faxi 1. tbl 2015

24
1. tbl. - 75. árgangur 2015

Upload: faxi

Post on 22-Jul-2016

244 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

1 . t b l . - 7 5 . á r g a n g u r 2 0 1 5

2 FAXI

Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, KeflavíkPósthólf: 182, 230 ReykjanesbærRitstjórar: Sigrún Ásta Jónsdóttir og Svanhildur EiríksdóttirNetföng og sími ritstjóra: Svanhildur, s. 894 5605, netfang: [email protected] - Sigrún, s. 865 6160, netfang: [email protected]ðstjórn: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Skúli Þorbergur Skúlason, Kristinn Þór Jakobsson, Magnús Haraldsson og Geirmundur Kristinsson.

Öll prentvinnsla: Stapaprent ehf. Grófin 13c, 230 Reykjanesbær sími 421 4388, netfang: [email protected] vegna auglýsinga: [email protected], Auglýsinga-sími: 698-1404, veffang: www.mitt.is/Faxi Forsíðumynd: Fjallkona Reykjanesbæjar, Guðlaug Björt Júlíusdóttir, ljósmynd: Oddgeir Karlsson.

1. tölublað - 75. árgangur - 2015

Al l i r myndatextar í þessu og öðrum

heftum Faxa eru b laðsins

Það fer vel á því að fyrstu konurnar séu ráðnar til starfa hjá Málfundafélaginu Faxa á því ári sem þess er minnst

að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt til Alþingis. Það er sannarlega heiður fyrir okkur að fá að ritstýra Faxa sem nú er að stíga inn í sinn 75. árgang.

Það fer líka vel á því að þetta tölublað skuli vera helgað konum. Áðurnefndra tíma-móta verður minnst víða um land á þessu afmælisári af körlum jafnt sem konum. Við getum tekið ofan fyrir þeim konum sem börðust fyrir jafnrétti og jöfnum hag óháð kyni og þeirra er getið í stuttri yfirreið okkar um mannréttindabaráttu kvenna. Við beinum sjónum okkar einnig að konum í bæjarpólitík Reykjanesbæjar og þær velta fyrir sér hvernig er að vera kona í stjórnmálum í dag og hvort munur sé á konum og körlum í pólitík.

Marta Valgerður Jónsdóttir skipar sérstakan sess í sögu Faxa en hún ritaði um eitthundrað greinar á árunum 1945-1969 í blaðið. Greinar hennar fjalla um minningar hennar einkum frá fyrstu tveim áratugum 20. aldarinnar. Þar er

Keflavík í forgrunni og gengur hún hús úr húsi og segir frá fólki, atburðum í lífi þess, útliti, persónuleika og áhuga-

málum. Lýsingarnar eru fjölbreyttar og orðfar Mörtu ljá textunum líf og lit.

Einstaklingsviðtalið er við Garðkonuna Krist-ínu Júlla Kristjánsdóttur gervahönnuð sem

hlaut Edduverðlaun fyrir gervi í kvikmynd-inni Vonarstræti fyrr á þessu ári og þakkaði mömmu sinni við afhendinguna. Við komumst að því í viðtalinu hvers vegna og ekki síður hversu miklu máli það skiptir að fylgja hjartanu og finna leiðir til að láta

drauma sína rætast.Í þessu fyrsta tölublaði 75. árgangs Faxa er

einnig bryddað upp á nýjungum. Saga húsanna verður fastur dálkur um húsin í bænum út frá

ýmsum sjónarhornum og við fáum bæði íbúa og brott-flutta Suðurnesjamenn til þess að segja frá lífinu hér og nú og þá og þar.

Sigrún Ásta Jónsdóttir og Svanhildur Eiríksdóttir

Ritstjóraspjall

FAXI 3

Hér trúir fólk á framtíðina

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.asbru.is

Á innan við áratug hefur byggst upp á Ásbrú þróttmikið og litríkt sam félag með öfluga mennta stofnun, fjölda spennandi fyrirtækja, grósku mikla nýsköpun og blómstr andi mannlíf þar sem skapandi fólk horfir fram á vel launuð framtíðarstörf í þeim greinum atvinnulífsins sem vaxa nú hvað hraðast.

Það er af þessum sökum sem Ásbrú er orðið að einu kraftmesta og fram sækn asta vaxtar svæði Íslands þar sem sköpun ar gleði og hátækni þekk ing fá notið sín í hverju horni – og saman fer jákvæðni og bjartsýni í spenn andi og skemmtilegu samfélagi.

PIPA

R\TB

WA

-SÍA

- 1

43

65

5

skapandi

Verður þín hugmynd að veruleika á Ásbrú?

Gamla varnarsvæðið við Keflavíkur flugvöll, þar sem nú heitir Ásbrú, hefur tekið þvílíkum stakkaskiptum á síðustu árum að allir sem þangað koma hrífast af uppbyggingunni. Hér er suðupottur tækifæra fyrir ungt og kraftmikið fólk.

4 FAXI

Fjórir af 11 bæjarfulltrúum Reykjanes-bæjar eru konur. Þrjár þeirra sitja í

meirihluta bæjarstjórnar og komu allar nýjar inn eftir sveitastjórnarkosningar vorið 2014, Anna Lóa Ólafsdóttir, Beinni leið, Elín Rós Bjarnadóttir, Frjálsu afli og Guðný Birna Guðmundsdóttir, Samfylkingu og ein í minnihluta og margreynd í bæjarpóli-tíkinni, Magnea Guðmundsdóttir, Sjálf-stæðisflokki.

Í þessum hópi er yngsti bæjarfulltrúinn sem setið hefur í bæjarstjórn og konur sem höfðu ekkert haft afskipti af pólitík eða endilega stefnt að þeim vettvangi. Þær vildu hins vegar hafa áhrif og til þess þarf að

bjóða sig fram til pólitískra starfa. Svanhildur Eiríksdóttir annar ritstjóra

settist niður með konunum að loknum bæjarstjórnarfundi 5. maí sl. og ræddi við þær um hvernig væri að vera kona í pólitík og hverju kvenréttindabaráttan hefði skilað konum. Það kom m.a. upp úr dúrnum að ýmsar klisjur væru í gangi varðandi konur í pólitík.Hvernig er að vera kona í pólitík?

Magnea: Það er mjög fínt og mjög skemmtilegt. Ég hóf fyrst afskipti af pólitík árið 2002, þá sem varabæjarfulltrúi, og ég hef farið í gegnum tvö prófkjör sem hafa verið mjög góð og skemmtileg reynsla,

mikil vinna en mjög jákvæð upplifun. Hvernig hefur landslagið breyst á þessum árum?

Magnea: Að mínu mati hefur það ekki breyst mikið. Konur taka virkan þátt í öllu atvinnulífi í dag og stjórnmálum og hafa gert í áratugi, þannig að ég skynja enga sér-staka breytingu á undanförnum 12 árum.

Elín Rós: Já, ég held að þetta séu kannski eldri breytingar, að konur fóru að koma inn. Það er ekkert nýlegt að konur séu svona mikið inni, þannig að þetta er sennilega eins núna og þegar þú byrjaðir.

Magnea: Já bara eins og með okkar kyn-slóð, við förum í menntaskóla og háskóla. Í

Konurnar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar

Það er fáheyrt að konur skipi meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar en það gerðist á bæjarstjórnarfundi 17. mars sl. Slíkt hendir þegar varamenn fyrir karlkyns aðalmenn koma úr röðum kvenna og leysa þarf fleiri en einn aðalmann af. Böðvar Jónsson bæjarfulltrúi sá ástæðu til að fanga þetta augnablik og tók mynd af hópnum. Þessir föngulegu bæjar- og varabæjarfulltrúar eru Elín Rós Bjarnadótti, Frjálsu afli, Magnea Guðmundsdóttir, Sjálf-stæðisflokk, Ingigerður Sæmundsdóttir, Sjálfstæðisflokki, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Samfylkingu, Anna Lóa Ólafsdóttir, Beinni leið og Halldóra Hreinsdóttir, Framsóknarflokki.

FAXI 5

mínu tilfelli þá fór ég erlendis í nám, kom svo heim, hóf störf og og einnig þátttöku í stjórnmálum.Ég held að kyn hafi ekki skipt neinu sérstöku máli þarna. Einstaklingurinn velur sér einfaldlega farveg. Hvað segir þú Guðný Birna, um að vera kona í pólitík?

Guðný Birna: Það er bara rosalega gaman. Þetta er ofboðslega krefjandi og þú ferð ekkert í þetta af hálfum hug. Þetta er alveg nýtt starf þótt þú sért kannski ekki í vinnunni alla daga. Ég upplifi mig ekki sem kona í pólitík. Við erum bara í hópi, við erum í meirihlutahópi, í bæjarstjórnarhópi og gengur bara vel. Maður vinnur að þessu stöðugt.

Þú varst að koma ný inn?Guðný Birna: Já, yngsti bæjarfulltrúinn

og hafði lítið sem ekkert skipt mér af pólitík áður og þetta er bara frábær skóli. Það var tilvalið að prófa eitthvað nýtt og skella sér í þetta og ég sé ekki eftir því.

Magnea: Það er mjög lærdómsríkt að vera í sveitarstjórnarmálum. Sveitar-stjórnarmenn kynnast mörgum hliðum á samfélaginu sem maður kynnist annars ekki. Starf bæjarfulltrúa er gefandi og snýst um að vinna að góðum málefnum samfé-laginu til heilla.

Guðný Birna: Algjörlega.Elín Rós: Mér finnst líka, af því þú spyrð

hvernig er að vera kona í pólitík, ég horfi ekki á það þannig. Ég er bara í pólitík, hvort sem ég er kona eða karlmaður. Ég held að það sé ekkert öðruvísi að vera kona í pólitík en karlmaður í pólitík.

Magnea: Ég held að hjá okkar kynslóð séu það bara einstaklingar sem eru að koma fram. Við ólumst upp við aðrar aðstæður en þær konur sem voru á meðal þeirra fyrstu til að taka þátt í stjórnmálum.

Þetta hefur því breyst mikið frá kvenrétt-indabaráttunni þegar konur þurftu virkilega að hafa fyrir því að koma sér á framfæri.

Elín Rós: Ég held að við séum bara komin á þann stað að þessi hugsun er ekk-ert í gangi lengur.

Hvað segir þú Anna Lóa?Anna Lóa: Ég hef engin viðmið, ég er

eins og Guðný og Elín, alveg ný og fór bara á minn fyrsta bæjarstjórnarfundi í júní í fyrra. Ég held að það sé alltaf ákveðin barátta að vera í pólitík og mikil vinna, hvort sem þú ert karl eða kona. Ég sé þetta bara svona, þetta er mikil vinna og margt spennandi og nýtt. En það er gott að fara í gegnum þetta karlar vs. konur í pólitík, og enn betra að við þurfum ekki að vera að velta þessari spurningu mikið fyrir okkur. (Allar voru sammála um það).

Magnea: Ég er á vinnustað þar sem eru mun fleiri konur á öllum stigum og það bara gerist eðlilega, fyrirtækið er bara

þannig. Svo er kannski annað fyrirtæki þar sem hentar betur að það séu karlmenn í þessum stöðum.Því hefur löngum verið haldið fram að konur í stjórnmálum hafi meiri áhuga á mýkri málum en karlar. Er eitthvað hæft í því?

Elín Rós: Ég get alveg viðurkennt að áhugasviðið mitt er meira í mýkri mál-unum, s.s. menntamál, hjúkrunarmálin, ummönnun og menningarmál. Ég hef minni áhuga á peningamálunum, þó auð-vitað verði maður að setja sig inn í þau. Auðvitað liggur áhugasvið okkar á mismun-andi stöðum og við veljum okkur nefndir og ráð í samræmi við það. Ekki það að það sé almennt þannig, ég veit að það eru til konur sem hafa áhuga á hinum málunum, „harðari málunum“. En það sem reynist leikur einn fyrir einhvern getur reynst erfitt fyrir annan. Mér finnst fjármálin þung og snúin, en þetta kemur smátt og smátt. Maður er alltaf að læra nýtt og nýtt, meira og meira.

Anna Lóa: Ég er alveg á móti því að við séum að nota svona gildishlaðin orð eins og mjúk og hörð málefni. Öll málefni skipta máli og mér finnst það eiginlega segja hversu stutt við erum stundum komin í baráttunni að við þurfum að skilgreina þetta í mjúk og hörð mál. Auðvitað hlýtur þetta að vera þannig að mínir styrkleikar tengjast minni menntun og mínum pers-ónuleika en ég þarf að læra ýmislegt annað. Mér finnst stundum í umræðunni eins og það sé búið að setja þessi mjúku mál inn í einhvern silkipappír og svo séu einhver önnur mál. Sko skólamál og heilbrigðismál og annað, þau eru alveg jafnvel jafn mikil-væg og fjármálin og því um líkt þannig að ég held að við ættum að vera uppteknar að því að hvort sem um er að ræða konu eða mann, þá hlýt ég að velja mig inn í mála-flokkana sem tengjast mínum styrkleikum og persónuleika. Það reynist mér auð-

Anna Lóa Ólafsdóttir.

Elín Rós Bjarnadóttir.

Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Magnea Guðmundsdóttir.

6 FAXI

veldara í reynd. Svo er bara að læra annað. Þetta er bara eins og á heimilum, það þarf allt að rúmast þar inni. Ef maðurinn þvær þvotta og eldar matinn, þá er það bara frá-bært. Það skiptir ekki máli hver gerir hvað. Það þarf ekki að þýða að við séum búin að ná jafnrétti þó maðurinn þvoi þvottinn og konan geri við bílinn, þetta eru bara verk-efni sem þarf að klára.

Elín Rós: Ég get alveg tekið undir þetta. Ég held að það hljóti að vera áhugasviðið sem ráði þessu. Maðurinn minn þvær einmitt þvottinn.

