5. bekkur umsjónarkennarar: katrín s. theodórsdóttir, sigríður … · 2013. 10. 22. ·...

15
1 5. bekkur Umsjónarkennarar: Katrín S. Theodórsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir og Stefán Þór Sigurjónsson. Íslenska – 5 kennslustundir Markmið Markmið að nemandi: Lestur, bókmenntir og ljóð Lesi sér til ánægju og gagns. Lesi skriflegar, tölulegar og myndrænar upplýsingar úr bókum og blöðum. Lesi ólíka texta, s.s. fræðitexta og afþreyingartexta. Kynnist mismunandi bókmenntatextum, s.s skáldsögum, þjóðsögum, ævintýrum og ljóðum. Þekki hugtökin persóna, söguhetja, söguþráður og sögulok. Þjálfist í lesskilningi. Læri að greina aðalatriði frá aukaatriðum. Læri valin ljóð og æfi flutning á þeim. Kynnist íslenskum þjóðsögum. Ritun, skrift og stafsetning Þjálfi að skrifa tengiskrift og að skrifa með penna. Læri helstu stafsetningarreglur og tileinki sér rétta stafsetningu í öllum verkefnum. Semji ólíka texta og læri um einkenni þeirra, s.s. sögur, ljóð, bréf, leiðbeiningar o.fl. Læri hugtökin upphaf, miðja, endir, atburðarrás, sögusvið, persónur. Þjálfist í að gera útdrætti úr texta. Málfræði Þekki helstu einkenni nafnorða, lýsingarorða og sagnorða, s.s. kyn, tölu, fall, stigbreytingu, nútíð, þátíð og nafnhátt. Talað mál og hlustun Fái æfingu í að segja skipulega frá. Æfi og hlusti á upplestur á sögum og ljóðum. Horfi á myndefni og geti endursagt efni frá því. Fái að taka þátt í leikrænni tjáningu. Kennsluefni Málrækt 1. Blákápa. Skinna I og II. Stafsetning ritreglur og æfingar. Mál til komið, grunnbók og æfingabók. Skrift 5.

Upload: others

Post on 23-Jan-2021

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: 5. bekkur Umsjónarkennarar: Katrín S. Theodórsdóttir, Sigríður … · 2013. 10. 22. · Lausnir verkefna og þrautir: Fái að glíma við stærðfræði daglegs lífs við

1

5. bekkur

Umsjónarkennarar: Katrín S. Theodórsdóttir, Sigríður

Sigurðardóttir og Stefán Þór Sigurjónsson.

Íslenska – 5 kennslustundir

Markmið

Markmið að nemandi:

Lestur, bókmenntir og ljóð

Lesi sér til ánægju og gagns.

Lesi skriflegar, tölulegar og myndrænar upplýsingar úr bókum og blöðum.

Lesi ólíka texta, s.s. fræðitexta og afþreyingartexta.

Kynnist mismunandi bókmenntatextum, s.s skáldsögum, þjóðsögum, ævintýrum og ljóðum.

Þekki hugtökin persóna, söguhetja, söguþráður og sögulok.

Þjálfist í lesskilningi.

Læri að greina aðalatriði frá aukaatriðum.

Læri valin ljóð og æfi flutning á þeim.

Kynnist íslenskum þjóðsögum.

Ritun, skrift og stafsetning

Þjálfi að skrifa tengiskrift og að skrifa með penna.

Læri helstu stafsetningarreglur og tileinki sér rétta stafsetningu í öllum verkefnum.

Semji ólíka texta og læri um einkenni þeirra, s.s. sögur, ljóð, bréf, leiðbeiningar o.fl.

Læri hugtökin upphaf, miðja, endir, atburðarrás, sögusvið, persónur.

Þjálfist í að gera útdrætti úr texta.

Málfræði

Þekki helstu einkenni nafnorða, lýsingarorða og sagnorða, s.s. kyn, tölu, fall, stigbreytingu, nútíð, þátíð og nafnhátt.

Talað mál og hlustun

Fái æfingu í að segja skipulega frá.

Æfi og hlusti á upplestur á sögum og ljóðum.

Horfi á myndefni og geti endursagt efni frá því.

Fái að taka þátt í leikrænni tjáningu.

Kennsluefni

Málrækt 1.

Blákápa.

Skinna I og II.

Stafsetning ritreglur og æfingar.

