eystrahorn 7. tbl. 2015

8
Fimmtudagur 19. febrúar 2015 www.eystrahorn.is Eystrahorn 7. tbl. 33. árgangur www.eystrahorn.is Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is Skinney-Þinganes er framúrskarandi fyrirtæki ársins 2014 að mati Creditinfo og hlaut fyrirtækið sérstaka viðurkenningu fyrir að vera efst þeirra fyrirtækja sem komu ný inn á listann. Myndin hér fyrir ofan er frá afhendingu viðurkenningarinnar en það var Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sem afhenti hana. www.sth.is. Kvenfélagið Vaka 70 ára Kvenfélagið Vaka var stofnað í Nesjum á konudaginn 18.febrúar 1945 og hefur nú starfað í heil 70 ár. Af þessu tilefni ætlar félagið að bjóða Nesjamönnum nær og fjær og öðrum velunnurum sínum til afmælisveislu í Mánagarði sunnudaginn 22.febrúar kl.15 sem er einnig konudagurinn í ár. Starfið hefur verið fjölbreytt í gegnum árin en það hefur einnig farið mjög eftir félagskonum, tíðaranda og þörf samfélagsins á hverjum tíma. Fjáraflanir hafa alltaf verið mikilvægur hluti af starfinu, ekki eingögnu vegna þess fjár sem er aflað og félagið hefur getað látið renna til góðra málefna, heldur ekki síst vegna þess félagsskapar sem að felst í fjáröflunninni. Það er mjög gefandi að taka þátt í slíkum fjáröflunum, koma saman konur úr félaginu sem hittumst kannski lítið þess á milli og sitjum saman dagstund við að bretta laufabrauð og steikja, heyskapur í kirkjugarðinum eða stöndum saman veitingavaktina í veislu eða á fundum. En við gerum nú fleira en að afla fjár. Við höfum verið duglegar að gera okkur dagamun og farið í bíltúra – styttri eða lengri. Farið saman í orlofsferðir húsmæðra sem oft hafa verið ævintýralegar og mikið hægt að hlæja saman að ferðasögunum. Haldin hafa verið böll og skemmtanir af ýmsum toga. Árið 2010 hafði Vaka svo frumkvæði að endurvekja haustfagnaði kvenfélaganna sem hefur verið árlegt í sýslunni síðan og alltaf verið vel mætt og mikið hlegið. Markmið félagsins við stofnun þess var að efla samvinnu og kynningu kvenna í Nesjasveit, svo og vinna menningarmálum og líknarstarfsemi eins og stendur í lögum félagsins. Það er enn helsta markmiðið. Við höfum þó ekki verið með harða landamæragæslu og höfum ávallt tekið á móti og boðið velkomnar konur í félagið þótt lögheimili þeirra sé í annarri sveit en Nesjum. Við Vökukonur viljum þakka öllum þeim konum sem starfað hafa með félaginu í þessi 70 ár og sérstakar þakki fá þær konur sem hafa setið í stjórn félagsins og verið formenn. Kærar þakkir og hlökkum við til að sjá ykkur á sunnudaginn. Lovísa R. Bjarnadóttir formaður Framúrskarandi fyrirtæki Vetrarstarfið hjá okkur í Karlakórnum Jökli hefur verið líflegt að vanda, enda ekki annað hægt þegar um 40 karlar og ein kona koma saman. Fyrir utan hefðbundnar æfingar og halda jólatónleika, erum við búnir að standa fyrir dansleik í Sindrabæ sem og halda þorrablót, og ýmislegt annað skemmtilegt. Framundan er svo æfingahelgi sem og árshátíðin okkar og dansleikur. En að þessu sinni verðum við á Hótel Smyrlabjörgum. Í mars verður svo annar dansleikur í Sindrabæ þar sem kórmenn munu fara á kostum, bæði á sviðinu og á gólfinu, en þeir þykja nokkuð liðtækir dansarar. Í vor höldum við svo vortónleikana okkar og förum svo í söngferð með okkar konum. Í haust verðum við svo aftur á faraldsfæti, og verður stefnan þá tekin á Suðurnesin, ásamt ca. 700 öðrum karlakórsmönnum af Suðurlandi. En þann 17. október verður haldið Kötlumót, en Katla eru samtök Sunnlenskra Karlakóra og hittast kórarnir á 5 ára fresti. Okkur í Karlakórnum Jökli þykir afskaplega vænt um konur, og af því tilefni stöndum við fyrir okkar árlega Konudagskökubasar, en þetta er búið að vera fastur liður í okkar starfi í nokkuð mörg ár og vel við hæfi að viðhalda þessum ágæta sið. Að venju verða glæsilegar tertur og annað góðgæti á boðstólum. Að þessu sinni verðum basarinn haldinn í Miðbæ, laugardaginn 21. febrúar og hefst salan kl 14:00. Með góðri söngkveðju, Gauti Árnason formaður Karlakórsins Jökuls Vetrarstarf Jökuls Félagskonur á haustfagnaði árið 2010 þar sem þemað var síðkjólar.