Guðný Birna: Mýkri málum, nei ég myndi ekki segja það. Við Magnea sitjum báðar í stjórn HS veitna og ég myndi segja að það væri að fara í djúpu laugina. Ég hef alltaf reynt að fara í djúpu laugina og finna út úr málunum. Ég hef gaman að því. Mýkri málin, ég held að konur hugsi hlutina til hlítar og pæli endalaust í sama hlutnum og eru oft lengur að komast að niðurstöðu en karlar. Ég held þú getir þroskast og lært af öllu, en að við séum mýkri, nei, ég get ekki fallist á það.

Magnea: Ég tek undir með Önnu Lóu. Það er oft talað um að flokka fræðslumál og félagsmál í mýkri flokka en þetta eru alvarlegustu málin. Þau eru ekkert mjúk og þetta eru þeir málaflokkar sem okkur ber lögbundin skylda til að sinna. Í raun er það meira einstaklingsbundið að hvaða mála-flokki þú vilt vinna við. Ég hef t.d. verið aðal maður í atvinnu- og hafnaráði, vara-maður í fræðsluráði, formaður umhverfis- og skipulagsráðs og átt sæti í bæjarráði. Allir þessir málaflokkar eru mikilvægir.Vissulega höfum við hvert og eitt styrkleika þar sem við teljum að við vinnum best, en það er gefandi að takast á við nýja hluti og mikilvægt að gefa sér tíma til að setja sig vel inn í alla málaflokka. En sem bæjar-fulltrúi verður maður að vera inni í öllum málaflokkum, þannig að ég myndi alls ekki vilja tala um þessa málaflokka sem eru svo krefjandi og mikilvægir, sem mjúka.

Elín Rós: Þannig að ég er alveg í hörðu málunum, í þessu þyngsta. (Allar hlægja).

Magnea: Mikilvægustu málin eru að koma börnunum vel í gegnum skólakerfið, þau eiga að fá fyrirtaksmenntun og við þurfum að huga vel að þeim sem minna

mega sín. Undir félagsmálin falla líka mál-efni aldraðra en það er afar mikilvægt að hugsa vel um eldri borgara.Því hefur verið fleygt að konur séu í fórnar-lambshlutverki og séu jafnvel að græða á kyni sínu, t.d. þar sem kynjakvóti er. Hvaða svar eigið þið við þessum fullyrðingum?

Magnea: Mér finnst alls ekki að konur séu í neinu fórnarlambshlutverki. Eins og í mínu tilfelli, þá hef ég tekið þátt í próf-kjörum. Vissulega er stundum verið að stilla upp listum og það er kannski verið að stilla upp listum sem endurspegla samfélagið á einhvern hátt. En við konur vinnum fyrir okkar sætum, hvort sem það er í stjórnmál-um eða annarsstaðar. Það hefur verið þörf t.d. í stjórnun fyrirtækja að setja ákveðna kvóta en svo bara breytast hlutirnir. Ég hef sjálf átt sæti í stjórnum nokkurra fyrirtækja og þar hafa bara valist inn góðir einstak-lingar. Þannig að ég held að þetta sé klisja, enn ein klisjan.

Guðný Birna: Ég held að þetta sé nú bara svar sem karlmenn koma með þegar þeir vilja vera í einverju hlutverki sem kona er í. Ég held að það sé eina svarið sem mér dettur í hug því konur eru engin fórnarlömb og ætla sér ekki að fara í pólitík til að fá eitthvað gefins. Ef þú stendur þig ekki í þessu þá áttu ekki heima í þessu, það skiptir engu máli af hvaða kyni þú ert. Það er bara mitt álit.

Anna Lóa: Ég er mjög hugsi yfir þessu og upptekin af því að í gegnum tíðina höfum við þurft ákveðnar öfgar til að ná fram auknu jafnrétti. Ég er mjög þakklát þeim konum sem börðust fyrir kynjakvótum og börðust fyrir ýmsu sem við teljum mjög eðlilegt í dag. Þaðan held ég að umræðan komi. Við fengum ákveðinn forgang í ákveðnum málaflokkum, það voru settir ákveðnir kvótar. Þetta hjálpaði okkur allt og það er kannski ástæðan fyrir því að á ákveðnum tímapunkti þurftum við að fara út í einhverjar öfgar og í sumum hlutum eru ákveðnar reglur enn til staðar því við erum ekki búin að ná ákveðnu jafnrétti. Svo einn daginn þá þurfum við vonandi ekki að hafa neitt af þessu. En bara eins og lesa söguna um hvenær við fengum kosninga-rétt og annað, þá sjáum við alveg að þessar baráttukonur sem börðust fyrir okkar, að barátta þeirra skilaði ótrúlega miklu. Við

erum því búin að ná rosalega langt en það er stutt síðan réttur okkar var svo lítill þannig að við megum ekki gleyma því, þess vegna er í raun frábært hvað við erum búin að ná langt. En ég held að við séum alls ekki í neinu fórnarlambshlutverki, en við þurfum samt sem áður að vera meðvitaðar um, þegar við erum að tala um jafnrétti, og þetta hef ég heyrt karlmenn tala um, ekki bara í pólitík heldur lífinu almennt, þá verður það alltaf að virka á báða bóga. Við getum ekki notfært okkur það á einum stað og barist fyrir því á öðrum stað. En þetta er viðkvæmt mál.

Elín Rós: Ég er algjörlega sammála því sem hefur komið fram og lít alls ekki á okkur sem einhver fórnarlömb í þessum málum. Það hafa orðið miklar breytingar á mörgum árum og kannski vorum við það, ekki bara í pólitík. Konur í dag eru að gera miklu meira til jafns við karlmenn en þær voru að gera. Þær voru bara í heimilisstörf-unum og sinntu þeim á meðan karlarnir unnu úti, en bara þarna hefur orðið mikil breyting á.

Magnea: Það komu uppþvottavélar og þvottavélar og börnunum fækkaði. Þetta er bara allt annað samfélag sem við búum við í dag. Konur hafa stundum kvartað yfir því að því sé ekki gefinn nægur gaumur sem þær hafa fram að færa í pólitík. Er það ykkar upplifun?

Magnea: Mér finnst enginn munur á því hvort það sé karl eða kona sem er að tala, heldur það sem viðkomandi getur lagt til málanna. Svo er það bara okkar að halda fram rökum, um það snúast stjórnmál, að vera málefnalegur og koma sínum sjónar-miðum á framfæri. En ekki síður að hlusta á aðra, maður má ekki vera einstrengilegur. Stundum er einfaldlega mikilvægara að hlusta en að tala.

Guðný Birna: Ef ég skoða meirihlutann núna, þá eru þar konur til jafns við karla. Ég myndi bara aldrei leyfa þeim að komast upp með það að hlusta ekki á það sem ég hef að segja. Ég er líka fulltrúi íbúa Reykjanes-bæjar og þó þeir séu allir oddvitar og eldri en ég þá er ég hérna líka. Ég held að þeim myndi aldrei láta sér detta það í hug að reyna það.

Elín Rós: Það er frekar að þeir lúffi fyrir okkur. (Hlátur brýst út).

Anna Lóa: Ég hef alveg röflað yfir því, hvort sem það er í þessum hópi eða öðrum hópum að það sé ekki hlustað á mig, en þá finnst mér ég þurfa að minna mig á að það er undir mér komið að mín rödd heyrist, bæði það að ég taki pláss og að mín rödd heyrist, eins og Magnea kom inn á. Mér finnst mjög eðlilegt á meðan maður er að fóta sig, að rödd manns sé ekki alveg glymj-andi. En ég læt oft heyra í mér, ekki kannski svo mikið á bæjarstjórnarfundum ennþá en það er líka svona meðan maður er að læra. Þetta kemur allt saman, en ég færi aldrei í þetta ef ég héldi að ég væri bara hér upp á punt, þá mundi ég láta einhverjum öðrum eftir sæti mitt. Maður er búinn að gefa

Guðný Birna tekur til máls á bæjarstjórnarfundi 5. maí sl. Henni á vinstri hönd er Anna Lóa forseti bæjarstjórnar og við tölvuna situr Hrefna Gunnarsdóttir starfsmaður á Stjórnsýslusviði Reykjanes-bæjar sem ritaði fundargerð.

FAXI 7

ákveðin loforð og maður verður að standa við þau. Mér finnst svo mikil áskorun að taka sér pláss því það kemur enginn og býður þér pláss.

Guðný Birna: Líka það að fólk muni eftir þér, „þetta gerði hún“, ekki bara „hún var þarna“. Þú græðir ekkert á því.Manni hefur fundist karlarnir ginkeyptari fyrir að taka til máls á bæjarstjórnarfundum en konur.

Guðný Birna: Þeim finnst það ekkert leiðinlegt. (Hinar taka undir).

Anna Lóa: Þeir nota öðruvísi pólitík.Elín Rós: Þetta snýst ekki bara um að tala,

stjórnmálin eru svo miklu, miklu meira en það.

Magnea: Svo er þetta líka einstaklings-bundið held ég, það er svo misjafnt hvernig fólk vinnur.

Anna Lóa: Þetta er samt svo góður punktur því maður gæti auðveldlega dottið niður í það að hugsa, ég verð nú að fara upp í pontu af því að hann fór. Ég tók einmitt þá ákvörðun að ég tjái mig um það sem brennur á mér það og það skiptið en ekki út af því að það sé eitthvað viðmið í gangi.

Elín Rós: Það koma fundir þar sem maður fer mörgum sinnum upp og það koma fundir þar sem maður fer ekkert upp.

Magnea: Stundum fer ég oftar en einu sinni í pontu á bæjarstjórnarfundi, t.d. í þeim málaflokki sem lúta að því ráði sem ég á sæti í. Ég tel það vera mikilvægt að virða tímann, hann er dýrmætur, og ekki tala bara til að tala.

Guðný Birna: Ef einhver er búinn að segja það sama og þú ætlaðir að segja, þá er bara að sleppa því. Það er búið að koma sjónarmiðinu á framfæri.

Elín Rós: Við erum ekki þarna til að fá athygli. (Hlátur brýtst út).Er eitthvað sem hefur komið ykkur á óvart í þessum pólitísku störfum?

Anna Lóa: Ástæðan fyrir því að ég fór í pólitík var m.a. sú að mig langaði til að koma af stað einhverjum breytingum. Mér finnst þjóðin vera að öskra á breytingar, hættið þið að vera í þið og við pólitík endalaust. Við erum ennþá þar hvort sem það er hér eða annarsstaðar og til þess að breyta því, þá þarf maður sjálfur að vera

breytingin. Þetta meiri- og minnihluti finnst mér vera dálítið úrelt fyrirbæri þó ég sé stödd í því í dag. Einhversstaðar byrja breytingarnar, ég myndi vilja sjá bæjar-stjórnir vinna miklu meira saman. Í sumum bæjarfélögum er þetta orðið þannig, enginn munur á minni- og meirihluta.

Guðný Birna: Þetta eru ofsalega breyttir tíma eins og t.d. hér. Sjálfstæðimenn voru svo lengi ráðandi, en ekki lengur. Þetta er mikill viðsnúningur á 12 ára tímabili og maður er enn að feta sig áfram. Maður er líka að setja sig inn í lög og reglur og starfs-anda. Ég man fyrsta bæjarstjórnarfundinn okkar, hafði aldrei komið hér inn áður, ég sest niður og það byrjar bara „rifrildi“ eins og ég vil kalla það og ég sat bara og gapti í svona hálftíma með galopinn muninn og hugsaði bara, guð hvað er að gerast hérna? Svo þegar fundi var lokið töluðu allir saman á vinsamlegum nótum og enn hugsaði ég, bíddu hvað er að gerast hérna? Þetta snýst ekkert um persónurnar, heldur málefnin og þar eru ekki allir sammála. Hver vinnur samkvæmt sinni bestu vitund. Þetta þurfti ég að læra, en mér fannst þetta mjög eftirminnilegt.

Elín Rós: Já alveg fyrst þá var maður alveg ruglaður á þessu. (Anna Lóa tekur í sama streng).

Guðný Birna: Í sambandi við jafn-réttisbaráttuna þá má maður ekki gleyma því hvað þessar konur gerðu, eins og Bríet Bjarnhéðinsdóttir og Rauðsokkurnar, þær voru að reyna að gera gott fyrir konur. Ég tel mig bara vera heppna að vera íslenska og vera á Íslandi. Það eru konur út um allan heim sem fá ekki að kjósa enn þann dag í dag. Það er 2015, 21. öldin. Það er fáránlegt. Og hvað varðar störf og atvinnu kvenna, þá finnst mér fáránlegt að mamma þín sem ól þig, amma þín sem passaði þig og systir þín sem ólst upp með þér fái ekki sömu laun og þú, af því að hún er með öðruvísi kynfæri. Þetta er bara kjaftæði og á ekki að eiga sér stað í dag. Ég fagna hvert við erum komin, en við þurfum bara að passa þetta og viðhalda þessu og vinna fyrir okkar viðurkenningu. Við erum komin ofboðslega langt en það má alltaf gera betur.

Magnea: Þegar ég varð fyrst aðalbæjar-

fulltrúi, árið 2010, vorum við með ansi myndarlegan 7 manna meirihluta. Það eru ákveðin málefni sem tekist er á um, en í grunninn, hvort sem þú ert í meiri-hluta eða minnihluta, þá erum við öll að vinna vel fyrir sveitarfélagið okkar. Það var sögulegt núna í vetur þegar núverandi minnihluti samþykkti fjárhagsáætlun ársins í fyrsta sinn. Það hefur ekki gerst áður hjá minnihluta í Reykjanesbæ, það var alltaf bara meirihluti sem samþykkti. Það hafa ákveðnar breytingar staðið yfir í vetur, Sóknin, og við í minnihluta höfum tekið þátt í því verkefni, þetta er verkefni allra bæjarfulltrúa. Við vildum líka sýna það í verki með því að samþykkja fjárhagsáætlun ársins. Við erum öll að vinna að sama markmiði. Stefna flokkanna og sjónarmið eru mismunandi -hægri, miðja og vinstri og ég er hægri manneskja og nálgunin því eftir því, en markmiðið er alltaf það sama og það er svo gott.

