hvað á að vera, gera eða hugsa. er karlmennska bara orð ...†var örn...hvað á að vera,...

39
Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar Örn Sveinsson Lokaverkefni til BA-gráðu í Mannfræði júní 2016

Upload: others

Post on 23-Mar-2021

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ?

Orðræða um karla og karlmennsku

Ævar Örn Sveinsson

Lokaverkefni til BA-gráðu í Mannfræði

júní 2016

Page 2: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ?

Orðræða um karla og karlmennsku

Ævar Örn Sveinsson

Lokaverkefni til BA-gráðu í Mannfræði

Leiðbeinandi: Helga þórey Björnsdóttir

Félags- og mannvísindadeild

Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

júní 2016

Page 3: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í Mannfræði og er óheimilt að afrita

ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa.

© Ævar Örn Sveinsson 2016

Reykjavík, Ísland 2016

Page 4: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

3

Útdráttur Karlmennska er eitthvað sem allir hafa álit og skoðanir á, þær skoðanir geta verið jákvæðar

eða neikvæðar og jafnvel skaðlegar; þær geta verið skoðanamyndandi afl sem hefur áhrif út

á við. Í ritgerðinni reyni ég að sýna fram á hin mismunandi öfl sem hafa áhrif á orðræðuna,

allt frá frumkvöðlum í leikskólastarfi til persónu sem er umdeild fyrir sínar skoðanir á kynjum

og kynjahlutverkum. Ég skoða hina ýmsu fræðimenn og fjalla um hvernig orðræðan er

sköpuð og hvað hefur áhrif á það hverjir geta haft árhif á hana. Meðal annars er það

samveruleikinn (e. Intersubjecticity) sem gengur út á að samfélagið sem við búum í er

ákveðin vefur sem samsettur er af opinberum og viðurkenndum táknum sem eru

birtingarmyndir menningar okkar sem og óskrifaðar reglur sem geta stjórnað hegðun fólks.

Fjallað verður um kenninguna „Lífið sem leikrit” þar sem einstaklingur skapar persónur sem

hann notar til að stjórna þeirri mynd sem aðrir hafa af honum og notar þær við mismunandi

aðstæður. Þá er sjónum beint að valdi og hvernig það birtist til dæmis í skrifuðum og

óskrifuðum reglum samfélagsins sem við erum alin upp við. Einnig hvernig við notum til

dæmis orðræðu til að aðgreina hópa og einstaklinga og lýsa þeim, en hóparnir sjálfir hafa oft

og tíðum sínar eigin skilgreiningar um sig sem skapa ákveðna orðræðu, sem aftur getur í

sumum tilfellum haft áhrif á ríkjandi orðræðu. Í ritgerðinni er haldið fram að orðræðan get

haft áhrif á hegðun og upplifun karlmennskunar. Samfélagsmiðlar sem og fjölmiðlar geta haft

áhrif á orðræðuna sem skilar sér út í samfélagið.

Page 5: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

4

Abstract

Masculinity is something everyone has an opinion on, the opinion can be positive or

negative or even damaging; they can also be opinon forming and have affects outwards. I try

to showcase different powers that can affect the discourse from a pioneer in kindergarten

teaching to a persona that was made to shock and his opinion on gender sex and there roles.

I go over different scholars and talk about how discourse is created and who can create and

affect it. For instance I talk about intersubjectivety and how the society that we live in is a

certain web, made by written and unwritten rules wich govern our behavior. Presentation of

self in everyday life where the individual creates the persona he chooses to use to control

the image others have of him. Power and how it is appears in written and unwritten rules of

the society that we are raised in. and how we use discourse to separate groups and

individuals to describe them, but the groups them selfs have often there own discription on

them selfs that creates discourse, that again in some cases affect the dominant discourse. In

this thesis it is claimed that discourse can have an affect on behaviour and experience of

masculinity. Social media as well as general media can affect discourse that can effect the

society

Page 6: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

5

Efnisyfirlit Inngangur.................................................................................................................................................. 6

Af hverju karlmennska?°.................................................................................................................... 10

1. Kenningar ...........................................................................................................................................11

1.1 Samveruleikinn ...................................................................................................................... 12

1.2 Lífið sem leikrit. ............................................................................................................................ 14

1.3 Vald.............................................................................................................................................. 15

1.4 Karlmennska. ............................................................................................................................... 16

1.5 Orðræðan .................................................................................................................................... 18

2. Birtingarmynd orðræðunnar................................................................................................................21

3. Lokaorð ...............................................................................................................................................31

Heimildaskrá ...........................................................................................................................................34

Page 7: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

6

Inngangur

Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA prófs í mannfræði við Félags- og mannvísindadeild Háskóla

Íslands. Ég ákvað að taka fyrir efni sem stendur hvað næst hjarta mínu þegar kemur að mínu

eigin kyni og kyngervi en það eru orðræður um karlmennsku/ur (e. masculinity/ies) og

hvernig birtingarmynd þeirra kemur fram í fjölmiðlum, á samskiptamiðlum og almennt í

samfélaginu. Ritgerðinni er ekki ætlað að svara ákveðinni spurningu né gefa tæmandi svör,

enda gefur stærð hennar ekki tilefni til þess. Markmið með ritgerðinni er að varpa ljósi á

ákveðin hluta umræðu um karlmenn og karlmennskur og þátt þeirrar umræðu í að skapa og

viðhalda ákveðnum orðræðum um efnið. Almenn birtingarmynd orðræðunnar kemur fram í

umfjöllunum fólks. Í ritgerðinni eru tekin dæmi um skoðanir og/eða umfjallanir fólks með

margskonar bakgrunn og margskonar skoðanir um karlmennskur, til að sína fram á hvernig

ímynd orðræðunnar er. Tekin eru dæmi um nokkra einstaklinga og hvernig áhrif þeir geta

haft á birtingarmynd orðræðunnar. Egill „Gillz“ Einarsson er einkaþjálfari, fjölmiðlamaður og

rithöfundur, hann skapaði persónuna Gilzenegger, en skoðanir hans á hvað karlmennska er

koma m.a. fram í bókinni Mannasiðir Gillz: handbók herramannsins og vefsíðu hans Gillz.is.

Nikolao Montay, er sjálftitlaður listamaður sem heldur úti vefsíðu þar sem hann alhæfir og

gerir lista yfir ýmis atriði, þar sem hann setur karlmenn í ákveðinn kassa. Sem dæmi má

nefna lista, sem þýða má yfir á íslensku svona Átta ástæður fyrir því að karlmennsku

karlmenn eru betri elskhugar en góðir gaurar (Montaya, e.d. a), Fimm ástæður fyrir að

karlmenn elska druslur (Montaya, e.d. b) og Fimm ástæður fyrir því af hverju karlmenn vilja

bara kynlíf (Montaya, e.d. c). Eric Garland rekur ráðgjafafyrirtæki og viðskiptavinir hans eru

m.a. Johnson & Johnson, Kellogg’s og IBM en Garland talar m.a. um kreppu bandarískrar

karlmennsku (Garland,2015). Margrét Pála Ólafsdóttir, fóstra og höfundur Hjallastefnunnar,

en hún fjallar meðal annars um Gjald karlmennskunnar (Margrét Pála Ólafsdóttir, 2014). Það

gerir einnig Svanfríður Jónasdóttir fyrrverandi þingmaður, hún skrifaði grein árið 2000 sem

hún nefndi Gjald karlmennskunnar? (Svanfríður Jónasdóttir, 2000). En Svanfríður tekur

annan vinkil á þá umræðu en Margrét Pála, hún talar m.a. um erfiðleikana sem fylgja því að

vera drengur í grunnskóla og hvernig drengir eru undir í menntakerfum landsins. Daníel Örn

Sigurðsson (2015) leigubílstjóri segir í grein sinni í Pressunni að „hin sanna íslenska

karlmennska hafi orðið honum að falli“ (Daníel Örn Sigurðsson, 4 maí 2015). Hann segir þar

Page 8: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

7

að skoðanir hans á karlmennsku hafi haft áhrif á að hann fór ekki til læknis þegar hann

veiktist. Einnig er farið yfir viðtal sem Sigurlaug M. Jónasdóttir (2015) þáttagerðamaður hjá

Ríkisútvarpinu tók við Stefán Mána Sigþórsson rithöfund í þættinum Segðu mér á Rás 1 í

Ríkisútvarpinu. Þar kemur Stefán Máni aðeins inn á karlmennskuna og sýn hans á hana.

Hvernig hann sér táknmynd karlmennskunnar sem einhverskonar naut, þar sem

karlmaðurinn er valdamikill, líkamlega sterkur og yfirgangsamur. Hann telur að

karlmennskan sé huglægt gildi sem deila megi um hvort sé bara orð, sem við skiljum eða

skiljum ekki. Einnig eru teknir fyrir nokkrir fræðimenn sem að mínu mati, hafa fjallað um

karlmennsku og kyngervi. Þar á meðal er Anna Lilja Karelsdóttir félagsfræðingur en hún

fjallar um hvernig samfélagsleg ímynd karlmennskunnar getur haft áhrif á vellíðan karlmanna

sem verða fyrir kynferðisofbeldi og hvernig samfélagsleg staða þeirra getur breyst

(Hólmfríður Gísladóttir, 2015). Þá hefur Michael Kimmel (Kimmel, e.d.) prófessor í félags og

kynjafræði fjallað mikið um hinar ýmsu birtingarmyndir karlmennskunnar, rætt var við hann

um karlmennskuna í fréttaskýringaþættinum Kastljósi í Ríkisútvarpinu (Kastljós, 2016).

Fræðikonan Judith Butler (Butler, 1990) hefur einnig fjallað mikið um kyngervi (e. gender) og

áhrif þess á einstaklinginn. Sýn þessara einstaklinga sýnir fjölbreytileika um það hvernig

ímynd karlmennskunnar kemur fram. Í skrifum sumra þessara einstaklinga má stundum

greina saklaust grín á kostnað birtingamyndar af karlmennsku. Þannig virðast þau ekki gera

sér grein fyrir því hversu mikil áhrif, jákvæð eða neikvæði, skrif þeirra hafa á skoðanir og á

núverandi hugmyndir um karla og karlmennskur. Þetta á þó ekki við um alla þar sem margir

gera sér einmitt grein fyrir þessu og reyna að fjalla á gagnrýninn og uppbyggilegan hátt um

karlmenn og hugmyndir um karlmennsku.

Orðræður (e. discourses) geta verið skaðlegar þ.e. haft neikvæð áhrif, til dæmis á

skilning og þá merkingu sem lögð er í orð og hugtök á borð við tvíhyggjuparið, karlmennsku

og kvenleika. Þannig getur orðræða ýmist skaðað ríkjandi ímynd eða styrkt. Hún getur haft

og hefur oft á tíðum áhrif á skoðanamyndun fólks á þáttum eins og samskiptum kynjanna,

sjálfið (e. identity), líkamsvitund og marga aðra þætti. Þegar flett er upp orðinu karlmennska

á Vísindavef Háskóla Íslands koma upp þrjár leitarniðurstöður: Hvers vegna eru sumir strákar

miklu kvenlegri (Þorgerður Þorvaldsdóttir, 2001), Hvað er kynímynd? (Þorgerður

Þorvaldsdóttir, 2002) og Þekkist samkynhneigð? (Sverrir Jakobsson, 2005). Þegar hugtakinu

er hins vegar flett upp á leitarvélinni google.is eru þrjár fyrstu heimildirnar Skaðleg

karlmennska? Greining á bókinni … - Netla (Ásta Jóhannsdóttir og Kristín Anna

Page 9: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

8

Hjálmarsdóttir,2011), Hvað er karlmennska? – Samfélagsmál – gamalt – Málefnin (Málefni,

2005) og Karlmennska – Kvennablaðið (Kvennablaðið, 2016). Ef leitinni á google.is er breytt

yfir í myndræna birtingu (e. image) koma upp meðal annars myndir af vöðvastæltum

karlmönnum á borð við James Bond og Egil Einarsson. Einnig kemur mynd af Daníel Erni

Sigurðssyni, sem eins og áður sagði fór ekki til læknis vegna ímyndar hans á karlmennsku

(Google.is, e.d.). Sé leitað í íslenskum orðabókum, er skilgreining í orðabókum frá árinu 1983

og 1997, á karlmennsku að hún sé: manndómur, hreysti, dugnaður og hugrekki (sjá Árni

Böðvarsson: Íslensk orðbók: handa skólum og almenningi 1983; Íslensk orðabók, 1997).

Orðið finnst hins vegar ekki í íslenskri orðabók sem gefin er út árið 1963 (Íslenzk orðabók,

1963). Í orðabók á netinu snara.is (Snara.is, e.d.) koma sömu niðurstöðurnar og í

orðabókunum sem nefndar eru hér að framan: manndómur, hreysti, dugnaður og hugrekki.

Ef íslensk samheitaorðabók á snöru er valin þá skilar það niðurstöðunum: Hetjuskapur,

manndómur, mannskapur, manntak, vaskleiki, vaskleikur (snara.is, e.d.). Þetta er sú

birtingarmynd sem blasir við þeim sem leita að skilgreiningu á karlmennsku á almennum

miðlum. Orðabækurnar sýna skilgreiningu á hugtakinu karlmennska eingöngu út frá

jákvæðum eiginleikum á meðan að í leitarniðurstöður á netinu má finna skilgreiningar sem

eru neikvæðar eða hlutlausar. Karlmennska er því gildishlaðið hugtak (Ingólfur Ásgeir

Jóhannesson, 2004).

