hfrboxing.files.wordpress.com€¦  · web viewhandbók þessi er unnin af stjórnendum og...

34
HNEFALEIKAFÉLAG REYKJANESS Handbók 2014

Upload: others

Post on 01-Oct-2020

3 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: hfrboxing.files.wordpress.com€¦  · Web viewHandbók þessi er unnin af stjórnendum og yfirþjálfara Hnefaleikafélagsins og er hún hugsuð sem hjálpartæki fyrir félagið

HNEFALEIKAFÉLAGREYKJANESS

Handbók 2014

Page 2: hfrboxing.files.wordpress.com€¦  · Web viewHandbók þessi er unnin af stjórnendum og yfirþjálfara Hnefaleikafélagsins og er hún hugsuð sem hjálpartæki fyrir félagið

INNGANGUR Handbók þessi er unnin af stjórnendum og yfirþjálfara Hnefaleikafélagsins og er hún hugsuð sem hjálpartæki fyrir félagið. Þessi handbók þarf alltaf að vera í endurskoðun. Hér neðar má sjá hugmyndir ÍSÍ varðandi gæðaverkefnið fyrirmyndarfélag og munum við leitast við að ná sömu markmiðum og þar koma fram innan næstu 5 ára.

Hnefaleikafélag Reykjaness var stofnað árið 2001 í kjölfar þess að hnefaleikabanni var aflétt. HFR er því elsta starfandi félag í dag sem stundar íþróttina og hefur það markmið að öðlast viðurkenningu ÍSÍ sem fyrirmyndarfélag.

Björn Björnsson; yfirþjálfari og formaður félagsins.

Page 3: hfrboxing.files.wordpress.com€¦  · Web viewHandbók þessi er unnin af stjórnendum og yfirþjálfara Hnefaleikafélagsins og er hún hugsuð sem hjálpartæki fyrir félagið

2. EFNISYFIRLIT

INNGANGUR...........................................................................................................1EFNISYFIRLIT..........................................................................................................21. SKIPLAG FÉLAGSINS/DEILDARINNAR...............................................................5

Markmið félagsins:.....................................................................................5Íþróttaleg................................................................................................5Félagsleg.................................................................................................5Fjármálaleg.............................................................................................6

Skipurit.......................................................................................................7Skipun stjórnar og hlutverk stjórnarmanna................................................7

2. UMGJÖRÐ ÞJÁLFUNAR OG KEPPNI......................................................................8Þjálfaramenntun.........................................................................................8Keppni.............................................................................................................9Reglugerðir í ólympískum hnefaleikum....................................................10Kennslu og æfingarskrá............................................................................11

3. FJÁRMÁLASTJÓRNUN,.......................................................................................13Stefna félagsins........................................................................................13Fjárhagsáætlun fyrir rekstrarárið.............................................................14

4. ÞJÁLFARAMENNTUN.........................................................................................15Stefna félags/deildar................................................................................15Listi yfir þjálfara félagsins........................................................................15Samráðsfundir og samstarf þjálfara.........................................................15

5. FÉLAGSSTARF..................................................................................................166. FORELDARSTARF.............................................................................................177. FRÆÐSLU OG FORVARNARSTARF....................................................................188. JAFNRÉTTISMÁL............................................................................................189. UMHVERFISMÁL............................................................................................20

Stefna félags/deildar................................................................................20

Gátlisti v/ Gæðaverkefnis 1. Skipulag félags/deildar: a) Skipurit er til staðar: já nei b) Markmiðssetning félags/deildar er skýr: já nei c) Ungt fólk á aldrinum 16 – 25 ára áfulltrúa/áheyrnaraðila í stjórn félagsins eða hefur á annan hátt áhrif á starf félagsins, s.s. ungmennaráð: já nei

Page 4: hfrboxing.files.wordpress.com€¦  · Web viewHandbók þessi er unnin af stjórnendum og yfirþjálfara Hnefaleikafélagsins og er hún hugsuð sem hjálpartæki fyrir félagið

2. Umgjörð þjálfunar og keppni: a) Starfað er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ÍSÍ um íþróttir barna og unglinga: já nei b) Félagið/deildin hefur látið útbúa kennslu– og æfingaskrá þar sem fram koma markmið þjálfunar í hverjum aldurflokki fyrir sig: já nei

3. Fjármálastjórn: a) Bókhald yngri og eldri flokka er aðskilið: já nei b) Fjárhagsáætlun fyrir rekstrarárið liggur fyrir: já nei c) Laun þjálfara eru samræmd: já nei d) Þjálfarar eru launþegar: já nei

4. Þjálfaramenntun: a) Þjálfarar hafa menntun samkvæmt kröfum ÍSÍ: já nei b) Aðstoðarþjálfarar eru til staðar ef um stóra hópa er að ræða: já nei c) Samráðsfundir eru haldnir á meðal þjálfara: já nei

5. Félagsstarf: a) Áætlun um félagsstarf liggur fyrir: já nei 6. Foreldrastarf: a) Verksvið foreldraráða er skilgreint: já nei

7. Fræðslu- og forvarnarstarf: a) Félag/deild hefur mótað sér stefnu í fræðslu og forvarnarmálum: já nei

8. Jafnréttismál: a) Félag/deild sinnir til jafns kröfum beggja kynja til íþróttaiðkunar: já nei b) Aðskilið er í bókhaldi hve mikið fé rennur til stúlkna og hve mikið til drengja: já nei

9. Umhverfismál: a) Félag/deild hefur mótaða stefnu: já nei

Page 5: hfrboxing.files.wordpress.com€¦  · Web viewHandbók þessi er unnin af stjórnendum og yfirþjálfara Hnefaleikafélagsins og er hún hugsuð sem hjálpartæki fyrir félagið

3. SKIPLAG FÉLAGSINS/DEILDARINNAR

Markmið félagsins:

3.1.1 Almenn Að iðkendafjöldi verði kominn yfir 70 manns fyrir árið 2015 Að taka þátt sem liðsheild í 4 diploma hnefaleikakeppnum og 2

ólympískum keppnum fyrir lok vorannar 2015 Að deildin sé rekin hallalaust að ári hverju Að félagið fái stimpil frá ÍSÍ sem fyrirmyndarfélag árið 2015.

3.1.2 ÍþróttalegHnefaleikafélagið stefnir að því að undirbúa sína iðkendur fyrir ólympíska hnefaleika sem og keppnir í diploma fyrir yngri iðkendur. Hnefaleikafélag Reykjanes setur að sér að iðkendur séu keppnishæfir á alþjóðlegum mælikvarða og landi sínu til fyrirmyndar.

Að styrkja einstaklinginn og efla sjálfsmynd hans sem íþróttamanns, bæði andlega og líkamlega.

Hver einstaklingur sjái styrk í því að lifa heilbrigðu líferni Að auka löngun iðkenda til að standa sig vel og ná langt í sinni íþrótt. Að æfingaprógram liggi fyrir hjá hverjum hóp í byrjun starfsárs Að iðkendur séu vel hæfir til að hjálpa sér og öðrum þegar kemur að

æfingum og keppnum Að félagið styrki og styðji þjálfara til að mennta sig enn frekar.

3.1.3 Félagsleg Félagið heldur skipulegar samkomur fyrir iðkendur á sínum vegum, í vissum tilfellum milli félaga. Samkomur slíkar eru að lágmarki 3 litlar, svosem

Page 6: hfrboxing.files.wordpress.com€¦  · Web viewHandbók þessi er unnin af stjórnendum og yfirþjálfara Hnefaleikafélagsins og er hún hugsuð sem hjálpartæki fyrir félagið

bíókvöld eða spikakvöld, og 2 stórar á önn, keiluferð eða afþreyingar sem tengjast erð utanbæjar og kosta visst mikið á mann.

