enska 5. bekkur · leiðir: nemendur vinna verkefni af ýmsu toga t.d. skrifa rétt eftir texta,...

22
Námsvísir 2013-2014 5. bekkur 1 ENSKA 5. BEKKUR Kennarar: Edda Björk Gunnarsdóttir (5. EBG), Katrín Halldórsdóttir (5. KH) og Kristín Högnadóttir (5. GP). Tímafjöldi: Þrjár kennslustundir á viku. Markmið að nemendur: Skilji einfalt talað mál Geti talað einfalt mál Geti lesið og skrifað einfaldan texta Öðlist áhuga á málinu Leiðir: Nemendur fást við fjölbreytt verkefni í tengslum við þemu sem tekin eru fyrir í lotum. Þeir vinna til að mynda ýmis skrifleg verkefni, þjálfast í hlustun og lestri auk þess að fá mörg tækifæri til að vinna í hópum jafnt sem einir með tungumálið á fjölbreyttan hátt. Námsmat: Nemendur fá vitnisburð í nóvember og maí sem samanstendur af símati sem hefur farið fram yfir önnina m.a. hópaverkefni, kannanir og vinnublöð. Námsefni: Kennd í nokkrum mismunandi þemum, þar sem notuð eru ýmis vinnublöð, verkefni, leikir, söngvar, tölvuverkefni og margt fleira. Bækurnar Dickory, Dock og Into Hobbies verða einnig notaðar sem ítarefni.

Upload: others

Post on 26-Jul-2020

9 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: ENSKA 5. BEKKUR · Leiðir: Nemendur vinna verkefni af ýmsu toga t.d. skrifa rétt eftir texta, fylla í eyður, minnisæfingar, sóknarskrift, þjálfunarforrit og verkefni eftir

Námsvísir 2013-2014 5. bekkur

1

ENSKA 5. BEKKUR

Kennarar: Edda Björk Gunnarsdóttir (5. EBG), Katrín Halldórsdóttir (5.

KH) og Kristín Högnadóttir (5. GP).

Tímafjöldi: Þrjár kennslustundir á viku.

Markmið að nemendur:

Skilji einfalt talað mál

Geti talað einfalt mál

Geti lesið og skrifað einfaldan texta

Öðlist áhuga á málinu

Leiðir: Nemendur fást við fjölbreytt verkefni í tengslum við þemu sem

tekin eru fyrir í lotum. Þeir vinna til að mynda ýmis skrifleg verkefni,

þjálfast í hlustun og lestri auk þess að fá mörg tækifæri til að vinna í

hópum jafnt sem einir með tungumálið á fjölbreyttan hátt.

Námsmat: Nemendur fá vitnisburð í nóvember og maí sem

samanstendur af símati sem hefur farið fram yfir önnina m.a.

hópaverkefni, kannanir og vinnublöð.

Námsefni: Kennd í nokkrum mismunandi þemum, þar sem notuð eru

ýmis vinnublöð, verkefni, leikir, söngvar, tölvuverkefni og margt fleira.

Bækurnar Dickory, Dock og Into Hobbies verða einnig notaðar sem

ítarefni.

Page 2: ENSKA 5. BEKKUR · Leiðir: Nemendur vinna verkefni af ýmsu toga t.d. skrifa rétt eftir texta, fylla í eyður, minnisæfingar, sóknarskrift, þjálfunarforrit og verkefni eftir

Námsvísir 2013-2014 5. bekkur

1

HEIMAVINNA 5. BEKKUR

Nemendur eiga að lesa heima 5 sinnum í viku og skrá í kvittanahefti.

Heimavinna er 4 sinnum í viku auk lesturs.

Almennt er ekki heimavinna um helgar – en einstaka nemandi getur

þurft að vinna upp verkefni vikunnar um helgar hafi hann verið í leyfi

eða dregist aftur úr af öðrum ástæðum.

Kennarar birta heimavinnu í Mentor í síðasta lagi á föstudegi fyrir

komandi viku.

Nemendur fá upplýsingar um heimanám hjá kennara og einnig

geta þeir nálgast upplýsingarnar á fjölskylduvef (Mentor) með sínu

aðgangsorði.

Page 3: ENSKA 5. BEKKUR · Leiðir: Nemendur vinna verkefni af ýmsu toga t.d. skrifa rétt eftir texta, fylla í eyður, minnisæfingar, sóknarskrift, þjálfunarforrit og verkefni eftir

Námsvísir 2013-2014 5. bekkur

1

HEIMILISFRÆÐI 5. BEKKUR

Heimilisfræði er verklegt og bóklegt nám. Með henni er glæddur áhugi

nemenda á næringar- og hollustuháttum í fæðuvali og samstarfi

fjölskyldunnar við rekstur heimilisins.

Leitast er við að gera bæði drengi og stúlkur jafnvirk og jafnhæf til

heimilisstarfa.

Kennari: Björk Ólafsdóttir

Tímafjöldi: Heimilisfræði er kennd á námskeiðum. Árganginum er skipt í

sex hópa, sem fá tvisvar sinnum tvær kennslustundir á viku, 11-12 skipti

samtals 22-24 kennslustundir.

Markmið að nemendur ;

Þjálfist að vinna saman og sjálfstætt

Geti unnið og farið eftir venjulegum uppskriftum

Geti notað helstu mælitæki

Þjálfist í að nota eldavél og bakaraofn og

viti um slysahættu því samfara

Treysti sér að taka þátt í störfum heima

Viti að maturinn gegnir mikilvægu hlutverki í

lífinu

Átti sig á að æfingin skapar meistarann

Leiðir: Nemendur læra að matreiða hráefni úr mismunandi

fæðuflokkum. Nemendur læra að nota rafmagnstæki, eldavél, ofn og

rafmagnsþeytara. Þeir baka brauð, kökur og elda létta rétti úr,

grænmeti, ávöxtum, gera súpu frá grunni.

Námsmat: : Verkefni nemenda eru lögð til grundvallar námsmati ásamt

áhuga, sjálfstæði, verklagni, hegðun og vinnusemi. Í lok námskeiðs er

námsmat birt í Mentor undir Námsframvinda.

Námsefni: Gott og gagnlegt fyrir 5. bekk. Næringarefnatöflur og

matvælaumbúðir. Fæðuhringurinn.

