vor sidur 2006 - Ásatrúarfélagið · gleðileg jól...

8
Gleðileg jól Jólablót Ásatrúarfélagsins, bæði sólstöðublótið í Öskju- hlíð sem og jólablótveislan í Mörkinni, verða haldin á vetrarsólstöðum þann 22. desember nk. Sólstöðublótið verður á lóðinni okkar rétt austan við Nauthól þar sem safnast verður saman kl. 18. Við göngum örstutt að lóðinni okkar og helgistundin hefst svo stundvíslega kl. 18:10, en nákvæmlega þá eru sólstöðurnar. Eftir helgistundina, kl. 19:30, verður svo húsið opnað í Mörkinni 6 með sligandi borðum af jólakræsingum. Eftir athöfn goða verður etið og drukkið eins og við kunnum best. Það eru komin jól, svo fögnum hækkandi sól, sagði skáldið. Endilega takið börnin með því hin geysi- vinsæla ljósastemmning barnanna verður í umsjón Jónínu K. Berg ásamt öðrum skemmtiatriðum. Blóttollur er 2.500 krónur, en börn í fylgd me› foreldrum, 12 ára og yngri, fá frítt. Vinsamlega greiðið tímanlega inn á reikning félagsins: 0101-26-011444, kt. 680374-0159. Athugið að lögsögumaður verður ekki á skrifstofunni eftir 14. des. svo ekki verður hægt að panta miða á jólablótið gegnum ásatrúarfélagssímann eftir þann tíma að þessu sinni. Góða skemmtun! 16. árg. 5. tbl. 2007. Útgefandi: Ásatrúarfélagi›, Sí›umúla 15, 108 Reykjavík Ritstjóri og ábyrg›arma›ur: Egill Baldursson — [email protected] 1 ISSN 1670-6811

Upload: others

Post on 14-Jan-2020

2 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Vor sidur 2006 - Ásatrúarfélagið · Gleðileg jól JólablótÁsatrúarfélagsins,bæðisólstöðublótiðíÖskju-hlíðsemogjólablótveislaníMörkinni,verðahaldiná vetrarsólstöðumþann22

Gleðileg jólJólablót Ásatrúarfélagsins, bæði sólstöðublótið í Öskju-hlíð sem og jólablótveislan í Mörkinni, verða haldin ávetrarsólstöðum þann 22. desember nk.

Sólstöðublótið verður á lóðinni okkar rétt austan við Nauthól þar semsafnast verður saman kl. 18. Við göngum örstutt að lóðinni okkar oghelgistundin hefst svo stundvíslega kl. 18:10, en nákvæmlega þá erusólstöðurnar.Eftir helgistundina, kl. 19:30, verður svo húsið opnað í Mörkinni 6

með sligandi borðum af jólakræsingum. Eftir athöfn goða verður etiðog drukkið eins og við kunnum best. Það eru komin jól, svo fögnumhækkandi sól, sagði skáldið. Endilega takið börnin með því hin geysi-vinsæla ljósastemmning barnanna verður í umsjón Jónínu K. Bergásamt öðrum skemmtiatriðum.Blóttollur er 2.500 krónur, en börn í fylgd me› foreldrum, 12 ára og

yngri, fá frítt. Vinsamlega greiðið tímanlega inn á reikning félagsins:0101-26-011444, kt. 680374-0159. Athugið að lögsögumaður verðurekki á skrifstofunni eftir 14. des. svo ekki verður hægt að panta miðaá jólablótið gegnum ásatrúarfélagssímann eftir þann tíma að þessu sinni.Góða skemmtun!