Upload: heradsfrettabladid-eystrahorn

Post on 07-Apr-2016

226 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: Eystrahorn 7. tbl. 2015

Fimmtudagur 19. febrúar 2015 www.eystrahorn.is

Eystrahorn7. tbl. 33. árgangur www.eystrahorn.is

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is

Skinney-Þinganes er framúrskarandi fyrirtæki ársins 2014 að mati Creditinfo og hlaut fyrirtækið sérstaka viðurkenningu fyrir að vera efst þeirra fyrirtækja sem komu ný inn á listann. Myndin hér fyrir ofan er frá afhendingu viðurkenningarinnar en það var Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sem afhenti hana. www.sth.is.

Kvenfélagið Vaka 70 áraKvenfélagið Vaka var stofnað í Nesjum á konudaginn 18.febrúar 1945 og hefur nú starfað í heil 70 ár. Af þessu tilefni ætlar félagið að bjóða Nesjamönnum nær og fjær og öðrum velunnurum sínum til afmælisveislu í Mánagarði sunnudaginn 22.febrúar kl.15 sem er einnig konudagurinn í ár. Starfið hefur verið fjölbreytt í gegnum árin en það hefur einnig farið mjög eftir félagskonum, tíðaranda og þörf samfélagsins á hverjum tíma. Fjáraflanir hafa alltaf verið mikilvægur hluti af starfinu, ekki eingögnu vegna þess fjár sem er aflað og félagið hefur getað látið renna til góðra málefna, heldur ekki síst vegna þess félagsskapar sem að felst í fjáröflunninni. Það er mjög gefandi að taka þátt í slíkum fjáröflunum, koma saman konur úr félaginu sem hittumst kannski lítið þess á milli og sitjum saman dagstund við að bretta laufabrauð og steikja, heyskapur í kirkjugarðinum eða stöndum saman veitingavaktina í veislu eða á fundum. En við gerum nú fleira en að afla fjár. Við höfum verið duglegar að gera okkur dagamun og farið í bíltúra – styttri eða lengri. Farið saman í orlofsferðir húsmæðra sem oft hafa verið ævintýralegar og mikið hægt að hlæja saman að ferðasögunum. Haldin hafa verið böll og skemmtanir af ýmsum toga. Árið 2010

hafði Vaka svo frumkvæði að endurvekja haustfagnaði kvenfélaganna sem hefur verið árlegt í sýslunni síðan og alltaf verið vel mætt og mikið hlegið. Markmið félagsins við stofnun þess var að efla samvinnu og kynningu kvenna í Nesjasveit, svo og vinna að menningarmálum og líknarstarfsemi eins og stendur í lögum félagsins. Það er enn helsta markmiðið. Við höfum þó ekki verið með harða landamæragæslu og höfum

ávallt tekið á móti og boðið velkomnar konur í félagið þótt lögheimili þeirra sé í annarri sveit en Nesjum. Við Vökukonur viljum þakka öllum þeim konum sem starfað hafa með félaginu í þessi 70 ár og sérstakar þakki fá þær konur sem hafa setið í stjórn félagsins og verið formenn. Kærar þakkir og hlökkum við til að sjá ykkur á sunnudaginn.

Lovísa R. Bjarnadóttir formaður

Framúrskarandi fyrirtækiVetrarstarfið hjá okkur í

Karlakórnum Jökli hefur verið líflegt að vanda, enda ekki annað hægt þegar um 40 karlar og ein kona koma saman. Fyrir utan hefðbundnar æfingar og halda jólatónleika, erum við búnir að standa fyrir dansleik í Sindrabæ

sem og halda þorrablót, og ýmislegt annað skemmtilegt. Framundan er svo æfingahelgi sem og árshátíðin okkar og dansleikur. En að þessu sinni verðum við á Hótel Smyrlabjörgum. Í mars verður svo annar dansleikur í Sindrabæ þar sem kórmenn munu fara á kostum, bæði á sviðinu og á gólfinu, en þeir þykja nokkuð liðtækir dansarar. Í vor höldum við svo vortónleikana okkar og förum svo í söngferð með okkar konum. Í haust verðum við svo aftur á faraldsfæti, og verður stefnan þá tekin á Suðurnesin, ásamt ca. 700 öðrum karlakórsmönnum af Suðurlandi. En þann 17. október verður haldið Kötlumót, en Katla eru samtök Sunnlenskra Karlakóra og hittast kórarnir á 5 ára fresti. Okkur í Karlakórnum Jökli þykir afskaplega vænt um konur, og af því tilefni stöndum við fyrir okkar árlega Konudagskökubasar, en þetta er búið að vera fastur liður í okkar starfi í nokkuð mörg ár og vel við hæfi að viðhalda þessum ágæta sið. Að venju verða glæsilegar tertur og annað góðgæti á boðstólum. Að þessu sinni verðum basarinn haldinn í Miðbæ, laugardaginn 21. febrúar og hefst salan kl 14:00.

