3. tbl. - 72. árgangur 2012 afmælisritmitt.is/faxi/3. tbl vsfk 2012.pdf · 2013. 5. 11. · 3....

25
3. tbl. - 72. árgangur 2012 Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Af lisrit

Upload: others

Post on 19-Jan-2021

3 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: 3. tbl. - 72. árgangur 2012 Afmælisritmitt.is/faxi/3. tbl VSFK 2012.pdf · 2013. 5. 11. · 3. tbl. - 72. árgangur 2012 ... 2 Afmælisblað VSFK Afmælisblað VSFK 3 Sendum VSFK

3 . t b l . - 7 2 . á r g a n g u r 2 0 1 2

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis

Afmælisrit

Page 2: 3. tbl. - 72. árgangur 2012 Afmælisritmitt.is/faxi/3. tbl VSFK 2012.pdf · 2013. 5. 11. · 3. tbl. - 72. árgangur 2012 ... 2 Afmælisblað VSFK Afmælisblað VSFK 3 Sendum VSFK

2 Afmælisblað VSFK Afmælisblað VSFK 3

Sendum VSFKárnaðaróskir

í tilefni 80 áraafmælisins

Sendum VSFKárnaðaróskir

í tilefni 80 áraafmælisins

Sendum VSFKárnaðaróskir

í tilefni 80 áraafmælisins

Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis

Afmælisblað

Verkalýðs-

og sjómannafélags

Keflavíkur og nágrennis

1932 - 2012

Útgefendur: VSFK og Faxi

Ábyrgðarmaður: Kristján Gunnarsson

Ritstjóri: Eðvarð T. Jónsson,

netfang: [email protected]ími 772 4878.

Blaðstjórn: Kristján Gunnarsson,

Jóhannes D. Halldórsson,Karl Steinar Guðnason og Eðvarð T. Jónsson.

Prentvinnsla: Stapaprent ehf. Grófin 13c,230 Keflavík. Sími 421 4388

Netfang: [email protected]

Forsíðumynd: Olía á striga, Bragi Einarsson

Sendum VSFKárnaðaróskir

í tilefni 80 ára afmælisins

Árið 1932 var erfitt ár á vinnumark-aði, ekki bara hér á Íslandi heldur út um allan hinn vestræna heim,

þar sem kreppa grúfði sig yfir mannlífið. Í Reykjavík börðust menn með hnefum fyrir aukinni atvinnubótavinnu og gegn launa-lækkunum í því sem þekkt er í sögunni sem Gúttóslagurinn. Rúmum mánuði eftir þá uppákomu í bæjarstjórn Reykjavíkur komu 19 kjarkaðir verkamenn í Keflavík saman í og stofnuðu verkalýðsfélag. Allt frá aldamótun-um 1900 höfðu stéttarfélög sprottið upp víða um land undir gunnfána jafnréttis, frelsis og bræðralags. Í fylkingarbrjósti voru ein-staklingar sem skynjuðu að verkalýðurinn var sterkari ef hann stóð saman og sameinaður gæti hann staðið gegn ofurvaldi atvinnurekendanna. Sameinað næði launafólk árangri í réttindabaráttu sinni og í kröfunni fyrir hærra kaupi og meiri velferð. Í lok árs 1932 var komið að Keflavík að slást í stækkandi hóp bæjarfélaga á Íslandi þar sem stéttarfélag barðist fyrir bættum kjörum síns launafólks. Stofnun Verkamannafélags Keflavíkur var mikið framfaraskref fyrir verkamenn á Suðurnesjum þó ekki gengju mál þrautalaust fyrir sig í byrjun. Mættu félagsmenn til að mynda skefjalausu ofbeldi atvinnurekenda sem greinilega óttuðust það afl sem var að fæðast. Sú saga er tíunduð á öðrum stað í þessu veglega afmælisriti.

Það er mér, sem forseta Alþýðusambands Íslands, sérstaklega ánægjulegt að bera ykkur kveðju ASÍ á þessu stórafmæli félags-ins. Það vill nefnilega þannig til, að Verkalýðs- og sjómannafélag

Keflavíkur og nágrennis er fyrsta stéttar-félagið sem ég gekk í. Það er mér mjög minn-istætt þegar ég sem 16 ára táningur vippaði mér inn á kontor félagsins á efri hæðinni í Víkinni, þar sem Karl Steinar Guðnason réð ríkjum og skráði mig í félagið. Þó ég hafi innt Karl Steinar eftir því, hvers vegna ég fengi ekki félagsskírteinið strax afhent og hvort líkur væru á því að trúnaðarmannaráðið myndi hafna inngöngu minni í félagið þegar hann sagði mér að umsóknin yrði lögð þar fyrir, er ljóst að þann dag varð ég maður með mönnum, ég var orðin partur af ein-hverju stærra, einhverju sem skipti máli. Ekki óraði mig hins vegar fyrir því í hvaða

hlutverki ég ætti eftir að enda, þó þessi tilfinning um að tilheyra einhverju stærra hafi alltaf verið til staðar.

Alþýðusamband Íslands sendir Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis heillaóskir á 80 ára afmælinu með ósk um bjarta framtíð og von um að leiðir okkar muni liggja saman um ókomin ár í baráttunni fyrir bættum kjörum og réttindum launafólks. Það hefur margt áunnist en við megum aldrei slaka á kröfunni.

Gylfi Arnbjörnsson,forseti Alþýðusambands Íslands

Afmæliskveðja frá Alþýðusambandi Íslands

Efnisyfirl i t

Atvinnuleysið hefur leikið okkur gráttViðtal við Kristján Gunnarsson 4

Sjúkrasjóður VSFKViðtal við Ingibjörgu Magnúsdóttur 12

Allir samningar stóðu eins og stafur á bókViðtal við Björn Jóhannsson 14

Enga nagla í þessa helvítis bolsaViðtal við Ólaf Björnsson 18

Samstaðan rofnaði aldreiViðtal við Karl Steinar Guðnason 24

Látnar afrekskonur 32

Forystukonurnar unnu flestar í háeffViðtal við Ragnhildi S. Jónsdóttur 34

Söguleg stofnun verkalýðsfélags í Keflavík 36

Átökin um Huldu 37

Yfirburðamaður við samningaborðið 38

Pöntunarfélagið í Keflavík 40

Vélstjóradeildin stofnuð 42

Verkó – nýtt skóla- og samkomuhús VSFK 44

Heiðursfélagatal 46

Gömul gögn í fórum VSFK 47

Page 3: 3. tbl. - 72. árgangur 2012 Afmælisritmitt.is/faxi/3. tbl VSFK 2012.pdf · 2013. 5. 11. · 3. tbl. - 72. árgangur 2012 ... 2 Afmælisblað VSFK Afmælisblað VSFK 3 Sendum VSFK

4 Afmælisblað VSFK Afmælisblað VSFK 5

Þ að voru erfiðir tímar og atvinnu-leysi á Suðurnesjum fyrir tuttugu árum þegar Kristján Gunnarsson,

formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, tók við for-mennsku af Karli Steinari Guðnasyni. Karl Steinar hafði þá verið starfandi formaður í um tvo áratugi. Tölur um fjölda atvinnulausra hækkuðu ört á þessum tímum, það mæddi mjög á verka-lýðsforystunni í Keflavík og úrlausnir í atvinnumálin voru ræddar í þaula frá ýmsum hliðum. Mikið vatn hefur til

sjávar runnið á þessum tveimur áratugum og enn siglir VSFK krappan sjó. Í þessu afmælisviðtali ræðir Kristján nokkrar af ástæðunum fyrir atvinnuleysinu á Suð-urnesjum, leiðirnar sem verkalýðsfélagið hefur farið til að greiða úr málum fyrir félagsmenn sína og margt fleira.

Atvinnuleysið aðflutt að hlutaKristján Gunnarsson er 58 ára gamall. Hann flutti til Keflavíkur fyrir 40 árum, lagði stund á sjómennsku en fór síðar til starfa á Keflavíkurflugvelli. Í framhaldi

af því nam hann húsasmíði og starfaði sjálfstætt á því sviði uns hann hóf störf hjá samtökum verkalýðsins hér suður með sjó. Hann hafði strax við komuna til Keflavík-ur fengið að vita hjá tengdaföður sínum, Jóhanni Alexandersson, að það væri skylda að sækja félagsfundi í VSFK. Nú í árslok 2012 fagnar félagið áttræðisafmæli sínu en félagsmenn hafa þó kannski ekki ríka ástæðu til að gleðjast því atvinnuleysið hef-ur leikið félagsmenn grátt. Atvinnuleysið var um tíma 23% en er komið niður í 11% um þessar mundir.

Kristján Gunnarsson, formaður VSFK:

Atvinnuleysið hefur leikið okkur grátt á Suðurnesjum

„Ég sótti minn 20. aðalfund hjá verka-lýðsfélaginu í apríl síðastliðnum,“ segir Kristján. „Þar var það nánast rauði þráð-urinn í máli manna að við hefðum aldrei komist almennilega út úr atvinnuleysinu sem hófst hér á svæðinu uppúr 1992 þegar ég tók við sem formaður. Ástæðan er kannski ekki alveg eins einföld og margir vilja vera láta. Við höfum séð gríðarlegar breytingar verða hér á Suðurnesjum, ekki síst varðandi fólksfjölgun. Við sjáum líka að þetta atvinnuleysi sem hefur hrjáð okkur lengi hefur ekki endilega orðið til hér á Suðurnesjum. Ég hef haldið því fram og get stutt það gögnum, að verði mikill sam-dráttur í atvinnu úti á landi er tilhneiging til þess að atvinnuleysið flytjist hingað til okkar. Fólki finnst meiri von að fá vinnu á Suðurnesjum, og þá ekki endilega á Kefla-víkurflugvelli. Staðreyndin er sú að þegar atvinnuleysi gerir vart við sig annarsstaðar á landinu flytur fólk burt það getur og ekki er í átthagafjötrum eða bundið í báða skó af persónulegum ástæðum. Atvinnuleysi hér á Suðurnesjum hefur til skamms tíma

ekki orðið til þess að menn flytji eitthvað annað. Atvinnuleysi úti á landi gerir það hinsvegar að verkum að menn flytja gjarn-an á suðvesturhornið. Þeir komast síðan að raun um að húsnæðiskostnaður í Reykjavík er gríðarlega hár en lægri á Suðurnesjum. Vegalengdir eru stuttar, þéttbýlissvæðin hér bjóða upp á ákveðin lífsgæði og því er næsta víst að töluvert af atvinnuleysinu hér á Suðurnesjum er að einhverju leyti vanda-mál sem flyst til okkar frá öðrum stöðum.

Við höfum aldrei náð að komast al-mennilega upp úr þeirri miklu lægð sem varð á tíunda áratugnum og kvótakerfið átti mestan þátt í að skapa. Guðrún heitin Ólafsdóttir, sem var varaformaður VSFK til margra ára, tengdi bágborið atvinnuástand mjög við þetta kerfi og þær búsifjar sem það olli okkur. Kvótinn fór, við sátum eftir með atvinnuleysið og höfum aldrei náð að rétta almennilega úr kútnum. Þegar ég lít yfir farinn veg og skoða þessi tuttugu ár í mínu starfi blasa við gríðarlegar breytingar á verkalýðsfélaginu, starfi þess og raunar allri samfélagsþróuninni.“

Einmanalegar samkomur„Nándin í félagsstarfinu er mun minni en áður,“ heldur Kristján áfram. „Áður sóttu menn félagsfundi og samkeppnin um athygli fólksins var öðruvísi. Núna erum við að takast á við íþróttafélögin og alla þá miklu og fjölbreyttu afþreyingu sem er í boði í dag. Það er ekki lengur forgangsatriði hjá fólki að mæta á fundi hjá stéttarfélaginu

sínu jafnvel þótt við reynum að lokka félag-ana til okkar með ýmsu móti, t.d. á fræðslu-fundi og ýmsar aðrar uppákomur. Stétt-arfélagsfundir eru einmanalega samkomur í dag. Ég sagði eitt sinn í viðtali hvernig ég hefði fyrst komið að VSFK. Þá kom ég á fund hjá Karli Steinari, var nýfluttur til Suðurnesja, og var látinn vita að það mættu allir á fundi í VSFK. Þá var forgangsröðin þessi. Það var yfirleitt alltaf húsfyllir og þar voru menn ekkert að skafa utan af því, töluðu með öllum kjaftinum og fóru svo út sáttir og sameinaðir til verka.

Við höfum tekið það til bragðs að fara með fundina um kjaramálin út á vinnu-staðina og hitta fólkið. Ég næ sambandi við fleiri verkamenn og verkakonur ef ég held einn fund á vinnustað en á fjórum félags-fundum hérna í höfuðstöðvum VSFK. Í dag beitum við þeirri aðferð að nálgast félagana gegnum tölvurnar og tæknina. Allar kosn-ingar og atkvæðagreiðslur fara fram með heimsendum atkvæðaseðlum eða í gegnum tölvupóst. Við höfum verið að gera tilraunir með rafrænar kosningar í verkalýðshreyf-ingunni en okkur til mikilla vonbrigða minnkaði þátttakan þegar við fórum yfir í rafrænt. Póstatkvæðin hafa reynst best og gefa bestu svörunina. Við höfum líka verið að gera kannanir í tólfta sinn núna, stóru Flóakönnunina svonefndu. Við notum þá sama spurningavagninn og erum að fá fína svörun, 50-60 prósent, sem telst ekki slæmt. Við þurfum reyndar að lokka fólk til að taka þátt í þessum könnunum með því að

Félagmenn í kröfugöngu 1. maí. Á myndinni má þekkja Guðmund Finnsson, Hjalta Þór Ólafsson og Guðrúnu E. Ólafsdóttur.

Page 4: 3. tbl. - 72. árgangur 2012 Afmælisritmitt.is/faxi/3. tbl VSFK 2012.pdf · 2013. 5. 11. · 3. tbl. - 72. árgangur 2012 ... 2 Afmælisblað VSFK Afmælisblað VSFK 3 Sendum VSFK

6 Afmælisblað VSFK

bjóða upp á happdrætti, peningavinninga og annað. Spurningarnar snúast fyrst og fremst um launin og launakjörin. Við rannsökum þróun þeirra í samhengi við fyrri ár, beinum spurningum til atvinnulausra og grennsl-umst sérstaklega fyrir um þeirra hagi. Einnig spyrjum við um húsnæðismálin, hvort fólk eigi eða leigi, hvernig þróunin hafi verið á húsaleigunni og um annan kostnað. Við spyrjum um líðan fólks hvort sem það er at-vinnulaust eða í vinnu, t.d. hvort það upplifi einelti. Breytingarnar hafa orðið gríðarlega miklar og þróuninni hefur fleygt fram bæði til góðs og ills. Það var góður maður hjá mér

í gær. Við litum yfir farinn veg og síðustu 40 ár og vorum að velta fyrir okkur stöðunni þá og núna. Þegar við lítum yfir farinn veg og íhugum stöðuna sjáum við hinsvegar að sem betur fer höfum við oft gengið til góðs í þessum efnum. Við sjáum stundum ekki sigrana fyrr en löngu seinna.“

Mikið karpað„Á þessum síðustu 20 árum höfum við komið meira að landsstjórn samtakanna, bæði ASÍ og Starfsgreinasambandinu, en því er ekki að neita að við höfum orðið fyrir ákveðnum vonbrigðum. Persónuleg

átök eru því miður allt of algeng í verka-lýðsfélögunum á landsvísu og þessi átök trufla starfið fyrir hinn almenna félags-mann. Það er mikið karpað og ekki bara um málefni. Í verkalýðshreyfingunni er því miður að finna lýðskrumara sem reyna að kaupa sér vinsældir með því að slá fram hugmyndum um hluti sem þeir sjálfir vita að eru fullkomlega óraunhæfir. Þetta getur tekið ótrúlega mikla krafta frá forystunni sem leitast við að sinna sínu upprunalega hlutverki, sínum grunnskyldum. Mér finnst þetta dapurlegt á þessum síðari tímum þegar menn ættu að vera komin yfir flokks-

pólitísku átökin en þau eru sem betur fer að mestu horfin. Fyrstu ASÍ þingin sem ég sat voru sérstök að þessu leyti því þegar stillt var upp í stjórnir réði pólitísk skipting í öllum stjórnum og ráðum, þar þurfti fjór-flokkurinn að fá sitt sæti. Síðast af öllu var farið að velta því upp hvort skiptingin væri eðlileg milli karla og kvenna. Þetta hefur til allrar hamingju breyst og nú er lögð áhersla á að hæfasta fólkið skipi öll ráð og nefndir.“

Nýtt og glæsilegt húsnæðiVSFK hafði í meira en þrjá áratugi höf-uðstöðvar að Hafnargötu 30, en í maí 2009 flutti félagið í nýtt og glæsilegt húsnæði að Krossmóum 4.

„Við tókum ákvörðun um að flytja hingað eftir að við höfðum í mörg ár reynt að tala við önnur stéttarfélög um sameiningu á einum stað í einu húsi þar sem við gætum samnýtt kraftana. Það hefur ekki gengið nógu vel,“ segir Kristján. „Við eigum Vík-ina ennþá og liggur ekki á að selja hana. Þetta er söguríkt hús og við viljum að það verði notað til góðra verka. Einhverjir hafa viljað kaupa það og setja upp pöbba. Við áttum líka Sæborgu í Garðinum en seldum sóknarnefndinni húsið við sameiningu VSFK og verkalýðsfélagsins þar. Við von-uðumst fyrst til að geta verið á Tjarnargöt-unni, þar sem við höfðum keypt lóð sem Reykjanesbær síðan eignaðist. Loks náðum við heilladrjúgu samkomulagi um að þrjú

stéttarfélög flyttu saman á einn stað. Þau er Verkalýðs og sjómannafélagið, Félag iðn- og tæknigreina (FIT) sem áður var Iðnsveina-félag Suðurnesja, og loks Starfsmannafélag Suðurnesjabyggða. Þessi félög hafa stækkað og vissulega höfum við líka stækkað. Við viljum nú að ræða við Sandgerðinga og Grindvíkinga um hvort þeir vilji ekki koma

að þessu samstarfi með okkur. Það tókst semsagt fyrir 3 árum að komast í þetta ágæta húsnæði í mjög góðu samstarfi við Kaupfélag Suðurnesja. Það hefur alltaf ver-ið einstaklega gott samband milli okkar og Kaupfélagsins, enda má rekja uppruna þess til pöntunarfélagsins sem verkalýðsfélagið stofnaði á fyrstu árum sínum. Kaupfélagið

Eins og flestir forkólfar og talsmenn verkalýðshreyfing-arinnar hefur Kristján Gunnarsson marga fjöruna sopið í samskiptum sínum við atvinnurekendur og óánægða félags-

menn.„Það er fátt sem kemur manni á óvart lengur,“ segir hann. „Menn

hafa gert einhverjar tilraunir til að bera á okkur fé fyrir að miðla málum eða láta af kröfum. Við fáum hótanir um líkamsmeiðingar og jafnvel líflátshótanir í þokkabót. Einn félagi hringdi og var ákaflega óhress með mig. Við höfðum tekið hann af atvinnuleysisbótum því hann var í fullri vinnu og nýtti sér bæturnar sem aukatekjur. Hann var heiftugur, lét rigna yfir mig ókvæðisorðum. Ég var búinn að taka þetta frá honum og núna ætlaði hann að koma og drepa mig. Mér þótti þetta dálítið undarlegt, vissi ekkert hvernig ég átti að bregðast við því það eru engar leiðbeiningar um það í handbókum hverju á að svara þegar manni er hótað lífláti. Þetta var á föstudegi. Mér varð litið á klukkuna og sá að hún var að verða 3. Ég sagði við manninn að ef hann ætlaði að gera alvöru úr þessu yrði hann að fara að drífa sig því klukkan væri að verða þrjú og þá lokaði skrifstofan. Þá sagði hann: „Þetta er nú meiri andskotinn! Það er engin þjónusta hjá ykkur!“ Þetta jafnaði sig nú sem betur fer. Ég sagði honum að hann yrði þá að koma eftir helgi. Hann kom aldrei. Það tókust þó góðar sættir með okkur og við hlægjum stundum að þessu.“

„Þetta er engin þjónusta hjá ykkur!“Kristján formaður fastur fyrir.

Bergþóra Árnadóttir greip í gítarinn og söng á afmælisfundi VSFK.

Sendum VSFKárnaðaróskir

í tilefni 80 ára afmælisins

Afmælisblað VSFK 7

Baráttufundur í Félagsbíó eftir kröfugöngu 1. maí.

Page 5: 3. tbl. - 72. árgangur 2012 Afmælisritmitt.is/faxi/3. tbl VSFK 2012.pdf · 2013. 5. 11. · 3. tbl. - 72. árgangur 2012 ... 2 Afmælisblað VSFK Afmælisblað VSFK 3 Sendum VSFK

8 Afmælisblað VSFK Afmælisblað VSFK 9

bauð okkur upp í dans þegar þetta hús var byggt og við tókum boðinu. Við leigjum hjá eignarhaldsfélagi Kaupfélagsins og okkur líkar samstarfið afar vel. Framan af var tómlegt hérna í kringjum okkur en núna er húsið að fyllast og segja má að slegist sé um síðustu fermetrana hérna. Félag verslunar-manna eru enn að hugsa málið og vonandi koma þeir í samstarf með okkur. Hér er pláss fyrir þá ef í það færi og þeir eru mikið velkomnir til okkar. Okkur líður vel hérna.“

Sameining félaga alltaf á döfinniOg Kristján heldur áfram:

„Markmiðið hefur alltaf verið að vera

mest á gömlu miðjunni milli þessara gömlu nágrannabæja og fyrrum erkifjenda, Keflavíkur og Njarðvíkur. Núna erum við Njarðvíkurmegin en ef setjum höndina út um gluggann erum við í Keflavík. Gamli rígurinn milli Keflavíkur og Njarðvíkur hefur ekkert truflað okkur. Sannleikurinn er sá að þegar byggðirnar klofnuðu hér áður fyrr þá klofnuðu öll félögin á þessu svæði nema VSFK. Það kann að þykja dálítið sérstakt að kalla okkur Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis. Af hverju ekki Verkalýðsfélag Suðurnesja, spyrja menn. Við höfum viljað hinkra með þá breytingu þangað til að félagar okkar í

Sandgerði og Grindavík fallast á að koma og taka dansinn með okkur. Samstarfið okkar á milli er mjög gott núna. Stundum hefur hlaupið einhver pirringur í menn af einhverju tilefni en þetta er með besta móti núna. Við horfum á viðfangsefnin og reynum að leysa út þeim. Í tímans rás hafa fimm stéttarfélög á Suðurnesjum sam-einast VSFK: Verkalýðsfélag Hafnahrepps, Verkalýðsfélag Vatnsleysustrandarhrepps, Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Gerðahrepps og Bifreiðastjórafélagið Keilir. Nú bíðum við þolinmóðir eftir hinum vinum okkar og stéttarfélögum.“

Atvinnuleysið„Helsta verkefni okkar núna er að kljást við atvinnuleysið, reyna að þoka málum til betri vegar, aðstoða og liðka til fyr-ir þeim sem hafa misst atvinnu. Í þeim efnum skiptir máli það góða samstarf sem við höfum við sveitastjórnirnar. Þær vilja hafa okkur með í ráðum. Allt tekur þetta mikinn tíma og hér á skrifstofunni eru árs-tíðabundin verkefni, sem felast m.a. í því að reikna út laun og fara yfir launakröfur. Við erum að slá öll met núna hvað varð-ar mál sem við höfum sent í innheimtu hjá lögfræðingum og erum að reka fyrir dómstólum gegn atvinnurekendum, sem sumir hverjir sýna ítrekaðan brotavilja. Við fáum upp í fangið sama ruglið frá þessum mönnum hvað eftir annað. Mörg þessara mála tengjast fiskvinnslu og sjávarútvegi. Það er ekki verið að borga sjómönnum réttan hlut og verkafólk fær ekki rétt kaup. Við höfum fengið mjög svæsin dæmi um að það sé verið að greiða fólki minna en 1000 kr. á tímann þegar lágmarkslaun í landinu eru nálægt 1200 kr. Við erum að fást við grundvallarmál varðandi lágmarks-réttindi verkafólks æ ofan í æ. Það er ekki bara útlenska vinnuaflið sem verður fyrir brotum af þessu tagi. Hér er oftast um að ræða sömu atvinnurekendurna á stöðugt nýjum kennitölum. Þetta hefur viðgeng-ist í fiskvinnslunni, veitingageiranum, ferðaþjónustunni og hjá bílaleigunum svo eitthvað sé nefnt.“

Fylgifiskar atvinnuleysisins„Að vera atvinnulaus er ömurleg staða. Við blasir eignamissi og jafnvel heimilis-upplausn enda mörg dæmi um að báðar fyrirvinnur séu atvinnulausar. Svigrúmið fyrir þetta fólk til að standa skil á skuldum og skyldum er nánast ekkert. Fjöldi fjölda manns hefur verið að missa húsnæði og

margir flýja land og leita að lífsbjörginni erlendis. Við höfum viljað bregðast við þessu ástandi eftir fremsta megni með því m.a. að veita sálræna aðstoð og áfallahjálp. Við ræddum í þessu skyni við sr. Björn Björnsson sem þjónaði Garðsprestakalli og buðum félögum okkar upp á viðtöl við hann einu sinni í viku á skrifstofum verka-lýðsfélagsins. Ég er viss um að þetta starf hjálpaði nokkuð mörgum út úr mikilli sál-arangist. Sr. Björn sá til þess að einhverjir fengu innlögn sér til hjálpar, menn sem sáu ekki birtu neins staðar og voru mjög langt niðri vegna atvinnumissis. Fylgifiskar atvinnuleysisins eru mikil depurð og angist. Áfallið er þungt og mörgum finnst veröldin

hafa hrunið yfir sig. Við höfum fundið fyrir öllu þessu og fengið fjölmörg verkefni til að vinna úr. Menn eru velkomnir hingað og hjá okkur ríkir fullur trúnaður í öllum málum sem undir okkur eru borin. Ég er mjög ánægður með það að félagar í VSFK hafa getað fundið sér sína trúnaðarmenn hér á skrifstofunni og við erum stolt af því hve mörgum það hefur hjálpað.“

Virk starfsendurhæfingarsjóðurFélagsstarfið hjá VSFK hefur breyst mik-ið á síðustu árum. Þegar Kristján tók við formannsstarfinu fyrir tveimur áratugum voru haldnir fjölsóttir félagsfundir og verkalýðshreyfingin var ríkur þáttur í lífi og

Tveir vinir litla mannsins á góðri stund. Sitjandi frá vinstri: Tómas Grétar Ólafsson, Hilmar Harðarson og Reynir Brynjólfsson.

