eystrahorn 28. tbl. 2011

8
Fimmtudagur 18. ágúst 2011 www.eystrahorn.is Eystrahorn 28. tbl. 29. árgangur www.eystrahorn.is Sunnudaginn 14. ágúst sl. opnaði Sigurður Mar Halldórsson ljósmyndasýningu við Hoffellsjökul. Sýningin hefur fengið heitið Manneskjan og ísinn og á myndunum má sjá samspil nakins líkama og hinnar nöktu náttúru sem kemur undan ógnarfargi jökulsins þegar hann bráðnar. Hugmyndin að myndunum er sótt í þjósögur og vættatrú en að öðru leyti lætur hann öðrum eftir að túlka myndirnar. Þetta er þriðja sýningin sem Sigurður heldur með þessu sniði, þ.e. að sýna myndirnar á sama stað og þær voru teknar. Fyrri sýningar voru í Hallormsstaðaskógi og á sandinum við Horn. Sýningin verður opin eitthvað fram á haustið og fínt að fá sér göngutúr og kíkja á myndirnar sem eru meðfram göngustígnum og njóta náttúrunnar sem er stórbrotin við Hoffellsjökul. Svo er upplagt að bregða sér í pottana hjá Dúdda og Ingibjörgu eftir gönguferðina. Gestabók sýningarinnar er á www.marason.is. Manneskjan og ísinn KPMG hefur skilað áfangaskýrslu um áhrif svokallaðs "minna frumvarps" sjávarútvegsráðherra á Sveitarfélagið Hornafjörð vegna breytinga á lögum um stjórn fiskveiða. Í fundargerð bæjarráðs 15. ágúst kemur eftirfarandi fram: „Flosi Eiríksson og Sigurjón Örn Arnarson komu inn á fundinn undir þessum lið og kynntu niðurstöður sínar um afleiðingar af minna frumvarpi um fiskveiðistjórnun 70/2011. Flosi gerði grein fyrir vinnunni. Helstu niðurstöður KPMG um áhrif minna frumvarpsins á Hornafjörð eru að veiðiheimildir Fiskveiðistjórnunin í deiglunni dragast saman sem nemur 581 þorskígildistonni sem er um 2,3% af heildaraflamarki á staðnum, að aflaverðmæti á staðnum lækkar um 190 m.kr., að samdrátturinn geti þýtt að sex störf tapist við veiðar auk afleiddra starfa og að sveitarfélagið verði af allt að 17 m.kr. í útsvartekjum sem eru 2,5% af útsvarstekjum sveitarfélagsins. Á móti kemur afli strandveiðibáta á Hornafirði sem þýðir að nettó dragist aflaheimildir saman um 450 þorskígildistonn. Kom fram að von er á niðurstöðum um áhrif stærra frumvarpsins á næstu dögum.“

Upload: heradsfrettabladid-eystrahorn

Post on 08-Mar-2016

251 views

Category:

Documents


2 download

DESCRIPTION

Eystrahorn 28. tbl. 2011

TRANSCRIPT

Page 1: Eystrahorn 28. tbl. 2011

Fimmtudagur 18. ágúst 2011 www.eystrahorn.is

Eystrahorn28. tbl. 29. árgangur www.eystrahorn.is

Sunnudaginn 14. ágúst sl. opnaði Sigurður Mar Halldórsson ljósmyndasýningu við Hoffellsjökul. Sýningin hefur fengið heitið Manneskjan og ísinn og á myndunum má sjá samspil nakins líkama og hinnar nöktu náttúru sem kemur undan ógnarfargi jökulsins þegar hann bráðnar. Hugmyndin að myndunum er

sótt í þjósögur og vættatrú en að öðru leyti lætur hann öðrum eftir að túlka myndirnar. Þetta er þriðja sýningin sem Sigurður heldur með þessu sniði, þ.e. að sýna myndirnar á sama stað og þær voru teknar. Fyrri sýningar voru í Hallormsstaðaskógi og á sandinum við Horn. Sýningin verður opin eitthvað fram á

haustið og fínt að fá sér göngutúr og kíkja á myndirnar sem eru meðfram göngustígnum og njóta náttúrunnar sem er stórbrotin við Hoffellsjökul. Svo er upplagt að bregða sér í pottana hjá Dúdda og Ingibjörgu eftir gönguferðina. Gestabók sýningarinnar er á www.marason.is.

