ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en helgi jóhann-esson, hrl. og formaður...

40
11. árgangur September 3/2005 L ögmannablaðið Málskostnaðarákvarðanir dómstóla Frá lögfræðingaþingi í Reykjavík Golfmót sumarsins Af norrænum vettvangi Sáttamiðlun

Upload: others

Post on 29-Mar-2021

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil

11. árgangur September

3/2005

Lögmannablaðið

� Málskostnaðarákvarðanir dómstóla

� Frá lögfræðingaþingi í Reykjavík

� Golfmót sumarsins

� Af norrænum vettvangi

� Sáttamiðlun

Page 2: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil
Page 3: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil

3

4

689

10

11

13

16

192022

23

2627

28

3034

37

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðrún Björg Birgisdóttir hdl.

Ritnefnd: Guðrún Björg Birgisdóttir ritstjóri, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir,Hrafnhildur Stefánsdóttir, Tómas Eiríksson, Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttur,Þorsteinn Einarsson, Sigurður Arnalds, Svanhvit Axelsdóttir og Sölvi Sölvason.

LÖGMANNAFÉLAG ÍSLANDS:Álftamýri 9, 108 Reykjavík

Sími (tel.): 568-5620Bréfsími (fax): 568-70567

Tölvupóstur: (E-mail):[email protected]

Heimasíða: www.lmfi.is•

STJÓRN LMFÍHelgi Jóhannesson hrl.,

formaðurHelga Melkorka Óttarsdóttir hdl.,

varaformaðurStefán Geir Þórisson hdl.,

gjaldkeriHelga Jónsdóttir hdl., ritari

Jóhannes Albert Sævarsson hrl.,meðstjórnandi.

•STARFSFÓLK LMFÍ:

Ingimar Ingason framkvæmdastjóriEyrún Ingadóttir

félagsdeildHjördís J. Hjaltadóttir

ritari•

Blaðið er sent öllum félagsmönnum.

Ársáskrift fyrir utanfélagsmenn

kr. 1.500 + vsk. Verð pr. tölublað

kr. 400 + vsk.ISSN 1670-2689

•NETFANG RITSTJÓRNAR:

[email protected]

PRENTVINNSLA:Gutenberg

•UMSJÓN AUGLÝSINGA:

Öflun ehf., simi 533 4440

LögmannablaðiðGUÐRÚN BJÖRG BIRGISDÓTTIR:

Frá ritstjórn.

Vorþing

MÁLSKOSTNAÐARÁKVARÐANIR DÓMSTÓLAÓLAFUR BJÖRNSSON:

Dæmdur málskostnaður: Sanngjarn eða sorglegur?HRAFNHILDUR STEFÁNSDÓTTIR:

Nokkur orð um málskostnaðarákvarðanir félagsdómsJÓHANNES ALBERT SÆVARSSON:

Lögmenn og aðrir sérfræðingarJÓN JÓNSSON:

Um málskostnaðarákvarðanirSIGURÐUR TÓMAS MAGNÚSSON:

Gagnrýni svarað

HDL ÚTSKRIFT

AF MERÐI LÖGMANNIEYRÚN INGADÓTTIR:

Fréttir frá félagsdeildRAGNAR TÓMAS ÁRNASON:

37. norræna lögfræðingaþingið í Reykjavík í ágúst 2005

GOLFMÓT SUMARSINS 2005HELGI JÓHANNESSON:

Pistill formannsINGIMAR INGASON:

Forsætisfundur norrænu lögmannafélaganna

NÁMSKEIÐ HAUSTANNARINGIBJÖRG BJARNARDÓTTIR:

Sáttamiðlun í einkamálum GUÐFINNA JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR:

Sáttaumleitun á sviði refsiréttar

Page 4: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil

4 3 / 2 0 0 5

FRÁ RITSTJÓRN

Ísíðasta tbl. Lögmannablaðs-ins birtist grein eftir undirrit-

aða þar sem velt var upp spurn-ingum um það hvort lögmenngegndu hlutverki fjölmiðlafull-trúa fyrir skjólstæðinga sinnaauk hefðbundinnar hagsmuna-gæslu. Telja verður að þeirrispurningu hafi verið svarað nú ísumar í svonefndu Baugsmáliþar sem verjendur sakborninga ímálinu stóðu ötullega að mál-flutningi í fjölmiðlum allt frá því aðupplýsingar bárust um að búið væri aðbirta ákæru í málinu þar til ákærunni varvísað frá með úrskurði héraðsdóms.

Telja verður að framvegis muni fjölmiðlarog almenningur gera auknar kröfur um aðlögmenn tjái sig um málin fyrir höndskjólstæðinga og því brýnt að þess verðigætt að lögmenn fái viðeigandi þjálfun tilþess.

Ekki verður skilið við fjölmiðla án þess aðminnast á grein sem birtist á síðu 2 í DV íjúní sl. undir yfirskriftinni „Fyrst ogfremst“ en tilefni þess var grein undirrit-aðrar í síðasta tölublaði Lögmannablaðs-ins. Í DV var því haldið fram að í Lög-mannablaðinu væri að finna nafnlausardylgjur og fullyrt að ritstjórinn þverbrjótiallar reglur sem fjölmiðlar setja sér umbeinar og óbeinar tilvitnanir í nafnlausaheimildarmenn. Rétt er hins vegar að takaþað fram að fáir af viðmælendum Lög-

mannablaðsins, vegna greina-flokksins, fóru fram á nafnleyndheldur var það ákvörðun rit-stjórans að setja greinina uppmeð þessum hætti enda tekurritstjórinn alla ábyrgð á efniþessa blaðs.

Á þessu ári á Lögmannablaðið10 ára afmæli. Það er ekki háraldur ef litið er til þess að LMFÍer orðið 94 ára gamalt en áður

hafði LMFÍ gert tilraun til þess að haldaúti blaði fyrir félagsmenn án árangurs. Þaðber að fagna því að félagsmönnum LMFÍhafi nú tekist að halda úti samfelldriútgáfu blaðsins í áratug. Af því tilefnihyggst stjórn LMFÍ gefa út öflugt afmæl-isblað í lok þessa árs. Treystir ritstjórinnþví að allir félagsmenn sýni frumkvæði ogsjálfstæði og sendi ritstjórn greinar íafmælisútgáfuna.

Vakin er athygli á því að nýtt fólk hefurtekið sæti í ritnefnd LMFÍ, en það eru þauÁsta Sóllilja Sigurbjörnsdóttur, SigurðurArnalds, Svanhvít Axelsdóttir, SölviSölvason, Tómas Eiríksson og ÞorsteinnEinarsson. Er fyrrum ritnefndarfólki þökk-uð störf í þágu blaðsins og þeim óskað vel-farnaðar á nýjum vettvangi.

Umfjöllunarefni þessa blaðs er tengteilífðar ásteytingarsteini lögmanna, þ.e.málskostnaðarákvörðunum dómara.

Guðrún BjörgBirgisdóttir

hdl.

Page 5: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil
Page 6: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil

6 3 / 2 0 0 5

Málþing LögmannafélagsÍslands og Dómarafé-

lags Íslands var haldið á HótelSelfossi þann 3. júní sl. envegna framkvæmda á HótelValhöll, Þingvöllum, reyndist

ekki unnt að vera þar eins og venja hefur verið. Að þessu sinni voru tvö mál til umfjöllunar og

var byrjað fyrir hádegi að fjalla um nýjungar ísamkeppnisrétti. Erindi héldu Jónína S. Lárus-dóttir, skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu, Þór-unn Guðmundsdóttir hrl., Heimir Örn Herberts-son hdl. og Árni Vilhjálmsson hrl.

Eftir hádegi var rætt um fyrningarákvæðihegningalaga, einkum með tilliti til kynferðis-brota gegn börnum, og voru framsögumenn þeirRóbert Spanó, lektor við lagadeild HÍ og for-maður refsiréttarnefndar, Ágúst Ólafur Ágústssonalþingismaður og Brynjar Níelsson hrl. Þátttak-endur í pallborðsumræðum voru framsögumennauk Sifjar Konráðsdóttur hrl. og Jónínu Bjartmarzalþingismanns. Hjördís Hákonardóttir,héraðsdómari og formaður DÍ,setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaðurLFMÍ, sleit því.

Vorþing

Eins og venja er á vorþingumvar endað með kokteil. Hér

eru þeir Þorsteinn A. Jónsson,skrifstofustjóri Hæstaréttar, og

Róbert Spanó, dósent viðlagadeild Háskóla Íslands, en

hann var jafnframt einn af þeimsem flutti framsöguerindi á fund-

inum.

F.v. Magnús Haukur Magnússon hrl., Arnfríður Ein-arsdóttir héraðsdómari, Þórdís Bjarnadóttir hdl. ogIngveldur Einarsdóttir skrifstofustjóri í HéraðsdómiReykjavíkur.

F.v. Jóhanna Kristín Cla-essen hdl,, Sigríður Rafnar

Pétursdóttir hdl. og Björg Finn-bogadóttir lögfræðingur.

Frá vinstri: Þyrí Steingrímsdóttir hdl., Ása A. Krist-jánsdóttir hdl., Elísabet Sigurðardóttir hdl. og Arn-björg Sigurðardóttir lögfræðingur.

Friðgeir Björnsson héraðsdómari og ÓlafurJóhannes Einarsson lögfræðingur.

Page 7: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil
Page 8: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil

8 3 / 2 0 0 5

Málskostnaðarákvarðanir dómstóla hafa lengi verið hitamál meðal

lögmanna. Margir eru þeirrar skoðunar að dæmdur málskostnaður sé

jafnan of lágur og að dómstólar sýni þannig störfum lögmanna

lítilsvirðingu. Flestir lögmenn þekkja einnig dæmi um hið gagnstæða,

að dæmdur málskostnaður hafi verið mun hærri en reiknað var með,

þótt um færri tilvik sé að ræða.

Lögmannablaðið fékk nokkra lögmenn, þá Ólaf Björnsson hrl.,

Hrafnhildi Stefánsdóttur hrl., Jóhannes Albert Sævarsson hrl. og Jón

Jónsson hdl., til að lýsa skoðunum sínum á málinu.

Sigurður Tómas Magnússon héraðsdómari og kennari í réttarfari við

lagadeild Háskólans í Reykjavík svaraði síðan spurningum um málið og

gagnrýni sem lögmennirnir settu fram.

Málskostnaðarákvarðanir dómstóla hafa lengi verið hitamál meðal

lögmanna. Margir eru þeirrar skoðunar að dæmdur málskostnaður sé

jafnan of lágur og að dómstólar sýni þannig störfum lögmanna

lítilsvirðingu. Flestir lögmenn þekkja einnig dæmi um hið gagnstæða,

að dæmdur málskostnaður hafi verið mun hærri en reiknað var með,

þótt um færri tilvik sé að ræða.

Lögmannablaðið fékk nokkra lögmenn, þá Ólaf Björnsson hrl.,

Hrafnhildi Stefánsdóttur hrl., Jóhannes Albert Sævarsson hrl. og Jón

Jónsson hdl., til að lýsa skoðunum sínum á málinu.

Sigurður Tómas Magnússon héraðsdómari og kennari í réttarfari við

lagadeild Háskólans í Reykjavík svaraði síðan spurningum um málið og

gagnrýni sem lögmennirnir settu fram.

„Kröfum sóknaraðila,NN, á hendur

varnaraðilum, PP, erhafnað. Sóknaraðilargreiði varnaraðilum

120.000 krónur ímálskostnað.“

„Gjafsóknarkostnaðurstefnanda greiðist úrríkissjóði, útlagður

kostnaður vegna málsins435.545 krónur ogmálflutningsþóknun

lögmanns hans 250.000krónur, að meðtöldum

virðisaukaskatti.“

Málskostnaðar-ákvarðanirdómstóla

Page 9: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil

9L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð

Þegar ég var beðinn um að setja nokkrar línur áblað um málskostnaðarákvarðanir dómstóla

tók ég frekar illa í það því ég verð svo fúll þegar égræði þetta málefni. Eftir áralangar snýtingar dóm-ara í minn garð og kollega minna við ákvörðunmálskostnaðar taldi ég að þetta yrði bara reiði-lestur og kvart en samt var ég krafinn um hugleið-ingar mínar um þessi mál. Verður því svo að vera.

Af einhverjum orsökum er málskostnaður íeinkamálum sem eru flutt munnlega almenntdæmdur lægri en krafist er samkvæmt fram-lögðum málskostnaðarreikningi. Nokkuð er þettaþó misjafnt og nokkrir yngri dómarar við Héraðs-dóm Reykjavíkur og Reykjaness eru farnir aðdæma kostnað í námunda við umkrafinn máls-kostnað sé honum ekki mótmælt sérstaklega.Hæstiréttur er einnig mjög íhaldssamur í þessumefnum. Í sumum málaflokkum er tekið tillit tilþeirra hagsmuna sem verið er að fjalla um, s.s. íbótamálum og innheimtumálum, en mjög er þettahandahófskennt og ekki gott að átta sig á þvíhverju dómarar fara eftir.

Opinberu málin eru stundum heldur skárri enþar er í gangi samningur við dómstólaráð umtímagjald lögmanna við réttargæslu, sem raunar eralltof lágt. Dómarar hafa vanist því með réttar-gæslunni að viðurkenna tímaskrift í opinberummálum og að einhverju leyti einnig í málflutningifyrir dómi sem verjandi, ef vönduð tímaskýrslafylgir reikningi, allavega hjá sumum dómurum.

Sá er hér heldur á penna hefur undanfarin miss-eri eytt tíma sínum að stórum hluta við að verjastkröfum ríkisins á hendur jarðeigendum sem mál-flutningsmaður fyrir óbyggðanefnd og svo dóm-stólum í mörgum tilfellum. Hefur þar tekið stein-inn úr gagnvart lúsarlegum málsvarnarlaunum tilþeirra lögmanna sem tekið hafa til varna fyrirhönd bænda og annarra landeigenda þrátt fyrirgríðarlegt skjalamagn sem er í þessum málum,sérhæfða lögfræðiþekkingu, tímafrekar vettvangs-ferðir og mikla hagsmuni.

Ekki er gott að átta sig á hvað veldur í þessumefnum, en trúlegast er að dómarar hafi á bakinu

svipu ríkisins um að halda kostnaði við þessi málniðri sem og í öðrum málum er ríkinu tengjastalmennt, svo sem í gjafsóknarmálum, sem afturskilar sér út í málskostnaðarákvarðanir.

Ég tel að það þurfi að huga betur að þessumþætti í lagakennslunni og auka þarf skilningmanna á því hvað felst í sjálfstæðum atvinnu-rekstri. Dæmdur málskostnaður fer ekki í vasanná lögmanninum heldur til rekstrarins sem stendurundir öllum kostnaði, s.s. húsnæði, tölvum, sím-um, pappír, starfsmönnum, og öllum kostnaði ogtekjum lögmannsins þ.m.t. lífeyrisgreiðslum.Starfsævin er ekki mjög löng í þessari atvinnu-grein á fullum afköstum og þetta verður allt aðhafa í huga þegar lagt er mat á tímagjald.

Mikilvægt er einnig að málskostnaður okkarlögmanna sé borinn saman við kollega okkar áNorðurlöndum og í Evrópu. Þegar slíkt er skoðaðkemur í ljós að tímagjald og þóknanir eru almennthelmingi lægri en tíðkast austan Álasunda, að égtali nú ekki um tekjur lögmanna vestan Græn-landsjökuls og þar suðuraf.

Það er algerlega óþolandi að tímaskýrslur lög-manna séu hundsaðar sem hver annar skeini-pappír, einkum ef þær sæta ekki rökstuddumathugasemdum frá gagnaðila. Því miður er þaðstaðreynd að sumir okkar þekktustu lögmanna eruhættir að nenna að leggja tímaskýrslur fyrir dóm-stóla því á þær er ekkert litið. Þetta er mjög alvar-legt því þetta getur leitt til þess að aukinn kostn-aður fellur á aðila sem vinnur mál, sem aftur leiðirtil þess að fólk og fyrirtæki hættir að sækja réttsinn gegnum dómstólana þar sem það svarar ekkikostnaði að gera það. Þess eru dæmi í þjóðlendu-málunum að bændur hafa ekki talið sig hafa efni áað verja sig gagnvart ríkinu. Slíkt er að sjálfsögðumannréttindabrot.