16. árg. 5. tbl. 2007. Útgefandi: Ásatrúarfélagi›, Sí›umúla 15, 108 Reykjavík

Ritstjóri og ábyrg›arma›ur: Egill Baldursson — [email protected]

1

ISSN

1670

-681

1

Vor sidur 5. tbl. 2007:Vor sidur 2006 12/9/07 12:50 PM Page 1

Page 2: Vor sidur 2006 - Ásatrúarfélagið · Gleðileg jól JólablótÁsatrúarfélagsins,bæðisólstöðublótiðíÖskju-hlíðsemogjólablótveislaníMörkinni,verðahaldiná vetrarsólstöðumþann22

2

Norræn jól á sextándu öld„Jólin eru langelzt allra norrænna hátíða, og þau eru jafnvel talin eldri en byggðnúverandi þjóðflokka á Norðurlöndum. Þeir hafa flutt með sér hátíðina og ýmsa helgi-siði frá sínum upprunalegu heimkynnum, suður og austur í löndum, en á Norður-löndum kemst svo fast snið á jólahátíðina í sambandi við Ásatrúna“, segir HallgrímurHallgrímsson í bókmenntatímaritinu Helgafelli árið 1942.

Grímur Thomsen orti svo:

Af því myrkrið undan snýrofar færist sól,því eru heilög haldinhverri skepnu jól.

Þegar kristnin kom til Norðurlanda var þar fyrir eldforn hátíð, sem haldin var á samatíma og fæðingarhátíð frelsarans. Kristnir höfðu lag á því að láta heiðnu hátíðirnarrenna saman við þær kristnu. Það var reyndar ekki fyrr en seint á miðöldum semjólin tóku við af páskum sem aðalhátíð kristninnar og renna saman við þá heiðnu.

Á þessum tímum var árið látið byrja á jólum, svo að þau voru líka nýárshátíð, enþegar tímar liðu styttist jólahátíðin, og hátíðasiðirnir skiptust milli jóla og nýárs.

Forvígismenn kristninnar fylgdu þeirri gullnu reglu að breyta sem minnstu af forn-um venjum þjóðanna, heldur reyna að samrýma þær við kenningum sínum. Hvergivar þó gengið eins langt í tilslökunum við heiðnina og hér á landi, þar sem var leyftað blóta á laun og eta hrossakjöt, þótt hvort tveggja hyrfi fljótt úr sögunni segir Hall-grímur.

Heiðnir siðir héldust fram eftir öldum og gera það enn í dag. Hin heiðnu rögn,sem svipt voru valdi sínu yfir mönnunum, undu illa hag sínum og hugðu á hefndir.Það var því eðlilegt, að einmitt hin forna jólahátíð væri best fallin til hefnda. enda varþví almennt trúað, að þá væru allar óvættir lausar og lífsháski væri að vera úti einná ferð eftir dagsetur. Vér þekkjum ótal sögur um sauðamenn sem hurfu á jólum, ogsvipaðar sögur eru til frá öllum Norðurlöndum, en þó í mismunandi myndum. Hvergieru sögurnar um forynjur jólanna eins magnaður og hér á landi og í Svíþjóð.

Smám saman fóru jóladraugarnir að verða meinlausari, uns úr þeim varð jóla-púkinn (nissen) á Norðurlöndum, sem var í rauninni meinlaust skinn, og hér á landijólasveinarnir, sem vér reyndar vitum lítið um nú á dögum.

Því var almennt trúað í kristni, að myrkravöldin notuðu jólahátíðina til þess aðræna börnum eða hafa skipti á þeim (umskiptingar). Jólakertin hafa í margar aldirverið einkenni hátíðarinnar. Mun það vera arfur frá kaþólskunni.

Þá var það siður víða á Norðurlöndum að halda brennur á hólum og hæðum ájólunum. Stóð myrkravöldunum hinn mest stuggur af þeim. Hér á landi færðust brenn-urnar snemma yfir á nýjársnótt eins og fleira, sem upphaflega tilheyrði jólunum.

