heimili & hönnun

12
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Kristín Jónsdóttir Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Listmunauppboð í Gallerí Fold Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Forsýning alla helgina í Gallerí Fold föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17, þriðjudag kl. 10–17 (þau verk sem boðin eru upp á þriðjudag) mánudaginn 7. september og þriðjudaginn 8. september uppboðin hefjast kl. 18 Eldhúsið er hjarta heimilisins Marta Rún Ársælsdóttir og Arnór Eyvar Ólafsson festu kaup á fallegri íbúð í Bryggjuhverfinu í sumar. Marta er mikil áhuga- manneskja um mat og eyðir miklum tíma í eldhúsinu. Með dyggri aðstoð frá afa sínum gerði hún draumaeldhúsið að veruleika. M arta Rún Ársælsdóttir starfar í húsgagnaversl- uninni Norr11. „Þar næ ég að tengja saman mín tvö helstu áhugamál, hönnun og mat. Í frí- tíma mínum eyði ég svo óendan- legum tíma í að lesa uppskrifta- bækur, prófa nýjar uppskriftir og blogga um þær.“ Marta er einn af meðlimum bloggsíðunnar Femme. is þar sem hver bloggari hefur sitt sérsvið og er Marta iðin við að setja inn uppskriftir af girnilegum rétt- um og kokteilum. Handlaginn afi Marta og Arnór keyptu íbúðina í sumar og fluttu inn fyrir tveimur mánuðum. „Fyrir mér er eldhús- ið algjört aðalatriði og því fannst mér skipta miklu máli að taka það í gegn. Við höfðum hins vegar ekki alveg ráð á að skipta út eldhúsinn- réttingunni svo við leituðum að Marta Rún er mikil áhugamanneskja um mat og prýða margar fallegar matreiðslubækur hillurnar í eldhúsinu. Nýjasta gersemin er nýútkomin bók Jamie Oliver: Everyday Super Food, en hann er í miklu uppáhaldi hjá Mörtu. Mynd/Hari. Marta og Arnór máluðu innréttinguna og settu veggfóður á milli. Ljósin eru frá Lýs- ingu og hönnun og perurnar eru frá House Doctor og keyptar í Fakó. Við gluggann hefur Marta sett upp fallegan kaffibar. Mynd/Hari Veggfóðrið er úr hollensku netversluninni Behangfabriek sem sendir nú til Íslands, þökk sé Mörtu. Mynd/Hari. ódýrari lausnum,“ segir Marta. Hún tók því til sinna mála og fór með einn skáp úr innréttingunni í Slippfélagið og fékk ráðgjöf frá varð- andi málningu sem hentaði viðnum. Í framkvæmdunum fékk hún dygga aðstoð frá afa sínum, Gesti Guðna- syni. „Málningarvinnan var mikið þolinmæðisverk og áttum við afi dýrmætar samverustundir á meðan þessu stóð. Á milli umferða drukk- um við svo ófáa kaffibolla.“ Marta hefur nú komið sér upp sérstökum kaffibar við gluggann. „Kaffivélin er án efa mest notaða eldhústækið.“ Veggfóður frá Hollandi Marta hafði ákveðnar hugmyndir um hvernig hún vildi hafa vegginn fyrir neðan efri skápana. „Ég fæ mikinn innblástur á Pinterest og veggfóðrið fann ég þar. Mig langaði að flísaleggja vegginn, en það er bæði dýrt og óhentugt ef mig langar svo að breyta aftur. Ég fann hollenska netverslun á Pinterest, Behangfabriek, sem sendir ekki til Íslands, en ég ákvað að senda þeim tölvupóst og þeir bættu bara Ís- landi við listann hjá sér.“ Veggfóðrið er hannað fyrir eldhús og á að þola hita og fituslettur. Það kemur sér vel því Marta er dugleg að halda matar- boð. Í þeim koma barstólarnir við eyj- una einnig að góðu gagni. „Þegar vin- konurnar eru mættar geta þær tyllt sér við eyjuna og sötrað rauðvín á meðan ég klára að elda,“ segir matar- bloggarinn Marta Rún. Erla María Markúsdóttir [email protected] 40 heimili og hönnun Helgin 4.-6. september 2015

Upload: frettatiminn

Post on 23-Jul-2016

244 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Heimili, hönnun, lífstíll, Fréttatíminn

TRANSCRIPT

Page 1: Heimili & hönnun

Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is

Kristín Jónsdóttir

Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna.

Listmunauppboðí Gallerí Fold

Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is

Forsýning alla helgina í Gallerí Foldföstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17,

þriðjudag kl. 10–17 (þau verk sem boðin eru upp á þriðjudag)

mánudaginn 7. septemberog þriðjudaginn 8. september

uppboðin hefjast kl. 18

Eldhúsið er hjarta

heimilisinsMarta Rún Ársælsdóttir og Arnór Eyvar Ólafsson festu kaup á fallegri íbúð í Bryggjuhverfinu í sumar. Marta er mikil áhuga-

manneskja um mat og eyðir miklum tíma í eldhúsinu. Með dyggri aðstoð frá afa sínum gerði hún draumaeldhúsið að veruleika.

