hin hÁlu Þrep -...

184
HIN HÁLU ÞREP

Upload: others

Post on 30-Dec-2019

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

HIN HÁLU ÞREP

Page 2: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

Hin hálu þrep Bjarni Bernharður Bjarnason

Kápa og myndir í bók: Bjarni Bernharður Bjarnason Letur í meginmáli: Adobe Garamond Pro 11,0/15

Útgefandi: Egoútgá[email protected]

Prentun: Leturprent

©

Hugtakið Copyleft á rætur sínar að rekja til forritunar á opnum kóða, þar sem hver sá sem notfærir sér kóða eftir annan skuldbindur sig til að

gefa út sína eigin útfærslu (endurgjaldslaust) sem opinn kóða, þ.e.a.s. gerir nýja kóðann aðgengilegan fyrir aðra (á netinu).

Hafir þú eignast þessa bók með löglegum hætti er þér frjálst að vitna í texta bókarinnar rafrænt, dreifa á netinu eða prenta til eigin nota, svo lengi

sem tilvitnanirnar notist ekki í ábataskyni. Ef þú prentar, þá taka samningar Fjölís um endurgjald fyrir ljósritun tafarlaust gildi. Vitnir þú í bókina

– og beitir sköpun – þá skuldbindur þú þig til þess að gefa út eigin verk frjáls til tilvitnunar, samkvæmt skilmálum Copyleft.

Vitnir þú í þessa bók, þá bætist meðfylgjandi texti við hið raf-ræna skjal:

„Tilvitnun samkvæmt skilmálum Copyleft. Verk: Bjarni Bernharður Bjarnason, Hin hálu þrep. Útgefandi: Egoútgáfan. Útgáfuár: 2015.

Notist ekki ábataskyni, og prentist aðeins út á pappír samkvæmt samningum Fjölís um endurgjald fyrir ljósritun úr vernduðum

erkum. Tilvitnun eftir [nafn þess er vitnar í textann].“

ISBN 978-9935-9153-7-5

©

Page 3: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

BJARNI BERNHARÐUR

HIN HÁLU ÞREP lífshlaup mitt

Egoútgáfan 2015

Page 4: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

4

AÐFARAORÐ

Minningar raðast ekki í tímaröð í undirvitundinni heldur eru þær í brotum, brotum sem hafa enga innbyrðis tengingu en samþættast í endurliti. Hugurinn er stöðugt að endurraða augnablikum jafnhliða því að skapa heildarmynd. Þræðir tímans togast á frá einu hólfi til annars í hugarheiminum og framkalla endurlifun. Vitundin er skip sem siglir á hvítum bárum tímaleysis, frjáls undan annmörkum tíma og rúms.

Mér varð fljótt ljóst að ef mér ætti að takast ætlunarverk mitt, að skrifa þessa bók, þá yrði ég að endurlifa sjálfan mig í þeim tíma sem atburðir gerðust og það yrði ekki átakalaust. Undanfarin ár hef ég ástundað heiðarlega sjálfskönnun, spurt mitt eigið sjálf um tilfinningaheim minn og sálarlíf. Og eins og við var að búast voru svörin misvísandi því að undirvitundin útskýrir reynsluheiminn með táknmyndum en það getur stundum verið þrautinni þyngra að lesa í slíkar myndir – en alla jafna: hinn innri maður lýgur ekki. Endurlitið var mér vissulega erfitt en um leið styrkti það mig og losaði um margar hugarflækjur.

Ég hef leitast við að forma hinar útmáðu línur fortíðar og láta myndbrotin raðast upp á hugartjaldinu, myndir jafnt frá barnæskunni og myrkustu tímum í lífi mínu. Kraftbirting undirvitundar tengir saman ytri og innri veruleika í endur-teknum formum sem þó eru síbreytileg.

Lesandanum kann að virðast að myndirnar sem ég bregð upp í þessari sjálfsævisögu minni séu absúrd og ekki trúverðug innsýn í veruleikann, en svo ótrúlegar sem lýsingarnar í bókinni eru, vil ég árétta að í einu og öllu hefur hið sanna og rétta verið fært í letur.

Page 5: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

5

Skákborð lífsins

Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans bregður fyrir myndum af tapskákum fortíðar

sem gleymast ei og eru mér víl. Í hugarfórum finnast líka sætir sigrar mér til vegsauka. Að stilla upp borði og tefla til þrautar er hinn rétti andi

– lífið er áskorun!

Page 6: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

Bjarni Bernharður Bjarnasson 14 ára

Page 7: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

Legg þú á djúpið

Page 8: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

8

Koss leðurblökunnar

Mér dvelstí dimmum hellibernsku minnar

þegar kyssti mig leðurblakan

hinn heiti kossskóp mér örlög

að feta slóðkaldra nátta

að landamærumljóss og myrkurs.

Page 9: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

9

Selfoss

Straumhart fljót rennur í gegnum sveitaþorp.Í byrjun aðventu árið 1950 leit þar dagsins ljós sveinbarn eitt,

afkvæmi hjóna af alþýðuættum. Móðirin var af ætt sjómanna af Norðurlandi en faðirinn af sunnlenskum bændaættum, maður fremur hæglátur, nokkuð einrænn og lokaður. Hann var af gamla skólanum, ákafur stuðningsmaður ungmennafélagshreyfingar-innar og tryggur Framsóknarflokknum, lærisveinn Jónasar frá Hriflu og hafði tekið próf með láði úr Samvinnuskólanum. Hann var stakur bindindismaður á tóbak og áfengi. Menntun hans kom honum þó að engu haldi í lífsbaráttunni því alla sína starfsævi vann hann sem verkamaður. Fátt var það sem sameinaði hjónin. Þau voru hrópandi andstæður hvort á sinn hátt, hann andlega sinnaður en hún veraldlega.

Lífsstíll fólks á þessum tímum var frábrugðinn því sem þekkist nú á dögum. Félagslíf einhæft og fábrotið og ekki nauðsynlegt til lífsfyllingar. Talsverður uppgangur var í þorpinu og kappnóga atvinnu að hafa. Gróði stríðsáranna hafði streymt þangað eins og í önnur byggðarlög og á tiltölulega skömmum tíma breyttist þetta þorp úr því að vera fámenn byggð í að vera meðalstórt sveitaþorp.

Page 10: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

10

Uppvaxtarár mín voru með svipuðu móti og annarra barna í þorpinu. Ég var að leik, sótti á sparkvelli eða undi mér á árbakkanum við að dorga. Þá var vissulega leitað færis á ýmsum óknyttabrögðum. Ég var ekki vinmargur en þeim mun tryggari þeim sem ég þekktist. Sex ára gamall byrjaði ég í vorskóla. Þetta fyrsta skref á menntaveginum þótti mér spennandi og tilkomumikið. Í vorskólanum var börnum veitt innsýn í hvað biði þeirra í skólakerfinu. Þegar í efri bekki kom tók ég að sýna af mér hyskni við námið og agabrot, geðslag sem einangraði mig og hamlaði eðlilegri þróun á námsbrautinni. Þótti ég uppivöðslusamur og ófyrirleitinn til munnsins. Á þeim tímum þótti slík hegðan hjá börnum baldni og ófyrirleitni og voru þau áminnt harðlega eða jafnvel refsað.

Heimili foreldra minna var í „Sænska húsinu“ sem var innflutt einingahús, tvílyft með múrklæðningu og steyptum kjallara. Í húsinu voru fjórar meðalstórar íbúðir og í kjallaranum var geymslurými íbúanna ásamt þvottaherbergi, þurrkherbergi og smíðakompu. Framhlið hússins sneri í norður og þar fyrir framan var hlaðvarpi en á bak við húsið voru þrír afgirtir grasblettir. Þegar foreldrar mínir fluttu í húsið gróðursettu þau trjáhríslur í sínum garðbletti. Móðir mín var natin garðyrkjukona og á vorin eyddi hún miklum tíma í garðinum við að hlúa að plöntum og gróðursetja. Þeim hjónum varð ellefu barna auðið og má nærri geta hvort ekki hafi oft staðið tæpt að ala önn fyrir svo stórum barnahóp. Faðir minn vann vaktavinnu við að afgreiða á bensínstöð kaupfélagsins og urðu tekjur hans að nægja til að framfleyta fjölskyldunni, en móðir mín var hagsýn og einhvern veginn tókst að ná endum saman.

Alsystkini mín töldu fimm stúlkur og fimm drengi. Ég var þriðji í röðinni. Þá átti móðir mín tvær dætur úr fyrri samböndum.

Page 11: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

11

Önnur þeirra ólst upp í Sænska húsinu en hinni hafði verið komið í fóstur í öðru byggðarlagi. Ekki sé ég ástæðu til að fara mörgum orðum um systkini mín í þessum skrifum mínum fyrir utan að segja frá einum bróður mínum. Þessi bróðir minn sem er árinu eldri en ég var ekki aðeins bróðir, hann var líka góður félagi – við vorum leikbræður. Það var eitthvað sem batt okkur saman þannig að við áttum mjög gott með að finna okkur auðnustundir í leik. Að líkindum er skýringin á þessari samveru okkar bræðra sú að báðir bjuggum við yfir listrænum gáfum og gátum því speglað okkur hvor í öðrum, sem hefur verið okkur á vissan hátt lífsfylling. Ég hef stundum orðað það svo að við séum „tvíburasálir“. Við bræður fylgdumst að fram eftir aldri uns leiðir skildu þegar hann fann konuefni sitt. Þegar það gerðist var óstöðugleiki í lífi mínu sem gerði mér erfitt fyrir að skilja tengsla slit okkar bræðra.

Page 12: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

12

Bræður

Hann situr á dyrapallinum og horfi út á ána . . .

hann er fimm ára snáði bróðir hans er árinu eldriog er byrjaður í vorskóla . . . það eru tveir hólmar í ánniá öðrum hólmanum vaxa hríslursem sólargeislarnir leika um – á bjartviðrisdögumlangar hann þangað úten áin er breið og djúp.

Umhverfis hinn hólmann fellur áin á flúðum.Í rökkrinuspeglast mánaljósið í straumröstinni

. . . þá heyrir hann fótatak í mölinni það er bróðir kominn heim úr skólanum.

Það þurfti auðvitað að beita fyrirhyggju við að fæða og klæða barnahópinn. Á haustin var tekinn sláturmatur sem var ýmist súrsaður, saltaður eða frystur. Á þeim tímum voru ekki frystikistur innan seilingar á heimilum eins og nú tíðkast heldur þurftu þorps-búar að taka á leigu frystihólf hjá Sláturfélagi Suðurlands. Fiskmeti var ódýrt í þá daga og haft á borðum eins oft og mögulegt var.

Page 13: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

13

En þrátt fyrir kröpp kjör fjölskyldunnar var aldrei tilfinnanlegur matarskortur á heimilinu og ekki þurftum við börnin heldur að líða fyrir vanefni í klæðaburði þótt ekki gætti sama íburðar og hjá börnum ríka fólksins. Það fólk sem ég kalla „ríkt“ myndi í dag vart teljast til efnaðra en í augum okkar fátæku barnanna í Sænska húsinu var um að ræða ríkidæmi. Hvað sem því líður þá er barnssálin alltaf viðkvæm fyrir veraldlegri fátækt vegna óttans við útskúfun. Krakkaormarnir hans Bjarna bensín í Sænska húsinu voru það sem kallað var „hornasir“ sem öðrum börnum þorpsins þótti ekki fýsilegt að vingast við, ekki fyrir það að þau hefðu skoðun á hvað fátækt væri, heldur var þeim innrætt í föðurhúsum að fátæka bæri að sniðganga. Þetta pláss mitt hefur sjálfsagt ekki verið neitt einsdæmi í landinu í svona forheimskandi hugsunarhætti.

Sandkassinn

Sjö ára gamall orti hann kvæðiog las upp í sandkassanum

hann var settur utan kassans.

Sex ára gamall var ég sendur á sveitaheimili í hálfan mánuð að vetrarlagi þegar móðir mín þurfti að fara til Reykjavíkur til að fæða barn. Var það langur tími fyrir mig, svo ungan. Á bænum bjó roskinn bóndi og kona hans ásamt þremur börnum milli tektar og

Page 14: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

14

tvítugs. Ég á nokkur minningabrot frá dvölinni á þessum bæ, eins og þegar ég skokkaði á eftir syni bóndans á köldum vetrardögum til fjárhúsanna að gefa sauðfénu. Þá er mér minnisstætt kvöld nokkurt í kafaldsbyl þegar ég stakk nefinu út fyrir dyrnar og horfði á þá feðga glíma við að taka naut af bílpalli. Ferðin heim aftur til föðurhúsanna í mjólkurbílnum er mér einkar minnisstæð fyrir þær sakir hve vetrarsólin skein glatt á framrúðu bílsins.

Þegar vel viðraði á sunnudögum að sumarlagi skrapp fjöl-skyldan gjarnan í heimsókn á sveitabæ í grenndinni þar sem faðir minn hafði alist upp. Á þessum bæ hafði nútímatæknin aldrei hafið innreið sína. Heyskapur fór allur fram með gamla laginu. Heimatún voru lítil og var því einkanlega sótt á engjar. Beitt var hestum fyrir heyvinnutæki og voru baggar handbundnir og reiddir heim. Bærinn var kominn til ára sinna, burstabær með baðstofu, skemmu, hlöðu og fjósi. Í bakhúsi við baðstofuna var hlóðaeldhús frá fyrri tímum. Þá var í afhýsi bak við bæinn, sérstakt nauthús. Bóndinn var völundur mikill á tré og járn og smíðaði velflest til búsins. Þá var hann laginn við að flétta tóg og reipi úr hrosshárum og smíða hagldir úr ærhornum. Afskekkt úti á hlaðinu stóð skemma og á þaki hennar var vindhani með ártalinu 1924. Ískemmunni var eldstæði þar sem bóndinn hamraði glóandi járnið. Bóndinn hafði tekið við búi eftir föður sinni og bjó þar lengstan part ævi sinnar ásamt konu sinni, systur, stjúpdóttur og börnum hennar tveimur sem voru drengir – en þeim hjónum hafði ekki orðið barna auðið. Ég fór stundum í heimsóknir á bæinn að vetrar-lagi þegar frí var í skólanum og lék mér við drengina sem voru á svipuðu reki og ég. Þeir áttu mikið af áhugaverðum leikföngum sem mér var fengur í að handleika. Bæjargöngin eru mér í fersku minni fyrir það hve löng og dimm þau voru og þurfti að þreifa sig áfram eftir þeim. Þá er baðstofuilmurinn og snarkið frá kabyssunni í eldhúsinu mér einkar minnisstætt. Mér þótti afar

Page 15: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

15

leyndardómsfullur blær yfir lífi þessa sveitafólks, allir hlutir höfðu

hagnýtt gildi og geymdu einhverja sögu. Og ógleymanleg voru kvöldin í baðstofunni þegar húsbóndinn las húslestur og kona hans og systir þeyttu rokkana eða unnu við tóvinnu.

Svanasöngur

Á síðsumardegi í bernsku ómaði svanasöngur í kyrrð á heiðum uppi.

Aldrei, aldrei líður úr minnihin eilífa andrá í skauti náttúrunnar

þegar svanirnir fögru sungu sig inn í sálu mína.

Ellefu ára gamall var ég sendur á sveitaheimili í nálægum hreppi til ungs bónda sem bjó einn með aldraðri móður sinni. Ég var tvö sumur hjá þessum bónda. Strax á fyrstu dögunum öðlaðist ég reynslu af sveitalífinu þegar ég fór ásamt bóndanum ríðandi út á mýrarnar að gá til kinda. Sauðburðurinn var annasamur tími því huga þurfti vel að fénu. Ég aðstoðaði bóndann eftir fremsta megni við sauðburðinn og við að marka lömbin. Að sauðburði loknum var fénu smalað í rétt við fjárhúsið og síðan rúið. Var mér treyst fyrir klippum og komst ég fljótt upp á lagið við að rýja. Að rúningi loknum var féð rekið upp á vörubílspall og ekið inn á afrétt. Var afar kalsamt að standa innan um féð á pallinum. Ég reyndi að inna

Page 16: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

16

þau störf samviskusamlega af hendi sem mér voru ætluð, moka flórinn, taka þátt í mjöltum, reka kýrnar í haga og hjálpa til við heyskapinn.

Í landi bóndans var áveituskurður, Flóaáveitan, sem hafði verið grafinn á árunum 1922-27. Skurðurinn flutti vatn frá Hvítá og niður til sjávar. Að greftinum kom grafan „Járnbitagríður“ sem keypt var sérstaklega til landsins til að vinna verkið. Á vorin stíflaði bóndinn skurðinn og flæddi þá inn á engjarnar. Þegar heimatúnin höfðu verið slegin og heyjuð var farið á engjar. Engjaslægjur þóttu síðra hey en taðan af túnunum ef frá er talin störin sem þótti úrvals skepnufóður, en stör spratt í talsverðum mæli í landi bóndans. Mataræðið var einhæft á bænum. Alla daga var saltfiskur á borðum nema sunnudaga þegar snædd var kjötkássa með rabarbarasultu og kartöflum. Þá bakaði gamla konan, móðir bóndans, óhemju gott seytt rúgbrauð sem kallað var „dunkabrauð“ vegna þess að það var bakað í blikkboxum. Var ekki óalgengt að flot væri notað sem viðbit á rúgbrauðið. Í sveitinni þótti mest varið í að fara á hestbak. Bóndinn átti þrjú reiðfær hross, tvö sem voru heima við en það þriðja í stóði. Reiðhestur bóndans var rauður klár, nokkuð viljugur brokkari. Annar var mósóttur klár, ganglaus og hrekkjóttur. Mósi var reiðhestur minn þetta sumar og fékk ég í ófá skipti að fljúga af baki, en þrátt fyrir hrekki klársins var ég hvergi smeykur við að stíga aftur á bak. Þegar bóndinn fór í fjárleit inn á afrétt um haustið notaði hann Mósa fyrir trússhest og þótti hann einkar traustur fjallahestur. Í haustréttum var mér ætlað, til jafns við aðra, að draga fé í dilka. Þekkti ég mark bóndans, hvatt hægra, sýlt vinstra og lögg framan og tróð mér áfram í þröngum almenningnum og rýndi í eyru fjárins. Þóttist ég líka geta þekkt fé húsbónda míns af ákveðnum svip. Eftir að féð hafði verið dregið í dilk var því smalað heim. Smölunin fór fram í tveim áföngum. Fyrri daginn var féð rekið rúmlega miðja vegu og geymt á áningarstað yfir nóttina en

Page 17: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

17

síðan rekið heim daginn eftir. Í haustréttunum síðara árið mitt

fékk ég að fylgja rekstrinum ríðandi og er mér minnisstætt hvað rekstrarmenn voru drjúgir við að staupa sig og hafa gamanyrði á vörum. Seinna sumarið greip mig óyndi og strauk ég í tvígang af bænum. Gekk ég þá sex kílómetra leið heim í þorpið. Ég var ávítaður af foreldrum mínum fyrir uppátækið og sendur aftur til bóndans.

Þessi tvö sumur hafa æ síðan verið mér minnisstæð fyrir þá snertingu sem ég komst í við náttúruna og þær skyldur sem fólust í amstri sveitalífsins. Eftir að ég varð fullveðja hef ég stöku sinnum heimsótt bóndann í sveitina og jafnan haft ánægju af að koma á þessar æskuslóðir.

Börn geta verið miskunnarlaus ef eitthvert barnið samsamar sig ekki hópnum. Og í þannig stöðu var ég í þorpinu. Ég var snemma hafður að skotspón fyrir skringilega hegðun og undarleg uppátæki. Þótt mér sárnaði þessi framkoma lét ég sem ekkert væri og gekkst upp í skringilegheitunum. Uppeldi mitt var allt frekar laust í reipunum og eflaust er því um að kenna að foreldrum mínum hafi verið ofviða að sinna jafnstórum barnahóp, svo vel mætti vera. Ég varð því hornreka, bæði innan fjölskyldunnar og í þorpinu. Í þá daga var eineltishugtakið ekki komið á dagskrá. Í litlu þorpi eins og því sem ég ólst upp í var litið niður á fjölskyldur sem bjuggu við kröpp kjör. Það þurfti hvorki orð né atbeina heldur talaði viðmótið sínu máli. Við börnin, ég og systkini mín, fundum að við vorum afar smá og ómerkileg á veraldlegan mælikvarða þorpsins. Embættismenn, eins og læknirinn, presturinn, kaupfélagsstjórinn, mjólkurbússtjórinn, hreppstjórinn, kaupmaðurinn og sýslumaðurinn voru yfirstéttin og takmarkalaus loting borin fyrir þeim og fjölskyldum þeirra.Þá var millistétt í þorpinu, vel efnum búið fólk sem bjó ekki við barnmergð. Í neðsta þrepi voru svo hinir fátæku, barnmargar

Page 18: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

18

fjölskyldur sem áttu vart til hnífs eða skeiðar, eins og fjölskyldan sem ég fæddist inn í. Fólki var raðað í virðingarstigann eftir því hvað það átti mikið í buddunni, ekki hvað það byggi yfir miklu andlegu atgervi.

Þorpið

Aftur til þorpsins fyrir hálfri öld, þorpsins sem er honum svo hugleikið, þorpsins sem vill létta á samvisku sinni, segja honum frá fólkinu sem forheimskaði börnin sín. Aftur til þorpsins fyrir hálfri öld þorpsins þar sem stríðsgróðahyskið öslaði foraðið myrkranna á milli í leit að gullkrónum heilags Mammons.

Ó, þú vesæla þorp bernsku minnar að sönnu var íbúum þínum ljúft að dorma í myrkri sinnar eigin heimskuog fásinnis.

Ó, þú vesæla þorp í hjarta mínu.

Skólaganga mín var kapítuli útaf fyrir sig. Ef allt hefði verið með felldu þá hefði ég átt að sýna afburðanámsárangur sem barn. En því var ekki að heilsa. Mig grunar að prófgráðu mína frá menntastofnun þorpsins hafi mér hlotnast fyrir góðvild einstaka kennara – en ég fylli flokk margra ágætra manna landsins (lífs og liðinna) sem státa af barnaskólaprófi einu saman. Í dag þegar

Page 19: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

19

mér verður hugsað til skólagöngu minnar í þorpinu er mér ljóst að eitthvað mikið hefði þurft að gerast svo bragarbót kæmist á. Ég var haldinn sleni gagnvart námsbókum. Að vísu þóttu mér bækurnar fallegar, sérstaklega þegar þær voru nýjar, en ég hafði takmarkaðan áhuga á innihaldi þeirra – að myndunum undanskildum. Kennurum barnaskólans hefur sjálfsagt orðið það fljótt ljóst að ekki væri viðlit að aga mig til náms, sakir „gáfnatregðu“ minnar og þess hversu ódæll ég var. Alla vega var ég látinn afskiptur öll skólaárin. Mórallinn í þorpinu og aðstæðurnar á heimilinu hafa án efa líka átt sinn þátt í því hvernig ég fór á mis við alla menntun. Þess má geta að skólagöngu minni lauk ekki að barnaskólanum loknum. Ég hélt áfram í tvo vetur til viðbótar, í „miðskóla“ sem þá var kallað, en vistin þar endaði með falleinkunn.

Ekki naut ég sérstaks atlætis á heimilinu. Faðir minn, sem hafði skapgerðarbresti, sýndi mér oft grófa framkomu og móðir mín var mér tilfinningalega köld. Sem dæmi um ruddaskap föður míns í minn garð má nefna þegar hann sagði við mig 8–9 ára gamlan: „Ég skal setja þig í poka og henda þér út í á.“ Ég hef fyrirgefið foreldrum mínum í dag því í raun var þeim ekki sjálfrátt – um var að kenna firringu í hjónabandinu. Sá ráðahagur sem þau stofnuðu til á sínum tíma var dæmdur til að mistakast – svo ólík sem þau voru að upplagi. Föður mínum hefur sjálfsagt orðið ljóst hversu fráleit staða hans var við hlið móður minnar og það hefur svo brotist út í reiðiköstum, sem hann lét meðal annars bitna á mér.

Hjónaband þeirra má rekja til þess að starfsfólk kaupfélagsins fór í sumarferð inn í Þjórsárdal og faðir minn, sem var pakkhúsmaður hjá kaupfélaginu, bauð móður minni, sem þá var vinnukona hjá dýralæknishjónunum, með sér í ferðina. Ekki veit ég hvort faðir minn bar rómantískan hug til móður minnar fyrir ferðina og þess vegna boðið henni með sér í inn í dalinn, en altjent þá skipaðist svo til að móðir mín kom vanfær úr ferðinni og kenndi

Page 20: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

20

föður mínum ófætt barnið. Móðir mín, sem var kona fjöllynd að eðlisfari, átti fyrir tvö börn með sitthvorum manninum og því hefur staða hennar verið mjög erfið. Faðir minn sem var maður vel meinandi og ábyrgur, hefur líklega ekki séð annan leik í stöðunni en að ganga í hnapp helduna með konunni. Þó gekk sú kviksaga í þorpinu að móðir mín hefði blekkt hann til ráðahagsins, að það hefði í raun verið annar maður sem gerði henni barnið í umræddri kaupfélagsferð.

Hjónabandi þeirra var einn samfelldur harmleikur. Ég man ekki eftir að þau hafi nokkurn tíma sýnt hvort öðru alúð eða ástleitni, hvorki með snertingum eða í orði. Hver var hún svo þessi kona, móðir mín? Jú, hún var kona sem gerði sér dælt við hégómleika. Í hennar augum var það helsti löstur föður míns sem í raun var hans stærsti kostur; að vera hugsandi maður. Um móður mína má þó segja að þar fór manneskja með óhemju lífskraft. Ég þakka styrk minn, hvernig ég hef brotist ótrauður áfram í lífinu, arfinum frá móður minni. Föður mínum er ég líka þakklátur fyrir það sem hann lagði til mín – listræna hæfileika og gáfur.

*Hann sat í öskustónni, óbermið, þyrnir í augum móður sinnar og misheppnað eintak fyrir augliti föður síns, og hugsaði sitt ráð hvernig hagað skyldi seglum til að komast hjá grandi. Ljósgeisli kviknaði í sálu hans. Ljósgeislinn hafði rödd, rödd sem talaði til hans á harmastundum; að hann skyldi ekki örvænta því um síðir myndi hann finna VEGINN. Í brjósti hans var sátt þrátt fyrir grimmileg hlutskipti. Hann var staðráðinn að bíða þess sem yrði, bíða þess að vegurinn opnaðist honum.

Page 21: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

21

Hann bjó í djúpinu í mörg þúsund daga og nætur ... en svo var það dag einn að brimalda tímans skolaði honum á land ... og útsogið hrópaði til hans þar sem hann stóð nakinn á ströndinni: ÞÚ ERT TILBÚINN, SONUR!

Page 22: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

22

Tilfinningalegur kuldi móður minnar í minn garð og framkoma föður míns hefur án nokkurs vafa mótað mig í uppvextinum og haft áhrif á það hvernig líf mitt æxlaðist, allar þær kollsteypur sem ég tók og hina tryllingslegu leit mína að sjálfum mér á síðari árum. Ég var týnt barn, barn sem fann ekki hljómgrunn í tilverunni, barn sem kastaðist á milli veggja ástleysis og tómleika, barn sem var boðið velkomið inn í heiminn með fyrirvara um framtíðarmöguleika. Ég man ekki til þess að foreldrar mínir hafi nokkurn tíma farið jákvæðum orðum um persónu mína eða hvatt mig til dáða. Það var ekki reiknað með því að ég hefði nokkuð til brunns að bera sem vert væri að leggja rækt við. Það var litið á mig sem ófyrirleitið og heimskt barn, barn sem myndi feta ógæfubrautina þegar það yxi úr grasi. Annars held ég að barnahópurinn hafi í augum foreldra minna verið tilfinngalausir róbótar sem aðeins þurfti að stýra. Það er kuldaleg tilhugsun að skaut móður minnar hafi verið róbótaverksmiðja og faðir minn karlinn í glerbúrinu sem stjórnaði takkaborðinu ... barn ... svo annað barn ... barn, barn, uns móðurskautið brann yfir.

Svo vikið sé orðum að alsystkinum mínum, fimm stúlkum og fimm drengjum, þá voru þau öll óundirbúin fyrir lífið þegar þau fóru úr foreldrahúsum.

Móður minni var þó ekki allsvarnað hvað snerti ást til barna sinna. Hún átti sér augastein í barnahópnum. Það var bróðir minn og félagi sem áður var nefndur – árinu eldri en ég. Gæfa hans var (eða ógæfa) að vera skírður í höfuðið á móðurafa sínum sem í huga móður minnar var ekki ónýtt veganesti því í nafngiftinni fólust viss fyrirheit. Honum var ætlað að verða síðar meir andlit fjölskyldunnar út í hinum stóra heimi. Það hafði komið í ljós strax í æsku að hann var drátthagur, gat teiknað betur en aðrir krakkar í þorpinu og var því alltaf í umræðunni, bæði innan fjölskyldunnar og hjá þorpsbúum, sem efni í snilling. En vitaskuld

Page 23: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

23

var þess umræða byggð á blekkingum og fáfræði því eins og síðar kom á daginn var engin innistæða fyrir þessum hugmyndum um „snillinginn“ og er það mín skoðun að þessi falska sjálfsmynd í bernsku hans hafi stórskaðað hann á fullorðinsárum. Ég var skírður í höfuðið á föðurafa mínum og langafa. Og þar sem móðir mín hafði óbeit á föður mínum og öllu hans fólki þá var nafngift mín henni staðfesting þess að mér hlyti að fylgja ógæfa. Í dag er ég því feginn að hafa verið skírður þessu nafni.

Vísdómsblómið

Í æskuopnaðist vitund míneitt augnablikég skynjaði vísdómsblómið.

Eins og fyrr segir var faðir minn vel menntaður á þess tíma mælikvarða. Góðri menntun fylgir oft bókmenntabaktería. Þannig var það líka með föður minn. Hann var ástríðufullur bókasafnari og reyndi eftir fremsta megni að svara bókmenntaköllun sinni. Geta hans til bókakaupa var þó takmörkuð sökum fátæktar en hann reyndi, þegar færi gafst, að efla bókakostinn og gerði það án vitundar móður minnar. Hann hafði þann háttinn á þegar hann eignaðist bækur að fela þær í kjallarakompu. Ég var barnungur þegar ég komst að þessu leyndarmáli föður míns og gerði mér tíðar ferðir í kjallarann til að gramsa í bókakössunum. Þar kenndi margra grasa en yfirleitt voru það bækur af þyngra taginu, fræðibækur og heimsbókmenntir. Fyrir kom að ég tók bók með mér upp í

Page 24: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

24

íbúðina, til lestrar. Ég fékk bókaástríðuna í arf frá föður mínum og eyddi miklum

tíma í bókaverslun kaupfélagsins við að skoða og handleika bækur. Annars las ég feiknin öll sem barn, því allgott bókasafn var í þorpinu.

Eins og greint hefur verið frá fór öll skólaganga mín fyrir ofan garð og neðan, að einni námsgrein undanskilinni: Það var ritgerð. Þar var ég sterkastur á svellinu meðal bekkjarsystkina minna og kennarinn gerði uppskátt að í bekknum væri efni í rithöfund. Þá hafði ég sem barn yndi af kvæðahnoði. Ekki man ég neitt af þessum yrkingum mínum í dag nema það eitt að mest voru þetta náttúrustemningar. Af myndlistargetu minni sem barn fer ekki mörgum sögum. Þó var ég með þeim skárri í teikningu þegar árangur var metinn að loknu skólaári. Hvað tónlist snertir þá var lítil rækt lögð við slíka mennt hjá börnum á þessum árum.

Þorpið var menningarsnautt ef undanskilið er bíóhúsið sem sýndi barnamyndir alla sunnudaga klukkan þrjú og voru þær vel sóttar af börnum þorpsins. Þá voru sýndar léttar amerískar gamanmyndir klukkan fimm á sunnudögum og þótti það afbragðs skemmtan og dægradvöl. Þegar ég náði táningsaldri var mér hleypt inn á kvöldsýningar, þó ekki á myndir sem voru bannaðar innan sextán. Fyrstu táningsárin voru tímar óstöðugleika og niðurbrots í lífimínu. Ég fór á önnur sveitaheimili á sumrin og eftir að skyldu-náminu lauk fór ég í bæjarvinnuna. Þegar ég var sextán ára út-vegaði faðir minn mér pláss á vertíðarbát upp á hálfan hlut. En ég þoldi illa hina kalsömu sjómennsku og gafst fljótt upp, enda óharðnaður. Þá réð ég mig í frystihús í nálægu sjávarþorpi og vann við umstöflun saltfisks og hin ýmsu fiskvinnslustörf. Um haustið fór ég ásamt bróður mínum til Reykjavíkur þar sem við

Page 25: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

25

réðum okkur í vinnu hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur við að pækla síldartunnur. Við bræðurnir höfðum afnot af herbergi í verbúð við hlið síldarvinnslunnar og tíminn fram að jólum var afar slarksamur. Árið eftir reyndi ég aftur við sjómennskuna, fyrst sem íhlaupamaður á netabát um þriggja vikna skeið og síðan sem matsveinn á öðrum netabáti. Þurfti ég jafnhliða kokkaríinu að skila fullri vinnu á dekki. Aflabrögð voru prýðileg og þegar vertíðinni lauk um vorið átti ég allgóðan sjóð og festi kaup á amerískum bíl. Ég höndlaði þó ekki að vera eigandi að bílnum og missti hann úr höndum mínum. Í þorpinu var þónokkuð um að ungir menn ættu ameríska bíla sem þeir trylltu á. Um helgar flykktist unga fólkið í þorpinu á sveitaböllin í nálægum sveitum og var þá gjarnan brennt á hinum amerísku köggum. Þá voru sætaferðir líka notaðar þegar farið var á sveitaskröll. Ég öðlaðist talsverða reynslu af áfengisdrykkju á sveitaböllunum þar sem allt flaut í áfengi. Böll þessi voru mjög tilkomumikil. Drykkjuskapur var með endemum á þessum böllum og ekki óalgengt að allt logaði í slagsmálum. Þetta var á fyrstu árum bresku rokkbylgjunnar og margar íslenskar hljómsveitir sóttu fyrirmynd sína þangað. Hljómsveitirnar nutu hylli ungdómsins og tróðu upp fyrir fullum húsum og fluttu tónlist þessa tíma með ærandi hávaða og af mikilli innlifun.

Það hafði gerst meðan ég var matsveinn á netabátnum að faðir minn veiktist alvarlega og varð óvinnufær. Kom svo í ljós að hann var með æxli í heila sem þurfti að fjarlægja. Hann náði aldrei aftur fullri heilsu og lést tæpum tuttugu og tveim árum síðar inn á stofnun. Þessi harmleikur varð til þess að fjölskyldan sundraðist og yfirgaf móðir mín þorpið ásamt manni sem hún hafði tekið sér til fylgilags og flutti með honum norður á Strandir með fjögur barnanna, hinum var komið fyrir hjá vandalausum. Við þessi snöggu umskipti var ég, sem þá var á átjánda ári, vegalaus og með alls óráðna framtíð. Ég yfirgaf þorpið léttur í spori, ekki sár eða

Page 26: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

26

reiður, heldur með bjartsýnina í farteskinu, með ljós sannleikans í brjósti – sannleika sem ég einn vissi.

Hann hafði lifað lífinu að mestu í eigin hugarheimi, var fölnandi blóm merkurinnar en hafði þó alltaf fundið í brjósti sínu streng, óræða rödd sem hvatti hann til að leita sinnar réttu tilveru og bugast ekki þrátt fyrir mótlætið. Þessi strengur, þessi rödd, auðgaði hann í einverunni og ýtti undir löngunina til að berjast fyrir sinni réttmætu stöðu í hörðum heimi. Hinar dapurlegu aðstæður hans í þorpinu höfðu gert honum ljósa þá gullvægu staðreynd að hann yrði að íklæðast gervi trúðsins til að verjast áföllum. Hann var þess fullviss að þótt honum væri ætlað að bera þungar byrðar myndi hann að lokum sigra. Í sálu sinni fann hann fyrir uppljómun sem renndi stoðum undir vissuna um að hans tími kæmi. Sterkur myndheimur sem örvaði sköpunargleðina, var honum að sönnu ljós lífsins.

