1. tbl. 2012

28
RÉTTINGAVERKSTÆÐI Jóns B . ehf Flugumýri 2, Mosfellsbæ Símar: 566 7660 og 697 7685 [email protected] NÝ HEIMASÍÐA - WWW.JONB.IS Þjónustuverkstæði útvegum bílaleigubíla CABAS tjónaskoðun 1. TBL. 11. ÁRG. FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2012 DREIFT FRÍTT INN Á ÖLL HEIMILI OG FYRIRTÆKI Í MOSFELLSBÆ, Á KJALARNESI OG Í KJÓS MOSFELLINGUR N1 Lágholt - einbýlishús EIGN VIKUNNAR www.fastmos.is Mynd/RaggiÓla 586 8080 Hanna Símonardóttir MOSFELLINGUR ÁRSINS 2011 Fótboltamamman og athafnakon- an Hanna Símonardóttir hefur verið valin Mosfellingur ársins 2011. Hanna hefur um árabil verið ein aðal driffjöðurin í starfi Aftureldingar. Hún er upphafs- maður risa þorrablóts Afturelding- ar í þeirri mynd sem það er í dag auk þess sem hún á veg og vanda að samstarfi Aftureldingar við Liverpool. „Lífið er fótbolti,“ segir Hanna Símonardóttir sem tileink- ar Aftureldingu nafnbótina eftir 14 ára starf sem sjálfboðaliði í þágu félagsins. 8

Upload: mosfellingur

Post on 12-Mar-2016

261 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

Bæjarblaðið Mosfellingur 12. janúar 2012

TRANSCRIPT

Page 1: 1. tbl. 2012

RÉTT INGAVERKSTÆÐ I

Jóns B. ehfFlugumýri 2, Mosfellsbæ

Símar: 566 7660 og 697 7685 [email protected]ý heiMaSíða - www.joNb.iS

Þjónustuverkstæðiútvegum bílaleigubíla cabas

tjónaskoðun

1. tbl. 11. árg. fimmtudagur 12. janúar 2012 Dreift frít t inn á öll heimili og fyrirtæki í mosfellsbæ, á k jalarnesi og í k jós

MOSFELLINGURGleðileg jól

N1

lágholt - einbýlishús

eign vikunnar www.fastmos.is

Mynd/RaggiÓla

586 8080

selja...

Hanna Símonardóttir

mosfellingur

ársins 2011

Fótboltamamman og athafnakon-an Hanna Símonardóttir hefur verið valin Mosfellingur ársins 2011. Hanna hefur um árabil verið ein aðal driffjöðurin í starfi Aftureldingar. Hún er upphafs-maður risa þorrablóts Afturelding-ar í þeirri mynd sem það er í dag auk þess sem hún á veg og vanda að samstarfi Aftureldingar við Liverpool. „Lífið er fótbolti,“ segir Hanna Símonardóttir sem tileink-ar Aftureldingu nafnbótina eftir 14 ára starf sem sjálfboðaliði í þágu félagsins. 8

Page 2: 1. tbl. 2012

héðan og þaðan

Þann 17. mars 2011 voru 60 ár liðin frá því að Mosfellingar reistu Félagsheimilið Hlégarð. Húsið hefur í áranna rás gegnt mikilvægu hlutverki í sveitar- og bæjarsamfélaginu. Í næstu tölublöðum Mosfellings munum við leita uppi gamlar ljósmyndir, sem tengjast Hlégarði og um leið mannlífinu í Mosfellssveit og Mosfellsbæ. Texti og efni er gjarna sótt í smiðju þeirra Bjarka Bjarnason-ar og Magnúsar Guðmundssonar.

„Vorfundur Mosfellshrepps samþykkir að hafin sje bygging fjelagsheimilis fyrir hreppin eins fljótt og hægt er.“ Var ákveðið að leita eftir samvinnu við Kvenfélag Lágafellssóknar og Ungmennafélagið Aftureldingu um byggingu hússins. Félagar úr UMFA tóku þátt í að grafa fyrir grunninum, líkt og þeir höfðu gert þegar Brúarland var byggt 30 árum fyrr, og bæði kvenfélagið og ungmennafélagið létu fé af hendi rakna til byggingarinnar. Arkitekt hússins er Gísli Halldórsson (f. 1914).

� Umsjón: Birgir D. Sveinsson

Vottorð fyrir burðarVirkismælingar

www.isfugl.is

Bæjarblaðið Mosfellingur hefur útnefnt Hönnu Símonardóttur

sem Mosfelling ársins. Eins og kannski flestir vita hefur Hanna

unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu Aftureldingar

í tæp 15 ár. Hún á svo sannarlega skilið klapp á bakið fyrir allt það sem hún hefur lagt á sig til samfélagsins

hér í Mosfellsbæ. Drifkrafturinn

og áhuginn er engum líkur

og ekki að ástæðu-

lausu að hún er gjarnan kölluð Ungfrú Afturelding.is.

Þegar hún tók við nafnbótinni var hún í óða önn að undirbúa

getraunastarf Aftureldingar sem hefst um helgina, það er ekki að spyrja að því. Greinilegt að knatt-spyrnuárið hjá Hönnu byrjar með krafti og Hanna mætir sterk til leiks. Það er mikill fengur fyrir félag eins og Aftureldingu að hafa svo öflugan sjálfboðaliða og vonandi að þessi nafnbót verði henni hvatning til áframhaldandi þátttöku í íþrótta-starfinu hér í bæ. Mosfellingur óskar Hönnu Sím innilega til hamingju.

Hanna Sím er engum líkMOSFELLINGUR

Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings

- Frítt, frjálst og óháð bæjarblað2

Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar GunnarssonBlaðamenn og ljósmyndarar:Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, [email protected] Örnólfsdóttir, [email protected]: LandsprentDreifing: ÍslandspósturUpplag: 4.000 eintökUmbrot og hönnun: Mosfellingur ehf.Próförk: Hjördís Kvaran EinarsdóttirTekið er við aðsendum greinum á netfangið [email protected]

og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast

fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag.

RÉTT INGAVERKSTÆÐ I

Jóns B. ehfFlugumýri 2, Mosfellsbæ

Símar: 566 7660 og 697 7685 [email protected]ý heiMaSíða - www.joNb.iS

Þjónustuverkstæðiútvegum bílaleigubíla cabas

tjónaskoðun

1. tbl. 11. árg. fimmtudagur 12. janúar 2012 Dreift frít t inn á öll heimili og fyrirtæki í mosfellsbæ, á k jalarnesi og í k jós

MOSFELLINGURGleðileg jól

N1

lágholt - einbýlishús

eign vikunnar www.fastmos.is

Mynd/RaggiÓla

586 8080

selja...

Hanna Símonardóttir

mosfellingur

ársins 2011

Fótboltamamman og athafnakon-an Hanna Símonardóttir hefur verið valin Mosfellingur ársins 2011. Hanna hefur um árabil verið ein aðal driffjöðurin í starfi Aftureldingar. Hún er upphafs-maður risa Þorrablóts Afturelding-ar í þeirri mynd sem það er í dag auk þess sem hún á veg og vanda að samstarfi Aftureldingar við Liverpool. „Lífið er fótbolti,“ segir Hanna Símonardóttir sem tileink-ar Aftureldingu nafnbótina eftir 14 ára starf sem sjálfboðaliði í þágu félagsins. 8

Hlégarður var eitt glæsilegasta félagsHeimilið í íslenskri sveit.

R e s t a u R a n t - B a R - s p o R t B a R

Page 3: 1. tbl. 2012

Reykjahvoll - glæsileg staðsetning

stóRikRiki

aðaltún

Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali

skeljatangi

aRkaRholt

kvíslaRtunga

586 8080

selja...

gRund

völuteiguR

hjallahlíð - 4Ra heRbeRgja

www.fastmos.is586 8080

Sími:

viltu selja?

laxatunga 82-88

kvíslaRtunga 27-29

leiRvogstunga 37

nánaR á www.fastmos.is

Page 4: 1. tbl. 2012

15. janúar kl. 11Guðsþjónusta í LágafellskirkjuSr. Ragnheiður Jónsdóttir

22. janúar kl. 20Taize - guðsþjónusta í LágafellskirkjuSr. Skírnir Garðarsson

29. janúar kl.11Guðsþjónusta í MosfellskirkjuSr. Ragnheiður Jónsdóttir

HelgiHald næstu vikna

www.lagafellskirkja.is

kirkjustarfið

- Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64

Valinn maður ársins hjá Frjálsri verslunMosfellingurinn Eyjólfur Árni Rafnsson, 54 ára framkvæmdastjóri verkfræðistofunnar Mannvits, er maður ársins 2011 í íslensku atvinnulífi, að mati Frjálsrar verslunar. Eyjólfur Árni hlýtur þennan heiður fyrir árangur við að virkja íslenskt hugvit, ásamt samstarfsfólki, í þágu atvinnulífsins; nýsköpun; fagmennsku í rekstri; athafnasemi og útsjónarsemi sem gert hefur Mannvit að framúr-skarandi fyrirtæki og langstærsta ráðgjafarfyrirtæki á sviði verkfræði og tækni á Íslandi.Eyjólfur Árni Rafnsson er með doktorspróf í byggingarverkfræði frá University of Missouri-Rolla í Bandaríkjunum. Maki hans er Egilína S. Guðgeirsdóttir. Þau eiga fjóra syni og fimm barnabörn.

Sunnudagaskólinn er í Lágafellskirkju á sunnudögum kl. 13

safnaðarstarfið er hafið eftir jólafrí. Sjá nánar á heimsíðu kirkjunnar: www.lagafellskirkja.is

Ljósrit og prent og gudni.is hafa sameinað krafta sína og bjóða nú upp á stafræna og ljósmynda prentun. Nú geta fyrirtæki og einstaklingar fengið prentþjónustu í Mosfellsbæ á ný. Guðni Þor-björnsson (gudni.is) sem rekur fyrirtækið ARTPRO ehf. að Háholti 14 hefur nú tekið við öllum tækjabúnaði og þjónustu frá Ljósrit og prent sem Nikulás Róbertsson rak árum saman hér í bæ. Nikulás sem nú rekur hljóðupptökustúdíóið Protime flutti prentstarfsemina til Reykjavíkur samhliða hljóðstúdíóinu á síðastliðnu ári og margir aðilar söknuðu þess að hafa ekki þessa þjónustu hér í bæ.

Prentar allt milli himins og jarðarARTPRO sem margir þekkja sem gudni.is bíður nú upp á alhliða stafræna prentþjónustu og fjölritun og prentar öll prentverk stór

sem smá. Svo sem nafnspjöld, bæklinga, kort, myndir, bækur, plak-öt, auglýsingar og dreifimiða, svo eitthvað sé nefnt. Einnig býður ARTPRO upp á stórljósmynda prentun í bestu mögulegu gæðum og prentar myndir upp í A1+ stærð. Fyrirtækið býður einnig upp á alla hönnun, uppsetningu, myndvinnslu og auglýsingagerð.

„Mér finnst mjög ánægjulegt að geta nú boðið Mosfellingum á ný upp á þessa þjónustu. Fólk var orðið vant því að hafa Nikka og prentunina hér í bæ og þetta passar mjög vel inn í starfsemi mína. Ég er sjálfur innfæddur Mosfellingur og ég reyni alltaf að nota alla þá þjónustu sem hægt er að fá í okkar heimabyggð. Ég hef fengið mjög góðar viðtökur frá Mosfellingum með þessum nýjungum í fyrirtæki mínu og ég hlakka til að þjónusta Mosfellinga í framtíð-inni“ segir Guðni.

