forsendur og markmiÐ - reykjanesbaer.is...markmið um jafnvægi í rekstri tengist eftirfarandi...

18
1 Útgáfa 0.1 FORSENDUR OG MARKMIÐ FJÁRHAGSÁÆTLUN 2020 til og með 2023

Upload: others

Post on 12-Mar-2021

4 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: FORSENDUR OG MARKMIÐ - reykjanesbaer.is...Markmið um jafnvægi í rekstri tengist eftirfarandi þáttum: Tekjur – útsvar, fasteignagjöld, þjónustugjöld Íbúafjöldi Launakostnaður

1 Útgáfa 0.1

FORSENDUR OG MARKMIÐ

FJÁRHAGSÁÆTLUN

2020 til og með 2023

Page 2: FORSENDUR OG MARKMIÐ - reykjanesbaer.is...Markmið um jafnvægi í rekstri tengist eftirfarandi þáttum: Tekjur – útsvar, fasteignagjöld, þjónustugjöld Íbúafjöldi Launakostnaður

2 Útgáfa 0.1

1. Inngangur

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt verklag við gerð fjárhagsáætlunar og er einn liður í því vinnuferli að taka

saman helstu forsendur fjárhagsáætlunar í eitt skjal svo allir, bæði embættismenn og kjörnir fulltrúar, vinni út frá

sömu forsendum. Í þessu skjali eru sett fram fjárhagsleg markmið en þjónustumarkmið birtast hins vegar í

starfsáætlunum hvers sviðs. Einnig er hér að finna umfjöllun um helstu viðhaldsframkvæmdir sem vitað er að ráðast

þurfi í á næstunni. Fyrir vinnu við fjárhagsáætlun samþykkti bæjarráð að lágmarks framlegð A-hluta yrði 11,8%.

Það er von okkar að þessi samantekt helstu forsenda auðveldi og bæti vinnu við gerð fjárhagsáætlunar

Reykjanesbæjar.

Virðingarfyllst

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri.

2. Markmið

Fjármálastjórn Reykjanesbæjar skal ávallt vera í samræmi við lög og reglur sem gilda um fjármál sveitarfélaga á

hverjum tíma. Markmið Reykjanesbæjar við gerð fjárhagsáætlunar 2020 og þriggja ára áætlunar 2021 til og með

2023 byggja annars vegar á fjármálareglum sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og hins vegar reglum Reykjanesbæjar

um gerð fjárhagsáætlunar.

Reykjanesbær starfar eftir aðlögunaráætlun sveitarfélagsins sem var samþykkt var á árinu 2018 í bæjarstjórn og

staðfest hjá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga í júní 2019.

Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023 mun leysa upphaflegu aðlögunaráætlunina af hólmi og verða

gildandi aðlögunaráætlun sveitarfélagsins að lokinni afgreiðslu hennar í desember 2019 og samþykki eftirlitsnefndar

með fjármálum sveitarfélaga.

Grundvallarhlutverk bæjarsjóðs, A-hluta Reykjanesbæjar, er að veita íbúum bæjarins góða og skilvirka þjónustu.

2.1 Markmið um þjónustu Gerð er grein fyrir stefnum, markmiðum og áformum varðandi þjónustu bæjarins í starfsáætlunum fagsviða og

fyrirtækja í B-hluta samstæðu bæjarins.

2.2 Markmið um jafnvægi í rekstri A-hluta og samstæðu A og B

hluta Reykjanesbæjar Skylt er að haga fjárhagsáætlun þannig að rekstrargjöld séu fjármögnuð með tekjum af rekstri. Í 64. gr. laga nr.

138/2011 er kveðið á um að sveitarstjórn skuli sjá til þess að rekstri, fjárfestingum og ráðstöfun eigna og sjóða sé

þannig hagað á hverjum tíma að sveitarfélagið muni til framtíðar geta sinnt skyldubundnum verkefnum sínum. Lögin

gera þess vegna kröfu um að heildarútgjöld til rekstrar vegna samstæðu skuli á hverju þriggja ára tímabili ekki vera

hærri en nemur samanlögðum reglulegum tekjum (jafnvægisreglan). Þannig má segja að tekjuáætlun til næstu

fjögurra ára marki útgjaldaþol A-hluta og samstæðu A og B hluta. Þetta markmið felur í sér:

Að bæði A-hluti og samstæða A og B hluta þurfa á hverju ári að vera rekin með afgangi.

Að yfir hvert þriggja ára tímabil séu rekstrartekjur A-hluta og samstæðu A og B hluta hærri en

rekstrargjöld.

Að bæjarsjóður Reykjanesbæjar og samstæða bæjarins verði rekin með tekjuafgangi út tímabilið.

Page 3: FORSENDUR OG MARKMIÐ - reykjanesbaer.is...Markmið um jafnvægi í rekstri tengist eftirfarandi þáttum: Tekjur – útsvar, fasteignagjöld, þjónustugjöld Íbúafjöldi Launakostnaður

3 Útgáfa 0.1

Markmið um jafnvægi í rekstri tengist eftirfarandi þáttum:

Tekjur – útsvar, fasteignagjöld, þjónustugjöld

Íbúafjöldi

Launakostnaður

Annar rekstrarkostnaður

Rekstrarniðurstaða skili afgangi til greiðslu skulda og skuldbindinga.

2.3 Markmið um hámark skulda og skuldbindinga í A-hluta og

samstæðu A og B hluta Reykjanesbæjar Rekstri, fjárfestingum og ráðstöfun eigna og sjóða A-hluta skal ráðstafað þannig að bæjarsjóður geti til framtíðar

sinnt skylduverkefnum sínum á hverjum tíma. Þetta felur í sér kröfu um að heildarskuldir og skuldbindingar nemi að

hámarki 150% af reglubundnum tekjum, sbr. 64. gr. laga nr. 138/2011 og reglugerðar nr. 458/2018 um fjárhagsleg

viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga og er hér eftir vísað í það sem skuldaviðmið. Lagaákvæðið kallar á

markmið um hóflega og sjálfbæra skuldsetningu.

Grunnfjárfestingar í stofnframkvæmdum eru lágmarkaðar við 450 m.kr. en beiðni um heimild hækkunar í 700 m.kr.

liggur óafgreidd hjá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Vegna íbúafjölgunar er gert ráð fyrir byggingu 1.

áfanga nýs skóla, Stapaskóla. Gert er ráð fyrir um 2.000 m.kr. fjárfestingu vegna þessa verkefnis á árinu 2020 og

um 650 m.kr. á árunum 2021 og 2023. Á árunum 2020 til 2022 er gert ráð fyrir 300 m.kr. framlagi Reykjanesbæjar

til byggingar á nýju hjúkrunarheimili.

Vegna þessara miklu fjárfestinga er gert ráð fyrir lítilsháttar aukningu skulda í A-hluta.

2.4 Markmið tengd aðlögun að fjármálareglum sveitarfélaga Þau sveitarfélög sem uppfylla ekki fjármálareglur sveitarfélaga skv. 64. grein laga nr. 138/2011 er gert skylt að leggja

fram áætlun fyrir Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (svokallaða aðlögunaráætlun) um hvernig og hvenær þau

ráðgera að uppfylla kröfu um 150% skuldaviðmið. Sveitarfélög fengu 10 ár frá gildistöku laganna árið 2012 til að ná

skuldaviðmiði sínu niður.