Mannfræðingar (Cornwall og Lindisfarne, 1994) hafa fjallað um karlmennskuhugtakið

og gagnrýnt það meðal annars vegna þess hversu gagnkynhneigt það er og að það sé í raun

dulbúin forréttindakarlmennska sem aðrar karlmennskur miðast við. Notkun hugtaksins

feðraveldi (e. patriarchy) sem oft er tengt karlmennsku hefur aukist og þá sérstaklega tengt

neikvæðri karlmennsku. Feðraveldishugtakið gengur út frá því að konur séu kúgaðar af

karlmönnum, það felur í sér að einungis karlmenn kúga konur en ekki að bæði kynin stuðli að

kúguninni (Cornwall og Lindisfarne, 1994). Þannig er horft fram hjá þeim félagslega strúktúr

sem skapar okkur öll og mótar, sama af hvaða kyni við erum. Með notkun á hugtakinu

feðraveldi er verið að stuðla að hugtaki sem birtir ákveðna mynd þar sem karlar eru með

náttúruleg völd og yfirráð sem hluta af þeirra eðli og að yfirráð og kúgun sé þeim eðlislægt.

Ekki er horft til þess að kúgun og vald er notað af báðum kynjum. Þessi ofnotkun á hugtakinu

sem oft er skellt fram til að skapa umræðu og hafa áhrif á orðræðuna kemur í veg fyrir að

hægt verði að skoða þetta nánar og á hlutlausan hátt. Matthew C. Gutmann (1997) bendir

réttilega á það í grein sinn Trafficking in Men: The Anthropology of Masculinity að

Page 10: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

9

karlmennska og hugmyndir um hana innan mannfræðinnar eru mest byggðar á skrifum og

rannsóknum á konum og hinum ýmsu þáttum samfélagsins, en karlmenn hafa lítið verið

skoðaðir innan mannfræðinnar fyrr en nýlega. Því er ekki skrýtið að hugtakið kyngervi (e.

gender) er oft tengt meira við konur. Sömuleiðs bendir Gutmann (1997) á að þegar karlmenn

hafa verið rannsakaðir er það tengt tveimur þáttum, annarsvegar samfélagslegum eða

menningarlegum þáttum svo sem innvígslum og hinsvegar skrifum þar sem konur eru hluti af

umfjölluninni. Gutmann bendir á að hugmyndir um eðlislæga þætti kynjanna sem voru

ríkjandi allt fram að síðustu öld, voru að karlar væru þenkjandi vitsmunaverur en konur

tilfinningaverur og líffræðilegt kyn ákvarðaði verkaskiptingu. Cornwall og Lindisfarne (1994)

minna á og vitna í Bronislav Malinowski sem er oft titlaður faðir vettvangsrannsókna í

mannfræði og er mjög stórt nafn innan mannfræðinnar. Þær tala um hann sem „one of the

‘founding fathers’ of social anthropology“ (bls. 26) en Malinowski skilgreindi mannfræði sem

„the study of men embracing woman“ (bls. 26).

Ritgerðinni er skipt upp í fjóra kafla og nokkra undirkafla. Í inngangi er ritgerðarefnið kynnt

og tengsl mín við viðfangsefnið. Í fyrsta kafla er fjallað um kenningar og skiptist kaflinn í fimm

undirkafla; fyrsti undirkaflinn fjallar um samveruleikann (e. intersubjectivity) en sú kenning

fjallar m.a. um að ómeðvitað fylgjum við ríkjandi venjum og reynum að aðlaga okkur að

þeim. Skoðað er hvað mannfræðingurinn Michael Jackson (2008) segir um að sögulegt

samhengi skiptir máli þegar kemur að ábyrgð og samhengi. Annar undirkaflinn ber heitið

„Lífið sem leikrit“ þar er fjallað um kenningu Erving Goffmans (1959) um að einstaklingurinn

sjálfur skapar sér ákveðna persónur sem stjórna þeirri mynd sem aðrir hafa af honum og

notar þær við mismunandi aðstæður. Þriðji undirkaflinn ber heitið „Vald“ og þar er stuðst við

umfjallanir fræðimanna á borð við Michel Foucault (1979), Alan McKinlay og Ken Starkey

(1998) sem fjalla um hvernig vald birtist t.d. í skrifuðum og óskrifuðum reglum samfélagsins

sem við erum alin upp í. Fjórði undirkaflinn fjallar um „Karlmennsku“ þar er meðal annars

talað um fjóra greinanlega þætti sem mannfræðingar nota til greiningar á karlmennsku

(Gutmann, 1977). Í fimmta undirkaflanum „Orðræðan“ er farið í hvernig rekja megi hugtakið

til sjötta og sjöunda áratugs síðust aldar. Skoðaðir eru fræðimenn eins og Michel Foucault

(1972), Diane Macdonnell (1986) og Antonio Gramsci (1971) ásamt því að gera grein fyrir

hvað orðræða er og hvernig hún getur verið skoðanamyndandi.

Í öðrum kafla ritgerðarinnar „Birtingarmynd orðræðunnar“ er fjallað um hinar ýmsu

greinar og bækur sem sýna mismunandi orðræðu. Þar er til dæmis skoðuð bók Egils

Einarssonar Mannasiðir Gillz: handbók herramannsins (2009) og greiningu Ástu

Page 11: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

10

Jóhannsdóttur og Kristínu Önnu Hjálmarsdóttur á bókinni (2011). Litið er yfir lista sem

Nicoloa Montay (e.d.) hefur gert og farið yfir viðtal Sigurlaugar M. Jónasdóttur (2016) við

Stefán Mána, rithöfund. Margrét Pála Ólafsdóttir (2014) og Svanfríður Jónasdóttir (2000)

gerðu sinn hvorn pistilinn sem bera heitið Gjald karlmennskunnar sem taka mismunandi á

umfangsefninu sem og fleiri umræður sem geta haft áhrif á birtingarmynd orðræðunnar. Í

lokaorðum fer ég yfir mínar skoðanir á nokkrum af þeim greinum og bókum sem fjallað var

um í ritgerðinni um birtingarmynd orðræðunnar.

Af hverju karlmennska?°

Eftir að ég hóf nám í mannfræði við Háskóla Íslands hafa hugmyndir um karlmennsku og

birtingarmyndir hennar verið mér hugleiknar. Nokkrar ástæður liggja þar að baki m.a. þær að

mér fannst lítið fjallað um nútíma karlmennsku í náminu, oft fór öll umræða um

karlmennskur fram innan ramma femíniskra áherslna og það vantaði að fjallað væri meira

um þetta efni og þá á jákvæðan og/eða hlutlausan hátt. Oftast fannst mér eins og það væri

bara hægt að tala um karlmennsku á neikvæðan hátt; eins og hún væri andstæða og ógn við

kvenfrelsi og jafnrétti kynjanna. Ég tel einnig að ég sem karlmaður, sem tel mig vera mjög

opinn um eigin karlmennsku; berst reglulega við það hvort ég sé nægur karlmaður við hinar

og þessar aðstæður, falli ágætlega að skilgreiningu á karlmensku eins og hún birtist í

íslenskum orðabókum. Ég hef aldrei lent í slagsmálum, ég er ekki með sýnilega magavöðva

(e. sixpack), ég er mjög hávaxinn og hef oft verið þéttur, er handlaginn og get gert við flesta

hluti og get lyft þungum hlutum. Ég er með góðan hárvöxt, með mikið skegg. Ég á byssu,

veiði reglulega dýr og borða þau. En, ég bý enn hjá foreldrum mínum, á ekki bíl og hef aldrei

verið í föstu sambandi. Ég hræðist fátt, en til dæmis það að fara upp stiga, þegar hann eru

laus og liggur upp að húsi, skelfir mig, það finnst mér vera nokkurs konar „dauðagildra“. Ég

get tárast ef aðstæður eru þannig; ég er mjúkur maður. Ég tel mig þrátt fyrir það falla undir

skilgreininguna á karlmennsku, og held að það sé að hluta til náminu í mannfræðinni að

þakka að mér finnst það. Ég geri mér grein fyrir því að karlmennska er breytileg, hún er ekki

bara eitthvað eitt og afmarkað. En orðræður, bæði í texta og myndum, um karlmennsku eru

oft mjög gildishlaðnar og stýrandi. Þannig má benda á að útlitsdýrkun hjá körlum hefur aukist

hér á landi sem og annars staðar. Hægt er að finna ýmsa lista um hvernig er oft ætlast til að

karlmenn hagi sér, þeir eiga að vera vöðvamiklir, með góðan skeggvöxt, íþróttalega vaxnir,

vel inn í tískustraumum hverju sinni, horfa á íþróttir, sýna ekki tilfinningar, en samt eiga þeir

að vera tilfinningaríkir, sjálfsöruggir, vera hugrakkir og hafa sjálfstjórn (Haraldur Björn, 2010).

Page 12: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

11

1. Kenningar

Lengi vel tíðkaðist það innan mannfræðinnar að karlkyns mannfræðingar töluðu við aðra

karlmenn á vettvangi og leituðu upplýsinga um og fyrir aðra karlmenn. Það er söguleg

staðreynd og átti þetta sér stað langt inn í tuttugustu öldina, þar sem mannfræðingar sáu

ekki menn sem kynjaðar verur (e. gendered persons). Mannfræðingar voru að mestu leyti

vesturlandabúar, hvítt millistétta fólk sem hagaði sér eftir sínu eigin kynjanormi. Voru þetta

þá menn að tala við menn, en ekki um karlmenn. Þar til nýlega hefur sjónarhorni fræðilegra

rannsókna lítið verð beint að karlmönnum sem kynjuðum einstaklingum. Síðustu tvo áratugi

hafa rannsóknir á kyngervi (e. gender) oftast verið taldar með rannsóknum í kvennafræði (e.

women studies). Mannfræðingar hafa skilgreint karlmennsku í fjóra greinanlega þætti sem

þeir nota sem skilgreiningu í umfjöllunum sínum um efnið. Þessir þættir eru karlmennska (e.

masculinity), sjálfið (e. identity), karlmannleiki (e. manhood), karlmennskur (e. manliness) og

karlmannlegt hlutverk (e. masculine roles). Flestir mannfræðingar sem skrifa um þetta efni

nota fleiri en eitt af þessum hugtökum. Þá má benda á að í flestum mannfræðilegum skrifum

um karlmennsku eru meginþemu einkum þau sem snúa að ýmiskonar ójöfnuði. Sem dæmi

má nefna, hvers vegna kynjaójöfnuður þrífst og viðhelst og hvernig ójöfnuður á milli

karlmanna í margvíslegum sögulegum og menningarlegum aðstæðum er persónugerður.

Hugmyndir margra karla á flestum menningarsvæðum um hvað það er að vera karlmaður

fela í sér að karlmenn séu gervilegir (e. artificial); það er að þeir séu búnir til, en kvenmenn

séu aftur á móti náttúrulegir. Í mörgum menningum þá þurfa ungir strákar að ganga í

gegnum ritúal (e. ritual) til að verða karlmenn, það er að segja, ungir strákar eru búnir til sem

karlmenn á meðan að ungar stúlkur fæðast til að verða konur (Gutmann, 1997).

Mannfræðingar hafa oftast tekið hugmyndum um karlmennsku sem sjálfsögðum hlut,

sem sjá má af mörgum etnógrafíum en í þeim eru konur sýndar sem ákveðinn flokkur en

karlmenn eru sjaldan skráðir. Annað hvort er litið fram hjá karlmennskunni sem slíkri eða þá

að karlmenn eru svo sjálfsagður hluti af hinu félagslega kynjanormi að það þarf ekki einu

sinni að fjalla um þá. Sömuleiðis er kyngervi oftast tengt konum en ekki körlum (Gutmann,

1997). Mannfræðingar hafa þannig oft verið óvenjulega hljóðir í rökræðum um karlmennsku

(Cornwall og Lindisfarne, 1994) en allt er þetta að breytast. Að vera karlmaður í hinum

vestræna heimi í dag er oft tengt valdi og yfirráðum sem aftur er tengt fjárhagslegu

auðmagni. Karlmenn eru enn mun líklegri til þess að vera í stjórnunarstöðum en konur

Page 13: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

12

(Connell og Wood, 2005). Það er hins vegar ljóst að karlmenn í dag hafa ekki jafn mikil

sýnileg völd og þeir höfðu áður fyrr t.d. eru karlmenn komnir meira inn á innri svið, og konur

komnar á ytri svið, þær eru sýnilegri, en karlmenn hafa hins vegar meiri völd og áhrif en

konur (Ortner, 1974). Það sem hefur breyst er ekki að vald karlmanna hafi endilega minnkað

heldur hefur framkoma og framsetning þess breyst.

Í köflunum hér á eftir verður farið yfir helstu kenningar og sjónarhorn sem stuðst er

við í ritgerðinni. Byrjað er á að fjalla um hugmyndir mannfræðingsins Michael Jacksons

(2008) um samveruleikann (e. intersubjectivity). Síðan er athyglinni beint að skrifum

félagsfræðingsins Erving Goffmans (1959) um lífið sem leikrit og umræðunni um vald eins og

franski heimspekingurinn Michel Foucault (1979) fjallaði um það. Að lokum er fjallað um

karlmennskuna í mannfræði.