Sendum VSFKárnaðaróskir

í tilefni 80 ára afmælisins

Sendum VSFKárnaðaróskir

í tilefni 80 ára afmælisins

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis hefur yfir að ráða 9 sumarhúsum á 4 stöðum á landinu og einu raðhúsi á Akureyri. Húsin eru leigð allt árið. Í þeim er svefnaðstaða fyrir 6 til 8 manns. Við orlofshúsin eru heitir pottar, auk þess sem sjónvarp er í öllum þeirra.

Page 6: 3. tbl. - 72. árgangur 2012 Afmælisritmitt.is/faxi/3. tbl VSFK 2012.pdf · 2013. 5. 11. · 3. tbl. - 72. árgangur 2012 ... 2 Afmælisblað VSFK Afmælisblað VSFK 3 Sendum VSFK

10 Afmælisblað VSFK Afmælisblað VSFK 11

starfi fólksins. Með árunum hefur félagið í æ meira mæli tekið að sér að vera þjón-ustustofnun félagsmanna. Í því sambandi nefndir Kristján t.a.m. starfsendurhæfing-arsjóðinn Virk sem aðilar vinnumarkaðar-ins sömdu um í kjarasamningunum 17. feb. 2008 og stuðlar m.a. að því að fólk sem hefur lengi verið atvinnulaust fái ráðgjöf og endurhæfingu sem býr það undir inngöngu á vinnumarkað í stað þess að fara á örorku eða inn á styrkjakerfið.

„Við erum svo heppin að hafa samning við Virk fyrir stéttarfélögin öll á Suðurnesj-um sem kemur í veg fyrir að fólk fari í örorku og detti út af vinnumarkaði,“ segir Kristján. „Við höfum hér 2 starfsmenn og rekum þessa þjónustu fyrir öll stéttarfélög á Suðurnesjum. Starfsendurhæfingarsjóð-urinn er rekinn á landsvísu. Þjónusta hans

er ætluð einstaklingum sem eru með skerta starfsgetu vegna heilsubrests en sem stefna markvisst aftur að þátttöku á vinnumark-aði. Auk þess þurfa þeir að hafa bæði vilja og getu til að taka virkan þátt í eigin starfs-endurhæfingu.“

Starf tilraunaverkefniÍ fyrra var gerður sérstakur samningur á milli ríkisstjórnarinnar, ASÍ og Samtaka at-vinnulífsins um að fara af stað með þriggja ára tilraunaverkefni sem heitir STARF. Þessi nýjasta starfsemi er að hefjast innan veggja VSFK í kjölfar þess að Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins annars vegar og ríkisstjórn og Vinnumálastofn-un hins vegar gerðu samning við aðila vinnumarkaðarins um að þeir taki að sér aukna þjónustu við atvinnulausa. Um er

að ræða tilraunaverkefni sem keyrt verður á Suðurnesjum, hjá VR í Reykjavík og hjá Afli á Austfjörðum. Starfsemin er m.a. í því fólgin að atvinnuráðgjafar fara út á meðal fyrirtækja og bjóða fólk til starfa í stað þess að fyrirtækin leiti eftir fólki. Þarna verða boðnir starfsmenn með þjálfunarstyrk fyrir fyrirtæki í allt að sex mánuði. Að sögn Kristjáns sótti fjöldi hæfra umsækjenda um þessi tvö stöðugildi sem í boði voru og var úr vöndu að ráða að velja einstaklinga í starfið.

„Þetta verkefni er nýlunda hér um slóðir og við erum í því sambandi að líta til norræna módelsins þar sem stéttarfélögin reka sínar eigin vinnumiðlanir. Við vorum beðin um að taka þetta að okkur hér á Suð-urnesjum fyrir hönd fimm stéttarfélaga og erum búnir að ráða tvo einstaklinga í þetta starf,“ segir Kristján.

Einbeittur vilji til breytinga„Þessar tvær deildir, VIRK og STARF, eiga að starfa eins og hægri og vinstri hönd-in á okkur. Þær vinna með fólki sem er atvinnulaust og skráð í félögin og reyna að finna því vinnu við hæfi. Starf þeirra felst ekki síst í því að skapa góð tengsl við atvinnuveitendur. Markmið okkar er að þegar atvinnurekendur vantar fólk í vinnu byrji þeir á því að hringja í STARF. Ætlunin er einfaldlega að starfsfólkið vinni að því hörðum höndum alla daga að koma fólki í vinnu. Þegar við höfum ekki atvinnutæki-færin eigum við að bjóða upp á náms-möguleika og gefa atvinnulausum þannig tækifæri til að mennta sig til þeirra starfa þar sem þörf atvinnulífsins er mest. Það er vöntun á ákveðnum starfskröftum. Við höf-um mjög einbeittum vilja til að breyta þessu ástandi. Við erum að gera hér fjölmarga námssamninga og sjáum nemendur fara til náms í Fjölbraut og Fisktækniskóla Íslands. Við höfum notað Miðstöð símenntunar

sem við áttum þátt í að stofna og eigum aðild að. Við eigum stofnbréf og hlutabréf í flestöllum stofnunum sem hafa verið settar á fót, ekki aðeins Miðstöð símenntunar, VIRK og STARF heldur einnig Samvinnu sem er námsstofnun þar sem við getum sett fólk til menntunar sem er verulega brotið vegna atvinnuleysis eða á við sérstaklega erfið og þung mál að etja. Síðan má nefna Fjölsmiðjuna á Iðavöllum sem er fyrir unga fólkið og við áttum þátt í að stofna. Síðast en ekki síst erum við stofnaðilar að Virkjun á Ásbrú.“

Breytingar „Öll þessi starfsemi er þáttur í þeirri gríð-arlegu umskiptum sem hafa orðið á starfi Verkalýðsfélagsins á undanförnum áratug-um. Í öllum þessum tilvikum er um að ræða samstarf margra stórra aðila, við eigum þarna fulltrúa og stjórnarmenn og skiptum með okkur verkum til að manna alla þessa pósta. Mjög mikil breyting hefur einnig orðið á menntamálunum. Þegar ég byrjaði hér fyrir 20 árum var Karl Steinar fráfar-andi formaður Menningar og fræðslusam-bands alþýðu. Þar var lagður góður grunnur að risaátaki í menntunarmálum verkafólks. Grettistaki hefur verið lyft til að skapa Starfsafl, sjóð sem á að skapa tækifæri til náms þeirra sem lakast standa á vinnu-markaði. Starfsafl er sameiginlegt átak Sam-taka Atvinnulífsins og Flóabandalagsins og varð til í tengslum við kjarasamninga vorið 2000. Fyrirtæki innan Samtaka atvinnu-lífsins geta sótt um styrk í sjóðinn til að vinna sérstökum starfsmenntaverkefnum. Markmiðið er að hafa frumkvæði að þróun-arverkefnum í starfsmenntun og áhersla lögð á kynningar- og hvatningarstarf sem tengist slíkri menntun.“

Félagið þurft að ganga nærri sér„Við erum aðilar að þremur starfsmennta-

sjóðum og semjum fyrir alla þessa hópa, fáum greiðslur í starfsmenntasjóði og styðjum fólk til þess að vera í beinu námi eða í tómstundanámi. Hluti af því að vera í tómstundanámi er sjálfsstyrking sem veitir meiri vellíðan og sjálfstraust. Það má ekki gera lítið úr því ef fólk kýs að fara á kökuskreytinganámskeið eða í fluguhnýt-ingar. Það er lífsfylling í slíkri iðju, fólki líður betur, það eflist og fær meiri starfs-getu. Þótt ekki sé sett mikið fjármagn í þetta, hefur stórátak verið gert til að auka þessa fræðslu. Hér hjá okkur er röðin inn meira og minna allan daginn af fólki sem er að leita upplýsinga, sækja um styrki og óska eftir aðstoð. Þetta er einnig stór þáttur í starfsemi sjúkrasjóðanna sem er næsta öryggisnet þegar fólk dettur út af launaskrá. Þá tökum við við vinnuaflinu og borgum 80 prósent af launum þeirra í fjóra mánuði. Áður var greidd krónutala, 1000 krónur á dag, en nú höfum við skrúfað okkur upp með samstilltu átaki allt í kringum landið þannig að öll ASÍ félögin greiða 80 prósent af launum í þennan tíma. Sjúkrasjóðurinn

niðurgreiðir líka gjöld fyrir félaga sem þurfa að leita til Hjartaverndar, fara í lík-amsrækt og annað þessháttar. Einnig tökum við þátt í ýmsum forvarnarverkefnum.

Þetta mikla og langvarandi atvinnuleysi hefur vitanlega ekki gefið stéttarfélög-unum miklar tekjur og félögin hafa því þurft að ganga mjög nærri sér. Við erum farin að finna verulega fyrir þessu. Við höfum smátt og smátt í langan tíma orðið að ganga á sjóði félagsins til að takast á við þetta ástand og erum byrjuð að stíga aðeins á bremsurnar því félögin er ekki hægt reka endalaust með neikvæðum sjóðum. Á móti segjum við að það sé ekki tilgangur stétt-arfélaga að safna peningum og mæla stærð sína og kraft á innistæðum á bankabók. Styrkurinn felst í því hvað við gerum fyrir félagsmennina og hvað þeir geta nýtt sér. Það finnst mér miklu meiri verðmæti en peningar á bankabókum. En auðvitað þurfa félögin að vera fjárhagslega vel sterk til að takast á við niðursveifluna, sem er orðin alltof löng.“

Sendum VSFKárnaðaróskir

í tilefni 80 ára afmælisinsReykjanesbær

Sendum VSFKárnaðaróskir

í tilefni 80 ára afmælisinsSveitarfélagið Garður

Nemendur á þungavinnuvélanámskeiði hjá VSFK á Víkinni.

Gísli Eyjólfsson, hlaðmaður hjá Flugleiðum, tekur til hendinni.

Page 7: 3. tbl. - 72. árgangur 2012 Afmælisritmitt.is/faxi/3. tbl VSFK 2012.pdf · 2013. 5. 11. · 3. tbl. - 72. árgangur 2012 ... 2 Afmælisblað VSFK Afmælisblað VSFK 3 Sendum VSFK

12 Afmælisblað VSFK Afmælisblað VSFK 13

Mitt starf felst í umsjón með sjúkrasjóð og orlofssjóð félags-ins auk þess sem ég sinni hinum

almenna félagsmanni og er honum inn-anhandar með þau margvíslegu mál sem geta komið upp,” segir Ingibjörg Magn-úsdóttir fulltrúi hjá VSFK í samtali við afmælisrit félagsins. Ingibjörg flutti til Keflavíkur 1952, fimm ára gömul, og telur sig vera Keflvíking í húð og hár. Hún er gift Lárusi Ólafi Lárussyni og eiga þau þrjú uppkomin börn. Ingibjörg varð atvinnulaus um mitt sumar 1995 en þá hafði hún unnið hjá útgerðarfyr-irtækinu Eldey í átta ár sem launafulltrúi sjómanna. Eldey hóf starfsemin sína á efri hæðinni í Víkinni þar sem VSFK var til hús í mörg ár. Þar kynntist Ingibjörg vel starfsemi verkalýðsfélagsins og starfs-fólki þess. Eldey var selt frá Keflavík eins og mörg önnur útgerðarfyrirtæki á þeim tíma og Ingibjörg byrjaði að leita fyrir sér um atvinnu.

Málefni sjúkrasjóðsins„Ég fékk mér göngutúr einn morguninn og ákvað að líta við á skrifstofum VSFK til að sjá hvort þeir viti um eitthvert starf. Þá var Ásta Sigurðardóttir sem vann lengi hjá félaginu búin að segja upp og það vant-aði starfskraft. Ég hóf störf í ágúst 1995 og hef verið hér síðan. Í upphafi snerist starf-ið að mestu um að greiða út atvinnuleys-isbætur. Ég sá alfarið um að taka á móti fólki sem hingað kom og þurfti á bótum eða annarri aðstoð að halda. Umsýsla sjúkrasjóðsins var þá í höndum Guðrúnar E. Ólafsdóttur varaformanns VSFK. Við hættum að greiða atvinnuleysisbætur árið 2004 þegar Vinnumálastofnun tók við þeim málum. Í framhaldi af því fór ég að vinna meira að málefnum sjúkrasjóðsins og Guðrún minnkaði við sig starfið en við hjálpuðumst að uns hún lét af störfum. Allan þann tíma sá ég líka um orlofssjóð-inn og sá um útleigu á orlofshúsum ásamt Jóhanni Kristjánssyni en við tvö höfum mikið starfað saman að málefnum orlofs-sjóðsins.“

Áhersla á forvarnarstarfIngibjörg segir okkur nánar frá hlutverki sjúkrasjóðsins:

“Helsti tilgangur hans er að greiða félags-mönnum bætur ef þeir veikjast eða verða fyrir slysum eftir að launagreiðslum frá atvinnurekanda lýkur. Við leggjum líka mikla áherslu á forvarnarstarf af ýmsu tagi fyrir utan fjárhagslegan stuðning vegna veikinda, slysa eða annarra tiltekinna áfalla sem þeir eða aðrir þeim nákomnir kunna að verða fyrir. Sjúkrasjóðurinn veitir félags-mönnum styrki vegna læknisþjónustu, t.d. hjá Hjartavernd, og til endurþjálfunar, sjúkraþjálfunar, krabbameinsskoðunar o.fl. Sjóðurinn er fjármagnaður með gjaldi sem atvinnurekendur greiða og nemur 1% af launum starfsmanna.

Við greiðum dagpeninga í veikinda- og slysaforföllum í allt að 4 mánuði að loknum greiðslum samkvæmt veikinda- og slysaréttarákvæðum kjarasamninga. Þessar greiðslur eiga að nema ekki lægri fjárhæð en 80% af meðaltali heildarlauna sem félagsmaðurinn hefur greitt iðgjald af síðustu 4 mánuði. Áður var miðað við

6 mánuði en álagið á sjóðinn hefur verið það mikið á undanförnum árum að stytta varð dagpeningatímann um tvo mánuði. Við störfum með VIRK starfsendurhæfing-arsjóði og vísum fólki þangað en markmið-ið hjá okkur er fyrst og fremst að draga úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnu-markaði vegna varanlegrar örorku, með því að auka virkni þess, efla endurhæfingu og með öðrum úrræðum. Það hefur alltaf verið gríðarlega mikið um að vera og mikil vinna farið fram í tengslum við sjúkrasjóðinn en eins og nærri má geta jókst sú vinnan hröðum skrefum eftir hrun og hefur líklega aldrei verið meiri en núna.

Styrkir vegna langveikra barnaÞegar fólk verður veikt missir það atvinnu-leysisbætur og þá leitar það gjarnan til okkar. Sjúkrasjóðurinn er eins og ég nefndi áðan fjármagnaður þannig að atvinnurek-andi greiðir 1% af launum starfsmanns og þetta fjármagn hefur dugað ansi lengi en þeim sem þurfa á aðstoð að halda úr sjóðnum hefur fjölgað verulega. Ástandið er einfaldlega þannig í þjóðfélaginu að fólk

verður veikara en áður, bæði líkamlega og andlega, og nú síðustu árin hefur fólk full-nýtt sjúkrarétt sinn meira en áður gerðist. Hinum veiku er gert erfiðara fyrir en áður og má nefna sem dæmi að Sjúkratryggingar Íslands borga ekki fyrstu 15 veikindadag-ana.

Við greiðum dagpeninga í allt að 3 mán-uði vegna langveikra og alvarlega fatlaðra barna yngri en 18 ára sem þarfnast sér-stakrar umönnunar. Sjóðurinn greiðir líka dagpeninga í allt að 3 mánuði vegna mjög alvarlegra veikinda maka og dánarbætur

við andlát virks og greiðandi sjóðfélaga. Dánarbæturnar nema 180.000 krónum miðað við starfshlutfall hans og rétthafarnir eru maki sjóðfélaga og börn hans undir 18 ára aldri. Sjóðurinn getur einnig veitt styrki til sjóðsfélaga í formi forvarnar- og endurhæfingarstyrkja og vegna sjúkra- og slysakostnaðar.

Upplýsingar og sáluhjálpAðstoð okkar við hinn almenna félagsmann felst í því að upplýsa hann um réttindi hans og kannski ekki síst í ákveðinni sáluhjálp

þegar fólk leitar til okkar í neyð sinni. Það eru mörg vandamál sem steðja að og úrræðaleysið oft mikið, en við reynum að leysa málin eftir föngum þannig að allir geti farið tiltölulega ánægðir frá okkur. Við reynum að leysa hvert einasta mál og héðan fer enginn út nema búið sé að fara í saum-ana á hans málum. Við skynjum að fólk sem leitar hingað er þakklátt þótt við gerum ekki annað en hlustar á það. Það er töluvert mikið um útlendinga sem leita til okkar og stór hluti þeirra eru Pólverjar sem hér hafa unnið. Unga fólkið er sér líka mjög meðvitað um rétttindi sín og möguleika á styrkjum og það er ánægjuefni að það skuli nýta sér það sem í boði er.

Aftur á vinnumarkaðUm næstu áramót fara um 400 manns af bótum hér á félagssvæðinu og þá er ég að tala um öll stéttarfélögin á svæð-inu. Við horfum upp á skelfilegt ástand ef Atvinnuleysistryggingarsjóður lokar á þá sem hafa verið atvinnulausir í fjögur ár. Það er meira en að segja það að komast aftur úti á vinnumarkaðinn eftir að hafa verið atvinnulaus í fjögur ár. Það er ekki óeðlilegt að á einhverjum tímapunkti fari fólk af atvinnuleysisbótum, en þá tekur bærinn og félagsmálastofnun við og ef ekkert gerist getum við búist við holskeflu eftir áramót. Sem betur fer höfum við fengið fólk sem sinnir því eingöngu að aðstoða fólk við að komast aftur út í atvinnulífið. Virk leið-beinir fólki inn í starfsendurhæfingu með það fyrir augum að koma fólki aftur út á vinnumarkaðinn. Ef hjólin færu að snúast hér aftur er ég viss um að færri yrðu veikir og álagið á sjúkrasjóðinn myndi minnka.

Sjúkrasjóður VSFK:

Kemur að góðum notum á erfiðleikatímum

Ingibjörg Magnúsdóttir

Verðkannanir VSFK höfðu mikil áhrif á sínum tíma og voru þær birtar reglulega. Hér eru Guðrún Elísa Ólafsdóttir og Emil Páll Jónsson að gera slíka könnun.

Kvennasveit VSFK reri kappróður um árabil á Sjómannadaginn. Hér er sveitin með bikarinn 1976 eftir síðustu róðrarkeppnina sem hún tók þátt í. Þá keppti hún á móti karlasveit og sigraði. Frá vinstri: Guðný Guðjónsdóttir, Ásta Einarsdóttir, Svanhildur Jónsdóttir(stuðningsmaður), Dagný Guðmundsdóttir (stýrimaður), Sigríður Jóna Jóhannesdóttir (UMFN) og Sigrún Jónsdóttir.

Page 8: 3. tbl. - 72. árgangur 2012 Afmælisritmitt.is/faxi/3. tbl VSFK 2012.pdf · 2013. 5. 11. · 3. tbl. - 72. árgangur 2012 ... 2 Afmælisblað VSFK Afmælisblað VSFK 3 Sendum VSFK

14 Afmælisblað VSFK

Björn Jóhannsson, betur þekktur sem Bjössi Jóa Ball, var í fjölda ára einn af virkustu félagsmönnum

Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavík-ur. Hann tók þátt í samningaviðræðum um kaup og kjör í mörg ár, þótti harður í horn að taka og lét sér fátt óviðkomandi sem sneri að kjörum hins vinnandi lýðs. Björn er ekki alveg sáttur við að vinnandi fólk skuli ekki lengur koma að samninga-málum eins og gerðist hér áður fyrr.

„Nú eru það eintómir sérfræðingar sem véla um þessi mál,“ segir Björn. „Það koma tveir eða þrír sérfræðingar frá hvorum aðila til að semja um kjörin en hinn vinnandi maður sem þekkir stöðuna best og ætti að hafa gleggsta yfirsýn kemur ekki lengur að samningaborðinu. Hvað sérfræðingana varðar leyfi ég mér að endurtaka orð sem Einar heitinn á Hvalsnesi lét falla um hag-fræðinga, að þeir væru vitlausustu menn þjóðarinnar. Mér sýnist samningamenn-irnir vera komnir nokkuð langt frá hinum vinnandi lýð, þeir eru ekki niðri á gólfinu hjá fólkinu og vita ekki hvað vinnan felur í sér og hvaða kröfur hún gerir til fólksins. Heildarhreyfingin hefur smám saman fært sig yfir á þetta svið og það er afturför að mínu mati. Reyndar hefur margt breyst inn-an verkalýðshreyfingarinnar á undanförn-um árum og mætti nefna fundarmætinguna sem dæmi um það. Þar verða félagarnir að taka sér ærlegt tak. Menn kvarta undan lágu kaupi og skorti á ýmsum hlutum en þegar allt kemur til alls mæta aðeins örfáir sálir á fundina hjá verkalýðsfélögunum þar sem afstaða er tekin til mikilvægra mála sem varða réttindi og hagsmuni launafólks. Ég

tel að sameining félaganna eigi líka sinn þátt í þessu. Ef þú sameinar fjögur félög, sem öll hafa fimm manna stjórnir, ertu kominn með eitt félag og sjö manna stjórn. Þá er búið að ýta frá ekki færri en þrettán manns sem eitt-hvað vildu láta málin sig varða. Fulltrúaráð-

in koma ekki nóg að þessum málum.

1400 þúsund í fæðingarorlofiÞað er búið að koma þeirri hugmynd inn hjá mönnum að þeir geti sótt allt til félags-ins en þá spyr maður, hver á að vera til þess

að vinna fyrir þessuí? Stór hluti starfsem-innar fer í að úthluta styrkjum sem fólk segist eiga rétt á. Af hverju samþykkti ASÍ til dæmis þá vitleysu að menn gætu fengið í fæðingarolof 80% af laununum sínum óháð tekjum og horfðu síðan upp á það að einn bankastjóri fékk 1400 þúsund kr. á mánuði þegar hann fór í fæðingarorlof. Launþega-samtökinr urðu að viðurkenna að þetta var fjarstæða og menn þurftu að hugsa málin upp á nýtt. Ég spyr líka hversvegna þurfi að borga öllum sem missa atvinnuna lágs-markskaup sem er hlutfall af því sem hann hafði í fyrra starfi. Hefði það ekki verið eðlilegra fyrir mann með góðar tekjur að vera kauplítill og hækka heldur við þá sem hafa sáralítið? Sá sem hefur verið á góðum kjörum fær mikið áfram þótt hann leggi ekkert af mörkum.

Samningaviðræður við LoftleiðirBjörn var lengi starfsmaður hjá Loftleiðum og tók virkan þátt í samningaviðræðum við fyrirtækið ásamt Sigurbirni Björnssyni og fleirum. Við spyrjum hvernig það hafi gengið fyrir sig.