Frjáls og óháð lögmannastétt er einn af horn-steinum réttarríkisins. Það er hún ekki nema hægtsé að treysta á sanngjarna meðferð kröfu um máls-kostnað fyrir dómi. Á því hefur því miður veriðbrestur um árabil á Íslandi og mikilvægt að þokatil betri vegar.

Dæmdur málskostnaðurSanngjarn eða sorglegur?

Ólafur Björnsson hrl.

Page 10: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil

10 3 / 2 0 0 5

Félagsdómur er sérdómstóll sem dæmir ímálum um brot á lögum um stéttarfélög og

vinnudeilur og um brot á kjarasamningum ogtúlkun þeirra. Félagsdómur er líka sérstakur fyrirþær sakir að málsforræðið er á hendi sambandaverkalýðsfélaga og atvinnurekendafélaga. Samtökatvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands reka þvímál fyrir hönd meðlima sinna fyrir dómnum.Sama gildir um BSRB, BHM og önnur sambönd.Félög sem ekki eru meðlimir sambandanna rekasjálf mál sín og meðlima sinna. Ófélagsbundniraðilar reka mál sín sjálfir. Þannig er aðildin, sbr.

45. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur, nr.80/1938. Um málskostnaðarákvarðanir skal fylgjalögum um meðferð einkamála í héraði, sbr. 69. gr.laga nr. 80/1938. Mál fyrir Félagsdómi eru í lang-flestum tilvikum viðurkenningarmál án tilgrein-ingar á fjárhagslegum hagsmunum. Þeir geta enguað síður verið mjög miklir, jafnvel svo skiptitugum eða hundruðum milljóna.

Með vísan til þessa er forvitnilegt að skoðadóma Félagsdóms. Sú breyting hefur orðið á síð-ustu tveimur árum að í flestum málum er núdæmdur málskostnaður, andstætt því sem áður varþegar málskostnaður var iðulega felldur niður.Hallaði þar greinilega á vinnuveitendahliðina, sbr.eftirfarandi yfirlit.

Þetta er mjög jákvæð þróun enda engin efni tilað mismuna aðilum að þessu leyti. Aðilar máls eruað öllu jöfnu sambönd atvinnurekenda ogverkalýðsfélaga og því fullt jafnræði með þeim.

Það vekur einnig athygli að allt tímabilið frá2000 til 2004 er krónutala dæmds málskostnaðarsú sama, á bilinu milli 100.000 – 250.000 kr.Meðaltalsupphæð dæmds málskostnaðar kann þóað hafa hækkað. Málin voru heldur ekki skoðuðsérstaklega með tilliti til umfangs eða hagsmuna.Slík tengsl eru a.m.k. ekki augljós.

Nokkur orð um málskostnaðarákvarðanir Félagsdóms

Mál dæmd í félagsdómi 2000-2005

Fjöldi

dóma og

úrskurða

Dæmdur

málskostn.

í efnisdómi

Upphæð í

þús. kr.

Dæmdur

málskostn.

Frávís.mál

Upphæð í

þús. kr.

Málskostn.

felldur niður

í efnisdómi

Stéttarfél.

(dæmdur

málskostn.)

Vinnuveit.

(dæmdur

málskostn.)

2000 16 4 100-250 3 100-150 6 3 (2) 7 (2)

2001 15 5 100-225 1 150 6 6 (4) 5 (1)

2002 15 6 100-250 3 60-100 5 7 (6) 5 (1)2)

2003 11 9 100-250 0 2 8 (8) 3 (1)

2004 6 4 100-250 1 100 - 2 (2) 2 (2)

2005 1)

8 5 150-250 3 100-150 - 4 (4) 1 (1)

[1] T.o.m. júní 2005. [2] Málskostnaður í máli nr. 8/2002 er tvítalinn

Unnin mál

Hrafnhildur Stefánsdóttir hrl.

Page 11: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil

11

Eru störf lögmanna of lítils metin þegar kemurað samanburði við störf annarra sérfræðinga?

Í flóknum dómsmálum má stundum bera samanvinnuframlag lögmanna og sérfróðra manna semdómkvaddir hafa verið til að fjalla um og metaafmarkaða þætti máls, s.s. verkfræðinga í fast-eignagallamálum, lækna og lögfræðinga í líkams-tjónamálum o.s.frv. Dómkvaddir matsmenn fágreitt fyrir sína vinnu skv. framlögðum reikn-ingum. Ég minnist þess ekki að reikningar dóm-kvaddra matsmanna hafi komið til sérstakrarskoðunar fyrir dómi. Líklegasta skýringin er sú aðreikningagerð þessara sérfræðinga hefur þótt eðli-leg og endurspegla umfang þeirra vinnu sem innthefur verið af hendi. Aftur á móti þegar lögmenneiga í hlut er algengt að litið sé framhjá ítarlegumtímaskýrslum við málskostnaðarákvörðun dóm-ara. Þannig fæst kostnaður vegna lögmannsað-stoðar aðeins bættur að hluta þrátt fyrir framlagðatímaskýrslu á meðan aðrir sérfræðingar í samamáli hafa fengið sína vinnu greidda að fullu.Vinnuframlag lögmanna er stöðugt til skoðunarhjá dómstólum. Hvaða mælikvarði annar er betritil að að fara eftir en greinargóð tímaskýrsla umþað sem gert hefur verið? Þyki skorta á áreiðan-leika tímaskýrslu lögmanns eða einhver vafi leikaá trúverðugleika hennar þá er nærtækast að skoðaumfang alls málsins, ekki aðeins út frá sakarefn-inu sjálfu, og má þá hafa reikninga annarra sér-fræðinga til hliðsjónar við ákvörðun, einkummatsmanna ef þeim er fyrir að fara í máli, endabirtast í þeirra reikningagerð mikilvægar upp-lýsingar um hvað telst vera eðlilegt endurgjaldfyrir þeirra sérfræðivinnu.

Málskostnaðarákvarðanir eru sjaldnast rök-studdar og því erfitt að ráða í hvað veldur þegar

dæmdur málskostnaður er í engu samræmi viðframlagðan málskostnaðarreikning sem studdurhefur verið með tímaskýrslu. Einhver sjónarmiðer varða dómhafa (eða lögmann hans?) kunna aðráða því að ekki eru dæmdar fullar bætur vegnalögmannskostnaðar. Það verður hins vegar sjaldn-ast lesið út úr dómsniðurstöðum hvað ræður ogeftir situr lögmaðurinn gramur yfir sínu hlutskipti,að vinnuframlag hans hafi verið vegið og metið enléttvægt fundið, og dómhafinn yfir því að þurfa aðgreiða mismun dæmds málskostnaðar og raun-verulegs vinnuframlags lögmanns.

Einn er sá málaflokkur þar sem þessi síðasttöldu sjónarmið eiga ekki við en það eru gjafsókn-armál. Þar ættu dómarar að dæma málskostnaðmeð hliðsjón af vinnuframlagi og eiga sjónarmiðer varða gjafsóknarhafa ekki að hafa áhrif á máls-kostnaðarákvörðun. Verði málskostnaður í gjaf-sóknarmálum áfram skorinn við nögl þá munulögmenn í æ ríkari mæli gera sérstakt samkomu-lag við væntanlega gjafsóknarhafa áður en þeirtaka að sér mál þeirra þar sem kveðið er á um aðgjafsóknarhafar skuli sjálfir bera þann kostnaðsem upp á vantar fulla þóknun til lögmanns. Slíkþróun væri afar óheppileg vegna eðlis gjafsóknar-mála. Það er óásættanlegt þegar lögmönnum eraðeins dæmd takmörkuð þóknun í gjafsóknar-málum, sem er í engu samræmi við rökstutt vinnu-framlag þeirra. Slíkar takmarkanir eiga ekki aðkoma fram í málskostnaðarákvörðun dómara,heldur í gjafsóknarleyfinu sjálfu, sbr. 1. mgr. 127.gr. einkamálalaga 91/1991. Með veitingu leyfisinser búið að fjalla um skilyrði gjafsóknar og hvortleyfið skuli takmarkast við tiltekna þætti máls eðavið tiltekna fjárhæð. Að öðru leyti sætir leyfiðekki takmörkunum. Það ætti að virða.

L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð

Lögmenn og aðrir sérfræðingar

Jóhannes Albert Sævarsson hrl.

Page 12: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

178

77

Fá›u rá›gjöf um hva›a fljónustahentar flínu fyrirtæki í næstaútibúi KB banka. KB ATVINNULÍF

Sérsni›in fljónusta fyrir lítil og me›alstór fyrirtækiKB banki b‡›ur rekstrara›ilum smærri og me›alstórra fyrirtækjapersónulega, faglega og skjóta fljónustu í fjármálum, hvortheldur er á svi›i rekstrar e›a einkafjármála.

– kraftur til flín!

• Vi›skiptareikningur • Innheimtufljónusta • Ábyrg›ir • Atvinnutryggingar VÍS • Starfsmannatryggingar• Rekstrarleiga atvinnuhúsnæ›is • Fjármögnun atvinnutækja • Kreditkort • Innlán • Útlán

www.kbbanki.is

Page 13: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil

Þrátt fyrir að vera nýlega byrjaður í lög-mennsku hafa málskostnaðarákvarðanir í

málum sem ég hef komið að vakið mig tilumhugsunar um málefnið. Nokkrar hugleiðingarvarðandi málskostnaðarákvarðanir fylgja hér áeftir en þær varða fyrst og fremst einkamál þóttsambærileg sjónarmið geti átt við í opinberummálum.

Það er ein af grundvallarreglum íslenskrarstjórnskipunar að einstaklingar og lögaðilar getaborið mál sín undir sjálfstæða og óvilhalla dóm-stóla þar sem málsmeðferð er réttlát og opinber.Óaðskiljanlegur hluti þessa kerfis er aðgangur aðsjálfstæðri lögmannastétt. Á Íslandi er þessi rétturtryggður í réttarfarslöggjöfinni, þ.m.t. lögum umlögmenn, og er þar m.a. kveðið á um einkarétt lög-manna til að gæta hagsmuna aðila fyrir dómi. Ekkier byggt á því að hið opinbera kosti störf lögmannaheldur að málsaðilar geri það sjálfir, með fáeinumundantekningum þó, sbr. gjafsóknarreglur. Segjamá að úrlausn um málskostnað aðila, þ.m.t. lög-mannskostnað, sé því hluti af þeirri dómstólameð-ferð sem mannréttindasáttmálar og grundvallar-reglur tryggja borgurunum. Lagareglur umákvörðun málskostnaðar eru því eðlilega hluti rétt-arfarslöggjafarinnar.

Í XXI. kafla laga um meðferð einkamála erfjallað um málskostnað. Kaflinn felur í sér ítarlegarlagareglur um málskostnaðarákvarðanir dómara. Í129. gr. er fjallað um hvað teljist málskostnaður. Ía-lið 1. mgr. greinarinnar er tiltekinn kostnaður afflutningi máls sem einkum á við lögmannskostnað.Þá verður lesið af g-lið 1. mgr. greinarinnar aðmálskostnaður sé kostnaður sem stafar beinlínis afmáli. Vinna lögmanns við að reyna sættir fyrirmálshöfðun fellur að mínum dómi vel undir þannlið og önnur samskipti við gagnaðila sem telja máeðlilega lögmannshætti.

Meginreglu um ákvörðun málskostnaðar er aðfinna í 1. mgr. 130. gr. eml.

Sá sem tapar máli í öllu verulegu skal að jafnaði

dæmdur til að greiða gagnaðila sínum máls-kostnað.

Til þess að til álita komi að ákvæðinu verði beittþarf að hafa komið fram krafa um málskostnað afhálfu málsaðila, skv. 3. mgr. 129. gr. eml. Dóm-krafa um að fá greiddan málskostnað er því settfram á grundvelli málsforræðisreglunnar. Við máls-kostnaðarákvörðun er hins vegar ekki byggt ámálsforræði aðila þótt að í einhverjum tilfellumbendi lögmenn á galla í málskostnaðarkröfu gagn-aðila. Tengsl málsforræðis og málskostnaðar-ákvarðana verður þó ekki gert að frekara umfjöll-unarefni hér.

Þýðingu meginreglna þekkja lesendur Lög-mannablaðsins. Málskostnaðarákvarðanir dómaeru hins vegar sjaldan í samræmi við framan-greinda reglu. Málskostnaður er oft látinn niðurfalla þrátt fyrir að annar aðili tapi máli algjörlegaeða í öllu verulegu. Ennþá algengara er að þegarmálskostnaður er dæmdur þeim til handa er vannmál að fjárhæð hans sé skert frá því sem krafist var.

Niðurstöður sem þessar byggja á undantekningufrá meginreglu og geta byggst á reglum XXI. kaflaeml. og skýringu þeirra. Það er hins vegar fátítt aðgreina megi á hverju beiting undantekningar byggiraf lestri dóma.

Form málskostnaðarákvörðunarMálskostnaðarkrafa er sett fram sem sérstök

dómkrafa og falli dómur um hana ætti hann að inni-halda forsendur fyrir málskostnaðarákvörðun, skv.1. mgr. 114. gr. eml. Þá væri eðlilegt að í textadóma komi fram fjárhæðir þess málskostnaðar semkrafa er gerð um við aðalmeðferð máls, enda inni-hald dómkröfunnar þá fyrst endanlegt. Dómur skalinnihalda rökstudda niðurstöðu um sönnunaratriðiog lagaatriði, sbr. f-lið 114. gr. eml. Málskostnaðar-ákvarðanir byggja á lögum og sönnunaratriðum.Rökstuðning fyrir niðurstöðu um kröfuna vantar oftí dómum. Ekki verður séð að sérstök heimildundanþiggi rökstuðning hvað þetta varðar. Hafa

Um málskostnaðarákvarðanir

Jón Jónsson hdl.

13L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð

Page 14: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil

14

verður í huga að um mikilvæg réttindi málsaðila erað ræða að fá rökstuðning fyrir niðurstöðu dóma,t.d. er það grundvöllur þess að leggja megi mat áhvort dómi verði áfrýjað.

Efnisreglur málskostnaðarákvörðunar Málskostnaður látinn niður falla.

Í 130. og 131. gr. eml. eru helstu reglur umákvörðun málskostnaðar. Af einstökum málskostn-aðarákvörðunum er sýnt að fyrrnefnd meginregla1. mgr. 130. gr. hefur verið túlkuð sem nokkurskonar sanngirnisregla þar sem horft er til mismun-andi stöðu aðila. Algengt er að málskostnaður ein-staklinga sem tapa máli gegn tryggingafélögum ogíslenska ríkinu og öðrum stjórnvöldum sé látinnniður falla. Málskostnaður er hins vegar látinnniður falla í fleiri tilvikum þar sem aðstöðumunuraðila er ekki fyrir hendi, t.d. í forræðismálum ogmálum sem eiga það sammerkt að fjárhagslegirhagsmunir eru ekki miklir. Engar skýringar fylgjaslíkum ákvörðunum og erfitt er að átta sig á hvaðasérstöku atriði leiða til þess að málskostnaður sélátinn niður falla.

Undantekningarreglur varðandi málskostnaðkveða ekki sérstaklega á um að horfa eigi til fjár-hagslegra hagsmuna í máli varðandi málskostnað.Auk þess er fjárhagslegt gildi mála afar teygjanlegtviðmið, því litlar fjárhæðir geta varðað einstaklingamiklu og ýmis ófjárhagsleg réttindi hafa oft miklaþýðingu. Tilvik þar sem málskostnaður er látinnniður falla í ,,litlum” málum byggja e.t.v. á sjónar-miðum um að mál sé höfðað af þarflausu, sbr. b-lið1. mgr. 131. gr. Slíkt stenst varla því meginreglanum að almenningur hafi aðgang að dómstólum tilað leysa úr ágreiningsmálum sínum er alveg hlut-laus um fjárhagslegt gildi mála. Þótt málskostnaðursé hátt hlutfall m.v. dómkröfur ætti það ekki aðhafa áhrif á málskostnaðarákvörðun, enda er máls-kostnaður þess sem tapar málinu í verulegumatriðum þá mun þarflausari.

