hagnÝtt verkefni Í...

60
NÝTT SKIPULAG Í SPÖNGINNI GRAFARVOGI HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUN HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK ARNÞÓR TRYGGVASON VOR 2012 ESTER ANNA ÁRMANNSDÓTTIR EVA ÞRASTARDÓTTIR

Upload: others

Post on 07-Feb-2020

8 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

1

NÝTT SKIPULAG Í SPÖNGINNI GRAFARVOGI HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUN

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK ARNÞÓR TRYGGVASON

VOR 2012 ESTER ANNA ÁRMANNSDÓTTIR

EVA ÞRASTARDÓTTIR

Page 2: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

2

EFNISYFIRLIT

Efnisyfirlit .................................................................................................................................... 2

Myndaskrá ................................................................................................................................... 3

Töfluskrá ...................................................................................................................................... 4

Inngangur .................................................................................................................................... 5

Grafarvogur ................................................................................................................................. 7

Aðalskipulag Reykjavíkur ................................................................................................ 8

Hverfið – 800m .......................................................................................................................... 9

Byggðamynstur ................................................................................................................. 10

Þéttleiki ................................................................................................................................. 11

Landnotkun ......................................................................................................................... 12

Gatna- og stíganet ............................................................................................................. 13

Almenningssamgöngur .................................................................................................. 14

Gatnamót .............................................................................................................................. 15

Umferðarmagn ................................................................................................................... 16

Umferðaróhöpp ................................................................................................................. 17

Veður ..................................................................................................................................... 18

Spöngin-400m ......................................................................................................................... 19

Einkenni svæðisins .......................................................................................................... 20

Starfsemi .............................................................................................................................. 21

Aðgengi að Spönginni ..................................................................................................... 22

Bílastæði ............................................................................................................................... 22

Notendur .............................................................................................................................. 23

Byggðin ................................................................................................................................. 23

Hljóðvist................................................................................................................................ 23

SVÓT ............................................................................................................................................ 24

Styrkleikar ........................................................................................................................... 24

Veikleikar ............................................................................................................................. 24

Tækifæri ............................................................................................................................... 25

Ógnanir ................................................................................................................................. 25

Mögulegar breytingar .......................................................................................................... 26

Umferð................................................................................................................................... 26

Byggð ..................................................................................................................................... 26

Landnotkun ......................................................................................................................... 26

Nýtt skipulag............................................................................................................................ 28

Heildarsvæðið ......................................................................................................................... 29

Byggð ..................................................................................................................................... 29

Almenningssvæði ............................................................................................................. 32

Umferð................................................................................................................................... 33

Svæðin ........................................................................................................................................ 37

Spöngin ................................................................................................................................. 38

Austursvæði ........................................................................................................................ 44

Vestursvæði ........................................................................................................................ 49

Teikningalisti ........................................................................................................................... 54

Heimildir ................................................................................................................................... 55

Viðauki ....................................................................................................................................... 56

Page 3: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

3

MYNDASKRÁ

Mynd 1. Spöngin Grafarvogi séð frá norðri....................................................................... 5

Mynd 2. Spöngin í dag. ............................................................................................................... 6

Mynd 3. Lega Grafarvogs ..... .................................................................................................... 7

Mynd 4. Aldursdreifing íbúa Grafarvogi .......... .... .............................................................7

Mynd 5. Aldursdreifing íbúa Grafarvogs í samanburði við Reykjavík í heild . ... 7

Mynd 6. Aðalskipulag Grafarvogs........ ................................................................................. 8

Mynd 7. Loftmynd af Spönginni og hverfunum í kring........... ..................................... 9

Mynd 8. Byggðamynstur í Grafarvogi og miðbæ Reykjavíkur. ............................... 10

Mynd 9. Þéttleiki og nýtingarhlutfall í norðurhluta Grafarvogs ............ .... ............11

Mynd 10. Skólar og opin svæði...... ...................................................................................... 12

Mynd 11. Tengingar fyrir bíla umferð og gangandi...... .............................................. 13

Mynd 12. Leið strætó um hverfið....... ................................................................................. 14

Mynd 13. Gatnamót og gerðir þeirra...... ........................................................................... 15

Mynd 14. Umferðarspá frá 2004 fyrir árið 2012...... ................................................... 16

Mynd 15. Dreifing og tegund slysa..... ............................................................................... 17

Mynd 16. Veðurkort, sólargangur, vindátt og úrkoma. ....... ...................................... 18

Mynd 17. Yfirlit yfir 400m radíus í kringum spöngina ...... ....................................... 19

Mynd 18. Einkenni svæðisins. .............................................................................................. 20

Mynd 19. Ljósmyndir úr vettvangsferð. ........................................................................... 20

Mynd 20. Þversnið yfir Borgaveg og Móaveg. ............................................................... 21

Mynd 21. Starfsemi í Spönginni...... .................................................................................... 21

Mynd 22. Umfang umferðamannvirkja við Spöngina......... ........................................ 22

Mynd 23. Dreifing húsagerða. .............................................................................................. 23

Mynd 24. SVÓT kort. ................................................................................................................ 25

Mynd 25. Nýtt skipulag í Spönginni og nágrenni. ........................................................ 27

Mynd 26. Skipulagssvæðið afmarkað og möguleg þéttingarsvæði. ...................... 28

Mynd 27. Skipulagssvæðin þrjú, Vestursvæði, Spöngin og Austursvæði. .......... 29

Mynd 28. Nýtingahlutfall á uppbyggingasvæðum........ ... ............................................30

Mynd 29. Aukinn þéttleiki á svæði 125 og 128. .... ........................................................30

Mynd 30. Fyrir og eftir mynd af byggðamynstri í og kringum Spöngina. .......... 30

Mynd 31. Starfsemi á skipulagssvæðinu. ......................................................................... 31

Mynd 32. Dæmi um starfsemi sem gæðir götuna lífi. ................................................. 31

Mynd 33. Opin græn svæði og torg á nýja skipulagssvæðinu. ................................ 32

Mynd 34. Dæmi um yfirbyggða göngugötu og útfærslu læks með gönguleið. . 32

Mynd 35. Göngu og hjólaleiðir ............................................................................................. 33

Mynd 36. Strætóleiðir og stoppustöðvar. . ...................................................................... 34

Mynd 37. Læst og ólæst hjólageymsla .............................................................................. 34

Mynd 38. Gatnanet á nýju skipulagssvæði. ..................................................................... 35

Mynd 39. Dæmi um merkingu áður en komið er að 30 km/klst hverfi. ............. 35

Mynd 40. Þversnið af Borgavegi, Vættaborgum, Móavegi og Mosavegi (efri).. 36

Mynd 41. Nýtt skipulag, yfirlitsmynd yfir svæðin þrjú. ............................................. 37

Mynd 42. Spöngin séð frá norðri. ........................................................................................ 38

Mynd 43. Hæð bygginga og tegund húsnæðis í Spönginni. ...................................... 39

Mynd 44. Dæmi um framhliðar húsa og hellulögn á götum ..................................... 39

Mynd 45. Sólríkir og skjólsælir staðir. .............................................................................. 40

Mynd 46. Húsagarður og þakgarður .................................................................................. 40

Mynd 47. Græn svæði og torg/göngugata í Spönginni. .............................................. 41

Mynd 48. Götur sem almenningsrými ............................................................................... 41

Mynd 49. Dæmi um aðstöðu við tjörnina ........................................................................ 42

Mynd 50. Kaffihúsastemning á Borgatorgi ..................................................................... 42

Mynd 51. Göngugata og akstursstefnur í Spönginni. ................................................. 43

Page 4: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

4

Mynd 52. Þversnið .................................................................................................................... 43

Mynd 53. Austursvæðið séð úr norðri. ............................................................................. 44

Mynd 54. Hæðir húsa og starfsemi..................................................................................... 45

Mynd 55.Dæmi um parhús á 2 -3 hæðum. ...................................................................... 45

Mynd 56. Sólríkir og skjólsælir staðir. .............................................................................. 46

Mynd 57. Dæmi um sólríka og skjólsæla staði .............................................................. 46

Mynd 58. Almenningssvæði og garðar ............................................................................ 47

Mynd 59. Afþreying í görðum ............................................................................................... 47

Mynd 60. Þversnið gatna á Austursvæði ......................................................................... 48

Mynd 61. Vestursvæði séð úr norðri. ................................................................................ 49

Mynd 62. Skiptings húsnæðis og starfsemi. ................................................................... 50

Mynd 63. Dæmi um fjölbreytt húsnæði frá Amsterdam............................................ 50

Mynd 64. Sólríkir og skjólsælir staðir. .............................................................................. 51

Mynd 65. Dæmi um afþreyingu í skjólgóðum görðum. .............................................. 51

Mynd 66. Almenningsrýmin og sameiginlegir garðar á Vestursvæðinu. ........... 52

Mynd 67. Dæmi um matjurtagarða og gróðurhús. ...................................................... 52

Mynd 68. Þversnið gatna á Vestursvæðinu .................................................................... 53

TÖFLUSKRÁ

Tafla 1. Þéttleiki á svæðinu. .... . ............................................................................................ 11

Tafla 2. SVÓT tafla ..................................................................................................................... 24

Page 5: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

5

INNGANGUR Hér á eftir fer greining og nýtt skipulag á

verslunarsvæðinu Spönginni í Grafarvogi og

nærumhverfi þess, á mynd 1 má sjá Spöngina séð

frá norðri. Fyrri hluti þessa verkefnis í hagnýttri

bæjarhönnun er greining þar sem tækifæri

svæðisins til þess að þróast frekar sem

hverfiskjarni verða dregin fram. Einnig verður

gerð grein fyrir þeim atriðum sem höfundar telja

að hamli svæðinu í frekari þróun í átt að þéttari

byggð og sterkari þjónustu og atvinnusvæði.

Síðari hluti skýrslunnar og verkefnisins er

hugmynd af nýju skipulagi fyrir svæðið þar sem

markmiðið er að gera hverfið að sjálfbærri

einingu þar sem íbúar geta nálgast flest alla

þjónustu og sótt vinnu. Við skipulagsgerðina

verður TOD og aðrar skipulagskenningar um

þétta og blandaða byggð hafðar að leiðarljósi.

Hægt var að velja á milli tveggja svæða,

Mjóddin í Breiðholti og Spöngin í Grafarvogi.

Farið var í vettfangsferð á báða staðina þar sem

myndir voru teknar og spáð í kosti, galla og

tækifæri á hverjum stað. Veðrið var ekki upp á

sitt besta þegar staðirnir voru heimsóttir og fékk

hópurinn því nasasjón af því hvernig svæðið er

við vetraraðstæður.

