10. bekkur. umsjónarkennarar: margrét betty jónsdóttir ...náms- og starfsval, sbr. lög um...

23
10. bekkur. Umsjónarkennarar: Margrét Betty Jónsdóttir, Sólveig Kristjánsdóttir og Stefán Helgi Stefánsson. Íslenska 10. bekkur Markmið Markmið að nemandi: Kynnist bókmenntum frá ýmsum tímum. Geri sér grein fyrir uppbyggingu málsins og málnotkun. Lestur: Hafi náð góðum tökum á lestri og geti lesið sér til ánægju og gagns. Geti lesið fjölbreytta texta og geti greint aðalatriði frá aukaatriðum. Geti lesið texta með gagnrýnu hugarfari. Geti gert nokkuð nákvæman útdrátt úr efni sem hann hefur lesið. Talað mál og framsögn: Átti sig á skýrum og óskýrum framburði. Geti gert grein fyrir skoðunum sínum og rökstutt þær. Hlustun og áhorf: Geti notið menningarlegs efnis í hljóð- og myndformi. Geti notfært sér upplýsingaefni, t.d. á Netinu. Ritun og stafsetning: Geti látið frá sér ritað mál af ýmsu tagi, bæði á rituðu máli og tölvutæku formi. Geti skrifað m.a.skýr fyrirmæli, formleg bréf, atvinnuumsóknir, sögur og unnið með heimildir. Geti nýtt sér útskýringar í orðabókum og kennslubókum þegar þeir eru í vafa um rithátt einstakra orða. Bókmenntir: Kynnist Íslendingasögum, nútímaskáldsögum og ljóðum yngri og eldri höfunda. Þekki t.d. hugtökin: rím, stuðlar, mynd, líkingar, tími, umhverfi, sjónarhorn, persónusköpun. Kynnist helstu bókmenntastefnum og höfundum þeirra. Málfræði, hljóðfræði og setningafræði Þekki einkenni orðflokka og nýti sér þá þekkingu í tengslum við málfar og stafsetningu. Þekki hugtökin aðal- og aukasetning, málsgrein, efnisgrein, setning o.fl. Þekki grunnhugtök í setningafræði. Þekki algengar hljóðbreytingar í íslensku, erfðaorð, tökuorð, nýyrði o.fl. Þekki hugtök í tengslum við orðmyndun: stofn, forskeyti, viðskeyti o.fl. Þekki mismunandi málsnið.

Upload: others

Post on 08-Sep-2020

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: 10. bekkur. Umsjónarkennarar: Margrét Betty Jónsdóttir ...náms- og starfsval, sbr. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna (nr. 96/2000) en þar segir að í náms-

10. bekkur. Umsjónarkennarar: Margrét Betty Jónsdóttir, Sólveig Kristjánsdóttir og Stefán Helgi Stefánsson.

Íslenska 10. bekkur

Markmið

Markmið að nemandi:

Kynnist bókmenntum frá ýmsum tímum.

Geri sér grein fyrir uppbyggingu málsins og málnotkun.

Lestur:

Hafi náð góðum tökum á lestri og geti lesið sér til ánægju og gagns.

Geti lesið fjölbreytta texta og geti greint aðalatriði frá aukaatriðum.

Geti lesið texta með gagnrýnu hugarfari.

Geti gert nokkuð nákvæman útdrátt úr efni sem hann hefur lesið.

Talað mál og framsögn:

Átti sig á skýrum og óskýrum framburði.

Geti gert grein fyrir skoðunum sínum og rökstutt þær.

Hlustun og áhorf:

Geti notið menningarlegs efnis í hljóð- og myndformi.

Geti notfært sér upplýsingaefni, t.d. á Netinu.

Ritun og stafsetning:

Geti látið frá sér ritað mál af ýmsu tagi, bæði á rituðu máli og tölvutæku formi.

Geti skrifað m.a.skýr fyrirmæli, formleg bréf, atvinnuumsóknir, sögur og unnið með heimildir.

Geti nýtt sér útskýringar í orðabókum og kennslubókum þegar þeir eru í vafa um rithátt einstakra orða.

Bókmenntir:

Kynnist Íslendingasögum, nútímaskáldsögum og ljóðum yngri og eldri höfunda.

Þekki t.d. hugtökin: rím, stuðlar, mynd, líkingar, tími, umhverfi, sjónarhorn, persónusköpun.

Kynnist helstu bókmenntastefnum og höfundum þeirra.

Málfræði, hljóðfræði og setningafræði

Þekki einkenni orðflokka og nýti sér þá þekkingu í tengslum við málfar og stafsetningu.

Þekki hugtökin aðal- og aukasetning, málsgrein, efnisgrein, setning o.fl.

Þekki grunnhugtök í setningafræði.

Þekki algengar hljóðbreytingar í íslensku, erfðaorð, tökuorð, nýyrði o.fl.

Þekki hugtök í tengslum við orðmyndun: stofn, forskeyti, viðskeyti o.fl.

Þekki mismunandi málsnið.

Page 2: 10. bekkur. Umsjónarkennarar: Margrét Betty Jónsdóttir ...náms- og starfsval, sbr. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna (nr. 96/2000) en þar segir að í náms-

Kennsluefni Íslenska eftir Jón Norland og Gunnlaug Snævarr

Mályrkja III

Stafsetning, ýmis fjölrit

Englar alheimsins, Mýrin og Laxdæla

Ýmis fjölrit

Sögurammar og vefir Englar alheimsins, þemaverkefni

Námsmat Skólaeinkunn:

Próf 30%

Bókmenntir 20%

Málfræði og stafsetning 10%

Ritgerðir 10%

Vinna og ástundun 10%

Ritgerðir og rannsóknarverkefni 20%

Stærðfræði 10. bekkur

Markmið

Markmið að nemandi:

Vinni með hlutföll.

Læri líkindareikning.

Vinni með ferningstölur og ferningsrót.

Læri og noti reglu Pýþagórasar.

Læri að finna yfirborðsflatarmál og rúmmál ýmissa hluta.

Vinni verkefni úr daglegu lífi.

Vinni með ræðar og óræðar tölur.

Vinni með almenn brot og tugabrot.

Vinni með stæður, jöfnur, fyrsta stigs og einfaldar annars stigs.