1.1 Samveruleikinn

Mannfræðingurinn Clifford Geertz (2006) segir að ómeðvitað fylgjum við ríkjandi venjum

samfélagsins og menningu, og reynum að aðlaga okkur að þeim. Fræg er setning hans þar

sem hann lýsir manninum sem dýri sem er fast í vef tákna sem hann hefur sjálfur spunnið;

„that man is an animal suspended in webs of significance he himself has spun“ (bls 214).

Vefurinn er samsettur af opinberum og viðurkenndum táknum sem eru birtingarmyndir

menningar okkar sem og óskrifuðum reglum sem geta stjórnað hegðun okkar. Sem dæmi má

nefna umferðaskilti, handaband, að gefa einstaklingi miðjufingurinn sem er gildishlaðið og

neikvætt sem og margs konar útlits og hegðunarkröfur. Óaðvitandi fylgjum við ríkjandi

hefðum og reynum að aðlaga okkur sem best að þeim (Geertz, 2006). Umfjöllun

mannfræðingsins Michael Jackson (2008) um það sem hann kallar samveruleikann (e.

intersubjectivity) er á svipuðum nótum. Þar lýsir hann vel aðstæðum sem flestir þurfa að

ganga í gegnum burt sé frá menningarlegu umhverfi hvers og eins. Jackson segir að sá

veruleiki sem við lifum í sé félagslega tilbúinn og að við upplifum okkur í gegnum tengsl okkar

við aðra. Við erum sífellt að skapa og endurskapa þessi tengsl í leit okkar að samastað í

tilverunni. Hann útskýrir mannlega tilveru sem baráttu milli þess að beita valdi og að vera

beittur valdi. Einnig að það sé manninum eðlislægt að gera allt sem í hans valdi stendur að

lifa af félagslega og líffræðilega. Jackson segir jafnframt að mennska (e. humanness) sé

annars vegar samband milli aðstæðna, sem við höfum litla stjórn á og hins vegar hæfni okkar

til þess að takast á við þær á mismunandi vegu. Einstaklingar alast upp við mismunandi siði

Page 14: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

13

og venjur sem fylgja því samfélagi sem þeir alast upp í á hverjum tíma. Jackson vill meina að

við séum ekki alveg ábyrg fyrir gjörðum okkar, þar sem sögulegt samhengi komi þar líka til,

við séum þrælar fortíðar, og þess vegna sé ábyrgðin ekki bundin við okkur sem einstaklinga

heldur það sem við framkvæmum í sögulegu samhengi. Sama mætti segja um framtíðina þar

sem við getum haft áhrif á hana með gjörðum okkar. Samfélagið skapar ákveðin ríkjandi

hugsunarhátt menningarinnar sem er þannig gerður að sjálfstæður hugsunarháttur okkar er

skertur sem og frelsi til að túlka menningarlegar hugmyndir (Jackson, 2008). Í hverju

samfélagi fyrir sig eru ákveðnar óskrifaðar reglur sem samfélagið sameinast um að skapa,

reglur um hvað sé æskilegt og hvað ekki. Sem dæmi má nefna þá er nánast tabú í mörgum

samfélögum að tala um flest allt sem tengist kynfærum, eins og typpi, göndul, buddu, pjöllu

og píku. En margt hefur þó breyst á síðast liðnum árum varðandi óskrifaðar samfélagslegar

og menningarlegar reglur sem búa til ákveðin viðhorf og staðal. Má þar til dæmis nefna

viðhorf til geðrænna sjúkdóma og kynhneigðar. Þá hefur orðið ákveðin viðhorfsbreyting á

síðustu árum og áratugum, víðs vegar um heiminn, á reglum varðandi klæðaburð kynjanna.

Áður fyrr þótti til dæmis ekki boðlegt á Vesturlöndum að drengir klæddust bleiku sem þykir

ekki tiltökumál í dag. Sama má segja um þröngar buxur, en til er fatnaður sem kallast

„megging“ sem er í raun unnið úr tökuorðinu leggings, en ætlað fyrir karlmenn. Hér er

samskonar fatnaði gefið sitt hvort nafnið út frá kyni. En óskrifuð samfélagsleg regla er

stundum óljós og breytileg, til að undirstrika það má nefna að reglan varðandi brjóstagöf

hefur breyst í gegnum árin. Eina stundina þykir ekki boðlegt að gefa börnum brjóst í almennu

rými, aðra stundin þykir það tepruskapur að fela brjóstagjöfina og enn ein sviðsmyndin er að

brjóstagjafamyndir eru bannaðar á sumum samfélagsmiðlum, því þær þykja óviðeigandi og

sýna nekt. En skemmtilegasta og skýrasta þróunin í átt til breytinga á normi og reglum hefur

þó átt sér stað síðustu misseri. Vorið 2015 var hægt að fylgjast með tilraun til breytinga á

samskiptamiðlinum Twitter, sem logaði af umræðum um það sem nefnt hefur verið frelsun

geirvörturnar eða #freethenipple. Freethenipple fólst í því að verið var að mótmæla

mismunun á því að hylja þurfi brjóst kvenna en ekki karla, sem og því normi sem skilgreinir

brjóst kvenna sem kynfæri sem þurfi að hylja (Free the nipple, e.d.). Sjá má umræður á

Twitter, en þar hefur verið notað myllumerkið (e. hashtag) #6dagsleikinn [sexdagsleikinn]

sem er ætlað að vekja athygli á kynjamisrétti í hversdagsleikanum og rekur það uppruna sinn

til málþings nemenda í kynjafræði við Háskóla Íslands (mbl.is, 2015).

Page 15: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

14

1.2 Lífið sem leikrit.

Skrif félagsfræðingsins Erving Goffmans (1959) um samveruleikann lýsa hvernig einstaklingar

skapa vissar persónur og persónuleika til að kynna og birta sjálfan sig á mismunandi

vettvangi og velja þar af leiðandi, eða reyna í það minnsta, að hafa áhrif á hvernig annað fólk

sér þá. Einstaklingur skapar persónur sem hann notar til að stjórna þeirri mynd sem aðrir

hafa af honum og notar þær við mismunandi aðstæður. Sem dæmi um mismunandi

birtingarmyndir persónunnar og hlutverk má nefna það að vera faðir, vinnufélagi, nemi,

vinur og eiginmaður. Einstaklingur getur byrjað daginn sem faðir, þegar hann vaknar um

morguninn og kemur barni sínu í skólann. Hann fer síðan í vinnuna og verður þar bæði

starfsmaður og vinnufélagi, síðan fer hann jafnvel sjálfur í skóla og er þá námsmaður. Fer

síðan um kvöldið og hittir vini sína og verður þá vinur. Þegar hann kemur síðan heim og

verður þá aftur faðir og eiginmaður. Allt eru þetta mismunandi persónur sem jafnvel haga

sér mismunandi eftir þeim hlutverkum sem einstaklingurinn velur sér við hvert tækifæri.

Kenning Goffmans þar sem hann talar um lífið sem leikrit endurspeglast í orðræðum um

karlmennsku, vegna þess að við reynum að hegða okkur eins og við höldum að karlmennskan

sé. Dæmi um þetta er þegar orðræður í fjölmiðlum og á meðal áhrifaaðila svo sem hjá

feðrum, skólum, hjá bræðrum eða íþróttahetjum setja karlmennsku í ákveðið fast form. Tala

um hana sem ákveðna fasta og afmarkað ímynd. Slíkar orðræður endurspegla hvernig

„alvöru“ karlmaður á að haga sér og vera. Að sjálfsögðu hafa þessar orðræður það viðhorf og

norm sem þær endurspegla. Þær hafa áhrif bæði á fullorðna jafnt sem unga menn. Þannig

taka drengir þessar orðræður til sín og fyrir suma þýðir það að þeim finnst þeir ekki falla inn í

formið sem er uppgefið og falla þá út fyrir normið. Þetta getur haft slæmar afleiðingar í för

með sér svo sem einelti eða útilokun. Ef persónan fellur ekki inn í staðalímyndir eða ramma

samfélagsins getur einstaklingurinn flokkast sem frávik. Goffman talar um að bæði útlit og

upplifun af persónu einstaklingsins geti haft mikil áhrif á samfélagslega stöðu hans. Hann

bendir jafnframt á að fólk geti mótað útlit og aðlagast að staðalímyndun í eigin samfélagi.

Það er að segja einstaklingurinn býr til sjálfsmyndina sem byggist á því hvernig aðrir sjá hann.

Persónusköpun einstaklings getur einnig haft áhrif á hvernig hann fellur inn í samfélagið. Ef

einstaklingurinn skapar ranga persónu við rangar samfélagslegar aðstæður t.d. fordómafullur

einstaklingur í umburðalyndu samfélagi, þá getur hann annað hvort verið hluti af

staðalímyndinni eða lent fyrir utan hana. Þá getur hann verið hluti af minnihlutahópi eða

jafnvel dæmdur fyrir þá persónu sem hann skapaði (Goffman, 1963).

Page 16: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

15

Judith Butler (2011; Gauntlett, e.d.) talar um hvernig kyngervi getur verið leikið (e.

performative), hvernig við högum okkur til að undirstrika okkar kyngervi, eins og að vera

kona eða karl sé innra með okkur og sé engan vegin skilgreiningin á okkur. Butler bætir við

að staðreyndin um að konur og karlar geta upplifað sig sem meiri eða minna, sem konu eða

karl eftir ákveðnu athæfi eða gjörð sýni að upplifunin á kyngervis menningarlegu sjálfi (e.

identity) er ákveðinn vinningur (e. achievement). Butler er ekki sammála því að hið

líffræðilega kyn (karlkyn og kvenkyn) skapi kyngervi (karlmennsku og kvenleika) sem ætti að

valda löngun í hitt kyngervið, sem dæmi um þetta eru trans fólk sem og fólk sem telur sig

hafa fæðst í röngum líkama og vill kannski ekki breyta um kyn. Hún segir að kyngervi og

löngun séu beygjanlegar frjálsar og ekki skilgreindar af stöðugum þáttum. Kyngervi okkar sé

skapað af okkur fyrir umheimin. Butler talar einnig um hvernig kyngervi er menningarlega

skapað og hvernig kyngervinu er stjórnað af menningunni og norminu bæði læknisfræðilega

eins og með sálrænni hjálp eða með óhefðbundnum leiðum eins og stríðni (einelti) (Butler,

2011).

1.3 Vald.

Vald (e. power) hefur margs konar birtingarmyndir og oftar en ekki erum við ómeðvitað

undirgefin því. Vald birtist til dæmis í skrifuðum og óskrifuðum reglum samfélagsins sem við

erum alin upp við. Þetta tengist inn í leikreglukenningu Goffman (1963) þar sem við reynum

að haga okkur persónu samkvæmt til dæmis óskrifuðum reglum karlmennskunnar. Franski

heimspekingurinn Michel Foucault (1979) talar um hvernig vald stýrir og hefur áhrif á

hegðun okkar. Til að útskýra það fær hann að láni hugtakið „Panopticon“ frá breska

heimspekingnum Jeremy Bentham sem var uppi árið 1748 - 1832 en hann notaði þetta

hugtak yfir hringlaga fangelsisbyggingu sem tengdist turni í miðjunni. Klefar fanganna voru

hringurinn en fangaverðirnir staðsettir í turninum í miðjunni. Þaðan gátu þeir alltaf fylgst

með föngunum en fangarnir gátu hins vegar ekki séð hvort einhver var í raun og veru í

turninum til að fylgjast með þeim. Þess má geta að þetta draumafangelsi Bentham var aldrei

byggt en Foucault notar hugmyndina um það til að útskýra sjálfsögun einstaklingsins. Til

dæmis eins og þá sjálfsögun í hegðun sem á sér stað þegar að við erum innan um hóp fólks

eða okkur finnst vera fylgst með okkur. Jafnvel þó við finnum ekki fyrir valdinu líkamlega og

sjáum það ekki, þá er það þó til staðar og hefur áhrif á hversdagslegt líf okkar hvort sem það

Page 17: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

16

er hugsunarháttur eða háttalag. Þeir sem vakta okkur jafnvel án okkar vitundar eru aðrir

þegnar þjóðfélagsins (Bartky, 1990). Valdið sem við finnum fyrir á að hluta til uppruna sinn í

sjálfinu (e. identity) þar sem við gerum hluti sem við teljum að eigi við og sleppum öðrum

sem við teljum að eru ekki við hæfi. Hversdagsreglur sem geta talist til hluta sem við sleppum

er eins og að smjatta, sötra drykki eða prumpa á almannafæri. Aðrir hlutir teljast í lagi í okkar

samfélagi eins og að hnerra eða ropa, svo lengi sem maður segir afsakið á eftir.

Staðalímyndir og norm eru hluti að valdinu og tengist hugmyndinni um sjálfsögunina.

Birtingarmynd persónunnar er sköpuð út frá samsetningu normsins af valdinu sem og

félagslegri stöðu og öðrum þáttum og loks verður til persónan sem þú telur þig vera.

