framblaðið febrúar 2013

32
FRAM KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Febrúar 2013 ÍÞRÓTTAMAÐUR FRAM 2012 STELLA SIGURÐARDÓTTIR 2,3 Helgi Valentín Arnarson er kominn með Svarta beltið! 8 „Gullna fernan“ hjá stúlkunum í 4. flokki 16 Kristinn Ingi Halldórs- son í liði ársins 10 Ragnar Þór Kjartansson skoraði 18 mörk í úrslitaleik 14 Stella Sigurðar- dóttir besta hand- knattleiks- kona Íslands 22 Sigurbjörg Jóhannsdóttir og Ásta Birna Gunnarsdóttir, fyrirliði Fram, með bikarinn á lofti eftir sigur á Val í úr- slitaleik Deildabikarkeppni HSÍ í Laugardalshöllinni. Þær léku stórt hlutverk í leiknum. Sjá bls. 3.

Upload: knattspyrnufelagid-fram

Post on 30-Mar-2016

271 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

FRAMblaðið, stútfullt af fréttum, fregnum og skemmtilegu efni.

TRANSCRIPT

FRAMKNATTSPYRNUFÉLAGIÐ

Febrúar2013

ÍÞRÓTTAMAÐUR FRAM 2012

STELLASIGURÐARDÓTTIR

2,3

• Helgi Valentín Arnarson er kominn með Svarta beltið! 8

• „Gullna fernan“ hjá stúlkunum í 4. fl okki 16

• Kristinn Ingi Halldórs-son í liði ársins 10

• Ragnar Þór Kjartansson skoraði 18 mörk í úrslitaleik 14

• Stella Sigurðar-dóttir besta hand-knatt leiks -kona Íslands

22Sigurbjörg Jóhannsdóttir og Ásta Birna Gunnarsdóttir, fyrirliði Fram, með bikarinn á lofti eftir sigur á Val í úr-slitaleik Deildabikarkeppni HSÍ í Laugardalshöllinni. Þær léku stórt hlutverk í leiknum. Sjá bls. 3.

2 FRAM

imm Framarar voru kall­aðir til leiks í kjöri Íþrótta­manns ársins í hátíðarsal Fram í Safamýrinni 30. desember:• Jóna Ólafsdóttir, knattspyrnukona árs­

ins.• Kristinn Ingi Halldórsson, knattspyrnu­maður ársins.• Stefán Baldvin Stefánsson, handknatt­leiksmaður ársins.• Stella Sigurðardóttir, handknattleiks­kona ársins.• Vilhjálmur Sveinn Guðmundsson, Ís­landsmeistari í bardaga í sínum þyngdar­flokki í Teakwando.

Það kom í hlut Ólafs Arnarssonar, for­manns Knattspyrnufélagsins Fram, að krýna Stellu íþróttamann ársins.

„Útnenfningin kom mér skemmtilega á óvart. Það var ekki búið að tilkynna mér að ég væri einn af fimm félagsmönnum sem kæmu til greina, þegar ég kom í Safamýrina. Þess vegna kom mér útnefningin á óvart. Það er mikill heiður fyrir mig að fá þessa útnefningu og verða fyrstur Framara til að verða tvisvar sinnum Íþróttamaður ársins hjá Fram,“ sagði Stella.

Stella var einnig útnefnd Handknattleiks­kona ársins 2012 í lokahófi HSÍ – og einnig

Stella Sigurðardóttir – Íþróttamaður Fram 2012

Þolinmæðiþrautirvinnur allar

valin sóknarleikmaður ársins og var jafnt­eframt ein af þremur stúlkum sem voru nefndar í vali varnarmanns ársins.

Stella, sem er 22 ára nemi í viðskipta­fræði, byrjaði að æfa handknattleik hjá Fram sex ára undir stjórn Hafdísar Guðjóns­dóttur og er hún ein af fjölmörgum leik­mönnum Framliðsins sem eru upphaldar í Safamýrinni. „Ég og Sara systir mættum á æfingu með frænku okkar, Kareni Knúts­dóttur – og þá var ekki aftur snúið.“

Stella hefur auk þess að æfa og leika handknattleik, þjálfað yngstu stúlkurnar hjá Fram undanfarin ár. „Það hefur verið mjög gaman að þjálfa og vera leiðbeinandi hjá yngstu stúlkunum – kenna þeim að kasta knettinum og grípa hann – og taka sín fyrstu skref á handknattleiksvellinum. Það krefst þolinmæði að þjálfa yngstu stúlk­urnar, þar sem segja má að maður sé jafn­framt barnapía og uppalandi. Starfið hefur gefið mér mikið, styrkt mig sem leikmann og kennt mér að: þolinmæði þrautir vinnur allar.“

Ætlum okkur stóra bikarinnStella æfir sex sinnum í viku með Fram­liðinu og þá æfir hún einnig lyftingar í hádeginu þegar tími gefst til. Hún hefur

Framblaðið 2013 • Útgefandi: Knattspyrnufélagið Fram • Ritstjóri: Sigmundur Ó. Steinarsson • Myndir: Jóhann G. Kristinsson. * Prentvinnsla: Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja

STELLA Sigurðardóttir, landsliðskonan öfluga í handknattleik, var kjör-inn Íþróttamaður Fram 2012. Hún var þar með fyrsti Framarinn til að hljóta nafnbótina tvisvar, þar sem hún var einnig kjörin Íþróttamaður Fram 2009. „Stella á það fyllilega skilið og verðskuldar að bera nafnbótina Íþróttamaður ársins hjá Fram. Stella lék geysilega vel með Framliðinu og var lang besti leikmaður Íslandsmótsins. Þá lék hún vel með landsliðinu. Stella er til fyrirmyndar innan sem utan leikvallar,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari meistaraflokks kvenna.

FLennon með fimm mörkSTEVEN Lennon skoraði fimm mörk þegar Framarar tryggðu sér Reykjavíkurmeistara-titilinn í knattspyrnu karla 2012 með því að leggja KR að velli í Egilshöllinni 13. febrúar, 5:0. Lennon skoraði mörkin á 3., 4., 38., 54. og úr vítaspyrnu á 80. mín.• Lennon var marka-

kóngur mótsins með 9 mörk. • Þess má geta að Frið-þjófur Thor-steinsson skoraði öll sex mörk Fram þegar KR var lagt að velli á Íslands-mótinu 1918, 6:1.• Markamet Fram í Reykjavíkurmótinu á Dagbjartur Grímsson, sem skoraði sjö mörk gegn Víkingum 1957, 15:0! – sem er markamet á Melavellinum í leik í meistaraflokki.

Jóhann heldurutan um mynda-safn FramJÓHANN Gunnar Kristinsson, vallarstjóri Laugardalsvallarins, hefur unnið ómetan-legt starf fyrir Fram. Jóhann, sem er fyrrver-andi handknattleiksmaður hjá Fram og var lengi framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Fram, er áhugamaður um ljósmyndir. Hann hefur haldið utan um myndasafn Fram undanfarin ár og safnað saman myndum úr sögu félagsins. Þá hefur hann tekið fjölmargar myndir í leikjum og félagssterfi Fram. Myndasafn JGK má finna á heimasíðu Fram og er hægt að pantað myndir úr safninu til eigin nota.

Jóhann Gunnar hefur einnig haldið utan um myndasafn Knattspyrnusambands Ís-lands.

Jóhann Gunnar Kristinsson.

Steven Lennon.

FRAM 3

verið lykilmaður í Framliðinu, sem hefur leikið vel – er í stöðugri sókn. „Ég er mjög ánægð með Framliðið – við leikmennirnir erum allar mjög góðar vinkonur og náum að vinna mjög vel saman. Það hefur gengið vel í vetur – um áramótin höfðum við farið taplausar í gegnum Íslandsmótið og unnið deildarbikarinn með því að leggja Val að velli í úrslitaleik.

Vonandi var sá sigur aðeins byrjunin á góðu keppnistímabili – við stefnum einnig á að tryggja okkur bikarmeistaratitilinn og

ætlum okkur stóra bikarinn: Íslansdsmeist­aratitilinn. Það hefur verið bikar sem okkur hefur lengi dreymt um, en heppnin hefur ekki verið á okkar bandi í baráttunni um hann undanfarin ár. Við ætlum að láta drauminn rætast í ár – við höfum æft vel og mér finnst að við séum fullkomlega til­búnar í lokaslaginn.“

Langar að víkka sjóndeildarhringinnStella sagði að hún hafi áhuga á að víkka sjóndeildarhringinn og reyna sig með er­lendum liðum. „Ef rétta tilboðið kemur þá er ég tilbúinn í slaginn, en ég mun ekki fara nema að vel hugsuðu máli – vera búin að kynna mér vel hver væri þjálfari og hvernig umgjörðin væri í kringum liðið.“

Stella sagði að það hafi sýnt sig á undan­förnum árum að maður komi í manns stað hjá Fram, þó að leikmenn hafi farið til út­landa til að leika. „Það hafa og er að koma margar efnilegar stúlkur upp úr yngri flokk­unum. Nú þegar eru komnar góðar stúlkur sem eru byrjaðar að taka sín fyrstu skref með okkur í meistaraflokki. Við eigum stóran hóp af ungum stúlkum sem koma til með að leysa okkur eldri stúlkurnar af hólmi þegar það á við.

Ég sé ekki annað en þróunin sé svipuð hjá karlaliði Fram. Eftir nokkur ár verða bæði kvenna og karlaliðin Fram skipuð ein­göngu uppöldum leikmönnum félagsins.“

Deildarbikarmeistarar Fram í meistaraflokki kvenna keppnistímabilið 2012-2013. Aftari röð frá vinstri: Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari, Birna Berg Haraldsdóttir, María Karlsdóttir, Guðrún Bjartmaz, Sunna Jónsdóttir, Stella Sigurðardóttir, Marthe Sördal, Steinunn Björnsdóttir, Særún Jónsdóttir, stjúkraþjálfari, Guðríður Guðjónsdóttir, aðstoðarþjálfari og Guðmundur Þór Jónsson, liðsstjóri. Fremri röð: Elísabet Gunnarsdóttir, Hekla Rún Ámundadóttir, Guðrún Þóra Hálfdáns-dóttir, Ásta Birna Gunnarsdóttir, fyrirliði, Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Hildur Gunnarsdóttir og Hafdís Shizuka Iura.

Ólafur Arnarsson, formaður Knattspyrnu-félagsins Fram, krýndi Stellu Sigurðardóttir nafnbótinni Íþróttamaður ársins 2012 hjá Fram.

Deildabikarinn í höfn:

Ásta Birna ogSigurbjörgí stórumhlutverkum„ÞETTA var sætur sigur og það var ánægu-legt fyrir okkur að enda árið með Deilda-bikarmeistaratitlinum – eftir sigur á Vals-stúlkunum, sem hafa verið okkar mestu keppinautar síðustu ár. Sigurinn styrkti sjálfstraust okkar og stúlkurnar náðu að ýta Valsgrýlunni frá sér,“ sagði Halldór Jó-hann Sigfússon, þjálfari kvennaliðs Fram, sem tryggði sér Deildabikarmeistaratitil-inn keppnistímabilsins 2012-2013 með því að leggja Val að velli í úrslitaleik 28. desember 2012, 28:24, eftir að hafa unnið stórsigur á ÍBV í undanúrslitum, 41:18.

„Ég var mjög ánægður með hugarfarið hjá stúlkunum, sem mættu grimmar til leiks í báðum leikjunum – ákveðnar að taka bikarinn. Og þær gerðu það með glæsibrag,“ sagði Halldór Jóhann, sem var ánægður með fyrirliðann Ástu Birnu Gunnarsdóttur. „Hún hefur leikið mjög vel á keppnistímabilinu og í leiknum gegn Val fór hún á kostum. Ásta kom meira inn í leikinn þegar Valsstúlkurnar fóru að ganga út gegn Stellu og það gerði hinn hornamaðurinn, Marthe, einnig. Þegar mest á reyndi sýndi Sigurbjörg geysilegt öryggi og hafði fulla stjórn á leiknum sem leikstjórnandi þegar Valsstúlkurnar skiptu um varnaraðferð til að reyna að stöðva okkur. Það varð aldrei neinn æðib-unugangur í leik okkar – Sibba sá um það. Sigurinn var öruggur gegn Val.

Þegar bikar vinnst vilja leikmenn endurtaka leikinn. Ég vona að við náum að fylgja því eftir,“ sagði Halldór Jóhann, sem fagnaði sínum fyrsta mótssigri sem þjálfari Framliðsins.

Ásta Birna Gunnarsdóttir og Elísabet Gunnarsdóttir voru atkvæðamestar með 8 mörk hvor. Aðrar sem skoruðu voru Birna Berg Haraldsdóttir 4, Stella Sigurðardóttir 3, Sunna Jónsdóttir 2, Sigurbjörg Jóhanns-dóttir 2 og Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1. Guðrún Bjartmarz lék vel í markinu og varði 15 skot.

Ásta Birna var markahæst í leiknum gegn ÍBV með 9 mörk, en aðrar sem skor-uðu voru Guðrún Þóra 6, Stella 6, Marthe Sördal 4, Steinunn Björnsdóttir 3, Birna Berg 3, Elísabet 3, Sunna 2, Sigurbjörg og Hekla Rún Ámundadóttir 2.

4 FRAM

Lok, lok og læsí Eldborgargili„ÉG sé ekki annað en við þurfum að negla fyrir glugga og loka skálanum. Það er ekki útlit fyrir að skíðasvæði okkar í Eldborgargili verði opnað í vetur þar sem Reykjavíkurborg mun ekki leggja fram fjármagn til að opna það. Það er ekki í boði hjá borgaryfirvöldum,“ sagði Kristján Kristjánsson, formaður Skíða­deildar Fram, en 41 ár eru liðin síðan að síða­deildin var stofnuð – 1972. Allt frá stofnun deildarinnar hefur starf hennar gengið erfið­lega þar sem kostnaðarsamt hefur verið að halda svæðinu opnu og hefur snjómokstur kostað meira en innkoma á notkun á skíða­lyftu hefur skilað. Margir vetrar hafa verið snjóléttir í Bláfjöllum og hefur starf Fram og annara félaga á Bláfjallasvæðinu að mestu gengið á þrjóskunni.

„Skíðasvæði okkar hefur ekki verið opið í vetur og það var ekki opið í marga daga veturinn 2011­2012. Þar sem rekstur á mann­virkjum hefur verið erfiður og kostnaðar­samur fyrir fámenna skíðadeild höfum við óskað eftir því að Reykjavíkurborg sjái alfar­ið um rekstur mannvirkja og um snjótroðslu í skíðabrekkunum. Þar sem Reykjavíkurborg hefur ekki sett mikið fjármagn í skíðasvæðin í Bláfjöllum er skiljanlegt að menn forgangs­raði verkefnum. Byrjað er að troða svæðin í Kóngsgilinu og síðan er haldið norður. Það hefur orðið til þess að síðast er komið til okkar. Skíðaþjálfarar í Bláfjöllum hafa óskað eftir því að svæði okkar sé opnað, þannig að keppnismenn geta æft þar. Svæðið er mjög hentugt til æfinga fyrir keppnisfólk, en er aft­ur á móti of bratt fyrir hinn almenna skíða­áhugamann. Með því að keppnismennirnir kæmu á okkar svæði, opnaðist meira rími fyrir almenning í Kóngsgilinu, Svæðið okkar hefur nánast aldrei verið opið síðustu ár –

það má telja það á fingrum annarar handa hvað oft það hefur verið opið. Við höfum þurft að semja við önnur félög um þjálfun.

Við þannig aðstæður gengur það ekki upp að halda skíðadeildinni gangandi. Félagsmönnum hefur fækkað mikið á und­anförnum árum. Fyrir nokkrum árum voru um fimmtíu börn og unglingar í deildinni, en þeir eru núna tólf. Við höfum átt marga góða krakka í gegnum árin, sem sópuðu að sér verðlaunum á unglingamótum, en því miður er staðan breytt.“

Mjög dýrt sportKristján segir að skíðaíþróttin eigi erfitt uppdráttar og hefur ekki náð fótfestu hjá Reykjavíkurfélögunum. Ástæðan er marg­þætt – lítill snjór á skíðasvæðum, sem eru sjaldan opin. Mikil fyrirhöfn að koma sér til og frá æfingum og þá er skíðaíþróttin orðin mjög dýrt sport. Þá velja börn og unglingar frekar að leika sér á skíðabrettum.