Elín Rós: Það var ekki margt sem kom mér á óvart þótt mér hafi brugðið á fyrsta fundi og við fengum eldskírn, en ég gerði mér ekki grein fyrir hvað þetta væri stórt og veigamikið batterí og verkefni sem falla undir Reykjanesbæ. Það kom mér svolítið á óvart, þetta er mjög stórt fyrirtæki. Mynduð þið vilja sjá fleiri konur í bæjar-stjórn?

Guðný Birna: Ég myndi vilja sjá konu í bæjarráði. Það er engin kona þar. Og maður finnur það þegar maður er að leysa af í bæjarráði hvað maður kemst betur inn í málefnin þar. Maður er á bæjarstjórnar-fundi aðra hverja viku og er í kappi við að lesa og samþykkja það sem búið er að ræða.

Elín Rós: Þar eru ákvarðanirnar teknar þannig að það væri fínt að hafa konur þar líka.

Anna Lóa: Það er alveg sama hvar það er, við eigum bara með tímanum að taka meira pláss, hvort sem það er hér eða annars-staðar.

Magnea: Vissulega væri að jákvætt og ég hvet konur eindregið til að gefa kost á sér og taka virkan þátt í flokksstörfum.

Konurnar sem settust í bæjarstjórn Reykjanesbæjar eftir sveitastjórnarkosningar 2014, f.v. Magnea, Guðný Birna, Anna Lóa og Elín Rós.

8 FAXI

Óskum Suðurnesjakonum til hamingju með aldarafmæli kosningaréttarins

GRINDAVÍKURBÆR

SANDGERÐISBÆR

SVEITARFÉLAGIÐ GARÐUR

REYKJANESBÆR

VOGAR

SAMBAND SVEITARFÉLAGA Á SUÐURNESJUM

CMYKc 100 · m 44 · y 0 · k 0 c 0 · m 0 · y 0 · k 40

PantonePantone 300Pantone 877

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis

Skrifstofa félagsins er að Krossmóa 4.Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 9-16, föstudaga kl. 9-15.

Sími 421 5777

FAXI 9

Möllershús, Kirkjuvegur 30, er timbur-hús byggt 1896 af Guðmundi Jakobs-

syni sem flutti til Keflavíkur með fjöl-skyldu sinni til að byggja kirkju í Keflavík. Kirkjubyggingin gekk hins vegar ekki vel einkum vegna fjárskorts. Guðmundur seldi hús sitt árið 1898 og flutti til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni. Það er síðan að frétta af kirkjunni sem Guðmundur hóf smíði á að hún fauk í fárviðri árið 1902 áður en hún var fullbyggð.

Axel Möller starfsmaður Duusverslunar og eiginkona hans Valdís Magnúsdóttir Möller, keyptu húsið af Guðmundi. Axel bjó í húsinu til dauðadags árið 1937. Valdís lifði eiginmann sinn um tvö ár. Einkabarn þeirra Axels og Valdísar, Ingibjörg Sigríður, seldi hjónunum Valgeiri Jónssyni (1909 1964) og Sólrúnu Einarsdóttur (1911-1962) húsið í árslok 1939. Hjónin höfðu áður leigt litla íbúð í norðurenda hússins frá árinu 1933 og með þeim var sonur þeirra Ástþór. Kaup-verðið var 5500 krónur. Valgeir og Sólrún eignuðust 7 börn í húsinu: Guðfinnu, Sjöfn, Einar, Valdísi, Dagný, Rúnar og óskírðan dreng sem lést á fyrsta ári. Sjöfn og Rúnar búa enn í húsinu. Valgeir og Sólrún leigðu út norðurhlutann til að byrja með en þegar börnunum fjölgaði var opnað á milli íbúð-anna tveggja og húsið gert að einni íbúð.

„Ég byrjaði á því að setja kvist á skúrinn þar sem gengið er inn í húsið og er hann nú kominn í upprunalegt horf fyrir utan gluggann sem ég ákvað að sleppa. Næst skipti ég um þak á öllu húsinu og reyndar er ég búinn að skipta um allt í húsinu, bæði að utan og innan,“ sagði Rúnar í samtali við ritstjóra. Hann hófst handa við verkið undir lok níunda áratugarins. Hann vann að mestu einn en fékk smiðina Tryggva B. Tryggvason og Þorvald Kjartansson sér til aðstoðar. Sturlaugur heitinn Ólafsson smíðaði alla glugga í húsið en þeir eru 15 talsins þótt húsið sé aðeins um 80 m² að grunnfleti.

Rúnar lét ekki staðar númið: „Fyrir um 10 árum smíðaði ég bílskúr eftir teikningu Sigrúnar Vilhelmsdóttur sem hún hannaði með tilliti til útlits hússins og í framhaldi tók ég innkeyrsluna í gegn með aðstoð Tryggva. Ég lét útbúa skilti með nafni hússins sem ég setti upp þegar húsið varð 100 ára gamalt árið 1996 en hugað hefur verið að því að varðveita heiti elstu húsanna í bænum. Frá þeim tíma var farið að kalla húsið Möllershús í bæjarfélaginu en í huga okkar systkinanna er húsið alltaf Kirkju-vegur 30.“

Sjöfn og Rúnar fengu viðurkenningu frá

Reykjanesbæ árið 2001 fyrir snyrtimennsku og gott viðhald húss og garðs í eldra hverfi bæjarins. „Heiðurinn að garðinum á Sjöfn systir mín“ sagði Rúnar. Fallega grenitréð á suðurhlið hússins hefur vakið athygli en það á sér sérstaka sögu. Valdís sagði svo frá: „Þegar ég og eiginmaður minn Vilhelm Sigmarsson hófum að byggja húsið okkar við Kirkjuteiginn þá langaði okkur til að hafa grenitré við húsið. Ég keypti þriggja ára gamla grenitréshríslu sem ég gróðursetti til bráðabirgða í góðu skjóli við æskuheimili mitt á Kirkjuveginum. Ég tók ekki strigann utan af rótinni því tréð átti að standa þarna í stuttan tíma. Þegar ég ætlaði síðan að flytja tréð yfir á Kirkjuteiginn hafði það tekið svo vel við sér að við vildum ekki hrófla við því og þarna stendur það enn 50 árum síðar.“ Rúnar sagði tréð hafa veitt húsinu gott skjól í áranna rás.

Valdís var skírð yfir kistu Valdísar Magnúsdóttir Möller og heitir fullu nafni Valdís Karólína Möller Valgeirsdóttir.

Valdís eldri, flutti til Keflavíkur árið 1882 og gerðist þjónustustúlka hjá Kristjönu Duus. Marta Valgerður hefur eftir Val-dísi að hún hafi talið veru sína í Duushúsi einn sinn besta skóla. Þar kynntist hún líka mannsefninu, Carl Axel, ávallt kallaður Axel. Hann fæddist 1859 í Vestmanna-

eyjum, nam beykisiðn í Kaupmannahöfn og hóf störf fyrir Duusverslun þegar hann flutti til Íslands árið 1882. Mörtu þótti mjög vænt um þau hjón segir m.a. um Valdísi í Faxa 1961: Valdís Möller var mæt merkiskona, myndarleg í sjón og raun, greind og ljóðelsk, hneigð fyrir söng og músík, gjöful og gest-risin í besta lagi. Um Carl Axel sagði Marta: Axel Möller var stór maður og föngulegur, þrekmenni hið mesta, bæði andlega og líkam-lega. Hann var stór í lund og gat verið fljótur að reiðast, en fús var hann til sátta nærri samstundis, og hinn mesti drengskapar-maður... Möller var alstaðar rómaður sakir réttsýni í viðskiptum og hjartans góðvildar við bágstadda. Hann var glaður og góðlátlega glettinn og var fundvís á grín og gamanefni...

Þegar landsíminn kom til Keflavíkur árið 1908 þá var leigt rými fyrir hann í Möllers-húsi, í norðurendanum þar sem Valgeir og Sólrún tóku á leigu tæpum þrjátíu árum síðar. Fyrsti stöðvarstjórinn var Marta Val-gerður og gegndi hún embættinu í 4 ár.

Heimildir: Marta Valgerður Jónsdóttir, Faxi 1961, Kanon arkitektar: Byggða- og húsakönnun, áfangaskýrsla 2012.Viðtal tekið við Rúnar og Valdísi Valgeirsbörn í maí 2015.

Saga húsannaMöllershús

10 FAXI

Sýningin er sett upp í tilefni þess að nú er þess minnst að 100 ár eru liðin

frá því að konur fengu kosningarétt til Alþingis. Þótt konur öðluðust þannig mikilvæg réttindi þá var langt í land að framlag þeirra til mótunar samfélagsins væri viðurkennt. Við leitum í smiðju sagnaþularins Mörtu Valgerðar Jónsdóttur til að skoða hvernig hún lýsir samferða-konum sínum í Keflavík í upphafi síðustu aldar þegar þéttbýlið var að festa rætur. Marta hafði einstakt lag á að lýsa samferð-arfólki sínu með lifandi og fjölbreytilegum hætti. Skrif hennar gefa okkur ómetanlega innsýn á þessa áhugaverðu sögu og ekki síst á þátt kvenna í mótun hennar.

Marta skrifaði rúmlega eitt hundrað greinar í Faxa á árunum 1945-1969. Stór hluti þeirra eru endurminningar frá æsku-árum hennar í Keflavík á fyrstu áratugum 20. aldar. Marta hafði þann hátt á að fara hús úr húsi og segja frá íbúunum eins og þeir komu henni fyrir sjónir í minningunni. Hún segir frá vinnu, áhugamálum, heilsu, útliti, persónuleika og atburðum í lífi þessa fólks. Afraksturinn er fjölbreyttur og sýnir þver-skurð af samfélaginu.

AldamótaþorpiðUm síðustu aldamót var Keflavík smáþorp um 280 íbúar, ein aðalverslun, eða öllu heldur einokunarverslun, íbúarnir flestir fátækir, húsin lág og lítil og nokkrir hálffallnir torfbæir. En fólkið sem bjó í þessum lágreistu kotum og litlu húsum ól í brjósti sér von um betri daga og bætt kjör og margur kunni jafnframt svo prýðilega þá list að lifa sér og öðrum til gagns og gleði. Faxi 1945.

Þannig lýsir Marta Valgerður þorpinu. Það er áhugavert að ganga um þorpið í fylgd með Mörtu Valgerði, hún man vel eftir húsunum og skipulagi þeirra, göngustíg-unum og blómunum sem finna sér skjól við húsveggi, matjurtargörðunum og gleðinni yfir lífinu. Við göngum inn um hliðið eftir hlaðinni steinstétt meðfram suðurglugga sem er á gafli, beygjum fyrir hornið og göngum með vesturhlið að húsdyrum. Baldursbrá og gleym-mér-ei prýða stéttarbrúnirnar. Húsið er lítið, ein stofa í suðurhluta með gluggum á austur-, suður-, og vesturhlið, litlu eldhúsi og smáherbergi, allt er þar með mesta snyrtiblæ bæði úti og inni. Faxi 1956.

Góðvild og hetjuskapur íbúannaUm 20 árum og mörgum greinum seinna skrifar Marta: Þegar ég byrja nú enn á ný að draga fram úr djúpi hugans minningar löngu

liðinna tíma, um gömlu Keflvíkinganna mína sem eru mér svo hugstæðir þá er mér efst í huga hið einfalda líf sem lifað var í litlu kvosinni – Keflavík. Það yljar inn að hjarta er ég minnist þess góðvilja sem íbúum þessa kauptúns var í brjóst borin. Ef eitthvað var að hjá nágrannanum hvort sem var veikindi eða skortur eða hvorutveggja þá reyndu hinir er betur voru staddir að bæta úr. Ég þekkti margar konur sem gengu í hús óbeðnar þar sem veikindi steðjuðu að, hlynntu að sjúk-lingum, unnu heimilisverk og gerðu margs-konar líknarverk. Þá höfðu margir þann sið að skreppa til nágranna sinna á þeim tíma dags er minnst bar á, t.d. í rökkrinu á vetrum og færa þeim er lítið áttu björg í bú. Það var líkast því að bæjarbúar væru ein fjölskylda og rækju félagsbú án nokkurra laga. Ráð-vendnin var á næsta leiti við góðmennskuna. Enginn hreyfði annarra eigur, hve smáar sem þær voru, jafnvel ekki til að bjarga lífi sínu. Faxi 1966.

Dauðinn var aldrei fjarlægur í litla þorp-inu. Fáir ef nokkrir fóru í gegnum líf sitt án þess að þurfa að horfa á eftir ástvinum sínum og nágrönnum í dauðann. Marta lýsir af djúpri samúð og virðingu þessum aðstæðum. Um Vilborgu Benediktsdóttur (1856-1934) segir Marta: ...þegar voveif-legir atburðir gerðust, var Vilborg stærst. Ég minnist þess þegar hún vordag einn brá mér á einmæli og sagði mér andlát tengdasonar síns. Ég minnist þess hve hún sameinaði þá á aðdáanlegan hátt hinn bljúga trega og örugga og styrka skapgerð. Ég minnist sum-

arsins er á eftir fór er hún hafði dótturina hjá sér ásamt lítilli dótturdóttur, og hvernig hún af móðurlegri nákvæmni hressti og gladdi þær mæðgur. Og alltaf var lundin létt og glöð hið ytra en undir bjó djúp alvara og þreklund. Faxi 1960.

Erfið lífskjör Vinna við sjávarsíðuna var ekki hættu-laus, alltaf voru það einhverjir sem fórust við skyldustörf á sjó, fólk slasaðist líka við vinnuna, varð úti á leið sinni á milli staða, sjúkdómar herjuðu á og margir gengu ekki heilir til skógar af mörgum ástæðum. Fábreytt fæði, köld hús, lítill skjólfatnaður og erfiðisvinna voru kjörin sem fólkið lifði við. Heilbrigðisþjónusta var lítil og hvers konar félagsleg aðstoð yfirvalda af skornum skammti. Það er átakanleg sagan af Ingi-björgu Jónsdóttur (1869-1953) sem fór haustið 1896 niður á Miðbryggju til að taka á móti strandferðaskipinu sem kom austan af fjörðum. Þá ...fjölmenntu Keflvíkingar niður að höfninni til þess að taka á móti vinum og vandamönnum. Aðrir slógust í förina til þess að verða þátttakendur í gleði endurfundanna og allir, ungir og gamlir voru gagnteknir af eftirvæntingu og tilhlökkun. Ingibjörg Jóns-dóttir ... hafði fengið bréf frá manni sínum með síðustu ferð og var nú þarna komin til að heilsa honum og bjóða hann velkominn er hann kæmi frá borði. En Pétur Jónsson var einn þeirra sem ekki kom aftur. Hann hafði drukknað 28. ágúst rétt áður en heim skyldi haldið. Ingibjörg Jónsdóttir var mikil

Marta Valgerður Jónsdóttir (1889-1969).