Page 4: ENSKA 5. BEKKUR · Leiðir: Nemendur vinna verkefni af ýmsu toga t.d. skrifa rétt eftir texta, fylla í eyður, minnisæfingar, sóknarskrift, þjálfunarforrit og verkefni eftir

Námsvísir 2013-2014 5. bekkur

1

ÍSLENSKA 5. BEKKUR

Tímafjöldi í íslensku: 7,5 stundir á viku.

Kennarar : Edda Björk Gunnarsdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Katrín

Halldórsdóttir umsjónarkennarar og sérkennararnir Bergljót

Vilhjálmsdóttir og Gunnhildur Á. Jóhannsdóttir.

Lestur og tjáning

Markmið að nemendur:

Auki leshraða sinn

Geti lesið af öryggi og með viðunandi skilningi

almennan texta

Tileinki sér skýran og áheyrilegan lestur, góðan raddstyrk og áherslur

í tjáningu

Auki lesskilning og hlustunarskilning sinn og orðaforða

Geti komið skoðunum, hugsunum og löngunum til skila á skýru máli

Lesi á hverjum degi

Leiðir: Til þjálfunar í lestri lesa nemendur á hverjum degi heima og skrá í

lestrarhefti. Nemendur lesa bækur/texta í hljóði og upphátt í tímum og

þjálfast í að koma fram, lesa skýrt og áheyrilega. Unnið verður með

gagnvirkan lestur í hópum svo og lesskilningsverkefni. Æskilegt er að

foreldrar örvi börnin í lestri, hvetji þau til að lesa upphátt, hlusti á þau og

ræði efni og innihald texta.

Námsmat: Viðmið árgangs í lestri er 210 atkvæði í desember og 210-220

atkvæði í maí. Nemendur taka raddlestrarpróf þrisvar sinnum á

skólaárinu, í ágúst, október og maí. Þeir sem lesa undir 200 atkvæðum

á mínútu eru auk þess prófaðir í desember og mars. Í nóvember og að

vori er gefin umsögn í raddlestri.

Lesskilningspróf eru lögð fyrir að hausti og vori. Einnig fara allir nemendur

í framsagnarpróf. Þar er lögð áhersla á raddstyrk, áherslutjáningu,

viðeigandi þagnir og skýran framburð. Umsjónarkennari og prófdómari

dæma nemendur. Einnig meta nemendur hvorn annann.

Námsefni: Lestrarbækur að eigin vali, námsbækur, unnið með texta og

orð (Orð af orði).

Bókmenntir og ljóð Markmið að nemendur:

Lesi sögur, ævintýri, þjóðsögur, goðsögur, dæmisögur, skopsögur og

lengri bækur

Kynnist íslenskum bókmenntum og höfundum þeirra

Kynnist sem flestum ljóðaformum og læri að lesa ljóð sér til gagns og

ánægju

Page 5: ENSKA 5. BEKKUR · Leiðir: Nemendur vinna verkefni af ýmsu toga t.d. skrifa rétt eftir texta, fylla í eyður, minnisæfingar, sóknarskrift, þjálfunarforrit og verkefni eftir

Námsvísir 2013-2014 5. bekkur

2

Kynnist ljóðahöfundum og læri valin ljóð

Geti greint persónugervingu og rím í ljóðum

Þjálfist í að semja ljóð

Leiðir: Nemendur lesa sögur eftir valda höfunda og vinna með textann

með ýmsum hætti. Bækurnar, Öðruvísi fjölskylda og Benjamín dúfa

lesnar og unnar samkvæmt heildrænni móðurmálskennsluaðferð.

Nemendur lesa, skrifa og túlka myndræn ljóð eftir valda höfunda og

sum þeirra læra þau utanbókar. Nemendur semja sjálfir ljóð.

Námsmat: Námsmat í nóvember samanstendur af prófi í bókmenntum

og ljóðum (50%), verkefni úr Öðruvísi fjölskyldu (30%), verkefnabók í Mál

til komið (10%) og verkefnabók í Málrækt (10%). Að vori gildir

bókmennta- og ljóðapróf (50%), verkefni úr Benjamín dúfu (30%),

ljóðavinnubók (20%).

Námsefni: Blákápa, verkefnablöð, Öðruvísi fjölskylda, Benjamín dúfa,

Trunt trunt og tröllin, Ljóðspor, Óskasteinn o.fl.

Málrækt Markmið að nemendur:

Þekki sérhljóða og samhljóða

Kunni íslenska stafrófið

Þekki og geti greint nafnorð í: kyn, tölu, tíð, greini, geti fallbeygt þau

og nýtt sér þá þekkingu við stafsetningu

Þekki sérnöfn og samnöfn

Þekki sagnorð og lýsingarorð og helstu einkenni þeirra

Þjálfist í kynbeygingu og stigbreytingu lýsingarorða

Átti sig á muninum á nútíð og þátíð sagna

Vinni með orðtök og málshætti

Vinni með samheiti og andheiti

Leiðir: Nemendur vinna ýmis skrifleg verkefni úr námsbókum sem fela í

sér markmiðin hér að ofan. Einnig vinna nemendur með fjölbreyttum

hætti með texta og orðaforða úr öðru efni t.d. tímaritum, dagblöðum,

greinum af neti og ljóðum. Þeir vinna ýmist einir, í para- eða hópavinnu.

Jafnframt vinna nemendur ýmis gagnvirk verkefni til frekari þjálfunar.

Námsmat: Skrifleg próf í nóvember og maí 100%

Námsefni: Málrækt 1, Skinna grunnbók og verkefnabók II, ljósrit og

ítarefni af ýmsum toga t.d. greinar úr tímaritum, blöðum og af neti.

Einnig verða notuð íslensk málfræðiforrit.

Ritun Markmið að nemendur:

Auki færni sína í ritun

Þjálfist í uppsetningu á texta þ.e. að hafa inngang, meginmál og

lokaorð

Geti greint á milli aðal og aukaatriða

Page 6: ENSKA 5. BEKKUR · Leiðir: Nemendur vinna verkefni af ýmsu toga t.d. skrifa rétt eftir texta, fylla í eyður, minnisæfingar, sóknarskrift, þjálfunarforrit og verkefni eftir

Námsvísir 2013-2014 5. bekkur

3

Þjálfist í markvissum vinnubrögðum við ritun texta af ýmsum toga, s.s.

að gera uppkast, útdrætti, yfirlestur o.fl.