Í þessum siðum koma fram tvennar lífsskoðanir. Heiðnin tengdi helgustu stundjólanna við sólaruppkomuna, en kristnin við miðnæturstundina, því þá var talið, aðfrelsarinn hefði fæðst. Menn vita lítið hvernig kristmessan fór fram, en lúterska kirkj-an barðist gegn messunni sem leið loks undir lok en ýmsar menjar lifa enn í sumum

Vor sidur 5. tbl. 2007:Vor sidur 2006 12/9/07 12:50 PM Page 2

Page 3: Vor sidur 2006 - Ásatrúarfélagið · Gleðileg jól JólablótÁsatrúarfélagsins,bæðisólstöðublótiðíÖskju-hlíðsemogjólablótveislaníMörkinni,verðahaldiná vetrarsólstöðumþann22

3

héruðum Svíþjóðar þar sem menn koma með kyndla úr öllum áttum til kirkju ogkasta þeim svo á eitt allsherjarbál við kirkjugarðsdyrnar.

Milli heimilishátíðarinnar og hinnar almennu hátíðar, sem síðar verður getið vareinkennilegur þáttur jólahátíðarinnar, hestahátíðin á annan í jólum.

Þessi hátíð mun vera komin úr heiðni. Hesturinn var helgaður Frey, sem líka varguð árs og friðar, en þetta var þá fallið í gleymsku og Stefán frumvottur var látinntaka að sér hlutverkið sem verndari hestanna. Stefánsmessa er á annan í jólum. Þávar farið í alls kyns hestakeppnir á 16. öld, mikið drukkið og hestum tekið blóð!

Það var algengur siður að bera salt á tennur hesta og nautgripa. Saltið hefur alltfrá fornöld haft eins konar helgi hjá mörgum þjóðum.

Jólin voru fagnaðarhátíð, og menn reyndu að gleðja sig eftir föngum. Mikiltilbreytni var höfð í mat og drykk. Þá neyttu menn gjarnan „jólasúpu“ á aðfanga-dagskvöld, og mátti aðeins neyta hennar þann eina dag á árinu. Harðfiskur, oft bleytt-ur og soðinn og svínakjöt voru algengir réttir. Þá var grænkál mikið notað og efna-heimili höfðu svínshausa á borðum. Stundum voru skoðunarréttir (skreytingar) áborðum svo sem „jólagölturinn“. Það var stór hveitikaka í svínslíki Hún var látinstanda á borðum yfir öll jólin, en síðan geymd til vors og þá etin.

Áður en máltíð lauk á jólanótt, signdi húsbóndinn full Krists eða hins nýja árs.Hann hélt stutta ræðu og drakk síðan fullið, rétti svo birkarinn til þess, er næstur sat,og hann hagaði sér eins, uns allir höfðu drukkið. Þetta var talin hátíðlegasta stundiní veislunni. Bikarinn, sem gekk til allra, var merki um samheldni fólksins og gottsamkomulag. Nöfnin voru orðin breytt. Í heiðni drukku menn heill Þórs eða Óðins,en nú Krists eða Drottins, en siðurinn og tilhögunin eru án efa komin langt aftur úrheiðni. Drykkjarker þau, sem notuð voru við jólaskálina, þóttu merkisgripir, ogvarðveittu ættirnar þau vandlega. Stundum eru horn nefnd, en annars voru þaugengin úr tísku.

Öl og mjöður voru aðaldrykkirnir. Lítið var neytt sterkra drykkja, en þeir, semefni höfðu á, drukku gjarnan Rínarvín. Drykkjarföng voru algengustu jólagjafirnar áþessum tímum og mikið kapp lagt á að brugga gott jólaöl. Lengi var setið yfir borðumá jólanóttina og reyndar gömul hjátrú að sá sem fyrstur stæði upp frá borðum værifeigur. Ekki var tekið af borðum eftir matinn heldur maturinn látinn standa fram áþrettándann. Það átti jafnan að vera matur á borðum ef gest bæri að garði „svo hannbæri ekki jólin út úr húsinu“. Þá fengu konurnar frí úr eldhúsinu þar sem matur vareldaður til fjórtan daga.

