portfolioume501g.files.wordpress.com  · web viewheimsókn 1 - hitt húsið hugmyndafræði hins...

32
Háskóli Íslands Haustönn Menntunarvísindasvið 01.12.2019 Uppeldis- og menntunarfræði UME501G – Rannsóknir og vettvangur í uppeldis- og menntunarfræði Portfolio Lokaverkefni Rakelar Birnu Björnsdóttur _________________________________________ ___________________ Í áfanganum “Rannsóknir og vettvangur í Uppeldis- og menntunarfræði”. Kennarar: Nemandi: Anna Árnadóttir Rakel Birna Björnsdóttir Linda Rós Eðvarðsdóttir

Upload: others

Post on 18-Jan-2021

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: portfolioume501g.files.wordpress.com  · Web viewHeimsókn 1 - Hitt húsið Hugmyndafræði Hins húsins byggir á jákvæðri uppbyggingu ungmenna en bera mætti starfsemi þeirra

Háskóli ÍslandsHaustönn

Menntunarvísindasvið 01.12.2019Uppeldis- og menntunarfræðiUME501G – Rannsóknir og vettvangur í uppeldis- og menntunarfræði

PortfolioLokaverkefni Rakelar Birnu Björnsdóttur

____________________________________________________________ Í áfanganum “Rannsóknir og vettvangur í

Uppeldis- og menntunarfræði”.

Kennarar: Nemandi:Anna Árnadóttir Rakel Birna BjörnsdóttirLinda Rós Eðvarðsdóttir

Page 2: portfolioume501g.files.wordpress.com  · Web viewHeimsókn 1 - Hitt húsið Hugmyndafræði Hins húsins byggir á jákvæðri uppbyggingu ungmenna en bera mætti starfsemi þeirra

1

Page 3: portfolioume501g.files.wordpress.com  · Web viewHeimsókn 1 - Hitt húsið Hugmyndafræði Hins húsins byggir á jákvæðri uppbyggingu ungmenna en bera mætti starfsemi þeirra

Efni Porfolio‘s birtist í eftirfarandi röð

Skýrsla – Vettvangsheimsóknir

EfnisyfirlitHeimsókn 1 - Hitt húsið.........................................................................................................................4

Heimsókn 2 – Barnaheill........................................................................................................................5

Heimsókn 3 – Heimili og skóli................................................................................................................7

Heimsókn 4 - Námsflokkar Reykjavíkur.................................................................................................9

Heimsókn 5 – Stígamót........................................................................................................................10

Heimsókn 6 – Samtökin 78..................................................................................................................11

Heimildaskrá........................................................................................................................................13

Glæru kynning á ritgerð .............................................................................................................14

Ritgerð – Námsflokkar Reykjavíkur Efnisyfirli

tInngangur............................................................................................................................................20

Smiðjur og kraftar................................................................................................................................20

Fullorðinsfræðsla.................................................................................................................................21

Lokaorð................................................................................................................................................22

Heimildaskrá........................................................................................................................................23

2

Page 4: portfolioume501g.files.wordpress.com  · Web viewHeimsókn 1 - Hitt húsið Hugmyndafræði Hins húsins byggir á jákvæðri uppbyggingu ungmenna en bera mætti starfsemi þeirra

Háskóli Íslands HaustönnMenntunarvísindasvið 05.12.2019Uppeldis- og menntunarfræðiUME501G – Rannsóknir og vettvangur í uppeldis- og menntunarfræði

Vettvangsheimsóknir ____________________________________

Hitt húsið, Barnaheill, Heimili og skóli, Námsflokkar Reykjavíkur, Stígamót og Samtökin

78

Kennarar: Nemandi:Anna Árnadóttir Rakel Birna BjörnsdóttirLinda Rós Eðvarðsdóttir

3

Page 5: portfolioume501g.files.wordpress.com  · Web viewHeimsókn 1 - Hitt húsið Hugmyndafræði Hins húsins byggir á jákvæðri uppbyggingu ungmenna en bera mætti starfsemi þeirra

EfnisyfirlitHeimsókn 1 - Hitt húsið.........................................................................................................................4

Heimsókn 2 – Barnaheill........................................................................................................................5

Heimsókn 3 – Heimili og skóli................................................................................................................7

Heimsókn 4 - Námsflokkar Reykjavíkur.................................................................................................9

Heimsókn 5 – Stígamót........................................................................................................................10

Heimsókn 6 – Samtökin 78..................................................................................................................11

Heimildaskrá........................................................................................................................................13

4

Page 6: portfolioume501g.files.wordpress.com  · Web viewHeimsókn 1 - Hitt húsið Hugmyndafræði Hins húsins byggir á jákvæðri uppbyggingu ungmenna en bera mætti starfsemi þeirra

Heimsókn 1 - Hitt húsið Hugmyndafræði Hins húsins byggir á jákvæðri uppbyggingu ungmenna en bera mætti starfsemi þeirra við hugmyndafræði heimspekinsins og félagsfræðingsins John Dewey um að við lærum best með því að framkvæma sjálf. Stofnunin bíður upp á alls konar aðstoð fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára en hún leggur upp úr því að endurspegla menningu ungs fólks með því að veita þeim upplýsingar og leiðbeina þeim í samstarfi við aðra fagaðila og samtök. Þá geta einstaklingar til dæmis fengið aðstoð með gerð ferilskráa og í framhaldi af því að sækja um vinnu (munnleg heimild, 10. september 2019).