Að kenna iðkendum aga, stundvísi og virðingu. Að efla félags- og tilfinninga- og siðgæðisþroska iðkenda. Að veita jafnt stúlkum sem piltum fjölbreytt íþróttaruppeldi. Að byggja upp hjá börnum og unglingum heilbrigðar og hollar

lífsvenjur. Að efla félagsvitund iðkenda þannig að þeim sé það ljóst að það sé

merki hnefaleikafélagsins sem þau eru að koma fram fyrir og þau séu forsvarsmenn íþróttarinnar.

Að allir iðkendur hafi sterkar taugar til félagsins og vilji leggja sitt af mörkum til þess að efla það.

Að iðkendur geta haft styrk til að bregðast rétt við aðstæðum hverju sinni, innan og utan veggja félagsins.

Að umgangast aðra, vinna saman, skynja vandamál og leysa þau. Að stuðla að öflugum stuðningi foreldra og forráðamanna við starf

félagsins.

3.1.4 Fjármálaleg

Að félagið sé sjálfbært og standi að öllum rekstri sem viðkemur íþróttinni. Að tekjur dugi fyrir öllum útgjöldum og að við getum brugðist við þeim á skynsamlegan hátt.

Að geta greitt að fullu íþróttanámskeið á vegum ÍSÍ fyrir alla þjálfara.

Að deildin sé samkeppnishæf við hinn almenna vinnumarkað í launamálum.

Að félagið haldi áfram á þeirri braut að vera réttu megin við núllið í ársuppgjöri.

Að þurfa ekki að hækka æfingagjöld næstu 2 ár

Að bókhald félagsins sé fært reglulega.

Að fjárhagsstaða sé metin reglulega.

Að stofnað sé ekki til skulda hvorki til áhaldakaupa né annarra hluta.

Page 7: hfrboxing.files.wordpress.com€¦  · Web viewHandbók þessi er unnin af stjórnendum og yfirþjálfara Hnefaleikafélagsins og er hún hugsuð sem hjálpartæki fyrir félagið

3.2 Skipurit

3.3 Skipun stjórnar - hlutverk stjórnarmanna

Stjórn er kosin á aðalfundi félagsins sem skal haldinn eigi síðar en 31. Maí ár hvert. Stjórnarmenn eru kjörnir til eins árs í senn. Kosinn er formaður, gjaldkeri, ritari og tveir meðstjórnendur. Gjaldkeri og varaformaður eru kosnir til tveggja ára í senn. Stjórn deildarinnar ákveður verkaskiptingu á fyrsta stjórnarfundi. Skylt er að halda stjórnarfundi reglulega og rita fundargerðir um þá. Á aðalfundi félagsins eru kosnir eða skipaðir í foreldraráð 3-5 foreldrar/forráðamenn.

Samkvæmt lögum félagsins skal rekstur þess vera hallalaus á hverju ári. Aðalstjórn félags setur verklagsreglur um fjárreiður og bókhald félagsins og hefur framkvæmdastjórn eftirlit með því að þeim sé fylgt. Aðalfundur skal samþykkja fjárhagsáætlun.  

3.3.2 Hlutverk stjórnar og stjórnarmanna

Aðalfundur

Stjórn

Boxþjálfun

Keppnislið

Eldri hópur

Unglingar

Krakkar

Fitnessþjálfun

Fitnessbox

Framkvæmda-stjórn

Mótshald

Fjáröflun

ÍRB

Page 8: hfrboxing.files.wordpress.com€¦  · Web viewHandbók þessi er unnin af stjórnendum og yfirþjálfara Hnefaleikafélagsins og er hún hugsuð sem hjálpartæki fyrir félagið

Stjórnin stýrir starfsemi félagsins í samræmi við vilja félagsmanna og það sem fram kemur í lögum, stefnum, markmiðum og fundarsamþykktum.

Stjórnin hefur umsjón með starfi félagsins og fjárhag. Hún framfylgir samþykktum aðalfundar og stýrir daglegum rekstri. Stjórnin skal halda nákvæmt félaga- og iðkendatal samkvæmt lögum og reglum ÍSÍ og skal skila starfsskýrslu til ÍSÍ ár hvert í samræmi við reglur þar um.Stjórn skal halda skýrslu um starfið og skal hún lögð fyrir aðalfund og birt í ársskýrslu félagsins.

Helstu verkefni stjórnar eru:

- Að móta starf og stefnu félags, setja markmið og gera áætlanir.- Að framfylgja eða sjá til þess að stefnu, markmiðum og áætlunum sé hrint í framkvæmd.- Að skipa í ráð og nefndir, skilgreina verksvið þeirra og fylgjast með að unnið sé samkvæmt því.- Að sjá um ráðningu þjálfara og annarra starfsmanna deildarinnar.- Stjórnun fjármála deildarinnar, gerð fjárhagsáætlana ásamt bókhalds- og fjárhagslegu aðhaldi.- Innheimta æfingagjalda og árgjalda.- Að taka á móti erindum er félaginu berast og afgreiða þau.- Að leysa vandamál er upp kunna að koma.- Að halda utan um félagsstarfið ásamt foreldraráðum.- Að móta hugmyndir og tillögur um ný viðfangsefni.

Hlutverk formanns og varaformanns

Formaður hefur yfirumsjón með starfsemi félagsins og sér til þess að stefnu þess sé fylgt. Hann sér til þess að félagsmenn séu alltaf vel upplýstir um tilgang, stefnu og markmið félagsins. Formaður er fulltrúi deildarinnar út á við og málsvari gagnvart öðrum aðilum. Formaður situr formanna- og sam-ráðsfundi viðkomandi sérsambands ÍSÍ. Formaður hefur ásamt gjaldkera umsjón með gerð fjárhagsáætlunar fyrir deildina. Formaður undirbýr stjórnarfundi, boðar til þeirra og stýrir þeim.

Varaformaður er staðgengill formanns og gegnir störfum í fjarveru hans. Hann þarf að vera vel að sér um málefni félagsins til að geta tekið við með stuttum fyrirvara, ef með þarf. Varaformaður skal kosinn á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar.

Hlutverk gjaldkera

Gjaldkeri er ábyrgur fyrir öllum fjármálum og bókhaldi félagsins. Gjaldkeri sér um gerð fjárhags-áætlunar og leggur hana fyrir stjórn ásamt formanni. Gjaldkeri hefur umsjón með innheimtu æfinga-gjalda, samþykkir greiðslur, greiðir reikninga, ásamt því að halda utan um sjóði félagsins ásamt formanni. Gjaldkeri hefur yfirumsjón með öllum fjáröflunum félagsins.

Page 9: hfrboxing.files.wordpress.com€¦  · Web viewHandbók þessi er unnin af stjórnendum og yfirþjálfara Hnefaleikafélagsins og er hún hugsuð sem hjálpartæki fyrir félagið

Hlutverk ritara

Ritari er ábyrgur fyrir fundargerðum, ritun þeirra, dreifingu og varðveislu. Fundargerðir skal rita á öllum fundum félagsins, þar sem fram koma þau mál sem tekin eru fyrir, ákvarðanir og framkvæmd þeirra. Fundargerð skal senda á stjórnarmenn/fundarmenn strax eftir fund eða eins fljótt og auðið er. Ritari sér um að halda utan um félagatal deildarinnar. Ritari sér um bréfaskriftir í samráði við formann og stjórn og hefur umsjón með útgáfu- og kynningarmálum deildarinnar.

