flokksval samfylkingarinnar í suðurkjördæmi

9
Taktu þátt í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi 16.-17. nóvember Ellefu bjóða sig fram í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi um 4 efstu sæti á framboðslista flokksins við næstu Alþingiskosningar Í framboði eru þau Arna Ír Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi, Árborg, sem gefur kost á sér í 3. sæti, Árni Rúnar Þorvaldsson, kennari og bæjarfulltrúi, Höfn, í 2.-4. sæti, Bergvin Oddsson, háskólanemi, Reykjavík, í 3. sæti, Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, Árborg, í 1. sæti, Bryndís Sigurðardóttir, fram- kvæmdastjóri, Hveragerði, í 1.-4. sæti, Guðrún Erlingsdóttir, heilsumeistaranemi, Vest- mannaeyjum, í 2.-3. sæti, Hannes Friðriksson, vinnueftirlitsmaður, Reykjanesbæ, í 3. sæti, Kristín Erna Arnarsdóttir, verkefnisstjóri og háskólanemi, Reykjavík, í 3.-4. sæti, Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður, Garði, í 1. sæti, Ólafur Þór Ólafsson, framkvæmda- stjóri og bæjarfulltrúi, Sandgerði, í 2.-3. sæti og Soffía Sigurðardóttir, húsfreyja, Árborg, sem gefur kost á sér í 3. sæti. Flokksmenn Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi velja á listann ásamt stuðningsmönnum sem skrá sig vegna flokksvalsins. Ef þú vilt taka þátt í að velja á lista Samfylkingarinnar í næstu alþingiskosningum þá getur þú skráð þig í flokkinn eða sem stuðningsmann fyrir miðnætti fimmtudaginn 8. nóvember á samfylking.is undir „Taktu þátt“.

Upload: siggi-kaiser

Post on 04-Mar-2016

227 views

Category:

Documents


8 download

DESCRIPTION

Flokksval Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

TRANSCRIPT

Page 1: Flokksval Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

Taktu þátt í fl okksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi 16.-17. nóvember

Ellefu bjóða sig fram í fl okksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi um 4 efstu sæti á framboðslista fl okksins við næstu Alþingiskosningar

Í framboði eru þau Arna Ír Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi, Árborg, sem gefur kost á sér í 3. sæti, Árni Rúnar Þorvaldsson, kennari og bæjarfulltrúi, Höfn, í 2.-4. sæti, Bergvin Oddsson, háskólanemi, Reykjavík, í 3. sæti, Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, Árborg, í 1. sæti, Bryndís Sigurðardóttir, fram-kvæmdastjóri, Hveragerði, í 1.-4. sæti, Guðrún Erlingsdóttir, heilsumeistaranemi, Vest-mannaeyjum, í 2.-3. sæti, Hannes Friðriksson, vinnueftirlitsmaður, Reykjanesbæ, í 3. sæti, Kristín Erna Arnarsdóttir, verkefnisstjóri og háskólanemi, Reykjavík, í 3.-4. sæti, Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður, Garði, í 1. sæti, Ólafur Þór Ólafsson, framkvæmda-stjóri og bæjarfulltrúi, Sandgerði, í 2.-3. sæti og Soffía Sigurðardóttir, húsfreyja, Árborg, sem gefur kost á sér í 3. sæti.

Flokksmenn Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi velja á listann ásamt stuðningsmönnum sem skrá sig vegna fl okksvalsins. Ef þú vilt taka þátt í að velja á lista Samfylkingarinnar í næstu alþingiskosningum þá getur þú skráð þig í fl okkinn eða sem stuðningsmann fyrir miðnætti fi mmtudaginn 8. nóvember á samfylking.is undir „Taktu þátt“.

Page 2: Flokksval Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

2 3

Ellefu einstaklingar gefa kost á sér í fl okksvali Samfylkingarinnar í Suðurdæmi um 4 efstu sæti

á framboðslista fl okksins við næstu alþingiskosningar

Þeir kjósendur sem ekki hafa aðgang að nettengdri tölvu eða heimabanka geta kosið milli kl. 13:00 og 17:00 föstudaginn 16. nóvember og laugardaginn 17. nóvember á eftirtöldum stöðum:

Reykjanesbær: Salur Verslunarmannafélags Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14Selfoss: Samfylkingarsalurinn, Eyrarvegi 15Vestmannaeyjar: Alþýðuhúsið við SkólavegHöfn í Hornafi rði: Víkurbraut 4, 2. Hæð