Stofnunin vinnur að því að gefa ungu fólki, sem þarfnast á aðstoð að halda, möguleika til bjartari framtíðar. Vinnustaðanám er eitt af verkefnum stofnunarinnar sem stuðlar að uppbyggingu ungmenna. Það er námskeið fyrir ungmenni í atvinnuleit sem gefur þeim undirbúningsfræðslu og möguleikann á starfsreynslu á hugsanlegum framtíðar starfsvettvangi (Hitt húsið, e.d.). Mér finnst þetta verkefni frábært og svo sannarlega jákvæð viðbót í samfélagið okkar þar sem það eru sífellt fleiri ungmenni í erfiðleikum með að velja nám- og starfsvettvang. Með þessu námskeiði geta þessir einstaklingar fengið góða ráðgjöf og leiðbeiningu sem stuðlar þannig að jákvæðri uppbyggingu einstaklingsins. Þetta má tengja við hugmyndir iðjukenningu Bordieu um það að aðstoð á einum vettvangi getur hjálpað einstaklingi á öðrum vettvangum og áhrif samspils milli habitusar og menningarauðs (Edgerton og Roberts, 2014). Vinnustaðarnám eykur til dæmis bæði menningar- og félagsauð sem og mögulega stéttarhabitus einstaklingsins sem verður til þess að auka líkurnar á því að einstaklingurinn kemst út á vinnumarkaðinn, vettvang, með þessari nýju þekkingu.

Mér þætti gaman að sjá stofnunina teygja sig meira í áttina að grunnskólakrökkum en með því að auka verkefni í kringum yngri hópa getur stofnunin bætt starfsemi sína. Snemmtæk íhlutun barna er nefnilega mun áhrifameiri heldur en þegar einstaklingar ná fyrst að leita eða fá aðstoð seint á unglingsárunum. Þetta tel ég geta stuðlað að því að

5

Page 7: portfolioume501g.files.wordpress.com  · Web viewHeimsókn 1 - Hitt húsið Hugmyndafræði Hins húsins byggir á jákvæðri uppbyggingu ungmenna en bera mætti starfsemi þeirra

meðalaldur þeirra sem þurfa á aðstoð stofnunarinnar að halda lækki og fjöldinn minnki í takt við liðin ár frá íhlutun. Þá væri markmiðið að sjálfsögðu ekki að útrýma stofnuninni heldur að stuðla að jákvæðri uppbyggingu einstaklinginsins alveg frá ungum aldri sem skilar sér vonandi í auknu sjálfstrausti og trú einstaklingsins á eigin getu.

6

Page 8: portfolioume501g.files.wordpress.com  · Web viewHeimsókn 1 - Hitt húsið Hugmyndafræði Hins húsins byggir á jákvæðri uppbyggingu ungmenna en bera mætti starfsemi þeirra

Heimsókn 2 – Barnaheill Hugmyndafræði Barnaheills byggir fyrst og fremst á mannréttindum og velferð barna. Stofnunin er hluti af alþjóðasamtökunum Save the Children International sem vinna að réttindum og velferð barna með barnasáttmála sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Samtökin hérlendins leggja áherslu á vernd barna gegn ofbeldis, heilbrigðismálefni barna, mannréttindi barna, eineltisverkefni og almennt að rödd barna hljómi í samfélaginu. Þá eru verkefni eins og leyndarmálið, vinátta og forvarnaráætlun gott dæmi um starfsemi þeirra á Íslandi (Barnaheill, e.d.).

Vinátta er forvarnarverkefni gegn einelti en samkvæmt því eru lagðar áherslur á félagsleg samskipti barna til að sporna gegn félagslegri einangrun og auka skilning barna á fjölbreytileikanum og þess að tilheyra hópi. Frá því að áætlunin var fyrst innleidd hérlendis árið 2014 þangað til ársins 2019 starfa nú rúmlega 50% leikskóla landsins með Vináttu verkefnið. Nú eru 20 grunnskólar að tilraunakenna verkefnið inn í sína stofnun og verður vekefnið bráðlega í boði fyrir alla grunnskóla. Verkefnið kynnir nýja nálgun á einelti þar sem félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein er uppspretta eineltis en ekki einstaklingsbundið vandamál eins og áður var horft á málefnið (Barnaheill, 2019). Mér finnst þetta verkefni afar áhugavert og ég hefði verið mjög þakklát ef þessi viðhorf og þekking hefðu verið ríkjandi á þeim tíma sem ég stundaði nám í grunnskól. Einelti er grafalvarlegt mál og þá sérstaklega þegar um er að ræða á milli ungra bara og er þetta verkefni stofnunarinnar því svo sannarlega jákvæðar viðbót fyrir samfélagið okkar.

Hugmyndafræði stofnunarinnar má tengja við iðjukenningu Bordieu hvað varðar samspil milli habitus og menningarauðs. Þetta má t.d. greina í forvarnarverkeninu Vinátta en þar er lögð áhersla á að rækta habitus einstaklinga til þess að stuðla að meiri menningarauða sem þau telja jafnframt minnka líkurnar á eineltishegðun. Menningarauður hvers og eins felur í sér menntun hans, þekkingu og hæfni. Habitus eru síðan hneigðir sem fólk tileinkar sér sem byggjast á lífsskilyrðum sem móta hugsun, tilfinningu og skynjun einstaklinga á sjálfum sér og umhverfi þeirra en

7

Page 9: portfolioume501g.files.wordpress.com  · Web viewHeimsókn 1 - Hitt húsið Hugmyndafræði Hins húsins byggir á jákvæðri uppbyggingu ungmenna en bera mætti starfsemi þeirra

habitus einstaklinga má rekja til uppeldis og félagslegrar stöðu einstaklingsins. Samkvæmt Bordieu má nefnilega rekja hegðun einstaklinga til stigs menningarauðs sem hann býr yfir( Edgerton og Roberts, 2014).