Manneskjan og ísinn

KPMG hefur skilað áfangaskýrslu um áhrif svokallaðs "minna frumvarps" sjávarútvegsráðherra á Sveitarfélagið Hornafjörð vegna breytinga á lögum um stjórn fiskveiða. Í fundargerð bæjarráðs 15. ágúst kemur eftirfarandi fram:„Flosi Eiríksson og Sigurjón Örn Arnarson komu inn á fundinn undir þessum lið og kynntu niðurstöður sínar um afleiðingar af minna frumvarpi um fiskveiðistjórnun 70/2011. Flosi gerði grein fyrir vinnunni. Helstu niðurstöður KPMG um áhrif minna frumvarpsins á Hornafjörð eru að veiðiheimildir

Fiskveiðistjórnunin í deiglunnidragast saman sem nemur 581 þorskígildistonni sem er um 2,3% af heildaraflamarki á staðnum, að aflaverðmæti á staðnum lækkar um 190 m.kr., að samdrátturinn geti þýtt að sex störf tapist við veiðar auk afleiddra starfa og að sveitarfélagið verði af allt að 17 m.kr. í útsvartekjum sem eru 2,5% af útsvarstekjum sveitarfélagsins. Á móti kemur afli strandveiðibáta á Hornafirði sem þýðir að nettó dragist aflaheimildir saman um 450 þorskígildistonn. Kom fram að von er á niðurstöðum um áhrif stærra frumvarpsins á næstu dögum.“

Page 2: Eystrahorn 28. tbl. 2011

2 EystrahornFimmtudagur 18. ágúst 2011

Eystrahorn

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonAðstoð: ................ Ásta ÁsgeirsdóttirPrentun: ............. Leturprent

ISSN 1670-4126

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornfjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Lopi & band

[email protected]

Áskriftarsími: 895-2745

Stafafellskirkja Sunnudaginn 21. ágúst

Messa kl. 14:00

Kirkjukaffi í Fundarhúsinu eftir messu

Sóknarprestur - sóknarnefnd

tjarnarbrúSkemmtileg og rúmgóð 2ja herbergja íbúð á fyrstu hæð í þríbýli. Sérinngangur. Bílskúr.

kirkjubrautRúmgott einbýlishús ásamt bílskúr og sólstofu alls 199,1 m². Aðkoma og innkeyrsla hússins er hellulögð og rúmgóð, mikið ræktuð lóð.

FiSkHÓLLReisulegt 197,1 m² einbýlishús á frábærum stað miðsvæðis, með útsýni til allra átta. Til afhendingar í júlí.

Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821www.inni.is

Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík

Sigríður Kristinsdóttir, hdl, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Hilmar Gunnlaugsson,hrl. og lögg.fasteignasalis. 580 7902

Hjördís Hilmarsdóttir,lögg.

leigumiðlaris. 580 7908

Sigurður Magnússon,lögg.

fasteignasalis. 580 7907

SigríðurKristinsdóttir,

lögmaður

Snorri Snorrason,lögg.

fasteignasalis. 580 7916

FÉLAG FASTEIGNASALA

LAUST FLJÓTLEGATIL SÖLU OG LAIGU, LAUST STRAX

Frjálsíþróttamót MánaNú er komið að hinu árlega frjálsíþróttamóti Mána en það verður haldið sunnudaginn 21. ágúst kl. 13:00 á Mánavelli í Nesjum.

Keppt verður í eftirfarandi aldursflokkum:

• 8 ára og yngri • 9-10 ára • 11-12 ára • 13 ára og eldri

Þátttökugjald 500 kr. á einstakling

Veitingasala verður á staðnum

Sjálfboðaliðar alltaf velkomnir

Hvetjum foreldra til að mæta með yngri börnum

Mætum sem flest hress og kát

Afmæli Þar sem konur

verða aldrei eldri en 49 ára ætlar húsfreyjan í

Dilksnesi að minnast þeirra tímamóta laugardaginn 20. ágúst næstkomandi heima

í Dilksnesi frá kl 19:00. Klæðnaður verður að vera í

samræmi við veðurfar.

Með von um að sjá sem flest ykkar.

Finndís í Dilksnesi

Afmæli

Þar sem konur verða aldrei eldri en 49 ára ætlar húsfreyjan í Dilksnesi að minnast þeirra tímamóta laugardaginn 20. ágúst næstkomandi heima í Dilksnesi frá kl 19:00. Klæðnaður verður að vera í samræmi við veðurfar.

Með von um að sjá sem flest ykkar.

Finndís í Dilksnesi

Umboðsaði l i

Page 3: Eystrahorn 28. tbl. 2011

3Eystrahorn Fimmtudagur 18. ágúst 2011

Ólöf K Ólafsdóttir augnlæknir verður með stofu 30. ágúst - 2. september n.k.Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga. Athugið að ekki er tekið við greiðslukortum.