„Kostnaður við einn ungling, sem ætlar sér að vera keppnismaður á skíðum er mik­ill. Skíði kosta þetta um 150 þúsund krónur og þarf unglingurinn tvö sett yfir veturinn. Þá er klæðnaður dýr og það kostar sitt að komast á æfingar. Ofan á þetta bætist að þeir sem ætla sér að ná árangri verða að fara til æfinga við viðunandi aðstæður erlendis um tíma – einu sinni til tvisvar á vetri, jafn­vel oftar. Þá er kostnaður við einn ungling kominn yfir eina milljón króna. Það gefur auga leið að kostnaðurinn margfaldast er unglingarnir eru tveir til þrír í fjölskyldu. Þetta er kostnaður sem fáar fjölskyldur ráða við. Skíðaíþróttinn er orðinn of dýrt sport,“ sagði Kristján Kristjánsson.

JÓN Gunnar Guðmundsson, skíðakappi úr Fram, varð þrefaldur meistari í flokki 13 ára á unglingameistaramóti Íslands í Tungudal við Ísafjörð 24. og 25. mars 2012. Jón Gunnar varð sigurvegari í svigi, stórsvigi og alpa-tvíkeppni.

Jón Gunnar Guðmundsson varð einnig Faxaflóameistari í flokki 13-14 ára.

Jón Gunnar og Hjálmdís Rún.

Hjálmdís Rún fékk fi mm bikaraHJÁLMDÍS Rún Níelsdóttir var sigursæl í flokki 10 ára. Hún varð Reykjavíkurmeist-ari í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni og einnig Faxaflóameistari í svigi og stórsvigi. Hjálmdís Rún fór heim með fimm bikara frá uppskeruhátíð Skíðaráðs Reykjavíkur 2012.

Pétur og Matthildur meistararPÉTUR Ormslev og Matthildur Rafnsdóttir urðu sigurvegarar á meistaramóti Fram í golfi 2012 á golfvellinum á Flúðum 27. júlí.

Pétur fékk 35 punkta, en í öðru sæti varð Rúnar Ásgeirsson með 34 punkta og í þriðja sæti Guðmundur B. Ólafsson með 32 punkta.

Matt-hildur fékk 27 punkta, en Magdalena Kjartans-dóttir fékk 28 punkta. Halla Sigurgeirs-dóttir varð þriðja með 25

punkta.• Guðrún Fanney Júlíusdóttir varð sigur-vegari í höggleik kvenna, 92 högg, og Rúnar Svanholt í höggleik karla, 80 högg.

Jón Gunnar Guðmundsson á fullri ferð í skíðabrekkunni.

Matthildur Rafnsdóttir og

Pétur Ormslev.

Jón Gunnar þrefaldur meistari

FRAM 5

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Nú er auðveldara aðskreppa í netbankann

Heimir GuðjónssonMillifærir

Landsbankinn hefur nú innleitt nýtt öryggiskerfi sem eykur öryggi

í netbanka einstaklinga. Kerfið gerir alla notkun þægilegri og auð-

kennislykillinn verður óþarfur. Kynntu þér næstu kynslóð í netöryggi

á landsbankinn.is

ns

so

n &

Le

’ma

ck

s

jl.i

s

sÍa

6 FRAM

nattspyrnufélagið Fram og Reykjavíkurborg gerðu samning á 100 ára afmæli Fram, í byrjun árs 2008, um að Framarar myndu flytja sterfssemi sína úr

Safamýrinni í Úlfarsárdal. Í þeim samningi skuldbatt Reykjavíkurborg sig að reisa fjöl­nota íþróttahús sem hægt væri að koma fyrir tveimur handknattleiksvöllum í fullri stærð, þversum. Í húsinu átti að vera félags­ og þjónustuaðstaða fyrir starfsfólk, þjálfara og félagsmenn ásamt samkomusal og fund­araðstöðu. Gert var ráð fyrir að íþróttasalur­inn, með áhorfendastæðum, yrði tekinn í notkun fyrri hluta árs 2010 og húsið að fullu tilbúið seinni hluta ársins.

Jafnframt átti á árinu einnig að vera til­búinn aðalleikvangur Fram sem fullnægði öllum kröfum leyfiskerfis KSÍ um mann­virki til að keppa í efstu deild karla í knatt­spyrnu – með áhorfendastúku, sem átti að vera undir sama þaki og fjölnota íþrótta­mannvirkið.

Það hefur verið afar erfitt að frá Reykja­víkurborg til að koma framkvæmdum í gang á svæðinu. Aðalstjórn gaf Reykjavíkur­borg gott næði til að átta sig á stöðunni eftir niðusveifluna í þjóðfélaginu – gerður var viðbótarsamningur, sem sagði íþróttasvæði Fram í Úlfarsárdalnum yrði allt fullbyggt 2016.

„Sú staða er nú komin upp hjá Reykjavík­urborg að okkur er boðið minna íþróttahús með einum löglegum keppnisvelli, félags­aðstöðu í Dalsskóla, sundlaug fyrir íbúa og

að keppnisvöllur okkar í knattspyrnu verði áfram Laugardalsvöllur.

Þetta tilboð Reykjavíkurborgar er óá­sættanlegt – svik og hrein móðgun við Knattspyrnufélagið Fram, stuðningsmenn félagsins og íbúa í Úlfarsárdal og Grafar­holti.

Við erum að reyna að hlúa að börnum og unglingum í hverfunum og efla félags­starfið hjá Fram – að börn og unglingar alist upp í öruggu umhverfi. Að bjóða síðan okkar fólki að fara niður í Laugardal til að sjá sína menn leika heimaleiki í knatt­spyrnu, er ekki boðlegt. Þetta er eins og að leikir KR færu fram uppi í Árbæ og leikir Fylkis vestur á Seltjarnarnesi. Fram er eina félagið í Reykjavík – já, og á landinu, sem þarf að sækja heimaleiki sína um fimmtán kílómetrum frá félagssvæði sínu.

Nei, það er aldrei hægt að byggja upp ákveðna félagsstemningu í hverfum, ef íbúar þurfa að fara langar vegalengdir í bíl á völlinn, í staðin fyrir að ganga á völlinn í sínu hverfi. Við vorum búnir að sjá góða stemningu á félagssvæði okkar og nágrenni þegar við lékum heimaleiki okkar. Þó að Laugardalsvöllurinn sé góður, þá hentar hann ekki fyrir okkur – það hefur aldrei náðst upp heimaleikjastemning á vellinum, sem er of stór fyrir okkur,“ sagði Ólafur.

Vilja að staðið verði við samningaFram er með yfir þúsund iðkendur í knatt­spyrnu og handknattleik og um sjötíu pró­

Ólafur Arnarson, formaður Knattspyrnufélagsins Fram, segir að Framarar eiga skyldum að gegna í Úlfarsárdal og Grafarholti

„Snúum ekki baki við börnunum!“

sent þeirra eru börn og unglinga í Úlfarsár­dal og Grafarholti.

„Ef við samþykkjum þessar tillögur Reykjavíkurborgar þá myndum við stöðva uppbyggingu félagsins. Við munum aldrei samþykkja þessa tillögu – og heldur ekki íbúar í hverfinu. Fólkið í hverfunum vill sjá íþróttasvæðið byggjast upp eins og þeim var lofað,“ sagði Ólafur, en þess má geta að Fram, Íbúasamtök Grafarholts og í Úlfarsár­dals héldu fund um málið var farið fram á það að Reykjavíkurborg tæki til gagngerrar endurskoðunar fyrirhugaða breytingu á stefnu sinni varðandi uppbyggingu í Úlf­arsárdal og Grafarholti. Í áliti fundarins var krafist að borgaryfirvöld stæðu við gildandi skipulag og gerða samninga og geri skurk í uppbyggingu hverfisins, þar sem um væri að ræða mikla hagsmuni fyrir íbúa.

„Við förum einfaldlega fram á það að Reykjavíkurborg standi við þann samning sem þeir buðu okkur og skrifað var undir. Við höldum áfram okkar baráttu og það gæti farið svo að samningur okkar við Reykjavíkurborg fari fyrir dómstóla. Við verðum að fá úr því skorið hvort samningar standi eða ekki.

Okkur hefur verið bent á að við séum með uppsagnarákvæði í samningnum – að við getum bakkað út. Við munum aldrei gera það – við eigum skyldum að gegna gagnvart íbúum. Munum aldrei snúa baki við börnunum í hverfunum.

Við höfum nú þegar hafið mikið og öfl­ugt starf í Úlfarsárdal og Grafarholti, þar hefur orðið mikil sprengja í iðkun hand­knattleiks og knattspyrnu. Við viljum gera vel og kunnum að reka öflugt íþróttafélag. Við getum ekki gert það svo sómi sé að – við þá aðstöðu sem borgin ætlar nú að bjóða okkur uppá. Við myndum flytja í mun minni aðstöðu en við höfum í dag. Þegar við höfum og erum að fjölga iðkendum, þá sé ég ekki að það geti gengið upp. Það gefur auga leið, þegar fjölskyldur stækka – þá flytja þær ekki í minna húsnæði til að hlúa að fjölskyldumeðlimum, þannig að þeir hafi það sem best.

Við höfum því miður fengið lítinn skyln­ing hjá borgaryfirvöldum, sem eru enda­laust að skýla sér á bak við hrunið.

Tuttugu og fimm prósent af rúmlega sex þúsund íbúum í Grafarholti og Úlf­arsárdalnum eru sex til tólf ára, þannig að það eru um fimmtán hundruð börn sem við þurfum að hlúa að. Borgaryfirvöld hafa engan skylning á því.

Við verðum að fá íþróttahúsið með tveimur keppnisvöllum, knattspyrnuvöll­inn og félagsaðstöðu, til að geta unnið okkar starf.“

K

„VIÐ höfum alltaf vitað að baráttan er hörð á íþróttavöllunum – í drengi-legri keppni við önnur félög, en við reiknuðum ekki með harðri baráttu við forráðamenn Reykjavíkurborgar utan vallar, sem hafa ekki staðið við gerða samninga og hafa á stefnuskrá sinni að þrengja að okkur – og bjóða okkur upp á minni og þrengri aðstöðu en við höfum. Okkur hefur verið bent á að við séum með uppsagnarákvæði í samningnum – að við getum bakkað út úr þeim. Það munum við aldrei gera – við eigum skyldum að gegna gagnvart íbúum í Úlfarsárdal og Grafarholti. Við munum aldrei snúa bakinu við börnunum í hverfunum,“ sagði Ólafur Arnarson, for-maður Knattspyrnufélagsins Fram, þegar hann var spurður um áform Reykjavíkurborgar að minnka íþróttamannvirki á svæðinu og að Fram-arar geti haldið áfram að leika heimaleiki sína í knattspyrnu í Laugardal.

FRAM 7

Ólafur sagði að borgaryfirvöld hafi boðið Fram þá félagsaðstöðu, að Framarar yrðu gestir inni í Dalsskóla.

„Við yrðum að halda okkar þorrablót, herra og kvennakvöld – með mat og öðru tilheyrandi í bókasafninu. Það myndi aldrei ganga upp. Við gætum ekki boðið upp á léttvín með mat, þar sem áfengir drykkir eru bannaðir í skólum.“

Ekki reiknað með þessari baráttu„Við reiknuðum aldrei með að vera í stöð­ugri baráttu við borgaryfirvöld fyrir utan íþróttavöllinn. það er ljóst að sú barátta hefur tekið frá okkur krafta, en við munum halda henni áfram – að berjast fyrir Fram og íbúana á svæðinu.

Borgaryfirvöld hafa viljað gleyma því – þegar rætt hefur verið um “eyðimörk” í Úfarsárdalnum, að sunnan megin við ána, í Grafarholti, er fullbúið hverfi með þúsundum íbúa, sem hafa lengi beðið eftir því að það komi aðstaða til íþróttaiðkunar á svæðinu. Það var mikil lyftistöng fyrir hverfið þegar gervigrasvöllurinn kom og var upplýstur með flóðljósum í skammdeg­inu – og börn og unglingar þar að leik. Það var ákveðið öryggi – að upp var að koma aðstaða fyrir ungu kynslóðina til að stunda íþróttir. Í yngstu flokkunum hjá okkur mæta hátt í hundrað börn á æfingar og sá fjöldi er að aukast.

Við viljum hlúa að þessum börnum og gera það vel – við kunnum það. Viljum ekki vera með eitthvað hálfkák og hreiðra um okkur í einhverjum kofum sem eru settir upp til bráðabyrgðar.

Það má ekki gleyma því að þegar við höfum komið upp okkar aðstöðu á nýja svæðinu, þá fær borgin svæðið í Safamýr­inni, sem það getur byggt á. Það er eftirsótt svæði og verðmætt. Svæðið hentar vel fyrir bæði versunarhusnæði í samtengingu við Kringluna og íbúðarhús,“ sagði Ólafur.

Mikill hugur í mönnumÞrátt fyrir óvænta mótspyrnu forráða­manna Reykjavíkurborgar, er mikill hugur í herbúðum Framara í Safamýri og sagði Ólafur að Fram stæði mjög vel. „Við í aðal­stjórninni vinnum náið með deildunum í félaginu. Við erum með stóran hóp góðra manna og kvenna í stjórnum deildanna og öðrum sjálfboðaliðum sem hafa unnið mikið og gott starf.

Framtíðin er björt hjá Fram. Við erum byrjaðir að sjá unga og efnilega leikmenn úr Grafarholti vera að skila sér inn í meist­araflokka okkar. Það er mjög ánægulegt og það gerist með tímanum að lið okkar verða að mestu byggð upp á leikmönn­unum úr okkar nýja félagshverfi. Það er okkar hlutverk að ala upp góða leik­menn og starfsfólk af okkar nýja félags­svæði,“ sagði Ólafur Arnarson.

Séð yfir gervigrasvöllinn í Úlfarsárdal, þar sem karla- og kvennalið Fram í knattspyrnu hafa ekki tapað leik.

Aðalstjórn Fram ásamt starfsmönnum – aftari röð frá vinstri: Kristinn R. Jónsson, fram-kvæmdastjóri, Jón Ásgeir Einarsson, Jón Eggert Hallsson, gjaldkeri og Þór Björnsson, íþrótta-stjóri. Fremri röð: Ragnar Lárus Kristjánsson, varaformaður, Guðríður Guðjónsdóttir, ritari, Ólafur Arnarson, formaður, Þorbjörg Gunnarsdóttir og Jón Ármann Guðjónsson. Á myndina vantar Arnar Arnarsson.

Fimm sigurleikir í ÚlfarsárdalKVENNALIÐIÐ lék fimm leiki í 1. deild 2012 í Úlfarsárdal og fagnaði sigri í þeim öllum – skoraði 24 mörk! Fyrst vannst sigur á Völsungi 4:2, síðan komu sigurleikir: Tindastóll 6:2, Keflavík 4:0, BÍ/Bolungarvík 4:1 og Grindavík 6:1.

Rósa Hauksdóttir skoraði fyrsta mark kvennaliðsins á nýja félagssvæðinu – gegn Völsungi 19. maí.

Sveit Fram fór á kostumSVEIT Fram vann yfirburðasigur á WOW-Ís-landsmóti íþróttafélaganna í hraðskák sem haldið var að Hlíðarenda 8. september 2012. Tíu lið kepptu á mótinu og sigraði Fram í öllum níu viðureignum sínum, hlaut 18 stig og alls 33,5 vinninga af 36 mögulegum. Valsmenn urðu í öðru sæti með 16 stig og KR-ingar í þriðja sæti með 14 stig. Þá komu KA 10, Þróttur 9, Breiðablik 7, ÍBV 7, ÍA 6, Selfoss 2 og Leiknir 1 stig.

Sigurlið Fram er á myndinni – Jóhann Hjartarson, Bragi Þorfinnsson, Helgi Áss Grétarsson, Hrafn Jökulsson, liðsstjóri, og Elvar Guðmundsson. Liðsmenn Fram fóru allir á kostum – Helgi Áss fékk fullt hús – sigraði í öllum níu skákum sínum, Elvar fékk 8,5 vinninga og þeir Bragi og Jóhann 8 vinninga hvor.