Barnaheill gæti bætt stofnun sína töluvert ef þau fengju betri fjárhagslegan stuðning þar sem í dag byggist öll starfsemi þeirra á frjálsum framlögum og styrkjum. Með meira fjármagni gætu þau einbeitt sér enn nákvæmar að þeim verkefnum sem þau sinna nú þegar að sem og komið af stað fleiri forvarnarverkefnum og upplýsingar herferðum.

8

Page 10: portfolioume501g.files.wordpress.com  · Web viewHeimsókn 1 - Hitt húsið Hugmyndafræði Hins húsins byggir á jákvæðri uppbyggingu ungmenna en bera mætti starfsemi þeirra

Heimsókn 3 – Heimili og skóli Hugmyndafræði Heimili og skóla byggir á jákvæðri eflingu uppeldis og menntunar barna. Aðal markmið stofnunarinnar er að veita foreldrum og forráðamönnum fræðslu í málefnum er koma að bættum uppeldis- og menntaskilyrðum barna og unglinga með því að auka vitund þeirra á mikilvægi ábyrgðar og virkni þeirra í námi barna. Það hyggst stofnunin gera meðal annars með því að sjá til þess að sjónarmið foreldra og barna séu virt þegar reglur er varða skóla-, uppeldi- og fjölskyldumál eru settar og ákvarðarnir tengdar þessum málum teknar og með því að stuðla að því að foreldrar búi yfir meiri ábyrgð á skóla,- uppeldis- og fjölskyldumálum samhliða því að byggja upp traust samband og tengsl milli foreldra og skóla (Heimili og skóli, 2019).

Læsissáttmálinn er eitt af stærstu og áhrifamerstu verkefnum stofnunnarinnar. Hann byggir á því að auka ábyrgð, virkni og stuðning foreldra er varðar læsi barna sinna og á því að auka samstarf milli skóla og heimilis hvað varðar læsisnám barna (Heimili og skóli, e.d.c). Þá hefur stofnuninn einnig gefið úr foreldrasáttmála og foreldrahandbók fyrir yngsta stig, miðstig og elsta stig í skólum þar sem lögð er áhersla á að vekja foreldra og forráðamenn til vitundar um mikilvægi þess að þau sýni áhuga og gefi börnum sínum skýr mörk er varðar uppvöxt og skólagöngu þeirra (Heimili og skóli, e.d.a ; Heimili og skóli, e.d.b).

Hugmyndfræði stofnunarinnar má tengja við símenntun en hún leggur áherslu á mikilvægi þess að bæta stöðugt við sig þekkingu og jafnvel að læra nýja hluti á miðjum aldri (Hróbjartur Árnason, 1997) sem kemur heim að saman við markmið stofnunarinnar um að veita fræðslu til og þannig auka þekkingu foreldra og forráðamanna um málefni sem varða uppeldi- og menntaskilyrði barna til dæmis með foreldrasáttmálanum, foreldrahandbókunum og læsissáttmálanum.

Stofnunin hefur jákvæð áhrif á samfélagið með því að stuðla að ábyrgðarkennd og virkni foreldra í námi barna sinna sem verður ekki aðeins til þess að stuðla að því að börn nái betri árangri í skólanum heldur

9

Page 11: portfolioume501g.files.wordpress.com  · Web viewHeimsókn 1 - Hitt húsið Hugmyndafræði Hins húsins byggir á jákvæðri uppbyggingu ungmenna en bera mætti starfsemi þeirra

einnig til þess að skapa traust og jákvætt samband milli skóla og heimilis. Með foreldrasáttmálanum stuðlar stofnunin jafnframt að því að auka skilining, þekkingu og ábyrgð foreldra til menntunar og uppeldis barna sinna. Mér finnst vinna þessarar stofnunar alveg hreint aðdáunarverð en ég hafði ekki hugmynd um að slík stofnun væri starfandi hér á landi. Það er mér þó ljóst eftir að hafa kynnt mér stofnunina að hún er gríðarlega jákvæð viðbót inn í samfélagið okkar í dag og spilar mikilvægt hlutverk í því að koma að jákvæðu og uppbyggilegu uppeldi barnanna okkar. Ég tel að stofnunin gæti bætt starf sitt enn frekar ef vinna hennar yrði tekin upp í fleiri skólum á landinu en eins og staðan er í dag þá er hún aðeins virk í sumum skólum á landinu.

10

Page 12: portfolioume501g.files.wordpress.com  · Web viewHeimsókn 1 - Hitt húsið Hugmyndafræði Hins húsins byggir á jákvæðri uppbyggingu ungmenna en bera mætti starfsemi þeirra

Heimsókn 4 - Námsflokkar Reykjavíkur Hugmyndafræði Námsflokka Reykjavíkur byggir á sjálfseflingu fólks. Aðal markmið þeirra er að skapa vettvang þar sem fólk getur komið saman, af ólíkum ástæðum, og aukið við menntun sína. Stofnunin sinnir einkum þeim hópi samfélagsins sem hefur hvað minnstu formlega menntun eða þeim sem af einhverju ástæðum eiga í erfiðleikum með að nýta sér menntuna sína. Þetta getur verið fólk með kvíða, fólk sem komst ekki inn í neinn annan framhaldsskóla, fólk sem hefur lokið háskólaprófi, fólk sem átti langveikt barn, fólk sem hefur sjálft verið að glíma við sjúkdóm/a og svo framvegis (munnleg heimild, 28. október 2019).