Arnar Hauksson dr med kvensjúkdómalæknir verður með stofu 26. - 27. ágúst n.k.Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga. Athugið að ekki er tekið við greiðslukortum.

Skólasetning í Grunnskóla Hornafjarðar verður 24. og 25. ágúst

Skólasetning fer fram með þeim hætti að umsjónarkennarar boða nemendur og foreldra í viðtal þar sem markmið vetrarins verða rædd

Föstudaginn 26. ágúst hefst kennsla samkvæmt stundatöflu.

Minnum á ferð eldri borgara í Borgarfjörð

Brottför mánudaginn 22. ágúst kl 9:00 frá Ekru.

Ferðanefndin

Ólafur Rafnkelsson

Ólafur Rafnkelsson fæddist á Arnarhóli á Höfn í Hornafirði þann 24. júlí 1934. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 10. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Aðalbjörg Guðmundsdóttir húsmóðir f. 16.9.1902, d. 12.12.1980 og Rafnkell Þorleifsson útgerðarmaður f. 18.12.1904 d. 7.3.1992. Ólafur átti tvær systur 1) stúlka andvana fædd 10.10.1931. 2) Fjóla f. 9.12.1932, maki Ingólfur Eyjólfsson f. 11.10.1925, þau eiga þrjú börn. Ólafur og Gunnlaug Hjördís Sveinsdóttir eiga saman dótturina Aðalbjörgu

f. 10.8.1958. Maki hennar er Pétur Bryde og þau eiga tvo syni. Ólafur var kvæntur Elínu Þorsteinsdóttur, þau eiga saman soninn Þorstein Ágúst f. 6.2.1964, maki hans er Sandra Shobha Kumari. Fyrir átti Elín dótturina Elísu.Eftirlifandi sambýliskona Ólafs er Guðný Bára Kjartansdóttir f. 17.11.1926, hún á fjögur uppkomin börn þau eru: 1) Sigurjón f. 28.9.1952 maki: Valgerður Jana, saman eiga þau tvo syni. 2) Sæmundur Steinar f. 2.5.1957, maki: Lilja, saman eiga þau tvær dætur. 3) Guðni f. 1.8.1959 og 4) Halldóra f. 8.2.1961 maki hennar er Friðrik, saman eiga þau tvö börn. Barnabörn Báru eru því 6 og barnabarnabörn eru orðin 10 talsins.

Ólafur fór ungur til sjós og vann við sjómennsku mestalla starfsævi sína, lengst af frá Hornafirði og síðar Reykjavík og víða á Suðurnesjunum.Ólafur verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju á Höfn laugardaginn 20. ágúst kl. 14.

Andlát

Haustvörurnar streyma innFlott föt og skór á alla fjölskylduna

frá NIKE, hummel, ADIDAS og PUMA. Hlaupa- og æfingafatnaður

fyrir þá sem ætla að koma sér í form. Fótboltaskór á 40 % afslætti, bæði fyrir gras og gervigras.

Alltaf eitthvað nýtt á tilboðsslánum. Hlökkum til að sjá þig...

Page 4: Eystrahorn 28. tbl. 2011

4 EystrahornFimmtudagur 18. ágúst 2011

Við þurfum væntanlega ekki að takast á um mikilvægi sjávarútvegs fyrir sveitarfélagið Hornafjörð. Þess vegna var óskað eftir því að KPMG, fyrirtæki sem sinnir endurskoðun á reikningum sveitarfélagsins, mæti áhrif af frumvörpum sjávarútvegsráðherra um fisk-veiðistjórnun á sveitarsjóð og sjávarútveginn í byggðarlaginu. Það var hins vegar ljóst að þessi úttekt yrði ekki tilbúin áður en fundum Alþingins yrði frestað í vor og þess vegna var niðurstaðan sú að leggja fyrir bæjarstjórn bókun um málið. Það má líka benda á að engin greining lá fyrir af hálfu stjórnvalda um hvaða afleiðingar frumvörpin hefðu fyrir einstakar byggðir eða greinina í heild sinni. Hópur sérfræðinga skilaði áliti sínu síðan um miðjan júnímánuð og var áfall fyrir alla þá sem stóðu að gerð frumvarpanna.Það var skýrt að meirihluti bæjarstjórnar ætlaði sér ekki að sitja hjá í þessari umræðu enda um grundvallaratvinnugrein