Svona fer netkosning fram

Farið inn á samfylkingin.is

Smellið á Flokksval 2012

Sláið inn kennitölu(lykilorð sendist í heimabanka)

Smellið á merki heimabanka(nýr gluggi opnast)

Sækið lykilorð í heimabanka(yfirlit-netyfirlit eða yfirlit-rafræn skjöl)

Lokið glugga heimabankans

Skráið inn lykilorðið

Staðfestið upplýsingar

Kjörseðill birtist með nöfnum allra frambjóðenda. Raðið minnst 4 og mest 7 í sæti með því að velja númer fyrir framan nafn viðkomandi. Talan 1 merkir

fyrsta sæti, talan 2 annað sæti og þannig koll af kolli.

Greiðið atkvæði

Flokksvalið er rafrænt og opið öllum félögum Samfylkingarinnar og stuðningsmönnum 16 ára og eldri sem hafa lögheimili í kjördæminu og hafa skráð sig

fyrir miðnætti fi mmtudaginn 8. nóvember.

Kosningin hefst föstudaginn 16. nóvember og lýkur laugardaginn 17. nóvember kl. 18:00.

2.-3. sætiÓlafur Þór Ólafsson 40 áraframkvæmdastjóri og bæjar-fulltrúi Sandgerði

3. sætiBergvin Oddsson 26 ára háskólanemi Reykjavík

1.-4. sætiBryndís Sigurðardóttir 50 ára framkvæmdastjóri Hveragerði

Ólafur Þór Ólafsson 40 ára Bergvin Oddsson 26 ára Bryndís Sigurðardóttir 50 ára

Oddný G. Harðardóttir óskar eftir stuðninGi í 1. sætið

Oddný var kjörin á þing 2009 en hefur stærsta hluta starfsævinnar unnið að skólamálum, lengst af sem stærðfræðikennari og aðstoðarskólameistari FS. Hún vann að stefnumótun í menntamálaráðuneytinu áður en hún gerðist bæjar­stjóri í Garði árið 2006.

Oddný er með B.Ed próf frá KHÍ (1980). Hún lauk stærðfræðinámi til kennslu­réttinda í framhaldsskóla frá HÍ (1991) og MA námi í uppeldis­ og menntunar­fræði frá HÍ (2001).

Oddný hefur tekið að sér mörg krefjandi ábyrgðar ­störf á kjörtímabilinu. Hún varð fjármálaráðherra fyrst kvenna og var formaður menntamála­ og fjárlaga­nefndar. Hún er þingflokks­formaður og stýrir gerð langtímaáætlunar í ríkis­fjármálum.

Oddný er 55 ára, búsett í Garði og gift Eiríki Hermann ssyni fyrrverandi fræðslu stjóra Reykjanes­bæjar. Þau eiga tvær dætur og þrjú barnabörn.

Oddný er traustur og verðugur fulltrúi Suður­ kjördæmis og tekst á við verkin af heiðarleika, hag­sýni, yfirvegun og festu.

Oddný vinnur að almanna­hag af dugnaði og hugsjón.

Oddný er vel til fOrystu fallin.

Ég starfa með hag barna að leiðarljósi og legg áherslu á ábyrga hagstjórn, atvinnumál, nýsköpun og fjölbreytt framboð náms.

Kosningaskrifstofa mín er að Hafnargötu 31, 2. hæð, í Reykjanesbæ. Þangað eru allir velkomnir.

Ég er einnig á facebook.com og heimasíðunni oddny.is

Kær kveðja,

2.-3. sætiGuðrún Erlingsdóttir 50 ára heilsumeistaranemi Vestmanna-eyjum

1. sætiBjörgvin G. Sigurðsson 42 ára formaður allsherjar- og mennta-málanefndar Alþingis Árborg

3.-4. sætiKristín Erna Arnarsdóttir 51 árs verkefnisstjóri og háskólanemi Reykjavík

2.-4. sætiÁrni Rúnar Þorvaldsson 36 árakennari og bæjarfulltrúi Höfn

1. sætiOddný G. Harðardóttir 55 ára þingflokksformaður Garði

3. sætiSoffía Sigurðardóttir 55 árahúsfreyja Árborg

3. sætiHannes Friðriksson 54 áravinnueftirlitsmaður Reykjanesbæ

3. sætiArna Ír Gunnarsdóttir 42 ára félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi Árborg

Arna Ír Gunnarsdóttir 42 ára

Page 3: Flokksval Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

4 5

Ólafur Þór Ólafsson í 2.-3. sæti Kallað hefur verið eftir öflugu fólki til að takast á við þau fjölbreyttu og krefjandi verkefni sem íslenska þjóðin stendur frammi fyrir.