Stofnunin flokkar nemendur sína í karla og kvenna smiðjur, námskraft eða starfskraft. Skilyrði þess að geta verið nemendi eru sú að einstaklingar verða að hafa verið undir fjárhagsaðstoð frá borginni í einhvern tíma, konur verða að vera mæður en menn þurfa þó ekki að vera feður. Stofnunin einbeitir sér þannig að fólki sem er og hefur verið óvirkt í eigin lífi (munnleg heimild, 28. október 2019).

Námsflokka Reykjavíkur má beintengja við fullorðins fræðslu. Stofnunin leggjur áherslu á að hjálpa þeim hópi samfélagsins sem er hvað ólíklegastur til þess að sækja nám og erfiðast að fá til þess að mæta. Raunin er nefnilega sú að fullorðið fólk utan vinnumarkaðar sem og fullorðið fólk með stutta formlega skólagöngu eru þeir sem taka hvað síst þátt í fræðslu (Hróbjartur Árnason, Halla Valgeirsdóttir og Svava Guðrún Sigurðardóttir, 2010). Með því að einbeita sér að þessum minnihlutahópi stuðlar stofnunin jafnframt að aukinni aðsókn sem og menntun innan hans. Það að ná til þessara hóps og aðstoða hann meðal annars út á vinnumarkaðinn aftur hefur ekki aðeins jákvæð áhrif á einstaklinginn heldur samfélagið í heildina. Þá þarf ekki nefna annað en að fækka fólki á atvinnuleysisbótum til að færa rök fyrir því máli.

Það að konur þurfi að vera mæður en karlar ekki feður finnst mér mjög svo athyglisvert inngönguskilyrði og algjörlega úr takt við samfélagið okkar í dag. Ég sé ekki rök sem gætu stutt við bakvið á ástæðu Velferðasviðs Reykjavíkur á þessari kröfu og spyr mig hvers vegna og

11

Page 13: portfolioume501g.files.wordpress.com  · Web viewHeimsókn 1 - Hitt húsið Hugmyndafræði Hins húsins byggir á jákvæðri uppbyggingu ungmenna en bera mætti starfsemi þeirra

hvernig þetta stendur enn. Ég tel að stofnunin gæti bætt starfið sitt til muna ef að skilyrði Velferðastofnunarinnar yrðu endurskoðuð og mynduð í samræmi við nútímasamfélagið í dag. Það er stór hópur fólks sem fær ekki möguleika á því að nýta sér þessa fínu stofnun bara vegna þess að þau falla ekki undir úrelt skilyrði velferðastofnunarinnar.

12

Page 14: portfolioume501g.files.wordpress.com  · Web viewHeimsókn 1 - Hitt húsið Hugmyndafræði Hins húsins byggir á jákvæðri uppbyggingu ungmenna en bera mætti starfsemi þeirra

Heimsókn 5 – Stígamót Hugmyndafræði Stígamóta byggir á kynjafræðinni um kynferðisofbeldi. Aðal markmið baráttusamtakanna er að vera til staðar fyrir fólki sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi, veita þeim stuðning, þjónustu og viðeigandi úrræði en samtökin berjast jafnframt fyrir tilkomu samfélags þar sem kynferðisofbeldi er ekki liðið (Stígamót, e.d.). Þá eru samtökin t.d. virk í að auglýsa sig og mætti þar nefna Sjúk ást sem er eitt af nýlegustu verkefnum þeirra sem hefur verið mjög áberandi í samfélaginu síðastliðið ár.

Mér finnst mjög áhugavert að Stígamót séu farin af stað með það verkefni, ef svo má kalla, að kæra til alþjóða dómstóla evrópusambandsins þau mál sem voru felld niður af ríkisrannsóknara á Íslandi sem þau telja hafa verið ranglega unnin eða þar sem á þolanda er brotið enn meira á af kerfinu (munnleg heimild, 29. október 2019). Ég væri gjarnan til að heyra meira um þetta mál og vita hvað kemur úr þessu. Þessi sjálfboðaliða starfsemi samtakanna sýnir svart á hvítu hvernig stofnunin notast við hugmyndafræði sína í vinnu og starfi, hvað þessi málefni eru þeim mikilvæg og hvað þau eru til í að leggja á sig til þess að berjast fyrir réttindum brotaþola. Stígamót hefur haft mjög jákvæð áhrif á samfélagið okkar yfir síðustu áratugi en þau hafa til að mynda spilað mikilvægt hlutverk í því að vekja athygli á þáttum sem áður voru normalíseraðir eins og t.d. verkefnið þeirra sjúk ást er merki um.

Hugmyndafræði stofnunarinnar má tengja við framtímamiðaðar rannsóknir að því leiti að horfa á starfsemi stofnunarinnar sem breytiafl til betra samfélags (Tryggvi Thayer, 2019). Með framtímamiðuðum rannsóknum væri hægt að skoða hvernig breytingar nútímans, áherslur stofnunarinnar í dag, séu líklegar til að hafa áhrif á framtíðina og þannig gæti stofnunin skipuleggja starfsemi sína með það að leiðarljósi.

Stígamót gætu bætt starf sitt til muna ef þau fengju meira fjármagn fyrir verkefnin sín en þá gætu þau til dæmis reynt að bæta úrræði fyrir börn svo að líklegra væri að þau þori að segja frá afbrotum, að þau læri hvað

13

Page 15: portfolioume501g.files.wordpress.com  · Web viewHeimsókn 1 - Hitt húsið Hugmyndafræði Hins húsins byggir á jákvæðri uppbyggingu ungmenna en bera mætti starfsemi þeirra

séu eðlileg samskipti við aðra og almennt að börn læri snemma að sökin sé ekki þeirra.

