10-11 12-13 1412-13 14 vestfirskum krásum smalað um fjöll og firnindi 17. tölublað 2009...

28
12-13 14 Vestfirskum krásum smalað um fjöll og firnindi 17. tölublað 2009 Fimmtudagur 8. október Blað nr. 312 Upplag 20.500 10-11 Hvað er skrifað um hrunið eftir að árið er liðið? Góður, hreinn og sanngjarn matur eru vígorð Slow Food Kalsasamt í stóðréttum Stóðréttir voru haldnar í Þverárrétt í Vesturhópi laugar- daginn 26. september sl. Ekki viðraði vel til gangna- og réttarstarfa, hiti um frostmark og gekk á með hríðarélj- um á meðan réttarstörf stóðu yfir. Fjölmargir hrossa- bændur létu það þó ekki aftra sér frá réttarstörfum og var fjölda hrossa réttað að venju. Kvenfélagið Ársól sá um veitingar í réttarskúrnum og var heitt kakó og vöfflur með sultu og rjóma kærkomið til að ylja í kuldanum. myndir | Pétur Jónsson Á þessu ári hefur áhugi bænda á skrá sig í Ferðaþjónustu bænda aukist til muna frá fyrra ári. Aðilar allsstaðar að af landinu óska eftir inngöngu í félagið og meira ber á að bændur sem eru utan alfaraleiðar setji á fót ferðaþjónustu af ein- hverju tagi. Á þessu ári eru að bætast við um 20 bæir inn í félagið og er sú fjölgun helmingi meiri en á fyrra ári. Heildarfjöldi bænda innan Ferðaþjónustu bænda er um 140. Svo virðist sem bænd- ur sjái nú atvinnutækifæri í ferðaþjónustunni sem þeir sáu ekki áður, enda mikil umferð af ferðamönnum innanlands í sumar. „Það er mikill áhugi hjá bændum að ganga í félagið. Þeir eru mismunandi langt komnir í sínum plönum, það eru margir að nýta gömul ónýtt húsnæði og aðrir eru að komast af stað. Flestallir sem skrá sig nú hafa verið með einhvers- konar ferðaþjónustu en eru að fara af stað fyrir alvöru. Þetta eru þá bændur sem hafa prófað sig áfram í nokkur ár en ætla nú að opna með vandaðri aðstöðu. Ferðaþjónustuaðilar eru sækjast í að komast undir okkar merki því við erum með 30 ára gamalt viðurkennt gæðakerfi. Það er ákveðinn ferill til að komast inn í Ferðaþjónustu bænda en þó að bændur séu ekki með alla hluti tilbúna þá vinnum við að því sem upp á vantar með þeim. Það eru bændur um allt land sem eru að skrá sig en hlutfallslega mesta aukningin er á Vestfjörðum og staðir sem eru utan alfaraleiðar eru að koma meira inn en áður því þeir eiga svo sannarlega erindi inn í ferðaþjónustuna eins og aðrir,“ segir Marteinn Njálsson, formaður Félags ferðaþjónustubænda. ehg Skráningum í Ferðaþjónustu bænda fjölgar til muna Ábúendur á rjómabúinu Erpsstöðum í Dölunum vinna nú að því að opna kynningar- stofu um íslenskan kúabúskap í nýju fjósi á bænum, sem þau stefna á að opna formlega næsta vor. Nú biðla þau til almennings um að láta myndir eða muni, sem tengjast mjólkurbúskap að fornu og nýju, af hendi rakna fyrir kynningarstofuna. „Við ákváðum að byggja nýja fjósið með það að markmiði að taka á móti ferðamönnum. Síðan fórum við að framleiða úr mjólk- inni okkar skyr, osta og rjómaís og við urðum að selja vöruna ein- hversstaðar. Því settum við upp litla búð hér til að áhugasamir gætu verslað vöruna hér og séð fjósið um leið. Á sama stað fannst okkur þurfa að vera fræðslu- efni á veggjum fyrir fólk, gamlir munir og jafnvel myndbönd sem eru í gangi og því kom upp sú hugmynd að láta kynningarstofu um íslenskan kúabúskap verða að veruleika,“ segir Þorgrímur Einar Guðbjartsson, bóndi á Erpsstöðum. Kollustólar og skyrsíur Þorgrímur er í samstarfi við nem- endur í vöruhönnun við Listahá- skóla Íslands varðandi kynningar- stofuna og þó að þeim hafi borist nokkrir munir nú þegar er þörf á meiru svo hægt sé að opna stof- una formlega næsta vor. „Við erum að auglýsa eftir gömlu efni því okkur langar að skreyta með myndum og munum sem tilheyra mjólkurbúskap að fornu og nýju. Þetta geta verið allt frá gömlum höftum og kollu- stólum upp í það sem kemur að vinnslunni, gömlum búrmunum, skyrsíum, rjómastrokkum og ein- hverju slíku til að skreyta með og gera sögunni skil. Sjálf eigum við lítið en höfum fengið nokkra hluti. Ég er mjög spenntur fyrir myndum og þær þurfa ekki endi- lega að vera gamlar. Ég á til dæmis mynd frá 1978 af foreldrum mínum úti á túni að mjólka kú sem var svo beinaveik að hún gat ekki hreyft sig. Einnig höfum við sérstakan áhuga á mjólkurbrúsamenningu, það væri gaman að fá myndir af brúsapöll- um og/eða því þegar náð var í brús- ana til að fara með innihald þeirra í vinnslu. Við eigum nokkra stóra mjólkurbrúsa en óskum eftir brús- um af öllum stærðum og gerð- um og hefðum til dæmis mikinn áhuga á minni brúsum,“ segir Þorgrímur Einar, en hægt er að hafa samband við hann gegnum netfangið [email protected] eða í gegnum heimasíðuna www.erps- stadir.is ehg Garðyrkjubændur funduðu vegna tíðra innbrota í gróðurhús Eftirlit verður hert Miðvikudaginn 30. september sl. fundaði stjórn Sambands garðyrkjubænda með félagsmönnum sínum og hagsmunaaðilum á Hótel Selfossi vegna tíðra innbrota í gróðurhús á undanförnum miss- erum og árum. Lagt var upp með að reyna að svara eftirfarandi spurningum: Hvað verður um lampana þegar þjófarnir nást? Er hægt að fá þá til baka? Er til lausn sem hindrar innbrot af þessu tagi? Hvað getur nærsamfélagið gert til að koma í veg fyrir innbrot? Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda og fundarstjóri á fundinum, segir að niðurstaða fundarins hafi verið sú að koma þurfi á einhvers konar nágrannagæslu og einnig verður hert eftirlit hjá lögreglu. Þannig stöðvar lögregla nú allar bifreiðar sem eiga erindi í uppsveitir Árnessýslu á nóttunni og skráir niður bílnúmerin og nöfn bílstjóra. Einnig munu sveitarfélögin auka sína gæslu með eft- irlitsmyndavélum og breytingum á skipulagsmálum á svæðinu. Segir hann að með þessum aðgerðum sé vonast til þess að það takist að stöðva þá innbrota- hrinu sem nú gengur yfir svæðið. -smh Á mynd er Sveinn A. Sæland á Espiflöt í Biskups- tungum, en hann er í hópi garðyrkjubænda sem orðið hafa fyrir barðinu á lampaþjófum að undanförnu. Kynningarstofa um íslenskan kúabúskap í burðarliðnum Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveð- ið að láta þýða öll helstu gögn varðandi aðildarviðræður við Evrópusambandið tengd þeim málaflokkum sem ráðuneyti hans ber ábyrgð á. Hann ætlar jafnframt að kanna hvort mögulegt sé að vinna við þýðingarnar a.m.k. að hluta til á landsbyggðinni. Jón hefur áður lýst því yfir og tekið upp í ríkisstjórn, að hann er sammála Bændasamtökum Íslands og öðrum þeim sem telja nauðsynlegt að bæði spurningar og svör og önnur þau málefnalegu gögn sem lúta að umsókninni um aðild að Evrópusambandinu, verði birt samhliða á íslensku. Í fréttatil- kynningu frá ráðuneytinu segir að þetta sé í takti við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem tiltekið sé að hún muni beita sér fyrir opinni stjórnsýslu, auknu gagnsæi og lýð- ræðisumbótum. Ráðherra lætur þýða spurningalista ESB Jón Bjarnason hefur frumkvæði að því innan ríkisstjórnarinnar að láta þýða öll helstu gögn varðandi ESB- viðræðurnar. Hér er hann ásamt Steingrími J. Sigfússyni þegar hann tók við ráðherraembættinu í vetur.

Upload: others

Post on 05-Aug-2020

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: 10-11 12-13 1412-13 14 Vestfirskum krásum smalað um fjöll og firnindi 17. tölublað 2009 Fimmtudagur 8. október Blað nr. 312 Upplag 20.500 10-11 Hvað er skrifað um hrunið

12-13 14Vestfirskum krásum smalað um fjöll og firnindi

17. tölublað 2009 ��Fimmtudagur 8. október ��Blað nr. 312 ��Upplag 20.500

10-11Hvað er skrifað um hrunið eftir að árið er liðið?

Góður, hreinn og sanngjarn matur eru vígorð Slow Food

Kalsasamt í stóðréttumStóðréttir voru haldnar í Þverárrétt í Vesturhópi laugar-daginn 26. september sl. Ekki viðraði vel til gangna- og réttarstarfa, hiti um frostmark og gekk á með hríðarélj-um á meðan réttarstörf stóðu yfir. Fjölmargir hrossa-bændur létu það þó ekki aftra sér frá réttarstörfum og var fjölda hrossa réttað að venju. Kvenfélagið Ársól sá um veitingar í réttarskúrnum og var heitt kakó og vöfflur með sultu og rjóma kærkomið til að ylja í kuldanum.

myndir | Pétur Jónsson

Á þessu ári hefur áhugi bænda á að skrá sig í Ferðaþjónustu bænda aukist til muna frá fyrra ári. Aðilar allsstaðar að af landinu óska eftir inngöngu í félagið og meira ber á að bændur sem eru utan alfaraleiðar setji á fót ferðaþjónustu af ein-hverju tagi.

Á þessu ári eru að bætast við um 20 bæir inn í félagið og er sú fjölgun helmingi meiri en á fyrra ári. Heildarfjöldi bænda innan Ferðaþjónustu bænda er um 140. Svo virðist sem bænd-ur sjái nú atvinnutækifæri í ferðaþjónustunni sem þeir sáu ekki áður, enda mikil umferð af ferðamönnum innanlands í sumar.

„Það er mikill áhugi hjá bændum að ganga í félagið. Þeir eru mismunandi langt komnir í sínum plönum, það eru margir að nýta gömul ónýtt húsnæði og aðrir eru að komast

af stað. Flestallir sem skrá sig nú hafa verið með einhvers-konar ferðaþjónustu en eru að fara af stað fyrir alvöru. Þetta eru þá bændur sem hafa prófað sig áfram í nokkur ár en ætla nú að opna með vandaðri aðstöðu. Ferðaþjónustuaðilar eru að sækjast í að komast undir okkar merki því við erum með 30 ára gamalt viðurkennt gæðakerfi. Það er ákveðinn ferill til að komast inn í Ferðaþjónustu bænda en þó að bændur séu ekki með alla hluti tilbúna þá vinnum við að því sem upp á vantar með þeim. Það eru bændur um allt land sem eru að skrá sig en hlutfallslega mesta aukningin er á Vestfjörðum og staðir sem eru utan alfaraleiðar eru að koma meira inn en áður því þeir eiga svo sannarlega erindi inn í ferðaþjónustuna eins og aðrir,“ segir Marteinn Njálsson, formaður Félags ferðaþjónustubænda. ehg

Skráningum í Ferðaþjón ustu bænda fjölgar til muna

Ábúendur á rjómabúinu að Erpsstöðum í Dölunum vinna nú að því að opna kynningar-stofu um íslenskan kúabúskap í nýju fjósi á bænum, sem þau stefna á að opna formlega næsta vor. Nú biðla þau til almennings um að láta myndir eða muni, sem tengjast mjólkurbúskap að fornu og nýju, af hendi rakna fyrir kynningarstofuna.

„Við ákváðum að byggja nýja fjósið með það að markmiði að taka á móti ferðamönnum. Síðan fórum við að framleiða úr mjólk-inni okkar skyr, osta og rjómaís og við urðum að selja vöruna ein-hversstaðar. Því settum við upp litla búð hér til að áhugasamir gætu verslað vöruna hér og séð fjósið um leið. Á sama stað fannst okkur þurfa að vera fræðslu-efni á veggjum fyrir fólk, gamlir munir og jafnvel myndbönd sem eru í gangi og því kom upp sú hugmynd að láta kynningarstofu um íslenskan kúabúskap verða að veruleika,“ segir Þorgrímur Einar Guðbjartsson, bóndi á Erpsstöðum.

Kollustólar og skyrsíurÞorgrímur er í samstarfi við nem-endur í vöruhönnun við Lista há-skóla Íslands varðandi kynningar-stofuna og þó að þeim hafi borist

nokkrir munir nú þegar er þörf á meiru svo hægt sé að opna stof-una formlega næsta vor.

„Við erum að auglýsa eftir gömlu efni því okkur langar að skreyta með myndum og munum sem tilheyra mjólkurbúskap að fornu og nýju. Þetta geta verið allt frá gömlum höftum og kollu-stólum upp í það sem kemur að vinnslunni, gömlum búrmunum, skyrsíum, rjómastrokkum og ein-hverju slíku til að skreyta með og gera sögunni skil. Sjálf eigum við lítið en höfum fengið nokkra hluti. Ég er mjög spenntur fyrir myndum og þær þurfa ekki endi-lega að vera gamlar. Ég á til dæmis mynd frá 1978 af foreldrum mínum úti á túni að mjólka kú sem var svo beinaveik að hún gat ekki hreyft sig. Einnig höfum við sérstakan áhuga á mjólkurbrúsamenningu, það væri gaman að fá myndir af brúsapöll-um og/eða því þegar náð var í brús-ana til að fara með innihald þeirra í vinnslu. Við eigum nokkra stóra mjólkurbrúsa en óskum eftir brús-um af öllum stærðum og gerð-um og hefðum til dæmis mikinn áhuga á minni brúsum,“ segir Þorgrímur Einar, en hægt er að hafa samband við hann gegnum netfangið [email protected] eða í gegnum heimasíðuna www.erps-stadir.is ehg

Garðyrkjubændur funduðu vegna tíðra innbrota í gróðurhús

Eftirlit verður hertMiðvikudaginn 30. september sl. fundaði stjórn Sambands garðyrkjubænda með félagsmönnum sínum og hagsmunaaðilum á Hótel Selfossi vegna tíðra innbrota í gróðurhús á undanförnum miss-erum og árum. Lagt var upp með að reyna að svara eftirfarandi spurningum: Hvað verður um lampana þegar þjófarnir nást? Er hægt að fá þá til baka? Er til lausn sem hindrar innbrot af þessu tagi? Hvað getur nærsamfélagið gert til að koma í veg fyrir innbrot?

Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda og fundarstjóri á fundinum, segir að niðurstaða fundarins hafi verið sú að koma þurfi á einhvers konar nágrannagæslu og einnig verður hert eftirlit hjá lögreglu. Þannig stöðvar lögregla nú allar bifreiðar sem eiga erindi í uppsveitir Árnessýslu á nóttunni og skráir niður bílnúmerin og nöfn bílstjóra. Einnig munu sveitarfélögin auka sína gæslu með eft-irlitsmyndavélum og breytingum á skipulagsmálum á svæðinu. Segir hann að með þessum aðgerðum sé vonast til þess að það takist að stöðva þá innbrota-hrinu sem nú gengur yfir svæðið. -smh

Á mynd er Sveinn A. Sæland á Espiflöt í Biskups-tungum, en hann er í hópi garðyrkjubænda sem orðið hafa fyrir barðinu á lampaþjófum að undanförnu.

Kynningarstofa um íslenskan kúabúskap í burðarliðnum

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveð-ið að láta þýða öll helstu gögn varðandi aðildarviðræður við Evrópusambandið tengd þeim málaflokkum sem ráðuneyti hans ber ábyrgð á. Hann ætlar jafnframt að kanna hvort mögulegt sé að vinna við þýðingarnar a.m.k. að hluta til á landsbyggðinni. Jón hefur áður lýst því yfir og tekið upp í ríkisstjórn, að hann er sammála Bændasamtökum

Íslands og öðrum þeim sem telja nauðsynlegt að bæði spurningar og svör og önnur þau málefnalegu gögn sem lúta að umsókninni um aðild að Evrópusambandinu, verði birt samhliða á íslensku. Í fréttatil-kynningu frá ráðuneytinu segir að þetta sé í takti við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem tiltekið sé að hún muni beita sér fyrir opinni stjórnsýslu, auknu gagnsæi og lýð-ræðisumbótum.

Ráðherra lætur þýða spurningalista ESB

Jón Bjarnason hefur frumkvæði að því innan ríkisstjórnarinnar að láta þýða öll helstu gögn varðandi ESB-viðræðurnar. Hér er hann ásamt Steingrími J. Sigfússyni þegar hann tók við ráðherra embættinu í vetur.

Page 2: 10-11 12-13 1412-13 14 Vestfirskum krásum smalað um fjöll og firnindi 17. tölublað 2009 Fimmtudagur 8. október Blað nr. 312 Upplag 20.500 10-11 Hvað er skrifað um hrunið

2 Bændablaðið | fimmtudagur 8. október 2009

Fréttir

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá máli sem snýr að ummælum Þórarins Jónssonar, bónda á Hálsi í Kjós, í viðtali á sjónvarpi mbl.is þann 10. september sl. Þar sagði hann m.a. að það væri opinbert leynd-armál að víða annars staðar en hjá honum væri hrossakjöti, svínafitu, kartöflumjöli – og öðru því sem mönnum dytti í hug – bætt saman við nautahakk, en Þórarinn selur nautakjöt sitt beint frá býli. Sagðist hann bjóða upp á hreint og ómengað nauta-kjöt, þar sem engum aukaefnum væri blandað saman við vöruna.

Í framhaldi þessara ummæla bár-ust hörð viðbrögð frá Samtökum iðaðarins og Landssambandi kúa-bænda þar sem fram kom að orð Þórarins hlytu að teljast marklaus því ekki fylgdi rökstuðningur máli hans. Með þessu væri því ómaklega vegið að framleiðslu- og vinnsluað-ilum nautakjöts. Matvælastofnun (MAST) gaf út yfirlýsingu þess efnis að ekki væri ástæða til að ætla að verið sé að brjóta reglur varðandi innihald kjötvara. Málið yrði þó til frekari skoðunar hjá stofnuninni. Neytendasamtökin birtu á vef sínum kröfu um að MAST og heilbrigð-iseftirlit sveitarfélaga könnuðu þetta mál þegar í stað, þar sem um mjög alvarlegar ásakanir væi að ræða.

Engin merki um „mengað kjöt“ hjá Heilbrigðiseftirliti

ReykjavíkurborgarÍ Bændablaðinu fyrir hálfum mán-uði var leitað viðbragða við ummæl-um Þórarins hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar (HR), sem hefur eftirlit með kjötvinnslum og versl-unum í Reykjavík. Þá svaraði Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri hjá matvælaeftirlitinu, því til að hjá þeim hafi ekki sést nein merki um að orð Þórarins fái staðist, hvorki í kjötvinnslunum né verslunum.

Hverjir hafa sinnt þessum rannsóknum?

Sigríður Hjör leifs dóttir, fagstjóri hjá Matís, segir að þeim hafi aldrei bor-ist beiðni um greiningu á kjöthakki en fyrirtækið hafi teg unda greint bæði kjöt og fisk. Hún segist þó vel treysta sér til að vinna slíka rann-sókn myndi beiðni þess efnis ber-ast inn á borð til hennar. „Þetta er þó ekki alveg auðveld rann sókn og krefst ákveðinnar þróunar á ákveðn-um aðferðum en þekking og tækja-búnaður er til staðar. Ég veit í raun ekki hvort heilbrigðiseftirlitin hafi verið að rannsaka þetta, þeir senda í það minnsta ekki sýni til okkar og líklega eru engar rannsóknarstofur

hér á landi sem sinna beiðni um tegundagrein-ingu á kjöti í kjöthakki. R a u n a r myndi ég giska á að það væri e i n u n g i s R a n n s ó k n a r -þjónustan Sýni sem gæti sinnt einhvers konar kjöttegund-argreiningu fyrir utan Matís,“ segir Sigríður. Hjá Rann sóknar-þjónustunni Sýni fengust þær upplýsingar að þar væri ekki til staðar sá tækjabúnaður sem þyrfti til að hægt væri að vinna slíkar grein-ingar.

Óaðgengilegar upplýsingar um eftirlit

Hjá Matís starfar einnig Óli Þór Hilmarsson, kjötiðnaðarmeistari og sérfræðingur á nýsköpunar- og neyt-endasviði. Óli Þór hefur komið að allmörgum verkefnum, úttektum og rannsóknum sem tengjast kjötiðn-aði. Við fullyrðingum Þórarins segir Óli Þór að vissulega sé allt hægt ef viljinn sé fyrir hendi. „Ég hef þó ekki séð sem almennur neytandi, að reglur séu brotnar í verslunum. Það þyrfti enda frekari rannsókna við heldur en mín augu, þótt ég sé sér-fræðingur. Notkun aukefna í öllum matvörum þarf að geta á umbúð-um. Sum matvæli hafa nafnvernd sem þýðir að ekki má blanda öðrum kjöttegundum eða aukefnum við þær eigi nafngiftin að haldast – sam-anber hamborgari sem eingöngu skal unnin úr ungnautakjöti. Ef öðrum efnum er blandað saman við verður að hafa annað forskeyti framan við nafnið borgari.

Of langt mál er að rekja hver til-gangur aukefna er, svo tæmandi sé. Þó má almennt segja að ástæðan fyrir notkuninni sé að lengja geymsluþol kjötvara, viðhalda lit þeirra, minnka rýrnun á ýmsum vinnslustigum, bragðbæta vöruna eða jafnvel auka hollustu hennar. Þessi upptalning er hin jákvæða hlið aukefnanna. Hin hliðin, sem í sumum tilfellum má kalla neikvæða, er að sum þessara efna stuðla að aukinni vatnsbindingu þ.e. bindingu upprunalegs vatns sem og viðbætts vatns, fitu og kjöts. Þá er það fyrst og fremst neikvætt ef þessara efna er ekki getið á umbúð-um og þá eftir þeim reglum sem um þau gilda eða að öðrum kjötteg-

undum er bætt við vöruna án þess að greina frá því á

umbúðum. Efni sem leyfilegt er að nota eru skilgreind í

aukefnalista og fá þá svokölluð

E-númer, þeirra verður svo að geta á umbúðum

séu þau notuð við framleiðsluna.

Grundvallar-atriði í allri aukefnanotkun er sem sagt að framleiðendur verða að geta, í innihaldslýsingu, tilvistar þeirra í

viðkomandi matvörum. Eftirfylgni með að þær reglugerðir og lög sem um þennan iðnað gilda séu í heiðri hafðar eru í verkahring heilbrigðis-eftirlits sveitarfélaga.

Hvorki fagmenntaðir sérfræð-ingar né almennur neytandi geta séð á vörunni sjálfri hvort lögum og reglum hafi verið framfylgt, til þess þarf ítarlegri skoðun, annað hvort með skoðun á starfsemi viðkomandi kjötvinnslu og/eða mælingum og greiningu á sjálfri vörunni.“

Óli Þór segir að í raun séu það skattborgarar og neytendur sem borgi allt eftirlit með vinnslu mat-væla, sem unnið er af eða fyrir heil-brigðiseftirlit sveitarfélaganna, með sköttum eða sem hluta vöruverðs. „Þrátt fyrir það eru niðurstöður eft-irlitsins hér á Íslandi ekki mjög aðgengilegar fyrir neytendur sam-anborið við það sem tíðkast erlendis, t.a.m. í Danmörku. Þar sér vefurinn www.findsmiley.dk neytendum fyrir greinargóðum upplýsingum um tíðni eftirlitsheimsókna og niðurstöður þeirra, sem eru uppfærðar jafnóðum og breytingar eiga sér stað. Ólæsi neytenda á innihaldslýsingar kjöt-vara er algengt hér á landi og virð-ist sem traust neytenda á framleið-endum og eftirlitsstofnunum sé það mikið að eftirlit þeirra sjálfra með samsetningu á vörum, t.a.m. hvort uppgefnar fullyrðingar á umbúðum séu réttar, sé í raun óþarft.“ segir Óli Þór.

Hafa einhverjar rannsóknir farið fram?

En sé traust neytenda á eftirlits-stofnunum mikið, eins og Óli Þór segir, hvað skyldu skýrslur eftirlits-stofnanna segja um ástand mála? Bændablaðið lagði fyrirspurn fyrir Óskar Ísfeld Sigurðsson hjá HR og Jónínu Stefánsdóttir hjá MAST, þar sem spurt var um nokkur atriði þessu

tengt. Spurt var m.a. um hversu oft á síðastliðnum tveimur árum hefðu farið fram kannanir á því hvort inni-haldslýsing kjötvöru kæmi heim og saman við innihaldið (bæði ferskvör-ur og unnar kjötvörur) og hvaða aðil-ar hefðu staðið að þeim rannsóknum. Svar barst ekki frá HR, en í svari frá Jónínu kemur fram að kannanir eða eftirlitsverkefni sem MAST og fyrir-rennarar hennar hafa staðið fyrir, hafa að mestu snúist um öryggi mat-væla og þá einkum örveruinnihald matvæla. Bendir hún á að síðasta könnun sem lýtur að innihaldslýs-ingum væri frá árinu 2006 og hana megi skoða á vef MAST á eftirfar-andi vefslóð: http://www.mast.is/eftirlitsnidurstodur/eftirlitsverk-efni, þar sem önnur eftirlitsverkefni MAST og heilbrigðiseftirlitssvæða er einnig að finna. Einnig hafi könn-un verið gerð árið 2007 á villandi merkingum matvæla, en skýrslugerð hafi ekki fylgt því verkefni. Eins og sjá má á vef MAST er skýrslan frá 2006 raunar sú eina sem gerð hefur verið í þá veru sem hér um ræðir – í tengslum við eftirlitsverkefni MAST og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Í því verkefni var reyndar athugað hvort merkingar á tilbúnum réttum væru í samræmi við reglugerð um merkingu matvæla. Voru 23 tilbúnir kjötréttir kannaðir, en heildarfjöldi rétta var 67. Ekki er fjallað sérstak-lega um niðurstöðurnar úr könnun

á kjötréttunum, og engin sýni tekin til að bera saman innihaldslýsingu og innihald, en þess er getið að um 20% vara hefðu fengið athugasemdir vegna merkinga samsettra innihalds-efna. Kemur fram að greinilegt sé að framleiðendur hefðu ekki allir til-einkað sér nýja reglu um að merkja þurfi öll samsett innihaldsefni.

MAST skoðar málið nánaarJónína segir að meginreglan sé að heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hafi eftirlit með kjötvörum á markaði og með kjötvinnslum á sínu eft-irlitssvæði og Matvælastofnun hafi eftirlit með kjötvinnslum í tengslum við sláturhús. „Eftirlitið snýst um fjölmarga þætti og meðal þeirra er innihald vara og merkingar. Niðurstöður einstakra eftirlitsferða koma ekki til MAST. Einstök heil-brigðiseftirlitssvæði gætu hafa gert kannanir í sínum fyrirtækjum án þess að það hafi borist til MAST. Samantekt eftirlits er hins vegar gerð með ákveðnum hætti úr niðurstöðum eftirlits og berst Matvælastofnun án þess að hægt sé að lesa úr henni t.d. reglugerðarbrot í kjötvinnslum eða kjötvörum.“ Jónína segir að þó að MAST hafi, samkvæmt niðurstöð-um úr eftirliti, ekki ástæðu til að ætla að verið sé að brjóta reglur um inni-hald kjötvara, muni stofnunin leggja áherslu á að skoða þessi mál nánar.

-smh

Fréttaskýring um hið meinta „mengaða nautahakk“

Er eftirliti með kjötvörum ábótavant?nti

snSý

-

ætt ð gmb

ses

aufá

E-nerðeta

þalei

G

sem um

n-i

n a r -ýni sem einhvers konar

undum er bæþess að

um

fEvege

séu framl

NAUTAHAKK Engar rannsóknir virðast hafa farið fram á því hvort innihalds-lýsingar á kjötvörum komi almennt heim og saman við sjálft innihaldið.

Óli Þór Hilmarsson hjá Matís segir að í raun séu það skattborgarar og neytendur sem borgi allt eftirlit með vinnslu matvæla með sköttum eða hluta vöruverðs. „Þrátt fyrir það eru niðurstöður eftirlitsins hér á Íslandi ekki mjög aðgengilegar fyrir neytendur samanborið við það sem tíðkast erlendis, t.a.m. í Danmörku,“ segir hann hér í umfjölluninni. mynd | TB

Nýsköpunarmiðstöð Íslands mun í vetur ásamt Orkustofnun, verk-fræðistofunum Mannvit og Verkís auk sveitarfélaga og atvinnuþró-unarfélaga víðs vegar um land-ið standa að námskeiðum undir yfirskriftinni Viltu verða orku-bóndi? Með þeim er von til að landeigendur, bændur og jafnvel fyrirtæki læri með hvaða hætti er hægt að nýta endurnýjanlega orku og geti í kjölfarið stofnað og rekið litla orkustöð.

Þorsteinn Ingi Sigfússon, pró -fessor og forstjóri Ný sköpunar-mið stöðvar Íslands, hefur skipu-lagt nám skeiðin og stýrir þeim. Á námskeiðunum verður t.a.m. farið yfir aðgengi á endurnýjanlegum orkulindum hérlendis, virkjun

vatns falla og jarðhita, gerð eigin eldsneytis og farið verður yfir reglugerðir og umhverfismál. Í maí á næsta ári verður síðan ráðstefna í Reykjavík þar sem þátttakendur af námskeiðunum koma saman ásamt fagaðilum úr orkugeiranum og iðn-aðarráðherra veitir hvatningarverð-launin Orkubóndann.

„Markhópur námskeiðsins er áhugafólk um virkjanir orku. Við hugsum okkur að þarna eigi erindi við okkur landeigendur, bændur, einstaklingar eða fyrirtæki sem hug hafa á að beisla orkuna heima fyrir. Þarna getur verið um að ræða læk eða á, jarðhita, vindorku eða jafnvel sólarorku. Hugsunin er sú að nýta endurnýjanlega orku sem til fellur í landinu okkar. Ég býst

einnig við að sveitarstjórnafólk sem hug hefur á að virkja orku heima í sínu héraði eða bæjarfélagi muni vilja kynna sér hvernig það verður best gert. Þetta námskeið verður á mannamáli. Við munum taka verkfræðileg verkefni og gera þau aðgengileg og skiljanleg. Við munum hafa með okkur nokkrar

færustu verkfræðistofur landsins, fulltrúa Orkustofnunar og tengjast bæjaryfirvöldum og þróunaraðilum heima í héraði,“ útskýrir Brynja Sigurðardóttir, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem segir jafnframt:

„Þetta verður uppskrift að ný-sköpun og nýjungum í orkumálum

einstaklinga og samfélagsins. Á þessum námskeiðum er von okkar að vekja áhuga aðila sem beisla vilja orkuna sem er heima fyrir og að margir geti á námskeiðinu feng-ið grunnupplýsingar sem leitt geta til þess að virkjun hefjist heima fyrir og að bæjarfélög eða hrepps-félög gætu séð áhugaverða hluti fara af stað. Í tilviki einstaklinga get ég séð fyrir mér að margs konar orkuvirkjun sjái hugsanlega dags-ins ljós í kjölfar námskeiðsins.“

Næsta námskeið verður hald-ið dagana 27. og 28. október á Húsa vík. Hægt er að skrá sig á heima síðu Nýsköpunar mið stöðv-ar Íslands á www.nmi.is. Nánari upplýsingar má fá hjá Brynju Sigurðardóttur, Nýsköp un ar mið-stöð í Reykjavík, síma 522-9000 og Sólveigu Ýr Sigurgeirs dótt ur, Nýsköpunar miðstöð á Húsavík, síma 522-9000.

ehg

Leynist orkubóndi í þér?

Góð aðsókn var að fyrsta námskeiðinu á Stokkseyri. mynd. | KS

Page 3: 10-11 12-13 1412-13 14 Vestfirskum krásum smalað um fjöll og firnindi 17. tölublað 2009 Fimmtudagur 8. október Blað nr. 312 Upplag 20.500 10-11 Hvað er skrifað um hrunið

3 Bændablaðið | fimmtudagur 8. október 2009

ALGJÖR

VINNUÞJARKUR!

Árgerð: 2009Vél: 1 Cylendra 4gengisKæling: VatnskæltKúpic: 500 ccGírar: Sjálfskipt – H / LKveikja: Digital

Inngjöf: BlöndungurÞyngd: 342 kgBensíntankur: 19 LDrif: FjórhjóladrifFjöðrun: Sjálfstæð á öllum

SANDSTORM FJÓRHJÓL - TVEGGJA MANNAVerð frá: 980.000 kr.

N1 VERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 REYKJAVÍK. SÍMI 440 1220. WWW.NITRO.ISHafnarfirði, Reykjanesbæ, Akranesi, Ólafsvík, Akureyri, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Höfn, Selfossi, Vestmannaeyjum.

Samband garðyrkjubænda auglýsir eftir umsóknum um framlög til þróunar- og rannsóknaverkefna vegna ársins 2009,

samkvæmt 5. gr. Aðlögunarsamningsins milli ríkisstjórnar Íslands og Bændasamtaka Íslands/

Sambands garðyrkjubænda.

Viðmiðunarreglur um kröfur til styrkumsókna og verklagsreglur um úthlutun og afgreiðslumáta

���������������� ���������������garðyrkjubænda, www.gardyrkja.isÞar eru einnig umsóknareyðublöð til

útfyllingar.

Frekari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda á netfanginu

[email protected]

Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2009.

Stjórn Sambands garðyrkjubænda

Bændablaðið á netinu...

www.bbl.is

Nýjar ognotaðar

vélarHydrema 1400CHjólagrafaVerð 15 milljónir + vsk

��������� ��������Verð kr. 7.000.000 + vsk

Case 100 Maxum 2008 500 vinnustundirVerð 7.000.000 + vsk

Venieri traktorsgrafa 2006Fjórhjólastýrð 400 vinnustundirVerð 7.500.000 + vsk

Page 4: 10-11 12-13 1412-13 14 Vestfirskum krásum smalað um fjöll og firnindi 17. tölublað 2009 Fimmtudagur 8. október Blað nr. 312 Upplag 20.500 10-11 Hvað er skrifað um hrunið

4 Bændablaðið | fimmtudagur 8. október 2009

Aukning hefur orðið á elds-voðum í landbúnaðarbygg-ingum undanfarin ár en á því síðasta var ástandið sérlega slæmt. Brunamálastofnun hefur nú gefið út leiðbeiningablað um brunavarnir í landbún-aðarbyggingum, en við skoðun stofnunarinnar á eldsvoðum í slíkum byggingum hefur komð í ljós að alvarlegir gallar hafa verið á brunavörnum þeirra og hafa þessir gallar oft haft áhrif á þróun bruna. Fram kemur í blaði Brunamálastofnunar að margar landbúnaðarbyggingar uppfylla ekki ákvæði reglugerð-ar um brunavarnir og bruna-mál og á það einkum og sér í lagi við um notkun eldþolinna byggingarefna, um brunahólfun og um tæknibúnað. Í honum er fjallað um landbúnaðarbygg-ingar, samþykktar teikningar, brunasamstæður og brunahönn-un, brunahólfun, byggingarefni, öryggi dýra, brunaviðvörunar-kerfi, reyklosun og frágang raf-magns. Blaðið má finna á vef Brunamálastofnunar, brunamal.is.

Björn Karlsson brunamála-stjóri segir að leiðbeiningar um brunavarnir í landbúnaðarbygg-ingum hafi verið teknar saman til að stuðla að bættu brunaöryggi. Byggingar sem tilheyra landbún-aði hafi nokkra sérstöðu hvað brunavarnir varðar, slökkvilið þurfi oft að fara um langan veg

til að komast að þeim, víða sé vatnsskortur vandamál og þá sé björgun úr byggingunum einnig oft vandkvæðum bundin. „Það er því afar mikilvægt að hugað sé vel að brunavörnum við hönn-un og rekstur slíkra bygginga og eins er mikilvægt að eigendur og umráðamenn þeirra þekki kröf-ur um brunavarnir og geti sjálfir haft frumkvæði að því að tryggja fullnægjandi öryggi bústofns og mannvirkja,“ segir Björn.

Brunamálastjóri bendir á að á umliðnum árum hafi komið upp nokkrir stórir eldsvoðar þar sem tjón hlaupi á tugum eða hundr-uðum milljóna. Sem dæmi nefnir hann þrjá eldsvoða á liðnu ári, í Stærra-Árskógi þar sem dráp-ust um 200 nautgripir, Vestra-Fíflholti, þar sem um 120 naut-gripir lágu í valnum eftir bruna, og þá drápust um 4000 hænur í bruna á Ásmundarstöðum. Um 600 fjár drápust í eldsvoða á Knerrum fyrir nokkrum árum, um 3600 hænur í Grænahrauni og á Húsatóftum drápust um 40 nautgripir í elds-voða árið 2006. Auk þess sem eldsvoði á umræddum bæjum varð bústofni að fjörtjóni urðu einnig miklar skemmdir á mannvirkjum.