Mynd 1. Spöngin Grafarvogi séð frá norðri. Heimild: Reykjavíkurborg, e.d.

Greiningin er í þremur þrepum, fyrst er Grafarvogur kynntur til sögunnar og þar á eftir svæðið greint í

800m og 400m radíus frá Spönginni, en það eru 5 og 10 mínútna göngufjarlægðir. Heiti gatna er að finna í

yfirlitskorti aftast í verkefninu.

Í umfjöllun um nýtt skipulag verður fyrst gerð grein fyrir breytingum á öllu skipulagssvæðinu og svo

farið nánar í þau þrjú svæði sem skipulagssvæðinu var skipt í, þ.e. Spöngin, Austursvæði og Vestur svæði.

Page 6: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

6

GREINING Á SPÖNGINNI OG NÁGRENNI

Mynd 2. Spöngin í dag.

Grafarvogur 7

Hverfið – 800m 9

Spöngin-400m 19

SVÓT 24

Mögulegar breytingar 26

Page 7: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

7

GRAFARVOGUR Grafarvogshverfið er eitt af úthverfum

Reykjavíkur og eins og nafnið gefur til kynna að

hluta til byggt við Grafarvoginn. Á mynd 3 má sjá

staðsetningu hverfisins. Hverfið afmarkast að

stórum hluta af langri og fallegri sjávarsíðu og er

næst fjölmennasta hverfi borginnar

(Reykjavíkurborg, e.d.).

Í Grafarvogi búa tæplega 18 þúsund manns

(Hagstofa, e.d.) á um 6.200 heimilum. Á mynd 4

má sjá hvernig aldursskiptingin er innan

svæðisins. Stærsti aldurshópurinn er á aldrinum

35 -66 ára en börn á aldrinum 0-16 ára eru um

fjórðungur mannfjöldans.

Á mynd 5 má sjá hvernig aldursdreifing í

Grafarvogi fer saman við aldursdreifingu almennt

í Reykjavík. Aldursdreifingin helst ekki í hendur

við Reykjavík en athygli vekur að langt um færri

eldri borgarar virðast vera í Grafarvogi en í

Reykjavík allri. Þá er fólk á aldrinum 35-66 ára

fleira í Grafarvogi en í Reykjavík.

Í Grafarvogi hefur verið lögð áhersla á að

gera íbúum og öðrum kleyft að njóta náttúrunnar

sem svæðið hefur upp á að bjóða. Til að mynda er

lengd göngustíga, utan gangstétta meðfram

götum, um 64 km. Þá eru opin leiksvæði um 46

talsins. Heildarstærð hverfisins er 14 km2 en

byggt land er 7,7 km2 og opin svæði eru um 45%

af landi hverfisins (Reykjavíkurborg, e.d.).

Mynd 3. Lega Grafarvogs. Heimild: Borgarvefsja, e.d.

Mynd 4. Aldursdreifing íbúa Grafarvogs Mynd 5. Aldursdreifing íbúa Grafarvogs í samanburði Heimild: Reykjavíkurborg, e.d. við Reykjavík í heild. Heimild: Reykjavík, e.d.

Page 8: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

8

Samkvæmt loftmynd af Reykjavík frá 1984 var

Grafarvogur byrjaður að byggjast upp á þeim

árum. Þá voru komnar nokkrar götur í

Foldahverfinu en norðurhluti svæðisins ennþá

óbyggður. Í kringum 1990 var stærsti parturinn

af Hömrum, Foldum og Húsahverfi byggt. Eftir

1990 fara Rimar og Engi að byggjast upp

(Borgarvefsjá, e.d). Starfsemi hefur þó verið á

svæðinu lengi, en starfrækt hefur verið

fjarskiptamiðstöð í Gufunesi frá 1935. Hún

stendur nú við Sóleyarima en áburðaverksmiðja

var einnig reist í Gufunesi í kringum 1952 (Ferlir,

e.d.).

AÐALSKIPULAG REYKJAVÍKUR Grafarvogshverfið komst fyrst inn á

skipulagsuppdrátt í Aðalskipulagi Reykjavíkur

eftir miðja síðustu öld. Gert var ráð fyrir að þar

yrðu eingöngu iðnaðarsvæði en smám saman

færðist áherslan frá iðnaði yfir í íbúðabyggð og

léttari iðnað (Trausti Valsson, 2002). Í núverandi

skipulagi er gert ráð fyrir margskonar

landnotkun í Grafarvogi eins og sjá má á mynd 6.

Það er meðal annars að finna svæði fyrir hafnar-

og athafnasvæði, blandaða byggð, opin svæði,

miðsvæði, íbúða- og blandaða byggð.

Mynd 6. Aðalskipulag Grafarvogs. Heimild: Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024

Page 9: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

9

HVERFIÐ – 800M

Mynd 7. Loftmynd af Spönginni og hverfunum í kring. Heimild: Borgarvefsjá, e.d.

Byggðamynstur 10

Þéttleiki 11

Landnotkun 12

Gatna- og stíganet 13

Almenningssamgöngur 14

Gatnamót 15

Umferðarmagn 16

Umferðaróhöpp 17

Veður 18

Page 10: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

10

BYGGÐAMYNSTUR Hverfin í kringum Spöngina eru fimm, Borgir,

Engi, Flatir, Rimar og Víkur. Þessi fimm hverfi

falla ekki nákvæmlega undir 800m radíus í

kringum Spöngina en verða tekin inn í

greininguna. Þessi hluti Grafarvogs hefur af

sumum verið kallaður norðurhluti Grafarvogsins.

Svæðinu er skipt niður í fjóra reiti þegar

kemur að skipulagstölum en skiptingin er

nokkurn vegin eftir legu hverfanna. Á mynd 9 má

sjá skiptinguna.

Segja má að byggðamynstrið í Grafarvogi sé

dæmigert fyrir úthverfi stækkandi borgar, á

mynd 8 má sjá þéttleika byggðar í norðurhluta

Grafarvogs borinn saman við þéttleika byggðar í

miðborg Reykjavíkur. Þéttleiki íbúa og íbúða er

ekki mikill.

Mynd 8. Byggðamynstur í Grafarvogi og miðbæ Reykjavíkur.

Page 11: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

11

ÞÉTTLEIKI Eins og sést á mynd 9 þá er fjöldi íbúða frá 4 upp í

23 á hektara. Í töflu 1 má sjá íbúa og íbúða

þéttleika í hverjum reit. Þéttleiki íbúða á reit 126

er ekki mikill (sjá mynd 9) þar sem hluti

svæðisins fer undir atvinnuhúsnæði. Á reit 129 er

Gufuneskirkjugarður en hann þekur um 1/3 af

flatarmáli reitsins. Til viðmiðunar má nefna að

samkvæmt Urban design compendium (e.d.) þarf

þéttleiki íbúða að vera um 45 íbúðir á hektara til

þess að viðhalda góðum almenningssamgöngum.

Nýtingahlutfall í hverfinu er frá 0,13 og upp í

0,26 sem telst frekar lágt.

Útreikninga á þéttleika og nýtingar-hlutfalli

er að finna í viðauka.

Reitur Íbúðir á ha

Íbúar á ha

125 11 32

126 4 13

128 16 43

129 23 61 Tafla 1. Þéttleiki á svæðinu.

Heimild: Borgarvefsjá, e.d. og Vegagerdin, 2004

Mynd 9. Þéttleiki og nýtingarhlutfall í norðurhluta Grafarvogs. Heimild: Borgarvefsjá, e.d. og Vegagerdin, 2004

Page 12: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

12

LANDNOTKUN Íbúðabyggð er langstærsti landnotkunar-

flokkurinn í hverfinu. Í miðju Rimahverfi er gert

ráð fyrir blandaðri byggð en þar er að mestu

íbúðabyggð og lítill verslunarkjarni. Þá er þar

fjarskiptamiðstöð fyrir flugsamgöngur og er þar

vakt 24 tíma á sólarhring.

Í Spönginni er verslunar og þjónustukjarni

en við austurenda þess svæðis er svæði fyrir

opinberar þjónustustofnanir. Einnig er Gufunes-

kirkjugarður í jaðri svæðisins.

Fjórir grunnskólar og fimm leikskólar eru á

svæðinu eins og sjá má á mynd 10. Eitt

íþróttasvæði er innan þessa svæðis en rétt fyrir

utan 800m radíusinn er Egilshöll.

Mynd 10. Skólar og opin svæði. Heimild: Borgarvefsjá, e.d.

Page 13: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

13

GATNA- OG STÍGANET Norðurhluti Grafarvogs er vel tengdur við

stofnbrautir Reykjavíkur, þrjár tengingar eru frá

Vesturlandsvegi að Grafarvoginum. Þetta eru

Gullinbrú/Strandavegur frá Stórhöfða, Víkur-

vegur frá gatnamótum við Grafarholt og

Korpúlfsstaðavegur. Borgavegur er mikilvæg

tenging frá öðrum tengibrautum og inn í hverfið.

Á þessum götum geta farið um fólksbílar,

þjónustubílar, flutningabílar, almenningsvagnar

og hjól. Á mynd 11 má sjá helstu tengibrautir og

safngötur.

Göngu- og hjólastígar til og frá norðurhluta

Grafarvogs eru misjafnir. Malbikaður stígur er

meðfram Gullinbrú/Strandavegi sem tengist svo

stígakerfum annarra hverfa. Stígur sem liggur

meðfram Víkurvegi endar við gatnamótin við

Grafarholt en þar tekur við malarstígur. Á mynd

11 má sjá stígakerfið sem gula punktalínu.

Mynd 11. Tengingar fyrir bíla umferð og gangandi. Heimild: Borgarvefsjá, e.d.

Page 14: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

14

ALMENNINGSSAMGÖNGUR Þrjár strætó leiðir fara um Grafarvoginn, 6, 24 og

26. Sexan fer á 15 mínútna fresti og keyrir hring

um norðurhluta Grafarvogsins. Leiðir 24 og 26

koma á klukkustunda fresti og keyra Borgaveginn

að Spönginni og svo til baka út úr hverfinu. Á

mynd 12 má sjá hvernig strætó keyrir um

hverfið. Tuttugu stoppistöðvar eru innan 800m

radíus frá Spönginni.

Mynd 12. Leið strætó um hverfið. Heimild: Strætó, e.d.