Mál til komið, grunnbók og æfingabók.

Skrift 5.

Page 2: 5. bekkur Umsjónarkennarar: Katrín S. Theodórsdóttir, Sigríður … · 2013. 10. 22. · Lausnir verkefna og þrautir: Fái að glíma við stærðfræði daglegs lífs við

2

Myndbönd.

Fjölrituð hefti.

Sögurammar og vefir

Barnung, bókamenntavefur: http://barnung.khi.is/safn/medmaeli/medmaeli.htm

Miðbjörg, íslenskuvefur Svanhildar Kr. Sverrisdóttur: http://www.nams.is/midbjorg/index.html

Ritum rétt: http://www.nams.is/ritumrett/index.htm

Námsmat

Námsmat í lok anna.

Hraðapróf í lestri í janúar og maí. Framsagnarpróf í maí hjá þeim sem hafa náð 8 í hraðaprófi.

Skrift – prófið 50% og vinnubók 50%.

Íslenska– 100%. -Þrjú málfræðipróf á önn, 10% hvert. -Bókmenntir. Tvær kannanir á önn 10% hvor. - Ljóð 10 %. -Ljóðavinnubók 10%. -Stafsetning - upplestrar, þrír á önn, hver gildir 10%.

Stærðfræði – 5 kennslustundir

Markmið

Markmið að nemandi:

Lausnir verkefna og þrautir:

Fái að glíma við stærðfræði daglegs lífs við sem flest viðfangsefni.

Reikniaðferðir, reiknikunnátta og mat:

Skilji að margföldun og deiling, samlagning og frádráttur eru andhverfar aðgerðir.

Geti lagt saman og dregið frá tveggja stafa tölur í huganum.

Geti unnið með tveggja og þriggja stafa tölur í samlagningu og frádrætti.

Geti beitt margföldun og deilingu með eins og tveggja stafa tölum.

Leggi saman tugabrot með einum aukastaf.

Margfaldi og deili í huganum innan 10x10 margföldunartöflunnar.

Tölur:

Kynnist hugtakinu að ganga upp í.

Breyti milli algengra eininga í metrakerfi, s.s. m í cm og mm, kg í g og l í dl.

Læri um miðgildi, tíðasta gildi og námundun.

Mynstur og algebra:

Læri að reikna einfaldar jöfnur með óþekktri stærð (x + 75 = 150 x= ____)

Skoði mynstur talna sem myndast við endurteknar reikniaðgerðir.

Hlutföll og prósentur:

Finni 1%, 10% og 50% af heilum hundruðum.

Page 3: 5. bekkur Umsjónarkennarar: Katrín S. Theodórsdóttir, Sigríður … · 2013. 10. 22. · Lausnir verkefna og þrautir: Fái að glíma við stærðfræði daglegs lífs við

3

Rúmfræði:

Velji mælitæki og einingar til að mæla lengd.

Mæli lengdir upp á millimetra.

Vinni með ólík form.

Noti hugtökin rétt horn, hvasst og gleitt horn.

Viti að rétt horn er 90° og að ferhyrningur og hringur er 360°.

Læri að finna flatarmál og ummál ferhyrninga.

Noti hnitakerfi.

Læri hliðrun og speglun.

Tölfræði og líkindafræði:

Meti líkur út frá gefnum forsendum.

Skrái niðurstöður myndrænt s.s. í súlurit og línurit.

Stærðfæði og tungumál:

Stærðfræði og tungumál:

Vinsi upplýsingar úr texta og setji upp dæmi.

Þjálfist í að skrá niðurstöður skipulega.

Læri að greina frá niðurstöðum á mismunandi hátt, s.s. skriflega, myndrænt og munnlega.

Kennsluefni

Stika 1a og 1 b.

Bækur úr Stjörnubókaflokknum, þrautir, spil og ýmis aukaverkefni.

Heimanámshefti.

Ýmis ljósrituð verkefni.

Sögurammar og vefir

Á vef Námsgagnastofnunnar eru margir stærðfræðivefir: www.nams.is

Námsmat

Fjögur próf á önn 20% hvert.

Virkni í tímum 10%.

Vinnubækur 10%.

Samfélagsgreinar – 6 kennslustundir

Markmið

Markmið að nemandi:

Í sögu á haustönn

Vinni með tímabilið frá fornöld til kristnitöku.

