er leiðsagnarmat lykill að betri árangri? samræða við raungreinakennara um námsmat 11....

26
Er leiðsagnarmat lykill að betri árangri? Samræða við raungreinakennara um námsmat 11. september 2009 Ingvar Sigurgeirsson: ?

Post on 20-Dec-2015

229 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Er leiðsagnarmat lykill að betri árangri? Samræða við raungreinakennara um námsmat 11. september 2009 Ingvar Sigurgeirsson: ?

Er leiðsagnarmat lykill að betri árangri?Samræða við raungreinakennara um námsmat

11. september 2009

Ingvar Sigurgeirsson:

?

Page 2: Er leiðsagnarmat lykill að betri árangri? Samræða við raungreinakennara um námsmat 11. september 2009 Ingvar Sigurgeirsson: ?

Efni

1. Að vekja til umhugsunar um nokkur álitamál sem tengjast námsmati

2. Gefa nokkur dæmi um ólíkar leiðir sem kennarar eru að fara í viðleitni til að bæta námsmat

Áhugi – gróska – gerjun – þróun

Page 3: Er leiðsagnarmat lykill að betri árangri? Samræða við raungreinakennara um námsmat 11. september 2009 Ingvar Sigurgeirsson: ?

Erum við sammála um hvað námsmat er?

Samofið allri kennslu. Kennari fylgist með nemanda í dagsins önn. Allt mat sem ekki er formgert með e-m hætti.

Allt skipulegt, formlegt, opinbert námsmat, s.s. próf, kannanir, skipulegar athuganir, skráning á árangri, formlegur vitnisburður.

Óformlegt námsmat – Formlegt námsmat

Námsmat er öll öflun upplýsinga um nám nemenda og miðlun þeirra til nemenda eða

annarra

Page 4: Er leiðsagnarmat lykill að betri árangri? Samræða við raungreinakennara um námsmat 11. september 2009 Ingvar Sigurgeirsson: ?

Mikilvægar spurningar?

• Hvernig er námsmati yfirleitt háttað í framhaldsskólum? En í raungreinum?

• Eru námsmatsaðferðirnar að skila góðum árangri?

• Eru þetta bestu aðferðir sem völ er á?• Hvað þarf helst að bæta eða þróa í námsmati og

hvaða leiðir koma helst til greina við að bæta námsmat?

• Á hverju á að byggja þróun námsmats?

Rannsóknir NámskráReynsla

Page 5: Er leiðsagnarmat lykill að betri árangri? Samræða við raungreinakennara um námsmat 11. september 2009 Ingvar Sigurgeirsson: ?

Ákvæði Aðalnámskrár 2004

Tilgangur námsmats er að kanna að hve miklu leyti nemendur hafa tileinkað sér markmið aðalnámskrár (skólanámskrár) í viðkomandi grein. Námsmat getur farið fram með mismunandi hætti eftir ákvörðun skóla [leturbr. IS]. Umfang þess skal þó að jafnaði vera í samræmi við umfang kennslu í viðkomandi grein. Kennarar bera ábyrgð á námsmati og þeir meta úrlausnir nemenda.  

Page 6: Er leiðsagnarmat lykill að betri árangri? Samræða við raungreinakennara um námsmat 11. september 2009 Ingvar Sigurgeirsson: ?

Námsmat í náttúrufræðiNámsmat skal byggjast á

• lokamarkmiðum með náttúrufræðinámi er varða greinar námssviðsins, vinnubrögð og færni, svo og skilning á hlutverki og eðli náttúruvísinda

• kröfum sem gerðar eru í markmiðum einstakra áfanga

Þess skal gætt að námsmat taki til allra þátta námsins. Með því er átt við að auk þekkingarmarkmiða beri að meta færni-, skilnings- og viðhorfamarkmið á margvíslegan hátt auk framfara, vinnulags og hugkvæmni nemandans.

Mikilvægt er að matið sé upplýsandi fyrir nemendur og foreldra og um leið hvetjandi. Auk mats á stöðu nemenda er æskilegt, þar sem það á við, að matið feli í sér upplýsingar um leiðir sem nemandinn getur farið til að bæta stöðu sína. Sú vitneskja, sem námsmatið veitir, hjálpar einnig skólastjórnendum við námsskipan og kennurum til nýrrar markmiðssetningar og getur oft gefið tilefni til breytinga á námsefni, niðurröðun þess á skólaárið og kennsluaðferðum.