Guðni Þorbjörnsson (gudni.is) tekur að sér stafræna og ljósmynda prentun í Háholti 14

Býður upp á alhliða prent-þjónustu fyrir Mosfellinga

guðni þorbjörnsson við prentvélarnar í háholti

Myn

d/Ra

ggiÓ

la

Josephina útskrifast með afburðarárangriVið útskrift í Borgarholtsskóla þann 17. desember síðastliðin fékk Josephina María P.J. Maas viðurkenningu fyrir afburða námsárangur. Hún útskrifaðist með 9.37 í meðaleinkunn af félagsliða-braut með sérhæfingu bæði á sviði fötlunar og öldrunarþjónustu. Josephina er fædd í Hollandi en hefur búið hér á landi frá 2003. Fyrst byrjaði hún að vinna á sveitarbæ en árið 2006 flutti hún í Mosfellsbæ þar sem hún fór að vinna við þjónustu við aldraða á Eirhömrum og félagslega heimþjónustu. Árið 2008 flutti hún sig yfir í búsetukjarna fyrir fatlað fólk í Mosfellsbæ ásamt því að sinna liðveislu við aðra úr þeim hópi. Við það starfar hún í dag.

Formlega hefur verið óskað eftir samstarfi við bæjarstjórn Mosfellsbæjar um upp-byggingu gagnavers í landi Mosfellsbæjar. Það er Gunnar Ármannsson sem sækir um lóðina fyrir hönd óstofnaðs einkahlutafé-lags um verkefnið sem hefur verið í und-irbúningi frá árinu 2008. Gunnar er einnig framkvæmdastjóri PrimaCare sem hefur í hyggju að reisa hér liðskiptasjúkrahús og heilsuhótel. Þeir aðilar sem standa að verk-efninu eru bandarísku félögin Shiboomi LLC, Skanska USA, Hill International og lögmannsstofan Holland & Knight. Að auki hafa komið að undirbúningi verkefn-isins íslensku fyrirtækin Verkís, VHE og lögmannsstofan BBA Legal.

10 hektarar í landi sólheimakotsHugmyndin er að gagnaverið rísi í landi

Sólheimakots sem er land í eigu Mosfells-bæjar sunnan Hafravatns. Það svæði er mjög vel staðsett með tilliti til aðgengis

að orkulínum Landsnets og talið hentugt fyrir þessa starfssemi. Gert er ráð fyrir að gagnaverið þurfi um 10 hektara lands og þurfi 15MW af orku á ári. Gert er ráð fyrir því að verkefnið geti skapað 500-1000 ný störf. Fjárhagsleg stærð verkefnisins er áætluð um 200 milljónir Bandaríkjadala. Áhersla er lögð á að að gagnaverið verði eins umhverfisvænt og kostur er.

„Samskipti forsvarsmanna PrimaCare við bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ og íbúa hafa

verið afar farsæl og er þess óskað að sam-komulag um samstarf geti byggt á þeirri fyrirmynd sem PrimaCare verkefnið er,“ segir Gunnar Ásmannsson.

Haraldur Sverrisson segir að bæjarráð hafi fagnað verkefninu og tekið jákvætt í það og falið sér að leggja drög að samingi um verkefnið fyrir ráðið. „Hér er um gríð-arstórt verkefni að ræða sem yrði mikil lyftistöng fyrir sveitarfélagið ef af verður,“ segir Haraldur bæjarstjóri.

Hugmyndir um að reisa gagnaver á 10 hektara landsvæði í landi Sólheimakots

sótt um lóð undir gagnaver

Page 5: 1. tbl. 2012

Miðaverð: 6.900 kr. Miði eftir kl. 23.30: 2.500 kr. í forsölu / 3.000 kr. við inngang

laugardagskvöldið 21. janúar 2012íþróttahúsinu að varmá

Húsið opnar kl. 19

minni karlaminni kvennaveðurguðirniringó og

stormsveitinkarlakórinn veislustjóriHalldór gylfason

Miðasala er Hafin

á olís

BorðHald Hefst kl. 20vignir í Hlégarði sér um HlaðBorðið

20 ára aldurstakMark

Borðapantanir fara fram á Olís sunnu-

daginn 15. janúar milli kl. 17 og 18.

Þeir sem keypt hafa miða geta pantað borð. (sjá bls. 26)

Guðni Þorbjörnsson (gudni.is) tekur að sér stafræna og ljósmynda prentun í Háholti 14

Býður upp á alhliða prent-þjónustu fyrir Mosfellinga

Myn

d/Ra

ggiÓ

la

Page 6: 1. tbl. 2012

Uppbyggjandi og skemmtilegt starfPOWERtalk deildin Korpa var stofn-uð 1986 og verður því 26 ára á þessu starfsári. Meðlimir Korpu hittast tvisvar sinnum í mánuði og æfa sig í að standa upp og tala, flytja ýmis verkefni, undirbúin og óundirbúin, æfa sig í fundarsköpum, stjórnar-setu, samvinnu, markmiðssetningu og ýmsu fleiru. Öll kennsla og þjálf-un fer fram af reyndari félögum en mikill lærdómur er einnig fólginn í því að miðla reynslu og leiðbeina.Þann 18. janúar verður haldinn opinn kynningarfundur þar sem sérstök áhersla verður lögð á að gefa góða innsýn í félagsstarfið. Með-limir Korpu hvetja alla Mosfellinga og nærsveitarmenn til að koma og kynna sér starfið og fá sér hressingu í leiðinni. Korpa fundar fyrsta og þriðja miðvikudag í mánuði kl. 20 í safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3, 3. hæð. Nánari upplýs-ingar á www.powertalk.is.

Bjarki stendur fyrir LaxdælunámskeiðiUm þessar mundir stendur yfir Laxdælunámskeið á vegum eldri borgara í Mosfellsbæ. Bjarki Bjarna-son er kennari á námskeiðinu sem er haldið í Brúarlandi. Laxdæla er ein af þekktustu Íslendingasög-unum og er rituð á 13. öld; þar er meðal annars greint frá hinum átakanlegu ástarmálum Guðrúnar Ósvífursdóttur, Kjartans Ólafssonar og Bolla Þorleikssonar. Stór hluti sögunnar gerist í Dalasýslu og þátttakendur í námskeiðinu hyggja á ferð á söguslóðir þegar snjóa leysir í vor.

Helga Dögg Reynisdóttir og Bryngeir Jónsson eignuðust dreng þann 2. janúar 2012

Fyrsti Mosfellingur ársins

Fjölskyldan í Rituhöfðanum. Reynir Björn, Helga Dögg, Bryngeir, Lilja Laufey og nýfæddi drengurinn.

Myn

d/Ra

ggiÓ

la

Laugardaginn 21. janúar verður þorrablót Aftureldingar haldið í íþróttahúsinu að Varmá. Þetta er í fimmta sinn sem blótið er haldið í þessari mynd. Þorrablótið er einn stærsti menningarviðburður af þessu tagi sem haldinn er í Mosfellsbæ ár hvert. Forsala miða er í Olís Langatanga og borða-pantanir fara fram sunnudaginn 15. janúar á milli 17-18 með sama hætti og undanfar-in ár. Allur ágóði af þorrablótinu rennur til barna- og unglingastarfs Aftureldingar.

Dagskráin verður með hefðbundnu sniði, en Vignir í Hlégarði sér um þorramatinn og verður einnig með létta rétti fyrir þá sem ekki treysta sér í þorrann. Leikarinn góð-kunni, Halldór Gylfason, verður veislu-stjóri og Ingó og veðurguðirnir leika svo fyrir dansi. Metalrokkbandið Stormsveitin, sem skipuð er fimm manns og 16 manna karlakór, mun stíga á stokk en feðgarnir Sigurður Hansson og Arnór Sigurðsson eru upphafsmenn af því. „Mig hefur lengi langaði að taka eitt metalrokklag og útsetja það með karlakór. Í haust létum við Arnór, sem er í Bob Gillan, verða að því og köll-

uðum saman hóp af mönnum. Hugmyndin gekk upp og úr varð að við erum búnir að æfa í allt haust og verðum með okkar fyrsta „gigg“ á þorrablótinu. Útkoman er vægast sagt spennandi og passar vel á svona sam-komu.“

Það er orðin hefð hjá mörgum vinahóp-um, vinnustöðum og félagasamtökum að mæta saman á blótið og búist er við góðri þátttöku í ár. Mosfellingar eru hvattir til að mæta, skemmta sér með sveitungum sínum og styrkja Aftureldingu um leið. aó

Metalrokkbandið Stormsveitin tekur lagið á þorrablóti Aftureldingar í íþróttahúsinu

Hitað upp fyrir þorrablótið

Myn

d/Ra

ggiÓ

la

stífar æfingar hjá stormsveitinni

Þann 2. janúar kl. 23.53 fæddist fyrsti Mos-fellingur ársins 2012 á Landspítalanum. Það var drengur sem mældist 18 merkur og 54 cm. Foreldrar hans eru Helga Dögg Reynisdóttir og Bryngeir Jónsson og búa þau í Rituhöfðanum. Drengurinn er þriðja barn þeirra hjóna en fyrir eiga þau Lilju Laufeyju 5 ára og Reyni Björn 3 ára. „Hann

átti að koma í heiminn 29. desember, en ákvað frekar að verða fyrsti Mosfellingur ársins. Lilja Laufey, stóra systir hans, átti líka að fæðast 29. desember en vildi það ekki heldur en hún verður einmitt sex ára þann 12. janúar,“ segir Helga.

Mosfellingur greindi frá því í haust að Helga, sem er nýútskrifaður ljósmyndari,

gaf fæðingagangi Landspítalans sjö falleg-ar myndir af ungbörnum sem prýða veggi deildarinnar. „Það var mjög gaman og öðruvísi að koma upp á fæðingargang eftir að ég frískaði uppá veggina þar, gangurinn var mun smekklegri í þetta skiptið,“ segir Helga og hlær. Mosfellingur óskar fjöl-skyldunni til hamingju með drenginn.

Eldri borgarar

Upplýsingar og skráningar í ferðir og námskeið eru á skrifstofu félagsstarfsins Eirhömrum kl. 13-16, símar 586-8014 og í gsm. 692-0814

Menningarkvöld FaMosFaMos verður með menningarkvöld eða opið hús mánudaginn 16. jan. kl 20 í Hlégarði.ATHUGIÐ! Breyttur fundardagur og fundarstaður.Á dagskráin verður: Bæjarlistamaður Mosfells-bæjar, Bergsteinn Björgúlfsson, segir frá sjálfum sér og verkum sínum. Leikfélag Mosfellsbæjar flytur dagskrána Mórar og meyjar. Kaffinefndin býður upp margrómað kaffihlaðborð að venju.

- Fréttir úr bæjarlífinu6

Leikfimi byrjar 19. jan. kl. 10.45. Kennari verður Karin Mattson sjúraþjálfari. Tekið verður á móti þátttökugjaldi, kr. 3.000, á skrifstofu félagsstarfsins á Eirhömrum á milli kl. 13 og 16.

Tréskurðarnámskeið byrjar 12. jan. kl. 12.30.

Bókbandsnámskeið byrjar 24. jan. kl. 13.