Læri aðferðir til að leysa jöfnuhneppi.

Leysi þrautir með því að vinna sig til baka.

Vinni með fjármál.

Vinni með tíma.

Kennsluefni Bók 8 – tíu, hefti 5 og 6

Auk þess þrautir og sérstök verkefni

Námsmat Kennslunni er skipt í tvær annir. Skólaeinkunn í janúar og maí. Lokaeinkunn er meðaltal þeirra einkunna.

Skólaeinkunn:

Page 3: 10. bekkur. Umsjónarkennarar: Margrét Betty Jónsdóttir ...náms- og starfsval, sbr. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna (nr. 96/2000) en þar segir að í náms-

Annarpróf 30%

3 Kaflapróf 30%

10 leystar þrautir 10%

10 heimadæmi/heimakönnun 15%

Ástundun – Vinna í tímum og heimavinna 15%

Enska 10. bekkur

Markmið

Markmið að nemandi:

Hlustun:

Geti skilið fyrirhafnalítið þegar talað er um málefni sem hann þekkir.

Geti skilið meginþráð í fréttaefni og hlustað og skrifað hjá sér minnisatriði.

Geti skilið enskumælandi fólk við hversdagslegar aðstæður.

Talað mál:

Hafi náð góðum tökum á framburði.

Geti látið í ljós skoðanir, sammála eða ósammála.

Geti gert munnlega grein fyrir efni sem hann hefur lesið um og geti flutt stutt erindi .

Geti tekið þátt í samskiptum við enskumælandi fólk á eðlilegan hátt.

Ritun:

Geti beitt helstu reglum í málfræði og réttritun.

Geti skrifað samfellda, viðeigandi og skipulega texta, þ.e. ritgerðir, gagnrýni, bréf, myndstíla o.fl.

Geti tjáð sig skriflega um efni sem hann hefur horft á, lesið eða heyrt um.

Lestur:

Lesi ýmiskonar bókmenntaverk, dagblaða- og tímaritaefni.

Nýti sér orðabækur.

Beiti mismunandi lestrarlagi, þ.e.nákvæmnislestur eða innihaldslestur.

Kennsluefni Spotlight 10 lesbók

Spotlight 10 vinnubók

Valdar smásögur

Skáldsögur: The wave, A tíme to kill og Misery

Málfræði 1, 2, 3

Annað efni: Hlustunarefni, orðabækur, myndbönd, blaðagreinar, talæfingar, Scrabble, tónlist o.fl.

Page 4: 10. bekkur. Umsjónarkennarar: Margrét Betty Jónsdóttir ...náms- og starfsval, sbr. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna (nr. 96/2000) en þar segir að í náms-

Námsmat Haustönn: Bókmenntir 20% Spotlight 10 20% Hlustunarpróf 10% Ástundun 10% Málfræði 20% Hópverkefni 10% Ritun 10%

Vorönn: Spotlight 10 20% Bókmenntir 15% Munnlegt próf 10% Ritun 20% Ástundun 10% Málfræði 20% Hlustun 5%

Danska 10. bekkur

Markmið

Markmið að nemandi:

Hlustun.

Skilji venjuleg fyrirmæli og leiðbeiningar í daglegu lífi.

Skilji aðalatriði í töluðu máli og frásögnum sem tengjast orðaforða og efnisflokka sem unnið er með.

Skilji í megindráttum aðalatriði í kvikmyndum, fréttum o.fl.

Skilji samtöl tveggja, tikynningar og frásagnir þar sem notaður er orðaforði og unnið er með.

Lestur.

Geti skilið megininntak texta með því að lesa hann hratt yfir.

Geti beitt nákvæmni í lestri í stuttum textum þar sem nauðsynlegt er að skilja hvert orð.

Beiti leitarlestri þar sem leitað er eftir ákveðnum upplýsingum.

Skilji megininntak lengri texta án þess að skilja hvert einasta orð.

Talað mál.

Læri réttan framburð.

Geti rætt um ákveðin efni, þ.e.geti notað ákveðinn orðaforða sem unnið hefur verið með.

Geti tjáð sig um þarfir, tilfinningar og óskir.

Geti beðið um upplýsingar og leiðbeiningar, t.d. á flugvöllum, lestarstöðvum, verslunum og vetingastöðum

Geti tjáð hug sinn og skoðanir og fært rök fyrir máli sínu.

Geti endursagt smásögur, blaðagreinar o.fl.og sagt frá ýmsu sem hann hefur áhuga á.

Geti sagt frá landi sínu og þjóð á einföldu máli.

Geti sagt frá myndum og spunnið hlutverkaleiki út frá þeim.

Geti lýst útliti persónuleika og lifnaðarháttum fólks í daglegu lífi.

Page 5: 10. bekkur. Umsjónarkennarar: Margrét Betty Jónsdóttir ...náms- og starfsval, sbr. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna (nr. 96/2000) en þar segir að í náms-

Ritun.

Geti skrifað stutta texta (60-100) orð út frá lykilorðum og myndum.

Geti skrifað einfaldar endursagnir.

Geti skrifað einfalda texta í nútíð og þátíð þar sem notaðar eru samtengingarnar fordi, som og at.

Geti skrifað lengri texta um bók eða frétt.

Geti skrifað persónuleg bréf, skilaboð o.fl.

Geti skrifa texta um efni sem tengjast daglegu lífi (150-200) orð.

Geti beitt grunnreglum málfræðinnar við ritun texta.

Kennsluefni Ekko (textar og verkefnabók)

Smásögur úr Fisketuren, Kort og godt (smásögur), Løgn,løgn løgn, Min mund er lukket o. fl.

Blaðagreinar úr Börneavisen og Vi unge

Málfræðiæfingar af Netinu og bók Guðrúnar Halldórsdóttur

Ýmislegt af netinu t.d. greinar úr Politiken

2 - 3 kvikmyndir á önn.

Gömul samræmd próf.

Námsmat Kaflapróf 20%

Málfræði/óreglulegar sagnir 20%

Ritun 10%

Munnlegt próf 10%

Hlustun 10%

Ástundun 20%

Ólesið próf 10%

Náttúrufræði 10. bekkur

Markmið

Markmið að nemandi geti:

Gert grein fyrir hvernig niðurstöður rannsókna hafa haft áhrif á tækni og atvinnulíf í nánasta umhverfi og samfélagi og hvernig þær hafa ekki haft áhrif.