14

Page 16: portfolioume501g.files.wordpress.com  · Web viewHeimsókn 1 - Hitt húsið Hugmyndafræði Hins húsins byggir á jákvæðri uppbyggingu ungmenna en bera mætti starfsemi þeirra

Heimsókn 6 – Samtökin ´78 Hugmyndafræði stofnunarinnar byggir á mannréttindum og jafnrétti. Samtökin 78 eru hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks en aðal markmið stofnunarinnar er að gera hinsegin fólk bæði sýnilegt og viðurkennt ásamt því að vinna að því að þau njóti fyllstu réttinda í íslensku samfélagi. Þekking á hinsegin málum hefur aukist töluvert síðustu áratugi en fræðsla á þessum vettvangi er grundvöllur og einn af hornsteinum að mannréttindabaráttu samtakanna (Samtökin ´78, e.d.b). Samtökin eru dugleg að láta á sér bera bæði með því að vera virk á samfélagsmiðlum sem og vekja athygli á sér bæði í pólitík og samfélaginu sjálfu.

Markmiðum sínum hyggst stofnunin til að mynda ná með því að skapa félagslegan- og menningarlegan vettvang fyrir hinsegin fólk en þannig geta þau styrkt sjálfsvitund, samkennd og samstöðu hinsegin einstaklinga um sérkenni sín. Stofnunin bíður upp á alls kyns þjónustu en þá má til að mynda nefna hinseginfræðslu, ráðgjöf og félagsmiðstöð (munnleg heimild, 30. október 2019). Ráðgjöfin sem stofnunin býður upp á er mjög fjölbreytt en þar er hægt að velja um einstaklings-, para-, vina- eða fjölskyldu viðtöl og eru fyrstu 3 viðtölin kostnaðarlaus. Eitt að viðfangsefnum ráðgjafarinnar er leiðsögn fyrir foreldra og aðstandendur hinsegin einstaklinga (Samtökin ´78, e.d.a.). Með því að bjóða aðstandendum upp á tækifæri til að fræða sig um hinseginleikann og í raun aðstoða fólk við að skilja og læra á þessar nýju aðstæður stuðlar stofnunin að mínu mati að jafnréttismiðaðara og heilsteyptara samfélagi en þetta er aðeins ein leið af mörgum sem stofnunin sinnir sem hefur jákvæð áhrif út í samfélagið okkar.

Hugmyndafræði stofnunarinnar má tengja við símenntun en eins og ráðgjafa aðstoð þeirra bendir á, og sem samræmist hugmyndum símenntunar, þá erum við aldrei of gömul til þess að læra eitthvað nýtt og það er fullkomnlega eðlilegt að þurfa aðstoð við það (Hróbjartur Árnason, 1997).

Samtökin 78 gætu bætt starfsemi sína til muna ef hún byggi við stöðugara og hærra fjármagn. Raunin er því miður sú að stofnunin er virkilega

15

Page 17: portfolioume501g.files.wordpress.com  · Web viewHeimsókn 1 - Hitt húsið Hugmyndafræði Hins húsins byggir á jákvæðri uppbyggingu ungmenna en bera mætti starfsemi þeirra

undirfjármögnuð sem leiðir til þess að hún nær aðeins að sinna broti af því sem hún væri til í að geta sinnt. Þá gætu þau t.d. með aukinni fræðsla um hinseginleika í grunnskólum stuðlað að bættri vellíðan hinsegin nemenda. Jafnframt væri stofnuninni í hag ef það þyrfti ekki svona mikið að vera unnið í sjálfboðaliðavinnu þar sem fólk brennur oft fljótt út. Mér finnst mjög leiðinlegt að stofnanir eins og þessi geti ekki fengið úthlutað meira fjármagni frá ríkinu miðað við jákvæðu áhrifin sem hún hefur á samfélagið okkar. Það verður meira áberandi með hverjum deginum sem líður hve stór hópur samfélagsins okkar er hinsegin og er því nauðsynlegt að viðeigandi fræðsla sé í boði fyrir samfélagsþegna okkar.

16

Page 18: portfolioume501g.files.wordpress.com  · Web viewHeimsókn 1 - Hitt húsið Hugmyndafræði Hins húsins byggir á jákvæðri uppbyggingu ungmenna en bera mætti starfsemi þeirra

HeimildaskráBarnaheill. (2019, 12. september). Við stöndum vaktina: Fyrir börn á

Íslandi... og í yfir 120 öðrum löndum [Powerpoint kynning]. Sótt af moodlesvæði

Edgerton, J.D. og Roberts, L.W. (2014). Cultural capital or habitus? Bourdieu and beyond in the explanation of enduring educational inequality. Theory and research in education. 12(2), 193-220. DOI: 10.1177/1477878514530231

Heimili og skóli. (2019, 17. mai). Lög heimilis og skóla. Sótt af https://www.heimiliogskoli.is/um-okkur/log-heimilis-og-skola/

Heimili og skóli. (e.d.a). Foreldrahandbókin. Sótt af https://www.heimiliogskoli.is/utgefid-efni/foreldrahandbokin/

Heimili og skóli. (e.d.b). Foreldrasáttmálinn. Sótt af https://www.heimiliogskoli.is/utgefid-efni/foreldrasattmali/

Heimili og skóli. (e.d.c). Lestur er ævilöng iðja. Sótt af https://www.heimiliogskoli.is/laesi/

Hitt húsið. (e.d.). Starfsemi hins hússins er skipt niður í eftirfarandi deildir. Sótt af https://hitthusid.is/starfsemi/

Hróbjartur Árnason. (1997). Örstutt um nám fullorðinna. Sótt af moodlesvæði námskeiðis.