Leiðir: Nemendur vinna ritunarverkefni af ýmsum toga, s.s. frá eigin

brjósti, útdrætti, endursagnir, ljóð o.fl.

Námsmat: Nemendur þjálfist í mati á eigin vinnu. Námsmat kemur fram í

námsframvindu á mentor.

Námsefni: Skinna lesbók, Skinna II verkefnabók, Málrækt 1, Mál til

komið, Mál til komið verkefnabók, forrit og ýmis valin verkefni.

Stafsetning Markmið að nemendur:

Kunni að skrifa stóran og lítinn staf þar sem við á og nota

greinamerki

Kunni að beita reglum um –n og –nn við ritun texta og viti hvenær

skal rita tvöfaldan samhljóða

Kunni ng- og nk- regluna

Kynnist reglum um y/ý/ey, hv og kv

Geti skrifað texta rétt eftir upplestri

Leiðir: Nemendur vinna verkefni af ýmsu toga t.d. skrifa rétt eftir texta,

fylla í eyður, minnisæfingar, sóknarskrift, þjálfunarforrit og verkefni eftir

upplestri.

Námsmat: Prófið Aston Index: stafsetning stakra orða eftir upplestri fyrir

5. bekk er lagt fyrir alla nemendur af umsjónakennara í skólabyrjun.

Nemendur taka próf í stafsetningu í nóvember og maí (75 orða stíll) sem

gildir 50 % og eyðufylling sem gildir 50 %.

Námsefni: Mál til komið, grunnbók, verkefnabók, verkefni við

réttritunarorðabók, tölvuforrit, ítarefni o.fl.

Skrift og frágangur Markmið að nemendur:

Skrifi fallega og læsilega skrift

Hafi jafnan halla, ljúki stöfum og orð sitji á línu

Hafi jafna stærð á skrift sinni og rétt hlutfall milli stafa í orði (hástafa

og lágstafa)

Leiðir: Lögð verður áhersla á fallega skrift og vandaðan frágang í allri

vinnu.

Námsmat: Vinnubækur metnar og skriftaræfingar og matið birt í

Mentor.

Námsefni: Ýmis skriftarverkefni og sérstök áhersla lögð á skrift í ljóðabók.

Page 7: ENSKA 5. BEKKUR · Leiðir: Nemendur vinna verkefni af ýmsu toga t.d. skrifa rétt eftir texta, fylla í eyður, minnisæfingar, sóknarskrift, þjálfunarforrit og verkefni eftir

Námsvísir 2013-2014 5. bekkur

1

ÍÞRÓTTIR OG SUND 5. BEKKUR

Íþróttir

Kennarar: Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 5. KH og GP, Hreinn

Októ Karlsson 5. EBG

Tímafjöldi: Tvær kennslustundir á viku.

Markmið að nemendur;

þjálfist í grófhreyfingum og samsettum hreyfingum

þjálfist í undirstöðuatriðum í a.m.k. tveggja hóp- og

einstaklingsíþróttum

taki þátt í ýmsum leikjum og æfingum sem efla þol, kraft, hraða og

viðbragð

taki þátt í æfingum og leikjum í formi stöðvaþjálfunar og

hringþjálfunar

fái jákvæða upplifun með þátttöku í leik, læri að bera virðingu fyrir

þörfum og mismunandi getu félaga sinna

taki þátt í umræðu um gildi íþrótta fyrir sál og líkama og öðlist

þekkingu á starfsemi líkamans í tengslum við hreyfingu og ástundun

íþrótta

taki þátt í umræðu um mikilvægi hreyfingar, hollt mataræði, svefn

og hvíldarþörf

læri að bera virðingu fyrir mismunandi þörfum annarra og

mismunandi getu þeirra

Leiðir: Með ýmsum leikjum með og án bolta, stöðvaþjálfun,

áhaldahringjum, hlaupi og dansi.

Námsmat: Gefið er allan veturinn fyrir hegðun, áhuga, virkni,

samskiptafærni, (huglægt mat) 60 % af annareinkunn. Almennir þættir,

þol, kraftur og færni sem metnir eru á prófi á haustönn og vorönn, 40%

af annareinkunn.

Dans og leiklist (hringekja)

Kennari: Guðrún Pálsdóttir

Tímafjöldi: Árganginum er skipt í sex hópa. Kennt verður á námskeiðum í

og mætir hver hópur einu sinni í viku, fimm til sex 60 mínútna

kennslustundir.

Markmið að nemendur;

þjálfist í að hreyfa sig frjálst og í takt við tónlist

taki þátt í ýmsum leikjum

þjálfist í að læra og flytja stuttan texta

fái jákvæða upplifun með þátttöku í leik og leikriti

Leiðir: Ýmsir leikir með tónlist og dansi. Með samlestri og leiklestri. Leikrit

æft.

Námsmat: Námsmarkmið í námsframvindu í Mentor í lok námskeiðs.

Page 8: ENSKA 5. BEKKUR · Leiðir: Nemendur vinna verkefni af ýmsu toga t.d. skrifa rétt eftir texta, fylla í eyður, minnisæfingar, sóknarskrift, þjálfunarforrit og verkefni eftir

Námsvísir 2013-2014 5. bekkur

2

Sund Kennari: Hreinn Októ Karlsson

Tímafjöldi: Árganginum er skipt í sex hópa. Kennt verður á námskeiðum í

vetur og mætir hver hópur þrisvar í viku. Tvisvar sinnum í 60 mín og einu

sinni í 40 mínútur, samtals 22,5 kennslustundir.

Markmið að nemendur:

geti synt viðstöðulaust 75-100 m bringusund án hjálpar

geti stungið sér af bakka

geti haldið sér á floti með marvaða og synt í fötum

þekki helstu öryggisatriði sundstaða og geti brugðist rétt við ef slys

ber að höndum

Námsmat:

V. sundstig, samræmd markmið í 5. bekk

75 metra bringusund

25 metra skólabaksund

25 metra skriðsund með sundfit

12 metra baksund

stunga af bakka

hlutur sóttur á 1-2 metra dýpi eftir 3 metra kafsund

troða marvaða í 20-30 sekúndur

10 metra flugsundsfótatök með eða án hjálpartækja

sund í fötum

Í lok námskeiðs er námsmat birt í Mentor.is undir Námsframvinda.

