fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til...

86
Ingvar Sigurgeirsson í samvinnu við starfsfólk Kársnesskóla Skýrsla um námskeið og þróunarverkefni Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands Ágúst 2006

Upload: dangque

Post on 13-Feb-2019

228 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

Ingvar Sigurgeirsson

í samvinnu við starfsfólk Kársnesskóla

Skýrsla um námskeið og þróunarverkefni

Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám

Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands Ágúst 2006

Page 2: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

2

© Ingvar Sigurgeirsson í samvinnu við starfsfólk Kársnesskóla Skýrsla um þróunarverkefni: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands ISBN: 9979-793-16-3

Page 3: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

3

Efnisyfirlit

Inngangur ____________________________________________________________________ 5

Þróunarverkefnin ______________________________________________________________ 6

BEKKJABLAND: Getu skipt hópvinna í íslensku í 1. bekk ______________________________ 8

Einstaklingsmiðað nám í stærðfræði í 2. bekk _______________________________________ 17

Verkefni með nemendum í 3. bekk: Saga af Suðurnesjum ______________________________ 19

Gaman í stærðfræði.___________________________________________________________ 22

Verkefni í 5. bekk: Krakkar og dýr í Afríku _________________________________________ 32

Hringekja í 6. bekk ____________________________________________________________ 38

Vinnusvæði í 7. bekk___________________________________________________________ 44

Verkefni í 8. og 9. bekk: Smásögur eftir íslenska höfunda ______________________________ 49

Samþætting náttúrufræði- og tölvukennslu í 8. bekk __________________________________ 55

Stærðfræðiverkefni í 8. bekk. Um tvívídd og þrívídd með söguaðferðarívafi. _______________ 59

Náttúrufræði í 10. bekk_________________________________________________________ 62

Útrás í smíðum _______________________________________________________________ 69

Könnun á félagsþátttöku nemenda ________________________________________________ 72

Líf mitt og heilsa______________________________________________________________ 72

Skipulagt skólaumhverfi, myndræn stundaskrá og Sólin _______________________________ 79

Umræða og niðurstöður ________________________________________________________ 83

Page 4: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

4

Page 5: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

5

Inngangur Þann 17. nóvember 2004 hófst námskeið á vegum Símenntunarstofnunar Kennaraháskóla

Íslands í Kársnesskóla í Kópavogi. Viðfangsefni námskeiðsins var fjölbreyttar kennslu-

aðferðir og einstaklingsmiðað nám. Umsjón með námskeiðinu hafði Ingvar Sigurgeirsson

prófessor við Kennaraháskóla Íslands í samvinnu við stjórnendur skólans.

Markmið námskeiðsins voru í upphafi skilgreind svo sem hér greinir:

• Efla skilning á mikilvægi fjölbreyttra kennsluhátta

• Kynna áhugaverð skólaþróunarverkefni sem beinast í átt að aukinni

einstaklingsmiðun

• Efla áhuga á einstaklingsmiðuðu námi og skapa sameiginlegan skilning á þessu

hugtaki innan skólans

• Skapa vettvang fyrir kennara skólans til að dýpka þekkingu sína á fjölbreyttum og

áhugaverðum kennsluaðferðum og skipast á hugmyndum og skoðunum

• Efla þekkingu kennara á innlendum og erlendum heimildum um kennsluaðferðir,

einkum því efni sem er að finna á Netinu

Þátttakendur fengu í hendur bókina Litróf kennsluaðferðanna eftir umsjónarmann

námskeiðsins og var hún notuð sem handbók.1

Ákveðið var að leggja áherslu á fjölbreyttar kynningar á áhugaverðu skólastarfi og

stefnum og straumum í kennslufræðum og var leitað til stjórnenda og kennara í ýmsum

skólum um að leggja af mörkum, auk tveggja kennara við Kennaraháskólann. Þessar

kynningar, sem hófust í febrúar og lauk í maí, voru þessar:

• Ingvar Sigurgeirsson prófessor við Kennaraháskóla Íslands: Fjölbreyttar

kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám.

• Kristjana Björnsdóttir deildarstjóri í Fellaskóla: Byrjendakennsla í Fellaskóla.

• Eygló Guðjónsdóttir og Hrund Gautadóttir deildarstjórar við Ingunnarskóla:

Einstaklingsmiðað nám, þemavinna og námsumhverfi í Ingunnarskóla.

1 Ingvar Sigurgeirsson (1999): Litróf kennsluaðferðanna. Reykjavík: Æskan.

Page 6: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

6

• Þorsteinn Sæberg skólastjóri Árbæjarskóla: Dæmi um hvernig komið er til móts

við nemendur með námserfiðleika í Árbæjarskóla.

• Sif Vígþórsdóttir skólastjóri Hallormsstaðaskóla: Samkennsla og námsumhverfi í

Hallormsstaðaskóla.

• Borghildur Jósúadóttir deildarstjóri og Hrönn Ríkharðsdóttir aðstoðarskólastjóri,

Grundaskóla: Fyrirkomulag á kennslu list- og verkgreina í Grundaskóla.

• Árdís Ívarsdóttir aðstoðarskólastjóri og Anna Þóra Jónsdóttir kennari við

Borgaskóla: Þróunarstarfi í Borgaskóla þar sem áhersla er lögð á

foreldrasamstarf.

• Auður Stefánsdóttir skólastjóri Laugaækjarskóla: Námsmat í einstaklingsmiðuðu

námi. Kynning á þróunarverkefni í Laugarlækjarskóla

• Lilja M. Jónsdóttir lektor við Kennaraháskóla Íslands: Hugmyndir um skipulag

einstaklingsmiðaðs náms í blönduðum bekk, hringekjur, áætlanagerð og

námssamningar.

Í júní 2005 var efnt til funda um hvaða ályktanir og lærdóma mætti draga af

kynningunum. Í framhaldi af því var ákveðið að taka upp þráðinn að hausti og ráðast í

þróunarverkefni þar sem starfsfólk ynni í hópum að afmörkuðum samstarfsverkefnum.

Þróunarverkefnin

Haustið 2005 hófust kennarar handa við að velja sér verkefni, undirbúa þau og setja af

stað. Hóparnir ákváðu að fást við eftirfarandi viðfangsefni:

• Bekkjarbland: Getuskipt hópvinna í 1. bekk: Árganginum var blandað saman

eina kennslustund í viku og þeim fengin fjölbreytt verkefni þar sem leitast var við að koma sem best til móts við þarfir hvers og eins.

• Einstaklingsmiðað nám í stærðfræði í 2. bekk: Kennarar skiptu árganginum í þrjá hópa eftir getu eina kennslustund á viku.

• Verkefni með nemendum í 3. bekk: Saga af Suðurnesjum: Samþætt söguaðferðarverkefni.

• Gaman í stærðfræði. Nýbreytni í kennsluháttum í stærðfræði í 4. bekk: Einstaklingsmiðað nám þar sem nemendur settu sér markmið og lögðu mat á árangur.

• Verkefni í 5. bekk: Krakkar og dýr í Afríku: Samþætt verkefni með áherslu á skapandi starf.

• Hringekja í 6. bekk: Fjölbreytt verkefni í íslensku og stærðfræði.

Page 7: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

7

• Vinnusvæði í 7. bekk: Unnið með fjölbreytt verkefni í ýmsum námsgreinum sex kennslustundir á viku.

• Verkefni í 8. og 9. bekk: Smásögur eftir íslenska höfunda: Unnið með fjölbreyttum hætti með sex smásögur.

• Samþætting náttúrufræði- og tölvukennslu í 8. bekk: Nemendur skiluðu verkefnum sínum með því að búa til heimasíður.

• Stærðfræðiverkefni í 8. bekk. Um tvívídd og þrívídd með söguaðferðarívafi. Hönnunarverkefni: Nemendur lærðu á hönnunarforrit og hönnuðu og innréttuðu húsbyggingu.

• Náttúrufræði í 10. bekk: Nemendur unnu líffræðiverkefni í hópum, fluttu fyrirlestra og unnu með niðurstöður í tölvum (umbrotsforrit, heimasíðugerð).

• Útrás í smíðum: Samþætt verkefni í smíðum og lestri. • Könnun á þátttöku í félagsstarfi: Könnun meðal foreldra og starfsmanna

skólans. • Skipulagt skólaumhverfis, myndræn stundaskrá og Sólin (leikvallarverkefni)

Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu

niðurstöður verkefna sinna. Einnig skiluðu hóparnir skriflegum skýrslum um verkefnin

og eru þær meginefni þessarar skýrslu.

Page 8: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

8

Hanna Dóra Pétursdóttir, Sigrún Óskarsdóttir, Jódís Ólafsdóttir og Sesselja Jónsdóttir

BEKKJARBLAND

Getuskipt hópvinna í íslensku í 1. bekk Skilgreining / afmörkun:

Ein kennslustund í viku frá miðjum október til vors. Nýttir voru meðal annars tölvu- og

bókasafnstímar bekkjanna til skiptis (bekkjardeildirnar voru tvær).

Meginmarkmið:

• Að gera skólann að skemmtilegri vinnustað fyrir nemendur.

• Að fá nemendum fjölbreytt verkefni sem hæfa getu hvers og eins.

• Að auka kynni nemenda milli bekkjardeilda.

Útfærsla

Skipt var í hópa eftir lestrarfærni, fjórir nemendur í hóp, tveir úr hvorum bekk. Hver

hópur vann saman verkefni sem kennarar töldu hæfa getu nemenda í hópnum. Hver

kennari sá um tvo eða þrjá hópa. Verkefnin skyldu reyna hæfilega á kunnáttu hvers barns

í lestri og ritun og vera fjölbreytt og helst skemmtileg.

Verkefnin Stig I (léttast) Búa til stafi úr leir Klippa stafi úr dagblöðum Teikna stafi eftir sniði, klippa þá út Teikna stafi eftir sniði, lita þá eða skreyta Stafir í poka. Þreifa á þeim og þekkja þá Merki fyrir hvern réttan staf Finna stafi í lestrarbók Merki fyrir hverja 10 stafi Hin börnin í hópnum eru dómarar Teikna stafi eftir sniði og líma samanvöðlaðan kreppappír á. Hlusta á sögu lesna og fylgjast með í bók. (Bókasafn). Teikna stafi í teikniforriti. Kennsluforrit:

Page 9: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

9

Stafaleikir Búa og Bínu Orðakistur Krillu Stig II Klippa orð úr dagblöðum Raða þeim í setningar Búa til orð á segultöflu og skrifa þau síðan á blað Lesa setningar á blaði og teikna myndir Klippa orð úr dagblöðum, líma á verkefnablað, finna rímorð og skrifa þau hjá Vinna sérvalin verkefni úr vinnubókum Lestrarspil Skrifa orð eða léttan texta við mynd Lita myndina Skrifa orð eða léttan texta við mynd Skrifa orðin aftur á tölvu og teikna myndina Kennsluforrit

Frá A til Ö, 1. þrep Leikver Glói geimvera

Stig III Krossgátur Skrifa sögur og teikna myndir Lesa stutta bók á bókasafni og teikna mynd úr sögunni Hvert barn sýnir svo hinum bókina og segir frá sögunni. Vinna verkefni úr Orðaskyggni. Bókasafn Skoða Lifandi vísindi og lesa myndatexta upphátt. Bókasafn. Kennsluforrit

Orðamyndir Minnisleikur, rímorð Tölvulottó Orðamyndir Myndir og orð Veröldin mín Glói geimvera Fingrasetning heimalyklar.

Stig IV (þyngst). Lesa saman leikþætti Spyrja og svara úr spurningabókum Vinna sérvaldar vinnubækur Lesa úr vísna- og ljóðabókum

Page 10: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

10

Lesa upphátt, teikna, e.t.v. læra og flytja Semja ljóð, skrifa og myndskreyta Lesa bók og vinna verkefni úr Bókasafnaranum Kennsluforrit

Tölvulottó Glói geimvera Glói geimvera á lestrareyju Horfa, hlusta, skrifa ABC, 123 Frá A til Ö Lestu og skrifaðu

Orðamyndir Leikver Minnisleikur, rímorð Veröldin mín, Stafabók Orðakistur Krillu

Stafaleikir Bínu og Búa Gralli Gormur Fingrasetning, heimalyklar

Mat

Nemendur mátu sjálfir hverju sinni eigin frammistöðu og einnig hvort þeim þótti

verkefnið skemmtilegt. Myndrænt matsblað var notað.

Niðurstaða

Verkefnið hefur gengið vel og þau markmið sem sett voru í upphafi náðust, teljum við.

Helsta vandamálið var að finna tíma sem hægt var að nota, þ.e. báðir bekkirnir hjá

bekkjarkennara og tölvu- og bókasafnstími laus.

Fylgiskjöl

1. Matsblað

2. Yfirlitsblað um hópa og verkefni

3. Myndir

Page 11: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

11

1. Matsblað

Ég heiti____________________ Þetta verkefni var skemmtilegt.

☺☺☺ ☺☺ ☺

Ég var dugleg(ur)

Page 12: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

12

2. Yfirlitsblað um hópa og verkefni

Bekkjarbland. Hópar og verkefni. 1 2 3 4 5 6 7 8 9

Tölvur

Bókasafn

Lestrarspil

Krossgátur

Segulstafir

Dagblöð

Vinnubók Klippa-líma

Stafasnið teikna

Stafasnið klippa

Leir

Lestrarspil II

Vinnubók Lesa-teikna

Page 13: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

13

3. Myndir

Unnið með segulstafi

Krossgátur

Page 14: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

14

Lestrarspil

Tölvuvinna

Page 15: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

15

Orðaleit

Orðaleit

Page 16: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

16

Lesskilningsverkefni - teiknað við texta

Á bókasafni

Page 17: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

17

Aníta Helgadóttir, Þóra Bjarndís Þorbergsdóttir og Arna Björg

Kristmannsdóttir

Einstaklingsmiðað nám í stærðfræði í 2. bekk Verkefnið fólst í að auka einstaklingsmiðað nám í stærðfræði. Eftir könnun í hverjum

bekk sáum við að það sem helst var ábótavant var skilningur nemenda á atriðum eins og

tugum, einingum og orðadæmum. Byrjað var á tugum og einingum á haustönn og stefnt

að því að taka orðadæmi á vorönn.

Meginmarkmið verkefnisins voru:

• Að koma til móts við ólíkar þarfir og getu hvers nemanda.

• Að auka færni nemanda í einstökum þáttum.

• Að efla öryggi nemenda.

• Að auka fjölbreyttni í kennsluaðferðum.

• Að blanda saman nemendum í árgangi.

Framkvæmd

Nemendum var skipt í þrjá hópa eftir getu: Tígrahóp, Ljónahóp og Bjarnahóp. Vegna

uppsetningar á stundatöflu var aðeins hægt að nota eina kennslustund á viku.

Við tókum saman námsefni sem var getuskipt með miklum endurtekningum þannig að

auðvelt var að sjá hvort börnin skildu verkefnin. Námsefnið var misþungt hjá hverjum

hóp (sjá nánar hópa hér að neðan).

Miðað var við að í hverri kennslustund væri byrjað á beinni kennslu (innlögn) en síðan

gætu börnin haldið áfram með námsefnið, hvert á sínum hraða. Þannig gátu börn sem

voru mjög fljót að skilja námsefnið klárað það sjálf og annaðhvort fengið aukaverkefni

eða færst upp um hóp. Í þeim tilvikum að nemendur náðu ekki að skilja það námsefni

sem kenna átti í hópnum voru þau færð í annan hóp.