Með samkomulagi við kröfuhafa um endurskipulagningu efnahagsreiknings Reykjanesbæjar og sóknaráætlun um

bættan rekstur sveitarfélagsins hefur náðst á undanförnum árum talsverður árangur í rekstri og mikilvægir áfangar

við að ná framangreindum markmiðum um skuldaviðmið.

Reykjanesbær lagði fyrst fram aðlögunaráætlun á árinu 2017 fyrir eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sem

nefndin samþykkti. Með fjárhagsáætlun 2019 og 3ja ára áætlun til ársins 2022 var sú áætlun uppfærð. Áfram er

gert ráð fyrir að eitt af meginmarkmiðum aðlögunaráætlunar náist en það er að komast undir 150% skuldaviðmið eins

og það var sett fram í upphaflegri aðlögunaráætlun.

2.5 Markmið tengd greiðsluhæfi A-hluta Greiðslubyrði vegna skulda og skuldbindinga A-hlutans er vel viðráðanleg á næstu árum. Reykjanesbær lauk

endurskipulagningu efnahags Reykjaneshafnar árið 2018 og tók á sig skuldir og skuldbindingar hafnarinnar með

endurfjármögnun. Með auknum útsvarstekjum og bætts rekstrar bæjarsjóðs hefur framlegð aukist og mun aukast

áfram á næstu fjórum árum skv. áætluninni. Greiðsluhæfi bæjarsjóðs er því ágætt á framangreindu tímabili.

Page 4: FORSENDUR OG MARKMIÐ - reykjanesbaer.is...Markmið um jafnvægi í rekstri tengist eftirfarandi þáttum: Tekjur – útsvar, fasteignagjöld, þjónustugjöld Íbúafjöldi Launakostnaður

4 Útgáfa 0.1

2.6 Markmið varðandi fjárhagslegt gagnsæi Ítarlegar fjárhagslegar upplýsingar um A-hluta skulu vera aðgengilegar fyrir almenning. Þar er átt við að á vef bæjarins

verði hægt að nálgast fjárhagsupplýsingar varðandi rekstur bæjarfélagsins:

Fjárhagsáætlun

Mánaðarleg rekstraryfirlit

Árshlutauppgjör

Ársreikninga

Viðauka við fjárhagsáætlun

3. Framsetning áætlunar og rekstur málaflokka

3.1 Framsetning áætlunar Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar samanstendur af rekstrar- og efnahagsreikningi fyrir A-hluta og

samstæðureikning A og B-hluta. A-hluti, öðru nafni bæjarsjóður, samanstendur af aðalsjóði, eignasjóði og

umhverfismiðstöð, sem sinna starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Til B-hluta

teljast stofnanir sveitarfélagsins og fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu sveitarfélagsins og eru reknar sem

fjárhagslega sjálfstæðar einingar. Þau fyrirtæki og stofnanir sem falla undir B-hluta eru: Fráveita Reykjanesbæjar,

Reykjaneshöfn, HS Veitur hf., Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf. (EFF), Tjarnargata 12 ehf., Hljómahöll-veitingar ehf,

Fasteignin sem hýsir hjúkrunarheimilið að Nesvöllum og Íslendingur ehf.

3.2 Rekstur málaflokka Markmiðið með verklagi við fjárhagsáætlunargerð er að bæta meðferð fjármuna bæjarins og lágmarka frávik frá

fjárhagsáætlun.

Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar er rammaáætlun þar sem málaflokkum og stofnunum eru veittar

heildarfjárveitingar. Gengið er út frá því að stjórnendur sviða og stofnana hafi bestu forsendur til að vinna frekar úr

þeim verkefnum sem ákveðið er að vinna og leita hagkvæmustu leiða til að framkvæma. Mikilvægt er að

ákvarðanataka sé eins nálægt notendum þjónustunnar og við verður komið. Þannig verður ábyrgð skýrari og ákveðið

athafnafrelsi myndast í rekstri málaflokka. Rammaáætlum byggir á samþykktri aðlögunaráætlun til og með ársins

2023. Fjárhagsáætlun bæjarins út tímabilið verður uppfærð aðlögunaráætlun.

Fræðslu- og uppeldismál eru sem fyrr langstærsti málaflokkurinn en útgjöld til fræðslumála nema 51% af

heildarútgjöldum sveitarfélagsins. Útgjöld vegna velferðarþjónustu nema 13% af heildarútgjöldum, íþrótta- og

tómstundamál 7%, umhverfis-, umferðar- og skipulagsmál 5%, menningarmál 4% og brunamál og almannavarnir

taka til sín 2%. Sameiginlegur kostnaður nemur 5% af heildarútgjöldum en undir þennan málaflokk falla nefndir og

ráð, rekstur ráðhúss, tölvu og upplýsingamál fyrir allar stofnanir, fjármálaskrifstofa, skrifstofa stjórnsýslu og Súlan

verkefnastofa. Inni í þessum málaflokki er einnig utanumhald um framlög til Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum

og framlög til byggingar nýs hjúkrunarheimilis. Útgjöld umhverfismiðstöðvar nema 2% og eignasjóðs nema 7%.

Lífeyrisskuldbindingar nema 4% af heildarútgjöldum.

Page 5: FORSENDUR OG MARKMIÐ - reykjanesbaer.is...Markmið um jafnvægi í rekstri tengist eftirfarandi þáttum: Tekjur – útsvar, fasteignagjöld, þjónustugjöld Íbúafjöldi Launakostnaður

5 Útgáfa 0.1

4. Forsendur fjárhagsáætlunar 2020 og

langtímaáætlana

Forsendur fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar fyrir árin 2020 til og með 2023 eru eins og undanfarin ár að mestu leyti

byggðar á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands sem birtist í byrjun júní 2019. Auk þess tók Samband íslenskra sveitarfélaga

saman minnisblað í júní 2019 um forsendur og áherslur við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélaga árið 2020.

Úr minnisblaði Sambandsins frá júní 2019 um efnhagsskilyrði og kjaramál:

Þjóðhagsspá Hagstofu Lög um opinber fjármál mæla sérstaklega fyrir um hagrænar forsendur í 8. gr. Segir þar

m.a. að byggt skuli á traustum forsendum og gögnum, opinberum hagtölum og

þjóðhagsspám. Lögð er áhersla á að gerð skuli grein fyrir forsendum sem byggt er á.

Ástæða er til að leggja sérstaklega að sveitarfélögum að gera sem besta grein fyrir þeim

Page 6: FORSENDUR OG MARKMIÐ - reykjanesbaer.is...Markmið um jafnvægi í rekstri tengist eftirfarandi þáttum: Tekjur – útsvar, fasteignagjöld, þjónustugjöld Íbúafjöldi Launakostnaður

6 Útgáfa 0.1

forsendum sem unnið er eftir og á það við hvort tveggja áætlun næsta árs og þriggja

ára áætlun.

