4 faxi faxi 5mitt.is/faxi/faxi mars 2007.pdf · grímur pétursson. Í hópnum var guðríður,...

13

Upload: others

Post on 10-Jul-2020

6 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: 4 FAXI FAXI 5mitt.is/faxi/Faxi mars 2007.pdf · grímur Pétursson. Í hópnum var Guðríður, gift kona úr Vestmannaeyjum, 16 árum eldri en kennarinn ungi. Talið er að hún
Page 2: 4 FAXI FAXI 5mitt.is/faxi/Faxi mars 2007.pdf · grímur Pétursson. Í hópnum var Guðríður, gift kona úr Vestmannaeyjum, 16 árum eldri en kennarinn ungi. Talið er að hún

FAXI 32 FAXI

Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík.Skrifstofa: Grófin 8, 230 Reykjanesbær, pósthólf 182. Ritstjóri: Eðvarð T. Jónsson, netfang: [email protected]ími 825 1023.Blaðstjórn: Karl Steinar Guðnason formaður.Kristján A. Jónsson, Helgi Hólm, Magnús Haraldsson og Eðvarð T. Jónsson.

Öll prentvinnsla: Stapaprent ehf. Grófin 13c - 230 Keflavík. Sími 421 4388 - Netfang: [email protected] v/auglýsinga: [email protected]ími vegna auglýsinga 699 2126Forsíðumynd: Olgeir Andrésson. Olgeir sýnir í Egginu við Smáratorg út allan aprílmánuð.

1. tölublað - 67. árgangur - 2007

Allir myndatextar í þessu og öðrum heftum Faxa eru blaðsins.

Jón Böðvarsson Sitthvað um Hallgrím Pétursson og Guðríði Símonardóttur á Suðurnesjum

I.Margt veldur að telja má 17. öldina öm-

urlega í þjóðarsögunni. Fjölmörg ár voru vetrarhörkur slíkar að göngufært var á ísi milli Reykjavíkur og Akraness. Leifar af því sjálfstæði sem landsmenn töldu sig hafa eftir gerð hins svo nefnda Gamla sáttmála þvarr svo að nær allur hinn takmarkaði sjálfsákvarðanaréttur í inn-anlandsmálum komst í hendur Dana.

Segja má að 1602 hafi verið upphafsár

þessa ófarnaðar. Þá var verslunareinokun lögfest. Tveimur árum síðar var hinn ofurharði vetur sem Lurkur kallaðist en skömmu síðar komu Svellavetur, Pínings-vetur og Eymdarár. Árið 1606 dóu báðir íslensku lögmennirnir, Jón Jónsson og Þórður Guðmundsson sem tókst að verja hagstæðu ákvæðin í Gamla sáttmála. Bar-áttuþrek landsmanna þvarr smám saman. Helstu leiðtogar þjóðarinnar á þessum tíma svo sem Árni Oddsson lögmaður á

Leirá í Borgarfi rði og Brynjólfur Sveins-son Skálholtsbiskup reyndu að feta í fótspor lögmannanna fyrrnefndu, en voru ofurliði bornir á Kópavogsfundi 1662 þegar Íslendingar neyddust til að sverja Danakonungi einveldiseið. Sex áratuga varnarbaráttu lauk þá með algerum ósigri.

Á þessu tímaskeiði háðu einnig lífs-stríð sitt hjónin Guðríður Símonardóttir (1598-1684) og Hallgrímur Pétursson

Sparisjóðurinn í Kefl avík á aldarafmæli á þessu ári. Á aðalfundi hans 16. mars sl. kom fram að afkoma hans á nýliðnu ári er hin besta frá upp-hafi . Á aðalfundinum rakti Geirmundur Krist-insson, sparisjóðsstjóri, sögu hans frá upphafi en sú saga er samtvinnuð atvinnu- og efnahagssögu Suðurnesja. Hér á eftir verður drepið á örfá atriði í þessari sögu. Gjarnan er talað um árið 1908 sem eitt hið merkasta í sögu Kefl avíkur. Þrír atburðir mörkuðu öðrum fremur spor í sögu byggðarlagsins þetta ár: Kefl avík varð sérstakt sveitarfélag, símasam-bandi var komið á við Kefl avík, Garð og Leiru og Sparisjóðurinn í Kefl avík hóf starfsemi sína í byrjun ársins. Sparisjóðurinn í Kefl avík var formlega stofnaður 7. nóvember 1907 af einstaklingum í öllum sveit-arfélögunum á Suðurnesjum. Helstu hvatamennirnir voru þeir Þorgrímur Þórðarson héraðslæknir og sr. Kristinn Daníelsson sóknarprestur á Útskálum. Þegar Sparisjóðurinn var stofnaður voru í Kefl avík-urkauptúni 440 íbúar á 80 heimilum. Telja má víst að á fyrstu árum Sparisjóðsins í Kefl avík hafi reikningsviðskipti við verslunina verið algeng enda tiltölulega lítið af peningum í umferð. Umsvifi n jukust með breyttum við-skiptaháttum og menn lærðu fl jótt að notfæra sér hagkvæmni peninga og traustrar innlánsstofnunar. Strax á öðru starfsári Sparisjóðsins fór ár-angurinn af starfi nu að skila sér í auknu trausti. Innistæðuhöfum stórfjölgaði og skuldunautum að sama skapi. Árið 1917 var umsetning Sparisjóðsins orðin svo mikil að Sjóðnum var gert að senda Hag-stofunni ársreikninga sjóðsins. Þorgrímur Þórðarson stýrði sparisjóðnum farsæl-lega í aldarfjórðung. Honum og samstarfsmönnum hans hafði tekist að 27-falda umsetningu sjóðsins á 25 árum. Koma varnarliðsins og vera þess á Miðnesheiði eftir síðari heimsstyrjöld hafði stórfelld áhrif á atvinnuhætti á Suðurnesjum. Á fi mm ára tímabilinu 1950-1955 fjölgaði íbúum um rúm 40%. Þessi fjölgun var langt umframt breytingar á landsvísu og stafaði að mestu leyti af atvinnuskapandi og sæmilega launuðum störfum við framkvæmdir á Vellinum.

Nær allan fi mmta og sjötta áratuginn var Kefl avík-urbær í örum vexti. Verslun og viðskipti hvers kon-ar voru að færast meira og meira á heimastöðvar. Sparisjóðurinn í Kefl avík var orðinn annar stærsti sparisjóður á landinu utan Reykjavíkur og vand-fundið það heimili í Kefl avík sem ekki hafði notið aðstoðar hans og fyrirgreiðslu. Sparisjóðurinn var brautryðjandi í því að fl ytja tölvuþekkingu til Suðurnesja og tölvudeild Sparisjóðsins gegndi lengi hlutverki nokkurs konar reiknistofu fyrir allt Suðurnesjasvæðið.

Vorið 1976 var samþykkt á aðalfundi hans að sækja um leyfi fyrir þremur útibúum – í Njarðvík, Grindavík og Gerðahreppi. Leyfi var veitt fyrir útibúi í Ytri-Njarðvík á 70 ára afmæli Sparisjóðsins 1977. Þetta var fyrsta útibúið í sögu íslensku spari-sjóðanna. Í mars 1982 opnaði Sparisjóðurinn síðan útibúið í Skálholti í Garði. 1986 var unnið að stofn-un útibúsins í Grindavík og afgreiðslan í Vogum var opnuð 2002. Í ársbyrjun 2006 keypti Sparisjóðurinn síðan útibú Landsbankans í Sandgerði. Síðasti áratugur tuttugustu aldarinnar fór vel af stað og varð afdrifaríkasti uppgangstíminn í sögu Sparisjóðsins í Kefl avík. Sparisjóðurinn hélt áfram að bjóða upp á nýja þjónustu á ýmsum sviðum þar á meðal bæði liðveislu við námsmenn auk þess sem hleypt var af stokkunum sérstakri þjónusta sem hafði það að markmiði að veita eldri borgurum á Suðurnesjum markvissa og persónulega þjónustu. Sparisjóðurinn er í dag fjármálafyrirtæki sem veitir Suðurnesjamönnum þjónustu sem er að öllu leyti sambærileg við önnur fjármálafyrirtæki á Íslandi. Sparisjóðurinn er að hluta til eigandi að nokkrum dótturfyrirtækjum sem gera sjóðnum kleift að veita viðskiptavinum sínum sömu þjónustu og viðskiptabankarnir, auk þess hefur starfsemi við-skiptastofu Sparisjóðsins auðveldað viðskiptavinum sjóðsins að komast bæði inn á hinn innlenda og alþjóðlega verðbréfamarkað. Sem fjármálafyrirtæki hefur Sparisjóðurinn notið trausts Suðurnesjamanna sem ber að þakka. Hann hefur verið samkeppnisfær á öllum svið-um bankastarfsemi í samkeppni við bankana úr Reykjavík og einbeitt sér að þörfum svæðisins. Þegar Sparisjóðurinn í Kefl avík var stofnaður árið 1907 var það hugsjón stofnendanna að við-skiptum og fjármunum Suðurnesjamanna væri best borgið í heimabyggð. Þessi hugsjón er enn í fullu gildi þrátt fyrir allar þær breytingar sem átt hafa sér stað á fjármálamarkaðnum og er það leiðarljós sem stjórn og starfsmenn Sparisjóðsins starfa eftir.

Bakhjarl uppbyggingar og menningar í heimabyggð

„Ódæll, orðhvatur en hagmæltur”Hallgrímur Pétursson er án efa frægastur þeirra Íslendinga sem lifðu á sautjándu öld.

Hann telst vera fremsta trúarskáld Íslendinga, ekki síst vegna Passíusálmanna sem lifa með þjóðinni enn í dag. Í þessari grein sem Jón Böðvarsson, fyrrv. skólameistari, skrifar fyrir

Faxa er sagt frá veru sr. Hallgríms á Suðurnesjum og leidd eru rök að því að hann hafi ekki búið við þá miklu kröm og fátækt sem margir telja að hafi einkennt vist hans suður með sjó.

Myndina hér að ofan teiknaði Haraldur Guðbergsson. Hún sýnir komu Guðríðar og Hallgríms til Kefl avíkur 1637 og birtist fyrst í jólablaði Faxa 1978.

Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri

Stjórnarmenn Sparisjóðsins í Kefl avík. Ljósmyndir: Viðar Oddgeirsson

Sparisjóðurinn í Kefl avík 100 ára

Page 3: 4 FAXI FAXI 5mitt.is/faxi/Faxi mars 2007.pdf · grímur Pétursson. Í hópnum var Guðríður, gift kona úr Vestmannaeyjum, 16 árum eldri en kennarinn ungi. Talið er að hún

4 FAXI FAXI 5

(1614-1674). Greinarkorni þessu er ætlað að rekja í stuttu ágripi tildrög þess að þau bjuggu á Suðurnesjum í rösk 14 ár, 1637-1651, sem gloppóttar heimildir og þjóðsagnarkennd munnmæli telja lökustu æviár þeirra, þótt ævintýraríkur væri ferill þeirra áður en þau settust að þar sem nú kallast Reykjanesbær og Sandgerði.

II.Sumarið 1637 kom til hafnar í Kefl avík

kaupskip frá Kaupmannahöfn. Þar stigu þá á land ungur karlmaður 22. eða 23. ára og í fylgd með honum ófrísk kona, 38 eða 39 ára og urðu þar eftir þegar skipið hélt á brott. Sagt er að forvitnilegar hafi fólki þótt þessar manneskjur og spunnust brátt sögur um fortíð komumanna sem frétta-þyrstu hversdagsfólki í kyrrstæðu sam-félagi hefur þótt spennandi samræðuefni. Ungi maðurinn, hávaxinn, sterklegur og ófríður reyndist vera náfrændi Guðbrands Þorlákssonar sem verið hafði Hólabiskup í 56 ár og áhrifamestur í kirkjusamfélagi landsmanna og raunar einnig valdamestur Íslendingur á veraldlega vísu nærri því jafnlengi, en var fallinn frá fyrir 10 árum þegar þessi atburður varð. En ættingjar hans ríktu enn á Hólastól og niðjar hans urðu biskupar, um skeið bæði á Hólum og í Skálholti.