Page 18: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

18

Tígrahópur: Í þessum hópi voru þeir sem skemmst voru komnir í stærðfræðinni. Þar

voru einnig börn með stærðfræðiörðugleika og voru þroskaþjálfi og kennari þeim til

aðstoðar. Þessi hópur fékkst við einföld samlagningardæmi (fyrst tölur minni en tíu, en

síðar upp í 20). Mikið var um endurtekningar og börnunum kennt um tugi og einingar og

að telja á tugum.

Ljónahópur: Í þessum hópi (miðhópnum) var strax farið í að kenna á talnahúsið og þeim

kennt að fylla inn í það og einnig að skilja hvernig tala skiptist í tug og einingu. Þeim var

kennt að leggja saman og draga frá í talnahúsinu. Hvert atriði var endurtekið á

mismunandi hátt nokkrum sinnum.

Bjarnahópur: Duglegasti hópurinn fékk meira námsefni með færri endurtekningum og

flóknari dæmum þar sem mikil áhersla var lögð á að geyma og taka til láns.

Niðurstaða

Verkefninu er ekki lokið, þegar þetta er ritað, og verður unnið áfram með þessum hætti út

veturinn. Nemendum í árgangnum verður áfram getuskipt einn tíma í viku. Aðrar áherslur

verða þó á getuskiptingu í orðadæmum þar sem einnig þarf að taka tillit til lestrargetu

nemenda.

Þrátt fyrir lítinn tíma erum við ánægðar með framkvæmd og framfarir nemenda.

Nemendum finnst einnig mjög spennandi að skipta um stofu og kynnast öðrum

nemendum betur.

Page 19: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

19

Halldóra Ágústsdóttir, Hrefna S. Einarsdóttir, Jódís Ólafsdóttir, Kristín S. Pjetursdóttir, Rósa Björg Brynjarsdóttir og Sóley Ægisdóttir

Verkefni með nemendum í 3. bekk: Saga af Suðurnesjum

Í samstarfshópnum voru umsjónarkennarar 3. bekkjar og kennarar í tölvu- og

upplýsingatækni, dansi, tónmennt, hannyrðum og myndmennt.

Ákveðið var að verkefnið skyldi snúast um ákveðin atriði úr verkefninu, Saga af

Suðurnesjum, sem byggir á söguaðferðinni (Story-line). Verkefnið Saga af Suðurnesjum

byggir á samnefndu ljóði eftir Jóhannes úr Kötlum. Ljóðið er yfir tuttugu erindi að lengd

og fjallar um lítinn dreng og fjölskyldu hans sem búa suður með sjó. Í upphafi ljóðsins er

systir drengsins látin, hefur horfið í hafið. Dag nokkurn þegar lítið er af mat í kotinu fer

drengurinn út að reyna að veiða, en fellur í sjóinn. Ljóðið fjallar síðan um ævintýri hans

á hafsbotni þar sem hann meðal annars hittir systur sína sem hann taldi vera látna. Ljóðið

hefur mjög skemmtilegan hrynjanda og er mjög vel fallið til upplestrar hvort sem er í

stórum eða litlum hópum.

Söguramminn, Saga af Suðurnesjum, hefur verið kenndur hér við skólann í rúman áratug

og hefur sagan ávallt heillað nemendur. Fiskar, lífið í fjörunni og mannlíf við

sjávarsíðuna áður fyrr, fellur vel að rammanum og er þannig auðvelt að samþætta

náttúrufræði og samfélagsfræði.

Allar umsjónarkennarar 3. bekkjar tóku þátt, ásamt nokkrum list- og verkgreina-

kennurum. Með þessu móti var hægt að samþætta margar námsgreinar inn í

sögurammann og sérstaklega var keppt að því að hafa kennsluaðferðir sem fjölbreyttastar.

Stuðst var við handbókina Litróf kennsluaðferðanna2 og eftirfarandi kennsluaðferðir

settar á oddinn:

• Söguaðferðin. Aðferðin byggist í raun á að flétta saman mörgum kennsluaðferðum:

o Umræðu- og spurnaraðferðum þar sem markmiðið er að virkja nemendur til umræðna, rökræðu og skoðanaskipta.

2 Ingvar Sigurgeirsson (1999). Litróf kennsluaðferðanna. Reykjavík: Iðunn.

Page 20: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

20

o Virku leitarnámi þar sem byggt er á skipulegri upplýsingaöflun og úrvinnslu. o Sviðsetningu þar sem nemendur setja einhverja starfsemi á svið og líkja sem

nákvæmast eftir henni. o Innlifunaraðferðum þar sem nemendur lifa sinn inn í aðstæður eða tjá sig með

einhverjum hætti. o Skapandi viðfangsefnum þar sem kröfurnar eru um sjálfstæð og skapandi

vinnubrögð. Nemendur velja sjálfir og ákveða í meginatriðum hvernig að verkefnum er staðið.

• Leikræn tjáning: Nemendur túlka námsefni með leikrænum hætti. Nemendur eru

virkir og nálgast þeir námsefnið með lifandi hætti. • Tal- og framsagnaræfingar: Ljóðalestur, upplestur. • Leikþættir sem byggðir eru á námsefninu. • Myndsköpun, myndræna tjáning þar sem nemendum var falið að túlka

viðfangsefni með myndrænum hætti. Unnið í myndmenntarkennslu og samfélagsfræðikennslu.

• Tónlist, söng, hreyfingu og dans: Notuð var hljóðræn, skapandi úrvinnsla þar sem nemendur syngja, flytja tónverk og dansa.

Meginmarkmið verkefnisins var að virkja mismunandi hæfileika nemenda samkvæmt

fjölgreindakenningu Gardners. Leitast var við að hafa viðfangsefnin fjölbreytt og fékk

hver og einn að njóta sín. Stefnt var að því að hver og einn gæti fundið verkefni við sitt

hæfi.

Sá þáttur sem ákveðið var að taka út úr verkefninu, Sögu af Suðurnesjum, var

lokakynning verkefnisins fyrir foreldra. Öll börnin í árganginum voru æfð saman í því að

flytja kvæði sem er uppistaða verkefnisins (framsögn) Sum „léku“ helstu hlutverkin

(leikræn tjáning), allir lærðu dans og stór hópur þeirra sýndi á sýningunni (hreyfing og

dans). Síðan sungu allir saman lokaerindi ljóðsins undir lagi sem tónmenntakennarinn

samdi sérstaklega fyrir sýninguna og spiluðu sumir undir (tónlist). Í myndmennt var

unnið með heita og kalda liti þar sem teiknuð voru sjávardýr og máluð í heitum litum og

umhverfið í köldum (myndmennt). Þessar myndir voru notaðar sem bakgrunnur í

sýningunni. Í hannyrðum voru saumaðir fiskapúðar sem einnig voru notaðir sem

leikmunir í sýningunni (hannyrðir). Í tölvutímum skrifuðu börnin sögur og ljóð og

myndskreyttu (tölvur).

Page 21: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

21

Námsmat

Skipulagt mat fór ekki fram á verkefninu en börnin skrifuðu um sýninguna og kom fram

mikil ánægja hjá mörgum þeirra með verkefnið. Okkar mat á verkefninu er að börnin í

árganginum kynntust betur innbyrðis og umsjónarkennarar kynntust börnum úr hinum

bekkjunum. Samstarfið tókst afbragðsvel og gætum við vel hugsað okkur svona

samstarfsverkefni aftur. Börnin lærðu mikið af þessu verkefni hvað varðar framsögn og

framkomu. Þessir þættir hafa alltaf verið áberandi í okkar starfi en með þessu

samstarfsverkefni hlutu nemendur þjálfun í að koma fram fyrir stærri hóp og samvinna

jókst til muna.

Myndir af æfingu …

Myndir úr verkefninu ...

Page 22: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

22

Linda Brá Hafsteinsdóttir, Sigrún Ragnarsdóttir og Ólöf Guðmundsdóttir

Gaman í stærðfræði.

Nýbreytni í kennsluháttum í stærðfræði í 4. bekk Tveir bekkjarkennarar í 4. bekk og sérkennari völdu að þróa einstaklingsmiðað nám í

stærðfræði og nefndu það Gaman í stærðfræði. Verkefnið stóð yfir frá því í byrjun

september og fram í desember.

Meginmarkmið verkefnisins voru :

• að koma til móts við ólíkar þarfir og getu hvers og eins nemanda í stærðfræði • að gera nemendur færari í að leysa mismunandi stærðfræðiverkefni • að nemendur hafi gaman af stærðfræðináminu. Undirbúningur Foreldrum var kynnt verkefnið á námskynningarfundi í september 2005. Bekkjarkennarar

könnuðu síðan í framhaldi af því stöðu sinna nemenda í stærðfræði. Nemendum var síðan

skipt í fjóra hópa eftir getu og vinnuhraða. Í fyrstu röðuðust nemendur tiltölulega jafnt á

milli hópa, nema í sérkennsluhópnum voru sex til sjö nemendur. Þegar leið á fjölgaði í

þeim hópi þar sem nemendur höfðu gott vald á stærðfræðinni og urðu nemendur þar mest

23 talsins. Teknar voru þrjár kennslustundir á viku í að vinna verkefnið. Tvær af

kennslustundunum voru á sama deginum og var það bagalegt. Hóparnir voru nefndir 10-

12-13-14, og voru það númerin á þeim stofum sem notaðar voru í þróunarverkefnið.

Námsefni

Námsefnið sem stuðst var að mestu við var Eining 7.3 Námsbókin var skoðuð, efnið

flokkað og bókinni skipt í kafla eftir reikniaðgerðum. Lögð var áhersla á að kenna

nemendum helstu reikniaðgerðir eins og að geyma, taka til láns, margfalda og

þrautalausnir þar sem nemendur þurftu að nota þessar reikniaðgerðir.

3 Mogensen, Arne og Silla Petersen (2001). Eining 7. Reykjavík. Námsgagnastofnun.

Page 23: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

23

Framkvæmd

Lagðar voru fyrir nemendur kannanir með tíu atriðum á tveggja vikna fresti, alls fimm

sinnum. Reynt var að hafa kannanirnar fjölbreyttar og misjafnlega þungar til að mæta

getu nemenda (sjá fylgiskjal 1).

Að lokinni hverri könnun merktu nemendur árangur og þann tíma sem það tók að ljúka

könnuninni inn á súlurit. Gera þurfti nemendum ljóst í upphafi að tíminn sem það tekur

að leysa könnunina skiptir ekki öllu máli heldur það að vanda sig og fá réttar úrlausnir

(sjá fylgiskjal 2).

Þegar leið á verkefnið áttu nemendur að setja sér sín eigin markmið. Nemendur fylltu

sjálfir út markmiðsblöðin og voru þau mörg hver mjög óraunhæf. Það kom því berlega í

ljós hve nauðsynlegt það er að kennari hjálpi hverjum nemanda fyrir sig. Þá verða

markmiðin raunhæfari og nemandinn skilur betur þau markmið sem hann hefur sett sér

(sjá fylgiskjal 3). Kennarinn hefur þá einnig betri sýn yfir það hvar nemandinn stendur og

hvert hann stefnir.

Að lokinni fyrstu könnun var bréf sent heim til foreldra ásamt könnuninni. Eftir að lagðar

höfðu verið fyrir nemendur tvær kannanir og fundað um niðurstöður þeirra var ákveðið

að færa nemendur á milli hópa. Nemendur voru þá settir í hópa sem þeir áttu frekar

heima í (sjá fylgiskjal 4).

Mat

Til þess að kanna hvernig til hefði tekist með verkefnið Gaman í stærðfræði

var lögð fyrir nemendur og foreldra viðhorfskönnun (sjá fylgiskjöl 5 og 6).

Síðan var farið yfir niðurstöður úr viðhorfskönnunum og þær settar upp í súlurit (sjá

fylgiskjöl 7 og 8).

Niðurstöður

Verkefnið Gaman í stærðfræði var mjög skemmtilegt bæði fyrir nemendur og kennara.

Enda var nafnið á verkefninu valið með það í huga gera stærðfræðina áhugaverða og að

Page 24: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

24

allir hefðu gaman af. Hugmyndin að nafninu átti jafnframt að skapa jákvætt viðhorf til

stærðfræðinnar. Niðurstöður úr viðhorfskönnun nemenda styðja þá skoðun. Margt kom í

ljós sem breyta þarf þegar haldið er áfram með verkefni sem þetta eða það sett í

framkvæmd að nýju í 4. bekk.

Mikilvægast er að skólastjórnendur taki mið af vinnu sem þessari í stundartöflugerð strax

að vori. Nauðsynlegt er að geta notað fjórar kennslustundir á viku í verkefnið. Kennarar

verða að geta fundið a. m. k. fjóra sameiginlega tíma á stundatöflu svo að verkið gangi

eftir. Halda þarf vel utan um úrlausnir kannana og senda þær síðan heim í lok annar.

Þannig hefur kennari betri yfirsýn yfir stærðfræðinámið og foreldrar geta fylgst betur með

árangri sinna barna.

Í verkefni sem þessu skapast mikil og góð samvinna milli kennara innan árgangsins.

Kennarar kynnast betur nemendum og nemendur kennurum. Einnig verða kennarar

meðvitaðri um þarfir og getu hvers nemanda. Nemendur kynnast betur innbyrðis og verða

þ. a. l. umburðarlyndari gagnvart skólasystkinum sínum. Nemendum var getuskipt án

þeirra vitundar og aldrei heyrðu kennarar umræðu hjá nemendum um mismun nemenda.

Allir undu sér vel í sínum hópi, vegna þess að þeir voru meðal jafningja.

Að loknu verkefninu Gaman í stærðfræði teljum við að vel hafi tekist til, þó svo að

ýmsir hnökrar hafi komið fram eins og áður er lýst. Eins og fram kemur í viðhorfskönnun

nemenda var meirihluti þeirra ánægður með verkefnið og vildi halda áfram í Gaman í

stærðfræði. Foreldrar voru nokkuð jákvæðir þó að þátttaka þeirra í viðhorfskönnuninni

hefði mátt vera meiri. Með þessa reynslu í farteskinu teljum við fulla ástæðu til að halda

ótrauðar áfram með verkefnið Gaman í stærðfræði.

Page 25: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

25

Fylgiskjal 1

Nafn: ________________________Bekkur:______ 1) 73 + 49 = _______

2) 7h__ = 56

3) 10h12 = ____

4) 591 – 89 = _____

5) Faldheiti ( margfeldi) tveggja talna er 81. Önnur talan er 9. Hver er hin talan? Svar:____________

6) 8h____ = 49 + 23

7) 3 + 22 + 145 = ______

8) María á 24 gulrætur, en Gunnar á 6. María gefur Gunnari nokkrar gulrætur svo nú eiga þau jafnmargar. Hve margar gulrætur á María núna? Svar ______gulrætur.

9) 243 – 154 = _____

10) Amma hennar Önnu er 61 árs. Anna er 49 árum yngri. Hvað er Anna gömul?

Hún er _________ára.