Page 15: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

15

GATNAMÓT Gatnamót í hverfinu eru með ýmsu móti og er

gerð þeirra er í samræmi við umferðamagn

gatnanna. Til dæmis eru hringtorg á

Borgarveginum þar sem mikil umferð er af

hliðargötum. Stærð hringtorga er þó heldur rífleg

miðað við ársdags umferð. Þvermál þeirra er á

milli 32 - 40 m en samkvæmt leiðbeiningum

Vegagerðarinnar (2005) þá er æskileg umferð um

svo stór gatnamót 20.000 til 28.000 bílar á

sólarhring. Í kaflanum „Umferðaspá fyrir árið

2012“ má sjá hvernig umferð er um svæðið en

hún er ekki nærri svo mikil. Þá eru dropar í þeim

X- og T-gatnamótum þar sem umferðaþungi er

mestur en annars venjuleg X- og T-gatnamót. Á

mynd 13 má sjá tegundir gatnamóta í hverfinu og

staðsetningu þeirra.

Mynd 13. Gatnamót og gerðir þeirra. Heimild: Borgarvefsjá, e.d.

Page 16: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

16

UMFERÐARMAGN Gögn um umferðarþunga árið 2012 eru úr

umferðarspá Vegagerðarinnar og VSÓ frá árinu

2004. Áætlað var að árdagsumferð á Borgavegi

yrði 5000 bílar á sólarhring vestanmegin við

Langarima en austanmegin yrði umferð um

Borgaveg 10 þúsund bílar á sólarhring. Á mynd

14 má sjá umferðarmagn á Borgavegi. Árið 2004

var árdagsumferð 2000 bílar og því um mikla

aukningu að ræða. Hafa ber í huga að margt

bendir til þess að umferð hafi dregist saman á

síðustu árum.

Á mynd 14 má sjá umferð innan hverfisins

og að töluverð umferð er til og frá reitum 129 og

128. Þeir reitir eru stærstir og þar eru einnig

flestir íbúar á hektara en í reitum 126 og 125 eru

reitirnir smærri og byggðin dreifðari. Umferð til

og frá reitunum er reiknuð út með

ferðamyndunarjöfnu (sjá í Viðauka).

Mynd 14. Umferðarspá frá 2004 fyrir árið 2012. Heimild: Vegagerðin, 2004

Page 17: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

17

UMFERÐARÓHÖPP Engin alvarleg slys hafa orðið innan 800m radíus

frá Spönginni. Alls hafa orðið 32 óhöpp án

meiðsla og 3 slys með minniháttar meiðslum.

Óhöpp sem orðið hafa við Spöngina eru eingöngu

smá pústrar á bílastæði. Þau slys sem verða á

götunum í kringum Spöngina eru slys sem illa er

hægt að koma í veg fyrir með hönnun umhverfis

nema kannski með því að lækka hraðann. Á mynd

15 má sjá dreifingu slysanna (Umferðastofa, e.d.).

Mynd 15. Dreifing og tegund slysa. Heimild: Umferðastofa, e.d

Page 18: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

18

VEÐUR Samkvæmt mælingum frá árunum 1998 til 2004

við Víkurveg í Grafarvogi virðist ríkjandi vindátt

á svæðinu vera suðaustan- og austanátt, eins og

sjá má á mynd 16. Mesti vindstyrkurinn er úr

austanátt en styrkurinn virðist ekki vera mikill úr

suðaustanáttinni. Minnstur er styrkurinn í

norðvestanátt en sú átt er einnig fátíð (Í Viðauka

er að finna frekari upplýsingar um vindstyrk).

Úrkoma er að meðaltali um 45mm á ári. En

45 mm línan sker í gegnum Foldahverfi,

Rimahverfi og Engjahverfi.

Spöngin opnar sig til suðurs og nýtur því

sólar lengstan hluta dagsins.

Mynd 16. Veðurkort, sólargangur, vindátt og úrkoma. Heimild: Borgarvefsjá, e,d. og Gaisma, e.d.

Page 19: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

19

SPÖNGIN-400M Spöngin er miðsvæði norðurhluta Grafarvogs og þangað sækja íbúar hverfisins margvíslega þjónustu. Á

mynd 17 má sjá yfirlitsmynd af Spönginni og nágrenni.

Mynd 17. Yfirlit yfir 400m radíus í kringum spöngina. Heimild: Borgarvefsjá, e.d.

Einkenni svæðisins 20

Starfsemi 21

Aðgengi að Spönginni 22

Bílastæði 22

Notendur 23

Byggðin 23

Hljóðvist 23

Page 20: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

20

EINKENNI SVÆÐISINS Aðkoma svæðisins er einkennandi fyrir

verslunarkjarna á Íslandi, það eru bílastæðin sem

taka á móti fólki. Einnig virðist ekki vera gert ráð

fyrir því að fólk sé mikið að ganga um Spöngina

því göngustígar sem liggja að svæðinu stoppa

þegar kemur að bílastæðinu og við tekur haf

bílastæða sem ekki bjóða upp á að gengið sé um

það. Á fyrstu ljósmynd á mynd 19 má sjá hvernig

bílastæðin taka á mót þeim sem koma að

Spönginni, hvort sem er gangandi eða keyrandi.

Á svæðinu er ekkert sem býður fólki upp á

að dvelja þar, en tilraun hefur þó verið gerð til

þess að skapa mannlegt umhverfi með runnabeði

með bekkjum í kring fyrir utan eitt af húsunum.

En gallinn við það er að ekkert er á svæðinu til að

horfa á nema bílastæði, bílar og fólk að drífa sig

inn í bíla.

Lítil heildarmynd er yfir svæðinu en

greinilega hefur verið gerð tilraun til þess að

samræma útlit svæðisins með því að hafa burstir

á einhverjum húsum.

Einkenni á svæðinu er að verslunarhúsnæðið

hefur aðeins eina lifandi hlið. Það sem snýr

„aftur“ er að mestu gluggalausar hliðar þar sem

tekið er á móti aðföngum, á mynd 18 sést

greinilega hvað „dauðu“ hliðarnar eru stór hluti

af Spönginni. Íbúðabyggðin fyrir norðan

Spöngina hefur því óaðlaðandi sýn á svæðið eins

og má sjá á annarri ljósmyndinni á mynd 19 þar

sem gular gluggalausar hliðar snúa að

íbúðabyggðinni.

Mynd 18. Einkenni svæðisins.

Mynd 19. Ljósmyndir úr vettvangsferð.

Page 21: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

21

Íbúðabyggðin í kringum spöngina skiptist

niður í minni svæði eftir byggingalagi og

efnisnotkun. Því myndast ekki heildarsvipur yfir

svæðið.

Verslunarsvæðið Spöngin virðist vera sem

lítil eyja mynduð af Borgavegi til suðurs og

Móavegi til norðurs. Á Borgavegi er mikil og

frekar hröð umferð sem myndar þröskuld fyrir

gangandi og hjólandi umferð. Á Móavegi eru litlar

sem engar tengingar úr hverfinu en það gerir

svæðið minna áhugavert fyrir gangandi. Á mynd

20 má sjá þversnið af Borgavegi og Móavegi, þar

sést vel hversu mikil gjá er á milli Rimahverfis og

Spangarinnar. Rýmishlutfall milli þversniðs og

hæða húsanna í kring er um 1:16.

STARFSEMI Margs konar starfsemi er í Spönginni og í nánasta

nágrenni hennar. Þar er meðal annars að finna

heilsugæslu, sjúkraþjálfun, matvöruverslanir,

apótek, hárgreiðslustofur, snyrtistofur, líkams-

rækt, bakarí, gleraugnaverslun, skartgripa-

verslun, dýrabúð, matsölustaði og aðrar

sérverslanir. Þá er framhaldsskólinn Borgarholts-

skóli austan megin við Spöngina. Enga afþreyingu

aðra en líkamsrækt er að finna á svæðinu en

verslanir eru yfirleitt opnar til sex á daginn og því

lítil virkni á svæðinu eftir þann tíma. Á mynd 21

má sjá hvers konar starfsemi er að finna í

Spönginni.

Mynd 20. Þversnið yfir Borgaveg og Móaveg.

Mynd 21. Starfsemi í Spönginni. Heimild: ja.is. e.d.

Page 22: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

22

AÐGENGI AÐ SPÖNGINNI Mjög gott aðgengi er fyrir akandi að Spönginni.

Þrír vegir liggja að svæðinu úr sitt hvorri áttinni.

Móavegur að vestan, Mosavegur að austan og

Borgavegur að sunnanverðu. Mosavegur er

mikilvæg tenging Mosfellinga við Spöngina og

Borgarholtsskóla. Á mynd 22 eru götur sýndar

með rauðum lit og sést vel hversu margar

götutengingar eru úr hverfunum við Spöngina.

Göngustígar liggja úr öllum hverfum og í

raun mjög þétt stíga og gangstétta net sem liggur

að Spönginni eins og sést á mynd 22. Margar

þveranir eru yfir Borgaveg frá Rimahverfi, bæði

fyrir framan Spöngina og fyrir framan

strætóstoppistöðina. Aðgengi gangandi er ekki

eins gott yfir Móavegin sem liggur fyrir aftan

Spöngina eða aðeins ein þverun þó að fleiri

göngustígar liggi alveg að honum. Þá vantar beina

tengingu frá Víkurhverfi að Spönginni. Flestir

stígar enda við Spöngina en engar gangstéttir eru

í Spönginni nema meðfram verslunum. Það er því

ekki gert ráð fyrir að fólk ferðist um svæðið

fótgangandi. Umhverfið í kringum Spöngina

hvetur ekki til göngu þar sem allt umhverfi

miðast við einkabílinn. Borgavegur og svæðið í

kringum hann er mjög breitt og mikil umferð bíla

fer um hann en það getur verið fráhrindandi fyrir

gangandi og hjólandi. Meiri hluti hverfisins fellur

undir 800m radíus og því ætti svæðið að vera í

göngufæri sem flestra.

Strætóstöð er fyrir framan Spöngina en þar

stoppa þrjár leiðir. Lítil aðstaða er þar til að bíða

og óaðlaðandi staður til að dveljast á meðan

beðið er eftir strætó. Leið sex fer hring í kringum

Borgir og Víkur og ætti því að vera gott aðgengi að Spönginni þaðan. Strætó kemst hinsvegar ekki

auðveldlega að vesturhluta Rimanna og því litlar almenningssamgöngur þaðan.

Segja má að það halli á aðra ferðamáta en bílinn, En samkvæmt Urban Design Compendium (2007) þá

ætti að gera öðrum samgöngumátum jafnt hátt undir höfði og einkabílnum.

Mynd 22. Umfang umferðamannvirkja við Spöngina. Heimild: Borgarvefsjá, e.d.