Skiptir miklu að raflagnavinna sé unnin af fagmönnum

Björn segir að í langflestum til-vikum þar sem eldur kemur upp í landbúnaðarbyggingum valdi rafmagn og rafmagnsbúnaður

íkveikju. Því sé afar brýnt að frá-gangur alls sem tengist rafmagni og búnaði honum tengdum sé óað-finnanlegur, m.a. að hann sé allur ryk- og rakaþéttur. Bendir Björn á að í mörgum tilvikum kvikni í skömmu eftir að átt hafi verið við rafmagnsbúnað, t.d. í fjósum og fjárhúsum. „Það skiptir miklu máli að raflagnavinna sé unnin af fag-mönnum og að vel sé fylgst með húsnæðinu fyrstu dagana eftir að vinnu þar er lokið,“ segir Björn, en því miður sé of algengt að þessi verkefni séu unnin af ófaglærðum aðilum.

Raflagnir í byggingunum eigi að uppfylla kröfur um búnað og frágang, en á því sé á stundum misbrestur. Rafmagnstöflur eiga að vera í stálskápum og staðsett-ar í eða á vegg úr óbrennanlegum

efnum og þá er mælt með því að slökkvibúnaðar sé settur upp í raf-magnsskápum. Vegna raka í land-búnaðarbyggingum er nauðsynlegt að raflagnaefni sé sérstaklega við-urkennt til nota við slíkar aðstæður og bændur þurfi einnig að huga vel að því að laustengd vinnuljós séu ekki nálægt heyi eða öðrum auðbrennanlegum efnum. „Við mælum líka með því að árlega sé farið yfir allan rafmagnsbúnað og ástand kannað á rafmagnssnúrum, sérstaklega að þær séu ekki trosn-aðar,“ segir Björn.

Hann bendir einnig á að við skoðun á eldsvoðum í landbún-aðarbyggingum hafi komið í ljós að aðalteikningar af sumum bygginganna hafi aldrei verið samþykktar af byggingaryfirvöld-um og sérteikningar ekki gerðar. Samkvæmt byggingarreglugerð og skipulags- og byggingalögum eigi þó ætíð að sækja um byggingaleyfi fyrir nýframkvæmdum og breyt-ingum á byggingum hjá yfirvöld-um byggingamála og leggja fram uppdrætti til samþykktar.

Þráðlaus viðvörunarbúnaður kemur að góðu gagni

Brunamálastjóri segir að breyt-ing hafi orðið á atvinnuháttum til sveita, þannig hafi til að mynda áður fyrr oft kviknað eldar í hlöð-um í kjölfar þess að hey ofhitnaði. Nú sé algengast að hey sé í rúllu-böggum í plasti, en hlaðan hafi fengið nýtt hlutverk, hafi í mörg-

um tilvikum breyst í vélageymslu. Eins sé oft búið sé að opna á milli hlöðu og gripahúss, „og það er því miður alltof algengt að menn setji ekki eldtraust skil á milli hlöðu eða geymslu og gripahúss. Slíkur veggur eða skil á milli húsa er stundum kallaður 60 mín-útna veggur, en í því felst að hann þolir eld í klukkustund án þess að skemmast,“ segir Björn.

Þá bendir hann á að verðmæti hafi aukist til muna í landbúnaði, byggingar séu víða nýjar, þær eru stærri en áður var og í þeim auk-inn fjöldi gripa, auk tækja sem kosti mikla fjármuni. Því sé baga-legt að í of mörgum tilfellum noti menn auðbrennanleg efni, eins og polystyren og bóluplast, t.d. í þak húsanna. „Það er afskaplega slæmt þegar menn nota eldfim efni í byggingar sínar, það gerir illt verra, þær bókstaflega fuðra upp á svipstundu og ekki verður við neitt ráðið.“

Björn hvetur bændur til að huga að brunavörnum í útihúsum sínum og bendir á að ný tækni sem byggir á þráðlausum búnaði geti komið að góðu gagni. Hann gerir fólki viðvart ef eldur kemur upp í útihúsunum og er að sögn Björns ekki mjög dýr. „Margir hafa lagt í kostnaðarsamar fjárfestingar í tengslum við uppbyggingu í land-búnaði en þær geta að engu orðið á örskotsstund komi upp eldur. Því ættu menn að vera vakandi fyrir því að hafa eldvarnir sínar í lagi, það getur margborgað sig,“ segir Björn og bætir við að venjuleg-ir reykskynjarar dugi ekki því of mikið ryk og raki í gripahúsum geri að verkum að þeir virki ekki þar. MÞÞ

Brunamálastofnun gefur út blað með leiðbeiningum um eldvarnir í landbúnaðarbyggingum

Afar mikilvægt að hugað sé vel að brunavörnum– Tryggja þarf fullnægjandi öryggi bústofns og mannvirkja

Skotveiðitengd ferðaþjónusta er ný vaxtargrein í ferðaþjónustu hér á landi og er meðal annars talið að hún geti mætt þörfum sístækkandi hóps veiðimanna úr þéttbýli, sem hefur takmarkaða möguleika á að komast í veiði með öðrum hætti. Ýmis tækifæri felast í skotveiðitengdri ferða-þjónustu, bæði fyrir frumkvöðla og eins hinar dreifðu byggðir landsins. Nú er unnið að verkefni sem nefnist North Hunt, en það hefur að markmiði að efla starfs-umhverfi frumkvöðla í atvinnu-greininni og að draga úr hindr-unum sem á veginum kunna að verða án þess að minnka kröfur um sjálfbærni og umhverfisvæn-ar veiðar.

Um er að ræða þriggja ára samnorrænt verkefni sem byrj-aði árið 2008 og hlaut m.a. styrk úr Norðurslóðaráætlun Evr ópu-sam bandsins. Aðrar þátttökuþjóð-ir í verkefninu eru Finnland, Sví þjóð, Skotland og Kanada. Rann sókna- og þróunarmiðstöð Há skólans á Akureyri (RHA) og Rannsóknamiðstöð ferðamála- og veiðistjórnunarsviðs Um hverf is-stofnunar eru aðalþátttakendur fyrir hönd Íslands en auk þess koma fjölmargir aðrir aðilar að verkefn-inu. Hjördís Sigursteinsdóttir, sér-fræðingur hjá RHA, stýrir verkefn-inu fyrir hönd Íslands. Í verkefninu er lögð áhersla á félags-, vist- og efnahagslega sjálfbærni skotveiði-tengdrar ferðaþjónustu.

„Með vaxandi fjölda skotveiði-manna eykst hætta á ofnýtingu á takmörkuðum auðlindum, sem getur leitt til ofnotkunar og hnignunar á villtum dýrastofnun,“ segir Hjördís og bendir á að því sé mikilvægt fyrir áframhaldandi vöxt greinarinnar að veiðar séu skipulagðar með sjálf-

bærni í huga, villtir dýrastofnar séu takmörkuð auðlind sem endurnýi sig svo framarlega sem ekki sé gengið of nærri stofninum.

Hjördís segir að áhugi fyrir skot-veiði hafi vaxið hér á landi undan-farin ár, þannig hafi Veiði stjórn un-arsvið Umhverfis stofn unar gefið út um 10 þúsund veiðikort á síðast-liðnu ári, sem jafngildir því að um 4% þjóðarinnar hafi veiðikort og/eða stundi einhvers konar skotveið-ar. Flestir íslenskir skotveiðimenn eru karlmenn á aldrinum 30-60 ára og tilheyra öllum þjóðfélagshópum. Undanfarin ár hefur fjöldi erlendra skotveiðimanna hér á landi verið u.þ.b. 80-100 manns á ári, eða um 1% virkra veiðimanna. Flestir þeirra hafa komið frá Bandaríkjunum, Kanada og Suður-Evrópu.

Vísir að ferðaþjónustu í tengslum við skotveiði

Nú þegar er hér á landi kominn vísir að ferðaþjónustu í tengslum við skotveiðar og sjá margir frum-kvöðlar í ferðaþjónustu þar aukin atvinnutækifæri á næstu misserum. Skotveiðitengd ferðaþjónusta er talin hafa mikla vaxtarmöguleika um land allt, ekki síst á Austurlandi þar sem gott skipulag er í kringum hreindýraveiðarnar, sem eru ein-stakar fyrir þann landshluta, að sögn Hjördísar. Samhliða hrein-dýraveiðunum hafa umsvif ferða-þjónustunnar í kringum þær aukist. Hreindýraveiðimenn eru skyldugir til að vera í fylgd með leiðsögu-manni við veiðarnar en jafnframt má búast við aukinni veltu í lands-hlutanum vegna þeirrar þjónustu sem veiðimaðurinn kaupir, s.s. vegna gistingar, fæðis, ferða til, frá og innan svæðis sem og annarrar afþreyingar og/eða þjónustu sem veiðimaðurinn nýtir sér.

Hjördís bendir á að skotveiði-tengd ferðaþjónusta sé þó ekki ein-vörðungu bundin við hin austfirsku hreindýr. Víðsvegar um landið hafa aðilar verið að hasla sér völl á þessu sviði og bjóða upp á ferða-þjónustu í tengslum við skotveiði á annarri villibráð en hreindýrum.

Má þar t.a.m. nefna Stöng í Mývatnssveit, Mjóeyri ehf. og Adventura á Djúpavogi.

„Teljum að skotveiðitengd ferðaþjónusta eigi framtíð fyrir

sér“Bændur og landeigendur hafa mjög orðið varir við vaxandi eft-irspurn skotveiðimanna úr þéttbýli á að komast í veiði á landi þeirra, en landeigendur og ábúendur á jörðum fara með veiðirétt í eign-arlöndum og skotveiðar því alfarið háðar leyfi frá þeim. „Bændur hafa í auknum mæli tekið gjald fyrir veiðina, þeir hafa leigt tún og akra og að auki hefur ferðaþjónusta við skotveiðimenn færst í aukana á umliðnum árum, en þar má nefna kaup þeirra á gistingu, matvöru, afþreyingu eða þjónustu af öðru tagi í nágrenni við veiðisvæði. Í kjölfarið hefur skapast þörf fyrir

frekara skipulag í þessari nýju atvinnugrein, sem við teljum að eigi sér framtíð á hér á landi, en það er alveg ljóst að ef greinin á að gefa arð til lengri tíma er í mörg horn að líta,“ segir Hjördís. Þannig segir hún mikilvægt að hagsmunaaðil-ar um skotveiðar og ferðaþjónustu hittist og beri saman bækur sínar til að ákvarða þróun greinarinnar til framtíðar. „Til að geta byggt á sterkum grunni er þörf fyrir meiri upplýsingar um stöðu greinarinnar og tengsl hennar við samfélagið,“ segir Hjördís, en á vegum verkefn-isins hefur verið unnin viðtalskönn-un þar sem rætt er við hagsmuna-aðila í skotveiðitengdri ferðaþjón-ustu og eins er framundan rannsókn á efnahagslegum áhrifum af slíkri ferðaþjónustu og markaðsmögu-leikum hennar. Þá stendur einnig til að afla upplýsinga á sviði stofnvist-fræði og um gildandi veiðistjórn-unarkerfi. „Þetta mun allt hafa hag-nýtt gildi fyrir þróun greinarinnar og þá hagsmunaaðila sem að henni standa, en það er mjög mikilvægt að framtíðin verði skipulögð á sjálfbæran og ábyrgan hátt,“ segir Hjördís.

MÞÞ

Skotveiðitengd ferðaþjónusta vaxandi atvinnugrein á Íslandi

Tækifæri fyrir frumkvöðla og dreifðar byggðir

Hjördís Sigursteinsdóttir verkefnisstjóri skotveiðitengdrar ferðaþjónustu.

Sveitarstjórn Skagafjarðar

Viðræður við KS um fjármögnun á

lokaáfanga ÁrskólaSveitastjórn Skagafjarðar sam-þykkti á fundi í vikunni, með átta atkvæðum að ganga til við-ræðna við kaupfélag Skag firð-inga á grundvelli tilboð þess um fjármögnun á lokaáfanga Ár skóla á Sauðárkróki. Bjarni Jónsson, sat hjá við atkvæða-greiðsluna.

Tillagan sem samþykkt var eftir viðbótartillögu frá sjálfstæð-ismönnum gerir ráð fyrir að leitað til hagdeildar Sambands íslensk-ar sveitarfélaga og lánasjóðs sveitarfélaga um mat á verkefninu s.s. lánamöguleikum og frekari hagspá á grundvelli skýrslu sem KPMG vann fyrir sveitarfélagið Skagafjörð um máið.

Bjarni Jónsson óskaði bókað að hann teldi í ljósi skýrslu KPMG að sveitarfélagið ráði ekki við þær fjárskuldbindingar nú sem stækkun Árskóla fæli í sér. Slík skuldsetn-ing ásamt neikvæðri rekstrarnið-urstöðu sveitarfélagsins gæti að óbreyttu orðið því ofviða og leitt til mikils niðurskurðar í þjón-ustu og torveldað möguleika á að sinna örðum verkefnum. Þá lof-aði Bjarni frumkvæði Kaupfélags Skagfirðinga og taldi athugandi að félagið kæmi til samstarfs við sveitarfélagið í smærri og við-ráðanlegri verkefnum eins og t.d. viðhaldi mannvirkja í eigu sveit-arfélagsins. MÞÞ

Næsta Bændablað kemur út

22. október

Page 5: 10-11 12-13 1412-13 14 Vestfirskum krásum smalað um fjöll og firnindi 17. tölublað 2009 Fimmtudagur 8. október Blað nr. 312 Upplag 20.500 10-11 Hvað er skrifað um hrunið

5 Bændablaðið | fimmtudagur 8. október 2009

Sjóklæðagerðin hf.66°Norður

[email protected]

FLOTT OKTÓBERTILBOÐ

Hafi ð samband við þjónustudeild okkar:

JobmanP55171

Eik loðfóðraður vinnusamfestingurM53492

Birki fl íspeysaK16053

Birki loðfóðruð úlpaM18777

Vasar fyrir hnjápúða Brjóstvasar, hliðarvasar, bakvasar Vasi fyrir tommustokk

Cordura styrkingar á öxlum & ermum Mikið endurskin Rennilás á skálmum

Þrengingar í ermum Teygja að neðan Rennd upp í háls

Endurskinsmiðseymi Vattfóður í ermum Þunn hetta falin í kraga

Efni Bómull/ Polyester

Efni Beaver Nylon

Efni 100% Polyester

Efni Beaver Nylon

Stærðir 50 - 62

Stærðir 48 - 64

Stærðir S - 3XL, nema L

Stærðir S - 3XL

Verð 3.000 kr.

Verð 12.500 kr.

Verð 4.500 kr.

Verð 8.500 kr.

Randver / Miðhraun 11 Sími 535 6606

Birkir / NorðurlandSími 825 6617

EX

PO

· w

ww

.exp

o.is

Það er einfalt að versla á BYKO.is og fá vörurnar sendar heim!

Hlýr fatnaðurfyrir veturinn

Vefverslun BYKO - www.BYKO.is

EX

PO

· w

ww

.exp

o.is

ÞaÞaðð erer e eininfafaltlt a aðð veversrslala á á BYBYKOKO i.iss ogog f fáá vövörururnrnarar sendar heim!

Vefverslun BYKO - www.BYKO.is

Vnr. 93458278-83

KuldagalliTRANEMO kuldagalli,

navy, stærðir S-3XXL.

Vnr. 93990020-25

VinnuvettlingarWORKNIT fóðraðir vettlingar,

stærðir 8M, 9L eða 10XL.

9.990

499

FYRIR VETURINN

Hjalti Gestsson

látinnHjalti Gestsson, fyrrver-andi framkvæmdastjóri Bún að ar sambands Suður-lands, andað ist á Sjúkrahúsi Suður lands 6. október sl., 93 ára að aldri.

Hjalti var fæddur á Hæli í Gnúpverjahreppi, hann varð stúd ent frá MR 1938 og búfræðikandídat í Kaupmannahöfn ár ið 1941. Hann var ráðinn ráðu nautur Búnaðarsambands Suð ur lands árið 1946 og framkvæmda-stjóri þess árið 1949.

Hjalti átti sæti á Búnaðar-þingi frá 1965 til 1986. Þá sat hann um skeið í sýslunefnd Ár nessýslu og gegndi auk þess fjölmörgum öðrum nefndar- og trúnaðarstörfum. Þá liggur mikið eftir hann í rituðu máli.

Kona hans var Karen Marie Gestsson og eignuðust þau fjögur börn. Hjalta mun verða minnst nánar hér í blaðinu.

Bændablaðið á netinu...

www.bbl.is

Page 6: 10-11 12-13 1412-13 14 Vestfirskum krásum smalað um fjöll og firnindi 17. tölublað 2009 Fimmtudagur 8. október Blað nr. 312 Upplag 20.500 10-11 Hvað er skrifað um hrunið

6 Bændablaðið | fimmtudagur 8. október 2009

Málgagn bænda og landsbyggðar

LOKAORÐIN

Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu.

Árgangurinn kostar kr. 5.400 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.400.Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands.

Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 – Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. [email protected] – Sími: 563 0375 – Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir [email protected] – Margrét Þ. Þórsdóttir [email protected]

Freyr Rögnvaldsson [email protected] – Sigurður M. Harðarson [email protected] – Matthías Eggertsson [email protected]ýsingastjóri: Eiríkur Helgason [email protected] – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf.

Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er [email protected] Netfang auglýsinga er [email protected] Vefsíða blaðsins er www.bbl.isPrentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621

Hvar varstu þegarÍsland hrundi?Þegar stóratburða er minnst er mönnum gjarnt að rifja upp hvar þeir voru þegar þeir heyrðu frétt-ina. Hvar varst þú þegar Kennedy var skotinn? Þessa vikuna er spurt: Hvar varst þú þegar bank-arnir hrundu?

Fyrir mína parta var ég í Bruss el, af öllum stöðum, á ferða-lagi með hartnær þrjátíu íslensk-um sveitarstjórnarmönnum. Það var að sönnu einkennileg upplifun að vera í þessari höfuðborg Evr-ópu og heyra, aðallega í gegnum farsíma, dynkina ofan af Íslandi þegar bankarnir lögðust á hliðina, einn af öðrum, Glitnir fyrstur á mánudegi, Landsbankinn daginn ���������� ���������������

Ferðafélagar mínir tolldu ekki inni á fundunum sem þeir áttu að sitja heldur laumuðust út og hnöppuðust saman í kringum farsíma eða tölvu til að hlusta á Geir segja Guð blessi Ísland og allt hitt. Þeir urðu smám saman alvörugefnari enda áttu margir þeirra mikið undir í fallvöltum sjóðum bankanna.

Sjálfur fann ég helst fyrir þessu í því að ég vissi aldrei hvað ��������������������������������kostaði hann 100 kall, daginn eftir 300 og endaði svo í 200. Ég borgaði að ég held dýrasta hót-elherbergi sem ég hef nokkurn tíma þurft að borga, enda voru evrurnar í því dæmi gerðar upp á genginu 230 krónur.

Og eitt kvöldið hitti ég Svía á skyndibitastað í hjarta Brussel og skildi ekki alveg hvers vegna hann varð svona ásakandi, allt að því hranalegur, eftir að hann heyrði hvaðan ég væri. Það átti þó eftir að komast upp í vana að mæta illum augum útlendinga. Sem betur fer eru þau aftur farin að mildast, enda árið liðið. –ÞH

FJÁRLAGAFRUMVARP 2010 er komið fram. Enginn getur efast um að fjárlagavinnan er erfið og umdeildar ákvarðanir teknar í skugga hrikalegs vanda. Bændur fara ekki varhluta af erfiðri stöðu ríkissjóðs. Skattahækkanir og bein inngrip í lífs-kjör snerta þá líkt og alla landsmenn. 18. apríl síðastliðinn gerðu Bændasamtökin og búgreinfélög samkomulag um breytta búvörusamninga sem síðan voru stað-festir í atkvæðagreiðslu á meðal bænda. Síðar gerðu BÍ og Samband garð-yrkjubænda sambærilega breytingu. Á þeim tíma, í aðdraganda breytinga á búvörusamningum, var jafnframt leit-að eftir samkomulagi um samning sem gerður er á grunni Búnaðarlaga og oftast nefndur Búnaðarlagasamningu. Samn-ingurinn innifelur framkvæmd lag-anna og leggur grunn að búfjárrækt og ráðgjafar starfi, atvinnuuppbyggingu með starfsemi Framleiðnisjóðs landbúnaðar-ins. Þá rennur stór hluti þeirra fjármuna sem úthlutað er í krafti þessa samnings til þess að standa straum af eftir launa-skuldbindingum frá gamalli tíð.

Slíku samkomulagi var hafnað. Lögin

segja reyndar að slíkan samning skuli gera til fimm ára og endurskoða annað hvert ár. Nú eru liðnir um 17 mánuðir frá síðasta fundi um framtíð samningsins. Þar voru lagðar fram hugmyndir BÍ að breyttum samningi. Núverandi samning-ur rennur út 2010.

Fjárlagafrumvarpið ber með sér að breyttir búvörusamningar voru nauðsyn-legir. Stjórn völd og bændur sýndu ábyrga samstöðu. Aftur á móti er óskiljan-

legt að höggvið sé svo rækilega í bún-aðarlagasamninginn þrátt fyrir að ítrekað hafi verið reynt að leita samkomulags. Samkomulags sem gerði aðilum kleift að standa saman að framkvæmd hans.

Fjárlagafrumvarpið er síðan að öðru leyti vitnisburður um hvernig stjórnvöld hafa á undanförnum árum hrakist undan nauðsynlegum breytingum. Eins og les-endur Bændablaðsins vita hefur í tíð

þriggja síðustu ríkisstjórna ekki fengist samstaða um nauðsynlegar lagabreyt-ingar til einföldunar. Það er síðan annað og sjálfstætt mál að ræða hvernig stjórn-málamenn, sem harðast gagnrýna land-búnaðarkerfið, geta ekki tekið þátt í mál-efnalegri umræðu heldur kjósa að halda sig í skotgröfum innihaldslausra frasa.

Viðbrögð við svo hastarlegum sam-drætti kallar á nýjar lausnir. Stjórn BÍ hefur þegar falið starfshóp að ræða hug-myndir og tillögur að gjörbreyttu fyr-irkomulagi ráðgjafarstarfs í landbúnaði til undirbúnings fundi formanna bún-aðarsambanda sem haldinn verður í haust. Nauðsynlegt er að ræða um slíka uppstokk un. Hún er ekki síst nauðsynleg ef ekki verður endurnýjaður samningur um verkefni bún aðar laga. Þá er komin ný staða og nýtt umhverfi. Við slíka vinnu er ekki síður vert að ræða og hvernig skilið verður á milli fortíðar og framtíðar.

Oft er reynt að gera tortryggileg fram-lög til Bændasamtaka Íslands í gengum búnaðalagasamning. Látið er að liggja að þeir fjármunir séu notaðir til hagsmuna-gæslu og renni um þessar mundir til and-ófs gegn feigðarför meirihluta Alþingis til ESB. Þeir sem svíður undan málefna-legum málflutningi bænda reyna oftast í málefnafátækt sinni að gera mikilvæg verkefni okkar tortryggileg. Er það miður fyrir þá.

HB

LEIÐARINN

Þáttaskil í vændum?

Þann 23. október næstkomandi verða Samtök ungra bænda hérlendis formlega stofnuð í Dalabúð í Búðardal. Markmiðið er að efla tengslanet ungra bænda á Íslandi, auka nýliðun í landbúnaði og styrkja þá ungu bændur sem fyrir eru.

Helgi H. Hauksson, bóndi að Straumi í Hróarstungu, er í undir-búningshópi fyrir stofnun samtak-anna sem hann segir verða sam-eiginleg grasrótarsamtök fyrir ungt fólk í landbúnaði og einnig fyrir þá sem vilja búa og starfa á landsbyggðinni og starfa við ýmiss konar landbúnað.

„Það eru ungir bændur vítt og breitt um landið og eitt af því sem við viljum gera er að efla félags-leg tengsl eins og gert er í slíkum samtökum erlendis. Ef ekki verð-ur unnið markvisst að því að efla nýliðun og styrkja þá sem fyrir eru er hætta á að veruleg fækkun verði í þessari atvinnugrein. Unga fólkið hefur ekki alltaf sömu hags-muna að gæta og þeir sem eldri eru í atvinnugreininni. Við yngri bænd-urnir erum oft á tíðum skuldsettari og staðreyndin í dag er sú að nýlið-un hefur verið lítil, fyrst og fremst vegna þess að landverð hefur verið of hátt og afkoman í atvinnugrein-

inni hefur heldur ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir,“ útskýrir Helgi sem telur aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verða eitt aðal-mál samtakanna til að byrja með:

„Ef við horfum fram á veginn þá er aðildarumsóknin eitt af þeim málum sem valda okkur mest-um ugg. Fari svo að við göngum inn í sambandið verður mun erf-iðara með nýliðun í landbúnaði en nú er og starfsumhverfið verður allt mun þyngra. Ég átti fund með formönnum samtaka ungra bænda á Norðurlöndunum fyrir stuttu og eftir hann styrktist ég enn í þeirri trú að Evrópusambandið sé ekki rétti vettvangurinn fyrir ungt fólk

sem vill starfa í landbúnaði í fram-tíðinni. Þetta er okkar framtíð og okkur ber skylda til að huga sem best að henni fyrir starfsbræður okkar og -systur.“

Stofnfundur Samtaka ungra bænda verður haldinn föstudaginn 23. október í Dalabúð í Búðardal og hefst klukkan 16:30. Þar á undan verður málþing undir yfirskriftinni Ungt fólk og landbúnaður sem hefst kl. 13 en í framhaldinu hefst árleg-ur haustfagnaður sauðfjárbænda í Dalasýslu. Gistingu fyrir helgina verður hægt að fá á góðu verði á hótelinu að Laugum í Sælingsdal og er tekið við pöntunum í síma 434-1600. ehg

Ungir bændur taka höndum samanFélag sauðfjárbænda í Dala-sýslu hefur árlega staðið fyrir hátíðinni „Haustfagnaður í Dölum“. Hátíðin verður hald-in í Dalasýslu helgina 23.-25. október nk. Hátíðin er mjög glæsileg að þessu sinni og mikið verður um að vera.

Helstu viðburðir eru:� Lambhrútasýning þar sem

bestu lambhrútar Dalasýslu eru sýndir.

� Málþingið „Ungt fólk og land-búnaður“

� Stofnfundur landsamtaka ungra bænda.

� Opin fjárhús. � Sviðaveisla� Hagyrðingakvöld� Harmonikkudansleikur� Rokkhátíðin SLÁTRIÐ þar sem

eftirfarandi hljómsveitir munu spila: Black Sheep, Grjóthrun í Hólshreppi, Dr. Gunni, Agent Fresco, Reykja vík, Retro Stefson og FM-Belfast.

� Hrútamótið í innanhúsknatt-spyrnu

� Íslandsmeistaramótið í rúningi� Bændatugþraut

� Kynning á íslenskri ull� Markaður� Kjötsúpa� RISA grillveisla þar sem grill-

uð verða Dalalömb� Stórdansleikur með hljóm-

sveitinni PÖPUMHægt er að kaupa gistingu á

Laugum í Sælingsdal en þar er bæði boðið uppá Hótelgistingu og svefnpokapláss auk þess er hægt að nálgast frekari upplýs-ingar á www.dalir.is.

Meistaramót Íslands í rúningiMeistaramót Íslands í rúningi verður haldið í tengslum við Haustfagnað í Dölum laugardag-inn 24. október nk. Hún fer fram í Reiðhöllinni í Búðardal og hefst kl. 15:00. Keppnin verður með sambærilegu fyrirkomulagi og á síðasta ári nema hvað bætt verður við flokki óvanra rúningsmanna. Stuðningsaðilar keppninnar í ár eru Íslenskar búrekstrarvörur (www.isbu.is) og Ístex (www.istex.is). Allar nánari upplýsingar og skráningar eru hjá Helga Hauk í síma 865-1717 eða [email protected].

Haustfagnaður í Dölum

Helgi H. Hauksson á milli tveggja hressra ungbænda, þeirra Ásmundar Daða Einarssonar og Bjarka Fannars Karlssonar.

Page 7: 10-11 12-13 1412-13 14 Vestfirskum krásum smalað um fjöll og firnindi 17. tölublað 2009 Fimmtudagur 8. október Blað nr. 312 Upplag 20.500 10-11 Hvað er skrifað um hrunið

7 Bændablaðið | fimmtudagur 8. október 2009

Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum í Svartárdal var með kunnustu hagyrðingum á fyrrihluta síð-ustu aldar. Kveðskapur hans er sérlega vandaður, bæði um efni og form, og má þar um nefna kvæðið Lækinn sem hvað oft-ast er haldið á lofti af kveðskap hans.

LÆKURINNÆskuminning

Jeg er að horfa hugfanginn,í hlýja sumarblænum,yfir litla lækinn minn,sem líður fram hjá bænum.

Ó, hve marga æskustundáður hjer jeg dvaldi,saklaust barn með ljetta lund,og leggina mína taldi.

Bæ jeg lítinn bygði þarog blómum utan skreytti.Yfir tún og engjarnaroft jeg læknum veitti.

Nú er ekkert eins og fyr, á öllu sje jeg muninn:löngu týndir leggirnirog litli bærinn hruninn.

Æskan hverfur. Yndi dvín.Alt er líkt og draumur.Áfram liður æfin míneins og lækjarstraumur.

Meðan æðum yljar blóð, og andinn má sig hræra,skal jeg syngja lítil ljóðlæknum silfurtæra.

Þegar jeg er uppgefinnog eytt hef kröftum mínum.Langar mig í síðsta sinnað sofna' á bökkum þínum.

Sagan endurtekur sigGísli var eitt sinn staddur á Sauðárkróki og gekk þá fram á unga pilta í bæjarvinnu sem lágu sofandi inni í garði.Hann orti: Ennþá birtist oss tíðin tvennþó tvístrað sé gamla Ísraelsliðið.Lærisveinarnir sofa enní syndinni innan við grasgarðs-

hliðið.

Halldór Laxness getur Gísla í bók sinni Grikklandsárinu og birtir þar þessa vísu eftir hann:

Oft á fundi með frjálslyndumfyr ég skunda réði.En nú fæst undir atvikumaðeins stundargleði.

Halldór var í vafa um hvað orðið „frjálslyndur“ merkti svo hann gerði sér ferð norður til að leita að húnvetnskri merkingu þess.Síðan segir hann: „Orðið frjáls-lyndur reyndist í því landslagi hafa eftirtaldar sérmerkingar: búlaus hestamaður, gortari, drykkjumaður, klámhundur, þjófur, landabruggari, spilafífl, lygari, slagsmálahundur, trúvill-ingur, kvennaflagari og skáld. Má ég bæta því við akademíu húnvetninga til sóma að svip-aðar merkingar felast í orðinu libertin á frönsku“.

FerskeytlanÞegar bjátar eitthvað áört og viðkvæmt sinni,alltaf finn ég friðinn hjáferskeytlunni minni.

Umsjón: Matthías Eggertsson

[email protected]

Í umræðunni

MÆLT AF MUNNI FRAMFramlög til ráðgjafarþjónustu

bænda dragast mikið saman- formaður BÍ segir að bregðast þurfi strax við

Jóhanna Sigurðardóttir forsæt-isráðherra hélt stefnuræðu sína á mánudaginn var. Það er ljóst að mýmörg verkefni bíða alþing-ismanna á komandi vetri og ekki eru öll viðfangsefnin auðveld. Samhliða stefnuræðunni var lögð fram málaskrá ríkisstjórnarinnar sem hefur að geyma 184 mál sem áætlað er að leggja fram á haust- og vorþingi. Í listanum gætir ýmissa grasa en margt er þar að finna sem kemur við landbún-aðinn, bæði beint og óbeint.

Ef byrjað er á forsætisráðuneyt-inu sjálfu þá er þar m.a. að finna frumvarp til laga um breytingar á lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið sem taka á fyrir nú í haust. Í frumvarpinu verða gerð-ar tillögur um breytingar á ákvæðum laga um heimildir til að nota íslenska fánann í vörumerki eða á söluvarn-ing, umbúðir eða í auglýsingum á vörum og þjónustu. Bændur hafa sem kunnugt er óskað eftir því að fá að nota þjóðfánann við merkingar á innlendum búvörum en fyrir liggja reglur og skilyrði til framleiðenda sem Bændasamtökin hafa unnið að.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti klárar

matvælafrumvarpÍ sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu-neytinu er nú loksins stefnt að því að klára matvælafrumvarpið með haustinu en þar er fjallað um undan-þágur Íslendinga frá upptöku lög-gjafar ESB um matvæli og fóður. Ráðherra landbúnaðarmála legg-ur fram frumvarp um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. Þar verða m.a.

gerðar breytingar á ákvæðum laga sem varða markaðssetningu mjólk-ur utangreiðslumarks og ákvæði um álagningu dagsekta verða skýrð og einfölduð. Jafnframt er til skoðunar að leggja til breytingar er heimili kjötframleiðendum að standa saman að útflutningi þegar markaðsaðstæð-ur knýja á um slíka ráðstöfun. Í haust verður lagt fram frumvarp er heim-ilar innflutning á frosnu svínasæði í því skyni að auðvelda kynbótastarf í svínarækt. Í frumvarpspakka sjávar-útvegs- og landbúnaðarráðuneytisins er einnig að finna frumvarp til laga um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði þar sem varða viðurlög við óheimilum framkvæmdum í veiðivötnum og hins vegar ákvæði um atkvæðisrétt í veiðifélögum.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn-arinnar er tiltekið að hún muni standa vörð um innlendan landbúnað og tryggja fæðu- og matvælaöryggi þjóðarinnar. Í því skyni verður lagt fram frumvarp til laga um breyting-ar á jarða- og ábúðarlögum þar sem stefnan er m.a. að halda utan um og vernda núverandi og framtíðarland-næði sem til matvælaframleiðslu er fallið.

Félagsmálaráðuneyti tekur á skuldavanda heimilanna

Í félags- og tryggingamálaráðuneyt-inu eru ýmis mál sem snerta bændur ekki síður en aðra landsmenn. Þar ber e.t.v. hæst frumvarp til laga um aðgerðir til að taka á skuldavanda heimilanna þar sem m.a. verður fjallað um aðgerðir til að rýmka heimildir til greiðslujöfnunar lána, greiðsluaðlögunar og niðurfærslu skulda með sértækum hætti. Í kjöl-

farið verður lagt fram frumvarp um Íbúðalánasjóð sem tengist aðgerð-um vegna skuldavanda heimilanna. Einnig er áætlað að breyta lögum um fæðingar- og foreldraorlof en markmiðið er að lækka útgjöld fæð-ingarorlofssjóðs um 1.200 milljónir króna á ársgrundvelli. Þá er í smíð-um frumvarp til endurskoðunar laga um almannatryggingar þar sem m.a. er kveðið á um nýtt regluverk hvað varðar ellilífeyri og tengdar bætur.

Skattahækkanir í burðarliðnumSteingrímur J. Sigfússon fjármála-ráðherra hefur í nógu að snúast við að koma ríkisfjármálunum á beinu brautina. Víst er að mörg meðöl sem þar verða notuð eru ekki fallin til vinsælda. Skattahækkanir ýmis-konar eru í pípunum og bera frum-vörp úr fjármálaráðuneytinu þess skýr merki. Ljóst er að lagðar verða til viðamiklar breytingar á tekju-skattskerfinu í samræmi við for-sendur í tekjuáætlun fjárlagafrum-varpsins. Búast má við breytingum á öðrum sköttum, s.s. fjármagns-tekjuskatti og virðisaukaskatti. Þá verða vörugjöld endurskoðuð, án efa til hækkunar, og sömuleiðis olíu-, kílómetra- og bifreiðagjöld. Einnig eru tillögur fjármálaráðu-neytis að breyta lögum um trygg-ingagjald. Strax í haust verður lagt fram frumvarp um komu- og gisti-náttaskatt en aðilar í ferðaþjónustu hafa nú þegar gagnrýnt þær hug-myndir harðlega.

Umhverfisráðuneytið vill breyta arðsúthlutun vegna hreindýraveiðaUmhverfisráðherra leggur m.a. fram frumvarp til heildarendurskoð-

unar á skipulagsþætti skipulags- og byggingarlaga. Úr ráðuneytinu kemur einnig frumvarp um breyt-ingar á lögum um erfðabreyttar líf-verur. Þar er markmiðið að innleiða tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins í íslensk lög, um vísvitandi slepp-ingar erfðabreyttra lífvera í nátt-úruna. Umhverfisráðherra leggur fram frumvarp þar sem settar eru skýrari kröfur um leiðsögumenn vegna hreindýraveiða og breyting-ar á reglum um arð og arðsúthlutun vegna þeirra.

Efnahags- og viðskiptaráðherra veltir fyrir sér afnámi

skyldutryggingu vegna bruna húseigna

Nú hefur forskeytinu “efnahags-“ verði bætt framan við heiti viðskipta-ráðuneytisins. Þar eru ýmis frum-vörp sem tengjast fjármálamörk-uðum en einnig er að finna ákvæði sem tengjast tryggingamálum. Vegna breytinga sem gerðar hafa verið á brunabótamati er talið nauð-synlegt að huga að endurskoðun lag-anna. Því er velt upp hvort afnema eigi skylduvátryggingu vegna bruna húseigna að hluta til eða öllu leyti. Einnig er áætlað í efnahags- og við-skiptaráðuneytinu að endurskoða lög um Viðlagatryggingu Íslands í ljósi laga um vátryggingarsamninga og þeirrar reynslu sem fékkst af verk-ferlum Viðlagatryggingar Íslands í jarðskjálftunum á Suðurlandi árin 2000 og 2007.