Í reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga segir með

beinum hætti í 17. gr. að við vinnslu fjárhagsáætlunar skuli sveitarfélög styðjast við

þjóðhagsspár Hagstofu Íslands þar sem við á. Síðasta spá stofnunarinnar (sumarspá)

var birt 1. júní sl. Stofnunin mun birta vetrarspá sína um miðjan nóvember

næstkomandi. Mun Hag- og upplýsingasvið draga upp minnisblað um helstu breytingar

frá sumarspá og miðla til sveitarfélaga.

Í töflu 1 eru niðurstöður Hagstofu um þróun helstu þjóðhagsstærða árin 2018- 2022

raktar.

Tafla 1. Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands 2018-2022 Hlutfallsleg magnbreyting milli ára, þ.e. umfram verðhækkanir, nema annað sé tekið fram.

Hagvöxtur. Hagstofa Íslands gerir ráð fyrir litils háttar samdrætti landsframleiðslu,

um -0,2%, árið 2019. Fyrri spá stofnunarinnar hljóðaði upp á 1,7% hagvöxt. Hagstofa

reiknar með að hagvöxtur taki við sér strax á næsta ári og verði 2,6-2,7% næstu árin.

Full ástæða er til að hafa efasemdnir um að þetta gangi eftir.

Hagstofan spáir að samdráttur verði í fjármunamyndun, einkum atvinnuveganna, en

einka- og samneysla vaxi áfram. Þjóðarútgjöld telur hagstofan muni vaxa um 0,5%.

Samdráttur landsframleiðslunnar stafar einkum af breyttum horfum um útflutning

sem hagstofa telur að muni dragast saman um 2,5%.

Ferðaþjónustan er orðin meginuppspretta gjaldeyristekna þjóðarbúsins og sú

atvinnugrein sem skapað hefur langflest störf undanfarin ár. Vöxtur greinarinnar

hefur verið ævintýralegur, en nú virðist komið að vatnaskilum. Erfiðleikar

flugfélagsins Wow air sem enduðu með gjaldþroti í lok mars sl. skipta sköpum.

Landsbankinn gerir ráð fyrir að ferðamönnum muni fækka um 14% í ár og Arion

banki um 16%. Þessir bankar eru nokkuð bjartsýnir um að úr rætist og reikna

með 5% fjölgun á næsta ári og Landsbankinn spáir nærfellt 9% fjölgun árið 2021

2020 2021 2022 2023

Einkaneysla 2,4 2,8 3,0 2,8 2,6Samneysla 1,9 1,3 1,5 1,9 2,4Fjármunamyndun -5,7 6,2 3,2 2,5 3,5

Atvinnuvegafjárfesting -10,1 4,9 2,1 3,4 4,9

Fjárfesting í íbúðarhúsnæði 16,2 9 5,3 4,7 3,6

Fjárfesting hins opinbera -3,5 7,6 4,6 -4,2 -2,1

Þjóðarútgjöld, alls 0,5 3,1 2,7 2,5 2,8Útflutningur vöru og þjónustu -2,5 2,5 2,8 2,6 2,5Innflutningur vöru og þjónustu -1,2 3,6 2,7 2,5 2,9Verg landsframleiðsla (hagvöxtur) -0,2 2,6 2,7 2,6 2,6Vöru- og þjónustujöfnuður, % af VLF 1,9 1,4 1,5 1,5 1,3Viðskiptajöfnuður, % af VLF 1,2 0,6 0,8 0,8 0,6Atvinnuleysi, % af vinnuafli 3,7 3,8 3,8 3,9 4,0Vísitala neysluverðs (verðbólga) 3,4 3,2 2,6 2,6 2,6Launavísitala 2,1 2,2 3,2 2,6 1,6

2019

Page 7: FORSENDUR OG MARKMIÐ - reykjanesbaer.is...Markmið um jafnvægi í rekstri tengist eftirfarandi þáttum: Tekjur – útsvar, fasteignagjöld, þjónustugjöld Íbúafjöldi Launakostnaður

7 Útgáfa 0.1

og Arion banki 4%.

Vísitala neysluverðs byggir á könnun á útgjöldum heimila og tekur þannig til

vöru og þjónustu sem heimilin kaupa, þ.m.t húsnæði. Hagstofan gerir ráð

fyrir að verðbólga vaxi lítillega næstu tvö árin, verði 3,4% í ár og 3,2% 2020 og

um um 2½% síðustu ár spátímabilsins.

Flestir spáaðilar eru á svipuðu róli í mati á verðbólguhorfum, en Arion banki

nokkuð svartsýnni og spáir meiri verðbólgu en hinir árin 2019 og 2020.

Gallup kannar fyrir Seðlabanka hvað heimili og forsvarsmanna stærstu fyrirtækja

halda að verðbólga verði á næstunni. Í vorkönnun 2019 kom fram að heimili

og fyrirtæki reikna með að eftir eitt ár yrði verðbólga meiri en Hagstofa

spáir, eða um 4%.

Hækkun vísitölu neysluverðs má nota sem vísbendingu um

almennar verðbreytingar, t.d. margvíslegrar rekstrarvöru. Hagstofa

gerir ráð fyrir að heimsmarkaðsverð á olíu muni lækka um 5,3% í ár og um

1,6% á því næsta.

Húsnæðisverð. Undanfarin ár hefur húsnæðisverð verið afgerandi þáttur

í hækkun neysluverðvísitölu. Hvorki hagstofa né seðlabanki birta spár

um íbúðaverð. Viðskiptabankarnir þrír birta spár um raunbreytingu íbúðaverðs

(þ.e. umfram hækkun neysluverðsvísitölu), sjá töflu 2. Taflan sýnir að bankarnir

reikna með að úr verðhækkunum muni draga á næstu árum og jafnvel í þeim

mæli að raunverð húsnæðis lækki umtalsvert eins og Arion banki spáir..

Gengi er lykilstærð í litlu opnu hagkerfi og ræður miklu um verðlagsþróun.

Gengisþróunin hefur mikil áhrif á afkomu margra sveitarfélaga, einkum þar sem

útflutningsstarfsemi er undirstaða atvinnulífs. Þótt skuldir A-hluta sveitarfélaga í

erlendri mynt séu hverfandi, gegnir öðru máli um B-hluta fyrirtæki í ýmsum

sveitarfélag.

Atvinna er undirstaða þjóðarbúskaparins. Samdráttur í efnahagslífinu kemur

auðvitað fram í auknu atvinnuleysi. Hagstofan spáir að atvinnuleysi aukist úr 2,7%

í fyrra í 3,7% í ár og fari líttilega hækkandi þegar líður á spátímabilið, verði um

4% árið 2024..

Launavísitala. Útsvarstekjur ráðast fyrst og fremst af þróun launatekna, en

jafnframt vegur launakostnaður þungt í útgjöldum sveitarfélaga. Launaþróun er

því afgerandi áhrifavaldur um fjármál sveitarfélaga. Hagstofan gerir ráð fyrir að

launavísitalan í heild hækki um 5,6% 2019, 5,5% 2020 og um 5,9% árið 2021.