Með góðri söngkveðju, Gauti Árnason formaður Karlakórsins Jökuls

Vetrarstarf Jökuls

Félagskonur á haustfagnaði árið 2010 þar sem þemað var síðkjólar.

Page 2: Eystrahorn 7. tbl. 2015

2 EystrahornFimmtudagur 19. febrúar 2015

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811

Kt. 240249-2949

EystrahornEystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

HafnarkirkjaKyrrðarstund á föstu kl. 18:15

alla miðvikudaga fram að páskum.

Prestarnir

Vaktsími presta: 894-8881

bjarnanesprestakall.is

Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vinarhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu

Álfheiðar Magnúsdóttur.Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands fyrir umhyggju og hlýju.

Gísli ArasonGuðrún S. Gísladóttir Eymar Y. IngvarssonSigurborg Gísladóttir Ingólfur ArnarssonMagnhildur Gísladóttir Þórólfur ÁrnasonIngibjörg Gísladóttir Björn BjörnssonErna Gísladóttir Haukur Reynissonbarnabörn og fjölskyldur

Fjóla Rafnkelsdóttir var fædd 9. desember 1932 á Arnarhóli á Höfn í Hornafirði. Hún andaðist að morgni 11. febrúar sl. Útför hennar fer fram frá Hafnarkirkju fimmtudaginn 19. febrúar kl. 13:00. Foreldrar Fjólu voru hjónin Aðalbjörg Guðmundsdóttir húsmóðir f. 16. september 1902, d. 12. desember 1980 og Rafnkell Þorleifsson útgerðarmaður f. 18. desember 1904 d. 7. mars 1992. Fjóla átti tvö systkini 1) stúlka andvana fædd 10.10. 1931 2) Ólafur d. 10.08.2011, maki hans Bára Kjartansdóttir. Fjóla giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Ingólfi Eyjólfssyni, 1. október 1955. Þau eignuðust 3 börn. 1) Sævar Hrafnkell, kvæntur Ingibjörgu Ólafsdóttur. Þau eiga fjórar dætur Ragnheiði, Fjólu, Aðalbjörgu og Ólöfu Ingu. 2) Aðalsteinn d. 15. maí 1976 3) Olga Matthildur, sonur hennar er Aðalsteinn Ingi Helgason. Langömmubörnin eru orðin 7. Fjóla vann ýmis störf utan heimilisins en lengst af vann hún í Landsbankanum á Höfn. Fjölskyldan vill koma á framfæri þökkum til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðausturands fyrir umönnunina, en þar dvaldist Fjóla síðasta hálfa árið. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Gjafa- og minningarsjóðs Skjólgarðs. Þökkum auðsýnda samúð.

Andlát

Fjóla Rafnkelsdóttir

Kaþólska kirkjan, Hafnarbraut 40Sunnudagur 22. febrúar 2015

Skriftir frá kl. 11:00

Hl. messa byrjar kl. 12:00

Eftir messu er öllum gestum boðið að þiggja kaffiveitingar.

Þið eruð öll hjartanlega velkomin!

Eitt fjall á mánuðilaugardaginn 21. febrúarNáttmálatindar 728 m eða léttari ganga Yxnaskarð 450 m. Lagt af stað kl. 9:00 frá tjaldstæðinu á Höfn. Sameinast í bíla. Léttir göngubroddar nauðsynlegir,léttur bakpoki, nesti og hlýr klæðnaður.

Verð 1000 fyrir 18 ára og eldri-. Séu hundar með skal vera ól meðferðis.

Skorum á starfsfólk Heilbrigðisstofnunarinnar HSSA að fjölmenna í þessa ferð. Afmælisganga hjá formanni félagsins 50 ára og skálað á toppnum með henni. Allir velkomnir.

Erum með nokkur sett af broddum til leigu. Panta þarf þá hjá Rögnu Pétursdóttur 662-5074 og frekari upplýsingar

Aðalfundur Hornafjarðardeildar RKÍverður haldinn í húsnæði félagsins að Víkurbraut

þann 26. febrúar kl. 18:00.

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf

Stjórnin

Félagsstarf Félags eldri Hornfirðinga

Þriggja kvölda spilavist hefst í EKRUNNI 12. mars nk. Nánar auglýst síðar.

Fjölbreytt tómstundastarf er í félagsmiðstöðinni EKRUNNI. Eldri fólk eru hvatt til að kíkja við og kynna sér hvað í boði er. Nefna má t.d. handavinnu, spil, töfl, snóker, pílukast, boccía, sundleikfimi í sundlaug og leikfimi í sal. Samverustundir og dans.