Allir samningar stóðu eins og stafur á bókBjössi Jóa Ball segir frá

reynslu sinni af verkalýðs-

samningum fyrr á tíð

Þeir félagarnir Björn Jóhannsson og Sigurbjörn Björnsson framkvæmdastjóri VSFK voru annálaðir samningamenn, harðir og glöggir. Eitt sinn áttu þeir í samningaviðræðum

á Hótel Loftleiðum þar sem viðsemjendur voru m.a. sérfræðing-ar frá Vinnuveitendasambandinu, meðal annars landsþekktur rekstrarhagfræðingur og síðar forstjóri ýmissa stórfyrirtækja. Sigurbjörn segir þannig frá:

„Bjössi Jóa Ball er ekki langskólagenginn, var reyndar vikið úr skóla 13 ára gömlum fyrir að standa fast á sínum rétti gagnvart kennara og skólastjóra. En hann er mjög talnaglöggur maður og fljótur að reikna. Við vorum að reyna að ná saman um ákveðna launatöflu og rekstrarhagfræðingurinn, sem var aðaltalsmaður vinnuveitenda, afhenti okkur launatöflu. Við spurðum hvort inni í töflunni væru þær hækkanir sem við höfum rætt um. Jú, jú, segir hagfræðingurinn, þetta er alveg eins og við höfum verið að tala um. Við skoðuðum þetta og ákváðum að hittast þarna aftur. Bjössi sá þetta eins og skot að taflan var röng, bara hreinn og klár uppspuni. Þegar við mætum á fundinn uppi hjá þeim sitja þeir Brynjólfur og einhverjir frá Loftleiðum og Vinnuveitendasam-bandinu við mikið og veglegt fundarborð. Við gengum inn og settumst út við vegg, vildum ekki sitja við borðið. Þeir urðu ansi langleitir þegar þeir sáu þetta og spurðu hvað við segðum. Ég man ekki hvernig Björn orðaði það, en hann sagði þetta væru eintómar lygar og kolrangt reiknað hjá þeim. Þá sprettur hagfræðingurinn upp úr stólnum og stekkur í áttina að okkur með útréttar hendur og kreppta hnefa og segir: „Við verðum að stilla okkur!“ „Við erum sallarólegir,“ segir Björn, „en þú mátt verða kolvitlaus okkar vegna

ef þú vilt.“ Þannig endaði sá fundur. Þeir urðu að viðurkenna vill-una og því lyktaði með samningum. Björn hafði rétt fyrir sér og var fljótari að reikna í höfðinu en þeir með tölvunni.“

Fljótari að reikna í huganumen hagfræðingurinn með tölvunni

Björn Jóhannsson

Sigurbjörn Björnsson

Afmælisblað VSFK 15

Rafn Torfason tappar af klósettinu á Flugleiðaflugvél.

Page 9: 3. tbl. - 72. árgangur 2012 Afmælisritmitt.is/faxi/3. tbl VSFK 2012.pdf · 2013. 5. 11. · 3. tbl. - 72. árgangur 2012 ... 2 Afmælisblað VSFK Afmælisblað VSFK 3 Sendum VSFK

16 Afmælisblað VSFK Afmælisblað VSFK 17

„Á þeim vinnustað fannst mér ævinlega að hlutirnir gengju vel og eðlilega fyrir sig ogt væru yfirleit eins og best varð á kosið. Það ríkti algjört traust á milli okkar fsem vorum að semja fyrir Verkalýðsfélagið og samningamanna Loftleiða, þeirra Grét-ars Kristjánssonar, Jón Júlíussonar og Más Gunnarssonar. Við vorum alltaf á heldur skárri kjörum en aðrir, fengum sömu hækk-un og verkamenn á almennum markaði en vorum síðan með sérsamninga og fengum þar alltaf einhverja viðbót. Sumt af því mátti ekki fara hátt og var ekki sett niður á blað en það skipti engu máli. Alltaf var staðið við gerða samninga.

Ég get nefnt eitt dæmi um það mikla og gagnkvæma traust og trúnað sem ríkti á milli okkar. Eitt sinn kom ég niður á skrif-stofuna hjá verkalýðsfélaginu á Vík. Þá var hringt frá launadeildinni hjá Loftleiðum og

beðið um einhvern sem þekkti til launamál-anna. Emil Páll, þáverandi framkvæmda-stjóri, fékk mér símann. Í símanum var fulltrúi launadeildar Loftleiða sem spurði hvernig ætti að reikna út launin. Deildin hafði þá ekki fengið upplýsingar frá sínum mönnum um samninga en traustið var svo mikið að þeir hringdu í verkalýðsfélagið til að spyrja um þetta. Ég sagði þeim hvernig ætti að reikna þetta út og bætti því við að ef einhver vitleysa væri í þessu yrði það leið-rétt síðar.“

Stóru félögin reyndu að stöðva flugiðBjörn segir, að stóru félögin í Reykjavík hafi legið á verkalýðsfélöginum hér syðra að stöðva flugið því þeim fannst það aðalatrið-ið til að ná heildarsamningum innfrá.

„Þeir heimtuðu að við legðum niður vinnu og stoppuðum flugið til að flýta

fyrir samningum,“ segir Björn, „en það var aldrei gert meðan ég var þarna. Flugið var stöðvað einu sinni en það var fyrir mína tíð. Stóru félögin í Reykjavík sáu sér hins-vegar leik á borði og vildu óð og uppvæg nota þennan litla punkt hérna suðurfrá til að stöðva flugið því þá hefði allt orðið vitlaust í þjóðfélaginu og þeir hefðu verið í betri samningsaðstöðu. En við tókum ekki þátt í þeim leik.

Þeir sögðu að við værum verklausir tímunum saman í vinnuni upp á Velli en staðreyndin er sú að það var aldrei sagt neitt við því þótt við yrðum verklausir. Við spurðum sjálfir aldrei um mat eða kaffi þegar þurfti að vinna. Það sem gekk fyrir var að klára málin fljótt og vel þegar mikið lá við, og við vorum alveg látnir í friði ef ekkert sérstakt var að gera. Síðan kom einhver sérfræðingur nýútskrifaður úr námi í Bandaríkjunum með allt sitt kerfi í hausnum. Mig minnir að það hafi verið Erling Aspelund. Hann fór í afgreiðsluna til að gera könnun á afköstum fólksins. Þar fóru allir að skjálfa og menn þorðu varla að setjast niður. Hann fann að ýmsu og kom meðal annars inn í herbergið þar sem við vorum með aðstöðu. Þar lágu sumir sofandi en við heyrðum aldrei orð um það meir. Þeir mátu það mikils við okkur að þegar eitthvað lá á var það drifið af og þá var það tíminn sem skipti máli fyrir fyrirtækið. Svona gerðust nú kaupin á eyrinni. Allt sem sagt var stóð eins og stafur á bók.“

Stöðvuðu verkfall flugmanna með símskeytiBjössi Jóa Ball og Sigurbjörn Björnsson unnu það afrek skömmu eftir að Sigurbjörn hóf störf hjá VSFK að stöðva verkfall flugmanna með því að senda símskeyti til Ríkisútvarpsins. Þetta gerðu þeir eingöngu að eigin frumkvæði og án allrar íhlut-unar eða áeggjunar verkalýðsfélagsins.

Flugmenn ætluðu einu sinni sem oftar að lama flugrekstur á sama tíma og Flugleiðir áttu í miklum rekstrarerfiðleikum. Meg-indeiluefnið að þessu sinni var hvort Arn-arflugsmenn eða Flugleiðamenn eingöngu ættu að fljúga farþegavélum milli landa. Skeytið var sent Ríkisvarpinu örskömmu áður en verkfall átti að hefjast og var lesið upp í hádegisfréttum. Það vakti gríðarlega athygli um allt land og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Um kvöldið sendu flugfreyjur hjá félaginu samskonar skeyti og í kjölfarið ákváðu flugmenn að hætta við verkfallið.

Í skeyti þeirra félaga Björns og Sig-urbjörns segir m.a.:

„Nú síðustu daga hefur okkur, sem ásamt flugmönnum og ótal fleiri erum hlekkur í þeirri atvinnukeðju sem flugrekstur Flug-leiða h.f. myndar, borist þau uggvænlegu tíðindi að fyrirhugað sé að lama flugrekst-urinn með stöðvun næstu tvo laugardaga sem eru mestu annadagar flugsins. Þessi tíðindi hafa mjög verið rædd meðal okkar sem á undanförnum mánuðum höfum fylgst með dauðateygjum fyrirtækisins, er mjög hafa komið niður á okkur og starfs-félögum okkar í formi atvinnumissis og minnkandi tekjumöguleikum....Við sem erum meðal lægst launuðu starfsmanna fyr-irtækisins skorum á ykkur að taka höndum saman í baráttu fyrir atvinnuöruyggi stétt-arinnar sem heild og heilbrigðri stéttarvit-und í stað þess að kroppa augun hver úr öðrum. Fyrirhugaðar aðgerðir eru ekki einkamál örfárra hálaunamanna heldur allra þeirra sem mynda þá atvinnukeðju sem flugreksturinn byggir á.“

Óvenjulegir samningarSamningarviðræður milli VSFK og Loftleiða tóku stundum á sig óvenjulegar myndir.

„Ég man eftir einu dæmi,“ segir Björn. „Við gerðum ákveðnar sérkröfur og

Loftleiðamennirnir fóru með þær til Reykjavíkur til að ræða málin. Við vorum ákveðnir í að standa saman og láta hlutina ganga. Eftir að hafa sest niður með þeim Jóni, Grétari og Má og rætt málin um hríð sögðu þeir að við skyldum fá okkur sitt hvorn miðann. Við skyldum síðan skrifa á miðann hvað við vildum fá og þeir hvað þeir vildu borga. Síðan skyldum við bera saman bækur okkar. Við féllust á þetta og skrifuðum niður okkar kröfur og þeir sínar tillögur. Þegar upp var staðið munaði mjög litlu nema hvað þeir voru ívið hærri. Einhver hefði þá hlaupið til og sagt: „Nú, þið viljið ekki meira en þetta og þá fáið þið

ekki meira!“ En þeir stóðu við það sem þeir höfðu skrifað. Meira þurfti ekki að ræða. Þetta er kannski skýringin á því hversvegna þetta félag lifði í gegnum súrt og sætt á þessum tímum.“

Vildi fá samfylgd verkalýðsfélaga„Eitt sinn sátum við Sigurbjörn á samn-ingafundi með þessum ágætu mönnum og á fundinum var líka Erling Aspelund sem þá var starfsmannastjóri. Það gekk ekk-ert að semja út af þusi og málalengingum í Erlingi og það endaði með því að félag-ar hans báðu hann að víkja af fundi. Það þýddi ekkert að hafa hann með í ráðum, hann skildi ekki hlutina. Við sögðum þeim að ef mikið væri að gera og grípa þyrfti til sérstakra ráðstafana sem ekki væru á okkar verksviði myndum við aldrei segja að það væri ekki í okkar verkahring að vinna þessa hluti. Ef þið ráðið ekki við þetta, ráðum við bara fleira fólk, sögðu þeir. Sem dæmi um hverju þetta kom til leiðar má nefna að eitt sinn þegar Loftleiðir voru nýbyrjaðar með bílaleigurnar vorum við spurðir hvort við vildum ekki þrífa einn og einn bíl þegar það væri dauður tími hjá okkur. Sumir voru að þusa yfir þessu og töldu það ekki tilheyra okkar starfslýsingu, en þetta var gert. Það lyktaði með því að strax um vorið var mað-ur ráðinn maður allt árið. Þeir sáu að þeir gátu haldið úti bílaleigu og bættu við einum manni og þetta er stórfyrirtæki í dag. Hefð-um við sagt nei, hefðu þeir kannski ekki lagt í að hafa bíla. Allir svona samningar stóðu eins og stafur á bók. Samkomulagið var gott og við urðum góðir mátar. Ég man eftir því að Jón Júlíusson, sérstakur maður, skarpgreindur og eldklár, neitaði einu sinni að yfirgefa flugvélina sem hann kom með til landsins nema ég væri sóttur upp í vél. Ég fór og við gengum síðan gegnum tollinn. Hann vildi fá samfylgd verkalýðsfélaga út úr vélinni.“

Sendum VSFKárnaðaróskir

í tilefni 80 ára afmælisins

Sendum VSFKárnaðaróskir

í tilefni 80 ára afmælisins

Örn Eiríksson á spilinu.

Gestur Guðnason pakkar skreið hjá Baldri h.f. Fyrir aftan hann er Björgvin Björgvinsson.

Page 10: 3. tbl. - 72. árgangur 2012 Afmælisritmitt.is/faxi/3. tbl VSFK 2012.pdf · 2013. 5. 11. · 3. tbl. - 72. árgangur 2012 ... 2 Afmælisblað VSFK Afmælisblað VSFK 3 Sendum VSFK

18 Afmælisblað VSFK Afmælisblað VSFK 19

Fyrsta bernskuminning Ólafs Björnssonar tengist komu hans til Keflavíkur með foreldrum sínum

og tveimur bræðrum daginn sem hann varð fimm ára gamall, 22. apríl 1929. Fjölskyldan flutti þangað búferlum frá bænum Hnúki í Dalasýslu en þar sagði listaskáldið góða Jónas Hallgrímsson vera eitt fegursta bæjarstæði á landinu. Fyrst var haldið til Stykkishólms og þaðan var siglt með strandferðaskipinu Suðurland-inu til Keflavíkur. Þessir búferlaflutn-ingar áttu eftir að reynast heilldrjúgir fyrir verkalýðssamtökin í Keflavík. Fjölskyldufaðirinn, Björn Guðbrandsson, átti drjúgan hlut í viðgangi þeirra fyrstu áratugina eftir að þau voru stofnuð og sonurinn Ólafur varð einn helsti forvíg-ismaður þeirra þegar fram liðu stundir. Móðirin, Unnur Sturlaugsdóttir, frá Akureyjum í Gilsfirði, var barnshafandi þegar lagt var í ferðina en bræðurnar þrír, Ólafur, Magnús og Sturlaugur, voru allir á barnsaldri. Þegar til Keflavíkur kom var fjölskyldan flutt með uppskipunarbáti upp í Stokkavörina. Farangurinn var ekki mikill. Ólafur segir svo frá:

Þröngt í risinu hjá Hannesi„Pabbi fengið loforð hjá Elínmundi Ólafs-syni og hans mönnum fyrir íbúð eða vist-arveru í Gömlu búðinni, en þegar til átti að taka var búið að innsigla Gömlu búðina og enginn komst þar inn. Elínmundur var kominn á hausinn og allt í pati hjá honum. Við vorum búin að sitja þarna í þó nokkurn tíma og biðum meðan leitað var að húsa-skjóli. Þá kom til okkar Hannes Jónsson, fátækur og barnmargur verkamaður, sem tveimur árum síðar varð einn af stofnend-um fyrsta verkalýðsfélagið í Keflavík. Þegar pabbi var hér á vertíð hafði hann kynnst Hannesi og þeir voru vinnufélagar. Hannes var búinn að heyra hvaða stand var á okkur og hélt að hann gæti nú bjargað þessu til bráðabirgða. Hannes og hans góða kona, Sigurborg Sigurðardóttir, áttu heima að Kirkjugarðsvegi 2 sem síðar varð í Aðalgötu l8. Þau leyfðu okkur að vera þar í risinu, meðan leitað væri að varanlegu húsnæði. Í vesturhluta rissins var lítið herbergi, þar sváfum við. Tveir eldri synir hjónanna, Jón og Símon, sváfu einnig í risinu í smáskonsu undir súð. Móðir mín eldaði allan mat á steinolíuvél á stigaskörinni. Eflaust hefur ekki farið mikið fyrir búslóðinni á þessum tíma. Við þessar aðstæður bjuggum við um tíma. Um mitt sumar þrengdist enn um fjölskylduna því þá kom móðuramma mín, Herdís Jónsdóttir, til að setjast að hjá okkur. Hún var sett á stigaskörina. Um svipað leyti og hún kom fæddist bróðir

minn Borgar Breiðfjörð. Við vorum orðin sjö þarna í risinu hjá Hannesi en þetta gekk samt allt vel og árekstralaust. Hannes var sérstaklega rólyndur maður. Það gat að vísu verið gustur á Borgu konu hans en það var allt í góðu. Hún átti hænur og þótti mjög vænt um þær. Þær voru stundum komnar nokkrar inni í eldhús hjá henni og nokkrar upp í stiga. Okkur þótti ekki nógu gott að lenda á hænsnum í stiganum. En allt var þetta í góðu.“

Flutt í SteinkubæOg Ólafur heldur áfram:

“Seinnihluta sumars rýmkaði verulega um okkur. Þá fluttum við í lítið hús að Kirkjuvegi 11, Steinkubæinn svonefnda sem pabbi festi kaup á, trúlega með góðri aðstoð Herdísar ömmu minnar. Í þessu húsi átti síðar heima sú merka kona Vilborg Auð-unsdóttir, kennari og verkalýðsfrömuður. Við vorum því enn á svæði sem kallað var Melar. Pabbi stækkaði Steinkubæ um helm-ing og komu þá tvö herbergi í viðbót auk inngangs sem var setttur við norðurgaflinn. Þetta var orðið svo veglegt húsnæði að ann-að herbergið var leigt út. Það var forstofu-herbergið og fyrsti leigjandinn var Ragnar Guðleifsson, þá nýkominn úr Kennaraskól-anum. Á þessum tímum var þannig háttað högum hans að óvíst var með öllu hve lengi hann myndi dveljast í Keflavík. Þegar hann lauk námi við Kennaraskólann mjun hann hafa leitað eftir kennarastarfi við nokkra barnaskóla í kaupstöðum og kauptúnum og einnig við farskóla í sveit, allt án árangurs. Ragnar sagði sjálfur, að það hefði sennilega ekki bætt fyrir þessum árgangi úr Kenn-araskólanum, að bekkurinn hans var talinn nokkuð róttækur i skoðunum og kallaður „rauði bekkurinn“. Þetta voru í rauninni að-

eins fáir nemendur, sem höfðu sig dálítið í frammi í pólitíkinni. En það var nóg til þess að stimpla allan bekkinn.

Ragnar fékk ekki heldur vinnu við hæfi hér í Keflavík en rak stafaskóla sem svo var nefndur í herberginu hjá okkur í Steinku-bæ. Þar kenndi hann börnum lestur og skrift. Herbergið var líka mikið notað á kvöldin og um helgar fyrir fundi verkalýðs-sinna í Keflavík. Þangað komu stjórnar-menn í VSFK til að skrafa og halda stjórn-arfundi, en Ragnar varð formaður félagsins strax eftir fyrsta árið.“

Danival skar sig úr„Ég man eftir miklum hávaða úr her-berginu á þessum fundum,“ segir Ólafur, „Sérstaklega bar mikið á Danival, honum lá hátt rómur og hann skar sig úr. Í stjórninni þá voru Ragnar kennari, Þorbergur Sig-urjónsson sem rak bílaverkstæði og Danival sem rak verslun. Mig minnir að Valdimar Guðjónsson hafi komið þar líka. Það var oft hvasst þarna þegar þeir voru að ræða málin og stundum dálítill æsingur í mönnum, þó ekki í Ragnari en hann var einstaklega geðprúður maður og fór aldrei úr jafnvægi. Pabbi varð strax virkur í félagsmálum og varð einn af stofnendum fyrsta verkalýðs-félagsins í Keflavík sem stofnað var haustið 1931. Hannes Jónsson var ritari þess félags. Þetta félag var lagt niður í byrjun árs 1932 eftir þau hatrömmu átök sem urðu þegar vélbáturinn Hulda hvarf með manni og mús á Faxaflóa. Pabbi var ekki í stjórn fyrri félagsins en þegar það var endurstofnað 28. desember sama ár var hann strax kosinn í stjórn.

Pabbi hafði unnið í gúanóinu svonefnda,

Enga nagla í þessa helvítis bolsa!Ólafur Björnsson rifjar upp minningar frá upphafsárum verkalýðshreyfingar í Keflavík

Yst ofan við Hringbraut sjást fisktrönur en uppi í heiði sést í skemmurnar. Svarta húsið sem er áberandi efst við heiðarbrún er fiskhúsið sem stóð rétt ofan við Nónvörðu. (Úr safni Skúla Magnússonar)

Togarinn Keflvíkingur kemur til hafnar í Keflavík 1948.

Ólafur byrjaði feril sinn á Venusi. Hér er hann að hausa um borð í kanadískum sjó-stakki, miklum forlátagrip.

Page 11: 3. tbl. - 72. árgangur 2012 Afmælisritmitt.is/faxi/3. tbl VSFK 2012.pdf · 2013. 5. 11. · 3. tbl. - 72. árgangur 2012 ... 2 Afmælisblað VSFK Afmælisblað VSFK 3 Sendum VSFK

20 Afmælisblað VSFK Afmælisblað VSFK 21

fiskimjölsverksmiðjunni Þórólfi, þar sem möluð voru þurrbein. Hann fékk ekki vinnu í gúanóinu haustið 1932 væntanlega vegna þess að hann var í félaginu. Pabbi var laghentur eljumaður og greip þá til þess ráðs að fara að smíða ferðatöskur úr krossvið ásamt ýmsu öðru. Hann greip í þetta í 2-3 ár og töskurnar slógu í gegn. Á þessum árum var vinna stopul milli vertíða, öll lausavinna vel þegin og menn gerðu það sem þeir gátu til að framfleyta sér og sínum. Pabbi var í vegavinnu, á síldveiðum og stundaði smíðar.”

Útgerðarmennirnir áttu bæinnSegja má að keflvískir útgerðamenn hafi verið allsráðandi í bænum á þessum árum, en þeir áttu þó ekki verslunina þótt hún væri á þeirra bandi. Þeir voru yfirleitt margir um hvern bát en engin verslun var rekin á þeirra vegum á þessum árum. Þorsteinsbúð kom ekki nálægt útgerð, þótt Elías, sonur Þorsteins eigandi hennar,

hafi síðar byrjað að gera út. Kaupmenn-irnir í bænum voru Ingimundur, Ásberg og Danival. Eyjólfur Bjarnason var þarna líka með sínu litlu krambúð á Klapparstígnum. Eyjólfur seldi m.a. steinolíu sem þá var ein helsta nauðsynjavara heimilanna. Jón B. Hannesson, sonur Hannesar sem skaut skjólshúsi yfir fjölskyldu Ólafs við komuna til Keflavíkur, hefur sagt frá því að þegar hann fór í Eyjólfsbúð 12 ára gamall til að kaupa steinolíu hafi Eyjólfur neitað að afgreiða hann með þeim orðum að komm-únistar fengju enga fyrirgreiðslu hjá hon-um. Ólafur varð fyrir ekki ósvipaðri reynslu þegar hann eitt sinn reyndi að kaupa nagla í Þorsteinsbúð. Hann segir okkur svo frá:

„Ég minnist atviks sem gerðist þegar Steinkubærinn var stækkaður. Kristinn á Sólvöllum var smiðurinn og allt keypt af Jó-hanni Guðnasyni á Vatnsnesi sem var með timburverslun og aðrar byggingavörur í Básnum. Eitt sinn vantaði okkur eitthvað af stærri nöglum og ég var sendur í Þorsteins-

búð til að kaupa nagla. Ég fékk afsvar þótt ég væri með reiðufé í vasanum. Enga nagla í þessa helvítis bolsa, sagði Þorsteinn.“

Á togaraOg Ólafur heldur áfram:

„Ég fór í sveit tvö sumar á Kiðafelli í Kjós hjá indælis fólki, en fór að vinna í beitn-ingu 15 ára gamall. Á sjó fór ég fyrst 1940 á reknet á Guðfinni, en á togara 1941. Þá komst ég á togarann Venus sem kom hing-að til að landa í fisktökuskip. Hjálparkokk-urinnn hafði verið skilinn eftir í Hafn-arfirði þegar hann fór út í túrinn. Halldór S. Pétursson frá Hólmfastskoti hafði verið á dekki en lenti í kokkaríinu og frétti að hér væri strákur sem væri vitlaus í að komast á togara. Ég var kominn með togaradellu mjög snemma, fékk hana í kjallaranum hjá Sören Valentínussyni, sem var giftur föð-ursystur minni. Ég lærði að bæta og splæsa tó hjá Söreni langt fyrir fermingu. Hann sagði mér alltaf sögur af því hvað það væri stórkostlegt að vera á togara, þar yrðu allir stórefnaðir. Mér sást nú yfir að hann var ekki mjög efnaður sjálfur.“

Sjómannadeildin stofnuðÓlafur Björnsson lauk meira fiskimanna-prófi 1945, fékk stýrimannsréttindi og var ráðinn annar stýrimaður á Júní þá Hafn-arfirði um haustið. Þegar togarinn Keflvík-ingur kom til Keflavíkur 1948 varð hann annar stýrimaður á þeim togara. Þegar Keflvíkingur kom hingað var enn eitt verk-fallið í aðsigi. Félagar í verkalýðsfélaginu voru orðnir býsna margir á þessum tíma en málum var þannig háttað að ef greiða átti atkvæði um togarasamninga, voru það aðeins þeir sem fastráðnir voru á togarana sem gátu greitt atkvæði. Það var álit manna að það væri ekkert vit í því að ganga til atkvæða um samninga nema stofnuð yrði sjálfstæð sjómannadeild, því annars hefði allt félagið átt að greiða atkvæði um samn-ingana. Ekkert gagn var í að aðeins þeir sem voru á togurunum greiddu atkvæði því lágmarksþátttöku þurfti til að atkvæða-greiðslan teldist gild.

„Við vorum ekki nema um 10-12 manns á Keflavíkingi,“ segir Ólafur, „og þessvegna lá beint við að tillögur gætu fallið á ónógri þátttöku. Ragnar taldi rétt og eðlilegt að stofna sérstaka sjómannadeild innan verkalýðsfélagsins en vélstjóradeild hafði þá þegar verið stofnuð. Við stofnuðum deildina og fyrstu samningarnir þóttu bara nokkuð góðir. Í framhaldi af þessu komu þeir í deildina sem voru á bátunum eða unnu við þá á vertíð og á síldinni, t.d. beitningamennirnir. Ég var formaður sjó-mannadeildarinnar í 12 ár.