Page 9: ENSKA 5. BEKKUR · Leiðir: Nemendur vinna verkefni af ýmsu toga t.d. skrifa rétt eftir texta, fylla í eyður, minnisæfingar, sóknarskrift, þjálfunarforrit og verkefni eftir

Námsvísir 2013-2014 5. bekkur

1

MYNDMENNT 5. BEKKUR

Kennari: Sólrún Guðbjörnsdóttir.

Tímafjöldi: Myndmennt er kennd á námskeiðum. Árganginum skipti í sex

hópa, hver hópur fær tvisvar sinnum tvær kennslustundir á viku, samtals

22 – 24 kennslustundir.

Markmið að nemendur:

Auki þroska sinn, þjálfa hug og hönd, tjá eigin hugmyndir, þekkingu

og reynslu í margskonar efnivið

Efli hugmyndaflug og sköpunarhæfileika

Auki þekkingu á gildi sköpunar í umhverfi og menningu

Skynji og skilji boðskap myndmáls í daglegu lífi

Kynnist fjölbreyttum aðferðum til sköpunar í myndmennt

Leiðir : Ýmis tvívíð og þrívíð verkefni þar sem formfræði, myndbygging,

litafræði, mótun og kynning á list og listmenningu verða tekin fyrir.

Sérstök áhersla verður lögð á litablöndun og notkun ýmsa lita ásamt

flötum og formum. Handverk, listmunir og fjöldaframleiðsla skoðuð og

rædd. Gulliðsnið Leonardo da Vinci rætt og notað til að teikna

mannslíkamann. Endurreisnartíminn kynntur og verk frá því tímabili.

Námsmat: Verkefni nemenda eru lögð til grundvallar námsmati ásamt

áhuga, sjálfstæði, verklagni, hegðun og vinnusemi. Í lok námskeiðs er

námsmat birt í Mentor undir Námsframvinda.

Page 10: ENSKA 5. BEKKUR · Leiðir: Nemendur vinna verkefni af ýmsu toga t.d. skrifa rétt eftir texta, fylla í eyður, minnisæfingar, sóknarskrift, þjálfunarforrit og verkefni eftir

Námsvísir 2013-2014 5. bekkur

1

SAMFÉLAGS- OG NÁTTÚRUGREINAR 5. BEKKUR

Samfélagsgreinar Samfélagsgreinar skiptast í landafræði, sögu, sið- og trúarbragðafræði

og lífsleikni. Þær eru kenndar í lotum yfir skólaárið.

Kennarar: Umsjónarkennarar.

Tímafjöldi: Fimm kennslustundir á viku.

Íslandssaga (haustönn)

Markmið að nemendur:

Þekki helstu þætti í fornsögu norrænna þjóða

Þekki ýmsa þætti víkingatímans

Kunni sögur frá víkingaöld

Hafi nokkra þekkingu á gæðum lands á víkingaöld, enn fremur

trú og siðum, atvinnuháttum og stjórnskipan fyrstu aldir

Íslandsbyggðar

Geti útskýrt ýmis tilefni þess að fólk ferðast og flytur milli staða

Hafa þjálfast í að ræða siðferðileg gildi og álitamál sem lúta að

réttlæti, mannréttindum og jafnrétti

Leiðir: Söguaðferð notuð í grunninn og verkefnum af ýmsum toga bætt

við, skrifleg og verkleg. Vettvangsferðir. Einstaklings, para- og hópvinna.

Námsefni: Stuðst við efni úr ýmsum áttum m.a. bækurnar Leifur heppni,

Víkingaöld (árin 800-1050) og annað ítarefni.

Landafræði Íslands (vorönn)

Markmið að nemendur:

Kunni skil á skiptingu Íslands í landshluta

Þekki valda landfræðilega þætti Íslands

Þekki áttirnar og geti lesið úr þeim á landakorti

Kunni að lesa og túlka kort, loftmyndir og önnur

landfræðileg gögn, hvort sem er í bókum eða tölvum

Geti notað kortabækur, kort og hnattlíkön til upplýsingaöflunar

og hafa skilning á helstu litum, táknum og hugtökum þar að

lútandi

Þekki helstu tákn sem notuð eru í veðurlýsingu

Þekki helstu náttúruauðlindir

Leiðir: Verkefni af ýmsum toga unnin, hugtök rædd, kort skoðuð, lituð

og merkt. Leikir og samvinnuverkefni. Gagnvirk verkefni á vef.

Hópvinna, paravinna og einstaklingsvinna.

Námsefni: Ísland – veröld til að njóta ásamt vinnubók, Líf á landi,

gagnvirk verkefni á vef Hofsstaðaskóla og myndbönd. Ítarefni af ýmsum

toga einkum tengt jarðfræði.

Page 11: ENSKA 5. BEKKUR · Leiðir: Nemendur vinna verkefni af ýmsu toga t.d. skrifa rétt eftir texta, fylla í eyður, minnisæfingar, sóknarskrift, þjálfunarforrit og verkefni eftir

Námsvísir 2013-2014 5. bekkur

2

Siðfræði og trúarbragðafræði (haustönn)

Markmið að nemendur:

Kunni skil á hvernig kristni barst til Íslands og á atburðum tengdum

kristnitökunni árið 1000

Fáist við efni tengt sáttfýsi og fyrirgefningu og gildi þessa í

samskiptum manna á milli

Fræðist um uppruna jólahalds og söguna af heilögum Nikulási

Hafi öðlast góða innsýn í siðgæði og tileinkað sér samskiptareglur

sem byggjast á kærleika, félagslegu réttlæti og umhyggju fyrir

öðrum mönnum, öllu lífi, umhverfi og mannhelgi

Þekki ýmis hugtök sem tengjast kristni og kirkjuhaldi

Þekki boðorðin 10, gullnu regluna, kærleiksboðorðið og valda

grunnþætti í kristinni trú.

Leiðir: Fjölbreyttar kennsluaðferðir verða notaðar sem virkja frumkvæði

nemenda. Umræður og samvinna við verkefnagerð. Nemendur vinna

ýmist skrifleg-, munnleg- eða verkleg verkefni. Horft á kvikmynd um

boðorðin 10 og efni hennar rætt. Fjallað um nokkur hugtök í kristinni trú.