Í 3. mgr. 130. gr. eml. er sérregla um þau tilvikþegar mál tapast að nokkru eða veruleg vafaatriðieru í máli. Má þá dæma annan til að greiða hlutamálskostnaðar hins eða láta hvorn þeirra bera sinnkostnað af málinu. Ekki er hægt að gagnálykta fráþessu ákvæði um að ekki megi skipta málskostnaðieða fella niður í öðrum tilfellum. Hins vegar ættiþessi sérregla að hafa þá þýðingu að alveg sérstökatriði þurfa að vera fyrir hendi til þess að víkjamegi frá meginreglu 1. mgr. 130. gr. Fyrst ogfremst á að láta málskostnað falla niður ef lyktirmáls eru hálfsigur hvors aðila.

Heimild til þess að fella niður málskostnað óháð

niðurstöðu er einnig í síðari málslið 3. mgr. 130. gr.þegar sá sem tapar máli hvorki var né mátti verakunnugt um þau atvik sem réðu úrslitum fyrr eneftir að mál var höfðað. Að mati undirritaðs hveturþetta lögmenn til að leita sátta áður en mál erhöfðað, enda ætti þá síður að koma til takmörkunará málskostnaði. Í tilvikum þar sem sátta hefur veriðleitað fyrir málshöfðun ættu möguleikar á að fellaniður málskostnað að vera þrengri en ella. Þettastyður ennþá frekar þá fullyrðingu sem fram komfyrr, að lögmannskostnaður við sáttavinnu eigi aðteljast hluti málskostnaðar.

Umfjöllun um málskostnaðarákvarðanir þar semkostnaður er látinn niður falla gæti verið lengri, enbotninn er slegin í hana með því að benda á ákvæði2. mgr. 130. gr. eml. Þar er kveðið á um stefnandaskuli gert að greiða stefnda málskostnað ef máli ervísað frá dómi eða það fellt niður af annarri ástæðu.Dómurum virðist ekki fengið mikið svigrúm viðslíkar málskostnaðarákvarðanir, hins vegar virðistþví þó beitt að láta málskostnað falla niður við frá-vísun mála, t.d. þegar einstaklingar hafa höfðaðódómtæk mál gagnvart stjórnvöldum. Réttmætislíkra ákvarðana virðist nokkuð vafasamt.

Málskostnaður takmarkaðurÞegar aðila er dæmdur málskostnaður er mjög

algengt að tildæmdur málskostnaður sé lægri en sásem krafist er. Rökstuðningur óskast! Lækkun máls-kostnaðar er eflaust réttlætanlegur í einhverjum til-fellum. Ekki er bein heimild til lækkunar málskostn-aðar í XXI. kafla eml. en ljóst er að ákvæði 3. mgr.130. gr. byggja á því að hluti málskostnaðar verðigreiddur þegar mál vinnast að nokkru leyti. En hvaðmeð tilvik fullnaðarsigurs mála?

Vegna skorts á rökstuðningi málskostnaðar-ákvarðana er erfitt að átta sig á hvort takmörkun til-dæmds kostnaðar skýrist af einhvers konar sann-girnismati skv. 1. mgr. 130. gr. eml. eða af því aðhluti lögmannsvinnu sé ekki talinn málskostnaður ískilningi 129. gr. eml. eða ósannað að svo sé.

Meginregla 1. mgr. 130. gr. eml. heimilar ekkisérstaklega lækkun málskostnaðar. Með harðlínu-stefnu við lögskýringar mætti halda því fram aðgreinin kveði á um að málskostnaður væri annaðhvort dæmdur að fullu eða að hann væri að ölluleyti felldur niður. Eðlilegra er þó að skýra greininasvo að heimild til algjörrar niðurfellingar máls-kostnaðar heimili takmörkun hans. Í ljósi orðalagsgreinarinnar sem meginreglu, ætti takmörkun máls-kostnaðar vegna einshvers konar sanngirnismatseinungis að vera heimil í undantekningartilfellum.

Við málskostnaðarákvörðun er málskostnaðar-

3 / 2 0 0 5

Page 15: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil

15L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð

yfirlit og reikningar helstu sönnunargögnin. Í þeimkoma m.a. fram kostnaður við dómkvadda mats-menn, ferðakostnaður og lögmannsvinnu. Við tak-mörkun málskostnaðar er það oft og tíðum einungislögmannskostnaðurinn sem er skertur, en ekki aðrirmálskostnaðarþættir. Vinnuskýrslur og reikningarmatsmanna eru t.a.m. jafnan lagðir til grundvallar.Hvað gerir tímaskýrslur lögmanna svo gagnrýni-verðar í augum dómara? Rök fyrir sérstakri með-ferð þeirra gagnvart öðrum málskostnaði eru e.t.v.þau að lögmenn aðila stýra máli, þ.m.t. að kveða tilmatsmenn o.þ.h. En er það eitt og sér næg ástæðafyrir takmörkun lögmannskostnaðar?

Tímaskýrslur lögmanns eru jafnan lagðar fram tilrökstuðnings málskostnaðarkröfu. Ég legg það ívana minn að hafa þær nokkuð ítarlegar með vonum góða meðferð ef til þess kæmi að málið vinnistog málskostnaður verði þá e.t.v. dæmdur. Það er til-finning mín að dómarar takmarki helst málskostnaðvegna vinnu lögmanna sem ekki fer fram í réttarsaleða birtist þeim í fjölda skrifaðra síðna í málsgögn-um. Áður en mál er höfðað getur veruleg vinna hafafarið fram. Auk hugsanlegra sáttatilrauna getur mik-ill tími farið í að afla gagna og öðlast yfirsýn á mál.Sú vinna þarf hins vegar ekki að skila sérstökumdómkröfum eða málsástæðum í stefnu, en er þónauðsynleg ef hafa á í heiðri góða lögmannshætti.

Í tilvikum þar sem ekki er samið um fast kaup-verð gilda þær meginreglur að kaupandi skal greiðareikning, enda sé hann sanngjarn. Á þetta viðumbjóðendur lögmanna. Kaupandi þyrfti að sýnafram á annað vildi hann komast hjá greiðslu. Þegarlögmannskostnaður er takmarkaður vaknar súspurning hvort draga megi þá ályktun að kostnaðuraf vinnu lögmanns hafi verið ósanngjarn. Það áekki við, enda innheimta lögmenn jafnan mismun-inn án athugasemda. Hins vegar hefur þetta þáþýðingu, að við málskostnaðarákvörðun er þeimsem tapa máli í verulegum atriðum ekki gert aðgreiða málskostnað af vinnu sem almennar kröfu-réttareglur telja eðlilegan og sanngjarnan.

NiðurlagÉg held að allir séu sammála um að lögmenn

stofni almennt ekki til málskostnaðar í atvinnubóta-skyni heldur til að gæta hagsmuna umbjóðendasinna, sem eru að neyta réttinda sinna til aðgangsað dómstólum. Algengt er þó að aðilar máls þurfiað sitja uppi með háan málskostnað við að haldafram réttmætum kröfum sínum, þar sem réttar-kerfið tryggir þeim ekki þá sanngjörnu meðferð aðná fram rétti sínum á fjárhagslega skaðlausan hátt.

Ef til vill kann umfjöllun mín að vera einföld,s.s. um skýringar á málskostnaðarreglum eml. ogréttindum borgara til aðgangs að dómstólum. Viðþað að setja vangaveltur mínar um málskostnað áblað varð ég hins vegar var við að mjög erfitt er aðfjalla um og gagnrýna málskostnaðarákvarðanir afrökfestu. Skýrist það af fyrrgreindum skorti á rök-stuðningi ákvarðananna. Frá sjónarmiði lögmannsvirðast þær oft og tíðum vera frjálsleg útdeilingréttlætis fremur en lögfræðileg úrlausn um sérstakadómkröfu. Erfitt er að fella sig við þá aðferðarfræðií réttarríki, en ennþá erfiðara er að skýra hana fyrirumbjóðendum sem hafa unnið fullnaðarsigur ídómsmáli, að öðru leyti en varðandi málskostnað.

Page 16: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil

16 3 / 2 0 0 5

Geta lögmenn að einhverju leyti staðið beturað rökstuðningi málskostnaðarkröfu?

Málskostnaðarákvörðun skiptir málsaðila í öllumtilvikum miklu máli. Mjög mismunandi er hvernigog hversu mikið lögmenn undirbyggja málskostn-aðarkröfur. Sumir lögmenn leggja ekki í vana sinnað eyða miklum pappír eða tíma í umfjöllun ummálskostnað hvort sem það er vegna þess að þeimfinnst málskostnaðarkrafa tengjast um of þeirraeigin hagsmunum, að ekki sé smekklegt að ræðamikið um hana, þeir telji að dómarar muni ekkihafa neinn áhuga á að sjá málskostnaðarreikningeða af öðrum ástæðum. Með hliðsjón af þeimmiklu hagsmunum sem eru í húfi er það mínskoðun að lögmenn ættu ávallt að leggja frammálskostnaðarreikning eða tímaskýrslu og upplýs-ingar um tímagjald. Ennfremur ættu þeir að skýra ímunnlegum málflutningi þau atriði sem þarfnastskýringa og m.a. að vekja athygli á því að máls-kostnaðarkröfu sé ekki mótmælt. Eins ættu lög-menn að koma fram með skýrar röksemdir fyrirkröfum um niðurfellingu eða lækkun málskostn-aðar ef gagnaðili vinnur málið og gagnrýna þáþætti í málskostnaðarkröfu sem vert er aðgagnrýna.

Hafa verður í huga að í hefðbundinni uppbygg-ingu málflutningsræðu er umfjöllun um máls-kostnað vanalega ætlaður staður þar sem farið er aðdraga úr þreki málflytjanda og athygli dómara.Lögmenn ættu því að ætla þessum hluta málflutn-ingsins tíma en ekki að fjalla um hann á hundavaði,jafnvel eftir að uppgefinn ræðutími er liðinn.

Hvaða kröfur má gera til dómara við rökstuðn-ing ákvörðun málskostnaðar?

Í 1. mgr. 114. gr. einkamálalaga er talið upphvað skuli koma fram í forsendum dóms. Í f-liðákvæðisins segir að í forsendum skuli greina rök-studda niðurstöðu um sönnunaratriði og lagatriði. Íh-lið segir hins vegar aðeins að í forsendum skuligreina málskostnað en ekki sérstaklega tilgreint að

Sigurður Tómas Magnússon er héraðsdómari og kennari í réttarfarivið lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hann tók að sér að svara spurningum og gagnrýni sem lögmennirnirsettu fram varðandi málskostnaðarákvarðanir dómstóla.

niðurstaða um hann skuli vera rökstudd. Í 3. mgr.114. gr. segir síðan að dómar skuli vera stuttir ogglöggir.

Ýmis atriði varðandi málskostnað eru lögfest íXXI. kafla einkamálalaga. Þrátt fyrir að einka-málalög geri þannig rökstuðningi fyrir niðurstöðuum málskostnað ekki sérstaklega hátt undir höfðiþurfa dómarar að taka afstöðu til ágreinings ummálskostnað eins og annars réttarágreinings aðila.Kröfur um rökstuðning dómsúrlausna hafa almenntfarið vaxandi og ljóst er af samanburði á eldridómum og yngri að dómarar er orðnir mun marg-orðari í rökstuðningi sínum en áður. Rökstuðningurfyrir málskostnaðarákvörðunum er hins vegar ennalmennt mjög stuttur og oft án raunverulegs efnis-inntaks. Ýmsar skýringar kunna að vera á þessu. Eflögmenn rökstyðja t.d. ekki málskostnaðarkröfuhafa dómarar úr litlu að moða í rökstuðningi fyrirmálskostnaðarákvörðun. Aðrar skýringar hafakomið fram af hálfu lögmanna.

Ef lögmenn krefjast málskostnaðar á grundvellimálskostnaðarreiknings, eða tímaskýrslu og tíma-gjalds, kröfur um málskostnað eru rökstuddar ogágreiningur kemur fram ber dómara að leysa úrþessum ágreiningi með rökstuddum hætti. Ætla máað lögmenn séu best til þess fallnir að stuðla aðmeiri og betri rökstuðningi málskostnaðarákvarð-ana og það gera þeir best með því að færa fram velgrundvölluð rök og mótmæli varðandi málskostnaðí hverju einstöku máli sem þeir flytja fyrir dóm-stólum og kröfu um að úr ágreiningi um máls-kostnað verði leyst með rökstuddum hætti.

Til hvaða atriða líta dómarar almennt viðákvörðun málskostnaðar til viðbótar þeim semtilgreind eru í XXI. kafla eml.?

Sú meginregla sem fram kemur í 1. mgr. 130. gr.einkamálalaga, að sá aðili sem tapar máli að ölluverulegu skuli að jafnaði dæmdur til að greiða máls-kostnað, felur í sér að sá sem tapar eigi meðal ann-ars að bæta þeim sem vinnur kostnað hans af flutn-ingi málsins, sbr. a-lið 1. mgr. 129. gr. laganna. Á

Gagnrýni svarað

Page 17: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil

17

þessari meginreglu eru nokkrar undantekningar semsíðar verður vikið að. Jafnvel þótt dómari ákveði aðsá sem tapar eigi að greiða gagnaðila sínum fullanmálskostnað þarf dómarinn samt sem áður aðákveða þessar bætur með hliðsjón af almennumreglum skaðabótaréttar, m.a. reglunni um að tjón-þoli eigi að reyna að takmarka tjón sitt eftir því semhægt er að ætlast til af honum með sanngjörnumhætti. Þótt málskostnaðarreikningur, eða tíma-skýrsla og tímagjald lögmanns, veiti mikilvægaleiðbeiningu um þessar bætur þarf dómarinn aðathuga hvort um raunverulegan kostnað er að ræðaog eins hvort eðlilegt og sanngjarnt hafi verið aðleggja í umræddan kostnað með hliðsjón af þeimhagsmunum sem voru í húfi. Með hliðsjón af þvígetur skipt máli hversu trúverðuga grein lögmaðurgerir fyrir því hvaða þóknun hann muni krefjaumbjóðanda sinn um og vænlegast til árangurs aðleggja fram kvittun fyrir greiðslu lögmannsþókn-unar.

Ýmsar breytingar voru gerðar á dönskum réttar-farslögum með lögum nr. 554/2005, sem munu takagildi 1. janúar 2007, þ.á.m. eru mun ítarlegriákvæði um málskostnaðarákvarðanir en er að finnaí réttarfarslögum hér á landi. Í ákvæði sem verðurað 1. mgr. 216. gr. réttarfarslaga segir að máls-kostnaður eigi að bæta þau útgjöld sem hafa veriðnauðsynleg til þess að tryggja forsvaranlega með-ferð málsins. Útgjöld vegna lögmannskostnaðarskulu bætt með hæfilegri fjárhæð og önnur útgjöldað fullu.

Í Noregi hefur verið lagt fram frumvarp aðnýjum lögum um meðferð einkamála, (Ot.prp. nr.51, 2004-2005), lov om mekling og rettergang isivile tvister (tvisteloven). Í 1. tl. greinar 20.5 ífrumvarpinu er mælt fyrir um ákvörðun bóta fyrirkostnað af meðferð máls með þessum hætti:

Full erstatning for sakskostnader skal dekke allepartens nødvendige kostnader ved saken som ikkesærlige regler gir grunnlag for å unnta. Ved vurder-ingen av om kostnadene har vært nødvendige,legges det vekt på om det ut fra betydningen avsaken har vært rimelig å pådra dem. Parten kankreve rimelig godtgjøring for eget arbeid medsaken når det har vært særlig omfattende eller detellers måtte ha vært utført av en prosessfullmektigeller annen fagkyndig hjelper.

Mér virðist sem íslenskir dómarar hafi hliðsjónaf sambærilegri reglu og fram kemur í dönsku lög-unum og norska frumvarpinu við ákvörðun máls-kostnaðar í einkamálum. Ef dómari miðar við aðhann sé að dæma fullan málskostnað en víkur þó

verulega frá framlögðum málskostnaðarreikningieða tímaskýrslu og tímagjaldi er hægt að gera þákröfu að hann rökstyðji það sérstaklega.

Í 3. mgr. 130. gr. EML eru tiltölulega almenntorðaðar undantekningar frá meginreglunni í 1. mgr.sem má beita ef aðili vinnur mál að nokkru en taparþví að nokkru eða veruleg vafaatriði eru í máli ogmá þá dæma annan aðilann til að greiða hluta máls-kostnaðar hins eða láta hvorn þeirra bera sinnkostnað af málinu. Sérstakar undantekningarreglureru síðan í 131. gr.