Lennon með fyrsta markiðKARLALIÐ Fram lék fjóra leiki á gervigras-vellinum á nýja félagssvæðinu í Úlfarsárdal 2012 og fagnaði sigri í þeim öllum.

Allir leikirnir voru í Deildabikarkeppn-inni. Fyrst var leikið gegn Haukum 14. mars og vannst örugglega 5:1. Steven Lennon skoraði fyrsta mark Framliðsins á vellinum.

Síðan komu sigrar á BÍ/Bolungarvík 3:0, Þór Akureyri 4:0 og Stjörnunni, 2:1.

Hlynur Örn Gissurarson fyrsti Framarinn í 24 ár til að taka þátt í Ólympíuleikum er hann vann sér rétt til að dæma í Teakwando á Ólympíuleikunum í London

Berum stoltir merki Fram á brjósti

egar Hlynur Örn gekk fram sem fulltrúi Íslands í London voru liðin 24 ár síðan Fram­arar áttu þátttakendur á Ólympíuleikum, eða síðan

Atli Hilmarsson lék með landsliðinu í handknattleik á ÓL í Seúl 1988, en þar áður tóku handknattleiksmennirnir Sigurður Einarsson, Sigurbergur Sigsteinsson, Björg­vin Björgvinsson og Axel Axelsson þátt í Ólympíuleikunum í München 1972.

Hlynur Örn, sem er með fjórar gráður í svörtum beltum (4. DAN) og er að undir­búa sig til að taka fimmtu gráðuna, er einn af stofnendum Teakwando­deildar Fram 27. janúar 2005. Hann hefur verið og er yfir­þjálfari deildarinnar og jafnframt formaður hennar. „Ég og aðrir félagsmenn deildarinn­ar erum stoltir og þakklátir að vera Fram­arar og fá tækifæri til að æfa og keppa undir merkjum félagsins. Við berum virðingu fyrir Fram og berum stoltir merki Fram á brjósti okkar hvar sem við erum og kepp­um,“ sagði Hlynur Örn, þegar Framblaðið spurði hann um starfsemi deildarinnar, sem hefur aðstöðu til æfinga í Ingunnarskóla Í Grafarholti og í Safamýri.

Tveir ÍslandsmeistararHlynur Örn sagði að um fimmtíu einstak­lingar stunduðu reglulega æfingar og náðu Framarar góðum árangri á Íslandsmótinu í bardaga (sperring) í Keflavík í mars 2012. Vilhjálmur Sveinn Guðmundsson (Vil­hjálmur stóri) og Ylfa Rán Kjartansdóttir tryggðu sér gullverðlaun í sínum flokkum og Helgi Valentín Arnarson fékk bronsverð­laun í sínum flokki.

„Við æfum fjórum sinnum í viku og er æfingasókn afar góð. Teakwando er einföld, góð og holl íþrótt og það kostar ekki mikið að stunda hana – búningur kostar þetta 8.500 krónur og þú getur átt hann lengi, ef þú stækkar ekki ört.

Þátttakendur fá holla hreyfingu og þjálfun í skjótum viðbrögðum. Íþróttin eflir styrk á líkama og sál – kallar á mikinn sjálfsaga, þar sem þátttakendur læra strax að bera virðingu fyrir íþrótt sinni og öðrum. Þeir veita þeim yngri aðstoð – já, aðstoða þá að læra að umgangast íþrótt sína af alúð.

Teakwando er góð undirstaða fyrir allar aðrar íþróttir, sem og lífið sjálft,“ sagði Hlyn­ur Örn.

FRAMARAR eignuðust sinn fyrsta Ólympíufara í 40 ár þegar Hlyn-ur Örn Gissurarson, yfirþjálfari Teakwando-deildar Fram vann sér rétt til að dæma á Ólympíuleikunum í London. Hann var einn af 3.700 Teakwando-dómurum sem fóru í gegnum afar erfiðar úr-tökuþrautir víðs vegar um heiminn og þegar hann vann sér rétt til að dæma á ÓL í London hafði sá áfangi kostað hann mikla vinnu, svita og tár. Hann var á ferð og flugi um allan heim – fór til Suður-Kóreu, föðurlands Teakwando-íþróttarinnar, dæmdi þar á heims-meistaramóti sem og á mótum í Egyptalandi, Tælandi, Mexíkó, Kína, Tyrklandi og víða. Takmark hans var að komast á Ólympíu-leikana og hann bar allan kostnað við ferðir sínar sjálfur, sem voru kostnaðarsamar, til að ná settu marki.

Þ

13 ára með svarta beltiðHELGI Valentín Arnarson, 13 ára Teakw-ando-maður úr Fram, afrekaði það að tryggja sér svarta beltið á árinu 2012 og er hann fyrsti „hreinræktaði“ Framarinn til að fagna þeim áfanga. Helgi Valentín þekkir ekkert annað en að æfa og keppa í Teakwando með Fram og hefur hann alist upp undir handleiðslu Hlyns Arnar Gissurarsonar, eins og stofnendum Teakw-ando-deildar Fram, formanns deildarinnar og yfirþjálfara Fram.

Helgi Valentín er úr fyrstu kynslóðinni sem byrjaði að æfa íþróttina hjá Fram í Grafarholti og er hann, þó að aðeins 13 ára sé. „Það kostar mikla ástundun, elju og einbeitingu að ná svarta beltinu. Það sýndi Helgi svo sannarlega og hann er vel kominn að þessum áfanga – að ná 1 POOM, sem er svart belti fyrir 16 ára og yngri. Hann stóðst prófið, sem var sniðið eftir prófi 16 ára og eldri, 2 DAN, með miklum sóma,“ sagði Hlynur Örn, sem er afar stoltur yfir þessum áfanga Helga.

HELGI Valentín Arnarson tryggði sér svarta beltið.

Vilhjálmur fékk gull í TrelleborgVILHJÁLMUR Guðmundsson endurtók leik Vilhjálms Sveins Guðmundssonar frá 2011, er hann tryggði sér gullverðlaun í sínum flokki í bardaga (sparring) á sterku móti í Trelleborg í byrjun febrúar 2012. Vil-hjálmur Sveinn (Vilhjálmur stóri) fékk gull á mótinu ári áður.

Fram sendi sex keppendur á mótið í fyrra og fékk Helgi V. Arnarsson brons í sínum flokki í bardaga.

8 FRAM

FRAM 9

Mikið ævintýri að komast til London„Það er ánægulegt og mikil viðurkenn­ing fyrir mig sem alþjóðllegur dómari að komast í gegnum strangar æfingabúðir víðs vegar um heiminn. Við fórum níutíu Evr­ópubúar og fjörutíu Afríkubúar til Kabul í Afghanistan, þar sem við gengum í gegnum lokaþrautirnar – tuttugu Evrópubúar kom­ust á Ólympíuleikana og átta frá Afríku.

Farið var í gegnum ýmsar andlegar þrautir, líkamlegur styrkur var mældur, við fórum í gegnum sálfræði, skrifleg og verk­leg próf í reglum íþróttarinnar. Tungumála­kunnátta var könnuð og þátttakendur fóru í gegum mikla læknisskoðun, þar sem sjón og blóðþrýstingur var mældur. Þegar ég fékk að vita um niðurstöður og kallið kom frá London, fylltist ég stolti.

Miklar kröfur voru gerðar til okkar og við fórum eftir mjög ströngum reglum þegar við komum til London. Þegar ég kom á Heathrow­flugvöllinn fékk ég sérstaka

hraðmeðferð í gegn og farið var með mig strax út í leigubíl – og haldið var rakleiðis á hótel þar sem ég gisti þá níu daga sem ág var við dómgæslu. Þar voru öll samskiptatæki tekin af mér, sem gátu ógnað og skaðað íþróttina, eins og farsími og tölva. Þau tól voru sett í geymslu og fékk ég þau ekki fyrr en eftir að minni þátttöku var lokið. Nei, ég var ekki í fangabúðum – það var hægt að ná í mig, ef nauðsynlegt var. Ástæðan fyrir þessum ráðstöfunum var að menn vildu að dómarar fengu að vera í friði – lausir við utankomandi áreiti.

Teakwando­íþróttin er til reynslu á Ól­ympíuleikum og menn vissu að henni gat verið skipt út eftir Ólympíuleikana í Rio de Janeiro í Brasilíu 2016, ef einhver vafasöm mál kæmu upp. Það var því allt gert til að tryggja stöðu íþróttarinnar á Ólympíuleik­um í London – koma í veg fyrir öll vanda­mál. Það heppnaðist fullkomlega.

Allir þeir sem fylgdust með íþróttinni í London lýstu yfir mikilli ánægju með alla framkvæmd, en þar var gegnsæi í fyrir­

rúmi – allt upp á borðinu. Þjálfarar fengu leyfi til að leggja fram athugasemd ef þeim fannst eitthvað halla á sína menn og fengið atriði endurmetin eftir að þau höfðu verið skoðuð á myndbandsupptökum.

Það var uppselt alla keppnisdaga og íþróttin vann hug og hjörtu áhorfenda í keppnishúsinu og þeirra sem sáu beinar útsendingar víðs vegar um heiminn. Menn sáu að Teakwando er heiðarleg íþrótt, þar sem virðing og kurteysi er í fyrirrúmi, en ekki læti og gassagangur. Aðall íþróttar­innar er heiðarleiki, virðing fyrir andstæð­ingi og samstarfsfólki hans, dómurum og áhorfendum. Fagmennskan var í fyrirrúmi í öllu sem snýr að skipulagi, dómgæslu og keppni. Íþróttin stóðst prófið fullkomlega og ég er viss um að Teakwando­íþróttin hefur náð að festa sig í sessi sem Ólympíu­grein. Teakwando, þar sem heiðarleikinn er í fyrirrúmi, er komin til að vera Ólympíu­grein í komandi framtíð,“ sagði Hlynur Örn Gissurarson.

Hlynur Örn Gissurarson, yfirþjálfari Teakwando-deildar Fram og formaður deildarinnar, dæmdi á Ólympíuleikunum í London 2012..

að ríkti mikil bjartsýni í hópi stuðningsmanna Fram, sem höfðu séð sína menn komast á flug undir lokin á Íslands­mótinu 2011 er Framliðið

lék góða og árangursríka knattspyrnu. Og ekki skemmdi það fyrir bjartsýninni þegar Framliðið tryggði sér Reykjavíkurmeist­aratitlinn 2012 með því að vinna stórsigur á KR í úrslitaleik, þar sem Steven Lennon skoraði fimm mörk, 5:0. Gengi liðsins var einnig gott í Deildabikarkeppninni, en þar tapaðist úrslitaleikur gegn KR, 1:0.

Framliðinu var spáð góðu gengi á Ís­landsmótinu, en í byrjun mótsins fóru hjólin að snúast í aðra átt en menn reikn­uðu með – Framliðið lenti í erfiðleikum og leikmenn náðu ekki að halda dampi – vélin fór að hiksta.

Hvað gerðist? er spurningin sem hefur brunnið á vörum margra. Þorvaldur Örlygs­

son, þjálfari Framliðsins, segir að margir þættir hafi komið við sögu. „Þegar á móti fór að blása urðu leikmenn óþolinmóðir og náðu ekki að sýna hvað í þeim bjó. Þeir fóru að leika undir getu og náðu sér ekki á strik þegar við átti.“

Þorvaldur sagði að margir tapleikjanna hafi ekki verið illa leiknir hjá leikmönnum Fram. „Strákarnir voru aftur á móti ekki nægilega klókir og þolinmóðir þegar hlut­irnir unnu ekki með okkur. Þegar það gerð­ist tóku leikmenn oft rangar ákvarðanir.

Strákarnir fengu mörg góð tækifæri upp við mark andstæðinganna, sem hefðu getað breytt leiknum okkur í hag ef náðs hefði að nýta þau. Já, við fengum mörg góð mark­tækifæri, sem hefðu getað breytt leikjum okkur í hag.

Ef við hefðum nýtt færi okkar, hefði annað verið upp á teningnum. Við vitum að mörk breyta leikjum og einnig persón­

Kristinn Ingi bestur KRISTINN Ingi Halldórsson var útnefndur besti leikmaður meistaraflokks Fram í knattspyrnu 2012. Orri Gunnarsson var kjörinn efnilegasti leikmaðurinn.

Kristinn Ingi var markakóngur Fram með 11 mörk í efstu deild, Pepsí-deildinni. • Lennon skoraði 20

mörk og Kristinn Ingi 18 mörk í mótum ársins 2012.• Andri Freyr Sveins-son var útnefndur besti leikmaður 2. flokks og Baldvin Ás-mundsson var kjör-inn efni-legasti leikmað-urinn.

Fékk Silfurskó og í liði ársinsKRISTINN Ingi Halldórsson tryggði sér Silfurskó Adidas er hann var annar marka-hæsti leikmaður efstu deildar 2012 með 11 mörk, en FH-ingurinn Atli Guðnason varð markakóngur með 12 mörk.

Kristinn Ingi var valinn í lið ársins, sem var þannig skipað: Hannes Þór Halldórsson, KR – Guðjón Árni Antoníusson, FH, Krist-inn Jónsson, Breiðabliki, Rasmus Christian-sen, ÍBV, Freyr Bjarnason, FH – Björn Daníel Sverrisson, FH, Alexander Scholz, Stjörn-unni, Rúnar Már S. Sigurjónsson, Val, Krist-inn Ingi Halldórsson, Fram, Atli Guðnason, FH, Óskar Örn Hauksson, KR.

Ögmundur í SvíþjóðÖGMUNDUR Kristinsson, markvörður, fór til Svíþjóðar í október 2012, þar sem hann æfði með GIF Sundsvall í tíu daga.

Ögmundur hitti þar fyrir fyrrverandi félaga sinn hjá Fram, Jón Guðna Fjóluson og Ara Frey Skúlason.

10 FRAM

Þ

„ÞAÐ er eitt sem ég get lofað á nýju ári – það er að við erum ákveðnir að lenda ekki í sömu hremmingum og undanfarin tvö ár, að vera í fallbar-áttu fram í síðustu umferð,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari meistara-flokks Fram í knattspyrnu. Leikmenn Framliðsins sýndu mikinn styrk á lokasprettinum á Íslandsmótinu 2012 þegar þeir náðu að forða sér frá falli, sem blasti við.

Þorvaldur Örlygsson segir að leikmannahópur Fram sé sterkur

„Vorum sjálfum okkur verstir“

Kristinn Ingi Halldórsson

FRAM 11

Karlalið Fram 2012Leikmenn á Íslandsmótinu í knattspyrnuÞjálfari: Þorvaldur Örlygsson

Leikir/mörk:Alan Lowing 21Almarr Ormarsson 22/6Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 16/1Daði Guðmundsson 13Halldór Hermann Jónsson 21Hlynur Atli Magnússon 12Hólmbert Aron Friðjónsson 13/1Ingvi Þór Hermannsson 1Jón Gunnar Eysteinsson 19/1Kristinn Ingi Halldórsson 19/11Kristján Hauksson 20Orri Gunnarsson 13Samuel Hewson 21/1Samuel Lee Tillen 19/2Stefán Birgir Jóhannesson 2Steven Lennon 13/5Sveinbjörn Jónasson 16/2Ögmundur Kristinsson 22

FRAM varð Reykjavíkurmeistari. Vann KR í úrslitaleik, 5:0. Steven Lennon skoraði öll mörkin.

Úrslit leikja: Heima ÚtiFH 0:1 0:1Breiðablik 3:2 2:0ÍBV 2:1 2:3KR 1:2 1:1Stjarnan 1:1 2:4ÍA 2:0 1:0Fylkir 4:9 0:1 Valur 0:1 2:0Keflavík 0:2 0:5Selfoss 0:2 2:4Grindavík 4:3 2:2

Lokastaðan:FH 22 15 4 3 51:23 49Breiðablik 22 10 6 6 32:27 36ÍBV 22 10 5 7 36:21 35KR 22 10 5 7 39:32 35Stjarnan 22 8 10 4 44:38 34ÍA 22 9 5 8 32:36 32Fylkir 22 8 7 7 30:39 31Valur 22 9 1 12 34:34 28Keflavík 22 8 3 11 35:38 27Fram 22 8 3 11 31:36 27Selfoss 22 6 3 13 30:44 21Grindavík 22 2 6 14 31:57 12

Bikarkeppni KSÍ, Borgunarbikar32-liða úrslit:Fram – Haukar 1:1Steven Lennon.* Fram vann í vítaspyrnukeppni.