Í framhaldinu var Sjómannasamband Íslands stofnað 24. febrúar árið 1957. Stjórnendur Sjómannafélags Reykjavíkur voru aðalhvatamenn að stofnun sambands-ins og markmiðið var auðvitað að styrkja aðstöðu sjómannastéttarinnar við samninga um kaup og kjör og til aukinna áhrifa á rík-isstjórn og löggjafavald. Í sambandinu voru félögin í Keflavík, Grindavík, Reykjavík og Hafnarfirði ásamt Matsveinafélaginu. Þetta gekk mjög ljúflega með þessi félög. Á næsta aðalfundi komu Akurnesingarnir inn, en þeir voru ekki með í byrjun. Tryggvi Helgason formaður Sjómannafélagsins á Akureyri var hálfvolgur í þessum málum öllum þannig að Akureyringarnir komu ekki strax. Þeir komu þó að lokum og okkur þótti mikill fengur að Tryggva sem var einn besti og traustasti forystumaður íslensku verkalýðshreyfingarinnar um áratugaskeið.“

Allt vaðandi í pólitík“Menn verða að hafa í huga, að á þessum tímum var hér allt vaðandi í pólitík. Sem dæmi get ég nefnt, að á fyrsta ASÍ þinginu sem ég sat gerðu menn lítið annað en að þrátta um pólitík. Mig minnir að þingið hafi staðið i þrjá daga og að fyrstu tveir dagarnir hafi farið í kjörbréfin. Fyrir hvern einn fulltrúa sem kratarnir kærðu, kærðu kommarnir tvo. Og Verslunarmanna-félagið fékk náttúrlega ekki að koma þarna inn fyrir dyr. Slagurinn á þessu þingi stóð um Dagsbrún og Vestfirðinga. Venjulega endaði þessi skrípaleikur með sáttum, sem voru fólgnar í því, að kommarnir fengu tvo fulltrúa á móti hverjum einum sem krat-arnir fengu. Þannig gekk það nú til. Það var að minnsta kosti mín skoðun. Ég sótti ASÍ þing á árunum 1950—1960, en þau voru þá haldin annað hvert ár.”

Viðvarandi skortur á vinnuafli „Ég fór í land 1952 og tók að mér að vera verkstjóri hjá togaraútgerðinni hér að beiðni Ragnars Guðleifssonar og var þar í 2-3 ár. Næstu árin var mikil atvinna hér á vegum setuliðsins á Keflavíkurflugvelli. Þá varð mikil verkafólksekla í sumum íslensk-um atvinnugreinum og dýrtíðin jókst hröðum skrefum. Félög launþega vildu fá kaupinu breytt til samræmis við verðlagið og tóku að segja upp samningum.”

Um þennan viðvarandi skort á vinnuafli má lesa í Faxa 1953 en þar segir svo: „Frá síðustu mánaðarmótum hefir verkstjóri togaraútgerðarinnar, Ólafur Björnsson, leitað fyrir sér að fá fólk til fiskvöskunar nú í vor og hefir engan fengið. Liggja nú um 300 smálestir af óverkuðum fiski, sem fyrirhugað er að verka á Spánarmarkað. Hins vegar gerir Ólafur sér vonir um, þegar

vertíð lýkur og um hægist í frystihúsum, að hann fái fólk þaðan og af bátunum. Annars horfir nú mjög illa um að fá fólk að hinum gömlu störfum, vegna hinnar miklu vinnu á Keflavíkurflugvelli.“

Ólafur segir að það hafi aldrei verið ætlun hans að taka þátt í þessu stússi í mál-efnum verkalýðssamtakanna á landsvísu og hann hafi gert það meira fyrir hvatningu frá félögum minum hér syðra. Hann var varaformaður Sjómannasambandsins til ársins 1960, en þá þótti honum nóg komið og í ársbyrjun 1961 sagði hann af sér öllum trúnaðarstörfum fyrir verkalýðsfélagið, en sat þó í Sjómannadagsráði eitt ár í viðbót. Árið 1958 hafði hann eignast hlut í 27

tonna bát og uppúr því þótti honum við hæfi að láta með því lokið afskiptum sínum af málefnum verkalýðsfélagsins.

Ófagrar kveðjur frá Austurlandi„Mér féll illa að láta umræður um mál-efni sjómanna snúast um það hvort ég ætti sjálfur hlutdeild í bát eða ekki,” segir Ólafur. “Ég fékk miklar skammir fyrir það í blöðum fyrir að vera útgerðarmaður og formaður sjómannadeildarinnar. Enginn nefndi að Tryggvi Helgason á Akureyri væri einn eigandi að 100 tonna bát meðan ég var einn af þremur eigendum í 27 tonna bát. Það þótti ekki við hæfi í augum sumra forystumanna verkalýðsins, að sjálfur

Frá Keflavíkurhöfn á sjötta áratugnum ofanverðum. Yst til vinstri sést Sleipnir, Heimir á miðri mynd með fríholt á síðu. Þá ber í Svan KE 6. Hægra megin við Svan liggur stálbáturinn Geir við vestustu bryggju. Að baki hans er Fróði (síðar Sigurkarfi). Myndin er úr safni Skúla Magnússonar.

Stjórnarmenn í VSFK frá vinstri: Ólafur Björnsson, Helgi Jónsson, Ragnar Guðleifsson, Guðlaugur Þórðarson og Friðrik Sigfússon.

Fyrsta stjórn Sjómannasambands Íslands 1950. Frá vinstri: Ólafur Björnsson formaður, Jón Sigurðsson, Hilmar Jónsson, Ragnar Magnússon og Magnús Guðmundsson.

Sendum VSFKárnaðaróskir

í tilefni 80 ára afmælisins

Málfundafélag

Page 12: 3. tbl. - 72. árgangur 2012 Afmælisritmitt.is/faxi/3. tbl VSFK 2012.pdf · 2013. 5. 11. · 3. tbl. - 72. árgangur 2012 ... 2 Afmælisblað VSFK Afmælisblað VSFK 3 Sendum VSFK

22 Afmælisblað VSFK Afmælisblað VSFK 23

verkalýðsleiðtoginn Ólafur Björnsson væri farinn að gera út. Þær raddir heyrði ég lítið hér heima, enda lítið um komma hér í Keflavík. Ýmsir af forystumönnunum töldu hins vegar að það væri innlegg í baráttu launafólks að upplýsa menn um þennan bátspart sem ég átti og var ekkert leynd-armál. Ég man t.d. eftir að þessu var skellt framan í mig á fundi í Ungó. Og ekki skorti þá hugmyndaflugið fyrir austan. Þar gáfu þeir út hallærislegt kommablað — málgagn sósíalista á Austurlandi — og þar sendu þeir mér ófagrar kveðjur, t.d. í sambandi við samningsviðræður milli sjómannasam-takanna innan Alþýðusambandsins og LÍÚ um nýjan bátakjarasamning í stað þeirra, sem féllu úr gildi um áramótin 1961. Þar er að finna skrif, sóðalegri en ég minnist

að hafa séð um eina persónu á prenti. Það var hreint ótrúlegt hvað ég fór í taugarnar á kommunum á þessum árum. Skemmti-legast við þetta er hins vegar sú staðreynd, að ástæðan fyrir níðskrifunum um mig var sú, að við gerðum hér betri samninga en kommarnir gerðu sjálfir fyrir austan.”

„Með rýtinginn í erminni”Blaðinu Austurlandi, málgagni sósíalista á Austurlandi sem var gefið út í Neskaups-stað, var sérstaklega uppsigað við Ólaf og sparar ekki stóryrðin þegar hann á í hlut. Undir fyrirsögninni „Með rýtinginn í erm-inni” fjallar blaðið um hugsanlegt verkfall sjómanna 15. janúar 1961 og segir þar m.a.:

„Af hálfu hins svonefnda Sjómanna-sambands Íslands tekur m.a. þátt í samn-

ingaviðræðunum maður að nafni Ólafur Björnsson. Hann er Keflvíkingur og mun vera formaður sjómannadeildarinnar þar. Hann hefur engan ágreining gert í nefnd-inni. En á þriðjudag var ljóst, að hann hafði setið á svikráðum við samtökin. Jafnframt því sem hann tekur þátt í samningaumleit-unum í Reykjavík vinnur hann að því á bak við heildarsamtökin og með fullkominni leynd, að gera baksamninga við útgerð-armenn á Suðurnesjum og leitast þannig við að reka rýtinginn í bak heildarsamn-inganna.” Greinin klykkir út með þessum orðum: “Naumast þarf að taka fram, að Ólafur Björnsson er krati.”

Þessi “svikráð” sem Austurland brigsl-aði Ólafi um voru ekki alvarlegri en svo að hann hafði rætt við útgerðarmenn í Keflavík með fullu samráði við Jón Sigurðs-son, forseta Sjómannasambands Íslands.

„Þið sofið ekki!“„Það var ekki erfitt milli okkar félaganna hérna á Suðurnesjum,“ segir Ólafur. „Hér var að vísu árlegur slagur um fiskverð og þá var maður lon og don þarna innfrá í samn-ingaviðræðum. Ég man eftir því að eitt sinn var verið að þrasa um hækkun fiskverðs. Við frá sjómannasamtökunum og útgerð-armennirnir vorum í Alþingishúsinu að semja og sáttasemjarinn, Torfi Hjartarson, hafði lokað að okkur. Við vorum búnir að vaka eitthvað, vorum að spila og það var galsi í mönnum. Útgerðarmennirnir voru í herbergi Sjálfstæðismanna. Við fórum síðan út á ganginn og þar sáum við hvar Tryggvi Ófeigsson skálmaði fram og aftur í þungj-um þönkum um gólfið. Þegar við komum

fram segir hann „Já þið sofið ekki.“ Nei við héldum nú ekki. „Já það getur enginn ærlegur maður sofið yfir þessu,“ sagði hann þá þungur á brún. Þá lágu útgerðarmenn-irnir fram á borðin hrjótandi meira og minna inni í herbergi Sjálfstæðismanna.“

Sterkt og traust félag„Helsti samstarfsmaður minn í Sjó-

mannadeildinni var varaformaðurinn, Guð-laugur Þórðarson. Hann var bráðskarpur maður en gat verið þver og erfiður ef því var að skipta. En okkur kom alltaf vel sam-an. Guðlaugur var mjög ákveðinn og fastur fyrir. Það var hægt að treysta honum eins og sjálfum sér og jafnvel betur. Það var fyrst og fremst hann sem stóð með mér í þessum bardaga. Formennskunni fylgdi stjórnarseta í VFSK og ég varð fljótt varaformaður þar. Félagið hér var mjög sterkt og traust og varð fljótlega deildaskipt, eins og áður var nefnt með vélstjóradeild, sjómannadeild og vörubílstjóradeild. Verkalýðshreyfingin hefur þróast en engum dettur í hug í dag að fara í stræk út af nokkrum krónum. Nú þykir ekki hæfa annað en hámennt-aðir menn í þetta. En ég tel ekki heppilegt að þeir sem eru í forystunni séu launaðir mikið meira en hinir. Kannski væri hægt að miða við skipstjórahlut þannig að þeir fengju tvöfalt meira.

Samvinna var mikil og náin milli VSFK og annarra verkalýðsfélaga og einnig milli þess og Alþýðusambandsins. Sem dæmi um samstöðuna má nefna bátaverkföllin sem voru fastur liður í byrjun vertíðar. Við stóðum alltaf saman í þeim málum, Keflavík, Garður, Sandgerði og Grindavík Það var miklu meiri pressa á okkur samn-ingamönnum hér suður með sjó en á þeim innfrá því hér byrjaði vertíðin strax með látum 1. eða 2. janúar. Innfrá lá þeim ekkert á því þeir voru aðallega á netum og byrj-uðu ekki fyrr en í febrúar. Hér voru um 70

bátar á vetrarvertíðinni, helmingurinn af þeim aðkomubátar. Hvorki við eða útgerð-armennirnir vildum hanga endalaust yfir samningum og pressan var á báða bóga. Í árslok 1952 hafði ekkert gengið að semja þangað til við hófum samningafund í Reykjavík daginn fyrir gamlársdag. Þrasið stóð aðallega um prósentur til hlutaskipta. Útgerðarmenn sögðust tilbúnir til að slaka á og gætu fallist á hálft prósent til viðbótar sem var sú krafa sem gerð var innfrá. Ég fór fram á eitt prósent til viðbótar sem kæmi þegar útgerðin væri búin að fá fyrir kostn-aði. Þetta þótti þeim aldeilis stökk. Ég sagði að þrasað væri um fiskverð á hverju ári og ef viðbótin yrði bundin við krónutölu færi hún fljótt á vertíðinni. Að morgni gamlárs-dags féllust útgerðarmenn loksins á þetta. Það liðu þó ekki mörg ár þangað til þeir

vildu segja þessu upp. Við náðum þarna hinum bestu samningum sem urðu lands-frægir á sinni tíð.

Verkalýðsfélagið hér í Keflavík var alltaf sjálfstætt gagnvart hinum félögunum og stakk stundum við fótum, ef mönnum þótti stefna í ófæru eða staðan ekki þann-ig, að vænta mætti árangurs af aðgerðum. Stundum gengu samningar greiðlega, en oft náðist ekki samkomulag fyrr en auglýst vinnustöðvun átti að ganga í gildi næsta dag. Fyrir kom að grípa þurfti til verkfalls en það var þó furðu sjaldan. Þegar litið er um öxl verður ekki annað séð en félagið og forusta þess hafi hagað störfum sínum af gætni og festu og unnið sér það álit, að ekki myndi auðvelt að fá það til að falla frá ákvörðunum, sem það á annað borð hefði tekið.“

Sjómannadagurinn var fram undir lok síðustu aldar einn mesti hátíðisdagur Keflvíkinga. Myndin er sennilega tekin 1957. Á henni má greina keppendur í stakkasundi koma á land.

Baldur á leið í land.

Sendum VSFKárnaðaróskir

í tilefni 80 ára afmælisins

Ólafur Björnsson, fjölskylda,ættingjar og vinir hafa í mörg ár haldið Sjómannadaginn hátíðlegan um borð í Baldri á þurru landi. Önnur hátíðahöld í tilefni dagsins eru aflögð í Keflavík.

Page 13: 3. tbl. - 72. árgangur 2012 Afmælisritmitt.is/faxi/3. tbl VSFK 2012.pdf · 2013. 5. 11. · 3. tbl. - 72. árgangur 2012 ... 2 Afmælisblað VSFK Afmælisblað VSFK 3 Sendum VSFK

Afmælisblað VSFK 25

Karl Steinar Guðnason hafði starf-að í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis í meira

en áratug þegar hann tók við formennsku af Ragnari Guðleifssyni rétt rúmlega þrítugur. Þetta var árið 1970 og í hönd fór tími óðaverðbólgu, gengisfellinga og verk-falla sem stóð nær samfleytt þá tvo ára-tugi sem Karl Steinar gegndi formennsku í félaginu. Óðaverðbólgunni lauk með þjóðarsáttinni 1990. Þjóðarsáttin hefur skipað sér á bekk með merkisatburðum síðustu aldar. Hún var efnahagslegt afrek sem forystumenn verkalýðshreyfing-arinnar unnu í samstarfi við atvinnurek-endur og íslenska ríkið. Þar fóru fremstir í flokki Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, einn nánasti samstarfsmaður hans Karl Steinar Guðnason, Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar og Verkamannasambandsins og Einar Oddur Kristjánsson, formaður Vinnu-

veitendasambandsins. Karl Steinar var varaformaður Verkamannasambandsins á þessum tíma auk þess sem hann gegndi þingmennsku og formennsku í VSFK.

Mótaðar þjóðfélagsskoðanir„Ég las gríðarlega mikið þegar ég var unglingur og hafði snemma mótaðar þjóð-félagskoðanir og tilfinningu fyrir, jafnrétti og bræðralag,“ segir Karl Steinar í viðtali við 80 ára afmælisrit VSFK. „Ég áttaði mig fljótt á gildi verkalýðshreyfingarinn-ar og las mér til um hana. Eins og flestir ungir Keflvíkingar á þessum árum vann ég við verkamannastörf og var á sjó þegar tími gafst frá skólanámi. Líklega var það vinnuslys sem varð til þess að skerpa félags-legar skoðanir mínar. Viðvorum að vinna um borð í sementsskipi frá Sambandinu og vorum þrír í lestinni, félagi minn Brynjar Valdimarsson og eldri maður, Júníus að nafni. Við Brynjar vorum 15 ára gamlir. Á

dekki átti að vera lúgumaður að segja okkur til en hann gerði það ekki enda rallhálfur. Sementspokarnir voru 50 kg þungir og við tókum þá beint niður, mynduðum stæð-ur, til að þurfa ekki að bogra yfir hverjum poka og komum þeim á bretti. Skyndilega kom hnykkur á skipið og stæðurnar byrja að hrynja. Við Brynjar gátum stokkið frá en Júníus varð undir pokunum. Við vorum eins og brjálæðingar við að ná honum und-an pokunum og það tókst fljótt, en hann slasaðist heilmikið. Hann reyndi síðar að fara í skaðabótamál en Sambandið neitaði sök en ég fékk að vita frá talsmönnum þess að ef ég stæði ekki með þeim fengi ég ekki aftur vinnu hjá Sambandinu. Ég vitnaði samt gegn þeim, sagði rétt og satt frá og málið fór alla leið fyrir Hæstarétt. Dómur féll Júníusi í vil og ég hygg að vitnisburð-ur minn hafi orðið til þess að Júníus fékk bætur. Þessi afstaða vinnuveitanda og þessi grimmd gegn varnarlausu vinnandi fólki

Karl Steinar Guðnason, fyrrv. formaður VSFK:

Samstaðan rofnaði aldrei þrátt fyrir umbrot og öldugang

sem þá var áberandi varð til þess að móta hug minn töluvert. Ég var 16 ára þegar dómur féll og þetta mál skýrir kannski hversvegna ég á mínum starfsferli í verka-lýðshreyfingunni lagði svo mikla áherslu á vinnuvernd.“

Karl Steinar átti síðar sæti í undirbún-ingsnefndinni sem samdi lögin um vinnu-eftirlitið og lagði mikla áherslu á að það næði fram að ganga meðan hann sat á Alþingi. Lögin voru samþykkt 1979 og stofnunin sett á fót ári síðar. Karl Steinar átti sæti í stjórn Vinnueftirlitsins í 10 ár.

Slagur milli stjórnmálaafla„Ég byrjaði mjög snemma að mæta á fundi í Verkalýðs- og sjómannafélaginu hér í Keflavík,“ heldur Karl Steinar áfram, „og komst þar í kynni við Ragnar Guðleifsson, einn mesta öðling sem ég hefi kynnst á lífsleiðinni. Ég byrjaði að starfa mikið með félaginu, var líka í námi og fór í aðgerð á kvöldin því menn þurftu að vinna fyrir sér. Ragnar bað mig að rita fundargerðir hjá Verkalýðsfélaginu og upp úr því varð ég ritari þess. Menn komu sér gjarnan undan því að skrifa fundargerðir, það var ekki vinsælt starf, en ég sýndi félagsmálum og átakalínum í pólitík og verkalýðshreyfing-

unni mikinn áhuga. Ragnar lá undir mjög ósanngjarnri gagnrýni bæði frá krötum og kommúnistum á þessum árum þótt sjálfur væri hann í flokki með þeim fyrrnefndu. Það var gríðarlegur slagur milli þess-ara tveggja stjórnmálaafla um forystuna í verkalýðshreyfingunni. Átökin í verkalýðs-hreyfingunni á áttunda og níunda áratugn-um einkenndust um of af persónulegri heift og illvild.

Margt af því sem þá fór fram í fjölmiðlum átti ekkert skylt við málefnalegar umræður. Ragnar lá reynda líka undir gagnrýni frá íhaldinu. Verkalýðsfélagið hér starfaði und-ir allt öðrum formerkjum og var í allt ann-arri aðstöðu en önnur félög í landinu. Hér var herinn og gríðarlega mikla atvinnu að hafa á Vellinum. Þegar verkalýðshreyfingin átti í átökum var mikið gert úr því að verka-lýðsfélagið í Keflavík sat hjá. En hversvegna skyldi það hafa verið? Jú, auðvitað vegna þess að fjöldi manns starfaði á Keflavík-urflugvelli og það skipti engu máli þótt þeir legðu niður vinnu, hermennirnir gengu bara í störf þeirra. Við vorum ekki í deilu við varnarliðið, þetta var fyrst og fremst deila við íslenska atvinnurekendur.

Það var reyndar mikið öngþveiti í launa-málum á vellinum fyrst eftir að varnarliðið

kom. Nokkru síðar var stofnsett Kaupskrár-nefnd, sem var einskonar dómstóll í launa-málum. Sú nefnd, hvar hægt var að sækja og verja mál, starfaði ágætlega í fyrstu en slappaðist með árunum. Kommarnir sáu sér leik á borði hvað varðaði Keflavíkurflugvöll og ekki var horft til þess hve erfitt það var að vera með helming félaganna í verkfalli og aðra ekki.“

Ragnar lá undir ósanngjörnu ámæli„Hjá Alþýðusambandinu var farið yfir þetta á tímum Ragnars og menn voru sammála um að þetta gengi alls ekki upp, en það var gjarnan spilað pólitískt á þessar mótsagn-ir og þau boð látin út ganga að það væri bara linka í krötunum að senda starfsmenn setuliðsins ekki í verkfall. Ragnar lá iðulega undir þessu ámæli sem var auðvitað mjög óréttmætt. Þegar við skoðuðum málin á sínum tíma kom í ljós að um það bil helm-ingur þeirra sem unnu á vellinum þurftu að vera á undanþágu frá verkfalli m.a. vegna starfsgreina, sem ekki voru annars staðar í landinu. Það var því félagslega erfitt að standa í slíkum átökum. Margir töluðu hér eins og Jón sterki í Skuggasveini - þeir hefðu nú getað gert þetta! Þetta var gagn-rýni sem Ragnar þurfti að þola, var honum

Karl Steinar Guðnason fæddist í Keflavík árið 1939. Hann lauk kennaraprófi frá KÍ 1960 og kenndi við Barnaskóla Keflavíkur í tæpa tvo áratugi. Hann var formaður Verkalýðs-og sjómanna-

félags Keflavíkur og nágrennis frá 1970-1991. Ritari félagsins var hann frá 1966 og til 1970. Hann var varaformaður Verkamannasambands Íslands 1975 til 1987 og 1989 til 1991 og þingmaður Alþýðuflokksins á Reykjanesi frá 1978. Hann var formaður Menningar- og fræðslusam-bands alþýðu frá 1988 og sat í bæjarstjórn Keflavíkur 1970-1982. Hann átti sæti í flokksstjórn Alþýðuflokksins frá 1960 og var ritari hennar frá 1976 til 1984. Hann sat í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins 1978 til 1982, formaður um skeið. Hann var ráðinn forstjóri Tryggingastofn-unar ríkisins 1993 og gegndi því starfi til ársins 2007 þegar hann lét af starfi fyrir aldurs sakir. Hann hefur unnið að fjölda framfaramála fyrir íslenska alþýðu og má þar sem dæmi nefna að hann átti þátt í að semja um aukinn rétt verkafólks í veikindum, lengingu orlofs, vinnuvernd, staðgreiðslu skatta, sem var mikið og brýnt hagsmunamál fyrir verka-fólk ekki síst sjómenn, og styrkingu trúnaðarmannakerfisins. Hann þótti fimur samningamaður, harður og fylginn sér.

Vann að fjölda framfaramála

24 Afmælisblað VSFK

Karl Steinar Guðnason

Page 14: 3. tbl. - 72. árgangur 2012 Afmælisritmitt.is/faxi/3. tbl VSFK 2012.pdf · 2013. 5. 11. · 3. tbl. - 72. árgangur 2012 ... 2 Afmælisblað VSFK Afmælisblað VSFK 3 Sendum VSFK

26 Afmælisblað VSFK

erfið og hafði áhrif á félagana, þótt þeir stæðu alltaf með Ragnari þegar á reyndi.

Inn í þetta blandaðist baráttan gegn hernum. Það var aðallega fólk úr Reykjavík eða annars staðar af landinu, sem fannst

klént að verkalýðsfélagið stæði ekki með því í kröfum um að herinn færi. En Ragnar hugsaði fyrst og fremst um fólkið í félag-inu og atvinnuöryggi þess. Maður fann það sem Keflvíkingur / Njarðvíkingur að það

var litið niður á okkur af herstöðvarand-stæðingum þegar við komum út á land og stjórnmálaafl þeirra (kommúnistarnir) hagaði málflutningi þannig að við værum annars flokks. Áróðurinn var gríðarlega mikill, við vorum í annarri deild.“

Formannaskipti„Þegar Ragnar vildi láta af formennsku kom stjórn félagsins heim til mín og bað mig að taka að mér að verða formaður. Ég lofaði að gera það í eitt ár. Ég fékk mótframboð frá Lúðvík Jónssyni, sem seinna varð ágætur stuðningsmaður stjórnarinnar.