Page 26: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

26

Fylgiskjal 2

GAMAN Í STÆRÐFRÆÐI

Könnun 1 2 3 4 5

10

Dags 9

8

TÍMI 7 35 6 30 5 25 4 20 3 15 2 10 1 5 0 0 ÁRANGUR

Page 27: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

27

Fylgiskjal 3 Tímabil____________________ Athugasemdir Ég stefni að því að kunna þessi atriði: Leggja saman tölur upp að 1000. Kunna að taka til láns. Kunna að draga frá og geyma. Kunna að taka til láns yfir 0. Geta sett rétt upp margföldunar- samlagningar- og frádráttardæmi. Þekkja merkin stærra en, minna en og jafnt og. > < = Kunna margföldunartöfluna frá 0-3. Kunna margföldunartöfluna frá 4-6. Kunna margföldunartöfluna frá 7-10. Leysa stærðfræðiverkefni úr daglegu lífi. Geta notað vasareikni við ýmis verkefni tengd námsefninu. Kunna undirstöðuatriði í almennum brotum. Kunna talnaröð upp í 1000. Kunna talnaröð upp í 2000. Kunna talnaröð upp í 10.000. Geta fundið út flatarmál og ummál.

Page 28: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

28

Fylgiskjal 4 Ágætu foreldrar/forráðamenn nemenda í 4. bekk. 28.09. 05 Eins og fram kom á námskynningarfundi þá eru kennarar í Kársnesskóla á námskeiði um einstaklingsmiðað nám. Kennarar 4. bekkja völdu að þróa einstaklinsmiðað nám í stærðfræði og köllum við það ”Gaman í stærðfræði”. Öllum nemendum í 4. bekk er skipt í fjóra hópa. Í hópunum er reynt að koma til móts við þarfir og getu hvers nemanda. Þrjár kennslustundir (af fimm) á viku fara í verkefnið. Frá skólabyrjun höfum við verið að rifja upp með nemendum ýmsar stærðfræðiaðferðir (margföldun, að taka til láns, að geyma og orðadæmi). Að mestu leyti hefur verið stuðst við Einingu 7. Á tveggja vikna fresti munum við leggja fyrir kannanir (5 alls). Kennari fer yfir kannanirnar og síðan færa nemendur frammistöðu sína á þar til gert blað (gera súlurit). Á súluritsblaðinu kemur fram árangur hverrar könnunar, ásamt þeim tíma sem það tekur að leysa könnunina. Í síðustu viku lögðum við fyrir fyrstu könnunina. Á henni voru 10 atriði sem mældu bæði árangur og tíma. Í dag koma nemendur heim með fyrstu könnunina. Við teljum nauðsynlegt að foreldrar fylgist með frammistöðu barna sinna. Vinsamlegast staðfestið með nafni að ykkur hafi verið sýnd könnunin.

Kveðja, Linda Brá, Ólöf sérkennari, Sigrún Ó. og Sigrún R.

Klippið --------------------------------------------------------------------------- Nafn barns:_______________________________ Mér sýnt________________________________________________

Page 29: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

29

Fylgiskjal 5

Gaman í stærðfræði

Nemendakönnun

1. Hvernig finnst þér að vinna í skiptitímum

í stærðfræði? Mjög gott

Gott

Sæmilegt

2. Finnst þér þú hafa lært meira í stærðfræði

í þessum hópum? Mikið

Þó nokkuð

Lítið

3. Skilur þú betur stærðfræðina?

Nei

4. Vilt þú halda áfram að vinna í

skiptihópum í stærðfræði?

Nei

5. Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Page 30: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

30

Fylgiskjal 6

Gaman í stærðfræði Foreldrakönnun

1. Hefur þú heyrt barnið þitt tala um

skiptihópa í stærðfræði? Já

Nei

2. Finnst þér barnið þitt ánægt í í þessum tímum í stærðfræði?

Mjög ánægt

Frekar ánægt

Ekkert ánægt

3. Merkir þú einhverja framför hjá

barninu í stærðfræði í vetur? Mjög miklar

Þó nokkrar

Frekar litlar

Engar framfarir

4. Telur þú að þessi leið komi til

móts við þarfir og getu barnsins í stærðfræði?

Nei

5. Vilt þú að barnið þitt haldi áfram

í skiptihópum í stærðfræði?

Nei

6. Athugasemdir:

Page 31: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

31

Fylgiskjal 7 Fylgiskjal 8

Nemendakönnun

22

1619

16

27

11

42

13

41

14

0

5

10

15

20

25

30

35

40

45

Mjög gott Gott Sæmilegt Mikið Þó nokkuð Lítið Já Nei Já Nei

Hvernig f innst þér að vinna í skiptitímum ístærðfræði?

Finnst þér þú hafa lært meira ístærðfræði í þessum hópum?

Skilur þú beturstærðf ræðina?

Vilt þú halda áf ram aðvinna í skiptihópum í

1. 2. 3. 4.

Spurningar

Fjöl

di s

vara

Foreldrakönnun

29

1513

16

4 4

30

7

0

32

3

32

3

0

5

10

15

20

25

30

35

Já Nei Mjögánægt

Frekaránægt

Ekkertánægt

Mjögmiklar

Þónokkrar

Frekarlitlar

Engarf ramfarir

Já Nei Já Nei

Hefur þú heyrtbarnið þitt tala um

Finnst þér barnið þitt ánægt íþessum tímum í stærðfræði?

Merkir þú einhverja f ramför hjá barninu ístærðfræði í vetur?

Telur þú að þessileið komi til móts við

Vilt þú að barnið þitthaldi áf ram í

1. 2. 3. 4. 5.

Spurningar

Fjöl

di s

vara

Page 32: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

32

Elísabet Jónasdóttir, Guðný Jónsdóttir, Guðný Þ. Magnúsdóttir, Rannveig Jónsdóttir, Sólveig María Kjartansdóttir og Þóra Haraldsdóttir

Verkefni í 5. bekk: Krakkar og dýr í Afríku

Verkefnið Krakkar og dýr í Afríku var unnið út frá samþættingu mismunandi námsgreina,

þ.e. íslensku , stærðfræði, myndlist, tölvum og tónmennt. Við ákváðum að virkja áhuga

nemenda á verkefninu út frá áhuga þeirra á dýrum og börnum í Afríku.

Bókin Dýr í Afríku, þemahefti í stærðfræði (Guðbjörg Pálsdóttir, 2002), er grundvöllur

verkefnisins. Í henni er fjallað um dýrin í Afríku og þar er að finna fjölbreytt verkefni

sem henta vel nemendum á miðstigi. Út frá bókinni voru útbúin ýmis verkefni í íslensku,

myndlist og tölvum.

Markmið

Meginmarkmið með verkefninu eru eftirfarandi:

• Að nálgast sama viðfangsefni út frá mismunandi námsgreinum • Að stuðla að sjálfstæðum vinnubrögðum nemenda • Að nemendur kynnist innbyrðis • Að skapa tilbreytingu í skólastarfi og nýta fjölbreytta kennsluhætti • Að verkefnið falli að Aðalnámsskrá grunnskóla

Skipulag

Vinna við verkefnið hófst í byrjun nóvember. Unnið var á vinnusvæðum í þremur

kennslustofum. Vinnan fór fram tvo daga í viku og tvo tíma í senn, þ.e. fjórar

kennslustundir á viku. Nemendum var skipt í blandaða hópa úr öllum bekkjum

árgangsins. Í hverjum hópi voru 4–5 nemendur og var þá hver bekkjarkennari með tvo

hópa í senn. Í hverri stofu voru tvö verkefni í gangi í einu og unnið var að hverju

verkefni í einn tíma í einu og skipt í þeim næsta.

Kveikja

Guðný Jónsdóttir, myndlistarkennari sem hefur verið í Afríku lék stærsta hlutverkið í

kveikjunni. Bekkjunum var safnað saman í eina stofu. Þegar nemendur komu inn var

Page 33: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

33

afrísk tónlist í spilaranum auk þess sem búið var að stilla upp í stofunni munum frá

Afríku. Síðan fylgdust nemendur með myndasýningu um lífið og náttúruna í Afríku.

Einnig komu margir nemendur með hluti frá Afríku sem þeir sýndu bekkjarfélögum

sínum. Um leið og verkefnið hófst var sagan Mokoka4 lesin í nestistímum. Þetta dugði að

okkar mati til að gera nemendur bæði forvitna og áhugasama um það sem koma skyldi.

Vinnusvæði 1: Málfræði og skartgripagerð.

Málfræði

Málfræðiverkefnin voru á fjórum spjöldum sem nemendur gátu valið úr eftir áhuga og

getu. Flestir nemendur unnu án hjálpar kennara enda fyrirmæli skýr á spjöldum sem

nemendur völdu sér. Þeir áttu til dæmis að skrifa niður nöfn á tíu dýrum sem lifa í Afríku

í eintölu og fleirtölu og finna nafnorð í texta og síðan fallbeygja þau. Verkefnin voru

unnin á A4 blöð og safnað saman í vinnubók.

Skartgripagerð

Þar sem aðeins helmingur hvers bekkjar er í myndlist á hvorri önn var ákveðið að hafa

eitt vinnusvæði með skapandi vinnu. Á myndunum frá Afríku sést vel hve fallega og

litskrúðuga skartgripi fólkið ber. Nemendur fengu því það verkefni að búa til hálsmen eða

armbönd úr leir. Flestir gerðu þeir kúlur, tennur og krossa og máluðu þá svo í

fjölbreyttum litum þegar leirinn var orðinn þurr í gegn og þræddu upp á band. Strákunum

fannst þetta ekki síður skemmtilegt en stelpunum og gátu varla beðið eftir að fara með menin heim.

4 Lykkenborg, Liv Riktor (1993). Mokoka. Námsgagnastofnun, Reykjavík.

Page 34: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

34

Vinnusvæði 2: Stærðfræði og lesskilningur

Stærðfræði

Í stærðfræðinni unnu nemendur í bókinni Dýr í Afríku. Kennarar völdu blaðsíður úr

bókinni og útbjuggu sjö verkefnaspjöld sem nemendur gátu valið úr. Nemendur fengu

allir í hendurnar vinnubók til að skrá lausnir sínar í. Verkefnin voru misþung og gátu

nemendur valið sér verkefni eftir getu.

Lesskilningur

Þegar kom að því að semja og útbúa lesskilningstexta byrjuðum við á því að sanka að

okkur bókum um dýralíf í Afríku og leita fanga á Netinu og af nógu var að taka. Fljótlega

sáum við þó að við yrðum að takmarka okkur við fáein umfjöllunarefni, því fjölbreytnin í

dýralífi Afríku er gríðarleg, eins og menn vita.

Úr varð að við ákváðum að takmarka okkur við fimm dýr sem koma við sögu í

stærðfræðibókinni Dýr í Afríku, þ.e. ljónið, fílinn, hlébarðann, nashyrninginn (bæði þann

hvíta og svarta) og Afríkubuffalinn.

Í lesheftinu eru því sex lesskilningstextar um ofangreind dýr, auk eins kafla um Krüger

þjóðgarðinn í Suður Afríku sem kemur við sögu í stærðfræðibókinni. Þessi þjóðgarður

þykir sérstakur að því leyti að þar er unnt að sjá hin svokölluðu „fimm stóru“ í einni og

sömu safaríferðinni, en það eru einmitt þau dýr sem við fjöllum um.

Í verkefnaheftinu eru krossaspurningar og beinar spurningar úr lesköflunum sjö.

Nemendur máttu taka verkefnin í þeirri röð sem þeir kusu. Ef þeir höfðu t.d. meiri áhuga

á hlébarðanum í kafla 4 en ljóninu í kafla 2 var það í lagi. Markmiðið var aðeins að ljúka

sem flestum verkefnum.

Við kusum að miða textana ekkert sérstaklega við sérkennslunemendur, vorum m.a.s.

svolítið hræddar um að textarnir og orðaforðinn væri helst til þungur fyrir „almenna

Page 35: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

35

nemendur“ (hvernig nú sem þeir líta út!), en það reyndist ekki vera. Sérkennslunemendur

fengu hjálp við að leysa verkefnin.

Vinnusvæði 3: Ritun og tölvur

Ritun:

Í ritun unnu nemendur í kennslustofu. Útbúin voru ritunarverkefni með myndum frá

Afríku. Nemendur völdu sér mynd, límdu hana á blað og skrifuðu síðan frásögn, ljóð eða

sögu um myndina og söfnuðu verkefnunum saman í þar til gerða verkefnabók. Það var

því einungis í fyrsta skipti sem nemendur voru í ritun sem þurfti að hjálpa þeim af stað.

Eftir það gátu nemendur unnið sjálfstætt. Eftir á að hyggja hefðu ritunarverkefni

vissulega mátt vera fjölbreyttari en eftir því sem fleiri hringir voru farnir og nemendur

kynntust Afríku betur þeim mun fjölbreyttari urðu sögurnar.

Tölvur

Nemendur fengu í hendur nokkrar spurningar og var beint inn á heimasíðuna

http://krakkar.sik.is/. Þar fundu þeir svörin við spurningunum sem þeir áttu að svara

skriflega í Word skjali sem var vistað inn á heimasvæði bekkjarins í sérstökum möppum.

Sérkennsla

Upphaflega var ætlunin að sérkennslunemendur fengju aðstoð með verkefnin inni í bekk.

Það reyndist ekki framkvæmanlegt vegna þess að þeim fannst ýmist of mikill hávaði,

verkefnin vera of þung eða að þeir þyrftu meiri hjálp. Flestir sérkennslunemendanna

báðu um að fá að leysa verkefnin í námsveri og var það auðsótt mál.

Í námsveri gekk mun betur, enda þarf að lesa alla texta og skrifa svör fyrir suma

nemendur.

Flestir þeirra voru mjög ánægðir með verkefnin og leystu þau ágætlega af hendi með

aðstoð sérkennara. Aðeins einn nemandi vildi ekki vera með, þar sem verkefnin væru allt

of erfið.

Page 36: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

36

Miklar umræður hafa átt sér stað innan hópsins um hvernig sérkennslu skuli háttað í

verkefninu framvegis, en við höfum ekki komist að niðurstöðu um það ennþá.

Myndlist

Í myndlist var verkefnið tekið fyrir hjá hálfum bekk í einu í myndlistartímum samkvæmt

stundaskrá. Þannig er seinni helmingur nemenda í verkefninu í myndlist þegar þetta er

ritað. Nemendur unnu tvö verkefni sem tóku samanlagt um 4-5 skipti. Í því fyrra var

verkefninu Dýr í Afríku blandað saman við kennslu í abstrakt sem er í námskrá fyrir 5.

bekk.

Fyrst var abstraktverkefni lagt inn á hefðbundinn hátt og gerðu nemendur tvær

klippimyndir í anda De Stijl. Nemendur máluðu í framhaldi af því stóra abstrakt mynd

þar sem umfjöllunarefnið var dýr í Afríku. Flestir nemendur völdu sér eitt dýr og nýttu

sér m.a. myndrænan feld gíraffans og sebrahestsins. Á vorönn blönduðu nemendur fleiri

dýrum saman og var útkoman mjög ólík þeirri fyrri.