M arta Rún Ársælsdóttir starfar í húsgagnaversl-uninni Norr11. „Þar næ

ég að tengja saman mín tvö helstu áhugamál, hönnun og mat. Í frí-tíma mínum eyði ég svo óendan-legum tíma í að lesa uppskrifta-bækur, prófa nýjar uppskriftir og blogga um þær.“ Marta er einn af meðlimum bloggsíðunnar Femme.is þar sem hver bloggari hefur sitt sérsvið og er Marta iðin við að setja

inn uppskriftir af girnilegum rétt-um og kokteilum.

Handlaginn afiMarta og Arnór keyptu íbúðina í sumar og fluttu inn fyrir tveimur mánuðum. „Fyrir mér er eldhús-ið algjört aðalatriði og því fannst mér skipta miklu máli að taka það í gegn. Við höfðum hins vegar ekki alveg ráð á að skipta út eldhúsinn-réttingunni svo við leituðum að

Marta Rún er mikil áhugamanneskja um mat og prýða margar fallegar matreiðslubækur hillurnar í eldhúsinu. Nýjasta gersemin er nýútkomin bók Jamie Oliver: Everyday Super Food, en hann er í miklu uppáhaldi hjá Mörtu. Mynd/Hari.

Marta og Arnór máluðu innréttinguna og settu veggfóður á milli. Ljósin eru frá Lýs-ingu og hönnun og perurnar eru frá House Doctor og keyptar í Fakó. Við gluggann hefur Marta sett upp fallegan kaffibar. Mynd/Hari

Veggfóðrið er úr hollensku netversluninni Behangfabriek sem sendir nú til Íslands, þökk sé Mörtu. Mynd/Hari.

ódýrari lausnum,“ segir Marta. Hún tók því til sinna mála og fór með einn skáp úr innréttingunni í Slippfélagið og fékk ráðgjöf frá varð-andi málningu sem hentaði viðnum. Í framkvæmdunum fékk hún dygga aðstoð frá afa sínum, Gesti Guðna-syni. „Málningarvinnan var mikið þolinmæðisverk og áttum við afi dýrmætar samverustundir á meðan þessu stóð. Á milli umferða drukk-um við svo ófáa kaffibolla.“ Marta hefur nú komið sér upp sérstökum kaffibar við gluggann. „Kaffivélin er án efa mest notaða eldhústækið.“

Veggfóður frá HollandiMarta hafði ákveðnar hugmyndir um hvernig hún vildi hafa vegginn fyrir neðan efri skápana. „Ég fæ mikinn innblástur á Pinterest og veggfóðrið fann ég þar. Mig langaði að flísaleggja vegginn, en það er bæði dýrt og óhentugt ef mig langar svo að breyta aftur. Ég fann hollenska netverslun á Pinterest, Behangfabriek, sem sendir ekki til Íslands, en ég ákvað að senda þeim tölvupóst og þeir bættu bara Ís-landi við listann hjá sér.“ Veggfóðrið er hannað fyrir eldhús og á að þola hita og fituslettur. Það kemur sér vel

því Marta er dugleg að halda matar-boð. Í þeim koma barstólarnir við eyj-una einnig að góðu gagni. „Þegar vin-konurnar eru mættar geta þær tyllt sér við eyjuna og sötrað rauðvín á

meðan ég klára að elda,“ segir matar-bloggarinn Marta Rún.

Erla María Markúsdóttir

[email protected]

40 heimili og hönnun Helgin 4.-6. september 2015

Page 2: Heimili & hönnun

Allt að sjötíu prósenta afsláttur af sýningarvörum

Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG ATH! 15% AFSLÁTTUR Í VEFVERSLUN epal.is*4.-6. SEPTEMBER.HANS J. WEGNER, ARNE JACOBSEN, BORGE MOGENSSEN, PHILIPPE STARCK, ERIK MAGNUSSEN, OFL.

Skeifan 6 / 5687733 / www.epal.is

*afsláttur á gjafavöru

Page 3: Heimili & hönnun

GERÐU KRÖFUR

Eik Cabin harðparket frá Balterio í planka stærðinni 189x1261x8mm.Hágæða harðparket með lokaðri fösun og framúrskarandi áferð, með slitþoli sem kemur verulega á óvart. Balterio er einn af virtustu framleiðendum heims á hágæða harðparketi sem stenst tímans tönn.

Suðurlandsbraut 20 108 Reykjavík Sími: 595 0500 www.egillarnason.is Opnunartímar: mánudaga - föstudaga kl. 9–18 og laugardaga kl. 11–15

Page 4: Heimili & hönnun

GERÐU KRÖFUR

Eik Cabin harðparket frá Balterio í planka stærðinni 189x1261x8mm.Hágæða harðparket með lokaðri fösun og framúrskarandi áferð, með slitþoli sem kemur verulega á óvart. Balterio er einn af virtustu framleiðendum heims á hágæða harðparketi sem stenst tímans tönn.