Þegar ég tók við VSFK af Ragnari hafði hann gegnt formannsstarfi í 35 ár og skilað mjög góðu verki. Þetta er auðvitað gríð-arlega langur tími í sögu sem breytist hratt í samfélagi eins og okkar. Ég hef grun um að hann hefði gjarnan viljað hætta fyrr, því áreitið var mikið á heimili hans og allt um-hverfi. Hann var líka bæjarfulltrúi og þurfti að vinna fyrir sér sem kennari. Þegar ég tók við félaginu 1970 var hér mikil útgerð og Keflavík ein af aðalútflutningsstöðvum í sjávarútvegi í landinu. Hér var mikil gróska, fjöldinn allur af frystihúsum og fisk-vinnsluhúsum, og síðan Völlurinn. Þetta er allt önnur mynd en við sjáum í dag. Varn-arliðið er auðvitað farið með sína starfsemi og búið að selja alla útgerð frá okkur. Kvótakerfið hefur bitnað þannig á Keflavík og mér finnst átakanlegt að fara fram hjá

bryggjunni. Sjaldan nokkur bátur, búið að selja allt burt. Verkalýðsfélagið þarf að taka fastar á þessu máli. Kvótakerfið var innleitt 1983 og þetta eru afleiðingarnar. Breytingar á fiskveiðistjórnun þurfti að gera, en gallar kerfisins í dag og hvernig spilað er á það er nöturlegt. Þessu verður að breyta.“

Atvinnuleysið ekkert nýtt„Atvinnuleysi hér er ekki nýtt fyrirbrigði. Það var árstíðabundið atvinnuleysi hjá frystihúsunum, stundum verulegt. Fólk þurfti að hætta, var sent heim, þegar atvinnurekendum sýndist svo, og það gerð-ist alltaf annað slagið. Ég kynntist þessum málum vel því verkalýðsfélögin sáu um allt sem laut að atvinnuleysisskráningu á þeim tíma. Ég var með þetta heima hjá mér á sjöunda áratugnum áður en ég tók við formennsku í VSFK, fór þá að vinna fyrir verkakvennafélagið og hjálpa félögum þess að ná rétti sínum. Meira en 400 atvinnu-lausar fiskverkakonur komu heim til mín til að ná í atvinnuleysisbætur og ég ásamt eig-inkonunni þurfti að handreikna allt út fyrir þær, hverja fyrir sig. Verkalýðsfélögin voru málsvarar atvinnulausra, ekki einhverjir ut-anfélagsmenn. Við í verkalýðshreyfingunni vorum rödd þessa fólks.

Verkalýðshreyfingin þurfti að standa í sífelldum bardaga. Ísland lenti í erfiðleikum m.a. vegna olíukreppunnar í Miðaustur-löndum. Olíuverð hækkaði um 173%, kaup-

mátturinn hrundi og allt verðlag hækk-aði gríðarlega. Þegar við stóðum frammi fyrir þessum tröllslegu hækkunum reyndi verkalýðshreyfingin að sjálfsögðu að and-æfa og síðasta allsherjarverkfall í landinu skall á 1972. Stjórn verkalýðsfélagsins og allir mínir félagar í stjórn og trúnaðarráði ákváðu að taka þátt í verkfallinu, sem var býsna nýtt, eins og að framan greinir. Þetta

varð afar viðburðaríkur tími, mikið gekk á og það reyndist mörgum erfitt. Við töldum á þeim tíma að það væri nauðsynlegt fyrir VSFK að svara kalli þeirra sem kröfðust aðgerða og það varð úr að við boðuðum verkfall á allt sem hér var, m.a. Loftleiðir.“

Óhreina barnið hennar Evu„Ég var þá svo til nýtekinn við formennsku

Karl Steinar segir okkur eftirfarandi sögu úr samningunum: „Íslenskir Aðalverktakar voru gríðarlega stór vinnustaður og við gerðum samn-inga við þá. Eitt sinn er við höfðum lokið samningagerð héldum við

fund í matsal þeirra. Umræðuefnið voru samningarnir, sem kváðu m.a. á um breyttan vinnutíma og breytingar á kaffi- og matartímum. Þar voru 200-300 manns. Samningarnir voru samþykktir með miklum meirihluta. Fannst mér ástæða til að nota tækifærið og láta kjósa aðaltrúnaðarmann. Augu allra og til-lögur beindust að einum manni.Ég lét kjósa og var hann kjörinn samhljóða. Sá ég að manninum leið illa og kvaðst ekki vilja gegna þessu starfi, en kom því ekki almennilega að fyrr en búið var að kjósa. Ég sagði: „Við tölum saman í fyrra-málið“.

Ástæðan fyrir því að maðurinn naut þessarar hylli var hve hann flutti mál sitt vel í samninganefndinni og hvað hann naut mikils trúnaðar í hópnum. Þetta var stór og stæðilegur maður, margra barna faðir og hafði stundað sjó mesta sína starfsævi. Daginn eftir kom hann til mín á skrifstofuna. Hann var dálítið lotinn eða beygður og hann var votur í augum. Hann sagði: „Karl Steinar, ég get ekki tekið þetta að mér. Ég er ekki læs. Ég er lesblindur.“ Mér brá og féllust hendur. Þessi harðduglegi maður, sem komið hafði upp fjölda barna, sterkgreindur og vel máli farinn, var úr leik. Mér varð hugsað til skólakerfisins og vankanta þess, hve margir hefðu í áranna rás verið gerðir útlægir vegna vanþekkingar á þessari fötlun. Við leystum málið auðvitað og annar kosinn í hans stað. Samstarf okkar var áfram gott og gefandi.“

Lesblindi samningamaðurinn

Reknetasíld landað úr nýlegum báti í Keflavík 1955. Helgi Jónsson, vörubílstjóri, með hatt og í jakkafötum efst til vinstri fylgist með. Jónatan Agnarsson tekur á móti á bílpalli en fremst á myndinni er Einar Daníelsson. (Úr safni Skúla Magnússonar)

Frá Dráttarbraut Keflavíkur. Í húsinu ofan við bátana var trésmiðja. Verið er að leggja drög að nýjum báti sem gæti verið mb. Guðbjörg frá Sandgerði. Guðbjörg hljóp af stokk-unum 1957.

Jón Baldvinsson RE 208 á strandstað undan Hrafnkelsstaðabergi á Reykjanesi 1955.

Afmælisblað VSFK 27

Nýbyggt hús Ragnar Guðleifsson við Vatnsnesveg 1950. Efst á myndinni má sjá hús Hux-leys Ólafssonar þar sem nú heitir Lyngholt. Myndina tók Haraldur Hafsteinn Ólafsson.

Page 15: 3. tbl. - 72. árgangur 2012 Afmælisritmitt.is/faxi/3. tbl VSFK 2012.pdf · 2013. 5. 11. · 3. tbl. - 72. árgangur 2012 ... 2 Afmælisblað VSFK Afmælisblað VSFK 3 Sendum VSFK

Afmælisblað VSFK 29

og einhverjum þótti þetta kannski frum-hlaup, en aðrir áttuðu sig á nauðsyn þess að virkja félagið og gera það marktækara innan samtakanna. Verkalýðsfélagið hér í Keflavík var eitt af óhreinum börnunum hennar Evu í Alþýðusambandinu. Það tengdist líka því þegar VSFK var utan ASÍ enda var það ein krafa atvinnurekenda á

sínum tíma að félagið stæði utan heild-arhreyfingarinnar. Það gilti að sjálfsögðu eins og áður að engin ástæða var til að láta starfsmenn Varnarliðsins fara í verkfall, því að hermenn myndu þá ganga í störf þeirra og ekkert breyttist nema að menn færu af launum. Þá samdi ég við starfsmannahald Varnarliðsins um að þeir sem ynnu greiddu

20 prósent af launum sínum í verkfallssjóð meðan verkfallið stæði. Ég komst upp með það.

Þrátt fyrir að við værum óvanir því að standa í verkfalli voru menn harðir í verk-fallsvörslu og gerðu sitt til þess að verkfallið virkaði, sem það og gerði. Loftleiðamenn höfðu samband við okkur og vildu semja,

brjótast frá Vinnuveitendasambandinu. Ég tek fram að áður, þegar utanlandsflug var rekið frá Reykjavíkurflugvelli, boðaði Dags-brúnarforystan aldrei verkfall á Loftleiðir. Loftleiðamenn buðust þarna til að gera sérkjarasamning við okkur og féllumst við á það. Þetta voru gríðarlegar tilfæringar og óskaplega erfitt, því öll pressan (dagblöð og útvarp), jú, líka Alþýðusambandið, var á okkur, en Loftleiðamenn vildu samn-inga og stjórn og trúnaðarráð stóð saman. Þetta endaði með því að við sættumst á 25 prósent hærri kjör heldur en samið yrði um fyrir þá sem störfuðu fyrir Loftleið-ir annarsstaðar. Ég taldi rétt að ganga að þessu, en sá böggull fylgdi skammrifi að þetta varð að vera leynisamningur og mátti ekki vitnast. Gríðarleg átök urðu á félags-fundi sem haldinn var um þessa samninga, --það var spurning um hvort menn treystu mér eða ekki. Ég hafði frætt mína nánustu samstarfsmenn um hvað var að tefla, með því fororði að þeir gættu trúnaðar og lækju því ekki áfram. Gengið var til atkvæða á fundinum og þetta samþykkt.

Átökin á fundinum spunnust vegna áróð-urs að við værum að hlaupast undan merkj-um og svíkja aðra. En fordæmin voru til staðar - Dagsbrún gerði aldrei vinnustöðv-un hjá Loftleiðum. Ég var þakklátur þeim sem stóðu með mér því þetta var ögur-stund og ég barðist eins og ljón fyrir þessu. Síðan þá gerðum við alltaf sérsamninga við Flugleiðir. Allt voru það mjög góðir samningar og eftirsótt að komast í vinnu til þeirra. Við sömdum meira að segja um það að þeir sem voru í afleysingum á sumrin ættu forgang að föstum störfum hjá þeim. Styrkur minn sem formanns í þessari deilu var sá að ég var ekki í þjónustu Loftleiða og átti því auðveldara með að tefla djarft. Jú, við keyptum líka hlutabréf í Loftleið-um, fyrir lítilræði, eingöngu til að komast á aðalfundi þar. Tilgangurinn var að atast í þeim ef þurfa þótti. Síðar voru þeir Björn Jóhannesson og Sigurbjörn Björnsson, þá starfsmenn Loftleiða, með í samningunum. Þeir voru gallharðir samningamenn og voru gjörkunnugir öllum starfssviðum þar og þess vegna afar mikils virði.“

Fínir sérsamningar„Við tefldum þarna djarft, höfðum allaf þann möguleika að stöðva flugið og þeir voru oft í mikill úlfakreppu, - það stöðv-aðist aldrei. Þetta kemur ágætlega fram í bók sem Grétar Kristjánsson, einn af samn-ingamönnum Loftleiða, síðar Flugleiða, skrifaði um flugið. Þar segir hann m.a. að alltaf hafi Karli Steinari og félögum hans tekist að fara með eitthvað fyrir sitt fólk. Þeir vissu að allir félagsmenn VSFK stóðu

að baki okkar og samstaðan var órofa.Við stóðum alltaf í margskonar samn-

ingagerð, vorum í rauninni uppteknir í samningaviðræðum marga mánuði á ári. Má þar nefna sérsamninga við Esso á Kefla-víkurflugvelli. Vilhjálmur Jónsson forstjóri Esso kom sjálfur á samningafundina. Hann var sanngjarn maður og hægt að tala beint við hann. Samningarnir sem við gerðum við hann voru miklu betri en annars staðar gerðist og Essó á Keflavíkurflugvelli var eftirsóttur vinnustaður.

Við nýttum þrýstinginn á flugið til að hjálpa verkakonunum með „eldhússamn-ingana“ svonefndu.Eldhússtarfsfólk hjá Flugleiðum var um tíma á 40 prósent hærri launum en fólk í sömu störfum í Reykjavík. Þá gerðum við sérsamninga um kjör þunga-vinnuvélamanna hjá Varnarliðinu og síðar „snjóherinn“ þ.e. þegar slökkviliðinu var falinn snjóruðningur og þeir samningar voru langtum betri en annarsstaðar gerðist. Þetta var gert með tilfæringum og góðvilja formanns Kaupskrárnefndar . Það voru margir fleiri starfshópar á flugvellinum, sem við gerðum sérsamninga fyrir, en fóru aldrei hátt vegna þess að það tókst að semja við starfsmannahaldið og kaupskrárnefnd, sem þeir máttu í raun ekki gera. Ég var líka í sambandi við utanríkisráðherra hvers tíma. Þeir vildu umfram allt frið á vell-inum. Jú,- kannski vorum við líka frekir. Ég er býsna stoltur af því hvað vel tókst til með þessa sérsamninga. Stoltastur er ég af því eftir allt þetta streð að við vorum með

hæstu sérsamninga sem fyrirfundust í land-inu þegar ég hætti sem formaður.

Íslenskir Aðalverktakar voru gríðarlega stór vinnustaður og sinntum við málum þar með mikilli eftirfylgni. Þá voru tíðir fundir með Útvegsmannafélagi Suðurnesja og Vinnuveitendafélagi Suðurnesja, einkum fyrstu árin, en þeir kusu síðar að láta for-ystumenn sinna samtaka í Reykjavík annast sín mál. Á ég von á því að þeim hafi þótt mikill ófriður af okkur.“

Bónusinn og félagsgjöldin„Annað sem við hjálpuðum verkakon-um með var bónusinn í fiskvinnslunni. Hann var settur á og verkalýðshreyfing-in vildi ekki skipta sér af honum í 13 ár. Verkakvennafélagið og við vildum semja um bónusgreiðslurnar og því fylgdu mikil átök og mikil vinna fór í að koma skikkan á þau.. Ástandið var líka þannig að hér var svo mikil vinna að fólk vann allar helgar og alla daga fram á nótt. Við bönnuðum helgarvinnu í fiskvinnslunni, komumst upp með það og fylgdum því eftir. Þetta gerðist í framhaldi af því að maður henti sér í sjóinn fyrir utan Stóru milljón og talið var að hann hefði sturlast af yfirvinnu. Bónusinn var óskaplega viðkvæmt mál og var í höndum forystumanna Verkakvennafélagsins, þeirra Önnu Pétursdóttur, Sigurrósar Sæmunds-dóttur og Guðrúnar E. Ólafsdóttur. Mikið var talað um svonefndar bónusdrottningar, en aðrar konur í fiskvinnslu fengu miklu minna. Af þessu spunnust mikil átök, en

Þjóðarsáttin breytti hugarfarinu

Sem formaður VSFK, varaformaður Verkamannasambandsins og náinn samstarfsmaður Ásmundar Stefánssonar, forseta ASÍ, beitti Karl Steinar ásamt öðrum forystumönnum verka-

lýðshreyfingar sér mjög fyrir breyttu viðhorfi til kjarasamninga. Höfuðatriði væri ekki að fá fleiri krónur heldur ná tökum á

verðbólgunni, komast út úr vítahring launa- og verðhækkana og hverfa frá vísitöluvitleysunni. Þessu lauk með þjóðarsáttinni 1990, sem var einn af merkisatburðum síðustu aldar. Þjóðarsáttin var þríhliða kjarasamningur, sem klippti á áralangar víxlhækkanir launa og verðlags og kvað niður verðbólgudrauginn, a.m.k. um sinn. Hún markaði upphaf til aukins stöðugleika í efnahagsmálum og það lagði grunn að því góðæri, sem fór í hönd. Það voru forsvarsmenn verka-lýðshreyfingarinnar sem áttu frumkvæði að þjóðarsáttinni með við-ræðum við forystumenn VSÍ. Það tókst að lokum að sammælast um að reyna að koma efnahagsmálum úr þeim glórulausa farvegi, sem þau höfðu verið í marga áratugi. Einn helsti hvatamaður þjóðarsátt-arinnar var Ásmundur Stefánsson. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar og Verkamannasambandsins var undir miklum þrýstingi frá Dagsbrúnarmönnum um að viðhalda áherslunum um krónuhækkanir. Þeir Ásmundur og Karl Steinar þurftu að beita sér til að fá hann með. En þegar hann kom lagði hann sig allan fram. Þjóð-arsáttin fjallaði ekki bara um krónur og aura fyrir launamenn, heldur að ná tökum á vöxtum, bönkum og hagsmunasamtökum landbún-aðarins. Stefndu að raunverulegum kaupmætti.

Karl Steinar hefur áður sagt opinberlega að langmerkilegustu tíðindi þessa tímabils hafi verið þjóðarsáttin og sú breyting á við-horfi og hugarfari, sem fylgdi í kjölfarið. Það var ekki jarðvegur fyrir

nauðsynlegri viðhorfsbreytingu 1986. En fólk hafði nú fengið nóg af óðaverðbólgunni og óstöðugleikanum sem fylgdi í kjölfar samning-anna, sem þá voru gerðir. „Menn fóru að trúa því sem við reyndum að halda á lofti að „fleira væri kjör en króna,“ segir Karl Steinar. „Þeir vildu stöðugleikann og hann var mögulegur vegna þess að við eign-uðumst fagmenn í verkalýðshreyfingunni með hjartað á réttum stað. Óðaverðbólgan var líka að drepa fyrirtækin í landinu og skilningur margra atvinnurekenda og samtaka var fyrir hendi.“

Frétt í Vísi-DV 2. nóv. 1987

Þjóðhátíðardagurinn haldinn hátíðlegur 17. júní 1958. Stórhýsi Bjarna spítalalæknis sést í smíðum með vinnupöllum á myndinni efst til hægri.

Fiskiðjan í Keflavík. Til vinstri er ketilshúsið eða lifrarbræðslan og peningalyktin fræga berst með reyknum úr sílóinu. Myndin er tekin áður en stóra gufukatlinum úr Clam, sem fórst við Reykjanes, var komið fyrir í ketilshúsinu.

28 Afmælisblað VSFK

Page 16: 3. tbl. - 72. árgangur 2012 Afmælisritmitt.is/faxi/3. tbl VSFK 2012.pdf · 2013. 5. 11. · 3. tbl. - 72. árgangur 2012 ... 2 Afmælisblað VSFK Afmælisblað VSFK 3 Sendum VSFK

30 Afmælisblað VSFK

Lífeyrissjóðirnir voru að fæðast um það leyti sem Karl Stein-ar varð formaður VSFK. „Auðvitað fylgdist ég með öllum hreyfingum, aðdraganda og stofnun lífeyrissjóðanna,“ segir

hann okkur. „Stofnun þeirra var hugsjónamál verkalýðshreyfing-arinnar, sem náðist loks með kjarasamningum. Við fólum Ragnari Guðleifssyni að leiða þann þátt, sem hann og gerði fyrstu árin. Við mættum sem fulltrúar VSFK á fulltrúaráðsfundum. Eitt árið kom ég með tillögu um að lífeyrissjóðurinn fengi heimild til að fjárfesta í hlutabréfum fyrir 5% af ráðstöfunarfé. Var sú tillaga kolfelld. Þá var útgerð og fiskvinnsla í erfiðleikum og menn töldu hlutabréf í slíkum fyrirtækjum ætti alls ekki að kaupa. Löngu síðar breyttist hugmyndafræðin og allar hömlur voru burtkallaðar. Aldrei hefði mig dreymt um slíkt.

Ég hafði áhrif í þá veru að fjármunir lífeyrissjóðsins yrðu geymdir í Sparisjóðnum. Var hugsun mín sú að geyma peningana í heimabyggð. Erfitt var með innheimtu fyrstu árin. Það skipti miklu við þær aðstæð-ur að hafa fulltrúa atvinnurekenda í stjórn. Margeir Jónsson útgerð-armaður var gallharður lífeyrissjóðamaður. Hann fór beint í að reka á eftir sínum mönnum með greiðslur.“

Var andstaða við stofnun lífeyrissjóðsins hjá félagsmönnum VSFK?

„Vissulega fannst fyrir því. Sumir komu sér hjá því að greiða í lífeyr-issjóð og guldu þess síðar og kannski enn. Ég fann hinsvegar að menn töldu að með lífeyrissjóðnum skapaðist möguleiki til að fá lán eins og var hjá opinberum starfsmönnum. Það varð svo, og bjargaði fjölmörg-um. Þá voru þeir tímar að Jón verkamaður eða Gunna verkakona fengu

ekki lán til húsbyggingar eða annars. Það voru skelfilegir tímar. Fyrst urðu menn að knékrjúpa fyrir bankaþjónum, síðan var spurt um eða ályktað um pólitísk innræti. Æ, þessir tímar mega aldrei koma aftur.

Fjármunir lífeyrissjóðanna loguðu glatt fyrstu árin á báli verðbólg-unnar. Verðbólga og stjórntækni villimanna tíðkaðist í ríkisfjármálum. Verðbólgan fór í tugi prósenta, stundum 80- 100%. Verðtryggingin bjargaði lífeyrissjóðunum og líka sparifé í landinu. Aldrei, aldrei má gleyma því að jafnvel í dag er verðbólgan vandamálið en ekki verð-tryggingin.“ Á myndinni hér að neðan má sjá Karl Guðjónsson og Sigurð Brynjólfsson ræða saman á Sjómannadaginn.

svo fór að við settum þak á bónusinn með heildarsamningum og það varð til þess að gera rými fyrir aðra.

SjúkrasjóðurinnSjúkrasjóðurinn var settur á fót á þessu tímabili. Þegar ég tók við forystu í félag-inu var það afar fátækt og erfitt að rukka inn félagsgjöldin, en við þurftum að fá þau til að geta rekið félagið . Ég var mjög viðkvæmur fyrir því að hækka útgjöld hjá félögum okkar. Flutti tillögu á aðalfundi um hækkun og vildi hækka félagsgjald úr 400 í 800 kr. Ég færði full rök fyrir þessu. Guðlaugur Þórðarson, sá góði félagi, kom þá með tillögu um að hækka þau í 1200 krónur. Það var samþykkt og þetta varð til þess að bjarga fjárhag félagsins. Síðar sömd-um við um það að félagsgjöldin yrðu eitt prósent af launum.“

Við réðum starfsmann í framhaldi af þessu til að sinna daglegum störfum og til að efla þjónustu við félagsmenn.

Húsnæði verkalýðsfélagsins á þessum tíma var þannig varið að Ragnar var með skrifstofuna niðrí í kjallara hjá sér að Mánagötu 11 og það voru engir reglulegir skrifstofutímar. Ragnar sinnti þessu í frí-tíma sínum. Við opnuðum skrifstofu fyrst á Faxabraut 2, vorum þar í 2-3 ár, en keypt-um síðan efri hæðina á Hringbraut 80. Árið 1985 keyptum við neðri hæðina þar sem veitingastaðurinn Vík og seinna verslunin

Dropinn hafði verið. Þá var félagið orðið miklu sterkara fjárhagslega.“

Gefandi starf„Við sömdum um sjúkrasjóð og orlofs-sjóð og byggðum orlofsheimili í Hraun-borgum og Svignaskarði. Orlofsheimilið í Ölfusborgum hafði Ragnar beitt sér fyrir. Hugmyndafræðin með orlofshúsunum var sú að fjölskyldur verkamanna og sjómanna kæmust burtu til hvíldar að heiman frá sér og gætu verið í kyrrð og ró frá daglegu um-stangi, á vægu verði. Man ég að það þótti óviðeigandi að hafa útvarp í bústöðunum. Nú er þetta mikið breytt. Ég var skólastjóri Félagsmálaskóla alþýðu í Ölfusborgum en þar var ung fólk menntað til starfa í verka-lýðshreyfingunni. Það tók tímann sinn og var ég langdvölum að heiman við kennslu. Það var gefandi starf og árangursríkt.

Árið 1980 tóku lög um vinnueftirlitið gildi. Það var mikil þörf á kynningu á þeim, því vinnuaðstæður voru víða mjög erfiðar ekki síst í frystihúsum og þá sérstaklega hjá verkakonum. Í einu frystihúsinu hér voru allir starfsmenn boðaðir á fund og 90-100 mættu. Ég var að kynna vinnuverndarlögin, sem fólu ekki bara í sér réttindi heldur líka kvaðir,en voru stórt skref fram á við. Þegar fyrirspurnatími hófst báðu konurnar mig að halda fund sérstaklega með þeim, þar sem yfirmenn væru ekki viðstaddir, sem ég auðvitað gerði. Þar gerðist það sem ekki

hverfur mér úr minni; Konurnar spurðu hvort þær mættu neita að vinna ef fiskurinn lyktaði svo illa að þeim byði við honum. Ég kvað já við því, sem vissulega var á gráu svæði og sagðist standa við bakið í þeim efnum sem öðrum. Svona voru aðstæð-urnar í markaðsmálum okkar varðandi fiskvinnsluna. Sem betur fer hefur þetta breyst. Nú dáist maður að því hvað öllu hefur fleygt fram hvað varðar hreinlæti og meðhöndlun á fiski.“

Kem bara til að gefa þér í nefið!„Fiskvinnslan var mikils virði um allt land og Verkamannasambandið átti frumkvæði í að komið var á fót fiskvinnslunámskeiðum. Halldór Ásgrímsson, þá sjávarútvegsráð-herra átti og hlut að því. Námskeiðin voru afar vel þokkuð á sínum tíma og margir sem lítið höfðu fari í skóla fóru á þessi námskeið. Námskeið voru mikið haldin hér í Keflavík. Við vorum með marga og góða kennara og ég tel að námskeiðin hafi átt ríkan þátt í að efla reisn og sjálfstraust verkakonunnar og verkamannsins með því að kenna þeim ýmislegt sem gerði þau a hæfara starfsfólki.