Það þarf heilindi, kraft, þekkingu og reynslu svo halda megi áfram uppbyggingu íslensks samfélags þar sem velferð og sanngirni eru höfð að leiðarljósi. Þess vegna gef ég kost á mér til setu á Alþingi.

Ég gef kost á mér í 2.-3. sæti í fl okksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.

Ég hef setið í bæjarstjórn Sand-gerðisbæjar frá 2002 og leiddi lista Samfylkingar og óháðra borgara til hreins meirihluta í kosningunum 2010. Ég sit í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suð-urnesjum og hef mikla reynslu af margs konar félagsstörfum.

Ég starfa sem forstöðumaður Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum auk þess að vera tónlistarmaður í hjáverkum.

Ég er með BA-próf í stjórn-málafræði, hef kennsluréttindi og MPA-gráðu í opinberri stjórn-sýslu. Eiginkona mín er Katrín Júlía Júlíusdóttir og saman eigum við þrjú börn.

Facebooksíða:Ólafur Þór Ólafsson

Staðreyndir um stöðuna í nóvember 2012• Dregið hefur hraðar úr atvinnuleysi en flestir reiknuðu með. Skráð atvinnuleysi mældist

4.9% í septembermánuði 2012 – var 6.6% fyrir ári síðan.

• Á Íslandi er mun meiri hagvöxtur en í flestum ríkjum. Þjóðarkakan stækkaði á síðasta ári um 3.1% samkvæmt Hagstofu Íslands. Tölur staðfesta að efnahagsbatinn er stöðugur og heldur áfram á þessu ári - vel yfir meðaltali þeirra ríkja sem við berum okkur oftast við.

• Seðlabankinn spáir 3.1% hagvexti í ár, 2.2% 2013 og 3.4 % árið 2014. Hagstofan spáir 2.7% hagvexti í ár, 2.5% 2013 og 2.9% 2014.

• Fjárlagahallinn var 216 milljarðar árið 2008, 140 árið 2009, 123 árið 2010, 89 milljarðar 2011, verður 26 milljarðar 2012 og er áætlaður 2.8 milljarðar 2013.

• Verðbólga er nú 4.2% – var 18.6% í ársbyrjun 2009.

• Tekjur Íslendinga dreifðust jafnar árið 2011 en þær hafa gert síðan mælingar Hagstof-unar hófust árið 2004. Bilið milli tekjuhópa hefur minnkað verulega frá árinu 2009 og er tekjuhæsti fimmtungurinn nú með 3.3 sinnum hærri tekjur en sá lægsti. Til samanburðar var hlutfallið 4.2 árið 2009.

• Stýrivextir eru 5.75% – voru 18% í ársbyrjun 2009.

• Samkvæmt nýútkominni vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar þá fjölgaði starfandi Íslendingum um 900 frá 2011 og 2.600 frá 2010 þegar þriðji ársfjórðungur þessara ára er borinn saman. Atvinnuþáttaka eykst milli ára, hlutfall starfandi eykst og atvinnuleysi lækkar um 0.9 prósentustig – atvinnulausum fækkar á milli ára um 1500.

• Kaupmáttur launa hefur aukist um 1.4% síðasta árið.

• Samkvæmt álagningu ríkisskattstjóra vegna ársins 2011 jókst verðmæti fasteigna landsmanna um 9.3% milli áranna 2010-2011 á sama tíma og skuldir heimilanna minnkuðu um 6.3%. Nettóeign heimila, skilgreind sem heildareignir að frádregnum heildarskuldum, jókst um tæp 17% á milli ára.

• Launavísitala hefur hækkað um 5.7% síðasta árið.

• Skuldatryggingaálag ríkissjóðs Íslands er rúmlega 200 stig – var rúmlega 1100 þegar mest var.

• Í nýjum Eurobarometer – Þjóðarpúlsi allra Evrópulandanna - kom fram að fleiri Íslend-ingar telja nú samfélagið á réttri leið en rangri og fleiri Íslendingar eru jákvæðir gagnvart samfélagsþróuninni en íbúar flestra annarra Evrópulanda. Aðeins Svíar eru jákvæðari en Íslendingar í afstöðu sinni að þessu leyti.