Leirnámskeið byrjar 19. jan. kl. 10-12.

Skartgripagerð verður vikuna 23. – 27. jan.

Glerverkstæði er opið alla þriðjudaga kl. 10-12.

LeikhúsferðLeikhúsferð verður farin, á vegum félags-starfsins, föstudaginn 27. janúar, á leikritið Hjónabandssælu sem sýnt er í Gamla bíói. Þetta er gamanleikur með Ladda og Eddu Björgvins, sem fara með aðalhlutverkin. Miðasala er á skrifstofu félagsstarfsins og er miðaverð kr. 3.655. Farið verður með rútu frá Eirhömrum kl. 19.30.

Page 7: 1. tbl. 2012

Myn

d/Ra

ggiÓ

la

Þriggja ára afmæli fiskbúðarinnar

Myn

d/Ra

ggiÓ

la Tilbúin humarsúpa 990 kr/l

Tilbúnir sushi bakkarfimmTudaga og fösTudaga

frá sushigryfjunni

afmælisréTTur á Tilboði1.390 kr/kg

nú reynum við afTur…

HáHolti 13-15 - sími: 578 6699 - opið alla virka daga 10-18:30

Page 8: 1. tbl. 2012

Hanna Símonardóttir hefur verið valin Mos-fellingur ársins. Hanna Sím eins og hún er alltaf kölluð hefur um árabil verið ein aðal driffjöðurin í starfi knattspyrnudeildar Aft-ureldingar og gengt þar ýmsum hlutverk-um. Hanna býr ásamt manni sínum Einari Magnússyni og börnum þeirra Magnúsi Má, Agnesi Eir, Antoni Ari, Patrik Elí og fóstu-syni þeirra Ásgeiri Árna í Liverpool-húsinu í Bugðutanga. Hanna starfar sem nuddari í hlutastarfi, en um árabil hefur hún einnig starfað fyrir barnavernd og hefur fjölskyld-an tekið börn í fóstur og stuðning, eftir þörf-um. Hanna hefur ekki lengur tölu á þeim fjölda barna sem dvalið hafa á heimilinu í lengri eða skemmri tíma. „Hér er alltaf líf og fjör, margir í heimili, mikill gestagangur og svo erum við með kött, skjaldbökur og gullfiska,“ segir Hanna og hlær.

Sjálfboðaliði Aftureldingar í 14 árHanna hefur setið í fjölmörgum nefndum

og ráðum, verið fararstjóri í keppnisferðum flestra flokka bæði innanlands og utan, tekið þátt í mörgum fjáröflunarverkefnum, haldið dansleiki, rekið pylsuvagn, haldið úti getraunastarfi og svo mætti lengi telja. En hvað ætli standi upp úr öllu þessum fjölmörgum handtökum í sjálfboðaliða-starfinu? „Ætli það sé ekki gleðin yfir því að vera búin að taka þátt í því á þessum 14 árum að byggja upp starfið í knattspyrnu-deild og það sé að skila sér í því að geta státað af meistaraflokksliði karla sem er að komst á siglingu og er nánast eingöngu skipað uppöldum Aftureldingadrengjum.“

Risa Þorrablót og Liverpoolskóli„Svo er það heiðurinn af því að hafa verið

einn af hvatamönnum af því að koma aftur á fót risa þorrablóti Aftureldingar í þeirri glæsilegu mynd sem það er í dag og vona ég að Mosfellingar fjölmenni á blótið þann 21. janúar. Já, svo er það Liverpool ævintýr-ið, en Afturelding og Liverpool starfræktu í fyrrasumar fjölmennt knattspyrnunámskeið á Tungubökkunum. Þá komu 10 þjálfarar frá Liverpool sem starfrækir knattspyrnu-skóla um allan heim. Þeir bjuggu allir hér hjá okkur og við fjölskyldan fluttum bara úti í bílskúr á meðan. En þessir þjálfarar eru vanir 4-5 stjörnu hótelum. Það var hópur af frábærum foreldrum sem tóku þátt í því með okkur að sjá um heimilishald á meðan og skipuleggja frábæra dagskrá á meðan á dvöl þeirra stóð. En knattspyrnustjórinn hjá Alþjóðaknattspyrnuskóla Liverpool sagði mér þegar ég fór á fund með honum í haust að umsagnirnar sem hann fékk frá þjálfurunum eftir Íslandsförina eru þau

bestu sem hann hefur fengið. Nú í sumar verðum við með tvö námskeið

og hlökkum mikið til,“ segir Mosfellingur ársins. Auk þess að reka stórt heimili, nudda og starfa sem sjálfboðaliði fyrir Aftureldingu fer Hanna ásamt Önnu vinkonu sinni sem fararstjóri í Knattspyrnuskóla Bobby Chalt-on í Englandi á vegum IT ferða á hverju sumri með 60-100 íslenska krakka.

Tileinkar Aftureldingu viðurkenninguna „Mitt hjartans mál er að beita mér fyrir

því að byggt verði yfir gervigrasvöllinn, svo Afturelding og Mosfellsbær standi undir merkjum og bjóði iðkendum sínum upp á aðstöðu sem er sambærileg við aðstöðu sem íþróttafélög og bæjarfélög af sömu stærðargráðu bjóða upp á,“ segir Hanna.

„VÁ ég tileinka Aftureldingu þennan heiður“ segir Hanna ánægð með nafnbót-ina. „Nú er bara að bretta upp ermar og landa fleiri titlum,“ heldur Hanna áfram og lofar okkur frábæru knattspyrnuári í Mosfellsbæ. „Við setjum stefnuna hátt með meistaraflokkinn enda eigum við ekkert sameiginlegt knattspyrnulega séð með þessum neðrideildarliðum sem við höfum verið að keppa við. Við þurfum

bara að standa saman og setja markið hátt, eins og góðvinur minn Pétur Magg sagði svo réttilega þegar hann tók við tók við formennsku í meistarflokksráði karla um áramótin. Ég er full af bjartsýni, þessi nafnbót er viðurkennig á mínum störfum og mér mikil hvatnig að gera enn betur, ég fer inn í nýtt ár af fullum krafti og hlakka til að takast á við þau fjölmörgu verkefni sem þarf að sinna til að knattspyrnudeildin vaxi og dafni áfram,“ segir Hanna að lokum.

[email protected]

Kennir töfrabrögð í TómstundaskólanumTöframaðurinn Einar Mikael og Tómstundaskóli Mosfellsbæjar standa fyrir töfranámskeiði fyrir krakka. Töfranámskeið Einars Mikaels er líklega eitt vinsælasta töfranámskeið sem sett hefur verið upp fyrir börn á Íslandi. Einar hefur kennt rúmlega 2500 börnum um allt land. Á námskeiðinu fá nemendur innsýn inn í hinn dularfulla heim töframanna. Kennd eru undirstöðu-atriði í töfrabrögðum og nemendur læra skemmtileg og praktísk töfrabrögð með spilum, teygjum og hugsanalestri. Námskeiðið eykur sjálfstraust, æfir framkomu og allir fá tækifæri til að sýna töfrabrögðin á stórkostlegri töfrabragðasýningu sem haldin er fyrir foreldra, vini og vandamenn í lok námskeiðs.Einar er útskrifaður úr Hogwarts School of Witchcraft and Wizardy. Fjöldi námskeiða er í boði hjá Tómstundaskólanum á næstunni og er hægt að finna allar upplýsingar á www.tomstundaskolinn.is

Bjóða upp á fría fyrir-lesara á heilsuári Árið 2012 verður Heilsuár í Mosfellsbæ. Heilsu- og lífsstíls-klúbburinn, sem hélt uppá eins árs afmæli sitt fyrr í mánuðinum, mun ekki láta sitt eftir liggja heldur standa fyrir fríum fyrirlestrum í hverjum mánuði allt þetta ár fyrir Mosfellinga og nærsveitarmenn. Yfirskrift fyrirlestraraðarinnar er Heilbrigðar fjölskyldur í Mosfellsbæ 2012. Bakgrunnur fyrirlesara er ólíkur, allt frá hárgreiðslu og förðun, tónlist, einkaþjálfurum, lögreglu-mönnum og hjúkrunarfræðingum, yfir í ráðgjafa og bílstjóra ofl. og þar af leiðandi verður fræðslan einnig fjölbreytt. Meðal þess sem boðið verður upp á, er að upplýsa fólk um skynsemi þess að næra sig vel og velja skynsamlega, af hverju hreyfing?, jákvætt hugarfar, næring barna, næring unglinga, að nesta sig út í daginn, heilbrigð melting, kynheilsa unglinga og fullorðinna, forvarnir vegna fíkniefna, heimilis-bókhald og fjármál, sjálfstraust og framkoma og fjölmargt fleira. Fyrsti opni fyrirlesturinn verður haldinn mánudagskvöldið 30. janúar kl. 20-21.30 í Heilsu- og lífsstílsklúbbnum í Mosfellsbæ, Háholti 14, 2.hæð. Umfjöllunarefni þess kvölds er: Næring barna á leik- og grunn-skólaaldri. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Hægt er að fylgjast með viðburðum í H&L með því að gerast vinur á Facebook.

- Hvað er að frétta?8

Louisa Sigurðardóttir hefur opnað fyrstu einkasýningu sína í anddyri Lágafellslaugar. Á sýningunni getur að líta 15 valin olíumálverk frá ár-inu 2009 til loka ársins 2011. Áður hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýningum en hún býr og starfar

í Mosfellsbæ. Louisa hefur

sótt ýmis námskeið í myndlist í um áratug. Á árunum 2002 – 2003 nam hún við listabraut Fjöl-brautaskóla Breiðholts og hefur þar að auki sótt námskeið í Myndlista-skóla Kópavogs og lengst af við Myndlistaskóla Mosfellsbæjar þar sem

hún hefur notið leiðsagnar m.a. Ásdísar Sigurþórsdóttur, Soffíu Sæmundsdóttur, Önnu Gunn-laugsdóttur og Þuríðar Sigurðar-dóttur.

Segir sögur af fólki og dýrumLouisa leitar gjarnan í sitt nán-

ansta umhverfi bæði fyrr og nú þegar kemur að myndefni; hún segir sögur af fólki og dýrum sem eiga sess í huga henn-ar og leitast við að greina birtingarmyndir náttúrunnar bæði í nánd og fjarlægð. Lou-isa notar mismunandi aðferðir til að túlka á persónulegan hátt hugmyndir sínar, fer eigin leiðir í að koma þeim á léreftið og notar jöfnum höndum spaða og pensla.

Sýningin er opin alla virka daga frá 6.30 til 21.30 og frá 8 til kl. 19 um helgar.

Fótboltamamman og athafnakonan Hanna Símonardóttir er Mosfellingur ársins 2011

Alltaf fjör í boltanum

Bæjarblaðið Mosfellingur hefur staðið fyrir vali á Mosfellingi ársins

síðastliðin ár. Áður hafa hlotið nafnbótina:

2005 Sigsteinn Pálsson2006 Hjalti Úrsus Árnason2007 Jóhann Ingi Guðbergsson2008 Albert Rútsson2009 Embla Ágústsdóttir2010 Steinþór Hróar Steinþórsson2011 Hanna Símonardóttir

moSfEllInGuR ÁRSInS

Hanna Símonardóttir tekur við viðurkenningunni úr höndum Hilmars Gunnars-sonar ritstjóra Mosfellings.