BÍLASTÆÐI Bílastæði eru allt í kringum verslunar og þjónustukjarnann Spöngina og því auðvelt að leggja sama úr

hvaða átt er komið, bílastæðin eru 472 talsins. Auðvelt er að leggja við Borgarholtsskóla sem er steinsnar

frá Spönginni en þar er að finna 307 bílastæði. Á mynd 22 sést greinilega hvað bílastæðin taka mikið land.

Page 23: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

23

NOTENDUR Notendur eru aðallega fjölskyldufólk úr hverfinu,

skólafólk úr Borgarholtsskóla og eldri borgarar

sem búa í þjónustuíbúðum við Fróðengi.

BYGGÐIN Byggðin er aðgreind á þessu svæði, þ.e.

íbúðarhúsnæði á einum stað og verslun og

þjónusta á öðrum. Nokkur skipting virðist vera

eftir hverfiseiningum hvernig íbúðaformið er þar

sem blokkir virðast vera sér, raðhús sér og

einbýlishús sér. Á mynd 23 er dreifing húsagerða

sýnd og sést þar að blokkir og annarskonar

fjölbýli virðast vera næst Spönginni en einbýli

fjær. Byggðin á svæðinu er frekar lágreist.

HLJÓÐVIST Gerð var hljóðvistarathugun vegna fyrirhugaðra

framkvæmda vestan megin við Spöngina. Þar

kom í ljós að hávaði við Borgaveginn var yfir

viðmiðunarmörkum 55 db(A). Sú krafa var þá

gerð að íbúðir sem snúa út að Borgavegi þyrftu

að hafa þar til gerðar hljóðgildrur við hönnun

húsa og ekki mættu vera opnanleg fög í gluggum.

Þá var gert ráð fyrir hljóðmönum við

Borgaveginn (Reykjavíkurborg, 2008).

Mynd 23. Dreifing húsagerða.

Page 24: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

24

SVÓT Innri/Nútíð Ytri/Framtíð Jákvætt Styrkleiki Tækifæri

1. Spöngin er inn í miðju hverfi. 2. Margar tengingar 3. Góð og fjölbreytt þjónusta 4. Tiltölulega fjölmennt svæði 5. Borgarholtsskóli 6. Nálægð við náttúru

1. Stórt opið svæði í kringum Spöngina. 2. Samgöngu miðja. 3. Svæðið verði aðlaðandi fyrir fótgangandi og hjólandi. 4. Gera svæðið sjálfbært

Neikvætt Veikleiki Ógnanir 1. Svæðið skipulagt fyrir einkabílinn 2. Enginn staður til að dvelja á. 3. Vindgáttir 4. Opið og ómanneskjulegt umhverfi 5. Dauðar bakhliðar á húsunum 6. Opið stuttan tíma.

1. Bíllinn verði ráðandi 2. Sterk og ráðandi vindátt

Tafla 2. SVÓT tafla

Tekið er fram að uppröðun markast ekki af

mikilvægi einstakra þátta.

STYRKLEIKAR 1. Spöngin er inn í miðju hverfi og innan 800 metra radíus fellur nánast allur norður Grafarvogur.

2. Góðar umferðartengingar eru við núverandi kjarna og margar tengingar fyrir gangandi og hjólandi.

Tengingarnar út og inn í hverfið eru einnig góðar og greiðfærar, bæði til suðvesturs eftir

Strandvegi, suðausturs eftir Borgavegi og austur eftir Mosavegi.

3. Fjölbreytta þjónustu er að finna á svæðinu og því góður grundvöllur fyrir þjónustukjarnann að

starfa á. Á svæðinu er að finna heilsugæslu, matvöruverslanir, apótek, hárgreiðslustofu,

líkamsrækt, bakarí, matsölustaði og aðrar sérverslanir. Þar er því flest sem fólk þarf á að halda í

daglegu lífi. Þá er Hagkaup eina deildaskipta verslunin með mikið úrval á stóru svæði.

4. Stórt og tiltölulega fjölmennt svæði er á bak við þjónustukjarnann með tæplega 10.000 íbúa.

5. Borgarholtsskóli er steinsnar frá Spönginni og ætla má að nemendur sæki þangað þjónustu.

Rúmlega 1500 manns stunda þar nám.

6. Mjög stutt er í opin svæði til útivistar. Til vesturs er Gufunesið, þar sem frístundahúsið í Gufunesbæ

býður upp á veggjaklifur, strandblaksvöll, hjólabrettaðstöðu, grillaðstöðu og fleira. Til norðurs er

síðan ströndin við Eiðsvík og Leiruvík og leiðin út í Geldingarnes. Á mynd 24 má sjá græn svæði.

VEIKLEIKAR 1. Spöngin er skipulögð og byggð þannig að einkabíllinn komist hratt og auðveldlega leiðar sinnar, því

er yfirleitt mikil og frekar hröð umferð bíla um svæðið. Það dregur úr vilja fólks til að ferðast um

svæðið öðruvísi, til dæmis gangandi eða á hjóli. En svæðið er það nærri íbúðabyggð að lítið mál ætti

að vera að ganga eða hjóla í Spöngina.

2. Ekki hefur Spöngin upp á neinn stað að bjóða sem ákjósanlegt er að dvelja á. Umhverfið er ekki

þannig að gestir og gangandi hafi áhuga á að setjast niður á góðum sumardegi til að njóta góða

veðursins. Heldur er umhverfið er frekar kuldalegt þar sem bíllinn og bílastæðin eru í forgrunni.

3. Oft er sterkur vindur í Grafarvogi, þá sérstaklega í kringum Spöngina. Svæðið er stórt og opið og

vindgátt myndast fyrir austanáttina frá opnu svæðunum sitt hvoru megin við Borgarholtsskóla.

4. Svæðið er mjög opið og ómanneskjulegt. Til dæmis eru tæpir 160 metrar frá húsunum í

Dísuborgum og yfir í blokkirnar í Sóleyjarrima.

5. Byggingarnar sem Spöngin samanstendur af eru meira eða minna með “dauðar” bakhliðar.

Bakdyramegin er einungis vörumóttakan hjá stærstu verslununum, sem gerir það að verkum að

Móavegur er óaðlaðandi svæði.

6. Verslanir og flest þjónusta í Spönginni loka um sex leytið og því er svæðið einungis vakandi í sjö til

níu tíma á sólarhring.

Page 25: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

25

TÆKIFÆRI 1. Opin svæði í kringum Spöngina (sjá mynd

24) bjóða upp á möguleika í þéttingu og

blöndun byggðar með það að markmiði

að gera hverfið að sjálfbærri einingu.

2. Tækifæri fyrir samgöngu miðju í hverfinu

er til staðar þar sem tengingar í og út úr

hverfinu beint að Spönginni eru mjög

góðar.

3. Góð tækifæri eru til að gera Spöngina

aðgengilegri fyrir fótgangandi og hjólandi,

þar sem margar tengingar liggja að henni

frá hverfunum í kring. Eins er aðeins tíu

mínútna gangur (800 metrar) út í nánast

allan norður Grafarvog sem telur tæplega

10.000 manns.

4. Að gera hverfið sjálfbært er einstakt

tækifæri, en það gerir það til dæmis að

verkum að íbúar norður hluta Grafarvogs

þurfa að sækja litla sem enga þjónustu út

fyrir hverfið.

ÓGNANIR 1. Bíllinn gæti ennþá verði ráðandi afl í

Grafarvoginum eftir breytingar, þar sem

íbúar hans vilja geta komist í miðborgina

auðveldlega.

2. Erfitt er að fá fólk til að dvelja á staðnum

ef sterkur vindur blæs um svæðið.

Mynd 24. SVÓT kort.

Page 26: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

26

MÖGULEGAR BREYTINGAR UMFERÐ

GANGANDI: Auðvelda aðgengi gangandi.

Tengja gangstéttir og göngustíga innan svæðisins.

Bæta þveranir yfir götur.

Gangstéttir meðfram öllum götum.

UMFERÐARHRAÐI:

Draga úr hraða um Borgaveg og Mosaveg.

Þrengja að götum með því að byggja nær þeim.

Mögulega setja þrengingar í götu.

T-gatnamót í stað plássfrekra hringtorga.

UMFERÐARFLÆÐI:

Dreifa umferð betur um hverfið.

Minnka umfang gatnanna en fjölga þeim.

Ekki hvetja til gegnum streymis bílaumferðar.

STRÆTÓ: Laga aðstöðu.

Setja upp gott biðskýli.

Stuðla að góðu flæði strætisvagna í gegnum svæðið.

HJÓLREIÐAR:

Setja hjólarein í vegstæði.

Gera aðstöðu til að skilja eftir hjól á strætó biðstöðinni.

BYGGÐ

ÍBÚÐARHÚSNÆÐI:

Byggja á auðum svæðum, góður möguleiki vestan og austan við

Spöngina.

Miða út frá norður-suður ás.

Mest allt randbyggð.

Reyna að fella nýja byggð vel að eldri, samanber skala og efni.

BYGGÐARMYNSTUR:

Allar hliðar lifandi – verslunar og þjónusturými á neðri hæð þar sem

inngangur og gluggar snúa að götu.

Byggja þétt en passa upp á skuggamyndun.

Byggja hærra upp í spönginni. Inngangar í íbúðarhúsnæði á

norðurhluta Spangarinnar frá Móavegi.

STARFSEMI:

Leggja áherslu á miðsvæðið í Spönginni en dreifa atvinnustarfsemi

aðeins út frá stærstu götunum.

Auka atvinnuhúsnæði.

Byggingar með ýmsa starfsemi, s.s. skrifstofur, snúa að

umferðargötum.

Gera svæðið virkt nánast allan sólarhringinn.

LANDNOTKUN

BÍLASTÆÐI:

Fækka bílastæðum.

Minnka svæði undir bílastæði, mögulega bílakjallari.

Bílastæði meðfram flest öllum götunum.

GRÆN SVÆÐI:

Bæta opnu svæðin sem fyrir eru og gera ný græn opin svæði innan um

nýju byggðina.

OPIN-/ALMENNINGSRÝMI: Búa til stað til að dvelja á.

Eitt aðaltorg.

Passa skuggamyndun og vind.

Page 27: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

27

NÝTT SKIPULAG Í SPÖNGINNI

Nýtt skipulag 28

Heildarsvæðið 29

Byggð 29

Almenningssvæði 32

Umferð 33

Svæðin 37

Mynd 25. Nýtt skipulag í Spönginni og nágrenni.

