air d'islande 2015

15
ÍSLENSK SAMTÍMAMENNING Í FRAKKLANDI

Upload: ari-allansson

Post on 07-Apr-2016

229 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

Kynningarskjal Air d'Islande hátíðarinnar í París 20015

TRANSCRIPT

Page 1: Air d'Islande 2015

ÍSLENSK SAMTÍMAMENNING Í FRAKKLANDIFESTIVAL DE LA CULTURE ISLANDAISE

Page 2: Air d'Islande 2015

2

FESTIVAL DE LA CULTURE ISLANDAISE

Yfirlit

s. 3 . Kynning á verkefninu

s. 4 . Leiðari 2015

s. 5 . Hátíð 2015 - Dagskrá

s. 6 . Nokkrar dagsetningar

s. 7 . Vistaskipti listafólks

s. 8 . Þáttaka annara norðurlanda

s. 9 . Gestir Air d’Islande

s. 10 . Árið um kring

s. 11 . Fjölmiðlar og markaðssetning

s. 12 . Upplýsingar

s. 13 . Samstarfsaðilar

s. 14. Starfsfólk

s. 15. Hafið samband

Page 3: Air d'Islande 2015

Hátíð Air d’islAndeÍSLENSK MENNING Í FRAKKLANDI

Air d’Islande verkefnið var stofnað 2007 í þeim tilgangi að kynna íslenska samtímamenning í París og í Frakklandi. Á hátíðinni er boðið upp á tónlist, samtímalist, kvikmyndir; bókmenntir og leikhús, ásamt fleiru.

Hátíðin er haldin í upphafi hvers árs og fer fram á nokkrum stöðum í París; Centre Pompidou, Cinématheque Francaise, Le Point Ephémère, Instuut Finlandais, og fleiri stöðum.

Undanfarin ár hefur Air d’Islande boðið ges-tum sínum upp á fjölbreytta dagskrá þar sem fram hafa komið listamenn sem eru þekktir á alþjóðlegum markaði, ásamt listafólki sem er minna þekkt utan landsteinana. Á þennan hátt hefur Air d’Islande skapað sér nafn sem hátíð þar sem gestir geta uppgvötað eitthvað nýtt og ferskt frá Íslandi, ásamt því sem þeir geta notið þess sem betur þekkt listafólk hefur upp á að bjóða.

Þetta er mikilvægur þáttur í velgengni Air d’Islande; að bjóða upp á vandaða dagskrá sem vekur áhuga fólks og laðar til sín spen-nandi og áhugaverða samstarfsaðila.

Air d’islande vinnur að því að koma íslenskri samtímamenningu á framfæri í Frakklandi og styrkja menningarleg tengsla landanna á milli.

FESTIVAL DE LA CULTURE ISLANDAISE

3

Page 4: Air d'Islande 2015

4

FESTIVAL DE LA CULTURE ISLANDAISE

stutt kynning :Á 7. hátíð Air d’Islande þá bjóðum við hinum norðurlöndunum að vera með í ríkari mæli en áður. Samstarfið við finnsku menningarstofnunina í París heldur áfram frá síðustu hátíð, samstarf hefur náðst við La Maison de Danemark (dönsku menningarst-ofnunina), og einnig er samstarf varðandi sænska listamenn við Centre Culturel Suedois. Í dagskrán-ni verður að finna kvikmyndir frá norðurlöndunum; boðið verður upp á danska hljómsveit og finnska, ásamt ýmsu öðru frá norðurlöndunum.

Unandfarin 2 ár hefur Air d’Islande unnið að því að koma á vistaskiptum listafólks á milli Íslands og Fr-akklands, og verður boðið upp á afraksturs þeirrar vinnu á hátíðinni. Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jóhansson koma fram á Pompidou- safninu á hátíðinni, og er það í samstarfi við RIFF hátíðina í Reykjavík, og Hors Pistes hátíðina á Pompidou. Einnig verða sýnd verk 2 sænskra listamanna; Ma-lin Petterson Öberrg og My Lindh, en þær höfðu vin-nuaðstöðu í listamiðstöðinni Skaftfelli, síðastliðið sumar.

Tónleikahluti hátíðarinnar verður með stærra sniði en undanfarin ár og verður boðið upp á 4 tónleikakvöld. Þrjú kvöld verða haldin á Le Point Ephémère eins og undanfarin ár, og bætist fjórða kvöldið nú við á Garage Mu. Alls koma fram 8 hljómsveitir og er eitt tónleikakvöldið haldið í sam-starfi við Iceland Airwaves hátíðina í Reykjavík, un-dir nafninu “Soirée Iceland Airwaves à Paris”.

