18. tbl. /14 - vegagerðinfile/...framkvæmdafréttir vegagerðarinnar 18. tbl. 22. árg. nr. 636...

5
Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar 18. tbl. 22. árg. nr. 636 15. september 2014 Ritstjórn og umsjón útgáfu: Viktor Arnar Ingólfsson Ábyrgðarmaður: Gunnar Gunnarsson Prentun: Oddi Ósk um áskrift sendist til: Vegagerðin Framkvæmdafréttir Borgartúni 7 105 Reykjavík eða með tölvupósti til: [email protected] Vegagerðin gefur út Framkvæmdafréttir til að kynna útboðs- framkvæmdir fyrir verktökum. Fyrirhuguð útboð eru kynnt, útboðsauglýsingar eru birtar og greint er frá niðurstöðum og samningum. Auk þess er í blaðinu annað það fréttaefni sem verður til hjá stofnuninni og talið er að eigi erindi til verktaka. Útgáfa er óregluleg og nokkrar vikur geta liðið milli tölublaða. Áskrifendur eru m.a. verktakar, verkfræðistofur, fjölmiðlar og áhugafólk. Áskrift er endurgjaldslaus. 18. tbl. /14 Þverun Kjálkafjarðar og Mjóafjarðar í Barðastrandarsýslu. Grjótnáma á Litlanesi 25.08.2014. Frá Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar Hér á eftir er gerð örstutt grein fyrir efni þriggja rannsóknar- skýrslna. Finna má skýrslurnar í heild á www.vegagerdin.is undir „Upplýsingar og útgáfa / Rannsóknaskýrslur“. Fjaðurstuðull steinsteypu – áfangaskýrsla Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Mannvit, júní 2014 Megin tilgangur verkefnisins er að kortleggja fjaðurstuðul steinsteypu úr íslenskum fylliefnum sem eru á markaðnum á Íslandi í dag og skoða ýmsa þætti sem hafa áhrif á fjaður- stuðulinn. Í þessum áfanga voru gerðar mælingar á steypu- sýnum í hærri styrkleikaflokkum en í fyrsta áfanga. Helstu niðurstöður úr tveimur fyrstu áföngum verkefnisins eru að fjaðurstuðull íslenskrar steypu er frá því að vera 60% og upp í um 115% af viðmiðunargildum fyrir fjaðurstuðul í Eurocode 2. Fjaðurstuðull steinsteypu á höfuðborgarsvæð- inu er all breytilegur, frá því að vera um 60% og upp í um 90% af viðmiðunargildum í Eurocode 2. Jafnframt kemur fram að þegar niðurstöður mælinga þessa verkefnis eru bornar saman við mælingar sem gerðar voru fyrir 15 árum, eru efri gildi fjaðurstuðulsins lægri í dag en þá. Talið er að rekja megi það til breytinga á fylliefnanotkun og markaði. Þó niðurstöður fjaðurstuðuls steypu með íslensku basalti séu yfirleitt töluvert lægri en viðmiðunar- gildin í Eurocode 2, falla þau þó nokkurn vegin innan neðri og efri viðmiðunarmarka sem gefin eru í íslenskum þjóðarviðauka við staðalinn, þ.e.a.s. ef viðmiðunargildi staðalsins fyrir kvarsítfylliefnasteypu eru notuð. Mikil- vægt er að þekkja þessa eiginleika steypunnar og vita hverjir þeir eru á því svæði sem reisa á viðkomandi steypuvirki. Könnun á legu útfalla og farvega fallvatna Síðujökuls Finnur Pálsson, Eyjólfur Magnússon, Helgi Björnsson og Ágúst Þór Gunn laugsson, Háskóla Íslands, júní 2014 Vel er þekkt að vatnsföll sem spretta undan jökli geta flust til þegar hann hörfar, bæði getur landslag sem

Upload: others

Post on 16-Feb-2021

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar 18. tbl. 22. árg. nr. 636 15. september 2014Ritstjórnog umsjón útgáfu: Viktor Arnar IngólfssonÁbyrgðarmaður: Gunnar GunnarssonPrentun: Oddi

    Ósk um áskrift sendist til: Vegagerðin Framkvæmdafréttir Borgartúni 7 105 Reykjavíkeða með tölvupósti til: [email protected]