Ýmis konar spádómar voru stundaðir og algengast að nota til þess kerti. Heimilis-fólkið safnaðist þá saman í hring og mátti lesa hver örlög hlyti næsta ár, sá er skugg-inn féll á.

Reyndar fór svo að menn töldu ekki sæmandi kristnum mönnum að skyggnastþannig inn í leyndardóma framtíðarinnar og einnig var þetta hættulegt þegar galdra-trúin tók við.

Á þriðja í jólum hófst hinn almenni hluti hátíðarinnar sem stóð út jólin. Fólk fórí heimsóknir og hélt dansleiki. Allir voru jafnir, húsbændur og hjú. Var þetta kallað„jólastofa“.

Vor sidur 5. tbl. 2007:Vor sidur 2006 12/9/07 12:50 PM Page 3

Page 4: Vor sidur 2006 - Ásatrúarfélagið · Gleðileg jól JólablótÁsatrúarfélagsins,bæðisólstöðublótiðíÖskju-hlíðsemogjólablótveislaníMörkinni,verðahaldiná vetrarsólstöðumþann22

Margir leikir sem þá fóru fram, voru af heiðnum uppruna, svo sem „jólahafurinn“,sem á rót sína að rekja til þórsdýrkunar. Maður kom inn í stofuna, klæddur sem líkasthafri, með horn á höfði og í hafurstöku. Stundum hafði hann tréhamar, sem í fornöldmun hafa átt að minna á Mjölni. Hann lék alls konar listir, en fólkið hoppaðikringum hann og söng. Loksins datt hann niður sem dauður væri, en reis þó uppaftur eins og hafrar Þórs.

Enn eru til kvæði, sem þá voru sungin, og virðist þetta hafa verið heldur grófgerðskemmtun.

Seinna verður jólahafurinn að óvætti eða djöfli, og varð það meðal annars, tilþess að jólastofurnar voru bannaðar.

Þá var „jólafórnin“ annar algengur leikur. Nokkrir drengir, með svert andlit,komu inn með fórnardýrið á milli sín. Það var drengur, klæddur feldi með hálmviskí munni, sem líktist burstum á svíni. Drengirnir sungu og dönsuðu einkennilega, villtadansa umhverfis dýrið. Loks voru slátrunaráhöld sótt, og leikurinn endaði með því,að menn þóttust fórna dýrinu.

Fleiri leikir voru stundaðir sem eru yngri að uppruna og tengjast kirkjunni.Jólastofan hins vegar svaraði að mörgu leyti til hinnar íslensku jólagleði og viki-vakanna, og örlög hennar urðu líka hin sömu.

Um og uppúr 1700 voru allir „léttúðugir og ósiðlegir“ leikir bannaðir í Danmörkuog Noregi en í Svíþjóð eimir enn eftir af þessum leikjum.

En það er erfitt að útrýma aldagömlum siðum með lagaboðum, fólkið einfaldlegaflutti jólastofuna til þrettánda, því þá var jólahelgin farin að dvína.

Jólafriðurinn var þó mesta og besta fyrirbrigði jólahátíðarinnar. Menn máttu ekkibera vopn á jólunum. Það var siður í heiðninni, að ekki mátti bera vopn í hofin.Kristnin tók upp þessa venju og fylgdi henni fast fram. Allir, sem komu vopnaðir tilkirkju, urðu að leggja frá sér vopnin í sérstakri stofu við kirkjudyrnar.

Á átjándu öld breyttist allt skemmtanalíf í sveitunum. Ekki síst fyrir áhrif fráborgum. Nýir siðir oftast af erlendum rótum runnar, komu í stað hinna fornu ogþjóðlegu og jólahátíðin fékk smám saman hina lútersku mynd sem við þekkjum.

Heimild: Hallgrímur Hallgrímsson. Helgafell. Tímarit um bókmenntir og önnur menningarmál. „Norræn jólá sextándu öld.“ Reykjavík 1942.

