landhelgisgæsla islands elisa

Post on 12-Jun-2015

454 Views

Category:

Documents

4 Downloads

Preview:

Click to see full reader

TRANSCRIPT

LandhelgisgæslaÍslands

Landhelgisgæsla Íslands var stofnuð 1.júlí 1926

Helstu störf hennar eru...◦Löggæsla og eftirlit á hafinu umhverfis

Íslands◦Ábyrgð og yfirstjórn á leit og björgun á

sjó◦Aðstoð við björgun og sjúkraflutninga hér

á landi◦Sjómælingar og sjókortagerð◦Sprengjueyðing

Landhelgisgæsla Íslands

Þann 20.apríl sigldi varðskip Landhelgisgæslunnar, Ægir til Senegal en skipið mun sinna verkefnum fyrir landamærastofnun Evrópusambandsins

Ákveðið var að bjóða ABC barnahjálp að senda dót fyrir skóla sem samtökin reka í Dakar, höfuðborg Senegal, með skipinu og tóku þau því vel og sendu lista yfir hvað þeim vantaði mest

Varðskipið Ægir siglir til Senegal

Í Dakar er mikill fjöldi munaðarleysingja sem eru fórnarlömb barnaræningja og betla peninga

Þau hafa verið tekin frá fátækum foreldrum sínum sem búa í sveitaþorpunum í nágrannaríkinu Guinea Bissau

Starfsemi ABC barnahjálpar felst í forskóla og 1.bekk grunnskóla

Varðskipið Ægir siglir til Senegal

Senega

l

Laugardaginn 24.apríl kl 17:02 var þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR kölluð út, eftir að aðstoðarbeiðni barst til stjórnstöðvar frá vakthafandi lækni á Akranesi eftir að fjallgöngumaður hrasaði og meiddist við gönguleið á Skarðsheiði

TF-EIR sækir slasaðan fjallgöngumann

Þyrluáhöfn var að ferja TF-GNÁ þegar útkallið barst en flogið var til Reykjavíkur og TF-EIR sótt því hún er með hífingarbúnað sem hentar betur í svona verkefni

Félagi ferðamannsins gaf upp staðsetningu svo hægt væri að fljúga beint á staðinn

TF-EIR sækir slasaðan fjallgöngumann

Lent var fyrir framan Landspítalann um kl 18:35

TF-EIR sækir slasaðan fjallgöngumann

Þann 16.apríl flugu flugvél og þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF og TF-EIR yfir eldgosið í Eyjafjallajökli

Gögnum var safnað með ratsjár og hitamyndum

Gosstöðvarnar

Þessi mynd var tekin í gegnum ský

Það kom í ljós að ekki höfðu orðið miklar breytingar á gossvæðinu nema það að ásjóna gíganna í eldstöðinni var orðin afmynduð og gígarnir búnir að stækka

TF-SIF lenti svo um kl 18:30 í Reykjavík

Gosstöðvarnar

Um kl 19:30 flaug svo þyrlan TF-EIR í átt að Eyjafjallajökli

Þegar komið var að jöklinum sást vel í gosmökkinn en skýjateppi huldi gosstöðina sjálfa

Gosstöðvarnar

Flugvél Landhelgisgæslunnar heitir TF-SIF og er ný eða kom til landsins í júlí á síðasta ári

Vélin hefur björgunarbúnað og getur kastað út björgunarbátum á lofti

Flugvélin

TF-SIF getur séð í gegnum ský og getur tekið hitamyndir semsagt búnaðurinn í henni er mjög fullkominn

Hún hefur verið alveg ómetanleg í eldgosinu til að safna gögnum og taka myndir með búnaði vélarinnar

Flugvélin

TF-EIR, TF-GNÁ og TF-LÍF eru þyrlur Landhelgisgæslunnar

Þyrlurnar eru notaðar sem björgunartæki bæði úti á sjó og á landi til þess að sækja fólk sem er veikt eða slasað, svo eru þær líka notaðar í löggæslu og eftirlit

Þyrlurnar

TF-EIRTF-GNÁTF-LÍF

TF-LÍF

TF-GNÁ

TF-EIR

Á sumrin eru þyrlurnar stundum notaðar í eftirlit með lögreglu til að sjá hvort fólk keyri of hratt og hvort það keyri utan vega og skemmi náttúruna

Þyrlurnar

Í áhöfn þyrlna eru alltaf tveir flugmenn, einn stýrimaður sem líka er sigmaður og sígur niður úr þyrlunni, einn flugvirki sem líka er spilmaður og stýrir kaðlinum sem stýrimaðurinn hangir í svo er líka læknir

Þyrlurnar

Ég að hanga í belti eins og gert er þegar menn eru sjóttir í sjóinn

Þegar verið er að flytja slasað fólk getur læknirinn gert minniháttar aðgerðir og hlúð að fólki með aðstoð stýrimanns og flugvirkja sem eru líka sjúkraflutningamenn

Þyrlurnar

Varðskip Landhelgisgæslunnar heita Ægir og Týr

Varskipin eru notuð í eftirlits og björgunarstörf

Ef skip verður vélarvana úti á sjó geta varðskipin dregið það í land

Varðskipin

Ef skip fær eitthvað í skrúfuna t.d. net þá eru kafarar um borð í varðskipinu sem geta kafað og losað það sem er í skrúfunni

Áhafnir varðskipanna fara um borð í skip úti á sjó til eftirlits, til dæmis er skoðað hvort veiðarfæri séu rétt, skráning skipsins og réttindi áhafnarinnar

Varðskipin

Baldur er bátur sem getur tekið myndir af hafsbotninum og fengið allar þær upplýsingar sem hægt er að fá um hafsbotninn

Úr þessum upplýsingum eru sjókort gerð

Báturinn Baldur

Um daginn fór ég með mömmu í heimsókn upp í flugskýli Landhelgisgæslunnar til að taka myndir og fá meiri upplýsingar

Það var flugmaður sem heitir Tóti sem tók á móti okkur

Heimsókn mín í flugskýlið

Tóti sýndi mér þyrlurnar og flugvélina og ég fékk að taka nokkrar myndir og skoða ýmsa hluti og aðstöðuna

Heimsókn mín í flugskýlið

Ég í flugvélinni TF-SIF

Hér eru nokkrar myndir sem ég tók

Tóti sýndi mér líka nætursjónauka Þeir eru notaðir þegar flogið er á þyrlunum í myrkri svo áhöfnin sjái til í myrkrinu, þessi tækni gerði að verkum að hægt er að fljúga þyrlum allan sólarhringinn þó algjört myrkur sé úti

Ég fékk svo að taka myndir í gegnum sjónaukann í myrkri, svona kom það út...

Heimsókn mín í flugskýlið

Ég í myrkri

Ég í nætursjónaukanum

Þegar við vorum að fara út í bíl heyrðum við allt í einu í þyrlunni TF-EIR sem var að koma úr flugi og var að lenda, við hlupum þá út um aðrar dyr og rétt náðum henni

Hérna fyrir neðan er myndband þegar hún er að lenda en hún er svolítið langt í burtu...

Heimsókn mín í flugskýlið

Myndband

Hérna er verið að spúla þyrlunna með tæru vatni en hún er alltaf spúluð þegar hún hefur flogið yfir sjó því saltvatnið getur látið hana ryðga

Ég fékk mest allar heimildirnar hjá mömmu því hún vinnur hjá Landhelgisgæslunni◦Svo fann ég fréttir og slíkt inn á lhg.is◦Myndir voru teknar af lhg.is og google.is

Heimildir

top related