fréttabréf - kraftvelaleigan.is file2 3 new holland settu nú á nýliðnu ári fram ný módel af...

12
FRÉTTABRÉF 1 tbl 2017

Upload: duongnga

Post on 01-Oct-2018

216 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: FréttabréF - kraftvelaleigan.is file2 3 New Holland settu nú á nýliðnu ári fram ný módel af T6 og T5 vélunum hjá sér. Þessar vélar hafa fengið mikla yfirhalningu útlitslega

FréttabréF1 tbl 2017

Page 2: FréttabréF - kraftvelaleigan.is file2 3 New Holland settu nú á nýliðnu ári fram ný módel af T6 og T5 vélunum hjá sér. Þessar vélar hafa fengið mikla yfirhalningu útlitslega

samFélagsmiðlar

Kraftvelar facebook.com/kraftvelar instagram.com/kraftvelar twitter.com/kraftvelar

Nýtt fréttabréf Kraftvéla og aukinn innflutningur búvéla

Nýtt fréttabréf Kraftvéla hefur nú litið dagsins ljós og verður fréttabréfið með áherslu á landbúnað, þó svo að auðvitað megi finna upplýsingar

um vöruframboð okkar á öðrum sviðum eins og vinnuvélum, lyfturum, atvinnubifreiðum og svo framvegis.Það er vel við hæfi að nýta þennan fyrsta leiðara í nýju fréttabréfi til þess að kynna Kraftvélar í nokkrum orðum. Fyrirtækið Kraftvélar fagnar 25 ára afmæli í ár og hefur í gegnum árin verið leiðandi aðili í innflutningi ýmissa vinnuvéla, en við stofnun fyrirtækisins voru aðeins tvö vörumerki: Komatsu vinnuvélar og Toyota lyftarar.

Í dag erum við ennþá stoltur umboðsaðili Komatsu vinnuvéla og Toyota lyftara en í gegnum árin hafa bæst við fleiri heimsþekkt vörumerki á borð við New Holland og CaseIH dráttarvélar, Iveco atvinnubifreiðar, Kalmar gámalyftarar, Dynapac valtarar, Fella heyvinnutæki, Weidemann smávélar og svo mætti lengi telja.Okkar fyrstu skref inn á landbúnaðarmarkað hófst árið 2009 þegar eigendur Kraftvéla keyptu Vélar & Þjónustu. Skömmu eftir kaupin fengum við til liðs við okkur nokkra lykilstarfsmenn Vélavers, fyrrverandi umboðsaðila New Holland og CaseIH dráttarvéla, sem hjálpuðu okkur að tryggja umboðssamning við þessi vörumerki og hefja þar með sölu og þjónustu á New Holland og CaseIH dráttarvélum.

Hjá okkur starfa 47 manns og erum við stöðugt að bæta við okkur starfsfólki og þá sérstaklega í

þjónustudeildum fyrirtækisins enda höfuðáhersla lögð á góða þjónustu til viðskiptavina okkar. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Dalvegi 6-8 í Kópavogi en einnig rekum við útibú á Akureyri. Því til viðbótar erum við með umboðsmenn víðsvegar um landið sem aðstoða okkur að þjónustu vörumerkin okkar.Nánar um umboðsmenn Kraftvélar má finna á heimasíðu okkar, www.kraftvelar.is.

Síðasta ár var mjög líflegt í innflutningi búvéla og má í raun segja að innflutningurinn hafi farið fram úr væntingum. Á árinu 2016 voru fluttar inn 154 nýjar dráttarvélar. Til samanburðar má nefna að 121 vél var flutt inn árið 2015 og 99 dráttarvélar árið þar á undan.Sjálfir vorum við mjög ánægðir með okkar hlutdeild í þessum innflutningi enda orðnir næst stærsti innflytjandi nýrra dráttarvéla á Íslandi með 30 nýjar dráttarvélar á síðasta ári.

Aukningin við innflutning búvéla á ekki bara við dráttarvélar því einnig hefur innflutningurinn aukist í liðléttingum og þar komum við sterkir inn með Þýska framleiðandann Weidemann.

Ég vonast til þess að þér þyki innihald þessa fréttabréfs áhugavert og hvet þig til að hafa samband við Kraftvélar hafir þú einhverjar spurningar um þá þjónustu sem við bjóðum uppá.

Með kveðju,

Viktor Karl ÆvarssonFramkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs

leiðari

Page 3: FréttabréF - kraftvelaleigan.is file2 3 New Holland settu nú á nýliðnu ári fram ný módel af T6 og T5 vélunum hjá sér. Þessar vélar hafa fengið mikla yfirhalningu útlitslega

23

New Holland settu nú á nýliðnu ári fram ný módel af T6 og T5 vélunum hjá sér. Þessar vélar hafa fengið mikla yfirhalningu útlitslega séð og búnaður sem snýr að ökumanni hefur einnig tekið breytingum til að auka þægindi við notkun.

New HollaNd Fréttir

Þetta ásamt fleiru, svo sem einstakt útsýni, stór vökvadæla og einstakur beygju radíus, gera vélina að einstakri ámoksturstækjavél og einni þeirri flottustu á markaðnum fyrir mokstursvinnu.New Holland hefur einnig bætt við þeim möguleika að fá í vélina fjaðrandi framhásingu sem og á stærsta módelið 38“ felgur að aftan og 28“ að framan. Þessar vélar sigla allar á 40km/h á lágsnúningi sem veldur því að olíueyðsla hefur minnkað stórkostlega. T5 hefur nú erft ECOBlue™ Hi-eSCR frá stóra bróður sínum og er því komin með AD-Blue kerfi. Þetta verður til þess að hún dælir 19% minni CO₂ heldur en dráttarvél með Tier 1 mótor. Með því að skipta yfir í þessa útfærslu af mengunarbúnaði þá fæst betra viðbragð á togi á mótornum. Núna skilar T5.120 vélin sem er sú stærsta, 491Nm í togi.

T5 vélin er nú fáanleg í módelum frá 75hö upp í 117hö. Hún er áfram fáanleg með nokkrum útgáfum af gírkössum eins og áður. Það eru gírkassarnir 24x24 og 16x16 og eru vélarnar skilgreindar eftir gírkössunum sem Dual Command og Electro Command.EC útfærslan hefur tekið hvað mestum breytingum og er hún nú fáanleg með sjálfskiptimöguleika sem gerir keyrslu mun þægilegri þegar verið er að keyra á milli staða. Sé þess óskað að hún sé með ámoksturstækjum, þá kemur hún með miðjuventil beint frá verksmiðju og fylgir því barkastýrð eða rafstýrð stjórnstöng. Ásamt því eru hnappar á stjórnstönginni til að skipta um gíra.

New HollaNd t5

Page 4: FréttabréF - kraftvelaleigan.is file2 3 New Holland settu nú á nýliðnu ári fram ný módel af T6 og T5 vélunum hjá sér. Þessar vélar hafa fengið mikla yfirhalningu útlitslega

T6 fæst með 50Km/h gírkassa og með fjaðrandi framhásingu sem gerir þessa vél eina af þeim bestu er varðar þægindi við ökumann, þegar verkin kalla á margra klukkutíma setu í senn í vélinni.SideWinder II útfærslan kemur með CVT gírskiptingu sem er algjörlega stiglaus gírkassi. Þessi gírkassi skapar mikla möguleika og þægindi fyrir ökumann. Með þessum gírkassa er t.d. öll vinna með ámoksturstækjum mun auðveldari þar sem ekki er þörf á að notast við kúplinguna í dráttarvélinni til þess að stöðva hana. Það þarf einfaldlega að sleppa inngjöfinni. Í þessum vélum kemur armpúði áfastur ökumanns-sæti og eru flest stjórntæki í stuttri fjarlægð frá ökumanni. Einnig er á armpúðanum snertiskjár, þar sem allar upplýsingar um dráttarvélina koma fram, svo sem eyðsla hráolíu, snúningshraði á aflúttaki, hektaramælingar og annað sem þú þarft, til að gera vinnu á vélinni mun skilvirkari en áður. Vélarnar koma nú með LED lýsingu á vinnuljósum sem eykur til muna þægindi við vinnu í myrkri.Dæmi um staðlaðan búnað í New Holland T6:

FPT mótor 6 strokka með mótorhitara „Common Rail“ Tier 4B með aflaukaGírkassi 17x16 eða CVT stiglaus4 barka- eða rafstýrðir vökvaventlar (8 vökvaúttök)Vökvadæla 113 eða 125 ltr. CCLS3 hraðar í aflúttaki 540/540E/1000Fjaðrandi ökumannshús með loftkælinguLoftfjaðrandi ökumannssæti og farþegasæti8-16LED vinnuljósRafstýribeisli, opnir beislisendarÚtvarp með BluetoothUndirliggjandi og vökvaútskotinn dráttarkrókurDekk framan 540/65R28 og 650/65R38 að aftanFrambretti og brettabreikkanir að aftan ásamt stjórnbúnaði á brettum

T6 dráttarvélalínan frá New Holland hefur sannað sig sem góður vinnufélagi og rekstrarlega séð sem ein sú besta á markaðnum. Þessar vélar hafa einnig verið stórkostlegur kostur á íslenskum markaði verðlega séð þegar tekið er tillit til búnaðar.

Dæmi um staðlaðan búnað í New Holland T5 EC línunni:

Mótor 4 strokka 3,4 ltr. T4B með mótorhitara.Eldsneytistankur 165 ltr.Fjaðrandi ökumannshús með loftkælingu.Loftpúðasæti ökumanns og farþegasæti með öryggisbelti.8 LED vinnuljós og 2 gul blikkljós á húsi.Vökvavendigír með „Park Lock“.Gírkassi 16x16 með sjálfskiptimöguleika.84 ltr vökvadæla, 3 vökvaventlar (6 vökvaúttök).3 hraðar í aflúttaki 540/750/1000.Stjórnun á beislisbúnaði er rafstýrð.Vökvaútskotinn dráttarkrókur ásamt opnum beislisendar.Frambretti og brettabreikkanir að aftan með stjórnbúnaði fyrir beisli.

T5 dráttarvéla línan er á mjög hagstæðu verði sé litið til búnaðar og getu. Markmið New Holland með þessari línu er að þjónusta þarfir bænda sem eru með lítil og millistór bú. Þessar vélar hafa það til brunns að bera sem þarf í slíkum tilfellum. Með T5 má með sanni segja að New Holland geti boðið léttar, liprar og þægilegar vélar sem skila aflinu vel og eru ódýrar í rekstri.

New HollaNd t6T6 vélin er áfram fáanleg í „Delux“ og „Sidewinder II“ útfærslunum sem hafa gert það mjög gott hérlendis. Delux útfærslan er áfram fáanleg með 16x16 og 17x16 gírkassanum sem eru orðnir mjög vel þekktir fyrir mikla dráttargetu og endingu, hérlendis sem erlendis. T6 hefur tekið breytingum frá módelum fyrri ára því nú er búið að lengja hjólabilið í 4cyl vélinni.

Með þessu fæst betri þyngdardreifing og meiri mýkt við alla vinnu.

Page 5: FréttabréF - kraftvelaleigan.is file2 3 New Holland settu nú á nýliðnu ári fram ný módel af T6 og T5 vélunum hjá sér. Þessar vélar hafa fengið mikla yfirhalningu útlitslega

45

Á Brúnastöðum búa Ágúst Ingi og Elín. Þau eru með blandaðan búskap.

Ágúst Ingi og Elín festu kaup á Weidemann 1280 í byrjun árs 2017.„Ég þurfti vél sem var lipur og nett en gæti þó auðveldlega ráðið við þungar fastkjarnarúllur. Ég þarf að komast á þrönga ganga og inn um lágar hurðir þannig að það þurfti að klæðskerasauma hann að því, þannig að ég fékk mér svo dæmi sé nefnt niðurfellanlegt þak á hann. Hann er öflugur og ræður vel við þessar rúllur sem ég er að gefa, hann er þægilegur í notkun og mjög öflugur. Hann gerir allt sem hann átti að gera og vel það.“

WEIDEMANN T4512 Mest seldi skotbómulyftarinn 2016

* = Samkvæmt innfl utningsgögnum Vinnueft irlitsins yfi r ný tæki árið 2016, var T4512 mest innfl utta gerð skotbómulyft ara ársins 2016

*

Verð kr 4.220.000*

Magnús og María búa í Helguhvammi ásamt 2 börnum sínum sem eru 16 og 13 ára. Þar er stundaður sauðfjárbúskapur en einnig eru þau með nokkur hross.

Magnús og María festu kaup á Weidemann T4512 haustið 2015 og Magnús hefur þetta að segja um þau kaup. „Ég nota hann við að gefa í gjafagrindur og stafla rúllum. Hann fer létt með þungar rùllur. Það er einstaklega gott að moka snjó með honum þar sem hann er mjög lipur í öllum snúningum. Hann er hreint út sagt ótrúlegur og kemur mér í sífellu á óvart. Þetta er snilldar vél sem ég mæli hiklaust með.“

reyNslusaga Frá magNúsi í HelguHvammi

reyNslusaga Frá ágústi á brúNastöðum

*miðað við gengi 113

Page 6: FréttabréF - kraftvelaleigan.is file2 3 New Holland settu nú á nýliðnu ári fram ný módel af T6 og T5 vélunum hjá sér. Þessar vélar hafa fengið mikla yfirhalningu útlitslega

Fella atHos Heyþyrlur 2017

Tegund Vinnslubreidd Fjöldi stjarna Tenging Skekking þyngd kg Verð án vsk

Athos 5204DN 5,20 4 Lyftutengd Handvirkt 606 720.000

Athos 6606DN 6,60 6 lyftutengd Handvirk 822 990.000

Athos 7706DN 7,70 6 Lyftutengd Handvirk 946 1.220.000

Athos 8608DN 8,60 8 lyftutengd Handvirk 1.172 1.470.000

TH790 HYDRO 7,70 6 Dragtengd Vökvi 890 1.220.000

TH1100HYDRO 10,20 8 Dragtengd Vökvi 1.090 1.790.000

TH800 TRANS 7,70 6 Dragtengd Vökvi 1.237 1.550.000

TH901 TRANS 8,60 8 Dragtengd Vökvi 1.660 1.860.000

TH1108 TRANS 10,20 8 Dragtengd Vökvi 1.860 2.260.000

EUR 120

verðlisti Fella ramos slátturvélar 2017

Tegund Vinnslubreidd Fjöldi diska Tenging Miðjuliður þyngd kg Verð án vsk

Ramos 288 2,82 5 Þrítengibeisli Nei 475 820.000

Ramos 320 3,00 7 Þrítengibeisli Nei 724 1.070.000

Ramos 350 3,50 6 Þrítengibeisli Nei 798 1.170.000

Ramos 3060 TL 3,00 6 Þrítengibeisli Já 875 1.340.000

Ramos 3570 TL 3,50 8 Þrítengibeisli Já 950 1.390.000

Ramos 4080 TL 4,00 8 Þrítengibeisli Já 980 1.490.000

Ramos 4590 TL 4,50 9 Þrítengibeisli Já 1.100 1.590.000

Ramos 310 FZ 3,00 6 Framslátturvél Nei 930 1.420.000

Ramos 310 FZ-KC 3,00 6 Framslátturvél m/knosara Nei 1.150 1.860.000

Ramos 991 TL X2 9,30 2x7 Þrítengibeisli Já 2.120 3.780.000

Ramos 911 TL-KC 8,30 2x6 Þrítengib. m/knosara Já 2.830 4.730.000

EUR 120

Fella Juras rakstrarvélar 2017

Tegund Vinnslubreidd Fjöldi stjarna Fjöldi arma Tenging þyngd kg Verð án vsk

Juras 426DN 4,20 1 12 Þrítengibeisli 580 750.000

Juras 456DN 4,50 1 12 Þrítengibeisli 620 850.000

Juras 456T 4,50 1 12 Dragtengd 600 830.000

Juras 1502 6,3-7,0 2 10 12 Dragt. Krabbaútfærsla 1.380 1.960.000

Juras 1603 6,6-7,7 2 12 12 Dragt. rakar til hægri 2.100 2.340.000

Juras 671 5,8-6,6 2 10 10 Dragt. rakar að miðju 1.350 1.830.000

Juras 801 6,8-7,6 2 12 12 Dargt. rakar að miðju 1.875 2.180.000

Juras 880 7,2-8,1 2 12 12 Dragt. rakar að miðju 1.900 2.290.000

Juras 8055 PRO 7,2-8,1 2 12 12 Dargt. rakar að miðju 2.050 2.490.000

EUR 120-

Page 7: FréttabréF - kraftvelaleigan.is file2 3 New Holland settu nú á nýliðnu ári fram ný módel af T6 og T5 vélunum hjá sér. Þessar vélar hafa fengið mikla yfirhalningu útlitslega

67

Abbey haugsugur 2017

Haugsugur á flotmiklum hjólbörðum og fjaðrandi beisli:Stærð Magn ltr. Vacuumdæla Hjólbarðar Verð án vsk.

AB2000R 9.000 11.000 28,1R26 1.920.000AB2250R 10.000 11.000 30,5R32 2.100.000AB2500R 11.000 11.000 30,5R32 2.150.000AB3000R 13.500 11.000 30,5R32 2.480.000

Haugsugur á 2 hásingum með fjaðrandi beisli og fjaðrandi stýrihásingum:Stærð Magn ltr. Vacuumdæla Hjólbarðar Verð án vsk.

AB3000T 13.500 11.000 710/55Rx26,5 3.490.000AB3500T 15.750 11.000 710/55Rx26,5 3.790.000AB4000T 18.000 11.000 710/55Rx26,5 4.450.000

Aukabúnaður: Verð án vsk.Sjálffyllibúnaður 6" 340.000Sjálffyllibúnaður 8" 580.000Vökvaopnun á topplúgu 150.000Vacuumdæla 13.500 80.000

Mykjudreifarar (taðdreifarar):Stærð Magn Dekk Verð án vsk.

AB2070 5,5 m3 400R22,5 860.000AB2090 6,9 m3 400R22,5 1.050.000AB2100 7,7 m3 550/60-22,5 1.130.000

GBP 132

Abbey Machinery var stofnað af May og Joseph Cavanagh árið 1947.Cavanagh fjölskyldan hefur starfað við járnsmíðar og járnsteypu á landbúnaðarverkfærum frá því á 19. öld. Eftir að hafa unnið í Bandaríkjunum í kringum 1930 kemur Josph Canvanagh heim með reynslu og nýjungar í málmsmíði og þá hefst hin eiginlega saga fyrirtækisins.Abbey Machinery hefur engöngu helgað sig smíði landbúnaðartækja allar götur síðan, sérstaklega í haugsugum, taðdreifurum, mykjudælum og ruddasláttuvélum. Einnig eru þeir með breiða línu af fóðurblöndurum.Ný kynslóð Cavanagh fjölskyldunnar með Claudagh Cavanagh sem forstjóra, undirbýr stækkun fyrirtækisins inn í framtíðina með breiðara vöruúrvali og auknum umsvifum. Á síðasta ári var opnuð ný verksmiðja með öllum nútíma tæknibúnaði til málmsmíða og samsetningar á vörum fyrirtækisins. Verksmiðjan er á 30 hektara landi og er verksmiðjan sjálf á tæplega 10,000m2 gólffleti.Abbey haugsugur og taðdreifarar hafa verið seldir hér á landi síðan 1998 og náð góðri útbreiðslu og eru vel þekkt tæki af bændum. Kraftvélar munu leggja áherslu á hina hefðbundnu vörur sem Abbey hefur selt hér á landi en einnig bjóða upp á fleiri vörur svo sem fóðurblandara, en þar getum við boðið margar stærðir með mismunandi útfærslu og búnaði.Í síðasta mánuði heimsóttu okkur 3 fulltrúar fyrirtæksins og fóru með starfsmönnum Kraftvéla um landið og heimsóttu bændur. Einnig notuðu þau tækifærið til þess að skoða sig um.Kraftvélar vænta mikils og góðs samstarf við fyrirtækið í náinni framtíð.Á meðfylgjandi mynd er frá hægri Claudagh Cavanagh forstjóri Abbey Machinery, Charles Cavanagh stjór-narformaður og kona hans Ber.

Abbey framleiðir breitt úrval landbúnaðartækja og má þar nefna:• Mykjutankar• Keðjudreifarar• Heilfóðurvagnar• Úðadælur• Áburðardreifarar• Mykjudælur• Mykjuniðurfellingarbúnaður

Page 8: FréttabréF - kraftvelaleigan.is file2 3 New Holland settu nú á nýliðnu ári fram ný módel af T6 og T5 vélunum hjá sér. Þessar vélar hafa fengið mikla yfirhalningu útlitslega

Frá kr. 35.000,-*

sumartilboð - ástandsskoðun

sumarskoðun felur í sér:

skipt um:◊ Skiptummótorolíu◊ SetjumnýjaCaseIHolíusíuívélina

ásamt því að skoða eftirfarandi mikilvæg atriði:◊ Allarolíur◊ Kælivökva◊ Ljós,startoghleðslu◊ Hjólalegurogstýrisenda◊ Loftsía,hreinsuninnifalin◊ Gírkassistilltur◊ Fariðyfirvilluskilaboð◊ Tækiprufukeyrtogvirkniprófuð

HafðusambandviðþjónustudeildKraftvélaísíma535-3500eðasenduokkurlínuá[email protected]ðusumarskoðunfyrirvélinaþína.

+ ný olía á mótor+ ný olíusía+ 8 mikilvægir eFtirlitsstaðir

ErCaseIHdráttarvélinþíntilbúinfyrirsumarið?Kraftvélarbjóðaástandsskoðunásamtþvíaðskiptaummótorolíuogolíusíu

* verð er án vsk

Page 9: FréttabréF - kraftvelaleigan.is file2 3 New Holland settu nú á nýliðnu ári fram ný módel af T6 og T5 vélunum hjá sér. Þessar vélar hafa fengið mikla yfirhalningu útlitslega

89

Eins og allir vita er Case IH með vinsælli vélum sem seldar hafa verið á Ísland og þjónað bændum þessa lands yfir margar kynslóðir einstaklega vel.

Framleiðsla og þróunarvinna á Case IH dráttarvélum fer fram í St. Valentine verksmiðjunni í Austurríki.

Nýjustu vélarnar sem Case IH setur fram er Case IH Luxxum.

þessar vélar eru arftakar af Case IH Farmall U Pro línunni sem hafa gert það gott. Luxxum vélarnar koma með 32x32 gírkassa með sjálfskipti möguleika og eru öll stjórntæki í armpúðanum á ökumannssætinu. Vélin er með 100L CCLS vökvadælu sem er utan á liggjandi. Með vökvaafköst sem er með því mesta sem býðst fyrir þessar stærðir dráttarvél gerir hana einstaka sem ámoksturstækjavél og þægilega vél við alla vinnu fyrir heyskapartæki.

Case IH Luxxum er með 4. hraða í aflúttaki sem staðlaðan búnað og 4 tvívirkar vökvasneiðar að aftan. Ökumannssætið er einstaklega gott í þessum vélum og er húsfjöðrun og loftkæling staðlaður búnaður.

Luxxum er góður kostur þegar kemur að því að velja sér lipra ámoksturstækjavél sem hefur þó bein í nefinu þegar kemur að afli og togi. Luxxum er með 3,4L FPT mótor sem skilar 491nm á 1500sn í togi, þetta gefur til kynna að vélin sé góður dráttarklár í jarðvinnslu og við drátt á vögnum.

Case iH luxxum

Page 10: FréttabréF - kraftvelaleigan.is file2 3 New Holland settu nú á nýliðnu ári fram ný módel af T6 og T5 vélunum hjá sér. Þessar vélar hafa fengið mikla yfirhalningu útlitslega

*verð er án vsk

frá kr. 35.000,-*

+ ný olía á mótor

+ ný olíusía

+ 8 mikilvægir eftirlitsstaðir

sumarskoðun felur í sér:

skipt um:◊ Skiptummótorolíu◊ SetjumnýjaNewHollandolíusíuívélina

ásamt því að skoða eftirfarandi mikilvæg atriði:◊ Allarolíur◊ Kælivökva◊ Ljós,startoghleðslu◊ Hjólalegurogstýrisenda◊ Loftsía,hreinsuninnifalin◊ Gírkassistilltur◊ Fariðyfirvilluskilaboð◊ Tækiprufukeyrtogvirkniprófuð

ErNewHollanddráttarvélinþíntilbúinfyrirsumarið?Kraftvélarbjóðaástandsskoðunásamtþvíaðskiptaummótorolíuogolíusíu

HafðusambandviðþjónustudeildKraftvélaísíma535-3500eðasenduokkurlínuá[email protected]ðusumarskoðunfyrirvélinaþína.

sumartilboð - ástandsskoðun

Page 11: FréttabréF - kraftvelaleigan.is file2 3 New Holland settu nú á nýliðnu ári fram ný módel af T6 og T5 vélunum hjá sér. Þessar vélar hafa fengið mikla yfirhalningu útlitslega

1011

Fella sm320Diskaslátturvél - 3m á breiDDárgerð: 2007verð án vsk:. 590.000 kr.

New HollaNd br560 Combisambyggð rúlluvélárgerð: 2005verð án vsk.: 2.800.000 kr.

New HollaNd t5.115114 hestafla Dráttarvél árgerð: 2013verð án vsk.: 7.290.000 kr.

sölutorg

mCCormiCk C105 xtrasHiFt102 hestafla Dráttarvélárgerð: 2005verð án vsk.: 2.690.000 kr.

New HollaNd tl-100100 hestafla Dráttarvélárgerð: 2000verð án vsk.: 2.790.000 kr.

New HollaNd 6640 sle85 hestafla Dráttarvélárgerð: 1993verð án vsk.: 1.990.000 kr.

mCCormiCk105 hestafla Dráttarvélárgerð: 2007verð án vsk.: 3.890.000 kr.

New HollaNd ts110 a108 hestafla Dráttarvélárgerð: 2004verð án vsk.: 3.690.000 kr.

Pixy t3537 hestafla liðléttingurárgerð: 2015verð án vsk.: 2.450.000 kr.

við bJóðum HiNa vel þekktu JuNkkari sturtuvagNa Frá FiNNlaNdi.

Vagnarnir eru framleiddir í mörgum stæðum en þeir vagnar sem við kappkostu að eiga á lager eru

J-10semer10tonnasturtuvagnmeðlausumskjólborðum.Verðiðerkr.1,110,00-ánvsk(kr.1,376,400-meðvsk)*

J-13semer13tonnasturtuvagnmeðlausumskjólborðum.Verðiðerkr.1,430,000-ánvsk(kr.1,773,200-meðvsk)*

Upphækkaniráskjólboðumerufáanlegarsemaukabúnaður

*VerðiðmiðastviðEUR120

Page 12: FréttabréF - kraftvelaleigan.is file2 3 New Holland settu nú á nýliðnu ári fram ný módel af T6 og T5 vélunum hjá sér. Þessar vélar hafa fengið mikla yfirhalningu útlitslega

Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526

www.kraftvelar.is • [email protected]

Nýtt myndband um Weidemann T4512

Mest seldi skotbómulyftari landsins árið 2016

www.kraftvelar.is/weidemann