Pilturinn hafði sjálfur að mestu alist upp á Hólum og hafi ð þar skólanám en horfi ð þaðan snögglega 13-15 ára og dvalist erlendis að minnsta kosti 7 ár áður en hann kom til Kefl avíkur. Hann vitjaði ekki heimahaganna í Skagafi rði þótt faðir hans, sem var hringjari við Hóladóm-kirkju, væri enn á lífi . Íbúum á Suðurnesj-um bárust ískyggilegar (lausa)fregnir um brottför Hallgríms að heiman. Hann hafi þótt ódæll, orðhvatur og hagmælt-ur en níðskældinn. Víst er að varðveist hafa kaldranalegir kveðlingar, Hallgrími eignaðir, um ættingja hans á Hólum, Arn-grím Jónsson lærða og biskupsdótturina Halldóru Guðbrandsdóttur. Hún stjórnaði innanstokks á æskuárum Hallgríms. Ekki hefði tekist að bæta hegðun drengsins og því hafi hann annað hvort verið rekinn að heiman eða strokið, því að víst þykir að síðan hafi Hallgrímur aldrei farið norð-ur né haft samband við föður sinn eða frændfólk.

Sögusagnir herma að Hallgrímur hafi fengið far af landi brott með skipi til Þýskalands og farið þaðan til Danmerkur og hafi ð járnsmíðanám í Kaupmannahöfn. Þar hafi af tilviljun rekist á hann íslensk-ur kennari við latínu- og dómskólann í Hróarskeldu , Brynjólfur Sveinsson að nafni, sem heyrði táninginn blóta hressi-lega á íslensku.

Ólíkleg er þessi saga. Ráðgátu má kalla að umkomulaus, útlendur unglingur hafi náð að komast í eftirsóknarvert iðnnám, þegar aðsókn í slíkt var svo mikil að ekki komust allir innfæddir að sem vildu.

Magnús Jónsson, fyrrum prófessor í

Ljósmyndir frá Hvalsnesi og Hvalsneskirkju: Reynir Sveinsson

Legsteinn Steinunnar litlu, dóttur Hallgríms Péturssonar, fannst 1964 eftir að hafa verið týndur íhátt á aðra öld. Ítrekaðar tilraunir höfðu verið gerðar til að hafa upp á honum. Fullvíst er talið að séra Hallgrímur hafi sjálfur höggvið þennan stein. Erfi ljóð sr. Hallgríms um dóttur sína er eitt fegursta kvæði íslenskra bókmennta.

Snorri Hjartarson skáld lýsti þeim áhrifum sem hann varð fyrir þegar hann sá legsteininn yfi r litlu dóttur Hallgríms Péturssonar:

Á HvalsnesiKirkja við opið haf.Í kórnum lýt ég að skörðum steini, fer augum og höndum um letrið, um helgan dóm.Sé lotinn mann, heyri glamuraf hamri og meitli, sé tár hrökkva í grátt rykið.Sé hann hagræða hellunni á gröfsíns eftirlætis og yndisog fi nnst ljóðið og steinninn verða eitt.Ég geng út í hlýan blæinnog fi nnst hafi ð sjálft ekki stærraen heilög sorg þessa smiðs.

Page 4: 4 FAXI FAXI 5mitt.is/faxi/Faxi mars 2007.pdf · grímur Pétursson. Í hópnum var Guðríður, gift kona úr Vestmannaeyjum, 16 árum eldri en kennarinn ungi. Talið er að hún

� FAXI FAXI �

guðfræði og áhrifaríkur stjórnmálamaður, setti fram tilgátu gjörólíka þeirri sem að ofan greinir. Hann telur að ættingjar Hall-gríms á Hólum hafi greitt fyrir för hans til Danmerkur og haft milligöngu um að hann komst í járnsmíðanámið og einnig fengið Brynjólf til þess að líta eftir Hall-grími. Hann var fjarskyldur ættingi þeirra Hólamanna og auk þess venslaður þeim þannig að hálfbróðir Brynjólfs, síra Jón Sveinsson, var kvæntur föðursystur Hall-gríms. Virðist tilgáta Magnúsar stórum sennilegri en sögusagnirnar gömlu.

Brynjólfur umbreytti lífi Hallgríms, kom honum í Vorfrúarskóla, merkan latínu-skóla í Kaupmannahöfn. Honum sóttist námið vel og eftir 4 ár var hann kominn í efsta bekk, meistaralectiuna. Sagt er að yfirmenn beggja biskupsstóla heima á Íslandi væntu heimkomu Hallgríms, reiðubúnir að gera honum góðan kost – en þá gripu örlögin í taumana.

III.Til Kaupmannahafnar kom 38 manna

hópur, keyptur úr ánauð frá Alsír, hluti fjölmenns hóps sem sjóræningjar af ýms-um uppruna rændu á Íslandi 1627.

Landsmenn kölluðu ránsmennina Tyrki, þótt sennilega hafi enginn þeirra verið af því þjóðerni en skipastjórnendur voru múslimar frá Alsír. Þetta var í ágústmán-uði 1636 og skip gengu ekki til Íslands

svo síðla sumars. Fólkið þurfti því að bíða heimferðar til næsta vors.

Nálega áratug hafði það verið utan krist-innar þjónustu og taldist því nauðsyn að rifja upp með því kristin fræði. Dönsku kunni það ekki svo Íslending þurfti að fá til fræðslunnar og til þess valdist Hall-grímur Pétursson. Í hópnum var Guðríður, gift kona úr Vestmannaeyjum, 16 árum eldri en kennarinn ungi. Talið er að hún hafi verið fríð sýnum lágvaxin og dökk-hærð.

Eigandi hennar í Alsír hafði verið ekkja eftir þarlendan höfðingja og hún setti upp mjög hátt verð fyrir Guðríði, 200 ríkisdali eða 50 kýrverð. Tíunda hluta upphæð-arinnar lagði ambáttin fram sjálf. Ást-arsamband hófst um veturinn með þeim Hallgrími og Guðríði, hórdómsbrot. Talið er að Hallgrímur hafi verið rekinn úr skóla með skömm þegar uppvíst varð að konan var ófrísk. Þess vegna varð Hallgrímur föngunum fyrrverandi samferða til Íslands næsta vor.

IV.Sem áður segir kom skipið við í Keflavík

og þar stigu hjónaleysin í land. Margt varð þeim til happs í fyrstu á þessum ókunna stað þar sem talið hefur verið að þau hafi enga manneskju þekkt.

Enginn veit hvað olli að tveir virtir og velmegandi bændur, annar í Ytri- Njarð-

vík, hinn á Akranesi, tóku þau undir sinn verndarvæng og danski einokunarkaup-maðurinn þar syðra tók Hallgrím í vinnu. Skiljanlegt er að kaupmaðurinn gat haft gagn af dönskumælandi Íslendingi sem kunnugur var í Kaupmannahöfn. Hann gat túlkað samtöl kaupmanns við Suðurnesja-búa. Ekki spillti að Íslendingurinn var stór og sterkur og auk þess járnsmiður þótt próflaus væri. Erlendis nam Hallgrímur dönsku og þýsku áður en hann hóf nám í Vorfrúarskóla en þar lærði hann latínu og grísku sem voru hlutar af guðfræðinám-inu. En hvers vegan veitti Njarðvík-urbóndinn Grímur Bergsson þeim kotið Bolafót til búsetu? Þar hefur Guðríður sjálfsagt alið son sinn sem hlaut nafn Eyjólfs bónda hennar í Vestmannaeyjum. Íslendingar hafa þá vitað að bóndi hennar hafði drukknað áður en samdráttur Hall-gríms og Guðríðar hófst eða varð alkunn-ur. Nýlega hefur komið fram sú skýringar-tilgáta að fyrri kona Gríms og Hallgrímur hafi líklega verið þremenningar. Þótt sá skyldleiki hafi verið, var áhættusamt fyrir Grím bónda að hýsa Guðríði og friðil hennar því hverjum manni mátti vera ljóst að réttarhöld voru framundan hvort sem ákæran yrði hórdómsbrot eða frillu-lífsbrot. En hjálpsemi Gríms bónda varð drjúgmeiri en sú að veita húsaskjól. Í hin-um harðvítugu og langvinnu réttarhöldum sem urðu stóð Grímur bóndi svo þétt við hlið skjólstæðinga sinna að hann hlaut 20 ríkisdala sekt fyrir óvirðingu við réttinn og Pros Mund, sem fyrir ákærunni stóð, en Hallgrímur hlaut aðeins venjulega sekt fyrir fyrsta frillulífsbrot sem var einn rík-isdalur.

Ókunnugt er hvernig Hallgrímur kynnt-ist Árna Gíslasyni stórbónda á Ytra-Hólmi á Akranesi, sonarsyni áðurnefnds Þórðar Guðmundssonar lögmanns. Um þátt hans segir Magnús Jónsson í ævisögu Hall-gríms (40. -41. bls. í fyrra bindi)

,, Á Árni að hafa gengið í það að sanna fullkomlega dauða Eyjólfs Sölmund-arsonar, áður en þau komu saman Hall-grímur og Guðríður, og greiða með því leið þeirra til lögmæts hjónabands. Séra Vigfús Jónsson segir, að Hallgrímur hafi ,,fullkomlega hugfest sér að egta Guðríði, svo hann varð ekki frá því talinn”. Var naumast annað unnt fyrir hann. En betur er Guðríði húsfreyju trúandi til þess að hafa gengið rösklega fram í þessu.

Svo virðist, sem Hallgrímur hafi verið á vegum Árna, nokkurskonar búðsetumaður á Akranesi, eftir að hann fór frá Dönum. Er bent á kvæði, sem hann hafi ort á þessum árum á Akranesi. Þá var prestur í Görðum á Akranesi séra Grímur Berg-sveinsson, ,,einfaldur blaðaprestur”, og er sagt, að Árni hafi fengið Hallgrím til þess að prédika að Hólmi. Þangað flykktist fólkið og þótti betra að hlusta á Hallgrím en Grím. Getur þessi saga vel verið sönn. En mest virði hefir Hallgrími verið þessi búðseta á Akranesi vegna þess, að þar hefir hann unnið sér æfilanga tryggðarvin-áttu ágætismannsins Árna Gíslasonar.

Hefir hann vafalaust litið til með þeim Hallgrími og Guðríði einnig, þegar þau voru syðra”.

Auk þess má víst telja að Árni hefði auðveldlega getað tryggt Hallgrími og Guðríði fast búðsetuleyfi og bjargráð á Akranesi hefðu þau eftir því leitað. Eðlilegt hefði slíkt verið væru sagnir um óvinsældir þeirra á Suðurnesjum sannar.

Hin hagstæða niðurstaða í réttarhöld-unum hefur gert þeim hjónum kleift að taka sér fasta búsetu í kotinu Bolafæti þar sem nú stendur Skipasmíðastöð Njarðvík-ur. Þar munu þau hafa búið öll árin meðan Hallgrímur var embættislaus, utan búð-setutímans á Akranesi, og líklega nokkra hríð eftir að Brynjólfur Sveinsson, sem þá var orðinn Skálholtsbiskup, veitti Hall-

grími Hvalsnesprestakall. Ef til vill þess vegna hefur Brynjólfur gefið honum hest og reiðtygi eins og munnmælin segja. Þá gat Hallgrímur riðið yfir Miðnesheiði til kirkju sinnar. Á þeirri leið er nú flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli.

V.Trúlegt er að sumir embættismenn og

stórbændur hafi haft horn í síðu Hall-gríms. Um það vitna níðkveðlingar sem hann orti um Torfa sýslumann á Hvalsnesi og Einar í Vogum. En sannanlegan vitn-isburð um óvild annarra íbúa hef ég ekki rekist á. Ólíklegt finnst mér að sögusagnir þar af lútandi séu marktækar. Hitt tel ég líklegra að almannarómur hafi í tímans rás hneigst að því að magna þá trú að alger skil hafi orðið á æviferli þeirra hjóna við bústaðaskipti frá Suðurnesjum til Saur-bæjar á Hvalfjarðarströnd: Ógæfa hafi að þeim sótt þar syðra en gæfa brosað við í Saurbæ uns Hallgrímur varð holdsveikur.

VI.

Vitað er að Hallgrímur orti talsverðan hluta af veraldlegum kveðskap sínum á Suðurnesjum þar á meðal rímurnar og sjálfsagt einnig einhverja sálma. Léttleiki er ríkur þáttur í þeim kveðskap og ekki hef ég rekist þar á kvartanir um fátækt.