Page 7: Er leiðsagnarmat lykill að betri árangri? Samræða við raungreinakennara um námsmat 11. september 2009 Ingvar Sigurgeirsson: ?

Vandi Vandi að ræða námsmat í framhaldsskólum:• Lítið sem ekkert er vitað (örugg vitneskja) um hvernig

námsmati er háttað í framhaldsskólum hér á landi!• Raunar er sáralítið vitað um kennsluhætti í

framhaldsskólanum yfirleitt!!!• Þó þetta:

– Athugun Rósu M. Grétarsdóttur og Sigurbjargar Einarsdóttur á námsmati í þremur framhaldsskólum (MH, MA og FG)

– Rannsókn Rósu á viðhorfum íslenskukennara til námsmats

– Rannsókn Ragnheiðar Hermannsdóttur á viðhorfum nemenda til námsmats

Page 8: Er leiðsagnarmat lykill að betri árangri? Samræða við raungreinakennara um námsmat 11. september 2009 Ingvar Sigurgeirsson: ?

Stefnur og straumar

Bandaríkin: Stöðluð próf eða óhefðbundið námsmat (alternative assessment, sjá grein IS)

England: Stöðluð próf eða leiðsagnarmat (formative assessment, sjá grein Black og Wiliam, 1998)

Page 9: Er leiðsagnarmat lykill að betri árangri? Samræða við raungreinakennara um námsmat 11. september 2009 Ingvar Sigurgeirsson: ?

Í brennidepli nú: Leiðsagnarmat

• Kjarninn í leiðsagnarmati er að nemandinn fái (stöðuga) endurgjöf um nám sitt ásamt ábendingum um það hvernig hann geti bætt sig (ráðgjöf, leiðsögn)

• Haft er fyrir satt að fjöldi rannsókna sýni þýðingu vandaðs leiðsagnarmats til að bæta námsárangur

• Nemendur sem standa höllum fæti virðast njóta sérstaklega góðs af leiðsagnarmati

• Sjálfsmat og jafningjamat eru mikilvægir þættir í leiðsagnarmati en meginatriði er að nemendur skilji til hvers er af þeim ætlast (skilji markmiðin)

(Black og Wiliam 1998: Inside the Black Box)

Page 10: Er leiðsagnarmat lykill að betri árangri? Samræða við raungreinakennara um námsmat 11. september 2009 Ingvar Sigurgeirsson: ?

Kennslufræði leiðsagnarmats

• Útskýra markmið fyrir nemendum

• Markvissar spurningar

• Leiðbeinandi endurgjöf (umsagnir)

• Virkja nemendur (sjálfsmat, jafningjamat)

• Jafningjakennsla

(Wiliam 2007: Changing Classroom Practice)

Page 11: Er leiðsagnarmat lykill að betri árangri? Samræða við raungreinakennara um námsmat 11. september 2009 Ingvar Sigurgeirsson: ?

Álitamál álitamálanna: -

Hvaða hlutverki gegna einkunnir?-

Er hugsanlegt að einkunnir hafi neikvæð áhrif á nám?

• Rannsóknir Ruth Butler o.fl. frá 1986 og 1988– Endurgjöf í formi einkunna

– Endurgjöf í formi umsagna

– Endurgjöf í formi einkunna og umsagna

– Engin endurgjöf

Page 12: Er leiðsagnarmat lykill að betri árangri? Samræða við raungreinakennara um námsmat 11. september 2009 Ingvar Sigurgeirsson: ?

Hlutverk einkunna

• Endurgjöf• Upplýsing• Hvatning• Niðurstaða• Dómur• Grundvöllur fyrir flokkun nemenda (náms- og

starfsval)• Vottun

Page 13: Er leiðsagnarmat lykill að betri árangri? Samræða við raungreinakennara um námsmat 11. september 2009 Ingvar Sigurgeirsson: ?

Hvers vegna vefst einkunnagjöf svona

fyrir okkur mörgum?• Knappt form – samantekt!

• Álitamál?

• Óljósir mælikvarðar? Við hvað á að miða?

• Einkunnir geta verið afar afdrifaríkar!