Alan McKinlay og Ken Starkey (1998) tóku hugmynd og umfjöllun Foucault um vald og

skoðuðu hana í tengslum við spurninguna um, hvert valdið væri í raun og veru sem og hvar

það væri að finna. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að valdið væri í raun félagslegt afl sem

tengist innbyrðis í stofnunum, skólum, vinnustöðum og svo mætti lengi telja. Þetta vald er

ekki endilega neikvætt heldur getur verið drifkraftur fólks í samfélaginu sem og komið

samfélaginu sjálfu til góða. Hugmyndir um vald og sjálfsögun skipta máli þegar að

karlmennska og hinar ýmsu birtingarmyndir hennar eru skoðaðar. Hugmyndir um lífið sem

leikrit og samveruleikann hafa áhrif á hvern einstakling við höfum að geyma, hver við erum

og hvernig við sköpum okkur í tengslum við annað fólk og umhverfi.

1.4 Karlmennska.

Karlmennska er annar helmingur af tvíhyggjuparinu karlmennska/kvenleiki, þar er körlum og

konum stillt upp sem andstæðum og reynt að skilgreina með þessum orðum hvað felst í því

að vera karlmaður eða kvenmaður. Flestir mannfræðingar sem skrifað hafa um karlmennsku

á síðustu tveimur áratugum eða svo (sjá Cornwall og Lindisfarne, 1994; Gutmann, 1997; Nye,

2005) hafa séð ástæðu til að ræða um breyturnar á mismunandi menningarlegum

tímamótum (Gutmann, 1997). Eins og sagt er í inngangi hér að framan hafa mannfræðingar

skilgreint karlmennskuna í fjóra greinanlega þætti og þá sem skilgreiningu á umfjöllun sinni

um efnið. Fyrsta hugtakið er sjálfið (e. identity) sem er allt sem karlmenn gera og hugsa,

annað er karlmannleiki (e. manhood) sem er allt sem karlmenn gera og hugsa til að vera

menn, þriðja er karlmennskur (e. manliness) en það á við um að sumir menn eru í eðli sínu

taldir meiri karlmenn en aðrir menn. Fjórða atriðið sem fjallar um að karlmannleg hlutverk

Page 18: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

17

(e. masculine roles) felur í sér að skoða á hvern hátt karlmennskan ýtir undir mikilvægi

sambands karls og konu þannig að karlmennskan er talin allt sem kvenleiki er ekki (Gutmann,

1997).

Að vera karlmaður í hinum vestræna heim er oft tengt valdi og að vera ríkjandi. Sem

mannfræðingar viljum við rannsaka þetta samband, hversu nákvæmt það lýsir hversdagslegu

lífi fólks. Hvernig hugmyndir um vald tengjast karlmennsku, hvaða eiginleikar karlmanna er

litið á sem uppbyggjandi og hvað gerist til dæmis þegar karlmaður sér sig sem veikari

einstakling (Cornwall og Lindisfarne, 1994). Ekki er lengur hægt að skilgreina það að vera

karlmaður sem eitthvað sem er fast, algilt og sami skilningur er alls staðar lagður í.

Hugmyndin um kyngervi er í sjálfu sér breytileg og tengd aðstæðum. Kyngervi verður að

skoða út frá hinum ýmsu leiðum sem fólk velur til að birta sig sem kynjaða einstaklinga. Fólk

skilur karlmennsku á ákveðinn hátt og það verður að rannsaka hvernig mismunandi

karlmennska er skilgreind og endurskilgreind í menningarlegum samskiptum. Hvernig og

hvers vegna er ákveðnum ímyndum og hegðunum gefin ákveðinn kyngervis stimpill og hver

græðir á slíkum stimpli (Cornwall og Lindisfarne, 1994). Þannig að ráðandi karlmennska ber

saman mismunandi form karlmennskunnar og raðar þeim eftir stigveldi (e. hierarcy), þar af

leiðandi verður karlmennskan sem nýtur mestu velgengninnar eða er með mesta valdið efst

á lista sem verður þá kyngervisnormið. Miguel De Almeida (1997) lýsti ráðandi karlmennsku

sem besta menningarlega módelinu þar sem þátturinn sem myndar kyngervið og inniheldur

orðræðu um vald og samfélagslegan forgang sem og stjórnar menningarlegum módelum,

sem hefur jafnt áhrif á alla karla sem konur, þó hafa ekki allir aðgang að karlmennskunni. Þá

er gott að benda á punkt frá Eve Kosofsky Sedgwick þar sem hún segir „and, like men, I as a

woman am also a producer of masculinities and a performer of them“ (Sedgwick, 1995).

Samsömun karlmanna (e. male bonding) við hvorn annan er eiginleiki sem

mannfræðingur Lionel Tiger (2005; Gutmann, 1997) bjó til og útskýrði sem svo að karlmenn

þyrftu oft aðstæður sem útiloka kvenmenn. Slík samsömun karlmanna hefur verið í þróun í

margar aldir og er sögð hjálpa karlmönnum að tengjast. Með því að mynda tengsl innbyrðis

þá verða þeir sterkari sem heild sem gerir þá betur í stakk búna til að verjast og til að veiða

(Lionel Tiger 2005; xl, 1995).

Raywin Connell er einn þekktasti frumkvöðull þegar kemur að rannsóknum á

karlmennsku en árið 1985 setti hún fram ásamt samstarfsmönnum sínum Tim Carrigan og

John Lee hugtakið ráðandi karlmennska (e. hegemonic masculinity). Kenningin fjallar um vald

Page 19: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

18

og valdatengsl karlmennskunnar á hverjum tíma og stað. Þegar kemur að ráðandi

karlmennsku þarf það ekki endilega að vera normið, það er að segja karlmennskan þarf ekki

að falla inn í þann kassa sem er ríkjandi karlmennska, heldur miða karlmenn sig út frá

ákveðinni orðræðu og staðsetja sig eftir þörfum. Það hjálpar karlmönnum að falla inn í

samfélagið samkvæmt þeirra skilgreiningu. Ríkjandi karlmennska er því ekki hrein og skýr og

aðskilin hugmyndum um karlmennsku heldur eiga þær til að skarast og blandast saman sem

er hluti af þróunarferli karlmennskunnar. Rannsóknir Connell (1995) hafa sýnt fram á að sú

hugmynd á karlmennsku, til dæmis ríkjandi karlmennska, er að karlmennskan er næm fyrir

gagnrýni og lagar sig að henni ef mikil mótstaða er til staðar. Samkvæmt Connell réttlætir

karlmennska þá hugmyndafræði að konur eiga vera undirskipaðar körlum innan

kynjakerfisins. Eins og kemur fram hér á undan er Sedgwick (1995) einnig á þeirri skoðun að

bæði kynin stuðli að þessari hugmyndafræði. Samkvæmt þessu vilja karlar ekki láta af hendi

þau völd og forréttindi sem þeir hafa. Það sem hefur breyst er ekki vald karlmanna sem slíkt

heldur framkoman og framsetningin. Hins vegar má benda á að mannfræðingar hafa verið

óvenjulega hljóðir í nýlegum rökræðum um karlmennsku (Cornwall og Lindisfarne, 1994).

1.5 Orðræðan

Hugtakið orðræða má rekja til sjötta og sjöunda áratugs síðustu aldar þegar ákveðin umræða

átti sér stað sem breytti skilningi fræðimanna á hvernig merking verður til (Macdonell, 1986).

Helstu fræðimenn sem töluðu fyrir þessum breytingum aðhylltust hugmyndum og

kenningum um póststrúktúralisma (e. poststructuralism) og þar var Foucault (1972) fremstur

í flokki. Lögð var áhersla á að hugmyndir fólks um sig sjálft og það hvaða skilning það lagði í

samfélagsgerðina og viðkomandi menningu. Áhersla var lögð á tungumálið, bæði skrifað og

talað og að innan þess yrðum við til og mynduðum okkar sjálfsmynd. Fræðimennirnir bentu

einnig á að með því að greina orðræðuna á gagnrýnandi hátt kæmu í ljós almenn viðhorf

fólks eins og smekkur, sjálfsálit og reynsla svo eitthvað sé nefnt. Foucault sagði orðræður

vera samofnar stofnunum samfélagins og þess vegna yrði að skoða þær í tengslum við

félagslegan veruleika samfélagsins sem þær verða til í og eiga þátt í að skapa. Þessi

hugsunarháttur gerði fræðimönnum kleift að skoða það sem var viðtekinn sannleikur á þeim

tíma, og að setja spurningarmerki við hann. Orðræða var fyrst bundin málnotkun, merkingu

og túlkun, þó svo að merking hugtaksins hafi tekið breytingum þá er mál, skrifað og talað,

Page 20: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

19

enn kjarni orðræðunnar (Macdonell,1986). Í almennum umræðum er ætíð vísað til ákveðins

fyrirbæris og atvika. Orðræður eru hins vegar mun yfirgripsmeiri, þær fela í sér umræður

sem oftast skapa ákveðnar orðræður. Þannig er um samspil þessara tveggja þátta að ræða.

Diane Macdonnell (1986) bendir á að fólk leggi mismunandi skilning í það félagslega og

menningarlega rými sem það er hluti af. Því geti orðræður fengið nýja merkingu eftir tíma og

rúmi og að sömuleiðis sé ekki hægt að tala um eina orðræðu heldur eru í gangi margar

orðræður þar sem oft ríkir ákveðið stigveldi á milli þeirra jafnt utan sem innan. Foucult (sjá

Rabinow, 1984) talar um að orðræður og völd séu samofin og samspil þeirra sé mjög flókið

og síbreytilegt. Í orðræðum má greina stigveldi (e. hegemony) sem er þó engan veginn

einfalt fyrirbæri. Stigveldið byggir ekki bara á valdi og undirgefni heldur mætti útskýra það

nokkurn veginn á þann hátt að það skiptir máli hver talar eða skrifar, fyrir hvern og ekki síst

hvort viðkomandi hafi leyfi til að gera slíkt og/eða hafi trúverðugleika sem slíkur (Foucault,

1972). Stigveldið innan orðræðna er samskonar og það sem Antonio Gramsci (1971) fjallaði

um, það er að það byggir á ráðandi viðhorfum í viðkomandi samfélagi og menningu. Gramsci

benti á að í samfélögum eru ávallt einhverjir þættir sem teljast vera meira virði en aðrir og

þannig verða þeir ríkjandi innan þess samfélags. Þannig að kenningar Gramsci gera ráð fyrir

að orðræðan hafi áhrif með því að yfirburðarhópurinn réttlætir sína stöðu með almannaáliti

sem birtist meðal annars í fjölmiðlum og menningu. Þessir yfirburðir eru svo ítrekaðir með

niðrandi ummælum og neikvæðum staðalímyndum sem og uppnefningum (Ásta

Jóhannsdóttir og Kristín Anna Hjálmarsdóttir, 2011). Hægt er að segja að orðræður fylgi

ákveðnu stigveldi sem byggir á hugmyndum um að stefnur tiltekinna stofnanna eða yfirvalda

hafa meira vald eða áhrif en einstaklingar um sama efni (Macdonnell, 1986). Hinsvegar eru

orðræður ekki svona einfaldar eins og Macdonnell talar um. Við getum tekið bólusetningu

sem dæmi, en læknir að nafni Andrew Wakefield gat látið mjög marga einstaklinga trúa því

að bólusetning orsakaði einhverfu. Þrátt fyrir að ríki, stofnanir og læknar töluðu gegn honum,

þá trúðu margir Wakefield frekar þar sem hann var með frægt fólk með sér í liði. Fólk þekkir

og samsvarar sig meira með frægu fólki en fræðimönnum. Þannig hafði það mikil áhrif á

hvernig orðræðan var birt og skilin sem sagt hverjir töluðu og tóku þátt í umræðunni og

einnig hverjir voru sýnilegir í umræðunni. Grein Wakefield var gefin út 1998 en það var ekki

fyrr en árið 2011 sem hún var dregin til baka. En áhrif hennar eru enn til staðar í dag, og

óhætt að segja að hún hafi valdið skaða þar sem margir láta ekki bólusetja börn sín, meðal

annars gegn mislingum (CNN Wire Staff, 2011). Hafa þarf samt í huga að ráðandi viðhorf

Page 21: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

20

mynda ekki endilega strúktúr né óbreytanlegt og stöðugt kerfi. Hér er um að ræða flókið ferli

sem stöðugt þarf að skapa upp á nýtt og skilgreina. Viðhorfin hafa áhrif á orðræðuna og

orðræðan hefur áhrif á þau. Við notum til dæmis orðræðu til að aðgreina hópa og

einstaklinga og lýsa þeim, en hóparnir sjálfir hafa oft og tíðum sína eigin skilgreiningar um sig

sem skapar ákveðna orðræðu, sem aftur getur í sumum tilfellum haft áhrif á ríkjandi

orðræðu. Foucault (1972) talaði um að með skilgreiningum sé normum og reglum

samfélagsins framfylgt, til dæmis með því að viðhalda bæði ákveðinni ímynd um líkamann,

útlit og hegðun fyrir tilstilli orðræðna. En með tilkomu samfélagsmiðla getur verið töluvert

auðveldara að hafa áhrif á orðræðu sem einstaklingurinn hefur jafnvel enga þekkingu á. Því

orðræðan lifir nokkurs konar sjálfstæðu lífi þar sem einstaklingurinn hefur aldrei aðgang af

þeim beint heldur getur bara bætt inn í orðræðuna og vonað það besta. Einstaklingurinn

vonar að fólk hlusti á sig hvort sem hann er að bæta eða skaða orðræðuna. Þegar kemur að

orðræðu skiptir vald gífurlegu máli aðallega vegna þess hvernig sjálfsögun spilar inn. Við

viljum ekki skera okkur of mikið út úr og reynum að vera hluti af samfélaginu, vald er því

ekkert annað en félagslegt vald (McKinlay og Starkey, 1998). En á sama hátt þá er samfélagið

skapað af orðræðu og umræðu sem á sér stað í því.

