlutverki Tim the Enchanter íMonty Python and the Holy Grail. Sú glóð slökknaði snarlega þegar ég sagði horniðvera drykkjarhorn sem væri notað í athöfnum.

Vor siður 2. tbl. 2014 .qxp_Vor sidur 2006 7.6.2014 11:02 Page 6

7

Eftir þvottabretta- og holukeyrslu á Dragan -um komum við vel hristir að Draghálsi. Svein -björn heilsaði okkur með sínu látlausa fasi,útbjó kaffi í litla eldhúsinu, þáði brennivíns-dreytil og fylgdist síðan ljúflega með því þegarBretarnir tæmdu hina táknrænu flöskugjöfsjálfir. Hann svaraði öllum spurningum greið -lega og stillti sér upp fyrir kvikmyndavélina ogtökumaðurinn rétti af og til upp þumal til aðsýna að hann hefði náð góðum skotum. En nei,hann var ekki til í að framkvæma einhverjaathöfn út í bláinn, — það vantaði tilefnið. Nei,það hefur engum dýrum verið fórnað viðathafnir, það væri tímaskekkja og ónauðsynlegtþví Sláturfélagið væri með góða og vana menní vinnu ef það vantaði kjöt til að matreiða áblótum. Nei, hann væri ekki í uppreisn gegnnútímanum en það væri góð hugmynd að unga fólkið lærði að meta náttúruna ogfornbókmenntirnar. Síðan kvað hann nokkur erindi úr Völuspá svo vel að allirviðstaddir fengu gæsahúð. Á leiðinni í bæinn sagðist tökumaðurinn hafa náð ótrúlega flottu myndefni oghljóðmaðurinn sat með heyrnartól og hlustaði á hljóðupptökuna á Nagra-tækinu ogkvað síðan upp um það að efnið væri fullkomið. Þáttaframleiðandinn var þögull. Þegar við komum í bæinn eftir langan akstur og frábæra leiðsögn þeirra fjö l -fræðinga Sigurðar og Halldórs (sem hafa verið stórvinir mínir upp frá því) horfðiframleiðandinn á mig og sagði í blöndu af undrun og spurn: Sveinbjörn er ekta(e. for real). Ég játti því og sagði frekar kalt að ef þá vantaði lýrukassaapa þá væriDragháls ekki staðurinn. Eftir þetta hófst einnig vinátta mín og þáttaframleiðandans sem hefur staðið framá þennan dag og ég fæ af og til spurningar frá honum þegar kemur að skrítnum ogskemmtilegum innslögum sem hann telur mig hafa vit á. Og eftir þetta hef ég gert mér far um að vera góður gestgjafi, veita allar umbeðnarupplýsingar en ekki ganga inn í hlutverk sem eru mér ekki eiginleg. Þessi siður hefureinkennt starfsemi félagsins á umliðnum árum og höfum við fengið margar þakkir fyrir. Líkt og Sveinbjörn hyggjum við ekki á landvinninga, okkar garður er nægur ogskilgreindur og þarfnast allra okkar krafta. Reynslan sýnir að einungis þau sem viljanema munu draga einhvern lærdóm af starfi okkar. Heimsóknum áhugasamra útlendinga fjölgar frá ári til árs. Hlutfall þeirra áopnum húsum síðustu vikur nálgast það að vera helmingur og þannig verður þaðvæntanlega út sumarið. Gerum nú sem endranær: tökum þeim fagnandi og verumvið sjálf.

Ég er stoltur af þeim bautasteinum sem félagið hefur reist Sveinbirni. Þar eiga aðrirstórvinir, Egill Baldursson og Steindór Andersen, þakkir skildar.

Vor siður 2. tbl. 2014 .qxp_Vor sidur 2006 7.6.2014 11:02 Page 7

8

Í texta legsteins Sveinbjarnar á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd er vitnað í lokaerindiHávamála:

Heill sá er kvað!Heill sá er kann!Njóti sá er nam!Heilir þeir er hlýddu!

Á minnisvarðanum um Sveinbjörn á lóð okkar í Öskjuhlíð er vitnað í kveðskap hanssjálfs úr 18. rímu Bragfræði og Háttatals (erindi 395, Vikhent / Framhent):

Dalahalur háu nærri fjallihreinn og beinn í háttum var,hlýr og skýr í spjalli.

Hilmar Örn Hilmarsson,allsherjargoði

Frá lögsögumanniLoksins, loksins er sumarið gengið í garð að fullu. Þó að sólin hafi ekki skinið upp áhvern dag þá hefur gróðurinn svo sannarlega sýnt fram á að sumarið er komið. Ölltré eru í fullum skrúða og blóm í hverjum garði. Júní er kominn og fyrir heiðingjaþýðir það að senn líður að þingblótinu okkar sem að þessu sinni verður haldið þann26. júní. Ég hvet heiðingja eindregið til að fjölmenna og njóta félagsskapar annarraheiðingja. Það stefnir í gott blót í ár en nánar má lesa um það hér á forsíðu blaðsins. Af hofmálum er því frá að segja að þar mjakast allt hægt og rólega. Á síðasta lög-réttufundi var samþykkt að nýráðinn byggingarstjóri okkar hefði samband við bygg-ingarverkfræðing um verkfræðilega hönnun og leitaði eftir tilboðum og samningum.Einnig erum við farin að huga að lóðarhönnun og samþykkt var að hafa samband viðlandslagsarkitekt til að verða okkur innan handar svo hægt sé að klára alla jarðvinnuá svæðinu. Við höfum hugsað okkur að flytja þau tré sem eru lífvænleg á reitinnokkar í Heiðmörk en nýta annað eins og við getum, til dæmis í brenni á blótum. Allter því að komast á skrið og hofmálin í góðum farvegi. Af því tilefni vil ég minna á Hofsós, styrkarkerfið okkar til að aðstoða við fjár-mögnun hofbyggingarinnar. Styrktarfólk veitir þá heimild fyrir mánaðarlegri skuld-færslu af kreditkorti að upphæð að eigin vali. Eins og kom fram í þriðja tölublaðiVors siðar 2013 þá er það fé sem fer í Hofsós bundið þannig að ekki er hægt að ráð -stafa fénu í annað en hofið nema með samþykki Allsherjarþings. Þau sem hafa áhugaá styrkja hofbygginguna geta haft samband við Írisi á skrifstofunni í síma 561-8633.Einnig er hægt að millifæra staka upphæð í Hofsjóðinn okkar inn á reikning 0101-15-377777, kt. 680374-0159. Að lokum vil ég minna á að bæði leshópurinn og sunnudagsbíóið eru komin ísumarfrí og taka aftur til starfa í haust. Opna húsið verður hins vegar að venju áhverjum laugardegi kl. 14:00 –16:00 í allt sumar.

Sigurlaug Lilja Jónasdóttir, lögsögumaður

Vor siður 2. tbl. 2014 .qxp_Vor sidur 2006 7.6.2014 11:02 Page 8