2015

Kvikmyndahluti Air d’Islande 2015 verður mjög spennandi en hátíðin hefur eignast nýjan samstarfsaðila sem er Cinématheque Francaise, en það er ein merkasta kvikmyndastofnun heims. Boðið verður upp á nýjar og spennandi kvikmyndir frá norðurlöndunum, og er áherslan lögð á að kyn-na nýjar kvikmyndir og spennandi leikstjóra.

Aðrir dagskrárliðir verða kynningar á bókmenntum frá norðurlöndum; Air d’Islande framleiðir einnig seríu af stuttum heimildarmyndum í samstarfi við Finnsku menningarstofnunina þar sem fjallað er um íslendinga og finna sem búa á afskekktum stöðum á norðurlöndunum, ásamt því sem að fólki gefst tækifæri til þess að smakka mat, læra að prjóna, og fleira skemmtilegt.

Page 5: Air d'Islande 2015

5

FESTIVAL DE LA CULTURE ISLANDAISE

Point ephémèreHáTíðin opnar Opin lokinæfing á sýningu á sýnin-gu Ernu Ómarsdóttur & Valdimar Jóhannssonar. Að sýningu lokinni verður boðið upp á veitingar.24. Janúar 2015

tÓnlisticeland Airwaves kvöld í Parií : Kælan Mikla (is)neøv (Fin) Darkness Falls (DE)29. Janúar 2015, kl. 20

low Roar (is)Rökkuró (is)30. janúar 2015, kl. 20

sóley (is)Mammút (is)31. Janúar 2015, kl. 20

Garage Mu tÓnlistlazyblood (Erna Ómarsdóttir & Valdimar Jóhannsson) (is)+ 1 frönsk hljómsveit23. Janúar 2015

Centre Pompidousýning / PERFORMAncEshalala // Erna Ómarsdóttir & Valdimar Jóhannsson (is)25 Janúar 2015, kl. 20Í samstarfi við Hors-Pistes hátíðina og RIFF- hátíðina.

la Cinémathèque FrançaiseKViKMynDiRÚrval af íslenskum stuttmyndum eftir Hlyn Pálmason, guðmund Arnar guð-mundsson og Jörund Ragnarsson.5. febrúar 2015

institut FinlandaisFinnsk- íslenskur dagur7. febrúar 2015

Málþingconférence sur les sagas islandaises par François Emion, professeur à Paris VI

KViKMynDiRsýnt verður úrval af nýjum kvikmyn-dum frá norðurlöndunum.5, til 8 febrúar.

stuttmyndir frá Finnalndi.Í samstarfi við Tampere kvikmyndahátíðina

BÓKMEnttiR / HEiMilDARMynDiR- Kynning á þýðingu bókar Andra snæs Magnasonar : “love star”- Heimildarmyndin“Draumalandið”Í samstarfi við Zulma útgáfuna

sAMtíMAlistVerk eftirstéphanie solinas (FR) Malin Pettersson Öberg (sE)My lindh (sE)

sería af heimildarmyndum um fólk sem býr á eyjum á norðurslóðum - framleitt af Air d’islande

MAtARKynningíslenskir og finnskir þjóðlegir réttir eru á boðstólum.

dagskrá

Page 6: Air d'Islande 2015

6

FESTIVAL DE LA CULTURE ISLANDAISE

stiklað á nokkrum dagsetningum2008 : Hátíðin haldin í fyrsta skipti í desember. Dagur Kári Pétursson var heiðursgestur ásamt Sólveigu Anspach.

2010 : + Ólöf Arnalds, Hildur guðnadóttir og Valgeir sig-urðsson komu fram á tónleikahlutanum.+ Verk libiu castro og Ólafs Ólafssonar kynnt (þau voru fulltrúar íslands á Feneyjartvíæringnum 2010))

2011 : Cinéma, musique et ateliers. + lay low, Feldberg et Hjaltalín à la Flèche d’Or.+ sérstakur dagskrárliður; heimildarmyndir um íslenska tónlist

2012 : Hátíðin haldin í París og Chessy (50 km fyrri utan

París) Samstarf við Iceland Airwaves hátíðina.+ Rúri, í l’Espace 315

2013 : Hátíðin haldin í París og í nantes+ Verk gabríelu Friðriksdóttur sýnd+ Sérstakur dagur tileinkaður íslenskum konum

Air d’islande 2014 :+ Samstarf við Hors-Pistes á centre Pompidou og Reykjavik international Film Festival (RiFF) og er listakonuninni Ásdísi Sif Gunnarsdóttur boðið að koma fram á centre Pompidou.

