eystrahorn 35. tbl. 2015

4
Fimmtudagur 15. október 2015 www.eystrahorn.is Eystrahorn 35. tbl. 33. árgangur www.eystrahorn.is Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is Það er samdóma álit allra sem komu að hátíðinni „Til sjós og lands“ sem haldin var á Hótel Smyrlabjörgum síðastliðinn laugardag að hún hafi tekist mjög vel. Hráefni í matinn og vinna var öll gefin og þeir sem fram komu um kvöldið gáfu sína vinnu. Þarna ríkti mikil gleði og góð stemning. Í lok samkomunnar var síðan upplýst hversu mikið hefði safnast. Enn eru að berast framlög inn á söfnunarreikninginn (0172-26-526 kt. 301052- 2279). Foreldrar Eydísar Diljár þau Joanna og Ágúst tóku við gjafabréfi í lok kvöldsins. Eydís Diljá var viðstödd með foreldrum sínum og bróður, en hún hafði heillað veislugesti með fjöri og glaðværð allt kvöldið. Við sem stóðum að þessari samkomu viljum þakka öllum þeim fjölmörgu einstaklingum og fyrirtækjum sem veittu okkur frábæran stuðning og gerðu með því, þessa fjáröflunarsamkomu að veruleika. Laufey Helgadóttir, Halldóra Bergljót Jónsdóttir, Haukur Helgi Þorvaldsson og Ásmundur Friðriksson Vel heppnað góðgerðarkvöld á Smyrlabjörgum Föstudagurinn 16. október er BLEIKUR DAGUR í tilefni af bleikum október. Því hvetjum við alla til að klæðast eða skreyta sig með einhverju bleiku þennan dag. Þriðjudaginn 27. október verður síðan KVENNAFRÆÐSLUKVÖLD á Hótel Höfn kl 20:00. Elín Freyja Hauksdóttir læknir flytur erindi og Hulda Laxdal jógakennari leiðbeinir um núvitund og slökun. Boðið verður upp á kaffi og með því. Konur eru hvattar til að taka kvöldið frá. Hlökkum til að sjá ykkur. Stjórn Krabbameinsfélags Suðausturlands Bleikur október Björgunarfélag Hornafjarðar 50 ára Í tilefni 50 ára afmælis Björgunarfélags Hornafjarðar ætla meðlimir sveitarinnar að bjóða íbúum í heimsókn sunnudaginn 18. október nk. kl. 14:00. Allir Hornfirðingar eru hvattir til að líta við í húsnæði félagsins og kynna sér starfsemina, aðstöðu og tæki sveitarinnar. Í samtali við foreldra Eydísar Diljár kom fram að hún er með mjög sjaldgæft og alvarlegt heilkenni sem nefnist CFC syndrome og m.a. hefur áhrif á hjartað. Aðeins tvö börn á Íslandi eru greind með þetta heilkenni nú og talið er að aðeins séu 100 – 200 önnur börn í heiminum í sömu aðstæðum. Þessi börn þurfa mikla umönnun og eftirlit. Fjölskyldan er á leið til Englands að hitta aðra foreldra víða að úr heiminum sem eiga börn með sama heilkenni. Joanna og Ágúst vilja koma á framfæri sérstökum þökkum til allra sem stóðu að góðgerðarkvöldinu og tóku þátt í að veita þeim þennan ómetanlega styrk. Á myndinni eru þau Ágúst Már Ágústsson og Joanna Skrzypkowska ásamt börnum sínum þeim Daníel Má, Eydísi Diljá og Lilju Dögg.

Upload: heradsfrettabladid-eystrahorn

Post on 23-Jul-2016

225 views

Category:

Documents


2 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: Eystrahorn 35. tbl. 2015

Fimmtudagur 15. október 2015 www.eystrahorn.is

Eystrahorn35. tbl. 33. árgangur www.eystrahorn.is

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is

Það er samdóma álit allra sem komu að hátíðinni „Til sjós og lands“ sem haldin var á Hótel Smyrlabjörgum síðastliðinn laugardag að hún hafi tekist mjög vel. Hráefni í matinn og vinna var öll gefin og þeir sem fram komu um kvöldið gáfu sína vinnu. Þarna ríkti mikil gleði og góð stemning. Í lok samkomunnar var síðan upplýst hversu mikið hefði safnast. Enn eru að berast framlög inn á söfnunarreikninginn (0172-26-526 kt. 301052-2279). Foreldrar Eydísar Diljár þau Joanna og

Ágúst tóku við gjafabréfi í lok kvöldsins. Eydís Diljá var viðstödd með foreldrum sínum og bróður, en hún hafði heillað veislugesti með fjöri og glaðværð allt kvöldið. Við sem stóðum að þessari samkomu viljum þakka öllum þeim fjölmörgu einstaklingum og fyrirtækjum sem veittu okkur frábæran stuðning og gerðu með því, þessa fjáröflunarsamkomu að veruleika.