Við lögðum alltaf mikla áherslu á að ná upp lægstu launum fyrir fiskvinnslufólk, sem þá var gríðarlega fjölmenn stétt. Svo gerðist það árið 1986 að við náðum sér-stökum hækkunum fyrir allt láglaunafólk eftir mikinn bardaga og hamagang. Þessir samningar áttu að verða ný þjóðarsátt, en það brást því peningamálastefna var í ólagi og okkur hafið ekki auðnast að ná tökum á bönkunum og landbúnaðarmafíunni. Lægstu launin fengu mestu hækkun, 33.9 prósent, sem er eftirminnileg tala því það var bílnúmerið mitt. Við héldum síðan fund í Félagsbíó um samningana og ég kynnti þá þar. Bíósalurinn var troðfullur, hann tók rúmlega 400 manns. Stemningin var gríðarlega góð. Ég var í miklu stuði, mjög ánægður með samningana, en bjóst samt við að fá einhverja gagnrýni á fundinum. Þegar ég hafði staðið þarna í ræðustól var orðið gefið laust. Þá rétti maður upp hendi. Það var Guðmundur Gíslason á Brekku-brautinni, mjög góður félagi, sem átti sæti í trúnaðarráði. Hann fær orðið og kemur röltandi upp á senu til mín og segir: „Karl Steinar, ég kom nú bara til að gefa þér í nef-ið.“ Það var skellihlátur í salnum, en hann tók upp dósina, gaf mér í nefið og síðan var fundi lokið. Það var mikið klappað og allir glaðir og reifir.

Þegar ég kem út í Volkswagen bjöll-una mína eftir fundinn opnaði ég fyrir útvarpið og þá voru að hefjast fréttir. Við höfðum haldið að við værum búnir að ná láglaunafólkinu upp, en í fréttunum var

tilkynnt að allar landbúnaðarvörur hefðu hækkað og skriða annarra hækkana. Allt okkar umstang, erfiði og þref hafði sem sagt verið unnið fyrir gíg. Þá var eins og þyrmdi yfir mig og ég hét því með sjálfum mér að í svona hringekju yrði ég ekki áfram. Þessu yrði að breyta og það yrði að koma því inn hjá fólki að fleira væru kjör en krónur.“

Sigur verkalýðshreyfingarinnar„Ég var m.a. í þeirri nefnd er talaði við landbúnaðarsamtökin fyrir hönd Alþýðu-sambandsins“ heldur Karl Steinar áfram. „Haukur Halldórsson var þar í forsvari. Hann hafði skilning á þessum málum og gegndi miklu hlutverki við að koma þjóð-arsáttinni á. Framlag Einars Odds Krist-jánssonar til þjóðarsáttar var vissulega mikilvægt. Við vorum býsna vanir því að forystumenn atvinnurekenda töluðu beint niður til okkar. Einar Oddur var allt öðru vísi. Hann var meðal okkar. Hann talaði og hugsaði eins og fólkið í frystihúsunum. Undirbúningur þjóðarsáttar hófst löngu áður en samningar tókust. Man ég eftir fundi okkar Einars Odds og Ágústs Einars-sonar hvar við ræddum ýmis undirbúnings-atriði. Ég sagði við Einar Odd að þetta væri vonlaust ef ekki tækist að aftengja stjórn-arandstöðuna á Alþingi og Morgunblaðið,

- taka frá þeim freistinguna að gera þjóð-arsátt og okkur í verkalýðsforustunni tor-tryggilega. Það tókst honum að mestu leyti. Þjóðarsáttin var sigur verkalýðshreyfing-arinnar, sigur fólksins á brengluðu stjórn-arfari allt frá stríðslokum.

Ég starfaði lengi með Guðmundi J. m.a. sem ritari Verkamannasambandsins , síðar sem varaformaður sambandsins. Hann var ýmsum búinn kostum sem aðrir höfðu ekki. Hann var kjarkmaður í félagsmálum, rödd sem hlustað var á og gat fylkt liði. Við vor-um ekki alltaf sammála. Guðmundur J. kom því til leiðar að allsherjar útflutningsbann á vörur frá Íslandi var sett á í apríl 1978, en ég neitaði að taka þátt í því. Þetta átti að hans mati að vera tæki til að ljúka samn-ingum, en við hjá VSFK vildum ekki vera með. Við töldum þetta vera beina pólitíska aðgerð, sem það og var. Það var algjör sam-staða um þetta mál á okkar félagssvæði. Ég starfaði einnig mikið með ASÍ á þessum tíma og við náðum að breyta veikindarétti verkafólks úr einum mánuði í þrjá, en opinberir starfsmen höfðu þá þrjá mán-uði. Lög voru sett um vinnuvernd og ný orlofslög gerðu ráð fyrir fimm vikna orlofi. Í dag finnst sumum að þessar kjarabætur hafi komið af himnum ofan. Það er mik-ill misskilningur. Skref fyrir skref hefur

verkalýðshreyfingin náð árangri. Réttindi verkamanna og sjómanna eru beinlínis verk verkalýðshreyfingarinnar.

Þakklátur fyrir traust í heimabyggðKarl Steinar segir að lokum:

„Stór hluti af lífi mínu hefur farið í störf í þágu verkalýðshreyfingarinnar. Þetta var sólarhringsvinna með þingstörfum og öðru. Fyrst sem kennari frá 1960, en 1978 var ég kosinn á Alþingi og var líka á hverjum degi að starfa fyrir verkalýðshreyfinguna og alltaf opinn síminn hjá mér. Auk þess voru stöðug fundarhöld.

Þegar ég horfi um öxl furða ég mig kannski einna mest á því hve samstaðan var mikil í félaginu í öllum þessum öldugangi og umbrotum. Auðvitað var nartað í mann af pólitískum óvildarmönnum. Það varð í raun styrkur í heimabyggð. Stjórn og trún-aðarráð eða félagsfundur felldi aldrei samn-inga sem ég gerði, enda hefði ég þá sagt af mér. Ég er mjög þakklátur fyrir þetta traust. Það var lán félagsins að eiga svo öfl-uga stuðningsmenn, sem áttu og eiga enn frumkvæði að framförum hér á svæðinu.

Ég óska þessum félögum mínum, núver-andi forystu félagsins og félagsmönnum öllum til hamingju með áttræðisafmælið.“

Lífeyrissjóðirnir

VSFK og Verkakvennafélagið keyptu efri hæð að Hafnargötu 80, Víkina, 1982 Síðar var neðri hæðin einnig keypt. Á innfelldu myndinni heldur Karl Steinar ræðu við vígslu hússins.

Afmælisblað VSFK 31

Page 17: 3. tbl. - 72. árgangur 2012 Afmælisritmitt.is/faxi/3. tbl VSFK 2012.pdf · 2013. 5. 11. · 3. tbl. - 72. árgangur 2012 ... 2 Afmælisblað VSFK Afmælisblað VSFK 3 Sendum VSFK

32 Afmælisblað VSFK Afmælisblað VSFK 33

Anna PétursdóttirAnna Pétursdóttir fæddist 1913 á Ingjalds-sandi við Önundarfjörð. Hún giftist Sæ-mundi Benediktsson og fluttu þau hjónin til Keflavíkur 1958. Þau eignust sjö börn. Anna tók við starfi varaformanns Verka-kvennafélags Keflavíkur og Njarðvíkur árið 1967. Þá voru oft erfiðir tímar hjá félaginu og mæddi mikið á þeim konum er tóku að sér stjórn þess. Störf Önnu að verkalýðs-málum tóku allan hennar frítíma. Jafnframt starfaði hún utan heimilis í frystihúsinu Keflavík h/f. Hún þekkti því til starfa þess fólks er hún vann fyrir og naut þess oft við félagsstörfin. Atgervi og mannkostir Önnu kom víðar fram en í félagsstörfum. Hún átti fjölmarga vini og kunningja og til hennar leitaði margur er átti um sárt að binda vegna erfiðleika og var hún ævinlega boðin og búin að rétta hjálparhönd. Anna var prýðilega máli farin, átti auðvelt með að ná tökum á áheyrendum, talaði rösklega og af tilfinningahita. Árið 1971 lét Anna af formennsku í Verkakvennafélaginu, en því starfi gegndi hún frá 1968.

Ásamt forystukonum verkakvennafélagsins á sjötta áratugnum áttu þrjár konur öðrum fremur þátt í vexti og viðgangi verkalýðshreyfingarinnar suður með sjó.

Þetta voru þær Anna Pétursdóttir, dóttir hennar Sigurrós Sæmundsdóttir og Guðrún Elísa Ólafsdóttir. Mæðgurnar Anna og Sigurrós létust í hörmulegu bílslysi á Reykjanesbrautinni 3.

apríl 1973. Guðrún tók við formennsku í Verkakvennafélaginu eftir Sigurrósu og varð síðar varaformaður sameinaðra verka-lýðsfélaga í Keflavík og Njarðvík. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis stendur í ævarandi þakkarskuld við þessar þrjár konur. Eftirfarandi samantekt byggir á eftirmælum Karls Steinars Guðnasonar.

Sigurrós SæmundsdóttirSigurrós Sæmundsdóttir fæddist 1938. Hún ólst upp í foreldrahúsum og byrjaði strax sem unglingur að vinna við beitningu, fisk-aðgerð o.fl. hjá föður sínum. Eiginmaður hennar var Guðmundur Maríasson. Þau hjón voru mjög samhent og studdi Guð-mundur konu sína með ráðum og dáð enda sjálfur þátttakandi í störfum verkalýðs-hreyfingarinnar.

Sigurrós tók við formennsku í Verka-kvennafélaginu af Önnu, móður sinni. Það var fyrir atbeina kvenna er þekktu til dugnaðar og kappsemi Sigurrósar að hún fékkst til að gefa kost á sér til formanns-kjörs. Hún hafði kynnst því á heimili foreldra sinna, hve starf þetta var erilsamt og oft á tíðum vanþakklátt. Hún var eins og móðir hennar sannfærð um hlutverk verkalýðshreyfingarinnar og þörf þess að liðsmenn hennar tækju til hendi. Henni var tekið fagnandi strax á fyrsta aðalfundinum og hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða við formannskjör. Brennandi áhugi hennar, sannfæringarkraftur og sjálfstæði í skoð-unum og athöfnum vakti aðdáun þeirra sem kynntust henni. Hún og móðir hennar höfðu starfað við bónuskerfi í fiskvinnslu og þeim var báðum mikið áhugamál að auka jöfnuð innan kerfisins. Endurskoðun tímamældrar ákvæðisvinnu í frystihúsum hófst þegar Sigurrós tók við formennsku og átti hún mikinn þátt í að verkalýðshreyf-ingin fór að sinna þessum þáttum samn-ingagerðar meira en áður.

Guðrún Elísa ÓlafsdóttirGuðrún Elísa Ólafsdóttir fæddist árið 1932. Hún starfaði í Hf. Keflavík eða Háeff eins og Keflvíkingar kölluðu frystihúsið. Rétt-lætiskennd hennar og baráttugleði meðal starfssystra var annáluð. Bónuskerfið á bernskuskeiði í byrjun áttunda áratugarins og verkakonur voru ósáttar við fyrirkomu-lagið. Guðrún var trúnaðarkona á vinnu-staðnum og sótti fundi í Verkakvenna-félaginu og lét til sín taka þar. Verkakonur sáu að það var foringjaefni á ferð og kusu hana varaformann félagsins. Það var mikið áfall þegar sú sorgarfregn barst að mæðg-urnar Sigurrós Sæmundsdóttir, formaður félagsins, og Anna Pétursdóttir, fyrrverandi formaður, hefðu látist í bifreiðaslysi. Guð-rún hafði fallist á að verða varaformaður í skjóli Sigurrósar en reiknaði aldrei með því að verja stórum hluta sólarhringsins alla daga í störf að verkalýðsmálum. Verkakon-ur í Keflavík/Njarðvík voru mjög samstíga. Þær fylktu sér um Guðrúnu og hétu órofa samstöðu og samvinnu. Þær leituðu og til Verkalýðs- og sjómannafélagsins um ráð og leiðbeiningar. Við þessar aðstæður tók

Guðrún við keflinu. Guðrún varð for-ystumaður af lífi og sál, hélt vel utan um samninga félagsins og lét til sín taka hvar sem hún sá tækifæri til í þágu verkakvenna. Hún var mikill jafnréttissinni og barð-ist eins og ljón fyrir hlut kvenna innan og utan verkalýðshreyfingarinnar. Þar náði hún árangri bæði í héraði og á landsvísu. Þegar saga forystukvenna í verkalýðshreyf-ingunni verður skráð mun hlutur Guð-rúnar E. Ólafsdóttur birtast á skýran hátt.Samstarf Guðrúnar og forystumanna VSFK varð mikið því félögin ákváðu að setja á fót skrifstofur undir einu þaki. Á þessum tíma var mikið um að vera. Verkalýðshreyf-ingin hafði meira vægi en séð verður í dag. Þá voru atvinnuleysisbætur greiddar út hjá verkalýðsfélögunum og mikið var um svokallaða vinnustaðasamninga. Árið 1989 sameinuðust verkalýðsfélögin í Keflavík og

Njarðvik sameinuðust og var það að frum-kvæði Guðrúnar. Hún sagði: „Sameinuð stöndum við en sundruð föllum við. Saman verða félögin hreyfiafl framfara og árang-urs, annars ekki." Hún hóf síðan fullt starf hjá félögunum þegar umsvifin jukust og lét ekki af störfum fyrr en rúmlega sjötug. Guðrúnu er lýst sem mikilli tilfinningaveru, glaðsinna og afar skemmtilegri í samstarfi. Hún mátti ekkert bágt sjá án þess að láta sig það varða. Hún tók til hendinni, hjálpaði og fylgdi eftir þar til málin voru leyst.

Í eftirmælum sínum um Guðrúnu í Faxa 2010 segir Karl Steinar Guðnason m.a.:

„Hún var jafnaðarmaður í bestu merk-ingu þess orðs, fylgdi Alþýðuflokknum að málum og síðar Samfylkingu. Hana dreymdi um sterkan jafnaðarmannaflokk, sem gæti látið hugsjónir um betra og rétt-látara þjóðfélag rætast. Einhverju sinni lét hún svo um mælt að fyrir sér væri verka-lýðshreyfingin og jafnaðarstefnan sem samrýmdar systur. Guðrún hætti ekki afskiptum af félagsmálum þótt hún væri „sest í helgan stein", heldur var hún kosin formaður Félags aldraðra á Suðurnesjum og gegndi hún því starfi þangað til hún veiktist í febrúar 2010. Þá naut sín sem annars staðar réttlætiskenndin krafturinn og einbeitnin, sem einkenndi hana Er ég heimsótti hana á sjúkrabeðið var henni efst í huga að skipuleggja starf aldraðra.Við, sem störfuðum með henni í verkalýðshreyf-ingunni og mikill fjöldi vina og kunningja sakna Guðrúnar sárt. Sakna gleðinnar, einlægninnar og hlýjunnar sem geislaði af henni hvar sem hún fór. Við hjónin munum sakna vináttu hennar sem við áttum um nær 40 ára skeið og aldrei bar skugga á. Aðstandendur eiga auðvitað sárast um að binda. Þeir hafa misst mikils, en minningin um óvenju vel gerða konu mun lifa.”

Látnar afrekskonur í verkalýðshreyfingunni á Suðurnesjum

Þessi ljósmynd er sennilega tekin 1947. Í jaðri hennar yst til vinstri sést í nýbyggt tvílyft hús Ragnars Björnssonar, síðan hús sem Sig-tryggur Árnason keypti við Hafnargötu 1940 og Gísli Gíslason eggjabóndi átti löngu síðar. Þá Sjálfstæðishúsið, síðan Hæðarendi með háu risi og hús Guðmundar skólastjóra Guðmundssonar. Á miðri mynd er kálgarður Danivals Danivalssonar og hús hans við Hafn-argötu með risi og stafngluggum.

Anna Pétursdóttir Sigurrós Sæmundsdóttir

Guðrún Elísa Ólafsdóttir

Starf - vinnumiðlun og ráðgjöf ehf.

Þjónustumiðstöð á SuðurnesjumKrossmóa 4a - 260 Reykjanesbæ

Sími: 421-8001

Page 18: 3. tbl. - 72. árgangur 2012 Afmælisritmitt.is/faxi/3. tbl VSFK 2012.pdf · 2013. 5. 11. · 3. tbl. - 72. árgangur 2012 ... 2 Afmælisblað VSFK Afmælisblað VSFK 3 Sendum VSFK

34 Afmælisblað VSFK Afmælisblað VSFK 35

Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur var stofnað 10. júlí 1953 að tilhlutan Kvenfélags

Alþýðuflokksins. Verkakonur höfðu þá um skeið verið sérstök deild í verkalýðs-félaginu. Stofnendur félagsins voru 44 talsins. Í stjórn félagsins voru Vilborg Auðunsdóttir formaður, Guðmunda Friðriksdóttir ritari, Soffía Þorkelsdóttir gjaldkeri, Hulda Brynjólfsdóttir, fjár-málaritari og Þuríður Halldórsdóttir, varaformaður.

Náðu strax samningumNauðsynlegt var talið að stofna verka-kvennafélag í Keflavík vegna þess að ósam-ræmis hefði gætt í kaupi kvenna, ekki síst þeirra sem unnu að síldarsöltun. Var slíkt félag því talið til bóta, bæði fyrir verka-konur og vinnuveitendur. Samþykkt var einróma á stofnfundinum að biðja um upp-töku í Alþýðusamband Íslands. Vilborg var formaður félagsins næstu 13 árin. Margir

gerðu sér vonir um, að hið nýstofnaða verkakvennafélag í Keflavík léti fljótlega að sér kveða. Með lagni og þrautseigju tókst félaginu að ná samningum við atvinnurek-endur og jafnframt var félagið viðurkennt sem samningsaðili. Verkakvennafélagið náði góðum samningum við atvinnurek-endur og voru þeir undirritaðir sama ár og félagið var stofnað. Félagið lét líknarmál strax til sín taka og gengust félagskonur fyrir fjársöfnun til styrktar heimili, þar sem sorg og erfiðleikar höfðu borið að dyr-um. Það talar sínu máli um dugnað þeirra, sem söfnuðu og rausn hinna, sem leitað var til að 36.000 kr. söfnuðust á skömmum tíma. Félagskonum fjölgaði um meira en helming á tveimur mánuðum.

Unnu allar í HáeffRagnhildur Steinunn Jónsdóttir átti um langt árabil sæti í varastjórn Verkakvenna-félagsins. Ragnhildur kom til Keflavíkur 1952 ásamt eiginmanni sínum Maríusi Sig-

urjónssyni, sem starfaði á Keflavíkurflug-velli.

„Ég byrjaði að starfa eitthvað að ráði meðan Anna Pétursdóttir stýrði félaginu,“ segir Ragnhildur í viðtali við afmælisblað VSFK. „Þegar Anna lést í bílslysi ásamt dóttur sinni tók Guðrún Elísa við. Guðrún var yndisleg kona, mjög vel látin, afskaplega vel gefin og vildi öllum gott gera. Við vorum miklar vinkonur og unnum mikið saman. Ég fór á nokkur verkamannasam-bandsþing með henni, m.a. til Akureyrar, Vestmannaeyja og í Munaðarnes.

Ég var orðin þrítug þegar ég byrjaði að fást við verkalýðsmál, byrjaði að vinna í Keflavík H/F 1962 og var hálfan daginn frá hádegi. Seinna fór ég að vinna allan daginn en ég byrjaði strax að gefa mig að verka-lýðsmálum. Guðrún fór að starfa þarna líka og allar forystukonur félagsins voru að vinna í Háeff um tíma og þar kynntumst við vel. Það var mikil samheldni í þessum hóp og gaman að vera með þessum kátu og

Forystukonurnar unnu flestar saman í Háeff

glöðu konum. Það var mjög góður vinnu-andi í HF og sömu konurnar voru þar árum saman. Við unnum oft til 11 á kvöldin og sinntum auk þess börnum og heimili.

Það var mikið um að vera í félagsstarf-inu og yfirleitt fjölmenni á fundum sem ég sótti alltaf þegar ég gat komið því við. Við bökuðum fyrir sjómannadaginn og 1. maí og vorum með kaffisölu á Víkinni. Allt var þetta gert í sjálfboðavinnu og allar vorum við boðnar og búnar að koma og hjálpa. Það var gríðarmikil vinna hér í öllum frystihúsum. Ég vann í Keflavík H/F í meira en tvo áratugi eða þangað til frysti-húsið brann 1983. Þá fór ég út í Miðnes í

Sandgerði að vinna, var þar í eitt ár en fór síðan í messann á Keflavíkurflugvelli og var þar í grænmetinu í 13 ár. Allan tímann hélt ég áfram að starfa fyrir félagið en starfið breyttist smám saman. Það var ekkert um að vera á Sjómannadaginn, bátarnir hurfu héðan einn af öðrum og lítið sem ekk-ert varð eftir. Ég sótti fundi rétt eins og ég gerði meðan ég var í háeff og var virk í félagsstarfinu, en alltaf í varastjórn og vildi ekki gefa kost á mér í neitt annað.”

ReitingsvinnuafliðIðulega var vitnað til verkakvenna í fisk-vinnslu sem einhvers konar aukavinnuafls,

eða reitingsvinnuafls eins og það stundum var kallað, sem kalla mætti til hvenær sem hentaði. Konur voru þó um 75% allra sem störfuðu í fiskvinnslunni og unnu allan ársins hring, nætur- og helgidagavinnu til að bjarga verðmætum. Íslenskt atvinnu-líf hafði mikla sérstöðu, ekki síst vegna þátttöku kvenna en milli sjötíu og áttatíu prósent þeirra unnu utan heimilis á félags-svæði VSFK á sjötta og sjöunda áratugnum.

Á myndinni hér að neðan má sjá konur við fiskvinnslu í Keflavík Háeff.

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir

Sendum VSFKárnaðaróskir

í tilefni 80 ára afmælisins

Page 19: 3. tbl. - 72. árgangur 2012 Afmælisritmitt.is/faxi/3. tbl VSFK 2012.pdf · 2013. 5. 11. · 3. tbl. - 72. árgangur 2012 ... 2 Afmælisblað VSFK Afmælisblað VSFK 3 Sendum VSFK

36 Afmælisblað VSFK

Í haustbyrjun 1931 héldu nokkrir ung-ir og galsvaskir verkalýðssinnar í höf-uðborginni suður til Keflavíkur með

það fyrir augum að stofna sameiginlegt verkalýðsfélag fyrir sjómenn, verkamenn og verkakonur. Þetta sama ár höfðu verkalýðsfélög verið stofnuð víða um land, m.a. í Borgarnesi, Siglufirði, Bíldu-dal og Bolungarvík. Þeir sem þátt tóku í ferðinni til Keflavíkur voru Jóhanna Egilsdóttir, Sigurjón Á. Ólafsson, Nikulás Friðriksson, Stefán Björnsson og Sigurður Ólafsson. Vikuna áður höfðu auglýsingar verið settar upp víða í Keflavík þar sem tilkynnt var að almennur verkalýðs-fundur yrði haldinn þar sunnudaginn 20. september.

Fundurinn hófst kl. 13 og var aðsóknin með besta móti, nánast húsfyllir að sögn. Fundarstjóri var Hannes Jónsson, verka-maður, sex barna faðir og skáld frá Skaga-strönd, sem flust hafi til Keflavíkur 1912. Frummælandinn, Sigurjón Á. Ólafsson, skýrði í löngu og ítarlegu máli frá stefnu og starfsemi verklýðsfélaganna og Alþýðu-sambands Íslands. Hann kvað sterkt að orði og nefndi mörg dæmi um hverju verkalýð-urinn víðsvegar um land hefði áorkað með samtökum sínum og hverskonar lyftistöng þau væru vinnandi fólki í baráttunni fyrir

bættum kjörum, atvinnuöryggi og almennri farsæld í landinu. Síðan tóku til máls hvert af öðru Stefán Björnsson, Nikulás Friðriks-son, Sigurður Ólafsson og Jóhanna Egils-dóttir. Öll lögðu þau áherslu á nauðsyn og gildi samtakanna, lýstu einstökum þáttum þeirra og útskýrðu starfsaðferðirnar starfs-aðferðum. Loks svöruðu þau fyrirspurnum fundarmanna um ýmis skipulagsatriði.

Voru allir Keflvíkingar burgeisar?Einn Keflvíkinganna sem voru viðstaddir fundinn og sem Alþýðublaðið á sínum tíma nefndi fulltrúa „heldri borgara“ í bænum var Helgi Guðmundsson læknir. Blaðið seg-ir að hann hafi tekið til máls á fundinum. Hann fylgdi þó ekki þeim góða fundarsið að biðja um orðið heldur stóð hann frammi við dyr og hvíslaði í eyru fundarmanna. Að sögn blaðsins laut „ræða“ hans að því, að Keflvíkingar hefðu enga þörf á sam-tökum sem þessum. Þeir væru í rauninni allir „burgeisar" og ættu sameiginlegra hagsmuna að gæta með útgerðarmönnum. Ekki virðast orð læknisins hafa haft mikil áhrif á fundarmenn því í fundarlok var samþykkt að stofna sameiginlegt félag fyrir keflvískt verkafólk og sjómenn. Þeir sem ekki ætluðu sér að gerast meðlimir véku þá af þessum sögulega fundi en eftir urðu 37

manns sem urðu stofnfélagar fyrstu verka-lýðssamtakanna á Suðurnesjum. Kosin var bráðabirgðastjórn til að semja lög og ganga endanlega frá stofnun félagsins. Félagið gekk þegar í stað í Alþýðusamband Ís-lands. Atvinnurekendur fylgdust náið með því hverjir mættu á fundi og hótuðu þeim refsingu sem sýndu tilburði til að taka þátt í starfi félagsins með því að reka þá úr vinnu. Átök snérust víðast hvar um sama hlutinn. Atvinnurekendur kröfðust þess að félögin slitu öll tengsl við Alþýðusambandið, en því höfnuðu þau alfarið. Þetta var einnig krafa atvinnurekenda í Keflavík.