    Vegagerðin gefur út Framkvæmdafréttir til að kynna útboðs-framkvæmdir fyrir verktökum. Fyrirhuguð útboð eru kynnt, útboðsauglýsingar eru birtar og greint er frá niðurstöðum og samningum. Auk þess er í blaðinu annað það fréttaefni sem verður til hjá stofnuninni og talið er að eigi erindi til verktaka . Útgáfa er óregluleg og nokkrar vikur geta liðið milli tölublaða.Áskrifendur eru m.a. verktakar, verkfræðistofur, fjölmiðlar og áhugafólk. Áskrift er endurgjaldslaus.

    18. tbl. /14

    Þverun Kjálkafjarðar og Mjóafjarðar í Barðastrandarsýslu. Grjótnáma á Litlanesi 25.08.2014.

    Frá Rannsóknasjóði VegagerðarinnarHér á eftir er gerð örstutt grein fyrir efni þriggja rannsóknar- skýrslna. Finna má skýrslurnar í heild á www.vegagerdin.is undir „Upplýsingar og útgáfa / Rannsóknaskýrslur“.Fjaðurstuðull steinsteypu – áfangaskýrsla Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Mannvit, júní 2014

    Megin tilgangur verkefnisins er að kortleggja fjaðurstuðul steinsteypu úr íslenskum fylliefnum sem eru á markaðnum á Íslandi í dag og skoða ýmsa þætti sem hafa áhrif á fjað ur-stuðulinn. Í þessum áfanga voru gerðar mælingar á steypu-sýnum í hærri styrkleikaflokkum en í fyrsta áfanga. Helstu niðurstöður úr tveimur fyrstu áföngum verk efnis ins eru að fjaðurstuðull íslenskrar steypu er frá því að vera 60% og upp í um 115% af viðmiðunargildum fyrir fjaðurstuðul í Eurocode 2. Fjaðurstuðull steinsteypu á höf uðborgarsvæð-inu er all breytilegur, frá því að vera um 60% og upp í um 90% af viðmiðunargildum í Eurocode 2. Jafnframt kemur fram að þegar niðurstöður mælinga þessa verkefnis eru

    bornar saman við mælingar sem gerðar voru fyrir 15 ár um, eru efri gildi fjaðurstuðulsins lægri í dag en þá. Talið er að rekja megi það til breytinga á fylliefnanotkun og markaði. Þó niðurstöður fjaðurstuðuls steypu með íslensku basalti séu yfirleitt töluvert lægri en viðmiðunar-gildin í Eurocode 2, falla þau þó nokkurn vegin innan neðri og efri viðmiðunarmarka sem gefin eru í íslenskum þjóðarviðauka við staðalinn, þ.e.a.s. ef viðmiðunargildi staðalsins fyrir kvarsítfylliefnasteypu eru notuð. Mikil-vægt er að þekkja þessa eiginleika steypunnar og vita hverjir þeir eru á því svæði sem reisa á viðkomandi steypu virki.

    Könnun á legu útfalla og farvega fallvatna SíðujökulsFinnur Pálsson, Eyjólfur Magnússon, Helgi Björnsson og Ágúst Þór Gunn

    laugs son, Háskóla Íslands, júní 2014

    Vel er þekkt að vatnsföll sem spretta undan jökli geta flust til þegar hann hörfar, bæði getur landslag sem

  • 2 3

    Vaðlaheiðargöng, staða framkvæmda 8. september 2014. Búið er að sprengja samtals 2.711 m sem er 37,6% af heildarlengd. Heildarlengd ganga í bergi 7.206 m, vegskálar ekki meðtaldir. Sjá: www.vadlaheidi.is

    Norðfjarðargöng, staða framkvæmda 8. september 2014. Búið er að sprengja samtals 3.303 m sem er 43,7% af heildarlengd. Heildarlengd ganga í bergi 7.542 m, vegskálar ekki meðtaldir. Sjá: www.austurfrett.is