Ritstjóri tók saman

4

Sólkrossinn á Biblíunni

Þorsteinn K. Guðlaugsson hafði samband við Ásatrúarfélagiðog bað fyrir þakkir til útgefenda nýju Biblíunnar fyrir að nota

sólkrossinn á sumar útgáfunar.

Vor sidur 5. tbl. 2007:Vor sidur 2006 12/9/07 12:50 PM Page 4

Page 5: Vor sidur 2006 - Ásatrúarfélagið · Gleðileg jól JólablótÁsatrúarfélagsins,bæðisólstöðublótiðíÖskju-hlíðsemogjólablótveislaníMörkinni,verðahaldiná vetrarsólstöðumþann22

Heiti athafna á vegum ÁsatrúarfélagsinsÁstæða þessa greinarkorns er sú að fólk hefur verið misjafnlega ánægt með heitiathafna á vegum Ásatrúarfélagsins. Haft hefur verið samband við goða félagsinsvegna þessa, af fólki bæði utan félagsins og innan.

Á goðafundum sem haldnir eru fyrsta miðvikudag í mánuði hverjum, hefur veriðþingað um málið og tók Tómas V. Albertsson seiðgoði og þjóðfræðingur, samangreinargerð nú í ágúst síðastliðnum, varðandi orðanotkun við trúarlegar athafnirÁsatrúarfélagsins. Leitaði hann fanga í fræðibókum, orðabókum og dagblöðum. Hérá eftir fer úrdráttur úr greinargerð hans:

Í bókinni Merkisdagar á mannsævinni eftir Árna Björnsson þjóðháttafræðing erunefnd orðin nafnfesta, siðfesta, ráðfesta og jarðfesta sem heiti athafna ásatrúar-manna.

Orðið nafnfesta finnst í fornsögum Íslendinga og í orðabókum. Orðið nafngift, ernotað í bókinni Allsherjargoðinn (1991) og þar er einnig ljóðið Nafngjöf sem farið ermeð við slíkar athafnir. Og í sömu bók notar Sveinbjörn Beinteinsson einnig orðiðskírn í þessu sambandi.

Orðið siðfesta er afbyggt orð í samræmi við orðið nafnfesta. Finnst fyrst í viðtalií Morgunblaðinu 27. júní 1996 og finnst í Íslenskri orðabók.

Ráðfesta er komið af þeirri athöfn að festa ráð sitt og er komið úr íslenskri mál-venju en kemur ekki fyrir í orðabókum né á síðum dagblaða. Í bókinni Allsherjar-goðinn notar Sveinbjörn Beinteinsson orðið gifting um slíka athöfn.

Orðið jarðfesta er afbyggt orð til samræmis við nafnfesta. Ekki fundust um þaðaðrar heimildir en í bókinni Merkisdagar á mannsævinni.

Af þessu sést að orðin siðfesta og jarðfesta eru yngst og telur Tómas þau ekkistuðla að skilningi á heiðnum sið. Í ljósi heits ásatrúarmanna „hefjum til vegs fornansið og forn menningarverðmæti“ er niðurstaða Tómasar sú að við ættum áfram aðnota orðin nafnfesta og nafngjöf er börnum er gefið nafn og ráðfestu er fólk er gefiðsaman en opna þyrfti umræðu sérstaklega um heitin siðfestu og jarðfestu.

Á goðafundi í haust var því ákveðið að beina þessari umræðu hingað í okkar góðafréttabréf, sérstaklega varðandi þau heiti sem skiptar skoðanir eru um svo sem sið-festu.

Ljóst er að sum ofangreindra heita eins og ráðfesta og jarðfesta eru lítið notuð umþessar mundir þrátt fyrir að þau komi fyrir í bókum.

Orðin nafnfesta, nafngjöf og nafngift eru öll góð og gild en taka skal fram að ílögum Ásatrúarfélagsins kallast athafnir félagsins nafngift, unglingsvígsla, hjóna-vígsla og greftrun.