Page 27: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

27

Röddin

Í bernskunam ég lága röddúr hinu óræða tómi.

Æ síðan hefur þessi röddhvíslað að mér úr fjarlægri nánd hvaða dyrumþyrfti að ljúka uppí sannleiksleitinni.

Þessi rödd í endurvarpi tímans

birtist sem skynjun í flæði hugans vakti vonir kveikti drauma

vísaði veginn um myrkheima.

Þessi hvíslandi rödd.

Page 28: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

28

Sjómennskan og fyrsta ástin

Ég er á leiðinni til Hafnarfjarðar þar sem ég hef ráðið mig sem háseta á bát, fyrst á línuúthald en síðan á netaveiðar. Þetta var um áramótin 1968–69. Sjómannaverkfall var um það bil að bresta á og því hafði útgerðin ákveðið að báturinn skyldi fara á útilegu á línu og sigla síðan með aflann á erlendan markað. Skipstjórinn var gömul aflakló og í meira lagi harðskeyttur. Þrátt fyrir að leitað væri víða við strendur landsins, sunnanlands og vestan, voru aflabrögðin rýr og ekkert varð úr siglingunni. Þá voru netatrossurnar teknar um borð og haldið til veiða á Selvogsbanka. Aflabrögð voru góð og í vertíðarlok hafði báturinn fiskað tæp þúsund tonn. Að netaveiðinni lokinni var haldið til trollveiða og siglt með afla til Grimsby í Englandi.

Um haustið fékk ég pláss á þrjátíu og sex tonna bát sem matsveinn. Haldið var til veiða í Faxaflóa með ýsunet en tíðarfarið var rysjótt og afli tregur. Þá hafði bróðir minn hafið nám við Myndlistar- og handíðaskólann í Reykjavík og við bræðurnir tekið

Page 29: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

29

herbergi á leigu í Árbæjarhverfi. Þar sem tekjur mínar af sjó-mennskunni voru ágætar gat ég hlaupið undir bagga með honum og stutt hann í myndlistarnáminu.

Eftir áramótin fór báturinn á handfæraveiðar í Reynisdjúpi en nú var ég munstraður sem háseti. Það fiskaðist ágætlega á skakinu og var það aðallega ufsi sem tók krókana. Aflanum var landað í Vestmannaeyjum. Þar gerðist sá harmleikur að skipsfélagi minn féll á milli báts og bryggju og drukknaði. Þegar skakúthaldinu lauk var haldið til netaveiða í Faxaflóa. Tregfiskirí var og það var ekki fyrr en áliðið var vertíðar og trossurnar voru lagðar grunnt út af Stafnesi að kraftur komst í veiðina og stóð aflahrotan í hálfan mánuð. Var báturinn hvað eftir annað lunningafylltur.

Á heimleið úr fiskitúr

Við Nesið vestanvert í ljósaskiptum. Búið var að skálkalúgur og ganga frá.

Sjór var ládauður og yfir jökulhettunni skartaði gulleitur máni. Í suðrinu var

kólgubakki og blikur á norðausturhimni. Þegar komið var þvert af Malarrifi

fór öldhæð vaxandi. Þess mátti vænta að þá og þegar brysti á stormur af

landsuðri — þá yrði bugtin ekki árennileg.

Page 30: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

30

Um vorið tókum við bræðurnir herbergi á leigu við Miklubraut hjá listamanninum Degi Sigurðarsyni. Skömmu síðar réðst ég sem matsveinn á humarbát frá Djúpavogi. Síðla sumars fór bróðir minn ásamt tveim skólafélögum til Gautaborgar í Svíþjóð. Þá var hippabylgjan í algleymingi og þeir félagar hugðust helga líf sitt þeirri hugsjón. Ég fór aftur á móti til Reyðarfjarðar sem kokkur á grálúðubát. Eftir grálúðuna var haldið til síldveiða í Norðursjó og mér var boðið hásetapláss sem ég þáði. Þó að þrautreyndur síldarskipstjóri væri í brúnni tókst honum ekki að ná nema einu kasti yfir tveggja mánaða úthald og var þeim afla landað í Hirtshals á Jótlandi. Eftir jól hélt ég á ný til Djúpavogs, nú sem háseti á netabát. Eftir fremur dapurlega þriggja vikna vist yfirgaf ég þorpið og hélt til Hafnar í Hornafjarðar. Þar fékk ég matsveinsstöðu á togbáti. En togslóðin, sem var grunnt út af Suðausturlandi, var steindauð. Var trollið oftar en ekki tekið inn fyrir í blankalogni og gefið í bridsspil í lúkarnum. Þetta var reiðileysisúthald. Um vorið fékk ég matsveinspláss á humarbát frá Suðurnesjum og þénaði ágætlega. Þegar ég kom til Reykjavíkur var bróðir minn kominn frá Svíþjóð og hafði hreiðrað um sig í hippakommúnu á Vesturgötunni. Var talsverð hassneysla í gangi í kommúnunni en þar reyndi ég hassið í fyrsta sinn. Ég hélt áfram sjómennskunni og réðst sem háseti á síðutogara. Var trollinu dýft í Víkurálnum út af Vestfjörðum og einnig á Halamiðum. Fékkst dágóður afli og var siglt með aflann á markað í Cuxhaven í Þýskalandi. Þar varð ég þeirrar reynslu aðnjótandi að vera rotaður á sjómannakrá ásamt skipsfélögum mínum. Togarinn tók svo ís í Færeyjum og fór annan túr í beit. Þeim afla var landað í Reykjavík og sagði ég þá upp plássinu, mér líkaði ekki togaralífið. Ég hafði meðferðis toll úr Þýskalandstúrnum sem fór fyrir lítið því bróðir minn, ásamt tveim fyrrum skólafélögum og Degi, drakk tollinn að miklu leyti upp meðan ég skemmti mér í Þórscafé með skipsfélögum mínum af

Page 31: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

31

togaranum. Sárnaði mér mjög þetta framferði þeirra.Á nýju ári fór ég til Hornafjarðar. Ég hafði fengið pláss sem

háseti hjá sama skipstjóra og árið áður, en á öðrum bát. Var farið á troll og síðan netaveiðar og aflaðist þokkalega. Um vorið hafði ég ráðið mig sem matsvein á humarbát frá Reykjavík en varð fyrir því óláni að vera kinnbeinsbrotinn í slagsmálum í Þrastarlundi. Því varð ekkert úr því að ég færi til sjós þetta sumarið en bróðir minn gekk í matsveinsplássið. Þá hafði hann kynnst konuefni sínu og áttu þau von á sínu fyrsta barni. Þau tóku á leigu litla íbúð við Bókhlöðustíg. Er það af bróður mínum að segja að við hina auknu ábyrgð gaf hann slarklíf upp á bátinn og næstu sextán árin helgaði hann sig sjómennsku á þessum sama bát.

Eftir rúmlega mánaðardvöl á sjúkrahúsi hafði kinnbeinið gróið og mér voru allir vegir færir. Ég fékk sjúkradagpeninga og hafði því hægt um mig um hríð en sótti þó skemmtistaðinn Sigtún við Austurvöll um hverja helgi og staupaði mig drjúgt.

Þar kynntist ég fyrstu ástinni minni.Ég bauð henni upp í dans þegar áliðið var kvölds og dönsuðum

við ballið á enda. Hún var lítið eitt lægri en ég vexti, ljóshærð með drengjakoll og ákaflega falleg. Eftir ballið í Sigtúni leiddumst við út í sumarnóttina og upp á Bókhlöðustíg þar sem bróðir minn og mágkona voru til húsa. Þar sváfum við saman í fyrsta sinn og var það mín fyrsta kynlífsreynsla. Morguninn eftir var veður ákaflega fallegt, heiðblár himinn og glampandi sólskin og við fórum í gönguferð um bæinn. Þegar leiðir skildu mæltum við okkur mót í gamla kirkjugarðinum seinna um daginn. Hún var að læra þroskaþjálfun á Kópavogshæli og bjó í starfsmannahúsinu. Um kvöldið fylgdi ég henni suður í Kópavog og var það upphafið að samveru okkar í starfsmannahúsi hælisins sem stóð yfir um veturinn og var eitt hamingjuríkasta tímabil í lífi mínu.

Page 32: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

32

Það hafði komið stúlka inn í líf hans, stúlka sem sá það sem aðrir sáu ekki, sá ljósið sem lýsti innra með honum. Og hann opnaði sig fyrir þessari stúlku og leyfði henni að baða sig í ljósinu. Hún skeytti ekki um þótt ytra byrði hans væri myrkt og þögult, heldur gekk hiklaust inn í hulduklettinn og umvafði hann ást og kærleika. Það hreif hann smám saman úr ölduhafi svartnættis og bar hann upp að strönd lífsins. Ástarlífið með stúlkunni leysti úr læðingi það sem var stirðnað innra með honum, tilfinningar og sköpunarþrá. Hún opnaði hjarta hans og fyllti það eldi.

Eftir áramót réð ég mig á netabát frá Keflavík sem háseti en það reyndist mér erfitt úthald því ég átti ekki gott með að vera fjarri stúlkunni minni og tolldi því ekki nema rúman mánuð á bátnum.

Um vorið ákváðum við að halda norður í land. Hún fór að vinna á Sólborg á Akureyri en ég í byggingarvinnu á Dalvík. Um helgar heimsótti ég hana til Akureyrar og áttum við saman sælustundir. En eftir rúman mánuð eirði ég ekki lengur á Dalvík og fór suður. Þegar suður kom bauðst mér að taka á leigu húshjall við Selsvör. Mjög var hús þetta laslegt og illa farið en í draumum mínum sá ég það sem heimili mitt og stúlkunnar minnar. Ég fékk byggingarvinnu á Grandagarði og beið þess að stúlkan kæmi að norðan. Þegar hún kom loks gerði hún aðeins stuttan stans því hún fór í utanlandsferð með foreldrum sínum. Á meðan hún var í útlöndum framdi ég trúnaðarbrot gagnvart sjálfum mér og henni. Ég leitaði ásta við aðra stúlku og var það upphafið að aðskilnaði okkar. Á haustdögum var sambandi okkar lokið.

Page 33: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

33

Morgunn í júní

Þegar ástin kviknaði í brjósti mínumorgun einn í júníendur fyrir löngusá ég veröldina í nýju ljósi.

Svo blá var heiðríkjantjörnin silfurtærer við gengum hönd í höndsuður Fríkirkjuveginn.

Hún var blómstrið einasvo hispurslaus og fögurað engu var saman að jafna

mér fannst sem fallið hefði af himni stund lífs míns og drauma.

Enn gárar þessi morgunní minningunnivekur sælukennd og þakklæti.

Page 34: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

34

Kaffihús

Einn og yfirgefinn sleikti ég sárin í Selsvör. Ég átti talsvert safn bóka sem ég hafði dregið að mér í gegnum tíðina og í þessu millibils-ástandi eyddi ég miklum tíma í bókagrúsk og lestur milli þess að fá mér ærlega í staupinu. Þá stundaði ég kaffihús og blandaði geði við bóhema og listamenn. Ég hafði um nokkur misseri sótt kaffihúsin Mokka-Kaffi við Skólavörðustíg og Kaffi Tröð í Austurstræti. Mjög voru þessi kaffihús ólík í sniðum. Á Tröð var nautgripaskinn notað sem sætaáklæði og á veggjum voru viðarþiljur. Á Mokka var leðurlíki í sætum en veggirnir klæddir með striga, að ógleymdum ljósunum sem voru úr smíðajárni og slúttu yfir borðunum – en merkur listamaður mun hafa hannað þau og smíðað. Á Tröð var uppáhellingurinn við lýði og var framreiddur að hefðbundnum hætti. Kaffið var borið á borð í stálkönnu á bakka, ásamt sykurkari og mjólk í litlum könnum. Það var yfirleitt frúin sjálf, sem var þýsk, sem sá um framreiðsluna. Á Mokka voru aðeins seldir espresso, cappucino eða latte kaffidrykkir og var kaffið ekki borið á borðin eins og á Tröð heldur þurftu viðskiptavinir að sækja sér kaffið að afgreiðsluborðinu. Annars voru það keimlíkir hópar sem sóttu báða staðina, listamenn og námsmenn. Líka var talsvert um að dömur af virðulegum borgaraættum sæktu Mokka en það var mikið til vegna vöfflugaldursins sem staðurinn bjó yfir. Á Tröð var

Page 35: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

35

nokkuð um lögfræðinga, viðskipta- og bankamenn. Kaffi Tröð var svo lokað 1977 en Mokka-Kaffi lifði af og lifir enn í dag. Hjónin sem komu kaffihúsinu á laggirnar árið 1958 ráku það af einurð og festu í marga áratugi uns dóttir þeirra tók við rekstrinum. Hjónin eru vissulega eftirminnileg sakir framsýni sinnar og elju við að kynna landanum hinn suðræna kaffidrykk. Eiginmaðurinn hafði kynnst þess háttar kaffimenningu þegar hann dvaldi á Ítalíu við söngnám á sjötta áratugnum. Eftir námið tók hann að sér starf leiðsögumanns um Ítalíu og meðal ferðamanna var konan hans tilvonandi. Hún hefur sagt sjálf svo frá að hinn glæsilegi leiðsögumaður hafi heillað sig samstundis uppúr skónum – svo að ekki varð aftur snúið. Til þessarar Ítalíuferðar má því rekja upphaf Mokka-Kaffis. Það þótti auðvitað djörf hugmynd að ætla að reka kaffihús sem bauð upp á annars lags kaffi en hinn korgblandaða uppáhelling sem þá tíðkaðist. En dæmið gekk upp hjá þeim hjónum og kaffihúsið varð strax vinsælt af lista- og menntamönnum. Þá hefur Mokka-Kaffi allt fram til þessa dags verið myndlistargallerí og nýtur virðingar sem slíkt. Fyrstu kynni mín af Mokka voru í gegnum kunningja bróður míns, nemendur úr Myndlistar- og handíðaskólanum. Mörgum af þeim skáldum og listamönnum sem urðu áhrifavaldar í lífi mínu kynntist ég þar. Oft var líf í tuskunum við borðin á kaffihúsinu og umræðurnar á háandlegu plani. Dagur Sigurðarson var þar fastagestur og atkvæðamikill í umræðum. Honum lá gjarnan hátt rómur og yfirgnæfði þá viðstadda. En hann var náma fróðleiks og var honum því fyrirgefin sökin. Nokkur brögð voru að því um tíma að menn tækju áfengi með sér inn á kaffihúsið og blönduðu í glösin svo lítið bar á. Hjónin á Mokka reyndu eftir mætti að hamla á móti neyslunni en varð lítið ágengt. Fram til þessa dags hefur Mokka verið mitt kaffihús. Aðsókn listamanna á kaffihúsið hefur dregist saman undanfarinn áratug þótt enn megi sjá þeim bregða þar fyrir.

Page 36: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

36

Frá því 1988 hefur hann haldið níu málverkasýningar á Mokka. En það er erfitt að selja myndir þar. Fólkið, sem sækir staðinn, er ekki sterkefnað, mikið til eldra fólk og námsmenn. Þó að telja megi á fingrum annarrar handar þær myndir sem hann hefur selt á kaffihúsinu heldur hann tryggð við staðinn og sýnir þar málverk sín annað hvert ár.

Mokka-Kaffi

Kaffihúsið er stór staður fyrir einstaka menn þótt í raun sé það eitt minnsta

kaffihús bæjarins. Í meira en hálfa öld hafa bóhemar og listamenn sótt í

friðsælt andrúmsloft staðarins, sótt í hina suðrænu cappucino, latte og

espresso kaffidrykki, sótt í að sitja undir hinum drungalegu strigaklæddu

veggjum og taka þátt í jafnt djúpum samræðum sem háfleygum. Heldri

dömur bæjarins eru einnig fastagestir. Þær gera sér ferð á Mokka til að fá

sér súkkulaðidrykk og hinar margrómuðu vöfflur með rjóma. Þessir ólíku

hópar auka aðeins á gildi staðarins og vitna um þá ágætu staðreynd að

innan þröngra veggja getur þrifist fólk með gjörólíka lífsskoðun. Hvort það

hafi verið hugmynd eigendanna í upphafi að bræða saman íhaldssama

borgarastétt og róttæka listamenn með kaffi og sætabrauði skal ósagt

látið, en svo virðist sem þessir sundurleitu hópar hafi skotið rótum, lifi í fullri

innbyrðis sátt og auðsýni hvor öðrum gagnkvæma virðingu.

Page 37: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

37

Ræktun

Innan veggja þessa friðsæla kaffihúss hafði hann um árabil ræktað sinn

innri mann. Á sunnudagsmorgnum var vani hans að slíta eitt laufblað af

ræktuninni og kanna sætleika þess. Hann gekk þess ekki dulinn að brugðið

gat til beggja vona með uppskeruna. Og til að forðast áföll tók hann arfbera

af vitund sinni og geymdi í frysti.

Page 38: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

38

Hippadraumurinn

Hvunndagsgráminn gerði sig heimakominn í tilveru hans, tilveru sem hafði raknað í sundur á saumum eins og illa gerð flík. Draumur bernskunnar sigldi hraðbyri út í myrkrið. Í hjarta hans var tregi og sorg. Hann var maður í hlekkjum.

Ég hafði spurnir af nokkrum ungmennum sem hugðu á Kaup-mannahafnarför. Það kveikti í mér ferðalöngun. Og þar sem ég stóð á krossgötum í lífi mínu, hafði gefist upp á sjómennsku og fátt var í spilunum sem veðjandi var á, ákvað ég að bregða búi og halda til Hafnar. Þetta var í júní 1974.

Kaupmannahöfn hreif hann strax við fyrstu kynni. Að ganga um götur borgarinnar var hrein uppljómun. Hann losnaði við þungann að heiman af herðum sér. Iðandi mannlífið og tækifærin, sem borgin bauð upp á, voru sannarlega yndisauki. Skildi hann þá fyrst hvað fólst í því að slíta átthagafjötrana.

Ég hafði frétt að nokkrir ungir landar mínir hefðu hreiðrað um sig í yfirgefinni blokkaríbúð í Slotsgade á Norðurbrú og þótti mér rétt að leita þá uppi og fór því að morgni dags fótgangandi þangað. Þegar ég kom í götuna byrjaði ég á því að knýja dyra hjá ungum íslenskum hjónum sem bjuggu í sömu götu og hústökufólkið. Ég vissi til hjónanna en þekkti þau raunar ekkert. Þetta var aldargömul

Page 39: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

39

bygging og stigarnir voru feysknir og klæðningin lyktaði af sagga. Á fjórða stigapalli drap ég á dyr og ung kona með kornabarn í fanginu opnaði fyrir mér. Hún virtist í kringum tvítugt, meðalhá vexti og ljós yfirlitum. Ég ávarpaði hana kurteislega og gerði grein fyrir mér. Bauð hún mér að koma inn fyrir og drekka með sér tesopa. Íbúðin var smá skonsa, eitt herbergi og eldhúskrókur. Hún tjáði mér að eiginmaður sinn væri í vinnu við járnbrautirnar. Síðan bar hún fram te og hunang og bað mig gera mér gott af. Að því búnu fór hún að gefa barninu brjóst. Ég sötraði á tedrykknum og skýrði henni frá högum mínum og hvers ég vænti af veru minni í borginni. Skildist mér fljótt að heimsókn mín væri á engan hátt óviðurkvæmileg, ekki væri óalgengt að Íslendingar, sem kæmu til Hafnar, bönkuðu upp á hjá þeim hjónum. Eftir að hafa spurt hana um eitt og annað varðandi borgina minntist ég á húsnæðisskort minn, hvort ekki væri lausn á því í húsinu. Sagði hún þá að í hennar stigagangi væri ekkert laust en tveimur númerum neðar byggju Íslendingar og þar yrði örugglega skotið yfir mig skjólshúsi. Þakkaði ég henni fyrir viðurgjörninginn og heilræðin og kvaddi.

Næst er af mér að segja í íbúð hústökufólksins sitjandi á gólfinu með krosslagða fætur, reykjandi hasspípu ásamt löndum mínum sem voru námsmenn í ævintýraleit og komnir til að njóta sín í hinum frjálsa fíkniefnaheimi borgarinnar. Þarna voru meðal annars tvær stúlkur sem seinna áttu eftir að verða nábýlingar mínir í Kristjaníu og piltur sem var á leið í lestarferðalag um Evrópu. Hassið, sem hústökufólkið neytti, var sótt í húsasund handan götunnar. Hverfið var aðsetur efnalítils og bágstadds fólks, en líka var þar slangur af heróínfíklum sem mér var ráðlagt að hafa ekkert samneyti við. Ég lét engan vita að fjárráð mín væru nokkuð rúm, heldur lét í veðri vaka að ég væri fremur knappur peningalega og var mér þá bent á sósíalinn. Ég skyldi leita á náðir sósíalsins með framfærslustyrk,

Page 40: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

40

annað væri ekkert vit. Það virtist þjóðráð og kom ég að máli við járnbrautarverkamanninn tveimur húsnúmerum ofar og bað hann um að aðstoða mig við skriffinnskuna hjá sósíalnum, því sjálfur væri ég illa fær í dönskunni. Féllst hann strax á það og gekk allt eins og í sögu, mér var veittur sósíalstyrkur og eftir það fór ég vikulega á kontórinn og sótti styrkinn sem ekki var há fjárhæð, dugði fyrir hasslús, nokkrum bjórum og lítilræði af mat.

Þeir landar mínir sem drógu fram lífið á sósíalstyrk voru alls ekki vansælir, blóðið rann hratt í æðum þeirra og boðskapur þess tíma, hin fagra hippahugsjón, var fullkomin næring. Ekki höfðu allir Íslendingar lífeyri sinn af sósíalnum, margir þeirra unnu fyrir sér. Var það gjarnan vinna sem þeim hefði tæpast þótt boðleg heima á Íslandi, þrif á hótelherbergjum, aðstoð í eldhúsum sjúkrahúsa o.s.frv. Þetta fólk þurfti að passa vel launin sín fyrir hinum blankari sem sættu færi að plokka af þeim fé. Fengi einhver fátæklingur peningasendingu að heiman var setið um hinn sama og ekki staðið upp fyrr en búið var að reykja og drekka út sjóðinn. Þá voru húsnæðismál landans athyglisverð. Fólk, sem vant var þægilegu og vel upphituðu húsnæði í heimalandi sínu, kvartaði ekki þótt það byggi í köldu greni, niðurníddu, í vondu hverfi í Kaupmannahöfn.

Dag einn, eftir að hústökufólkið hafði yfirgefið íbúðina og fundið sér annað húsnæði að undanskildum mér og lestarferða-langnum, ákvað ég að skreppa niður í Kristjaníu. Þar keypti ég fjögurra gramma hassmola, mjög góðan Marokkó, og fagurblátt leirchillum. Á heimleiðinni kom ég við í verslun og keypti sitthvað matarkyns. Þegar ég kom heim í íbúðina fengum við félagarnir okkur í pípu og urðum rammskakkir. Af einhverri ómeðvitaðri forsjálni stakk ég hassinu milli rúgbrauðssneiða í eldhússkápnum að undanskildu einu grammi sem við reyktum. Þegar áliðið var dags datt mér í hug að fara í göngutúr um hverfið. Félagi minn

Page 41: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

41

var rykaður af reykingunum og lagði sig. Eftir að ég hafði rölt um nágrennið nokkra stund ákvað ég að snúa aftur heim í íbúðina og þegar ég nálgaðist blokkina sá ég að lögreglubíll stóð fyrir utan hana. Það var ekkert athugavert við það, ekki óalgengt að lögreglan færi um hverfið. En í þann mund sem ég stakk lyklinum í skrána að íbúðinni birtust tveir lögreglumenn á stigapallinum og skipti það engum togum að þeir ruddust inn í íbúðina. Vöktu þeir félaga minn af lúrnum og kröfðu okkur um persónuskilríki. Við sýndum skilríkin og þau virtust í góðu lagi. Síðan lagði lögreglan hald á bláa chillumið og leitaði að fíkniefnum í íbúðinni en fann ekkert. Þá sögðu þeir að okkur væri óheimilt að dvelja í íbúðinni og yrðum við að hafa okkur á brott. Við tíndum þá saman pjönkur okkar í miklu írafári. Sagði ég þá lögreglumönnunum að í eldhúsinu væri matur sem óþarft væri að skilja eftir. Var mér fylgt fram í eldhúsið þar sem ég tæmdi úr hillunum í plastpoka – þar á meðal var rúgbrauðið góða.

Það var skjól fyrir frjálsborna menn í hippanýlendunni Kristjaníu og þangað héldum við félagi minn með bakpoka okkar. Í fríríkinu fór fram mikil hasssala og buðu sölumennirnir efnið hiklaust fyrir opnum tjöldum. Þennan dag var steikjandi hiti og góð stemning í fríríkinu. Við röltum um svæðið og inntum Íslendinga sem við hittum eftir húsnæði en fengum alltaf sömu svörin: Að bekkurinn væri þröngt setinn og ekkert húsnæði að hafa. Að áliðnum degi gengum við fram á tvo landa okkar undir gafli Woodstock krárinnar. Þekkti ég nokkuð til annars þeirra og kastaði á hann kveðju. Maðurinn spurði umsvifalaust hvort við værum ekki á sýru. Við neituðum því og sögðumst aðeins vera léttstónd. Fannst manninum það fráleitt ástand og úr því yrði að bæta. Var okkur þá boðið að slást með þeim í för að húsi nokkuru þar skammt frá. Það var stórt rauðleitt steinhús og gekk undir nafninu Løvehuset. Á annarri hæð var stór álma þar sem Íslendingar og Danir deildu með sér nokkrum herbergjum. Félagi mannsins, sem ég þekkti til,

Page 42: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

42

hafði herbergi þarna og var drjúgur hasssali, en þeir sem stunduðu hasssölu í fríríkinu í einhverjum mæli gátu haft talsvert upp úr sér og veitt sér ýmsan munað sem aðrir fóru varhluta af. Herbergið var innst í ganginum, vinstra megin. Fyrir framan herbergið var forstofa. Á borði í forstofunni geymdi hasssalinn vog sem hann vó hass á, ef um meiriháttar sölu var að ræða. Vogin var þar geymd því ekki færi vel á því ef hún fyndist í herbergi hans við lögreglurassíu, það væri sönnun fyrir mikilli sölu, sem fól í sér sviptingu á landvistarleyfi. Vægt var aftur á móti tekið á þeim sem höfðu undir höndum hass sem ætlað var til einkaneyslu. Hasssalinn gat fríað sig af eignarhaldi á voginni ef hún lægi á borðinu í forstofunni.

Nokkur óreiða var í herberginu, bjórkössum með tómum flöskum hafði verið staflað upp í einu horninu, mjög sóðalegt gólfteppi og á sófaborði úði og grúði af alls kyns lausamunum. Var okkur boðið til sætis í djúpum stólum. En það var háttur þeirra sem máttu sín einhvers í fríríkinu að búa híbýli sín mublum en fara ekki að hætti óbreyttra hippa og sitja á gólfinu. Uppi á stórum skenk var plötuspilari og nokkurt safn af vinylplötum. Var nú sett dúndrandi rokkmúsík á fóninn og opnaðar bjórflöskur. Það var enginn asi á hlutunum, fýrt í hasspípu og slakað á.

Hann hafði oft reynt að draga upp í huga sér mynd af hinu frjálsa lífi hippans og dreymt um að lifa því. Og þar sem hann sat þarna í djúpum stól hasssalans fann hann að þetta var forsmekkurinn að því að uppfylla drauminn.

Þá sá ég skyndilega að á sófaborðinu var umtalsverður slatti af litlum gulum töflum. Þetta var Orange Sunshine sýra. Húsráðandi tók til við að telja sýruna og þegar allt virtist stemma að lokum

vorum við félagi minn hvattir til að droppa. Þegar sýran hafðiverið innbyrt var drukkinn bjór og reykt hass meðan beðið

Page 43: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

43

var áhrifanna – sem létu ekki á sér standa. En þetta var frekarveik sýra og trippið því aðeins léttur fílingur. Þegar komið var fram yfir miðnætti og menn orðnir þvældir af sukkinu og vildu draga sig í hlé var mér og félaga mínum vísað til herbergis út við dyrnar að álmunni. Þar var búið að brjóta gat á vegg og gera innangengt

Page 44: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

44

til tveggja herbergja. Okkur var boðið annað herbergið til afnota, ekki aðeins yfir nóttina, heldur til frambúðar.

Í hönd fóru tímar hins frjálsa lífs með hassreykingum og léttum sýrutrippum. Lestarferðalangurinn var farinn leiðar sinnar og ég sat einn að herberginu. Ekki var óalgengt í fríríkinu að menn gengju með hníf við beltisstað. Hnífur var stöðutákn fyrir þá sem voru harðir og kúl. Að hætti fríríkisins gyrti ég mig hnífi. Síðar, þegar ástand mitt þróaðist yfir í paranoju, varð hnífurinn vörn gegn ímynduðum ógnum.

Sólríkt var í Kaupmannahöfn þetta sumar. Stúlkurnar tvær af Slotsgade höfðu flutt inn í herbergið við hliðina og hafði ég ánægju af félagsskap þeirra. Oft fór ég í gönguferðir um fríríkið og fannst mér allt umhverfi Kristjaníu heillandi og ómótstæðilegt, öll niðurníðslan, illa lyktandi sorpið og slabbið var einungis til að auka á kitlandi ímyndina. Íbúarnir með sínu frjálslega fasi og hömlulausa líferni voru líkastir persónum úr ævintýrasögum. Ég hafði orðið mér úti um reiðhjól á vafasaman hátt eins og títt var um fjölmargra Íslendinga í Höfn og fór gjarnan í langa hjólatúra um borgina. Af þessum hjólatúrum lærði ég að þekkja borgina allvel sem kom mér síðar að góðum notum.

Herbergið mitt í Løvehuset var málað í fremur ruglingslegum og drungalegum litum, sem mér fannst alveg ótækt. Ákvað ég því að hressa upp útlit þess með hreinni litum og lagði leið mína í málningarvöruverslun í grenndinni og keypti appelsínurautt og hvítt. Þá keypti ég líka sitthvora dósina af svörtu og ljósgrænu. Hófst ég handa við að mála herbergið. Neðri hluta veggjanna málaði ég appelsínurauða, efri hlutann hvítan og dró svo svarta rönd á samskilin. Ljósgræna litinn notaði ég á borð sem smíðað var úr kassafjölum og krossviði. Var þá herbergið klárt fyrir ævintýri sumarsins.

Page 45: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

45

Síðsumars birtust nokkrir landar mínir, nýkomnir frá Íslandi, í Løvehuset og kváðust vera á leið til Amsterdam; hugmyndi.væri að kaupa þar sýru og flytja til Hafnar. Viku seinna komu

þeir úr ferðinni með talsvert magn af sýru í glerkrukku. Það var Grænn pýramídi sem var ein sterkasta sýran á markaðnum. Hófst þá taumlaus sýruneysla á Íslendingahæðinni í Løvehuset og var ég engin undantekning í þeirri neyslu, tók til óspilltra málanna og droppaði af öllum lífs- og sálarkröftum. Kaldir og róandi litir herbergisins fóru einkar vel saman við sýrutrippin.

Búllurnar í Kristjaníu voru mikið sóttar og sullað í bjórnum. Hámark þessa tímabils var þegar ég og stúlkurnar tvær af hæðinni ásamt fleiri Íslendingum sömdum við kráareiganda nokkurn að fram skyldi borið sýrute á kránni hans fyrir luktum dyrum. Var sýru blandað saman við tedrykk og þegar hópurinn stóð upp frá borðum voru allir vel sýrðir. Mér hafði þá orðið nokkuð ágengt í frelsisbaráttu sálar minnar – að brjóta hlekki fortíðar.

*

Hann hafði droppað sýru um kvöldið og sat í lótusstellingu á gólfinu í herberginu í Løvehuset í Kristjaníu. Gluggi stóð opinn og hlý kvöldgolan streymdi inn. Það logaði á kerti á gólfinu fyrir framan hann, að öðru leyti var rokkið í herberginu. Sýran mallaði rólega í honum og ekkert benti til þess að þessi sýrunótt yrði öðruvísi en aðrar. Hann kveikti í Prince sígarettu og virti fyrir sér hnífinn sem lá innan seilingar á gólfinu. Þá greip hann allt í einu til hnífsins og bar blaðið uppað kertaloganum. Það fór straumur um líkama hans og honum fannst sem hnífurinn þyngdist í hendi. Hann lét logann sleikja eggina um stund. Sýran bar hann um myrkan ranghala, allt rann saman, hann sjálfur, kertaloginn og hnífurinn

Page 46: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

46

– andrúmsloftið breyttist í kolsvarta slikju. Honum fannst sem veggurinn á bakvið hann opnaðist og risastór skuggamynd með útlínur mannveru stigi fram. Skuggamyndin liðaðist um herbergið um stund uns hún nam staðar andspænis honum. Aðeins kertið á stjakanum var á milli hans og verunnar. Veran ávarpaði hann: „Sonur, þín bíður tortíming á veginum framundan nema ég komi þér til hjálpar. Ég vil að við gerum með okkur sáttmála.“ „Í hverju felst sá sáttmáli?“ spurði hann. Veran svaraði: „Sál þín skal vera mín til fjörutíu ára en að þeim tíma liðnum muntu endurheimta hana úr helju“. Hann svaraði: „Vart get ég án sálar minnar verið allan þann tíma, eða hvað?“ Veran svaraði: „Rétt er það, en ég mun innbyggja í líkama þinn sálargervil, gervil sem er steyptur í sömu mynd og þín ekta sál. Í fyllingu tímans, þegar sál þín stígur úr helju og sameinast líkama þínum að nýju, mun gervillinn verða numinn á brott. Vita máttu, að þegar þín ekta sál hefur sameinast líkamanum á ný munu þér verða allir vegir færir, jafnt á veraldlega vísu sem andlega, því með veru sinni í helju mun sálin öðlast mikinn styrk.“ Hann brá hnífnum yfir kertalogann, síðan á loft þannig að blaðið sneri þvert á ásjónu verunnar, og sagði: „Ég samþykki þennan sáttmála.“ Vindsveipur kom frá glugganum, veran hvarf og hið svartslikjaða andrúmsloft vék undan. Hann reis á fætur, örlítið stirður í hnjáliðum, skyggndist ringlaður um herbergið, sýran var enn í fullri virkni og mikinn þorsta setti að honum. Ákvað hann því að fara á Woodstock krána og setjast að bjórdrykkju það sem eftir lifði sýrunætur.

Maðurinn sem hafði selt skuggamættinu sálu sína yfirgaf Løvehuset. Yfir fríríkinu grúfði ágústnóttin – dimm og rök.

Page 47: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

47

Hippinn

Þung var sýrunóttin í Ljónahúsinu.

Lukust aftur vængirá fiðrildum rökkursinsí rauðri, rauðri blóðrák.

Á kristalstærum morgnireikað um Ráðhústorgiðmeð Tuborgbjór í hendiog sígarettu í munnviki.

Þutu rafeldar um himinhvel.

Page 48: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

48

Stúlkan úr bóhemklíkunni

Hann tók fyrst eftir stúlkunni í byrjun áttunda áratugarins og hún varð honum strax hugstæð. Hún var frjálsleg í fasi, með stutt ljóst hár og gekk gjarnan í brúnum flauelsbuxum og blárri skoskri sjóarapeysu sem náði upp í háls. Það tókust aldrei með þeim veruleg kynni á þessum tíma þrátt fyrir að þau sæktu sömu skemmtistaði og kaffihús. Hún tilheyrði bóhemklíku borgarinnar.