Page 28: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

28

NÝTT SKIPULAG Hér á eftir verður gerð grein fyrir nýju skipulagi í

Spönginni og nánasta nágrenni. Fyrst verður gerð

grein fyrir helstu breytingum á svæðinu öllu, sjá

mynd 26. Þar á eftir verður gerð nánari grein

fyrir uppbyggingasvæðunum þremur, Spönginni,

Austursvæði og Vestursvæði. Sjá mynd 27.

Úrbætur á núverandi skipulagi miðast að því

að umbreyta hinu dæmigerða úthverfi yfir í

borgarumhverfi sem fólk sækist eftir að dveljast í.

Þétting og blöndun byggðar var höfð að

leiðarljósi við hönnun og götur útfærðar sem

almenningsrými frekar en ferðarými.

Almenningssamgöngur, hjólandi og gangandi

voru í aðalhlutverki við gerð skipulagsins en

einkabíllinn settur í aukahlutverk. Engu að síður

þurfti að huga vel að útfærslu á flæði einkabílsins

þar sem hann er ráðandi samgöngumáti í

hverfinu. Aðgengi hans er þannig tryggt en á

sama tíma takmarkað að vissu leyti.

Skipulagning byggðarinnar var að mestu

miðuð út frá veðurfarslegum aðstæðum. Leitast

var við að nýta sólarljósið á sem bestan hátt og

draga úr áhrifum ráðandi vindáttar. Það var gert

með því að byggja upp svæðið með ráðandi

norður-suður ásum og hliðra austur-vestur

ásunum til að hindra hina ráðandi vindátt.

Í skipulagstillögunni er gert ráð fyrir því að

hluti verslunarhúsnæðis í Spönginni verði rifið

þar sem ákveðið var að þétta byggðina og fá

ákveðna heildarsýn yfir svæðið.

Mynd 26. Skipulagssvæðið afmarkað og möguleg þéttingarsvæði.

Húsin sem gert er ráð fyrir að rífa eru Bónushúsið og níu lítil hús sem byggð hafa verið við

Hagkaupshúsið og við hliðina á Bónus. Ekki er hægt að byggja ofan á þessi hús og því var ákveðið að rífa

þau með því markmiði að þétta byggðina. Þá samræmdust þau ekki þeim hugmyndum um að hafa flestar

hliðar húsa lifandi. Sú starfssemi sem missir húsnæði sitt fær nýtt húsnæði á jarðhæð í nýju skipulagi.

Hagkaupshúsið og World Class húsið munu standa eftir.

Page 29: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

29

HEILDARSVÆÐIÐ Svæðið í heild er 11 ha, á mynd 26 má sjá hvernig

skipulassvæðið er afmarkað. Í skipulagsvinnunni

var gert ráð fyrir að uppbygging yrði á fleiri

stöðum en þeim sem gert verður grein fyrir hér. Á

mynd 26 má sjá þau svæði táknuð með gráum lit,

en einnig eru fleiri minni svæði þar sem byggja

má upp sem ekki eru merkt inn. Möguleg

uppbyggingasvæði er ekki tekin með í

útreikningum á nýju nýtingahlutfalli reita eftir

breytingar.

Í skipulaginu er gert ráð fyrir því að

íbúðabyggð verði aukin til muna á þeim svæðum

sem nú fara að mestu leiti undir bílastæði eða

auða grasbletti milli gatna. Áætlað er að

atvinnuhúsnæði muni aukast mikið frá því sem

nú er og þá aðallega í Spönginni.

BYGGÐ Á nýjum byggingasvæðum er lögð áhersla á að

þétta byggð og blanda saman atvinnu- og

íbúðarhúsnæði. Íbúðarhúsnæði er þó ráðandi á

Austur- og Vestursvæðunum þar sem þau

tengjast eldri byggð.

Staðsetning og lögun húsa miðar að því að

fanga sem mest sólarljós og mynda skjólgóða

garða með því að draga úr ráðandi vindátt.

Hljóðvist á svæðinu verður betri þar sem

hámarkshraði verður lækkaður niður í 30

km/klst og á milli húsa og akreina er talsvert bil

þar sem hjólarein, bílastæði og gangstétt eru á

milli.

Mynd 27. Skipulagssvæðin þrjú, Vestursvæði, Spöngin og Austursvæði.

Page 30: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

30

BYGGÐAMYNSTUR Á Austur- og Vestursvæðinu er haldið í

bogadregnar línur sem einkenna byggðamynstrið

á svæðinu. Það er gert til þess að fella nýju

uppbyggingsvæðin betur að eldri byggð. Spöngin

sker sig aðeins úr þar sem götulínur eru beinar.

Húsnæði á öllum svæðunum verða

fjölbýlishús en þó í mis stórum skala. Á

Austursvæðinu verða litlar einingar með

tiltölulega stórum íbúðum (200m2) og minni

þéttleiki en á Vestursvæðinu þar sem verða

stærri einingar með minni íbúðum (100m2). Í

Spönginni verða misstórar blokkir með litlum

íbúðum (80m2).

Þéttleiki á skipulagssvæðinu mun aukast til

muna og helst í heldur við það sem er að gerast

úti í hinum stóra heimi. Þéttleikinn verður 102-

227 íbúar/ha og 41-91 íbúð/ha. Í hverfinu

Stellwerk 60 í Köln eru 123 íbúar/ha og 95

íbúðir/ha og í GWL Terrein í Amsterdam eru 230

íbúar/ha (Foletta og Field, 2011). Meiri

upplýsingar um þéttleika má sjá í Viðauka.

Nýtingarhlutfall reita 125 og 128 munu

aukast lítillega eins og sjá má á mynd 29. Þar sem

að reitirnir eru mjög stórir hefur þessi þétting

byggðar ekki mikil áhrif á þéttleika alls reitsins. Á

mynd 28 má sjá hvernig nýtingahlutfallið er á

skipulagssvæðunum þremur en það er mun

hærra en almennt gerist í norðurhluta

Grafarvogs. Á mynd 30 má sjá hvernig byggðin

hefur verið þétt í kringum Spöngina.

Mynd 28. Nýtingahlutfall á uppbyggingasvæðum. Mynd 29. Aukinn þéttleiki á svæði 125 og 128.

Mynd 30. Fyrir og eftir mynd af byggðamynstri í og kringum Spöngina.

Page 31: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

31

STARFSEMI Eins og sést á mynd 31 þá er gert ráð fyrir

atvinnustarfsemi í húsnæðum meðfram

umferðargötunum fjórum. Það er gert til þess að

hafa sem flestar hliðar lifandi. Gert er ráð fyrir

fjölbreyttri starfsemi á fyrstu hæð og helst ekki

meira en 10 metrar á milli innganga þeirra. Gerð

er krafa um að gluggar verði atkvæðamiklir á

jarðhæð til að tryggja virkni hliðanna. Einnig

munu bakhliðar þeirra húsa sem eftir standa í

Spönginni úr fyrra skipulagi fá upplyftingu í formi

myndlistar vegfarendum og íbúum svæðisins til

yndisauka. Góð hugmynd væri að efna til

samkeppni meðal nemenda Borgarholtsskóla um

nýja hönnun til uppsetningar á hverri skólaönn.

Markmiðið með hinni fjölbreyttu starfsemi

er einnig að glæða hverfið lífi yfir lengri tíma en

raunin er í dag. Meðal annars verður kaffihús

opið frá morgni til kvölds, matsölustaðir sem og

skyndibitastaðir þar sem vinnufélagarnir geta

farið saman í hádegismat og fjölskyldur

hverfisins gert sér glaðan dag á kvöldin.

Menningamiðstöð með bókasafni gefur ungum

sem öldnum tækifæri á að ná sér í góða bók að

lesa og hitta mann og annan. Sérvöruverslanir,

dagvöruverslanir, skrifstofur og sú þjónusta sem

fyrir er á svæðinu sem mun flytjast í nýtt

húsnæði. Þar sem kaffihús verður opið fram eftir

kvöldi og World Class opnar snemma á morgnana

næst góð nýting yfir stóran hluta sólarhringsins.

Á mynd 32 sést hvernig starfsemi á jarðhæð

gæðir göturnar lífi.

Mynd 31. Starfsemi á skipulagssvæðinu.

Mynd 32. Dæmi um starfsemi sem gæðir götuna lífi.

Page 32: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

32

ALMENNINGSSVÆÐI Almenningssvæði eru skilgreind betur í hinu nýja

skipulagi þar sem þau eru afmörkuð og sett í

meira samhengi við íbúðabyggð á svæðinu. Á

mynd 33 má sjá hvernig bæði græn svæði og torg

tengjast nálægðri byggð.

GRÆN SVÆÐI Stóru grænu opnu svæðin eru tengd saman með

læk sem rennur frá hæsta punkti hverfisins,

gegnum nýja skipulagssvæðið og niður að sjó.

Gönguleið fylgir læknum og tengir svæðin þrjú

með skemmtilegum hætti. Á seinni mynd á

myndar 34 má sjá mögulega útfærslu á slíkum

göngustíg.

Ekkert vatn er fyrir á svæðinu sem hægt er

að leiða í lækinn. Notast verður við sjálfbærar

ofanvatnslausnir sem leiðir regnvatn af svæðinu í

lækinn. Leitast verður við að hafa yfirborð þannig

að regnvatn drjúpi í gegnum það og renni í

lækinn. Vatnið hreinsast með því að renna í

gegnum jarðvegin.

Grænu svæðin innan nýja skipulagsins eru

margskonar og þeim verður gerð betri skil í

köflunum um hvert svæði fyrir sig.

TORG Tvö torg eru skipulögð í Spönginni, Borgatorg og

Litlatorg. Torgin tvö eru tengd saman með

yfirbyggðri gönguleið í anda þess sem sýnt er á

mynd 34, en lækurinn rennur þar einnig í gegn.

Svæðin tvö ættu því að geta nýst saman sem eitt

hátíðarsvæði sem dæmi.

Mynd 33. Opin græn svæði og torg á nýja skipulagssvæðinu.

Mynd 34. Dæmi um yfirbyggða göngugötu og útfærslu lækjar með gönguleið.

Page 33: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

33

UMFERÐ Gatnakerfið breytist töluvert í nýju skipulagi.

Ákveðið var að auka aðgengi fyrir gangandi og

hjólandi samhliða því að minnka umsvif

einkabílsins. Gert er ráð fyrir að umferðin muni

dreifast betur í hinu nýja gatnakerfi og hár hraði

verði hindraður sem og óþarfa gegnumakstur.