Hlutverk meðstjórnenda

Meðstjórnendur taka virkan þátt í að fylgja stefnu og markmiðum félags. Einn meðstjórnandi skal kosinn varaformaður og vera staðgengill formanns. Stjórn getur falið einstökum stjórnarmönnum að vera tengiliður við ráð eða nefndir innan félagsins.

Formaður: Björn Snævar Björnsson

Sími:6977531 Netfang: [email protected]

Varaformaður: Bergþór Hólmarsson

Sími:421 2787 Farsími:861 5211 Netfang: [email protected]

Gjaldkeri: Eskil Dagur Taylor Eðvarðsson

Farsími:775 9854 Farsími:820 2129 Netfang: [email protected]

Ritari: Unnur Helga Snorradóttir

Sími:421 7396 Farsími:899 7797

Meðstjórnandi: Árni Grétar Óskarsson

Sími:421 7396 Farsími:847 2453

Varastjórnendur: Alexander Róbertsson

Farsími:691 3447

Page 10: hfrboxing.files.wordpress.com€¦  · Web viewHandbók þessi er unnin af stjórnendum og yfirþjálfara Hnefaleikafélagsins og er hún hugsuð sem hjálpartæki fyrir félagið

Þjálfari: Björn Snævar Björnsson s:6977531 [email protected] Unglingaráð (aðili frá 16-24 ára aldri sem fulltrúi eða áheyrnarfulltrúi): Egill Fannar RagnarssonAlexander Róbertsson

Foreldraráð:Ólöf Ásdís BaldvinsdóttirBirna Oddný BjörnsdóttirUnnur Helga Snorradóttir

4. UMGJÖRÐ ÞJÁLFUNAR OG KEPPNI Starf félagsins tekur mið af stefnuyfirlýsingu ÍSÍ um íþróttir barna og unglinga. Stefnt skal að því að allt stjórnarfólk og starfsmenn, þar með taldir þjálfarar kynni sér og þekki stefnuyfirlýsingu ÍSÍ um íþróttir barna og unglinga.

4.1 ÞjálfaramenntunStefna HFR er að þjálfarar barna og unglingaflokka félagsins hafi viðeigandi menntun til þeirra þjálfarastarfa sem þeir vinna samkvæmt reglugerð ÍSÍ. • Farið verður yfir menntunarstöðu og reynslu þjálfara við ráðningu • Við samninga um starfskjör þjálfara skal tekið tillit til menntunar þeirra reynslu og annars sem getur aukið hæfni þeirra sem þjálfara • Þjálfarar fá stuðning Barna og unglingaráðs til að sækja endurmenntun eða til að auka við þekkingu sína • Samráðsfundir allra þjálfara yngri flokka félagsins skulu haldnir reglulega með stjórn Barna og unglingaráðs Ef um stóra hópa iðkenda er aðstoðarþjálfari til staðar.

4.2 MeginstefnaÍþróttaþjálfun barna hefur eftirfarandi markmið og leiðir: a) 8 ára og yngri • Að auka hreyfiþroska • Fyrstu kynni af hnefaleikum verði jákvæð • Æfingar innihaldi fjölþættar hreyfingar og stuðli að bættum hreyfiþroska.

Page 11: hfrboxing.files.wordpress.com€¦  · Web viewHandbók þessi er unnin af stjórnendum og yfirþjálfara Hnefaleikafélagsins og er hún hugsuð sem hjálpartæki fyrir félagið

• Þjálfun fari fram í leikformi • Æfingar séu skemmtilegar • Aðaláhersla lögð á þjálfun tæknilegrar færni • Kynna einföld leikfræðileg atriði

b) 9-12 ára• Þjálfun feli í sér þol, kraft og teygjuæfingar • Að vekja áhuga á hnefaleikum og bardagaíþróttum• Æfingar séu fjölþættar og skemmtilegar • Háttvísi og íþróttamannsleg framkoma sé kennd • Öll börn fái tækifæri til æfinga og keppni miðað við þroska og getu Íþróttaþjálfun unglinga hefur eftirfarandi markmið og leiðir: c) 13 til 16 ára • Þjálfun byggist meira en áður á þoli, krafti og tækniæfingum ásamt liðleikaþjálfun. • Viðhalda og bæta áður lærða tæknilega færni • Auka skilning á fræðilegum atriðum • Skapa félagslega jákvæðar aðstæður og umhverfi með hnefaleikastarfinu. Sérstök áhersla sé lögð á að skapa unglingnum félagslega góðar aðstæður innan félagsins. Til þess skulu öll tækifæri sem bjóðast til hópþátttöku, hópferða og félagslegra athafna innan vallar sem utan nýtt til hins ítrasta.

d) 17-19 ára Að æfingarnar séu alhliða og fjölþættar þannig að allir þjálfunarþættir séu teknir fyrir með tilliti til stöðu og hæfileika hvers einstaklings. Að val á milli íþróttagreina fari fram liggi áhugi til sérhæfingar. -Að sérhæfð afreksþjálfun fari fram og æfingaálagið sé aukið verulega frá því sem áður var sé stefnt að þátttöku í afreksíþróttum. Að unglingunum sé gerð full grein fyrir hvaða hugarfar, álag og hæfileika þarf til að ná árangri í afreksíþróttum.

Að öll félög geri greinarmun á afreksíþróttum eða íþróttum þar sem árangur í keppni er aðalmarkmiðið annars vegar og hins vegar íþróttum þar sem áhersla er lögð á líkams rækt og félagsskapinn umfram árangur í keppni sem slíkri.

Keppni4.2.1.

Keppni skal miðast við aldur og þroska hvers og eins og vera hvati til ástundunnar og framfara. Hver þátttakandi hefur

eiginverkefni svo auka megi líkur á að ná settum markmiðum.

4.2.2.

Keppni í ólympískum hnefaleikum skal miðuð við aldursflokkaskiptingu AIBA og ÍSÍ, þ.e. undir 15 ára – undir 17 ára og undir 19

ára.

4.2.3.

Diplomahnefaleikar: 10-17 ára

Page 12: hfrboxing.files.wordpress.com€¦  · Web viewHandbók þessi er unnin af stjórnendum og yfirþjálfara Hnefaleikafélagsins og er hún hugsuð sem hjálpartæki fyrir félagið

 4.3 Diplomahnefaleikar

Diplomahnefaleikar eða byrjendahnefaleikar eru mildari útgáfa af hnefaleikaíþróttinni með sérstökum reglum. Diplomaviðureign er ekki dæmd eftir því hversu oft maður hittir andstæðinginn - það er stranglega bannað að slá fast - heldur er í staðinn dæmt eftir tækni og framferði hnefaleikarans í hringnum. Í diplomaviðureign má ekki undir neinum kringumstæðum felast harka og keppendur eru ávítaðir ef þeir setja of mikinn kraft í höggin. Dæmt er á 5 stiga skala, þar sem 3 stig samsvara hæfilegri kunnáttu og hinn fullkomni boxari fengi 5 stig. Það sem iðkendur læra er: • að boxa mjúkt og tæknilega• að sýna kunnáttu sína• að aðlagast að andstæðingnum Hver viðureign er 3 lotur og dæmdar af 3 stigadómurum og 1 hringdómara. Ef að keppanda tekst að safna 27 stigum (3 lotur x 3 dómarar x 3 stig) eða meira mun sá hinn sami hljóta viðurkenningu fyrir kunnáttu sína og útskrifast sem fullgildur hnefaleikari. Fallegir hnefaleikar eru mjúkir og snarpir en ekki þungir og luralegir. Hver lota er ýmist 1-3 mínútur eftir aldri.