Byggt á tölum Hagstofu Íslands, Vinnumálastofnunar, Seðlabanka Íslands, Ríkisskattsstjóra og Capacent.

Page 4: Flokksval Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

6 7

Velferðina og unga fólkið í öndvegiKæri félagi,

Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á stjórnmálum og samfélags-málum. Þátttaka í félagsmálum er mér hjartfólgin, til að geta haft áhrif á samfélagið mitt og að bæta mannlífið. Ég hef tekist á við mörg erfið verkefni í lífinu en hræðist ekki frekari áskoranir. Þær eru til þess að takast á við og þó ég sé lögblindur læt ég það ekki hamla mér. Ég er fjölskyldumaður, giftur Fannýju Rósu Bjarnadótt-ur, hjúkrunarfræðingi frá Höfn, og við eigum saman soninn Odd Bjarna, 3ja ára.

Ég lít björtum augum til framtíðar og sit ekki auðum höndum. Ég hef ritað og gefið út bækur, gegnt trúnaðarstörfum fyrir ýmis samtök, ásamt að sitja í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar frá 2009. Ég stunda nú B.A. nám í stjórnmálafræði við Háskóla Ís-lands. Þar sit ég einnig í stúdentaráði.

Til að allir fái notið sín á eigin forsendum er félagslegur jöfnuður mikilvægur. Framtíðin er óvíða bjartari en hér á landi og við eigum að vera stolt af þeim árangri sem hefur náðst undir forystu jafn-aðarmanna. Hvergi má útaf bregða, nú er tíminn til að bæta sam-göngur, auka velferðarþjónustu og skapa ný atvinnutækifæri.

Bryndís í 1.-4. sætiÉg býð mig í 1.-4. Sæti lista Samfylkingar á Suðurlandi. Ég hef opnað heimasíðu www.bryndissig.com og þar sem ég mun koma skoðunum mínum á framfæri, þar er líka hægt að senda mér skilaboð og fyrirspurnir.

Í silfurskeiðinni minni var kennsla um samfélagslega ábyrgð, sam-úð og réttlæti og þess vegna á ég erindi á Alþingi.

Bryndís SigurðardóttirFramkvæmdastjóri

Fædd 1962 og er búsett í Hveragerði, ég á þrjár dætur Lottu 30 ára, Sigrúnu 28 ára og Inge Sól sem er 17 ára. Sigrún á tvo drengi Mattías Mána 9 ára og Hrafnkel Kaj sem er 3ja ára með sambýlismanni sínum Aðalsteini. Á heimili okkar Inge Sólar býr einnig hundurinn Sóli, 7 mánaða ástralskur fjárhundur.

Ég er viðskiptafræðingur og kerf-isfræðingur, með svæðisbundin leiðsöguréttindi á Suðurlandi og meirapróf.

Undanfarin tæp tíu ár hef ég rekið bókhaldsskrifstofuna Yfi rlit í Hveragerði, fyrirtækið er vax-andi og hefur komist yfi r þau vandræði sem hrunið olli. Starfs-mennirnir endurheimtir og meira til. Hef unnið hin ýmsu störf í gegnum tíðina, þjónusta við hug-búnað og kerfi sfræði, verslunar-stjórn og skrifstofustörf.

Ég er mikil félagsvera og víða tekið ábyrgð í þeim efnum. Fyrsti formaður Samfylkingar í Hveragerði, í stjórn eða formaður starfsmannafélaga Tölvumynda og Kaupfélags Árnesinga og í stjórn blakdeildar Hamars. Í núverandi stjórn Samfylkingar í Hveragerði og forsvarsmaður Félags kvenna í atvinnurekstri á Suðurlandi.

Ég geng á fjöll hvenær sem færi gefst og spila blak þess á milli.

Facebooksíða:Bryndís Sigurðardóttir

Merkið við Bergvin í 3. sætið! Augljós valkostur!

Facebooksíða:Bergvin Oddsson

Page 5: Flokksval Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

8 9

Kæri félagi.

Frá því að ég var kosinn 1. þingmaður Suðurkjördæmis hef ég kynnst enn betur flestum hliðum mannlífsins í okkar stóra og fjöl-breytta kjördæmi. Þetta hefur sannarlega verið tími átaka og erf-iðleika en einnig tími vonar um nýtt og sanngjarnara Ísland.