16-liða úrslit:Afturelding – Fram 2:3Sveinbjörn 2, Lennon.

8-liða úrslit:Stjarnan – Fram 2:1Tillen.* KR varð bikarmeistari.

Deildarkeppnin, LengjubikarinnA-riðill:Fram – Selfoss 2:0Kristinn Ingi, Hewson.Fram – KR 2:1Hewson, Kristinn Ingi.Breiðablik – Fram 1:3Sjálfsmark, Kristinn Ingi 2.Fram – Víkingur Ól. 3:2Hólmbert Aron, Hewson, Almarr. Fram – Haukar 5:1Lennon 2, Ásgeir Gunnar, Kristinn Ingi, Almarr.Fram – Þróttur 3:1Hewson, Hólmbert Aron, Ásgeir Gunnar.Fram – BÍ/Bolungarvík 3:0 Lennon, Almarr 2.8-liða úrslit:Fram – Þór 4:0Kristinn Ingi 2, Lennon, Halldór Hermann.Undanúrslit:Fram – Stjarnan 2:1Hólmbert Aron, Stefán Birgir.Úrslitaleikur:KR – Fram 1:0

Meistaraflokkur karla í knattspyrnu 2012. Aftasta röð frá vinstri: Jökull Steinn Ólafsson, Gunnar Oddgeir Birgisson, Orri Gunnarsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Sam Tillen, Alan Lowing og Birkir Kristinsson, markmannsþjálfari. Miðröð: Þuríður Guðnadóttir, búningastjóri, Pétur Örn Gunnarsson, sjúkraþjálfari, Haukur Bragason, liðsstjóri, Stefán Birgir Jóhannesson, Hólmbert Aron Friðjónsson, Jón Gunnar Eysteinsson, Kristinn Ingi Halldórsson, Hlynur Atli Magnússon, Daði Guðmundsson, Þorvaldur Örlygsson, þjálfari og Jóhann Ingi Jóhannsson, aðstoðarþjálfari. Fremsta röð: Sam Hewson, Sigurður Hrannar Björnsson, Steven Lennon, Denis Cardaklija, Kristján Hauksson, fyrirliði, Ögmundur Kristinsson, Sveinbjörn Jónasson, Almarr Orm-arsson og Halldór Hermann Jónsson.

12 FRAM

Ólafur Örn, Viktor Bjarki og Haukur mættirFRAM fékk góðan liðsstyrk eftir keppnis-tímabilið 2012. Ólafur Örn Bjarnason, Grindavík, Viktor Bjarki Arnarson, KR og Haukur Baldvinsson, Breiðabliki, komu í Safamýrina.

Ólafur Örn, 37 ára, er einn af reyndustu leikmönnum Íslandsmótsins – hóf knatt-spyrnuferil sinn í Grindavík 1992, lék með Malmö FF í Svíþjóð keppnistímabilið 1998-1999 og með Brann í Noregi 2004-2011, er hann kom heim og gerðist þjálfari Grinda-víkurliðsins.

Ólafur Örn, sem lék 27 landsleiki, er mjög öflugur varnarmaður. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Fram – sagðist hafa yngst um fimm ár við að ræða við Þorvald Örlygsson, þjálfara Framliðsins áður en hann skrifaði undir samninginn.

Viktor Bjarki, 29 ára, skrifaði undir tveggja ára samning. Viktor Bjarki, sem hóf knattspyrnuferil sinn hjá Víkingi, var kjör-inn leikmaður Íslandsmótsins 2006 og það ár gekk hann til liðs við Lilleström í Noregi.

Viktor Bjarki kom heim á ný fyrir keppnistímabilið 2008 og gerðist leikmaður með KR og varð þrisvar bikarmeistari með liðinu, 2008, 2011 og 2012 – og Íslandsmeist-ari 2011.

Haukur Baldvinsson, 22 ára, leikur stöðu útherja.

Það var mikið að gerast í herbúðum Fram í október – eftir að ný stjórn tók við knatt-spyrnudeild Fram.

Almarr Örlygsson, 24 ára, skrifaði undir tveggja ára samning og tilkynnt var að Skot-arnir Steven Lennon og Samuel Hewson yrðu áfram hjá Fram.

Framarar urðu við ósk FH-inga, sem vildu fá Sam Tillen til sín, en hann átti eftir eitt ár af samningi sínum við Fram. Samþykkt var kauptilboð FH-inga í Tillen.

Fyrirliði ÍR til FramHalldór Arnarson, 23 ára, fyrirliði ÍR, gekk til liðs við Fram í janúar 2013 – skrifaði undir tveggja ára samning.

Haukur, Viktor Bjarki og Ólafur Örn.

unum, sem leika leikina. Það verður allt annað andrúmsloft hjá leikmönnum sem nýta færin sín og skora mörk.

Við sýndum það að við vorum ekki með lélegt lið. Það sást á lokasprettinum að leik­mannahópur okkar var góður. Hópur okkar er samsettur af drengjum sem hafa og eru tilbúnir að leggja sig alla fram. Strákarnir sýndu kunnáttu og getu á lokasprettinum að koma sér út úr vandræðunu, sem við höfðum sogast í. Þá er ekki hægt að loka augunum fyrir því að við urðum fyrir áföll­um þegar við misstum leikmenn í fótbrot eins og Steven Lennon,“ sagði Þorvaldur.

Þorvaldur sagði að það hafi gengið á ýmsu. „Við vorum sjálfum okkur verstir – náðum ekki að höndla mótlætið í byrjun.

Við máttum sætta okkur við tap fyrir Vals­mönnum heima í fyrsta leik Íslandsmótsins – í leik sem við náðum yfirhöndinni strax í byrjun, en Valsmenn vörðust og skoruðu sigurmarkið úr eina marktækifæri sínu. Þá töpuðum við fyrir FH í Kaplakrika í leik sem

við áttum að minnsta kosti að fá eitt stig.Síðan kom slæmt tap fyrir nýliðum Sel­

foss á Laugardalsvellinum, 2:0. Í stöðunni eitt núll björguðum við á línu hjá þeim – komum sjálfir í veg fyrir að knötturinn færi í net Selfyssinga.

Við vorum ekki nægilega klókir í byrjun móts til að höndla mótlætið, en í lok móts­ins vorum við aftur á móti nægilega klókir til að koma okkur á réttan kjöl – og þá þegar pressan var orðin mikil á okkur.“

Góður liðsstyrkurÞorvaldur sagði að leikmenn hans væru ákveðnir að gera betur á komandi keppnis­tímabili. „Við erum með góðan leikmanna­hóp og höfum fengið afar góðan liðsstyrk, þar sem þrír nýir leikmenn hafa komið til okkar – Ólafur Örn Bjarnason frá Grindavík, Viktor Bjarki Arnarson frá KR og Haukur Baldvinsson frá Breiðabliki.

Ólafur Örn kemur inn með mikla reynslu og þekkingu sem getur hjálpað okkur. Hann er mjög fjölhæfur leik­maður.

Viktor Bjarki sem hefur mikla reynslu að vera í sigurliði – hefur yfir að ráða mikilli tækni og kemur knettinum vel frá sér.

Haukur er fljótur og klókur leikmaður.

Þessir þrír leikmenn eru sterkir persónuleik­ar, sem bæta og styrkja leik okkar,“ sagði Þor­valdur.

Tveir góðir á vellinum! Kristinn Rúnar Jónsson, framkvæmdastjóri Fram, og Hörður Einarsson, stuðningsmaður númer eitt.

Kynntu þér málið og sæktu um kort á n1.is Meira í leiðinni

Fíto

n/SÍA

BETRA VERÐFYRIR FRAMARA

Einn af ótal kostum N1 kortsins

Framörum bjóðast sérkjör á viðskiptum við N1 sem gerir þér kleift að styðja íþróttafélagið þitt með viðskiptum við N1. Það eina sem þú þarft að gera er að sækja um N1 kort á www.n1.is og tilgreina hópanúmerið 376. Þá færð þú 12% afslátt +3% í formi N1 punkta af bílavörum, rekstrarvörum og hjólbarðaþjónustu. Þú færð líka 3 kr. afslátt af dæluverði + 2 N1 punkta á hvern eldsneytislítra. Í hvert skipti sem þú kaupir eldsneyti á N1 fær Fram hlutaandvirðisins í sinn hlut.

1 punktur=1 kr. í öllum

viðskiptum við N1

14 FRAM

Magnús Kári Jónsson, þjálfari 4. flokks karla, sem varð bikarmeistari

„Strákarnir vinna vel saman“

agnús sagði að styrkur flokksins hafi verið hvað liðsheildin var sterk. „Við vorum með stóra og sterka stráka, sem allir gátu skot­

ið og skorað. Þess vegna var það nokkuð sér­stætt að einn strákurinn, Ragnar Þór Kjart­ansson, skoraði átján af mörkunum 26 í úrslitaleiknum og sigurmarkið úr vítakasti. Þetta var dagurinn hans,“ sagði Magnús.Leikmannahópur 4. flokks var tvískiptur, þannig að það kostaði mikla yfirlegu að láta hlutina ganga upp – helmingurinn kom frá Grafarholti og Úlfarársdalnum, en hinn helmingurinn úr Safamýrinni og ná­grenni. „Allir strákarnir æfðu tvisvar í viku saman í íþróttahúsinu okkar í Safamýri. Þá voru tvær æfingar í viku í Grafarholti fyrir strákana þar og tvær æfingar fyrir strákana í Safamýrinni.

Það er ljóst að aðstaðan í Grafarholti er ekki nægilega góð – við æfum þar í tveimur litlum húsum, sem eru minni en íþróttahús Álftamýrarskóla.“

Mjög taktískir leikmennMagnús sagði að strákarnir væru taktískir. „Þeir lærð ungir leikkerfi og hafa tamið sér að leika agaðan handknattleik. Það er svo eðli leiksins að leikmenn brjóti sig út úr kerfunum þegar við á – finna nýjar leiðir sem skapast. Ég er afar sáttur við það, en gríp í taumana ef menn verða of villtir.

Það voru þrjú lið sem skáru sig nokkuð

úr í keppninni í 3. flokki – Fram, Grótta og FH voru með álíka lið að styrkleika. Leikir liðanna voru tvísýnir. Við máttum þola tap fyrir Gróttu í bikarkeppninni, 15:17, FH vann síðan Gróttu í undanúrslitum 23:18 og varð bikarmeistari með sigri á Selfossi, 27:18.

Gróttumenn lögðu FH­inga að velli í undanúrslitum á Íslandsmótinu, 26:23.

Við komum síðan upp á hárréttum tíma – í úrslitaleiknum gegn Gróttu, sem náði strax í byrjun tökum á leiknum og voru þetta þremur mörkum yfir nær allan leik­tímann. Strákarnir voru ekki á þeim bux­unum að gefast upp og á lokasprettinum sýndu þeir allar sínar bestu hliða – léku sterkan varnarleik. Við náðum að jafna stuttu fyrir leikslok og tryggðum okkur sigur með því að skora sigurmarkið, 26:25, úr vítakasti þegar fimmtán sekúntur voru til leiksloka. Strákarnir sýndu andlegan styrk í leiknum – náðu að snúa leiknum sér í hag. Þó svo að við værum tveimur leik­mönnum færri um tíma á lokasprettinum,“ sagði Magnús.

Framtíðarliðið byggt upp á heimamönnumMagnús þjálfar bæði 4. og 3. flokk drengja. Það eru þetta 25 til 28 á æfingum í 4. flokki og sautján í 3. flokki.

„Við eigum stóran hóp af efnilegum

STRÁKARNIR í 4. flokki í hand-knattleik fögnuðu sigri í úrslita-leik Bikarkeppni HSÍ, þegar þeir lögðu Gróttu að velli í háspennu-leik með því að skora sigurmarkið, 26:25, úr vítakasti þegar 15 sek. voru til leiksloka. „Sigurinn var sætur,“ sagði Magnús Kári Jóns-son, þjálfari flokksins, sem var að vonum ánægður með sína menn. „Ég var með þrjátíu leikmenn við æfingar og var hópurinn til fyrir-myndar í alla staði – strákarnir unnu mjög vel saman.“

Arnar Freyr Arnarsson og Ragnar Þór Kjart-ansson.M

Þrír þjálfarar með A-gráðuÞRÍR þjálfarar hjá Fram útskrifuð-ust með A-þjálfaragráðu KSÍ 18. ágúst 2012. Það voru Halldór Örn Þorsteinsson, yfirþjálfari og þjálfari 5. flokks drengja, Lárus Grétarsson, þjálfari 3. og 4. flokks drengja og Jóhann Ingi Jóhannsson, aðstoðar-þjálfari meistaraflokks karla.

Um var að ræða A-gráða Knatt-spyrnusambands Evrópu, UEFA, sem er hæsta þjálfaragráða sem knattspyrnuþjálfarar geta tekið hér á landi.

Helgi aðstoðar ÞorvaldÞORVALDUR Örlygsson, þjálfari meistaraflokks karla í knatt-spyrnu, gerði nýjan tveggja ára samning við Fram eftir keppnis-tímabilið 2012. Þorvaldur tók við Framliðinu eftir tímabilið 2007.

Helgi Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Fram, var ráðinn sem aðstoðarþjálfari. Jóhann Ingi Jó-hannsson, sem var aðstoðarmaður Þorvalds sumarið 2012, var ráðinn þjálfari 2. flokks karla.

Þorvaldur, Helgi og Jóhann Ingi verða í þriggja manna þjálfarateymi sem sér um þjálfun flokkanna og verður Þorvaldur hæstráðandi. Markmiðið með þessu var að auka frekar samstarf meistaraflokks og 2. flokks karla.

Helgi og Þorvaldur.

FRAM 15

leikmönnum, en það er alltaf spurningin hverjir halda áfram.

Öflugt unglingastarf hjá Fram hefur verið og er að skila sér upp í meistaraflokk. Nú þegar leika nokkrir leikmenn í meistara­flokki sem urðu bikarmeistarar með 3. flokki fyrir rúmu ári. Þeir hafa fengið tæki­færi og Fram hefur tekið þá stefnu að byggja framtíðarliðið á strákum sem hafa verið og eru að koma upp úr unglingastarfinu. Það er mjög jákvætt og sýnir strákunum okkar, að þeim er treyst. Við þurfum ekki að fá leikmenn frá öðrum liðum.

Góð samvinnaSumir strákanna eru einnig að æfa knatt­spyrnu – hafa ekki enn tekið ákvörðun um framtíðina. Ég hef haft mjög gott sam­starf við þjálfara yngri flokkanna í knatt­spyrnunni og menn hafa verið sammála um að hafa verkaskiptingu þannig að það henti báðum íþróttagreinunum. Það verða svo strákarnir sjálfir sem ákveða hvaða stefnu þeir taka í framtíðinni. Hvort þeir velji handknattleik eða knattspyrnu,“ sagði Magnús.

Íslandsmeistarar 2012 í 4. flokki karla í handknattleik, eftir sigurleikinn á Gróttu, 26:25. Aftari röð frá vinstri: Magnús Kári Jónsson, þjálfari, Friðrik Wathne, Arnór Aðalsteinsson (4 mörk), Emil Emilsson, Arnar Freyr Arnarsson (1), Ragnar Þór Kjartansson (18), Dagur Sigurðsson og Lúðvík Arnkelsson (3). Fremri röð: Magnús Hafþórsson, Steinar Trausti Bjarnason, Guðjón Jónsson, Daníel Þór Guðmundsson, Jóhannes Andrésson, Andri Sólbergsson og Hlynur Birgisson.

Ragnar Þór Kjartansson skorar sigurmarkið gegn Gróttu úr vítakasti.

FRAM hefur eignast landsliðskonu í knattspyrnu. Fjóla Sigurðardóttir var fyrsta stúlkan úr Fram til að klæðast landsliðsbúningi Íslands – er hún lék með 17 ára landsliðinu gegn Dönum í Kórnum 27. janúar 2013, 0:3.

Fjóla, sem er 16 ára, hóf að leika með meistaraflokki Fram á Íslandsmótinu 2012, skoraði fimm mörk í átta leikj-um. Hún kom inná sem varamaður í

Fjóla fyrsta landsliðskonanleiknum gegn Dönum og stóð sig vel í sínum fyrsta landsleik. Eftir leik-inn fékk hún nýliðamerki Knatt-spyrnusambands Íslands.