Suðurlandsbraut 20 108 Reykjavík Sími: 595 0500 www.egillarnason.is Opnunartímar: mánudaga - föstudaga kl. 9–18 og laugardaga kl. 11–15

Page 5: Heimili & hönnun

volundarhus.is · Sími 864-2400

VERÐTILBOÐ - GESTAHÚS 25 m² með 9 m² y�rbyggðri verönd

kr. 1.599.000,- án fylgihluta.

kr. 1.899.000,- með fylgihlutum og

byggingarnefndar teiknisetti.

Grunnmynd og nánari

upplýsingar á heimasíðu

volundarhus.is

www.volundarhus.is

Vel valið fyrir húsið þitt

HAUSTTILBOÐÁ GESTAHÚSUM OG GARÐHÚSUM

VH/14-04

34 mm bjálki / Tvöföld nótun

TILBOÐ - GARÐHÚS 9,9 m² - án gólfskr. 299.900,- án fylgihluta

kr. 339.900,- m/fylgihlutum

70 mm bjálki / Tvöföld nótun

28 mm bjálki / Einföld nótun

TILBOÐ - GARÐHÚS 9,7m²

kr. 269.900,- án fylgihluta

kr. 299.900,- m/fylgihlutum

TILBOÐ - BARNAHÚS 2,2m²kr. 149.900,- án fylgihluta

kr. 169.900,- m/fylgihlutum

28 mm bjálki / Einföld nótun

50% afsláttur af �utningi á

GARÐHÚSUM og GESTAHÚSUM

á allar þjónustu-stöðvar Flytjanda.

GESTAHÚS og GARÐHÚS

sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður

Sjá �eiri GESTAHÚS og

GARÐHÚS á tilboði á heimasíðunni volundarhus.is

Vönduð húsgögn og falleg gjafavaraHeimahúsið er fjölskyldurekið fyrirtæki sem flytur inn mikið úrval af húsgögnum alls staðar að úr heim-inum. PB Home er sænskt hönnunarmerki sem á það sameiginlegt með Heima-húsinu að vera fjölskyldurekið fyrirtæki. Vönduð húsgögn og falleg gjafavara frá PB Home eru fáanleg í Heimhúsinu.

H elsta ástr íða sænsku hjónanna Pia og Benn er klassísk nútímahönnun.

Árið 1991 varð PB Home til, en þannig náðu þau að tvinna saman áhugamál og störf sín. Þau líta þó ekki á fyrirtækið sem vinnu, heldur sem hluta af fjölskyldunni, sem hefur farið stækkandi með ár-unum. PB Home er nú alþjóðlegur heildsali fyrir innanhúshönnunar-vörur ásamt því að vera með eigin framleiðslu. Tæp 25 ár eru frá því að Pia og Benn seldu sitt fyrsta húsgagn og eiga þau tryggan hóp viðskiptavina sem hefur fylgt þeim alla tíð. PB Home hefur hlotið ýms-ar viðurkenningar fyrir vörur sín-ar, en fyrirtækið vann til dæmis til verðlauna fyrir bestu vöruna á alþjóðlegri hönnunarsýningu í Singapore.

Húsgögn og gjafavörur frá PB Home eru fáanlegar hjá Heimahús-

inu í Ármúla 8. Meðal húsgagna má nefna skápa, sófaborð og stóla og meðal gjafavara má nefna lampa, spegla, bakka, ilmkerti, kerta-stjaka og fleiri smávörur. Í október á Heimahúsið von á stórri sendingu af gjafavörum frá PB Home og í desember mun verslunin fyllast af fallegum viðarhúsgögnum frá PB

Home. Heimahúsið hefur nú opnað glæsilega nýja heimasíðu þar sem hægt er að skoða vöruúrvalið og finna tengla á þau hönnunarmerki sem í boði eru. Nánari upplýsingar má nálgast á www.heimahusid.is

Unnið í samstarfi við

Heimahúsið

Tempere eldhús- eða borðstofustóll

frá PB Home.

Riri hægindastóll ásamt fótskemli frá PB Home.

Ný skemmtilega lífleg teppi úr merino ull og bómull frá Sveinbjörgu. Koma í stærð 140x100 cm og með tveimur mynstrum í fjórum litum. Lít-il örsaga fylgir hverju teppi – kósí í stofuna sem og í barna-herbergið. Fást hjá Epal, Dúka, Kraum og Garðheim-um sem og á sölustöðum um land allt. www.sveinbjorg.is

Litríkt haust

Fimm öpp fyrir heimiliðHeima er best, það er einfaldlega bara þannig. En heimilin eru jafn misjöfn eins og þau eru mörg. Á sumum heimilum á hver hlutur sinn stað en á öðrum er sífellt verið að raða upp á nýtt, breyta og bæta. Ef þitt heimili tilheyrir seinni flokknum ættir þú að kíkja á eftirfarandi lista yfir fimm öpp sem eru kjörin fyrir áhugafólk um innanhúshönnun.