Námsefni: Valin viðfangsefni, stuðst verður að hluta til við bókina Brauð

lífsins, fræðslumyndir, frásagnir og valin verkefni af ýmsum toga.

Lífsleikni Markmið að nemendur:

Auki samskiptahæfni sín á milli , þ.e. hæfni til að setja sig í spor

annarra

Beri virðingu bæði fyrir náunganum og sjálfum sér, öðlist aukna

þekkingu á sjálfum sér, gildi sínu og tilfinningum

Þjálfist í kurteisi og almennum samskiptavenjum

Þekki og skilji mikilvægi leiðarljóss Hofsstaðaskóla

Þjálfist í að beita gagnrýnni hugsun sem neytendur í nútíma

samfélagi

Þjálfist í slysavörnum

Tileinki sér helstu umferðarreglur og þekki helstu umferðarmerki

Leiðir: Nemendur eru þjálfaðir í samskiptum og tjáningu af ýmsum toga

með fjölbreyttum hætti s.s. málfundum, bekkjarfundum, leikjum,

skriflegum verkefnum, hópvinnu, paravinnu, neytendarýni o.fl. Samvera,

nemenda á sal einu sinni í viku.

Námsefni: Á ferð og flugi í umferðinni. Valdar hugmyndir, verkefni og

ýmsar leikjabækur. Unnið með leiðarljós Hofsstaðaskóla.

Námsmat í samfélagsgreinum:

Haustönn: Íslandssaga 100% (safnmappa með verkefnum 40%,

hópastarf 25%, virkni og vinnusemi 10%, gagnvirk könnun úr Leifi

heppna 20% og ritunarverkefni um Ásatrú 5%)

Page 12: ENSKA 5. BEKKUR · Leiðir: Nemendur vinna verkefni af ýmsu toga t.d. skrifa rétt eftir texta, fylla í eyður, minnisæfingar, sóknarskrift, þjálfunarforrit og verkefni eftir

Námsvísir 2013-2014 5. bekkur

3

Vorönn: Landafræði og jarðfræði Íslands 100% (4 gagnvirk próf,15%

hvert, verkefni og vinnubók 40% )

Náttúrugreinar

Kennarar: Umsjónarkennarar

Tímafjöldi: 3,5 kennslustundir í viku

Markmið í náttúrugreinum eru að nemendur:

átti sig á áhrifum tækni og vísinda á líf fólks og umhverfi

nemendur geti framkvæmt og útskýrt einfaldar athuganir

geti sett fram og rætt niðurstöður athugana á skýran og

skipulegan hátt

geti lýst eiginleikum segla og notkun þeirra

lýst kröftum sem hafa áhrif á daglegt líf manna, t.d. núningskraft,

lyftikraft, flotkraft og þyngdarkraft

geti gert grein fyrir notkun manna á auðlindum

nemendur þekki einfaldar vélar, s.s. vogarstöng, skáflöt, trissu, hjól

og ás, fleyg og skrúfu

þekki uppbyggingu tímatals, s.s. gömul mánaðarheiti og heiti

daga

þekki helstu mælieiningar í vegalengd og hraða

viti hvernig hljóð verður til og hvernig það berst

geri sér grein fyrir tengslum lífvera við búsvæði sitt og aðrar lífverur

kynnist og læri að þekkja nokkrar helstu lífverur í lífríki Íslands s.s.

smádýr, plöntur, fugla og gróður

átti sig á mikilvægi góðrar umgengni við náttúruna í stóru og

smáu

Leiðir: Bókin Auðvitað – Á ferð og flugi lesin og verkefni unnin samhliða

henni sem og verklegar æfingar framkvæmdar. Myndbönd skoðuð og

efni af neti.

Námsmat í náttúrufræði: Vinnubók 40%, hópavinna 25%, virkni 10% og

kannanir úr Auðvitað 25%. Vinna með Líf á landi skilar ekki eiginlegu

námsmati heldur mun vinnan samanstanda af hópavinnu og

athugunum í nánasta umhverfi skólans.

Námsefni: Auðvitað – Á ferð og flugi , Líf á landi (valdir kaflar), ítarefni,

myndbönd og vettvangsferðir.

Umhverfismennt Umhverfismennt er tengd ýmsum námsgreinum og einnig er verið að

fást við viðfangsefni hennar í öllu skólastarfi s.s. í mötuneyti, á göngum,

á skólalóð o.s.frv.

Page 13: ENSKA 5. BEKKUR · Leiðir: Nemendur vinna verkefni af ýmsu toga t.d. skrifa rétt eftir texta, fylla í eyður, minnisæfingar, sóknarskrift, þjálfunarforrit og verkefni eftir

Námsvísir 2013-2014 5. bekkur

4

Útikennsla - hringekja Kennari: Edda Björk Gunnarsdóttir

Tímafjöldi: Klukkustund á viku, í 5-6 vikur.

Markmið í útikennslu:

Fylgist vel með í kennslustundum og fer eftir fyrirmælum

Er vinnusöm/samur

Tekur virkan þátt í hópavinnu

Sýnir sjálfstæði og frumkvæði í vinnu

Kann undirstöðuatriði í notkunn áttavita

Kann að lesa einföld kort

Þekkir hugtökin núningur og skáborð

Kann að nota einfaldar lengdarmælingar

Kann að nota einfaldar tímamælingar

Leiðir: Kennslan fer að mestu leiti fram utandyra þar sem verkelgar

æfingar og tilraunir eru framkvæmdar. Því er mikilvægt að nemendur

komi klæddir eftir veðri í þessa tíma.

Námsmat: Á meðan lotunni stendur fer fram símat sem er lagt til

grundvallar námsmati. Í símatinu er áhugi, sjálfstæði, verklagni, hegðun

og vinnusemi metin. Í lok námskeiðs er námsmat birt í Mentor undir

Námsframvinda.

Heimspeki - hringekja Kennari: Guðrún Pálsdóttir

Tímafjöldi: Ein kennslustund á viku, fimm til sex skipti. Kennt á námskeiði.

Markmið að nemendur:

Geti hlustað eftir upplýsingum og rökum í samræðum

Geti gert grein fyrir hugsunum sínum og skoðunum á viðeigandi

hátt

Geti gert sér grein fyrir að iðulega er hægt að komast að fleiri en

einni niðurstöðu við úrlausn verkefna

Geti tekið leiðsögn á jákvæðan hátt

Leiðir: Fjölbreytt verkefni úr kennslubókum. Mikil hópavinna.