Fésýsla hefur sjálfsagt ekki verið Hall-grími hugleikin en hann mun hafa verið vel bjargálna í Saurbæ. Ekkert virðist mér mæla gegn því að svo hafi einnig verið á Suðurnesjum nema ef til vill skammt skeið í upphafi búsetu. Efnahagur var almennt góður vegna mikillar fiskisældar skammt frá landi og Suðurnesjamenn hafa þá eins og síðar sótt sjóinn fast. Ólíklegt er að þeir dönsku hafi greitt Hallgrími óríflega fyrir þjónustu hans og sjálfsagt hefur Hallgrímur haft einhverjar tekjur aðrar en prestlaunin, til dæmis fyrir járnsmíði, fisksölu eða kveðskap. Guð-ríður var sögð hannyrðakona góð og þess vegna hafi ekkjan í Alsír verið treg til þess að veita Guðríði frelsi. Minna má á að Guðríður mun hafa búið við góð kjör í Vestmannaeyjum áður en leiðir þeirra Hallgríms lágu saman. Sagt er að Eyjólfur bóndi hennar hafi verið dugmikill sjómað-ur. Allt bendir til að hún hafi einnig verið vel haldin í Alsír, þótt ambátt væri, og getað unnið sér inn umtalsverða fjármuni. Annað en slæmur efnahagur hefur þó varpað skugga á Suðurnesjadvöl þeirra. Sagnir herma að Guðríður hafi þar eignast nokkur börn en þau hafi dáið ung nema tveir synir , Eyjólfur og Guðmundur. Sá síðarnefndi var þó skammlífur en niðjar Eyjólfs eru nú allmargir.

Ekki vita menn nöfn ungbarnanna sem dóu nema Steinunnar sem lést á 4. ári og var Hallgrími afar kær. Eftirmæli sem hann orti eftir þessa einu dóttur sem hann sannanlega eignaðist eru í tölu bestu kvæða hans. En frásögn af þessum efnum er önnur saga.

Sem áður segir kom skipið við í Keflavík og þar stigu hjónaleysin í land. Margt varð þeim til happs í fyrstu á þessum ókunna stað þar sem talið hefur verið að þau hafi

enga manneskju þekkt. Enginn veit hvað olli að tveir virtir og velmegandi bændur, annar í Ytri- Njarðvík, hinn á Akranesi, tóku þau undir sinn

verndarvæng og danski einokun-arkaupmaðurinn þar syðra tók Hallgrím í vinnu. Skiljanlegt er að kaupmaðurinn gat haft gagn

af dönskumælandi Íslendingi sem kunnugur var í Kaupmannahöfn.

Hann gat túlkað samtöl kaup-manns við Suðurnesjabúa. Ekki spillti að Íslendingurinn var stór og sterkur og auk þess járnsmið-

ur þótt próflaus væri.

Áki Gränz teiknaði þessa afstöðumynd af Njarðvíkum með gömlu örnefnunum. Sr. Hallgrímur bjó um skeið í Bolafæti (I), en þar stendur nú Skipasmíðastöð Njarðvíkur.

Sagnir herma að Guðríður hafi þar eignast nokkur börn en

þau hafi dáið ung nema tveir synir , Eyjólfur og Guðmundur. Sá síðarnefndi var þó skamm-lífur en niðjar Eyjólfs eru nú

allmargir.Ekki vita menn nöfn ung-

barnanna sem dóu nema Stein-unnar sem lést á 4. ári og var Hallgrími afar kær. Eftirmæli sem hann orti eftir þessa einu dóttur sem hann sannanlega

eignaðist eru í tölu bestu kvæða hans. En frásögn af

þessum efnum er önnur saga.

Page 5: 4 FAXI FAXI 5mitt.is/faxi/Faxi mars 2007.pdf · grímur Pétursson. Í hópnum var Guðríður, gift kona úr Vestmannaeyjum, 16 árum eldri en kennarinn ungi. Talið er að hún

8 FAXI FAXI 9

Stutt athugun á tilurð þessEitt aðaleinkennið á byggð á utanverðum Reykja-

nesskaga voru lítil þorpshverfi sem í upphafi urðu til út frá einu aðalbýli sem aftur í byrjun varð til við góða lendingu þaðan sem stutt var á góð fi skimið. Dæmi um slíkar jarðir má fi nna í Landnámu, Voga á Vatnsleysuströnd og Bæjarsker á Miðnesi. Hinar eru þó fl eiri jarðirnar af þessum toga á Reykjanesi sem ekki eru nefndar í elstu heimildum. Meðal þeirra eru jarðir á borð við Hólm í Leiru, Njarðvík og Hóp í Grindavík. Slík býli voru því í rauninni frumbýli, frumjarðir sem vegna legu sinnar byggðust fyrst og voru valin í öndverðu vegna þessara kosta sinna. Síðan byggðust þær jarðir í nágrenni slíkra kosta jarða en sem lágu fjær miðum eða höfðu lakari lend-ingar og lágu jafnvel verr við sjósókn. Samkvæmt þessari fi ngursreglu virðist mér jarðir á Suðurnesjum hafa byggst í öndverðu. Fleira kann þó að hafa kom-ið þar til sem ekki verður rætt um hér. Þannig urðu byggðahverfi n til sem einkenndu byggðina. Þeir sem fyrstir námu þessa staði settust að þar sem hægast var til athafna við sjóinn.

Útgerð fl yst úr HópinuVið Hópið í Grindavík hefur líklega í byrjun ver-

ið ágæt lending og góð veiðiaðstaða, en þar kom er nokkuð var liðið á búsetu þar efra að skipta varð landinu sem þar lá nærri, gæðum þess og gögnum

á sjó og landi. Vaxandi byggð þurfti möguleika til útræðis og því var farið að róa úr lendingum utan Hópsins, á Þórkötlustöðum og frá Járngerðarstöðum. Útgerð fl yst því út úr Hópinu á staði utan við sem þó voru heldur verr fallnir til lendingar en Hópið var í byrjun. (Sjá Sóknarlýsingu Grindavíkur 1840 eftir Geir Bachmann). Freistandi er að tímasetja þetta á seinni hluta 10. aldar, nálægt 950-1000, en það er þó ágiskun ein enda engar beinar heimildir til þar um. Eigi er þó ólíklegt að þessi skipan hafi komist á fyrir 1000 í austurhluta Grindavíkur. Hugsanlega hefur þó skipun byggðar þar gengið hraðar fyrir sig en okkur grunar og byggðin hafi þegar í lok 10. aldar verið búin að fá á sig þá skipun í meginatriðum sem síðar varð. Austasti hluti Grindavíkur hefur trúlega byggst fyrst og síðan sá vestari og ysti. Að byggðastefnan sé í öndverðu komin austan að sjást fáein merki enn í dag, m.a. í örnefnum þar eystra. Má þar helst nefna örnefnið Grindaskörð upp af Selvogi sem hugs-anlega fyrirrennara nafnsins Grindavík. Grun hef ég t.d. um að byggð hafi snemma við landnám í Grinda-vík komið upp á Hrauni sem þó hafði a.m.k, á síðari öldum fremur laka bátalendingu. Hitt er líklegt að varla hafi liðið langur tími frá landnámi í Grindavík um 936 þar til byggð var komin á Hrauni.

Eins og fyrr er getið eru þessar bollaleggingar um upphaf og þróun byggðar aðeins byggðar á lík-um enda skortir okkur ritaðar heimildir um slíkt, ef

frá er talin hin skemmtilega frásögn Landnámu um komu Molda-Gnúps og barna hans til Grindavíkur nálægt 935-936 eftir gosið mikla í Eldgjá sem jarð-vísindamenn hafa kannað og tímasett af talsverðri nákvæmni. Þessvegna er eðlilegt að álykta að byggð í Grindavík hafi þróast og myndast á árunum fram um 950.

Sterk tilhneiging til að kvenkenna bæjarnöfn

Vandinn er sá að jarðanöfn í Grindavík eru ekki nefnd í eldri heimildum en rekaskjölum í fornbréfa-safni sem tímasett. Þau skjöl eru talin vera frá um 1270. Þar eru bæjarnöfnin Hóp, Hraun, Þorkötlu-staðir og Járngerðarstaðir nefnd í fyrsta sinn í rit-uðum heimildum. Nokkur vandi er því að ráða í upphaf byggðar á þessum jörðum.

Þegar örnefni og bæjarnöfn í Grindavík og austur í Ölfus eru skoðuð kemur í ljós að á þessu svæði hefur verið allsterk tilhneiging til að kvengera bæj-arnöfn, kenna þau við konur og breyta þannig ásýnd þeirra og sögu. Þetta sá ég glöggt þegar ég kannaði örnefni á þessu svæði. Þórhallur Vilmundarson hef-ur líka bent á í safnritinu Kulturhistorisk Leksikon hvernig bæjarnafnið Vigdísarvellir þróaðist. Telur Þórhallur að það hafi í byrjun verið Vegdysjarvellir, þ.e. sprottið af dys við veg. Smám saman breyttist fyrri hluti nafnsins í kvenmannsnafnið Vigdísar- og

eftir það var skammt í allt annað nafn og óskylt hinu eldra með öllu. En nú var orðið til bæjarnafn með upphaf og sögu.

Hugsanlega hefur bæjarnafnið Járngerðarstaðir þróast á svipaðan hátt og skal ég ræða það frekar.

Friðsamir járnsmiðirAf Landnámu má ráða að Molda-Gnúpur og faðir

hans í Noregi hafi verið járnsmiðir að atvinnu þar í heimahögum sínum en hvorki víkingar né ránsmenn eins og margir aðrir sem til Íslands komu á 9. og 10. öld.

Þessi grindvísku landnemar voru því athyglisverð undantekning frá þeim hópum manna sem stund-uðu víkingarferðir og rán áður en þeir settust að á Íslandi. Heima í Noregi hafði Gnúpur, eins og faðir hans og sennilega afi , stundað sína járnvinnslu og járnsmíðar í friði þar til einhverjir atburðir um 930 neyddu Gnúp til Íslandsfarar með skjótum hætti og aðdraganda.

Nafnið á Járngerðarstöðum er því hugsanlega sprottið af tvennu: Í fyrsta lagi af kvenmannsnafninu Járngerður sem tíðkaðist nokkuð á landsnámsöld en varð þó aldrei algengt og í öðru lagi af einhverju úr umhverfi eða atvinnuháttum hinna fornu Grindvík-inga.

Kvenkenndar jarðirÉg nefndi áðan þá sérkennilegu tilhneigingu í bæj-

arnöfnum frá Reykjanesi og austur í Ölfus að snúast upp í kvennöfn. Jarðirnar fá nöfn af einhverjum óþekktum konum sem síðari alda menn líta svo á að hafi búið þar í upphafi . Má því hugsanlega gera því skóna að upptaka fastrar búsetu á viðkomandi jörð hafi átt þátt í slíkri þróun kvenmannsnafna á þessu svæði. Þau hafi þá lyft viðkomandi jörð hærra í sam-félaginu, menn hafi látið slíkt gott heita enda hafa slíkar breytingar á suðurhluta Reykjanesskagans gerst án þess að við yrði spornað ekki síst ef við-komandi jörð fylgdi lítil saga um upphaf byggðar þar og byrjun búsetu. Jörðin varð til af breyttum atvinnuháttum eða af félagslegum umbrotum svo sem eignaskiptum og þörf á nýjum stöðum til að búa

á og stunda þar búskap til sjós og lands. Gott dæmi um þetta úr Grindavík er einmitt jörðin Ísólfsskáli sem í upphafi var aðeins verskáli til útróðra og hét þá og lengi Ýsuskáli en fékk síðan karlmannsnafnið Ísólfsskáli, líklega eftir að þar hófst föst búseta allt árið og þar varð til sérstök jörð með landamerkjum. Fullgild bújörð verður sjaldan til í einu vetfangi, hún þróast jafnan frá viðverustað til lögbýlis. En sú þró-un er vitanlega mislöng eftir umhverfi og aðstæðum. Einhver byggð var t.d. komin á Ýsuskála á árunum 1210-1220, a.m.k. var þá róið þaðan til fi skjar og e.t.v. búið þar allt árið.

Er nafn Járngerðarstaða dregið af Járngerði?