Hróbjartur Árnason, Halla Valgeirsdóttir og Svava Guðrún Sigurðardóttir. (2010). Hvers vegna koma þau ekki? Þátttaka fólks með stutta formlega skólagöngu. Gátt: Ársrit um fullorðinsfræðslu og starfsmenntun. Sótt af https://frae.is/wp-content/uploads/2018/07/G%C3%A1tt_2010_web_006-019.pdf

Samtökin ´78. (e.d.a). Um ráðgjöfina. Sótt af https://samtokin78.is/thjonusta/radgjof/um-radgjofina/

Samtökin ´78. (e.d.b). Um samtökin ´78. Sótt af https://samtokin78.is/um-samtokin-78/

17

Page 19: portfolioume501g.files.wordpress.com  · Web viewHeimsókn 1 - Hitt húsið Hugmyndafræði Hins húsins byggir á jákvæðri uppbyggingu ungmenna en bera mætti starfsemi þeirra

Stígamót. (e.d.). Hugmyndafræði. Sótt af https://www.stigamot.is/is/um-stigamot/hugmyndafraedi

Tryggvi Thayer. (2019). Framtíð menntunar [Powerpoint kynning]. Sótt af https://www.slideshare.net/tryggvibt/framt-menntunar-kennslustund-men501g-h2019.

Glæru kynning á ritgerð

18

Page 20: portfolioume501g.files.wordpress.com  · Web viewHeimsókn 1 - Hitt húsið Hugmyndafræði Hins húsins byggir á jákvæðri uppbyggingu ungmenna en bera mætti starfsemi þeirra

19

Page 21: portfolioume501g.files.wordpress.com  · Web viewHeimsókn 1 - Hitt húsið Hugmyndafræði Hins húsins byggir á jákvæðri uppbyggingu ungmenna en bera mætti starfsemi þeirra

20

Page 22: portfolioume501g.files.wordpress.com  · Web viewHeimsókn 1 - Hitt húsið Hugmyndafræði Hins húsins byggir á jákvæðri uppbyggingu ungmenna en bera mætti starfsemi þeirra

21

Page 23: portfolioume501g.files.wordpress.com  · Web viewHeimsókn 1 - Hitt húsið Hugmyndafræði Hins húsins byggir á jákvæðri uppbyggingu ungmenna en bera mætti starfsemi þeirra

Háskóli Íslands HaustönnMenntunarvísindasvið 01.12.2019Uppeldis- og menntunarfræðiUME501G – Rannsóknir og vettvangur í uppeldis- og menntunarfræði

Námsflokkar Reykjavíkur____________________________Gagnrýnin umfjöllun og tengsl við Fullorðinsfræðslu

Kennarar: Nemandi:Anna Árnadóttir Rakel Birna BjörnsdóttirLinda Rós Eðvarðsdóttir

22

Page 24: portfolioume501g.files.wordpress.com  · Web viewHeimsókn 1 - Hitt húsið Hugmyndafræði Hins húsins byggir á jákvæðri uppbyggingu ungmenna en bera mætti starfsemi þeirra

Efnisyfirli

tInngangur............................................................................................................................................20

Smiðjur og kraftar................................................................................................................................20

Fullorðinsfræðsla.................................................................................................................................21

Lokaorð................................................................................................................................................22

Heimildaskrá........................................................................................................................................23

23

Page 25: portfolioume501g.files.wordpress.com  · Web viewHeimsókn 1 - Hitt húsið Hugmyndafræði Hins húsins byggir á jákvæðri uppbyggingu ungmenna en bera mætti starfsemi þeirra

InngangurHugmyndafræði Námsflokka Reykjavíkur byggir á sjálfseflingu fólks sem hefur átt erfitt. Sjálfseflingu má skilgreina sem það ferli sem þarf að eiga sér stað til þess að einstaklingar öðlist sjálfstraust, trú á eigin getu, öryggi til að koma sínum óskum á framfæri og hæfnina til að þekkja styrkleika og veikleika sína (HAM - Hugræn atferlismeðferð meðferðarbók, e.d.). Hvað varðar fullorðið fólk og sjálfseflingu með námi sem leiðarvísir þá snýr hún oftar en ekki að því að hjálpa fólki að komast aftur á lífsbrautina, t.d. með því að hjálpa því að komast aftur inn á vinnumarkaðinn eða öðlast frekari menntun sem skilar sér jafnframt til bættra lífsgæða einstaklingsins. Námsflokkar Reykjavíkur er stofnun sem hugar að menntun einstaklinga en það fyrir fyrst og fremst fyrir fullorðið fólk. Aðal markmið stofnunarinnar er að skapa vettvang þar sem fólk getur komið saman, af ólíkum ástæðum, og aukið við menntun sína. Stofnunin sinnir einkum þeim hópi samfélagsins sem hefur hvað minnstu formlega menntun eða þeim sem af einhverju ástæðum eiga í erfiðleikum með að nýta sér menntuna sína. Þetta getur verið fólk með kvíða, fólk sem komst ekki inn í neinn framhaldsskóla, fólk sem hefur lokið háskólaprófi, fólk sem átti langveikt barn, fólk sem hefur sjálft verið að glíma við sjúkdóm/a og svo framvegis. Hér verður leitað svara við því hvort og þá hvernig Námsflokkar Reykjavíkur ýta undir kynjamisrétti í stefnumótun sinni.