Sjaldnast er tekið til varna í máli án þess að umeinhvern réttarágreining sé að ræða. Hvort vafi umsönnun eða beitingu réttarreglna telst verulegur aðþessu leyti er háð mati dómara. Eðlilegt er aðumræddur vafi dómara komi fram í rökstuðningifyrir efnislegri niðurstöðu en ekki eingöngu í rök-stuðningi málskostnaðarákvörðunar. Dómarar ættuað hafa fyrir reglu að láta þess getið í rökstuðningihvort þeir eru að dæma fullan málskostnað eða ein-ungis hluta af honum og af hvaða ástæðu. Slíkurrökstuðningur gerir þeim sem ekki fær dæmdanfullan málskostnað auðveldara með að skilja aðlögmaður hans eigi eða geti átt tilkall til hærriþóknunar en gagnaðili er dæmdur til að greiða. Sér-staklega þarf að færa rök fyrir því af hverju hvoraðili er dæmdur til að greiða sinn kostnað þóttannar vinni málið í öllu verulegu.

Þar sem málskostnaðarákvarðanir eru sjaldnastmikið rökstuddar verður oftast að lesa milli línannahvaða rök hafi legið að baki ákvörðun. Alkunnugter að einstaklingar sem höfða mál á hendur ríkinu,tryggingarfélögum og stórfyrirtækjum eru sjaldnastdæmdir til að greiða málskostnað þótt þeir tapi máliað öllu leyti og þótt ekki virðist mikill vafi í hugadómara um þá niðurstöðu. Þótt í einhverjum til-vikum sé ástæðan sú að dómarar telji viðkomandihafa haft nokkuð til síns máls virðist samúð meðþeim minni máttar í fleiri tilvikum vera hin raun-verulega ástæða.

Er ástæða til að taka upp viðmiðunarreglurfyrir héraðsdómstólana í einkamálum eins og ísakamálum?

Það tel ég ekki æskilegt nema ef vera skyldi aðviðmiðunarreglurnar verði einnig lagðar til grund-vallar í gjafsóknarmálum sem eitthvað virðisttíðkað í reynd. Í nágrannalöndum okkar er mis-munandi háttur hafður á að þessu leyti. Í Noregigefur dómsmálaráðuneytið út leiðbeiningar m.a. tildómstóla og lögreglu um tímagjald lögmannsþókn-unar í sakamálum og gjafsóknarmálum. Sjá síðast

L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð

Page 18: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil

18

Rundskriv G-04/2004 frá 27. desember 2004 þarsem tímagjaldið var ákveðið 790 NKR fyrir árið2005. Í Noregi getur gjafsókn mest tekið til 100vinnustunda lögmanns í hverju máli. Í Danmörkueru ekki gefnar út slíkar þóknunarviðmiðanir og ervið það miðað í nýjum lögum sem taka til gjaf-sóknar að ákvörðun lögmannsþóknunar í gjafsókn-armálum sé í samræmi við þá þóknun sem dóm-stólar miða við þegar þeir ákveða málskostnað íöðrum einkamálum. Gjafsóknarhafi í Danmörkuþarf að greiða sjálfur fyrstu 10.000 DKR af lög-mannsþóknun.

Telja dómarar almennt að það tímagjald semlögmenn miða við sé of hátt?

Erfitt er að segja til um hversu hátt tímagjaldiðer almennt. Mjög fáar lögmannsstofur eru meðgjaldskrár sínar á netinu en þær tvær gjaldskrár semég fann eru með tímagjaldið 10.000-12.500 krónur.Mun meiri breidd er í tímagjaldinu, bæði sam-kvæmt gjaldskrám og í reynd. Ég hef ekki heyrtdómara tjá sig um það að tímagjald lögmanna væriof hátt enda er þeim ekki ætlað að hafa sérstakaskoðun á því. Erfitt er að ráða beinlínis af dómum,þar sem málskostnaðarreikningur er ekki tekin aðfullu til greina, hvort dómarar telji tímagjaldið ofhátt eða skráðan tímafjölda óhæfilegan.

Þess má geta að á heimasíðu norska lögmanna-félagsins www.jus.no er að finna niðurstöður könn-unar frá 2004 þar sem m.a. kemur fram að tíma-gjald á lögmannsþjónustu í Noregi sé á bilinu 500til 2.410 NKR en að meðaltali 1.030 NKR. Tíma-gjaldið er hærra í Osló en í dreifbýlinu og hærraþegar unnið er fyrir fyrirtæki en einstaklinga. Í fyrr-greindum leiðbeiningum norska dómsmálaráðu-neytisins fyrir árið 2005 er tímagjaldið 790 NKRfyrir lögmannsþóknun í sakamálum og gjafsóknar-málum. Leit á nokkrum heimasíðum danskra lög-manna leiddi í ljós tímagjald á bilinu 1.200 til3.000 DKR. Þótt finna megi lögmannsstofur í Evr-ópu og Ameríku sem áskilja sér þóknun sem nemurtvöfaldri þóknun íslenskra lögmanna og gott beturbenda framangreindar upplýsingar ekki til þess aðlögmannsþóknun í þeim löndum sem við berumokkur helst saman við sé hærri en hér á landi svonokkru nemi.

Telja dómarar almennt að lögmenn eyði ofmiklum tíma í hvert mál?

Ég held að dómarar hafi almennt enga sérstakaskoðun á því. Dómurum kemur það vel að lögmennleggi sig fram í undirbúningi máls og fyrir munn-legan flutning þess. Mikil vinna lögmanna er

almennt líkleg til þess að skila vönduðum málatil-búnaði og skapa traustan grundvöll að niðurstöðumáls. Það er þó ekki algilt að samræmi sé á millivinnutíma lögmanna og gæða málatilbúnaðarins.Lögmenn hafa einfaldlega mismunandi mikla sér-fræðiþekkingu á mismunandi sviðum og þurfaþ.a.l. að leggja mismikla vinnu í málatilbúnað sinn.Oft vegur mismunandi hátt tímagjald þennan munupp en það er þó alls ekki algilt. Dómari þarf aðhafa í huga samspil tímagjalds og vinnutíma þannigað reyndur lögmaður með sérfræðiþekkingu njótigóðs af uppsafnaðri þekkingu sinni sem skilar sér ífærri vinnustundum og að óreyndur lögmaður meðlágt tímagjald sleppi við mikinn niðurskurð þóttdómari telji hann hafa eytt óhæfilega mikilli vinnuí mál án mikils árangurs.

Er þörf á endurskoðun málskostnaðarkaflaeml?

Málskostnaðarkaflinn er góður svo langt semhann nær en mætti vera mun ítarlegri. Vísa ég þartil áður nefnds lagafrumvarps í Noregi og nýlög-festra laga í Danmörku sem hafa að geyma munítarlegri og vandaðri ákvæði um málskostnaðar-ákvarðanir. Sama máli gegnir um gjafsóknar-ákvæði íslenskra laga en laga þarf þau að nýjumstraumum sem leikið hafa um Evrópu á síðustuárum og tengjast umfjöllun um bættan aðgang aðdómstólum í ljósi 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasátt-mála Evrópu. Gjafsóknarákvæði hafa verið til end-urskoðunar í Noregi, Danmörku og fleiri Evrópu-löndum á síðustu árum. Varðandi kostnað íslenskaríkisins af gjafsókn er rétt að vekja athygli á nýlegriskýrslu frá nefnd á vegum Evrópuráðsins, Europ-ean Commission for the Efficiency of Justice(CEPEJ), sem ber nafnið „European Judicial Syst-ems 2002” og er að finna á heimasíðunniwww.coe.int. Í henni kemur m.a. fram hversumiklu opinberu fé var varið til gjafsóknar í hverjuEvrópuríki á árinu 2002. Ísland var þar í 15. sæti af40 með um 3,56 evrur á hvern íbúa á ári. Til frek-ari samanburðar má þó geta þess að við skipumokkur að þessu leyti í hóp með fátækari þjóðum álf-unnar. Meðaltal hinna fjögurra Norðurlandanna varrúmlega þrefalt hærra eða 11,78 evrur.

Að lokum

Meðferð mála fyrir dómi hefur óhjákvæmilega ísér ýmiss konar kostnað fyrir ríkið og málsaðila.Kostnaður af málaferlum er sennilega sá einstakiþáttur sem mest áhrif hefur á raunverulegan aðgangað dómstólum Sá kostnaður sem að jafnaði lendir ámálsaðilum er réttargjöld, sem þó er mjög í hóf

3 / 2 0 0 5

Page 19: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil

19

stillt hér á landi, útlagður kostnaður vegna gagna-öflunar, vinnutekjutap og þóknun málflutnings-manna, sem að jafnaði vegur þyngst. Miklu máliskiptir fyrir málsaðila hvernig þessum kostnaði erskipt þeirra í milli með málskostnaðarákvörðundómara. Málshöfðun hefur ávallt áhættu í för meðsér. Málsaðili getur átt á hættu að tapa máli ogþurfa að greiða lögmanni sínum þóknun og gagn-aðila málskostnað eða jafnvel að vinna mál ogþurfa samt að greiða lögmanni sínum þóknun. Tilþess að unnt sé að meta þessa áhættu rétt þurfa nið-urstöður dómsmála, þ.m.t. um málskostnað að veraað einhverju leyti fyrirsjáanlegar en þar kemurgóður rökstuðningur til hjálpar.

Mikilvægt er að hafa í huga að dómarar eru ekkiað skammta lögmönnum þóknun með ákvörðunumsínum, nema þegar um ákvörðun málsvarnarlaunaeða þóknunar í gjafsóknarmáli er að ræða, heldurað skipta kostnaði af málsmeðferðinni á milliþeirra. Málskostnaðarákvörðun getur þó haft áhrifá þóknun lögmanns í raun.

Dómarar verða ávallt að hafa í huga að máls-kostnaðarákvarðanir mega ekki standa í vegi fyrirþví að lögmenn treysti sér til að leggja þá vinnu ídómsmál sem nauðsynleg er til að tryggja hags-muni umbjóðanda þeirra. Slík réttarframkvæmdgetur orðið til þess að takmarka aðgang manna aðdómstólum í reynd.

L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð

Guðríður SvanaBjarnadóttir og Garðar G.Gíslason.

Hdl útskrift

Þann 31. maí síðastliðinnútskrifuðust 24 lögfræð-

ingar af námskeiði tilöflunar réttinda til að vera

héraðsdómslögmaður.

Frá vinstri: Anna Svava Þórðardóttir, HólmsteinnGauti Sigurðsson og Lilja Aðalsteinsdóttir. Í bakrunni

sést í Eirík Tómasson, formann prófnefndar, spjallavið Huldu María Stefánsdóttur.

Aftasta röð t.v.: Hulda María Stefánsdóttir, Eva Halldórsdóttir og Ásgerður Ragnarsdóttur. Fyrir miðju sitja þeir Arnar Þór Stefánsson (t.v.) og Stefán A. Svenson og fremstir eru þeir Haukur Örn Birgisson og Oddgeir Einarsson.

Page 20: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil

20 3 / 2 0 0 5

Af Merði lögmanni

Merði finnst hann vera gamall þegar hann sér ungu lögmennina sem hann þekkirhvorki haus né sporð á, finnst hann vera litinn hornauga og verður var við fliss hjá ungafólkinu þegar hann er nálægt. Því fannst Merði í vor að kominn væri tími til að skipta umstarfsvettvang.

Hæstaréttarlögmaðurinn Mörður taldi víst að stofnanir og ríkisfyrirtæki myndu bítastum hann, slíkur væri fengurinn. En það var öðru nær. Fram fyrir hann voru teknir mikluyngri lögfræðingar, sumir hverjir með litla sem enga starfsreynslu og voru í besta fallimeð héraréttindi. Skýringin var sú að þeir væru með meiri menntun en Mörður. Höfðutekið einhverja kúrsa í endurmenntun Háskólans eða setið í skandinavískum háskólum ogþruglað eitthvað um mannréttindi eða Evrópurétt.

„Fuss og svei, hvaða andskotans lögfræðimenntun er þetta,“ hugsaði Mörður. Í hugaMarðar er þetta ekkert annað en skandinavísk félagsfræði.

Mörður ákvað þó að afla sér frekari menntunar enda afskaplega þreyttur álögmannsstörfum. Þoldi illa fólkið sem vildi fara í gallamál vegna þess að blöndunartækiní baðinu virkuðu ekki sem skyldi og langaði mest að kyrkja með eigin hendi sakborningasem hann var að verja. Skráði Mörður sig því í Háskólann og fyrir valinu varð kynjafræðiog einhver réttindadella tengd þeim. Taldi að slík félagsfræði yrðu mikils metin innanfárra missera og þar sem fáir karlmenn væru með slíka menntun gæfi það Merði forskot íatvinnuumsóknum. Hann gæti jafnvel orðið prófessor við lagadeild út á landi, þar hafiekki einu sinni þurft lögfræðipróf til að verða prófessor, félagsfræði dygði vel. Virðistjafnvel vera talið æskilegra að fastráðnir kennarar hefðu sem minnst komið nálægtlögfræði.

Eftir meira en tuttugu ára fjarveru frá námi mætti Mörður því glaður í skólann íhaust. Að vísu mætti Mörður strax fjandsamlegu augnaráði enda eini karlinn í tímunum.Hafði Mörður á tilfinningunni að hann væri aðskotadýr sem væri að auki hættulegt. Þááttaði Mörður sig strax á því að þarna var ekki um nein kynjafræði að ræða heldurkvennafræði sem var skiljanlegt því allir kennarar voru konur sem og allir nemendurnema Mörður. Merði fannst hann vera kominn í leshring um pólitíska rétthugsun ekkiólíkum marxiska leshringnum sem hann var í á menntaskólaárunum fyrir meira en 30árum síðan. Harðlífissvipurinn og reiðin skein úr hverju andliti. Það var allt körlum aðkenna. Merði og hans líkum var kennt um átraskanir kvenna, útlitsdýrkun og aðra ímyndkvenna sem ekki var æskilegt. Mörður viðurkenndi að mjög feitar konur kveiktu ekki hjáhonum losta en að hann gæti ekkert gert að því. Svona væri þetta bara.

Merði varð á að halda því fram að fjölmiðlar sem fjölluðu um útlit kvenna ogtískuheimurinn hefðu ekkert með venjulega karla að gera. Þessu væru öllu stýrt af konum

Page 21: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil

og hommum. Karlmenn hvorki skrifuðu né læsu þessi blöð nema kannski á biðstofu hjálæknum. Það var eins og Mörður hefði kastað sprengju inn í kennslustofuna. Var Mörðurvændur um skaðleg sjónarmið og fordóma auk þess að vera lummó og karlremba. Breyttiengu þótt Mörður segði að mjög horaðar konur vektu heldur ekki losta hjá honum.

Mörður varð alveg miður sín. Hafði alltaf talið sig þokkalega frjálslyndan og víðsýnanþó hann væri mjög íhaldsamur í klæðaburði og liti út eins og starfsmaður örnefnanefndareða mannanafnanefndar. Sessunautur Marðar benti honum á að hægt væri að skipta umkúrs þar sem stutt væri liðið á önnina. Mörður ætti ekkert erindi þarna enda hefði hannekki þroska og skilning til að stunda þessi fræði. Stakk því að í leiðinni að erfiðleikarMarðar við að fá vinnu kæmu sennilega menntunarskorti hans ekki við heldur útliti.

Mörður fór að þessum ráðum og skráði sig í réttarsögu. Þar kenndi karlmaður afgóðum ættum, stuttur á alla kanta, sérstaklega á útlimum og málglaður svo, að hann dróekki að sér andann fyrr en í lok kennslustundar. Nemendur voru allra gerðar en litu ekkiút eins þeir væru fastir með títiprjón í rassinum. Mörður var mjög sáttur við nýja kúrsinnþar sem kennt var um garpa og hetjur til forna og engar heeelvítis keeellingar kæmu viðsögu.

21L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð

Page 22: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil

22 3 / 2 0 0 5

BókasafnSumarið var notað til að færa

bókakost LMFÍ úr Metrabók yfir íGegni en það hefur umtalsverða hag-ræðingu í för með sér fyrir notendurbókasafnsins sem geta hér eftir leitaðað þeim bókum sem þá vantar áeinum stað.