Vinni með tímabil Rómarveldis - uppruna kristinnar trúar.

Vinni með tímabil landnáms víkinga og líf víkinga.

Læri sögu Íslands frá landnámi til kristnitöku árið 1000.

Kynnist hefðbundinni sögu af kristnitöku á Alþingi.

Í landafræði á vorönn

Lesi á landakort og vinni með það á mismunandi vegu.

Læri um mótun landsins.

Page 4: 5. bekkur Umsjónarkennarar: Katrín S. Theodórsdóttir, Sigríður … · 2013. 10. 22. · Lausnir verkefna og þrautir: Fái að glíma við stærðfræði daglegs lífs við

4

Þekki legu landsins – skiptingu þess og helstu þéttbýlisstaði - ár - jökla - firði - flóa og fjöll.

Læri um landfræðileg einkenni - gróður landslag og veður og hvernig landslag hefur áhrif á það.

Þekki hafstrauma og sjávarföll.

Þekki einkenni eigin heimabyggðar - auðlindir og atvinnulíf og geti borið það saman við aðra landshluta.

Þekki vegakerfi Íslands.

Kunni skil á helstu atvinnuvegum Íslands og nýtingu náttúruauðlinda.

Ræði um náttúruvernd - náttúruminjar og ferðamannastaði.

Kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði:

Vinni með sögur Ísrael og boðorðin 10.

Vinni með aðventuna og sögur af heilögum Nikulási.

Kunni hugmyndir gyðinga um Messías.

Kunni sögur af bernsku Jesú.

Þekki kraftaverkasögur af Jesú.

Læri um páskahátíðina.

Læri um Passíusálma Hallgríms Péturssonar og ævi hans.

Þekki kristniboð og hjálparstarf kirkjunnar. Ástæður þess og tilgang.

Fræðist um kristnitökuna á Íslandi árið 1000.

Skilji hugtökin virðing, umburðarlyndi, sáttfýsi og fyrirgefning.

Skilji hugtakið heilagur og mismunandi merking þess sem og virðing gagnvart því sem öðrum er heilagt.

Þekki Islam, s.s. guðshús, helgistaðir, helgirit og siði.

Lífsleikni

Sé búinn undir að taka virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi og að takast á við daglegt líf svo þeir geti einir eða í samvinnu við aðra tekið ábyrgar ákvarðanir sem varða þá sem einstaklinga og samfélagið í heild.

Sýni ábyrgð, virðingu og reglusemi.

Læri um reglur í skóla og heima.

Læri um samskipti – tilfinningar.

Kennsluefni

Saga:

Leifur Eiríksson – á ferð með Leifi heppna.

Fyrsta ferðin - saga landafundanna – myndband.

Frá Róm til Þingvalla, lesbók og vinnubók.

Landnámssýning í Reykjavík og Þjóðminjasafn.

Landafræði:

Ísland – veröld til að njóta, lesbók og vinnubók.

Kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði:

Brauð lífsins og vinnubók.

Bókin Islam - að lúta vilja Guðs.

Page 5: 5. bekkur Umsjónarkennarar: Katrín S. Theodórsdóttir, Sigríður … · 2013. 10. 22. · Lausnir verkefna og þrautir: Fái að glíma við stærðfræði daglegs lífs við

5

Lífsleikni

Ég er bara ég.

Ljósrituð verkefni.

SMT - reglur.

Sögurammar og vefir

Leifur Eiríksson – sögurammi: http://www.namsgagnastofnun.is/leifur/index.html

Á leið um landið: www.skolavefur.is

Islandsvefurinn.is

Námsmat

Landafræði:

Tvö próf á önn 30% hvort.

Tvö kortapróf 15% hvort.

Vinnubók 10%.

Saga:

Tvö próf á önn 30% hvort.

Ritgerð 20%.

Vinnubók 20%.

Kristinfræði, siðfræði og trúarbragðafræði:

Virkni 50%.

Vinnubók 50%. Lífsleikni:

Virkni 50%.

Vinnubók 50%.

Náttúrufræði – 3 kennslustundir

Markmið

Markmið að nemandi:

Geri tilraunir með ljós - speglun - ljósbrot - linsur - stækkunargler -rafmagn og notkun þess- stöðurafmagn - hleðslu - segla og segulmögnuð efni -búi til áttavita.