Ég sat á bekk fyrir framan Løvehuset og sötraði úr bjórflösku þegar ég sá hvar stúlka kom gangandi götuslóðann að húsinu og þekkti hana strax – það var íslensk stúlka, stúlkan úr bóhemklíkunni. Hún kastaði lauslega á mig kveðju og settist á bekkinn og hófum við meiningarlausar samræður, en brátt skynjaði ég að ekki var allt með felldu hjá henni og spurði hvort eitthvað bjátaði á. Hún sagði mér þá að hún hefði verið rænd kvöldið áður á strætisrölti um borgina. Hún hafði orðið fyrir fólskulegri árás og handtaskan, sem í var meðal annars farareyrir og vegabréf, hrifsuð af henni. Var ránið henni talsvert áfall. Mig setti hljóðan við þessa fregn en spurði svo hvort hún væri sérstakra erinda í Kaupmannahöfn eða hvort hún hefði komið til að njóta hins frjálsa lífs borgarinnar.

Page 49: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

49

Hún svaraði því til að förin til Hafnar væri farin í þeim tilgangi að hefja nám í kvikmyndaleikstjórn við Listaakademíuna. Ég hafði fulla samúð með stúlkunni og bauð ég henni að deila með mér herbergi. Hún tók því feginsamlega. Þá stakk ég upp á því að við færum þegar upp í herbergið og blönduðum í pípu. Við reyktum hassið, feitan Líbanon, og drukkum bjór fram eftir degi og gleymdi stúlkan um sinn raunum sínum. Um kvöldið spurði ég hvort hún væri því mótfallin að droppa sýru. Hún var strax til í það. Ég skrapp þá á veitingastað í fríríkinu og keypti sýruna. Við höfðum ákveðið að blanda engum öðrum í trippið og læsti ég því herberginu og droppuðum við síðan sýrunni. Sýrunóttin sem fór í hönd var mjög sterk. Stúlkan var ákaflega fersk, lifandi og áhugaverð. Undir morgun þegar sýruáhrifin tóku að réna lögðumst við til hvílu, hvort í sitt fletið.

Um hádegið daginn eftir sagði ég við stúlkuna að rétt væri að við reyndum að hafa upp á eigum hennar. Sýruáhrifin blunduðu ennþá í mér og juku á næmni mína og þefvísi. Við þræddum slóð í miðborginni sem ég þóttist skynja að leiddi til göturæningjanna og endaði kapallinn inni á Aðaljárnbrautarstöðinni. Ég sá í hendi mér að lausnin fælist í talnamengi geymsluhólfanna og þegar ég hafði áttað mig á hvernig lá í talnakerfinu þóttist ég vita í hvaða geymslubás ránsmennina væri að finna. Stóð það heima. Í umræddum bás komum við að nokkrum skúrkum sem höfðu plastpoka undir höndum merktan íslensku fríhöfninni. Ég hafði rýtinginn góða við beltisstað og sýndi af mér að ég væri til alls líklegur. Skúrkunum leist þá ekki á blikuna og afhentu pokann. Í ljós kom að sitthvað vantaði af eigum stúlkunnar.

Ég hafði ofgert mér í hinni villimannslegu leit og geðvillan lagði snörur sínar fyrir mig. Næstu tvo daga flæktumst við stúlkan um götur Hafnar af villtum lífsþorsta. Síðari daginn þegar við vorum á rölti um Vesturbrú varð ég fyrir undarlegri reynslu. Fannst mér sem

Page 50: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

50

þráður lægi milli mín og stúlkunnar og um þennan þráð gætum við talað saman, án þess að mæla orð af vörum. Þetta fjarsamband var sönnun þess að við stúlkan værum guðs útvalið fólk. Þegar þessu hafði farið fram um hríð, ég talað við stúlkuna gegnum höfuðið, urðu skyndilega á mér líkamlegar breytingar: Var sem ég klofnaði í miðju, frá hvirfli og niður. Það ástand varði í nokkra daga. Nótt eina yfirgaf stúlkan óvænt herbergið. Ég hafði rumskað þegar hún fór og þótti eitthvað bogið við för hennar og fór því á eftir henni og fann hana í rjóðri einu þar skammt frá og spurði hana hvað hún aðhefðist. Hún bar stóran dálk við belti og án þess að svara spurningu minni vatt hún sér aftur fyrir mig, dró dálkinn úr slíðrum og brá að hálsi mínum. Ég fann fyrir flugbeittri egginni og beið þess er verða vildi, en þá bráði skyndilega af stúlkunni og hún slíðraði hnífinn. Stúlkan dvaldi hjá mér í herberginu nokkra daga eftir þetta uns hún kvaddi mig einn morgun og sagðist eiga von á vini sínum frá Íslandi og ætluðu þau að hittast á Ráðhústorginu. Tveimur dögum síðar fór mig að gruna að ekki væri allt með felldu og undir miðnætti lagði ég leið mína upp á Ráðhústorg til að grennslast fyrir um stúlkuna og sá hana standa stjarfa á miðju torginu og stara út í myrkrið. Mér tókst að ná til hennar og leiddi hana inn Strikið og fylgdi lögreglubíll á hæla okkar og þegar kom að næsta torgi náði ég í leigubíl sem ók okkur niður í Kristjaníu.

Þegar hér var komið höfðu hlutirnir gjörsamlega farið úr böndunum. Ég hafði sogast inn í geðklofann og hún sömuleiðis. Þá tilkynnti hún mér einn daginn að hún væri á förum til Noregs að heimsækja norskan vin sinn sem ætti þar sumarhús. Lét ég það gott heita – enda var erfitt fyrir tvo einstaklinga í geðrofsástandi að deila saman herbergi. Ég hafði á fyrstu dögum mínum í Kristjaníu tekið að mér að fóstra hvolp sem ég kallaði Póker og var mér yndi og dægrastyttingaf þessum mállausa félaga mínum. Þegar sturlun mín náði hámarki

Page 51: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

51

og paranojan magnaðist upp fannst mér sem Danir legðu á mig fæð. Dag einn tók ég saman pjönkur mínar og tróð í lúinn bakpoka, ákveðinn að feta í fótspor stúlkunnar og fara til Noregs. Þegar ég

Page 52: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

52

læsti hurðinni að herberginu ýlfraði Póker ámátlega fyrir innan. Ég hafði ekki krónu í vasanum en það hamlaði ekki för minni. Þegar ég kom að höfninni var Oslóarferjan þar og skammt til brottfarar. Gekk ég óhikað gegnum hliðið án þess að greiða fargjaldið og um borð í skipið. Um borð í ferjunni reikaði ég milli þilja, áttavilltur í tilverunni og án handfestu á efnisheiminum. Undir morgun þegar ferjan var á siglingu inn Oslóarfjörðinn kastaði ég lyklinum að Kristjaníuherberginu í hafið og þar með var lokað á vonda strauma frá Danmörku, lykillinn myndi sökkva niður í undirdjúpin og innsiglast þar. Í sama mund og lykillinn sökk í hafdjúpið reis sólin á austurhimni ægifögur sem var tákn þess að ég væri hólpinn. Þegar ferjan lagði að bryggju beið ég þess að farþegar færu frá borði. Aleinn í skipinu eigraði ég um gangana, leit inn í klefana, hugleiddi hvort ég ætti að koma mér fyrir í einum þeirra og bíða þess að ferjan færi aftur til Kaupmannahafnar. Að athuguðu máli virtist það óráð og yfirgaf ég því skipið. Ég hafði þæft um stund á bryggjunni þegar hvít Volkswagenbjalla renndi að mér og maður við hliðina á bílstjóranum skrúfaði niður rúðuna og spurði mig á ensku hvert ég væri fara. Svaraði ég því til að það væri óljóst. Þá ræddu maðurinn og bílstjórinn eitthvað sín á milli og síðan var mér boðið að setjast inn í bílinn. Var síðan ekið inn í borgina og að háhýsi nokkru þar sem mér var fylgt í lyftu upp á efstu hæð og leiddur fyrir mann nokkurn sem spurði mig um ástæðuna fyrir komu minni til Noregs. Þetta var þá fíkniefnalögregla Oslóborgar. Sagði ég þá frá ofsóknum sem ég hefði sætt af hálfu Dana, hvernig ég hefði naumlega sloppið frá Kaupmannahöfn og væri nú kominn til Noregs að leita mér fulltingis. Síðan sagði ég fulltrúanum að mér hefði borist njósn af stórfelldu pólitísku plotti í heiminum, plotti sem ég væri staðráðinn í að uppræta. Lögreglufulltrúinn sat þögull undir þessum yfirlýsingum en gaf síðan stuttorðaðar skipanir og ég var leiddur á brott og lokaður inni í herbergi þar

Page 53: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

53

sem tveir menn gættu mín. Inni í herberginu var flygill og þegar ég gerði mig líklegan til að leika á hljóðfærið réðst annar mannanna á mig og hratt mér niður í gólfið og sparkaði fólskulega í síðu mína. Stuttu síðar var mér ekið á fíknideild Ullevål sjúkrahússins í útjaðri borgarinnar en við komuna inn á deildina komst ég í mikið uppnám og þótt starfsfólkið reyndi að róa mig, segði mér að ekkert væri að óttast, tók ég ekki sönsum og var því færður inn í rúm og sprautaður niður. Fyrsta kvöldið á deildinni var mér mikið sjónarspil. Fyrir utan glugga herbergisins blikkuðu blá ljós og sírenur vældu og taldi ég fullvíst að floti geimskipa væri þar kominn að reyna að bjarga mér úr prísundinni. Næsta morgun var mér færður morgunverður og fatnaður sem ég var beðinn að klæðast og var einkennisfatnaður deildarinnar. Þegar ég hafði farið í sturtu og klæðst einkennisbúningnum var mér boðið að koma í dagstofuna og hitta hina sjúklingana. Þar hitti ég bæði karla og konur, á svipuðu reki og ég sjálfur. Allt þetta fólk var einstaklega kurteist í framkomu og vinveitt. Ég kynntist fólkinu raunar aldrei mikið en þau litlu kynni sem ég hafði af því voru góð. Í næsta herbergi við mig lá gulusjúklingur rúmfastur. Hann hafði ferðaplötuspilara inni hjá sér og virtist hafa mikið dálæti á einu Bítlalagi af Hvíta albúminu, The Continuing Story of Bungalow Bill, því hann spilaði það stöðugt daginn út og inn. Í kjallara byggingarinnar var tómstundarými þar sem vistmenn styttu sér stundir við ballskák eða hlustuðu á hljómplötur. Þá var þar einnig hljóðfærasafn sem einkar vinsælt þótti að glamra á. Þegar starfsmenn spurðu mig hvað ég kynni fyrir mér af tómstundagamni nefndi ég skák og var óðar grafið upp taflborð og menn og því stillt upp fyrir framan mig og sagt að nú skyldi ég tefla. Þrír starfsmannanna voru slarkfærir í skák en enginn sjúklinganna vildi snerta við taflinu. Þann tíma sem ég dvaldi á deildinni tefldi ég talsvert og hafði jafnan sigur og að launum fyrir frammistöðuna fékk ég að taka með mér taflið

Page 54: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

54

þegar ég fór heim til Íslands.Hugur minn var rammflæktur í hinu pólitíska plotti heimsins.

Ég sá fyrir mér valdanet sem náði á milli heimshorna og var stjórnað af fámennisklíku. Svo var um hnútana búið að jarðarbúar uggðu ekki að sér – voru flæktir í netið og lífi þeirra stjórnað í einu og öllu af valdaklíkunni illræmdu. Hugsanir þessar rásuðu um hugann og trúði ég staðfastlega á sannleiksgildi þeirra. Hafði mér opinberast þessi hrollkaldi sannleikur á sýrutrippi.

Eftir fjórtán daga dvöl á Ullevålhælinu var mér sagt að taka saman föggur mínar, ég væri á förum heim til Íslands. Tveir sjúkraverðir fylgdu mér í fluginu. Mér var gert að sitja aftarlega í vélinni milli varðanna. Var tekið á loft og virtist mér sem ferðin myndi verða tíðindalítil. Um miðja vegu ferðarinnar þurfti ég að fara á salerni og þegar ég gekk fram með sætaröðinni sá ég mér til mikillar undrunar að stúlkan úr bóhemklíkunni sat þar í einu sætinu. Þegar ég settist aftur í mitt sæti vakti ég athygli varðanna á stúlkunni, sagði að hún væri náin vinkona mín sem ég þyrfti að ná tali af. Í fyrstu þvertóku fyrir að leyfa það en fyrir þrábeiðni mína létu þeir undan. Settist ég þá við hlið stúlkunnar og spurði hana hvað á daga hennar hefði drifið síðan leiðir okkar skildu og sagði hún mér að við komuna til Noregs hefði hún verið handtekin, en síðan sleppt. Fátt annað fékk ég upp úr henni. Rétt fyrir lendinguna í Keflavík losnaði plata innanvert úr hlið vélarinnar þar sem við sátum. Sló mig óhugur við atvikið, mér þótti þetta ógæfulegur fyrirboði. Inni í flugstöðvarbyggingunni skildu leiðir okkar. Mér var ekið á Kleppsspítala en hún tók flugstöðvarrútuna í bæinn.

Fáeinum dögum síðar heyrði ég í útvarpinu að stúlku einnar væri saknað og að síðast væri vitað til hennar á ferð um Vestur-Skaftafellssýslu, leit væri hafin á landi og fjörur gengnar. Þremur dögum síðar kom frétt um að stúlka þessi hefði fundist látin í fjöru á Mýrdalssandi og var nafns hennar getið – það var vinkona mín,

Page 55: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

55

stúlkan úr bóhemklíkunni. Seinna frétti ég hvernig stóð á ferðum hennar um Vestur-Skaftafellssýslu. Henni var ætlað að taka við ráðskonustöðu á bæ nokkrum þar í sýslunni.

Hún var jörðuð í Bessastaðakirkjugarði. Hann fór ekki í útförina en lét aka sér síðar um daginn að kirkjunni. Í garðinum fann hann opna gröf stúlkunnar og var búið að kasta rekunum. Hann lét hvíta rós falla ofan í gröfina.

Page 56: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

56

Höggvið í sama knérunn

Dagur og kona hans, Magga, höfðu tekið mig til sín af geðdeild-inni. Þótt heimili þeirra væri þungt, en þau höfðu fyrir þremur börnum að sjá, voru þau þess umkomin að veita mér skjól í hremmingum geðveikinnar. Fjárhagur minn var þröngur en til að hressa upp á hann brá ég mér í einn og hálfan mánuð sem kokkur á línubát frá Patreksfirði. Dagur hvatti mig óspart til listsköpunar, sagði að í mér byggi ósvikinn málari og skáld. Næsta ár fór ég tvær ferðir til Kaupmannahafnar til þess eins að komast í vímuefni og hið tryllta líf Kristjaníu. Lítið ljóðakver eftir mig leit dagsins ljós en ljóðmálið var tekið beint úr þeim ranghugmyndaheimi sem ég hrærðist í og var torlesið. Um haustið fór ég út af sporinu og lenti inn á geðdeild. Geðlæknir deildarinnar taldi að geðveiki mín væri varanleg og útvegaði mér fullar örorkubætur með greininguna schizophrenia paranoides. Í mars reif ég mig svo upp úr volæðinu og munstraði mig sem háseta á togbát frá Vestmannaeyjum. Ég bjó í verbúð og var virkur í sukkinu sem þar viðgekkst sem endaði með því að ég lenti inni á sjúkrahúsi eftir slagsmál. Þegar ég kom til Reykjavíkur og var búinn að raða mér nokkurn veginn saman, andlega og líkamlega, hafði gamall

Page 57: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

57

bekkjarbróðir minn úr þorpinu samband við mig og bauð mér pláss sem annar maður við hann á trillu. Róið yrði frá Eyrarbakka. Ég sló til og fór með honum nokkra róðra. Þegar ég kom aftur til Reykjavíkur tók ég að venja komur mínar í Hvíta húsið, hús sem stóð á baklóð við Laugaveg og var miðstöð mikilla hassreykinga. Þá hafði ég til leigu lítið og notalegt herbergi í Miðstræti. Í Hvíta húsinu kynntist ég stúlku sem seinna varð konan mín og á milli okkar tókust ástir. Hún flutti inn í herbergið til mín og þótti mér þau umskipti vera tákn bjartari framtíðar. Þegar leið á sumarið var ég orðinn sperrtur af hassreykingum og fór að finna fyrir útþrá. Ég vissi af skáldi einu sem ætlaði að reisa til Kaupmannahafnar ásamt konu sinni og nokkrum félögum sínum, en þar beið þeirra í miðborginni íbúð sem léð var án endurgjalds. Náði ég fundi skáldsins og bað um að við stúlkan fengjum að slást í hópinn og deila með þeim húsnæðinu. Féllst skáldið þegar á þessa uppástungu. Hófst þá undirbúningur ferðarinnar og voru ýmsar væntingar í loftinu. Var herberginu í Miðstræti sagt lausu því til stóð að dvölin í Höfn yrði til frambúðar – en annað átti eftir að koma á daginn. Komið var fram í ágústmánuð þegar hópurinn lagði upp. Allt stóð eins og stafur á bók, lítil en notaleg íbúð í grennd við Ráðhústorgið beið hópsins. Strax um kvöldið var tollurinn tekinn upp og skálað en þegar leið á nóttina og allir orðnir nokkuð ölvaðir ákvað ég að fara niður í Kristjaníu og kaupa hass. Féll það ekki í góðan jarðveg hjá ferðafélögum mínum að stúlkunni minni undanskilinni. Þegar ég kom aftur með hassmolann var enn setið að drykkju í íbúðinni og blandaði ég í pípu, sæmilegasta Marokkó, og bauð fólki að reykja. Það hafnaði boðinu kurteislega og sátum við stúlkan því ein að pípunni. Nokkrum dögum síðar vorum við stúlkan mín orðin ein eftir í íbúðinni því fólkið hafði farið í lengri reisu um Evrópu. Ég fór tíðar ferðir eftir hassi niður í Kristjaníu og í hönd fóru sælutímar hassneyslu í bland við ástarleiki. Við skoðuðum

Page 58: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

58

okkur um í borginni og stunduðum kráarölt. Þá leitaði á mig sú hugmynd að gera dvölina litríkari með hugvíkkandi efnum. Og eitt kvöldið lagði ég leið mína niður í Kristjaníu í sýruleit og eftir nokkra fyrirspurn fann ég mann nokkurn á krá sem höndlaði með sýru og keypti af honum þrjá svartar sýrur sem hann fullyrti að væri mjög öflugt efni og gerði ég einni þegar skil á staðnum og settist að drykkju á kránni. Þegar sýran var að byrja að virka ákvað ég að snúa aftur til íbúðarinnar en kom við á Ráðhústorginu og var sýran þá komin á fleygiferð og naut ég ljósadýrðar borgarinnar um hríð. Þegar ég hafði fengið nægju mína af dýrðinni lá leiðin heim í íbúðina þar sem stúlkan beið mín. Sagði ég henni frá sýrunni og hvatti ég hana til að taka með mér trippið. Var hún til í það. Fórum við síðan út á næturlífið og virkaði sýran eins og vonir stóðu til. Eftir að við komum aftur í íbúðina lagðist hún til svefns en ég var ennþá á nokkuð hárri sýru og ákvað að þreyja til morguns. Þannig var háttað að íbúðin var á fjórðu hæð og sást því vel til himin-tungla út um kvistglugga. Á ærandi sýrunni fannst mér sem ég væri í beinu sambandi við stjörnurnar, að þær töluðu til mín – og linnti ekki fyrr en nóttin vék fyrir dagsbirtunni. Þá átti ég eina sýru í vasanum og ákvað að vekja stúlkuna og bjóða upp á sýrute. Næstu daga var ég heltekinn af geðklofa og paranoju, var ýmist á flótta eða í harðri atlögu um miðborgina. Alls kyns tákn og hindurvitni réðu ferðum og var sturlunin ofsakennd á köflum. Einn daginn gleymdist lykillinn að íbúðinni í skránni utanverðri og skipti það engum togum að bláókunnugt fólk réðst inn og hrakti okkur út á götu. Farangri okkar komum við fyrir í íslenska sendiráðinu. Við flæktumst um götur Hafnar í tvo daga en þá gáf-umst við upp og létum sendiráðið síma til Íslands eftir farseðlum. Þegar við komum heim reikul og ráðalaus áttum við hvergi innhlaup í húsnæði. Stúlkan kaus að fara heim til foreldra sinnaen að nokkrum tíma liðnum tókst mér að komast yfir húsnæði í

Page 59: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

59

Þingholtsstræti. Ástand mitt var bagalegt og einkenndist af miklu rugli. Dag einn fór ég í banka og sló víxil í fyrir Lundúnaferð. Ég hafði þá krúnurakað mig og var hinn villimannslegasti í útliti. Þegar vélin lenti á Heathrow var ég orðinn súrrandi geðvilltur og var stöðvaður í tollhliðinu og tekinn afsíðis til frekari skoðunar. Spurðu tollverðir mig ýmissa spurninga og voru svör mín á afar undarlegum nótum en eftir nokkurra klukkutíma þóf var mér tilkynnt að ég fengi ekki að fara inn í landið en yrði þess í stað vistaður til skemmri tíma á deild fyrir fíkniefnasjúklinga. Það var Sankti Bernhards sjúkrastofnunin og var dvölin mér afar snúin. Eitt kvöldið fékk ég til dæmis harkalegt sýruafturhvarf og gekk af göflunum og var þá umsvifalaust settur í einangrunarklefa. Að fjórtán dögum liðnum var ég sendur til Íslands. Við komuna þangað tók við yfirferð í tollinum á Keflavíkurflugvelli þar sem farangur minn var vandlega rannsakaður. Læknir mætti í flugstöðina til að meta andlegt ástand mitt og sagði við mig að vissulega væri

Page 60: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

60

heilsa mín bágborin en hann ætlaði ekki að svipta mig frelsinu að svo stöddu en mér yrði umsvifalaust kippt inn á geðdeild ef ég færir fleiri slíkar ferðir. Þegar til Reykjavíkur kom var ljóst að ég hafði misst húsnæðið í Þingholtunum. Ræfildómur minn var þá sorglegur. Á afmælisdeginum mínum þriðja desember var ég hirtur upp af götunni af lögreglunni og fluttur í Hegningarhúsið við Skólavörðustíg þar sem mér var haldið í einangrun í fótajárnum í þrjá daga, mjög veikum, uns geðlæknir af Kleppi kom og bauð mér að leggjast inn á deild, sem ég þáði með þökkum, enda orðinn þjakaður af tugthúsvistinni. Ástand mitt var hryggilega dapurt – þó hættu stjörnurnar aldrei að tala til mín.

Kjörgripir

Kjörgripi á ég fáa.Snærishönk í vasa, sveðju undir súð, flugbeitta.

Sorgir innst inni en sól í hjarta– harmljúft er líf mitt.

Garðurinn minn er umleikinn blámóðu og þar vaxa fáséðar jurtir.

Page 61: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

61

Sænska frystihúsið

Ég var enn einu sinni lentur inn á geðdeild haldinn djúpu sýrurugli. Þá var nánustu ættingum mínum gert viðvart og sagt að ekkert nema kraftaverk gæti komið mér til bjargar því með sama áframhaldi yrði ég ekki langlífur. Þegar ég útskrifaðist af deildinni útvegaði bærinn mér afdrep í Sænska frystihúsinu.

Nábýlingar hans í frystihúsinu voru utanveltufólk í þjóðfélaginu. Þetta var á árum óhagstæðrar hagsveiflu í landinu. Veturinn hafði verið honum erfiður. Á nöturlegu kvöldi á þorra þegar sálarkrömin var í hámarki afréð hann að taka líf sitt. Hann gleypti 40 Stezolid töflur og lagðist til hvílu, fyllilega sáttur við að ganga dauðanum á hönd. Eftir að hafa legið rænulaus í tvo sólarhringa hrökk hann upp. Höfuð hans var blýþungt og líkaminn óstyrkur. En þrátt fyrir fyrri áform var hann allshugar feginn að vera enn í tölu lifenda og skjögraði veikburða út á strætin. Það var ekki ýkjamikil lífshamingja.

Page 62: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

62

*

Hann var með rottuandlit. Útskúfaður hraktist hann um götur og fann leggja kaldan straum í hnakkann. Hann kom að kunnuglegu húsi og drap á dyr. Unglingsstúlka kom til dyra og hann bað um að fá að koma snöggvast inn fyrir. Það kom smá hik á stúlkuna en síðan hleypti hún honum inn. Hann settist við eldhúsborðið en átti í erfiðleikum með rottuandlitið. Gömul kona kom framúr stofunni án þess að virða hann viðlits eða bjóða góðan daginn. Hann drakk kaffið og íhugaði hvort fólkinu væri ljós skapnaðurinn, rottuandlitið. Nóttin hafði verið honum þung í skauti. Hann hafði staðið í almenningsgarðinum og horft upp í festinguna. Það hafði verið norðanátt, kalt og hjarn yfir öllu. Stjörnuskarinn hafði dansað um himinhvolfið líkt og fiðrildasveimur. Hann hafði reynt ákaft að berja niður ófögnuðinn sem sótti að honum utan úr köldum geimnum en í birtingu hafði morgunstjarnan brugðið á hann rottuandlitinu. Þessa nótt hafði svarta stjarnan vélað svo um að hún fengi sál hans í skiptum fyrir að barni myrkursins yrði fyrirkomið.

Hann yfirgaf húsið dapur í bragði, fann að óvild stafaði frá íbúum þess í hans garð. Þessi heimsókn hafði verið misráðin og einungis kallað yfir hann vonda strauma. Rottuandlitið var smám saman að þurrkast af honum enda gætti ekki áhrifa morgunstjörnunnar lengur. Honum varð hugsað með hryllingi til morgunsins þegar hinu ógeðfellda rottuandliti var skellt á hann eins og einhverri leikgrímu. Eflaust hafði það verið gert af stríðni af hálfu stjörnunnar en það var grátt gaman sem hafði næstum riðið honum að fullu. Stjörnurnar, sem honum þótti að vísu mjög vænt um, voru óútreiknanlegar og því var rétt að hafa varann á.

Page 63: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

63

Hann kom í hin kuldalegu híbýli sín í gamla frystihúsinu og hlammaði sér niður í sófagarminn. Hugsanir um heimspólitíkina sóttu á hugann. Ljóst var að valdaklíka heimsins var á góðri leið með að stofna til ófriðarbáls. Hve oft hafði hann ekki reynt að færa heimsmálin til betri vegar? Og höfðu ekki stjarnforingjar geimsins oftar en einu sinni ráðist inn í helstu stjórnarbyggingar veraldar og reynt að koma vitinu fyrir klíkuna? Nei, sennilegast var staðan töpuð og skásti kosturinn að flýja land, fara til Kaupmannahafnar … eða Amsterdam?Aðalritari kommúnistaflokks Sovétríkjanna kom á gluggann og fór að hafa í hótunum um að gera innrás í landið, jafnvel beita atómvopnum á Keflavíkurstöðina. Hann var hvimleiður djöfull þessi aðalritari, alltaf með ofbeldishótanir á takteinum. Hann stóð upp úr sófanum og gekk að borðskrifli í horni herbergisins og gramsaði í pappírshrúgu uns hann fann stóra vatnslitaörk. Stöðugt þrumaði rödd aðalritarans á glugganum. Hann ruddi öllum pappír af borðinu og út á gólfið fyrir utan vatnslitaarkarinnar sem hann tók að rýna í. Ekki var um að villast: Ef svo færi fram sem horfði var allsherjarstyrjöld yfirvofandi. Hann yrði á einhvern hátt að reyna að framkalla slökunarstefnu – annars væri þetta búið. Var þetta rétta augnablikið að láta stjörnuskipin lenda og hertaka jörðina til að koma á friði? Nei, ætli það. Svo ætlaði hann stjörnuflotanum annað hlutverk. Að mæta stjörnuskipum annarrar geimhvelfingar í stórorustu um full yfirráð tveggja hvelfinga. Hann greip krús með litblýöntum af hillu ofan við borðið, valdi rauðan lit og dró nokkur strik á örkina af stakri nákvæmni. Þetta var skárra. Stöðugleikinn í heimspólitíkinni virtist þó hvíla á því að ófriðurinn fyrir botni Miðjarðarhafs yrði viðvarandi. Þá var að taka því. Annars voru arabarnir óútreiknanleg stærð, til alls líklegir ef þeir næðu að þjappa sér saman

Page 64: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

64

en ólíklegt að það yrði að veruleika, til þess voru þeir sjálfum sér of sundurþykkir. Útreikningar hans voru örugglega réttir. Bitbeinið var gamla Palestína, álagsflötur ófriðarstjórnmála sem athygli heimsbyggðarinnar beindist að. En hin raunverulega þungamiðja var auðvitað suðupotturinn við Persaflóa. Tilvist Ísraelsríkis virtist vera sú negling sem kom í veg fyrir að arabarnir flæddu yfir Vesturlönd. Að líkindum myndi Palestínudeilan magnast, frekar en hitt … Aðalritarinn var farinn af glugganum en forseti Bandaríkjanna kominn í staðinn. Hann ropaði eitthvað um að heimsfriðurinn hvíldi á sínum herðum og óttaðist ekki að austurblokkin myndi stofna til ófriðar því hernaðarleg staða þeirra væri vonlaus. Síðan gerði forsetinn athugasemdir um vatnslitaörkina, sagði að útreikningar hans væru þesslegir að lítið mark væri á þeim takandi. Hvað Palestínudeiluna varðaði þá væru Ísraelsmenn aðeins að verja hendur sínar og ekki við þá að sakast þótt deilan væri í hnút. Kanslari Þýskalands lét í sér heyra, þá ísraelska herstjórnin, þá Arabaleiðtogar ... uns raddirnar komust í þær hæðir að höfuð hans var við það að springa. Sá hann þá þann kost sér vænstan að flýja herbergið og út á strætin.

Það grúfði nótt yfir borginni. Hann var kominn aftur í almenn-ingsgarðinn og talaði við svörtu stjörnuna um að endurheimta sál sína. Skítt með þótt barn myrkursins tæki völdin. Jörðin yrði varla verr komin undir stjórn þess. Hann ætlaði hvort sem er að yfirgefa jörðina þessa nótt í Satúrnusarskipinu.

Page 65: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

65

1977

Stúlkan frá Kaupmannahafnarferðinni árinu áður heimsótti mig í frystihúsið þegar áliðið var vetrar og tilkynnti mér að hún væri barnshafandi, ætti von á sér í desember. Ekki varð ég ýkja uppvægur við þessi tíðindi þar sem ég mókti meðvitundarlítill í bæli mínu. Um vorið gaf ég út annað ljóðakver mitt – kver sem eins og hið fyrra var heldur rýrt í roðinu. Á álíðandi sumri fannst mér sem ekki yrði lengur við unað í frystihúsinu og eina lausnin væri að stofna til nýrrar Kaupmannahafnarreisu.

Hann hafði steypt sér út í neyslu vímuefna á sínum tíma af ómeðvitaðri hvöt en þrátt fyrir brotlendingar fékk ekkert stöðvað hann, ekkert komið í veg fyrir að hann tæki sér far með tortímingarhraðlestinni. Hann var maður í miðjum klíðum að brjóta hlekkina, maður sem veðjaði á að sýran myndi að lokum opna dyrnar … lyfta hinu þunga fargi af sálinni og frelsa drauminn sem bylti sér í djúpinu.

Við komuna til Hafnar fór ég strax niður í Kristjaníu. Þar hitti ég fyrir Dag sem hafði yfirgefið konu sína og börn og lagst í flakk. Varð fagnaðarfundur með okkur og saman fórum við á slarkið. Skáldið var vinamargur í borginni og var víða farið um og heilsað upp á fólk. Ég hafði frétt að í Møllegade hefðist við rjóminn af

Page 66: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

66

liðinu úr Hvíta húsinu. Þangað lögðum við skáldið leið okkar og var tekið tveim höndum. Okkur var boðið að búa í íbúðinni meðan við værum í Höfn og að ganga í matföng að vild – ef á annað borð eitthvað væri að hafa. Ég fór niður í Kristjaníu og keypti hass. Það var góður moli, 60 grömm af svörtum Afghan sem dugði okkur, liðinu í Møllegade, í heila viku með nokkuð þéttum reykingum. Þegar víman sveif á Dag fór hann að ráðgera að mála stóra veggmynd í stofunni. Hann hafði öll áhöld og liti til verksins í sjópoka sem hann hafði meðferðis á ferðalagi sínu og því var ekkert að vanbúnaði að hefjast handa. En þessi ráðagerð fæddist í huga hans á vissu stigi reykinganna og fjaraði svo út þegar á hann sveif höfgi. Það var kannski góðu heilli að ekkert varð úr maleríinu því ekki er víst að næstu íbúar á staðnum hefðu kunnað að meta handbragð meistarans. Þegar hassið þraut varð vistin daufleg í íbúðinni og skömmu síðar yfirgaf Dagur borgina og hélt suður í Evrópu.

Dag einn hitti ég á rölti mínu um Kristjaníu fjóra Íslendinga, þrjá pilta og eina stúlku. Ég þekkti nokkuð til þeirra, að stúlkunni undanskilinni, og ákvað að slást í hópinn og slæpast með þeim um götur Hafnar. Mér leist strax vel á stúlkuna og fór að gera hosur mínar grænar fyrir henni. Stúlkan virtist til í tuskið og vantaði því ekkert nema húsaskjól til að ástardraumurinn yrði að veruleika. Svo var það að hópurinn fékk inni á stúdentagarði til skamms tíma og því ekkert til fyrirstöðu að ég fengi stúlkunnar. Og þegar náttmyrkrið grúfði yfir borginni og allir voru lagstir til svefns læddist ég að rekkju stúlkunnar sem tók umsvifalaust við mér og bauð upp á ástarleik. Tókust með okkur kærleikar og varð tilveran mér þolanlegri. Síðla september tók hópurinn þá ákvörðun að halda heim á Frón og var leitað á náðir sósíalsins um flugmiða.

Gekk það greiðlega fyrir sig.

Page 67: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

67

Þetta hafði verið sýrulaust ár. Hvort ástæðan var sú að ekki hafði myndast stemning fyrir því að droppa eða ég var hreinlega mettur af sýru skal ósagt látið en vegna þessa hlés á neyslunni hafði mér smám saman vaxið andlegur styrkur og tiltrú á lífið. Við Kaupmannahafnarstúlkan héldum sambandinu áfram eftir að til Íslands kom uns hún fór í menntaskóla og hafði öðrum hnöppum að hneppa. Þá skildu leiðir okkar. Í nóvember fór ég stutta ferð til Hafnar og keypti 50 grömm af hassi, Marokkó, sem ég smyglaði í gegnum íslenska tollinn. Var það lélegur skítur, þurr og grjótharður, sem mér leiddist mjög að reykja.