Bændablaðið mun að vanda fylgjast með þingstörfum í vetur en að framansögðu er ljóst að það verð-ur af nógu að taka /TB

Annasamt þinghald framundan- 184 mál er áætlað að leggja fram á haust- og vorþingi og mörg þeirra snerta landbúnaðinn

Í fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram í vikunni er nið-urskurðarhnífnum beitt oft og víða. Meðal þess sem fyrir honum verður eru framlög ríkis-ins til bænda og samtaka þeirra. Framlög til þess að standa undir beingreiðslum til sauðfjár-, kúa- og garðyrkjubænda eru þó í sam-ræmi við þá samninga sem gerðir voru um búvöruframleiðsluna í vor og sumar.

Hins vegar eru framlög til ráð-gjafarþjónustu dregin verulega saman. Alls nemur sá niðurskurður ríflega 100 milljónum króna sé borið saman við útgjöld til sama mála-flokks á þessu ári. 87,2 milljónir eru teknar af liðnum Ráðgjafarþjónusta og búfjárrækt og 30 milljónir af liðn-um Þróunarverkefni og markaðs-verkefni.

„Það er ljóst að rekstrarfé ráð-gjafarþjónustu Bændasamtaka Íslands og búnaðarsambandanna er að dragast saman og við því verður að bregðast strax,“ segir Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands um þennan niðurskurð. „Þetta er brot á ákvæð-um búnaðarlagasamnings sem á að gilda til loka næsta árs. Þegar við sömdum við ríkið í vor um framlög til búvöruframleiðslunnar óskuðum við eftir því að þessi samningur yrði líka tekinn til endurskoðunar en ekki varð af því.“

Haraldur segir að samtökin hafi brugðist við með því að kynna á formannafundi búnaðar- og búgreinasamtakanna 1. september

sl. að vænta mætti niðurskurðar. Þann 6. nóvember næstkomandi verður málið svo tekið upp á for-mannafundi búnaðarsamband-anna. „Niðurskurðurinn snertir búnaðarsamböndin ekki síður en Bændasamtökin svo nú þurfa menn að ræða hvernig hægt er að hagræða og draga saman í ráðgjafarstarfinu. Það þarf að taka upp nýjar aðferðir við ráðgjöf og það blasir við að hún muni kosta bændur meira en nú er. Meðal þeirra hugmynda sem ræddar hafa verið er að sameina alla ráðgjaf-arþjónustu í eitt fyrirtæki eða félag, bæði þá sem veitt er í búnaðarsam-böndunum og þá sem við veitum hjá BÍ. Við erum að skoða þetta allt frá grunni og það þarf augsýnilega að beita annarri hugsun við það en gert hefur verið hingað til,“ segir Haraldur.

Niðurskurðarhnífnum er brugðið

víðar á fjárlagaliði sem snerta bænd-ur. Til dæmis má nefna að áfram verður haldið að skera niður fram-lög til skógræktar og landgræðslu í þágu landbúnaðar, Framleiðnisjóðs og Jarðasjóðs. Raunar er kroppað í velflesta liði sem snerta landbún-að, þótt mismikið sé. Enn eru inni ákvæði um fóðurgjald og verðmiðl-un í mjólkuriðnaði en báðir þessir liðir bíða þess að Alþingi samþykki afnám þeirra. Þessi liðir eru það sem kalla má gegnumstreymisgjöld því þeir koma inn í ríkissjóð og beint út aftur án þess að hafa áhrif á afkomu ríkisins. Í umræðum um stuðning hins opinbera við landbúnað eru þessir liðir, samtals upp á 1,8 millj-arða króna, oftar en ekki taldir með þótt þeir gagnist bændum í raun ekki neitt.

Þeir sem vilja kynna sér fjárlaga-frumvarpið geta farið inn á sérstaka

Í fjárlagafrumvarpinu er gjaldaliður sem eyrnamerktur er Bændasamtökum Íslands og getið er um í búnaðarlagasamningi. Í ár er upphæðin 521,4 milljónir króna en var 617,8 milljónir í fyrra sem þýðir samdrátt upp á 15,6%. Það er nær árlegur viðburður að menn hnjóta við þennan lið og telja að þarna sé um að fjármuni sem fari til reksturs stéttarbaráttu bænda. Það er rangt því þarna er um að ræða samningsbundnar upphæðir m.a. vegna ráðgjafarþjónustu um allt land, búfjárræktarstarfs og markaðs- og þróun-arverkefna. Til glöggvunar er sundurliðun birt hér í meðfylgjandi töflu sem sýnir skiptinguna á fjárlögum síðasta árs.

Búnaðarlaga-samningur

Fjárlög 2009,

millj. kr.Landsþjónusta:

Rekstrarframlag BÍ 174,2

Lífeyrishækkanir BÍ 43,5

Héraðaþjónusta:

Grunnframlag-rekstur

101,5

Lífeyrishækkanir 29,5

Búrekstraráætlanir 30,3

Ráðgjafarþj. alls: 379,0

Búfjárrækt

Kynbótaskýrsluhald 44,9

Kúasæðingar 34,3

Ræktunar/einangrunarstöðvar

26,1

Verndun búfjárstofna

5,5

Búfjárrækt alls: 110, 8

Niðurgr. aksturskostn. dýralækna:

13,0

Ráðgjafarþjónusta og búffjárrækt

alls:

502,8

Þróunarverkefni 90,0

Markaðsverkefni 25,0

Greiðslur til BÍ alls: 617,8

Page 8: 10-11 12-13 1412-13 14 Vestfirskum krásum smalað um fjöll og firnindi 17. tölublað 2009 Fimmtudagur 8. október Blað nr. 312 Upplag 20.500 10-11 Hvað er skrifað um hrunið

8 Bændablaðið | fimmtudagur 8. október 2009

Hvergi í Evrópu er jafnalgengt og á Íslandi að fjölskyldur í sveit-um landsins sæki vinnu utan býlisins. Á þremur af hverjum fjórum býlum sækja menn hluta fjölskylduteknanna út fyrir býlið, þar af hafa 57% sveita-heimila tvo eða fleiri tekjustofna utan býlisins. Þetta kom fram í rannsókn sem gerð hefur verið á ýmsum þáttum í lífi bænda-fjölskyldna undir heitinu Litróf búskapar og byggða – Fjölþættur landbúnaður á Íslandi. Var hún kynnt á málþingi sem haldið var í Norræna húsinu ekki alls fyrir löngu.

Rannsóknin er unnin fyrir styrk sem Framleiðnisjóður landbún-aðarins veitti fyrir tveimur árum í tilefni af 40 ára afmæli sjóðs-ins. Það voru þrír landfræðingar við Háskóla Íslands sem styrk-inn hlutu, þau Anna Karlsdóttir, Karl Benediktsson og Magnfríður Júlíusdóttir. Auk þeirra unnu að rannsókninni Inga Elísabet Vésteinsdóttir meistaranemi í landafræði og Sigfús Steingrímsson nemandi í ferðamálafræði.

Gagna í rannsókninni var aflað í þremur lotum. Sú fyrsta hófst sum-arið 2007 þegar tekið var viðtalið við valið úrtak bænda af báðum kynjum sem hafa fitjað upp á nýj-ungum í rekstri og stunda fjölþætt-an búrekstur. Annar áfangi var sum-arið og haustið 2008 þegar sendir voru út spurningalistar í pósti til ábúenda fimmta hvers lögbýlis um allt land. Þriðja lotan var svo nú í sumar þegar spyrlar voru sendir á vettvang á þremur svæðum, vestur-hluta Árnessýslu, Eyjafjarðarsveit og Norðausturlandi, þar sem þeir ræddu við ábúendur.

Jaðar- og kjarnasvæðiKarl Benediktsson sagði að þessi þrjú svæði hefðu verið valin vegna þess að þau eru innbyrðis ólík. Vesturhluti Árnessýslu er svæði sem hefur fundið fyrir sterkum áhrifum frá höfuðborgarsvæðinu og þar hefur hefðbundinn land-búnaður víða orðið undan að láta. Eyjafjarðarsveit var valin vegna þess að þar er stundaður öflugur

kúabúskapur og á Norðausturlandi er sauðfjárrækt ríkjandi búskap-argrein, en tekjumöguleikar utan hennar takmarkaðir.

Því miður var þátttaka í póst-könnuninni minni en rannsakendur höfðu vonað, eða 28%. Það mun hins vegar vera raunin í svipuðum könnunum í nágrannalöndum okkar að þátttaka bænda í póstkönnunum er lítil.

Þegar úrvinnsla úr gögn-unum hófst gerðu rannsakendur sér það til skilningsauka að skoða hvar hinar hefðbundnu búgreinar standa styrkustum fótum. Þegar það var borið saman við kort frá Byggðastofnun um þau svæði þar sem fólksfækkun hefur verið mest á undanförnum árum kom í ljós að mikil fylgni var milli þeirra svæða og helstu sauðfjárræktarsvæða landsins. Skiptu þau landinu á þess-um grunni í kjarnasvæði sem er Suðvesturland frá Snæfellsnesi að Mýrdalssandi og Mið-Norðurland, þ.e. Eyjafjörður og Skagafjörður. Afgangurinn af landinu flokkast þá sem jaðarsvæði í þessum skilningi.

Bændur nýjungagjarnirViðmiðun rannsakenda var sú að landbúnaður hefur tekið miklum breytingum og orðið mun fjöl-breyttari atvinnugrein en var hér á árum áður. Þetta kom mjög glöggt í ljós í rannsókninni því 44% bænda

höfðu tekjur af einhvers konar nýbreytni, hvort sem það var innan hefðbundins búskapar – innleiðing nýrrar tækni við mjaltir – eða að bryddað hafði verið upp á nýjum greinum – ferðaþjónustu, skógærkt, handverki o.þ.h. Meðal þjóðarinn-ar allrar er samsvarandi hlutfall 11,3%.

Þegar spurt var af hverju menn hefðu ráðist í nýbreytnina var algengasta svarið að það hefði þurft að auka tekjur heimilisins og skapa heimilisfólki atvinnu, en einnig voru nefndar ástæður eins og þær að draga úr vinnuálagi, nýta betur

mannvirki, land eða auðlindir og hlúa að náttúrunni. Hjá kúabænd-um kom sérstaklega fram að krafan um hagræðingu í rekstri hefði verið mikil. Hjá sauðfjárbændum kom hins vegar fram að utanaðkomandi áhrif hefðu haft sitt að segja um að ráðist var í nýsköpun, til dæmis sú staðreynd að styrkir voru í boði til þess að ráðast í tilraunir.

Spurt var um ýmsa félagslega hætti í sveitum landsins og einnig um viðhorf bænda til framþróunar í landbúnaði. Meðal annars kom í ljós, og kom kannski ekki mikið á óvart, að enn virðist vera töluvert

útbreidd verkaskipting kynjanna hvað varðar þátttöku karla í heim-ilisverkum, hún eru mun minni en hjá konunum. Fram kom hjá mjög stórum hluta aðsðurðra að þeir höfðu áhyggjur af því að bændastéttin væri að eldast og erf-itt væri að fá yngra fólk til að taka við búrekstrinum. Þetta hefur svo áhrif á samfélagið, skólum er lokað þegar börnum fækkar og samdrátt-ur verður á hvers kyns þjónustu.

Óljós afstaða til stuðningsinsAthyglisverðar niðurstöður feng-ust þegar rætt var um stuðnings-kerfi landbúnaðarins. Í könnuninni sem gerð var sumarið 2008 kváðust 70% aðspurðra vera sammála því að tengja stuðninginn við fram-leiðslu búanna. Þegar spurt var nánar út í þessa afstöðu sl. sumar kom fram að minnihluti bænda í Árnessýslu og á Norðausturlandi vildi tengja stuðninginn við fram-leiðslu, en Eyfirðingar voru hlynnt-ari því. Meðal þess sem menn höfðu á móti framleiðslustuðningi var að hann hamlaði gegn nýsköp-un í sveitum.

Þegar spurt var hvort rétt væri að svæðaskipta stuðningnum voru svörin á ýmsa lund. Þegar spurt var almennt árið 2008 voru fleiri ósam-mála slíkri skiptingu en sammála. En þegar spurt var dýpra, svo sem hvort rétt væri að beina stuðningi að þeim búgreinum sem hentuðu á hverju svæði voru fleiri sammála en ósammála á jaðarsvæðunum en fleiri ósammála á kjarnasvæðunum. Mestur stuðningur var þó við að styrkja sérstaklega valin jaðarsvæði í því skyni að koma í veg fyrir fólksflótta.

Þeir sem ekki vildu svæðaskipt-ingu beittu helst þeim rökum að þetta væri spurning um jafnrétti og sanngirni, búseta í landinu væri frjáls og það mætti ekki mis-muna fólki eftir því hvar það kysi að búa. Þeir sem vildu svæðaskipt-ingu nefndu einkum byggðastefnu-rök, þ.e. að það þyrfti að stuðla að byggð í landinu öllu og að það væri mikilvægt fyrir ferðaþjónustu, samgöngur o.fl. að styrkja tiltekin svæði umfram önnur. Þá var einnig nefnt að dýrara væri að búa á lands-byggðinni en í þéttbýlinu, einkum ætti þetta við um orku- og flutn-ingskostnað, að ógleymdum fjar-skiptunum. Síðast en ekki síst var alls staðar stuðningur við það að styðja við bakið á ungu fólki sem vildi hefja búskap.

Þá má nefna að þátttakend-ur vildu mjög eindregið að allur stuðningur við landbúnað væri bundinn við fasta búsetu á jörðum. Einnig voru margir hlynntir því að tengja stuðning við gæðastýringu.

Frekari rannsókna þörfAð lokinni kynningu á rannsókn-inni voru fimm manns fengnir til að leggja mat á rannsóknina og ræða hana. Í máli þeirra kom margt athyglisvert fram en þeim hafði greinilega öllum þótt athyglisvert að sjá hversu mikill hluti af tekju-öflun bænda færi fram utan býlis-ins. Guðbjörg H. Jóhannesdóttir ráðunautur í atvinnumálum og nýsköpun hjá Bændasamtökum Íslands óskaði eftir því að ýmis-legt yrði skoðað betur og nánar en þarna var gert, til dæmis hlutur menntunarinnar. Gæti það verið að ein ástæða þess að meiri nýsköpun á sér stað á jaðarsvæðunum væri aukin menntun? Einnig vildi hún fara betur ofan í saumana á verka-skiptingu og mismunandi viðhorf-um kynjanna.

Þau ræddu líka um stuðnings-kerfið og hvort það styddi við bakið á þeim sem vilja brydda upp á nýjungum í búskapnum. Einnig urðu talsverðar umræður um það hvort rétt væri að tengja betur saman stuðning við landbúnað og almennan stuðning við byggðina í landinu. Ólafur Arnalds prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands sagðist sakna þess að hér á landi hefði aldrei farið fram lýðræðisleg umræða um stuðning við landbún-að og þess vegna vissu menn lítið um hvað almenningi fyndist um

Mikil vinna utan býlis kom á óvart���������������������������������!���������!�������"��������

Skipting býla eftir starfsemi á býli og vinnu utan býlis.

Kjarna- og jaðarsvæði búskapar og byggða. Myndirnar eru fengnar úr skýrslu rannsóknarhópsins.

Eins og greint var frá í síðasta Bændablaði gaf Sam keppn-is eftirlitið í sumar út skýrslu um stöðu mála í fjölmörgum grein um íslensks viðskiptalífs eins og það lítur út frá bæjar-dyrum stofnunarinnar. Þar á meðal voru nokkur svið sem tengjast landbúnaði og gerði Bændablaðið grein fyrir umsögn Samkeppniseftirlitsins um smá-söluverslunarinnar í síðasta tölu blaði.

Eftirlitið fjallaði einnig í skýrsl-unni um framleiðslu og heildsölu-dreifingu á mjólk og mjólkuraf-urðum annars vegar og markað fyrir kjöt og egg hins vegar. Hér á eftir verður efni þeirra kafla rakið stuttlega.

Yfirburðastaða Mjólkursamsölunnar

Í kaflanum um mjólk og mjólk-urafurðir segir að þar sé svo til eingöngu um að ræða vinnslu og heildsöludreifingu á innlendri framleiðslu þar sem innflutningur sé mjög takmarkaður með inn-flutningstollum. Þar sé lítils hátt-ar flutt inn af jógúrt og ostum. Á þessum markaði séu nær öll samlög landsins sameinuð undir merkjum Mjólkursamsölunnar

ehf. og að eini keppinauturinn, Mjólka ehf., hafi óverulega mark-aðshlutdeild.

Vitnað er til fyrri álita eftirlits-ins, svo sem því sem gefið var út árið 2006, en þar var fyrirkomulag á markaði gagnrýnt. Var þá lagt til við ráðherra að afnumdir yrðu verð- og magntollar á mjólkurdufti í því skyni að greiða fyrir sam-keppni. „Ekki hefur verið orðið við þessum tilmælum,“ segir í skýrslunni.

Óþarfi ætti að vera að lýsa þeirri stöðu sem uppi er í mjólkuriðnaði fyrir lesendum Bændablaðsins, en Samkeppniseftirlitið hefur ýmis-legt út á hana að setja. Eftirlitið leggur meðal annars til að búvöru-lög verði tekin til heildarendur-skoðunar í því augnamiði að jafna samkeppnisstöðu afurðastöðva í mjólkuriðnaði, að heildsölu-álagning á mjólkurvörum verði afnumin, að Mjólkursamsölunni verði gert að selja frá sér tiltekn-ar afurðastöðvar og að fyrirtækið gæti þess að misnota ekki mark-aðsráðandi stöðu sína.

Tvö stór í kjöti og tvö í eggjumEftirlitið kemst að þeirri nið-urstöðu að svipuð staða sé á mark-aði með kjöt og egg, þ.e. þar er að

heita má eingöngu höndlað með innlenda framleiðslu þar sem inn-flutningur sé mjög takmarkaður með verndartollum.

Fyrirtækin á markaðnum eru hins vegar öllu fleiri þótt tvö þeirra séu langstærst á sviði kjöt-vinnslu: Sláturfélag Surðurlands svf. og Norðlenska matborðið ehf. (Goði). Auk þess eru Hagar hf. umsvifamiklir og eru þá ótalin fjögur minni fyrirtæki í almennri kjötvinnslu: Kjarnafæði, Síld og fiskur, Kaupfélag Skagfirðinga og Fjallalamb. Við þetta bætast svo þrjú fuglasláturhús, Reykjagarður í eigu SS og Móar og Íslandsfugl

í eigu Mata. Á Íslandi starfa 14-15 eggjaframleiðendur en tveir þeirra, Stjörnuegg hf. og Nesbú ehf., eru með meirihluta markaðarins.

Samkeppniseftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við fyr-irkomulag útboðs á tollkvótum vegna innflutnings á nautakjöti, svínakjöti, alifuglakjöti, smjöri og ostum og leggur til að það verði fellt niður. Í stað þess vill stofnunin að úthlutun kvótanna verði endurgjaldslaus og að „eftir atvikum hlutkesti varpað sé ásókn umfram kvóta“.

Einsog í mjólkinni vill eftir-litið endurskoða búvörulög frá grunni með það fyrir augum að jafna samkeppni og gera hana virka. Stofnunin beinir því til Haga að fyrirtækið grípi ekki til neinna aðgerða sem gætu hindr-að innkomu nýrra aðila á markað fyrir unnar kjötvörur. Einnig er því beint til Norðlenska og SS að hindra ekki bændur í því að eiga viðskipti við önnur kjötvinnslufyr-irtæki.

Á eggjamarkaðnum beinir eft-irlitið því til núverandi keppinauta „á kjúklinga- og eggjamarkaði að beita sér hvorki sjálfir né í gegn-um félag sitt Stofnunga þannig að innkoma nýrra keppinauta sé torvelduð“.

Margt fleira má fræðast um í þessari efnismiklu skýrslu og er lesendum bent á að kynna sér hana á heimasíðu embættisins, www.samkeppni.is. –ÞH

Skýrsla Samkeppniseftirlitsins

Vill endurskoða búvörulögin

Page 9: 10-11 12-13 1412-13 14 Vestfirskum krásum smalað um fjöll og firnindi 17. tölublað 2009 Fimmtudagur 8. október Blað nr. 312 Upplag 20.500 10-11 Hvað er skrifað um hrunið

9 Bændablaðið | fimmtudagur 8. október 2009

það hvernig ætti að haga honum. Hlín Jóhannesdóttir kennari í

ferðamálafræðum við Háskólann á Hólum og ferðaþjónustubóndi ræddi um möguleika í ferðaþjón-ustu. Hún hélt því fram að krepp-an hefði opnað ýmsa möguleika og vitnaði til ferðaþjónustu þýskra bænda sem íslenskir gætu lært margt af. Til dæmis það að ekki væri mikið vit í að hefja ferða-þjónustu í sveit og leggja um leið annan búskap af. Þetta tvennt þyrfti að tengjast. Þá sagði Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri frá þró-unarstarfi sínu og hvernig kerfið hefði reynst honum.

Fækkun ekki endilega neikvæðDaði Már Kristófersson hjá Hag-fræðistofnun Háskóla Íslands og fyrrum ráðunautur hjá Bænda sam-tökum Íslands kvartaði undan því að umræða um landbúnaðarstefnu væri ómarkviss, enda væri ekki til nein slík stefna hér á landi, ef frá væru talin nokkru brot hér og þar. Þó væri hægt að greina tvö mark-mið, annars vegar að tryggja fæðu-öryggi þjóðarinnar og hins vegar að styrkja afkomu bænda. Honum sýndist fyrra markmiðið hafa náðst nokkuð vel, en það síðara ekki. Hann sagðist sjá það í tölum Hagstofu Íslands að bændum hefði fækkað um helming á árabilinu 1970-2007. Á sama tíma hefði þjóðinni fjölgað um 30% svo nú væru 50 landsmenn að baki hverj-um bónda en voru 20 árið 1970.

Hann sagði að margir upplifðu þessa fækkun bænda sem neikvæða þróun, en það væri ekki endilega rétt. Þetta væri óhjákvæmilegur fylgifiskur aukinnar hagræðingar og framleiðni. Þess vegna væri rétt að sætta sig við þessa þróun og leyfa bændum að fækka með skynsam-legum hætti. „Við verðum að sjá fyrir okkur aðra þróun í dreifbýlinu en þá sem byggist á aukinni land-búnaðarstarfsemi,“ sagði Daði. –ÞH

Dugur er undan 1. verðlauna hrossunum Dyn frá Hvammi og Glettu frá Stakkhamri. Dugur er stór, reistur og myndarlegur klárhestur með tölti. Hann er sjálfstæður, duglegur og taugasterkur og efni í góðan framtíðar reiðhest jafnt í hestaferðir sem hefðbundnar útreiðar. Hann er á járnum og til sýnis á Stakkhamri.

Upplýsingar í síma 894 2032 eða á netfanginu [email protected]

Til sölu er Dugur frá StakkhamriIS2003137810

Hlíðasmára 14, sími 588 2122www.eltak.is Næsta Bændablað kemur út fimmtudaginn 22. október

Page 10: 10-11 12-13 1412-13 14 Vestfirskum krásum smalað um fjöll og firnindi 17. tölublað 2009 Fimmtudagur 8. október Blað nr. 312 Upplag 20.500 10-11 Hvað er skrifað um hrunið

10 Bændablaðið | fimmtudagur 8. október 2009

Nú er rétt rúmt ár síðan hrun íslensks fjármálalífs skall yfir þjóðfélagið af miklum þunga. Örlagadagsetningin 29. septem-ber 2008 þegar ósköpin dundu yfir er orðin söguleg. Þá vaknaði íslenskur almenningur upp við blákaldan veruleikann, bankarn-ir sem talið var að skulduðu tólf þúsund milljarða króna riðuðu til falls og fyrsti bankinn, Glitnir, lá í valnum. Í kjölfarið fylgdu Landsbankinn og Kaupþing og sér ekki fyrir endann á þeim efnahagshamförum sem hér riðu og ríða nú yfir.

Frá því að hrunið varð hafa komið út fimm íslenskar bækur sem fanga þann tíðaranda sem hér var í kringum fall bankanna, farið er yfir sögu efnahagslífsins hér á landi undanfarin ár, velt upp spurn-ingum um hvað fór úrskeiðis og rakin atburðarás á skilmerkilegan og fræðandi hátt svo lesandinn fær góða heildarsýn yfir það hvað varð til þess að kreppan skall á íslensk-um almenningi, hvað gerðist á bakvið tjöldin og velt er upp hugs-anlegum leiðum út úr vandanum. Höfundar bókanna koma úr ólíkum áttum; hagfræðingur, rithöfundur, sagnfræðingur, framkvæmdastjórar og úr viðskiptalífinu. Því er túlkun þeirra á viðfangsefninu og heim-ildir ólíkar og áhugaverðari fyrir vikið. Bækurnar eiga erindi við alla Íslendinga, ekki síst til að fá betri heildarmynd yfir þær ógöngur sem þjóðin er nú komin í. Hér að neðan fylgir stutt umfjöllun um hverja og eina bók, brugðið er upp tilvitnun-um úr hverri þeirra sem örlitlu sýn-ishorni um fræðandi innihald þeirra og mun án efa verða vitnað marg oft í þessi kreppurit á komandi árum.

Hvíta bókin

EINAR MÁR GUÐMUNDSSON

Einar Már Guðmundsson rithöf-undur var áberandi á mótmæla-fundum og með skörpum greina-skrifum í blöðum eftir að bankarnir féllu. Honum var nóg boðið eins og meirihluta landsmanna og var rödd Einars Más nauðsynleg á þessum tímum þar sem hann skammaði óhikað þá sem áttu í hlut, banka-menn, útrásarvíkinga, eftirlitsstofn-anir og stjórnmálamenn jafnt til hægri sem vinstri. Hvíta bókin er byggð á greinum sem birtust eftir Einar Má í Morgunblaðinu á þess-um tíma en hann hefur fínpússað þær og bætt við efni þar sem við á og fært þær í bókarbúning.

Í greinum sínum bregður Einar Már upp mynd af æviminningum sínum og persónulegum upplif-unum sem hann fléttar oft á tíðum kostulega saman við það þjóð-félag sem við höfum lifað í undan-farin tíu ár eða svo og undrar sig á hvernig þjóðfélagið þróaðist í svo ranga átt sem það gerði. Einar Már spyr margra ósvaraðra spurn-inga, líkt og hvernig stórskuldugir menn geti keypt hvert fyrirtæk-ið af öðru? Það leikur ekki vafi á að bókin er mikil ádeila á fyrrum flokksbræður og -systur Einars Más í Samfylkingunni, sem hann vandar ekki kveðjurnar. Bókin er prýðisgóð samtímaheimild og afar vel skrifuð, enda víðþekktur verð-launahöfundur á ferð sem lét rödd sína heyrast fyrir samborgarana á erfiðum tímum.

„Þetta er auðvitað ekkert annað en landráð, hafi það orð einhverja merkingu lengur, og það er því ský-laus krafa okkar sem eigum ekkert nema sjálf okkur og börnin okkar og barnabörnin að eignir auðmann-anna verði frystar og þeir látnir sæta ábyrgð. Röksemdir auðmann-anna fyrir ofurlaununum sínum var sú að þeir bæru svo mikla ábyrgð, og þá er bara að taka þá á orðinu og láta þá sæta þeirri ábyrgð. Þess í stað er tap þeirra þjóðnýtt og kerfið sett í að rannsaka sjálft sig. Franz Kafka verður hreinn og klár raunsæismaður í þessari veröld. En nú er búið að koma til móts við sumar af kröfum almennings, rík-isstjórnin er farin, búið að skipta um stjórn í Fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum, en gamla kerf-ið lifir enn góðu lífi. Fjár mála-spillingin teygði sig inn í ríkisstjórn Geirs Haarde, en íslenskur almenn-ingur situr uppi með risavaxinn reikning, mörg þúsund milljarða, og þeir ætlast til að við borgum; við, börnin okkar og barnabörn og barnabarnabörnin líka.

Ég hirði ekki um að halda roms-unni áfram, slíkur er glæpurinn sem framinn hefur verið, og þessi glæp-ur var framinn með vitund stjórn-málamanna, þeirra sem einka-væddu bankana, gáfu þá raunar pólitískum vildarvinum, já létu þá í hendur fjárplógsmanna sem hafa veðsett okkur langt fram í tímann og gert okkur að bónbjargarmönn-um hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og öðrum lánastofnunum. Við erum upp á náð alþjóðasamfélagsins komin, eða réttara sagt, við erum gíslar á lögreglustöð heimskapítal-ismans, því reikningurinn sem skil-inn var eftir á veitingahúsi hans er svo stór að enginn getur borgað hann.“ (bls. 23)

„Hið nýliðna góðæri, tímabil frjálshyggjunnar, var líf án ljóðlist-ar, innihaldslaus eltingaleikur við tómleikann. Þannig hljómar graf-skrift þess.“ (bls. 60)

„Hér á vel við þriðja ívitnunin í Halldór Laxness, í þetta sinn úr Kristnihaldi undir jökli: „Spurt er: Hvað er hraðfrystihús? Og svar-að: „Það eru íslensk fyrirtæki. Spaugararnir reisa þau fyrir styrk frá ríkinu, síðan fá þeir styrk af rík-inu til að reka þau, þvínæst láta þeir ríkið borga allar skuldir en verða seinast gjaldþrota og láta ríkið bera gjaldþrotið. Ef svo slysalega vill til að einhverntíma kemur eyrir í kass-ann þá fara þessir grínistar út að skemmta sér.““ (bls. 65)

„Við höfum ekki efni á því að ekki verði tekið á fjárplógs-starfseminni sem stunduð var. Það er í raun algjör forsenda þess að við getum búið í siðmenntuðu

samfélagi, í velferðarsamfélagi sem gerir okkur og börnum okkar kleift að njóta menntunar og heil-brigðisþjónustu og öldruðum að eiga þægilegt ævikvöld. Kreppan sem við stöndum frammi fyrir er margfalt dýpri en kreppurnar sem nágrannalönd okkar áttu við að etja fyrir tveimur áratugum. Í Finnlandi voru skuldir ríkissjóðs sextíu pró-sent af vergri landsframleiðslu en skuldir íslenska þjóðarbúsins eru yfir tvöhundruð prósent. Á það hefur verið bent að í bankakrepp-unni í Svíþjóð voru heildarskuld-ir svipaðar og skuldir Íslendinga. En Svíar þrjátíu sinnum fleiri en Íslendingar. Þessa sömu upphæð og við skulda Ítalir en þeir eru tæpar sextíu milljónir. Íslenskur almenningur er þegar búinn að tapa talsverðu af lífeyri sínum. Það er atvinnuleysi og fólk flýr land. Margir eru að sligast undan verð-tryggingu, vöxtum og myntkörfu-lánum. Þetta fólk getur ekki bætt á sig að borga af þeim 2000 millj-örðum sem ríkissjóður skuldar nú. Eina lausnin á þessum vanda er að beita öllum tiltækum ráðum til þess að ná fjármununum af þeim vell-auðugu mönnum sem ollu krepp-unni.“ (bls. 177)

Sofandi að feigðarósi

ÓLAFUR ARNARSON

Ólafur Arnarson kryfur í bók sinni Sofandi að feigðarósi viðbrögð stjórnvalda og eftirlitsstofnana á Íslandi eftir að hrunið hafði hellst yfir þjóðina en einnig fer hann nokkuð ítarlega yfir þann tíðaranda sem tíðkast hafði í íslensku við-skiptalífi undanfarin ár. Sjálfur var hann um tíma framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðismanna og aðstoðarmaður menntamálaráð-herra í fyrstu ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Einnig hefur hann unnið hjá innlendum og erlend-um fjármálafyrirtækjum eins og Lehman-banka í London, en fyrir hrun starfaði hann hjá Landic Property og þegar sýnilegt var að verkefni fóru þverrandi þar kom upp sú hugmynd hjá Ólafi að skrifa Sofandi að feigðarósi.

Í bókinni fer Ólafur yfir atburða-rásina í kringum hrunið eins og hann þekkir hana réttasta og bygg-ir skrifin að miklu leyti á viðtölum

sínum við starfsmenn í stjórnkerf-inu og í bönkunum. Fyrir þeirra hluta sakir er hún afar áhugaverð og mjög þörf í þá íslensku bóka-flóru sem komið hefur út um krepp-una. Það dylst þó engum sem lesa bókina að í henni felst mikil ádeila á fyrrum formann bankastjórnar Seðlabankans, Davíð Oddsson, sem sinnti ekki ítrekuðum beiðnum Ólafs um viðtal fyrir bókarskrifin, þannig að óhjákvæmilega heyrist rödd Davíðs ekki í henni. Aðrar raddir fá þó að heyrast, og vitnað er á stundum í atburði og ummæli undir nafnleynd og er bókin ekki síst spennandi fyrir það hversu nálægur Ólafur er mörgu lykilfólki sem staðið hefur að íslensku efna-hagslífi undanfarin ár.

„Sökina eiga þeir sem ákváðu að selja bankana aðilum sem engan bakgrunn höfðu í bankarekstri. Sú ábyrgð liggur hjá formönnum stjórnarflokkanna sem skiptu rík-isbönkunum milli pólitískra vina sinna í jöfnum helmingaskipt-um. Hinir nýju eigendur hegðuðu sér nákvæmlega eins og við var að búast. Þeir beittu bönkunum sem fjármögnunartæki fyrir sig og fyrirtæki sín. Margar fjárfest-ingarnar voru góðar en mikið vill meira. Vöxturinn varð of hraður og of mikill og fyrr en varði var bankakerfið íslenska orðið alltof stórt fyrir hagkerfið íslenska. Þar hefðu Seðlabanki, Fjármálaeftirlit og stjórnvöld átt að sporna við en gerðu ekki.“ (bls. 106)

„Einnig má gagnrýna Seðla-bank ann fyrir að hafa ekki beitt bindiskyldu til að tempra vöxt bankanna, sérstaklega eftir að ljóst var að gríðarlegur ofvöxtur var hlaupinn í þá. Seðlabankinn hefur margsinnis bent á að bindi-skylda hafi ekki verið raunhæft tæki til að hamla gegn vexti bank-anna. Þetta er ekki alls kostar rétt. Seðlabankinn gat sett bindiskyldu á alla fjármögnun íslensku bankanna en ekki einungis á innlán þeirra. Þá leið fóru til dæmis Kanadamenn fyrir nokkrum árum. Þannig hefði dregið úr vexti bankanna og ekki nóg með það – jafnframt hefði byggst upp nokkurs konar gjaldeyr-isvarasjóður í Seðlabankanum sem hefði vaxið með auknum umsvifum bankanna. Hafi bankann skort laga-heimildir til að fara þessa leið hefði honum verið í lófa lagið að leita eftir slíkri heimild.“ (bls. 120)

„Skýrsla þeirra Gylfa Zoëga og Jóns Daníelssonar er mjög mik-ilvægt innlegg í úttekt á orsökum þess hruns, sem hér varð á haust-dögum 2008. Þeir eru báðir virtir fræðimenn á sviði hagfræðinnar með haldgóða þekkingu á Íslandi og dýrmæta reynslu erlendis frá.

Það er ekki ofsagt að skýrsla þeirra sé einn stór áfellisdómur yfir því íslenska fjármálakerfi sem hrundi í október 2008. Bankarnir sjálfir fá sinn hluta gagnrýninnar en stærstu misfellurnar sjá þeir hjá íslensk-um stjórnvöldum og þeim aðilum, sem hafa það hlutverk að fylgj-ast með fjármálamarkaði og skapa þær aðstæður, sem næra sjálfstæð fjármálafyrirtæki á heilbrigðan hátt. Ríkisstjórnin fær falleinkunn, Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sömuleiðis. Þrátt fyrir gjörninga-veður á alþjóðlegum fjármálamörk-uðum var vandi okkar að stærstum hluta heimatilbúinn. Undir það er hægt að taka með þeim félögum.“ (bls. 181-182)

„Ógæfa íslensku þjóðarinn-ar vegna bankahrunsins staf-aði ekki nema að hluta til vegna glannaskapar hinna svonefndu útrásarvíkinga. Rótin var miklu fremur erfðafyrirkomulag í for-ystu Sjálfstæðisflokksins. Eftir að Davíð fór frá hefði ferskt blóð þurft að koma að. En þá var færður upp liðsforingi Davíðs, sómamaður sem vissulega hafði annan stíl en Davíð en var of tengdur því sem á undan var gengið til að geta leitt flokkinn og landsstjórnina á réttari braut. Hann var maður sem virtist nánast sjúklega hollur sínum gamla leið-toga. Verra var að flokkurinn hans – til skamms tíma stærsti stjórn-málaflokkur landsins – virtist vera í sama sjúklega ástandinu.“ (bls. 212)

Íslenska efnahags-undrið – flugelda-hagfræði fyrir byrjendur

JÓN F. THORODDSEN

Jón F. Thoroddsen er hagfræðingur og fyrrverandi verðbréfamiðlari en í bók sinni Íslenska efnahagsundrið bregður hann upp mynd af helstu persónum og leikendum í íslensku viðskiptalífi á árunum 1982-2008. Hann byrjar á að fara yfir þá tíð þegar verðtrygging lána var sett hér á árið 1979 með lagasetningu, um vatnaskilin sem urðu árið 1990 þegar Þjóðarsáttarsamningarnir voru undirritaðir og rekur sögu líf-eyrissjóðakerfisins í stuttu máli. Einnig fer hann yfir viðskipta-blokkirnar tvær sem ráðandi voru í viðskiptalífinu hérlendis síðari hluta tuttugustu aldar, Kolkrabbann og Sambandið og tengsl þess fyrr-nefnda við Sjálfstæðisflokkinn og þess síðarnefnda við Fram sókn ar-flokkinn. Þessi tengsl áttu eftir að hafa afdrifarík áhrif við einkavæð-ingu bankanna í kringum aldamót-in. Jón fer einnig stuttlega yfir sögu fjármálamarkaðarins hérlendis og þegar verðbréfafyrirtæki spruttu hér upp eins og gorkúlur á síðari hluta síðustu aldar.