– Til umhugsunar: Matskvarði KHÍ

Page 14: Er leiðsagnarmat lykill að betri árangri? Samræða við raungreinakennara um námsmat 11. september 2009 Ingvar Sigurgeirsson: ?

Annað álitamál: Staða skriflegra lokaprófa

Vaxandi efasemdir um stöðu og vægi skriflegra lokaprófa:

– Prófa aðeins hluta markmiða

– Margir nemendur læra fyrst og fremst fyrir prófin

– Neikvæð afturvirkni prófa

– Próf eru skólaverkefni sem eiga sér fáar hliðstæður í lífinu sjálfu (námsmat ætti að endurspegla mat í lífinu sjálfu)

Page 15: Er leiðsagnarmat lykill að betri árangri? Samræða við raungreinakennara um námsmat 11. september 2009 Ingvar Sigurgeirsson: ?

Óhefðbundin próf

• Próf þar sem nemendur mega nota hjálpargögn

• „Svindlpróf“, glósupróf, önnur hjálpargögn ... öll gögn

• Heimapróf

• Prófverkefni gefin upp með fyrirvara

• Nemendur fá að gera endurteknar tilraunir við sama próf / sömu próf: Prófavikur (Salaskóli)

• Einstaklingsmiðuð próf (Salaskóli, Norðlingaskóli)

• Samvinnupróf (Salaskóli)

Page 16: Er leiðsagnarmat lykill að betri árangri? Samræða við raungreinakennara um námsmat 11. september 2009 Ingvar Sigurgeirsson: ?

… ákvað að prófa í fyrsta sinn samvinnupróf/könnun … Prófað var úr

tveimur málfræðiatriðum sem þau voru að læra í þýsku og ég lét þau

draga miða með hverjum þau lentu (tveir saman). Þau undirbjuggu sig

svo heima. Í prófinu hvísluðust þau á og komu sér saman um svar og

hvert par skilaði einu blaði (hinn aðilinn fékk svo ljósrit af útlausninni

seinna). Efnið sem verið var að prófa hentaði sérlega vel til þessa

verkefnis - einkum beyging lýsingarorða þar sem velta þarf fyrir sér kyni

orða, falli og endingum veikrar og sterkrar beygingar. Útkoman var mjög

góð og nemendur ánægðir. Þeir hafa spurt hvort þeir megi ekki gera

svona aftur. Einn nemandi sagði við samstarfskonu mína að maður

lærði svo vel fyrir þessa könnun því maður vildi ekki valda

samstarfsaðila sínum vonbrigðum! Kv. Ásta

Ásta Emilsdóttir, Kvennaskólanum

Page 17: Er leiðsagnarmat lykill að betri árangri? Samræða við raungreinakennara um námsmat 11. september 2009 Ingvar Sigurgeirsson: ?

Ég prófaði svindlpróf fyrir stuttu. Það gekk mjög vel og voru stór hópur nemenda sem undirbjó sig

samviskusamlega fyrir prófið. Þeir sem ekki undirbjuggu sig fyrir prófið gekk yfirleitt illa. Þeir

nemendur sem stóðu sig vel töluðu um að ég hefði platað þau. Þau sögðu að þau hefðu þurft

að lesa heilmikið þegar þau voru að búa til svindlmiðann. Skemmtilegt að prófa eitthvað

nýtt í skyndiprófumkv. þsig

Þórður Sigurðsson, FÁ

Page 18: Er leiðsagnarmat lykill að betri árangri? Samræða við raungreinakennara um námsmat 11. september 2009 Ingvar Sigurgeirsson: ?

Fjölbreytt námsmat Mat á frammistöðu

Námsmöppur / sýnismöppur („Portfolio“)

Greining og mat á verkefnum / úrlausnum

Dagbækur, leiðarbækur*

Sjálfstæð verkefni

Sjálfsmat nemenda

Jafningjamat

Umræður – viðtöl Viðhorfakannanir Próf og kannanir

Óhefðbundin próf

Sýningar, námshátíðir, upp-skeruhátíðir,

Page 19: Er leiðsagnarmat lykill að betri árangri? Samræða við raungreinakennara um námsmat 11. september 2009 Ingvar Sigurgeirsson: ?