Aðrar spár. Sveitarfélögum ber að styðjast við þjóðhagsspá Hagstofu Íslands þar

sem við á. Hér að ofan hafa helstu niðurstöður sumarspár stofnunarinnar verið raktar. En einnig bent á nýrri spár annarra aðila. Þær spár eru um margt svartsýnni á þróun næstu missera en hagstofuspáin. Samkvæmt birtingaráætlun mun Hagstofan endurskoða spá sína og birta ekki fyrr en 1. nóvember nk. eða

Page 8: FORSENDUR OG MARKMIÐ - reykjanesbaer.is...Markmið um jafnvægi í rekstri tengist eftirfarandi þáttum: Tekjur – útsvar, fasteignagjöld, þjónustugjöld Íbúafjöldi Launakostnaður

8 Útgáfa 0.1

sama dag og leggja skal fjárhagsáætlun fyrir sveitarstjórn í síðasta lagi. Það er því nauðsynlegt fyrir sveitarfélögin að hafa hliðsjón af öðrum spám og fylgjast grannt með framvindu og horfum í efnahagsmálum. Í töflu 3 eru teknar saman spár banka og hagstofu um þróun lykilþátta.

Forsendur um tekjur Hag- og upplýsingasvið mun að venju taka saman staðgreiðsluáætlun fyrir hvert og

eitt sveitarfélag fyrir komandi ár með áætlun um eftiráálagningu vegna ársins í ár. Gert

er ráð fyrir að þessar upplýsingar verði birtar í október.

Á grundvelli spár Hagstofu Íslands um hækkun launavísitölunnar og áætlunar um

mannár (fjölda fólks í fullu starfi) áætlar fjármálaráðuneytið við undirbúning fjárlaga

hver hækkun á tekjuskattsstofn kunni að verða á þessu ári og næstu árum. Mannárum

fjölgar hægar en áður var gert ráð fyrir, en á móti er hækkun launavísitölu heldur meiri

eftir 2020.

Þjóðskrá Íslands birti nýtt fasteignamat í byrjun júní sl. Það gildir í 12 mánuði frá og með 31. desember 2019. Lögum samkvæmt skal fasteignamat endurspegla gangverð fasteigna í febrúar á gildistökuári, nú 6. febrúar 2019. Í viðauka er að finna töflu sem sýnir fasteignamat eftir sveitarfélögum og flokkum eigna. Fasteignamat fasteigna á landinu öllu hækkaði um 6,1% milli ára. Mat íbúðarhúsnæðis hækkaði um 6% og var hækkun meiri utan höfuðborgarsvæðisins (um 9,1%) en á því (5%). Fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkaði um 6,9%, um 5,9% á höfuðborgarsvæðinu og 9,3% utan þess. Sveitarfélögin hafa tekjur af margvíslegum þjónustugjöldum. Í tengslum við gerð lífskjarasamninganna í byrjun apríl sl. mæltist Samband íslenskra sveitarfélaga til við sveitarfélögin að þau hækki ekki gjaldskrár frekar á þessu ári og stilli gjaldskrárhækkunum á næsta ári í hóf og takmarki við 2,5% og minna reynist verðbólga lægri.

Óvissa

Hagspá er sett fram sem breyting á föstu verðlagi með einum aukastaf sem gæti bent

til að mikil óvissa sé um að spáin muni ganga eftir. Svo er þó ekki enda spár jafnan

óvissu undirorpnar. Lítið opið hagkerfi eins og það íslenska býr og mun búa við meiri

sveiflur en hagkerfi stærri ríkja. Sviðsmyndagreining er ein leið til að takast á við

óvissuna og vera þannig tilbúinn fyrir fyrir annars konar þróun en spar gera ráð fyrir.

Meðal helstu óvissuþátta um framvindu efnahagsmála á næstu árum má nefna:

Kjarasamningar. Kjarasamningar náðust við stóran hluta á almennum

vinnumarkaði í apríl mánuði og gilda til rösklega þriggja ára. Með

samningunum dregur úr óvissu um launaþróun og verðbólgu. Enn er þó

eftir að semja við opinbera starfsmenn og ýmis stéttarfélög almennum

markaði.

Jöfnunarsjóður. Óvíst er hver muni bera kostnað vegna nýgenginna

Page 9: FORSENDUR OG MARKMIÐ - reykjanesbaer.is...Markmið um jafnvægi í rekstri tengist eftirfarandi þáttum: Tekjur – útsvar, fasteignagjöld, þjónustugjöld Íbúafjöldi Launakostnaður

9 Útgáfa 0.1

dómsmála og þá hvert ráðstöfunarfé Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður.

Ferðaþjónusta. Fyrirliggjandi spár byggja á höflegri fjölgun ferðamanna á

næstu árum. Í þessum efnum getur brugðið til beggja vona.

Gengi krónunnar og verðbólga. Gengisþróun er jafnan mikilli óvissu undirorpin

og ekki á vísan að róa um spár þar að lútandi.

Alþjóðleg efnahagsþróun. Óvissa er mikil m.a. um þróun alþjóðaviðskipta og

niðurstöðu útgöngu Breta úr ESB.

Olíuverð. Spár gera ráð fyrir verðhækkun næstu 2 árin. Óvissan er töluverð og

tengist ekki síst spennu í alþjóðastjórnmálum.

Sjávarútvegur. Ekki er á vísan að róa um aflabrögð, einkum er varðar

uppstjárvarfiska s.s. loðnu.

Kjaramál

Kjarasamningar við fjölmenn stéttarfélög á almennum markaði voru gerðir í

byrjun apríl, sk. lífskjarasamnningar. Gilda samningarnir til 1. nóvember 2022.

Flestir samningar á opinbera vinnumarkaðnum runnu út í lok mars sl. Samningur

við Félag grunnskólakennara þó í júnílok.

Sambandið gerði í byrjun júlí samkomulag við BSRB og BHM og nokkra minni hópa

um endurskoðun á viðræðuáætlun og stefnt að samningum fyrir miðjan september

nk. Í samkomulaginu felst að félagsmenn í þessum bandalögum fá greiðslur upp í

komandi kjarasamninga þann 1. ágúst. Þá hefur sérstakt samkomulag hefur

verið gert við þau aðildarfélög BHM sem samið hafa um starfsmat. Viðræðuáætlanir

þeirra ná fram til 15. nóvember og vegna þess eru greiddar tvær eingreiðslur. Staða

viðræðna við aðra aðila, s.s. ASÍ félög og KÍ, er með þeim hætti að ekki er grundvöllur

fyrir samkomulag af þessu tagi.

Fjármálareglur

Tvær fjármálareglur voru lögfestar í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011. Þær eru

jafnvægisregla og skuldaregla. Eftirlitsnefnd sveitarfélaga hefur eftirlit með að

sveitarfélögin fari eftir þeim. Fjármálareglurnar eru:

Jafnvægisreglan. Samanlögð heildarútgjöld A- og B- hluta til rekstrar séu á hverju

þriggja ára tímabili ekki hærri en nemur samanlögðum reglulegum tekjum.

Skuldareglan. Heildarskuldir og skuldbindingar A- og B- hluta séu ekki hærri en nemur

150% af reglulegum tekjum.