4.4 Ólympískir hnefaleikarReglugerðir í ólympískum hnefaleikumReglugerð/vinnureglur um þátttökuhandbók og skráningu bardaga í tengslum við hnefaleikakeppnir

1. Öllum hnefaleikamönnum, er hyggjast taka þátt í keppni, er skylt að nota íslensku útgáfuna af alþjóðlegu þátttökuhandbókinni (Competition Record Book) frá og með tímabilinu 2004/2005.

2. Læknir skal árlega staðfesta í þátttökuhandbókina að viðkomandi hnefaleikamaður hafi staðist læknisskoðun.

3. Árleg læknisskoðun skal fara fram eftir 1. október til að fá þátttökuhandbókin viðurkennda fyrir það tímabil sem er að ganga í garð. Tímabilið varir frá 1. október til 30. september ár hvert.

4. Þátttökuhandbókina skal í upphafi hvers tímabils senda til Hnefaleika-nefndarinnar til staðfestingar og eftirlits ásamt 500 kr. greiðslu fyrir keppnisleyfi.

5. Þátttökuhandbókina skal alltaf hafa meðferðis í allar keppnir.6. Gleymi hnefaleikamaður að taka þátttökuhandbókina með sér í

keppni dæmist viðureignin honum töpuð. Dómara er þó heimilt að láta viðureignina fara fram en er þá eingöngu um sýningarbardaga að ræða.

7. Hnefaleikamaður sem gleymir þátttökuhandbókinni skal sæta sektum að upphæð 5.000 kr. sem skal greiðast til HNÍ. Viðureignin skal þá færð inn í þátttökuhandbókina af starfsmanni HNÍ að fenginni skýrslu

Page 13: hfrboxing.files.wordpress.com€¦  · Web viewHandbók þessi er unnin af stjórnendum og yfirþjálfara Hnefaleikafélagsins og er hún hugsuð sem hjálpartæki fyrir félagið

frá framkvæmdaaðila móts og gegn því að sektarupphæðin hafi verið greidd.

8. Allir íslenskir hnefaleikamenn, dómarar, og þjálfarar sem taka þátt í keppni erlendis er skylt að senda skýrslu inn til HNÍ. Skýrslan skal innihalda:

a. Hver tekur þáttb. staður og stund,c. úrslit (ef íslenskir hnefaleikamenn taka þátt) ásamt,d. almennu yfirlit um framkvæmdina/keppnina.

Skýrslan skal berast skrifstofu HNÍ 14 dögum eftir að keppni lýkur. Ef skýrslan berst ekki á réttum tíma er stjórn HNÍ heimilt að beita viðkomandi aðila sektum.

Er varðar leyfisveitingu fyrir hnefaleikakeppni1. Félög, íþróttabandalög eða héraðssambönd skulu senda beiðni um að

fá að halda mót a.m.k. með mánaðarfyrirvara til HNÍ til samþykktar. Þetta nær til allra móta. HNÍ áskilur sér rétt til þess að banna mót ef sérstakar ástæður liggja fyrir.

2. Stjórn HNÍ skal í upphafi hvers tímabils óska eftir umsóknum frá hnefaleikafélögum um keppnishald. Að þeim fengnum skal stjórn HNÍ gefa út keppnisdagatal fyrir komandi tímabil þar sem fram kemur hvaða félögum er heimilt að halda mót ásamt þeim mótum sem HNÍ stendur fyrir, sbr. Íslandsmót eða landskeppnir.

3. Eftir að keppnisdagatal hefur verið gefið út er félögum engu að síður heimilt að sækja um, til stjórnar HNÍ, að fá að halda mót og gildir þá sami tímafrestur og í gr. 1

4. Allar breytingar á mótsdögum skal tilkynna til stjórnar HNÍ með a.m.k viku fyrirvara. Ef það er ekki gert er stjórn HNÍ heimilt að beita sektarákvæðum.

5. Viku fyrir mót skal mótshaldari senda inn til stjórnar HNÍ upplýsingar um mótsstað, tímasetningu og nafnalista yfir keppendur og þyngdarflokka.

6. Til að mót teljist löglegt og viðureignir fáist skráðar verða a.m.k. þrjár viðureignir að fara fram og allir keppendur að hafa löggilda þátttökuhandbók.

7. Félögum er óheimilt að setja á keppnir, hér á landi, við erlend félög nema með samþykki og vitun stjórnar HNÍ.

4.5 Kennslu og æfingarskráÆfingatafla

Keppnishópur: Mánudaga kl. 17:30 – 18:30 Þriðjudaga kl. 17:30 – 18:30 Miðvikudaga kl. 17:30 – 18.30 Fimmtudaga kl. 17:30 – 18:30

Page 14: hfrboxing.files.wordpress.com€¦  · Web viewHandbók þessi er unnin af stjórnendum og yfirþjálfara Hnefaleikafélagsins og er hún hugsuð sem hjálpartæki fyrir félagið

Laugardaga kl. 14:00 – 15:30 17 ára og eldri: Mánudaga kl. 18:30 – 19:30 Miðvikudaga kl. 18:30 – 19:30 Fimmtudaga kl. 18:30 – 19:30 Unglingar:

Mánudaga kl. 17:00 – 17:45Miðvikudaga kl. 17:00 – 17:45 Fimmtudaga kl. 17:00 – 17:45

Krakkahópur:

Þriðjudaga kl. 16:15 – 17:00 Laugardaga kl. 16:15 – 17:00

Uppbygging æfinga hjá keppnishóp, unglingum og eldri hópum.

Vika 1-2: Tækniæfingar þar sem lagt er áherslu á hreyfanleika, tækni og högg. Lagt áherslu á rétta beitingu líkamans við hreyfingu á gólfinu til að auka hraða, orkunýtingu og draga úr meiðslum.

Æfingar fyrir byrjendur: 1. Með byrjendur skal fara vel í grunnstöðu, skref og almennan fótaburð.

Mjaðmahreyfingar skulu í öllum tilfellum tengd við högg. Fyrsta sem nýr iðkandi lærir á að vera stunga eða bein hægri.

2. Á þessum tíma er einnig farið inn í skref, hliðarskref og upprifjun á höggi 1 og 2. Iðkendur hreyfa sig hver á móti öðrum með léttri snertingu í öxl.

3. Einstig og varnarhreyfingar. Höggin eru stunga og bein hægri. 4. Byrjað er á að sýna víða hægri í skrokk. Síðan er það tengt við einstig,

líkt og kennt var á æfingu 3. Samvinna þar sem að einn stígur undan höggi og svarar með víðri hægri í skrokk.

5. Slipp-hreyfingar. Iðkandi lærir að sveigja undan höggum og tengir það við skref. Mikilvægt er að geta myndað grunnstöðu milli þess að viðkomandi sveigir líkama undan höggi. Á þessari æfingu nota iðkendur hanska og kýla hver á móti öðrum, þó ætti engin snerting að eiga sér stað.

6. Slipp og pivot. Iðkendur Slippa stungu, beina hægri og pivota á tábergi 90° og svara með víðri hægri í skrokk. Athugið að öll högg skulu framkvæmd með léttri eða engri snertingu þar sem hreyfingar og fótastaða er fyrst og fremst verið að þjálfa.

Page 15: hfrboxing.files.wordpress.com€¦  · Web viewHandbók þessi er unnin af stjórnendum og yfirþjálfara Hnefaleikafélagsins og er hún hugsuð sem hjálpartæki fyrir félagið

Æfingar fyrir keppnislið:Tækniæfingar fyrir keppnislið og lengra komna eru fjölbreyttari. Þó

ert alltaf sama uppbyggingin; upphitun, tækniæfing, sekkur og þrek.