byggðarinnar að ræða. Samfylkingin sat hins vegar hjá. Í bókun meirihluta bæjarstjórnar er ekkert fullyrt um afleiðingar frumvarpanna fyrir staðinn. Það er því rangt að stilla málum upp með þeim hætti að fyrst sé skotið og síðan spurt. Afstaða sem kemur fram í bókun meirihluta bæjarstjórnar byggir fyrst og fremst á niðurstöðu sáttanefndar um sjávarútvegsmál sem skilaði skýrslu síðastliðið haust og hvernig niðurstaða þeirrar nefndar er sniðgengin í mikilvægum atriðum í ofangreindum frumvörpum um fiskveiðistjórnunina. Sátta-nefndin gaf út ítarlegt yfirlit yfir umræður í nefndinni þar sem sérstaklega voru skoðaðar tvær leiðir, annars vegar svokölluð fyrningarleið og hins vegar svokölluð samningaleið. Sérfræðingar, sem nefndin leitaði til, töldu að fyrningarleiðin myndi hafa verulega neikvæðar afleiðingar fyrir sjávarútvegsfyrirtæki stór og smá og þar af leiðandi þær byggðir

sem reiða afkomu sína að miklu leyti á sjávarútvegi. Sáttanefndin komst því að þeirri niðurstöðu að skynsamlegast væri að byggja á samningaleiðinni. Segja má að sú leið byggi á tveimur grunnstoðum eins og hún var kynnt af nefndinni, annars vegar um tímalengd samninga og endurnýjunarákvæði þeirra. Á ítarlegan hátt eru færð rök fyrir hversu mikilvægt er að huga vel að þessum þáttum í útfærslu leiðarinnar ef til kæmi. Frumvörp sjávarútvegsráðherra slá ekki á óvissu um endurnýjun samninga eða skilgreina með hvaða hætti megi endurnýja þá. Samt eru þessi atriði grunnur að áframhaldandi nýsköpun, fjárfestingu, stöðugleika og þar með þróun greinarinnar í heild sinni. Það var ánægjulegt að bæjarfulltrúar Framsóknar-flokksins og Sjálfstæðisflokksins studdu þessa bókun sameiginlega. Bókun sem felst fyrst og fremst í að ráðast ekki í breytingar sem skaða sjávarbyggðir, greina

betur áhrif frumvarpanna og leita eftir meira samráði um mótun framtíðarskipulags í atvinnugreininni. Það kom því á óvart að fulltrúar Samfylkingar gátu ekki stutt hana.Næsta skref í umræðunni hér heima er að taka til umfjöllunar skýrslu KPMG um áhrif frumvarpanna á sveitarsjóð og atvinnulíf á Hornafirði. Þær vangaveltur bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar um að niðurstöður starfsmanna KPMG hafi verið pantaðar sérstaklega af meirihlutanum er í besta falli brosleg tilraun til að klóra yfir vanmátt stjórnvalda. Í komandi umræðu mun meirihluti bæjarstjórnar halda áfram að horfa til hagsmuna samfélagsins fyrst og fremst og nálgast málin á málefnalegan hátt.

Reynir Arnarson Ásgerður K. Gylfadóttir

Kristján Guðnason Ásgrímur Ingólfsson

Af gefnu tilefniUm bókun meirihluta bæjarstjórnarmanna um fiskveiðistjórnun

Nú fer að síga á seinni hluta fótboltavertíðarinnar og uppskeran góð hjá Sindrafólki þegar á heildina er litið. Einn Íslandsmeistaratitill er kominn í hús og nokkrir flokkar eru komnir í úrslit. Stúlkurnar í fjórða flokki stúlkna gerðu sér lítið fyrir og sigraðu í 7-manna boltanum. Stúlkurnar í 5. fl. og 3. fl. láta heldur ekki að sér hæða

því þær eru komnir í úrslit í 7-manna bolta. Meistaraflokkur karla er búinn að vinna sér þátttökurétt í úrslitakeppni 3. deildar og hafði mikla yfirburði í sínum riðli. Gengi annarra flokka á Íslandsmótinu hefur verið ágætur eða viðunandi. Auðvitað skiptast á skin og skúrir hjá svona mörgum flokkum og keppendum. Þátttaka barna og

ungmenna í íþróttum hefur mikið forvarnargildi eins og rannsóknir sýna og vel hefur verið tekið á agamálum og markvisst verið unnið gegn vímuefnanotkun hjá félaginu.Allt kostar þetta mikla fjármuni og þó að stjórnarmenn og aðrir leggi hart að sér í fjáröflun og þátttakendur greiði ýmsan kostnað að fullu dugar það varla

til. Nú er í gangi happdrætti og vonandi verður tekið vel á móti unga íþróttafólkinu sem er að selja miðana.Svo má ekki gleyma stuðningi áhorfenda sem getur virkað eins og tólfti leikmaðurinn og stuðningsfólk er hvatt til að fjölmenna á alla leiki sem eftir eru, sérstaklega í úrslitaleikjum.