Jafnvægisreglan kveður á um að samanlögð niðurstaða fyrir næstliðið ár, áætluð

rekstrarniðurstaða fyrir yfirstandandi ár og fjárhagsáætlun fyrir næsta ári sé jákvæð

fyrir samtæðuna. Í þessu felst að niðurstaða fjárhagsáætlunar næsta árs sé í reynd

gefin stærð.

Mikilvægt er að setja upp nákvæma áætlun um þróun skulda og skuldbindinga hjá

Page 10: FORSENDUR OG MARKMIÐ - reykjanesbaer.is...Markmið um jafnvægi í rekstri tengist eftirfarandi þáttum: Tekjur – útsvar, fasteignagjöld, þjónustugjöld Íbúafjöldi Launakostnaður

10 Útgáfa 0.1

samstæðu sveitarfélags í samanburði við áætlaðar tekjur þess.

Frekari grein er gerð fyrir þessum reglum í Reglugerð um fjárhagsleg viðmið og

eftirlit með fjármálum sveitarfélaga nr. 458/2018.

Sveitafélagið tók tillit til ofangreindra atriða við gerð fjárhagsáætlunar 2020 til og með 2023 auk þess að líta til

aðlögunaráætlunar út árið 2022.

4.1 Þróun skatttekna A-hluta Skatttekjur hafa aukist milli ára. Útsvarsprósenta var lækkuð á árinu 2018 úr 15,05% í 14,52%. Í meðfylgjandi

frumvarpi að fjárhagsáætlun 2020 er gert ráð fyrir að útsvarsprósenta haldist óbreytt frá fyrra ári. Gert er ráð fyrir

að álagningarhlutfall fasteignaskatts á húsnæði í A flokki lækki úr 0,36% niður í 0,32% og í C flokki lækki hlutfallið

úr 1,65% í 1,60%. Fasteignamat húsnæðis í Reykjanesbæ mun hækka um 8,6% milli áranna 2019 og 2020. Þessi

breyting hefur þau áhrif að álagning fasteignaskatta er innan ramma aðlögunaráætlunar í krónutölu. Útkomuspá

2019 vegna útsvarstekna er töluvert hærri en áætlun gerði ráð fyrir og helgast það af leiðréttingu frá árinu 2018 sem

kom í október 2019.

4.2 Íbúafjölgun Íbúum Reykjanesbæjar hefur fjölgað mikið á undanförnum árum en gert er ráð fyrir mun hægari vexti á næstu árum.

Í frumvarpi að fjárhagsáætlun 2020 er gert ráð fyrir að íbúar verði um 19.500 í lok árs 2019 og að íbúafjölgun verði

2,0% árin 2020 - 2023. Í dag 18. nóvember 2019 eru íbúar bæjarins orðnir 19.403.

Rauntölur árið 2015 Rauntölur árið 2016 Rauntölur árið 2017 Rauntölur árið 2018 Spá 2019 Rammar 2020

Útsvar 6.242.640.710 7.315.775.545 8.975.877.256 9.856.346.511 10.658.399.000 10.649.127.000

19% 17% 23% 10% 19% 0%

Rauntölur árið 2015 Rauntölur árið 2016 Rauntölur árið 2017 Rauntölur árið 2018 Álagning 2019 Rammar 2020

Fasteignaskattur 1.166.842.081 1.288.442.166 1.411.519.456 1.559.015.001 1.786.647.965 1.823.000.000

27% 10% 10% 10% 27% 2%

Rauntölur árið 2015 Rauntölur árið 2016 Rauntölur árið 2017 Rauntölur árið 2018 Spá 2019 Rammar 2020

Jöfnunarsjóður 1.964.842.081 2.316.798.248 2.440.628.630 2.579.441.136 2.225.000.000 2.341.000.000

9% 18% 5% 6% -9% 5%

Rauntölur árið 2015 Rauntölur árið 2016 Rauntölur árið 2017 Rauntölur árið 2018 Álagning 2019 Rammar 2020

Lóðarleiga 165.051.562 191.902.157 213.477.925 241.970.816 240.618.642 280.000.000

7% 16% 11% 13% 13% 16%

Samtals skatttekjur 9.539.376.434 11.112.918.116 13.041.503.267 14.236.773.464 14.910.665.607 15.093.127.000

Breyting milli ára 17% 16% 17% 9% 14% 1%

Íbúafjöldi 15.233 16.359 17.795 18.930 19.500 19.890

Árið 2015 Árið 2016 Árið 2017 Árið 2018 Rammar 2018 Rammar 2019

Skatttekjur/íbúa 626.231 679.315 732.875 752.075 764.650 758.830

Útsvar/íbúa 409.810 447.202 504.404 520.673 546.585 535.401

Page 11: FORSENDUR OG MARKMIÐ - reykjanesbaer.is...Markmið um jafnvægi í rekstri tengist eftirfarandi þáttum: Tekjur – útsvar, fasteignagjöld, þjónustugjöld Íbúafjöldi Launakostnaður

11 Útgáfa 0.1

4.3 Þróun launakostnaðar A-hluta Í forsendum að fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir 1% launaskriði vegna m.a. starfsaldurs. Settar voru inn

kjarasamningshækkanir skv. gildandi kjarasamningum. Einnig var tekið tillit til fjölgunar stöðugilda sem einkum

skýrist af aukinni þörf á þjónustu í skólakerfinu vegna mikillar íbúafjölgunar og eins vegna nýrra nefnda. Ný stöðugildi

sem er bein afleiðing af nýrri stefnu og skipulagsbreytingum eru; Forstöðumaður Súlunnar, en á móti kemur að að

ekki hefur verið ráðið í starf menningafulltrúa, lýðheilsufulltrúi, breytingarstjóri þjónustu og þróunar rafrænnar

stjórnsýslu, en stefnt er að sameiningu þjónustuvers og hluta tölvudeildar til að mæta kröfum um rafræna stjórnsýslu,

aðstoðarmaður bæjarstjóra en allt til ársins 2015 var starfandi ritari bæjarstjóra hjá Reykjanesbæ og var ekki ráðið í

þá stöðu aftur. Ný nefnd og ráð sem um ræðir, eru Framtíðarnefnd, Lýðheilsuráð og Öldungaráð.

Skv. minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga eru fjölmargir kjarasamningar lausir og því ekkert í hendi um

launahækkanir. Við gerð frumvarps að fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2020 var farið að tillögum sambandins og

launahækkanir áætlaðir í samræmi við áætlaða hækkun launavísitölu.