Því næst fer Jón nokkuð ítarlega yfir sögu nýrra valdablokka í land-inu, það er Baug, Kaupþing og Björgólfsfeðga og gerir því góð skil hvernig þessir aðilar hafa komist til valda og makað krókinn. Dregin er upp mynd af góðærisárunum og farið yfir nokkur af þeim fyrirtækj-um sem voru áberandi á þeim tíma en sum hver stunduðu undarleg viðskipti að mati bókarhöfund-ar, eins og FL Group, Reykjavík Energy Invest, Stím, Gift og pen-ingamarkaðssjóðir bankanna svo dæmi séu tekin. Einnig fer Jón yfir hrunið, fjölmiðlana og klapplið-ið, lífeyrissjóðina, blekkinguna og tapið á mjög hnitmiðaðan og skil-merkilegan hátt sem gerir bókina mjög auðlesanlega.

„Árið 1990 lokaði Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis síð-ustu verslun sinni í Reykjavík. Sambandið, stærsta viðskiptaveldi Íslands, var að liðast í sundur. Árið áður hafði lítil verslun, Bónus, opnað við þröngan kost við upp-skipunarhöfnina í Reykjavík. Þetta var fyrsta verslunin í veldi sem

Ársafmæli hrunsins

Yfirgripsmiklar og áhugaverðar samtíma-heimildir um íslenska efnahagshrunið

ARSON

DDSEN

Geir H. Haarde forsætisráðherra í hruninu miðju skýrir ganga mála fyrir erlendu pressunni á sviðinu í Iðnó.

Page 11: 10-11 12-13 1412-13 14 Vestfirskum krásum smalað um fjöll og firnindi 17. tölublað 2009 Fimmtudagur 8. október Blað nr. 312 Upplag 20.500 10-11 Hvað er skrifað um hrunið

11 Bændablaðið | fimmtudagur 8. október 2009

síðar átti eftir að teygja sig um allan heim. Líklega er óhætt að segja að á sama tíma og Sambandið var að leysast upp hafi Kolkrabbinn, hitt stóra viðskiptaveldi landsins, sofnað á verðinum. Þar var önnur og þriðja kynslóð að taka við ætt-arauðnum og margir þeirra sem voru í forsvari fyrir stærstu fyr-irtæki landsins vörðu meiri tíma í áhugamál sín en rekstur fyrirtækj-anna. Jóhannes Jónsson, kaupmað-ur í Bónus, fylgdist með nýjungum og var fyrstur hér á landi til að taka í notkun verslunarkerfi sem gerði honum og syni hans, Jóni Ásgeiri, kleift að fylgjast nákvæmlega með birgðastöðu verslunar sinnar og veltuhraða. Aðrir töldu sig ekki þurfa á slíku kerfi að halda.“ (bls. 32)

„Gjaldþrot íslensku fjármála-fyrirtækjanna voru einhver stærstu gjaldþrot í heiminum fyrr og síðar. Þau höfðu mikil áhrif á alþjóðlega fjármálakerfið. Þrír stærstu bank-arnir eru ábyrgir fyrir vanefndum á yfir 50 milljörðum bandaríkjadala. Í skýrslu frá Moody´s lánshæfisfyr-irtækinu frá febrúar 2009 kemur fram að af þeim fyrirtækjum sem Moody´s veitir lánshæfiseinkunn og gefa út skuldabréf áttu íslensku bankarnir þrír 96% af öllum gjald-þrotum í Evrópu á árinu 2008 og um 19% af öllum gjaldþrotum heims sama ár.“ (bls. 124)

Hrunið

GUÐNI TH. JÓHANNESSON

Í Hruninu eftir sagnfræðinginn Guðna Th. Jóhannesson er farið ítarlega yfir atburði frá degi til dags sem gerðust hér á haustmánuðum 2008 þegar efnahagshrunið skall á. Þar styðst Guðni við heimildir úr íslenskum og erlendum fjölmiðlum svo sem dagblöð, vefrit, útvarp og sjónvarp. Guðni nýtir sér einnig blogg- og spjallsíður á Netinu til að fanga tíðarandann, eins og hann sjálfur kemst að orði. Einnig tók Guðni viðtöl við marga heimildar-menn, sem voru nánast öll í trún-aði og undir nafnleynd og vitnar í ýmis mikilvæg skjöl sem tengjast bankahruninu. Bókin spannar tíma-bilið frá miðjum september árið 2008, þegar Lehman Brothers falla og lánalínur lokast, fram til loka janúar þessa árs, þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar féll.

Vegna mismunandi heimilda úr ólíkum áttum sem Guðni notar verður frásögn hans fjölbreytt-ari fyrir vikið, þar sem sjónarmið fólks úr innstu hringiðu viðskipta- og stjórnmálalífsins koma fram í dagsljósið, en einnig hins almenna borgara sem ýmist sat reiður heima hjá sér fyrir framan tölvuna og bloggaði um ástandið eða skund-aði á Austurvöll og barði í potta og pönnur svo glumdi táknrænt í. Bókin er yfirgripsmikil og áhuga-verð heimild um það tímabil sem hún spannar og þó að einhverjir verði ekki sammála ýmsum atrið-um sem koma fram í henni, til dæmis í skjóli nafnleyndar, þá er alveg ljóst að lengi mun verða vitn-að í Hrunið og stuðst við upplýs-ingar úr henni.

„Engu að síður var tímabært að setja saman rit af þessu tagi. Svo mikið gekk á hverju sinni, svo mikið var fjallað um málin í fjölmiðlum og netheimum að nær ómögulegt var að halda glöggri yfirsýn um rás viðburðanna. „Sannleikurinn er sá að maður er búinn að gleyma helmingnum af því sem er að gerast,“ sagði stjórn-málamaður sem stóð í eldlínunni, stuttu eftir að mesti hamagangurinn var liðinn hjá. Einn þeirra sem var hinum megin, í fremstu röð mót-

mælenda með grímu fyrir andliti, lýsti einnig vel þeirri spennu sem ríkti í samfélaginu: „Vilji fólk fylgjast almennilega með því sem er að gerast á Íslandi í dag (látum vera að skilja það allt saman), krefst það þess að fólk sitji fyrir framan tölvuskjá allan daginn og ýti á „Refresh” hnappinn á tíu mín-útna fresti. Fyrirtækjafjölmiðlar (e. corporate media) og ríkismiðlarnir eru stútfullir af fréttum tengdum kreppunni og uppfæra vefsíður sínar stanslaust svo ótal spurningar vakna. Hvernig er staðan með IMF-lánið? En Icesave? Erum við ennþá hryðjuverkamenn? Eru bankastjór-arnir enn á ofurlaunum? Hversu skuldug er þjóðin? Verður virkjað og fleiri álver reist? Hversu margir misstu vinnuna í dag? Er til einhver matur? Hvað með íslenska náms-menn erlendis? Er skynsamlegt að ganga í ESB? Hvar eru Baugs- og Björgólfsfeðgar? Og hvar er hann Bubbi? Var ríkisstjórnin vöruð við? Hver varaði hana við? Af hverju hlustaði hún ekki? Munu auðmenn sleppa við að borga? Verður ein-hverjum refsað? Hvað sagði þessi og hvað sagði hinn? Hvað komu margir á mótmælin?“ (bls. 7-8)

„Í framtíðinni verður tímarit-ið Séð og heyrt ein besta sam-tímaheimildin um hina nýju tíma. Velgengni ritsins byggðist að miklu leyti á frásögnum af „fína fólk-inu“ og ríkidæmi þess. Árið 2003 var til dæmis sagt frá því að Jón Ásgeir Jóhannesson hefði keypt sér Benz á 19 milljónir króna og ætti fyrir Porsche og Range Rover. Svo gerðist það að Björgólfur Thor Björgólfsson keypti Hummer. Fyrir átti hann Aston Martin en þá bif-reið notaði hann bara í Lundúnum. Næst var það í frásögur færandi hjá Séð og heyrt að Jón Ásgeir fékk sér líka Hummer.

Árið 2004 var meira sagt frá snekkjum og sumarbústöðum og glæsihöllum. Snemma næsta ár til-kynnti tímaritið svo að Ingibjörg Pálmadóttir, sambýliskona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, hefði fest kaup á bifreið af Bentley-gerð og væri það dýrasta lúxuskerra sem prýtt hefði götur Reykjavíkur. Þá hefði Björgólfur Thor eignast mót-orhjól, eitt það dýrasta sem til væri. Hann var líka í hópi þeirra auð-manna sem fengu sér einkaþotur eða þyrlur á þessum uppgangs-árum.“ (bls. 326)

Ný framtíðarsýn

ÞORKELL SIGURLAUGSSON

Þorkell Sigurlaugsson er fram-kvæmdastjóri fjármála- og þróun-arsviðs Háskólans í Reykjavík. Á árunum 1977-2004 var hann framkvæmdastjóri hjá Eimskip og Burðarási og hefur Þorkell setið í stjórnum margra fyrirtækja og ritað fjölda greina og bóka um stjórn-unarmál. Meginumfjöllunarefni bókarinnar er stjórnun fyrirtækja og leiðtogahlutverkið ásamt sið-ferði í viðskiptum, sjálfbærni og nýsköpun. Í fjórum köflum af átta í bókinni er fjallað um stjórn-unarhlutverkið og það sett í sam-hengi við efnahagshrunið. Bókin var upphaflega ekki hugsuð sem heimild um kreppuna hér heima heldur hafði Þorkell verið með hana í smíðum í þó nokkurn tíma. Ástand efnahagsmála hérlendis árið 2008 varð honum hvatning til að ljúka við hana. Því varð óhjá-kvæmilegt hjá Þorkeli að flétta inn í umfjöllunarefni bókarinnar því umhverfi sem hefur verið við lýði hérlendis undanfarin ár, ástæður fyrir hruninu og hvaða leiðir séu til úrbóta. Ný framtíðarsýn er mjög áhugaverð lesning og góð viðbót við þær bækur sem út hafa komið um efnahagshrunið hérlendis þar sem gripið er niður í marga ólíka

þætti eins og sögulega punkta, farið yfir launagreiðslur sem fóru úr böndunum og hið nýja Ísland sem getur með góðu móti, ef rétt er að farið, að mati bókarhöfundar, orðið land tækifæranna á 21. öldinni.

„Það gat aldrei verið þannig að kapítalisminn og markaðshagkerf-ið þyrfti ekki öflugt eftirlit. Engum dettur í hug að leika fótboltaleik án dómara og línuvarða og við erum með yfirsetufólk þegar próf eru haldin í skólum. Kapítalisminn er mannanna verk og jafn ófull-kominn og maðurinn sjálfur. Það eru alltaf einhverjir tilbúnir að misnota frelsið á kostnað annarra. Kapítalisminn þarf því líka sýni-lega hönd, hann þarf endurnýjun og eftirlit. Er ekki ástæða til að rifja upp hin gömlu góðu gildi og laga þau að raunveruleikanum eins og hann er nú í byrjun þessarar aldar?“ (bls. 26)

„Niðurstaðan er sú að við þurf-um nýja hönd og reyndar marg-ar hendur til að leiða okkur út úr kreppunni. Þær þurfa að vera sýni-legar, traustar og hlýjar, gefa okkur þá trú og von að við getum komist sem best út úr kreppunni.“ (bls. 39)

„Hamingjan er hið dýrmæt-asta í lífinu og hún verður ekki keypt né mæld með hefðbundnum mælikvörðum hagnaðar og auð-legðar. Hamingjan ákvarðast frem-ur af hugarfari en ytri aðstæðum og auðlegð. Við eigum því ekki að þurfa að tapa hamingjunni nema stjórnvöld og bankastofnanir komi fjölskyldum í fjárhagslegt þrot. Hamingjan felst m.a. í því að láta sér vel líka það sem gera þarf og hægt er að gera. Veraldlegar eign-ir og ágóðavon eru yfirleitt af hinu góða og hvetja til framfara og aukinnar hagsældar almennings. Siðferðisbrestir og græðgi leiðtoga í þjóðfélögum og fyrirtækjum eru aftur á móti til ills og valda þeim sjálfum og aðstandendum áhyggj-um og óhamingju.“ (bls. 202)

(Því miður náði greinarhöfundur ekki að hafa bókina Ævintýraeyjan – uppgangur og endalok fjármála-veldis eftir Ármann Þorvaldsson, sagnfræðing og fyrrum forstjóra Singer & Friedlander í London, dótturfélags Kaupþings, með í þessari grein því bókin kom út sama dag hérlendis og blaðið.)

ehg

Jörð til söluJörðin Ingvarir í Svarfaðardal er til sölu. Landstærð nálægt 145 ha, þar af tún um 30 ha. Íbúðarhús 200 m2 ásamt 55 m2 bílskúr, fjárhús fyrir 180 kindur ásamt 164 m2 hlöðu. Bústofn 65 kindur og greiðslumark í sauðfé 94,4 ærgildi. Selst með eða án véla.

Jörðin er í 4 km fjarlægð frá Dalvík.

Tilboð sendist í tölvupóstfangið [email protected] fyrir 25. okt. n.k. Upplýsingar eru gefnar í símum 466-1842 eða 862-1742.

Seljendur áskilja sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

URLAUGSSON

Page 12: 10-11 12-13 1412-13 14 Vestfirskum krásum smalað um fjöll og firnindi 17. tölublað 2009 Fimmtudagur 8. október Blað nr. 312 Upplag 20.500 10-11 Hvað er skrifað um hrunið

12 Bændablaðið | fimmtudagur 8. október 2009

Suka K. Frederiksen er yfirmað-ur menningar- og skólamála í sameinuðu sveitarfélagi Suður-Grænlands og formaður stétt-arfélags fjárbænda á Grænlandi. Hún býr ásamt manni sínum, Sofus Frederiksen, í útjaðri bæj-arins Narsaq, sem telur rúmlega tvö þúsund íbúa. Sofus er eini bóndinn í bænum með sauðfé, nautgripi og íslenska hesta en Suka og börnin þeirra fjögur aðstoða við bústörfin þegar svo ber við.

Þegar blaðamaður Bændablaðs-ins átti leið um Narsaq og óskaði eftir viðtali við bóndann varð kona hans fyrir svörum vegna anna hans við heyskap og sjálfsagt spiluðu tungumálaörðugleikar inní, því Sofus talar eingöngu grænlensku.

„Hann var uppreisnarseggur í skóla og þegar kom að dönsku-tímum gekk hann út úr tímum og hefur því aldrei lært dönsku. Sofus er þjóðernissinni og hefur kom-ist nokkuð vel af án dönskunnar, ætli það hafi aftur á móti ekki lent meira á mér þegar kemur að papp-írsvinnu og slíku sem eingöngu er á dönsku,“ útskýrir Suka og brosir við.

Dexternaut og íslenskir hestarAfi Sofusar, Otto Frederiksen, byrj-aði með sauðfjárbúskap árið 1924 svo búskapurinn er í blóðinu að

mati Suka og segir hún aldrei hafa komið neitt annað til greina hjá manni sínum en að gerast bóndi.

„Við erum með rúmlega 500 fjár og 36 naut af Dexterkyni sem eru innflutt frá Jótlandi í Danmörku. Það er aðeins um fimm prósent fituinnihald í kjötinu svo gæði þess eru mikil. Við byrjuðum með sex nautgripi fyrir nokkrum árum en þar sem þeir hafa aðlagast vel höfum við tekið inn fleiri jafnt og þétt,“ segir Suka og bætir við: „Við erum einnig með töluvert af íslenskum hestum. Fyrir nokkrum árum var hér öflugt félag í kring-um íslensku hestana þar sem séð

var um tamningar, mót voru hald-in og efnilegasti hesturinn valinn en það lognaðist því miður út af vegna ónógrar þátttöku. Á tímabili hugsuðum við með okkur að taka inn svín í búskapinn en við erum með sjúkdómsfrían bæ og við ótt-umst að það muni breytast ef svín-in koma inn. Það sem aftrar okkur líka í því er sú mikla pappírsvinna og sá mikli tími sem þarf að inna af hendi til að fá leyfi en það kostaði okkur ómælda vinnu að fá leyfi til að flytja inn nautgripina.“

Bændur opnari fyrir nýbreytniÍ sveitarfélaginu eru 31 af 53 beit-

arsvæðum á Grænlandi, svo hér er helsta landbúnaðarhérað landsins. Suka og maður hennar hafa verið í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands varðandi merkingar á sauðfé og þau notast við skráningar í gamla Fjárvís, en nú eru sex sauð-fjárbændur á Grænlandi sem skrá í kerfið.

„Árlega er slátrað í kringum 25 þúsund lömbum í sláturhúsinu í

Narsaq og er mikið líf við höfnina þegar fjárskipin streyma fullhlaðin að um haustið með sauðféð, sem kemur víðs vegar að af Grænlandi. Nýverið var byrjað með félag í bænum Qaqortoq, eða Julianehåp, sem tekur við ullinni og framleiðir úr henni garn til teppa- og sokka-gerðar, en fram að þessu hafði ull-inni alltaf verið fargað. Við sjáum ný sóknarfæri í vinnslu ullarinn-

Bóndinn í Narsaq býr við góðan húsa- og vélakost.

Bóndakonan Suka K. Frederiksen er yfirmaður menningar- og skólamála í sameinuðu sveitarfélagi Suður-Grænlands og formaður stéttarfélags fjár-bænda á Grænlandi.

Ný sóknarfæri hjá græn-lenskum sauðfjárbændum

Á dögunum var haldin kvik-myndahátíð í Reykjavík sem að hluta til var helguð myndum þar sem fjallað var um mat. Ein myndanna hét Terra Madre og fjallaði um fjölmenna ráðstefnu sem haldin er árlega á vegum samtakanna Slow Food í Torino á Ítalíu. Af því tilefni kom hing-að til lands Paolo di Croce fram-kvæmdastjóri Slow Food ásamt aðstoðarkonu sinni Veronicu Veneziano. Þau notuðu tækifærið og heimsóttu íslenska framámenn í landbúnaði og matvælafram-leiðslu. Haldinn var fundur með þeim í Bændahöllinni en þangað komu þau beint úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.

Bændablaðið hitti Paolo di Croce að málum og spurði hann út í heimsóknina, samtökin sem hann veitir forystu og málefni land-búnaðar og matvælaframleiðslu. Viðstaddar voru einnig tvær konur úr forystu Íslandsdeild Slow Food sem hefur verið starfandi hér um nokkurt skeið. Fyrst var spurt um tilefni heimsóknarinnar, annað en að bregða sér í bíó.

„Við komum hingað til þess að styðja við bakið á starfsemi Slow Food hér á landi og kynna okkur framleiðslu staðbundinna matvæla hér á landi. Við höfum átt fundi með framámönnum, heimsótt Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi og skroppið út á land. Með þessu vilj-um við styrkja tengslin við íslenska framleiðendur og kynna okkur hvað hér er verið að gera í framleiðslu staðbundinna matvæla.“

Alþjóðleg og ítölsk samtökSlow Food eru samtök sem teygja anga sína til yfir 150 landa. Í stjórn þeirra sitja fulltrúar frá 10 löndum og eru þeir úr öllum greinum fæðu-keðjunnar, bændur, aðrir matvæla-framleiðendur, matreiðslumenn og neytendur. Samtökin voru stofnuð á Ítalíu árið 1986 og urðu alþjóðleg þremur árum seinna, þótt það sé þó

ekki fyrr en á síðustu 6-7 árum sem þau hafa virkilega breitt sig út um heiminn.

Starfsemi þeirra dreifist á fjöl-mörg verkefni en það þekktasta er eflaust Terra Madre sem merkir Móðir Jörð.

„Terra Madre er samskiptanet sem einskorðast við bændur í mat-vælaframleiðslu og matreiðslu-menn. Það hefur átt mikinn þátt í að efla ímynd samtakanna og auðveldað okkur að ná útbreiðslu í þriðja heiminum. Við störfum með alþjóðasamtökum á borð við FAO, Matvælastofnun Sameinuðu þjóð-anna, og áttum meðal annars fund með þeim fyrir skömmu þar sem fjallað var um fæðuöryggi í heim-inum. Við vorum einnig kölluð til ráðgjafar þegar átta öflugustu iðnríkin, G8-hópurinn, hélt fund á Ítalíu fyrr á þessu ári. Þar gætu opnast ýmsir möguleikar fyrir sam-tökin. En við viljum samt halda fast í grasrótarstarfið, það skiptir okkur mestu máli.“

Hann segir að Slow Food hafi átt ágætt samstarf við Evr ópu sam-bandið þótt stefna þess sé talsvert ólík stefnu samtakanna. „Ég er að fara á fund í Brussel á næstunni þar sem Framkvæmdastjórn ESB ætlar að fjalla um ræktun erfða-breyttra jurta. Við reynum að sjálf-sögðu að hafa áhrif á stefnu ESB en það hefur ekki borið mikinn árangur. Okkur hefur gengið betur að starfa í einstökum ríkjum. Við héldum til að mynda baráttudag í Bandaríkjunum í byrjun september þar sem við hvöttum stjórnvöld til þess að breyta skipulagi skólamál-tíða. Þar voru haldnir fundir og aðrar samkomur á 350 stöðum í landinu.“

En rætur hreyfingarinnar eru á Ítalíu. „Já, höfuðstöðvarnar eru þar en við höfum fleiri félaga utan Ítalíu og samtökin vaxa hrað-ast í þróunarlöndunum, svo sem Brasilíu. Það er líka mikil gróska í Þýskalandi og Bandaríkjunum.“

Góður, hreinn og sanngjarnVígorð samtakanna eru að matur skuli vera góður, hreinn og sann-gjarn. Hvað er átt við með því?

„Já, við höfum lagt töluverða vinnu í að skilgreina hvað ein-kennir gæði matvæla. Upphaf samtakanna má rekja til þess að

menn vildu varðveita og viðhalda hefðum í matargerð sem voru á undanhaldi fyrir MacDonalds og öðrum fulltrúum matvælaiðnaðar-ins. Niðurstaða okkar varð sú að við yrðum að verja réttinn til þess að njóta matarins, að hann bragðist vel. Hann er einnig hluti af menn-

ingu okkar og það sem okkur þykir gott á Ítalíu bragðast kannski ekki eins vel í Kenýa. Maturinn verður einnig að vera góður fyrir heilsuna.

Hann þarf einnig að vera hreinn í þeim skilningi að framleiðsla hans valdi ekki mengun og nátt-úruspjöllum. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að matvælafram-leiðsla sé einn helsti orsakavald-ur loftslagsbreytinga, útrýmingu skóga og annarra náttúruskemmda. Það nægir því ekki að matur sé góður ef framleiðsla hans er fjand-samleg umhverfinu. Þegar mat-urinn er kominn á borðið verðum við að spyrja hvað hafi gerst á leið hans þangað.

Í þriðja lagi þarf maturinn að vera sanngjarn í þeim skilningi að framleiðendur hans fái fyrir hann það verð sem nægir þeim til að lifa af framleiðslunni. Þetta á einkum við í þróunarríkjunum en ekki síður í iðnríkjunum þar sem við horfum upp á fólksfækkun í dreifbýli og hnignun sveitamenningar. Samt borgum við neytendur iðulega hátt verð fyrir matinn vegna þess að milliliðirnir – matvælafyrirtækin, flutningurinn og verslanirnar – vilja fá mikið í sinn hlut.

Þannig endurspeglar vígorð okkar þær miklu þjóðfélagshrær-ingar sem við þurfum að glíma við um þessar mundir.“

Ekki krafa um 100% lífræntÞú minntist á baráttu ykkar gegn erfðabreyttum afurðum, en hversu langt viljið þið ganga í því að berj-ast gegn notkun skordýraeiturs, tilbúins áburðar og þess háttar?

„Við viljum að sjálfsögðu draga eins og hægt er úr efnanotkun í landbúnaði, en samtökin ein-skorða sig ekki við 100% líf-ræna framleiðslu. Víða um heim er ekki raunhæft að stunda slíka framleiðslu. En við viljum stefna þangað svo að einn góðan veð-urdag getum við hætt að nota þessi eiturefni. Það má orða þetta þann-ig að ég geti frekar sætt mig við að borða íslenskt grænmeti hér á landi sem framleitt er með hóflegri áburðarnotkun en lífrænt grænmeti flutt inn frá Chile. Síðarnefnda grænmetið hefur ferðast fleiri þús-und kílómetra og ég hef enga vissu fyrir því hvort bóndinn sem fram-

Góður, hreinn og sanngjarn maturÞað er krafan sem Slow Food samtökin gera, að sögn framkvæmdastjórans Paolo di Croce

Paolo di Croce ræðir við nemendur og kennara Hótel- og matavælaskól-ans við MK og veltir vöngum yfir því af hverju frönsku kartöflurnar þurfi að ferðast 6.000 km leið áður en þær rata til íslenskra neytenda.

Page 13: 10-11 12-13 1412-13 14 Vestfirskum krásum smalað um fjöll og firnindi 17. tölublað 2009 Fimmtudagur 8. október Blað nr. 312 Upplag 20.500 10-11 Hvað er skrifað um hrunið

13 Bændablaðið | fimmtudagur 8. október 2009

Eiginmaður Suka, Sofus Frederiksen, er eini bóndinn í Narsaq á Grænlandi en hér brunar hann á dráttarvélinni til að ljúka heyskap þetta árið um miðbik ágústmánaðar.

ar og höfum flutt út þónokkuð til Danmerkur, þar sem vörunum hefur verið vel tekið,“ segir Suka.

Suka er sem fyrr segir formaður stéttarfélags fjárbænda á Grænlandi og fer því reglulega til Nuuk til fundar við heimastjórnina til að fara yfir stöðu sauðfjárbænda í landinu.

„Um nokkurn tíma hef ég gegnt

þessu starfi með öðrum störfum en ég er ekki flokksbundin. Ég er ekki boðberi þess að landbúnaður eigi eingöngu að geta gengið við góð skilyrði og við erum sífellt að vinna að því að auðvelda fjárbænd-um að lifa hér í eigin landi. Það er meiri áhugi á landbúnaði eftir að landbúnaðarskólinn rétt fyrir utan Julianehåp komst á laggirnar og

meiri áhugi er á nýbreytni en áður. Nú er til dæmis mun meira um að bændur rækti grænmeti sjálfir og þeir leita ráða hjá landbúnaðarráð-gjöfum, svo þekkingin verður sífellt meiri og fjölbreyttari og af því leiðir bætt starfsskilyrði fyrir greinina í heild sinni.“

ehg

JEPPADEKK

Útsölustaðir Útsölustaðir Útsölustaðir

SÍMI 440 1000

WWW.N1.ISN1 er leiðandi verslunar- og þjónustufyrirtæki á sviði bílatengdrar starfsemi fyrir einstaklinga og fyrirtæki

M+S

ST

STT

AT

MT

LT

ATR

SXT

Stærð Neglanleg vetrardekk Verð með VSK

235/75R15 Cooper M+s 105s 23.740

265/70R15 Cooper M+s 112s 26.879

265/75R15 Cooper M+s 112s 30.430

31x10.50R15 Cooper M+s 109q 34.890

215/70R16 Cooper M+s2 91t 24.995

215/75R16 Cooper M+s 103s 22.147

225/70R16 Cooper M+s2 103t 28.450

225/75R16 Cooper M+s 104s 28.539

235/70R16 Cooper M+s 106s 30.998

235/75R16 Cooper M+s 108s 24.177

245/70R16 Cooper M+s 107s 24.011

245/75R16 Cooper M+s 111s 27.999

255/65R16 Cooper M+s 109s 27.598

255/70R16 Cooper M+s 111s 30.260

265/70R16 Cooper M+s 112s 33.880

265/75R16 Cooper M+s 116s 33.560

235/65R17 Cooper M+s 108h 31.900

245/65R17 Cooper M+s 107s 32.897

245/70R17 Cooper M+s 110s 33.403

255/60R17 Cooper M+s 106s 31.634

265/70R17 Cooper M+s 115s 34.910

275/60R17 Cooper M+s 110s 33.599

275/70R17 Cooper M+s 114q 57.710

255/55R18 Cooper M+s 109s 42.900

275/60R20 Cooper M+s 110s 57.340

Stærð 32-35 tommu jeppadekk Með vsk.

32x11.50R15 Bfgoodrich At 113 R Tl 41.900

32x11.50R15 Bfgoodrich Mt 113q Tl 36.500

32x11.50R15 Cooper Lt 113q 39.900

33x12.50R15 Bfgoodrich At 108r Tl 43.900

33x12.50R15 Bfgoodrich Mt 108q Tl 36.882

33x12.50R15 Cooper Lt 108q 42.900

33x12.50R15 Cooper St 108q 44.900

33x12.50R15 Cooper Stt 108q 46.900

33x12.50R15 Dean M Terrain Sxt 108q 39.800

33x12.50R15 Dean Wildcat Lt All Terr 39.800

35x12.50R15 Bfgoodrich At 113q Tl 49.900

35x12.50R15 Bfgoodrich Mt 113q Tl 43.900

35x12.50R15 Cooper St 113q 48.900

35x12.50R15 Cooper Stt 113q 41.900

35x12.50R15 Dean Durango At 41.900

35x12.50R15 Dean Durango Xtr 41.900

305/70R16 Cooper Atr 118r 44.486

305/70R16 Cooper St 118r 49.165

305/70R16 Dean Wildcat At 42.870

33x12.50R16.5 Dean Wildcat Lt All Terr 39.900

35x12.50R16.5 Bfgoodrich At 123q 61.730

285/70R17 Bfgoodrich At 121q Tl (33" 65.000

285/70R17 Cooper Stt 121q (33") 58.970

315/70R17 Bfgoodrich At 121r Tl (35" 64.900

33x12.50R17 Cooper St 114q 56.900

33x12.50R17 Cooper Stt 114q 47.992

33x12.50R17 Dean M Terrain Sxt 114q 48.900

35x12.50R17 Cooper St 119q 62.900

35x12.50R17 Cooper Stt 119q 67.900

35x12.50R17 Dean M Terrain Sxt 119q 54.900

35x12.50R20 Cooper Stt 122n 80.576

Verð geta breyst án fyrirvara

Suðurland Bifreiðav. Gunnars Klaustri 487-4630Framrás Vík 487-1330Gunnar Vilmundar Laugarvatni 486-1250Vélaverkstæðið Iðu 486-8840Hjólbarðaþjón. Magnúsar Selfossi 482-2151Bifreiðav. Jóhanns Hveragerði 483-4299Bílaþjónustan Hellu 487-5353Varahl.v. Björns Jóh. Lyngási ,Hellu 487-5906Hvolsdekk Hvolsvelli 487-8005

Austurland Bifreiðav. Sigursteins Breiðdalsvík 475-6616Vélsmiðja Hornafjarðar 478-1340Bíley Reyðarfirði 474-1453Réttingav. Sveins Neskaupsstað 477-1169

Höfuðborgarsvæðið N1 Mosfellsbæ 440 1378N1 Réttarhálsi 440 1326N1 Fellsmúla 440 1322N1 Reykjavíkurvegi 440 1374N1 Ægissíðu 440 1320N1 Bíldshöfða 440 1318

Vesturland/Vestfirðir N1 Akranesi 431-1379 KM. Þjónustan Búardal 434-1611Dekk og smur Stykkishólmi 438-1385Bifreiðaþ. Harðar Borgarnesi 437-1192Vélaverkst. Sveins Borðeyri 451-1145Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar 456-3501Bílaverkstæði S. B. ehf. Ísafirði 456-3033Græðir sf. Varmadal, Flateyri 456-7652G. Hansen Dekkjaþjónusta Ólafsvík 436-1111 Norðurland

Vélav. Hjartar Eiríkss. Hvammstanga 451-2514Kjalfell Blönduósi 452-4545Bílaverkstæði Óla Blönduósi 452-2887Vélav. Skagastrandar Skagaströnd 452-2689Pardus Hofsósi 453-7380Hjólbarðaþ. Óskars Sauðárkróki 453-6474Kf. Skagfirðinga Sauðárkróki 455-4570B.H.S. Árskógsströnd 466-1810Bílaþjónustan Húsavík 464-1122

ReykjanesbærN1Ásbrú 552 440 1372

leiddi það hafi fengið sómasam-lega greitt fyrir sitt framlag. En það er alveg hægt að auka hinn líf-ræna þátt framleiðslunnar frá því sem nú er.“

Geitur og skyrPaolo segir að Slow Food eigi síst minna erindi hér á Íslandi en í öðrum löndum. „Þótt þið búið á eyju langt úti í hafi glímið þið við svipuð vandamál og aðrar þjóðir. Hér hefur þróast matarmenning í tímans rás sem hefur að stórum hluta glatast og þið stefnið í stað-inn í átt að hinni alþjóðavæddu matarstóriðju. Eitt tákn um þetta er staða íslenska geitastofnsins sem er í mikilli útrýmingarhættu. Það eru margar ástæður fyrir því að varðveita íslenska geitastofn-

inn, menningarlegar ástæður, en einnig atriði sem varða stöðu ykkar meðal þjóða. Þið eruð í sömu stöðu og margar aðrar þjóðir sem geta ekki keppt við magnframleiðsluna, þið verðið að byggja á gæðum og fjölbreytni. Ferðafólk sem kemur hingað vill fá íslenskan mat, ekki það sama og þeir fá heima í Bandaríkjunum.

Í þessu liggja miklir möguleikar og eftirspurnin er fyrir hendi. Það sést á bændamörkuðunum sem hafa sprottið upp, deildum stórmarkaða fyrir lífrænar matvörur sem hafa farið stækkandi og ýmsu öðru. Hér hafa verið stofnuð samtök til að varðveita gamlar matarhefðir. Ég sé því fyrir mér að þið getið orðið virkir þátttakendur í Terra Madre, stofnað samtök um góða, hreina og

sanngjarna matarframleiðslu, starf-rækt markaði og veitingahús sem bjóða upp á skyr og annan góðan íslenskan mat. Heimurinn stefnir í þessa átt, það sést á því að G8-ríkin kölluðu á okkur til viðræðna.“

Sjáum við þá fyrir endann á veldi MacDonalds?

„Ekki alveg strax. Ég sá á heimasíðu fyrirtækisins að Mac-Donalds fær 52 milljónir viðskipta-vina á hverjum degi. Það þýðir að á hverri sekúndu taka 600 manns við matarskammti frá þeim. Þetta er svo risastórt að það hverfur ekki á einum degi. Það er verðugt verk-efni að fækka viðskiptavinum fyr-irtækisins en ég á síður von á því að það hverfi næstu hundrað árin,“ segir Paolo di Croce framkvæmda-stjóri Slow Food. –ÞH

Page 14: 10-11 12-13 1412-13 14 Vestfirskum krásum smalað um fjöll og firnindi 17. tölublað 2009 Fimmtudagur 8. október Blað nr. 312 Upplag 20.500 10-11 Hvað er skrifað um hrunið

14 Bændablaðið | fimmtudagur 8. október 2009

Bræðurnir og veitingamennirnir Guðmundur Helgi og Sigurður Helgasynir starfrækja Hótel Núp í húsnæði gamla héraðsskólans í Dýrafirði. Þeir leggja áherslu á að bjóða upp á mat úr héraði og leggja töluvert á sig til þess að svo megi verða. Guðmundur Helgi skrifaði eftirfarandi grein fyrir Bændablaðið þar sem hann lýsir því hvernig þeir haga aðdráttum.

Við bræðurnir sem erum eigend-ur að Hótel Núpi erum ættaðir að vestan, báðar ömmur okkar eru úr Dýrafirði og við vorum síðan báðir í sveit í Innri-Hjarðardal í Dýrafirði í sex sumur hjá móðursystur okkar. Sigurður var í skóla á Núpi tvo vetur og ég bjó á Þingeyri í fjögur ár 1993-97, þannig að rætur okkar og taugar liggja fyrir vestan. Þar fyrir utan bjuggum við í sveit í tvö ár sem pollar á Skógarströndinni, þannig að báðir erum við sveita-strákar sem skilja vel sérstöðu íslenska lambsins.

Ég vann í nokkur ár á veitinga-staðnum Friðriki V. á Akureyri þar sem ég kynntist og hreifst með af þeim áhuga og eljusemi sem ein-kennir Friðrik í nálgun hans á stað-bundið hráefni, en þess má geta að Friðrik var fyrsti matreiðslunemi minn. Það var því ekkert annað sem kom til greina en að koma sér-stöðu vestfirsks lambakjöts á fram-færi við aðra landsmenn.

Hótel Núpur er með opinn veit-ingasal alla daga og verður þar boðið upp á rétti dagsins sem allir verða úr vestfirsku hráefni. Þar sem enginn er að bjóða uppá stað-bundið lambakjöt á Vestfjörðum og í kjallara hótelsins er til staðar stór kjötvinnsla, a.m.k. ef miðað er við gamlan heimavistarskóla, þá lá beinast við að verða sér úti um lambakjöt beint frá býli og varð Innri-Hjarðardalur í Dýrafirði fyrir valinu þar sem bóndinn þar er frændi okkar, Steinþór A. Ólafsson.

Hótel Núpur í Dýrafirði er rekið af fyrirtækinu Sveitasælu ehf., sem er í eigu okkar bræðranna. Hótelið er sumarhótel, opið frá 1. júní til 15 september ár hvert, en einnig er opið um helgar á jólaföstunni og er þá boðið upp á jólahlaðborð og gistingu. Einnig höfum við opnað hótelið fyrir stærri hópa yfir veturinn. Boðið er upp á 38 eins til tveggja manna herbergi og 6 þriggja manna herbergi.