Vika 3-4:Drill æfingar þar sem unnið er með félaga undir stjórnuðum kringumstæðum. Hvert teymi vinnur í fyrirfram ákveðnum höggum og viðbrögðum. Lagt er áherslu á traust og samvinnu æfingafélaga.

1. Unnið með félaga. Stunga í höfuð, stunga í skrokk (1-7). Andstæðingur ver höggin. Skiptast á höggum. Bætt við stungu í höfuð, bein hægri í skrokk. Takið fyrir á sekk í lok tímans.

2. Stunga í efri part og skrokkhögg í síðu (1-9). Einnig tekið fyrir á sekk í lok tímans.

Vika 5-6 (á við um keppnislið)Sparræfingar þar sem iðkendur geta látið reyna á sína getu í hringnum. Aðstæður krefjast meiri samkeppni og að vinna í atriðum á stærri mælikvarða undir meiri pressu en á fyrri vikum, en þó í öruggu umhverfi. Þjálfari ráðleggur hvernig má bæta leik viðkomandi einstaklinga og fær hver og einn meiri athygli. Valið er æfingafélaga eftir hæð, þyngd og reynslu. Séð er til þess að allur búnaður sé í lagi.

Ferli er endurtekið.

4.6 Æfingar fyrir diploma mótÁhersla í diploma undirbúning er fyrir unglingahóp einungis. Lagt er áherslu á viss grunnatriði sem gefin eru stig fyrir í keppni. Aðalatriði eru að keppendur geti gert undirstöðuatriði í fótaburð, höggum og vörn. Til að keppa þarf viðkomandi að geta lesið fjarlægð, framkvæmt bein högg í höfuð og skrokk og varið sömu högg. Gerðar eru kröfur fyrir 75% mætingu á síðustu 4 vikum.

4.7 ÞrekæfingarÆfingar enda á þrekæfingum í vikum 1-4. Í vikum 5-6 er það einungis létt sipp eða vinna á sekk. Þrekæfingar eiga ekki við í krakkahóp.

Mánudagar: Unnið er á sekk eftir tabata kerfi. Mikil vinna í 20 sekúndur, hvíld í 10 sekúndur. Næst eru grunnæfingar, eins og hnébeygjur, armbeygjur og sveiflur. Æfingar eru samansettar og unnið með fjölda endurtekninga í visst margar umferðir. Þjálfari aðstoðar og leiðbeinir.

Miðvikudagar: Tækni á sekk, unnið að fyrirframákveðinni samsetningu af höggum í þrjár keppnislotur á 70-80% afli. Samansettar æfingar eru settar upp og unnið hverja í 30 sekúndur áður en næsta tekur við. Unnið er samfleitt í 2:30 mínútur og hvílt í 60 sekúndur þannig að vinnutími samsvarar keppnislotu.

Page 16: hfrboxing.files.wordpress.com€¦  · Web viewHandbók þessi er unnin af stjórnendum og yfirþjálfara Hnefaleikafélagsins og er hún hugsuð sem hjálpartæki fyrir félagið

Fimmtudagar/föstudagar: Samansettar æfingar eftir vissum fjölda endurtekninga sem enda á hlaupahringjum. Stefnt er að því að ljúka æfingaviku á blöndu af hraða- og sprengikraftsæfingum, og þolæfingar (hlaup).

Allar æfingar enda á að kæla niður í eina lotu með skuggaboxi, sipp eða léttu skokki. Síðan tekur hópurinn saman og teygir á vöðvum.

3. FJÁRMÁLASTJÓRNUN,

5.1 Stefna félagsins Að fjármál félagsins verði byggð á bókhaldslyklum ÍSÍ og stefnu

Keflavíkur út árið 2014 og frameftir. Allir þjálfarar séu launþegar og öll leiga á húsnæði kemur ávallt fram í bókhaldi

Fjárhagsáætlun fyrir rekstrarárið liggur fyrir:

Fjárhagsáætlun næsta árs skal ávallt fylgja reikningum fyrra árs og taka mið af þeim. Félagið skal ávallt hafa virkt eftirlit með fjármunum sínum. Aðalstjórn ber ábyrgð á fjármálum félagsins.

Laun þjálfara eru samræmd: Laun þjálfara eru samræmd og miðast við menntun og reynslu.

Þjálfarar eru launþegar: Þjálfarar séu launþegar en ekki verktakar, ekki síst með tilliti til tryggingamála og spurninga um ábyrgð í því tilliti.

5.2 Fjárhagsáætlun fyrir rekstrarárið

Meðfylgjandi eru ársreikningur félagsins og næsta fjárhagsáætlun. Sjá viðauka. (Fylgigögn með umsókn um viðurkenningu til ÍSÍ)

5.3 Innheimta æfingagjalda

Æfingagjöld eru ákveðin af stjórn félagsins fyrir upphaf vetrarstarfs hverju sinni. Gjaldkeri er ábyrgur fyrir gerð reikninga og hefur umsjón með innheimtu. Skráning iðkenda hefst í Ágúst mánuði og skal lokið fyrir lok þess mánaðar. Aðili sem skráir sig telst iðkandi út tímabilið, svo lengi sem hann afskráir sig ekki. Æfingagjöld eru innheimt með staðgreiðslu, greiðsluþjónustu viðskiptabanka deildarinnar eða með Visa/Euro greiðslum. Skipta má æfingagjöldum niður í allt að 4 greiðslur.

Page 17: hfrboxing.files.wordpress.com€¦  · Web viewHandbók þessi er unnin af stjórnendum og yfirþjálfara Hnefaleikafélagsins og er hún hugsuð sem hjálpartæki fyrir félagið

Óski iðkandi að hætta iðkun skal foreldri eða forráðamaður hafa samband við gjaldkera og tilkynna honum um ákvörðun iðkanda. Gjaldkeri fellir þá niður æfingagjöld frá og með næsta mánuði eftir að tilkynning berst. Ekki er fullnægjandi að tilkynna úrsögn til þjálfara.

Félagið veitir systkinaafslátt samkvæmt eftirfarandi reglum:n Systkinaafsláttur er 20%. n 25% staðgreiðsluafsláttur er veittur ef æfingagjöld á önn eru greidd í einni

greiðslu.

5.4 Fjáraflanir

Allar fjáraflanir skulu vera í nafni félagsins og hlýta þeim reglum sem gilda um fjáraflanir innan félagsins. Samþykki stjórnar félagsins þarf fyrir öllum fjáröflunum innan deildarinnar.

Foreldraráð eða stjórn félags skulu halda utan um fjáraflanir hópa. Bankareikningar skulu stofnaðir utan um kennitölu deildarinnar með samþykki stjórnar og koma fram í bókhaldi hennar. Óheimilt er að skuldsetja hópa vegna ferðalaga erlendis eða innanlands nema með samþykki stjórnar.

5.5 þjálfarar eru launþegar

Félagið ræður þjálfara sem launþega og fá þeir greitt í samræmi við samninga, lög og reglur sem gilda hér á landi í þeim efnum.

5.6 Innkaup

Gjaldkeri, þjálfari og formaður hafa heimild til að kaupa inn fyrir hönd félags. Innkaup fara á kreditkort félags. Allar kvittanir verða geymdar og færslur sýnilegar öðrum meðlimum stjórnar fari þeir fram á það.