+ Tónleikakvöld á Point Ephémère í samstarfi við iceland Airwaves hátíðina, þar sem eitt tónleikakvöld er kynnt sem “Soirée Iceland Airwaves à Paris”.

+ samstarf við finnska menningarhúsið í París kynntar er íslenskar og finnskar kvikmyndir; bókmenntir, málþing um prjónaskap, ásamt matarkynnin-gu.

+ Vistaskipti listafólks á milli Frakklands og íslands, í samstarfi við le Point Ephémère, la Forge, og síM.

Page 7: Air d'Islande 2015

7

FESTIVAL DE LA CULTURE ISLANDAISE

Vistaskiptin hafa verið skipulögð og farið fram í samstarfi við SÍM, La Forge í París, Le Point Ephémère, Icelandair, KEX Hostel. Air d’Islande hefur einnig sett upp vistaskipti á milli Svíþjóðar og Íslands og hafa sænskir lis-tamenn dvalist í Skaffelli, sumarið 2014. Þess má geta að AIr d’Islande vinnur einnig að því að setja upp hátíð í Stokkhólmi, vorið 2014.

Það er mikilvægur hluti af vistaskiptunum að Air d’Islande getur boðið listafólkinu upp á möguleikan á því að setja upp sýningu, þegar vist er lokið. Í því samhengi er mikilvægt að listafólkið fái tíma til að vinna úr reynslu sinni varðandi vistaskiptin og eru vistaskiptin sett upp með langtímamarkmið í huga. Mikilvægt er að þau séu varanleg og að samstarfið sé byggt upp skref af skrefi, á þann hátt kemur Air d’Islande að framleiðslu verka listafólks sem fjalla um og tengjast íslenskri menningu yfir langt tímabil og hefur því einstaka möguleika þegar kemur að því að bjóða upp á sýningu fyrir franskan almenning.

Menningartengsl Helsta markmið Air d’Islande verkefnisins er að vekja athygli á íslenskri samtímamenningu og kveikja áhuga hjá frökkum í garð hennar. Til að ná þessu takmarki stendur Air d’Islande fyrir hátíð á hverju ári, og hefur einnig komið á vistaskiptum listafólks á milli landanna. Undanfarin ár hefur Air d’Islande tekið á móti yfir 30 íslenskum hljómsveitum, skipulagt málþing og ráðstefnur þar sem fjallað er um íslenska samtímamenningu og hún kynnt fyrir frönskum gestum og hefur flestum þáttum hennar verið gerð skil; s.s. tónlist, kvikmyndir, samtímalist, leikhúsi, bókmenttum, ofl. Einnig hafa þættir eins og íslenskur prjónaskapur ver-ið kynntir fyrir frönskum almenningi, matarkyn-ningar hafa verið haldnar, ofl.

Vistaskipti listafólks

Í kjölfarið á vistaskiptum listafólks á milli Íslands og Frakklands hafa orðið til verk sem sýnd eru á hátíð Air d’Islande, og fyrirhuguð er stór sýn-ing seinni hluta árs 2015 þar sem þeirri vinnu verða gerð góð skil. Frönskum almenningi gefst þá tækifæri til að fræðast um Ísland, og sjá land og þjóð með augum fransks listfólks.

Teikning eftir Anne Herzog, hún hafði vinnuaðstöðu á Point Ephémère 2013 á vegum Air d’Islande hátíðarinnar.

Page 8: Air d'Islande 2015

8

FESTIVAL DE LA CULTURE ISLANDAISE

norðurlöndin taka þátt

Samstarf við hin norðurlöndin hefur vaxið janft og þétt undanfarin ár og verður framhald á því á hátíðinni 2015. Hluti af dagskrá hátíðarinnar fer fram í húsakynnum finnsku menningarst-ofnunarinnar í París, samstraf er við La mai-son de Danemark varðandi tónleikadagskrána og kynningu á viku tileinkaðri danskri hönnun sem fram fer í Maison du Danemark, ásamt því sem samstarf er við IASPIS í Svíþjóð, var-ðandi vistaskipti sænsks listafólks í Skaffelli, og listafólki á vegum Skaftfells, sem boðið er upp á vist í Stokkhólmi, á vegum NKF (Nord-iska konstförbundet).

Air d’Islande hefur íslenska samtíma- mennin-gu sem þungamiðju dagskránnar, en samstar-fið við hin norðurlöndin hefur þróast í kjölfarið á eftirspurn frá frökkum (áhorfendum, samstarf-saðilum), en mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að á frönskum markaði, þá eru norðurlön-din oft og tíðum séð sem eitt menningarsvæði. Það verður þó að geta þess, að mikilvægt er að á dagskrá Air d’Islande, er íslensk menning í fyrirrúmi, á sama tíma og samstarfinu eru gerð góð skil.