Fylgist með auglýsingum í Eystrahorni.

Page 3: Eystrahorn 7. tbl. 2015

3Eystrahorn Fimmtudagur 19. febrúar 2015

Ert þú með hugmynd eða ertu nú þegar í rekstri? Fanney Björg Sveinsdóttir, verkefnastjóri og ráðgjafi SASS - Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á Hornafirði, er mætt aftur til starfa eftir fæðingarorlof. Fanney veitir margþætta ráðgjöf og handleiðslu til frumkvöðla, fyrirtækja, rekstraraðila og einstaklinga. Þjónustan felst m.a. í handleiðslu við gerð rekstrar- og viðskiptaáætlana og styrkumsókna. Auk þess er hægt að kanna leiðir og möguleika til hagræðingar, þróunar eða vaxtar í rekstri. Þeir sem eru ennþá á hugmyndastiginu geta ráðgjöf og handleiðslu við að taka fyrstu skrefin. Fanney er með skrifstofu á frumkvöðlagangi Nýheima þar sem hún tekur vel á móti þér. Einnig má hafa samband í gegnum [email protected] eða í síma 470-8086/898-0369. Fyrirtæki, frumkvöðlar, rekstraraðilar og einstaklingar eru hvattir til að nýta sér þá þjónustu sem er í boði hjá SASS á Hornafirði. Höfuðmarkmið SASS er að efla atvinnulíf á Suðurlandi og stuðla þannig að aukinni hagsæld á svæðinu með aðstoð við einstaklinga, fyrirtæki, félagasamtök, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila í formi ráðgjafar og fjármagns.

Laus störf á Hótel HöfnHótel Höfn óskar eftir að ráða næturvörð í fullt starf. Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður og duglegur og tala góða íslensku og ensku. Starfið er laust frá 1.apríl, framtíðarstarf í boði fyrir réttan einstakling. Laun samkvæmt kjarasamningum.Hótel Höfn óskar eftir að ráða starfsmann í þvottahús og herbergisþrif í fullt starf. Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður og duglegur og tala góða íslensku. Starfið er laust strax, framtíðarstarf í boði fyrir réttan einstakling. Laun samkvæmt kjarasamningum.

Þjónusta SASS á Hornafirði

SUMARSTÖRF 2015

Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir að ráða fólk í fjölbreytt sumarstörf. Um er að ræða landvörslu, upplýsingagjöf, afgreiðslu, umsjón tjaldsvæða,

ræstingar, vaktstjórn í veitingasölu og almenn verkamannastörf.

• Skaftafell: Landvarsla og upplýsingagjöf, umsjón tjaldsvæðis, ræstingar, afgreiðsla í verslun og veitingasölu, vaktstjórar í veitingasölu.

• Lónsöræfi: Landvörður.

• Höfn í Hornafirði: Landverðir og starfsfólk í upplýsingagjöf og afgreiðslu.

• Jökulsárgljúfur: Landverðir, starfsfólk í upplýsingagjöf og afgreiðslu, í ræstingar og í almenn störf.

• Askja og Ódáðahraun: Landverðir.

• Snæfellsstofa á Skriðuklaustri: Landverðir, starfsfólk í upplýsingagjöf, afgreiðslu og ræstingar.

• Snæfell, Kverkfjöll og Hvannalindir: Landverðir.

• Kirkjubæjarklaustur: Landvörður og starfsfólk í upplýsingagjöf.

• Hólaskjól, Nýidalur og Lakagígar: Landverðir.

Ofangreind störf eru flest á tímabilinu frá byrjun júní til loka ágúst. Nokkur störf eru þó til lengri (maí – september) eða skemmri (júlí – ágúst) tíma. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Starfsgreinasambands Íslands. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um.

Umsóknum skal skilað á sérstökum umsóknareyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Umsóknarfrestur er til og með 6. mars n.k. og skulu umsóknir sendar á netfangið: [email protected]

eða í pósti merktum: Vatnajökulsþjóðgarður, Klapparstíg 25-27, 101 Reykjavík.

PORT

hön

nun

Umsækjendur um landvarðastörf skulu hafa lokið landvarðanámskeiði, eða búa yfir sértækri reynslu sem nýtist í starfi. Ítarlegri upplýsingar um störfin, hæfniskröfur og aðbúnað starfsmanna má finna á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs; www.vjp.is og hjá þjóðgarðsvörðum á viðkomandi svæðum.

MiðskersbúiðAfurðasalan opin alla laugardaga kl. 13:00 – 16:00.

Næsta laugardag verður mikið úrval af fersku grísakjöti á góðu verði, beikon, kartöflur og rófur 

og sitthvað fleira.Miðskersbændur

SjálfboðaliðarÓskað er eftir sjálfboðaliðum í störf í kringum fótboltaskólann.