Seinna verkefnið var þrykkverkefni og viðfangsefnið dýraspor. Nemendur völdu sér

dýraspor sem er að finna í bókinni Dýr í Afríku og teiknuðu þau í réttri stærð á þykkan

kartonpappír og klipptu út. Því næst rúlluðu nemendur lit á sporin og þrykktu á pappír í

grafíkpressu. Nemendur höfðu að mestu frjálsar hendur varðandi útkomuna og máttu

þrykkja eins mörg spor og þeir vildu, velja liti og búa til mynstur eða spegilmynd eða

hvað sem þeim datt í hug. Heppnuðust verkefnin mjög vel og voru nemendur ánægðir.

Page 37: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

37

Námsmat

Vinnubækur og verkefni verða metnar af kennurum þegar verkefninu lýkur. Auk þess

verður litið til vinnusemi í tímum og nemendur látnir gera sjálfsmat.

Niðurstaða

Verkefnið var mjög vel heppnað í alla staði, það var skemmtilegt og aðgengilegt og

skipulagið reyndist afar vel. Eftir að allir nemendur höfðu farið einu sinni á hvert

vinnusvæði vissu þeir til hvers var ætlast af þeim og gengu beint að verkefnunum.

Sýning á verkefnum og afrakstri nemenda er áætluð fyrir alla nemendur á miðstigi á sal.

Þar verða sungnir söngvar frá Afríku og dansað, lesnar upp sögur, og sýnishorn af

verkefnum nemenda úr tölvuhópunum og stærðfræðihópnum í forminu „vissir þú að?“ Þá

verður sýning á verkefnum nemenda úr myndlist á veggjum.

Page 38: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

38

Ragnheiður Gísladóttir og Þuríður Óttarsdóttir

Hringekja í 6. bekk Inngangur

Eftir fyrstu kynningu á þróunarverkefninu ákváðum við þrír kennarar í 6. bekk að setjast

niður og búa til skipulag sem gæti nýst okkur í hringekju fyrir allan árganginn. Við

ákváðum að leggja mesta áherslu á íslensku og stærðfræði og hafa auk þess nokkur

verkefni þar sem áhersla væri á samstarf. Okkur tókst loksins að finna tíma fyrir

hringekjuna, sem var erfitt vegna þess hve kennarar kenna mismikið inn í bekkjunum og

sumir bekkir eru í verkgreinum á meðan aðrir eru í bóklegum greinum. En með

útsjónarsemi og samningum við aðra kennara fundust tveir tvöfaldir tímar á stundaskrá

þar sem hægt var að koma fyrir hringekju í öllum bekkjunum þremur.

Meginmarkmið okkar voru að:

• Blanda nemendum innan bekkjardeilda

• Kennari kynntist öllum nemendum í árganginum

• Nálgast viðfangsefnin með fjölbreyttum hætti

• Nemendur mynduð liðsheild

• Nemendur ynnu að sameiginlegum úrslausnum verkefna

Framkvæmd

Þá fór í hönd efnisleit og söfnum gagna og hugmynda hvernig væri best að útfæra

hringekjuna. Við studdumst meðal annars við útgefnar námsbækur sem nemendur gætu

unnið í sjálfstætt, bjuggum til efni og notuðum bækur þar sem nemandinn gæti þurft

aðstoð kennara við að leysa. Þess vegna varð að velja saman verkefni í stofurnar þar sem

annars vegar nemendur gætu unnið sjálfsætt og hins vegar gerðum við ráð fyrir að eitt

viðfangsefni í hverri stofu þyrfti aðstoðar við. Við reyndum að hafa sem fjölbreyttast efni

úr að moða svo ekki væru of lík verkefni í hverri stofu. Við unnum í þremur stofum og

voru fjórar stöðvar í hverri stofu og nemandinn var eina kennslustund í hverri stöð.

Eftirfarandi viðfangsefni voru í boði.

Page 39: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

39

Vasareiknir: Stuðst var við námsbækur og var þetta verkefni nokkuð sjálfstýrandi.

Prjón: Hér áttu nemendur að prjóna á hringprjón og markmiðið var að lokum yrðu allir

bútarnir festir saman og úr yrði 6. bekkjar ormurinn. Hér áttu nemendur að vinna að

sameiginlegri úrlausn verkefnisins.

Ritun: Nemendur rita texta frá eigin brjósti.

Sóknarskrift: Notuð eru tilbúin verkefni sem nemendur áttu að leysa með að fara fram á

gang og inn í stofu til skiptis.

Hringur: Stuðst við þemahefti við námsefnið Geisla og áhersla lögð á samlagningu og

frádrátt. Nokkuð sjálfstýrandi verkefni.

Spurt, svarað og hlegið: Spil sem bíður upp á skemmtilega orðaleiki. Nemendur draga

spil úr bunkum með mismunandi svörum og spurningum. Spil eru dregin af handahófi og

passa því sjaldan saman, svör og spurningar. Hér reynir á samvinnu og makmiðið var að

blanda geði við félaga og kynnast betur í gegnum leik.

Krókaverkefni: Sagnorða- og nafnorðaverkefni sem byggja á að nota orð úr nánasta

umhverfi. Verkefnin hengd upp á krók og bera nafn sitt af því.

Frjáls lestur: Nemendur lesa í eigin bókum og kúra saman í púðahorni.

Þrautalausnir: Nemendur vinna verkefni af skólavefnum. Hér þarf kennari að vera

meira með nemendum til aðstoðar

Verkefnabók í Hringekju: Ýmis málfræðiverkefni, krossgátur og þrautir í sérstöku

Hringekjuhefti. Mjög sjálfstýrandi og nemendur geta unnið án allrar tilsagnar.

Púsl: Nemendur púsla 1000 bita púsl og púslið er geymt milli tíma og því er alltaf bætt

við myndina eftir því sem fleiri púsla. Hér er markmiðið að nemendur finni til

samkenndar og vinni að sameiginlegri úrlausn.

Tölfræði: Nemendur kanna ýmsa almenna þætti bekkjarfélaga og skrá niðurstöður

Vinna síðan niðurstöður myndrænt í Excel í tölvu.

Page 40: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

40

Yfirlitsblað sem var uppi í hverri

stofu til áminningar um hvaða gögn

þyrfti að nota á hverjum stað.

Sýnishorn af veggspjaldi með

hingekjuskífu.

Page 41: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

41

1. Hvernig fannst þér Hringekjan?

40%

35%

21%

4%mjögskemmtilegskemmtileg

í lagi

ekkert fyrir mig

2. Hvernig fannst þér hópurinn sem þú varst í?

26%

21%34%

19% mjögskemmtilegskemmtileg

í lagi

féll ekki í hópinn

3. Eigum við fara annað hring?

88%

12%

jánei

Mat

Við ákváðum strax í upphafi að leggja fyrir könnun meðal nemenda um hvernig þeim

líkaði vinnan og hvað mætti betur fara í hringekjunni. Við útbjuggum spurningalista og

lögðum fyrir allan menendur þegar við vorum búin að fara einn hring í hringekjunni.

Niðurstöður voru á þess leið:

75% nemenda fannst hringekjan mjög

skemmtileg eða skemmtileg. 21 % fannst

hún í lagi en 4 % fannst þetta ekki vera

fyrir sig.

Tæplega helmingi nemenda fannst

hópurinn sinn skemmtilegur eða mjög

skemmtilegur, rúmlega þriðjungi fannst

hópurinn í lagi en 19% fannst þeir ekki

falla í hópinn.

Hér var afgerandi niðurstaða að nemendur

vildu fara annan hring í hringekjunni.

Page 42: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

42

4. Hvað fannst þér skemmtilegasta verkefnið?

0 5 10 15 20 25 30

Spurt/svarað

Ritun

Prjóna

Krókar

Spila

Frjáls lestur

Púsla

Tölfræði

Þrautalausnir

0 2 4 6 8

Hringur

Tölvu

Þrautalausnir

Stærðfræði

Skrif t

púsl

5. Finnst þér að það ætti að sleppa einhverju verkefni? Ef já hvaða

verkefni ætti að sleppa?

Það sem vakti athygli okkar í svörum

nemenda við spurningu fjögur var að þar

sem nemendur voru í miklum

samskiptum var þeim mest að skapi, s.s.

að spila, prjóna og púsla.

Hér var greinilegt að verkefni sem

kröfðust mikillar vinnusemi voru ekki að

falla eins vel í kramið hjá nemendum.

Niðurstaða

Eins og kemur í ljós að ofangreindu voru nemendur ánægðir með þessa vinnutilhögun.

Þeir voru jákvæðir gagnvart verkefnunum og við getum ekki annað en verið sáttar við

þessar niðurstöður þó við hefðum gjarnan viljað að þeir væru ánægðari með hópinn sinn.

Í upphafi voru nemendur talsvert áttavilltir og voru ekki vissir hvað þeir ættu að hafa með

sér á hverja stöð. Það myndaðist nokkur glundroði á göngum sem olli truflun á kennslu

annarra. Við skipulagningu hafði farist fyrir hjá okkur að velja staðsetningu fyrir verkefni

þar sem nota átti tölvur sem næst bókasafni og var það því erfitt fyrir kennara að hafa

yfirsýn þar sem verkefnið fór fram hvort í sínum enda skólans. En verkefnið virtist hitta í

mark og nemendur spurðu daglega hvenær kæmi að hringekju.

Page 43: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

43

Það má segja að með þessari tilraun hafi okkur tekist að ná þeim markmiðum sem við

settum okkur í upphafi. Kennarar og nemendur innan árgangsins hafa kynnst betur.

Nemendur virðast ánægðir og líður vel í þessu skipulagi með fjölbreyttum

kennsluháttum. Við sjáum fyrir okkur að halda áfram með þetta fyrirkomulag og gætum

vel hugsað okkur að gert yrði ráð fyrir því í stundaskár næsta vetrar.

Page 44: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

44

Björg Eiríksdóttir, Ester Höskuldsdóttir og Gunnhildur Grétarsdóttir

Vinnusvæði í 7. bekk Upphaflega hugmyndin

Vorið 2005 hittumst umsjónarkennarar tilvonandi 7. bekkja og mótuðu þær breytingar

sem þeir vildu gera. Okkur langaði til að auka við fjölbreytni í kennsluháttum í 7. bekk,

en við vildum gera það þannig að við værum að breyta varanlega, þ.e. að þróa

fyrirkomulag sem yrði sjálfsagður hluti af skólastarfinu en ekki verkefni sem einungis

væri tímabundið.

Markmið

• Að hafa fjölbreyttari kennsluhætti • Að nemendur kynnist innbyrðis í árganginum og læri að vinna með nýjum

einstaklingum • Að kennarar og nemendur kynnist á milli árganga • Að stuðla að sjálfstæði í vinnubrögðum • Að nemendur þjálfist í að fara eftir fyrirmælum (sjálfstýrandi verkefni)

Við ákváðum að nota hringekjuform en þá eru mismunandi viðfangsefni á hverju svæði

en allir nemendur fara á öll svæðin í hringekjunni. Við ákváðum einnig að við vildum

kalla svæðin vinnusvæði. Í vor óskuðum við eftir við skólastjórnendur að haft yrði í huga

við stundatöflugerð að allir 7. bekkirnir og þeirra umsjónarkennarar væru að kenna tvo

samliggjandi tíma í sínum bekk alla vega þrisvar í viku.

Ákveðið var að:

• Unnið yrði í lotum 4-8 vikur mislöngum eftir hentugleikum • Námsgreinarnar á vinnusvæðunum væru inn á viðmiðunarstundaskrá • Vinnusvæðin væru eðlilegur hluti af skólastarfi, ekki viðbót og ekki

„skemmtun“ • Viðfangsefnin á vinnusvæðunum væru breytileg og skipulögð í hverri lotu

fyrir sig • Bekkjunum væri skipt í hópa, nýir hópar í hverri lotu

Page 45: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

45

Kynning fyrir foreldra

Fyrst um haustið kynntum við foreldrum skipulagið á námsefniskynningunni og fengum

jákvæð viðbrögð einnig sögðum við skólastjórnendum hvað stæði til og hvernig þessir

sex tímar á viðmiðunarstundaskrá yrðu nýttir.

Fyrsta lota

Fyrsta lota var skipulögð á haustdögum og stóð í sex vikur. Nemendunum var skipt í sex

hópa. Unnið var í þremur stofum og var einn kennari í hverri stofu. Vinnusvæðin voru tvö

í hverri stofu, merkt með sérstökum lit á hringekjunni

Viðfangsefni í fyrstu lotu voru: Stafsetning, ritun, málfræði, stærðfræði, náttúrufræði og

enska. Tvö viðfangsefni voru á hverju vinnusvæði og voru þau skipulögð þannig að

annað viðfangsefnið væri nokkuð sjálfstýrandi, t.d. í stafsetningu, ritun og málfræði en

hitt meira þannig að kennarinn þyrfti að vera nálægur, t.d. tilraunir í náttúrufræði, innlögn

í stærðfræði og ensku.

Vinnan gekk vel en nokkur tími fór í að fá alla nemendur til að:

• hafa með sér þau gögn sem þurfti að nota á hverju vinnusvæði, • vera rösk að koma sér á sitt svæði

Page 46: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

46

• skila verkefnum af vinnusvæðum til kennara ýmist umsjónarkennara eða kennarans á vinnusvæðinu

Í lok fyrstu lotu voru kannanir í öllum greinum einnig viðhorfskönnun hjá nemendum

þar sem reynt var að finna út hvernig þeim líkaði þetta fyrirkomulag. Í ljós kom að

nemendur höfðu tekið vinnuna á vinnusvæðunum misalvarlega. Sumir virtust líta á hana

sem auka eða skemmtun og skiluðu illa verkefnum og undirbjuggu sig lítið eða ekki fyrir

tímana eða kannanirnar. Það virtist líka koma þeim á óvart að þeir stóðu sig ekki vel á

könnununum. Aðrir nemendur virtust læra strax á fyrirkomulagið og unnu vel og sýndu

góðan árangur.

Mat

Nemendur voru beðnir um að nefna kosti og galla og ef þeir voru ekki ánægðir með

fyrirkomulagið hverju þeir vildu breyta.

Flestir nefndu eftirfarandi kosti við vinnusvæðin:

• Að vera með krökkum úr öðrum bekkjum • Að vera í öðrum stofum með öðrum kennurum • Tilbreyting, öðruvísi tímar, hjálpast að (jafningjafræðsla), við lærum mikið á því

o.fl. Flestir nefndu eftirfarandi ókosti við vinnusvæðin:

• Lítil fjölbreytni • Leiðinlegt að skipta um stofu • Ekki nógu skemmtilegt, leiðinleg verkefni, ekkert skemmtilegt fag.

Í ljós kom að það sem einum finnst kostur finnst öðrum ókostur og jafnvel urðu sumir

nemendur ósamkvæmir sjálfum sér með því að nefna kost jafnframt ókost. Nemendur

komu með uppástungur um breytingar, t.d um fjölbreyttari verkefni, meira verklegt, enga

heimavinnu og útivist í tengslum við námið. Almennt voru nemendur nokkuð ánægðir og

vildu halda þessu fyrirkomulagi áfram en gera breytingar á viðfangsefnum. Kennarar eru

um margt sammála og í annarri lotu sem hófst í byrjun nóvember var ýmsu breytt.

Page 47: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

47

Lota tvö 4 vikur

Í annarri lotu voru eftirfarandi námsgreinar samkvæmt viðmiðunarstundaskrá:

Kristinfræði, náttúrufræði, danska, málfræði, stafsetning og stærðfræði. Í þessari lotu var

skipulagið breytt, t.d. voru tveir samliggjandi tímar í bæði kristinfræði og náttúrufræði í

tveimur vikunum af þessum fjórum. Þetta skapaðist af þörf bæði vegna tilrauna í

náttúrufræði sem taka mikinn tíma og lítið hafði verið unnið í kristinfræði fram að því.