Sérstaða vestfirskrar matvöruVið sérvöldum 15 lömb síðastlið-ið haust frá Hjarðardal í Dýrafirði, þau voru send til slátrunar í slát-urhúsið á Sauðárkróki. Við verk-uðum þau í kjötvinnslu Núps, þ.e. úrbeinuðum læri og framparta, hryggir eru í heilu, unnum kæfu og rúllupylsur úr slögum. Frampartar voru reyktir og bornir fram á jólahlaðborði Núps í fyrra ásamt lambalærunum. Þá buðum við upp á kæfuna, rúllupylsuna og hangi-kjötið á morgunverðarborðum hót-elsins síðastliðið sumar.

Hugmynd okkar gengur út á það að markaðssetja og selja sérstöðu vestfirskrar matvöru. En við bræð-urnir teljum meðal annars lamba-kjötið að vestan vera það besta sem völ er á hér á landi. Sérstaða þess felst í því að á Vestfjörðum er lamb villibráð, samanber Villtir Vestfirðir. Nú eru ekki lengur nein sláturhús á Vestfjörðum. Lömbin þarf að flytja á bílum úr Dýrafirði allt norður í Skagafjörð, skelfi-leg meðferð á blessuðum skepn-unum, slátra þeim þar og flytja svo kjötið aftur vestur í Dýrafjörð. Það er hugmyndin í framhald-inu fyrir Vestfirði, reyndar fengin frá Noregi, að útbúa fjörutíu feta gáma sem löggild sláturhús. Þeir yrðu fluttir milli bæja og svo slátr-uðu menn bara sjálfir undir sama eftirliti dýralæknis og í öðrum slát-urhúsum. Þetta vildum við sjá að hægt væri að gera hérna fyrir vest-an. Við erum að flytja úr fjórðungn-um mikla vinnu og verðmætasköp-un við slátrun en einnig við að saga og vinna kjötið. Þetta mætti auð-veldlega gera „beint frá býli“, enda eru bændur ekkert óvanir slátrun þar sem þeir slátra einhverju heima

fyrir sjálfa sig, en einnig hafa þeir flestir unnið á sláturhúsi. Úr því að þetta er hægt annars staðar á Norðurlöndum, þá ætti það auð-vitað að vera hægt hér líka. Þetta sem gert er nú, að setja vestfirska lambakjötið í einhverja landshít, þá erum við að setja langbesta kjötið með öðru mjög misgóðu kjöti, með annars fullri virðingu fyrir íslensku lambakjöti í heild sinni. Eins og einn ágætur Vestfirðingur sagði við mig, þá ganga vestfirsku lömb-in frá fjalli og niður í fjöru og lifa á öðrum og fjölbreyttari gróðri en víðast annars staðar. Þetta er ekki eins og grjótbörðu vegalömbin sem sjást svo víða, heldur vestfirsk villi-bráð. Munurinn á vestfirsku lömb-unum og flestum öðrum er líka sá, að hér fara þau um erfiðari fjöll og heiðar, þar sem víðast annars stað-ar eru þau að mestu á láglendi eða sléttlendi. Maður þekkir það að í ræktinni byggist upp vöðvamassi, ég vil meina að vöðvamassi í hlut-falli við fitu sé miklu meiri í vest-firsku lambakjöti en öðru. Það er ekki aðeins bragðbetra en annað kjöt, heldur er fituhlutfallið í full-komnu jafnvægi og miklu betra en í öðru lambakjöti á Íslandi, en það er nú bara mín skoðun.

Það sem við bræðurnir viljum gera er að lagfæra kjötvinnslu hót-elsins, nútímavæða og fá á hana löggildingu svo þar verði hægt að vinna vestfirskt lambakjöt bæði til að selja í veitingasal hótelsins og með netsölu í gegnum Facebook-síðu sem heitir „Ég er að vestan“. Með vinnslu er átt við að úrbeina og reykja framparta. Hvað aðra parta skrokksins varðar, þ.e. læri og hrygg, er hugmyndin að selja það í heilum einingum með upprunavott-orði, einnig mun upprunavottorð fylgja hangikjötinu. Hvað slögin varðar er hugmyndin að laga kinda-kæfu eftir gamalli vestfirskri upp-skrift frá fjölskyldu okkar og vera með á morgunverðarhlaðborði hót-elsins ásamt rúllupylsu. Tengslin við Hótel Núp sem við bræðurnir eigum og rekum eru augljós, en þar verður aðal aðdráttarafl veitinga-staðarins staðbundið hráefni með dýrfirskt lambakjöt og sjávarafurð-ir í fararbroddi, en Hótel Núpur er stærsta hótel Vestfjarða þegar það starfar. Ég er lærður matreiðslu-meistari og í námi í ferðamálafræði við Háskólann á Hólum í Hjaltadal, bróðir minn er framreiðslumeist-ari og með MBA í viðskiptum, þar kemur reynslan til með að hjálpa okkur. Einnig sjáum við fyrir okkur aðra veitingamenn á Vestfjörðum bjóða upp á vestfirskt lambakjöt. Við erum þess fullvissir að það muni auka ferðamannastraum til

Vestfjarða ef ferðamenn geta verið vissir um að þeir geti gengið að staðbundnum mat sem vísum.

Í Vestfirsku ÖlpunumEftir að hafa farið yfir sumarið sá ég að ég þyrfti 60-70 lambs-krokka til að eiga nóg lambakjöt fyrir næsta jólahlaðborð og sumar. Var ákveðið í samráði við Steinþór bónda að við myndum taka okkar fé úr seinni smölun og fór hún fram sunnudaginn 27. september. Þar sem ég er búsettur á Akureyri

á veturna lagði ég af stað keyr-andi á laugardeginum og var Helga Guðrún, sex ára dóttir mín, með í för. Vorum við bræður mætt-ir tímanlega til Steina frænda en smölun átti að hefjast klukkan níu. Það eru þrír bæir sem smala saman Hjarðardalinn, Fremri-Hjarðardalur, Neðri-Hjarðardalur og Fremsthús. Gerður var fyrir þó nokkrum árum jeppafær akveg-ur inn dalinn og langleiðina upp á Hjarðardalsheiði með styrk frá, held ég, Bændasamtökunum. Við

vorum átta sem fórum inn eftir og var ekki stoppað fyrr en komið var að Smalasteininum, en þar var allt-af stoppað og áð áður en þangað var hægt að keyra. Þessi steinn er þeim eiginleikum gæddur að ofan á honum er dæld þar sem alltaf er drykkjarhæft vatn fyrir þyrsta smala. Vorum við einstaklega heppnir með veðrið, logn og fimm stiga hiti, en fyrsti snjór haustsins hafði fallið í vikunni á undan og haft þau áhrif að ekki var mikið fé svo ofarlega í dalnum. Útsýnið þarna uppi yfir vestfirsku Alpana var stórkostlegt og var allt fé úr dalnum, sem ekki var þegar í túni eftir fyrri smölun, komið í réttina um kl. eitt. Fé var dregið í dilka eftir bæjum og Hjarðardalsfénu keyrt heim, tekinn matur og auðvitað var lambasteik í matinn. Því næst var farið að Hóli í Önundarfirði þar sem það fé sem farið hafði yfir um var sótt og var örtröð á Hóli, margir bændur að sækja sitt fé og fór restin af deginum í þetta. Keyrði ég svo heim á mánudeginum, glaður með gott dagsverk.

Miðvikudaginn 30. september voru síðan líflömb valin og allt fé vigtað og tók Siggi bróðir þátt í því fyrir hótelið. Það fé sem átti að fara í sláturhús var sótt á fimmtudegin-um og keyrt alla leið á Sauðárkrók en ekkert sláturhús er lengur hvorki á Vestfjörðum eða Vesturlandi, sem er í sjálfu sér efni í heila grein. Ég var svo mættur á Sauðárkrók á föstudagsmorgninum í sláturhús KS þar sem ég hitti Eddu skrifstofu-stjóra og Leif gæðastjóra. Mér var fylgt í réttina en Hjarðardalslömbin 89 sem send voru biðu þar eftir mér og voru tekin næst þar sem ég var mættur. Í gegnum þetta sláturhús fara 3.000 lambskrokkar á dag og hraðinn það mikill að frá því að fyrsta Hjarðardalslambið var skot-ið og þar til búið var að meta alla 89 skrokkana liðu ekki nema ca. 30 mínútur. Ég fékk síðan útprent-un á kjötmatinu og ákvað að taka allt kjöt sem flokkaðist í R1-R3 og U2-U3, þ.e. kjöt með góða eða ágæta vöðvafyllingu og litla eða meðal fitu, þannig að þetta voru 68 skrokkar sem ég tók fyrir hótelið. Kjötið er svo flutt í Búðardal þar sem það er hlutað í sjö hluta og ég sæki það þangað nú í vikunni.

Ég smalaði þessu kjöti sjálfur!Það sem upp úr stendur eftir þetta ferli, að verða sér úti um upp-runatengt lambakjöt, er að nú get ég, sem meðlimur í Beint frá býli og Veislu að vestan („local food“ Vestfjarða), sagt við mína mat-argesti: Þetta lambakjöt er héðan úr firðinum, ég smalaði því og fylgdi í sláturhús. Hins vegar er slát-urleyfishafinn ekkert að auðvelda mér vinnu mína sem veitingamað-ur, því ég bað hann um að halda eftir 80 frampörtum, úrbeina þá í net og reykja fyrir mig helming-inn í hangikjöt, en ekkert reykhús er á Vestfjörðum. Svarið sem ég fékk var nei, það er ekki hægt. Ef ég hefði hringt beint í kjötvinnsl-una og keypt þessa skrokka af KS þá hefði þetta ekki verið neitt vandamál, en þá er uppruninn líka horfinn, þannig að ég úrbeina þetta bara sjálfur og kem þessu eitthvert í reykingu áður en jólahlaðboð-in hefjast. Þetta fær mig í raun til að halda að afurðastöðvarnar líti á Beint frá býli sem hreina sam-keppni í stað þess að aðlaga sig því að sífellt fleiri vilja upprunatengja kjötneyslu sína og bjóða sjálfir upp á upprunatengt kjöt. Þetta gerir mig enn ákveðnari í því að koma kjötvinnslu í það ástand að þaðan sé hægt að grófvinna lambakjöt til sölu með upprunavottorði. Og lokaorð mín verða þau sem við-skiptavinur í veitingasal Hótel Núps, sem pantaði lambasteikina, fær að heyra þegar ég fer fram með diskinn: „Ég smalaði þessu kjöti, fylgdi því í sláturhús, úrbeinaði það, eldaði það, það er héðan úr firðinum, nánar tiltekið frá Steina frænda í Fremri-Hjarðardal. Verði þér að góðu!“

Guðmundur Helgi Helgason

Smalar við Smalasteinin góða.

Dregið í dilka.

Frændurnir og ein frænka, talið frá vinstri: Sigurður Arnfjörð Helgason, Steinþór Auðun Ólafsson, Guðmundur Helgi Helgason og Helga Guðrún Guðmundsdóttir.

Ferhyrndur lambhrútur frá Fremri-Hjarðardal.

Vestfirskar krásir eltar um fjöll og firnindi

Page 15: 10-11 12-13 1412-13 14 Vestfirskum krásum smalað um fjöll og firnindi 17. tölublað 2009 Fimmtudagur 8. október Blað nr. 312 Upplag 20.500 10-11 Hvað er skrifað um hrunið

15 Bændablaðið | fimmtudagur 8. október 2009

Sýningin MATUR-INN fór fram í fjórða sinn á dög-unum en hún var haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri og var fjölsótt. Aðgangur var ókeypis og mikill straumur gesta báða sýningardagana. Áætlað er að 12-14 þúsund gestir hafi komið á sýninguna en hún var haldin af félaginu Mat úr Eyjafirði í góðu sam-starfi við Matarkistuna Skagafjörð og Þingeyska matarbúrið. Þátttakendur í sýningunni voru á fimmta tug og þar var hægt að bragða á norðlensk-um matvælum en ekki nýttu sýningargestir sér síður hagstæð tilboð hjá sýnendum.

„Við vitum dæmi þess að fyrirtæki hafi selt tífalt meira magn en á síðustu sýningu fyrir tveimur árum og almennt voru sýnendur mjög ánægðir með viðtök-ur gesta,“ segir Ingvar Már Gíslason í sýningarstjórn. „Markmiðið með sýningunni var að vekja athygli á því hve matvælaframleiðsla er öflug á Norðurlandi og ekki aðeins framleiðsla heldur ekki síður veitingastarfsemi og margir aðrir þættir sem snerta matvælageirann á Norðurlandi.“

Á laugardag var málþing um íslenskan mat, sömu-leiðis matreiðslukeppni þjóðþekktra þar sem Sigrún Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, sigraði. Í þeirri keppni glímdu fjórir keppendur við eldamennsku á

saltfiski en fyrirfram vissu þau ekki hvert hráefn-ið yrði. Aðrir keppendur voru Kristján Þór Júlíusson alþingismaður, María Sigurðardóttir leikhússtjóri og Svavar Alfreð Jónsson sóknarprestur.

Sömuleiðis kepptu fulltrúar matarfélaganna þriggja, þ.e. Matar úr Eyjafirði, Matarkistunnar Skagafjarðar og Þingeyska matarbúrsins í fiskisúpugerð. Í þeirri keppni sigruðu Sólveig Pétursdóttir og Jóna Matthíasdóttir fyrir Þingeyska matarbúrið. Þingeyingurinn Anton Freyr Birgisson reyndist gera besta borgarann á Norðurlandi í ár en í þeirri keppni voru 10 keppendur.

Loks sýndu kjötiðnaðarmenn vinnslu á tveim-ur lambsskrokkum og voru afurðirnar boðnar upp. Á uppboðinu voru einnig seldar matar- og gjafakörfur, allt til stuðnings Hetjunum – félagi langveikra barna á Norðurlandi. Alls söfnuðust 167 þúsund krónur fyrir félagið.

Á sýningunni voru frumkvöðlaverðlaun Matar úr Eyjafirði veitt í þriðja sinn. Þau hlaut fyrirtækið Bruggsmiðjan á Árskógssandi fyrir kraftmikla upp-byggingu í framleiðslu, góðan markaðsárangur og að halda merki íslenskrar framleiðslu á lofti.

Sýningin er haldin á tveggja ára fresti og er stefnt að næstu sýningu haustið 2011.

12 til 14 þúsund gestir sóttu sýninguna Matur-inn

Laugardaginn 3. október var ný Krísuvíkurrétt við Suður-strandar veg vígð í blíðskapar-veðri þar sem 14 tómstunda-bændur úr Hafnarfirði, Garða-bæ og Bessastaðahreppi drógu um 700 ær og lömb í dilka. Nýja réttin er teiknuð af Ólafi Dýr-mundssyni, ráðunauti Bænda-samtaka Íslands í lífrænum bú-skap og landnýtingu, og smíð-uð af Sveini Sigurjónssyni hjá Hafnarfjarðarbæ.

Vegagerðin, Hafnarfjarðarbær, Garðabær og Bessastaðahreppur standa að réttinni sem er glæsileg á að líta og er eina rétt landsins þar

sem sérstakt tillit er tekið til áhorf-enda sem hafa nægt pláss í sér-stöku opnu hólfi við almenninginn til að fylgjast með atgangnum.

Bændadrottningin Sigurveig Buch fór með eftirfarandi bæn úr Rúnabókinni við vígsluna:Guð hið ytra, Guð í mér,ég efa ei tilvist þína hér.Hvar sem ég lít og áður leit,ásjónu Guðs ég sé og veit.Að ég er miðill augna þinna,svo í uppskeru ára minna.Sá maður sjálfur fræ Guðs í mér,sjálfs Guðs að verða, eigna sér.

ehg

Kátína og kampavín í Krísuvíkurrétt

Bændadrottningin Sigurveig Buch, brýtur kampavínsflösku á réttinni við vígsluna og Bjarnfreður Ármannsson, réttarstjóri, flettir ofan af nafni hennar. Við hlið Sigurveigar er Ásgeir Runólfsson, fjallkóngur. Sveinn Sigurjónsson, sem smíðaði réttina leikur fimlega á harmonikkuna undir vígslunni.

Björgvin Jakobsson mætti á forláta Studebaker, árgerð 1946, til að aðstoða einn félaga sinn með flutning á fé.Börnin fylgjast athugul með þegar fénu er smalað inn í almenninginn.

Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra heimsótti sýninguna Matur-inn 2009 og var ekki annað að heyra en hann væri heillaður af norðlenskri matar gerð. Hér er hann á tali við Hugrúnu Ívarsdóttur hjá Laufabrauðsetrinu á Akureyri.

Skagfirðinga mættu glaðbeittir til leiks og gáfu gestum að bragða á því besta sem fyrirfinnst í þeirra mat arkistu. Hér er Óli kokkur á fullu að fylla á bakkana.

Friðrik V. Karlsson á veitingastaðnum Friðrik V. sýndi gestum og gangandi hvernig á að bera sig að við að elda svínalundir. Á eftir fengu menn að smakka og ekki annað að sjá en ljúfmetið hafi smakkast vel.

Mikill fjöldi fólks heimsótti sýninguna um liðna helgi, allt að 14 þúsund manns og voru sýnendur önnum kafnir við að bjóða gestum að smakka á framleiðslu sinni.

Ojbarasta voru viðbrögð þessa gutta þegar starfsmenn á bás Kjarna fæð is sýndu honum eistu úr nauti, en á bás fyrirtækisins mátti sjá öll helstu innyfli úr nautgripum auk þess sem þar var sett upp úr-bein ingar að staða svo gestir gætu séð hand brögð in við úrbeiningu.

Page 16: 10-11 12-13 1412-13 14 Vestfirskum krásum smalað um fjöll og firnindi 17. tölublað 2009 Fimmtudagur 8. október Blað nr. 312 Upplag 20.500 10-11 Hvað er skrifað um hrunið

16 Bændablaðið | fimmtudagur 8. október 2009

Utan úr heimi

Í Svíþjóð og Danmörku hafa um skeið verið í gangi átaksverk-efni fyrir neyslu á matvælum af heimaslóðum með þeim rökum að með því megi draga úr meng-un af langflutningum á vörum.

Framkvæmdastjórn ESB hefur fjallað um málið og komist að þeirri niðurstöðu að þessi átaks-verkefni séu ólögleg, þar sem þau stríði gegn meginreglum sam-bandsins um frjálst flæði á vörum og þjónustu innan sambandsins.

„Kaupið heimaræktaða ávexti og grænmeti“, hljóðaði hvatning frá danska átaksverkefninu „1 ton mindre“, sem beint var að neytend-um. Með því að kaupa heimarækt-aðar afurðir er unnt að draga úr losun koltvísýrings, segir í bækl-ingi frá samtökunum. Slíkan mál-flutning er hins vegar bannað að hafa í frammi við markaðssetningu innan ESB. Að sögn sérfræðinga á vegum sambandsins, sem blaðið Information hefur rætt við, brýtur slíkt gegn meginreglum um frjálst flæði á vörum og þjónustu á innri markaði ESB og er ólöglegt.

Danska átaksverkefnið hefur staðið frá því í mars 2007. Danskir sérfræðingar í Evrópurétti taka undir það að hin sakleysislega hvatning um kaup á heimarækt-uðum afurðum sé tvímælalaust ólögleg samkvæmt ESB-rétti. Átakið sé kostað af hinu opinbera en geri á hinn bóginn upp á milli landa innan sambandsins. Ástæða þess að ESB hefur ekki brugð-ist fyrr við er að sambandinu var ekki kunnugt um verkefnið, segir Peter Pagh, prófessor í ESB-rétti við Kaupmannahafnarháskóla, við blaðið Information.

Pagh vitnar í írska átaksverkefn-ið „Buy Irish“, sem hófst á níunda áratugi síðustu aldar og varð til þess að ESB-dómstóllinn fór í mál við ríkisstjórn Írlands. Hörðustu við-urlög við slíkum brotum eru að þau bitni á útflutningi viðkomandi lands.

Í Svíþjóð hefur framkvæmda-stjórn ESB stöðvað nýjar ráð-leggingar Matvælastofnunarinnar (Livsmedelsverket) um hollan og umhverfisvænan mat, sem samd-ar voru í samstarfi við sænska Náttúruverndarráðið. Þær voru sendar í öryggisskyni til Brussel sl. vor, en framkvæmdastjórnin hafnaði þeim með vísan til þess að þær brytu í bága við 28. grein Evrópusáttmálans.

Inger Anderson, forstjóri Mat-væla stofnunarinnar, hefur upplýst að stofnunin muni fara yfir hin vís-

indalegu rök fyrir ákvörðun sinni og leitast við að útskýra þau betur. Hún bætir því við að umhverfisvæn mat-væli hafi þegar vakið alþjóðaathygli og að við trúum því að við séum á réttri leið. Fjórðung af umhverfisá-hrifum, sem skrifa megi á sænska neytendur, megi rekja til kaupa og neyslu matvæla. Til gangurinn með ráðleggingum Mat væla stofn un ar inn-ar sé að hvetja neytendur til að haga sér náttúruvænt og uppörva yfirvöld í öðrum löndum, segir Anderson.

Yfirstjórn átaksins í Danmörku hyggst einnig halda baráttu sinni áfram. Yfirmaður þess, Ture Falbe-Hansen, heldur því fram að lönd, sem vilja berjast fyrir bættu umhverfi, verði að fá að upplýsa landsmenn sína um áhrif af gjörð-um þeirra á losun koltvísýrings. Yfirstjórnin mun nú fara nánar yfir framsetningu í bæklingum, sem hún hefur gefið út, og ráðfæra sig við sænsk stjórnvöld.

Landsbygdens Folk

ESB bannar stuðning við mat af heimaslóðum$�'����������*�����+������������*<�������+!�����

Í eftirmælum um Norman Borlaug um víða veröld er hans minnst sem föður Grænu bylt-ingarinnar. Í raun og veru var hann einn af snjöllustu jurta-kynbótafræðingum heims á 20. öld. Framlag hans til að auka uppskeru hveiti- og hrísgrjóna-stofna í hitabeltinu og heit-tempruðu beltunum er meðal hinna stóru framfaraskrefa sem mannkynið áorkaði eftir síðari heimsstyrjöldina.

Jafnvel þó að tilbúinn áburður og jurtavarnarefni hefðu þá lengi verið á markaði voru tegundir og stofnar korns ófærir um að nýta til fulls þessa vaxtarþætti sér til auk-ins vaxtar og uppskeru. Norman Borlaug sá tæknimöguleika til að stórauka matvælaframleiðslu á eft-irstríðsárunum og byggði, ásamt fjölda aðstoðarmanna, smám saman upp umfangsmikið kerfi rannsóknastofnana (CGIAR) víða um heim.

Það sem knúði Grænu bylt-inguna áfram var ótti Vesturlanda við að hin kommúníska bylt-ing, sem risið hafði upp meðal bláfátækra íbúa í dreifbýli í Kína, dreifði sér um landið, en einnig að hið sama gerðist víðar, ekki síst í Indlandi þar sem hugsjónir Mahatma Ghandis um mannúð og mannréttindi gerðu harðar kröfur um bætt líf fólks.

Norman Borlaug skildi öðrum betur að jurtakynbætur gætu flestu öðru frekar skilað árangri í þessum efnum. Hann var Bandaríkjamaður en af norskum ættum og það var e.t.v. blanda af þessum ólíku þjóð-félögum sem gerði honum kleift að vinna með landbúnaðar- og fjármálaráðherrum víða um heim

með afar ólíka pólitíska lífssýn.Borlaug var afar tæknilega

sinnaður en samfélagsleg sýn hans var ekki eins sterk. Hann var af kynslóð þar sem áhyggjur af umhverfisáhrifum tæknilegra inngripa í náttúruna nutu lítillar athygli.

Þegar hann fékk Friðarverðlaun Nóbels árið 1970 kom hann fram í umræðuþáttum með mann-fræðingum og félagsfræðingum sem héldu því fram að umskipti frá hefðbundnum landbúnaði til tæknivæddrar kornræktar gætu leitt til vonlausrar stöðu smábænda og kvenna í fátækum löndum. Þá komust umhverfisfræðingar að því að aukin notkun jurtavarnarefna, sem var einn þáttur í aukinni upp-skeru, virtist valda óvæntum og neikvæðum áhrifum á náttúruna og vera heilsuspillandi fyrir bænd-ur.

Borlaug hylltist til að blása á slíkan málflutning og benti á að matvælaframboð hefði stóraukist og að jurtakynbætur gætu trauðla leyst öll vandamál fátæktar og umhverfismála í heiminum. Það væri verk annarra að takast á við þau. Hann hlífði heldur ekki þeim sem héldu fram þessum viðhorf-um, þó að þeir dáðust um leið að afrekum hans, og spurði hversu mörgum milljónum mannslífa þeir hefðu bjargað? Sjálfur fékk ég árið 1996 persónulegt, handskrifað bréf frá honum upp á 27 síður. Þar fjallaði hann um skýrslu frá FAO þar sem dregin voru fram rök gegn ræktunaraðferðum Grænu bylting-arinnar. Hann hafnaði algjörlega þeim sjónarmiðum, sem fram komu í skýrslunni, og kallaði þau fasisma.

Á efri árum sínum lagði Bor-laug sig fram um að leita leiða til að bæta hag hinna allra fátæk-ustu í heiminum með því að efla tæknistig þeirra. Eþíópía varð aðal vettvangur hans í því starfi. Honum var þó vel ljóst að fram-farir í landbúnaði, sem byggj-ast á nauðsynlegum aðgangi að aðföngum, verða alltaf risaverk-efni fyrir fátæka bændur og lönd með lélegt stoðkerfi, svo sem samgöngur, fjarskipti, bankakerfi o.s.frv.

Nafn Normans Borlaug mun alla tíð verða tengt Grænu bylt-ingunni, en þeim ótvíræða árangri sem hún náði í aukinni matvæla-framleiðslu í Asíu (en í minna mæli í Mið- og Suður-Ameríku og næstum engum í Afríku) verð-ur hann að deila með stjórnmála-mönnum og embættismönnum sem áttu sér hugsjónir í löndum eins og Indlandi og Filippseyjum.

Skipulagning á mörkuðum, leiðbeiningastarfsemi, áveitu- og vökvunarkerfi, dreifingakerfi á afurðunum, verðlagning (ákvörð-un lágmarksverðs) og aukin póli-tísk vitund íbúanna var í raun og veru forsenda tækniframfaranna.

Vesturlönd studdu Grænu bylt-inguna heils hugar, en þau sáu sér bæði pólitískan og viðskiptalegan hag í því að auka matvælafram-leiðslu í fátækum löndum Asíu. Og Rauðliðarnir lögðu Asíu ekki undir sig.

Nú er ákallið um matvæla-öryggi í Afríku jafn hávært og það var í Asíu. Reynslan af Grænu byltingunni í Asíu, undir forystu Borlaugs, ásamt nýjum skilningi á þjóðfélaginu og umhverfinu, opnar færi á að gera landbúnað í

fátækum löndum Afríku að mik-ilvægum aflgjafa í efnahagsþróun-inni þar.

Með kosti sína og galla er arfleifð Normans Borlaug eitt hið áhugaverðasta sem gerðist í samfélagi manna á síðari hluta 20. aldar.

Hið furðulega er hins vegar að stjórnmálamenn okkar tíma tala um hátt matarverð sem „matvæ-lakreppu“. Í raun er sú „kreppa“ ekkert annað en kolvitlaus, banda-rísk íbúðalánakreppa. Hin eig-inlega matvælakreppa lýsir ein-ungis vilja- og getuleysi okkar við að finna vitlega lausn á stjórn mat-vælaframleiðslu fyrir hina fátæk-ustu, í heimi þar sem hröð breyt-ing á sér nú stað í uppbyggingu þjóðfélaga og í umhverfismálum.

Við þörfnumst fleiri af tagi Normans Borlaug, sem búa yfir tæknilegri innsýn hans, ásamt dýpri skilningi sem við höfum öðlast á einstaklingum, samfélög-um og umhverfismálum í fátæk-um löndum. Til þess að það takist þurfa þessi samfélög sjálf að ala upp heiðarlega leiðtoga og emb-ættismenn, eins og Indland gerði. Á efri árum sínum gerði Norman Borlaug sér fulla grein fyrir því.Nationen/Stein W. Bie, sérfræðingur við

Noragric við UMB á Ási í Noregi

Arfleifð Normans Borlaug

Franskir grænmetis- og ávaxta-bændur verða að endurgreiða mörg hundruð milljónir evra sem þeir fengu ólöglega á árun-um 1992-2002. Að sögn frönsku stjórnarinnar getur endur-greiðslan numið allt að 500 millj-ónum evra.

Framkvæmdastjórn ESB held-ur því fram að styrkirnir hafi gefið frönskum bændum ólöglega sam-keppnisstöðu á offramleiðslutíma-bili í greininni.

Franska landbúnaðarráðuneytið upplýsir að afgreiddir styrkir nemi um 330 milljónum evra, sem upp-færðir nema nú 500 milljónum.

Landbúnaðarráðherra Frakka, Bruno La Maire, vill ekki að bænd-ur verði beittir harðýðgi við inn-heimtuna þannig að það leiði til gjaldþrota þeirra. Samtök franskra ávaxta- og grænmetisbænda mót-

mæla endurkröfunum, sem þau fullyrða að kippi fótunum undan rekstri fjölda bænda.

La Maire hefur tilkynnt höfuð-stöðvum ESB í Brussel að franska stjórnin muni hefja endurkröfu styrkjanna í september á þessu ári og að henni skuli lokið fyrir 28. janúar á næsta ári.

Það getur orðið þungur róður

fyrir ráðherrann. Talsmaður bænd-anna, Francois Lafitte, hefur ítrek-að að bændur sætti sig ekki við að taka á sig endurgreiðsluna og að þeir haldi því fram að fjárhagur þeirra standi ekki undir henni.

Ríkisstjórnin getur vænst kröft-ugra mótmæla ef hún gengur að bændum, að sögn Lafitte.

Umræddir styrkir við garð-yrkjubændur komu upphaflega til vegna uppskerubrests af völdum óhagstæðs veðurfars, en leiddust síðan út í styrki til vélakaupa og útihúsabygginga á garðyrkjubýl-um. Að sögn Lafitte gátu franskir bændur einungis þannig keppt á jafnréttisgrundvelli við spænska og portúgalska bændur.

Landsbygdens Folk

ESB krefst endurgreiðslu styrkja frá Frakklandi

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að hlýnun lofthjúps jarðar sýnir umhverfisvandamál jarðarbúa í hnotskurn.

Kjarni vandamálsins er neyslan. Við leysum ekki umhverfismálin með öðru móti en að hætta að hafa hagvöxt að markmiði. Við verð-um að skipta honum út fyrir vist-fræði, mannréttindi og siðferðilega ábyrgð.

Á okkur dynur stöðugur áróð-ur um að við verðum ánægðari og hamingjusamari ef við eignumst það sem okkur langar í. Við höld-um að við séum rík og verðum það áfram, en áttum okkur ekki á að jörðin er ekki fær um að veita okkur til frambúðar það sem við neytum, til þess þyrfti fleiri jarð-ir. Eins og komið er sköðum við okkur sjálf, hvert annað og afkom-endur okkar.

Breytingar knýja fastar á en fólk flest gerir sér grein fyrir. Sífellt fleiri vísindamenn telja að við séum komin yfir „toppinn“ hvað veðurfarið varðar, sem þýðir það

að mannkynsins bíður óviðráð-anleg hlýnun andrúmsloftsins sem raska mun alvarlega vistkerfi jarð-ar. Skilningsleysi á því að lífsstíll okkar stendur á brauðfótum má líkja við þá andlegu kollsteypu sem fólst í því að hætta aða trúa því að jörðin væri flöt, heldur væri hún hnöttur. Jörðina, með jarðefni sín, plöntur og dýr, verður að umgang-ast með meiri virðingu og varkárni en hingað til. Við verðum að aðlaga okkur henni en hún ekki okkur.

Við skulum ekki búast við því að Bandaríkjamenn, Kínverjar eða Indverjar taki forystu um það. En ég ætla að vera svo bjartsýnn að trúa því að Norðurlöndin geti reist þann fána. Í Svíþjóð eru Græningjar þriðji stærsti flokkur-inn á þingi og Noregur hefur einnig alla burði til að taka hér forystu.

Við getum beitt allri þekkingu okkar til að varðveita raunveruleg lífsgæði okkar og losa okkur við ósiðina, sinna náunganum betur og vinna að réttlátari heimi.

Nationen/Audun Hjertager

Í NOREGI hafa nú verið settar regl-ur um það að jafn margar konur og karlar skuli sitja í stjórnum samtaka og félaga landbúnaðar-ins. Þannig hafa bæði hjúkrunar-konur, dýralæknar, kennarar og konur úr öðrum stéttum komið inn í stjórnir fyrirtækja og aðrar ábyrgðarmiklar trúnaðarstöður í landbúnaði.

Ég heyrði eitt sinn á tal nokk-urra bænda sem ræddu þetta. Einum fannst það ekki við hæfi að konur hoppuðu beint inn í æðstu stjórnir samtaka án þess að hafa gegnt þar ábyrgðarminni trúnaðarstöðum áður. Annar sagði að í búnaðarfélagi hans væru reglur um að einungis konur, sem hefðu unnið fjósverk, kæmu þar til greina til stjórnarsetu.

En konurnar, sem fara beint inn í hæstu stjórnarstörfin, hafa ýmislegt fram að færa. Þær gera sér ljósa grein fyrir því að Noregur þarf á matvælaöryggi að halda. Þær vita um gildi þess að börn alist upp á sveitaheimilum.

Þær vita af því hlutverki sínu að skapa gleði og vellíðan kring-um sig, jafnt á heimili, gagnvart nágrönnum og í sveitinni. Þetta eru konurnar sem samfélagið treystir, konurnar sem hafa staðið sig vel í skóla, í vinnu og í félags-störfum.

Kjörnefndirnar hafa sagt að það sé ekkert erfitt að finna þess-ar konur. Þær geti samið við ríkið um stuðning við landbúnaðinn eins og karlarnir. Þær geti sætt deiluaðila í samvinnufyrirtækj-um bænda, eins og þeir, bæði fyrirtækjum sem selja fóður og aðrar rekstrarvörur búanna og fyrirtækjum sem vinna úr afurð-um þeirra, bæði kjöt og mjólk, og koma þeim svo á markað.

Þetta eru óragar konur, stoltar konur og auðmjúkar konur. Þetta eru konur sem bæði kjörnefndir og aðalfundir treysta. Mér segir svo hugur að þeim takist það sem ætlast er til af þeim.

Gangi ykkur vel. SveitakonaBondevennen

Konur í landbúnaði láta til sín taka

Áttum okkur á smæð jarðarinnar

Page 17: 10-11 12-13 1412-13 14 Vestfirskum krásum smalað um fjöll og firnindi 17. tölublað 2009 Fimmtudagur 8. október Blað nr. 312 Upplag 20.500 10-11 Hvað er skrifað um hrunið

17 Bændablaðið | fimmtudagur 8. október 2009

Skýrsluhaldarar í hrossarækt geta nú skilað skýrsluhaldi sínu inn rafrænt í gegnum WorldFeng (WF), upprunaættbók íslenska hestsins. Búin hefur verið til sér-stök ,,heimarétt“ þar sem hrossa-ræktandinn hefur yfirlit yfir öll hross í sinni eigu og þar sem hann getur sýslað með hrossa-eign sína. Þannig getur hann skráð afdrif hrossa, fang- og fol-aldaskráningu, eigendaskipti og skráð athugasemdir um eigin hross, eða komið skilaboðum til skrásetjara WF ef þörf er á því.

Skýrsluhaldarar í dag eru um 4 þúsund talsins á Íslandi. Jón Baldur Lorange, sviðstjóri tölvu-deildar, segir að lengi hafi staðið til að bjóða upp á rafrænt skýrslu-hald í hrossarækt, eins og kúa- og sauðfjárbændum er þegar boðið upp á í HUPPA.IS og FJARVIS.IS, en ákveðið hafi verið að slá í klárinn vegna nýlegs sam-komulags við Félag hrossabænda í tengslum við viðaukasamn-ing Bændasamtakanna og FEIF, alþjóðasamtaka eigenda íslenska hestsins, um frían aðgang allra FEIF-félaga í heiminum.

Nýtt alþjóðlegt kynbótamat var nýlega lesið inn í WF fyrir öll hross í 11 löndum eða á Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Bretlandi, Þýskalandi, Sviss, Austurríki, Hollandi og Bandaríkjunum. Í þessum löndum fara fram alþjóðlegar kynbótasýn-ingar þar sem fylgt er stöðluðum reglum, eða svonefndum FEIF-FIZO-reglum, en yfir 40 slíkar kynbótasýningar fóru fram á þessu sýningarári í áðurnefndum lönd-um að undanskildu Bretlandi. Að sögn Jóns Baldurs gengur DNA-verkefnið í WF framar vonum. WF ber saman DNA-erfðamörk kynbótahrossa sjálfkrafa sam-kvæmt viðurkenndum aðferðum og var nýlega bætt við formúlu til að reikna út öryggi ættern-issönnunar miðað við innlesnar DNA-greiningar. Í dag eru komn-ar inn í WorldFeng 13.624 DNA-greiningar með erfðamörkum fyrir hross í Danmörku, Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi en rann-sóknarstofur í þessum löndum hafa samþykkt að taka þátt í DNA-verkefni WF.