Tækifærin í Suðurkjördæmi eru takmarkalítil. Eftir að íslenskt sam-félag vann sig sameiginlega í gegnum heljarbylinn sem gekk yfir landið birtir nú til á flestum sviðum. Verkefnin eru áfram mörg en margt hefur áunnist. Gildir einu hvort svipast er um á vettvangi menntunar, orkuvinnslu, ferðaþjónustu, landbúnaðar eða sjáv-arútvegs.

Liðin ár hafa verið orrahríð og reynt á okkur öll. Á stundum hafa stjórnmálin minnt meira á stríð en rökræður um framvindu þjóð-mála.Þegar ég tók ákvörðun um að gefa áfram kost á mér til stjórn-málaþátttöku hertur af reynslu síðustu ára var það ekki síst vegna þeirra sannfæringar minnar að hin harða ágjöf geti skilað okk-ur betra þjóðfélagi. Við þurfum hins vegar að draga lærdóm af reynslu liðinna ára.

Öflugt velferðarnet örvar öflugt atvinnulíf. Sígild og hófsöm jafn-aðarstefna markar leiðina til framtíðar. Mínar hugsjónir eru hug-sjónir félagshyggju og framfara í atvinnu- og velferðarmálum á Íslandi. Á þeim grundvelli óska ég eftir stuðningi til þess að leiða áfram lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.

Björgvin G. Sigurðsson, 1. þingmaður Suðurkjördæmis.

Guðrún Erlingsdóttir í 2.-3. sæti Ég vil stuðla að réttlátu þjóðfélagi þar sem raunverulegur jöfnuður ríkir. Þar sem allir hafa tækifæri til þess að leggja sitt af mörkum óháð stétt og stöðu. Þar sem skattbyrðinni er bróðurlega skipt. Náttúruauðlindir eru sameign þjóðarinnar sem ber að nýta af skynsemi og virðingu. Ég vil stuðla að fjölbreyttari úrræðum og vali í heilbrigðismálum. Hlúa að matarkistum og fyrirtækjum Suðukjör-dæmis til sjávar og sveita.

Ég bið um stuðning þinn í 2.-3. sæti

Stuðningsmenn Björgvins eru með starfsstöð vegna fl okksvals-ins á efri hæðinni í Tryggvaskála Selfossi. [email protected]. Sími 863-5518. Facebooksíða: Björgvin G. Sigurðsson

Björgvin er í sambúð með Maríu Rögnu Lúðvígsdóttir. Börnin eru sex talsins en saman eiga þau dæturnar Guðrúnu Rögnu 9 ára og Elísabetu 7 ára og eru þær í Vallaskóla á Selfossi.

Guðrún Erlingsdóttir fædd í Vestmannaeyjum 1962.

2. varaþingmaður Suðurkjör-dæmis. Nemur náttúrulækningar í Heilsumeistaraskólanum.

Formaður deildar VR Vestmanna-eyjum. Stjórnarformaður Við-lagatryggingar Íslands. Önnur stjórnarstörf m.a. Starfsorka, starfsendurhæfi ng Vestmanna-eyja, Endurskoðunarnefnd Líf-eyrissjóðs Vestmannaeyja, nefnd um verndun Surtseyjar, starfs-stjórn Aglow í Eyjum.

Formaður Samfylkingarélags Vestmannaeyja og formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylking-arinnar.

20 ára starf þágu verkalýðsbar-áttunnar. Áratuga reynsla, virkni og og áhugi á sveitarstjórnar- og félagsmálum. Þekking á málefn-um Suðurkjördæmis.

Facebooksíða:Guðrún Erlingsdóttir

Elísabet á Gamla-Jarp heima í Skarði.

Guðrún Ragna á Geysi sínum í Skarði.

Með Maríu og dætrunum á hátíðinni Sumar á Selfossi.

Page 6: Flokksval Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

10 11

Kristín Erna 3-4. sætiKristín Erna bjó undir Eyjafjöllum í fimmtán ár og rak ásamt sam-starfskonum úr sveitinni ferðaþjónustuna Fossbúann í Skógum frá 1995–2004. Hún hefur starfað sem upptökustjóri hjá RUV, framkvæmdastjóri við kvikmyndagerð og verkefnastjórn af ýmsum toga.