Sumarsýning Byggðasafns Reykjanesbæjar

Konur í sögu bæjarinsBrot úr sagnaþáttum Mörtu Valgerðar Jónsdóttur

FAXI 11

skapfestukona. Hún bar harm sinn frá fyrstu stund eins og hetju sæmdi. Hún bjó áfram í húsi sínu, ól upp börn sín og gekk að ýmis-konar störfum, vann mikið að vélprjóni, spann og saumaði. Faxi 1960.

Gleði og sorgirÍ textum Mörtu kemur oft fram hve lífskjörin voru erfið og hve lítið mátti út af bregða. Í erfiðri lífsbaráttu þorpsbúa gat fallegt bros og dillandi hlátur yljað svo vel um hjartaræt-ur. Aftur og aftur minnist Marta á einstak-linga sem voru glaðværir og báru með þeim hætti yl og birtu út í samfélagði. Hún dáðist líka af þeim sem gátu sungið og sagt sögur. Konur eins og Jónína Þórðardóttir (1871-1955) sem ...kom oftast á hverjum morgni í heimsókn til móður minnar, létt á fæti og glöð í lund, boðin og búin til að rétta hjálparhönd. Jónína bar með sér andblæ gleði og gamans og velvildin og hjartahlýjan til alls og allra yljaði svo dásamlega andrúmsloftið í kringum hana. Hláturinn var á næsta leyti þar sem Jónína var og áður en við var litið dundi dillandi hlátur um húsið. Tilefnið var oftast lítið og gleymdist fljótt, en glaðværðin og góðvildin sat eftir og gleymdist aldrei. Ég hef oft dáðst að því síðar hve Jónína kom mörgu í verk. Hún kom víða við á morgungöngu sinni og allsstaðar þar sem hjálpar þurfti við. Hjá einni grannkonunni þurfti að þvo gólfið, annarri þurfti að hjúkra og svo þurfti auð-vitað að sjá um þvottinn fyrir þær sem veikar voru og lasburða. Allt var þetta gert með einstakri góðvild og léttleika, rétt eins og þetta væri einhver skemmtun. Faxi 1956.

Hrein heimili og fallegt hárÍ textum Mörtu eru margar sögur um þrifnað sem einkum fjalla um hversu vandlega konur þrifu heimili sín. Sú mikla áhersla sem hún leggur á þetta getur verið vísbending um að ástandið hafi verið erfitt og kaldlynt fólk hafi talað niður til þorpsbúa og bent á vonda lykt og stagbættar flíkur. Meirihluti þorpsbúa var fátækur og bjó í húsum sem oft voru byggð af vanefnum. Það var óvissa um lífsafkomuna, lítið mátti út af bregða og lífið var oft erfitt í litlu húsunum. Það var ekki vandalaust að halda heimilinu hreinu, erfiðisvinna sem bættist við þá vinnu sem konurnar unnu á fiskreitunum og víðar. Í minningu Mörtu reyndu flestar húsmæður að hugsa vel um heimili sín og sjá til þess að börnin væru sæmilega til fara. Konur fléttuðu hár sitt, þvoðu þvott og þrifu húsin hátt og lágt. Þær stöguðu í sokka, bættu flíkur og saumuðu oft nýjar upp úr gömlum og slitnum fötum. Þótt flestir íbúarnir hefðu kolaeldavél í húsum sínum þá voru kolin dýr og gott að geta drýgt þau með mó eða jafnvel gamalli lifur. Ylurinn var einfaldlega meira virði en gott loft.

Ein af konunum sem Marta lýsir er Þórunn Einarsdóttir (1864-1951) sem ...var atgerviskona, stór í lund og hreinlynd, enda sagði hún hverjum það er henni bjó í brjósti ef hún taldi þess þurfa, vinföst, hamur til allrar vinnu og þrifin svo, að lengra varð ekki

jafnað, enda var bær þeirra hjónanna svo hreinn að til fyrirmyndar var. Þegar komið var inn í bæinn var óhætt að líta í hvern krók og kima, allir hlutir voru á sínum stað og tárhreinir, allir viðir sandskúraðir, jafnvel stoðirnar í bæjardyrunum og var allur þessi gamli bær bjartur og vistlegur. Faxi 1955.

Getur vitnisburður eins og þessi bætt ein-hverju í þekkingu okkar um lífið í þorpinu? Getur það verið mikilvægt fyrir okkur að vita að sumar konur voru með fallegt hár og hafi jafnvel þrifið vel heima hjá sér? Eða er sú saga sem fjallar um valdabrölt, stríðsátök og um þá sem voru ríkir og frægir það eina sem skiptir máli að varðveita og þekkja til hlítar?

Hvað með frásögn Mörtu af Guðrúnu Ólafsdóttur (1844-1920) sem bjó í Hábæ hún ...var mikil sagnakona og bjó yfir miklum alþýðlegum fróðleik, álfa- og huldufólks-sögur voru óþrjótandi, spásagnir, helgisagnir, náttúruhamfarir, að ógleymdu Tyrkjaráni, og fyrirburðir alls konar voru henni tiltæk sögu-efni. Það var eins og að flytjast aftur um aldir að hlusta á Guðrúnu segja sögu, frásögnin forn og dulmögnuð og þó svo sannsögu-lega meðan sagan var sögð að sögukona og hlustandi trúðu hverju orði. Hún var trúkona og heit í fyrirbænum sínum, viðkvæm í lund og hjartagóð. Faxi 1956.

Umkomuleysi og mannkærleikurEn kannski er það einmitt svona texti sem gefur okkur kost á að skyggnast á bak við orðin á síðunni og ná tengslum við löngu liðna tíð. Þegar saga Íslands er lesin þá koma oft fram frásagnir af fólki í „hreppa-flutningum“ og orð eins og „niðursetning-ur“. En hvað merkti þetta fyrir þann sem

lenti í þessu? Skoðum aðeins sögu Valgerð-ar Jónsdóttur (1858-1927). Marta kynnist henni þegar hún bjó um tíma í Keflavík ásamt sambýlismanni sínum Oddi Jónssyni og dóttur þeirra Sigríði. Oddur var veikur af holdsveiki og þurfti að leggjast inn á spítalann í Laugarnesi, þar sem hann varð að dvelja til dauðadags. Valgerður flytur til Reykjavíkur til að vera nálægt honum og reyndi að heimsækja hann daglega en leiðin var löng og hefur hún eflaust of-gert sér. Hún varð að senda dóttur þeirra frá sér norður á Suðárkrók til hálfbróður hennar. Sigríður veiktist nokkru seinna af berklum og lést. Einhverjum árum seinna er Oddur látinn og Marta á leið heim úr vinnunni en hún var þá símstöðvarstjóri í Keflavík, sú fyrsta sem gengi því embætti. Grípum aðeins niður í frásögn Mörtu: Það var einhvern dag um mitt sumar að ég held að ég fór niður að höfninni er ég fór heim af símstöðinni, mig langaði að sjá hverjir kæmu með flóabátnum sem var alveg nýkominn frá Reykjavík. Ég doka við, bátsmennirnir eru í einhverjum vandræðum niður við bátinn. Forvitnin grípur mig, ég geng niður bryggjuna og sé þá að einhver mun enn vera í bátnum, situr þar í hnipri og breitt sjal yfir, bærir ekki á sér. Ég spyr einn manninn. Hver er þarna? Það er hún Vala hans Odds og neitar að fara upp úr bátnum og við vitum ekki hvert hún á að fara, var svarið. Hræðilegur grunur sest að í brjósti mínu. Ég stíg niður í bátinn, heilsa Valgerði og býð henni heim með mér. Hún neitar mér fyrst en bráðlega verður hún auðsveipari og mennirnir lyfta Valgerði upp úr bátnum og við höldum heim. Hún kom beint af spítalanum, send á sína sveit, hún

Sigurfinnur Sigurðsson (1872-1951) íshússtjóri og kona hans Jónína Þórðardóttir (1871-1955) og börn þeirra, Gunnar bifreiðastjóri í Keflavík, Sigurbjörg saumakona í Keflavík, Ásgeir sjómaður í Keflavík og Sigríður húsfreyja í Birtingarholti. Ljósmynd Ólafur Oddsson og Dahlman.

12 FAXI

var fædd í Njarðvíkum og á þessum árum voru Njarðvíkur og Keflavík einn hreppur. Faxi 1968.

Síðar átti Valgerður eftir að enda ævi sína á Kleppi. Önnur saga er af unglings-stúlku sem hafði ráðist til vistar í Höskuld-arkoti í Ytri-Njarðvík, hjá hjónunum Guð-leifu Ársælsdóttur (1863-1933) og Ágústi Jónssyni (1864-1934). Hún hafði þá átt ...að baki mikla og sára lífsreynslu. Hún var alin upp á sveit og varð að hírast í mörg ár hjá miskunnarlausri konu sem barði hana og þrælkaði. Var hún bæði svöng og klæða-lítil við hin erfiðustu störf. Sú mildi er hún varð aðnjótandi hjá þeim hjónum Ágústi og Guðleifu, strax og hún kom til þeirra, varð henni það leiðarljós er lýsti henni alla ævi, svo farsællega bægðu þau myrkrinu burt úr sál hennar. Hún sagði mér þetta sjálf löngu síðar og taldi það mestu gæfu lífs síns að hafa komist undir þeirra verndarvæng. Faxi 1963.

Tekjur heimilisinsLengi framan af voru allskyns reglur sem takmörkuðu mjög flutninga fólks á milli svæða á Íslandi. Á 19. öldinni fer þetta að breytast og á þeirri 20. bresta öll bönd. Heilu fjölskyldurnar fluttust til Suðurnesja í leit að betra lífsviðurværi. En hvað beið þeirra sem hingað komu? Aðeins háttsett fólk var í fastri vinnu, allir aðrir voru í stopulli og árs-tíðarbundinni vinnu. Flestir þurftu að mæta snemma hvern vinnudag í von um að fá vinnu þann daginn til dæmis við uppskipun eða á saltfiskreitunum. Sumir dagar voru gjöfulir en aðrir ekki. Sjómenn voru yfirleitt ráðnir á heila vertíð en á milli vertíða þurftu þeir líka að finna sér eitthvað annað og fylltu þá flokkinn sem snapaði sér daglaunavinnu hjá kaupmanninum.

Það gat líka borgað sig að fullvinna ýmsar aukaafurðir eins og sundmaga, en það kemur fram hjá Mörtu að fjöldi húsmæðra gerði það til að drýgja tekjurnar. Hún segir frá vinkonu sinni Vilborgu Benediktsdóttur (1856-1934), sem var .. alltaf hóflega glöð og hress í anda. Það var einn þáttur í daglegu starfi húsmæðra í Keflavík á vertíðum að verka sundmaga. Var það mikið magn, þar sem margir hlutir komu saman einsog hjá Vil-borgu. Sundmaginn var þurrkaður og seldur kaupmönnum sem gáfu oft vel fyrir þessa út-flutningsvöru en húsmæður fengu sjálfar and-virðið. Þessi sundmagaverkun var seinvirk og þótti mörgum það leiðindaverk. Öngvan hef ég séð vinna þetta verk af eins miklum hraða og Vilborgu, hún var svo handfljót, að hún var á örskammri stundu búin með fulla fötu og tekin til við aðra og svo koll af kolli uns allt var búið. Og alltaf var hún í sama létta og góða skapinu. Á sumrum vann Vilborg að fiskverkun en á vetrum sat Vilborg löngum við rokkinn og spann, vann hún mikið að allri ullarvinnu og var þar hraðvirk eins og í öðrum verkum. Og svo hafði hún alltaf tíma til þess að búa sig uppá og heimsækja vini og kunningja. Faxi 1960.

Flestir reyndu að hafa fleiri en eina stoð

undir tekjuöflun fjölskyldunnar. Það voru ræktaðar matjurtir og gott var að eiga eina kú, kannski nokkrar kindur og hænur. Hampur var spunninn í net og dittað að bátum. Sumir gerðust stórtækari og fóru að selja landbúnaðarvörur eins og á Litla-Vatnsnesi. Grípum niður í frásögn Mörtu af Jóhönnu Jónsdóttur (1860-1943). Á lóðinni umhverfis húsið á Litla-Vatnsnesi ræktuðu þau hjónin stóra matjurtagarða og hirti Jóhanna þá af mikilli natni enda var upp-skeran eftir því bæði mikil og góð. Stundaði Jóhanna þessa garðrækt fram til þess síðasta. Eftir því sem fólki fjölgaði í Keflavík áttu þeim mun fleiri leið inn að Litla-Vatnsnesi til þess að kaupa sér jarðarávöxt, einkum rófur. Faxi 1964.

Trésmiðir, járnsmiðir, skósmiðir, sauma-konur og steinsmiðir stunduðu iðn sína, þeir sem voru handlagnir höfðu meiri möguleika að bæta við tekjurnar. Einnig skipti miklu að fara vel með allt, nýta og endurnýta sem best allt sem til féll. Það er mjög áhugaverðar frásagnir hjá Mörtu um húsgagnagerð kvenna í þorpinu, til dæmis um Guðrúnu Þorkelsdóttur (1866-1925) en þar kemur

fram að Guðrún hafi búið til ...setbekk með baki, stoppaði sjálf með ull og tuskum og saumaði svo teppi yfir, voru heklaðir bekkir á milli flauelsrenninga. Þarna var komin besta „mubla“ sem þótti besta þing í stofunni. Nú vantaði teppi á gólfið en það var ráð við því. Guðrún heklaði teppi úr grófu bandi er hún spann og litaði, varð þetta fallegt teppi. Segi ég frá þessu hér til þess að sýna hve konur voru hugkvæmar og gerðu sér ánægðar með smátt er föng voru ekki á að fá annað fínna. Og stofan varð ótrúlega vistleg með fallegu blómunum í gluggum og víðsvegar í stofunni. Faxi 1959.