Um 8 þúsund áskrifendur í 18 löndum

Fjöldi FEIF félaga sem fá fría áskrift að WorldFeng í gegn-um aðildarfélög FEIF eru í dag alls 7.734 talsins. Með viðauka-samningi milli Bændasamtaka Íslands og FEIF sem skrif-að var undir fyrr á þessu ári greiðir nú hvert aðildarfélag í þeim 18 aðildarlöndum FEIF fasta upphæð á ári eftir fjölda félaga til Bændasamtakanna. Samningsupphæðin er í evrum. Samningur tryggir jafnræði á milli aðildarfélaga og á jafn-framt að tryggja fjármögnun á þróun og rekstri WorldFengs en á næsta ári fellur út sá stuðn-ingur sem var eyrnamerktur upprunaættbókinni í búnaðar-lagasamningnum við stjórnvöld. Að sögn Jóns Baldurs Lorange, verkefnisstjóra WorldFengs, hefur ekki tekist að fá vilyrði frá landbúnaðarráðuneytinu til að tryggja stuðning við rekstur og þróun upprunaættbókarinn-ar áfram þrátt fyrir jákvæðar undirtektir frá stjórnvöldum við óskum Bændasamtakanna. Viðaukasamningurinn við FEIF sé hins vegar mikilvægur áfangi til að styrkja upprunaættbókina í sessi.

Fjöldi erlendra áskrifenda en í fyrsta skipti meiri en íslenskra. Skipting áskrifenda er eftirfarandi:

Land Fjöldi Hlutfall

Ísland 3.315 43%

Danmörk 1.175 15%

Svíþjóð 1.133 15%

Þýskaland 641 8%

Noregur 511 7%

Finnland 213 3%

Holland 133 2%

Sviss 131 2%

BNA 108 1%

Kanada 82 1%

Frakkland 76 1%

Austurríki 62 1%

Belgía 34 0%

Bretland 33 0%

Slóvenía 30 0%

Lúxemborg 28 0%

Nýja-Sjáland 19 0%

Færeyjar 10 0%

Samtals 7.734

Á næstunni má gera ráð fyrir áframhaldandi fjölgun áskrif-enda þegar FEIF félögin uppfæra félagaskrár sínar beint í WorldFeng í auknum mæli, en fyrr í sumar var opnað fyrir þann mögu-leika. Á Íslandi eru allir félagar í Landssamtökum hestamanna (LH) komnir með frían aðgang til viðbót-ar við félaga í Félagi hrossabænda. Það er búið að koma á beinni teng-ingu við FELIX, sem er miðlægt félagakerfi LH, sem gerir alla vinnu auðveldari og markvissari. Langfjölmennustu félögin á Íslandi eru Hestamannafélagið Fákur með 537 félaga og Hrossaræktarsamtök Suðurlands með 463 félaga. Alls eru 35 félög á Íslandi skráð með aðgang. Rétt er að taka fram að þetta er fjöldi félaga sem búið er opna fyrir aðgang í WorldFeng en hvert félag stýrir aðganginum og eitthvað er um að sum félög innan LH hafi ekki hafið þessa vinnu fyrir sína félaga.

Samkvæmt tilskipun ESB 504/2008 verða öll hross að fá svokallað Unique Equine Live Number (UELN) fyrir lok þessa árs sem koma fram á öllum opinberum skjölum um hross-in svo sem hestavegabréfum. Bændasamtök Íslands hafa feng-ið úthlutað númerinu 352002. Það þýðir að öll hross fædd á Íslandi fá UELN sem byrjar á þessum 6 tölustöfum en síðan koma 9 tölustafir sem eru þeir sömu og síðustu 9 tölustafirn-ir í fæðingarnúmeri hrossins. Hrossaræktendur þurfa ekki að hafa sérstakar áhyggjur af þess-ari breytingu því hross fá sjálf-krafa UELN númer þegar það er skráð inn í WF upphafi.

Samkvæmt sömu ESB tilskipun þarf að gera ákveðnar breytingar á vegabréfum hrossa til að uppfylla skilyrði hennar svo sem um sérstak-an kafla um upplýsingar um lyfja- og sjúkdómaskráningu (kafli IX).

Að sögn Jóns Baldur Lorange, verkefnisstjóra WF, er verið að vinna að nauðsynlegum breyting-um til að uppfylla öll ákvæði til-

skipunarinnar því að þó að Ísland sé ekki í Evrópusambandinu þá eru hross flutt til ríkja ESB sem og að ræktunarsambönd ríkja innan ESB nota WorldFeng sem ættbókarkerfi svo sem Bretar, Danir og Svíar sem gefa út hestavegabréf beint úr WF. Svíar eru nú þegar farnir að gefa út nýja útgáfu af hestavegabréfum í gegnum WF. Í sumar áttu Kim Middel, fulltrúi Bændasamtakanna og WF, og Guðmundur Sigþórsson, frá sendiráði Íslands í Brussel, fund með fulltrúum framkvæmdarstjórn-ar ESB sem sjá um dýravelferð og neytendamál, þeim dr. Alf-Eckbert Fússel og dr. Kai-Uwe Sprenger til að ræða um áðurnefnda tilskip-un og leita svara um útfærslu t.d. á nýju og stöðluðu hestavegabréfi. Þá hefur Jón Baldur verið í sam-bandi við Bérengère Lacroix, verk-efnisstjóra UELN hjá les Haras í Frakklandi, til að útfæra UELN kerfið í WF. „Við stefnum svo að því að klára málið í þessum mán-uði en tilskipunin tók gildi 1. júlí sl. en tími var gefinn til áramóta til að koma henni í framkvæmd að fullu,“ sagði Jón Baldur að lokum.

Öll hross fá alþjóðleg ein-staklingsnúmer að kröfu ESB

Rafrænt skýrsluhald í hrossa-rækt og nýtt alþjóðlegt kynbótamat

Burður og burðarhjálpKennari: Grétar Hrafn Harðarson lektor við LbhÍTími: Boðið verður upp á tvö námskeið:I: 12. okt. kl. 13-17á Löngumýri í SkagafirðiII: 20. okt. kl. 13-17 á Hvanneyri Verð: kr. 8.500

Forntraktorar – meira en járn og stál!Í samstarfi við Landbúnaðarsafn Íslands og Verktakafyrirtækið Jörva ehfKennarar: Bjarni Guðmundsson prófessor við LbhÍ og verkefnisstjóri Landbúnaðarsafns Íslands, Jóhannes Ellertsson vélvirki og kennari við LbhÍ, Haukur Júlíusson frkvstj., Erlendur Sigurðsson vélameistari Landbúnaðarsafns Íslands og Sigurður Skarphéðinsson vélvirkiTími: Boðið verður upp á tvö námskeið:I: 10. okt., kl. 10-17 á HvanneyriII: 7. nóv. kl. 10-17 á HvanneyriVerð: kr. 9.900

Lífrænum aukaafurðum breytt í verðmætiKennari: Stefán Gíslason framkvæmdastjóri UMÍS ehf. EnvironiceTími: 13. okt. kl. 10:30-15:00 í húsnæði LbhÍ á HvanneyriVerð: kr. 8.500

Heimavinnsla ostaKennari: Þórarinn Egill Sveinsson mjólkurverkfræðingurTími: Boðið verður upp á tvö námskeið:I: 19. okt. kl. 10-17 á Reykhólum eða HólmavíkII: 20. okt. kl. 10-17:30 á ÍsafirðiVerð: kr. 12.000

Spjaldvefnaður IKennari: Philippe Ricart listamaður frá AkranesiTími: 22. okt., 29. okt., 5. nóv. og 12. nóv. kl. 19-22 á HvanneyriVerð: kr. 19.500

Tamning fjárhunda IKennari: Gunnar Einarsson bóndi á DaðastöðumTími: 31. okt. kl. 10-18 og 1. nóv. kl. 09-17 í VopnafirðiVerð: kr. 28.900 per þátttakanda

Rúningur IKennari: Guðmundur Hallgrímsson verkefnastjóri á HvanneyriTími: Fim. 5. nóv, kl. 10-18 og fös. 6. nóv, kl. 9-18 á Hesti í BorgarfirðiVerð: 22.900 kr.

Skipulagslögfræði og stjórnsýsluramminnNámskeiðið er á meistarastigi og má meta til 6 ECTS einingaKennari: Hjalti Steinþórsson hrl. forstöðumaður og formaður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmálaTími: 6. nóv – 18. des. (9x) í húsnæði LbhÍ á Keldnaholti í ReykjavíkVerð: kr. 59.000

Sauðfjárræktarkerfið Fjarvis.isÍ samstarfi við Bændasamtök Íslands, Búnaðarsamband Suðurlands og Leiðbeiningamiðstöðina á SauðárkrókiKennarar: Jón Baldur Lorange Bændasamtökum Íslands, Steinunn Anna Halldórsdóttir ráðunautur og Þórey Bjarnadóttir ráðunauturTími: Boðið verður upp á þrjú námskeið:I: 10. nóv. kl. 10-16:30 í Farskóla Norðurlands vestra á SauðárkrókiII: 20. nóv. kl. 13-20 á SuðurlandiIII: 5. feb. kl. 13-20 í Austur-SkaftafellssýsluVerð: kr. 14.000

AðventuskreytingarKennari: Guðrún Brynja Bárðardóttir brautarstjóri blómaskreytingabrautar LbhÍTími: 21. nóv, kl. 10-16 í húsnæði LbhÍ á Reykjum í ÖlfusiVerð: kr. 16.900 (efni innifalið)

Allar nánari upplýsingar má finna á www.lbhi.is/namskeidSkráning fer fram á [email protected] eða í síma 433 5000

Námskeið fyrir þig!

Ljósm. | Martina Gates/www.martinagates.com

GJAFAGRINDUR Hagstætt verð

Vatnsenda Flóahreppi S:486-1810

www.vig.is

Í S L E N S K F R A M L E I Ð S L A

Til sölu

T. Land Cruiser VX 90, árg ´00, ek. 165 þ km. Sj.sk., 8 manna, leðurs.,

������������� ���� Nýskoðaður. Ásett verð 1.790 þ.

Tilboðsv. 1.500 þ. stgr. Uppl í s 844 2156.

www.bbl.is

Page 18: 10-11 12-13 1412-13 14 Vestfirskum krásum smalað um fjöll og firnindi 17. tölublað 2009 Fimmtudagur 8. október Blað nr. 312 Upplag 20.500 10-11 Hvað er skrifað um hrunið

18 Bændablaðið | fimmtudagur 8. október 2009

Á markaði

Búnaðargjaldið er undirstöðu-tekjustofn fyrir samtök bænda, þar með talin búnaðarsam-bönd og búgreinafélög. Skipting gjaldsins milli viðtakenda bygg-ir á því af hvaða búgrein gjald-ið er greitt. Grundvöllur þess er atvinnugreinaskráning við-komandi rekstrar og útfylling skattframtals. Í nýjum lögum um Bjargráðasjóð er kveðið á um að forsenda styrkveitinga úr sjóðnum sé að skil hafi verið gerð á búnaðargjaldi í samræmi við ákvæði laga nr. 84/1997. Um gjaldskyldu er kveðið á í 2. gr. laga um búnaðargjald nr. 84/1997.

2. gr. Gjaldskyldir búvöru-framleiðendur eru þeir sem stunda rekstur sem fellur undir atvinnugreinanúmer 01 og 02 í atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands, [sbr. ÍSAT2008, þó ekki

starfsemi í undirflokkum 01.61, 01.62, 01.63, 01.64, 01.70 og 02.40].1) Undanþegnir gjald-skyldu eru þeir sem hvorki eru skráningarskyldir né á skrá yfir virðisaukaskattskylda aðila sam-kvæmt lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Annist framleið-andi sjálfur vinnslu og/eða sölu afurða sinna, eða annar aðili í hans nafni, er framleiðanda heim-ilt að draga frá stofni til búnaðar-gjalds kostnað/virðisauka af þeirri starfsemi samkvæmt matsreglum ríkisskattstjóra. Framteljendur geta séð ÍSAT skráningu sína á eyðublaðinu RSK 4.08 (land-búnaðarskýrslu) í netframtali, t.d. þegar verið er að vinna með það eða skoða. Sé ÍSAT skráning röng þarf að leiðrétta hana. Fyrir einstaklinga er það gert hjá skatt-stjóra en fyrir fyrirtæki hjá fyr-irtækjaskrá.

Bændasamtökin hafa ástæðu til að ætla að í einhverjum tilvik-um sé misbrestur á að gjaldstofn búnaðargjalds einstakra framtelj-enda sé talinn til réttrar búgreinar, sem veldur þá að gjaldið skilar sér ekki til réttra búgreinasamtaka og skiptist að öðru leyti ekki rétt á milli viðtakenda. Við viljum ein-dregið hvetja bændur til að fara yfir frágang þessa atriðis hjá sér.

Við rafrænan frágang skatt-framtals, t.d. í dkBúbót eða net-framtali, er búnaðargjaldsfram-talið fyllt út sjálfkrafa og geta framteljendur af því séð skiptingu gjaldstofns milli búgreina. Sé búnaðargjaldsframtal fyllt út með öðrum hætti – handvirkt – mynd-ast hins vegar strax villuhætta, sé gjaldstofninn færður í rang-an reit á framtali. Framteljendur geta sjálfir skoðað afrit framtals á www.skattur.is. Þeir sem ekki telja fram sjálfir ættu að skoða útprentað afrit af framtali sínu. Sé leiðréttinga þörf er hægt að skila inn nýju framtali (kæru) þar sem gjaldstofninn er færður í réttan reit á framtalinu.

Ábending um ÍSAT skrán-ingu og búnaðargjald

Innflutningur á áburði 2009Frá janúar til ágústloka voru flutt inn 39.677 tonn af áburði, sam-kvæmt verslunarskýrslum. Heildarverðmæti (cif kr./kg) var 2.330. millj. kr og meðalverð á kg því 59 kr. Að magni til hefur innflutningur dregist saman um 40% frá árinu 2007 en innflutningsverð (cif) hefur á sama tíma hækkað um 126%.

Meðfylgjandi mynd sýnir þróun verðs á N-áburði, N-P áburði og þrí-gildum áburði sl. þrjú ár.

Langmest er flutt inn af þrígildum túnáburði. Af tölum um innflutning er þó ljóst að bændur leitast við að spara í áburðarinnkaupum með því að nota meira af eingildum N-áburði, væntanlega samhliða búfjáráburði og bættri nýtingu hans. eb

Innflutningur á kjötiFyrstu 8 mánuði ársins 2009 höfðu verið flutt inn 423 tonn af kjöti en á sama tíma í fyrra nam innflutningur 968 tonnum . Mest er flutt inn af alifuglakjöti, 216 tonn, 112 tonn af svínakjöti og 75 tonn af nautakjöti. Mestur samdráttur er í innflutningi nautakjöts en innflutningur nú nemur um ¼ af því sem hann var á sama tíma í fyrra. eb

Tímabilið janúar-ágúst Árið 2009 Árið 2008

Alifuglakjöt 216.172 430.419

Nautakjöt 74.601 292.379

Kindakjöt 61 0

Svínakjöt 112.092 232.457

Aðrar kjötvörur af áðurtöldu 19.942 12.741

Samtals 422.868 967.996

Bændasamtök Íslands hafa gefið út nýtt samningsform vegna kaupa á greiðslumarki til mjólk-urframleiðslu. Hið nýja form tekur mið af breytingum á mjólk-ursamningnum sem samþykktar voru sl. vor. Eyðublaðið má nálg-ast á vef BÍ, www.bondi.is. Til leiðbeininga er þeim sem ætla að eiga viðskipti með greiðslumark á verðlagsárinu 2009-2010 (1. september 2009 til 31. desember 2010) bent á eftirfarandi:

Verðlagsárið nú tekur yfir 16 mánuði og er heildargreiðslumark 155 milljónir lítra.

= Greiðslumark lögbýla reiknast í lítrum mjólkur og skiptist hlut-fallslega milli lögbýla á sama hátt og greiðslumark til fram-leiðslu mjólkur á verðlagsárinu 2008-2009.

= Næsta verðlagsár verður á ný 12 mánuðir (almanaksárið 2011). Haldist sala óbreytt næstu mán-uði ætti greiðslumark þess árs að öðru jöfnu að vera 12/16 (75%) af greiðslumarki yfirstandandi verðlagsárs eða 116,25 milljónir lítra.

= Verði breytingar á sölu mjólk-urvara verður tekið tillit til þess við ákvörðun fyrir greiðslumark verðlagsársins 2011, líkt og áður hefur verið og getur það orðið til hækkunar eða lækkunar

á heildargreiðslumarki.= Framleiðendur sem hyggjast

kaupa eða selja mjólkurgreiðslu-mark á yfirstandandi verðlagsári þurfa að hafa þetta í huga, þ.e. að einn líter af greiðslumarki á þessu verðlagsári verður ígildi 0,75 lítra í greiðslumarki á næsta verðlagsári (2011), +/- hækkun eða lækkun heildar-greiðslumarks vegna sölubreyt-inga, sem er óþekkt stærð nú (líkt og undanfarin ár).

= Verð á greiðslumarki er samn-ingsatriði kaupenda og selj-enda en þar sem aðstæður eru nú óvenjulegar er kaupend-um og seljendum bent á þetta. Þannig myndu 10.000 lítrar sem skipta um hendur á yfirstand-andi verðlagsári, miðað við 1. september sl., telja um 7.500 lítra í greiðslumarki kaupand-ans á næsta verðlagsári (2011) og því nauðsynlegt að taka tillit til þess við verðlagningu (þar við bætist, eða dregst frá, hækk-un eða lækkun vegna breytinga á heildargreiðslumarki vegna söluþróunar mjólkurafurða).

= Við birtingu verðs á greiðslu-marki mjólkur verður áfram byggt á verði í innsendum samningum sem síðan þarf að hafa í huga í samanburði við fyrri og síðari ár.

eb

Ábending til kúabænda

Heimsmarkaðsverð á korni hefur farið lækkandi síðustu vikur. Eftir að lægð um sl. áramót hækkaði verðið á ný þar til í júní sl. En hefur síðan lækkað aftur og er nú svipað og í ársbyrjun. Meðfylgjandi mynd sýnir þróun heimsmarkaðsverðs á korni sl. tvö ár í dollurum á tonn.

Áætlað er að hveitibirgðir heims ins muni aukast í haust og vetur (2009/2010) eftir góða úr-komu á suðurhveli jarðar og betri uppskeru á norðurhveli en áð ur hafði verið spáð. Því er nú spáð að heildaruppskera hveitis verði 666 milljónir tonna framleiðsluár-ið 2009/2010 og birgðir verði 185 milljónir tonna. Heildar korn birgðir heims ins stefna nú í að verða 363 milljónir tonna. ebHeimild: Internationella Perspectiv Nr. 26

Heimsmarkaður fyrir korn:

05/06 06/07 07/08 08/09 09/10, áætlun

Framleiðsla 1.607 1.588 1.697 1.792 1.753

Viðskipti 215 222 239 248 224

Neysla 1.620 1.629 1.687 1.727 1.743

Birgðir 320 279 289 354 363

Birgðabreyting -13 -41 +10 +64 +9

Heimsmark-aðsverð á

korni

Page 19: 10-11 12-13 1412-13 14 Vestfirskum krásum smalað um fjöll og firnindi 17. tölublað 2009 Fimmtudagur 8. október Blað nr. 312 Upplag 20.500 10-11 Hvað er skrifað um hrunið

19 Bændablaðið | fimmtudagur 8. október 2009

WorldFengur opin-bert ættbókarkerfi í mörgum löndum

Íslandshestafélagið í Danmörku (Dansk Islandshesteforeningen – DI) yfirtók alla ættbókar- og skýrsluhaldsvinnu frá og með þessu ári. Fram að þeim tíma höfðu Dönsku bændasam-tökin séð um þessa vinnu og Íslandshestafélagið greitt þeim fyrir. Með tilkomu WorldFengs og notkun hans sem ættbók-arkerfis í Danmörku þá tóku félagar í Íslandshestafélaginu ákvörðun um ,,að færa þessa vinnu heim“ að nýju. Þrír starfsmenn hafa verið ráðnir til félagsins til að inna þessa vinnu af hendi og er WorldFengur (WF) aðaltölvukerfi sem unnið er með. Höfuðstöðvar DI eru í Vilhelmsborg rétt utan við Árósa.

Í upphafi maí mánaðar áttu Jón Baldur Lorange, sviðsstjóri tölvu-deildar Bændasamtaka Íslands og verkefnisstjóri WF, og Hallveig Fróðadóttir, aðalskrásetjari WF á Íslandi, 2ja daga vinnufund með nýju starfsfólki DI. Starfsfólk DI eru Zanni Iben Biering, Agnethe Kristensen og Rikke Wolff. Þessa tvo daga var farið ýtarlega yfir útgáfu vegabréfa hrossa í samræmi við reglur ESB en megintilgangur ferðarinnar var að fara yfir rétta skráningu á stóðhestaskýrslum og folaldaskráningu með sömu aðferð og notuð er hér á landi en þó með smáaðlögun þar sem erlendis er

ræktendum ekki úthlutað fasta-númer, sem hluta fæðingarnúm-ers. Danir gefa út vegabréf fyrir öll folöld sem fæðast í Danmörku. Að sögn Jóns Baldurs var ferðin árangursrík og nú geta Danir notað WF með árangursríkari hætti en áður. Það sé jafnframt mikilvægt að tryggja að allir möguleikar WF séu nýttir til fulls og vinnuaðferðir séu aðlagaðir eins og kostur er að aðstæðum í hverju landi. Þrátt fyrir það er alltaf grundvallarregla að tryggja að sameiginlegum reglum sé fylgt í skráningum í samræmi við FIZO, sem eru alþjóðlegar samræmdar skráningarreglur um ættbækur og kynbótadóma fyrir öll aðildarlönd FEIF. „Þessar sameig-inlegu reglur og aðferðir sem við notum við hönnum á WF tryggja að

kostnaður við þróun og þjálfun er í lágmarki vegna samlegðaráhrifa. Jafnframt tryggir það einsleitni og samheldni sem eru forsendur þess að öll aðildarlönd FEIF stefni í sömu átt í ræktunarstarfi og ætt-bókarvinnunni.“

Í dag er WorldFengur einnig notaður sem opinbert ættbókarkerfi fyrir íslenskra hestinn í Austurríki, Bandaríkjunum, Bretlandi, Finn-landi, Færeyjum, Hollandi, Kan-ada, Noregi, Sviss og Svíþjóð.

Föstudaginn 25. september sl. var nýr vefur félags heima-vinnsluaðila, Beint frá býli, tek-inn í notkun. Er óhætt að segja að neytendur hafi beðið eftir þessum vef með mikilli eftirvænt-ingu því á fyrsta sólarhringnum heimsóttu hann 350 manns. Nýi vefurinn (sjá www.beintfrabyli.is) er sniðinn að þörfum neyt-enda og þar eru leitarskilyrði með besta móti; hvort sem leitað er að býli eftir landsvæði eða að hráefni.

Beint frá býli, félag heima-vinnsluaðila, er félag bænda sem stunda eða hyggjast stunda sölu afurða beint frá býli bóndans á

Íslandi. Meginmarkmið félagsins er að tryggja neytendum gæðavör-ur þar sem öryggi og rekjanleiki vöru eru í fyrirrúmi. Félagið hvetur

einnig til varðveislu hefðbundinna framleiðsluaðferða og kynningar á svæðisbundnum hráefnum og hefð-um í matargerð. -smh

Dagana 30. september til 2. október sl. var haldið mál-þing í tengslum við kynningu á heimaframleiddum matvælum o.fl. í Þrændalögum í Noregi, „Mat på Mære“, með áherslu á verndun búfjárkynja. Að því stóðu NordGen, sem vinn-ur að verndun erfðaauðlinda á Norðurlöndum, og yfirvöld byggðaþróunar og landbún-aðar í Norður-Þrændalögum.

Tæplega 50 manns sóttu mál-þingið og komu þátttakendur frá öllum Norðurlöndunum, þar af tveir frá Íslandi, þau Margrét Guðrún Ásbjarnardóttir frá Land -bún aðar háskóla Íslands og Erfða-nefnd landbúnaðarins og Ólafur R. Dýrmundsson frá Bændasam-tökum Íslands. Þau tóku m.a. þátt í starfi faghópa, annars vegar um hross og hins vegar um sauðfé og geitfé, og greindu frá stöðunni hér-lendis í verndun búfjárkynja, efl-ingu heimaframleiðslu, sölu beint frá býli o.fl.

Á meðal frummælenda voru þau Odd Vangen prófessor í Land búnaðarháskólanum á Ási í Noregi og Kirsten Indgjerd Værdal búnaðarmálastjóri í Norð ur- Þrændalögum. Þau fjöll-

uðu einkum um gömul staðbund-in búfjárkyn, sem mörg eru í útrýmingarhættu, og leiðir til að nýta þau betur með markaðssetn-ingu upprunamerktra sérafurða. Slíkt ætti að tengjast menningar-landslagi og aukinni fjölbreytni í ferðaþjónustu á hverjum stað.

Norðmenn sýna mikið frum-kvæði í þessum málum og leggja mikla áherslu á öflugt kynn-ingarstarf. Jessica Kathle leiddi umræður um starfsemi NordGen en þess má geta að hún kom hingað til lands í vor, skömmu eftir að hún tók við sem fram-kvæmdastjóri þeirrar stofnunar. Á Íslandi hafa gömul búfjár-kyn verið varðveitt og nýtt mun betur en sambærileg kyn á hinum Norð ur löndunum og brýnt er að viðhalda þeirri stöðu, ekki síst í ljósi aðildarumsóknar að Evr ópusambandinu. Til fróð-leiks má geta þess að þátttak-endur gistu á hinum fornfrægu Stiklastöðum þar sem Ólafur helgi Noregskonungur var veginn árið 1030.

Nánari upplýsingar um efni málþingsins gefa Margrét Guð-rún ([email protected]) og Ólaf-ur ([email protected]).

Varðveisla búfjárkynja og matur úr heimabyggð

Borum eftir heitu og köldu vatni ásamt öðrum borverkum um allt land. Liprir og sanngjarnir í samvinnu og samningum. Hagstætt verð.

Bændur - sumarhúsaeigendur

Upplýsingar gefur Júlíus Guðnason í síma 864-3313.

Nýr Frútínu jógúrtdrykkur er nú kominn í verslanir. Nafn drykkjarins vísar í hátt ávaxta-innihald hans en það er 20% eða þrisvar sinnum meira af ávöxtum en hefðbundnir jógúrtdrykkir. Drykkurinn er verulega fitu- og sykurskertur og er bragðgóður kostur fyrir þá sem vilja hollar og næringarríkar mjólkurvörur.

Að sögn Guðnýjar Steinsdóttur markaðsstjóra Mjólkursamsölunnar er Frútínu jógúrtdrykkur enn eitt svar MS við óskum neytenda um ferskar mjólkurafurðir án sætuefna þar sem einnig er verulega dreg-ið úr notkun hvíts sykurs. Frútína jógúrtdrykkur inniheldur einungis 3% hvítan sykur sem er yfir 60% minna en í hefðbundnum jógúrt-drykkjum. Drykkurinn er jafnframt mjög fitulítill. Viðbættur ávaxta-sykur í Frútínu jógúrtdrykk er 2% og er hann án viðbættra sætuefna.

Frútínu jógúrtdrykkur er hluti af Frútínuflokknum en fyrir eru á markaði þrjár bragðtegund-ir af Frútínu jógúrt sem allar eru ávaxtaríkar, sykurlitlar og fitulitl-

ar. Þessar vörur eru jafnframt hluti af sívaxandi flokki sýrðra mjólk-urvara frá MS sem innihalda minni viðbættan hvítan sykur og engin sætuefni. Má þar að nefna KEA skyrdrykk, sykurskerta Kókómjólk og Krakkaskyr.

MS býður upp á þrjár bragðteg-undir af Frútína jógúrtdrykknum: Með bláberjum og jarðarberjum, hindberjum og ferskjum, og eplum og perum.

Frútínu jógúrtdrykkur er í 250 ml dósum með flipa á loki.

Fréttatilkynning frá MS

Sykurskert nýjungin frá MS:

Ávaxtaríkur, fitulítill og verulega sykurskertur jógúrtdrykkur

Hallveig Fróðadóttir frá Bændasamtökunum útskýrir starfsemi World-Fengs fyrir starfsmönnum Dansk Islandshesteforening, þeim Zanni Biering og Agnethe Kristensen. Myndina tók Jón Baldur Lorange.

Góður áburður í boðiNú stendur yfir hreinsun í hænsnahúsinu á Tjörn á Vatnsnesi og leggst mikið til að spónum sem eru blandaðar driti úr hænunum. Þetta er afskaplega góður áburður, þurr og léttur og auðveldur í meðförum.

Á vef landnámshænunnar er að finna fróðleik frá Júlíusi bónda en þar segir að spænirnar séu hrein náttúruafurð og að hænsnadrit sá besti áburður sem hægt er að fá og hugsa sér og hentar mjög vel á allan gróður eins og t.d. tré, runna, blómabeð og ekki hvað síst í mat-jurtagarðinn. Sem dæmi nefnir Júlíus að hann hafi fengið um 200 kg kartöfluuppskeru í haust en sett voru niður 12 kg af útsæði.

Nýr og betri vefur Beint frá býli

Page 20: 10-11 12-13 1412-13 14 Vestfirskum krásum smalað um fjöll og firnindi 17. tölublað 2009 Fimmtudagur 8. október Blað nr. 312 Upplag 20.500 10-11 Hvað er skrifað um hrunið

20 Bændablaðið | fimmtudagur 8. október 2009

Líf og starf

Eins og greinin frá starfsmönn-um Matís um bygg til matvæla-framleiðslu, sem birtist hér í opn-unni, ber með sér er víða verið að skoða möguleikann á því að auka kornrækt og hagnýtingu korns hér á landi. Flestir þeir sem um málið fjalla nefna fyrr eða síðar brautryðjendastarf Ólafs Eggertssonar á Þorvaldseyri, en hann hefur verið í fararbroddi íslenskra kornræktenda og brydd að upp á ýmsum nýjung-um.

Í sumar heimsótti landið einu sinni sem oftar ástralski vísinda-maðurinn og bóndinn Lindsay O’Brien. Glöggir lesendur Bænda-blaðsins ættu að kannast við Lind-say, því í fyrsta tölublaði þessa árs birtist viðtal við hann. Hann teng-ist Íslandi á þann veg að hann á íslenska eiginkonu, Sólveigu Ein-arsdóttur, og er því tíður gestur hér. Lindsay er sérfræðingur í kynbót-um hveitis og hefur unnið að þeim í rúma fjóra áratugi í heimalandi sínu. Hann kom aftur til landsins í sumar og lagði þá leið sína austur undir Eyjafjöll og tók hús á Ólafi á Þorvaldseyri.

Eftir þá heimsókn sendi hann Bændablaðinu hugleiðingar sínar um möguleika íslenskrar kornrækt-

ar og þær ögranir sem íslenskir kornbændur standa frammi fyrir. Það er nefnilega eitt að rækta korn en annað að koma framleiðslunni í verð. Hér á eftir verða hugleiðingar hans endursagðar.

Krían markar tímamót„Jurtir eins og hveiti og bygg þurfa ákveðna hitasummu til þess að blómstra og mynda korn. Það getur reynst snúið að tryggja það á Íslandi og þess vegna er mik-ilvægt að greina þau svæði þar sem það er hægt ef menn ætla sér að hefja ræktun fyrir alvöru. Rannsóknarhópurinn í Keldnaholti hefur fundið þessi svæði, svo vitað er hvar veðurfar leyfir ræktun byggs og jafnvel hveitis. Við það opnast möguleiki á því að Ísland verði sjálfu sér nógt um bygg og losni þar með við að flytja inn hrá-

efni í kjarnfóður fyrir ört vaxandi svína- og alifuglaframleiðslu.

Suðurströnd Íslands er, í krafti frjósams jarðvegs og mildrar veðr-áttu sem sjórinn temprar, eitt þeirra svæða sem koma helst til greina til kornræktar. En hvernig er rétt að standa að því að byggja upp það stoðkerfi sem þarf til þess að korn-ræktin fái þrifist?

Þar kemur hugvitssemi Ólafs á Þorvaldseyri að góðum notum. Hann hefur aflað sér þekkingar á kornrækt og lagað hana að ein-stökum aðstæðum Íslands. Það hefur hann gert með umfangsmik-illi tilraunastarfsemi á jörð sinni þar sem hann hefur komist að því hvaða yrki er hægt að nota, hvernig best er að rækta þau og hvaða vél-búnað þarf að nota til sáningar og þreskingar. Þessar tilraunir hafa eflaust kostað margvísleg mistök

en einnig hafa unnist sigrar sem gera honum kleift að stunda þessa ræktun með árangri.

Ólafur notar ný byggyrki sem þróuð hafa verið í Keldnaholti. Það starf hefur miðast að því að velja þau yrki sem vaxa örast á þeim stutta tíma sem gefst á vorin og sumrin á Íslandi. Kría er eitt þeirra fljót sprottnu yrkja, sem eru allt að tveimur vikum fljótara að ná fullum þroska en önnur, og það er árangur sem markar tímamót í kynbótastarfi. Þessi yrki eru lykill-inn að framtíðarþróun byggræktar í landinu.“

Sáðskipti verja jarðveginnLindsay fer nokkrum orðum um hveitið en þar skortir enn á að fram hafi komið yrki sem spretta jafn-hratt og Kría. „Þess vegna hefur Ólafur brugðið á það ráð að sá vetr-

arhveiti sem hefur nærri 14 mánaða vaxtartíma. Hveitinu er sáð í ágúst en það er ekki skorið fyrr en í sept-ember árið eftir. Uppskeran á þessu sumri er áætluð á bilinu 4.000-5.000 kg á hektara af vetrarhveiti. Á spildu við hliðina sáði Ólafur sumarhveiti í vor, en þar verður uppskeran ein-ungis 1.000-1.500 kg á hektara.

Ólafur hefur einnig tekið upp sáðskipti þar sem hann ræktar til skiptis hveiti, bygg og gras á spild-unum. Þetta dregur úr hættunni á því að jarðvegurinn verði lagskipt-ur og að í stönglunum sem eftir liggja kvikni sjúkdómar sem herj-að gætu á plönturnar og dregið úr frjósemi jarðvegsins til lengri tíma litið…“

Lindsay ræðir nokkuð um tæknilegar hömlur á kornrækt sem stafa af haustrigningum, en þær geta orðið miklar undir Eyjafjöllum og víðar við ströndina. Vandinn sé sá að kornið megi ekki innihalda meira en 15% raka til þess að hægt sé að geyma það til lengri tíma. Veltir hann vöngum yfir því hvort

hægt væri að skera það 25-30% rakt en láta kornskárana liggja á akrinum og þorna áður en kornið er þreskjað og tekið á hús.

Lindsay segir að þótt menn nái tökum á sjálfri ræktuninni komi ýmsir fleiri þættir við sögu sem hafi áhrif á það hvort kornrækt getur orðið arðbær atvinnugrein hér á landi.

Heimaframleiðsla kallar á geymslupláss

„Hvernig þróast kornrækt á Ís landi? Hvaðan kemur hvatinn til þess, verður hún rekin áfram af vís inda-mönnunum eða kallar fóðuriðnaður-inn eftir korni til framleiðslu sinnar? Báðir þessir aðilar verða að leggja sitt af mörkum ef von á að verða til þess að byggja upp varanlegan framleiðsluiðnað úr íslensku korni. Samstarfshæfni þeirra mun ráða úr-slitum um hvort það tekst.

Til þess að hægt sé að hagnýta íslenskt korn til framleiðslu þarf að koma upp geymslum og flutninga-kerfi á korni. Þegar korn er innflutt er auðvelt að haga aðföngum þann-ig að kornið berist þegar þarf að nota það. Þess vegna er ekki þörf á miklum korngeymslum. Kornið er flutt jafnharðan til notenda þegar það berst. Þegar kornið er ræktað í landinu hleðst það allt upp í lok september ár hvert og þá þurfa að vera til geymslur fyrir það. Verði allt korn ræktað innanlands þarf að vera til geymslurými fyrir 120.000 tonn af korni í 12 mánuði eða leng-ur. Annað hvort þurfa kornbænd-ur að koma sér upp geymslum sem eru nógu vandaðar til þess að verja uppskeruna fyrir skordýrum, sveppagróðri og bakteríumengun, eða það þarf að koma upp miðlæg-um geymslum sem helst þyrftu að rísa nærri stærstu notendum fóður-korns, þ.e. svína- og alifuglabúun-um á suðvestur horninu.“ Í fram-haldi af þessu má nefna að inn-flutningsfyrirtækin hafa uppi áform um byggingu nýrrar kornhlöðu á Grundartanga í Hvalfirði.

Í lokin varpar Lindsay fram þeirri spurningu hvort mögu-legt verði að koma upp arðbærri kornrækt ef Ísland verður aðili að Evrópusambandinu. „Augljóslega þarf að takast á við fjölmörg vanda-mál til þess að koma upp lífvæn-legri kornrækt og tilheyrandi fram-leiðsluiðnaði í landinu. Sé viljinn fyrir hendi og hægt verður að fram-leiða korn á samkeppnishæfu verði er svarið já. En það krefst hug-kvæmni, rannsókna, þróunarstarfs og staðfestu bænda á borð við Ólaf Eggertsson til þess að gera það að veruleika,“ segir Lindsay O’Brien, sérfræðingur í kynbótum hveitis og bóndi í Ástralíu.

Kornrækt á sér mikla möguleika á Íslandi– en til þess þarf rannsóknir, þróunarstarf og þrautseigju kornbænda, segir ástralski

hveitisérfræðingurinn Lindsay O’Brien

Lindsay O'Brien kynnir sér kornvöxtinn hjá Ólafi Eggertssyni á Þorvaldseyri í sumar.

Frá Endurmenntun LbhíVIÐ LANDBÚNAÐARHÁSKÓLA ÍSLANDS er rekin öflug endurmenntunardeild sem býður upp á fjöldann allan af námskeiðum. Framboðið endurspeglar þær náms-leiðir sem kenndar eru í skólanum, bæði á starfs-mennta- og háskólastigi. Vettvangur Endurmenntunar LbhÍ er landið allt en helmingur námskeiðanna er haldinn utan starfsstöðva skólans. Á þann hátt reyn-um við m.a. að koma til móts við óskir landsmanna og bjóða þeim upp á aukin tækifæri og val um við-bótarmenntun.