Louisa Sigurðardóttir opnar fyrstu einkasýningu sína

Sýnir 15 olíumálverk í Lágafellslaug

Myn

d/Ra

ggiÓ

la

málverk eftir lúllu á ökrum

Viðurkenningin frá Mosfellingi er glæsilegtlistaverk eftir Þóru Sigurþórsdóttur listakonu áHvirfli. Blómvöndurinn er frá Gallerý Nýblóm.

Page 9: 1. tbl. 2012

LISTRÆN FAGMENNSKAARTPROARTPRO

www.artpro.is

STAFRÆN PRENTUN

STAFRÆN HÖNNUN

LISTRÆN FAGMENNSKAARTPROARTPRO

www.artpro.is

LISTRÆN FAGMENNSKAARTPROARTPRO

www.artpro.is

STAFRÆN PRENTUN

STAFRÆN HÖNNUN

LISTRÆN FAGMENNSKAARTPROARTPRO

www.artpro.is

ARTPROARTPRO

LISTRÆN FAGMENNSKAARTPRO ARTPRO

Myn

d/Ra

ggiÓ

la

Page 10: 1. tbl. 2012

- Þrettándinn í Mosfellsbæ10

Jólin kvödd með viðeigandi hætti á þrettándanum í Mosfellsbæ •Skiptar skoðanir um nýja tímasetningu á brennunni

Nú er glatt hjá álfum öllum...

skólahljómsveitin blæs jólin burt

grýla og leppalúði mættu með sitt hyski

kyndill hafði í nógu að snúast yfir áramótin

allskyns kynjaverur mátti finna á svæðinu

tröllabörná vegum grýlu

púkalegar stelpur

Page 11: 1. tbl. 2012

VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja

Kjör íþróttamanna Mosfellsbæjar 2011Fimmtudaginn 19. janúar nk. kl. 20 verður haldið hóf í Íþróttamiðstöðinni að Varmá þar sem lýst verður kjöri íþrótta-karls og -konu Mosfellsbæjar árið 2011.

Við sama tilefni er þeim einstaklingum sem hafa orðið Íslands-, deildar-, bikar- eða landsmótsmeistarar 2011 veittar viðurkenningar ásamt þeim sem hafa tekið þátt í og/eða æft með landsliði á liðnu ári.

ALLIR MOSFELLINGAR ERU HJARTANLEGA vELkOMNIR Á kJÖRIÐ!

íþróttamenn mosfellsbæjar 2007

íþróttamenn mosfellsbæjar 2009

íþróttamenn mosfellsbæjar 2010

grænir þrettándapúkar

kóngafólki syngur með karlakór kjalnesinga

skvett olíu á eldinn

síðustu jólasveinarnir á leið til fjalla

systkini á brennu

11www.mosfellingur.is -

Myndir/RaggiÓla og Hilmar

Page 12: 1. tbl. 2012

- Viðtal / Mosfellingurinn Erlendur Hólm Gylfason

Erlendur Hólm eða Eddi eins og hann er ávallt kallaður er traustur og góður samstarfsfélagi og ég get

sagt þér að hann er með lífsglaðari mönn-um sem ég hef hitt í gegnum tíðina enda er hann oft kallaður sjómaðurinn síkáti. Eddi er yfirleitt búinn að snúa öllu því sem hann segir og gerir upp í grín, og hlátur hans fer ekki framhjá neinum. Hjá hon-um eru ekki til vandamál, heldur lausnir og hann er svona maður sem kallar ekki allt ömmu sína, enda harður nagli,“ segir Ingólfur Arnarson skipsfélagi Erlends á Helgu Maríu AK 16 er ég bið hann um að lýsa félaga sínum í stuttu máli.

„Ég fluttist vestur á Barðaströnd mánað-ar gamall og var alinn upp hjá ömmu minni og afa ásamt tveimur frænkum mínum. Amma og afi ráku lítið bú og voru bæði með beljur og kindur. Sumarið 1966 brann bærinn okkar til kaldra kola og það var talið kraftaverki líkast að við komumst af þessa nótt því húsið brann niður á örskammri stundu. Ég man ekki mikið eftir þessu en það var afi sem bjargaði mér úr brennandi húsinu.“

Á vergangi í nokkra mánuði„Við fjölskyldan vorum á vergangi næstu

mánuði á eftir á nærliggjandi bæjum í sveitinni eða þar til amma og afi kaupa jörðina Hreggstaði sem er enn í eigu fjöl-skyldunnar. Jörðinni fylgdi selveiðiréttur og ég man hvað ég var glaður að fá að fara með afa að leggja sellagnirnar en þá var ég átta ára gamall. Þetta var okkar helsta fæða yfir hörðustu vetrarmánuðina en við seld-um síðan eitthvað af skinninu til að kaupa helstu nauðsynjar.“

Erlendur Hólm er fæddur á Akranesi 8. júlí 1961. Foreldrar hans eru þau Guðrún Gísladótt-ir sjúkraliði og Gylfi Axelsson sjómaður en hann er látinn. Stjúpfaðir Erlends er Ólafur Ólafsson gröfumaður. Erlendur á þrjú hálf-systkini, þau Þórð Grétar fæddan 1969, Ólaf Valberg fæddan 1977 og Mörtu Gíslrúnu fædda 1979.

Sambýliskona Erlends er Ragnheiður Ásta Rúnarsdóttir leikskólastarfsmaður, börn þeirra eru þau Gylfi Hólm fæddur 2002 og Tanja Ýr fædd 2006. Frá fyrra sambandi á Erlendur dótturina Ástríði Rán fædda 1992 og hún á soninn Arngrím Hólm Arngrímsson.

Keypti fimm tonna trillu„Ég byrjaði sjómennsku

mína níu ára gamall en þá fór ég á grásleppu og skak með Alla Gísla móðurbróður mínum sem er frá Patreksfirði. Við Alli fiskuðum vel og þarna byrjaði ég að vinna mér inn pening. Ég stundaði sjóinn öll sumur með Alla til fjórtán ára aldurs en þá sótti ég um á togaranum Guðmundi í Tungu frá Patró og fór með honum tólf túra.

Þegar ég var fimmtán ára fór ég á mína fyrstu vertíð á dag-róðrarbátinn Örvar. Við vorum á balalínu og um borð voru sex

kátir karlar og þarna byrjaði sjómennskan fyrir alvöru“ segir Eddi og brosir. „Árið 1977 keypti ég fimm tonna trillu með Gísla

frænda mínum og hélt áfram á grásleppu-veiðunum þrjú sumur.“

Svaf í blautum fötum„Ég réð mig á línu og netabátinn Garðar

BA 64 sem háseti haustið 1978. Þessi bátur var smíðaður árið 1912 og var ekki mjög glæsilegur. Káetugólfið var yfirleitt gutl-andi í sjó sem náði upp á miðja ökla. Til að komast í koju þurfti ég að troða mér í lítið

gat og þar var maður sæmilega skorðaður. Við þurftum iðulega að sofa í blautum og illa lyktandi fötum og það var ekki notaleg tilfinning,“ segir Eddi og grettir sig í framan við tilhugsunina.

Skrikaði fótur á bryggjunni„Ég var á bátunum Maríu Júlíu BA og

Þrym BA 7 til skiptis og bjó í verbúð á Patr-eksfirði. Það var oft ansi mikið fjör í ver-búðinni, mikið drukkið og djammað fram á nætur. Ég held ég gleymi seint þeirri stund er ég gekk hálfryðgaður niður að bryggju eftir eitt partýið, mér skrikaði fótur með

þeim afleiðingum að ég féll í sjóinn og stórslasaðist á bak-inu eftir að hafa runnið niður bryggjustólpann sem var allur þakinn af hrúðurköllum. Þetta er blessunarlega í eina skiptið sem ég hef lent í óhappi á sjó.“ Ég spyr hann í framhaldinu hvort hann verði aldrei hrædd-ur um líf sitt út á sjó? „Nei, ég hef verið alveg laus við það og reyni að hugsa sem minnst um það.“

Á togara með ísmanninum„Ég og Dúddi bróðir létum

smíða fyrir okkur 6 tonna bát sem við gerðum út saman. Við stunduðum grásleppuveiðar og skak í átta sumur og það var alveg hreint frábær tími.

Árið 1989 réði ég mig svo á frystitogarann Arinbjörn RE, skipstjórinn þar var enginn annar en Sigurður Pétursson, þekktur sem ísmaðurinn mikli. Siggi P. er einn sá víga-legasti sem ég hef hitt á ævinni.“

Eins og ein stór fjölskylda„Á Tjaldinum frá Rifi stundaði ég sjó-

mennsku í átta ár en í dag starfa ég á frystitogaranum Helgu Maríu AK 16. Skip-stjórinn þar, Eiríkur Ragnarsson, er mikill snillingur og ansi vel fiskinn. Helga María er mjög gott skip með 27 manna áhöfn og við erum úti 4-5 vikur í einu. Klefarnir sem við höfum til afnota eru til fyrirmyndar í alla staði. Unnið er á sex tíma vöktum allan sólarhringinn. Strákarnir sem vinna með mér um borð eru allt toppstrákar og ég lít á þá sem bræður mína. Við erum í raun eins og ein stór fjölskylda og þarna ríkir góður andi.“

Gott að búa í Mosfellsbæ„Að flytja í Mosfellsbæ árið 1990 er eitt

af því besta sem ég hef gert um ævina. Hér er svo gott að búa og ala upp börn og vera í návist við náttúruna. Þetta er ekkert ósvipað og að búa úti á landi, ég kynntist strax mörgu fólki sem eru mjög góðir vinir mínir í dag.

Við fjölskyldan höfum gaman af því að ferðast og reynum að komast erlendis ann-að hvert ár en ferðumst innanlands þess á milli því það er alveg hreint ómetanlegt að þekkja landið sitt vel.”Fjölskyldan: Erlendur, Ragnheiður Ásta, Gylfi Hólm og Tanja Ýr.

MOSFELLINGURINNEftir Ruth Örnólfsdóttur

[email protected]

12 Myndir: Ingólfur Arnarson og úr einkasafni

Sumarið 1966 brann bær-inn okkar til kaldra kola og

það var talið kraftaverki líkast að við komumst af þessa nótt.

Sjómennskan

Fullt nafn: Erlendur Hólm Gylfason.

Fjölskylduhagir: Þeir eru mjög góðir, bý með konunni minni og tveimur börnum okkar. Frá fyrra sambandi á ég átján ára dóttur Ástríði og hún á lítinn dreng, Arngrím Hólm.

Fallegasti staður í Mosfellsbæ? Það er útsýnið frá Úlfarsfellinu.

Hver myndi leika þig í bíómynd? Bruce Willis.

Áttu þér óuppfylltan draum? Já, og alveg hreint helling af þeim.

Uppáhaldsveitingastaður? Áslákur var í miklu uppáhaldi í gamla daga.

Hvað fer mest í taugarnar á þér? Reyni að láta sem minnst fara í taugarnar á mér, vil gera gott úr öllu.

Hvert er þitt helsta takmark í lífinu? Halda áfram að vera ég sjálfur.

HIN HLIÐIN

Erlendur Hólm Gylfason sjómaður er hæstánægður með ævistarf sitt og segir það bæði litríkt og skemmtilegt

er mér í blóð borin

Page 13: 1. tbl. 2012

KrakkarFrábær 14 vikna námskeið

fyrir ykkur. Yngst 5 ára.