Sigríður í JónshúsiMarta skrifar ætíð vel um nafngreint fólk en það fólk sem hún metur minna kemur fram án nafns. Í grein hennar um Sigríði Helgadóttur (1837-1915) í Jónshúsi, kemur glögglega fram sá mannamunur sem gerður var í þorpinu í upphafi síðustu aldar. Marta skrifar: Ég sá hana fyrst, svo að ég veitti henni athygli, einn sólbjartan sumarmorgun. Margt verkafólk, krakkar, konur og karlar, þar á meðal Sigríður í Jónshúsi var komið snemma morguns niður að verslunarhúsum Duus-verslunar í Keflavík til þess að vinna að fisk-þurrkun. Það var rakinn þurrkur og nú átti að breiða ein ósköp af fiski, bæði hálfþurran fisk úr stökkum úti um öll stakkstæði og þurr-an fisk innan úr húsi sem átti að bera út og „sóla“. Þarna stóð Sigríður, þá roskin kona og löngu orðin ekkja, há og tígurleg. Friður og öryggi ásamt góðlátlegri glettni lýsti sér í svip hennar. Það var engu líkara en að hún hefði verið á skemmtigöngu þennan yndislega sum-armorgun og staðnæmst þarna rétt í svip til þess að tala við verkafólkið. Röddin hlý, mjúk og lágvær, göngulag hægt og settlegt, yfirbragð allt rólegt og bar á sér hefðarkonu svip. Yfir-mennirnir sem svo voru kallaðir ganga um og skipa fyrir verkum, skipta fólkinu í hópa í Norðfjörðs- Mið- og Duusstakkstæði. Það er ys og önn, hávaði og glaðværð. Allir flýta sér til verka, flestir taka sér börur í hönd og bera fiskinn á, út um stakkstæði, tveir og tveir saman. Aðrir fara út á stakkstæðin og taka að breiða fiskinn sem nú drífur að. Vinna er strax í fullum gangi. Allavega litir sirtskjólar, ljósir skýluklútar, stórar strigasvuntur, blá og ljósleit nankinsföt, öllu þessu bregður fyrir á víxl. Glens og gamanyrði blandað hlátrum og sköllum fjúka á milli ýmist í háum eða láum tónum allt eftir því hvort yfirmaðurinn er fjarlægur eða nálægur.

Það er bara ein kona sem ekki tekur neitt tillit til yfirmannsins hún gengur alltaf jafn stillt, hversu sem þeir kalla og fólkið flýtir sér og hún mælir það er hana lystir hver sem heyrir ævinlega í sömu tóntegund. Það er Sig-ríður í Jónshúsi. Faxi 1946.

Æviferill Mörtu Valgerðar JónsdótturMarta Valgerður Jónsdóttir fæddist að Landakoti á Vatnsleysuströnd 10. janúar 1889. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Jónsson og Guðrún Hannesdóttir úr Rangár-vallasýslu. Þau fluttu til Suðurnesja árið

Vilborg Halldórsdóttir (1861-1928).

Sigríður Helgadóttir í Jónshúsi.

FAXI 13

1882 og til Keflavíkur um aldamótin. Þau eignuðust 4 börn en aðeins dóttir þeirra Marta komst til fullorðinsára. Jón andaðist árið 1921 en Guðrún árið 1942.

Sr. Gunnar Benediksson skrifar um Mörtu og fjölskyldu hennar í fyrsta bindi bókarinnar „Keflavík í byrjun aldar“. Þar segir hann m.a.: „Þau hjón virðast hafa verið kjörnir fulltrúar íslenskrar alþýðumenn-ingar, verkgefin og verklagin, traust í orðum og athöfnum, elskuðu bækur og öfluðu sér bóka, svo að af þótti bera á þeirri tíð. Bæði voru sjálfmenntuð og sóttu þá menntun sína í þann fróðleik og menningu sem var að finna í fábreyttum bókakosti þjóðarinnar og reynslu lífsbaráttunnar, sem þau mættu opnum augum og með fullkominni ábyrgð-artilfinningu.

Kunnugir telja, að Marta hafi verið blanda eðliskosta foreldranna, erft gáfur beggja, lista-mannsauga móðurinnar, en skapgerð föður-ins. Og foreldrar lögðu meira til en erfðir, þau lögðu henni til uppeldi þar sem grunntónninn var djúp lífsalvara og að baki bjó þungur lífs-harmur en jafnframt hæfileiki til að njóta þess sem lífið hafði að bjóða af fegurð og öðrum auðlegðum andlegra nautna.“

Marta hlaut litla formlega menntun utan heimahúsanna en hún sótti þó tíma í tungumálum og orgelleik. Marta var mjög félagslynd og gerðist hún ungtemplari árið 1899 og var í Góðtemplarareglunni í 32 ár. Alla ævi hafði hún andúð á vínneyslu. Marta var einn af stofnendum kvenfélagsins Freyju sem hafði það að markmiði að skrýða Kefla-víkurkirkju en kirkjan var vígð árið 1915. Er óhætt að segja að konunum hafi tekist ætlunarverk sitt ágætlega, t.d. er hin fagra altaristafla kirkjunnar eftir Ásgrím Jónsson gjöf frá félaginu. Þær öfluðu fjár með ýmsum hætti, m.a. með leikstarfsemi og var umtalað hve Marta stóð sig frábærlega sem leikkona. Marta átti eftir að tengjast kirkjunni enn

meira er hún varð fyrsti organisti hennar. Þegar Marta var 15 ára, árið 1904, fór hún

að vinna í búð og þar starfaði hún í fjögur ár. Árið 1908 tók hún að sér að verða símstöðv-arstjóri, sá fyrsti í Keflavík. Hún hélt því starfi í fjögur ár til 1912. Það ár giftist hún Birni Þorgrímssyni. Ungu hjónin fluttust til Akureyrar og bjuggu þar í eitt ár en fluttu þá aftur til Keflavíkur. Þau bjuggu í Keflavík til ársins 1919 er þau fluttu til Reykjavíkur og bjuggu þar til æviloka. Fósturdóttir þeirra er Anna Sigríður Björnsdóttir, píanókennari.

Þegar Marta var sjö ára veiktist hún illa af umgangspest og var henni vart hugað líf.

Þótt hún næði heilsu þá átti hún við van-heilsu að stríða sem ágerðist með aldrinum. Heilsa hennar lagaðist þó töluvert þegar pensilín kom á markað. Marta andaðist í Reykjavík 30. mars 1969.

Sigrún Ásta Jónsdóttir.

Allar greinar Mörtu í Faxa eru aðgengilegar í gegnum timarit.is.

Árið 1989 kom út þriggja binda verk, Keflavík í byrjun aldar. Minningar frá Kefla-vík eftir Mörtu Valgerði Jónsdóttur, þar sem greinar Mörtu úr Faxa eru notaðar.

Ritstjóri var Þorsteinn Jónsson.

Marta ásamt foreldrum sínum, Jóni Jónssyni (1843 -1921) og Guðrúnu Hannesdóttur (1848-1942). Heimili þeirra í Keflavík var í Breiða-gerði að Melgötu 9, sú gata er ekki lengur til en hús þeirra hefur líklega staðið þar sem bílastæði Ráðhúss Reykjanesbæjar er núna.

Marta Valgerður Jónsdóttir og eiginmaður hennar Björn Þorgrímsson.

Þegar móðir mín vann að sínum skrifum, voru nokkrir nákomnir henni

afskaplega hjálplegir að öllu leyti. Má þar nefna föður minn Björn Þorgrímsson, Framnessystur og síðast en ekki síst vinnu-konu heimilisins Gauju. Langar mig því til að segja þér aðeins frá henni, þótt stutt verði. 

Gauja (Guðrún) var fædd í Garði í Gerðum 15. apríl 1901, en lést 7. maí 1957. Hún var dóttir Finnboga Guðmundar Lárussonar og Bjargar Björnsdóttur í Garðhúsum í Reykja-vík. Hún lauk prófi úr Kvennaskólanum í Reykjavík um 1920 með miklum sóma.

 Móðir mín Marta Valgerður Jónsdóttir var heilsulítil allt frá barnæsku og langt fram eftir ævi, og þurfti því  hjálp heima-fyrir. 1920 réð hún Gauju til sín og urðu þær mestu mátar, og varð mamma eina vinkona Gauju gegnum tíðina, og báðar voru ljónvel gefnar og deildu áhugamálum. Gauja var afar minnug á allt fólk sem hún heyrði um og hitti, mannanöfn og ártöl. Hún var því hægri hönd mömmu í upplýsingaöflun og skrifum fyrir utan að sjá um heimilið. Það var nefni-lega aldrei komið að tómum kofanum þegar afla þurfti upplýsinga, hvort sem það kom úr minni Gauju, eða bókum, en þær kunni hún

vel og var fljót að fletta upp í þeim, hvort sem um var að ræða ættfræðibækur eða aðrar bækur svo og blöð og tímarit.  En Gauja var mjög hlédræg kona og nálgaðist að vera ein-fari. Hún fór aldrei út fyrir hússins dyr, nema til að dusta mottur og ganga til kosninga þegar kosið var.

Það situr í minni mínu þegar hún klæddi sig upp á í upphlutinn sinn með fallega sjalið sitt og í spariskónum sem hún fór aðeins í þegar hún gekk til kosninga. Hún passaði líka upp á að ég væri í sparikápunni með vel greitt hár, jafnvel fékk ég að hafa sumarstrá-hattinn minn með flaksandi bleikum skilki-borðum, sem fór svo vel við skotthúfuna hennar. Við stikuðum niður Bankastræti og eftir Lækjargötu og staðnæmdust fyrir utan Miðbæjarskólann, þar sem var hennar kosn-ingastaður. Mér fannst allir horfa á okkur, hún var svo glæsileg og bar höfuðið hátt, því hún vissi sko aldeilis hvað hún ætlaði að kjósa. Verkalýðsflokkurinn, ekkert annað kom til greina. ,,Burt með íhaldið og hana nú“, það gustaði af okkur báðum og hún gekk svo hratt að ég næstum þurfti að hlaupa til að hafa við henni. Okkur hafði verið boðið far með íhaldsdrossíu en hún hnussaði bara og lét sem hún sæi þá ekki.

Frá dóttur Mörtu, Önnu Sigríði Björnsdóttur

„Trikk og trít” - við hlupum milli húsa upp á Velli og fylltum pokana af am-erísku nammi sem maulað var lengi fram eftir hausti, alveg þangað til kveikt var á jólaperunum á símaturninum fyrir utan Pósthúsið á Hafnargötunni. Pabbi fór með mig út í glugga og benti á staurinn „sjáðu, þetta er stærsta jólatré á landinu.” Ég tók andköf og trúði honum að sjálfsögðu enda fannst mér jólin byrja með því að kveikt væri á perunum þar. Hafnargatan var ævintýraheimur í desembermánuði. Ég sparaði til að eiga fyrir styttu fyrir ömmu og afa. Gekk á milli Kyndils, Kaupfélags-ins, Hljómvals og Stapafells með litlu systur og skoðaði í nokkra daga áður en

ég fann akkúrat réttu styttuna. Amerísk jólalög hljómuðu um búðirnar og í minn-ingunni voru alltaf snjóflögur sem féllu á upptekið fólkið, það var þá og þar. Eftir jólin tók fiskur með hömsum við í flest mál enda var nægan fisk að fá við hafsins allsnægtarborð.

Þegar sól hækkaði á himni var nauðsyn-legt að koma við hjá Henning á Hafnar-götunni og láta gera við hjólið. Sjómanna-dagurinn á næsta leiti og maður lét sig ekki vanta þar. Fór niður á bryggju og tók þátt í hátíðarhöldunum blár á fingrum af kulda. Mikilvægt var að eiga alla vega nýjar buxur eða pils úr Fataval eða Pósedon, á sautjánda júní. Allir söfnuðust saman í sínu fínasta pússi í skrúðgarðinum og svo seinna um kvöldið við gagnfræðaskólann með Rúnari Júll og félögum og dansað var með undir dúndrandi takti. Keflavík bernskunnar snérist um fótbolta og körfubolta en ég var meira inn á bókasafni, þangað voru farnar margar ferðir.

Um leið og maður óx upp úr því að vera í vist fékk maður að láta til sín taka í fisk-vinnslunni. Held ég hafi verið ellefu ára þegar ég byrjaði í humri í Heimi en það var hreint ævintýri að fá vinnu og laun. Ég fékk fyrstu opinberu launin mín aðeins fyrr, þegar ég bar út jólapóstinn á Teigunum. Þau laun fóru í Garðarshólma þar sem ég keypti hangandi baststól sem ég reyndar sé eftir að hafa látið frá mér því allt sem var þá og þar kemur aftur.

Keflavík bernskunnar, þá og þar, kemur ekki aftur en ég vona að börnin sem nú vaxa úr grasi geti verið eins stolt af sínum bæ eins og ég hef verið nú og þá.

14 FAXI

Árelía Eydís Guðmundsdóttirdósent við Háskóla Íslands.

Þá og þar...

FAXI 15

islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook

Við bjóðum góða þjónustu við flötina

Appið og Netbankinn

Hvort sem þú ert á teig, í hádegismat í vinnunni eða á ferðalagií útlöndum geturðu sinnt öllum helstu bankaviðskiptum í tölvunni eða snjalltækjum. Þú sérð stöðuna á reikningunum þínum, millifærir, borgar reikninga, sinnir sparnaði eða skoðar nýjustu vildartilboðin.

Kynntu þér Appið og Netbankann á islandsbanki.is

Í Netbankanum og Appinu getur þú sinnt fjármálunum hvar og hvenær sem þér hentar.