Meiri ásókn í menntunEndurmenntun LbhÍ hefur ávallt lagt sig fram um að bregðast hratt og örugglega við óskum lands-manna um námskeið. Á þetta hefur mikið reynt á árinu; ásókn landsmanna í námskeið sem snúa á einn eða annan máta að sjálfbærni hefur aukist til muna. Endurmenntun LbhÍ hefur á að skipa sérfræðingum á sviði garðyrkju, matvælaframleiðslu og handverks sem hafa ötulir farið vítt og breitt um landið til að fræða landann.

Ostagerð, forntraktorar, handverk og grænmetiÞórarinn Sveinsson mjólkurverkfræðingur hefur farið vítt og breitt um landið með potta og hitahellur og kennt fólki listina við ostagerð, síðar í októbermánuði mun hann fara með námskeiðið á Vestfirðina. Þá hafa um 100 aðilar sótt hin geysivinsælu forntraktoranám-skeið hjá Bjarna Guðmundssyni og hans félögum á Hvanneyri. Námskeiðin eru haldin í samstarfi við Landbúnaðarsafn Íslands og Verktakafyrirtækið Jörva og snúa að endurgerð og viðhaldi traktora. Námskeiðin hafa fyllst hvert af öðru og verður fimmta námskeiðið auglýst von bráðar.

Síðastliðið vor var boðið upp á yfir 30 námskeið á sviði garðyrkju sem sneru að ræktun grænmetis, berja og kryddjurta, hvort sem um var að ræða í sum-arhúsalandinu, heimagarðinum eða á blokkarsvöl-unum. Fyrirlesarar voru allir meðal okkar fremstu garðyrkjufræðinga og má þar nefna Auði Jónsdóttur, Gunnþór K. Guðfinnsson, Guðríði Helgadóttur, Ingólf Guðnason á Engi og Hafstein Hafliðason. Öll þessi námskeið og fleiri til verða í boði hjá okkur næsta vor vítt og breitt um landið.

Þá hefur aukinn áhugi landans á handverki kallað á ný námskeið. Í samstarfi við listamanninn Philippe Ricart verður því boðið upp á námskeið á Hvanneyri í spjaldvefnaði. Blómaskreytinganámskeiðin standa síðan ávallt fyrir sínu og eru framundan námskeið m.a. í gerð haustskreytinga og aðventuskreytinga.

Guðrún Lárusdó[email protected] www.lbhi.is/namskeid

Ingvar Björnsson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyja fjarðar segir að kornuppskera á Norð-austurlandi sé fremur rýr þetta sumarið, árið verði í heild senni-lega fremur lélegt hvað uppskeru varðar, í besta falli slakt meðalár.

Ingvar telur að sáð hafi verið í heldur stærra landsvæði á liðnu vori en t.d. í fyrra, líklega hafi verið sáð í um 750 til 800 ha svæði í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Vorið var seint á ferð og korni því almennt sáð í seinni lagi. „Það spratt hins vegar vel fyrri hluta sumars en tíðarfar í ágúst var mjög óhagstætt korninu og akrar gulnuðu seint,“ segir Ingvar. Þresking var eins og að líkum lætur því seint á ferð og er henni ekki lokið enn. „Uppskeran er mjög misjöfn, frá því að vera nokkuð góð og niður í það að vera mjög léleg eða engin. Þá var nokk-

uð um frostskemmdir á korni síðan í næturfrostum í júlí og ágúst og almennt eru korngæði lakari í ár en undanfarin ár,“ segir Ingvar. Árið verði því sennilega fremur slakt kornár Norðaustanlands og í besta falli slakt meðalár.

Ingvar segir að bændur noti kornið heima við eða selji það til fóðurgerðar. Í Eyjafirði eru tvær þurrkstöðvar sem taka á móti korni til þurrkunar, annars vegar á Hjalteyri og hins vegar á Þverá í Eyjafirði. Í Suður-Þingeyjarsýslu eru einnig tvær þurrkstöðvar, ann-ars vegar á Kvíabóli í Köldukinn og hins vegar færanlegur þurrk-ari sem staðsettur er í Aðaldal. Kornuppskeran á svæðinu liggur nærri að vera um 2.000 tonn og líklega er ríflega helmingur hennar þurrkaður en það sem eftir stendur sýruverkað heima á bæjum. MÞÞ

Kornuppskera á Norðurausturlandi

Óhagstætt tíðarfar og útkoman fremur slök

Page 21: 10-11 12-13 1412-13 14 Vestfirskum krásum smalað um fjöll og firnindi 17. tölublað 2009 Fimmtudagur 8. október Blað nr. 312 Upplag 20.500 10-11 Hvað er skrifað um hrunið

21 Bændablaðið | fimmtudagur 8. október 2009

Fréttir úr búrekstri LbhÍHrútadagur á HestiEins og áður hefur verið kynnt hafa opnast nýir möguleikar á dreifingu kynbótagripa í kjölfar breytinga á varnarhólfum. Á hverju hausti hefur ávallt verið nokkuð um sölu á kynbótahrút-um frá Hesti en eingöngu innan lítils hólfs. Nú hefur svæðið stækkað verulega og af því til-efni verður haldinn hrútadagur föstudaginn 16. október frá kl. 13-17. Að sjálfsögðu eru allir áhugasamir um sauðfjárrækt velkomnir en þeir bændur sem búa innan hins nýja varnar-svæðis geta að sjálfsögðu keypt gripi á staðnum og tekið með heim. Nú þegar er úrval vetur-gamalla hrúta orðið takmark-að, en þónokkuð til af góðum lambhrútum. Áhugasömum um kaup á lífdýrum skal því bent á að mikilvægt er að hafa samband sem fyrst varðandi áætlaðan fjölda, enda ekki til skiptanna fyrir alla. Sendið tölvupóst á Eyjólf Kristin: [email protected] eða hringið í síma 843-5364. PlægingakennslaUndanfarnar vikur hafa 16 nemendur í Bændadeild verið í verklegu bútækninámi og m.a. fengið kennslu í plæging-um. Þess má sjá glögg merki á túnum skólans á Hvanneyri þar sem borið hefur verið niður á nokkrum mismunandi stöðum. Nemendurnir hafa staðið sig afar vel og verða vonandi mikl-ir plægingameistarar þegar frá líður. Starfsmenn búsins sjá svo um að klára flagvinnsluna og laga það sem etv. hefur misfar-ist eins og gengur.

LeðjuboltiHinn árvissi viðburður nem-endafélags LbhÍ, leðjubolti, var haldinn í liðinni viku. Þar komu saman nokkur lið frá skólanum og háskólanum á Bifröst og öttu kappi í marg pinnatættu flagi við Bútæknihúsið á Hvanneyri. Slökkvilið Borgarfjarðar aðstoðaði svo við að gera völl-inn „leikfæran“ með því að dæla vatni yfir flagið. Ekki fer miklum sögum af boltaafrekum þennan dag en flestir náðu þó að verða vel drullugir, sem var líklega það sem mestu skipti.

Sala beint frá HestiUndanfarin þrjú ár hefur verið í gangi lítið tilraunaverkefni um sölu á lambakjöti beint frá Hesti til starfsmanna skólans. Verkefnið hefur byggst á því að vinnumæla verkþátt „bónd-ans“ við ferlið og þrátt fyrir hóflega álagningu er framlegð pr. vinnustund afar góð. Þegar þessu verkefni lýkur, um miðj-an nóvember, verður gefin út skýrsla með leiðbeiningum og helstu niðurstöðum verkefn-isins.

Bútæknihúsi LbhÍ Snorri Sigurðsson

Áhugi á nýtingu innlendra hráefna til matvælaframleiðslu hefur aukist á síðustu mánuðum. Eitt athyglisverðasta hráefnið er íslenskt bygg en það býður upp á marga möguleika í matvælaiðn-aði og matargerð. Innlent bygg hefur náð fótfestu í bakaríum landsins eins og nýleg keppni um brauð ársins 2009 á vegum fyrirtækisins Kornax ber með sér. Brauð úr íslensku byggi er nú fáanlegt í ýmsum bakaríum landsins. Tækifæri liggja í notk-un byggsins í sérvörur vítt og breitt um landið, svokallaðar héraðskrásir. Ferðaþjónustan getur notið góðs af slíkri þróun.

Matkorn er verðmætara en fóðurkorn og því er eftir nokkru að slægjast fyrir kornbændur að koma hluta af uppskeru sinni til matvæla-framleiðslu. Hafa þarf í huga að meiri kröfur eru gerðar til matbyggs en fóðurbyggs. Framleiðnisjóður landbúnaðarins styrkir nú verkefni um matbygg og mun það skilgreina gæðakröfur til matbyggs og hvern-ig bændur geti staðið að vinnu við það. Verkefnið er unnið í samstarfi Matís, Landbúnaðarháskólans og Ólafs Eggertssonar á Þorvaldseyri. Verkefnið er unnið í þágu korn-bænda á landsvísu og munu nið-urstöður þess verða aðgengilegar. Gæðakröfur fyrir bygg til mat-vælaframleiðslu verða kynntar fyrir árslok 2009.

Hagnýting í matvælaiðnaðiÞað er ekki síst hollusta byggsins sem hvetur matvælaframleiðend-ur til að nota það í matvæli. Bygg er auðugt af trefjaefnum og vekja vatnsleysanlegu trefjaefnin (eink-um beta-glúkanar) sérstaka athygli. Beta-glúkanar geta lækkað blóðkó-lesteról og dregið úr sveiflum á blóðsykri. Mun meira er af beta-glúkönum í byggi en hveiti.

Bygg gefur bökunarvörum ein-kennandi og gott bragð. Aftur á móti myndar bygg veikari glúten-netju en hveiti. Þessi netja heldur uppi byggingu hefaðra brauða og því þarf að nota í þau hveiti sam-hliða bygginu. Í bökunarvörur sem byggja ekki á hefingu er hægt að nota hátt hlutfall byggs eða bygg eingöngu.

Bygg er fjölhæf korntegund til matvælavinnslu og matreiðslu. Mögulegt er að nota bygg í bökun-arvörur, morgunkorn, grauta, sam-setta rétti og meðlæti í stað hrís-grjóna. Úr byggi er unnið malt bygg sem notað er til ölgerðar. Einnig má hugsa sér að bygg verði notað í markfæði (e. functional foods) sem eflir heilsu.

Vinnsla matbyggsVinnsla á byggmjöli til baksturs er í nokkrum þrepum: Þurrkun, hreinsun/flokkun, afhýðing og mölun. Þurrkun byggsins skiptir höfuðmáli, vatnsinnihald þess ætti ekki að vera yfir 15%. Matbyggið þarf að hreinsa mun meira en fóð-urbygg, skemmt korn, grænt korn, rusl og strábúta þarf að fjarlæga. Þetta er hægt að gera í tiltölulega einföldum flokkunarbúnaði. Þá er mikilvægt að fjarlægja ystu hýð-islögin þegar bygg er notað í bök-unarvörur, annars sitja þau eftir í munni. Afhýðingin er framkvæmd í einföldum búnaði með burstum. Mölunin fer loks fram í sérstakri kvörn. Ef korn sem mengað er örverum er tekið inn í vinnslurásir bakaría getur það skemmt út frá sér og mengunin borist í ýmsar afurðir. Sérstaklega ber að huga að myglu og Bacillus gerlum.

Gæðakröfur og innra eftirlit Til þess að byggmjöl henti til baksturs í bakaríum, smáeldhúsum eða heimahúsum þarf það að vera af ákveðnum gæðum. Vel grundað-ar gæðakröfur geta verið mikilvæg viðmiðun bæði fyrir kaupendur og þá sem rækta bygg. Gæðakröfur fyrir bygg til manneldis geta gagnast bændum vel því mikilvægt er að þarfir matvælaiðnaðarins séu skilgreindar og vel þekktar.

Reglugerð nr. 522/1994 fjallar um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu mat-væla. Þar kemur fram að þeir sem framleiða eða dreifa matvælum skuli hafa starfsleyfi opinbers eft-irlitsaðila. Sækja þarf um starfs-leyfi áður en starfsemi hefst. Matvælafyrirtæki skulu starfrækja innra eftirlit til að tryggja gæði, öryggi og hollustu matvælanna. Heilbrigðisnefndir hafa undir yfir-umsjón Matvælastofnunar, hver á sínum stað, opinbert eftirlit með því að farið sé eftir ákvæðum reglugerðarinnar. Skoðunarstofum er heimilt að annast eftirlitið ef þær hafa faggildingu og uppfylla ákvæði reglugerðarinnar.

Kornbændur sem selja matkorn þurfa að geta rakið uppruna afurð-anna. Þetta kostar því nokkra skráningu á uppruna og fram-leiðslu, líkt og gert er í litlum mat-vælafyrirtækjum. Hentugt er að hafa sérstaka möppu fyrir skráning-arblöð og reglur. Grunnform fyrir slíka möppu er meðal þess sem lagt verður fram í framangreindu verk-efni.

Öryggi og myglaMikilvægt er að bygg mygli ekki, hvorki á akri né í geymslu. Sumir myglusveppir geta myndað sveppa-eiturefni sem eru skaðleg fyrir fólk og búfé. Leggja ber áherslu á að fylgjast vel með því hvort mygla kemur upp í korni eða mjöli og koma þá í veg fyrir notkun á afurð-inni, hvort sem hún er nýtt sem skepnufóður eða til manneldis.

Myglusveppir geta verið á byggi við skurð. Ef byggið skaddast við skurð og þreskingu getur opnast leið fyrir sveppina inn í byggkorn-in. Myglan getur síðan breiðst út. Það er sérstaklega hætta á því að byggið skaddist ef það er mjög rakt við skurð.

Sveppaeiturefni eru fjölmörg og hafa mismunandi áhrif, sum eru öflugir krabbameinsvaldar, önnur skemma nýru og enn önnur valda vanþrifum hjá dýrum. Aflatoxín eru

þekktustu sveppaeiturefnin. Ætla má að þau myndist ekki á kornakri hér á landi vegna hins lága umhverf-ishita. Aflatoxín gætu þó myndast í fóðurgeymslum ef hiti er nægur og raki kemst í fóður þannig að mygla nái sér á strik. Innflutt fóður getur hæglega verið mengað með aflatox-ínum. Hugsanlegt er að ýmsar teg-undir sveppaeiturs myndist ekki hérlendis á akri vegna lágs umhverf-ishita og gæti það verið viss sérstaða fyrir íslenskan landbúnað.

Sveppaeiturefnið okratoxín A getur aftur á móti myndast við þann umhverfishita sem er hér á landi.

LokaorðMikil virðisaukning getur orðið af nýtingu byggs til manneldis. Þegar skrefið frá fóðurgerð til fæðu er tekið er þó mikilvægt að hafa ákveðin grundavallaratriði að leið-arljósi. Hvort sem um er að ræða gæða- eða öryggisþætti vörunnar er mikilvægt að vita hvaða viðmið skal hafa og hvernig skal tryggja að varan uppfylli þau viðmið. Í verk-efninu Matkorni er markmiðið að setja fram slík viðmið sem hags-munaðilar geta nýtt við framleiðslu og í viðskiptum sín á milli.

Nánari upplýsingar um ofan-greint verkefni og fleiri verkefni má finna á heimasíðu Matís, www.matis.is

Bygg til matvæla-framleiðslu

Ólafur Reykdal og Þóra Valsdóttir

Höfundar eru matvælafræðingar og starfa hjá Matís

Uppspretta er nýtt fyrirtæki sem veitir fólki og fyrirtækjum örlán og leiðir saman fólk með hug-myndir sem þarfnast fjármagns fyrir verkefni sín og þeirra sem tilbúnir eru til að lána fjár-magn til slíkra verkefna. Mikil áhersla er lögð á gagnsæi upp-lýsinga og með hverri umsókn fylgir lánshæfi lántakanda, jafn-framt er hægt að spyrja lántak-anda spurninga áður en tekin er ákvörðun um hvort veita eigi lán. Öll starfsemin fer fram á vefnum uppspretta.is.

Örlán, sem hér um ræðir, eru frá kr. 50.000 til 3.000.000. Lánstími getur verið að lágmarki 1 mánuður

og að hámarki 36 mánuðir. Örlán geta oft skipt sköpum

fyrir lántakanda. Það skiptir ekki máli hvort lánsframlagið er 5000 kr. eða 50.000 kr. Öll lánsframlög skipta máli fyrir lántakandann.

Þetta er leið fyrir almenning og fyrirtæki til að styðja við uppbygg-ingu, framþróun og atvinnusköpun á Íslandi með því að veita lán til annars fólks.

Hlutverk Uppsprettu er að tengja saman lánveitendur og lántakendur og miðla lánum og endurgreiðslum láns á milli þeirra. Uppspretta veitir ekki lán heldur sér um ferlið á milli lántakanda og lánveitenda og þjón-ustu sem tilheyrir.

Þetta virkar þannig að lántak-andi gefur upplýsingar um tilefni láns, lánsupphæð, lánstíma og hámarksvexti sem hann er tilbúinn til að greiða. Lánveitendur bjóða síðan í lánið en það geta margir verið á bak við hvert lán. Vextirnir eru því ákveðnir af fólkinu sjálfu. Lánveitendur velja lánsumsókn-ir sem þeim lýst vel á út frá upp-lýsingunum sem eru í lánsumsókn ásamt upplýsingum um lánshæfi lántakanda. Upplýsingar um láns-hæfi kemur frá Creditinfo.

Lántakandi getur sent tölvupóst til vina og vandamanna með upp-lýsingum um lánsumsókn og/eða sett tengil inn á Facebook sem vísar

í lánsumsóknina og ná þannig til hóps mögulegra lánveitenda.

Örlánavefir hafa verið sett-ir upp víðsvegar erlendis. Árið 2006 fengu Muhammad Yunus og Grameen Bank Nóbelsverðlaun fyrir örlánavef í Bangladesh sem var ætlaður til að auðvelda fátæku fólki að fá lán. Á síðustu árum hafa enn fleiri örlánavefir verið settir á laggirnar með vestrænu sniði.

Uppspretta er ekki á vegum neinna erlendra eða innlendra fjár-málastofnana heldur lítið sprota-fyrirtæki sem hefur fengið hjálp margra til að verða að veruleika.

Fréttatilkynning

Uppspretta

Örlánavefur kominn í loftið á Íslandi

Brauð ársins 2009 úr íslensku byggi.

Page 22: 10-11 12-13 1412-13 14 Vestfirskum krásum smalað um fjöll og firnindi 17. tölublað 2009 Fimmtudagur 8. október Blað nr. 312 Upplag 20.500 10-11 Hvað er skrifað um hrunið

22 Bændablaðið | fimmtudagur 8. október 2009

Kæri lesandi.Nú erum við alltaf fleiri og fleiri áhugasamir ræktendur sem glímum við það áleitna en stundum vanda-sama verkefni að rækta ávaxtatré. Það hefur vottað fyrir léttri vantrú í garð ræktunar þessara trjáa, fólk hefur hreinlega haldið að þetta væri ekki almennilega hægt hér á okkar kalda landi. Nú um daginn hélt Jón Guðmundsson, garðyrkjufræðingur og ávaxtatrjáaræktandi á Akranesi, erindi á aðalfundi Garðyrkjufélags Akureyrar þar sem hann fræddi fólk um leyndardóma í ræktun á plómum, eplum, perum og súrum sem og sætum kirsuberjum, en Jón hefur síðustu tíu ár eða svo fengist við tilraunir í þessari ræktun. Jón og Sæmundur Guðmundsson frá Hellu hafa skipst á reynslu af rækt-uninni ásamt sjálfsagt fleirum. Eins hefur Jón gengið í það að heyra í ræktendum sem hafa haft ávaxtatré í garði sínum hérlendis, jafnvel áratugum saman, en Jón segir að ávaxtatré hafi verið ræktuð hér-lendis í um hundrað ár, hér og hvar á landinu. Þannig er komið smá reynslusafn í tengslum við slíka ræktun hér á okkar stormasama landi.

Góð yrki skipta mikluLykillinn í góðum árangri í ávaxta-trjáaræktun er að vera með góð yrki. Yrki frá Skandínavíu, Noregi og Svíþjóð hafa reynst einna best hér, líklega þá vegna þess að þau eru nægilega harðgerð fyrir aðstæð-ur hérlendis. Flest þessara yrkja eru þó upprunalega frá Mið-Asíu eða Kákasusfjöllum. Mörg þeirra hafa verið ræktuð hér lengi, jafnvel í áratugi.

Súr kirsuber eru lang harðgerð-ust af þeim ávaxtatrjáategundum sem þrífast hér, þau eru frostþoln-

ari en sætu kirsuberin, sem þrífast líka ágætlega hérlendis. Berin eru frekar súr og er gott að nota þau til að sjóða niður. Það yrki sem hefur reynst einna best hér er „Fanal“. Sætu kirsuberin eru líka kölluð fuglakirsuber og þrífast nokkuð vel hér en þurfa betri aðstæður en þau súru. „Stella“ og „Sunburst“ er hvoru tveggja sjálffrjóvgandi yrki sem hafa reynst ágætlega hér-lendis. Sætkirsuberin þroskast vel hérlendis við réttar aðstæður og bera ávöxt tiltölulega snemma eða í byrjun ágúst. Af plómutrjám hafa yrkin „Opal“ og „Zcar“ gert sig vel við íslenskar aðstæður og þroskast nokkuð vel. Helsta peruyrkið sem Jón mælir með eins og er heitir „Quins“, en skánska sykurperan er

að gera sig einna best hér á Íslandi. Eplatrjáayrkið „Carrol“ gefur vel af ávöxtum og geymast þau epli vel, að sögn Jóns. „Quinte“ geymist ekki eins vel en þroskast hins vegar snemma og gefur mjög vel af sér.

KlippingarÞau yrki sem eru hér á landi eru yfirleitt ágrædd á hægvaxta grunn-stofna, sem valda því að kraft-urinn fer minna í vöxt trésins sjálfs og meira í blóma en annars væri frá náttúrunnar hendi. Þrátt fyrir það er lykilatriði að klippa tréin og það duglega. Það er auðvitað hægt að klippa í ýmis form, en sú klipping sem Jón hefur að mestu notast við í ræktun ávaxtatrjáa er svokölluð súluklipping, en hún hefur reynst honum sérlega vel við ræktun epla- og perutrjáa. Þá eru tréin látin halla í um 45 gráður og klippt í súlur með sumarklipp-ingu. Þessi klipping hefur helst þá kosti að tréin blómstra fyrr, þau skila yfirleitt meiri gæðum á aldin og auk þess komast fleiri tré fyrir á einum og sama fletinum í garð-inum. Aðalatriðið er þó kannski að planta sem er í miklum vexti blómstrar ekki strax og með slíkri klippingu er þannig mögulegt að fá fyrr ávexti á tréin og sleppa þann-ig við að bíða í mörg, mörg ár eftir fyrsta ávextinum. Ávextir geta með þessu móti fengist 2-3 árum eftir útplöntun ávaxtatrésins. En auðvit-að má bara láta hlutina gerast af sjálfum sér, láta ávaxtatréið vaxa minna klippt og njóta ávaxtanna eftir fleiri ár.

FrjóvgunÞað er auðvitað algjört lykilatriði í ávaxtaræktun að tré frjóvgist eðli-lega og myndi svo aldin. Flest af þeim yrkjum ávaxtatrjáa sem eru

til sölu hérlendis þurfa frjó af öðru tré til þess að frjóvgun eigi sér stað. Þetta getur verið ástæðan fyrir því að ávaxtatré sem standa stök bera ekki ávöxt, þau blómstra kannski en fá aldrei aldin. Það er af því að frjóvgun hefur ekki orðið. Af þeim tegundum ávaxtatrjáa sem þríf-ast hér eru það helst plómur og súr kirsuber sem eru sjálfsfrjóvgandi.

Til þess að stuðla að frjóvg-un getur verið gott að grípa inn í og hjálpa til. Jafnvel þótt einhver frjóvgun eigi sér stað, þá mælir Jón með því að fólk hjálpi þarna til, til þess hreinlega að stuðla að meiri ávaxtamyndun. Hægt er að frjóvga þannig að farið er með lítinn pensil á blómin og svo borið á blóm ann-arra trjáa. Þetta þarf að gera nokk-uð þétt á meðan á blómgunartíma stendur, jafnvel nokkrum sinnum á dag ef vel á að vera. Svo er auð-vitað hægt að notast við býflugur, fyrir þau sem búa svo vel!

Önnur almenn umhirðaÓværa getur sótt á ávaxtatré eins og aðrar plöntur. Haustfeti er algeng-ur, en lirfur hans koma fram um mánaðamótin maí og júní og hakka hreinlega í sig blómin, svo blöðin og aldinvísana. Haustfetinn er helsta meindýrið sem sækir á ávaxtatré hér-lendis. Hann verður hins vegar ekkert stórvandamál ef vel er fylgst með og gripið inn í. Hægt er að úða tréin með „Trounch“, skordýrasápu sem hefur verið vottuð af Vottunarstofunni Tún í lífrænni ræktun og er að sögn Jóns að virka vel gegn alls kyns óværu, líka spunamaur og furulús. Þessu efni er sprautað á tréin.

Áburður er að sjálfsögðu mikil-vægur fyrir ávaxtatré. Mælt er með því að gefa ávaxtatrjám hóflega af skít við gróðursetningu, en gott er að gefa þeim eitthvað af áburði, til dæmis blákorni, eins og tvisvar yfir sumarið. Ávaxtatré þarf að vökva vel ef þurrkar eru eða ef ræktað er í pottum.

Það er framtíð í ræktun ávaxtatrjáa

Nú er góður tími til þess að ganga frá í garðinum fyrir veturinn. Það þarf kannski að koma garðhúsgögnum, hit-urum og öðru í þeim dúr í hús fyrir veturinn. Eins getur verið að það eigi eftir að taka upp og inn eitthvað af grænmeti. Gott er að setja skýli utan um sumar ungar trjáplöntur og þær sem eru viðkvæmari.

Eplatrjáaræktun reynist vel gerleg hérlendis þrátt fyrir hrakspár sumra og eins hefur tekist ágætlega til með plómur, kirsuber og perur. Hvern langar ekki í heimaræktuð og safarík epli?

Kristín Þóra Kjartansdóttir

sagnfræðingur og garð[email protected]

Gróður og garðmenning

Svanhildur Ósk Ketilsdóttir kynnti á dögunum niðurstöð-ur úr rannsókn sinni á metan-vinnslu úr búfjáráburði í Eyja-firði, m.a. greiningu á umhverf-is-, efnahags- og orku leg um þáttum, en hún hefur undan-farin misseri gert könnun á gasi í íslenskri kúa mykju og mögu-leikum á metan vinnslu úr kúa-mykju á Eyja fjarðar svæð inu.

„Meginmarkmið mitt með þess-ari rannsókn er að auka þekkingu á möguleikum metanvinnslu úr kúa-mykju á Íslandi,“ segir Svanhildur, en möguleg gasframleiðsla fer eftir eiginleikum og magni lífræna massans sem nýta á í vinnsluna. Svanhildur segir að nauðsynlegt sé að skoða búfjárstofnstærðir og áætla það magn mykju sem frá dýrunum kemur til að fá upplýs-ingar um það magn metans sem fræðilega væri hægt að vinna úr þessum úrgangi. Safnað var saman upplýsingum um magn, gæði og dreifingu kúamykju í Eyjafirði fyrir metanvinnslu.

„Fjörðurinn var kortlagður með tilliti til bústofnsdreifingar, fjölda býla, stærðar og fjölda áburðar-geymsla og aðveituleiða að álitleg-um virkjunarstað. Sýni voru tekin úr haughúsum og beint frá kúnum á mismunandi stað á mjaltaskeið-inu og þau voru gas- og efna-greind. Gæði mykju til gasfram-leiðslu fara að stórum hluta eftir

gerð fóðurs og nýtingu dýranna á því, en það eru þessir tveir þætt-ir sem eru hvað mest frábrugðnir því sem gerist erlendis. Það er því erfitt að meta gæði íslenskrar kúa-mykju til metanframleiðslu nema með samanburðarrannsóknum,“ segir Svanhildur.

Lífgas eða biogas úr margs konar lífrænum úrgangi er fram-leitt víða um heim. „Hugmyndin snýst yfirleitt um að vinna endur-nýjanlega orku úr ákveðnu lífrænu hráefni og nýta lífmassann sem

eftir verður að loknu niðurbroti sem áburð, því hann er ríkur af plöntunæringarefnum,“ segir Svanhildur. Lífgas er að mestu samansett úr metani, eða 50-65%, auk koltvísýrings, en það myndast þegar bakteríur brjóta niður lífræn efni við loftfirrtar aðstæður. „Það að nýta kúamykju eða annan líf-rænan úrgang til framleiðslu á líf-gasi snýst því um að láta bakteríur brjóta niður lífrænu efni úrgangs-ins í gerjunartanki í ákveðinn tíma við ákveðið hitastig og fanga

svo gasið sem myndast,“ segir Svanhildur, en gasið er síðan hægt að nýta til rafmagnsframleiðslu, upphitunar eða sem eldsneyti. „Ef við ætlum að nýta gasið sem elds-neyti þarf að hreinsa það, því met-aninnihald þess verður að vera um eða yfir 88%.“

Svanhildur segir að framleiðsla lífgass innan landbúnaðargeirans sem og annarra atvinnuvega sé ört vaxandi markaður í Evrópu og hafi notið styrkja í mörgum lönd-um innan álfunnar. „Ástæðan er að hluta til sú að þarna er komin leið til að draga úr urðun á líf-rænum úr gangi, minnka meng un

og bæta gæði mykju og dreif ingu henn ar. Þá má nefna að lífgas er um hverfis væn orka og hún dreg-ur úr gróðurhúsaáhrifum,“ segir Svanhildur.

Þessa dagana er verið að vinna úr niðurstöðum verkefnisins, m.a. að finna nákvæmlega út hversu mikið magn mykju fellur til á Eyjafjarðarsvæðinu og hvað hægt væri að framleiða mikið metan úr henni og nýta í stað jarðefnaelds-neytis. Þá er að sögn Svanhildar einnig verið að skoða kostnað við framleiðslu og flutninga.

MÞÞ

Rannsókn á metanvinnslu úr búfjáráburði í Eyjafirði

Framleiðsla lífgass í landbúnaði ört vaxandi markaður

Sýni voru tekin úr haughúsum og beint frá kúnum á mismunandi stað á mjaltaskeiðinu og voru gas- og efnagreind. Hér er Svanhildur að störfum.

„Meginmarkmið mitt með þessari rannsókn er að auka þekkingu á mögu-leikum metanvinnslu úr kúamykju á Íslandi,“ segir Svanhildur Ósk Ketils-dóttir.

Á þessu súluriti sést

að met-anframleiðsla

var mest úr sýnum sem

tekin voru úr haughúsum,

en minnst hjá geldkúm.

Page 23: 10-11 12-13 1412-13 14 Vestfirskum krásum smalað um fjöll og firnindi 17. tölublað 2009 Fimmtudagur 8. október Blað nr. 312 Upplag 20.500 10-11 Hvað er skrifað um hrunið

23 Bændablaðið | fimmtudagur 8. október 2009

Keppt í rúningi og frágangi á reyfumÁ einum stað sýningarsvæðisins, í nánd við búfjárhúsin, var skemmtileg keppnishöll fyrir rúning og annað er teng-ist ull og ullarmati. Rúningur var ein síðasta keppnisgrein-in þessa sýningarhelgi og þarna tókust rúningsmeistarar landsins á. Hver rúningsmaður hafði aðstoðarmann sem lagði kindurnar niður og fyrir keppni skoðaði hver maður sínar kindur og annarra keppenda svo tryggt væri að allir

hefðu sem líkasta gripi og ullarmagn. Keppnin var ótrúlega hörð, en keppt var í því að rýja 11 kindur á tíma og voru dómarar sem dæmdu hve vel þær voru klipptar. Ef eitt-hvað var að voru refsisekúndur settar á kappana. Hraðinn var ótrúlegur, en sá sem vann svipti reyfum af þessum 11 kindum á 9 og hálfri mínútu – magnað! Ótrúlega snör handtök við rúninginn vöktu undrun og aðdáun viðstaddra Íslendinga og fleiri sýningargesta.

Stíur úr endurunnu plastiEins og gefur að skilja er mikil áhersla lögð á sauðfjárrækt á sýningunni. Ótal framleiðendur innréttinga, tækja og tóla til þess að auðvelda sauð-fjárbúskap buðu þarna fram þjónustu sína með ýmsum góðum tilboðum. Alls staðar var boðið upp á nútíma lausn-ir fyrir sauðfjárbændur, s.s. sjálfvirkar vogir, góðar flokkunarrennur (einnig sjálfvirkar) o.s.frv. Athygliverðar hug-myndir varðandi handhægar stíur úr endurunnu plasti mátti einnig sjá ásamt ótal öðrum hlutum. Skotlandsferð nemenda LbhÍ

– Þriðji og síðasti hluti frásagnar Snorra SigurðssonarÍ sumar fóru útskriftarnemendur Bændadeildar LbhÍ í ferðalag til Skotlands og var tilgangur ferðarinnar að kynnast skoskum landbún-aði, náttúru og síðast en ekki síst að fara á landbúnaðarsýninguna Royal Highland Show í Edinborg. Snorri Sigurðsson á Hvanneyri var fararstjóri í ferðinni og tók hann saman nokkra minnispunkta úr henni sem hér birtast, þessi grein er þriðji og síðasti hluti ferðalýsingar hans.

Óvenju fjölbreytt sýningFimmti og sjötti dagur ferðarinnar voru nýttir á sýningunni The Royal Highland Show. Sýning þessi á sér djúpa fortíð en fyrsta sýningin var haldin árið 1822. Sýningarsvæðið sjálft, í útjaðri Edinborgar, nær yfir nærri 120 hektara lands svo eins og gefur að skilja þarf nokkuð af varn-ingi og búfé til þess að nýta svæðið vel – sem var og gert! Nánast ógern-ingur er að gera grein fyrir sýningunni með heildstæðum hætti og því verður lýsingin byggð á stuttum pistlum varðandi það sem fyrir augu bar.

Út-keðjusöguð dýr Á sýningunni er margt framandi fyrir Íslendinga, m.a. svæðið þar sem keppt er í skógarhöggi, trjáklifri og fleiri óvenjulegum greinum sem skógarhöggsmenn keppa í. Þar voru m.a. skógarhöggsmenn sem léku listir sínar með keðjusag-ir. Þeir skáru út fína skrautmuni með þessum grófu tækjum, ótrúleg leikni með sagirnar. Svo var keppt í stauraklifri. Gríðarstórir staurar, 90 feta háir (um 28 metrar), stóðu þarna tignarlegir upp í háloftin og biðu þess að vera numdir. Svo tóku ungir og hraustir menn sig til og skutluðu sér upp þessa drumba á 15-20 sekúndum hver með þann eina búnað að vera í gaddaskóm og með gjörð utan um bolinn. Ótrúleg sjón.

Vélar og tækiÓhemju úrval af vélum og tækjum var til sýnis og voru sumir ferðafélagarnir á þeim hluta sýningarsvæðisins mestan part fyrsta dagsins. Afar fróðlegt var að sjá með hvaða hætti fyrirtækin leituðust við að fanga athygli gestanna, allt frá veifum og fánum upp í dráttarvélar á krómfelgum!

Græna orkanSkotar eru sparsamir eins og áður hefur verið getið og leggja mikla áherslu á umhverfisvæna orku. Ein sýningarhöll var nýtt af orkufyrirtækj-um af ýmsum toga. Þarna voru að sjálfsögðu fjölmörg fyrirtæki að kynna vindmyllur og kosti þeirra. Í samtölum við sölumenn á staðnum kom fram að vindmyllur í dag þola allt að 60 metra á sekúndu, svo að e.t.v. fara slíkar að sjást á Íslandi innan tíðar. Þær eru þó að líkindum mun óhagkvæmari í notkun en vatnsaflsvirkjanir. Aðrir voru að kynna ýmislegt annað, svo sem litlar vatns-aflsvirkjanir – 3-10 kW – fyrir bændur, m.a. eitt fyrirtæki sem bauð bændum að setja upp virkjanir á sinn kostnað í landi viðkomandi bónda. Bóndinn fengi svo helming orkunnar til sín en fyrirtækið hinn helminginn (og selur inn á netið) – afar áhugaverð nálgun.

Keppt í járningumEitt húsið var undirlagt undir járningar hrossa en þar fór fram sýnikennsla í smíði á skeifum og heitjárningum. Að sjálfsögðu var keppt í þessari grein og var þetta mögnuð keppni upp á tíma og hlupu menn fram og til baka með rauðglóandi skeifur. Einna mesta athygli íslenskra áhorfenda vöktu þó hrossin sjálf, sem stóðu gjörsamlega grafkyrr allan tímann og kipptu sér ekkert upp við járnsmelli, hróp og köll. Skammt frá voru svo á annan tug fyrirtækja að kynna hesta- og reiðvörur af ýmsum gerðum. Það kom nokkuð á óvart hve úrvalið var fjölbreytt, enda hefur greinarhöfundur ekki oft séð slíkt á öðrum sýningum, frekar en reyndar margt annað sem fyrir augu bar á þessari sýningu.