Gegnir er bókasafnskerfi sem hýsirsamskrá íslenskra bóksafna. Í Gegnieru upplýsingar um bækur, tímarit ogannan safnkost um 120 safna á land-inu. Upplýsingar um bækur sem tengjast lög-fræði, og eru til á helstu bókasöfnum landsins,eru því allar á einum stað: www.gegnir.is

Bókasafnið er til afnota fyrir alla félagsmennLMFÍ og fulltrúa þeirra. Þeir geta einnig fengiðlánaðan lykil ef þeir þurfa að nota safnið utanskrifstofutíma, s.s. á kvöldin og um helgar. Nem-endur í lögfræði fá einnig aðgang að safninu áskrifstofutíma.

Bókakostur safnsins er einungis ætlaður tilnota á staðnum en nokkrir tugir titla eru keyptirinn á ári hverju. Auk þess er bókasafnið meðáskrift að tímaritum um lögfræðileg efni fránágrannalöndunum. Rafræn áskrift að Karnov ogUfr er einnig keypt. Ljósritunarvél og tölva eru tilafnota fyrir safngesti en hóflegt gjald er rukkaðfyrir ljósritun.

Gjöf tilbókasafnsLMFÍ

Börn AuðarAuðuns, fyrirmilligönguStefáns Melstedhdl., gáfu tilfélagsins hluta af bókasafni hennar en í því vorum.a. árgangar af Norsk retstidende, Rettens gangog TfR sem ekki reyndust vera til fyrir. Að aukifékk félagið talsvert af bókum úr safni hennarsem verið er að skrá og er ætlunin að halda þessusafni saman, sérstaklega merkt henni. Lög-mannafélagið vill færa börnum Auðar bestuþakkir fyrir gjöfina.

Námskeið félagsdeildarÁ vorönn sóttu 123 félagar þau 12

námskeið sem boðið var upp á. Þaðer svipaður fjöldi og verið hefur síð-ustu annir. Nú er verið að skipu-leggja námskeið haustannar en eftir-talin námskeið hafa nú þegar veriðtímasett: Áhrif EES-samningsins áíslenskt skattaumhverfi, Skattalegursamruni fyrirtækja, Fjármál hjóna ogopinber skipti til fjárslita milli hjóna,Námskeið um hluthafasamkomulög,

Skiptir réttarheimspeki máli? og Námskeið umný lög um fullnustu refsinga. Í janúar verður svonámskeið um Sjaría: Lög Múslima sem MagnúsÞór Bernharðsson sagnfræðingur mun velta uppspurningunni hvaða hlutverk trúarbrögð eigi aðhafa í réttarkerfi lýðræðissamfélaga. Nám-skeiðin eru auglýst rækilegar á öðrum stað íblaðinu.

Lögmenn stefna á toppinn:Hvannadalshnjúkur 2006

Félagsdeild hefur nú hafið undirbúning aðgöngu upp á hæsta fjall landsins, Hvanna-dalshnjúk, næsta vor. Haraldur Örn Ólafssonlögfræðingur og Jóhannes Albert Sveinsson hrl.munu sjá um undirbúning ferðarinnar ásamtstarfsmanni félagsdeildar en stefnt er að æfinga-göngum í vetur ásamt því að bjóða lögmönnumupp á almennt heilsuátak. Fenginn verður einka-þjálfari til að meta líkamsástand, Hjartaverndmun bjóða upp á almennt heilsutékk og margtfleira.

Af skikkjum og skápumÍ vor gerði Lögmannafélagið samning við

saumastofuna Eðalklæði um að sauma skikkjur álögmenn. Í kjölfarið voru skikkjur auglýstar tilsölu hjá félaginu á hagstæðu verði og nú ernýlokið við að sauma 45 skikkjur sem verið er aðafhenda kaupendum um þessar mundir. Félagiðákvað einnig að setja upp læsta skápa í aðstöðulögmanna í Héraðsdómi Reykjavíkur og bjóða tilútleigu og hafa vel á fjórða tug skápa þegar veriðleigðir út.

Fréttir frá félagsdeild

Eyrún Ingadóttir

Page 23: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil

23L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð

37. NORRÆNA LÖGFRÆÐINGAÞINGIÐ varhaldið í Reykjavík dagana 18.-20. ágúst sl. Þátt-takendur voru um 1.100, þar af tæplega 100 fráÍslandi. Í grein þessari verður fjallað nokkuð umframkvæmd þingsins en það var almennt kynnt tilsögunnar í síðasta tölublaði Lögmannablaðsinsfrá því í júní.

Fjölbreytileg fræðileg dagskrá var í boði áþinginu og voru fyrirlesarar og fundarstjórar ríf-lega 70. Af Íslands hálfu fluttu fyrirlestra þauAðalheiður Jóhannsdóttir lektor, BerglindÁsgeirsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri OECD,Guðmundur Sigurðsson dósent, Jakob Möller hrl.,Sif Konráðsdóttir hrl., Sigurður Líndal fyrrver-andi prófessor og Valborg Snævarr hrl. Meðalfundarstjóra voru Gunnlaugur Claessen hæstarétt-ardómari, Jakob Möller hrl. og Viðar MárMatthíasson prófessor. Auk þeirra voru meðalfyrirlesara, fundarstjóra og þátttakenda á þinginumargir af þekktustu lögfræðingum Norðurland-anna, m.a. margir helstu fræðimenn Norðurland-anna á sviði lögfræði, stór hluti af hæstaréttar-dómurum Norðurlandanna (m.a. fjórir af fimmforsetum Hæstarétta), umboðsmenn þjóðþinga,ráðuneytisstjórar, ríkislögmenn, ríkissaksóknararog ríkislögreglustjórar.

Sameiginlegir fundir voru haldnir við upphafog lok þingsins. Að öðru leyti var fjallað um efniþingsins í málstofum, en 4-5 slíkar voru haldnarsamhliða á hverjum tíma. Við setningu þingsins

37. norræna lögfræðingaþingið í Reykjavík í ágúst 2005

Ármann Snævarr, heiðursfélagi Íslandsdeildarinnar,á tali við þátttakendur á þinginu

flutti Sigurður Líndal, fyrrverandi prófessor, rétt-arsögulegt erindi um lagahugtakið á miðöldum,m.a. á Íslandi, og áhrif þess á þróun réttarins íEvrópu í dag. Við lok þingsins voru pallborðsum-ræður um stöðu og þýðingu norrænnar samvinnuá sviði lögfræði. Meðal fjölmargra annarraumræðuefna voru ýmis álitaefni sem tengjastgrundvallarréttindum einstaklinga, svo semhvernig standa megi vörð um þau í tengslum viðbaráttuna gegn hryðjuverkum, hvort og hvernig

vernda eigi slík réttindi á vettvangi Evrópusam-bandsins og hvort svigrúm löggjafans til lagasetn-ingar sé orðið of takmarkað vegna slíkra réttinda.Einnig var til að mynda fjallað um sönnunar-vandamál sem upp koma þegar á reynir hvort ein-staklingum hafi verið mismunað með ólögmætumhætti, um vinnuréttarleg ágreiningsefni semtengjast alþjóðlegum verktökum, um meðferðefnahagsbrota og refsingar fyrir þau, um stöðuhugverkaréttarins í nútíma samfélagi, um ofbeldigegn konum, um norræna lagasamræmingu ásviði sifjaréttar, um yfirlýsingar sem dómarar látafalla um gildandi rétt utan dóma og um stöðuþagnarréttar lögmanna. Nánari kynningu á efnumþingsins má finna á heimasíðu þess, www.cong-ress.is/njm2005. Á heimasíðunni hafa verið birtarþær greinargerðir (referat) sem lágu til grund-

Formenn landsdeilda norrænu lögfræðinga-þinganna

Page 24: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil

vallar umræðum á þinginu og sem birtust í fyrrahefti fundargerða þingsins. Seinna hefti fundar-gerðanna verður gefið út síðar á þessu ári en í þvíverða birt fyrirlestrar og umræður á þinginu.

Margir dagskrárliðir voru á þinginu til viðbótarvið hina fræðilegu dagskrá. Lögfræðingar gátuskráð bæði sig sjálfa og maka til þátttöku á þing-inu og boðið var upp á sérstaka dagskrá fyrirmaka. Áður en þingið hófst, miðvikudaginn 17.ágúst, héldu landsdeildir norrænu lögfræðinga-þinganna sameiginlegan stjórnarfund, en í kjölfarhans var þeim boðið á Bessastaði í móttöku for-seta Íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar, ogtil kvöldverðar í Þjóðmenningarhúsinu í boðidómsmálaráðherra, Björns Bjarnasonar. Aðkvöldi 17. ágúst var einnig haldið sérstakt boðfyrir unga þátttakendur á þinginu á ThorvaldsenBar. Var þetta í fyrsta sinn sem slíkt boð varhaldið í aðdraganda norræns lögfræðingaþings ogþótti þetta frumkvæði stjórnar Íslandsdeildarþinganna takast mjög vel. Verður sams konar boðvonandi fastur liður á komandi þingum.

Hefð er fyrir því að þjóðhöfðingi gestgjafa-landsins sé viðstaddur setningu þinganna og varforseti Íslands viðstaddur þegar þingið var sett 18.ágúst. Afhenti hann þar norrænu lögfræðinga-verðlaunin sem rannsóknastofnunin Institutet förrättsvetenskaplig forskning veitir til lögfræðingssem skarað hefur fram úr með framlagi til nor-rænnar lögfræði. Verðlaunasjóðurinn var stofn-aður af Knut og Alice Wallenbergs Stiftelse ognema verðlaunin 250 þúsund sænskum krónumauk heiðursskjals. Verðlaunin hafa verið veitt frá1981 í tengslum við norræna lögfræðingaþingiðog voru nú veitt í 8. sinn. Að þessu sinni hlautverðlaunin Leif Sevón forseti Hæstaréttar Finn-lands. Einn Íslendingur hefur hlotið þessi verð-laun, Ármann Snævarr, fyrrverandi prófessor,háskólarektor og hæstaréttardómari.

24 3 / 2 0 0 5

Að kvöldi 18. ágúst var þátttakendum boðið ímóttöku sem Reykjavíkurborg, í samstarfi viðValgerði Sverrisdóttur, samstarfsráðherra Norður-landa, hélt í Listasafni Reykjavíkur. Næsta kvöldvar tæplega 300 erlendum þátttakendum boðið íheimboð til íslenskra lögfræðinga en öðrumerlendum þátttakendum var boðið í annars konarboð. Í þessum boðum gafst norrænum lögfræð-ingum sem þekkjast og/eða vinna á sams konarsviðum gott tækifæri til að hittast og kynnast.Þannig fóru til að mynda flestir fræðimenn í boðlagadeildar Háskólans í Reykjavík, flestir starfs-menn ráðuneyta í boð dómsmálaráðherra, flestirfjármála- og viðskiptalögfræðingar í boð KBbanka og flestir starfsmenn umboðsmanna-embætta í boð á vegum Umboðsmanns Alþingis.Flestir dómarar (tæplega 250) fjölmenntu í boðsem var haldið í Félagsheimili Seltjarnarness, enflestir ungir lögfræðingar (fæddir 1969 og síðar)

Þátttakendur við setn-ingu á þinginu minn-

ast lögfræðinga áNorðurlöndunum

sem hafa látist frásíðasta þingi

Sigurður Líndal, fyrrverandiprófessor, flytur fyrirlestur við

setningu þingsins.

Greinarhöfundur:Ragnar Tómas Árnason,aðalritari þingsins,ávarpar þingið við setn-ingu þess

Page 25: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil

25

fóru í boð á vegum Íslandsbanka sem var haldið ítjaldi í Húsdýragarðinum.

Aðalfundir einstakra landsdeilda norrænu lög-fræðingaþinganna voru haldnir að morgni laugar-dagsins 20. ágúst, en þar voru m.a. kosnar nýjarstjórnir. Á aðalfundi Íslandsdeildarinnar vék Guð-rún Erlendsdóttir, hæstaréttardómari, úr stjórn enhún hafði verið formaður Íslandsdeildarinnar frá1993 og setið í stjórninni í 27 ár eða frá 1978.Einnig vék Ármann Snævarr úr stjórn eftir að hafasetið í henni í 54 ár, þar af sem formaður til fjöldaára (1972-1993). Hlýtur svo löng stjórnarseta aðteljast einsdæmi og var Ármann Snævarr einrómakjörinn heiðursfélagi Íslandsdeildarinnar. RagnarTómas Árnason var kjörinn nýr formaður stjórn-arinnar, en aðrir í stjórn eru Brynhildur Flóvenz,Erla Jónsdóttir, Helgi I. Jónsson, Hjörtur Torfa-son, Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Thors, Ragn-hildur Helgadóttir, Valborg Snævarr og Viðar Már

L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð

Matthíasson. Fræðilegri dagskrá þingsins lauk umhádegisbil á laugardag og var þinginu slitið í kjöl-far þess. Gátu þátttakendur því notið Menningar-nætur Reykjavíkurborgar um eftirmiðdaginn enum kvöldið var boðið til sameiginlegs veislu-kvöldverðar að Ásvöllum í Hafnarfirði.

Þingið þótti takast vel í alla staði og hefur mjöggóður rómur verið gerður að því. Þátttakan varprýðileg. Það hefði þó verið ánægjulegt að sjáfleiri íslenska lögfræðinga taka þátt, en e.t.v. vefstþað fyrir sumum þeirra að á þingunum er töluðdanska, norska eða sænska. Það er þó um að geraað láta ekki slíkt halda aftur af sér, enda eruþingin byggð þannig upp að þátttakendur getameð lestri greinargerða kynnt sér vel efnin semeru til umfjöllunar á málstofum og hugtakanotkuní þeim áður en þeir sækja málstofurnar. Ráð-stefnuskrifstofa þingsins var Congress Reykjavík.Styrktaraðilar þess voru Gunnar Swensons Fond,Icelandair, Íslandsbanki, Ístak, Kauphöll Íslands,KB banki, Landsbanki Íslands – Vesturbæjar-útibú, Landsvirkjun, LOGOS lögmannsþjónustaog PricewaterhouseCoopers. Auk þess hafamargir íslenskir lögfræðingar lagt hönd á plóginn.Kann stjórn Íslandsdeildarinnar þessum aðilumöllum bestu þakkir fyrir. Næsta þing norrænnalögfræðinga verður haldið í Kaupmannahöfn íágúst 2008.

Ragnar Tómas Árnason hdl.aðalritari 37. norræna lögfræðingaþingsins

í Reykjavík 2005

Ljósmyndari: Emil Þór

Forseti Íslands, herra Ólafur RagnarGrímsson, veitir Leif Sevón, forsetaHæstaréttar Finnlands, norrænu lög-fræðingaverðlaunin.

Frá málstofu á þinginu.

Page 26: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil

26

I. GUÐMUNDARBIKARINN – ÓLAAXELS-BIKARINN.

Minningarmót LMFÍ í golfi um þá GuðmundMarkússon, hrl., og Ólaf Axelsson, hrl., fór framvið ágætis aðstæður á Leynisvelli á Akranesifimmtudaginn 9. júní. Alls voru 26 keppendur enþað er sami fjöldi og á síðasta ári.

Úrslit urðu eftirfarandi:A. Í keppni um Guðmundarbikarinn (án forgjafar):1. Bernhard Bogason, hdl. 29 punkta.2. Rúnar S. Gíslason, hdl. 27 punkta.3. Gestur Jónsson, hrl. 23 punkta.

B. í keppni um Óla Axels bikarinn (með forgjöf):1. Jón B. Stefánsson, verkfr. 36 punkta.2. Bernhard Bogason, hdl. 35 punkta.3. Karl Ó. Karlsson, hdl. 35 punkta.

II. Fjórleikur við tannlækna.Keppnin fór að þessu sinni fram á Grafarholts-

vellinum þriðjudaginn 21. júní og var hörku-spennandi. Lögmenn byrjuðu vel og skiluðufyrstu vinningunum í hús, en tannlæknar sóttu ísig veðrið og tókst að jafna metin. Við héldum þvíbikarnum á jöfnu.