Smiðjur og kraftarStofnunin flokkar nemendur sína í karla og kvenna smiðjur, námskraft eða starfskraft. Skilyrði þess að geta verið nemendi eru sú að einstaklingar verða að hafa verið undir fjárhagsaðstoð frá borginni í einhvern tíma, konur verða að vera mæður en menn þurfa þó ekki að vera feður. Stofnunin einbeitir sér þannig að fólki sem er og hefur verið óvirkt í eigin lífi. Í smiðjunum er unnið að því að veita nemendum, sem ekki hafa verið á vinnumarkaði um nokkurt skeið, tækifæri til þess að bæta við menntun sína og þar af leiðandi verða færari um að komast út á vinnumarkaðinn að smiðjunni lokinni. Smiðjurnar einkennist af bóklegu, skapandi og sjálfstyrkjandi námi (Námsflokkar Reykjavíkur 2013a ; Námsflokkar

24

Page 26: portfolioume501g.files.wordpress.com  · Web viewHeimsókn 1 - Hitt húsið Hugmyndafræði Hins húsins byggir á jákvæðri uppbyggingu ungmenna en bera mætti starfsemi þeirra

Reykjavíkur 2013b). Verkefnið Námskraftur er samstarfi við Mennta- og menningamálaráðuneyti og Fjölbrautarskólann við Ármúla þar sem tekið er við ungmennum á aldrinum 16-20 ára sem ekki hafa fengið pláss í öðrum menntaskóla á landinu. Markmið námskeiðisins er að styrkja nemendur með stuðningi og eftirfylgni til þess að auka ábyrgðarkennd þeirra í námi, með það að leiðarljósi að þau geti að loknu námskeiði tekið þessa reynslu og nýtt sér hana í námi í framhaldsskólum og staðist þær kröfur sem slíkt nám gerir til þeirra (Námsflokkar Reykjavíkur, 2013c). Að lokum er síðan verkefnið Starfskraftur sem er samstarfsverkefni með Velferðasviði Reykjavíkurborgar. Námskeiðið stuðlar að því að hjálpa ungu fólki sem hvorki stundar nám né vinnu að finna farveginn í lífi sínu. Það er gert bæði með starfsþjálfun, sjálfsstyrkingu, ráðgjöf og fræðslu um nám og störf (Námsflokkar Reykjavíkur, 2013d). Að þessu sögðu tel ég að starfshættir Námsflokka reykjavíkur séu í fullkomnu samræmi við hugmyndafræði stofnunarinnar en í öllum námskeiðunum sem þau bjóða upp á er rauði þráðurinn sjálfsefling einstaklingsins.

FullorðinsfræðslaNámsflokka Reykjavíkur má bera saman við og jafnframt tengja við Fullorðins fræðslu eða Ævinám eins og það hefur síðastliðin ár mikið verið kallað. Fullorðinsfræðsla er sú menntun eða starfsnám sem er í boði fyrir fullorðið fólk að lokinni grunnmenntun. Þetta er bæði þjálfun í faglegum sem og persónulegum tilgangi til þess að veita fólki menntun sem það hefur áhuga á eða menntun sem það hefur ekki náð tökum á úr grunnnámi til þess að geta komist aftur út á eða lengra á starfsvettvangi sínum (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, e.d., bls. 2). Námsflokkar Reyjavíkur leggja áherslu á að hjálpa þeim hópi samfélagsins sem er hvað ólíklegastur til þess að sækja nám og erfiðast er að fá til þess að mæta. Raunin er nefnilega sú að fullorðið fólk utan vinnumarkaðar sem og fullorðið fólk með stutta formlega skólagöngu eru þeir sem taka hvað síst þátt í fræðslu (Hróbjartur Árnason, Halla Valgeirsdóttir og Svava Guðrún Sigurðardóttir, 2010). Það má líklega rekja til örmóðgana sem þessir einstaklingar verða fyrir hvað varðar ríkjandi hugsunarhátt samfélagsins

25

Page 27: portfolioume501g.files.wordpress.com  · Web viewHeimsókn 1 - Hitt húsið Hugmyndafræði Hins húsins byggir á jákvæðri uppbyggingu ungmenna en bera mætti starfsemi þeirra

um það að allir þeir sem ekki hafa lokið menntaskóla eða séu á atvinnuleysisbótum séu heimskir, latir, óvirðugir eða misheppnaðir einstakingar. Þá upplifa þessir einstaklingar að lítið sé gert úr vitsmunum þeirra og þeir jafnframt skilgreindir sem annars flokks borgarar (Brynja Elísabet Halldórsdóttir, 2016).

Það að hefja nám á fullorðins aldri er töluvert öðruvísi en að hefja nám sem barn en Knowles og aðstoðarmaður hans tóku saman 6 grundvallarþætti um nám fullorðinna sem þeir telja að eigi að hjálpa kennurum að kenna fullorðnum. Þar kemur meðal annars fram að mikilvægt sé að kennarar átti sig á því að fullorðnir námsmenn séu afar frábrugðnir ungum námsmönnum, meðal annars vegna ólíks reynsluheims þeirra. Það sem einkennir yfirleitt fullorðna námsmenn er áhugi þeirra fyrir náminu þar sem þeir eru mættir af eigin vilja og af einhverjum ásettum tilgangi (Sigrún Jóhannesdóttir, 2004). Það að hefja nám aftur getur þó einnig verið afar flókið og innihaldið mikið flóð tilfinninga, sérstaklega ef langt er liðið síðan einstaklingur sat síðast á skólabekk, sem er því miður valdur þess að margir loka á þennan möguleika (Hróbjartur Árnason, 2005).