Gengu glaðir og reifir af fundiÍ stjórn þessa nýja félags, sem fékk nafnið Verkamannafélags Keflavíkur, voru kjörnir þeir Axel Björnsson, formaður, Hannes Jónsson, ritari, Kristinn Jónsson, Valdimar Guðjónsson og Þorbergur Sigurjónsson. Formaðurinn, Axel Björnsson, var búsettur í Reykjavík en stundaði vinnu á bifreiða-verkstæði Þorbergs. Útgerðarmenn sögðu síðar að honum hefði verið plantað niður í Keflavík til að vinna að framgangi félagsins. Atvinnurekendur neituðu strax að við-urkenna félagið sem samningsaðila.

Félagarnir gengu glaðir og reifir frá fundi. Þeir töldu flestir fullvíst að brátt

Söguleg stofnun verkalýðsfélags í Keflavík

Hvarf vélbátsins Huldu frá Kefla-vík í janúar 1932 olli einhverjum hatrömmustu deilum sem um

getur í íslenskri verkalýðssögu og teng-ist órjúfanlega stofnun verkalýðsfélags í Keflavík. Deilurnar tengdust fyrst og fremst heiftugum átökum verkafólks og atvinnurekenda í Keflavík. Einum og hálfum sólarhring áður en Hulda fórst á Faxaflóa hafði milli 20-30 manna hópur formanna og útgerðarmanna í Keflavík ráðist að næturlagi inn á heimili Þorgerð-ar Einarsdóttur prjónakonu að Vallargötu 7. Sóttu mennirnir þangað Axel Björns-son, formann nýstofnaðs Verkalýðsfélags Keflavíkur og fluttu hann nauðugan úr þorpinu. Eftir að Hulda hvarf var Hann-es Jónsson, ritari félagsins, bláfátækur verkamaður og sex barna faðir, hrakinn frá Keflavík með fjölskyldu sína.

Hulda GK 472 kom til viðgerðar í Reykjavík um miðjan janúar. Daginn eftir að viðgerð lauk hélt báturinn áleiðis til Keflavíkur. Formaðurinn, Páll Magnús Pálsson, var meðal virtustu og aflasæl-ustu skipsstjórnenda í Keflavík. Auk hans voru um borð Magnús Sigurðsson vélstjóri, Dagbjartur Guðbrandsson, háseti, og einn farþegi, Jóhann Ingvason fyrrverandi odd-viti í Keflavík.

Skömmu eftir Hulda lagði af stað frá Reykjavík skall á hvassviðri með dimmum hryðjum. Síðdegis sást til bátsins frá Gróttu og var veður þá orðið mjög slæmt. Báturinn hvarf inn í skammdegissortann og til hans og mannanna um borð spurðist aldrei aftur.

Forsagan Strax í byrjun janúar sendi stjórn hins nýstofnaða verkalýðsfélag bréf til Útgerðar-mannafélags Keflavíkur þess efnis að félagið vildi semja um kaup sjómanna á vertíð-inni 1932. Heiftugar deilur risu í kjölfarið. Útgerðarmenn neituðu að semja og sögðu verkalýðsfélagið ekkert umboð hafa til að semja um kaup og kjör sjómanna þar sem í félaginu væru aðeins 30 manns af þeim 300 sem stunduðu sjó frá Keflavík. Í janúar hafði félögum þó fjölgað um helming og voru orðnir 60 talsins. Alþýðusambandið brást við þessari synjun með því að lýsa yfir afgreiðslubanni á Keflavíkurbáta sem átti að

standa þangað til útgerðarmenn hefðu að fullu samið við verkalýðsfélagið.

Mogginn kyndir ófriðarbálÞegar ljóst þótti að báturinn hefði farist flutti Morgunblaðið þær fregnir að honum hefði verið neitað um olíu fyrir brottför. Heimildarmenn fyrir þessari frétt voru ónefndir útgerðarmenn í Keflavík. Mogg-inn staðhæfði að vegna afgreiðslubannsins hefði Hulda hvorki fengið afgreidda olíu né vistir þegar hún ætlaði af stað þrátt fyrir tilraunir til að útvega þessar nauðsynjar í Reykjavík, Hafnarfirði og víðar. Báturinn var þannig að sögn blaðsins „rekinn olíu-laus og allslaus út á sjó.“

Ásakanir um skemmdarverk og jafnvel morð gengu nú á milli deiluaðila, ekki síst fyrir tilstuðlan Morgunblaðsins sem kynti undir ófriðarbálinu í leiðurum og „fréttum“ af einbeittum brotavilja verkalýðsfélag-anna. Þær sögur gengu m.a. að verkamenn í Reykjavík hefðu skorið á landfestar Huldu og hrakið bátinn olíulausan frá bryggju.

Alþýðublaðið birti fjölda greina þar sem áburður Morgunblaðsins er sagður svívirði-legur og bent á að Hulda hafi ekki komið til Reykjavíkur í neinu banni, hvorki frá félag-inu í Keflavík né Verkamálaráði ASÍ.

Gætinn og athugull formaðurÍ frásögnum blaðanna og viðmælenda þeirra kemur fram að Magnús Pálsson hafi verið þekktur sem einstaklega gætinn og athugull formaður. Óhugsandi var talið að hann hefði lagt af stað í tvísýnu veðri með ónóga olíu og þannig stefnt báti og skipverjum í hættu að þarflausu. Í fram-haldi af þessu bar Morgunblaðið aftur sína

eigin frétt um olíuleysi Huldu. Blaðið segir þann 24. janúar að „samkvæmt símtali við Keflavík” sé því ekki þannig varið að vélbát-inn Huldu hafi vantað olíu þegar hann lét úr höfn.

Lögreglurannsókn á hvarfi Huldu beind-ist fyrst og fremst að því að kanna hvort Hulda hafi verið hrakin úr höfn með hót-unum um skemmdarverk eftir að fyrirtæki höfðu neitað henni um olíu til brottfar-arinnar. Alls voru tólf manns kallaðir til yfirheyrslu, þar á meðal allir meðlimir Verkamálaráðs ASÍ. Í ljós kom við yf-irheyrslur að bæði formaður og vélstjóri á Huldu höfðu sagt að þeir hefðu nóga olíu til heimferðar og gætu jafnvel lánað öðrum báti eina tunnu ef með þyrfti. Guðmundur Guðbjörnsson formaður á Keflavíkurbátn-um Merkúr staðfesti þetta við yfirheyrslur og hið sama gerði Símon Gíslason, vélstjóri á sama báti.

Heimskreppan í algleymingiÁtökin urðu til þess að Verkalýðsfélag Keflavíkur var lagt niður fáeinum dögum eftir sjóslysið. Verkalýðsfélagið var end-urreist tæpu ári síðar, 28. des. 1932, undir nafninu Verkamannafélag Keflavíkur (síðar Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis).

Þegar þessir atburðir gerðust var heim-skreppan gengin í garð á Íslandi og hún olli þungum búsifjum í sjávarplássum suður með sjó. Árið sem Hulda fórst voru auglýst í Lögbirtingi 6 nauðungaruppboð á fasteignum í Keflavík, allar í eigu útgerð-armanna í þorpinu. Þessi áföll skýra að ein-hverju leyti hörð viðbrögð útgerðarmanna við nýjum og vaxandi samtökum verkafólks og kröfum þeirra um samningsrétt fyrir hönd sjómanna og landverkafólks.

Aldrei fékkst botn í hvað komið hafði fyr-ir Huldu. Sérfróðir menn sem gjörþekkja til gömlu trébátanna telja að í vonskuveðrinu kunni högg að hafa komið á bátinn og hann „slegið úr sér“ eins og það er kallað. Hulda, eins og fleiri bátar frá þessum tíma, var þétt með tjöruhampi milli súðaplanka. Kæmi högg á bátinn gat hampurinn gengið til milli plankanna og leki komið að honum. Þetta var þekkt meðal sjómanna á gömlu trébátunum.

Átökin um Huldu reyndust afdrifarík

Afmælisblað VSFK 37

Page 20: 3. tbl. - 72. árgangur 2012 Afmælisritmitt.is/faxi/3. tbl VSFK 2012.pdf · 2013. 5. 11. · 3. tbl. - 72. árgangur 2012 ... 2 Afmælisblað VSFK Afmælisblað VSFK 3 Sendum VSFK

Afmælisblað VSFK 39

myndi fjölga í félaginu á næstunni og voru staðráðnir í að standa sem öflugast saman um félagsskapinn. Engan renndi grun í þau dramatísku átök sem voru í vændum, einhver hin hatrömmustu í íslenskri verka-lýðssögu. Alþýðublaðið sem eitt dagblaða skýrði ítarlega frá þessum sögulega fundi fagnaði stórlega með heillaóskum til stétt-arsystkinanna í Keflavík, þakkaði þeim góðar móttökur og bauð þau velkomin í samtök hins vinnandi lýðs.

Baráttuárið miklaStofnun verkalýðsfélaganna fylgdu gríðarleg átök um land allt, en einna hörðust urðu þau í Keflavík. Árið 1932 er almennt kallað Baráttuárið mikla í sögu alþýðusamtakanna á íslandi. Viðburðir þessa árs blasa við, þ.á.m. átökin í Keflavík, í janúar, harðvít-ugar deilur í Bolungavík og Ísafirði í maí, þegar Hannibal Valdimarsson var tekinn og fluttur til Ísafjarðar, átökin á Siglufirði í júlí sama ár, átökin 7. júli í Reykjavík, og síðar Nóvemberslagurinn, sem svo hefur verið nefndur.

Forgöngumenn að stofnun verkalýðs-samtakanna í Keflavík voru nokkrir þeirra, sem komu að stofnun Verkamannafélagsins 1931. Þar voru fremstir í flokki þeir Guð-mundur Pálsson, Danival Danivalsson og

Þorbergur Sigurjónsson. Það þurfti mikinn kjark og áræðni til að stofna verkalýðsfélag á þessum árum. Ýmsir úr hópnum sem gerði fyrstu tilraunina í september 1931 voru staðráðnir í að mynda á ný með sér félagsskap. Þann 28. desember árið 1932 komu nítján verkamenn saman til fundar í samkomuhúsinu Skildi með það fyrir augum að stofna verkalýðsfélag. Fundurinn var langur og strangur og menn voru ekki

á einu máli um hvert formið skyldi vera. Sumir töldu að endurvekja ætti gamla félag-ið, en aðrir vildu byrja ætti frá grunni.

Fyrsta mál fundarins var spurningin um það hvort Verkalýðsfélag Keflavíkur skyldi halda áfram starfsemi sinni. Það var Guðmundur Pálsson, sem hóf umræður um þetta á fundinum, dyggilega studdur Danival Danivalssyni, sem útskýrði fyrir mönnum þörfina á verkalýðsfélagi. Hann var á þeirri skoðun að halda ætti áfram starfsemi gamla félagsins og kvaðst tilbúinn að samþykkja, að félagið segði sig úr ASÍ væri það vilji manna á fundinum. Fjöldi tillagna kom fram á þessjum fundi og er það til marks um að menn voru mjög á báðum áttum um hvort halda skyldi áfram á þeirri braut, lögð var á september-fund-inum 1931. Til merkis um það er sá fjöldi tillagna sem fram kom á þessum fundi. Í fyrstu fundargerðarbók félagsins segir að eftir langar umræður hafi tillaga komið frá Arinbirni Þorvarðarsyni og verið samþykkt. Hún hljóðaði svo: „Fundurinn samþykkir að stofnað sé nýtt félag, er heiti Verka-mannafélag Keflavíkur.“ Þegar tillagan hafði verið samþykkt gengu nítján manns formlega í félagið. Að því búnu var fundi frestað og samþykkt að halda framhalds-stofnfund og kosin fimm manna nefnd til

Ragnar Guðleifsson var kosinn formaður Verkalýðs- og sjómanna-félagsins 1935, þá tiltölulega

nýkominn úr námi í Kennaraskólanum. Hann gegndi formennsku síðan í 35 ár, eða til 1970, og gerði VSFK að stórveldi í bæjarfélaginu. Undir hans handleiðslu var lagður sá grunnur sem félagið hefur byggt á allt fram til þessa dags og mörk-uð sú braut, sem félagsmenn kusu að halda í baráttu sinni fyrir betri kjörum. Ragnar naut trausts og virðingar félags-manna sinn og viðsemjenda. Hann þótti yfirburðamaður við samningaborðið. Undir forystu hans bauð félagið fram í hreppsnefndarkosningum árið 1934 og aftur 1938 og vann tvo fulltrúa. Var Ragn-ar annar þeirra. Hann átti sæti í hrepps-nefnd og síðar bæjarstjórn til ársins 1974, en frá árinu 1946 var hann kosinn af lista Alþýðuflokksins.

Deilt um almannatryggingarKarl Steinar Guðnason sem tók við for-mennsku VSFK af Ragnari 1970 lýsir Ragn-ari sem pólitískum fóstra sínum.

„Fyrstu kynni mín af Ragnari eru frá því ég var krakki og sjúkrasamlagið var til húsa í kjallaranum á æskuheimili mínu,“ segir Karl Steinar. “Frá þeim tíma er mér minn-isstæð góðvild hans og hlýlegt viðmót. Þá var mjög deilt um tilvist almannatrygginga og fylgdust eyru barnsins gjarnan með þeg-ar viðskiptamennirnir hækkuðu róminn. Eitt sinn varð ég vitni að því að maður einn reifst og skammaðist og bölvaði alþýðu-tryggingunum og þá sérstaklega sjúkrasam-laginu og vildi ekki greiða iðgjaldið. Þetta atvik er mér svo minnisstætt þar sem ég hélt að maðurinn ætlaði að berja Ragnar. Ragnar hélt ró sinni og benti viðkomandi á að e.t.v. yrði hann einhvern tíma veikur og lærði þá að meta samhjálpina.“

Vann fyrst og fremst fyrir aðra „Hann var einn þeirra fágætu hugsjóna-manna sem fyrst og fremst hugsuðu um að

vinna fyrir aðra og börðust á málefnalegum grundvelli án tillits til persónulegs ávinn-ings,“ segir Karl Steinar. „Verkalýðsfélagið skipulagði og stóð fyrir garðrækt fyrir félagsmenn svo félagar gætu notið nýrra og ódýrra garðávaxta. Það stofnaði pöntunar-félag svo félagsmenn fengju ódýrari vörur. Pöntunarfélagið varð undanfari Kaupfélags Suðurnesja sem líka naut ómældra starfs-krafta Ragnars. Verkalýðsfélagið beitti sér fyrir stofnun sjúkrasamlags og var Ragnar starfsmaður þess frá öðru starfsári. Félagið byggði samkomuhúsið Félagshús (Félags-bíó), sem síðar varð eitt aðalsamkomuhús bæjarins. í formannstíð Ragnars í verka-lýðsfélaginu voru miklir umbrotatímar á Suðurnesjum. Varnarstöðin á Miðnesheiði hafði mikil áhrif á alla uppbyggingu þar.

Því var verkafólki og sjómönnum mikils virði að hafa við stjórnvölinn sterkan for-ingja í þeim ólgusjó, sem fylgdi því mikla umróti. Það er ólíklegt að margir geri sér grein fyrir þeim erfiðleikum sem fylgdu því að vera í forystu verkalýðsfélags í næsta nágrenni við herstöð. Við slíkar aðstæður er verkfallsvopnið ekki eins beitt og við venjulegar kringumstæður, því ef verka-menn lögðu niður vinnu var ekkert sem gat hamlað því að hermenn tækju upp störfm og ónýttu áhrif verkfalls. Það var því óhægt um vik að taka þátt í verkfallsaðgerðum á landsvísu.“

Pólitískar hremmingar„Verkafólkið skildi þessar aðstæður,“ sagði Karl Steinar. „Það treysti sínum foringja til að meta stöðuna. En þegar pólitískar hremmingar í kringum varnarliðið voru hvað mestar réðust pólitískir andstæð-ingar, þá einkum kommúnistar, að Ragnari og verkalýðsfélaginu. Þar voru á ferðinni utanríkispólitískar ástæður fremur en hagsmunir verkamanna, en fríunarorð og grimmilegar árásir höfðu ekki áhrif á Ragn-ar. Hann hafði fólkið með sér, það varð öllum ljóst sem reyndu að hrekja hann af leið. Full ástæða er til að hugleiða hvernig ástandið hefði verið hér syðra í samskipt-um Bandaríkjamanna og Íslendinga, hefði verkafólk ekki notið forystu Ragnars Guð-leifssonar.

Síðar lágu leiðir okkar saman upp úr 1960, þegar við urðum samkennarar um langt skeið og samstarfsmenn í bæjarstjórn. Hann var vinsæll og virtur af nemendum og samstarfsmönnum í skólanum. í bæj-arstjórn naut hann einnig virðingar og trausts og skipti þá ekki máli hvort hann var í meirihluta eða minnihluta. Á sama tíma hófst líka farsælt samstarf okkar í verkalýðsfélaginu. Þá hafði Ragnar verið formaður í aldarfjórðung og hafði á þessum tíma séð mörg hugsjónamál sín verða að veruleika.“

Yfirburðamaður við samningaborðið

Árð 1940 fögnuðu félagar í VSFK fyrsta stóra sigri sínum þegar Félagsdómur kvað upp dóm um samninga við útvegsmenn. Á myndinni eru frá vinstri: Kristín Magnúsdóttir, óþekkt, Guðmundur Jónsson, Jón Kr. Guðmundsson, Magnea Magnúsdóttir og Bjarni Sveinsson. (Mynd: Saga Keflavíkur 1920-1949)

38 Afmælisblað VSFK

Guðni Guðleifsson, fyrsti formaður VSFK.

Page 21: 3. tbl. - 72. árgangur 2012 Afmælisritmitt.is/faxi/3. tbl VSFK 2012.pdf · 2013. 5. 11. · 3. tbl. - 72. árgangur 2012 ... 2 Afmælisblað VSFK Afmælisblað VSFK 3 Sendum VSFK

Afmælisblað VSFK 41

að undirbúa hann. Í nefnd voru kosnir: Gísli Davíðsson, Danival Danivalsson, Guð-mundur Pálsson, Arinbjörn Þorvarðarson og Kristinn Guðnason.

Í framhaldi af því var samþykkt að boða til framhaldsstofnfundar og skyldi hann haldinn 16. janúar 1933.

FramhaldsstofnfundurÞegar framhalddstofnfundur var haldinn hafði fjölgað um ríflega helming í hópnum og félagarnir orðnir 41. Fyrstu stjórn skip-uðu þeir Guðni Guðleifsson formaður, Guðmundur J. Magnússon, Guðmundur Pálsson, Danival Danivalsson og Arinbjörn Þorvarðarson. Þótt framhaldsfundurinn hafi verið haldinn 16. janúar var ekki geng-ið frá lögum fyrir félagið fyrr en 23. janúar.

Framhaldsstofnfundur var síðan hald-inn í húsi UMFK þann 16. janúar 1933. Þar var fundargerð síðasta fundar samþykkt og tekin til umræðu stefnuskrá félagsins. Fyrstur tók til máls Arinbjörn Þorvarðarson og var niðurstaðan í máli hans sú, að félags-skapurinn yrði fyrst og fremst að hugsa um hag verkafólks og í öðru lagi menning-armál byggðarinnar. Auk hans tóku þeir Guðmundur J. Magnússon, Jón Sigurðsson og Þorbjörn Hjálmsson til máls um þetta atriði. Þegar þessum umræðum um mark-mið félagsins lauk, voru þeir fundarmenn, sem ekki vildu gerast félagsmenn beðnir að ganga úr salnum, en hinir að sitja eftir. Þeir sem þá voru eftir, voru beðnir að skrifa nöfn sín á lista, sem meðlimir hins nýja félags, og voru áskrifendurnir þá orðnir 41 talsins og eru það taldir stofnfélagar VSFK.

Á þessum fundi urðu nokkrar um ræður um nafn félagsins. Guðmundur Pálsson benti t.d. á, að nafnið verkamannafélag þætti ekki heppilegt vegna þess að konur teldu sig þá útilokaðar frá félaginu. Ræddu menn þetta mikið og varð niðurstaðan sú að samþykkt var tillaga frá Guðmundi J. Magnússyni um að félagið skyldi heita Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur. Þá lá fyrir að félagsmenn kysu sér stjórn. Þessir voru kosnir: Guðni Guðleifsson, formaður. Guðmundur J. Magnússon, ritari og Arinbjörn Þorvarðarson, gjaldkeri. Á þriðja fundi félagsins 24. janúar 1933, voru lög félagsins samþykkt og má því segja, að félagsstofnuninni hafi endanlega lokið þann dag.

Tilgangur félagsins Tilgangur félagsins var að semja um kaup og kjör landverkafólks og sjómanna. Um haustið 1933 höfðu allir sem höfðu vinnu skrifað undir kauptaxta félagsins. Þar sagði að greiða skyldi eina krónu á klukkustund í almennri verkamannavinnu en 90 aura í

reitarvinnu. Kvennakaupið var miklu lægra. Dagvinna var frá sjö að morgni til sjö að kvöldi, eftirvinna frá sjö að kvöldi til til tíu og næturvinna til sjö morguninn eftir.

Félagið gerði auk þess einn fyrsta samninginn sem gerður var við erlend-an atvinnurekanda. Þann 17. júlí 1934 var gerður samningur milli VSFK og N. Steindal, norsks verktaka sem vann við smíði hafskipabryggjunnar og steingarðs fyrir Óskar Halldórsson í Vatnsnesvík á árunum 1932 til 1935. Hafði hann um 30 vana menn í bryggjusmíðinni með sér frá Noregi. Samingur þessi var talinn hafa markað tímamót í verkalýðsbaráttunni hér syðra, þar sem VSFK stóð þá enn fyrir utan ASÍ. Snemma var reynt að ná samningum við útgerðarmenn fyrir sjómenn og land-menn er unnu við bátana, en það tókst þó ekki fyrr en árið 1937. Þá fyrst hafði félagið náð varanlegri fótfestu, viðurkennt af öllum atvinnurekendum.

Lítil andstaðaEngin áberandi andstaða mætti félagsstofn-uninni hjá útgerðarmönnum, eða atvinnu-rekendum, önnur en sú að erfiðlega gekk að fá atvinnurekendur til þess að semja við félagið um kjör verkafólks. Félagið auglýsti taxta sem fáir atvinnurekendur fóru eftir. Atvinnurekendur höfðu engin félagsbundin samtök á þessum árum. Það var því ekki

fyrr en í lok ársins 1934, að félaginu tókst að ná samningum um kjör verkafólks í fisk-vinnu, þ.e. fiskverkun og reitarvinnu, og til þess þurfti að ganga á milli þeirra og fá einn og einn til þess að skrifa undir.

Einn af þeim fyrstu, sem skrifuðu undir samninginn umyrðalaust var Guðmundur Kristjánsson sem þá hafði Keflavíkureign-ina á leigu hjá Útvegsbanka Íslands. Hann var þá nýkominn frá Vestfjörðum og hafði kynnst samtökum verkafólks þar. Þann-ig var einnig með Einar Guðmundsson, útgerðarmann og fiskverkanda.

Blaut tuska framan í ASÍÁ fyrsta fundi félagsins, 25. jan. 1935, er frá því skýrt að atvinnurekendur hafi skrifað undir samningana, þó með þeim fyrirvara, að samningarnir gildi meðan atvinnurek-endur ganga ekki í Vinnuveitendasamband Íslands, eða Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur gangi ekki í Alþýðusambandið. Þetta voru þung spor fyrir samninganefnd-armenn, enda var samningunum svo illa tekið á fundinum, að einn stjórnarmað-urinn hótaði að segja sig úr félaginu, ef að þessu yrði gengið. Úr því varð þó ekki. Snemma morguns daginn eftir komu tveir menn á fund Ragnars Guðleifsson, náðu honum í rúmi og fluttu miður góð tíð-indi. Þetta voru Björn Blöndal og Guð-mundur Oddsson. Þeir voru komnir frá

Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur beitti sér á fyrstu árunum fyrir bættum kjörum

almennings fyrir utan beina kjarabaráttu. Félagið beitti sér fyrir stofnun Pönt-unarfélags árið 1935 og varð þetta félag eitt af stofnfélögum KRON, sem stofnað var tveimur árum seinna. Í framhaldi af því var starfandi hér í Keflavík deild úr KRON og var hún fyrst lögð niður þegar menn stofnsettu sjálfstætt kaupfélag á svæðinu, Kaupfélag Suðurnesja.