Fjóla er dóttir Framarans Sigurðar Baldurssonar, fyrrverandi fram-kvæmdastjóra Íslenskra Getrauna. Hún er hér á myndinni til hliðar með nýliðamerki KSÍ.

16 FRAM

STÚLKURNAR í fjórða flokki í handknattleik náðu „Gullnu fern-unni“ keppnistímabilið 2011-2012 er þær fögnuðu sigri á öllum fjór-um mótunum sem þær tóku þátt í undir stjórn Haraldar Þorvarðar-sonar, þjálfara. Þær urðu Reykja-víkurmeistarar, Deildarmeistarar, Bikarmeistarar og Íslandsmeist-arar. „Styrkleiki flokksins var hvað allar stúlkurnar voru jafnar og hvað þær sýndu mikinn áhuga að ná árangri. Þær æfðu mjög vel, hópurinn var samrýmdur og metn-aðarfullur,“ sagði Haraldur.

araldur sagði að það hafi verið mjög skemmtilegt að starfa með stúlkunum, sem lögðu hart að sér við æf­ingar. „Við byrjum keppnis­

tímabilið á því að ná sem mestu valdi á knettinum – í sendingum og móttöku. Ég lagði áherslu á þennan mikilvæga þátt handknattleiksins og æfðum við sendingar fyrstu mánuðina. Þegar stúlkurnar voru búnar að ná góðu valdi á knettinum fórum við að æfa ýmis leikkerfi, sem byggjast upp á hnitmiðuðum sendingum og hreyfingu með og án knattar. Við æfðum mörg leik­kerfi sem hentaði einstökum leikmönnum liðsins og liðsheildinni og árangurinn lét ekki á sér standa – stúlkurnar höfðu mikla skemmtun af því sem þær voru að gera og við stóðum uppi með fjóra meistaratitla í höndunum,“ sagði Haraldur.

Yfirburðir liðsins voru miklir – stúlk­urnar lögðu Selfoss í úrslitaleiknum um

Íslandsmeistaratitlinn 24:17. Ragnheiður Júlíusdóttir var útnefnd leikmaður leiksins, en hún skoraði 11 mörk. Ragnheiður á ekki langt að sækja skothörkuna – er dóttir Júl­íusar Gunnarssonar, fyrrverandi landsliðs­manns úr Fram og Val.

Hafdís Lilja Torfadóttir, sem fór á kostum í markinu í bikarúrslitaleiknum gegn KA/Þór – var útnefnd maður leiksins í leiknum, sem lauk með sigri Fram 25:13.

Fjórar stúlkur eru enn í 4. flokki – Ragn­heiður, Hafdís Lilja, Hulda Dagsdóttir og

Guðrún Jenný Sigurðardóttir, fyrirliði 4. flokks, með bikarana fjóra.

H

Stúlkurnar í 4. fl okki í handknattleik voru ósigrandi undir stjórn Haraldar Þorvarðarsonar

FRAM 17

Ragnhildur Kristinsdóttir, en fyrirliðinn Guðrún Jenný Sigurðardóttir, afar sterkur línumaður, og Þórhildur Bjarnadóttir, horna maður, eru komnar í 3. flokk. Þær hafa verið í 17 ára landsliðshópnum.

Geysilegur áhugiHaraldur er orðinn þjálfari unglingaflokks kvenna, sem er 3. flokkur. Hann segir að um þrjátíu stúlkur mæti á æfingar – helmingur stúlknanna kemur úr Safamýrinni og hinn helmingurinn úr Grafarholti.

„Mikill áhugi er fyrir handknattleik hjá stúlkunum og hefur góður árangur meist­araflokks kvenna haft þar áhrif. Það má segja að nær allar stúlkurnar í Ingunnarskóla í Grafarholti æfi handknattleik og hefur ung­lingastarfið hjá Fram í handknattleik fengið viðurkenningu fyrir að vera það besta á landinu.

„Það verður að hlúa að að stúlkunum, þannig að hinn mikli áhugi þeirra beri ávöxt. Við veðum að fylgja stúlkunum upp, þannig að þær séu tilbúnar að taka við kefl­inu þegar kallið kemur. Fram þarf ekki að kvíða framtíðinni,“ sagði Haraldur.

Hið sigursæla kvennalið Fram í 4. flokki, eftir sigurinn á Selfossi í úrslitaleik Íslandsmótsins, 24:17. Aftari röð frá vinstri: Haraldur Þorvarðarson, þjálfari, Björn Viðar Björnsson, liðsstjóri, Guðrún Jenný Sigurðardóttir, fyrirliði (3 mörk), Andrea Björk Harðardóttir, Anna Guðrún Þorsteinsdóttir (2), Hulda Dagsdóttir (3) og Ragnheiður Júlíusdóttir (11). Fremri röð: Ragnhildur Kristinsdóttir (1), Sigrún Ágústdóttir, Hafdís Lilja Torfadóttir, Laufey Eva Stefánsdóttir (1) og Þórhildur María Bjarnadóttir (3).

Ragnheiður Júlíusdóttir lætur fallbyssuskot ríða af – skorar eitt af 11 mörkum sínum gegn Selfossi.

Hafdís Lilja Torfadóttir, markvörður.

egar ég tók við þjálfun liðsins haust ið 2011 lagði ég mesta áherslu á að stúlkurnar

kynntust knettinum – að þær næðu sem bestu valdi á knett­inum og spiluðu honum vel á milli sín.

Það tók þær tíma að átta sig á hlutunum, en það má segja að knötturinn hafi byrjað að rúlla eðlilega síðasta keppnistímabil, en þá töpuðum við ekki nema einum leik í deildarkeppninni og var það tap slys – fengum á okkur mark rétt fyrir leikslok í leik gegn HK/Víkingi, 2:3.

Við urðum sigurvegarar í okkar riðli og lékum tvo leiki við Þrótt um sæti í efstu deild og máttum þola tap í þeim báðum, 3:0 og 4:0.

Við vorum slegnar út af lag­inu strax í byrjun í fyrri leiknum gegn Þrótti þegar við misstum markvörð okkar, Áslaugu Ingu Barðadóttur, af leikvelli eftir aðeins sex mínútur, er hún fékk rautt spjald fyrir að brjóta á leikmanni Þróttar sem var kominn einn inn fyrir. Þróttarar fengu vítaspyrnu, sem þeir skor­uðu úr. Við lékum einum leikmanni færri í 84 mínútur og tók það sinn toll.

Við vorum ekki með stóran leikmanna­

hóp á keppnistímabilinu, en stúlkurnar okkar komu skemmtilega á óvart – léku góða knattspyrnu og skoruðu mikið af mörkum,“ sagði Haukur, en hann fór með stúlkurnar sínar í viku æfingabúðir til Spánar fyrir keppnistímabilið, þar sem þær

Þ

Haukur Hilmarsson, þjálfari.

Haukur Hilmarsson, þjálfari meistarafl okks kvenna í knattspyrnu

„Þær komu skemmtilega á óvart“„ÞAÐ hafa orðið talsverðar framfarir hjá okkur á þeim þremur árum sem við höfum sent lið í meistaraflokki kvenna á Íslandsmótinu eftir langt hlé. Það tekur sinn tíma að ná stöðugleika. Við munum halda áfram okk-ar uppbyggingarstarfi,“ sagði Haukur Hilmarsson, sem hefur verið þjálf-ari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu frá 2010 er hann tók við starfi Sigríðar Bjarkar Þorláksdóttur, sem þjálfaði Framliðið fyrsta keppnis-tímabilið.

18 FRAM

María Rós með þrennuMARÍA Rós Arngrímsdóttir setti þrennu á Íslandsmótinu þegar Fram-liðið fagnaði sigri á BÍ/Bolungarvík á Ísafirði, 4:0. María Rós var eini Framar-inn til að skora þrjú mörk í leik á Ís-landsmóti 2012, en hún skoraði 8 mörk í sex leikjum í 1. deild.

Alls skoruðu 13 stúlkur 58 mörk í fjórtán leikjum í 1. deildarkeppninni.

Jóna bestJÓNA Ólafsdóttir var útnefnd besti leik-maður meistara-flokks kvenna í knattspyrnu 2012. Jóna, sem hefur verið einn af lykil-mönnum Fram-liðsins frá því

að meistaraflokkur kvenna var endur-vakinn 2010, skoraði fjögur mörk í fjórtán

leikjum í 1. deild.Sara Lissy

Chontosh var útnefnd efnilegasti leik-maðurinn.

Rósa Hauks-dóttir var

markakóngur Fram-liðsins – skoraði níu mörk í 12 leikjum, en Áslaug Eik Ólafsdóttir kom næst á blaði með 8 mörk í tólf leikjum og Dagmar Ýr Arnardóttir skoraði 7 mörk í átta leikjum.

Jóna Ólafsdóttir.

Rósa Hauksdóttir.

Sara Lissy Chontosh.

FRAM 19

æfði tvisvar á dag. „Æfingaferðin heppnað­ist mjög vel og styrkti leikmannahópinn.“

Þurfum að stækka hópinnHaukur sagði að það yrði að stækka leik­mannahópinn hjá stúlkunum fyrir keppnis­tímabilið 2013 þannig að það verði hægt að vera með tvö ellefu manna lið á æfingum. „Flestar stúlkurnar eru í kringum tuttugu ára aldurinn, en nokkrar ungar sextán ára stúlkur hafa verið að koma í hópinn.

Við vorum með nokkrar stúlkur í láni frá Breiðabliki í byrjuninni á síðasta keppnistímabili. Önnu Birnu Þorvarðar­dóttur, Maríu Rós Arngrímsdóttur, sem skoraði sex mörk í átta leikjum og Dagmar Ýr Arnardóttur, sem skoraði sjö mörk í níu leikjum.

Þær verða ekki með okkur næsta keppnistímabil og þá höfum við misst Rósu Hauksdóttur til Aftureldingu, en hún var markakóngur okkar – skoraði níu mörk.“

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu 2012. Aftari röð frá vinstri: Runólfur Trausti Þórhalls-son, markmannsþjálfari, Anna Birna Þorvarð-ardóttir, Hulda Björk Brynjarsdóttir, liðsstjóri, Lilja Gunnarsdóttir, Stefanía Pálsdóttir, Berg-þóra Baldursdóttir, Ástrós Eva Gunnarsdóttir, Rósa Hugosdóttir, Rósa Hauksdóttir, Unnur Sif Hjartardóttir, Áslaug Inga Barðadóttir, Haukur Hilmarsson, þjálfari og Særún Jónsdóttir, sjúkraþjálfari. Fremri röð: Sara Lissy Chontosh, Guðrún Ólöf Olsen, Valgerður Stella Kristjáns-dóttir, Jóna Ólafsdóttir, Áslaug Eik Ólafsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Elísabet Sara Emils-dóttir, fyrirliði, Birna Sif Kristinsdóttir, Fjóla Sigurðardóttir, Sigríður Katrín Stefánsdóttir og Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir.

Kvennalið Fram 2012Leikmenn sem léku í 1. deildarkeppninniÞjálfari: Haukur Hilmarsson

Leikir/mörk: Markverðir:Áslaug Inga Barðadóttir 11Ingibjörg Magnúsdóttir 5

Útileikmenn:Anna Birna Þorvarðardóttir 9/3Áslaug Eik Ólafsdóttir 12/8Ásta Einarsdóttir 3/1Ástrós Eva Gunnarsdóttir 5/1Bergþóra Baldursdóttir 9/5Birna Sif Kristinsdóttir 14Dagmar Ýr Arnardóttir 9/7Elísabet Sara Emilsdóttir 14Fjóla Sigurðardóttir 8/5Guðrún Ólöf Olsen 7Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir 9/3Jóna Ólafsdóttir 14/4Lilja Gunnarsdóttir 5María Rós Arngrímsdóttir 6/8Rósa Hauksdóttir 12/9Rósa Hugosdóttir 4Sara Lissy Chontosh 11/2Sigríður Katrín Stefánsdóttir 10Stefanía Pálsdóttir 10/2Unnur Sif Hjartardóttir 8Valdís María Einarsdóttir 4Valgerður S. Kristjánsdóttir 9

Úrslit Heima Úti

HK/Víkingur 2:3 2:0Völsungur 4:2 5:1Grindavík 6:1 4:1

BÍ/Bolungarvík 4:1 4:0Keflavík 4:0 2:1Tindastóll 6:2 7:1Áltfanes 6:0 3:0

Lokastaðan í B-riðli:Fram 14 13 0 1 59:13 39HK/Víkingur 14 8 3 3 43:15 27Völsungur 14 7 1 6 28:30 22Grindavík 14 6 2 6 28:38 20BÍ/Bolungarvík 14 6 1 7 23:28 19Keflavík 14 3 6 5 17:21 15Tindastóll 14 4 1 9 13:39 13Álftanes 14 2 0 12 12:39 6

Úrslitakeppnin - keppt um sæti í efstu deild:Þróttur – Fram 3:0Fram – Þróttur 0:4

Deildabikarkeppni, LengjubikarinnC-deild 1. riðill:ÍA – Fram 4:0Fram – Keflavík 4:1Jóna 2, Hulda Mýrdal, Stefanía.

Fram – Fjölnir 3:2Rósa H. 2, Áslaug Eik.

Sindri – Fram 2:1Bergþóra.

Bikarkeppni KSÍ, Borgunarbikarinn:1. umferð:Álftanes – Fram 0:2Áslaug Eik, Elísabet Sara.

2. umferð:Haukar – Fram 3:1Fjóla.

* Stjarnan var bikarmeistari.

Sara Lissy Chontosh

SARA Lissy Chontosh hlaut Eiríksbikar­inn 2012. Bikarinn er veittur þeim leik­manni í yngri flokkum Fram í knattspyrnu, sem sýndi mikla háttvísi innan sem utan vallar og varð félagi sínu til sóma. Sara Lissy, sem var efnilegasti leikmaður meist­araflokks Fram, var valin á árinu til æfinga hjá landsliði Íslands, skipað leikmönnum 19 ára og yngri.

ViðurkenningarÁ uppskeruhátíð yngri flokkanna í knatt­spyrnu voru veittar viðurkenningar til besta og efnilegasta leikmanns í flokkum drengja og stúlkna keppnistímabilið 2012.

5. flokkur stúlknaEfnilegasti leikmaður: Ólína Hilmars­

dóttirBesti leikmaður: Sóley Zaki Iura

5. flokkur drengjaEfnilegasti leikmaður: Viktor Gísli Hall­

grímssonBesti leikmaður: Már Ægisson

4. flokkur stúlknaEfnilegasti leikmaður: Valdís PorcaBesti leikmaður: Aldís Karen Jónsdóttir

4. flokkur drengjaEfnilegasti leikmaður: Magnús Snær

DagbjartssonBesti leikmaður: Magnús Óliver Axels­

son

3. flokkur drengja:Efnilegasti leikmaður: Bjarki Már Sig­

urðssonBesti leikmaður: Arnór Aðalsteinsson

20 FRAM

Sara fékk Eiríksbikarinn

Ný stjórn KnattspyrnudeildarNÝ stjórn var kosin hjá Knattspyrnudeild Fram á framhaldsaðalfundi í október 2012.Formaður: Hrannar Hallkelsson.Varaformaður: Brynjar Jóhannesson.Gjaldkeri: Lúðvík Þorgeirsson.Formaður meistaraflokksráðs: Sverrir Einarsson.Formaður 2. flokksráðs: Þórður Kristleifsson.Barna og unglingaráð, og formaður meistaraflokksráðs kvenna: Júlíus Guðmundsson.Barna og unglingaráð: Elín Þóra Böðvarsdóttir.

Verðlaunahafar á uppskeruhátíð: Sóley Saki Iura, Arnór Aðalsteinsson, Viktor Gísli Hallgrímsson, Bjarki Már Sigurðsson, Alda Karen Jónsdóttir, Magnús Óliver Axelsson, Magnús Snær Dagbjartsson og Már Ægisson.