Heitið siðfesta hefur bæði kosti og galla en hefur helst verið gagnrýnt vegna þessað það að festa sé ekki svo lýsandi fyrir heiðni og að innan heiðninnar séu í raunmargir siðir og hvaða sið er þá verið að festa eða staðfesta? Kosturinn við orðið sið-festa er, að það er ótengt aldri einstaklinga. Orðin ungmennavígsla og unglingsvígslahafa einnig verið notuð í þessu sambandi, þrátt fyrir að fólk sé að fara í gegnum þessa

5

Vor sidur 5. tbl. 2007:Vor sidur 2006 12/9/07 12:50 PM Page 5

Page 6: Vor sidur 2006 - Ásatrúarfélagið · Gleðileg jól JólablótÁsatrúarfélagsins,bæðisólstöðublótiðíÖskju-hlíðsemogjólablótveislaníMörkinni,verðahaldiná vetrarsólstöðumþann22

vígslu að undangenginni tilheyrandi fræðslu, á hvaða aldri sem er, til að dýpka skiln-ing sin á heiðnum sið.

Við beinum þessu nú til félagsmanna sem luma á góðum tillögum að senda þærtil okkar rökstuddar í nokkrum orðum á [email protected] eða til ÁsatrúarfélagsinsSíðumúla 15, pósthólf 8668, 128 Reykjavík.

Jónína K. Berg Þórsnessgoðiog staðgengill allsherjargoða

6

ÁlfablótBlótað verður þann 15. des.

ef veður leyfir á Víðistaðatúni í Hafnarfirði kl. 18:00(neðarlega, þar sem torf-hringurinn er).

Tómas Vilhj. Albertsson, seiðgoð[email protected]

Upplestur í SíðumúlanumValur Gunnarsson les úr bók sinni

Ævintýri Ilkka Hampurilainen 1: Konungur norðursins,

fimmtudaginn 13. des. nk., kl. 20:00.

Konungur Norðursins er ævintýrasaga sem gerist í Finnlandi og sækir innblástursinn til jafnt Heimskringlu sem Kalevala. Bókin fjallar um skipaþrifamann íHelsinki sem drekkur sig út úr líkamanum og flækist óvitandi inn í árþúsunda-gamla atburðarás þegar ókunnugt afl tekur sér bólfestu í honum. Saman haldaþeir norður á bóginn til að finna Brísingamen Freyju og sverð Freys sem munfalið uppi við Pólbaug. En er pláss fyrir tvo anda í einum líkama?

Ásatrúarfélagið býður upp á léttar veitingar.

Vor sidur 5. tbl. 2007:Vor sidur 2006 12/9/07 12:50 PM Page 6

Page 7: Vor sidur 2006 - Ásatrúarfélagið · Gleðileg jól JólablótÁsatrúarfélagsins,bæðisólstöðublótiðíÖskju-hlíðsemogjólablótveislaníMörkinni,verðahaldiná vetrarsólstöðumþann22

Frá lögsögumanniNú er afstaðið allsherjarþing félagsins og urðu þar óvæntar breytingar á stjórn. Gjald-kerinn okkar Sveinn Aðalsteinsson náði ekki endurkjöri. Ég vil enn og aftur þakkaSveini fyrir gott samstarf.

Nýir stjórnarmenn eru Alda Vala Ásdísardóttir staðgengill lögsögumanns og ÓttarOttósson ritari. Rún Knútsdóttir fyrrverandi staðgengill lögsögumanns tók að sérgjaldkerastarfið. Varamenn eru Lára Jóna Þorsteinsdóttir og Ólafur Sigurðsson. Einsog sjá má er stjórnin ásamt varamönnum skipuð gömlum stjórnarjöxlum sem þekkjaog kunna til vel verka. Ekki veitir af, því nú er loksins komin hreyfing á lóðarmálin,búið að samþykkja í borgarstjórn staðsetningu lóðarinnar sem kynnt var á aðalfund-inum, rétt austan við Nauthól. Borgarstjórn vísaði málinu í grendarkynningu semauglýsir lóðina með líklegri byggingu. Sú auglýsing mun hanga uppi á vegg í Borgar-túni 4 í um 6 vikur. Eftir það ferli verður hægt að huga að framkvæmdum.

