dögurður - páskar 2016

7
34 HAUS Gestgjafinn Allt hráefni sem notað er í Gestgjafanum fæst í verslunum Hagkaups. Páskadögurður Það getur varla orðið notalegra en að útbúa góðan dögurð þegar allir eru í fríi og hafa lítið annað að gera en að vera saman og borða góðan mat. Hér á eftir koma nokkrar tillögur að réttum sem gætu verið skemmtilegir í góðan páskadögurð. Umsjón: Helga Sif Guðmundsdóttir Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir Stílistar: Helga Sif Guðmundsdóttir og Kristín Dröfn Einarsdóttir GESTAKOKKAR ELDA MMM VIð ELSKUM MARENS SPRIKLANDI FERSKIR FISKRéTTIR NAKED CAKE´S GóMSæTIR BITAR MEð KAMPAVíNI GLæSILEGAR VEISLUTERTUR SKOTHELD Ráð FYRIR VEISLUNA VíNIN í VEISLUNA 5 4. tbl. 2016, verð 2.195 kr.m.vsk. www.gestgjafinn.is MATUR OG VÍN PáSKALEGUR DöGURðUR

Upload: birtingur

Post on 27-Jul-2016

214 views

Category:

Documents


1 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: Dögurður - Páskar 2016

34

HAUS

Gestgjafinn Allt hráefni sem notað er í Gestgjafanum fæst í verslunum Hagkaups.

PáskadögurðurÞað getur varla orðið notalegra en að útbúa góðan dögurð þegar allir eru í fríi og hafa lítið annað að gera en að vera saman og borða góðan mat. Hér á eftir koma nokkrar tillögur að réttum sem gætu verið skemmtilegir í góðan páskadögurð.

Umsjón: Helga Sif Guðmundsdóttir

Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir

Stílistar: Helga Sif Guðmundsdóttir og Kristín Dröfn Einarsdóttir

Gestakokkar elda

mmm við elskum marens

Spriklandi ferSkir

fiSkréttir

naked Cake´SGómsætir bitar með kampavíni

GlæsileGar veislutertur

skotheld ráð fyrir veisluna

vínin í veisluna

569

0691

1600

054. tbl. 2016, verð 2.195 kr.m.vsk.

www.gestgjafinn.is matur og vín

Gestgjafinn 4. tbl. 2016

Veislu- og páskablað

ww

w.gestgjafinn.is

páSkalegur dögurður

Page 2: Dögurður - Páskar 2016

35Gestgjafinn

GRILLAÐ GREIPALDINfyrir 4

2 greipaldin, skorin í tvennt2 tsk. kókosolía2tsk. hunang

Stillið ofn á grill 220°C. Skerið

greipaldin í tvennt og skerið

ofan í þau meðfram berkinum

þannig að greipaldinkjötið losni

frá. Smyrjið hvern helming með

kókosolíu og síðan hunangi.

Raðið greipaldinhelmingunum

með skurðinn upp á

bökunarpappírsklædda plötu eða

í eldfast mót og grillið í ofni í 5-8

mín. (ath. að hafa auga á að þau

brenni ekki). Látið standa aðeins á

borði áður en þau eru borin fram.

Page 3: Dögurður - Páskar 2016

36

HAUS

Gestgjafinn Allt hráefni sem notað er í Gestgjafanum fæst í verslunum Hagkaups.

BEIKONVAFIN EGGfyrir 6

12 beikonsneiðar6 egg3-6 brauðsneiðar, gróft eða fínt6 tómatsneiðarsalt og nýmalaður svartur pipar1-2 msk. fersk steinselja, söxuð fínt

Hitið ofn í 200°C. Skerið skorpuna af

brauðinu, Fletjið hverja brauðsneið

út með kökukefli. Skerið út hringi

sem passa í botninn á múffuformi.

Rífið niður bökunarpappír í ferninga

og ýtið ofan í hvert hólf, setjið

brauðið ofan á.

Steikið beikon létt í smástund

þannig að fitan renni af en það

haldist samt mjúkt. Þerrið fituna af

með eldhúspappír.

Setjið tvær beikonsneiðar í hvert

form og látið þær hringa sig um

kantinn. Leggið eina tómatsneið

ofan á hvert brauð og kryddið létt

með nýmöluðum svörtum pipar.

Brjótið eitt egg í hvert form.

Kryddið aðeins með salti og

pipar. Bakið í 15-20 mín. eða þar til

beikonið er orðið stökkt. Berið fram

með saxaðri ferskri steinselju.