Page 18: hfrboxing.files.wordpress.com€¦  · Web viewHandbók þessi er unnin af stjórnendum og yfirþjálfara Hnefaleikafélagsins og er hún hugsuð sem hjálpartæki fyrir félagið

6. ÞJÁLFUN OG ÞJÁLFARAR

6.1 Stefna félagsStefna félagsins er að auka skilning, þekkingu og færni iðkenda á hnefaleikum. Félagið hefur há markmið við að viðhalda reglum og reglugerðum íþróttarinnar á landsvísu miðað við alþjóðlegar kröfur. Félagið þjálfar einstaklinga á víðu aldurssviði til keppnis innanlands sem erlendis í bestu samráði við önnur félög. Þjálfari, sem og stjórnendur, gera sig besta til að sýna gott fordæmi fyrir yngri kynslóðir til þess að þeir reynist félaginu og samfélaginu til sóma seinna meir.

6.2 Listi yfir þjálfara félagsinsBjörn Snævar Björnsson – Aðalþjálfari

1. Stig þjálfaramenntunar ÍSÍ2. Stig þjálfaramenntunar ÍSÍ (í vinnslu)

Fitnessþjálfarar:Staða laus sem stendur.

6.3 Samráðsfundir og samstarf þjálfaraAllir þjálfarar koma saman til að skipuleggja tíma og sækja einnig fundi með stjórn þegar við á.

6.4 Skyldur stjórnar gagnvart þjálfara og stuðningurSTJÓRN FÉLAGS SÉR UM DAGLEGAN REKSTUR OG SÉR ÞJÁLFURUM FYRIR GÓÐU OG ÖRUGGU STARFSUMHVERFI, ÆFINGA-TÆKJUM, ÆFINGATÓLUM OG ÖÐRU SEM TIL ÞARFI. STJÓRNIN, MEÐ AÐSTOÐ YFIRÞJÁLFARA, SÉR TIL ÞESS AÐ ÞJÁLFARAR FÁI VERKEFNI SEM HENTA ÞEIM, ALDRI ÞEIRRA, GETU OG ÞROSKASTIGI. AUK ÞESS SKAL STJÓRNIN SJÁ TIL ÞESS AÐ ÞJÁLFARAR SÉU GÓÐAR FYRIRMYNDIR INNAN VALLAR SEM UTAN.

Page 19: hfrboxing.files.wordpress.com€¦  · Web viewHandbók þessi er unnin af stjórnendum og yfirþjálfara Hnefaleikafélagsins og er hún hugsuð sem hjálpartæki fyrir félagið

7. FÉLAGSSTARFÍþróttafélagið gerir sitt besta til að mynda umhverfi þar sem allir innan félags geta verið vinir og í sátt unnið saman í sátt og samlindi. Hvort sem það sé á æfingartíma eða utan eru iðkendur hvattir til að koma fram við annan af virðingu og bróðerni.

Markmið með félagsstarfi:- að vekja, hlúa að og efla áhuga iðkenda á þroskandi félagsstarfi - að starfið miðist við þarfir hópsins og efli þannig samkennd þeirra - að auka samvinnu - að auka virðingu fyrir reglum og iðkendum félagsins.

AtburðirStefnt er á 3-4 atburði á hverju tímabili sem eru innanbæjar og á minni skala. Dæmi eru spilakvöld, bíómyndakvöld, sund eða hópurinn kemur saman að grilla.Stefnt er að stærri atburðum í 2 skipti á tímabili þar sem farið er í keilu, bíó, go-kart, Lazer-tag og/eða út að borða. Slíkt krefst þess að farið er út fyrir bæjarfélag og geta þessar ferðir oft tengst því að æfa með öðrum hnefaleikafélögum úti á landi.

Page 20: hfrboxing.files.wordpress.com€¦  · Web viewHandbók þessi er unnin af stjórnendum og yfirþjálfara Hnefaleikafélagsins og er hún hugsuð sem hjálpartæki fyrir félagið

8. FORELDARSTARFForeldraráð heyrir undir stjórn deildarinnar. Foreldrar hafi áhrif á aðstöðu og aðbúnað deildarinnar. Góð samvinna foreldra og deildar er skilyrði fyrir góðu gengi iðkenda. 8.1 Starfsreglur foreldraráðs:

Að standa vörð um hagsmuni iðkenda. Að efla tengls heimila og deildar. Að efla samskipti milli iðkenda og foreldra annars vegar og stjórnenda

og þjálfara hins vegar. Að stuðla að bættri vellíðan iðkenda í leik og starfi. Að stuðla að betri árangri í starfi félagsins. Að sjá um félagsstarf utan æfingatíma, t.d grillveisur, vídeókvöld,

kvöldvökur og skemmtiferðir

Foreldrar sjá um að koma börnum sínum á mót og taka fullan þátt í þeim. Þeir sjá um að allir séu á sínum stað og fylgjast með að allt gangi rétt fyrir sig. Foreldrar taka fullan þátt í öllu mótshaldi í heimabyggð og eiga einnig sæti í

mótastjórnForeldraráð eiga þátt í að hafa umsjón með mótshöldum félagsins ásamt aðalstjórn. Þau aðstoða iðkendur og hjálpa við að skipuleggja bílferðir þegar haldið er á mót utan bæjarfélags.

Page 21: hfrboxing.files.wordpress.com€¦  · Web viewHandbók þessi er unnin af stjórnendum og yfirþjálfara Hnefaleikafélagsins og er hún hugsuð sem hjálpartæki fyrir félagið

9. FRÆÐSLU OG FORVARNARSTARF

9.1 Stefna félagsins í vímuvörnum

9.1.1 Forvarnagildi íþróttaÍþróttir gegna mikilvægu hlutverki í vímuvörnum. Rannsóknir á högum barna og ungmenna sýna að þeim ungmennum sem eru virk í íþróttastarfi reiðir betur af í daglegu lífi og neyta síður vímuefna. Einnig er ljóst að neysla áfengis, tóbaks eða annarra vímuefna hefur skaðleg áhrif á árangur í íþróttum.Félagið vill taka mjög skýra afstöðu gegn neyslu allra vímuefna í tengslum við íþróttir. Í þessari stefnuyfirlýsingu er talað um vímuefnaneyslu og er þá átt við neyslu áfengis, tóbaks og annarra vímuefna sem og neyslu hormónalyfja sem ekki eru tekin í lækningalegum tilgangi eftir tilvísun læknis.

Íþróttir og neysla áfengis, tóbaks eða annarra vímuefna fara ekki saman. Félagið hvetur þjálfara sína og iðkendur til að forðast öll þau efni sem dregið geta úr árangri þeirra í íþróttinni og skaðað heilsu þeirra. Þjálfarar og eldri iðkendur eru fyrirmyndir yngri iðkenda bæði í orði og í verki, félagið hvetur þá til að standa vörð um þá miklu ábyrgð sem þeir bera gagnvart iðkendum.

Nú á tímum eru vel þekkt vandamál í þjóðfélaginu sem fylgja vímuefnaneyslu ungmenna og er svo komið að íþróttafélög verða að hafa ákveðið frumkvæði til þess að sporna við þessari þróun. Ljóst er að freistingarnar eru margar og auðvelt fyrir ómótaðan einstakling að falla fyrir þeim. Í þessu sambandi hefur félagið markað sér ákveðna vímuvarnarstefnu til að fylgja eftir.

9.1.2 Neysla áfengis, tóbaks og annarra vímuefna

Félagið er andvígt allri neyslu áfengis, tóbaks og annarra vímuefna allra iðkenda, þjálfara, fararstjóra og annarra félagsmanna eða aðila sem koma að íþróttastarfi á vegum félagsins. Öll neysla vímuefna hvers konar er bönnuð í tengslum við æfingar, fjölskyldumót og keppnir á vegum félagsins.

Áfengis- og/eða tóbaksneysla á ekki að eiga sér stað í tengslum við íþróttastarf félagsins, s.s.