Fótbolti og meiri fótbolti

Sindri sendi fjögur lið á alþjóðlega Reycup mótið. Árangurinn var framar vonum og unnu þrjú lið sinn flokk í 7-manna bolta. Að auki fékk allur hópurinn háttvísisverðlaun mótsins fyrir góða framkomu innan sem utan vallar.

Hajrudin Cardaklija þjálfari 4. flokks stúlkna ánægður með liðið sitt eftir að hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.

Íslandsmeistarar Tekið á móti háttvísiverðlaununum

Page 5: Eystrahorn 28. tbl. 2011

5Eystrahorn Fimmtudagur 18. ágúst 2011

Afmælismót Golklúbbs Hornafjarðar

Að fara með fleipur er sjaldnast til bóta fyrir stjórnmálaumræðu. Og sagt er að sá ljúgi mörgu sem margt fleiprar. Þegar Framsóknarmenn fara með fleipur er það hvorki betra né verra en þegar aðrir fara með staðlausa starfi. Þessi ósiður virðist hins vegar vera tíðari hjá Framsóknarmönnum en kannski er ég ekki alveg hlutlaus. Næg eru hins vegar dæmin þessu til staðfestingar. Sum þeirra eru sótt um langan veg á meðan önnur eru nær heimaslóðum.

Ekkifréttastofa Sigmundar Davíðs

Þegar hugtakið framsóknarfleipur ber á góma ber auðvitað fyrstan að nefna framkvæmda-stjóra ekkifréttastofu Framsóknarflokksins, sjálfan formanninn Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Hann trommaði upp í fréttum fyrir skemmstu og fór með staðlausa stafi um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum. Ábúðarmikill á svip gerði hann lýðnum ljóst að ríkisstjórnarflokkarnir ætluðu sér að hækka virðisaukaskatt á matvæli. En í anda starfshátta fréttastofu Sigmundar Davíðs – og í samræmi við stefnu hennar – var um ekkifrétt að ræða. Formaðurinn fór því með fleipur – framsóknarfleipur.

Opnun hringvegar um Skeiðarársand 1996

Næstan ber að nefna einn af undirmönnum framkvæmdastjóra ekkifréttastofunnar, Sigurð Inga Jóhannsson þingmann Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Í kjölfar rofs hringvegarins vegna hlaupsins í Múlakvísl ruddist þessi dyggi þjónn

ekkifréttastofunnar vörpulegur fram á sjónarsviðið og tjáði landsmönnum, sem hlustuðu andagtugir á þingmanninn, að einungis hefði tekið 5-6 daga að opna hringveginn um Skeiðarársand árið 1996 í kjölfar Skeiðarárhlaups. Þessi söguskoðun ber nokkur skýr stalínísk einkenni þar sem tengsl hennar við raunveruleikann eru í besta falli umdeilanleg. Það tók nefnilega 3 vikur (og einum degi betur) að opna hringveginn um Skeiðarársand árið 1996. Þingmaðurinn fór því með fleipur – framsóknarfleipur.

Vírusinn berst austur á bóginn

Síðast en ekki síst þá virðist þessi skæði vírus nú herja á meirihluta framsóknarmanna á Hornafirði – a.m.k. yfir heitustu sumarmánuðina. Framsóknarmenn á Hornafirði héldu því fram í bókun, sem lögð var fram í bæjarstjórn, í umræðum um sjávarútvegsmál að í frumvörpum ríkisstjórnarinnar til breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu væri ekkert mið tekið af tillögum svokallaðrar sáttanefndar. Í máli bæjarstjóra á þessum sama bæjarstjórnarfundi kom hins vegar fram að frumvörpin tækju að hluta til mið af tillögum sáttanefndarinnar en að ekki væri nægjanlega mikið tillit tekið til þeirra í frumvörpunum. Ljóst er að orð bæjarstjóra og bókun meirihlutans stangast á. Það var svo á síðasta bæjarstjórnarfundi að oddviti meirihlutans tjáði sig með þeim hætti að ekki var hægt að skilja orð hans öðruvísi en svo en að bókun meirihlutans væri ekki alveg nákvæm hvað þetta varðar. Það er slæmt vegna þess að ekkert er bæjarstjórn mikilvægara en trúverðugleiki

