gatan

121
Póstberinn 2006

Upload: alda-loa-leifsdottir

Post on 30-Mar-2016

222 views

Category:

Documents


1 download

DESCRIPTION

Þetta eru nágrannar mínir á Þórsgötu R 101 á tímabilinu 2004 til 2012.

TRANSCRIPT

Page 1: Gatan

Póstberinn2006

Page 2: Gatan
Page 3: Gatan

Hver manneskja er veröld, einstök og helg. Þegar hún hverfur endar heimurinn, veröld sem var og kemur aldrei aftur. Mestu verðmæti lífsins, allt það sem aðeins rúmast í hjarta einnar manneskju glatast að eilífu.

Hver fjölskylda er einstök sköpun. Það er ómögulegt að endurgera hana með öðru fólki á öðrum tíma. Hún er hverfull gjörningur og viðkvæmir strengir. En þegar fólk gefur hvert öðru verður grunnur þess traust og veröldin örugg, sterkari en allt sem við getum kynnst.

Samfélagið á milli okkar er sjálfstæð veröld, heimur sem við mótum úr þeim hliðum sem við snúum hvert að öðru. Þegar við förum hverfur hann ekki, það sem við lögðum til situr eftir og hjálpar öðru fólki til að tengjast. Við skiljum ekki eftir mestu verðmætin heldur farvegi fyrir aðra til að hleypa þeim fram.

Page 4: Gatan

© AldA lóA leifdóttirnýr kAfli reykjAvík 2012

prentsmiðjAn oddi

Page 5: Gatan

fólkið á Þórsgötu

alda lóa leifsdóttir

skyndimyndir frá árunum 2004 - 2012

Page 6: Gatan

Hérna er himinninn hærri en heima!

Page 7: Gatan

ferðamaður2007

Page 8: Gatan
Page 9: Gatan

ferðamenn frá grikklandi2011

Page 10: Gatan

Það var brotist inn til þeirra um nóttina. Þjófarnir læddust varlega inn um gluggann, fóru úr skónum og skildu eftir blaut sokkaför á gólfinu. Þegar þau vöknuðu var búið að berstrípa

íbúðina og taka allt.

Page 11: Gatan

Hákon og Heiða2012

Page 12: Gatan

gunnar2006

Page 13: Gatan

anna lísa, tígri og kristján 2007

Page 14: Gatan

Allir inn að skera niður steinselju

Page 15: Gatan

atli, númi og garðar2012

Page 16: Gatan

Þau bjuggu í mörg ár í Eþíópíu og fluttu þegar börnin þurftu að komast í framhaldsskóla. Stundum langar hana

aftur heim til Afríku.

Page 17: Gatan

Vilborg, gísli, katrín, Valgerður og guðlaugur 2004

Page 18: Gatan

Hann er kannski í miðjum leik að slást við þrjú grasstrá sem vaxa upp við húsvegg þegar útidyrahurð skellist skyndilega í lás eða

Siggi Hall (kokkurinn sem rak veitingastaðinn á horninu) birtist úti á stétt og kastar kveðju. Svona óvæntar uppákomur fara illa í Pésa, hann er þotinn í skjól undir næsta bíl. Þá reynist ómögulegt að fá

hann undan bílnum fram í dagsljósið.

Page 19: Gatan

Pési og kolbrún2004

Page 20: Gatan

stefán og aðalHeiður 2007

Page 21: Gatan

rannVeig, Þórunn, lúðVík, sigurður, ásHildur, steinunn og fígó 2005

Page 22: Gatan

flugmaður2006

Page 23: Gatan

rafn og guðbjörg 2004

Page 24: Gatan

Hún sagði alltaf: Fyrst gerir maður við húsið að utan og síðan að innan.

Page 25: Gatan

óli Hjörtur, berglind og fernando2006

Page 26: Gatan

Stúlkan hefur málað svört strik á augnlokin. Hún hefur séð um sig sjálf frá 16 ára aldri. Hún var 19 ára þegar hún keypti íbúðina af sjómanni

sem var skuldugur upp fyrir haus og þurfti að selja strax.

Page 27: Gatan

Vilborg2004

Page 28: Gatan

anný2005

Page 29: Gatan

steinunn og Þór2005

Page 30: Gatan

CeCile, guðmundur og katrin2006

Page 31: Gatan

fríða og nói2005

Page 32: Gatan

Hr. niels og sigríður2007

Page 33: Gatan

eVa og Hemmi2005

Page 34: Gatan

Hann er vorboðinn á nærbol úti á svölum að kalla eitthvað inn í íbúð til hennar, eitthvað sem hann las í blaðinu eða sem honum datt í hug. Seinna þegar sumarið nálgaðist varð fjölmennara úti á svölunum, jafnvel svona suðrænna landa stemmning, fjör og grill. Ekki mjög íslenskt nema þegar

Íslendingar eru í glasi.