Svipuð þróun kann að hafa átt sér stað á Járngerð-arstöðum. Þegar þeim bústað var í byrjun valinn staður er ekki óhugsandi að því vali hafi einmitt ráð-ið aðgengi að nægu vatni til notkunar og drykkjar enda stutt þaðan í gjár og vötn og þar var besta vatnsból í Grindavík frá aldaöðli (sbr. Sóknalýsingu Grindavíkur 1840). Sé beinlínis farið eftir hljóðan nafnsins Járngerðarstaðir get ég þess til að þar hafi frumbyggjar í Grindavík stundað sínar járnsmíðar, iðn sína eftir komu sína til Grindavíkur. Við járn-smíði og járngerð þurfti einmitt nægt og gott vatn og losa mátti ösku og gjall í gjárnar frá staðnum, en hvar fá mátti kol til vinnslunnar er þó ekki ljóst nema aðkeypt austan úr sveitum. Land var þó grón-ara víða en það var síðar og styttra í eldsneyti en okkur grunar. En þeim Molda-Gnúpi og ættmönnum hans var illa í ætt skotið hafi þeir ekki stundað iðn sína í Grindavík eins og heima í Noregi. Þessi tilgáta mín um uppruna bæjarafnsins Járngerðarstaðir kann að reynast fjarstæðukennd vegna þess að við erum vön því kvenmannsnafni og hve löng hefð þess er orðin. Ekkert í umhverfi Járngerðarstaða í dag minn-ir á slíkar járnsmíðar en hvort þar kunna að leynast náttúrulega kostir eða staðhættir sem vísað gætu til járnvisnnlu veit ég ekki. Ljóst er þó að alvanir at-vinnumenn við járnsmíð hafa kunnað sitt hvað fyrir sér í iðn sinni. Fljótt á litið virðist manni sem litlir möguleikar hafi verið til járngerðar þarna í hraun-

Bæjarnafnið Járngerðarstaðir í Grindavík

Ljósmynd Gunnar Tómasson.

Grindavík séð frá vestri. Ljósmynd: Byggðasafn Reykjanesbæjar

Skúli Magnússon

Page 6: 4 FAXI FAXI 5mitt.is/faxi/Faxi mars 2007.pdf · grímur Pétursson. Í hópnum var Guðríður, gift kona úr Vestmannaeyjum, 16 árum eldri en kennarinn ungi. Talið er að hún

10 FAXI FAXI 11

inu við Járngerðarstaði en hugsanlega hafa þar ver-ið einhverjir þeir landskostir sem buðu upp á slíka iðju aðrir en blávatnið eitt. Þetta hefur tæplega verið athugað í nágrenni Járngerðarstaða. Hvort örnefni í nágrenni við bæinn geta varpað einhverju ljósi á þessa tilgátu mína um upphaf bæjarnafnsins þekki ég ekki, en það er þó hugsanlegt.

Sterk staða fornkvenna?Rétt er að benda á að sú óvenjulega málvenja að

kvenkenna bæjarnöfn er mun algengari á sunnan-verðum Reykjanesskaga en á skaganum að norðan og vestan. Á því er ein undantekning. Það er jörð-in Þóroddstaðir á Miðnesi sem um tíma var kölluð Þórustaðir. Hvað veldur þessari málvenju að kven-gera bæjarnöfn er óljóst en varla var staða kvenna á suðurhluta Reykjaness sterkari en á hinum nyrðri. Byggð er raunar eldri á norðanverðum skaganum en hinum syðri en hvort það tengist þessari málvenju eitthvað skal ósagt látið.

Eftirmáli greinarhöfundarEftir að ég skrifaði grein mína um bæjarnafn-

ið Járngerðarstaðir þar sem ég færði rök að því að nafnið væri dregið af járnvinnslu eða járnsmíði kannaði ég betur nokkrar heimildir sem renna stoð-um undir það að sá skilningur á nafninu sé réttari en hinn að nafnið sé upphaflega kvenmannsnafn. Vet-urinn 1117-1118 dvaldi Grettir Ásmundarson hinn sterki í útlegð í Ljárskógum í Dölum hjá Þorsteini Kuggasyni frænda sínum. Þar vann Grettir m.a. við jarnsmíði en „nennti misjafnt” eins og það er orð-að í 54. kapítula Grettissögu. Sem kunnugt er var unnið járn úr mýrum þarna vestra og eru varðveitt-ar um það allgóðar sagnir og fornar minjar. Grett-issaga getur þess að Þorsteinn hafi smíðað sér þarna brú úr járni heiman frá bænum úr Ljárskógum sem útgefandi Grettissögu hjá Fornritafélaginu, Guðni Jónsson, hefur þó efasemdir um eða sprottið hefur af blendnum sögnum. Athygli vekja orð Grettlu sem

segir eftir að hafa lýst brú þessari: „Hafði Þorsteinn mikinn starfa fyrir þessari smíð (það er smíði brúar-innar) því að hann var járngörðarmaður mikill.” Hér vísar höfundur Grettissögu til þess að Þorsteinn hafi unnið járnið í brúna þarna heima og smíðað hana líka ásamt Gretti.

Innlent járn úr mýrarrauðaÞegar litið er í orðabækur frá 19. og 20. öld sem út

komu yfir fornmálið kemur í ljós að höfundar þeirra hafa allir skilið orðið járngjörðarmaður á þann veg að það merkti járnsmiður, ekki aðeins sá sem býr til járn úr mýrarrauða heldur líka sá sem úr járninu smíðar (sjá orðabækur eftir Norðmennina Leif Heggstad og Johann Fritzner svo og Íslensk-enska orðabók yfir fornmál er þeir Guðbrandur Vigfússon og Englendingurinn Cleasby tóku saman.)

Allir vísa þeir til þess dæmis í Grettlu sem heim-ildar en ekki önnur rit. Talið er að Grettissaga hafi verið færð í letur nálægt 1300 og er ekki annað að sjá en að höfundur hennar noti því sama orðið um þann sem býr til járnið og þann sem smíðar úr því, enda hefur þetta trúlega hvorttveggja farið saman á land-náms- og þjóðveldisöld. En er tímar liðu fram á mið-aldir má ætla að orðið járnsmiður hafi unnið á enda hættu menn smám saman að vinna innlent járn úr mýrarrauða. Hafi þar verið byrjað að flytja inn útlent hráefni til járnsmíða, líklega eftir 1400 og síðar, og þá hafi upphafleg merking orðsins járngerðarmaður fyrnst og glatast en orðið járnsmiður tekið við og svo stendur enn á okkar dögum. Í ljósi þessara röksemda er ekkert því til fyrirstöðu að gefa þeirri skýringu undir fótinn að hið forna bæjarnafn Járngerðarstaðir sé runnið frá járnsmíðum þeirra Mold-Gnúpssona eða jafnvel frá Gnúpi sjálfum eins og Landnáma sjálf getur um.

Engin Járngerður í GrindavíkSú sterka tilhneiging á suðurströnd Reykjanes-

skagans að kvengera nöfn á svæðinu styður þessa

tilgátu allvel. Athygli vekur líka að kvenmannsnafn-ið Járngerður þekkist ekki sem skírnarnafn kvenna í Grindavík, hvorki á miðöldum né á seinni tímum að því er séð verður. Gömul hefð hefur því varla verið fyrir nafninu í grindvískum ættum eins og stundum gerist með mannanöfn sem þannig ná að lifa stað-bundið innan héraða allt frá landnámi. Dæmi um slíkt má þó finna á næstu grösum, t.d. í Árnessýslu. Í ljósi alls þessa er ekki annað að sjá en að bæjarnafn-ið Járngerðarstaðir eigi sér uppruna í hinni fornu iðngrein grindvískra frumbyggja er námu þar land um 936, en ekki kvenmannsnafnið Járngerður.

Þegar Grettissaga var skráð um og eftir 1300 þekktu menn enn að orðið járngerð merkti bæði gerð járns úr mýrarrauða og smíði úr járni. En þegar þýsk-ir og enskir kaupmenn fóru að koma til Íslands efir 1420 fluttu þeir með sér járn og aðra málma til smíða týndist hin gamla merking í orðinu járngerð en um leið kom upp kvenkenning hins gamla bæjarnafns í Grindavík þegar menn hættu hinni fornu járnvinnslu í landinu. Sú vinnsla borgaði sig ekki lengur þegar innflutningur málma frá miklum námulöndum hófst enda óx námugröftur þá í þeim löndum sem Íslend-ingar skiptu mest við, ekki síst í Englandi. Þessi þróun varð ekki stöðvuð og gamla íslenska járngerð-in var ekki tekin upp aftur enda útlendu málmarnir betri en íslenska járnið. Á árunum 1420-1500 hófst þessi breyting og þegar Danir hófu einokunarverslun sína 1602 voru Íslendingar algjörlega háðir útlendu járni til smíða sinna eins og sést af heimildum. Þá var uppruni hins forna grindvíska bæjarnafns löngu gleymdur mönnum en nafnið að fullu orðið kven-mannsnafn sem farið var að tengjast þjóðsögum sem þá mynduðust.

Skúli Magnússon

Járngerðarstaðatorfa eins og hún er í dag: Vesturbær, Austurbær og Valdastaðir. Ljósmynd Kr.Ben.

Page 7: 4 FAXI FAXI 5mitt.is/faxi/Faxi mars 2007.pdf · grímur Pétursson. Í hópnum var Guðríður, gift kona úr Vestmannaeyjum, 16 árum eldri en kennarinn ungi. Talið er að hún

12 FAXI FAXI 13

Niðursuðuverksmiðjan í Innri-Njarðvík Áður en Vilmar segir okkur söguna af álftunum

rekur hann söguna af fyrstu tilraunum Suðurnesja-manna til að sjóða niður mat í dósir:

„Einn farmur af niðursoðnum fi ski var sendur út frá verksmiðjunni og seldist strax. Þá var næsti farmur sendur út en þurfti að bíða í nokkrar vikur. Þegar til átti að taka voru dósirnar allar útblásnar, loft hafði komist í þær og innihaldið var ónýtt. Efnið í dósirnar hafði komið frá Englandi en vél-arnar voru lítilfjörlegar og urðu fl jótt ónýtar. Þar með endaði þessi fyrsta tilraun til niðursuðu á Suð-urnesjum. Verksmiðjan var síðan lögð niður 1942.„

Kynntist Fitjunum„Á þessum tíma kynnist ég Fitjunum vel,” segir

Vilmar. „Ég var oft beðinn um að farið í apótekið í Kefl avík til að ná í meðul. Ég var léttur á fæti og fl jótur á mér og gekk oft fjörurnar til Kefl avíkur. Þarna kynntist ég vel staðháttum á þessari leið en ég varð aldrei var við álftir á þessu svæði.

„Ég fór aftur að labba þessar sömu leiðir um Fitjarnar þegar ég hætti að vinna fyrir um 15 árum síðan. Veturinn 1995 var ég að ganga þarna og þeg-ar ég var kominn langleiðina að tjörnunum sá ég álft. Það fannst mér einkennilegt því maður sá þær

oft fl júga yfi r en aldrei setjast og hafa hér viðdvöl. Ég spurði kunnuga menn að því seinna hvort álftir væru hér á veturna en fékk það svar að það væri óþekkt með öllu. Aftur á móti sögðu þeir að álftir fl ygju oft yfi r á þessum slóðum á leið til vetrar-stöðvanna vestur á Mýrum og á Snæfellsnesi.

Þegar ég kom nær sá ég tvær álftir og var önnur þeirra frosin í ísinn. Hún var á lífi en greinilega meidd og blóð á væng hennar og á ísnum. Ég fór strax heim og náði í vöðlur og brauð, keyrði síðan til baka og braut ísinn frá álftinni. Hann var næf-urþunnur, nánast eins og gler. Svo setti ég hana upp á grasið og gaf henni brauð. Þá tók ég eftir því að hún var merkt á báðum fótum.”

Faðir álftanna á Fitjum

Í jólablaði Faxi var fjallað um ströndina við Innri-Njarðvík og fuglalífi ð á Fitjunum, sem hefur sér-stakt gildi frá náttúruverndar- og útivistarsjónarmiði. Það hefur vakið athygli að álftum virðist hafa farið fjölgandi á Fitjum ár frá ári. Þessi fagri og tígulegi fugl sást ekki við Fitjar allt fram til ársins 1995. Fjöldi annarra fuglategunda er á þessum slóðum á sumrin, þar á meðal margar andategundir, ekki síst stokkönd.