Námsefni: Bækurnar Eru allir öðruvísi? (fjölmenning og heimspeki),

Hugrún, sögur og samræðuæfingar (heimspeki með börnum), Leiklist í

kennslu (handbók fyrir kennara).

Námsmat: Námsmarkmið metin í námsframvindu í Mentor í lok

námskeiðs.

Námstækni Kennari: Arndís Harpa Einarsdóttir, námsráðgjafi

Tímafjöldi: Árganginum er skipt upp í 6 hópa og fer hver hópur á

námskeið, eina kennslustund á viku í 5-6 skipti.

Page 14: ENSKA 5. BEKKUR · Leiðir: Nemendur vinna verkefni af ýmsu toga t.d. skrifa rétt eftir texta, fylla í eyður, minnisæfingar, sóknarskrift, þjálfunarforrit og verkefni eftir

Námsvísir 2013-2014 5. bekkur

5

Markmið að nemendur:

Kynnist undirstöðuatriðum í námstækni

Geti notað tæki og aðferðir sem stuðla að betri námsárangri

Geti skipulagt vinnu sína og frítíma og sett sér markmið

Öðlist færni í að meta eigin styrkleika og þróa með sér jákvæðni og

sjálfstæði í námi

Leiðir: Nemendur fást við fjölbreytt verkefni í tengslum við þættina sem

teknir eru fyrir í hverjum tíma. Verkefnin eru munnleg og skrifleg,

einstaklings- og hópverkefni.

Námsefni: Kennsluefni Sigrúnar Ágústsdóttur á www.nams.is og

kennslubókin Náðu tökum á náminu. Auk þess þýtt efni og

verkefnablöð úr bókinni Becoming a master student (D.B.Ellis) ofl.

Kennslubókin Náðu tökum á náminu auk efnis frá námsráðgjöf

Hofsstaðaskóla.

Námsmat: Námsmarkmið metin í námsframvindu í Mentor í lok

námskeiðs.

Page 15: ENSKA 5. BEKKUR · Leiðir: Nemendur vinna verkefni af ýmsu toga t.d. skrifa rétt eftir texta, fylla í eyður, minnisæfingar, sóknarskrift, þjálfunarforrit og verkefni eftir

Námsvísir 2013-2014 5. bekkur

1

SMÍÐI 5. BEKKUR

Kennari: Sædís Arndal.

Tímafjöldi: Smíði er kennd á námskeiðum. Árganginum er skipti í sex

hópa og fær hver hópur tvisvar sinnum tvær kennslustundir á viku,

samtals 11-12 skipti eða 22-24 kennslustundir.

Markmið að nemendur:

Temji sér viðeigandi umgengni og vinnureglur smíðastofunnar

Nái undirstöðuatriðum í hönnun og smíði og noti við það

algengustu handverkfæri

Teikni og vinni með aðstoð kennara verkefni út frá eigin hug-

myndum eins og við verður komið

Eflist í samvinnu

Leiðir: Kennari kynnir nemendum þau handverkfæri í smíðastofunni sem

þeir munu handleika og vinna með. Þeir vinna fjölbreytt verkefni og

nota mismunandi efni. Nemendur vinna teikningar af eigin hugmyndum

og mælingar á viðfangsefnum. Í einu verkefni nota þeir tvær nálalausar

sprautur og fá virkni í hlutinn sem þeir hanna með því að sprauta lofti úr

annarri sprautunni í gegnum slöngu sem tengd er við stútinn á hinni

sprautunni.

Námsmat: Í lok námskeiðs er námsmat birt í Mentor undir Námsfram-

vinda.

NÝSKÖPUN Kennari: Sædís Arndal.

Tímafjöldi: Nýsköpun er kennd á námskeiði. Árganginum er skipti í sex

hópa og fær hver hópur einu sinni eina og hálfa kennslustundir á viku,

5-6 skipti eða 7,5-9 kennslustundir.

Markmið að nemendur:

Geri sér grein fyrir því hvað hugtakið nýsköpun og hönnun þýðir

Verði víðsýnni á form og lögun

Sjái tilgang og virkni hluta og mannvirkja

Geri sér grein fyrir þörfum allt í kringum sig hvað varðar þau sjálf

og aðra

Skrái hugmyndir sýnar í hugmyndabók

Page 16: ENSKA 5. BEKKUR · Leiðir: Nemendur vinna verkefni af ýmsu toga t.d. skrifa rétt eftir texta, fylla í eyður, minnisæfingar, sóknarskrift, þjálfunarforrit og verkefni eftir

Námsvísir 2013-2014 5. bekkur

2

Skoði hluti með gagnrýnum huga og sjái jafnvel aðra lausn, sýn á

hlutunum

Leiðir:

Kynnt er fyrir nemendum hugtakið nýsköpun og hönnun, að því loknu

eru umræður um efnið. Nemendur koma með sína eigin hugmyndir af

hönnun og nýsköpun. Þeir kynna hugmyndir fyrir bekkjarfélögunum og

ef aðrar lausnir af henni koma fram eru þær ræddar. Nemendur búa til

veggspjald, þar sem ferill hugmyndarinnar er sýndur svo sem hvar varð

hugmyndin til, af hverju? Hverjum á hún að þjóna svo og efni og

samsetningar. Nemendur teikna mynd af hugmyndinni og ef tími leyfir

vinna þeir sýnishorn af henni. Allar hugmyndir barnanna eru sendar í

Nýsköpunarkeppni grunnskólabarna auk þess hefur undanfarin á verið

sér keppni í nýsköpun í Hofsstaðaskóla.

Námsmat: Hugmyndir nemenda eru ekki metnar. Allar hugmyndir eru

góðar. Nemendur fá umsögn í lok námskeiðs.

Page 17: ENSKA 5. BEKKUR · Leiðir: Nemendur vinna verkefni af ýmsu toga t.d. skrifa rétt eftir texta, fylla í eyður, minnisæfingar, sóknarskrift, þjálfunarforrit og verkefni eftir

Námsvísir 2013-2014 5. bekkur

1

STÆRÐFRÆÐI 5. BEKKUR

Kennarar: Bergljót Vilhjálmsdóttir, Edda Björk Gunnarsdóttir, Gunnhildur

Á. Jóhannsdóttir, Katrín Halldórsdóttir og Kristrún Sigurðardóttir.