Í 50 árÍ 50 ár

Page 14: 1. tbl. 2012

- Dreift frítt í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós14

Salon Islandus ásamt söngkonunni Þóru Einarsdóttur heldur nýárstónleika sína í Saln-um, Kópavogi, föstudagskvöldið 13. janúar kl. 20. Á efnisskránni er svellandi Vínartónlist, polkar og valsar - Þóra syngur af sinni alkunnu snilld og Sigrún Eðvaldsdóttir tekur glæsi-númer með spænskri sveiflu í anda meistara Kreislers. Hljómsveitarstjóri er Sigurður Ingvi Snorrason, klarinettuleikari og einn af bæjarlistamönnum Mosfellsbæjar.

Sigurður Ingvi Snorrason, klarinetta - hljómsveitarstjóri; Sigrún Eðvaldsdóttir og Pálína Árnadóttir, fiðlur Bryndís Halla Gylfadóttir, selló Hávarður Tryggvason, kontrabassi Martial Nardeau, flauta Pétur Grétarsson, slagverk Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó

FJÖLSKYLDAN Í FORM ... OG VIÐ SEMJUM UM VERÐ

... ALLIR FINNA EITTHVAÐ VIÐ SITT HÆFI

MÁNUDAGA OG MIÐVIKUDAGA KL. 19-20

BOX-ÆFINGAR FYRIR 14 ÁRA OG ELDRI MÁNUDAGA OG MIÐVIKUDAGA KL. 17:30

SKEMMTILEGAR OG HAGNÝTAR ÆFINGAR FYRIR ALLA

FRÍSTUNDAÁVÍSUNIN GILDIR Í 8 MÁNUÐI / UPP Í NÁMSKEIÐ

ALLAR UPPLÝSINGAR Á FACEBOOK /ELDING LÍKAMSRÆKT

Allar upplýsingar á: fitpilates.org

Janúar tilboðFrí litun og plokkun fylgir öllum

andlitsmeðferðum okkar í janúar.

Höfum mikið úrval meðferða í boði. Sérfræðingar okkar aðstoða þig við að

finna þá meðferð sem hentar þér best.

Förðun fyrir unga sem aldna við öll tækifæri!

Tilboðsverð í janúar 3.500 kr.

Snyrti-, nudd- & fótaaðgerðarstofan

Líkami og sálÞverholt 11

s. 566 6307www.likamiogsal.is

Tímapantanir

í síma 566 6307

Fyrrum bæjarlistamennirnir Sigurður Ingvi og Anna Guðný

Lofa stemningu á nýárstónleikum

sigurður ingvi hljómsveitar-stjóri ásamt salon islandus

Háskóli Íslands hefur brautskráð þrjá nemendur úr NordMaG, samnorrænu MA-námi í öldrunarfræðum, og var þeim veitt sameiginleg viðurkenning samstarfsskólanna þann 9. desember s.l. NordMaG er þverfræðilegt meistaranám í öldrunafræðum sem er skipulagt sameiginlega af Háskóla Íslands, Háskólanum í Lundi Svíþjóð og Háskólaun i Jyväskylä í Finnlandi. Meðal þeirra sem útskrifuðust voru þrír Mosfellingar.

Mosfellsbær þarf því ekki að leita langt til sérfræðinga þegar kemur að yfirflutningi málefna aldraðs fólks frá ríki til bæjar sem fyrirhugað er í janúar 2014. Myndin er frá af-hendingu skirteinanna.

Þrír Mosfellingar meðal þeirra fyrstu sem útskrifast

NordMag nám í öldrunarfræðum

Sigurveig H. Sigurðardóttir, dósent og umsjónarmaður NordMaG við HÍ, Gunnjóna Una Guðmundsdóttir, Steinunn Arnars Ólafsdóttir, Kristbjörg Hjaltadóttir, Dr. Steinunn Hrafnsdóttir, deildarforseti Félagsráðgjafardeildar, og Dr. Virpi Uotinen, dósent við Háskólann í Jyväskylä og umsjónarmaður NordMaG-námsleiðarinnar.

Ball á lágóÞann 21. desember var haldið hið árlega jólaball 8.-10. bekkja í Lágafellsskóla. Allir mættu í sínu fínasta pússi og voru sjálfum sér og skólanum til sóma. Tónlistar-maðurinn Jón Jónsson kom og hélt uppi stuðinu á ballinu. Allir skemmtu sér vel og fóru glaðir inn í langþráð jólafrí.

jón sló í gegnýr erla og steina á vaktinni

sævar og stelpurnar á tískusýningu

Flottar stelpur á jólaballi

jón jónsson umvaFinnkrökkum úr lágósjóðandi heitur logi

Page 15: 1. tbl. 2012

FJÖLSKYLDAN Í FORM ... OG VIÐ SEMJUM UM VERÐ

... ALLIR FINNA EITTHVAÐ VIÐ SITT HÆFI

MÁNUDAGA OG MIÐVIKUDAGA KL. 19-20

BOX-ÆFINGAR FYRIR 14 ÁRA OG ELDRI MÁNUDAGA OG MIÐVIKUDAGA KL. 17:30

SKEMMTILEGAR OG HAGNÝTAR ÆFINGAR FYRIR ALLA

FRÍSTUNDAÁVÍSUNIN GILDIR Í 8 MÁNUÐI / UPP Í NÁMSKEIÐ

ALLAR UPPLÝSINGAR Á FACEBOOK /ELDING LÍKAMSRÆKT

Allar upplýsingar á: fitpilates.org

FJÖLSKYLDAN Í FORM ... OG VIÐ SEMJUM UM VERÐ

... ALLIR FINNA EITTHVAÐ VIÐ SITT HÆFI

MÁNUDAGA OG MIÐVIKUDAGA KL. 19-20

BOX-ÆFINGAR FYRIR 14 ÁRA OG ELDRI MÁNUDAGA OG MIÐVIKUDAGA KL. 17:30

SKEMMTILEGAR OG HAGNÝTAR ÆFINGAR FYRIR ALLA

FRÍSTUNDAÁVÍSUNIN GILDIR Í 8 MÁNUÐI / UPP Í NÁMSKEIÐ

ALLAR UPPLÝSINGAR Á FACEBOOK /ELDING LÍKAMSRÆKT

Allar upplýsingar á: fitpilates.orgVetraropnun sundlaugalágafellslaug

Virka daga: kl. 6.30 - 21.30Um helgar: kl. 8 - 19

Varmárlaugmán. - fös.: kl. 6.30 - 8 & 16 - 20

laUgardaga: kl. 9 - 17sUnnUdaga: kl. 9 - 14

Velkomin í sund - og þér líður betur!starfsfólk

FJÖLSKYLDAN Í FORM ... OG VIÐ SEMJUM UM VERÐ

... ALLIR FINNA EITTHVAÐ VIÐ SITT HÆFI

MÁNUDAGA OG MIÐVIKUDAGA KL. 19-20

BOX-ÆFINGAR FYRIR 14 ÁRA OG ELDRI MÁNUDAGA OG MIÐVIKUDAGA KL. 17:30

SKEMMTILEGAR OG HAGNÝTAR ÆFINGAR FYRIR ALLA

FRÍSTUNDAÁVÍSUNIN GILDIR Í 8 MÁNUÐI / UPP Í NÁMSKEIÐ

ALLAR UPPLÝSINGAR Á FACEBOOK /ELDING LÍKAMSRÆKT

Al l a r u p p l ý s i n g a r á : fi t p i l a t e s . o r g

FJÖLSKYLDAN Í FORM ... OG VIÐ SEMJUM UM VERÐ

... ALLIR FINNA EITTHVAÐ VIÐ SITT HÆFI

MÁNUDAGA OG MIÐVIKUDAGA KL. 19-20

BOX-ÆFINGAR FYRIR 14 ÁRA OG ELDRI MÁNUDAGA OG MIÐVIKUDAGA KL. 17:30

SKEMMTILEGAR OG HAGNÝTAR ÆFINGAR FYRIR ALLA

FRÍSTUNDAÁVÍSUNIN GILDIR Í 8 MÁNUÐI / UPP Í NÁMSKEIÐ

ALLAR UPPLÝSINGAR Á FACEBOOK /ELDING LÍKAMSRÆKT

Al l a r u p p l ý s i n g a r á : fi t p i l a t e s . o r g

öldrunarfræðum

Page 16: 1. tbl. 2012

- Dreift frítt í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós16

VeislugarðurVeisluþjónustan Hlégarði

Hlégarður, Háholti 2, 270 Mosfellsbæ, sími 566 6195 / 892 9411

Hlégarður• Pinnamatur• taPas-réttir• Kaffi-snittur• DansKt• smurbrauð

senDum í heimahús og fyrirtæKi

Auk þess að afgreiða veislur í veislusölum Hlégarðs sendum við veislur frá okkur í fyrirtæki og heimahús. Mikið úrval er af matseðlum fyrir margvíslega viðburði.

Við getum útvegað þjónustu og leigjum út borðbúnað sé þess óskað.

www.veislugardur.is

Þorrahlaðborð fyrir 10 eða fleiri!

sendum heim - verð kr. 2.450 á mann

Þorrinn í kjötbúðinni

Gerum tilboð í 50 - 300 manna hlaðborð!

[email protected] eða í síma 571 5511

Takk fyrir sTuðninginn

KJÖTKJÖTbúðinGrensásve i 48 - Sími 571 5511 -

búðing

Page 17: 1. tbl. 2012

Þorrinn í Kjötbúðinni

Skoðaðu matseðilinn okkar á heimasíðunni hvitiriddarinn.is

Restaurant - Bar - Sportbar5666-222

Laugardaga 12-03Föstudaga 17-03

OpnunartímiMánud.- fimmtud. 17-01

Sunnudaga 12-01

Boltinn í beinni !

Alltaf líf & fjör í heimabyggð!

Fylgstu með okkur á facebook

allir viðburðir hvíta riddarans auglýstir þar!

JÓGAJóganámskeið að hefjast aftur í janúar.

Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:45 – 18:55 í Háholti 14.

Jóga er frábær leið til að efla bæði líkamlega og andlega heilsu.

Styrkjandi og liðkandi hatha jógastöður, öndunaræfingar, hugleiðsla og endurnærandi slökun í lok hvers tíma.

Leiðbeinandi: Laufey Arnardóttir jógakennari Upplýsingar og skráning í síma 864 4014. Einnig er hægt að skrá sig á [email protected] (látið koma fram nafn og síma).Hlakka til að sjá ykkur!

Jóga eykur orku og einbeitingu og stuðlar að jafnvægi, heilsu og hugarró.

(Líkami og sál)

Laugardaginn 28. janúar í Hlégarði

Húsið opnar kl. 19Borðhald hefst kl. 20

Brak og brestir taka á móti gestum.Síðasta bandið í Dalnum

leikur fyrir dansi.

Miðapantanir:Ýr - s. 698 5380

Gísli - s. 861 4194Anna Bára - s. 861 4186

~~

Þorrablót Dalbúa

17www.mosfellingur.is -

Page 18: 1. tbl. 2012

Nýr framkvæmda­stjóri Aftureldingar Jóhann Már Helgason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Aftur-eldingar og hefur tekið til starfa. Jóhann Már er 26 ára gamall stjórn-málafræðingur, fæddur í Reykja-vík en uppalinn í Garðabæ. Hann lauk stúdents-prófi frá Fjöl-brautaskólanum í Garðabæ og útskrifaðist með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Jóhann hefur starfað sem framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands og undanfarin tvö ár á fyrirtækjasviði Creditinfo. Jóhann hefur verið mjög virkur í félagsstörfum í gegnum tíðina og var m.a. varaformaður Politica, félags stjórnmálafræðinema og sat í Stúdentaráði Háskóla Íslands.