III. Fjórleikur við lækna.Keppnin fór fram í mannskaðaveðri á hinum

skemmtilega Strandarvelli á Hellu sunnudaginn 3.júlí. Var um tíma tvísýnt hvort allir myndu skilasér í hús og voru björgunarsveitir í viðbragðs-stöðu! Var þó greinilegt að lögmenn eru vanarimótlæti og unnum við með yfirburðum.

3 / 2 0 0 5

Golfmót sumarsins 2005

Keppendur á minningarmótinu en fimm höfðu yfirgefið völlinn

Verðlaunahafar minningarmótsins. F.v. GesturJónsson, Jón B. Stefánsson, Bernhard Bogason,

Rúnar Gíslason og Karl Ó Karlsson.

IV. Fjórleikur við endurskoðendur.Keppnin fór fram í ágætisveðri á Kiðjabergs-

vellinum 30 júní. Illa hefur gengið að sigra endur-skoðendur á undanförnum árum enda eru þeirkomnir með feiknasterkt lið. Var golfnefndin farinað hafa af þessar nokkrar áhyggjur. Því var mikiláhersla lögð á að fá góða menn til keppni, setjaupp gott leikskipulag og ná upp siguranda. Það erskemmst frá því að segja að við gjörsigruðumendurskoðendur að þessu sinni. Náðu þeir aðeinseinu stigi, á síðustu holunni í síðasta hollinu.

VI. Meistaramót LMFÍMeistaramót LMFÍ fór einnig fram á Kiðja-

bergsvellinum 26. ágúst í mun betra veðri en und-anfarin ár. Sjóvá styrktu mótið að venju og bauð

Page 27: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil

27

Í fjórða sæti einnig á 77 höggum netto var GeirGestsson, en hann lék seinni níu holurnar á 52höggum.

Við þökkum þeim kylfingum sem tóku þátt ímótum þessa árs fyrir golfsumarið. Við getumverið ánægð með úrslit fjórleikjanna í ár því 2 1/2af 3 vinningum er ekki slæmt. Við vonumst til aðsjá enn fleiri lögmenn með golfkylfur að ári ogekki síst hinn mikla fjölda af upprennandi golf-spilurum sem sögur fara af í stéttinni.

Með kveðju frá sjálfskipaðri golfnefnd LMFÍ

L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð

PIST ILL FORMANNS:

Eflaust þykir dómurum stöðug krafa lög-manna um endurskoðun og úrbætur

varðandi málskostnaðarákvarðanir þreytturog margsunginn söngur. Þóvissulega hafi þokast í rétta átt íþessum málum, t.a.m. hvaðvarðar opinber mál, má beturgera. Enn er tímagjald það semdómstólar miða við allt of lágtauk þess sem lögmenn geta allsekki treyst því að dómarar(a.m.k. sumir) taki trúanlegartímaskýrslur lögmanna og hafiskilning á þeim tíma sem málgeta oft tekið þó þau láti ekkimikið yfir sér. Þá færist í vöxtmeð fjölgun flókinna refsimála ásviði félagaréttar að verjendurog grunaðir þurfi að leggja mikinn kostnaðí vörn í formi aðkeyptrar aðstoðar. Hvernigmunu dómstólar taka á kröfum um endur-greiðslu slíks kostnaðar?

Í einkamálum er enn allt of algengt aðdæmdur málskostnaður nægi aðeins fyrirhluta af kostnaði viðkomandi skjólstæðingsvið málaferlin. Það er ótækt. Enn verra ersvo þegar málskostnaður er felldur niður,og það jafnvel án nokkurs rökstuðnings, í

málum sem vinnast að verulegu eða ölluleyti. Ég er reyndar þeirrar skoðunar aðslíkar niðurstöður séu skýlaust brot á 130.

gr. laga 91/1991.

Meðan þessi mál eru í ólestrigetum við ekki barið okkur ábrjóst og státað af öflugu og rétt-látu réttarkerfi. Réttarkerfi meðþann innbyggða galla að aðilidómsmáls með réttmæta lög-varða hagsmuni sem hann þarfað ná fram eða verjast órétt-mætum kröfum geti endað meðþví að bera stórkostlegt fjárhags-legt tjón af, getur ekki verið fyr-irmyndaréttarkerfi. Réttarkerfisem tryggir ekki grunuðum

mönnum fyrirtaks lögmannsaðstoð vegnaþess að lögmenn veigra sér við að taka aðsér málin nema hinn grunaði greiði sjálfurhluta kostnaðar, getur ekki verið fyrirmynd-arréttarkerfi.

Það er hlutverk okkar lögmanna að haldaþessum sjónarmiðum á lofti sífellt og ætíðmeðan við teljum að bæta megi úr. Þaðmunum við gera.

Helgi Jóhannesson hrl.

Helgi Jóhannessonhrl.

Betur má ef duga skal

þátttakendum upp á veglegar veitingar að leikloknum, auk verðlaunagripa.

Úrslit urðu eftirfarandi:Án forgjafar:1 Haukur Örn Birgisson, hdl. 84 högg (41 á seinni 9)2. Rúnar S. Gíslason, hdl. 84 högg (42 á seinni 9)3. Gestur Jónsson, hrl. 85 höggMeð forgjöf:1 Hjörleifur Kvaran, hrl. 76 högg2. Gestur Jónsson, hrl. 77 högg (38 á seinni 9)3. Eiríkur Elís Þorláksson, hdl. 77 högg (51 á seinni 9)

Page 28: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil

28

Árlegur forsætisfundur Norrænulögmannafélaganna fór fram í

Visby á Gotlandi (Svíþjóð), dagana 1.-3. september s.l. en fundinn sækja for-menn, varaformenn og framkvæmda-stjórar lögmannafélaganna á Norður-löndunum.

Á fundinum voru fjögur meginumfjöllunarefni, auk þess sem lagðarvoru fram upplýsingaskýrslur umhelstu viðfangsefni sérhvers félagsundanfarið ár.

Danska lögmannafélagið kynntiniðurstöðu tveggja ára naflaskoðunar félagsins ogvinnu við greiningu á grundvallarskyldum lög-manna og hvernig gera á lögmenn, og þá semkaupa þjónustu þeirra, meðvitaðri um þessarskyldur. Með þessu er stefnt að því gera vinnulögmanna sýnilegri, aðgengi að þeim auðveldaraog auka gæði þjónustu þeirra. Markmiðið er m.a.að bæta stöðu lögmanna í vaxandi samkeppni viðaðrar starfsstéttir. Þær fimm grundvallarskyldursem danska lögmannafélagið telur, á grundvelliþessarar innri skoðunar, að hvíli á lögmönnumeru: sjálfstæði, ábyrgð, starfshæfni, frumkvæðivið framgang og úrlausn mála og loks aðgengi,bæði að lögmanninum sjálfum, ýmist í gegnumsíma, tölvupóst eða heimsókn á skrifstofu og hvaðvarðar skiljanlegar upplýsingar um lagalega stöðuskjólstæðinganna. Hefur félagið þegar lagt fimmmilljónir danskra króna í verkefnið og hyggstleggja aðra eins fjárhæð á ári næstu tvö árin, bæðií innleiðingu þess og við mat á árangri. Einnig erlögð áhersla á að lögmenn leiti nýrra möguleika íað veita þjónustu í stað þess að eyða kröftumsínum í að verjast ágangi annarra starfsstétta inn áeinstök svið.

Annað megin fundarefni á forsætisfundinumsnerti hlutverk lögmannafélaganna og þá bæði útfrá skyldum þeirra, lögum samkvæmt, og einnigþjónustu þeirra við lögmenn og þá sem kaupa lög-mannsþjónustu. Sú þróun hefur átt sér stað á

Norðurlöndunum undanfarin misseriað auknar kröfur hafa verið lagðar áherðar lögmanna að upplýsa skjól-stæðinga sína fyrirfram um áætlaðankostnað af þeirri vinnu sem þeir takaað sér að vinna, sem og þann tímasem málið gæti tekið. Með upptökuþessara reglna er þjónusta við skjól-stæðinga aukin, jafnframt því semþessi nýju vinnubrögð krefjast mark-vissari áætlunargerðar og aga af hálfulögmanna. Undir þessum lið vareinnig rætt um hlutverk og heimildir

lögmannafélaganna til að setja sér og félags-mönnum reglur, samskipti við samkeppnisyfir-völd og hugsanleg áhrif frjálsari reglna um eign-arhald á lögmannsstofum, sem hugmyndir hafakomið fram um á Norðurlöndunum, þótt með mis-munandi hætti sé.

Þriðja fundarefnið sem tekið var fyrir á forsæt-isfundinum snéri að innleiðingu nýrra reglna umbaráttu gegn peningaþvætti og áhrif þeirra á trún-aðarskyldu lögmanna, en um er að ræða regluverká grundvelli Evróputilskipunar nr. 2004/0137 EC,sem tók gildi 7. júní s.l. Nokkur óvissa hefur ríktum ýmis atriði varðandi framkvæmd þessara nýjureglna, svo sem það hvenær upplýsingaskyldavaknar, viðvarandi áreiðanleikakönnun á skjól-stæðingi, hugsanlega skaðabótaskyldu lögmannavegna tjóns sem hlýst af rangri tilkynningu eðaþví að ekki var tilkynnt o.s.frv. Umrædd tilskipunhefur enn ekki verið tekin upp í íslenska löggjöf,en félagið mun fylgjast grannt með þeirri þróunog kynna lögmönnum innhald slíkra reglna þegarþær liggja fyrir, en aðilaríki EES-samningsinshafa tvö ár til að innleiða þessar reglur í landslögog útfæra nánari reglur um efnið.

Fjórða umfjöllunarefni forsætisfundarins varð-aði aukna samvinnu norrænu lögmannafélaganna,en félögin reka nú þegar sameinlega endurmennt-unarstofnun sem skipuleggur námskeið fyrir lög-menn á Norðurlöndunum sem ekki er grundvöllur

3 / 2 0 0 5

Forsætisfundur norrænulögmannafélaganna

Ingimar Ingasonframkvæmdastjóri

LMFÍ

Page 29: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil

29L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð

til að halda á landsgrundvelli. Hefur þetta sam-starf komið vel út og þátttaka góð á þeim nám-skeiðum sem haldin hafa verið. Einnig hafafélögin haft með sér óformlegt samstarf á vett-vangi CCBE og IBA og er áhugi á að auka þaðverulega, sem og að skoða aðra þætti sem hags-

munir þeirra liggja saman, svo sem á sviði siða-reglna, starfsábyrgðartrygginga, upplýsingatæknio.fl. Verður umræðum um þessa þætti haldiðáfram á næstu misserum, en auk þess komu framhugmyndir um aukna samvinnu við Eystrasalts-löndin um samstarf á vettvangi CCBE.

Hvannadalshnjúkurvorið 2006!

Félagsdeild LMFÍ stendur fyrir göngu á Hvannadalshnjúk föstu-daginn 12. maí 2006. Til undirbúnings verður boðið upp á tilboð ílíkamsrækt, þrekpróf, áhættumat hjá Hjartavernd og athugun ánauðsynlegum útbúnaði til slíkrar ferðar. Einnig verður farið í fjall-göngu í vetur þar sem æft verður að ganga á broddum í snjó. Þátt-takendur skrái sig sem fyrst hjá félagsdeild LMFÍ [email protected] enkostnaður við ferðina er enn sem komið er óviss. Lögmönnum er vel-komið að skrá fjölskyldu og vini með í ferðina.

Leiðangursstjóri verður Haraldur Örn Ólafsson lögfræðingur og pólfari með meiru.

S e t j u m m a r k i ð h á t t o g s t e f n u m á t o p p i n n n æ s t a v o r !

Mynd: Reynir Þórarinsson

Page 30: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil

30 3 / 2 0 0 5

Námskeið um hluthafasamninga – 13. októberFjallað verður um hluthafasamninga, eðli þeirra, til-gang, efni og réttaráhrif, svo og möguleg vanefndaúr-ræði aðila. Er einhver greinarmunur á samþykktum oghluthafasamningum og þá hver? Hvers vegna geramenn hluthafasamninga? Hvaða reglur gilda um túlkunslíkra samninga og hverjir teljast skuldbundnir af þeim?Til hvaða úrræða geta aðilar hluthafasamninga gripiðvegna vanefnda gagnaðila? Gilda einhver sérsjónarmiðum hluthafasamninga ef félagið sem þeir varða er skráðá opinberum markaði? Leitað verður svara við þessumspurningum og fleirum og grein gerð fyrir lagaá-kvæðum og dómum sem efnið varða.

Kennari Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hrl. og stunda-kennari í félagarétti við lagadeild Háskólans íReykjavík

Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108Reykjavík.

Tími Fimmtudagur 13. október 16:00-19:00.Verð kr. 15.000,- en fyrir félaga í félagsdeild kr.

10.500,-

Trílógía um skattarétt

Áhrif EES-samningsins á íslenskt skattaumhverfi –18. októberFarið verður yfir áhrif fjórfrelsisins á íslenskt skattaum-hverfi og skattaleg tengsl milli landa á evrópska efna-hagssvæðinu.

Kennarar Vala Valtýsdóttir hdl. og Jón Elvar Guð-mundsson hdl., hjá Tax.is.

Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108Reykjavík.

Tími Þriðjudagur 18. október 16:00-19:00.Verð kr. 18.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr.

14.500,-

Samsköttun félaga – 25. októberÁ námskeiðinu verður farið í gegnum reglur varðandisamsköttun félaga. Skoðað verður hvenær þessi mögu-leiki á við, hvaða skilyrði þurfa þá að vera uppfyllt oghvers þarf að gæta í framkvæmd. Sérstaklega verðurskoðað hvort samsköttun íslenskra og erlendra félaga sémöguleg. Megináhersla verður lögð á ákvæði laga nr.90/2003 um tekjuskatt og eignarskatt en einnig fjallaðum ákvæði stuttlega um heimild virðisaukaskattslaga tilsamskráningar félaga á virðisaukaskattskrá.

Kennarar Elín Árnadóttir hdl. og Friðgeir Sigurðssonhdl., hjá PWC

Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108Reykjavík.

Tími Þriðjudagur 25. október 16:00-19:00.Verð kr. 18.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr.

14.500,-

Skattlagning söluhagnaðar og arðs og skattasnið-ganga – 22. nóvemberSkattlagning söluhagnaðar: Farið yfir þær reglur semgilda um sölu eigna skv. íslenskum skattalögum, frest-unarheimildir og þær leiðir sem lögin bjóða uppá tiltemprunar eða frestunar á skattlagningu af söluhagnaði.Farið yfir mismunandi reglur sem í gildi eru eftir þvíhvaða eignir er verið að selja og hver er að selja þær.Einnig verður farið yfir mismun skattlagningar á mót-teknum arði og söluhagnaði.Hugtakið skattasniðganga verður skilgreint og farið íhvort almenn skattasniðgönguregla sé til staðar ííslenskum skattarétti með athugun nýlegra dóma ogúrskurða yfirskattanefndar. Innihald slíkrar reglu ogmörk lögmætrar lágmörkunar skatta og ólögmætrarskattasniðgöngu könnuð.

Kennarar Kristján Gunnar Valdimarsson hdl., forstöðu-maður hjá Landsbanka Íslands og Árni Harð-arson hdl., Deloitte.

Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108Reykjavík.

Tími Þriðjudagur 22. nóvember 16:00-19:00.Verð kr. 18.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr.

14.500,-

Verð á eitt skattanámskeið: kr. 18.500,- en fyrir félaga ífélagsdeild: kr. 14.500,-

Verð á tvö skattanámskeið: kr. 31.000,- en fyrir félaga ífélagsdeild kr. 25.000,-

Verð á þrjú skattanámskeið: kr. 39.000,- en fyrir félagaí félagsdeild: kr. 31.000,-

Fjármál hjóna og opinber skipti til fjárslita millihjóna – 3. nóvemberFarið verður yfir fjárskiptareglur við skilnað, fjárskipta-samninga hjóna og helstu atriði er varða opinber skiptitil fjárslita milli hjóna.

Námskeið LMFÍ

Skráning fer fram hjá félagsdeild í síma 568 5620 eða með tölvupósti á netfangið: [email protected]

Page 31: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil

31L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð

Námskeið LMFÍKennari Steinunn Guðbjartsdóttir hrl.Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108

Reykjavík.Tími Fimmtudagur 3. nóvember 16:00-19:00.Verð kr. 15.000,- en fyrir félaga í félagsdeild kr.