GANGANDI Í nýju skipulagi er lögð sérstök áhersla á að

umhverfið styðji við gangandi vegfarendur innan

hverfisins. Það er gert með því að færa starfsemi

nær götum, þétta byggðina og auka

atvinnuhúsnæði. Göngustíga- og gangstéttakerfi

flæðir í gegnum allt svæðið. Þá verður gönguleið í

gegnum Vestursvæðið til austurs sem fylgir

litlum læk er hlykkjast í gegnum allt svæðið og í

gegnum Spöngina. Þetta verður um leið

útivistarsvæði. Á mynd 35 má sjá hvernig

göngustígar og –stéttar flæða um allt hverfið og

tengjast inn í eldri hverfi.

Umferð gangandi og hjólandi er færð nær

götunni á sumum stöðum og á það sérstaklega

við um gönguleiðir meðfram Borgavegi. Það á þó

ekki að skerða öryggi gangandi og hjólandi því

umferðahraði verður lækkaður á Borgavegi og

bílastæði eru milli akreina og gangstétta. Allar

þveranir eru í plani en það á ekki að skapa hættu

fyrir gangandi þar sem hámarkshraði í öllum

götum er 30 km/klst. Þveranir eru með reglulegu

millibili svo ekki þarf að taka krók til að fara yfir á

gangbraut.

Mynd 35. Göngu- og hjólaleiðir.

HJÓLANDI Lögð er meiri áhersla á umferð hjólandi í nýju skipulagi en gert er í núverandi. Sérstakar hjólareinar eru í

báðar áttir í aðalgötum, það er á Borgavegi, Mosavegi, Móavegi og Vættaborgum eins og sjá má á mynd 35.

Gert er ráð fyrir að hjólaumferð verði á umferðargötum inn í hverfunum þar sem hraði er lágur og umferð

er minni.

Page 34: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

34

ALMENNINGSSAMGÖNGUR Aðalstoppistöðin verður færð frá Borgavegi yfir á

Mosaveg milli Borgarholtsskóla og Spangarinnar.

Þannig tengist hún beint göngugötunni sem

liggur í gegnum svæðið og færist nær skólanum.

Aðstaða verður fyrir vagna í tvöföldum strætó

vasa til að stoppa, ásamt aðstöðu fyrir vagnstjóra.

Þjónustumiðstöð fyrir farþega verður við

stoppistöðina þar sem hægt verður að kaupa

strætómiða/kort og eitthvað létt að borða. Í sama

húsi verður hjólageymsla þar sem hægt verður að

skilja hjól eftir í læstu rými og venjulegar

hjólagrindur undir þaki svipað því sem sjá má á

mynd 37.

Á mynd 36 er búið að setja 200 m radíus í

kringum hverja stoppistöð. Á flestum stöðum er

minna en 200 m gangur í næstu strætóstöð og

stoppistöðvarnar þekja þannig mjög góðan hluta

af miðsvæði norður Grafarvogs . Ef til vill má vera

lengra á milli stöðvanna til að tryggja betra flæði

strætisvagnanna en það er í höndum Strætó bs að

leggja loka hönd á leiðakerfið.

Breytingar verða á akstursleið Strætó á þeim

stöðum þar sem breytingar hafa verið gerðar á

gatnakerfi. Á mynd 36 má sjá nýja leið strætó.

Gert ráð fyrir að Strætó bs uppfæri leiðarkerfi sitt

í samræmi við fjölgun íbúa og notkun strætó á

svæðinu.

Á Borgavegi verða vasar fyrir strætó að

stansa á en á öðrum stöðum mun hann stansa í

götunni.

Mynd 36. Strætóleiðir og stoppustöðvar.

Mynd 37. Læst og ólæst hjólageymsla.

Page 35: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

35

EINKABÍLLINN Í nýju skipulagi er þrengt að einkabílnum en

umferðaflæði ætti að vera fínt þó umferðin verði

ekki eins hröð og áður. Eins og staðan er í dag er

umferðarrýmd of mikil og keyrt er of greitt.

Einnig má gera ráð fyrir að notkun bílsins verði

minni eftir breytingar og þéttingu á svæðinu.

Leyfilegur hámarkshraði verður 30 km/klst

á nýja skipulagssvæðinu. Hlið verða sett upp við

fjórar stærstu umferðargöturnar sem gefa til

kynna að ökumaðurinn er að aka inn í 30km/klst

svæði, sjá mynd 38. Dæmi um hlið er hægt að sjá

á mynd 39. Aðrar hraðalækkandi aðgerðir eru

bílastæði samsíða akreinum, þrengri akreinar,

miðdeilir (á Borgavegi), tré meðfram götum og

þrengri sjónás, þ.e.a.s. byggingar upp að götunni.

Í skipulaginu er gert ráð fyrir að núverandi

hringtorg verði fjarlægð. Í staðinn verða T-

gatnamót, stefnugreind á umferðargötunum og

venjuleg í húsagötnum. Umferðaflæði inn í

Spöngina verður takmarkað með einstefnugötum.

Hægt verður að komast inn frá Móavegi og

Borgavegi og út á allar stærri umferðargöturnar.

Aðgengi að Spönginni er þannig tryggt fyrir

akandi og göturnar verða nógu breiðar til að

sjúkrabílar, ruslabílar og flutningabílar geti keyrt

um svæðið.

Ný byggð verður að mestu leyti í svokölluðu

rúðuneti, sjá mynd 38. Umferð einkabílsins mun

þannig dreifast um göturnar en ekki safnast

saman á eina götu. Gera má þó ráð fyrir að

umferð á umferðargötunum verði áfram meiri en

í húsagötunum.

Mynd 38. Gatnanet á nýju skipulagssvæði.

Mynd 39. Dæmi um merkingu áður en komið er að 30 km/klst hverfi.

Page 36: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

36

Borgavegur Á Borgavegi verða gangstéttar færðar að götunni,

hjólareinum og miðdeili bætt við götuna,

bílastæði verða samsíða akreinum og tré

gróðursett með reglulegu millibili. Breytingin

mun auðvelda för léttari umferðar þar sem

götunni verður skipt upp í minni einingar og

þveranir öruggari en áður vegna nýs yfirborðs og

hliðraðar legu þeirra. Akreinarnar hafi ekki verið

þrengdar, vegna umferð strætisvagna, en þrengt

hefur verið að vegstæðinu sem dregur úr hraða.

Vættaborgir,Móavegur og Mosavegur Þversnið Vættaborga, Móa- og Mosavegar mun

taka breytingum þar sem bílastæðum samsíða

akreinum og hjólareinum verður bætt við.

Á mynd 40 má sjá hvernig þversniðin

munu líta út. Hlutfall milli hæða nærliggjandi

húsa og þversniðanna er 1:2, en það þykir mun

þægilegra fyrir hinn gangandi vegfaranda en það

sem áður var.

BÍLASTÆÐI Bílastæði við Spöngina og Borgarholtsskóla munu

taka breytingum en þau verða nýtt undir nýja

byggð. Bílastæði verða meðfram öllum götum,

oftast samsíða götum. Áætlað er að bílastæðaþörf

á svæðinu öllu sé rúmlega 1000 stæði. Þá er gert

ráð fyrir einu bílastæði á hverja íbúð og einu

stæði á hverja 75m2 atvinnuhúsnæðis. Fjöldi

bílastæða á öllu svæðinu eru tæplega 1000 en

líklegt er að rúmlega 200 bílastæði verði í

bílakjallara á svæðinu, sérstaklega við stórar

sérverslanir og aðra þjónustu í Spönginni.

Mynd 40. Þversnið af Borgavegi (neðri), Vættaborgum, Móavegi og Mosavegi (efri).

Page 37: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

37

SVÆÐIN

Mynd 41. Nýtt skipulag, yfirlitsmynd yfir svæðin þrjú.

Spöngin 38

Austursvæði 44

Vestursvæði 49

Page 38: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

38

SPÖNGIN Spöngin er skilgreind hér sem svæðið á milli Borgavegs til suðurs, Vættaborga til vesturs, Móavegar í

norðri og Mosavegar til austurs.

Mynd 42. Spöngin séð frá norðri.

Byggð 39

Nærveður 40

Almenningsrými 41

Umferð 43

Page 39: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

39

BYGGÐ Þétt byggð verður í Spönginni þar sem hæð húsa

verður á bilinu 2-4 hæðir. Útlit húsanna verður

fjölbreytilegt þannig að yfirbragð byggðarinnar

verði ekki einsleitt. Hliðar húsana munu verða

mis mikið inndregnar svo húsin myndi ekki

stóran og langan vegg við göturnar. Er það

sérstaklega gert með gangandi vegfarendur í

huga til að gera göngu þeirra og veru í

göturýminu ánægjulegri. Á mynd 44 er sýnt

hvernig hliðar húsa geta verið mis mikið

inndregnar. Meðal íbúðastærðin í Spönginni er í

kringum 80 m2.

Yfirborð gatna verður hellulagt til að gefa

svæðinu hlýleika. Hellulögn á götum gefur fólki

tilefni til að upplifa svæðið sem ætlað

fótgangandi, hjólandi og rólegri umferð. Á mynd

44 má sjá dæmi um hellulögn.

Í Spönginni verður bæði atvinnu- og

íbúðarhúsnæði (sjá mynd 43). Atvinnuhúsnæði

verður á neðri hæðum húsanna sem mun skapa

líf á götunum. Íbúðarhúsnæði verður á efri

hæðum húsanna. Flestum íbúðunum mun fylgja

garður, hvort sem það er húsagarður eða

þakgarður, svipuðum þeim á mynd 46.

Mynd 43. Hæð bygginga og tegund húsnæðis í Spönginni.

Mynd 44. Dæmi um framhliðar húsa og hellulögn á götum.

Page 40: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

40

NÆRVEÐUR Svæðið var skipulagt með tilliti til austan

áttarinnar sem er sterk á svæðinu, reitir eru því

látnir skarast svo að vindstrengurinn nái sér ekki

upp á milli húsa. Sumar hliðar húsanna verða

lægri sem nemur einni hæð til að hleypa sól inn í

garða húsanna. Á mynd 45 má sjá hvar sólríkir

staðir verða og hvernig byggðin mun veita skjól

gagnvart austan áttinni.

Mynd 45. Sólríkir og skjólsælir staðir.

Mynd 46. Húsagarður og þakgarður.

Page 41: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

41

ALMENNINGSRÝMI Tvö almenningsrými eru í Spönginni, Borgatorg

og Litlatorg eins og sést á mynd 47 en segja má að

allar götur í Spöngina séu almenningsrými því öll

göturými hafa verið hönnuð þannig að auðvelt sé

að nýta göturýmið til afþreyingar. Mynd 48

fangar ágætlega þá stemningu sem höfð var til

hliðsjónar við hönnun í Spönginni.