Page 68: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

68

Umbrotatímar

Á áttunda áratugnum var ungt fólk í vímuefnaneyslu almennt álitið dreggjar þjóðfélagsins. En ungt fólk þess tíma hafði sterka pólitíska vitund og sýndi það með ýmsum hætti. Innsti kjarni pólitískrar róttækni hérlendis var Æskulýðsfylkingin. Í þann félagsskap sóttu hinir ofurróttæku. Þá var það álitlegur hópur fólks sem ekki var í Fylkingunni en hafði þó við hana ákveðin tengsl. 1. maí var haldinn með pompi og prakt af Rauðri verkalýðseiningu sem var afl innan Fylkingarinnar. Ganga RV niður Laugaveginn var allfjölmenn og forkólfar innan Fylkingarinnar brýndu göngumenn með slagorðahrópum í gjallarhorn. Þessari göngu var ætlað að vera mótvægi við ASÍ gönguna sem þótti heldur litlaus og hafa lítinn pólitískan slagkraft. Stúdentar voru áberandi í allri pólitískri hreyfingu. Fullveldisdeginum, fyrsta desember, voru gerð skil með róttækum samkomum í Háskólabíói, og eftir fundinn var gjarnan fylkt liði og gengið að ameríska sendiráðinu til að mótmæla heims-valdastefnunni og Nato. Allar þessar mislitu hreyfingar, bóhemar, listamenn, hippar og stúdentar samsömuðu sig undir merki róttækni og baráttunni gegn kúgun og fasískum tilburðum heims-

Page 69: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

69

valdastefnunnar. Fólk var undir áhrifum frelsishreyfinga og sósíal-ískra byltingarafla heimsins. Draumurinn um að steypa valdhaf-anum og koma á alræði öreiganna á Íslandi virtist ekki svo fjarri. En vitaskuld voru þetta óraunhæfar hugmyndir. Það eru að vissu leyti nokkur vonbrigði hvernig þessi hugsjónaeldur slokknaði á níunda áratugnum því vinstri bylgjan og hippahreyfingin bjó yfir ferskum andblæ. Dagljóst var að íhaldssöm sjónarmið þörfnuðust endurskoðunar og rétta þurfti hlut alþýðunnar gagnvart arðránsstefnu kapítalismans. En samfara pólitíkinni á þessumtímum var sukklíferni. Stúdentakjallarinn var vinsæll samkomu-staður á síðari hluta áttunda áratugar og fram á þann níunda. Staðurinn hafði þá veitingaleyfi fyrir léttum drykkjum, eins og t.d. rauðvíni og hvítvíni. Þótti menningarbragur að því að eyða kvöldunum í Stúdentakjallaranum við léttvínsdrykkju og gáfumannatal. Það kom fyrir að trúbadorar tróðu þar upp og skáld lásu úr verkum sínum. Bakarabrekkan var sá staður sem þótti hvað notalegastur að sumri til þegar sólríkt var. Unga fólkið flykktist í brekkuna með hasspípur sínar og guðaveigar og naut ríkulega alls þess sem sólskinsdagurinn hafði upp á að bjóða. Þetta voru tímar mikilla umbrota í heiminum og hin rauða hugsjón sveif yfir vötn-um. Unga fólkið lét óhikað vaða á súðum í líferni sínu og skeytti ekkium boð eða bönn. Þetta voru tímar þegar bilið milli kynslóða var hvað mest.

Hann var að eðlisfari hrifnæmur, samfara djúpri réttlætiskennd. Það gerði hann að skoðanabróður vinstra armsins í pólitík. Meðtók hann fúslega innrætingu sósíalismans. Hann viðaði að sér sósíalískum bókum, bæði skáldskap og fræðiritum og las af mikilli áfergju. Félagar hans og vinir voru allt fólk af vinstri kantinum. Það var fólk sem, eins og hann, sá hylla undir að Ísland yrði sósíalískt ríki.

Page 70: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

70

Fífilblóm

Utangarðsskáldi á miðjum aldri eru hugfólgin ungdómsárin:

Þegar hann ölvaði sig sífelltí andanumgekk um strætin flauelsklæddurmeð fífil í hnappagatinuog seldi ljóðakver.

Í dag þegar kulnaður er eldurallra hugsjónaþykir fráleit hugmyndað skreyta jakkaboðunginnmeð fífilblómi.

Á áttunda áratugnum blómstraði eiginútgáfa ljóðabóka. Fjöl-ritunarstofan Letur við Grettisgötu var viðkomustaður ungra manna með hugsjón. Ungir karlar voru aðsópsmiklir í eiginútgáfu en aftur á móti var minna um að kvenpeningur gerði sig þar gildandi. En fjölmargir þessara eiginútgáfuhöfunda urðu aðeins einnar bókar menn. Frá fjölritunarvélinni í Letri streymdi ofgnótt ljóðabóka, bækur sem síðan voru annaðhvort fræstar eða heftar í kjölinn – bækur sem áttu erindi til fólksins í bænum. Skáldin mættu í Letur með adrenalínflæðið í líkamanum og glampa í augum. Og með góðan slatta af ljóðakverum í hvítum plastpoka var stikað um götur bæjarins í söluherferð. Það var kássast upp á hvern þann sem á vegi varð og þótti líklegur kaupandi.

Page 71: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

71

Sem ungur maður heillaðist hann af sjarma prentsvertunnar og hóf að berja saman ljóðabók í því skyni að renna henni í gegnum fjölritunarvélina í Letri.

Ég hafði nokkuð kynnt mér skáldskap, bæði ljóð og laust mál. Módernismi í kveðskap höfðaði sterkt til mín, en hið rímaða form var mér ekki að skapi – og er svo enn í dag. Sakir menntunarskorts stóð ég illa að vígi hvað varðaði erlend tungumál. En nóg var til af ágætum skáldskap í íslenskri þýðingu og þegar fjárhagurinn leyfði voru fornbókasölur bæjarins þræddar og keyptar bækur sem ég vissi að voru vandaðar og góðar bókmenntir.

Tilraunir mínar við ljóðið voru vissulega fálm í myrkri. Á árunum 1975 til 1986 gaf ég út sjö ljóðabækur sem voru hreint stílbrot í bókmenntum. Bækurnar voru allar brennimerktar geðsýkinni. Ég upplifði brennandi þörf fyrir að forma hugsanir mínar í skáldskap en brot var í sálinni sem hamlaði því að draumurinn yrði að veruleika. Þannig gekk það til, ár eftir ár. Hver bókin af annarri leit dagsins ljós, bækur sem voru andvana fæddar að forminu til. Án vafa hafa verið uppi raddir um orsök þessara sjö geggjuðu ljóðabóka minna, eins og til dæmis ofneysla á sýru. En þrátt fyrir mínar rugluðu bókmenntir var ég alltaf þess fullviss að rétt miðaði, að sá dagur kæmi að skáldskapur minn næði styrk og þroska – að formið myndi hreinsa sig.

Page 72: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

72

Skurn

Á borðinu var egg

hugur minnmyrkvaður hjartað kalt

ég át eggið.

Á miðnættibirtist Dauðinní húsinu

fór ránshendium líf mitt

á borðinu lá eftir:

skurn af eggi.

Hugur hans var njörvaður geðsýkinni á þessum árum og það torveldað honum að forma hugsun sína og draga saman á skýran hátt táknmyndir innri og ytri veruleika. Hann var þó alltaf þess fullviss að sólris myndi verða í lífi hans, og þrátt fyrir allt hafði útgáfa á sjö misheppnuðum ljóðabókum, 1975–86, ákveðinn bókmenntalegan

Page 73: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

73

tilgang – hann þurfti að feta slóðina. Þótt efnistökin væru honum ofvaxin var ekki hjá því komist að gefa út ljóðabækurnar því á einn eða annan hátt varð hann að viðhalda sjálfum sér sem höfundi.

Á aðventunni 1977 fæddist mér sonur. Ég hafði lítil afskipti haft afbarnsmóður minni meðan á meðgöngunni stóð en þegar sonurinn fæddist fór ég á fæðingardeildina að líta afkvæmið augum. Varð það mér talsverð reynsla að sjá þennan fyrsta ávöxt lífs míns. Líf mitt, sem hafði verið niðurbrot og fullt af dapurlegri reynslu, tók sálræna kúvendingu við þennan atburð og líklegt er að þá hafi ég farið að spyrna við fótum þótt ekki væri hægt að merkja það í fyrstu. Ég fór að sjá framtíðina í nýju ljósi við fæðingu sonar míns og hjá mér vaknaði löngun til að taka upp samband við barnsmóður mína og stofna fjölskyldu. En ef það átti að geta orðið yrði ég að kasta óreglusömu lífi fyrir róða. Ég var félítill öryrki með takmarkaða framtíðarmöguleika og átti auk þess við geðsjúkdóm að stríða sem féll ekki vel að reglubundnu heimilislífi. Var því fátt sem gerði mig

Page 74: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

74

að ákjósanlegu mannsefni. En ég hafði örlitla von, von sem átti sér eðlislægar rætur og var hvati nýrrar lífssýnar. Með þá vonarglætu í brjósti ákvað ég hefja endurreisn lífs míns. Um veturinn kom stúlkan nokkrum sinnum í heimsókn í Sænska frystihúsið með soninn og tókust að nýju með okkur kærleikar. Farið var að spá í hvaða möguleika við ættum sem lítil fjölskylda en sannast sagna virtist fátt í spilunum eins og málum var háttað. Um vorið tók stúlkan á leigu litla íbúð við Hverfisgötu. Leið ekki langur tími þar til ég var fluttur inn í íbúðina með allt mitt hafurtask. Íbúðin var ólánlega hönnuð en ástin er umburðarlynd og sáttfús og lífið á heimili okkar var oft á tíðum fjörlegt og hamingjuríkt með frumburðinum. Við neyttum áfengis í meðalhófi og hassneysla var nær engin. Ég hafði eflst að sjálfsvirðingu við húsbóndahlutverkið og allur slæpingsháttur var úr sögunni. Þá fékk ég vinnu hjá garðyrkjudeild borgarinnar. Við áttum von á okkar öðru barni. Um sumarið fór stúlkan út af sporinu og sveik mig í tryggðum. Hún hafði heimsótt vinafólk og afvegaleiðst með karlmanni úr hópnum. Þegar hún kom heim um nóttina skynjaði ég breytingar í fari hennar og greip til harkalegs ofbeldis. Þetta ofbeldi var upphafið á þjáningarfullum tíma í sambandi okkar.

Þegar hann greip til ofbeldis meðan hann var í sambúð með stúlkunni missti hann gjörsamlega stjórn á sér í ofsanum og gekk óþyrmilega í skrokk á henni. Vera kann að hann hafi í eðli sínu verið ofbeldishneigður. Því er ekki fljótsvarað en vegna undangenginnar vímuefnaneyslu var taugakerfi hans í rúst og sálarlífið var kvikt. Árásarhneigðin gat því kviknað af smávægilegum orsökum. Þó var hann enginn skapofsamaður, alla jafna ljúfur í umgengni og dagfarsprúður. En í persónuleika hans var eitthvert stílbrot sem ef til vill mátti rekja til geðklofans. Í fyrstu var ofbeldið einungis frá

Page 75: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

75

hans hendi en þegar frá leið fór stúlkan að svara því með því að beita andlegri áníðslu. Hún missti stjórn á talanda sínum og lét orðaflaumi rigna yfir hann með skömmum og svívirðingum. Þetta var hreint og klárt stríð þar sem hvort um sig neytti allra bragða til að brjóta hinn aðilann niður. Þegar þau höfðu teflt fram öllum sínum beittustu vopnum sauð vanalega upp úr. Enduðu hinar hatrömmu deilur þá gjarnan með bólförum. Þá náðu líkamar þeirra vel saman sem kann að vera andleg og líkamleg skýring á. Hin líkamlega sú að bæði vildu leggja sig í líma við að bæta fyrir sárindin og hin andlega sú að þau voru eitt í niðurbrotinu.

Um mitt sumarið hætti ég í garðyrkjunni og réðst sem matsveinn á humarbát frá Hafnarfirði. Peninga var þörf við uppbyggingu heimilisins sem var vanbúið að þægindum, auk þess sem hyggja þurfti að framtíðinni því von var á öðru barni. Ég þénaði allvel á humarúthaldinu og fékk pláss á haustvertíðinni, á togveiðar. Fyrstu jólin hjá litlu fjölskyldunni voru með fábreyttu sniði en hamingjurík. Stúlkan var komin á steypirinn en lét ekki sitt eftir liggja við heimilisstörfin. Á heimilinu ríkti glaðværð og var eftirvæntingin mikil yfir hinu væntanlega barni. Það fæddist svo skömmu eftir nýárið og var stúlka. Viss um listræna hæfileika mína var ég staðráðinn í að feta mig áfram á listabrautinni þótt hingað til hefði það ekki skilað árangri. Ég teiknaði og málaði af miklu kappi en útkoman var mér ekki að skapi. Samt hélt ég ótrauður áfram að glíma við hina listrænu sköpun fullviss um að dag einn myndi ég höndla formið.

Vorið 1979 fékk ég viðurkenningu úr rithöfundasjóði, allháa fjárupphæð og renndi það stoðum undir sjálfsvirðingu mína. Sambúðin var ekki áfallalaus, deilur og handalögmál mörkuðu óheillaspor í fjölskyldulífið. Ég gaf út tvö ljóðakver sem voru

Page 76: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

76

miður góð hugsmíð, þokukenndur boðskapur sem átti sér rætur í hinu vanheila ástandi mínu. Á haustdögum flutti fjölskyldan af Hverfisgötunni og upp í neðra Breiðholt. Þar hafði bærinn útvegað okkur rúmgóða íbúð í barnvænu umhverfi. Virtist um tíma sem sambúðin ætlaði að blómstra. Haustið 1980 réðst ég sem matsveinn á netabát frá Reykjavík. Ég hafði fyrr á árinu fengið tveggja mánaða starfslaun úr launasjóði rithöfunda, auk þess hafði ég fullar örorkubætur, og þegar við bættust launin fyrir sjómennskuna var rúmt um fé. Var nú ráðist í að byggja upp heimilið að húsbúnaði og til þess varið miklu fé. Þá festi ég kaup á bifreið. Í landlegum fékkst ég við myndlist og virtist mér sem rétt miðaði í leitinni að mínum persónulega stíl. Í desember hélt ég upp á þrítugsafmæli mitt og bauð vinum og kunningjum til veislu. Vín var haft um hönd og fram borinn steiktur svartfugl sem mér hafði áskotnast í sjóróðrum. Voru fuglinum gerð góð skil og þótti afbragð að skola honum niður með brennivíni. Ég hafði hafið ræktun á hassplöntum um haustið og uppskeran var alldrjúg. Eftir áramót hélt ég áfram róðrum á sama bát. Við hjónakornin neyttum allnokkurs af grasinu yfir veturinn en um vorið tók ísinn að bresta undan fótum okkar. Að endingu var um algjöra uppgjöf að ræða hjá okkur og ákváðum við að flytjast til Kaupmannahafnar. Var þá hafist handa við að selja búslóðina og að því loknu höfðum við talsverðan sjóð handa á milli. Að því búnu flaug fjölskyldan til Hafnar.

Page 77: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

77

Hin harmljúfa Köben

Við komuna til Kaupmannahafnar tókum við rútuna frá flughöfninni til aðaljárnbrautarstöðvarinnar. Hitabylgja gekk yfir borgina. Var ákveðið að þar skyldu konan og börnin bíða meðan ég færi í banka og legði inn peningana. Ég hafði féð í hvítri skjalatösku og var hinn borginmannlegasti þegar ég skundaði inn í einn af aðalbönkum Kaupmannahafnar og snaraði seðlabúnti í dönskum krónum á borðið hjá einum af gjaldkerunum og bað um að fá að stofna reikning. Ég var beðinn að gera grein fyrir því hvernig mér hefði áskotnast svo mikið fé en eftir talsverða rekistefnu voru skýringar mínar um að peninganna hefði ég aflað á Íslandi teknar gildar og féð lagt inn á bók. Þegar ég kom aftur á járnbrautarstöðina fann ég hvergi fjölskyldu mína. Datt mér þá í hug að konan hefði farið með krakkana niður í Kristjaníu að hitta vinkonu sína. Náði ég í leigubíl og lét aka mér í fríríkið. Gekk ég um stund um svæðið og leitaði að fjölskyldu minni án þess að verða

Page 78: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

78

nokkurs vísari. Hélt ég því aftur upp á járnbrautarstöðina, settist á bekk og var mjög órólegur. Þegar ég hafði setið í um hálftíma birtist konan og börnin í fylgd lögreglumanns og varð ég mjög feginn að heimta þau til baka. Sagði konan mér þá að þegar hana var farið að lengja eftir mér hefði hún leitað á lögreglustöðina á brautarstöðinni með áhyggjur sínar útaf langri fjarveru minni, sagt lögreglunni að ég væri með mikið fé undir höndum og að hún óttaðist um afdrif mín. Fyrstu nóttina sváfum við á Øresundskollegiet þar sem skáldfélagi minn útvegaði okkur herbergi. Næsta dag fórum við í verslun sem seldi barnakerrur og keyptum tvær kerrur og var þá mun auðveldara að ferðast um götur Hafnar. Datt mér þá í hug að heimsækja konu nokkra sem ég þekkti lítið eitt til og bjó úti á Amager. Það var nokkuð löng ferð með strætisvagni og þegar þangað kom var enginn heima, en húsið stóð opið. Gerðum við okkur heimakomin og fórum inn í húsið og biðum komu húsfreyjunnar. En þegar við höfðum beðið í allnokkurn tíma í mannlausu húsinu án þess að hún léti sjá sig ákváðum við að yfirgefa húsið. Um kvöldið fengum við inni á gistihúsi í einni af hliðargötum Istedgade. Ég skrapp niður í Kristjaníu og keypti þriggja gramma hassmola, fanta góðan Líbanon. Og þegar börnin voru komin í ró fýruðum við í feitri pípu. Daginn eftir fórum við á stúfana að leita að framtíðarhúsnæði. Við fundum leigumiðlun skammt frá Norðurporti og spurðumst fyrir um íbúð. Voru nöfn okkar tekin niður og því lofað að gerð yrði gangskör að því að finna okkur húsnæði. Næstu nótt sváfum við einnig á hótelinu en daginn eftir hitti ég gamlan félaga, Íslending sem kominn var til náms og bjó í kommúnu á Vesterbrogade. Bauð hann okkur að koma og dvelja í kommúnunni meðan húsnæðismálin væru að leysast. Við bjuggum þar í á annan mánuð og var mikið sukkað á þeim tíma. Einn daginn bauð ég til saltfiskveislu, hafði ég verið svo forsjáll að taka fiskinn með að heiman. Fisknum voru gerð góð skil

Page 79: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

79

og á eftir efnt til bjórsvalls fram eftir nóttu. Meðan á dvölinni á Vesterbrogade stóð var konan mín nokkuð óstöðug í geðslagi þegar bjór var hafður um hönd. Annars var nokkuð gott á milli okkar.

Dag einn var ég á rölti um hverfið og gekk fram á bílasölu sem seldi Citroën bragga. Sýndist mér það upplagður fjölskyldubíll og eftir nokkra umhugsun ákvað ég að kanna hvaða möguleikar væru á að eignast slíkt farartæki. Snaraði ég mér inn á bílasöluna og spurði um verð og lánakjör á þriggja ára gamalli bifreið. Í ljós kom að ekkert var því til fyrirstöðu að eignast bílinn án verulegrar fjárhagslegrar áhættu og samdi ég því umsvifalaust við bílasalann um kaupin. Með bílakaupunum jókst vegur fjölskyldunnar til muna og fórum við allra okkar ferða á bílnum, jafnt innan borgar sem utan. Þetta var sparneytinn bíll sem hentaði vel fátækri fjölskyldu.

Um síðir fengum við íbúð í kjallara í Uppsalagade á Austurbrú sem þarfnaðist nokkurra endurbóta. Það var orðið áliðið sumars þegar lagfæringum á íbúðinni var lokið og búið að mublera upp. Mublur fengust keyptar fyrir lítinn pening hjá Hjálpræðishernum úti á Amager. Keyptum við líka ný húsgögn. Talsvert hafði þurft að gera fyrir íbúðina, veggfóðra, mála, auk annarra lagfæringa sem við einhentum okkur í og lukum þeim á skömmum tíma. Hverfið var notalegt og garður skammt frá sem veitti hlýlegt yfirbragð. Má segja að þá hafi pípudraumurinn ræst að fullu. Börnin voru á leikskóla frá níu til fjögur og ók ég þeim á Citroën bragganum á morgnana og sótti þau seinnipartinn. Oft var ég slompaður af hassreykingum og bjórdrykkju í þessum ferðum með börnin en þrátt fyrir það lenti ég aldrei í óhappi á bílnum eða var stoppaður af lögreglu. Ekki var annað að sjá en að börnin brögguðust vel.

Um veturinn kom Íslendingur frá Kristjaníu í heimsókn. Hann hafði þær fréttir að færa að góð sýra væri í umferð. Frjókorninu var sáð. Á jólaföstunni ámálgaði ég við konu mína að kannski væri

Page 80: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

80

það ekki slæm hugmynd, þetta með sýruna, við ættum kannski að koma börnunum í pössun og reyna eitt tripp. Hlaut það engar undirtektir. Á Þorláksmessu gerði ég mér ferð út í bæ til að kaupa jólatré. Þegar ég kom með tréð var konan mjög óhress með það og þótti henni það allt hið rytjulegasta. Upp úr þessu spruttu deilur um aðra hluti og grunaði mig að hún væri mér reið vegna hugmynda minna um að taka sýru. Á aðfangadagsmorgun fór ég erinda út í borgina en þegar ég kom heim aftur voru konan og börnin á bak og burt. Grunaði mig strax að konan hefði stungið af með börnin til Íslands. Fór ég því á sósíalinn spurði félagsráðgjafann okkar hvort hann vissi eitthvað um hið skyndilega brotthlaup konu minnar og barna. Stóð það heima, sósíallinn hafði fyrir beiðni hennar greitt flugfargjaldið fyrir þau til Íslands. Hafði hún gefið félagsráðgjafanum þá skýringu fyrir Íslandsferðinni að henni og börnunum stafaði hætta af ofbeldishneigð minni. Við brotthvarf fjölskyldu minnar varð tómlegt í íbúðinni. Borist hafði matarpakki frá ættingjum á Íslandi og fór ég að leita að hangikjötslæri sem átti að vera geymt í eldhúsinu en fann það hvergi. Hafði konan þá farið með lærið aftur til Íslands og þótti mér það í meira lagi kúnstugt. Þá saknaði ég hassmola. Á jóladag kom gamall vinur minn, Íslendingur, í heimsókn. Og þar sem nóg var húsrýmið bauð ég þessum vini mínum að dvelja hjá mér meðan hann stæði við í Höfn. Fór vel á með okkur félögum og heimsóttum við stundum annan Íslending sem bjó við Sjællandsgade. Þar var mikið spáð í stjörnukort og reykt voru firnin öll af hassi. Eftir áramót fór félagi minn heim til Íslands og var ég þá einn í íbúðinni. Þótti mér hálfsnautlegt að hírast einn í kjallaraíbúð á Austurbrú – hassið og bjórinn juku einungis á vanlíðanina. Ég gerði mér tíðar ferðir á krár til að reyna að blanda geði við annað fólk en hafði af því takmarkaða ánægju. Það komu dapurleikaköst þar sem ég þjáðist af einmanakennd og heimþrá og saknaði konu minnar og

Page 81: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

81

barna. Dag nokkurn þegar var ég að þvælast um Kristjaníu hitti ég fyrir gamlan kunningja minn, Íslending, sem vann fyrir sér með hasssölu. Ég skoðað hassið sem hann var að selja og keypti tveggja gramma mola af svörtum Afghan. Spurði ég hann þá hvort nokkur sýra væri í umferð og svaraði hann því til að ekkert mál væri að redda sýru – ef ég hefði áhuga.

Page 82: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

82

Fram af brúninni

Næsta dag hitti ég aftur kunningja minn í Kristjaníu og keypti af honum tvær svartar sýrur og fjögur grömm af hassi, af sömu Afghan plötunni og deginum áður. Ég kom við hjá kaupmanninum á horninu og keypti birgðir af bjór og þegar heim í kjallarann kom dró ég tjöldin fyrir gluggana, setti rokktónlist á fóninn og droppaði annarri sýrunni. Meðan ég beið áhrifa sýrunnar hlustaði ég á tónlist, reykti hass og drakk bjór. Ekki var alveg laust við að ég væri haldinn ofurlitlum kvíða um hvernig trippið myndi þróast, hversu stórbrotið það yrði. Allir sýruneytendur eru að leita eftir hinu fullkomna trippi. Það tekur hálftíma að finna fyrir fyrstu áhrifum, djúpum seyðingi í líkamanum, en ef mikið stríknin er í sýrunni sprettur fram sviti á fingurgómum og streitueinkenni fara um líkamann. Þegar áhrifin brjótast fram er það dagljóst. Hin staðfasta raunmynd hugans víkur fyrir brengluðum hughrifum. Litir verða hráir og leka á fleti sínum, form og línur sveigjast. Hugur sýruneytandans er á sjálfhverfum þeytingi og skynjar ekkert utan þess. Sýran gerir líkamann ofurnæman og skerpir öll

Page 83: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

83

skynfæri. Hugsanir geta virst rökvísar og heilsteyptar en eru í raun í bjagaðri mynd fáránleikans. Sjálft trippið er ofsakennd hraðferð eftir ákveðnum brautum, stundum mjög háskalegum brautum. Mikið ójafnvægi er algengt í framvindu sýrutripps og útilokað að reikna út hvernig niðurferðin verður.

Sýra er hugvíkkunarlyf sem getur reynst stórhættulegt ef það er ekki notað á réttan hátt. Á þessum árum, hippa-árunum, var mikið um slysfarir af völdum sýru vegna óvarlegrar notkunar. Í raun er sýran mjög gagnlegt lyf sem meðal annars hefur verið notuð til að lækna geðjúk-dóma og þá eru skammtarnir einn tíundi af því sem tíðk-aðist í hinni „frjálsu neyslu“ fyrri ára.

Sýruskammtarnir sem ég var að nota á þessum árum voru í stærra lagi, allavega nógu stórir til að steypa mér fram af brúninni, í hyldýpisgjá geðklofans. En átti ég annan kost í stöðunni en að grípa til sýrunnar, í ljósi þess hvernig var komið fyrir mér, týndum í myrkri bernsku minnar? Hvaða kraftur annar hefði getað komið mér til bjargar? Ég er sýrunni þakklátur í dag og varast að vega að eigin rótum með því að formæla henni. Það hljómar sem öfugmæli, en vegna sýruneyslu minnar á sínum tíma er líf mitt farsælt í dag. Þó verður ekki á móti því mælt: ég þurfti að greiða það dýru verði.

Þessi sýrunótt í kjallaraíbúðinni á Austurbrú var mér erfið. Það var minn háttur þegar ég droppaði sýru að kafa í eigin hugarheim og því þurfti ég að vera einn á sýrunni. Ég sóttist ekki eftir að upplifa lita- og ljósadýrð borgarinnar eða sækja diskótek undir áhrifum sýrunnar, fannst mér allt slíkt eyðilegging á góðu sýrutrippi.

Page 84: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

84

Svarta sýran sem ég droppaði þetta kvöld var í öflugri kantinum. Um miðbik trippsins missti ég stjórn og litlu munaði að ég týndi mér í myrkum afkima. En að lokum tókst mér að þræða mig um hin hálu stigu uns hugurinn tók að þjappa eðlilega og hugsanirnar flutu vel. Um morguninn, í niðurferðinni, fór allt á súrrandi sveiflu og ég týndist í geðklofaveröldinni.

Ég hafði lent á vondu trippi, lent inn á einni af blindgötum sýrunnar og næstu tvær vikur voru skelfilegar. Meðal annars fékk ég þær hugmyndir að rafmagnskerfi í íbúðinni væru ekki eins og vera bæri og losaði um utanáliggjandi leiðslur og tengdi þær að nýju. Þá tók ég til við að skrúfa sundur eldhúsinnréttinguna og reyna að setja hana saman á annan máta. Svona þvældist ég fram og til baka með sjálfan mig dögum saman – á arfa sýrurugli. Mér fundust vondir straumar koma frá íbúum hússins og skrúfaði gasleiðsluna frá eldavélinni, þannig að gasið streymdi óhindrað út

Page 85: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

85

í andrúmsloftið, og kveikti ég á kerti í innsta herberginu og yfirgaf íbúðina. Þegar ég kom aftur að húsinu tveim tímum síðar og sá að ekki hafði orðið gassprenging festi ég leiðsluna aftur við eldavélina og slökkti á kertinu. Citroën bragginn var geimvagn sem ég ferðaðist á fram og aftur í tímanum eða inn í framandi víddir. Fór ég margar slíkar ferðir á bílnum. Reglulega heimsóttu geimverur mig í kjallaraíbúðina og hafði ég mikla ánægju af samneytinu við þessa vini mína. Ég áleit mig vera lífveru frá fjarlægu sólkerfi sem væri fangi á jörðinni en þess yrði skammt að bíða að ég yrði frelsaður af geimverum. Ranghugmyndirnar mögnuðu upp trylling minn í kjallaraíbúðinni á Austurbrú.

Hann, sem ekki alls fyrir löngu var maður heill á geði, braust nú um í fjötrum sturlunar. Í garð gengu viðsjálir tímar, tímar heiftarlegrar paranoju og geðklofa þar sem oft mátti litlu muna að hann sogaðist niður í hringiðu endanlegrar tortímingar. Sýran hafði lokkað hann fram af brúninni.

Page 86: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

86

Fram og aftur um Atlantsála

Eftir að hafa haldið sjó í íbúðinni í tvær vikur fór ég á sósíalinn og kvaðst uppgefinn á Kaupmannahöfn, vildi því gjarnan halda heim til Íslands og þyrfti flugfarmiða. Var það auðsótt og fékk ég miðann. Ég pakkaði fötum og ýmsu lauslegu niður í ferðatösku og flaug til Íslands. Þetta var í marsmánuði og í Reykjavík var blautt og kalt. Ég átti í engin hús að venda og eyddi því nótt sem degi á götum borgarinnar. Kastaði mér til svefns þar sem því varð við komið og var ekki vandlátur á staðina. Um síðir varð ég uppgefinn á vosbúðinni og leitaði á náðir Félagsmálastofnunar sem kom mér inn á Hjálpræðisherinn. Mér var vísað til herbergis þar sem fyrir var Portúgali nokkur. Maður þessi hafði þann undarlega sið að standa við gluggann um nætur og spangóla að tunglinu líkt og hundur. Dag nokkurn sá ég auglýst í dagblaði starfslaun handa listamönnum og þótti mér rétt að skrifa bréf og sækja um laun. Í bréfinu greindi ég frá hvaða hugmyndir ég hefði um sjálfan mig sem listamann og hvernig ég hygðist verja laununum, en þetta var með endemum undarlegt bréf sem ég ritaði launanefndinni. Ég fór með bréfið í póst en gleymdi því síðan með öllu. Það var ekki fyrr en tveimur mánuðum síðar, þegar ég var staddur í Kaupmannahöfn, að ég frétti fyrir tilviljun hjá kunningjafólki mínu að mér hefðu hlotnast þriggja mánaða laun úr sjóðnum.

Þar sem ég var til húsa á Hernum, allvel haldinn og nokkuð jafn

Page 87: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

87

á geði, var mér dag einn sagt að herbergið stæði mér ekki lengur til boða, vegna þess að rýma þyrfti til fyrir ferðamönnum. Var því úr vöndu að ráða en svo ákvað ég að leita á náðir lögreglunnar um afnot af klefa til næturgistingar þá daga sem ég átti eftir að dvelja á Íslandi, en Félagsmálastofnun hafði fallist á að borga undir mig fargjald til Hafnar. Lögreglan veitti mér góðfúslega afnot af opnum klefa. Þremur dögum áður en ég fór utan sótti ég aðalfund Rithöfundasambandsins. Í kjölfar fundarins var haldið Rithöfundaþing. Í þá daga var hefð fyrir því að forseti þjóðarinnar byði skáldum í kokkteil að afloknu þingi. Mætti ég hinn vígreifasti á Bessastaði þar sem ég tók ótæpilega til mín af drykkjarföngum og daðraði á óskammfeilinn hátt við frú forseta.

Ég hafði við brottförina frá Danmörku ekki fundið húslyklana. Þegar ég kom í Uppsalagade var því úr vöndu að ráða hvernig ég kæmist inn í íbúðina. Ég brá á það ráð að skrúfa glugga úr falsi sínu

Page 88: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

88

og notaði til þess breddu mikla sem ég hafði tekið til handargagns á Íslandi, í fiskibáti við Grandagarð. Ég var í tryllingslegum ham þar sem ég stóð við verkið, að losa gluggann með breddunni. Þegar mér loks tókst að ná glugganum frá reiddi ég hnífinn ógnandi á loft og skók mót himni og í sömu mund varð mikill ljósagangur í himinhvolfinu yfir mér. Voru það mér teikn mikil.

Mitt fyrsta verk þegar ég kom inn í íbúðina var að setja bítlaplötuna Abbey Road á fóninn. Sá ég þá hvar húslyklarnir lágu við hliðina á plötuspilaranum. Síðan skrapp ég til kaupmannsins í horninu og keypti nokkra bjóra. Þegar ég kom aftur í íbúðina var tónlistin þögnuð og við nánari athugun sá ég að nálin í spilaranum hafði brotnað. Þótti mér það í meira lagi dularfullt. Ég hafði veitt því athygli að Citroën bragginn var horfinn af stæðinu fyrir framan húsið og var ekki sérstaklega undrandi því mér hafði láðst að greiða þrjár síðustu afborganir og þótti líklegt að bílasalinn hefði sótt bílinn. Það reyndist rétt því þegar ég hitti bílasalann daginn eftir var mér boðið annaðhvort að greiða skuldina og taka bílinn eða skilja hann eftir og fá milligreiðslu. Kaus ég síðari kostinn og fékk smáræði í endurgreiðslu. Leigusalinn átti inni hjá mér ógreidda leigu sem hann sótti fast að fá greidda. Vísaði allt á versta veg. Dag einn réðst ég í örvilnan inn í verslun kaupmannsins í götunni og lét greipar sópa um vínföng í hillunni. Kaupmaðurinn kallaði lögregluna á vettvang og vísaði henni til íverustaðar míns í kjallaranum. Þegar lögreglan birtist í dyrunum hafði ég drukkið vodkaflösku til hálfs. Lögreglumennirnir voru hinir kurteisustu, spjölluðu um stund við mig um hagi mína en sögðu síðan að ég yrði að koma með þeim á lögreglustöðina til skýrslutöku um gripdeildina. Eftir skýrslutökuna var mér sleppt og hlutust engir eftirmálar af þessari gripdeild minni hjá kaupmanninum á horninu.

Page 89: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

89

Lagst í ferðalög

Fyrri ferðina fór ég suður

Það var á andvökunóttu í kjallaraíbúðinni á Austurbrú í Kaup-mannahöfn. Hann hafði lagst til hvílu um miðnætti í angist og kröm. Veturinn hafði reynst honum þungur í skauti og síðustu vikur höfðu verið einstaklega innantómar og snauðar. Hann kveið framtíðinni. Það var deginum ljósara að hann var sem óðast að missa tökin. Ef til vill yrði hann að leita sér hjálpar? Augnalokin þyngdust og að lokum yfirvann svefninn vökuna.

Hann hafði ekki sofið lengi þegar meðvitundin gerði vart við sig og rödd talaði til hans úr fjarska: Farðu suður, farðu suður … Þetta endurtók sig nokkrum sinnum fram að óttubili þegar hann sofnaði djúpum svefni.

Um morguninn höfðu orðið umskipti: Drunginn sem hafði þjakað hann allan veturinn var horfinn. Hann var fanginn af nýrri hugmynd, ferskri hugmynd vorsins, að fara suður …

Page 90: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

90

Ég seldi fornsala búslóðina fyrir smánarfé sem nægði þó fyrir lestarmiða suður. Mér reiknaðist dæmið þannig, að fyrir lífeyrinn frá Íslandi ætti ég að geta komist af í Suður-Evrópu ef ég færi sparlega með fé, byggi á ódýrum stöðum og skammtaði mér naumt í mat og drykk. Ég lét það eftir mér að leigja mér svefnvagn til Parísar en hét sjálfum mér því að eftir það yrði ferðast á öðru farrými. Nokkuð var ég andlega þrekaður eftir erfiðan vetur, en ákvörðunin ein, að fara suður, hressti mig nokkuð. Þegar til Parísar kom eftir tíðindalausa ferð fann ég lítið kaffihús skammt frá brautarstöðinni og fékk mér bolla af espressókaffi. Ég hafði ákveðið að heimsækja skáld nokkurt, landa minn, sem ég vissi að var búsettur í borginni. Eftir að hafa flett upp í símaskránni og fundið heimilisfang skáldsins axlaði ég bakpokann og tók stefnuna inn í borgina. Ég hafði meðferðis ullarteppi eitt mikið sem mér hafði áskotnast hjá æskuástinni og hélt á því undir hendinni. Þegar ég kom að húsi skáldsins og knúði dyra kom íslenskur maður til dyra og sagði mér að skáldið og kona hans væru flutt, byggju í öðru hverfi, allfjarri. Ég þakkaði manninum fyrir og hélt leiðar minnar. Ekki treysti ég mér til að nota strætisvagna borgarinnar af ótta við að villast, en hafði undir höndum kort af borginni sem ég rýndi í og reyndi að átta mig á staðháttum. Þegar ég hafði fundið út hvaða leið skyldi farin að heimili skáldsins, sem virtist nokkuð löng leið, arkaði ég af stað. Um síðir komst ég á áfangastað, að stóru húsi við torg. Á torginu miðju var lítið veitingahús þar sem seldur var bjór og skyndibiti. Ég ákvað að kasta mæðinni eftir gönguna yfir einum bjór áður en knúð yrði dyra hjá skáldinu. Stefndi svo að heimili skáldsins. Gekk upp brattan stiga upp á þriðju hæð og barði að dyrum. Heyrði ég í ritvélarslætti fyrir innan og varð harla feginn, því skáldið var þá heima. Ég stóð dágóða stund framan

við dyrnar, knúði á öðru hvoru, en mér til nokkurrar undrunar

Page 91: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

91

kom hvorki skáldið eða kona hans til dyra og ritvélarslátturinn var þagnaður inni í íbúðinni, gafst ég þá upp og gekk niður stigann. Þessi dapurlega uppákoma og framkoma skáldsins var mér þung raun. Um kvöldið fann ég stórmarkað og keypti mat og rauðvín. Settist ég á bekk og snæddi matinn og gerði rauðvíninu skil. Var allnokkuð af mér dregið og áleit ég því að rétt væri að finna gistihús til að hvílast. Þrátt fyrir mikla leit að gistingu kom ég alls staðar að luktum dyrum, sérhvert gistirými var bókað og reikaði ég um götur Parísar þá nótt. Þegar morgunn reis í borginni var ég enn á rápi um strætin. Um hádegisbil kom ég að breiðstræti sem virtist skera borgina og gekk ég eftir því á enda, að Sigurboganum. Var þá orðið kvöldsett. Mikil fólksmergð var í grennd við minnismerkið og virtust Parísarbúar leita þangað til að fanga næturlífið. Undir miðnætti kom ég að Gard du Nord járnbrautarstöðinni og skipti á úrum við blökkumann sem höndlaði með glysvarning utan við stöðina. Ég þurfti að fara á salerni til að kasta af mér vatni og fann aðstöðuna inni á stöðinni. Hafði ég teppi fyrrum ástkonunnar á öxlinni og bakpokann í hendi og lagði hvort tveggja á salernisgólfið meðan ég athafnaði mig. En einhver samsláttur varð í höfði mínu því þegar ég yfirgaf salernið varð teppið eftir á gólfinu, þótt það lægi við hlið pokans. Áttaði ég mig þó skömmu síðar og fór til baka til að vitja þess – en þá var það horfið. Fannst mér þetta mikill missir því teppið hafði verið ákaflega vandað, svellþykkt og heklað úr íslenskri ull. Ég vonaði þó, úr því sem komið var, að teppið hefði lent í höndum einhvers fátæks Parísarbúa sem nyti skjóls af því á hrollköldum nóttum. Þá nótt sem í hönd fór reikaði ég, eins og þá fyrri, stefnulaust um stræti borgarinnar. Um morguninn fór ég aftur á járnbrautarstöðina og keypti lestarmiða til Rómar. Lestin átti að leggja upp frá brautarstöðinni klukkan hálfníu um kvöldið. Örþreyttur eftir sólarhringsvöku kastaði ég mér á bekk inni á stöðinni. Ég hafði áður, af ómeðvitaðri fyrirhyggju, skrifað

Page 92: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

92

ákvörðunarstað og brottfarartíma lestarinnar í vinstri lófa minn. Klukkan átta um kvöldið hrökk ég upp með andfælum og vissi þá

hvorki í þennan heim né annan, hvorki í hvaða landi ég væri staddur eða hverra erinda ég væri á þessari framandi lestarstöð. Leitaði ég á náðir fólks á stöðinni með fyrirspurnum hvar í veröldinni ég væri staddur og komst að hinu sanna, en var samt engu nær um tilgang veru minnar eða hvað ég ætlaðist fyrir. Varð mér þá litið í lófa minn og hvað þar stóð skrifað. Síðan fann ég farseðilinn í innri jakkavasanum og þá small eitthvað saman í höfði mínu og ég hraðaði mér niður á brautarpallinn þar sem hraðlestin til Rómar var um það bil að leggja af stað. Um borð í lestinni greip mig sturlunaræði, álagið í Parísarborg hafði yfirkeyrt mig. Ég var illa haldinn af ranghugmyndum og paranoju mest alla leiðina til Rómar en við komuna þangað hafði bráð nokkuð af mér og hugur minn náði jafnvægi. Ég ráfaði um nágrenni brautarstöðvarinnar í leit að gistiheimili og fann loks eitt sem bauð gistingu og morgun-verð fyrir viðráðanlegt verð. Allshugar feginn að fá loks herbergi til að hvílast, fleygði ég mér í rúmið í öllum fötum og steinsofnaði samstundis. Um morguninn var ég vel hvíldur og hress. Ég var staðráðinn að gera það besta úr ferðinni og reyna að njóta þess sem borgin bauð upp á. Og eftir að hafa tekið steypibað og farið í hrein föt fór ég niður í afgreiðsluna til að kanna hvort of seint væri að mæta til morgunverðar. Þá var mér vísað inn í fremur litla stofu þar sem hægindastólum var raðað kringum hringlaga sófaborð. Var mér boðið sæti í einum stólnum, morgunverður yrði fram borinn. Það sem fram var borið var fremur lítilfjörlegt, eitt þurrt hveitihorn og bolli af kaffi. Heiðskírt var og steikjandi hiti þennan fyrsta dag minn í Róm og ég þræddi fjölfarin stræti og undraðist umferðarmenningu borgarbúa, bílstjórar þeyttu flauturnar af miklum móð og svínuðu hiklaust hver í veg fyrir annan og gangandi vegfarendur stukku út á göturnar í veg fyrir bílana. En

Page 93: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

93

þrátt fyrir öngþveitið gekk allt slysalaust fyrir sig og fannst mér það ganga kraftaverki næst. Eftir að hafa skoðað lítið gallerí sem sýndi myndir eftir frægan látinn málara fékk ég mér kaffibolla á litlu kaffihúsi sem afgreiddi kaffið á gangstéttinni. Því næst rölti ég í áttina heim að gistiheimilinu, en rétt áður en þangað kom ákvað ég að leggja lykkju á leið mína og fara að Colosseum. Þegar þangað kom þóttu mér hinar fornu rústir vera drungalegar ásýndum og fékk ég beyg af þeim og ákvað að stíga ekki fæti þar innfyrir. Ég sá fram á að skotsilfrið myndi hrökkva skammt og skrifaði því bankamanni nokkrum á Íslandi sem ég þekkti til og bað hann að senda mér lífeyrisgreiðsluna í gistiheimilið. Peningarnir komu svo innan fárra daga í hraðpósti.

Maríukirkjan stóð skammt frá gistiheimilinu og vildi ég gjarnan dýpka trúarvitund mína og tók að sækja kvöldtíðir í kirkjunni. Þótti mér messan með ólíkindum stórbrotin og hreifst mjög. Reykelsismökkur fyllti andrúmsloftið og konur sungu sálma af mikilli innlifun. Á daginn sátu ferðamenn og slæpingjar á tröppunum fyrir framan kirkjuna og fór ég að dæmi þeirra og sat þar löngum stundum. Ég dvaldi í borginni í fjórtán daga og skoðaði margt forvitnilegt, marmaramyndir á torgum og í görðum og fornar byggingar. Síðasta daginn minn í Róm sat ég sem oftar á tröppum Maríukirkjunnar og var að sötra af rauðvínskút. Allan daginn hafði verið sólarlaust en regnið hangið yfir. Skyndilega brast á með helliskúr og fannst mér það teikn um að Rómardvöl mín væri á enda runnin. Ég hugðist taka fyrstu lest til Hafnar, tók saman föggur mínar á gistiheimilinu, gerði upp við eigandann og hraðaði mér síðan á járnbrautarstöðina. Á stöðinni fékk ég þær upplýsingar að nokkrir klukkutímar væru í lest til Hafnar en innan skamms færi lest til Amsterdam. Vildi ég komast sem fyrst frá Rómarborg og keypti ég mér farmiða til hinnar hollensku borgar.

Page 94: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

94

Ég kom til Amsterdam um miðnætti og gekk inn í bæinn að leita mér gistingar. Eftir að hafa þrætt hin glaðværu stræti borgarinnar fram eftir nóttu fann ég loks gistihús. Þurfti ég að deila herbergi með tveimur öðrum ferðalöngum. Annar þeirra var hasssmyglari sem hafði undir höndum talsvert magn af efni og reyndist hann örlátur og gaf að reykja. Daginn eftir fór ég um þröngt stræti þar sem mikil fíkniefnaviðskipti fóru fram. Vildi ég gjarnan verða mér út um hassmola og bauð skuggalegum blökkumanni úrið sem ég hafði fengið í býttum í Parísarborg í skiptum fyrir hass. Blökkumaðurinn gekk að tilboði mínu og tók úrið og kvaðst koma að vörmu spori með efnið. Það leið og beið án þess að skúrkurinn léti sjá sig. Ákveðinn að fá leiðréttingu minna mála kvartaði ég við götufélaga hasssalans um óráðvendnina og skipti þá engum togum að götulýðurinn gerði aðsúg að mér og reyndi að ná af mér veskinu, slapp ég með naumindum frá þeim hildarleik.

Síðustu nóttina í Amsterdam gisti ég á farfuglaheimili og eftir heldur dapra reynslu af borginni varð ég feginn að komast um borð í hraðlestina sem flutti mig til Kaupmannahafnar.

Page 95: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

95

Róm 1982

Nakinná kyrrlátu torgi undir dagrenninguað baki næturflug á vængjum óttans

verður hans skapadægurþegar torgklukkan glymur borgarbúum morgunstund

þegar svartir rakkar borgarinnarbirtast á torginu?

*

Í blindri sturlunstormar hann um myrk borgarstrætinskóhælarnir lemja malbikiðfingur hans krepptir.

Undir skjólveggþöktum plakötummeð boðskap stjórnleysingjannahíma hýenurnar með tryllta augnaráðiðog bíða dagmáls.

Page 96: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

96

Seinni ferðina fór ég allt austur til TyrklandsVið komuna til Hafnar efir suðurferðina leitaði ég uppi fólkið á Vesterbrogade og fékk hjá því húsaskjól. Þegar ég hafði dvalið í nokkra daga í Höfn heimsótti ég kunningja mína sem bjuggu út á Amager. Þegar þangað kom var mér til mikillar undrunar óskað til hamingju með listamannalaunin. Eins og áður hefur verið greint frá hafði ég sótt um starfslaun listamanna í Íslandsferðinni fyrr á árinu. Þrátt fyrir að ég hefði ekki af ýkja merkilegum listamannsferli að státa, gefið út nokkur ljóðakver á eigin kostnað, fábrotin kver og ruglingsleg, hafði mér verið úthlutað þriggja mánaða starfs-launum. Ég var öldungis hissa og hraðaði mér á Aðaljárnbrautar-stöðina og keypti Morgunblaðið sem flutti fréttina. Ekki var um að villast; nafn mitt stóð þar prentað svart á hvítu – einn þeirra sem hafði fengið starfslaun listamanna. Undraðist ég örlætið en varfénu harla feginn. Skrifaði ég vinkonu minni sem starfaði á skrif-

Page 97: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

97

stofu Rithöfundasambandsins og bað hana að leysa út peningana hjá ríkisféhirði og senda þá til Hafnar. Innan fárra daga kom ávísunin, allmikið fé. Ég hafði ákveðið að fénu skyldi varið í Evrópuferð og leitaði uppi ferðaskrifstofu sem seldi sólarlandaferðir. Eftir að hafa skoðað hin ýmsu tilboð ákvað ég að kaupa ferð til grískrar eyjar.

Leggja átti upp í bítið morguninn eftir. Þetta bar upp á þjóðhátíðardag Íslendinga og var efnt til veislu um kvöldið í Jónshúsi og sótti ég veisluna ásamt nokkrum kunningjum. Að veisluhöldum loknum slóst ég í för með nokkrum löndum mínum á færeyska krá ofan við Strikið, ekki allfjarri Kongens Nytorv. Þar var haldið upp á afmæli íslenska lýðveldisins og fagnað fram eftir nóttu og hitti ég þar frænda minn, námsmann, sem bauð mér að gista. En vegna þunga af bjórdrykkju og svalli svaf ég af mér ferðina til grísku eyjarinnar. Fór ég á ferðaskrifstofuna að leita úrræða vegna hinnar glötuðu ferðar. Elskuleg stúlka bað mig engar áhyggjur að hafa því seinna um daginn væri ferð til Rhodos sem ég gæti tekið í staðinn, með smávægilegri milligreiðslu. Ég sló þegar til.

Það var listamaður á starfslaunum sem flaug til Grikklandseyja þennan dag. Útlitið virtist harla gott, bölmóðurinn að baki og fjárhagurinn rýmilegur. Lent var á Rhodos í myrkri og ferðamönnum ekið á hótel. Var mér útdeilt herbergi með Svía nokkrum sem reyndist hinn viðkunnanlegasti náungi. Dvaldi ég eina viku á eyjunni, stundaði sólböð á ströndinni og drakk léttvín og bjór. Að þeim tíma liðnum var mér ljóst að þessi ferðamannaparadís uppfyllti ekki drauma mína og ákvað að reyna að komast yfir til Tyrklands. Fór í bæinn og fann litla ferðaskrif-stofu sem seldi ferðir á opnum báti yfir að Tyrklandsströnd. Nokkuð

Page 98: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

98

þóf var að komast um borð í bátinn, vegabréfaskoðun og spurn-ingar um ástæðuna fyrir ferðinni, en að lokum var gefið grænt ljós og komst ég um borð. Þetta var ekki ýkja stór bátur, tók átta farþega og var stjórnað af öldnum Grikkja. Veður var allgott á leiðinni en ölduhæð nokkur og eftir fjögurra stunda siglingu var tekið land í Marmaris. Upp af bryggjunni fann ég lítið veitingahús sem seldi ferðir með áætlunarbíl til Istanbúl. Rútan reyndist hið mesta skrapatól, gömul og úr sér gengin. Skilaði okkur því hægt áfram, en í bílnum náði ég sambandi við enskan ferðamann sem fræddi mig um Istanbúl, ódýrasta hótelrýmið, o.s.frv. Um miðnætti kom rútan til Ismír og þar sem ég var orðinn nokkuð lúinn á ferðalaginu ákvað ég að gista þar um nóttina og taka flug til Istanbúl daginn eftir. Við komuna þangað skráði ég mig inn á einnar stjörnu hótel í Sultanahmet-hverfinu. Þessi tyrkneska borg var nokkuð ólík því sem ég hafði séð til vestur-evrópskra borga, mannhafið var þéttara og götulíf fjörugra. Fann ég strax að viðmót Tyrkja var hlýlegt, framkoma þeirra kurteisleg og gestrisninni viðbrugðið. Kom það mér þægilega á óvart. Á hótelinu þar sem ég bjó var samankominn vestrænn rumpulýður, fíkniefnaneytendur og misindismenn. Á krá við hliðina bragðaði ég á kameldýrakjöti og líkaði stórilla. Þurfti ég að skola kjötinu niður með miklu af bjórsulli, en bjór og tóbak var ódýr vara í Tyrklandi en að sama skapi í lágum gæðaflokki. Skammt frá hótelinu var hið fræga bænahús múslíma, Bláa moskan og vildi ég gjarnan skoða þetta mikla mannvirki og lagði leið mína þangað. Á tröppunum fyrir framan moskuna gaf sig fram Tyrki sem bauðst til að fylgja mér inn í hið heilaga hof en fyrst þyrfti ég að fara úr skónum og gerði ég það. Inni í moskunni gaf að líta tignarlega sjón, hina bláu mósaíkveggi sem bænahúsið er kennt við og hef ég sjaldan eða aldrei upplifað slíka fegurð. Þetta var á bænastundu. Þegar ég kom út úr moskunni fór fylgdarmaðurinn fram á að ég gæfi fótalausum hermanni, sem sat á tröppunum

Page 99: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

99

og leitaði eftir ölmusu, 500 lírur og varð ég við þeirri ósk. Ég hafði ekki snert á vímuefnum í allri ferðinni og fannst tími til kominn að bæta úr því. Í strætinu fyrir framan hótelið komst ég í kynni við tvo Tyrki sem voru reiðubúnir að selja mér hass og ákveðið var að afhendingin skyldi fara fram daginn eftir í garði í nágrenni Bláu moskunnar. Ég mætti tímanlega á mótsstaðinn og hafði undir höndum umsamda upphæð í dönskum seðlum, 800 krónur, og fékk afhent efnið í bréfpoka. Ég skoðaði í pokann og reyndist þar vera sundurmolað ljósbrúnt duft, eitthvað sem Tyrkirnir fullyrtu að væri úrvals kannabis. Þegar ég kom á hótelið og reyndi efnið varð mér ljóst að ég hafði verið svikinn því hversu mikið sem ég reykti voru engin áhrif, annaðhvort var þetta mjög lélegur skítur eða alls enginn skítur. Daginn eftir tók ég eftir að hasssalarnir voru að voma kringum hótelið og ályktaði að þeir hefðu fundið nasaþefinn af peningum og væru að leita færis á að beita mig einhverjum bellibrögðum. Ákvað ég því, til að losna við Tyrkina, að flytja mig um set og finna annað hótel. Það reyndist auðvelt því mikið var í hverfinu af lélegum hótelum sem stóðu hálftóm. Á hinum nýja gististað mínum reyndi ég í fyrsta sinn hinn magnaða þjóðardrykk Tyrkja, Raki, sem er af sama stofni og hið gríska Uzo og hið franska Pernod. Þetta voru úrvals veigar sem ég kunni vel að meta. Ég gekk nokkra daga með hinn málum blandna hassskít í vasanum en þegar æ oftar fór að sjást til lögreglujeppa fyrir utan hótelið fannst mér tímabært að losa mig við bréfpokann. Það sem mér þótti hvimleiðast við borgina var bænakallið frá moskunni hvern morgun í birtingu. Þá hljómaði hávær rödd úr hátalarakerfi yfir nærliggjandi hverfi sem kallaði alla múslíma til bænahalds. Þessi háreysti rauf nætursvefn minn og var mér ómögulegt að sofna aftur. Dag einn lagði ég leið mína á basarinn mikla Kapali Carsi sem er allur yfirbyggður með gleri og samdi við leðurskraddara um saumaskap á alklæðnaði

Page 100: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

100

úr leðri en snerist svo hugur daginn eftir og keypti þess í stað síðan frakka úr svellþykku svörtu leðri. Þann sama dag ákvað ég að yfirgefa Istanbúl og halda til Aþenu. Ég bókaði mig út af hótelinu og tók leigubíl á járnbrautarstöðina en þegar ég var sestur inn í vagninn fór mér að finnast frakkinn heldur groddaralegur og ákvað að freista þess, þótt skammt væri til brottfarar, að skipta honum út fyrir annan léttari. Ég skildi farangur minn eftir í lestinni og tók leigubíl á basarinn. Þar skipti ég á frakkanum og öðrum brúnum sem var mun hentugri flík. Í þessum frakka gekk ég í mörg ár og kunni vel að meta saumaskap Tyrkjans. Ég náði lestinni rétt í þann mund sem blásið var til brottfarar. Ferðin til Aþenu tók 36 klukkustundir. Tyrkneska lestin fór mjög hægt yfir og stoppaði á mörgum stöðum, en þegar komið var að landamærum Tyrklands og Grikklands var skipt um lest og eftir það gekk ferðin greiðar. Á þessari landamærastöð voru verslanir sem seldu mat og drykkjarvöru. Þá gafst mönnum líka kostur á því að fara í steypibað undir berum himni. Á hásléttunni þurfti að stöðva lestina og hafa hálftíma viðdvöl vegna þess að hún ofhitnaðiÞað var 40 gráðu hiti. Í upphafi ferðarinnar hafði ég veitt Tyrkja nokkrum athygli vegna þess hve hann var óðamála og ör. Var greinilegt að hann var að leggja upp í langþráða ferð. Á brautarstöð einni, sex tímum áður en komið var til Aþenu, fór Tyrkinn út úr lestinni til að anda að sér fersku lofti. En skyndilega fékk hann krampaflog og hné meðvitundarlaus niður á brautarpallinn. Var honum ekið á brott í sjúkrabíl.

Í Aþenu var svækjuhiti og mikil mengun í loft. Þótti mér það á engan hátt ásættanleg skilyrði og ákvað að yfirgefa borgina. Ég hafði heyrt af eynni Lesbos við Tyrklandsströnd, fagurri og kyrrlátri paradís, sem ljúft væri að heimsækja. Á öðrum degi steig ég um borð í ferju sem flutti mig til eyjunnar. Siglingin tók tæpan sólarhring og naut ég ágætlega verunnar um borð. Ferjan

Page 101: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

101

lagðist að bryggju í Mytilini. Ég hitti fyrir kurteisan og alúðlegan hafnarlögreglumann sem veitti mér allar helstu upplýsingar um eyjuna, hvar ákjósanlegast væri að gista o.s.frv. Við komuna inn í bæinn fann ég lítið hótel, sem stóð við torg, og keypti gistirými. En ekki hafði ég dvalið á hótelinu nema part úr degi þegar mér varð ljóst að þetta væri miður heppilegur gististaður, hávaðinn frá um-ferð á torginu var ærandi og þjakandi hitakófið í kyrru loftslaginu var óbærilegt. Áfréð ég því að finna friðsælla umhverfi og tók leigubíl út með ströndinni. Þar fann ég unaðsreit, lítið gistiheimili í eigu ungra hjóna, og leigði mér herbergi sem sneri út að sjónum. Hjónin áttu stúlku á unglingsaldri sem var sérlega fögur. Á þessum stað var ég í hálfan mánuð og naut lífsins ríkulega, lá á ströndinni og baðaði mig í sjónum, borðaði grískan mat og drakk Uzo. En að þeim tíma liðnum kvaddi ég hjónin og dótturina fögru og flaug til Aþenu. Fannst mér orðið tímabært að halda heim, heim til Íslands. Í fluginu frá Aþenu til Lundúna fann ég fyrir óróleika og spennu og þegar vélin lenti á Heathrow var ég orðinn bullandi geðveikur.

Ég var handsamaður við vegabréfaskoðun og við nánari athugun í tölvuskrám kom nafn mitt þar upp vegna ferðarinnar til Lundúna sex árum áður, ferðar sem hafði endað svo óhönduglega. Það var því útilokað mál að ég fengi að fara inn í landið og vildu flugvallaryfirvöld senda mig aftur til Grikklands en ég hafði gert þau mistök í Aþenu að kaupa miða sem gilti fram og til baka. En fyrir mína eindregnu ósk var þeirri ákvörðun breytt og ákveðið að ég fengi halda áfram til Íslands. Ekki var laust sæti til Íslands fyrr en eftir þrjá daga, en til að brúa bilið var mér komið fyrir í flugstöðvarfangelsinu og var ég eini hvíti maðurinn í þessu fangelsi, hinir fangarnir voru menn af ólíkum þjóðerni, menn sem höfðu reynt að komast inn í landið en verið stöðvaðir. Það voru Afríkumenn, arabar og menn af asískum uppruna. Allt voru þetta óæskilegar persónur í augum breskra stjórnvalda – og ég líka.

Page 102: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

102

Harðsóttir tímar

Við komuna til Íslands reyndi ég að henda mér út í sukkið en fann að ég megnaði það ekki, vissi mætavel að staða mín var krítísk, að sennilegast yrðu róttækar breytingar að verða á lifnaðarháttum mínum ef ekki ætti illa að fara. Og lausnina rak á fjörur. Gamall félagi minn ráðlagði mér að fara í áfengismeðferð og var það heilræði í stöðunni. Ég fór ég í tíu daga meðferð á Silungpoll og þaðan í mánaðar eftirmeðferð á Staðarfell. Prógrammið var mér að skapi og tók ég það föstum tökum. Eftir meðferðina var ég á götunni, en fékk að liggja í sófanum hjá félaganum sem hafði ráðlagt mér meðferðina. Ég sótti stíft AA fundi og tók virkan þátt í þeim. Það var mér ný upplifun að tjá mig opinskátt í áheyrn fjölda fólks. Á fundunum sögðu menn frá reynslu sinni af áfengisbölinu, frá brotnum fjölskyldum og tilraunum við að treysta þau bönd að nýju. Þessi umræða hreif mig og ég fór að gæla við þær hugmyndir að sameina fjölskyldu mína. Fyrrverandi kona mín og börn voru úti á landi, í veitingaskála sem faðir hennar átti, og ég setti mig í samband við hana og boðaði komu mína í skálann. Þegar í skálann kom tók hún hlýlega á móti mér og börnin voru harla fegin að sjá föður sinn. Ég var þrjá daga í skálanum og á þeim tíma tókst mér að telja fyrrverandi eiginkonu á að hún og börnin fylgdu mér til Reykjavíkur, myndum við í sameiningu endurreisa fjölskylduna. Þegar suður kom reyndist þrautin þyngri að leysa húsnæðismálin. Ég bjó í kjallaraherbergi á hóteli en konan og börnin máttu ekki

Page 103: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

103

dvelja þar nema yfir daginn. Varð sátt um að konan færi í meðferð en börnunum væri komið fyrir á upptökuheimili. Þegar konan kæmi úr meðferðinni áttum við að fá húsnæði hjá borginni. Ég stundaði sjómennsku á þessum tíma og þénaði ágætlega sem kom sér vel því peninganna var þörf við endurreisn fjölskyldunnar. Konan kom úr meðferðinni og enn var bið á borgarhúsnæðinu og þurftum við því að leigja okkur íbúð á frjálsum markaði á meðan verið var að standsetja borgaríbúðina. Þegar svo íbúðin var tilbúin til afhendingar fluttum við inn. Þetta var þriggja herbergja íbúð á fyrstu hæð í vesturbænum. Gekk allt vel í byrjun og var mikill hugur í okkur að láta sambúðina ganga upp. En það vantaði hljómgrunninn í sambandið. Illvígar deilur komu upp sem oft enduðu með ofbeldi. Það leiddi síðar til skilnaðar og ég flutti í litla íbúð á Vatnsstíg. Ég tók upp þráðinn við málverkið en sem fyrr gekk mér illa að höndla formið. Á þessum tíma hafði ég nokkrum sinnum sprungið á „edrúmennskunni“ en alltaf haft dug í mér að fara aftur á fundi. Konan var mótfallin allri umgengni minni við börnin og skapaði það spennu í mér.

Um haustið hafði heilsu hans farið hrakandi sem endaði með erfiðu geðklofasti. Hann fór naumast úr húsi allan þann tíma sem kastið stóð yfir, aðeins stöku sinnum í vínbúðina og kjörbúðina. Þó kom fyrir að hann stormaði út á strætin í trylltum ham í einhverri brýnni erindagjörð, eins og til dæmis að ná fundi einhvers þjóðarleiðtoga vegna hins ótrygga pólitíska ástands í heiminum. Ástandið í íbúðinni var tvísýnt því hann átti í höggi við erfiðan geðsjúkdóm og því fylgdu ofsafenginn paranojuköst sem birtust í hinum ýmsu myndum. Hann sá meinsærismann á hverju götuhorni og var þess fullviss að setið væri um líf hans. Hann lokaði sig því inni dögum saman af ótta við yfirvofandi ógnir sem léku lausum

Page 104: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

104

hala í borginni. Hann var hrelld sál. Þá lék hann alls kyns leiki sem vísuðu til absúrd hugmynda hans um lífið og tilveruna. Hann var flæktur í net sem hann átti enga möguleika á að losna úr og komu þá oft upp hinar ólíklegustu fléttur. Einn morguninn þegar hann var staddur á vígstöðvunum og leit út um gluggann sá hann að ógnaröfl voru að skríða á milli vídda og var himnaflotanum umsvifalaust beitt í leifturárás. Á sundin sló roða af austri og lengi vel var vandséð um hvor hefði betur í orustunni. Og eitt sinn árla dags heyrði hann hamarshögg ofar í götunni og var viss um að verið væri að negla saman kross og krossfesting hans væri yfirvofandi. Hann hafðist oftast nær við innandyra og lét sér fátt um finnast þótt mannlífið í borginni væri á mörkum þess að ganga af göflunum vegna hins volaða ástands sem ríkti í lífi borgaranna. Og stríðið hélt áfram, voru allar líkur á því að það myndi geisa um ókomna tíð. Ljósaskiptin voru oft erfiðust því þá fóru gjarnan verur úr spegilvíddinni á kreik og reyndu innrás. Hve oft hafði hann ekki staðið tæpt í þeim hildarleik? Eitt sinn var ástandið óvenju harðskeytt og gekk raunar svo langt að hann íhugaði að brjótast út úr húsinu og taka sveiflur í sólarupprásinni á strætum borgarinnar, en undir hádegi létu verurnar úr speglavíddinni undan síga og friður komst á. Hann sýslaði oft við það að taka á móti stuttbylgjumerkjum úr viðtækinu. Það flutti skilaboð um ástandið í heimspólitíkinni sem hann þurfti nauðsynlega að fylgjast grannt með. Jafnóðum og merkjasendingar bárust frá viðtækinu teiknaði hann með trélitum og penna hin ýmsu tákn á vatnslitaörk. Það voru stríðskortin. Dag einn um nónbil þegar sólin kom á gluggann þótti honum hún ískyggilega áleitin og til að hemja geislana tók hann að klippa niður litaðar plastfilmur og líma á gluggana. Það hreif og eftir það hafði hann ekki ama af sólinni. Svona gekk það til uns einn morguninn þegar klukkan í kirkjunni á holtinu sló níu högg að hann reis úr rekkju eftir djúpan nætursvefn sem nýr maður.

Page 105: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

105

Það hafði verið samið um vopnahlé og hann var kominn til baka af vígstöðvunum. Friður var í lofti. Hann dró lokuna frá hurðinni og gekk út á strætin – laus úr viðjum geðveikinnar um sinn.

Þýsku og ítölsku borgarskæruliðarnir Baader Meinhof og Rauða herdeildin voru öflugar og margt ungt fólk var snortið af fram-gangi þeirra í Evrópu. Þegar hann sogaðist inn í heim geðsýkinnar klæddist hann jafnan fötum borgarskæruliðans. Átti hann í þráð-lausu raddsambandi við borgarskæruliða Evrópu og skipulagði með þeim hryðjuverk. Honum stóð ógn af jakkafataklæddum mönnum á götum borgarinnar, taldi þá vera agenta sem færu um bæinn, ýmist vopnaðir eða óvopnaðir og reyndu að handsama borgarskæruliða. Þá átti hann oft í ímyndaðri harðri rimmu við lögregluna. En hann lék tveim skjöldum. Þegar borgarskæruliðinn bráði af honum tók hann á sig gervi leyniþjónustumanns, ýmist handgenginn austurblokkinni eða vestur. Í híbýlum sínum hleraði hann send-ingar frá öðrum leyniþjónustum heimsins á stuttbylgjutíðni í út-

Page 106: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

106

varpi, sendingar sem gáfu upp stöðu og verkefni leyniþjónustu-manna í öllum heimshornum. Þá snerist taflið gjarnan við; vinir hans borgarskæruliðarnir voru þá hundeltir og ýmist gómaðir eða teknir af lífi. Þriðja hlutverk hans í hinum pólitíska hildarleik var staða alþjóðasáttasemjara og vann hann ötullega að því að koma á friði milli stríðandi þjóða eða tók að sér að leysa flóknar milliríkjadeilur.

Eftir að geðklofinn rénaði leitaði ég uppi barnsmóðurina og fór á fjörurnar við hana með þeim ásetningi að flytja aftur inn á heimilið. En barnaverndarnefnd var lítt hrifin af brölti mínu og fjarlægði börnin af heimilinu og kom þeim fyrir á upptökuheimili. Var það móðurinni mikið áfall. Hófst mikið stímabrak við að endurheimta börnin en yfirvöld settu þau skilyrði að ég yrði að hafa mig á brott af heimilinu ef börnin ættu að snúa aftur. Við treystum samband okkar og börðumst fyrir réttinum til barnanna. Að lokum lét barnaverndarnefnd undan og börnunum var skilað aftur inn á heimilið, en það tók nokkurn tíma að vinna aftur traust þeirra. Og sjálfur var ég að hálfu niðurbrotinn maður eftir undangengnar hremmingar. Þetta haust gaf ég út tvö ljóðakver en sem fyrri kver voru þau misheppnuð smíð. Eftir áramótin réð ég mig svo á netabát frá Reykjavík, nokkuð andlega hress og stundaði sjósókn sleitulaust fram til vors. Um veturinn var reynt eftir fremsta megni að koma einhverri mynd á fjölskyldulífið og meðal annars fest kaup á bifreið. Fyrripart sumars fæddist okkur þriðja barnið og var það drengur. Um haustið innritaði ég mig í tréiðnaðardeild Iðnskóla Reykjavíkur. Nám hafði aldrei hentað mér og því þurfti ég að leggja mig allan fram, bæði í verk- og bóklegu greinunum og komst skammlaust í gegnum fyrstu tvær annirnar. Sambúð mín við konuna var erfið því henni stóð ótti af hugsanlegu ofbeldi og sló oft í harðar brýnur milli okkar. Um

Page 107: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

107

vorið flúði hún af heimilinu með dótturina og yngsta barnið. Hún kom þeim skilaboðum til mín að ég yrði að hafa mig á brott af heimilinu. Ég leitaði fyrir mér um húsnæði og fann loks heppilega kjallaraíbúð út við Ægisíðu og flutti þar inn með eldri drenginn sem skömmu síðar fór á sveitaheimili á Suðurlandi ásamt systur sinni. Leigusalinn sem bjó á efri hæðinni var maður við aldur og nokkuð sérkennilegur í háttum. Hann var radíóamatör í tómstundum. Með okkur tókst ágætur kunningsskapur og sat ég stundum á efri hæðinni yfir kaffibolla og léttu spjalli við þann gamla. Fátt markvert gerðist hásumarið. Síðsumars réð ég mig sem háseta á trollbát frá Grindavík. Það voru vikutúrar og fiskaðist ágætlega. Þá losnaði matsveinsstaðan og réð ég mig í stöðuna. Gekk allt vel í fyrstu en þegar leið á fór þráhyggja og spenna að setja mark sitt á mig, fann ég þá að ekki myndi auðvelt að höndla sjómennskuna vegna hins versnandi heilsufars og ákvað því að segja upp plássinu.

Page 108: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

108

Höfðafundurinn

Stórveldafundurinn í Höfða var ráðgerður og eins og aðrir landsmenn fór ég ekki varhluta af þeim fréttum. Þegar sá dagur rann upp að leiðtogarnir skyldu lenda á Keflavíkurflugvelli var ég staddur heima og fylgdist með atburðum í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Ég hafði aðkenningu af geðklofa og við að sjá atburðina í beinni útsendingu mögnuðust einkennin. Það var ljóst að ég var peð á skákborði stórveldanna og Höfðafundinum gagngert komið á til að útkljá mín mál. Þegar forseti Sovétríkjanna steig út úr flugvélinni missti ég tökin og sogaðist inn í geðklofann. Næstu daga fylgdist ég grannt með Höfðafundinum í fjölmiðlum. Ég þóttist átta mig vel á hinu pólitíska sjónarspili sem fram fór, las í línurnar og dró mínar ályktanir. Þótt sjúkdómurinn væri í fullri virkni ók ég um bæinn á bifreið minni en ég hafði öðlast talsverða þjálfun í sturlunarakstri á götum Kaupmannahafnar. Um þetta leyti var ég á öðru ári í trésmíðanámi en eftir að sjúkdómurinn blossaði upp fór ég að flosna upp frá náminu. Bóklegu greinarnar fóru fyrir ofan garð og neðan. Verklegu fögin reyndi ég að stunda af veikum mætti en þegar trésmíðavélarnar fóru að eiga í hrókasamræðum við mig hrökklaðist ég endanlega frá námi. Þetta voru erfiðir tímar.

Page 109: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

109

Leigusalinn var þrándur í götu hans og auvirðilegur leppur gamallar valdaklíku sem hafði vélað hann inn í húsið til að gera honum skráveifur. Með talstöðinni hafði hann samband við aðra fasistaþrjóta út í heimi og fræddi þá um stöðu mála hjá íbúanum í kjallaranum. Raddirnar áreittu hann stöðugt. Þær skiptust í tvo hópa, fjandsamlegar og vinveittar. Sólarhringum saman möluðu þær í höfði hans og héldu fyrir honum vöku. Vinveittu raddirnar plan-lögðu með honum alheimsbyltinguna því vissulega var hann svarinn fjandmaður auðvaldsins og fasismans en hliðhollur borgarskæruliðum. Sveiflurnar voru kaflaskiptar. Þegar hann varð uppgefinn á pólitísku argaþrasi sneri hann sér að andlegum málum og var þá gjarnan í sambandi við almættið. Á slíkum náðarstundum nutu listrænir hæfileikar hans sín og hann málaði myndir og orti ljóð. Hann fann sig knúinn að greina heimspólitíkina, að skrifa bók og gefa út á prenti, bók sem opinberaði allan sannleikann um vonsku heimsins. Sjálfur hafði hann í fórum sínum aðeins hrafl af gögnum, að mestu haft eftir fjölmiðlum, sem var litað af vestrænum áróðri. Hann beitti því hugarorkunni til að taka á móti upplýsingum frá vinveittri stöð í fjarlægu sólkerfi sem hafði að geyma sannleikann um hinar illu valdaklíkur heimsins. Í fyrstu var sambandið slitrótt en svo tóku að birtast á hvítri örkinni ein og ein setning og innan tíðar hömuðust fingurnir á lyklaborðinu. Hann sat við tímunum saman, hamraði á ritvélina lýsingar á hinum gjörspillta heimi. Ástandið var með ólíkindum og hrikalegt frásagnar. Það moraði allt af upplýsingum um ódrengskap þessara fanta sem stjórnuðu heiminum. Það sló úr og í. Alþýðuhreyfingar höfðu verið barðar niður í valdaránum, kynþættir ofsóttir og trúarleiðtogar festir upp í gálga. Helmingi jarðarbúa haldið við hungurmörk svo blokkir

Page 110: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

110

austurs og vesturs gætu skipt með sér auðæfum jarðar. Þrældómsok var lagt á börn þriðja heimsins og öll mótstaða hinna þjáðu þjóða var barin niður með vopnavaldi. Heimsvaldastefnan lagði snörur sínar af mikilli óskammfeilni í öllum heimsálfum. Hin vestræna menning lét stjórnast af markaðsgrægi. Kapítalisminn myndi að líkindum ganga að jarðarbúum dauðum … Á fjórða degi lauk hann við bókina. Með handritið undir hendi tók hann strætisvagn í prentsmiðjuna. Hann hafði samið um prentun á bókinni í fimm hundruð eintökum og þyrfti að renna henni í gegnum prentvélina með hraði. Um væri að ræða tæpitungulausan sannleik sem þyldi enga bið. Fáeinum dögum síðar hóf hann að selja bókina á götum borgarinnar.

Anno 1986

Það árhafði hann vetursetuá brjálaðri plánetu.

Dauðinn var félagi hans.

Skömmu fyrir jól greip leigusalinn til þess ráðs að taka rafmagnið af íbúðinni í kjallaranum vegna vangreiddrar leigu. Það var toppurinn á ofsóknunum. Að vera sviptur ljósgjafanum á sjálfri fæðingarhátíð frelsarans þótti honum ófyrirgefanlegt og sannarlega hortugt af gamla fasistadólgnum. Og skömmu eftir áramót var hann handtekinn í íbúðinni og færður á lögreglustöðina til yfirheyrslu vegna þess að húseigandinn taldi að sér stæði ógn af honum. Fáeinum dógum síðar flutti hann úr kjallaraíbúðinni í vesturbænum og á Hjálpræðisherinn.

Page 111: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans
Page 112: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

112

Haustsveiflan 88

Meðan ég bjó á Hernum tók ég upp samband við færeyska stúlku. Ástarlíf okkar blómstraði og við fluttum saman í íbúð í Hlíðunum. Um vorið fór stúlkan til Danmerkur til að vinna á meðferðarstöð. Þetta var árið 1987. Tók ég þá fram litina og trönurnar. Nokkru afkastaði ég af myndverkum sem ég eyðilagði öll um haustið. Ég var alls ekki öruggur með húsnæðið og sótti því fast að fá íbúð hjá bænum. Í vetrarbyrjun fékk ég íbúðina sem var á ákaflega þægilegum stað nálægt Hlemmi. Þá hafði ég verið án áfengis og vímuefna í nokkurn tíma og var í ágætis formi. Ég hafði tekið annan pól í hæðina hvað varðaði geðlækna: Það hafði verið skoðun mín að þeir væru óþurftarmenn sem legðu steina í götur manna, talsmenn geðlyfja, menn sem ég vildi sem minnst af vita. En nú horfði málið öðruvísi við því ég sótti vikulega tíma til geðlæknis, í svokallaða geðmeðferð. Læknirinn bauð mér geðlyf en ég hafnaði þeim, sem hann lét gott heita. Meðferðin stóð yfir í eitt og hálft ár og hefur að líkindum lagt grunninn að síðari tíma lífi mínu. Á nýju ári kom stúlkan frá Danmörku. Samband mitt og stúlkunnar risti ekki djúpt tilfinningalega, en hún var góður félagi og ákvað ég að gera allt sem í mínu valdi stæði til að samband okkar mætti blessast. Ekki kom ofbeldi við sögu í þessu sambandi. Andlega var ég sterkur og klár. Ég hafði atvinnu í trésmiðju í Kópavogi og hélt vel á spöðunum hvað varðaði aðhald og lífsreglur. Undi ég hag mínum allvel og okkur geðlækninum bar saman um að líf

Page 113: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

113

mitt væri í föstum skorðum og að meðferðinni miðaði vel áfram. Hvorugan okkar grunaði þau ósköp sem í vændum voru. Ég hafði gert stúlkunni barn sem var okkur báðum til mikillar gleði.

Undir vorið fór að koma brotalöm í andlega heilsu mína. Dag einn við vinnu í trésmiðjunni fór ég að finna snögglega til óyndis við vinnu á vélsög og skipti það engum togum að ég gekk skyndilega frá verkefninu hálfkláruðu og út úr trésmiðjunni – hafði ekki einu sinni fyrir því að slökkva á söginni. Ég ók rakleiðis heim og þegar þangað kom sagði ég stúlkunni að nóg væri komið af trésmíðavinnu og endurreisa þyrfti listamanninn. Ég skrifaði og málaði af kappi, stefndi markvisst að málverkasýningu um haustið og útkomu ljóðabókar. Hafði ég fengið loforð hjónanna á Mokka um að hengja upp myndir á kaffihúsinu. Og myndirnar komu eins og á færibandi, málaðar með vatns- og trélitum. Ég skar kartonin utan um myndirnar, sagaði niður lista í ramma og glerjaði. Ljóðin fæddust um sumarið eitt af öðru, ljóð sem voru ólík öllum mínum fyrri kveðskap, heilsteypt og lýrisk. Þessi bók átti að verða viðsnúningur á skáldferli mínum, ljóðabók sem ekki væri krumpaður sýrukveðskapur – eins og allar mínar fyrri ljóðabækur. Um miðjan ágúst var allt klárt. Ljóðabókar- og myndverkaatburðurinn var í september. Daginn sem sýningin var opnuð settist ég við borð á kaffihúsinu, allreifur í anda. Þetta var vissulega stóráfangi í lífi mínu sem mig hafði lengi dreymt um – sýning og bók. Í fyrstu var talsverður kraftur í bóksölunni á kaffihúsinu og á börum bæjarins. En þetta útspil var ofvaxið geðheilsu minni því einmitt þegar mér virtist sem vegurinn framundan væri beinn og breiður kom reiðarslagið. Það gerðist ófyrirsjáanlega og snöggt. Hófust þá tímar borgarskæruliða og heimsvaldastefnan var skotmarkið.

Stúlkan átti að eiga í lok desember og hafði ákveðið að fæða barnið í Færeyjum. Hún, sem var veraldarvön, tók geðrofskasti

Page 114: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

114

mínu af æðruleysi en þegar ég fullyrti að ég væri frelsarinn endurborinn neitaði hún staðfastlega að leggja trúnað á orð mín. Hún væri kona sannkristin sem ekki legði eyrun við viðlíka fásinnu. Skömmu síðar fór hún til Færeyja.

Andstreymi

Þú situr einní samkvæmihorfir á fólkkoma og faraán þess að kastaá þig kveðju

nafn þittverður ekkií minnum haft.

Á dimmri nóttuhorfir þútil stjarnaog leitar svara sú hugsunfæðistmeð þérað um síðirmuni tíminnhorfa til þínog kasta kveðju.

Page 115: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

115

Nótt geðklofans

Kvöld eitt í nóvember 1988 fór ég á fund kunningja míns og keypti af honum talsvert magn af sveppum. Þeir voru tíndir á íslenskri grundu og þurrkaðir. Ég innbyrti þegar þrefaldan skammt og ók skömmu síðar heim á leið. Á leiðinni heim komst virkni sveppanna í algleyming og ég ók undir miklum ljósagangi af himni. Rauðar og grænar ljóskeilur sem klufu himinhvolfið og taldi ég fullvíst að floti geimskipa væri að koma inn til lendingar. Nóttina sem í hönd fór í íbúðinni var ég undir sterkum áhrifum af sveppunum og um morguninn var líkami minn eins og logandi eldstólpi og tryllingslegar geðsveiflur höfðu heltekið huga minn.

Um kvöldið var ég orðinn yfirvegaðri og hringdi í kunningjakonu mína og boðaði komu mína með vatnslitamynd sem ég ætlaði að færa henni að gjöf. Varð hún glöð við og bauð mig velkominn. Ók ég þá sem leið lá í austurbæinn. Settist ég inn í eldhús hjá henni og eftir að hafa drukkið kaffi spurði ég hvort henni væri það á móti skapi að taka af mér ljósmynd. Kvað hún sér það einkar ljúft og sótti myndavél. Stóð ég þá upp frá borðum og dró hníf úr

Page 116: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

116

slíðrum og bað hana að taka mynd af mér þar sem ég stæði með hnífinn reiddan í hendi. Undir miðnætti greip mig sú hugmynd að heimsækja gamla leigusalann í vesturbænum. Ég rölti niður á Hlemm og tók leigubíl. Þegar kom í vesturbæinn sá ég að það var ljós í glugganum hjá þeim gamla. Ég hringdi bjöllunni og kom húseigandinn til dyra og bauð mér að ganga í bæinn.

Það hafði rökkvað í sál hans þetta kvöld. Hann hafði gengið út í nóttina án þess að vita hvert fæturnir myndu að endingu bera hann. Hann hafði fundið fyrir votti af kvíða í brjósti án þess að leggja í það nokkra merkingu. Hann hafði komið að húsi mannsins eins og maður sem kemur að húsi kunningja síns síðla kvölds til að eiga við hann stutt spjall undir nóttina. Húseigandinn hafði tekið honum opnum örmum og boðið til stofu. En það var fjarri því að hann settist að einhverju þægilegu kvöldrabbi. Hann gerðist óðamála og ör, talaði þvert á alla skynsemi að hætti hins geðbilaða. Og eitt leiddi af öðru. Rétt undir nónbil stóð hann upp og gekk að skáp sem geymdi hljómplötur. Þar fann hann ákveðna plötu sem hann vildi svo gjarnan hlusta á: What a Wonderful World með Louis Armstrong. Gamli maðurinn varð við ósk hans, setti vinylplötuna á fóninn ... og í þann mund sem meistari Louis hóf að syngja óðinn um fegurð heimsins var sem stormhviða færi um huga hans. Sturlunin komst í algleyming. Í nokkur sekúndubrot var hann á valdi myrkursins, sekúndubrot sem var þó nægur tími til að fremja voðaverkið. Hann greip til rýtingsins innanklæða og rak hann í hið mjóslegna bak gamla mannsins – sem hneig í gólfið eins og slytti. Hann kraup yfir hinn dauðvona og lagði hönd yfir augu hans. Hann vildi ekki horfast í augu við hinn deyjandi mann af ótta við að verða fyrir holskeflum dauðans. Dauðinn hafði komið í húsið og gert skylduverk sín, siglt

Page 117: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

117

síðan á eik sinni út í óravíddirnar með bráðina í farteskinu. Þar sem hann kraup á hnjánum við hlið násins brutust fram í honum hinar undirliggjandi dýrslegu hvatir, hvatir sem tóku af honum stjórnina. Hann beitti hnífnum í dýrslegum tryllingi á andvana líkamann. Þegar hann hafði lokið sér af, misþyrmt líkinu, rak hann upp rándýrsöskur. Hann greip til dúkpjötlu af borðstofuborðinu, vætti hana blóði og skrifaði á vesturvegg stofunnar nöfn arabískrar frelsishreyfingar og vestur-evrópskra borgarskæruliða.

Í eldhúsinu fann hann áfengi í ísskápnum, hellti sér í glas og drakk af áfergju. Um stund stóð hann á eldhúsgólfinu í sömu sporum, horfði út í tómið og leitaði eftir viðbrögðum hugans við glæpnum, glæpnum sem var óafturkræfur, glæpnum sem myndi fylgja honum eins og skuggi lífið á enda. Hann reikaði um húsið … enn var hugur hans lokaður og myrkur, fór upp á efri hæðina, tók í snerla á tveim hurðum á ganginum, báðar voru læstar, en innst á ganginum stóð herbergi opið. Hann hlammaði sér í sófa, kveikti sér í sígarettu, lyktin af storknuðu blóðinu á höndum hans blandaðist hinu ramma tóbaksbragði. Hann litaðist um í herberginu og kom auga á ljósmynda stafla sem lá á gólfinu. Myndirnar voru af stærðinni 50 x 70 cm og sýndu allar grafreiti – krossa eða legsteina. Hann valdi eina mynd úr bunkanum, mynd með hvítum krossi, skoðaði hana um stund, reis upp, örlítið stirður í hnjáliðum, gekk út úr herberginu með myndina í hendi, niður stigann og niður á neðri hæðina, inn í hálfmyrkvaða stofuna og lagði ljósmyndina yfir líkið. Hann fann fyrir vélrænum takti í hreyfingum líkama síns þegar hann yfirgaf húsið. Í vegbrúninni var regnpollur sem tunglsljósið speglaðist í. Líningarnar á hvítri skyrtunni voru alblóðugar og hann dýfði þeim í pollinn til að þvo úr þeim blóðið.

Page 118: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

118

Vatnaskil

Saga hans hverfist um nóttina sem atburðir gerðust. Þá nótt dó hann

sjálfum sér og endurfæddist. Vatnaskil urðu í lífi hans. Um dyr hinnar

blóðugu nóvembernáttar skerast tvær tímabrautir, aftur til fortíðar og fram

til nútíðar.

Page 119: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

119

Þrír dagar

Þegar ég kom heim í íbúðina var tekið að birta af degi. Ég lagðist til svefns án þess að afklæðast og sofnaði fljótt en vaknaði eftir þriggja klukkustunda djúpan og draumlausan svefn. Í fyrstu örlítið ringlaður en svo skýrðist hugur minn og atburðir næturinnar urðu ljóslifandi fyrir mér. Ég fór fram á baðherbergið, kastaði af mér vatni, þvoði hendur mínar og leit í spegilinn og brá í brún þegar ég sá spegilmynd mína: Andlitsdrættirnir voru hörkulegir og í augnaráðinu var grimmdarlegur glampi. Örlitla stund horfði ég í spegilmyndina og atburðir næturinnar runnu í gegnum huga minn í smáatriðum, en ég fann hvorki fyrir sorg né skömm. Nei, þvert á móti fannst mér verknaðurinn hafa aukið mér sjálfsvirðingu og gert mig að alvöru manni. Sá fyrir mér myndir af eftirlýstum hryðjuverkamönnum og fann samsvörun með þeim myndum og þessari spegilmynd.

Page 120: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

120

Þegar ég yfirgaf heimili mitt skömmu eftir hádegi var ég staðráðinn í að bregða hvergi út af vananum í hinu daglega lífi mínu þrátt fyrir atburði næturinnar. Ég fór á Mokka-Kaffi og bauð ljóðabókina til sölu og seldi nokkrar. Þá hitti ég blaðamann á kaffihúsinu og reyndi að selja honum aðgang að vettvangi glæpsins en blaðamaðurinn hafði engan áhuga á manndrápinu og tók ekki tilboði mínu. Síðdegis fór ég aftur á vettvang glæpsins til að kanna aðstæður. Allt var nákvæmlega eins og þegar ég yfirgaf húsið nóttina áður, illa leikinn nárinn lá kaldur og stirðnaður á gólfinu. Ég fór fram í eldhúsið með það í huga að fá mér hressingu af vínflöskunni, en mér til mikillar undrunar fann ég hvergi flöskuna og fannst líklegast að leigjandinn í kjallaranum hefði komið í millitíðinni og lagt hald á flöskuna. Þótti mér þó undarlegt að hann skyldi ekki hafa kallað lögregluna til en fannst sennilegasta skýringin á því að hann hefði brostið kjark. Ég fann fyrir einhverri óþægilegri nálægð, einhverju óhugnaði í loftinu, líkt og verið væri að reka mig út úr húsinu.

Örskammt þar frá bjó borgarstjórinn. Knúði ég þar dyra og borgarstjórafrúin kom til dyranna og á hæla hennar stór rauðbrúnn hundur. Hundurinn ruddist þá fram fyrir frúna og urraði og gelti að mér. Ég hafði áður knúð dyra hjá borgarstjóranum til að selja honum bækur og hafði þá hundurinn jafnan verið stilltur og rólegur. Líklega hefur hundurinn með sínu næma þefskyni fundið blóðlyktina af mér eða skynjað spennuna. Ég spurði frúna hvort maður hennar væri heima en hún svaraði því til að svo væri ekki og vildi vita hvert erindi mitt væri. Ég laug því þá til að eiginmaður hennar hefði ákveðið að kaupa af mér málverk. Síðan kvaddi ég. Næst lá leiðin til ekkju látins stjórnmálaskörungs sem bjó ekki allfjarri. Bauð ég henni ljóðabókina til kaups og vildi hún gjarnan kaupa hana og bauð mér að þiggja kaffisopa. Ég settist inn í stofu og hún bar fram kaffið. Um stund reifaði ég málin á ýmsum nótum við

Page 121: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

121

ekkjuna en svo spurði ég hver hefði verið hin raunverulega afstaða manns hennar til setuliðsins á Keflavíkurvelli. Ekkjan fræddi mig þá um að hið sanna í því máli væri að maður hennar hefði alla tíð verið mótfallinn dvöl hersins á vellinum, þó svo að í hinni opinberu stjórnmálaumræðu hefði verið annað uppi á teningnum. Þegar hlé varð á samræðunum tók ég fram lifrarpylsukepp úr pússi mínu og skar mér væna sneið með drápstólinu. Hinn aldna ekkja vildi vita hví ég gengi með slíkan dálk meðferðis og svaraði ég því til að hann væri til margra hluta nytsamlegur, eins og til dæmis að skera slátur.

Næsta dag hélt ég uppteknum hætti, fór á Mokka-Kaffi að selja ljóðabókina. Um miðjan dag ákvað ég að halda vestur í bæ í heimsókn til foreldra æskuástar minnar. Húsbóndinn var fyrrum þingmaður og ritstjóri og kona hans vel látin frú í vesturbænum. Mér var vel tekið og boðið til stofu. Þegar frúin tók af mér frakkann og sá hnífslíðrið sem ég hafði yfir öxlinni bað hún um að fá að geyma það í forstofunni meðan ég væri þeirra gestur – lét ég það eftir henni. Var mér síðan borið kaffi og meðlæti. Hinn aldni þingmaður og ritstjóri var skrafhreifinn og bar ýmislegt á góma og eftir nokkra stund í góðu yfirlæti spurði ég hvort þau hjón hefðu lausafé sem þau gætu lánað mér og nefndi ákveðna upphæð, allháa. Spurði þá frúin hví ég þyrfti svo mikla peninga. Sagði ég þá allt af létta um manndrápið og kvaðst ekki sjá annað í stöðunni en að fara úr landi hið snarasta og þá helst til Istanbúl. Húsbóndinn kvaðst ekkert fé hafa handbært og í raun væri fjárhagsleg staða þeirra hjóna ekki það sterk, að þau gætu veitt mér peningalán. Skömmu síðar þakkaði ég fyrir mig og kvaddi.

Það sem eftir lifði dags flæktist ég um bæinn.Hinn þriðja dag lá leiðin á Mokka að selja ljóðabókina en

þá skildi ég hnífabeltið eftir á stólbaki heima. Þegar skamm-degisrökkrið tók að leggjast yfir borgina fór ég í hljómplötuverslun og keypti geisladisk. Það var diskurinn Diamond Dogs með David

Page 122: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

122

Bowie. Þaðan fór ég til gamallar vinkonu sem bjó við Laugaveginn. Vissi ég að hún átti danskan kærasta sem var hasssali. Þegar þangað kom var mér boðið í pípu og skorinn tveggja gramma moli sem ég greiddi fyrir. Fannst mér nú nóg komið af slarkinu þann daginn og sneri heim. Hugðist gera mér þar gott af hassinu. Þegar ég kom að dyrunum sá ég að þær stóðu í hálfa gátt en skeytti því engu. En sem ég kom í forstofuna stukku á mig fimm lögregluþjónar, keyrðu mig niður í gólfið og handjárnuðu. Ég var leiddur niður stigaganginn og spruttu lögreglumenn fram úr öllum íbúðum og mér taldist að yfir tuttugu manns hefðu tekið þátt í handtökunni. Sjálf víkingasveitin var þar á ferðinni. Er á lögreglustöðina kom var ég færður úr öllum fötum og ljósmyndaður í bak og fyrir en síðan fluttur á Landspítalann í blóð- og þvagprufu. Vandamál kom upp með þvagprufuna því mér var í fyrstu lífsins ómögulegt að kasta af mér vatni en þegar það loks tókst setti ég plastmálið að vörum mér og teygaði mitt eigið hland. Stökk þá lögreglumaður til og greip af mér plastmálið áður en mér tókst að drekka það í botn. Síðan var ég færður í Síðumúlafangelsið en rétt áður en þangað kom neyddu tveir lögregluþjónar, sem sátu með mér í lögreglubílnum, mig til að éta sápustykki. Daginn eftir var ég færður fyrir dómara sem úrskurðaði mig í langt gæsluvarðhald.

Ég var þá 38 ára.

Page 123: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

123

Fangavistin

Í Síðumúlafangelsi var mér haldið í algerri einangrun í rúma fimm mánuði. Fáum sögum fer af manni sem sætir einangrun. Dagarnirinnan klefaveggjana eru hver öðrum líkir, fullir drunga og óvissu. Í fyrstu varð mér ekki svefnsamt sökum geðveikinnar og fékk því lyf. Ég reyndi þó eftir fremsta megni að gera mér vistina bærilega. Einu sinni í viku gafst föngum kostur á að fá lánaðar bækur frá Borgarbókasafninu. Ég var andlega sárþjáður í einangruninni en reyndi að lina kvalirnar með bóklestri – hjálpaði það mér nokkuð. Fangelsispresturinn kom reglulega í heimsókn og tókst með okkur góður kunningsskapur. Presturinn þrýsti mjög á dómsmálaráðuneytið að einangruninni yrði aflétt sem fyrst, en án árangurs. Á því er engin skýring, nema kannski refsigleði þeirra ráðuneytismanna.

Að Síðumúlavistinni lokinni var ég fluttur á Skólavörðustíg 9 sem var talsverð umbreyting. Ég var í opnum klefa og mátti sam-neyta með öðrum föngum að vild og komst fljótt í bridsklíku hússins sem gerði dvölina bærilegri. Var spilað flestalla daga – tímunum saman. Þá skrifaði ég grein í dagblað um málefni ósakhæfra afbrotamanna og önnur fangelsismál, en ég hafði fyrir héraðsdómi verið metinn ósakhæfur sökum geðveiki og úrskurðaður til vistunar á „viðeigandi stofnun“. Fátt markvert

Page 124: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

124

gerðist í Hegningarhúsinu en þó málaði ég þar mynd sem seinna prýddi kápu bókar eftir mig. Þar sem ekki var nein réttargeðdeild í landinu varð að leita lausnar utan landsteina um vistun mína og þótti Svíþjóð vænlegust en þangað höfðu fáeinir ósakhæfir menn verið sendir árin á undan. Kom yfirlæknirinn af réttargeðdeildinni í Vestervik, sem var Íslendingur, í fangelsið og lýst aðstæðunum þar fyrir mér. Var svo ákveðið að ég færi utan.

Múrinn

Inn í svefnrofann dansa augu mín mót draumum

í þyngdarleysi hljóðra stunda.

Page 125: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

125

Réttargeðdeildir

Vestervik er nokkuð sunnarlega á austurströnd Svíþjóðar og getur hitinn þar orðið talsverður yfir hásumarið en frekar er þurrviðra-samt yfir veturinn – stöku sinni leysir talsverðan snjó.

Réttargeðdeildin er hluti af þyrpingu bygginga sem gengur undir nafninu „Nörra sjúkrahús.“ Deildin skiptist í tvæ einingar, hvora á sinni hæðinni, lokaða deild og opna deild. Við komuna var ég fluttur á lokuðu deildina á efri hæðinni, háttaður niður í rúm og gefið lyf. Var mér haldið þar í viku einangrun áður en ég fékk að samlagast öðrum sjúklingum.

Grunnurinn að endurhæfingu geðsjúks afbrotamanns byggist á venjubundnum einfaldleika samfara því að stuðla að jákvæðri hlutdeild í nærumhverfi, – með aðlögun að samfélaginu

„Kyrrstaða“ eru einkunarorð réttargeðdeildar, kyrrstaða í þeim skilningi að fyrirbyggja beri óvæntar uppákomur.

Dagurinn á deildinni hófst með því að sjúklingar voru vaktir klukkan hálfsjö og gert að ryksuga og skúra klefa sína. Síðan var morgunverður snæddur og að því loknu voru sjúklingar lokaðir inn í klefum sínum fram til klukkan níu. Þá var safnast saman í

Page 126: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

126

dagstofunni og tekið „rapport.“ Klukkan tíu opnaði iðjuþjálfunin. Þar fór fram margskonar starfssemi, saumaskapur, handverk af ýmsu tagi og síðan en ekki síst myndlist, sem ég lagði einkum rækt við. Iðjuþjálfunninni stjórnaði kona á miðjum aldri, mjög hæf í sínu starfi og hin elskulegasta.

Eftir hádegissnæðing voru sjúklingar læstir inn í klefum sínum fram til hálftvö en þá var kominn tími til útiveru. Á opnu deildinni, þar sem ég dvaldi síðara árið, var þessi tími gjarnan notaður til að fara í ferðir út í nærumhverfið, en á lokuðu deildinni var ekki um neitt slíkt að ræða og þar var eina útiveran garðurinn á baklóð spítalans. Garðurinn var umlukinn háum rauðleitum múrsteinsveggjum og vissu á móti suðri. Oft var svækjuhiti undir veggjum þar. Í garðinum miðjum var garðskáli þar sem hægt var að leita sér skjóls ef hellidemba gekk yfir. Þá uxu þar kirsiberjatré og fengu við sjúklingarnir að eta berin af þeim að vild. Útiveran í garðinum stóð yfir til klukkan þrjú, þá var fram borið kaffi og kruðerí. Seinna part dags, fram að kvöldverði klukkan sex var gjarnan tekið í spil í matsalnum eða horft á vídeómynd.

Þann tíma sem ég dvaldi á Nörra keypti ég talsvert af tónlist í gegnum póstlista en tónlistin reyndist mér gagnleg við að lina einveru mína og andlegar þjáningar, en fyrir kom að ég fékk djúpa heimþrá, langaði til Íslands. Peninga hafð ég af skornum skammti en íslenska ríkið bætti síðar úr því svo að við Íslendingarnir á Nörra fengum sambærilegt á við Svíana.

Vistmenn voru af ýmsum toga, kynferðisafbrotamenn, ofbeldis-menn eða morðingjar. Mér féll ágætlega við nokkra þeirra og naut samverunnar við þá. Fyrir kom að æði rann á einhvern sjúklinginn með árásum á starfsfólkð. Þá hringdu bjöllur á báðum hæðum og starfsmenn af opnu deildinni á neðri hæðinni komu aðvífandi og aðsoðuðu við að yfirbuga ofsamanninn, sem var færður í einangrun og spenntur niður á bekk með ólum. Fyrir kom að hinn ofsafengni

Page 127: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

127

barðist um í ólunum tímunum saman með öskrum og óhljóðum. Voru það nöturleg hljóð sem bárust um alla deildina. Starfsmenn voru fastir fyrir og ósveigjanlegir og höfðu þeir greinilega fyrirmæli um að loka á allar glufur. Þeir höfðu vakandi gætur á sjúklingunum og reyndu að vera ópersónulegir án þess þó að sýna af sér andúð eða skeytingarleysi.

Eftir tæpt ár á lokuðu deildinni var ég færður á þá opnu á neðri hæðinni. Þar var andrúmsloftið mun frjálsara. Farnar voru ferðir í nálægar byggðir eða skóglendi að jafnaði þrisvar í viku. Strandferðir með nestiskörfu voru ekki óalgengar og voru þá stunduð sjóböð í Eystrasaltinu. Tvívegis fór ég ásamt starfsmönnum af deildinni á bát út í skerjagarðinn. Á skerjunum sóluðu menn sig á heitum klettunum og tóku sundspretti í sjónum. Síðsumars var nágrannabær heimsóttur þar sem við sjúklingarnir af Nörra fengum að tína jarðarber af akri gegn vægu gjaldi. Ógleymanlegarvoru sveppaferðirnar. Var þá farið í skóglendi og tíndir ætisveppir

Page 128: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

128

sem voru svo matreiddir eftir að heim kom. Að öðru leyti var daglega lífið svipað á báðum deildum. Sá ljóður var á Nörra að maturinn sem var á borð borinn fyrir sjúklingana var fremur einhæfur og bragðlaus, eins og altítt er um stofnanafæði. En til að bæta sjúklingum upp fábreytni mataræðisins og gera þeim dagamun var þeim einu sinni í viku leyft að panta sér mat utan úr bæ. Var þá gjarnan pantað Kebab eða rifjasteik. Annars var tilveran á Nörra fremur einsleit, sama rútínan daginn út og daginn inn. Þó verður að segja deildinni á Nörra það til hróss að „dauðir tímar“ voru fátíðir. Fyrir kom að tónlistarmaður kom með gítar og söng og spilaði fyrir sjúklingana. Bingó voru vikulega í matsalnum þar sem kostur gafst á ágætis vinningum og oft var mikið kapp í sjúklingum í að reyna að landa vinningi. Um miðsumarið, seinna árið mitt, var haldin mikil hátíð, sem stóð yfir í þrjá daga, á grundinni fyrir framan bygginguna og var hún viðburðarík. Flykktist að fólk úr öllu sjúkrahverfinu og skipti það hundruðum.Skemmtan af ýmsu tagi fór fram í húsum á lóðinni og matur grillaður á teinum. Þriðji og síðasti dagurinn er mér einkar minnisstæður því þá var efnt til strömsill veislu. Síld þessi er niðurlögð í stórum áldósum og er þeim sem ekki hefur vanist á að borða hana frá blautu barnsbeini fremur ókræsileg kostur, sakir ýldulyktar. Með strömsill er etið brauðmeti, einskonar hveitiflatbökur. Ekki gat ég fengið af mér að eta þennan þjóðarrétt Svía.

Réttargeðdeildin í Vestervik í Svíþjóð hefur margt til síns ágætis, margt sem skorti tilfinnanlega í Sogni í Ölfusi. Ég er þess fullviss að tími minn í Vestervik var það sem skipti sköpum í endurhæfingu minni. Munurinn á þessum tveim réttargeðdeildum byggist á því að Svíar eiga að baki langa sögu

í endurhæfingu geðsjúkra

afbrotamanna en Íslendingar voru að stíga fyrstu skrefin í faginu. Þegar tekin hafði verið ákvörðun um starfrækslu réttargeðdeildar

Page 129: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

129

í Sogni í Ölfusi voru starfsmenn deildarinnar sendir til Vestervíkur til starfsþjálfunar. Vafalaust hefur það skilað sér að einhverju leyti í starfinu við rekstur deildarinnar en þó verður að segjast að mikið vantaði uppá að starfslið Sogns hefði sömu innsýn í starfið og hinir sænsku kollegar þeirra. Starfsemin í Sogni var fremur stirð og þunglamaleg, árekstra við sjúklinga tíðir og andrúmsloftið á deildinn oft á tíðum blandið beiskju og reiði.

Þegar ég var úrskurðaður ósakhæfur af dómstólum og gert að vistast á réttargeðdeild gerði ég mér fulla grein fyrir stöðu minni, að það væri alfarið undir sjálfum mér komið hvort ég myndi dveljast á réttargeðdeild til lengri eða skemmri tíma. Öll vopn höfðu verið slegin úr höndum mér og það eina rétta í stöðunni var að fara að leikreglum deildarinnar í einu og öllu. Og það gerði ég. Á Nörra sjúkrahúsinu gerði ég mér far um að sýna af mér góðan þokka og háttprýði, fór að fyrirmælum starfsliðs og reyndi í hvívetna að ávinna mér góðvild samsjúklinga. Þetta skilaði árangri því strax á öðru ári fór hinn íslenski yfirlæknir á Nörra að ræða við mig um útskrift, vildi að ég fengi búsetu í Vestervik og við tæki eftirmeðferð undir hans handleiðslu. Ég samþykkti þetta og læknirinn skrifaði dómsmálaráðuneytinu íslenska bréf þar sem hann viðraði tillögu sína. Ráðuneytið hafnaði umleitan læknisins með þeim rökum að ég væri íslenskur ríkisborgari og á þeirra ábyrgð.

Page 130: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

130

Óp

Neyðarópúr sálardjúpinu skar myrkriðfrostkaldar hendur fálmuðu út í tómið

rimlarnir hvítnuðu . . .

Draugslega skrölti í læsingum þegar lyklum var snúiðandlit varðanna sem upplitaðar dulur í svipmóti þeirra náföl staðfesta innsigluð fábjánaglotti.

Í nóttbarst neyðarópúr hyldýpi þjáningar.

Þegar réttargeðdeildin í Sogni í Ölfusi var opnuð vorum við Íslendingarnir á Nörra fluttir með flugvél Landhelgisgæslunnar til Íslands. Lent var í suðaustanroki og rigningu á Íslandi og hópurinn settur um borð í rútubíl og ekið austur fyrir fjall. Þegar þangað kom beið heitur matur á borðum, hangikjöt með kartöflustöppu og grænum baunum. Tóku menn rösklega til matar síns enda orðnir langeygir eftir íslenskum mat eftir sænska fæðið. Allt frá því ég hafði verið handtekinn og settur í Síðumúlafangelsið hafði hver dvalarstaður verið fyrir mér sem eitt skref nær frelsinu. Þannig var

Page 131: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

131

Sogn fimmti dvalarstaðurinn og lokaskrefið. Tíminn sem var að baki hafði verið mér gagnlegur í sjálfskönnun og áformum um á hvern hátt ég skyldi mæta frelsinu þegar þar að kæmi, hvernig ég skyldi endurreisa líf mitt í samfélagi manna. Það var kristaltært að ef kapallinn ætti að ganga upp yrði ég að virkja mínar listrænu gáfur. Ég yrði að mæta sterkur til leiks í þjóðlífinu, hopa hvergi.

Ekki er hægt að bera þessar tvær réttargeðdeildir saman á nokkurn hátt. Réttargeðdeildin í Sogni var öll smærri í sniðum en á Nörra og hafði ekki upp á að bjóða sambærilega dagsskrá. Húsnæðið í Sogni stóðst alls ekki þær lágmarkskröfur sem gerðar eru til réttargeðdeildar, var of lítið og óhentugt í alla staði. Vistmenn urðu að gæta þess með háttvísi sinni að ekki kæmi til árekstra vegna þrengslanna. Það tók á taugarnar og fyrir kom að menn sýndu af sér grófa hegðun eða voru ofbeldisfullir. Öll meðferðarúrræði í Sogni voru fálmkennd. Starfrækt var iðjuþjálfun sem síðar var lögð af vegna sparnaðarráðstafana heilbrigðisráðuneytisins. Það var vítaverð ákvörðun; ráðuneytismenn gerðu sér ekki grein fyrir mikilvægi iðjuþjálfunar fyrir sjúklingana í Sogni. Eftir það var frjáls aðgangur að vinnuherberginu. Ég sótti þangað með túbur mínar og pensla og gerði atrennu að málverkinu. Fékk ég styrk frá stofnuninni til að kaupa striga og liti. En þrátt fyrir nægan tíma og ágæta aðstöðu fann ég aldrei taktinn. Nokkur málverk urðu til en ekkert þeirra náði miðlungi að gæðum. Ferðir með vistmenn til Reykjavíkur eða í nærliggjandi sveitir voru fremur fátíðar. Reynt var að halda mönnum að verkefnum á lóð hússins við endurbætur en það reyndist alls ekki auðvelt. Starfsfólkið í Sogni lagði sig í framkróka til að starfsemi deildarinnar gengi upp og það var ekki þess sök þótt ýmsu væri ábótavant við þetta fyrsta skref Íslendinga í réttargeðlækningum. Árið 1995 fékk ég íbúð rétt ofan við Hlemm og fór í bæjarleyfi í hverri viku. Svo þegar læknar og dómstólar báru fullt traust til mín var ég látinn laus. Það var í apríl 1997.

Page 132: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

132

Dauði listamanns

Það urðu endalok Dags að drekka sig í hel árið 1994. Þessi stórbrotni listamaður hafði verið örlagavaldur í lífi hans. Erfitt er að ímynda sér að nokkuð hefði orðið af því sem síðar varð ef leiðir þeirra hefðu ekki legið saman. Dagur hafði af óeigingirni miðlað honum þekkingu og hvatt hann óspart að ganga veg listarinnar. Hann hafði í stormi lífsins ávallt fundið skjól hjá þessum sterka manni sem á sinn hátt var líka fórnarlamb aðstæðna, manni sem þurfti líka að hrekjast undan vindum samtíðarinnar, oftar en ekki mætt litlum skilningi hjá samborgurunum. En þannig er það gjarnan, að þeir sem eru frumkvöðlar, hvort sem er í bókmenntum eða myndlist, njóta ekki sannmælis eða virðingar – allra síst í heimalandi sínu. Það er ekki auðvelt verk að erja akur listarinnar. Trú og staðfesta þarf að fara fyrir ef uppskeran á ekki að fara forgörðum. Dagur hafði til að bera alla þá eiginleika sem þurfti til að ná langt í heimi listarinnar. Sköpunarkraftur hans var sem beljandi fljót og ástríðan hamslaus. Þrátt fyrir það var afraksturinn með minna móti. Fáeinar ljóðabækur og nokkrir tugir myndverka. Um er að kenna hversu dælt hann gerði sér við Bakkus. Síðustu ár ævi hans var tími samfelldrar niðurlægingar. Undir lokin var hann orðinn einfari sem reikaði um stræti borgarinnar, gleymdur og vinasnauður, týndur í heimi ölvímu og óráðs.

Page 133: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans
Page 134: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

134

Kastið 2007

Í mars árið 2007 hrundi veröldin undan fótum mínum. Þá kom erfitt geðklofakast sem stóð yfir í þrjá mánuði.

Þegar ég horfi í spegil fortíðar, til foreldra minna og systkina verður mér ljóst að þau eru hluti af lífi mínu, rétt eins og allt hitt, að þrátt fyrir allt eru þau samgróin mér á beinunum. Það gera blóðtengslin.

En það er önnur hlið á því máli. Það eru minningar geðklofans.

Að faðir hans hafi ekki getið hann og því síður að móðir hans hafi fætt hann. Hann leitaði skýringa á tilurð sinni og kafaði niður í myndheim minninganna. Þar sá hann geimskip sem kom til þorpsins um miðja tuttugustu öldina og lét hann falla niður um lúgu og niður í sandkassa. Hann sat flötum beinum í sandkassanum og yfir honum lónaði geimskipið. Loftið var mettað blámóðu og vindstrengur stóð frá skipinu. Þá var allt í einu einhverju kastað niður til hans. Það var leikfang, bíll. Skrýtið, hvað hafði svo orðið um bílinn?

Page 135: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

135

Síðan hafi karl faðir hans fundið hann í sandkassanum og farið með hann heim og sýnt kerlingu viðundrið. Þau hafi svo ákveðið að fela hann um hríð í kjallarakompu vegna þess að nágrannarnir máttu ekki komast að leyndarmálinu. Þetta fannst honum afar trúverðugt minningarbrot og þótt hann myndi ekki eftir sjálfu fallinu niður um lúgu geimskipsins var hann viss um að þannig hefði það gerst.

Hann fann það út að þetta fólk, hin svokallaða fjölskylda hans, væri ekkert skyld honum. Systurnar sjö sem hann þekkti sama og ekkert – hvaða konur voru það? Og bræður hans, hverjir voru þeir? Vegna þess að hann fann ekki til skyldleika við þessi systkini sín fannst honum trúverðugasta skýringin sú að hann væri geimvera. Honum féll vel sú niðurstaða, að hann væri alls óskyldur karli og kerlingu og krökkunum. Það lét honum líða vel.

Svo kom aðrar skýringar á tilurð hans. Ein var sú að hann hefði lifað í gegnum aldirnar, í gegnum árþúsundin og birst mannkyninu annað slagið, ýmist sem spámaður eða herstjóri. Vera hans á Ísland, staða hans sem skálds og listamanns út á jaðrinum, var ekki ósvipuð stöðu Jesú Krists í Galíleu forðum daga. Hann hafði í veraldarvolki sínu smám saman verið að færast nær takmarkinu, að ná fullum yfirráðum í heiminum. Nú hillti undir lokaorrustuna við myrkraöflin. Þó fannst honum undarlegt að hann skyldi birtast lýðnum sem utangarðslistamaður á eyju í norðurhöfum. En það hlaut að vera samkvæmt ritúalinu, almættið feilaði aldrei í gjörðum sínum. Hann á sér fjölmargar minningar frá seinni heimsstyrjöldinni, eins og þegar hann var að ávarpa mannfjöldann af svölum kanslarahallarinnar í Þýskalandi og múgurinn öskrað „Heil Hitler, mein Führer!! mein Führer!! “ og þegar hann að ávarpinu loknu hvarf á bak við þykk dyratjöld kanslarahallarinnar og

Page 136: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

136

skipaði herráðinu, sem sat teinrétt við stórt mahóníborð, að hefja undirbúning að stórstyrjöld. Þegar svo leið á stríðið skipti hann sér út, setti gervil í kanslaralíkamann, gervil sem síðan klúðraði stríðinu. Hvernig skiptin fóru fram er ekki leyfilegt að upplýsa. Það er leyndarmál hans og almættisins. Svo var önnur minning frá síðari heimsstyrjöld: Hann var á Íslandi þegar stríðið braust út. Bandarískur herskipafloti var á ytri höfninni. Yfirmaður flotans hafði gefið þá skipun að herskipum yrði stefnt til Íslands, þar sem Satúrnusarbarnið skyldi handsamað og flutt vestur um haf. Þar með hófst hildarleikur sem stóð allt til stríðsloka. Hann komst um borð í geimskipið áður en hervaldið kom á hann höndum og sagði síðan stórveldunum stríð á hendur. Á meðan hann barðist gegn herafla þjóðanna grúfði rautt myrkur yfir jörðinni. Svo fór þó að hann varð að láta undan síga og gefa sig stríðsherrunum á vald. Var hann þá settur upp í flugvél og látinn henda kjarnorkusprengjum á Hírósíma og Nagasaki. Að því loknu fékk hann að fara frjáls ferða sinn og fór þá aftur til Íslands. Þegar þangað kom upplifði hann nöturlegan atburð. Það var víddarinnrásin þegar ríkisstjórnin fundaði eitt sinn á Hótel Borg. Honum hafði verið boðið til fundarins sem áheyrnarfulltrúa Satúrnusar. Svo háttaði til að stórir speglar þöktu stóran hluta suðurhliðar veitingasalarins. Það var í miðjum klíðum fundarins og forsætisráðherrann var að flytja mál sitt að speglarnir tóku allt í einu að titra. Hann sá strax hvað verða vildi og spratt upp úr stólnum í ofboði og hrópaði: „Víddarinnrás! Víddarinnrás!“ En það var um seinan; verurnar úr hinni framandi vídd höfðu náð að yfirtaka líkama allra ráðherra ríkisstjórnarinnar. Það voru margs konar minningar sem röðuðust upp í hugarheimi hans þegar hann sat einn heima í súrrandi geðklofa. Honum var fróun í að þræða sig aftur á bak í tímanum, milljónir ára. Hann sá mannkynið margoft tortíma sér í kjarnaeldi og jörðina umbreytast

Page 137: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

137

í gróðurlausa auðn. Svo hófst allt að nýju, lífið endurskapaðist á jörðinni og maðurinn tók aftur forystuna í kapphlaupi dýrategundanna á þróunarbrautinni. En það gerðist alltaf það sama: þegar mannkynið hafði náð vissri vegalengd á brautinni, þá tortímdi það sér. Það fannst honum undarlegt og reyndi að leita skýringa á þessum flöskuhálsi í sögu mannkynsins.Til að finna orsökina gaf hann sér að ekkert væri tilviljun háð, að hvaðeina sem gerðist, stórt sem smátt væri í orsakasamhengi línulaga tímaraðar sem væri á eins konar brautarspori, óendanlegu brautarspori þar sem verundin þeyttist áfram á ógnarhraða að hinum óumflýanlegu endalokum – tortímingu alls. Ljóst var að orsakanna fyrir ógæfunni var að leita langt aftur í tíma. Að eitthvað hafði gerst sem orsakaði misræmi í hinni línulaga tímaröð, að eitthvað hafði riðlast í tímaröðinni með óafturkræfum afleiðingum, eitthvað sem átti ekki að geta gerst. Hann grunaði að ójarðneskir kraftar stæðu á bak við villuna sem ól af sér allsherjartortíminguna, að um væri að ræða kosmíska orsök, og sigldi því milljónir ljósára út í geim á geimskipi sínu til að leita orsakarinnar fyrir jarðvillunni. En það var eins og að leita að nál í heystakki, ekkert fannst, hvar sem hann skyggndist undir teppi ljósáranna. Hann náði því aldrei að leysa gátuna um hvað það var sem hafði farið úrskeiðis á tímabrautinni sem leiddi til síendurtekinnar allsherjartortímingar.

*

Í geðklofakasti þessu greip ég aftur til áfengis. Í fyrstu var neyslan hófstillt, eitt til tvö staup á dag, en fyrr en varði varð fjandinn laus. Þetta kast var keimlíkt hinum fyrri, paranoja og tryllingur þannig að allt ætlaði af göflum að ganga. Geðlæknirinn, sem hafði stundað mig í Sogni, reyndi sitt besta til að skakka leikinn en án árangurs. Ranghugmyndir fylltu út í hvern kima og ég fór að sjá

Page 138: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

138

lækninn sem minn svarnasta óvin. Þar færi maður í dulargervi læknis, maður sem í raun væri ótíndur fasistadólgur. Með vorinu jókst drykkjan til muna og var ég þá raunar kominn á sama stað og tuttugu árum áður, geðtrylltur og utanveltu í samfélaginu. Í byrjun maí sótti ég kosningahátíð hjá Samfylkingunni, en þá var skammt til þingkosninga. Veitingar voru rausnarlegar, bæði í mat og drykk, og tók ég ótæpilega til mín af rauðvíninu og varð mjög þungur og drukkinn þegar leið á kvöldið. Upp úr miðnætti þegar ég var á leið heim, skjögrandi upp Laugaveginn, gerðist eitthvað innra með mér. Þeirri hugmynd laust niður í huga minn að við svo búið mætti ekki lengur standa – ég væri á góðri leið með að eyðileggja líf mitt með drykkjuskap og ræfildómi, við því yrði að sporna. Þegar ég vaknaði morguninn eftir var hugur minn vökull og staðfastur, ákvörðunin frá því um nóttina að hætta áfengisneyslu stóð óhögguð. (Síðan þá hef ég ekki notað áfengi). Þegar geðsýkin rénaði hitti ég geðlækninn aftur, sem ég leit ekki lengur á sem fasistafant heldur velmetinn lækni.

Áföll eins og geðklofakast marka sín spor í sálarlífið og fylgir þeim ákveðinn andlegur hrollur. Þessi hrollur sat í mér nokkur misseri eftir þetta geðklofakast 2007.

Page 139: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

139

Sálarstyr

Sálarskipí ölduróti

í góðritrú

haldið í horfinu

í sálarvíti.

Um síðir kyrrðist

sálarmar

sálarstyrað baki

fleyi siglttil víkur

við ljúfansálarbyr

útlit fyrirsálarfrið.

Page 140: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

140

Konurnar í lífi mínu – og börnin

Það er stundum sagt að móðirin sé eina konan í lífi mannsins, hinar konurnar í lífi hans, ástkonur og eiginkona, séu uppfylling þegar móðurinnar nýtur ekki lengur við.

Hvað mig snertir þá hafa ekki verið margar konur í lífi mínu. Því er kannski um að kenna að móðirin var aldrei konan í lífi mínu og þess vegna hafi ástarlíf mitt verið fremur rýrt um ævina – að mér hafi aldrei lærst listin að elska. Engu að síður hafa fáeinar konur komið við sögu um ævidaga mína. Allt fram undir tvítugt var vart um nokkurt kvennafar að ræða svo heitið gæti, aðeins stöku sinnum á sveitaböllum, útihátíðum eða kringum verbúðarslark. Ég var eins og títt er um unga menn óframfærinn í kvennamálum og þurfti jafnan að staupa mig rækilega áður en ég þorði að bera mig upp við kvenmann.

Fyrr í bókinni hefur fyrstu ástarinnar verið getið og mun ég ekki að fara fleiri orðum um það samband.

Page 141: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

141

Samband mitt og stúlkunnar sem varð barnsmóðir mín var aldrei auðvelt og er gott dæmi um þá blindgötu sem ástin geturratað í ef ekki er hlúð að henni. Það voru afar sterkar tilfinningar í þessu sambandi. Þegar við kynntumst vorum við bæði í tilvistarkreppu. Við fundum hvort hjá öðru huggun og skjól í hinum harða heimi. Hún hafði flúið heimili foreldra sinna vegna ofríkis þeirra og leitað á náðir kreðsunnar sem ég hafði annan fótinn í. Þegar við stofnuðum heimili og þurftum að fara að taka sameiginlega ábyrgð fóru að koma brestir í samband okkar. Þrátt fyrir að það væri einlægur vilji okkar beggja að láta sambúðina ganga upp fór svo að lokum að uppúr slitnaði. Börnin okkar þrjú eru í alla staði mjög vel heppnuð, myndarleg og góðum gáfum gædd. Það er af tveim elstu börnunum að segja að þau hafa frá því harmleikurinn 1988 (manndrápið) átti sér stað, verið mér að meira og minna leyti fráhverf. Það á sér ef til vill eðlilega skýringu, að ég hafi, með voðaverkinu, brugðist þeim sem faðir. Þessi staða hefur valdið mér miklu hugarangri því tilfinningar mína til þeirra eru ákaflega sterkar. Þó geri ég mér vonir um að þeir tímar komi að sambandið milli mín og þessara barna minna verði gott og eðlilegt. Þess má geta að þessi tvö börn mín eiga sitthvort barnið og tel ég mig hafa hlutverki að gegna í lífi þessara barnbarna minna, en það hefur mætt litlum skilningi. Eins og fyrr segir var sambúð okkar mjög erfið og ekki bætti úr skák að foreldrar hennar reyndu allt hvað þau gátu til að spilla fyrir sambandinu. Móðir hennar sýndi af sér óþolandi stjórnsemi sem erfitt var að þola. Faðirinn var lítið skárri, hofmóðugur í meira lagi sem engin innistæða var fyrir. Erfitt er að útskýra heift þeirra í minn garð nema á þann veg að þeim hafi fundist dóttir sín taka niður fyrir sig – sem var auðvitað fráleitt. En saga þessa fólks er sú að þau höfðu brotist til efna með rekstri veitingaskála í Hvalfirði, sem kannski skýrir hegðun þeirra; að þau hafi ofmetnast af

Page 142: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

142

velgengninni og álitið að ég, sakir veraldlegrar fátæktar minnar, væri ekki það mannsefni sem hæfði dóttur þeirra. Þriðja barnokkar var drengur, fæddur 1985, en fáeinum mánuðum síðar kom til endanlegs skilnaðar okkar. Í fyrstu eftir skilnaðinn reyndi ég að koma á umgengni við börnin mín en varð frá að hverfa vegna óbilgjarnrar afstöðu konunnar. Í þá daga þótti sjálfsagt að réttur til barna væri alfarið móðurinnar. Það nýttu margar konur sér til hins ýtrasta með því að útiloka feður frá börnum sínum. Það kallast einu nafni ofbeldi en var „viðurkennt ofbeldi“ á þeim tímum og má rekja það til öfga kvennabaráttunnar.

En svo vikið sé aftur að þriðja barninu þá hafði ég mjög lítið af því að segja fyrstu tuttugu árin í lífi þess. Það gerðist árið 2006 að mér tókst að ná sambandi símleiðis við drenginn og bauð honum heim til mín í mat. Það er skemmst frá því að segja að samband okkar þróaðist á jákvæðan hátt og í dag er hann mér afar kær, hefur verið mér lífsfylling og gleðigjafi. Hann kom inn í líf mitt eins og sendiboði frá týndum heimi.

Samband það sem ég tók upp við færeyska stúlku 1987 náði aldrei neinum hæðum. Mér fannst stúlkan athyglisverður persónuleiki og hafði ánægju af nærveru hennar. En meira var það ekki. Það sem batt okkur saman var kynferðislegur losti. Þessi stúlka fæddi mér sveinbarn 1988 á milli jóla og nýárs – þegar ég sat í Síðumúlafangelsi. Fangelsispresturinn færði mér skilaboðin um fæðingu barnsins. Seinna kom svo bréf frá barnsmóðurinni þess efnis að henni fyndist rétt að ég kæmi með uppástungu um seinna nafn barnsins. Eftir miklar vangaveltur í hinni drungalegu einangrun kom mér loks í hug nafn. Það var gamalt norrænt nafn og skrifaði ég til Færeyja og skýrði frá hugmynd minni. Hún heimsótti mig svo þrívegis með barnið

Page 143: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

143

meðan ég var innilokaður, einu sinni til Svíþjóðar og tvisvar til Íslands. Þá gerðist það að hún kynntist manni, samlanda sínum, sem hún giftist síðan. Eftir giftinguna hafði hún samband við mig og sagði að eiginmaður sinn vildi gjarnan ættleiða son okkar. Og varð það úr. Nokkrum mánuðum síðar hringdi hún til mín og tjáði mér að þau hjónin hefðu jafnhliða ættleiðingunni látið fella niður nafnið sem ég hafði gefið drengnum – það hafi verið gert á löggildingarstofu. Mér sárnaði mjög þessi gjörningur. Nú í dag er þessi færeyski sonur minn 27 ára gamall, efnispiltur í alla staði. Þekki ég lítið til hans og er því ekki um að ræða nein tilfinningatengsl á milli okkar. Á síðustu árum hefur hann tvívegis komið til Íslands ásamt móður sinni og heimsótt mig.

Ekki hefur verið um auðugan garð að gresja í kvennamálum hans eftir að hann losnaði af Sogni. Í dag er engin kona í lífi hans. Hann veit sem er að þær tilfinningaflækjur sem fylgja því að vera í ástarsambandi gætu reynst honum ofviða, að það gæti hugsanlega gengið nærri hans andlega jafnvægi. Það hefur síður en svo verið honum létt að neita sér um konuástir og reglulega koma þær stundir að hann finnur fyrir djúpri þrá eftir líkamlegri nálægð konu. Þegar það gerist að á vegi hans verður kona sem honum virðist ákjósanleg til samfylgdar hefur hann þurft að beita sjálfan sig hörðum fortölum til að falla ekki í gryfju holdsins freistinga. Munklífið hefur reynst honum happadrjúgt og staða hans í dag er ef til vill einmitt því að þakka að hann hefur fengið að ástunda sjálfskönnun sína einn og óáreittur.

Page 144: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans
Page 145: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

Verði þinn vilji

Page 146: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans
Page 147: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

147

*Það er ekki svo einfalt að sýran sé rótin að geðklofanum því þegar ég, tuttugu og fjögurra ára gamall, gríp til sýrunnar, hafði ég hrakist fram á ystu brún og það þurfti ekki mikið til að ýta mér fram af henni. Ef líf mitt er skoðað, frá barnæsku fram til þess tíma þegar sýran mætir til leiks þá þarf ekki að fara í grafgötur um að smám saman hlýtur að hafa verið að molna undan fótum mínum. Geðklofinn, sem ég þjáðist lengi af, var því ekki eingöngu sprottinn af sýruneyslu, heldur líka tilkominn vegna þess að mérhafði verið búinn samastaður í tilverunni sem var í hrópandi and-stöðu við allt það sem mér var eiginlegt, allt það sem mér var náttúrulegt.

Ég fullyrði að ég hafi ekki komist hjá manndrápinu. Geð-klofinn var kominn á það harðan snúning á þeim tímapunkti sem atburðir gerðust að það var ekki í mínu valdi að hafa áhrif á atburðarásina. Tildrög þess sem leiða til harmleiksins á Lynghaga þessa nóvembernótt 1988 eru það margflókin að vart er hægt að ætla venjulegum borgara að skilja eðli málsins. Það þarf að leita allt aftur til bernsku minnar til að sjá heildarmyndina.

„Manndrápið frelsaði mig.“ Það hljómar absúrd en er samt ekki fjarri hinu sanna. Ég gekk harkalega fram í drápinu: misþyrmdi líkinu á vægast sagt hrikalegan hátt – rekinn áfram af ómeðvitaðri hvöt. Ég varð að sjokkera sjálfan mig til bjargar sálu minni – með gjörningnum sótti ég mig í myrkrið.

Maður sem yfirgaf hús eitt í vesturbænum á nóvembernóttu, að loknu voðaverki, var ekki sami maðurinn og hafði komið þangað undir miðnætti.

Page 148: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

148

Þegar klefahurðin skall á hæla hans í Síðumúlanum nóvember-kvöldið 1988 var honum ljóst að ekkert myndi verða eins og áður, að brugðið gat til beggja vona um framtíð hans. Hann stóð á krossgötum lífs sín – aðeins almættið gæti vísað honum veginn. Hann trúði þó staðfastlega að sá dagur myndi renna upp að hinn langþráði draumur bernskunnar yrði að veruleika.

Tómleiki

Spaðar tómleikans snerust fyrir vindi laskaðra tilfinninga. Líkt og hjá

farandriddaranum hugumstóra sem barðist við vindmyllu var barátta hans

harla tilgangslaus. Hann geystist fram með lensu hugaróranna að vopni,

eins og sannur farandriddari á hásléttu hinna deyjandi augnablika, fann

sig knúinn áfram af sannleika, sannleika sem ætíð var nálægur en þó alltaf

víðs fjarri. Skuggamyndir tómleikans toguðu hann inn í algleymi, algleymi

sársauka og þjáningar.

Manndráp yrði ekki þurrkað svo auðveldlega úr minninu.Þann tíma sem hann var innilokaður, tæp níu ár, hvikaði hann aldrei frá áætlun sinni: að nota tímann til uppbyggingar og koma sterkari út. Þrátt fyrir að hann hefði á árum áður beðið skipbrot var ekki ómögulegt að honum tækist að endurreisa líf sitt. En umfram illt yrði hann að horfast í augu við veruleikann og slá striki yfir fortíðina. Fyrstu árin í nýfengnu frelsi var hugur hans njörvaður þeirri stund þegar harmleikurinn átti sér stað. Fyrir kom að hann endurlifði í draumi hið hrikalega manndráp á einn eða annan

Page 149: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

149

hátt. Verknaðurinn hafði búið um sig í sálarlífinu og var honum stöðug áminning samfara ótta um endurtekningu. En þrátt fyrir allt var aðkallandi fyrir hann að varpa harminum af herðum sér. *

Allar götur frá því hann var á Kleppi, á fyrra sýruskeiðinu, hafði hann frábeðið sér að taka geðlyf, taldi þau hafa hamlandi áhrif á sköpunarkraftinn og gera menn að saltstólpum – og fyrir listamenn þýddi það endalok alls.

Á umbrotaárunum milli 1982–88, tók ég á mig fimm geðklofaköst án þess að geðheilbrigðiskerfið rétti mér litla fingur til hjálpar. Þetta er verulega ámælisvert í sögulegu ljósi. Ekki þar fyrir að ég hafi beðið um aðstoð kerfisins í nauðum mínum. Nei, síður en svo, tilhugsun að vera lagður inn á geðdeild var mér í raun skelfileg. Hvað var þá til ráða? Getur geðheilbrigðiskerfið nokkuð aðhafst ef geðstola maður hafnar afskiptum þess? Því er fljótsvarað: Ef kerfið virkar eðlilega eru til úrræði til að koma geðstola manni til hjálpar.

Í dag harma ég að hafa orðið leiksoppur eigin sjúkdóms og þó mest að hafa orðið mannsbani í geðrofskasti. Ég fékk í raun að heyra það frá félagsráðgjafa, sem hafði spurst fyrir um það hjá geðsviði Landspítalans hvort ekki væri möguleiki að koma mér til hjálpar, að það væri álit lækna að ég væri það tilfelli sem þýðingarlaust væri að reyna að endurhæfa. Maður sem fer um stræti og götur borgar-innar í þeim ham sem ég var í er augljóslega að hrópa á hjálp. Seinna fékk ég að heyra að það hefði verið álit, bæði hins almenna borgara og lögreglu, að ég væri djúpt sokkinn í neyslu örvandi efna og það útskýrði trylling minn, að tryllingur minn væri sprottinn af

Page 150: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

150

vímuefnaneyslu en stafaði ekki eingöngu af geðrænum truflunum. Það var auðvitað mikill misskilningur. Ég hef aðeins einu sinni á ævinni notað örvandi efni. Það var á áttunda áratugnum þegar ég keypti gramm af amfetamíni af félaga mínum. Þau skipti sem ég neytti kannabisefna frá árunum 1983 til 88 eru teljandi á fingrum annarrar handar. Þetta kann mörgum, sem telja sig þekkja til mín, þykja fremur ótrúverðugt, en þetta er sannleikur.

Hann hafði takmarkaða sjálfstjórn í vímuefnaneyslunni. Ef honum var rétt hasspípa tók hann gjarnan stór og mikil sog og dvaldi lengi við. Í sýruneyslunni vildi hann „hart tripp“ og þegar hann loks fríkaði fannst honum það upphafningu líkast. Hann vildi síður neyta sýru í hópi eða með öðrum manni. Sýruferð átti hver maður að eiga með sjálfum sér, í einrúmi innan „vébanda kraftanna.“ Honum er í fersku minni fyrsta áfallið af völdum sýrunnar þegar raddirnar ruddust fram í höfðinu á niðurferðinni, eins og þrumský.

Sýran hratt einhverju af stað meðfram sturluninni en það var allt innan seilingar á hans andlega sviði, átti sér rætur í persónuleika hans. Hann hafði ekki borið gæfu til að rækta sína meðfæddu hæfileika. Það var í raun myrkur og sorg sem leiddi hann út í öngstræti sýrunnar.

Í fjörutíu ár hefur hann lifað við bergmál sýrunnar en þó er munur á frá því sem var þegar sýran var það sundrungarafl sem orsakaði hans andlega niðurbrot. Honum segist svo frá að í raun hafi „sýran bjargað lífi hans.“ Og vissulega má færa rök fyrir þeirri fullyrðingu. Líf hans tók óvænta stefnu

Page 151: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

151

með tilkomu sýrunnar og því mætti spyrja: „Hver hefði ævi hans orðið án sýrunnar?“ Fullvíst má telja að líf hans væri annað en það er í dag. Fæðing listamannsins var erfið. Það var um níu geðklofaköst að fara – frá „myrkheimi hinnar glötuðu vonar“ að „ljósheimi hins sanna lífs“ – lífs þar sem dagstundin er hlaðin sköpunarkrafti. Í dag er sýran kyrrlát og um leið undirtónninn í allri hans listsköpun.

Sýran

Sýran er dularkraftur sem síst skyldi forsmá. Sýrunni er nauðsyn að dansa

frjáls um öll vitundarþrep. Ef sýran snertir undirvitundina með loppu sinni

fellur daggardropi sannleikans af viskutrénu. Þegar sýran flýtur um efri lög

vitundarheimsins hopa undan djöflar sem hafa búið um sig í hugarfylgsnum.

Page 152: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

152

Það má lengi um það deila hvort hann hafi átt annan kost í stöðunni en að taka sýru. Fyrir honum er það ekki flókið mál. Þrátt fyrir að sýrutrippin hafi verið dýru verðikeypt eru þau réttlætanleg. Sé til þess litið hvað þjáningin var rótföst í persónuleika hans vegna brotinnar æsku, þá er óhugsandi að nokkur annar kraftur hefði getað komið honum til bjargar.

Í bakspegli

Hafa mig boriðþungir straumarað óseyrumlangt aðlangt neðan úr djúpunum– heimi blæðandi myrkurs.

Horfi ég í mistur fortíðarmótar fyrir ævi minnarstríðu stundumjafnt sem hlæjandi leik.

Að bakieru klungrin og hinar hálu brautir.

Síst mun ég lífshlaup mitt lasta– enginn ræður auðnu sinni.

Í dag er fylling tímans!

Page 153: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

153

*

Ástandið í húsi geðklofans var oft á tíðum eldfimt. Barátta mín við raddirnar var hatrömm, en þegar mér tókst að kveða þær niður hjöðnuðu einkenni sjúkdómsins oftast nær fljótt. Raddirnar voru ýmist frá fólki út í bæ eða utan úr heimi. Pólitík var mér mikil þráhyggja í geðklofaköstunum og því snerust raddirnar gjarnan um stjórnmálaástandið í heiminum. Það er umhugsunarvert hvers vegna geðklofaköst mín tóku á sig þá mynd að ég var sýnkt og heilagt að plægja hinn pólitíska akur umheimsins. Ekki var ég mjög lýðræðislega þenkjandi í hinum pólitíska veruleika geðklofakasta minna. Þvert á móti var ég mjög hallur undir harðstjórn og einræði. Raddirnar mögnuðu upp paranojuna sem steytti á skeri stjórnmálanna. Ég upplifði að stjórnmálaleið-togar út í heimi sætu á svikráðum við mig, að flugumanna þeirra væru von til landsins til að ráða mig af dögum. Innanlandsofsóknir gátu líka reynst mjög skæðar. Mér stóð mikil ógn af lögregluliði bæjarins, var mjög nojaður vegna hugsanlegrar handtöku eða að víkingasveitin gerði innrás í híbýli mín. Ég bjó við stöðugan ótta við frelsissviptingu, var viðbúinn hinu versta af þjóð minni og gerði ráðstafanir sem mættu koma í veg fyrir að ég yrði handsamaður, eins og til dæmis með því að hafa keðju fyrir dyrum. Í svörtustu paranojum var símasambandið rofið og dyrasíma ekki svarað. Aðeins það að heyra rödd manneskju í símtóli eða dyrasíma var eins og olía á eld paranojunnar. Sjónvarps- og útvarpsmiðlar gegndu því hlutverki að vera milliliður milli mín og umheimsins. Hin pólitísku deilumál mín voru efst á baugi sjónvarpsmiðlanna, einkum í fréttatímum og fréttaskýringaþáttum. Allar útsendingar fjölmiðla, hvort sem var í myndum, texta eða töluðu máli, höfðu yfirbragð táknrænnar merkingar. Hin raunverulega merkingu þeirra umbreyttist á þann hátt sem sjúkum huga mínum var

Page 154: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

154

þóknanlegt, í það og það sinn. Öll veröldin var undir í valdatafliþví sem ég háði í geðklofaköstunum. Ég vildi brjótast til valda, vildi verða sá maður sem réði örlögum þjóða, maður sem í senn væri refsari heimsins og bjargvættur. Með öðrum orðum: Ég var helsjúkur af stórmennskubrjálæði.

Undanfari voðaverksins var pólitísk ranghugmyndaflétta. Skömmu eftir að hann flutti í kjallaraíbúðina steyptist geðklofinn yfir hann. Eins og fyrr segir var leigusalinn radíóamatör og hann var þess fullviss að fjarskiptasambandið væri af pólitískum toga. Það fór ekki milli mála að sá gamli var að upplýsa fasistavini sína úti í heim um stöðu mála hvað íbúinn í kjallaranum hefðist að – leka upplýsingum. Staða hans í íbúðinni með þann gamla fyrir ofan, malandi í talstöðina, var því mjög eldfim. Tveimur árum seinna þegar hann enn á ný féll í gryfju geðveikinnar fóru þessar hugmyndir aftur á flug – með skelfilegum afleiðingum.

Dýrið

Svo kom höggið, hið ófyrirsjáanlega högg, hið þunga högg sem í einni

svipan svipti hann vegabréfinu að borgaralegri tilveru, högg sem feykti

upp öllum hurðum veruleikans svo að nístingskaldir vindar næddu um

sálarheiminn. Hann hafði þrætt einstigi myrkursins inn að fordyri vítis í

leitinni að hinni sönnu verund sem hann hafði misst sjónar á í öngþveiti

hvunndagsins. Ekkert skyldi stöðva hann í leitinni að hinum rétta útgangi

úr völundarhúsi tómleika og tryllings. Á sama augnabliki og skuggamættið

frelsaði hann rann tími hans út. Lausnin lá á borðinu, hrollköld og djöfulleg –

glottandi dýrskjaftur. Hann var kominn að innstu rökum alls, að vængjahurð

tvennra tíma og stóð andspænis sjálfum sér í dýrslíki.

Page 155: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

155

Pegasus

Ég finn fyrir vængjataki ljóða minna í sálinni. Það er hvíslað að mér – utan úr tóminufljúgðu hærra, fljúgðu hærra …

1988 gaf ég út ljóðakverið Brjálaða plánetan sem var heilsteypt og hafði til að bera ljóðrænan þokka, sem var viðsnúningur frá fyrri ljóðabókum. Síðan tók við fjórtán ára þögn. Í innilokuninni á réttargeðdeildunum var lítið um yrkingar, aðeins eitt og eitt smáljóð fæddist. Það var ekki fyrr en árið 2002 að skriður komst á skáldskap minn. Þá sendi ég frá mér ljóðabókina Spor mín og vængir. Sú bók innihélt endurgerð gamalla ljóða svo og þau smáljóð sem höfðu orðið til í innilokuninni. Með útgáfu þessarar bókar varð sprenging í útgáfu minn. Næstu tólf árin sendi ég frá mér tíu ljóðabækur, tvær bækur sem voru ágrip af lífssögu minni, smásagnasafn og þrjú ljóðaúrvöl. Allar bækurnar eru eiginútgáfa.

Mér varð strax ljóst að það er ekki auðhlaupið að því að selja ljóðabækur. Ég vissi að vegna fortíðar minnar átti ég ekki upp á pallborðið hjá forlögum. En mér fannst að rödd mín þyrfti að heyrast og tók mér því stöðu á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis og herjaði á vegfarendur með sölu á bókum. Staða mín á horninu, bjóðandi ljóðakver, var nýlunda í borgarlífinu og voru margir vantrúaðir á árangur af slíkri starfsemi. En þrátt fyrir efasemdaraddir var ég alltaf viss um að mér tækist að fóta mig í sölumennskunni á horninu. Þótt ljóðið ætti erfitt uppdráttar

Page 156: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

156

í landinu þá væri aðdráttarafl í „nálægðinni,“ það er að segja ef höfundurinn stæði með bókum sínum gegnum þykkt og þunnt með því að bjóða vegfarendum þær til sölu, áritaðar. Fólk er ekki ýkja ginnkeypt fyrir ljóðabók á ferð sinni um Austurstræti en þó er það alltaf einn og einn sem „lætur freistast.“ Í raun þarf ekki marga kaupendur á dag svo viðunandi sé. En það er önnur hlið á hornsölunni. Það eru hin mannlegu samskipti. Það getur verið mjög gefandi að spjalla og skrafa við það fólk sem um strætið fer.

Ljóðabóksala undir berum himni er viðkvæm fyrir sveiflum í veðurfari. Kjörskilyrði eru logn veðurs, lágskýjað og 10–12 gráða hiti á celsíus. Í miklu sólfari og svækjuhita er nánast vonlaust að selja og það sama á við um útsynningshreyting. En jafnvel þótt skilyrðin séu hagstæð kemur fyrir að dagurinn stendur á núlli vegna þess að óheppileg blanda borgarbúa á leið um strætið þann dag. Sala á ljóðum á götum úti stjórnast ekki af föstu lögmáli, heldur er hún tilviljun háð dag hvern. Eftir rúman áratug hefur honum tekist að gera sig marktækan og fólk sem á annað borð sækist eftir litríku miðbæjarlífi hefur velþóknun á ljóðakarlinum á horninu.

Ég hef eignast fjöldann allan af vinum og kunningjum þau 45 ár sem ég hef verið borgarbúi. Aðallega er þó um að ræða aðra lista-menn, skáld, rithöfunda og myndlistarmenn. Þessi félagsskapur hefur verið mjög gefandi og veitt mér aukna tiltrú á sjálfan mig. Fyrstu tíu – fimmtán árin blandaðist áfengi mikið inn í þessi samskipti. Ekki þótti annað við hæfi en að andans menn væru viðskál bæri fundum þeirra saman. Mótsstaðir voru fjölmargir í borginni – allsstaðar þar sem næði var til að draga korktappa úr léttvínsflösku. Gróðursælir reitir í eigu ríkis eða borgar þóttu einkar heppilegir staðir til að hefja umræðuna á æðra plan með guða-veigum. Fólk sem hafði ekki til að bera listræna hæfileika var

Page 157: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

157

ómissandi hluti af listamannakreðsunni. Það fólk skapaði mótvægi í umræðunni sem hætti til að verða of einsleit ef listamenn báru einir þungann af þeim. Þá voru fjárráð hinna ólistrænu gjarnan rýmri vegna fastrar atvinnu og þótti því hentugur stuðningur af þeim við fjármögnun drykkjunnar. Vímuefnaneysla var áberandi meðal ungs fólks á áttunda áratugnum. Var um að ræða kannabis, marijuana, amfetamín og kókaín. Þá var sýra líka í umferð. Ég var aldrei hundrað prósent hippi en heillaðist þó af hinum fögru hugsjónum þeirra. Hippar voru í hópi bestu vina minna og kunningja og jafnan voru það mér ljúfar stundir þegar ég sat með þeim að hassreykingum. Þegar níundi áratugurinn gekk í garð voru hipparnir með öllu horfnir úr mannlífsflórunni, hugmyndafræðin

Page 158: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

158

hafði beðið skipbrot – hugsjónin orðið vímuefnaneyslu að bráð. Pönkbylgjan skall á með allnokkrum þunga í þann mund sem hippinn kláraði sig. Þá var ég í kringum þrítugt og því fráleitt að ég færi að stíga í vænginn við pönkið, sem var ungdómshugsjón. Ég var líka alltaf hálfsmeykur við fólkið með marglita hanakambinn, fólkið sem nældi öryggisnælum í andlit sitt og gekk um götur í sadískum leðurklæðnaði. Þetta voru reyndar viðsjártímar í lífi mínu, tímar sem einkenndust af vaxandi geðtryllingi og æ fátæklegri mannlegum samskiptum. Í AA samtökunum kynntist ég mörgu fólki og voru þau samskipti yfirleitt á jákvæðum nótum. En þau kynni ristu ekki djúpt og hafa ekki, fram til þessa dags, orðið tilefni varanlegrar vináttu. Það er eins og skilyrði fyrir vináttu skapist aðeins þegar fólk sameinast í harmljúfri upplifun, hvort sem er af andlegum toga eða veraldlegum, því enda þótt AA fólkið sem ég hef haft kynni af skipti hundruðum hefur ekkert af því höfðað til tilfinn-inga minna á sama hátt og gömlu félagarnir úr sukklífinu.

Þegar ég hampaði nýfengnu frelsi 1997 höfðu tengslin við gömlu félagana rofnað að miklu leyti, margir þeirra höfðu dregið sig útúr iðukasti mannlífsins, höfðu ýmist flutt af landinu eða voru orðnir ráðsettir borgarar með fjölskyldu á framfæri. Hinir sem voru til staðar voru ekki tilbúnir að endurnýja kunningsskapinn við mig, sem var skiljanlegt. Ég var því einfari í borginni á fyrstu árum frelsis. Þó ber að geta eins manns sem kom inn í líf mitt á þessu einfaratímabili og var mér mikill styrkur. Það var systursonur minn, maður undir þrítugu sem hafði alið með sér skáldskaparnáttúru og gefið út þrjú ljóðakver. Þessi ungi maður sóttist eftir að við frændur ræktuðum með okkur tengsl – fann til andlegs skyldleika með sjálfum sér og hinum laskaða frænda sínum sem hafði marga fjöruna sopið. Árin sem í hönd fóru var systursonurinn tíður gestur á heimili mínu og samband okkar varð æ sterkara. Pilturinn var

Page 159: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

159

að vísu í nokkurri óreglu um tíma en tók sig á um síðir. Oft á tíðum sátum við frændur fram á rauða nótt og ræddum skáldskap og lífsins spursmál. Þegar hann hafði safnað nægu andlegu þreki og var kominn fyrir horn í óreglunni, lét hann innrita sig í heimspekideild Háskóla Íslands. Í fyrstu voru áform hans með náminu að opna sér leið til skáldskapar með heimspekináminu en hann áttaði sig fljótt á að það var ekki raunhæft plan því þótt heimspekin sé góður grunnur að öllu leyti, raunar sá grunnur sem allt fólk skyldi hafa í lífi sínu og starfi, þá myndi slíkt nám aldrei gera hann að betra skáldi, hversu mikla heimspekiþekkingu sem námið færði honum. Eftir þetta snerust umræður okkar frænda á síðkvöldum að miklu leyti um heimspekikenningar í bland við dýpstu tilvistarrök líðandi stundar, jafnt jákvæð sem neikvæð. Ég á þessum unga frænda mínum, sem reyndist mér eins og besti sonur, mikið að þakka.

Fram að tvítugsaldri var ég opinn fyrir hvaða menningarrusli sem var, ómerkilegum spennubókum, lélegum kvikmyndum o.s.frv. – hvaðeina sem ýtti undir draumaheiminn og gerði lífið bærilegra. Þegar ég kynnist róttæklingunum á Mokka og Kaffi Tröð verður

menningarleg skörun í lífi mínu. Ég fór að sækja

mánudagsmyndir í Háskólabíói og kvikmyndaklúbba, sem sýndu alvöruþrungnar evrópskar myndir. Og smám saman lærðist mér að greina á milli alvöru- og ruslmenningar. Þá upptendraðist ég af módernískum ljóðum og bókmenntum sem stóðu undir nafni – svokölluðum fagurbókmenntum. Rímaður kveðskapur var mér lítt að skapi þótt vissulega hafi verið á því undantekningar. Myndlistarmaðurinn sem ég hafði að geyma var ekki mættur til leiks á þessum árum. Ég var kominn fast að hálfþrítugu þegar hræringar fara af stað í sálarlífi mínu sem valda því málarinn í mér vaknar. Menningarvakning mín þegar ég stóð á tvítugu hafði í för

Page 160: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

160

með sér ýmsar umbyltingar á venjum mínum og háttum. Ég tók til dæmis að sækja myndlistarsýningar af miklum ákafa og vogaði mér jafnvel að leggja dóm á þau verk sem galleríin stilltu upp – í hugarheimi mínum blundaði framtíðarmálari sem var óvæginn og kröfuharður. Þá skoðaði ég ósköpin öll af málverkabókum. Það var undirbúningur fyrir seinni tíma – þegar glíman við strigann hæfist fyrir alvöru. Tónlist hefur verið mér samferða allt frá gelgjuskeiðinu þegar rokkbylgja sjöunda áratugarins reið yfir heiminn. Eins og önnur ungmenni þess tíma hreifst ég af Bítlunum þegar þeir komu fram á sjónarsviðið með sinn rytmíska takt og sveiflu. En þegar frá leið snerist tónlistarsmekkur minn til mestrar aðdáunar á The Rolling Stones. Það var eitthvað í fari þessara óhefluðu Lundúnapilta sem í mínum huga gerði þá að æskilegri fyrirmynd, eitthvað sem Bítlarnir höfðu ekki. Klassískri tónlist kynntist ég ekkert að ráði fyrr en kom fram á áttunda áratuginn og þá vegna áhrifa frá þeim mönnum sem töldust til „hugsandi manna í landinu“ – til dæmis róttæklinganna af Mokka og Kaffi Tröð. Það þótti merki um vitsmuni og þroska að hafa smekk fyrir klassískri tónlist. Ég vildi gjarnan fylla hóp þroskaðra vitmanna og var því ekki undankomu auðið að taka

klassíska tónlist inn í líf mitt. Ég er þakklátur í dag

fyrir þá tilsögn í klassískri tónlist sem ég fékk á sínum tíma hjá þessum gáfuðum mönnum, því þótt þekking mín á tónlistinni hafi aldrei rist djúpt hef ég jafnan notið hennar í ríkum mæli.

Í dag skipar tónlist stórt hlutverk í lífi mínu. Tónlist er sterkur áhrifavaldur í sköpunarstarfinu, ritlistinni og myndlistinni. Það fer mest fyrir rokktónlist frá sjöunda og áttunda áratugnum þótt líka gæti nýrri tónlistar. Blues, jass, og heimstónlist eru mér líka sannur yndisauki.

Page 161: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

161

*

Það fór ekki hjá því að manndrápið í sinni hrikalegu mynd vekti óskipta athygli fjölmiðla. Meðan ég var í Sogni gerði Ríkisútvarpið sjómvarp þátt um deildina. Í þeim þætti birtist viðtal við mig sem olli einhverju uppnámi í fjölskyldu minni. Þegar ég losnaði var haft samband við mig vegna þáttarins „Sönn íslensk sakamál.“ Eftir nokkra umhugsun féllst ég á að veita viðtal. Viðtalið fór fram á heimili mínu og eftir á að hyggja slapp ég nokkuð vel frá því. Mér var boðið að andlitið yrði hulið og nafninu breytt. Ég hafnaði því, kvaðst ekki hafa neitt að fela. Þessi afstaða mín þótti nokkuð áræðin því vanalega hafði viðgengist í þessum þáttum að breyta nafni og fela andlit. Meðan ég var innilokaður var mér alltaf ljóst að fjölmiðlar kynnu að hafa áhuga á máli mínu þegar ég slyppi út. Ég sá í hendi mér að framtíð mín sem listamaður fælist í því hvernig ég kynnti sjálfan mig á opinberum vettvangi en ég hafði áform um að endurreisa listamannsferilinn á þann hátt að eftir yrði tekið. Hvort mér tækist að fóta mig á listabrautinni væri undir því komið hvernig myndi spilast úr umdeildri fortíð minni. Og þar spilaði kastljós fjölmiðla stórt hlutverk. Það eitt var ljóst, að ekki kom til greina að fara með veggjum fullur af sektarkennd og skömm. Ef ég ætlaði að vinna mér stöðu sem listamaður yrði ég að hafa kjark til að horfast í augu við samborgarana, yrði að standa með sjálfum mér – láta ekki andúð fólks á persónu minni og fordóma hamla för. Árið 2004 var haft samband við mig frá DV. Blaðið fór fram á að ég veitti viðtal. Blaðamaðurinn sem hafði samband við mig sagði viðtalið myndi snúast um skoðanir mínar á lífinu og listinni. Ég féllst fúslega á að veita viðtalið, hafði reyndar verið að bíða eftir þessu útspili frá fjölmiðli, að fá tækifæri til að viðra hugmyndir

Page 162: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

162

mínar um bókmenntir og listir í bland við lífssýn mína. Svo var það að kvöldlagi í júnímánuði að blaðamaðurinn bankar upp á hjá mér. Þetta var ungur piltur, innan við tvítugt, varla þurr á bak við eyrun. Pilturinn tók fram upptökutæki og lagði það á borðið og viðtalið hófst. Svo að afstöðnu viðtali spyr pilturinn um verð á málverki sem var stillt upp á trönum. Þegar verðið hafði verið nefnt ákveður pilturinn að kaupa verkið. Svo líður og bíður. Ég beið spenntur eftir að sjá blaðið því mér fannst sem bærilega hefði tekist upp í viðtalinu. Loks kom blaðið sem var helgarblað DV. Mér var brugðið. Á forsíðu hafði verið slegið upp dapurlegri ljósmynd af mér með sláandi fyrirsögn: „Þegar geðveiki leiðir til morðs.“ Undir ljósmyndinni stóð feitletruðum stöfum: „Hann framdi eitt hryllilegasta morð Íslandssögunnar“. Þar undir var ranglega fullyrt að strax eftir verknaðinn hafi ég knúið dyra hjá borgarstjóranum. Þetta var í einu orði subbublaðamennska. Á innsíðum blaðsins var svo sjálft viðtalið. Það var heldur betur á annan veg en ég hafði búist við. Ekkert af því sem okkur blaðamanninum hafði farið á milli var þar, heldur hafði verið tekið beint upp úr bókinni „Í aldanna rás“, þar sem úði og grúði af rangfærslum. Þess ber að geta að höfundur þeirrar bókar var annar tveggja ritstjóra DV – svo það hafa verið hæg heimatökin. Á þessum árum var ritstjórnarstefna DV óskammfeilin og gróf og því voru aðeins ráðnir til blaðsins ritstjórar sem ekki víluðu fyrir sér að beita óvönduðum meðulum, með öðrum orðum; voru siðlausir. Þá hafði DV leyft sér það að taka beint upp úr bókinni „Í sveigðu rými“ sem ég hafði gefið út það sama ár og hafði að geyma ágrip af sögu minni í stuttum prósaköflum. Það er vandséð hvað vakti fyrir ritstjórunum með þessari árás á persónu mína en óneitanlega grunar mig að aðeins hafi vakað fyrir þeim að „selja þrillið.“ Svo vikið sé að piltinum sem tók viðtalið má líta þannig á að alltaf hafi verið ætlun hans að fara þessa leið og upptökutækinu sem hann notaði í viðtalinu

Page 163: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

163

hafi verið beitt í blekkingarskyni – að það hafi aldrei verið kveikt á tækinu. Ætla má, að þrátt fyrir að pilturinn hefði alla þá „kosti“ sem þurfti til vondrar blaðamennsku, þá hafi bendingin komið frá ritstjórunum tveim um það hvaða meðulum skyldi beitt. Birtingin í DV olli miklu uppnámi innan fjölskyldu minnar, sérstaklega barna minna sem voru enn í sárum eftir atburðinn 1988. Það hafði verið hægur stígandi að sáttum milli mín og þeirra, en við þetta högg fór það veg allrar veraldar. Þótt meira en áratugur sé frá þessari hrikalegu birtingu í DV eimir enn eftir af áhrifunum sem viðtalið hafði á þau. Árið 2005 fór ég aftur í viðtal, nú við tímaritið Mannlíf. Systursonur minn tók viðtalið og var það vilji hans að reyna að bæta fyrir skaðann sem DV olli árinu áður. Það viðtal var að nokkru leiti viðunandi en þó ekki laust við subbuskap vegna afskipta ritstjórans af því. Fjölmiðlar virtust vera húkkaðir á manndrápinu, að lýsa aðstæðum verknaðarins á bersöglan hátt og draga upp sem hrikalegasta mynd af manninum á bak við glæpinn. Það er ábyggilegt að ef glæpur hefði ekki verið í spilunum hefðu fjölmiðlar ekki haft nokkurn áhuga á persónu minni eða látið sig nokkuð varða skoðanir mínar um lífið og listina. Mér varð fljótt ljóst að ekki yrði auðvelt að forðast neikvæða umfjöllun fjölmiðla en með þessari neikvæðu umfjöllun gæfis mér færi á að vinna að framgangi mínum sem listamanns. Fjölmiðlum hefur einmitt verið gjarnt á að setja samasemmerki á milli mannsins sem framdi glæpinn og listamannsins. Þótt fennt hafi í spor glæpsins kristallast fjölmiðlaumræðan um mig og list mína um „manninn sem framdi voðaverkið.“ Það orkar tvímælis því listræn sköpun þarf að rísa undir kröfum samtímans en ekki vera bergmál ákveðinna atburða í lífi listamannsins. Ekki er þó útilokað að þeir tímar komi að mín verði fyrst og fremst minnst sem mikilhæfs listamanns og verk mín skoðuð án nokkurra tenginga við þá válegu atburði sem skóku líf mitt.

Page 164: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

164

Árið 2006 var mér boðið í beina útsendingu á Bylgjuna. Það var morgunþáttur sem stóð yfir í tvo klukkutíma. Ég naut mín nokkuð vel í útsendingunni og slapp við átroðning og hnjask vegna manndrápsins. Næstu árin voru dagblöð af og til að birta myndir af mér eða taka stutt viðtöl við mig þar sem ég stóð í Austurstræti við bóksöluna. Árið 2011 birti Vice tímaritið sem er alþjóðleg útgáfa viðtal við mig í vefútgáfu tímaritsins. Ekki gætti þar fullra heilinda því fyrirsögnin var vægast sagt sláandi: Iceland’s Most Poetic Murderer. Árið 2012 tók blaðið Reykjavík Grapevine viðtal við mig með fyrirsögninni: Shouting For Poetry. Í viðtalinu, þar sem ég viðraði lífssýn mína og drauma, kom blaðamaðurinn inn á manndrápsmálið, þó ekki á jafn grófan hátt og margir kollegar hans höfðu gert áður. Svo var það haustið 2014 að blaðamaður frá DV kom að máli við mig og lýsti áhuga á því að taka við mig blaðaviðtal um líf mitt og listir. Þrátt fyrir að vera illa brenndur af fyrri samskiptum við DV tjáði ég blaðamanninum að sjálfsagt væri að veita viðtalið. Það hafði mikið vatn runnið til sjávar síðan 2004 og orðið nokkrum sinnum eigendaskipti á DV og þótt ritstjórnarstefnan væri enn nokkuð stórkarlaleg var það ekkert í líkingu við hið alræmda tímabil blaðsins 2004 þegar siðleysið var allsráðandi á DV. Viðtalið var tekið upp á heimili mínu við Hverfisgötu og tókst prýðilega, enda var blaðamaðurinn, í þetta sinn, starfi sínu vaxinn. Mér fannst samt öruggara að hafa varann á og las viðtalið yfir áður en það fór í birtingu. Í því var klausa sem ég sætti mig illa við. Það var lýsing af vettvangi manndrápsins ásamt nafni hins látna og heimilisfangi – dagsetningu og ártali. Ég hringdi í blaðamanninn og sagði honum að ekki kæmi til greina að þessi klausa fylgdi viðtalinu, að óþarft væri að minna stöðugt á þennan skelfilega atburð með þessum hætti á síðum blaða og tímarita. Blaðamaðurinn féllst fúslega á að klausan yrði felld út. Af þessu viðtali er það að segja að það er DV til sóma. Fyrripart

Page 165: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

165

ársins 2015 hafði Stöð 2 samband við mig og fór þess á leit við mig að ég kæmi fram í þættinum „Sjálfstætt fólk.“ Ég var fús til þess og samdist okkur þáttastjórnandanum svo um að upptakan færi fram á Mokka og heima hjá mér. Það verður ekki annað sagt en að innslagið um mig á Stöð 2 hafi heppnast í alla staði með ágætum. Í maí heimsótti mig svo dagskrárgerðarmaður frá RÚV og tók við mig viðtal fyrir menningarþáttinn „Víðsjá“ á rás 1. Í júlímánuði tók Morgunblaðið við mig viðtal vegna væntanlegrar útkomu þessarar bókar. Þegar blaðamaðurinn hafði samband við mig tók hann fram að manndrápinu yrði haldið utan við viðtalið. Það eru fyrstu merki þess að fjölmiðlar eru að taka annan pól í hæðina hvað mig varðar, að atburðirnir 1988 eru að bakka út og listamaðurinn að taka sviðið. Þá er fyrirhugað seinnipart sumars að hefja upptökur á heimildarmynd í fullri lengd um líf mitt. Ég fagna því tækifæri. Þar mun ég fá frítt spil á opinberum vettvangi til að kynna hugmyndir mínar um listina, lífið og tilveruna, í ljósi minnar stórbrotnu lífsreynslu.

Page 166: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

166

Af akri orðanna

Í dag hef ég uppskorið nokkur föng af akri orðannaog hvílist sáttur undir laufguðu tré baðað geislum kvöldsólar.

Það húmar að – rauðbrúnn feldur hjúpast um opinn svörðinn.

Orðin eru komin í hús albúin að leggjast á drifhvítar arkir morgundagsins.

Page 167: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

167

*

Á fyrsu árum frelsis fannst mér á stundum undarlegt að vera ekki lengur innan múranna, heldur í lifandi menningarheimi og takast á við hinn borgaralega hversdagsleika. Ég vissi að öllu skipti að hafa þyngdarpunktinn í núinu, láta skuggamyndir fortíðar hverfa af tjaldinu og sjá framtíðina sem tækifæri. Mér var ljóst að ef ég hefði ekki kjark til að horfast í augu við samborgara mína myndi ég bíða ósigur í baráttunni um lífið. Ég vildi ekki verða maður sem færi með veggjum fullur af skömm og sektarkennd. Það var spurningin um að ná sáttum við eigið sjálf, að finna frið í sálinni.

Mín rétta móðir er listagyðjan og ástríki hennar á ég það að þakka hvernig spilast hefur úr lífi mínu. Það tók mig sextíu ár að finna minn „rétta mann,“ en góðu heilli er það afstætt hversu langur tími telst „full starfsævi listamanns.“ Í hinu nýja lífi mínu er ég staðráðinn í að láta „ekkert stöðva mig,“ ekki frekar en í „hinu lífinu“ þegar ég þurfti að ganga svipugöng tilverunnar. Ekki það, að ég hafi komið slyppur frá þessu hráskeiði ævi minnar. Nei, þvert á móti, hið myrka auðgaði anda minn. Vísdóminn er að finna í myrkrinu.

Sköpun mín á sér rætur í þjáningunni.

13 ágúst. 2015.

Heimili mitt við Hverfisgötu 101-Reykjavík.

Page 168: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

168

EFTIRMÁLI

Hvers vegna hafði hann strax sem barn sett sig svo einarðlega upp á móti öllum ríkjandi hefðum menningarsamfélagsins? Í hinni þöglu fortíð, sem flöktir um hugarheiminn, bregður fyrir myndum sem vekja með honum spurningar, spurningar um hvað það var sem togaði í. Hvort það hafi verið undirliggjandi kraftar sem réðu ferðinni, eða hvort hann hafi aðeins látið stjórnast af eðlislægri hvatvísi. Ef barnæska hans er skoðuð er fátt sem bendir til þess að hann yrði nokkurn tíma fær um að klára sig. Eða hvað? Hvað leyndist með þessu barni? Ljóst er að hvað sem það var, sá það enginn – eða gerði sér grein fyrir því. Líf hans einkenndist lengi vel af fálmi í myrkri. Þegar hann nú skoðar bernsku sína í spegli fortíðar, hið eilífa stímabrak við umhverfið, þá virðist deginum ljósara að mikil undiralda var í persónu hans. Barndómurinn helgaðist af því: „Að vera og vera ekki“. Lengi vel var líf hans á hverfandi hveli og erfitt að sjá hvert stefndi – hallaði þó heldur á ógæfuhliðina. Hann trúði því þó alltaf að honum væri ætlað hlutverk, að hlutverk hans væri að leggja kynslóðum framtíðar til veganesti; ljóð og myndir sem myndu lýsa upp hina rökkvuðu veröld framtíðar. Þessi trú, hvort sem um er að ræða blekkingu eður ei, er burðarstoðin í lífi hans. Án þeirrar trúarsannfæringar hefði myrkur veruleikans tortímt honum fyrir aldur fram.

Þau eru ófá skrefin frá barnæsku hans til dagsins í dag. Og margt hefur á dagana drifið. Þegar hann horfir um öxl, til barndómsins,

Page 169: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

169

til uppvaxtarára og þroskaskeiða, til hinna róstursömu tíma, virðist allt renna sama og hrópandi. Þó finnur hann óneitanlega fyrir þeim stundarrofum sem einkenna allt hans líf, hvernig andstæðurnar skarast reglulega í tímanum og skapa aðstæður þar sem augnablikið ræður. Hann er vissulega maður augnabliksins. Oftar en ekki hefur hugmynd sem skotið hefur niður ráðið næturstað hans. Það hefur alltaf verið hans háttur að láta kylfu ráða kasti, að hika ekki við að „kýla á það,“ að láta ákvörðun ráðast af tilfinningalegu innsæi. Það er ábyggilegt að hann á þessu innsæi (innri rödd) það að þakka að vera enn í tölu lifenda.

Hugsanlega er hann á besta stað í lífi sínu í dag, þrátt fyrir allt. Honum mælist svo um til almættisins: „Ef allt þetta þurfti að koma fyrir mig til þess að ég næði hingað, þá – verði þinn vilji“.

* TRÚ MÍN ER BJARGFÖST. ÞÓ ER ÉG EKKI BUNDINN HINUM VERALDLEGU TRÚARBRÖGÐUM; HELDUR HEFUR TRÚ MÍN FUNDIÐ SÉR FARVEG UTAN ÞEIRRA, Í EINSKONAR FRUMTRÚ

Page 170: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

170

Leitin

Það ljós sem lifir innra með honumhefur aldrei slokknað.

Hann hefur aldrei efast í trú sinni á að sá dagur kæmi að brotin röðuðust saman, að formleysan tæki á sig mynd, að tjáningin myndi finna sér farveg og líf hans yrði fullkomnað.

Allt hið undangengna hafi aðeins verið undirbúningur.

Hvert er hlutverk þitt? hefur hann spurt sjálfan sig án þess að fá svar, aðeins heyrt niðinn af hinni straumþungu elfi tímans.

Þó er sem honum heyrist óma; … leitaðu sannleikans … sannleikans.

Hvar er sannleikann að finna? Þú munt aldrei finna sannleikann … en leitaðu.

Hví skyldi ég leita þess sem ekki er hægt að finna?

Leitin sjálf mun gera þig frjálsan.

Page 171: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

171

Ég horfi um öxl til minnar myrku fortíðar

og opinberast fegurðin

sem undir býr.

Að sönnu er fegurðin

drifhvatinn í lífi mínu.

Page 172: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans
Page 173: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

Viðauki

Page 174: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans
Page 175: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

175

Lífsins tré

Trúarþátturinn er innbyggður í manninum. Löngu áður en trúarhreyfingar heimsins voru skipulagðar og urðu að veruleik var trúin manninum styrkur sem fleytti honum yfir harðsnúin tímaskeið. Maðurinn er háður eigin takmörkunum og af þeim sökum er öll trúarleit hans óvissuferð. Svarið við spurningunni um trúarþörfina kristallast í vitund mannsins sjálfs. Það er vissulega þrautinni þyngra að skilja kjarnann frá hisminu. Ef maðurinn leitaði svara við erfiðum tilfinningum í eigin sálardjúpi þá yrði mannkynið skrefi nær því að finna leið að endanlegri sátt. Trúin er lífsins tré og skal eigi höggvið að rótum þess. Vísast verður maður framtíðar að byggja líf sitt á nýjum trúargrunni, trú sem á sér rætur í hans innri styrk – tengjast að nýju frumtrúarþættinum.

*

Sé grunnmynd mannsins göfug og heilsteypt mun honum að líkindum um síðir auðnast að finna leiðina fram hjá sjálfskaparvítum sínum, sjá veröldina klæðast sínum réttu litum – litum kærleika og einingar. Eflaust verður sú vegferð manninum myrk og torsótt. Þá munu orð meistarans frá Nazaret: „Legg þú á djúpið,“ „Knýið á og fyrir yður mun upplokið verða,“ „Leitið og þér munuð finna,“ verða honum dýrmætt veganesti.

Page 176: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

176

X víddin

Sýrulist hefur öðlast sess í listasögunni og verðskuldar það fyllilega. Þeir listmálarar, sem hafa farið þá leið að nota sýru til að brjóta upp formskyn sitt hafa opnað á nýja vídd í málverkinu. Sýrulist býr yfir djarfri litameðferð og óhefðbundinni teikningu.

Þræðir sýrunnar opinberast svo greinilega í verkum mínum. Mér er mikilvægt að nálgast verkin í samhljómi við grunnþætti náttúrunnar, þar sem litir og form mynda innri spennu í mótvægi við birtingar-mynd hins sjónræna ytri veruleika. Ég leita eftir einfaldleika í málverkinu, í líkingu við hinn UPPHAFNA VERULEIKA sem speglast í því sem í senn ER OG ER EKKI og hinu ALDAUÐA sem í raun er NÝTT UPPHAF. Við innbyrðis jafnvægi milli formsins, línunnar og litarins er mögulegt að kalla fram vídd í málverkinu, vídd sem hvorki er tvívídd eða þrívídd, heldur skoðast sem X vídd. Vídd sem er mitt á milli tví- og þrívíddar. Ef útfærsla formsins, línunnar og litarins í tví- þrívíddar málverki er nákvæm og rétt, leysist innri jafnvægisspenna á myndfletinum og framkallar X víddina. X víddin er uppspretta hins tæra einfaldleik

Page 177: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

177

Andkryppa hins upprétta

Í hverjum dauðlegum manni blundar ósvikin þrá eftir valdi. Hin sterka taug löngunar mannsins til að ná yfirráðum á sér frumstæða orsök – sem kann að skýra hina uppréttu stöðu hans. Hið háleita markmið, að rétta úr sér, hefur verið honum svo rammt átak að hann hefur orðið viðskila við innri manninn og nemur því sitt eigið sjálf sem bergmál forneskju. Í gegnum aldirnar hafa hinar andlegu eggjar mannsins sljóvgast og hann sækir ekki lengur vald sitt til hins frumstæða uppruna síns, heldur finnur mátt sinn undir ljóskastara sinnar veraldlegu ímyndarauðgi – þar sem hin andlega grunnmynd hans kemur ekki við sögu.

Vegna hinna líkam- og andlegu tengslarofa er maðurinnsleginn blindu á sinn innri mann. Þegar maðurinn villist inn í skugga geðveikinnar rennur hann saman við hinn krypplaða anda sjálfs sín. Hann er staddur í ölduróti sálar sinnar, í rofi tvennra tíma á átakamörkum líkama og anda – í tíma sinnar uppréttu stöðu þar sem hann finnur átakanlega fyrir andkryppu sinni.

Page 178: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

178

Sturlun og stjórnmál

Geðsjúkum manni sem lítur á sjálfan sig sem miðpunkt alls þjóðlífs er hætt við stórmennskuæði. Hann er meðvitaður um blokk sem hann sér sem harðan keppinaut um völdin. Það er hin opinberlega viðurkennda valdablokk: stjórnmálamennirnir. Þegar hinn pólitíski heimur skarast við brjálsemina verður samsláttur í geðheiminum (blokkering). Þráhyggja gagnvart einhverju ákveðnu ríki veraldar, að finna til blóðskyldleika eða menningarlegra tengsla við viðkomandi ríki, eru eitt af einkennum geðsjúkdóma. Í því ríki á hinn brjálaði auðvitað tilkall til æðstu valdsetu og hefst þá ferli í sturluðum hugarheimi hans, áform um að brjótast til valda í ríkinu.

Allur hinn pólitíski hildarleikur gerist í heimi raddanna. Þó hinn geðsjúki upplifi sjálfan sig sem pólitískan valdsmann reynist honum torsótt að sýna og sanna hinni óbreyttu alþýðu hver fari raunverulega með völdin.

Þau pólitísku völd sem hinn geðsjúki upplifir að hann hafi í landinu eða heiminum öllum eru hverful því fyrr en varir hrapar hann úr stiganum niður á jafnsléttu síns gráa hversdagsleika. Það að vera ekki lengur í eldlínunni, að vera fjarri hinu pólitíska tafli, getur orðið honum þungbært.

*Á hástigi geðrofsins verður hinn pólitíski heimur yfirþyrmandi og paranojan birtist í sinni svörtustu mynd. Maður sem þannig er ástatt um er varasamur. Hann upplifir stjórnmálaheiminn

Page 179: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

179

sem svarthvítan. Það hefur oftlega gerst að maður í sturlunarástandi hefur framið voðaverk á stjórnmálamanni. Í huga hans er það aðeins spurningin um að framkvæma. Það er tilviljun háð hverjum er gefin sökin, hvaða stjórnmálamaður verður samnefnari fyrir hinar pólitísku ofsóknir sem hann upplifir. Þá gerist það líka að hinn sturlaði eignar almennum borgara óopinbert hlutverk í hinum pólitíska heimi og fremur á honum voðaverk. _________________________________________________Vissulega er það stór hluti geðsjúkra sem ekki finnur sig í þeim veruleika sem kaflinn lýsir og því er ekki um að ræða „dæmigerða lýsingu“ á geðsjúkdómum. „Hinn geðjúki“ og „hinn brjálaði“ í kaflanum afmarkast við höfundinn sjálfan.

Page 180: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans
Page 181: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans

181

BBB

Ég er stríðsmaður ljóssins erkifjandinn er myrkrið

Fæðing mínvar í óþökk ormsins sem hafði grafið sig inn í vitund fólksins

fólksinssem lærðist að fyrirlíta mig

og spottaði mig Almættið sendi mig

inn í þennan heim það vissi

hvað beið mín og gaf mér sterk bein

– ég er alls óhræddur

Í hjarta mínuþekki ég hlutverk mittmér var hingað stefnt

til höfuðs myrkursnákinum

Styrkur minn vex með degi hverjum

þess er skammt að bíða

að ormurinn engist í greipum mínum

Page 182: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans
Page 183: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans
Page 184: HIN HÁLU ÞREP - SimpleSitedoccdn.simplesite.com/d/9a/38/282882358142187674/f526ad4c-8a99-4f8b... · 5 Skákborð lífsins Um dagana hef ég setið að lífsins tafli. Á tjald hugans