stykkishólms-pósturinn 2.febrúar 2012

4
SÉRRIT - 5. tbl. 19. árg. 2. febrúar 2012 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Undanfarnar vikur hafa hamarshöggin dunið og vélsagirnar sungið beggja vegna Aðalgötunnar niðri við Pláss. Smiðir eru á fullu í Egilshúsi við að breyta húsinu í hótel og á Narfeyrarstofu er verið að breyta og bæta. Þegar litið var inn þar á þriðjudag var þykkt lag af sagi um allt og verið er smíða og mála. Selma Rut sem var að bæsa svaraði aðspurð um það hvenær ætti að opna, að þeim Gunnari hafi fundist ómögulegt að hætta við hálfnað verk og því seinkar opnun fram í febrúar og bætti við að þá yrði pönnuhendi kokksins líka klár eftir uppskurð og salirnir orðnir mjög fínir og aðstaða starfsfólks miklu betri. am Erfitt að hætta! Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Norðurlandi Vestra, Eyþing og Fjórðungssamband Vestfirðinga framlengja aksturssamningi við Bíla og fólk ehf. / Sterna. Á þriðjudaginn voru undirrtaðir aksturssamningar á milli Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Norðurlandi Vestra, Eyþings og Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Bíla og fólks ehf. / Sterna um áframhaldandi akstur á leiðunum Reykjavík - Snæfellsnes, Reykjavík – Borgarnes – Búðardalur, Reykjavík – Sauðárkrókur – Siglufjörður og leiðin á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Einnig liggur fyrir aksturssamningur við Vegagerðina um akstur frá Búðardal til Hólmavíkur í beinu framhaldi af akstrinum frá Reykjavík í Búðardal. Samningurinn er gerður á grundvelli framlengingarákvæðis aksturssamnings fyrirtækisins við Vegagerðina frá 2008 og er ferðatíðnin sú sama og verið hefur á seinasta ári. Farnar verða 8 ferðir á viku á milli Akureyrar og Reykjavíkur, 6 ferðir á viku milli Snæfellsness og Reykjavíkur, 3 ferðir á viku Reykjavík – Búðardalur – Hólmavík og 3 ferðir á viku (Reykjavík) Sauðárkrókur – Siglufjörður. Frá Sauðárkrók til Varmahlíðar verður ekið í veg fyrir ferðirnar sem eknar eru á milli Akureyrar og Reykjavíkur eins og verið hefur, en þó ekki yfir seinni ferðirnar á virkum dogum yfir sumartímann. Tvo daga vikunnar er ekið í uppsveitir Borgarfjarðar, eftirn pöntun og er farið þangað á föstudögum og sunnudögum. (fréttatilkynning) Akstursamningur framlengdur Lítið atvinnuleysi á Vesturlandi Í desember 2011 mældist atvinnuleysi á landsvísu 7.3% en á sama tíma árið 2010 var það 8%. Atvinnuleysi á Vesturlandi er þó minna eða 3.8% í árslok 2011 en var 5% í árslok 2010. Hlutfall atvinnulausra á landsbyggðinni samtals er 6.1% í árslok 2011. Alls eru 8705 atvinnulausir á landinu öllu og af þeim eru 339 á Vesturlandi og í Stykkishólmi eru þeir 13 talsins. Heimild: Vinnumálastofnun/am Ólafur Sveinsson frá samtökum Sveitarfélaganna og Óskar Stefánsson framkvæmdastjóri Bíla og fólks ehf. undirrita aksturssamningana. Eins og greint var frá við vígslu orgelsins í Stykkishólmskirkju nú í janúar, þá er unnið að stofnun Listvinafélags við kirkjuna. Listvinafélög eru starfandi við margar kirkjur á Íslandi og eru hlutverk þeirra margbreytileg, allt frá því að sjá um tónleikahald í kirkjunum út í það að brydda upp á listviðburðum innan margra greina listanna allan ársins hring. Listvinafélag Stykkishólmskirkju mun yfirtaka hlutverk og starfsemi sumartónleikaraðar Stykkishólmskirkju sem kór Stykkishólmskirkju hefur haft umsjón með undanfarin ár. Með önnur verkefni er ekki ljóst en eins og að framan getur þá stendur undirbúningur yfir og verið er að skilgreina verkefni og hlutverk í víðara samhengi í samstarfi við kirkjuna. Þeir sem áhuga hafa á að gerast félagar geta ritað nafn sitt í bók sem liggur frammi í Stykkishólmskirkju. am Listvinafélag Stykkishólmskirkju 5. sætið mögulegt Snæfell á heimaleik í kvöld, fimmtudagskvöld, gegn Þór Þorlákshöfn sem er í 5.sæti deildarinnar. Snæfell sem hefur unnið alla leiki sína í deildinni eftir áramót, er í 6.sætinu og getur með sigri í kvöld haft sætaskipti við Þór. Snæfell þarf þó að vinna með a.m.k. þriggja stiga mun því Þór vann fyrri leik liðanna 85-83. Snæfellspiltar unnu magnaðan sigur 93-94 á KR s.l. sunnudag í R.vík og koma því fullir sjálfstrausts í leikinn gegn Þór sem hafa leikið mjög vel á sínu fyrsta ári í efstu deild. Snæfell er hinsvegar á heimavellinum og gefur ekkert stig baráttulaust. srb