Color Snap Sniðug og skemmtileg lausn fyrir þá sem ætla að fara að mála til að máta hina ýmsu liti. Notast er við litagrunn frá Sherman-Williams. Appið getur einnig greint liti eftir myndum sem hlaðið er inn og virkar því á báða vegu. Color Snap inniheldur yfir 1500 liti sem má leika sér með á ýmsa vegu. Appið hefur nýlega verið uppfært og er því í toppstandi.Frítt fyrir Android og iOS

Pinterest Vinsældir Pinterest hafi vaxið hratt og keppir það nú við samfélagsmiðila líkt og Facebook og Instagram. Pinterest appið er algjör gullnáma fyrir fólk í framkvæmdaham því þar má finna fjöldann allan af myndrænum hugmyndum og tenglum á DIY (do it yourself) verkefni og með réttu leitarorðunum má finna innlit inn á dásamlega falleg heimili. Frítt fyrir Android og iOS

Houzz Hvort sem þú ert að endurbyggja eða skreyta heimilið er Houzz app fyrir þig. Appið hefur að geyma yfir sjö milljónir mynda af fallegum heimilum og hægt er að flokka mynd-irnar eftir stíl, rýmum og staðsetningu. Myndirnar koma frá hinum og þessum fagaðilum úr innanhúsgeiranum, svo sem arkitektum, smiðum og hönnuðum. Houzz er á lista New York Times yfir bestu öppin fyrir heimilið.Frítt fyrir Android og iOS

Homestyler Langar þig að sjá hvernig einstaka húsgögn og innan-stokksmunir taka sig út í íbúðinni þinni áður en þú kaupir þau? Homestyler gerir þér það kleift auk fjölda annarra möguleika. Þú getur til dæmis tekið mynd af herbergi og hannað það algjörlega eftir þínu höfði í þrívídd með appinu og deildu því svo með öðrum notendum. Með því að skoða hönnun frá öðrum notendum er svo hægt að fá fjöldann allan af hugmyndum um hvernig hægt er að setja saman alls konar rými. Homestyler fær frábæra einkunn frá notendum sínum. Það komst til að mynda í hóp bestu „appanna“ frá Apple árið 2013 og tímaritið Architectural Digest telur Homestyler vera meðal innanhúsappa sem ekki sé hægt að lifa án.Frítt fyrir Android og iOS

IKEA Catalogue Nýi IKEA bæklingurinn datt inn um lúguna á heimilum landsins fyrir stuttu. Þeir sem vilja grípa í bæklinginn hvenær sem er geta glaðst yfir því að nú er hægt að sækja IKEA appið. Auk þess býður appið upp á aðra skemmtilega möguleika. Með því að skanna ákveðnar síður í prentaða bæklingum með appinu fæst aðgangur að fleiri myndum, myndböndum og hægt er að skoða rýmin í 360°. Með hjálp þrívíddartækni er svo mögulegt að sjá IKEA húsgögn fyrir sér í sínu eigin rými.Frítt fyrir Android og iOS

Sveinbjörg kynnir

44 heimili og hönnun Helgin 4.-6. september 2015

Page 6: Heimili & hönnun

HLÍÐASMÁRA 1 • 201 KÓPAVOGUR • 534 7777 • modern.is ÞITT HEIMILI – ÞÍN STUND

Í rúm 60 ár hefur Minotti staðið í fremstu röð ítalskra húsgagnaframleiðenda og

á þeim tíma átt stóran þátt í að móta og auka veg ítalskrar hönnunar og tísku.

Gríðarleg tæknikunnátta og ómæld virðing fyrir handverki er galdurinn á bak við

tímalausa hönnun Minotti þar sem listfengi, þægindi og gæði mynda eina heild.

Perry sófaborð ⁄ Minotti

ÍTÖLSK GÆÐAHÖNNUN FRÁ MINOTTI

Anderson Quilt ⁄ MinottiJensen hægindastóll ⁄ Minotti

OPIÐ VIRKA DAGA KL. 11–18

LAUGARDAGAKL. 11–16

Page 7: Heimili & hönnun

heimili og hönnun PB

EikImpressive

Vatnshelt harðparket með Hydra Seal.

Meiri pressun í millikjarna og 100% lokuð fösun á milli borða.

25 ára ábyrgð.

Allt að 10 sinnum meira rispuþol en áður.

Krókhálsi 4110 Reykjavík

Sími 567 1010www.parket.is

Opnunartímar: mánudaga - föstudaga kl. 10–18 og laugardaga kl. 11–15

Page 8: Heimili & hönnun

EikImpressive

Vatnshelt harðparket með Hydra Seal.