Læri um eðli krafta, um flot, um flug, hljóð og bylgjur og samgöngur

Þekki ríki lífvera og einkenni hvers flokks.

Geti útskýrt hugtökin fæðukeðja og fæðuvefur.

Þekki einkenni og nauðþurftir lífvera og einkennisdýr á hverju svæði.

Beri saman mismunandi landsvæði og áhrif mannsins og umhverfisins á það.

Bera virðingu fyrir lifandi verum, lifnaðarháttum og búsvæðum.

Gera sér grein fyrir að maðurinn er hluti af náttúrunni.

Geti skýrt hvað ljóstillífun er og gildi hennar.

Kennsluefni

Auðvitað, Á ferð og flugi, lesbók og tilraunakassi.

Page 6: 5. bekkur Umsjónarkennarar: Katrín S. Theodórsdóttir, Sigríður … · 2013. 10. 22. · Lausnir verkefna og þrautir: Fái að glíma við stærðfræði daglegs lífs við

6

Lífríkið á landi.

Sögurammar og þemaverkefni

Lokaverkefnið úr Lífríki á landi er hópvinna, þar sem hver hópur vinnur A3 veggspjald úr úthlutuðum kafla úr bókinni. Hver hópur heldur stutta kynningu á sínu verkefni fyrir bekkinn.

Námsmat

Tvær kannanir 30% hver.

Virkni í tímum 10%.

Verkefni 10%.

Vinnubók 20%.

Enska – 3 kennslustundir

Markmið

Markmið að nemandi:

Skilji fyrirmæli kennara, og geti rætt við félaga sína í kennslustofunni á ensku.

Skilji efni á hljómböndum.

Þjálfist í að vinna með orðaforða.

Skilji einfalda texta, barnabækur og ævintýri.

Geti tjáð sig um þætti í námsefninu, t.d. endursögn.

Þjálfist í stafsetningu.

Geti skrifað stuttan texta eftir myndum.

Geti skrifað stuttan texta um viðfangsefnið.

Kennsluefni

Lesbækur og vinnubækur: Portfolio, Speak out, Work out, My Portfolio Collection, Vinnubókin Hickory. 1. hefti í Winnie the Witch og léttlestrarbækur.

Ýmis fjölrituð verkefni af netinu og úr bókunum A,B,C.

Hlustun og myndbönd.

Samlestur á Walt Disney bókum.

Námsmat

Þrjú orðaforðapróf 5% hvert

Tvö kaflapróf 30% hvort

Vinnubók 15%

Virkni 10%

Tjáning og framsögn – 1 kennslustund

Markmið

Markmið að nemandi:

Geri greinarmun á orsök og afleiðingu, skoðun og staðreyndum og geti tjáð skoðanir sínar á ákveðnu málefni.

Segi skýrt og skipulega frá.

Page 7: 5. bekkur Umsjónarkennarar: Katrín S. Theodórsdóttir, Sigríður … · 2013. 10. 22. · Lausnir verkefna og þrautir: Fái að glíma við stærðfræði daglegs lífs við

7

Læri grunnatriði framsagnar og hljóti æfingu í að beita henni.

Lesi upp og flytji frumsamda texta eða texta eftir aðra.

Flytji ræður um ýmis málefni.

Geti í hópi notað stutta leikspuna út frá námsefni.

Geti túlkað athafnir og hlutverk í litlum leikþáttum.

Kennsluefni

Ýmis tilfallandi verkefni.

Kennslubækur ýmissa greina.

Námsmat

Skrifleg umsögn í annalok þar sem lagt er mat á frumleika, túlkun (framsögn, framkoma), samstarfshæfni og hlustun.

Samvera/samsöngur – 1 kennslustund

Markmið

Markmið að nemandi:

Geti sett saman og flutt eigin dansa eða hreyfimynstur við eigin tónlist eða annarra.

Geti sungið fjölbreytt lög sem gera auknar kröfur um stjórnun á tónhæð, skýran

textaframburð og öndun.

Geti túlkað þekkt lög samkvæmt eðli lags og texta.

Geti sungið íslensk þjóðlög, sönglög íslensk og erlend, árstíðabundin lög og hátiðabundin.

Þekki valin íslensk tónskáld.

Geti túlkað hlutverk í litlum leikþáttum.

Geti túlkað athafnir með látbragði.

Geti tekið þátt í að skipuleggja leikrænt ferli þar sem rými, hljóð og aðrir möguleikar

leikhússins eru nýttir.