Page 4: Dögurður - Páskar 2016

37Gestgjafinn

DÖGURÐUR

MÖNDLUPÖNNUKÖKUR MEÐ BLÁBERJUM OG HLYNSÍRÓPIfyrir 4

5 dl hveiti1 tsk. lyftiduft1 tsk. matarsódi4 msk. möndlumjöl3 msk. sykur2 ½ tsk. sítrónubörkur4 dl grísk jógúrt10 msk. möndlumjólk2 egg½ tsk. möndludropar3-4 dl fersk bláber1 ¼ dl möndluflögur

Blandið saman hveiti, lyftidufti, matarsóda,

möndlumjöli, sykri og sítrónuberki. Leggið

til hliðar.

Hrærið gríska jógúrt og mjólk vel saman.

Bætið við eggjum og möndludropum og

hrærið vel þar til blandan verður létt og

loftkennd, best að nota hrærivél ef hún

er til.

Blandið þurrefnunum saman við. Hrærið

bláber og möndluflögur rólega saman við

með sleif. Bætið við möndlumjólk eftir

smekk en þessar pönnukökur eiga samt að

vera frekar þykkar.

Hitið olíu á pönnu og steikið

pönnukökurnar. Berið fram með smjöri og

hlynsírópi.

Page 5: Dögurður - Páskar 2016

38 Gestgjafinn

Page 6: Dögurður - Páskar 2016

39Gestgjafinn

SÚRDEIGSBRAUÐ MEÐ REYKTUM LAXI, RJÓMAOSTI, KAPERS, GÚRKUM OG GRASLAUKfyrir 4

4 brauðsneiðar gott súrdeigsbrauð6 msk. rjómaostur200 g reyktur lax½ agúrka20-24 kapershandfylli graslaukur, fínsaxaðurnýmalaður svartur pipar

Smyrjið hverja brauðsneið með

rjómaosti, gott að hafa dálítið þykkt

lag. Leggið reyktan lax ofan á og því

næst sneidda agúrku. Stráið kapers

og söxuðum graslauk yfir. Piprið létt

með nýmöluðum svörtum pipar.

Hér má breyta hlutföllunum allt eftir

smekk hjá hverjum og einum.

DÖGURÐUR

SPERGILL MEÐ PARMESAN OG SÍTRÓNUSÓSUfyrir 4

2 búnt ferskur spergill (800 g)1 sítróna2-3 tsk. hunangsalt og pipar75 g parmesanostur

Brjótið trénaða hlutann af

spergilstilkunum. Sjóðið spergilinn

í sjóðandi söltu vatni í 2-3 mínútur.

Blandið saman sítrónusafa og hunangi.

Bragðbætið með salti og nýmöluðum

svörtum pipar.

Hellið sítrónusósunni yfir spergilinn og

stráið rifnum parmesanosti yfir. Berið

fram strax.

MÍMÓSA MEÐ ÁSTRÍÐUÁVEXTI

Þessi yndislegi drykkur kallar svo

sannarlega fram vorið í mér. Það eru

til endalausar útfærslur af honum.

Notið hlutföllin nokkurn veginn

rétt og bætið við hvaða berjum og

ávaxtasafa sem til er.

½ glas freyði- eða kampavín1/3 hindberjagos frá Himneskt½ ástríðuávöxtur, kjötið skafið úr og sett út í rétt áður en drykkurinn er borinn fram

Page 7: Dögurður - Páskar 2016

40 Gestgjafinn

GRÍSK JÓGÚRT MEÐ GRANÓLA OG ÁVÖXTUMfyrir 4

GRANÓLA:

7 ½ dl hafragrjón2 ½ dl möndluflögur1 ¼ dl kókosflögur1 ¼ dl sólkjarnafræ, ristuð½ msk hörfræ, mulin½ dl kókosolía, brædd1 ¼ dl hunang

Hitið ofn í 180°C. Blandið saman

öllum þurrefnunum. Bræðið kókosolíu

og hunang og blandið því vel

saman. Hellið saman við þurrefnin

og blandið vel með sleif. Hellið á

bökunarpappírsklædda plötu. Bakið í

15 mín. Hrærið í granólanu og bakið

áfram í 10-15 mín. til viðbótar. Kælið.

Gott er að gera granóla daginn áður

eða fyrr og geyma í góðri lokaðri

krukku.

1 dós grísk jógúrt250 g jarðarber125 g blönduð ber1 límóna, safi kreistur2 tsk. hunang

Skolið berin, skerið þau í smærri

bita og setjið í skál. Blandið saman

límónusafa og hunangi. Hellið

safanum yfir berin og geymið í kæli í

um 30 mínútur.

Hrærið gríska jógúrt í skál þar til hún

verður slétt og felld. Setjið granóla í

botninn á fallegu glasi eða desertskál,

stráið hluta af berjablöndunni þar

ofan á og setjið að lokum gríska

jógúrt. Endurtakið og toppið með

berjum og granóla.