Hundruð búfjárÁ sýningunni voru að sjálfsögðu öll þau búfjárkyn sem Bretlandseyjar hafa upp á að bjóða og skipti þar engu máli hvort um væri að ræða sauðfé, nautgripi, alifugla, geitur eða hross. Skepnunum var skipt upp eftir tegundum í nokkrar mismunandi hallir, en alls voru á annað þúsund gripa til sýnis. Það væri bara til þess að æra óstöðugan að reyna að lýsa því sem fyrir augu bar í þeim sýning-arhöllum og -tjöldum þar sem gripirnir voru, slíkt var úrvalið og fjölbreytileikinn. Allt afskaplega faglega upp sett og kynningar skýrar. Utandyra voru auk þess allmörg gerði þar sem sýnendur teymdu skepnur sínar fyrir dómara.

MatvælahallirÍ næstu risahöll mátti finna svo til allt úrval Bretlandseyja af heima-unnum afurðum, sem og afurðum úr stærri matvælafyrirtækjum. Hægt var að rölta um og fá smakk á hverjum stað með tilheyrandi drykkjum! Mett fólkið valt þarna á milli sýningarbása og rakst á margt, allt frá því að vera magnað og upp í stórfurðulegt. Upp úr stóðu þó góðir drykkir, fínar pylsur og hreinasta ágæti sem Skotar kalla „Black pudding“, sem bragðast eins og fínunninn heitur blóðmör. Eitt það merkilegasta sem greinaskrifari sá var þó rotmassi fyrir heimili sem vilja rækta sína eigin sveppi.

Aðal sýningarsvæðiðMiðpunktur þessarar sýningar er aðal sýningar-svæð ið þar sem fram fara ýmsar uppákomur og gripa sýningar. Bændur landsins sýndu þar fjölmarga kynbótagripi sína í mikilfengum búfjársýning um. Þar mátti m.a. sjá keppni í hindrunarstökki hesta, hvar mátti sjá ótrúlega tækni sem bæði hross og knap-ar réðu yfir. Þá var haldin glæsileg sýning á stórum dráttarhestum og hestvögnum. Þessi keppnisgrein er enn í fullu gildi, þrátt fyrir að kerruflutningar hafi lagst að mestu af með tilkomu lesta um mestan hluta Bretlands upp úr miðri átjándu öld. Einnig mátti sjá nokkrar sýningar þar sem hestar, sauðfé og nautgripir voru leiddir inn af ungum sem öldnum. Þegar mest var inni á sýningarsvæðinu mátti sjá þar rúmlega 400 naut, kýr og kálfa inni á svæðinu í einu í skipulögðum röðum og allt gekk þetta eins og í kvikmynd, enginn gripur gerði neitt af sér. Ótrúlega vel framkvæmdar sýningar.

Page 24: 10-11 12-13 1412-13 14 Vestfirskum krásum smalað um fjöll og firnindi 17. tölublað 2009 Fimmtudagur 8. október Blað nr. 312 Upplag 20.500 10-11 Hvað er skrifað um hrunið

24 Bændablaðið | fimmtudagur 8. október 2009

5 7

7 4

9 6 1 2

2 3

1 5

6 9

5 3 9 8

7 61 8

8

5 9 8

1 2 3

9 4 7 5

2 6 7 1

2 5 9

6 1 33

4 5

8 4 7 9

9 2

6

4 2 8 3

1

8 1

5 3 7 69 2

SudokuGaldurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn-ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um.

Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli.

Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku.com og þar er einn-ig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki.

Líf og lyst

Vel brýndur hnífur besta búsáhaldiðEiður Jónsson, rafvirki og túrbínu smiður að Árteigi í Þing-eyjar sveit, hefur haft einstak-lega gaman að matseld frá unga aldri og áhuginn eykst ár frá ári. Uppáhaldseldhúsáhald Eiðs er vel brýndur hnífur en þó að hann sé mikið fyrir lambakjöt gefur hann hér uppskriftir að girnileg-um kjúklingarétti með beikoni og gulrótum og heimagerðu brauði.

„Ég hef alltaf haft áhuga á mat-seld alveg frá því ég var strákur og tók að mér að elda þegar mamma fór að heiman. En eftir að ég fór

að búa og eignast fjölskyldu hefur þessi áhugi aukist og mér finnst mjög gaman að elda góðan mat og á margar góðar stundir í eldhúsinu. Ég er mjög mikið fyrir lambakjöt, það er bara ekki hægt að klúðra eldamennsku ef það er lamb í matinn. Uppáhaldsréttur minn er lambahryggvöðvi, kryddaður með ferskum kryddjurtum eins og timí-

an, rósmarín, hvítlauk og svörtum pipar.“

Kjúklingabringur með beikoni og gulrótum

4 stórar kjúklingabringur250 g beikon1 stór laukur4-5 gulrætur4-5 sveppirrjómisalt og piparhvítlaukurostur (ef vill)

Aðferð:Skerið beikon niður og steikið ásamt smátt brytjuðum lauknum. Rífið gulræturnar niður og setj-ið á pönnuna ásamt brytjuðum sveppum. Kryddið með hvítlauk. Hellið 2-3 desilítrum af rjóma út á blönduna (má vera matreiðslu-rjómi). Losið af pönnunni í skál og leggið til hliðar meðan bringurn-ar eru steiktar. Skerið bringurnar í tvennt langsum og steikið þær á pönnu. Kryddið með salti, svörtum pipar og hvítlauk. Leggið því næst bringurnar í eldfast mót og hellið beikoni og gulrótafyllingunni yfir ásamt rjómaslettu. Það má setja rif-inn ost yfir og setjið síðan inn í ofn í 20 mínútur við 200°C hita. Berið fram með góðu salati og pasta eða kartöflum, allt eftir óskum hvers og eins.

Heimabakað brauð3 bollar hveiti3 bollar heilhveiti1 bolli kornblandavatn1 bréf þurrger1 tsk. sykur, sett út í þurrgerið ásamt volgu vatni3 msk. olía

Aðferð:Setjið þurrgerið í volgt vatn með sykrinum (til að koma gerinu af stað) í um það bil fimm mínútur. Setjið kornblönduna og örlítið vatn í skál og setjið í örbylgjuofn til að mýkja kornið. Hnoðið hveiti, olíu,

geri, salti og kornblöndu saman og bætið volgu vatni við eftir þörfum. Látið deigið hefast, pakkið því inn í plastfilmu og takið það þegar film-an springur. Mótið 7-8 kúlur og raðið á bökunarpappír, penslið með mjólk eða eggi. Stráið kornblöndu, grófu salti og jafnvel rifnum osti yfir, látið hefast í 30 mínútur. Bakið við 180°C hita í um það bil 30-40 mínútur.

ehg

MATARKRÓKURINN

Eiður Jónsson er liðtækur í eldhúsinu á sínu heimili en hér heldur hann á girnilegu heimabökuðu brauði, nýkomnu út úr ofninum.

Kjartan er þriðji ættliðurinn sem býr á jörðinni Löngumýri á Skeiðum og hefur stundað búskap frá blautu barnsbeini en var ásamt fjölskyldunni um tæpan áratug í þroskadvöl á Ísafirði. Árið 2006 komu þau aftur suður og í fram-haldinu hófst rabarbíuævintýrið.

Býli? Langamýri.

Staðsett í sveit? Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Ábúendur? Kjartan H. Ágústsson og Dorothee Lubecki.

Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Ein dóttir, Sunna Marianna 5 ára og hundurinn Skuggi og þrír kettir (fleiri á leiðinni) og ein kanína.

Stærð jarðar? 180 ha.

Tegund býlis? Sauðfé og rabarbari, nokkrar land-námshænur og hestar.

Fjöldi búfjár og tegundir?Síðastliðinn vetur voru um 260 fjár, fimm hross, fimm hænur og þrír hanar .

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?

Enginn dagur er hefðbundinn þar sem við vinnum bæði utan heim-ilis. Sumarið, kvöld og helgar eru notaðar til búskapar, sultugerðar og rabarkaramelluframleiðslu.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er á sauðburði en líklega er leiðinlegast að elta túnára og viðhalda girðingunum eftir þá. Auk þess er fremur þreytandi að flysja frosna rabarbarabita.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Bara bjart framundan. Framleiðsla á vörum úr rabarbara á fullu og allt orðið lífrænt vottað, komið í gegn-

um nálarauga Túns. Löngumýri verður orðið að bleiku Rabarbíu- ævintýralandi.

Hvernig mun íslenskum landbún-aði vegna í framtíðinni? Bærilega ef okkur verður forðað frá Evrópusambandinu og krötum.

Hvar teljið þið að helstu tæki-færin séu í útflutningi íslenskra búvara?Lambakjöt, skyr og auðvitað rab-arbarakaramellur.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjörvi, skyr, ávextir, ostar og grænmeti.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Hjá húsbóndanum er það lamba-kjöt með rabarbarasultu en hjá þýsku deildinni er það kartöflu-kaka að hætti Ríndælinga.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar konurnar ætluðu ríðandi á móti safninu og einn hesturinn byrjaði að velta sér með knapann á bakinu. Og ekki nóg með það heldur lagði svo gæðingurinn á flótta stuttu síðar þegar hann sá kindurnar koma á móti sér.

Langamýri, Skeiðum

Bærinn okkar

Dorothee Lubecki, Kjartan H. Ágústsson og Sunna Marianna 5 ára. mynd | TB

Hundurinn Skuggi. mynd | TB

Girnilegur kjúklingaréttur með beikoni og gulrótum.

Page 25: 10-11 12-13 1412-13 14 Vestfirskum krásum smalað um fjöll og firnindi 17. tölublað 2009 Fimmtudagur 8. október Blað nr. 312 Upplag 20.500 10-11 Hvað er skrifað um hrunið

25 Bændablaðið | fimmtudagur 8. október 2009

Fólkið sem erfir landið

Ætlar að verða dýralæknirÍslenska og smíði eru skemmti-legustu fögin í skólanum að mati Hrafndísar Kötlu Elíasdóttur, 10 ára nemanda í Flúðaskóla. Hún æfir körfubolta og fimleika og hefur því öllu jöfnu nóg að gera, enda mikil félagsvera og finnst leiðinlegt að vera ein heima.

Nafn: Hrafndís Katla Elíasdóttir.Aldur: 10 ára.Stjörnumerki: Sporðdreki.Búseta: Ásastígur 4b, Flúðum.Skóli: Flúðaskóli.Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íslenska og smíði.Hvert er uppáhalds dýrið þitt? Hestar og naggrísir.Uppáhaldsmatur: Kjötbollur.Uppáhaldshljómsveit: Camp Rock.Uppáhaldskvikmynd: Hannah Montana.Fyrsta minningin þín? Ég veit ekki.Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi körfubolta og fimleika.Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Fara í leiki.Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Dýralæknir.Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Farið á bak á hesti sem var snarklikkaður.

Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Mér finnst leiðinlegast að vera ein heima.

Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í vetur? Bara vera í skólanum.

ehg

Hrafndís Katla glöð í bragði með hundinn Týra.

Bændur / Verktakar������������ ������������������������

���������������������������!�"�����#��$��%&��������������'�����($��������(���)�����

���������*�����������+����+��%����������������������������������,�������������

�*�-���������(,�������,*��%.��������%�

Sími: 8924163 - E-mail: [email protected]

HAUSTTILBOÐ!Allt að 30% afsláttur!

Vatnsenda Flóahreppi S:486-1810

www.vig.is

Í S L E N S K F R A M L E I Ð S L A

��������� ��� ��� �����������������������

�������� ��������������������������� ���!"�!���"�!#��!$��!��������$������%��������&���#����"'

����������� ��������������������������������������������������������������������������������������������������������������� !����������������"������#�������"�����������#������ ��������$���"�������������%����

��� �������(��"��)���'����"�!�!�������#��$����*���&���!������'

&�������!�����'����(�����)**����������$����"������������+ �����#���������������������%�������,����"��������������)**���������#����"���������-.�/�01��������2/���3� �4#����5�#/���0�������

+�#!����",������!����"����&����������!�#-��-��������� ������'

����������� ������������������������������������������������ �!����"��#�����$$$%&�����%��

6%�������78����$��#�2��#���"�

��������#��

9�����������7:#/���;#���#���������

Bændablaðið á netinu...

www.bbl.is

Page 26: 10-11 12-13 1412-13 14 Vestfirskum krásum smalað um fjöll og firnindi 17. tölublað 2009 Fimmtudagur 8. október Blað nr. 312 Upplag 20.500 10-11 Hvað er skrifað um hrunið

26 Bændablaðið | fimmtudagur 8. október 2009

Snjókeðjur. Mikið úrval snjó-keðja fyrir allar stærðir dekkja. Betra verð til bænda! SKM ehf. Viðarhöfða 2 S: 517-8400 eða www.snjokedjur.is

Hliðgrindur stækkanlegar allt að 1 m. Upplagðar líka í gripahúsin. Brimco ehf., sími 894-5111, www.brimco.is

Hringgerði til að nota úti sem inni. Frábær við tamninguna. Engin verkfæri við uppsetningu. Brimco ehf., sími 894-5111, www.brimco.is

Til sölu Audi 100 árg. ´84. Annar fylgir í kaupbæti. Fæst fyrir lítið. Uppl. í síma 866-7503.

Til sölu Liebherr K-28 bygginga-krani, árg. ´92. Ýmis skipti mögu-leg. Uppl. í síma 867-7139.

Til sölu útihurð, 216,7x97,7 opn-ast vinstri inn, verðhugmynd kr. 130.000. Á sama stað er óskað eftir mótor í sláttutraktor Briggs og Stratton 12,5 til 17 hö. Sími 863-4573.

Til sölu er Sandstorm 500cc fjór-hjól, sjálfskipt og með sjálfstæða fjöðrun, götuskráð, árg. ´08. Verð kr. 650.000. Einnig Toyota Land Cruiser, árg. ´98, ekinn 335.000 km, beinskiptur, dísel. Uppl, í síma 660-1924.

Flagheflar. Breidd 2,5 m. Verð kr. 350.000,- með vsk. mínus kr. 50.000, -afsl. H. Hauksson ehf. S. 588-1130.

Flatvagnar. Stærð palls 2,5 x 8,6 m. Verð kr. 1.710.000,- með vsk. H. Hauksson ehf. S. 588-1130.

Sturtuvagnar. 12 tonn. Verð kr. 1.900.000,- m. vsk. mínus kr. 150.000 afsl. 10 tonn. Verð kr. 1.700.000,- m vsk. mínus kr. 150.000 afsl. H. Hauksson ehf. S. 588-1130.

Örflóra fyrir haughús, rotþrær, nið-urföll, fituskiljur, úti- og innisalerni. Framtak- Blossi, símar 535-5850 og 535-5863.

Til sölu mjög lítið notuð Janmar rafstöð, árg. ´08, 3,5 kw, dísel 220 v. Verð kr. 150.000 án vsk. Gott verð. Uppl síma 899-0994.

Þanvír 2,5 mm til sölu. Lagerhreinsun. Verð kr. 5.000,- rúllan m. vsk. 25 kg. u.þ.b. 600 m. Bindir & Stál ehf., Melabraut 22, Hafnarfirði. Sími 564-6050.

Til sölu MGK bílkrani 6 t með spili. Uppl. í síma 894-7980.

Til sölu Suzuki Swift, árg. ´98 skoðaður 2010 með bilaða vél. Einnig kemur til greina að kaupa vél í þennan bíl árg. ´98-´00. Uppl. í síma 894-7701.

Til sölu haugsuga, 4.000 lítra. Uppl. í síma 823-9662.

Kýr og kvígur til sölu. Eru í Eyjafirði. Einnig Vicon sambyggð rúllu- og pökkunarvél. Uppl. í síma 865-5663 og 466-1981.

Til sölu fóðursíló, steyptir bitar, lengd 1,70 m og flórsköfukerfi. Einnig til sölu legubásainnrétting-ar fyrir kýr og kálfa. Uppl. í síma 861-3966.

Til sölu Yanmar rafstöð, dísel, 3,5 kw, 220 v, árg. 2008, lítið notuð. Fæst á hálvirði kr 150.000. Uppl í síma 899-0994.

Til sölu Case CS-110 Special, árg. ´99, 4x4 m. tækjum. Uppl. á [email protected]

Kýr til sölu. Nokkrar góðar kýr til sölu. Seljast ódýrt. Uppl. í síma 892-2410.

Til sölu Bens 1722 árg. ´91 með gámaheysi og palli. Nýskoðaður. Niemeyer 170 sláttuvél. Kuhn einnar stjörnu rakstrarvél. Pallur af sex hjóla bíl. Grind í vagn. Varahlutir úr Bens 1620, árg. ´91, tvö dekk 12,5-80x18, 2 stk. 18,4x26, 8 stk. 1000x20 og 6 stk. 1100x22,5. Uppl. í síma 894-4890.

Til sölu: Fjölplógur 3m, snjóblás-arar 2,29-2,59-2,74 m, skekkj-anlegar tennur, 2,65m, snjókeðjur, Joskin haugsugur, Reck mykju-hrærur og plöntustafir. Uppl í síma 587-6065 eða 892-0016.

Til sölu á hagstæðu verði: Nissan Navara SE ´06 ekinn 26þ. km. Chevrolet TrailBlaser, árg. ´02, ekinn 76 þ. km. Kia Pride, árg. ´02, ekinn 71 þ. km. Uppl. í síma 587-6065 eða 892-0016.

Til sölu Case 580 G, árg. ´88. Keðjur 16,9x34, ónotaðar og 12x28 notaðar. Eitt framdekk 540/65x24, slitið 50%. Einnig tveir tamdir hestar og einn 5 v. ótam-inn. Á sama stað óskast IH-584, árg. ´81 eða yngri og Deutz-Fahr 500 KM. Heyþyrla, árg. ´85 eða yngri. Uppl. í síma 846-3552 eftir kl. 20.

Til sölu Fender Squire rafmagns-gítar ásamt magnara og poka. Lítið notað dót í fínu lagi, keypt nýtt á e-bay fyrir 2 árum. Verð 30.000. Upplýsingar í síma 695-7020.

Til sölu Polaris Ranger fjórhjól 4x4 árg. ´06. Spil og sturtupallar. Ekið 786 st. Ásett verð kr. 1.280.000. Uppl. í síma 892-9658.

Kjötvinnslur - kjötverkendur athug-ið. Til sölu þurrkað reyktað, kurlað og jafnþurrt. Afgreitt í 25 kg og stórsekkjum. Yfir 20 ára reynsla af verkun. Staðsett á Suðurlandi. Uppl. í síma 898-4992.

Spyrðubönd fást á sanngjörnu verði eða hugsanlega með vöru-skiptum. Uppl. í síma.699-0717.

Til sölu Polaris, 6x6, árg. ´06. Ekið 3.750 km eða 230 st. Ýmiss aukabúnaður. Verðhugmynd kr. 950.000. Uppl. gefur Atli í síma 866-5928.

Til sölu fjögurra tonna trébátur með góðri vél. Þarfnast lítilsháttar viðgerðar. uppl. í síma 426-8038.

Til sölu fjórhjól Suzuku Ozark 250 4x2, árg. ´07, lítið og lipurt. Einnig frambúnaður á New Holland TL og New Holland- 648 rúlluvél, árg. ´01. Uppl. í síma 895-3366.

Til sölu Hydrema 912 búkolla, árg. ´02. Uppgerð af verksmiðju. Vélar og þjónusta. Sími 580-0200

Óska eftir að kaupa bátavél t.d. Volvo Penta eða sambærilega vél u.þ.b. 100 hö og hældrif. Uppl. í síma 867-7139.

Óska eftir að kaupa gamla Kuhn tveggja stjörnu rakstrarvél og einnig Fella TH-520 heytætlu. Má vera biluð. Á sama stað er til sölu Dodge Ram-2500, árg. ´99. Uppl. í síma 865-6418.

Óska eftir að kaupa hvaltennur úr flestum tegundum tannhvala. Einnig koma rostungstennur til greina og fleira í þeim dúr. Einnig selshreifa. Uppl. í síma 663-1189 eða 566-7317. Geymið auglýs-inguna.

Óska eftir að kaupa Ford Bronco árg. ´68-´77, V8, sjálfskiptan. Boddý má vera lélegt. Uppl. Í síma 899-3917.

Óska eftir að kaupa Farmal Cub. Hann þarf að vera sæmilega útlít-andi og helst gangfær. Uppl. í síma 694-4123.

Óska eftir að kaupa Toyota Touring eða Subaru árg. ´90-´96. Uppl. í síma 865-3962.

Óska eftir að kaupa rafstöð/ljósa-vél, helst LISTER, ca. 4-10 kw. Stakur mótor, án rafals, kemur til greina. Uppl. í síma 868-7951 og á [email protected]

Óska eftir Lödu sem leynst gæti í sveitum landsins, þá helst á Suðurlandi. Ekki mikið atriði en mig vantar Lödu 1500 Lux. Þær eru með krómgrilli ásamt króm-stuðurum að hluta, bæði aftan og framan. Uppl. í síma 899-9300.

Óska eftir að kaupa loðdýraskála til niðurrifs. Uppl. í síma 896-5702 eða 482-2827.

Óska eftir að kaupa greiðlumark í mjólk. Áhugasamir hafi samband í netfangið: [email protected]

Innréttingar og fjórhjól/sexhjól óskast. Vantar notaðar innrétting-ar í hesthús á lágu verði eða til niðurrifs. Komum, rífum niður og tökum með. Vantar einnig fjórhjól eða sexhjól í skiptum fyrir hross. Uppl. í síma 899-1146 Ísólfur eða [email protected]

Óska eftir að kaupa skágrindur, átgrindur fyrir lausagöngu. Uppl. í síma 435-6746.

Óska eftir að kaupa vel með far-inn áburðadreifara á góðu verði. Uppl. í síma 893-2659.

Duglegur og fjölhæfur einstak-lingur óskar eftir starfi í sveit frá áramótum. Helst við kýr og hesta á Vesturlandi, en annað kemur einnig til greina. Nánari upplýs. á netfangi: [email protected].

Starfskraftur óskast á kúabú á Suðurlandi. Uppl. í síma 487-6576 milli kl. 12 og 13 og eftir kl. 20.

Safna og kaupi litlar íslenskar vín-ylplötur. Er að leita að 45 snún-inga vínylplötum frá útgáfum eins og SG og Íslenskum tónum og HSH og annað í þeim dúr. Kaupi líka vínylplötusöfn. Vinsamlega hringið í síma 897-7454 eða skrif-ið póst á netfangið [email protected]

Kæru bændur. Erum þrír félagar sem langar að komast í gæsaveiði og njóta náttúrunnar, erum fyr-irmyndarmenn í alla staði. Getum útvegað fisk ef áhugi er fyrir eða hóflega greiðslu. Myndum vilja hafa þetta árlega viðkomu. Beggi, s. 896-0310.

Útvega varahluti í JCB, New Holland og alla aðra traktora. Útvega einnig allar stærðir af dekkjum. Uppl. veitir Hinrik í síma 697-3390 eða www.ispartar.is

Framleiðnisjóðurlandbúnaðarins styður:

atvinnuuppbyggingunýsköpunþróunrannsóknirendurmenntun

í þágu landbúnaðar.Kynntu þér málið:Veffang: www.fl.isNetpóstfang: [email protected] Sími: 430-4300Aðsetur: Hvanneyri311 BorgarnesTil sölu Óska eftir

Atvinna

Veiði

Þjónusta

Safnarar

��������� ������������������� ��������������������

Bændabíll825-3100

PIP

AR

/

SÍA

/ 7

1117

SmáSími 563 0300 Fax 552 3855

Netfang [email protected]

auglýsingar

BændablaðiðSmáauglýsingar.

563 0300Krókhálsi 1 110 Rvk s. 567 88 88 www.pmt.is

Plast, miðar og tæki ehf.

Nýjar lofttæmivélar fyrir tilbúna poka og með hníf fyrir rúllu.

það sem þú ert að pakka.

Gisting í Reykjavíká besta stað í bænum

Hvor íbúð er búin eldhúsi, tvöföldu rúmi,

sjónvarpi og sameiginlegu baðherbergi.

Íbúðirnar eru í rólegu og fallegu hverfi.

Sundlaug, verslun og önnur þjónusta er í

þægilegu göngufæri.

Sími: 896 0587 eða email: [email protected]

Verð, ein nótt:7.500 kr. (minni íbúð)

9.500 kr. (stærri íbúð)

Afsláttur er gefinn ef gist er þrjár

nætur eða meira.

Næsta

Bændablað kemur út 22. október

Page 27: 10-11 12-13 1412-13 14 Vestfirskum krásum smalað um fjöll og firnindi 17. tölublað 2009 Fimmtudagur 8. október Blað nr. 312 Upplag 20.500 10-11 Hvað er skrifað um hrunið

27 Bændablaðið | fimmtudagur 8. október 2009

Fyrr á árinu kom út bók Önnu Hinriksdóttur menningarmiðl-ara, Ástin á tímum ömmu og afa, sem fjallar um ástir og lífsstarf hjónanna Bjarna Jónassonar og Önnu Sigurjónsdóttur frá Blöndu dalshólum í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu. Bókin er byggð á bréfum og dagbók-um Bjarna, sem var kennari, fræði maður og sveitarhöfðingi í Ból staðarhlíðarhreppi og lýsir á fallegan hátt fyrstu kynnum og tilhugalífi þeirra hjóna. Einnig dró Bjarni í skrifum sínum fram skýra mynd af lífi alþýðufólks til sveita og íslensku samfélagi þess tíma.

Anna Hinriksdóttir er barnabarn Bjarna og Önnu og vann bókina sem lokaverkefni í meistaranámi í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Hún ákvað fljótt að vinna með þann efnivið sem amma hennar og afi höfðu látið eftir sig og urðu bréfin sem afi hennar skrifaði á þriðja áratug tuttugustu aldar fyrir valinu. Afi hennar hafði ánafnað Héraðsskjalasafni Austur-Húnavatnssýslu á Blönduósi ýmis fræðirit, auk fjölda eigin handrita og skjalasafns, þannig að ýmsar heimildir voru aðgengilegar til verksins.

Ástarbréf og dagbækurSegja má að bókin skiptist í fjóra hluta en í fyrsta hluta er komið við á æskuslóðum Bjarna og Önnu í Svínavatnshreppi og Ból staðar-hlíðarhreppi í Austur-Húnavatns-sýslu og brugðið upp mynd af íslensku samfélagi á þessum tíma. Í öðrum og meginhluta bókarinnar getur að líta bréf Bjarna til Önnu á árunum 1920 til 1926 og við lestur bréfanna er glögg mynd dregin upp af ástföngnum vonbiðli og síðar hamingjusömum eiginmanni. Inn í bréfin fléttast líka einstök mynd af lífi þeirra í sveitinni og af nánasta umhverfi.

Í þriðja hluta Ástarinnar á tímum ömmu og afa er staldrað við sam-eiginlega lífsgöngu þeirra hjóna og litið um öxl við leiðarlok. Í fjórða og síðasta hluta bókarinnar er við-auki þar sem birt er í heild sinni dagbók Bjarna frá árunum 1909 til 1914. Einnig eru valdar frásagnir úr dagbókum frá árunum 1917 til 1925 og svör við spurningum um líf Bjarna og lífsgildi sem Sigvaldi Hjálmarsson, vinur hans og fyrr-verandi nemandi, lagði fyrir hann árið 1975.

Mikil landbúnaðarvakning í þjóðfélaginu

Bókin er einstaklega áhugaverð til að skyggnast inn í þann tíðaranda sem var á þessum árum en einnig er ákaflega fallegt að lesa um fyrstu kynni þeirra hjóna og að geta rakið fyrstu búskaparár þeirra saman í gegnum innileg og vel skrifuð bréf Bjarna. Bókin Ástin á tímum ömmu og afa er hugljúf afþrey-ing og lesandinn gleymir stund og stað við lesturinn þegar hann fer áratugi aftur í tímann sem var svo ólíkur þeim nútíma sem við lifum við nú. Hér á eftir munu dregin upp ólík brot úr bókinni sem snúa

að samfélagi þess tíma sem vitn-að er í, skyggnst er í hluta úr einu ástarbréfi Bjarna og að endingu er dagbókarbrot.

Hér er sýnt brot úr bókinni af blaðsíðum 30 og 31, þar sem höf-undurinn, Anna Hinriksdóttir, styðst við bókina Iðnbylting hugar-farsins eftir Ólaf Ásgeirsson.

„Örar breytingar í íslensku þjóðlífi á áratugunum í kringum aldamótin 1900 ollu togstreitu á ýmsum sviðum og andstæðir pólar tókust oft á tíðum harkalega á. Borgaralega sinnaðir menn dásöm-uðu vöxt Reykjavíkur en íhalds-samari þjóðernissinnar töldu sveitir landsins mun þjóðlegri og að þar væri að finna hina einu og sönnu menningu landsins. Bjarni skipaði sér ótvírætt í sveit hinna síðarnefndu og þótti fremur lítið til borgaramenningarinnar koma. […] Fylgismenn íslensku bænda-menningarinnar voru þó ekki óskoraðir íhaldsmenn í öllu. Þó sterkur vilji væri fyrir varðveislu þjóðlegra gilda beittu fjölmarg-ir framfarasinnar sér einnig fyrir framþróun atvinnu- og lífshátta til sveita. Þannig varð mikil land-búnaðarvakning í þjóðfélaginu á þriðja áratug tuttugustu aldar og ýmis skref voru stigin í framfaraátt. Jarðnæðisskortur ýtti undir áhuga á jarðabótum, aukinni ræktun og nýtingu afurða auk þess sem fólks-fækkun til sveita, með tilheyrandi vinnuaflsskorti, kallaði á aukna tæknivæðingu. Auk þeirrar áherslu sem lögð var á meiri skilvirkni landbúnaðarins, ræktun og afurða-sölu, var barist fyrir bættum sam-göngum og fjarskiptum til að rjúfa einangrun sveitanna. Bændastétttin var í mikilli pólitískri sókn á þess-

um tíma og endurspegla dagbækur og bréf Bjarna vel þau málefni sem voru mest áberandi í umræðunni.“

„Ekkert afl er sterkara en kærleikurinn“

Brot úr bréfi frá Bjarna til Önnu sem hann skrifar á Guðlaugsstöðum, 4. febrúar árið 1920:

„Jeg elska þig! Ást mín hefir ekki komið alt í einu. Hún er tilfinn-ing, sem vaxið hefir smám saman við kynning okkar, þó ég hafi ekki fyr en nýlega gert mjer ljósa grein fyrir henni. Nú á jeg enga ósk hjartfólgnari en að þú vildir verða förunautur minn á lífsleiðinni. Jeg trúi því, að þú getir gert mig sælan, að unaður sá, sem jeg hefi haft af samvistum við þig, geti við sam-búðina orðið að verulegri lífsham-ingju. Engin hamingja er meiri en gott heimili. Ekkert afl er sterkara en kærleikurinn. Ást góðrar konu verður ekki metin til verðs.“ (bls. 55)

Sunnudaginn 12. júní árið 1910 ritar Bjarni eftirfarandi í dagbók sína:

„Í þrjár vikur hefi eg verið i jarðabótarvinnu hjá „búnaðar fé-lag inu“. Vinnufél. minn er Hjálm ar Jónsson frá Sauðanesi. Bún aðar-fél. heldur nú 7 menn í vor. Unnið höfum við Hjálmar: í Litla dal, Stóradal, Sólheimum og á Syðri-löngumýri.

Áhugi á framkv. í búnaði er altaf að færast í vöxt. Nú eru bændur sem óðast að girða túnin, enda er það vel farið, því ræktun á óvörnu landi er óvissri og áhættumeiri. Nú í vor girða þessir:Jóhann P. Þorsteinsson á Rúts stöð-

um

Sra Stefán M. Jónsson á AuðkúluJóhannes Helgason á SvínavatniIngv. Þorsteinsson í SólheimumOg ef til vill Pálmi á Löngumýri

Áhugi á garðyrkju er einnig að vaxa hér. Tveir eða þrír bænd-ur hafa komið sér upp garði í vor. Góð viðbót. Komið hefir og til orða að koma upp sameignargarði við

Auðkúlurétt, en óvíst tel eg að því verði komið í framkvæmd í bráð.

Tveir búnaðarfyrirlestrar voru haldnir á Auðkúlu eftir messu á sunnudaginn var (5. þ.m.). Fyrir-lesararnir voru búfræðingarnir: Jón Pálmason á Löngumýri og Pétur Jakobsson skólabr. minn.“

ehg

Þjónustuauglýsingar �� Þjónustuauglýsingar �� Þjónustuauglýsingar �� Þjónustuauglýsingar �� Þjónustuauglýsingar

����������� ���������� ����������������

��������������� �������������������������������������������������� !� ��

Girðingarvinna haust 2009

������������� ����������������������������������������������������������������� ��

�������������

�������!����"�#�$$%�&������������"'(�%())*����������+/����������

Gormur.isselur vara og

����������� ����gerðir fjórhjóla.

Reimar, kúplings-kitt, öxla, hosur,

������������ ����

[email protected] eða í síma 772 0999

Iðnaðarhurðirfyrir íslenskaraðstæður

Ástin á tímum ömmu og afaBókin Ástin á tímum ömmu og afa fjallar um ástarbréf Bjarna Jónassonar til konu sinnar Önnu Margrétar Sig ur-jónsdóttur, rituð á árunum 1920 til 1926. Einnig eru þar frá sagnir úr dag bók um Bjarna frá ár unum 1917 til 1925.

Hjónin í Blöndudalshólum, Anna Margrét Sigurjónsdóttir og Bjarni Jón as son árið 1977.

Page 28: 10-11 12-13 1412-13 14 Vestfirskum krásum smalað um fjöll og firnindi 17. tölublað 2009 Fimmtudagur 8. október Blað nr. 312 Upplag 20.500 10-11 Hvað er skrifað um hrunið

17. tölublað 2009 ��Fimmtudagur 8. október

Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út

22. október

1

2

3

4

5

67

8

9

10

11

1213

14

15

16

17

18

19

20

21

22

23

24

25

26

27

28

29

30

31

3233

34

35

36

3738

39

40

41

42

4344

45

46

47

48

49

50

5152

53

5455

56

57

58

59

60 61

62

63

64

65

Landstólpi ehf.GunnbjarnarholtiSími: 480 5600Fax: 486 [email protected]

landstolpi.is

Vítt og breitt um landið hefur Landstólpi reist stálgrindarhús af öllum stærðum og gerðum; iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði, hesthús, reiðhallir, fjós og fjárhús. Auk húsa til annarra nota.

Með öflugum tækjakosti og traustum starfsmönnum önnumst við verkið frá hugmynd til uppsetningar og frágangs.

Vönduð stálgrindarhúsVönduð stálgrindarhús

Þann 7. september sl. voru liðin 10 ár frá því að fyrsti mjaltaþjónninn var tek-inn í notkun hér á landi, en það var á bændum Bjólu í Rangárþingi ytra, í þáverandi Djúpárhreppi. Á Bjólu búa þau Sæmundur Ágústsson og Svanborg Jónsdóttir ásamt syni þeirra Ágústi sem tók við búrekstrinum um áramótin 2006 og 2007, en þar er bæði mjólkur- og kjötframleiðsla.

Lely Astonaut A2Um er að ræða mjaltaþjón af gerð-inni Lely Astronaut A2 og var þessum viðburði gerð góð skil í 15. tölublaði Bændablaðsins, þriðjudaginn 14. september 1999. Var rætt við Sæmund af þessu til-efni. „Byrjunin lofar góðu. Kýrnar taka þessu merkilega vel og okkur hefur tekist að mjólka þann hluta sem ekki er í geldstöðu,“ sagði Sæmundur. Um tildrög þess að hann réðist í kaupin á mjalta-

þjóninum sagði Sæmundur: „Ég fór í vor til Hollands með Vélum og þjónustu og við heimsótt-um níu bú og skoðuðum svona vélar. Ég var strax spenntur fyrir því að reyna þetta,“ sagði hann og bætti því við að hann teldi að það væri framtíð í svona tækjum, enda gætu þau létt bústörfin. Í frétt Bændablaðsins kom fram að kostnaðurinn við kaup og upp-setningu á mjaltaþjóninum hefði numið 12 milljónum króna.

Staðist allar væntingarBlaðamaður Bændablaðsins kíkti í heimsókn á Bjólu á dögunum og fékk þá að vita að mjaltaþjóninn hefði staðist allar væntingar sem til hans voru gerðar og hann væri enn í fullri notkun. „Það varð strax auðvitað mikill vinnusparnaður og létti á allri vinnu, en eftirlit jókst að sama skapi mjög. Þegar Ágúst hafði tekið við þá var svo fljótlega bætt við öðrum mjaltþjóni,“ segir Sæmundur. Hann sagði að það

hafi verið litið mál að laga hinn hollenska mjaltaþjón að íslensku kúnum og að hann hafi hentað sérstaklega vel í þeirra fjós. „Við vorum með um 70 kýr á þessum tíma og það gekk alveg upp að þær mjólkuðu sig að meðaltali þrisvar á sólarhring. Mjaltaþjónninn gat afkastað því hjá okkur en það virð-ist vera misjafn eftir fjósum hvað þeir anna miklu.“

Samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi kúabænda eru 115 mjaltaþjónar í notkun hér á landi í dag; 82 Lely Astronaut og 33 DeLaval VMS. Hátt í fjórðungur mjólkurframleiðslunnar kemur frá búum með mjaltaþjóna.

-smh

Bóndinn á Bjólu var fyrstur til

Þessa mynd tók þáverandi ritstjóri Bændablaðsins Áskell Þórisson þegar unnið var við uppsetningu á mjalta-þjóninum. Á mynd eru f.v. Oddur Ólafsson og Bergur Ketilsson frá Vélum og þjónustu, þá hollenskur starfsmaður Lely, Sæmundur og synir hans þeir Jón og Ágúst.

Blaðmaður Bændablaðsins heimsótti Bjólu á dögunum. Hér er Ágúst með foreldrum sínum, þeim Svanborgu Jónsdóttur og Sæmundi Ágústssyni.

Tíu ár frá komu fyrsta mjaltaþjónsins til landsins