Geti sett fram hugmyndir um hvernig má bæta eigin verk og annarra.

Hafi með þátttöku í spuna öðlast kjark til að spinna hreyfingu og/eða hreyfimynstur við

fjölbreytta tónlist.

Kunni tískudans sem er vinsæll hverju sinni.

Þekki og geti skilgreint tiltekna dansa í tengslum við tónlist og þekki breidd dansins.

Kennsluhættir

Kennslustundin er unnin í samvinnu tónmenntakennara, danskennara og umsjónarkennara.

Unnið er að undirbúningi á samverustund þar sem foreldrum og skólafélögum er boðið að

koma og horfa á bekkinn setja upp litla skemmtun. Samverustund er einu sinni á önn. Ásamt

því taka nemendur þátt í samsöng á sal.

Kennsluefni

Tilfallandi efni sem hentar tilefninu.

Page 8: 5. bekkur Umsjónarkennarar: Katrín S. Theodórsdóttir, Sigríður … · 2013. 10. 22. · Lausnir verkefna og þrautir: Fái að glíma við stærðfræði daglegs lífs við

8

Námsmat

Gefin er skrifleg umsögn í lok anna um frumkvæði, þátttöku og virkni.

Tónmennt – 1 kennslustund

Markmið

Markmið að nemandi:

Geti leikið á algengustu skólahljóðfæri.

Geti á einfaldan hátt leikið á hljóðfæri undir söng.

Geti túlkað þekkt lög samkvæmt eðli lags og texta.

Geti sungið íslensk þjóðlög og sönglög.

Geti sungið erlend lög og þjóðlög.

Geti sungið árstíðar- og hátíðarbundna söngva.

Hafi innsýn í einkenni sönglaga frá mismunandi menningarsvæðum.

Kennsluefni

Námsefni fyrir fimmta bekk í tónmennt.

Verkefnabækur fyrir 5. bekk.

Háskaleikur/DVD, spurningaleikur.

Hljóðspor.

Hljóðfæri sem tilheyra tónlistarstofu, mynddiskar og hlustunarefni.

Sögurammar og vefir

tonlist.is

Námsmat

Metin er virkni, frumkvæði, frammistaða og framfarir.

Metið er hvort nemandi fari að fyrirmælum.

Umsögn gefin í lok anna í janúar og júní.

Íþróttir – 2 kennslustundir

Markmið

Markmið að nemandi:

Þjálfist í grófhreyfingum eins og handstöðu upp við vegg, samsettum hreyfingum eins og handstöðuveltu, kollhnís, sippa.

Læri nýja leiki sem veita útrás fyrir hreyfiþörf og efla samspil skynjunar

Þjálfist í undirstöðuatriðum hóp – og einstaklingsíþrótta, s.s. körfuknattleiks og knattspyrnu, frjálsíþrótta og fimleika.

Taki þátt í leikjum sem efla hraða og viðbragð.

Taki stöðluð próf til að meta eigið líkamshreysti.

Læri að leysa úr ágreiningi sem upp getur komið í íþróttum

Læri að bera virðingu fyrir mismunandi getu félaga sinna.

Taki þátt í útivist og íþróttum þar sem m.a. þarf að taka tillit til veðurs og fatnaðar.

Page 9: 5. bekkur Umsjónarkennarar: Katrín S. Theodórsdóttir, Sigríður … · 2013. 10. 22. · Lausnir verkefna og þrautir: Fái að glíma við stærðfræði daglegs lífs við

9

Mæti ávallt með íþróttaföt og taki þátt.

Viðfangsefni

Teknar verða fyrir ýmsar æfingar sem þjálfa upp gróf- og fínhreyfingar t.d. boltaleikir sem krefjast samvinnu, höfuðstaða, jafnvægisæfingar með ýmsum afbrigðum o.s.frv.

Þjálfun í æfingum fyrir hinar ýmsu íþróttagreinar s.s. körfu- og handknattleik, knattspyrnu, badminton og blak.

Unnið verður með ýmsa leiki s.s. eltingaleiki, liðaleiki og boltaleiki.

Farið yfir helstu líkamsæfingar t.d. rétta og beygja, réttstöðu, bolvindu og armbeygjur.

Námsmat

Einkunn er gefin við annaskipti og einkunn og umsögn að vori um framvindu nemenda.