16 FAXI

Þegar Kristín Júlla Kristjánsdóttir gervahönnuður tók á móti Eddu-

verðlaunum fyrir gervi í kvikmyndinni Vonarstræti fyrr á þessu ári hafði hún ekki langan þakkarlista í fórum sínum. Hún þakkaði mömmu sinni. Þetta var innilegt þakklæti frá konu til konu. Svanhildi Eiríks-dóttur tókst að hitta Kristínu á milli anna í vinnu við þáttaröðina Réttur 3 og var leidd í sannleikann um það hvað bjó að baki þakklætinu, hvernig Kristín lét drauma sína rætast, þriggja barna móðir og sjómannsfrú og hvað þarf til að ná langt í hennar fagi.

Kristín Júlla stóð á tímamótum í lífi sínu 35 ára gömul, móðir þriggja drengja á leik- og grunnskólaaldri og sjómannskona í Garði þar sem fjölskyldan býr enn. Hún var orðin leið í starfi og þráði tilbreytingu. Þegar hún rak augun í auglýsingu um nám í tísku- og ljósmyndaförðun í No Name skólanum sem þá hét, hugsaði hún sig ekki tvisvar um og skráði sig til náms. Hún áttaði sig þó fljótt á því hversu óraunveru-legur þessi draumur var, hvernig ætti hún að geta farið í dagsskóla til Reykjavíkur með þrjá unga drengi og mann á sjó? Auk þess hafði hún engan sérstakan áhuga á förðun. Hún hringdi í skólann og tilkynnti að hún væri hætt við. Skólastjórinn var ekki á því að leyfa henni að hætta við en sú sem sagði af og frá að hún hætti við var mamma

hennar, Hafrún Víglundsdóttir rekstraraðili leikskólans Gefnarborgar í Garði og ný-orðin ekkja. Hún hafði sjálf farið þá leið að mennta sig síðar á ævinni, búin að koma

upp fjórum börnum og reka leikskólann í mörg ár. Hún bauðst til að aðstoða hana. Þó Kristín hafði í fyrstu séð eftir því að hafa sagt móður sinni frá áformum sínum

„Ég væri ekki í þessu starfi ef það væri ekki fyrir mömmu“

Stoltur Edduverðlaunahafi með styttuna fyrir gervi í Vonarstræti.

Mægðurnar Hafrún Víglundsdótir og Kristín Júlla Kristjánsdóttir á góðri stundu.

FAXI 17

þegar hún uppgötvaði hversu staðföst hún var, veit hún nú að hún á draumastarfið sitt í dag henni allt að þakka. „Ég væri ekki að vinna þessu vinnu nema af því að mamma hjálpaði mér svo mikið, bæði meðan ég var í náminu og eftir að ég hafði byrjaði að vinna við kvikmyndir, sem oft kalla á mikla fjar-veru að heiman. Mamma bjó í næstu götu og hún var mér algjörlega stoð og stytta. Þegar ég var að vinna úti á landi þá flutti hún bara heim til mín, þannig að strákarnir mínir hafa alltaf getað haft þetta öryggisnet sem er svo nauðsynlegt, þó við foreldrarnir höfum verið fjarri vegna vinnu. Þá hefur alltaf verið haldið eðlilegt heimili vegna þess að mamma hefur verið til staðar. Þegar ég fór í gegnum það í huganum í aðdrag-anda Edduverðlaunanna hverjum ég vildi þakka kom mamma alltaf aftur og aftur upp í hugann þó stákarnir mínir og maðurinn minn eigi líka allar þakkir skyldar, þeir hafa staðið með mér í þessu alla tíð.“

Ætlaði aldrei í árshátíðarfarðann Námið í tísku- og ljósmyndaförðuninni reyndist aðeins byrjunin á frekara námi því þegar á stað var farið stóð hugurinn strax til vinnu við kvikmyndir. Árhátíðarfarðanir komu aldrei til greina, að sögn Kristínar. Hún sagði suma hafa hlegið að þessum áformum sínum, fundist þau óraunhæf en hún lét það ekki bíta á sig og tapaði aldrei sýninni. Kristín afréð því að byggja ofan á það nám með ýmsum förðunar- og brellunámskeiðum sem stóðu til boða. Það sem að lokum færði henni dýrmætustu reynsluna og tengslanet sem síðar átti eftir að verða henni happadrjúgt var sú ákvörðun Kristínar að fara í Kvikmynda-skóla Íslands og bjóða sig fram til vinnu hjá nemum við förðun og gervi án gjaldtöku. „Þegar ég útskrifaðist úr náminu í No Name skólanum þá fór ég niður í Kvikmyndaskóla og bauð mig fram í lokaverkefnin þar, bauð mig fram frítt af því að ég ætlaði að gera þetta. Ég hugsaði líka, ef ég fer þarna og fer að vinna í lokaverkefnum hjá fólkinu í Kvik-myndaskólanum, þá fæ ég smá innsýn í að vinna á setti. Það hjálpaði mér mjög mikið og þar kynntist ég mikið af því fólki sem ég er enn að vinna með.“

Ein af helstu ástæðum þess að Kristín setti stefnuna á vinnu við kvikmyndir allt frá upphafi sagði hún vera sköpunarþörfina. Hún hafi haft þessa þörf alveg frá því að hún var lítil stúlka og lék sér í hlutverka-leikjum ýmiskonar þar sem hún fékk að skapa sínar eigin ímyndir. „Í kvikmynd-unum fæ ég að skapa karakterana, geri hár, förðun, gervi, vel gleraugu og jafnvel meira til.“

Kristín sagði að auk þess að komast inn í bransann, sem ekki sé auðvelt, sé tengslanetið innan hans mjög mikilvægt. Auðvitað hljóti hún að hafa hæfileika líka og sé að gera hlutina rétt því aðeins séu um fjórar til fimm sminkur sem vinna við kvik-myndir í fullri vinnu. „Ég var sniðug líka að fara á námskeið sem Eskimo models voru

með og þar var Fríða María Harðardóttir sminka að kenna og ég kynntist henni vel. Henni leist vel á það sem ég var að gera, sá að við vorum með svipaða sýn á þetta starf og fór að mæla með mér í auglýsingar. Þá kynntist ég leikstjórunum í auglýsingunum og smám saman vatt þetta upp á sig. En það má ekki gleyma því að mannlega hliðin er helmingurinn af þessu. Þú getur ekki unnið þetta starf nema vera góð í mannlegum samskiptum og haft mikla aðlögunarhæfni. Maður er í tvo til þrjá mánuði að vinna með leikara sem kannski er að leika mjög erfitt hlutverk og það er ýmislegt í gangi aftur í skotti í rútu í pínulitlu rými þar sem búningarnir eru líka. Þetta er rosalega náin vinna oft við mjög erfiðar aðstæður, jafnvel uppi á fjalli í 30 stiga frosti og beljandi roki. En þetta á alveg ofboðslega vel við mig, ekki síst upplifunin sem ég fæ af náttúrunni í þessari vinnu. Maður gleymir stund og stað, meira að segja öllum skuldum og áhyggjum. Við erum oft að vinna á stöðum þar sem enginn hefur komið á áður og fegurðin er ólýsanleg. Ég segi það stundum að ég hlýt að hafa verið sígauni því þetta flakk á svo vel við mig.“ Kristín sagði ekki síður mikil-vægt að sminka sé góður mannþekkjari því hvernig á hún annars að geta skapað trú-verðug gervi?

Mestu tilfinningarnar í Vonarstræti og Hrútum Auk starfa við kvikmyndir og sjónvarp hefur Kristín einnig sminkað fyrir aug-lýsingar þó minna hafi verið af því í seinni tíð vegna anna. Henni finnst þó fínt að taka að sér eina og eina auglýsingu milli stórra verkefna og hún sagði mikið hringt í sig vegna þess. Þegar viðtalið fór fram hafði hún tekið þátt í stórri Prins Póló auglýsingu þar sem rakin er 60 ára saga landsins í

gegnum þekkta Íslendinga. „Ég er mjög montin af þessari auglýsingu. Þarna er einn sem er að leika Ragga Bjarna og við gerðum tilraun með að hafa hann þann eina svart-hvíta inni í settinu. Ég málaði hann þannig, þetta er ekki unnið í tölvu eftirá.“ -Ertu stoltust af einhverju ákveðnu verkefni sem þú hefur fengist við Kristín, verki sem þér finnst standa upp úr?

„Hvert og eitt verkefni hefur auðvitað sinn sjarma en ég held að Vonarstræti sé það sem stendur upp úr. Það er svo margt sem kom inn í þar og það var mikil karaktersköpun í Móra. Mér þykir ótrúlega vænt um þá mynd og það var verkefni sem var gert svo mikið með hjartanu hjá öllum sem komu að því. Svo er ég líka rosalega stolt af Hrútum, það er líka svona verkefni sem var unnið mikið með hjartanu. Við vorum öll tökutímabilin þrjú í Bárðardalnum, í 3 vikur í senn. En það er erfitt að vera að gera upp á milli verk-efna, þetta er svolítið eins og að gera upp á milli barnanna sinna. En í þessum tveimur verkum eru mestu tilfinningarnar.“

Og talandi um börnin og skorpuvinnu fjarri heimili sagðist Kristín alveg hafa fundið fyrir því að fólk haldi að hún sé lítið heima að sinna strákunum sínum en segir svo alls ekki vera. „Auðvitað er þetta tarnavinnu og stundum er ég mikið frá í einhvern tíma en þess á milli er ég heima og þá notum við tímann vel. Ég er mjög tengd stákunum mínum og við leggjum okkur fram fjölskyldan að vera saman hvenær sem við getum. Hluti af því er að ferðast reglulega saman til útlanda, því þá fáum við frí frá öllu áreiti og getum notið samverunnar best. Ég vinn líka tarnavinnu, einn til tvo mánuði í einu og er svo kannski í fríi í jafnlangan tíma. Allan undirbúning að bíómynd vinn ég kannski bara í tölvunni heima og fer annað slagið og hitti leikara og leikstjóra þannig

Aðstæður eru oft erfiðar við tökur. Hér farðar Kristín Júlla Sigurð Sigurjónsson leikara í Bárðardalnum síðasta vetur þegar tökur fóru fram.

18 FAXI

að við erum oft mjög mikið saman. Ég hef bara fengið stuðning frá strákunum mínum í starfinu mínu og hef fengið að heyra að ég geri meira með þeim en margar mæður sem vinna nálægt heimili alla daga.“

Konur að sækja á í kvikmyndagerð Kristín ræddi um hversu góð fyrirmynd móðir hennar hefur verið henni, ekki síður en stoð og stytta, kona sem var frumkvöðull í einkareknum leikskólum og menntaði sig samhliða starfi sem atvinnurekandi. En hún hefur átt aðra fyrirmynd í lífinu, þó hún hafi aldrei kynnst henni í lifanda lífi, frænka og kona sem þó var alltaf nálægð í minningu samverkafólks og ættingja Kristínar. „Nína Sæmundsson listakona var systir langafa míns og ég hef alltaf litið svo mikið til hennar. Hún var fyrsta höggmyndalistakona Íslands, fædd-ist 1892 og var ótrúlegt hörkutól. Hún fór í listaháskóla til Kaupmannahafnar snemma á 20. öldinni. Hún fékk mótlæti frá Íslandi sem náði hámarki þegar hafmeyjan við Tjörnina í Reykjavík var sprengd upp árið 1960. Á þessum árum áttu konur ekkert að vera að þessu brölti eða að blanda sér í listina. Seinna flutti hún til Los Angeles og vann m.a. sem leikmyndahönnuður í bíómyndum í Holly-wood. Það var aldrei talað um þetta á Íslandi en þarna var hún m.a. að búa til höggmyndir af frægum leikurum. Ég hef alltaf haft rosa-legan áhuga á Nínu og horft mikið til hennar, mér hefur fundist sérstaklega aðdáunarvert hvernig hún komst í gegnum allt mótlætið. Hún bjó hjá langafa mínum síðustu æviárin og lést árið 1965. Ég hef heyrt margar frá-sagnir af henni og finnst ég alltaf hafa þekkt hana.

Það er ekki hægt að sleppa Kristínu án þess að ræða aðeins um konur í kvikmyndum, sem mikið hefur verið rætt um að undanförnu í tengslum við fæð kvenna bæði í leikstjórn og hlutverkaskipan. „Konur eru oft ekki nógu duglegar að koma sér á framfæri. Það hafa t.d. ekki verið margar umsóknir frá konum í Kvikmyndasjóð Íslands, þó ánægjuleg breyt-ing sé á því núna á þessu ári. Ég held að tveir af þremur stærstu styrkjunum til kvikmynda-gerðar árið 2016 séu til kvenna. Núna er ég að vinna í sjónvarpsseríunni Rétti 3 og mér

finnst vert að taka það fram að við erum 12 konur í starfsliðinu á móti 14 körlum. Meiri-hluti leikara í þessari seríu eru einnig konur, hlutverkaskipanin er þannig. Framleiðslu-deildirnar eru líka oft vel mannaðar konum og það gleymist stundum í umræðunni. Konurnar eru oftast í búninga- og sminku-deildinni og þetta fer auðvitað bara eftir áhugasviði, það eru færri í tæknideildunum. Ég skynja alveg breytingar í þessu og held að konur séu að sækja meira á í kvikmynda-bransanum og það verða þær að gera til þess að auka hlut okkar í geiranum. Umræðan er alveg þörf engu að síður.“

-Áttu ráð handa konum sem langar að stökkva, en þora ekki?