Tímafjöldi: Fimm kennslustundir á viku.

Markmið að nemendur:

Auki skilning sinn, kunnáttu og færni í stærðfræði og að

hún nýtist þeim í daglegu lífi

Þjálfist í þrautalausnum og notkun á vasareikni

Þjálfist í flóknari aðgerðum í samlagningu, frádrætti, margföldun,

deilingu og námundun

Vinni með almenn brot, rúmfræði, jákvæðar og neikvæðar tölur ,

tölfræði, tugabrot, mynstur og mælingar

Leiðir: Nemendum er skipt í 5 færnimiðaða hópa. Með færnimiðaðri

kennslu er komið betur til móts við þarfir og færni hvers og eins

nemanda. Kennarar meta reglulega hvort nemendur eiga að flytjast

milli hópa og er þá tekið tillit til niðurstöðu úr könnunum/prófum svo og

skilningi og vinnusemi nemanda miðað við aðra í hópnum. Nemendur

vinna sjálfstætt, í paravinnu og í hópum. Þeir kynnast vinnubrögðum

eins og að rannsaka, ræða, túlka, vinna hlutbundið, skrá og leysa

þrautir.

Námsmat: Kannanir eru lagðar fyrir nemendur með jöfnu millibili

óundirbúið og gilda þær 30% af annareinkunn á móti prófi í nóvember

og maí sem gildir 60% og áhugi og virkni í tímum (sjálfsmat nemanda og

mat kennara) sem gildir 10%.

Námsefni: Stika 1a og b, nemenda- og æfingahefti, þemahefti, ítarefni

og ýmsar þrautir. Ýmis kennsluforrit og vefir.

Page 18: ENSKA 5. BEKKUR · Leiðir: Nemendur vinna verkefni af ýmsu toga t.d. skrifa rétt eftir texta, fylla í eyður, minnisæfingar, sóknarskrift, þjálfunarforrit og verkefni eftir

Námsvísir 2013-2014 5. bekkur

1

TEXTILMENNT 5. BEKKUR

Kennari: Ester Jónsdóttir.

Tímafjöldi: Textílmennt er kennd á námskeiðum. Árganginum er skipt í

sex hópa, sem fá tvisvar sinnum tvær kennslustundir á viku, 11 – 12 skipti

samtals 22 – 24 kennslustundir.

Markmið að nemendur:

Þjálfi saman hug og hönd og örvi sköpunargleði

Bæti við kunnáttu og þjálfist í prjóni

Þjálfist í vélsaumi

Læri krosssaum

Leiðir:

Unnið er með margvísleg efni með mörgum aðferðum s.s. vélsaum,

útsaum, hönnun og bútasaum. Leitast er við að vinna með þessa

verkþætti í viðfangsefni sem höfða til nemenda. Reynt verður að virkja

hugmyndir nemenda að svo miklu leyti sem því verður við komið.

Námsmat: Verkefni nemenda eru lögð til grundvallar námsmati ásamt

áhuga, sjálfstæði, verklagni, hegðun og vinnusemi. Í lok námskeiðs er

námsmat birt í Mentor undir Námsframvinda.

Page 19: ENSKA 5. BEKKUR · Leiðir: Nemendur vinna verkefni af ýmsu toga t.d. skrifa rétt eftir texta, fylla í eyður, minnisæfingar, sóknarskrift, þjálfunarforrit og verkefni eftir

Námsvísir 2013-2014 5. bekkur

1

TÓNMENNT 5. BEKKUR

Kennari: Unnur Þorgeirsdóttir

Tímafjöldi: Ein kennslustund á viku og 20 mín. á viku í samsöng

Markmið að nemendur:

Vinni með púls, hryn, sterkt, veikt, form, tónblæ, túlkun

Læri um tónlist í Afríku, Austur Asíu og Indíánatónlist. Læri um

íslensk þjóðlög, rímur og þjóðlög.

Semji einföld lög á skólahljóðfæri

Skilji þýðingu tónlistarskráningar og vinni með hana

Flytji tónlist, lög og stef eftir minni, heyrn og nótnatáknum ýmist

raddlega eða á hljóðfæri

Leiðir: Virk hlustun er rauður þráður í náminu. Tónlist framandi

menningar-svæða verður kennd með hlustun og skapandi

hljóðfæravinnu, heimildarvinnu og dansi. Sönglög verða kennd ýmist út

frá texta, laglínu eða hljómfalli.

Námsgögn: Það er gaman að hlusta á framandi tónlist, skólahljóðfæri,

hljóðgjafar, geisladiskar, verkefni á lausum blöðum.

Námsmat: Skráð í námsframvindu í Mentor í lok annar.

Page 20: ENSKA 5. BEKKUR · Leiðir: Nemendur vinna verkefni af ýmsu toga t.d. skrifa rétt eftir texta, fylla í eyður, minnisæfingar, sóknarskrift, þjálfunarforrit og verkefni eftir

Námsvísir 2013-2014 5. bekkur

1

TÖLVU- OG UPPLÝSINGATÆKNI 5. BEKKUR

Með kennslu í upplýsingamennt er lögð áhersla á að kenna nemendum

aðferðir og tækni við öflun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga í tengslum

við annað nám.

Tölvur , vélritun og tölvufærni Kennarar: Umsjónarkennarar kenna vikulegan tölvutíma og Anna

Magnea Harðardóttir kennir tölvufærni.

Tímafjöldi: Ein og hálf kennslustund á viku með umsjónarkennara fyrir

hvern bekk. Tölvufærni er kennd á námskeiðum. Árganginum er skipt í

sex hópa og fær hver hópur eina kennslustund á viku, samtals fimm til

sex skipti.