Tekið þátt í skipulagi og unnið eftir verk- og tímaáætlun hóps við að hanna umhverfi, hlut eða kerfi.

Dregið upp mynd af því hvernig menntun, þjálfun, starfsval og áætlanir um eigið líf tengjast breytingum á umhverfi og tækni.

Beitt algengustu hugtökum og heitum í náttúrugreinum unglingastigsins,

Unnið með samþætt viðfangsefni með vinnubrögðum náttúrugreina og tekið gagnrýna afstöðu til siðferðilegra þátta tengdum náttúru, umhverfi, samfélagi og tækni.

Framkvæmt og útskýrt sérhannaðar eða eigin athuganir úti og inni.

Page 6: 10. bekkur. Umsjónarkennarar: Margrét Betty Jónsdóttir ...náms- og starfsval, sbr. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna (nr. 96/2000) en þar segir að í náms-

Lesið texta um náttúrufræði sér til gagns, umorðað hann og túlkað myndefni honum tengt.

Aflað sér upplýsinga um náttúruvísindi úr heimildum á íslensku og erlendum málum.

Beitt vísindalegum vinnubrögðum, s.s. tilraunum og athugunum á gagnrýninn hátt, við öflun upplýsinga innan náttúruvísinda.

Kannað áreiðanleika heimilda með því að nota hand- og fræðibækur, Netið og aðrar upplýsingaveitur.

Gefið skýringar á og rökrætt valið efni úr athugunum og heimildum.

Dregið ályktanir af gögnum og gefið ólíkar skýringar með því að nota ólík sjónarhorn.

Metið gildi þess að upplýsingum um vísinda- og tækniþróun sé miðlað á skýran hátt.

Beitt algengustu hugtökum og heitum í náttúrugreinum unglingastigsins.

Skýrt með dæmum hvernig náttúruvísindi, tækni, menning, heimsmynd mannsins og náttúran hafa áhrif hvert á annað.

Tekið eftir og rætt atriði í umhverfinu sínu, gert grein fyrir áhrifum þeirra á lífsgæði og náttúru, sýnt umhverfinu umhyggju og rökrætt eigin skoðun á því.

Skoðað og skráð atburði eða fyrirbæri sem snerta samspil manns og umhverfis, í framhaldi tekið virkan þátt í gagnrýnni umfjöllun um málið og gert tillögur um aðgerðir til bóta.

Tekið þátt í að skoða og skilgreina stöðu umhverfismála á heimsvísu og rætt um markmið til umbóta.

Lesið texta um náttúrufræði sér til gagns, umorðað hann og túlkað myndefni honum tengt.

Skipulagt, framkvæmt og gert grein fyrir athugunum á námsþáttum að eigin vali er varða búsetu mannsins ájörðinni.

Útskýrt og rætt ástæður náttúruverndar.

Útskýrt breytingar á landnotkun og tengsl þeirra við jarðvegseyðingu og orkuframleiðslu.

Rökrætt umhverfismál frá ólíkum sjónarhornum, er tengjast vatni, vatnsnotkun og sjó.

Lýst hringrás efna og flæði orku í náttúrunni, útskýrt ljóstillífun og bruna og gildi þeirra.

Gert grein fyrir eigin athugunum á lífverum, hegðun þeirra og búsvæðum.

Útskýrt flokka lífvera eftir skyldleika, ein- og fjölfrumunga, að erfðir ráðast af genum og hvernig íslenskar lífverur hafa aðlagast umhverfi sínu.

Útskýrt þarfir ólíkra lífvera í ólíkum vistkerfum.

Útskýrt hugmyndir um náttúruval, hæfni, aðlögun og arfbundinn breytileika.

Gert grein fyrir verndun og nýtingu náttúruauðlinda í tengslum við sjálfbæra þróun.

Sagt fyrir um þjónustu sem náttúrulegir ferlar veita.

Skýrt tengsl mannfjöldaþróunar við framleiðslu og dreifingu matvæla og þátt líftækninnar í þeim tengslum.

Kennsluefni Kennt er í lotum. Próf er í lok hverrar lotu. Loturnar eru eftirfarandi: 1. Maður og náttúra, vistfræði Lesefni: Maður og náttúra kaflar 1, 2 og 3 2. Maður og náttúra, Erfðir og þróun

Page 7: 10. bekkur. Umsjónarkennarar: Margrét Betty Jónsdóttir ...náms- og starfsval, sbr. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna (nr. 96/2000) en þar segir að í náms-

Lesefni:

Maður og náttúra kaflar 4 og 5 3. Fyrirlestur Lesefni: Efni að eigin vali vel tengt í náttúrufræði Námsmat: Hlustun á skil annarra 10% Upplestur 10% Fyrirlestur 80% 4. Orka alheimsins, varmi og rafmagn Lesefni: Orka kaflar 2 og 3 5. Orka alheimsins, hljóð og ljós Lesefni: Orka kaflar 4 og 5 6. Vistfræðiskýrsla Lesefni: Gögn sem safnað hefur verið yfir veturinn Námsmat:

Efni og innihald skýrslur 70%

Hópvinna 20%

Skil 10%

Námsmat í lotum 1, 2, 4 og 5 byggist á eftirfarandi

Próf 40%

Tímavinna 15%

Heimavinna 15%

Skýrslur og verkefni 30%

Lífsleikni 10. bekkur

Markmið

Markmið að nemandi:

Sýni ábyrgð, gagnkvæma virðingu og vináttu.

Sýni ábyrgð á eigin siðferði og kynhegðun.

Geti sett sér raunhæf markmið til að stefna að í framtíðinni/ lífinu.

Meti á sjálfstæðan hátt eigin lífsgildi og lífsstíl óháð fyrirmyndum og staðalmyndum samfélagsins.

Nýti ráðgjöf um náms- og starfsleiðir og öðlist skilning á atvinnulífinu í því samhengi.

Þekki hættur samfara misnotkun lyfja sem notuð eru til lækninga, og ólöglegra eiturlyfja.