Í þessum kafla hafa verið teknar fyrir helstu kenningar sem notast var við í þessari

ritgerð og hér á eftir verður farið í birtingarmynd orðræðunnar og vitnað í nokkra

einstaklinga sem mögulega hafa haft áhrif á orðræðuna.

Page 22: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

21

2. Birtingarmynd orðræðunnar

Á hverjum degi fæðast efnilegir herramenn. Án leiðsagnar og stuðnings eiga

þeir það til að breytast í rasshausa. Þykki er góðhjartaður maður. Þegar sá

Þykki sér rasshaus verða sér til skammar á almannafæri þá vill hann aðstoða

hann og beina honum í rétta átt. Sá Þykki trúir því að það sé hægt að útrýma

rasshausunum með smá leiðsögn. Ef allt gengur upp verða allir karlmenn á

Íslandi kurteisir og taka yfir 100 kíló í bekk (Egill Gillz Einarsson, e.d.).

Egill Einarsson sem sjálfur kallar sig ýmist Gilz, Gillzenegger eða Þykki hefur gefið út

nokkrar bækur sem fjalla meðal annars um framkomu og samskipti kynjanna þær eru: Biblía

fallega fólksins (2006), Mannasiðir Gillz: handbók herramannsins (2009), Lífsleikni Gillz:

handbók karlmannsins (2010) og Heilræði Gillz: handbók heiðursmannsins (2011). Egill er

vinsæll útvarps- og sjónvarpsmaður og einkaþjálfari með meiru. Sem Gillz eða Gillzenegger er

hann opinber persóna sem hefur gefið sig út fyrir að upplýsa og fræða. Þetta gerir hann

jafnvel að fyrirmynd ungra drengja og annarra einstaklinga innan samfélagsins. Gillz er hins

vegar umdeildur maður vegna framkomu sinnar gagnvart konum, körlum, minnihlutahópum

og jafnvel öllu samfélaginu sem og því hvernig hann orðar hlutina. Skrif hans í bókinni

Mannasiðir Gillz: handbók herramannsins (2009) gæti gefið ágæta mynd af því hvers vegna

hann er umdeildur.

Ég mæli með því að allir eigi 1-2 svarta vini. Þá sjá dömurnar að þú ert

fordómalaus og það finnst þeim frábært. Það getur líka verið sniðugt að eiga

asískan vin, rauðhærðan og svo framvegis. Reyndu að tækla alla

minnihlutahópa sem þú getur. Sjálfur hef ég fitumælt femínista en ég get

staðfest að gamli málshátturinn er réttur, það er auðveldara að temja

sebrahest en að vingast við slíka mannafælu (Egill Einarsson, 2009, bls.26).

………

Ef þú tekur nýjan svarta vin þinn í bíltúr og ert með kvenmann í bílnum sýndu

honum þá yfirburði þína yfir konunni með því að öskra: „shut your mouth

woman“ í hvert skipti sem hún vogar sér að opna á sér munninn. Þetta mun

Page 23: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

22

hann kunna vel að meta því í menningu blökkumannsins skiptir miklu máli að

koma fram við konuna sína eins og drasl (Egill Einarsson, 2009, bls. 26-27).

Í greininni Skaðleg karlmennska? Greining á bókinni Mannasiðir Gilz (2011) koma

Ásta Jóhannsdóttir og Kristín Anna Hjálmarsdóttir með mjög góða punkta um að háð geti

einnig haft slæm áhrif á orðræðuna. Þær tala meðal annars um að það skiptir ekki máli hvort

um er að ræða grín eða alvöru, bæði hefur afleiðingar í för með sér. Þær varpa fram þeirri

spurningu hvort við viljum ýta frekar undir þær „samfélagsbreytingar sem lögmæting

orðræðu af þessum toga getur haft í för með sér“ (bls. 10). Þegar ég las bókina Mannasiðir

Gillz: handbók herramannsins fyrst taldi ég að hún hefði verið skrifuð sem háð og mér fannst

hún fyndin. Mér hefði hins vegar örugglega ekki fundist hún fyndin ef ég hefði verið að lesa

hana fyrir yngri bróðurinn minn sem er 13 ára, þar sem skilgreining Egils á karlmennsku og

samskiptum kynjanna er mjög brengluð að mínu mati í þessari bók. Þegar krakkar lesa bók

sem er gildishlaðinn, eftir einstakling sem hefur ákveðinn sess sem frægur einstaklingur í

samfélaginu, getur það haft þau áhrif að þau telji hans skoðanir vera normið og fylgi þeim

eftir. Það sem mér finnst verst við þessa bók og boðskap hennar er að hún hefur verið notuð

til gjafa fyrir börn og unglinga sem mörg hver hafa ekki andlegan þroska til að skilja hvað

þarna er á ferðinni eða geta til dæmis myndað sér sína eigin skoðun. Þessi skrif og framkoma

Egils sem opinberrar persónu draga hvorki upp að umræðan um karlmennsku sé uppbyggileg

né draga þau upp jákvæða mynd af henni. Hann virðist ekki átta sig á eða þykja það

mikilvægt að staða hans sem opinberrar persónu í samfélaginu gerir hann að fyrirmynd

margra ungra drengja sem og annarra karla. Hann getur ekki falið sig á bak við að hann hafi

ekki beðið um að vera fyrirmynd eða annað í þeim dúr. Egill var sakaður um nauðgun í byrjun

árs 2012, síðar sama ár var viðtal við hann í tímaritinu Monitor (2012) og mynd af honum á

forsíðu. Tímaritinu var dreift í alla menntaskóla á landinu. Í þessu viðtali segir hann m.a. „það

er ákveðin öfgahópur sem engu ræður sem vill svipta mig málfrelsinu. Ég gerði ekkert af mér,

hef aldrei beitt manneskju ofbeldi á ævinni, er ekki ofbeldismaður“ (bls. 12). Egill telur að

vegna þess hversu tilbúinn hann var að storka femínistum og hversu margir fögnuðu þessari

kæru væri hún eins konar skotleyfi er varðar femínista og notuð í hefndarskyni og fáir þorðu

að mótmæla henni. Egill var aldrei ákærður og því saklaus í íslensku réttarkerfi. En í

Menntaskólanum í Hamrahlíð kom fram óánægja frá hópi nemenda sem gagnrýndu að Egill

væri á forsíðu blaðsins þar sem hann væri „þekktur fyrir neikvæð ummæli um konur,

Page 24: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

23

upphafningu á klámi og staðalímyndum” (Rúv, 2012). Gillz er ekki fræðimaður en eflaust er

hann með húmor og framkomu sem höfðar til yngri kynslóðarinnar frekar en fræðimenn.

Eins og áður sagði orðræðugreindu þær Ásta Jóhannsdóttir og Kristín Anna Hjálmarsdóttir

(2011) bókina Mannasiðir Gillz: handbók herramannsins (2009) út frá hugmyndum og

kenningum um karlmennskur. Þær tala um hvernig hugtakið kynjakerfi (e. gender system) er

notað til að skýra valdatengsl milli karla og kvenna í samfélaginu. Þær vitna í femínistann

Silvíu Walby (1990) og skilgreiningar hennar á kynjakerfinu, sem hún lýsir sem félagslegu

yfirráðakerfi þar sem karlar njóta góðs af kerfisbundinni undirskipan kvenna. Það þýðir

meðal annars að karlar eru oftast í valdameiri stöðum í samfélaginu og hafi hærri laun vegna

þess að karlmannlegir eiginleikar þykja meira virði en kvenlegir og hefðbundin störf karla eru

samfélagslega mikilvægari. Walby ítrekar þó að það þýði ekki að hver einasti karl njóti valds

kyns síns eða að allar konur séu undirskipaðar vegna þess að þær séu konur. Þær Ásta og

Kristín Anna (2011) benda á að kynjakerfið sé ekki afmarkað og sérstakt kerfi heldur sé það

hluti af stærra valdakerfi eins og t.d. með óskrifuðu og skrifuðu reglurnar, sjálfsögun og

staðalímyndum. Í orðræðunni um karlmennsku finnum við oft ákveðið þrástef það er að

segja sí endurteknar staðhæfingar sem festi ákveðin norm í sessi t.d. þegar Egill tala um í bók

sinni Mannasiðir Gillz: handbók herramannsins.

Alvöru karlmaður vaxar á sér bringuna því hann veit sem er að árangurinn í

gymminu sést töluvert betur ef hann er ekki falinn undir mörgum kílóum af

hárum (Egill Einarsson, 2009, bls. 71).

Ásta og Kristín Anna benda jafnframt á hvernig „ríkjandi karlmennska sem byggist á

undirskipan kvenna geti ýtt undir hegðun og viðhorf sem valdi körlum margvíslegum skaða

og kemur í veg fyrir jafnrétti og félagslegt réttlæti“ (bls. 16). Auk þess að slík gerð af ríkjandi

karlmennska ýti undir hegðun sem útilokar aðra karlmenn vegna þess að þeir falla ekki undir

þær skilgreiningar á karlmennsku sem er ríkjandi. Að vera gagnkynhneigður karlmaður hefur

einkennst af tilfinningalegri fjarlægð ásamt lítilli áherslu á útlit, en það er þó annað upp á

teningnum í dag þar sem hinn svokallaði metró-maður er ein birtingarmynd

karlmennskunnar. Ásta og Kristín Anna lýsa honum nokkuð vel þegar þær segja:

Page 25: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

24

Hann er gagnkynhneigður, lætur sig útlitið miklu skipta og er óhræddur við að

sýna á sér kvenlegri hliðar. Hann er siðfágaður og kann vel að meta fallegt

umhverfi og góðan mat og drykk og er óhræddur við að baða sig í aðdáun

bæði karla og kvenna (Ásta Jóhannsdóttir og Kristín Anna Hjálmarsdóttir, 2011

bls. 6).

Þessi útgáfa af karlmennsku er að miklu leyti að þakka fjölmiðlum og fyrirtækjum

meðal annars vegna þess að það eru þeir aðilar sem viðhalda henni og nota hana óspart til

að auglýsa vöru sína og/eða þjónustu. Að sjálfsögðu á nýfrjálshyggjan (e. neolibaeralism) þar

hlut að máli (Ásta Jóhannsdóttir og Kristín Anna Hjálmarsdóttir, 2011). Fjölmiðlar hafa

nefnilega gífurleg áhrif á hvað við meðtökum og hvernig við skynjum hlutina. Þeir velja

umfjöllunarefnið, hvernig þeir nálgast það og loks hvernig þeir setja það fram (Ásta

Jóhannsdóttir og Kristín Anna Hjálmarsdóttir, 2011; MaCombs og Reynolds, 2002). Egill eða

Gilz/Gillzenegger var með sjónvarpsþætti, meðal annars Mannasiðir Gillz og Ameríski

draumurinn sem sýndir voru á Stöð2 einnig er hann einn af stjórnendum á vinsælum

útvarpsþætti Fm95Blö á útvarpsstöðinni Fm957. Þættir hans voru/eru á tímum sem börn

geta mjög auðveldlega hlustað og horft á. Egill er umdeildur maður eins og áður sagði og á

milli tannana á fólki, hann hefur tekið þátt í mörgum opinberur deilum um gildi

kalmennskunnar t.d. við femínista og fræðimenn. Þannig má segja að Egill, sem opinber

persóna með eigin útvarps- og sjónvarpsþætti og fjölmiðlaveldi á bak við sig, sé einstaklingur

sem gæti með orðræðu sinni og kyngervi átt stóran þátt í því að búa til og viðhalda

ákveðunum ímyndum um karlmenn, konur og karlmennsku. Það er auðveldara fyrir þekkta

menn og konur í valdastöðu að skapa orðræðuna. Löngun og þrá eykur gildið en það eru

örugglega einhverjir þarna úti sem vilja skipta um líkama jafnvel líf við Egill Einarsson eða

Ryan Reynolds, sem er þekkt kvikmyndastjarna eða hverja aðra stjörnu sem er vinsæl þá

vikuna, því þeir teljast sannir karlmenn og þetta skapar ákveðna valdaskiptinu, við og hinir

(Ásta Jóhannsdóttir og Kristín Anna Hjálmarsdóttir, 2011; Connell og Messerschmidt, 2005).

En aftur að bók Egils, Mannasiðir Gillz: handbók herramannsins (2009), en eins og áður hefur

komið fram þá hafði ég sjálfur ekkert út á bókina að setja í fyrstu, mér fannst þetta vera grín

og ágætis afþreying. Ég er barnslaus og í fyrstu hugsaði ég ekki til þess að þessi skrif hefðu

mögulega áhrif á unga drengi og það hafði örugglega einhver áhrif á mína sýn á þessa bók.