Samkvæmt árshlutauppgjöri fyrir fyrstu 9 mánuði ársins er launakostnaður eftirfarandi:

2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Spá 2019 Rammi 2020

Laun og launat.gj. 3.825 4.158 4.624 5.069 5.353 6.426 6.622 7.160 8.030

Lífeyrisskuldbinding 188 307 489 507 1.021 879 570 550 607

Samtals 4.013 4.465 5.113 5.576 6.374 7.305 7.192 7.710 8.637

Fjöldi stöðugilda 649 680 708 712 718 748 791

Starfsmannafjöldi 761 797 809 720 728 877 927

Page 12: FORSENDUR OG MARKMIÐ - reykjanesbaer.is...Markmið um jafnvægi í rekstri tengist eftirfarandi þáttum: Tekjur – útsvar, fasteignagjöld, þjónustugjöld Íbúafjöldi Launakostnaður

12 Útgáfa 0.1

4.4 Þróun annars rekstrarkostnaðar A-hluta

Annar rekstrarkostnaður samkvæmt árshlutauppgjöri fyrstu 9 mánuði ársins án millifærslna er eftirfarandi:

Styrkir og framlög samkvæmt árshlutauppgjöri fyrstu 9 mánuði ársins án millifærslna eru eftirfarandi:

Laun og launatengd gjöld 0

Málaflokkur Rauntölur Áætlun Mismunur Ársáætlun Eftirstöðvar

02 Velferðarþjónusta 844.882.862 878.678.641 33.795.779 4,0% 1.171.746.000 326.863.138

04 Fræðslu- og uppeldismál 3.461.931.284 3.397.705.545 64.225.739 )( -1,9% 4.613.968.000 1.152.036.716

05 Menningarmál 160.350.662 160.465.004 114.342 0,1% 219.542.000 59.191.338

06 Íþrótta- og tómstundamál 268.862.473 266.260.006 2.602.467 )( -1,0% 369.266.000 100.403.527

07 Brunamál og almannavarnir 0 0 0 0,0% 0 0

08 Hreinlætismál 0 0 0 0,0% 0 0

09 Skipulags- og byggingarmál 71.815.849 72.366.820 550.971 0,8% 97.506.000 25.690.151

10 Umferðar- og samgöngumál 0 0 0 0,0% 0 0

11 Umhverfismál 0 0 0 0,0% 0 0

13 Atvinnumál 12.187.531 22.817.000 10.629.469 87,2% 30.850.000 18.662.469

21 Sameiginlegur kostnaður 310.520.394 310.848.510 328.116 0,1% 526.820.000 216.299.606

31 Eignasjóður 21.100.753 22.285.000 1.184.247 5,6% 30.387.000 9.286.247

33 Umhverfismiðstöð 166.775.911 169.753.650 2.977.739 1,8% 202.207.000 35.431.089

Samtals 5.318.427.719 5.301.180.176 17.247.543 )( -0,3% 7.262.292.000 1.943.864.281

2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Spá 2019 Rammi 2020

Vöru- og þjónustukaup 2.427 2.886 3.058 2.894 3.066 3.263 3.692 4.054 4.625

Styrkir 1.372 1.560 1.586 1.501 1.448 1.145 1.254 1.400 1.513

Samtals 3.799 4.446 4.644 4.395 4.514 4.408 4.946 5.454 6.138

Hækkun milli ára 17% 4% -5% 3% -2% 12% 10% 13%

Vöru- og þjónustukaup

Málaflokkur Rauntölur Áætlun Mismunur Ársáætlun Eftirstöðvar

02 Velferðarþjónusta 543.431.879 544.699.252 1.267.373 0,2% 752.969.000 209.537.121

04 Fræðslu- og uppeldismál 1.681.221.765 1.758.823.183 77.601.418 4,6% 2.355.563.000 674.341.235

05 Menningarmál 235.103.669 247.491.518 12.387.849 5,3% 345.133.000 110.029.331

06 Íþrótta- og tómstundamál 464.389.244 463.596.000 793.244 )( -0,2% 649.188.000 184.798.756

07 Brunamál og almannavarnir 1.195.200 1.351.000 155.800 13,0% 1.500.000 304.800

08 Hreinlætismál 44.109 2.747.000 2.702.891 0,0% 3.000.000 2.955.891

09 Skipulags- og byggingarmál 81.022.098 43.497.000 37.525.098 )( -46,3% 67.494.000 ( 13.528.098 )

10 Umferðar- og samgöngumál 348.137.231 339.832.000 8.305.231 )( -2,4% 505.000.000 156.862.769

11 Umhverfismál 87.174.534 82.547.000 4.627.534 )( -5,3% 133.900.000 46.725.466

13 Atvinnumál 7.807.592 3.821.000 3.986.592 )( 0,0% 9.250.000 1.442.408

21 Sameiginlegur kostnaður 224.791.820 233.708.638 8.916.818 4,0% 407.080.000 182.288.180

31 Eignasjóður 550.909.815 549.659.000 1.250.815 )( -0,2% 675.423.000 124.513.185

33 Umhverfismiðstöð 21.536.955 28.550.000 7.013.045 32,6% 46.143.000 24.606.045

Samtals 4.246.765.911 4.300.322.591 53.556.680 1,3% 5.951.643.000 1.704.877.089

Page 13: FORSENDUR OG MARKMIÐ - reykjanesbaer.is...Markmið um jafnvægi í rekstri tengist eftirfarandi þáttum: Tekjur – útsvar, fasteignagjöld, þjónustugjöld Íbúafjöldi Launakostnaður

13 Útgáfa 0.1

4.5 Fjárfestingaráætlun - stofnframkvæmdir Áætlað er um 450 m.kr. fari í framkvæmdir ár hvert skv. aðlögunaráætlun 2019 til og með 2022, en óskað hefur

verið eftir aukinni heimild til fjárfestinga um 250 m.kr. í 700 m.kr. og erindi þess efnis hefur verið sent til

eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga til samþykktar. Ef það samþykki fæst hjá eftirlitsnefndinni, er gert ráð

fyrir að lagður verði gervigrasvöllur við Reykjaneshöll, en kostnaðaráætlun þess verks er um 250 m.kr. Sviðsstjórar

hafa komið sér saman um áherslur næsta árs og kynnt í ráðum. Huga þarf að almennum rekstri og viðhaldi á eignum

bæjarins í framtíðinni. Lágmarks viðhald til lengri tíma getur haft áhrif á verðgildi eigna og þar með eignastöðu

Reykjanesbæjar. Í fjárfestingaráætlun 2020 er meðal annars gert ráð fyrir að gera upp útisvæði við Sundmiðstöðina

og nemur kostnaðaráætlun þess verks 200 m.kr.