Einn þeirra sem gjörþekkir þetta svæði er Kefl víkingurinn Vilmar Guðmundsson, hálfníræður fyrrverandi kokkur og húsasmiður. Vilmar varð fyrstur manna til að sjá til álfta á Fitjunum og kunnugir segja að hann eigi öðrum fremur heiðurinn af því að fuglalíf á þessu svæði er jafn fjöl-skrúðugt og raun ber vitni.

Vilmar segir okkur að sagan um álftirnar hafi eiginlega hafi st með því að hann byrjaði að starfa við litla niðursuðuverksmiðju í frystihúsinu í Innri-Njarðvíkum á stríðsárunum. Ætlun hans var að læra niðursuðu að áeggjan Eggerts Jónsson á Nautabúi, en Eggert og Jóhann Skagfjörð, fósturfaðir Vilmars, voru góðir kunningjar og höfðu unnið saman í útgerð.

Þekkti aftur velgjörðarmanninnVilmar segir að hann hafi sent merkið sem var á

hægra færi álftarinnar til Ævars Petersen fuglafræð-ings.

„Ævar sagði mér að hún hefði verið merkt við Miklavatn í Borgarsveit í Skagafi rði tveggja ára gömul og væri 4 ára núna. Að hausti ætti hún að vera komin með unga og það gekk eftir. Álftin fékk þarna brauð hjá mér og át það. Daginn eftir fór ég að athuga með hana. Hún hafði braggast og kom strax til mín þegar hún sá mig en hin álftin sem var með henni kom ekki með henni. Um haustið þetta sama ár var ég þarna aftur á ferli og sá þá álft sem kom strax til mín. Ég kannaði merkinguna og sá að þetta var sama álftin. Hún var komin með fjóra unga og með henni voru tvær aðrar álftir, einnig með unga. Þessar álftir komu á Fitjatjarnir í mörg ár en hurfu svo allt í einu. Eina álft sá ég eitt sinn sem var mjög bólgin að framanverðu. Ég hringdi í Ævar og sagði honum frá þessu en hann sagði að það væri algengt að þessir fuglar fengju í lifrinu og þá dræpust þeir.”

Bakaríin hjálpleg með brauðið„Frá þessum tíma hef ég farið þarna alla tíð á

hverjum degi yfi rleitt um tíu-leytið á morgnana með einn poka af brauði. Þetta hefur orðið til að laða þær að. En þetta gæti ég ekki nema ég ætti góða að, bæði Nýja bakaríið og Sigurjón í Sigurjónsbakarí hafa alltaf látið mig hafa brauð og það hefur verið yfi rdrifi ð nóg handa þeim. Ég er ekki einn þarna einn skipstjóri úr Garðinum búsettur hér, Eyjólfur Kristinsson er mjög mikið í þessu og elur hrafn-inn heima hjá sér og er búinn að gera það í mörg ár. Börn hafa líka gaman af að gefa þeim í góðu veðri. Þarna kemur margt fólk og fer fjölgandi. Fyrir áramótin kastaði ég tölu á álftirnar lauslega og komst yfi r 100. Gæsirnar sem voru þarna skiptu hundruðum. Þegar sprengingarnar voru sem mestar milli jóla og nýárs fóru álftirnar og kom ekki aftur fyrr en eftir 2. janúar. Og þær hafa ekki allar skilað sér síðan. Þegar þær fl júga héðan fara þær oft út

í Garð og að Stafnesi. Við Hvalsneskirkju hef ég iðulega séð álftir í fjörunni. Þær voru í Fuglavík að kroppa þar í Hólmanum en ef styggð kom að þeim færðu þær sig nær sjónum.”

Hundar viðraðir innan um fuglana„Mér fi nnst það mikið kæruleysi af fólki að fara

þarna niðureftir til að viðra hundana sína. Sá eitt sinn konu -hún var meira að segja kennari- sem losaði bandið af hundinum þegar hún kom þarna niður eftir. Hundurinn hljóp að vatninu og fuglarnir hurfu eins og hendi væri veifað. Við Garðskagavita eru menn iðulega með hunda á vorin lausa innan um allt fuglalífi ð í fjörunni. Þetta er hugsunarleysi gagnvart náttúrunni. Í sumar fór ég um úti á Reykjanesi, þar var lítið af kríu í fyrra sumar. Ég fór að afl eggjaranum við Gunnuhver og þar var fullt af fólki að tína kríuegg. Þurfa menn á þessu að halda? Menn gerðu þetta í neyð áður fyrr. Allt hefur þetta áhrif á fuglalífi ð. Þessu til viðbótar kemur svartbak-

urinn sem er mesti eyðandinn og drepur óhemju af ungum meðfram allri ströndinni.”

Þrengir að fuglunum „Vökin sem fuglarnir hafa á Fitjunum hefur

minnkað stöðugt og það hefur þrengt að fugl-unum þarna. Meðan herinn var hér rann affallið í tjarnirnar frá húsinum uppi á Velli og tjörnin var þá alltaf auð. Nú er búið að skrúfa fyrir og vatnið rennur í hreinsistöðina í Njarðvíkunum þannig að tjarnirnar frjósa miklu meira en áður. Heitt varn rann þarna einnig frá Steypustöðinni meðan hún var og hét. Heitt vatn rennur enn í einu röri út í tjörnina en vökin er orðin alltof lítil. Ég hef talað við hitaveitustjóra og spurt hvort ekki væri hægt að veita vatni þarna því fuglarnir væru allir á ísnum. Það var gert um tíma en ekki lengur. Ef fuglarnir fá ekki einhverstaðar vök til að vera í fara þeir, jafnvel þótt þeir fái mat.”

Aldnir Suðurnesjamenn hafa orðið

Vilmar Guðmundsson hændi upphafl ega álftirnar að Fitjatjörn og á sinn þátt í að þar þrífst fjölskrúðugt fuglalíf

Hilmar Pétursson og Vilmar á spjalli

Page 8: 4 FAXI FAXI 5mitt.is/faxi/Faxi mars 2007.pdf · grímur Pétursson. Í hópnum var Guðríður, gift kona úr Vestmannaeyjum, 16 árum eldri en kennarinn ungi. Talið er að hún

14 FAXI FAXI 15

Vilmar Guðmundsson fæddist í Hafnarfi rði 1922 og ólst þar upp. Í ársbyrjun 1931 bjó fjölskylda Vilmars í Siglfi rðingahúsinu að Hverfi sgötu 21 í Hafnarfi rði. Siglfi rðingarhús var þá stærsta íbúð-arhúsið í Firðinum, tvær hæðir með íbúðarkjallara og háalofti þar sem einnig var búið. Í þessu húsi höfðust við tólf fjölskyldur, alls 36 ábúendur. Þann 25. febrúar 1931 kom upp eldur á neðri hæðinni þegar kveikja átti upp í kolaofni. Húsið varð alelda á svipstundu og brann til kaldra kola á rúmum hálftíma. Var eldhafi ð ógurlegt og segir í samtíma-heimildum að þegar það var sem mest hafi stór hluti Hafnarfjarðarbæjar verið í voða. Þrír fórust í þessum bruna og voru þeir allir úr fjölskyldu Vilm-ars, amma hans, afi og uppeldisbróðir. Aðeins tvö stóðu eftir, Vilmar og móðir hans Margrét Elísdóttir.

Móðir Vilmars vann á sjúkrahúsinu í Hafnarfi rði en Vilmar gekk þar í skóla og var þar viðloðandi kirkjustarf í bænum, m.a. sem kórdrengur. Árið 1932 þegar hann var 10 ára fl utti hann með móður sinni til Siglufjarðar þar sem hún giftist athafna-manninum Jóhanni Skagfjörð. Vilmar var tvo vetur í skóla á Reykholti en starfaði síðan í Kjötbúð Siglufjarðar fram til 1940. Þá fór hann á síld á fær-eysku skútunni „Gróttu” sem Jóhann, fósturfaðir hans, hafði keypt frá útgerðarfyrirtækinu JF Kjölbro í Klakksvík.

Vilmar réði sig síðar sem bryta á varðskipið Óðin. Hann kynntist konu sinni, Björgu Jóhannesdóttur, í Reykjavík. Þau gengu í hjónaband 1945 og fl utti þá til Kefl avíkur. Björg var ættuð úr Sandgerði en faðir hennar var bóndi í Vöðlavík á Austurlandi. Hann lést ungur 1933 frá fjölskyldu sinni og fl utti móðir Bjargar þá til Kefl avíkur.

Vilmar var á varðskipinu Óðni í nokkur ár, allt þangað til togarinn Kefl víkingur í eigu Bæj-arútgerðar Kefl avíkur kom til heimahafnar. Hann var kokkur á togaranum til ársins 1955 en fór þá á Reykjaröstina og var síðan með Magnúsi Bergmann á Hamravíkinni og Bergvíkinni. Eftir 30 ára starf á sjónum tók hann við veitingastaðnum Víkinni í Kefl avík 1967 og rak hann í fjögur ár. Hann fór síðan til starfa hjá Kefl avíkurverktökum, lærði húsasmíði hjá Jón Einarssyni byggingarmeistara og lauk sveinsprófi . Vilmar lét af störfum fyrir aldurs sakir 1992. Björg, kona hans, lést á síðasta ári. Börn þeirra eru Margrét og Alexander, bæði búsett í Kefl avík.

Kokkur, veitingamaður og húsasmiður

Af lífshlaupi Vilmars Guðmundssonar

Sjá nánar í skilmálum F plús tryggingar. Kynntu þér kosti F plús á vis.is eða næstu þjónustuskrifstofu okkar.

to

n/

A

Vátryggingafélag Íslands Ármúla 3 108 Reykjavík Sími 560 5000 www.vis.isÞar sem tryggingar

snúast um fólk

Tryggingu á innbúi

Slysatryggingu í frítíma

Ferðasjúkra- og ferðarofstryggingu á ferðalögum erlendis

Ábyrgðartryggingu einstaklings

Afslátt af öðrum tryggingum

Afslátt af öryggisvörum

Öryggi fyrir fjölskylduna,heimilið og þig

Blessunarlega eru flestir dagar fremur áfallalausir hjá íslenskum fjölskyldum. En sumir vilja samt hafa öll sín mál á hreinu. Það er engin tilviljun að um 25.000 fjölskyldur hafa valið F plús fjölskyldutryggingu VÍS.

Sumir eiga hreinlega í erfiðleikum með að trúa því hversu víðtæk F plús tryggingin er. Hún felur í sér og veitir m.a.:

Farangurstryggingu á ferðalögum erlendis

Umönnunartryggingu barna

Málskostnaðartryggingu

Vilmar Guðmundsson og eiginkona hans Björg Jóhannesdóttir

Vilmar á yngri árum og fósturfaðir hans Jóhann Skagfjörð. Stúlkan á myndinni er Stefanía Jóhanns-dóttir, systurdóttir Jóhanns.

Skipshundur úr fyrra stríði sem um tíma var í eigu Jóhanns Skagfjörð. Færeyska skútan Grótta (Tvey systkin) á leið til Raufarhafnar með fullfermi af síld.

Page 9: 4 FAXI FAXI 5mitt.is/faxi/Faxi mars 2007.pdf · grímur Pétursson. Í hópnum var Guðríður, gift kona úr Vestmannaeyjum, 16 árum eldri en kennarinn ungi. Talið er að hún

1� FAXI

Grein þessi er byggð á frásögn eiginkonu minnar, Helgu Kristinsdóttur, en hún var eitt þeirra barna, sem sagt er frá í greininni, enda átti hún þá heima ofarlega á Suðurgötunni.

Húsasmiður, að nafni Guðlaugur Eyjólfsson, var að reisa sér hús við Suðurgötuna ofanverða. Tals-vert var um barnafjölskyldur á þessum slóðum, og nokkur hópur barna lék sér oft í námunda við bygg-inguna.

Guðlaugur var barngóður og amaðist því alls ekki við börnunum. Komst þarna fl jótt á góður kunn-ingsskapur milli tveggja aldurshópa. Guðlaugur bauð börnunum stundum heim, eftir að vinnudegi lauk, gaf þeim mjólk og vínarbrauð, rabbaði við þau um heima og geima, fræddi þau um ýmsa hluti og brá jafnvel stundum á leik við þau, en börnin voru farin að hlakka mjög til þessara heimboða.