Ýmis störf frá föstudegi til sunnudags, svo sem þrif, aðstoð í eldhúsi og gæsla bæði í sundlaug

og skólanum.

Skráning sjálfboðaliða er á netfangið [email protected].

Margar hendur vinna létt verk.

Stjórn Knattspyrnudeildar

Sindra

Page 4: Eystrahorn 7. tbl. 2015

4 EystrahornFimmtudagur 19. febrúar 2015

Konudagskökubasar Karlakórsins Jökuls veður haldinn í Miðbæ, þann 21. febrúar kl 14:00.Glæsilegar tertur og annað ljúfmeti verður á boðstólum.

Fundur með ferðaþjónustuaðilum í Sveitarfélaginu Hornafirði

Markaðsstofa Suðurlands býður aðilum í ferðaþjónustu til fundar í Nýheimum fimmtudaginn 26. febrúar kl. 14:00-15:30.

Megin efni fundarins er Framtíð ferðaþjónustunnar á Suðurlandi og hlutverk mismunandi aðila í stoðkerfi hennar. Þá mun Markaðsstofan kynna hugmyndir er lúta að stefnumótun Suðurlands sem áfangastaðar sem og endurskoðaða stefnu sína, gjaldskrá og fleira. Í lok fundar eru almennar umræður.

Hvetjum við sem flesta sem eru í ferðaþjónustu á svæðinu, hvort sem þeir eru aðilar að Markaðsstofunni eða ekki, að mæta og taka þátt í umræðunni.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Fjölheimum v/Tryggvagarð • 800 Selfoss Sími 560 2044 • [email protected] • www.south.is

Humarsúpa Hótels Hafnar með humri og rjómatopp

Reyktur og grafinn lax með rösti kartöflum og wasabi jógurti.

“Pizza Baccala” með saltfisk, chorizo skinku og fetaosti.

Nauta carpaccio með furuhnetum, parmesan, klettasalati og kryddolíu.

Humar í deigi með chilli-majonesi og súraldin.

Kjúklingalifrapaté með jarðarberjahlaupi og súrsuðum rauðlauk.

Hörpuskel með blaðlauks- og sítronuchillismjöri.

Bruschetta með tómötum, hvítlauk, basil, olífuolíu og parmesan.

Mango-chilli kjúklingaspjót með saffranhrísgrjónum.

Verð kr. 1.290,- pr. rétt

Konudagur á Hótel HöfnHumar í deigi á salatbeði

borinn fram með chilli-majonesi og súraldin

Saltfiskur í tómat- og hvítlaukssósu með saffranhrísgrjónum

Ofnbakaður lambahryggur borinn fram með tvennskonar sósum, bernaise og sveppasósu,

ásamt rótargrænmeti og bakaðri kartöflueða

Stórlúða steikt með kavíar borin fram með hvítvíns-ostasósu, rissotto og klettasalati

Frönsk súkkulaðikaka með vanilluís og jarðaberjum

Verð kr. 5.900,-

föstudag og laugardag frá kl. 18:00Tapaskvöld

Nuddi má líkja við þá iðju að hnoða leir; fyrir nuddið er líkaminn kaldur og harður en eftir nuddið er hann heitur og mjúkur.

Nuddið hreinsar líkamann og gerir honum kleift að endurnýja sig og stuðlar að góðu blóð- og súrefnisflæði sem eykur líkamlega jafnt sem andlega vellíðan.

Sveinbjörg Jónsdóttir Nuddmeistari, djáknakandídat, höfuðbeina- og spjaldhryggjasvæðameðferðaaðili, svæðanuddari og viðbragðsfræðingur

Sími 869-2364

Page 5: Eystrahorn 7. tbl. 2015

5Eystrahorn Fimmtudagur 19. febrúar 2015

ATVINNASambýlið Hólabrekka óskar eftir starfsmanni til að sinna eldamennsku og öðrum störfum sem

tengist eldhúsi og matargerð. Einnig vantar fólk til afleysinga á vaktir frá og með 1.apríl nk.

Nánari upplýsingar um vinnutilhögun, vinnutíma og laun veitir Anna Egilsdóttir í síma 860-3972

og [email protected]