Geti greint og rökrætt áhrifamátt auglýsinga og gert sér grein fyrir óbeinum áróðri fjölmiðla.

Meðvitaður um áhættur vímuefna.

Page 8: 10. bekkur. Umsjónarkennarar: Margrét Betty Jónsdóttir ...náms- og starfsval, sbr. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna (nr. 96/2000) en þar segir að í náms-

Sé meðvitaður um hættur í umferðinni sem skapast af miklum hraða.

Kennsluefni Ýmis gögn frá kennara

Náðu tökum á náminu! – Námstækni. Lítið kver fyrir nemendur. Höf. Sigrún Ágústsdóttir

Kynlega klippt og skorið – ýmis verkefni í lífsleikni.

Kynungabók – ýmis verkefni um jafnrétti kynjanna. Gefið út af Menntamálaráðuneyti.

Ertu? – Vinnuhefti í lífsleikni. Höf. Aldís Yngvadóttir

Námsmat Vinnubækur

Virkni í tímavinnu

Page 9: 10. bekkur. Umsjónarkennarar: Margrét Betty Jónsdóttir ...náms- og starfsval, sbr. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna (nr. 96/2000) en þar segir að í náms-

NOS-náms og starfsfræðsla 10. bekkur

Markmið að nemendur kynnist þeim náms- og

starfsmöguleikum sem þeim standa til boða.

að efla færni nemenda við að taka ákvarðanir sem byggjast á sjálfsþekkingu og sjálfstæði.

að fræða nemendur um kynbundið náms- og starfsval, sbr. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna (nr. 96/2000) en þar segir að í náms- og starfsfræðslu í skólum skuli leitast við að kynna bæði piltum og stúlkum störf sem hingað til hefur verið litið á sem hefðbundin karla- eða kvennastörf.

Kennslugögn 1. Stefnan sett! – Um náms- og starfsval

Kennsluleiðbeiningar. Helga Helgadóttir, (2011).

2. Stefnan sett! Nemendamappa. Helga Helgadóttir, (2011).

3. Margt er um að velja. Berglind Helga Sigurþórsdóttir og Helga Helgadóttir, með leyfi Guðbjargar Vilhjálmsdóttur (2004).

4. Námstækni. Sigrún Ágústsdóttir 2004 5. Idan.is 6. Menntagatt.is 7. Fyrirlesarar og hugsanlegar heimsóknir

á vinnustaði. 8. Skólaheimsókn.

Meginhugsun Að nemendur:

geri raunhæfar áætlanir um náms- og starfsleiðir er standa til boða við lok grunnskóla og geti nýtt sér ráðgjöf og upplýsingatækni í þeim tilgangi

geti sett sér markmið og framtíðaráætlun til að stefna að og hafi unnið úr upplýsingum um námsleiðir í framhaldsskólum með tilliti til áhuga og framtíðaráforma hvað varðar störf og atvinnutækifæri

geti nýtt sér þekkingu og ráðgjöf náms- og starfsráðgjafa, sem í boði er í skólanum, um náms- og starfsleiðir

öðlist áræði til að móta eigin ímynd, lífsstíl og lífsskoðun á sjálfstæðan og ábyrgan hátt og átti sig á samhengi þessa við að setja sér markmið er lúta að framtíðinni

læri að vega og meta áhrif fyrirmynda og staðalmynda í mótun eigin ímyndar og lífsstíls

Kennsluaðferðir Kennsluaðferðir sem stuðst er við eru fyrst og fremst umræður og verkefnavinna. Umræðurnar þjóna þeim tilgangi að draga fram vitneskju og reynslu nemendanna sjálfra af efninu. Verkefnin miða að því að bæta við og festa þekkingu og hugmyndir sem nemendur hafa fyrir og komið hafa fram í

Námsmat Einkunn er ekki gefin í NOS heldur einkunnarorðin staðið eða fallið. Í upphafi er nemendum gerð grein fyrir að við námsmat eru lagðir til grundvallar þættir eins og þátttaka og virkni nemenda í umræðum, vilji þeirra til að hlusta á aðra og frumkvæði við verkefnavinnu og nákvæmni í skilum.

Page 10: 10. bekkur. Umsjónarkennarar: Margrét Betty Jónsdóttir ...náms- og starfsval, sbr. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna (nr. 96/2000) en þar segir að í náms-

umræðunum. Umræður: Markmiðið er að hvetja nemendur til að hugsa sjálfir um einstök atriði, velta fyrir sér sínum skoðunum, ræða þær og rökstyðja og deila vangaveltum sínum með öðrum. Verkefni: Að umræðum loknum er gert ráð fyrir að nemendur leysi verkefni, ýmist í hópi eða einir.

Þjóðfélagsfræði 10. bekkur

Markmið

Markmið að nemandi:

Hugleiði hver hann er í augum sjálfs sín og annarra.

Skoði hvort fjölskyldan skiptir minna máli á þessum aldri en áður.

Rökræði hvort sjálfsmynd (eða hlutverk) breytist eftir því hvar maður er staddur t.d. í systkinahópi, í bekknum með hinu kyninu, í útlöndum o.fl.

Kanni hvað honum leyfist og leyfist ekki samkvæmt lögum og reglum.

Kynnist og hugleiði stjórnkerfi .

Hugleiði og skilgreini hvaða kosti og galla það hefur í för með sér að búa á Íslandi.

Meti möguleika Íslands í Evrópusamstarfi með hliðsjón af nokkrum þáttum.

Fjalli um valin málefni sem rætt er um í fjölmiðlum.

Greini hvernig stjórnmál og samfélag tengist lífi hans sjálfs.

Kennsluefni Þjóðfélagsfræði eftir Garðar Gíslason

Ítarefni frá kennara og af netinu

Námsþættir: Sjálfsmynd:

Sjálfsskoðun eftir brautum sálfræði og félagsfræði. Sjálfsmyndin varðar upplag, væntingar, uppeldi og aðstæður þ.á.m. heimabyggð og þjóðerni.

Réttindi og skyldur: Nemendur kynna sér reglusamfélagið sem þeir búa í og ræða gildi þess og grundvöll

þ.á.m. um reglur um fjárforræði, útivist, skólagöngu, vinnu og fleira.