Meiri pressun í millikjarna og 100% lokuð fösun á milli borða.

25 ára ábyrgð.

Allt að 10 sinnum meira rispuþol en áður.

Krókhálsi 4110 Reykjavík

Sími 567 1010www.parket.is

Opnunartímar: mánudaga - föstudaga kl. 10–18 og laugardaga kl. 11–15

Page 9: Heimili & hönnun

„Ég held að Íslendingar séu hrifnir af finnskri hönnun því þeir eiga margt sam-eiginlegt með Finnum, til dæmis smekk og húmor,“ segir Maarit Kaipainen, einn af eigendum Finnsku Búðarinnar sem opnaði nýverið sína aðra verslun sem staðsett er í Kringlunni. Mynd/Hari.

Finnska Búðin opnar í KringlunniFinnska Búðin opnaði nýverið sína aðra verslun. Aðdáendur finnskrar hönnunar geta nú glaðst því að í nýju búðinni, sem staðsett er í Kringlunni, er boðið upp á enn meira úrval af vörum frá þekktum finnskum merkjum eins og Marimekko og Iittala. Upprunalega verslunin við Laugaveg mun starfa áfram og þar mun sama góða stemningin ráða ríkjum.

H ugmyndin að Finnsku búðinni varð til í finnskri sögustund í Norræna hús-

inu fyrir rúmlega þremur árum,“ segir Maarit Kaipainen, einn af eigendum búðarinnar. „Við Satu Rämö hittumst þar með börnin okkar sem eru hálf-finnsk og hálf-íslensk. Við erum báðar viðskipta-fræðingar að mennt og erum auk þess vanar að gera hluti frekar en að hugsa um hluti. Búðin varð því fljótt að veruleika.“ Þriðji eigand-inn, Piia Mettälä, bættist svo við fljótlega. Búðarreksturinn er meira og minna fjölskylduverkefni. „Við viljum alltaf gera allt sjálf og finnst mikilvægt að vera sýnileg í búðinni og skapa þannig hlýja og heimilis-lega stemningu,“ segir Maarit.

Vildu kynna finnska hönnun fyrir ÍslendingumFinnska Búðin hefur nú verið starf-rækt á Laugavegi 27 í þrjú ár í fal-legu bakhúsi. „Við seljum finnska hönnun sem okkur langaði að kynna fyrir Íslendingum, til dæm-is glervöru, gjafavöru og fatnað,“ segir Maarit. Meðal merkja má nefna Marimekko sem er þekkt fyrir mikil gæði, litríka hönnun og klassísk og vel sniðinn fatnað. „Rýmið á Laugaveginum er lítið og þegar við tókum inn aukið úrval af fatnaði fórum við að horfa í kringum okkur eftir stærra húsnæði,“ segir Maarit. Finnska Búðin opnaði svo sína aðra verslun í Kringlunni í síð-asta mánuði.

Múmínálfarnir alltaf vinsælastir„Við erum staðsett á 3. hæð, á svo-kölluðum Bíógangi sem er verið

að endurhanna og betrumbæta um þessar mundir,“ segir Maarit. Nýja verslunin er rúmgóð og einkennist vöruúrvalið að mestu leyti af fatn-aði og skóm. Auk þess má finna fal-lega fylgihluti, töskur, barnaföt og glervörur frá Iittala í versluninni. Í haust mun svo bætast jafnt og þétt við vöruúrvalið. „Við vorum að fá fallegar sendingar af trévörum og skarti frá Aarikka og lífrænum

skinnvörum frá Marita Huurinai-nen,“ segir Maarit. Múmínálfarnir verða svo að sjálfsögðu fyrirferðar-miklir í Finnsku Búðinni, enda al-gjört eftirlæti Íslendinga. Aðspurð um þennan mikla áhuga Íslend-inga á finnskri hönnun segir Ma-arit það tengist líklega því hversu líkar þjóðirnar eru. „Íslendingar og Finnar eru með svipaðan húmor og smekk. Íslendingar treysta auk þess finnskri hönnun.“

Unnið í samstarfi við

Finnsku Búðina

Sími 412 2500 - [email protected] - www.murbudin.is

Kletthálsi Reykjavík

Reykjanesbæ

Á MÚRBÚÐARVERÐI

DEKA PROJEKTINNIMÁLNING

Deka Projekt 10, 10 lítrar (stofn A)

6.990Deka Projekt 05, 10 lítrar (stofn A)

6.195Deka Projekt 02, 10 lítrar (stofn A)

5.390

Sími 412 2500 - [email protected] - www.murbudin.is

Kletthálsi Reykjavík

Reykjanesbæ

Á MÚRBÚÐARVERÐI

DEKA PROJEKTINNIMÁLNINGINNIMÁLNING

Deka Projekt 10, 10 lítrar (stofn A)

6.990Deka Projekt 05, 10 lítrar (stofn A)

6.195Deka Projekt 02, 10 lítrar (stofn A)

