bókasafnið þitt í hr

19
BÓKASAFNIÐ ÞITT Í HR lærðu að nota það

Upload: reykjavik-university-bokasafn

Post on 18-Jul-2015

501 views

Category:

Education


6 download

TRANSCRIPT

BÓKASAFNIÐ ÞITT Í HR

lærðu að nota það

• Bækurnar frammi færðu lánaðar í

4 vikur í einu

• Þeim er raðað eftir Dewey

flokkunarkerfinu - hlaupandi tölur

• Sjáðu hillumerkingar

Nýjustu tímaritin á prenti finnur þú í hillunum hjá sófasettinu

Eldri hefti tímarita finnur þú hinumegin við nýju heftin

Við afgreiðsluborðið færð þú bækurnar lánaðar og skilar þeim þar.

Kennslubækur og lokaritgerðir óskar þú eftir í afgreiðslunni.

Lokaritgerðir og kennslubækur eru aðeins til afnota á safninu, þær

eru ekki lánaðar út. Lengst má fara með þær í ljósritunarherbergið!

Handbækurnar finnur þú

hjá lesborðunum innst inni

á safninu, þarna eru

meðal annars

orðabækurnar

Lesaðstaðan er aðeins

ætluð nemendum HR.

Utan afgreiðslutíma hafið

þið aðgang að safninu

með korti.

Gangið vel um safnið

ykkar

Kaffi er nauðsynlegt flestum

námsmönnum og er það því

leyfilegt á meðan það er lok á

málinu!

Björgum umhverfinu okkar

með því að flokka ruslið!

Ekki skilja það eftir á

borðinu.

When in doubt – nota gráu

tunnuna ;-)

Þetta er leitartölvan. Þú mátt

nota hana til að leita að

heimildum án þess að logga

þig inn.

Ef allar aðrar tölvur eru

uppteknar, ekki taka þá

þessa tölvu til að kíkja á

Facebook. Höfum hana lausa

fyrir þá sem þurfa að finna

bókina sem þeim vantar!

Hefur þú kynnt þér

Leitir.is?

Fyrir þá sem vilja hafa það huggulegt er gott að koma sér fyrir í

sófasettinu á safninu.

Púðarnir gera þetta ennþá þægilegra!

Vinsamlegast sýnið tillitsemi og stillið hrotum í hóf

Upplýsingaþjónustan er fyrir þig.

Nýttu þér hana!

Þú finnur upplýsingafræðinga sem

ávalt eru reiðubúnir að aðstoða þig

innst inni á safninu.

Vertu óhræd/dur að kíkja í

heimsókn!

Þú getur einnig bókað tíma og

fengið persónulega aðstoð við m.a.

heimildaleit og -skráningu

Taktu þér bækling um APA staðalinn eða OSCOLA

staðalinn og náðu tökum á heimildaskráningunni sem

allra fyrst – það borgar sig.

Þóra getur sagt þér allt um Alþingistíðindin!

Inn á hrprint.ru.is finnur þú allt um prentkvótann þinn

Ljósritunarkortin eru seld í afgreiðslunni í Sólinni – ekki á bókasafninu

Bókasafnið er á facebook. Lækaðu það!