Norska tónlistarkonan Therese Aune á Point Ephémère á Air d’Islande hátíðinni 2013

Page 9: Air d'Islande 2015

9

FESTIVAL DE LA CULTURE ISLANDAISE

stuðlað að uppfræðslu

Á þessu ári hefur Air d’Islande skipulagt í sam-starfi við menntaskóla í Romaniville (rétt fyrir utan París) námskeið og vinnustofur sem fjalla um Ísland og menningu þess. Nemendum er boðið sérstaklega á ýmsa dagskrárliði Air d’Islande, ásamt því sem Air d’Islande hefur aðstoðað skólan við söfnun til handa nemen-dumnum, svo þeir geti heimsótt Ísland sumarið 2015.

HátíðargestirUppselt var á tónleikahluta Air d’Islande 2014 ásamt því sem að aðrir dagskrárliðir voru vel sóttir. í boði voru tónlist, kvikmyndir, samtímal-ist ásamt öðrum viðburðum. Tónleikahlutinn laðar að sér gesti á aldrinum 18 - 35 ára, á meðan kvikmyndahlutinn og samtímalistin dre-gur að sér gesti sem eru eldri (25 - 55 ára). Meirihluti gesta Air d’Islande hefur áhuga á því að ferðast til landsins, eða hefur áður sótt landið heim. Hluti af dagskrá Air d’Islande er ókeypis og er það gert til að hátíðin sé aðgengileg sem fles-tum, einnig fólki sem hefur ekki mikið fé á milli handanna en vill fræðast um Ísland og men-ningu þess.

Málþing og samfélagsleg mál

Á hátíðinni hafa verið skipulögð málþing sem snerta samfélagsleg mál á Íslandi og men-ningu almennt. Air d’Islande kemur þannig til móts við hluta hátíðargesta sem hafa áhuga á íslensku samfélagi og innviðum þess, ásamt því að vera forvitin um íslenska menningu.

Uppi : Kvikmyndasýningar Air d’Islande Filmothèque eru vel sóttarNiðri : Í finnsku menningarstofnuninni á Air d’Islande 2014

Page 10: Air d'Islande 2015

10

FESTIVAL DE LA CULTURE ISLANDAISE

FerðamennskaÁhugi er fyrir því hjá gestum og þeim sem fyl-gja eftir Air d’Islande hátíðinni að ferðast til Ís-lands. Air d’Islande hefur hafist handa við að skoða hvernig hægt er að bjóða þeim sem Air d’Islande nær til, að ferðast til Íslands.

árið um kring

tímarit og samskiptamiðlar

Air d’Islande er á Facebook og Twitter og upp-færir á hverjum degi. Air d’Islande fjallar um það sem er efst á baugi í íslenskri samtímamen-ningu hverju sinni, ásamt því sem Air d’Islande kynnir fyrir frökkum þegar íslenskt listafólk kemur fram í Frakklandi. Air d’Islande heldur einnig úti veftímariti þar sem birt eru viðtöl og greinar við listafólk sem tengist hátíðinni.

Vistaskipti

Air d’Islande stuðlar að vistaskiptum fyrir listafólk og fer það starf fram, árið um kring.

Aðrir viðburðir

Air d’Islande hefur samstarf við aðrar hátíðir og viðburði hvað varðar kynningu og skipulagnin-gu, þegar íslensku listafólki er boðið að koma fram í Frakklandi. Hlutverk Air d’Islande getur verið breytilegt, eftir því hverjar óskir samstarf-saðila eru hverju sinni.

Page 11: Air d'Islande 2015

11

FESTIVAL DE LA CULTURE ISLANDAISE

FJÖLMIÐLAR

dAGBlÖð :

- Frakkland : Libération, A Nous Paris, Télé-rama, Vogue, Le Monde, Tsugi, Le Parisien, 20 Minutes, Métro, Direct Matin, Les Inrockupti-bles, Le Point, Ouest France, Chronic’Art, Trax, Longueur d’Ondes, Art Nord, Wad, L’Evènementiel...

- ísland : Morgunblaðið, Vísir, Fréttablaðið

ÚtVArP :

Oui FM, Radio Nova, Radio Campus Par-is, France Inter, Le Mouv’, RFI, France Info, France Bleu, FIP ...