Hún var þrisvar kosningastjóri í Reykjavík og er í flokksstjórn Samfylkingarinnar, formaður Landsfundanefndar ásamt ýmsum nefndar- og trúnaðarstörfum. Kristín Erna er í stjórnmála- og fjölmiðlafræði í Háskóla Íslands. Hún á sitt annað heimili í Önd-verðarnesi með Sveini M. Sveinssyni yfirlækni á HSU. Hún á þrjú börn og ömmustrák.

Jafnaðarfl okkur á að tryggja að allir sitji við sama borð Árni Rúnar Þorvaldsson stefnir á 2.–4. sætið

Ég er 36 ára grunnskólakennari búsettur í Sveitarfélaginu Horna-firði. Ég er kvæntur Ragnhildi Einarsdóttur, grunnskólakennara og við eigum þrjú börn. Frá árinu 2006 hef ég verið bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Hornafjarðar. Á þeim tíma hef ég gegnt störfum for-seta bæjarstjórnar og formanns bæjarráðs auk setu í fjöldamörg-um nefndum sveitarfélagsins. Að auki sit ég nú í ráðgjafarnefnd jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga.

Ég hef komið að fjölbreyttu félagsstarfi, bæði á vettvangi íþrótta-mála á Hornafirði og á vegum Kennarasambands Íslands. Ég var formaður knattspyrnudeildar Sindra í þrjú ár. Á vettvangi stétt-arfélagsins var ég formaður Kennarasambands Austurlands í tvö ár og sat í stjórninni í fimm ár. Einnig var ég gjaldkeri Félags Grunnskólakennara.

Áhugamál mín tengjast þeim félagsstörfum sem ég hef komið að á undanförnum árum og í þeim efnum hafa bæjarmálin skipað lang-stærstan sess.

Helstu áherslur:

Stjórnarskrárumbætur á grund-velli tillagna stjórnlagaráðs og niðurstöðu þjóðaratkvæða-greiðslu.

Fjölbreytt og öfl ugt atvinnulíf er undirstaða velferðar.

Aðildarviðræðum við ESB lokið og samningur lagður fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Fjölbreytt tækifæri til menntunar og spennandi atvinnutækifæri fyrir ungt fólk.

Rammaáætlun er grundvöllur sátta um vernd og nýtingu nátt-úrusvæða.

Greiðar samgöngur eru forsenda efl ingu byggða.

Áframhaldandi uppbygging á forsendum jafnaðarstefnunnar byggir á gagnsæi og sanngjörn-um leikreglum þar sem allir sitja við sama borð. Fyrir því vil ég berjast.

Facebooksíða:Árni Rúnar Þorvaldsson

Helstu áherslur:

Efnahagsmál:Það er vaxandi gagnrýni um all-an heim á fjármálakerfi sem leiða kreppur yfi r heimili og fyrirtæki með reglulegu millibili. Ég tel að stjónvöld verði að sýna kjark til að taka stöðu með almenningi andspænis peningavaldinu. Til þess þurfum við að skoða með gagnrýnni hugsun fjármálakerfi ð sem sýnt hefur að leiðir af sér ójöfnuð, sóun og kreppur.

Atvinnulífi ð:Ég tel að við eigum að skapa farveg með einfaldara rekstrar-umhverfi fyrir fjölbreytt smærri fyrirtæki sem byggja á sjálfbær-um gildum.

Velferð:Börn eru aðalatriðið í nútíð og framtíð. Ég vil taka Svíþjóð til fyrirmyndar og tel að öll þjón-usta eigi að vera gjaldfrjáls fyrir börn. Fyrsta skrefi ð er frí tannlæknaþjónusta sem vonandi verður að veruleika í vetur.

Sími: 898-7378 [email protected]íða: Kristín Erna Arnardottir

Page 7: Flokksval Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

12 13

Soffía í 3. sætiSoffía Sigurðardóttir, 55 ára húsfreyja á Selfossi.

Ég er fædd og uppalin á bænum Neistastöðum í Flóa. Líklega byrjaði ég að vinna skömmu eftir að ég byrjaði að ganga og að segja mína skoðun eftir að ég fór að tala. Ólst upp við að hlusta á samtöl fullorðins fólks. Afi minn kenndi mér að virða og annast dýr. Af föður mínum lærði ég að hlusta á veðurfréttir og fara með ljóð og af móður minni þrautseigju og leiklist. Á bænum var gest-kvæmt og fólk var alltaf að skiptast á skoðunum og halda fram rökum og mótrökum. Svo varð ég snemma læs og las mikið.