Þann 30 janúar lögðum við, 7. M og 7. G , af stað í hina árlegu Legó – keppni sem haldin var í Háskólabíói 31. janúar. Á leiðinni til Reykjavíkur stoppuðum við í Hveragerði og fengum okkur ljúffengar pítsur. Þegar við komum til Reykjavíkur fórum við í verkalýðsíbúðirnar sem eru í Mánatúni. Þegar við komum upp í íbúðirnar fór mest allur tíminn í að koma okkur vel fyrir, velja herbergi, búa um rúm og taka upp úr töskunni. Eftir dágóða stund kom Eiríkur og hélt smávegis fund, sagði aðeins meira um keppnisdaginn og sagði okkur hvenær við ættum að keppa og svo var bara svefntími. Laugardaginn 31. janúar vöknuðu allir klukkan hálf sjö og við fengum okkur að borða. Svo þegar allir voru tilbúnir fórum við í Háskólabíó þar sem allir fengu boli og númer á liðinu. Hóparnir voru þrír Bergmálin, Zebrahestarnir og Gemsarnir. Zebrahestarnir stóðu sig rosalega vel og

komust í úrslit í róbót, Gemsarnir fengu bikar fyrir dagbók og Bergmálin voru tilnefnd fyrir liðsheild. Svona fór nú keppnin og allir kvöddu Háskólabíó glaðir á svip. Eftir keppnina fórum við upp í íbúð og losuðum okkur við bikara og ýmislegt. Síðan fórum við í Kringluna og fengum okkur að borða og eftir það í Lasertag en það fannst öllum mjög gaman. Þegar komið var í Mánatún fengum að vaka fram eftir, það var mjög gaman en svo fóru allir að sofa. Næsta morgun fengum við að sofa út. Það fyrsta sem við gerðum á sunnudeginum var að fara í Vísindasmiðju HÍ . Okkur var skipt í tvo hópa, einn hópurinn fór með Sævari og einn með Martini. Hjá Sævari lærðum við um plánetur, stjörnur og stjörnumerki. En hjá Martin lærðum við um allskonar vísindi. Þaðan fórum við upp í íbúð en þar voru Alla Fanney og Senida búnar að elda frábært spagettí. Eftir það fórum við í Laugardalslaugina, þar busluðum

við og böðuðum okkur. Eftir það fengum við frjálsan tíma í Smáralind, sumir fóru í skemmtigarðinn, aðrir fóru í búðir á meðan enn aðrir fengu sér að borða. Um kvöldið fóru allir í Laugarásbíó en það voru tvær myndir í boði Hobbitinn 3 og Paddington. Eftir bíóferðina borðuðum við í Skeifunni. Mánudagsmorguninn þá vöknuðum við og endurtókum okkar morgunvenjur. Þegar allir voru tilbúnir heimsóttum við 365 miðla. Þar fengum við að skoða fréttastofurnar,útvarps stúdíóin og að leika veðurfréttamenn. Á 365 sáum við fullt af frægu fólki t.d. Ernu Hrönn, Loga Bergmann, Sveppa, Sögu Garðars, Sverri Bergmann og marga fleiri. En eftir þetta var kominn tími til að slá enda á þessa dásamlegu ferð en heimleiðin var eftir. Við stoppuðum á Hvolsvelli og fengum okkur pítsu en þaðan var haldið heim. Við viljum þakka öllum fyrir frábært ferðalag.

Steinunn, Júlíus og Sindri í 7. M

Legokeppnin

Getur maður verið með of mikið járn í líkamanum?

Ágúst Ó. Gústafsson heimilislæknir verður með kynningarfund í fyrirlestrasal Nýheima fimmtudaginn 19. febrúar kl. 20:00.

Þar fjallar hann um nokkuð algengan og lúmskan sjúkdóm, járnofhleðslu og almennt um járnskort og járnbúskap.

Gemsarnir Zebrahestarnir Bergmálin

Auglýsing um lýsingu deiliskipulags fyrir flugvöll í Skaftafelli

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 8. janúar 2014 að auglýsa lýsingu að deiliskipulagi fyrir flugvöll í Skaftafelli skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Lýsing að deiliskipulagstillögu felur í sér eftirfarandi;

Skapa umgjörð um uppbyggingu flugvallarsvæðis í Skaftafelli.

Lýsing ásamt fylgigögnum verður til sýnis í ráðhúsi sveitarfélagsins Hafnarbraut 27, frá og með 16. feb. til 1. mars 2015 á opnunartíma og á heimasíðu sveitarfélagsins http://hornafjordur.is/stjornsysla undir skipulag í kynningu.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefin kostur á að gera athugasemdir við lýsinguna. Frestur til að skila athugasemd er til 1. mars 2015 og skal skilað skriflega á bæjarskrifstofur Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið [email protected]

Page 6: Eystrahorn 7. tbl. 2015

6 EystrahornFimmtudagur 19. febrúar 2015

bæjArmálAfuNdurVið bæjarfulltrúar sjálfstæðismanna verðum með bæjarmálafund sunnudaginn 22. febrúar kl. 11:00 í Sjálfstæðishúsinu.

Frjálsleg umræða um bæjarmálin og boðið uppá súpu.

Við bæjarfulltrúar verðum að sjálfsögðu mættir og vonumst eftir að fá sem flesta í heimsókn og taka þátt í fjörugum umræðum.