En þegar ég áttaði mig á því, eftir að hafa lesið grein Ástu og Kristínar Önnu, að bókin höfðaði

Page 26: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

25

til ungra drengja þá varð grínið ekki lengur svo fyndið. Heldur var það skoðanamyndandi afl

upp að því marki að fordómar gætu þrifist t.d. gagnvart minnihluta hópum og að hún ýtti

undir útlitsdýrkun og fleira. Egill (2009) talar víðsvegar um sína ímynd af karlmennsku, sem

ég tel vera mjög eitraða. Það sést t.d. í bókinni þar sem hann talar um hvernig á að vera

sannur herramaður. Hann nefnir þar nokkra punkta, til dæmis að þú eigir aldrei að fara í

Gleðigönguna (Gay Pride). Í bókinni eru t.d. bornir saman tveir hópar sem báðir eiga rétt á

sér í íslensku samfélagi en samkvæmt Gillz á einn þeirra þó ekki jafn mikinn rétt á sér og hinn

...illa til hafðir einstaklingar yfirleitt og virðist það nánast partur af lúkkinu

eða ímyndinni að vera sem ógeðslegast. Þetta lið, sem ég kalla nú yfirleitt

bara drasl, reynir að skera sig úr með því að vera í 1500 króna úlpu, með

húfu og vettlinga og órökuð æxlunarfæri (Egill Einarsson, 2011, bls. 68).

Sumir líta á karlmennsku sem bagga á þjóðfélaginu og þær ímyndir sem hún setur.

Margrét Pála Ólafsdóttir skrifaði pistill í Fréttatímann þann 3.-5. október 2014 sem bar heitið

„Gjald karlmennskunnar“ og þar segir hún meðal annars:

„Maark” og allir karlmenn, bæði inni á fótboltavöllunum og framan við

risaskjáina á börum heimsins hoppa hver upp um annan og hlæja eða gráta

og faðmast og klappa hver öðrum á bakið – bæði þétt og lengi. Þetta eru

einu aðstæðurnar þar sem karlmennskan ræðir um líðan sína við aðra karla,

nýtur þess að finna hjörtun slá í takti og finna hlýjuna í snertingu og

líkamlegri nánd við kynbræður sína þ.e. án þess að vera kallaðir hommar

(Margrét Pála Ólafsdóttir, 2014, bls 69).

Hún heldur áfram

Gjald þessarar karlmennsku er skelfilegt. Drengir og unglingar sem deyfa

sig með neyslu langt umfram stúlkur, hræddir og ófærir um að leita sér

hjálpar við andlegri vanlíðan. Sjálfsvíg ungra manna sem bugast undan

lífinu með öllum sínum sársauka sem þeim var ekki kennt að bregðast við

á réttum tíma. Skilnaðir ungra hjóna þar sem hann er ófær um að ræða

Page 27: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

26

tilfinningar sínar við konuna sem þarf enga ofurhetju, heldur bara

mannveru sem sýnir umhyggju og áhuga á lífi hennar og barnanna.

Heimilisofbeldi þar sem hann reiðir upp hnefann í hverjum vanda, rétt eins

og ofurhetjan forðum. Eins skilningssljór og mállaus eins og ædólið hans í

æsku (Margrét Pála Ólafsdóttir, 2014, bls. 69).

Þarna dregur Margrét Pála upp mjög neikvæða og einhliða mynd af karlmennskunni og

sýnir að mínu mati fáfræði á því hvernig karlmenn haga sér. Í raun á hún erfitt með að setja

sig í spor karla og hvernig karla haga sér innan um aðra karla. Hegðun karlmanna er önnur

þegar konur eru nærri en þegar eingöngu karlar eru saman. Ekki eru allir sammála þessari

skoðun Margrétar og pistlahöfundur á knúz.is Gísli Ásgeirsson (2014) talar um hvernig

Margrét dregur upp neikvæða mynd og ýkjur.

Ýkjur eða hvað? Já, því miður, því framhaldið er víðs fjarri því að vera

heiðarleg skoðun á tileinkun drengja á kynjaímynd karlmennskunnar.

Dregin er upp staðalímynd af fjölskyldulífi með fyrirvaranum „flestir

drengir“ en í huganum hverfur lesandinn aftur til 1970 eða fyrr þegar

sjónvarpið var svarthvítt og Hagkaupasloppar algengir til sveita. ……Ég

þekki ekki svona karlmenn lengur. Kringum 1970 hafa þeir hugsanlega

verið svona. En ekki núna og ekki í svona ríkum mæli. Til allrar hamingju

hafa orðið miklar breytingar, sem hafa farið fram hjá greinarhöfundi, ef

marka má lýsinguna í upphafi. Hafi höfundur á réttu að standa er hins

vegar einboðið að barnaverndarmálum fjölgi á næstunni því þetta

ástand verður ekki látið óátalið (Gísli Ásgeirsson, 6. október 2014).

Ég er sammála Gísla um það að um ýkjur sé að ræða en þó eru til þeir karlmenn sem

haga sér eins og Margrét Pála talar um, þó svo að ég telji að þeim fari fækkandi. Sömuleiðis

er áhyggjuefni það sem Margrét Pála kemur inn á, er varðar sjálfsvíg og andlega vanlíðan

drengja og karlmanna. Anna Lilja Karelsdóttir (2015) rannsakaði kynferðisofbeldi gegn

körlum, en þolendurnir töluðu um að þeir hafi “reynt að rjúfa þögnina í seinni tíð en fengið

dræmar undirtektir” (Hólmfríður Gísladóttir, 2015). Einn þolandi talar um að “hann trúði því

ekki að ásökunum unglingspilts gegn fullorðinni konu yrði trúað” (Hólmfríður Gísladóttir,

Page 28: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

27

2015). Sömuleiðis sögðust viðmælendur Önnu Lilju hafa átt við líkamleg vandræði og talar

einn viðmælandinn um að hann hafi fundið t.d. „til streitu þegar dóttir hans stökk á hann í

leik; vegna þess hvernig það liti út gagnvart öðrum“ (Hólmfríður Gísladóttir, 2015). Anna Lilja

talar um að úrræðum fyrir karlkyns þolendur væri takmarkað. Einnig segir einn viðmælandi

Önnu Lilju að það að tala alltaf um karlmenn sem gerendur kynferðisofbeldis veki upp

gremju.

Svanfríður Jónasdóttir (2000) tekur sem dæmi um tölfræði á ungum piltum og segir

að sjötíu prósent nemenda sem taldir eru þurfa sérkennslu í grunnskólum séu drengir, en

drengir sem eru í sérkennslu séu u.þ.b. tveir þriðju af nemendum og að meðaleinkun stúlkna

er hærri en drengja. Sextíu og fimm prósent af gestum unglingaheimila eru drengir og

drengir eru líklegri til að lenda undir eftirliti lögreglu eða um áttatíu og fjögur prósent á móti

fjórtán prósent stúlkna. Svanfríður tekur dæmi um dánartíðni drengja vegna sjálfsvíga á

aldursbilinu 15-19 ára sem er tvöfalt hærri en stúlkna. Þegar tekið er aldursbilið 20-24 ára er

hún þrefallt hærri. Frá árunum 2003-2009 er tala á sjálfsvígum ungmenna á aldrinum 15-19

ára, 11 strákar á móti engri stelpu og á aldrinum 20-24 ára eru það 22 strákar en einungis

tvær stelpur (Hagstofa Íslands, e.d.). Í grein Svanfríðar (2000) kemur einnig fram hvernig

fagfólk og foreldrar hafa vaxandi áhyggjur af því hvernig nútímasamfélag bjóði drengjum upp

á stöðugt verri „fyrirmyndir og að hetjuímyndin verði sífellt ofbeldiskenndari” (Svanfríður

Jónasdóttir, 2000). Sömuleiðis kemur fram að drengir sem leita til skólasálfræðinga hafa ekki

raunverulega karlmenn sem fyrirmyndir, heldur ofurmenni myndbanda og kvikmynda.

Stefán Máni Sigþórsson (Sigurlaug M. Jónasdóttir, 2015) rithöfundur notar nautið

sem táknmynd fyrir karlmennsku, öfgafulla karlmennsku eins og hann kallar hana sjálfur.

Hann segir að sannur karlmaður sé valdamikill, líkamlega sterkur, frekur, yfirgangsamur og

hafi líkamlegt vald. En sú karlmennska sé samt gamaldags og úrelt í eðli sínu og ekki

karlmennska samkvæmt honum. Hann segir að karlmennska sé huglægt gildi ef hún er til og

það megi deila um það hvort hún sé bara orð sem við skiljum eða skiljum ekki. Stefán Máni

hefur margt til síns mál þegar kemur að því að karlmennska sé huglægt gildi, því karlmennska

er ekki allstaðar eins fer það eftir menningarsvæðum og einstaklingum hvernig þeir skilgreina

karlmennsku. Þarna er hægt að tengja við þegar Daníel Örn Sigurðsson (2015) sem kenndi

karlmennsku um að hann hafi ekki farið til læknis heldur „hámaði“ í sig verkjatöflur, því

samkvæmt honum mátti hann ekki vera að því að vera veikur. Daníel Örn hafði verið slappur

í nokkra mánuði og taldi að væg flensa væri að hrjá hann. Hann talar svo um hvernig það hafi

Page 29: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

28

verið fáfræði og karlmennska sem varð honum að falli. Hann var lagður inn á spítala með

lungnabólgu og hjartabilun og hann telur að karlmennska sín hafi stofnað lífi hans í hættu.

„Ég stofnaði lífi mínu í hættu, lífi sem ég lifði fyrir, líf sem er mér svo dýrmætt að allir

heimsins peningar dygði ekki fyrir því. Mér var sagt að ég væri að deyja úr karlmennsku, það

er ekki fallegur dauðdagi” (Daníel Örn Sigurðsson, 2015). Þarna er einstaklingur að kenna

sinni eigin fáfræði og sinni skilgreiningu á karlmennsku um að hann hafi ekki farið til læknis.

Má telja að honum finnist að líkamlegt hreysti sé hluti af karlmennsku og að enginn sannur

karlmaður verði veikur.

Skilgreiningar í orðabókum frá 1983 og 1997 sem vitnað er í hér að framan eru

samskonar, en þar er einn þáttur karlmennskunnar skilgreindur sem hreysti. Hið sama var

uppi á teningnum í umræðu í Kastljósi þann 25. janúar 2016 þar sem rætt var við Michael

Kimmel prófessor í félags- og kynjafræði, Ólaf Stephensen framkvæmdarstjóra og

atvinnurekanda og Gísla Atlason deildarstjóri á leikskólanum Mýri í Skerjafirði, sem var fyrsta

ráðskona í karlahópi Femínistafélags Íslands (mbl.is, 2003). Í þeirri umræðu kom Ólafur inn á

mjög skemmtilegan punkt og talar um hvað karlar eigi og hvað „margir karlmenn vilja gjarnar

bara brjótast út úr svona einhverjum staðalímyndum um það hvernig karlmenn eiga vera,

hvað þeir eiga gera,hvað þeir eigi og megi hugsa” (Ruv.is, 2016).

Það er ekki bara neikvæður lestur fyrir unga stráka sem eru að takast á við ýmis

vandamál tilð að finna sjálfan sig í frumskóginum sem við sem karlmenn búum í. Þegar

kemur að því að hafa jafnvægi á karlmennskunni, sem og „jákvæðum” tilfinningum eins og

hamingju, sorg, ást, umhyggju og fleiru því um líkt svo sem því að vera „sannur” karlmaður.

Bókin Strákar eftir Bjarna Fritzson og Kristínu Tómasdóttur sem kom út 2013 reynir að hjálpa

strákum að takast á við ýmis vandamál, eða einfaldlega að útskýra fyrir þeim hvað er í gangi

eins og t.d. í líkamanum og sjálfsmyndinni. Bókin tekur einnig á kynlífi á heilbrigðan hátt að

mínu mati.

Michael Kimmel hefur skoðað karlmennskuna og haldið fjölda fyrirlestra og

námskeiða. Kimmel kom meðal annars fram á ráðstefnu í Hörpu árið 2015 „Women

empowerent“ (Brynja Huld Óskarsdóttir, 2015). Ráðstefnan var haldin í tilefni af 100 ára

afmæli kosningaréttar kvenna og þar var rætt um kvenréttindi sem efnahagsmál. Kimmel

talar mikið um hvernig karlar hafa ekki kyn (e. gender) þegar kemur að umræðunni, en það

er sama og mannfræðingurinn Matthew C. Gutmann (1997) hefur bent á. Í þessu samhengi

er gjarnan vísað til þess að fræðigreinin kynjafræði (e. gender studies) sé oftast tengd við

Page 30: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

29

konur eingöngu og kvennafræði. Þó svo Gutmann komi inn á að ekki sé hægt að rannsaka

eitt kyn án þess að rannsaka hin (e. one can never study gender without studying others).

Þannig að þó að skoðaðar séu bara konur eða karlar þá eru hin kynin alltaf til staðar og þögn

getur oft verði afgerandi svar.