Page 35: Gatan

elísabet2005

Page 36: Gatan

sigurður og katrín2004

Page 37: Gatan

amalía2005

Page 38: Gatan

steinn og sigurrós2007

Page 39: Gatan

áslaug og emelía2005

Page 40: Gatan

Ef tími gafst þá fór hann úr skrifstofufötunum, klæddi sig í vinnugallann og skreið út á vinnupallinn fyrir utan skrifstofugluggann og hélt áfram að byggja Hallgrímskirkjuturninn.

Page 41: Gatan

Hermann2006

Page 42: Gatan

Hún segir að í landinu sínu sé hægt að borga 5000 kr fyrir það að láta mann hverfa alveg af yfirborði jarðar.

Page 43: Gatan

nilmini 2005

Page 44: Gatan

daVið, auður, sóley, smári og alda lóa2012

Page 45: Gatan

Þórir og aðalHeiður 2007

Page 46: Gatan

Þau voru nýkomin úr sólarlandaferð þegar hann skrapp út í búð, hneig niður og kom ekki aftur. Síðan hann fór er hún alltaf að bíða

eftir að einhver komi og sæki sig.

Page 47: Gatan

lydía2006

Page 48: Gatan

bjarni og Valgerður2005

Page 49: Gatan

linda, einar logi, aðalbjörg og Hafsteinn2006

Page 50: Gatan

sigurður og margrét2005

Page 51: Gatan

Vilborg og kristín2005

Page 52: Gatan
Page 53: Gatan

björgVin, jón Helgi og sigVarður

Page 54: Gatan

Hún er elst í götunni og með fallegan garð, með mjög dömulegar plöntur. Það sést að hún er frá þeim tíma þegar konur þorðu að vera glæsikvendi. Hún er komin undir nírætt og einu sinni í viku koma gamlir félagar hennar í heimsókn og spila bridge sem oft vill dragast á langinn. Því ber við þegar flestir í götunni eru

lagstir á sitt sæta eyra að frá stofuglugganum hennar ljómi gul birta. Verandi seint á ferð og veitandi glugganum athygli þá dettur manni fyrst í hug miðilsfundur, kannski af því mann grunar gamalt

fólk um einhverja dularfulla gjörninga.

Page 55: Gatan

Þóra2005

Page 56: Gatan

Hún er 19 ára og barnið þeirra kemur í júli. Þau búa saman á 20 fer-metrum á jarðhæð ásamt kettinum þeirra sem var að gjóta sjö

kettlingum í þriðja sinn á einu ári. Þau eru búin að taka á móti 19 kettlingum á þessu ári. Þau eru með kettlingana í pappakassa úti í horni. Þau hafa hingað til komið öllum kettlingunum út án þess að

hafa þurft að lóga neinum.

Page 57: Gatan

justin og katla2006

Page 58: Gatan

iilmur, arnar, Helena, stefán og kolfinna2004

Page 59: Gatan

birgir2007

Page 60: Gatan

Ef Guð er þar sem fólkið er, er þá meira af Guði í New York en hérna í Reykjavík?

Page 61: Gatan

ÞorValdur2004

Page 62: Gatan

Hildur og steinn2007

Page 63: Gatan

elísabet2005

Page 64: Gatan

sVeinbjörn2005

Page 65: Gatan

daVíð2005

Page 66: Gatan

elma, sunna, almar og Viðar2006

Page 67: Gatan

sVeinn2005

Page 68: Gatan

Einu sinni var prestur með fermingarfræðslu fyrir fötluð börn. Sum barnanna voru mikið fötluð með takmarkaða tjáningu og gátu ekki stjórnað hreyfingum sínum. Af því að tjáskiptin voru lítil, þá var prestinum erfitt um vik að sinna formlegri fermingarfræðslu. Hún brá þá á það ráð að taka börnin úr hjólastólunum og leggja þau á gólfið. Síðan lagðist hún sjálf á gólfið hjá þeim og sagði: „Horfðu í augun á mér og ef þú horfir nógu vel þá sérðu hið góða. Ég sé hið góða í

þínum augum.“

Page 69: Gatan

guðríður2007

Page 70: Gatan

Það datt lítil stúlka út um glugga á þriðju hæð í húsinu, hún var víst á þriðja ári. Hið heppilega var að einhver hafði lagt bílnum sínum ólöglega upp á gagnstétt og hún féll á mjúkt

húddið og henni varð ekki meint af.