Hverjir ráða?: Nemendur læra um stjórnkerfi samfélagsins og athuga hverjir hafa mest að segja um

ákveðin málefni og læra að tengja umfjöllunina við hugtök eins og stjórnarskrá, mannréttindi , sveitastjórnir, hagsmunasamtök, kosningar , Alþingi o.s.frv.

Samastaður í heiminum:

Page 11: 10. bekkur. Umsjónarkennarar: Margrét Betty Jónsdóttir ...náms- og starfsval, sbr. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna (nr. 96/2000) en þar segir að í náms-

Að nemendur velti fyrir sér kostum þess og göllum að búa í landi sínu og stöðu sinni í heiminum. Hér er litið til margra þátta í náttúru og menningu, m.a. hugað að möguleikum þjóðarinnar í samrunaferli Evrópu.

Efst á baugi: Eitthvað brýnt og vekjandi málefni líðandi stundar er krufið til mergjar og í leiðinni þarf

að grannskoða og meta upplýsingamiðla samtímans.

Sögurammar og vefir Verkefni úr kennslubók, hópverkefni og önnur verkefni.

Námsmat Skólaeinkunn. Kennslunni er skipt í tvær annir. Skólaeinkunn í janúar og maí. Lokaeinkunn er

meðaltal þeirra einkunna: Námsmat á hvorri önn Verkefni 1 10% Verkefni 2 15% Kaflapróf minna 10% Kaflapróf stærra 25% Ritgerð / Viðtal 20% Ástundun 20% ( vinna í tíma og heimavinna)

Tölvu- og upplýsingamennt 10. bekkur

Markmið

Markmið að nemandi:

Vinni áfram á sömu nótum og í 9. bekk

Geti unnið stærri verkefni og skilað þeim af sér þannig að frágangur sé í góðu lagi og öll vinna sé vel vönduð.

Noti tölvutíma til að vinna verkefni úr öðrum fögum og öðlast þannig leikni í að fást við fjölbreytilega vinnu á tölvur.

Í lok 10. bekkjar á nemandi að:

Þekkja mismunandi hugbúnað og notagildi hans.

Geta haldið utan um eigið stafræna efni og geymt það á skipulegan hátt og þekki helstu tækni sem notuð er til slíks

Geta notað hnökralaust helstu gerðir forrita s.s. ritvinnsluforrit, töflureikni, umbrotsforrit og glærugerðarforrit í fjölbreytta vinnu tengda námi sínu.

Geta notfært sér netið til efnisöflunar og unnið úr efninu og þekki hvaða takmörk gilda um slíka vinnu.

Gera sér grein fyrir hvað séu góðar netvenjur og hvað beri að varast þegar netið er notað.

Kunna skil á fjjölbreyttum og gagnlegum hugbúnaði sem hægt er að sækja á netið og geti sett hann upp á tölvur.

Page 12: 10. bekkur. Umsjónarkennarar: Margrét Betty Jónsdóttir ...náms- og starfsval, sbr. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna (nr. 96/2000) en þar segir að í náms-

Kunna að nota tölvupóst og geti notfært sér hann til að senda póst og annað efni sem viðhengi.

Kunna að notfæra sér netið til að geyma stafrænt efni sem hann geti sótt hvar sem hann hafi aðgang að tölvu og neti.

Kennsluefni Helstu forrit sem nemandi fær þjálfun í að nota eru:

Microsoft Office Word

Microsoft Office Excel

Microsoft Office Publisher

Microsoft Office PowerPoint

Paint.Net

Vefskoðarar

Dropbox

Netpóstur ss. Hotmail eða Gmail

Kennsluhættir Nemendur vinna verkefni undir leiðsögn kennara en lögð er áhersla á góð og vönduð

vinnubrögð og sjálfstæði í vinnu.

Nemendur sækja sjálfir upplýsingar á hina ýmsu miðla og vinna úr þeim.

Námsmat Umgengni og hegðun

Verkefni metin

Sjálfstæði í vinnubrögðum

Íþróttir 10. bekkur

Markmið

Markmið að nemandi:

Mæti ávallt með íþróttaföt og sé virkur í tímum.

Þjálfist í æfingum og leikjum sem efla líkamsþol, kraft, hraða og viðbragð.

Taki stöðluð próf til að meta eigin líkamshreysti.

Taki þátt í hópavinnu sem innihalda samvinnu.

Styrki sjálfsmynd sína með jákvæðri upplifun af íþróttaiðkun eða líkams- og heilsurækt.

Kunni til verka þegar skipuleggja þarf eigin þjálfun.

Læri að finna púls og vinna út frá réttum þjálfunarpúls.

Viðhaldi kunnáttu sinni um reglur og leikfræði helstu íþróttagreina.

Page 13: 10. bekkur. Umsjónarkennarar: Margrét Betty Jónsdóttir ...náms- og starfsval, sbr. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna (nr. 96/2000) en þar segir að í náms-

Viðfangsefni Útitímar á haustin og vorin þar sem áhersla er lögð á að efla þol, þrek og útihlaup.

Stöðvaþjálfun í lengri tíma.

Styrktar, kraft- og liðleikaæfingar.

Rétt líkamsbeiting við styrktarþjálfun.

Ýmsar íþróttagreinar teknar fyrir, s.s. körfu- og handknattleikur, knattspyrna, badminton, blak, frjálsar íþróttir og fimleikar.

Ýmsir leikir verða teknir fyrir s.s. eltingaleikir, liðaleikir og boltaleikir.

Tekin fyrir umræða um heilbrigðan lífstíl og mikilvægi þess.

Tekin verða stöðluð þol- og þrekpróf tvisvar yfir skólaárið.

Námsmat Kennaraeinkunn 50%, þ.e. ástundun (20%), færni (10%) og virkni (20%) í íþróttatímum.

Prófseinkunn 50%, þ.e.öll próf sem tekin eru yfir veturinn.

Þolpróf 10%

Þrekpróf 10%

Liðleikapróf 10%

Langstökk án atrennu 10%

Upphitunarverkefni 10%

Sund 10. bekkur

Markmið

Markmið að nemandi:

Fái markvissa sundkennslu og verði færir um að bjarga sjálfum sér og öðrum.