hennar. Frávik frá sannleikanum eru ekki til þess fallin að styðja við trúverðugleikann. En allavega þá fór meirihluti framsóknarmanna í bæjarstjórn Hornafjarðar með fleipur – títtnefnt framsóknarfleipur.Því miður þá var þessi villandi bókun meirihlutans ekki til þess fallin að stuðla að málefnalegri umræðu. Hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á frumvörpum ríkisstjórnarinnar þá er mikilvægt að rétt sé farið með staðreyndir. Pólitískur rétttrúnaður má ekki leiða menn af þeirri braut en ég óttast því miður að það hafi gerst í þessu tilviki. Það er von mín að í framtíðinni muni meirihluti Framsóknarmanna huga betur að heiðri og trúverðugleika bæjarstjórnar þegar þeir semja bókanir og yfirlýsingar í nafni bæjarstjórnar. Í þessu samhengi ber ekki síst að varast áðurnefnt fleipur – framsóknarfleipur.

Árni Rúnar Þorvaldsson Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar

Framsóknarfleipur

Eins og áður hefur komið fram í Eystrahorni þá eru liðin 40 ár frá stofnun Golfklúbbsins. Um síðustu helgi voru haldin mót af þessu tilefni. Þrátt fyrir strekkings vind og rigningu síðari daginn tókust mótin vel. Á laugardagskvöldið var samsæti í golfskálanum þar sem veitt voru verðlaun og tveir af frumherjum golfklúbbsins voru heiðraðir af Golfsambandi Íslands.

Úrslit í punktakeppni á laugardag:

Ásdís Helgadóttir1. Gísli Páll Björnsson2. Magnús Jónasson3. Guðný Helgadóttir4. Ingi Már Aðalsteinsson5.

Besta skor karla Magnús Pálsson 78 höggBesta skor kvenna Kristín Sigurbergsdóttir 88 högg

Úrslit í Texasmóti á sunnudag:1. Haraldur Jónsson - Gísli Páll

Björnsson 28 högg,2. Guðmundur Borgar - Sævar

Gunnarsson 32 högg,3. Magnús Jónasson - Rannveig

Einarsdóttir 32 högg,4. Gestur Halldórsson - Óli

Kristján Benediktsson 34 högg.

Haraldur Jónsson fór holu í höggi á 2. braut í þessu móti.

Hörður Þorsteinsson framkvæmdastjóri Golfsambandsins veitti Auði Jónasdóttur og Gunnlaugi Þresti Höskuldssyni gullmerki sambandsins fyrir góð störf í þágu íþróttarinnar.

Page 6: Eystrahorn 28. tbl. 2011

6 EystrahornFimmtudagur 18. ágúst 2011

Um verslunarmannahelgina fór fram 14. Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum. Á setningarathöfninni var það tilkynnt að USÚ ætti að halda mótið 2013 hér á Höfn í okkar glæsilega íþrótta umhverfi. Frá USÚ fór flottur hópur ungmenna, hátt í 60 keppendur að etja kappi við jafnaldra í hinum ýmsu greinum íþrótta s.s. fótbolta, frjálsum íþróttum, sundi , körfubolta, golfi, mótorcrossi og fimleikum.Við fórum með fimm flokka á fótboltamótið sem stóðu sig allir vel þó þeir kæmust ekki á verlaunapall. Flestir leikirnir voru mjög spennandi og var yfirleitt aðeins eitt mark sem skildi liðin að í hverjum leik. Einnig áttum við leikmenn í öðrum liðum, í þeim flokkum sem ekki komu nógu margir að heiman til að mynda lið, en þar sem það er svo gaman að vera með þá komust þeir auðvitað inn í önnur lið og slógu í gegn.Helstu úrslit í frjálsum íþróttum eru þessi:Guðný Árnadóttir og Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir hlupu sig inn í úrslit í 60m spretthlaupi í flokki 11 ára stelpna. Þar endaði Guðný í 7.sæti á tímanum 10,23 og Guðrún Ása endaði í 11 sæti á tímanum 10,63.Áróra Dröfn Ívarsdóttir hljóp sig inn í úrslit í 80m spretthlaupi í flokki 12 ára stelpna á tímanum 11,82. Hún endaði svo í 2.sæti á tímanum 12,09.Ylfa Beatrix N. Stephensdóttir varð önnur í spjótkasti í flokki 11 ára, en hún kastaði 16,80.Ólöf María Arnarsdóttir varð þriðja í spjótkasti í flokki 12 ára, en hún kastaði 21,89.