Áhugamálin urðu eftir þessu mörg og starfsvalið fjölbreytt. Ég tók þátt í starfi hernaðarandstæðinga og byltingarhreyfingu róttækl-inga, vann fyrir mér og var virk í starfi stéttarfélags. Með öllu þessu hjómaði í huga mér hending úr kvæði Tómasar Guðmunds-sonar: “Á meðan til er böl sem bætt þú gast, og barist var á meðan hjá þú sast, er ólán heimsins einnig þér að kenna”. Ég sit ekki hjá og þess vegna tek ég þátt í pólitík.

Í nokkur ár fékkst ég við fjölmiðlun og ferðaðist um allt Suðurland til að hlusta, leita upplýsinga, skilja hismi frá kjarna og miðla. Þar kynntist ég sunnlensku alþýðufólki sem ég ber mikla virðingu fyrir.

Um skoðanir mínar má lesa á: http://blogg.smugan.is/fia/

Oddný G. Harðardóttir óskar eftir stuðninGi í 1. sætið

Oddný var kjörin á þing 2009 en hefur stærsta hluta starfsævinnar unnið að skólamálum, lengst af sem stærðfræðikennari og aðstoðarskólameistari FS. Hún vann að stefnumótun í menntamálaráðuneytinu áður en hún gerðist bæjar­stjóri í Garði árið 2006.

Oddný er með B.Ed próf frá KHÍ (1980). Hún lauk stærðfræðinámi til kennslu­réttinda í framhaldsskóla frá HÍ (1991) og MA námi í uppeldis­ og menntunar­fræði frá HÍ (2001).

Oddný hefur tekið að sér mörg krefjandi ábyrgðar ­störf á kjörtímabilinu. Hún varð fjármálaráðherra fyrst kvenna og var formaður menntamála­ og fjárlaga­nefndar. Hún er þingflokks­formaður og stýrir gerð langtímaáætlunar í ríkis­fjármálum.

Oddný er 55 ára, búsett í Garði og gift Eiríki Hermann ssyni fyrrverandi fræðslu stjóra Reykjanes­bæjar. Þau eiga tvær dætur og þrjú barnabörn.

Oddný er traustur og verðugur fulltrúi Suður­ kjördæmis og tekst á við verkin af heiðarleika, hag­sýni, yfirvegun og festu.

Oddný vinnur að almanna­hag af dugnaði og hugsjón.

Oddný er vel til fOrystu fallin.

Ég starfa með hag barna að leiðarljósi og legg áherslu á ábyrga hagstjórn, atvinnumál, nýsköpun og fjölbreytt framboð náms.

Kosningaskrifstofa mín er að Hafnargötu 31, 2. hæð, í Reykjanesbæ. Þangað eru allir velkomnir.

Ég er einnig á facebook.com og heimasíðunni oddny.is

Kær kveðja,

Afi minn kenndi mér að virða og annast dýr.

Facebooksíða:Soffía Sigurðardóttir

Page 8: Flokksval Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

14 15

Arna Ír í 3. sætiÁgæti kjósandi.

Ég hef alla tíð haft brennandi áhuga á samfélagsmálum og er reiðubúin að leggjast á árarnar til þess að gera samfélagið okkar réttlátt og gott, samfélag þar sem allir eiga möguleika á að taka virkan þátt.

Ég legg ríka áherslu á velferðar– og menntamál. Við þurfum að vinna markvisst gegn brottfalli úr framhaldsskólum. Það getum við m.a. gert með því að búa til fl eiri sveigjanleg námsframboð þannig að allir fi nni eitthvað við sitt hæfi . Ég vil leggja mitt af mörkum til þess að gera aðgengi að námi sem auðveldast fyrir alla.

Aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast og sífellt fl eiri ná háum aldri. Því er afar mikilvægt að við hröðum uppbyggingu hjúkrunarheimila og efl um þjónustu við aldraða. Við þurfum að þróa þjónustuna við aldrað fólk þannig að hún verði sveigjanlegri og meira einstaklingsmiðuð heldur en raunin er í dag.

Atvinnumál eru velferðarmál. Að vera á vinnumarkaði og leggja af mörkum til samfélagsins skiptir miklu máli fyrir sjálfsmynd hvers og eins. Með mik-illi atvinnuþátttöku berjumst við gegna fátækt, stuðlum að jafnrétti og höfum meira til ráðstöfunar í velferðarþjónustuna okkar. Atvinna fyrir alla á alltaf að vera mikilvægasta markmiðið.