Skilji mikilvægi sundiðkunar og geti nýtt sér sundið sem líkams- og heilsurækt.

Ljúki sundstigi sem hæfir hans aldri, þannig að þegar grunnskóla lýkur hafi hann lokið 10 sundstigum.

Viðfangsefni Bæti tækni í helstu sundaðferðum, s.s.

Bringusundi

Skriðsundi

Baksundi

Kynnist ýmsum möguleikum til sundíþrótta

Nái tökum á nákvæmari útfærslu hreyfinga og öndunar í

25m skriðsundi

25m baksundi

Nái valdi á fjölbreyttum og flóknum hreyfingum eins og samsettum hreyfingum arma og fóta með mismunandi útfærslu

10.stig

Bringusund í 20 mín viðstöðulaust og lágmarksvegalengd 600m

50m bringusund, stílsund

Björgun af botni laugar og 25m björgunarsund

Page 14: 10. bekkur. Umsjónarkennarar: Margrét Betty Jónsdóttir ...náms- og starfsval, sbr. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna (nr. 96/2000) en þar segir að í náms-

12m kafsund, stílsund

Tímataka. Nemendur velja tvær sundaðferðir af fjórum:

100m bringusund

50m skriðsund

50m baksund

25m flugsund

Þrjú leysitök:

Grip í fatnað framan frá

Grip um háls aftan frá

Grip um brjóst

Ein lífgunaraðferð.

Námsmat Veitt er umsögn og einkunn við annaskipti og að vori um námsframvindu nemenda.

Við gerð námsmats er höfð til hliðsjónar 10. sundstig sem gildir 60% .

Skólaeinkunn er 40% þ.e.a.s. virkni, áhugi, ástundun og framfarir nemenda.

Valáfangar í 10.bekk

Bandarísk kvikmyndasaga-valáfangi 10. bekkur

Markmið

Markmið að nemandi:

Kynnist kvikmyndasögu Bandaríkjanna.

Þjálfist í hlustun og lestri á ensku (enskur texti).

Þjálfi gagnrýna hugsun.

Kennsluefni Ýmsar bandarískar kvikmyndir frá tímabilinu 1916-2000.

Námsmat Nemendur skili gagnrýni á nokkrum kvikmyndum á hvorri önn 50%

Ástundun og hegðun 50%

Heimanám-valáfangi 10. bekkur

Markmið

Markmið að nemandi:

Undirbúi sig fyrir tíma og geti tekið virkan þátt í kennslustundum.

Vinni verkefni sem sett eru fyrir í heimanámi.

Page 15: 10. bekkur. Umsjónarkennarar: Margrét Betty Jónsdóttir ...náms- og starfsval, sbr. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna (nr. 96/2000) en þar segir að í náms-

Fái stuðning í að halda utan um námið sitt, s.s. hvenær próf eru, ritgerðarskil o.fl.

Fái fræðslu um hina ýmsu námtækni.

Kennsluefni Námsbækur, skriffæri o.fl.

Námsmat Virkni nemanda og hegðun 100%

Iðnskólinn-valáfangi 10. bekkur

Verk- og listgreinaval Iðnskólans 2013-2014 í samstarfi við grunnskólana í Hafnarfirði og Álftanesskóla

Heiti Verk- og listgreinaval Iðnskólans í Hafnarfirði

Lengd 2 einingar (54 kennslustundir og skýrsla/kynning í grunnskóla)

Markmið og viðfangsefni

Markmið: • Að efla tengsl grunnskóla og framhaldsskóla. • Að kynna nemendum uppbyggingu iðnnáms og möguleikum

framhaldsmenntunar að því loknu. • Að auðvelda grunnskólanemendum námsval í framhaldsskóla • Að kynna nemendum helstu tæki og tól sem notuð eru í viðkomandi

iðngrein • Að nemendur kynnist handverki og læri vinnubrögð verknáms. • Öryggisatriði við vinnu á verkstæðum. Viðfangsefnin: Nemendur kynnast ólíkum viðfangsefnum í list- og verknámi sem kynntar eru í lotukerfi þar sem hver nemandi velur þrjú af eftirfarandi sex viðfangsefnum:

1. Listnám (formlistir, sjónlistir) 2. Tréiðn 3. Málmiðn 4. Rafiðnir 5. Hársnyrtiiðn 6. Pípulagnir

Nánari lýsing valgreina fylgir sérstaklega (bakhlið). Hvert val tekur sex vikur, 3 kennslustundir á viku, 3 x 40 mín. Þegar vali er lokið skulu nemendur (einir eða fáeinir saman) gera sjálfstætt skýrslu/kynningu um valið sem er stýrt af hverjum grunnskóla fyrir sig og lagt fram í viðkomandi skóla.

Markhópur 10. bekkingar í grunnskólunum sem vilja kynnast frekar vinnulagi og aðferðum í verk- og listnámi til að undirbúa sig fyrir framhaldsnám. Mikilvægt er að valið nái til allra nemenda árgangsins en ekki ákveðinna nemendahópa.

Page 16: 10. bekkur. Umsjónarkennarar: Margrét Betty Jónsdóttir ...náms- og starfsval, sbr. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna (nr. 96/2000) en þar segir að í náms-

Tími Fimmtudagar kl. 14.30-16.30. Þrír samliggjandi tímar á viku í 18 vikur sem dreifast yfir allt skólaárið, þrjú tímabil af fjórum og ekki endilega samfellt.

Kennslustaður Iðnskólinn í Hafnarfirði.

Kennari/-ar Kennarar í Iðnskólanum á viðkomandi kennslusviðum.

Leiklist Gaflaraleikhúsið-valáfangi 10. bekkur

Leiklistarval Gaflaraleikhússins 2013-2014 í samstarfi við grunnskólana í Hafnarfirði.

Heiti Leiklistarval Gaflaraleikhússins 1

Lengd 1 eining (35 kennslustundir)

Inntak Leiklistarþjálfun í formi æfinga og leiklesturs til að efla sjálfstraust, framkomu, tjáningu, spuna og leikframkomu. Heimsóknir í leikhús, æfingar/sýningar og þátttaka í Áramótaskaupi.

Tími Miðvikudaga frá 27. nóv.-11. des og mánudaga og miðvikudaga frá 6.-29. jan 2014 frá kl. 16-19.