10.500,-

Ný lög um fullnustu refsinga – 17. nóvemberÁ námskeiðinu verður farið yfir ný lög og reglugerðirum fullnustu refsinga, skipan fangelsismála í íslenskuréttarkerfi, stjórnsýslumeðferð mála, réttindi fanga,samfélagsþjónustu og ýmsar agaviðurlagaákvarðanir.

Kennari Jón Þór Ólason lögfræðingur hjá dóms- ogkirkjumálaráðuneytinu .

Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108Reykjavík.

Tími Fimmtudagur 17. nóvember, kl. 17:00-19:00.Verð kr. 11.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr.

7.000,-

Kynning fyrir ritara lögmannsstofa – 25. nóvemberLMFÍ efnir til kynningar fyrir ritara í samstarfi við Hér-aðsdóm Reykjavíkur og Sýslumanninn í Reykjavík. Til-gangurinn er að kynna fyrir riturum feril mála sem senderu til úrlausnar hjá þessum embættum, skoða húsa-kynni embættanna auk þess sem þeir fá tækifæri til aðhitta kollega. Kynningin fer fram föstudaginn 25. nóv-ember, kl. 13:30-17:00.

13:30 Kynning hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. 14:45 Kynning hjá Sýslumanninum í Reykjavík. 16:00 Kynning hjá Lögmannafélagi Íslands. Boðið

verður upp á léttar veitingar.

Aðgangur er ókeypis. Athugið að takmarkaður fjöldi kemst á kynninguna.Skráning er á netfangið [email protected]

Skiptir réttarheimspeki máli? – 1. desemberLeiða má að því líkum að ekkert íslenskt fræðirit hafiverið jafn mikið lesið á ofanverðri 20. öld og Almennlögfræði eftir Ármann Snævarr. Bók Ármanns og bókSigurðar Líndal, Inngangur að lögfræði, sem nú hefurað mestu tekið við í lagaskólum landsins, byggja báðará tilteknum réttarheimspekilegum hugmyndum. Hverjar

eru þær? Hvaða mála skipta þær í íslenskri lagahefð oglögfræðiiðkun? Skiptir réttarheimspeki máli? Umþessar spurningar verður fjallað á námskeiðinu og mábúast við fjörlegum umræðum.

Kennari Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur.Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108

Reykjavík.Tími Fimmtudagur 1. desember 17:00-19:00.Verð kr. 9.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr.

5.000,-

Skiptastjórn þrotabúa – 19. janúar.Fjallað verður starf og meginskyldur skiptastjóra fráskipun til skiptaloka.

Kennari Kristinn Bjarnason hrl.Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108

Reykjavík.Tími Fimmtudagur 19. janúar 2006, 16:00-19:00.Verð kr. 15.000,- en fyrir félaga í félagsdeild kr.

10.500,-

Sjaría: Lög Múslima – 26. janúar 2006Hvaða hlutverk eiga trúarbrögð að hafa í réttarkerfilýðræðissamfélaga? Eitt umdeildasta mál í alþjóðastjórnmálum í dag tengiststöðu sjaría, sem er lagakerfi Íslam, í nútímasam-félögum. Eftir því sem Múslimum fjölgar í Evrópu ogNorður-Ameríku hefur umræðan um réttarstöðu þeirraaukist til muna. Á námskeiðinu verður fyrst fjallað umþróun sjaría laganna og undirstöðuatriði þess. Sérstak-lega verður fjallað um hjónabandið, réttindi kvenna, oghugmyndir sjaría um stjórnarfar og réttlæti. Að lokumverður afstaða sjaría til lýðræðis könnuð og hvort hægtsé að samhæfa réttarkerfi Múslima við vestræn samfé-lög.

Kennari Magnús Þór Bernharðsson, lektor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College. Hann erhöfundur Píslarvottar nútímans. Samspil trúarog stjórnmála í Írak og Íran og Reclaiming aPlundered Past: Archaeology and NationBuilding in modern Iraq.

Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108Reykjavík.

Tími Fimmtudagur 26. janúar 2006 16:30-18:30.Verð kr. 11.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr.

7.000,-

Skráning fer fram hjá félagsdeild í síma 568 5620 eða með tölvupósti á netfangið: [email protected]

Page 32: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil

32 3 / 2 0 0 5

ValdimarÖrnólfsson íþróttakennarihefur tekið aðsér að kennalögmönnumhinar fræguMüllersæfingar. Æfingarnar, sem erubyggðar á strokum, styrkjalíkamann, teygja á vöðvum, bætaandann og létta lundina.

Staður: 2 X 1 klst.

Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108Reykjavík og Sundhöll Reykjavíkur. –

Tími: Fimmtudagur 20. október kl. 17:30-18:30 (hjá LMFÍ) og laugardagur 22. októberkl. 10:00-11:00 (Sundhöll Reykjavíkur).

Samband íslenskra sparisjóða

MÜLLERSÆFINGAR– 20. og 22. október

Spurning: Hvernig á að bregðast við fúlumsamstarfsfélögum? Svar: Gera nokkrarMüllersæfingar.

Spurning: Hvað ber að gera þegar erfiðurviðskiptavinur er hjá lögmanni? Svar: Geranokkrar Müllersæfingar.

Spurning: Hvað á að gera ef mál er að tapast íréttarsal?

Svar: Gera nokkrarMüllersæfingar.

Verð: kr. 8.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 4.000,-

Ekki missa af þessu einstakatækifæri til að lærastórmerkilegt æfingakerfi!

Page 33: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil

33L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð

Lögmenn Suðurlandi ehf. hafa opnað

útibú að Austurvegi 4

á Hvolsvelli

Christiane L. Bahner hdl. og löggilturfasteignasali mun vera á staðnum, til að

byrja með alla fimmtudaga frá kl. 9:00 tilkl. 16:00 og eftir samkomulagi. Hún munveita íbúum svæðisins lögfræðiþjónustu,annast fasteignasölu og sjá um mætingar

hjá sýslumönnum í Rangárvalla- ogSkaftársýslu.

Hægt er að ná í hana í síma 480 2900 og í tölvupósti: [email protected].

Hagsmunaárekstrar í lögmennsku

– morgunverðarfundur Lögmannafélags Íslands.

Fimmtudaginn 20. október n.k. stendur Lögmannafélag Íslands

fyrir morgunverðarfundi undir yfirskriftinni:

„Hagsmunaárekstrar á 21. öldinni– ný áskorun fyrir lögmannastéttina”.

Framsögumaður á fundinum verður dr. jur. Mads Bryde Andersen, prófessorvið lagadeild Kaupmannahafnarháskóla og mun hann fjalla um þettamikilvæga siðferðilega málefni út frá þeirri þróun sem orðið hefur á

lögmannastéttinni í Evrópu á síðustu árum.

Fundurinn, sem fram fer á ensku, verður haldinn í Hvammi á Grand Hótel, og hefst stundvíslega kl. 08:15.

Page 34: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil

Sáttamiðlun1 má skilgreina semaðstoð óhlutdrægs þriðja manns við

aðila, tvo eða fleiri, við að leysaágreining sín í milli af fúsum ogfrjálsum vilja.

Síðastliðið vor var haldið málþing ávegum Dómarafélags Íslands, Lög-mannafélags Íslands og Háskólans íReykjavík í samstarfi við dómsmála-ráðuneytið um sáttaumleitanir (rett-smekling) í einkamálum. Tveir norskirdómarar við héraðsdóm Oslóar, þauKnut Petterson og Kristin Kjelland-Mördre, miðl-uðu til lögmanna og dómara reynslu sinni ogNorðmanna af úrræði í norskri réttarframkvæmdsem þeir nefna “rettsmekling” eða sáttamiðlunfyrir dómi. Norðmenn hafa eins og Danir á síðustuárum gert tilraunir til þess að leita nýrra leiða viðúrlausn mála fyrir dómstólum með tilraunaverk-efnum sem felast í því að bjóða málsaðilum sátta-miðlun fyrir dómstólum. Markmið þessara til-rauna hafa annars vegar verið að létta álagi afdómstólum jafnframt því að gefa aðilum kost áódýrari úrræði en fara dómstólaleiðina. Hinsvegar að bjóða deiluaðilum úrræði til að ljúkaágreiningi sínum á skemmri tíma, ekki síst meðþeim hætti að málsaðilar séu sáttir við niðurstöð-una. Báðir hafi unnið - hvorugur tapað.

En hvað er nýtt við sáttatilraun milli málsaðilafyrir dómi af dómara? Það hefur nú tíðkast hér álandi eins og hjá frændþjóðum okkar á Norður-löndum frá fornu fari og löng hefð er fyrir því aðstuðla að sáttum milli deiluaðila án þess að form-legt yfirvald hafi afskipti af málinu.

Sú sáttameðferð eða sáttaumleitun sem norskudómararnir kynntu okkur er af öðrum toga ensáttaumleitun samkvæmt XV. kafla einkamálalaganr. 91/1991. Um er að ræða gjörólíka hugmynda-og aðferðafræði við nálgun ágreiningsefnisins ogúrlausn þess. Hugmyndafræðin byggir á því aðdeiluaðilar séu sérfræðingar um málið. Þeir þekki

best allar forsendur þess, væntingar(orðaðar og óorðaðar) sem lágu tilgrundvallar þeim aðstæðum sem nú erdeilt um. Deiluaðilar sjálfir séu þvíbest til þess fallnir að leysa ágreiningsinn út frá þörfum sínum og hags-munum með aðstoð og leiðsögn hlut-lauss sáttamanns, sem hefur menntaðsig og sérhæft til slíkra starfa og til-einkað sér aðferðafræði sáttamiðl-unar.2

Sáttamiðlun er mótað ferli, í fimmstigum, sem sáttamaður leiðir deiluaðila gegnumstig af stigi. Við það skapast svigrúm fyrir einlæg-ari og opnari viðræður aðila en t.d. í dómsmáli. Íþví ferli gefst aðilum möguleiki á að gera hvoröðrum grein fyrir sjónarmiðum sínum, kröfum,særindum, vonbrigðum, þörfum og væntingum ogað því loknu finna lausnir sem til greina koma ímálinu sem gæti leitt til sátta.

Þann 1. janúar 1997 ákváðu Norðmenn að lög-leiða tilraunaverkefni við sex dómstóla og átti til-raunin að standa til ársloka 2002. Í kjölfar mats áverkefninu árið 2001 var það látið ná til fleiridómstóla. Réttarfarslögum (Tvistemålsloven gr.99) var síðan breytt og kveðið á um að sátta-miðlun (rettsmekling) væri lögbundin í málumsem málsaðilar hefðu forræði yfir og næði til allradómstóla landsins.

„Rettsmekling“ eða sáttamiðlun dómara íNoregi

Eftirfarandi byggir á umfjöllun dómaranna ámálþinginu og handbókinni „Rettsmekling ipraksis“3, sem var innifalin í þátttökugjaldinu.

Sáttamiðlun fyrir dómi lýsir málsmeðferð íágreiningsmálum sem komin eru fyrir dómstól íNoregi og sáttamaður er þá vanalega einn af dóm-urum dómstólsins.

Grundvallarmunur er á hlutverki dómara sem

34 3 / 2 0 0 5

Sáttamiðlun í einkamálum

IngibjörgBjarnardóttir

hdl.

Page 35: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil

35L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð

sáttamanns og hlutverki hans sem dómara. Sátta-maður á ekki að leysa ágreining aðila né komameð tillögu til lausnar. Sáttamaður hefur hvorkivald til þess né heimild. Það eru málsaðilar sembera ábyrgð á efni samkomulagsins en sáttamað-urinn ber ábyrgð á vinnuferlinu sem leiðir til sam-komulags aðila eða afmörkunar á ágreiningsefn-inu. Hvert þrep í samningaferlinu er mikilvægt ogómissandi og leiðir til þess að aðilar ganga ígegnum sálrænt ferlivið sáttamiðlunina.

Sáttafundur erólíkur þinghaldi ígrundvallaratriðum. Ísáttamiðlun fyrir dómier ekki stuðst við máls-meðferð réttarfarslagaen sáttamaðurinn verð-ur að halda sig viðágreiningsefnið semlagt hefur verið fyrirdóminn. Athyglinbeinist þó ekki aðkröfugerð aðila heldurfyrst og fremst aðhagsmunum þeirra ogþörfum tengdumágreiningsefninu.

Sáttamaður þarf aðávinna sér traust aðila.Hann þarf að veraóformlegur í fram-komu, opinn ogjákvæður, sýna skiln-ing, hafa innsæi ástöðu aðila og skapajákvætt andrúmsloft ásáttafundinum. Viðslíkar aðstæður finna aðilar sig örugga og þora aðopna sig gagnvart hvor öðrum og gera grein fyrirhagsmunum sínum og þörfum. Sáttaferlið miðastvið að sáttamaður haldi fundi með báðum aðilumsamtímis en einnig með hvorum aðila fyrir sig.Eintal sáttamanns og aðila getur létt undir sátta-ferlið.

ÞagnarskyldaÞagnarskylda er í sáttamiðlun. Þagnarskylda

sáttamanns er m.a. grundvöllur að því trausti semþarf að skapast milli aðila og sáttamanns. Þagnar-

skylda sáttamanns tekur til allra upplýsinga semhann fær vitneskju um á sáttafundum með aðilumog á sérfundum með þeim. Sérfundir sáttamannsmeð aðilum eru oftar en ekki nauðsynlegt skref tilað hjálpa aðilum til að tjá sig við gagnaðila umhagsmuni sína og þarfir og ekki síst um þá niður-lægingu eða misgjörð sem aðili telur sig hafaorðið fyrir af hendi hins. Þagnarskyldan á einnigvið um málsaðila. Þeir undirgangast þagnarskyldu

um það sem þeir fá vit-neskju um frá gagnað-ilanum á sáttafundumog er óheimilt undiröllum kringumstæðumað notfæra sér þá vit-neskju sér til fram-dráttar, ekki síst efmálið fer í hefðbundnadómsmeðferð. Sátta-manni er þá óheimiltað upplýsa þann dóm-ara, sem tekur við mál-inu eftir árangurslausasáttamiðlun, um þaðsem hann hefur orðiðáskynja um ágreining-inn og aðila í sáttaferl-inu.

Einkenni sáttamiðl-unar fyrir dómi.

Hvað er það semeinkennir sáttamiðlunfyrir dómi? Sátta-miðlun fyrir dómi felurí sér að ágreiningi aðilahefur verið skotið tildómstóla, sem þýðir aðaðilar hafa notið

aðstoðar lögmanna til kröfugerðar og andmæla ogvæntanlega gert sér einhverjar hugmyndir styrk-leika málstaðs síns í málinu. Þegar dómstóll býðuraðilum upp á sáttamiðlun hafa grunngögn máls-ins, stefna og greinargerð, borist dóminum enfrekari gagnaöflun hefur ekki átt sér stað. Þá ferfram mat á vegum dómstólsins hvort málið þykirhenta fyrir sáttamiðlun. Ef svo er talið er aðilumsent bréf og boðið upp á það úrræði. Þetta á aðal-lega við í þeim málum sem aðilar hafa málsfor-ræði á sakarefni og þeim því frjálst að taka boðinueða hafna því.

Grunnhugsun sáttamiðlunar er að aðilar séu

Teiknað af Ragnhild Steineger úr ritinu Rettsmekling í Praksis

Page 36: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil

36 3 / 2 0 0 5

sérfræðingar um ágreininginn og allar aðstæðurtengdar honum og því best til þess fallnir að finnaí sameiningu lausn sem báðir eða allir aðilar getiunað við til frambúðar. Þar sem málið er jú komiðfyrir dóm má segja að sáttamiðlun sé lokatækifæriaðila til að finna sjálfir lausn á ágreiningi sínum.Nefndu dómararnir að verið geti að sáttamaður,sem er einnig dómari, leggi sig meira fram við aðhjálpa aðilum til að leysa málið heldur en að þaðfari til baka í hefðbundinn farveg.