Lota þrjú 8 vikur

Í þriðju lotu verða eftirfarandi námsgreinar samkvæmt viðmiðunarstundaskrá:

Náttúrufræði, bókmenntir, lífsleikni / framsögn, danska, kristinfræði / trúarbragðasaga og

ljóð. Fyrirhugað er enn annað fyrirkomulag, t.d. verður unnið með öllum hópnum (á einu

vinnusvæðinu) í einu við að æfa framsögn með Stóru upplestrarkeppnina í huga.

Niðurstaða

Við erum sammála um að hringekjufyrirkomulagið hafi mjög marga möguleika svo

framarlega sem hugað er að því við stundatöflugerð. Við teljum að sex tímar á viku sé

lágmark til að vinnuandi skapist á svæðunum en nemendur líti ekki á tímana einungis

sem „skemmtun” eða viðbót sem ekki skiptir máli. Vinnan er auðvitað hugsuð sem hluti

Page 48: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

48

af skólastarfinu og til að auka fjölbreytni í kennsluháttum í viðbót við t.d. beina kennslu,

margs konar hóp- og samvinnu og vinnu með söguaðferðinni.

Page 49: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

49

Anna Wernersdóttir og Sigríður Hagalínsdóttir

Verkefni í 8. og 9. bekk: Smásögur eftir íslenska höfunda Skilgreining/afmörkun

Í þessu verkefni var athygli beint að smásögum eftir íslenska höfunda. Upphaflega var

ætlunin að velja sögur eftir þrjár konur og þrjá karla en að lokum ákváðum við að velja

sex sögur úr bók sem gefin var út af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1999. Bókin heitir

Þrisvar þrjár sögur og höfundarnir eru níu, allt þekktir rithöfundar. Ritstjórar bókarinnar

voru: Benedikt Kristjánsson, Pétur Már Ólafsson og Sigurður Svavarsson. Við val á

sögunum höfðum við m.a. í huga lesendahópinn (nemendur í 8. og 9. bekk) og að

sögurnar væru sæmilega aðgengilegar.

Við völdum eftirfarandi sögur: Fjórða persóna eintala eftir Ólaf Jóhann Ólafsson

Vegir guðs eftir Einar Má Guðmundsson

Blindi drengurinn eftir Gyrði Elíasson

Ómerkingurinn eftir Þórarin Eldjárn

31. ágúst eftir Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur

Að vera íslenskur rithöfundur í útlöndum eftir Guðberg Bergsson

Meginmarkmið verkefnisins var að nemendur kynntust smásöguforminu og einstökum

höfundum.

Framkvæmd

Við ætluðum þrettán kennslustundir alls í verkefnið.

Fyrsti tíminn fór í að kynna verkefnið og fjalla um smásöguformið og síðan tók hvert

verkefni tvær stundir. Bekkjunum var skipt í sex hópa þannig að það voru fjórir til fimm

nemendur í hóp. Kennarar skiptu í hópa og í hverjum hópi voru bæði stelpur og strákar.

Hver hópur fékk sinn lit: Blái hópurinn, guli hópurinn o.s.frv. Við útbjuggum sex möppur

fyrir hvern árgang með öllum verkefnunum. Verkefnunum var raðað þannig að númerin

Page 50: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

50

eltu, þ. e. verkefni 1 var fremst í einni möppu, verkefni 2 í annarri og þannig koll af kolli.

Þessar möppur voru geymdar í kennslustofunni og sömu möppur notaðar af báðum

bekkjum í hvorum árgangi fyrir sig. Kennarar útveguðu efni í úrvinnslu verkefnanna, s.s.

leir og karton og skiptu því milli hópanna.

Verkefnin voru mismunandi og engin tvö eins:

1. Fjórða persóna eintala: Hlustun og spurningum svarað

2. Vegir guðs: Sögubútum raðað saman, niðurstöður settar á veggspjald

3. Ómerkingurinn: Leikrit byggt á sögunni

4. Blindi drengurinn: Aðalpersónan gerð úr pappír og tuskum, hugsanablöðrur

5. 31. ágúst: Ljóðagerð

6. Að vera íslenskur höfundur í útlöndum: Leir og blogg

(Sjá nánar fylgiskjal 1)

Nemendur byrjuðu á að lesa sína sögu og lögðu svo á ráðin hvernig best væri að vinna úr

verkefninu. Þeir höfðu yfirleitt komist að niðurstöðu um úrvinnslu í lok fyrri tímans. Sá

seinni fór svo í að vinna verkið. Nokkuð misjafnt var hvernig vinnunni var skipt niður og

hversu líflegar umræður urðu og fannst okkur það fara nokkuð eftir sögunum, ekki síður

en hverjir nemendurnir voru. Margir hópar unnu vel saman en í öðrum skiptu þau

verkunum á milli sín og samvinna varð minni en skyldi. Ekki var formleg kynning á

verkum hópanna í lokin enda höfðu nemendur verið duglegir við að ganga á milli og

skoða hver hjá öðrum.

Námsmat

Við fylgdumst með nemendum vinna í hópunum og skoðuðum verkin þeirra. Þeir voru

misáhugsamir eins og gengur en með því að vera með mismunandi úrvinnsluaðferðir

teljum við að sögurnar hafi náð til fleiri nemenda en ella, ekki síður þeirra sem lítið lesa.

Það má einnig nefna að nemendur urðu að ræða efni sögunnar sem þeir voru að lesa og

koma skoðunum sínum og skilningi á framfæri. Verkefnin voru bæði skrifleg og unnin í

höndunum og gaf það fleiri nemendum færi á að vera virkir þátttakendur.

Page 51: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

51

Niðurstaða

Í heildina gafst þetta verkefni vel en þó mætti vel hugsa sér að hafa verkefnin fleiri og

gefa nemendum meira val um úrvinnsluna og jafnvel láta þá vinna meiri hugmyndavinnu

sjálfa.

Page 52: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

52

Fylgiskjal 1 Smásöguverkefni 1 Fjórða persóna eintala – Ólafur Jóhann Ólafsson Finnið ykkur stað til að hlusta á söguna. Hlustið á hana tvisvar sinnum í heilu lagi. Skilið spólunni til kennara og fáið næstu gögn. Lesið fyrirmælin vandlega og vinnið síðan eftir þeim. Munið að vanda frágang á verkefninu.

Verkefni 1

1. Hver er 1. persónan? _____________________________________________________

________________________________________________________________________

2. Hver er 2. persónan? _____________________________________________________

________________________________________________________________________

3. Hver er 3. persónan? _____________________________________________________

________________________________________________________________________

4. Hver er 4. persónan? ______________________________________________________

________________________________________________________________________

5. a. Hvar vinnur Börkur Jónasson? ___________________________________________

b. Hvers konar vinnustaður er þetta ? _________________________________________

_________________________________________________________________________

_________________________________________________________________________

6. Gerið grein fyrir menningararfinum sem um er rætt _____________________________

_________________________________________________________________________

_________________________________________________________________________

_________________________________________________________________________

7. Börkur Jónasson fékk heimsókn í vinnuna:

A Hver heimsótti hann? _____________________________________________________

b. Hvaðan var gesturinn? ____________________________________________________

c. Hvaða erindi átti hann? ____________________________________________________

_________________________________________________________________________

_________________________________________________________________________

Page 53: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

53

Smásöguverkefni 2 Vegir guðs – Einar Már Guðmundsson Lesið fyrirmælin vandlega og vinnið síðan eftir þeim. Munið að vanda frágang á verkefninu. Saga í bútum Finnið ykkur stað til að lesa söguna. Raðið bútunum „rétt“ saman. Þessa sögu á að kvikmynda og það vantar auglýsingu fyrir myndina. Búið til plakat með auglýsingu fyrir bíómyndina. Smásöguverkefni 3 Ómerkingurinn – Þórarinn Eldjárn Lesið fyrirmælin vandlega og vinnið síðan eftir þeim. Munið að vanda frágang á verkefninu. Lesið söguna. Skrifið leikrit sem byggt er á efni sögunnar. Fjöldi persóna í leikriti á að vera jafn fjölda nemenda í hópnum. Gerið uppkast og lesið það vel yfir. Farið síðan í tölvu, sláið leikritið inn og prentið það út. Æfið síðan upplestur á leikritinu.

Smásöguverkefni 4 Blindi drengurinn – Gyrðir Elíasson Lesið fyrirmælin vandlega og vinnið síðan eftir þeim. Munið að vanda frágang á verkefninu. Lesið söguna. Skapið aðalpersónuna úr efninu sem fylgir, hún þarf að vera að lágmarki 50 cm stór. Búið til hugsanablöðrur fyrir persónuna (lágmark eina blöðru fyrir hvern nemanda í hópnum). Smásöguverkefni 5 31. ágúst – Gerður Kristný Guðjónsdóttir Lesið fyrirmælin vandlega og vinnið síðan eftir þeim. Munið að vanda frágang á verkefninu. Lesið söguna. Búið til tvö ljóð sem byggja á efni sögunnar. a. Ljóð: Form frjálst (óhefðbundið), lágmark 12 línur og efni þess á að vera sorglegt. b. Ljóð: Rímað, lágmark 2 ferskeytlur. Efni þess á að vera glaðlegt.

Page 54: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

54

Smásöguverkefni 6 Að vera íslenskur höfundur í útlöndum - Guðbergur Bergsson Lesið fyrirmælin vandlega og vinnið síðan eftir þeim. Munið að vanda frágang á verkefninu. Lesið söguna. Skapið persónurnar og sögusviðið úr efninu sem fylgir (leir og kassi.) Konan í búðinni bloggar þegar hún kemur heim um kvöldið. Skrifið bloggið hennar byggt á hennar persónu eins og þið sjáið hana eftir lestur sögunnar. Lágmark 100 orð.

Page 55: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

55

Anna Sigríður Brynjarsdóttir, Ólöf Ósk Ólafsdóttir og Þorsteinn S. Guðmundsson

Samþætting náttúrufræði- og tölvukennslu í 8. bekk

Markmið

• Að samþætta kennslu í náttúrufræði og tölvufræðslu í 8.bekk. • Að nemendur læri um frumuna á fjölbreyttan hátt. • Að nemendur læri að gera heimasíðu. • Að fá nemendur til að lesa efnið sjálfir, greina aðalatriði frá aukaatriðum og koma

þeim frá sér á tölvutæku formi. • Að koma til móts við ólíkar greindir / hæfileika nemenda með fjölbreyttum

verkefnum út frá fjölgreindakenningu Howard Garnder.

Framkvæmd

Nemendum var skipt í þriggja manna hópa og var hugsunin sú að einn í hverjum hóp

væri í tölvutímum og hann væri þá eins konar leiðtogi í heimasíðugerðinni.

1. tími: Verkefnið kynnt og nemendur hefjast handa við öflun upplýsinga um frumur (verkefnablað aftast). Nota eingöngu kennslubók til að byrja með en mega síðan sækja sér frekari upplýsingar á netið.

2. tími: Tími í tölvuveri þar sem kennd er heimasíðugerð.

3. tími: Nemendur byrja að vinna að sinni heimasíðu á bókasafni og í tölvustofu.

4. tími: Helmingur nemenda vinnur áfram að gerð heimasíðu á bókasafni eða í tölvustofu meðan hinn helmingur vinnur verklegar æfingar í náttúrufræðistofu.

5. tími: Áframhaldandi vinna í tölvustofu með tölvukennara.

6. tími: Eins og sá fjórði.

7. tími: Heimasíðan kláruð, skýrsla úr verklegum æfingum kláruð, unnin verkefni um frumur sem fylgja kennslubók.

8. tími: Heimasíður fínpússaðar hjá tölvukennara.

Page 56: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

56

Námsmat

• Einkunn gefin fyrir heimasíðu þar sem metið var: frumleiki, myndir, krækjur, uppsetning / útlit.

• Síðan gerðu nemendur jafningjamat. • Einkunn ver gefin fyrir skýrslugerð og þátttöku í verklegri æfingu. • Nemendur tóku í lokin próf úr kaflanum.

Mat

Hvað gekk vel?

• Heimasíðurnar litu flestar mjög vel út, voru frumlegar og skýrar. • Öflun mynda og upplýsinga á Netinu sem og verkefnin og skýrslugerðin. • Verklegar æfingar því það munar öllu að geta skipt bekknum í tvo hópa. • Að höfða til mismunandi greinda / hæfileika nemenda. • Margir tóku að sér ákveðin verkefni og unnu þau vel, s.s. náðu að skipta á milli

sín verkum.

Hvað gekk illa?

• Nemendur vildu skrifa orðrétt upp úr kennslubók (gátu ekki heimilda). • Gekk ekki upp að láta þann sem var í tölvutímum halda áfram með

heimasíðugerðina sjálfstætt, vissi ekki hver staðan á verkefninu var og vantaði gögn.

• Hópaskipting mikið vandamál, þessi getur ekki unnið með hinum og hinn fer í fýlu o.s.frv.

• Vildi oft verða að þeir sem náðu að skipta á milli sín verkefnum kynntu sér svo ekkert það sem hinir skrifuðu.

• Samþættingin hefi getað verið betri, þ.e.a.s. vandamál var að finna tíma á stundatöflu.

Niðurstaða

Í heild gekk verkefnið vel og nemendur virtust hafa gaman af þessari vinnu. Þau eru

færari í heimasíðugerð og eitthvað sat eftir varðandi gerð frumna, en ef miðað er við

önnur kaflapróf úr bókinni þá var meðaleinkunn úr þessum kafla slökust. Við hefðum

kannski átt að hafa námsmatið í öðru formi en almennu prófi, t.d. halda fyrirlestur eða

gera stuttan útdrátt um allt efnið. Einnig er spurning hvort það sé nauðsynlegt að láta

nemendur vita í byrjun að í lokin yrði próf.

Á þessum aldri eru þau að læra að vinna heimildavinnu og eru að ná tökum á að vinna

meira sjálfstætt. Miðað við það þá gekk þetta ágætlega og þau læra með tímanum að

Page 57: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

57

kynna sér það sem skólafélagarnir eru að gera. Einnig ná þau með æfingunni tökum á því

að geta heimilda.

Hvað varðar fjölgreindakenningu Howard Gardner þá náðum við að höfða til mismunandi

greinda hjá nemendum og er það kannski meginástæða þess að nemendur höfðu gaman af

þessu verkefni. Það er að segja það fengu flest allir eitthvað við sitt hæfi. Við unnum

með:

• Málgreind, þar sem nemendur unnu skýrslu og voru að rita inn texta á heimasíður sínar.

• Rök og stærðfræðigreind, í verklegum æfingum, unnið með tölur, smásjá og útreikninga.

• Rýmisgreind, í heimasíðugerðinni, uppsetning. • Samskiptagreind þar sem verkefnið var hópvinna. • Sjálfsþekkingargreind, en við vildum fá nemendur til að skoða sjálfa sig og átta

sig á því hvar þeirra styrkleiki kæmi mest að notum. • Umhverfisgreind, þar sem nemendur áttu að læra um frumuna og tengja starfsemi

hennar við annað efni sem þau hafa þegar lært og þekkja í umhverfi sínu.