5.390Deka Projekt 05,

Þ að var alltaf ætlunin að bæta fleiri dýrum við Pyropet fjöl-skylduna,“ segir Þórunn, en

hún hannaði fyrsta kertið, Kisu, þegar hún var við nám við Royal College of Art í London árið 2011. Kertið lítur út eins og saklaus kett-lingur við fyrstu sýn en inni í vax-inu er falin beinagrind sem birtist óvænt eftir að kveikt hefur verið á kertinu. Fuglinn Bíbí bættist svo við fyrr á þessu ári, en hann er til tveim-ur litum, gulum og grænum. Í vetur munu svo hreindýrið Dýri og kanín-

an Hoppa bætast í hópinn. PyroPet fjölskyldan verður því að kjarnafjöl-skyldu. „Hreindýrið er búið að vera frekar lengi á teikniborðinu, en það var frekar tæknilega flókið í fram-kvæmd vegna hornanna sem koma upp úr vaxinu,“ segir Þórunn. Fleiri nýjungar eru væntanlegar með haustinu, þar á meðal svört Kisa, en hún hefur hingað til aðeins ver-ið fáanleg í bleikum og gráum lit. Svarta kisan mun koma í búðir um næstu mánaðamót í tilefni hrekkja-vökunnar.

Pyropet fjölskyldan

stækkarVöruhönnuðurinn

Þórunn Árnadóttir hefur slegið í gegn með

kertum sínum sem hún hannar ásamt Dan

Koval undir merkjum Pyropet. Kisa og Bíbí

hafa notið mikilla vin-sælda á heimilum víðs

vegar í heiminum og í vetur mun fjölga í

Pyropet fjölskyldunni.

Hreindýrið Dýri verður

fáanlegt í hvítu og bláu.

Kanínan Hoppa verður fáanleg í hvítu og bleiku. Myndir/Þórunn Árnadóttir.

Í tilefni hrekkjavökunnar verður Kisa fáanleg í svörtum lit í haust.

48 heimili og hönnun Helgin 4.-6. september 2015

Page 10: Heimili & hönnun

frá Lyon í Frakklandi þróuðu þessa gleraugnalínu sem þjónar þörfum trend- og tískumeðvitaðra,beggja vegna Atlantsála. Gleraugun hafa slegið í gegn í hönnunarbúðum austan hafs ogvestan, ekki síst í hinni trendsetjandi Colette í París sem og Selfridges og Conran í London.Sama er upp á teningnum hjá MoMA, verslun nýlistasafns New York borgar, þar segjastmenn ekki hafa undan að fylla hillurnar af þessari skemmtilegu vöru. Gleraugun fást ístyrkleikum +1 +1,5 +2 +2,5 og +3. Þau koma í klassískum og retró formtýpum og fást ífjölda glaðra lita, með silkimjúkri áferð. Þeim er pakkað í verklegt filthulstur sem síðan er ísnotri öskju og sanngjarnt verð þessara trendý gleraugna kemur skemmtilega á óvart.

SólglerauguÁ sólríkum sumardögum er notalegt að sitja utan dyra með kaffibolla eða annan góðan drykk,líta í blöðin, lesa bók eða sýsla við annað það sem krefst óskertrar sjónar. Því eru See Conceptlesgleraugun jafnframt til sem sólgleraugu í öllum sömu styrkleikum. Að sjálfsögðu fást líkavenjuleg sólgleraugu frá þessum ágætu drengjum.

UppfinningarverðlaunSem fyrr segir hófu 3 franskir námsmenn, þeir Xavier Aguera, Charles Brun og QuentinCouturier, að hanna eins konar loníettur fyrir foreldra sína til að nota þegar þeir fundu ekkigleraugun sín. Að námi loknu snéru þeir sér aftur að þessari hugmynd, svona með hálfum

huga og í einhverju bríaríi skröpuðu þeir saman fyrir 50 prótótýpum, sem þeir komu fyrir íbönkum og pósthúsum til að sjá hvernig þeim yrði tekið. Loníetturnar hreint út sagt slóu ígegn og færðu ungu mönnunum uppfinningarverðlaunin: Innover Entreprendre d‘ESCP-Europe sem hjálpaði þeim að fjármagna næsta þrep, fjöldaframleiðslu vörunnar. Eitt leiddiaf öðru og þessir athafnasömu menn byggðu á undraskömmum tíma upp fyrirtækið SeeConcept. Með flottri hönnun og skemmtilegu tvisti hafa þeir stýrt framleiðslu sinni beint inní vinsælustu hönnunarbúðir heims, jafnframt því sem þeir hafa unnið til frekari verðlauna.

See Concept gleraugun fást í ÉgC í Hamraborg, Pennanum Kringlunni,Laugavegi 77 og Akureyri, sem og Minju á Skólavörðustíg.