Laufey Helgadóttir, Halldóra Bergljót Jónsdóttir, Haukur Helgi Þorvaldsson og Ásmundur Friðriksson

Vel heppnað góðgerðarkvöld á Smyrlabjörgum

Föstudagurinn 16. október er bleikur dagur í tilefni af bleikum október. Því hvetjum við alla til að klæðast eða skreyta sig með einhverju bleiku þennan dag. Þriðjudaginn 27. október verður síðan kvennafræðslukvöld á Hótel Höfn kl 20:00. Elín Freyja Hauksdóttir læknir flytur erindi og Hulda Laxdal jógakennari leiðbeinir um núvitund og slökun. Boðið verður upp á kaffi og með því. Konur eru hvattar til að taka kvöldið frá. Hlökkum til að sjá ykkur.

Stjórn Krabbameinsfélags Suðausturlands

Bleikur október

Björgunarfélag Hornafjarðar 50 ára

Í tilefni 50 ára afmælis Björgunarfélags Hornafjarðar ætla meðlimir sveitarinnar að bjóða íbúum í heimsókn sunnudaginn 18. október nk. kl. 14:00. Allir Hornfirðingar eru hvattir til að líta við í húsnæði félagsins og kynna sér starfsemina, aðstöðu og tæki sveitarinnar.

Í samtali við foreldra Eydísar Diljár kom fram að hún er með mjög sjaldgæft og alvarlegt heilkenni sem nefnist CFC syndrome og m.a. hefur áhrif á hjartað. Aðeins tvö börn á Íslandi eru greind með þetta heilkenni nú og talið er að aðeins séu 100 – 200 önnur börn í heiminum í sömu aðstæðum. Þessi börn þurfa mikla umönnun og eftirlit. Fjölskyldan er á leið til Englands að hitta aðra foreldra víða að úr heiminum sem eiga börn með sama heilkenni. Joanna og Ágúst vilja koma á framfæri sérstökum þökkum til allra sem stóðu að góðgerðarkvöldinu og tóku þátt í að veita þeim þennan ómetanlega styrk.

Á myndinni eru þau Ágúst Már Ágústsson og Joanna Skrzypkowska ásamt börnum sínum þeim Daníel Má, Eydísi Diljá og Lilju Dögg.

Page 2: Eystrahorn 35. tbl. 2015

www.eystrahorn.is EystrahornFimmtudagur 15. október 2015

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811

Kt. 240249-2949

EystrahornEystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Skyndihjálp - endurlífgunarnámskeið Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra eða rifja upp

grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í

bráðatilfellum. Stutt og gott námskeið fyrir alla.

Eftir að hafa setið námskeiðið fá þátttakendur viðurkenningu Rauða krossinum. Mælt er með endurmenntun annað hvert ár.

Nýheimar, 26. okt. kl. 17:00-21:00. Verð: 9500.-

Leiðbeinandi: Elín Freyja Hauksdóttir læknir.

Skyndihjálp - grunnnámskeið Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra skyndihjálp og

endurlífgun og öðlast þekkingu og góða færni í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum. Námskeið fyrir þá sem vilja gefa sér góðan

tíma í að læra skyndihjálp. Þátttakendur þurfa að kaupa bókina „Skyndihjálp og endurlífgun” ef þeir eiga hana ekki á kr. 3.450.-

Nýheimar, 4. og 5. nóv. kl. 17:00-21:00 Verð: 15.500.-

Leiðbeinandi: Elín Freyja Hauksdóttir læknir.

Skráning: [email protected] s: 560 2050

Félagsstarf Félags eldri Hornfirðinga

Minnum á dansinn og vöFFlurnar í Ekrunni sunnudaginn 25. október kl. 16:00. Allir velkomnir.

samverustundin verður föstudaginn 23. október 60 ára + velkomnir.

Minnum á leikFimi í sal á þriðjudögum og í sundlaug á fimmtudögum.

Lesið vetrardagskrána í síðasta Eystrahorni.

Frá FerðafélaginuAurar í SuðursveitSunnudaginn 18. októberLagt af stað kl. 9:00 frá tjaldstæði Hafnar. Gengið á Hólmafjall sem er austan við Fell og fyrri innan Reynivelli í átt að Fellsárjökli. Hækkun ca. 440 m. Skemmtilegt svæði, og við munum fá staðkunnuga til að ganga með okkur. Göngutími ca. 6 klst. Munið nesti, verð 1000 kr. og 1500 kr. fyrri hjón. Frítt fyrir yngir en 16 ára. Séu hundar með skulu þeir vera í ól. Frekari upplýsingar hjá Rögnu. 662-5074

Íbúð óskastÓska eftir 2-3 herbergja íbúð til leigu, helst langtímaleigu. Er reyklaus og skilvísum greiðslum heitið. Endilega hafið samband í síma 866-1814. Haukur.