Því miður var ekki komið inn á líkams- og hreyfigreind eða tónlistargreind í þessu

verkefni.5

5 Armstrong, Thomas (2000). Fjölgreindir í skólastofunni. Reykjavík: JPV útgáfa. Bls. 17.

Page 58: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

58

Fylgiskjal 1 Verkefnablað

Líffræði og heimasíðugerð Vinnið saman þrjú í hóp. Lesið vel kaflann um frumur og svarið eftirfarandi spurningum. Gerið síðan heimasíðu í front page. Áríðandi er að vinna verkefnin vel áður en tölvuvinnsla hefst. Heimasíðan verður sett á vef skólans. Hluti hópsins vinnur verkefnin á bókasafni meðan aðrir framkvæma verklegar æfingar. 1. Kynning á verkefninu. 2. Gerið grein fyrir hvert hlutverk eftirfarandi líffæra er og hvar þau er að finna í

frumunni. Frumuveggur Frumuhimna Kjarni Frymisnet Ríbósóm Hvatberar Safabóla Leysikorn Grænukorn

3. Gerið grein fyrir starfsemi frumna:

Efnaskipti Flæði Osmósa Burður Frumuskipting

4. Verkefni:

Þekkir þú frumulíffærin Að tengja frumur við lífverur og atburði

5. Verklegar æfingar: Unnið í líffræðistofu undir leiðsögn náttúrufræðikennara.

Smásjáin Skoða plöntu- og dýrafrumu í smásjá

Page 59: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

59

Gerður Björnsdóttir og Jón Sigurjónsson

Stærðfræðiverkefni í 8. bekk. Um tvívídd og þrívídd með söguaðferðarívafi. Hönnunarverkefni

Markmið

• Að nemendur fengju æfingu og tilfinningu fyrir tvívídd og flatarmáli og smá

nasasjón af kostnaði við húsbyggingar – í þessu tilviki aðallega kostnaði við

gólfefni.

• Að nemendur fengju æfingu í að teikna hús í þrívídd í forritinu Sketch up og

kynnast þannig betur þrívídd.

Framkvæmd

Nemendunum var skipt í sex 4–5 manna hópa. Verkefnið var sett upp sem

hönnunarsamkeppni og hófst með lykilspurningunni „Hverjir haldið þið að megi teikna

hús?“ Nemendur voru fljótir að komast að niðurstöðu um það hverjir mættu hanna hús og

sköpuðu sinn eigin hönnuð, gáfu honum nafn og persónueinkenni, s.s. menntun og

áhugamál. Síðan var teiknuð mynd af honum og hún límd á plakat ásamt upplýsingunum

um hann.

Dæmi um teikningar nemenda af hönnuðum

Næst var komið að því að teikna grunnflöt hússins. Skilyrðin sem sett voru:

• Húsið skyldi vera á eyju

Page 60: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

60

• Það átti að vera ein hæð, u. þ. b.150-200 fermetrar

• Viti skyldi vera tengdur húsinu og nýtast sem hluti af því.

• Fjöldi herbergja skyldi vera 4-5

Fyrst ákváðu nemendurnir í hvaða hlutföllum húsið skyldi vera teiknaðog teiknuðu

grunnflötinn. Síðan reiknuðu þeir flatarmál herbergjanna og vitans og heildarflatarmál

grunnflatarins. Teikningarnar og flatarmálsútreikningar voru síðan settir á plakatið með

hönnuðinum. Því næst var farið að huga að gólfefni á íbúðina. Nemendurnir fóru á Netið

og leituðu að teppum, flísum og parketti og verði. Síðan völdu þeir viðeigandi gólfefni og

reiknuðu út kostnaðinn.

Sýnishorn af grunnflatarteikningu

Þegar þessu var lokið sneru þau sér að því að teikna hús í þrívídd á tölvu. Til þess notuðu

þau forritið Sketch up. Nemendur fóru á bókasafnið og fengu fyrst kennslu í leit á Netinu.

Eftir það fóru þau að búa til eigið hús sem tókst mjög vel.

Upphaflega ætluðum við 12–15 kennslustundir í verkefnið en það tók heldur lengri tíma.

Námsmat

Mat á verkefninu fór fram þannig að kennarar mátu vinnuframlag nemenda jafnóðum.

Auk þess var lagt fyrir þau jafningjamat og dómnefnd valdi síðan besta verkefnið.

Page 61: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

61

Að loknu jafningjamatinu þar sem nemendur báru sig saman komust þeir að þeirri

niðurstöðu að verkefni eins hópsins hafið verið áberandi best.

Við kennararnir mátum verkefnin jafnóðum og tókum þar inn þætti eins og tjáningu,

samvinnu, rökræðu, þátttöku og skipulagshæfni. Niðurstaða okkar var á sömu lund og

nemendanna, þ.e. að einn hópurinn hafi verið áberandi bestur.

Mat

Helstu kostir

• Nemendurnir voru flestir mjög áhugasamir og oft sköpuðust mjög líflegar

umræður um hugmyndir þeirra.

• Margir nemendur voru ótrúlega fljótir að ná tökum á teikniforritinu og sumir

þeirra urðu mjög leiknir í að notfæra sér möguleika þess.

Helstu ókostir

• Okkur þótti fara heldur mikill tími í að vinna verkefnið til að byrja með.

Page 62: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

62

María Moritz Sigurðardóttir

Náttúrufræði í 10. bekk

Markmið kennara

• Að nýta upplýsingatækni í kennslu í náttúrufræði í 10. bekk og í samvinnu við

bókasafnsfræðing skólans.

• Að samþætta náttúrufræði við tölvuval nemenda í 10. bekk.

Meginmarkmið fyrir nemendur:

• Að leggja áherslu á þjálfun í upplýsingaleit – úrvinnslu - miðlun.

• Að þjálfa nemendur í samvinnu.

• Að leggja áherslu á sjálfstæð vinnubrögð.

Byggt var á leitaraðferð ásamt því að nemendur unnu saman í hópum.

Framkvæmd

Verkefnið skiptist í þrjú tímabil: Í því fyrsta öfluðu nemendur upplýsinga um þekkta

erfðafræðinga, í öðru lagi kynntu þeir sér kynbætur og í því þriðja öfluðu þeir sér

fróðleiks um sjúkdóma. Áætlað var að hvert verkefni tæki sex kennslustundir. Nemendur

völdu sér eitt verkefni í hvert sinn og unnu tveir til þrír saman í hópi. Að því loknu gerðu

þeir niðurstöður verkefnisins aðgengilegar öðrum.

Námsmat

Byggt var á sjálfsmati nemenda, jafningjamati og mati kennarans. Nemendur voru

kunnugir sjálfsmatinu, enda hafa þeir þurft að meta sig sjálfir í tengslum við

foreldraviðtöl. Jafningjamatið var kynnt fyrir þeim í upphafi verkefnisins. (Sjá eyðublöð

fyrir sjálfs- og jafningjamat hér á eftir.)

Mat kennarans fólst í mat á virkni í tímum, heimavinnu, frágangi og verkefnaskilum.

Page 63: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

63

Verkefnin

Áður en verkefnið var lagt fyrir nemendur hafði bókasafnsfræðingur dregið að heimildir

fyrir nemendur sem þeir gátu stuðst við í verkefninu.

Erfðafræðingar• Vinnið 2 - 3 saman í hópi sendið úrvinnslu ykkar til

[email protected] og merkið með bekk ykkar og nafni á viðfangsefni.

• Síðan undirbúið þið flutning á efninu fyrir bekkjarfélaga ykkar. Ekki er heimilt að lesa beint upp af blaði í flutningi.

• Rosalind Franklin• Maurice H.F. Wilkins• James D. Watson• Francis H.C. Crick• Martha Chase• Alfred Hershey• Jacques Monod• Barbara McClintock

Erfðafræðingar• Tilgangur verkefnis er að nemendur þjálfist í• efnis- og heimildak ö nnun, • sj á lfst æðum vinnubr ö gðum,• að setja upplýsingar fram með fjölbreyttum hætti og miðla

þeim til annarra.

• Hé r að neðan eru n ö fn nokkurra þekktra erfðafræðinga.• Veljið einn þeirra og finnið heimildir um hann á bókasafni

skólans. • Leitið m.a. á www.visindavefur.hi.is og í Alfræðiorðabókinni.• Reynið að komast að þv í hvað erfðafræðingurinn lagði til

erfðafræðinnar, hvenæ r og hvar hann var fæddur, hvar hann stundaði ná m og fræðistö rf.

Page 64: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

64

Þegar nemendur höfðu sent kennara úrvinnslu sína og kynnt hana öðrum nemendum var

hún send bókasafnsfræðingi. Bókasafnsfræðingurinn notaði síðan skýrslur nemenda þegar

hann kenndi nemendum í tölvuvali með nemendum í 10. bekk Publisher forritið.

Nemendur gerðu síðan bækling um erfðafræðinga sem þeir dreifðu til allra annarra

nemenda.

Næsta verkefni var um kynbætur og hafði bókasafnsfræðingur skólans undirbúið sig með

því að draga að margvísleg gögn um efnið.

Kynbætur

• Tilgangur verkefnis er að nemendur þjálfist í• efnis- og heimildakönnun, • sjálfstæðum vinnubrögðum,• að setja upplýsingar fram með fjölbreyttum hætti og

miðla þeim til annarra.

• Vinnið 2 – 3 saman í hópi og sendið úrvinnslu ykkar til [email protected] og merkið með bekk ykkar og nafnið á viðfangsefni.

• Greinið síðan hinum í bekknum frá uppgötvunum ykkar ífyrirlestri.

Page 65: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

65

Þegar nemendur höfðu flutt fyrirlestur um sitt viðfangsefni er það sent bókasafnsfræðingi

skólans eins og fyrsta verkefnið. Hann lét nemendur í tölvuvali vinna vefsíður með efnið

frá bekkjarfélögum og lauk þessum þætti á því að efnið var sett á heimasíðu skólans.

Þriðja verkefnið var um sjúkdóma og eins og áður fann bókasafnsfræðingurinn til

heimildir.

Kynbætur• Hé r að neðan eru nö fn nokkurra dýra og plantna. Veljið

eina þeirra og leitið upplýsinga á bókasafni skólans um hvernig fó lk hefur kynbætt hana með ræktun nýrra afbrigða og hvaða á rangur hefur náðst með því.

• Mj ó lkurkýr• Kettir• Svín • Hveiti • Hæ nsni• Maís• Hestar• Hundar• Bómull• Leitið a.m.k. á www.google.is, www.visindavefur.hi.is,

www.bondi.is, www.ust.is, www.bssl.is, www.hvanneyri.is.

Page 66: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

66

Sjúkdómar

• Tilgangur verkefnis er að nemendur þjálfist í• efnis- og heimildakönnun, • sjálfstæðum vinnubrögðum,• að setja upplýsingar fram með fjölbreyttum hætti og

miðla þeim til annarra.

• Vinnið 3 – 4 saman í hópi að gerð heimildaritgerðar.• Ritgerðinni á að skila fimmtudaginn 19. janúar.• Þriðjudaginn 24. janúar haldið þið fyrirlestur fyrir

bekkjarfélaga um efni ritgerðarinnar. • Flutningurinn verður tekinn upp á video.

Sjúkdómar• Hér að neðan eru nöfn á nokkrum sjúkdómum.• Veljið einn þeirra að skrifa um og leitið upplýsinga á

bókasafni skólans.• Leitið m.a. á www.visindavefur.hi.is og www.doktor.is• Nauðsynlegt er að hafa í ritgerðinni: efnisyfirlit,

inngang, meginmál (það á að vera kaflaskipt og a.m.k. 2 – 3 bls.), lokaorð og heimildaskrá.

• Alzheimer• Parkinsons• MS• MND• MG • Sykursýki

Áður en nemendur kynnt niðurstöður með fyrirlestri hafði bókasafnsfræðingurinn

undirbúið nemendur í tölvuvali þannig að þeir gátu séð um upptökur á fyrirlestrunum.

Síðan er haldin sýning og gefst nemendum kostur á að horfa á sig sjálfa.

Page 67: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

67

Eyðublöð fyrir sjálfsmat og jafningjamat:

Sjálfsmat og jafningjamat

Ég vann vel úrupplýsingum

Ég var dugleg/ur aðafla upplýsinga

Ég kom með hugmyndir

Ég hlustaði á það semaðrir lögðu til málanna

Ég lagði mig fram um að skapagóðan starfanda

Ég sýndi áhuga

Ég tók virkan þátt íverkefnavinnunni

AldreiSjaldanStundumOftastAlltaf

Hópur:

Nafn:

Sjálfsmat og jafningjamat

Ósamkomulag í hópnum

Gott samkomulag í hópnum

Allir lögðu af mörkunum

Einn eða tveir unnu mest afvinnunni

Lítil samvinna, hver vann upp áeigin spítur

Tími fór til spillis hjá hópnum

Hópurinn vann vel saman

AldreiSjaldanStundumOftastAlltaf

Page 68: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

68

Niðurstaða

Eins og áður segir var nemendum í upphafi gerð grein í hverju matið fælist.

Það kom verulega á óvart hvað mat þeirra á vinnu sinni og vinnu annarra kom heim og

saman við það sem kennarinn skráði hjá sér í hverjum tíma. Nemendur vissu frá byrjun

að kennari myndi skrá eftir hvern tíma og hefur það líklega stuðlað að því að þeir voru

heiðarlegir í matinu.

Niðurstaða mín er að vel hafi til tekist. Það að nemendur í raun endurtóku verkefni í

þrígang er mjög gott. Ég sá mikinn mun á vinnu nemenda í fyrsta verkefninu og því

síðasta. Þeir voru mun öruggari í heimildaöflun og sjálfstæðari í vinnubrögðum. Einnig

tóku þeir miklum framförum í því að koma fram, gátu í lokin nánast kynnt sitt efni fyrir

öðrum án blaðs.

Samvinna nemenda gekk nokkuð vel, þó þarf að huga betur að hópaskiptingunni.

Nemendur fengu sjálfir að velja í hópa. Í síðasta verkefninu tók ég eftir að þeir sem hafa

litla færni í samvinnu urðu útundan. Enginn vildi vera með þeim og lentu þeir því saman

í hópi. Mjög takmarkað kom út úr vinnu þessara nemenda.

Page 69: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

69

Þórdís Sigmarsdóttir

Útrás í smíðum

Veturinn 2004 – 2005 var boðið upp á svokallaða útrás í smíði – tvo tíma á viku. Þeir

tímar voru tilraun til að létta undir með þeim nemendum sem ekki höfðu úthald í að vera

með sínum bekk.

Aðsókn í þessa tíma var góð, oftast um átta nemendur í einu og mest um 20. Þarna gafst

tækifæri til að aðstoða nemendur með verkefni sem þeir voru að vinna í smíðatímum

bekkjarins, eða koma hugmyndum í framkvæmd og þá voru smíðaðir gsm símar,

geimskip, hálsmen, míkrófónar svo fátt eitt sé nefnt.

Reynslan af þessum útrásartímum var jákvæð en að sumu leyti misstu þeir marks. Annars

vegar vegna þess að stundum voru þeir notaðir af bekkjarkennurum sem umbun (þá

komust þeir að sem voru fljótir að ljúka verkefnum hjá umsjónarkennara) og hins vegar

af því að starfið varð ekki nógu markvisst þegar tekið var á móti nýjum nemendahópi í

hvert sinn án undirbúnings. Í samráði við sérkennara var því ákveðið að nota þá með

markvissari hætti þennan vetur.