Þriðjudaginn 15. september 1936 hafði Guðlaugur boðið börnunum heim. Þegar þau birtust, var hon-um auðsjáanlega mjög brugðið, þar sem hann stóð og starði niður í eldhúsgólfi ð. Hann leit upp, snéri sér að börnunum dapur á svip, og sagði: „Þið verðið að afsaka, en mér líður ekki vel. Ég get ekki tekið á móti ykkur núna. Þið verðið að koma seinna, og þá skal ég líka segja ykkur ástæðuna.”

Börnunum þótti súrt í brotið að þurfa að hætta við heimsóknina, því þau voru búin að hlakka til hennar - og svo voru þau líka hrædd um, að vínarbrauðin mundu skemmast, en ekki tjóaði að deila við dóm-arann.

All nokkur tími leið, þar til Guðlaugur kallaði aftur í börnin, en þá skýrði hann þeim frá því, hvað hefði hryggt sig svo mjög, er þau komu síðast í heimsókn, sem varð svo endaslepp.

Að afl iðnu hádegi þann dag, hafði hið þekkta, franska rannsóknaskip Pourquoi Pas? lagt upp í helför sína frá Reykjavík. Það var komið á móts við Garðskaga, þegar á skall fárviðri. Skipinu var snúið undan veðri í leit að vari. Talið er, að skip-verjarnir hafi villzt á vitum í dimmviðrinu og álitið vitann á Akranesi vera Gróttuvita, en eitt er vízt, að

Pourquoi Pas? lenti í skerjaklasa um klukkan hálf sex að morgni miðvikudagsins 16. september. Þarna barst það af einu skerinu á annað og endaði för sína á skerinu Hnokka, sem er um hálfrar stundar róður út af Straumfi rði á Mýrum. Þar mun hafa orðið ket-ilsprenging í því.

Þriðji stýrimaður komst einn manna af úr slysinu, en með því fórust þrjátíu og átta menn, þeirra á með-al hinn heimskunni vísindamaður Jean Charcot.

Sá, sem bjargaðist, sagði frá því, að reynt hefði verið að setja út báta, eftir að skipið strandaði, en

þeir þegar brotnað í spón. Jafnframt kvað hann Charcot hafa gengið undir þiljur, meðan aðrir bjugg-ust björgunarbeltum, náð þar í Grænlandsmáf, sem hann hafði alið í búri, og sleppt honum frjálsum, áður en hann gekk sjálfur í dauðann.

Slysið hafði Guðlaugur séð á eldhúsgólfi nu á heim-ili sínu, eftir að hrakningarnir hófust, en um það bil hálfum sólarhring áður en sjálft slysið varð.

Þess má geta að lokum, að fátt kom Guðlaugi og eiginkonu hans á óvart. Gilti þar einu, hvort um var að ræða gestakomur, dauðsföll eða annað.

Helför Pourquoi pas?

Málverkið Feigðarsigling Pourquoi Pas? er eftir listamanninn og Njarðvíkinginn Eggert Guðmundsson (1906-1983). Hún var sýnd á málverkasýningu hans í Háholti í Hafnarfi rði 1982.

Wilson Muga á strandstað skammt undan Smiðshúsavör á Stafnesi. Myndina tók Björn Stefánsson.

Björn Stefánsson:

Er spennan horfi n?

Kassi undir ónýtar rafhlöður fæst hjá Kölku

Skilaðu rafhlöðunum þegar kassin er fullur

Flokkum og skilum

Skilaðu rafhlöðum til Kölku

Stap

apre

nt

Page 10: 4 FAXI FAXI 5mitt.is/faxi/Faxi mars 2007.pdf · grímur Pétursson. Í hópnum var Guðríður, gift kona úr Vestmannaeyjum, 16 árum eldri en kennarinn ungi. Talið er að hún

18 FAXI FAXI 19

Útvarpsdagskráin var blanda af þjóðlegum fróðleik og klassískri tónlist. Skamm-irnar dundu á Ríkisútvarp-inu þegar lag með Elvis var leikið þar fyrst árið 1956 í þætti Jónasar Jónassonar og Hauks Morthens, en það eru alltaf undantekningar frá reglunni og kaþólskur prestur í Landakoti, Hákon Lofts-son, hringdi í þáttarstjórn-endur sérstaklega til að lýsa hrifningu sinni á Elvis. Reynt var að halda unga fólkinu heima við með því að bæta óskalagaþætti inn á dagskrána sem varð upphafi ð að Lögum unga fólksins, einum langlífasta þættinum á dagskrá Ríkisútvarpsins.Ritskoðun á dægurlagatextum á Ríkisútvarp-inu vekur furðu í dag, en í tíðarandanum fólst að fólk ætti ekki að opna upp á gátt

fyrir erlendum menningarstraumum og ósiðsemi sem lesa mætti á milli línanna. Textar við lögin ,,Vagg og velta” með Erlu Þorsteinsdóttur og ,,Allt á fl oti” með Skapta Ólafssyni voru bannaðir og ekki mátti leika lögin í Ríkisútvarpinu. Afl eiðingin varð sú

Vagg og velta í hálfa öld

að plöturnar seldust enn betur. Dramatískar aðgerð-ir á borð við þær að brjóta plötur í beinni útsend-ingu vegna meintrar ósiðsemi eða vanvirðingar við þjóðskáld tíðkuðust í þá daga, en minna nú einna helst á einangrunarstefnu alræðisríkja. En í slíkum aðgerðum má líka fi nna samsvörun við McCarthy-ismann í sjálfu landi frelsisins sem gat af sér vaggið og veltuna.Kefl avíkurútvarpið var með þá tónlist á boðstólum sem æsku landsins þyrsti í og gætti togstreitu á milli þess og Ríkisútvarpsins, einkum þegar beinar út-sendingar voru frá Civilian Club á föstudagskvöld-um þar sem KK-sextettinn lék. Á meðan mældist vart hlustun á Ríkisútvarpið á Faxafl óasvæðinu. Fleiri íslenskar hljómsveitir á borð við fyrstu útgáfu Hljóma komu fram í Kefl avíkurútvarpinu og auk KK-sextettsins kom Þorsteinn Eggertsson fram í sjónvarpi hersins með hljómsveit sinni Beatniks. Íslendingar sátu einnig hinum megin hljóðnemans á Vellinum. Ólafur Stephensen sá um útvarpsþátt í Kefl avíkurútvarpinu á tímabili undir dulnefninu Sonny Greco.Bandarískar rokkbíómyndir sem sýndar voru í Reykjavík vorið 1957 og rokktónleikar hins breska Tony Crombie og hljómsveitar hans, The Rockets, í Austurbæjarbíói það sama vor, gerðu það að verkum að sannköllað rokkæði greip um sig hjá íslenskum unglingum. Þá kom Helena Eyjólfsdóttir fyrst fram og ákvað þá að helga sig tónlistinni. Danspör eins og Sæmi rokk og Lóa fóru að sýna listir sínar, hvort sem það var í bíósölum, á tónleik-um eða dansleikjum.Vinsælustu danshljómsveitir landsins, KK-sext-ettinn, Hljómsveit Svavars Gests og fl eiri þekktar sveitir, gáfu ungum söngvurum tækifæri til að spreyta sig á sviðinu. Elly Vilhjálms sló fyrst í gegn í prufu hjá KK nokkrum árum áður en rokkæðið skall á. En með rokkinu kom fram fjöldi ungra söngvara sem gerði út á það að ,,ná vel” hinum og þessum rokkstjörnum. Óli Ágústsson og Þorsteinn Eggertsson voru báðir kenndir við Elvis Presley; Garðar Guðmundsson var kallaður hinn íslenski Tommy Steele og Siggi Johnnie náði vel ýmsum stjörnum meðal blökkumanna og málaði sig jafnvel í framan með skósvertu því til áréttingar. KK-sext-ettinn var með prufur fyrir unga söngvara, einskon-ar Idol-keppni þess tíma og kom Mjöll Hólm fyrst fram á slíkri skemmtun í Austurbæjarbíói og einnig t.d. Silja Aðalsteinsdóttir, nú ritstjóri og rithöfund-ur. Skapti Ólafsson og hljómsveit hans fengu líka unga söngvara eins og Harald G. Haralds og Stefán Jónsson, síðar í Lúdó, upp á svið.Þegar leið að lokum sjötta áratugarins spruttu fram unglingahljómsveitir sem tóku upp á segulband úr Kanaútvarpinu eða öðrum erlendum stöðvum og léku nýjustu lögin á balli strax daginn eftir. Þekktust slíkra hljómveita varð Plútó, síðar Lúdó. Íslenskar hljómsveitir gátu fjórfaldað tekjur sínar með því að spila í klúbbum á Vellinum. Það var mikið líf og fjör í hljómsveitabransanum og þekkt-ustu sveitirnar spiluðu nánast á hverjum kvöldi vik-unnar, ýmist í Reykjavík eða á Vellinum, einkum í Civilian Club, Offi cer´s Club eða í Rockville.Þrjár til fjórar plötubúðir voru í Reykjavík sem voru jafnframt útgáfur. Fyrstu íslensku 45 snúninga plöt-urnar kom á markaðinn 1954. Þær voru auglýstar sem óbrjótanlegar og voru ódýrari en stórar plötur sem gat tekið allt að tíu tíma að vinna fyrir. Að meðaltali voru gefnar út fi mm til sex íslenskar plötur á ári á rokkárunum. Erlendar plötur komu seint, svo það gat komið sér vel að þekkja milli-

landasjómenn eða fl ugfreyjur.Unglingamenningin blómstraði og samfélagið breyttist hratt um 1960. Unglingastaðurinn Lídó var opnaður 1959 og rokkið var jafnvel tekið í sátt. Það kom í ljós að samfélagið fór ekki í bál og brand þó unglingarnir hefðu sitt rokk og ról. En þegar allt virtist vera á góðu róli kom bítlið og breytti öllu aftur. Unglingahljómsveitin Hljómar frá Kefl avík þurfti að skipta um hárgreiðslu. Nýtt unglingaæði skall á, öld táningsins var sannarlega runnin upp.Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem lagt hafa fram efni til þessarar sýningar í formi frásagna, ljós-mynda, útgefi ns efnis eða annars sem að gagni hefur komið: Eggerti Þór Bernharðssyni, Gunnari L. Hjálmarssyni, Jónatan Garðarssyni, Ólafi Steph-ensen, Friðþóri Eydal, Þorsteini Eggertssyni, Krist-jáni Kristjánssyni, Árna Scheving, Helenu Eyjólfs-

dóttur, Skapta Ólafssyni, Óla Ágústssyni, Haraldi G. Haralds, Jónasi Jónassyni, Ragnari Bjarnasyni, Sigurdór Sigurdórssyni, Mjöll Hólm, Silju Að-alsteinsdóttur, Steinunni Jóhönnu Hróbjartsdóttur, Jóni Kr. Ólafssyni, Garðari Guðmundssyni, Elfari Berg, Nökkva Svavarssyni, Sigga Johnnie, Birni G. Björnssyni, Rúnari Júlíussyni, Eyjólfi Her-bertssyni og fl eirum sem ekki er pláss til að telja upp hér. Einnig Ríkisútvarpinu, Kvikmyndasafni Íslands, Landsbókasafni Íslands-Háskólabókasafni, FÍH og Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Það er ekki um auðugan garð að gresja hvað snertir muni frá rokkárunum, en varðveitt efni, myndir og frásagnir svo margra varpa sterku ljósi á þetta mótunarskeið íslenska rokksins.

Ólafur J. Engilbertssonsýningarhöfundur

Sýningin í Poppminjasafninu opnar 31. mars og stendur í tvö ár

Rokkbylgjan sem skall á landinu af fullum þunga

vorið 1957 fól í sér mikla ögrun við íslenskt

samfélag. Þessi bylgja, sem í upphafi var ýmist

kölluð vagg og velta, rugg og rúll eða rokk og

ról, markaði að mörgu leyti tímamót. Sjötti ára-

tugurinn var tími haftastefnu og þjóðrækni, en

rokkið boðaði algera andstæðu þessa, hömluleysi

og alþjóðavæðingu. Auk þess fundu unglingar í

fyrsta sinn hverju þeir gátu fengið áorkað með

því að skapa eigin menningu. Hugtakið táningur

varð til. Hömlulaus tjáning rokksins birtist sem

uppreisn fyrir mörgum foreldrum á þessum tíma

og þeir upplifðu rokkið sem ögrun við þá brot-

hættu framtíð sem við blasti í haftasamfélaginu.