Þorsteinn áfram með AftureldinguKnattspyrnudeild Aftureldingar hefur gengið frá samkomulagi við Þorstein Magnússon um að sinna áfram þjálfun meistarflokks karla hjá félaginu. Þorsteinn tók við þjálfun liðsins á miðju tímabili 2010 og hefur náð góðum árangri með liðið. Í fyrra var liðið hárs-breidd frá því að fara upp um deild og í sumar á að klára það verkefni. Þorsteinn er með mikla reynslu af þjálfun, sérstaklega markvarða. Það er því fengur fyrir félag eins og Aftureldingu að hafa Þorstein við stjórnvölinn.

Keppir í skíðagönguá ÓlympíleikumAfreksmaðurinn og Mosfellingurinn Gunnar Birgisson var á dögunum valinn af ÍSÍ til að taka þátt skíða-göngu fyrir hönd Íslands á fyrstu Ólympíuleikum ungmenna sem haldnir eru í Innsbruck í Austurríki. Á leikunum munu rúmlega 1.000 keppendur á aldrinum 14-18 ára frá meira en 60 löndum keppa í 15 vetraríþróttum. Leikarnir hefjast föstudaginn 13. janúar og þeim lýkur sunnudaginn 22. janúar. Ísland mun eiga tvo keppendur í Alpagreinum skíðaíþrótta og einn í skíðagöngu. Gunnar, sem er er félagi í Skíðagöngufélaginu Ulli, er Íslands- og bikarmeistari í flokki 17-19 ára. Gunnar er í unglingalands-liðinu og tók einnig þátt í Ólympíu-leikum æskunnar 2011 sem fórum fram í Tékklandi.

- Íþróttir18

Knattspyrnudeild Aftureldingar endurnýjaði nýlega samninga við nokkra af sínum lykilleikmönnum í meistarflokki karla. „Mikill uppgangur er nú hjá Aftureldingu sem ætlar sér stóra hluti á kom-andi knattspyrnusumri. Liðið var hársbreidd frá því að fara aftur upp í fyrstu deild í fyrra og nú á að stíga skrefið til fulls. Gaman er að geta þess að allir leikmennirnir sem undirrituðu samninga að

þessu sinni eru uppaldir í Mosfellsbæ, utan Írans John Andrews sem verið hefur með liðinu frá árinu 2008,“ segir Pétur Magnússon nýr formaður meistaraflokksráðs karla. Á næstunni mun knattspyrnudeildin svo ljúka við að semja við fleiri leikmenn. Meðfylgjandi mynd er frá undirrituninni sem fram fór á Hvíta Riddaranum.

Efri röð: Þorsteinn Magnússon þjálfari og Pétur Magnússon formaður meistaraflokksráðs karla. Neðri röð: Arnór Snær Guðmundsson, Wentsel Steinarr R. Kamban, Sigurbjartur Sigur­jónsson, Sævar Freyr Alexandersson, Axel Lárusson og John H. Andrews.

Knattspyrnudeild Aftureldingar endurnýjar samninga við lykilmenn fyrir komandi tímabil

Samningar við lykilmenn

Nýjir tímar eru framundan í Taekwondodeild Aftureldingar í vor. Gamli kennarinn hann Jón Levy er kominn aftur, og er orðinn yfirkennari deildarinnar. Búið er að setja upp nýjan nemendavef afturelding.tki.is fyrir nemendur og foreldra þar sem allar æfingar sjást langt fram í tímann. Þar sést heimavinna nemenda, æfingar ef nemendur hafa misst af tíma eða vilja æfa sig heima á milli æfinga, öll mót og aðrir viðburðir.

Sú nýjung verður að nokkrir kennarar munu koma að kennslu sem eru allir sérfræðingar á sínu sviði í Taek-wondo, sem styrkir deildina í heild sinni mjög mikið. Einn-ig er búið að breyta yngsta hópnum þannig að æfingarnar byggja mikið á þroskaleikjum sem eru bæði skemmtilegir og líkamlega styrkjandi fyrir krakkana. En ekki má gleyma því að íþróttin Taekwondo er alltaf skemmtileg jafnt fyrir börn sem fullorðna, og er t.d. fullorðins hópurinn okkar alltaf að stækka því fjörið smitar út frá sér.

Kynning laugardaginn 14. janúarFyrir þá sem langar að kynna sér íþróttina er um að gera

að kíkja á síðuna okkar og mæta á æfingu. Það þarf ekkert annað en íþróttaföt og góða skapið. Styrkur, sjálfstraust, liðleiki og mikið þrek fylgja svo á eftir. Tímarnir hjá okkur eru á þessum dögum: Mánudaga, miðvikudaga og föstu-daga í bardagalistasal Aftureldingar í Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Börn 6-8 ára kl: 14:30-15:15. Krakkar 9-12 ára kl: 16:30-17:30. Unglingar/fullorðnir 13-100 ára kl: 17:30-19:00.

Kynningar- og skráningarfundur hjá deildinni verður laugardaginn 14. janúar kl: 11 niður í baradagalistasalnum í íþróttahúsinu Varmá.

Jón Levy tekur við sem yfirkennari deildarinnar • Nýr nemendavefur í loftið fyrir iðkendur

Nýir tímar hjá Taekwondodeild

Fight Club í MosóNý sex vikna hnefaleikanámskeið hefst 16. janúar í líkamsræktarstöðinni Eldingu. Kennari er Árni Sigurður Halldórsson. Kennt er á mánudögum og miðvikudögum kl. 18.30. Verð er kr. 17.000 sem gildir einnig sem kort í Eldingu. Frábær þjálfun fyrir stelpur og stráka.

Page 19: 1. tbl. 2012

janúar

tilboðGrill nesti

HáHolt 24 - S. 566 7273

19Íþróttir -

allavirka dagakl. 13-17

Óskum eftir hressu og skemmtilegu fólki til starfa í vaktavinnu.18 ára eða eldri. Upplýsingar gefur Bryndís á staðnum.Starfsfólk óskast!

499kr

hamborgari og kók

Hinn geysivinsæli hópaleikur knattspyrnu-deildar í getraunum hefur göngu sína að nýju eftir nokkurt hlé. Tippað verður á Hvíta Riddaranum alla laugardaga fram á vor frá kl. 11-13. Leikurinn fer þannig fram að tveir aðilar mynda hóp og gefa honum nafn. Hópurinn skráir sig til leiks og fær tvo getraunaseðla á hverjum laugardegi. Sá seðill sem skorar hærra hvern laug-ardag telur fyrir hópinn í hópaleiknum. Strax á fyrsta degi leiksins verður öllum þátttöku hópunum skipt upp í riðla. Eftir 10 vikna tipp keppni í riðlunum fer fram fjögurra vikna úrslitakeppni. Þá fara tvö efstu lið í hverjum riðli í efri deild og keppa um sæmdarheitið getraunameistari Aftur-eldingar. Hin liðin keppa um sigur í neðri deild. Á lokahófi getraunaleiksins verða ýmis skemmtileg verðlaun veitt.

Þetta er upplagt tækifæri fyrir vinina, fé-lagana, feðgana, systurnar eða bara hverja sem er sem hafa gaman af því að taka þátt í skemmtilegum innanfélags leik. Hægt verð-ur að senda seðla inn í gegnum tölvupóst á [email protected] ef fyrirsjáanlegt er að einhverjir sem hafa áhuga á að taka þátt verða út úr bænum einhvern af þessum laugardögum. Þátttöku gjald í hópaleik-inn er kr 2.000 á mann og er þá innifalinn morgunverðurinn á meðan á getrauna-leiknum stendur og veglegt lokahóf.

Meistaraflokkur karla verður með bóndag í áhaldahúsi Mosfellsbæjar á Völuteig laugar-daginn 21. janúar kl 10-17. Upplagt að renna með heimilisbílinn og hafa hann nýbónað-ann og fínan og skella sér svo á Þorrablót allra Mosfellinga um kvöldið.

Bóndagur á laugardaginn

Hópaleikur UMFA þar sem tippað er á Hvíta Riddaranum

Getraunastarfið af stað á nýja leik

Nýr nemendavefur í loftið fyrir iðkendur

Nýir tímar hjá Taekwondodeild

Page 20: 1. tbl. 2012

- Vetur í Mosfellsbæ20

VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja

Almennarog sérstakar húsaleigubæturAthygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur árlega í upphafi árs og gildir umsóknin til ársloka, eða jafnlengi og gildistími húsaleigusamnings.

Samkvæmt reglum Mosfellsbæjar um sérstakar húsaleigubætur skal endurnýja umsóknir um sérstakar húsaleigubætur samhliða almennum húsaleigubótum, gildir umsókn aldrei lengur en sex mánuði og/eða jafnlengi og gildistími húsaleigusamnings.

Reglur vegna sérstakra húsaleigubóta er hægt að nálgast á mos.is/samþykktir og reglur/húsaleigubætur sérstakar.

Umsækjendur um almennar og sérstakar húsaleigubætur í Mosfellsbæ eru minntir á að skila umsókn og fylgiskjölum fyrir árið 2012 á www.mos.is/íbúagátt eða í þjónustuver Mosfells­bæjar, Þverholti 2 í síðasta lagi 15. janúar 2012.

Húsnæðisfulltrúi Mosfellsbæjar

Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fellingum ás­amt hels­tu

upplýs­ingum á netfangið [email protected]

Flugumýri 16ds. 577-1377 / 896-9497

www.retthjajoa.is

rauði krossinnRauðakros­s­hús­ið er opið þriðjudaga og

fimmtudaga kl. 10-15 og miðvikudaga kl. 12-16.

Hús­ið er opið öllum, en atvinnuleitendur eru s­érs­taklega hvattir til að koma.

Dagskrána má finna á www.raudikrossinn.is/kjosNánari upplýsingar í síma 564 6035 og [email protected]

„Hér hefur allt verið á fullu síðustu vikurn-ar,” segir Þorsteinn Sigvaldason forstöðu-maður Þjónustumiðstöð Mosfellsbæjar. Eins og bæjarbúar vita hefur mikil ófærð sett svip sinn á götur bæjarins. „Menn eru mættir til vinnu kl. 5 á morgnanna og vinna fram eftir öllu. Við erum bæði með okkar tæki og mannskap auk verktaka sem vinna með okkur þegar mest reynir á. Götur og stígar eru flokkaðir eftir umferð og mikil-vægi. Aðaltengigötur og leiðir strætisvagna eru í fyrsta forgangi. Reynt er að tryggja að leiðir strætisvagna og aðrar götur í fyrsta forgangi séu ávallt færar.“

Bæjarbúar skilningsríkir á ástandinu„Baugshlíðin og Reykjavegur voru hvað

erfiðastar í vikunni. Bílar festu sig trekk í trekk og þurfti að loka götunum í nokkur skipti,“ segir Þorsteinn. Hér leggjast bara allir á eitt enda ekkert annað hægt að gera í stöðunni. Til að mynda hefur Haraldur bæjarstjóri komið með okkur í ferðir og hjálpað mönnum að losna úr sköflum.