Mynd 47. Græn svæði og torg/göngugata í Spönginni.

Mynd 48. Götur sem almenningsrými.

Page 42: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

42

BORGATORG Borgatorg er miðsvæðis í Spönginni og er um

2.500m2 að stærð. Á miðju torginu er gert ráð

fyrir tjörn í tengslum við lækinn sem rennur í

gegnum svæðið. Tröppur verða að tjörninni sem

vísa til suðurs, þar getur fólk setið og notið

sólarinnar, á mynd 49 má sjá hugmyndir að

útfærslu.

Bílaumferð er eingöngu leyfileg vestan og

sunnan við torgið og því ætti ekki að vera mikið

ónæði af bílaumferð á torginu. Borgatorgið var

skipulagt með tilliti til sólarljóss og verða norður

og austur endar torgsins eingöngu fyrir gangandi

og hjólandi svo hægt sé að nýta svæðið sem best

með tilliti til sólar hvort sem er að degi til eða

síðdegis. Gert er ráð fyrir kaffihúsastarfsemi sem

getur teygt sig inn á torgið eins og sýnt er á mynd

50.

LITLATORG Litlatorg er nú þegar til staðar en eins og kom

fram í greiningunni þá nýtist það illa vegna

umhverfisins í kring. Umgjörð þess mun breytast

með nýrri byggð allt í kring sem skapar líf í

kringum það. Torgið ætti því að nýtast betur en

það gerir í dag með breyttri landnotkun í kring.

Mynd 49. Dæmi um aðstöðu við tjörnina.

Mynd 50. Kaffihúsastemning á Borgatorgi.

Page 43: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

43

UMFERÐ Gangandi umferð verður í forgangi í Spönginni. Í

gegnum mitt svæðið liggur göngugatan Spöngin

frá austri til vesturs sem tengist gönguleið í

gegnum nýtt íbúðasvæði vestan megin við

Spöngina og aðal stoppistöðinni austan megin. Á

mynd 51 má sjá hvar göngugatan liggur í gegnum

svæðið. Auk göngugötunnar verða gangstéttar

báðum megin við allar götur eins og sést á mynd

52. Gert er ráð fyrir að hjólaumferð verði á öllum

götum og þar með talinni göngugötunni.

Bílaumferð í Spönginni verður takmörkuð

með einstefnu í öllum götum. Göturnar verða því

ekki eins breiðar sem auðveldar för gangandi

vegfaranda um svæðið. Hægt verður að keyra inn

í Spöngina frá Borgavegi og Móavegi. Útkeyrsla af

svæðinu verður við Vættaborgir, Borgaveg,

Móaveg og Mosaveg. Á þeim stöðum sem umferð

einkabílsins þverar göngugötuna er yfirborð

vegarins hækkað á 10m kafla og verður sá kafli

með annarskonar áferð sem hefur hraðalækkandi

áhrif. Breidd gatnanna í Spönginni verður

nægileg til að ruslabílar, sjúkrabílar og aðrir

stærri bílar geti keyrt þar um og affermt vörur.

Rýmishlutfall þversniða og húsveggja er 1:1.

Bílastæði í Spönginni verða samsíða flestum

götum eins og sést á mynd 52. Í Spönginni þurfa

að vera um 480 bílastæði samkvæmt áður

tilgreindum skilyrðum en stæði við götur eru um

335. Gert er ráð fyrir að bílakjallari með að

minnsta kosti 150 bílastæðum verði undir nýrri

Bónus verslun sem einnig myndi þjóna Hagkaup,

en hann næði jafnvel líka undir Borgatorg.

Mynd 51. Göngugata og akstursstefnur í Spönginni.

Mynd 52. Þversnið.

Page 44: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

44

AUSTURSVÆÐI

Mynd 53. Austursvæðið séð úr norðri.

Byggð 45

Nærveður 46

Almenningsrými 47

Umferð 48

Page 45: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

45

BYGGÐ Á Austursvæðinu verður aðallega íbúðabyggð en

við Mosaveginn verður atvinnuhúsnæði á

jarðhæðinni eins og sjá má á mynd 54.

Byggðamynstrið verður líkt því sem er í

Hamravíkinni, parhús á 2 - 3 hæðum svipað því

sem sést á mynd 55. Íbúðirnar á þessu svæðið

verða í stærri kantinum eða í kringum 200 m2 og

er það því ekki eins þéttbýlt og hin

uppbyggingarsvæðin. Reiknað er með að

þéttleikinn verði um 0,87 eins og sjá má á mynd

28.

Mynd 54. Hæðir húsa og starfsemi.

Mynd 55. Dæmi um parhús á 2 - 3 hæðum.

Page 46: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

46

NÆRVEÐUR Tekið var tillit til austanáttar og sólskins við

hönnun Austursvæðisins með það að markmiði

að búa til skjólgóð og sólrík útisvæði. Húsin sem

snúa norður-suður eru nýtt sem skjólveggir fyrir

garðana. Á mynd 56 má sjá hvar sólríkir og

skjólgóðir staðir eru á Austursvæðinu og dæmi

um slíka má sjá á mynd 57.

Mynd 56. Sólríkir og skjólsælir staðir.

Mynd 57. Dæmi um sólríka og skjólsæla staði.

Page 47: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

47

ALMENNINGSSVÆÐI Vestan megin við Austursvæðið er grænt svæði

sem liggur í gegnum byggðina niður að sjó. Falleg

gönguleið verður meðfram læknum sem rennur í

gegnum allt skipulagssvæðið, sjá mynd 58. Við

hvern húsareit verður sameiginlegur garður með

mismunandi samkomu- og útivistsvæði með

afþreyingu, sjá mynd 58. Til dæmis leiksvæði

fyrir börn, körfuboltavöllur, æfingasvæði með

tækjum, strandblakvöllur og grillsvæði svipað því

sem sést á mynd 59. Þessir garðar eru ætlaðir

íbúum á Austursvæðinu.

Mynd 58. Almenningssvæði og garðar.

Mynd 59. Afþreying í görðum.

Page 48: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

48

UMFERÐ Aðgengi gangandi er mjög gott á svæðinu,

göngustígar og -stéttir liggja um allt hverfið og

tengingar eru við Spöngina, græn svæði, opin

svæði og Borgarholtsskóla. Þveranir eru í plani

yfir Móaveg og Mosaveg en umferðaöryggi er þó

gott þar sem hámarkshraði er 30 km/klst á þeim

götum.

Gert er ráð fyrir að hjólaumferð verði á

akreinum í húsagötunum þar sem hvorki

umferðarþungi né hraði er mikill. Hjólastæði

verða við hvert hús þannig að auðveldara verði

að grípa í hjólið í stað bílsins.

Búist er við að umferð í hverfinu verði hæg,

en bílastæði við götu og þröngar akreinar ættu að

hafa áhrif á ökuhraða. Hámarkshraði verður 30

km/klst. Breidd gatna er í algjöru lágmarki miðað

við danska staðalinn (Vejregler, 2000). Heildar

þversnið gatnanna er nógu breytt til að hægt er

að koma fyrir snúningshaus í enda götu með því

að taka burt bílastæðin þar, ef þess þarf. Göturnar

liggja í boga sem er í samræmi við legu gatna í

hverfinu. Rýmishlutfall þverniða gatnanna er um

1:1,5 er þykir þægilegt fyrir hinn gangandi

vegfaranda.

Á austur-vestur götum verða bílastæði

hornrétt á götuna og verða þær götur eins og

hálfgerð bílastæði eins og sjá má á mynd 60. Í

götum sem liggja suður-norður verða bílastæði

samsíða götunni svipað og sést á mynd 60. Á

Austursvæðinu þurfa að vera 180 bílastæði en

bílastæði eru rétt rúmlega 300.

Mynd 60. Þversnið gatna á Austursvæði.

Page 49: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

49

VESTURSVÆÐI

Mynd 61. Vestursvæði séð úr norðri.

Byggð 50

Nærveður 51

Almenningsrými 52

Umferð 53

Page 50: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

50

BYGGÐ Þétt íbúðabyggð á þremur hæðum verður á

Vestursvæðinu. Nýtingahlutfall á svæðinu er 1,03

en það er mesta nýtingin á uppbygginga-

svæðunum þrem eins og sjá má á mynd 28. Til

þess að yfirbragð bygginganna verði ekki einsleitt

verða húsin hönnuð þannig að einingar hvers

húss verða hannaðar af mismunandi arkitekt

svipað því sem sést hér á mynd 63. Stærð

íbúðanna á svæðinu er um 100 m2.

Vestursvæðið er nálægt því að vera byggt

upp í hefðbundnum randstíl þar sem hljóðlátir,

sólríkir og skjólgóðir garðar myndast. Húsin

beygjast eftir bogadregnu götunum og hliðrast

aðeins til að draga úr vindi.

Atvinnuhúsnæði verður á fyrstu hæð við

Vættaborgir og Borgaveg, sjá mynd 62.

Atvinnuhúsnæði verður um 4000 m2 á þessu

svæði.

Mynd 62. Skiptings húsnæðis og starfsemi.

Mynd 63. Dæmi um fjölbreytt húsnæði frá Amsterdam.

Page 51: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

51

NÆRVEÐUR Tekið var tillit til austanáttar og sólskins við

hönnun Austursvæðisins með það að markmiði

að búa til skjólgóð og sólrík útisvæði. Húsin sem

snúa norður-suður eru nýtt sem skjólveggir fyrir

garðana. Á mynd 64 má sjá hvar sólríkir og

skjólgóðir staðir eru á Austursvæðinu. Á mynd 65

má sjá dæmi um afþreyingu sem verður í

görðunum.

Mynd 64. Sólríkir og skjólsælir staðir.

Mynd 65. Dæmi um afþreyingu í skjólgóðum görðum.

Page 52: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

52

ALMENNINGSSVÆÐI Inni á milli randbyggðarinnar eru stórir garðar

sem skilgreindir eru sem almenningssvæði fyrir

íbúa á Vestursvæðinu, sjá mynd 66. Lækurinn

rennur í gegnum þessa garða og eru tjarnir í

tveimur þeirra. Íbúar húsanna geta verið með

matjurtagarða í þessum görðum svipað og er á

myndum 67. Leiksvæði verða fyrir börn og önnur

afþreyingarsvæði verða í hverjum garði s.s.

sparkvöllur, körfuboltavöllur og hjólabretta-

svæði.

Mynd 66. Almenningsrýmin og sameiginlegir garðar á Vestursvæðinu.