Haustið 2005 jókst tímafjöldinn til sérkennslu í smíði úr tveimur í sex á viku og Kristjana

iðjuþjálfi á vegum Kópavogsbæjar fenginn til samstarfs. Iðjuþjálfi velur í samstarfi við

sérkennara og smíðakennara þá nemendur sem koma til greina og leiðbeinir með verkefni

ef þarf.

Tímarnir eru nú sérkennsla og eru nýttir sem stafainnlögn fyrir flesta sem þá sækja. Fimm

nemendur mæta allan veturinn í tímana og eru þeir úr 1. – 8. bekk en að auki eru svo

nemendur sem koma í sex vikna lotur í senn.

Nemendur saga út stafi sem þeir þurfa að festa betur í minni og þannig eru náms-

greinarnar smíði og íslenska samþættar. Útbúnir voru plastaðir hástafir um 10 sm stórir

og seinna voru keyptir lágstafir úr krossviði.

Page 70: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

70

Nokkrir stafir eru lagðir fyrir nemanda og hann finnur þann sem beðið er um. Síðan

strikar hann eftir stafnum á sex mm plötu, sagar, pússar og málar (sjá myndir). Gætt er að

því að stafurinn sé málaður á réttunni þannig að stafaáttin verði rétt. Þetta vinnuferli tekur

mislangan tíma hjá nemendum, en oft er hver stafur unnin á 60–80 mínútum. Með svo

mikilli vinnu með hvern staf er formskynjunin þjálfuð.

Yngri nemendur saga út hástafi og byrja jafnvel á nafninu sínu (fljótlegt fyrir Tý en snúið

fyrir Rannveigu). Eldri nemendurnir gera há- og lágstafi sem þeir hafa enn ekki náð

fullum tökum til dæmis litla b og d. Stafirnir eru síðan ýmist sendir heim eða í

heimastofu hvers nemanda og fer það eftir samkomulagi við umsjónarkennara og

foreldra.

Aðrir nemendur (þeir sem ekki þurfa á stafasmíði að halda) vinna ýmis verkefni:

• Gestabók

• Tafl

• Jólaskraut

og fá um leið þjálfun í fínhreyfingum og notkun verkfæra.

Nemendur eru á mjög mismundandi aldurs- og getustigi og hver vinnur að sínu. Áhersla

er lögð á að hægt sé að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir. Samþykki foreldra þarf

til eins og í annarri sérkennslu.

Page 71: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

71

Námsmat

Námsmati var þannig háttað að saman var stutt skýrsla um hvern nemanda þar sem skýrt

er frá helstu markmiðum sem lögð voru til grundvallar og hvernig stefnt var að því að ná

þeim. Stutt samantekt um árangurinn og mynd til útskýringar af nemandanum við vinnu.

Sjá dæmi hér að neðan (nafni nemanda breytt).

Jón, smíði Vor 2006

Jón hefur sótt færnimiðaða smíði 2 sinnum í viku veturinn 2006. Helstu markmið voru að:

• stuðla að aukinni stafaþekkingu Jóns • festa bókstafi betur í minni • þjálfa Jón í að tengja hljóð við bókstafi. • Jón tengi upphafsstafi við orð/myndir

Farið var að mestu eftir sömu stafaröð og notuð er við innlögn í 1. bekk. Eftirfarandi hástafi hefur Jón lokið við: O Í A L S I M U R Æ J G B E D Þ T F H P Á síðustu stafi hefur Jón fengið límmiða sem tengir staf við mynd. Hugmyndin er að þannig verði auðveldara að rifja upp hvaða hljóð stafurinn ber en að auki er þetta umbun fyrir vel unnið verk. Jón hefur unnið vel í þessum tímum en einbeitingin er þó auðveldlega rofin af öðru. Hann hefur ekki náð að festa verklagið alveg nógu vel í minni, en þegar hann er kominn í rétta gírinn stoppar hann ekkert.

Kópavogi 10. maí 2006

Þórdís Halla Sigmarsdóttir

Niðurstaða

Reynslan af þessum tímum er góð, nemendur og kennarar hafa lýst yfir ánægju og telja

stafasmíðina hjálpa nemendum sem gengur illa að festa stafina í minni. Sjálfstraustið

eykst og samhæfing augna og handa er þjálfuð.

Page 72: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

72

Margrét Linda Þórisdóttir og Pjetur Mack

Könnun á félagsþátttöku nemenda Markmið

Verkefnið byggðist á könnun á félagsþátttöku nemenda og afstöðu foreldra og kennara til

hennar.

Það hefur verið stefna Kópavogsbæjar að tengja félagsmiðstöðvar bæjarins grunn-

skólunum, sem hefur leitt til þess að hið eiginlega félagslíf skólanna hefur að mestu verið

sett í hendur þeirra. Þetta hefur að okkar viti ekki verið skoðað eða kannað, hvort

foreldrar og þá kennarar eru sáttir við þessa framkvæmd. Þá fannst okkur líka tilefni til að

velta fyrir okkur hver væri afstaða foreldra almennt til félagsstarfs og félagsþátttöku

barna sinna og hvort skólinn gæti eða ætti að koma þar til móts.

Í því forvarnarstarfi, sem elsta stig Kársnesskóla hefur staðið fyrir hefur það oft valdið

okkur áhyggjum hvað slík fræðsla er illa sótt af foreldrum, iðulega innan við 10%

foreldra sækja slíka fræðslu.

Könnunin er samin af okkur umsjónarkennurum 8. bekkja. Ein ástæða þess, að okkur datt

þetta verkefni í hug er líka það, að við höfum verið að velta fyrir okkur að fylgja bekkjum

á elsta stigi lengur en einn vetur og þá væri rétt við upphaf vegferðar að skoða afstöðu

heimilanna til bekkjarheildarinnar frá ýmsum hliðum.

Undirbúningur

Við gerðum okkur strax grein fyrir því að samning spurninga væri þungamiðjan og hvað

erfiðust. Þá bjuggum við líka til spurningar sem við lögðum fyrir kennara á elsta stigi til

að kanna hug þeirra til félagslífs, breytts eða nýs, á elsta stigi. Spurningar til foreldra

voru á 4 fjórum blaðsíðum og voru þær flestar krossaspurningar. Við töldum okkur

undirbúa foreldra vel, sendum tölvupóst á undan þar sem við kynntum verkefnið mjög vel

og báðum nemendur að vinna með okkur svo skil yrðu sem mest og könnunin þar með

Page 73: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

73

marktækari. Þó könnunin væri alveg nafnlaus höfðum við gátlista og gátum fylgst með

skilum og því áminnt í tölvupósti ef með þurfti.

Framkvæmd

Að spurningum sömdum lögðum við fyrir kennara nafnlausa könnun á stigsfundi og

síðan fyrir þá, sem ekki voru viðstaddir. Allir kennarar og námsráðgjafi elsta stigs

svöruðu.

Þá sendum við 25 spurningalista til allra foreldra á elsta stigi, líka nafnlausa. Við

fylgdumst þó vel með skilum, en við komum að kennslu allra nemenda á elsta stigi.

Fyrirfram fengu allir foreldrar tölvupóst um hvað í vændum væri. Börnin báru könnunina

heim og svo var henni skilað í lokuðu umslagi. Við merktum við nemendur sem skiluðu

og áminntum þá, sem eftir voru. Við sendum líka tölvupóst til foreldra þá tveir dagar voru

eftir, til að minna skilin. Lokaheimtur voru 79% sem við telja má viðunandi.

Dæmi um niðurstöður

Dæmi um niðurstöður sem okkur þótt hvað athyglisverðastar má á eftirfarandi myndum.

Þátttaka í félagstarfi utan skólans er (súlurnar sýna fjölda, ekki prósentur)

Eins og sjá má á myndinni er félagsmiðstöð skólans, Ekkó er mjög vinsæl, en síðan

kemur íþróttaiðkun.

0

20

4060

80

100

120

Íþrótt

ir

Tónl.

nám

Hljómsv

.Kór

Skáti

Trúf.

Fél,m

.

Annað

Page 74: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

74

Þegar spurt var um hvort skólinn ætti að standa fyrir meira félagslífi er niðurstaðan mjög

afgerandi (súlurnar sýna fjölda, ekki prósentur).

Þegar spurt var um hvort foreldrum þætti barn sitt horfa of mikið á sjónvarp þá var þetta

niðurstaðan (fjöldi):

Þetta er ekki í samræmi við reynslu okkar kennara, né þegar við ræðum þetta á

foreldradögum. Sama má reyndar segja um tölvunotkun nemenda en þar eru niðurstöður

mjög svipaðar.

Niðurstaða

Í raun eru upplýsingar þær sem við fengum gríðarlega miklar og gefa tilefni til alls konar

vangaveltna. Sem dæmi;

• Er munur á afstöðu foreldra stúlkna í 8. bekk og foreldra stúlkna í 10. bekk ?

• Er breyting á milli árganga í einhverjum þáttum?

0

20

40

60

80

100

120

of mikil í lagi of lítil

0

20

40

60

80

100

120

140

já nei

Page 75: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

75

• Mikill munur var á því hvort foreldrar fannst þau vera velkomin á samkomur í

skólanum og komu neikvæðustu viðhorfin fram hjá foreldrum þeirra elstu.

Þá er það áhyggjuefni okkar hvað það er í raun erfitt fyrir skólann að ná sambandi við

ALLA foreldra, því þrátt fyrir mikla vinnu og eftirgang voru skil ekki nema um 79%.

En það fór sem okkur grunaði og kannski er það meginniðurstaða okkar, að kröfur til

grunnskólans eru stöðugt að aukast og hann er í sífellu að bæta við sig verkefnum, ábyrgð

og alls kyns skyldum.

Page 76: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

76

Aðalheiður Auðunsdóttir og Bergljót Andrésdóttir

Líf mitt og heilsa Verkefni í heimilisfræði

Formáli

Verkefnið „Líf mitt og heilsa” varð fyrir valinu í heimilisfræði vegna þess að okkur

fannst nauðsynlegt að kanna hvort nemendur (7. bekkur) gætu notað í eigin þágu þá

þekkingu sem þeir hafa fengið í næringar- og matvælafræði. Stefnt var að því strax í

upphafi að hver og einn gerði neyslukönnun og notaði síðan forritið á matarvefurinn.is til

að reikna út hvernig hú n kæmi heim og saman við ráðleggingar Lýðheilsustofnunar.

Megintilgangurinn með þessu verkefni er að gera sýnileg ýmis viðfangsefni sem unnið er

að í næringarfræði í heimilisfræði og miða að því að allir nemendur hafi nokkurt gagn af.

Meginmarkmið

• Er að nemandinn öðlist skilning á því hvers vegna það er nauðsynlegt að borða hollan og góðan morgunmat (það borðar hann enginn fyrir þau)

• Er að nemandinn geti metið hvaða næringarefni eru í matnum sem hann borðar • Er að nemandinn geti metið skammtastærðir (magn fæðu) • Er að nemandinn geti með aðstoð tölvu reiknað út morgunmat og nesti og borið

saman við ráðleggingar Lýðheilsustofnunar (RDS)

Forsendur

• Að nemandinn þekki orkuefni fæðunnar og helstu steinefni og vítamín • Að nemandinn vinni verkefni þar sem þau fá þjálfun í að leita í

næringarefnatöflum • Að nemandinn fái þjálfun í að vega og meta skammtastærðir • Að nemandinn geri könnun á eigin mataræði með því að halda fæðisdagbók í eina

viku • Nemandinn velji einn morgunverð og nesti til úrvinnslu • Reikni út orku- og næringargildi morgunverðar og nestis

Page 77: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

77

Vinnuferli

Í september og október voru nemendur að læra um orkuefni fæðunnar, helstu steinefni og

vítamín eins og gert er ráð fyrir í námskrá. Einnig var fjallað um æskilega samsetningu

fæðunnar og ráðlagða dagskammta. RDS. Er þar átt við það magn næringarefnis sem með

tilliti til núverandi fræðikunnáttu er hægt að álíta að fullnægi þörfum og viðhaldi góðu

næringarástandi hjá nær öllum heilbrigðum einstaklingum. Með þá þekkingu að

leiðarljósi undirbjuggu þau morgunverð í kennslueldhúsinu og umræður snerust um

mikilvægi þess að fá a.m.k. ¼ af orku- og næringarþörf úr morgunmat og nesti, eins og

fram kemur í þeirra námsefni.

Í framhaldi af þessu var unnið að því að meta skammtastærðir, þ.e. að vega og mæla

þyngd og magn matvæla. Það er nauðsynlegur undirbúningur að nemendur fái rétta

tilfinningu fyrir þyngd og magni fæðutegunda sem þau eru að vinna með. Síðan voru

unnin verkefni þar sem þau fengu þjálfun í að nota næringarefnatöflur. Þau skoðuðu

næringarefni í ýmsum fæðutegundum og báru saman.

Því næst gerði hver og einn könnun á eigin mataræði með því að halda fæðisdagbók í

eina viku. Að því loknu fóru þau í tölvuver, völdu úr fæðisdagbók sinni einn dag og

reiknuðu út orku- og næringargildi morgunverðar og nestis Að lokum áttu þau að skrá

hvað þau fengu mikið af kkal, D-vítamíni, A-vítamíni, kalki og C-vítamíni og hvort það

væri í samræmi við ráðleggingar manneldisráðs.

Úrvinnsla og mat

Skráning nemenda var æði misjöfn, sum lögðu mikla vinnu í að skrá nákvæmlega magn

þess sem þau borðuðu. Önnur voru hroðvirk og lögðu sýnilega ekki mikla vinnu í

skráninguna.

Framhaldið

Margir nemendur unnu verkefnið ekki nægilega vel, aðrir sögðust ekki borða morgunmat.

Í ljósi þessa verður að vinna áfram með þetta verkefni og reyna að fá fram betri

vinnubrögð og skilningi á viðfangsefninu. Starfsumhverfi hefur batnað þar sem tölvur eru

Page 78: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

78

komnar í bæði kennslueldhúsin og því auðveldara láta nemendur vinna einstaklingslega

að sínu verkefni. Það er mun auðveldara en að fara með allan hópinn upp á bókasafn eða í

tölvustofu þar sem nemendur eru jafnvel ekki einir um tölvu.

Gott innlegg í þetta verkefni væri að fá utan að komandi fræðslu, t.d. skólahjúkrunar-

fræðing til þess að tala við nemendur um heilsu og líðan.

Page 79: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

79

Ásta Baldvinsdóttir, Edda Lind Ágústsdóttir, Katrín Guðjónsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir og Þórdís Halla Sigmarsdóttir

Skipulagt skólaumhverfi, myndræn stundaskrá og Sólin

Verkefni okkar tengist umhverfi og skipulagi skólans og hvernig hægt er að stuðla að sem

bestri líðan barnanna í upphafi skólagöngu og fyrstu skólaárin. Við leituðumst við að

bætta skólaumhverfið með því að merkja stofur og önnur rými í skólanum, settum saman

myndrænar stundatöflur og settum upp Sól (sjá hér á eftir) á skólalóðinni.