áfengissala í tengslum við íþróttakeppnir áfengisneysla í lokahófum reykingar og munntóbaksneysla á íþróttasvæðum áfengis- eða tóbaksauglýsingar á eða við velli eða á búningum

Page 22: hfrboxing.files.wordpress.com€¦  · Web viewHandbók þessi er unnin af stjórnendum og yfirþjálfara Hnefaleikafélagsins og er hún hugsuð sem hjálpartæki fyrir félagið

9.1.3 Viðbrögð félagsins við neyslu iðkenda

Félagið mun bregðast sérstaklega við allri vímuefnaneyslu iðkenda undir 20 ára aldri. Þá verða foreldrar félagsmanna undir 18 ára aldri undantekningarlaust látnir vita af slíkri neyslu. Kvikni grunur um neyslu ólöglegra vímuefna skulu þjálfarar hafa samráð við fagaðila, þar með talið lögreglu, um viðbrögð við slíkum málum.

Varðandi viðbrögð við vímuefna- og tóbaksneyslu þeirra sem eru sjálfráða mun félagið bregðast við neyslu sem er brot á reglum félagsins sbr. 2. tölulið og neyslu sem hefur áhrif á ástundun, frammistöðu og ímynd félagsins.

Viðbrögð félagsins við brotum á reglum þessum verða í formi tilmæla og ábendinga. Skili viðbrögð ekki árangri getur komið til tímabundins banns frá æfingum og/eða keppni. Viðbrögð félagsins skulu miðast við að aðstoða iðkandann við að laga sig að reglunum og að hann fái færi á að halda áfram starfi innan félagsins.

9.1.4 Hlutverk og ábyrgð þjálfara Þjálfarar skulu vinna eftir vímuvarnastefnu félagsins. Þar með er talið

að bregðast við vímu-efnaneyslu iðkenda á viðeigandi hátt. Félagið mun sjá þjálfurum fyrir fræðsluefni um áhrif vímuefnaneyslu á

árangur í íþróttum sem þjálfarar miðla síðan áfram til iðkenda. Þjálfarar skulu framfylgja stefnu félagsins varðandi samstarf foreldra

og annarra aðila sem sinna málefnum barna og unglinga. Þjálfarar skulu gæta þess að vera iðkendum til fyrirmyndar jafnt á

æfingum og í daglegu lífi.

9.1.5 Samstarf við foreldra Félagið mun upplýsa foreldra um stefnu félagsins í vímuvörnum. Félagið leggur áherslu á að koma á og viðhalda góðu samstarfi við

foreldra iðkenda með fræðslu um áhrif áfengis, tóbaks og annarra vímuefna á árangur í íþróttum, auk fræðslu til foreldra um þjálfun og æskilegt mataræði íþróttafólks.

Félagið mun starfa náið með fagfólki í vímuvörnum og hafa samráð við foreldra þurfi að taka á neysluvandamáli iðkenda undir sjálfræðisaldri.

Page 23: hfrboxing.files.wordpress.com€¦  · Web viewHandbók þessi er unnin af stjórnendum og yfirþjálfara Hnefaleikafélagsins og er hún hugsuð sem hjálpartæki fyrir félagið

9.1.6 Samstarf við aðra aðila sem sinna málefnum barna og unglinga

Félagið mun hafa náið samstarf við þá aðila sem sinna tómstundastarfi barna og unglinga.

Félagið mun hafa náið samstarf við fagaðila sem sinna börnum og unglingum, fá frá þeim fræðsluefni og hafa samráð um einstaklinga í áhættuhópi

9.1.7 Hollir lífshættirÁrangur í íþróttum byggir ekki aðeins á góðri þjálfun heldur einnig góðum og heilbrigðum lífsháttum. Næg hvíld og svefn, hollt mataræði, reglulegar máltíðir og næg vatnsdrykkja skipta máli til að ná þeim árangri sem stefnt er að. Á æfingum benda þjálfarar á mikilvægi þessara þátta og hvetja iðkendur til að temja sér hollt mataræði, neyta reglulegra máltíða auk nægrar vatnsdrykkju. Einnig er bent á mikilvægi svefns, en meðalsvefnþörf fullorðinna er talin um 7,5 klst. Börn og unglingar þurfa meiri svefn en full-orðnir. Besti mælikvarðinn á góðan svefn er að vakna úthvíldur og líða vel yfir daginn. Mikilvægt er að allir gefi sér tíma til nægrar hvíldar og leggja þjálfarar áherslu á það. Þjálfarar skulu hvetja börn til að ganga eða hjóla á æfingar í stað keyrslu og vera þeim góð fyrirmynd þar. Þjálfarar reyna að koma í veg fyrir þá þætti sem dregið geta úr heilbrigði og ber að varast, nokkrir þessara þátta verða taldir hér upp:

SvefnskortNæringaskortVítamín- og steinefnaskortVökvaskort á og utan æfingatíma

9.1.8 ÁlagsmeiðsliÁlagsmeiðsli eru algegn í íþróttum og lýsa sé sem bólgur í vöðvum, sinum eða sinafestingum. Álags-meiðsli myndast vegna þess að iðkandi æfir á meira álagi en líkami hans þolir og það leiðir til vefja-skaða, bólgu og sársauka. Þannig getur myndast vítahringur sem erfitt er að losna úr. Til að varast álagsmeiðsi er mikilvægt að vera í góðri grunnþjálfun, leggja áherslu á góða upphitun og ein allra besta leiðin til að fyrirbyggja álagsmeiðsl er liðleikaþjálfun eða teygjur. Rétt uppbygging æfinga minnkar einnig hættu álagsmeiðslum.

9.1.9 OffitaOffita barna og unglinga er vaxandi vandamál á Íslandi. Offita á barns- og unglingsárum leiðir oft til offitu á fullorðinsaldri og er ávísun á fjölmörg

Page 24: hfrboxing.files.wordpress.com€¦  · Web viewHandbók þessi er unnin af stjórnendum og yfirþjálfara Hnefaleikafélagsins og er hún hugsuð sem hjálpartæki fyrir félagið

heilsufarsvandamál svo sem háþrýsing, sykursýki, blóð-fituraskanir ásamt óeðlilegu álagi á bein og liðamót auk sálrænna kvilla. Mikilvægur fyrirbyggjandi þáttur gegn offitu er hreyfing. Þjálfarar hafa samráð við yfirþjálfara ef þeir telja ástæðu til að bregðast við aðstæðum iðkenda sem draga úr heilbrigði. Þjálfari er hvattur til að ræða málin við iðkenda ásamt yfirþjálfara. Þjálfari og yfir-þjálfari eru hvattir til að bregðast við aðstæðum sem þeir telja alvarlegar með því að hafa samband við foreldra/forráðamenn iðkenda.

9.1.10 ÁtröskunÁtröskun er alvarlegur sálrænn sjúkdómur sem getur valdið heilsutjóni. Átröskun er algengari meðal íþróttafólks en annarra og þá einkum í íþróttum þar sem líkamsvöxtur skiptir máli, t.d. í fimleikum, dansi og listdansi á skautum. Þjálfarar hafa samband við yfirþjálfara ef þeir telja ástæðu til að bregðast við aðstæðum iðkenda.