Kimmel hefur unnið að því að fá karla til að taka þátt í umræðunni um kynjajafnrétti,

en hefur þó brennt sig á því að körlum finnst ekki hlustað á sig og krossleggja hendur þegar

tala á um jafnrétti (Rúv, 2016). Kimmel (2003) gaf út grein ásamt Matthew Mahler sem

fjallaði um skotárásir í skólum í Bandaríkjunum og hvernig karlmennska gæti hugsanlega átt

þar hlut að máli sem og að taka verði kyngervi alvarlega þegar að slíkir atburðir eru annars

vegar. Kimmel og Mahler vitna í Goffman og tala um hvernig valdaskipting er innan

karlmennskunnar; að hún sé ekki öll jöfn, við skiptum henni upp í við og hina. Sem dæmi eru

kynþættir, kynhneigð og ofar öllu er kyn (Kimmel og Mahler, 2003). Einnig má nefna

aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku og í Bandaríkjunum á tuttugustu öld og þegar konur

höfðu ekki kosningarrétt á Íslandi. Sumstaðar er samkynhneigð ólögleg og varðar jafnvel

fangelsisvist, jafnvel er ekkert gert vegna ofbeldisglæpa gegn samkynhneigðum, og þá

sérstaklega karlmönnum.

Eric Garland (2012) sem er ráðgjafi, rithöfundur og fyrirlesari í Bandaríkjunum skrifar

um sína sýn á karlmennsku á heimasíðu sinni, þar talar hann t.d. um að unga karlmenn vanti

ekki fyrirmyndir í bandarísku samfélagi heldur að þær sem þegar eru fyrir séu öfugsnúnar (e.

perverted) útgáfur af gömlum sögulegum hetjum (e. versions of our old mythical images).

Garland talar um hvernig sjónvarpefnið eins og Ultimate Fighting Championship sem sýnt er í

Bandaríkjunum [og t.d. á Íslandi] sýni að vöðvastæltir og tattúveraðir bardagakappar sem

lemja veikari andstæðing sinn séu hetjur karlmennskunnar í dag. Hetjan er t.d. ekki

uppreisnargjarn hermaður sem berst gegn ofríki með byssum og vill endurreisa heiður lands

síns. Garland talar einnig um ofbeldi og að allir viti að það sé fyrir þá sterku. Þarna gefur

hann sér að karlmennska sé eitthvað sem þarf að vera sterkt, beint og óhaggandi. En fyrir

hinn venjulega karlmann eða almennan einstakling er þessi uppgötvun ekki það mikilvæg að

þeir myndu byrja að beita ofbeldi. Garland vill meina að við séum fólk sem leggur mikla

áherslu á karlmennsku en höfum alltaf færri og færri leiðir til að nálgast hana. Hetjurnar

okkar er hvergi að finna og karlmenn eru veikari. Hann segir að karlmennska sé áríðandi en

að hún sé í krísu, unga menn vanti í stórum stíl fyrirmyndir til að fullorðnast í alvöru

karlmenn. Við heyrum reglulega sögur um sorglegt byssuofbeldi sem lætur okkur einblína á

Page 31: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

30

byssurnar, og við freistumst því til að einblína á þær, af góðri ástæðu. En við getum ekki gefið

upp þennan möguleika til að skapa heilbrigða og heila karlmenn. Þess vegna er ekkert skrýtið

að við einblínum á byssuofbeldi sem er eitt af því síðasta og sanna merki um

karlmennskulegan styrk. En með því að segja að ofbeldi sé fyrir þá sterku og að

karlmennskan sé eitthvað sem þarf að vera sterk er hann að skemma meira fyrir

karmennskunni en hjálpa. Enda er eitt síðasta hálmstráið að karlmannlegu valdi að nota

byssu. Þegar kemur að hugmyndum um karlmennsku í Bandaríkjunum er mjög erfitt að tala

um Bandaríkin sem eina heild enda skiptist ríkið í 50 fylki og má líta á þau sem nokkurskonar

lönd inn í stærra landi. Þannig að það að hlusta á einn mann tala um karlmennsku í

Bandaríkjunum gefur mjög takmarkaðar upplýsingar en hins vegar hvernig hann fer að því að

gagnrýna núverandi staðla karlmennskunnar á þann hátt að upphefja ofbeldi sem hann telur

vera betri en annað. Garland (2012) tekur og skilgreinir eitthvað á þann hátt að það sem ekki

samsvarar hans skilgreiningu á karlmennsku á ekki rétt á sér og er slæmt fyrir bandarískt

þjóðfélag Þá er hægt að nefna menn eins og Nikolao Montay (e.d.) sem er sjálftitlaður

listamaður (e. artist).

Montay heldur úti vefsíðu þar sem hann setur upp lista yfir hin ýmsu málefni og á það

til að alhæfa og setja karlmenn inn í ákveðinn kassa. Dæmi um slíkt er listi yfir Átta ástæður

fyrir því að karlmennsku karlmenn eru betri elskhugar en góðir gaurar en hann telur einn

kostin við að vera karlmennskulegir karlmenn sé að þeir séu ótilfinninganæmir (e.

unemotional) (Montaya, e.d. a). Fimm ástæður fyrir því af hverju karlmenn vilja bara kynlíf

sem tekur meðal annars tillit til hvernig fjölskylduhagir eru oft á kostnað karla og hvernig

karlar vilji ekki borga fyrir eitthvað sem er frítt (Montaya, e.d. b). Listi yfir Fimm ástæður af

hverju karlmenn elska druslur þar eru t.d. punktar eins og þær eru auðveldar og þær vilja það

hart (e. like it rough) (Montaya, e.d. c).

Page 32: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

31

3. Lokaorð

Í þessari ritgerð var ekki reynt að svara ákveðnum spurningum eða leysa hina eilífu ráðgátu

um karlmennsku, heldur var reynt að sýna hinar ýmsu hliðar birtingarmyndar orðræðunnar

út frá eigin tilfinningum og skoðunum í garð karlmennsku. Karlmannleiki (e. manhood) og

kvenleiki (e. womenhood) eru menningarlegar breytur en hins vegar eru kyn og trú samhengi

út frá hvað er karl og hvað er kona í hverjum menningarheimi fyrir sig (Guttmann, 1997, bls.

390). En þrátt fyrir að hafa reynt að greina orðræðuna og skilja karmennskuna út frá

fræðilegum grunni þá er ég samt á því að sumt í bók Egils Einarsson Mannasiðari Gillz:

Handbók herramannsins sé grín – það hlýtur bara að vera grín. En ég hef hinsvegar meira út

á hana að setja í dag og les hana með öðrum formerkjum. Þetta er bók sem hefði aldrei átt

að markaðssetja fyrir börn undir 18 ára aldri og ætti alls ekki að vera gjöf handa börnum. Á

sínum tíma var mikið talað um foreldrar/frænkur/frændur/ömmur/afar gæfu börnum þessar

bækur. Ég ætla ekki að verja skrif Egils Einarssonar heldur vill ég einungis benda á að þarna

er bók sem að mínu mati á ekki heima á heimilum fólks með ung börn sem eru of áhrifagjörn

til að skilja skrif hans og gera upp hug sinn á sjálfstæðan hátt. En ég get lesið þessa bók og

haft þá skoðun að þetta sé fyndið, en svo súrt að þetta sé sorglega fyndið. En einstaklingur

sem er 10-15 ára sér kannski einhvern sem þeim þykir töff, þekkt persóna sem er í útvarpi og

sjónvarpi, er einkaþjálfari og á flotta kærustu og lítur út fyrir að allt sé fullkomið hjá honum.

Svo gefur hann út bók sem hlýtur að gefa rétta mynd af því hvað sé rétt og hvað sé rangt.

Ásta Jóhannsdóttir og Kristín Anna Hjálmarsdóttir (2011) „rífa“ bók Egils í sig og njóta þar

stuðnings af femíniskum kenningum (sjá Walby 1990; McRobbie 2009; Bartky, 2003) sem og

kenningum í karlafræði (Connell og Messerschmidt, 2005). Máli sínu til stuðnings taka þær

mörg dæmi um hvernig Egill talar niður til ákveðins hóps eða hópa og lætur ekkert kyn,

kynþátt eða kynhneigð ósnerta. Þær stöllur taka dæmi um að kalla homma viðrini eða þá

sem þykja kjarklausir eða ókarlmannlegar kerlingar, það sé í raun ítrekun á undirskipun

annara karlmennskur/karlmanna. En Egill talar um og hvetur til í bókinni að fólk tileinki sér

heilbrigðan lífstíl og góða mannasiði og mælir með góðri umhirðu húðar og hárs „...að þrífa

húðina, lykta vel, plokka augabrúnirnar, snyrta neglurnar, vera tónaður, „tanaður“ og

„kjötaður” hann þarf líka að vaxa „... á sér bringuna“ og síðast en alls ekki síst er ekkert „...

mikilvægara í þessum heimi en að vera með vel rakaðan pung (Egill Einarsson, 2009 bls. 70-

72). Þær telja þetta vera karlmennsku í ætt við metrósexualisma og eru Ásta og Kristín Anna

Page 33: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

32

á því að „Alvöru karlmenn þekkjast þar með á því að þeir hafa fullkomna stjórn á líkama

sínum og útliti hans“ (2011 bls. 12). Þær halda áfram og fara yfir hvernig Egill telur að

húðlitur hafi áhrif á viðhorf karla til kvenna, menntunar, vinnu og frammistöðu þeirra í

kynlífi. Hann slær þar tvær flugur í einu höggi og talar um blökkumenn og Asíubúa, en það er

sérstakur kafli tileinkaður því hvernig á að tala við blökkumenn og benda þær á að Egill talar

sérstaklega um að allir eigi „... 1–2 svarta vini. Þá sjá dömurnar að þú ert fordómalaus og það

finnst þeim frábært“ (Egill Einarsson, 2009 bls. 26-27). Þær telja að Egill dragi upp skýra

mynd af hörundsdökkum mönnum: „Í menningu blökkumannsins er eðlilegt að kalla konur

„bitches“ and „hoes“ .... því í menningu blökkumannsins skiptir miklu máli að koma fram við

konuna sína eins og drasl“ (Egill Einarsson, 2009 bls. 27). Þær minna líka á að Egill alhæfir

einnig um nám og vinnu blökkumanna en „... þeim er skít sama um nám og þeir nenna ekki

að vinna en eru mjög duglegir í kellingunum“ (Egill Einarsson, 2009 bls. 27, Ásta

Jóhannsdóttir og Kristín Anna Hjálmarsdóttir, 2011). Þegar þú ert kominn með svona

yfirlýsingar er ekki annað hægt en að staldra aðeins við og reyna á sem skynsamastan hátt að

taka bók Egils Einarssonar Mannasiðir Gillz: handbók herramannsins (2009) og reyna eftir

fremsta megni að benda á, að þetta ritverk sé gegnsýrt af neikvæðum staðalímyndum og

fordómum gangvart minnihlutahópum. Egill talar í algjörri sjálfhverfu og bók hans hefur

neikvæð áhrif á umræðu og orðræðu karlmennskunnar á svo margan hátt, svo sem þegar

kemur að staðalímyndum karla, kvenna, kynþáttar og kynhneigðar. Ásta og Kristín Anna

(2011) tala um hvernig þær telja að meginmarkmið kurteisi og fágaðrar framkomu sé að sýna

yfirburði, eða einfaldlega fá vilja sínum framgegnt en ekki að um raunverulega virðingu sé að

ræða og er það til að lágmarka líkur á árekstrum. Þegar kemur að Montaya (e.d.) er mjög lítið

hægt að segja nema að ég sé þetta sem ákveðna smellubeitu (e. Clickbait), sem þjónar þeim

tilgangi að staðfesta trú þeirra sem halda þessu fram eða skapa reiði hjá þeim sem eru þessu

ósammála. En Montaya hjálpar ekki orðræðunni um karlmennsku með þessum lista. Þær

Margrét Pála og Svanfríður koma inn á góða punkta og þá sérstaklega Svanfríður með

vandamál sem fylgir drengjum í skóla og andlegum vandræðum þeirra og sjálfsmorðstíðni,

en það er svakalegur munur á þessu. Ég vissi ekki að á árunum 2003-2009 hafi 33 drengir á

aldrinum 15-24 ára framið sjálfsmorð en einungis tvær stúlkur, mér finnst það mikill munur,

en þetta tengist einmitt umfjöllun Önnu Lilju Karelsdóttur (2015), sem fjallar um

kynferðisbrot gegn drengjum/körlum. Þetta er vinkill sem vantað hefur í umræðuna lengi, að

Page 34: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

33

fórnalömb kynferðisofbeldis eru bæði kynin og hafa karlmenn litla möguleika á að tjá

tilfinningar sínar um atburðina.

Mér finnst karlmennska verðugt hugtak og vil ég ekki að hún sé svona niðurskorðuð,

af fjölmiðlum og að fólk noti hana til að tala niður til karlmanna eða sinnar eigin

skilgreiningar á karlmennsku eins og Daníel Örn Sigurðsson (2015) gerði þegar hann notar

karlmennskuna til að réttlæta sína eigin fáfræði. Ég vonast til að með aukinni umræðu sem

hefur átt sér stað síðust ár um karlmennsku þá verði hún að lokum það sem ég tel hana eiga

að vera, lýsingartæki fyrir þann karlmann sem þú geymir ekki hvað samfélagið telur þig

geyma.