Sportbúð Errea - Dugguvogi 3 - 104 Reykjavík Opnunartími: Mán/Fim 10:00-17:00 Fös 10:00-16:00 Vefverslun: www.errea.is

Íþróttafatnaður FRAM fæst í Sportbúð Errea.- Verið velkomin -

Bakpoki

Taska

Errea Ísland

Stuttbuxur

Regn/vindjakki

Keppnistreyja

�ngapeysa �ngasett

Fram íþróttagalli

Sokkar

Undirbolir

alldór Jóhann þjálfaði jafn­framt 3. flokk karla og náði hann góðum árangri með flokkinn. Var það ekki mikil breyting að söðla um? „Það

má segja að ég hafi komið í annan heim þegar ég hóf að þjálfa stúlkurnar. Sá heimur er mun stærri en ég hafði þekkt sem þjálfari yngri flokka. Maður getur ekki tekið á hlut­unum á sama hátt hjá strákum og stúlkum, því að hugsunarhátturinn er ekki sá sami hjá báðum kynjum. Ég fékk góðan stuðn­ing þar sem öflugir starfsmenn hafa verið í kringum kvennalið Fram lengi – Guð­mundur Þór Jónsson, liðsstjóri, sem hefur unnið geysilega þýðingarmikið starf og Guðríður Guðjónsdóttir, aðstoðarþjálfari, sem þekkir leikmenn liðsins út og inn – eins og Guðmundur. Þá hefur hún mikla reynslu sem leikmaður og þjálfari. Ég er ekki á flæðiskeri staddur með Guðmund Þór og Guðríði við hliðina á mér.

Það er þæilegt og gott umhverfi í kring­um kvennalið Fram – andrúmsloftið frá­bært, þannig að ég kunni strax vel við mig. Stúlkurnar leggja hart að sér og við erum með hóp sterkra landsliðsmanna og leik­manna sem hafa og leika með í yngri lands­liðinum,“ sagði Halldór Jóhann.

H

22 FRAM

Halldór Jóhann Sigfússon stjórnar stúlkum sínum í leik.

Barátta um Íslands og bikarmeistara­titlinn undanfarin ár hefur verið einvígi Fram og Vals og hefur það verið ljóst að það hefur vantað meiri breidd í handknattleik kvenna. „Það er rétt. Það vantar fleiri sterk lið hjá konunum. Bilið á milli Vals og Fram og annara liða hefur verið of mikið síðustu ár, en það er vonandi að breytast. Lið ÍBV og Stjörnunnar eru í stöðugri framför, þannig að þau geta farið að setja strik í reikninginn – aukið breiddina, þannig að fleiri spenn­andi leikir verða leiknir,“ sagði Halldór Jóhann.

„VIÐ erum með mjög góðan leikmannahóp, sem er byggður upp á mjög öflugðri liðsheild. Stúlkurnar þurfa að upplifa sigurtilfinninguna – standa uppi sem Íslandsmeistarar. Við þurfum að vinna á ýmsum sálræn-um þáttum og komast þannig yfir erfiða hindrun sem „Valsgrýlan“ er,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, sem tók við þjálfun kvennaliðs fram fyr-ir keppnistímabilið 2012-2013. Halldór Jóhann er fyrrverandi leikmaður KA – markakóngur Íslandsmótsins 2004-2005, sem gerðist leikmaður með Essen í Þýskalandi 2005 og kom síðan heim 2007 og gekk til liðs við Fram og lék með Framliðinu síðast keppnistímabilið 2011-2012.

Halldór Jóhann Sigfússon tók við keflinu af Einari Jónssyni sem þjálfari meistaraflokks kvenna í handknattleik

„Andrúms-loftið erfrábært“

Stella bestSTELLA Sigurðardóttir var valin besti leik-maður Íslandsmóts kvenna 2012 í lokahófi Handknattleikssambands Íslands. Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK, var valinn besti leikmaður karla.

Stella var einnig útnefnd besti sóknar-leikmaðurinn og þá var hún í úrvalsliði Ís-landsmótsins, sem var þannig skipað:

Markvörður: Florentina Stanciu, ÍBV.Línumaður: Anna Úrsúla Guðmunds-

dóttir, Val.Vinstra horn: Dagný Skúladóttir, Val.Vinstri skytta: Stella Sigurðardóttir,

Fram.Hægra horn: Sólveig Lára Kjærnested,

Stjörnunni.Hægri skytta: Þorgerður Anna Atladóttir,

Val.Miðjumaður: Ester Óskarsdóttir, ÍBV.

Guðrún kom heimGUÐRÚN Bjartmarz, 30 ára markvörður, sem fór til Danmerkur 2006, kom heim og gerðist á ný leikmaður með Fram.

Æfingabúðir á BlönduósiHALLDÓR Jóhann Sigfússon ákvað að fara með stúlkurnar sínar í æfingabúðir til Blönduós fyrir keppnistímabilið 2012-2013. Ferðin norður heppnaðist mjög vel og gistu stúlkurnar á Glaðheimum og æfðu í Íþróttamistöðinni á Blönduósi.• Mót Errea og Fram fór fram fyrir Íslands-

mótið. Fram vann HK 29:19 (Stella 8, Elísabet 7 mörk) og Valur vann Stjörnuna 28:22. Valur vann Fram í úrslitaleik, 21:20. Flest mörk skoruðu Elísabet sjö, Sigur-björg fimm og Stella fjögur.• Valur vann Fram í úrslitaleik Reykja-víkurmótsins 21:17. Stella skoraði fimm mörk, Elísabet fjögur.

Stella Sigurðardóttir með verðlaunagrip sinn.

FRAM 23

Meistaraflokkur kvenna keppnistímabilið 2012-2013. Aftasta röð frá vinstri: Elva Þóra Arnardóttir, Karólína Vilborg Torfadóttir, Birna Berg Haralds-dóttir, Stella Sigurðardóttir, Steinunn Björnsdóttir, Marthe Sördal, Sunna Jónsdóttir og Guðmundur Þór Jónsson liðsstjóri. Miðröð: Árni Ólafur Hjartar-son, formaður handknattleiksdeildar, Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari, Íris Kristín Smith, Anna María Guðmundsdóttir, María Karlsdóttir, Hekla Rún Ámundadóttir, Kristín Helgadóttir, Hafdís Shizuka Iura, Elísabet Gunnarsdóttir, Særún Jónsdóttir, sjúkraþjálfari og Guðríður Guðjónsdóttir, að-stoðarþjálfari. Fremsta röð: Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Karen Ösp Guðbjartsdóttir, Guðrún Ósk Maríasdóttir, Ásta Birna Gunnarsdóttir fyrirliði, Guðrún Bjartmarz, Hildur Gunnarsdóttir og Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir.

Kvennalið Fram 2011-2012Leikmenn á Íslandsmótinu í handknattleikÞjálfari: Einar Jónsson

Hvað margir leikir/mörkMarkverðir:Guðrún Ósk Maríasdóttir 12 Hafdís Lilja Torfadóttir 1Hildur Gunnarsdóttir 5Karen Ösp Guðbjartsdóttir 16

Útileikmenn leikir/mörk/vítiAnett Köbli 5 6/2Anna María Guðmundsdóttir 5 1Ásta Birna Gunnarsdóttir 16 55/4Birna Berg Haraldsdóttir 8 22Díana Ágústsdóttir 1 0Elísabet Gunnarsdóttir 16 100/6Elva Þóra Arnardóttir 2 0Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 16 26/2Hafdís Shizuka Iura 12 4Hekla Rún Ámundadóttir 12 5/1Karolína Vilborg Torfadóttir 8 2María Karlsdóttir 9 2Marthe Sördal 15 30

Sigurbjörg Jóhannsdóttir 15 30/1Steinunn Björnsdóttir 16 14/1Stella Sigurðardóttir 15 98/14Sunna Jónsdóttir 16 53/5

N1-deildin – LokastaðanValur 16 15 0 1 509:349 30Fram 16 14 0 2 448:331 28ÍBV 16 11 0 5 423:377 22Stjarnan 16 9 0 7 454:433 18HK 16 8 0 8 441:432 16Grótta 16 4 2 10 373:440 10KA/Þór 16 4 1 11 373:437 9Haukar 16 3 0 13 400:494 6FH 16 2 1 13 333:461 5

ÚrslitakeppninUndanúrslit:Fram – ÍBV 27:24ÍBV – Fram 18:22Fram – ÍBV 29:21

Úrslit:Valur – Fram 23:28Fram – Valur 22:23Valur – Fram 23:17Fram – Valur 18:17Valur – Fram 24:21

Eimskipsbikarinn

8-liða úrslit:Valur – Fram 24:21

* Valur varð bikarmeistari.

Meistarakeppni HSÍ

Valur – Fram 25:23

Deildabikarkeppni

Undanúrslit:Fram – Stjarnan 36:25

Úrslit:Valur – Fram 30:25

EHF-keppnin 2012-2013

1. umferð 2011-2012:Báðir leikirnir í Framhúsinu:Tertnes Bergen – Fram 35:21Fram – Tertnes Bergen 21:18

24 FRAM

„Valsgrýlan“ hefur verið erfiðValsliðið hefur verið erfiður þröskuldur fyr­ir hið unga Framlið á síðustu árum – staðið uppi sem sigurvegarar í þriggja til fimm leikja rimmu um Íslandsmeistaratitilinn, en Framastúlkurnar hafa aftur á móti náð sér á strik gegn Val í bikarúrslitaleikjum og fagnað sigri. „Valsgrýlan“ hefur verið erfið viðureignar fyrir Framstúlkurnar – hvernig er hægt að koma henni fyrir kattarnef?

„Til að losna við hana verða stúlkurnar að upplifa það að standa uppi sem sigurvegarar. Upplifa sigurtilfinninguna. Þegar Framliðið, sem er ungt að árum, hefur yfirstígið þessa sálrænu hindrun, þá ættu stúlkurnar að komast á beinu brautina. Til að ná fótfestu þurfa stúlkurnar að ganga hreint til verks í Íslandsmeistarabaráttunni við Val og fram­kvæma hlutina inni á vellinum.

Það er mitt hlutverk að undirbúa stúlk­urnar sem best fyrir átökin fyrir Val í vetur, þannig að þær komi öflugar til leiks.

Hér er um sálrænan þátt að ræða – það er alltaf erfitt að yfirstíga ákveðnar hindranir. Valsstúlkurnar hafa sigurhefðina fram yfir Fram í löngum einvígum, en Framstúlk­urnar hafa sýnt það að þær geta vel unnið eins leiks einvígi, eins og bikarúrslitaleiki. Það þáðu þær síðast í úrslitaleik deildabikar­keppninnar.

Þar sem stúlkurnar hjá Fram eru ungar, þá bera þær of mikla virðingu fyrir leik­mönnum Vals, sem hafa yfir mikilli reynslu að ráða. Nú verða stúlkurnar að rísa upp – mæta ákveðnar til leiks og segja: Hér erum við – nú er komið að okkur!“

Halldór Jóhann tók þátt í einni mest spennandi úrslitarimmu á Íslandsmóti –þegar KA varð Íslandsmeistari á Hlíðarenda 2004, eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum fyrir Val. „Við misstum aldrei trúna – tvífeldumst og unnum þrjá síðustu leiki einvígisins,“ sagði Halldór Jóhann, sem er tilbúinn að fara í Íslandsmeistararimmu með Framstúlkurnar gegn Val og heimsækja Hlíðarenda á nýjan leik.

Öflug liðsheildÞegar Halldór Jóhann var spurður um styrk Framliðsins, sagði hann að aðall liðsins væri geysilega öflug liðsheild. Stúlkurnar leika sterkan varnarleik geta leikið vel þrjú varnaratriði. Það vantar meiri yfirvegun í leik liðsins á köflun – stúlkurnar vilja stundum fara fram úr sér.

Það styrkir liðið mikið að Birna Berg Har­aldsdóttir er að koma sterkari og sterkari til leiks eftir meiðsli og Steinunn Björnsdóttir er að jafna sig eftir meiðsli á öxl.

Auðvitað var það slæmt að missa mark­vörðinn Guðrúnu Ósk Maríasdóttur, en hún varð að taka sér hvíld frá handknattleik þar sem hún er ólétt. En við fengum Guðrúnu Bjartmarz aftur heim frá Danmörku. Hún hefur staðið sig mjög vel. Guðrún kemur með mikla reynslu inn í hópinn, eins og Elísabet Gunnarsdóttir – þær styrkja liðið mikið.

Við erum með margar aðra ómetanlega leikmenn, eins og Stellu Sigurðardóttir, Ástu Birnu Gunnarsdóttur, Sigurbjörgu Jóhanns­dóttur, Sunnu Jónsdóttur og Marthe Sördal. Þá hafa þær Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir og Hekla Rún Ámundadóttir staðið sig vel og í hópnum eru margar ungar og efnilegar stúlk­ur, sem eru jafnt og þétt að öðlast reynslu.

Við erum með mjög öflugan kjarna – ellefu til tólf stúlkur sem geta allar staðið vaktina með miklum sóma. Það er mikil breydd á æfingum hjá okkur. Við höfum verið að kalla til æfinga ungar stúlkur, sem hafa verið að standa sig vel í unglingaflokk­unum. Það er mjög mikil lyftistöng fyrir þær að koma á æfingar og sýnir þeim að það er verið að fylgjast með þeim.

Það er mikil upplifun fyrir stúlkurnar að koma og æfa með okkur. Þær bera mikla virðingu fyrir landsliðsstúlkunum okkar – líta upp til þeirra, enda eru þær góðar fyrir­myndir innan sem utan leikvallar.

Erum með sjö landsliðsmennVið erum með sjö stúlkur sem léku lands­leiki á árinu 2012 og áttunda landsliðs­konan, Birna Berg, var frá vegna meiðsla og lék því ekki landsleik.

Allar þessar átta stúlkur geta gert tilkall til landsliðssætis – Stella (15 landsleikir á árinu), Elísabet (5), Guðrún Ósk (4), Ásta Birna (15), Sigurbjörg (7), Steinunn (2), Sunna (5) og Birna Berg.

Aðeins tvær af þessum stúlkum léku á Evrópumótinu í Serbíu – Ásta Birna og Stella. Það er alltaf erfitt að komast í landslið og sérstaklega í kvennalandsliðið núna. Lands­liðsþjálfarinn getur valið stúlkur úr þetta tuttugu til tuttugu og átta manna jöfnum leikmannahópi og það er hörð barátta um sæti í landsliðinu á milli sextán til átján leik­manna. Við áttum sex leikmenn í landsliðs­hópnum áður en hópurinn var skorinn niður í sextán leikmenn fyrir Evrópukeppnina.

Það kostar mikla þolinmæði að ná árangri – verða meðal þeirra bestu,“ sagði Halldór Jóhann.

Telur þú að slæmt gengi landsliðsins í Evrópumótinu í Serbíu hafi slæm sálræn áhrif á þær tvær stúlkur úr Fram sem tóku þátt í mótinu?

„Nei, ég hef ekki trú á því. Ásta Birna fékk ekki mörg tækifæri, en Stella náði sér ekki á strik frekar en aðrir leikmenn. Hún er ung og á eftir að styrkjast – mun ýta vonbrigðunum frá sér.“

Sálfræðin skiptir mikluHalldór Jóhann sagði að sálfræði skipti miklu máli þegar tekið er þátt í stórmótum, eins og Evrópukeppni og heimsmeistara­keppni. „Það verður að huga vel að öllum þáttum innan sem utan leikvallar.

Við Framarar ætlum okkur að leggja allt í sölurnar til að ná hinum langþráða Íslands­meistaratitli. Okkur hefur gengið vel og ekki tapað leik á Íslandsmótinu þegar lokasprett­urinn hefst í byrjun janúar. Við munum ekki hugsa um það sem er búið, heldur hugsum við aðeins um einn leik fram í tímann – það er næsti leikur okkar sem skiptir máli hverju sinni. Við verðum að hafa trú á því sem við erum að gera – heppnin mun alltaf fylgja sig­urvegurum. Framundan eru þýðingarmiklar rimmur, þar sem sálfræðin mun leika stórt hlutverk. Já, er ekki okkar tími kominn?“

„KEPPNISTÍMABILIÐ 2011-2012 er eitt besta tímabil kvennaliðs Fram undir minni stjórn. Við vorum ekki langt frá Íslandsmeistaratitlinum – máttum þola tap fyrir Val í fimm leikja úrslitaeinvígi, 3:2. Það vantaði aðeins herslumuninn á að okkur tækist að landa meistaratitlinum,“ sagði Einar Jónsson, sem var bæði þjálfari kvenna- og karlaliðs Fram í handknattleik keppnistímabilið 2011-2012.