LokaorðMeð því að einbeita sér að þessum minnihlutahópi tel ég stofnunina stuðla að jákvæðri þekkingaaukningu á stöðu þessa hóps, aukinni aðsókn sem og menntun innan hans. Það að ná til þessara hóps og aðstoða hann meðal annars út á vinnumarkaðinn aftur hefur ekki aðeins jákvæð áhrif á einstaklinginn heldur samfélagið í heildina en þá þarf ekki að nefna annað en að fækka fólki á atvinnuleysisbótum til að færa rök fyrir því. Hvað varðar skilyrði sem nemendur þurfa að uppfylla til þess að fá staðfesta inngöngu í verkefni stofnunarinnar vakti eitt þeirra sérstaklega athygli mína en það að konur þurfi að vera mæður en karlar ekki feður finnst mér mjög svo athyglisvert skilyrði og hreinlega úr takt við samfélagið okkar í dag. Það er því ljóst að stofnunin ýtir undir kynjamisrétti í stefnumótun sinni með þessum skilyrðum. Ég sé ekki rök sem gætu stutt við bakvið á ástæðu Velferðasviðs Reykjavíkur á þessari kröfu og spyr mig hvers vegna

26

Page 28: portfolioume501g.files.wordpress.com  · Web viewHeimsókn 1 - Hitt húsið Hugmyndafræði Hins húsins byggir á jákvæðri uppbyggingu ungmenna en bera mætti starfsemi þeirra

og hvernig þetta stendur enn. Hvað gerir mæður virðugri nemendur en aðrar konur? Hvers vegna þurfa menn ekki að vera feður? Hvað er það sem þessi stimpill býr yfir sem réttlætir þessa ákvörðun? Ég er engu nær. Ég tel því að stofnunin gæti bætt starfið sitt til muna ef að skilyrði Velferðastofnunarinnar yrðu endurskoðuð og mynduð í samræmi við nútímasamfélagið í dag. Það er stór hópur fólks sem fær ekki möguleika á því að nýta sér þessa fínu stofnun bara vegna þess að þau falla ekki undir úrelt skilyrði Velferðastofnunarinnar í stefnumótun Námsflokka Reykjavíkur. Ég veit ekki hvort það sé fáfræðin í mér að skína í gegn en ég hélt við ættum að vera komin lengra í jafnréttisbaráttunni en þetta og að slíkar úreltar hugmyndir væru horfnar úr stefnuskrám landsins okkar.

27

Page 29: portfolioume501g.files.wordpress.com  · Web viewHeimsókn 1 - Hitt húsið Hugmyndafræði Hins húsins byggir á jákvæðri uppbyggingu ungmenna en bera mætti starfsemi þeirra

HeimildaskráBrynja Elísabet Halldórsdóttir. (2016). „Ég er að fara á fund með þessari

stúlku þarna“. Í Dóra Bjarnason, Hermína Gunnarsdóttir og Ólafur Páll Jónsson. Skóli Margbreytileikans (bls. 185 – 207). Reykjavík: Háskólaútgáfan

HAM – Hugræn atferlismeðferð meðferðahandbók. (e.d.) Sjálfsefling og ákveðni. Sótt af http://ham.reykjalundur.is/medferdarhandbok/10.-sjalfsefling-og-akvedni/sjalfsefling/

Hróbjartur Árnason. (2005). Hvað er svona merkilegt við það..... að vera fullorðinn. Gátt - Ársrit um fullorðinsfræðslu og starfsmenntun. Sótt af https://frae.is/wp-content/uploads/2018/05/Hvad-er-svona-HA.pdf

Hróbjartur Árnason, Halla Valgeirsdóttir og Svava Guðrún Sigurðardóttir. (2010). Hvers vegna koma þau ekki? Þátttaka fólks með stutta formlega skólagöngu. Gátt - Ársrit um fullorðinsfræðslu og starfsmenntun. Sótt af https://frae.is/wp-content/uploads/2018/07/G%C3%A1tt_2010_web_006-019.pdf

Mennta- og menningarmálaráðuneytið, (e.d.). Orðaskrá um evrópska menntastefnu – 100 lykilorð. Sótt af https://www.stjornarradid.is/media/menntamalaraduneyti-media/mediar/mrn-pdf-althjodlegt/ordaskra_um_evropska_menntastefnu.pdf

Námsflokkar Reykjavíkur. (2013a, 29. apríl). Karlasmiðja. Sótt af https://www.namsflokkar.is/namsleidir/karlasmidja

Námsflokkar Reykjavíkur. (2013b, 29. apríl). Kvennasmiðja. Sótt af https://www.namsflokkar.is/namsleidir/kvennasmidhja

Námsflokkar Reykjavíkur. (2013c, 29. apríl). Námskraftur. Sótt af https://www.namsflokkar.is/namsleidir/namskraftur

Námsflokkar Reykjavíkur. (2013d, 29. apríl). Starfskraftur. Sótt af https://www.namsflokkar.is/namsleidir/starfskraftur

28

Page 30: portfolioume501g.files.wordpress.com  · Web viewHeimsókn 1 - Hitt húsið Hugmyndafræði Hins húsins byggir á jákvæðri uppbyggingu ungmenna en bera mætti starfsemi þeirra

Sigrún Jóhannesdóttir. (2004). Finnst fullorðnum líka leikur að læra? Gátt - Ársrit um fullorðinsfræðslu og starfsmenntun. Sótt af https://frae.is/wp-content/uploads/2018/05/finnst-fullordnum-sj.pdf

29