stykkishólms-pósturinn 21. febrúar 2013

4
Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: [email protected] SÉRRIT - 7. tbl. 20. árg. 21. febrúar 2013 Aguston 80 ára Byggt í Hólminum Þegar litið er yfir Stykkishólm þessa dagana sést byggingarkrani bera við himinn á alveg nýjum stað! Jarðvegs- og lagnavinnu er lokið við Reitarveg 6a þar sem Narfeyri ehf er að byggja íbúðarhús á nýrri lóð. Í vor hefjast framkvæmdir á lóð við Frúarstíg 6 og er það Skipavík sem byggir þar hús með rými á fyrstu hæð fyrir safnastarfsemi og á efri hæð og risi sem íbúð. Heimildir herma að þarna sé verið að finna Æðarsetri Íslands framtíðarstað en það var rekið í Norska húsinu s.l. 2 sumur. Í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar er tekið til umræðu leyfisveiting fyrir skyndibitabíl á hafnarsvæði. Einnig vekur athygli að í umsögn nefndarinnar um beitarsvæði í landi bæjarins telur nefndin hugmyndina illframkvæmanlega. Í fundargerð umhverfishóps Stykkishólms segir hinsvegar: „Nefndin tekur jákvætt í að gerð verði tilraun með að beita sauðfé innan bæjarmarkanna.“ Í fundargerðum beggja nefnda er rætt um drög að samþykktum um nýrækt og frístundabúskap í Stykkishólmi. Margar tillögur eru gerðar til úrbóta drögunum af báðum nefndum. M.a. þeirra tillagna sem nefndirnar leggja til er: Að leigjandi hafi lögheimili í Stykkishólmi, að ekki skuli vera meira en 60m2 byggingarmagn á lóðum, hverjum frístundabónda verði heimilt að hafa 15 gripi og 15 fiðurfé á hverri lóð og að hægt verði að beita þvingunarúrræðum vegna slæmrar umgengni. am Þann 18. febrúar s.l. voru liðin 80 ár frá því að Sigurður Ágústsson keypti eignir Tang og Riis, síðustu leifar danskrar verslunar með víðfeðmt verslunarsvæði sem seldi vörur úr landbúnaði og sjávarútvegi. Fyrirtækið hefur frá fyrsta degi verið í eigu Sigurðar Ágústssonar og fjölskyldu hans og er því elsta einkafyrirtæki í vinnslu sjávarfangs á Íslandi í dag. Frá upphafi hefur verið samfelld útgerð fiskiskipa hjá fyrirtækinu en vinnslan tekið breytingum frá einum tíma til annars og nýsköpunin aldrei langt undan í starfseminni. Í dag er fyrirtækið með vinnslu í Stykkishólmi og í Danmörku. am Nafn : Gunnar Svanlaugsson Starf : Skólastjóri GSS Svar : Nei, það þyrfti að sameina Grundarfjörð með Nafn : Magga Ebba Starf : Stuðningsfulltrúi í Grunnskólanum í Stykkishólmi Svar : Nei, ekki ennþá Nafn : Sveinn Arnar Davíðsson Starf : Stuðningsfulltrúi í Grunnskólanum í Stykkishólmi Svar : Nei, það á ekki að gera Nafn : Unnur Hildur Valdimarsdóttir Starf : Bókavörður á bókasafni Grunnskólanas í Stykkishólmi Svar : Ég held að það sé bara framtíðin 8.bekkur GSS Spurning vikunnar: Finnst þér að Stykkis- hólmur ætti að sameinast Snæfellsbæ? ?

Upload: stykkisholms-posturinn-baejarblad-stykkisholms

Post on 12-Mar-2016

259 views

Category:

Documents


7 download

DESCRIPTION

7. tbl. 20. árgangur Bæjarblað allra Hólmara nær og fjær.

TRANSCRIPT

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 21. febrúar 2013

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Netfang: [email protected]

SÉRRIT - 7. tbl. 20. árg. 21. febrúar 2013

Aguston 80 ára

Byggt í HólminumÞegar litið er yfir Stykkishólm þessa dagana sést byggingarkrani bera við himinn á alveg nýjum stað! Jarðvegs- og lagnavinnu er lokið við Reitarveg 6a þar sem Narfeyri ehf er að byggja íbúðarhús á nýrri lóð. Í vor hefjast framkvæmdir á lóð við Frúarstíg 6 og er það Skipavík sem byggir þar hús með rými á fyrstu hæð fyrir safnastarfsemi og á efri hæð og risi sem íbúð. Heimildir herma að þarna sé verið að finna Æðarsetri Íslands framtíðarstað en það var rekið í Norska húsinu s.l. 2 sumur. Í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar er tekið til umræðu leyfisveiting fyrir skyndibitabíl á hafnarsvæði. Einnig vekur athygli að í umsögn nefndarinnar um beitarsvæði í landi bæjarins telur nefndin hugmyndina illframkvæmanlega. Í fundargerð