Unglingahljómsveitin Fimm í fullu fjöri með söngvaranum Guðbergi Auðunssyni 1959.

Elly Vilhjálms og Kristján Kristjánsson á tónleikum KK-sextettsins 1958.

KK-sextettinn 1957.

Ólafur Gaukur og Björn R. Einarsson taka lagið með hermönnum á Vellinum á sjötta áratugnum.

Page 11: 4 FAXI FAXI 5mitt.is/faxi/Faxi mars 2007.pdf · grímur Pétursson. Í hópnum var Guðríður, gift kona úr Vestmannaeyjum, 16 árum eldri en kennarinn ungi. Talið er að hún

20 FAXI FAXI 21

Uppruni Íslendinga og íslensk menning að fornu hefur ávallt verið Íslendingum hugleikin. Ný erfðavísindi breyta miklu um þekkingu manna um uppruna þjóðarinnar. Með því að rannsaka erfðaefni núlifandi Íslendinga (DNA) hefur verið sýnt fram á að 63 prósent landnámskvenna voru keltneskar frá Bretlandseyjum og um 80 prósent landnámskarla frá Noregi. Þessi mikla keltneska hlutdeild í landnáminu hlýtur að hafa skilið eftir sig spor í menningunni. Keltnesk áhrif í íslenskri tungu hafa jafnan verið talin lítil. Hermann Pálsson hefur fjallað um gelísk örnefni og orð í íslensku og Einar Ólafur Sveinsson og Gísli Sigurðsson hafa sýnt fram á töluverð menningar-áhrif í íslenskum fornbókmenntum og þjóðfræði og margar íslenskar þjóðsögur eiga sér keltnesk-an uppruna. Þá hefur Helgi Guðmundsson fjallað um málið í bók sinni „Um haf innan”.

Mikið um gelísk tökuorðTökuorð úr gelísku í norrænum málum telur Helgi

Guðmundsson vera 46. Þó segir hann hætt við að frekar sé oftalið en vantalið. Hann telur vera 32 gel-ísk orð í íslensku, 25 í færeysku, 11 í norsku og 1 í sænsku.

Menn hafa velt fyrir sér nokkrum tugum örnefna og nokkrum tugum tökuorða úr gelísku sem er að fi nna í íslensku. Svo er að sjá, að þar séu ekki öll kurl komin til grafar.

Guðrún Jónsdóttir frá Prestbakka sem lengi starfaði sem ritari doktors Sigurðar Þórarinssonar jarðfræð-ings lærði gelísku. Hún fór ung og dvaldi á Suð-ureyjum á eynni Norður-Ívist. Heimkomin gerði hún sér ljóst hve mikið var um gelísk tökuorð í íslenskum örnefnum. Hún benti á að aba í Apavatni væri líkleg-ast úr gelísku og þýði á. Nafn vatnsins sé því Árvatn.

Kaþólskar bænirFaðir Seán McTiernan sem starfaði um árabil sem

prestur nunnana í Stykkishólmi hefur bent á írsk orð í örnefnum á Íslandi. Seán er írskur og talar bæði gelísku og íslensku. Sem kaþólskur prestur með inn-sýn í hina fornu og nú horfnu írsku kristni sá hann að nokkrar fornar bænir sem varðveist hafa á Íslandi eru ekki kaþólskar heldur eldri og úr írskri kristni, sem hér var útbreidd á Vesturlandi og víðar á landnáms-öld. Hann telur að síða í bæjarnafninu Ægissíða sé írskt og þýði hóll. Saur í Saurbær þýðir mikill á írsku og Mel í Melkorka þýði hin hárlausa, Melur geti þýtt graslaust land. Freysteinn Sigurðsson jarðfræð-ingur sýndi fram á í grein í Múlaþingi að örnefnin Beinageitarfjall, Fáskrúðsfjörður og Arnarbæli eru írsk örnefni.

Ekki til í skandinavísku málunumÞað vekur strax athygli Íslendings sem lengi hefur

búið í Noregi, Danmörku eða Svíþjóð að mikill fjöldi orða sem notaður er í íslensku er ekki til í skandinavískum málum, dönsku, norsku og sænsku. Þetta á við mjög mikilvæg orð eins og strákur, stelpa og kennari. Öll þessi orð eru til í gelísku og merkja nokkurnveginn það sama. Íslensk orð tengd helstu atvinnuvegum, kvikfjárrækt, og fi skveiðum virðast mörg vera úr gelísku, þar á meðal orð eins og hrútur

og gemlingur, nöfn fugla og fi ska, t.d. súla, him-brimi, skúmur, ufsi og tros svo fáein dæmi séu nefnd.

Mikilvæg örnefni af gelískum upprunaÞegar orðabækur írskar, skoskar, welskar og frá

eynni Mön eru skoðaðar þá kemur í ljós að fjöldi keltneskra orða í íslensku er miklu meiri en hingað til hefur verið talið. Gelísk orð mynda mikilvæg örnefni á Íslandi: Nöfn fl óa, fjalla, útnesja, fl jóta, höfuðbýla, og jarða sem snemma komust í byggð. Sem dæmi um þetta má nefna, Heklu, Esju, Kötlu, Keili, Súlur, Skarðsheiði, Ok, Skorradal, Faxafl óa, Saurbæ, Sælingsdal og Flatatungu.

Hér á eftir verða upp talin nokkur þekkt örnefni víða um landið og nokkur á Reykjanesi og nágrenni og líklegar skýringar á þeim m.a. Apavatn og Haf-fjarðará. Það er sérkennilegt að skýra fjörð eftir hafi nu því allir fi rðir eru við hafi ð en á gelísku getu haf þýtt sumar og það gæti verið skýringin. Flest orðin sem örnefnin eru mynduð af eiga það sameig-inlegt að þau eru ekki til í öðrum norrænum málum en íslensku, þau er ekki að fi nna í norsku, dönsku og sænsku. Gelísku orðunum fylgja hér orðskýringar á ensku.

Hvaðan kemur apinn í Apavatni?Apavatn, Apalækir í austurhlíðum Nautárhnjúks í

Þorvaldsdal. Apalækir falla tveir úr Apalækjaskálum. Á milli þeirra eru Apalækjarbrekkur.

Apavatn þýðir árvatn eins og fyrr segir. Gelíska orðið er abhainn sem merkir á eða fl jót. Í forn-írsku var orðið abann. Orðið Abar er eingöngu til í pikt-neskum örnefnum í Skotlandi og þýðir samrennsli

eða ármót. Það gæti bent til þess að Apavatn sé örnefni ættað frá hinni fornu þjóð Piktum sem bjó þar sem nú er Skotland.

Hekla og FaxiHekla er eitt hættulegasta og hræðilegasta fjall á

Íslandi. Heklugos gátu með öskufalli valdi fjárfelli og hungursneyð. Hekla hefur eytt blómlegar sveitir í ógnarlegum hamförum eins og byggðina í Þjórs-

árdal. Það er með ólíkindum að þetta mikla fjall heiti eftir skuplu eða kápu eins og ýmsir hafa viljað halda fram. Út frá gelísku ber hún nafn við hæfi . Gelíska orðið Ecla þýðir „hin hræðilega”. (Írska eaguil, eagla. Mið-írska ecla, fornírska ecal lo.)

Skýring á nafninu Hekla sem er viðtekin er sú að fjallið dragi nafn af því að snjór í hlíðum þess myndi eins og kápu, heklu, eða heklað sjal. Dæmi um þessa skýringu er að fi nna í riti Einars Ólafs Sveinsson, „Um íslenskar þjóðsögur”

„Við norðausturhorn Suðurlandsundirlendisins blasir við hátt og mikilfenglegt fjall. Þjóðin hefur séð, að það mundi vera kona, og kennt það við snjóheklu hennar, sem gerir áhorfanda ofbirtu í augum á glöðum sólskinsdegi. Stundum eru fætur þessarar meginekkju sveipaðir þokuslæðum, svo að það er líkast því sem hún líði í lofti.”

Mörg íslensk örnefni eru dregin af orðinu faxi sem í gelísku merkir breiður eða víður. Dæmi: Faxafl ói. Faxi er víður foss í Tungufl jóti. Faxasker er breitt sker í Vestmannaeyjum. Faxi heitir foss í Norðurdal. Faxafl ói og Einbúafl ói heitir þar norðan við sem

Flókadalsá rennur um Hælsheiði ofan og austan Flókadals. Faxastaðir er nafn á eyðibýli í Grunnavík. Forn-írska orðið er fairsing, (ex-ang, ehang), velska f-ar-ex-ang.

Geirfugl - tólgarfuglGeirfugladrangur, Geirfuglasker. Gelíska orðið geir

þýða tólg. (Írska geir, velska gwer). Geirfugl gæti þýtt tólgarfugl. Geirfuglasker undan Reykjanesi var aðalvarpstaður geirfugla við Ísland. Það hvarf í sjó í eldsumbrotum árið 1830. Annað var fyrir austan land, nú nefnt Hvalbakur, það þriðja í Vestmanna-eyjum. Tveir síðustu geirfuglarnir voru drepnir þriðja júní 1844 í Eldey. Þar með var þessi fuglategund aldauða í heiminum. Geirfuglinn var stærstur svart-fugla. Hann var ófl eygur og hefur verið feitur. Um hann segir Lúðvík Kristjánsson : „ Geirfuglinn var 3-4 kg á þyngd álíka og súluungar. Hann var sökum stærðar eftirsóttur til matar og eins eggin. Hann var feitur, kjötið magurt og án þráa. Í honum var 1/4 kg af mör.”

Ferðir út í Geirfuglasker undan Reykjanesi, að-alvarpstöð geirfugla við Ísland var áhættusöm en ábatasöm. Heimild er til um það að hverjum manni sem tók þátt í för út í Geirfuglasker hafi verið greitt álíka mikið og hann gat fengið sumarlangt í kaupa-vinnu á Norðurlandi.

Hvað merkir Gullbringusýsla?Fjölmörg örnefni hafa gull- sem forskeyti. Dæmi:

Gullbringa, Gullbringusýsla. Einnig í bæjarnöfnum: Gullhús á Snæfjallaströnd, Gullbringa í Svarfaðardal, Gullbrekka í Saurbæjarhreppi, Eyjafi rði. Gulltunga er eyðibýli í landi Gullbrekku, Gullberastaðir í Borg-arfi rði.

Gelíska orðið gual merki kol (írska gual: goulo-, geulo. Velska glo, bretónska glaou (skylt enska orð-inu glow).

Í jarðabók Árna Magnússonar um Eyjafjarðarsýslu sem samin var 1712 og 1713 segir að Saurbæjar-hreppur kallist líka Gullbrekkuhreppur og af sumum Gullhreppur. Saurbæjarhreppur hefur verið góður til búsetu og þar vaxið góðir birkiskógar til nytja. Þar standa enn leifar af vörpulegum birkiskógi, Leyn ingsskógur. Tréin þar eru óvenju glæsileg og hávaxin og gefa hugmynd um það sem verið hefur víðar í hreppnum. Þá eru skógarleifar í Sölvadal. Nafn dals-ins bendir ef til vill til skógar sem og önnur örnefni, t.d. bæjarnafnið Björk. Kannski hafa hreppsbúar gert til kola í stærri stíl en annars staðar og selt sér til búdrýginda eða þar verið iðnaðar eins og járn-vinnsla sem byggði á góðu aðgengi að kolaskógi. Út frá gelísku má skýra Gullbrekku sem kolabrekku, og Gullhrepp sem kolahrepp. Nafnið sé dregið af atvinnuháttum eins og væntanlega er raunin um Skilmannahrepp undir Akrafjalli. Sömu skýringar má nota á Gullbringu. Björn Þorsteinsson prófessor hélt því fram að Reykjanes hafi allt verið viði vaxið

á fyrstu öldum byggðar og þar hafa væntanlega verið góðir skógar til kolagerðar.

Ýmis önnur örnefniKeilir. Írska ceil: hylja (e. conceal). Fornírska

celim, velska celu. Kleifarvatn. Til eru Kleifar í Gilsfi rði, Kleifar, bær

í Þorvaldsdal, Kleif í Brakárdal, Kleif í Heiðardal. Írska cleit: kleif (e. bar, ridge)

Krísuvík. Írska crios: belti, ól, umgjörð. Fornírska criss, velska crys, bretónska kreis.