Talandi um framkvæmdir, þá er eigandi jarðarinnar Dragháls í Svínadal, jákvæð-ur fyrir því að úthluta okkur lóðarskika sem við óskuðum eftir neðan við Dragann.Þegar viðræður eru afstaðnar og búið að þinglýsa pappírum munum við reisa Svein-birni heitnum Beinteinssyni veglegan minnisvarða við Dragháls sem hann var jafnankenndur við.

Ég hvet alla ásatrúarmenn og -konur til að kaupa Hávamál í útgáfu félagsins, þvíþarna eru ekki aðeins siðareglur okkar heldur einnig formáli fyrir þeim, ritaður afheiðnum manni og goða. Ritið er hægt að kaupa hjá Ásatrúarfélaginu á laugardags-opnunum og kostar félagsmenn litlar 2.800 kr. Annars sér Hið íslenska bókmennta-félag um dreifingu. Ég vil minna á að enn er hægt að fá hátíðarútgáfuna sem auglýster á baksíðu fréttabréfsins, og bendi á að hægt er að greiða smám saman inn á reikn-ing félagsins: 0101-26-011444, kt. 680374-0159, þar til bókin hefur verið greidd aðfullu. Ég er þess fullviss að Hávamálin verði safngripur þegar fram líða stundir.

Því miður dagaði tækifæriskortaútgáfan uppi í textanefnd svo enn verðum við aðnotast við almenn jólakort og engin höfum við vígslukortin, svo dæmi séu tekin.

Þann 13. nk. kl. 20, verður upplestur í Síðumúlanum hjá okkur. Valur Gunnars-son blaðamaður ætlar að lesa upp úr bók sinni Ævintýri Ilkka Hampurilainen 1:Konungur norðursins. Á bókarkápu segir m.a. „nútíminn mætir goðsögnum og galdrií villtum „norðra“. Valur svarar spurningum úr sal en Ásatrúarfélagið býður upp á létt-ar veitingar.

Tómas Vilhj. Albertsson seiðgoði, heldur blót á Víðistaðatúni í Hafnarfirði, laugar-daginn 15. des. kl. 18. Hvet ég alla sem vettlingi geta valdið til að mæta þar og blótameð goðanum.

Ekki verður svarað í félagssímann frá 14. desember til áramóta, en minni á síma-númerið: 5618633 sem svarað verður í milli 14 og 16 á týsdögum og þórsdögum, ákomandi ári og opið hús á laugardögum á sama tíma.

Gleðileg jól.Egill Baldursson

7

Vor sidur 5. tbl. 2007:Vor sidur 2006 12/9/07 12:50 PM Page 7

Page 8: Vor sidur 2006 - Ásatrúarfélagið · Gleðileg jól JólablótÁsatrúarfélagsins,bæðisólstöðublótiðíÖskju-hlíðsemogjólablótveislaníMörkinni,verðahaldiná vetrarsólstöðumþann22

Hávamál í hátíðarbúningiFélagsverð: 25.200,–

Enn er hægt að fá Hávamál í hátíðarbúningi Ásatrúarfélagsins.Bækurnar eru bundnar í alskinn með upphleyptum kili,

og eru prentaðar á mjög vandaðan pappír,tölusettar og áritaðar af allsherjargoða, lögsögumanni og

Vestfirðingagoða sem tók saman skýringar og ritaði formála.Prentuð voru 99 eintök, og af þeim fara aðeins 79 í sölu.

Hægt er að panta númer og greiða smám saman inn á bókinaen um leið og greitt hefur verið fyrir að fullu

verður bókin afhent.Upplýsingar eru veittar í síma: 561-8633 og hjá [email protected]

Vor sidur 5. tbl. 2007:Vor sidur 2006 12/9/07 12:50 PM Page 8