Page 71: Gatan

HarPa 2006

Page 72: Gatan

Valborg, guðmundur, Hallbera og brynja2005

Page 73: Gatan

maria, Cymbaline og frodo2007

Page 74: Gatan

Þegar hann var ný farinn að fara út týndist hann einu sinni í tvo sólarhringa en fannst síðan nær dauða en lífi í kjallatröppum í

Hlíðunum. Eftir það hefur hann aldrei hætt sér langt frá heimili sínu.

Page 75: Gatan

daVíð, ástríður, Hanna og tígri2007

Page 76: Gatan

hún er með lagið á heilanum.

Page 77: Gatan

steinunn, einar karl og gró2004

Page 78: Gatan

jón, júnía lín, laufey lín og Wei lín2005

Page 79: Gatan

ásgerður, kári, maría og HarPa2010

Page 80: Gatan

Hún mælir með líbönskum kvenrithöfundi en ekki með rithöfundi sem kallar sig DCB ... “Hún er reyndar sjálf alveg hætt að lesa skáldsögur, en vonadni bara

tímabundið”

Page 81: Gatan

friðrik2010

Page 82: Gatan

Halldóra2006

Page 83: Gatan

arnlaug2010

Page 84: Gatan

sara2006

Page 85: Gatan

ari2007

Page 86: Gatan

„Sonur minn býr í Grindavík, hann er með aukalykil. Það er alveg óþarfi að ná í hann. Börnin verða alveg snarvitlaus ef þau frétta að ég hafi læst mig úti.“ Hún hafði farið út án þess að taka með sér húslyklana og skammaði sjálfa sig og uppnefndi fyrir þetta ódæði.

Hún þyrfti að ná tali af lögreglunni.

Page 87: Gatan

margrét2005

Page 88: Gatan

björg elín2007

Page 89: Gatan

ungur maður2006

Page 90: Gatan

töffi, Clinton, guðrún soffía og ingVar2005

Page 91: Gatan

björgVin2006

Page 92: Gatan

Hún reykir ekki, drekkur hvorki áfengi né kaffi en hún erkókisti.Vaknar á nóttunni og fær sér kóksopa. Hún horfir á sjónvarp og

einu sinni átti hún þrjú sjónvörp.

Page 93: Gatan

karólína, Heimir og guðjón2006

Page 94: Gatan

HraPPur og jódís2006

Page 95: Gatan

Valtýr og Helga2006

Page 96: Gatan

trompetleikarinn

Page 97: Gatan

stefán, Þorsteinn og mikki2005

Page 98: Gatan

Hvar er tréð? Ég er að leita að tré sem var hérna, ég held að það hafi örugglega verið hér við götuna. Þetta var einstaklega glæsilegt tré. Einu sinni voru svo fá tré í Reykjavík að við sigldum norður

þegar fréttist af trjánum í Vaglaskógi.

Page 99: Gatan

ragnar2006

Page 100: Gatan

Hún datt einu sinni í höfnina milli skips og bryggju og henni var naum-lega bjargað. Maðurinn sem bjargaði henni dó stuttu síðar. Hún ákvað þá

að venda sínu kvæði í kross og stofnaði gistiheimili.

Page 101: Gatan

katla2006

Page 102: Gatan

Úlfur er mjög ómannblendinn og honum er illa við börn. Hann er stór og mikill og það mætti ætla að hann væri mjög hugaður köttur, en hann er alveg kjarklaus og þegar hann heldur að hann sé í hættu t.d. þegar kviknar á ryksugunni þá annaðhvort hleypur hann út eða undir rúm og

treður sér undir fóðrið þar.

Page 103: Gatan

gerður 2005

Page 104: Gatan

teresa og mariusz2005

Page 105: Gatan

magnús Þór2006

Page 106: Gatan

einar, kristín, katrín og guðrún2005

Page 107: Gatan

ingibjörg og úlfur2006

Page 108: Gatan

Rétt aðeins að tilla mér áður en ég held svo áfram.

Page 109: Gatan

ása2006

Page 110: Gatan

jóHannes og elísabet2005

Page 111: Gatan

jón ingi og Hrönn2006

Page 112: Gatan

Litli glókollur.

Page 113: Gatan

Þórir og Þorsteinn2007

Page 114: Gatan

Sóley sólu fegri.

Page 115: Gatan

sóley, Hlynur, kári, Þorsteinn, sölVi og elísabet2007

Page 116: Gatan

Hér hljóðnaði allt eftir hrun góðu heilli.

Page 117: Gatan

guðfinna og álfHeiður Hjá sálfræðistöðinni2012

Page 118: Gatan

Sumum finnst öldrunarhjúkrun eitthvað svo dapurlegt starf, að vera svona nálægt dauðanum, en þeir geta þá lært fæðingarhjúkrun.

Page 119: Gatan

diljá, stefán og moli 2006

Page 120: Gatan

Pétur, ágústa, margrét, jóHann og ólöf2006

Page 121: Gatan