Kennaraeinkun gildir 50% þ.e. ástundun, færni og virkni í tímum sem metið er jafnt og þétt yfir veturinn.

Fjölþrepapróf gildir 15%

Þrekpróf gildir 15%

Liðleikapróf 10%

Langstökk án atrennu 10%

Sund – 1 kennslustund

Markmið

Markmið að nemandi:

Fái markvissa sundkennslu og verði færir um að bjarga sjáfum sér og öðrum.

Skilji mikilvægi reglubundnar sundiðkunar og geti nýtt sér sundið sem líkams- og heilsurækt.

Þjálfist í æfingum sem viðhalda og bæta samhæfingu hreyfinga.

Þjálfist í fjölbreyttum æfingum sem leggja grunn að bættri færni.

Ljúki sundstigi sem hæfir þeirra aldri, þannig að þegar nemandi lýkur grunnskóla hafi hann lokið 10 sundstigum.

Viðfangsefni

5. Stig.

Bringusund.

Skólabaksund.

Skriðsund.

Baksund.

Flugsundsfótatök, með eða án hjálpartækja.

25m skólabaksund.

25m skriðsund með sundfit.

12m baksund.

Stunga af bakka.

Sækja hlut á 1-2 m dýpi eftir 5 metra sund.

Að troða marvaða í 20 – 30 sek.

Námsmat

Einkunn er gefin við annaskipti og einkunn og umsögn að vori um framvindu nemenda.

Við gerð námsmats er höfð til hliðsjónar 5. sundstig sem gildir 60%.

Skólaeinkunn er 40% þ.e.a.s. virkni, áhugi, ástundun og framfarir nemenda.

Page 10: 5. bekkur Umsjónarkennarar: Katrín S. Theodórsdóttir, Sigríður … · 2013. 10. 22. · Lausnir verkefna og þrautir: Fái að glíma við stærðfræði daglegs lífs við

10

List- og verkgreinar eru kenndar í lotum 6 kennslustundir á viku í 6 vikur.

Myndmennt

Markmið

Markmið að nemandi:

Geti tjáð á sjónrænan hátt eigin skoðanir, tilfinningar og hugarheim.

Geti nýtt sér hugtök og heiti sem tengjast lögmálum og aðferðum verkefna hverju sinni.

Vinni með tví- og þrívíð form, munstur.

Læri um neikvætt og jákvætt rými í þrykki.

Þjálfist í teikningu með áherslu á kyrrð og hreyfingu og sjónarhorn á myndfleti.

Vinni myndverk byggða á þekkingu í litafræði.

Þekki myndlist frá mismunandi tímum.

Skoði tengsl handverks og nútímalistar.

Tileinki sér vönduð vinnubrögð og frágang, virðingu fyrir efnum og áhöldum.

Tileinki sér góða umgengni.

Kennsluefni

Listaverkabækur.

Ljósrit.

Umhverfið.

Sögurammar og vefir

náms.is

Námsmat

Metin er virkni, áhugi, frumkvæði, sköpun og framfarir.

Metið er hvort nemandi geti farið eftir fyrirmælum og tileinkað sér sjálfstæði í vinnu.

Hvernig framkoma nemanda er við kennara og samnemendur.

Regluleg endurgjöf í tímum.

Verkmappa.

Í lokin fara nemandi og kennari saman yfir verkefnin.

Sjálfsmat og kennaramat í lok smiðju. Matið er skráð í Mentor undir námsframvindu.

Textílmennt

Markmið

Markmið að nemandi:

Læri að fitja upp og að prjóna garðaprjón.

Prjóni verkefni eftir uppskrift grifflur eða ennisband.

Læri að fella af og ganga frá lausum endum. Þjálfist í að sauma út t.d. krosssaum, telja út og sauma eftir fyrirmynd.

Tileinki sér vönduð vinnubrögð og frágang og beri virðingu fyrir efnum og áhöldum.

Kennsluefni

Alls kyns bækur og blöð um handmennt.

Internetið.

Page 11: 5. bekkur Umsjónarkennarar: Katrín S. Theodórsdóttir, Sigríður … · 2013. 10. 22. · Lausnir verkefna og þrautir: Fái að glíma við stærðfræði daglegs lífs við

11

Námsmat

Metin er virkni, frumkvæði, hugmyndavinna, frammistaða og framfarir.