Markhópur 10. bekkingar í grunnskólum Hafnarfjarðar.

Kennari Björk Jakobsdóttir

Mat&Líf-valáfangi 10. bekkur

Markmið

Markmið að nemandi:

Næring og hollusta:

Þjálfist í að setja saman máltíðir.

Læri um kvilla og sjúkdóma sem tengjast mataræði, svo sem lystarstol, lotugræðgi, offitu, sykursýki, ofnæmi og óþol, og um næringarástand í heiminum.

Matreiðsla og vinnubrögð:

Þjálfist í að matreiða fjölbreyttan, girnilegan og góðan mat samkvæmt manneldismarkmiðum.

Page 17: 10. bekkur. Umsjónarkennarar: Margrét Betty Jónsdóttir ...náms- og starfsval, sbr. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna (nr. 96/2000) en þar segir að í náms-

Öðlist færni í að beita fjölbreyttum matreiðsluaðferðum.

Þjálfist í að geta með öðrum skipulagt, útbúið og borið fram mat við ýmis tækifæri.

Matvælafræði:

Geti lagt mat á gæði helsu matvæla sem eru á markaðnum.

Þjálfist í að nýta sér upplýsingar, varúðarreglur og varnaðarmerki.

Hreinlæti:

Þekki helstu dreifingaleiðir örvera og þann skaða sem þær geta valdið.

Þjálfist í að beita kunnáttu við að varast tjón af völdum örvera (matareitranir).

Tileinki sér hreinlæti í verki við heimilisstörf.

Öðlist færni í að þvo upp í höndum og uppþvottavél og halda hreinum tækjum og áhöldum í umhverfi sínu.

Neytendafræði og umhverfisvernd:

Leggi mat á auglýsingar og upplýsingar.

Velji góð áhöld og tæki og noti leiðbeiningar með þeim.

Aðrir þættir:

Kynnist algengustu slysavörnum og því hvernig á að bregðast við slysum.

Kennsluefni Matur og menning

Námsmat Nemandi fær einkunn fyrir hvern tíma og lokamat er meðaltal úr öllum tímunum.

Umsögn

Mótun –valáfangi 10. bekkur

Markmið

Markmið að nemandi:

Þekki og kunni að beita verkfærum sem tilheyra greininni.

Læri myndmál, hugmyndavinnu og formfræði.

Læri skyssugerð og nýti sem verkferli frá hugmynd að kláruðu verki.

Þekki og geti lagt mat á leirverk og höggmyndir hönnuða og listamanna.

Geri sér grein fyrir hinu jákvæða og neikvæða rými, bæði nytjalistar og höggmyndalistar.

Vinni í mótun með leir og önnur efni.

Kennsluefni Listaverkabækur

Netið

Tímarit, dagblöð, sjónvarp og annað sem til fellur

Page 18: 10. bekkur. Umsjónarkennarar: Margrét Betty Jónsdóttir ...náms- og starfsval, sbr. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna (nr. 96/2000) en þar segir að í náms-

Ferðir á söfn/sýningar

Námsmat Virkni/verkefnum lokið 20%

Vinnubrögð og verklag 20%

Hugmyndavinna 20%

Sjálfsmat 10%

Kennaramat 10%

Sjálfstæð vinnubrögð 20%

Myndlist -valáfangi .10. bekkur

Markmið

Markmið að nemandi:

Tileinki sér ýmis áhöld og aðferðir í teikningu.

Þekki til helstu málara - myndlistamanna í gegnum aldirnar.

Læri grunntækni akryllita og vinnu með striga.

Vinni í mótun með leir og önnur efni.

Vinni einfalt verk í gler.

Læri um myndmál og hugmyndavinnu.

Læri að nýta sér kveikjur og ýmsa tækni í hugmyndavinnu.

Læri skyssugerð.

Þjálfist í að skoða, skrá og gagnrýna á uppbyggilegan hátt.

Kennsluefni Listaverkabækur og handbækur

Netið

Tímarit, dagblöð, sjónvarp og annað sem til fellur

Ferðir á söfn/sýningar

Námsmat Virkni/verkefnum lokið

Heimavinna/hugmyndavinna

Vinnubrögð og verklag

Hugmyndavinna

Sjálfsmat

Úrvinnsla og framfarir

Hvort nemandi fari eftir fyrirmælum og tileinki sér sjálfstæði í vinnu

Hvernig framkoma nemanda er við kennara og samnemendur

Regluleg endurgjöf í tímum

Sjálfsmat

Kennaramat

Verkmappa

Í lokin fara nemandi og kennari saman yfir verkefnin

Page 19: 10. bekkur. Umsjónarkennarar: Margrét Betty Jónsdóttir ...náms- og starfsval, sbr. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna (nr. 96/2000) en þar segir að í náms-

Spænska-valáfangi 10. bekkur

Markmið

Markmið að nemandi:

Kunni skil á kyni fallorða, lýsingarorðum, persónufornöfnum, töluorðum, þekki eignarfornöfn og forsetningarliði, nútíð og þátíð reglulegra sagna, læri notkun óreglulegu sagnanna ser, estar, tener og haber.

Geti spurt og svarað í stuttu máli

Geti sagt hvað klukkan er

Geti bjargað sér á veitingastöðum

Kynnist menningu Spánar og Suður-Ameríku

Kunni framburð á spænsku

Kennsluefni Mundos 1 lesbók

Tilfallandi verkefni sem samin eru af kennara

Gagnvirk forrit á netinu

Kvikmyndir á spænsku

Tónlist á spænsku

Námsmat Símat

Stuttar kannanir

Ekkert eiginlegt lokapróf

Stuttmyndir-valáfangi 10. bekkur

Markmið

Markmið að nemandi:

Læri grunnatriði í hugmyndavinnu og handritsgerð.

Þekki helstu einkenni við túlkun myndmáls.

Læri að undirbúa kvikmyndatökur.

Þjálfist í að vinna út frá handriti við kvikmyndatökur.

Þjálfist í að búa til skothandrit, skipta senum upp í myndskeið og vinna út frá því.

Þekki áherslumuninn á fræðslumynd, fréttamynd, áróðursmynd og heimildarmynd.