Einar sagði að Framliðið hafi orðið

fyrir áfalli við að missa Birnu Berg, vegna meiðsla, á miðju keppnistíma-bili. „Það var mjög sterkt hjá okkur að fara í fimm leiki í úrslitarimm-unni gegn öflugu liði Vals, sem hafði á að skipa mjög sterkum, reyndum og klókum leikmönnum.

Við vorum ótrúlega nálægt því að ná að klára dæmið, en því miður tókst það ekki. Þrátt fyrir það var ég ánægður með keppnistímabilið hjá stelpunum,“ sagði Einar.

„Vantaði herslumuninn“

FJÖLMARGIR ungir Framarar í handknatt­leik tóku á móti viðurkenningum á upp­skeruhátíð handknattleiksdeildar 2012.

2. flokkur karla: Bestur: Garðar Sigurjónsson.Ástundun: Arnar Þór Sveinsson.3. flokkur kvenna:Best: Hafdís S. Iura.Ástundun: Kristín Helgadóttir.3. flokkur karla: Bestur: Arnar Freyr Dagbjartsson.Ástundun: Ragnar Hannesson.4. flokkur karla: Bestur: Ragnar Þór Kjartansson.Ástundun: Guðjón Jónsson.4. flokkur kvenna:Best: Ragnheiður Júlíusdóttir.Ástundun: Rakel Andrésdóttir.

* Allir flokkarnir fimm urðu Reykja­víkurmeistarar á keppnistímabilinu 2011­2012. 4. flokkur karla og kvenna urðu Ís­landsmeistarar. 4. flokkur kvenna og 3. flokkur karla urðu Bikarmeistarar.

Yngstu flokkarnir5. flokkur karla yngra ár í Grafarholti:Mestu framfarir: Jökull Ágúst Jónsson.Besta ástundun: Jökull Ágúst Jónsson.5. flokkur karla – eldra ár í Grafarholti:Mestu framfarir: Árni Þór Þorvaldsson.Besta ástundun: Anton Örn Heimisson.5. flokkur karla – yngra ár í Safamýri:Mestu framfarir: Arnar Uni Þráinsson.Besta ástundun: Guðmundur Helgi Birgisson.

5. flokkur karla – eldra ár í Safamýri:Mestu framfarir: Daníel Helgi Ágústsson.Besta ástundun: Pétur Björnsson.5. flokkur kvenna – yngra ár:Mestu framfarir: Aþena Sól Magnúsdóttir.Besta ástundun: Ragnheiður Ásmundardóttir.5. flokkur kvenna – eldra ár:Mestu framfarir: Anna Katrín Hrafnkelsdóttir.Besta ástundun: Guðrún Ósk Frímanns­dóttir.6. flokkur kvenna – yngra ár í Grafar-holti:Mestu framfarir: Sæunn Nanna Ægisdóttir.Besta ástundun: Elva Björk Ægisdóttir.6. flokkur kvenna – eldra ár í Grafar-holti:Mestu framfarir: Ólöf María Stefánsdóttir.Besta ástundun: Rebekka Ýr Heimisdóttir.6. flokkur kvenna – yngra ár í Safamýri:Mestu framfarir: Harpa Elín Haraldsdóttir.Besta ástundun: Guðrún Birna Pétursdóttir.6. flokkur kvenna – eldra ár í Safamýri:Mestu framfarir: Katla Rún Káradóttir. Besta ástundun: Guðrún Katrín Viktorsdóttir.6. flokkur karla – yngra ár í Grafarholti:Mestu framfarir: Steinn Bergsson.Besta ástundun: Aron Snær Ingason.6. flokkur karla – eldra ár í Grafarholti:Mestu framfarir: Viktor Gísli Hallgrímsson.Besta ástundun: Páll Birkir Reynisson.6. flokkur karla – yngra ár í Safamýri:Mestu framfarir: Hjalti Örn Sólmundsson.Besta ástundun: Hermann Björn Harðarson.6. flokkur karla – yngra ár í Safamýri:Mestu framfarir: Ólafur Haukur Júlíusson.Besta ástundun: Már Ægisson.

Viðurkenningar

FRAM 25

Vel heppnuð ferð á Partille CupRÚMLEGA 100 stúlkur og drengir í 5. og 4. flokki Fram, ásamt tuttugu manna fararstjórn, fóru til Svíþjóðar sumarið 2012 til að taka þátt í handknattleiks-mótinu Partille Cup, þar sem 15.000 stúlkur og drengir frá öllum heims-hornum komu og léku handknattleik í sex daga.

Haraldur Þorvarðarson, einn af ung-lingaþjálfurum Fram, sagði að ferðin hafi verið mikil upplifun fyrir krakk-ana. „Ferðin heppnaðist afar vel í alla staði. Leikið var á gervigrasvöllum og létu krakkarnir ekki á sig fá þó að það hafi verið leikið í grenjandi rigningu einn daginn.

Ferðin var vel skipulögð af unglinga-ráði Fram og var mikil gleði ríkjandi í hópnum allt frá því að farið var í ævin-týraferð til Gautaborgar með rútum frá Framheimilinu í Safamýri suður á Kefla-víkurflugvöll. Krakkarnir búa lengi að þessari ferð,“ sagði Haraldur.

Fram hefur tekið þátt í Partille Cup annað hvert ár, þannig að næsta ferð til Gautaborgar verður farin sumarið 2014.

inar sagði að árangurinn á Ís­landsmótinu keppnistímabil­ið 2011­2012 hafi ekki verið eins góður og vonast var eftir, en það hafi verið skemmtilegt

að komast í úrslitaleikinn í Bikarkeppni HSÍ. „Leikurinn var þó ekki sú skemmtun sem við vonuðumst eftir. Við náðum okkur ekki á strik gegn sterku liði Hauka og máttum þola átta marka tap (31:23).

Þó nokkrar breytingar urðu á Framliðinu eftir keppnistímabilið – margir leikmenn fóru eða lögðu skóna á hilluna. Við fengum aftur á móti gamla refi aftur – Þorra Björn Gunnarsson og Harald Þorvarðarson. Björn Viðar Björnsson, markvörður, sem var í láni, kom til okkar á nýjan leik. Þá hafa ungir leik­menn bæst í hópinn. Við erum með átján manna kjarna sem skiptist jafnt í eldri leik­menn og unga leikmenn, sem eru að taka sín fyrstu skref í meistaraflokki. Ég sé framfarir hjá strákunum í hverri viku – sé þá styrkjast og eflast.

Þá sjáum við mikla framtíð í strákum sem leika í öðrum, þriðja og fjórða aldurs­flokki. Það tekur okkur þrjú til fimm ár að byggja upp geysilega öflugt Framliðið upp

með þessum leikmönnum. Það er sá tími sem við höfum ákveðið að gefa okkur í upp­byggingarstarfssemi, en við vitum að strák­arnir sem leika nú með Framliðinu geta gert virkilega góða hluti og þeir eiga eftir að gera það. Þannig að meistaraliðsuppbyggingin á að geta gengið hraðar.

Að mínu mati erum við með mjög öflugt byrjunarlið. Það eru fá lið hér á landi sem eru með eins sterkt byrjunarlið og við, en það er þó ekki hægt að loka augunum fyrir því að nokkrir leikmenn geta verið nokkuð brot­hættir. Við munum alltaf kappkosta að ná því besta úr leikmannahópi okkar samhliða því að hugsa um uppbyggingarstarf. Fram á stóran hóp af ungum og flottum strákum, sem hafa verið að gera góða hluti í yngri flokkunum og hafa mikinn metnað að ná lengra í íþrótt sinni.

Við höfum verið að fylgjast með persónu­leika strákanna og ungu strákarnir sem eru byrjaðir að æfa með meistaraflokki eiga eftir að ná árangri í framtíðinni. Það er ljóst að þeir hafa sett stefnuna á að komast í atvinnu­mennsku – hjá þeim er ein leið: Að komst í meistaraflokk, landsliðið og í atvinnu­mennsku. Íslendingar hafa verið eftirsóttir

Einar Jónsson, þjálfari meistaraflokks karla í handknattleik, er ánægður með leikmannahóp sinn

„Sterkastasóknarliðlandsins“

Einar Jónsson leggur upp leikinn.

E

Vel heppnuð ferð til SpánarEINAR Jónsson fór með leikmenn sína í vikuferð til Spánar, þar sem þeir voru í æfingabúðum í Almería fyrir Íslandsmótið. Einar sagði að ferðin hafi heppnast full-komlega og hann væri tilbúinn að endur-taka hana fyrir næsta keppnistímabil. „Eldri og yngri leikmennirnir kynnustu mjög vel í ferðinni, sem gerði ekkert annað en að þjappa hópnum saman . Ferðin gaf okkur mjög mikið. Það er sama hvað hefur gengið á hjá okkur á Íslandsmótinu – það hefur ekkert slegið okkur út af laginu og andrúmsloftið hjá leikmönnum hefur verið frábært. Það er tekið á öllum málum með jákvæðu hugarfari . Það er langt síðan ég hef fundið svo gott andrúmsloft innan karla-liðsins hjá Fram,“ sagði Einar.

Sigurður maður mótsinsFRAMLIÐIÐ tók þátt í Subway-móti Gróttu, þar sem sigur vannst á FH í úrslitaleik, 29:27, eftir að strákarnir höfðu rutt Gróttu og Aftureldingu úr vegi.• Mörk Fram gegn FH skoruðu: Jóhann

Gunnar Einarsson 12, Haraldur Þorvarð-arson 5, Sigurður Eggertsson 4, Jón Arnar Jónsson 3, Þorri Björn Gunnarsson 2 og Ragnar Þór Kjartansson 1.• Sigurður Þorsteinsson skoraði 9 mörk og Haraldur Þorvarðarson 6 gegn Gróttu, 29:25.• Stefán Darri Þórsson og Sigurður Þor-steinsson settu 6 mörk hvor fyrir Fram gegn Aftureldingu, 19:17.• Sigurður Þorsteinsson var valinn maður mótsins.

Þorri Björn aftur heimÞORRI Björn Gunnarsson, sem var fyrirliði Fram áður en hann hélt til Danmerkur 2007 og gerðist leikmaður með TMS Ringsted, gekk á ný til liðs við Fram fyrir keppnis-tímabilið 2012-2013. Hann tók þá á ný við fyrirliðabandinu, en til gamans má geta þess að systir hans, Ásta Birna, er fyrirliði kvennaliðs Fram.

Frá Fram fóru Einar Rafn Eiðsson og Jóhann Karl Reynisson til FH, Matthías Daðason til TMS Ringsted, Ingimundur Ingimundarson til ÍR, Sebastian Alexanders-son til Víkings og Halldór Jóhann Sigfússon lagði keppnisskóna á hilluna og snéri sér alfarið að þjálfun kvennaliðs Fram.

„AÐ mínu mati erum við Framarar með mjög öflugt byrjunarlið og það eru fá lið hér á landi sem eru með eins sterkt sóknarlið og við. Það er mikill metnaður hjá strákunum, sem æfa mjög vel. Ég er mjög ánægð-ur með leikmannahópinn – strák-arnir eru duglegir og samvisku-samir og hafa metnað og markmið til að ná langt. Strákarnir hafa rétt hugarfar – eru ákveðnir að leggja sig alla fram og leika með hjartanu. Mæta ákveðnir til verks,“ sagði Ein-ar Jónsson, þjálfari meistaraflokks karla í handknattleik.

26 FRAM

hjá liðum í Evrópu og það er ótrúlega magir íslenskir leikmenn sem leika nú með liðum á Norðurlöndunum, í Þýskalandi, Frakk­landi og víða.

Ég geri mér grein fyrir því að Fram getur misst sína bestu leikmenn út. Stærsti sigur minn sem þjálfari er að sjá mína menn leika með landsliðinu og fara í atvinnumennsku. Það myndi sýna mér að ég væri að gera rétt í þjálfun einstaklinga, þroska þá og efla.

Við Framarar erum stoltir að sjá okkar menn leika með landsliðinu og atvinnu­mannaliðum. Það er okkar hlutverk að end­urnýja lið okkar reglulega með uppöldnum leikmönnum úr Fram – ala þá upp til að taka við hlutverkum þeirra sem fara á vit ævin­týranna,“ sagði Einar.

Við báðum Einar að lýsa byrjunarliði sínu – hvaða leikmenn skipa það. „Við erum með mjög sterkt sóknarlið – eitt það sterkasta í deildinn – þegar horft er á þá leikmenn sem leika stærstu hlutverkin.

Skyttur eru Jón Gunnar Einarsson, sem er besti handknattleiksmaðurinn hér á landi og Róbert Aron Hostert, sem á eftir að verða öflugri. Sigurður Eggertsson hefur leikið sem leikstjórnandi og hefur skilað nýju hlutverki mjög vel ­­ hefur sýnt mikinn stöðugleika.

Reynsluboltarnir Stefán Baldvin og Þorri Björn eru í hornunum og Haraldur Þorvarð­arson á línunni. Þeir léku allir með Íslands­meistaraliði Fram 2006.

Sóknin hjá okkur er sterk, en aftur á móti þurfum við að styrkja vörnina og markvörsl­una. Við höfum ekki náð að stilla okkar strengi í vörninni vegna meiðsla leikmanna. Þegar allir eru heilir og geta unnið saman styrkist varnarleikur okkar. Þegar við náum meiri festu í leik okkar, mun vörnin smella saman,“ sagði Einar Jónsson, sem er bjart­sýnn á framtíðina.

Meistaraflokkur karla í handknattleik 2012-2013. Aftasta röð frá vinstri: Stefán Darri Þórsson, Arnar Snær Magnússon, Jóhann Gunnar Einarsson, Róbert Aron Hostert, Hákon Stefánsson og Haraldur Þorvarðarsson. Miðröð: Einar Jónsson, þjálfari, Daði Hafþórsson aðstoðarþjálfari, Elías Bóasson, Ægir Hrafn Jónsson, Sigurður Þorsteinsson, Særún Jónsdóttir sjúkraþjálfari, Ingunn Gísla-dóttir, liðstjóri og Magnús Gunnar Erlendsson. Fremsta röð: Sigurbjörn Edvardsson, Stefán Baldvin Stefánsson, Björn Viðar Björnsson, Þorri Björn Gunnarsson fyrirliði, Valtýr Hákonarsson, Sigurður Eggertsson og Arnar Freyr Dagbjartsson. Fjarverandi erlendis með 21 árs landsliðinu var Garðar Benedikt Sigurjónsson.

FRAM 27

Karlalið Fram 2011-2012Leikmenn á Íslandsmótinu í handknattleikÞjálfari: Einar Jónsson

Markverðir LeikirÁsgeir Rúnar Sigmarsson 2Björn Viðar Björnsson 3Magnús Gunnar Erlendsson 19Sebastian Alexandersson 21

Útileikmenn Leikir/mörk/víti:Arnar Birkir Hálfdánsson 7 24/1Ármann Ari Árnason 1 0Einar Rafn Eiðsson 21 81/6Elías Bóasson 6 4Garðar Benedikt Sigurjónsson 10 2Guðjón Finnur Drengsson 1 0Guðmundur Birgir Ægisson 2 0Halldór Jóhann Sigfússon 15 21/1Haraldur Daði Hafþórsson 1 0Hákon Stefánsson 2 1Ingimundur Ingimundarson 18 47/5Jóhann Gunnar Einarsson 16 56/4Jóhann Karl Reynisson 20 24/1Jón Arnar Jónsson 9 14/1Matthías Daðason 17 11Róbert Aron Hostert 18 86/6

Sigfús Páll Sigfússon 20 13/5Sigurður Eggertsson 21 62/10Stefán Baldvin Stefánsson 18 50/1Ægir Hrafn Jónsson 20 41

LokastaðanHaukar 21 14 1 6 503:452 29FH 21 12 4 5 555:514 28Akureyri 21 12 3 6 573:525 27HK 21 12 2 7 569:536 26Fram 21 11 2 8 537:537 24Valur 21 9 4 8 560:536 22Afturelding 21 4 1 16 490:563 9Grótta 21 1 1 19 483:607 3

* Fram komst ekki í úrslitakeppnina.* HK varð Íslandsmeistari með því að vinna FH 3:0.