umhverfishóps Stykkishólms segir hinsvegar: „Nefndin tekur jákvætt í að gerð verði tilraun með að beita sauðfé innan bæjarmarkanna.“ Í fundargerðum beggja nefnda er rætt um drög að samþykktum um nýrækt og frístundabúskap í Stykkishólmi. Margar tillögur eru gerðar til úrbóta drögunum af báðum nefndum. M.a. þeirra tillagna sem nefndirnar leggja til er: Að leigjandi hafi lögheimili í Stykkishólmi, að ekki skuli vera meira en 60m2 byggingarmagn á lóðum, hverjum frístundabónda verði heimilt að hafa 15 gripi og 15 fiðurfé á hverri lóð og að hægt verði að beita þvingunarúrræðum vegna slæmrar umgengni. am

Þann 18. febrúar s.l. voru liðin 80 ár frá því að Sigurður Ágústsson keypti eignir Tang og Riis, síðustu leifar danskrar verslunar með víðfeðmt verslunarsvæði sem seldi vörur úr landbúnaði og sjávarútvegi. Fyrirtækið hefur frá fyrsta degi verið í eigu Sigurðar Ágústssonar og fjölskyldu hans og er því elsta einkafyrirtæki í vinnslu sjávarfangs á Íslandi í dag. Frá upphafi hefur verið samfelld útgerð fiskiskipa hjá fyrirtækinu en vinnslan tekið breytingum frá einum tíma til annars og nýsköpunin aldrei langt undan í starfseminni. Í dag er fyrirtækið með vinnslu í Stykkishólmi og í Danmörku. am

Nafn : Gunnar Svanlaugsson Starf : Skólastjóri GSSSvar : Nei, það þyrfti að sameina Grundarfjörð með

Nafn : Magga EbbaStarf : Stuðningsfulltrúi í Grunnskólanum í StykkishólmiSvar : Nei, ekki ennþá

Nafn : Sveinn Arnar DavíðssonStarf : Stuðningsfulltrúi í Grunnskólanum í StykkishólmiSvar : Nei, það á ekki að gera

Nafn : Unnur Hildur ValdimarsdóttirStarf : Bókavörður á bókasafni Grunnskólanas í StykkishólmiSvar : Ég held að það sé bara framtíðin

8.bekkur GSS

Spurning vikunnar: Finnst þér að Stykkis- hólmur ætti að sameinast Snæfellsbæ?

?

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 21. febrúar 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 7. tbl. 20. árgangur 21. febrúar 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Ný stjórn RauðakrossdeildarÁ aðalfundi Rauðakrossdeildar Stykkishólms, sem fram fór þriðjudaginn 12. febrúar, urðu kynslóðaskipti í stjórninni. Í stjórn voru kjörnir nýliðarnir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir formaður, Hildur Sigurðardóttir gjaldkeri og Elín Kristinsdóttir ritari. Meðstjórnendur eru María Guðmundsdóttur fráfarandi formaður og Sesselja Sveinsdóttir fráfarandi gjaldkeri. Varamenn eru Kristín Ósk Sigurðardóttir og Björn Benediktsson fráfarandi ritari.

Mikill hugur er í Rauðakrossdeildinni og nýliðum enda eru þeir að taka við góðu búi. Reynsluboltarnir eru líka búnir að lofa því að starfa áfram af fullum krafti. Á sl. ári söfnuðu sjálfboðaliðar rúmlega 130 þúsund kr. með þátttöku í Göngum til góðs og í samstarfi við önnur félög í bænum var veitt aðstoð fyrir jólin. Boðið var upp á námskeiðið Börn og umhverfi og í samstarfi við Rauðakrossdeild Grundarfjarðar var haldið Fjöldahjálparstjóranámskeið sem sjö manns úr Stykkishólmi sóttu. Heimsóknarvinir eru starfandi á þann hátt að 12-15 manns heimsækir dvalarheimilisíbúa vikulega. Þá er sungið saman og spjallað. Í gangi er verkefnið Föt sem framlag sem Sara textílkennari grunnskólans tók að sér með elstu bekkjum grunnskólans og einnig er vinsælt að grípa í prjónana á kaffistofu starfsfólks, en verkefnið felur í sér að prjóna ungbarnapeysur. Að lokum má nefna að deildin tók þátt í 112 deginum og kom að sumarbúðum RKÍ.Eru áhugasamir hvattir til að hafa samband við stjórnarmeðlimi til að skrá sig sem sjálfboðaliða, eða skrá sig beint á síðu Rauða krossins, því öflugt net sjálfboðaliða er styrkur Rauða krossins. Sjálfboðaliðar Rauða krossins sinna ýmsum verkefnum, m.a. því að vera heimsóknarvinir og vera til taks ef á þarf að halda. Til stendur að bjóða upp á skyndihjálparnámskeið ásamt því að bjóða 12 ára börnum upp á námskeiðið „Börn og umhverfi, eins og gert hefur verið undanfarin ár. Að lokum viljum við minna á fatasöfnun RKÍ sem er í gangi allt árið um kring. Tekið er á móti fötum í afgreiðslu Ragnars og Ásgeirs (Nesvegi 13) sem flytja þau endurgjaldslaust til Reykjavíkur þar sem hann er flokkaður og gefinn eða seldur. Tekið er á móti allri vefnaðarvöru, líka því sem er slitið eða illa farið, því það sem ekki nýtist sem fatnaður fer í endurvinnslu. Skór, gluggatjöld, rúmföt og handklæði eru líka vel þegin. Best er að setja fötin í plastpoka og loka vel fyrir.Við hlökkum til að starfa með ykkur og fyrir ykkur og aðra.