Hugmyndinni vel tekiðÁ fundi verkalýðsfélagsins 30. september 1935 sem haldinn var í Ungmennafélags-húsinu Skildi við Kirkjuveginn í Keflavík kom Guðmundur Pétursson með þá hug-mynd að stofna pöntunarfélag í Keflavík á svipuðum grunni og félög sem stofnuð höfðu verið í Reykjavík. Hugmyndinni var vel tekið og flutti Þorbergur P. Sigurjónsson tillögu þessa efnis á fundi í stjórn VSFK Var tillagan samþykkt og kosin bráðabirgða-stjórn. Hana skipuðu þeir Ragnar Guðleifs-son, Þorbergur P. Sigurjónsson og Bjarni Sveinsson. Var nú unnið í þessum málum og á fundi VSFK 19. nóvember 1935 var til-kynnt að búið sé að skrá pöntunarfélagið.

Fyrsti pöntunarstjórinn var Bjarni Sveins-son og skýrði hann frá því á fundinum að fyrir lægju vörupantanir að upphæð kr. 300.00. Taldi hann að þessar vörur væru um 80.00 krónum dýrari væru þær keyptar í verslunum hér. Um þessa upphæð munaði talsvert á þeim árum. Á fundinum var frá því skýrt að sótt hafi verið um innflutn-ings og gjaldeyrisleyfi fyrir matvörum, að upphæð kr. 6.150.00. Viðskiptin voru nær eingöngu við Pöntunarfélag verkamanna í Reykjavík. Þó voru nokkur viðskipti við heildsala, t.d. smjörlíkisgerðina.

Verslun í Keflavík Þegar Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis var stofnað var pöntunarfélag VSFK var eitt af stofnfélögum þess. Var ákveðið að opna

fljótlega verslun í Keflavík. Var þegar hafist handa um framkvæmdir og 9. nóvember það ár var verslun opnuð við Aðalgötu 10, í húsi Þórarins Ólafssonar, trésmiðs. Það kvöld var fagnaðarhóf haldið í Verkalýðs-húsinu, Verkó, ræður fluttar og nýjum áfanga fagnað. Þá var gengið til búðarinnar og hún skoðuð. Fjölmenni var og stiginn dans fram eftir kvöldi.

Miðað við verslanir hér á þeim tíma var verslunarhús þokkalega stórt og allar inn-réttingar af nýjustu gerð og hagkvæmar á þeirra tíma mælikvarða. Þegar Keflavík-urdeildin skildi við KRON og Kaupfélag Suðurnesja var stofnað, fluttust stofnsjóð-ir félagsmanna til Kaupfélagsins. Flestir félagar notuðu sér þessi kjör og pöntuðu reglulega. Þessi afgreiðsla útheimti sér-stakt húsrými. Þar við bættist að frá þessari búð gekk sölubíll í nágrannabyggðarlögin:

Leiru, Garð, Innri-Njarðvík, Ytri-Njarðvík, Hafnir og Grindavík. Voru þessar ferðir farnar vikulega. Vörur voru seldar úr bíln-um - skilað var pöntunum og tekið á móti nýjum pöntunum. Um það bil 4 af hverjum 5 búandi mönnum í Keflavík urðu félags-menn í KRON, og það án tillits til þess hvar í stjórnmálum þeir stóðu.

Land til garðræktarFyrir utan þetta beitti VSFK sér fyrir því að útvega félagsmönnum sínum land til garðræktar með því að kaupa 1,3 ha landssvæði árið 1935. Var þetta land milli Skólavegar og Vatnsnesvegar og náði það nokkra metra suður fyrir Vatnsnesveg. Frá austri til vesturs náði garðsvæðið frá Hring-braut og nærri því að Sólvallagötu. Svæðinu var skipt í 60 reiti.

Pöntunarfélagið í Keflavík 1935-1937

Fyrsta búð KRON í Keflavík, Aðalgötu 10. Á myndinni eru Sölvi Ólafsson, kaupmaður, og Guðbjörn Þorsteinsson sendill, síðar útgerðarmaður. (Byggðasafn Reykjanesbæjar)

Uppskipun úr Baldri í Keflavíkurhöfn. Myndin var tekin áður en skýlið var sett á bak-borðssíðu. Efst til hægri sést stefnið á Einari Þveræring OF 36.

40 Afmælisblað VSFK

Page 22: 3. tbl. - 72. árgangur 2012 Afmælisritmitt.is/faxi/3. tbl VSFK 2012.pdf · 2013. 5. 11. · 3. tbl. - 72. árgangur 2012 ... 2 Afmælisblað VSFK Afmælisblað VSFK 3 Sendum VSFK

Afmælisblað VSFK 43

Alþýðusambandi Íslands til þess að láta verkamenn vita, að samningar þeirra við atvinnurekendur væru blaut tuska framan í Alþýðusambandið.

Ragnar sagði þeim, að hann skildi vel þeirra viðhorf, en verkalýðsfélagar teldu málum þessum betur borgið með þessum samningum, miðað við allar aðstæður. Þá var andrúmsloft hér í byggð þannig, að engum kom þá til hugar, að félagið gengi i Alþýðusambandið að svo stöddu. En það leið ekki nema eitt ár frá þessum atburði, þar til félagið sótti um inngöngu í Alþýðu-sambandið. Það var þó ekki gert til þess að knýja fram samninga við atvinnurekendur, heldur vegna þess, að nú voru félagar flestir sammála um að tímabært væri að félagið gengi í heildarsamtökin. Það var árið 1936.

Pólitíkin allsráðandiPólitíkin var allsráðandi á þeim tímum og Sjálfstæðisflokkurinn hafði ráðið lögum og lofum í Keflavík í fjölda ára. Hrepps-nefndin var einlit. Hún var kosin á opnum fundi með handauppréttingu allt til ársins 1932. Þá krafðist VSFK leynilegra kosninga til hreppsnefndar og bauð fram tvo menn í hreppsnefnd, þá Bergstein Sigurðsson og Ragnar Guðleifsson á lista, sem borinn var fram af VSFK og frjálslyndum kjósendum. Örfáum atkvæðum munaði að þeir næðu manni í hreppsnefnd.

Árið 1938 bauð verkalýðsfélagið þá aftur fram og kom þá að tveimur mönnum, þeim Ragnari Guðleifssyni og Danival Danivals-syni. Við hreppnefndarkosningamar 1942, bauð félagið enn fram fullskipaðan lista, 5 menn og 5 til vara, og fékk 2 menn kosna, þá sömu og áður.

Við þessar kosningar hafði verið sam-komulag milli Alþýðuflokksmanna og Framsóknarmanna um röðun á listanum, en við uppstillingu á listann fyrir kosn-ingamar 1946 náðist ekki samkomulag

milli þessara flokka. Buðu því flokkamir fram sinn listann hvor. Fóru kosningar þannig, að Alþýðuflokkurinn fékk 3 menn kjöma, Framsóknarflokkurinn einn mann og Sjálfstæðisflokkurinn þrjá. Þar með missti Sjálfstæðisflokkurinn meirihlutann í hreppsnefnd Keflavíkur, er hann hafði haft frá upphafi.

Kjörin í KeflavíkKjör almennings á fyrstu árum félagsins, og reyndar allt þar til í byrjun sjötta áratug-arins, voru fremur bág. Hvortveggja var að kaupgjald var lágt og brugðið gat til beggja vona um atvinnu í bænum. Vetrarvertíðin var aðal bjargræðistíminn og sá tími sem menn þurftu að byggðja allt sitt á. Og það var alls ekki alltaf mikið upp úr vertíðinni

að hafa eins og fjölmörg dæmi fyrr og síðar sönnuðu. Sem dæmi má nefna að vetrarver-tíðin árið 1936 gaf 900,- krónur hjá þeim sem áttu fasta búsetu í Keflavík, en þeir sem höfðu fæði og húsnæði hjá útgerðarmanni í bænum fengu 560,- krónur.

Vinnan var eins og af framangreindu má ráða afar stopul suður með sjó á sumrin en með haustinu gat ástandið batnað þegar síldin byrjaði að veiðast. Því var það, að menn fóru gjaman að heiman yfir sum-arið til síldveiða fyrir Norðurlandi. Þetta var búbót þeim sem voru svo heppnir að komast í þokkalegt skipsrúm. Sú vinna sem konur gengu til var fiskþvottur og þurrkun. Vinnutíminn var langur og strangur. Unnið var hálfan sólarhringinn, stundum lengur, og launin í engu samræmi við erfiðið.

Í janúar 1938 mynduðu nokkrir vél-stjórar í Keflavík með sér félag og voru sumir þeirra í VSFK en aðrir

ekki. Þeir sóttu síðan um að verða deild í VSFK og var því vel tekið. Deildin hafði aðskilinn fjárhag og greiddi ákveðið gjald af hverjum félagsmanni, en fékk í stað-inn húsnæði fyrir 12 fundi á ári. Í árslok 1944 voru félagar í deildinni taldir 22 og fór óðum fjölgandi. Hin nýstofnaða deild hóf þegar umleitanir um samninga við útgerðarmenn í samráði við félagsstjórn-ina. Útgerðarmenn viðurkenndu deildina og sögðust vilja semja við félagið um kaup og kjör háseta og vélstjóra á vélbátum yfir sumar- og haustvertíð, en um þau kjör hafði aldrei verið samið áður.

Festa og félagsþroskiÍ skýrslu Ragnars Guðleifssonar á aðalfundi VSFK 1939 segir: „Vélstjóradeildin fór vel af stað og sýndi festu og félagsþroska meiri en við eigum að venjast." Formaður deild-arinnar var Kjartan Ólason.

Vélstjóradeildin var hin traustasta í öllum stéttarmálum og samstarf gott með henni og stjórn VSFK. Eftir að sjómannadeildin var stofnuð 1952 var náið samstarf milli þessara tveggja deilda í öllum samn-ingamálum. Í febrúarmánuði 1972 sagði

vélstjóradeildin skilið við Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur. Ástæðan var sú, að félagssvæði vélstjóra var stækkað og Vél-stjórafélag Suðurnesja stofnað í kjölfarið. Samstarf VSFK og Vélstjórafélags Suð-urnesja hefur alla tíð verið með miklum ágætum.

Vélstjóradeildin stofnuð í Keflavík

Sendum VSFKárnaðaróskir

í tilefni 80 ára afmælisinsSJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS

Sendum VSFKárnaðaróskir

í tilefni 80 ára afmælisins

42 Afmælisblað VSFK

Hafborgin KE 54 á leið í land. Óli Lár er fram á bakka að gera endana klára.

Jóhann Bergmann að starfi.

Sjómannadagurinn 1973. Þetta var mikill hátíðardagur og heiðursfélagar VSFK báru þá gjarnan silfurkrossa.

Page 23: 3. tbl. - 72. árgangur 2012 Afmælisritmitt.is/faxi/3. tbl VSFK 2012.pdf · 2013. 5. 11. · 3. tbl. - 72. árgangur 2012 ... 2 Afmælisblað VSFK Afmælisblað VSFK 3 Sendum VSFK

Stærsta verkefni Verkalýðs- og sjó-mannafélag Keflavíkur á fyrstu árum þess auk kjaramálanna var

bygging samkomu- og skólahús við Túngötu 1. Húsið var nefnt Alþýðuhús-ið og gekk í almennu tali undir nafninu Verkó. Fljótlega eftir stofnun félagsins var farið að ræða nauðsyn þess að félagið slíkan samastað fyrir starfsemi sína. Þá var aðeins eitt samkomuhús í Keflavík, ungmennafélagshúsið Skjöldur þar sem stofnfundur VSFK var haldinn á sínum tíma. og þar sem fundir höfðu verið haldnir. Húsið var byggt árið 1936. Það ár stofnaði VSFK ásamt nokkrum félög-um þess hlutafélagið Félagshús.

Í Klampenborg hélt félagið nokkra fundi á þessum árum, en húsrými var þar mjög af skornum skammti. Rætt var við stjórn Ungmennafélags Keflavíkur um bygg-ingu nýs samkomuhúss og komust skriður á viðræður strax 1935. Frá UMFK komu mest við sögu þeir Bergsteinn Sigurðsson formaður og Kristinn Jónsson gjaldkeri en frá VSFK þeir Ragnar Guðleifsson og Björn Guðbrandsson.

Veglegt samkomuhúsÍ desember 1935 brann Skjöldur með hörmulegum afleiðingum fyrir fjölda manns. Ekkert samkomuhús var lengur í Keflavík en þörfin var brýn því að félagslíf í bænum var í mikilli grósku. UMFK ákvað að byggja sitt eigið samkomuhús og bauð VSFK að leigja þar aðstöðu. Þetta voru félagsmönnum VSFK vonbrigði en þá barst tilboð frá Eyjólfi Ó. Ásberg kaupmanni um að aðstoða VSFK við að byggja veglegt samkomuhús úr steinsteypu. Eyjólfur hafði þá fengið leyfi til að reka kvikmyndahús í Keflavík en leyfinu fylgdi það skilyrði að reksturinn færi fram í steinhúsi vegna eldhættu. Eyjólfur bauðst til að leggja fram 6.000,00 kr. gegn því að fá leigurétt á hús-inu til kvikmyndasýninga. Tilboðinu var tekið og strax hafist handa um byggingu hússins. Það var vígt 21. nóvember 1936

við hátíðlega athöfn að viðstöddu geysi-miklu fjölmenni á þeirra tíma mælikvarða, rúmlega 400 manns. Danival Danivalsson formaður hússtjórnar setti hátíðina og bauð gesti velkomna en síðan flutti Ragnar Guðleifsson snjalla ræðu. Ekki færri en 70 félagar VSFK voru hluthafar í þessu nýja og glæsilega samkomuhúsi og höfðu flestir unnið fyrir sínum hlut í húsinu með því að taka þátt í byggingarframkvæmdum.

Tvær stríðandi fylkingarNæstu árin gekk reksturinn erfiðlega, leigan var lág og hækkaði ekki að marki fyrr en á árinu 1942. Önnur ástæða var einnig að Ungmennafélagið hafði eignast sitt sam-komuhús um svipað leyti og VSFK. Hús UMFK var gamla Norðfjörðshúsið, sem keypt var og breytt í samkomuhús með því fyrst og fremst að fjarlægja milliveggi,

til þess að fá sæmilegan danssal. Þótt hús þetta væri ekki glæsilegt stóð UMFK betur að vígi en VSFK vegna þess að í félaginu var fleira af yngsta fólkinu og ráðamenn flestir stóðu að því. Þessar tvær byggingar „Ungó" og „Verkó" sem svo voru kallaðar skiptu íbúum bæjarins í tvær stríðandi fylkingar. Í Keflavík var ekki fleira fólk en það að annað húsið nægði fyrir almennar dansskemmtanir. Þegar auglýst var dans-skemmtun í báðum húsunum var það oftast svo að annað húsið varð að aflýsa skemmt-un og oftast var það Verkó því þótt Ungó væri gamalt var þar fleira af yngra fólk-inu. Húsið var þannig rekið fram til ársins 1951, að þar fóru fram kvikmyndasýningar. Hafði Eyjólfur Ásberg, eða Nýja bíó, á sinni hendi þessa starfsemi þar til í mars 1946 og hafði þá haft þar sýningar í 10 ár eins og upphaflega hafði verið samið um. Þegar

Verkó – nýtt samkomu- og skólahús VSFK

kvikmyndasýningum var hætt í Félagshúsi keypti Keflavíkurhreppur kvikmyndavél-arnar og sýndi þarna kvikmyndir undir nafninu Keflavíkurbíó þar til í desemb-er 1948 þegar kviknaði í vélunum. Þær skemmust mjög og var þá rekstrinum hætt.

Ágóða varið til menningarmálaHelstu forvígismenn VSFK hlutu yfirleitt yfirburða kosningu í stjórn Félagshúsa, þeir Ragnar Guðleifsson, Kjartan Ólason og Björn Guðbrandsson. Þeir ákváðu að endurbæta húsið meira en áður hafði verið talað um og hefja kvikmyndasýningar á eig-in vegum í Félagsbíó. Björn tók að sér að sjá um framkvæmdir og frá 1. jan. 1955 varð hann formlega framkvæmdastjóri Félags-bíós. VFSK átti meginhluta hlutafjárins í Félagshúsum og er því einnig aðaleigandi hins nýstofnaða kvikmyndahúss.

Ákveðið var að þeim ágóða sem kynni að verða af rekstri Félagsbíós yrði varið til menningarmála. Fyrsta bíósýningin fór fram 29. apríl 1955 að viðstöddum hlut-höfum h.f. Félagshúss og nokkrum gestum.

Leiksvið samkomuhússins var sérstaklega lagfært fyrir leiksýningar og stóðu vonir til að þar færu fram sýningar og að það gæti ýtt undir leiklistaráhuga hér heima.

Fleira fór fram í húsinu fyrstu árin. Pöntunarfélag VSFK var til húsa í kjallara undir suðurenda hússins. Það var undanfari KRON í Keflavík og síðan KSK. Í vestur-hluta hússins voru tvær rúmgóðar stofur og rak séra Eiríkur Brynjólfsson þar unglinga-skóla fyrstu árin eða frá hausti 1947 og þar til nýi barnaskólinn við Sólvallagötu var tekinn í notkun 1952.

Nýtt og fullkomnara húsÞann 7. ágúst 1957 lést Björn Guðbrands-son. Stjórnin fékk Torfa bróðir hans til að taka við Félagsbíó. Aðfaranótt 1. nóvember kom upp eldur í Félagsbíó og varð millj-ónatjón í eldsvoðanum. Á stjórnarfundi þann 4. des. var rætt um hvort reyna ætti að selja rústirnar eða að byggja upp að nýju. Niðurstaðan varð sú að Torfi tók að sér að sjá um að byggja húsið upp að nýju. Útsjónarsemi og dugnaður Torfa var með

ólíkindum. Í febrúar 1969 var auglýst eftir framkvæmdastjóra og Sigurður Jónsson tók við starfinu. Sýningar hófust að nýju í fullkomnara og mikið betra húsi en áður með nýjum sýningarvélum. Kostnaður við endurbygginguna varð rúmar 4 millj-ónir, en tryggingabætur námu tæpum 3.5 milljónum kr. Þetta þótti með eindæmum á tímum mikilla gengisfellinga og dýrtíðar.

Lengi hafði legið fyrir að VSFK hafði áhuga á að yfirtaka félagið en erfiðlega hafði gengið að fá nokkra upphaflega félaga eða erfingja þeirra til að selja sína hluti. Á aðalfundi 28. des. 1983 hafði stjórninni tek-ist að fá keypta þá hluti sem erfiðast hafði reynst að fá. Félagið átti nú mest af þeim hlutum sem einstaklingar höfðu átt. Karl Steinar lýsti yfir að VSFK ætti nú mest allt hlutaféð. Stjórnarmenn höfðu ávallt verið reiðubúnir til þess að láta sína hluti, en ekki viljað sleppa höndinni af félaginu fyrr en tryggt væri að VSFK ætti Félagshús hf. að fullu og öllu.

Verkó er lengst til hægri á myndinni. Húsið var notað sem skóli, samkomuhús, danshús og bíó.

Félagar í VSFK byrjuðu að reisa Alþýðuhúsið í Keflavík 1936. Húsið var í daglegu tali nefnt Verkó.

44 Afmælisblað VSFK Afmælisblað VSFK 45

Page 24: 3. tbl. - 72. árgangur 2012 Afmælisritmitt.is/faxi/3. tbl VSFK 2012.pdf · 2013. 5. 11. · 3. tbl. - 72. árgangur 2012 ... 2 Afmælisblað VSFK Afmælisblað VSFK 3 Sendum VSFK

46 Afmælisblað VSFK

Verkalýðs og sjómannafélag Keflavíkur og síðar Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og

nágrennis hafa tilnefnt átta manns sem heiðursfélaga. Þrjá einstaklinga hefur Verkalýðs- og sjómannafélag Gerðahrepps tilnefnt og einn er frá Verkakvennafélagi Keflavíkur og Njarðvíkur. Öll teljast nú heiðursfélagar VSFK eftir sameiningu félaganna og eiga að baki mjög fórnfúst starf fyrir verkalýðshreyfinguna, auk þess að hafa gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félögin. Heiðursfélagar VSFK í stafrófsröð eru:

Bjarni Sigurðsson, starfaði mikið fyrir VSFG, sat í stjórn félagsins til margra ára. Hafði hann félagsskírteini nr. 4.

Erna Gunnarsdóttir, sat í stjórn Verka-kvennafélagsins og síðan VSFK til fjölda ára, lengst af sem rit-ari.

Guðmundur Gíslason, sat í stjórn og trún-aðarmannaráði VSFK í áratugi.

Guðrún Elísa Ólafsdóttir, var formaður VKFKN frá 1973 til 1989 og hafði áður setið í stjórn félagsins í nokkur ár. Hún var varaformaður VSFK frá 1989 og þar til í apríl 2002 jafn-framt því sem hún starfaði á skrifstofu félagsins.

Karl Steinar Guðnason, var formaður VSFK frá 1970 til 1991. Áður hafði hann verið starfsmaður VKFKN í nokkur ár og sem starfsmaður VSFK frá árinu 1977-1978. Hann tók að sér ýmis trúnaðarstörf hjá Verkamannasambandinu.

Ólafur Björnsson var einn af aðalhvata-mönnum af stofnun sjómannadeildar VSFK og var kjörinn fyrsti formaður deild-arinnar og gegndi því starfi til ársins 1961. Þá var hann í fjölda ára sem varaformað-ur félagsins. Hann var fulltrúi félagsins hjá Sjómannasambandi Íslands og sat í fyrstu framkvæmdastjórn sambandsins sem fyrsti varaforseti þess.

Ragnar Guðleifsson, var formaður VSFK frá 1935 til 1970. Sat hann í hrepps-nefnd Keflavíkur sem fulltrúi á lista Verkalýðsfélagsins frá 1938 til 1942. Einn-ig var hann einn af brautryðjendur Pönt-unarfélags VSFK, síðar KRON og Kaup-félag Suðurnesja. Þá annaðist hann rekstur Lífeyrissjóðsins frá stofnun hans á árinu 1970 og í nokkur ár, auk þess sem hann var formaður sjóðstjórnarinnar frá upphafi og til ársins 1976. Þá sat hann í stjórn Félags-húss sem m.a. annaðist rekstur Félagsbíós.

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, sat í stjórn VKFKN og síðar VSFK til fjölda ára. Átti hún mjög langan feril í Úthlut-unarnefnd atvinnu-leysisbóta.

Rúnar Guðmundsson, var ritari í stjórn VSFG til fjölda ára.

Sigurður Hallmannsson, var formaður VSFG frá 1957 til 1964 og 1969 til 1974, auk annara stjórnarstarfa.

Stefán J. Kristinsson, sat í stjórn VSFK í fjölda ára og var einnig varaformaður félagsins.

Þórdís Torfadóttir. Kvennadeild VSFK var stofnuð árið 1934 og starfaði þar til Verka-kvennafélag Keflavík-ur og Njarðvíkur var stofnað 1953 og mest allan þann tíma var Þórdís formaður kvennadeildarinnar.

Heiðursfélagatal

Afmælisblað VSFK 47

Kauptaxtar voru gefnir út einhliða af stjórnVSFK 1933 og voru laun þá hækkuð úr 80 aurum í eina krónu í samræmi við þá taxta sem giltu í Reykjavík. Samning-urinn, sem er hér að neðan, var undirritður af þremur stjórnmönnum VSFK og virtur af atvinnuveitendum.

Í byrjun áttaunda áratugarins var haldin hönnunarsamkeppni um fána VSFK. Margar og skrautlegar tillögur bárust, allar undir nafnleynd. Stjórn VSFK þótti ein tillagan best og þegar hún var skoðuð kom í ljós að hönnuðurinn var Ragnar Guð-leifsson. Merki félagsins hannaði Gísli B. Björnsson af miklu listfengi með hiðsjón af fánatillögu Ragnars.

Hér á síðunni má einnig sjá upphafið að fyrstu lögum VSFK frá 1933.

Gögn í fórum VSFK

Page 25: 3. tbl. - 72. árgangur 2012 Afmælisritmitt.is/faxi/3. tbl VSFK 2012.pdf · 2013. 5. 11. · 3. tbl. - 72. árgangur 2012 ... 2 Afmælisblað VSFK Afmælisblað VSFK 3 Sendum VSFK

Hafðu bankann í vasanumÁ L.is kemstu alltaf í bankann. Allar helstu aðgerðir í netbanka – millifærslur,

yfi rlit bankareikninga, greiðsla reikninga og margt fl eira – eru aðgengilegar á

L.is auk upplýsinga um markaði, gjaldmiðla og stöðu Aukakróna.

Skannaðu QR kóðann til þess að fara á L.is

Aukakrónur

Þú hefur gott yfi rlit yfi r Auka-krónurnar þínar, síðustu færslur,

afslætti og staðsetningu sam-starfsfyrirtækja Aukakróna.

Betri netbanki á L.is

Í netbanka L.is getur þú stundað öll almenn bankaviðskipti með

farsímanum, hratt og örugglega.

Hagnýtar upplýsingar

Þú fi nnur allar helstu upplýsingarfl jótt og vel. Staðsetning útibúa

og hraðbanka, fréttir, stöðu gjafakorta, gengi gjaldmiðla o.fl .

Fyrir fl esta nettengda síma

L.is nýtir nýjustu tækni í farsíma-lausnum og einskorðast ekki við snjallsíma, heldur virkar á nánastöllum nettengdum símum.

Nýtt öryggiskerfi Landsbankans tryggir hámarks öryggi í netbanka einstaklinga og þar sem auð-kennislykillinn er orðinn óþarfur er nú orðið mun þægilegra að fara í netbankann í símanum.

Enginn auðkennislykill

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn