heimsferðir haust og vetur 2013 - 2014

16
Haust & vetur 2013-2014 SÓLARFERÐIR I SKÍÐI I SÉRFERÐIR I BORGIR I GOLF I SIGLINGAR Heimsferðir • Skógarhlí› 18 • Sími 595 1000 • heimsferdir.is

Upload: olafur-kristjansson

Post on 07-Mar-2016

235 views

Category:

Documents


5 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: Heimsferðir haust og vetur 2013 - 2014

1

Haust&vetur2013-2014

SÓLARFERÐIR I SKÍÐI I SÉRFERÐIR I BORGIR I GOLF I SIGLINGAR

Heimsferðir • Skógarhlí› 18 • Sími 595 1000 • heimsferdir.is

Page 2: Heimsferðir haust og vetur 2013 - 2014

Kanarí í allan vetur

Frá 90.500 kr.*í 13 nætur

Cran Canaria – vinsælasti sólaráfangastaður Íslendinga á veturna.

Frá kr. 102.000 í 13 næturNetverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í smáhýsi með tveimur svefnherbergjum.Netverð m.v. 2 fullorðna í smáhýsi með einu svefnherbergi kr. 129.900 á mann. Sértilboð 2. janúar í 13 nætur með 12.000 króna bókunarafslætti.

Parque Cristobal Enska ströndin

Falleg smáhýsi sem voru endurnýjuð árið 2006 á frábærum stað, miðsvæðis á ensku ströndinni. Fallegur sundlaugagarður með góðri sólbaðsaðstöðu, tveimur sundlaugum, barnalaug og nuddpotti. Skemmtidagskrá og fjölbreytt afþreying í boði, m.a. barnaleiksvæði, barnaklúbbur, spilasalur, líkamsræktaraðstaða, þvottaaðstaða, setustofa o.fl. Á hótelinu eru 151 smáhýsi með 1 eða 2 svefnherbergjum. Góð eldhúsaðstaða, m.a. með örbylgjuofni, ísskáp, kaffivél o.fl. Í smáhýsunum er baðherbergi með hárþurrku, gervihnattasjónvarp, sími, öryggishólf (leiga) og verönd með húsgögnum. Gestamóttaka er opin allan sólarhringinn. Veitingastaðir, bar og fjölbreytt þjónusta er í boði á hótelinu. Góður valkostur með frábæra staðsetningu á ensku ströndinni.

* Parque Sol – Netverð m.v. 2 fullorðna og 2 börn í smáhýsi með 2 svefnherbergjum. Netverð á mann m.v. 2 fullorðna kr. 118.900 í íbúð með einu svefnherbergi.Sértilboð 2. janúar í 13 nætur með 15.000 króna bókunarafslætti. Ath. verð getur hækkað án fyrirvara.

Page 3: Heimsferðir haust og vetur 2013 - 2014

3

Frá kr. 127.800 í 7 nætur með hálfu fæði Netverð m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi með hálfu fæði. Netverð kr. 139.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. Sértilboð 19. febrúar í 7 nætur með 12.000 króna bókunarafslætti.

Frá kr. 119.900 í 7 nætur með allt innifaliðNetverð m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi með allt innifalið. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 144.800. Sértilboð 26. febrúar í 7 nætur með 13.000 króna bókunarafslætti.

Eugenia Victoria Enska ströndin

Fallegt hótel í hjarta Ensku strandarinnar. Valkostur fyrir þá sem vilja búa vel, en á hagstæðu verði. Öll herbergi með loftkælingu, sjónvarpi, síma, ísskáp, baðherbergi og svölum. Hálft fæði er innifalið og á hótelinu eru veitingastaðir, barir, fallegt sundlaugasvæði og glæsileg heilsulind fyrir hótelgesti. Góður kostur á góðu verði. Möguleiki á að kaupa gistingu með „öllu inniföldu“ gegn aukagjaldi.

Hálft fæði eða allt innifalið – frábært verð

Turbo Club Apartments MaspalomasGóð íbúðagisting sem er vel staðsett á Maspalomas svæðinu. Stór og fallegur hótelgarður með tveimur sundlaugasvæðum og góðri sólbaðsaðstöðu. Fjölbreytt aðstaða í boði, m.a. nuddpottur, mini-golf, tennisvöllur auk barnaklúbbs. Fjölbreytt þjónusta er í boði fyrir gesti, m.a. internetaðstaða, sjónvarpsherbergi, lítil verslun, veitingastaður, sundlaugarbar og margt fleira. Skemmtidagskrá er í boði á hótelinu.Íbúðirnar eru með einu svefnherbergi, baðherbergi og stofu með svefnsófa og eldhúsaðstöðu auk sjónvarps og öryggishólfs. Stutt frá hótelinu er Holiday World skemmtigarðurinn. Frí hótelskutla er frá hótelinu á Maspalomas ströndina.Hér er „allt innfalið” á meðan á dvöl stendur, þ.e. allar máltíðir (morgun-, hádegis- og kvöldverður) og innlendir drykkir frá kl. 10-23 (áfengir og óáfengir) og fleira.

Allt innifalið – frábært verð

Frá kr. 109.600 í 7 nætur með allt innifaliðNetverð m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með einu svefnherbergi með allt innifalið. Netverð m.v. 2 fullorðna í ibúð kr. 125.600. Sértilboð 12. febrúar í 7 nætur með 12.000 króna bókunarafslætti.

Frá kr. 149.900 í 7 nætur með allt innifaliðNetverð m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi. Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 169.900.Sértilboð 29. janúar í 7 nætur með 11.000 króna bókunarafslætti.

Hotel Gran Canaria Princess Enska ströndinMjög gott og fallegt 4 stjörnu hótel í Princess hótelkeðjunni. Herbergin eru öll jafnstór og smekklega innréttuð með loftkælingu, vel búnu baðherbergi með hárþurrku, gervihnattasjónvarpi, öryggishólfi, litlum kæliskáp, síma og svölum eða verönd. Alla almenna þjónustu, s.s. verslun, veitingastaði og bar er að finna á hótelinu. Garðurinn er mjög stór og með tennisvöllum, upphitaðri sundlaug, sólbekkjum ásamt góðu leiksvæði og mini-golfi fyrir börnin. Einnig er hægt að komast í borðtennis og billjard og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Hotel Barcelo Margaritas Enska ströndinMjög gott 4 stjörnu hótel, sem býður bæði uppá herbergi og fallegar íbúðir í annarri álmu. Hótelið er staðsett á ensku ströndinni og þykja herbergin björt og fallega innréttuð. Herbergi eru ýmist með sjávarsýn, útsýni yfir sundlaugina eða önnur útisvæði hótelsins. Öll herbergi eru með svölum, loftkælingu, síma og gervihnattasjónvarpi. Þá eru baðherbergi með baðkari og hárþurrku. Vel búnar íbúðir með síma, sjónvarpi, öryggishólfi, kæliskáp. Garðurinn er fallegur með barnalaug, sundlaug með fossi og upphitaðri sundlaug. Hér er bar, veitingastaður og tveir snarlbarir. Leiksvæði fyrir börnin og skemmtidagskrá á daginn og kvöldin.

Allt innifalið – frábært verð

3

Kana

Allt innifalið – frábært verð

Page 4: Heimsferðir haust og vetur 2013 - 2014

Los Tilos Enska ströndin

Einn vin sæl asti gisti staður Heims ferða, beint á móti Yum bo Cent er, með góð um garði og góðri þjón ustu. Í búð ir eru með einu svefn her bergi, stofu, eld húsi, baði og svöl um út í garð. Veit inga stað ur og bar og mót takan er opin all an sól ar hring inn. Sími í í búðum og pen inga sjón varp. Frá bær stað setning.

Dorotea Enska ströndin

Vinsæll valkostur hjá farþegum Heimsferða, í hjarta Ensku strandarinnar. Hótelið er rétt við gilið og skammt frá verslunarmiðstöðinni Yumbo. Stuttur gangur er niður að strönd. Vel búnar, snyrtilegar íbúðir með tveimur svefnherbergjum, stofu, eldhúsi, baði og svölum. Peningasjónvarp er í íbúðum. Í garðinum er sundlaug, barnalaug og barnaleiksvæði. Lítil móttaka er á jarðhæð. Örstutt í verslanir og þjónustu.

Roque Nublo Enska ströndin

Einn aðalgististaður Heimsferða til margra ára. Margir af okkar viðskiptavinum vilja hvergi annars staðar vera en á þessu vel rekna hóteli. Staðsetningin er frábær, í hjarta Ensku strandarinnar, rétt fyrir ofan Yumbo Center. Snyrtilega innréttaðar íbúðir, með einu svefnherbergi, stofu, baði, eldhúsi og svölum. Móttakan er opin allan sólarhringinn og garðurinn er skjólgóður með góðri sundlaug. Veitingastaðir eru við hótelið og örstutt í alla þjónustu.

Sol Barbacan Enska ströndin

Mjög gott íbúðahótel, sem er frábærlega staðsett á ensku ströndinni. Margir Íslendingar þekkja hótelið, enda hefur það verið mjög vinsælt. Hægt er að velja á milli þess að gista í íbúð með einu eða tveimur svefnherbergjum. Auk þess eru í boði tiltölulega stór smáhýsi með tveimur svefnherbergjum. Hótelið er töluvert endurnýjað og nýverið var opnaður veitingastaður, sem snýr út að götu. Íbúðirnar er vel útbúnar með góðri eldhúsaðstöðu, m.a. með örbylgjuofni, ísskáp, kaffivél o.fl. Skemmtidagskrá í boði og góð aðstaða í sundlaugagarðinum.

Hotel Tabaiba Princess, MaspalomasMalpalomas

Glæsilegt hótel í Princess hótelkeðjunni í rólegu umhverfi í Maspalomas en aðeins 2 km frá miðbæ ensku strandarinnar. Snyrtileg og björt herbergi. Garðurinn er með “Tropical” ívafi, veitingastaður, diskótek, barir og góð sundlaug umkringd gerviströnd. Skemmtidagskrá á staðnum, leikfimi- og líkamsræktaraðstaða, tyrknesk böð, sauna og nuddstofur. Tennisvöllur og minigolf og stutt á Campo de Golf völlinn.

Parque Sol Enska ströndinSnyrtileg smáhýsi, staðsett við aðalgötuna á ensku ströndinni, rétt við Yumbo Center. Smáhýsin voru endurnýjuð árið 2006 og eru ýmist með 1 eða 2 svefnherbergjum. Lítill og vinalegur gististaður með alls 23 smáhýsi. Sundlaug og barnalaug í garðinum. Einfaldar íbúðir með fullbúnu eldhúsi, baði, miðstýrðri loftkælingu, sjónvarpi og öryggishólfi (gegn gjaldi). Verönd með húsgögnum og sólbaðsaðstöðu. Stutt í matvörubúð.

Page 5: Heimsferðir haust og vetur 2013 - 2014

5

Tenerife í allan vetur

Heimsferðir bjóða til glæsilegra ævintýra á Kanaríeyjunni vinsælu Tenerife í allt

haust og í allan vetur. Tenerife býður frábærar aðstæður fyrir ferðamanninn;

fallegar strendur, glæsilega gististaði, fjölbreytta afþreyingu og stórbrotna

náttúru. Í boði er fjölbreytt úrval gististaða á vinsælustu svæðunum á Tenerife á

einstökum kjörum.

Hingað sækja einstaklingar, pör og barnafjölskyldur til að njóta loftslagsins, frábærs

strandlífs og fjölbreyttrar afþreyingar að ógleymdum góða matnum sem í boði er.

Hotel Iberostar Bouganville Playa Afar gott hótel sem er staðsett skammt frá ströndinni. Hér er mjög fjölbreytt þjónusta í boði og góður aðbúnaður fyrir gesti. Fjölbreytt úrval afþreyingar og verslana í grenndinni. Á hótelinu eru veitingastaður, barir, sundlaugarbar, barnaleiksvæði, lítil verslun, hárgreiðslustofa o.fl. Stór og fallegur garður með tveimur sundlaugum og barnalaug. Góð sólbaðsaðstaða með sólbekkjum og sólhlífum. Herbergin eru með loftkælingu, síma, gervihnattasjónvarpi, öryggishólfi (leiga), baðherbergi og svölum eða verönd. Skemmtidagskrá í boði á daginn og á kvöldin. Fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar s.s. borðtennis, tennis, billiard, líkamsræktaraðstaða o.fl. Hálft fæði er innifalið, morgun- og kvöldverðarhlaðborð. Möguleiki er að kaupa gistingu með „öllu inniföldu“ gegn aukagjaldi.

Frá kr. 114.900 með hálfu fæði í 7 næturNetverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í herbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 133.500 á mann. Sértilboð 30. janúar í 7 nætur með 11.000 króna bókunarafslætti.

Hálft fæði eða „allt innifalið“

Frá 88.900 kr.í 7 nætur *

*Parque Santiago – Netverð á mann fyrir 2 fullorðna með 2 börn í íbúð með einu svefnherbergi. Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í studio íbúð kr. 109.800. Sértilboð 30. janúar í 7 nætur með 11.000 króna bókunarafslætti.

Page 6: Heimsferðir haust og vetur 2013 - 2014

Hotel JacarandaHotel Jacaranda er á góðum stað á Costa Adeje aðeins um 500 metra frá Fanabé ströndinni. Hér eru tveir glæsilegir sundlaugargarðar með góðri sólbaðsaðstöðu og fjölda sundlauga. Fallegur foss tvinnar saman efra og neðra sundlaugarvæðið. Á fossbrúninni er fallegur sundlaugarbar. Skemmtidagskrá og dans á hverju kvöldi. Nóg er einnig við að vera fyrir börnin; barnaklúbbur og diskótek, úti- og innileiksvæði auk þriggja barnasundlauga. Herbergi eru með gervihnattasjónvarpi, síma minibar (leiga), baðherbergi og svölum eða verönd og þau rúma allt að þrjá fullorðna eða tvo fullorðna og tvö börn. Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

H10 Las PalmerasAfar vel staðsett hótel í H10 hótelkeðjunni á amerísku ströndinni. Gengið beint úr garðinum á strandgötuna. Á hótelinu er góð og fjölbreytt þjónusta. Veitingastaðir, barir, tvær sundlaugar, tennisvellir o.fl.. Herbergin eru notalega innréttuð, ekki mjög stór, en öll með sjónvarpi, síma, öryggishólfi (leiga) og minibar (ef óskað er eftir). Skemmtidagskrá á daginn og kvöldin og einnig er lifandi tónlist á barnum nær öll kvöld.

Adonis Isla Bonita

Hotel Isla Bonita og Jardin Isla Bonita eru staðsett á Playa Fanabe svæðinu á Costa Adeje og einungis í um 300 metra frá ströndinni. Gestir okkar dvelja á Hotel Isla Bonita en geta nýtt sér aðstöðuna á Jardin Isla Bonita, kjósi þeir það. Á hótelinu eru 219 herbergi, nokkuð einföld en hlýleg.

H10 ConquistadorGlæsilegt afar vel staðsett hótel á amerísku ströndinni, alveg við ströndina. Frábær aðbúnaður og fjölbreytt þjónusta í boði. Garðurinn er einstaklega fallegur með sundlaug og góðri sólbaðsaðstöðu. Í miðri sundlauginni er bar þar sem gott er að sitja og virða fyrir sér mannlífið. Á hótelinu eru nokkrir barir og veitingastaðir, innilaug og glæsileg heilsulind sem býður fjölbreytta þjónustu. Herbergin eru notaleg, ekki mjög stór, og vel búin með síma, sjónvarpi, öryggishólfi og svölum eða verönd. Ath. hægt er að bóka herbergi með sjávarsýn gegn aukagjaldi.

Villa Adeje Beach – íbúðahótelVel staðsett íbúðahótel á Costa Adeje svæðinu í einungis um 100 metra frá iðandi mannlífinu, búðum, börum og veitingastöðum. Þá eru um 500 metrar á Torviscas ströndina við Costa Adeje.

Hótelið var endurnýjað árið 2007. Allar íbúðir eru með eldhúsaðstöðu þar sem er ofn, plata með tveimur hellum, ísskápur. Þá er sjónvarp, sími, öryggishólf og svalir eða verönd í öllum íbúðum. Hér er bar, veitingastaður, sund laugabar og lítið „diskótek“. Þá er líkams-ræktar aðstaða, gufubað, billiardborð og margt fleira í boði.

Hálft fæði eða „allt innifalið“ Hálft fæði eða „allt innifalið“

Hálft fæði eða „allt innifalið“ „Allt innifalið“

HG TENERIFE SUR HOTEL SIESTA BITACORA VULCANO

PLAYA REAL RESORT DREAM VILLA TAGORO DREAM GRAN TACANDE SHERATON LA CALETA

Meðal annarra gististaða í boði:

Frá kr. 119.400 í 14 nætur með allt innifaliðNetverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með allt innifalið.Netverð m.v. 2 fullorðna í studio íbúð með allt innifalið kr. 155.900 á mann. Sértilboð 16. janúar í 14 nætur með 15.000 króna bókunarafslætti.

Page 7: Heimsferðir haust og vetur 2013 - 2014

7

Tene

rifeHotel Iberostar

Las Dalias Notalegt og gott hótel sem er staðsett skammt frá ströndinni (um 500 m.) og í nágrenni við fjölda verslana og fjölbreytta afþreyingu. Hótelið hefur nýlega verið endurnýjað. Hér er góður aðbúnaður og mjög fjölbreytt afþreying í boði fyrir gesti.

Á hótelinu er veitingastaður, bar, setustofa, sundlaugarbar, barna-leiksvæði, lítil verslun o.fl. Góður sund-laugagarður með tveimur sundlaugum auk barnalaugar. Góð sólbaðsaðstaða með sólbekkjum og sólhlífum. Notaleg herbergi með loftkælingu, síma, gervihnattasjónvarpi, öryggishólfi (leiga), baðherbergi og svölum eða verönd. Skemmtidagskrá í boði á daginn og á kvöldin. Barnaklúbbur fyrir 4-12 ára börn. Mjög fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar s.s. borðtennis, strandblak, bogfimi, tennis, billiard auk líkamsræktaraðstöðu, o.fl.

Frá kr. 109.900 með hálfu fæði í 7 næturNetverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í fjölskyldu herbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 122.900 á mann. Sértilboð 5. febrúar í 7 nætur með 14.000 króna bókunarafslætti.

Hálft fæði eða „allt innifalið“

Parque Santiago – íbúðir Parque Santiago er ákaflega skemmti-legt og líflegt íbúðahótel með stórum garði, mjög fjölbreyttri afþreyingu og mikilli þjónustu. Hótelið er á besta stað á Playa de Las Americas, við strönd, verslunarmiðstöðvar, veitingastaði og bari. Ekki er nema 10 mínútna gangur eftir strandgötunni til litla bæjarins Los Cristianos.

Á hótelinu er mjög fjölbreytt þjónusta, sniðið að þörfum fjölskyldufólks. Undir hótelbyggingunni er verslunarmiðstöð og á hótelinu eru veitingastaðir, barir, tveir stórir sundlaugagarðar (við hvora byggingu) og nýlega var sett upp ákaflega skemmtilegt vatnaleiksvæði í garðinum. Hægt að ganga úr garðinum og beint á ströndina.Hér eru studíóíbúðir, íbúðir með einu svefnherbergi og íbúðir með tveimur svefn-herbergjum, vel búnar, með eldunaraðstöðu, baðherbergi og svölum eða verönd.

Hotel Bahia Principe Bahía Principe er sannkallað lúxushótel - byggt í glæsilegum stíl. Hér er „allt innifalið“, þ.e. morgun-, hádegis- og kvöldverður auk innlendra drykkja. Staðsett fyrir utan Playa de las Americas svæðið, en hér er allt til staðar sem maður óskar sér í fríinu; stór og glæsileg sundlaugasvæði, fallegir garðar og verslanir. Í göngufjarlægð er hinn fallegi smábær Playa Paraiso. Ótrúlega fjölbreytt úrval þjónustu og afþreyingar í boði, m.a. líkamsrækt með sauna og nuddpotti, tennis, mini-golf, barnaklúbbur, diskótek o.fl. Skemmtidagskrá á daginn og kvöldin. Frábær kostur ef þú vilt dekra við þig.

Frá kr. 134.700 með allt innifalið í 7 næturNetverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í junior suite. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 164.300 á mann.Sértilboð 30. janúar í 7 nætur með 13.000 króna bókunarafslætti.

„Allt innifalið“

Frá kr. 88.900 í 7 næturNetverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með einu svefnherbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í studio íbúð kr. 109.800 á mann. Sértilboð 30. janúar í 7 nætur með 11.000 króna bókunarafslætti.

Page 8: Heimsferðir haust og vetur 2013 - 2014

frá 9.900 kr. aðra leið með sköttum.

í haust, vetur og vorBillund og Kaupmannahöfn

BORGARVEISLA

Barcelona1. nóvember – 4 nætur1. maí – 4 næturFrá aðeins kr. 96.700 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði í 4 nætur á Hotel Atlantis. Sértilboð 1. nóvember með 10.000 króna afslætti.

Budapest3. október – 4 nætur23. október – 4 nætur17. apríl – 4 nætur1. maí – 4 næturFrá kr. 84.700Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði í 4 nætur á Hotel Mercure Metropol. Sértilboð 23. októ­ber með 10.000 króna afslætti.

Prag26. september – 4 nætur10. október – 4 nætur24. apríl – 4 nætur1. maí – 4 næturFrá aðeins kr. 85.500 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði í 4 nætur á Parkhotel Praha. Sértilboð 26. september og 10. október.

Róm10. október – 4 nætur31. október – 4 nætur24. apríl – 4 næturFrá aðeins kr. 134.900 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði í 4 nætur á Hotel Gioberti. Sértilboð 10. október með 15.000 króna afslætti.

Ljubljana17. október – 4 nætur30. apríl – 4 næturFrá aðeins kr. 89.000 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði í 4 nætur á Hotel Park, Sértilboð 17. október með 10.000 króna afslætti.

Kraká3. október – 4 næturFrá aðeins kr. 89.900 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði í 4 nætur á Hotel City . Sértilboð 3. október með 10.000 króna afslætti.

Page 9: Heimsferðir haust og vetur 2013 - 2014

Bratislava17. október – 4 nætur1. maí – 4 næturFrá aðeins kr. 84.800 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði í 4 nætur á Hotel Color. Sértilboð 17. október með 10.000 króna afslætti.

Vínarborg17. október – 4 nætur1. maí – 4 næturFrá aðeins kr. 89.900 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði í 4 nætur á Hotel Airo Tower. Sértilboð 17. október með 10.000 króna afslætti.

Madrid10. október – 3 næturFrá aðeins kr. 89.800 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði í 3 nætur á Hotel Florida Norte. Sértilboð 10. október með 10.000 króna afslætti.

Lissabon30. apríl – 4 næturFrá aðeins kr. 79.600Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði í 4 nætur á Hotel Eduardo VII. Sértilboð 30. apríl með 11.000 króna afslætti.

9

Page 10: Heimsferðir haust og vetur 2013 - 2014

Frá 149.900 kr.*á mann í tvíbýli

Heimsferðir bjóða beint leiguflug til Sikileyjar í byrjun

október á yndislegum tíma. Hitastigið er notalegt

og hentar bæði til sólbaða og fyrir þá sem vilja

verja tímanum til að skoða þessa stórbrotnu eyju. Flogið

er til Palermo og dvalið skammt frá strandbænum Cefalu

í 3 nætur, þá er haldið til austurstrandarinnar og dvalið á

ferðamannastaðnum Giardino Naxos í 4 nætur. Flogið til

Íslands frá Catania flugvelli á austurströndinni. Áhugaverðar

kynnisferðir eru í boði með íslenskum fararstjórum.

Fararstjórar: Ólafur Gíslason og Gréta Valdimarsdóttir

Spennandi kynnisferðir• Hálfsdagsferð til Cefalu• Dagsferð til Palermo og Monreale• Dagsferð að eldfjallinu Etnu og Taormina bænum• Dagsferð til Siracusa og Noto• Dagsferð / sigling til eyjanna Lipari og Vulcano

*Sértilboð: Dvalið á ströndinni í Giardini Naxos í 7 nætur á góðu 3* hóteli, Hotel Sporting Baia, skammt frá bænum Taormina. Verð: 149.900 á mann í tvíbýli 159.900 á mann í einbýliInnifalið: flug, skattar, gisting í 7 nætur með hálfu fæði inniföldu,akstur til og frá flugvelli erlendis. Íslensk fararstjórn frá 6­10 október.

Sérstakur bókunnarafsláttur 10.000 kr. á mann innifalinn.

3 nætur á Hotel Fiesta Garden Beach 3* á strönd Campoelica di Rocella / 4 nætur á Hotel Naxos Beach 3* í Giardini Naxos. Verð: 179.900 á mann í tvíbýli 205.900 á mann í einbýliInnifalið: flug, skattar, gisting í 7 nætur með hálfu fæði og drykkjum með kvöldverði, akstur til og frá flugvelli og á milli áfangastaða. Íslensk fararstjórn.

Sérf

erði

r

Sikiley

Madeira

3.-10. október

* Innifalið í verðdæmi: Flug, skattar, gisting í 8 nætur á Hotel Dorisol Buganvila 3* , 3 kvöldverðir, akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið: Kynnisferðir og annað sem ekki er tilgreint að ofan.

Frá 169.900 kr.* á mann í tvíbýli

22.-30. apríl 2014

Madeira er stundum nefnd „skrúð-

garðurinn í Atlantshafinu“ enda

með fádæmum gróður-sæl og

býr yfir einstökum náttúrutöfrum. Á eyjunni

ríkir afar þægilegt loftslag allan ársins

hring. Innan um tilkomumikil fjöll, vínekrur,

ávaxtagarða og fagran hitabeltisgróðurinn

hafa eyjaskeggjar skapað hina fullkomnu

aðstöðu ferðamannsins. Í boði eru góð 3ja,

4ra og 5* hótel sem staðsett eru skammt fyrir

utan höfuðborgina.

Fjölmargar spennandi kynnisferðir í boði, þar

sem farþegar kynnast töfrum þessarar fallegu

eyju.

Page 11: Heimsferðir haust og vetur 2013 - 2014

11

Sérf

erði

r

Aðventuferðir til Heidelberg 29. nóvember - 2. desember 6.-9. desember Fararstjóri: Erla Erlendsdóttir

Aðventuferðir hafa notið mikilla vinsælda á liðnum árum og hafa öðlast fastan sess í hjörtum margra. Heimsferðir bjóða uppá aðventuferðir til háskólaborgarinnar Heidelberg sem stendur við ána Neckar og er að flesta mati ein rómantískasta borg Þýskalands. Jólamarkaðurinn í Heidelberg er með eldri og þekktari jólamörkuðum í Þýskalandi. Hann opnar í lok nóvember og er opin fram að jólum og stemmningin er aldeilis frábær. Miðbærinn er fagurlega skreyttur og ljósum prýddur og fallegar byggingar borgarinnar búa til einstaka umgjörð um jólamarkaðinn. Í fagurlega skreyttum jólahúsum má finna alls konar skemmtilegan jólavarning, skreytingar, handverk, gjafavöru og góðgæti af ýmsu tagi. Dvalið á góðu 4* hóteli í miðbænum.

Verð kr. 119.900 á mann í tvíbýli. kr. 145.700 á mann í einbýli. Innifalið: Flug til og frá Frankfurt, skattar, gisting í 3 nætur á Hotel Crown Plaza 4* hótel í miðbænum með morgunverðarhlaðborði. Gönguferð um Heidelberg í fylgd fararstjóra . Akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 20 manns

Ekki innifalið: Fæði, aðgangseyrir á söfn,kastalann, tónleika og kynnisferðir.

Á Biblíuslóðum í landinu helga 11.-23. apríl – Páskar 2014 Fararstjóri: Borgþór Kjærnested

Í þessari ferð kynnast farþegar borgunum Jerúsalem, Betlehem og Nasaret í fylgd fararstjóra sem þekkir þessar merku borgir afar vel að eigin raun. Borgþór hefur ferðast um þetta landsvæði frá árinu 2003 og farið með hópa Íslendinga á þessar slóðir einu sinni til tvisvar á ári. Ferðin hefst á flugi til Helsinki þaðan er flogið um eftirmiðdaginn til Tel Aviv. Dvalið í Jerúsalem í 5 nætur, á sjötta degi er ekið að Galíleuvatni og þar dvalið í 2 nætur. Í lok ferðar er dvalið í Jerúsalem í 4 nætur. Ógleymanlegar og fræðandi kynnisferðir um kunnar söguslóðir Biblíunnar. Allar kynnisferðir eru innifaldar í verði.

Bratislava – Vín – Búdapest12.-16. september Fararstjóri: Héðinn S Björnsson

Skemmtileg 5 daga sérferð til Slóvakíu, Austurríkis og Ungverjalands. Dvalið í 4 nætur hinni fögru höfuðborg Slóvakíu Bratislava. Borgin hefur flest allt sem hugurinn girnist, menningu, verslun, iðandi mannlíf og stórkostlegar byggingar á hverju götuhorni. Bratislava stendur á bökkum Dónár, sem rennur í gegnum borgina. Á þriðja degi er siglt til Vínarborgar. Keisaralegt yfirbragð setur mikinn svip á borgina, enda var þar höfuðsetur austurrísku keisaranna í aldaraðir. Fallegar

byggingar og hallir á nær hverju horni. Daginn eftir er ekið til Budapest í Ungverjalandi Í borginni eru margar stórfenglegar byggingar, listaverk og sögulegar minjar. Má þar nefna Kastalahverfið, sem gnæfir yfir borgina og hina stórfenglegu Matthíasarkirkju, rústir Aquincum hinnar fornu borgar Rómverja, hellana og Gellért-hæðina með hinni 14 metra háu frelsisstyttu. Þessum 5 dögum er vel varið og margt að sjá og skoða en jafnframt er þess gætt að njóta líðandi stundar og hverrar borgar fyrir sig.

Verð:kr. 439.900 á mann í tvíbýli kr. 549.900 á mann í einbýli

Innifalið: Flug, skattar, gisting á 4* hótelum með hálfu fæði. Allar kynnisferðir samkvæmt ferðatilhögun í Ísrael og við Galíleuvatnið. Íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 20 manns.

Ekki innifalið: Hádegisverðir. Aðgangseyrir á önnur söfn en tilgreind eru í ferðalýsingu, siglingar, tónleikar og aðrar kynnisferðir.

ATH. Síðastu forvöð að bóka þessa ferð er 6.desember.

Allar nánari upplýsingar um ferðina veitir Borgþór S. Kjærnested, sími: 898-0359

Verð:kr. 159.900 á mann í tvíbýli. kr. 166.300 á mann í einbýli. Innifalið: Flug til og frá Bratislava, skattar, gisting í 4 nætur á Hotel Park Inn 4* hótel í miðbænum með morgunverðarhlaðborði. Kvöldverðir: 12,14,15 september. Kynnisferðir um Bratislava, Vín og Budapest. Sigling frá Bratislava til Vínar. Akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 20 manns

Ekki innifalið: Fæði og aðrar kynnisferðir en tilgreindar eru í ferðalýsingu.

Gönguferðir á Tenerife11.-18. September Fararstjóri: Trausti Hafsteinsson

Tenerife – oft nefnd “Paradísareyjan” er stærst af þeim sjö eyjum sem tilheyra Kanaríeyjunum. Eyjan nýtur sérstöðu fyrir einstakt náttúrufar og veðursæld. Á Tenerife er jafnt veðurfar allan ársins hring og eyjan því afar vinsæll áfangastaður fyrir vandláta ferðamenn. Eyjan er 2.034 km2 að flatarmáli og er eins og þríhyrningur í laginu og fer hún hækkandi eftir því sem nær dregur miðju og nær hámarki með fjallinu Teide sem er hæsta fjall Spánar í 3.718 m hæð. Dvalið verður í 5 nætur á góðu þriggja stjörnu hóteli í Puerto del la Cruz á noðurströnd Tenerife. Daglega er haldið í göngur um fjölbreytt landsvæðið. Á fimmta degi er ekið til suðurhluta eyjunnar og dvalið þar í 2 nætur. Þaðan er farið í dagsferð til nágranna eyjunnar La Gomera þar sem gengið er um í regnskógi Garajonay-þjóðgarðsins. Gönguferðir á Tenerife er sannarlega spennandi valkostur þar sem landslagið er margbrotið og útsýnið frábært.

Verð:kr. 185.700 á mann í tvíbýli kr. 219.500 á mann í einbýli

Innifalið: Flug, skattar, gisting á 3* hóteli með hálfu fæði. Akstur til og frá flugvelli, gönguferðir samkvæmt dagskrá. Dagsferð til La Gomera ásamt hádegisverði og íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 15 manns.

Ekki innifalið: Valfrjálsar kynnisferðir, aðgangseyrir að söfnum, kláfum og annað sem ekki er tilgreint í ferðalýsingu.

Page 12: Heimsferðir haust og vetur 2013 - 2014

Sigl

inga

r Siglingar með Costa Cruises

Sigling frá Evrópu til Karabíahafsins með Costa Luminosa 5.-26. nóvember – 17 nátta sigling Ítalía – Spánn – Marokkó – 6 daga sigling til Karíbahafsins – Bresku jómfrúeyjar – Dóminíska lýðveldið – Bahamaeyjar – Miami – Orlando

Sannkölluð draumasigling frá Evrópu til Karabíahafsins með viðkomu á fjölda spennandi áfangastaða. Flogið til Malpensa á Ítalíu með millilending í London. Frá Malpensa er ekið til Savona og dvalið þar í eina nótt. Sjötta nóvember hefst 18 daga sigling á vit ævintýranna í vestri. Í lok ferðar er gist í Orlando í 3 nætur. Ekki ólíklegt að borgarbúar séu komnir í mikið jólaskap á þessum tíma!

Netverð:kr. 355.900 á mann í tvíbýli í innri klefa / án glugga kr. 394.900 á mann í tvíbýli í klefa með gluggakr. 403.900 á mann í tvíbýlí í klefa með svölum / 4-5 þilarkr. 414.900 á mann í tvíbýli í klefa með svölum / 5-8 þilfar

Innifalið: Flug, gisting með morgunverði í Savona, 17 daga sigling með ÖLLU INNIFÖLDU (með einhverjum undantekningum), gisting án fæðis í Orlando. Akstur til og frá flugvelli erlendis og milli áfangastaða. Flugvallarskattar og hafnargjöld.

Ekki innifalið: Valfrjálsar kynnisferðir, aðgangseyrir á söfn, fæði og annað sem ekki er tilgreint að ofan. Þjórfé um borð á skipi er 7 Eur á mann á dag.

* Í slensk fararstjórn miðað við lágmarks þátttöku 20 manns * Bókunargjald á skrifstofu er 2.400 kr. á mann. * Staðfestingargjald er 80.000 kr. á mann.

Sigling frá Karabíahafi til Evrópu með Costa Luminosa24. mars - 18. apríl 2014 – 18 nátta sigling Orlando – Miami – 2ja daga sigling – Dóminíska lýðveldið – Tortola – Antigua – 6 daga sigling – Tenerife - sigling – Cadiz – Malaga – sigling – Marseille – Savona – San Remo.

Einstaklega áhugaverð 18 nátta sigling þar sem heimsóttar eru nokkrar þekktustu perlur Karíba- og Miðjarðarhafsins. Einnig fá farþegar góðan tíma að njóta þess að sigla frá Karíbahafi til Evrópu með lúxusskipinu Costa Luminosa. Í upphafi ferðar er dvalið í 3 nætur í Orlando. Ekið frá Orlando til Miami þaðan sem siglingin hefst. Í lok siglingar er dvalið 4 nætur í San Remo á ítölsku ríveríunni. Skemmtilegar og fræðandi kynnisferðir í boði frá hverjum áfangastað.

Netverð:kr. 397.600 á mann í tvíbýli í innri klefa / án glugga kr. 426.600 á mann í tvíbýli í klefa með gluggakr. 459.600 á mann í tvíbýlí í klefa með svölum / 4-5 þilarkr. 468.600 á mann í tvíbýli í klefa með svölum / 5-8 þilfar

Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur í Orlando án fæðis, 18 nátta sigling með fullu fæði, gisting í 4 nætur í San Remo með morgunverð. Kvöldverður 14. apríl. Akstur til og frá flugvelli erlendis og milli áfangastaða. Flugvallarskattar og hafnargjöld.

Ekki innifalið: Valfrjálsar kynnisferðir, aðgangseyrir á söfn, fæði og annað sem ekki er tilgreint að ofan. Þjórfé um borð á skipi er 7 Eur á mann á dag.

* Íslensk fararstjórn miðað við lágmarks þátttöku 20 manns * Bókunargjald á skrifstofu er 2.400 kr. á mann. * Staðfestingargjald er 80.000 kr. á mann.

Kúba26. nóvember – 12. Desember 2013Kaupmannahöfn – Havana – Varadero – Kaupmannahöfn

Ferð til Kúbu er ævintýri sem lætur engan ósnortinn, því ekki aðeins kynnist maður stórkostlegri náttúru- fegurð eyjunnar, heldur einnig þjóð sem er einstök í mörgu tilliti. Gamla Havana er ein fegursta borg frá nýlendutímanum lífsgleði eyjaskeggja er einstök og viðmót fólksins heillandi. Tónlistin ómar úr hverju horni í Havana. Þessi þokkafulla og heillandi blanda af rúmbu, mambo, latínu-jazz og salsa kemur manni alltaf í gott skap. Dvalið í 7 nætur í Havana og 7 nætur á hinni fögru strönd Varadero á hóteli með öllu inniföldu. Í lok ferðar er dvalið í eina nótt í Kaupmannahöfn þar sem farþegar njóta hinnar einstöku jólastemningar sem ávallt ríkir þar á þessum tíma.

Netverð:Kr 439.900 á mann í tvíbýli. Kr. 502.900 á mann í einbýli.

Innifalið: Innifalið: Flug, skattar, gisting í 2 nætur íKaupmannahöfn, 7 nætur í Havana og 7 nætur íVaradero. Allt innifalið í Varadero. Morgunverðurinnifalinn í Kaupmannahöfn og Havana. Akstur til og fráflugvelli og á milli áfangastaða. Íslensk fararstjórn miðaðvið lágmarksþátttöku 20 manns.

Ekki innifalið: Kynnisferðir, og ferðamannaáritun til Kúbu 4.900.- á mann og brottfararskattur á Kúbu.

Sérstakur bókunarafsláttur 10.000 kr. á mann innifalinn.

Dæmi um sértilboð frá Costa Cruises:Costa Luminosa– 10 daga sigling frá Miami um Karabíahafið. Brottfarir: 7 og 17 desember. Verð frá 89.000.- á mann í innri klefa ( án glugga ) – Innifalið: 10 daga sigling með fullu fæði og hafnargjöldum.

Costa Fascinosa – 18 daga sigling frá Savona á Ítalíu til Rio De Janeiro í Brasilíu.Brottför: 29. Nóvember Verð frá: 136.000.- á mann í innri klefa (án glugga) – Innifalið: 18 daga sigling með fullu fæði og hafnargjöldum

Costa Fortuna – 9 daga sigling frá Savona um MiðjarðarhafiðBrottfarir: 2, 11 og 20 nóvember Verð frá: 77.000.- á mann í innri klefa (án glugga) – Innifalið: 9 daga sigling með fullu fæði og hafnargjöldum

ATH: Verðdæmi: m.v. 12.ágúst. Öll tilboð þarf að sérpanta hjá skipafélaginu hverju sinni og fullgreiða við bókun.

Heimsferðir eru umboðsaðili Costa Cruises á Íslandi. Costa Cruises býður glæsileg lúxusskip sem sigla um Miðjarðarhafið, Eyjahafið og Atlanshafið að sumri til en á veturna sigla þeir um hið sólríka Karíbahaf ásamt spennandi siglingum í Suður­ Ameríku, Asíu og Mið Austurlöndum. Auk skipulaga hópferða bóka Heimsferðir siglingar, flug og gistingu fyrir einstaklinga og hópa allt eftri óskum hvers og eins. Á vefsíðu Heimsferða má sjá spennandi siglingar sem Costa Crusies býður á sérstökum afsláttar kjörum.

Page 13: Heimsferðir haust og vetur 2013 - 2014

13

Golfveisla Heimsferða á Spáni hefur svo sannarlega fengið magnaðar viðtökur hjá landanum. Næsta vor bjóðum við sem fyrr upp á hina sívinsælu staði Arcos Gardens, Costa Ballena, Montecastillo, og Novo Sancti Petri. Tryggðu þér ferðina í tíma.

Í golfferðum Heimsferða, er lögð áhersla á allir þættir séu fyrsta flokks.

1. okt. – 8. okt. – 7 nætur (örfá sæti laus á La Sella og Bonalba)8. -15. okt. – 7 nætur (örfá sæti laus)15. - 22. okt. – 7 nætur (uppselt)22. - 29. okt. – 7 nætur (laus sæti)

La S

ella

Golfveisla í haust og vetur... og næsta vor

Nánari upplýsingar og bókanir á heimsferdir.is

Ennþá örfá sæti laus á Alicante

Hotel Marriott La Sella Golf Resort

20. nóv. - 3. des. – 13 nætur (síðustu sætin)16. - 30. jan. – 14 nætur (laus sæti)30. jan. - 6. feb. – 7 nætur (laus sæti)6. - 13. feb. – 7 nætur (laus sæti)13. - 20. feb. – 7 nætur (laus sæti)

La GomeraVetrarferðir í nóvember, janúar og febrúar

Page 14: Heimsferðir haust og vetur 2013 - 2014
Page 15: Heimsferðir haust og vetur 2013 - 2014

15

Skíð

avei

slaHotel Reslwirt – LungauGlæsilegt og nýlegt hótel í hjarta Flachau byggt á gömlum merg í miðjum þorpskjarnanum. Næsta lyfta við hótelið er í göngufæri (um 100 m) í og er það Star Jet 1 lyftan, þar sem einnig er rekinn skíðaskóli og þar er líka barnalyfta. Herbergin eru mjög rúmgóð og fallega innréttuð með sér baðherbergi, sjónvarpi, síma, internettengingu og hárþurrku. Á hótelinu er bar, veitingastaður, leikherbergi fyrir börn og stórglæsileg heilsulind með sauna, ljósa- og hvíldarbekkjum.

Gasthof Stranachwirt – LungauÞetta er sérlega rólegt og notalegt 3ja stjörnu hótel í Lungau. Hótelið er fjölskyldurekið af dönskum hjónum sem sinna gestum sínum af alúð og fagmennsku. Herbergin eru mismunandi innréttuð en öll í þessum gamla austurríska fjallaskálastíl, með brakandi gólfum og þungum húsgögnum, sem gera þau aðlaðandi og hlýleg. Þau eru öll búin sjónvarpi, síma, baðherbergi og öryggishólfi. Þá er á hótelinu setustofa og bar ásamt veitingastað. Skíðarútan stoppar við hótelið.

Frá kr. 205.400 í 7 nætur með hálfu fæðiNetverð m.v. 2 fullorðna í herbergi. Sértilboð 18. janúar með 10.000 króna bókunarafslætti.

Frá kr. 109.900 í 7 næturNetverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð.Netverð m.v. 2 fullorðna í íbúð. Sértilboð 4. janúar með 12.000 króna bókunarafslætti.

Hotel Pongauerhof – FlachauFallegt hótel í um 5-10 mín. göngufjarlægð frá 8er-Jet skíðakláfnum og nokkrar mín. frá í miðbænum. Herbergi eru fallega innréttuð með baðherbergi, síma, sjónvarpi og svölum. Á hótelinu er sauna, hvíldaraðstaða, hitabekkir, ljósabekkir, líkamsræktaraðstaða, bar, veitingastaður, leikherbergi barna og internetaðstaða. Innifalið er morgunverðarhlaðborð og 4-réttaður kvöldverður. Skíðarúta fer á 7 mín. fresti að 8er-Jet kláfnum og Flachauwinkel lyftunni.

Frá kr. 149.600 í 7 nætur með hálfu fæðiNetverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í fjölskylduherbergi.Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 176.000 á mann. Sértilboð 18. janúar í 7 nætur með 10.000 króna bókunarafslætti.

Hotel Unterberghof – FlachauUnterberghof er fallegt 4 stjörnu hótel í göngufæri við 8-er Jet skíðakláfinn og gönguskíðabraut er rétt við bæjardyrnar. Þá er hægt að renna sér beint úr fjallinu og alla leið á hótel í lok dags. Herbergin eru vel innréttuð með sjónvarpi, síma, öryggishólfi og baðherbergi með hárþurrku. Á hótelinu er bar, reyklaus veitingastaður, ný heilsurækt með líkamsræktartækjum, sauna með vatnsgufubaði, hita- og ljósabekkjum. Hér er innifalið hálft fæði, morgunverður og þriggja rétta kvöldverður.

Frá kr. 144.700 í 7 nætur með hálfu fæðiNetverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í fjölskylduherbergi.Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 176.000 á mann. Sértilboð 11. janúar í 7 nætur með 10.000 króna bókunarafslætti.

Fjölskylduhótel – rekið af Íslendingum

Skihotel Speiereck – LungauGott og sérlega notalegt hótel í Lungau, vel staðsett og í göngufæri frá skíðalyftu svæðisins. Þá er þetta hótel fjölskyldurekið af Íslendingum og þjónustan er góð og á persónulegu nótunum og allt gert til þess að öllum líði sem best. Herbergin eru smekklega innréttuð á skemmtilegan hátt, búin þungum antikhúsgögnum og ekki öll eins innréttuð sem gefur heimilislegan stíl. Öll eru herbergin með baðherbergi og sjónvarpi. Á hótelinu er notalegur matsalur með bar og einnig er sauna og ljósabekkur í húsinu.

Frá kr. 109.700 í 7 nætur með hálfu fæðiNetverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í fjölskylduherbergi.Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 123.300 á mann. Sértilboð 11. janúar í 7 nætur með 12.000 króna bókunarafslætti.

Page 16: Heimsferðir haust og vetur 2013 - 2014