Leiðarbækur – dagbækur

Ensk heiti:

• Reflective diary

• Learning diary

• Learning protocol

• Learning log

• Learning journal

• Blog

Tvö dæmi um reynslu kennara af notkun leiðarbóka:

•FSn: Sólrún Guðjónsdóttir•FÁ: Þórður Sigurðsson

Page 20: Er leiðsagnarmat lykill að betri árangri? Samræða við raungreinakennara um námsmat 11. september 2009 Ingvar Sigurgeirsson: ?

Hvers vegna á að leggja áherslu á sjálfsmat nemenda?

• Virkja nemendur til ábyrgðar á námi sínu

• Mikilvæg þjálfun

• Nemendur skilja betur tilgang námsins

• Kennarar fá mikilvægar upplýsingar um nám og kennslu (þeir heyra raddir nemenda)

• Rannsóknir sýna að sjálfsmat getur bætt námsárangur

Page 21: Er leiðsagnarmat lykill að betri árangri? Samræða við raungreinakennara um námsmat 11. september 2009 Ingvar Sigurgeirsson: ?

Sjálfsmat – þátttaka nemenda; aðferðir

• Nemendasamtöl

• Umræðufundir, sbr. matsfundir

• Leiðarbækur, lestrardagbækur

• Gátlistar, matsblöð, kannanir, dæmi …

Page 22: Er leiðsagnarmat lykill að betri árangri? Samræða við raungreinakennara um námsmat 11. september 2009 Ingvar Sigurgeirsson: ?

Matsfundir

• 10–20 þátttakendur

• Orðið gengur tvo til þrjá hringi: – Jákvæð atriði: Hvað eruð þið ánægð með?

– Kvörtunarhringur: Hvað má betur fara?

• Nemendur nefna eitt / tvö / þrjú atriði eftir því hvað ákveðið hefur verið

• Öll atriði eru skráð

• Engar umræður

Page 23: Er leiðsagnarmat lykill að betri árangri? Samræða við raungreinakennara um námsmat 11. september 2009 Ingvar Sigurgeirsson: ?

Jafningjamat

• Virkjar nemendur til þátttöku og ábyrgðar

• Eflir skilning nemenda á markmiðum námsins

• Bætir endurgjöfina (hún verður fyllri – fleiri sjónarhorn)

• Nemendur taka ábendingum nemenda oft betur en ábendingum kennara

• Nemendur leggja sig oft meira fram ef þeir vita að félagar þeirra taka þátt í mati

• Veitir mikilvæga þjálfun (tjáning, samstarf, jafningjastuðningur) – nemendur læra að gagnrýna uppbyggilega

Page 24: Er leiðsagnarmat lykill að betri árangri? Samræða við raungreinakennara um námsmat 11. september 2009 Ingvar Sigurgeirsson: ?

Dæmi um jafningjamat (IS)

Við jafningjamatið styðjist þið við eftifarandi spurningar:

•Er efnið í möppunni fjölbreytt? •Er efnið áhugavekjandi? •Leggur höfundur mikið af mörkum sjálfur? •Gætir hugmyndaflugs? •Virðist höfundur hafa lært mikið á námskeiðinu? •Gæti annar aðili nýtt sér efnið með auðveldum hætti? •Hversu góður er frágangur (málfar)? •Er heimilda getið? •Skrifið stutta umsögn og gefið einkunn. Notið einkunnaviðmiðanir Kennaraháskólans við einkunnagjöfina, sjá á þessari slóð: •http://starfsfolk.khi.is/ingvar/namsmat/matsbanki/matskvardi.htm

Jafningjamatið sendið þið umsjónarmanni námskeiðsins ([email protected]).

Page 25: Er leiðsagnarmat lykill að betri árangri? Samræða við raungreinakennara um námsmat 11. september 2009 Ingvar Sigurgeirsson: ?

Matskvarðar henta vel við jafningjamat

Page 26: Er leiðsagnarmat lykill að betri árangri? Samræða við raungreinakennara um námsmat 11. september 2009 Ingvar Sigurgeirsson: ?

Gagnlegir tenglar

• Kennsluaðferðavefurinn

• Að vanda til námsmats – Heimasíða námskeiðs

• Peel – námsmat

• Best Practices

• http://www.teachers.tv/ - (Assessment)