„Við verðum bæði að hlusta á hjartað og hafa vott af kæruleysi til þess að láta vaða og prófa nýja hluti, sérstaklega þegar okkur finnst vera kominn tími á breytingar. Ég held að alheimurinn hafi ekki ætlað okkur að vera kyrrum á sama stað alla okkar tíð. Ég held að lausnin blasi alltaf við ef við viljum sjá hana, þannig hefur það verið hjá mér. Ég hugsa oft með mér, hvar væri ég í dag ef ég hefði ekki tekið þessa ákvörun og mamma ýtt mér áfram. Lífið er ekki búið þegar maður er búin að koma börnunum sínum á legg, ég tala nú ekki um þegar maður byrjar snemma eins og ég gerði.“

Að loknu sumarleyfi tekur við 2 mánaða vinna úti á landi við gerð myndarinnar Hjartasteinn eftir Guðmund Arnar Guð-mundsson. Nú er frumburðinn, Skarphéðinn Guðmundsson orðinn 27 ára fjölskyldufaðir og með mikla ábyrgðartilfinningu gagnvart bæði mömmu sinni og yngri bræðrum, þeim Júlíusi, 20 ára og Víglundi 16 ára. „Hann er alveg einstakur og ég segi alltaf að hann sé svo vel upp alinn. Hann og hans kona, sem er ekki síður einstök, ætla að flytja til okkar í haust svo að það verði alltaf einhver heima fyrir strákana,“ sagði Kristín Júlla að lokum, meðvituð um móðurskyldurnar og það sam-félagsnet sem þarf til að koma börnum á legg og láta fjölskyldulífið ganga upp í erilsömum störfum.

Aðstandendur kvikmyndarinnar Hrúta.

Nína Sæmundsson með Hafmeyjuna frægu.

FAXI 19

Faxafélögum þótti við hæfi að halda sér-stakan hátíðarfund í tilefni þess að um

þúsundasta fund væri að ræða. Fundurinn var haldinn 12. maí á fimmtu hæð í Kross-móa og var heiðursgestum og mökum boðið á fundinn. Í stað hefðbundinna veitinga, kaffi, pönnukaka o.fl. var um veglegt borð-hald að ræða með forrétti, aðalrétti og eftirrétti. Dagskrá var líka óhefðbundin, umræðuefnið frjálst en á þessum merku tímamótum var saga félagsins, staða þess í dag og framtíð þess ofarlega í huga allra.

Margt skemmtilegt og fróðlegt var rifjað upp úr sögunni, allt frá stofnfundi félagsins sem var haldinn 10. október 1939 á heimili Ingva Loftssonar á Suðurgötu 37. Tilgang-urinn var að stofna málfundafélag með það að markmiði að efla félagsþroska manna og gefa þeim kost á að æfa sig í „rökréttri hugsun og munnlegri framsetningu, einn-ig að víkka sjóndeildarhring þeirra á sem flestum sviðum“. Bent var á að samkvæmt fyrstu fundargerð Faxa hafi umræður átt sér stað um efnistök og áherslur, þann mögu-leika að fá gesti á fundi, mikilvægi þess að hafa framsögur fjölbreyttar, ræða bækur og fara í leikhús. Fram kom í ræðum á 1000. fundi að allt hafi þetta gengið eftir og virtust menn sammála um að þessi mark-mið væru enn í fullu gildi.

Árið eftir, 1940, var svo stigið það gæfu-spor að hefja útgáfu blaðsins Faxa. Frá þeim tíma hefur blaðaútgáfan verið hinn sýnilegi þáttur málfundafélagsins. Blaðið Faxi er því nú ein mikilvægasta heimild um svæðið okkar, samantekið efni um markverða atburði, jafnt sögulega sem samtímaat-

burði hvers tíma. Þarna hefur því safnast upp ómetanlegur fróðleikur um sýn fólks á líðandi stund í 75 ár. Tæknibreytingar við útgáfu og vinnslu blaða sem og breytingar í fjölmiðlun hafa oft valdið umræðum um breytingar og þróun blaðsins og óhjákvæmi-lega hefur blaðið aðlagast þeim breytingum bæði hvað framsetningu og efnistök varðar.

Faxi á enn erindi Faxafélagar sem sátu 1000. fundinn virtust hins vegar á einu máli um það að upphaf-legur tilgangur félagsins væri enn í fullu gildi. Það að menn með mismunandi við-horf, stjórnmálaskoðanir, stöðu í samfé-laginu, áhugamál og jafnvel trúarskoðanir geti komið saman reglulega til að ræða ólíklegustu málefni er ekki síður mikil-vægt og þroskandi nú en það var fyrir 75 árum og 1000 fundum síðan. Til að það sé hægt þarf að ríkja virðing fyrir hverjum félagsmanni og viðhorfum hans, vilji til að víkka sjóndeildarhringinn og miðla eigin sjónarmiðum. Sé það gert á uppbyggilegan og málefnalegan hátt og án eftirmála er fátt betra til að auka þroska og víðsýni þeirra sem í því taka þátt. Því voru menn sammála um að Faxi ætti framtíð fyrir sér og vissu-lega gæti verið gaman að velta því fyrir sér hvernig 2000. fundur fari fram.

Á fundinum bentu eldri og reyndari félagar, s.s. heiðurfélagar, á að lykillinn að langlífi félagsins væri líklega sú fastheldni á venjur og starfshætti sem verið hefur. Félagar eru 12 talsins. Fundir eru að jafnaði haldnir heima hjá félögum þannig að þeir heimsækja hvern annan einu sinni á ári,

það gerir samstarfið persónulegra og tengir starfið á vissan hátt fjölskyldum félags-manna. Fundir eru að jafnaði 12 á ári. Hver félagi stjórnar einum fundi, skrifar eina fundargerð og leggur til umræðuefni á einn fund, annað hvort með því að flytja erindi sjálfur eða útvega gest til að flytja framsögu. Fundirnir eru alltaf 3 klst. Gert er fundarhlé og þá fá menn sér kaffi og meðlæti, pönnu-kökur hafa verið fastur liður í veitingum frá upphafi. Á fundinum var konum Faxa-félaga sérstaklega þakkaður þeirra þáttur í fundarhaldinu. Umræðuefni eru fjölbreytt og má nefna ýmis málefni líðandi stundar, atvinnumál, fræðslumál, sveitastjórnarmál, landsmál, íþróttir og tómstundir eru dæmi um nokkra málaflokka. Á 1000. fundinum rifjuðu menn upp ýmis málefni m.a. kom fram að skv. fundargerð 2. fundar 19. októ-ber 1939 hélt Hallgrímur Th. Björnsson, kennari erindi sem hann kallaði Draugar og draugatrú, einn núverandi félagsmaður rifjaði upp að þegar hann var tekinn inn í Faxa hafi þáverandi biskup verið gestur fundarins, einnig að eitt sinn hafi Faxa-félagar farið á miðilsfund og í upphafi þessa starfsárs var talsmaður Siðmenntar gestur fundarins.

Á fundinum voru jafnframt teknir inn tveir nýjir félagar, þeir Guðbergur Reynis-son og Kristján Jóhannsson. Eins og venja er í Faxa kynntu þeir sig í stuttu máli á sínum fyrsta fundi og voru þeir boðnir velkomnir í hópinn.

Jóhann Geirdal ritari

Þúsundasti fundur Faxa

Efsta röð f.v.: Kristján Jóhannsson, Kristján Gunnarsson, Birgir Guðnason og Geirmundur Kristinsson. Miðröð f.v. Helgi Hólm, Magnús Haraldsson, Jóhann Geirdal, Karl Steinar Guðnason heiðurfélagi, Guðbergur Reynisson og Skúli Þorbergur Skúlason. Fremsta röð f.v.: Kristinn Þór Jakobsson for-maður, Kristján A. Jónsson heiðursfélagi, Hilmar Pétursson heiðursfélagi og Eysteinn Eyjólfsson.

20 FAXI

„Á Suðurnesjum eru engar ár, fossar – né jökull“. Þessi fullyrðing er æði sérstök en hana má finna eins og rauðan þráð í ýmsum ferðaritum nokkuð langt aftur í tímann. Það er eins og að taka það fram að lítið sé um hraunbreiður í Eyjafirði, að jarðhiti sé lítill á héraði eða að Esjan sé ekki í Vestmannaeyjum. Ég reyni að benda fólki á að stærsta á landsins sé líklega á Suðurnesjum, en bara neðanjarðar, þá má víst finna foss með góðri viðleitni á skag-anum og ég veit ekki betur en að Snæfells-jökull sé hér fastur gestur í góðu skyggni.

Mér dettur í hug sagan af hótelstarfs-manninum sem spurði forviða ferðamann-inn sem ætlaði að gista á Suðurnesjum: „Af hverju ertu að gista hér? Af hverju ferðu ekki frekar til Reykjavíkur?“ Þá má ekki gleyma tannlækninum mínum sem hváði í miðri holufyllingu þegar ég tjáði honum, nokkuð þvoglulega, að ég ætlaði að flytja aftur til Keflavíkur: „En þar er alltaf rok!“ sagði hann forviða.

Það er stundum eins og það vanti meira stolt í Suðurnesjamenn - að þeir séu sjálfir hálf miður sín yfir þessum skorti á fossum og ám – og ekki má gleyma jöklinum. Þá erum við stundum full upptekin af þeim sem eru að meika það annars staðar – en gleymum þeim sem eru að meika það hér.

En hvað er það þá sem við höfum sem er svo sérstakt? Nú eins og tannlæknirinn nefndi réttilega þá höfum við rokið og í því búa gríðarleg verðmæti. Það dregur úr

mengun, það veitir ferðamönnum upplifun og kælir niður tvö gagnaver svo eitthvað sé nefnt. Við höfum orku í iðrum jarðar sem hefur meðal annars skapað lón, tilnefnt sem eitt af 25 undrum veraldar og einn fjölsótt-asti viðkomustaður ferðamanna á Íslandi. Hér er víðátta og víðsýnt fólk. En umfram allt gott fólk.

Það býr mikill kraftur í Suðurnesjum, þau eru í yngri kantinum – hálfgerður unglingur og hann er nokkuð uppátækjasamur, fljótur

að tileinka sér nýjungar og með mikla aðlögunarhæfni. Suðurnesin hafa lengi verið suðupottur og hingað hefur fólk leitað frá ólíkum landshlutum og ólíkum löndum eftir nýjum tækifærum og betra lífi. Það má því segja að þau séu nokkurs konar New York Íslands og ekki má gleyma 200 þúsund Bandaríkjamönnum sem höfðu hér viðdvöl þá hálfu öld sem hér var herstöð. Þeir fluttu með sér nýja strauma og menningu sem var okkur framandi og hraðspóluðu okkur inn í 20. öldina. Kananum getum við þakkað grósku í tónlistarlífi sem enn lifir góðu lífi og körfuboltann svo eitthvað sé nefnt. Þeink jú verrí möts. Sumir vilja halda því fram að við eigum met í lúgusjoppum á Íslandi – kúl segi ég bara. Hversu frábært væri það að bjóða ferðamönnum upp á smökkunarferð? Aðeins á Suðurnesjum.

Það erum ég og þú sem sköpum samfélag á Suðurnesjum. Verum meðvituð um það sem við höfum, höfum minni áhyggjur af því sem við höfum ekki. Hver þarf ár, fossa eða jökul? Svo ég vitni í orð Suðurnesja-manns: Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig.

Ég heiti Dagný Gísladóttir og ég er Suður-nesjamaður.

Hér og nú

Dagný Gísladóttirverkefnastjóri frumkvöðlasetursins á Ásbrú og ritstjóri Suðurnesjamanna.

FAXI 21

Beinafundurinn á Austurlandi sumarið 2004, þegar Seyðfirðingarnir Unnar

Sveinlaugsson og Ágúst Borgþórsson fundu í hellisskúta inn á Afrétt nokkur bein og tennur úr konu ásamt skartgripum, varð kveikjan að ljóðinu Fjallkonan eftir Vil-borgu Dagbjartsdóttur. Tilurð þess tengist beiðni til Vilborgar um að yrkja ljóð fyrir þjóðhátíðardaginn árið 2005. Ljóðið var flutt af fjallkonu Reykjavíkur, Þrúði Vil-hjálmsdóttur leikkonu á hátíðardagskránni við Austurvöll.

Ljóð Vilborgar varð Guðrúnu Guðmunds-dóttur listakonu úr Garðhúsum í Garði innblástur í einum af veggteppum hennar. Guðrún hreifst svo af ljóði Vilborgar, og þeirri mynd sem hún dregur upp af konunni, að hún saumaði ljóðið í veggteppi sem sýnir konuna á þeim stað sem bein hennar fundust. Vegg-teppi Guðrúnar er eitt af þeim verkum sem nú eru sýnd í Gryfjunni í Duus safnahúsum á sýningunni Klaustursaumur og filmuprjón – Textíll í höndum kvenna. Sýningin stendur til 23. ágúst.

IÍ þúsund árlá hún faliní köldum faðmi fjallsinsfjarri almannaleiðkonan ungasem Seyðfirðingar funduuppi á VestdalsheiðiHver var hún?Hvað var hún að viljaeinsömulskartbúininni á Afrétt?

IIVar hún kannski á flóttakomin úr firði Loðmundar gamlayfir Afréttarskarðað leita fars utanfrá Seyðisfirðiheim til Suðureyja?

IIIMiklu heldur vísindakonasem kunni á mörgu skilþekkti jurtir og steinasafnaði lífgrösum og hjálparrótumferðaðist óttalausum landiðAuðfúsugestur hvar sem hún komLæknirNærkonaLjósmóðirHnífinn sinn oddhvassa og beittanotaði hún til að stinga á meinumtil að skilja á millitil að grafa upp rætur

IVVið lækinn undir klettinumætlaði hún að æja stundarkornHún bar hönd fyrir auguskyggndist umgáði að fuglumþekkti þá flestaekki sömu tegundir og heimaheldur sömu fuglarnirþeir flugu hingað útí stórum flokkumá litlu vængjunum sínumrétt eins og þausigldu yfir hafið í samflotibyrþanin seglin eins og vængirá víðum útsænumfuglar og fólkí óvissuferðút í bláinn

VHér byggðu menn með lögumgott land og fagurt

VIHún brostiþegar henni var hugsað til kvennannasem áhyggjufullartróðu út skjóður sínarmeð fræjum og græðlingumjafnvel moldallt fannst það hérþarna niðri á hálsinumofan við lönguhlíðinaí lómatjörninnivex reiðingsgrasiðþráðbeinir blómleggirnir teygja sigupp úr álfakólfunummeð ilmandi klösumaf fimmgeislastjörnum

VIIHún bjó sig til að halda áframþá kvað við bresturfjallið gliðnaði sundurog umlukti hanastekum örmum

VIIIÞúsund ár sem dagurFjallið hefur opnað sigFrjáls og hnarreiststendur hún undirSandhólstindifjallkonan okkar.