Verkefni

Stuttmynd að eigin vali

Stuttmynd um starfið í skólanum

Fréttamynd

Page 20: 10. bekkur. Umsjónarkennarar: Margrét Betty Jónsdóttir ...náms- og starfsval, sbr. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna (nr. 96/2000) en þar segir að í náms-

Námsmat Stuttmynd að eigin vali 30%

Stuttmynd um starfið í skólanum 30%

Fréttamynd 30%

Samstarf og samvinna 10%

Stærðfræði 103-valáfangi 10. bekkur

Unnið í samvinnu við Flensborg

Markmið

Markmið að nemandi:

Þjálfi rökræna hugsun og skilmerka framsetningu.

Auki kunnáttu í grundvallaratriðum stærðfræðinnar til að vera fær um að takast á við stærðfræðinám á náttúrufræðibraut framhaldsskóla.

Val tíska og hönnun l-valáfangi 10. bekkur

Markmið

Markmið að nemandi:

Kynnist ferli hönnunar og þáttar textíls í nýsköpun.

Geti sett hlutina í sögulegt og félagslegt samhengi.

Vinni teikningar og útfæri síðan í raunverulegar flíkur.

Geti unnið sjálfstætt og nýtt hugmyndaflugið og sköpunarkraftinn.

Tileinki sér vönduð vinnubrögð og frágang, virðingu fyrir efnum og áhöldum.

Tileinki sér góða umgengni.

Kennsluefni Ýmsar bækur um tísku, sögu tískunnar, tískublöð og tímarit

Sögurammar og þemaverkefni Tíska 20. og 21. aldarinnar.

Skoðuð snið, fjallað um efni, svo og ýmsa fylgihluti.

Gruflað í sögunni, helstu áhrifavalda á tísku, m.a.í félagslegu og menningarlegu samhengi.

Námsmat Metin er:

Virkni 20%

Page 21: 10. bekkur. Umsjónarkennarar: Margrét Betty Jónsdóttir ...náms- og starfsval, sbr. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna (nr. 96/2000) en þar segir að í náms-

Frumkvæði 15%

Hugmyndavinna 20%

Vinnumappa 20%

Framfarir 20%

Sjálfsmat 5%

Einnig að nemandi geti tileinkað sér fyrirmæli

Endurgjöf í tímum

Í lokin fara nemandi og kennari yfir verkefnin

Fjármálastjórnun valáfangi 10. bekkur

Markmið

Markmið að nemandi:

Þekki til grunnhugmynda um flæði fjármagns í hagkerfinu.

Þekki til auðlinda íslensku þjóðarinnar.

Þekki áhrif neytandans á vöru og þjónustu, inn og útflutning.

Kunni að lesa úr launaseðli og þekki til launatengdra gjalda.

Þekki til útgjalda við heimilisrekstur.

Kynnist bókhaldsforritum.

Þekki til innskatts og útskatts.

Þekki hvernig vextir eru reiknaðir á ýmis lán.

Þekki útgjöld við sína eigin tilveru.

Hafi þekkingu á því hvernig hægt er að spara.

Kennsluefni

Hvað kosta ég?

Valin verkefni

Vefir um fjármálastjórnun og bókhald

Námsmat

Tvö stutt verkefni 60%

Samstarf og samvinna 15%

Þátttaka og frammistaða í kennslustundum 15%

Eigið mat 10%

Franska-valáfangi 10. bekkur

Markmið

Markmið að nemandi:

Læri undirstöðuatriði í frönsku sem nýtist sem grunnur fyrir frekara frönskunám. Kunni skil á kyni fallorða, lýsingarorðum, persónufornöfnum, töluorðum, þekki eignarfornöfn

Page 22: 10. bekkur. Umsjónarkennarar: Margrét Betty Jónsdóttir ...náms- og starfsval, sbr. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna (nr. 96/2000) en þar segir að í náms-

og forsetningarliði, nútíð og þátíð reglulegra sagna, læri notkun óreglulegu sagnanna être, avoir, faire og neitun ne... pas.

Geti spurt og svarað í stuttu máli.

Geti sagt hvað klukkan er.

Geti bjargað sér á veitingastöðum.

Nemendur kynnist frönskumælandi heimi og fái innsýn í franskt menningarlíf.

Kunni framburð á frönsku.

Kennsluefni

Carte Blanche lesbók

Carte Blance æfingabæði

Tilfallandi verkefni sem samin eru af kennara

Gagnvirk forrit á netinu

Kvikmyndir á frönsku

Tónlist á frönsku

Námsmat Metið er:

Símat

6 x glósupróf (10% hvert, 3 að hausti, 3 að vori) 60%

2 x verkefni – bíómynd (10 % hvert, eitt á hvorri önn) 20%

Munnleg könnun / samtal að vori 10%

Ástundun 10 %

Þýska-valáfangi 10. bekkur

Markmið

Markmið að nemandi:

Læri undirstöðuatriði í þýsku sem nýtist sem grunnur fyrir frekara þýskunám. Kunni skil á kyni fallorða, lýsingarorðum, persónufornöfnum, töluorðum, þekki eignarfornöfn og forsetningarliði, nútíð og þátíð reglulegra sagna, læri notkun nokkurra óreglulegra sagna.

Geti spurt og svarað í stuttu máli.

Geti sagt hvað klukkan er.

Geti bjargað sér á veitingastöðum.

Nemendur kynnist þýskumælandi heimi og fái innsýn í þýskt menningarlíf.

Kunni framburð á þýsku.

Kennsluefni

Þýska fyrir þig lesbók

Schritte international lesbók

Schritte international æfingabók

Tilfallandi verkefni sem samin eru af kennara

Gagnvirkar æfingar

Kvikmyndir og þættir á þýsku

Tónlist á þýsku

Page 23: 10. bekkur. Umsjónarkennarar: Margrét Betty Jónsdóttir ...náms- og starfsval, sbr. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna (nr. 96/2000) en þar segir að í náms-

Námsmat Metið er:

Símat

4 x glósupróf (10% hvert, 2 að hausti, 2 að vori) 40%

Myndband / leikrit, unnið í og utan skóla 20%

Gagnvirkar æfingar og önnur verkefni 20%

Ástundun 20 %