Einnig að nemandi geti tileinkað sér fyrirmæli frá kennara.

Endurgjöf í tímum.

Sjálfsmat og kennaramat í lok smiðju. Matið er skráð í Mentor undir námsframvindu.

Hönnun og smíði

Markmið

Markmið að nemandi:

Handverk

Hafi notað hefil og þekki að heflar eru af mismunandi gerðum.

Smíða hlut með einfaldri rafrás og rofa.

Þekki helstu verkfæri sem notuð eru þegar unnið er í blautan við.

Hafi kynnst fjölbreyttum smíðaefnum, s.s. krossvið, málmum og plasti, og notað í verkefnum.

Hönnun

Hafi rætt um orkuhugtakið og viti hvað það merkir.

Geti fundið einfaldar lausnir á hönnunarvanda.

Geti skreytt gripi sína á persónulegan hátt.

Einstaklingur og umhverfi

Þekki algengan íslenskan trjávið og hafi notað í smíðaverkefni.

Hafi lært að nota heyrnarhlífar, vinnuvettlinga og öryggisgleraugu þar sem það á við.

Hafi fengið tilfinningu fyrir því hvað er vel gert og hvað ekki.

Hafi tamið sér að gera alltaf sitt besta.

Kennsluefni

Verkefnamöppur.

Ýmsar bækur.

Verkefni af neti.

Námsmat

Símat kennara, þ.e. hugmyndaauðgi og hönnun

Umgengni.

Verkfærni og vandvirkni.

Iðni og afköst.

Sjálfsmat og kennaramat í lok smiðju. Matið er skráð í Mentor undir námsframvindu.

Page 12: 5. bekkur Umsjónarkennarar: Katrín S. Theodórsdóttir, Sigríður … · 2013. 10. 22. · Lausnir verkefna og þrautir: Fái að glíma við stærðfræði daglegs lífs við

12

Heimilisfræði

Markmið

Markmið að nemandi:

Geti tjáð sig á einfaldan hátt um heilbrigða lífshætti.

Farið eftir einföldum leiðbeiningum.

Geti matreitt einfaldar og hollar máltíðir.

Geti unnið sjálfstætt eftir uppskriftum.

Farið eftir leiðbeiningum um hreinlæti.

Geti nýtt ýmsa miðla til að afla upplýsinga um einfaldar uppskriftir.

Geti skilið einfaldar umbúðamerkingar.

Geti tjáð sig á einfaldan hátt um jákvæð samskipti við borðhald, helstu hátíðir Íslendinga, siði sem þeim fylgja og þjóðlegan mat.

Kennsluefni

Gott og gagnlegt lesbók.

Gott og gagnlegt vinnubók.

Námsmat

Umgengni og ástundun.

Verkefni metin.

Sjálfstæði í vinnubrögðum.

Fari eftir fyrirmælum.

Sjálfsmat og kennaramat í lok smiðju. Matið er skráð í Mentor undir námsframvindu.

Tæknimennt

Markmið

Markmið að nemandi:

Fái áframhaldandi þjálfun í fingrasetningu á lyklaborði, tileinki sér blindskrift og rétta líkamsbeitingu.

Fái þjálfun í vinna fjölbreytileg verkefni á tölvur

Geti búið til eigin skjöl í forritum ss. Paint, Word, Excel og fl. og vistað þau með skipulegum hætt i eigin möppur.

Geti geymt eigin verkefni á tölvutæku formi með skipulögðum hætti.

Fái grunnþjálfun í að nota ritvinnsluforrit, töflureikni og umbrotsforrit.

Geti skeytt myndum inn í texta á tölvutæku formi.

Fái æfingu í að færa efni milli mismunandi forrita td. mynd úr teikniforriti í önnur forrit.

Fái kynningu á notkun netsins og helstu venjum og reglum sem lúta að því.

Sýni frumkvæði og sjálfstæði í vinnu.

Kennsluefni

Verkefni sem kennari leggur til í tímum.

Helstu forrit:

o MS Paint.

o Microsoft Office Word.

o Micosoft Office Excel.

Page 13: 5. bekkur Umsjónarkennarar: Katrín S. Theodórsdóttir, Sigríður … · 2013. 10. 22. · Lausnir verkefna og þrautir: Fái að glíma við stærðfræði daglegs lífs við

13

o Microsoft Office Publisher.

o Pivot.

o Notuð eru forrit á vef Námsgagnastofnunnar.

o Vefskoðarar.