Markmið að nemendur

Fylgist vel með í kennslustundum og fari eftir fyrirmælum

Séu vinnusamir

Gangi vel um og fylgi reglum sem gilda í tölvustofunni

Visti skjöl skipulega (heimasvæði, sameign)

Sæki texta og myndir á netið og visti með skipulögðum hætti

Setji upp fjölbreytt skjöl í ritvinnslu

Þekki og fari eftir vinnureglum sem gilda í tölvupóstsamskiptum

Þekki helstu reglur um örugga netnotkun, netorðin fimm (SAFT)

Lesi skólapóst og sendi póst til kennara og samnemenda

Noti helstu aðgerðir í tölvupóstforriti s.s. senda viðhengi, flokka og

eyða pósti

Búi til einfalda margmiðlunarkynningu með texta, mynd og hljóði

Noti grunnaðgerðir í töflureikni og breyti útliti gagna

Vinni með myndir í myndvinnsluforriti

Sitji rétt við vinnu á lyklaborð og beiti sér rétt

Noti rétta fingrasetningu

Nái hraðaviðmiði sem er 70 slög á mínútu (14 orð)

Leiðir: Nemendur koma ásamt umsjónarkennara í tölvustofu einu sinni í

viku allan veturinn. Í þeim tímum er lögð áhersla á að tengja

tölvunotkunina við annað nám. Unnið í ýmsum þjálfunarforritum,

skoðað vefefni eða unnin ritun sem tengist námsefni vetrarins. Lögð er

áhersla á ritvinnslu og tölvupóst og vinna nemendur markvissar æfingar

í tengslum við þau viðfangsefni. Nemendur vélrita verkefni á ýmsum

þjálfunarvefjum og fá leiðsögn um rétta fingrasetningu. Nemendur hafa

eigin aðgangs- og lykilorði í skólanum. Þeir eiga heimasvæði, netfang

og vefpóst. Kennarar geta pantað fartölvuvagn þegar hentar.

Námsefni: Kennsluforrit, námsvefir, verkefni í ritvinnslu (Word), umbroti

(Publisher) og töflureikni (Excel) af vef Námsgagnstofnunnar, Microsoft

Page 21: ENSKA 5. BEKKUR · Leiðir: Nemendur vinna verkefni af ýmsu toga t.d. skrifa rétt eftir texta, fylla í eyður, minnisæfingar, sóknarskrift, þjálfunarforrit og verkefni eftir

Námsvísir 2013-2014 5. bekkur

2

Web Access- vefpóstur – kennsluhefti (Á vef skólans), Ritfinnur og Typing

Master forritið.

Námsmat: Nemendur taka vélritunarpróf þrisvar sinnum á skólaárinu.

Kennari metur framvindu nemandans eftir hvert próf. Námsmat birtist í

námsframvindu í Mentor undir véritun og tölvur tvisvar á ári í annarlok

en í tölvufærni í lok námskeiðs.

Forritun Kennari:Snædís Kjartansdóttir

Tímafjöldi: Kennt á námskeiði í hringekju þar sem árganginum er skipt

upp í 6 hópa og fer hver hópur í sex sinnum eina og hálfa kennslustund

eða samtals níu kennslustundir.

Markmið að nemendur:

Kunni að vinna með helstu aðgerðir í forritun í Alice 2.3

(eiginleika/properties hluta/objects, viðburði/events, föll/functions)

Kunni að forrita einfalda sögu/leik/myndband í þrívíðu

forritunarumhverfi (Alice)

Kunni að leggja mat á hvað sé skemmtilegt, jákvætt, neikvætt og

hvað betur mætti gera í þeim tölvuleikjum/hugbúnaði sem þau

nota í daglegu lífi

Leiðir:

Nemendur nota þrívíddar forritunarumhverfið Alice (www.alice.org) til

að forrita sögu, tölvuleik og/eða myndband. Stuðst verður við

aðferðafræði Skema (www.skema.is) við kennslu en aðferðafræðin

byggir meðal annars á ómeðvituðum lærdóm í gegnum leik, jákvæðni,

jafningjakennslu, myndrænni framsetningu og tengingu við atvinnulífið.

Námsefni:

Námsefni og verkefni frá Skema (www.skema.is) sem notuð eru á

námskeiðum Skema í tölvuleikjaforritun fyrir 7-10 ára börn.

Námsmat: Í lok námskeiðs er námsmat birt í námsframvindu í Mentor

undir bókasafn.

Hreyfimyndagerð Markmið að nemendur:

Búi til einfalt handrit

Noti helstu aðgerðir í Zu3D forritinu

Séu skipulagðir í vinnubrögðum

Sýni sjálfstæði

Ljúki mynd

Kennari: Halldóra Björk Sigurðardóttir

Tímafjöldi: Kennt á námskeiði í hringekju þar sem árganginum er skipt

upp í 6 hópa og fer hver hópur í sex sinnum eina og hálfa kennslustund

eða samtals níu kennslustundir

Leiðir: Nemendum er skipt í hópa fá þeir kynningu á tækninni sem

notuð er við hreyfimyndagerð og fá að prófa sig áfram. Hver hópur

Page 22: ENSKA 5. BEKKUR · Leiðir: Nemendur vinna verkefni af ýmsu toga t.d. skrifa rétt eftir texta, fylla í eyður, minnisæfingar, sóknarskrift, þjálfunarforrit og verkefni eftir

Námsvísir 2013-2014 5. bekkur

3

semur söguhandrit og kemur með dót að heiman sem til að nota í

myndina. Tekið er upp í forritinu Zu3D og er efnið klippt og hljóðsett.

Fullunnin myndbönd verða birt og krækjur á þau settar í umsagnir í

Námsframvindu.

Námsefni: Forritið Zu3D

Námsmat: Birt í námsframvindu í lok námskeiðs.

Bókasafn Kennari: Gréta Björg Ólafsdóttir , bókasafns- og upplýsingarfræðingur

Tímafjöldi: Námskeið í LV ein kennslustund á viku, í 6 vikur.

Markmið að nemendur:

Geti rætt um netið hvað við gerum og segjum þar

Viti að efni sem tekið er af netinu hefur höfundrétt og við þurfum að

virða hann og vita hvernig á að skrá heimild.

Þekki skipulagið á bókasafni skólans og geti leitað á safninu að

ákveðnu efni

Geti leyst verkefni og getið heimilda hvort sem er úr bók eða af

netinu.

Leiðir: Nemendur fást við fjölbreytt verkefni í tengslum við þættina sem

teknir eru fyrir í hverjum tíma. Verkefnin eru munnleg og skrifleg,

einstaklings- og hópverkefni.

Námsefni: Fengið af netinu frá http://www.saft.is/

Verkefni sem eru bókasafns tengd og voru til á safninu auk efnis frá

kennara.

Námsmat: Í lok námskeiðs er námsmat birt í námsframvindu í Mentor

undir bókasafn.