Vilborg Dagbjartsdóttir, Síðdegi: – Ljóð – útg. 2010

Fjallkonan

Veggteppi Guðrúnar Guðmundsdóttur.

Vilborg Dagbjartsdóttir skáld.

Soroptimistaklúbbur Keflavíkur fagnaði 40 ára afmæli þann 5. júní sl. Í

klúbbnum eru 35 systur og þar af sex stofn-félagar. Keflavíkurklúbburinn hefur stutt ákveðin verkefni í heimabyggð sérstaklega, má þar nefna Björgina geðræktarmiðstöð Suðurnesja, Öspina sérdeild fyrir fatlaða nemendur og Velferðarsjóð Keflavíkur-kirkju. Í vor gaf klúbburinn spjaldtölvu á starfsbraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Auk þess tekur klúbburinn reglulega þátt í samstarfsverkefnum Soroptimistasam-bandsins.

Soroptimistar eru alþjóðasamtök fyrir vinnandi konur úr öllum starfsgreinum. Klúbbssystur eru teknar inn eftir svoköll-uðum starfsgreinalykli en lögð er áhersla á að konur í klúbbnum komi úr mismunandi starfsgreinum. Soroptimistar hvetja til aðgerða og skapa tækifæri til að breyta lífi kvenna og stúlkna með fjölþjóðlegu sam-starfi og alþjóðlegu félaganeti. Soroptimistar hvetja til jafnræðis og jafnréttis, vinna að því að skapa öruggt og heilsusamlegt umhverfi,

auka aðgengi að menntun, efla leiðtogahæfni og hagnýta þekkingu til sjálfbærrar fram-tíðar. Soroptimistar eiga ráðgefandi fulltrúa hjá ýmsum stofnunum Sameinuðu þjóðanna og eiga einnig ráðgjafaraðild að Efnahags- og félagsmálaráði Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC).

Orðið soroptimisti er samsett úr orð-unum ,,sororoes ad optumum“ sem þýðir systur sem vinna að því besta. Á Íslandi eru starfandi átján klúbbar með um sexhundruð

systrum. Allir klúbbarnir eru í Landssam-bandi Soroptimista sem aftur er hluti af Evrópu- og Alheimssambandi Soroptimista. Systur funda tíu sinnum yfir árið og gera ýmislegt til að efla andann og láta gott af sér leiða. Auk þess sækja systur haust- og lands-sambandsfundi einu sinni á ári.

Áherslur Soroptimista kveða á um að meðlimir hvers klúbbs skuli beita sér fyrir að veita þjónustu í heimabyggð, heimalandi og á alþjóðavettvangi, að þeir taki virkan þátt í ákvarðanatöku hvarvetna í þjóðfélaginu. Þá er kveðið á um að Soroptimistar vinni að framgangi markmiða sinna í starfi sínu, bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi. Hver klúbbur velur sér verkefni við hæfi og tekur mið af eigin aðstæðum og verkefnakjarna Alþjóðasambandsins.

Í tilefni af afmæli klúbbsins heimsóttu systur Bessastaði. Forsetahjónin tóku höfð-inglega á móti klúbbnum og systur færðu forsetanum að gjöf Skóla í kassa fyrir 40 börn en gjöfin er bæði táknræn fyrir starfs-árafjölda klúbbsins og það mannúðarstarf sem klúbburinn sinnir. Skóli í kassa er ein af sönnum gjöfum Unicef, barnahjálpar Sam-einuðu þjóðanna og gerir börnum kleift að halda skólagöngu sinni áfram við neyðarað-stæður. Eftir skoðunarferð um húsakynni Bessastaða var boðið upp á kaffi og pönnu-kökur. Virkilega góður dagur og eftirminni-legur.

Steinþóra Eir Hjaltadóttir formaður.

22 FAXI

Hvatnig og markmið eru lesin í upphafi hvers fundar hjá Soroptimistaklúbbum um allan heim

Hvatning: - Sýnum drenglyndi og verum einlægar í vináttu- Verum reiðubúnar til hjálpar og þjónustu- Sýnum í verki skilning og friðarvilja- Setjum markið hátt og vinnum störf okkar með sæmd og ábyrgðartilfinningu.

Markmið: - Að vinna að bættri stöðu kvenna- Að gera háar kröfur til siðgæðis - Að vinna að mannréttindum öllum til handa - Að vinna að jafnrétti, framförum og friði, með alþjóðlegri vináttu og skilningi

Faxi hefur áhuga á að kynna starfandi klúbba á Suðurnesjum á afmælisárum. Hafa má samband við ritstjóra blaðsins í netföngin [email protected], [email protected] eða formann blaðstjórnar í [email protected]

Soroptimistaklúbbur Keflavíkur 40 áraKlúbbssystur með forsetjahjónunum á Bessastöðum.

Guðrún Jónsdóttir og Sigríður Friðjónsdóttir lásu Hvatningu og Markmið á Bessastöðum.

Verðandi formaður, Kristín Geirmundsdóttir og núverandi formaður, Steinþóra Eir Hjaltadóttir.

FAXI 23

Í réttarríki gildir sú meginregla að allir séu jafnir fyrir lögum. Í dag finnst okkur

sjálfsagt að lögin byggi á þeirri hugsun þó ekki sé ýkja langt síðan svo var ekki. Íbúum landsins var skipt upp eftir aldri, kyni og efnahag. Þeir sem höfðu mestu réttindin voru velstæðir fullorðnir karlmenn. Það var síðan misjafnt hvernig aðrir röðuðust en meginreglan var sú að í öllum hópum voru konur neðar en karlar.

Í ár fögnum við því að eitthundrað ár eru liðin síðan konur 40 ára og eldri fengu kosningarrétt til Alþingis. Þær stóðu þó enn ekki jafnfætis karlmönnum sem mestra réttinda nutu en smátt og smátt voru rétt-indi kvenna og karla jöfnuð. Það náðist árið 1920 þegar ný stjórnarskrá vegna sam-bandslaganna frá 1918 gekk í gildi.

Baráttan fyrir fullum mannréttindum kvenna var háð á löngu tímabili, hér að neðan eru tíundaðir nokkrir mikilvægir áfangar í þessari sögu.

Árið 1882 fengu konur kosningarétt til sveitastjórna og á safnaðarfundum, þ.e.a.s. ef þær voru orðnar 25 ára, áttu eignir og greiddu skatta. Þessi réttarbót kom í kjölfar þess að Vilhelmína nokkur Lever, veitinga-kona á Akureyri kaus í kosningunum árið 1863, þar sem þess var ekki getið í lögunum að aðeins karlar mættu kjósa. Í kjölfar þessa gjörnings voru lögin endurskoðuð og alda-fjórðungi síðar fengu konur þennan rétt. Það vakti þó nokkra athygli erlendis þar sem afar fátítt var að konur nytu kosningar-réttar. Kjörgengi fylgdi ekki þessum rétt-indum en það merkti, að þær máttu ekki bjóða sig fram.

Tæpum aldarfjórðungi síðar árið 1902 öðluðust þær konur sem höfðu kosningarétt einnig kjörgengi til sveitastjórna. Sex árum síðar, árið 1908, buðu fyrstu konurnar sig fram til bæjarstjórnar Reykjavíkur og náðu fjórum konum inn. Þá hafði líka fjölgað í hópnum sem mátti nýta þessi réttindi en þau náðu þá einnig yfir giftar konur. Á þessum tíma giltu ekki ein sveitarstjórnar-lög yfir allt landið þannig þessi lög áttu bara við um Reykjavík og Hafnarfjörð.

Árið 1915 fengu konur 40 ára og eldri kosningarrétt og hlutu kjörgengi til Alþing-is. Fimm árum síðan árið 1920 öðluðust konur kosningarrétt til jafns við karla.

Mannréttindabarátta kvenna einskorðað-ist ekki bara við kosningarréttinn, berjast þurfti fyrir fjöldamörgum málum til að jafna rétt og tækifæri kvenna.

Ein helsta baráttukona fyrir jafnrétti var Bríet Bjarnhéðinsdóttir (1856-1940). Hún skynjaði snemma það hróplega misrétti sem konur bjuggu við. Hún lauk námi við kvennaskólann á Laugarvatni árið 1881 og hugur hennar stóð til frekara náms. Þá

voru hins vegar allar dyr lokaðar þar sem þeir tveir framhaldsskólar sem voru starf-andi í landinu, Latínuskólinn, síðar MR og Möðruvallarskóli, síðar MA, hleyptu aðeins piltum til náms. Árið 1885 birtist í Fjall-konunni grein eftir Bríeti sem bar heitið: „Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna“ en skrifuð undir dulnefninu Æsa ung stúlka úr Reykjavík. Þetta var í fyrsta sinn sem kona fékk birta grein eftir sig í blaði á Íslandi. Þess má til gamans geta að dóttir Bríetar, Laufey Valdimarsdóttir settist á skólabekk í Latínuskólanum fyrst kvenna haustið 1904.

Árið 1894 var Hið íslenska kvenfélag stofnað í Reykjavík 26. janúar. Félagið var fyrsta kvenfélagið sem hafði kvenréttindi á stefnuskrá sinni. Helsta baráttumál kven-félagsins var stofnun háskóla á Íslandi og var hann stofnaður árið 1911, Háskóli Ís-lands. Sama ár voru samþykkt á Alþingi lög um menntun kvenna og rétt þeirra til emb-ætta. Konur fengu fullan rétt til menntunar og embætta með þessum lögum.

Árið 1975 skoraði Kvennaráðstefnan sem haldin var dagana 20. og 21. júní, á konur að taka sér frí frá störfum á degi Sameinuðu þjóðanna 24. október það ár til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns. Það hafði komið í ljós að þau störf þar sem konur voru í meirihluta voru lægri launuð og það hafði viðgengist að konur fengju lægri laun en karlar og þrátt fyrir aukna menntun og starfsreynslu kvenna þá hefur launamunur kynjanna verið staðreynd. Árið 1961 voru samþykkt lög á alþingi um launajöfnuð

og árið 1976 er kveðið á um sömu laun og sömu kjör kvenna og karla fyrir jafnverð-mæt og sambærileg störf með samþykki jafnréttislaga. Þrátt fyrir þessa lagasetningu er óúrskýrður launamunur enn við lýði. Með því að leggja niður störf vildu kon-ur sýna fram á vinnuframlag þeirra væri mikilvægt.

Þann 1. janúar árið 1975 var Kvennasögu-safn Íslands stofnað. Að stofnun þess stóðu Anna Sigurðardóttir, Else Mia Einarsdóttir og Svanlaug Baldursdóttir. Ástæða þótti og þykir jafnvel enn að sinna sögu kvenna sérstaklega og vekja athygli á hve mikilvæg og áhugaverð saga þeirra er. Þegar safnið var stofnað þá var saga Íslands skrifuð nánast eins og aðeins örfáar konur hafi búið í landinu. Framlag kvenna þótti einfald-lega ekki mikilvægt. En felur þessi barátta kvenna fyrir viðurkenningu á þátttöku í mótun samfélagsins einungis í sér að þeirra sé minnst í söguritum eða má greina annað sjónarhorn á mannlífið í ritum kvenna? Einn þekktasti pistlahöfundur Faxa; Marta Valgerður Jónsdóttir skrifaði yfir 100 greinar á tímabilinu 1945 til 1969 þar sem hún segir frá lífinu í bænum eins og það kom henni fyrir augum. Það er áhugavert að skoða pistlana hennar með þetta í huga.

Heimildir: 19. júní, 1. tbl. 2005.102 sögur úr sögunni eftir Jón R. Hjálmarsson. Vefir Kvennasögusafnsins, Jafnréttisráðs og Vel-ferðarráðuneytisins.

„Við heilsum glaðar framtíðinni“Þættir úr mannréttindabaráttu kvenna á Íslandi

Samkoma við Duushúsið 19. júní 1920. Í ræðustólnum er frú Hólmfríður Hjartardóttir. Drengurinn fyrir miðri mynd er Einar Ólafsson.

Mar

khön

nun

ehf

Kræsingar & kostakjör

netto.isTilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

ALLT FYRIR HREYFINGUNA

NÆRINGARRÍKTÚRVAL Í NETTÓ

Cocofina kókosvatn Kókosvatn er steinefna- ríkt og svalandi, sannkallaður sportdrykkur náttúrunnar! Drekktu það á æfingu og eftir hana til að líkaminn viðhaldi góðu vökva- og steinefnajafnvægi.

Sistema vatns- og hristibrúsar Gríptu með þér flottan brúsa fyrir vatnið! Ekkert BPA – Engin þalöt.

Bollaréttir Náttúruleg blanda hráefna í hand- hægum umbúðum. Bættu í heitu vatni, hrærðu og njóttu.

Næringarstykki Ljúffeng stykki með stökkum bitum, fræjum og hnetum ásamt viðbættu próteini úr hrísgrjónum.

Ristaðar baunir Nærandi bauna- blanda, ristuð og léttsöltuð. Einstaklega próteinríkt frá nátt- úrunnar hendi. Fjöldi annarra naslpoka í boði.

Vörurnar frá The Food Doctor eru sérstaklega samsettar til að stuðla að jafnvægi á blóðsykri og veita heilnæma, seðjandi næringu í amstri dagsins.

Sunwarrior Activated barleyLífrænt bygg - spírað, gerjað, þurrkað og malað bragðlaust duft. Flókin kolvetni veita þér langtíma orku fyrir æfingu og áreynslu. Prófaðu byggduftið út í kókosvatn!

Sunwarrior Warrior Blend Náttúruleg blanda hamp-, bauna og trönuberja- próteins. Inniheldur allar lífsnauðsyn-legu amínósýrurnar og engin skaðleg aukaefni. Hráfæði og vegan.