Auðvitað er mikið hringt í Áhaldahúsið á tímum sem þessum en flestir eru þó kurt-eisir og þolinmóðir og hafa góðan skilning á ástandinu. Fólk er frekar að spyrjast út í mokstur og færð heldur en að bölsóttast“. Að lokum bendir Þorsteinn fólki á að vera vel búið þegar það leggur af stað í færð sem þessa.

Mikil ófærð hefur verið í Mosfellsbæ eins og víðast hvar á landinu

Veturkonungur gerir vart við sig

umferðarteppa við teigana

Baugshlíðin er erfið í vestanáttinni

leifur guðjóns að störfum

Page 21: 1. tbl. 2012

21

Þjónusta við mosfellinga

Sky LanternSluktirSkýja

BYMOS - HáHOlti 14 - 270 MOSfellSBæ

...sem allir eru að tala um

textureH Á R S T O F A

textureSnyrtiStofa

naglaáSetning

textureHáholti 23, Mosfellsbæ566 8500

tímapantanir í síma

SnyrtiStofanaglaáSetning

aMÚRVERK - FLÍSALAGNIR - ALMENN VIÐHALDSVINNA

f

FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMI

Þjónustuauglýsingí mosfellingi

kr. 5.000 + vsk.*

nafnspjaldastærð = 97 x 52 mm

*Miðast við 5 birtingar eða fleiri - [email protected]

Þverholti 2 • Mosfellsbæ

Sími: 586 8080www.fastmos.ishafðu samband E

.BA

CK

MA

N

Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali

Viltuselja...E

.BA

CK

MA

N

www.fastmos.is

Fasteignasala Mosfellsbæjar • Þverholti 2 • S. 586 8080 • www.fastmos.is

Þjónusta við Mosfellinga -

ÚtfararstofanFold

Sími 892 4650Netfang: [email protected] - Vefsíða: foldehf.is

ÚtfararstofanÚtfÚÚÚtftftftfaftffarararsrsstotofofaoffanFoldFoldfFoFoldldl

Gísli Gunnar Guðmundsson

GuðmundurÞór Gíslason

Elfar Freyr Sigurjónsson

Íslenskar kistur og krossar.Þjónusta allan sólarhringinn

Komum heim til aðstandenda eftir óskum.

Gerðu lífið litríkaraÞú finnur eitthvað fyrir þig

Skráðu þig strax

Tómstundaskólinn í Mosfellsbæ

www.tomstundaskolinn.is • sími 695 6694

Mikil ófærð hefur verið í Mosfellsbæ eins og víðast hvar á landinu • Þorsteinn Sigvaldason man síðast eftir álíka vetri árið 2000.

Veturkonungur gerir vart við sig

Klapparhlíðin rudd

björgunarsveitin Kyndill hefur farið

í ófá útKöllin

jói odds á ferðinni öll tæKi í notKun

Myndir/RaggiÓla

Page 22: 1. tbl. 2012

- Lalli Ljóshraði22

Tímasetning brennuMig langar að fá að vita af hverju er kveikt í áramóta-brennunni klukkan 20 þegar það er aug-lýst að eigi að kveykja í brennunni klukkan 20.30? Ég veit um fólk sem kom klukkan 20.15 og það logaði glatt, sjálfur kom ég rúmlega 20.30 og brennan orðin að smá varðeldi.

Kv. Einar Magnússon

Snjómokstur og ruslHvað er að frétta af snjómokstri í Mosfellsbæ? Mér finnst bærinn ekki hafa staðið sig neitt sérstaklega vel í þessum efnum und-anfarið.Og annað mál sem snýr að bæjarbúum sjálfum. Hvað er málið með allt flug-eldaruslið? Mætti gjarnan koma ábending til bæjarbúa um að hirða ruslið eftir sig.Þetta er reyndar hvorki betra né verra í Mosfellsbæ frekar en annarsstaðar. Virðist allavega vera vandamál á öllu stór-Reykjavíkursvæðinu.

Íbúi í Mosfellsbæ

ORÐIÐ ER LAUST...

Ljóshraðinn ... verslar innanbæjar

Ljóshraðann langaði út að borða eitthvað nýtt, ekki brauð og súpu, og nennti ómögulega til höfuð-borgarinnar.

Hann sá auglýsingu fyrir utan Kjarnann, Thai Express - tælandi matur. Hafði bara ekki hugmynd að í Kjarnanum væri veitingastaður.

Ljóshraðann langar að mæla með þessum stað. Þetta er huggu-legur staður með rólegu andrúms-lofti. Hjónin sem reka staðinn með dóttur sinni, leyfðu mér að smakka hitt og þetta. Allt mjög gott! Ég var hrifnastur af djúpsteiktum rækjum með dökkri sósu.

Niðurstaða mín er að þetta er mjög góður veitingastaður, sem sveitungar mínir eiga að heimsækja, eða koma við og taka með sér heim. Um að gera að styrkja það sem innanbæjar er.

Talandi um að styrkja það sem inn-anbæjar er. Vissuð þið að í Mosfells-bæ er sportvöruverslun? Jako rek-ur sportvöruverslun í Mosfellsbæ!!! Hvar? Jú, uppi á Reykjalundi í gömlu litlu sjoppunni. Þar selja þeir vörur sem hafa verið sýningarvörur á lægra verði. Vil ég endilega mæla með því að Mosfellingar mæti þangað og kaupi íþróttavörur. Opið: mán-fim13.30-16 og fös 12.30-15.

Ljóshraðinn segir (mjög alvar-legur) eins og for-setinn „Veljum Íslenskt” (oghannvaldiDorrit)!

Verslum innanbæj-ar!! :)

LaLLi LjóshraðiLjóshraðinn smakkar saddur í kjarnanum

LaLLi fann sportvöru-versLun á reykjaLundi

veL tekið á móti Ljós-hraðanum á thai express

Hlégarður, Háholti 2, 270 Mosfellsbæ, sími 566 6195 / 892 9411

Hlégarður

www.veislugardur.is

VeislugarðurVeisluþjónustan Hlégarði

Sendum þorramat í heimahús fyrir

10 manns eða fleiri

Þorrablótiðheim

Þorrablót Veislugarðs svíkur engann

Borðapantanir fara fram á olís sunnudag-

inn 15. janúar milli kl. 17 og 18.

Þeir sem keypt hafa miða geta pantað borð.

laugardagskvöldið 21. janúar 2012

Page 23: 1. tbl. 2012

pizz

ur þ

ráðl

aust

net

kal

dur a

f kra

na c

rebe

s bo

ltinn

í be

inni

kaffi

risa

skjá

r sam

loku

r sa

mlo

kur l

asag

ne h

eitt

súkk

ulað

i

creb

es p

izzu

r ka

ffi ri

sask

jár s

amlo

kur

lasa

gne

heitt

súkk

ulað

i bol

tinn

í bei

nni

sam

loku

r þrá

ðlau

st n

et k

aldu

r af k

rana

Kaffi- og veitingahús - Háholti 14 - S. 586 8040

Þegar góða veislu gjöra skal …

KJÖTbúðinGrensásvegi 48 - Sími 571 5511 - [email protected]

Þjónusta við mosfellinga verslum í heimabyggð

Rakel Ás-geirsdóttirsvaka gleði í Bugðutan-

ganum, léttbylgjan í botni fyrir Bangsa sem er væg-ast sagt að fá hjartaáfall við allar sprengingarnar...

6. janúar

Bryndís Guðjóns-dóttirVeðurteppt

hér í sveitinni minni, kemst vonandi út þegar fer að vora, þetta er hætt að vera fyndið !!!

6. janúar

Fríða Ósk ArnaldsJæja þà er það bara fyr-

irheitna landið... Sjàumst í sumar! 7. janúar

Eva H.Jon-sdottirer týnd á HM síðunni ;)

6. janúar

Sumarliði Gunnar Hall-dórssonMikið djöfull

var flugeldasýningin flott á þrettánda brennunni í mosó í ár, þetta bætti upp flugeldasýninguna hérna á Gamlárskvöld þannig að þeim er fyrirgefið í þetta skiptið(fyrir gamlárs flugeldasýninguna) ;)

6. janúar

Elísa Henný ArnardóttirHorfi á gamla handbolta-

leiki, UMFA 1999 :) smá upphitun fyrir komandi vikur:) Gaman að sjá gömlu kallana í svona fínu formi. 8. janúar

Margrét Gróa Björns-dóttirNúna ætla

ég að opinbera það hér markmiðið mitt fyrir 1.júní. Mæta 4xí viku í ræktina, synda 2x í viku fara 20 ferðir á Esjuna -12 kg .....svo fáið þið að fylgjast með...: )

8. janúar

Gerið verðsamanburð.Hundaheimur - Háholt i 18 - S ími 551-3040

Opið a l la v i rk a daga á mi l l i 12 :00 t i l 18 :00

Mikið úrval af sérvöru á góðu verði

fyrir hunda og ketti.

23Þjónusta við Mosfellinga -

Kenni á bíl, bifhjól eða skellinöðru!

Fáið tilboð, kenni allan daginn Annast einnig ökumat og upprifjun fyrir eldri borgara

Lárus Wöhler löggiltur ökukennari

Er með mótor-hjólahermi, frábært fyrir byrjendur

ÖKuKennsla lárusar gsm 694-7597 - [email protected]

Notaðir TOYOTA varahlutirBílapartar ehf

Sími: 587 7659Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ

www.bilapartar.is

hundaeftirlitið í mosfellsbæhundaeigendur athugiðsamkvæmt samþykkt um hundahald í mosfellsbæ, skal hundur aldrei ganga laus á almannafæri, heldur vera í taumi, með aðila sem hefur fullt vald yfir honum. Vinsamlega virðið sam-þykktina. - Hafðu þinn hund í taumi.

hundaeftirlitið í mosfellsbæ[email protected]Þjónustustöð s. 566 8450

Bílskúrar • svalir • BaðherBergi • stofur • eldhús • verslanir • iðnaðarhúsnæði

verslunina

Steinteppi& epoxy gólfefni

eldhúsið stigann

sími 864 6600 | www.steinteppi.is | [email protected]

stofan eldhúsiðeldhúsið stigannvinnustaðurinn

...

LISTRÆN FAGMENNSKAARTPROARTPRO

www.artpro.is

STAFRÆN PRENTUNÁ NÝ Í MOSFELLSBÆ(ÁÐUR LJÓSRIT OG PRENT - NIKKI)

STAFRÆN PRENTUN

STÓRLJÓSMYNDAPRENTUN

HlégarðurÞorrablótið

heim

Page 24: 1. tbl. 2012

Kúskús kjúklingasalat„Þessi uppskrift kemur frá Lúllu á Ökrum og er alveg ein-staklega góð, eins og allt sem hún gerir. Mig langar því að skora á hana í næsta blað.“

Kúskús kjúklingasalat3-4 kjúklingabringur1 dós sataysósaSpínat 8 sólþurrkaðir tómatar í olíu saxaðir1 rauðlaukur saxaður1 krukka fetaostur2 bollar hreint kúskús1 grænmetisteningur500 ml. soðið vatnSalthnetur Rúsínur

Dressing: 1 dl. olía1 dl. balsamikedik1/2 dl. maplesýróp smá sætt sinnep3-4 hvítlaukrif (pressuð).