Page 3: Eystrahorn 35. tbl. 2015

www.eystrahorn.isEystrahorn Fimmtudagur 15. október 2015

Föstudaginn 16. október verða tónleikar með Guggunum í Pakkhúsinu og hefjast þeir kl. 21:00. Fjölbreytt lagaval að vanda. Guggurnar eru nýkomnar úr tónleikaferð frá Vopnafirði þar sem móttökurnar voru með því besta sem gerist. Tónleikarnir voru haldnir í Miklagarði sem er samkomuhúsið á staðnum og náðum við að fylla húsið og stemningin var gríðarleg. Fyrr um daginn spiluðum við fyrir öll grunnskólabörnin og virtust þau skemmtu sér konunglega. Okkur finnst mikilvægt að ungdómurinn sjái að það geta allir verið í hljómsveit hvort sem það eru konur eða karlar. Einu sinni höfum við spilað fyrir Grunnskóla Hornafjarðar og verður örugglega ekki langt að bíða þar til það verður gert aftur. Vonumst við til að sjá sem flesta í Pakkhúsinu á föstudagskvöldið.

Guggurnar

Guggur í PakkhúsinuÍS

LEN

SKA

/SIA

.IS

EN

N 7

6340

10/

15

www.n1.is facebook.com/enneinn

Verslun N1Vesturbraut 1, Höfn, 478 1490

Opið mánudaga til föstudaga kl. 08-18

Grípandi munstur Michelin Alpin A5er mikið skorið, naglalaust og endist þér aukavetur.

Hörkugrip án nagla

Cooper SA2 er óneglanlegt og míkróskoriðfyrir mýkri vetrarakstur.

Öruggt og neglanlegt

Kumho WI31 mikið skorið og frábært í hálku sem snjó.

2015

Þú færð vetrardekkin hjá okkur

FöstudagshádegiEyrún Unnur Guðmundsdóttir, verkefnastjóri

fræðsluskrifstofu, verður með kynningu um samspil menntunar og atvinnulífs og kynnir meðal annars

hugmyndir þátttakenda frá ráðstefnunni í september sl.

Kynningin verður föstudaginn 16. október kl.12:15 í Nýheimum.

allir velkomnir

Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei. Það er kominn 17. október.

Það er löngu kominn tími til að dusta kuskið af gömlu

sparilörfunum

Hótel Höfn23:00 - 03:00

Laugardagskvöld18 vetra aldurstakmark

2.500 rammíslenskar krónur

Page 4: Eystrahorn 35. tbl. 2015

Kötlumót 2015

KATLASAMBAND SUNNLENSKRA KARLAKÓRA

KARLAKÓRKEFLAVÍKUR

STÓRTÓNLEIKAR Í HEILAN DAG!

Kötlumót 2015 - Á fimm ára frestiReykjanesbæ laugardaginn 17. októberMiðaverð kr. 4.900Miðasala á Midi.is og við innganginn

18 kórar - Um 700 söngmenn

Þú Upplifir 700 manna risakarlakórKl. 16:30 til 18:00Atlantic Studios - Ásbrú – Reykjanesbæ Stjórnandi: Guðlaugur Viktorsson

Þú Hlustar á StórhljómsveitStjórnandi – Karen SturlaugssonLúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar

Þú Heyrir einsöngvaraJóhann Smári Sævarsson o.fl.

Þú Velur úr 18 tónleikumKl. 13:00 til 15:30 Hljómahöll / Ytri- NjarðvíkurkirkjaNesvellir - Reykjanesbæ

Karlakórinn JökullHöfn

Karlakór RangæingaHvolsvelli

Karlakór HreppamannaFlúðum

Karlakór SelfossSelfossi

Karlakórinn StefnirMosfellsbæ

Karlakór GrafarvogsReykjavík

Karlakórinn EsjaReykjavík

Karlakórinn KáriStykkishólmi

Karlakórinn SöngbræðurBorgarnesi

Karlakórinn SvanirAkranesi

Karlakór KjalnesingaKjalarnesi

Karlakór KeflavíkurSöngsveitin VíkingarnirReykjanesbæ

Karlakór KópavogsKópavogi

Karlakórinn ÞrestirHafnarfirði

Drengjakór íslenska lýðveldisinsHafnarfirði

Raddbandafélag ReykjavíkurReykjavík

Karlakór ReykjavíkurReykjavík

Karlakórinn FóstbræðurReykjavík