Börnin koma úr vernduðu umhverfi leikskólans og það geta því verið mikil viðbrigði

fyrir þau að byrja í skóla. Þar þurfa þau að takast á við ný viðfangsefni í nýju umhverfi.

Til þess að börnunum líði vel í skólanum þurfa þau að finna til öryggis, þekkja umhverfi

sitt og vita hvaða viðfangsefni bíða þeirra yfir daginn. Til að merkja rými í skólanum

útbjuggum við myndir sem tákna námsgreinarnar sem og salerni, matsal og svo

framvegis. Merkingarnar voru á settar á plastað A4 blað og komið fyrir á viðeigandi

stöðum.

Sýnishorn af merkingum á tölvustofu og bókasafni.

Myndrænar stundatöflur

Myndræn stundatafla er sérstaklega mikilvæg fyrir yngstu nemendurna sem eru að hefja

skólagöngu og hún nýtist einnig vel börnum með ýmis frávik og síðast en ekki síst

nýbúum sem ekki skilja vel íslenskt mál. Nú er því þannig farið að í upphafi vetrarins fá

börnin í hendurnar stundatöflu um skipulag hvers dags en fæst barnanna eru þá læs og

geta því ekki lesið stundatöfluna sjálf. Börn verða fyrr læs á tákn og myndir. Með því að

hafa myndræna stundatöflu geta þau hvenær sem er lesið hvernig dagurinn verður og um

leið læra þau orðmyndirnar. Myndræn stundatafla og skipulagt námsumhverfi eykur

öryggi nemenda þegar þau koma í skólann og stuðla að vellíðan þeirra og sjálfstæði.

Tölva Bókasafn

Page 80: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

80

Við teljum að þetta fyrirkomulag geti m.a dregið úr óæskilegri hegðun sem oft kemur

upp vegna óöryggis og aðstæðna sem börnin ráða ekki við. Myndræna formið, sbr.

myndirnar á stundatöflunni, er einnig notað til að skýra fyrir börnunum ýmis svæði

skólans, s.s kennslustofur, bókasafn og tölvuver. Að hausti verða því kennarar að fara

með nemendum sínum um skólann með stundatöflurnar og kynna fyrir þeim táknin og

fyrir hvað þau standa. Táknin eru fengin úr forritinu BoardMaker sem nú er notað mikið

með sérstökum nemendum í Kársnesskóla.

Í þessum verkefni okkar höfum við sett saman stundatöflur fyrir 1 og 2 bekk. Þær má

finna inn á sameign undir „Myndrænar stundatöflur“.

Stofa 17 1. bekkur M

Kl.

Mánudagur

Þriðjudagur

Miðvikudagur

Fimmtudagur

Föstudagur

Kl.

8:10 Lestur

Tölva Bókasafn Lestur Lestur Lestur 8:50

8:50 Lestur Lestur Leikfimi Leikfimi Sund

9:30

Nesti Nesti Nesti Nesti Nesti

9:30 Frímínútur Frímínútur Frímínútur Frímínútur Frímínútur

9:50

9:50 Skrift Skrift Skrift Tónmennt

Heimilisfr. Myndm.

10:30

10:30 Stærðfræði Stærðfræði Stærðfræði Stærðfræði

Heimilisfr. Myndm.

11:10

11:20

Matur

Matur Matur Matur

Matur

12:00

11:20 Frímínútur Frímínútur Frímínútur Frímínútur Frímínútur

12:00

12:00 Samfélagsfr.

Smíði Hannyrðir Stærðfræði Samfélagsfr. Skrift

12:40

12:40 Samfélagsfr.

Smíði Hannyrðir Stærðfræði Samfélagsfr. Val

13:20

Page 81: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

81

Sólin

Í frímínútum verða starfsmenn í gæslu þess oft varir að nemendur vantar einhvern til að

leika við. Það getur verið af mörgum ástæðum. Grundvöllur að vinskap er oft lagður í

þessum frjálsa tíma nemenda. Til að koma til móts við þá sem vilja eignast vini og þá

sem eiga erfitt með tengslamyndun kom upp hugmyndin að Sólinni en hún byggist á því

að máluð er stór mynd af sól á vegg á skólalóðinni. Sólin er þannig staðsett á skólalóðinni

að mjög margir nemendur og starfsfólk sjá hana. Óski nemandi eftir félagsskap þá fer

hann upp að sólinni og þangað geta þá þeir sem vilja hans félagsskap náð í hann. Þetta

getur líka auðveldað starfsfólki að hafa áhrif á það hvernig nemendum líður í frímínútum.

Þetta er í okkar huga góð forvörn gegn einelti.

Þetta fyrirbæri, Sólin, er stolin og stílfærð hugmynd en þannig er nú gjarnan með góðar

hugmyndir. Í okkar huga stendur sólin fyrir hlýju, birtu og von og því kjörið tákn þess

sem henni er ætlað að gera.

Kynning á Sólinni fyrir nemendur og starfsfólk:

„Sólin“

Eins og þið sjáið er búið að mála stóra fallega sól á gamla húsið úti á lóð. Sólin

er fyrir þá nemendur sem vilja fá einhvern til að leika við. Ef þig vantar

félagsskap, vilt t.d kynnast einhverjum nýjum krökkum, þá átt þú að fara upp

að Sólinni. Sá sem vill leika við þig hittir þig þar.

Krakkar athugið!! Þegar þið sjáið einhvern við Sólina

sækið hann og bjóðið honum að vera með í leiknum sem þið eruð í.

Page 82: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

82

Niðurstaða

Um nokkurra ára skeið höfum við notað sjónræn fyrirmæli fyrir þau börn sem illa eða

ekki geta nýtt sér munnleg eða skrifleg fyrirmæli. Hér er verið að vísa til nemenda sem

eru með ýmis þroskafrávik, athyglisbrest eða ofvirkni. Hefur þetta nýst okkur afskaplega

vel, enda höfum við séð þau öðlast það öryggi sem það veitir að vita hvernig dagurinn

verður, hvar og hvað á að vinna og hvernig. Reynslan hefur sýnt að önnur börn hafa reynt

að nýta sér þessar sjónrænu upplýsingar, sérstaklega þegar kemur að myndrænni

stundatöflu, enda allflest ólæs við upphaf skólagöngu. Með myndrænum stundatöflum í

tveimur fyrstu árgöngunum, gerum við allflestum börnum kleift að átta sig sjálf á því

hvernig dagurinn og vikan lítur út.

Einelti hefur mikið verið í umræðunni undanfarin ár og starfsfólk skóla orðið meðvitaðra

um líðan nemenda sinna innan og utan skólastofa. Frjáls leikur fer að mestu leyti fram í

frímínútum og oftar en ekki eru það sömu nemendurnir sem fara halloka í félagslegum

samskiptum við skólafélagana. Sólin er ein leið til að leysa að einhverju leyti þennan

vanda og er von okkar að það verði börnunum eðlilegt að leyta til Sólarinnar.

Page 83: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

83

Umræða og niðurstöður

Eins og sjá má af skýrslunum hér á undan er um afar fjölbreytt verkefni að ræða. Flest

verkefnin eru kennsluverkefni þar sem kennarar prófuðu sig áfram með ákveðnar

kennsluaðferðir eða námskipulag, en einnig eru verkefni sem byggjast á öðrum þáttum,

s.s. könnunum, útfærslu á sérkennslu eða breytingum á námsumhverfi eða öðru skipulagi.

Fjölbreyttir kennsluhættir voru settir á oddinn í þessu þróunarverkefni. Ekki þarf langt

mál til að sýna fram á að það markmið náði fram að ganga. Nefna má upplýsingaöflun af

ýmsu tagi, lestur fjölbreyttra heimilda og upplýsingaleit á Netinu. Þá er þáttur skapandi

viðfangsefna stór. Nefna má myndræna tjáningu; teiknun, myndskreytingar, skartgripa-

gerð, myndgerð, þrykk, mynsturgerð og vinnu með leir og smíðar. Enn má nefna

munnlega og leikræn tjáningu, leikþætti, ritunarverkefni af ýmsu tagi, ljóðagerð,

umræður, samlestur og framsögn. Þá var hreyfing, dans, söngur og tónsmíðar þáttur í

nokkrum verkefnanna, að ógleymdum sýningum. Enn má nefna hlustun, krossgátur,

vinnubókarverkefni, skýrslugerð, verklegar æfingar, að sýna hluti og segja frá, námspil,

myndasýningar, upptökur og ýmis verkefni í tölvum, s.s. kennsluforrit, ritvinnsla, umbrot,

hönnun og heimasíðugerð.

Í nokkrum verkefnanna var leitast við að ná þessari fjölbreytni með því að hafa hliðsjón

af fjölgreindakenningu Howards Gardner.6

.

Kennararnir lögðu mikla áherslu á að koma til móts við áhuga nemenda og bjóða þeim

viðfangsefni sem höfðuðu til þeirra. Í flestum tilvikum virðist þetta einmitt hafa tekist og

nemendum þótt tilbreyting af verkefnunum.

Eitt af þeim hugtökum sem var til umfjöllunar í þessu verkefni var einstaklingsmiðun,

þ.e. með hvaða hætti unnt væri að efla ábyrgð nemenda á eigin námi og koma betur til

móts við getu þeirra og hæfni. Í þessu ljósi beindust mörg verkefnin að því að gefa þeim

kost á vali og að efla ábyrgð þeirra á eigin námi, m.a. með því að þeir setji sér markmið

6 Armstrong, Thomas (2000). Fjölgreindir í skólastofunni. Reykjavík: JPV útgáfa. Bls. 17.

Page 84: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

84

eða leggja mat á hvernig til hefði tekist (dæmi: Gaman í stærðfræði, Vinnusvæði í 7.

bekk) og með auknu sjálfstæði í vinnubrögðum (Vinnusvæði í 7. bekk)

Kársnesskóla má vel kalla móðurskóla söguaðferðarinnar og þarf því ekki að koma á

óvart að nokkrir hópanna kusu að leggja þá aðferð til grundvallar (Saga af Suðurnesjum,

Hönnunarverkefni í 8. bekk). Söguaðferðin byggir á umræðum við nemendur, skapandi

viðfangsefnum, innlifun og virku leitarnámi. Hún gerir einnig kröfu um samþættingu

námsgreina, en það gerðu mörg fleiri verkefni (Krakkar og dýr í Afríku, Samþætting

náttúrufræði- og tölvukennslu í 8. bekk, Útrás í smíðum, Náttúrufræðiverkefni í 10. bekk)

og lögðu list og verkgreinakennarar af mörkum til margra þeirra. Þá var víða lögð áhersla

á samvinnunám (t.d. Smásögur eftir íslenska höfunda, Náttúrufræði í 10. bekk).

Nokkrir hópar gerðu tilraunir með svokallað hringekjufyrirkomulag (Vinnusvæði í 7.

bekk, Krakkar og dýr í Afríku) og var reynslan af því yfirleitt jákvæð.7

Í nokkrum tilvikum voru kannanir lagðar fyrir foreldra. Viðamesta könnunin var könnun

sú sem gerð var á þátttöku nemenda í félagsstarfi á unglingastigi.

Mörg verkefnanna tengdu saman nemendur í mismunandi bekkjardeildum og var það

yfirleitt mat kennaranna að það hefði skilað góðum árangri (Bekkjarbland, Vinnusvæði í

7. bekk, Krakkar og dýr í Afríku).

Eins og fram kom hér á undan kom tölvu- og upplýsingatækni víða við sögu. Nemendur

notuðu kennsluforrit (Bekkjarbland í 1. bekk), fengust við heimasíðugerð (Samþætting

náttúrufræði- og tölvukennslu í 8. bekk, Náttúrufræði í 10. bekk), blogguðu (Smásögur

eftir íslenska höfunda í 8. og 9. bekk), lærðu á teikniforrit (Hönnunarverkefni í 8. bekk)

og umbrotsforrit (Náttúrufræði í 10. bekk).

7 Sjá um hringekjur á heimasíðu Hraunvallaskóla í Hafnarfirði: http://www.hafnarfjordur.is/grunnskolar/hraunvallaskoli/namsstodvar/

Page 85: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

85

Helstu vandamál sem upp komu tengdust stundatöflumálum þegar kennarar höfðu áhuga

á því að blanda saman nemendum úr mismunandi bekkjardeildum, en sameiginlegir tímar

á stundatöflu fáir.

Stjórnendur skólans voru beðnir um að leggja mat sitt á hvernig til hefði tekist í þessu

verkefni. Greinargerð þeirra verður lokaorð þessarar skýrslur:

Í endurmenntunaráætlun Kársnesskóla fyrir skólaárið 2003-2004 var ákveðið að halda

námskeið fyrir kennara skólans undir heitinu Fjölbreyttir kennsluhættir. Um haustið var

hafist handa við að skipuleggja það námskeið með aðstoð dr. Ingavar Sigurgeirssona

prófessors við Kennaraháskóla Íslands. Fljótlega var ákveðið að víkka út hugtakið og

leggja áherslu á einstaklingsmiðað nám og fjölbreytta kennsluhætti. Með það í huga

skipulagði Ingvar heimsóknir ýmissa aðila úr skólakerfinu þar sem kynnt voru

þróunarverkefni og nýjungar sem tengjast einstaklingsmiðuðu námi. Þessar kynningar

fóru fram á vorönn 2005. Góður rómur var gerður á kynningunum. Þar komu fram

margar áhugaverðar hugmyndir sem kennarar hafa nýtt sér í skólastarfinu. Á haustönn

2005 var ákveðið í samráði við Ingvar að ráðast í þróunarverkefni með þátttöku allra

kennarar undir yfirskriftinni „einstaklingsmiðað nám, fjölbreyttir kennsluhættir”. Flestir

kennarar unnu í hópum með öðrum kennurum í sama árgangi. Í febrúar 2006 var haldið

málþing þar sem verkefnin voru kynnt. Það er samdóma álit stjórnenda skólans að

verkefnin sem kynnt voru hafi verið unnin af kostgæfni og vandvirkni. Margar góðar

hugmyndir komu fram og eru kennarar staðráðnir að láta ekki staðar numið við eitt

verkefni, heldur halda áfram að vinna með þær hugmyndir sem fram komu og bæta enn

frekar við fjölbreyttum kennsluhugmyndum sem miða að einstaklingsmiðun í námi

nemenda við Kársnesskóla.

Samkvæmt lögum um grunnskóla er gert ráð fyrir að allir nemendur geti sótt sinn

heimaskóla, þ.e. að skólinn sé án aðgreiningar. Við þær aðstæður er nauðsynlegt að

skipulag á námi hvers nemanda miðist við getu hans og þarfir. Stjórnendur og

kennarar Kársnesskóla munu leita allra leiða til að koma á móts við þarfir allra

nemenda. Teljum við að með öflugri endurmenntun kennara undanfarin tvö ár, þar sem

Page 86: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám · Á febrúar 2006 var efnt til innanhússráðstefnu þar sem samvinnuhóparnir kynntu niðurstöður verkefna sinna

86

einstaklingsmiðun í námi og fjölbreyttir kennsluhættir hafa verið í forgrunn,i munum við

vera vel undirbúin til að takast á við krefjandi verkefni sem lúta að því að uppfylla

menntunarlegar kröfur fyrir alla nemendur.

Guðrún Pétursdóttir skólastjóri Kársnesskóla