Í 4x100m boðhlaupi, 11 ára stelpna, hampaði sveit USÚ gullinu. Sveitina skipuðu þær: Guðbjörg Halldóra Ingólfsdóttir, Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir, Ylfa Beatrix N. Stephensdóttir og Guðný Árnadóttir.Guðlaug Jóna Karlsdóttir varð önnur í kúluvarpi í flokki 16-17 ára og varpaði kúlunni 8,56

Sigrún Salka Hermannsdóttir varpaði kúlunni 9,34 og varð í 5.sæti í flokki 13 ára stelpnaGuðný Árnadóttir varð í 2.sæti í 600m hlaupi í flokki 11 ára á tímanum 2:10,01.Siggerður Aðalsteinsdóttir varð í 1.sæti í 800m hlaupi í flokki 16-17 ára stelpna á tímanum 2:38,98.Einar Ásgeir Ásgeirsson varð í 1.sæti í 800m hlaupi í flokki 16-17 ára stráka á tímanum 2:07,40.Mörg persónuleg met féllu á þessu móti og flest allir keppendurnir okkar voru að narta í

hælana á þeim sem stóðu á pallinum!Þess má til gamans geta að flestir þessir keppendur voru að keppa í fleiri greinum, eins og t.d. fótbolta, körfubolta, sundi og fimleikum og oft var mikil hlaupagangur þegar verið var að þeytast af frjálsíþróttavellinum og yfir í Fellabæ á fótboltavöllinn. Í körfuboltanum vorum við með þrjú lið, eitt stráka og tvö stelpna. Strákarnir gerðu sér lítið fyrir og voru í 3ja sæti í sínum aldurflokki 13-14 ára.Í mótorcrossi voru þrír keppendur frá USÚ og varð Ragna Steinunn Arnarsdóttir í 2.sæti í sínum flokki. Þorgils Snorrason varð 4. og Sævar Örn Kristjánsson 6. í þeirra flokki.Það var keppt í fimleikum í fyrsta skipti og áttum við tvö lið. Stelpurnar í 5.flokki eða 11-12 ára urðu í 3.sæti og stelpurnar í 4.flokki eða 12-15 ára urðu í 2.sæti .Keppt var einnig í golfi og okkar spilarar stóðu sig vel.Krakkarnir sem kepptu í sundi stóðu sig mjög vel þó að þau hafi ekki náð á pallinn.Ragna Steinunn var reyndar á palli í blönduðu boðsundsliði. Næsta Unglingalandsmót verður haldið á Selfossi og auðvitað stefnum við á að verða með enn stærri hóp keppenda þar.Skemmtileg stemning myndaðist í tjaldbúðum USÚ þar sem að óvenju margir voru saman komnir eða 17 vagnar og hýsi og mörg tjöld. Ákveðið var að vera með stórt tjald á næsta ári til að þjappa okkur enn betur saman.

F.h. USÚ, Arna Ósk og Ólöf Þórhalla

Um 60 keppendur frá USÚ á Unglingalandsmóti

Haustútsalan byrjuð

Mikill afsláttur af völdum vörum

Verslun Dóruathugð breyttan opnunartíma

Opið kl. 11-12 og 13-18

Lið Knattspyrnuakademíu Hornafjarðar var stofnað síðastliðinn vetur. Það hefur tekið þátt í Launaflsbikarnum á Austurlandi í sumar sem haldin er á vegum ÚÍA. Fyrst var haldin sjö liða deildarkeppni þar sem fjögur efstu liðin komust í úrslitakeppnina. Strákarnir stóðu sig með prýði í deildinni þar sem þeir enduðu í 3. sæti og tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni. Síðastliðinn sunnudag spiluðu þeir undanúrslitaleik á móti sameinuðu liði Breiðdælinga og Djúpavogsmanna sem jafnframt eru núverandi meistarar. Spilað var á Breiðdalsvík þar sem strákarnir fóru með sigur af hólmi 5 - 3. Næstkomandi sunnudag spila þeir úrslitaleik á móti Boltafélagi Norðfjarðar á Fellavelli á Egilsstöðum. Við óskum þeim góðs gengis.

Margir í boltanum

Nú líður senn að útsölulokum

30-70% afslátturValdar gallabuxur 3.000,- kr

Nú er tækifæri til að gera góð kaup

Verið velkomin

Page 7: Eystrahorn 28. tbl. 2011

7Eystrahorn Fimmtudagur 18. ágúst 2011

60 fermetra íbúð til leigu.Upplýsingar í síma 891-7174. Guðbjörg.