Styrkir og framlög

Málaflokkur Rauntölur Áætlun Mismunur Ársáætlun Eftirstöðvar

02 Velferðarþjónusta 250.034.675 251.496.001 1.461.326 0,6% 316.500.000 66.465.325

04 Fræðslu- og uppeldismál 153.836.022 187.133.920 33.297.898 21,6% 248.310.000 94.473.978

05 Menningarmál 16.892.090 17.974.000 1.081.910 6,4% 5.000.000 ( 11.892.090 )

06 Íþrótta- og tómstundamál 217.326.437 204.190.000 13.136.437 )( -6,0% 250.000.000 32.673.563

07 Brunamál og almannavarnir 199.508.303 200.745.000 1.236.697 0,6% 268.500.000 68.991.697

08 Hreinlætismál 226.934.547 238.187.000 11.252.453 5,0% 317.000.000 90.065.453

09 Skipulags- og byggingarmál 3.937.500 3.933.000 4.500 )( -0,1% 874.000 ( 3.063.500 )

10 Umferðar- og samgöngumál 16.289.065 17.162.000 872.935 5,4% 9.045.000 ( 7.244.065 )

11 Umhverfismál 39.219.032 32.091.000 7.128.032 )( -18,2% 11.100.000 ( 28.119.032 )

13 Atvinnumál 8.627.517 12.285.000 3.657.483 42,4% 12.400.000 3.772.483

21 Sameiginlegur kostnaður 44.079.591 73.696.000 29.616.409 67,2% 178.280.000 134.200.409

31 Eignasjóður 3.255.933 1.225.000 2.030.933 )( -62,4% 250.000 ( 3.005.933 )

33 Umhverfismiðstöð 2.601.828 2.353.000 248.828 )( -9,6% 551.000 ( 2.050.828 )

Samtals 1.182.542.540 1.242.470.921 59.928.381 5,1% 1.617.810.000 435.267.460

Page 14: FORSENDUR OG MARKMIÐ - reykjanesbaer.is...Markmið um jafnvægi í rekstri tengist eftirfarandi þáttum: Tekjur – útsvar, fasteignagjöld, þjónustugjöld Íbúafjöldi Launakostnaður

14 Útgáfa 0.1

4.6 Reykjaneshöfn

Samdráttur er í tekjum Reykjaneshafnar á milli áranna 2018 og 2019 sem skýrast einkum af minni tekjum vegna

vörugjalda. Undanfarin ár hefur verið sett í fjárhagsáætlanir hafnarinnar tekjur og útgjöld vegna samnings við

Thorsil ehf. sem eru nettó 408 m.kr. en það er mat stjórnar Reykjaneshafnar og hafnarstjóra að líkur á þessum

nettótekjum á árinu 2020 séu minni en meiri og því voru þær ekki settar fram í áætlun fyrir 2020.

4.7 H.S. veitur ehf. Eignarhlutur Reykjanesbæjar í H.S. veitum ehf. er 50,1% og er því tekið hér með sem B-hlutafyrirtæki. Áætlað er að

fjárfestingar félagsins verði verulegar á næstu árum en félagið ræður vel við greiðslubyrði lána af rekstri. Einnig er

vakin athygli á því að í umfjöllun hér að framan um skuldaviðmið, eru rekstur og staða H.S. veitna einnig tekin með.

Eins og fyrr hefur verið nefnt er nú skv. ákvæði reglugerðar nr. 458/2018 um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með

fjármálum sveitarfélaga er sveitarfélaginu nú heimilt að undanskilja H.S. veitur úr skuldaviðmiði. Það er ekki gert í

þeim yfirlitum sem lögð eru hér fram en ljóst að sú aðgerð hefur veruleg áhrif til lækkunar skuldaviðmiðs.

4.8 Fráveita Reykjanesbæjar Í framkvæmdaáætlun Fráveitu Reykjanesbæjar árið 2020 er gert ráð nauðsynlegum framkvæmdum að fjárhæð um

150 m.kr. Á árunum 2021 og 2022 er gert ráð fyrir aukningu í fjárfestingum Fráveitunnar einkum vegna nýrrar

skolphreinsistöðvar í Keflavík. Á þessum árum er gert ráð fyrir að fjárfest verði fyrir 1.100 m.kr.

Gerðar hafa verið ástandskannanir á lögnum bæjarins og ljóst er að margar hverjar þurfa talsvert viðhald og

endurnýjun. Ásbrú er komin inn sem hluti af fráveitukerfi bæjarins og er það töluverð aukning á lögnum. Lagt hefur

verið í sjóð til að mæta brýnni þörf fyrir fjárfestingar á næstu árum.

Page 15: FORSENDUR OG MARKMIÐ - reykjanesbaer.is...Markmið um jafnvægi í rekstri tengist eftirfarandi þáttum: Tekjur – útsvar, fasteignagjöld, þjónustugjöld Íbúafjöldi Launakostnaður

15 Útgáfa 0.1

4.9 Aðrar B-hluta stofnanir Aðrar B-hluta stofnanir eru Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf., Íslendingur ehf., Hjúkrunarheimilið Nesvellir,

Framkvæmdasjóður aldraðra, Hljómahöll veitingar ehf. og Tjarnargata 12 ehf.

Íslendingur ehf., er samstæða Íslendings ehf. og Útlendings ehf. en í júní 2015 var gengið frá leigusamningi vegna

starfsemi í húsnæði Útlendings ehf. með kaupréttarákvæði eftir 5 ár. Gert er ráð fyrir sölu á húsnæði að Víkingabraut

1 sem er í eigu Útlendings ehf. á árinu 2020.

Rekstur þessarra B- hluta stofnana er í jafnvægi og hafa óveruleg áhrif á fjárhagsáætlunina.

5. Ytri fjárhagslegar áhættur A-hluta

Dæmi um ytri fjárhagslegar áhættur:

Verðbólguáhætta – t.d. verðbólga og vextir

Vinnumarkaðsáhætta – t.d. verkföll og atvinnuleysi

Skuldabréfaáhætta – t.d. mótaðilaáhætta

Lausafjáráhætta – t.d. er til fjármagn til greiðslu reikninga og afborgana lána

Áhættur vegna fjárhagslegra samskipta við ríkið – t.d. málefni fatlaðra, hækkun / lækkun tryggingagjalds

Aðrir óvissuþættir – t.d. útsvarstekjur, fasteignagjöld, fjárhagsaðstoð ofl

Page 16: FORSENDUR OG MARKMIÐ - reykjanesbaer.is...Markmið um jafnvægi í rekstri tengist eftirfarandi þáttum: Tekjur – útsvar, fasteignagjöld, þjónustugjöld Íbúafjöldi Launakostnaður

16 Útgáfa 0.1

6. Forsenduyfirlit langtímaspár:

Forsenduyfirlit langtímaspár - rekstrartekjur

Útkomuspá Fjárhagsáætlun

2019 2020 2021 2022 2023

Skatttekjur

Íbúafjölgun Áætluður íbúafjöldi 2,0% 2,0% 2,0% 2,0%

19.500 19.890 20.288 20.694 21.107

Atvinnuleysi Óbreytt Óbreytt Óbreytt Óbreytt Óbreytt

Aldurssamsetning íbúa Óbreytt Óbreytt Óbreytt Óbreytt Óbreytt

Útsvarshlutfall >14,52% Óbreytt hlutfall Óbreytt hlutfall Óbreytt hlutfall Óbreytt hlutfall