Skerið kjúklinga-bringur í teninga og setjið útí sataysós-una. Gott að láta liggja í sósunni í 3-4 klst. Steikið bitana á pönnu með allri sósunni. Grænmetis-teningur leystur upp í sjóðandi vatninu og kúskús sett út í það og lok sett á. Eftir c.a. 3 mín er kúskúsið tilbúið, hræra það með gaffli til að losa það í sund-ur. Helmingnum af dressingunni er hellt

yfir annars verður kúskúsið svolítið þurrt.

Setjið mikið spínat í stóra skál/bakka. Rauð-laukur, sólþurrkaðir tómatar og fetaostur sett ofaná. Kjúklingnum ásamt sósunni af pönnunni bætt í. Þvínæst kúskús og restin af dressingunni hellt yfir. Skreytið með salthnet-um og rúsínum.

þorrablótNú er sull í bæjum bruggað

bráðum finn ég fyrirheit.

Best mér þykir í þá blöndu

þrátt vatn úr Mosfellssveit.

Slefdreggjar og gambra í safa

sjálfur ekkert betra veit.

Meðlæti með þessum veigum

maðkalausan fisk ég kýs.

Enginn kvartar nokkuð undan

ef súrri hrefnu fær af flís.

Drykkjusvol og svínaríi

siðprýðin sjálf úti frýs.

Ekki er nokkur veisla boðleg

ef finnist ekki af konu þef,

kjaftshögg karlmenn, fái á trýnið,

kinnhest eða bólgin nef.

Kylfa fær að ráða kasti

hvenær, hvar og hvort ég sef.

siggi gúst

Eygerður skorar á Lúllu á Ökrum að deila með okkur uppskrift í næsta Mosfellingi

Elín og Kristín Hafsteinsdætur, Emelía Sól Arnardóttir og Björk Ragnarsdóttir gengu með tombóludót í hús og söfn-uðu 2.562 krónum fyrir Rauða krossinn. Þessar duglegu vinkonur eru allar í 4. bekk Varmárskóla.

hLutavELta

Ingólfur Árnason rafverktaki í Mosraf, varð sjötugur síðastliðinn laugardag. Byrjaði dagurinn á óvissuferð þar sem galvaskir sveinar fóru með hann á fjöll. Um kvöldið var veisla honum til heið-urs, mætti þar fjölskylda hans og vinir. Boðið var í mat og drykk og voru ýmsar uppákomur.

MOSFELLINGURkemur næst 2. febrúar

- Heyrst hefur...24

Ingólfur Árnason rafverktaki fagnaði tímamótum á dögunum

Ingólfur sjötugur

ingólfurog kristjana

kaffisopi á fjöllum

sungið til afmælis-barnsins

Page 25: 1. tbl. 2012

þorrablót

kjaftshögg karlmenn, fái á trýnið,

Þjónusta við mosfellinga smáauglýsingar

Óska eftir íbúð til leigu Óska eftir 4-5 herb íbúð til leigu í Mos. Má einnig vera rað/par eða einbýlishús. Uppl í síma 820-0303.

Íbúð óskastÞriggja manna fjölskylda óskar eftir snyrtilegu og björtu húsnæði í Mosfells-bæ til langtímaleigu. Helst stærra en 90m2. Upplýsingar í síma 699-7409.

Atvinnuhúsnæði óskast Óska eftir 20-30fm húsnæði til leigu undir atvinnustarfsemi, t.d. bílskúr. Sævar 612-5500

Vantar íbúð til leigu5 manna fjölskyldu vantar íbúð á leigu frá byrjun júní. Langvarandi leiga kemur aðeins til greina. Við erum reyklaus, reglu-söm og heitum skilvísum greiðslum. ÞorkellSími : 775-6251

Einbýlishús óskastÓska eftir a.m.k. 4 herbergja einbýlishúsi til kaups í Höfða, Tanga eða Hlíða hverfi. Er með rúmgóða og bjarta 130 fm endaíbúð á annari hæð í Hlíða hverfinu. Upplýsing-ar í síma 566-6073 eða [email protected].

Íbúð til leigu3ja herbergja, tæplega 70 fm., íbúð til leigu í Krika-kverfi. Íbúðin er á neðri hæð í einbýlishúsi. Hún leigist frá byrjun febrúar 2012. Upplýsingar í síma 856-6453.

Smáauglýsingarnar eru fríar fyrir einstaklinga [email protected]

verslum í heimabyggð

Góðir Menn ehf

RafverktakarGSM: 820-5900

• nýlagnir • viðgerðir• endurnýjun á raflögnum• hönnun og uppsetning á öryggiskerfum • síma og tölvulagnir

Löggiltur rafverktaki

Þverholti 3 - Sími: 566-6612

FÓTAAÐGERÐASTOFA MOSFELLSBÆJAR

Skútuvogi 11 104 Reykjavík

Sími: 566 7310

ÖkukennslaGylfa GuðjónssonarSími: 696 0042

Sá flottasti í bænum

Kiwanishúsið í Mosfellsbæ geysir.kiwanis.is

Salur til útleigu fyrir fundi og mannfagnaði

Pantanir hjá Berglindi í síma 697-5328 eða á [email protected]

hundaeftirlitið í mosfellsbæ

lausagangahunda er bönnuðhandsömunargjald fyrir hund í lausagöngu er 21.500 kr.

hundaeftirlitið í mosfellsbæ[email protected]Þjónustustöð s. 566 8450

WWW.ALAFOSS.IS

Á L A F O S SVerslun, Álafossvegi 23

Tek að mér alla krana- og krabbavinnu

Útvega allt jarðefni

VÖrubíll Þ.b. Klapparhlíð 10 Þorsteinn 822-7142

Kaffi, kökur og nýsmurt brauð

Verið velkomin

Kaffihúsið

á Álafossi

Kaffihúsið

á Álafossi

Snyrti-, nudd & fótaaðgerðastofan

Líkami og sáls. 566 6307www.likamiogsal.is

Verið hjartanlega velkomin!

Elín og Kristín Hafsteinsdætur, Emelía Sól Arnardóttir og Björk Ragnarsdóttir

uðu 2.562 krónum fyrir Rauða krossinn.

2. febrúar

37Þjónusta við Mosfellinga - 25Þjónusta við Mosfellinga -

BÍlSkúrSSAlAlaugardaginn 14.

janúar frá kl. 11-16 að Þrastarhöfða 55. Alls kyns fatnaður í

barnastærðum, ungl-ingastærðum ásamt kvenfatnaði. Skór,

útivistardót, leikföng, frystikista, sængur-fatnaður, sængur og margt margt fleira.

Page 26: 1. tbl. 2012

pétur guðmundssonlýkur störfum í lágafellslaug

- Hverjir voru hvar?26

bless

Þorrinn í Kjötbúðinni

KJÖTKJÖTbúðinGrensásve i 48 - Sími 571 5511 -

búðing

Þorrahlaðborð fyrir 10 eða fleiri!

sendum heim - verð Kr. 2.450 á mann

Gerum tilboð í 50 - 300 manna hlaðborð!

[email protected] eða í síma 571 5511

Page 27: 1. tbl. 2012

27www.mosfellingur.is -

Útsala - Útsala - Útsalatilboð á síðustu nýju Coleman fellihýsunum!

Coleman fellihýsin eru mjög vel útbúin með 2 ára ábyrgð - rafgeymir - Truma miðstöð - 220V rafmagn - ísskápur - eldavél o.m.fl.

Eftirárshús fyrir Evrópumarkað - innifalið í verði er Markísa og Decor pakki með tveimur hillum með spegli og eldhúsrúlluhengi,

fatapoki og tvö ljós með viftu – Cheyenne er einnig með geymslukassa að framan og hægt að fá það með heitu vatni fyrir 120 þús. kr

Sedona Verð áður með aukahlutum: 2.289.800 kr

Tilboðsverð: 1.789.800 krÚtborgun: 537.000 krAfborgun: 21.000 kr á mánuði í 84 mán. óverðtryggt

Cheyenne Verð áður með aukahlutum: 2.789.800 kr

Tilboðsverð: 2.189.800 krÚtborgun: 657.000 kr

Afborgun: 25.000 kr á mánuði í 84 mán. óverðtryggt

Íslensk-Bandaríska ehf. - Þverholt 6, 270 Mosfellsbæ - S. 534-4433 - Opið virka daga 10-18 - Lau. 12-16 - www.isband.is

Þorrinn í Kjötbúðinni

Gerum tilboð í 50 - 500

Page 28: 1. tbl. 2012

MOSFELLINGURwww.mosfellingur.is - [email protected]

Opið virka daga frá kl. 9-18 • NetfaNg: [email protected] • www.berg.is • berg fasteigNasala stOfNuð 1989

pétur péturssonlöggiltur fasteignasali897-0047

Mjög vandað og vel staðsett 70 fm. 10 hesta hús á flottum stað í Mosfellsbæ. Allt nýlega endurnýjað og gott gerði. Eign fyrir vandláta.

V. 12,9 m.

Blesabakki

55 fm. 7 hesta hús við Skuggabakka í Mosfellsbæ. Gott gerði og nýlegt þak. Gott hús á góðu verði.

V. 7,9 m.

Skuggabakki

Glæsileg 95 fm. íbúð á 2. hæð í enda.Vönduð gólfefni og innréttingar. Glæsi-legt baðherbergi og allt fyrsta flokks. Sér inngangur. Hagstæð áhvílandi lán frá Íbúðalánasjóði.

HáholtGlæsilegt 170 fm. parhús við Furubyggð. Bílskúr 27 fm. Mjög vandaðar innrétt-ingar og flott skipulag. 3 svefnherbergi. Björt stofa með sólskála. Mikil lofthæð. Allt fyrsta flokks. Stór og glæsilegur garður á baklóð. V. 38,9 m.

Furubyggð

Tveggja hæða parhús. Mjög mikið endurnýjað á smekklegan hátt. Samtals 270 fm. Eignarlóð, 765 fm. Glæsileg eign á flottum stað í sveitasælunni.

Engjavegur

586 8080

selja... 586 8080fastmos.is

Sími:

Mosfellingar kvöddu jólin með þrettándabrennu síðastliðinn föstudag. Á myndinni má sjá álfakóng og álfadrottningu ásamt Grýlu og Leppalúða en allskyns kynjaverur létu sjá sig á þessum síðasta degi jóla.

Mosfellingar kveðja jólin

Vel staðsett 260 fm. einbýli.(þar af er bílskúr 55 fm.) Húsið er tibúið að utan, gler í gluggum, útidyrahurðir og hurð fyr-ir bílskúr. Staðsteypt, fokhelt að innan. Heimtaug fyrir heitt og kalt vatn komin í húsið. Raflagnateikningar fylgja.

Einiteigur

Myn

d/H

ilmar

daniel g.björnsson

löggiltur leigumiðlari

Glæsilegt 279 fm. parhús á tveimur hæðum við Kvíslartungu. 80 fm svalir á bílskúrsþaki. Skipti á minni eign koma til greina. Lyklar á skrifstofu.

V. 37,5 m.

KvíslartungaMjög fallegt og vel byggt 200 fm. einbýli á einni hæð á góðum stað í Leirvogstunguhverfi. Vandaðar innréttingar og flottur frágangur. Allt fyrsta flokks. Afar fjölskylduvænt hús.

Leirvogstunga

Þjónusta við Mosfellinga í 22 ár

588 55 30Háholt 14, 2. hæð

HáHOlti 13-15 - sími: 578 6699 Opið alla virka daga 10-18:30

Þriggja ára afmæli

fiskbúðarinnar