Mynd 67. Dæmi um matjurtagarða og gróðurhús.

Page 53: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

53

UMFERÐ Umferð gangandi er góð á Vestursvæðinu, þar

sem hægt er að fara inn á milli allra húsa og í

kringum þau eins og sést á mynd 38. Einnig verða

göng í gegnum húsin með ákveðnu millibili. Nýjar

gönguleiðir tengjast inn á gönguleiðir úr

hverfunum sem fyrir voru. Á mynd 68 sést

hvernig gönguleiðin verður meðfram læknum.

Stuttur gangur er í strætóstoppistöð hvar

sem er úr hverfinu eða innan við 3 mín gangur,

sjá mynd 36.

Bílaumferð dreifist vel um Vestursvæðið þar

sem bein tenging er frá Borgavegi að

íbúðarhúsum, umferð ætti því ekki að safnast

fyrir á einum stað.

Bílastæði verða með svipuðum hætti og í

Austursvæðinu, á austur-vestur götum verða

stæðin hornrétt á götuna eins og sést á mynd 68

en á götum sem liggja norður-suður verða

bílastæði samsíða götunni eins og sjá má á mynd

68. Fjöldi bílastæða á Vestursvæðinu þarf að vera

um 370 en á svæðinu eru þau 300 talsins. Gert er

ráð fyrir um 100 stæðum í bílakjallara sem

verður sameiginlegur fyrir tvær blokkir í einu.

Rýmishlutfall þverniða gatnanna er um 1:1,5

er þykir þægilegt fyrir hinn gangandi vegfarenda.

Mynd 68. Þversnið gatna á Vestursvæðinu.

Page 54: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

54

TEIKNINGALISTI

NÚMER HEITI SKALI

01 Yfirlitsmynd 1:7500

02 Yfirlitsmynd, hæðarlínur 1:5000

03 Grunnmynd, Spöng og nærhverfi 1:2000

04 Grunnmynd - Ný hönnun 1:2000

Page 55: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

55

HEIMILDIR Byggingareglugerð nr. 112/2012

Borgarvefsjá. (e.d.). Grafarvogur. Sótt 5. febrúar, 2012 af http://lukr-01.reykjavik.is/borgarvefsja/

Ferlir. (e.d.). Gufunes. Sótt 16. febrúar 2012 af http://www.ferlir.is/?id=8092

Foletta, N. og Field, S. (2011). Europe’s Vibrant New Low Car(bon) Communities. ITDP – Institute for Transportation & Development Policy. Sótt 3. apríl 2012 af http://www.itdp.org/library/publications/europes-vibrant-new-low-carbon-communities-desktop-printer-version/

Gaisma. (e.d.). Sunpath diagram Reykjavik. Sótt 16. febrúar 2012 af http://www.gaisma.com/en/location/reykjavik.html

Hagstofa. (e.d.). Mannfjöldi:Byggðakjarnar, póstnúmer og hverfi. Sótt 11. febrúar 2012 af http://hagstofa.is/?PageID=2593&src=/temp/Dialog/varval.asp?ma=MAN03301%26ti=Mannfj%F6ldi+%ED+Reykjav%EDk+eftir+hverfum%2C+kyni+og+aldri+1998%2D2011+%26path=../Database/mannfjoldi/Byggdakjarnarhverfi/%26lang=3%26units=Fj%F6ldi

H-B designs. (E.d.). Secure Cycle Store. Sótt 26. mars 2012 á http://www.hbdesigns.co.uk/media/uploads/products/Secure-bicycle-storage-03.jpg

Ja.is. (e.d). Niðurstöður úr leit:Spöngin. Sótt 17. febrúar 2012 af http://ja.is/hradleit/?q=Sp%C3%B6ngin

Reykjavíkurborg. (e.d.). Hverfið mitt: Grafarvogur í tölum. Sótt 5. febrúar 2012 af http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-4005/6787_view-3264/

Reykjavíkurborg. (e.d.). Hverfið mitt. Sótt 13. februar 2012 af http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-4005/6787_view-3074/

Reykjavíkurborg. (2008). Breyting á deiliskipulagi Spöngin. Reykjavík:Reykjaíkurborg.

Reykjavíkurborg. (2001). Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024. Reykjavík:Reykjavíkurborg

Strætó. (e.d.). Leiðarkort. Sótt 26. janúar 2012 af http://www.straeto.is/media/leidarkerfi-vetur-2011/kort/HEILDARKORT-feb-2011.pdf

Vegagerðin. (2004). Umferðaspár höfuðborgarsvæðisins, endurskoðuð 2004. Sótt 20. janúar 2012 af http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Umferdaspar_hofudborgarsvaedisinsPRN/$file/Umfer%C3%B0asp%C3%A12004PRN.pdf

Vegagerðin. (2005). Hönnun hringtorga. Sótt 1. febrúar 2012 af http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Honnun_hringtorga/$file/H%C3%B6nnun-hringtorga.pdf

Veðurstofan. (2004). Vindmæling, Víkurveg Grafarvogi. Sótt 1. febrúar 2012 af http://www.borgarvefsja.is/vedurstofa/

Vejregler. (2000). Trafikarealer by. Tværprofiler. Sótt 26. mars 2012 á

http://vejregler.lovportaler.dk/ShowDoc.aspx?docId=vd-20101203132023336-full

Umferðastofa. (e.d.). Slysakort 2007-2010. Sótt 20. janúar 2012 af http://www.us.is/Apps/WebObjects/US.woa/wa/dp?id=1000482

Homes and communities agency. (2007). Creating the urban structure í Urbarn design comdendium:. Sótt 25. janúar 2012 á http://www.homesandcommunities.co.uk/urban-design-compendium?page_id=&page=1

Page 56: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

56

VIÐAUKI

VINDMÆLINGAR

UMFERÐARMAGN

FERÐAMYNDUNARJAFNA

Hve

rfi

Íbú

ar

Ve

rsl.

&Sk

rifs

An

nað

Ferð

ir ú

r h

verf

inu

Alls

fe

rðir

inn

o

g ú

t ú

r

hve

rfin

u

125 1,87 1477 0,16 10545 0,024 10029 = 4690 2 9379,77

126 1,87 581 0,16 4982 0,024 2945 = 1954 2 3908,54

128 1,87 2944 0,16 215 0,024 26802 = 6183 2 12365,9

129 1,87 3683 0,16 2216 0,024 15165 = 7606 2 15211,5

Page 57: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

57

REITIR

NÝTINGARHLUTFALL

FYRIR BREYTINGU

Reitur Húsn. Svæði

[m2]

[m2]

125 77.000 / 463.000 = 0,17

126 57.000 / 436.000 = 0,13

128 151.000 / 682.000 = 0,22

129 160.000 / 604.000 = 0,26

EFTIR BREYTINGU

Reitur Húsn. Svæði

[m2]

[m2]

125 149.800 / 463.000 = 0,32

126 57.000 / 436.000 = 0,13

128 183.400 / 682.000 = 0,27

129 160.000 / 604.000 = 0,26

ÞÉTTLEIKI

FYRIR BREYTINGU

Reitur

Íbúðir / ha

Íbúar / ha

125

503 / 46,3 = 10,86

1477 / 46,3 = 31,90

126

171 / 43,6 = 3,92

581 / 43,6 = 13,33

128

1114 / 68,2 = 16,33

2944 / 68,2 = 43,17

129

1388 / 60,4 = 22,98

3683 / 60,4 = 60,98

EFTIR BREYTINGU

Reitur

Íbúðir / ha

Íbúar / ha

125

1013 / 46,3 = 21,88

2752 / 46,3 = 59,44

126

171 / 43,6 = 3,92

581 / 43,6 = 13,33

128

1265 / 68,2 = 18,55

3322 / 68,2 = 48,70

129

1448 / 60,4 = 23,97

3833 / 60,4 = 63,46

Page 58: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

58

SVÆÐIN

NÝTINGARHLUTFALL

EFTIR BREYTINGU

Reitur Húsn. Svæði

[m2]

[m2]

Austur

32.400 / 37.200 = 0,87

Spöngin 37.100 / 38.600 = 0,96

Vestur

35.700 / 34.800 = 1,03

(EINUNGIS ÍBÚÐARHÚSNÆÐI)

Reitur Húsn. Svæði

[m2]

[m2]

Austur

30.200 / 37.200 = 0,81

Spöngin 15.440 / 38.600 = 0,40

Vestur

31.700 / 34.800 = 0,91

ÞÉTTLEIKI

EFTIR BREYTINGU

Reitur

Íbúðir / ha

Íbúar / ha

Austur

151 / 3,7 = 40,81

377,5 / 3,7 = 102,03

Spöngin 193 / 3,8 = 50,79

482,5 / 3,8 = 126,97

Vestur

317 / 3,5 = 90,57

793 / 3,5 = 226,43

(EINUNGIS ATVINNUHÚSNÆÐI)

Reitur Húsn. Svæði

[m2]

[m2]

Austur

2.200 / 37.200 = 0,06

Spöngin 21.660 / 38.600 = 0,56

Vestur

4.000 / 34.800 = 0,11

Page 59: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

59

BÍLASTÆÐI

Höfum Þarf

raðir metrar

breidd st. umfg.

Fjöldi Íbúðir Atvinnu

Vestur:

lárétt: 6 55 2,5

= 132

lóðrétt 10 38 6

= 63

Umf.götur 105 = 105 300 317 53 370

Austur:

lárétt: 8 40 2,5

= 128

lóðrétt: 6 110 6

= 110

Umf.götur 69 = 69 307 151 29 180

Spöngin:

lárétt: 9 30 6

= 45

lóðrétt: 6 80 6

= 80

Umf.götur 210 = 210 335 193 289 482

Samtals:

942

1032

Samkvæmt Byggingareglugerð nr. 112/2012 þá skulu við framhaldsskóla vera að lágmarki 5 bílastæði á

hverja kennslustofu. Samkvæmt grunnmynd af húsnæði Borgarholtsskóla eru um 27 stofur í skólanum.

Fjöldi bílastæða er rúmlega 300 og því helmingi fleiri en lágmarks viðmið reglugerðar. Svigrúm er því til að

fækka bílastæðum við skólann eins og tillagan gerir ráð fyrir. Bílastæðum verður fækkað um 100.

Page 60: HAGNÝTT VERKEFNI Í BÆJARHÖNNUNskipulagsfraedi.is/wp-content/uploads/2012/10/Nýtt-skipulag-Spöngin.pdfhagnÝtt verkefni Í bÆjarhÖnnun hÁskÓlinn Í reykjavÍk arnÞÓr tryggvason

60