9.1.11 Vinátta, virðing og samskiptiHjá félaginu er lögð áhersla á vináttu, gangkvæma virðingu og góð samskipti. Einelti er ekki liðið. Mikilvægt er að iðkendum finnist skemmtilegt að vera í félaginu og að þeim líði vel. Einnig er mikilvægt að þjálfarar hvetji iðkendur með jákvæðum hætti og að iðkendur hrósi hvor öðrum þegar vel er gert. Með félagsstarfi er stefna deildarinnar að byggja upp jákvæðan félagsanda, stuðla að vináttu og efla liðsanda auk þess að iðkendur hafi gaman af líðandi stund.Mikilvægt er að gagnkvæm virðing einkenni öll samskipti innan félagsins, hvort sem um er að ræða samskipti milli eða innan stjórnar, þjálfara, iðkenda, foreldra/forráðamann iðkenda, styrktaraðila eða aðra samstarfsaðila.

9.1.12 EineltiEinelti er síendurtekið ofbeldi þar sem einn eða fleiri níðast á eða ráðast ítrekað á einhvern einstakling. Ofbeldið getur verið félagslegt, líkamlegt, efnislegt eða andlegt.

Félagslegt einelti:

Einstaklingur er skilinn útundan, er strítt, gert lítið úr honum eða gerðar særandi athugasemdir (svip-brigði, andvörp, eftirherma o.fl.).

Líkamlegt einelti:

Einstaklingi er hrint, sparkað í hann, hann hárreittur, klipinn o.s.frv. Einstaklingi haldið föstum eða hann lokaður inni.

Page 25: hfrboxing.files.wordpress.com€¦  · Web viewHandbók þessi er unnin af stjórnendum og yfirþjálfara Hnefaleikafélagsins og er hún hugsuð sem hjálpartæki fyrir félagið

Efnislegt einelti:

Eigur viðkomandi (t.d. íþróttaföt, taska, skór eða föt) eru ítrekað eyðilagðar, faldar eða teknar.

Andlegt einelti:

Einstaklingur er þvingaður til að gera eitthvað sem stríðir gegn réttlætiskennd hans (t.d. girt niður um hann, hann þvingaður til að eyðileggja eigur annarra). Einstaklingur fær neikvæð SMS boð og hótanir.

Ef grunur um einelti vaknar:

Skal tilkynna það strax til þjálfara eða yfirþjálfara. Yfirþjálfari og þjálfarar þolanda og gerenda fara yfir hvernig eineltið

birtist og hvað sé til ráða. Samband er haft við foreldra/forráðamenn þolenda og gerenda. Þjálfari ræðir við allan hópinn um mikilvægi góðra samskipta.

Hópurinn setur sér reglur um samskipti sem verða einhvers konar samningur um samskipti milli iðkenda.

Ef ekki tekst að stöðva eineltið þarf að kalla eftir aðstoð frá fagaðilum.

Þjálfarar skulu sérstaklega gæta þess að tryggja viðhlítandi aga og koma í veg fyrir einelti. Í því skyni skal þjálfari eða staðgengill hans vera mættur tímanlega á æfingar og fylgja sínum hóp til búningsklefa og vera til staðar meðan iðkendur hafa fataskipti ef því verður við komið.

Þjálfarar reyna að koma í veg fyrir alla þá þætti sem dregið geta úr vináttu, virðingu og góðum sam-skiptum og ber að varast. Þjálfarar hafa samráð við yfirþjálfara ef þeir telja ástæðu til að bregðast við aðstæðum iðkenda sem draga úr vináttu, virðingu og góðum samskiptum. Þjálfari er hvattur til að ræða málin við iðkenda ásamt yfirþjálfara. Þjálfari og yfirþjálfari eru hvattir til að bregðast við aðstæðum sem þeir telja alvarlegar með því að hafa samband við foreldra/forráðamenn iðkenda.

Sjá einnig á isi.is

9.1.13 Kynferðislegt ofbeldi

Félagið vil sporna við því í hvívetna að kynferðislegt ofbeldi geti átt sér stað innan félagsins eða í tengslum við starfsemi þess. Félagið mun hafa þetta m.a. í huga í tengslum við fræðslumál. Félagið mun í því skyni uppfræða starfsfólk um hugsanleg merki um kynferðislegt ofbeldi ásamt því að uppfræða um það hvernig hægt er að komast hjá því að slíkt eigi sér stað sem og að bregðast við því ef upp kemur. Slík fræðsla ætti að koma frá

Page 26: hfrboxing.files.wordpress.com€¦  · Web viewHandbók þessi er unnin af stjórnendum og yfirþjálfara Hnefaleikafélagsins og er hún hugsuð sem hjálpartæki fyrir félagið

þjálfara eða fræðslu á vegum ÍRB. Komi upp mál sem eru félaginu ofviða getur stjórn félagsins leitað á æðri hendur samkvæmt neðangreindri viðbragðsáætlun ÍRB.

Sjá einnig á isi.is9.1.14 viðbragðsáætlun ÍRB

10. JAFNRÉTTISMÁL10.1 Stefna félagsins

Page 27: hfrboxing.files.wordpress.com€¦  · Web viewHandbók þessi er unnin af stjórnendum og yfirþjálfara Hnefaleikafélagsins og er hún hugsuð sem hjálpartæki fyrir félagið

Félagið leggur áherslu á að gæta almenns jafnréttis. Félagið gerir ekki upp á milli barna og unglinga vegna uppruna, þjóðfélagsstöðu, fötlunar, búsetu, þjóðernis, litarháttar eða kyns. Hver einstaklingur hefur þann rétt að vera metinn að eigin verðleikum. Allir iðkendur skulu hafa sama aðgang að aðstöðu, þjálfun og fjármagni.

Félagið býður iðkendur velkomna óháð kyni. Þar sem konur á öllum aldri sækjast síður í bardagaíþróttir og kvennabox er ennþá ung íþróttagrein. Félagið mun leggja sérstaklega áherslu á að konur á öllum aldri séu velkomnar. Einstaklingar fá jafnt tækifæri að æfa til keppnis sem og afþreyingar; óháð kyni og kynþætti. Á æfingum og diploma mótum geta strákar og stelpur lent saman en í ólympískum hnefaleikum er það bannað.

Stefna félagsins er að gæta jafnréttis í starfi sínu og leitast við að sinna til jafns kröfum beggja kynja til íþróttaiðkunar. Þetta á meðal annars við um aðstöðu, fjármagn og þjálfun.

Þjálfarar félagsins sem eru með jafna menntun, reynslu og aldur njóta sömu kjara óháð kyni og óháð því hverja viðkomandi þjálfar.

Stefna félagsins er að í stjórn séu bæði karlar og konur til að tryggja að raddir beggja kynja heyrist við stjórnun félagsins.

11. UMHVERFISMÁL

11.1 Stefna félagsinsFélag skal stuðla að vel snyrtu umhverfi utan og innan veggja þess. Rusl skal fara í ruslafötur og á sorphauga, plast og aðrar endurvinnanlegar umbúðir skulu fara í endurvinnslu.

Félagið hvetur til sparnaðar í keyrslu með því að sameinast um bíla þegar farið er á mót út fyrir bæjarfélagið

Tiltekt fer fram á svæði eftir æfingar/keppnir Endurnýtanleg ílat eru flokkuð frá öðru sorpi Íþróttasvæðið er reyklaust. Að ruslafötur séu sýnilegar á æfinga- og keppnissvæðum. Að tiltekt fari fram á svæði eftir æfingar/keppnir eða aðra viðburði á

vegum félagsins. Að forðast sé að nota ónauðsynlegar pakkningar. Að hvetja til notkunar á margnota drykkjarbrúsum frekar en einnota. Að endurnýtanleg ílát séu flokkuð frá öðru sorpi.

Page 28: hfrboxing.files.wordpress.com€¦  · Web viewHandbók þessi er unnin af stjórnendum og yfirþjálfara Hnefaleikafélagsins og er hún hugsuð sem hjálpartæki fyrir félagið