Fasteignaskattur A flokkur 0,36%

B f lokkur 1,32%

C f lokkur 1,65%

A flokkur 0,32%

B f lokkur 1,32%

C f lokkur 1,60%

Óbreytt hlutföll Óbreytt hlutföll Óbreytt hlutföll

Gatnagerðargjöld500 m.kr. nettast á

móti f járfestingum í

götum

1.000 m.kr. nettast á

móti f járfestingum í

götum

1.000 m.kr. nettast á

móti f járfestingum í

götum

500 m.kr. nettast á

móti f járfestingum í

götum

500 m.kr. nettast á

móti f járfestingum í

götum

Verðlag - launavísitala skv. þjóðhagsspá 5,9% 4,6% 4,3% 4,2%

Verðlag - neysluvísitala skv. þjóðhagsspá 2,9% 2,7% 2,6% 2,5%

Framlög jöfnunarsjóðs

Framlög Án framlagsÓbreytt frá fyrra ári

auk hækkun vísitölu

Óbreytt frá fyrra ári

auk hækkun vísitölu

Óbreytt frá fyrra ári

auk hækkun vísitölu

Óbreytt frá fyrra ári

auk hækkun vísitölu

Verðlag - neysluvísitala skv. þjóðhagsspá 2,9% 2,7% 2,6% 2,5%

Aðrar tekjur og óreglulegir liðir:

Gjaldskrár Skv. gildandi skrá Hámark 2.5% hækkun Óbreyttar Óbreyttar Óbreyttar

Verðlag - neysluvísitala skv. sáttmála 2,5% 2,5% 2,5% 2,5%

Þriggja ára áætlun

Page 17: FORSENDUR OG MARKMIÐ - reykjanesbaer.is...Markmið um jafnvægi í rekstri tengist eftirfarandi þáttum: Tekjur – útsvar, fasteignagjöld, þjónustugjöld Íbúafjöldi Launakostnaður

17 Útgáfa 0.1

Forsenduyfirlit langtímaspár - rekstrargjöld

2019 2020 2021 2022 2023

Laun og launatengd gjöld

KjarasamningarÍ samræmi við gildandi

samninga

Í samræmi við gildandi

samninga haust 2019

Í samræmi við gildandi

samninga haust 2019

Í samræmi við gildandi

samninga haust 2019

Í samræmi við gildandi

samninga haust 2018

StöðugildiViðbót vegna

skipulagsbreytinga

Viðbót vegna

íbúafjölgunar - nýr

grunnskóli

Viðbót vegna nýr

grunnskóliÓbreytt frá fyrra ári Óbreytt frá fyrra ári

Verðlag - launavísitala skv. þjóðhagsspá 5,9% 4,6% 4,3% 4,2%

Annar rekstrarkostnaður

Hagræðing Almennar aðgerðir Almennar aðgerðir Almennar aðgerðir Almennar aðgerðir Almennar aðgerðir

Verðlag - neysluvísitala skv. þjóðhagsspá 2,7% 2,9% 2,7% 2,6% 2,5%

Fjármagnsliðir

Vextir Samkvæmt gildandi

lánasamningum

Samkvæmt gildandi

lánasamningum

Samkvæmt gildandi

lánasamningum

Samkvæmt gildandi

lánasamningum

Samkvæmt gildandi

lánasamningum

Verðlag - neysluvísitala skv. þjóðhagsspá 2,7% 2,9% 2,7% 2,6% 2,5%

Page 18: FORSENDUR OG MARKMIÐ - reykjanesbaer.is...Markmið um jafnvægi í rekstri tengist eftirfarandi þáttum: Tekjur – útsvar, fasteignagjöld, þjónustugjöld Íbúafjöldi Launakostnaður

18 Útgáfa 0.1

Forsenduyfirlit - efnahagur

2019 2020 2021 2022 2023

Eignabreytingar

Sala og tilfærslur fastafjármuna

Víkingabraut 1

Sala 200 m.kr.

Langtímakröfur

Sala á FORK og ný

krafa krafa að sömu

fjárhæð á EFF

Kaup eigna af EFF

með langtímakröfu

Í samræmi við

ársreikning 2019

Í samræmi við

ársreikning 2019

Í samræmi við

ársreikning 2019

Fjárfestingar

Gatnagerð 500 m.kr. 1.000 m.kr. 1.000 m.kr. 500 m.kr. 500 m.kr.

Eignasjóður

Grunnfjárf. 450 m.kr.

Grunnskóli 1. áfangi

1.000 m.kr.

Grunnfjárf. 700 m.kr.

Grunnskóli 1. áfangi

2.000 m.kr.

Grunnfjárf. 700 m.kr.

Grunnskóli 1. áfangi

650 m.kr.

Grunnfjárf. 700 m.kr.

Grunnskóli 2. áfangi

650 m.kr.

Grunnfjárf. 700 m.kr.

Grunnskóli 2. áfangi

650 m.kr.

Reykjaneshöfn 65 m.kr. 48 m.kr. 125 m.kr. 142 m.kr. 155 m.kr.

HS Veitur hf.Í samræmi við áætlun

framkvæmdastjóra

Í samræmi við áætlun

framkvæmdastjóra

Í samræmi við áætlun

framkvæmdastjóra

Í samræmi við áætlun

framkvæmdastjóra

Í samræmi við áætlun

framkvæmdastjóra

FráveitaGrunnfjárfesting 150

m.kr.

Grunnfjárfesting 150

m.kr.

Fjárfesting - dælustöð

650 m.kr.

Fjárfesting - dælustöð

550 m.kr.

Grunnfjárfesting 150

m.kr.

HjúkrunarheimiliFramlag til

f járfestingar 50 m.kr.

Framlag til

f járfestingar 100 m.kr.

Framlag til

f járfestingar 150 m.kr.

Afborganir langtímaskulda og skuldbindinga

Samkomulag vegna EFF: Leigugreiðslur í

samræmi við

samninga

Leigugreiðslur í

samræmi við

samninga

Leigugreiðslur í

samræmi við

samninga

Leigugreiðslur í

samræmi við

samninga

Leigugreiðslur í

samræmi við

samninga

Nýjar lántökur Endurfjármögnun EFF

4.000 m.kr.

Endurfjármögnun EFF

4.000 m.kr.

Afborganir annarra langtímaskulda Í samræmi við gildandi

lánasamninga haust

2019

Í samræmi við gildandi

lánasamninga haust

2019

Í samræmi við gildandi

lánasamninga haust

2019

Í samræmi við gildandi

lánasamninga haust

2019

Í samræmi við gildandi

lánasamninga haust

2019

Leigusamningar aðrir en EFF Í samræmi við gildandi

leigusamninga

Í samræmi við gildandi

leigusamninga

Í samræmi við gildandi

leigusamninga

Í samræmi við gildandi

leigusamninga

Í samræmi við gildandi

leigusamninga

Lífeyrisskuldbindingar Í samræmi við

útreikning trygginga-

stærðfræings í árslok

2018

Í samræmi við

útreikning trygginga-

stærðfræings í árslok

2018

Í samræmi við

útreikning trygginga-

stærðfræings í árslok

2018

Í samræmi við

útreikning trygginga-

stærðfræings í árslok

2018

Í samræmi við

útreikning trygginga-

stærðfræings í árslok

2018

Annað

EFF

Í samræmi við gildandi

lánasamninga

Í samræmi við gildandi

lánasamninga

Í samræmi við gildandi

lánasamninga

Í samræmi við gildandi

lánasamninga

Í samræmi við gildandi

lánasamninga

HS Veitur ( arður / lækkun hlutafjár )

500 mkr lækkun

hlutafjár og RNB fær

50,1% af því

500 mkr lækkun

hlutafjár og RNB fær

50,1% af því