V Ö N D U Ð N Ý J U N G Í L E S G L E R A U G U M

KR

AFTA

VER

K

Fæst núnalíka í

Pennanum

Page 11: Heimili & hönnun

Einstök safari ferð til Tanzaniu á slóðir villtra dýra, ósnortinna náttúru og fornrar menningar.

Tanzania 22. janúar – 4. febrúar

Við sjáum óviðjafnanlegt dýralíf í sínu náttúrulega umhverfi og kynnumst menningu heimamanna m.a. Masai þjóðflokknum. Ferðin er eitt ævintýri, einstök upplifun sem lætur engan ósnortin.

*Verð per mann í 2ja manna herbergi

675.900.-* 675.900.-*

588-8900Transatlantic.is

Innifalið:Allt flug með sköttum og gjöldum. Allur flutningur milli staða með 5–7 manna safaríbílum. Innlendur og íslenskur fararstjóri.Gisting og matur á upptöldum (eða sambæri-legum) gististöðum eins og er í ferðalýsingu.Öll gjöld vegna aðgangs í þjóðgarða eins og lýst er.Fararstjóri er Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, eigandi TanzaNice Farm í Tansaníu.

588-8900Transatlantic.is

Innifalið:Allt flug með sköttum og gjöldum. Allur flutningur milli staða með 5–7 manna safaríbílum. Innlendur og íslenskur fararstjóri.Gisting og matur á upptöldum (eða sambæri-legum) gististöðum eins og er í ferðalýsingu.Öll gjöld vegna aðgangs í þjóðgarða eins og lýst er.Fararstjóri er Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, eigandi TanzaNice Farm í Tansaníu.

588 8900 – transatlantic.is Eldhúsið í húsinu að Skildinganesi 32 (1960) er opið og tengist helstu umferðaræð-um hússins, úr forstofu upp í svefnálmuna á efri hæð en einnig inn í dagstofurnar með útsýni út á hafið. Litasamsetning eldhússins er einföld en eitt af því sem einkenndi Kristínu var að nota fáa liti til að gera rýmið áhrifameira fremur en marg-brotna litasamsetningu. Ljósmyndir/David Frutos.

Hugsýnn híbýlafræðingur og frumkvöðullKristín Guðmundsdóttir var fyrst Íslendinga til að nema innan-hússarkitektúr og færa það nýjasta í þeirri kunnáttu til Íslands. Nýverið kom út bók um feril hennar og framlag til íslenskrar hönnunar. Halldóra Arnardóttir listfræðingur ritstýrði bókinni sem ber heitið Kristín Guðmundsdóttir – híbýlafræðingur.

Kristín Guðmundsdóttir við vinnu á teiknistofunni á Laugarásvegi 71 árið 1960. Ljósmynd/Úr einkasafni Kristínar

Opið hús sunndudaginn 6. september, kl. 15-15.30.

Til sölu

Tilboð óskast

Glæsilegt einbýliVel staðsett 288 m2 einbýlishús með góðri 90 m2 aukaíbúð og bílskúr, neðst Kópavogsmegin í Fossvogsdalnum.Staðsetningin er einstök með göngustíga í allar áttir en jafnframt í hjarta höfuðborgarsvæðisins.Um er að ræða fallegt fjölskylduhús með heitum potti og rúmgóðum palli. Góðar leigutekjur er hægt að hafa af aukaíbúð- inni en henni fylgir sérinngangur og sérbílastæði.

Brekkutún 13, 200 Kópavogur

Frekari upplýsingar á fasteignavef Mbl.

Helgin 4.-6. september 2015

Page 12: Heimili & hönnun

Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is

Opið: Mán. - föst. kl. 09-18 Lau-gardaga kl. 11-15

innréttingardanskar

í öll herbergi heimilisins

Fjölbreytt úrval aF hurðum, Framh-liðum, klæðningum og einingum, geFa þér endalausa möguleika á

að setja saman þitt eigið rými.

við hönnum og teiknum Fyrir þigKomdu með eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði.

sterkar og glæsilegar

þitt er valiðÞú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði.

betr

i sto

Fan

Hugmyndin að bók-inni spratt út frá útvarpsviðtali sem ég tók við Kristínu Guðmundsdóttur

árið 2006 fyrir RÚV í þáttaröðinni Borgin í hugskoti mannsins, segir Halldóra Árnadóttir.“ Í aðdraganda viðtalsins sagði Kristín við Hall-dóru: „Já, þetta kemur nú ekki oft fyrir, ég er ávallt annað hvort kona mannsins mín, móðir barnanna minna eða systir bróður míns.“ Halldóra komst að því í viðtalinu að hér væri á ferðinni fagmann-eskja sem hafði frá mörgu að segja en hafði ekki endilega fengið hljómgrunn á sínum tíma.