Gnúpur. Stóri-Núpur, Gnúpverjahreppur. Gnúpufell bær í Saurbæjarhr. Eyjafi rði. Írska gnob: hrúga, haugur (e. knob)

Grindaskörð, Grindavík. Fornírska grind eða grinn: bjartur, fagur, ljós. Grindill var landnámsbær Nafar-Helga í Fljótum í Skagafi rði.

Gufuskálar, Gufunes, Gufuá og Gufufjörður. Írska gobha, gobhainn: smiður. Velska gof, fl . gofi on. Samkvæmt þessu gæti gufa þýtt bæði smiður og þröstur. Öll þessi Gufu-örnefni frá Reykjanesi um Snæfellsnes til Barðastrandar eru skýrð í Landnámu með því að þau heiti eftir Katli gufu landnámsmanni.

Lómagnúpur, Lómahnúkar eru örnefni efst á Grónesfjalli í A-Barðastrandarsýslu. Gelíska orðið er glomhas, sem merkir klettur eða gljúfur (e. cleft)

Þessi örnefni sem hér eru talin eru í hópi mjög margra örnefna á Íslandi sem sum hver eru torskýrð út frá norrænu en auðskýrð út frá gelísku. Hér er ekki verið að fullyrða að þetta sé réttara en annað en einungis boðið upp á aðferð til skýringa til viðbótar þeim sem fyrir eru.

Skatastaðir. Írska scáthach: skuggi. Fornírska scáth, e. shadow. Skatastaðir í Skagafi rði standa vestan megin í Austurdal á ská á móti Silfrastöðum. Um tveimur kílómetrum innan við Skatastaðabæinn er fjallið þverhnípt og kastar dökkum skugga þar heita Skuggabjörg. Þar eru gamlar bæjarrústir. Til þess að skýra bæjarnafnið Skatastaðir býr Landsnámu-höfundur til mann sem hafi heitið Skati og settist að á Skatastöðum. Um Skata þennan er annars ekkert vitað. Til að skýra torskýrð gelísk örnefni býr Landnámuhöfundur til landnámsmenn sem oft hafa keltnesku viðurnefni eins og Þorstein Svörfuð í Svarfaðardal. Stundum eru þetta hópar írskra þræla sem drepnir eru hér og þar til þess að skýra örnefni. Þanning voru þrælar Hjörleifs drepnir í Vestmanna-eyjum m.a. Dufþakur í Dufþaksskor og þrælar Ketils Gufu drepnir í Borgarfi rði, Flóki í Flókadal og Skorri í Skorradal.

Helgi Guðmundsson; Um haf innan, Rvk. 1997, bls. 126 og 164Einar ÓL.Sveinsson; Um íslenskar þjóðsögur, Rvk., 1940, bls.307 til 308Árbók Barðastrandarsýslu 2003 bls. 39Lúðvík Kristjánsson ; Íslenskir sjávarhættir V, Rvk. 1986, bls. 265Árni Magnússon og Páll Vídalín, Jarðabók, tíunda bindi, Kaup-mannahöfn 1943, bls. 231

Keltnesk örnefni á Reykjanesi og víðar

Frá Vatnsleysuströnd. Hér sést yfi r Faxafl óa og Esjan er í baksýn. Bæði þessi örnefni gætu verið af keltneskum uppruna. Ljósmynd: Svavar Ellertsson.

Keilir. Írska orðið er ceil sem táknar að hylja. Töldu írskir landnámsmenn að þetta formfagra fjall hyldi einhvern merkilegan leyndardóm?

Frá Krísuvík

Þorvaldur Friðriksson er fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Hann stundaði nám í fornleifafræði í Svíþjóð og skrifaði BS-ritgerð um keltnesk áhrif í íslenskri húsagerð.

Þýðir nafnið Hekla "hin hræðilega" eða þýðir það "heklað sjal"? Miðaldamenn voru allavega ekki í neinum vafa um að Hekla væri inngangur helvítis og einn af samtímamönnum Lúthers skrifaði um hana: ",, Upp úr botnlausri hyldýpisgjá Heklu-fells, eða öllu heldur neðan úr helvíti sjálfu, berast ömurleg óp og háværir kveinstafi r, svo að heyra má þann harmagrát í margra mílna fjarlægð."

Page 12: 4 FAXI FAXI 5mitt.is/faxi/Faxi mars 2007.pdf · grímur Pétursson. Í hópnum var Guðríður, gift kona úr Vestmannaeyjum, 16 árum eldri en kennarinn ungi. Talið er að hún

22 FAXI FAXI 23

Útskrift Fjölbrautaskóla Suðurnesja á haustönn 2006

Adam Hart Rúnarsson Fjeldsted

Heiðarholti 38a 230 Reykjanesbær

Náttúrufræðibraut 1999

Arnar StefánssonSmáratúni 38

230 ReykjanesbærMeistaranámsbraut

rafvirkunar

Bjarni Steinar SveinbjörnssonSmáratúni 38

230 ReykjanesbærIðnbraut húsasmíði

Björgvin OttóssonGlæsivöllum 8 240 Grindavík

Félagsfræðibraut 1999

Chalida JaideeOddnýjarbraut 5

245 Sandgerði Náttúrufræðibraut 1999

Eggert Daði Pálsson Stafholti

240 Grindavík Verknámsbraut rafvirkjunar-01

Einar Snorrason Melavegi 5

260 Reykjanesbær Verknámsbraut rafvirkjunar-01

Eva Rún Sigurðardóttir Hafnargötu 1

190 Vogar Sjúkraliðabraut-03

Garðar Árni Sigurðsson

Austurgötu 21 230 Reykjanesbær Tölvufræðibraut

Guðmundur Benjamínsson Heiðarbraut 9b

230 Reykjanesbær Félagsfræðibraut 1999

Guðmundur Daníel Jakobsson

Birkiteigi 14 230 Reykjanesbær

Viðskiptabraut

Guðrún Ásta Bergsteinsdóttir

Sólvöllum 8 240 Grindavík

Verknámsbraut rafvirkjunar-01

Guðrún Ósk Guðmundsdóttir

Kirkjuvegi 15 230 Reykjanesbær

Náttúrufræðibraut 1999

Gunnhildur Gunnarsdóttir Krossmóa 1

260 Reykjanesbær Félagsfræðibraut 1999

Halldór Andri Halldórsson Þórustíg 13

260 Reykjanesbær Félagsfræðibraut 1999

Harpa Jóhannsdóttir Greniteigi 21

230 Reykjanesbær Tölvufræðibraut

Harpa Rakel Hallgrímsdóttir Heiðarhrauni 28 240 Grindavík Viðbótarnám

til stúdentsprófs

Heiða Rut Guðmundsdóttir

Lyngmóa 14 260 Reykjanesbær

Félagsfræðibraut 1999

Helga Gunnólfsdóttir Þverholti 14

230 Reykjanesbær Málabraut 1999

Helga Rut Hallgrímsdóttir Heiðarhrauni 28 240 Grindavík

Náttúrufræðibraut 1999

Ingi Eggert Ásbjarnarson

Miðgarði 5 230 Reykjanesbær

Félagsfræðibraut 1999

Ingibjörg Ósk Erlendsdóttir Kjarrmóa 13

260 Reykjanesbær Uppeldisbraut

Irmý Ósk Róbertsdóttir Heiðargili 4

230 Reykjanesbær Málabraut 1999

Íris Edda Heimisdóttir Sunnubraut 52

230 Reykjanesbær Tölvufræðibraut

Katrín Pétursdóttir Hlíðargötu 21 245 Sandgerði Viðbótarnám

til stúdentsprófs

Kristjana Björg Vilhjálmsdóttir

Eyjaholti 15 250 Garður

Félagsfræðibraut 1999

Magnús Margeir Stefánsson Hátúni 34

230 Reykjanesbær Listnámsbraut

María Rán Ragnarsdóttir Freyjuvöllum 14

230 Reykjanesbær Viðbótarnám

til stúdentsprófs

Marína Ósk Þórólfsdóttir Bakkavegi 21

230 Reykjanesbær Málabraut 1999

Nerea Einarsdóttir Alvarez

Smáratúni 28 230 Reykjanesbær

Náttúrufræðibraut 1999

Óskar Sigþórsson Lágmóa 9

260 Reykjanesbær Félagsfræðibraut 1999

Rakel Lárusdóttir Heiðarbakka 8

230 Reykjanesbær Félagsfræðibraut 1999

Samúel Albert William Ólafsson Bragavöllum 17

230 Reykjanesbær Félagsfræðibraut 1999

Sigríður Reynisdóttir Hjallavegi 3h

260 Reykjanesbær Félagsfræðibraut 1999

Sigurður Rúnar Karlsson

Vesturbraut 10 240 Grindavík

Náttúrufræðibraut 1999

Stefán Þór Haraldsson Heiðarhvammi 1f 230 Reykjanesbær

Félagsfræðibraut 1999

Svanhildur Guðbj Þorgeirsdóttir

Selsvöllum 4 240 Grindavík

Meistaranámsbraut húsasmíða

Sveinn Þórhallsson Faxabraut 41a

230 Reykjanesbær Náttúrufræðibraut 1999

Thelma Dögg Ægisdóttir Hraunholti 11 250 Garður

Sjúkraliðabraut-03

Yrsa Brá Heiðarsdóttir Faxabraut 14

230 Reykjanesbær Viðbótarnám

til stúdentsprófs

Þórunn Kristín Kjærbo Holtsgötu 42

245 Sandgerði Tölvufræðibraut

Þuríður Rún Emilsdóttir

Glæsivöllum 1 240 Grindavík Viðbótarnám

til stúdentsprófs

Freyr Gunnarsson Reynistað í Garði

250 Garður Meistaranámsbraut

rafvirkunar

Guðbjörg Reynisdóttir Bjarmalandi 5 245 Sandgerði Viðbótarnám

til stúdentsprófs

Guðmundur Hallur Hallsson Hátúni 23 230 Reykjanesbær

Náttúrufræðibraut 1999

Guðmundur Torfi Rafnsson Miðhúsum

250 Garður Náttúrufræðibraut 1999

Guðni Freyr Róbertsson Heiðargili 4

230 Reykjanesbær Verknámsbraut rafvirkjunar-01

Róbert Pálsson Suðurgötu 23 245 Sandgerði

Náttúrufræðibraut 1999

Innritun á haustönn 2007Fjölbrautaskóli Suðurnesja er skóli allra Suðurnesjamanna. Við bjóðum fjölbreytt nám hvort heldur er á bóknáms-, starfsnáms- eða verknámsbrautum. Í skólanum eru yfir 1000 nemendur og öll aðstaða til fyrirmyndar. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans www.fss.is Umsóknarfrestur eldri nemenda sem ekki hafa innritað sig nú þegar er til 16. maí.Innritun nýnema verður rafræn en þeim sem þess óska er velkomið að koma í skól-

ann og fá aðstoð við innritunina en henni lýkur 11. júní. Ef tryggja á nemendum skólavist þá er mik-ilvægt að umsóknir berist tímanlega. Nemendur fá síðan sendan gíróseðil og greiðsla hans staðfestir skólavist. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu skólans og þar er jafnframt hægt að panta viðtal við náms-ráðgjafa. Síminn á skrifstofunni er 421-3100.

Virðing - Samvinna - Árangur

Page 13: 4 FAXI FAXI 5mitt.is/faxi/Faxi mars 2007.pdf · grímur Pétursson. Í hópnum var Guðríður, gift kona úr Vestmannaeyjum, 16 árum eldri en kennarinn ungi. Talið er að hún

to

n/

A

5.000 kr. verða 7.000 kr.Allir sem gefa fermingarbarni 5.000 króna gjafabréf í Framtíðarsjóð Sparisjóðsins fá 2.000 króna framlag frá Sparisjóðnum. Gefðu gjöf sem ávaxtar sig strax!

Ber hæstu vexti almennra innlánsreikninga

Engin lágmarksinnborgun

Verðtryggður

Bundinn til 18 ára aldurs

Kjör haldast óbreytt þó innstæða sé ekki tekin út við 18 ára aldur

Framtíðarsjóður

Kíktu inn á spar.is og reiknaðu út ávöxtun á sparnaði í Framtíðarsjóði Sparisjóðsins.

Gjöf sem stækkar í pakkanum

Sparisjóðurinn í Keflavík | Tjarnargötu 12-14 | 230 Reykjanesbær | Sími: 421 6600