Elín Kristinsdóttir, ritari

Langvía í hreinsunÍ fjörum Kolgrafafjarðar er nú að finna mikinn grút sem myndast hefur eftir síldardauðann í desember, en grútur er fita úr síldinni sem drapst. Ef grútur berst í fiður fugla geta þeir misst fluggetuna, auk þess sem einungrunargildi fiðursins minnkar og geta þeir þá drepist úr kulda. Eftir seinni síldardauðinn, sem varð um síðustu mánaðamót, hefur skapast hættuástand fyrir sumar tegundir fugla vegna grútarins. Fuglarnir sækja í fiskinn sem skolast hefur á land en geta um leið lent í grútnum sem liggur undir ferska fiskinum. Í lok janúar fannst grútarblaut langvía í Kolgrafafirði, sem tekin var til hreinsunar. Hún var flutt í pappakassa heim til líffræðinga á Náttúrustofu Vesturlands og þar sett í búr. Í fyrstu var hún mjög slöpp og óvíst var hvort hún myndi lifa af. Eftir nokkra sápuþvotta og mörg buslböð losnaði hún við grútinn. Í fyrstu át hún nánast ekkert en fékk svo smám saman góða lyst. Nú þegar hún er orðin hress gleypir hún eins og ekkert sé allt að 12 ufsaseiði á dag (hvert um sig um 30 g). Hún er núna að vatnsverja sig upp á nýtt, en það tekur nokkurn tíma. Mikilvægt er að fjaðrabúningur sjó- og vatnafugla sé vatnsheldur, en við sápuþvott fer öll fita úr fjöðrunum, líka sú sem þarf að vera fyrir hendi til að veita vatnsvernd. Vonandi verður hægt að sleppa henni aftur áður en langt er um líður og verður hún örugglega frelsinu fegin.Náttúrustofa Vesturlands hvetur alla sem leið eiga um Kolgrafafjörð og nágrenni til að hafa augun opin fyrir grútarblautum fuglum og tilkynna um þá til stofunnar. 8.bekkur GSS /Mynd: Róbert Stefánsson

Leiðréttingar: Í frétt blaðsins um samstarf Snæfells og Geislans misritaðist nafn aðstoðarþjálfara í fréttinni. Beðist er velvirðingar á því. Rétt nafn er Smári Þorbjörnsson.Í frétt um leshópa í Stykkishólmi kom ranglega fram að sjaldan hefðu jafnmargir verið að lesa sömu bók og um þessar mundir. Það skal tekið fram að fleiri leshringir eru starfandi og m.a. einn í Setrinu sem hittist annan hvern miðvikudag og Hebbarnir standa að. Útgefendur

Stykkishólms-Pósturinn Bæjarblað Hólmara nær og fjær frá 1994.

www.stykkisholmsposturinn.is

Á öskudaginn þann 13. febrúar fórum við 7.-10.bekk á öskudagsballið í tónlistarskólanum. Það var rosa fjör og flestir skemmtu sér mjög vel. Við innganginn borguðum við 500 kr. innifalið var nammipoki, sleikjó og Svali og auðvitað var gott að hressa sig með Svala í öllum hitanum. Einnig komu krakkar frá Grundafirði og við vonum að þau hafi skemmt sér vel. Auðvitað spiluðu bestu

plötusnúðarnir á ballinu og voru það Sound Illusion. Það voru veitt verðlaun fyrir besta búninginn og okkur fannst það nokkuð augljóst að hún Ísól Lilja myndi vinna því hún er alltaf í frumlegum og flottum búningum og vann hún pizzu fyrir tvo á Plássinu. Okkur krökkunum í grunnskólanum finnst alltaf gaman að fara á böll og dansa eins og engin væri morgundagurinn og vonum að það verði fleiri böll á næstunni. 8.bekkur GSS/Mynd: Menja von Schmalensee

Myndir frá öskudeginum er að finna á www.stykkisholmsposturinn.is

Öskudagsballið

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 21. febrúar 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 7. tbl. 20. árgangur 21. febrúar 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Frúarstíg 1 - Stykkishólmi - Sími 4361600

Opið virka daga 12:00 - 13:30 & 18:00 - 20:00Helgar: 18:00 - 20:00

Pizzaofninn heitur öll kvöld!