„Það var erfitt að hasla sér völl á sviði arkitektúrs og innanhúss-hönnunar í samfélagi sem stjórnað var af karlmönnum. Ég vildi því að gefa Kristínu rödd í gegnum bók sem myndi fjalla um hugmyndir hennar og innanhússinnréttingar og reyna að setja þær í samhengi við þær samfélagslegu aðstæður sem hún upplifði bæði í Chicago þar sem hún stundaði nám sitt og Íslandi,“ segir Halldóra. Uppruna-lega stóð til að bókin kæmi út á ní-ræðisafmæli Kristínar, en vinnsla bókarinnar tók heldur lengri tíma en Halldóra gerði ráð fyrir í fyrstu, eða rúmlega tvö ár. „Það náðist því ekki, en hún fékk bókina á árinu sem hún varð 92 ára í staðinn,“ segir Halldóra.

Frú Vigdís leit upp til KristínarKristín var aðeins tvítug þegar hún steig um borð í Brúarfoss árið 1943, í miðju stríði, sem sigldi síðan yfir Atlantshafið og lagðist að bryggju í New York 21. júlí. Hún stundaði nám í innanhúss-arkitektúr við Northwestern há-skólann í Chicago og sneri heim til Íslands fjórum árum seinna. Talað er um að hún hafi komið heim með ameríska eldhúsið. „Kristín átti frumkvæði að mörgum nýjungum í innanhúss arkitektúr, sérstaklega hvað varðar hönnun eldhúsinnrétt-inga og notkun litasamsetninga. Hún var fyrst til að halda þeim við-horfum á loft að eldhúsið, sem þá var einkum vinnustaður kvenna, þarfnaðist heildstæðs skipulags þar sem tekið væri tillit til hagræð-ingar í fyrirkomulagi innréttinga, og innleiðingar vinnusparandi heimilistækja,“ segir Halldóra.

Kristín innleiddi jafnframt nýjan hugsunarhátt gagnvart eldhúsinu og heimilinu. „Sú hugsun hefur haft áhrif á uppbyggingu bókar-innar og val á meðhöfundum allt eftir sérsviðum og þekkingu hvers og eins,“ segir Halldóra. Meðal höfunda sem eiga kafla í bókinni er Vigdís Finnbogadóttir. Hún talar meðal annars um hversu mikil fyrirmynd Kristín var. „Hún var falleg, flott og smart þegar hún kom heim frá Bandaríkjunum 1947 og við skólastelpur í Reykjavík, margar væntanlegir sérfræðingar í einhverju fínu, vildum í laumi allar verða eins og hún,“ skrifar Vigdís í aðfaraorðum bókarinnar.

Eldhús sem standast tímans tönnVið gerð bókarinnar kom spænski ljósmyndarinn David Frutos sér-staklega til landsins til að taka ljós-myndir af völdum innréttingum Kristínar. „Þessi sjónræni þáttur er mikilvægur því eitt markmiða bókarinnar var að sýna fram á hversu nútímaleg eldhúsin eru enn, þrátt fyrir háan aldur. Þau eiga enn fullt erindi til komandi kynslóðar og fræða fólk enn um eiginleika eldhússins,“ segir Hall-dóra.

Við nánari skoðun á verkum Kristínar sést hve stíllinn hennar á vel við þá strauma sem eru ríkjandi í innanhússhönnun í dag. „Þetta þýðir aðeins að Kristín var á undan sínum tíma. Hún bar hug-myndir heim frá Bandaríkjunum,

Við, skólastelpur í Reykjavík, margar væntanlegir sér-fræðingar í ein-hverju fínu, vildum í laumi allar verða eins og hún.

bæði varðandi tækjabúnað í eld-húsum og efnis-og litaval. Nú er gert ráð fyrir öllum þessum þáttum en nýjungarnar lágu líka í því að undirbúa eldhúsin fyrir nýja matreiðslu. Kristín kom með margar uppskriftir frá Bandaríkjunum og kenndi bæði húsmæðrum og Hús-mæðraskólum að matreiða þær,“ segir Halldóra. Í bókinni má finna nokkrar þessara uppskrifta sem lesendur geta spreytt sig á.

Þörfin fyrir þessa umræðu hefur greinilega þótt tímabær. Á meðan undirbúningur bókar-innar stóð yfir fékk Halldóra einstök viðbrögð hjá helstu rannsókna- og hönnunar-

sjóðum. „Sem dæmi má nefna RANNÍS, Hagþenki, Miðstöð íslenskra bókmennta, Hús-friðunarsjóð, Hönnunarsjóð Auroru og Hönnunarsjóð. Svo má ég til með að nefna Kristínu sjálfa og fjölskyldu hennar. Án trausts þeirra og stuðnings hefði bókin aldrei orðið til.“

Erla María Markúsdóttir

[email protected]

Kristín Guðmundsdóttir – híbýla-fræðingur, er nýútkomin bók um feril híbýlafræðingsins og frumkvöðulsins

Kristínar Guðmundsdóttur. Hið íslenska bókmenntafélag sér um útgáfu.

heimili og hönnun 51 Helgin 4.-6. september 2015