    2.150,7 m

    1.252,5 m

    2.695 m

    EskifjörðurNorðfjörður

    Fnjóskadalur

    Eyjafjörður

    16 m

    undan jökli kemur beint vatni annað en einnig getur breyt-ing ísfargs breytt rennslisleiðum undir jökli. Það getur valdið verulegum vandræðum ef stór vatnsföll fara í nýjan farveg eða sameinast öðrum. Brýr geta staðið yfir þurrum

    farvegi eða skyndilega verið orðnar of litlar. Hverfisfljót, Brunná og Djúpá eiga uppruna í Síðujökli. Verkefnið gekk út á að uppfæra kort af botni undir jaðri Síðujökuls, með íssjármælingum, en það var svo notað ásamt yfirborðs-

    Farvegir og kvíslar frá Síðujökli. Með bláum línum eru sýndir farvegir sem hnitaðir voru af Landsat 8 gervitunglamynd frá 29. júní 2013. Grænu línurnar sýna farvegi og kvíslar af AMS kortum (eftir flugmyndum frá sumrinu 1946). Lega jaðars 1998 (yst), 2003, 2010 og 2012 (innst) er sýnd með gulri, bleikri, fjólublárri og rauðri línu. Skyggt hæðarlíkan 2012 (LiDAR) er í bakgrunni.

    kortum af jöklinum til að kanna rennslisleiðir vatns við jökulbotninn. Niðurstöður athugananna sýna að skilin milli Hverfisfljóts-Brunnár og Brunnár-Djúpár eru mjög stöðug bæði undir jökli og utan hans nærri jökulsporðinum. Það á einnig við milli Hverfisfljóts og Skaftár þar til jökull-inn fer að hörfa frá goshrygg (Byrða) sem nú liggur undir jökul jaðrinum. Rætt er um að óljóst sé hvað gerist þegar jökull inn hörfar þaðan. Vatn gæti beinst suður til Hverfis-fljóts og jafnframt getur vatn runnið undir jökul jaðrinum til Hverfisfljóts. Bent er á að aðstæður þarna séu ekki ólíkar því sem var við Skeiðarárjökul þegar vatn fór að renna til Gígju í stað Skeiðarár 2009 og fyllsta ástæða sé til að fylgjast með þessu í framtíðinni.

    Saltmælingar og aðgerðastýring vetrarþjónustu, Skúli Þórðarson, Vegagerðinni, júlí 2014

    Verkefnið Saltmælingar og aðgerðastýring vetrarþjónustu hefur gengið út á að bæta vöktunar- og ákvarðanaferli í hálkuvörnum á Reykjanessvæði. Umbæturnar hafa falist í því að innleiða nýjungar í mælitækni og búnaði ásamt því að samræma verklag í vaktstöð. Innleiddar voru nýjar aðferðir við mælingar, úrvinnslu og samtengingu á þeim áhrifaþáttum sem koma við sögu í hálkuvörnum vega. Samhliða þróun við grunngögn vöktunar hafa farið fram prófanir á ýmsum búnaði með það að markmiði að auka hagkvæmni moksturs og hálkuvarna og er stuttlega gerð grein fyrir þessum prófunum í skýrslunni. Meðal búnaðar sem prófaður hefur verið eru saltdreifarar og ýmiskonar mælibúnaður til að mæla saltstyrk á vegi, veghita, magn vætu á vegi og fleira. Aðgengi vaktstöðvar að grunn upp-lýsingum til vöktunar og ákvörðunartöku á Suðvestur-svæði er mjög góð, en jafnframt er búnaður til moksturs og hálku varna á svæðinu með fullkomnasta móti. Með öguðu og samræmdu verklagi í vaktstöð verð ur unnt að bæta áreiðan leika og hagkvæmni vetrar þjón ustu á svæðinu veru lega.

    SOBO 20. Tveir mælar af þessari gerð eru í notkun hjá vaktstöð Vegagerðarinnar í Hafnarfirði. Mælirinn gefur staltmagn í vegi í grömmum á fermetra. Mælarnir eru fljótlegir í notkun og auðvelt að taka þá með í eftirlitsbíl og ná þannig inn upplýsingum um rest-salt í vegi á þeirri leið sem ekin er.

  • 4 5

    Áður birt á vegagerdin.is 26.08.2014

    Búið er að setja upp varnargarða við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði og í Öxarfirði til að varna því að flóð sem færi utan við brýrnar nái að grafa undan akkerum hengibrúnna og stöplum þeirra.