Bæjarfulltrúar sjálfstæðismanna á Hornafirði

Þú finnur upplýsingar um Vöruhúsið og opnunartíma Fab Lab smiðjunnar á www.voruhushofn.is

Knattspyrnuskóli SindraHeimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari

verður aðalleiðbeinandi 27. febrúar til 1.marsAldur 5., 4. og 3. flokkurFarið verður yfir öll helstu atriði knattspyrnunnar með æfingum og fyrirlestrum. Sérstök áhersla verður á varnarvinnu og markmenn. Boðið verður uppá úrvals dagskrá sem inniheldur m.a æfingar, fyrirlestra, mat, sund og afþreyingu. Skólagisting í boði. Kennarar og fyrirlesarar eru: • Heimir Hallgrímsson A-landsliðsþjálfari, • Auðun Helgason þjálfari og fyrrum landsliðsmaður, • Kristján Örn Ebenezarson íþróttasálfræði ráðgjafi,• Stefán Logi Magnússon markmaður KR, • Ólafur Jónsson markmannsþjálfari Sindra,• Óli Stefán Flóventsson yfirþjálfari Grindavíkur,• Nihad Cober Hasecic þjálfari hjá Sindra, • Sömuleiðis leikmenn og þjálfarar frá Sindra en listinn

er ekki tæmandi. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst.Verð kr. 6.000,- Skráning hjá Valdemar Einarssyni í síma 868-6865 eða á netfangið [email protected]

Náms- og starfsráðgjafar á vegum Fræðslunets Suðurlands í Nýheimum

Dagana 23. og 25. febrúar verða náms- og starfsráðgjafarnir Eydís Katla Guðmundsdóttir og Sólveig R. Kristinsdóttir á vegum Fræðslunet Suðurlands til viðtals hér í Nýheimum.

Hægt er að panta viðtal við náms- og starfsráðgjafa okkar í síma 560-2050 eða á netfangið [email protected]

Konudagshelgina 21. og 22. febrúar verður eftirfarandi matseðill á Kaffi Horninu

Cappuchino Humarsúpa, kókosfroða, hvítlaukskex.

Broccoli tempura, lime, koríander.

Túnfisk tataki, wakame, sesam dressing.

Kalkúnabringa fyllt með beikoni og salvíu, sæt kartöflumús, sykurpúðar, púrtvínsgljái.

Súkkulaðiveisla.

Verð kr. 6.300,-Borðapantanir í síma 478-2600

Hlökkum til að sjá ykkur • Starfsfólk Kaffi Hornsins

Page 7: Eystrahorn 7. tbl. 2015

7Eystrahorn Fimmtudagur 19. febrúar 2015

Konur á Hornafirði geta nú farið í leghálssýnatöku allt árið. Hægt er að panta tíma á heilsugæslustöðinni alla virka daga í síma 470 8600 hafir þú fengið boðsbréf frá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. Að undanförnu hefur Krabbameinsfélag Íslands staðið fyrir átaki til að hvetja konur til að mæta í leghálskrabbameinsleit. Þátttakan á Íslandi hefur farið minnkandi undanfarin ár og er nú víða undir 50%. Sérstaklega hefur þátttakan dregist saman á landsbyggðinni, en á árum áður mættu konur yfirleitt mun betur úti á landi, en nú hefur það snúist við. Sú breyting hefur orðið á að nú framkvæma ljósmæður leghálssýnatökuna og er það nú þegar byrjað á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins og á heilsugæslustöðvum víðast hvar um landið. Áslaug Valsdóttir ljósmóðir mun sjá

um leghálssýnatökur hér á heilsugæslustöð Hornafjarðar. Það er því hægt að panta tíma á heilsugæslustöðinni þegar boðsbréf hefur borist. Þessi háttur er hafður á í mörgum nágrannalöndum okkar og þar er þátttakan mun meiri. Leghálskrabbameinsleit skilar góðum árangri svo framarlega sem konur mæta. Dánartíðni af völdum leghálskrabbameins hefur lækkað um 90 % síðan skipulögð leit hófst. Allar konur á aldrinum 23-65 ára sem hafa einhvern tímann lifað kynlífi ættu að þiggja boð um leghálskrabbameinsleit á þriggja ára fresti vegna þess að það er ein mikilvægasta heilsuvernd sem konum stendur til boða. Regluleg leghálskrabbameinsleit hefur álíka heilsuverndandi áhrif eins og bólusetning barna. Leitarstöðin verður með krabbameinsskoðun á Hornafirði 11.-13. maí n.k. Þær konur sem fengið hafa bréf og eiga að koma fyrir þann tíma eru hvattar til að panta sér tíma og mæta í leghálssýnatöku hjá ljósmóður á heilsugæslustöð Hornafjarðar.