Ég vil leggja mitt af mörkum til þess að breyta þeirri umræðuhefð sem verið hefur við lýði á alþingi síðustu misseri. Stjórnmálamenn verða að temja sér öguð og vönduð vinnubrögð hvort sem þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Það fylgir því rík ábyrgð að vera fulltrúi kjósenda á Alþingi Íslendinga.

Hannes Friðriksson í 3. sætiÞað skiptir máli að börnin okkar og barnabörn geti gengið að því vísu að þau lifi í þjóðfélagi þar sem jöfnuður, bræðralag og velferð hvers einasta einstaklings eru höfuðstefin. Fyrir því vil ég berjast og þess vegna býð ég mig fram til þjónustu fyrir íbúa Suðurkjör-dæmis. Ég býð mig fram í 3ja sæti.

Arna Ír Gunnarsdóttir er fædd á Selfossi þann 27.ágúst 1970. Arna gekk í grunn- og framhalds-skóla á Selfossi og útskrifaðist sem félagsráðgjafi frá Háskól-anum í Osló árið 1996.

Eftir útskrift starfaði Arna við félagsþjónustu Oslóarborgar í 4 ár. Arna starfaði sem sviðs-stjóri á Svæðisskrifstofu fatl-aðra á Suðurlandi í 8 ár áður en hún hóf störf við þjónustusvæði Suðurlands í málefnum fatlaðs fólks eftir tilfærslu málafl okks-ins til sveitarfélaganna. Í dag starfar Arna í Velferðarþjónustu Árnesþings og á þjónustusvæði Suðurlands í málefnum fatlaðs fólks.

Arna hefur verið bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Sveitarfélag-inu Árborg frá árinu 2010.

Arna Ír er gift Hermanni Ólafssyni landslagsarkitekt og eiga þau 3 syni, 4, 12 og 14 ára.

Hannes Friðriksson er 54 ára innanhúsarkitekt úr Reykja-nesbæ og er giftur Þórunni Benediktsdóttur hjúkrunarfræð-ingi.

Varabæjafulltrúi í Reykjanesbæ og á sæti í fjölskyldu- og félags-málaráði og í stjórn Fasteigna Reykjanesbæjar.

Fulltrúi Suðurkjördæmis í Umbótanefnd Samfylkingar og situr í Velferðarnefnd Samfylk-ingar.

Hannes hefur á undanförnum árum skrifað fjölda greina um viðhorf sín er tengjast bæjarmál-efnum Reykjanesbæjar.

Facebooksíða:Hannes Friðriksson

Page 9: Flokksval Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

16

Flokksval Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi 16.-17. nóvember fyrir fl okksmenn og skráða stuðningsmenn

Hvernig tek ég þátt?

Þeir sem eru orðnir 16 ára og búnir að ganga í Samfylkinguna eða skrá sig sem stuðningsmenn flokksins á miðnætti

fimmtudaginn 8. nóvember geta tekið þátt í flokksvalinu. Hægt er að skrá sig á samfylking.is undir „Taktu þátt“ – bæði sem

stuðningsmann og ganga í flokkinn. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu Samfylkingarinnar í síma 414-2200.

Hvernig kýs ég?Flokksvalið er rafrænt. Hægt verður að kjósa í hvaða nettengdu tölvu

sem er frá 16. nóvember til kl. 18.00 laugardaginn 17. nóvember. Kosið er á samfylking.is - Flokksval 2012. Kjósandi slær inn kennitölu, fær

lykilorð sent í heimabanka og kýs. Nánari upplýsingar um það hvernig netkosn-ing fer fram má finna á bls. 2 í bæklingnum og á samfylking.is

Hvar get ég kosið?Þú getur kosið í hvaða nettengdu tölvu sem er. En ef þú hefur ekki aðgang að nettengdri tölvu eða ert ekki með aðgang að heimabanka þá getur þú kosið á

fjórum stöðum í kjördæminu milli kl. 13:00 og 17:00 föstudaginn 16. nóvember og laugardaginn 17. nóvember:

Reykjanesbær: Salur Verslunarmannafélags Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14Selfoss: Samfylkingarsalurinn, Eyrarvegi 15Vestmannaeyjar: Alþýðuhúsið við Skólaveg.Höfn í Hornafirði: Víkurbraut 4, 2. h.

Hvar fi nn ég meiri upplýsingar?

Frekari upplýsingar má finna á samfylking.is – Flokksval 2012.