    Staðsetningu varnargarðanna og svæði sem vegir verða rofnir komi til flóðs má sjá á kortunum á síðunni hér til hægri.

    Komi til flóðs sem verður stærra en þeir u.þ.b. 3.000 m3/sek. sem brýrnar ráða við verða vegirnir rofnir vestan megin í tilviki brúarinnar í Öxarfirði en beggja vegna ár í tilfelli brúarinnar á Hringveginum við Grímsstaði. Við þær aðstæður

    Varnargarður í hæð 35,grjótvörn grafist í dýpi 31ML boga 100 m skerst íveglínu í stöð 12520

    Grjótvörn fyrir fram stöpul

    Rjúfa veg í ML 12380í landhæð a.m.k. 5 mbreitt skarð

    Sérstakir varnargarðar komnir upp við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum

    þarf að verja akkeri hengibrúnna að vestanverðu, þar sem vírarnir eru festir í jörð, og stöplana, fyrir því flóðvatni sem kæmi þá að mannvirkinu utanfrá þ.e.a.s. sem ekki er í hinum hefðbundna árfarvegi. Því hafa verið byggðir varnargarðar til að verja mannvirkin úr þeirri átt.

    Tæki munu verða á staðnum eða nærri til að rjúfa vegina komi til goss og flóðs. En varnaraðgerðum er þá lokið við þessar brýr vegna ástandsins undir Bárðarbungu og Dyngjujökli. Engar ráðstafanir eru gerðar við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum við Upptyppinga.

    Jökulsá á Fjöllum í Öxarfirði

    Jökulsá á Fjöllum hjá Grímsstöðum

    Gerð varnargarða hjá Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði 25.08.2014.

  • 6 7

    Þá . . .

    . . . og nú

    Vestfjarðavegur (60) í Djúpafirði árin 1953 (safn JJV) og 2014. Þarna er ennþá malarvegur og verður það líklega þar til lausn hefur fundist á veg teng ingu um austasta hluta Barðarstrandarsýslu. Myndin sýnir vel hvernig svona vegir voru bættir í gegnum tíðina, bæði í plani og hæðarlegu.

    Hólmavík, sjóvörn 2014 14-046Vegagerðin óskar eftir tilboðum í sjóvörn á Hólmavík. Um er að ræða 120 m lengingu sjóvarnargarðs við Rifshaus á Hólmavík.

    Helstu magntölur eru:Útlögn grjóts og kjarna . . . . . . . . . . . . 670 m³

    Verkinu skal lokið eigi síðar en 30. nóvember 2014.Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Borgartúni 7

    í Reykjavík (móttaka) frá og með þriðjudeginum 16. september 2014. Verð útboðsgagna er 5.000 kr.

    Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þriðju-daginn 30. september 2014 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.

    Hér er auglýst útboð á lengingu sjóvarnargarðs við Rifshaus á Hólmavík. Á loftmyndinni hér að ofan má sjá svæðið sem garðurinn mun verja. Á efri myndinni sést endinn á núverandi varnargarði og svæðið sem grjótvörnin mun þekja. Væntanlega verður þarna snyrtilegar um að lítast að framkvæmd lokinni.

    Loftmynd: Loftmyndir ehf.

    Nýr sjóvarnargarður

    Hólmavík, sjóvörn 2014sjá útboðsauglýsingu

    Auglýsingar útboða

    Eldrisjóvarnargarður

    Hólmavík

  • 8

    Yfirlit yfir útboðsverkÞessi listi er stöðugt til endurskoðunar og geta dagsetningar og annað breyst fyrirvaralaust. Það eru auglýsingar útboða sem gefa endanlegar upplýsingar.Fremst í lista er númer útboðs í númerakerfi framkvæmdadeildar. Rautt númer = nýtt á lista

    Fyrirhuguð útboð Auglýst: dagur, mánuður, ár

    14-029 Reykholtsdalsvegur (519) og Hvítársíðuvegur (523), Stóri Ás - Gilsbakki 201414-003 Hringvegur(1) um Jökulsá á Fjöllum, brú og vegur 201414-015 Efnisvinnsla á Norðursvæði 2014 201413-067 Sjóvarnir Vestmannaeyjar 2013 2014

    Auglýst útboð Auglýst: Opnað:

    14-046 Hólmavík, sjóvörn um Rifshaus 2014 15.09.14 30.09.14

    Útboð í forvalsferli Auglýst: Opnað:

    14-042 Bakkavegur Húsavík, Bökugarður - Bakki, forval jarðgöng og vegagerð 02.06.14 15.07.1414-041 Göngubrú á Markarfljót, hönnunarsamkeppni - forval 26.05.14 13.06.14

    Útboð á samningaborði Auglýst: Opnað:

    14-054 Víravegrið á Reykjanesbraut 2014 21.07.14 12.08.1414-053 Vetrarþjónusta 2014-2017, Vestur-Skaftafellssýsla, vestur hluti 07.07.14 22.07.1414-045 Sauðárkrókur, dýpkun 2014 07.07.14 22.07.14

    Samningum lokið Opnað: Samið:

    14-055 Raufarhöfn, endurbætur á smábátahöfn 12.08.14 01.09.14 Ístrukkur ehf., 530404-242014-052 Grenivík, sjóvörn 2014 22.07.14 11.08.14 Norðurtak ehf., kt. 503598-322914-047 Breiðholtsbraut við Norðlingaholt, göngubrú og stígar (útboð auglýst í dagblöðum) 13.06.14 26.08.14 Loftorka Reykjavík ehf., kt. 571285-0459

    Áður birt á vegagerdin.is 05.09.2014

    Nýir tímar og ný tækni kallar líka á nýjar tegundir brúa. Um það var fjallað á brúaráðstefnu Norræna vegasambandsins (NVF) sem haldin var í Reykjavík 3. - 4. september.

    Líkt og oftast þegar ráðstefnur eða málþing eru haldin á Íslandi koma fleiri en ella. Þessa ráðstefnu sóttu tæplega 60 manns frá öllum norrænu ríkjunum. Margháttuð starfsemi fer fram innan Norræna vegasambandsins en meginþátturinn er að skiptast á upplýsingum og þekkingu á hinum ýmsu sviðum vegagerðar og samgangna.

    Fyrirlestrarnir fjölluðu um nýjar brýr og nýja tækni í brúargerð og þá um aðferðir, efnisgerð og líkangerð meðal annars. Opnunarfyrirlesturinn fjallaði um strandveg E39 í Vestur-Noregi sem er á 20 ára áætlun og hvernig á að leysa af ferjurnar með nýjum brúm og göngum. Þar er stefnt á ferjufrían veg. Til þess þarf aðra tækni en notuð er í dag því að sumir firðirnir á leiðinni eru mjög djúpir og breiðir.

    Á ráðstefnunni mátti einnig líta sýningarbrú frá Gný úr plastefnum sem gefur stálinu lítið eftir og er mun léttara efni til brúargerðar.

    Ráðstefnugestir kynntu sér síðan brýr á Íslandi seinni dag ráðstefnunnar og skoðaðar voru brýr á Suðurlandi. Veðrið sýndi hinum norrænu gestum sína bestu hlið, en stansað var við Ölfusá, Þjórsá, Markarfljót, Skóga og að lokum við Múlakvísl. Mannvirki voru skoðuð og ekki síður náttúran sem kallar á brúargerðina. Einar Hafliðason verkfræðingur, sem nýlega hefur látið af störfum sem forstöðumaður brúadeildar Vegagerðarinnar var leiðsögumaður og fræddi gesti um eldgos, jarðskjálfta, vötn og brýr enda af nógu að taka af nýliðnum átökum vegagerðarmanna við náttúröflin á þessari leið.

    Opna NVF golfmótið var haldið í annað sinn í tengslum við ráðstefnuna 2. september á Hvaleyrarvelli undir umsjón Arons Bjarnasonar. Þátttakendur voru reyndar ekki nema fjórir og voru allir mjög ánægðir með völlinn og veðrið. Sigurvegari ársins er Anders Samuelsson.

    Nýjar brýr með nýrri tækniNVF brúaráðstefna haldin í Reykjavík

    Norrænir gestir á brúaráðstefnu NVF skoða nýja brú á Múlakvísl. Í síðasta tölublaði var ranglega ritað að brúin væri með sex höf. Rétt er að höfin eru fimm talsins.