Bifreiðaskoðun á Höfn 22., 23. og 24. ágúst

Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 19. ágúst.

Næsta skoðun 3., 4. og 5. október.

Þegar vel er skoðað

Íbúð til leigu á Höfn3ja herbergja íbúð laus. Upplýsingar í síma 892-9358

Frá Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu

Innritun nýnema skólaárið 2010-2011 verður í Tónskólanum Sindrabæ miðvikudaginn 24. ágúst frá kl: 12.00 – 20.00 og fimmtudaginn 25. ágúst frá kl: 9.00 – 15.00

Allir þeir sem telja sig vera á biðlista þurfa að endurnýja umsókn sína.

Þeir nemendur sem voru í námi á síðasta ári og skiluðu inn umsókn í vor, þurfa ekki að sækja aftur um.

Framhaldsskólanemendur eru beðnir um að skila inn ljósriti af stundatöflu sinni.

Umsóknareyðublöð munu einnig liggja frammi í Grunnskóla Hornafjarðar.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 470-8460 á umsóknartíma og inn á heimasíðu skólans http://www.rikivatnajokuls.is/tonskoli

Skólastjóri

Dalshraun 13 • 220 Hafnarfjörður • Sími 565 0000Fax 555 3332 • [email protected] • www.glerborg.is

SÍMI: 565 0000

PVC-uGLUGGARHURÐAROG GLERÁ Íslandi er síbreytileg veðrátta alþekkt.Þess vegna ættu Íslendingar að veljavandaðar byggingavörur sem standast erfið veðurskilyrði og krefjast lágmarks viðhalds.

Komdu við á söluskrifstofu okkar að Dalshrauni 13í Hafnarfirði og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu.Við bjóðum upp á greiðsluskilmála við allra hæfi.

Öll framleiðsla fyrir Glerborg er CE vottuð

Skrifstofu- og fjármálagreinanámÍ SAMSTARFI FRAMHALDSSKÓLA Á AUSTURLANDI OG Á HÚSAVÍK Nýtt og spennandi nám frá hausti 2011!•Fjórar annir, 32-36 einingar. Kennt með •fjarfundasniði, hægt að stunda á þeim stöðum sem bjóða upp á afnot af fjarfundabúnaði.Gert er ráð fyrir að tölvu- og tölvubókhaldsnám fari •fram í staðbundnum lotum.Meginmarkmið er að veita nemendum víðtæka og •almenna þekkingu í greinum sem nýtast vel við fjölbreyttstörfínútímastarfsumhverfiáskrifstofumog hjá fjármálafyrirtækjum.Ath. Lágmarksfjölda nemenda þarf til að farið verði •af stað með námið.

ÁFANGAR KENNDIR Á FYRSTU ÖNN:BÓK153 Bókfærsla•ÍSL152/3 Íslenska•TÖL153 Tölvur•

Upplýsingar og skráning á www.me.is - Fjarnám - Starfsnámsbrautir.Umsóknarfrestur er til 23. ágúst nk.

Skólameistarar FSH, FAS, ME og VA

Skrifstofu- og fjármálagreinanám Í SAMSTARFI FRAMHALDSSKÓLA Á AUSTURLANDI OG Á HÚSAVÍK

Nýtt og spennandi nám frá hausti 2011! Fjórar annir, 32-36 einingar. Kennt með fjarfundasniði, hægt að stunda á

þeim stöðum sem bjóða upp á afnot af fjarfundabúnaði. Gert er ráð fyrir að tölvu- og tölvubókhaldsnám fari fram í staðbundnum

lotum. Meginmarkmið er að veita nemendum víðtæka og almenna þekkingu í

greinum sem nýtast vel við fjölbreytt störf í nútímastarfsumhverfi á skrifstofum og hjá fjármálafyrirtækjum.

Ath. Lágmarksfjölda nemenda þarf til að farið verði af stað með námið.

ÁFANGAR KENNDIR Á FYRSTU ÖNN:

BÓK153 Bókfærsla ÍSL152/3 Íslenska TÖL153 Tölvur

Upplýsingar og skráning á www.me.is - Fjarnám - Starfsnámsbrautir. Umsóknarfrestur er til 23. ágúst nk.

Skólameistarar FSH, FAS, ME og VA

Í FORMIÁ HÖFN Í HORNAFIRÐI

Í FORMIÁ HÖFN Í HORNAFIRÐI

Í FORMIÁ HÖFN Í HORNAFIRÐI

9. - 10. septemberwww.iformi.is

Page 8: Eystrahorn 28. tbl. 2011