Ester Þorvaldsdóttir, hjúkrunarstjóri heilsugæslustöðvarinnar

Leghálskrabbameinsleit í boði allt árið

Átt þú í erfiðleikum með að hafa stjórn á mataræði þínu?

Minnum á að sjálfshjálparhópinn hittist á þriðjudögum kl. 20:00 í húsnæði Rauðakrossins

við Víkurbraut (gengið bakdyramegin).

Fræðslunet Suðurlands á Höfn hefur verið virkt og blómlegt í vetur. Í síðustu viku útskrifuðust 40 nemendur úr 77 kennslustunda fagnámskeiði fyrir ófaglært starfsfólk HSSA og frá sviði málefni fatlaðra hjá sveitarfélaginu. Fagnámskeiðið flokkast sem framhaldsnámskeið á vegum Fræðslumiðstöðvar Atvinnulífsins og var lögð áhersla á að námskeiðin, sem haldin voru í 3 klst. á viku, myndu endurspegla þá hugmyndarfræði sem HSSA stefnir að og vinnur eftir, og kallast Liv og Bo. Liv og Bo hugmyndarfræðin hefur rutt sér til rúms á mörgum hjúkrunarheimilum á Íslandi og eins og nafnið gefur til kynna á uppruna sinn að rekja til Danmerkur. Hugmyndarfræðin snýst í raun um virðingu, valdeflingu og að hjúkrunarheimili er heimili fólks, ekki dvalarstaður. Í því ljósi var þema þessa fagnámskeiðar mannvirðing, valdefling og flest það sem snertir hinn mannlega þátt þjónustunnar og voru námskeiðin ekki eingöngu ætluð til að bæta lífsgæði íbúa heldur lífsgæði starfsfólks einnig. Námskeið í áfallastreitu, samskiptum, geðheilsu, valdeflingu, umönnun ásamt námskeiðum í tölvufærni og skyndihjálp voru á dagskrá og komu kennarar víða að. Þó er ótrúlega mikill mannauður í sveitarfélaginu og sérþekkingu á hinum ýmsu sviðum og færni í að koma henni til skila til nemenda. Það eru mikil auðævi falin í slíkum mannauð fyrir hvert samfélag. Við hjá Fræðsluneti Suðurlands á Höfn viljum þakka öllu starfsfólki HSSA og hjá málefnum fatlaðra kærlega fyrir samstarfið undanfarna mánuði og óskum þeim innilega til hamingju með útskriftina.

Margrét Gauja Magnúsdóttir og Nína Sibyl Birgisdóttir, verkefnastjórar

Félagsvist í EkruAnnað spilakvöldið af þremur verður fimmtudagskvöldið 19. febrúar kl. 20:00 í Ekrusalnum.

Aðgangseyrir 1000 kr.

Kaffiveitingar innifaldar.

Fjáröflun 7. bekkjar vegna ferðar í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði

Allir velkomnir

Fræðslunet Suðurlands

Page 8: Eystrahorn 7. tbl. 2015

Menningarverðlaun Hornafjarðar 2014

Óskað er eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Hornafjarðar 2014

Þeir sem vilja tilnefna vinsamlegast sendið inn tillögur í bréfaformi í móttöku Ráðhús Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið

[email protected], einnig er hægt að hringja í síma 4708050. Vinsamlegast sendið inn tilkynningar eigi síðar en 9. mars 2015.

Tilkynnt verður við hátíðlega athöfn 13. mars n.k. kl 16.00 hver handhafi menningarverðlauna Hornafjarðar 2014 verður. Einnig mun úthlutun

menningarstyrkja vera þennan dag.

Góuhóf í ÖræfumOkkar árlega Góuhóf

verður haldið í þrítugasta skipti í Hofgarði laugardaginn 7.mars n.k.

Húsið opnað kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:30

Ræðumaður kvöldsins verður Borgþór Arngrímsson

Benedikt Jónsson sér um matinn

Hljómsveitin Nefndin leikur fyrir dansi

Miðaverð kr. 7.000,-

Miðapantanir hjá Önnu Maríu í síma 892-5336 eða á netfangið

[email protected]

ATH - Góunefndin raðar í sæti.

Góunefnd 2015

Leikfélag Hornafjarðar og Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu

sýna söngleikinn

Love me do í Mánagarði

Höfundur og leikstjóri: Stefán Sturla Sigurjónsson.

Frumsýning ........19. febrúar kl. 19:00 UPPSELTÖnnur sýning .....21. febrúar kl. 19:00Þriðja sýning ......22. febrúar kl. 19:00Fjórða sýning .....26. febrúar kl. 19:00

Takmarkaður sýningarfjöldi.Miðaverð 2.500 kr. (tökum ekki kort).

Miðapantanir hjá Ingólfi í síma 892-9354, eða [email protected].

Einnig verða miðapantanir í síma 478-1462 klukkutíma fyrir sýningu sýningardaga.