Upload: stykkisholms-posturinn-baejarblad-stykkisholms

Post on 21-Mar-2016

230 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

5 tbl. ársins 2012 af bæjarblaði allra Hólmara nær og fjær.

TRANSCRIPT

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 2.febrúar 2012

SÉRRIT - 5. tbl. 19. árg. 2. febrúar 2012

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Netfang: [email protected]

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Undanfarnar vikur hafa hamarshöggin dunið og vélsagirnar sungið beggja vegna Aðalgötunnar niðri við Pláss. Smiðir eru á fullu í Egilshúsi við að breyta húsinu í hótel og á Narfeyrarstofu er verið að breyta og bæta. Þegar litið var inn þar á þriðjudag var þykkt lag af sagi um allt og verið er smíða og mála. Selma Rut sem var að bæsa svaraði aðspurð um það hvenær ætti að opna, að þeim Gunnari hafi fundist ómögulegt að hætta við hálfnað verk og því seinkar opnun fram í febrúar og bætti við að þá yrði pönnuhendi kokksins líka klár eftir uppskurð og salirnir orðnir mjög fínir og aðstaða starfsfólks miklu betri. am

Erfitt að hætta!

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Norðurlandi Vestra, Eyþing og Fjórðungssamband Vestfirðinga framlengja aksturssamningi við Bíla og fólk ehf. / Sterna.Á þriðjudaginn voru undirrtaðir aksturssamningar á milli Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Norðurlandi Vestra, Eyþings og Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Bíla og fólks ehf. / Sterna um áframhaldandi akstur á leiðunum Reykjavík - Snæfellsnes, Reykjavík – Borgarnes – Búðardalur, Reykjavík – Sauðárkrókur – Siglufjörður og leiðin á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Einnig liggur fyrir aksturssamningur við Vegagerðina um akstur frá Búðardal til Hólmavíkur í beinu framhaldi af akstrinum frá Reykjavík í Búðardal.Samningurinn er gerður á grundvelli framlengingarákvæðis aksturssamnings fyrirtækisins við Vegagerðina frá 2008 og er ferðatíðnin sú sama og verið hefur á seinasta ári. Farnar verða 8 ferðir á viku á milli Akureyrar og Reykjavíkur, 6 ferðir á viku milli Snæfellsness og Reykjavíkur, 3 ferðir á viku Reykjavík – Búðardalur – Hólmavík og 3 ferðir á viku (Reykjavík) Sauðárkrókur – Siglufjörður. Frá Sauðárkrók til Varmahlíðar verður ekið í veg fyrir ferðirnar sem eknar eru á milli Akureyrar og Reykjavíkur eins og verið hefur, en þó ekki yfir seinni ferðirnar á virkum dogum yfir sumartímann.Tvo daga vikunnar er ekið í uppsveitir Borgarfjarðar, eftirn pöntun og er farið þangað á föstudögum og sunnudögum. (fréttatilkynning)

Akstursamningur framlengdur Lítið atvinnuleysi á VesturlandiÍ desember 2011 mældist atvinnuleysi á landsvísu 7.3% en á sama tíma árið 2010 var það 8%. Atvinnuleysi á Vesturlandi er þó minna eða 3.8% í árslok 2011 en var 5% í árslok 2010. Hlutfall atvinnulausra á landsbyggðinni samtals er 6.1% í árslok 2011. Alls eru 8705 atvinnulausir á landinu öllu og af þeim eru 339 á Vesturlandi og í Stykkishólmi eru þeir 13 talsins.

Heimild: Vinnumálastofnun/am

Ólafur Sveinsson frá samtökum Sveitarfélaganna og Óskar Stefánsson framkvæmdastjóri Bíla og fólks ehf. undirrita aksturssamningana.

Eins og greint var frá við vígslu orgelsins í Stykkishólmskirkju nú í janúar, þá er unnið að stofnun Listvinafélags við kirkjuna. Listvinafélög eru starfandi við margar kirkjur á Íslandi og eru hlutverk þeirra margbreytileg, allt frá því að sjá um tónleikahald í kirkjunum út í það að brydda upp á listviðburðum innan margra greina listanna allan ársins hring. Listvinafélag Stykkishólmskirkju mun yfirtaka hlutverk og starfsemi sumartónleikaraðar Stykkishólmskirkju sem kór Stykkishólmskirkju hefur haft umsjón með undanfarin ár. Með önnur verkefni er ekki ljóst en eins og að framan getur þá stendur undirbúningur yfir og verið er að skilgreina verkefni og hlutverk í víðara samhengi í samstarfi við kirkjuna. Þeir sem áhuga hafa á að gerast félagar geta ritað nafn sitt í bók sem liggur frammi í Stykkishólmskirkju. am

Listvinafélag Stykkishólmskirkju

5. sætið mögulegtSnæfell á heimaleik í kvöld, fimmtudagskvöld, gegn Þór Þorlákshöfn sem er í 5.sæti deildarinnar. Snæfell sem hefur unnið alla leiki sína í deildinni eftir áramót, er í 6.sætinu og getur með sigri í kvöld haft sætaskipti við Þór. Snæfell þarf þó að vinna með a.m.k. þriggja stiga mun því Þór vann fyrri leik liðanna 85-83. Snæfellspiltar unnu magnaðan sigur 93-94 á KR s.l. sunnudag í R.vík og koma því fullir sjálfstrausts í leikinn gegn Þór sem hafa leikið mjög vel á sínu fyrsta ári í efstu deild. Snæfell er hinsvegar á heimavellinum og gefur ekkert stig baráttulaust. srb

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 2.febrúar 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 5. tbl. 19. árgangur 2. febrúar 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave verður haldin í fimmta sinn 2.-4. mars næstkomandi í Grundarfirði á Snæfellsnesi. Yfir 160 stuttmyndir bárust hátíðinni í ár en 49 myndir voru valdar til sýningar.39 af þessum myndum keppa í verðlaunaflokknum “Alþjóðlegar stuttmyndir” og 10 í verðlaunaflokknum “Íslenskar stuttmyndir”.Þrenn peningaverðlaun eru í boði, besta alþjóðlega stuttmyndin (80.000 krónur), besta íslenska stuttmyndin (80.000 krónur) og besta íslenska tónlistarmyndbandið (40.000 krónur + premium áskrift í ár á gogogyoko.com og 50 evra inneign).Mikil gróska var í íslenskri tónlistarmyndbandagerð á síðasta ári en Gogoyoko hefur valið úr 20 myndbönd sem keppa til verðlaun á hátíðinni í ár. Í dómnefnd sitja þær Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri, Elísabet Rónaldsdóttir klippari og franska kvikmyndatökukonan Isabelle Razavets.Isabell er sérstakur heiðursgestur í ár og verður með masterklass um kvikmyndatöku á hátíðinni. Isabell hefur unnið mikið að gerð heimildarmynda t.a.m. tók hún heimildarmyndina Murder on a sunday morning sem vann Óskarsverðlaun 2001 sem besta heimildarmyndina.

Koma Isabelle á vel við því í fyrsta skipti í sögu Northern Wave verður boðið upp á dagskrá heimildarmynda en einnig sérstaka dagskrá kvikra (teiknimynda) mynda ætluð börnum. Kinoklúbburinn verður með námskeið í stuttmyndagerð þar sem þátttakendur gera stuttmynd á einum degi á Súper 8 vélar. Þau læra að framkalla filmuna á staðnum og afraksturinn verður svo sýndur á lokadegi hátíðarinnar og besta myndin verðlaunuð. Hægt er að skrá sig á heimasíðu Northern Wave eða á facebook síðu hátíðarinnar.Boðið verður upp á ball og tónleika og hina vinsælu fiskisúpukeppni eins og undanfarin ár. Fiskisúpukeppnin verður þó með nýju sniði í ár þar sem keppnin mun ekki aðeins miðast við fiskisúpur heldur fiskrétti af öllu tagi. Landsliðskokkurinn Hrefna Rósa Sætran dæmir í keppninni og vegleg verðlaun verða í boði. (fréttatilkynning)

Northern Wave 2012

www.stykkisholmsposturinn.is

Það hefur verið þéttskipað bílastæðið á Hótel Stykkishólmi undanfarnar vikur enda standa æfingar yfir fyrir hið árvissa Þorrablót sem fæstir láta fram hjá sér fara. En félagsstarf er víða komið í fullan gang. Söngómur í Stykkishólmskirkju er amk 2svar í viku þegar Karlakórinn Kári og Kór Stykkishólmskirkju hefja upp raust sína á æfingum. Frést hefur af fyrirhuguðum vortónleikum hjá báðum kórunum og einnig að æfingar séu hafnar fyrir þá en drög að efnisskrá fyrir tónleika á Norðurljósum á vegum Kórs Stykkishólmskirkju er einnig í vinnslu.Frést hefur einnig af hópi kvenna sem stundar þjóðbúningasaum af kappi. am

Söngur, gleði og gaman...

Fullorðins?Varstu einhverntímann í hljómsveit

eða lúðrasveit? Langar þig stundum

að spila á hljóðfæri? Ertu kannski

leynitónlistarmaður?

Í undirbúningi er stofnun gleðisveitar

fullorðinna. Öll hljóðfæri velkomin.

Áhugasamir hafi samband við Önnu í

[email protected] eða gsm 861-9621

fyrir 8. febrúar n.k.

Fæst gefins skrifborð sem er líka fyrir tölvu.Á sama stað eru til söliu Jordan körfuboltaskór mjög vel með farnir næstum eins og nýjir nr36 á kr 5000 Upplýsimgar í Síma 849-6930 eða 438-1441 Guðný GísladóttirÁ einhver gamlar ljósakrónur sem hann vildi láta frá sér? Allt kemur til greina. Upplýsingar 862-5968/Steini

Smáauglýsingar

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 2.febrúar 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 5. tbl. 19. árgangur 2. febrúar 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Garn, lopi og prjónablöð.Alltaf eitthvað nýtt.

Svo erum við nú að selja gamlar bækur í kílóavís.Endilega koma og ná sér í ódýrt lesefni!

Velkomin í Sjávarborg.

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]íða: fasteignsnae.is

Þökkum frábærar móttökur hjá Hólmurum og nærsveitungum!

Opið í hádeginu virka daga.

Opið í mat á föstudagskvöld en lokað laugardagskvöld vegna Þorrablótsins í Stykkishólmi.

Óskum eftir að ráða matreiðslumann og starfsfólk í sal fyrir komandi sumar.Frá Sun.-Fös.

Stykkishólmi 15:00 Brjánslæk 18:00

Ferjan Baldur Vetraráætlun frá 4. okt. 2011 - 9. júní 2012

www.saeferdir.is

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútur fyrir brottför.

Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti D.E.T. verður í Lyfju Stykkishólmi að hjálpa viðskiptavinum að rata í gegnum bætiefna hillurnar okkar og velja réttu vítamínin og bætiefnin sem henta.

• Tekur þú omega fitusýrur, vítamín, steinefni, andoxunarefni, acidophilus og jurtir ?

• Hvaða bætiefni átt þú að velja og hvað virkar fyrir þig ?

Frí ráðgjöf

Stykkishólmi

Komdu í Lyfju Stykkishólmi föstudaginn 10.febrúar frá 13-17

Inga svarar þessum spurningum og fleirum.

• Geta bætiefni hjálpað við flestum kvillum ?

• Tekur þú of mikið eða of lítið ?

Tónlistarnám nemenda sem stunduðu tónlistarnám utan Stykkishólms

skólaárið 2010-2011, en með lögheimili í Stykkishólmi

Á fundi bæjarráðs Stykkishólmsbæjar sem haldinn var fimmtudaginn 12. janúar 2012 var samþykkt að styrkja nemendur með lögheimili í Stykkishólmi sem stunduðu tónlistarnám utan Stykkishólms skólaárið 2010-2011 um allt að kr. 171.792.

Hér með er bent á að umsóknarfrestur er til 1. maí 2012.

Hægt er að senda inn umsókn um styrk til Stykkishólmsbæjar, Hafnargötu 3 í pósti eða í tölvupósti á netfangið: [email protected] Nánari upplýsingar veitir Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri í síma 433 8100, netfang: [email protected].

Stykkishólmsbær

Emblur bjóða konum á fyrirlestur um sjálfstyrkingu og jákvæð

og uppbyggileg samskipti.Miðvikudaginn 8. febrúar halda Emblur félagsfund í

Setrinu við Skólastíg, kl. 19.30. Helga Lind Hjartardóttir flytur erindi um efni sem á

erindi til okkar allra. Allar konur velkomnar.EMBLUR Stykkishólmi

Krakkar – foreldrar!Munið kirkjuskólann kl. 11.00 á sunnudag.

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 2.febrúar 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 5. tbl. 19. árgangur 2. febrúar 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Stykkishólmur – Reykjavík – Íbúðaskipti!

Húsnæði óskast í Hólminum með mögulegum leiguskiptum fyrir íbúð við Flókagötu í hverfi 105 í Reykjavík. Íbúð í toppstandi. Nýmáluð, nýtt gólfefni og frábærlega staðsett. Á móti er óskað er eftir eftir góðu húsnæði fyrir verðandi forstöðumann Norska hússins og fjölskyldu frá og með apríl 2012. Um langtímaleigu er að ræða eða a.m.k. eitt ár (þrjú svefnherbergi er ákjósanleg stærð). Skilvirkar greiðslur. Reyklaus og gæludýralaus leigjandi. Áhugasamir hafi samband við ÖlmuDís í síma 692 5869 eða sendið tölvupóst á netfangið: [email protected]

Til sölu VW Golf comfortline árgerð 2006, sjálfskiptur, ekinn 65.000 km.Verð 1.650.000,-. áhv. bílalán. Bíll í mjög góðu standi.Upplýsingar í síma 4381200 og 6952021.

Ertu að fara á þorrablót? Á að draga fram sitt fínasta púss, stíla hárið og setja á sig andlitið?

Við val á snyrtivörum fyrir húð og hár er um að gera að leita eftir umhverfismerkingum, til dæmis Svaninum, Evrópublóminu eða lífrænni vottun frá vottunarstofunni Tún. Slíkar vörur taka bæði tillit til heilsu og umhverfis og standast strangar kröfur um efnainnihald.

Góða skemmtun!Theódóra Matthíasdóttir, umhverfisfulltrúi Snæfellsness ([email protected])

Kynning á hlutverki og stefnu félagsins. Þrátt fyrir að á Snæfellsnesi hafi verið byggt upp öflugt samfélag með trausta innviði hefur íbúaþróun ekki verið jákvæð. Um það er fjallað í umfangsmikilli skýrslu sem unnin var á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Í þeirri skýrslu er leitast við að draga upp raunsanna mynd af stöðu samfélagsins á Snæfellsnesi, sem við teljum að eigi að geta þróast með jákvæðari hætti, en verið hefur hin síðari ár.Hópur atvinnufyrirtækja og einstaklinga stofnaði Þróunarfélag Snæfellinga ehf. 7. nóvember s.l. Tilgangur félagins er að sporna gegn óæskilegri byggðaþróun á svæðinu með því að sameina krafta atvinnulífsins og snúa vörn í sókn. Hluthafar eru nú sautján fyrirtæki og einstaklingar á Snæfellsnesi auk þriggja sveitarfélaga.Hlutverk félagsins og tilgangur er að aðstoða við að efla starfandi fyrirtæki og koma á fót starfsemi er auki hagnað og hagsæld á starfssvæðinu. Fjölgun atvinnutækifæra og bætt afkoma heimila og fyrirtækja er alger forsenda fyrir jákvæðri íbúaþróun á Snæfellsnesi. Tilgangi félagsins er ætlað að ná með því að kanna eða láta kanna fýsileika verkefna og tengja aðila saman um frekari aðkomu og þróun þeirra. Markmið með eftirgreindum áformum er að fjölga atvinnutækifærum með enn frekari nýtingu náttúru auðlinda og mannauðs svæðisins og fjölga íbúm. Slíkar aðgerðir munu auka tekjur sveitarfélaganna og styrkja þannig rekstur þeirra.Vekefnin sem skoðuð verða hjá Þróunarfélagi Snæfellinga hf. eru fjölmörg og þeim verður að forgangsraða nánar og meta í samstarfi við þá sem málið varðar. Áhersla verður lögð á samstarf við Atvinnuráðgjöf Vesturlands, Byggðastofnun, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Íslandsstofu, Ferðamálastofu, Markasðsstofu Vesturlands, Matís, Náttúrustofu Vesturlands og Samtök atvinnulífsins. Á sviði orkumála verður hvatt til þess að leita allra leiða til þess að lækka raforkuverð og halda áfram rannsóknum og nýtingu jarðvarma. Lækkun orkureikninga heimila og fyrirtækja er eitt mesta hagsmunamála Snæfellinga. Til þess að ná þeim markmiðum verður staðið við bakið á sveitarfélögunum og fyrirtækjum í viðræðum þeirra við ríkisvaldið og orkufyrirtækin. Gera verður kröfu til þess annars vegar að orkufyrirtæki og hins vegar ríkissjóður leggi sitt að mörkum til þess að hin „köldu svæði“ fái stuðning vegna óviðunandi orkuverðs. Þá er það vilji stjórnar Þróunarfélagsins að vinna með þeim sem leita leiða til þess að nýta sjávarorkuna í Breiðafirði til raforkuframleiðslu. Lækkun orkuverðs til heimila og atvinnustarfsemi er einn mikilvægasti þáttur þess að bæta búsetuskilyrðin á svæðinu. Það er mat forsvarsmanna þróunarfélagsins að nýrra atvinnutækifæra sé að leita með öflugri rannsóknarstarfsemi í þágu atvinnuveganna ekki síst í matvælaframleiðslu, með aukinni ferðaþjónustu og má þar

Þróunarfélag Snæfellinga ehfserstaklega nefna menningar og heilsutengda ferðaþjónustu, með eflingu Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og friðlands á svæðinu, með stofnun Hollvinasamtaka Þjóðgarðsins, með afmörkun Jarðvangs Snæfellsness (Snæfellsness Geopark) með sama hætti og Kötlu Jarðvangur hefur verið afmarkaður. Þá verði með viðræðum og samstarfi við Hafrannsóknarstofnun og stofnanir umhverfismála hvatt til þess að huga að umhverfismálum hafs og stranda við Breiðafjörð og Faxaflóa. Þróunarfélagið veiti landeigendum og öllum þeim sem huga að nýtingu vatnsauðlindarinnar stuðning og ráðgjöf á þeim sviðum sem félagið hefur aðgang að. Allar atvinnugreinar hljóta að stefna að markaðsetningu framleiðslu sinnar og þjónustu í ljósi þess að Snæfellsnes er vottað og vistvænt samfélag samkvæmt Earth Check vottunarkerfinu sem hefur góðu heilli verið staðfest.Að lokum er vert að minna á það sem m.a. segir í stofnsamþykktum félagsins um markmið og leiðir félagsins.„ Efna til samstarfs við mennta-, rannsókna- og tæknistofnanir sem eflt getur og aukið gildi verkefna á vegum félagsins. Samstarfið verði byggt á sérstökum sáttmála til sóknar og eflingar mennta- og rannsóknarstofnana á Snæfellsnesi með samningi milli atvinnulífs og opinberra aðila.“Það er von okkar sem vinnum á vettvangi Þróunarfélags Snæfellinga ehf. að okkur megi takast það ætlunarverk okkar að bæta búsetuskilyrði á Snæfellsnesi í þágu þeirra sem hér lifa og starfa og vilja búa í framtíðinni og njóta alls þess sem Snæfellsness hefur upp á að bjóða.

Sturla BöðvarssonFramkvæmdastjóri Þróunarfélags Snæfellinga ehf.