VeFtíMArit : France Inter, Paris Première, Deezer, Spotify, Blogothèque, Métro France, Ferarock, Info Concert, Concert & Co Les Balades Sonores, Fluctuat.net, Inrocks.com, Indiepoprock, Pop-news, Wow Magazine, Hartzine, The Drone, Grandcrew, RockNFoll, AlloMusic, Le HibOO, W-HY, Artistik Rezo, Novorama, Discordance.

Fjölmiðlar og markaðsmál

PRENTAÐ

Air d’islande - Hátíðarbæklingur 5000 eintök.- Flyer 5000 eintök. - Plakat A3 300 eintök.le Point Ephémère- Almenn dagskrá 5000 eintök. - Flyer 3000 eintök.Finnska menningarstofnunin - Dagskrá 3500 eintök.

VEFUR

Air d’islande- Fréttabréf 2500 viðtakendur spécialisés pub-lic et journalistes Islande-France - Relai com-munication sur Facebook (2000 fylgjendur), Twitter (390 fylgjendur).icelandair- Fréttabréf 5000 viðtakendur) sendiráð íslands í Frakklandi- Fréttabréf 3000 viðtakendurFinnska menningarstofnunin í París- Fréttabréf 2800 viðtakendur ”Air d’Islande Festival”

Grein í Dazed Digital, 2011>> greinin á netinu

“Le rock islandais bouillone encore” Grein í Liberation, 9 apríl 2012>> greinin á netinu

Page 12: Air d'Islande 2015

12

FESTIVAL DE LA CULTURE ISLANDAISE

stiklað á stóru

Air d’islande er :

30 tónleikar

100 listamenn

50 Kvikmyndasýningar

1 leikverk

5 listasýningar

10 sýningarstaðir

5 Borgir

1 Dagur helgaður íslenskum konum

10 Matarkynningar

30 samstarfsaðilar

yfir 10.000 Hátíðargestir frá upphafi

Page 13: Air d'Islande 2015

13

FESTIVAL DE LA CULTURE ISLANDAISE

Partenairessamstarfsaðilar:

Fjölmiðlar:

Page 14: Air d'Islande 2015

14

FESTIVAL DE LA CULTURE ISLANDAISE

CLéMENTINE DECRAENE - framleiðslaHún kom til starfa hjá Air d’Islande árið 2013, og hefur reynst góð viðbót við ört stækkandi hátíð. Reynsla Clémentine frá því að starfa við aðrar hátíðir hefur reynst vel; hún hefur til að mynda starfa við Filmer la musique, Vision-sonic, Garage Mu, og fleiri verkefni í París.

CAMILLE LACRoIx - markaðsmálCamille útskrifaðist úr ENSAD skólanum í París árið 2009. Hún hefur starfað sem grafískur hönnuður og leikmyndahönnuður, síðan þá, og sinnir grafísku útliti Air d’Islande í prentuðu formi og á vefnum. Camille er starfar einnig sem listamaður, og hefur til dæmis verið valin Paris Jeunes Talents 2013, fyrir verkefni sitt WAVES sem sýnt var í Stokkhólmi 2013.

starfsfólk Air d’islande

ARI ALLANSSoN - stjórnandi Ari er íslenskur og hefur búið í París síðan 2005. Hann lauk mastersprófi í leikstjórn og framleiðslu árið 2008 og hefur starfað sem kvikmyndagerðarmaður síðan þá. Hann stofnaði Air d’Islande 2007 og fyrsta hátíðin var haldin 2008.

Samhliða hátíðinni rekur hann framleiðslu-fyrirtækið Nomad Films í París ásamt Sarah Schutzki.

ChARLoTTE SohM - dagskrá og framkvæmdCharlotte heimsótti Ísland í fyrsta skiptip árið 2000. Heimsóknin reyndist örlagavaldur í lífi hennar og varð hún djúpt snortin af menningu landsins, þá sérstaklega tónlistinni. Hún kom til starfa hjá Air d’Islande árið 2009 og hefur heimsótt landið nokkrum sinnum á ári síðan þá. Árið 2014 bjó hún á Íslandi, til þess að kynnast landinu og menningu þess enn betur. Char-lotte starfar við dagskrárhluta Air d’Islande og kemur til með að búa á Íslandi hluta af næsta ári.

Page 15: Air d'Islande 2015

15

FESTIVAL DE LA CULTURE ISLANDAISE

Hafið sambandi

Ari Allansson [email protected] : +33 6 31 41 25 78

Charlotte sohm [email protected]: +33 6 11 14 31 01

Clémentine [email protected]

Camille [email protected]

Heimasíða:>> www.airdislande.org