Kennsluhættir

Nemendur vinna verkefni þar sem miklar kröfur eru gerðar til þeirra um góð og vönduð

vinnubrögð.

Nemendur geti sótt upplýsingar og efni sem þeir þarfnast frá hinum ýmsu miðlum.

Nemendum kennt að nota tölvutækni til að létta sér störfin.

Námsmat

Umgengni og ástundun.

Verkefni metin.

Sjálfstæði í vinnubrögðum.

Fari eftir fyrirmælum.

Sjálfsmat og kennaramat í lok smiðju. Matið er skráð í Mentor undir námsframvindu.

Upplýsingamennt

Markmið

Markmið er að nemandi:

Viti að fræðsluefni á skólasafninu er flokkað eftir ákveðnu kerfi.

Kunni á leitar- og útlánskerfi safnsins.

Geti notað efnisyfirlit og skrár, s.s. atriðaorðaskrá og nafnaskrá í fræðibókum.

Geti leitað heimilda í bókum, gagnagrunnum ( Gegnir.is) og neti.

Hafi tök á leitarlestri.

Geti fundið lykilorð í texta.

Sýni frumkvæði og sjálfstæði í vinnu.

Kennsluefni

Ýmis bókasafnsverkefni.

Námsmat

Umgengni og hegðun.

Mat á verkefnum.

Sjálfstæði í vinnubrögðum.

Fari eftir fyrirmælum.

Sjálfsmat og kennaramat í lok smiðju. Matið er skráð í Mentor undir námsframvindu.

Page 14: 5. bekkur Umsjónarkennarar: Katrín S. Theodórsdóttir, Sigríður … · 2013. 10. 22. · Lausnir verkefna og þrautir: Fái að glíma við stærðfræði daglegs lífs við

14

Art-félagsfærni

Markmið

ART- færniþjálfun er ætlað að þjálfa leiðir til að eiga góð og árangursrík samskipti. Að læra

leiðir til að eiga samskipti á þann hátt sem virkar fyrir nemanda bæði við fullorðna og

jafnaldra. Markmið að fyrirbyggja ofbeldi og kenna leiðir til þess að leysa samskipta-,

tilfinninga- og hegðunarvanda.

ART- færniþjálfunin skiptist í þrjá meginþætti; félagsfærni, sjálfsstjórn og siðferðiskennslu.

Markmið er að nemandi:

Í félagsfærni:

Læri samskiptafærni sem hjálpar honum til að takast á við ýmsar tilfinningar og ná

betri árangri í samskiptum. Nemandi fær ,,verkfæri” sem auka færni hans til þess að

takast á við daglegt líf. Nemandi kynnist leiðum og lærir aðferðir til að takast á við

raunaðstæður. Unnið er með heildarþroska nemandans.

o Kennsluaðferðir:

Sýnikennsla.

Hlutverkaleikir.

Endurgjöf.

Yfirfærsla.

Í sjálfsstjórn (reiðistjónun):

Læri að bregðast við árekstrum með því að þekkja hvað kveikir reiði. Að nemandi læri

að átta sig á því hvað gerist innra með honum þegar hann reiðist. Að læra að þekkja

viðbrögð við reiði og hugsanlegar afleiðingar. Unnið er út frá tilfinningum og

hugsanavillum nemandans.

Læri að þekkja tilfinningar sínar.

Læri leiðir til að koma í veg fyrir að missa stjórn á sjálfum sér.

Læri leiðir til þess að hugsa í lausnum.

Í siðferðiskennslu:

Þjáfist í að greina rétt frá röngu. Rökræður um siðferðisleg gildi í gegnum klípusögur.

Annars vegar sögur sem tilheyra námsefninu og hins vegar sögur úr reynsluheimi

nemenda.

o Kennsluaðferðir:

Klípusögur.

Skotakort.

Umræður.

Kennsluefni

Art - námsefnið.

Page 15: 5. bekkur Umsjónarkennarar: Katrín S. Theodórsdóttir, Sigríður … · 2013. 10. 22. · Lausnir verkefna og þrautir: Fái að glíma við stærðfræði daglegs lífs við

15

Námsmat

Þátttaka og virkni.

Sjálfsmat og kennaramat í lok smiðju. Matið er skráð í Mentor undir námsframvindu.