Einskipsbikarinn32-liða úrslit:Haukar 2 – Fram 25:3816-liða úrslit:Valur 2 – Fram 24:408-liða úrslit:Stjarnan 2 – Fram 28:34Undanúrslit:HK – Fram 23:24Úrslitaleikur:Fram – Haukar 23:31

28 FRAM

ið lékum æsispennandi úr­slitaleik gegn FH­ingum og þurfti að framlengja viðureignina eftir að staðan var jöfn eftir vengulegan

leiktíma, 19:19. Strákarnir voru sterkari í framlengingunni og fögnuðu sigri, 25:22. Ármann Ari Árnason, sem var útnefndur maður leiksins, skoraði átta mörk og þar af þrjú mörk í framlengingunni,“ sagði Hall­dór Jóhann.

Strákarnir máttu sætta sig við naumt tap fyrir Gróttu í 8­liða úrslitum Íslandsmóts­

við að fá tvo til þrjá sterka leikmenn upp í hverjum árgangi. Ef við höldum áfram að halda vel á spilunum, mun öflugt unglinga­starfið bera ríkurlegan ávöxt. Ef tveir sterk­ir leikmenn koma upp úr hverjum árgangi verðum við búnir að skila upp tíu góðum leikmönnum á næstu fimm árum.

Það er afar þýðingarmikið að byggja framtíðarlið Fram upp á okkar leikmönn­um, sem hafa farið upp í gegnum yngri flokkanna. Þannig hefur kvennalið okkar verið byggt upp og skilað góðum árangri. Ég vil sjá það sama gerast með karlaliðið – að það verði byggt upp á leikmönnum sem hafa alist upp hjá Fram,“ sagði Halldór Jóhann, sem þekkir það vel hvað það er þýðingarmikið að hlúa að æskunni.

„Ég ólst upp í svipuðu umhverfi á Akur­eyri – þegar KA eignaðist afar öflugt lið sem var að mestu skipað heimamönnum – upp­öldum leikmönnum, sem höfðu leikið sam­an upp yngri flokkanna. Þannig uppgangur

Halldór Jóhann Sigfússon segir að það verði að hlúa vel að æskunni í Úlfarsárdal og Grafarholti

Bikarmeistarar„ÞAÐ er allt á réttu róli í uppbyggingunni hjá yngri liðinum hjá Fram. Strákarnir í fjórða flokki urðu Íslandsmeistarar og strákarnir í þriðja flokki bikarmeistarar. Heppnin var ekki með strákunum í öðrum flokki – þeir máttu sætta sig við tap í úrslitaleik Íslandsmótsins í framlengdum leik gegn Akureyri,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, sem stjórnaði strákunum í 3. flokki, sem urðu Íslandsmeistarar 2011 undir hans stjórn, til sigurs í Bikarkeppninni 2012.

Bikarmeistarar 3. flokks karla 2012, eftir sigurleik gegn FH í Laugardalahöllinni, 25:22. Aftari röð frá vinstri. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari, og sonur hans Torfi Geir, Sigurbjörn Börkur Edvardsson (2 mörk), Kristján Ingi Geirsson (1), Ármann Ari Árnason (8), Stefán Darri Þórsson (6), Þorvald-ur Ingi Ingimundarson, Kiljan Vincent Paoli, Sigurður Þorsteinsson, Ingimundur Ingimundarson, aðstoðarþjálfari og Magnús Ingi Stefánsson, liðsstjóri. Fremri röð: Jakob Steinn Stefánsson, Arnar Snær Magnússon (2), Arnar Freyr Dagbjartsson (6), Valtýr Már Hákonarson, Ragnar Már Hannesson, Bjarki Rafn Magnússon og Birkir Smári Guðmundsson.

ins, 19:20. „Þannig er handknattleikurinn – það féll ekki allt með okkur.“ Halldór Jó­hann sagði að flestir sem voru Íslandsmeist­arar árið áður hafi leikið með flokknum. „Hópurinn var góður – skipaður fjölhæfum leikmönnum.“

Þrír lykilmenn frá árinu áður voru farnir – Elías Bóasson, Stefán Darri Þórsson og Arnar Freyr Dagbjartsson, sem hafa fengið að spreyta sig í meistaraflokki og staðið sig vel. Þeir koma til með að leika stór hlutverk með Framliðinu á næstu árum.

„Til að byggja upp öflugt karlalið verðum

V

FRAM 29

Ármann Árni Arason skorar úr gegnumbroti í bikarúr-slitaleiknum gegn FH – eitt af átta mörkum sínum.

var á sínum tíma hjá ÍR, en ÍR­ingar náðu ekki að fylgja þeirri uppsveiflu eftir.

Frambylgja að bresta áÞað má ekki sofna á verðinum – Fram­

bylgja er að bresta á. Ég sé marga stórefni­lega leikmenn í karla og kvennaflokkum allt niður í sjötta, sjöunda og áttunda flokki, sem er að mestu byggðir upp á krökkum úr Grafarholtinu og Úlfarsárdalnum.

Krakkarnir í Grafarholti leggja mikið á sig til að ná árangri og þeir hafa lært að bjarga sér – þó að það sé langt að fara fyrir þá á æfingar er þeir eldast, niður í Safamýri.

Krakkarnir í Grafarholti eru eins og börn og unglingar á landsbyggðinni, sem þurfa að hafa fyrir því að stunda sína íþrótt. Aðstaðan er ekki góð í Grafarholti – tvö lítil skólaíþróttahús. Þeir þurfa að sækja æfingar í Safamýrina, til að æfa á löglegum keppnisvelli, þar sem þeir geta notað klíst­ur til að handsama knöttinn betur, eins og unglingar hjá öðrum félögum geta gert í íþróttasölum í sínum hverfum.

Þetta aðstöðuleysi og mótlæti hefur hert krakkana, sem hafa lært að bjarga sér og þeir þurfa að leggja meira á sig en jafnaldrar þeirra í öðrum félögum á Stór­Reykjavíkur­svæðinu.

Það verður að hlúa vel að æskunni í Grafarholti og Úlf­arsárdalnum – og leggja mikla áherslu að koma upp boðlegu keppnishúsi á svæðinu sem fyrst.

Veitum ungu kynslóðinni skjól

Það á ekki aðeins að hugsa um þá sem standa fremst, heldur verður að skapa félagsaðstöðu fyrir alla unglinga í hverfunum – veita þeim skjól og búa til öfluga stuðningsmenn, sem koma til með að starfa að félagsmálum í komandi framtíð. Það verður að koma upp öflugu félagslífi fyrir börn og unglinga á svæðinu, þar sem allir geta orðið þátttakendur og komið að hlutunum á sinn hátt. Þeir eiga að geta alist upp í Framhverfi við öryggi.

Ekki má slaka á þótt á móti blási – það verður að byggja upp íþróttasvæði sem verður iðandi af lífi allan ársins hring í Úlfars­árdalnum og Grafarholti,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon.

VELDU GÆÐIVELDU KJARNAFÆÐI www.kjarnafaedi.is

Stolt íslenskrar náttúru

Blóðberg • Birkilauf • Aðalbláberjalyng • EinirMEÐ VILLTUM ÍSLENSKUM KRYDDJURTUM

Íslenskt heiðalamb

30 FRAM

Karl Guðmundsson* Fæddur 28. janúar 1924.* Dáinn 24. júní 2012.Við fráfall Karls Guðmundssonar sér Fram á bak góðum félaga – innan leikvallar sem utan. Hann var elstur þriggja bræðra sem léku knattspyrnu með Fram, hinir voru Guðmundur Valur og Steinn, sem eru látnir. Þeir bræður hófu allir ungir að leika knattspyrnu með Fram og léku með öllum aldursflokkum félagsins. Eftir að þeir lögðu keppnisskóna á hilluna gerðust þeir þjálf­arar og Steinn og Guðmundur Valur, einnig dómarar. Karl var fyrsti knattspyrnumaður­inn á Íslandi sem ýtti úr vör og hélt utan til að læra galdra knattspyrnunnar – fyrst til árs dvalar í Englandi, hjá Chelsea og Arse­nal 1946. Hann fór til Þýskalands 1949 og síðan sótti hann fjölmörg þjálfaranámskeið víðs vegar um Evrópu og í Bandaríkjunum. Karl var frumkvöðull nútíma knattspyrnu­þjálfunar á Íslandi.

Það má með sanni segja að Karl hafi verið fyrsti framkvæmdastjóri Fram, því að 21 árs var hann ráð­inn starfsmaður félagsins 1945 og var öllum stund­um á Framvellinum við Skipholt. Hann sá um að völlurinn væri í sem bestu ásigkomulagi, ásamt öðr­um störfum í rekstri félags­ins og þá þjálfaði hann alla yngri flokka Fram. Þar fyrir utan æfði hann sjálfur, lék með meistaraflokki og varð liðsmaður Íslandsmeist­araliðs Fram 1946 og 1947. Hann lék með Framliðinu fjórtán keppnistímabil, 1940­1953.

Karl lék 10 fyrstu lands­leiki Íslands og sinn síðasta sem fyrirliði og þjálfari. Karl tók þátt í fyrstu 15 landsleikjunum sem leik­maður og þjálfari, en alls stjórnaði hann landsliði Íslands í 20 landsleikjum á árunum 1954­1966. Var ekki þjálfari liðsins 1957, heldur ekki 1958 og 1960 er

í átta keppnistímabil. Þá stjórnaði hann KR­liðinu árið 1964 í fyrstu Evrópuleikjum KR – gegn Liverpool.

Karl útskrifaðist sem íþróttakennari frá Íþróttakennaraskólanum að Laugarvatni 1944, en þar sem engin kennsla í knattspyrnu­fræðum fór fram við skólann, var hann ákveðinn að fara út til að afla sér menntunar sem knattspyrnuþjálfari.

Þegar Karl var ráðinn lands­liðsþjálfari 1954 tók hann einnig að sér ýmis fræðslumál fyrir KSÍ og gerði það öll þau ár sem hann var landsliðs­þjálfari.

1955 var sú nýbreytni að KSÍ hélt námskeið fyrir þjálf­ara að Laugarvatni og sá Karl um veg og vanda námskeiðs­ins.

Þegar KSÍ hljóp undir bagga með þjálfun hjá félögum fyrir keppnistímabilið 1959 var Karl fenginn til að sjá um æf­ingar hjá félögum við Austur­bæjarskólann. Það gerði hann í nokkur ár. Þegar KSÍ setti upp „Æfingamiðstöð KSÍ“ í Austur­bæjarskólanum snemma árs 1964, stjórnaði Karl æfingum hjá félögum þeim að kostn­aðarlausu einu sinni í viku og þá fór hann til Keflavíkur

einu sinni í viku og vann gott

Kveðja frá Knattspyrnufélaginu Fram

Karl Guðmundsson stjórnar æfingu hjá norska liðinu Lilleström.

hann var starfandi þjálfari hjá Lilleström í Noregi.

Karl var þjálfari meistaraflokks Fram 1949, 1952­54, 1956, og 1966­1968, samtals

Karl Guðmundsson á Framvellinum við Skipholt.

FRAM 31

ViðburðardagskráFram 2013

starf hjá Keflvíkingum, sem urðu Íslands­meistarar í fyrsta skipti um sumarið – undir stjórn Óla B. Jónssonar.

Karl var formaður fyrstu tækninefndar KSÍ, sem var sett á laggirnar 1961, en með honum í nefndinni voru Reynir Karlsson, Fram og Óli B. Jónsson, KR. Karl sá um stjórnun á öllun þjálfaranámskeiðum á vegum KSÍ í áraraðir.

1975 var Karl skólastjóri Þjálfaraskóla KSÍ, en með honum við stjórn skólans voru Reynir Karlsson og Sölvi Óskarsson.

Sama ár veitti KSÍ aðildarfélögum aðstoð við að útbúa æfingaplön og sá Karl um að veita þá aðstoð.

1976 var Karl ráðinn framkvæmdastjóri KSÍ og starfaði hann á skrifstofu sambands­ins þrjú sumur, eða þar til hann sagði starfi sínu lausu í september 1978.

Eftir það vann hann í fjölmörg ár fyrir Íþróttasamband Íslands.

Guðjón Hákonarson* Fæddur 10. ágúst 1941.* Dáinn 15. júlí 2012.Framarar sáu á eftir traustum félagsmanni við fráfall Guðjóns Hákonarsonar, sem allt­af var tilbúinn að svara kallinu – hafði alltaf tíma fyrir félag sitt. Guðjón, sem ólst upp

Á vaktinni á varamannabekknum á Hálogalandi, í austurhorninu við norðurgaflinn. Aðstæður ekki góðar – einn stóll úti í horni, sem Guðjón Hákonarsson nýtir sér. Aðrir á myndinni, við hliðina á markinu, eru frá vinstri: Gylfi Jóhannesson, Ágúst Oddgeirsson, Atli Marínósson og Sigurður Ein-arsson. Þeir horfa út yfir vítateiginn – út á völlinn.

Febrúar• Framblaðið kemur út.

Mars• Aðalfundur Fram.

Apríl• Árgangamót Fram í

knattspyrnu í Safamýrinni – innanhússknattspyrna.

• 25. apríl: Sumardagurinn fyrsti. Sumarhátíð og afmælishlaup Fram í Grafarvogi.

* 27. apríl: 105 ára afmælishóf Fram.

Maí• 1. maí: 105 ára afmælishátíð Fram

í Safamýri.

• Uppskeruhátíð handknattleiksdeildar.

Júlí• 26. júlí: Golfmót Fram að Flúðum.

Ágúst• Getraunakaffi og getraunaleikir

hefjast.

September• Framdagurinn.

• Uppskeruhátíð knattspyrnudeildar.

Nóvember• 8. nóvember: Herrakvöld Fram.• 9. nóvember: Kvennakvöld Fram.

Desember• Jólamatur Fram í Safamýri.

v30. desember: Íþróttamaður ársins kjörinn í sjötta skipti í hátíðarsal Fram í Safamýri.

Íþróttamenn ársins hjá Fram:2008: Björgvin Páll Gústafsson.2009: Stella Sigurðardóttir.2010: Karen Knútsdóttir.2011: Ögmundur Kristinsson.2012: Stella Sigurðardóttir.

á Grettisgötunni, var einn af liðsmönnum hins sigursæla handknattleiksliðs Fram upp úr 1962. Fljótlega fékk hann mikinn áhuga á þjálfun og þjálfaði yngri flokka hjá Fram.

Guðjón var alla tíð mjög Framrækinn – einn af þeim félagsmönnum sem sagði aldrei Nei! Mönnum sem félög eiga aldrei nóg af – mönnum sem hugsa: Hvað get ég gert fyrir félagið mitt, en ekki hvað getur félagið gert fyrir mig?

Guðjón, Helga Ívarsdóttir, eiginkona hans, og börn þeirra, gáfu Fram margt og það var og er mikill heiður fyrir félagið að þiggja krafta þeirra.

Guðjón lét sig aldrei vanta þegar Framar­ar komu saman á góðra vina stundu – hann mætti alltaf á völlinn, kom í getraunakaffi í Safamýrina á laugardagsmorgnum og sýndi ræktarsemi sína með góðum hug til félagsins með ýmsu móti og átti góða vin­áttu margra Framara.

Framarar söknuðu Guðjóns þegar flugeldasalan hófst fyrir síðustu áramót. Guðjón hafði í marga áratugi verið innsti koppur í búri að undirbúa flugeldasöluna. Hann var alltaf mættur á þriðja í jólum með hamar sinn og setti upp hillur og borð fyrir flugeldasöluna. Hann kunni handtökin – allar þær leikfléttur til að koma hillum á sinn stað, þannig að þær stóðu sem klettar með varning sinn.

Sigmundur Ó. Steinarsson.

ÞÚ FÆRÐ MEIRA Í STOFNI

ÞESS VEGNA ERTU HJÁ SJÓVÁ

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

1-1

76

9

MEIRARAR Í STOFNI

Ávísun á ánægju

Árlega fá um 20.000

viðskiptavinir í Stofni

endurgreiðsluávísun frá Sjóvá

· Afsláttur af tryggingum· Stofn endurgreiðsla· Vegaaðstoð án endurgjalds· 25% afsláttur af Nokian vetrardekkjum og umfelgun á 2.500 kr. hjá Max1· Afsláttur af barnabílstólum· Ókeypis bílaleigubíll í 7 daga vegna kaskótjóns· Enginn iðgjaldsauki ef þú lendir í tjóni· Nágrannavarsla ... og margt fleira