Óskum eftir jákvæðu og hressu starfsfólki í sumarstörf í sal og eldhús.

Allar nánari upplýsingar veitir Gunnar í síma 867-7411

Fylgist með á Facebook

Er veisla framundan?Bjóðum upp á alhliða þjónustu fyrir

veisluhöld af öllu tagi.

Óskum eftir jákvæðu og hressu starfsfólki í sumarstörf í sal og eldhús.

Allar nánari upplýsingar veitir Gunnar í síma 867-7411

Narfeyrarstofa - StykkishólmiNánari upplýsingar: [email protected] & 4381119

Starfsfólk óskast

Hótel Stykkishólmur óskar eftir starfsfólki

fyrir sumarið 2013.

Upplýsingar um störfin veitir

María í síma 430 2100

Ferjan BaldurFrá Stykkishólmi sun-fös 15:00

Frá Brjánslæk sun-fös 18:00

Vinsamlegast athugið, sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútum fyrir brottför.

www.saeferdir.is

Tónleikar á degi tónlistarskólannaí Stykkishólmskirkjulaugardaginn 23. febrúar kl. 15:00 Fjölbreytt efnisskrá úr öllum deildum skólans- jafnvel sitthvað sem kemur á óvart! Allir hjartanlega velkomnir og enginn aðgangseyrir. Eftir tónleikana verður foreldrafélag lúðrasveitarinnar með sitt víðfrægakaffi og kökuhlaðborð til sölu í safnaðarheimilinu.

SkriðsundsnámskeiðMánudaginn 4. mars hefst skriðsundsnámskeið, kennsla fer

fram í sundlaug Stykkishólms. Kennt verður á mánudögum og fimmtudögum kl. 18:30-19:30 í 6 vikur, Verð 7.200. Kennari er Elín Ragna Þórðardóttir, Íþróttafræðingur skráning fer fram á

[email protected] eða í síma 864-3849

Narfeyrarstofa

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199Netfang: [email protected] Heimasíða: fasteignsnae.is

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 21. febrúar 2013

Stykkishólms-Pósturinn, 7. tbl. 20. árgangur 21. febrúar 2013

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Gospelmessa verður sunnudaginn 24. febrúar kl. 20.00.

Kór Stykkishólmskirkju ásamt organista flytur

sígilda gospeltónlist í messunni.

Krakkar – foreldrar!Munið kirkjuskólann kl. 11 á sunnudagsmorgnum.

BiblíuleshópurViltu fræðast um biblíuna?

Biblíulesthópur kemur saman í Stykkishólmskirkjufimmtudaginn 21. febrúar kl. 20.00

og á sama tíma fimmtudaginn 28. febrúar.

AftanskinFélag eldri borgara í Stykkishólmi og nágrenni

AðalfundurAðalfundur verður haldinn

laugardaginn 2. mars kl. 14:00 í Setrinu

Dagskrá

Venjuleg aðalfundarstörfÖnnur mál

Stjórnin

Páskaúthlutunorlofsbústaða

Verkalýðsfélag Snæfellinga auglýsir orlofsbústaði félagsins lausa til umsóknar páskavikuna 27. mars - 2. apríl 2013

Tekið er við umsóknum til 4. mars 2013 á skrifstofum félagsins:

Snæfellsbæ - Ólafsbraut 19.Grundar�rði - Borgarbraut 2.

Stykkishólmi - Þvervegi 2.

AUÐUR ÁSA GUÐRÚNHELGAHERDÍS JÓRUNNJÚLÍANA MARTAÓLAFÍA ÓLÍNA ÞURÍÐUR RAKEL VÉLAUG VILBORG

Júlíana - hátíð sögu og bóka

28. febrúar – 3. mars 2013

Fjölbreytt dagskrá, áhugaverðir

fyrirlesarar, upplestrar og sögustundir.

Frítt á alla viðburði og spennandi

matseðill á veitingahúsunum.

Eigum saman góðar stundir Hólmarar

og gestir í byrjun Góu.

Fylgist með á Facebook: Júlíana – hátíð sögu og bóka.

Hinn rammíslenski

konudagur er á sunnudaginn!

Eigum margt til að gleðja konuna/konurnar í þínu lífi!Blóm, gjafavöru, gjafakörfur, fatnað og margt, margt fleira.

Skipavík verslun