Ég hef skoðað orðræðuna út frá menningu og samfélagsmynd en mér þætti líka

áhugarvert að skoða hvernig hormónar og kynþroski hafa áhrif á skilning og upplifun drengja

á orðræðuna í kringum karlmennskuna. Líffræðingurinn Anne Fausto-Sterling tekur á kyni og

þroska ásamt mörgu öðru í bók sinni Sexing the body (2000) en hún gerir það ekki út frá

orðræðu og áhrifum hennar, heldur tekur dæmi á kynjakerfinu og hvernig kyn barna skiptir

máli þegar þau fæðast þá sérstaklega barna sem fæðast með bæði kynfærin. Hún fer einnig í

hvernig starfsemi heilans getur haft áhrif. Allt þetta er eitthvað sem er verðugt að skoða og

mæli ég eindregið með því að karlmennska verði skoðuð út frá líffræðilegum grunni þó svo

að karlmennska sé menningarlegt hugtak þá hlýtur að vera einhver tenging á milli þess. Ég

fer ekki yfir það í þessari ritgerð en ég er á því að það væri efni í heila ritgerð út af fyrir sig.

Svona svipað og „ Girlhood studies“ sem er þverfræðilegt fræðasvið sem snýr að stelpum og

hvernig á að efla þær. Ég vil enda á þessum orðum: þú eflir persónuna ekki kynið.

Page 35: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

34

Heimildaskrá

Anna Lilja Karlsdóttir. (2015). Úr myrkrinu í dagsljósið: Karlmenn hinir földu þolendur kynferðisofbeldis. Mastersritgerð: Háskóli Íslands, Félagsvísindasvið.

Árni Böðvarsson (ritstjóri). (1963). Íslenzk orðabók. Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Árni Böðvarsson (ritstjóri). (1983). Íslensk orðabók: Handa skólum og almenningi. Reykjavík:

Bókaútgáfa menningarsjóðs. Árni Böðvarson (ritstjóri). (1997). Íslensk orðabók. Reykjavík: Mál og menning. (2. útgáfa,

aukin og bætt). Ásta Jóhannsdóttir og Kristín Anna Hjálmarsdóttir. (2011, 15. september). Skaðleg

karlmennska? Greining á bókinni Mannasiðir Gillz. Sótt af http:// netla.hi.is/greinar/2011/alm/005/005.pdf

Bartky, S.L. (1990). Femininity and domination: Studies in the phenomenology of oppression.

New York and London: Routledge. Bartky, S.L. (2003). Foucault, femininity, and the modernization of patriarchal power. Í R.

Weitz (ritstj.), The politics of women’s bodies: Sexuality, appearance, and behavior (bls. 25–45). New York: Oxford University Press.

Bjarni Fritzson og Kristín Tómasdóttir. (2013). Strákar. Reykjavík: Veröld Brynja Huld Óskarsdóttir. (2015, 19. júní). Hræddir um að konur taki störfin „þeirra“. Sótt af

http://www.ruv.is/frett/hraeddir-um-ad-konur-taki-storfin -theirra

Butler, J. (2011, 6.júní). Your Behavior Creates Your Gender. Sótt af

https://www.youtube.com/watch?v=Bo7o2LYATDc Butler, J. (1990) Gender trouble: Feminism and the subversion of identity. Sótt af

http://www.lauragonzalez.com/TC/BUTLER_gender_trouble.pdf

CNN Wire Staff, (2011, 6. janúar). Retracted autism study an ‚elaborate fraud, British journal finds. Sótt af http://edition.cnn.com/2011/HEALTH/01/05 /autism.vaccines/

Connell, R.W. (1995). Masculinites. Cambridge: Polity Press.

Connell, R.W. og Wood., J. (2005). Glaobaization and Buisness Maculinitites. Men and

Maculinities, 7 (4), bls. 347-364.

Connell, R. W., og Messerschmidt, J. W. (2005). Hegemonic masculinity: Rethinking the

concept. Gender & Society, 19 (6), bls. 829–859.

Page 36: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

35

Cornwall, A., og Lindisfarne, N. (1994). Dislocating masculinity: Gender, power and

anthropology. Í A. Cornwall og N. Lindisfarne (ritstj.), Dislocating masculinity: Comparative

ethnographies. London: Routledge.

Daníel Örn Sigurðsson. (2015, 4. maí). Húmoristi með hjartabilun. Sótt af http://

www.pressan.is/pressupennar/Lesa_adsent/humoristi-med-hjartabilun De Almeida, M.V. (1997). Gender, masculinity and power in southern Portugal.Social

Anthropology, 5(2), bls. 141-158. Egill Einarsson. (2006). Biblía fallega fólksins. Reykjavik: Vaka-Helgafell. Egill Einarsson. (2009). Mannasiðir Gillz, handbók herramannsin. Reykjavík: Bókafélagið. Egill Einarsson. (2010). Lífsleikni Gillz: handbók karlmannsins. Reykjavík: Bókafélagið. Egill Einarsson. (2011). Heilræði Gillz: handbók heiðurmannsin. Reykjavík: Bókafélagið. Egill Gillz Einarsson. (e.d.). Íslenskt Öndvegisrit Gillz. Sótt af http://www.gillz.is/?

page_id=2 Foucault, M. (1979). Discipline and Punish. New York: Vintage Book

Foucault, M. (1969/1972). The archaeology of knowledge. London: Routledge

Free the nipple. (e.d.). Free the nipple. Sótt af http://www.freethenipple.com/.

Garland, E. (2012, 20. desember). The crisis of american masculinity. Sótt af

http://www.ericgarland.co/2012/12/20/the-crisis-of-american-masculinity/ Garland, E. (2015). Eric Garland. Sótt af http://www.ericgarland.co Gauntlett, D. (e.d.). Judith Butler. Sótt af http://www.theory.org.uk/ctr-butl.htm Geertz, C. (2006). Thick description: Toward an interpretive theory of culture. Í H.L. Moore,

og T. Sanders (ritstjórar), Anthropology in theory: Issues in epistemology (bls. 236–243). Oxford: Blackwell publishing.).

Gísli Ásgeirsson. (2014, 6. október). Til varnar karlmennsku: Við borgum ekki. Sótt af

https://knuz.wordpress.com/2014/10/06/til-varnar-karlmennsku-vid-borg um-ekki/

Goffman, E. (1959). The presentation of self in everyday life. New York: Anchor Books Goffman, E. (1963). Stigma. Hemel Hempstead: Prenctice Hall.

Page 37: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

36

Google. (e.d.). Karlmennska. Sótt af https://www.google.is/?_gws_rd=cr,ssl&ei=

nEzTVpmbN4aLPuSnsbAC#q=karlmennska

Gramsci, A. (1971). Selections from prison notebooks (Quintin Hoare og Geoffrey Nowell

Smith þýddu). London: Lawrence & Wishart.

Gutmann, M.C. (1997). Trafficking in men: The anthropology of masculinity. Annual Review

of Anthropology,vol. 26, bls. 385-409 Hagstofa Íslands. (e.d.). Dánir eftir dánarorsökum (Evrópski stuttlistinn), kyni og aldri 1981-

2009. Sótt afhttp://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Ibuar/Ibuar__ Faeddirdanir__danir__danarmein/MAN05302.px/?rxid=38c17d09-1c8a-4c4f-95aa-f488d4ea45df

Haraldur Björn. (2010, 20. desember). Hvað er svona merkilegt við það að vera karlmaður.

Sótt af http://bleikt.pressan.is/lesa/karlmennerumerkilegir/ Holter, Ø G. (2009). Gender equality and quality of life: A Norwegian perspective. Oslo: NIKK,

2009. Hólmfríður Gísladóttir. (2015, 14. október). Skaðleg áhrif karlmennskunnar. Sótt af

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/10/14/skadleg_ahrif _karlmennskunnar/

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson. (2004). Karlmennska og jafnréttisupeldi. Reykjavík:

Rannsóknarstofa í kvenna- og kynjafræðum. Jackson, M. (2008). Existential anthropology. Events, exigencies and effects. New York:

Berghahn Books Jón Ragnar Jónsson. (2012, 22. nóvember). Myndi frekar vilja heilahimnubólgu en

nauðgunarkæru. Monitor, bls. 11 – 16. Sótt af http://www.mbl.is/monitor blod/M2012-11-22.pdf

Kastljós (2016, 25. janúar). Kastljós. Sótt af http://ruv.is/sarpurinn/ruv

/kastljos/20160125 Kimmel, M.S. og Mahler, M. (2003). Adolescent masculinity, homophobia, and violence:

Random school shootings, 1982-2001. American Behavior Scientist, Vol 46. Sótt afhttp://abs.sagepub.com/content/46/10/1439.abstract

Kimmel, M. (e.d.). Michael Kimmel. Sótt af http://www.Michael

kimmel.com/biography/ Kvennablaðið. (2016, 23. mars). Kvennablaðið. Sótt af http://kvennabladid.is/ Macdonell, D. 1986. Theories of Discourse: An Introduction. Oxford: Basil Blackwell.

Page 38: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

37

MaCombs, M., og Reynolds, A. (2002). News influence in our picture of the world. Í J. Bryant og D. Zillman (ritstj.), Media effects: Advances in theory and research (bls. 215– 267). New Jersey: Lawrence Erlbaum Associates.

Margrét Pála Ólafsdóttir. (2014 3. – 5. október). Gjald karlmennskunnar. Frétta-tíminn, bls.

68. Málefni. (2005, 5. Janúar). Hvað er karlmennska? Sótt af http://www.malefnin.

com/ib/topic/39671-hvad-er-karlmennska/ Mbl.is. (2003). Allir hljóta að vera femínistar inn við beinið. Sótt af http://www.

mbl.is/greinasafn/grein/746920/ Mbl.is. (2015). #6dagsleikinn er ekki fögur sjón. Sótt af http://www.mbl.is/folk

/frettir/2015/04/15/6dagsleikinn_er_ekki_fogur_sjon/ McKinlay, A., og Starkey, K. (1998). Foucault, management and organization theory. London:

Sage Publications.

McRobbie, A. (2009). The aftermath of feminism. London: Sage Publications Ltd. Montaya, N(e.d.). Nicoloa Montaya. Sótt af http://www.nikolaomontaya.com/ Montaya, N. (e.d. a). 8 reasons masculine men are better lovers than “Nice Guys”. Sótt 13.

mars 2016 af http://www.nikolaomontaya.com/masculine-men/ Montaya, N. (e.d. b). 5 reasons men love sluts. Sótt afhttp://www.

nikolaomontaya.com/men-love-sluts/ Montaya, N. (e.d. c). 5 reasons men only want sex. Sótt afhttp://www.

nikolaomontaya.com/men-only-want-sex/

Mörður Árnason (ritstjóri). (2002). Íslensk orðabók (2 bindi), (2. útgáfa). Reykjavík: Mál og

menning

Nye, R.A. (2005). Locating masculinity: Some recent work on men. Signs, 3(30), bls. 1937-

1962. Ortner. S. (1974). Is female to male as nature is to culture? Í M.Z. Rosaldo og L. Lamphere

(ritstj.), Woman, culture and society (bls. 67-87). Stanford, CA: Stanford University Press. Rabinow, P. 1984. Introduction. Í Paul Rabinow (ritstj.), The Foucault reader, bls. 3-31. New

York: Pantheon Books.

Réttritunarorðabók. (1996). Baldur Jónsson (ritstjóri). Reykjavík: Námsgagna

stofnun og Íslensk málnefnd Reykjavík.

Page 39: Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ...†var Örn...Hvað á að vera, gera eða hugsa. Er karlmennska BARA orð ? Orðræða um karla og karlmennsku Ævar

38

Rúv. (2012, 22. nóvember). Gagnrýna val á forsíðu Monitors. Sótt af http://www.

ruv.is/frett/gagnryna-val-a-forsidu-monitors

Rúv. (2016, 25. janúar). Kastljós. Sótt af http://ruv.is/sarpurinn/ruv/kastljos/

20160125

Sedgwick, E. K.(1995). „Gosh, boy George, you must be awfully secure in your masculinity!“ Í

Berger, M., Wallis, B. og Watson, S. (ritstj.), Constructing maculinity (bls. 11-21). New

York: Routledge

Sigurlaug M. Jónasdóttir (2015). Segðu mér. Ríkisútvarpið Rás 1. 7. desember 2015

Snara.is (e.d.).Karlmennska. Sótt af https://snara.is/

Sterling, A.F. (2000). Sexing the body. New York: Basic Books

Svanfríður Jónasdóttir. (2000, 21. október). Gjald karlmennskunnar?. Sótt af http://www.mbl.is/greinasafn/grein/566292/

Sverrir Jakobsson (2005, 6. desember). Þekkist samkynhneigð. Sótt 28. febrúa af

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=5460

Tiger, L. (2005). Men in groups. New Brunswick: Transaction Publishers

Vísindavefurinn (e.d.). Leit á vefnum. Sótt 28 febrúar 2016 af http://www.

visindavefur.is/search/?q=karlmennska

Walby, S. (1990). Theorizing patriarchy. Oxford: Blackwell

Þorgerður Þorvaldsdóttir (2001, 2. maí). Hvers vegna eru sumir strákar miklu kvenlegri en

aðrir? Sótt af http://www.visindavefur.is/svar.php?id=1557

Þorgerður Þorvaldsdóttir (2002 2. ágúst). Hvað er kynímynd. Sótt af http://www.

visindavefur.is/svar.php?id=2628