Hvað einkennir sáttamiðlun miðað við önnurform til lausnar ágreiningi? Við dómsúrlausn erhorft til þess sem átti sér stað, þ.e.a.s. litið til bakaog reynt að skoða staðreyndir varðandi ágrein-ingsefnið eða afla sér upplýsinga og sannana umþað. Staða ágreiningsins er metin út frá þeim stað-reyndum og aðstæðum sem voru. Við sáttamiðluner aftur á móti horft til þess hvernig málið horfirvið í dag. Höfuðáhersla er lögð á það sem máliskiptir þegar litið er til framtíðar, t.d. áframhald-andi viðskiptasamband eða góð fjölskyldu- eðanágrannatengsl, og aðilar hvattir til að finna lausnmeð opnum hug og nýrri sýn sem þeir geta sættsig við. Við mat á því hvaða lausn aðilar sjálfirtelja viðunandi hafa þeir hliðsjón af öllum þáttumsem þeir telja máli skipta og eru réttarreglur ein-ungis einn af fleiri þáttum sem koma til álita í þvísambandi. Dómstólaleiðin einkennist af formfestuþar sem aðilar standa fast á sínu og gefa ekkerteftir en sáttamiðlun er sveigjanlegt ferli og felur ísér hreyfikraft sem gefur aðilum kost á að endur-skoða afstöðu sína og gefa eftir af kröfum sínumtil eigin hagsbóta. Sáttamiðlun einkennist af sam-vinnu aðila um hagsmuni en dómsmál um hvoraðilinn hafi sterkari stöðu. Dómari leggur áhersluá lagarök og sönnun um málsatvik sem máli skiptaað lögum á meðan sáttamaður leggur áherslu áhagsmuni og þarfir aðila sem grundvöll sam-komulags.

Hlutverk lögmanna í sáttamiðlunHlutverk lögmanna aðila er um margt ólíkt eftir

því hvort málið sætir hefðbundinni málsmeðferðfyrir dómi eða sáttamiðlun fyrir dómi. Í dómsmálieru það lögmenn sem tala máli aðila, og fyrir þá,þannig að aðilar eru oftar en ekki óvirkir þátttak-endur málsins. Aftur á móti við sáttamiðlun fyrirdómi er hlutverk lögmannsins að vera umbjóð-anda sínum til ráðgjafar en láta hann sjálfan um aðtala máli sínu. Skylda og hlutverk sáttamanns erað sjá til þess að aðilar sjálfir tali saman og finnilausn málsins, ekki með beinum atbeina lögmannsá sáttafundi né tillögum frá sáttamanni.

Málþinginu lauk síðan með hlutverkaleik þátt-takenda í sáttamiðlun um ágreining vegna gallavið fasteignakaup. Sáttamaður, aðilar og lögmennaðila fengu forskrift um hlutverk sitt og mála-vexti. Veitti það fundarmönnum betri innsýn íhvernig staðið sé að sáttamiðlun fyrir dómi í fram-kvæmd.

Greinarhöfundur er með diploma í sáttamiðlunfrá danska lögmannafélaginu síðan 2005.

1 Orðið sáttamiðlun er í þessari grein notað um hugtakið sem mediation– mekling – rettsmekling mægling tekur til í erlendum málum.

2 Sáttamenn fyrir dómi geta bæði verið dómarar og lögmenn. Í Noregihefur þróunin orðið sú að dómarar eru sáttamenn í sáttamiðlun fyrirdómi nema e.t.v. hjá dómstólum á landsbyggðinni. Aftur á móti hafaDanir frá upphafi tilraunarverkefnis þeirra með sáttamiðlun fyrirdómi, frá 1. mars 2003, tryggt jafnræði milli dómara og lögmanna íþví efni. Fimm dómstólum var falið tilraunaverkefnið og við hverndómstól tilnefndir 3 dómarar og 3 starfandi lögmenn sem sátta-menn. Skipta bar verkefnum jafnt milli tilnefndra sáttamanna entaka tillit til óska málsaðila ef ástæða var til. Dómsmálaráðuneytiðskipulagði þá menntun sem útnefndir dómarar og lögmenn þurftuað ljúka til að gerast sáttamenn. Félög dómara og lögmanna hafasíðan haldið sömu námskeið fyrir félagsmenn sína. Lögmenn semhafa lokið því námi fá leyfi ráðuneytisins til að taka að sér sátta-miðlun fyrir dómi.Þeir hafa myndað með sér samtök “Mediator-advokater” sem deiluaðilar geta leitað til fyrir málshöfðun og óskaðeftir tilnefningu sáttamanns í sáttamiðlun.

3 Rettsmekling i praksis. Redaktör: Kristin Kjelland-Mördre. Kap. I afKnut Petterson.

Page 37: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil

37L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð

Undanfarið hefur sáttaumleitun(sáttamiðlun) nokkuð verið í

umræðunni hér á landi sem úrræðihvort heldur er í einkamálum eða opin-berum málum. Umfjöllunin hér munlúta að sáttaumleitun á sviði refsiréttar.

Í stuttu máli felst sáttaumleitun í þvíað aðilar máls, brotaþoli og brota-maður, eru leiddir saman í því skyni aðkoma hinum brotlega í skilning umþann verknað sem hann framdi og násamkomulagi um málalok. Sáttamiðl-ari er aðilum til aðstoðar en á ekki aðfinna lausn málsins því það gera aðilarnir sjálfir.Eitt af meginskilyrðum þess að sáttaumleitun getifarið fram er að vilji beggja aðila, brotaþola ogbrotamanns, standi til þess.

Sáttaumleitun eins og hún þekkist í dag márekja til hugmynda sem fram komu í Bandaríkj-unum og Kanada í lok sjöunda áratugarins. Þærmiðuðu að því að finna aðrar leiðir til að leysa úrsmávægilegum ágreiningi manna á milli í staðhinnar hefðbundnu dómstólaleiðar og nýta beturaðrar stofnanir í þjóðfélaginu svo sem bæjarfé-lögin. Auk praktískra ástæðna komu fram á samatíma hugmyndir um að fundnar yrðu aðrar leiðir,utan hins hefðbundna refsivörslukerfis, í því skyniað bregðast við refsiverðri háttsemi. Þá var fariðað bera á þeirri kröfu að huga bæri að og bætaþyrfti stöðu brotaþola almennt. Þó að hugmyndinhafi til að byrja með ekki beinst að því að styrkjastöðu brotaþola sérstaklega þá verður að telja aðmeð sáttaumleitun hafi staða þeirra styrkst meðbeinni þátttöku þeirra í lausn málsins.

Framkvæmd sáttaumleitunar er misjöfn eftirlöndum og jafnvel innan sama lands. Í sumum til-vikum er þessu úrræði einungis beitt um ákveðnahópa brotamanna t.d. unga afbrotamenn eða vegnatiltekinna brota. Aðferðin er hins vegar ætíð súsama, þ.e. samleiðing brotaþola og brotamanns,en mismunandi er á hvaða stigi málsins slík sam-leiðing fer fram, þ.e. hvort sáttaumleitunin komi í

stað saksóknar eða samhliða henni.Sáttaumleitun hefur einnig verið beittvegna mála barna undir sakhæfisaldri.

Sáttaumleitun byrjar oftast sem til-raunaverkefni til ákveðins tíma og erframkvæmd af mismunandi aðilum.Til fyrsta tilraunaverkefnisins í Nor-egi var stofnað til árið 1981 á vegumfélagsmálaráðuneytisins en í Finn-landi var það á vegum borgaryfirvaldaí Vantaa, Háskólans í Finnlandi,dómsmálaráðuneytisins og Lúthersku

kirkjunnar árið 1983. Í Bretlandi voru þau oft ávegum ýmissa félagasamtaka. Ýmist eru sett sér-stök lög um úrræðið strax í upphafi eða lögumbreytt til samræmis við það. Í byrjun er þó oftastum að ræða ólögfestar reglur. Í Noregi var sátta-umleitun ólögfest fyrstu 10 árin en framkvæmdinbyggðist á starfsreglum ríkissaksóknara.

Þau sjónarmið sem einkum búa að baki sátta-umleitun og réttlæta tilvist hennar eru m.a. þau aðauka möguleika annarra stofnana t.d. bæjarfélagatil að taka á minni háttar brotamálum og færadeilur aftur til „aðila“ án þess þó að skerða réttar-öryggissjónarmið, að meðhöndla minniháttarbrotamál á skjótvirkan hátt og flýta uppgjöriskaðabóta, að leiða aðila máls saman með aðstoðsáttamiðlara til að gera út um málið sín á millisem vonandi hefur sérstök varnaðaráhrif á brota-mann og minnka fordóma samfélagsins gagnvarthonum sem oft eru samfara hinum hefðbundnurefsingum, að auka möguleika brotaþola á að takavirkan þátt í að leysa málið, að gefa brotamannikost á annarri leið en hinni hefðbundnu dómstóla-leið til lúkningu mála og síðast en ekki síst aðskapa nýtt úrræði fyrir unga brotamenn og börnundir sakhæfisaldri.

Greinin byggist á kandidatsritgerð sem greinar-höfundur skrifaði um sáttaumleitun við lagadeildHáskóla Íslands vorið 1996.

Sáttaumleitun á sviði refsiréttar

GuðfinnaJóhanna

Guðmundsdóttirhdl.

Page 38: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil

38 3 / 2 0 0 5

Ný málflutningsréttindifyrir Héraðsdómi

Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hdl.Landslög ehf.Tryggvagötu 11101 ReykjavíkSími: 520-2900Fax: 520-2901

Sigurður B. Halldórsson hdl.Vátryggingafélag Íslands hfÁrmúla 3108 ReykjavíkSími: 560-5060Fax: 560-5101

Egill Þorvarðarson hdl.Lögmenn HöfðabakkaHöfðabakka 9110 ReykjavíkSími: 587-1286Fax: 587-1247

Garðar Guðmundur Gíslason hdl.Lex – Nestor ehf. lögmannsstofaSundagörðum 2104 ReykjavíkSími: 590-2600Fax: 590-2606

Arnar Þór Stefánsson hdl.Lex – Nestor ehf. lögmannsstofaSundagörðum 2104 ReykjavíkSími: 590-2600Fax: 590-2606

Haukur Örn Birgisson hdl.Lex – Nestor ehf. lögmannsstofaSundagörðum 2104 ReykjavíkSími: 590-2600Fax: 590-2606

Þyrí Steingrímsdóttir hdl.DP lögmennHverfisgötu 4-6101 ReykjavíkSími: 561-7755Fax: 561-7745

Stefán A. Svensson hdl.Juris lögfræðistofa sfSuðurlandsbraut 6108 ReykjavíkSími: 533-5030Fax: 533-5035

Sigríður Rafnar Pétursdóttir hdl.Landsbanki ÍslandsHafnarstræti 7155 ReykjavíkSími: 410-7741Fax: 410-3009

Oddgeir Einarsson hdl.Fulltingi ehfSuðurlandsbraut 18108 ReykjavíkSími: 533-2050Fax: 533-2060

Eva Halldórsdóttir hdl.KB líf hfSóltúni 26105 ReykjavíkSími: 540-1412Fax: 540-1401

Breytingar á félagataliAllar breytingar s.s. ný símanúmer, vefföng, aðsetur og fleira er uppfært á heimasíðu félagsins, www.lmfi.is

Ísumar tók Hjördís J. Hjaltadóttir við starfiritara á skrifstofu Lögmannafélags Íslands

af Steinunni Rósu Einarsdóttur sem hóf störfhjá Frjálsa Fjárfestingabankanum. Félagiðþakkar Steinunni fyrir vel unnin störf.

Hjördís starfaði hjá Gutenberg ehf í 19 ár,lengst af sem bókari og launafulltrúi. Hún erfædd á Fáskrúðsfirði árið 1953 og bjó þar tiltvítugs. Síðan bjó hún á Laugum í Þingeyj-asýslu í átta ár, Danmörku í þrjú ár og eftirþað á höfuðborgarsvæðinu. Hjördís er giftJóhanni Ólafssyni aðstoðarskólastjóra í Snæ-landsskóla, Kópavogi, og þau eiga tvær upp-komnar dætur. Hún er ekki óvön að þénustalögmenn því dóttir hennar, Íris Arna Jóhanns-

dóttir, er lögmaður hjá Fjármálaeftirlitinu.Lögmannafélagið býður hinn nýja liðsmannvelkominn til starfa!

Ný starfsmaðurfélagsins

Page 39: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil

39L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð

Kristbjörg Stephensen hdl.Lögfræðiskrifstofa stjórnsýslu- ogstarfsmannasviðs ReykjavíkurborgarTjarnargötu 11101 ReykjavíkSími: 563-2000Fax: 563-2029

Anna Dögg Hermannsdóttir hdl.Vátrygginafélag ÍslandsÁrmúla 3108 ReykjavíkSími: 560-5000Fax: 560-5108

Kristín Ösp Jónsdóttir hdl.Landslög ehfTryggvagötu 11101 ReykjavíkSími: 520-2900Fax: 520-2901

Eiríkur Áki Eggertsson hdl.NeytendasamtökinSíðumúla 13108 ReykjavíkSími: 545-1202Fax: 545-1212

Ingvi Hrafn Óskarsson hdl.Íslandsbanki hfKirkjusandi 2155 ReykjavíkSími: 440-4590Fax: 440-4595

Endurútgefin réttindi

Hjalti Pálmason hdl.DraumahúsMörkinni 4108 ReykjavíkSími: 530-1800Fax: 530-1801

Nýr vinnustaður:

Sigurður B. Halldórsson hrl.Acta lögmannsstofaSíðumúla 35108 ReykjavíkSími: 533 3200Fax: 533 3201

Birgir Már Ragnarsson hdl.Samson eignarhaldsfélagSuðurlandsbraut 12108 ReykjavíkSími: 561-8990Fax: 561-9114

Íris Arna Jóhannsdóttir hdl. FjármálaeftirlitiðSuðurlandsbraut 32108 ReykjavíkSími: 525-2700Fax: 525-2727

Lögmannsstofa Rúnars S. Gíslasonarhdl.Bæjarhrauni 6220 HafnarfjörðurSími: 581-3600Fax: 581-3601

Jónas Örn Jónasson hdl.Lögheimar ehf lögmannsstofa – RemaxÞönglabakka 1109 ReykjavíkSími: 520-9565Fax: 520-9551

Lögmannsstofa IngimarsIngimarssonar hdl. sfHúsi verslunarinnar, 6.hæðKringlunni 7103 ReykjavíkSími: 553-1910Fax: 553-1960

Ingibjörg Elíasdóttir hdl.Eignamiðlun Norðurlands ehfStrandgötu 3600 AkureyriSími: 461-2900Fax: 461-2902

Gísli Tryggvason hdl.Talsmaður neytendaBorgartúni 21, 2.hæð105 ReykjavíkSími: 510-1100 Fax: 510-1101

Nýtt aðsetur:

Edda Sigrún Ólafsdóttir hdl. Lögmannsstofa Eddu SigrúnarÓlafsdóttirKlapparstíg 1101 ReykjavíkSími: 561-5763Fax: 562-5763

Sveinn Guðmundsson hdl.Juralis – LögmennNóatúni 17105 ReykjavíkSími: 533-5858Fax: 533-5859

Hallvarður Einvarðsson hrl.Juralis – LögmennNóatúni 17105 ReykjavíkSími: 533-5858Fax: 533-5859

Einar Gautur Steingrímsson hrl.Lögmenn Eiðstorgi ehfBorgatúni 33105 ReykjavíkSími: 562-9888Fax: 561-7266

Guðmundur ÞórðarsonLögmannsstofu GuðmundarÞórðarssonar hdl., Firmus, fasteigna-, firma &atvinnutækjasalaHlíðarsmára 9201 ReykjavíkSími: 5172600Fax: 517-2604

HÞ Lögmenn ehfLokastíg 6101 ReykjavíkSími: 511-1812Fax: 511-1815

Page 40: ögmannablaðið · 2006. 3. 17. · setti þingið en Helgi Jóhann-esson, hrl. og formaður LFMÍ, sleit því. Vorþing Eins og venja er á vorþingum var endað með kokteil

INNHEIMTA ÁN LANDAMÆRA

Við innheimtum vanskilakröfur í öllum heimsálfum

í samstarfi við TCM Group International Ltd.

Meðal viðskiptamanna okkar eru leiðandi

viðskiptabankar, útflytjendur og þjónustufyrirtæki.

Kostnaður er bundinn árangri!

- enginn árangur enginn kostnaður!

Ingólfsstræti 3 • 101 Reykjavík • S: 552 7500 • Fax 552 [email protected] • www.tcm.is • www.tcmgroup.com